Árni Óla skrifaði um „Rúnastein í Flekkuvík“ í Strönd og Voga:
Rúnasteinn í Flekkuvík
Rúnasteinninn á Flekkuleiði.
„Utan við Hvassahraun á Reykjanesskaga gengur inn Vatnsleysuvík og inn úr henni utarlega skerst önnur lítil vík, sem Flekkuvík nefnist. Stendur bær samnefndur fyrir botni víkurinnar. Þar í túninu er lítill hóll eða stór þúfa, sem kallast Flekku-leiði, og þar ofan á liggur hraunhella með rúnaletri. Stendur þar skráð: „Hér hvílir Flekka“.
Hver var Flekka?
Sagnir herma að hún hafi verið landnámskona, komin frá Flekkufirði í Fjörðum, og eitthvað vensluð Ingólfi Arnarsyni, enda frá sama byggðarlagi og hann. Ingólfur fékk henni fyrst bústað í Kjós. Reisti hún þar bæ og heitir hann enn Flekkudalur, við hana kenndur. Hún var vitur kona og framsýn, en eigi mjög við alþýðuskap. Hún undi sér ekki í Kjósinni, vegna þess að hún sá ekki til sævar frá bæ sínum. Fluttist hún svo vestur á Vatnsleysuströnd og reisti sér þar bæ við eyðivík nokkra.
Flekkuvík.
Hefir víkin síðan verið við hana kennd og kölluð Flekkuvík og hlaut bærinn sama nafn. Þarna var þá afskekktur staður, víkin umgirt apalhrauni á þrjá vegu, en á hrauntöngum beggja vegna víkurinnar svarraði brimið og voru átök þess ekki mjúk. En í víkinni sjálfri var góð lending og mikill veiðiskapur var þar jafnan skammt undan landi. Þó var innsigling á víkina viðsjál og gat verið hættuleg, ef ekki var rétt farið. Þess vegna mælti Flekka svo fyrir, áður en hún andaðist, að sig skyldi heygja þar efst í túni, fyrir opinni innsiglingarleiðinni. Lét hún svo um mælt, að aldrei skyldi skip farast þar á réttu sundi, meðan nokkuð sæist af kumli sínu. Hafa menn haft trú á þessu síðan.
Jónas Hallgrímsson rannsakar leiðið
Letur á rúnasteininum.
Sumarið 1841 fór Jónas skáld Hallgrímsson til Flekkuvíkur til þess að athuga rúnasteininn og rannsaka, hvort hér gæti verið um font kuml að ræða. Mönnum bar ekki saman um, hvernig lesa skyldi úr rúnunum. Að vísu gátu allir lesið nafnið
Flekka, en yfir því stóðu skammstafanir, sem menn greindi á um hvernig skilja bæri. Töldu sumir, að lesa ætti „hér hýsir“, en aðrir „hér hvílir“. Finnur Magnússon las: „hér hýsir“ og taldi áletrunina frá heiðni. Þótti Jónasi því fýsilegt að fá úr því skorið, hvort hér væri um að ræða grafreit frá fornöld, því væri rétt lesið, þá átti svo að vera.
Rúnasteinninn á Flekkuleiði.
En Jónas rak sig á óvænta erfiðleika. Mönnum þar syðra stóð hinn mesti stuggur af komu hans, er þeir vissu erindið. Þeir vildu ekki láta hrófla við Flekkuleiði, því að þá væri hætt við að falla myndi úr gildi hin góðu ákvæði hennar um innsiglinguna á Flekkuvík.
Jónas varð þá að útvega leyfi til rannsóknarinnar hjá séra Pétri Jónssyni á Kálfatjörn, sem kallaðist landsdrottinn, vegna þess að kirkjan á jörðina. En Páll bóndi Vigfússon í Flekkuvík mun lengi hafa verið tregur, því að Jónas segir: „Ég hét þeim að láta Flekku kyrra, ef ég fyndi hana, og kvaðst gera þetta í virðingarskyni, svo sem oft hefði verið gert við helga menn.“ Lét Páll þá til leiðast og samþykkti, að rannsókn færi fram „móti tilhlýðilegri borgun fyrir jarðusla í óslegnu túni“.
Jónas lýsir Flekkuleiði þannig: „(Það er) í hafsuður frá bænum, 6 faðma fyrir innan túngarðinn, í þúfnareit; snýr frá útsuðri til landnorðurs og hallast þangað lítið eitt. Það er 5 álna langt og 2/2 álnar breitt, svo sem álnar hátt. Hraunhella ein lítil og slétt að ofan liggur á miðri hæðinni, sokkin í jörðu; á henni stendur með greinilegu letri:
Hæðin er nú öll grasi gróin, en vottar samt í brúnunum fyrir grjóti, ekki ólíkt því sem það væri hleðsla.
… Letursteinninn er nú tekinn upp og mældur: Lengd 15—16/2 þuml., breidd 12 þuml., þykkt 4—5 þuml. Hann er því, sem sjá má, lítil og heldur ólöguleg hraunhella. … Af því hingað og þangað var að sjá steinsniddur út úr brúnum hæðarinnar, þótti líklegt, að vera mundi steinhleðsla. Grassvörðurinn var því allur af skorinn og moldinni sópað af grjótinu; var þetta jarðlag hvergi meira en hálft fet á þykkt. — Þá kom það í ljós, að undir var einlæg, jarðföst klöpp, eður réttara sagt hraungarður, svo þar hefir aldrei nokkur maður heygður verið. Það er því ljóst, að annaðhvort hefir Finnur Magnússon rétt að mæla, eða þetta eru brellur einar, og hefir þá einhver hrekkjakarl látið hér steininn til þess að blekkja menn trúgjarna.“
Flekkuvíkursteinninn.
Sjálfsagt hefir Páll bóndi í Flekkuvík krafist þess fyrir fram, að gengið yrði frá leiði Flekku að lokinni rannsókn eins og það hafði áður verið. Og þótt Jónas geti ekki um það, hefir hann orðið að gera upp leiðið að nýju, enda þótt hann væri sannfærður um, að þetta væri enginn merkisstaður. Hann hefir ekki mátt ganga í berhögg við þá tröllatrú, sem menn höfðu á Flekkuleiði.
Matthías próf. Þórðarson hefir sagt, að skammstafanirnar á rúnahellunni eigi áreiðanlega að þýða „hér hvílir“, og hann álítur að áletrunin muni vera frá 17. eða 18. öld, gerð vegna munnmælanna um það, að þama væri Flekka heygð.
Sumarið 1959 kom ég að Flekkuvík og skoðaði Flekkuleiði, rúmum hundrað árum eftir að Jónas var þar. Leiðið er mjög svipað og hann lýsir því, bæði að stærð og lögun, og bendir það til þess, að það hafi verið hlaðið upp þegar að rannsókn lokinni.
Flekkuleiði (Á.Ó.)
En umhverfið er orðið breytt, þúfnareiturinn, sem Jónas talar um, er horfinn og er leiðið nú í sléttu túni. Ofan á leiðiskollinum liggur hraunhellan litla með áletruninni, og er sokkin í jörð, eins og þegar Jónas kom að henni. Af stærð hellunnar, eins og hér er að framan greint, geta menn dregið, að stafirnir sé ekki stórir. Og nú eru þeir ekki lengur „greinilegir“, eins og Jónas kallar þá. Á þessari rúmu öld hafa þeir eflaust máðst og slitnað. Kveður svo ramt að þessu, að sums staðar sér aðeins móta fyrir leggjum þeirra. Mosi og skófir hafa einnig sest í risturnar, en yfirborð hellunnar hrufótt, svo að varla má greina á milli hvað eru holur í steininum og hvað er klappað. Þess verður naumast langt að bíða, að áletrunin máist af með öllu, ef stafirnir verða ekki skýrðir.
Ég reyndi að hreinsa mosa og skófir úr ristunum, eftir því sem unnt var, bar síðan krít í þær, svo að þær yrði gleggri. Því næst tók ég af þeim meðfylgjandi mynd.
Kaalund.
Ef mynd þessi er borin saman við uppdrátt Jónasar, sést nokkur munur á 4. rúninni og seinustu rúninni í nafninu. Um 4. rúnina er það að segja, að Kaalund sagði að hún gæti ekki verið rétt hjá Jónasi, þar ætti ekki að standa [ heldur J, eins og kemur líka fram á ljósmyndinni. Þessi rún er nokkum veginn glögg enn, en Jónasi hefir annaðhvort sézt yfir annan skálegginn, eða þá að hann hefir ritað hana skakkt í minnisbók sína.
Seinasta rúnin er nú einna máðust, og vottar aðeins fyrir striki út úr aðalleggnum, en fráleitt held ég að þar hafi nokkurn tíma verið höggvinn bogi í líkingu við það, sem sýnt er á teikningu Jónasar.
Þess má geta hér, að á árunum 1937—39 ferðaðist Anders Bæksted hér um landið til að athuga rúnir og hefir skrifað bók um þær. Hann kom til Flekkuvíkur í júlí 1938 og tók mynd af Flekku-steininum og skýrði síðan upp rúnastafina. Eru þeir allir eins og hér á myndinni, nema seinasta rúnin. Hann segir, að rúnirnar sé „greinilegar“, en telur þær ungar, máske frá 18. öld, og miðar þá við gerð þeirra. Hann segir, að annar bóndinn í Flekkuvík hafi kunnað sögurnar um, að Flekka væri grafin þarna og vekti yfir innsiglingunni, en menn leggi nú ekki lengur trúnað á þá sögu.
Hvaðan er Flekkunafnið?
Flekkuvík.
Mér finnst það augljóst á öllu, að nafnið Flekkuvík hafi komið með landnemum frá Noregi eins og fjölmörg önnur nöfn.
Hér em bæirnir Flekkudalur og Flekkuvík, og þeir em báðir í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Það er þegar athyglisvert, þegar þess er gætt, að suður úr Dalsfirði í Noregi, litlu utar en þar sem Ingólfur átti heima, skerst fjörður, sem heitir Flekkufjörður. Hann er kenndur við bæinn Flekku, sem þar er. Nafnið er skrifað á ýmsan hátt í gömlum skjölum, svo sem Fleke, Flocke, Flecke og Fleche, en nú er það skrifað Flekke. Sagt er, að það sé alveg einstætt meðal gamalla bæjarnafna, og vita menn ekki hvað það þýðir. Sumir giska á, að það sé dregið af „flek“ = blettur, en verði þó ekki skýrt. Getgáta hefir og komið um, að það sé dregið af dílagrjóti (flekkóttu grjóti), sem þar er, en þó þykir það ekki sennilegt, því að grjót hefði þá átt að vera í nafninu.
„Utan við Hvassahraun á Reykjanesskaga gengur inn Vatnsleysuvík og inn úr henni utarlega skerst önnur lítil vík, sem Flekkuvík nefnist. Stendur bær samnefndur fyrir botni víkurinnar. Þar í túninu er lítill hóll eða stór þúfa, sem kallast Flekkuleiði, og þar ofan á liggur hraunhella með rúnaletri. Stendur þar skráð: „Hér hvílir Flekka“.
Sagnir herma að hún hafi verið landnámskona, komin frá Flekkufirði í Fjörðum, og eitthvað vensluð Ingólfi Arnarsyni, enda frá sama byggðarlagi og hann. Ingólfur fékk henni fyrst bústað í Kjós. Reisti hún þar bæ og heitir hann enn Flekkudalur, við hana kenndur. Hún var vitur kona og framsýn, en eigi mjög við alþýðuskap. Hún undi sér ekki í Kjósinni, vegna þess að hún sá ekki til sævar frá bæ sínum. Fluttist hún svo vestur á Vatnsleysuströnd og reisti sér þar bæ við eyðivík nokkra.
Hefir víkin síðan verið við hana kennd og kölluð Flekkuvík og hlaut bærinn sama nafn. Þarna var þá afskekktur staður, víkin umgirt apalhrauni á þrjá vegu, en á hrauntöngum beggja vegna víkurinnar svarraði brimið og voru átök þess ekki mjúk. En í víkinni sjálfri var góð lending og mikill veiðiskapur var þar jafnan skammt undan landi. Þó var innsigling á víkina viðsjál og gat verið hættuleg, ef ekki var rétt farið. Þess vegna mælti Flekka svo fyrir, áður en hún andaðist, að sig skyldi heygja þar efst í túni, fyrir opinni innsiglingarleiðinni. Lét hún svo um mælt, að aldrei skyldi skip farast þar á réttu sundi, meðan nokkuð sæist af kumli sínu. Hafa menn haft trú á þessu síðan.
Annars úir og grúir af „Flekku“-nöfnum í Noregi. Þar er Flekkuvík, Flekkuós, Flekkuey, Flekkustaðir (og ýmis önnur, sem virðast dregin af karlkynsnafninu Flekkur: Flekkstveit, Flekshaug, Flekstad, Fleksvik). Ennfremur eru þar nöfn eins og Flikka, Flikke, Flikeid, Flikkerud, Flikkeshaug, FHkki, Flikkin, Flikkurud, Flikstade. Menn segja, að ekki megi blanda þessum nöfnum saman við Flekkunöfnin, en þó verði þau ekki skýrð. Samt dregur bærinn Flekkefjord á Ögðum nafn sitt af bóndabænum Flikke.
Hér skal ekkert fullyrt um, hvort hér sé um einn nafngiftaflokk að ræða, en þótt Flikk-nöfnin sé undanskilin, þá eru Flekkunöfnin svo mörg, að eitthvað sérstakt mun hafa ráðið þeim. Er þá nokkur goðgá að hugsa sér, að til hafi verið í forneskju einhver vættur, sem Flekka hét, og við hana sé þessi staðanöfn kennd? Jafnvel að hún hafi átt sér bónda, sem Flekkur hét (sbr. nafnið Álaflekkur). í Snorra-Eddu er jötunsnafnið Fleggur, en það gæti alveg eins verið Flekkur, því að greinarmunur var ekki gerður á g og k í rúnum.
Flekkuleiði ætti að varðveita
Þótt Flekkuleiði sé ekki kuml, er það skemmtilegt og mætti helst ekki glatast. Það segir sína sögu um það, hvernig þjóðtrú myndast. Flekka vakir yfir útræðinu í Flekkuvík, eins og Þuríður sundafyllir vakir yfir byggðinni og miðum þeirra í Bolungavík.
Það er eflaust alþýðuskýring, að Flekkuvík dragi nafn af konu, sem hét Flekka, alveg eins og menn sögðu að Krýsuvík drægi nafn af fjölkunnugri konu, er þar bjó og hét Krýs. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að í Flekkuvík hafi einhvern tíma búið kvenskörungur, sem menn hafi kennt við bæ sinn og kallað Flekku. Menn hafa haft ýmsar sveiflur á því, allt fram á þessa öld, að kenna fólk þannig við bæi.
Flekkuleiðið.
Við skulum ekki missa sjónar á þessum ímyndaða kvenskörung í Flekkuvík. Hún hefir búið þar rausnarbúi, haft margt fólk í heimili og rekið mikla útgerð. Flekkuvík hefir þá verið betri jörð og blómlegri en nú er. Þá hefir verið mikið og grösugt undirlendi fyrir botni víkurinnar og út með henni beggja vegna. Þetta land hefir sjórinn verið að brjóta um margar aldir, og í tíð þeirra manna, sem enn lifa, hefir sjórinn gert þarna mikil landspjöll. Þar sem háir heybólstrar stóðu á dögum Flekku húsfreyju, lemur nú brimið berar klappir. En útgerðin hefir þá, eins og síðar, verið helsti bjargræðisvegurinn.
Rúnasteinninn á Flekkuleiði – uppdráttur ÓSÁ.
Húsfreyjan í Flekkuvík hefir borið umhyggju fyrir starfsfólki sínu. Ef til vill hefir einhver bátur farist þar á víkinni, vegna þess að hann þræddi ekki rétta leið, og lenti upp á sker. Þá hefir húsfreyjan látið setja upp sundmerki, svo að slíkt slys henti þar ekki aftur. Sundmerkin hafa verið tvær vörður, önnur fram við sjó, en hin uppi í túni. Þá var rétt innsigling, ef þessar tvær vörður bar saman. Og þá hefir húsfreyjan látið svo um mælt, að aldrei mundi farast bátur á Flekkuvík, ef stýrt væri eftir sundmerkjunum.
Flekkuvík.
Svo líða árin. Húsfreyjan í Flekkuvík hverfur til feðra sinna, en minning hennar lifir vegna ummæla hennar. Aldrei ferst bátur á réttri leið inn Flekkuvík. Menn skilja ekki, að það er sundmerkjunum að þakka, en halda að það sé að þakka ummælum húsfreyjunnar. Ákvæði hennar haldi hlífiskildi yfir bátunum, og þau verði alltaf í gildi. Þess vegna vanrækja þeir að halda sundmerkjunum við. Neðri vörðuna tekur brimið, en efri varðan, uppi í túninu, molnar niður, af því að hún var úr torfi. Þar verður eftir dálítill hóll. Við hann er tengd minningin um Flekku húsfreyju, og þá er þess skammt að bíða, að menn fari að trúa því, að þessi rúst sé haugur Flekku, þarna hafi hún varð sér hvílustað til þess að geta alltaf vakað yfir innsiglingunni á víkina.
Flekkuvík.
Og þá hlýtur að draga að því, að menn fari að trúa, að ekki farist skip á víkinni meðan nokkur merki legstaðar Flekku sjást. Og svo kemur einhver framtakssamur maður, sem er Flekku hjartanlega þakklátur fyrir vernd hennar, höggvið rúnir á litla hraunhellu og leggur helluna á leiði Flekku, til þess að það gleymist aldrei.
Einhvern tíma löngu seinna eru hlaðnar nýjar sundvörður. Önnur er nú niðri á sjávarbakkanum, en hin hátt uppi í hrauni. En þegar sigld er rétt leið inn á víkina og vörðurnar ber saman, þá er Flekkuleiði í beinni línu á milli þeirra.“
Rannsókn Jónasar Hallgrímssonar
Jónas Hallgrímsson.
Jónas Hallgrímsson skrifaði um rannsókn sína á Flekkuleiðinu 1841 eins og fram kemur hér að framan:
„Flekku-leiði í Flekkuvík“
Í hafsuður frá bænum, 6 faðma fyrir innan tún-garðinn, í þúfnareit; snýr frá útsuðri til landnorðurs og hallast þangað lítið eitt. Það er 5 álna langt og 2’/4 al. breitt, svo sem álnar hátt. Hraunhella ein lítil og slétt ofan liggur á miðri hæðinni, sokkin í jörðu; á henni stendur með greinilegu letri, eins og kunnugt er:
Hæðin er nú öll grasi gróin, en vottar samt í brúnunum fyrir grjóti, ekki ólíkt því, sem það væri hleðsla. Ég álít því nauðsynlegt, þar sem ágreiningur er um merkingu letursins, að rannsaka staðinn; því á einn bóginn er merkis-álit F. Magnussens, en hinu megin útlit hólsins, er ber öll merki þess að vera kuml, þótt lítið sje, og jafnframt nafnið sjálft, Flekku-leiði, og almenn sögusögn, og svo rík, að þar eru tengdar við bábiljur, svo sem til að mynda, að Flekka hefði sagt, þar myndi ekki farast skip á réttu sundi, meðan hún lægi fyrir opinni leiðinni. þessu trúa Strandarmenn svo ríkt, að þeim stóð hinn mesti stuggur af komu minni, og hét ég þeim að láta Flekku kyrra, ef ég fyndi hana, og kvaðst gjöra þetta í virðingarskyni, svo sem oft hefði verið gjört við helga menn. –
Leyfi til rannsóknarinnar hefi ég nú loksins fengið hjá landsdrottni séra Pétri á Kálfatjörn, og samþykki ábúanda Páls bónda, móti tilhlýðilegri borgun fyrir jarðusla, þar hóll þessi stendur í óslegnu túni.
Letursteinninn er nú upptekinn og mældur:
lengd hans er 15″ – 16 1/2″.
Breidd 12″.
Þykkt 4″ – 5″.
Flekkuvík – uppdráttur ÓSÁ.
