Saga Elliðavatnsbæjarins er áhugaverð og samofin sögu Reykjavíkurborgar og þeim breytingum sem orðið hafa á síðustu öldum.
Fyrstu heimildir um Elliðavatnsjörðina finnast í máldaga frá 1234 en þar segir að Viðeyjarklaustur eigi Elliðavatnið hálft. Við siðaskipti varð jörðin konungseign en ekki fer miklum sögum af jörðinni þar til Innréttingar taka til starfa í Reykjavík upp úr miðri 18. öld. Eitt helsta verkefni þessa fyrirtækis var ullarvinnsla. Ákveðið var árið 1756 að stofna fjárræktarbú á Elliðavatni fyrst og fremst til að bæta þar með kynbótum þá ull, sem yrði tekin til vinnslu, en jafnframt til að tryggja fyrirtækinu næg verkefnið. Til kynbóta voru fluttir inn hrútar af enskum stofni. Sænskur maður, Hastfer barón, mikill áhugamaður um kynbætur sauðfjár rak þetta fyrirtæki fyrst í stað, en fjárbú Innréttinganna var aftur
stofnað í Helliskoti þarna skammt frá árið 1757. Á ýmsu gekk með reksturinn; svo virðist þó brátt, að allt mundi fara skaplega, en þá dundi ólánið yfir. Í búinu kom upp veiki í sauðfénu, aðallega fjárkláði, sem breiddist út með miklum hraða, þannig að ekkert fékkst við ráðið. Um 1760 var sauðfjáreign landsmanna talin nálægt 360 þúsund, en 1770 var hún komin niður í um það bil 140 þúsund. Þetta er talið eitt mesta áfall, sem íslenskur landbúnaður hefur nokkur sinni orðið fyrir. Það er nokkuð sjálfgert að sögu fjárræktarbúsins á Elliðavatni var nú lokið. Var það formlega lagt niður 1764. Árið 1815 var jörðin seld eins og fjöldi konungsjarða þá um mundir.
Árið 1860 eignast Benedikt Sveinsson alþingismaður og yfirdómari í Landsyfirrétti jörðina og flutti þangað ásamt fjölskyldu sinni árið eftir. Þann 30. október 1864 fæddist sonur Benedikts og Katrínar konu hans, þjóðskáldið Einar Benediksson.
Benedikt hóf mikil umsvif á Elliðavatni; búskapur var þar fyrst í stað mikill, vinnufólk 11, en auk þess bætt við um sláttinn. Hann ákvað að ráðast í geysimiklar áveituframkvæmdir, réð tugi manna til að gera um eins km langan stíflugarð yfir Dimmu og Bugðu (nokkurn veginn þar sem stífla Rafmagnsveitunnar er nú). Með þessari áveitu á Elliðavatnsengin sem átti að ná yfir 200 ha lands, átti að vera unnt að margfalda heyfenginn. Svo fór þó að draumar Benedikts um að gera Elliðavatn að mestu bújörð á Íslandi vildu lítt rætast. Búskapur gekk saman og Benedikt hvarf úr embætti yfirdómara og fluttist norður að Héðinsflóa sem sýslumaður Þingeyinga.
Benedikt var mikill áhugamaður um byggingu steinhúsa, enda af sumum talinn sjúklega eldhræddur. Hann réðst í það að láta reisa steinhús á Elliðavatni úr hlöðnu grjóti. Hefur það nú um skeið verið notað sem hlaða. Þegar Benedikt var kominn í andstöðu við yfirvöldin hugðist hann stofna án tilskilins leyfis prentsmiðju á Elliðavatni, en næsta lítið varð úr því fyrirtæki. Var rekstur stöðvaður þegar í byrjun. Aðeins tveir ritlingar voru prentaðir þar og var Jón Ólafsson höfundur beggja.
Elliðavatn og Heiðmörk hafa af og til komist í kastljós fjölmiðla. Skógareldar hafa komið upp, óáran geisað og leyfislausar framkvæmdir hafa leikið hið friðaða svæði grátt.
Á árunum 1923, 1927 og 1928 eignaðist Rafmagnsveit
Reykjavíkur Elliðavatn. Var jörðin keypt í sambandi við raforkuvinnslu, sem hófst við Elliðaárnar árið 1921. Búskapur var stundaður með hefðbundnum hætti þar til 1941, en þá tók þar til starfa vistheimili fyrir geðsjúklinga, og starfaði það um alllangt skeið. Að því kom að vistheimilið var lagt niður og búskap með öllu hætt. Árið 1963 var samið um það við Skógræktarfélag Reykjavíkur, að það skyldi fá jörðina til varðveislu, frá 1964 var bærinn aðsetur starfsmanns félagsins sem hafði eftirlit með Heiðmörk. Árið 2004 flutti Skógræktarfélag alla starfsemi sína í Heiðmörk og er bærinn nú notaður undir skrifstofur félagsins.
Saga Heiðmerkur er einnig áhugaverð fyrir margra hluta sakir en hún segir einnig sögu vaxandi byggðarlags í nágrenni svæðisins. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur frá upphafi sinnt svæðinu sem var friðað 1950. Gróðursetning hefur verið í höndum starfsmanna félagsins, fjölmargra landnema en einnig hefur Vinnuskóli Reykjavíkur unnið ómetanlegt starf á svæðinu, en ungingar á þeirra vegum eru enn við störf á svæðinu að sumarlagi. Í dag einbeita starfsmenn sér í auknum mæli að grisjun þó svo að gróðursetning haldi áfram. Hafa ýmsir lagt þar hönd á plóginn, nú síðast Kópavogsbær.
Sigurður Guðmundsson málari hafi hug á því þegar árið 1870 að gera Heiðmörk að útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga, en það mál varð ekki að veruleika fyrr en u.þ.b. 70 árum síðar þegar Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri, var í reiðtúr um Heiðmörkina þann 16. júní 1935. Erindi hans var að skoða þar kjarrleifar og gróður er leyndust milli hrauna og meðfram Hjöllunum þar sem Vatnsendaborgin trjónir fagurlega enn þann dag í dag.
Eftir þessa ferð kom Hákon fram með hugmynd um friðland og útivistarsvæði fyrir borgarbúa og verndun þeirra kjarrleifa á þessu svæði í grein sem hann skrifaði í ársrit Skógræktarfélags Íslands 1936 og nefndist: „Frá ferðum mínum sumarið 1935.“
Upp úr þessu tóku að þróast í einstökum atriðum hugmyndir um útivistarsvæði Reykvíkinga austan og sunnan Elliðavatns.
Árið 1941 gaf Skógræktarfélag Íslands út bækling, sem nefndist Friðland Reykvíkinga ofan Elliðavatns. Þar var birtur ýmis fróðleikur um svæðið og skýrt frá frumkvæði félagsins í þessum málum.
Nafnið Heiðmörk var fyrst sett fram í útvarpsþætti sem félagið stóð að til kynningar á hugmyndinni, vorið 1941 og var það prófessor Sigurður Nordal sem það gerði. Árið 1946 var Skógræktarfélag Íslands gert að landsambandi skógræktarmanna og var þá stofnað nýtt félag, Skógræktarfélag Reykjavíkur sem tók það við ýmsu sem Skógræktarfélag Íslands hafði unnið að, þar með talið hugmyndinni að stofnun Heiðmerkur. hefur félagið síðan haft umsjón með og annast framkvæmdir á svæðinu samkvæmt samningi sem gerður var við bæjarstjórn Reykjavíkur þann 3. mars 1949.
Fyrsta gróðursetningin fór fram árið 1949 en þá fóru nokkrir starfsmenn félagsins á hestum með plöntur og verkfæri og gróðursettu um 5000 plöntur. Voru það, skógarfura, rauðgreni og sitkagreni og nefnist þessi lundur Undanfari.
Sama ár var lokið við að girða 1350 hektara. Nú var verkið svo vel á veg komið að tímabært var að vígja það formlega. Það gerði þá verandi borgarstjóri Gunnar Thoroddsen á vígsluhátíð sem haldin var sunnudaginn 25. júní 1950, með því að gróðursetja sitkagreniplöntu á svokallaðri Vígsluflöt.
Fljótlega fór að vakna áhugi fyrir stækkun friðlandsins. Það er svo á árunum 1957 – 58 að suðurhluti núverandi Heiðmerkur er girtur, er það svæði úr landi Garðakirkju og Vífilsstaða. Við það stækkaði friðlandið í 2500 hektara. Það er svo árið 1963 Þegar Skógræktarfélag Reykjavíkur gerir samning um varðveislu Elliðavatnslands að girðingin er færð norður fyrir Rauðhóla. Við það stækkaði Heiðmörk í 2800 hektara og er það í dag að undanskildum þeim svæðum sem Orkuveita Reykjavíkur hefur girt af vegna nálægðar við brunnsvæði.
Ár
ið 1956 hófu unglingar á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur störf á Heiðmörk og hafa þeir unnið í um 2 mánuði á hverju ári, frá 100 og upp í 450. Þessir unglingar hafa unnið stórvirki í skógrækt, göngustígagerð o.fl. og má segja að Heiðmörk sé talandi dæmi um hverju unglingastarf getur skilað. Einnig ber að geta þess að mikið hefur verið gróðursett fyrir gjafafé frá fyrirtækjum og stofnunum og frá einstaklingum sem gefið hafa fé til minningar um nákomna.
Jörðin Elliðavatn var löngum ein sú þekktasta í nágrenni Reykjavíkur og höfðingjasetur á tímabili. Bæjarstæðið er glæsilegt, en umhverfið gerbreyttist þegar stíflað var vegna vatnsmiðlunar 1924. Þá stækkaði vatnið um helming, en hinar frægu Elliðavatnsengjar hurfu. Á þeim tíma stóð enginn styr um þessar umhverfisbreytingar.
Í Reykjavík og næsta nágrenni hafa eðlilega orðið stórfelldar umhverfisbreytingar; það fylgir því að byggja borg. Einhverjar mestu umhverfisbreytingar í borgarlandinu hafa orðið við Elliðavatn, en ekki vegna bygginga. Jafnframt er bújörðin Elliðavatn ekki til lengur, hún er orðin hluti af friðlandinu í Heiðmörk.
Flest nútímafólk hefur enga hugmynd um þær umhverfisbreytingar sem orðið hafa á bökkum Elliðavatns, eða hvernig vatnið leit út á fyrsta fjórðungi 20. aldarinnar. Því þarf að minnsta kosti ekki að lýsa fyrir fólki sem þekkir til á höfuðborgarsvæðinu að vatnið, sem bezt sést af hæðunum ofan við Vatnsenda, er mikil umhverfisprýði og náttúruperla. Ef nauðsynlegt yrði talið að minnka vatnið verulega vegna einhverra framkvæmda er hætt við að rekið yrði upp ramakvein. Vonandi kemur aldrei til þess. En í ljósi alls þess sem búið er að segja og skrifa um uppistöðulón á hálendinu er hins vegar er ekki úr vegi að minnast þess að í aldanna rás og allt fram til 1924 var Elliðavatn miklu minna. Raunar voru vötnin tvö en tveir mjóir álar tengdu þau saman eins og sést á korti frá árinu 1916. Vestara vatnið var kennt við Vatnsenda, en það eystra var nefnt Vatnsvatn, kennt við bæinn á Elliðavatni, eða á Vatni eins og sagt var.
Ásamt með beitarlandinu uppi á Elliðavatnsheiði voru víðáttumiklar og grasgefnar engjar beztu hlunnindi jarðarinnar á Vatni. Túnið var alltaf lítið, en hafi Elliðavatnsbændur náð í starung á engjunum; sem ekki er ólíklegt, þá var hann kúgæft hey og þótti geysileg búbót. Lítið eitt vestan við miðju vatnsins eins og það er nú var allstór eyja sem skildi vötnin nánast að. Úr vestara vatninu rann áin Dimma allar götur niður að brúnni við núverandi Seláshverfi. Þar rann í hana áin Bugða, en svo heitir neðsti og vestasti hluti Hólmsár. Tvö læmi tengdu þó árnar saman við hólinn Skyggni, skammt frá stíflunni sem síðar kom.
H
vað hefur eiginlega gerzt sem haft hefur í för með sér svo róttækar breytingar á umhverfi Elliðavatns? Ekki annað en það, að á árunum 1923-1928 eignaðist Rafmagnsveita Reykjavíkur jörðina Elliðavatn og 1924 var ráðizt í vatnsmiðlun með stíflu sem síðar var tvívegis hækkuð og flestir þekkja þessa stíflu núna. Við stíflugerðina hefur vatnsborð Elliðavatns hækkað hvorki meira né minna en um heilan metra og vatnið hefur stækkað um það bil um helming. Eyjan út af Þingnesi fór að stórum hluta í kaf, svo og hinar rómuðu Elliðavatnsengjar.
Starungur er að vísu ekki lengur eftirsóttur heyfengur og engjaheyskapur allur aflagður fyrir löngu, svo segja má að ekki hafi stór skaði verið skeður. En það er annað þessu tengt sem nútíminn telur verðmæti: Votlendi. Hér var sökkt stórum flæmum votlendis þar sem án efa hefur verið fjölskrúðugt fuglalíf.
