Garðakirkja

Sigríður Torlavius skrifar í Tímann árið 1965 um endurreisn Garðakirkju:
„Í meira en sex hundruð ár hafði staðið kirkja að Görðum á Álftanesi. Frá kirkjudyrum höfðu menn sýn yfir strönd og nes horfðu vestur um flóa, í sólsetursglóð eða kólgubakka. Þaðan mátti sjá fólk starfa að landbúnaði og við sjófang, báta róa til fiskjar, snúa í höfn — eða hverfa að fullu og öllu. Þar höfðu þjónað 43 klerkar, aðstoðarprestar meðtaldir, þegar ákveðið var árið 1914, að sóknarkirkjan skyldi flutt frá Görðum til Hafnarfjarðar í sjávarþorpið við hraunjaðarinn í botni víkurinnar.
gardakirkja-29Mismargt er ritað um þá klerka, sem staðinn hafa setið frá því þar var séra Ólafur Magnússon, sem árið 1284 gerði för sína til Noregs og andaðist þar ári síðar. Árni biskup Þorláksson sem Biskupa sögurnar segja, að hafi „farið fram sem ljón“ í stríði sínu við veraldlega valdið um eignir þær, sem kirkjunum höfðu verið lagðar, setti á staðinn frænda sinn séra Bjarna Helgason, árið 1285. Ekki undi Rafn lögmaður Oddson því, heldur tók staðinn af Bjarna og fékk í hendur Sturlu Sæmundssyni frá Odda. Fleiri urðu átök um yfirráð staðarins á þeim óróatímum.
Árið 1531 fékk séra Einar Helgason staðinn. Ekki var kært nábýlið með honum og Diðriki af Mynden, fógeta á Bessastöðum. Kvaðst klerkur albúinn að lesa ævisögu fógetans upp á Alþingi og væri honum það mátulegt, því bæði stæli hann og kæmi öðrum til að stela. Eftir að Diðrik var dauður óhreinan sveim, lagði þó ári sá aldrei til við séra Einar. En annan mann átti séra Einar að vini. Það var hinn blindi biskup Ögmundur Pálsson, sem svo hart var leikinn af Gissuri eftirmanni sínum. Hann bað séra Einar að skrifa bréfið til Ásdísar systur sinnar á Hjalla, um afhendingu Slifursins, sem duga átti honum til lausnar. Ekki treystu þeir Hvítfeld og Gissur bréfagerð séra Einars, heldur skrifaði Gissur sjálfur annað bréf og sendi séra Einar með það austur.
Árin 1569—1618 sat Jón Kráksson staðinn. Hann var hálfbróðir Guðbrands biskups Þorláksaonar og var með honum erlendis þegar Guðbrandur tók vígslu. Samtímis fengu þeir staðfesta dóma um endurheimt jarða, sem dæmdar höfðu verið af Jóni afa þeirra Sigmundssyni.
gardar-229Árið 1658 fluttist að Görðum Þorkell prestur Arngrímsson og þar fæddist honum sonur árið 1666, er kunnur varð samtíð og síðari öldum Jón biskup Vídalín. Jón Vídalín var að vísu prestur í Görðum um tveggja ára skeið, 1695—97, en virðist alltaf hafa verið með annan fótinn austur í Skálholti hjá Þórði biskupi Þorlákssyni Þó hafði hann bú á Görðum með móður sinni, en naumast hafa efnin verið mikil. Er að því vikið í Biskupasögunum, að eftir andlát Þórðar biskups, hafi Guðríður ekkja hans veitt Jóni fjárstyrk til að sigla, svo hann næði biskupsembætti og vígsju. Ári eftir að Jón tók vígslu, hélt hann brúðkaup sitt, en ekki sat velgerðarkona hans, biskupsekkjan, þá veizlu. Er sveigt að því, að þá hafi verið tekin að kólna vinátta þeirra. Ó-já, það er svo sem sitt hvað, sagnfræði og slúður!

Garðakirkja

Garðakirkja 1960.

Fleiri Garðaklerkum samdi illa við höfðingjana á Bessastöðum. Björn Jónsson Thorlacius, sem var þar prestur frá 1720—46, átti í miklum brösum við amtmanninn. Dætur átti séra Björn tvær og giftist önnur Halldóri biskupi Brynjólfssyni, en hin, sem var launbarn, varð eiginkona Skúla fógeta.
Á síðari öldum sátu á Görðum margir lærdómsmenn og menningarfrömuðir, eins og Árni biskup Helgason. Helgi lektor Hálfdánarson og Þórarinn prófastur Böðvarsson. Lét séra Þórarinn hlaða steinkirkju að Görðum árið 1879 og stóð hún ofar í brekkunni en hinar fyrri kirkjur höfðu staðið og utan við kirkjugarðinn. Lét hann Jón son sinn, sem þá var við nám erlendis, kaupa marga góða gripi til kirkjunnar.
Síðasti presturinn sem staðinn sat, var Árni prófastur Björnsson. Bjó hann áfram á Görðum til ársins 1928 þó að búið væri að flytja kirkjuna. En eftir að hann fluttist burtu, gerðist Guðmundur Björnsson ábúandi á jörðinni og situr hana enn.
Sem að líkum lætur voru kirkjugripir úr Garðakirkju fluttir í hina nýju sóknarkirkju. Altaristaflan var tekin að mást og fölna og þótti nauðsynlegt að skýra hana upp og hreinsa og var það gert í Reykjavík. Ólafur þingvörður Þorvaldsson hefur sagt mér, að eitt sinn, er hann var á heimleið frá Reykjavík, hafi hann mætt hóp manna, sem kom berandi með altaristöfluna frá Hafnarfirði.

Garðakirkja

Garðakirkja fyrrum.

Að Görðum stóð steinkirkjan eftir, rúin og auð. Veðraðist hún og hrörnaði smám saman og þar kom, að eftir stóð tóftin ein og starði holum gluggaskotum yfir hverfið, en þak féll inn. En þegar liðin voru tæp fjörutíu ár frá því, að guðsþjónustur lögðust af á staðnum, var svarað kalli hins hrunda guðshúss.
Árið 1953 stofnuðu 36 konur Kvenfélag Garðahrepps. Formaður var kosin Úlfhildur Kristjánsdóttir, húsfreyja á Dysjum og gegnir hún nú á ný formennsku í félaginu. Úlfhildur þótti alltaf ömurlegt að líta til kirkjurústanna, frá því fyrst hún fluttist í Garðahverfið. Því taldi hún, sem og aðrir stofnendur kvenfélagsins, að það væri í senn veglegt og verðugt hlutverk að gangast fyrir endurreisn kirkjunnar. Þær fengu Björn heitinn Rögnvaldsson byggingameistara til að athuga kirkjurústina og leggja á ráðin um framkvæmdir. Hann taldi, að steypa þyrfti 15 cm. þykkt styrktarlag innan á veggina og tóku konurnar strax til óspilltra mála. Þær söfnuðu sjálfboðaliðum og voru ósmeykar að leggja sjálfar hönd á þau verkfæri, sem beita varð hverju sinni. Þær grófu fyrir undirstöðum, unnu við múrverk og þaklagningu. Bætt var turni á kirkjuna, svo hún er enn reisulegri en áður var.

Garðakirkja

Garðakirkja 2022.

Við næst síðustu alþingiskosningar var leitað álits sóknarmanna á því, hvort þeir vildu að kirkja yrði á Görðum á ný. Var almennur vilji fyrir því og sóknarnefnd kosin. Er kvenfélagið hafði komið kirkjunni undir þak, afhenti það hana sóknarnefndinni og hafði það þá lagt fram 111 þúsund krónur í reiðufé, auk sjálfboðavinnunnar, sem var afar mikil. Ekki var þó stuðningi félagsins við kirkjuna lokið með þessu. Það heldur áfram að safna til hennar fé með ýmsu móti, hefur árlega kaffisölu og skemmtanir, veitir viðtöku gjöfum og áheitum. Það hefur stofnað minningarsjóð um látna félagskonu og skal verja minningargjöfunum til kirkjunnar. Auk hinna sérstöku fjársafnana leggur félagið árlega fimm þúsund krónur í kirkjubyggingarsjóðinn.
Nú er búið að ganga frá öllu múrverki í kirkjunni, utan sem innan, og lagt hefur verið í hana hellugólf úr íslenzkum steini. Eftir er að smíða bekki, prédikunarstól og altari og tefur það nokkuð framkvæmdir, að panta varð sérstaklega við í þá gripi, því ekki var til nægilega góður viður í landinu. Daginn sem ég kom að Dysjum var verið að ljósmynda kirkjuna að innan, svo að senda mætti myndirnar til útlanda, áður en ráðin væri kaup á ljósaútbúnaði. Allur verður búnaður hinnar endurreistu kirkju nýr, því engum dettur í hug að vilja krefjast aftur þeirra gripa, sem á löglegan hátt voru fluttir í nýja sóknarkirkju. Vonir standa til, að hægt verði að vígja kirkjuna fyrir næstu jól, rösklega hálfri öld eftir að lagðar voru niður guðsþjónustur að Görðum. Þá verður vonandi einnig búið að hlúa að gamla kirkjugarðinum og umhverfi kirkjunnar, en það verk er í höndum fegrunarnefndar sóknarinnar.
Það er full ástæða til að minna á að þakka það merkilega starf, sem Kvenfélag Garðahrepps hefur af hendi leyst við endurreisn kirkjunnar, sem fyrr en varir verður miðdepill þétthýlis, er koma mun í staðinn fyrir smábýlin, sem enn mynda byggðina milli hrauns og hafs. – Sigríður Thorlavius.

Heimild:
-Tíminn 15 apríl 1965, bls. 17 og 31.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Selalda

Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð; bæjarbúar voru ekki sjálfum sér nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum.

Krýsuvík

Krýsuvík – Norðurkot (tilgáta ÓSÁ).

Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum.

Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði.

Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur.

Eftir það upphófst mikið mála þras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí 1940.

Krýsuvík

Stóri Nýibær í Krýsuvík.

Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn 1961.

Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík. Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun.

Krýsuvík

Krýsuvík – Suðurkot; tilgáta.

Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmis konar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.

Vinnuskóli

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í fjósinu í Krýsuvík (HH).

Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmis konar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.
Bústjórahúsið í Krýsuvík var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu.

Vinnuskólinn í Krýsuvík

Drengir úr Vinnuskólanum í Krýsuvík ofan Krýsuvíkurbjargs.

Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu. Sveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997.

Krýsuvík

Krýsuvík – bústjórahúsið; síðar Hús Sveins Björnssonar.

Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir hússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni, sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.

Skátar í Hraunbúum reistu skátaskála við Hverahlíð við suðurenda Kleifarvatns 1945-46.

Hverahlíð

Skátaskáli í Hverahlíð.

Þennan skála nýttu skátar á sumrin og veturna um langt árabil. Á áttunda áratugnum fengu skátarnir afnot af hluta heimatúns Krýsuvíkurjarðarinnar og komu sér þar upp aðstöðu. Reistu þeir lítinn skála í gömlu fjárhústóftinni og sléttuðu túnið. Á þessum stað halda Hraunbúar árlegt vormót sitt á hvítasunnunni.

Hvergi er hins vegar minnst í „Aðalskipulaginu“ á meintar fornleifar á svæðinu, einungis endurtekin almenn klausa um skilgreiningu á fornleifum skv. þjóðminjalögum.

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.

Þrátt fyrir mörg orð í „Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025“ eru t.d. tóft Jónsbúðar á Krýsuvíkurheiði, steinhlaðið veiðihús, heilleg fjárhústóft í Litlahrauni, steinhlaðin réttin sem og fjárskjólið þar í hrauninu, miðunarvarðan ofan Krýsuvíkurbjargs, tófta Krýsuvíkursels ofan Heiðnabergs, bæjartófta Eyris og Fitja, fjárhússins undir Strákum sem og annarra merkilegra fornleifa í heiðinni hvergi getið í „Aðalskipulaginu“ – http://ibuagatt.hafnarfjordur.is/meetingsearch/displaydocument.aspx? 

Heimild:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.

Krýsuvíkurheiði

Hús í Krýsuvíkurheiði.

