Tag Archive for: Grindavík

Grænadyngja

Gengið var á Grænudyngju.
Keilir (379 m.y.s.) er áberandi fjall á Reykjanesskaganum. Trölladyngja (375 m.y.s.) er hins vegar áhugaverðari margra hluta vegna. Áhugaverðust er þó Grænadyngja (393 m.y.s. (reyndist vera 402 metrar er upp var komið)), nágranni Hraunbomba í Grænudyngjuhennar. Í dyngjunni eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu. Hraun hafa runnið þaðan bæði í norður og suður, meðal annars Afstapahraun. Útsýni af Grænudyngju er bæði mikið og stórbrotið; yfir Sog til suðurs og hraunárnar um Einihlíðar til norðurs.
Trölladyngja og Grænadyngja eru yst á Vesturhálsi. Að ganga á Grænudyngju er ein fallegasta gönguleiðin í Reykjanesfólkvangi sökum litadýrðar og fjölbreytni. Frá höfuðborgarsvæðinu er ekki gott að greina Grænudyngju því í fjarlægð verða skil á milli fjalla og staða ógreinileg og auk þess hefur hún ekki þá lögun sem búast má við að dyngjur hafi. En þetta er einn fallegasti staðurinn á öllu höfuðborgarsvæðinu að mati þeirra er komið hafa á fjallið.
Um tvær leiðir er að velja á Trölladyngju  og Grænudyngju. Hægt er að aka á Höskuldarvelli, sem eru austan við Keili og ganga þaðan á fjallið norðanmegin. Nú er góður vegur af Reykjanesbrautinni inn á vellina og allt að borholusvæðinu neðan við Sogaselsgíg. Þaðan er skammur vegur upp á dyngjurnar. Trölladyngja er vestan við Grænudyngju og skilur á milli lítið dalverpi. Sú fyrrnefnda er klettótt og hvöss en hin er stærri um sig og nær flöt að ofan. Aðeins um 40 mínútna rólegur gangur er upp á Trölladyngju og síðan má gera ráð fyrir svona svipuðum tíma af henni og á þá Grænu.
Að þessu sinni var gengið um dal norðan í dyngjunum, austan við Dyngjurana. Athyglin beinist að fjölbreytilegum litum á landslaginu á þessum slóðum. Hver hefur áður séð grágræna hóla?
Útsýnið stórbrotið þar sem horft var niður á Tröladyngju og Keili. Athyglisvert er að sjá hraunstraumana sem runnið hafa um nágrennið, Afstapahraun, Dyngnahraun og fleiri og fleiri hrauntauma sem ekki bera nafn. Útsýnið yfir Móhálsadal er sérstaklega gott. Víða má sjá gíga í dalnum, litla og stóra og formfagrar litlar eldborgir. Tóur eru á stöku stað sem hraunið hefur hlíft.
Milli Trölladyngju og Oddafells eru Höskuldarvellir, víðir og fagrir í skjóli fjalla og hrauns. Af Grænudyngju var farið á Á leið á Grænudyngju - Keilir neðarsvipuðum slóðum og upp var komið, en nú var vikið aðeins til vesturs. Þarna heita Sog og þar er Sogaselsgígur, einstaklega fallegur og vel gróinn gígur. Eftir að hafa staldrað við og horft yfir Sog var gengið til norðurs með austanverðri Grænudyngju. Þar í litlum skúta hafi tvo sauði frá Lónakoti fennt inni s.s. vetur. Komið var niður af dyngjunum um miðjan Dynjurana.
Hér á eftir er rifjaður upp svolítill fróðleikur úr góðum ritgerðum um dyngjur og tengd jarðfræðifyrirbæri á Reykjanesskaganum. Í nokkrum tilvikum er um endurtekningar að ræða, en í heild felur efnið í sér mikinn fróðleik um efnið.
„Á Reykjanes gosbeltinu eru gos þekkt frá nútíma. Segja má að Reykjanes skaginn sé þakinn gosmenjum því að nánast milli allra stapa og hryggja eru hraun frá nútíma. Það einkennir Reykjanesskagann hversu gróf þessi hraun eru og landslagið virðist því oft snautt af gróðri. Engar ár renna á yfirborði og því er lítið sem getur haldið lífi í gróðri.
Hraunár yfir Einihlíðar - Höfuðborgarsvæðið fjærÁ Reykjanesskaganum kemur Atlantshafshryggurinn á land og má ímynda sér að Reykjanestáin yst á skaganum sé þar sem hann er að teygja sig upp á landið.
Þrjú goskerfi eru á Reykjanesskaganum; Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið og Brennisteinsfjöll. Þrjár gerðir gosmyndana einkenna Reykjanesskagann en það eru litlar dyngjur sem hafa framleitt að mestu leyti framleitt Pikrít, önnur tegund er sprungugos sem hafa myndað hraun eins og Ögmundarhraun og Kapelluhraun. Sprungugos hafa einnig skilið eftir sig gjall- og klepragíga og gjósku- og sprengigíga. Berggerð þeirra er oftast þóleiít. Þriðja gerð gosmyndana eru stórar dyngjur en líklega eru um 26 dyngjur á skaganum frá nútíma. Þær eru því áberandi á Reykjanesskaganum stundum tekur maður þó ekki eftir þeim þar sem hallinn á þeim er svo lítill og stærð þeirra er slík að maður missir eiginlega af þeim þær framleiða að mestu ólivín þóleiít (78% gosefna). Talið er að stóru dyngjurnar séu allar eldri en 4500 ára (Ari Trausti 2001).

Nútíma dyngjur á Íslandi eru um 40 talsins. Þær finnast á Reykjanes gosbeltinu, Vestur gosbeltinu og Norður gosbeltinu en engin er á austur gosbeltinu. Þær eru mjög misjafnar að stærð allt frá litlum dyngjum á Reykjanesi og til Skjaldbreiðs og Trölladyngju.
Dyngjur á Íslandi hafa sennilega myndast á löngum tíma og líklega í röð goshrina, Íslensku dyngjurnar voru einkum virkar framan af nútímanum. Líklega hefur engin dyngja verið virk á Íslandi síðustu 2000 árin. Á upphafi nútíma voru dyngjurnar mikilvirkustu gerðir eldstöðva á Íslandi. Hraun runnu langar leiðir úr þeim og má nefna hraun sem rann norður Bárðardal og er talið vera úr Trölladyngju. Ef það er rétt hefur það hraun runnið yfir 100km og er aldur þess yfir 7000 ár. Dyngjurnar eru aðeins á rekbeltinu og eru langan tíma að myndast. Er því líklegt að þær myndist þar sem kvika kemur beint upp frá möttlinum.“
Berg utan í gígskálinniÞegar gengið var um Dyngjurnar mátti í raun sjá ýmsar berg- og gostegundir þegar vel var að gáð, frá ýmsum tímabilum jarðmyndunarinnar.
„Eldborgir eru eitt flæðigos og gos sem þróast í eina gosrás þegar líður á gosið. Þunnfljótandi kvikan safnast í tjörn sem svo flæðir úr með nokkru millibili. Gígveggir verða brattir ofan til. Eldborg undir Geitahlíð er gott dæmi.
Blandgígar eru úr kleprum eða gjalli. Líklega hafa þeir hlaðist upp í byrjun goss en þegar leið á það byrjaði hraun að flæða og þá myndast oft skarð í þá.“ Moshóll við Selsvelli er gott dæmi.
„Sprengigígar gefa af sér aðeins eitt gos upp í sprengigígum og gosefnið er að mestu leiti gjóska. Upphleðsla í kringum gíginn fer eftir krafti gossins, því minni sem gosið er kraftmeira. Hverfell við Mývatn er gríðarlega fallegur sprengigígur.
Ef hægt væri að kalla einhver gos einkennisgos Íslands (ekki síst Reykjanessvæðisins) væru það sprungugos. Þau geta verið nokkur hundruð metra upp í tugi kílómetra. Oft myndast gígar þegar líður á svona gos og þeir geta verið eins eða blandaðir. Blandgígar eru t.d. Lakagígar og Eldgjá. Gjallgígaraðir eins og Vatnaöldur myndast við mikla sprengivirkni sem getur verið tengd hárri grunnvatnsstöðu. Heimaeyjargosið og Kröflueldar eru einnig dæmi um sprungugos.

Feigðarfé í skúta austan í Grænudyngju

Þó að gervigígar séu ekki gosgígar er vert að minnast á þá sem afurð eldgosa. Þeim hefur ekki verið lýst frá öðrum stöðum í heiminum. Þeir verða til þegar hraun rennur yfir votlendi. Vatnið svo snöggsýður og gufusprengingar verða upp í gegnum hraunið og gígarnir myndast. Oft er hægt að þekkja þá á því að þeir eru reglulegir í lögun og uppröðun þeirra er oftast frekar tilviljanakennd.“
„Reykjanesskagi, ásamt Íslandi, liggur á Atlantshafshryggnum en hann er mörk plötuskila Evrasíuflekans og Norður Ameríkuflekans sem mjakast í sitthvora áttina. Þessi hreyfing veldur tíðum umbrotahrinum á hryggnum sem einkennast af jarðskjálftum og eldgosum. Hryggurinn brotnar upp í rekbelti sem tengjast um þverbrotabelti. Slíkt rekbelti er að finna við suðvesturhorn Íslands og nefnist Reykjanesrekbeltið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Reykjanesrekbeltið tengist Atlantshafsrekbeltinu beint og er um 30 km að breidd (Jón Jónsson, 1967). Framhald rekbeltisins er á landi og liggur eftir Reykjanesskaganum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) en hann er einn af tveimur stöðum í heimum þar sem hafshryggur rís úr sjó en það gerir hann að kjöraðstæðum til að rannsaka myndun og mótun hafshryggja á landi (Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007).

Skessuketill á Grænudyngju

Sem fyrr sagði liggur Reykjaneseldstöðvarkerfið í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega fyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess. Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
Trölladyngjueldstöðvarkerfið er um 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Úr kerfinu hafa komið um 40-50 rek- og goshringur og 3 dyngjur. Síðast gaus í því 1151-1180 sem í gosi sem kallaðist Krýsuvíkureldarnir en þar á undan fyrir um 2000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Reykjaneshryggurinn hækkar almennt til norðausturs vegna þess að gosefnaframleiðsla á Íslandi eykst eftir því sem nær dregur heita reitnum á miðju landsins. Um miðbik eldstöðvakerfanna eru háhitasvæðin að finna og hitagjafar þeirra eru grunnstæð innskot (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Það má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir Horft niður á Lambafellsamsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma. Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust stapar (Jón Jónsson, 1978).
Nútímahraunum og gosstöðvum má skipta í þrjá flokka þ.e. gossprungur og dyngjur en dyngjunum má svo skipta aftur skipta í tvo flokka eftir samsetningu hraunanna. Þessa flokka má svo nánar aðgreina út frá aldri og stærð. Jón Jónsson (1978) telur að hraun runnin á nútíma á Reykjanesskaga nái yfir 1064 km2 og rúmmal þeirra sé um 42 km 3. Af því nái hraun runnin eftir landnám yfir 94 km 2 og hafa um 1,8 km 3 rúmmál.
SoginEldstöðvar eru ýmist dyngjur eða gjall og klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf  ísaldarjökulsins (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Kerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Neðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma (Jón Jónsson, 1967). Á yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það (Jón Jónsson, 1967).

Sogin

Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið gráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar. Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við síendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið. .
Bergmyndanir austan í GrænudyngjuStærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500-3500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni. Eldborg undir Geitahlíð fyrir austan Krýsuvík er dæmigerð eldborg (Þorleifur Einarsson, 1968).
Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir. Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum.
Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo Keilir frá Grænudyngjuhraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.
Erlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla (Þorleifur Einarsson, 1968).
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík.