Ekki verður séð að því hafi verið mótmælt árið 1924, eða að tilfinning hafi verið fyrir því að þarna væri verið að vinna náttúruspjöll. En var það svo?
Um það má ugglaust deila, en ljóst er að Elliðavatn, þessi náttúruperla við útmörk höfuðborgarsvæðisins, er að stórum hluta uppistöðulón. Því er á það bent, að í hita undangenginnar umræðu um virkjanir á hálendinu hafa öfgamenn haldið ákaflega fram þeirri skoðun að öll uppistöðulón séu beinlínis ljót. Að sjálfsögðu var skaði að missa votlendið. En í staðinn höfum við fengið stærra og fegurra Elliðavatn.
Í umhverfi Elliðavatns er víðast hvar fagurt um að litast og bærinn sem ber nafn af vatninu var byggður á fallegum stað á nesi sem skagar út í vatnið frá austri. Kvöldfegurð á Vatni er við brugðið; útsýnið fyrst og fremst yfir vatnið og til hæðanna ofan við Vatnsenda. Nú klæðir skógur baklandið; hlíðar Heiðmerkur sem búið var að ganga svo nærri með ofbeit að uppblástur var næsta þróunarskref. Þar er ævintýri líkast um að ganga og víða frábært útsýni yfir það land sem fyrrum tilheyrði jörðinni Elliðavatni, en var þó aldrei stórt. Vatnsendaland var mun stærra og Hólmsland var það einnig; það náði allar götur upp í Bláfjöll, sunnan við Elliðavatnsland.
Al
lt er þetta umhverfi mikilfenglegt, en einhver fegursti reiturinn er við smærri vötnin norðaustur og austur af Elliðavatnsbænum: hjá Helluvatni, Hrauntúnstjörn og Kirkjuhólmatjörn. Þessi undrafögru smávötn sjást þegar ekið er sem leið liggur að Elliðavatni framhjá Rauðhólunum. Vegurinn liggur á brú yfirálinn úr Helluvatni og áfram upp í Heiðmörk, en afleggjari er heim að Elliðavatnsbænum. Stöldrum aðeins við þarna áður en lengra er haldið..
Norðan við Helluvatn eru nokkrir lágir gjallhólar af sama uppruna og Rauðhólarnir, en óskemmdir, og verður þetta umhverfi ævintýralega fallegt í lok júnímánaðar þegar lúpínan, sem þar er útbreidd, blómstrar og breiðir bláan lit yfir umhverfi tjarnanna.
Rauðhólarnir urðu til fyrir 4.600 árum þegar glóandi og þunnfljótandi hraunstraumur rann úr eldstöðinni Leiti í Svínahrauni og fylgdi nokkurn veginn sömu slóð til sjávar og Suðurlandsvegurinn. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur taldi að Elliðavatn, eða einhver hluti þess, hafi þá náð þangað sem Rauðhólarnir mynduðust og hefur það eflaust verið tilkomumikil sjón að sjá glóandi hraunstraum þurrka vatnið upp. Hraunstraumurinn hélt áfram niður í voginn sem 3.500 árum síðar var kenndur við Elliða, skip Ketilbjarnar hins gamla. Árnar bera og nafn skipsins og trúlega Elliðavatn einnig.
Vatnið í tjörnunum þremur sprettur fram undan hraununum í Heiðmörk, en að hluta er það úr Suðurá sem á upptök sín í Silungapolli og undir Selfjalli hjá Lækjarbotnum. Við erum hér í næsta nágrenni Gvendarbrunna; þeir eru suðaustan við Hrauntúnstjörn.
Elliðavatn í Seltjarnarneshreppi var lengst af meðal þekktustu bújarða í nágrenni Reykjavíkur. Vatn eins og bærinn var gjarnan nefndur var þó ekki höfuðból; til þess að svo væri þurftu jarðir að vera 60 hundruð, en Vatn var aðeins 12. Hlunnindin voru engjarnar fyrrnefndu sem nú sjást ekki lengur, kvistbeit í hraununum og veiði í vatninu og ánum Dimmu og Bugðu.
E
lliðavatn var í landnámi Ingólfs og því ekki landnámsjörð. Ef til vill hefur Ingólfur ráðstafað þessari blómlegu og kjarri vöxnu engjajörð til frændfólks eða vina, en um það er ekkert vitað. Engar heimildir eru til um upphaf bæjarins á Elliðavatni, en í máldaga frá 1234 segir að Viðeyjarklaustur eigi hálft land jarðarinnar. Getið er um Elliðavatn í Kjalnesinga sögu, sem skrifuð var á 14. öld, en telst full ævintýraleg til þess að vera treystandi sem heimild. Þar segir að á þeim bæ „er heitir að Vatni, er síðan er kallat Elliðavatn“ hafi búið kona sem Þorgerður hét. Hún átti son þann er Kolfinnur hét og var kolbítur, eða með öðrum orðum: Hann lá í öskustó og hafðist lítt að. Þetta fyrirbæri er vel þekkt úr ævintýrum. Ef til vill þjáðist hann af þunglyndi, en síðan hefur bráð af honum; hann reis úr öskustónni og tók að líta í kringum sig eftir konuefni. Með tilliti til þess að kolbítar voru ekki í miklu áliti, verður að teljast að Kolfinnur hafi ekki ráðizt á garðinn þar sem hann var lægstur með því að leita eftir ástum Ólafar vænu, dóttur Kolla bónda í Kollafirði. Urðu vígaferli vegna bónorðsins og kolbíturinn sýndi að það voru töggur í honum, því hann nam Ólöfu á brott og hafði hana með sér heim að Elliðavatni.
Ekki hélst honum þó lengi á konunni. Ástmaður hennar, sá mikli kappi Búi Ástríðsson sem Kjalnesinga saga greinir frá, gerði sér lítið fyrir og felldi Kolfinn. Við konunni leit hann ekki meir, „síðan Kolfiðr hefir spillt henni“.
Klausturjarðir urðu konungseign eftir siðaskiptin og þeirra á meðal var Elliðavatn. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalín sem gerð var skömmu eftir 1700 segir að eigandinn sé „kóngl. Majestat.“ Jarðardýrleiki er sagður óviss og á jörðinni er þá þríbýli. Ábúendur eru Einar Eyvindsson á hálfri jörðinni, Tómas Vigfússon á fjórðungi og sá þriðji er Snorri Snorrason, og býr hann á þeim fjórðungi jarðarinnar, sem áður var hjáleigan Vatnskot. Allir eru þeir leiguliðar hjá kónginum og er landskuld goldin með „iii vættum fiska eður í fríðu og átta tunnum kola“ (viðarkol).
Margvíslegar kvaðir eru og á jörðinni, enda þótti ekki gott að búa í næsta nágrenni við Bessastaðavaldið. Sem dæmi um þessar kvaðir má nefna að eitt mannlán er um vertíð, hestlán til alþingis eða austur á Eyrarbakka; einn hestur frá hverjum ábúanda. Enn gætir yfirráðanna frá Viðey, „tveir dagslættir“ renna þangað. Hægt er að kalla menn til formennsku á bátum ef þeir eru til þess hæfir og fá þeir formannskaup „ef þeim heppnast afli.“ Tvo til þrjá hríshesta verður jörðin að láta af hendi og tvö til þrjú lömb skulu tekin í fóður og láta verður tvo heyhesta „til fálkafjár í Hólmskaupstað“.
Tólf kýr má fóðra á allri jörðinni segir Jarðabókin, en rifhrís til eldiviðar og kolagjörðar „fer mjög í þurð“. Þrönglendi er í högum, engjar spillast af vatnsgángi, en torfrista og stúnga „lök og lítt nýtandi“.
Þessi lýsing bendir ekki til mikillar búsældar á Elliðavatni. Segir nú fátt af búskap á Vatni þar til brautryðjandinn Skúli Magnússon kom upp Innréttingum sínum í Reykjavík eftir 1750. Meðal verkefna þar var ullarvinnsla og þurfti þá að koma
upp fjárræktarbúi, bæði til þess að tryggja vinnslunni næga ull, en einnig var ætlunin að bæta hana með blöndun á útlendu sauðfé.
Elliðavatn varð fyrir valinu og má ætla að ástæðan hafi einkum verið sú að þar hefur verið talin bezta fjárjörðin í nágrenni Reykjavíkur vegna beitarinnar í skóglendinu þar sem Heiðmörk er nú.Vegna kynbótanna voru fluttir inn hrútar af enskum sauðfjárstofni, en sænskur barón, Hastfer að nafni, átti að stýra kynbótunum fyrsta kastið. Ekki er alveg ljóst hvers vegna þessi kynbótatilraun var flutt að Helliskoti, skammt frá Elliðavatni árið 1757. En þar var reist „mikil stofa“ þó ekki sjái hennar stað, en einnig að sjálfsögðu vandaðasta fjárhús landsins, „meira en flestar kirkjur hér á landi og afþiljað“.
En ekki dugði þetta afburða fjárhús til þess að bægja óláninu frá, sem fólst í að upp kom veiki í fénu: Fjárkláði sem breiddist ört út og olli gífurlegum búsifjum. Á einum áratugi frá 1760-1770 hrapaði sauðfjáreign landsmanna úr 360 þúsundum í 140. Ugglaust er það eitthvert mesta efnahagsáfall sem Íslendingar hafa orðið fyrir, svo háðir sem þeir voru sauðfjárbúskap.
Fjárræktarævintýrinu á Elliðavatni lauk með þessu; búið var lagt formlega niður 1764. Ber nú lítt til tíðinda fram til 1815 að fjöldi konungsjarða var seldur og Elliðavatn þar á meðal.
Sextán árum síðar, 1836, var Paul Gaimard í öðrum Íslandsleiðangri sínum. Hann var maður ferðavanur; hafði þá tvívegis farið kringum hnöttinn. Í leiðangurinn til Íslands hafði hann með sér lið valinkunnra manna og þar á meðal var teiknarinn Auguste Mayer. Hann gerði fjölda teikninga og skyssa á Íslandi sem eru ómetanleg heimild, ekki sízt um húsakynni landsmanna, og þar á meðal er teikning af Elliðavatnsbænum.
Mayer var frábær teiknari, en ætla má að oft hafi hann fullunnið baksviðið, fjöll og annað úr umhverfi bæja, eftir að heim var komið. Fyrir kemur að þekkt kennileiti eru óþekkjanleg og þar á meðal er hæðin ofan við Elliðavatnsbæinn. Ætla má þó að myndin sé trúverðug heimild um bæinn og hún er einnig allnokkur vísbending um að Elliðavatn hafi þá þótt markverður bær. Kirkja var þó aldrei á Vatni; bærinn átti kirkjusókn að Laugarnesi ásamt Breiðholtsbænum, Vatnsenda, Bústöðum, Kleppi, Rauðará, Hólmi, Hvammskoti, Digranesi og Kópavogi.
Á teikningu Mayers af Elliðavatnsbænum er aðeins að sjá eina stæðilega byggingu. Hún er með hefðbundnu lagi torfbæja eins og það varð á síðustu öld og snýr s
tafninum fram. Prýði þessa húss er vindskeið og hefur verið lagður metnaður í að hafa hana viðhafnarlega. Slíkar vindskeiðar voru ekki á bæjum almennt. Skýringuna má ef til vill finna í því, að ábúendur á Elliðavatni voru þá Jón Jónsson silfursmiður og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kynni að vera að listrænn metnaður silfursmiðsins kæmi þarna í ljós. Að öðru leyti sýnir myndin venjulega og fremur bágborna torfkofa, en hjallur úr timbri stendur sér. Tröðin heim að bænum liggur meðfram hlöðnum grjótvegg sem sveigist til suðurs, enda var algengasta leiðin úr Reykjavík að Elliðavatnsbænum sunnan við vatnið.
Hægt var að fara aðra leið norðan vatnsins, en þá þurfti að komast yfir Elliðaárnar, Bugðu og álinn úr Helluvatni.
Bærinn á teikningu Mayers hefur trúlega verið á Elliðavatni 1841 þegar náttúrufræðingurinn og skáldið Jónas Hallgrímsson kom þar til að sjá og teikna upp minjar um þingstaðinn Þingnes sunnan við vatnið. Þaðan hélt Jónas för sinni áfram til Þingvalla og Skjaldbreiðar og lenti í frægri villu og útilegu, sem fór þó vel og gaf af sér eitt vinsælasta kvæði Jónasar.