Gunnuhver

Þjóðsagan um Gunnu við Gunnuhver á Reykjanesi er eftirfarandi:
„Vilhjálmur Jónsson lögréttumaður bjó á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi; hann dó 1706. Hann átti illt útistandandi við kerlingu eina sem hét Guðrún Önundardóttir, út af potti semhann átti að hafa tekið af henni, líklega upp í skuld. Kerling tók sér það svo nærri að hún heitaðist við Vilhjálm.
Þegar hún var grafin var Vilhjálmur þar við, en leið hans lá um Skagann sem kallaður er fyrir utan Útskála. Hann fór heimleiðis um kvöldið, en fannst daginn eftir dauður á Skaganum og var þá allur blár og beinbrotinn.

Gunnuhver.

Lík hans var flutt í bænhúsið á Kirkjubóli og Gísli prestur á Útskálum fenginn til að vaka yfir því á næturnar, því allir þóktust vita að Gunna hefði drepið hann og væri nú afturgengin. Þóktist prestur eiga fullt í fangi að verja líkið fyrir kerlingu að ei drægi hún það úr höndum sér.

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Afturgangan magnaðist síðan mjög og nú dó ekkja Vilhjálms snögglega; var Gunnu það kennt. Fólk sem fór um Skagann villtist sumt, en sumt varð vitstola. Var það allt af völdum Guðrúnar og sáu menn nú óvætt þenna fullum sjónum. Gjörði þá Gunna skaða mikinn svo ekki var viðvært mönnum né málleysingjum.

Þegar í slíkt óefni var komið og enginn gat stemmt stigu fyrir afturgöngunni, þá voru tveir menn nokkuð kunnandi sendir til fundar við séra Eirík í Vogsósum til að biðja hann hjálpar. En með því prestur var ekki alténd vanur að taka slíkum málum greiðlega, þá voru þeir látnir færa honum nokkuð af brennivíni, því allir vissu að honum þókti það gott.

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Sendimenn fóru nú á fund Eiríks prests og gjörðu allt eins ogfyrir þá var lagt. Tók hann þeim vel, en þegar þeir fóru ástað aftur fékk hann þeim hnoða og sagði að þeir skyldu láta Gunnu taka í lausa endann á hnoðanu. Sagði hann að hnoðað mundi þá sjálft velta þangað sem hún mætti vera að ósekju.

Sneru sendimenn heim við þetta og gjörðu allt sem prestur hafði fyrir þá lagt. En undir eins og Gunna hafði tekið í lausa endann á hnoðanu valt það á stað, en hún fór á eftir. Sást það seinast til að hvort tveggja, hnoðað og Gunna, steyptist ofan í hver þann suður á Reykjanesi sem síðan er kallaður Gunnuhver. Hefir síðan ekki orðið meint við afturgöngu Gunnu.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Sumir segja að hnoðað færi ofan í hverinn, en Gunna héldi í endann; var endinn svo langur að Gunna gat staðið hálfbogin uppi á hverbarminum og trítlar hún þannig einatt til og frá kringum hverinn á blábrúninni hálfbogin, því hún vill fyrir hvern mun sízt fara ofan í vilpu þessa“.

Í kringum svæði Gunnuhvers er mikil litadýrð og óvæntir möguleikar er fæstir ættu að láta fram hjá sér fara, sbr. meðfylgjandi FERLIRsmyndband…

Heimild:
-Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar.

Auðnasel

Ætlunin var að ganga upp í Breiðagerðissel (Auðnasel) og huga að götum upp frá því og síðan áleiðis niður á Vatnsleysuströnd.
BreiðagerðisstígurTil hliðsjónar var hafður þjóðleiðauppdráttur Björns Gunnlaugssonar frá árinu 1831, en hann var lengi notaður sem helsta leiðsögn ferðalanga um Landnám Ingólfs. Leiða má af því líkum að þær götur, sem þar eru sýndar, hafi verið fjölfarnari en aðrar minna þekktar. Uppdrátturinn sýnir t.a.m. götu upp frá Breiðagerði á Vatnsleysuströnd, að vestanverðum Keili og áfram upp á Vigdísarvelli. Einn megintilgangur ferðarinnar nú var að reyna að rekja þessa götu upp frá Breiðagerðisseli og áfram áleiðis að Keili, en hún hafði áður verið þrædd frá Moshól við Selsvelli og áleiðis niður heiðina frá Keili.
Í selinu, sem er í gróningum undir aflangri hraunhæð, munu hafa verið selstöður frá a.m.k. þremur bæjum; Auðnum, Breiðagerði og Höfða. Fjöldi stekkja gefa jafnan til kynna fjölda stöðva í hverju seli, en þarna eru a.m.k. þrír slíkir.

Breiðagerðissel

Breiðagerðissel – stekkur.

Í Jarðabókinni 1703 (bls. 136) segir m.a. að „Breida Gierde brúkaði selstöðu þar sem kallað er Knarrarnessel, eru þar hagar mjög litlir og vatnsbrestur til stórmeina“. Einnig að Auðnar brúkaði „selstöðu þar sem kallað er Auðnasel, þar eru hagar nýtandi, en vatnsskortur til stórmeina margoft“. Um Knarrarnessel segir: „Selstaða þar sem heitir Knarrarnes sel; eru hagar litlir mjög, en vatnsskortur til stórmeina, so að selstöðuna hafa menn næsta því forlátið, og kaupir bóndinn nokkrum sinnum selstöðu í fjarlægð“. Höfða er ekki getið í Jarðabókinni 1703. Hér kemur fram að Breiðagerði haft selstöðu í Knarrarnesseli, sem er næsta sel vestan við Auðnasel.
Í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi 2007 segir á bls. 92 um Auðnasel:Vatnsstæði við Breiðagerðisstíg „Margar tóftir eru sjáanlegar, mismikið grónar, en þarna var haft í seli frá bæjum í Auðnahverfinu, s.s. Auðnum, Höfða og Breiðagerði“. Hér er Breiðagerðisselið komið í Auðnasel, en skv. Jarðabókinni átti það að hafa verið í Knarrarnesseli.
Tilvist götunnar á uppdrætti Björns gat sagt nokkuð til um hvar selstaðan frá Breiðagerði var í raun.
Sesselja getur m.a. um kort Björns Gunnlaugssonar; „Á uppdrættinum frá árinu 1831 eftir Björn Gunnlaugsson er merkt gata frá Breiðagerði og upp heiðina. Sú gata er sett inn á kortið sunnan Keilis að Driffelli og áfram sömu leið og Þórustaðastígur. Í fyrstu taldi ég að Björn hefði merkt Þórustaðastíginn rangt inn á kortið (þ.e. sett hann sunnan við Keili) en nú hefur komið í ljós nokkuð glögg vörðubrot, en óljós gata, þarna niður heiðina sunnan og vestan Keilis í átt að Knarrarnesseli. Leiðin er sérkennilega vörðuð með „lykilvörðum“ á áberandi stöðum með löngu millibili en milli þeirra litlar „þrísteinavörður“.

Breiðagerðisstígur

Breiðagerðisstígur.

Sumstaðar þar sem „lykilvörðurnar“ eru sjást eins konar hlið á götunni, þ.e. lítil varða andspænis þeirri stóru og nokkrir metrar á millum. Gatan endar að því er virðist við Knarrarnessel þannig að þeir sem notuðu götuna hafa svo haldið áfram sesltíginn en sá er óvarðaður að mestu. Á síðsutu öld fóru bændur úr Brunnastaða-, Ásláksstaða- og Knarrarneshverfi með hrossastóð til beitar í Fjallið þessa leið en þeir sem innar bjuggu á Ströndinni notuðu Þórustaðastíg. Þessi gata sem og Þórustaðastígur hafa ólíklega verið þjóðleiðir fyrrum heldur eingöngu noraðar af hreppsfólki.“
Fyrrnefndar vörðumyndir má m.a. sjá á tveimur stöðum. Svo virðist sem um misgamlar vörður hafi verið að ræða á hverjum stað. Ein er jafnan nýjust og heillegust. Hvað um það…
Varða við BreiðagerðisstígReynt var í fyrstu að rekja götu upp frá Auðnaseli (Breiðagerðisseli). Hún liggur upp með syðsta stekknum í selinu, uppi á grónum ílöngum klapparhólnum. Ofar er varða. Síðan tekur hver varðan við af annarri með reglulegu millibili. Sumar eru reyndar fallnar. Af þeirri ástæðu sem og þeirri að á köflum í heiðinni hefur orðið veruleg jarðvegseyðing á síðustu ármisserum var auðvelt að villast út af götunni. Þegar komið var upp undir háheiðarbrúnina, að þeim stað sem fyrri ferðin hafði endað, var gatan augljós. Ekki fór á milli mála að þar var um hestagötu að ræða. Miðja vegu þaðan og að Keili eru gatnamót – líklega mót götu er liggur í boga niður að Knarrarnesseli og áður var minnst á.
Nú var gatan auðveldlega rakin niður aflíðandi heiðina. Hún var víðast hvar mjög greinileg, en á stuttum köflum hafði mosi vaxið í hana eftir að hafa náð að hefta uppblástur. Gatan lá nokkuð bein og þræddi með aflíðandi hólum og hæðum. Miðja vegu að selinu var tilbúið vatnsstæði. Hlaðið var í kanta til að afmarka vatnsstöðuna.

Breiðagerðissel

Í Breiðagerðisseli.

Auðvelt var að fylgja götunni að Auðnaseli, en lega hennar virtist styrkja þá trú að þar hefði Breiðagerðissel verið til húsa fyrrum. Hún var og í nákvæmu samræmi við uppdrátt Björns frá árinu 1831. Hafa ber í huga að selstöðurnar í heiðinni voru flestar aflagðar um árið 1870, en fyrir þann tíma hefur selstöðugróskan verið mikil á þessum slóðum. Ekki er þó loku fyrir það skotið að selstöður einstakra bæja hafi færst til frá einum tíma til annars, eftir því sem ábúendur bæjanna voru og tengsl þeirra innbyrðis. Þannig má telja líklegt að einfaldur kvonhagur hafi getað fært aumlega tímabundna selstöðu úr stað millum selja, en dæmi eru um slíkt á landssvæðinu frá fyrri tíð. Stólpabóndi keypti eða eignaðist með öðrum hætti og annan bæ í sveitinni og sameinaði þá selstöður sínar á einum stað – líklega tímabundið. Þá gat kastast í kekki millum nágranna er gerði það úr verkum að einhverjar selstöður urðu óvirkar um tíma. Svona mætti lengi telja, sem ástæðulaust er að rekja frekar hér.
Fyrrum gatnakerfi í landnámi Ingólfs er smám saman að taka á sig heillegri mynd.
Frábært veður. Sólstafir léku við sjónarrönd. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Varða við Auðnasel

Skýjaop

Ætlunin var að fylgja götu, sem sjá má á upppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá árinu 1831, en á honum eru dregnar upp helstu þjóðleiðir í landnámi Ingólfs. Á uppdrættinum liggur Sandakravegurinn t.a.m. milli Innri-Njarðvíkur og Ísólfsskálavegar, en ekki úr Vogum, eins sýnt hefur verið á kortum í seinni tíð. Þá er Skógfellavegur ekki á uppdrættinum.
Kort af svæðinu - rautt er leiðin á uppdrættinumFyrrnefnd gata liggur frá Núpshlíðarhálsi (Vestari Móhálsi), líklega frá Hraunsseli eða Selsvöllum og norður að austanverðu Driffelli. Þaðan liggur gatan skv. uppdrættinum norður fyrir Driffell, en beygir síðan til norðvesturs vestan Keilis þar sem hún liggur áfram niður Strandarheiði og heim að Breiðagerði á Vatnsleysuströnd.
Byrjað var á því að huga að öðrum mögulegum leiðum norðan Oddafells og beggja vegna Driffells. Nokkrir stígar liggja þar yfir úfið apalhraun, en hvergi greiðfærir. Þarna virðist hafa verið um fjárgötur að ræða, sem einstaka ferðalangur hefur eflaust villst inn á í gegnum tíðina. Líklega hafa þessar götur orðið til þegar tiltölulega greiðfært vera yfir hraunið á þykkum hraungambranum, en þegar hann var farinn að láta verulega á sjá og jafnvel eyðast hefur umferð um hverja og eina þeirra lagst af – og aðrar orðið til.
Einu reiðgöturnar frá Núpshlíðarhálsi liggja yfir helluhraun gegnt Hraunsseli, Selsvallaseljunum og síðan frá Moshól norðvestast á Selsvöllum og að Driffelli, með því til norðurs að austanverðu, niður á helluhraunssléttu norðvestan þess og þar niður fyrir hraunröndina. Þessari leið verður lýst síðar.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur við Selsvelli. Moshóll t.v.

