Helgafell

Fólk hefur löngum deilt um tilefni örnefna á fjöllum, fellum, hæðum og hólum. Á Reykjanesskaganum má t.d. finna Fagradalsfjall, Húsafjall, Fiskidalsfjall, Borgarfjall, Festarfjall, Latsfjall, Fjallið eina og Bláfjöll.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall.

Fellin eru fleiri, s.s. Bæjarfell, Helgafell, Sandfell, Þórðarfell, Mælifell, Arnarfell, Vörðufell, Driffell, Oddafell, Húsafell, Sílingafell, Sýrfell, Geitafell, Vífilsfell, Snókafell, Lambafell, Kóngsfell, Skálafell, Grímannsfell, Reykjafell, Lágafell, Úlfarsfell, Mosfell og Ármannfell.

Esjan er t.d. fjall, sem á sér nokkur fell, s.s. Kistufell og Þverfell.

Á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa eftirfarandi: „Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefnakort.

Örnefnafræðingar benda á að fell vísi oftast til stakrar myndunar (Búrfell, Vörðufell, Snæfell) en fjall geti hvort sem er verið stakt eða hluti af stærri heild (Akrafjall, Ingólfsfjall/fell, Hverfjall/fell, Selsundsfjall).
Almennt finnst mér að hóll vísi til mishæðar í heimalöndum, til dæmis bæjarhólsins, en fjall hins vegar utan bæjarhólsins.“ – Sigurður Steindórsson

Framangreindur fróðleikur er langt í frá að geta talist tæmandi…

Heimild m.a.:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=797

Helgafell

Búrfell.

Krýsuvíkurbjarg

Eftirfarandi texta um „Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar“ mátti lesa í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950:

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1950.

„Eftir að hafa lesið greinarstúf nokkurn, sem birtist í „Hamri“ þ. 20. þ. m. og bar nafnið: „Búskaparbröltið í Krýsuvík„, eftir Ingólf fyrrverandi bónda Flygenring, hefur sjálfsagt margur hugsað á þessa leið: Því fer nú enn þessi blessaður maður að skrifa um landbúnað og reyna að leggja stein í götu landnámsins í Krýsuvík. Á kannske hans bitra reynsla við landbúnað að vísa okkur leið til nýrra átaka á þessu sviði? Eða er það ef til vill kaldhæðni örlaganna, að einmitt nafnið, sem höfundur velur á grein sína, er svo átakanlega sönn lýsing á búskaparháttum höfundar sjálfs, er hann fyrir mörgum árum, sem ungur búfræðingur rak landbúnað að á heimajörðinni Hvaleyri, einni beztu jörð hér í grennd?
Á ekki hér við: ver farið, en heima setið? Ég verð nú að segja það, að mér finnst yfirleitt ekki svo mikill áhugi hjá þjóð vorri fyrir landbúnaði, að annað henti betur en að þeir sem orðið hafa úti á vettvangi landbúnaðarstarfa séu með úrtölur og vonleysi.

Ingólfur Flygerieng

Ingólfur Flygering – f: 24. júní 1896, d; 15. september 1979. Bóndi á Hvaleyri við Hafnarfjörð 1916–1919.  Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1951–1954. Alþingismaður Hafnfirðinga 1953–1956 (Sjálfstæðisflokkur). Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) nóvember–desember 1950.

Væri ekki betur viðeigandi að heyra eitthvað um landbúnað frá fyrirmyndarbændum, sem hafa jákvæða reynslu, eins og t. d. Helga Þórðarsyni, sem tók við jörðinni, er höf. gafst upp og hætti að búa, og hefur rekið fyrirmyndarbúskap á þessari jörð um fjölda ára með glæsilegum árangri, og sýndi með því hversu megnug móðurmoldin er að skapa börnum sínum velsæld og auð, ef fyrir hendi er framsýni, dugnaður og óbifanleg trú á mátt moldarinnar. Við höfum ávallt nóg af víli og voli, og stunum uppgefinna manna, þessum eldgamla kotungs hugsunarhætti, sem gætir enn allt of mikið, þessar sífelldu úrtölur og skammsýni, sem virðast vera eins og óumflýjanleg örlög margra þeirra manna, sem hrakið hafa eins og reköld upp á náströnd íhaldsins.

Það eru hugumstórir hugsjónamenn, sem eru stöðugt eins og í snertingu við sjálfa framvindu lífsins, sem hverju bæjarfélagi er svo nauðsynlegt að hafa til starfa á hverjum tíma, og við Hafnfirðingar getum hrósað happi yfir að hafa haft slíka menn í fararbroddi um langt skeið, og munu áreiðanlega hafa áfram.

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1950.

Þjóðfélagsleg þróun hinna síðari ára hefur verið mörgum ærið áhyggjuefni, þessi sífelli fólksstraumur úr sveitunum á mölina, jafnhliða því að fisikimiðin eru ískyggilega að láta á sjá, og eins hitt að hinn aukni sjávarhiti, beínlínis valdi því að margar fiskitegundir leiti nú norðar á bóginn, og þar með fjarlægjast strendur vors lands.
En þessi loftlagsbreyting getur aftur á móti haft óútreiknanlega þýðingu fyrir landbúuaðinn, og vel mætti segja mér, að við værum nú að komast inn á hitatímabil. Þessu til sönnunar skal bent á fátt eitt.

Fyrir um þremur árum koma í ljós bæjarrústir undan jökulröndinni á Breiðamerkurfjalli. Þetta er talinn vera bær Kára Sölmundarsonar, Breiðamörk.
Á hvað bendir þetta?

Hnaus

Hnausar í Krýsuvík.

Það bendir til þess, að þá er Kári reisti bæ sinn þá hafi staðið yfir langt hitatímabil, því að engum dettur í hug að Kári hafi reist bæ alveg uppi við jökulrönd, heldur hafi jökullinn þá verið mjög fjarri. En nú eru jöklarnir alltaf að eyðast og gera vonandi langan tíma enn.
Það er kannske eðlilegt, að í peningaflóði stríðsáranna hafi tilfinning manna fyrir þýðingu landbúnaðar eitthvað sljóvgast.

En nú beinast hugir hugsandi manna aftur að þessum mikilvæga atvinnuvegi.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Og er það ef til vill ekki táknrænt upp á hinn rnikla framfararhug, sem ríkt hefur hér í þessu bæjarfélagi undanfarin 24 ár, að Alþýðuflokkurinn sem var brautryðjandi í bæjarútgerð hefur nú merki landbúnaðarins hátt á loft með hinu glæsilega landnámi í Krýsuvík. Og svo aftur á móti sami flokkurinn, sem skellti sér eins og steinrunnið nátttröll í veg fyrir bæjarútgerðina, ætlar sér að leika sama leikinn við landnámið í Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík.

En við Hafnfirðingar sjáum nú til þess 29. jan. að sú aðför misheppnaðist.
Nei, það er áreiðanlegt að nú ríður mikið á, að allir sameinist bæði það opinbera og einstaklingar í hinu „mikla átaki“, sem bíður íslenzku þjóðarinnar í því að hefja landbúnaðinn á það stig, sem honum ber, til þess að hann verði fær um að skapa sjálfum okkur og börnum okkar velsæld og auð um ókomin ár.

Reykjavík

Kútterar á legu.

Ekki er úr leið að minna á í þessu sambandi, að stórútgerðin á sína fyrstu tilveru að þakka landbúnaðinum. Þ.e.a.s. að fyrstu kútterarnir, sem keyptir voru til landsins og urðu grundvöllur stórútgerðar, voru keyptir í Englandi fyrir gullpeninga, sem fengust fyrir íslenzku fjallasauðina, sem seldir voru lifandi til Englands. Þetta er ekki ófróðlegt fyrir þá að vita, sem líta niður á landbúnaðinn. Minna má á, að Alþýðuflokksmenn mega vera ánægðir yfir því að eiga ekki ómerkari samherja í áhuga fyrir eflingu landbúnaðar en t. d. eins og Jón H. Þorbergsson, bónda á Laxamýri, sem hefur verið óþreytandi árum saman að hvetja íslenzku þjóðina til nýrra átaka landbúnaðinum til eflingar, og eins sjálfan forseta Íslands, sem í gagnmerkri nýársræðu hvatti íslenzku þjóðina til nýrra dáða á sama sviði.

Krýsuvík

Fjósið og turnarnir í Krýsuvík 2023.

Kjósendur góðir, forustumenn okkar Hafnfirðinga eru áreiðanlega á réttri leið. Þeir eru vissulega í samræmi við sjálfa framvindu lífsins, því að framtíðin mun sýna, ef við Íslendingar eigum að geta lifað menningarlífi í okkar eigin landi og verða sjálfum okkur nógir, þá verður það landbúnaður, að meira leyti en sjávarútvegur og iðnaður, sem mun koma til með að standa undir velsæld okkar um ókomin ár.
Möguleikarnir í Krýsuvík eru nær ótæmandi, og ef miðað er við það þar sem tækni og nýting hvers konar jarðargæða er komin á fyllsta stig, þá er óhætt að fullyrða, að Krýsuvíkin gæti fætt okkur Hafnfirðinga, að verulegu leyti. – M

Hmar 1950

Hamar 1950.

Í nefndum Hamri 1950 mátti lesa nefnda grein Ásgeirs um „Búskaparbröltið í Krýsuvík“.: „Þegar Krýsuvíkureignin var keypt, var lítið látið uppi um, til hvers hún yrði notuð, nema að reynt yrði að nota jarðhita eða orku gufunnar til þess að framleiða rafmagn, sem leitt yrði til Hafnarfjarðar. — Aftur á móti virtist allt óráðið með ræktun landsins, en margir bjuggust við, að geta fengið þar smáblett fyrir sumarbústað og einhverja garðrækt. Ur þessu hefur ekki orðið ennþá, enda annað komið upp á teningnum, því að eftir 1940, þegar bærinn hafði orðið miklar tekjur, fóru Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórn að líta hýru auga til Krýsuvíkur og láta sér detta í hug að reka þar búskap. Smámsaman kom þetta betur í ljós og út úr ráðagerðum Alþýðuflokksins kom fjós fyrir 100 kýr — til að byrja með — og fyrst og fremst ræktun vegna nauðsynlegs heyafla, en auk þess átti að reisa garðyrkjustöð, þar sem hita átti gróðurh. með hveragufu. Þessu næst voru menn ráðnir til þess að skipuleggja og síðan að stjórna framkvæmdum þessum.

Hamar 1950

Hamar 1950.

Fyrst var hafist handa um byggingu gróðurhúsa og húsnæðis garðyrkjumanna, einnig plægt upp nokkuð land, sem ætlað er að rækta. Síðastliðið sumar er hafin bygging á fjósi, tveir heyturnar voru byggðir og haldið áfram smíði á íbúðarhúsi fyrir bústjóra kúabúsins. Svona standa framkvæmdir þessar nú og er það mikið kapps mál bæjarstjórnarmeirihlutans, er enn situr við völd hér í bæ, að halda þessu áfram, hvað sem tautar.
Væri nú ekki úr vegi að staldra við og spyrja: „Hver nauður rak bæjarstjórnina til þess að ráðast í þetta?.
Fyrst er byrjað á gróðurhúsum, þar sem ræktaðir eru tómatar og blóm og máske eitthvað fleira. Var einhver skortur á þessum vörutegundum eða var það gróðavonin sem dró? Allir vita að nóg er til af þessum varningi og þeir sem framleiða þess ar vörur eiga yfirleitt gróðurhús, sem ekki kosta nema lítið brot af því verði er gróðurhús og aðrar framkvæmdir í Krýsuvík kosta, svo að með öllu er útilokað að þessi framleiðsla geti staðið undir kostnaði, hvað þá gefið arð, því að sjálfsögðu bætist við beinan reksturskostnað afborgun og vextir, eins og allir þurfa að greiða.
KrýsuvíkÞá er næsta að athuga kúabúið, sem eins og áður er getið, er skemmra á veg komið, eða með öðrum orðum, fæst er þar enn fyrir hendi sem með þarf, nema ráðsmaðurinn, en verkefni virðist lítið fyrir hann enn sem komið er, þó hefir hann verið á launum vegna þessa fyrirtækis nær 3 ár og mun hann ráðinn alllangt fram í tímann. Hefði nú ekki verið hyggilegra að leita til ráðunauta Búnaðarfélags Íslands um þessi mál, í stað þess að ráða menn til margra ára til þess að undirbúa þessi verk, fyrst endilega þurfti að fara út í þetta ævintýri, það hefði ekki kostað mikið fé að leita til Búnaðarfélagsins.

Krýsuvík

Gróðurhúsin 1950.

Nú er búið að eyða í framkvæmdir í Krýsuvík hátt á fjórðu milljón króna, þar hefur bæjarútgerð og bæjarsjóður lagt fram fé og auk þess verið tekið lán til viðbóta með veði í Krýsuvík. Til þess að ljúka þessum mannvirkjum þarf enn mikið fé, að minnsta kosti tvær milljónir króna. Hvernig þeir, sem málum þessum hafa stjórnað, hugsa sér að fá lán til þessara framkvæmda, veit ég ekki, en hitt veit ég að aðrar framkvæmdir bíða, sem meira liggur á og ég er þess vegna með því að harðloka Krýsuvíkurhliðinu — eins og Alþýðublað Hafnarfjarðar orðar það —, því það er fásinna að halda áfram á þessari braut, án þess að stinga við fótum; en að sjálfsögðu þarf jafnframt að gæta þess að bjarga því, sem bjargað verður. Bæjarsjóður fer ekki neins á mis við slíka ráðstöfun, því að frá Krýsuvíkurbúskapnum er ekki neinna tekna að vænta.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Þær framkvæmdir, sem mest liggur á að haldið sé áfram eftir fyllstu getu, eru fyrst og fremst hafnargerðin, vatnsveitan og elliheimilið auk þess er viðhald gatna og endurbætur á því sviði, sem veitir ólíkt meiri atvinnuverkamönnum til handa framkvæmdir í Krýsuvík.“ – Ingólfur Flygenring

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 4. tbl. 27.01.1950, Átakið mikla – Landnámið í Krýsuvík; merkilegasti þátturinn í þróunarsögu Hafnarfjarðar, bls. 1 og 2.
-Hamar, 3. tbl. 20.01.1950, Búskaparbröltið í Krýsuvík, Ásgeir Flygering, bl.s 4.

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Alþýðublað Hafnarfjarðar 1050.

fiskreitur

Vitað er að konur hafa í gegnum Íslandsaldir oft á tíðum borið hita og þunga dagsins. Til eru ýmsar frásagnir því til staðfestingar, einkum frá gestkomandi útlendingum.

Konur í fiskvinnslu

Konur í fiskvinnslu.

J. Ross Browne og fleiri ferðabókahöfundum, sem ritað hafa um Ísland, verður tíðrætt um það, að konur í Reykjavík vinni margvíslega erfiðisvinnu, en karlmenn lifi hóglífi, a.m.k. þegar þeir eru ekki á sjónum. Meðfylgjandi mynd af konum í fiskvinnu er teiknuð af J.R.B.
Árið 1876 birti Þjóðólfur eftirfarandi kafla, þann 16. febrúar:
“Er ekki vinnandi vegur að gera eitthvað fyrir vesalings vinnukonurnar? Ég á einkum við þessar, sem maður sér bera bagga frá morgni til kvölds, einkum út úr og inn um útibúr kaupmanna. Ég er óvanur að sjá konur hafðar eins og áburðar-ösnur og finnst það vera skrælingjalegt í mesta máta…. Þær, sem hafðar eru eins og ösnur, verða ösnur, og út af þeim geta varla alist nema asnar, eða að minnsta kosti múlasnar, það segir sig sjálft.”
Þrátt fyrir mikið og stöðugt vinnuálag eru ekki til heimildir um að konur hafi kvartað – a.m.k. ekki fyrr en í seinni tíð, enda kannski tími til kominn.

Öldin okkar 1867

Skreið

Skreið í trönum.

Gufuskálar
Skammt ofan við þjóðveginn í gegnum Leiruna er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er Elínarstekkur (Ellustekkur). Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld.

Gufuskálar

Brunnur við Gufuskála.