Trölladyngja frá Grænudyngju

Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru sjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir.
Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga. Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa (Þorleifur Einarsson, 1968).
Flest helluhraun á Reykjanesskaga eru frá fyrri hluta nútíma og eru flest komin frá dyngjum eins og Skálafell og Háleyjarbunga. Frá síðari hluta nútíma en fyrir landnám eru til dæmis Eldborg og Búrfell. Nokkur stór og viðamikil hraun hafa runnið á Reykjanesskaga eftir landnám. Á meðan kristnitakan fór fram árið 1000 þá rann mikið hraun úr gossprungu á vestanverðri Hellisheiði og hefur það verið nefnt Kristnitökuhraun. Yst á Reykjanesi eru tvö hraun sem koma frá gígaröðunum Eldvörpum og Stömpum. Þau þekja stórt svæði milli Reykjanestár og Grindavíkur (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Spákonuvatn frá GrænudyngjuÖgmundarhraun vestan Krýsuvíkur er frá 1151 og rann í svokölluðum Krýsuvíkureldum (Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 1991). Hraunið rann úr gígaröðum rétt austan undir Núpshlíðarhálsi og er samanlögð lengd þessara gíga um 5 km (Jón Jónsson, 1983). Í Krýsuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar, sama ár og Ögmundarhraun. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991). Oftast hefur þó gosið í sjó undan Reykjanesskaganum á sögulegum tíma. Síðast gaus þar 1879.
Aðalgoshrinan í Reykjaneseldstöðvarkerfinu hófst sennilega í sjó árið 1211 og stóð til 1240 og nefnist hún Reykjaneseldar. Yngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldunum og mynduðust þar tvær eldborgir sem nefnast Stampar Yngri (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Yngra Stampagosið hefur sennilega orðið á 12-13. öld. Sérstætt við þetta gos er að gossprunga þess lá bæði í sjó og á landi og eru þeir yngsta myndunin á Reykjanesi og gígaraðirnar standa á um 4,5 km langri gossprungunni (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995).
Stampar Eldri mynduðust í Eldra-Stampahrauni fyrir 1500-1800 árum. Það gos byrjaði sennilega í sjó (Ari Á efstu brún Grænudyngju (402 m.y.s.)Trausti Guðmundsson, 2001). Eldri Stampagígaröðin liggur til norðausturs og er mjög slitrótt vegna þess að hún kaffærist á stöku stað af Yngra Stampahrauninu. Skammt austan við Eldra Stampahraun er víðáttumesta hraun á
Reykjanesi sem nefnist Tjaldstaðagjárhraun. Það er úr 1 km langri sprungu sem liggur í norðaustur í framhaldi af Stampagígaröðinni og er það aðeins yngra en Stampahraunið (Jón Jónsson, 1983). Um 1227 aðeins austar við Stampa Yngri gaus í gígaröðinni Eldvörp. Þaðan rann Eldvarparhraun (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvarparhraunið er talið vera um 2100 ára gamalt (Jón Jónsson, 1983).
Trölladyngjueldstöðvarkerfið hefur tvö háhitasvæði þ.e. Krýsuvík og Trölladyngja. Dyngjur eru aðeins þrjár en tvær þeirra, sem eru jafnframt nafnlausar, hverfa í skuggann af Hrútagjárdyngjunni sem er stærst þeirra. Hún myndaðist fyrir um 5000 árum. Gjall- og klepragígar eru algengastu gígarnir innan kerfisins. Hjá suðvesturenda Sveifluhálsar eru sprengigígarnir Grænavatn og Gestsstaðarvatn ásamt Augum. Þar hefur verið snörp eldvirkni með mikilli gufu og gastegundum. Í mörgum hraunkúlum við Grænavatn eru hnyðlingar úr gabbrói sem bendir til slíks innskots í berggrunninum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) og gerir það svæðið afar merkilegt því gabbró hefur ekki fundist annars staðar á Suðvesturlandi.

Grænavatn

Grænavatn.

Grænavatn fékk nafnið sitt af græna litnum sem er tilkominn vegna brennisteinssambanda. Þetta vatn er meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð (Sigurður Þórarinsson, 1950). Frægasta eldstöðin úr Trölladyngju er sennilega Eldborg sem reyndar er nú sundurgrafin. Í Brennisteinseldstöðvarkerfinu er Eldborg undir Geitahlíð en hún er stærsti gígurinn á þessari stuttu gossprungu sem gaus rétt fyrir landnám. Hún er djúpur og reisulegur gígur ásamt nokkrum minni. Nokkru sunnan við miðju kerfisins er að finna Brennisteinsfjöll sem draga nafn sitt af brennisteinsnámum sem þar voru á háhitasvæði sem hefur varma sinn frá innskotum í jarðskorpunni. Það eru þrjár dyngjur í kerfinu þ.e. Heiðin há við suðurenda Bláfjalla og er langstærst með 3,6 km í þvermál og 516 metrar að hæð. Hún er sennilega um 7000-9000 ára. Hvirfill er dyngja frá síðasta frá síðasta jökulskeiði og Leitin er yngsta dyngjan og er um 4700 ára. Í Leitarhrauninu mynduðust Rauðhólar einnig. Fyrir um 2000 árum reið goshrina yfir Reykjanesskagann og myndaðist þá gígaröðin með Stórabolla og Eldborg við Drottningu sem er einkar glæsileg eldborg og stendur hún við Bláfjallaveginn (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).“

Keilir frá Grænudyngju

Verndargildi jarðminja hefur ekki verið metið á háhitasvæðum landsins. Jarðminjar sem teljast verðmætar eru algengar á slíkum svæðum, s.s. jarðhitaummerki, gígar, hraun, og brýn ástæða er til að meta þær áður en lengra er farið í virkjun svæðanna. Mat á jarðminjum er grunnur að mati á verndargildi háhitasvæða, enda eru þau jarðfræðilega einstök á heimsmælikvarða.
Eyðilögð Eldborgin undir TrölldyngjuHér á landi hafa verndunarsjónarmið átt á brattann að sækja vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að nýta orkulindir landsins til framleiðslu á ódýrri og vistvænni orku. Rammaáætlun er ætlað að vera vegvísir til þess að samþætta mismunandi nýtingarsjónarmið, raða svæðum upp þannig að orkugeta þeirra og verndargildi verði ljós og á þann hátt taka ákvarðanir um nýtingu þeirra í framtíðinni. Mat á verndargildi jarð- og lífminja er því mjög mikilvægt til að unnt sé að raða orkuríkum svæðum upp á þann hátt að þau verðmætustu komi í ljós og þá hvort vegi meira verðmæti þeirra til orkuvinnslu, til nýtingar sem útivistarsvæði eða verndun til framtíðar.
Sem fyrr sagði þá er Keilir eitt lögulegasta fjallið, séð frá höfuðborgarsvæðinu, en því að ganga upp á slíkt fjall þegar hægt er að ganga upp á nálægt fjall, litskrúðugra, og virða hitt fyrir sér þaðan. Enda er útsýnið miklu mun betra frá Grænudyngju yfir nálægðina til allra átta. Lagt er til að útsýnisskífu verði komið fyrir uppi á Grænudyngju fyrr en seinna.
Svona í lokin, til að forðast misskilning, þá er hvorki Trölladyngja né Grænadyngja eiginlegar dyngjur heldur mynduðust þær í gosi undir jökli – á sprungurein eins, og Núpshlíðarhálsinn (vesturhálsinn) ber með sér.

Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild:
-Jónas Guðnason – Eldvirkni á Íslandi, HÍ í apríl 2007.
-Helgi Torfason og Kristján Jónasson – Mat á verndargildi jarðminja á háhitasvæðum, 2006.
-Málfríður Ómarsdóttir – Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp, HÍ apríl 2007.

Sog

Grindavík

Í bókinni „Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I“ frá árinu 1890 eftir Odd. V. Gíslason er m.a. sagt frá kyndilmessubæn, sjómannabæn, drukknun og leiðum og lendingum á helstu hafnir á sunnanverðu landinu, s.s. við Vestmannaeyjar, Eyjafjallasandi, Rangársandi, Landeyjarsandi, Stokkseyri (Stokkseyrarsund og Músarsund), Eyrabakka (Rifsós, Einarshafnarsund og

Grindavík

Grindavík.

Bússa), Þorlákshöfn (Suðurvör og Norðurvör), Selvogi (Nesós og Stokksvíkursund), Herdísarvíkursund og Grindavík (Þorkötlustaðasund, Járngerðarstaðasund og Staðarsund).
Um síðastnefndu lendingarnar segir svo:
„Grynnsta leið frá Reykjanesi að Þorkötlustaðasundi – Þegar maður er laus við Reykjanes, skal halda á Staðarberg, austur undir sjálft bergið; þá skal halda á Þorkötlustaðnes, þangað til Staður sést; úr því svo ti Eldeyjar séu lausar viðbrim unz Staðarsund er tekið. Þaðan á Þorkötlustaðanes, unz Járngerðarstaðasund er tekið. Þaðan á landsuður, þangað til Reykjanestanginn kemur fram undan Staðarbergi. Því miði skal halda, þangað til Þorkötlustaða ber í Hagafell, næsta fjall fyrir austan fjallið Þorbjörn; þá beint á Festarfjall að Þorkötlustaðasundi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – sundvörður.

Frá Krýsuvíkurbergi að Þorkötlustaðasundi. – Fremsti oddi Selvogsheiðar sé fram undan berginu, vestur fyrir Selatanga, næstu tanga fyrir vestan bergið. Úr því skal halda grunnhallt á Þorkötlustaðanes, þangað til sundið er tekið, sem er þrautarlending.
a. Þorkötlustaðasund – Upp af bænum Þorkötlustöðum verða hlaðnar 2 vörður, hvor upp af annarri, með krosstrjám. Vörður þessar eiga að bera hvor í aðra, þangað til 2 vörður, sem eru á Þorkötlustaðanesi [standa enn], bera hvor í aðra. Þeim skal halda inn undir sker, sem er í stefnunni. Þegar komið er rétt að skerinu, skal beygja norður á við fyrir skerið, svo beint í land. Fyrir norðan skerið er ætíð óhætt að liggja, hvað sem á gengur.
Sundmerkib. Járngerðarstaðasund – Upp af bænum Hópi eru 2 vörður [standa enn]; þær skulu bera hvor í aðra, þangað til varða kemur vestur úr Þorbirni og svartur klettur [Svartiklettur] uppmjór, sem stendur framan í kampinum, ber í vörðuna; skal þá halda beint á klettinn inn á móts við vörina, skal þá halda beint á hana, svo nærri boðanum að sunnanverðu, sem unnt er, til lands.
c. Staðarsund – Næsta fell, fjallmyndað, fyrir vestan Þorbjörn, kallast Þórðarfell. Í eystri öxl þess á vörðu [Sundvörðuna, hár klettur í Sundvörðuhrauni] að bera, sem er uppi í háhrauni, þannig, að hálf varðan sé inn undir fellinu. Í þessari sömu stefnu eru 2 vörður á undirlendinu. Þessu miði skal halda, þangað til 2 vörður [standa enn], sem eru milli Staðar og Húsatópta ofan Hvyrfla, bera saman; þeim skal svo halda inn undir land, og skal þá beygja við, suður á við, í vörina.“
Þrátt fyrir að lýsing þessi sé meira en aldargömul hefur aðkoman að lendingunum lítið sem ekkert breyst, nema ef vera skyldi að Járngerðarstaðasundi, en innan við það er nú aðalhöfn Grindvíkinga. Þrátt fyrir önnur mið nútíma siglingatækni standa þó vörðurnar, leiðarmerkin gömlu, og Svartiklettur enn fyrir sínu, a.m.k. sem áþreifanlegir minnisvarðar þess sem var – og nýttist.

Heimild:
-Oddur V. Gíslason, Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I – Frá Jökulsá á Sólheimasandi til Reykjaness – Reykjavík 1890.

Sundvarða

Sundvarða á Hvyrflum.