Gengið var eftir Þórustaðastíg frá Moshól í átt að Driffelli. Þarna er gatan á kafla djúpt mörkuð í slétta hraunhelluna. Hálfhendis að Driffelli eru gatnamót; annars vegar gatan sem liggur að Driffelli til norðvesturs og áfram til norðurs með því austanverðu, og hins vegar gata, sem liggur að sunnanverðu Driffellinu. Þeirri götu var fylgt yfir að hraunröndinni. Þá var komið inn á jaðurgróninga fellsins. Gatan liggur þar með öxlinni vestur fyrir fellið. Sérkennilegur móbergsveðrungur í karlslíki liggur þar réttsælis við götuna.
Þegar komið var vestur fyrir Driffell mátti sjá kindagötur yfir úfið apalhraunið. Einni þeirra var fylgt yfir hraunið. Inni í því miðju greinist gatan; annars vegar til suðvesturs og hins vegar til norðvesturs – að Keili.
Uppdrátturinn frá 1830Þegar þeirri síðarnefndu var fylgt út úr hrauninu mátti handan þess glögglega sjá að samansafn fjárgatna að handan sameinuðust þarna við hraunröndina.
Þá var stefnan tekin á sunnanverðan Keili. Keilisbræður þeir er sjá mátti á fyrrnefndum uppdrætti voru augljósir á sjá úr norðaustri; þrír klettastandar á hraunbrún. Svolítið norðvestar sjást til Litla-Keilis.
Þegar Keilir rann nær mátti glögglega sjá móbergskjarnan í fjallinu, umlukinn grágrýtisbrotabergsmynduninni. Gata lá þar til vesturs og austurs. Varða er við hana á suðvesturrót fjallsins. Reynt var að fylgja henni líklega leið áleiðis niður heiðina, en hún virtist ávallt taka enda. Þá var ákveðið að halda að vörðu nyrst á háheiðarbrúninni. Það reyndist rétt ákvörðun.
Gatnamótin austan sandhóls austan KeilisVið mosavaxna vörðuna lá gömul gata. Henni var fylgt um gróninga til norðvesturs, að annarri vörðu. Þar lá gatan á ská niður á við í gróninga og síðan yfir þá að enn einni vörðunni. Frá henni virtist gatan augljós áleiðis niður heiðina. Sólin lék við Kálfatjarnarkirkju neðanvert á Ströndinni og nálæga bæi. Augljóst var hvert gatan stefndi. Ákveðið var að fylgja götunni til baka upp að suðvesturhorni Keilis, en fara síðan aðra ferð þangað uppeftir og í gegnum Breiðagerðissel að.
Varða við götuna vestan KeilisÞegar gatan var rakin upp eftir reyndist hún augljós. Vörður staðfestu og legu hennar. Við eina þeirra var brúnleitt glerbrot, greinilega úr handunninni flösku með þykkum veggjum og djúpum botni. Þarna hafa einhverjir fyrirmennirnir losað sig við hluta af farangrinum á ferð þeirra til eða frá Keili. Reyndar er þessi aðkoma að Keili einna álitlegust. Þarna liggur hann fyrir fótum ferðalanga og er hvorutveggja hið ákjósanlegasta myndefni og áþreifanlegasta rannsóknarefni.
Gatan var rakin til austurs með sunnanverðum Keili. Frá honum að norðanverðu Driffelli reyndist vera um tvær leiðir að velja; annars vegar að fylgja stígnum áfram með fjallinu og síaðn áfram eftir stíg austan þess, eða fara út af stígnum suðaustan við fjallið. Sá stigur liggur sunnan ílangs sandhóls og síðan með honum til norðausturs austan hans. Þar er greinilega fjölfarin gatnamót. Þegar staðið var upp á sandhólnum fékkst hin ákjósanlegasta yfirsýn yfir láglendið.
Varða við götuna vestan KeilisGatnamótin fyrrnefndu virðast við fyrstu sýn hafa verið Þórustaðastígur annars vegar og „Breiðagerðisstígur“ hins vegar. Við nánari athugun reyndust vera gatnamót suðvestan gatnamótanna, líklega styttingur inn á Þórustaðastíginn norðvestan Driffells. Þegar „Þórustaðastígnum“ var fylgt áleiðis að hraunraöndinni var að sjá sem stígurinn hlyti að hafa legið lengra til norðurs uns hann sveigði til norðvesturs – enda reyndist sú raunin.
Þá var götunni loks fylgt sléttu helluhrauni að norðanverðu Driffelli og áfram til suðausturs austan þess – uns komið var á stíginn, sem lýst er hér að framan og lá frá Moshól.

Breiðagerðisstígur

Götur norðan Keilis.

Af framangreindu má sjá að eina gatan, sem liggur um bréfsefni uppdráttarins er sú er kemur frá Moshól, eftir svonefndum helluhraunslögðum Þórustaðastíg, með austanverðu Driffelli til norðurs, niður helluhraun norðan þess og yfir hraunröndina. Hraun þetta, þótt víðfeðmt er, virðist ekki hafa nefnu, ekki frekar en margt annað á þessum slóðum. Hún greinist frá aðalleiðinni norðaustan sandhólsins og liggur þá niður með honum og síðan til vesturs með sunnanverðum Keili. Sú gata hefur hér verið nefnd „Breiðagerðisstígur“. Nánari eftirfylgni á eftir að leiða í ljós nákvæmari legu hennar (sjá Breiðagerðisstígur neðanverður).

Breiðagerðisstígur

Vörðukort norðan Keilis (ÁH).

Á fyrrnefndu korti af Reykjanesskaganum eftir Björn Gunnlaugsson frá árinu 1831 eru sýndar gamlar þjóðleiðir á svæðinu. Auk þess eru sýnd ýmiss örnefni, sem virðast annað hvort hafa gleymst er verið færð úr stað. Gata er, sem fyrr sagði, sýnd frá Breiðagerði á Vatnsleysuströnd, upp í Breiðagerðissel, og áfram upp heiðina áleiðis að suðvesturhorni Keilis. Þar liggur gatan sunnan við Keili og í Driffell og áfram heim að Vigdísarvöllum.
Þegar FERLIR var í seljaferð í Voga- og Strandaheiði fyrir nokkrum árum var m.a. komið inn á götu með svipaða stefnu og Breiðagerðisstígnum er lýst á kortinu. Þar gæti þó verið um svonefna leið um „Brúnir“ að ræða. Ætlunin er að huga að henni síðar.

Keilir

Keilir.

Og þá svolítið um Keili vegna þess hve nándin var mikil að þessu sinni: „Keilir er einkennisfjall Reykjaness og stolt Vogamanna. Nafnið fær fjallið af fallegri lögun sinni sem sannarlega er keila. Keilir er móbergsfjall sem rís 379 metra yfir sjávarmáli. Keilir er til orðinn við gos undir jökli á ísöld. Hann er þekktur vegna sérkennilegrar strýtumyndaðrar lögunar sinnar sem er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju er ver það gegn veðrun.“
Hér hefur verið minnst á Oddafell. Á vef Örnefnastofnunar má sjá eftirfarandi um það viðfangsefni: „Nokkur dæmi eru þess að talan einn sé sett á eftir því sem hún á við.
Fjallið eina er nefnt á þremur stöðum á Suðvesturlandi og var valið örnefni mánaðarins á heimasíðu Örnefnastofnunar í júlí 2004. Eitt þeirra er lágt hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda, skammt vestan við Krýsuvíkurveg, norður af Sveifluhálsi. Eftir mynd að dæma er þetta réttnefni, fjallið stendur eitt og sér á flatneskju (Ólafur Þorvaldsson 1999:27).

Keilir sjálfur - svona í lokin

Annað er austan undir Bláfjöllum, við svonefnda Ólafsskarðsleið, og er eftir lýsingu og korti í Árbók FÍ 2003 (82, 84) stakt í umhverfinu, rétt eins og hitt. Þriðja fjallið, sem nefnt hefur verið svo, heitir öðru nafni Oddafell og er við vesturjaðar Höskuldarvalla, en þeir eru við vesturrætur Trölladyngju á Reykjanesskaga. Þorvaldur Thoroddsen kallaði Oddafell Fjallið eina, en líklegt að hér sé um nafnarugling að ræða, Þorvaldur hafi flutt nafnið á fjallinu sem nefnt var hér áður yfir á þetta, því að engar heimildir séu aðrar um þetta nafn. Í örnefnaskrá Stóru- og Minni-Vatnsleysu segir að upp með Oddafellinu að austan sé gamall leirhver sem heitir Hverinn eini og í annarri skrá er talað um hann sem mikinn gufuhver sem sé nú lítilvirkur orðinn. Má vera að samband sé milli nafnsins á hvernum og fjallinu.

Breiðagerðisstígur

Breiðagerðisstígur.

Til frekari fróðleiks má geta þess að Minni Vatnsleysa hafði „selstöðu þar sem heitir Oddafell og er þangað bæði langt og erfitt að sækja. Eru þar hjálplegir hagar og vatns nægjanlegt.“ Stóra Vatnsleysa hafði hins vegar „selstöðu þar sem heitir Rauðhólssel. Eru þar hagar sæmilegir, en stórt mein af vatnsleysi.“
Þegar gatan, sem sýnd er á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar var rakin, virtist hún miklu mun greinilegri en Þórustaðastígurinn, er liggur norðan Keilis. Af því að dæma virðist gatan hafa verið mun fjölfarnari í seinni tíð, eða allt þar til að ferðalög á hestum lögðust af millum Vatnsleysustrandar og Hálsanna.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Oddafell

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi er merkileg fornleif. Ýmsar ályktanir hafa verið dregnar um aldur mannvirkisins, sem lá frá Vogsósum við Hlíðarvatn að Nesi austast í Selvogi.
Bjarni F. Einarsson gerði rannsókn á Fornagarði sumarið 2003 og skrifaði skýrslu: „Fornleifar nr. 22 í Ölfusi, Árnessýslu. Skýrsla um fornleifarannsókn sumarið 2003„.

Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson.

„Að beiðni Vegagerðarinnar tók Fornleifafræðistofan að sér að grafa snið í gegnum hinn svokallaða Fornagarð sem liggur í landi Vogsósa og Strandar í Ölfushreppi í Árnessýslu.
Fornigarður liggur frá Hlíðarvatni, rétt norður af bæjarstæði Vogsósa og til suðurs í átt að Strandarkirkju. Yfirleitt er talið að hann hafi síðan legið til austurs utan um byggðina í Selvoginum. Ekki er víst að hann hafi upphaflega legið svo, heldur sveigt til vesturs eða suðvesturs skammt norðan við Strandarkirkju.
Hinn fyrirhugaði Suðurstrandarvegur mun óhjákvæmilega rjúfa Fornagarð. Garðsins er trúlega getið miðaldaheimildum og því merkilegur. Árið 1927 voru allar „Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar“ friðlýstar í landi Vogsósa og Vindáss“.
FornigarðurTil að vegaframkvæmdir gætu gengið eftir var talið nauðsynlegt að rannsaka stuttan kafla á Fornagarði þar sem hinn fyrirhugaði vegur mun fara í gegn um hann. Markmiðið með þessari rannsókn var að reyna að grafast fyrir um aldur garðsins og að kanna byggingu hans frekar en hægt var að sjá af þeim hluta hans sem reis upp úr sandinum.
Almennt er talið að Fornagarðs sé fyrst getið í rekaskrá Strandarkirkju árið 1275. Þar segir m.a.: Sex vætter æ huertt land fyrer garde enn fiorar utan gardz og skal reida med slijku sem rekur: (Ísl. fornbréfasafn 1893:124).
Garðsins er ekki getið aftur fyrr en í bréfi séra Jóns Vestmanns [1769 – 1859] til hinnar konunglegu dönsku nefndar til varðveislu fornminja í Danmörku. Er bréfið ritað þann 25. júní 1818.
FornigarðurÍ lýsingu Jóns segir svo um garðinn: Máské mætti telia Meniar-Fornaldar; Sýnishorn af þeim stóra Vórdslu Gardi, úr Hlídar-Vatni, alt framm ad Strónd og einlægum Túngardi þadan, austur ad Snióthúsa Vórdu, fyrir óllum Túnum sveitarinnar/ sem óll skyldu þá hafa samfóst verid/ med læstu Hlídi ad Lógbýli hvóriu; – Eignad er verk þetta Erlendi Þorvardssyni sem Hér var Lógmadur sunnan og Austan, frá 1520, til 1554; bió léngi sin efri ár ad Strónd í Selvogi og Deidi þar 1576. … Þessum naudsynlegu Túna og Vórdslu Górdum verdur hér ei vidhaldid, vegna sandfoks, sem þegar hefur eydilagt, þetta, i Fyrndinni góda og prídilega Pláts, er þá nefndist Sæluvogur, ad sógn Mann (Frásögur um fornaldarleifar 1983:228).