Sögu þessa og staðsetningu stekksins hef ég eftir ábendingum Ólafs Sigurjónssonar frá Litla-Hólmi.
„Þegar bílvegur var lagður um Leiruna, um og eftir 1920, var honum valið stæði ofan við byggðina, skammt austan við Elínarstekk. Þessi vegur var síðan breikkaður, eins og fleiri þjóðvegir á árum seinni heimstyrjaldarinnar, og náði þá uppundir stekkinn.
Það var sumarið 1787 að Elín Stefánsdóttir, blásnauður niðursetningur á Gufuskálum, fannst örend í snærisspotta í hjalli þar skammt frá bænum. Vegna deilna hennar og vinnumanns, þar á bænum, þótti dauði hennar ekki einleikinn.

Gufuskálar

Gufuskálar – Kóngsgarður.

Haldgóðar vísbendingar fengust þó ekki um að Elín hafi verið myrt, þrátt fyrir réttarhöld. Þess vegna var talið að hún hefði tekið líf sitt í skyndilegu æði, sem að hefði borið um nótt.
Elín var því, samkvæmt kirkju- og landslögum, heygð utan vígðrar moldar og var holað niður utan túngarðs í Leirunni, í sauðfjárstekk frá bænum á Gufuskálum.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Láti Elínar og aðdraganda þess, svo og hulun líks hennar og frágangi þess, er lýst í Dóma- og þingbókum Gullbringusýslu. Óttuðust grafarnir að Elín gengi aftur og skáru höfuð hennar af um hálsinn, lögði líkið á grúfu, en lögðu höfuðið við þjóhnappana. Átti það að tryggja að hún lægi kyrr.
Fyrir meðferðina á líkinu hlutu mennirnir dóma og ákúrur yfirvalda. En aldrei fórum neinum sögum af ókyrrleika sem eignaður var þessari ólánsömu konu.
Heimildarmaður minn, Ólafur Sigurjónsson, kallaði stekkinn aldrei annað en Elínarstekk, en í heimildum Jóns Helgasonar í Sunnudagsblaði Tímans 9. febr. 1969, bls. 108-112, virðist hann nefndur Gufuskálastekkur og hefur það að öllum líkindum verið upprunalegt nafn hans. Eftir greftrun Elínar hefur nafn stekksins breyst en hið eldra heiti líklega fallið úr daglegu máli og gleymst.“

-Skúli Magnússon – Faxi, október 1999.

Ellustekkur

Ellustekkur 2023.

Lambafellsklofi

Gengið var að Lambafelli frá Eldborg ofan við Höskuldarvelli.

Lambafellsklofi

Lambafellsklofi.

Fylgt var gömlum stíg í gegnum hraunið sunnan og austan fellsins. Hann liggur síðan áfram inn í hraunið til austurs austan þess. Lambafellsklofi er alltaf jafn áhrifamikill heimsóknar. Klofinn er misgengi í gegnum fellið, stundum nefndur Lambagjá. Þjófagjáin í Þorbjarnarfelli er af sama meiði. Glögglega má sjá heila bólstra í berginu þegar farið er í gegnum og upp úr gjánni um mitt fellið. Einstaklega fallegur brólstri er í gjárbarminum þegar upp er komið. Annars er Lambafellið þrjú fell, sem hraun hafa runnið umhverfis. Austasti hlutinn er skilinn frá hinum með Dyngnahrauni, sem runnið hefur úr nokkrum gígum austan Grænudyngju. Sjá má misgengið ganga áfram í gegnum það. Norðvestan við Lambafell er Snókafell, samskonar jarðfræðifyrirbæri, líkt og Oddafellið vestar. Vestan Lambafells liðast Afstapahraunið áleiðis niður í Kúagerði. Norðan þess er Gamla Afstapahraun er liggur allt niður í Selhraun ofan Þorbjarnarstaða í Hraunum. Austar eru hraun frá Mávahlíðum um Einihlíðar.

Lambafell

Lambafell.

Frá Lambafelli sést vel yfir að Mávahlíðum í suðaustri, dyngjunum; Grænudyngju og Trölladyngju í suðri og Keili í vestri.
Frábært veður. Gangan tók klukkustund og eina mínútu.

Lambafellsklofi

Lambafellsklofi.

Mosfellsbær

Þegar FERLIR spurði Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar um fjölda og staðsetningu upplýsinga- og fræðsluskilti í bænum og nágrenni brást hann mjög vel við og svaraði:
„Hér er að finna 31 fræðsluskilti, 4 friðlýsingarskilti, 4 fuglafræðsluskilti og 2 hjólreiðaskilti. Auk þessara skilta hafa verið sett upp 19 fræðsluskilti við stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, sjá m.a. meðfylgjandi gönguleiðakort.“

Mosfellsbær – sveit með sögu

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, að sunnanverðu af Kópavogi og að vestanverðu af Reykjavík. Í aldanna rás hét sveitarfélagið Mosfellshreppur og náði allt að Elliðaám fram á 20. öld en 9. ágúst 1987 lauk langri sögu hreppsins og Mosfellsbær varð til.
Sögu byggðar í Mosfellssveit má rekja aftur á landnámsöld þegar Þórður skeggi og Vilborg Ósvaldsdóttir námu land milli Leirvogsár og Úlfarsár. Þau bjuggu á Skeggjastöðum en „frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi,“ segir í Landnámu.
Allt fram á síðari hluta 19. aldar ríkti kyrrstætt bændasamfélag í Mosfellssveit, líkt og annarsstaðar á Íslandi. Sveitin var að vísu í þjóðbraut því um hana lágu leiðir til Vestur- lands, Þingvalla og austur fyrir fjall. En íslenskir bændur voru ekki alltaf að flýta sér til móts við nútímann og þegar fyrsti hestvagninn sást í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld töldu menn að eigandinn væri genginn af göflunum!

Mosfellsbær

Mosfellsbær – útivistarkort.

Kringum aldamótin 1900 varð félagsleg vakning í Mosfellssveit, ýmis félög voru stofnuð, til dæmis lestrarfélag, kvenfélag og ungmennafélag. Smám saman urðu atvinnumálin einnig fjölbreyttari: Ullarverksmiðjan á Álafossi tók til starfa árið 1896 og fyrsta gróðurhús landsins var byggt á Reykjum árið 1923. Mikinn jarðhita er að finna í Reykjahverfi og Mosfellsdal og vagga íslenskrar ylræktar stóð í Mosfellssveit.

Mosfellsbær

Mosfellsbær.

Mosfellssveit og þegar þeim lauk voru yfirgefnir hermannabraggar meðal annars nýttir undir starfsemi Reykjalundar sem tók þá til starfa.
Allt frá stríðslokum hefur verið mikil fólksfjölgun í sveitarfélaginu, fyrsta stóra stökkið í þeim efnum varð á 8. áratugnum og nú búa meira en átta þúsund manns í sveitinni milli fellanna þar sem fjölbreytt náttúra og áhugaverð saga haldast í hendur.

Fræðsluskiltin 19 við stikaðar gönguleiðir eru:

1. Hamrahlíð

Mosfellsbær

Hamrahlíð.

Undir norðanverðu Úlfarsfelli er skógræktar- og útivistarsvæðið Hamrahlíð en samnefnt kotbýli stóð skammt héðan, norðan Vesturlandsvegar. Býlið fór í eyði nálægt aldamótunum 1900 en enn má sjá rústir þess.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Hamrahlíð.

Upphaf skógræktar í Hamrahlíð má rekja til fyrri hluta 20. aldar þegar Ungmennafélagið Afturelding hóf gróðursetningu á þessum slóðum. UMFA sinnti skógræktarmálum í Mosfellssveit fram yfir miðja öldina en þar kom að Skógræktarfélag Mosfellshrepps var stofnað, í Hlégarði 20. maí 1955. Stofnfélagar voru 88 talsins og var Guðjón Hjartarson (1927-1992) á Álafossi kjörinn fyrsti formaður félagsins.
Hamrahlíð er úr landi Blikastaða og árið 1957 gerði Skógræktarfélagið leigusamning við landeigendur og hóf þar skógrækt með skipulögðum hætti.
Fyrst var plantað þar birki, sitkagreni og rauðgreni. Næstu áratugina gróðursetti Skógræktarfélagið trjáplöntur í Hamrahlíð af miklu kappi og á heiðurinn að þessu blómlega skóglendi. Frá árinu 1983 hefur félagið verið með jólatrjáasölu í Hamrahlíð.
Hamrahlíðarsvæðið er 42,6 ha að stærð. Gegnum það liggur malbikaður stígur sem tengir saman Reykjavík og Mosfellsbæ og héðan liggja tvær göngu- leiðir á Úlfarsfell, alla leið á tindinn Stórahnjúk sem rís 295 metra yfir sjávarmál. Sú gönguferð tekur um 1,5 klst., fram og til baka, hækkun er 195 m en vegalengdin 4,6 km.

2. Hernámsárin

Mosfellsbær

Hernámið.

Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum.
Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi.
Braggahverfi, svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur.

Mosfellsbær

Hernámið.

Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.
Norðvestan við Hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einnig voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði.
Braggabyggðin við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.

3. Seljadalsá og Lestrarfélagið

Mosfellsbær

Seljadalsá – skilti.

Seljadalsá á upptök sín undir sunnanverðu Grímannsfelli, liðast eftir endilöngum Seljadal og fellur í Hafravatn. Hér undir hamrinum dró til tíðinda hinn 8. ágúst 1890 þegar 19 Mosfellingar komu saman og stofnuðu Lestrarfélag Lágafellssóknar. Þá var ekkert félagsheimili í Mosfellssveit svo ekki var um annað að ræða en að halda stofnfundinn úti í guðsgrænni náttúrunni.

Lágafell

Lágafell um 1900.

Í lögum Lestrarfélagsins sagði að tilgangur þess væri „ … að styrkja félagsmenn sína í að afla sér sem mestrar fræðilegrar þekkingar eftir því sem félagið hefir föng á og yfirhöfuð að vinna að uppfræðing þeirra og menningu, þjóðfélaginu til eflingar.“
Lestrarfélagið starfaði af miklum þrótti fram eftir 20. öld. Það sinnti bókaútlánum, gaf út farandblaðið Umfara um skeið, byggði félagsheimili að Lágafelli árið 1898 og beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum, til dæmis stofnun dýraverndarfélags og bindindisstúku.

4. Hafravatnsrétt

Mosfellsbær

Hafravatnsrétt.

Um aldamótin 1900 voru hátt í tvö þúsund fjár í Mosfellshreppi.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Hafravatnsrétt.

Afréttur Mosfellinga og Seltirninga var á Mosfellsheiði og því þörf á stórri skilarétt í hreppnum. Þá hafði lögrétt sveitarinnar verið í Árnakrók við Selvatn um 20 ára skeið, hún þótti vera of sunnarlega í sveitinni og voru tilnefndir „réttarstæðis- leitarnefndarmenn“ til að finna nýtt og hentugt réttarstæði.
Hinni nýju skilarétt var valinn staður við austurhluta Hafravatns. Verkstjóri á Úlfarsfelli stjórnaði byggingu hennar en hann var þá helsti grjóthleðslumeistari sveitarinnar. Fyrst var réttað í Hafravatnsrétt árið 1902 og var hún lögrétt Mosfellinga um 80 ára skeið. Fram eftir 20. öld voru réttirnar eitt helsta mannamót ársins í sveitinni og þangað flykktust ungir sem aldnir á hverju hausti. Veitingar voru seldar í tjöldum og um langt skeið annaðist Kvenfélag Lágafellssóknar kaffiveitingar í bragga sem stóð sunnan við réttina.
En nú er hún Snorrabúð stekkur og grjóthlaðnir réttarveggirnir mega muna fífil sinn fegri. Hafravatnsrétt var friðlýst árið 1988.

5. Gullið við Seljadalsá

Mosfellsbær

Gullnáman.

Snemma á 20. öld var þetta landsvæði vettvangur mikilla framkvæmda. Þá höfðu rannsóknir sýnt að kvars með gulli var að finna í jarðlögum beggja vegna Seljadalsár og árið 1908 hófst hér námugröftur en gullgrafararnir höfðu ekki erindi sem erfiði.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – skilti.

Þremur árum síðar tók erlent fyrirtæki námuna á leigu, einkum fyrir tilstilli Einars Benediktssonar skálds (1864-1940) sem átti eftir að koma mikið við sögu gull- leitarinnar við ána. Um skeið voru hér mikil umsvif; djúp hola var grafin í bergið og þiljuð innan með timbri. Jarðvegurinn var hífður upp úr námugöngunum en vatni dælt í burtu. Um skeið var unnið dag og nótt og bjuggu starfsmennirnir í húsi sem reist var á staðnum.
ÞormóðsdalurÍ fyrri heimstyrjöldinni 1914-1918 varð hlé á gullleitinni en á 3. áratugnum tóku hjólin að snúast á ný undir stjórn Þjóðverja sem stofnuðu hlutafélagið Arcturus til að sinna námugreftrinum. Þegar mest var unnu hér 20-30 manns, inn í bergið voru sprengd 60 metra löng göng sem lágu tíu metra undir yfirborð jarðar.
Til að gera langa sögu stutta svaraði gullgröfturinn við Seljadalsá ekki kostnaði og var honum sjálfhætt þótt enn á ný hafi verið gerðar hér rannsóknir er nær dró aldamótunum 2000. Nú er fátt á þessum slóðum sem minnir á námugröft og göngunum hefur verið lokað.

6. Seljadalur og Kambsrétt

Mosfellsbær

Kambsrétt.

Seljadalur er grösugur dalur sunnan við Grímannsfell, innst í honum er svipmikið gil, sem heitir Hrafnagil, en þar fyrir austan tekur við Innri-Seljadalur. Í Seljadal eru góðir bithagar fyrir sauðfé enda var fé haft þar í seli á fyrri tíð, líkt og nafnið gefur til kynna.

Mosfellsbær

Seljadalur – Kambsrétt.

Frá örófi alda lá þjóðleið til Þingvalla í gegnum Seljadal. Þegar Kristján konungur níundi sótti íslenska þegna sína heim árið 1874 reið hann í gegnum dalinn ásamt fríðu föruneyti. Konunglegt náðhús var haft meðferðis og meðal annars sett upp í Innri-Seljadal þar sem síðar var nefnt Kamarsflöt.
Fremst í dalnum stóð Kambsrétt og á 80 metra kafla hefur vegurinn verið hellulagður. Rústir réttarinnar eru beggja vegna vegarins en hóllinn fyrir ofan heitir Kambhóll. Réttin lá í stefnunni austur-vestur, hún var 19×25 metrar að stærð og skiptist í fjögur hólf. Kambsrétt var skilarétt Mosfellinga og Seltirninga fram á síðari hluta 19. aldar og var iðulega réttað þar á miðvikudegi í 22. viku sumars. Seint á 19. öld var skilaréttin flutt í Árnakrók við Selvatn og í byrjun 20. aldar var ný fjárrétt reist við Hafravatn.

7. Nessel

Mosfellsbær

Nessel.

Hér má sjá rústir Nessels sem tilheyrði bújörðinni Nesi á Seltjarnarnesi. Getið er um selið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá öndverðri 18. öld en þar segir: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Nesssel í Seljadal undir Grímafelli [Grímannsfelli], og hefur um lánga stund ekki brúkuð verið …“

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstaða tíðkaðist um aldir á Íslandi. Selin voru byggð upp til fjalla og þangað var farið með ærnar á sumrin og stundum einnig kýr. Í seljunum voru unnar mjólkurafurðir, bæði smjör og skyr, undir stjórn selmatseljunnar sem hafði oft unglinga sér til aðstoðar. Smalarnir þurftu að gæta ánna nótt sem nýtan dag og reka þær heim í selið til mjalta á hverjum degi. Þessi búskapur lagðist niður á 19. öld en seljarústir má finna allvíða í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær

Nessel – skilti.

Nessel er 4×6 metrar að stærð og snýr í norður-suður. Veggirnir eru um 50-100 cm breiðir og 30-80 cm háir. Austasti hlutinn var stekkur þar sem ærnar voru mjólkaðar. Nesselsá fellur hjá garði og sameinast Seljadalsá.
Spölkorn héðan má sjá leifar af lítilli vatnsvirkjun í Nesselsá. Hún er frá því um 1970 en þá gerði Mosfellshreppur könnun á því að leiða kalt vatn úr Seljadal niður í byggðarkjarna sveitarinnar. Vegalengdin reyndist of löng til að hugmynd þessi yrði að veruleika.

8. Bjarnarvatn

Mosfellsbær

Bjarnarvatn.