Hann er því, sem sjá má, lítill og heldur ólöguleg hraunhella. Nú er rannsókninni lokið! Af því hingað og þangað var að sjá steinnibbur út úr brúnum hæðarinnar, ótti líklegt, að vera myndi steinhleðsla. Grassvörðurinn var því allur afskorinn og moldinni sópað af grjótinu; var þetta jarðlag hvergi meira en hálft fet á þykkt. – Þá kom það í ljós, að undir var einlæg, jarðföst klöpp, eður réttara sagt hraungarður, svo þar hefir aldrei nokkur maður heygður verið.
Það er því ljóst, að annaðhvort hefir F.M. rétt að mæla, eður þetta eru brellur einar, og hefir þá einhver hrekkjakarl látið hjer steininn til að blekkja menn trúgjarna.“
Í viðauka bætir Jónas við um Flekku-liðið: „“Flekku-leiði“; um það og skrif um það sjá Kr. Kå., Isl. Beskr., I., 31.-8. I., „hvorlades“ o.s.frv.; að sjálfsögðu hefir þessi skammstöfun átt að merkja „hér hvílir“. Áletrunin er sennilega frá 17.-18. öld, gerð vegna munnmælanna um að þarna væri „Flekka heygð. – „Flekka“ virðist vera ærnafn eða tíkur og ekki konu., „Dagbog“, vasahverið frá 1840; þar er frumrit af þessari skýrslu, ritað með blýanti á 3 bls. – Bls. 171, 14. l., „séra Pétri“, Jónssyni. – 15. l., „Páls bónda“ Vigfússonar. – 3. l.a.n.“
Um rúnasteininn í Flekkuvík – Þórgunnur Snædal
Myndin af Flekkuleiðinu fylgir umfjöllun Þórgunnar.
Þórgunnur Snædal skrifaði um „Rúnaristur á Íslandi“ árið 2003, þ.á.m. rúnasteininn á Flekkuleiðinu:
„5. Flekkuvík, Gullbringusýslu. Hraunsteinn á grasgróinni hraunhæð, svonefndu Flekkuleiði, suðaustur frá bænum, um 90 metra vestan við (gamla) afleggjarann og um þrjá metra inna við túngarðinn. hraunhellan er um 42×33 cm. Steinninn er nokkuð sokkinn í jörð svo þykktin varð ekki mæld, rh. 7,5-9 cm:
hh flecka
H(ér) h(vílir) Flekka.
Rúnirnar eru djúpar og vel varðveittar. Ekki er auðvelt að tímasetja þessa ristu en hún er varla eldri en frá 17. öld. Flekkuleiðis og rúnasteinsins er fyrst getið 1817 í skýrslu séra Guðmundar Böðvarssonar um fornaldarleifar í Kálfatjarnarsókn.“
Gömul sögn – Helgi Þorláksson
Flekkusteinninn.
Helgi Þorláksson skrifaði um Flekku í Skírnir árið 1978:
„Frá um 1840 eru sagnir um hollvætti sjómanna, Flekku við Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Hafði hún átt að segja að ekkert skip missti lands svo lengi sem hún lægi óhreyfð í leiði sínu, Flekkuleiði. Íbúar á staðnum ömuðust við raski á leiðinu (Kál I, 13).“
Rúnaletur
Eldra rúnaletrið.
Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist á Norðurlöndum og á Bretlandi.
Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og var letrið rist á horn, tré og steina. Íslenskar rúnaristur hafa fundist á legsteinum frá 1300-1700. Textar í rúnaletri voru ekki mjög langir enda gat verið seinlegt að rista þá. Rúnaletrið var einfalt og sumir stafir gátu táknað meira en eitt hljóð. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir fyrstu sex stöfunum.
Yngra rúnaletrið.
Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur.
Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok þjóðveldisins verður munurinn þó smám saman meiri og séríslenskar rúnamyndir verða algengari.
Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir á íslensku, meðal annars skrifaði Björn M. Ólsen, prófessor í íslenskri tungu og menningarsögu, greinar í Árbók Fornleifafélagsins og Finnur Jónsson ritaði einnig um íslenskar rúnaristur og þá hvarf íslenska rúnahefðin og vitneskja um rúnir var sótt í þessi rit.
Heimild:
-Strönd og Vogar, Árni Óla, Rúnasteinn í Flekkuvík, bls. 206-215.
-Jónas Hallgrímsson, III. Dagbækur, Yfirlitsgreinar o.fl., Flekkuleiði í Flekkuvík, bls. 170-171.
-Þórgunnur Snædal. 2003. „Rúnaristur á Íslandi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 5-68. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík.
-Skírnir, Helgi Þorláksson, 1. jan. 1978, bls. 137-138.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70101
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3887
Flekkuvík.
Urriðavatnsvöllur – tilurð
Í fylgiblaði Morgunblaðsins 1997 skrifar Gísli Sigurðsson um, „Útivistaparadís í Urriðavatnslandi„:
Urriðavöllur – grein Gísla Sigurðssonar í MBL.
„Urriðavatn er fallegt stöðuvatn, steinsnar norðan við Setbergshverfið í Hafnarfirði. Það blasir við af Flóttamannaveginum, sem svo hefur verið nefndur og Bretar lögðu á stríðsárunum. En framan frá sést vatnið í rauninni illa, því hraunið sem Reykjanesbrautin liggur yfir, hefur tekið á sig krók og runnið austur á bóginn og út í vatnið. Í hlíðinni norðan við vatnið má sjá tóftir eftir bæ og dálítill túnkragi hefur verið í kring. Þetta var sá bær sem hét Urriðakot til 1944, en síðan Urriðavatn. Þarna hefur verið búið með kindur og treyst á beit uppi í Urriðavatnsdölum og Heiðmörk.
Guðmundur Jónsson átti jörðina til 1939, en seldi hana þá sonarsonum sínum, Kára og Alfreð, sem síðar varð forstöðumaður Kjarvalsstaða. Síðasti ábúandi á Urriðavatni var hinsvegar Gunnlaugur Sigurðsson, sem bjó þar til 1957. Bærinn brann skömmu síðar.
Nokkru áður, 1946, hafði 30 manna hópur úr Oddfellowreglunni einast jörðina. Hún hafði verið auglýst til sölu og Reykjavíkurbær gerði tilboð, sem var hafnað. Þá var það að hópurinn úr Oddfellowreglunni bauð betur, svo kaupin gengu: Kaupverðið var 160 þúsund krónur. Síðar bættist við hópinn svo í honum varð 61 maður.
Urriðavöllur.
Núna, eftir að Urriðavatnsland er orðið þekkt útivistarsvæði, hafa menn dást að þessari framsýni Oddfellowa. En þeir voru ekki með draumsýnir um það sem nú er orðið að veruleika þarna, heldur var annað sem stóð hug þeirra og hjarta nær á þeim tíma. Þeir höfðu fengið augastað á hlíðinni ofan við Urriðavatn fyrir sumarbústaði.
Þórður er einn úr hópnum
Þórður Kristjánsson, byggingameistari, er einn af fimm eftirlifandi félögum úr hinum upphaflega 30 manna hópi Oddfellowa sem keyptu landið. Hinir eru Björn G. Bjömsson, fyrrverandi forstjóri Sænska frystihússins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fyrrverandi stórkaupmaður, Guðjón Sigurðsson múrarameistari og Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri.
Urriðavöllur.
Þórður er Dýrfirðingur að uppruna, en lærði húsasmíði á Ísafirði og fluttist síðan til Reykjavíkur 1943 og varð mikilvirkur í byggingastastarfsemi um sína daga byggði mörg stórhýsi, þar á meðal hótelið og aðrar byggingar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, mörg hús Pósts og síma, flestar byggingar KR; þar á meðal KR-heimilið og svo byggði hann að sjálfsögðu blokkir.
Urriðavöllur.
Þórður verður áttræður á þessu ári, og er í útliti og að líkamsburðum eins og alla dreymir um að geta orðið á þeim aldri, en fæstir ná. Hann kvaðst hafa dregið sig í hlé frá byggingarstarfsemi þegar hann var 75 ára.
„Þá nennti ég þessu ekki lengur og fór að leika mér“, segir hann.
Og hvað meinar hann með því?
Ójú, hann kynntist því aldrei í æsku að mega leika sér og á fullorðinsárunum hafði hann ekki tíma til þess. Núna leikur hann golf á hinum nýja golfvelli Oddfellowa í Urriðavatnslandi og nýtur þess. Hann sagði að það hefði verið afar skrýtin tilfinning í fyrstu að geta bara farið út og leikið sér. En hann kvaðst hafa kunnað því merkilega vel.
Urriðavöllur.
En hvað varð um drauminn um sumarbústaðina? Um þær mundir var þjóðin í hlekkjum allskonar hafta. Til þess að kaupa bíl þurfti gjaldeyrisleyfi og til þess að fá að byggja sumarbústað þurfti fjárfestingarleyfi, – og öllu var úthlutað eftir pólitískum línum og geðþótta. Skömmtunarstjórunum þótti ekki nauðsynlegt að byggja sumarbústaði og fjárfestingarleyfi til þeirra fengust einfaldlega ekki.
Þá kom upp tvær hugmyndir, segir Þórður. Önnur var sú að selja landið í bútum og græða á því; hin var sú að gefa það Oddfellowreglunni. Það varð ofaná árið 1957 að gefa Urriðavatnsland og Oddfellowreglan þáði gjöfina með þökkkum.
Landamerki skilgreind 1986
Urriðakot – landamerkjalýsing; örnefnaskráning Gísla Sigurðssonar.
Urriðavatnsland er í Garðabæ. Upphaflega náði það neðar í hraunið en Reykjanesbrautin liggur nú. En þegar Oddfellowreglan var búin að eiga landið í 40 ár, komst skriður á nýja þróun. Sá hluti landsins sem var norðan við Reykjanesbrautina, 5 ha., var seldur Garðabæ 1986. Í framhaldi af því tók stjórn Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa undir stjórn Jóns Ótta Sigurðssonar að huga að nýtingu landsins. Í því augnamiði var unnið að bókum Urrðavatnsland sem út kom 1988. Ljóst var að efri hluti landsins yrði ekki byggður fyrr en eftir 2050 og Urriðavatnsdalir þar að auki á vatnsverndarsvæði. Í ljósi fjölbreyttrar náttúru og hrífandi fegurðar sem þarna er árið um kring, þótti augljóst að þarna gæti orðið útivistarparadís í næsta nágrenni við þéttbýlið á Reykjavíkursvæðinu. Eftir að sú ákvörðun var tekin að líta á Urriðavatnsland sem útivistarsvæði, fékk framkvæmdanefndin til liðs við sig fagmenn eins og Reyni Vilhjálmsson og Þráin Hauksson, landslagsarkitekta, og þá kom fljótlega upp hugmynd um golfvöll en jafnframt lögð áherzla á það að landið yrði almennt útivistarsvæði og girðing inn með Vífilsstaðahlíð var rifin niður.
Urriðakotsdalir – úr fornleifaskráningu 2022.
Líknarsjóðurinn hefur lagt til efni í göngustíga, en unglingar í Garðabæ hafa unnið verkið. Nú eru komnir göngustígar inn eftir Búrfellshrauni, sem tengjast stígnum undir hlíðinni og hægt að ganga þar talsvert langan og framúrskarandi fallegan hring.
Inni í hrauninu hafði verið efnistaka, sem hætt var við, en útivistar- og leiksvæði útbúið í gryfjunni. Hún er nægilega stór til að rúma löglegan handboltavöll og þar verður púttvöllur að auki.
Í Urriðavatnsdölum var frá náttúrunnar hendi öll sú tilbreyting í landslagi sem þarf til þess að golfvöllur geti orðið í senn krefjandi og skemmtilegur. Leitað var til Hannesar Þorsteinssonar, líffræðings og golfvallarhönnuðar á Akranesi og á hann heiðurinn af skipulagi vallarins og útfærslu á teigum, brautum og flötum. Með honum unnu þeir Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson.
Urriðavöllur – minnismerki um gróðursetningu Oddfellowsfélaga.
Þriðji aðilinn sem þarna átti hlut að máli er Batteríið, arkitektastofa Sigurðar Einarssonar og Jóns Ólafs Ólafssonar, en þeir hafa teiknað framtíðar golfskála, sem um leið verður miðstöð útivistarfólks og liggja stígar frá skálanum út á stíginn í hrauninu.
Þegar skipulagstillögurnar lágu fyrir og höfðu verið samþykktar af þar til bærum yfirvöldum, voru þær gefnar út í veglegu riti og kynntar innan Reglunnar. Var strax mikill áhugi á stofnun golfklúbbs sem Oddfellowar ættu aðild að. Um leið og völlurinn var tilbúinn, hófu margir félagar í nýstofnuðum Golfklúbbi Oddfellowa að leika golf, sem aldrei höfðu snert á því áður, og uppgötvuðu nú, að Urriðavatnsdalir er unaðsreitur fegurðar og sú fegurð hefur farið vaxandi með ári hverju eftir því sem framkvæmdum miðar áfram.
Urriðavöllur – Golfklúbburinn Oddur.
Síðar var stofnaður Golfklúbburinn Oddur, sem öllum er opinn. Golfvöllurinn verður með þeim beztu á Íslandi.
Ekki er það hrist framúr erminni að búa til boðlegan 18 brauta golfvöll. Venjulega tekur þ|ið áraraðir á Íslandi, en það er lýginni líkast hvað allt greri og dafnaði skjótt í Urriðavatnsdölum. Fyrst voru lagðar 9 brautir á golfvellinum og sáð í þær. Jafnframt voru teigar og flatir byggð upp og bráðabirgða golfskáli reistur.
Félagar hafa fjármagnað allt
Urriðavöllur – gróðursetning.
Mörgum hefur þótt hraði framkvæmdanna ævintýralegur í Urriðavatnsdölum og því hefur verið slegið fram, að Oddfellowar hafi getað gengið í digra sjóði til þess í arna. En það er ekki svo. Félagarnir sjálfir hafa fjármagnað þetta, nema hvað Styrktar- og líknarsjóðurinn fjármagnar gróðursetningu á tijáplöntum, hönnun, svo og grasfræ á brautirnar. Tekin hafa verið lán vegna framkvæmda og ein stór er eftir: Golfskálinn, en hann verður látinn bíða; völlurinn gengur fyrir.
Bráðabirgðaskálinn hefur lítið eitt verið stækkaður, en draumurinn er að lítlu austar rísi nýr skáli, sem þjóni líka göngufólki.
Urriðavöllur – gróðursetning.
Stofnfundur golfklúbbs Oddfellowa var haldinn 12. mai, 1990 og þá voru skráðir um 300 stofnfélagar. Nú eru klúbbfélagar yfir 500. Hraða framkvæmdanna má m.a. þakka hópi vaskra manna úr Oddfellowreglunni sem vann bæði við frágang hússins og þökulagningu á teiga, allt í sjálfboðavinnu. Þar að auki lögðu félagarnir á sig framkvæmdagjald og hafa á þann hátt fengizt 5-6 milljónir til framkvæmda. Óskar Sigurðsson, fyrsti formaður Golfklúbbs Oddfellowa, hefur unnið mikið og gott starf og einnig Gunnlaugur Gíslason, sem hefur verið formaður vallarnefndar frá upphafi og stjórnað framkvæmdum.
Urriðavöllur – minnismerki um frumkvöðlana.
Byggð hefur verið vélageymsla, sem einnig hýsir aðstöðu fyrir starfsmenn og stjórn, en það veigamesta sem nú er á framkvæmdastigi er helmingur golfvallarins, sem kunnugir telja að sé ekki á síður á fögru og tilbreytingarríku landi en sá hluti sem við þekkjum, og jafnvel að svæðið þeim megin sé ennþá fegurra.
Í ágúst verður Oddfellowreglan á Íslandi 100 ára og stefnt er að því að opna þennan nýja hluta vallarins og leika á 18 brauta golfvelli á landsmóti Oddfellowa í sama mánuði.“
Við golfvöllinn er minnismerki um frumkvöðlana er stuðluðu að tilvist hans, en upplýsingar um það er hvergi að finna á vefsíðum Oddfellows. Þegar FERLIRsfélagi leitaði eftir staðasetningu þess við starfsfólk vallarsins virtist enginn vita um tilvist þess. Sporin eiga það til að fyrnast!?
Urriðakotshraun var friðlýst sem fólkvangur þann 10. janúar 2024 að beiðni landeiganda og Garðabæjar.
Heimildir:
-Morgunblaðið 27.03.1997, „Útivistaparadís í Urriðavatnslandi“, Gísli Sigurðsson, bls. 1-4.
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/urridakotshraun/
Urriðavöllur – friðlýsing.
Garðabær – minnismerki
Eiríkur Þ. Einarsson, bókasafnsfræðingur, skrifaði um „Minnisvarða í Garðabæ„:
Alfred Wegener – Landrekskenningin
Alfred Wegener – stöpullinn á Arnarnesi.
Minnismerki um Alfred Wegener og „Landrekskenningu“ hans er fremst á Arnarnesi
.Alfred Wegener setti landrekskenningu sína fram á árunum 1908-1912. Hann hafði veitt því eftirtekt að strendur meginlanda, einkum Afríku og Suður-Ameríku, falla býsna vel hvor að annarri. Hið sama átti við um jarðmyndanir og plöntu- og dýrasteingervinga á aðskildum meginlöndum.
Wegener dró þá ályktun að upphaflega hefðu öll löndin myndað eitt meginland, Pangeu. Hann hélt því jafnframt fram að á miðlífsöld, fyrir um það bil 200 milljónum ára, hefði Pangea byrjað að klofna, fyrst í tvo meginlandsfleka og síðar í fleiri og væru þeir á stöðugri hreyfingu, sums staðar hver frá öðrum, annars staðar hver að öðrum.
Samtímamenn Wegeners höfnuðu landrekskenningunni enda var fátt sem renndi stoðum undir hana í upphafi. það var ekki fyrr en um 1960 að hún fékk byr undir báða vængi. Það gerðist í kjölfar þess að breskum jarðeðlisfræðingum tókst að túlka rákamynstur sem fram kom við segulmælingar á Reykjaneshrygg. Síðan þá hafa fjölmargar niðurstöður mælinga á jarðskorpunni staðfest kenningu Wegeners enn frekar þannig að nú nýtur hún almennrar viðurkenningar.
Landrekskenningin
Alfred Wegener – splatti á stöplinum; minnismerki um Alfred.
Stöpul þennan reisti þýski veðurfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) í aprílmánuði 1930 ásamt fleiri stöplum með það fyrir augum að færa sönnur á landrekskenninguna sem hann setti fram á árunum 1908-1912. Landrekskenningunni var fálega tekið í upphafi. Nú nýtur landrekskenning Wegeners almennrar viðurkenningar. Alfred Wegener varð úti í rannsóknarleiðangri á Grænlandi 1930.
Í DV 2017 skrifaði Kristinn H. Guðnason grein með fyrirsögninni „1930 – Wegener reisir stöpul á Arnarneshæð„:
„Alfred Wegener var þýskur stjörnu- og jarðeðlisfræðingur sem stundaði rannsóknir á norðurhveli, sér í lagi á Grænlandi. Árið 1915 setti hann fram hugmyndir um landrek sem urðu forveri flekakenningarinnar sem hefur verið viðtekin síðan árið 1968. Wegener sá að meginlöndin Suður-Ameríka og Afríka passa saman eins og púsluspil og því hlytu meginlöndin að vera á hreyfingu.
Alfred Wegener – minnismerki um „Landrekskenninguna“.
Árið 1930 kom Wegener við á Íslandi á leið sinni til Grænlands í rannsóknarleiðangur. Hann sótti hingað íslenska hesta sem gefist höfðu vel í slíkum leiðöngrum sem burðardýr. Þá fóru Wegener og fylgdarlið hans í æfingaferð yfir Vatnajökul. Stöpulinn á Arnarneshæðinni reisti hann til að prófa landrekskenningu sína en sambærilegur stöpull var síðar reistur á vesturströnd Grænlands. Ferðin til Grænlands endaði hins vegar illa því að Wegener og annar samferðamaður hans létust. Wegener, sem var fimmtugur, reykti mikið og hjartað þoldi ekki álagið í jöklaferðunum.