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.
Hér má m.a sjá Fornagarð umlykja neðanverða byggðina austan Strandar.

Næst er garðsins getið í Sýslu- og sóknarlýsingum árið 1840 og enn er það séra Jón Vestmann sem heldur á pennanum. Hljóðar lýsing hans svo: „Engar fornleifar eru hér af neinu merkilegu, nema garðlag eftir stóran varnargarð frá tíð Erlendar lögmanns Þorvarðssonar, sem liggur úr Hlíðarvatni og austur að Snjóthúsavörðu, fyrir ofan alla byggðina. Var þá hagalandið milli garðs og fjalla, en tún og engjar milli garðs og sjóar, allt sjálfvarið. Mælt er, að læst hlið hafi verið fyrir hvörju lögbýli, og átti hvör heimabóndi að passa sitt hlið, að ei stæði opið, og þess vegna læst, að enginn gæti opnað hliðið óforvarandis. Þar um er þessi vísa:

Fegurðin um fram annað
einna var þó mest,
vart mun verða sannað,
víða hafi sést
öll vera tún í einum reit,
garði varin miklum mjög
um meiri part af sveit“. (Sýslu- og sóknarlýsingar 1979:226-27).

Vogsósar

Vogsósar – uppdráttur ÓSÁ. Hér má sjá upphaf Fornagarðs við Vogsósa. Gamlahlið var á Fornugötu, neðst t.h.

Í Örnefnaskrá Vogsósa, sem var tekin saman á sjöunda áratug síðustu aldar, virðist nafnið Fornigarður fyrst koma fram svo að vitað sé (Örnefnaskrá Vogsósa). Kannski festist nafnið á garðinn þegar menn uppgötvuðu að hugsanlega hafi verið átt við þennan garð í rekaskrá Strandarkirkju árið 1275. Áður virðast menn hafa kennt hann við Erlend Þorvarðsson lögmann á 16. öld eins og fram kemur hér að ofan. Margt mun vera kennt við þann mann og sumt þjóðsagnakennt. Sagt er í Örnefnaskrá að á garðinum sé hlið sem Gamlahlið heitir. Hafi það verið eitt af hliðum Fornagarðs að lögbýlunum sbr. lýsingar séra Jóns Vestmanns hér að ofan. Hlið þetta er líklega nokkuð langt norðan við hinn kannaða hluta garðsins og langt fyrir utan áhrifasvæði Suðurstrandarvegar. Það var ekki kannað hvort hlið þetta væri enn sýnilegt.
Vegna vinnu við umhverfismat Suðurstrandarvegar var vegastæðið kannað með tilliti til fornleifa. Fyrsta könnun átt sér stað þann 11. september 2000. Garðinum er lýst svohljóðandi í Fornleifaskrá (Fornleifaskrá Íslands): „Garðurinn var aðallega skoðaður þar sem hann er í hættu vegna vegagerðarinnar. Hann virðist þó nær samfelldur, nema við sinn hvoran endann þar sem hann hefur máðst svolítið“. 13/6 2001

Fornigarður

Fornigarður – aðrir minni garðar greinast út frá megingarðinum.

Við vettvangsathugun þann 12/6 voru enn fleiri garðar skoðaðir á svæðinu og þeir teiknaðir inn á loftmynd hjá Vegagerðinni. Garðarnir virðast fyrst og fremst liggja við S – hluta þess svæðis sem Fornigarður afmarkar en þó norður af Víghól. Allir eru þeir mjög svipaðir og sumir mjög orpnir sandi.
Breidd þeirra er meiri en gefin er upp í lýsingu hér að ofan, eða 3 – 4 m (sandur) og hæðin getur verið rúmur einn metri (Fornleifaskrá).
Fornigarður, og allar aðrar fornleifar í landi Vogsósa, Strandar og Vindáss, voru friðlýstar árið 1927 (Fornleifaskrá 1990:78).

Fornigarður

Fornigarður ofan Ness.

Landið sem Fornigarður liggur um er að mestu leyti örblásið, sandorpið og lítt gróið land. Víða sér í bera hraunhelluna. Í kring um Vogsósa og Strandarkirkju eru þó grónir blettir og lúpínu hefur verið sáð innan landgræðslugirðingar sem þarna er. Ekki virðast nein rofabörð vera eftir sem sýnt gætu fyrra yfirborð eða hve mikið land hefur blásið burt á svæðinu. Slíkt má þó sjá nokkuð austar, eða austan við malarveginn að hverfinu í Selvoginum.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi.

Sandurinn sem þarna liggur kemur trúlega aðallega frá ósum Ölfusár, enda má rekja þetta sandorpna og blásna land alla leið þangað. Þessi sandblástur hefur sennilega snemma orðið að vandamáli fyrir bændur í Vogsósum og byggðinni þar hjá…

Nokkrir garðar af ýmsum gerðum hafa verið rannsakaðir hér á landi. Túngarðar, sem finna mátti við nær hvert býli áður fyrr, enda tekið fram í Jónsbók að „hver maður skal löggarð gera um töðuvöll sinn“ (Sigurður Þórarinsson 1982:5), eru sennilega algengastir garða og allmargir þeirra hafa verið rannsakaðir.
Í hinum fornu lögum Grágás og Jónsbók er t.d. að finna ákvæði um breidd og hæð löggarða og hvenær vinna við þá skyldi fara fram. Skyldu þeir vera fimm fet á þykkt niður við rót en þrjú fet efst. Hæð þeirra skyldi taka í öxl. Yfirfært í metra gerir þetta 1,25 – 1,50 m að neðan og 0,75 – 0,90 að ofan og ca. 1,5 – 1,6 m á hæð (Kristmundur Bjarnason 1979:34). Breidd Fornagarðs uppfyllir ekki þessi ákvæði hinna fornu laga. Hins vegar fer hann mjókkandi eftir því sem ofar dregur í samræmi við lögin fornu.

Fornigarður

Fornigarður í Sevogi.

Árið 1776 kom þúfnatilskipunin svokallaða (Sami 1978). Í henni var kveðið á um að girða skyldi öll tún torf- eða grjótgarði, verði því við komið. Hver bóndi átti að hlaða árlega sex faðma í grjótgarði eða átta í torfgarði, fyrir sig sjálfan og hvern verkfærann mann á bænum. Garðarnir áttu að vera tvær álnir (0,98 – 1,14 m) á hæð og tvær og hálf alin (1,23 – 1,43 m) á breidd eða þykkt að neðanverðu, að minnsta kosti. Fornigarður uppfyllir ekki heldur þessi ákvæði hvað breiddina varðar.

Tilgáta um Fornagarð
Þegar loftmynd er skoðuð af svæðinu kemur vel í ljós hvernig Fornigarður skiptir sér skammt NNV af Strandarkirkju. Sá hluti hans sem liggur til SA, í átt að byggðinni í Selvogi, er greinilega miklu veigaminni og sennilega yngri en aðalgarðurinn. Það er tilgáta mín að hinn eiginlegi Fornigarður, eða hvað hann gat hafa heitið í upphafi, hafi legið í boga frá Hlíðarvatni að ströndinni og sá hluti sem beygir til SV þar sem garðurinn skiptir sér, sé hluti af þessum upprunalega garði.

Selvogur

Sveinagerði í Selvogi – fast við Fornagarð.

Sagnir um að Fornigarður hafi legið utan um alla byggðina í Selvogi eru mögulega ungar og til komnar löngu eftir að upprunalegi garðurinn var gleymdur og Vogsósar fluttir á núverandi stað. Í fyrsta lagi er bogadreginn garðurinn líkur þeim túngörðum sem við þekkjum frá fyrstu öldum byggðar í landinu. Þannig voru túngarðarnir utan um landnámsbýlin, ef þeir voru til staðar yfirleitt. Síðar breyttust þeir í lögun og færðust gjarnan nær býlunum.
Munnmæli herma, eins og fram kom hér að framan, að upphaflega hafi Vogsósar staðið þar sem nú heitir Baðstofuhella austan við ósa Óssins. Ef rétt er, getur Fornigarður vel hafa verið byggður utan um hinn upprunalega túngarð Vogsósa (sem var hugsanlega úr torfi og því algerlega horfinn). Garðurinn er þó nokkuð langt frá og umfangsmikill miðað við þá túngarða sem við þekkjum í dag.

Fornigarður

Baðstofuhella – fyrrum bæjarstæði Vogsósa?

Ef við hins vegar gefum okkur að garðurinn hafi verið sandvarnargarður utan um gömlu tún Vogsósa, getur þetta komið heim og saman. Túnin lifðu bæinn og geta hafa verið nýtt löngu eftir að hann hafði veri fluttur. Það má ímynda sér að þegar sandáblástur var orðinn að vandamáli, líklega einhvern tímann upp úr 1100 AD skv. sniði, hafi túngarðurinn verið færður frá bæjarstæðinu svo hann mætti þjóna bæði sem túngarður og sandvarnargarður.

Vogsósar

Vogsós – herforingjakort 1903.

Eftir að Vogsósar höfðu verið fluttir, ef svo var, missti garðurinn upphaflegt hlutverk sitt og prjónað var við hann á kafla og hann tengdur þeim túngörðum sem voru utanum byggðina í Selvogi svo verja mætti bæði hana og gömlu túnin í kringum Baðstofuhelluna ágangi sandsins.

Það var þó ekki sandurinn sem herjaði verst á svæðið við Baðstofuhelluna, það var sjórinn.

Vogsósar

Vogsósar – tóft ofan Baðstofuhellu.

Þar er nú aðeins ber klöppin eftir og engin ummerki um að þar hafi staðið fornbýli. Landbrotið er gríðarlegt á þessum stað og erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig það hefur litið út við upphaf byggðar í landinu. Vitað er að allmargar eyjar hafi fyrrum verið í Ósnum, en eru nú flestar horfnar; geta þó kunnugir bent á, hvar þær hafa verið. Nöfn eyjanna voru Sandey, Grjótey, Húsey, Hrútey og Fagurey (Örnefnaskrá Vogsósa). Brýtur þar land enn.

Niðurstaða Bjarna

Fornigarður

Fornigarður.

Fornigarður er byggður einhvern tímann eftir 1104 AD. Um það leyti verður sandfok all áberandi á svæðinu og hlýtur það að hafa skapað ákveðin vandamál fyrir bændur þar. Til að verja tún frá þessum vágesti hefur mikill garður verið hlaðinn utan um tún Vogsósa þar sem hann stóð fyrst, eða þar sem nú heitir Baðstofuhella.
Nafnið Fornigarður er ekki ýkja gamalt og alls óvíst hvort garðurinn hafi haft nokkurt nafn í byrjun. Smám saman missir garðurinn þýðingu sína, kannski vegna þess að menn gáfust upp á vonlausri baráttunni við sandinn. Þó hefur honum verið haldið við með miklu minni tilkostnaði en áður. Grjóti hefur verið hrúgað upp eftir þörfum, en ekki vandað mikið til verksins enda ekki þörf á því.

Fornigarður

Fornigarður sunnan Vogsósa.

Rannsóknin leiddi í ljós að garðurinn er að mestu leyti heill þar sem hann var skoðaður undir sandinum, þó eitthvað kunni að vanta upp á efsta hluta hans. Þannig má ganga út frá því sem vísu að garðurinn sé jafn vel á sig kominn annarsstaðar þar sem eins háttar til og á rannsóknarstaðnum, með nokkrum undantekningum. Suðurhluti hans er trúlega mest laskaður og hugsanlega mætti rekja garðinn eitthvað lengra í átt að sjónum.“

Bryndís G. Róbertsdóttir rannsakaði og skrifaði skýrslu um „Aldur Fornagarðs í landi Strandar og Vogsósa í Selvogi út frá gjóskulögum“ árið 2004:

„Að beiðni Fornleifafræðistofunnar, fyrir hönd Vegagerðarinnar, tók höfundur að sér að aldursgreina Fornagarð í Selvogi út frá þekktum gjóskulögum.
Ekki hafa farið fram kerfisbundnar rannsóknir á gjóskulögum í Selvogi eða nágrenni.