Þingstaðurinn var þó ekki á sjálfu nesinu sem skagar út í vatnið, heldur í hallanum ofan við nesið. Þar hafa fornleifarannsóknir farið fram; stórt rannsóknarsvæði var grafið upp og komu í ljós leifar af stórum, hringlaga garði. Innan hans sást móta fyrir fleiri mannvirkjum. Garður og rústir voru taldar vera frá 11.-12. öld og undir þeim reyndust vera minjar frá 10. öld. Frá vegamótum austan við Elliðavatnsbæinn liggur vegur sem nefndur er Þingnesslóð út með vatninu og er ökufært alla leið að Þingnesi. Sunnan vegarins er Myllulækur og samnefnd tjörn, sem samkvæmt uppdrættinum frá 1916 virðist ekki hafa verið til þá, enda hefur hún orðið til við framkvæmdir Vatnsveitunnar. Ætla má a
ð kornmylla hafi einhverju sinni verið við Myllulæk
Þingnes er talinn einn merkasti sögustaður í nágrenni Reykjavíkur, jafnvel á landsvísu og hafa fleiri en Jónas Hallgrímsson rannsakað hann. Þeirra á meðal er Sigurður Guðmundsson málari, sem gerði uppdrátt af staðnum, Brynjólfur frá Minna-Núpi, Daniel Bruun, Finnur Jónsson prófessor, svo og Þjóðminjasafnið að sjálfsögðu. Ari fróði segir í Íslendingabók sinni, að Alþingi hafi verið sett „at ráði Ulfljóts ok allra landsmanna þar es nú es, en áður var þing á Kjalarnesi, þat es Þorsteinn Ingólfssonr landnámsmanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar ok höfðingjar þeir es at því hurfu“.
Því er verr, að ekki eru til neinar heimildir um það hvar Kjalarnessþing var háð, en vísir menn hafa talið að um tíma hafi það verið í Þingnesi. Rannsóknir sem fóru fram 1984 benda eindregið til þess að þar hafi mannfundir farið fram. Dr. Jakob Benediktsson telur ljóst í Sögu Íslands, 1. bindi sem út kom 1974, að Kjalarnesþing hafi verið eins konar undanfari Alþingis, enda þótt það hafi ekki verið löggjafarþing, heldur aðeins dómþing og „sennilegt sé að upptakanna að stofnun Alþingis sé að leita í hópi þeirra höfðingja, sem stóðu að þinginu á Kjalarnesi.“
Sé þetta rétt er Þingnes hinn allra merkasti staður á bökkum Elliðavatns.
Heimild m.a.:
-http://www.heidmork.is
-Gísli Sigurðsson – „Skin og Skúrir á Elliðavatni“ I. hluti – Lesbók Morgunblaðsins 12. febrúar 2000.

Heiðmörk – Elliðavatn
Saga Elliðavatnsbæjarins er áhugaverð og samofin sögu Reykjavíkurborgar og þeim breytingum sem orðið hafa á síðustu öldum.
stofnað í Helliskoti þarna skammt frá árið 1757. Á ýmsu gekk með reksturinn; svo virðist þó brátt, að allt mundi fara skaplega, en þá dundi ólánið yfir. Í búinu kom upp veiki í sauðfénu, aðallega fjárkláði, sem breiddist út með miklum hraða, þannig að ekkert fékkst við ráðið. Um 1760 var sauðfjáreign landsmanna talin nálægt 360 þúsund, en 1770 var hún komin niður í um það bil 140 þúsund. Þetta er talið eitt mesta áfall, sem íslenskur landbúnaður hefur nokkur sinni orðið fyrir. Það er nokkuð sjálfgert að sögu fjárræktarbúsins á Elliðavatni var nú lokið. Var það formlega lagt niður 1764. Árið 1815 var jörðin seld eins og fjöldi konungsjarða þá um mundir.
Benedikt hóf mikil umsvif á Elliðavatni; búskapur var þar fyrst í stað mikill, vinnufólk 11, en auk þess bætt við um sláttinn. Hann ákvað að ráðast í geysimiklar áveituframkvæmdir, réð tugi manna til að gera um eins km langan stíflugarð yfir Dimmu og Bugðu (nokkurn veginn þar sem stífla Rafmagnsveitunnar er nú). Með þessari áveitu á Elliðavatnsengin sem átti að ná yfir 200 ha lands, átti að vera unnt að margfalda heyfenginn. Svo fór þó að draumar Benedikts um að gera Elliðavatn að mestu bújörð á Íslandi vildu lítt rætast. Búskapur gekk saman og Benedikt hvarf úr embætti yfirdómara og fluttist norður að Héðinsflóa sem sýslumaður Þingeyinga.
Reykjavíkur Elliðavatn. Var jörðin keypt í sambandi við raforkuvinnslu, sem hófst við Elliðaárnar árið 1921. Búskapur var stundaður með hefðbundnum hætti þar til 1941, en þá tók þar til starfa vistheimili fyrir geðsjúklinga, og starfaði það um alllangt skeið. Að því kom að vistheimilið var lagt niður og búskap með öllu hætt. Árið 1963 var samið um það við Skógræktarfélag Reykjavíkur, að það skyldi fá jörðina til varðveislu, frá 1964 var bærinn aðsetur starfsmanns félagsins sem hafði eftirlit með Heiðmörk. Árið 2004 flutti Skógræktarfélag alla starfsemi sína í Heiðmörk og er bærinn nú notaður undir skrifstofur félagsins.
Árið 1941 gaf Skógræktarfélag Íslands út bækling, sem nefndist Friðland Reykvíkinga ofan Elliðavatns. Þar var birtur ýmis fróðleikur um svæðið og skýrt frá frumkvæði félagsins í þessum málum.
ið 1956 hófu unglingar á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur störf á Heiðmörk og hafa þeir unnið í um 2 mánuði á hverju ári, frá 100 og upp í 450. Þessir unglingar hafa unnið stórvirki í skógrækt, göngustígagerð o.fl. og má segja að Heiðmörk sé talandi dæmi um hverju unglingastarf getur skilað. Einnig ber að geta þess að mikið hefur verið gróðursett fyrir gjafafé frá fyrirtækjum og stofnunum og frá einstaklingum sem gefið hafa fé til minningar um nákomna.
vað hefur eiginlega gerzt sem haft hefur í för með sér svo róttækar breytingar á umhverfi Elliðavatns? Ekki annað en það, að á árunum 1923-1928 eignaðist Rafmagnsveita Reykjavíkur jörðina Elliðavatn og 1924 var ráðizt í vatnsmiðlun með stíflu sem síðar var tvívegis hækkuð og flestir þekkja þessa stíflu núna. Við stíflugerðina hefur vatnsborð Elliðavatns hækkað hvorki meira né minna en um heilan metra og vatnið hefur stækkað um það bil um helming. Eyjan út af Þingnesi fór að stórum hluta í kaf, svo og hinar rómuðu Elliðavatnsengjar.
lt er þetta umhverfi mikilfenglegt, en einhver fegursti reiturinn er við smærri vötnin norðaustur og austur af Elliðavatnsbænum: hjá Helluvatni, Hrauntúnstjörn og Kirkjuhólmatjörn. Þessi undrafögru smávötn sjást þegar ekið er sem leið liggur að Elliðavatni framhjá Rauðhólunum. Vegurinn liggur á brú yfirálinn úr Helluvatni og áfram upp í Heiðmörk, en afleggjari er heim að Elliðavatnsbænum. Stöldrum aðeins við þarna áður en lengra er haldið..
lliðavatn var í landnámi Ingólfs og því ekki landnámsjörð. Ef til vill hefur Ingólfur ráðstafað þessari blómlegu og kjarri vöxnu engjajörð til frændfólks eða vina, en um það er ekkert vitað. Engar heimildir eru til um upphaf bæjarins á Elliðavatni, en í máldaga frá 1234 segir að Viðeyjarklaustur eigi hálft land jarðarinnar. Getið er um Elliðavatn í Kjalnesinga sögu, sem skrifuð var á 14. öld, en telst full ævintýraleg til þess að vera treystandi sem heimild. Þar segir að á þeim bæ „er heitir að Vatni, er síðan er kallat Elliðavatn“ hafi búið kona sem Þorgerður hét. Hún átti son þann er Kolfinnur hét og var kolbítur, eða með öðrum orðum: Hann lá í öskustó og hafðist lítt að. Þetta fyrirbæri er vel þekkt úr ævintýrum. Ef til vill þjáðist hann af þunglyndi, en síðan hefur bráð af honum; hann reis úr öskustónni og tók að líta í kringum sig eftir konuefni. Með tilliti til þess að kolbítar voru ekki í miklu áliti, verður að teljast að Kolfinnur hafi ekki ráðizt á garðinn þar sem hann var lægstur með því að leita eftir ástum Ólafar vænu, dóttur Kolla bónda í Kollafirði. Urðu vígaferli vegna bónorðsins og kolbíturinn sýndi að það voru töggur í honum, því hann nam Ólöfu á brott og hafði hana með sér heim að Elliðavatni.
Vídalín sem gerð var skömmu eftir 1700 segir að eigandinn sé „kóngl. Majestat.“ Jarðardýrleiki er sagður óviss og á jörðinni er þá þríbýli. Ábúendur eru Einar Eyvindsson á hálfri jörðinni, Tómas Vigfússon á fjórðungi og sá þriðji er Snorri Snorrason, og býr hann á þeim fjórðungi jarðarinnar, sem áður var hjáleigan Vatnskot. Allir eru þeir leiguliðar hjá kónginum og er landskuld goldin með „iii vættum fiska eður í fríðu og átta tunnum kola“ (viðarkol).
upp fjárræktarbúi, bæði til þess að tryggja vinnslunni næga ull, en einnig var ætlunin að bæta hana með blöndun á útlendu sauðfé.
tafninum fram. Prýði þessa húss er vindskeið og hefur verið lagður metnaður í að hafa hana viðhafnarlega. Slíkar vindskeiðar voru ekki á bæjum almennt. Skýringuna má ef til vill finna í því, að ábúendur á Elliðavatni voru þá Jón Jónsson silfursmiður og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kynni að vera að listrænn metnaður silfursmiðsins kæmi þarna í ljós. Að öðru leyti sýnir myndin venjulega og fremur bágborna torfkofa, en hjallur úr timbri stendur sér. Tröðin heim að bænum liggur meðfram hlöðnum grjótvegg sem sveigist til suðurs, enda var algengasta leiðin úr Reykjavík að Elliðavatnsbænum sunnan við vatnið.
ð kornmylla hafi einhverju sinni verið við Myllulæk
Fyrstu heimildir um Elliðavatnsjörðina finnast í máldaga frá 1234 en þar segir að Viðeyjarklaustur eigi Elliðavatnið hálft. Við siðaskipti varð jörðin konungseign en ekki fer miklum sögum af jörðinni þar til Innréttingar taka til starfa í Reykjavík upp úr miðri 18. öld. Eitt helsta verkefni þessa fyrirtækis var ullarvinnsla. Ákveðið var árið 1756 að stofna fjárræktarbú á Elliðavatni fyrst og fremst til að bæta þar með kynbótum þá ull, sem yrði tekin til vinnslu, en jafnframt til að tryggja fyrirtækinu næg verkefnið. Til kynbóta voru fluttir inn hrútar af enskum stofni. Sænskur maður, Hastfer barón, mikill áhugamaður um kynbætur sauðfjár rak þetta fyrirtæki fyrst í stað, en fjárbú Innréttinganna var aftur
Árið 1860 eignast Benedikt Sveinsson alþingismaður og yfirdómari í Landsyfirrétti jörðina og flutti þangað ásamt fjölskyldu sinni árið eftir. Þann 30. október 1864 fæddist sonur Benedikts og Katrínar konu hans, þjóðskáldið Einar Benediksson.
Benedikt var mikill áhugamaður um byggingu steinhúsa, enda af sumum talinn sjúklega eldhræddur. Hann réðst í það að láta reisa steinhús á Elliðavatni úr hlöðnu grjóti. Hefur það nú um skeið verið notað sem hlaða. Þegar Benedikt var kominn í andstöðu við yfirvöldin hugðist hann stofna án tilskilins leyfis prentsmiðju á Elliðavatni, en næsta lítið varð úr því fyrirtæki. Var rekstur stöðvaður þegar í byrjun. Aðeins tveir ritlingar voru prentaðir þar og var Jón Ólafsson höfundur beggja.
Elliðavatn og Heiðmörk hafa af og til komist í kastljós fjölmiðla. Skógareldar hafa komið upp, óáran geisað og leyfislausar framkvæmdir hafa leikið hið friðaða svæði grátt.
Á árunum 1923, 1927 og 1928 eignaðist Rafmagnsveit
Saga Heiðmerkur er einnig áhugaverð fyrir margra hluta sakir en hún segir einnig sögu vaxandi byggðarlags í nágrenni svæðisins. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur frá upphafi sinnt svæðinu sem var friðað 1950. Gróðursetning hefur verið í höndum starfsmanna félagsins, fjölmargra landnema en einnig hefur Vinnuskóli Reykjavíkur unnið ómetanlegt starf á svæðinu, en ungingar á þeirra vegum eru enn við störf á svæðinu að sumarlagi. Í dag einbeita starfsmenn sér í auknum mæli að grisjun þó svo að gróðursetning haldi áfram. Hafa ýmsir lagt þar hönd á plóginn, nú síðast Kópavogsbær.
Sigurður Guðmundsson málari hafi hug á því þegar árið 1870 að gera Heiðmörk að útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga, en það mál varð ekki að veruleika fyrr en u.þ.b. 70 árum síðar þegar Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri, var í reiðtúr um Heiðmörkina þann 16. júní 1935. Erindi hans var að skoða þar kjarrleifar og gróður er leyndust milli hrauna og meðfram Hjöllunum þar sem Vatnsendaborgin trjónir fagurlega enn þann dag í dag.