Samferðamaður hans týndist eftir að hafa grafið Wegener.
Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur segir í samtali við DV að stöplarnir hafi ekki haft neina þýðingu því að þeir séu báðir á sama jarðflekanum. „Hann ætlaði að staðfesta kenningu sína með því að koma aftur mörgum árum síðar og mæla rekið.“
Alfred Wegener.
Skömmu síðar kom annar þýskur fræðimaður, Bernauer að nafni, og gerði sams konar tilraun yfir gosbelti Íslands. „En stríðið kom og rótaði því fyrir þeim og í raun var engin hreyfing á norður-gosbeltinu á þessum tíma. Þetta gerist í rykkjum.“
Árið 1930 var ekki þéttbýli í kringum stöpulinn á Arnarneshæð. Nú stendur hann í mynni íbúðahverfis en margir gera sér ekki grein fyrir því að hann sé hluti af merkum jarðfræðitilraunum.“
Urriðavöllur
Urriðavöllur – minnismerki um gróðursetningu.
Minnismerki um gróðursetningu við völlinn stendur á Urriðavelli í Urriðavatnsdölum milli golfskálans og vélahúss. Um er að ræða stuðlabergsstöpul með áletrunni „Lundur þessi er gróðursettur í tilefni af Landsmóti Oddfellowa 1994“.
Urriðavöllur
Minnismerkið er um frumkvöðla og er áfest bjargi við skúr ofan golfskálans.
Oddfellowar á Íslandi létu gera þessa plötu til heiðurs þeim Oddfellowum sem gáfu Oddfellowreglunni á Íslandi jörðina Urriðavatn.
Gísli Guðmundsson skrifaði um Urriðavatn (Urriðakot) í fylgiblað Morgunblaðsins 1997 undir fyrirsögninni „Útivistaparadís í Urriðavatnslandi“:
„Guðmundur Jónsson átti jörðina til 1939, en seldi hana þá sonarsonum sínum, Kára og Alfreð, sem síðar varð forstöðumaður Kjarvalsstaða. Síðasti ábúandi á Urriðavatni var hinsvegar Gunnlaugur Sigurðsson, sem bjó þar til 1957. Bærinn brann skömmu síðar.
Urriðavöllur – minnismerki um frumkvöðlana.
Nokkru áður, 1946, hafði 30 manna hópur úr Oddfellowreglunni eignast jörðina. Hún hafði verið auglýst til sölu og Reykjavíkurbær gerði tilboð, sem var hafnað. Þá var það að hópurinn úr Oddfellowreglunni bauð betur, svo kaupin gengu: Kaupverðið var 160 þúsund krónur. Síðar bættist við hópinn svo í honum varð 61 maður.
Núna, eftir að Urriðavatnsland er orðið þekkt útivistarsvæði, hafa menn dást að þessari framsýni Oddfellowa. En þeir voru ekki með draumsýnir um það sem nú er orðið að veruleika þarna, heldur var annað sem stóð hug þeirra og hjarta nær á þeim tíma. Þeir höfðu fengið augastað á hlíðinni ofan við Urriðavatn fyrir sumarbústaði.
Urriðavöllur – Minnismerkið um frumkvöðlana.
Þórður Kristjánsson, byggingameistari, er einn af fimm eftirlifandi félögum úr hinum upphaflega 30 manna hópi Oddfellowa sem keyptu landið. Hinir eru Björn G. Bjömsson, fyrrverandi forstjóri Sænska frystihússins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fyrrverandi stórkaupmaður, Guðjón Sigurðsson múrarameistari og Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri. Þórður er Dýrfirðingur að uppruna, en lærði húsasmíði á Ísafirði og fluttist síðan til Reykjavíkur 1943 og varð mikilvirkur í byggingastastarfsemi um sína daga byggði mörg stórhýsi, þar á meðal hótelið og aðrar byggingar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, mörg hús Pósts og síma, flestar byggingar KR; þar á meðal KR-heimilið og svo byggði hann að sjálfsögðu blokkir. Þórður verður áttræður á þessu ári, og er í útliti og að líkamsburðum eins og alla dreymir um að geta orðið á þeim aldri, en fæstir ná. Hann kvaðst hafa dregið sig í hlé frá byggingarstarfsemi þegar hann var 75 ára; „þá nennti ég þessu ekki lengur og fór að leika mér“, segir hann.
Og hvað meinar hann með því?
Urriðavöllur.
Ójú, hann kynntist því aldrei í æsku að mega leika sér og á fullorðinsárunum hafði hann ekki tíma til þess. Núna leikur hann golf á hinum nýja golfvelli Oddfellowa í Urriðavatnslandi og nýtur þess. Hann sagði að það hefði verið afar skrýtin tilfinning í fyrstu að geta bara farið út og leikið sér. En hann kvaðst hafa kunnað því merkilega vel.
En hvað varð um drauminn um sumarbústaðina? Um þær mundir var þjóðin í hlekkjum allskonar hafta. Til þess að kaupa bíl þurfti gjaldeyrisleyfi og til þess að fá að byggja sumarbústað þurfti fjárfestingarleyfi, – og öllu var úthlutað eftir pólitískum línum og geðþótta. Skömmtunarstjórunum þótti ekki nauðsynlegt að byggja sumarbústaði og fjárfestingarleyfi til þeirra fengust einfaldlega ekki. Þá kom upp tvær hugmyndir, segir Þórður. Önnur var sú að selja landið í bútum og græða á því; hin var sú að gefa það Oddfellowreglunni. Það varð ofaná árið 1957 að gefa Urriðavatnsland og Oddfellowreglan þáði gjöfina með þökkkum.“
Hausastaðaskóli 1792-1812
Hausastaðir – minnismerki um Hausastaðaskóla.
Minnismerki um Hausastaðaskóla er við aðkeyrsluna að Hausastöðum.
Jörðin Hausastaðir liggur á sjávarbakkanum yst eða vestast í Garðahreppi, þar sem Álftanesið hefur sig út í flóann. Þar er aflíðandi land mót suðri, lágur ás til norðurs, og inn til norðausturs hæðardrög og holt, en til vesturs opinn flóinn, og sér suður um ströndina allt til Garðskaga. Þar var útræði.
Þessi staður var valinn fyrir hinn fyrsta heimavistarbarnaskóla á landinu, sem jafnframt var um skeið eini starfandi barnaskóli landsins.
Hausastaðaskóli um 1800.
Árið 1793 var byggt skólahús á Hausastöðum. Það var timburhús, 15 álnir á lengd og 8 álnir á breidd, í 7 stafgólfum. Skólastjóri var Þorvaldur Böðvarsson, sálmaskáld og kunnur merkismaður frá Mosfelli í Mosfellsdal.
Þessu fyrsta barnaskólahúsi landsins er svo lýst við úttekt árið 1806, að það sé “afþiljað umhverfis í hvolf og gólf með fjalagólf yfir allt, svo nær sem grjótlögðu stykki fyrir framan skorsteininn.”
Hausastaðaskóli – tóftir.
Börnin, sem þangað voru send, voru snauðust af hinum snauðu, – það voru börnin úr hópi þeirra, sem sveitarstjórnirnar seldu lægstbjóðanda á uppboði sveitarómaga, – það voru vonarpeningar þjóðfélagsins. Þau, sem verið höfðu á flækingi, eignuðust nú heimili og áttu vinum að fagna.
Sumarið 1812 voru áhöld skólans og innanstokksmunir seldir á uppboði, og hljóp það allt á rúma 24 rd. Skólinn hafði starfað í 18 ár, hinn eini barnaskóli landsins á þeirri tíð, og þar af einn vetur hinn eini starfandi skóli í landinu.
Börnin, sem verið höfðu í skólanum, voru send hvert á sína sveit, og heitið meðlagi með þeim úr Thorkelliisjóði. [Lengri útgáfa á Ferlir.is, sjá HÉR, HÉR og HÉR.]
Minnisvarðinn var reistur 18.10.1978.
Heilsuhælis-félagið
Garðabær-minnismerki; Vífilsstaðir.
Framan við Vífilsstaðaspítala eru þrír uppistandandi stuðlabergsstandar, bundnir saman með keðju. Framan við minnismerkið er skjöldur. „1906 – Heilsuhælis-félagið. Berið hvers annars byrðar. Heilsuhælisfélagið var stofnað 19. nóvember 1906 að forgöngu Guðmundar Björnssonar landlæknis og félögumhans í Oddfellowreglunni Ingólfi. Mikil og almenn samstaða var meðal þjóðarinnar um þetta verkefni. Fjórum árum síðar þann 5. september 1910 var Vífilstaðahælið vígt. Vífilsstaðahælið 1910“.
Undir skildinum er annar skjöldur: „Gefandi Oddfellowreglan á Íslandi. Hönnuðir Jón Otti Sigurðsson – Þorkell Gunnar Guðmundsson. 5 september 2010“.
Heimild:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/gardabaer-minn/
Hausastaðir – minnismerkið.
Sel í Blikdal – „Rannsókn á seljum í Reykjavík“ I
Margrét Björk Magnúsdóttir skrifaði skýrslu um „Rannsóknir á seljum í Reykjavík“ fyrir Minjasafn reykjavíkur árið 2011. Þar fjallaði hún m.a. um selin átta í Blikdal:
Selstöður á Blikdal
Yfirlit um sel í Blikdal.
Blikdalur er stór og grösugur dalur í vesturhluta Esju. Hann liggur frá Gunnlaugsskarði í austri og hallar í vestur að klettabelti við Tíðarskarð en dalsmynnið er skammt austan við það. Blikdalur var áður nefndur Bleikdalur sem gæti verið vegna þess að háhitavirkni náði norður yfir dalinn og gaf berginu ljósan lit en innar í dalnum er ljósleitt og grænsoðið móberg. Eftir dalnum rennur á sem nefnist Blikdalsá, en frá dalsmynni að sjó nefnist hún Ártúnsá eftir samnefndum bæ við mynni dalsins.
Saubæjarsel í Blikdal.
Blikdalur hefur löngum verið nytjaður af bæjum á Kjalarnesi fyrir lausagöngu hesta til fjáruppreksturs, og selstöðu. Suðurhluti Blikdals lá undir kirkjustaðnum Brautarholti, en sá nyrðri undir kirkjustaðinn Saurbæ og skiptist hann um Blikdalsá.
Blikdalur – herforingjaráðskort.
Blikdals er ekki getið beint í skriflegum heimildum fyrr en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Hinsvegar er Blikdalsár getið í máldaga Saurbæjarkirkju 1220, þar sem fram kemur kvöð um að halda skuli brú yfir ánna: „… bru scal hallda a blic dals a. þar milli fialls oc fjoru. ær sa vill sem j saurbæ byr.“ Þessi kvöð er áréttuð í Vilchinsmáldaga frá 1397 og í vísitasíum 1642, 1678, 1703 og 1724. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er Blikdals getið við nokkra bæi varðandi fjárupprekstur og selstöðu. Blikdals er getið í landamerkjabréfi fyrir Saurbæ árið 1890. Þar segir: „Á Bleikdal eiga allar jarðirnar óskipta beit en slægjur þannig að Hjarðarnesin (bæði kotin) hafa slægjur fyrir ofan götu milli Heygils og Bolagils en Ártún fyrir neðan götu frá Seljagilslæk að Heygilslæk.“
Sel í sunnanverðum Blikdal.
Nokkur örnefni í dalnum vísa til selja og þar eru sýnilegar sex selstöður neðan við Selfjall. Tvær selstöður eru í norðan Blikdalsár, Saurbæjarsel sem stendur við læk ofan um 120 m ofan við ána og Holusel sem er um 370 m innar einnig staðsett við læk rétt ofan við ána.
Guðrún Runólfsdóttir – Matthías og Guðrún Runólfsdóttir, kona hans, höfðu verið í hjónabandi í 45 ár er hann lést. Guðrún lifði mann sinn í 3 ár, dó 6. nóvember 1923.
Saurbæjarsel hefur verið í notkun framundir árið 1874 en heimildir geta þess að Guðrún Runólfsdóttir frá Saurbæ hafi verið þar selráðskona. Hún varð árið 1875 þriðja kona skáldsins Matthíasar Jochumssonar sem bjó á Móum á Kjalarnesi. Á eyri sem liggur sunnan við ána eru fjórar selstöður sem voru í landi Brautarholts. Efsta og innsta selstaðan er væntanlega sú sem síðast hefur verið í notkun og gæti verið frá svipuðum tíma og Saurbæjarsel. Saurbær er kirkjustaður en kirkju er þar fyrst getið um 1200. Þegar Jarðabókin var gerð er Saurbær orðin annexía frá Brautarholtskirkju. Saurbær er á ofanverðu Kjalarnesi, á sjávarbakka niður af Tíðarskarði. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Fjárupprekstur, hestagöngu og selstöðu hefur jörðin í sínu eigin landi, þar sem heitir Blikdalur.“ Þar er segir einnig; „Selvegur lángur og erfiður.“ Á þeim tíma var jörðin í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns.
Ártún var kirkjujörð frá Saurbæ og stendur við mynni Blikdals við Ártúnsá. Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstöðu og beit hefur jörðin frí á Blikdal um sumar og vetur í Saurbæjarlandi.“ Þáverandi eigandi Ártúns var Saurbæjarkirkja sem var í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns.
Ártún 1967.
Hjarðarnes var byggt út úr Saurbæ og kirkjujörð þaðan. Bærinn er á sjávarbakka um 1,5 km í norðaustur frá Saurbæ rétt innan við Tíðarskarð. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Fjárupprekstur hefur jörðin frí á Blikdal í Saurbæjarlandi. Item selstöðu frí ibidem.“ Þáverandi eigandi Saurbæjarkirkja, sem var í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns.
Brautarholtskirkja.
Brautarholt stendur á hæð sem kallast Kirkjuhóll á vestanverðu nesinu og vestur af bænum er lítið og mjótt nes, Músarnes við mynni Hvalfjarðar. Brautarholts er fyrst getið í Landnámabók og kirkja var komin þar árið 1200. Fram kemur í máldaga Brautarholtskirkju frá 1497-1518 að hún eigi hálfan Stardal á móti Þerneyjarkirkju. Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstöðu og beitiland á kirkjan á Blikdal og liggur það til jarðarinnar, tekur nú mjög af sjer að gánga af skriðum og vatnsgángi.“ Þá var eigandi jarðarinnar prófastsekkjan Sigríður Hákonardóttir að Rauðamel eða sonur hennar Oddur Sigurðsson.
Blikdalur – sel.
Borg var kirkjujörð frá Brautarholti og var um 175 m í norðaustur af klettinum Borg og 335 m suðaustur frá botni Borgvíkur. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu á jörðin frí í Blikdal þar sem er Brautarholts kirkjuland.“
Mýrarholt var einnig kirkjujörð frá Brautarholti. Var í neðri túnum Brautarholts um 100 m suðaustur af Krosshól og 350 m vestur af svínabúinu í Brautarholti. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu má jörðin hafa með frjálsu í Brautarholtskirkjulandi Blikdal.“
Hof var landnámsjörð sem er austur af Brautarholti og skammt vestan við Grundahverfi. Þar er sagt að til forna hafi verið hálfkirkja eða bænhús. Í Jarðabók Árna og Páls segir um selstöðu Hofs; „Menn töldu að Hof hafi haft í seljum í Blikdal þar sem heita Hofssel gömlu en ekki vissu menn hvort þar hefði verið haft frítt eða nokkuð greitt til Brautarholts.“ Þá voru eigendur jarðarinnar nokkrir Sr. Vigfús Ísleifsson prestur í Skaftafellssýslu og bróðir hans Magnús Ísleifsson lögréttumaður á Höfðabrekku í Skaftafellsþingi, Hallfríður Snorradóttir ekkja, Kolbeinn Snorrason Seljatungu í Flóa.
Lykkja var tíundi partur úr jörðinni Hofi, en á Hofi er sagt að til forna hafi verið hálfkirkja eða bænhús. Um Lykkju segir: „Selstaða segja menn að hjeðan hafi brúkuð verið á Blikdal þar sem heita Hofsel gömlu, hvort frí eða fyrir toll nokkurn til Brautarholts vita menn ekki.“
Sel í Blikdal.
Við vettvangskönnun sumarið 2010 fundust að því er virðist fjórar selstöður á eyri sem er um sunnan Blikdalsár um miðjan Blikdal í Brautarholtslandi. Efsta selið er greinilega það sem síðast hefur verið notað en hin eru fornleg að sjá. Handan árinnar norðan megin eru tvær sýnilegar selstöður og fylgir örnefnið Saurbæjarsel þeirri fremri sem síðast var notað frá Saurbæ. Selið er við læk uppí miðri hlíð undir Selfjalli en hin Holusel er aðeins innar í dalnum og niður við Blikdalsá, einnig við læk. Beggja vegna í dalnum eru greinilegar götur að selstöðunum.
Sjá meira um Rannsókn á seljum í Reykjavík HÉR og HÉR.
Sjá skýrsluna í heild HÉR.
Heimild:
-Margrét Björk Magnúsdóttir, Rannsókn á seljum í Reykjavík – Reykjavík 2011, Minjasafn Reykjavíkur – Skýrsla nr. 159, bls. 11-14.
Selin í Blikdal þjappað saman – uppdráttur ÓSÁ.
Sjónarhóll – bautasteinn
Hér verður lítillega fjallað um húsbyggjendur og íbúðaeigendur á fyrstu árum Sjónarhóls í Hafnarfirði, eða allt þangað til þáverandi hús var fært FH að gjöf árið 1965.
Halldórsstaðir.
Í bókinni, „Að duga eða drepast“ (útg. 1962), sögu Björns Eiríkssonar skipstjóra og bifreiðastjóra sem Guðmundur Gíslason Hagalín skrásetti, er að finna merkilegar heimildir um lífið á Ströndinni rétt um og fyrir og eftir aldamótin 1900. Fyrsti kaflinn er afskaplega falleg lýsing, einskonar héraðslýsing á Vatnsleysuströndinni. Þar fangar sögumaður mjög vel andstæðurnar í landslaginu og en gerir sér um leið grein fyrir sögu byggðarinnar.
Í „Dánarminning“ um Eirík Jónsson í Morgunblaðinu 21. júlí 1922 segir:
Halldórsstaðir á Vatnsleysuströnd.
„Hinn 18. apríl 1922 drukknaði í fiskiróðri Eiríkur Jónsson á Sjónarhól í Hafnarfirði, ásamt syni sínum Jóni Ágúst og Ara B. Magnússyni, syni Magnúsar Jóhannessonar verkstjóra í Hafnarfirði. Eiríkur sál. var fæddur í Hátúni á Vatnsleysuströnd 2. júní 1857. Var hjá foreldrum sínum þar til hann var 7 ára, fór þá að Njarðvík og ólst þar upp til tvítugs aldurs; fluttist þá í vinnumennsku að Landakoti á Vatnsleysuströnd.
Var lausamaður á Þórustöðum í sömu sveit þar til hann kvæntist 20. júní 1889 eftirlifandi konu sinni, Sólveigu G. Benjamínsdóttur frá Hróbjartsstöðum í Hnappadalssýslu. Fluttist hann þá að Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd og bjó þar í átján ár, eða til ársins 1907, er hann fluttist til Hafnarfjarðar, og dvaldi þar síðan.
Þau hjón eignuðust ellefu börn; af þeim dóu tvö í æsku og tveir synir þeirra drukknuðu í sjónum uppkomnir, Benjamín Franklín, sem drukknaði við Vestmannaeyjar af skipinu „Argo“ 28. febr. 1910, og Jón Ágúst, er drukknaði með föður sínum, 20 ára gamall.
Opinn tíæringur.
