Straumssel

Gengið var upp í Straumssel. Straumsselsstígnum var fylgt upp með vestanverðum Þorbjarnarstöðum, áfram yfir Selhraunið þar sem hraunhaftið er grennst, framhjá litlu-Tobburétt og áleiðis upp í Flárnar.

Fornaselsstígur

Fornasels og Gjálselsstígur.

Selsstígurinn er vel markaður í klöppina á kafla. Þegar komið var upp í Flár beygir stígurinn tl suðurs, upp úfið hraunið og liðast áleiðis að selinu. Litlar vörður marka leiðina. Skammt sunnan við selið greinist stígurinn; annars vegar norður fyrir selstöðuna og hins vegar suður fyrir hana. Norðurstígnum var fylgt til austurs. Þegar komið var að selinu var sólin lágt á lofti svo allar rústir sáust vel og greinilega. Miklar garðhleðslur umlykja selið, auk þess sem sem hlaðið gerði er við það vestanvert. Hlaðinn gerður er um matjurtargarð sunnan megintóftanna. Þær eru leifar bæjar, sem þarna var þangað til skömmu fyrir aldarmótin 1900. Straumssel er eitt örfárra selja á Reykjanesskaganum er óx í bæ. Bærinn brann og lagðist hann þá í eyði. Gamla selsstaðan sést enn skammt suðaustan við bæjarhólinn. Skammt sunnan hennar er hlaðin kví. Brunnurinn er í jarðfalli skammt norðan við bæjartóftirnar.

Straumssel

Straumssel – tilgáta.

Vel má ímynda sér hvernig lífið hefur verið í selinu fyrr á öldum. Yfirleitt voru þau í brúkun frá 6. til 16. viku sumar, þ.e.a.s. ef vatn þvarr ekki fyrr. Við Straumssel eru víða nærtæk skjól við hraunhóla og -hæðir. Hrís hefur og verið nærtækur, auk þess sem beit hefur verið þarna hin ákjósanlegust drjúgan hluta ársins. Brúkun og verkum í seli er lýst annars staðar á vefsíðunni.
Fjárhellar eru sunnan við Straumssel; Neðri-Straumsselshellar og Efri-Straumsselshellar enn ofar. Þar má enn sjá talsverðar hæeðslur, einkum í efri hellunum.

Straumsselsstígur.

Straumselsstígur vestari.

Regnbogi myndaði litríkan boga sinn yfir tóftunum. Honum fannst engin ástæða til að teygja sig lengra en upp í Almenning þar sem hann sló fallegum bjarma á kjarrivaxnar brekkurnar.

Vestari selsstígnu var fylgt úr hlaði. Hann liggur til suðurs út frá bænum og beygir síðan til vesturs og loks til norðurs. Stígurinn til vesturs yfir að Óttarsstaðarseli þverar hann vestan við selið. Stígurinnn er vel markaður í landið og er augljós uns hann mætir eystri stígnum norðan við selið.
Á leiðinni mátti sjá fallagar hraunmyndanir í kvöldsólinni. Neðst í Flánum hefur verið boruð hola til að athuga með vatnsdýpið, en Straumsselið ásamt Mygludölum er framtíðarvatnstökusvæði Hafnfirðinga.

 

Straumssel

Straumssel.

Glóra

Kollafjörður einkennist af neðansjávardölum, sem ísaldarjökullinn hefur sorfið í berggrunninn, og hryggjum, sem skilja dalina að. Einn slíkur hryggur markast af Örfirisey og Akurey, annar liggur frá Laugarnesi um Engey og hinn þriðji frá Gufunesi um Viðey. Einnig eru Gunnunes, Þerney og Lundey hluti af einum hryggnum.
AlfsnesÍ dölum milli hryggjanna eru setlög frá síðjökultíma og ofan á þeim Nútímasetlög. Til þeirra teljast m.a. malarhjallar þeir, sem Björgun ehf. hefur nýtt til efnistöku og fyrirhugar að nýta áfram. Botngerð í Kollafirði er í grófum dráttum á þá leið að í framangreindum hryggjum er fast berg, en utan í hryggjunum gróft efni. Í dölunum milli hryggjanna er fínkornað efni, sandur og silt.
Berggrunnur í Kollafirði (þ.e. bergið í hryggjum og eyjum) er myndaður úr fjölbreytilegum bergtegundum á síðustu 2 milljónum ára eða svo. Í honum skiptast á hraunlög frá íslausum tímum og móbergs- og jökulbergslög frá jökulskeiðum. Mislægt ofan á þessum stafla og að mestu leyti ofansjávar liggur Reykjavíkurgrágrýti og setlög af ýmsu tagi.
Jöklar hafa mótað yfirborð berggrunnsins og skilið eftir sig framangreinda dali. Er þeir hopuðu í lok ísaldar, settist framburður þeirra í dalina.
Sjávarborðslækkun í upphafi Nútíma sléttaði yfirborð þessa sets og þegar sjávarborð tók aftur að hækka, varð rofflöturinn að mislægi. Ofan mislægisins myndaðist nútímaset í ýmsum myndum. Á grunnsævi myndaðist gróft grunnsævisset í mynd malarhjalla og –granda. Þetta grófa set hefur Björgun ehf unnið af hafsbotni undanfarna áratugi.