Bjarnarvatn er lítið og grunnt stöðuvatn í 259 metra hæð yfir sjávarmáli. Varmá fellur úr vatninu og til sjávar í Leiruvogi. Hér til vinstri eru leifar af stíflu sem byggð var á fyrri hluta 20. aldar í tengslum við ullarvinnslu á Álafossi. Bjarnarvatn átti þá að vera uppistöðulón fyrir Varmá en stíflugerðin skilaði ekki tilætluðu hlutverki sínu.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Bjarnarvatn.

Varðveist hefur frásögn af nykri í Bjarnarvatni en nykur er vatnaskrímsli í hestslíki, oft grátt að lit. Hófar dýrsins snúa öfugt og hófskeggið fram. Nykur reynir að lokka menn til að setjast á bak sér og festast þeir þá við dýrið sem hleypur umsvifalaust í vatnið og þarf þá ekki að spyrja að leikslokum.
Um 1930 kvaðst sauðamaður frá Suður-Reykjum hafa komist í tæri við nykurinn í Bjarnarvatni og lýsti viðureigninni á þessa leið: „Tók ég snærishönk upp úr vasa mínum og hugðist ná hestinum strax en það vafðist eitthvað fyrir mér og barst nú leikurinn heim undir fjárhús. Lagði ég nú allt kapp á að ná Grána og tókst það og bjó ég mig undir að bregða bandinu upp í hestinn en fékk þá nokkra bakþanka. Skoðaði ég hestinn nánar, og sá þá að hófarnir snéru öfugt. Hafði ég nú snögg viðbrögð; sleppti tökum og forðaði mér, því nykrar hafa þá ónáttúru að ef maður sest á bak límist maður við bakið og skepnan stormar beint í vatnið sitt og heimkynni með manninn á baki og eru það hans endalok.“

9. Beitarhús

Mosfellsbær

Beitarhús – skilti.

Hér má sjá rústir beitarhúsa sem voru í eigu bóndans á Suður-Reykjum. Beitarhús voru fjárhús fjarri heimatúnum og tók staðsetning þeirra mið af því að hægt væri að nýta úthaga að haust- og vetrarlagi. Smalinn hélt fénu á beit á daginn og ef jörð var hulin snjó var honum rutt á brott með svonefndri varreku sem var járnvarin tréskófla.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – beitarhús.

Í slæmum veðrum var féð hýst í beitarhúsunum og því gefið hey. Þessi beitarhús voru byggð upp af tveimur samhliða, jafnlöngum en misbreiðum húsum sem snúa norðvestur-suðaustur og var gengið inn í þau að norðvestanverðu.
Húsin voru um átta metrar að lengd en 3,5 m og 2,5 m að breidd. Veggirnir eru 1,5 – 2 m að þykkt neðst og 80 cm að hæð þar sem þá ber hæst. Að baki húsanna er heytóft, um 2×6 m að ummáli.
Víða um land má sjá rústir beitarhúsa sem voru oft nálægt ströndinni svo hægt væri að nýta fjörubeit. Annars staðar, líkt og hér, voru beitarhúsin upp til fjalla þar sem nægilegt graslendi var í grennd. Beitarhús voru nýtt fram á 20. öld; þessi hús voru aflögð um 1910-1915 og síðast notuð af bóndanum á Reykjahvoli.

10. Einbúi

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Einbúi.

Grjóthóllinn Einbúi er efst á Reykjafelli (Reykjafjalli) en það rís 268 metra yfir sjávarmál. Hinn 16. febrúar 1944 fórust tvær bandarískar herflugvélar af gerðinni P-40 K á fjallinu. Önnur vélin brotlenti ofan við Reyki og flugmaðurinn, William L. Heidenreich, fórst.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Einbúi.

Hin vélin hrapaði til jarðar hér við Einbúa, í svonefndu Einbúasundi, og mátti lengi finna þar leifar af flakinu. Flugmaðurinn, Nicholas Stam (1918-2009), bjargaðist í fallhlíf og var borinn heim að bænum Helgadal í sunnanverðum Mosfellsdal þar sem hlúð var að honum.
Á sínum tíma fengust litlar upplýsingar um slysið og margir töldu að vélarnar hefðu rekist saman. Skýrslur flughersins sanna að svo var ekki heldur urðu veðuraðstæður orsök slyssins eins og Stam staðfesti í bréfi árið 2001: „Veðrið var slæmt og ég tel að þrumuveður hafi valdið því að vélarnar hröpuðu. Ég missti stjórn á flugvélinni og William lenti einnig í hremmingum á sinni vél. Honum tókst ekki að komast í fallhlíf í tæka tíð.“

11. Jarðfræði við Varmá

Varmá

Álafoss í Varmá.

Landslagið við Varmá er mótað af ísaldarjöklinum en rof af völdum vatns og vinda hefur einnig haft sín áhrif á það. Gott dæmi um rof af völdum vatns er gilið hér fyrir neðan sem áin hefur grafið niður í bergið. Þegar ný jarðskorpa verður til í gosbeltinu gliðnar landið og jarðskorpuflekana rekur til beggja hliða. Við gliðnunina verða til misgengissprungur sem liggja samsíða gosbeltinu, NA-SV. Slík misgengi eru víða í gilinu og fellur fossinn fram af slíkri misgengisbrún. Misgengissprungurnar í gilinu tengjast að hluta virku eldstöðvakerfi í Krýsuvík.
Í gilinu má greina mismunandi berglög og forvitnilega jarðsögu.

Mosfellsbær

Álafoss í Varmá – skilti.

Þar sést vel hvernig jarðlögum hallar um 19° inn til landsins vegna fergingar af völdum yngri jarðlaga í gosbeltinu. Neðst í gilinu er dökkleitt móberg sem myndaðist við eldgos undir jökli; þar ofan á kemur þunnt, ljóst hraunlag úr basalti frá hlýskeiði á ísöld og ofan á því situr jökulberg, hörðnuð jökulurð með samanlímdum ávölum setkornum af ýmsum stærðum. Jarðlögin vitna um tvö jökulskeið og eitt hlýskeið á milli þeirra. Móbergið er fínkornótt og skorið af berggöngum sem eru kólnaðar aðfærsluæðar kviku.

Álafoss

Álafossverksmiðjan um 1920. Fremst á myndinni er gripahús, en búrekstur var lengi stundaður á Álafossi jafnhliða verksmiðjurekstrinum. Fjær er verksmiðjuhúsið, sem reist var árið 1896 og stendur enn. Greinilega má sjá rörið, sem liggur frá stíflunni niður í verksmiðjuhúsið, en vatnsaflið var notað við ullarvinnsluna. Fólk er á ferli í kringum Álafosslaugina, en í fjarska má greina fjallsnípuna Reykjaborg, en skammt þaðan á Varmá upptök sín.

Hin gjöfulu jarðhitasvæði í Mosfellssveit sækja varmann í slík innskot sem ennþá eru heit. Virkar sprungur frá Krýsuvíkureldstöðinni liggja um svæðið og því nær grunnvatn að leika um bergið og hitna. Heita vatnið leysir upp ýmis efni úr berginu og þegar vatnið kólnar falla þessi efni út og mynda steindir í holrýmum bergsins, svonefndar holufyllingar. Steindirnar í gilinu eru einkum kabasít og thomsonít.
Jarðlögin vitna um veðurfarssögu sem hófst fyrir 2-3 milljónum ára þegar ísaldarjöklar tóku að hylja landið og móbergslög hlóðust upp undir jökulfarginu. Þegar jökulhellan hopaði rann hraun yfir móbergið en síðan skreið jökullinn fram, heflaði af jarðlagastaflanum og skildi eftir sig grjótmulning ofan á hraunlaginu. Í tímans rás hefur þessi mulningur límst saman og myndað setberg sem einnig er nefnt jökulberg.

12. Suður-Reykir

Mosfellsbær

Suður-Reykir – skilti.

Suður-Reykir, einnig nefndir Reykir, er gömul bújörð í Reykjahverfi og ein af stærri jörðum sveitarfélagsins. Heimildir eru um kirkju á Reykjum frá 12. til 18. aldar og í kaþólskum sið var Reykjakirkja helguð Snemma á 20. öld komust Reykir í eigu Guðmundar Jónssonar frumkvæði var lítið gróðurhús reist í landi Reykja árið 1923, það fyrsta á Íslandi. Þar með hófst nýtt skeið í íslenskri landbúnaðar- sögu, gróðurhús voru byggð í Reykjahverfi og Mosfellsdal og með sanni má segja að vagga íslenskrar ylræktar hafi staðið í Mosfellssveit.

Suður-Reykir

Suður-Reykir.

Nú er stunduð alifuglarækt á Reykjum en hluti jarðarinnar er kominn undir þéttbýli. Landamerki Reykja í norðri voru við Skammadalslæk og sunnan lækjarins reis vistheimilið á Reykjalundi fyrir miðja síðustu öld.

13. Stekkjargil

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Stekkjargil.

Í Stekkjargili eru margar tegundir plantna. Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum plöntutegundum sem finna má í gilinu. Gáðu hvort þú finnur þessa fulltrúa íslenskrar náttúru, sem saman mynda eina heild, á göngu þinni og leggðu útlit jurtarinnar, ilm og viðkomu á minnið. Þá hefur þú örugglega gaman af að finna tegundina aftur og þekkja í næstu gönguferð um náttúru landsins.

14. Stekkur

Mosfellsbær

Í stekknum.

Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Stekkjargil.

Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðurfar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekjan þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.

15. Helgafell

Mosfellsbær

Helgafell.

Helgafell rís 216 metra yfir sjávarmáli og þeir sem ganga á fjallið verða verðlaunaðir með góðu útsýni yfir Mosfellsbæ og Sundin blá. Efst á fellinu má sjá rústir af varðbyrgi frá hernámsárunum og vestan fjallsins eru leifar fjöruborðs, í 55 metra hæð yfir sjávarmáli, sem skýrist af því að eftir að ísaldarjökullinn tók að hopa fyrir um 10.000 árum gekk sjór inn á láglendið í Mosfellssveit.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Helgafell.

Algengasta gönguleiðin á Helgafell hefst á svonefndum Ásum við Þingvallaveg. Leiðin liggur framhjá tveimur steyptum vatnstönkum frá hernámsárunum sem voru notaðir til að miðla köldu vatni í stórt sjúkrahúshverfi sem reis á Ásunum og nefnt var Helgafell Hospital. Göngusneiðingur liggur upp fjallið að vestanverðu og þar sem lagt er á brattann er smálaut sem er leifar af lítilli gullnámu frá því snemma á 20. öld. Forsaga málsins er sú að skömmu eftir aldamótin 1900 tóku menn að gera sér vonir um að finna gull í Mosfellssveit, einkum við Seljadalsá í suðurhluta sveitarinnar. Þegar bóndinn á Reykjum auglýsti jörð sína til sölu árið 1911 skrifaði hann í blaðaauglýsingu: „Reykjaland liggur meðfram Þormóðsdals landareign að norðan, og stefnir gullæðin þar á það mitt. Líka kvað hafa fundist gull í næstu landareign að norðan í líkri stefnu (Helgafelli).“ Engar frekari sögur fara af gullinu í Helgafelli.

16. Bringur

Mosfellsbær

Bringur – skilti.

Bringur eru eyðibýli efst í Mosfellsdal, norðan Grímannsfells, og fellur Kaldakvísl hjá garði.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Bringur; uppdráttur ÓSÁ.

Bærinn var byggður sem nýbýli úr landi Mosfells árið 1856 og fyrsti ábúandinn hét Jóhannes Jónsson Lund vermenn úr Laugardal og Biskupstungum björguðust þangað við illan leik eftir miklar hrakningar á Mosfellsheiði. Sex félagar þeirra urðu úti á heiðinni og voru jarðsettir í Mosfellskirkjugarði.
Bringur þótti ágæt sauðfjárjörð og þaðan var stutt í afréttarlandið á Mosfellsheiði. Hinsvegar voru heimatúnin ekki víðfeðm og þess vegna sóttu Bringnabændur stundum í slægjuland lengra inni á heiðinni.
Greiðfær akleið liggur frá Þingvallavegi, ofan við Gljúfrastein, að túnfætinum í Bringum. Enn má sjá leifar af útihúsum á heimatúninu og niður við Köldukvísl er mikill yndisreitur sem heitir Helguhvammur. Þar er fallegur foss í ánni sem heitir Helgufoss.

17. Gljúfrasteinn

Mosfellsbær

Gljúfrasteinn.

Gljúfrasteinn er byggður úr landi jarðarinnar Laxness árið 1945.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Gljúfrasteinn.

Arkitekt hússins var Ágúst Pálsson (1893-1967) en Auður Laxnes (f. 1918) segir svo frá byggingunni í ævisögu sinni: „Á Þjóðhátíðardaginn 17. júní 1945, kom ég mér vel fyrir í sólskininu á svölum Landspítalans, og vélritaði samning um byggingu Gljúfrasteins, og dagana á eftir var hafist handa. Fyrstu merki þess að framkvæmdir væru hafnar, var sími festur uppá steini hér úti á hól, og breiddur yfir hann segldúkur á kvöldin. Þá var fátt um byggingarefni, og þurfti að hringja í ýmsar áttir og tína það saman héðan og þaðan af landinu.“
ár og gengu um leið í hjónaband. Þótt Gljúfrasteinn væri í þjóðbraut var Mosfellsdalur stundum einangraður að vetrarlagi; til Reykjavíkur lá óupplýstur malarvegur sem gat lokast vegna veðurs og ófærðar. Auk þess var þá engin verslun í Mosfellssveit eins og fram kemur í endurminningum Auðar: „Á þessum árum var ekkert í kringum Brúarland, þar sem nú er næstum risin borg; engin verslun fyrr en í Reykjavík. Ég keypti mjólk á bæjunum og við fórum eftir rjóma tuttugu og sjö kílómetra, austur að Kárastöðum.“

Laxness

Auður og Halldór Laxness.

Á Gljúfrasteini skópu Halldór og Auður mikið menningarheimili, þar var mjög gestkvæmt og tíðkaðist að erlendir þjóðhöfðingjar sæktu þau heim á leið sinni til Þingvalla. Nú er Gljúfrasteinn í eigu íslenska ríkisins og húsið var opnað sem safn fyrir almenning í september árið 2004.

18. Guddulaug

Mosfellsbær

Guddulaug-skilti.

Guddulaug er kaldavermsl skammt frá Laxnesi og gefur af sér um 10 sekúndulítra af 4 gráðu heitu vatni. Um 1980 var laugin virkjuð af Mosfellshreppi en nú á dögum er vatnið úr henni sjaldan notað fyrir vatnsveitukerfi bæjarins.
Halldór Laxness lýsti Guddulaug árið 1975 í endurminningarsögunni Í túninu heima og gerði hana að himneskum heilsubrunni. Hann skrifar: „Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef einhver var hættulega sjúkur var sótt vatn í þessa lind. Faðir minn trúði á þess lind. Ég trúi líka á þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn í lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja vatn handa honum í þessa lind tvisvar á dag og honum batnaði. Þegar hann fékk lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá var ég í bænum að láta prenta Barn náttúrunnar og einginn til að sækja honum vatn í þessa lind og hann dó …“

Guddulaug

Guddulaug.

Þessi lýsing Halldórs varð til þess að á undanförnum árum hefur fjöldi ferðamanna gengið að Guddulaug til að bergja á hinu heilnæma vatni. Sá er þó galli á gjöf Njarðar að þegar uppsprettan var virkjuð var henni spillt þannig að vatnið rennur nú úr sveru plaströri. Tveir steyptir brunnar með kranabúnaði komu í stað Guddulaugar en hugmyndir hafa verið á lofti að færa lindina í upprunalegt horf.
Auðvelt er að komast að Guddulaug. Hægt er að leggja bifreiðum á bílastæði Bakkakotsvallar og halda síðan að lauginni eftir göngustíg austan við golfvöllinn. Sú vegalengd er aðeins nokkur hundruð metrar.

19. Mosfell

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Mosfell.

Mosfell rís 276 metra yfir sjávarmáli. Það er myndað úr móbergi við gos undir jökli fyrir nokkrum þúsundum ára en önnur fjöll sveitarinnar eru hinsvegar úr mismunandi hraunlögum.