Bryndís G. Róbertsdóttir

Bryndís G. Róbertsdóttir.

Í þessari greinargerð verður því að raða saman bútum úr rannsóknum margra jarðfræðinga til að átta sig á hvaða gjóskulög er líklegt að finna í Selvogi.
Gjóskulög sem vænta má að finnist í Selvogi eiga flest upptök sín á eystra gosbeltinu og hefur eldstöðin Katla í Mýrdalsjökli verið þar virkust. Einnig má búast við gjósku úr eldgosum sem orðið hafa í sjó skammt undan Reykjanesi, en eldstöðvarnar eru á vestasta hluta Reykjanes-Langjökuls gosbeltisins.
Gjóskurannsóknir á eystra gosbeltinu eiga sér langa sögu, eða allt frá því Sigurður Þórarinsson hóf gjóskurannsóknir hér á landi á fjórða áratug síðustu aldar. Rannsóknir hans beindust í upphafi að gjósku úr Heklu.

Fornigarður

Fornigarður – snið.

Höfundur byrjaði á því að skoða þversnið sem búið var að grafa í gegnum garðinn. Þar sem illa gekk að finna gjóskulög í sniðinu, fór höfundur að leita að betra sniði. Í botni skurðarins sem grafinn var í gegnum Fornagarð hafi orðið eftir stór hraunhella, sem var neðst úr garðinum og óhreyfð. Höfundur gróf niður með henni að vestanverðu og kom þar niður í fok og undir því góðan jarðveg, þar sem fundust mörg og vel varðveitt gjóskulög. Þó að rannsóknin snerist eingöngu um gjóskulög frá sögulegum tíma, ákvað höfundur að mæla allt sniðið.

Fornigarður

Fornigarður – snið.

Botn Fornagarðs er hraungrýti úr Selvogsheiðarhrauni. Fok er undir garðinum. Jón Jónsson (1978) sem ortlagt hefur öll hraun á Reykjanesskaga telur að hraunin undir Fornagarði séu komin frá dyngju sem kennd er við Selvogsheiði. Auk gígs efst á Selvogsheiðinni, eru 3 aðrir gígir á dyngjunni; Strandarhæð, Vörðufell og nafnlaus gígur suður af Svörtubjörgum. Við þunnsneiðaskoðun reyndist ekki unnt að greina mun á hraunum frá þessum fjórum gígum, svo litið er á þessi hraun sem sömu myndunina. Jón Jónsson (1978) telur að Selvogsheiðarhraunin séu væntanlega frá því snemma á nútíma, þegar sjávarstaða hafi verið lægri en nú. Það má sjá af því að yfirborði hraunanna hallar tiltölulega jafnt út í sjó, litlir sem engir sjávarhamrar eru með sjó fram og hvergi hefur fundist vottur af bólstrabergsmyndun meðfram ströndinni.

Niðurstaða Bryndísar

Fornigarður

Fornigarður – snið.

Frá neðri brún Fornagarðs og niður að gjóskulaginu Hekla 1104 eru 20,8 cm af foksandi, jarðvegsblönduðu foki og jarðvegi neðst.
-Fornigarður er örugglega mun yngri en gjóskulagið Hekla 1104. Jarðvegur á milli Heklu-1104 og foksins er 0,55 cm. Ef miðað er við sömu jarðvegsþykknun á ári og frá Landnámlaginu 870 að Heklu 1104, hefur jarðvegurinn myndast á 13 árum. Miðaldalagið, sem talið er myndað í eldgosi í sjó skammt undan Reykjanesi árið 1226, finnst ekki undir garðinum, né í sýni neðst úr foki.
-Uppblástur í nágrenni Fornagarðs hefur hafist fyrir 1226, hugsanlega um 1120. Erfitt, eða nánast ógjörningur, er að meta hve hratt fokefni hlaðast upp. Hér er sett fram einföld nálgun og gert ráð fyrir að upphleðsluhraði fokefna sé sá sami og jarðvegs. Árleg þykknun foks undir Fornagarði er sú sama og árleg jarðvegsþykknun frá Landnámslagi 870 að Heklu 1104.

Fornigarður

Fornigarður.

-Fornigarður er hlaðinn um 1595. Árleg þykknun foks frá Heklu 1104 og upp að núverandi yfirborði beggja vegna garðsins er sú sama.
-Fornigarður er hlaðinn á árabilinu 1405-1445. Ef að nálgunin hér að ofan er raunhæf, þá er Fornigarður hlaðinn á tímabilinu 1400-1600. Í frásögn frá 1818, sem skráð var af Jóni Vestmann, presti að Hlíð í Selvogi, er lýsing á stórum vörslugarði sem liggur frá Hlíðarvatni allt fram að Strönd. Garðinn eignar hann Erlendi Þorvarðssyni, lögmanni frá 1520-1554, sem bjó lengi á efri árum að Strönd í Selvogi og dó þar 1576 (Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823).

Fornigarður

Fornigarður – snið.

-Þessi frásögn um að Fornigarður hafi verið hlaðinn á 16. öld getur staðist miðað við þá nálgun sem höfundur hefur gert hér að ofan á þykknun foks undir og til hliðar við garðinn. Varpað er fram þeirri hugmynd að Fornigarður hafi til viðbótar við það að vera vörslugarður, einnig verið sandvarnargarður. Fokið gæti þá hafa átt uppruna sinn í fjörunni framan við Hlíðarvatn og við ósa útfalls Hlíðarvatns.“

Heimildir:
-Fornleifar nr. 22 í Ölfusi, Árnessýslu. Bjarni Einarsson 2004; Skýrsla um fornleifarannsókn sumarið 2003.
-Aldur Fornagarðs í landi Strandar og Vogsósa í Selvogi út frá gjóskulögum, Bryndís G. Róbertsdóttir, 2004.

Vogsósar

Vogsósar – hið forna bæjarstæði, fornigarður, Fornagata; loftmynd.

Þórarinn Snorrason

Þegar tekið er hús á Þórarni Snorrasyni (f. 8.8. 1931) er ógjarnan komið að tómum kofanum.
Vogsos-23FERLIR heimsótti hann á vormánuðum 2012 með það að markmiði að rissa upp minjar og örnefni í ræktuðum túnum Vogsósa (Vogsósa I og Vogsósa II) tók hann aðkomandi fagnandi eins og hans er jafnan von og vísa – og bauð í kaffi og meðlæti er hans hustra annaðist af alúð.
Spjallið snerist um tilefnið – að ganga um bæjartúnin, rifja upp örnefnin og sýnilegar minjar, teikna hvorutveggja á blað og setja fram með skiljanlegum hætti – til varðveislu til handa komandi kynslóðum.

Strönd

Strönd – upplýsingaskilti við Strönd í Selvogi.

Hafa ber í huga að þótt örnefnalýsingar séu til af Vogsósalandi eru þær þannig fram settar að erfitt er óvönum að átta sig á einstaka staðsetningum. Úr þessu þurfti að bæta um betur og þess vegna var FERLIR kominn á vettvang að þessu sinni. Reyndar hefur FERLIR og Þórarinn áður átt bæði góð og árangursrík samskipti, eins og t.d. má sjá á ýmsum lýsingum af nálægu umhverfi og ekki síst „Selvogs-uppdrættinum“, sem nú má líta augum framan við Strandarkirkju. Þórarinn  gjörþekkir þetta svæði og veit, líkt og aðrir, að sú vitneskja kemur til með að hverfa að honum gengnum. Enginn er jú eilífur…

Vogsos-24

Vogsósar – uppdráttur ÓSÁ.

Eftir að Þórarni hafði verið tilkynt um tilefni komunnar brást hann ljúfmannlega við, eins og hans er von og vísa. Vildi þó fá að drekka teið sitt í friði um sinn því hann var nýgenginn úr sparifötunum (sem lágu á stólbaki í stofunni) enda nánast að koma inn úr dyrunum eftir samsöng í messu með kirkjukórnum í Þorlákshöfn.
„Ég sá leifar af kind hér skammt upp í heiðinni í gær. Varstu að egna fyrir tófu, Þórarinn.“
„Nei, var hún hyrnd?“, spurði Þórarinn.
„Já, en það voru bara hauskúpan og hryggurinn eftir, auk ullarlagða á víð og dreif.“
„Það passar. Ég saknaði einnar hyrndar í haust. Þetta gæti vel hafa verið hún. Tófan hefur komist í hana. Ég náði 8 tófum frá skothúsinu mínu hér ofangarðs s.l. sumar. Það virðist vera nóg af henni.“
„Tók eftir greni þarna ofarlega í heiðinni í gær, merkt með vörðu og tveimur steinum ofan við opið.“
„Já, kannast við það. Var tófan í því?“
„Nei, það virtist yfirgefið.“
„Hefurðu komið upp að Hvalhnúk?“, spurði Þórarinn.
„Já, nokkrum sinnum, hvers vegna spyrðu?“
„Það er til gömul saga um nafngiftina – hefurðu heyrt hana?“.
„Nei, ekki svo ég muni.“
Vogsos-25„Það er nefndilega það. Sjáðu til“, sagði Þórarinn og fékk sér í nefið; „Þórir haustmyrkur byggði fyrstur manna Hlíð í Selvogi. Hann átti margt fjár, en saknaði jafnan margs þess að hausti.
Eitt sinn rak hval á fjörurnar. Þetta þótt hvalreki á þeim tíma. Þórir sótti í hvalinn, en tók eftir því að meira var horfið af honum en hann hafði tekið. Sá hann þá hvar tröllskessa var á leið upp Hlíðarskarð með byrgðar. Fylgdi hann tröllsskessunni eftir upp undir Hvalhnúk þar sem hann náði henni loksins. Bað hún hann þá griða því hún ætti nýfætt barn heima er þyrfti hennar við.
Vogsos-26Sá Þórir aumur á skessunni. Sagðist hann láta henni hvalketið eftir ef hún sæi til þess að ekki yrði um fjárrýrð á fjöllum. Samþykkti skessan það og fór sína leið, en talið hefur verið að bústaður hennar hafi verið í Stórkonugjá ofan fellsins.
Næsta haust bar svo við að Þórir saknaði einskis fjár af fjalli.
Sjáðu til, þessi saga hefur ekki verið skráð, en hún hefur verið almannarómur hér og útskýrir örnefnin þarna efra“, sagði Þórarinn og kímdi.

Fornigarður

Skýrsla um fornleifarannsókn sumarið 2003 – Aldur Fornagarðs í landi Strandar og Vogsósa í Selvogi; Bjarni F. Einarsson. 2004

„Það kom hingað maður fyrir nokkrum misserum“, hélt Þórarinn áfram. „Hann var fornleifafræðingur, eins og þú, og var að rannsaka fyrirhugað vegsstæði nýja vegarins (Suðurstrandarvegar). Þetta var skondinn karl, kom hingað og var afskaplega uppáþrengjandi. Ég var með honum í þrjá daga að skoða svæðið er vegurinn átti að liggja um, allt frá Þorlákshöfn að Krýsuvík. Enga borgun bauð hann mér þó fyrir vikið.“
„Gerði hann einhverjar rannsóknir?“
„Já“, sagði Þórarinn. Hann gróf þvert í gegnum Fornagarð, sagðist þurfa að skoða jarðlögin undir garðinum. Mér fannst gröfturinn svolítið skondinn. Hann kom með mann með sér og hann gróf stuttan tíma fyrir hádegi og stuttan tíma eftir hádegi með góðum hléum á millum. Það þættu ekki góð vinnubrögð hér í sveitinni.“
„Fékkstu einhverja niðurstöður úr rannsóknunum?“
„Nei, aldrei.“
Að þessu samtali loknu var gengið út. Þrátt fyrir að Þórarinn væri orðinn 81. árs var ekki að sjá að það háði honum á nokkurn hátt. Hann gekk rösklega yfir túnin, klofaði yfir girðingar og lýsti aðstæðum og örnefnum, líkt og sjá má á meðfylgjandi uppdrætti. Ljóst var á þessari göngu að þarna fór einn þeirra nútímamerkismanna er enn hafði bæði ágæt tengsl við landi sitt sem og menningu fortíðarinar frá örófi alda.