Jón Baldvinsson

Í Morgunblaðinu árið 1955 er fjallað um strand togarans Jóns Baldvinssonar undir fyrirsögninni; „Undan þessu bjargi verður engu skipi bjargað„.  Á gömlum kortum er bergið það skráð sem Krossavíkurberg, en Hrafnkelsstaðaberg ku hafa verið nafnið á því að vestanverðu, en Krossavíkurberg á milli þess og Háleyjabergs.
Í fyrirsögn blaðsins segir: „Togarinn Jón Baldvinsson fórst í fyrrinótt – Áhöfn 42 mönnum bjargað. Togarinn fór á flullri ferð upp í stórgrýtisurð á Reykjanesi.“

Jón Baldvinsson
„Enn var unnið mikið björgunarafrek í gærmorgun, er hópur vaskra Grindvíkinga bjargaði áhöfn Reykjavíkurtogarans Jóns Baldvinssonar, er strandaði undir bröttum hömrum kippkorn fyrir austan gamla vitann á Reykjanesi. Sigldi togarinn þar í land með fullri ferð um klukkan 4 í fyrrinótt. Togarinn var á saltfiskveiðum og voru á honum 29 Íslendingar og 13 Færeyingar. — Sjópróf í máli þessu hefst í dag, en ástæðan til strandsins er ókunn. Veður var stillt en allþétt þoka. Björgun togarans er með öllu vonlaus.
Fregnin um strand nýsköpunartogarans Jóns Baldvinssonar flaug um bæinn árla í gærmorgun. Fólk varð þrumulostið yfir þessum illu tíðindum, og minntist þess, að fyrir um tveim mánuðum síðan fórst fyrsti nýsöpunartogarinn Egill rauði. En þungu fargi var af mönnum létt, er fregnir bárust um að björgunarstarfið hefði gengið framúrskarandi vel.

Hraðið förinni!

Egill rauði

Egill rauði á strandstað utan Vestfjarða. Eitt frækilegasta björgunarafrek síðustu aldar hér á landi var unnið þegar 29 mönnum úr áhöfn togarans Egils rauða var bjargað 27. janúar 1955. Þrjú mikil sjóslys urðu við Vestfirði miðvikudaginn 26. janúar 1955. Í áhöfn Egils rauða voru 34, 19 Færeyingar og 15 Íslendingar. Komust allir upp í brú skipsins utan fjórir Íslendingar sem horfnir voru í hafið. Fimm af áhöfninni létust þennan dag, 29 var bjargað.

Tíðindamenn Mbl. fóru á strandstaðinn í gær og áttu þeir stutt samtal við Sigurð Þorleifsson formann Slysvarnafélagsins í Grindavík, um björgunina. — Skrifstofustjóri SVFÍ, Henrý Háldánarson ræsti mig um kl. 4 og sagði mér af strandi togarans. Lét hann þess getið, að skipbrotsmenn hefðu lagt áherzlu á að björgunarsveitin hraðaði för sinni sem mest hún mætti, vegna mikilla ólaga, sem riðu yfir skipið Sigurður náði fljótlega saman 18 mönnum úr björgunarsveitinni og byrjað var að undirbúa bílana, sem flytja skyldi menn og áhöld. En vegurinn, sem er líkari troðningum út á Reykjanesið, er svo mjór að taka varð ytra afturhjólið undan hverjum vörubílanna.

Undir 40—50 metra háu bergi

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Í þetta umstang fór eðlilega nokkur tími, sagði Sigurður, en um kl. 7 var björgunarsveitin komin fram á bergið, sem togarinn hafði strandað undir. Heitir það Hrafnkelsstaðaberg og m á þessum stað um 40—50 m. hátt. Á berginu hittu björgunarmenn Sigurjón Ólafsson vitavörð á Reykjanesi, sem komið hafði á strandstaðinn um kl. 5. Frá togaranum hafði hnu verið skotið upp á bergi, svo undirbúningur að sjálfu björgunarstarfinu tók skamma stund.

Flestir á hvalbak

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Skipverjar á Jóni Baldvinssyni voru þá flestir komnir fram á hvalbak skipsins, enda náðu ólögin ekki þangað, er þau brotnuðu á reykháf og yfirbyggingu, því skipið sneri framstafni að landi. Nokkrir skipsmenn höfðust þó enn við í brúnni, sem ólög gengu yfir. En mönnum þessum gekk vel að kornast fram á hvalbakinn og sættu lögum.

Bjargað á 1,40 klst.

Tómas Þorvaldsson

Tómas Þorvaldsson.

Þokuslæðingur var, og stundum bar svo þykka bólstra fyrir, að björgurarmenn á berginu sáu tæplega mennina á hvalbaknum.
Björgunarstarfið gekk þó vel, sagði Sigurður enda er formaður sveitarinnar hinn traustasti maður, Tómas Þorvaldsson. Kl. 20 mín. fyrir 9, var síðasta manninum af 42 manna áhöfn togarans bjargað. Skipstjórinn, Þórður Hjörleifssson, fór síðastur frá borði. (Nöfn skipbrotsmanna má sjá hér aftar).

Góðar móttökur
Á heimili Sigurjóns vitavarðar í Reykjanesvita og konu hans Sigfríðar Konráðsdóttur, var skipbrotsmönnnum borin hressing, en þeir voru blautir og nokkrir höfðu hlotið minniháttar meiðsl, og var gert að sárum þeirra þar af lækni, sem fór með björgunarsveitinni. Einn mannanna var nokkuð meiddur á fæti.
Frá Reykjanesvita voru mennirnir fluttir til Grindavíkur og voru allir komnir þangað laust fyrir hádegi. Þar snæddu þeir hádegisverð í boði kvennadeildar SVFÍ þar. Að miðdegisverði loknum héldu skipbrotsmenn för sinni áfram til Reykjavíkur.
Það sem bjargaði mönnum Björgunarsveitarmönnum brá í brún, er þeir komu að togaranum og sáu að báðir björgunarbátarnir voru horfnir af skipinu eða brotnað á bátapalli. Annan bátinn höfðu skipverjar reynt að setja út, en til allrar hamingju munu togaramenn hafa misst bátann út úr höndunum í ólögunum, sagði Sigurður Þorleifsson, því ella hefði manntjón orðið. — Hvorki var hægt að lenda báti í stórgrýtinu undir bjarginu, né heldur björgunarfleka, enda lá báturinn brotinn í spón í urðinni skammt frá. Hinn báturinn mun hafa brotnað á bátapallinum.
En víst er um það, að ekki hefði björgunarmannanna mátt dragast öllu lengur, sagði Sigurjón vitavörður í stuttu samtali við tíðindamenn blaðsins, því togarinn hafði strandað um fjöru, en nokkuð var byrjað að falla að er björguninni var lokið og stórsjóar teknir að ganga yfir skipið stafna á milli.

Flakið sem klettur
Jón Baldvinsson
Er tíðindamenn blaðsins voru þar syðra um hádegisbilið og háflæði var, gengu ólögin stöðugt yfir allt skipið og í þeim mestu fór yfirbyggingin og reykháfurinn á kaf. En þrátt fyrir hin ægiþungu brot haggaðist flakið ekki í stórgrýtinu frekar en klettur, en háir skellir kváðu við gegnum brimgnýinn er trollhlerarnir lömdu síður skipsins, sem þarna bíður þess eins að liðast í sundur, jafnvel á svipstundu, ef snýst til suðaustan brims.

Vonlaust um björgun

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Um björgun er ekki að ræða. Annar togarinn í hinum glæsilega togaraflota Íslendinga, horfinn, „því undan þessu bjargi verður engu skipi bjargað“, sagði gamal Grindvíkingur við tíðindamenn blaðsins er þeir á heimleiðinni stöldruðu við litla stund í þorpinu. Þar stóðu menn niður við beitingarskúrana og horfu á bátana sæta lagi við að komast inn á höfnina úr róðri, því þó ekki hafi verið mikið brim á mælikvarða staðarmanna, þá urðu formenn bátanna þó að hafa fulla gát á.

Sjópróf

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson á strandsstað.

Það er ekki vita? hvað olli því, að Jón Baldvinsson sigldi með fullri ferð upp að Hrafnkelsstaðabergi, það mun væntanlega koma fram við sjóprófin. Togarinn hafði verið á saltfiskveiðum um tveggja vikna skeið og var nú síðast á Selvogsbanka. Mun hann hafa ætlað á vestlægari mið, Eldeyjarbankann, eða jafnvel vestur undir Jökul. Skipstjórinn Þórður HjörJeifsson var ekki á vakt, og var fyrsti stýrimaður Indriði Sigurðsson yfirmaður á stjórnpalli.

Pétur Halldórsson

Pétur Halldórsson.

Jón Baldivinsson var 3 ára og 9 mánaða. Hann sigldi fánum skreyttur inn á Reykjavíkurhöfn 25. júní 1951. Hann var af sömu gerð og t.d. togarinn Pétur Halldórsson. sem einnig er eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Var Jón Baldvinsson tæpl. 700 lesta skip. Er hann strandaði var hann með á annað hundrað tonn af saltfiski og nokkuð af fiskimjöli.
Alla tíð var togarinn aflasælt skip. Hann var heitinn eftir Jóni Baldvinssyni alþingismanni og forseta Alþýðusambands Íslands.

Mikið tjón

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson. B.v. Jón Baldvinsson RE 208. Hinn nýi togari Bæjarútgerðarinnar kom í gær.
Mikill mannfjöldi var saman kominn á hafnarbakkanum til þess að fagna nýjasta togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, „Jóni Baldvinssyni“, er hann sigldi fánum skreyttur inn á Reykjavíkurhöfn um kl. 6 síðdegis í gær, eftir fljóta og góða ferð frá Englandi.
„Jón Baldvinsson“ er 680 brúttósmálestir að stærð og af sömu gerð og togarinn Þorsteinn Ingólfsson. Vél skipsins er olíukynt gufuvél, og í reynsluförinni sigldi það 13 sjómílur. Skipstjórinn, Jón Hjörtur Stefánsson, lét mjög vel af skipinu á leiðinni heim, en þeir fengu mjög gott veður. Farið var gegnum Pentlandsfjörðinn í svarta þoku, en skipið er búið ratsjá, svo að förinni seinkaði ekki vegna þokunnar. Í hinu vistlega herbergi skipstjórans voru saman komnir ásamt nokkrum gömlum vinum og samstarfsmönnum Jóns heitins Baldvinssonar, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem einnig var einn af vinum , og samstarfsmönnum Jóns Baldvinssonar, og buðu þeir skipið velkomið og árnuðu því og skipshöfninni heilla. í þessum hópi var einnig Baldvin Jónsson, lögfræðingur, Baldvinssonar, og átta ára gamall sonur hans, Jón Baldvinsson. Skipstjóri á „Jóni Baldvinssyni“ er Jón Hjörtur Stefánsson, 1. stýrimaður Páll Björnsson, 2. stýrimaður Ólafur Marínó Jónsson, 1. vélstjóri Jónas Ólafsson. Ekki er enn ráðið, hvort skipið verður fyrst sent á karfaveiðar eða það veiðir í salt. „Jón Baldvinsson“ er 7. togari bæjarútgerðarinnar; en nú eru liðin 4 ár síðan fyrsti togarinn, „Ingólfur Arnarson“ kom til Reykjavíkur. Bæjarútgerðin mun væntanlega fá einn togara í viðbót af þeim, sem nú er verið að smíða í Bretlandi.
Alþýðublaðið. 26 júní 1951.

Slíkur togaraskaði verður vart metinn í krónum, því svo afkastamikil atvinnutæki eru togararnir og svo mikla vinnu skapa þeir.
Það er því sannarlega stórtjón fyrir þjóðarbúið, er Jón Baldvinsson er nú horfinn. Hann var tryggður hjá Samtryggingu ísl. botnvörpuskipa fyrir rúmlega 10 milljónir króna.“

myndir:

Mbl. bls. 2 og 5:

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson var tæpl. 700 lesta skip. Er hann strandaði var hann með á annað hundrað tonn af saltfiski og nokkuð af fiskimjöli. Alla tíð var togarinn aflasælt skip. Hann var heitinn eftir Jóni Baldvinssyni alþingismanni og forseta Alþýðusambands Íslands.