Bærinn Mosfell er nefndur í íslenskum fornritum, meðal annars í Egilssögu. Þar dvaldi Egill Skallagrímsson síðustu árin, þar faldi hann silfursjóð sinn og fékk þar sína hinstu hvílu: „Bein Egils voru lögð niður í utanverðum kirkjugarði að Mosfelli,“ segir í Eglu.
Á Mosfelli var fyrst byggð kirkja á 12. öld en mestum deilum olli kirkja sú sem jafnað var við jörðu á ofanverðri 19. öld og greint er frá í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Eftir niðurrif kirkjunnar var ekkert guðshús á Mosfelli fyrr en árið 1965 en þá var Mosfellskirkja hina nýja vígð. Arkitekt hennar Á Mosfelli eru þrír minnisvarðar: brjóstmynd af Ólafíu starfaði mikið að framfara- og mannúðarmálum, bæði á Íslandi og í Noregi. Þá er minnisvarði um séra Magnús Grímsson 1860) sem var prestur á Mosfelli fimm síðustu æviár sín. Hann beitti sér fyrir söfnun íslenskra þjóðsagna og ævintýra ásamt Jóni Árnasyni við Mosfellskirkju, en samkvæmt erfðaskrá Stefáns skyldi nota allar eigur hans til að byggja nýja kirkju á Mosfelli.

Minna-Mosfellssel

Minna-Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

Gönguleið liggur frá Mosfellskirkju til fjalls, framhjá klettinum Diski, sem dregur nafn sitt af því að hann er flatur að ofan, og síðan á fjallstindinn þar sem sjá má leifar af varðbyrgi úr seinni heimsstyrjöld. Þaðan er hægt að ganga niður að bænum Hrísbrú þar sem kirkja, kirkjugarður og skálabær frá miðöldum hafa verið grafin úr jörðu. Frá Hrísbrú liggur leiðin aftur að Mosfelli þar sem hringnum er lokað. Gönguferðin tekur um 1½ klukkustund.

Auk framangreinds er að finna fleiri upplýsinga- og fræðsluskilti víðs vegar við gönguleiðir Mosfellsbæjar.

Heimild:
-Tómas G. Gíslason, Umhverfisstjóri – Umhverfissvið Mosfellsbæjar.

Mosfellsbær

Gönguleiðir í Mosfellsbæ og nágrenni.

Skagagarður
Fáum mun kunnugt um Skagagarðinn sem forðum lá frá túngarðinum á Kirkjubóli norður í túngarðinn á Útskálum. Engu að síður er hér um að ræða einhverjar merkustu fornminjar landsins og gefa okkur vísbendingar um löngu horfna starfshætti.

Garður

Skagagarðurinn.

Skagagarðurinn mun hafa verið um 1500 metra langur og var fyrr á öldum um einn og hálfur metri á hæð og afar þykkur. Í tímans rás hefur hann hins vegar flast út og fengið ávalan svip.
Lengi ver var talið að garðurinn væri frá 13. og 14. öld, en fyrstu ritheimildir um hann eru frá árinu 1528. Rannsóknir jarðfræðinga hafa þó leitt í ljós að garðurinn hefur varla verið hlaðinn síðar en á 10. öld.
Garðinum hefur sennilega verið ætlað að halda sauðfé frá kornökrum á norðanverðum skaganum, en örnefni og fornar akurreinar benda til umfangsmikillar akuryrkju á Suðurnesjum fyrr á öldum.
Ljóst er að garðurinn hefur girt með öllu fyrir skagann. Því við báða enda hans tóku við miklir túngarðar, en samkvæmt lögum íslenska þjóðveldisins var hver maður skyldugur til að verja vikum á ári til garðhleðslu.

-Stefán Pálsson – sagnfræðingur v/HÍ.

Garður

Garður.

Hamarinn

Á Hamrinum í Hafnarfirði er skilti. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Hamarinn

Hamarinn – mörk friðlýsingar.

„Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984. Á Hamrinum er að finna jökulminjar og setur hann mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamarinn er mótaður af skriðjöklum ísaldar og hefur sérstakt rofform sem kallast hvaldbak. Jökull með skriðstefnu til norðvesturs hefur gengið út á Hamarinn og sorfið breggrunninn í slétta og aflíðandi klöpp og má greinilega sjá jökulrákir sem skriðjökullinn rispaði í bergið. Bratta hlið Hamarsins vissi undan straumi jökulsins, þar sem hann kroppaði úr berginu og myndaði bergstál.

Bergið í Hamrinum er Reykjavíkurgrágrýti (grátt basalt) sem er talið hafa myndast á hlýskeiði ísaldar fyrir um 300-500 þúsund árum. Þykk grágrýtishraunlög mynda berggrunn höfuðborgarsvæðisins en upptök þeirra eru óþekkt.

Hamarinn

Hamarinn – auglýsing um friðlýsingu.

Til er saga um heimsókn bóndans í Hamarskoti til álfa er bjuggu í Hamarskotshamri. Maður þessti hét Gunnar Bjarnason og segir sagan að eitt sinn er hann var á gangi norðan- eða austanmegin í Hamrinum á vetrarkvöldi um jólaleytið hafi hann heyrt söng í honum. Gekk hann þá á hljóðið og kom að opnum dyrum á Hamrinum, sem hann gekk inn um. „Kemur hann inn í mannahýbýli og stendur söngurinn þá sem hæst. Þá var það venja á landi hér, ef að gest bar að garði, meðan á húslestri stóð, þá gekk hann hljóðlega inn, yrti ekki á neinn og heilsaði ekki fyrr en að lestrinum loknum. Þessari venju fylgdi Gunnar. Sat hann hljóður meðan á söngnum stóð og hlustaði með gaumgæfni á lesturinn, sem á eftir fór. Er mælt, að hann hafi kannast við lögin og sálmana en eigi hugvekjuna eða predikunina. Eftir lesturinn var sunginn sálmur og að honum loknum gekk Gunnar úr jafnhljóðlega og þá er hann kom inn.“ Þrátt fyrir margar tilraunir Gunnars varð hann aldrei aftur var við álfana í Hamrinum.

Hamarinn

Hamarinn – hvalbök.

Margir Hafnfirðingar sem hafa leikið sér í Hamrinum telja sig hafa séð það hvítklædda veru sem er böðuð ljóma með silfurbelti um sig miðja. Sumir hafa talið sig heyra fagran söng án þess að sjá lifandi sálu.

Í bókinni „Bær í byrjun aldar“ segir Magnús Jónsson frá bæjum, kotum og fólki í Hafnarfirði í byrjun 20. aldar. Um Hamarskotið segir hann: „Nú eru löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot stóð, en að það var í slakkanum uppi á Hamrinum. Upphaflega hefur bærinn sjálfsagt dregið nafn sitt af hamrinum, en svo var farið að kenna hamarinn við kotið, og hann nefndur Hamarskotshamar.“

Hamarinn

Hamarinn – friðlýsta svæðið.

Í „Saga Hafnarfjarðar 1908-1983“ segir m.a. um Hamarskotshamar: „Eftir að gagnfræðiskólinn í Flensborg tók til starfa árið 1882 og aðkomupiltar tóku að sækja hann, mátti segja að allmikið lifnaði yfir firðinum á hverju hausti við komu þeirra. Brenna var oftast annaðhvort á gamlárskvöld eða á þrettándanum og venjulega var álfadans í sambandi við hana. Var þá dansað úti á einhverri tjörninni. Oftast var brennan á Hamarskotshamri, en stöku sinnum í Kvíholtinu norðan Jófríðarstaða, þar sem nú er nunnuklaustur.“

Stærð náttúruvættisins er 2,1 ha.“

Hamarinn

Hamarinn – jökulsorfin klöpp.

Af framangreindu getur sá er þetta skráir staðfest tilvist hvítklæddu verunnar í Hamrinum norðanverðum því hann sá hana þar með berum augum á unga aldri. Álfabrenna var hins vegar aldrei í Kvíholti eða á þeim stað er klaustrið er nú. Særsta áramótaberannan í Hafnarfirði var um nokkurra ára skeið á sléttu holtinu vestan Keflavíkurvegarins og ofan og austan klaustursgarðsins.

Heimildir m.a.:
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/hamarinn-hafnarfirdi/
-https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/hamarinn_188_1984.pdf

Hamarskot

Hamarskot  á Hamarskotshamri – tilgáta.

Garðsskagaviti

Farin var kynnisferð um Sveitarfélagið Garð og Sandgerði. Ásgeir Hjálmarsson leiðsagði um Garðinn og Reynir Sveinsson um Sandgerði.

Skagarður

Skagagarðurinn – loftmynd.

Í Garðinum var m.a. fylgst með Prestsvörðunni ofan við Leiru, sagt frá mannlífinu þar, Gufuskálar kynntir til sögunnar sem og Ellustekkur, komið við í Kisturgerði, bent á hinar 14 varir milli Rafnkelsstaða og Garðskaga, kíkt inn í keramikfabrikuna, fornmannleiðið barið augum og letursteinninn þar, staldrað við Skagagarðinn og minjasafnið á Garðskaga skoðað.
Í Sandgerði var m.a. saga Skagagarðsins rakin, atburðirnir að Kirkjubóli, bæði er varðaði Jón Gerekkson og Kristján skrifara í framhaldi af aftöku Jóns Arnasonar, biskups, kumlin á Hafurbjarnarstöðum kynnt og Vikivakakvöld á Flankastöðum.

Sandgerði

Efra-Sandgerði.

Efra-Sandgerði  er elsta uppistandandi hús í bænum – 1883, komið við í Fræðasetrinu, einstök hús einblínd, fjallað um uppbyggingu miðbæjarins, Sandgerðisvita 1908 og viðbót ofan á hann 1944, komið við í kertagerð og keramikgalleríum, Sandgerðishverfin sjö tíunduð (Kirkjubólshverfið, Flankastaðahverfið, Sandgerðishverfið, Býjaskerjahverfið, Fuglavíkurhverfið, sagt frá skipssköðum og mannfórnum til sjós, Hvalsneshverfið og Stafneshverfið), komið við í Hvalsneskirkju og saga kirkjunnar rakin, haldið að Stafnesi og saga þess sögð ásamt lýsingum á umhverfi Básenda, Gálga, Þórshafnar og Ósabotna. Þá var sagt frá Hvalsnesgötunni til Keflavíkur, villum fólks á Miðnesheiðinni og helstu mannvirkjum á henni, svo eittvað sé nefnt.

Saga Garðs

Sandgerði

Geirfugl við Sandgerði.

Byggðarlag á nyrsta odda Reykjanesskagans, þó aðeins með austurströndinni sem veit inn að Faxaflóa. Garðurinn nær frá Rafnkelsstaðabergi að innanverðu og út á Skagatá þar sem vitinn stendur. Í daglegu tali er honum skipt í inn- og út-Garð en milli þeirra er Gerðahverfið. Þar er allstór þéttbýliskjarni er tók að myndast skömmu eftir síðustu aldarmót. T.d. má telja 14 varir milli Rafnkelsstaða og Garðskaga, s.s. Kópu og Vararós.

Garðurinn er í Sveitarfélaginu Garði. Mörkin liggja frá Garðskagatá um Skálareykjar að flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli.

Garður

Garður.

Eystri mörk liggja frá flugstöðvarbyggingunni að mörkum heiðinnar fyrir ofan Sandgerði og þaðan í vitann á Hellisgnípu. Garðurinn dregur nafn af Skagagarði.

Það var löngum mikið um manninn en árið 1703 voru alls 185 heimilisfastir í Garðinum.
Gegnum aldirnar hefur óefað verið mikið útræði í Garði enda stutt á fengsæl fiskimið. Þaðan munu venjulega hafa gengið 50-60 skip á vetrartíð en yfir 100 skip úr allri Útskálasókn þegar best lét. Margt aðkomumanna stundaði sjó úr Garðinum og komu þeir úr öllum landshlutum.

Árið 1780 voru taldir 120 manns í Garði en þá voru 288 manns heimilisfastir í Útskálasókn. Á vertíðinni þetta ár voru gerðir út í sókninni 9 sexæringar, 25 fjögurra manna för og 21 tveggja manna far, alls 55 skip auk þess tveir aðkomubátar.

Garður

Garður.

Hafnarskilyrði voru slæm rétt eins og í dag. Það fórust 76 manns úr Garðinum á árunum 1664-1695 í sjólslysum.
Á fyrri hluta þessarar aldar tóku opnir vélbátar að ryðja áraskipunum úr vegi. Fyrsti trillubáturinn kom í Garðinn 1922. Þegar þilfarsbátarnir komu til sögunnar minnkaði atvinnan í Garðinum því Garðmenn áttu ekki nógu stóra og góða bryggju fyrir slíka báta. Árið 1910 var Gerðahreppur fjölmennasta sveitafélgið á Suðurnesjum með 647 íbúa en minnkaði niður í 396 á fjórum áratugum.

Hjarta

Hjarta landsins utan Sandgerðis.

Með bættum samgöngum tóku Garðmenn að flytja fisk af bátum sínum, sem gerðir voru út í öðrum byggðarlögum, til verkunar heima fyrir. Á kreppuárunum eftir 1930 jukust fiskflutningar í Garðinn og var hann verkaður þar til útflutnings. Alls var þurrkað á um 30 reitum þegar best lét og á árunum 1938-1939 var þurrkuð um 9 þúsund skippund af fiski í hreppum.

Þrátt fyrir þetta fækkaði fólki í Garðinum á þessu tímabili, en það var ekki fyrr en árið 1943 að fólksflóttinn stöðvaðist þegar Hraðfrystihús Gerðabátanna tók til starfa og eftir það kom hvert frystihúsið af öðru til starfa og á árunum 1950-1960 voru yfir 20 fiskverkunarstöðvar.

Garður

Garður – vindmyllustandur.

Rafvæðing hófs í Garðinum 1933 og var orka fyrst frá ljósavélum. Vindstöðvar urðu mjög algengar um tíma en rafmagn frá Sogsvirkjunum var leitt um Garðinn 1946. Holræsi var leitt um byggðina á árunum 1950-1960.

Gerðaskóli er einn elsti skóli á landinu en hann var stofnaður 1872 af séra Sigurði Sívertsen.
Stúkan framför var stofnuð1889 og reistu félagar hennar samkomuhúsið í Garði. Kvenfélag var stofnað í Garðinum 1917.

Garður

Gerðaskóli.

Ungmennafélagið Garðar var stofnað 1932 en það hefur ekki verið starfandi um langa hríð. Íþróttafélagið Víðir var stofnað 1936. Verkalýðsfélagið í Garðinum var stofnað 1937. Tónlistafélag Gerðahrepps var stofnað 1979.

Garðskagaviti
Ysti hluti skagans sem gengur til norðurs af vestanverðu Reykjanesi. Viti var fyrst reistur á Garðskagatá 1897 en áður hafði verið þar leiðarmerki, varða frá 1847, með ljóskeri frá 1884. Nýr viti var byggður 1944. Gamli vitinn var notaður sem flugathugunarstöð á vegum Náttúrufræðarstofnunar Íslands á árunum 1962-1978.

Garðskagaviti

Garðaskagaviti.

Sunnudaginn 17. ágúst sl. var haldið upp á 100 ára afmæli Garðskagavita. Siglingastofnun og Gerðahreppur stóðu sameiginlega að því að bjóða almenningi að koma og skoða vitana og Byggðasafn Gerðahrepps. Gefinn var út bæklingur af þessu tilefni um vitana og í honum er einnig umfjöllun um byggðasafnið. Talið er að um 600-700 manns hafi komið þennan dag út á Garðskaga í ágætu veðri. Slysavarnarfélagskonur buðu gestum upp á kaffi og meðlæti í vitavarðarhúsinu. Aðsókn var fram úr björtustu vonum aðstandenda.
Starfsmenn Siglingastofnunar eru nýlega búnir að gera upp eldri vitann. Einnig er búið að helluleggja göngustíga á svæðinu. Svæðið er því allt til fyrirmyndar og Garðskagavita sómi sýndur á aldarafmælinu.

Útskálakirkja

Árnaborg

Árnaborg.

Kirkjan að Útskálum var reist árið 1861 að frumkvæði sóknarprestsins síra Sigurðar B. Sívertsen (1808-1887). Árið 1907 heyrðu Hvalsnes-, Njarðvíkur- og Kirkjuvogssóknir til Útskálaprestakalls og hélst sú skipan fram til ársins 1952.
Útskálakirkja er byggð úr timbri og járnvarin. Árið 1975 var forkirkjan stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Granz, málarameistara, hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu sem nær var horfin. Prédikunarstóll kirkjunnar var keyptur úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1886. Altaristaflan sýnir boðun Maríu, stór mynd, gefin kirkjunni árið 1878.

Aðrir staðir áhugaverðir staðir:
-Kistugerði
-Draughóll
-Fornmannaleiði
-Gufuskálar
-Vatnagarður
-Leiran
-Prestsvarða
-Skagagarðurinn

Saga Sandgerðis

Kistugerði

Kistugerði.