Vogsos-27

Vogsósar – Bænhúshóll.

Á göngunni var m.a. gengið á Gíslhól, Réttarhól, réttin skoðuð, klofað yfir Gamla túngarðinn / Fornagarð er náði frá Hlíðarvatni yfir um að Nesi í Selvogi, Imphóll skoðaður sem og tóftir Impukofa, litið á Fagurhól og Vaðhól, spekulerað á Bænhúshól (Túnhól) þar sem ku hafa verið bænhús til forna, skoðaður steinn sá er Eggert, síðasti sérann á Vogsósum lést örendur við 1908, Vellir og Vallabrún litin augum sem og Klettisþúfuhólar ofan Beitarhúsahæðar.
Að göngunni lokinni var ekki um annað að ræða en að þiggja kaffisopa við eldhúsborðið að Vogshúsum II þar sem þráðurinn var tekinn upp að nýju þar sem frá var horfið. Aðallega var þá rætt um gamla bændasamfélagið, hrístöku á heiðunum, fjárbeit og eftirminnilegt fólk; aðallega þó úr Grindavík.
Frábært veður.

Frétt 28. desember 2023 +

Þórarinn Snorrason

Þórarinn Snorrason í fjárhúsinu með þrílembinga.

„Þórarinn Snorrason, bóndi í Vogsósum 2 í Selvogi, er látinn, 92 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á jóladag. Hann hafði legið á sjúkrahúsi um mánaðarskeið eftir að hafa lærleggsbrotnað er hann féll við útistörf við fjárhúsin í Vogsósum en þar stundaði hann sauðfjárbúskap.

Þórarinn var fæddur í Vogsósum þann 8. ágúst árið 1931. Hann var síðasti oddviti og hreppsstjóri Selvogshrepps en hreppurinn sameinaðist Ölfusi árið 1989. Þá var hann stóran hluta ævi sinnar helsti vörslumaður Strandarkirkju sem hringjari, kirkjuvörður og formaður sóknarnefndar.

Eiginkona hans var Elisabeth Charlotte Johanna Herrmann. Hún fæddist í Þýskalandi þann 28. desember 1927. Hún lést árið 2018. Þau gengu í hjónaband árið 1954 og eignuðust fimm börn en afkomendahópurinn telur auk þeirra núna níu barnabörn og þrjú barnabarnabörn.

Þórarinn Snorrason

Þórarinn Snorrason.

Þórarinn var aðalviðmælandi í þættinum Um land allt sem Stöð 2 gerði um Selvoginn haustið 2013. Þar sagði Þórarinn meðal annars frá kynnum sínum af skáldinu Einari Benediktssyni, sem bjó síðustu æviár sín í Herdísarvík.

Hér má sjá þáttinn um Selvog:

Þórarinn var á barnsaldri þegar Einar Benediktsson bjó í Selvogi, kom oft í Herdísarvík og man vel eftir honum. Þórarinn rifjaði meðal annars upp þegar hann varð vitni að hinstu för Einars úr Herdísarvík þegar lík hans var borið til Vogsósa en þá var enginn vegur kominn þar á milli.“

Heimildir:
-Þórarinn Snorrason, bóndi, fæddur á Vogsósum 8.8.1931.
-https://www.visir.is/g/20232508248d/thorarinn-snorra-son-i-vog-sosum-latinn

Þórarinn Snorrason

Þórarinn Snorrason og Ómar spá og spekulera um fyrirhugaðan uppdrátt af Selvogi.

Rjúpnahæð

FERLIR var boðið í skoðunarferð um loftskeytastöðina á Rjúpnahæð. Stöðin, þakin möstrum, línum og lögnum, var reist af Bretum á hæðinni ofan og utan við höfuðborgina snemma í Seinni heimsstyrjöldinni.
Sjálf bækistöðin var hýst í Aðkoman að loftskeytastöðinnitveimur bröggum efst á hæðinni, milli tveggja mastra er enn standa. Bandaríkjamenn yfirtóku síðan bækistöðina. Þeir voru rifnir og nýtt hús byggt undir vaxandi og ómissandi starfsemi árið 1952. Það hús stendur enn og hýsir um þessar mundir allar kynslóðir senda, allt frá örfáum vöttum til nokkurra þúsunda. Á næstu mánuðum (þetta er ritað í okt. 2007) verða möstrin felld og húsið jafnað við jörðu. Svæðið er komið á framkvæmd deiliskipulags Kópavogs og þá og þegar að því kemur verður engu þyrmt – ef af líkum lætur. Nú þegar er byrjað að grafa fyrir og leggja götur á svæðinu.

Rjúpnahæð

Í loftskeytastöðinni á Rjúpnahæð.

Umsjónarmaður loftskeytastöðvarinnar, greinilega eldklár á sínu sviði, en fannst greinilega miður, líkt og áheyrendum, að rífa þyrfti hið veglega hús á hæðinni. Skipulagið gerir þar ráð fyrir tvöföldum nútímavegi (sem eflaust verður orðinn úreltur eftir hálfa öld), en með ofurlítilli hugsun og broti af skynsemi hefði auðveldlega verið hægt að gera það að miðstöð svæðisins; annað hvort sem safnhúsi eða einhverju öðru ekki síður merkilegu. En  gróðarhyggjan spyr ekki að slíku – lóðin mun vera verðmætari en húsræksnið, sem þó virðist bara í ágætu ástandi, enda vel vandað til verksins í upphafi.

Loftskeytastöðin á Rjúpnahæð

Vangaveltur koma óneitanlega upp um hvers vegna íbúar Kópavogs hafi ekkert lagt til málanna í þessum efnum. Kannski hafa þeir bara ekki skoðað málið nægilega vel eða velt væntanlegum afleiðingum fyrir sér – sem og möguleikum á nýtingu hússins.
Ætla má að einhver hafi tekið skyndiákvörðun um brotthvarf þessara minja í reykfylltu herbergi án sérstakrar umhugsunar.
Loftnetin utandyra virtust fleiri en eyjarnar á Breiðafirði og hólarnir í Vatnsdal. Víravirkin eru sum að sjálfsögðu orðin úrelt, en þau þjónuðu þó sínum tilgangi á meðan var. Það eitt ætti að kalla á svolítið viðstaldur. Mannsævin er stutt, en ávallt minninga virði. Það finnst a.m.k. afkomendunum. Þeim finnst og mikilvægt að halda í minningu þeirra, öðrum eftirlifandi til áminningar og eftirbreytni. Ákvarðanatakar í bæjarstjórn Kópavogsbæjar virðast allir tröllum gefnir í þeim efnum.
Með elstu minjum stöðvarinnarÞegar inn í sendistöðina var komið birtist fyrst íslenskt karlkyns; Spói. Hann tók fagnandi á móti hálfkvenkynssammyndinni Brá – ætlaði reyndar aldrei að láta af fagnaðarlátununum. Greyið var reynar að koma úr eistaaðgerð og því ekki til stórræðna líklegur.
Inni í sendistöðinni var óendanlega mikið af sendum og öðrum tækjum. Aðallega stuttbylgju og langbylgjusendar fyrir flugfjarskipti. Í kjallaranum voru síðan fm sendar fyrir x-ið og einhverjar fleiri stöðvar. Ekki var þera neitt útvarpstæki, bara símtól sem hægt var að tengja við suma sendana. Í rauninni eru þarna minjar um upphaf fjarskipta hér á landi. Fyrsti sendirinn, „serial no 1“, brann að vísu yfir á sínum tíma, en þarna er enn „serial no 2“, sem verður að teljast allnokkur safngripur. Síðan tekur hver safngripurinn við af örðum – í þróunarröðinni. Sum nöfnin er alkunn, en önnur ekki. Í ljós kom að þekking og reynsla íslenskra sérfræðinga dugðu vel til að betrumbæta sum tækin þeannig að þau dugðu betur en áður þekktist. Það er jú varðveislunnar virði. Ekki er vitað til þess að saga loftskeytastöðvarinnar hafi verið skráð – líklegra er lengra í söguna en eyðileggingu hennar.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – langbylgjustöðin.

Fólk vill víst ekki hafa loftnetin þarna lengur, sem verður jú að teljast eðlilegt. Það verður víst að vera pláss fyrir fleiri blokkir eða einbýlishús í Kópavogi. Þó hefði ekki orðið fráfallssök þótt eitt ef elstu möstrunum hefði verið hlíft, sem minjamastri fyrir það sem var (hugsað fram í tímann).
Einkahlutafélag mun á næstunni hefja rekstur fjarskiptamastra á gamla varnarsvæðinu í nágrenni Grindavíkur samkvæmt upplýsingum blaðsins. „Í dag rekur félagið möstur við Rjúpnahæð í Kópavogi, en á því svæði stendur til að byggja og þurfa möstrin því að víkja. Þau möstur verða þó ekki flutt til Grindavíkur heldur munu Flugfjarskipti nota möstur sem bandaríski herinn skildi eftir við fjallið Þorbjörn. Möstrin á Rjúpnahæð verða tekin niður og gerður hefur verið samningur við Kópavogsbæ um frágang þess máls. Möstrin sem Flugfjarskipti hyggjast taka í notkun í námunda við Grindavík eru um 10-12 talsins, en þau verða notuð til fjarskipta við flugvélar á flugi í íslenska flugstjórnarsvæðinu yfir Norður-Atlantshafi.

Staðfesting á elsta "núlifandi" sendir stöðvarinnar

Í fyrra keypti Flugfjarskipti hluta jarðarinnar á Galtarstöðum í Flóahreppi og hugðust flytja möstrin sem standa á Rjúpnahæð þangað. Stjórn hreppsins hafnaði hins vegar beiðni Flugfjarskipta um að fá að reisa möstrin þar, en hæð þeirra átti að vara 18-36 metrar. Gert er ráð fyrir að flutningurinn frá Rjúpnahæð fari fram í áföngum á þessu ári og næsta, en möstrin á Rjúpnahæð verða í notkun þar til að fyrirtækið er endanlega flutt á nýjan stað. Kópavogsbær reiknar með að hægt verði að hefja byggingar af fullum krafti næsta sumar og að svæðið verði að mestu full byggt 2010-2011.“ Hið jákvæða í þessu öllu saman er að starfsemin færist til Grindavíkur, en hið neikvæða felst í niðurrifshugsjóninni.

Loftskeytastöðin

Loftskeytastöðin á Melunum.

Til frekari fróðleiks er rétt að rifja upp að loftskeytastöðin á Melunum tók til starfa 17. júní 1918. Þetta var neistasendistöð með krystalviðtækjum. Tvö 77 metra möstur voru reist fyrir loftnet. Loftskeytastöðin sendi út og tók á móti á morsi fyrsta áratuginn. Síðar annaðist hún einnig talskipti og veitti öllum skipum í námunda við Ísland ómetanlega þjónustu sem stórbætti öryggi sjófarenda.
Elsti sendirinn - sem væntanlega veðrur fargaðFrá örófi alda hafa menn reynt að finna aðferðir til að hafa samskipti við aðra. Sending reykmerkja og trumbusláttur eru meðal þeirra aðferða sem notaðar voru í upphafi en fjarskiptatækni nútímans byggist aftur á móti á eiginleikum rafmagns og rafsegulmagns. Gríðarlegar framfarir urðu í tæknimálum á 19. öld. Þá bjó t.d. Ampére til nálaritsíma og stuttu síðar smíðaði Morse nothæfan ritsímalykil og bjó til sérstakt stafróf. Árið 1876 talaði Bell í síma í fyrsta skipti og Marconi sendi fyrstu loftskeytin árið 1897.
Árið 1906 markar tímamót í fjarskiptasögu Íslendinga. Það ár var sæsímastrengur fyrir ritsíma lagður frá Skotlandi um Færeyjar til Íslands og kom hann á land á Seyðisfirði. Skeyta- og talsími var lagður frá Seyðisfirði um Akureyri og til Reykjavíkur og rauf hann einangrunina innanlands. Margir mótmæltu lagningu símans og töldu loftskeyti vænlegri kost en Hannesi Hafstein ráðherra tókst að sannfæra Alþingi um ágæti símans.