Eftir þessa ferð kom Hákon fram með hugmynd um friðland og útivistarsvæði fyrir borgarbúa og verndun þeirra kjarrleifa á þessu svæði í grein sem hann skrifaði í ársrit Skógræktarfélags Íslands 1936 og nefndist: „Frá ferðum mínum sumarið 1935.“
Upp úr þessu tóku að þróast í einstökum atriðum hugmyndir um útivistarsvæði Reykvíkinga austan og sunnan Elliðavatns.
Nafnið Heiðmörk var fyrst sett fram í útvarpsþætti sem félagið stóð að til kynningar á hugmyndinni, vorið 1941 og var það prófessor Sigurður Nordal sem það gerði. Árið 1946 var Skógræktarfélag Íslands gert að landsambandi skógræktarmanna og var þá stofnað nýtt félag, Skógræktarfélag Reykjavíkur sem tók það við ýmsu sem Skógræktarfélag Íslands hafði unnið að, þar með talið hugmyndinni að stofnun Heiðmerkur. hefur félagið síðan haft umsjón með og annast framkvæmdir á svæðinu samkvæmt samningi sem gerður var við bæjarstjórn Reykjavíkur þann 3. mars 1949.
Fyrsta gróðursetningin fór fram árið 1949 en þá fóru nokkrir starfsmenn félagsins á hestum með plöntur og verkfæri og gróðursettu um 5000 plöntur. Voru það, skógarfura, rauðgreni og sitkagreni og nefnist þessi lundur Undanfari.
Sama ár var lokið við að girða 1350 hektara. Nú var verkið svo vel á veg komið að tímabært var að vígja það formlega. Það gerði þá verandi borgarstjóri Gunnar Thoroddsen á vígsluhátíð sem haldin var sunnudaginn 25. júní 1950, með því að gróðursetja sitkagreniplöntu á svokallaðri Vígsluflöt.
Fljótlega fór að vakna áhugi fyrir stækkun friðlandsins. Það er svo á árunum 1957 – 58 að suðurhluti núverandi Heiðmerkur er girtur, er það svæði úr landi Garðakirkju og Vífilsstaða. Við það stækkaði friðlandið í 2500 hektara. Það er svo árið 1963 Þegar Skógræktarfélag Reykjavíkur gerir samning um varðveislu Elliðavatnslands að girðingin er færð norður fyrir Rauðhóla. Við það stækkaði Heiðmörk í 2800 hektara og er það í dag að undanskildum þeim svæðum sem Orkuveita Reykjavíkur hefur girt af vegna nálægðar við brunnsvæði.
Ár
Jörðin Elliðavatn var löngum ein sú þekktasta í nágrenni Reykjavíkur og höfðingjasetur á tímabili. Bæjarstæðið er glæsilegt, en umhverfið gerbreyttist þegar stíflað var vegna vatnsmiðlunar 1924. Þá stækkaði vatnið um helming, en hinar frægu Elliðavatnsengjar hurfu. Á þeim tíma stóð enginn styr um þessar umhverfisbreytingar.
Í Reykjavík og næsta nágrenni hafa eðlilega orðið stórfelldar umhverfisbreytingar; það fylgir því að byggja borg. Einhverjar mestu umhverfisbreytingar í borgarlandinu hafa orðið við Elliðavatn, en ekki vegna bygginga. Jafnframt er bújörðin Elliðavatn ekki til lengur, hún er orðin hluti af friðlandinu í Heiðmörk.
Flest nútímafólk hefur enga hugmynd um þær umhverfisbreytingar sem orðið hafa á bökkum Elliðavatns, eða hvernig vatnið leit út á fyrsta fjórðungi 20. aldarinnar. Því þarf að minnsta kosti ekki að lýsa fyrir fólki sem þekkir til á höfuðborgarsvæðinu að vatnið, sem bezt sést af hæðunum ofan við Vatnsenda, er mikil umhverfisprýði og náttúruperla. Ef nauðsynlegt yrði talið að minnka vatnið verulega vegna einhverra framkvæmda er hætt við að rekið yrði upp ramakvein. Vonandi kemur aldrei til þess. En í ljósi alls þess sem búið er að segja og skrifa um uppistöðulón á hálendinu er hins vegar er ekki úr vegi að minnast þess að í aldanna rás og allt fram til 1924 var Elliðavatn miklu minna. Raunar voru vötnin tvö en tveir mjóir álar tengdu þau saman eins og sést á korti frá árinu 1916. Vestara vatnið var kennt við Vatnsenda, en það eystra var nefnt Vatnsvatn, kennt við bæinn á Elliðavatni, eða á Vatni eins og sagt var.
Ásamt með beitarlandinu uppi á Elliðavatnsheiði voru víðáttumiklar og grasgefnar engjar beztu hlunnindi jarðarinnar á Vatni. Túnið var alltaf lítið, en hafi Elliðavatnsbændur náð í starung á engjunum; sem ekki er ólíklegt, þá var hann kúgæft hey og þótti geysileg búbót. Lítið eitt vestan við miðju vatnsins eins og það er nú var allstór eyja sem skildi vötnin nánast að. Úr vestara vatninu rann áin Dimma allar götur niður að brúnni við núverandi Seláshverfi. Þar rann í hana áin Bugða, en svo heitir neðsti og vestasti hluti Hólmsár. Tvö læmi tengdu þó árnar saman við hólinn Skyggni, skammt frá stíflunni sem síðar kom.
H
Starungur er að vísu ekki lengur eftirsóttur heyfengur og engjaheyskapur allur aflagður fyrir löngu, svo segja má að ekki hafi stór skaði verið skeður. En það er annað þessu tengt sem nútíminn telur verðmæti: Votlendi. Hér var sökkt stórum flæmum votlendis þar sem án efa hefur verið fjölskrúðugt fuglalíf.
Ekki verður séð að því hafi verið mótmælt árið 1924, eða að tilfinning hafi verið fyrir því að þarna væri verið að vinna náttúruspjöll. En var það svo?
Um það má ugglaust deila, en ljóst er að Elliðavatn, þessi náttúruperla við útmörk höfuðborgarsvæðisins, er að stórum hluta uppistöðulón. Því er á það bent, að í hita undangenginnar umræðu um virkjanir á hálendinu hafa öfgamenn haldið ákaflega fram þeirri skoðun að öll uppistöðulón séu beinlínis ljót. Að sjálfsögðu var skaði að missa votlendið. En í staðinn höfum við fengið stærra og fegurra Elliðavatn.
Í umhverfi Elliðavatns er víðast hvar fagurt um að litast og bærinn sem ber nafn af vatninu var byggður á fallegum stað á nesi sem skagar út í vatnið frá austri. Kvöldfegurð á Vatni er við brugðið; útsýnið fyrst og fremst yfir vatnið og til hæðanna ofan við Vatnsenda. Nú klæðir skógur baklandið; hlíðar Heiðmerkur sem búið var að ganga svo nærri með ofbeit að uppblástur var næsta þróunarskref. Þar er ævintýri líkast um að ganga og víða frábært útsýni yfir það land sem fyrrum tilheyrði jörðinni Elliðavatni, en var þó aldrei stórt. Vatnsendaland var mun stærra og Hólmsland var það einnig; það náði allar götur upp í Bláfjöll, sunnan við Elliðavatnsland.
Al
Norðan við Helluvatn eru nokkrir lágir gjallhólar af sama uppruna og Rauðhólarnir, en óskemmdir, og verður þetta umhverfi ævintýralega fallegt í lok júnímánaðar þegar lúpínan, sem þar er útbreidd, blómstrar og breiðir bláan lit yfir umhverfi tjarnanna.
Rauðhólarnir urðu til fyrir 4.600 árum þegar glóandi og þunnfljótandi hraunstraumur rann úr eldstöðinni Leiti í Svínahrauni og fylgdi nokkurn veginn sömu slóð til sjávar og Suðurlandsvegurinn. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur taldi að Elliðavatn, eða einhver hluti þess, hafi þá náð þangað sem Rauðhólarnir mynduðust og hefur það eflaust verið tilkomumikil sjón að sjá glóandi hraunstraum þurrka vatnið upp. Hraunstraumurinn hélt áfram niður í voginn sem 3.500 árum síðar var kenndur við Elliða, skip Ketilbjarnar hins gamla. Árnar bera og nafn skipsins og trúlega Elliðavatn einnig.
Vatnið í tjörnunum þremur sprettur fram undan hraununum í Heiðmörk, en að hluta er það úr Suðurá sem á upptök sín í Silungapolli og undir Selfjalli hjá Lækjarbotnum. Við erum hér í næsta nágrenni Gvendarbrunna; þeir eru suðaustan við Hrauntúnstjörn.
Elliðavatn í Seltjarnarneshreppi var lengst af meðal þekktustu bújarða í nágrenni Reykjavíkur. Vatn eins og bærinn var gjarnan nefndur var þó ekki höfuðból; til þess að svo væri þurftu jarðir að vera 60 hundruð, en Vatn var aðeins 12. Hlunnindin voru engjarnar fyrrnefndu sem nú sjást ekki lengur, kvistbeit í hraununum og veiði í vatninu og ánum Dimmu og Bugðu.
E
Ekki hélst honum þó lengi á konunni. Ástmaður hennar, sá mikli kappi Búi Ástríðsson sem Kjalnesinga saga greinir frá, gerði sér lítið fyrir og felldi Kolfinn. Við konunni leit hann ekki meir, „síðan Kolfiðr hefir spillt henni“.
Klausturjarðir urðu konungseign eftir siðaskiptin og þeirra á meðal var Elliðavatn. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Margvíslegar kvaðir eru og á jörðinni, enda þótti ekki gott að búa í næsta nágrenni við Bessastaðavaldið. Sem dæmi um þessar kvaðir má nefna að eitt mannlán er um vertíð, hestlán til alþingis eða austur á Eyrarbakka; einn hestur frá hverjum ábúanda. Enn gætir yfirráðanna frá Viðey, „tveir dagslættir“ renna þangað. Hægt er að kalla menn til formennsku á bátum ef þeir eru til þess hæfir og fá þeir formannskaup „ef þeim heppnast afli.“ Tvo til þrjá hríshesta verður jörðin að láta af hendi og tvö til þrjú lömb skulu tekin í fóður og láta verður tvo heyhesta „til fálkafjár í Hólmskaupstað“.
Tólf kýr má fóðra á allri jörðinni segir Jarðabókin, en rifhrís til eldiviðar og kolagjörðar „fer mjög í þurð“. Þrönglendi er í högum, engjar spillast af vatnsgángi, en torfrista og stúnga „lök og lítt nýtandi“.
Þessi lýsing bendir ekki til mikillar búsældar á Elliðavatni. Segir nú fátt af búskap á Vatni þar til brautryðjandinn Skúli Magnússon kom upp Innréttingum sínum í Reykjavík eftir 1750. Meðal verkefna þar var ullarvinnsla og þurfti þá að koma
Elliðavatn varð fyrir valinu og má ætla að ástæðan hafi einkum verið sú að þar hefur verið talin bezta fjárjörðin í nágrenni Reykjavíkur vegna beitarinnar í skóglendinu þar sem Heiðmörk er nú.Vegna kynbótanna voru fluttir inn hrútar af enskum sauðfjárstofni, en sænskur barón, Hastfer að nafni, átti að stýra kynbótunum fyrsta kastið. Ekki er alveg ljóst hvers vegna þessi kynbótatilraun var flutt að Helliskoti, skammt frá Elliðavatni árið 1757. En þar var reist „mikil stofa“ þó ekki sjái hennar stað, en einnig að sjálfsögðu vandaðasta fjárhús landsins, „meira en flestar kirkjur hér á landi og afþiljað“.
En ekki dugði þetta afburða fjárhús til þess að bægja óláninu frá, sem fólst í að upp kom veiki í fénu: Fjárkláði sem breiddist ört út og olli gífurlegum búsifjum. Á einum áratugi frá 1760-1770 hrapaði sauðfjáreign landsmanna úr 360 þúsundum í 140. Ugglaust er það eitthvert mesta efnahagsáfall sem Íslendingar hafa orðið fyrir, svo háðir sem þeir voru sauðfjárbúskap.
Fjárræktarævintýrinu á Elliðavatni lauk með þessu; búið var lagt formlega niður 1764. Ber nú lítt til tíðinda fram til 1815 að fjöldi konungsjarða var seldur og Elliðavatn þar á meðal.
Sextán árum síðar, 1836, var Paul Gaimard í öðrum Íslandsleiðangri sínum. Hann var maður ferðavanur; hafði þá tvívegis farið kringum hnöttinn. Í leiðangurinn til Íslands hafði hann með sér lið valinkunnra manna og þar á meðal var teiknarinn Auguste Mayer. Hann gerði fjölda teikninga og skyssa á Íslandi sem eru ómetanleg heimild, ekki sízt um húsakynni landsmanna, og þar á meðal er teikning af Elliðavatnsbænum.