Skipshöfn Jóns Baldvinssonar skv. upplýsingum frá lögskráningarskrifstofu skipshafna, var skipshöfn togarans Jóns Baldvinssonar, skipuð þessum mönnum:
Bv. Jón Baldvinsson RE 208
Þórður Hjörleifsson skipstjóri
Indriði Sigurðsson I. stýrimaður,
Jóhann Jónsson II. stýrimaður,
Símon Símonarson I. vélstjóri, Barmahlíð 12,
Agnar Hallvarðsson, II. vélstjóri,
Agnar B. Aðalsteinsson, III. vélstjóri, Haðarstíg 18
Stefán Ágústsson loftskeytam., Langholtsveg 183,
Guðm. H. Guðmundsson, brm., Ásyallagötu 65,
Þorlákur Hálfdánarson, kyndari, Langholtsveg 192,
Halldór Bjarnason, mjölv.m., Neskaupstað,
Þorsteinn Jónsson háseti, Ísafirði,
Steinn Þorsteinsson, háseti, Laugaveg 87
Ólafur Guðmundsson, háseti, Vesturgötu 9,
Héðinn Vigfússon, háseti, Brekkustíg 7,
Svavar Björnsson, mjölvinnslum., Suðurlandsbraut 15,
Sveinn Stefánsson, bátsmaður, Hofsósi,
Thorhallur Andreasen háseti, Færeyjar,
Eli Petersen, háseti, Færeyjum,
Samal J. Petersen, háseti. Fær.,
Sören Olsen, háseti, Færeyjum,
Hans J. Hansen, háseti, Færeyj.,
PaJl J. Djurhus, háseti, Fær.,
Edmund Vang, háseti, Fær.,
Eyðálfur Jóhannessen, hás., Fær.,
Theodor Johannessen, hás.. Fær.,

Jón Baldvinsson

„Togarinn Jón Baldvinsson RE 208 sStrandaði við Reykjanes í fyrrinótt. Öllum skipverjum 42 að tölu bjargað en óttast að skipið sé gersamlega ónýtt
Togarinn Jón Baldvinsson strandaði í fyrrinótt undan Hrafnkelsstaðabergi austan á Reykjanesi. 42 manna áhöfn var á skipinu, þar af 13 Færeyingar. Var öllum bjargað. En óttazt er, að skipið eyðileggist.
Togarinn Jón Baldvinsson var einn af 10 nýjustu togurunm og kom til landsins í júní 1951. Hann var tæp 700 tonn að stærð. Togarinn var að koma af veiðum í salt á Selvogsbanka og var að fara vestur úr „Húllinu“, eins og kallað er, vestur á Eldeyjarbanka eða vestur undir Jökul. Veðri var svo háttað er það strandaði, að þokuslæðingur var yfir og dimmt af nóttu. Sjólítið mun hafa verið úti fyrir. en mikið brim við ströndina, eins og mjög oft er við Reykjanes. Skipið tók niðri um kl. 3,45. Mun fyrsti stýrimaður hafa verið þá á vakt, en kallað á skipstjóra, rétt um það leyti sem skiplð tók niðri.
Sent var út neyðarskeyti, og kom loftskeytastöðin því til Slysavarnafélagsins, sem símaði til Grindavíkur, og lagði björgunarsveitin þaðan strax af stað með björgunarútbúnað. Var björgunarsveitin komin á strandstað um kl. 6.50. Einnig voru send upp neyðarblys. Sá vitavörðurinn á Reykjanesi þau, og kom hann fyrstur á strandstað. Lét hann í té upplýsingar um, hvar skipið hefði strandað, en um það var ekki vitað nákvæmlega áður. Skipverjar höfðu, áður en björgunarmenn komu á vettvang, skotið línu í land, og tók vitavörðurinn á móti henni og setti hana fasta.
Sjór gekk yfir skipið aftanvert, svo að illvært var í stjórnpalli en skipverjum tókst að komast fram á hvalbak, þar sem betra var að vera. Lágsjávað var, er skipið strandaði, en með hækkandi sjó var óttast, að farið gæti að brjóta á skipinu framan til, og þá voru mennirnir í bráðum háska.
Vegna þess að skipverjar höfðu sjálfir komið línu á land, var fljótlegt að koma björgunarútbúnaði fyrir. Björgunin gekk líka mjög rösklega, þótt aðstaðan væri allerfið. Um 150 m vegur var út í skipið, en bergið 30-40 m hátt þverhnípi, sem sjór fellur að, svo að björgunarmenn urðu að draga strandmenn úr skipinu upp á bergið. Fyrsti maðurinn var kominn í land rétt fyrir kl. 7 og öllum hafði verið bjargað kl. 8.45. Jafnótt og strandmenn komu á land fóru þeir heim í íbúð vitavarðar og fengu hressingu. Biðu þeir þar uns bifreiðar komu og sóttu þá. Þeir mötuðust í Grindavík, en voru komnir til Reykjavíkur um kl. 3 í gær.
Auk björgunarsveitaririnar í Grindavík komu á strandstað menn frá Bæjarútgerð Reykjavíkur með lækni með sér. Þá komu þar fáeinum mínútum, eftir að Grindvíkingarnir komu, Baldur Jónsson formaður björgunarsveitarinnar í Reykjavík og Guðmundur Pétursson fulltrúi Slysavarnarfélagsins og læknarnir úr Keflavík og Njarðvíkum. Höfðu þeir með sér talstöð. Unnt var að hafa samband við strandstað allan tímann. Eftir að ljósavél skipsins stöðvaðist notaði loftskeytamaðurinn neyðarsendi, er gengur með rafhlöðum, mjög hentugt tæki. En skeytum var komið til Reykjavíkur með því að láta togarann Kaldbak senda þau en hann lá fyrir utan. Skipstjóri á togaranum þessa ferð var Þórður Hjörleifsson, sem lengi var með togarann Helgafell.“ – Alþýðublaðið. 1 apríl 1955.

Erik Olsen, háseti, Færeyjum,
Marne Olsen, háseti, Færeyjum,
Einar Olsen, háseti, Færeyjum,
Jörvan A. Poulsen, háseti, Fær.,
Haraldur Erlendsson, háseti, Laugaveg 87,
Þórarihn Hailvarðsson, netam., Langholtsvegi 184,
Sigursteinn Sigurðsson, háseti, Blesugróf,
Daði Guðmundsson, háseti.
Friðrik L. Fanring, háseti, Smyrilsvegi 29,
Karl H. Björnsson, kyndari,
Jón Jónsson. I. matsveinn, Miðtúni 70,
Óskar Guðjónsson, netam, Stórholti 32,
Jón Guðmundsson, háseti, Flateyri,
Bragi Guðmundsson, háseti, Hveragerði,
Rafn Thorarensen, háseti, Fálkagötu 14,
Nikulás Jónsson, II. matsveinn, Sviðnum á Breiðaf.,
Jóhann Steinþórsson, háseti, Flatey.

Heimild:
-Morgunblaðið, 76. tbl. 01.04.1955, „Undan þessu bjargi verður engi skipi bjargað“ – Togarinn Jón Baldvinsson fórst í nótt, bls. 16. Einnig á bls. 2 og 5 í s.bl.

Reykjanes

Reykjanes – kort 1952.

Sauðabrekkuskjól

Gengið var frá Fjallsgjárenda við Krýsuvíkurveg með stefnu á Markhelluhól. Ætlunin var að koma við í Búðarvatnsstæðinu, kíkja á Sauðabrekkuskjólið og skjólið í Sauðabrekkugjárgígum, Fjallsgrenin og Gapið.

Markhella

Markhella – áletrun.

Svæðið, sem mótað er af u.þ.b. 8000 ára gömlu Hrúargjárdyngjuhrauninu, er þversprungið svo vissara er að fylgjast vel með vörðunum framundan. Þær vísa á brýr á gjánum. Ofan við fyrstu gjána var gengið yfir Stórhöfðastíginn. Frá honum lágu tvær aðrar greinilegar götur upp í heiðina. Litlar vörður voru við þær. Stígurinn liggur frá Ástjörn um Hédegisskarð og Ásflatir, sniðhallt yfir Bleikisteinsháls og út með Hamranesi og út á Selhraun. Gengið er suður með Stórhöfða þar sem Kaldársel blasir við, en þá hlykkjast leiðin á hraunhrygg að bruna og í áttina að Snókalöndum. Þegar þangað er komið er farið yfir Krýsuvíkurveg í áttina að Brundtorfum og Þrísteinavörðum fylgt að Fjallgjá. Gengið er með misgenginu að Fjallinu eina og austanverðum fjallsrótum fylgt að Hrútargjárdyngju. Þar mætast Stórhöfðastígur og Undirhlíðaleið sem fylgja norðanverðum Sveifluhálsi að Ketilsstíg.

Sauðabrekkugjá

Sauðabrekkugjá.

Stefnan var hins vegar tekin á grónar brekkur vestan við Sauðabrekkugjá. Frá þeim sást vel í suðurenda gjárinnar. Skv. landakortum er Stóra-Sauðabrekka sögð vera þar ofan og við suðurenda gjárinnar. Hún er vel grónin og beitarvæn. Sauðabrekkuhellar nefnast nokkrir hraunhellar sunnan hennar. Í raun nefnast þeir Moshellar. Í norðanverðum Sauðabrekkum er Sauðabrekkuskjólið, sem smalar Hraunamanna nýttu sér sem afdrep. Ofan við skjólið stóð stoltur hrútur með tvær ær og þrjú lömb. Sá hafði gefið beitarhólfi reykneskra fjárbænda og bæjarstjórnum svæðisins langt nef. Að sögn Lofts Jónssonar, Grindvíkins, fóru smalar Grindvíkinga inn að Hrútagjá fyrsta daginn og gistu þar í skúta. Þar gæti hafa verið um nefnt Sauðabrekkuskjól að ræða.

Sauðabrekkufjárskjól

Sauðabrekkufjárskjól (Moshellar).

Frá suðurenda Sauðabrekkugjár, eftir u.þ.b. 30 mín. gang, sást yfir að Markhelluhól. Gengið var að hólnum. Á honum eru áletranir; ÓTTA, HVASSA og KRÝSV. Þesssar jarðir eru sagðar liggja að klofnum klettadrangnum. Ofan á honum er tiltölulega nýleg varða. Skessuflétta er efst á brúnum sprungunnar, en steinarnir í vörðunni eru án mosa.
Í kröfugerð Óbyggðanefndar er sagt að „landamerkin séu í skoðun og til nánari athugunar, en “Markhelluhóll” mun þó vera þinglýstur markpunktur og síðan er dregin lína um Grænavatnseggjar í svonefndan Dágon.“

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

Í landamerkjabréfi Krýsuvíkur árið 1890 er Markhelluhóll sagður „hár steindrangi við Búðarvatnsstæðið“. Þegar staðið er við helluna má sjá í norðvestri háa vörðu. Ef letrið á hellunni er skoðað er ljóst að það er tiltölulega nýlegt. Bæði bendir mosinn umhverfis til þess sem og leturgerðin. Stafurinn „a“ aftast í „Hvassa“ bendir til þess að letrið hafi verið höggvið í steininn á 20. öld. Það eitt vekur tortryggni með hliðsjón af eldri landamerkjabréfum þar sem landamerkin eru áður sögð hafa verið við Búðarvatnsstæðið. Líklega má alveg eins færa rök fyrir því að mörkin séu þar, u.þ.b. kílómetra norðar, en nú er talið.