Eiríkur sál. stundaði alla æfi sjómennsku og þó mestmegnis eða nær eingöngu á opnum fleytum; byrjaði þá atvinnu strax eftir fermingu og fór að verða formaður strax um tvítugs aldur. Stundaði hann fiskveiðar á opnum bátum alllengi á Austurfjörðum og víðar kringum landið, og var þá ætíð formaður, og þótti takast vel. Eiríkur sál. var kappsmaður til sjósóknar meðan heilsan leyfði, enda kappsmaður í flestu, sem hann lagði hug og höfn að. Hann átti oft við þröngan efnahag að búa, og var honum það víst oft áhyggjuefni, því hugurinn var mikill og skapið stórt.
Halldórsstaðir á kampinum – sjóhús.
Þau hjón áttu oft mjög erfitt með að framfleyta heimili sínu, meðan þau bjuggu á Halldórsstöðum, enda þá oft fiskileysi; einnig munu ef til vill þröngsýnisáhrif annara þar ráðandi manna oft og einatt hafa beiskjað þeim lífið meira en vera hefði átt. Aftur á móti mun efnahagur og geta hafa orðið meiri eftir að þau komu til Hafnarfjarðar, enda þótt heilsa væri þá farin að lamast allmikið. En kona hans var honum samtaka, og var og er enn dugnaðar og tápkona, enda hefir hún víst oft orðið að taka á slíku um ævina, eins og margar þær konur, er í slíkum sporum hafa staðið.
Eiríkur sál. byggði sjer gott og myndarlegt íbúðarhús í Hafnarfirði og vann mikið að því að laga í kringum það.“ – S.G.
Í Nýju kvennablaði árið 1947 er grein um „Sumarbarnið„, Sólveigu G. Benjamínsdóttur:
„Árið 1907 fluttist fjölskyldan til Hafnarfjarðar. Sýndu hjónin þá mikinn dugnað að koma sér upp húsi. Nefndu þau húsið sitt Sjónarhól. Hafði Sólveig svo lengi greiðasölu og hlynnti að mörgum fátækum, sjúklingum og sængurkonum. Nú eru sex börn hennar á lífi, öll landskunn, en þrjá syni sína og eiginmanninn missti hún í sjóinn.“
Skv. upplýsingum Byggðasafns Hafnarfjarðar liggur eftirfarandi fyrir um Reykjavíkurveg 22 (Sjónarhól):
Reykjavíkurvegur 22 Sjónarhóll Eiríkur Björnsson sjómaður byggði húsið árið 1908. Hafði hann og fjölskyldan flutt til Hafnarfjarðar frá Halldórsstöðum á Vatnsleysu árið áður. Sólveig kona Eiríks fékk það hlutverk að velja húsinu lóð og valdi því stað á lóð er þá var í eigu Garðakirkju, með útsýni yfir fjörðinn og kom því nafnið að sjálfu sér, „Sjónarhóll“. Umsjón með byggingunni hafði Jóhannes Reykdal en yfirsmiður var Eggert Böðvarsson og lauk smíðinni á jólaföstu 1908. Var Egill Eyjólfsson málari fenginn til að mála skilti á húsið. Rauða rós á fagurgrænum stilk málaði Egill framan við heiti hússins. Síðar var það í höndum Árna Árnasonar málarameistara að endurmála skiltið en þá var það aðeins nafn hússins.
„Árið 1907 fluttu hjónin Eiríkur Jónsson (1856-1922) og Sólveig Benjamínsdóttir (1866-1949) frá Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd til Hafnarfjarðar með börn sín, sem þá voru orðin 7, en alls eignuðust þau 11 börn. Árið eftir hófust þau handa við að byggja sér hús. Sólveig hafði augastað á lóð við Reykjavíkurveg, gegnt fiskreitum Brydesverslunar (fyrir norðan og vestan þar sem Reykjavíkurvegur og Skúlaskeið mætast nú), en það land átti Garðakirkja. Sólveig lét sig ekki mun um að fara á fund Jens Pálssonar prófasts og falast eftir lóðinni. Hann tók bón hennar vel og lóðin varð þeirra. Á hæðinni sem húsið stóð var útsýni til allra átta og fékk húsið því nafnið Sjónarhóll og var númer 22 við Reykjavíkurveg. Á lóðinni var einungis ber klöpp, enginn jarðvegur og ekkert lausagrjót, því það hafði allt verið flutt yfir veginn á reiti Bydes.
Það varð því að flytja að allt grjót í sökkulinn undir húsið. Húsð var 10 álna langt og 9 á breidd og allmikill skúr við norðurendann. Niðri var eldhús og tvö herbergi — og önnur tvö uppi á loftinu. Bárujárn var á þaki. Milli laga í veggjum var troðið hefilspónum. Stór og góð eldavél var í eldhúsinu, og þótti sá hiti, sem frá henni lagði um húsið, nægileg upphitun, svo að ekki voru keyptir ofnar, enda þótti húsið verulega hlýtt.
Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1903.
Smíði hússins var lokið á jólaföstu 1908 og næsta vor fékk Sólveig Eyjólf Illugason málara til að mála nafn hússins á skilti sem sett var á húsið. Framan við nafnið málaði hann rauða rós á fagurgrænum stöngli. Þegar spjaldið var síðar endurmálað var rósinni sleppt.
Þann 18. apríl 1922 drukknaði Eiríkur ásamt Jóni Ágústi (1901-1922) syni sínum, sem var um tvítugt, og þriðja manni þegar bátur þeirra fórst í ofsaveðri.
Haustið 1946 hófst Björn Eiríksson (1894-1983), sonur Eiríks og Sólveigar, handa við að grafa fyrir nýju húsi í norðausturhorni lóðar Sjónarhóls.
Sjónarhóll hinn nýi um 1980 – Á myndinni eru, talið frá vinstri: Árni Ágústsson (3. apríl 1922 – 6. apríl 2008), Bergþór Jónsson (15. júlí 1935-) og Björn Eiríksson (9. september 1894 – 7. maí 1983).
Þegar búið var að steypa kjallarann sumarið 1947 hófst Björn handa um að færa gamla „hólinn“. Hann byrjaði á því að rífa skorsteininn úr húsinu, annars færði hann það með öllu í. Um leið og hann færði það, sneri hann því þannig, að norðurendinn sneri út að götu, en suðurendinn gekk inn á nýsteypta planið, þar sem Björn geymdi timbrið. Gamla húsið náði út á miðjan þennan steypt flöt og var vesturhliðin á suðurlóðamörkunum, þá fyrst fékk hann nægjanlegt rými fyrir nýja húsið. Þetta var mjög erfitt verk, en þannig fór minnst fyrir því og nú gat gamla húsið staðið þar sem það var komið, meðan verið var að byggja það nýja. Gísli Guðjónsson var aðalmaðurinn og verkstjóri við flutninginn á gamla húsinu, en sjálfur tengdi Björn við það vatnið og frárennslið. Bjó svo fjölskyldan áfram í húsinu í heilt ár.
Bautasteinn að baki Sjónarhóli – Á myndinni eru, talið frá hægri: Árni Ágústsson, Björn Eiríksson og Bergþór Jónsson.
Björn flutti í nýja húsið ásamt Guðbjörgu Jónsdóttur (1894-1993) konu sinni í júní 1948, en áður höfðu tvö barna þeirra hafið búskap í húsinu. Á sjómannadaginn 2. júní 1957 lét Björn reisa á lóð sinni stuðlabergsstein til minningar um föður sinn og þrjá bræður sína sem drukknuðu. Sá bautasteinn var síðar fluttur í Kaplakrika, þar sem FH-ingar hafa aðstöðu.
Í gögnum frá Byggðasafni Hafnarfjarðar kemur fram að árið 1948 hafi Magnúsi Óskari Guðbjartssyni (1921-1994) verið heimilað að flytja gamla Sjónarhólshúsið á lóð númer 5 við Bröttukinn í Hafnarfirði. Þar var húsið sett á steyptan grunn og stækkað nokkuð. Ekki er vitað hversu lengi Magnús átti húsið, en í manntalsskýrslu árið 1953 býr hann þar enn ásamt konu sinni Hallgerði Guðmundsdóttur (f. 1924) og fimm börnum þeirra ásamt öðrum hjónum með eitt barn, sem hafa væntanlega leigt íbúð þá sem Magnús auglýsti til leigu í húsinu í ágúst 1950.
Brattakinn 5.
Þess má geta að Björn Eiríksson sótti skiltið með nafni hússins þegar það hafði verið flutt í í heilu lagi í Bröttukinn, því hann taldi að aðeins eitt hús ætti að bera nafnið, en nýr Sjónarhóll var þegar risinn við Reykjavíkurveg. Skiltið er enn til, því það hangir nú yfir innganginum í félagsheimili FH-inga, Sjónarhól í Kaplakrika, en Björn var mikill velgjörðarmaður félagsins. (Skiltið það ‘atarna er nú horfið en eftir stendur nafnið „Sjónarhóll“ með iðnaðarskrift ofan við innganginn.)
Bifreið með númerinu HF-1 og karlmaður í jakkafötum með kaskeiti. Maðurinn á myndinni er Björn Eiríksson, Björn á Sjónarhóli í Hafnarfirði.
Í Morgunblaðinu 1969 er grein um „Björn Eiríksson 75 ára – Að duga eða drepast„, eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Þar segir m.a. um nefnda bók, sögu Björns um lífið og tilveruna:
„Ekki stóð á Birni til eins eða neins, og hófst með okkur ágæt samvinna.
Svo kom þá út á kostnað Skuggsjár Olívers Steins í Hafnarfirði bókin „Að duga eða drepast“, sem ég tel fyrir ýmsar sakir eina af merkustu bókum, sem ég hef skrifað.“
Og Guðmundur heldur áfram: “
Að duga eða drepast. Saga Björns Eiríkssonar skipstjóra og bifreiðastjóra, skráð eftir handriti hans, munnlegri frásögn og fleiri heimildum. Guðmundur Gíslason Hagalín skráði.
Til sönnunar því, að ekkert sé þar ofsagt hjá okkur Birni, vil ég láta þess getið, að hin merka kona, Sigríður Sæland í Hafnarfirði, skrifaði mér bréf, þá er hún hafði lokið lestri bókarinnar og sagði, að frekar hefði Björn, bróðir hennar, dregið úr en ýkt, en hún var elzt barna þeirra Halldórsstaðahjóna og mátti því bezt muna erfiðleika fjölskyldunnar.
…Þar hefur og Björn látið reisa íslenzkan steindrang til minningar um föður sinn og þrjá bræður. Eiríkur Jónsson og Jón Ágúst, sonur hans drukknuðu í fiskiróðri á báti Eiríks 18. apríl 1922. Benjamín Franklín við Vestmannaeyjar 28. febrúar 1910, einnig í fiskiróðri, og Bjarni fórst á Fieldmarshal Robertson í Halaveðrinu mikla 1925. Eru nöfn þeirra feðga, ásamt fæðingar- og dánardægrum höggvin á dranginn. Stendur þessi drangur ekki aðeins til minningar um þessa feðga, sem sjórinn hremmdi, heldur vitnar hann einnig ljóslega um eitt af styrkustu skapgerðareinkennum Björns Eiríkssonar, ræktarsemi hans og tryggð, sem ekki nær einungis til nánustu skyldmenna, heldur og allra, sem hann hefur bundið vináttu við.
Bautarsteinninn við inngang „Sjónarhóls“ í Kaplakrika.
Björn lítur svo á, að íþróttir séu ómetanlegur þáttur í uppeldi ungs fólks, og fyrir fáum árum ánöfnuðu þau hjónin Fimleikafélagi Hafnarfjarðar Sjónarhól eftir sinn dag, þar eð þau munu líta svo á, að þau hafi að fullu rækt foreldraskyldur við börn sín.“ – Guðmundur Gíslason Hagalín
Í Morgunblaðinu 1965 má finna fyrirsögnina „FH færð að gjöf glæsileg húseign við aðalgötu Hafnarfjarðar – Bjöm Eiríksson og kona hans gefa Sjónarhól við R.víkurveg Fimleikafélagi Hafnarfjarðar„:
„FH hefur verið færð stórkostleg gjöf, sem [varla á] sér hliðstæðu í sögu íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Hjónin Björn Eiríksson og Guðbjörg Jónsdóttir hafa ákveðið að gefa FH húseignina Sjónarhól nr. 22 við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði ásamt lóðarréttindum og tveim bilskúrum. Eignin verður félaginu til ráðstöfunar og hagnýtingar þegar það hjónanna er lengur lifir er fallið frá.
Húsið Sjónarhóll, sem verður þannig eign FH að þeim hjónum látnum, er sem kunnugt er öllum Hafnfirðingum nr. 22 við Reykjavíkurveg. Stærð hússins er 13 x 11 m. Húsið er tvílyft steinhús með risi og kvistum.
Með gjöf sinni vilja þau hjónin stuðla að því að sem flestum hafnfirzkum unglingum gefist kostur á að fá þá aðhlynningu og aðhald á uppvaxtarárum sínum, sem þau telja að félagsstarfsemi FH hafi veitt börnum þeirra. Ef stjórn FH telur rétt á sínum tíma að selja Sjónarhól ætti andvirði eignarinnar að verða drjúgur liður til að reisa veglegt félagsheimili FH á þeim stað sem stjórnin telur heppilegri. Þannig myndi gjöfin alla vega verða lyftistöng fyrir enn öflugri og víðtækari starfsemi félagsins.
Stjórn FH og allir þeir, sem hafa unnið að félagsstörfum FH á undanförnum árum eru hrærð ir yfir hinni rausnarlegu gjöf. Betri og varanlegri meðmæli er ekki hægt að hugsa sér.
Kaplakriki – áletrun á bautasteininum.
Þessi gjöf verður ómetanleg fyrir FH og íþróttahreyfinguna í Hafnarfirði, í þeirri merkingu að menn yngri og eldri fyllast krafti, sem mun koma fram í félagsstarfseminni á komandi árum, ekki hvað síst í að vera hvetjandi afl ungum sem gömlum.
Samþykki þeirra systkinanna fyrir gjöf foreldranna verður fagur og sterkur minnisvarði foreldra þeirra. Og það verður verk FH að framlag þeirra hjónanna verði til þess að hin unga æska Hafnarfjarðar verði aðnjótandi þeirra áhrifa, sem þau telja að hafi orðið svo mikilvæg fyrir uppeldi barna þeirra.“
Þeim hjónum, sem og afkomendum þeirra, hefur verið sýndur ýmiss sómi í vistarverum FH í Kaplakrika.
Halldórsstaðir – áletrun á málverki; „Halldórsstaðir, fæðingarheimili Björns Eiríkssonar – 9. 9. 1894“.
Í vistarverum Sjónarhóls í Kaplakrika hangir uppi málverk frá þeim hjónum af Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd. Á rammanum er skilti með meðfylgjandi áletrun; „ “Halldórsstaðir, fæðingarheimili Björns Eiríkssonar – 9. 9. 1894”.
Saga Eiríks, Sólveigar, Björns og Guðbjargar er vel þess virði að henni sé gefinn nánari gaumur – þótt ekki væri fyrir annað en ruglið í fornleifaskráningum og misvísunum í heimildum er varða fæðingarstað Björns að Halldórsstöðum. Sú saga þarfnast nánari og betri skýringa, þótt ekki væri fyrir annað en að teknu tilliti til þeirra miklu minja, sem þar er enn að finna….
Heimildir:
-Morgunblaðið, 21. júlí 1922, Dánarminning, bls. 3.
-Nýtt Kvennablað. 4. tbl. 01.04.1947, Sumarbarnið, bls. 5.
-https://husaflutningar.is/brattakinn-5-hafnarfirdi/
-Morgunblaðið, 9. sept. 1969, Björn Eiríksson 75 ára, Að duga eða drepast, bls. 24.
-Morgunblaðið 16. des. 1965, FH færð að gjöf glæsileg húseign við aðalgötu Hafnarfjarðar, bls. 2.
Halldórsstaðir á Vatnsleysuströnd. Málverkið hangir uppi á vegg í Sjónarhóli, aðstöðu FH í Kaplakrika.
Fyrsti vitinn á Íslandi – Kristján Sveinsson
Í Morgunblaðið 2003 ritaði Kristján Sveinsson, sagnfræðingur, um „Fyrsta vitann á Íslandi„:
Reykjanesviti og vitavarðahúsið 1908.
„Um þessar mundir [2003] eru liðin 125 ár frá því að fyrst var tendrað vitaljós á Valahnúk á Reykjanesi. Kristján Sveinsson segir frá tildrögum vitabyggingarinnar, fyrsta vitanum og fólki sem við þessa sögu kom.
Næturmyrkrið lagðist yfir Reykjanesið og Valahnúkinn um nónbilið 1. desember 1878. Eins og um aldir og árþúsundir rökkvaði og kennileiti landsins máðust smám saman út í samfelldan sorta. En þetta var tímamótadagur á Reykjanesinu og þótt það væri ekkert um veisluhöld eða tilhald á Valahnúknum, svo langt sem hann nú var frá öllum byggðum bólum, hefur áreiðanlega verið hátíðarsvipur á Arnbirni Ólafssyni vitaverði einni klukkustund eftir sólarlag þegar hann stóð í ljóshúsi hins nýbyggða Reykjanesvita og kveikti á olíulömpunum 15 í ljóstæki hans, hverjum á eftir öðrum, því þetta var vígsludagur vitans og formlegt upphaf vitaþjónustu á Íslandi.
Íslensk síðþróun í vitamálum
Reykjanes.
Vitar höfðu logað árhundruðum saman á ströndum Evrópulanda þegar Reykjanesvitinn var byggður og hvernig stóð á þessu seinlæti í vitamálum hinnar norðlægu eyjar?
Jú, landið var afskekkt, strjálbýlt og fámennt, efnahagur íbúanna oftast ekki ýkja beysinn og atvinnuhættir fábreyttir og frumstæðir. Þessar skýringar hafa oft heyrst og sést áður í mati á fortíðinni, jafnvel svo oft að þær hljóma gjarnan sem klisja, en hvað vitana áhrærir eru ekki aðrar nærtækari.
Brunnur undir Bæjarfelli.
Það má auðvitað velta því fyrir sér hversvegna stjórnvöld í Danmörku höfðu ekki frumkvæði að vitabyggingum á Íslandi því Danir voru meðal fremstu vitaþjóða í Evrópu. En áhrif og atbeini danskra stjórnvalda hér á landi voru í raun ætíð takmörkuð og það átti við á þessu sviði einnig. Og auk þess hafði stjórn danska ríkisins um langt skeið þá stefnu að byggja ekki vita fyrir almannafé annars staðar en þar sem þeir þjónuðu almennri skipaumferð og leit þá einkum til hinna fjölförnu skipaleiða um sund og belti við Danmörku.
Upplýsingaskilti við Valahnúk.
Sveitarfélög í Danaveldi urðu að standa straum af innsiglingar- og hafnarvitum og vitum sem einkum komu fiskimönnum að notum. Það sem skýrir byggingu elsta Reykjanesvitans árið 1878 eru kröfur Íslendinga um siglingar millilandaskipa að vetrarlagi. Þær áttu sér rætur í því að efnahagur landsmanna fór batnandi á síðari hluta 19. aldar eftir því sem sjávarútvegur efldist og þróaðist og verslun jókst.
Þéttbýlisstaðir fóru að myndast og vaxa við ströndina þar sem þorskurinn í sjónum og krambúðir kaupmanna löðuðu til sín vaðmálsklætt sveitafólkið sem brá sér í skinnklæði sjómanna og sótti golþorska á fiskimiðin sem urðu að gullþorskum og síðan að kaffi, hveiti, silki, sirsi, tóbaki og tölum í krambúðum kaupmannanna. Eitt af meginöflum nútímans komst á kreik – tískan. Það var annað lag á dönsku skónum í ár en í fyrra. Gaberdínið með öðru móti í vor en síðasta haust svo ekki væri nú minnst á slifsin og hattana. Það var alveg orðið ólíðandi að þurfa að þrauka allan veturinn án þess að það kæmi nýr varningur í verslanirnar.
Gata vitavarðar á milli bústaðar og gamla vitans á Valahnúk.