Mayer var frábær teiknari, en ætla má að oft hafi hann fullunnið baksviðið, fjöll og annað úr umhverfi bæja, eftir að heim var komið. Fyrir kemur að þekkt kennileiti eru óþekkjanleg og þar á meðal er hæðin ofan við Elliðavatnsbæinn. Ætla má þó að myndin sé trúverðug heimild um bæinn og hún er einnig allnokkur vísbending um að Elliðavatn hafi þá þótt markverður bær. Kirkja var þó aldrei á Vatni; bærinn átti kirkjusókn að Laugarnesi ásamt Breiðholtsbænum, Vatnsenda, Bústöðum, Kleppi, Rauðará, Hólmi, Hvammskoti, Digranesi og Kópavogi.
Á teikningu Mayers af Elliðavatnsbænum er aðeins að sjá eina stæðilega byggingu. Hún er með hefðbundnu lagi torfbæja eins og það varð á síðustu öld og snýr s
Hægt var að fara aðra leið norðan vatnsins, en þá þurfti að komast yfir Elliðaárnar, Bugðu og álinn úr Helluvatni.
Bærinn á teikningu Mayers hefur trúlega verið á Elliðavatni 1841 þegar náttúrufræðingurinn og skáldið Jónas Hallgrímsson kom þar til að sjá og teikna upp minjar um þingstaðinn Þingnes sunnan við vatnið. Þaðan hélt Jónas för sinni áfram til Þingvalla og Skjaldbreiðar og lenti í frægri villu og útilegu, sem fór þó vel og gaf af sér eitt vinsælasta kvæði Jónasar.
Þingstaðurinn var þó ekki á sjálfu nesinu sem skagar út í vatnið, heldur í hallanum ofan við nesið. Þar hafa fornleifarannsóknir farið fram; stórt rannsóknarsvæði var grafið upp og komu í ljós leifar af stórum, hringlaga garði. Innan hans sást móta fyrir fleiri mannvirkjum. Garður og rústir voru taldar vera frá 11.-12. öld og undir þeim reyndust vera minjar frá 10. öld. Frá vegamótum austan við Elliðavatnsbæinn liggur vegur sem nefndur er Þingnesslóð út með vatninu og er ökufært alla leið að Þingnesi. Sunnan vegarins er Myllulækur og samnefnd tjörn, sem samkvæmt uppdrættinum frá 1916 virðist ekki hafa verið til þá, enda hefur hún orðið til við framkvæmdir Vatnsveitunnar. Ætla má a
Þingnes er talinn einn merkasti sögustaður í nágrenni Reykjavíkur, jafnvel á landsvísu og hafa fleiri en Jónas Hallgrímsson rannsakað hann. Þeirra á meðal er Sigurður Guðmundsson málari, sem gerði uppdrátt af staðnum, Brynjólfur frá Minna-Núpi, Daniel Bruun, Finnur Jónsson prófessor, svo og Þjóðminjasafnið að sjálfsögðu. Ari fróði segir í Íslendingabók sinni, að Alþingi hafi verið sett „at ráði Ulfljóts ok allra landsmanna þar es nú es, en áður var þing á Kjalarnesi, þat es Þorsteinn Ingólfssonr landnámsmanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar ok höfðingjar þeir es at því hurfu“.
Því er verr, að ekki eru til neinar heimildir um það hvar Kjalarnessþing var háð, en vísir menn hafa talið að um tíma hafi það verið í Þingnesi. Rannsóknir sem fóru fram 1984 benda eindregið til þess að þar hafi mannfundir farið fram. Dr. Jakob Benediktsson telur ljóst í Sögu Íslands, 1. bindi sem út kom 1974, að Kjalarnesþing hafi verið eins konar undanfari Alþingis, enda þótt það hafi ekki verið löggjafarþing, heldur aðeins dómþing og „sennilegt sé að upptakanna að stofnun Alþingis sé að leita í hópi þeirra höfðingja, sem stóðu að þinginu á Kjalarnesi.“
Sé þetta rétt er Þingnes hinn allra merkasti staður á bökkum Elliðavatns.
Heimild m.a.:
-http://www.heidmork.is
-Gísli Sigurðsson – „Skin og Skúrir á Elliðavatni“ I. hluti – Lesbók Morgunblaðsins 12. febrúar 2000.
Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur
Í Morgunblaðinu 2016 er fjallað um bókina „Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur„:
Í eftirfarandi kafla úr bókinni er í máli og myndum gerð grein fyrir ýmsum minjum frá stríðsárunum síðari.
Stríðsminjar í Elliðaárdal
Í síðari heimsstyrjöldinni, 1940-1945, var kömpum, þ.e. braggaþyrpingum setuliðsins, komið upp nánast alls staðar í borgarlandinu þar sem því varð við komið. Þar á meðal voru nokkrir í Elliðaárdal.
Kampar og stríðsminjar í landi Ártúns
Camp Ártún 1942.
Fimm herkampar voru í landi Ártúns, þar af þrír á því landi sem nú er undir borgarvernd og einn í jaðri þess. Tveir kampar voru sitt hvorum megin við bæjarhólinn.
Camp Alabaster (Camp Pershing) var skammt frá Elliðaárstöð. Þar voru aðalstöðvar breska setuliðsins eftir að þær voru fluttar úr Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu. Alabaster var nafn á hernaðaráætlun Breta við töku Íslands. Þann 13. maí 1942 flutti bandaríska setuliðið hluta af aðalstöðvum sínum eða „Iceland Base Command HQ“ í þennan kamp. Breyttu þeir nafni hans í Camp Pershing.
Camp Battle var norðan við Camp Alabaster/Pershing, hinum megin við bæjarhól Ártúns.
Þann 22. apríl 1942 tóku Bandaríkjamenn við yfirstjórn hers bandamanna á Íslandi úr höndum Breta. Af því tilefni fór herforingi Breta af landi brott en við yfirstjórn breska hersins hér tók fylkisforingi og voru aðalstöðvar hans í Camp Fenton Street.
Camp Pershing 1942.
Auk þessa var einn kampur á Ártúnshöfða (Camp Ártún) og tveir kampar voru vestan við Elliðaár, á móts við Ártún (Camp Pony og Camp New Mercur).
Eins og nærri má geta höfðu kamparnir mikil áhrif á líf fólksins á svæðinu. Til að mynda var öryggisgæsla svo ströng að jafnvel börnin þurftu vegabréf til að komast heim til sín. Eftirminnilegt þótti að Elliðaárstöðin var máluð í felulitunum á stríðsárunum, ekki hvít eins og alltaf. En svo var raunar um ýmis önnur mannvirki einnig.
Þegar setuliðið hvarf af landi brott í stríðslok fluttust íslenskar fjölskyldur inn í Camp Fenton Street og fékk hann þá nafnið Elliðaárhverfi. En nú hafa nær öll hernaðarmannvirki verið fjarlægð úr landi Ártúns. Einu ummerkin eru í Ártúnsbrekkunni. Annars vegar er það dæld eftir sandpokavígi sem nú er að mestu fallið saman. Hin ummerkin eru undir yfirborði jarðar, neðanjarðarbyrgi, sem búið er að hylja munnann á með jarðvegi.
Camp Baldurshagi
Camp Baldurshagi – þar sem Fákssvæðið varð síðar. Horft í átt að Breiðholti.
Hann var þar sem nú er skeiðvöllur hestamannafélagsins Fáks á Víðivöllum. Þetta var stór kampur með um 100 bröggum sem breska setuliðið reisti.
Fyrst voru þarna breskir hermenn úr Duke of Wellington hersveitinni. Síðar, þegar landgönguliðar bandaríska sjóhersins komu til landsins, 7. júlí 1941, fengu þeir þar inni. Bretarnir fluttust þá að Geithálsi þar sem þeir reistu nýjan kamp. Ummerkin sem nú sjást eftir Camp Baldurshaga eru leifar af braggagólfum og sökklum. Ennfremur var eitt húsið úr kampinum flutt í Seláshverfi og gert að íbúðarhúsi. Nafnið á kampinum er raunar villandi því að hinn upphaflegi Baldurshagi er við Suðurlandsveg.
Meðal íbúa í Camp Baldurshaga árið 1941 var Ralph Hannam, sem eftir stríðið settist að í Elliðaárdal.
Skotbyrgi
Í Breiðholtshvarfi, ofan við Árbæjarlón, er steypt skotbyrgi af þeirri gerð sem algeng var á stríðsárunum og finnast enn m.a. í Öskjuhlíð. Þetta er steinkassi, um 3 m á hvern veg, og hefur verið skotrauf framan á honum. Þakplata byrgisins er steypt og hefur lítið látið á sjá. Veggir eru hins vegar hlaðnir úr holsteini og eru þeir farnir að molna nokkuð.“
Heimild:
-Morgunblaðið, 294. tbl. 15.01.2016, Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur, bls. 62.
Elliðaárdalur.
Rétt á Reynisvatnsheiði
Réttin er 12×10 m að stærð. Útveggir hafa verið gerðir úr torfi, en innveggir (dilkar) úr grjóti. Útveggirnir standa grónir og innveggir hafa verið einhlaðnir. Það bendir til fjárréttarnota.
Reynisvatn.
Leiðir og lendingar við Faxaflóa I
Oddur V. Gíslason skrifaði grein er birtist í Sjómannablaðinu Víkingi um „Leiðir og lendingar við Faxaflóa“ árið 1949. Hér fjallar hann um leiðina að Suður-Vogum:
„Árið 1890 kom út dálítill bæklingur eftir hinn kunna sægarp, séra Odd V. Gíslason á Stað í Grindavík. Bæklingur þessi var leiðarvísir fyrir sunnlenzka sjómenn, og hafði meðal annars að geyma allnákvæma lýsingu á flestum helztu lendingastöðum opinna báta við Faxaflóa. Þar sem ætla má, að ýmsir, einkum sjómenn við Faxaflóa, hafi gaman af að lesa lýsingar þessar eftir nák’unnugan mann, er sá hluti kversins endurprentaður hér á eftir. Það mun fullvíst, að kverið er nú í fárra manna höndum og næsta torgætt orðið.
Þegar leggja skal til lands, verður að gæta að skeri því, er Geldingur heitir (sem flýtur yfir nema um bláfjöru) og liggur út af hinu svonefnda Þóruskeri. Miðin á Gelding eru Keilir um bæinn Stóru-Voga (sem er eina steinhúsið í Vogum nú sem stendur) og Ánhellir (sem er austan við Brekkuskarði í Vogastapa) á að bera vestan til við Hólmahúsin (sem eru undir Stapanum). Til þess að vera að öllu frí við sker þetta, er bezt að halda aðal-þilskipaleið. Þá á hæsti hnúkurinn á suðurendanum á Fagradalsfjalli að bera í Fálkaþúfu (sem er austurendinn á Vogastapa, fyrir austan Reiðskarð, þar sem vegurinn liggur upp á hann). Þessari stefnu á að halda inn þangað til Keilir ber sunnan til við Krúnutótt (þ. e. syðsti bær í Vogum, af byggðum bæjum), úr því má halda beint á Keili, en hvorki norðar né sunnar. — Þessari stefnu má svo halda — sé um opin skip að ræða — þangað til Fálkaþúfa ber í Tangahúsið (Kristjánstangahús, það er eyðihús, fyrir sunnan Vogana). Þá er komið á móts við sker, sem er að norðanverðu við leiðina og nefnt er Stóru-Voga-tangi. (Miðið á honum er Keilir beint um Krúnutótt og Fálkaþúfa um Tangahúsið. — Úr því má halda í austur-landnorður inn í lendingu í Stóru-Vogum.“
Heimild:
-Sjómannablaðið Víkingur, 11. árg. 1949, 1.-2. tbl. bls. 45-46.
Verstöðvar á Suðvesturlandi.
Hraunssel II
Gengið var upp frá Mjöltunnuklifi ofan við Ísólfsskálaveg af hinni fornu leið millum Krýsuvíkur og Grindavíkur áleiðis að Hraunsseli undir Núpshlíðarhálsi.
úr Drykkjarsteinsdal, Leirdal, ofan Skála-Mælifells og síðan til austurs milli Höfða og Sandfells yfir Grákvíguhraun að Neðri-Þrengslum gegnt Framfelli. Þaðan var stutt í selið. Ef farin var gamla þjóðleiðin um klifið þurfti að fara yfir Leggjabrjótshraun. Vagnvegur var gerður yfir það snemma á þriðja áratug síðustu aldar að boði Hlínar Johnsen, bústýru í Herdísarvík og Krýsuvík. Síðar var vegurinn ruddur með jarðýtu, en hina gömlu göngu- og reiðleið má sjá á köflum norðan hans, einkum á móts við brúnavörður, en þær munu upphaflega hafa varðað þá leið.
Fyrrum lá selsstígurinn upp með Lyngbrekkum
Ef haldið er upp með vestanverðum (G)núpshlíðarhálsi er fljótlega komið að Gnúpi; stórum móbergskletti undir hálsinum. Ef að er gáð má sjá að steinninn sá hefur áður staðið á stalli ofar í hálsinum, en einhvern tímann og af einhverri ástæðu fallið af honum og komið „standandi“ niður.