Áberandi götu var fylgt með hraunjarðinum niður að Búðarvatnsstæðinu. Um vatnsstæðið endilangt liggur gamla sauðfjárveikigirðingin. Vatnsstæðið er nokkuð stórt og virðist hafa verið lagað ti af mannhöndum. Það kúrir í grasbletti ofan við úfið hraunið og þaðan er útsýniið vítt og falegt til suðurs og austurs. Örnefnið er sérkennilegt og gæti bent til þess að við vatnsstæðið hafi verið áningarstaður og þá jafnvel yfir nótt, þ.e. einskonar búðir. Ekki er ólíklegt að þeir sem unnu við kolagerð í Almenningi hafi hast við tímabundið við Búðarvatnsstæðið og af því sé nafnið dregið.

Búðavatnsstæði

Búðarvatnsstæði.

Þegar farið er upp á hraunjaðarinn ofan við Búðarvatnsstæðið sést að einungis er um mjótt hraunhaft að ræða. Í beina línu til norðvesturs sést fyrrnefnd varða. Hún er hlaðin úr sléttum hraunhellum. Eðlilegt hefur verið að hlaða vörðuna þarna því hún er í beinni línu úr Markakletti, mörkum Hvassahrauns og Lónakots við Hraunsnes, og sést því vel þegar komið er úr norðri. Búðarvatnsstæðið hefur verið þungamiðjan í lýsingum fyrri alda, enda fáum slíkum til að dreifa svo ofarlega í Almenningi. Það hefur því óumdeilt verið eitt helsta kennileiti í heiðinni fyrrum. Ekki er óraunhæft að álykta að um það hafi markalínan verið dregin og þar með hafa allar jarðirnar þrjár átt tilkall til þess, enda sennilega einn helsti áfangastaður á ferðum fólks milli byggðalaganna. Þar hefur verið tilvalið að slá upp búðum yfir nóttina, enda um „hálfnaðarleið“ að ræða.

Markhella

Við Markhellu.

Haldið var yfir að Sauðabrekkugjárgígum. Efst í þeim er náttúrlegt skjól; Sauðabrekkuskjól. Hraunbekkur er í því og gluggi á hlið. Steinn var fyrir opinu. Skammt frá skjólinu liggur Hrauntungustíg yfir gjána. Henni var fylgt niður á stíginn. Þar sést vel hvar stígurinn liggur til suðausturs eftir sléttu helluhrauninu og yfir gjána.
Hrauntungustígur liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Háabruna að Hrauntungum í Almenningi. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum þar sem hann liggur yfir gjána.
Farið er yfir Sauðabrekkugjá um Mosa og stefnt á miðja Hrútargjárdyngju, þónokkuð vestur af fjallinu eina. Leiðin liggur að Hrúthólma þar sem farið er um helluhraun að Hrútafelli og þá er stutt i Ketilsstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur.

Ginið

Ginið.

Fjallsgrenin eru þarna skammt norðar á sléttu helluhrauninu. Í því eru fjölmargir skútar og rásir. A.m.k. tvö hlaðin byrgi fyrir refaskyttur eru við grenin.
Frá Sauðabrekkugjárgígum nyrðri hefur runnið þunnfljótandi helluhraun, bæði til norðurs og suðurs. Hraunið er lítið, en sker síg úr grónu Hrútargjárdyngjuhrauninu. Í því sunnanverðu er Gapið, u.þ.b. 15 metra djúpt. Þunnfljótandi hraunið hefur runnið þarna niður í sprungu og fyllt hana, nema þar sem hún hefur verið dýpst og breiðust. Þar hefur hraunið ekki náð að fylla hana að fullu. Sigið var ofan í Gapið fyrir u.þ.b. ári síðan. Það er í rauninu merkilegt náttúru- og jarðfræðifyrirbæri, sem fáir vita af. Það kemur þó vel fram á loftmyndum.
Rjúpa lá á hreiðri skammt austar. Eggin voru 12 talsins.
Gengið var yfir Stórhöfðastíg. Ljóst er að ekki er um einn afmarkaðan stíg að ræða þótt einhver eða einhverjir hafi sett upp litlar vörður við einn þeirra. Sjá má hann vel mótaðan á a.m.k. þremur stöðum í hrauninu, en allir stefna stígarnir í sömu átt, að Fjallinu eina vestanverðu. Segja má því að ekki sé um einn tiltekinn Stórhöfðastíg að ræða þarna í grónum Almenningnum heldur fleiri. Þeir eru þó misgreinilegir á köflum.
Gangan tók 2 klst og 22 mín. Frábært veður.

Sauðabrekkufjárhellar

Sauðabrekkufjárhellar (Moshellar).

Þyrnir

FERLIR tók þátt í „Landnámsratleik Grindavíkur 2006„.

Járngerðardys

Járngerðardys.

Hér er um að ræða nýbreyttni í ferðaflóru Grindvíkinga. Þátttökuseðlar höfðu verið bornir út í hvert hús í Grindavík, en auk þess er hægt að fá þátttökuseðil í Saltfisksetri Íslands. Það var gert að þessu sinni og síðan lagt af stað (fótgangandi að sjálfsögðu) um þá 9 staði, sem tilgreindir eru í leiknum. Hver staður höfðar til landnámseinkenna Grindavíkur, sem numin var um 940, en var áður hluti af landnámi Ingólfs, þess norræna manns, sem fyrstur fékk viðurkenninguna „landnámsmaður Íslands“. Afrakstrinum var síðan skilað í Saltfisksetrið að göngu lokinni. Á leiðinni bar ýmislegt annað forvitnilegt fyrir augu.
Gengið var að eftirfarandi póstum (á hverjum pósti nálægt hverjum stað, sem vísað er á og fjallað er um ratleiknum, er gult merki með upplýsingum er staðfesta hann. Þær gefa og upplýsingar (bókstaf og tölustafi), sem skrá þarf á viðkomandi reit á þátttökuseðlinum).
1. Molda-Gnúpur og fólk hans námu land í Grindavík í kringum 940. Gnúpur er þekkt nafn á skipum hjá Þorbirni h.f. (ath. hornið við gömlu fiskverkunarhúsin).
2. Hafur-Björn var einn sona Molda-Gnúps. Veitingarstaður við Hafnargötuna bar nafn hans, en heitir nú Lukku-Láki. Óþarfi er að fara inn, þótt allir séu að sjálfsögðu velkomnir.
3. Björn dreymdi að bergbúi kæmi til hans og byði honum að gera félag við hann. Björn játti. Þá kom hafur til geita hans og geitunum fjölgaði og Björn var nefndur Hafur-Björn eftir það og varð stórauðugur eins og flestir Grindvíkingar. Merki Grindavíkur við innkomuna í bæinn (stóra spjaldið neðan við vatnsgeyminn, handan vegarins) sýnir geithafur.

Járngerðarstaðavör

Járngerðastaðavör.

4. Gömlu húsatóptirnar við Hóp eða í námunda við þær gætu hafa verið þar sem einn landnámsbærinn var – jafnvel bær Molda-Gnúps. Ein rústin hefur jafnan verið nefnd Goðatóft. Synir hans, Björn og Gnúpur, gætu hafa búið á Stað og á Húsatóptum.
5. Synir Molda-Gnúps, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi fiskuðu vel, því landvættirnir fylgdu þeim sem og öllum grindvískum sjómönnum eftir það. Ein lendingin gæti verið þar sem nú er Fornavör (neðan og austan við fjárhúsin).
6. Þjóðsagan segir að Járngerður hafi reiðst þegar bóndi hennar drukknaði á Járngerðarstaðasundi og lagt á að 20 skip skyldu farast á sundinu. Járngerður gæti hafa verið gift Þorsteini hrugni og búið á Járngerðarstöðum (þrjú hús standa nú á Járngerðarstaðatorfunni).
7. Munmæli herma að Járngerðarrleiði, sem Járngerður er sögð hafa verið heygð sé við veginn, rétt við bæinn Vík(best að leita sunnan götunnar suðaustanvið Vík).
8. Á Þórkötlustöðum bjó lílkega Þórkatla og gæti hafa verið gift Þórði leggjalda. En þjóðsagan segir að hún hafi reynt að milda álög Járngerðar og lagt á að á Þörkötlustaðasundi skyldi aldrei farast skip.. Þórkötlustaðanes og Þórkötlustaðaréttin bera nafn hennar (kíkja suður fyrir réttina).
9. Munnmæli herma að Þórkötlustaðaleiði, þar sem Þórkatla er sögð hafa verið heygð, er í litlum grónum hól, skammt austan við Hof, beint upp af Eyrarsandsbænum gamla (merkið er austan við hólinn (leiði Þórkötlu)).

Hóp

Goðatóftin á Hópi.

Á leiðinni á framangreinda staði var m.a. litið eftir álagahólum og -blettum, sem eru nokkrir í Grindavík, gömlum húsum, gömlum bæjarstæðum, tóftir skoðaðar o.fl. o.fl.
Leikur þessi er ætlaður fyrir alla og stendur yfir frá sjómannadegi til þjóðhátíðardags (milli tveggja þjóðhátíðardaga í Grindavík). Fróðleikurinn um landnámið er byggður á getgátum, en stuðst er vð Sturlubók, Hauksbók, munnmæli eldra fólks í Grindavík og þjóðsögurnar.
Sem fyrr sagði er galdurinn að skrifa á þátttökuseðilinn bókstaf og tölustafi á hverjum póstanna níu, finna úrlausnarorð yfir þekktan landnámsbæ, skrifa það og skila úrlausninni síðan inn í Saltfisksetrið fyrir 17. júní n.k. Þrír vinningar eru sagðir í boði: 1. 20 kg af saltfiski, sjófrystur fiskur og humar, 2. sjófrystur fiskur og 3. fjölskyldumáltíð á Lukku-Láka.
Ef einhverjir eiga enn eftir að taka þátt þá er bara að byrja leikinn og þar með gönguna um landnámstengda staði Grindavíkurbæjar. Á ferð FERLIRs mátti sjá fólk við póstana, bæði fótgangandi og hjólandi.
Frábært veður.

Grindavík

Grindavíkurkirkja.

Krýsuvíkurkirkja

Timburkirkja á grunni torfkirkjunnar frá því á 12. öld í Krýsuvík var byggð 1857 og var hún sóknarkirkja allt fram undir 1910, en aflögð 1917.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja fyrrum – tilgáta.

Fyrir altari var „fornfáleg altaristafla“. Kirkjuhúsið var í framhaldinu m.a. notuð til íbúðar frá 1929 uns hún var endurbyggð 1964 og endurvígð þann 31. maí það ár af biskupi landsins. Viðgerðir við kirkjuna hófust svo á ný 1986 og var kirkjan þá færð til upprunalegri gerðar. Hún brann til grunna aðfaranótt 2. janúar 2010, en var byggð að nýju skv. upphaflegu fyrirmyndinni og komið á kirkjustaðinn þann 10. okt. 2020.

Ný endurgerð Krýsuvíkurkirkja var vígð hvítasunnudaginn 5. júní s.l. Af því tilefni var gefinn út bæklingur um sögu endurbyggingarinnar, flutninginn á vettvang í Krýsuvík, afhendinu og kirkjuvígsluna. Í honum er m.a. að finna yfirlit um þátttakendur í endurreisninni, sbr. meðfylgjandi upplýsingamynd.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – altaristaflan borin til kirkja á vígsluathöfninni. (Ljósm. Árni Sæberg)

Krýsuvíkurkirkja brann til grunna aðfaranótt 2. janúar 2010 en kirkjan var byggð árið 1857, gerð upp og endurbyggð 1964 og síðar færð sem næst í upprunalegt horf með vinnu sem hófst 1986. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi svo rúmlega tvítugan mann í eins árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að leggja eld að Krýsuvíkurkirkju.
Kirkjan stóð við hlið Krýsuvíkurbæjarins en það sem eftir var af honum var jafnað við jörðu með jarðýtu um 1960 ásamt fleiri minjum.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – kirkjugestir við vígsluna. (Ljósm. Árni Sæberg)

Þann 25. febrúar 1964 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að afhenda Krýsuvíkurkirkju ásamt kirkjugarði og öðrum mannvirkjum tilheyrandi staðnum Hafnarfjarðarsókn til fullrar eignar og varðveislu, ásamt landspildu umhverfis kirkjuna, samtals 7.096 m² að stærð.