Hólmskaupstaður
Akurey - loftmyndNokkur hundruð metrum norðan við Örfirisey, milli eyjarinnar og Akureyjar, standa svartar klappir upp úr sjó en hverfa að mestu á stórstraumsflóði. Þetta eru Hólmarnir. Þeir eru, eins og önnur sker, sjófarendum fremur til ama en gagns, sérstaklega þeim sem leið eiga um Hólmasund milli Hólmanna og Akureyjar. Þrátt fyrir að njóta takmarkaðs almenningsálits nú á dögum, var í Hólmunum áður fyrr rekin verslun, allblómleg á þeirra tíma mælikvarða. Ýmsir hafa rakið sögu þessarar verslunar, en hér er stuðst við greinar Helga Þorlákssonar og Árna Óla.
Elstu heimildir um verslun í Hólmunum (Hólminum, Brimarhólmi, Grashólmum, Grandahólma, Gjáhólmum, eins og þeir hafa einnig verið nefndir) eru frá 1521, og versluðu þar þýskir kaupmenn. Skipalægi var þarna og voru sagnir um að þarna mætti finna járnhringa til að festa með skip. Danir tóku við staðnum með tilkomu einokunar 1602. Árið 1655 var einna mest verslað í Hólmi af öllum verslunarstöðum landsins. 

Orfirisey - loftmynd

Verslunarstaðurinn var fluttur í Örfirisey á 17. öld, vafalaust vegna ágangs sjávar og þaðan til Reykjavíkur á seinni hluta 18. aldar. Hann hélt þó áfram nafni sínu, Hólmur eða Hólmskaupstaður. Í Básendaveðrinu 1799 eyddist öll byggð í Örfirisey og þó þar hafi verið byggt aftur varð hún ekki svipur hjá sjón aftur eftir það.
Ágangur sjávar í Kollafirði Saga Hólmskaupstaðar er kafli í sögu landbrots í Kollafirði, sem hefur stjórnast af hækkandi sjávarstöðu. Sú saga hófst í lok ísaldar, þegar sjávarborð lækkaði mjög hratt niður í -35 metra á svæðinu fyrir ca. 9 þúsund árum. Frá þeim tíma hefur sjávarborð hækkað smám saman upp í núverandi hæð. Sjávarborðshækkunin stendur enn yfir. Hækkunin við Faxaflóa nemur 1,3 metrum frá árinu 100 e.Kr., en á fyrri hluta 19. aldar hófst hröð hækkun, sem tengd hefur verið iðnvæðingu og hækkandi hita á jörðinni. Mælingar í Reykjavíkurhöfn frá 1956 sýna árlega hækkun sjávarborðs um 3,4 mm.

Heimildir m.a.:
-Matsskýrsla á sandnámi á botni Kollafjarðar.

Glóra

Glóra á Álfsnesi.

 

Grindavík

Skjaldamerki Grindavíkur var tekið í notkun 1986 og er hannað af Kristínu Þorkelsdóttur. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur var Auglýsingastofa Kristínar (AUK) falið það verkefni að draga upp tillögu að skjaldarmerki fyrir Grindavík.

SkjaldarmerkiNefnd var kjörin af hálfu bæjarstjórnarinnar til að vinna með auglýsingastofunni að þessari tillögugerð. Í nefndinni voru Eiríkur Alexanderson, Margrét Gísladóttir og Ólína Ragnarsdóttir.
Nefndin hélt nokkra fundi með Kristínu Þorkelsdóttur og fékk nokkrar tillögur að skjaldarmerki til umfjöllunar. Nefndin var sammála um að leggja til að skjaldarmerki Grindavíkur verði svartur geithafur með gul horn og rauðar klaufir á bláum og hvítum grunni.

Í greinargerð segir að hugmyndin að merkinu varð til hjá starfsfólki AUK við lestur kafla um Grindavík í bókinni Landið þitt, en þar segir m.a.:

„Í landnámabók segir að Molda-Gnúpur Hrólfsson og synir hans námu land í Grindavík. Þar segir svo: „Þeir voru fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi. Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur, síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sáu ófreskir menn, að landvættar allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.“

GrindavíkSvo sem ráða má af frásögn Landnámabókar hefur fólkið í þessari byggð frá öndverðu reist afkomu sína bæði á landbúnaði og fiskveiðum og hélst svo fram yfir miðjan 5. áratug þessarar aldar. Síðan hafa fiskveiðarnar og fiskvinnslan unnið á í atvinnulífinu en dregið hefur úr landbúnaði að sama skapi. Hann var þó umtalsverður fyrrum og er sagt frá því að árið 1779 fengu Grindvíkingar verðlaun frá Danakonungi fyrir garðyrkju og hlutu 14 bændur.“

Fram kemur að nefndin er þeirrar skoðunar að merkið sé ágætlega táknrænt fyrir þá byggð sem því er ætlað að þjóna og það mannlíf sem þar er lifað.

,,Blár litur hafsins í grunni með hvítum ölduföldum er sá grundvallarveruleiki, sem Grindavík byggist á, en hafurinn er tákn þeirrar frjósemi og búhygginda, sem skila Grindvíkingum til þroska og þróunar í fortíð, nútíð og framtíð. Þeir sem vilja, mega gjarnan láta hvítar rendurnar í grunni vísa til fyrri hluta nafnsins Grindavík. Merkið er fallegt og sterkt í formi og eftirminnilegt við fyrstu sýn, og í sparibúningi sínum í lit gleður það augað,“ segir í greinargerð nefndarinnar, frá 5. desember 1986.

Grindavík

Grindavík.