Gnúpur er stærsti steinninn undir Gnúpshlíðarhálsi og því hefur verið talið sjálfsagt í virðingarskyni að fornefna hann hálsinum öllum. Rétt er að minna á að Molda-Gnúpur var fyrsti landsnámsmaðurinn á þessu svæði ef marka má Landnámu og Íslendinga-bók. Festi hann búsetu um 930. Telja margir að það hafi verið á svæði undir (G)núpshlíðarjálsi þar sem nú heitir Húshólmi (eða þar í kring).
Haldið var upp með vestanverðum hálsinum, framhjá Lynghvammi, yfir Öxlina og framhjá Framfelli, í gegnum Þrengslin og inn á Hraunsselstúnið.
Í túninu eru greinilegar grónar tóftir tveggja selstaða. Telja má líklegt að þær séu frá Hraunsbæjunum, sem lengst af voru tvíbýli. Syðsta tófin er dæmigerð seinni tíma sel; þrjú rými í reglulegri röð. Vestast er eldhúsið, baðstofan í miðjunni og búrið austast, næst hlíðinni.
Miðtóftin er tvískipt; baðstofa og búr austar. Eldhúsið er sjálfstætt skammt norðan hennar. Enn norðar eru leifar af skjóli.
Vestan þessara tófta eru leifar eldra sels. Það hefur verið dæmigert sem slíkt; þrískipt. Enn vestar má sjá hlaðinn stekk. Norðar eru leifar stekkst, sem tilheyrt hefur gamla selinu.
Í örnefnaskrá Gísla Hafliðasonar, bónda, á Hrauni og Guðmundar Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála, sem Ari Gíslason skráði, má lesa eftirfarandi:
„Nú byrjum við aftur austur við Núpshlíð, og má vel vera, að eitthvað af því, sem hér verður fyrst talið, sé í landi Ísólfsskála. Núpshlíðin hefur fyrr verið nefnt, og rís hún upp norður af Ögmundarhrauni. Framhald af henni til norðausturs er Núpshlíðarháls, sem hér verður á merkjum móti Krýsuvík. Syðst í Núpshlíð liggur vegurinn til Krýsuvíkur gegnum lægð í hlíðina.
Innan við veginn, inn með hlíðinni, er grasivaxinn hvammur með lynggróðri, og heitir hann Lynghvammur. Hann er beint á móti há-höfðanum, er síðar getur. Krossgil er að austan í hálsinum, en það er að mestu leyti í Krísuvíkurlandi. Vestur af hlíðinni tekur við hraunbreiða nokkur, sem heitir Grákvíguhraun. En norðar er það hraun nú nefnt Skolahraun. Eldra nafn á því mun vera Þráinsskallahraun. Vestan við Grákvíguhraun er Höfðinn, sem er nokkuð hár. Suður úr honum er Méltunnuklifið, er getið var hjá Ísólfsskála. Vestur af Höfðanum er annar hraunstraumur, sem heitir Leggjarbrjótshraun. Í því er nafnlaus mosahóll.
Norðan við Höfðann, aðskilið af mjóu skarði, er Sandfell. Um þetta skarð liggur gata, sem lá um sunnanvert Þráinsskallahraun (Skolahraun) austur í svonefnd Þrengsli, en það er grasræma eða lægð, sem myndast milli Núpshlíðar að austan og hraunsins að vestan. í Þrengslum þessum eru rústir eftir Hraunssel. Þar var haft í seli endur fyrir löngu frá Hrauni. Sandfellið er stórt fell. Hér nokkru norðar slítur hraunhaft þrengslin í sundur, og heitir þar norðar Selsvallafjall, og Selsvellir er gróið landsvæði þar, fallegt um að sjá.“
Í örnefnalýsingu Lofts Jónssonar segir um þetta svæði sem og svæðið vestan við Núpshlíðarhálsinn: „Norðaustur frá Langhól er lítið fell fast við Fagradalsfjall sem heitir Kálffell. Norð-norðaustur af Langahrygg er Stóri-Hrútur og síðan þar norður af Meradalir. Þetta eru gróðurlitlar leirflatir. Þar norður af eru Meradalshlíðar og vestur frá þeim er Kistufell í austur frá Langhól. Norður af Meradalshlíðum er Litli-Hrútur og þar norður af er Litli-Keilir.
Þaðan í norðaustur er Keilir, alþekkt fjall. Austan undir Kistufelli er smáhryggur sem nefndur er Rjúpnahryggur. Þarna eru víðast hraun á milli fjallanna og örnefnalaust.
Suðaustan og framan í Langahrygg eru Lyngbrekkur og þar framan við er Stóri-Leirdalur. Austan við Langahrygg eru Einihlíðar. Þetta eru ávalar, gróðurlitlar bungur en hafa sjálfsagt verið vel grónar þegar þær hlutu nafn. Litli-Leirdalur er framan við Einihlíðar að vestan og hlíðin þar austur af, þar sem gamli Krýsuvíkurvegurinn liggur upp, heitir Brattháls (Skyggnir).
Litli-Hrútur heitir nyrsti hluti Einihlíða. Þverbrekkur heita grasigrónar brekkur nyrst í Litla-Leirdal.
og Hrauns. Er hann ýmist nefndur Núpshlíðarháls eða Vesturháls.
Skarðið á milli Langahryggs og Einihlíða heitir Hrútadalur og við hann eru Hrútadalsbörð. Austan í Einihlíðum eru allmiklar grasigrónar kvosir og heita Bratthálskrókur sú fremri og Einihlíðarkrókur sú innri. Sandurinn þar norður af inn með Einihlíðum heitir Einihlíðasandur.
Austan við Einihlíðar er hraun sem heitir Leggjarbrjótshraun. Austan við það er allhátt fjall sem heitir Höfði og þar norðan við aðskilið af smáskarði er Sandfell. Um þetta skarð og austan við Sandfell er reiðgatan frá Grindavík til Selsvalla. Austan við Höfða er hraun og heitir það Grákvíguhraun. Það nær austur að Núpshlíðarhálsi. Norðar heitir það Skolahraun (eldra nafn Þráinsskallahraun) og nær þessi hraunfláki alla leið inn að Hafnarfirði. Í þessu hrauni suðaustur af Keili er Driffell.
Austan við þetta hraun er mikill fjallarani og skilur hann land á milli Krýsuvíkur, Ísólfsskála
Selsvellir eru grasi grónir vellir vestur undan Vesturhálsi. Heitir fjallið þar upp af Selsvallafjall. Á einum stað að sunnanverðu nær hraunið upp að fjalli og heitir þar Þrengsli. Þar fyrir sunnan eru tættur af gömlu seli frá Hrauni og heitir þar Hraunsel. Nyrsti hluti Selsvalla heitir Kúalágar og þar var hver sem hét Hverinn eini en hann tók af í jarðskjálftum 1910. Þar upp af er hæsti hluti Vesturháls og heitir Trölladyngja (venjulega nefnt Dyngja). Norðaustan við Kúalágar eru Grænavatnseggjar og þar upp á fjallinu er Grænavatn í djúpri kvos. Á Selsvöllum er lækur nefndur Selsvallalækur. Hálsinn á milli Kúalága og Höskuldarvalla heitir Bergsháls.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimildir:
–Örnefnalýsingar fyrir Hraun (ÖÍ).
Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.
Katanesdýrið
Við Katanes er Katanestjörn þar sem Katanesdýrið sást 1874 til 1876. Í bókinni „Sól skein sunnan“ skrifar Friðrik Sigurbjörnsson m.a. um Katanesdýrið í Katanestjörn, handan Hvalfjarðar gegnt Hvalfjarðareyri.
langan, hvítleitt um búkinn, en hausinn rauður. Það hafði sex stórar klær á hverjum fæti eða löpp, en fæturnir stuttir, kjafturinn ákaflega mikill og framtennur fjórar í, miklar og hvassar, eyru hafði það lafandi, en þó sáu menn það reisa þau beint upp. Hvorki sáu menn hár né hreistur á húð þess, heldur því líkast sem hausinn og halinn væri húðlaus og sæi í rauða kvikuna. Það sögðu þeir, sem sáu dýrið í tjörninni, að það synti afarfljótt.
Í Landnámu segir frá því, að skozkur maður frá Katanesi, nyrst í Skotlandi, hafi numið land á Kiðafelli. Var hann eini skozki landnámsmaðurinn í hópi hinna mörgu landnámsmanna, sem hingað komu á landnámsöld. Hefur hann sjálfsagt haft með sér geitur, beitt kiðlingum í grösugar brekkur fjallsins fyrir ofan bæinn, m.a. í Löngulág; þar af nafnið Kiðafell. Katanes á Skotlandi er nefnt á enskum landakortum Caithnes, og hafa fjölmargir Íslendingar siglt þar fram hjá, þeir, sem siglt hafa eftir „Pentlinum“ svonefnda. Á Katanesi byggði írskur þjóðflokkur, „Piktar“, á landnámsöld.
Nú kann einhver að spyrja, hvort ekki hefði verið nærtækara að koma dýrinu fyrir í Meðalfellsvatni, sem ekki er langt frá Eyri.
Var því lýst svo, að það væri á stærð við þrévett naut, aflangt nokkuð með langan haus og hala afarmikinn, á að giska þriggja álna
„Hvalfjarðarströndin og vötnin í Leirársveitinni liggja fyrir fótum okkar. Tjörnin, sem Katanesdýrið var í forðum, er þó horfin af sjónarsviðinu. Hann Jón Ólafsson frá Katanesi, sem stundum kallar sig „Skalla“, vann það verk að þurrka hana, ræsa hana fram og fann ekkert dýrið. Þar fór sú þjóðsagan fyrir lítið.
En við skulum samt ræða svolítið nánar um þetta Katanesdýr og uppruna þjóðsögunnar. Fer þar vonum tvennum sögum. Ég heyrði áðurnefndan Jón Ólafsson telja uppruna sögunnar vera lygar tveggja samala, annar var frá Katanesi, en hinn frá næsta bæ, og átti þetta að hafa gerzt rétt fyrir síðustu aldamót.
Landnáma skýrir einnig frá því, að Svartkell katneski hafi síðar flutt bú sitt að Eyri þar innar við fjörðinn. Sá bær er nefndur eftir eyri þeirri hinni miklu [Hvalfjarðareyri], sem nær langt út í Hvalfjörð. Um ástæður fyrir búferlaflutningunum getur Landnáma ekki. Mætti segja mér, að landsynningurinn ofan af Dýjadalshnúki í Esju hefði eitthvað velgt karli undir uggum við heyskapinn, og hann viljað flytjast eitthvað burtu frá honum.
En nú hagar svo til, að Katanes er rétt handan eyrarinnar, og stutt á milli. Mér finnst þessi staðreynd geta tæpast verið tilviljun einber. Svartkell hefur sjálfsagt frá sínum heimahögum í Skotlandi verið nákunnugur öllum sögnum um skrímslið í Loch Nessvatninu, enda er það ekki fjarri Katanesi hans í Skotlandi.
Finnst mér ekkert líklegra en hann hafi viljað flytja með sér einhverja skrímsasögu hingað til lands, svona til skemmtunar börnum sínum og öðrum sveitungum, hafi verið kunnugt um vötn og tjarnir handan fjarðarins, kallað nesið gegnt Eyri Katanes eftir heimahögum sínum, og komið svo dýrinu fyrir í tjörninni á því nesi.
En karl hefur sjálfsagt verið stór upp á sig, og að hætti Skota, blátt áfram ekki tímt því að gefa Valþjófi Örlygssyni landnámsmanni á Meðalfelli slíka skrautfjöður í hatt sinn, enda má vel vera, að þeir hafi ekki neinir vinir verið, og þyrfti ekki annað en þeir hefðu deilt út af laxveiði.
Svo sem ég tók fram áður, get ég engin rök fært fram fyrir þessari tilgátu minni um uppruna sögunnar um Katanesdýrið, en byggi þar eingöngu á hugdettum mínum, og því, sem gæti verið sennilegt, ef hugmyndarflugið er látið koma við sögu. En mér finnst skýringin skemmtileg, og einhvern veginn finnst mér hún ekkert ósennilegri en allar hinar, nema síður væri, og læt ég svo staðar numið að segja frá Katanesdýrinu.“
Titill bókarinnar er fengin úr Völuspá, sbr. „áður Burs synir bjöðum um ypptu, þeir er Miðgarð mæran skópu; sól skein sunnan á salar steina, þá var grund gróin grænum lauki“. Margir, beggja vegna Hvalfjarðar, hafa löngum bæði velt fyrir sér og skyggnst eftir Katanesdýrinu. Sumir þeirra segjast hafa séð og hafa geta lýst skepnunni, en aðrir eru þögulir sem gröfin.
Heimild:
-Friðrik Sigurbjörnsson – Sól skein sunnan, Reykjavík 1970, bls. 99-103.