Það voru bæði kaupmenn og viðskiptavinir sammála um. Og það var ekki nóg að endurnýjast hið ytra með skæðum og klæðum. Sálartetrið þurfti líka sína hressingu og endurlífgun. Já, einmitt, fréttir. Umræðuefni. Það gat ekki náð nokkurri átt að það skyldu geta liðið þrír eða fjórir mánuðir án þess að tíðindi bærust utan úr þeim heimi handan úthafsins sem sífellt fleiri Íslendingar höfðu áhuga á. Það lá við að heilu stríðin færu fram hjá fólki og kóngar og keisarar gátu legið dauðir vikum og mánuðum saman áður en hægt var að segja svo mikið sem „jahá“ eða „jamm“ yfir því á Íslandi, hvað þá biðja vesalingnum fararheilla í eilífðina. Nei, það var ekki hægt að þola það lengur í þorpi og bæ að póstskipið sigldi ekki yfir veturinn.
En var þá ekki bara hægt að láta kaupskipin og póstskipið sigla á veturna? Nei. Norður í þetta órofa heimskautamyrkur stefndi enginn heilvita maður skipi.
Gamli Reykjanesvitinn.
Jafnvel ekki þótt rausnarlegt endurgjald væri í boði því hvern fýsir að verða skipreika við úfna, illviðrasama, mannauða og koldimma strönd, en á því voru mestar líkur ef lagt var í svona háska töldu skipstjórar og forráðamenn skipafélaga. Þarna norðurfrá var hvergi ljósglætu að sjá og vindgnauðið oftast svo mikið að það heyrðist ekki í brimgarðinum fyrr en rétt áður en komið var í hann. Hvernig á að varast svo fláa strönd? Hvað ef það væri viti, spyrja kaupmenn og póststjórn. Jú, það myndi breyta málinu svara skipstjórar og útgerðarmenn. Þó að það væri ekki nema einn svo það sé í það minnsta hægt að finna þennan Faxaflóa sem flestir fara til þarna uppi.
Vitamál hefjast á Alþingi
Merki Friðriks VIII, á Reykjanesvita.
Með setningu stöðulaganna árið 1871 og stjórnarskránni sem Kristján IX Danakóngur hafði með sér til Íslands í sumarheimsókn sinni árið 1874 fékk Alþingi fjárveitingarvald og gat farið að taka sjálfstæðar ákvarðanir um framkvæmdir í landinu. Fyrsta þingið sem þetta vald hafði kom saman í húsakynnum Lærða skólans í Reykjavík sumarið 1875 og þar hófust íslensk vitamál.
Þetta upphaf fólst á rökréttan hátt í því að tveir þingmenn, þeir Snorri Pálsson þingmaður Eyfirðinga og Halldór Kristján Friðriksson þingmaður Reykjavíkur, fluttu frumvarp til laga um vitagjald þótt enginn væri vitinn. Hinir varfærnu þingmenn vildu með þessu tryggja fjárhagslegan grundvöll vitabyggingar og vitareksturs áður en þeir legðu til að tekist væri á við þau verkefni. Frumvarp þeirra datt raunar upp fyrir á þessu þingi, en varð til þess að farið var að undirbúa byggingu á vita á Reykjanesi.
Vert er að veita þingmönnunum tveimur og bakgrunni þeirra nokkra athygli, en báðir komu þeir af þéttbýlustu svæðum landsins þar sem uppgangur var í sjávarútvegi og verslun.
Hús fyrsta vitavarðarins.
Snorri Pálsson (1840–1883) hafði bæði fengist við verslunarrekstur og útgerð fiskiskipa við Eyjafjörð auk þess sem hann hafði verið forstöðumaður fyrir Siglufjarðardeild „Hins eyfirzka ábyrgðarfélags“ sem var tryggingarfélag fyrir fiskiskip við Eyjafjörð. Snorri var því vel kunnugur því hversu torvelt það var að fá skip til að sigla til Íslands að vetrarlagi.
Reykjanesviti á Valahnúk.
Hann var einnig vel kunnugur hættunum sem fylgdu því að sækja sjóinn við Ísland. Í lok maí 1875, aðeins nokkrum vikum áður en Snorri tók sæti á Alþingi í fyrsta skipti, fórst eitt af hákarlaskipum hans í aftakaveðri sem þá gerði við Norðurland og með því 11 menn. Alls fórust 25 manns úr nágrenni Snorra í þessu veðri, þar á meðal bróðir hans.
Halldór Kristján Friðriksson (1819–1902) var kennari og yfirkennari við Lærða skólann en auk þess bæjarstjórnarmaður í Reykjavík og alþingismaður um langt skeið. Áhugamál hans voru fjölþætt og hann lét víða að sér kveða í félagsmálum, meðal annars var hann lengi forseti „Húss- og bústjórnarfélags suðuramtsins“, en ef að líkum lætur voru það einkum afskipti hans af bæjarmálefnum í Reykjavík sem ollu því að hann gerðist talsmaður vitabygginga því siglingaleysið yfir veturinn stóð orðið atvinnulífi í bænum fyrir þrifum.
Reykjanesvitinn 1878
Reykjanesviti 1878.
Vitagjaldsfrumvarp þeirra Snorra Pálssonar og Halldórs Kr. Friðrikssonar varð til þess að farið var að huga að byggingu vita á Íslandi fyrir alvöru. Ekki er að sjá að komið hafi til álita að reisa fyrsta vita landsins annars staðar en á Reykjanesi, enda komu langflest skip úr hafi upp að suðvesturhorni landsins. Málið var borið undir C.F. Grove, vitamálastjóra Dana, sem lýsti þeirri skoðun sinni að einmitt af fyrrgreindum ástæðum væri mikilvægt að hefja vitavæðingu Íslands á Reykjanesinu.
Alþingismenn reyndust áhugasamir um að byggja vita á Reykjanesi með hliðsjón af hugmyndum danska vitamálastjórans en sameiginlegir sjóðir landsmanna voru rýrir að vöxtum og þekking á vitatækni var engin í landinu. Því var leitað til Dana um aðstoð og það féll í hlut skáldsins Gríms Thomsens, sem var formaður fyrstu fjárlaganefndar Alþingis, að greiða úr álitamálum í samskiptum Dana og Íslendinga á þessu sviði. Vitamál heyrðu undir danska flotamálaráðuneytið (Marineministeriet) þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að danska ríkissjóðnum bæri engin skylda til að standa straum af kostnaði við vitabyggingu á Íslandi en þar sem áformaður viti myndi gagnast dönskum kaupskipum væri flotamálaráðuneytið tilbúið til að styrkja Íslendinga í þessari fyrirætlan. Varð sú niðurstaðan að hæfilegt framlag fælist í ljóshúsi úr eir og vitatæki, en vitabygginguna sjálfa yrðu Íslendingar að sjá um.
Gamli vitinn á Valahnúkum.
Sumarið 1876 var notað til að kanna væntanlegt vitastæði á Reykjanesi og aðstæður til byggingar þar. Tveir undirforingjar af varðskipinu Fyllu fóru þangað í könnunarferð í lok maí og leist best á að byggja vitann á Valahnúk, yst á Reykjanesinu. Nóg var þar af hraungrjóti til byggingarinnar, skrifuðu undirforingjarnir í greinargerð sinni, og rekaviður í fjörum sem bæði mætti nota við vitasmíðina og til eldsneytis.
Vorið 1877 tilnefndi flotamálaráðuneytið danskan verkfræðing, Alexander Rothe, til að undirbúa vitabygginguna á Reykjanesi og fór hann þá um sumarið til Íslands og tvær rannsóknarferðir á Reykjanesið áður en hann afhenti tillögu sína að vita og vitavarðarbústað á Reykjanesi. Bæði Alþingi og danska þingið samþykktu fjárframlög til verksins og 10. apríl skrifaði Nellemann Íslandsmálaráðherra Hilmari Finsen landshöfðingja og tilkynnti honum að samið hefði verið við Alexander Rothe um byggingu steinhlaðins vita og vitavarðarbústaðar á Reykjanesi.
Reykjanesviti 1908.
Rothe og vinnuflokkur hans tóku til starfa 6. júní 1878. Með verkfræðingnum kom danskur múrarameistari, Lüders að nafni, sem hafði annast byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872, en aðrir starfsmenn voru Íslendingar. Vitastæðið hafði verið ákveðið á Valahnúk og Rothe gerði ráð fyrir að nota hraungrjótið sem þarna er gnótt af. En þegar Lüders múrarameistari tók að láta hamra og meitla gnauða á grjótinu molnaði það og reyndist alveg ónýtt byggingarefni.
Gata niður að grjótnámu við Reykjanesvita.
Þá var tekið til bragðs að flytja stuðlaberg neðan úr fjörunni um alllangan veg sem ásamt ýmsum öðrum töfum varð til þess að vitabyggingin gekk nokkuð hægar en Rothe hafði gert ráð fyrir. Honum þótti til dæmis vinnukrafturinn helst til óáreiðanlegur því karlarnir áttu það til að þjóta fyrirvaralaust úr steinhögginu í fiskiróður eða heyskap, og svo var veðurfarið á þessum útkjálka með eindæmum örðugt og óhagstætt fannst honum.
Reykjanesvitinn á Valahnúk.
Kannski var eitthvað til í því. Frásögn Gríms Thomsens bendir til þess, en fjárlaganefndarformaðurinn skáldmælti gerði sér ferð á Reykjanesið um sumarið að líta á vegsummerki og ritaði síðan í blaðið Ísafold sem hann ritstýrði um þessar mundir: Það er engin hægðarleikur að draga grjót að sjer upp á Valahnjúkinn og það steina sem 6–10 manns þarf til að hnosa þar upp; ekki er heldur ládeyðan þar dagslega, þegar lenda þarf með eitthvað, sem til vitans þarf, svo sem kalk og steinlím, vistir og áhöld. Þá gekk langur tími til að ná í vatn, gjöra brautir, höggva grjót niðri í fjöru, ef fjöru skyldi kalla, þar sem brimið beljar ár og síð, og verst af öllu hefur það reynzt, að margir dagar hafa fallið út, af því að ekki gat orðið úr verki uppi við vitaturninn fyrir stormi og óveðri. Það viðrar öðruvísi upp á Valahnúknum en niðri á Austurvelli.
Persónur er komu við sögu fyrsta vitans.
Þótt Rothe yrði ýmislegt mótdrægt við byggingarframkvæmdirnar tókst að ljúka þeim um haustið og var þá risinn á Valahnúknum steinhlaðinn viti, límdur með steinlími sem í var Esjukalk, en á þessum tíma var kalknám í Esjunni og brennsluofn í Reykjavík sem Kalkofnsvegur dregur nafn sitt af. Einnig hafði verið byggður á Reykjanesinu bær fyrir vitavörðinn og fjölskyldu hans.
Reykjanesvitinn á Valahnúk.
Reykjanesvitinn frá 1878 var áttstrendur, um 4,5 m í þvermál og 6,2 m á hæð. Turninn skiptist í tvær hæðir, jarðhæð og efri hæð þar sem vaktherbergi vitavarðarins var.
Ljóshúsið var úr steypujárni og umhverfis það svalagólf sem girt var með járnhandriði. Ljóstæki vitans var upphaflega samansett úr 15 olíulömpum og að baki hverjum þeirra var holspegill úr messing sem magnaði ljósið. Þremur lömpum með speglum var bætt í ljóstækið árið eftir að vitinn var tekinn í notkun til að bæta lýsingu hans. Þetta ljóstæki var í vitanum fram til ársins 1897, en þá var sett í hann 500 mm snúningslinsa, sem enn er til, og steinolíulampi með tveimur hringlaga kveikjum. Vitinn stóð fram til ársins 1908.
Eins og kunnugt er þá er Reykjanesið jarðskjálftasvæði og urðu jarðskjálftar og ágangur sjávar á Valahnúkinn til þess að laska svo vitann og undirstöðu hans að talin var hætta á að hann félli í hafið og vitavörður neitaði að standa þar vaktir.
Nýr viti, sá sem enn stendur, var reistur veturinn 1907–1908 og þann 16. apríl 1908 var gamli vitinn felldur með sprengingu.
Arinbjörn Ólafsson, vitavörður.
Vitavörðurinn
Bygging og starfræksla fyrsta vitans í óbyggðum Reykjanessins hafði það í för með sér að til varð ný starfsgrein á Íslandi – vitaverðirnir. Starf þeirra var bindandi því ekki varð hjá því komist að halda stöðugan vörð um vitaljósið á logtíma vitans meðan notaðir voru olíulampar. Þess utan þurfti vitavörður að fægja og þrífa, fylla olíu á lampa og gæta vitans í hvívetna. Stundum var gestkvæmt og þá var ekki annað en sjálfsagt að leyfa „mönnum er skýra frá nöfnum sínum og heimilum, og sem ekki er ástæða til að gruna um neina ósiðsemi, að skoða vitabygginguna“. Það sagði erindisbréf vitavarðarins, en ölvaðir menn, óuppdregnir dónar sem hræktu á gólfin og hundspott þeirra máttu ekki stíga fæti í vitann.
Arinbjörn og Þórunn.
Fyrsti íslenski vitavörðurinn hét Arnbjörn Ólafsson, trésmiður að iðn og hafði unnið við byggingu vitans sumarið 1878. Hann var fæddur 24. maí 1849 og var því rétt að verða þrítugur þegar hann flutti búferlum á Reykjanesið ásamt Sesselju systur sinni, en hún hafði einnig starfað við vitabygginguna þar sem hún var ráðskona. Áður en Rothe verkfræðingur hvarf af landi brott hafði hann veitt Arnbirni einhverja tilsögn í umhirðu vitans og meðferð vitatækjanna, en það er af varðveittum bréfum vitavarðarins að sjá að þessi kennsla hafi verið hálfgert í skötulíki og hann taldi sig vanbúinn til starfans af þeim sökum. Alþingi brást við beiðnum Arnbjörns um frekari vitamenntun og lét honum í té fjárupphæð til Danmerkurfarar. Þangað hélt hann vorið 1879 og nam vitavörslu fram eftir sumri.
Reykjanesviti og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.
Reykjanesið var sannarlega afskekkt á þessum tímum og orðið nokkuð langt síðan þar var búið þegar vitavörðurinn settist þar að. Varla að það væri reiðvegur þangað út eftir og hægur vandinn að villast í hraunbreiðunni ef skyggni brást eitthvað. Jón Jónsson landritari og vitaeftirlitsmaður lét þetta þó ekki aftra sér frá því að takast á hendur heimsókn til vitavarðarins á jólunum árið 1880. Þessi ötuli embættismaður lagði upp frá Reykjavík á Þorláksmessu, gisti í Höfnunum og var kominn að vitanum síðdegis á jóladag. Þangað hafði hann fikrað sig í stjörnubjörtu veðri og skemmt sér við að telja vörðurnar á leiðinni. Þær voru alls 61 og á heimleiðinni kom sér vel að vita þetta því þá var snjóbylur og ágætt að geta talið vörður til að vita hvar maður var staddur. En það myndi ekki veita af einum 50 vörðum til viðbótar, taldi hann, ef menn ættu að geta verið vissir um að rata í hvaða veðri sem væri.
Reykjanes – uppdráttur ÓSÁ.
Jón landritari sá vitaljósið við níundu vörðu frá Höfnum talið og var harla ánægður með hvað það var skært. Það var öryggi og staðfesta í þessu ljósi sem róaði landritarahugann, en aðkoman, þegar í vitavarðarbústaðinn kom um kvöldmatarleytið, kom heldur betur róti á embættismanninn. Það kom nefnilega í ljós að þar sat hvert mannsbarn á bænum og át sinn jólamat, hver sem betur gat, líka vitavörðurinn og aðstoðarmaður hans.
Gamli Reykjanesvitinn á Valahnúk.
Arnbjörn vitavörður reyndi að afsaka sig með jólahátíðinni en landritari lagði ekki eyru við slíku hjali heldur benti honum á að „úr því eptirlitið ljeti ekki jólahátíðina aptra sjer að gæta skyldu sinnar væri vitaverðinum engin vorkunn að gera slíkt hið sama“. Hann fékk skriflega nótu og varð svo að skunda á vitavaktina.
Það var alla tíð gerð rík krafa um árvekni og samviskusemi vitavarða og flestir stóðu þeir vel undir því, einnig Arnbjörn Ólafsson þrátt fyrir jólamálsverðinn. Hins vegar hentaði ekki öllum sú mikla einangrun sem fylgdi búsetunni á vitavarðarstöðunum og það átti við um hann og fjölskyldu hans. „Það er annað vorhugi en vetrar,“ skrifaði Arnbjörn Jóni landritara haustið 1879 og vetrarkvíðinn er greinilegur í þessu bréfi hins unga vitavarðar sem hafði kvænst jafnöldru sinni, Þórunni Bjarnadóttur úr Skagafirðinum, um sumarið. Hvernig myndi ástinni reiða af í vetrarríki Reykjanessins?
Reykjanesviti á Valahnúk
Það gekk bara vel því þau Arnbjörn og Þórunn héldu saman meðan bæði lifðu. En árið 1884 höfðu þau fengið nóg eftir sex ára dvöl á Reykjanesinu og Arnbjörn sagði upp vitavörslunni. Hann fluttist þá til Reykjavíkur en nokkrum árum síðar til Keflavíkur þar sem hann stundaði verslunarstörf og rak bakarí.
Um aldamótin 1900 átti Arnbjörn mikil viðskipti við enska togara og varð frumkvöðull í íslenskri togaraútgerð þegar hann fór fyrir hópi Íslendinga sem keypti fyrsta togarann, Coot að nafni, til Íslands árið 1905. Vegna viðskipta Arnbjörns áttu þau Þórunn heimili sitt erlendis um skeið, bæði í Danmörku og Englandi. Þórunn féll frá árið 1912 og Arnbjörn tveimur árum síðar.“ -KS
Sjá meira HÉR.
Heimild:
-Morgunblaðið 30. nóv. 2003, Kristján Sveinsson – Fyrsti vitinn á Íslandi, bls. 20-21.
Reykjanesvitar – fyrr og nú.
Hlöðversnes og Halldórsstaðir
Þegar fyrirliggjandi upplýsingar um Halldórsstaði á Vatnsleysuströnd eru skoðaðar kemur ýmislegt, sem ekki hefur verið svo augljóst, í ljós.
Halldórsstaðir – málverk; hangir uppi í Kaplakrika.
Bærinn er á túnakorti frá 1919 sýndur austan við Narfakot. Þar hefur verið steypt fjós og grunnur undir timburhús.
Á málverki eftir teikningu frá því um aldamótin 1900 er bærinn hins vegar sýndur ofan við sjávarkampinn vestan Narfakots. Þar eru miklar tóftir, gerðar úr torfi og grjóti. Norðan við tóftirnar er nýrra sjóhús, hlaðið úr grjóti líkt og sjá má neðan við Þórustaði og Kálfatjörn. Frá horni bæjartóftanna eru leifar stórgripagirðingar er nær að hlöðnum garði Miðhúss.
Björn Eiríksson, fyrir miðju, ásamt tveimur öðrum við bautastein sem var bak við hús á Reykjavíkurvegi 22 en er nú á Kaplakrika.
Teikningin er í bók Guðmundar Gísla Hagalíns. „Að duga eða drepast„, saga Björns Eiríkssonar, skipstjóra og bifreiðarstjóra, síðar á Sjónarhóli í Hafnarfirði. Þar lýsir Guðmundur aðstæðum að frásögn Björns og falla þær vel að lýsingum hans af þessum tóftum.
Eiríkur Jónsson fluttist ásamt eiginkonu sinni Sólveigu G. Benjamínsdóttur að Halldórsstöðum árið 1889. Þau bjuggu þar í 18 ár og eignuðust 11. Eiríkur flutti að Sjónarhóli í Hafnarfirði 1907.
Eiríkur drukknaði þann 18. apríl 1922 í fiskiróðri ásamt Jóni Ágústi syni sínum og Ara B. Magnússyni. Meðan hjónin bjuggu að Halldórsstöðum lifðu þau jafnan við rýrarn kost líkt og segir í framangreindri bók Guðmundar Hagalíns er kom út árið 1962.
Halldórsstaðir á Kampinum.