 

Vífilsstaðasel

Hér á eftir er getið um skrif Þorvalds Thoroddsens í „Lýsing Íslands„, sem gefin var út af Hinu íslenzka Bókmenntafélagi 1919. Eftirfarandi frásögn um „sel“ birtist í þriðja bindi. Hann minnist reyndar ekki á selstöður á Reykjanesskaganum, en fjallar um margt á forvitnilegan hátt um notkun þeirra í tíma og rúmi:
Arahnukasel-21
Sel. Sumarbeit fyrir búsmala til dala, heiða og fjalla var á fyrri öldum mikið meir notuð en nú, menn höfðu snemma tekið eftir því, að gróðrarsæl fjallalönd og dalalönd voru góð undir bú og vildu eigi íþyngja heimahögum með of mikilli beit á sumrum. Það sá Skallagrímur fljótt, að fé þroskaðist vel til fjalla á sumrum. »Hann fann mikinn mun á, at þat fé varð betra ok feitara, er á heiðum gekk, svá þat, at sauðfé helzt á vetrum í fjalldölum, þótt ei verði ofan rekit. Síðan lét Skallagrímur gera bæ uppi við fjall ok átti þar bú. Lét þar varðveita sauðfé sitt». Fornmenn munu því frá landnámstíð hafa haft búpening sinn í seljum á sumrum, enda voru þeir vanir því frá Noregi, og þar eru selstöður enn algengar, eins og líka í Alpafjöllum.
Brunnastadasel-21Selin voru í fornöld kölluð sel eins og nú eða þá setr eða sætr; sætr eru þau kölluð í Jónsbók og hefir það nafn enn sumstaðar haldist i staðanöfnum, t. d. Sætrafjall og Sætraklif við Reykjarfjörð á Ströndum (Kúvíkur). Selin voru stundum kölluð sumarhús og sjálfir bæirnir eru oft nefndir vetrarhús í sögunum. Í Hafreðarsögu er getið um mörg sel við Langadal og Laxárdal í Húnavatnssýslu, og hafa þau verið skamt frá bæjum. Eins hefir selið í Sælingsdal verið nærri bæjum, sem getið er í Laxdælu, þar var engi hjá selinu, sem húskarlar Bolla unnu, og þar var mannmargt. Hefir þar verið reglulegur sumarbústaður fyrir flest heimilisfólkið. Selin voru þar tvö, svefnsel og búr. Þar í selinu var Bolli veginn, sem kunnugt er. Í sömu sögu er getið um sel frá Vatnshorni í Sarpi í Skorradal, þar hefir víst aðeins verið eitt hús, því sagt er: »Selið var gert um einn ás, ok lá hann á gaflhlöðum ok stóðu út af ásendarnir, ok var einart þak á húsinu ok ekki gróit. Þar voru 5 menn í selinu, en fólk var líka heima á bænum í Vatnshorni.
Flekkuvikursel-21Í Glúmu er talað um sel á Mjaðmárdal, og i Ljósvetningasögu er getið um sel, er Þorkell hákur átti i Ljósavatnsskarði. Þorsteinn i Saurbæ var i seli í Kúvallardal, er þeir Hörður ætluðu að heimsækja hann. Í Örnólfsdal er talað um sel, og var þar flest fólkið, en mannfátt heima; eins var sel á Langavatnsdal og hét þar á Þorgilsstöðum, og var þar mikið af stóðhrossum á beit, er Gunnlaugur ormstunga kom þangað. Af Hrafnkelssögu má ráða, að þá hafi eigi aðeins verið sel ofarlega i Hrafnkelsdal, sem hét Grjótteigssel, heldur einnig önnur sel viða um dali og heiðar í nánd. Í Kjarradal segir Heiðarvígasaga að allir bændur úr Hvítársíðu hafi haft selfarir,og er það eðlilegt, því þar eru enn mjög grösug beitarlönd upp á Tvídægru; milli Kjarrár og Lambár er nú afréttarland, sem Gilsbakkakirkja á og leigir Bæjarsveit til uppreksturs; þar sem Langavatnskvísl kemur í Kjarrá er ágætt hagapláss, sem heitir Starir.

Fornasel-21

Í Biskupasögum er getið um sel frá Hólum i Hjaltadal, og voru þar »nokkurar konur til at heimta nyt af fé«, »en karlmenn voru engir viðstaddir, voru þeir farnir at samna sauðum«. Bendir þetta á, að allmargt fólk hafi verið í selinu. Bæði þessir og fleiri staðir i sögunum sýna, að selin hafa verið nokkurskonar sumarbústaðir og eigi mjög fjarri bæjum.

Langt fram eftir öldum hafa sumir búið í seljum sem sumarhúsum með flestallt heimilisfólkið.
Þess er t. d. getið um dóttur Þorleifs Grímssonar á Gjasel-21Möðruvöllum (f:1560), að hún var ein heima og nokkur ungmenni, en annað fólk í seli. Grágás bannar að gera sel í afrétti, og á víst við, að menn byggi sel í óleyfi í annara manna afréttarlandi, er sá útlægur er sel gjörði, og Jónsbók telur selið heilagt, þó þeir brjóti, er afrétt eigu en þeir bæti landnám að fullu, er selið gerðu. Jónsbók kveður á, að menn hafi sætr á fjöllum, þar sem þau áður hafa verið og færi eigi úr stað þeim, er þau hafa verið að fornu fari og eigi má þau byggja of nærri högum annara. Jónsbók leyfir að sætr megi hverr þeirra gera í almenningi, »er þann almenning eigu, er vill sitja i sumarsetri, ef þat er úr búfjárgangi«. Yfirleitt er þó auðséð að flest sel til forna hafa verið nærri bygð eða í bygð, oftast þá í beztu hagbeitarlöndum, í frjósömum hlíðum, í dalabotnum, innfjörðum eða þá á heiðum.