Eitrun fyrir refi
Í Dýraverndaranum árið 1957 er m.a. fjallað um þá umdeildu ráðstöfun að eitra fyrir refi:
heimildarleysi og í vanþökk bænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þorsteinn benti þar meðal annars á, hver óhæfa væri að eitra, meðan leyfðar væru rjúpnaveiðar og búast mætti við, að skotmenn hirtu eitraðar rjúpur, legðu þær sér og sínum til munns eða seldu þær náunganum. Bændur virtu að vettugi fundarboðun fjáreigenda í Reykjavík og nágrenni, og fór ekki fram nein eitrun fyrr en nokkru eftir áramót. Grein Þorsteins vakti mikla og verðuga athygli.
Í Tímanum birtist 4. janúar þ. á. grein, sem Hinrik Ívarsson, bóndi í Merkinesi í Höfnum í Gullbringusýslu hefur skrifað. Greinin heitir Eitur eða skot. Hinrik er reyndur og slyngur veiðimaður, og kemur það fram í grein hans, að hann er á sömu skoðun og aðrir, sem bezt þekkja til tófunnar og háttalags henriar. Hann segir meðal annars: „Staðreyndin er, að við drepum ekki bitvargana á eitruðum hræjum.“ Það er með öðrum orðum skoðun hans, að eitrun fyrir refi nái alls ekki tilgangi sínum. Hann bendir á í grein sinni, að hæpið sé að þakka eitrun fækkun refanna um síðustu aldamót. Þá hafi gengið magnað hundafár, og muni það hafa átt drýgstan þáttinn í fækkuninni. Hinrik telur, að grein Þorsteins Einarssonar hafi frekar miðað að verndun manna en refa — og við eyðingu refa megi ekki gæta mannúðar, heldur grimmdar, því að refurinn berjist fyrir tilveru sinni með miskunnarlausu stríði. Þeir, sem draga í efa rök okkar dýraverndunarmanna fyrir gagnsleysi eitrunar gegn refum, ættu að mega treysta orðum Hinriks, sem sannarlega vill tæfu feiga, en er okkur þó fyllilega sammála.
Hinn 17. janúar 1957 var í Tímanum grein eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi, sem hann kallar Eitrun fyrir tófur á víðavangi á eftir að hefna sín geipilega. Guðmundur skorar á fróða menn að upplýsa, „hvort nokkurn tíma hefir nokkur dýrbítur verið unninn með eitri.“ Hann segir það staðreynd í sínu byggðarlagi, „að aldrei voru skæðari dýrbítir en á meðan sem kappsamlegast var eitrað.“ Hann lýsir því og yfir, að hann telji eitrun ómannúðlega, og þar sem hún sé gagnslaus, eigi að leggja hana niður og beita skotvopnum við útrýmingu refa.
„Hinn 9. nóvember 1956 birti Þorsteinn Einarsson, ritari Dýraverndunarfélags Íslands, grein í Morgunblaðinu um eitrun þá, sem fjáreigendur í Reykjavík og nágrenni hugðust stofna til í fullkomnu
Morgunblaðið birti, hinn 23. desember 1956, grein eftir Þórð bónda Halldórsson á Dagverðará í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi, og er fyrirsögn greinarinnar: AUir refirnir orðnir dýrbítir og minkaplágan brátt verri en mæðiveikin. Hann færir rök fyrir því, að með því að minkurinn eyði fuglum, þá hafi refurinn orðið að leita sér meira on áður bráðar í hjarðir bændanna. Hans reynsla er sú — eins og raunar allra annarra, sem ekki eru hreinir og beinir fáráðar í þessum sökum, að alls ekki allir refir hafi verið dýrbítir, og ræðir hann einkum ráð til útrýmingar minkunum, sem fengið hafa — að mestu í friði fyrir forsjármönnum búnaðarins í landinu — að auka kyn sitt og nema nýjar og nýjar lendur. Ráð hans eru sýklahernaður (minkapestarsýklar) og gildrur. Séu gildrurnar búr, þar sem hænsn séu agnið — og þannig um búið, ao hænsnin þurfi ekki að hungra eður þyrsta. Má af þessu marka, að Þórður leggur ekki mikið upp úr gagnsemi eitrunar fyrir refi eða minka.
Í Morgunblaðinu 23. desember 1956 er grein, sem heitir Er konungur íslenzkra fugla að deyja út? Aðalþættir þessarar greinar eru umsagnir þeirra dr. Finns Guðmundssonar og Magnúsar Jóhannssonar útvarpsvirkja, en hann er frá Skjaldfönn á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp, og við Ísafjörðinn hafa ernir löngum orpið. Báðir þessir menn segja, að örninn sé að deyja út, sé að týnast íslenzkri náttúru eins og geirfuglinn. Orsakirnar eru þeir sammála um. Telja þeir þær vera:
1. Eitrun fyrir refi.
2. Fullorðnir fuglar hafi verið skotnir, eggjum verið rænt og ungar drepnir.
Magnús nefnir ákveðin dæmi þess, að ernir hafi drepizt af eitri, enda eru þeir hræætur. Grein þessi er mjög alvarleg aðvörun til þjóðarinnar um að standa vörð um þær litlu leifar arna, sem ennþá hjara hér á landi, og þá fyrst og fremst ásökunarþrungin áskorun um að hætta að eitra fyrir refi.
Guðmundur Einarsson málari og myndhöggvari birti í Tímanum 23. janúar s.l. grein, sem hann nefnir Eigum við að eitra fyrir landvætti? Feitletrað upphaf greinarinnar er þannig: „Enn sígur á ógæfuhliðina hjá erninum á Íslandi, og munu nú vart yfir 20 fuglar á lífi eða orpið í 7—8 hreiður.“ Ennfremur segir höfundur: „Ég hygg að almennt geri landsmenn sér ekki ljóst, hvað okkar fábreytta dýralíf hefur misst, ef örninn verður aldauða á Íslandi. Er hann þó einn landvættanna.“ Enn stendur í þessari grein: „Eitrun hreinræktar dýrbít, því það eru refirnir, sem sízt eru hræætur.“
Þessi mikilhæfi listamaður kann manna bezt að meta tign og fegurð íslenzkrar náttúru og hefur reynzt mjög áhugasamur um náttúruvernd. Hann er á sama máli og þeir menn í bændastétt, sem bezt þekkja refinn, eðli hans og lifnaðarhætti.“
Heimild:
-Dýraverndarinn 43. árg. 1957, 1. tbl., bls. 14-15.
Leiðigarður fyrir tófu í Eldvörpum
Strandarkirkja og Herdísarvík – sýn ferðalangs
„Einn rigningardag fyrir skemmstu ákvað ég að heimsækja Strandarkirkju og kíkja á Herdísarvík í leiðinni. Er ég renndi þar í hlað var rigningin orðin svakaleg og lamdi bílinn utan. Eins og sannur Íslendingur (eehemm) skoðaði ég nágrennið fyrst, varð hundblautur og veðurbarinn en eftir nokkurn tíma varð ég að láta rigningunni eftir ströndina og kirkjugarðinn og hraðaði mér inn í hlýjuna í kirkjunni.
Strandarkirkja er í Engilsvík í Selvogi. Hún er þjóðfræg vegna almennra áheita og sumir segja ein ríkasta kirkja landsins. Að minnsta kosti hefur hún efnast vel. Prestsetrið var fyrrum í Vogsósum uns brauðið var lagt niður 1907. Kirkjan stendur í landi höfuðbólsins Strandar en það fór í eyði á 17 öld vegna sandfoks. Elstu lýsingar um kirkju á nákvæmlega þessum stað eru frá 15. öld en sú sem nú stendur er frá 1887, en hún hefur verið endurbyggð og er því nokkuð breytt.
Sú saga er til að sjómenn nokkrir í lífsháska hétu því að gera kirkju þar sem þeir næðu landi ef þeir bara héldu lífi. Þeir komu auga á ljós og er þeir nálguðust land sáu þeir bjarta og fagra veru í flæðarmálinu. Þannig hófst saga Strandarkirkju í Engilsvík. Við kirkjuna stendur nú minnismerki eftir Gunnfríði Jónsdóttur um þennan atburð.
Er ég kom í kirkjuna var mér heilsað á norsku. Þar voru þá staddar norskar mæðgur að bíða af sér rigninguna, verst að ég skil ekki hót í norsku og tala hana enn síður. Það var þó kinkað vingjarnlega kolli og skifst á óskiljanlegum orðum. Dóttirin (sennilega 8-9 ára) skoppaði glaðlega um kirkjuna og dáðist upphátt að öllum fallegu verkunum sem þarna voru. Hún rann upp í kór og kallaði þaðan niður á móður sína, ?hvað allt væri fallegt?, en það skildist mér naumlega á látbragðinu.
Selvogur og Herdísarvík eru vestustu byggðir Árnessýslu. Fjölmenn byggð og útræði var fyrrum í Selvogi. Þangað þyrptust Norskir lausakaupmenn um 1790 til að versla við landsmenn. Þeir fengu fyrir sig umboðsmenn og einn þeirra var Bjarni Sigurðsson (1763-1833) í Selvogi. Hann kallaði sig seinna Bjarna Sívertsen uppá dönsku og þar hófst kaupmannsferill hans. Hann var sæmdur riddarakrossi í Danmörku fyrir dug og framkvæmdasemi árið 1812. Viti byggður 1919 er í Selvogi.
Til er gömul sögn um risastóran helli, Strandarhelli suðaustan af Vogsósum og var seinast kunnur 1931 er Guðmundur G. Bárðarson greinir frá honum í dagbók sinni. Hann er nú týndur en heimamenn kalla nú hellisskúta einn um 20 metra langan, Strandarhelli. Til eru sagnir um fleiri hella en flestir eru nú týndir.
Næst brenndi ég til Herdísarvíkur sem er fyrir vestan Hlíðarvatn og var fyrrum stórbýli og fjölmenn verstöð en er nú í eyði. Enn sjást rústir verbúðanna. Þar bjó skáldið Einar Benediktsson (1864-1940) sín síðustu ár eða frá 1932 til 1940. Hann reisti sér þar hús, gaf Háskóla Íslands síðan Herdísarvík 1935 og hefur hún nú verið friðlýst. Hús þetta er nú notað sem orlofshús Félags Háskólakennara.
Ég ók þarna um og skoðaði rústirnar. Stoppaði svo bílinn og steig út. Og varð strax blautur í fæturna enda á götutúttum. Hafði ekki reiknað með vel sprottnu grasinu en það var hundblautt því það gengu skúrir yfir öðru hvoru. Það er sagt að þarna í grenndinni sé ágætt berjaland en ég hafði minnstan áhuga á því, útaf fótrakanum. Ég fékk loks nóg af vatnsgutlinu í skónum, hoppaði upp í bílinn minn og ók í bæinn. Næst ætla ég að hafa sól er ég fer þarna aftur sem vonandi verður fljótlega.“
Hafa ber í huga að hér er um mjög saldgæfa frásögn að ræða – um rigningu á Reykjanesskaga, og það að sumalagi.
Framundan er FERLIRsferð með einum þeim staðkunnugasta í Selvogi. Tilgangurinn er að ganga um svæðið og rissa upp örnefna- og minjakort af svæðinu í heild sinni.
Heimild:
-Skrifað 1.8.2007 kl. 13:10 af Vilmundi Kristjánssyni.
Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.
Ræningjastígur – Krýsuvíkursel – Ræningjadys
Gengið var frá Ræningjastíg í Heiðnabergi við Hælsvík á Krýsuvíkurbjargi undir Skriðu upp að Krýsuvíkurseli ofan við tóftir bæjarins Eyri í austanverðri Selöldu og áfram upp að Krýsuvíkurkirkju þar sem staðnæmst var við svonefnda Ræningjadys eða Ræningjaþúfur undir Ræningjahól.
Eyri – tóft,
Þjóðsagan segir að í “annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðan heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík.
Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi í kirkjuna og mælti hátt:
„Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.“
Prestur mælti: „Viljið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?“
Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu. Hann mælti til þeirra:
„Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvís búinn, mundu þið éta hvur annan.“
Krýsuvíkurberg (-bjarg).
Þar börðust þeir og drápust niður. Heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík.”
Fagurt útsýni var af Heiðnabergi. Sjórinn var ládauður, enda hreyfði ekki vind. Þyrsklingasteinn sást vel utan við vesturendar bjargsins. Litið var eftir Ræningjastígnum. Sjórinn hefur nú brotið af neðri hluta hans í móberginu, en enn má sjá móta fyrir efri hlutanum. Haldið var upp með vestanverðri Skriðu og þá komið að tóftum bæjarins Eyri. Við tóftirnar, sem eru ofan við gamlan lækjarfarveg (hugsanlega fyrri farvegur Eystri-lækjar) má sjá móta fyrir garði og tveimur fjárborgum. Vestan við vestari fjárborgina er tóft, sem gæti annað hvort verið gamalt fjárhús með hlöðu eða heykumli í austurenda eða hreinlega enn eldri tóft. Hún hefur svipaða lögun og ein hinna fornu tófta í Húshólma. Ofan við bæjarstæðið eru sagðar vera rústir gamallar selstöðu frá Krýsuvík, en svo virðist sem réttsköpun sels skorti.
Eyri – tóft.