Sandgerðisvík skerst inn í vestanvert Rosmhvalanes. Víkin afmarkast að sunnan og vestan af skerjaklasa sem nefnist einu nafni Bæjarskerseyri. Landið umhverfis Sandgerði er láglendi og að austan er Miðnesheiði, víða grýtt og gróðurlítil. Minjar eftir mikinn uppblástur sjást víða, stór rofabörð, sem sýna að fyrrum var jarðvegur mun meiri í heiðinni en nú er. Nú er sauðfjárhald að mestu afnumið en landið friðað. Norðan Sandgerðis eru Flankastaðir. Þar myndaðist snemma byggðarhverfi. En með vaxandi byggð hefur Sandgerði náð þangað og er nú skammt á milli hverfa. Að sunnan liggur land Bæjarskerja að Sandgerði. Seinustu árin hefur byggðin í Sandgerði teygt sig þangað og nú eru þessi gömlu hverfi sambyggð. Sjávarströndin er lág, víða sendin og mjög skerjótt. Sandfok herjaði áður á byggðina og eyðilagði oft fisk sem breiddur var til þurrkunar. En á árunum 1930-1950 var gert stórátak í baráttunni gegn sandfokinu og það heft með melgresi. Landbrot hefur verið geysimikið á Miðnesi. Sést það á hinu mikla útfirri meðfram landinu, t.d. fram undan Kirkjubóli skammt norðan Flankastaða

Bærinn Sandgerði

Sandgerði

Húsið Sandgerði (Sáðgerði) var byggt úr timbri úr Jamestown.

Um 1935 var steyptur mikill sjóvarnargarður fyrir landi Sandgerðis.
Bærinn Sandgerði (1883) stóð við litla tjörn norðan til í hverfinu sem myndaðist snemma upp af Sandgerðisvörinni. Er tjörnin kennd við bæinn og heitir Sandgerðistjörn. Á seinni hluta síðustu aldar var byggt stórt timburhús í stað gamla Sandgerðisbæjarins. Stendur húsið enn á tjarnarbakkanum. Þar bjó Sveinbjörn Þórðarson og seinna sonur hans, Einar. En þeir feðgar voru eigendur Sandgerðis.

Sandgerðisvör

Sandgerðisvör var við svokallaðan Hamar, þar sem nú er aðalgarður hafnarinnar.

Prestsvarða

Prestsvarða.

Til að komast inn á Sandgerðisvík þarf að fara í gegnum Hamarssund, en það er norðan við Bæjarskerseyri. Sundið er fremur þröngt og getur verið vandratað fyrir ókunnuga. Eru um 800 metrar frá mynni sundsins að höfninni sjálfri. Á tímum árabáta var sund þetta þrautarsund. Það var notað við landtöku þegar önnur sund lokuðust vegna brims og urðu ófær bátum.

Sandgerði telst ekki til stærri bæja landsins með rúml. 1.400 íbúa en margt bendir til þess að bærinn hafi samt sem áður alla burði til að verða í fremstu röð sveitarfélaga á landinu. Sandgerði er fyrst og fremst útgerðarbær og er ánægjulegt að segja frá því að stöðugt er verið að bæta hafnaraðstöðuna og búa í haginn fyrir þau útgerðarfyrirtæki sem hér starfa.

Fræðasetrið Rannsóknarstöðin Náttúrustofan

Sandgerði

Fræðasetrið í Sandgerði.

Í Sandgerði er starfrækt Botndýrarannsóknarstöðin BioIce og þar stunda virtir fræðimenn, innlendir og erlendir, botndýrarannsóknir. Náttúrustofa Reykjaness starfar þar undir sama þaki og hafa þessi fyrirtæki gefið bæjarfélaginu nýjan og ferskan blæ. Ekkert eitt verkefni hefur haft eins mikil áhrif á stöðu bæjarfélagsins út á við. Gestum sem heimsækja Fræðasetrið fjölgar stöðugt. Stórir hópar, innlendir jafnt sem erlendir heimsækja setrið árið um kring, kynna sér starfsemi þess og skoða þar m.a. uppstoppuð sjávardýr og fugla.

Bæjarskersrétt

Sandgerði – Bæjarskersrétt.

Undanfarin ár hefur Sandgerði tekið örum breytingum sem hafa miðað að því að gera bæjarfélagið betra og þjónustuvænna til að búa í. Má þar m.a. nefna byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara, stækkun grunnskólans og leikskólans, bætt aðstaða við sundlaugina, stækkun á anddyri íþróttahússins. Risin er ný og glæsileg verslun og mikið átak hefur verið gert í umhverfismálum.

Sandgerði

Sandgerðishöfn.

Margt fleira mætti nefna, eins og t.d. að tekin hefur verið ákvörðun um að reisa myndarlegan miðbæjarkjarna í samvinnu við Búmenn, þar sem gert er ráð fyrir ráðhúsi, íbúðum og þjónustufyrirtækjum í hjarta bæjarins til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Sú framkvæmd mun gera bæinn fegurri og meira aðlaðandi og auðvelda íbúunum að sækja alla þjónustu.

Félagslíf æskulýðsins
Skýjaborg er félagsheimili æskulýðsins, og þar fer fram blómlegt og uppbyggjandi félagsstarf þar sem unga fólkið nýtur sín undir leiðsögn fagfólks. Mikil rækt hefur verið lögð við tónlistina og unglingarnir tekið þátt í söngvakeppnum og náð verulega góðum árangri. Einnig hefur verið kennd fatahönnun í grunnskólanum og í framhaldi af því hefur starfsfólk Skýjaborgar aðstoðað hina ungu hönnuði við að taka þátt í hönnunarsamkeppni þar sem árangur hefur einnig verið frábær.

Skagagarður

Skagagarður.

Í tengslum við Skýjaborg er svo mjög góð útivistaraðstaða ásamt fótboltavelli þar sem fram fara heimaleikir Reynis í Sandgerði. Körfuboltinn er einnig öflugur og keppt er bæði í meistaraflokki og yngri flokkum en æfingar eru stundaðar í hinu glæsilega íþróttahúsi bæjarins.
Í sundlauginni sem tengist íþróttahúsinu stunda yngri krakkarnir sundæfingar. Búið er að lagfæra umhverfi laugarinnar og koma fyrir vaðpolli fyrir yngstu börnin. Þar hefur verið sett upp nýtt gufubað og einnig stendur til að stækka og dýpka sjálfa sundlaugina. Þegar þeim framkvæmdum er lokið verður öll aðstaða þar til fyrirmyndar.

Garður

Garður – Vatnagarður.

Aðrir áhugaverðir staðir eru Ný-Vídd; listagallerí þar sem áhugafólk um listsköpun hefur vinnuaðstöðu og í sama húsi er kertaverksmiðjan Jöklaljós sem framleiðir kerti af öllum stærðum og gerðum. Loks má nefna Púlsinn, sem er nýr staður, en þar er boðið upp á nám í leiklist, jóga, leikfimi og ýmsu öðru áhugaverðu.
Ýmislegt fleira er í boði fyrir unga sem aldna, s.s. kór- og kirkjustarf, skátar, unglingadeild björgunarsveitarinnar, golfkennsla o.fl.
Í Miðhúsum eru íbúðir eldri borgara. Þar er einnig blómlegt félagslíf við hæfi. Íbúðirnar sem eru nýjar og glæsilega voru byggðar af byggingafyrirtækinu Búmönnum. Má segja að þar sé bæði hátt til lofts og vítt til veggja og hafa íbúar þar sannarlega kunnað að búa híbýli sín á smekklegan hátt.

Bókasafn

Litla-Hólmsvör

Litla-Hólmsvör.

Sandgerðisbær á myndarlegt bókasafn sem er til húsa í grunnskólanum. Þar sameinast skólabókasafnið og bæjarbókasafnið og nýtast bæði söfnin íbúum á öllum aldri.
Höfnin
Hafnarframkvæmdir hafa verið miklar og má þar nefna dýpkun innan hafnar, bygging varnargarðs og miklar fyllingar við norðurbryggju. Varanlegt slitlag hefur verið lagt á alla norðurbryggju með nýjum kanttrjám. Einnig hefur norðurbryggjan verið lengd og hafnarsvæðið verið stækkað til mikilla muna frá því sem áður var. Á hafnarsvæðinu og í tengslum við það hafa risið nokkur fyrirtæki í glæsilegum byggingum. Þar má nefna Fiskmarkað Suðurnesja, og fiskvinnslufyrirtækin Tros og Ný-fisk ásamt fleiri fyrirtækjum.

Álög

Sandgerði

Listaverkið Álög.

Vart er hægt að hugsa sér stórfenglegri sýn en þá sem blasir við þegar keyrt er inn í Sandgerði. Þar mætast himinn og haf og útsynningurinn lemur skerjagarðinn með brimföldum sem tóna við hið fagra listaverk Álög sem stendur við innkeyrsluna í bæinn. Verkið er eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og þar gefur að líta þrjár rústfríar öldur sem tákna að hafið er eilíft en maðurinn sem stendur þar hjá er úr pottstáli því hann er forgengilegur. Verkið var sett upp á 100 ára afmæli Miðneshrepps 1986 til minningar um látna sjómenn.

Hunangshella

Hunangshella

Hunangshella.


Hunangshella er löng klöpp á þjóðveginum norðan við Ósabotna. Sagan segir að eitt sinn hafi þar hreiðrað um sig finngálkn ( afkvæmi tófu og kattar) og varnað ferðamönnum vegar. Dýrið var afar styggt en loks tókst að skjóta það meðan það sleikti upp hunang sem hellt hafði verið yfir helluna.

Þórshöfn

Þórshöfn

Þórshöfn.

Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs.
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum. Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.

Básendar / Gálgar

Básendar

Básendar.

Básendar urðu verslunar- og útgerðarstaður strax á 15. öld. Framan af voru þeir í eigu Viðeyjarklausturs en eftir siðaskiptin tók konungsvaldið útgerðina í sinar hendur og máði hún hámarki að fyrstu tugum 18. aldar en um þær mundir voru konungsbátar í Gullbringusýslu milli 80 og 100 talsins. Rekstur konungsútgerðarinnar var þó ekki burðugri en svo að árið 1769 var hún lögð niður. Enn um sinn héldu þó danskir einokunarmenn áfram að stunda verslun frá staðnum og voru margir þeirra afar illa þokkaðir. Í kvæðinu Básendapundarinn eftir Grím Thomsen segir frá útistöðum Skúla fógeta við einn slíkan. Verslun lagðist af á Básendum eftir gríðarlegt sjávarflóð aðfaranótt 9. janúar 1799, þar sem kaupmaðurinn á staðnum misti allar eigur sínar og ein kona drukknaði.

Gálgar

Gálgar.

Gálgar nefnast tveir háir klettar skammt fyrir ofan gönguleiðina. Milli þeirra er nokkurra faðma breitt sund sem ævagamlar sagnir herma að sakamenn hafi verið hengdir í. EF þetta á við rök að styðjast, má gera ráð fyrir að á næstu grösum hafi verið héraðsþing til forna.

Stafnes

Stafnes var fjölmennasta verstöð Suðurnesja á 17. og 18. öld, enda var það ásamt Vestmannaeyjum miðstöð konungsútgerðarinnar.

Stafnesviti

Stafnesviti.

Áfram var róið af kappi frá Stafnesi fram undir miðja þessa öld, þrátt fyrir fjölmörg háskaleg sker sem grandað hafa ófáum skipum og bátum. Meðal skipa sem strönduðu var togarinn Jón forseti sem fórst þar árið 1928, en til þess slyss má rekja stofnun slysavarnardeildarinnar Sigurvonar í Sandgerði.

Hvalsnes
Hvalsnes hefur frá fornu fari verið kirkjustaður. Þar hafa setið ýmsir þekktir prestar en frægastur er þó vafalaust Hallgrímur Pétursson.
Í kirkjunni er varðveittur legsteinn Steinunnar Hallgrímsdóttur sem talið er að skáldið haf sjálft höggvið. Núverandi kirkja var vígð árið 1887 og er einhver allra fegursta steinkirkja landsins.
Fyrir byggingu hennar stóð Ketill Ketilsson hreppstjóri í Höfnum en altaristaflan er eftir Sigurð Guðmundsson málara.

Melaberg

Lindarsandur

Lindarsandur.

Á Melabergi bjó samkvæmt þjóðsögunni fátæk ekkja ásamt syni sínum. Eitt sinn henti soninn það ólán að verða strandaglópur við eggjatínslu í Geirfuglaskeri og tókst ekki að bjarga honum fyrr en ári síðar.

Allt var á huldu um hvað á daga mannsins hefði drifið á eyjunni, uns álfkona nokkur gaf sig fram við messu í Hvalsneskirkju og vildi kenn honum barn sitt. Maðurinn sór fyrir að vera faðir barnsins en við það féllu á hann álög huldukonunnar svo hann steyptist í hafið og breyttist í rauðhöfða illhveli. Hvalur þessi grandaði mörgum bátum, uns fjölkunnugur maður náði með göldrum að hrekja hann inn Hvalfjörð og upp í Hvalvatn, en þar hafa fundist hvalbein sem menn höfðu til sannindamerkis um söguna.
Neðan Melabergs er Lindarsandur, en þar kemur upp ferskt vatn undan klöppunum.

Másbúðarhólmi

Másbúðarhólmi

Másbúðarhólmi.

Í Másbúðarhólma voru mikilvægar bækistöðvar konungsútgerðarinnar og eru þar enn miklar verminjar. Másbúðir voru einnig vetvangur fyrsta byssubardaga Íslandssögunnar árið 1551. Þá sóttu norðlenskir hefnendur að tveimur fylgdarsveinum Kristjáns skrifara, drápu annan en hinn slap eftir að hafa skotið einn norðanmanna á flóttanum.

Fuglavík

Fuglavík var fyrr á tímum stórt útgerðarhverfi og voru þar einkum vermenn frá öðrum landshornum.

Hvalsnesgata

Hvalsnegata.

Samhliða fiskveiðunum var þar mikil sölvatekja en Íslendingar treystu um aldir mjög á söl, bæði til manneldis og sem skepnufóður.

Sandgerði
Sandgerði er með elstu höfuðbólum á Suðurnesjum. Þaðan hefur alla tíð verið stunduð mikil útgerð enda Sandgerði einhver mikilvægasta verstöð landsins, á sama tíma og dró úr mikilvægi flestra annarra verstöðva á Rosmhvalsnesi.
Árið 1990 fékk Sandgerði kaupstaðarréttindi og er með yngstu kaupstöðum landsins.

Bæjarsker

Bæjarsker

Bæjarsker 1940.

Bæjarsker er ef til vill elsta höfuðból Suðurnesja en margt bendir til þess að þar hafi búið Steinunn gamla, sem Ingólfur Arnarson gaf mestallan norðanverðan Reykjanesskaga. Væntanlega hefur Steinunn stundað útgerð af kappi, en Bæjarskerseyrin þótti lengi ein besta veiðistöð Suðurnesja. Landbrot vegna ágangs sjávar hefur þó leikið eyrina grátt og eftir ofsaflóð veturinn 1769 og síðar Básendaflóðið 1799 hnignaði útgerð þar mjög.

Flankastaðir

Flankastaðir

Flankastaðir.

Að Flankastöðum voru fyrr á tímum haldnir vikivakar og jólagleði. Ýmsir kirkjunnar þjónar höfðu horn í síðu þessara dans- og gleðisamkoma sem þeir töldu ýta undir drykkjuskap og lauslæti. Voru þessar samkomur því bannaðar um 1745. Var því spáð að prestinum Árna Hallvarðssyni ætti eftir að hefnast fyrir tiltækið og gekk það eftir þegar hann drukknaði á voveiflegan hátt.

Kirkjuból

Kirkjuból

Tóftir Kirkjubóls.