Búalög segja svo fyrir, að þrjár konur eigi at vera í seli, þar sem er 80 ásauðar at mjólka og 12 kýr, með matselju, og skulu vera tvær við vetrarhús um miðdegi til heimavinnu«. Búpeningur var vanalega hafður í seli frá þvi 8—9 vikur voru af sumri til byrjunar tvímánaðar eða frá miðju júnímáuaðar til þess um seiuni hluta ágústmánaðar, enda var svo fyrirskipað í lögum; en sumstaðar er tekið fram í fornbréfum. að selstöður skuli aðeins vara til Ólafsmessu fyrri. Að selin hafa verið mjög mörg, sóst bæði á grúa af örnefnum og af Fornbréfasafni, sem getur selja og selfara á óteljandi stöðum. Seljunum hefir líklega smátt og smátt fækkað, eftir þvi sem nautpeningur varð færri og sauðaeignin stærri. Kirkjur eiga um alt land fjölda af ítökum til selfara en þau eru nú notuð sumpart sem afréttir, sumpart sem heimahagar, sumpart leigð öðrum einstökum mönnum og hreppum.

Selstigur

Á 18. öld voru selstöður mjög farnar að leggjast niður svo stjórnin, J 754, fann sér skylt að skipa bændum að hafa búfé sitt á seljum og geldfé á afréttum frá 9. til 21. viku sumars, til þess að hlífa heimahögum og slægjum, en því mun alls ekki hafa verið hlýtt frekar en öðrum fyrirskipunum stjórnarinnar í þá daga. Eftir fyrirmælum ýmsra íslenzkra framfaramanna gaf stjórnin á 18. öld út ótal boðorð og lagareglur um alt mögulegt og ómögulegt, er búskap snerti, en þar var aðeins sá hængur á, að engu var hlýtt, ekkert varð úr neinu, þegar til framkvæmdanna kom, þó oft væri hótað afarkostum. Þó segir Eggert Ólafsson, að selfarir hafi í hans tíð enn verið algengar í Borgarfirði, en viðast annarstaðar lagðar niður. Voru selhúsin vanalega þrjú, iveruhús eða svefnsel, eldhús og búr. og mun sá húsafjöldi hafa haldist síðan í fornöld, þó sum selin bæði fyrr og síðar hafi verið fátæklegri. Í seljunum voru kýr og ær. Þar var smali og fullorðin stúlka með telpu til aðstoðar, þær mjólkuðu, strokkuðu, gjörðu smjör og osta o. s. frv. N. Mohr kom 1780 í sel nálægt Skagaströnd, borðaði þar grasagraut og var fenginn fjöðurstafur til þess hann gæti drukkið úr mjólkurtrogunum. Mohr sá á ferð sinni um Norðurland og Vesturland aðeins þrjú sel, á Spákonufelli, við Kaldrananes i Strandasýslu og frá Reykjahlíð við Mývatn. Allir búmenn 18. aldar hvetja bændur til að taka upp aftur selstöður, en þó árangurslaust.

Fjarskjol-2

Ólafur Stephensen vill hafa búpening i seljum frá Jónsmessu til rétta, »eru þá heimahagar i friði fyrir ágangi hans. óbitnir, ótroðnir, og miklu betri til vetrarbeitar. Þá voru líka nærri öll tún ógirt og ilt að verja þau fyrir ágangi fénaðar, sem var heima við. Guðlaugur prófastur Sveinsson ritaði 1787 um selstöður og þeirra nytsemi. Hann segir, að þá sé það einungis nokkrir fáir forstands og fyrirhafnar menn, sem enn árlega flytja búsmala sinn i nokkurt fráliggjandi sel á sumrum, einkum frá messudögum fram um höfuðdag, 8 eða 10 vikna tíma; og á nokkrum stöðum veit eg haft í seljum frá fardögum og lengra fram á haust, einkum þar hrjóstrugt og magurt heimaland er, til enn meiri hagnaðar nytsemdar«.

Brennisel-21

Síra Guðlaugur heldur mjög fram nytsemi selja segist sjálfur hafa búið á jörð í 14 ár, þar sem búsmali gerði þriðjungi minna gagn heima en i selinu, en aðrir bændur hefðu sagt sér, að þeir hefðu ekki meira en freklega gagn af peningi sínum, er þeir gátu eigi komið honum í sel. Kosti seljanna telur hann: meiri afrakstur búfénaðar, hlífð við heimahaga, enginn ágangur á tún og engjar, minna ónæði fyrir fénaðinn af rekstri og smölun, oft gott til fjallagrasa nærri seljum og hægra að ná i þau, stundum hægt frá selinu að nota fjarlægar slægjur; sumstaðar má brúka selin sem beitarhús á vetrum, og hafa þar heyforða og fjárborgir. Segir höfundurinn, að sumir hafi tvö selhús, íbúðarhús með rúmum og eldstó í öðrum enda og svo búr, en betra sé að hafa húsiu þriú, eldhúsið sérstakt.

Nessel-21

Magnús Ketilsson hafði jafnan búsmala sinn i seli og þar fullorðinn mann, og dreng til smalamensku, áttu þeir lika að slá og hirða seltúnið. Jón Steingrímsson bygði einnig sel frá Prestsbakka »í efstu og beztu högum jarðarinnar, 3 selhús á eiuum hól með 7 stafgólfatali, en svo rúmgóð, að til var ætlað, þau skyldu taka hálft annað hundrað fjár«. Ólafur Stephefesen hafði líka búfé sitt i seli og svo gerðu flestir framfaramenn á 18. öld.

Á 19. öld lögðust selin því nær algjörlega niður, og nú munu selstöður nærri hvergi vera til á Íslandi. Á ferðum mínum 1881 — 98 fór eg mjög víða um beitarlönd og heiðar, en man ekki til að eg findi eitt einasta sel, sem enn var notað sem sumarhús frá aðaljörðu, en eg kom í allmörg sel, sem voru orðin að sérstökum heiðarbýlum eða kotbæjum; slík seljakot eru algeng víða um land. Hve afarmikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum. Sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifðar um afdali og heiðar um alt Ísland.