Þær eru nú orðnar að mestu jarðlægar, en þó má sjá móta fyrir þeim, einkum á vorin þegar grasið byrjar að grænka, en þá grænkar það fyrst á tóftunum. Hins vegar er ekki útilokað að bærinn hafi vaxið upp úr hinu gamla seli. Útihús er beggja vegna tóftanna, eitt að vestanverðu og tvö að austanverðu. Bæjartóftirnar sjálfar bera keim af selstöðu, þ.e. þrjú rými og gengið inn í tvö þeirra um sama inngang, eins og svo algengt er í seljum á Reykjanesskaganum. Þar gætu hafa verið svefnaðstaða og búr. Þriðja rýmið hefur sérinngang og gæti það hafa verið eldhúsið.
Arnarfellsrétt.
Haldið var upp eftir heiðinni austan við Selöldu og stefnan tekin á Krýsuvíkurkirkju með viðkomu í Arnarfellsréttinni. Hún er enn nokkuð heilleg og má vel sjá skipan hennar og fyrirkomulag. Ræningjahóll blasti við. Gömul gróin varða er á hól á leiðinni. Staðnæmst var við dys ræningjanna svo vel mætti gera sér grein fyrir hvernig atlagan hafi verið þarna undir hólnum eftir að hafa mætt þar séra Eiríki, hinum göldrótta presti Krýsvíkinga.
Í lokin var stuttur fyrirlestur í Krýsuvíkurkirkju um Tyrkjaránið.
Spjöll höfðu verið unnin á kirkjunni líkt og heiðnir Tyrkir hefðu verið þar á ferð.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.
Heimild m.a.:
-Jón Árnason I 562.
Krýsuvíkursel í Selöldu og bærinn Eyri – uppdráttur ÓSÁ.
Um refaveiðar
Í Litla-Bergþór árið 1933 er m.a. fjallað um veiðar á „Holtaþór„:
Alltaf er byrjað á að athuga þau greni sem næst eru byggð því þegar tófan heldur til svo nálægt sauðfé, þá er alltaf hætta á að hún fari að bíta þegar lambánum er sleppt út að vori. Ýmsar kenningar eru uppi um ástæður þess að rebbi færi bú sín svo niður í byggð sem raun ber vitni. Stór þáttur í því hlýtur að vera að búskaparhættir hafa breyst mikið. Nú er sauðfé haldið meira og lengur inni við, en áður fyrr voru ær kannski að bera í nálægð við grenin. Einnig hefur sauðfé fækkað og í kjölfar þess er minna um mannaferðir í högunum, svo tófan hættir sér nær en áður. Svo er miklu minna af rjúpu á hálendinu en áður var, en hún er ein aðalfæða tófunnar. Svo sjálfsbjargarviðleitnin og fæðuleitin eiga sinn þátt í þessu. Eins hefur öll umferð um hálendið stóraukist og friðurinn því ekki sá sami og áður fyrir hið villta dýr.“
Vanalega má fara nærri um, hvaðan refir koma að grenjum, þótt logn sé, og fer þá eftir því, í hvaða átt frá greninu sýnist vænlegast til fanga fyrir þá. Sé t.d. bygð annars vegar við grenið, skal skyttan leynast í gagnstæðri átt. Oft ber við, að grenjadýr leggjast á lambfé, Þegar fram á vorið kemur, þá þau eiga gren nálægt hygðum, t. d. í fjallshlíðum; en við slík gren er oft ilt um fylgsni fyrir skyttu og vökumann á hentugum stað í nánd við grenið. Á slíkum grenjum verður ætíð að hafast við fyrir ofan grenið. Standi þar að auk svo á, að vindur standi á hlið eða logn sé, má telja þess konar gren auðunnið. Bólstaðurinn er þá tekinn við stein eða í laut í hæfilegri skotmálsfjarlægð. Skal svo hlaða veggur steinum og gamburmosa, og láta það snúa að greninu, er upp snýr á jörðunni, svo engin litbreyting sjáist á garðinum frá jörðinni í kring. Á sama hátt skulu öll skotvirki útbúin. Þá liggja þarf á grenjum eða við þau að bíða dýranna, skal varast að vera á flakki á nóttunni, fyr en vissa er fyrir, að þau hvarfli ekki heim fyr en eftir dagmál. Þótt vanalega megi hepnast að dýrin verði með þessari aðferð ekki mannvör á nóttunni, ber oft við, að slíkt kemur fyrir að degi. Verður skyttan þá að taka þau úrræði, að vera þar eftir sem mest á gangi, en vökumaður heima. Þegar svo líður á daginn og dýrið sér manninn smámsaman, fer það að öskra, sem á að merkja, ef það vill reka manninn á burtu. Við fyrsta hljóð skal hlaupa nokkur fet aftur á bak. Þegar svo dýrið hljóðar aftur og meira en áður, á maðurinn að kippast ætið lengra, og standa hálfboginn. Mun þá tæfa hlaupa spölkorn, og gribba sig betur. Þá skal stökkva lengra en áður og detta flatur; mun hún þá enn espa hljóðin. Þannig verður skyttan að smáfæra sig með sömu aðferð, og stöðugt undan vindi, en lengja sprettina eftir því, sem dýrið sækir fastara að, þar til færi gefst þannig, að leiti ber af, og að öðru leyti hentugast þykir. Skal þá skjótast með hraða áfram, og svo þvert til annarar hliðar, og leggjast þar í leyni undir steini eða í gjótu. Kemur svo dýrið á eftir með flýti, ýmist skimandi eða lyktandi, með trýnið niður við jörð, eftir mannsförunum. Þegar dýrið svo kemur á krókinn á slóðinni, verður skyttan að vera viðbúin að senda skotið.
Enn eru sum grendýr, sem liggja í leyni og láta ekki á sér bera. Þessi dýr eru auðfundin á fuglakvaki, því lóur og spóar fylgja þeim í flokkum, einkum þá egg þeirra fara að unga. Má þá heyra upp á hár, hvar dýrin leggjast, sem ætíð er undan vindi frá fuglakvakinu. Sömuleiðis má næstum ætíð í þoku vita um ferðalag dýranna, með því að veita öllu þessu nákvæma eftirtekt. Skal þá ætið hlaupa í tíma nógu langt undan vindi frá greninu, áður en dýrið kemur í ljós. Þar skal leggjast, þar til heyrist eða sést, hvert dýrið stefnir, því þar eftir verður að færa sig.
„Þó lágfætt sé, þá er tófan afskaplega greint og útsjónarsamt dýr sem lætur ekki hvern sem er snúa á sig og því eru reynslan og þolinmæðin oft það sem miklu máli skiptir til að hafa vinninginn í skákinni. Venjulega tekur tvo til þrjá sólarhringa að vinna greni, en stundum kemur fyrir að það tekst á einum gangi sólar. En ef átt er við mjög stygg og erfið dýr sem kynnst hafa vondu af manninum og sloppið naumlega frá honum, þá getur þetta farið upp í allt að fimm sólarhringa. Margir þættir hafa áhrif á það hvernig gengur á grenjum og hefur veður mikið að segja. Best er að koma að greni í þurru og björtu veðri og góðu logni. í vætutíð er skyggni yfirleitt minna og vosbúðin meiri. Eins er rokið ekki mjög heppilegt því tófan er ákaflega lyktnæm og vindurinn getur borið með sér lykt af manni sem ofurnæmar nasir skolla skynja úr ótrúlega mikilli fjarlægð.
Í Andvara árið 1900 er fjallað um refaveiðar á grenjum: „Refadráp á grenjum og ráð til að ná út yrðlingum. Á gren, er liggja í heimalöndum eða búfjárhögum, er ætíð bezt að fara síðla dags, og einkum um þann tima, sem fé er rekið saman; því oft skeður, er refir eru í slíkum grenjum orðnir svo hund- og mannvanir, að þeir hrökkva við smalamensku heim á grenin. Er þá oft heppilegt fyrir skyttuna, að vera komin á undan þeim, þar þau þá eru grunlaus um mannkomu heima, en hlaupa að greninu með hraða. Þá skyttan kemur á grenið, skal ætíð fara að öllu með mestu varúð. Láta engan hávaða heyrast heim á grenið, og koma ætíð móti vindi, svo enga lykt leggi heim. Skyldi svo leynast við stein eða harð ögn frá greninu og bíða lítið eitt til njósna. Verði skyttan einskis vör, gengur hún heim að greninu með þeirri varúð, að ekki heyrist fótatak, velti til steinn eða annar hávaði heyrist.
Leggjast síðan niður að þeim munnanum, sem mestur umgangur virðist um, en liggja þarf ætíð svo haganlega með hendur og fætur, að fljótlega verði gripið til ef með þarf í inngangsmunnanum skal skal gapa og hvæsa eftir móðum hundi, svo títt og þungt, sem unt er. Þetta líkist því, þá dýrið kemur hlaupmótt úr ferðalagi sínu. Takist þessi eftirherming, heyrist samstundis þrusk inni í greninu. Skal þá fara með hægð úr grenmunnanum, en láta þó sömu mæði heyrast inn, og blanda þar við eins konar vinahljóði, lágu, en skræku, til að herðaá yrðlingunum út. Koma þeir þá tíðast allir út ýlfrandi, og þarf þá að viðhafa snarræði að taka þá, því oftast er þá annað eða bæði dýrin samstundis komin í skotmál, ef þau hafa heyrt til yrðlingaima. Komi bæðidýrin í senn, er áríðandi að skjóta fyrst hið styggara, sem strax er augljóst, hvort er. Lendi skotið fyrst á gæfara dýrinu, er venjulegast mjög ilt að ná hinu á eftir. Þar á mót hefir oft lánast, að ná hinu gæfara samstundis á eftir með því að veita því litla eftirför, eða láta yrðlingana kalla það lieim, sem gerist þannig: Er yrðlingarnir hafa verið teknir, eru þeir látnir í poka, en gæta verður að þeir hafi nóg rúm. Síðan eru þeir bornir á þann stað, sem skyttan hefir aðsetur sitt. Þar eru þeir látnir i næði, meðan mesta hræðslan hverfur, svo þeir fái matarlyst. Þeim er þá gefið volgt fuglakjöt, sem þeir þó þvi að eins eta, að vel sé farið með þá og hræðslan sé litil. Sé þar á mót iíla farið með þá, verða þeir ónýtir til að kalla dýrið að, eða jafnvel drepast úr hræðslu. Lánist að fá þá til að eta, hverfur hræðslan svo, að hægt verður að ganga úr skugga um, hverjir eru kjarkbeztir. Hinir eru svo drepnir, en þessir eru æfðir við meðferðina, sem má eigi vera harðneskjuleg, heldur verður að fara að þeim með lagi. Loks skal taka í eyru þeim, og blása stutt og snögt framan í þá. Þegar þeir þá aðeins ljúka upp gininu, en þegja, skal klípa snögt í eyrun og blása títt framan júní þar til skrækur kemur. Á þessu verður svo að herða, þar til hljóðin verða jöfn. Rennur þá dýrið að með hraða, og oft svo, að það er í 4—5 faðma færi. Þessi aðferð mun oftast sjálfsögðust við að ná síðara dýrinu undir þessum kringumstæðum.
Enn er að minnast á þau dýr, sem styggust eru og verst viðureignar fyrir þá sök, að þau hafa sloppið af grenjum og mætt hvekni fyrirfarandi ár, og eru þau dýr vanalega hinir mestu bitvargar. Gren þeirra eru vanalega fjarlæg bygðum, og aldrei skyldi yfirgefa þau úr því fundin eru, sem bezt er og með öll gren, fyr en skytta er fengin, sé hún ekki með í fyrstu. Við þessi gren er það sérstakt, að leggjast skal heima á þau, því eigi þarf að vonast eftir dýrum þeim nær greninu en stekkjarveg eða stutta bæjarleið frá, hvar þau helzt staðnæmast á hólum og hábörðum. Þegar fyrstu nótt, sem legið er á greninu, heyrast óhljóð og öskur frá dýrunum, og verður þá að veita nákvæma eftirtekt, hvar þau hafa oftast viðnám, sem vanalega er við steina eða urðarhryggi. Þangað skal svo fara daginn eftir og hlaða upp mosabyrgi, sem áður er um getið, sem skotvígi. Þegar skyttan flytur í byrgið að kveldi, skal hún ásamt vökumanni ganga undir ábreiðu og hafa með sér yrðling. Skyttan legst svo í byrgið, en vökumaður snýr með yrðlinginn heim á grenið aftur þá leið, er honum er tilvísað, og hefir hávaða nokkurn á leiðinni. Bezt er að flytja með sér vanda yrðlinga á gren þessi, einkum ef mishepnast kynni að ná þeim úr greninu. Þegar svo yrðlingurinn hjá vökumanninum hljóðar dýrin að, þá náttar, munu þau vinnast úr byrginu, þótt eigi verði ætið bæði hina sömu nótt.“
Heimild:
-Litli-Bergþór, 14. árg. 1933, 3. tbl., bls. 11.
-Andvari, 25. árg. 1900, 1. tbl., bls. 129-133.
Klofningar – greni.