Kirkjuból var forðum þar sem nú heitir Gamlaból. Þar var áður höfðingjasetur og vetvangur sögulegra atburða. Árið 1433 gerðist það að hópur manna úr lífverði Jóns Gerrekssonar Skálholtsbiskups, undir forystu Magnúsar kæmeistara,bryta í Skálholti, brenndi bæinn til ösku. Með því vildu þeir hefna fyrir niðurlægingu Magnúsar, en heimasætan á bænum , Margrét slap þó úr eldinum ein manna og sór þess dýran eið að giftast hverjum þeim manni er kæmi fram hefndum. Sá maður reyndist vera Þorvarður Loftsson höfðingjasonur frá Möðruvöllum. Árið 1551 dró svo aftur til tíðinda að Kirkjubóli, en þá hefndu norðlenskir vermenn aftöku Jóns Arasonar Hólabiskups árið áður. Fóru þeir fjölmennu liði að umboðsmanni konungs, Kristjáni skrifara og mönnum hans,myrtu alla og svívirtu líkin.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Því næst héldu þeir út á Álftanes, handsömuðu böðulinn sem tekið hafði biskupinn af lífi og neyddu hann til þess að drekka bráðið blý. Tókst danska konungsveldinu að koma lögum yfir fæsta þessara manna.

Skagagarðurinn
Skagagarðurinn forni sést enn skammt norð-austur af Kolbeinsstöðum. Garðurinn er sennilega frá 10. öld og girti nyrsta hluta Rosmhvalsness frá öðrum hlutum Reykjanesskaga. Garðurinn er aðlíðandi norðanmeginn en hár og lóðréttur til suðurs, enda hefur honum væntanlega verið ætlað að halda sauðfé frá miklum kornökrum sem voru nyrst á skaganum.

Hafurbjarnastaðir

Hafurbjarnastaðir

Brunnur við Hafurbjarnastaði.

Að Hafurbjarnarstöðum hefur verið bær allt frá landnámsöld. Þar fannst árið 1868 kumlateigur úr heiðni sem telja verður einn merkasta fornleifafund Íslandssögunnar, en dr. Kristján Eldjárn lauk rannsóknum á honum árið 1947. Í teignum voru bein sjö eða átta manna auk ýmissa gripa. Heillegasta beinagrindin er varðveitt í glerkassa á Þjóðminjasafni Íslands eins og margir munu kannast við.

ÓSÁ tók saman.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Þórkötlustaðanes

Farið var í Kynnisferð um Vatnsleysustrandarhrepp og Grindavík. Meðal leiðsegjenda voru Viktor, sonur Guðmundar í Brekku, Kjartan, nýlega fyrrverandi forstöðumaður Saltfiskssetursins í Grindavík, og Sigfrjón.

Grindavíkurvegur

Vegavinnubúðir við Grindavíkurveg.

Hér á eftir er getið um helstu punkta, sem annað hvort var minnst á eða átti að minnast á í ferðinni. Auk þess voru allnokkur tilfallandi atriði tekin upp og heimfærð á vettvangi. Stapadraugurinn, sem birtist á Vogastapa, var t.d. óundirbúið atriði í ferðinni sem og það að hitta óvænt bæjarstjórann í Grindavík, Ólaf Örn, á göngu um Þórkötlustaðanesið. Hann var gripinn og fenginn til að kynna möguleika og vilja Grindvíkinga á sviði ferðaþjónustunnar. Svo er að heyra og sjá að bjartsýni og mikill áhugi sé einkennandi fyrir vilja Grindvíkinga til að styrkja og efla þjónustu við ferðamenn í umdæminu. Hellaferð í Dolluna var einnig óvænt uppákoma, en slíkar eru eitt einkenni FERLIRsferða um Reykjanesskagann.
Auk þessa verða síðar birtir nánari punktar um Kálfatjarnarkirkju, um fyrirtækið Sæbýli og fleira, sem fyrir augu bar og kynnt var í ferðinni.

Vatnsleysuströnd

Kálfatjörn

Kálfatjörn – Bakki og Litlibær fjær.

1. Vesturmörk Vatnsleysustrandarhrepps er við svonefnda Kolbeinsvörðu ofan við Innri-Skoru á Vogastapa. Varðan er horfin, segja menn, en landamerkin standa enn. Aðrir segja Kolbeinsvörðuna hér nær Keflavíkurveginum, en slíkt getur ruglað landamerkjum, svo ekki verður fjallað nánar um það. Sökkull slíkrar vöru er þar vel greinanlegur, en úr Kolbeinsvörðu eiga lendamerki hreppsins að liggga í Arnarklett vestan við Snorrastaðatjarnir, en hann sést vel frá Háabjalla, miklu misgengi á hægri hönd. Undir bjallanum er skógrækt þeirra Vogabúa.

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

2. Stapagatan – gamla þjóðleiðin yfir Vogastapa til Njarðvíkur og framhald Almenningsvegarins sem liggur úr Hafnarfirði og suður úr – Alfararleið. Annar armur götunnar er Sandakravegur (nú Skógfellavegur) liggur suður og upp heiðina í átt til Grindavíkur. Umferð um Stapagötuna hætti að mestu um 1912 þegar bílvegur var lagður til Keflavíkur. Ári seinna var byrjað á bílvegi frá Stapa áleiðis til Grindavíkur. Þeirri vegagerð lauk árið 1918 og munum við síðar í dag á leiðinni til Grindavíkur m.a. skoða hlaðin byrgi vegavinnumanna á Gíghæðinni í Arnarseturshrauni. Slík byrgi voru á u.þ.b. 500 metra millibili svo til alla leiðina til Grindavíkur, en nýi vegurnn krafðist fórna, eins og svo margar vegaframkvæmdir síðustu ára.

Stapagata

Stapagata.

Stapagatan liggur upp Reiðskarð á fjörubökkum Vogavíkur undir Vogastapa og munum við kíkja þangað í bakaleiðinni. Undir Stapanum eru merkar minjar bæjarins Brekku, Stapabúðar, Hómabúðar og Kerlingarbúðar, með elstu minjum á Reykjanesi, en sjórinn hefur nú tekið til sín að mestu. Síðastnefndu búðirnar heita svo vegna þess að sjómenn höfðu þar vinnukonukerlingu í matinn þegar hún neitaði að hlýða boðum þeirra. Gatan upp úr Reiðskarði er djúp og falleg þar sem hún liðast vestur eftir Stapanum, framhjá Grímshól þars em þjóðsagan um vermanninn að norðan á að hafa gerst. Viktor mun segja ykkur nánar frá því er við komum þangað. Á Grímshól er útsýnisskífa þar sem fjallasýnin er tíunduð með sjónrænum hætti. Gullkollurinn lifir m.a. góðu lífi undir Vogastapum við Reiðskarðið.

Hreppsgarður

Hreppsgarður á Stapanum.

3. Hreppsgarður – einn af þremur slíkum í Vatnsleysustrandarhreppi á seinni hluta 19. aldar. Við gerð þeirra og umhirðu var unnið í einhverskonar atvinnubótavinnu og einnig greiddu menn skuldir til hreppssjóðs með vinnu í görðunum. Garðurinn snýr mót suðri og liggur utan hjalla, sem nefndur er Kálgarðsbjalli.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

4. Um 140 sel og selstöður eru á svæðinu milli Suðurlandsvegar og Reykjanestáar, sem og öll mannvirki sem þeim tengdust, s.s. fjárskjól, stekkir, vatnsstæði, kvíar, húsatóftir, fjárborgir, réttir, vörður og selgötur. Þessi sel voru í notkun á mismunandi tímum, en líklet er talið að haft hafi verið í seli hér á þessu svæði allt frá því að land byggðist fram upp undir 1890, en síðasta selið, Flekkuvíkursel, lagðsit þá af. Síðasta selið, sem notað var hér á Reykjanesskaganum var Hraunsselið undir Vesturhálsi, en það var í notkun til 1914.
Venjulega var haft í seli frá 6. – 16. viku sumars. Ærnar voru þá værðar í selið og hafðar þar og mjólkin nýtt til smjör og skyrgerðar m.a. Afurðir voru færðar heim til bæja ca. 3. hvern dag, en vistir færðar upp í selin í staðinn. Þar var venjulega matselsdama og smali og stundum fleira fólk frá bæjunum. Dæmi eru og um að erfiðir unglingar hafi verið hafðir þar til ögunar. Segja má að lífið hér fyrr á öldum hafi meira og minna snúist um sauðkindina, þ.e. maðurinn lagði rækt við sauðkindana og reyndi allt hvað hann gat til að halda í henni lífi því hún hélt lífinu í manninum. Allmörg mannvirki og búskapaleifar á skaganum bera þessa glöggt vitni.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Síðar í ferðinni munum við skoða minjar útvegsbændanna, en fjárhald og útvegur við ströndina hafa verið samofin um langan aldur; naust, varir, sjóbúðir, þurrkgarðar, verkunarhús, skiparéttir og þurrkvellir gefa okkur nokkra hugmynd um hvernig þeir lifnaðarhættirnir við sjávarsíðuna hafa verið.
Sem dæmi um sel má nefna Snorrastaðasel, Nýjasel, Gjásel, Vogasel, Brunnastaðasel (sést uppi í heiðinni), Knarrarnessel, Hlöðunessel, Hólssel, Fornasel, Flekkuvíkursel og Hvassahraunssel. Flest seljanna á Reykjanesskaganum eru í skjóli fyrir ríkjandi rigningarátt, suðaustanáttinni. Best er að finna þau með því að koma að þeim úr norðvestri, einkum á vorin þar sem þau grænka fyrr en umhverfið vegna fyrrum áburðar fjársins, sem þau njóta enn þann dag í dag. Og svo er sagt að sauðkindin nagi allan gróður. Reyndar eykur hún grasvöxt, en dregur úr kjarrvexti. Framvegis verður þessari fyrrum lífsbjörg markaður bás í afmörkuðum beitarhólfum – ófrjáls og án villibráðabragðsins (G. Þorsteinsson frá Hópi).

Kálffell

Kálffell – fjárskjól.

5. Kálffell – í Kálffelli var setið yfir sauðum um og eftir aldarmótin 1900. Frægasti sauðamaðurinn var án efa Oddur Stefánsson frá Gærnuborg (d. 1925). Í gígnum eru hlaðnir garðar og við hellaop ofan við gíginn eru einnig hleðslur sem líklega hafa átt að beina fé í skjól ef veður var vont.
Einn hellanna heitir Oddshellir og er í Brunnhól rétt sunnan við gígsskálina. Hóllinn dregur nafn sitt af lögun hellsins og eða “dyrum” hans. Opið er eins og brunnop. Til þess að komast niður þarf maður að stökkva niður á nokkra hellur sem hlaðnar hafa verið upp neðan við. Líklega hefur Oddur frá Grænuborg átt afdrep í þessum helli og af því er nafngiftin trúlega komin. Sagnir eru um að þegar mest var af sauðum í Kálffelli hafi þeir verið á annað hundrað.

Sprungur

Hrafnagjá – misgengi.

6. Hrafnagjá er hér rétt handan á hægri hönd. Hún liggur næst okkur þeirra gjáa sunnan vegarins, en við sjáum m.a. upp í Huldugjá, Aragjá og Stóru-Aragjá, en undir henni er Gjásel, sennilega eitt eista raðhús hér á landi.
Hrafnagjá nær alla leið niður á túnið á Vatnsleysu og er tilkomumikil á köflum. Hér ofan við voga er hún tilkomumikil með háu hamrabelti sem snýr til fjalla. Undir gjánni er fjölskrúðugur gróður, s.s. burknar, blágresi og brönugrös. Í gjánni verpir t.d. hrafn þar sem bergið er hvað hæst. Syðsti hluti Hrafnagjár er á Náttúruminjaskrá.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – einn gíganna.

7. Þráinsskjaldarhraun (Vatnsleysuhraun). Skjaldlögun austan Fagradalsfjalls er dyngja. Dalur milli dyngnanna. Þar eru Afstapahraun (apal), áður nefnt Arnstapahraun. Eldra hraun undir, en þar er líka frá sögulegum tíma (landnámslagið er undir því). Það eru u.þ.b. 12 söguleg hraun á skaganum, en litlar skráðar heimildir eru til um tilurð þeirra. Ástæður eru meðal annars þær, að bækur hurfu úr Viðeyjarklaustri. Þeim var rænt og hurfu í flutningi á 17. öld (skipstapi). Þráinsskjaldarhraun rann við hærri sjávarstöðu skömmu eftir síðasta kuldaskeið. Það sést á rúlluðu grjóti ca 5m ofar núverandi sjávarstöðu (9000-12000 ára).
Á Vatnsleysuströnd eru elztu hraunin. Stöðugar og hægfara hreyfingar hafa valdið miklum sprungum í þeim. Nýrri hraun ofan á fela líka eldri sprungur.

Refagildra

Vatnsleysuheiði – refagildra.

8. Refagildra – hlaðin refagildra í vörðu. Til skamms tíma var talið að slíkar gildrur væru einungis á norðausturlandi, en a.m.k. 90 slíkar eru enn sjáanlegar hér á Reykjanesskaganum, þ.a. 4 á Vatnsleysuströndinni.

Breiðagerðisslakki

Brak í Breiðagerðisslakka.

9. Breiðagerðisslakki – í apríl 1943 hrapaði þýsk Junkers könnunarherflugvél niður í þennan slakka skammt norðaustan við Knarrarnessel eftir að hafa orðið fyrir skotárás bandarískrar orrustuflugvélar.Þrír fórust en loftskeytamaðurinn komst lífs af í fallhlíf lítið meiddur. Hann var fyrsti þýski flugliðinn sem bjargaðist úr flugvél sem skotin var niður yfir Íslandi og jafnframt sá fyrsti sem Bandarríkjamenn tóku höndum í seinni heimsstyrjöldinni. Lík þeirra sem fórust voru grafin í upphafi að Saurbæ á Kjalarnesi en eftir stríðið flutt í Fossvogskirkjugarð.
Nokkuð sést enn eftir af brotum úr flugvélinni og eru þau dreifð um stórt svæði um miðja vegu milli narrarnessels og Auðnasels.

Eldborgir

Eldborgir ofan Knarrarnessels.

10. Eldborgir – um 900 metra röð 11 gíga, sem gosið hafa litlu gosi á takmörkuðu svæði, einkennandi þó fyrir hin mörgu sprungureinagos á skaganum. Við þær eru nokkur greni, svonefnd Edborgagreni og hlaðin byrgi fyrir refaskyttur. Mörg slík mannvirki má sjá á Strandarheiðinni.

Þyrluvarða

Þyrluvarða 2008.

11. Þyrluvarða– í maí 1965 hrapaði Sikorsky bjrögunarþyrla frá varnarliðinu niður í lægðina en hún var að koma frá Hvalfirði á leið til Keflavíkurflugvallar. Þarna fórust fimm menn, þeirra á meðal yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins, og var varðan reist í minningu þeirra.
12. Keilir – einkennisfjall Reykjanesskagans og víðfrægt mið af sjó. Í lýsingu Kálfatjarnarsóknar frá árinu 1840 eftir séra Pétur Jónsson segir að sjópfarnedur kalli Keili Sykurtoppinn. Líklega er þetta samlíking við keilulaga sykurstykki sem menn kölluðu sykurtoppa og voru á marjaðnum áður en strásyrkurinn kom til sögunnar. Keilri varð til við gos undir jökli og strýtumynduð lögunin kemur til af gígtappa íhonum miðjum sem ver hann veðrum. Fjallið er tiltölulega auðvelt uppgöngu ár sem farið er upp austanverða öxlina. Af fjallinu er ótrúlega víðsýnt.
13. Stóri Hafnhóll og Litli Hafnhóll – sagt er að í eina tíð hafi verið löggilt höfn í Vatnsleysuvík og af henni beri hólarnir nöfnin.

Vatnaborg

Vatnaborg – fjárborg ofan Vatnsleysustrandar.

14. Vatnaborg – fyrrum fjárborg, ein af u.þ.b. 80 á Reykjanesskaganum. Borgin er hirnglaga. Líklega hefur verið stekkur þartna eftir að borgin lagðist af enda geta heimildir um Vatnsbergsrétt og Vatnsbergsstekk og einnig Vatnsberg og Vatnaberg. Líklega er örnefnuð Vatnaborg það rétta yfir hólinn og nafnið jafnframt tengt vatnsstæðinu sem þarna er. Ofar í heiðinni er Gvendarborg, hlaðin af Guðmundi Hannessyni er seinast bjó á Ísólfsskála, en hann var fæddur árið 1830 og bjó m.a. í Breiðagerði á Ströndinni. Guðmudnur er sagður hafa skotið síðasta hreindýrið á Reykjanesskagnum um aldamótin 1900. Enn ofar Rauðhólssel, Oddafellssel og Sogasel. Fundum nýlega rústir neðan við Kolhóla, en þær virðast vera af enne inu selinu, sem ekki hefur verið skráð.

Almenningsleiðin

Almenningsleiðin ofan Kálfatjarnar.