Ekki er ósennilegt að bærinn Hlöðversnes hafi verið þarna á kampinum, hann hafi síðan verið færður ofar í ofanverða túnræktina og nýtt hús byggt, auk þess fjós hafi síðar verið reist við það úr steinsteypu. Bærinn hefur þá fengið nafnið Halldórskot, en síðan verið fært ofar í landið, líkt og fyrirrennarinn.
Bærinn á kampinum hefur verið notaður sem útihús og sjóhús um tíma, áður en þau féllu endanlega. Steinsjóhúsið var reist þar sem áður var hlaðinn hringlaga steinhjallur.
Í skráðum heimildum má lesa eftirfarandi um bæina við Hlöðversnes:
Hlöðversnes (Hlöðunes)
Hlöðversnes – túnakort 1919.
Bæði nöfnin virðast notuð nokkuð jafnt og má sennilega deila um það hvort réttara sé. Hlöðversnes er ritað þannig í kirkjubókum seinni tíma. Nafnorðið Hlöðver er komið allt frá Landnámu og merking orðsins er „sá sem sigrar, vinnu stríð (orrustu)“.
Klemens Kristmannsson bjó árið 1959 á Hlöðversnesi með sambýliskonu sinni, Guðlaugur Sigríði Sveinsdóttur, en síðan lagðist Hlöðversnes í eyði og eru þar rústir einar eftir.
Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 127. 9. september 1447: Bréf um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr.), Hlöðunes (20 hdr.), tvenna Ásláksstaði (40 hdr.), Knarrarnes tvö ( 30 hdr.), Breiðagerði fyrir (10 hdr.). DI IV 707-708.
Gamla Hlöðversnes (Halldórsstaðir)?
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 115. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 4 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26.
1703: Hlöðuneskot eina hjáleigan. JÁM III, 129.
1847: Hjáleigur í byggð eru Narfakot og Hlöðuneskot. JJ, 90. „Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði.“ Ö-Hlöðunes, 3, 5. Klöpp var einnig afbýli sem fór í eyði fyrir aldamótin 1900. GJ: Mannlíf og mannvirki, 253.
Halldórsstaðir á kampinum – sjóhús.
Jörðin einnig nefnd Hlöðversnes. Þar var tvíbýli og seinni bærinn nefndur Hlöðversneskot, Gilsbakki og Vesturkot.
1703: „Túnin brýtur sjór með sandi og grjóti æ meir og meir. Engjar eru öngvar. Úthagar litlir um sumar, nær öngvir um vetur nema fjaran.“ JÁM III, 129.
1919: Tún 3,6 teigar, garðar 1500m2 samkvæmt túnakorti.
Bæjarhóll Hlöðuness er á náttúrulegri hæð í miðju túni. Jörðin fór í eyði í kringum 1960 og er nú í eigu Nesbús sem rekur eggjabú á jörðinni suðaustan við gamla heimatúnið, fast norðan við Vatnsleysustrandarveg.
Hlöðversnes.
Á bæjarhólnum sjást nokkrir grunnar, m.a. líklega síðasta íbúðarhússins. Engar vísbendingar eru um annað en að bærinn í Hlöðunesi hafi staðið á þessum stað um aldir. Í túninu eru grónar hæðir og suðaustan við bæinn hefur verið tjörn eða mýrlendi en það var þurrt þegar skráningarmaður var á ferð í júní 2012.
Sem fyrr segir er bæjarhóll Hlöðuness á náttúrulegri hæð og er bæjarhóllinn sjálfur ekki afgerandi. Hann virðist vera um 30×25 m að stærð og snýr nálega norður-suður. Hann er um 1 m á hæð.
Hlöðversnes.
Á bæjarhólnum er hlaðinn grunnur íbúðarhúss og ummerki um tengd hús. Húsgrunnurinn (kjallarinn) A snýr orðvestur-suðaustur. Hann er um 7×5 m að stærð. Op er á honum á miðri suðvesturhlið. Þar eru þrep ofan í kjallarann. Í veggjum er sementslím milli steina og eru þeir múraðir að utan að hluta. Kjallarahleðslurnar standa um 0,6 m upp úr jörðu. Kjallarinn er um 1,2 m á dýpt og sjást 8 umför í hleðslum. Veggir eru 1-1,5 á þykkt. Hlaðinn skorsteinn er í kjallaranum.
Hlöðuneskot
Hlöðuneskot / Miðhús.
Hjáleiga Hlöðuness 1703 og 1847. JJ, 90. Jarðardýrleiki óviss 1703. JÁM III, 129.
Ekki er vitað hvar Hlöðuneskot var og ekki reyndist því unnt að staðsetja það með innan við 50 m skekkju. Ekki er ósennilegt að þetta býli hafi verið á sama stað og eitthvert þeirra býla sem nú eru þekkt undir öðrum nöfnum s.s. Halldórsstaðir 137:021 eða Miðhús 137:022 en hvorki fundust heimildir né heimildamenn sem gátu varpað ljósi á það.
Miðhús
Miðhús / Hlöðuneskot.
Miðhús var eignarland með lítilsháttar grasnyt og var í Hlöðversneslandi. Þar bjó m.a. Ólafur Þorleifsson er týndist í Vogaheiði við fjárleitir rétt fyrir jólin árið 1900. Bein hans fundust í gjá í heiðinni um 30 árum síðar.
Miðhús varð eign „Narfakotsbræðra“.
„Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði,“ segir í örnefnaskrá. Þar segir einnig: „Miðhús er álitið að sé 10 álnir, að fornu mati úr Hlöðuneshverfi. Lóð sú er býli því fylgir, sem er upphaflega Matjurtagarður og Stakksstæði, er öll afgirt með Grjótgörðum og liggur við sjóinn …“.
Hlöðuneshverfi – mynd í bók Guðmundar Björgvins; Mannlíf og mannvirki í vatnsleysustrandarhreppi.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: „Miðhús var eignarland með lítilsháttar grasnyt og var í Hlöðversneslandi.“ Miðhús fóru í eyði upp úr aldamótunum 1900 og lagðist býlið undir Narfakot. Minjar um Miðhús eru um 200 m norðan við bæ.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 var tún Miðhúsa afmarkað með túngarði B og innan hans voru tvö mannvirki; bæjarhús.
Minjarnar eru í suðausturhorni lítils túns niður við sjó sem afmarkað er með grjótgörðum. Sjórinn hefur mjög gengið á land á þessum stað og brotið af túninu. Meint bæjartóft er á hól í túninu.
Minjar um Miðhús sjást á svæði sem er um 50×30 m að stærð og snýr austur-vestur.
Nýlenda
Nýlenda var í landi Höðversness. Bærinn lagðist í eyði um 1900.
Hlöðversnes á ofanverðu túninu.
„Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði,“ segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: „Nýlenda var í landi Hlöðversness. … Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur um 1900 og þá lagðist Nýlenda í eyði.“ Ekki fengust neinar upplýsingar um það hvar Nýlenda var og því var ekki unnt að staðsetja býlið.
Holt
Halldórsstaðir austan Narfakots.
Holt var í Hlöðversneslandi. Bærinn fóri í eyði skömmu eftir 1900.
Bjarghóll
Bjarghóll í landi Hlöðversness fór í eyði fyrir aldamótin 1900.
„Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði,“ segir í örnefnaskrá.
Gerðisviti og Gerði.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: „Jörðin fór í eyði fyrir aldamótin 1900.“ Á túnakorti frá 1919 er staðsetning býlisins Bjarghóls sýnd en þar stendur einnig að öll ummerki um býlið séu horfin. Býlið var um 60 m norðan við Halldórsstaði og um 185 m norðaustan við Hlöðunes. Bjarghóll var á fremur litlum og lágum hól í flatlendu og sléttlendu túnstykki norðaustan við veg heim að Narfakoti. Í norðausturhorni túnsins er allhár hóll sem er að hluta innan túns og að hluta utan þess. Hlaðinn garður er meðfram túni og tengist Narfakotstúngarði.
Tóft í vesturtúni Hlöðversness.
Engar minjar um býlið Bjarghól sjást á vettvangi og hefur það líklega allt verið rifið og sléttað út við túnrækt. Ekkier hægt að útiloka að einhverjar leifar af því leynist enn undir sverði.
Klöpp
Farin í eyði fyrir aldamótin 1900, en var í landi Hlöðversness.
Narfakot
Narfakot var grasbýli. Narfakotsbræður, Sigurður og Páll. Þeir höfðu vitavörslu á Gerðistangavita (Áður atlagerðisviti). Árið 1886 var þar byggð varða og upp úr henni var staur allhár og var olíuljósker halað upp og niður, eftir því hvað við átti. Ljóskersstaurinn var látinn duga þar til viti, sá sem enn stendur, var byggður árið 1918.
Narfakot.
Eftir lát þeirra bræðra lagðist búskapur niður í Narfakoti að mestu um miðja 20. öld.
Hjáleiga Hlöðuness 1847. JJ, 90.
1919: Tún 1,7 teigar, garðar 700 m2 samkvæmt túnakorti.
Gamli bærinn í Narfakoti stóð á sama stað og núverandi íbúðarhús, á fremur lágum hól í miðju Narfakotstúni. Heilsársbúseta er í Narfakoti.
Umhverfis núverandi íbúðarhús eru kálgarðar 004 og 012 til norðvesturs og suðvesturs. Suðaustan við húsið er sléttuð flöt sem er að hluta grasi gróin og að hluta hellulögð.
Engar minjar um gamla bæinn sjást og ekki virðist um uppsöfnun mannvistarlaga að ræða á bæjarstæðinu svo að hægt sé að tala um bæjarhól. Ekki virðist vera kjallari undir íbúðarhúsinu en ætla má að eitthvert rask hafi orðið á bæjarstæðinu við byggingu þess.
Halldórsstaðir
Halldórsstaðir.
Halldórsstaðir voru 1/4 úr Hlöðunestorfunni. Búið var á bænum fram yfir 1960.
„Hlöðuneshverfi á Vatnsleysuströnd tilheyrðu eftir taldir bæir. Hlöðunes, Halldórsstaðir, Narfakot, Miðhús, Bjarghóll, Nýlenda, og Holt var rétt hjá Hlöðunesi og á Töngunum Gerði og Atlagerði,“ segir í örnefnaskrá. Utan um Halldórsstaðatún er túngarður. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: „Jörðin var byggð úr 1/4 af torfunni. Búið að slétta allt.“ Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru Halldórsstaðir um 150 m norðaustan við bæ.
Halldórsstaðir.
Jörðin fór í eyði á síðari hluta 20. aldar. Á túnakortinu eru sýnd 5 útihús, einn brunnur, ein þró og þrír kálgarðar. Fyrir utan bæjarstæðið sáust þrjár tóftir (ein þeirra er ekki sýnd á túnakorti), leifar af brunni og leifar af tveimur kálgörðum. Á túnakorti er afgirt tún NNA við tún Halldórsstaða og stendur þar að það sé útgræðsla og að þar hafi þurrabúðin Bjarghóll staðið en búið sé að slétta úr minjum um það. Ekki er ljóst hvort að útræktin hafi tilheyrt Halldórsstöðum eða Narfakoti á fyrri hluta 20. aldar þegar túnakortið var gert. Í dag (2012) tilheyrir það hins vegar ábúendum í Narfakoti.
Halldórsstaðir.
Túnið á Halldórsstöðum er nokkuð flatlent nema meðfram austurjaðri þess en þar eru grónar klappir. Vegur heim að Narfakoti liggur austan og norðaustan við túnið og hefur valdið raski á þeim kálgarði sem er næstur bæjarstæðinu.
1919: Tún 1,9 teigar, garðar 1300m2. Hér eru þær minjar sem tilheyra býlinu skráðar saman undir einu númeri en hverju mannvirki gefinn bókstafur til aðgreiningar. Minjasvæðið er um 145×50 m að stærð og snýr norður-suður.
Heimildir:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi, Guðmundur Björgvin Jónsson, 1987.
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum, Áfangaskýrsla II – Fornleifastofnun Íslands, 2014.
-Guðmundur Gíslason Hagalín. Að duga eða drepast. Saga Björns Eiríkssonar skipstjóra og bifreiðarstjóra, skráð eftir handriti hans, munnlegri frásögn og fleiri heimildum, bls. 157-158. Hafnarfjörður: Skuggsjá, 1962.
Halldórsstaðir – mynd á málverkinu felld í afstöðumynd árið 2024.
Skáli Ingólfs í Skálafelli?
Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu.
Íslendingabók
Tóftin í Skálafelli.
„Ari hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði bæði forna og nýja,“ segir Snorri Sturluson í Heimskringlu. „Þykir mér hans frásögn öll merkilegust.“ Í formála kveðst Ari fyrst hafa gert Íslendingabók að frumkvæði biskupanna Þorláks Runólfssonar og Ketils Þorsteinssonar og einnig sýnt hana Sæmundi presti hinum fróða. Hafi hann síðan endurskrifað bókina, en sleppt úr henni „áttartölu og konungaævi“, þ.e. íslenskum ættartölum og ævisögum Noregskonunga.
Tóftin í Skálafelli.
Fyrri gerð bókarinnar er glötuð, en Snorri hefur hagnýtt „konungaævina“ í Heimskringlu. En yngri gerðin hefur varðveist vel. Hún er samin um 1130 og geymir sögu Íslands frá landnámi fram til dauða Gissurar biskups Ísleifssonar 1118. Þetta er stutt en frábærlega traust heimildarrit. Ari styðst við frásagnir manna sem hann vissi að voru spakir og „langt mundu fram“. Hann kann að telja alla lögsögumenn frá Hrafni Hængssyni sem tók lögsögu 1030 og skorðar tímatal atburða við embættisár þeirra. En mesta áherslu leggur hann á kristnitökuna árið 1000 og sögu fyrstu biskupanna í Skálholti, Ísleifs Gissurarsonar og Gissurar sonar hans.
Tóftin í Skálafelli.
Í Íslendingabók segir um skála Ingólfs í Skálafelli: „Ingólfr [við Hjöleifshöfða] vetr annann en um sumarit eptir fór hann vestr með sjó hann var hinn þriðja vetr undir Ingólfsfelli fur vestan Ölfusá þau misseri fundu þeir Vífill ok Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fur neðan heiði 8 Ingólfr fór um vorit ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit hann bjó í Reykjarvík þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi En Ingólfr nam land millum Ölvusár ok Hvalfjarðar fur utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út þá mælti Karli til ills fórum vèr um góð heröð er vèr skulum byggja útnes þetta hann hvarf á brott ok ambátt með honum Vífli gaf Ingólfr frelsi ók bygði hann á Vífilsstöðum við hann er kendt Vífilsfelt þar bjó hann lengi ok var skilríkr maðr Ingólfr lèt gera skála á Skálafelli þaðan sá hann reyki við Ölvusvatn ok fann þar Karla.“
Landnámabók
Tóftin í Skálafelli.
Landnáma telur helstu landnámsmenn Íslands, segir hvar þeir námu land og greinir nokkuð frá uppruna þeirra og afkomendum. Bókin var sett saman á fyrra hluta 12. aldar, og mun Ari fróði hafa verið riðinn við hina fyrstu gerð, en hún er nú löngu glötuð. Elstu varðveittar gerðir Landnámu eru frá síðara hluta 13. aldar og frá 14. öld, en þær eru mjög auknar með nýjum ættartölum og frásögnum af ýmsu tagi. Elst er Sturlubók, sett saman af Sturlu Þórðarsyni lögmanni (d. 1284). Næst er Hauksbók, gerð af Hauki lögmanni Erlendssyni (d. 1334). Kveðst Haukur hafa ritað sína Landnámabók „eftir þeirri bók sem ritað hafði herra Sturla lögmaður […] og eftir þeirri bók annarri er ritað hafði Styrmir hinn fróði“. Styrmir lést 1245, en Landnámabók hans er glötuð. Þriðja forna gerðin, Melabók, er aðeins varðveitt í brotum, og er það mikið mein því að hún hefur að mörgu leyti staðið næst frumtextanum.
Tóftin í Skálafelli.
– Sumt af viðaukum Sturlubókar (og Hauksbókar) er sótt í kunnar heimildir, til að mynda Íslendingasögur (Egils sögu, Eyrbyggju, Vatnsdælu o.fl.). En hin upprunalega Landnáma hefur verið gagnorð og traust heimild í líkingu við Íslendingabók. Sagt hefur verið, að þótt frumtextinn sé víða óvís eða glataður með öllu, séu þær gerðir Landnámabókar sem enn eru til merkustu heimildir sem nokkur þjóð á um uppruna sinn.
Í Landnámsbók segir: „Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Skáli Ingólfs undir Skálafelli.
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.“
FERLIR skoðaði meintan skála Ingólfs í Skálafelli, sbr. meðfylgjandi myndir. Auk tóftarinnar má greina fleirri tóftir skammt frá henni.
Heimildir:
-Landnáma – 8. kafli.
-Íslendingabók, bls. 33.
Tóftin í Skálafelli.
Húshellir II
Inngangur Húshellis er í vestanverðri fallinnar hraunbólu. Þegar inn er komið blasir við mikill geymur og eru gangar í allar áttir. Á miðju gólfinu er hlaðið hús, ca. 2×2 metrar í ummál. Bein eru í einum gangnanna, þeim er liggur í suður.
Í Húshelli.
Ekki er vitað af hverju beinin kunna að vera. Ekki er heldur vitað hvers vegna húsið var hlaðið í hellinum. Þarna gætu hreindýraveiðimenn hafa haft aðstöðu um tíma, eða einhverjir aðrir, einhverra hluta vegna. Húsið er sennilega hlaðið til að halda hita á þeim er þar gistu svo og forðast vatn er lekur úr loftum eftir rigningar. Botn hússins hefur verið fóðraður með mosa.
Í stórvirkinu „Íslenskir hellar“ segir Björn Hróarsson svo frá Húshelli:
„Björn Finnsson og Hörður Þór Sigurðsson fundu Húshelli sumarið 1988. Hellismunninn er um tveir metrar á breidd og eins og hálfs meters hár. Innan við munnann skiptist hellirinn í tvær meginrásir og eina þrengri. Þegar komið er rétt inn fyrir hellismunnann blasir við töluverð hvelfing með sléttu gólfi. Á miðju gólfinu er sérkennilegt byrgi, hlaðið úr hraungrjóti. Hleðslan er falleg og sýnilega gömul. Byrgið (króin eða „húsið“) er einhlaðið, úr þéttu og blöðróttu hraungrjóti sem líkast til hefur verið borið inn í hellinn enda hann lítt eða ekkert hruninn.
Í Húshelli.
Steinunum er haganlega hlaðið á þrjá vegu og veit opna hliðin mót munnanum. Moldarjarðvegur hefur sytrað niður um hellisþakið og myndað þunnt lag á gólfi hellisins umhverfis byrgið. Inni í byrginu er einnig mold en þar sem hún virðist vera þykkari en fyrir utan gæti verið skán undir. Steinarnir sem notaðir hafa verið í hleðsluna eru feiknastórir og þyrfti ákveðna og einarða menn til að gera sér það að leik að hlaða byrgið. Margt bendir til þess að hleðslan sé gömul. Fæstir hlaða stórum steinum að gamni sínu og hefur byrgð því líklega þjónað einhverjum tilgangi, til dæmis svefnkró, og gærur og dúkur strengdur yfir til að verjast regni úr hellisþakinu. Nokkuð drýpur úr loftinu og hefur vatnið borið með sér fínan leir eða mold eins og áður var getið. Ofan á veggjum byrgisins hafa hlaðist upp tveggja til fimm sentimetra háar strýtur. Veggirnir eru um 1,5 metrar á hæð. Stafnveggurinn er um 1,2 metrar á lengd en hliðarnar tæpir tveir metrar. Breidd veggjanna er að jafnaði um 40 cm. Neðstu steinarnir og þeir stærstu eru hið minnsta 300 kíló.
Í Húshelli.
Til hliðar við byrgið og litlu innar eru beinaleifar, bæði sauðfjár- og stórgripabein. Beinin liggja á víð og dreif en einnig hefur hnútum verið stungið inn á milli steinanna að innanverðu í byrginu og rennir það stoðum undir þá eknningu að einhver hafi hafst við í hellinum, líklega í skamman tíma þó.