Selsvellir-91

Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög viða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o. s. frv. í bygðum sjást þess líka ótal dæmi, að sel hafa breyzt í sjálfstæðar jarðir og þær sumar allstórar; örnefnin eru hinn ljósasti vottur þess, hve miklar breytingar stöðugt hafa orðið í því efni.

Mosfellssel-21Í byrjun 20. aldar hafa ymsir búmenn hvatt til þess, að selstöður væru teknar upp að nýju, án þess þó nokkur sýnilegur árangur hafi orðið af þeim upphvatningum. Hugmynd manna hefir verið sú, að tekin væru upp selstöðubú i félagi. Sigurður Sigurðsson gerði 1902 áætlun um kostnað við félagssel og komst að þeirri niðurstöðu að það sé efasamt hvort þau borgi sig, nema ef ostagjörð væri þeim samfara, en i þeirri grein eru Íslendingar, sem kunnugt er, langt á eftir öðrum þjóðum. Nokkrum árum síðar (1908) ritaði Torfi Bjarnason líka um samlagssel. Var hann heldur bjartsýnni á framtíð þeirra, og mælti fram með þeim; komst hann að þeirri niðurstöðu, að „þau mundu borga sig, en ætlaðist líka til ostagjörðar á seljum þessum.“

Heimild:
-LÝSING ÍSLANDS eftir þorvald Thoroddsen. Gefin út af Hinu íslenzka Bókmentafélagi, þriðja bindi. Kaupmannahöfn, prentað hjá S. L. Möller, 1919.
-Lovsainling lor Island I, bls. 394.
-Egilssaga, Kvík 1892, 29. kap., bls. 7-5.
-Landnáma (1891) bls. 72, 95.
-Laxdæla (1895) bls. 175. 204.
-Glúma (1897) bls. 43, 44. Reykdæla (1896) bls. 87. Ljósvetniugasaga (1896) bls. 62. Harðarsaga og Hólmveria (1891) bls. 57.
-Hænsna-Pórissaga (1892) bls. 33., Gunnlaugssaga ormstungu (1893) bls. 13. Sumir haf’a á sumrum búið í tjaldi, þess er t. d. getið um Jófríði Gunnarsdóttur, að hún »átti sér tjald úti, þvíat henni þótti þ)at ódauíligra* (Hænsna-tórissaga s. st.).
-Hrannkelssaga (1893) bls. 6, 7.
-Vígastjrssaga og Heiðarvíga (1899) bls. 64.
-Biskupasögur I. bls. 189.
-Biskupasögur II, bls. 359.
-Grágás (1852) bls. 113. Jónsbók Ól. H. bls. 173, 174, 176—177. 193.
-Búalög (1915) bls. 22. 34, 61.
-Jónsbók bls. 172.
-Dipl. Isl. II, bls. 577.
-Lovs. f. Islaud III. bls. 182. 191.
-Eggert Olafssons Reise bls. 155, 178. Sbr. Olavius: Oekon. Rejse bls. ‘247—248.
-N. Mohr: Forseg til en islaudsk Naturhistorio. Kbhavu 1786 bls. 10, .349-350.
-Gl. Félagsrit VI. bls. 46.
-Gl. Félagsrit VII, bls. 194-204.
-Gl. Félagsrit XII, bls. 32-33.
-Æfisaga Jóns Steingrímssonar, Rvík 1915, bls. 223.
-Sig. Sigurðsson segir í Fjallkonu 1902, nr. 13, að nú muni vera 3 eða 4 menn á öllu landinu, sem hafa í seljum, og valda því alveg sérstakar ástæður. Árið 1900 tóku 3 bændur í Hrunamannahreppi sig saman og höfðu ær sínar, rúmar 200 að tölu, í seli.
-Sigurður Sigurðsson: Selstaða og sauðamjólk (Fjallkonan 1902, nr. 18 og 14). Sbr. Austri X, 1900. nr. 14. ísafold 1902, nr. 8.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Hafnarfjörður

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950 er fjallað um byggingu „Syðri hafnargarðsins“ í höfninni:

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn 1776-1778 skv. mælingum H.E. Minor.

„Nokkru fyrir mitt ár 1948 var hafin bygging syðri hafnargarðsins. Bygging garðsins hefir gengið mjög vel og er hann nú orðinn fullir 390 metrar að lengd, og nemur dýpi við fremsta hluta hans 7 metrum um stórstraumsfjörur.
Hafnarfjörður
Byggingu garðsins hefir nú verið hætt um sinn, þar eð hann er nú kominn á það dýpi, að ekki verður sama byggingarfyrirkomulagi komið við við framhaldsbyggingu hans og hingað til hefir dugað. Gera má ráð fyrir að veður fari að spillast og vetrarsjóar geti grandað viðbótarbyggingunni ef áfram yrði haldið í vetur. Og í þriðja lagi hefur þegar verið unnið fyrir það fé, sem til mannvirkis þessa hefur fengizt í ár.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1903.