Krýsuvíkurkirkja

Endurnýjað og uppfært upplýsingaskilti við Krýsuvíkurkirkju.

Áfallið varð mikið þegar gamla kirkjan í Krýsuvík var brennd í ársbyrjun 2010. Endurgerð hennar í framhaldinu, sem fór fram undir handleiðslu kennara og nemenda Iðnskólans í Hafnarfirði, síðar Tækniskólans, lauk áratug síðar. Þann 9. október 2020 var kirkjan flutt á grunn gömlu kirkjunnar í Krýsuvík. Formleg afhending fór fram á vettvangi 22. júní 2020. Þá var kirkjan afhent Þjóðminjasafni Íslands, eiganda kirkjunnar frá árinu 1857, sem síðan fól hana Hafnarfjarðarkirkju til varðveislu.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, annaðist vígsluna. (Ljósm. Árni Sæberg)

Formleg vígslan tafðist hins vegar vegna heimsfaraldurs þar til s.l. hvítasunnudag, árið 2022. Fyrrum vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Valur Ingólfsson, annaðist vígsluna og flutti bæn að því tilefni.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – altaristaflan komin á sinn stað ásamt öðrum kirkjumunum.

Meðal annarra dagskrárliða voru innganga og upphenging altaristöflu Sveins Björnssonar, upphafsorð Jónatans Garðarssonar, formanns Vinafélags Krýsuvíkurkirkju, ritningarorð Hildar Ingvarsdóttur, skólameistara Tækniskólans, „Upp er risin Krýsuvíkurkirkja; ljóð ort og flutt af sr. Gunnþóri Ingasyni í tilefni af vígslu kirkjunnar og kirkjubæn sr. Jónínu Ólafsdóttur.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – Þorkell Marinósson, yfirsmiður.

Að lokaorðum Magnúsar Gunnarssonar, formanns sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju, loknum var messuvíni dreypt á gröf Sveins Björnssonar utan við kirkjuna. En hvers mátti fyrrum sýslumaðurinn Árni Gíslason í Krýsuvík að gjalda? Hann var sýslumaður í Skaftafellssýslum 1852-1879 en bjó síðast í Krýsuvík 1880 til dauðadags 26. júní 1898. Hafði um tíma hæsta lausafjártíund allra búandi manna á Íslandi. Talinn dugandi embættismaður og vinsæll í héraði, einkennilegur í lund og háttum, gamansamur og hagmæltur. (Ísl. æviskrár I, bls. 44.). Hann var jarðsettur aftan við kirkjuna og er legsteinn hans þar enn í dag.

Hryssingslegt veður var í Krýsuvíkinni á vígsludaginn; suðaustan rigning og þokusúld – dæmigert. Hið jákvæða var að kirkjuhúsið hélt vatni og veitti skjól. Að vígslu lokinni var kirkjugestum boðið til stofu í Sveinssafni.

Hrafnkell Marinósson, kennari við Iðnskólann, átti ekki minnstan þátt í nýsmíðinni. Aðspurður eftir vígsluathöfnina í Krýsuvík hvað væri honum minnistæðast í tíu ára byggingarsögu kirkjunnar á lóð Iðnskólans í Hafnarfirði (síðar Tækniskólans) svaraði hann án umhugsunar: „Félagi, það er samvinna og trú“.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – Þátttakendur í endurreisn Krýsuvíkurkirkju.

Eldvörp

Í Mbl. 17.11.1981 er frétt með fyrirsögnina „Hellir með mannvistarleifum finnst við Svartsengi“. Þar segir:
Mannvistir„Í síðustu viku fannst fyrir hreina tilviljun hellir við Svartsengi með minjum um einhverjar mannvistir. Var verið að jafna út jarðveginn og undirbúa borun holu þegar ýta féll skyndilega niður um hellisþakið.
Guðmundur Ólafsson, safnvörður, fór og skoðaði hellinn á fimmtudaginn, og sagði hann að þar væru tveir hlaðnir grjótveggir, 2-3 metra langir og tæpur metri á hæð.
„En fleira gæti leynst þarna af mannvistarleifum, því mikið grjót féll niður í hellinn þegar þakið hrundi. Eitthvað gæti komið í ljós þegar grjóthrúgan verður fjarlægð.“
Hellirinn mun vera um 30 metra langur og allt upp í 6-8 metra breiður. „En það er ekki hægt að ganga í honum uppréttur,“ sagði Guðmundur, „því hann er ekki meira en 1 1/2 metri á hæð þar sem hann er hæstur.“
MannvistirSagði Guðmundur að á hellinum væru tvö op. „Annars vegar er megininngangur, ef svo má segja, rétt við þann stað sem ýtan féll niður. Það hefur verið lokað fyrir þann inngang og gengið þannig frá honum að illmögulegt er að finna hann. Það bendir til að einhver hafi viljað dyljast þarna. Hins vegar er önnur leið inn í hellinn inn í rangala, svona 25 metra langan, sem hægt er að skríða eftir inn í hellinn.“
En síðan hvenær eru þessar menjar og hverjir gætu hafa haft þarna bústað?
Guðmundur taldi að þetta væru talsvert gamlar menjar, sem þarna fundust, jafnvel nokkurra alda gamlar. Hins vegar vildi hann ekki vera með neinar getsakir um það hverjir kynnu að hafa hafst þarna við. „En það lítur út fyrir að þetta hafi verið skammtímabústaður.“
Gísli Sigurðsson, fyrrverandi lögregluþjónn í Hafnarfirði, er fróður um þjóðleg efni, og blaðamaður Mbl. innti hann eftir því hvort nokkuð væri hægt að segja um hver eða hverjir hefðu dvalist þarna.

Mannvistir

„Það er ómögulegt að segja með nokkurri vissu. En það hafa fundist menjar um mannvistir í Eldvarpinu þarna skammt frá, og einnig í Grindavíkurhrauni. Manni dettur helst í hug að þegar Tyrkir voru hér – sem voru reyndar alls ekki Tyrkir heldur Alsírbúar – þá hafi fólk flúið þarna uppeftir og haft þarna einhverja dvöl. Þessi byrgi sem hafa fundist eru talin vera frá þeim tíma.
Meira get ég nú ekki sagt þér, nema þá kannski að það er til saga um þrjá stráklinga sem struku úr sveit einhvern tíma á 16. öld og voru á þvælingi þarna í stuttan tíma.“
Björn Þorsteinsson, prófessor í sagnfræði, taldi tilgátu Gísla sennilega. Björn var spurður að því hvort þetta gæti ekki verið útilegumannabústaður.
„Það er til í dæminu kannski. Það hefur verið eitthvað um útilegumenn þarna. Árið 1703 voru teknir útilegumenn í Henglinum, tveir eða þrír, að mig minnir. Þeir höfðu reyndar kerlingu með sér til að elda oní sig sauðina, og gekk víst seinlega að ná henni. Mennirnir voru drepnir, en kerlingin var sett á.“ 

Heimild:
-Mbl. 17.11.1981.

Eldvörp

Hleðslur í helli í Eldvörpum.

Sauðabrekkuskjól

Loftur Jónsson, hinn margfróði Grindvíkingur um fyrri tíma, hafði verið, líkt og svo fjölmargir aðrir, að lesa FERLIRsvefsíðuna. Hann hafði verið að skoða þar umfjöllun um Sauðabrekkuskjólin.
Í Féframhaldinu sendi hann eftirfarandi ábendingu: „Þá datt mér í hug að segja þér (kannske veistu þetta), að áður fyrr þegar Grindvíkingar smöluðu afréttinn ríðandi, þá fóru þeir fyrsta daginn í Hrútagjá vestan við Sveifluháls. Þar gistu þeir í hellisskúta. Og þaðan byrjuðu þeir smölun daginn eftir. Ég veit ekki hvar þessi hellir er svo það þýðir ekki að spyrja mig frekar um það“.
Þegar leitað var nánar til Lofts um fjárleitir Grindvíkinga fyrrum barst eftirfarandi svar: „Ég veit svo sem ekki mikið um fjárleitir hjá Grindvíkingum áður fyrr. Ég veit bara, að þeir  höfðu ótrúlega mikið fyrir þessum skjátum sínum. Vegna heyleysis var fénu sleppt í fjallið í Góulok (eða einhverntíma eftir miðja Góu). Síðan var smalað tvisvar um sumarið. Fyrst til að marka lömbin og síðan til rúnings. Landið sem smala þurfti var víðfemt, allt vestan frá Þórðarfelli og austur á Vörðufell og Herdísarvíkurfjall.  Þar sem rekið var til réttar var í = 1. Í Skálarétt, vestur undir Borgarfjalli. 2. Á Vigdísarvöllum.  3. Í Krýsuvík, réttin var vestan undir Bæjarfelli (eins og þú veist).
Ég veit ekki Féhvar rekið var til réttar, þegar smalað var kringum Þorbjörn og Þórðarfell. Sennilega rekið niður í Járngerðarstaða-hverfi. Þar sem menn snéru við til smölunar var;  í Sóleyjarkrika innan við Höskuldarvelli; í Hrútagjá (eða Sauðabrekkugjá) þar sem gist var yfir nótt. Síðan í Krýsuvík var farið austur á Vörðufell og Herdísarvíkurfjall. Landið er víða  hrauni orpið og illreiðfært, þá voru hrossin taglhnýtt og einn maður settur í það að koma þeim á einhvern ákveðinn staða þar sem menn gátu tekið hrossin sbr. trússmaður. Menn lágu við í tjöldum á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík. Við fjallskil (á fjallskilaseðli) voru alltaf tilgreindir menn til að fara í útréttir sem kallað var, það var í réttir í öðrum sveitarfélögum; allt frá Njarðvík og austur í Ölfus og jafnvel til Þingvalla.
Fyrir Sauðabrekkuskjólfjárskipti var sauðfé á Reykjanes-skaganum sunnan  og vestan Hafnarfjarðar um það bil 20 þús. auk 70 – 80 hrossa sem rekin voru í fjallið. Bændur í Vogum og á Vatnsleysuströnd áttu alltaf stóð og það var oft vitnað í flókatrippin á Ströndinni. Þórður á Stóru-Vatnsleysu (faðir Sæmundar) átti u.þ.b. 1000 vetrarfóðraðar kindur og var fjárflestur í Gullbringusýslu. Hjálmar á Þórkötlustöðum átti u.þ.b. 100 sauði og þeir fóru allt austur i Þingvallasveit og Ölfus. Það var engin furða, 70 – 80 hross þurfa mikið að éta og voru eins og ryksugur á þessum grasteygingum á Reykjanesskaganum. Kindurnar sóttu alltaf lengra og lengra og enduðu þess vegna á annarra manna afréttum.
Ég veit ekki hvað ég get týnt fleira til svo ég læt þessu lokið í bili.“
Svo fá voru þau orð – en gagnleg
.

Heimild:
-Loftur Jónsson

Sauðabrekkuskjól

Sauðabrekkuskjól.