Hleðslan í Húshelli er ráðgáta. Hverjir hlóðu þetta, hvenær og af hverju? Í gömlum sögunum segir af útilegumönnum á Selsvöllum á 18. öld. Útilegumennirnir héldu til við Vellina, nálægt Hvernum eina, en herjuðu á Vatnsleysuströnd, meðal annars stálu þeir frá bóndanum í Flekkuvík. Eftir að þeir höfðu flutt sig „norður með fjöllunum, í helli sem þar er,“ áreittu þeir og rændu ferðalanga. Yfirvaldið safnaði liði, handtók mennina og færði til Bessastaða þar sem dæmt var í máli þeirra. Hvort húshleðslumennirnir eru þarna komnir veit auðvitað enginn.
Önnur saga segir, sem er reyndar bara saga, að yfirvaldið hafi lokað helli útilegumannanna eftir handtökuna til að koma í veg fyrir að aðrir settust þar að. Þannig að e.t.v. er þessi útilegumannahellir hulinn bak við mosavaxna hleðslu.
Í Húshelli.
Velta má upp fleiri skýringum á tilvist hleðslanna í Húshelli. Ef til vill hafa hreindýraveiðimenn haft þarna afdrep í veiðiskap sínum en síðustu hreindýrin á þessu svæði voru drepin á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar.
Hellirinn greinist í þrjár áttir út frá húsinu. Til hægri frá munnanum liggja um 20 metra löng og vel manngeng göng. Miðrásin er um 40 metra löng en mjög þröng. Til vinstri frá munnanum eru svo aðalgöngin. Í þeim, skammt innan við húsið, eru stórgripabein. Innan við beinin þrengist hellirinn verulega og verður að leggjast á magann á oddhvasst gólfið til að mjaka sér áfram og upp. Göngin hækka aftur og hlykkjast síðan, óhrunin og fögur, inna um 50 metra þar til kemur að dálitlu herbergi. Inn frá því liggja mjög þröng göng inn í annað herbergi og í því er töluvert af dropsteinum. Aðeins er fyrir allra grennstu menn að komast inn í innsta herbergið. Heildarlengd hellisins er um 150 metrar.“
FERLIR hefur frétt af öðrum helli, allnokkru vestar, „eigi langt frá Mávahlíðum“. Í honum á, að sögn, að vera vistarverur, hrosshaus, beinagrind og fleiri forvitnilegar leifar. „Komið er að rás í úfnu hrauni. Innan við hana tekur við skúti og síðan hellir. Þar eru leifarnar“. Ekki mun vera auðratað að hellinum þeim, en slíkt getur varla talist í FERLIRsfrásögu færandi. Ætlunin er að „þefa“ hellinn þann uppi við tækifæri.
Heimild:
-Björn Hróarsson, Íslenskir hellar – 2006.
Húshellir – op.
Flekkuvík – rúnasteinn
Árni Óla skrifaði um „Rúnastein í Flekkuvík“ í Strönd og Voga:
Rúnasteinn í Flekkuvík
Rúnasteinninn á Flekkuleiði.
„Utan við Hvassahraun á Reykjanesskaga gengur inn Vatnsleysuvík og inn úr henni utarlega skerst önnur lítil vík, sem Flekkuvík nefnist. Stendur bær samnefndur fyrir botni víkurinnar. Þar í túninu er lítill hóll eða stór þúfa, sem kallast Flekku-leiði, og þar ofan á liggur hraunhella með rúnaletri. Stendur þar skráð: „Hér hvílir Flekka“.
Hver var Flekka?
Sagnir herma að hún hafi verið landnámskona, komin frá Flekkufirði í Fjörðum, og eitthvað vensluð Ingólfi Arnarsyni, enda frá sama byggðarlagi og hann. Ingólfur fékk henni fyrst bústað í Kjós. Reisti hún þar bæ og heitir hann enn Flekkudalur, við hana kenndur. Hún var vitur kona og framsýn, en eigi mjög við alþýðuskap. Hún undi sér ekki í Kjósinni, vegna þess að hún sá ekki til sævar frá bæ sínum. Fluttist hún svo vestur á Vatnsleysuströnd og reisti sér þar bæ við eyðivík nokkra.
Flekkuvík.
Hefir víkin síðan verið við hana kennd og kölluð Flekkuvík og hlaut bærinn sama nafn. Þarna var þá afskekktur staður, víkin umgirt apalhrauni á þrjá vegu, en á hrauntöngum beggja vegna víkurinnar svarraði brimið og voru átök þess ekki mjúk. En í víkinni sjálfri var góð lending og mikill veiðiskapur var þar jafnan skammt undan landi. Þó var innsigling á víkina viðsjál og gat verið hættuleg, ef ekki var rétt farið. Þess vegna mælti Flekka svo fyrir, áður en hún andaðist, að sig skyldi heygja þar efst í túni, fyrir opinni innsiglingarleiðinni. Lét hún svo um mælt, að aldrei skyldi skip farast þar á réttu sundi, meðan nokkuð sæist af kumli sínu. Hafa menn haft trú á þessu síðan.
Jónas Hallgrímsson rannsakar leiðið
Letur á rúnasteininum.
Sumarið 1841 fór Jónas skáld Hallgrímsson til Flekkuvíkur til þess að athuga rúnasteininn og rannsaka, hvort hér gæti verið um font kuml að ræða. Mönnum bar ekki saman um, hvernig lesa skyldi úr rúnunum. Að vísu gátu allir lesið nafnið
Flekka, en yfir því stóðu skammstafanir, sem menn greindi á um hvernig skilja bæri. Töldu sumir, að lesa ætti „hér hýsir“, en aðrir „hér hvílir“. Finnur Magnússon las: „hér hýsir“ og taldi áletrunina frá heiðni. Þótti Jónasi því fýsilegt að fá úr því skorið, hvort hér væri um að ræða grafreit frá fornöld, því væri rétt lesið, þá átti svo að vera.
Rúnasteinninn á Flekkuleiði.
En Jónas rak sig á óvænta erfiðleika. Mönnum þar syðra stóð hinn mesti stuggur af komu hans, er þeir vissu erindið. Þeir vildu ekki láta hrófla við Flekkuleiði, því að þá væri hætt við að falla myndi úr gildi hin góðu ákvæði hennar um innsiglinguna á Flekkuvík.
Jónas varð þá að útvega leyfi til rannsóknarinnar hjá séra Pétri Jónssyni á Kálfatjörn, sem kallaðist landsdrottinn, vegna þess að kirkjan á jörðina. En Páll bóndi Vigfússon í Flekkuvík mun lengi hafa verið tregur, því að Jónas segir: „Ég hét þeim að láta Flekku kyrra, ef ég fyndi hana, og kvaðst gera þetta í virðingarskyni, svo sem oft hefði verið gert við helga menn.“ Lét Páll þá til leiðast og samþykkti, að rannsókn færi fram „móti tilhlýðilegri borgun fyrir jarðusla í óslegnu túni“.
Jónas lýsir Flekkuleiði þannig: „(Það er) í hafsuður frá bænum, 6 faðma fyrir innan túngarðinn, í þúfnareit; snýr frá útsuðri til landnorðurs og hallast þangað lítið eitt. Það er 5 álna langt og 2/2 álnar breitt, svo sem álnar hátt. Hraunhella ein lítil og slétt að ofan liggur á miðri hæðinni, sokkin í jörðu; á henni stendur með greinilegu letri:
Hæðin er nú öll grasi gróin, en vottar samt í brúnunum fyrir grjóti, ekki ólíkt því sem það væri hleðsla.
… Letursteinninn er nú tekinn upp og mældur: Lengd 15—16/2 þuml., breidd 12 þuml., þykkt 4—5 þuml. Hann er því, sem sjá má, lítil og heldur ólöguleg hraunhella. … Af því hingað og þangað var að sjá steinsniddur út úr brúnum hæðarinnar, þótti líklegt, að vera mundi steinhleðsla. Grassvörðurinn var því allur af skorinn og moldinni sópað af grjótinu; var þetta jarðlag hvergi meira en hálft fet á þykkt. — Þá kom það í ljós, að undir var einlæg, jarðföst klöpp, eður réttara sagt hraungarður, svo þar hefir aldrei nokkur maður heygður verið. Það er því ljóst, að annaðhvort hefir Finnur Magnússon rétt að mæla, eða þetta eru brellur einar, og hefir þá einhver hrekkjakarl látið hér steininn til þess að blekkja menn trúgjarna.“
Flekkuvíkursteinninn.
Sjálfsagt hefir Páll bóndi í Flekkuvík krafist þess fyrir fram, að gengið yrði frá leiði Flekku að lokinni rannsókn eins og það hafði áður verið. Og þótt Jónas geti ekki um það, hefir hann orðið að gera upp leiðið að nýju, enda þótt hann væri sannfærður um, að þetta væri enginn merkisstaður. Hann hefir ekki mátt ganga í berhögg við þá tröllatrú, sem menn höfðu á Flekkuleiði.
Matthías próf. Þórðarson hefir sagt, að skammstafanirnar á rúnahellunni eigi áreiðanlega að þýða „hér hvílir“, og hann álítur að áletrunin muni vera frá 17. eða 18. öld, gerð vegna munnmælanna um það, að þama væri Flekka heygð.
Sumarið 1959 kom ég að Flekkuvík og skoðaði Flekkuleiði, rúmum hundrað árum eftir að Jónas var þar. Leiðið er mjög svipað og hann lýsir því, bæði að stærð og lögun, og bendir það til þess, að það hafi verið hlaðið upp þegar að rannsókn lokinni.
Flekkuleiði (Á.Ó.)
En umhverfið er orðið breytt, þúfnareiturinn, sem Jónas talar um, er horfinn og er leiðið nú í sléttu túni. Ofan á leiðiskollinum liggur hraunhellan litla með áletruninni, og er sokkin í jörð, eins og þegar Jónas kom að henni. Af stærð hellunnar, eins og hér er að framan greint, geta menn dregið, að stafirnir sé ekki stórir. Og nú eru þeir ekki lengur „greinilegir“, eins og Jónas kallar þá. Á þessari rúmu öld hafa þeir eflaust máðst og slitnað. Kveður svo ramt að þessu, að sums staðar sér aðeins móta fyrir leggjum þeirra. Mosi og skófir hafa einnig sest í risturnar, en yfirborð hellunnar hrufótt, svo að varla má greina á milli hvað eru holur í steininum og hvað er klappað. Þess verður naumast langt að bíða, að áletrunin máist af með öllu, ef stafirnir verða ekki skýrðir.
Ég reyndi að hreinsa mosa og skófir úr ristunum, eftir því sem unnt var, bar síðan krít í þær, svo að þær yrði gleggri. Því næst tók ég af þeim meðfylgjandi mynd.
Kaalund.
Ef mynd þessi er borin saman við uppdrátt Jónasar, sést nokkur munur á 4. rúninni og seinustu rúninni í nafninu. Um 4. rúnina er það að segja, að Kaalund sagði að hún gæti ekki verið rétt hjá Jónasi, þar ætti ekki að standa [ heldur J, eins og kemur líka fram á ljósmyndinni. Þessi rún er nokkum veginn glögg enn, en Jónasi hefir annaðhvort sézt yfir annan skálegginn, eða þá að hann hefir ritað hana skakkt í minnisbók sína.
Seinasta rúnin er nú einna máðust, og vottar aðeins fyrir striki út úr aðalleggnum, en fráleitt held ég að þar hafi nokkurn tíma verið höggvinn bogi í líkingu við það, sem sýnt er á teikningu Jónasar.
Þess má geta hér, að á árunum 1937—39 ferðaðist Anders Bæksted hér um landið til að athuga rúnir og hefir skrifað bók um þær. Hann kom til Flekkuvíkur í júlí 1938 og tók mynd af Flekku-steininum og skýrði síðan upp rúnastafina. Eru þeir allir eins og hér á myndinni, nema seinasta rúnin. Hann segir, að rúnirnar sé „greinilegar“, en telur þær ungar, máske frá 18. öld, og miðar þá við gerð þeirra. Hann segir, að annar bóndinn í Flekkuvík hafi kunnað sögurnar um, að Flekka væri grafin þarna og vekti yfir innsiglingunni, en menn leggi nú ekki lengur trúnað á þá sögu.
Hvaðan er Flekkunafnið?
Flekkuvík.
Mér finnst það augljóst á öllu, að nafnið Flekkuvík hafi komið með landnemum frá Noregi eins og fjölmörg önnur nöfn.
Hér em bæirnir Flekkudalur og Flekkuvík, og þeir em báðir í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Það er þegar athyglisvert, þegar þess er gætt, að suður úr Dalsfirði í Noregi, litlu utar en þar sem Ingólfur átti heima, skerst fjörður, sem heitir Flekkufjörður. Hann er kenndur við bæinn Flekku, sem þar er. Nafnið er skrifað á ýmsan hátt í gömlum skjölum, svo sem Fleke, Flocke, Flecke og Fleche, en nú er það skrifað Flekke. Sagt er, að það sé alveg einstætt meðal gamalla bæjarnafna, og vita menn ekki hvað það þýðir. Sumir giska á, að það sé dregið af „flek“ = blettur, en verði þó ekki skýrt. Getgáta hefir og komið um, að það sé dregið af dílagrjóti (flekkóttu grjóti), sem þar er, en þó þykir það ekki sennilegt, því að grjót hefði þá átt að vera í nafninu.
„Utan við Hvassahraun á Reykjanesskaga gengur inn Vatnsleysuvík og inn úr henni utarlega skerst önnur lítil vík, sem Flekkuvík nefnist. Stendur bær samnefndur fyrir botni víkurinnar. Þar í túninu er lítill hóll eða stór þúfa, sem kallast Flekkuleiði, og þar ofan á liggur hraunhella með rúnaletri. Stendur þar skráð: „Hér hvílir Flekka“.
Sagnir herma að hún hafi verið landnámskona, komin frá Flekkufirði í Fjörðum, og eitthvað vensluð Ingólfi Arnarsyni, enda frá sama byggðarlagi og hann. Ingólfur fékk henni fyrst bústað í Kjós. Reisti hún þar bæ og heitir hann enn Flekkudalur, við hana kenndur. Hún var vitur kona og framsýn, en eigi mjög við alþýðuskap. Hún undi sér ekki í Kjósinni, vegna þess að hún sá ekki til sævar frá bæ sínum. Fluttist hún svo vestur á Vatnsleysuströnd og reisti sér þar bæ við eyðivík nokkra.
Hefir víkin síðan verið við hana kennd og kölluð Flekkuvík og hlaut bærinn sama nafn. Þarna var þá afskekktur staður, víkin umgirt apalhrauni á þrjá vegu, en á hrauntöngum beggja vegna víkurinnar svarraði brimið og voru átök þess ekki mjúk. En í víkinni sjálfri var góð lending og mikill veiðiskapur var þar jafnan skammt undan landi. Þó var innsigling á víkina viðsjál og gat verið hættuleg, ef ekki var rétt farið. Þess vegna mælti Flekka svo fyrir, áður en hún andaðist, að sig skyldi heygja þar efst í túni, fyrir opinni innsiglingarleiðinni. Lét hún svo um mælt, að aldrei skyldi skip farast þar á réttu sundi, meðan nokkuð sæist af kumli sínu. Hafa menn haft trú á þessu síðan.
Annars úir og grúir af „Flekku“-nöfnum í Noregi. Þar er Flekkuvík, Flekkuós, Flekkuey, Flekkustaðir (og ýmis önnur, sem virðast dregin af karlkynsnafninu Flekkur: Flekkstveit, Flekshaug, Flekstad, Fleksvik). Ennfremur eru þar nöfn eins og Flikka, Flikke, Flikeid, Flikkerud, Flikkeshaug, FHkki, Flikkin, Flikkurud, Flikstade. Menn segja, að ekki megi blanda þessum nöfnum saman við Flekkunöfnin, en þó verði þau ekki skýrð. Samt dregur bærinn Flekkefjord á Ögðum nafn sitt af bóndabænum Flikke.
Hér skal ekkert fullyrt um, hvort hér sé um einn nafngiftaflokk að ræða, en þótt Flikk-nöfnin sé undanskilin, þá eru Flekkunöfnin svo mörg, að eitthvað sérstakt mun hafa ráðið þeim. Er þá nokkur goðgá að hugsa sér, að til hafi verið í forneskju einhver vættur, sem Flekka hét, og við hana sé þessi staðanöfn kennd? Jafnvel að hún hafi átt sér bónda, sem Flekkur hét (sbr. nafnið Álaflekkur). í Snorra-Eddu er jötunsnafnið Fleggur, en það gæti alveg eins verið Flekkur, því að greinarmunur var ekki gerður á g og k í rúnum.
Flekkuleiði ætti að varðveita
Þótt Flekkuleiði sé ekki kuml, er það skemmtilegt og mætti helst ekki glatast. Það segir sína sögu um það, hvernig þjóðtrú myndast. Flekka vakir yfir útræðinu í Flekkuvík, eins og Þuríður sundafyllir vakir yfir byggðinni og miðum þeirra í Bolungavík.
Það er eflaust alþýðuskýring, að Flekkuvík dragi nafn af konu, sem hét Flekka, alveg eins og menn sögðu að Krýsuvík drægi nafn af fjölkunnugri konu, er þar bjó og hét Krýs. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að í Flekkuvík hafi einhvern tíma búið kvenskörungur, sem menn hafi kennt við bæ sinn og kallað Flekku. Menn hafa haft ýmsar sveiflur á því, allt fram á þessa öld, að kenna fólk þannig við bæi.
Flekkuleiðið.
Við skulum ekki missa sjónar á þessum ímyndaða kvenskörung í Flekkuvík. Hún hefir búið þar rausnarbúi, haft margt fólk í heimili og rekið mikla útgerð. Flekkuvík hefir þá verið betri jörð og blómlegri en nú er. Þá hefir verið mikið og grösugt undirlendi fyrir botni víkurinnar og út með henni beggja vegna. Þetta land hefir sjórinn verið að brjóta um margar aldir, og í tíð þeirra manna, sem enn lifa, hefir sjórinn gert þarna mikil landspjöll. Þar sem háir heybólstrar stóðu á dögum Flekku húsfreyju, lemur nú brimið berar klappir. En útgerðin hefir þá, eins og síðar, verið helsti bjargræðisvegurinn.
Rúnasteinninn á Flekkuleiði – uppdráttur ÓSÁ.
Húsfreyjan í Flekkuvík hefir borið umhyggju fyrir starfsfólki sínu. Ef til vill hefir einhver bátur farist þar á víkinni, vegna þess að hann þræddi ekki rétta leið, og lenti upp á sker. Þá hefir húsfreyjan látið setja upp sundmerki, svo að slíkt slys henti þar ekki aftur. Sundmerkin hafa verið tvær vörður, önnur fram við sjó, en hin uppi í túni. Þá var rétt innsigling, ef þessar tvær vörður bar saman. Og þá hefir húsfreyjan látið svo um mælt, að aldrei mundi farast bátur á Flekkuvík, ef stýrt væri eftir sundmerkjunum.
Flekkuvík.
Svo líða árin. Húsfreyjan í Flekkuvík hverfur til feðra sinna, en minning hennar lifir vegna ummæla hennar. Aldrei ferst bátur á réttri leið inn Flekkuvík. Menn skilja ekki, að það er sundmerkjunum að þakka, en halda að það sé að þakka ummælum húsfreyjunnar. Ákvæði hennar haldi hlífiskildi yfir bátunum, og þau verði alltaf í gildi. Þess vegna vanrækja þeir að halda sundmerkjunum við. Neðri vörðuna tekur brimið, en efri varðan, uppi í túninu, molnar niður, af því að hún var úr torfi. Þar verður eftir dálítill hóll. Við hann er tengd minningin um Flekku húsfreyju, og þá er þess skammt að bíða, að menn fari að trúa því, að þessi rúst sé haugur Flekku, þarna hafi hún varð sér hvílustað til þess að geta alltaf vakað yfir innsiglingunni á víkina.
Flekkuvík.