Þessar eru þá þrjár megin stoðir, er gert hafa nauðsynlegt að hætta við frekari byggingu garðsins í ár. Alþýðublað Hafnarfjarðar hefir leitað sér upplýsinga um, hvernig bygging garðsins stendur nú, og fengið upplýst að frá ársbyrjun í ár og þar til síðast í marzmánuði var haldið áfram byggingu garðsins á sama hátt og áður, að grjót var sprengt úr Hvaleyrarholti og flutt í garðinn. Í marzlok hóf dýpkunarskipið Grettir að grafa innan við garðinn, og vann hann við það til 17. maí. Það af uppgreftrinum, sem nothæft þótti var notað til undirburðar og sett samhliða grjótflutningnum niður í framhaldi garðsins, þannig að myndaður var malarhaugur, er var ca. 60 m. langur í fullri hæð þ.e. undir stórstraumsfjöruborð, en botnbreidd hans var um 50 m.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – loftmynd 1954. Sjá má grjóttökunámuna h.m. neðarlega.

Garðurinn er nú kominn fram af malarhaugnum á um 7 m. dýpi miðað við stórstraumsfjöruborð. Lengd hans nemur, eins og fyrr er getið 390 m., þar af viðbót á þessu ári 80 m. Skjólveggur er 373 m. Viðbót á árinu 93 m., en lengd steyptrar plötu og fláa á úthlið nemur 382 m. Viðbót í ár var 83 m.Frá garðsendanum hefir nú verið gengið þannig, að raðað var stórgrýti fyrir hann frá fjöruborði og uppúr með svipuðum halla og hliðar garðsins.
Framan af árinu, á nokkrum kafla áður en garðurinn gekk fram á malarbinginn, bar á því að hann sigi, og einnig nokkuð nú undanfarið, eftir að kom fram á malarbingnum, og mest síðast. Hins vegar hefir sig vart orðið merkjanlegt á þeim kafla, sem garðurinn hvílir á malarbingnnum.
Að verkinu hafa að jafnaði unnið um 20 menn, auk verkstjóra. 3 bílar hafa annast grjótflutninginn. Kostnaður við byggingu garðsins í ár nemur um einni og kvart milljón króna. Á s.l. ári var við hann unnið fyrir röska milljón. Vonandi tekst að halda byggingu hans áfram á næsta ári.“

Í sama blaði árið 1951 er fjallað um „Innrásarker til Hafnarfjarðar„:
Hafnarfjörður
„Um klukkan 6 árdegis á miðvikudaginn var, kom til Hafnarfjarðar steinsteypukassi, sá fyrri af tveimur, er hafnarnefnd Hafnarfjarðar lét kaupa í Hollandi nú fyrir 2 mánuðum. Er þetta mikið mannvirki. Kassinn er 62 metrar á lengd, 9—10 m. á breidd, og álíka hár. Verður hann notaður sem togarabryggja innan við hafnargarðinn. Er ákveðið að innan við þessa togarabryggju verði skipakví um 70 m. breið, fyrir togara næst kerinu, og fyrir vélbáta þar fyrir ofan, við hafnarbakka, sem væntanlega verður byggður þar síðar. Í þeim krók, nú þegar, að geta orðið fullkomið var, á hverju sem gengur. Er mikill fengur fyrir fyrir höfnina að fá afgreiðslupláss þetta, og hina rólegu skipakví þar á bak við. Að visu mun verða að hæka steinkerið um 1—2 m. áður en það verður tekið til afnota, vegna vatnsdýpisins, þar sem það er látið, en þar er dýpi fyrir nýsköpunartogara. Er viðbúið að sú hækkun á kerinu verði að bíða næsta árs, vagna annarra framkvæmda er kalla meira að.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður og Hafnarfjarðarhöfn – loftmynd 1954.

Um miðjan næsta mánuð er svo eitt kerið væntanlegt. Það er jafnlangt, en hærra og breiðara en þetta og verður notað í hafnargarðinn sjálfan. Hollenzkur dráttarbátur dregur kerin hingað, einn sá stærsti, er Hollendingar eiga, en þeir eru, eins og kunnugt er, alþekktir fyrir dugnað sinn og leikni við að draga ýms ferlíki um heimshöfin, þvert og endilangt. Ferðin hingað gekk mjög vel, hún tók aðeins tæpa 9 daga frá Amsterdam til Hafnarfjarðar, en gert hafði verið ráð fyrir minnst 10 dögum. Fékk skipið einmuna gott veður alla leið með kassann.
Þessi ker eiga sér allfræga sögu. Þau voru notuð í styrjöldinni síðustu, þegar Englendingar og Bandaríkjamenn réðust inn í Frakkland og fluttu þessa kassa með sér í hundraðatali og gerðu úr þim höfn svo að segja á einni nóttu, án þess að Þjóðverjar vissu neitt um það áður, á opinni strönd Normandí, í Frakklandi, þar sem engum datt í hug að lent mundi verða. Innrásin í Frakkland var einn af úrslitaatburðum styrjaldarinnar og kerin þessi áttu sinn þátt í því að þessi innrás heppnaðist. Eftir styrjöldina hafa þessi ker, mörg, verið tekin upp og notuð víða um heim til hafnarframkvæmda. —
Er þess að vænta að kerin komi engu síður að gagni til friðsænlegra þarfa okkar hér útí á Íslandi en þau gerðu í Frakklandi í mestu átökum styrjaldarinnar.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 21. tbl. 28.10.1950, Syðri hafnargarðurinn, bls. 1 og 2.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 12. tbl. 23.06.1951, Innrásarker til Hafnarfjarðar, bls. 4.

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn, norðurgarðurinn, 2020.