15. Almenningsleiðin – sjá má hana liggja frá Kúagerði og framhjá Vatnsleysu.

Kúagerði

Aðhald í Kúagerði.

16. Akurgerði og Kúagerði – hraunið, Afstapahraun, sem rann á sögulegum tíma (1226), færði Akurgerði í kaf. Vegurinn var lagður yfir Kúagerði, fallega tjörn og áningarstað á ferðum fólks milli Útnesja og Innesja. Hægt að ganga upp hraunið um svonefndar Tóur.
17. Gamli Keflavíkurvegurinn eða Strandarvegurinn – lagður á árunum 1906-12 og lá hluti hans allfjarri byggðinni á sunnanverðri Vatnsleysuströnd, skammt vestan Kálfatjarnar, en um 1930 var sá hluti færður neðar. Gamli vegurinn var í upphafi hestvagnavegur, en um 1917 tóku bílarnir völdin.

Almenningsvegurinn

Almenningsvegurinn ofan Flekkuvíkur.

Almenningsvegurinn er elsta sjáanlega samgönguleiðin um hreppinn og liggur hún víðast hvar tiltölulega stutt frá byggðinni og þó yfirleitt ofan við Gamla Keflavíkurveginn. Í lýsingu séra Péturs Jónssonar af Kálfatjarnar- og Njarðvíkursókn frá árinu 1840 er þessari leið lýst þannig: “Vegur liggur gegn um heiðina frá Stóru-Vogum og beint að Breiðagerði, svo með bæjum við túngarðinn inn fyrir Kálfatjörn. Eftir þaðan frá gegn um heiðina inn hjá Vatnsleysu.”

Staðarborg

Staðarborg.

18. Staðarborg – borgin er stór og listilega velhlaðin fjárborg frá Kálfatjörn og virðist hún vera óskemmd með öllu. Hún er um 8 m í þvermál að innan og vegghæðin um 2 metrar. Þjóðsaga er til sem segir að hleðslumaðurinn hafi ætlað að hlaða borgina í topp en þá hafi prestur komið og stöðvað verkið svo borgin yrði ekki hærri en turn Kálfatjarnarkirkju. Staðarborgin er talin nokkur hundruð ára gömul og var friðlýst árið 1951. Þórustaðastígurinn liggur upp heiðina vestan borgarinnar, í gegnum Þórustaðafjárborgina, framhjá Keili og upp á Vigdísarvelli. Ein af mörgum leiðum upp heiðina. A.m.k. 7 fjárborgi eru í heiðinni milli Strandarvegar og núverandi Reykjanesbrautar.

Grindavík

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur á Stapanum 1921.

1. Grindavíkurvegurinn – horft frá Grímshól – útsýnisskífa – vegur til framtíðar. Velkomin til Grindavíkur. Alltaf sól á Suðurnesjum – stundum á bak við skýin. Hér er súrefnið hvað ferskast og ónotað er það kemur með vindum og golfstraumnum sunnan úr höfum. Höfum farið um 2000 ferðir um Reykjanesskagann, en einungis þrisvar fengið kærkomna rigningu á þeim ferðum. Reykjanesskaginn er sennilega ónýttasta útivistarsvæði landsins – í nálægð við u.þ.b. 200.000 neytendur, auk annarra áhugasamra Íslendinga, að ekki sé talað um nýtinguna skammstoppandi útlendingum til handa. Svæðið hefur upp á alt að bjóða, sem önnur fjarlægari svæði gætu boðið upp á – jarðfræðina, náttúruna, fegurðina, fjölbreytina, minjarnar, söguna og þjóðtrúna, helsta sérkenni okkar Íslendinga. Mikilvægt fyrir leiðsegjendur að vera jákvæða og uppbyggjandi – vera innblásturshvetjandi, frumlegir og leitandi að einhverju áður ókunnu.

Arnarklettur

Arnarklettur.

2. Mörkin að norðanverðu – í Arnarklett við Snorrastaðatjarnir og þaðan yfir í Setjörn (Selvatn) – í Þórðarfell og áfram niður í Valahnúkamalir við Reykjanestá. Austurmörkin eru í Seljabót þannig að landið, einkum ströndin, er víðfeðm.
3. Áður fyrr lágu fimm meginleiðir til Grindavíkur, sem um tíma var eitt helsta forðabúr Skálholtsbiskupsstóls þegar fiskurinn varð að útflutnings- og söluvöru og stóllinn lagði undir sig flestar sjávarjarðir á Reykjanesskaganum. Austast var leiðin frá Krýsuvík um Ögmundarhraun, þá Skógfellaleiðin frá Vogum, Skipsstígur frá Njarðvíkum og Prestastígur frá Höfnum. Reyndar á enn ein leið að hafa legið frá Rosmhvalanesi um svonefndan Gamlakaupstað ofan Ósabotna og áfram áleiðis til Grindavíkur um Sandfellshæð, en ekki sést móta fyrir henni í dag. Þó má merkja vörðubrot ofarlega á Hafnasandi.

Dollan

Dollan á Gíghæð.

4. Sagan – Landnámabók greinir frá því að landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur í kringum árið 934. Landnámsmenn voru tveir. Þeir hétu Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Selvog og Krýsuvík. En allt fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær sóknir Staðarsókn og Krýsuvíkursókn. Synir Moldar-Gnúps settust að á þrem höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast. Við munum í ferðinni m.a. skyggnast fyrir um mögulega landsetu höfðingjans á tilteknum stað á mörkum Járngerðarstaða- og Þórötlustaðahverfis.
Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til þess að Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun í húsi sem hann byggði árið 1897 í Járngerðarstaðarhverfi.

Grindavík

Grindavíkurhöfn – ÓSÁ.

Árið 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið og upp úr 1950 hófst alvöru hafnargerð. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi 1974. Um aldamótin síðustu voru íbúar 357 talsins. Grindavík er öflugt sveitarfélag á suðurströnd Reykjanesskaga um 50 km frá Reykjavík. Íbúar voru 2.382 þann 1. desember sl. (nú um 2.500). Fallegt bæjarstæði við rætur Þorbjarnarfells, nálægð við gjöful fiskimið, ferðamannastaður og heilsulind eins og Bláalónið sem og öflugt íþróttastarf með ungu fólki, allt þetta hjálpast að við að skapa gott mannlíf í framsæknu bæjarfélagi. Nú hefur verið bætt við menninguna hérna í Grindavík og reist Saltfisksetur Íslands í Grindavík þar þar með hafa grindjánar eignast stórt og mikið menningarsetur sem notað verður í þágu Grindvíkinga jafnt sem annarra venjulegra Íslendinga.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

5. Njarðvíkursel – sunnan við Selvatn. Rústir og sennilega eitt nærtækasta sel á Reykjanesi – ekki nema u.þ.b. 50 mertar frá veginum. Skammt frá er hlaðin rétt og stekkur.
6. Eitt af viðfangsefnum góðra leiðsegjenda er að kynna sér vel sögu og örnefndi viðkomandi staðar. Í bók Guðfinns Einarssonar, “frá Valahnúk til Seljabótar” má lesa fjölmörg örnefni með allri strandlengjunni sem og sagnir af atburðum tengdum tilteknum stöðum. Þannig má þar lesa um Clamstrandið við Kirkjuvogsbás, Alnabystrandið utan við Jónsbás sem og aðra helstu sjóskaða fyrri tíma.
7. Helsta sögueinkenni Grindavíkur er útgerðarsagan, vertíðir og vermennska, en jafnframt útvegsbændamennskan, tilfærska byggðarinnar frá einum stað til annars eftir því sem ölög og aðstæður gáfu tilefni til og hið einkennandi viðhorf til náungans. Þannig var hver landbleðill nýttur til einhverra nota. Ef bóndinn þurft ekki endilega á honum að halda gat einhver annar, t.d. vermaður, fengð hann til afnota. Þannig byggðust upp þurrabúðir og grasbýli í hverfunum er síðar urðu að kotum og endurgerðum húsum.
GrindavíkÚtgerðarsagan er nátengt útlendingsversluninni, einkum Þjóðverja og Englendinga er endaði með bardaganum mikla í júní árið 1532 er á annan tug Englendinga voru drepnir á einni nóttu í Virkinu ofan við Stóru-Bót. Þangað munum við fara og rifja upp þennan örlagaríka atburð fyrir sögu lands og þjóðar. Þar skammt frá er Junkaragerði er þjóðsagan segir frá. Þjóðsagan er oft tengd tilteknum stað. Reynsla okkar Suðurnesjamanna er sú að yfirleitt er hægt að finna þeim tilvist, sbr. sagan af Herdísu og Krýsu, Þórkötlu og Járngerði, Tyrkjavörðunni, Silurgjá, ræningjunum í Ræningjagjá í Þorbjarnarfelli og fleirum.
Gíghæð – vegurinn lagður á árnum 1913 – 1918. Vegavinnubúðir með ca. 500 m millibili. Hestshellir og hús. Arnarseturshraunið rann 1226. Annars eru hraunin ofan við Grindavík og við Svartsengi er ca 2400 ára.

Dollan

Í Dollunni.

8. Dollan – kíkja í u,þ.b. 300 metra langan helli. Dæmigerður fyrir u.þ.b. 400 slíka á Reykjanesskaganum. Stærstir í Klofningum, neðan Grindarskarða og í Kistufelli í Brennisteinsfjöllum. Nokkrir hellar við Gíghæð, s.s. Kubburinn, Hnappurinn og Arnarseturshellir. Dátahellir skammt norðan búðanna í Gíghæð. Þar fannst beinagrind að dáta á sjöunda áratugnum að talið var, er orðið hafði úti allmörgum árum fyrr.
9. Skógfellahraun (1130) – Arnarseturshraun (1226). Hraun á söglegum tíma, sem og nokkur hraun nálægt Grindavík. Hópsnesið er t.d. myndað af gosi í Vatnsheiði (ár), en án þess væri varla svo góð höfn í Grindavík, sem raun ber vitni.

Baðsvallasel

Baðsvellir – Baðsvallasel; uppdráttur ÓSÁ.

10. Baðsvellir – sel Grindvíkinga um tíma – ofbeit – selstaða flutt uppá Selsvelli undir vestanverðum Vesturhálsi. Margar tóftir og minjar. Djúpt markaðir stígar. Hópssel við veginn.
11. Þorbjarnarfell – misgengi í gegnum fjallið – Sagnir um þjófa er herjuðu á íbúana. Ræningjagrá í fjallinu, Baðsvellir norðar og Gálgaklettar austar.
12. Hafið og Grindvikingar samofið í gegnum aldir.

Brim

Grindavíkurbrim.

En fiskur var ekki hið eina, sem hafið gaf. Af því höfðu menn margvíslegt annað gagn, svo sem fjörugróður ýmiss konar, sem notaður var til mann- og skepnueldis, en ekki síst til eldneytis.Flest árin bar brimið og reka á fjörur Grindvíkinga, matreka jafnt sem viðreka, og sést gagnsemi hans best á því, hve mikil sókn var í kvers kyns rekaítök.
13. Tyrkirnir komu til Grindavíkur 1627 – hertóku allmarga íbúa, en drápu engan skv sögunni. Þó segir sagan að tveir Tyrkir hafi látið lífið í atlögunni – sagan af Rauðku – dys á Hrauni.

Skipsstígur

Skipsstígur.

14. Skipsstígur milli Njarðvíkur og Grindavíkur – lýsa leiðinni um Rauðamel – Árnastígur vestar. Gíslhellir á leiðinni sunan Rauðamels.
15. Sögufrægir staðir, s.s. Selatangar og Húshólmi.
16. Kóngsverslunin neðan Húsatófta – krítarpípur – Festasker utar. Staðarvör, Stóra-Gerði, Staðarbrunnurinn (1914) sem verið er að endurgerða. Klukkan af Alnaby er strandaði um aldamótin 1900 í klukknaportinu í kirkjugarðinum. Ofar er Nónvarða eða “Tyrkjavarða”. Á meðan hún stendur mun ekkert illt henda Grindvíkinga. Ofan við Húsatóftir eru hlaðin þurrkbyrgi.
17. Sýlingarfell af landi (Svartsengisfjall – nefnt eftir sauði Molda-Gnúps).
18. Hópssel – tóftir.
19. Selsháls – Þorbjarnarfell – misgengi í gegnum mitt fjallið. Bækistöð Breta uppi á fjallinu.

Gálgaklettar

Gálgaklettar í Hagafelli.

20. Gálgaklettar ofan við Hagafell.
21. Skipsstígur utan í Lágafelli – Endurgerður á u.þ.b. 300 m. kafla utan við Lágafellið – Dýfinnuhellir. Við Skipsstíg er Gíslhellir.
22. Fornavör – sjávargatan – Járngerðarleiði.
23. Stóra-Bót – Junkaragerði.
24. Einisdalur – áning.
25. Hópsnesið – (1928-1942) – Guðjón Pétursson, skipstjóri, lýsti mannlífinu á Nesinu í Sjómannablaðinu 200 – Strýthólahraun – sandfuglinn (egg)

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

26. Þórkötlustaðahverfi – dys Þórkötlu – Sloki – byrgi – garðar. Hraun – kapellan – Gamlibrunnur – Tyrkjadys – refagildrur – Tyrkjahellir.
37. Eldvörpin – útilegumannabyrgi – hellar með mannvistaleifum í – refagildra.

Tyrkjaránið – Grindavík
Í júlí 1627 segir í Öldinni okkar: „Víkingar frá Algeirsborg ræna fólki og myrða – námu brott allt að fjögur hundruð manns, myrtu fjörutíu og rændu miklum fjármunum. Brenndu auk þess og eyðilögðu mikil verðmæti.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Geigvænlegir atburðir hafa gerst: Víkingar frá Norður-Afríku hafa gengið á land í Grindavík, Vestmanneyjum og víða á Austfjörðum, rænt fólki og fémæti og drepið fjölda manna. Meðal þeirra er sér Jón Þorsteinsson í Kirkjubæ í Eyjum. Minnstu munaði að víkingar þessir réðust einnig til atlögu að Bessastöðum, og tálmaði það fyrirætlan þeirra, að eitt skip þeirra tók niðri á boða á Skerjafirði.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og nágrenni.

Víkingar þessir, sem flestir voru frá Algeirsborg, komu hingað til lands á fjórum skipum. Það er talið að þeir hafi drepið hér um fjörutíu manns, flesta í Vestmannaeyjum, sært nokra og haft á brottmeð sér hátt á fjórða hundrað Íslendinga og nálega tuttugu Dani, þar á meðal tvo Vestfjarðarkaupmenn. Fjögur kaupskip hremmdu þeir og höfðu tvö þeirra á brott með sér.
Í Grindavík voru teknir tólf Íslendingar og þrír Danir og þar að auki áhöfn duggu þeirrar, sem áti að fara til Skutulsfjarðar.
Fyrsta víkingaskipið kom til Grindavíkur 20. dag júnímánaðar og varpaði akkerum á grunninu úti fyrir höfninni. Var sendur frá því bátur, að dönsku kaupskipi, er þar lá, og létust víkingar vera hvalveiðimenn í þjónustu Danakonungs og báðust vista, en fengu ekki.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ eftir ábendingum Guðjóns í Vík.

Grindavíkurkaupmaðurinn, Láritz Bagge, mannaði þá bát og lét róa út í skipið. Voru sendimenn þegar gripnir. Þessu næst greiddu víkingar atlögu, hremmdu kaupskipið og réðust til uppgöngu í kaupstaðinn.
Flúði kaupmaður á land upp með öllum þeim, sem hjá honum voru í kaupmannshúsunum, en víkingar hófu að ræna búðirnar og byggðarlagið. Flest fólk fór að dæmi kaupmanns, nema Járngerðarstaðafólk, er féll í hendur víkingum. Engan drápu víkingar þó í Grindavík og ekki hirtu þeim um að hafa þá á brott með sér, er lasburða voru og einskis verðir sem þrælar á markaði.

Túnakort

Járngerðastaðahverfi – túnakort 1918.