Gerðavellir

Björn Þorsteinsson skrifaði um Grindavíkustríðið 1532 í Faxa árið 1981. Skrifin voru framhald af skrifum hans um „Básendaorustuna“ sama ár:

Björn Þorsteinsson„Það er nauðsynlegt að hefta frelsi manna til þess að merkja sér fisk, áður en hann er keyptur, því að allar deilur milli kaupmanna eru venjulega sprottnar af þeim ósið. Jafnskjótt og kaupmenn koma til hafnar, þjóta þeir út um allar trissur og merkja sér hvern fisk, sem þeir finna. Þá ber það oft við, að þeir merkja sér annarra manna fiska, sem eru seldir fyrir löngu, en kaupendunum gafst aldrei tími til að merkja sér. Því næst verður það, þegar fyrri kaupendur koma og heimta fisk sinn, að hann er seldur öðrum og griðarlegar deilur hefjast. Af þessum sökum er það gott og rétt, að menn spyrjist fyrir um réttan eiganda eða umboðsmann þeirra fiskbirgða, sem þeir ætla sér að kaupa, áður en þeir ganga frá samningum, og merki sér ekki fiskinn fyrr en kaupin hafa verið gerð“.
Þessi klausa er úr „Reglugerð til þess að varðveita frið milli allra höndlunarmanna á Íslandi“ — og er frá árinu 1533. Hún veitir okkur dágott hugboð um það geysilega kapphlaup, sem þá er háð um íslenzka skreið. Jafnskjótt og kaupmenn eru orðnir landfastir, þjóta þeir um nágrenni hafnarinnar með brennimerki á lofti og setjast við fiskstaflana og helga sér skreiðina með því að brennimerkja hvern fisk. Síðar komu aðrir kaupmenn, stundum úr næstu höfn, og töldu sig eiga fiskinn samkvæmt viðskiptasamningi síðastliðins árs og tóku hann í sína vörzlu, ef þeir gátu. En brennimerkið varð ekki þvegið af skreiðinni, og því auglýsa kaupmenn í borgum Englands og Þýzkalands eftir íslenzkum fiski, sem frá sér hafi verið tekinn, merktur S eða R eða einhverjum öðrum stöfum, litlum eða stórum, og út af þessu spinnast alls konar bréfaskriftir og málaferli.
Básendar
Geysilega hörð keppni kaupmanna um íslenzka skreið gefur örugglega til kynna, að verzlunin við Ísland hafi verið mjög ábatasöm. Því miður er erfitt að henda reiður á því, hver sé raunverulegur gróði Íslandskaupmanna í sæmilegum árum, því að heimildir eru fáar um verð skipa og úthaldskostnað og innkaupsverð á fjölmörgum vörum, sem hingað eru fluttar. Það hafa með öðrum orðum ekki varðveitzt neinir viðhlítandi reikningar útgerðarfélags Íslandskaupmanna frá 15. öld og fyrra hluta þeirrar 16., en ýmsar heimildir gefa þó til kynna, að gróði þeirra hefur verið geysimikill. Frá árinu 1532 eru til skýrslur og útreikningar eiðsvarinna manna um útgerðarkostnað nokkurra enskra skipa og áætlað verðgildi þess farms, sem þau flytja venjulega frá Íslandi til Englands.

Viðskipti

Teikning af fiskviðskiptunum fyrrum.

Samkvæmt þeim skýrslum getur verðgildi eins skreiðarfarms frá Íslandi orðið um 80% af heildarverðmæti skipsins að viðbættum öllum úthaldskostnaði og verðmæti þess farms, sem skipið flutti til Íslands. Íslandsfar getur því með öðrum orðum greitt nærfellt allan úthaldskostnað og verð sitt í einni ferð. Svo feitum hesti hafa auðvitað ekki allir riðið úr Íslandssiglingu, en minnsti gróði, sem ég þekki eftir slíka ferð á fyrri hluta 16. aldar, eru 40% af verðmæti skipsins. Þegar búið var að greiða verð útfluttrar vöru, kaup skipverja og allan úthaldskostnað með verðmæti aflans, þá voru eftir peningar sem jafngiltu um 40% af verðmæti kaupfarsins. Íslandssiglingin tók venjulega 6—7 mánuði, en hinn hluta ársins eru Íslandsförin oft í leiðöngrum með ströndum Evrópu, og auðvitað hafa þau ekki tapað í þeim ferðum. Það er því ekkert undrunarefni, að kóngar og æðstu prelátar gerðu stundum út skip til Íslands. Hins vegar má ekki gleyma því, að um þessar mundir og lengi síðan voru margs konar hættur á höfunum, sjórán alltíð og skipstapar af völdum veðra. Siglingar eru því áhættusamar, en freistandi.

Staður

Staður í Grindavík. Hafnarkort Dana frá einokunartímanum.

Síðustu grein lauk á því að Ludtkin Smith, kaupmaður og útgerðarmaður frá Hamborg, hafði unnið frægan sigur á Englendingum í orrustunni að Básendum dagana 2.—3. apríl 1532. Skömmu síðar að því er virðist rita þýzkir kaupmenri í Hafnarfirði til Hamborgar og biðja borgarráðið að senda sér liðsauka, því að þeir ætli í stríð við Englendinga, sem sitji í Grindavík og haldi skreið fyrir þeim.

Grindavík

Grindavík – horforingjaráðskort 1910.

Mönnum kann að virðast, að það hafi verið seint að bíða þess liðsafla, eins og samgöngum var háttað, en slíkt er á misskilningi byggt. Skipaferðir voru alltíðar milli Íslands og Hamborgar vor og sumar og siglingaleiðin ekki lengri en svo, að liðsaukinn gat verið kominn til Íslands tæpum tveimur mánuðum eftir að bréfið var skrifað. En hjálparsveitirnar hafa aldrei komið, því að atburðarásin var hraðari en menn hafa e.t.v. ætlað, og hjá styrjöld varð ekki komizt.

Þórðarfell

Þórðarfell.

Í bréfinu, sem Þjóðverjar skrifa, segir m.a. að Englendingar í Grindavík hafi að ástæðulausu tekið fisk, „sem við höfum keypt og borgað, en bjóða að greiða hann með vörum á landsvísu eða í Englandi á einn nóbíl hundraðið“. Þjóðverjar segjast ætla að ná fiskinum, hvað sem það kosti. Í skýrslu Hamborgara um Grindavíkurstríðið frá sumrinu 1532 segir, að John nokkur Breye, kaupmaður í Grindavík, hafi tekið „réttlaust og með ofbeldi“ 35 lestir af fiski frá Þjóðverjum þá um sumarið, en 12 hundruð fiska frá Danakonungi.

Virki

Virkið ofan við Stórubót.

Þann 18. júlí 1532 útnefnir Erlendur lögmaður Þorvarðarson tylftardóm í Reykjavík til þess að dæma um atburðina í Grindavík, en þar segir, að Yón Beren hafi gripið 20 lestir eða meira af fiski frá þýzkum kaupmönnum. Hins vegar segir í enskri skýrslu um málið, að misklíðarefnið hafi verið fjögur hundruð fiskar, sem John Breye sagðist hafa tekið upp í skuld frá fyrra ári, en Hamborgarar og Brimarar gerðu kröfu til. — öllum heimildum ber því betur saman um orsök styrjaldarinnar en algengt er, þegar stríð hefjast.

Gerðavellir

Garður í Junkaragerði ofan við Stóru-Bót.

Um 1532 höfðu Englendingar alllengi haft eina af helztu bækistöðvum sínum við Ísland suður í Grindavík. Þar munu þeir oft hafa haft vetursetumenn, og var Marteinn Einarsson, síðar biskup, þar verzlunarstjóri hjá þeim um tveggja ára skeið. Systir hans, Guðlaug, giftist enskum kaupmanni, og fylgdi Marteinn systur sinni utan, þá barn að aldri. Hann var 9 ár í Englandi og hlaut þar skólamenntun, en um tvítugt kom hann út, sennilega á vegum mágs síns, og settist að í Grindavík. Það mun hafa verið laust eftir 1520. Þegar hér var komið, var einkum fyrir enskum kaupmönnum þar suður frá fyrrnefndur John Breye frá Lundúnum. Í íslenzkum heimildum kallast hann Ríki-Bragi, Jóhann Breiði eða Eldri Bragur. Jón Gissurarson segir í ritgerð um siðaskiptin, að fyrir Englendingum í Grindavík hafi verið Jónar tveir, kallaðir Eldri-Bragur og Yngri-Bragur. Þetta kemur heim við samtímaheimildir, því að þar getur um nafnana John Bryee, og er annar á skipinu Peter Gibszon frá Lundúnum, en hinn á Thomasi frá Húll, sem var sökkt í orrustunni við Básenda. Eftir þá orrustu hafa þeir, sem af komust, flúið til Grindavíkur.
Þangað kemur Jóhann Breiði á skipinu Peter Gibszon annað hvort snemma í apríl eða um miðjan maí. Skipið er talið um hundrað lestir að stærð. Jóhann setur upp markað og gerir út til þess að veiða þorsk og löngu, eins og segir í heimildum, en fær þegar fregnir af óförum landa sinna við Básenda. Honum þykir ekki friðvænlegt og lætur reisa virki við búðirnar hjá Járngerðarstöðum. Þar var saman komið harðsnúið lið, sem vildi gjarnan hefna harma sinna á Þjóðverjum, og lét reiði sína í þeirra garð bitna að nokkru á Íslendingum.
Jóhann lét þegar þau boð út ganga til Íslendinga í vikinni, að þeim sé stranglega bannað að flytja nokkurn fisk burt úr verzlunarstaðnum eða selja Þjóðverjum og hótaði afarkostum. Þá hefur hann gripið skreið, sem Þjóðverjar töldu sér á einhvern hátt. Einnig hefur hann sennilega viljað skammta Íslendingum verzlunarskilmála að öðru leyti, því að í dómi Erlendar lögmanns eru nafngreindir þrír Íslendingar í Grindavík, sem Jóhann á að hafa rænt, bundið og pínt, og einum þeirra hótaði hann lífláti, ef hann verzlaði við aðra en sína menn. Jón. Gissurarson segir, að Englendingar hafi verið „ómildir við íslenzka, svo að fólk gat ekki það liðið; réð fólk engu sínu og fékk ekkert fyrir sitt“.

Grindavík

Járngerðarstaðir.

Í þýzkri heimild segir, að Jóhann Breiði hafi tekið 80 lömb og sauði frá Íslendingi, sem skeytti ekki verzlunarbanni hans og taldi, að hann hefði ekkert vald yfir sér, og beitti aðra fátæka menn svipuðu ofbeldi. Hann lét taka hest af Íslendingi og barði manninn til ólífis, þegar hann krafðist að fá hann aftur. Einnig gerðist hann djarftækur til kvenna og tók konu nokkra með valdi um borð í skip sitt, en geymdi mann hennar þar hjá sér í hlekkjum á höndum og fótum, svo að hann gerði sér ekki ónæði, á meðan hann hélt konuna.
Um þessar mundir var Diðrik af Bramstað höfuðsmaður á Íslandi, en hann dvaldist erlendis og hafði hér fyrir sig nafna sinn, Diðrik fógeta af Mynden, sem frægur er í íslenzkri sögu fyrir afskipti sín af siðaskiptunum.

Járngerðarstaðahverfi

Járngerðarstaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Diðriki þessum bar að halda uppi lögum og reglu í landinu, en Jóhann Breiði gerði honum margt til miska. Prestur nokkur varð sekur um margs konar illvirki, en flýði á náðir Jóhanns, svo að fógeti fékk ekki fangastað á honum. Einnig hafði Jóhann Breiði í heitingum við fógeta og hótaði að hengja hann hvar sem hann næði honum, og fór smánarorðum um Danakonung. Jón Gissurarson segir, að Íslendingar hafi að lokum ekki þolað lögleysur Jóhanns Breiða og manna hans. „Tóku íslenzkir sig þá saman og riðu til Bessastaða, kröfðu höfuðsmanninn, Diðrik fógeta af Mynden, liðveizlu móti slíkum illmennum. Varð hann vel við og sendi strax í alla kaupstaði, því íslenzkir hefðu ella látið illa að honum sjálfum, ef hann hefði ekki við orðið; skipaði hann þýzkum að finna sig við Þórðarfell, sem er hjá Grindavík“. Þessi frásögn er margstaðfest af skjölum að því leyti, að Diðrik af Mynden gengst fyrir herútboði til þess að hindra yfirgang Englendinga, sem höfðu vígbúizt í Grindavík. Fógeti sneri sér fyrst til þýzkra kaupmanna í Hafnarfirði og hét á þá að duga sér í herferð til Grindavíkur. Hann hvatti þá með því að brýna nauðsyn bæri til þess að tryggja hér frið og frelsi til verzlunar og lét lesa mikið kæruskjal á hendur Englendingum fyrir allt það, sem þeir hefðu unnið gegn Danakonungi á Íslandi. Af þeim sökum kvað hann nauðsynlegt, að þeim yrði straffað, og lofaði hverjum manni mála í nafni konungs, ef hann veitti sér lið gegn óaldarseggjunum.