Og þá hlýtur að draga að því, að menn fari að trúa, að ekki farist skip á víkinni meðan nokkur merki legstaðar Flekku sjást. Og svo kemur einhver framtakssamur maður, sem er Flekku hjartanlega þakklátur fyrir vernd hennar, höggvið rúnir á litla hraunhellu og leggur helluna á leiði Flekku, til þess að það gleymist aldrei.
Einhvern tíma löngu seinna eru hlaðnar nýjar sundvörður. Önnur er nú niðri á sjávarbakkanum, en hin hátt uppi í hrauni. En þegar sigld er rétt leið inn á víkina og vörðurnar ber saman, þá er Flekkuleiði í beinni línu á milli þeirra.“
Rannsókn Jónasar Hallgrímssonar
Jónas Hallgrímsson.
Jónas Hallgrímsson skrifaði um rannsókn sína á Flekkuleiðinu 1841 eins og fram kemur hér að framan:
„Flekku-leiði í Flekkuvík“
Í hafsuður frá bænum, 6 faðma fyrir innan tún-garðinn, í þúfnareit; snýr frá útsuðri til landnorðurs og hallast þangað lítið eitt. Það er 5 álna langt og 2’/4 al. breitt, svo sem álnar hátt. Hraunhella ein lítil og slétt ofan liggur á miðri hæðinni, sokkin í jörðu; á henni stendur með greinilegu letri, eins og kunnugt er:
Hæðin er nú öll grasi gróin, en vottar samt í brúnunum fyrir grjóti, ekki ólíkt því, sem það væri hleðsla. Ég álít því nauðsynlegt, þar sem ágreiningur er um merkingu letursins, að rannsaka staðinn; því á einn bóginn er merkis-álit F. Magnussens, en hinu megin útlit hólsins, er ber öll merki þess að vera kuml, þótt lítið sje, og jafnframt nafnið sjálft, Flekku-leiði, og almenn sögusögn, og svo rík, að þar eru tengdar við bábiljur, svo sem til að mynda, að Flekka hefði sagt, þar myndi ekki farast skip á réttu sundi, meðan hún lægi fyrir opinni leiðinni. þessu trúa Strandarmenn svo ríkt, að þeim stóð hinn mesti stuggur af komu minni, og hét ég þeim að láta Flekku kyrra, ef ég fyndi hana, og kvaðst gjöra þetta í virðingarskyni, svo sem oft hefði verið gjört við helga menn. –
Leyfi til rannsóknarinnar hefi ég nú loksins fengið hjá landsdrottni séra Pétri á Kálfatjörn, og samþykki ábúanda Páls bónda, móti tilhlýðilegri borgun fyrir jarðusla, þar hóll þessi stendur í óslegnu túni.
Letursteinninn er nú upptekinn og mældur:
lengd hans er 15″ – 16 1/2″.
Breidd 12″.
Þykkt 4″ – 5″.
Flekkuvík – uppdráttur ÓSÁ.
Hann er því, sem sjá má, lítill og heldur ólöguleg hraunhella. Nú er rannsókninni lokið! Af því hingað og þangað var að sjá steinnibbur út úr brúnum hæðarinnar, ótti líklegt, að vera myndi steinhleðsla. Grassvörðurinn var því allur afskorinn og moldinni sópað af grjótinu; var þetta jarðlag hvergi meira en hálft fet á þykkt. – Þá kom það í ljós, að undir var einlæg, jarðföst klöpp, eður réttara sagt hraungarður, svo þar hefir aldrei nokkur maður heygður verið.
Það er því ljóst, að annaðhvort hefir F.M. rétt að mæla, eður þetta eru brellur einar, og hefir þá einhver hrekkjakarl látið hjer steininn til að blekkja menn trúgjarna.“
Í viðauka bætir Jónas við um Flekku-liðið: „“Flekku-leiði“; um það og skrif um það sjá Kr. Kå., Isl. Beskr., I., 31.-8. I., „hvorlades“ o.s.frv.; að sjálfsögðu hefir þessi skammstöfun átt að merkja „hér hvílir“. Áletrunin er sennilega frá 17.-18. öld, gerð vegna munnmælanna um að þarna væri „Flekka heygð. – „Flekka“ virðist vera ærnafn eða tíkur og ekki konu., „Dagbog“, vasahverið frá 1840; þar er frumrit af þessari skýrslu, ritað með blýanti á 3 bls. – Bls. 171, 14. l., „séra Pétri“, Jónssyni. – 15. l., „Páls bónda“ Vigfússonar. – 3. l.a.n.“
Um rúnasteininn í Flekkuvík – Þórgunnur Snædal
Myndin af Flekkuleiðinu fylgir umfjöllun Þórgunnar.
Þórgunnur Snædal skrifaði um „Rúnaristur á Íslandi“ árið 2003, þ.á.m. rúnasteininn á Flekkuleiðinu:
„5. Flekkuvík, Gullbringusýslu. Hraunsteinn á grasgróinni hraunhæð, svonefndu Flekkuleiði, suðaustur frá bænum, um 90 metra vestan við (gamla) afleggjarann og um þrjá metra inna við túngarðinn. hraunhellan er um 42×33 cm. Steinninn er nokkuð sokkinn í jörð svo þykktin varð ekki mæld, rh. 7,5-9 cm:
hh flecka
H(ér) h(vílir) Flekka.
Rúnirnar eru djúpar og vel varðveittar. Ekki er auðvelt að tímasetja þessa ristu en hún er varla eldri en frá 17. öld. Flekkuleiðis og rúnasteinsins er fyrst getið 1817 í skýrslu séra Guðmundar Böðvarssonar um fornaldarleifar í Kálfatjarnarsókn.“
Gömul sögn – Helgi Þorláksson
Flekkusteinninn.
Helgi Þorláksson skrifaði um Flekku í Skírnir árið 1978:
„Frá um 1840 eru sagnir um hollvætti sjómanna, Flekku við Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Hafði hún átt að segja að ekkert skip missti lands svo lengi sem hún lægi óhreyfð í leiði sínu, Flekkuleiði. Íbúar á staðnum ömuðust við raski á leiðinu (Kál I, 13).“
Rúnaletur
Eldra rúnaletrið.
Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist á Norðurlöndum og á Bretlandi.
Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og var letrið rist á horn, tré og steina. Íslenskar rúnaristur hafa fundist á legsteinum frá 1300-1700. Textar í rúnaletri voru ekki mjög langir enda gat verið seinlegt að rista þá. Rúnaletrið var einfalt og sumir stafir gátu táknað meira en eitt hljóð. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir fyrstu sex stöfunum.
Yngra rúnaletrið.
Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur.
Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok þjóðveldisins verður munurinn þó smám saman meiri og séríslenskar rúnamyndir verða algengari.
Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir á íslensku, meðal annars skrifaði Björn M. Ólsen, prófessor í íslenskri tungu og menningarsögu, greinar í Árbók Fornleifafélagsins og Finnur Jónsson ritaði einnig um íslenskar rúnaristur og þá hvarf íslenska rúnahefðin og vitneskja um rúnir var sótt í þessi rit.
Heimild:
-Strönd og Vogar, Árni Óla, Rúnasteinn í Flekkuvík, bls. 206-215.
-Jónas Hallgrímsson, III. Dagbækur, Yfirlitsgreinar o.fl., Flekkuleiði í Flekkuvík, bls. 170-171.
-Þórgunnur Snædal. 2003. „Rúnaristur á Íslandi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 5-68. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík.
-Skírnir, Helgi Þorláksson, 1. jan. 1978, bls. 137-138.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70101
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3887
Flekkuvík.
Elliðaárdalur III
Í skýrslu um „Sjálfbæran Elliðaárdal – stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016„, er m.a. fjallað um sögu og minjar í dalnum.
Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar 26. mars 2015 var skipaður starfshópur um sjálfbæran Elliðaárdal. Starfshópurinn fékk það hlutverk að gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi og fjármögnun á umhirðu og rekstri dalsins. Við gerð skýrslunnar var rætt við fulltrúa hagsmunaaðila, hverfisráð og hollvinasamtök sem einnig skiluðu athugasemdum við skýrsluna.
Í Elliðaárdal.
Helstu niðurstöður starfshópsins eru að dalurinn verði áfram eitt af aðalútivistarsvæðum borgarinnar, að fjölbreytilegt lífríki dalsins njóti verndar og að þess verði gætt að Elliðaárnar verði áfram frjósöm laxveiðiá.
Elliðaárdalur – Kermóafoss.
Starfshópurinn telur að jafnvægi þurfi að ríkja á milli útivistarsvæða í dalnum og íbúabyggðar. Þá séu tækifæri til að styrkja vistvænar samgöngur í dalnum.
Starfshópurinn telur að kanna þurfi vægi og fjölda vegfarenda um svæðið til að sjá hvar áherslum þurfi að breyta eða hvar bæta þurfi aðstöðu fyrir hjólreiðamenn, gangandi vegfarendur eða hestamenn.
Elliðaárdalur – kort.
Elliðaárdalurinn gegnir veigamiklu hlutverki í markmiðum borgarinnar í loftslagsmálum því dalurinn er með stærri grænum svæðum í borginni. Hlúa þarf að því lífríki sem er finna í dalnum og vakta það. Fylgjast þarf með fjölda minka og kanína og viðhalda fjölbreyttu fuglalífi.
Í Elliðaárdal.
Fjöldi tækifæra eru í Elliðaárdalurinn fyrir umhverfismennt, rannsóknir á vistkerfinu og fræðslu og skoða þarf ólíkar leiðir til þess en staðsetning dalsins í miðri borg eykur notkunarmöguleika hans til muna.
Starfshópurinn telur að vernda þurfi mannvirki sem tengjast raforkuframleiðslu og sögu hennar í dalnum en henni hefur verið hætt. Stærsta mannvirkið sem tengist raforkuframleiðslunni er Toppstöðin og leggur starfshópurinn til að annars vegar verði framkvæmd húsakönnun á byggingunni og hins vegar að unnin verði drög að fyrirkomulagi hugmyndasamkeppni um mögulega starfsemi í húsinu. Undanfarin ár hefur verið frumkvöðlasetur í húsinu en ljóst er að ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á húsinu.
Í Elliðaárdal.
Það er niðurstaða hópsins að ekki sé þörf á aukinni skógrækt í dalnum og grisjunarþörf sé umtalsverð til að bæta útivistarsvæðið.
Þegar starfshópurinn horfir á aukningu meðal ferðamanna er það mat hans að þó að margir þeirra leggi ferð sína í dalinn sé hlutverk hans fyrst og fremst að vera athvarf og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Aðgerðir sem farið verður í til að bæta innviði dalsins miði að þörfum allra sem dalinn sækja heim.
Í Elliðaárdal.
Borgarbúum er flestum annt um Elliðaárdalinn og því telur starfshópurinn þörf fyrir lifandi vettvang fyrir samræður og samstarf. Hópurinn leggur því til að borgin haldi utan um reglulega/árlega samráðsfundi um dalinn þar sem allir sem áhuga hafa geta hist og rætt brýn mál.
Elliðaárdalurinn er ein af útivistarperlum Reykjavíkur. Hann nýtur borgarverndar vegna sérstaks náttúrufars og möguleika til útivistar. Þar eru merkilegir sögustaðir og friðlýstar minjar. Lengd hans á milli Elliðavatns og ósa Elliðaánna er u.þ.b. 6 km og breiddin milli hálfur til einn kílómetri.
Reykvíkingar fóru gjarnan í lautarferðir þangað á 19. öld, en eftir að bílar komu til sögunnar fór fólk að sækja lengra. Nú er fólk farið að gefa dalnum gaum á ný og nýtur umhverfisins þar sem aldrei fyrr. Jarðfræði dalsins er hægt að lesa í Háubökkum við Elliðavog, þar sem er að finna skýringar á skilti. Meðalrennsli Elliðaánna er 5,5 m³/sek. Áætlað er, að flóðið mikla árið 1968 hafi náð 220 m³/sek. Orkuveita Reykjavíkir (Vatnsveita) sækir vatn sitt að mestu leyti af vatnasviði Elliðaánna, u.þ.b. 0,6 m³/sek. og verður því vatnsmagn Elliðaánna að sama skapi minna.
Í Elliðaárdal.
Gróður í dalnum er víða mikill, bæði náttúrulegur og ræktaður, a.m.k. 160 tegundir blómplantna. Skógrækt hófst líklega í dalnum upp úr 1920 með gróðursetningu reynitrjáa. Þegar hús og sumarbústaðir fóru að rísa í dalnum, kom til garðrækt. Orkuveita Reykjavíkur (Rafmagnsveita) hóf skógrækt í Árhólmanum upp úr 1950. Helztu varpfuglar í dalnum eru álftir, grágæsir, stokkendur, rauðhöfðaendur, urtendur, straumendur, duggendur, æðarfugl, toppönd, grafönd, hrossagaukar, skógarþrestir, starrar, auðnutittlingar, þúfutittlingar, steindeplar, maríuerlur, hrafnar, himbrimar, o.fl. Alls má telja 59 fuglategundir, en 31 þeirra eru fastir varpfuglar og 18 tegundir eru árvissir gestir.
Elliðaárnar hafa löngum verið meðal beztu laxveiðiáa landsins en þar eru einnig urriði, bleikja, hornsíli og áll. Rústir þófaramyllu og litunarhúsi Innréttinganna má finna á takmörkuðu svæði í Árhólmanum undan bæjarhólnum að Ártúni. Elliðaárvirkjun var tekin í notkun árið 1921.
Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf söfnun muna, sem tengjast sögu hennar, árið 1971. Skráning munanna hófst 1988 og þar með skipuleg söfnun.
Rafveitusafnið var formlega stofnað árið 1990 og það er skemmtilegt að heimsækja það í dalnum. Orkuveita Reykjavíkur (Hitaveita) á átta borholur í dalnum.
Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar voru fjórir kampar í landi Ártúns, Camp Alabaster (Camp Pershing), Camp Battle, Camp Hickham, Camp Fenton Street og Camp Ártún á Ártúnshöfða. Víðivellir, athafnasvæði hestamanna, er aðallega á tveimur aðskildum svæðum ofarlega í dalnum og þriðja og elzta svæðið er við enda Bústaðavegar. Árbæjarsafnið, sem var opnað árið 1957, er hluti af Elliðaárdalnum.
Búskapur og landbúnaður
Árbær.
Elliðaárdalur hefur verið landbúnaðarsvæði um langt skeið en getið er búskapar á bænum Ártúni á 14. öld og Árbæ á 15. öld. Á Árbæ var búskapur í minnst 500 ár. Ummerki um þennan landbúnað eru mjög áberandi enn í dag því tún eru kringum bæjarstæðin sem reyndar gáfu ekki mikið af sér og þótti harðbýlt á báðum bæjum.
Elliðaárdalur 1880 – Ben. Gröndal.
Dalurinn var lengi vel notaður sem úthagi þar til hann var friðaður fyrir sauðfjár- og hrossabeit á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Í Ártúni var gisti- og veitingaþjónusta fyrir ferðafólk um langt skeið, allt fram á 19. öld. Áður en byggðin reis í Árbæjar- og Breiðholtshverfum var mikið um að leigð væru erfðafestulönd í dalnum, einkum norðan Elliðaáa undir Ártúnsholti austur að Selás. Þar reisti fólk sér sumarbústaði og önnur smáhús og eigendur stunduðu garð- og trjáyrkju.
Sumarbústaðabyggðin lagðist niður að mestu á tímabilinu frá 1960-1990 en enn standa nokkur stærri hús sem eru heilsárshús, flest á Ártúnsblettum við Rafstöðvarveg en einnig nokkur í Árbæjar- og Seláshverfum. Eru það elstu húsin á þessum slóðum. Smáhýsi eru einnig í Löngugróf sunnan Árbæjarstíflu nálægt Stekkjarbakka (Árni Hjartarson o.fl., 1998).
Aðrar söguminjar
Elliðaárbrú 1927.
Elliðaárdalur var í lykilhlutverki í ullarvefnaðariðnaði í Reykjavík 18. öld sem var hluti af starfsemi Innréttinga Skúla Magnússonar landfógeta. Í árhólmanum má sjá ummerki um mannvirkin er þessu tengdust en þar stóðu þófaramylla, litunarhús og sútunarverkstæði. Var vatnskraftur Elliðaánna nýttur við að þæfa og lita ullina.
Elliðaárdalur 1946.
Þjóðleiðin frá Reykjavík lá einnig yfir Elliðaárnar neðarlega í dalnum og má finna ummerki um gömul vegstæði og vöð og var Ártúnsvað fjölfarnasta vaðið (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Fyrstu brýr yfir Elliðaárnar voru byggðar 1883 en hafa þær verið endurnýjaðar alloft síðan þá, stækkaðar og styrktar. Í dag eru tvær brýr fyrir bílaumferð, Höfðabakkabrú frá 1981 og Breiðholtsbrautarbrú frá 1993 auk brúar fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi til móts við Árbæjarlaug.
Stríðsminjar finnast einnig í dalnum en fimm herkampar voru á túni Ártúns á heimsstyrjaldarárunum síðari og má sjá ummerki um þá í túninu við bæinn. Einn stór kampur, Camp Baldurshagi, var á Víðidalssvæðinu en lítil ummerki eru þar eftir í dag.
Ekkert er minnst á veru Arnesar útilegumanns, veru hans í dalnum og fylgsni hans í Árhólmum.
Raforkuframleiðsla
Elliðaárrafstöðin.
Rafstöðin við Elliðaár var tekin í notkun sumarið 1921 og var raforkan framleidd með tveimur vélum og flutt eftir háspennuraflínu að aðveitustöð á Skólavörðuholti. Var raforkan fyrst og fremst notuð fyrir lýsingu í Reykjavík.
Árbæjarstífla.
Helstu mannvirki er tengjast raforkuframleiðslunni eru stíflurnar tvær, Árbæjarstífla sem var fullgerð árið 1929 og Elliðavatnsstífla sem var reist á árunum 1924-8 og endurgerð 1978, rafstöðvarhúsið sjálft ásamt fallstokknum sem liggur frá Árbæjarstíflu niður í rafstöðina auk nálægra húsa er tengjast starfseminni. Stærsta byggingin er þó Toppstöðin sem var
vara- og álagsstöð fyrir meginrafstöðina og tók til starfa 1948. Hlutverki hennar lauk á áttunda áratugnum og hýsir húsið nú frumkvöðlasetur. Eftir að pípan í fallstokknum rofnaði árið 2013 hefur
ekki verið virk raforkuframleiðsla í Elliðaárvirkjun (www.or.is)
Skógrækt
Í Elliðaárdal.
Skógrækt hefur sett mikinn svip á Elliðaárdalssvæðið. Á 30 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 var hafin skógrækt í Elliðaárhólma og var gróðursett þar árlega til um 1970. Í Sveinbjarnarlundi í Ártúnsholti eru enn eldri grenitré eða frá 1937 sem í dag eru talin hæstu grenitré á Íslandi eða um 20 metra há. Skógræktarfélag Reykjavíkur stundaði einnig skógrækt í Elliðaárdalnum um alllangt skeið í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur, t.d. í Breiðholtshvarfi (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Mikill vöxtur hefur verið á plöntuðum trjágróðri þar síðustu misseri og víða finnst þéttur skógur og há tré.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar sinna nú grisjun í skóginum.
Ísaldaminjar
Blesaþúfa framundan. Meðfylgjandi texti á á skiltinu vinstra megin á myndinni.
Í Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilssvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín.
Elliðaá og Blesaþúfa framundan.
Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökullinn hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, mynduðust malarhjallar og setfyllur.
Í Elliðaárdal má finna minjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum, sem myndanir tengdar henni og frárennsli bránandi jökuls. Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og sandeyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi.
Þessar myndanir sem nefndar eru strandhjallar og óseyrar, benda til að sjávarmál hafi verið um 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót, en ekki kyrrlátar kindár eins og nú er.
Blesaþúfa er dæmigerðar leifar af fornri óseyri.
Heimildir:
-https://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_ellidaardalur.htm
-Sjálfbær Elliðaárdalur – stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016.
Skötutjörn.