Pósthússtræti 3

Pósthússtræti 3 –
Barnaskóli, pósthús, símahús og lögreglutöð.
Í fyrstu hýsti húsið Barnaskóla Reykjavíkur (1883-1898) en þá var það tekið undir pósthús og stuttu síðar Landsíma Íslands. Árið 1931 var húsið tekið undir Lögreglustöð Reykjavíkur sem var hér til ársins 1965 þegar ný lögreglustöð var opnuð við Hlemm. Í kjallara hússins voru fangageymslur sem gengu undir nafninu „Steinninn“ eða „Grjótið.“

Það liðu þó mörg ár þar til allir landsmenn komust í símasamband en lagningu síma í sveitir lauk í kringum 1960 og voru þá enn margir símar á sömu línunni.

Landssími Íslands var stofnaður sama ár og símtæknin kom til landsins, árið 1906, og var hann til húsa í gamla barnaskólanum í Reykjavík á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Fyrsti yfirmaður Landssímans var Norðmaðurinn Olav Forberg sem hafði stjórnað lagningu símalína um landið. Fyrstu menntuðu íslensku símamennirnir voru símritarar sem höfðu verið í námi hjá Mikla norræna ritsímafélaginu í Kaupmannahöfn.
Eftirsóknarvert þótti að vinna við talsímann og sköpuðust með honum ný atvinnutækifæri fyrir karla og konur. Árið 1935 var síma- og póstþjónustan sett undir einn hatt en árið 1998 skildu leiðir á ný og Landssími Íslands hf. var stofnaður.
Fornfálegheit lofskeytastöðvarinnarLoftskeytastöð tók til starfa á Melunum í Reykjavík þann 17. júní 1918 í því húsi sem Fjarskiptasafnið er nú og kallaðist hún Reykjavík radíó. Sunnan- og norðanmegin hennar voru tvær 77 m háar loftnetsstangir. Fyrsta kallmerki stöðvarinnar var OXR en árið 1919 var Íslandi úthlutað kallmerkinu TF og bar stöðin síðan kallmerkið TFA. Upphaflega var loftskeytastöðin hugsuð sem varasamband til útlanda, viðbót við sæsímann, en aðalhlutverk hennar varð brátt þjónusta við skip og báta og var hún bylting fyrir öryggi þeirra.
Í fyrstu fóru öll fjarskipti við skip fram á morsi en talfjarskipti hófust árið 1930. Fyrsta íslenska fiskiskipið sem fékk loftskeytatæki var togarinn Egill Skallagrímsson, árið 1920.

Rjúpnahæð

Möstur loftskeytastöðvarinnar á Rjúpnahæð.

Tveimur árum síðar var fyrsti loftskeytamaðurinn ráðinn til starfa á íslenskt skip. Þegar skipum með loftskeytatæki fór að fjölga varð hörgull á mönnum sem gátu sinnt þessum störfum og var því efnt til námskeiðs fyrir unga menn sem vildu læra loftskeytafræði. Lauk fyrsti hópurinn námi árið 1923. Á hernámsárunum var Reykjavík radíó undir eftirliti hernámsliðsins. Þá voru loftskeytastöðvar reistar víða um land, t.a.m. á Rjúpnahæð og tvær við Grindavík.
Síminn hefur sinnt radíóþjónustu við flugvélar frá því í lok síðari heimsstyrjaldar. Þeirri þjónustu er sinnt í Gufunesi. Stöðinni á Rjúpnahæð hefur jafnan verið fjarstýrt þaðan.

Landsímahúsið við Austurvöll

Landsímahúsið við Austurvöll.

Árið 1963 fluttist öll starfsemi Reykjavík radíó í Gufunes sem er nú aðalstrandstöð fyrir skip auk þess að veita flugvélum fjarskiptaþjónustu.

Reykvíkingar voru fljótir að taka við sér og fá sér síma. Árið 1912 voru notendur í bænum alls 300 talsins, tíu árum síðar voru þeir nær 1100 og árið 1928 voru um 2400 símnotendur í Reykjavík. Þrátt fyrir að búið væri að byggja eina hæð ofan á gömlu símstöðina voru þrengslin orðin slík að ekkert pláss var fyrir fleiri skiptiborð og voru vinnuaðstæður mjög erfiðar. Ákveðið var að reisa nýtt hús fyrir starfsemi Símans og fékkst til þess lóð við Austurvöll.

Rjúpnahæð

Loftskeystastöðin á Rjúpnahæð – MWL.

Árið 1932 voru fyrstu sjálfvirku símstöðvarnar í Reykjavík og Hafnarfirði teknar í notkun. Þá gátu bæjarbúar hringt hver í annan án þess að fá samband í gegnum „miðstöð“ og hafa eflaust einhverjir saknað þess að þurfa ekki lengur að tala við stúlkurnar þar.
Sjálfvirkum stöðvum fjölgaði smám saman á landinu og árið 1976 voru allir þéttbýlisstaðir komnir með sjálfvirkan síma. Árið 1986 voru allir símar landsmanna tengdir sjálfvirkum stöðvum og fréttir sem menn heyrðu óvart í gegnum sveitasímana heyrðu sögunni til.
Símastaurar og línur sáust vart lengur í landslaginu þar sem farið var að plægja strengina í jörðu eða setja upp radíósambönd. (Vonandi mun slík þróun og verða v/jarðvarmavirkjanir hér á landi til lengri framtiðar litið).

Loftskeytamöstur á Rjúpnahæð

Lagning ljósleiðara um landið hófst árið 1985. Með honum jukust talgæði til muna en stafræn kerfi eru auk þess öruggari og hagkvæmari en fyrri kerfi. Flutningur annarra gagna en símtala varð mögulegur og var almenna gagnaflutningsnetið tekið í notkun ári síðar. Fyrstu stafrænu (digital) símstöðvarnar voru opnaðar árið 1984 og náði sú tækni til allra símstöðva ellefu árum síðar. Með stafrænu tækninni var unnt að bjóða upp á ýmsa sérþjónustu. Íslendingar eru fljótir að tileinka sér nýjungar og það átti svo sannarlega við um farsímana. NMT-kerfið hóf göngu sína árið 1986 og GSM-kerfið árið 1994. Árið 1998 var breiðbandið tekið í notkun og verður það notað fyrir margvíslegan gagnaflutning í framtíðinni, s.s. síma, sjónvarp, útvarp og tölvur. Það hefur verið kallað upplýsingahraðbraut framtíðarinnar.

Scotice

Fyrstadagsumslag frá árinu 1962.

Talsamband við útlönd á stuttbylgjum var opnað árið 1935 og voru um 250 samtöl afgreidd fyrsta mánuðinn. Gjaldið fyrir útlandasímtal þætti hátt í dag en það var þá 33 kr. fyrir þriggja mínútna símtal sem jafngilti því sem næst heilu ærverði. Til samanburðar má geta þess að áskrift að dagblaði kostaði á sama tíma 2-3 kr. á mánuði. Nýr sæsímastrengur, Scotice, milli Skotlands og Íslands var tekinn í notkun árið 1962 og olli hann enn einni byltingunni í samskiptum Íslendinga og annarra þjóða. Í tengslum við strenginn var komið upp telexþjónustu hér á landi og varð hún mjög vinsæl hjá fyrirtækjum og stofnunum. Ári síðar var Icecan-strengurinn, milli Íslands og Kanada, formlega tekinn í notkun.
Elsta braggahúsið var á millum mastrannaÁrið 1980 kom jarðstöðin Skyggnir til sögunnar og fóru þá samtöl til útlanda um gervihnött. Þá var fyrst hægt að hringja beint til annarra landa. Skyggnir sinnir enn hluta þjónustunnar og er einnig notaður sem varaleið en árið 1994 var nýr sæstrengur, Cantat-3, tekinn í notkun. Hann liggur þvert yfir Atlantshafið, frá Evrópu til Ameríku, en grein frá honum
tengist Íslandi. Um hann fer nú meirihluti símtala frá landinu til útlanda og mikill gagnaflutningur, s.s. Internetið.
Í deiliskipulagi fyrir Rjúpnahæð segir m.a.: „Í tillögunni er gert ráð fyrir nýju íbúðarsvæði vestast í Rjúpnahæð. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af opnu svæði við fyrirhugaða Smalaholti til vesturs, skógræktarsvæði og golfvelli GKG til norðurs, fyrirhugaðri byggð við Austurkór, Auðnukór og Álmakór til austurs sveitarfélagsmörkum Kópavogs og Garðabæjar til suðurs. Áætlað er að á svæðinu rís 120 íbúðir í sérbýli og fjölbýli. Aðkoma er fyrirhugðu Ásakór um Austurkór.“
Svo mörg voru þau orð…
Beitarhústóft frá Fífuhvammi norðan í RjúpnahæðVið skoðun FERLIRs komu í ljós tóftir norðan við afmarkaða girðingu loftskeytastöðvarinnar. Í gögnum segir að „í norðurhlíðum Rjúpnahæðar ofan golfvallar eru menjar gamals sels. Selið var verndað með bæjarvernd í tengslum við framkvæmdir sem áætlaðar voru á svæðinu. Framkvæmdir þessar voru Landgræðsluskógrækt, lagning reiðstíga og gerð golfvallar.“
Ef grannt er skoðað er þarna um að ræða leifar beitarhúss, væntanlega frá Fífuhvammi. Fífuhvammslækur hefur áður runnið um dalverpið, sem nú hefur verið fylt upp. Ofan við bakka þess hefur nefnt sel að öllum líkindum verið. Erfitt verður að staðsetja það af nákvæmni úr því sem komið er, bæði vegna þess að trjám hefur verið plantað í neðanverða hlíðina auk þess sem verulegt rask hefur orðið neðan hennar vegna undangenginna framkvæmda.
Mannvirkin og söguleg tilvist þeirra mun að óbreyttu hverfa á næstu mánuðum. Reyndar er leitt til þess að vita því áhugafólk um söfnun minja frá stríðsárunum hefur lengi leitað eftir slíku húsnæði fyrir safn. Myndirnar hér að ofan voru teknar í okt 2007, en myndin að neðan ári síðar. Segja má að nú sé Snorrabúð stekkur.

Heimildir m.a.:
-http://siminn/saga_simans/+loftskeytast.is
-http://www.fjarskiptahandbokin.is/
-Kopavogur.is

Loftskeytastöðin haustið 2008

Þorbjarnastaðaborg

 Tilkomumikil heilleg hringlaga fjárborg stendur á hrauntungu sunnan til í vesturjarðri Brunans (Nýjahrauns/Kapelluhrauns), fast neðan við svonefndar Brundtorfur. Borgin er orðin mosavaxin og fellur því nokkuð vel inn í landslagið umhverfis. Kunnugt minjaleitarfólk á þó auðvelt með að koma auga á leifarnar. Ekki eru allmörg ár síðan hleðslurnar voru alveg heilar, en vegna seinni tíðar ágangs hefur norðvesturhluti veggjarins hrunið inn að hluta. Hraukar nálægt FjárborginniEinhverjum hefur þótt við hæfi að ganga á veggnum með fyrrgreindum afleiðingum – og er það miður því þarna er bæði um einstaklega fallegt mannvirki að ræða frá fyrri tíð og auk þess heillegt og áþreifanlegt minnismerki um fyrri tíma búskaparhætti.
Undirlag Fjárborgarinnar er blandhraun, sem rann úr alllangri gígaröð árið 1151, þeirri sömu og gaf af sér Ögmundarhraun og hluta Afstapahrauns. Uppruni þessa hluta hraunsins er úr Rauðhól undir Vatnsskarði (sjá meira undir.

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

Fjárborgin mun vera hlaðin af börnum Þorbjarnarstaðahjónanna, þeirrar Ingveldar Jónsdóttur (dóttur Jóns Guðmundssonar á Setbergi (Jónssonar frá Haukadal í Biskupstungum (ættaður frá Álfsstöðum á Skeiðum)), og Þorkels Árnasonar frá Guðnabæ í Selvogi, skömmu eftir aldarmótin 1900. Augljóst má telja að til hafi staðið að topphlaða borgina, ef marka má voldugan miðjugarðinn, lögun vegghleðslunnar og hellurnar, sem enn bíða upphleðslu utan við hana sem og umhverfis.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg í Selvogi.