Gerðavellir

Gerðavellir í Grindavík, virki Jóhanns Breiða – kort ÓSÁ.

Hafnarfjarðarkaupmenn tóku vel málaleitan fógeta, ef hann fengi nægan liðsafla, því að Jóhann Breiði væri mannmargur. Diðrik skrifaði þá í aðra verzlunarstaði um Suðurnes, m.a. Ludtkin Smith á Básendum. Hann bað Ludkin í nafni Danakonungs að koma eins og aðra skipara og kaupmenn frá Hamborg og Brimum og hjálpa sér gegn fjandsamlegum Englendingum, sem vinni gegn konungi landsins. Ludtkin segir fógeta, að því miður eigi hann illa heimangengt frá Básendum, því að enn hafi Englendingar á tveimur skipum valið sér þar legu; færi hann í herferð, mundu þeir hertaka skip hans og búðir á meðan. Það varð því úr, að Ludtkin varð eftir á Básendum og gætti skipa með nokkru liði, en félagi hans, Hinrik Berndes, fór með 34 manna sveit til Grindavíkur til fundar við fógeta.

Básendar 1726

Básendahöfn og Keflavíkurhöfn 1726.

Eftir orustuna að Básendum var saminn friður milli enska skipstjórans Roberts Legge og Ludtkin Smiths. Samkvæmt íslenzkum lögum mátti ekki víkja kaupskipi úr höfn, ef það rauf ekki hafnargrið, og virðist Ludtkin hafa sætt sig við að hlíta þeim ákvæðum um sinn. Íslenzk verzlunar- og fiskveiðilöggjöf hafði lengi verið þverbrotin, sérstaklega af Englendingum, en nú sáu Hamborgarar, að þeir gátu eflt hag sinn á Íslandi með því að styrkja íslenzku landstjórnina. Ludtkin leyfir því Robert Legge hafnarvist, en nokkru síðar kom skipið Mary James frá Lynn í Englandi og lagðist á Básendahöfn. Þar hélzt sæmilegur friður um skeið, en Þjóðverjar voru heimaríkir og hindruðu alla útgerð Englendinga á staðnum.

Grindavík

Grindavíkurleiðir fyrrum.

Þegar herförin til Grindavíkur var ráðin, taldi Ludtkin sig ekki lengur bundinn af ákvæðunum um hafnargrið og réðst á skipið Mary James, laskaði það með skothríð, réðst um borð, drap skipstjórann og særði nokkra menn. Hann rænti úr skipinu öllum vopnum og skotfærum, en að því búnu taldi hann sig öruggan á höfninni og sendi Hinrik Berndes með liðið til Grindavíkur.
Jón Gissurarson segir, að liðið hafi komið saman að kvöldi dags við Þórðarfell í tilsettan tíma, og hafi það verið 80 manns annars hundraðs. Flestum þýzkum og enskum heimildum ber hins vegar saman um það, að í liðinu hafi verið 280 menn eða 8 skipshafnir frá Hamborg og Brimum að viðbættri sveit Diðriks fógeta. Ein allörugg þýzk heimild segir þó, að einungis 180 manns hafi verið í hersveitinni, sem réðst á Grindavík, og er það líkast til rétt.

Prestastígur

Prestastígur – frá Höfnum til Grindavíkur.

Þórðarfell er inni í hrauninu um 7 km. norður af Grindavík, og þangað komu liðsveitirnar á hestum úr Hafnarfirði, Njarðvíkum og Básendum. Diðrik talaði fyrir liðinu, rakti ofbeldisverk Englendinga og fann þeim einkum til saka, að þeir hefðu gerzt uppreistarmenn gegn Danakonungi og löglegri stjórn landsins með því að reisa sér virki og vígbúast í víkinni og neita að greiða skylda tolla og skatta. Hann lýsti að lokum alla Englendinga í Grindavík ófriðhelga og réttdræpa, en friðhelgi yfir öllum, sem að þeim færu.

Gerðavellir

Gengið um Gerðavelli – söguslóðir Grindavíkurstríðsins 1532.

Aðfaranótt Barnabasmessu eða þess 11. júní hélt herinn síðan niður í víkina. Hann var alvæddur handbyssum, lásbogum, spjótum og sverðum, búinn léttum brynjum og stálhúfum. Þær njósnir höfðu verið látnar berast til Grindavíkur, að fógeti biði liðsstyrks frá Hamborg og treysti sér ekki til árásar að svo komnu. Íslendingar úr víkinni gátu því borið hernum þau tíðindi, að Englendingar uggðu ekki að sér, margir þeirra væru á sjó við fiskveiðar, en Jóhann Breiði hefði setið veizlu mikla um kvöldið og svæfi í búð sinni innan virkisins ásamt valfangara hertogans af Suffolk í Englandi og 13 öðrum Englendingum; varðhöld væru lítil, svo að nú bæri vel í veiði.

Skyggnisrétt

Gerðavellir – Skyggnisrétt.

Liðinu var skipt í sveitir, og var Hafnfirðingum og Njarðvíkingum boðið að slá hring um virki Jóhanns Breiða og ráðast þar til uppgöngu, en Básendamönnum falið að gæta hafnarinnar og hindra, að skip, sem væru á legunni, kæmust undan. Árásarherinn hélt skipulega og hljótt niður í Grindavík þessa vorbjörtu nótt. Það var útsynningshraglandi og úfinn sjór. Það reyndist rétt, að Englendingum hafði engin njósn borizt af herútboði fógeta, og sannar það okkur, að Íslendingar hafa verið mjög fjandsamlegir Englendingum á þessum slóðum. Klukkan tvö um nóttina var gert áhlaup á virki Jóhanns Breiða. Hafnarfjarðarliðið komst mótspyrnulaust upp á virkisveggina og réðst þá með öskrum og óhljóðum á tjaldbúðirnar. Jóhann Breiði og menn hans vöknuðu við illan draum og þurftu ekki griða að biðja. Fæstir þeirra náðu að tygjast, en allir voru þeir drepnir miskunnarlaust og sumir á níðingslegan hátt. Eftir skamma hríð lágu 15 Englendingar í blóði sínu í virkinu og meðal þeirra sundurhöggvinn líkami Jóhanns Breiða.

Gerðavellir

Leifar virkis Jóhanns Breiða við Gerðisvelli í Grindavík.

Nú varð uppi fótur og fit í Grindavík. Á legunni voru 5 ensk skip, og léttu þau þegar akkerum, er þau urðu ófriðar vör. Skipið Peter Gibszon lá við landfestar, og þangað brunaði nokkur hluti árásarliðsins, komst um borð og náði tafarlaust stjórn þess í sínar hendur. Utarlega í hverfinu voru búðir kaupmanna frá Lynn. Þangað hélt nokkur hluti Hafnarfjarðarliðsins, þegar virkið var unnið, og drap þar menn og rænti. Fjórum enskum skipum tókst að leggja frá landi, þótt átt væri suðlæg og allmikill sjór. Eitt þeirra strandaði í útsiglingu og fórst þar með allri áhöfn.
Eftir skamma stund var Grindavík algjörlega á valdi Diðriks fógeta og Þjóðverja. Sigurinn var ekki dýrkeyptur, því að hvergi var þeim veitt skipulagt viðnám. Þegar mannvígum var lokið, bauð Diðrik að flytja allt herfang um borð í skipið Peter Gibszon og hreinsa valinn. Átta Englendingar höfðu verið teknir til fanga, og voru þeir látnir dysja falina landa sína undir virkisveggnum, en inni í tjaldbúðum Jóhanns Breiða sló Diðrik og aðrir fyrirmenn upp veizlu, létu þeyta lúðra og berja bumbur og drukku siguröl. Herinn hélt kyrru fyrir í Grindavík um daginn, en næsta morgun, sem var miðvikudagur, var nokkur hluti liðsins sendur burt, en hinn varð eftir undir stjórn Diðriks og beið byrjar, en Diðrik ætlaði að sigla skipinu Peter Gibszon til Bessastaða með fangana og herfangið.

Miðaldarskip

Enskt miðaldarskip.

Um þessar mundir var Erlendur lögmaður Þorvarðarson hinn sterki á Strönd í Selvogi einn af aðsópsmestu valdamönnum á Íslandi. Þess er ekki getið, að hann hafi verið í herferðinni til Grindavíkur. Hins vegar setur hann tylftardóm í Reykjavík þann 18. júní um sumarið eða réttri viku eftir herferðina, og sitja í dóminum helztu höfðingjar og sýslumenn Sunnlendinga.
Það mun engin hending, að þeir eru þar saman komnir, því að enn þá var nokkur tími til alþingis. Sennilega hafa flestir þeirra verið í sveit fógeta í herferðinni. Dómurinn fjallaði um atburðina í Grindavík, og eru niðurstöður hans þær, að Jóhann Breiði og allir hans fylgjarar dæmast eftir lögbókarinnar hljóðan ránsmenn og réttilega af lífi teknir, en skip þeirra og góss fallið undir konung og umboðsmenn hans, Diðrik af Mynden. Allar réttmætar skuldir skyldu þó greiðast af góssinu, ef þeirra væri krafizt löglega fyrir 10. ágúst. Síðar var þessi dómur staðfestur af biskupum og lögréttu um sumarið, en þau gögn eru öll glötuð.

Miðaldarskip

Skip á 13. til 18. aldar.

Herinn, sem skilinn hafði verið eftir í Grindavík, sat þar í 10 daga eða til 21. júní; þá fyrst gaf byr, svo að hægt var að sigla fyrir Reykjanes. Meðan hann sat í víkinni, dreif þangað Englendinga, sem legið höfðu úti við fiskveiðar. Þeim þótti að vonum heldur köld aðkoma, er öllu hafði verið rænt og ruplað, eitt skip þeirra hertekið og fyrirliðar drepnir. Sjálfir voru þeir hraktir og svívirtir, og þóttust sælir að sleppa við meiðingar.
Grindavíkurstríðinu lýkur í raun og veru þann 21. júní, er Þjóðverjar láta úr höfn á Peter Gibszon, en þó var eftir að semja frið. Í styrjöldinni höfðu fjórar þjóðir átzt við og stjórnir þeirra létu sig atburðina miklu skipta.
Stríðið hófst að vísu á mjög óformlegan hátt, og Erlendur lögmaður Þorvarðarson og íslenzkir dómsmenn úrskurðuðu, að hér hefði einungis verið um að ræða eins konar lögregluaðgerðir gegn lögbrjótum, en stólkonungar og ríkisráð úti í heimi voru á öðru máli. Hér var hafin styrjöld, og þeirri styrjöld varð að ljúka með friðargerð.“

Heimild:
-Faxi, 2. tbl. 01.02.1981, Grindavíkurstríðið 1532 – Björn Þorsteinsson, bls. 42-43 og 45.

Junkaragerði

Garður í Junkeragerði á Gerðavöllum – uppdráttur ÓSÁ.

FERLIR hefur verið óþreytandi að gefa lesendum bragð af minningum, bæði í texta og myndum.
AskurÁþreifanleiki hversdagins við bragðið er þó engu minni þegar staðið er á ströndinni, hvort sem er á Skyggni eða Sloka. Ásýndin mót hafinu við Grindavík getur á stundum verið tilkomumikil, einkum í hvassviðrum og austan þræsingi. Meðfylgjandi myndir eru hins vegar teknar þegar aldan fór mjúkum brám um bergið sem og mb. Ask, GK 65, þegar bátnum var siglt um innsiglinguna í Grindavíkurhöfn síðdegis.

Grindavík

Brim utan við Sloka.