Fornleifar

„Nýverið [2001] kom út skýrsla á vegum samgöngumálaráðuneytis um „Menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi„.
Forn-11Flestir sem starfa að íslenskri menningu hljóta að fagna henni enda er þar tekin afdráttarlaus afstaða með nauðsyn þess að efla menningartengda ferðaþjónustu. Í skýrslunni eru settar fram hugmyndir um leiðir sem ríkisvaldið hefur til að styðja þennan vaxtarbrodd íslensks atvinnulífs. Er öruggt að þær verði til góðs ef þær komast í framkvæmd.
Í skýrslunni er sú forsenda gefin að hér á landi séu ekki fornleifar sem vert sé að kynna (s. 17) og þess vegna beri fyrst og fremst að leggja áherslu á bókmenntir og sögu þjóðarinnar í menningartengdri ferðaþjónustu. Á þeim grundvelli er sett fram ákveðin skoðun á framvindu Íslandssögunnar og hvaða atriði á hverju tímabili séu helst líkleg til að vekja áhuga.
Forn-12Það er full ástæða til að efast um nauðsyn þess eða gagnsemi að ríkisvaldið byggi stefnu sína í ferðaþjónustu á einni tiltekinni söguskoðun, og víst er að í þessu tilfelli hefur þessi afstaða byrgt sýn á þá fjölmörgu möguleika aðra sem eru á vexti á þessu sviði. Ekki er hægt að kenna um áhugaleysi, því í skýrslunni er lögð áhersla á nauðsyn aukinna fornleifarannsókna (s. 11, 23). Þar ræður fremur skortur á þekkingu á íslenskum fornleifum og möguleikum til að hagnýta þær.

Íslenskar fornleifar
Það er almenn skoðun en röng að ekki séu á Íslandi miklar eða merkilegar fornleifar. Íslendingar notuðu að vísu lengstaf forgengileg byggingarefni eins og torf og tré þannig að mannvirkjaleifar skera sig ekki úr í landslaginu eins og byggingar úr steini myndu gera. Það þýðir hinsvegar ekki að leifarnar séu ekki til eða að þær séu ekki áhugaverðar.

Forn-13

Á vegum Fornleifastofnunar er unnið að skráningu fornleifa um allt land og hefur nú verið safnað upplýsingum um 53.000 íslenska fornleifastaði. Skráningin nær til um 44% landsins þannig að ætla má að alls séu 120.000 fornleifastaðir á landinu öllu. Það er því enginn skortur á fornleifum þó að viljann skorti til að nýta þær.
Í nýlegri könnun um áhuga erlendra ferðamanna á íslenskum menningararfi kemur í ljós að flestir nefna fornleifar sem það atriði menningararfsins sem þeir höfðu mestan áhuga á. Hinsvegar kom í ljós að þessir ferðamenn töldu gæði kynningar á fornleifum hvað lakasta og var um þetta atriði mestur munur á væntingum ferðamanna og frammistöðu íslenskrar ferðaþjónustu (Rögnvaldur Guðmundsson: Sagnagarður Íslands, 2000). Með öðrum orðum þá stöndum við ekki undir þeim væntingum sem erlendir ferðamenn hafa um eðlilega þjónustu á þessu sviði.

Dæmi frá Orkneyjum
Forn-10Á Orkneyjum er ferðaþjónusta ein stærsta atvinnugreinin og hafa eyjaskeggjar um 3,5 milljarða íslenskra króna í tekjur af henni árlega. 23% ferðamanna nefna fornleifar sem meginástæðuna fyrir því að þeir heimsækja eyjarnar, en 73% nefna fornleifar sem eina af ástæðunum, þannig að tekjur hinna tuttugu þúsund Orkneyinga af fornleifum einum eru á bilinu 1-2 milljarðar íslenskra króna (upplýsingar frá Orkney Enterprise). Til Íslands koma tvöfalt fleiri ferðamenn og ætti því að vera raunhæft markmið að við gætum haft 2-3 milljarða tekjur á ári af þessari auðlind. Eins og er eru tekjur Íslendinga af fornleifum varla meiri en nokkrar milljónir á ári.
Ástæðan fyrir því að ég tek Orkneyjar sem dæmi er að þar eru hvorki pýramíðar né kastalar sem setja svip sinn á landslagið heldur eru fornleifar þær sem vekja svo mikinn áhuga ekki ólíkar þeim íslensku að eðli og umfangi. Munurinn liggur í því að hinar orkneysku fornleifar hafa verið rannsakaðar og staðirnir í kjölfarið gerðir aðgengilegir gestum. Orkneyingar hafa verið lengi að við þetta og verið óhræddir við að fjárfesta í rannsóknum, kynningu á rannsóknarniðurstöðum og aðgengi að fornleifastöðum.