Þorbjarnarstaðafjárborgin er svipuð að byggingarlagi og önnur fjárborg á Reykjanesskaganum, þ.e. Djúpudalaborgin í Selvogi, en bóndinn á Þorbjarnarstöðum var einmitt ættaður þaðan og hefur verið kunnugur hraunhelluhleðslulaginu er einkennir þá fjárborg. Hún stendur enn nokkuð heilleg, enda enn sem komið er orðið fyrir litlum ágangi manna.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Í Örnefnaskrá fyrir Þorbjarnastaði má sjá eftirfarandi um mannvistarleifar og örnefni í Brundtorfum: „Halda skal nú hér fram með Brennu, allt þar til kemur í Hrauntungukjaft. Þar taka við Hrauntungur, sem liggja norðaustur eftir milli Brennu og Brunans. Þær eru nokkrar að víðáttu, og er skógurinn einna mestur þar, allt að 4 m há tré. Úr kjaftinum liggur Hrauntungustígur norðaustur og upp á Háabruna, út á helluhraunið og austur eftir því upp að Hamranesi vestan Hvaleyrarvatns. Er þetta skemmtileg gönguleið. Í Efrigóm Hrauntungukjafts er Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhellar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m.
Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir.“

Hrauntunguskjól

Hrauntunguskjól (Hellisskjól).

Þá má nefna Brundtorfuskjólið. Við skoðun á vettvangi mátti m.a. sjá ýmislegt og skynja annað. Fyrst og fremst er Fjárborgin fulltrúi u.þ.b 80 slíkra, sem enn sjást, í fyrrum landnámi Ingólfs.
Í öðru lagi er hún dæmigerð fyrir skýli þau er bændur reistu fé sínu allt frá landnámsöld fram í byrjun 20. aldar. Fé var ekki tekið í hús, enda engin slík til, en skjól gert fyrir það í hellum og skútum. Jafnan var gólfið sléttað og hlaðið fyrir til skjóls. Á annað hundrað slík mannvirki má enn sjá á svæðinu. Eitt þeirra er fyrrnefnt Hellishólsskjól skammt frá Fjárborginni.
Fjárborgin framanverðStaðurinn er tilvalinn til að hlaða mannvirki á; gnægð hraunhellna. Norðan við Fjárborgina má sjá hvar hellunum hefur verið staflað í hrauka með það fyrir augum að bera þær að borginni. Hraukarnir, sem og hraunhellurnar norðan í borginni, benda til þess að hætt hafi verið við verkið í miðju kafi. Staðsetningin er hins vegar ekki góð með hliðsjón að því að fé leiti þangað inn af sjálfsdáðum. Til að mæta því hafa verið hlaðnir tveir langir leiðigarðar út frá opi borgarinnar til suðurs, að gróningunum framanverðum.

Í stuttu innskoti má geta þess að örnefnið „Brundtorfur“ virðist hafa verið afleitt af „Brunatorfur“, enda var hraunið löngum nefnt „Bruninn“ og í þeim eru nokkrar grónar „torfur“; óbrinnishólmar. Einnig hefur svæðið verið nefnt „Brunntorfur“, en á því má í rigningartíð finna vatn í lægðum.

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnarstaðaborg í Hraunum.

Mannvirkið sjálft er reglulega og vandlega hlaðið. Útveggurinn hallar inn á við eftir því sem vegghleðslan hækkar. Hætt hefur verið við hana í u,þ.b. tveggja metra hæð. Inni í miðjum hringnum er hlaðinn garður, þó ekki samfastur útveggnum. Hlutverk hans hefur verið að halda undir þakið er að því kæmi. Ef mannvirkið hefði verið fullklárað hefði líklega verið um að ræða stærsta sjálfbæra helluhraunshúsið á þessu landssvæði.

Hellukofinn

Hellukofinn á Hellisheiði.

Helluhúsið (sæluhúsið) á Hellisheiði er byggt með svipuðu lagi, en minna. Þessi Hellukofi er borghlaðið sæluhús byggt við alfaraleið í kringum 1830. Þvermál þess er 1,85 sm og hæðin er 2 m. Hellukofinn hefur getað rúmað 4 – 5 manns. Talið er að Hellukofinn hafi verið byggður á svipuðum stað og gamla „Biskupsvarðan“ . Biskupsvarðan var ævafornt mannvirki, krosshlaðið þannig að menn og hestur gætu fengið skjól fyrir vindum úr nær öllum áttum. Þessi varða stóð fram á 19. öld en henni var ekki haldið við og var farin að hrynja. Grjótið úr vörðunni var notað til þess að byggja Hellukofann.
DyrnarEkki er að sjá að annað og eldra mannvirki hafi staðið þar sem Fjárborgin stendur nú. Hvatinn að Hellukofanum var að byggja sæluhús fyrir fólk upp úr fyrrum krosslaga fjárskjóli. Slík fjárskjól þekkjast vel á Reykjanesskaganum, s.s. sunnan við Reykjanesbrautina ofan Innri-Njarðvíkur og við Borgarkot á Vatnsleysuströnd.
En hver var hvatinn að byggingu Fjárborgarinnar – þessa mikla mannvirkis? Sennilega hefur hann verið af tvennum toga; annars vegar frekari mannvirkjagerð og úrbætur á svæði, sem þegar hafði að geyma fjárskjól, bæði Hellishólsskjólið norðvestar og Brunntorfuskjólið suðaustar, og auk þess hefur, ef að ættarlíkum lætur, í verkefninu falist ákveðin útrás fyrir atorkusamt fólk er hefur við yfirsetuna viljað hafa eitthvað meira fyrir stafni.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg.

Þá má af líkum telja, sbr. framangreint, að heimilisfaðirinn hafi haft einhver áhrif þar á með frásögnum sínum af uppeldisstöðvum hans í Selvogi þar sem Djúpudalaborgin hefur verið böðuð mannvirkjaljóma, enda fá sambærileg og jafn stórkostleg mannvirki þá til á þessu landssvæði. Hafa ber þó í huga að Djúpudalaborgin er hálfu minni að ummáli og því auðveldari til topphleðslu. Umfang Þorbjarnastaðaborgarinnar hefur gert það að verkum fá upphafi að verkefnið var dæmt til að mistakast. Aðrar fjárborgir voru hálfhlaðnar og ekki að sjá að ætlunin hafi verið að hlaða þær hærra. Þó er þar ein undantekning á.
Fjárborgin innanverðFjárborgin á Strandarheiði ofan við Kálfatjörn er hringlaga, hlaðin eingöngu úr grjóti og er hverjum steini hagrætt í hleðslunni af hinni mestu snilld. Vegghæðin er um 2 m og þvermál að innan um 8 m., þ.e.a.s. nokkurn veginn jafnstór Þorbjarnarstaðaborginni. Gólfið inni í borginni er grasi gróið og rennislétt. Ekki er vitað hvenær borgin var upphaflega hlaðin en menn telja hana nokkurra alda gamla. Munnmæli herma, að maður að nafni Guðmundur hafi hlaðið borgina fyrir Kálfatjarnarprest.

Staðarborg

Staðarborg.

Guðmundur vandaði vel til verka, safnaði grjóti saman úr nágrenninu, bar það saman í raðir og gat þannig valið þá hleðslusteina sem saman áttu. Ætlun hans var að hlaða borgina í topp. En er hann var nýbyrjaður að draga veggina samað að ofanverðu, kom húsbóndi hans í heimsókn. Sá hann þá strax í hendi sér að fullhlaðin yrði borgin hærri en kirkjuturninn á Kálfatjarnarkirkju og tilkomumeiri í alla staði. Reiddist hann Guðmundi og lagði brátt bann við fyrirætlan hans. En þá fauk í Guðmund svo hann hljóp frá verkinu eins og það var og hefur ekki verið hreyft við borginni síðan. Staðarborg var friðlýst sem forminjar árið 1951.
Innviðir StaðarborgarÞessi frásögn af Staðarborginni gæti einnig hafa haft áhrif á hleðslufólkið frá Þorbjarnarstöðum. Hraunhellum hefur verið raðað, sem enn má sjá, undir vegg borgarinnar að utanverðu svo auðveldara væri að velja úr hentugt grjót hverju sinni. Á svipaðan hátt og við gerð Staðarborgarinnar hefur eitthvað komið upp á er varð til þess að hætt var við verkið í miðjum klíðum. Ólíklegt er að þar hafi prestur gefið fyrirmæli um, en öllu líklegra að annað hvort hafi hjáseta yfir fé í Brundtorfum verið hætt um þetta leyti eða breytingar hafa orðið á mannaskipan að Þorbjarnarstöðum. Hafa ber í huga að til er frásögn af dugmiklum vinnumanni á Þorbjarnarstöðum á fyrri hluta 19. aldar (sjá meira undir. Ef hann hefur átt þarna einhvern hlut að máli er Fjárborgin u.þ.b. hálfri öld eldri en áætlað hefur verið hingað til.

Þorbjarnastaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

Hvað sem öllum vangaveltum líður um tilurð og tilefni Þorbjarnarstaðafjárborgarinnar er hún enn mikilsumvert mannvirki; bæði áþreifanlegur minnisvarði um áræði forfeðranna er byggðu sína tilveru og framtíð afkomenda sinna á því sem til féll á hverjum stað hverju sinni og jafnframt vitnisburður um merkar búsetuminjar fyrri tíma.
Rétt er þó að geta þess svona í lokin að ekki er vitað til að starfsfólk Fornleifaverndar ríkisins hafi skoðað og metið mannvirkið til verðleika.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnastaði.

Þorbjarnarstaðafjárborg

 

Grænhóll

 Ætlunin var að leita að svonefndu Grænhólsskjóli á mörkum Lónakots og Hvassahrauns. FERLIR hafði áður reynt að finna skjólið, en tókst það ekki í það sinnið. Í þeirri lýsingu sagði m.a.:

Grænhóll

Grænhóll – merki Landmælinga Íslands.

„Þá var haldið yfir að Grænhól, eða Stóra-Grænhól. Þrátt fyrir leit sunnan við hólinn fannst svonefndur Grænhólsskúti ekki. Reyndar er ekki getið um Grænhólsskúta sem fjárskjól svo hann gæti verið einn af nokkrum tiltölulega litlum skútum sunnan við hólinn. Sá skúti gæti hafa fengið nafn vegna einhvers atburðar er þar á að hafa gerst, s.s. að maður hafi leitað þar skjóls undan veðri eða ö.þ.h.“

Eins og þekkt er orðið er FERLIR ekki á því að gefast upp þótt fara þurfi stundum nokkrar ferðir til að leita nafnkenndum mannvistarleifum.
Örnefnalýsing fyrir Hvassahraun segir m.a.: „Þá tekur við stórt svæði, klettar og berg niður með sjó og við sjó. Þetta heitir einu nafni Hvalbása, þar rak hval. Upp af því er svo nafnlaus hraunfláki alla leið upp að Skyggni, nema Selningaklöpp er smáköpp niður og austur frá Skyggni. Grýlholt er brunabelti þar austur frá og Grænhólsskúti er suðaustur af Grænhól og þar upp af Grýlhólum upp að vegi er hraunhólabelti sem heitir Krapphólar.“

Grænhólsskúti

Í örnefnalýsingu fyrir fyrir Lónakot segir auk þess (Ari Gíslason): „Vestast í landi jarðarinnar er jaðarinn á Hraunsnesi, en það er tangi, sem gengur frá hrauninu fram í sjó og er á hreppamerkjum. Þar nokkuð ofar er í hrauninu hæð, sem heitir Skógarhóll, og enn ofar er Grænhóll. Er þá komið með merkin upp að vegi.“
Gísli Sigurðsson bætti um betur: „Af Markakletti lá landamerkjalínan milli Lónakots og Hvassahrauns upp í Skógarhól, þaðan í Stóra-Grænhól. Suður frá Grænhól var svo Grænhólsker, hættulegt fé. En í austur frá hólnum var Grænhólsskjól.“
Í framangreindum lýsingum á Grænhólsskúti að vera suðaustur eða austur af Grænhól. Þar hafði verið leitað áður svo ákveðið var að leita á svæði innan tiltekins radíus frá Grænhól. Við þá leit fannst skjólið; innan við eitthundrað metra suðaustur af hólnum – í skjóli fyrir austanáttinni, Lónakotsmeginn við markagirðinguna. Skjólið er austast í grunnu grónu ílöngu jarðfalli. Hlaðið hefur verið skútann til hálfs og dyr að vestanverðu. Grjót hefur fallið í dyrnar. Inni er sæmilega slétt gólf, þakið tófugrasi.
Frábært veður. Leitin tók 22 mín.
Útsýni frá Grænhólsskúta að Grænhól