Þegar víkingar létu út frá Grindavík, sáu þeir kaupfar danskt á leið vestur með landinu. Var þetta Skutulsfjarðarduggan. Tókst þeim að blekkja skipstjórnarmenn á henni með danskri veifu og ná henni á sitt vald. Sigldu þeir síðan á tveimur skipum fyrir Reykjanes og Garðskaga og inn Faxaflóa og huguðst ganga þessu næst á land á Álftanesi.
Fréttir af ráninu í Grindavík bárust þegar til Bessastaða, þar sem hirðstjórinn, Holgeir Rósinkrans, var fyrir á herskipi, sem lá á Seylunni. Lét hann undir eins safna liði um Nesin og halda vörð nótt og dag. Kaupför þau, sem komin voru, sendi hann inn á Leirvog í Mosfellssveit, en bændur voru kvaddir til virkishleðslu í Bessastaðanesi og þangað dregnar fallbyssur, sem heima voru á Bessastöðum. Aðkomumenn komu, voru kyrrsettir, og vildi svo til, að meðal þeirra voru þrír Frakkar, sem kunnu með skotvopn að fara, og hinn íslenski ævintýramaður, Jón Indíafari, sem hefur verið skytta á herskipum Danakonungs.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – teikning dr. Bjarna Sæmundssonar 12. apríl 1895.

Víkingaskipin lögðu inn á Skerjafjörð laugardaginn 23. júní og stefndu á Seyluna. Steig þá hirðstjóri á hest með sveit manna, og reið flokkurinn fram og aftur með langar stengur, sem smíðaðar höfðu verið. Var það gert í því skyni, að víkingum virtist þar sveit altygjaðra hermanna.
Víkingar tóku að skjóta úr fallbyssum sínum, er þeir nálguðust, og var þeim svarað með fallbyssuskotum úrvirkinu og af hirðstjóraskipinu á Seylunni. Véku þá víkingar skipum sínum undan norður á fjörðinn, en við það tók stærra skipið niðri, þar sem heita Löngusker, og stóð þar fast.

Skansinn

Skansinn – uppdráttur ÓSÁ.

Lét hirðstjóri þá hætta skothríðinni, því að honum þótti ekki vogandi að egna víkingana til bardaga, ef vera kynni, að þeir létu sér strandið að kenningu verða. Hófu víkingar að flytja fanga og þungavarning úr hinu strandaða skipi yfir á hitt, en fleygðu því í sjóinn, er torveldast var viðfangs. Tókst þeim loks eftir hálfan annan sólarhring að ná skipinu af grynningunum og færðu skip sín þá utar, þar sem þeir voru óhultari. Þar selfluttu þeir fólk og varning á ný á milli skipanna, sigldu síðan brott og létu í haf með feng sinn.”
Árið 1628 komu nokkrir þeirra handteknu aftur heim. Þar á meðal voru tvo systkin frá Járngerðarstöðum við þriðja mann. Það var hollenskur kaupmaður sem leyst hafði Grindvíkingana út. Fólk þetta sagði þær fréttir að hinir herteknu væru flestir í ánauð í Algeirsborg, þeir sem ekki létust skömmu eftir komuna til Norður-Afríku.

Gíslavarða

Gíslavarða.

Á Suðurnesjum eru nokkrar minjar og sagnir tengdar komu Tyrkjanna. Má þar nefna Ræningjastíginn í Heiðnabergi í Krýsuvík, komu Tyrkjanna í Krýsuvíkurselið ofan við bjargið, samskipti séra Eríks á Vogsósum við þá og Ræningjadysin austan við Ræningjahól, Eiríksvarðan á Svörtubjörgum ofan við Selvog, „Tyrkjavarðan“ (Gíslavarða) vestan við Stað í Grindavík, sem ekki má raska og Fornavörin neðan við Járngerðarstaðahverfi, en þar er talið að Tyrkinn hafi varpað akkerum.

Tyrkjahellir

Í Tyrkjahelli (Efra-Helli) ofan Hrauns.

Einnig má nefna Blóðþyrninn (þistill) neðan við Sjólyst í Grindavík, hellir við Húsfjall ofan við Hraun, en þangað ætluðu Þórkötlustaðabúar að flýja ef Tyrkinn kæmi á ný, Dýrfinnuhellir, en sagan segir að þangað hafi samnefnd kona flúið með börn sín og dvalið meðan Tyrkir höfðust við í plássinu, byrgin undir Sundvörðuhrauni, en ein tilgátan er sú að þau hafi verið hlaðin til að veita fólki skjól ef Tyrkinn kæmi aftur til Grindavíkur og dysin á Hrauni, en þar eiga Tyrkir er Rauðka drap að hafa vera verptir skv. sögunni, svo eitthvað sé nefnt.
Það er alkunnugt að þegar Tyrkjar rændu hér á landi 1627 gjörðu þeir landgöngu í Grindavík. Segja menn þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkjar væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir. Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest.
Hann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir áðu henni ekki. Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.

Hraun

Hraun – dys.

Leiði Tyrkjanna sést enn á Hraunssandi, hlaðið úr grjóti og lítið grasi vaxið ofan, næstum kringlótt, nálega einn faðm á hvurn veg. Slétt er fram á það því sandinum hallar, en undan brekkunni er það nálega tveggja feta hátt. Sumir kalla það Kapellu. Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.
Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan, þá hann hlóð múrvegg, en þeir fundu að verkinu, og hafi hann hlaðið þeim í vegginn svo þeir fundust ekki og engan grunaði að Helgi hefði ollið hvarfi þeirra.

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær. (Því miður hafa Grindvíkingar vanrækt þetta svæði á síðari tímum).

Engin dys sést þar sem bardaginn var eða þar nálægt. En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið, en það er raunar þistill, en ekki þyrnir.

Þórkötlustaðanesið

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Þórkötlustaðanesið í Grindavík er áhugaverður staður. Minjarnar, sem þar eru ofan við Nesvörina, eiga sér merka sögu mannlífs, atvinnuhátta; útgerðar og búskapar. Þar eru m.a. gamlir þurrkgarðar, þurrkbyrgi, fjárskjól, gerði og tóttir frá fyrri tíð, auk fiskhúsa, ískofa, lifrabræðslu, saltþróa, varar, bryggju, grunna og veggi íbúðarhúsa, beitningaskúra og innsiglingamerkja frá fyrri hluta síðustu aldar. Fróðlegt og friðsælt er að ganga um svæðið á góðum degi, anda að sér sjávaranganinni og skoða og rifja upp söguna. Pétur Guðjónsson, skipsstjóri fæddist í Höfn. Hann lýsir Nesinu svo:
„Á Þórkötlustaðanesinu voru auk Hafnar, húsin Arnarhvol og Þórshamar. Í Arnarhvoli, sem var vestan við Höfn, bjuggu Engelbert Jónsson og Jóhanna Einarsdóttir. Hafliði Jónsson og Gíslína Guðmundsdóttir bjuggu í Þórshamri, en húsið stendur að hluta til enn sunnan við Flæðitjörnina. Vatninu var safnað af húsþökum, en í þurrkatíð var dæmi þess að vatn væri sótt alla leið upp í Seltjörn. Kom þó sjaldan fyrir, sem betur fer. Hvergi var vatn að fá í hrauninu, en á veturnar og þegar mikið rigndi var vatn stundum sótt í polla handa fénu.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Þórshamar neðst og bryggjan efst.

Útgerðaruppgangurinn byrjaði á árunum 1927-28. Byggð voru fiskhús ofan við vörina. Að staðaldri voru gerðir út 12-14 bátar þegar mest var. Þeir voru m.a. Hrauni, Þórkötlustöðum, Klöpp, Buðlungu, Einlandi og öðrum Þórkötlustaðahverfisbæjum. Aðalútgerðin stóð yfir frá miðjum febrúar og mars og síðan var vorvertíðin í maí.
Sumir réru líka héðan svo til allt árið, s.s. frá Hrauni, og þá á færi.

Þórkötlustaðanes

Bryggjan í Nesi.

Á sumrum var venjulega róið á minni bátum. Aflinn var bæði þurrkaður og saltaður. Stundum var seldur slægður og jafnvel óhausaður fiskur til Reykjavíkur. Það fór bara eftir aðstæðum á hverjum tíma. Sími var í Höfn, en símstöðin í Sólbakka uppi í hverfi. Öll verslunin fór í gegnum símann, einkum eftir að vörubílar fóru að fara á milli staða. Fólk kom víða að á vertíð, jafnvel frá Vestjörðum. Þetta fólk bjó á viðkomandi bæjum. Í Höfn var t.a.m.um 25 manns þegar mest var.

Þórkötlustaðanes

Athafnasvæðið í Nesinu – uppdráttur ÓSÁ gerður eftir Pétri Guðjónssyni í Höfn.

Áður lentu bátanir í Nessvörinni og var fiskurinn þá áður seilaður út á Bótinni, aflinn síðan dreginn í land og honum síðan skipt á skiptivellinum ofan við vörina. Hver varð síðan að bera sinn afla upp að skúrunum. Fyrsti skúrinn var byggður um 1928, sennilega af fólki frá Einaldi. Mörg handtökin voru við fiskinn eftir að honum hafði verið komið í land. Á meðan ég átti heima í Nesi var mest um að fiskurinn væri saltaður, enda bera saltþrærnar þess glögg merki. Allur þorskur og ufsi var t.d. flattur og saltaður. Einnig var eitthvað um að fiskur væri þurrkaður þegar vel veiddist. Miklir þurrkgarðar voru sem dæmi beint upp af bryggjunni, svonefndir Hraunsgarðar.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – bryggjan.

Bryggjan, um 70 metra löng og 10 metra breið steinbryggja, var síðan byggð um 1933 enda vélar þá komnar í flesta báta. Fiskinum var eftir það kastað upp á bryggjuna og af henni upp á bíla. Gamall Fordbíll var til í Höfn um tíma, en hann grotnaði síðar niður undir húsgaflinum. Þá var keyptur bíll í félagi útgerðarmannanna, nefndur “félagsbíllinn”. Á honum var fiskinum ekið upp í fiskhúsin.

Þegar snjóaði á vetrum hlupu menn út og veltu snjóboltum og rúlluðu inn í ískofana. Snjórinn var notaður í kæligeymslurnar, en þær voru tvöfaldir hólfaðir kassar. Hólfin, sem voru ca. 20 cm breið, voru fyllt af snjó og salti stráð í. Með því var hægt að halda bjóðum og beitu frosinni. Bætt var á snjó og salti eftir því sem bráðnaði.

Þórkötlustaðanes

Ískofi á Þórkötlustaðanesi.

Áður en bryggjan var byggð voru bátanir drengir á land upp á kambinn norðan hennar. Síðan, þegar stokkarnir voru byggðir um 1938-1939, skömmu áður en bryggjan var lengd, voru bátanir dregnir upp á þeim og raðað á kambinn ofan við þá. Spilið, sem enn sést, sá um það. Það var bensinvélarknúið með Ford-vél. Vélarhúsið við það er horfið. Járnkengir framan við spilið voru til að stýra uppsetninguni. Þá var blökk hengd í hvern kenginn á eftir öðrum og bátanir dregnir upp eftir því sem þeir komu að landi.
Þegar bryggjan var lengd voru ker forsteypt uppi á kambinum og þeim rennt niður stokkana og síðan sökkt ofan á sandpokahleðslur, sem búið var að raða undir þau af kaförum.

Þórkötlustaðanes

Vélspilið á Nesinu.

En eftir að grafið hafði verið inn í Hópið úti í hverfi árið 1939 og alvöru hafnargerð hófst þar innan við eftir 1944, voru flestir hættir að gera út hérna. Segja má að útgerðin hafi verið aflögð árið 1946. Höfn var flutt út í Járngerðarstaðahverfi árið eftir. Arnarhvol var svo flutt þangað árið eftir, en húsið hafði verið byggt í Nesinu um 1930. Það stendur nú að Arnarhrauni 2.
Jóhann vitavörður Péturssson bjó um tíma í Þórshamri, en húsið var byggt laust eftir 1930. Eftir að flutt var úr hinum húsunum í Nesinu var Jóhann eitthvað að breyta veggjum hjá sér. Varð það til þess að einn þeirra féll á hann og slasaði hann talsvert.

Strýthólahraun

Strýthólahraun – fiskibyrgi.

Fiskbyrgin og garðarnir fjölmörgu í Strýthólahrauni voru notaðir löngu áður en ég fæddist. Ekkert var þurrkað þar í minni tíð í Nesinu. Strýthólaranir eru syðst í hrauninu, en Leiftrunarhóll austast, suðaustan við Þórshamar.
Helsti hlífðarfantaður sjómanna voru stakkar, sjóhattar og klofstígvél. Ullavettlingar voru á höndum. Alltaf þurfti að eiga slatta af þeim því þeir þófnuðu og urðu fljótt of litlir, auk þess þeir áttu það til að harðna. Konurnar sátu við og prjónuðu á karlana. Sums staðar þurftu húsbændurnir að skaffa sjómönnunum vettlinga og jafnvel annan fatnað sem og kost. Útgerðarmennir uppi í hverfi og á Hrauni komu gangandi suður í Nes snemma á morgana þegar gaf og fóru síðan fótgangandi heim að kveldi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Flestar minjar í Nesinu eru gömlu hlöðnu ískofarnir, fiskhúsin, lifrabræðslan og grunnar beitningaskúranna. Lifrabræðslan var að mig minnir byggð um 1934-35. Öll lifrin var brædd. Guðmann Guðmundsson í lifrabræðslunni keypti alla gotu. Hann bjó í bræðslunni, í skúr nyrst í bræðslunni, kölluð kompan. Þar svaf karlinn á einum bedda. Seldi malt og appelsín.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – vegurinn að Þórshamri.

Grútartjörnin eða Grútarskotti var norðan við lifrabræðsluna. Hún þornaði á sumrum þegar ekkert var verið að vinna þar. Þá kom fyrir að grúturinn væri skorinn upp og hann notaður í eldinn. Hann var reyndar ekki notaður af fólkinu í Nesinu, en fólk kom utan úr hverfi og sótti grút í eldinn. Ég man sérstaklega eftir einum karli, sem það gerði.
Vegurinn náði að húsunum, en hestvagnsvegur var þá út að vita og síðan út að vörðunni Siggu á vestanverðu Hópsnesi. Vitinn hafði verið byggður á fyrstu árum aldarinnar. Ruddur slóði var út að honum, en hann var síðar lagaður. Nú er kominn hringvegur um Nesið.

Þórkötlustaðanes

Innsiglingarvarða og Þórshöfn á Þórkötlustaðanesi.

Innsiglingavörðurnar voru fyrir framan við Buðlungu, þar sem steypti veggurinn er nú, og önnur upp í heiðinni. Eftir þeim var siglt inn í djúpsundið. Síðan var vent til vesturs þegar komið var á móts við innsiglingavörðurnar ofan við Nesbryggjuna. Á þeirri siglingu braut yfirleitt á hlið á bátnunum, sem gat stundum verið slæmt. Að jafnaði var ekki mikið um brim inni á Bótinni. Hins vegar braut oft talsvert sitt hvoru megin, einkum ef eittvað var að veðri. Auðvitað komu hér líka mjög slæm veður. Ég man þó ekki eftir að bátur hafi brotnað á siglingu inn, en í miklum veðrum gekk sjórinn upp á og inn yfir kambinn. Og það kom fyrir að skip, sem þar stóðu, brotnuðu. Ég man eftir því er sjórinn braut hliðar í skúrum næst sjónum í afar vondu veðri.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – örnefni og minjar (ÓSÁ.)

Mikil hleðsla var ofan við uppsátrið. Hún var hirt upp á vörubíl, líkt og aðrar hleðslur og garðar í og við Grindavík þegar þegar verið var að gera bryggjuna í Hópinu. Við vegginn var hlaðinn djúpur brunnur, sem sjór var sóttur í fyrir fiskþvott. Við hann var dæla, sem notuð var til að dæla sjónum upp upp úr. Nú er búið að sturta yfir brunninn.
Allir urðu að hafa eitthvað fyrir stafni. Erfitt gat verið að sækja sjóinn, en þau voru líka mörg handtökin í landi. Þegar grafið hafði verið inn í Hópið breyttist allt. Þá lagðist allt af í Þórkötlustaðanesinu og atvinnulífið færðist út í Járngerðarstaðahverfið.
Þegar gengið er um Þórkötlustaðanesið og út á Hópsnesið má víða sjá upplýsingarskilti um strönd og skipsskaða og jafnvel brak úr bátum.
Þurrkgarðar eru frá fyrr tíð ofar á Nesinu sem og gömul þurrkbyrgi í Strýthólahrauni, skammt vestan við Þórshamar.
Nú standa minjarnar hér eftir sem tákn hins liðna – en eftirminnilega.“

ÓSÁ tók saman.

Þórkötlustaðanes

Gengið um Þórkötlustaðanes.