Hvernig getum við hagnýtt íslenskar fornleifar?
Forn-14Það eru margar leiðir til að hagnýta íslenskar fornleifar. Aðeins er fjallað um eina þeirra í áðurnefndri skýrslu, þá að gera fornleifauppgröft sem síðan er byggt á við kynningu á viðkomandi stað. Það er dýrasta leiðin og sú sem lengstan tíma tekur.
Ódýrari leiðir eru einnig til. Ljóst er að fjölmarga uppgrafna íslenska minjastaði mætti gera aðgengilega og kynna fyrir gestum. Í þeim skilningi má líta á eldri rannsóknir sem vannýtta auðlind.
En það þarf heldur ekki uppgröft til að hagnýta fornleifar. Sandblásin verbúð á eyðiströnd eða vallgróin beitarhúsatóft á lækjarbakka geta sagt meira um lífshætti og lífskjör Íslendinga á liðnum öldum en margar blaðsíður af ritmáli. Slíkar fornleifar er að finna um allt land og eru nánast endalausir möguleikar á því hvernig hægt er að nýta þær í ferðaþjónustu. Kynning á slíkum minjastöðum byggist á því að líta á þá sem hluta af landslaginu og skynjun þess. Það gerbreytir upplifun ferðamannsins af íslenskri náttúru þegar honum er bent á minjar um íslenskt samfélag og komið í skilning um þá lífshætti sem hér tíðkuðust og þá lífsbaráttu sem hér fór fram. Það er ekki ómerkileg saga.
Forn-20Fornleifar hafa þann meginkost fyrir ferðaþjónustu að þær eru staðbundnar og krefjast þess að menn ferðist til að hægt sé að skoða þær – öfugt við bókmenntir sem hver sem er getur notið í stofunni heima hjá sér. Þær hafa líka þann kost að þær eru dreifðar um allt land, sem þýðir að hægt er að hafa áhrif á hvert ferðamenn fara með því að stjórna uppbyggingu fornleifastaða.
Skynjun okkar Íslendinga af fortíðinni byggist nær alfarið á sögum og rituðu máli. Það er sérstaða okkar því fæstar aðrar þjóðir eiga jafnmikinn sagnaarf og við, eða eru jafnmeðvitaðar um hann. Það er sjálfsagt fyrir okkur að nýta okkur þessa sérstöðu í ferðaþjónustu, en það er ástæðulaust að láta hana takmarka möguleika okkar. Erlendis er mönnum tamara að skynja fortíðina í gegnum hluti – byggingar, listaverk eða gripi – og þeir búast við því að þeim sé miðlað upplýsingum með sama hætta þegar þeir koma hingað. Hversvegna eigum við að valda þeim vonbrigðum?“

Heimild:
-Orri Vésteinsson, Mbl. 7. des. 2001 – Fornleifar eru auðlind.

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli.

Bessastaðir

Miðað við allan þann mikla fróðleik sem hafa má af fornleifum má segja að of lítið sé gert til að miðla honum.
Umfjöllun fræðimanna um einstakar fornleifarannsóknir eru jafnan of flóknar fyrir almenning Forn-1og áhugasömum leikmönnum er gert erfitt fyrir um þátttöku við að miðla áhugaverðu efni. Fornminjar eru eign allrar þjóðarinnar og því ætti það að vera bæði eðlilegt og sjálfsagt að fornleifafræðingar miðli upplýsingum um áhugavert efni til almennings. Vissulega eru miðlunarleiðirnar margar og sumar flóknari en aðrar, en m.v. þróun tækninnar virðist enn vera ótrúlega erfitt að nálgast upplýsingarnar, sérstaklega þegar um er að ræða sérhæfðar skýrslur og rit sem aðeins koma út í takmörkuðu upplagi. Fornleifafræðin á að vera opin og aðgengileg fyrir almenning. „Fornleifafræði er fræðigrein sem almenningur hefur áhuga á.
Fólk er forvitið um uppruna sinn, hvenær landið byggðist, hvaða minjar megi finna í Forn-2jörðu o.s.frv. Sést þetta t.d. á því að á flestum stöðum þar sem fornleifafræðingar grúfa sig niður á hnjánum með múrskeið í hönd og grafa má jafnan búast við forvitnum gestum sem vilja fræðast og fá svör við spurningum sínum. Fornleifafræðingar eru almennt séð meðvitaðir um þennan áhuga almennings og reyna eftir fremsta megni að svara spurningum forvitinna og miðla af þekkingu sinni. Fornleifarannsóknir eru alfarið í höndum þeirra sem hafa menntun í fornleifafræði og má segja umfjöllun um hana fari að mestu fram í gegnum fjölmiðla. Almenningur getur svo aflað sér frekari vitneskju, t.d. með því að heimsækja söfn, skoða fornleifauppgrefti eða lesa sér til um efnið. Í árdaga fornleifafræðinnar var aðkoma almennings hins vegar mun meiri þar sem fólk tók þá beinan þátt í uppgröftum, rannsóknirnar voru sem sagt mun opnari.
Forn-3Hugtakið opin fornleifafræði (e. public archaeology) var almennt ekki notað fyrr en í kringum árið 1972. Þá var merking þess helst bundin við starfsemi minjavörslunnar og aðkomu hennar að framkvæmda-tengdum forn-leifarannsóknum. Í slíkum rannsóknum þurfti oft að treysta á aðstoð frá almenningi, bæði við störf tengd rannsókninni, svo sem uppgröft, en einnig var mikilvægt að hafa stuðning frá almenningi gagnvart stjórnvöldum. Ef minjavarslan gat sýnt fram á að almenningur væri hliðhollur fornminjum gat hún þar með sýnt fram á að mikilvægt væri að vernda minjastaði. Rannsóknir sem framkvæmdar voru af fræðastofnunum og höfðu innanborðs sérfræðinga á sviðinu þurftu hins vegar ekki að stóla eins mikið á aðkomu almennings því tryggt var að fullnægjandi rannsókn færi fram. Almenningur átti því í vissum tilfellum greiðan aðgang að fornleifafræði á þessum tíma.

Forn-5

Eftir því sem tíminn leið og fornleifafræðin varð að meiri fræðigrein minnkaði hins vegar bein þátttaka almennings í rannsóknunum. Sú breyting fólst í því að fornleifafræðingar störfuðu fyrir hönd almennings við að rannsaka fornleifarnar í stað þess að almenningur kæmi beint að starfinu. Rétt er að taka fram að þróun hugtaksins opin fornleifafræði sem farið hefur verið yfir hér að framan á einkum við í Bandaríkjunum og Bretlandi. Notkun hugtaksins er ekki algeng hér á landi svo að höfundi sé kunnugt um en víst er að fornleifafræðingar eru þó meðvitaðir um það að þær fornleifar sem þeir rannsaka eru vissulega í eigu almennings og því á almenningur rétt á því að fræðast um þær.
Fræðsla er þó ekki eina ástæðan fyrir því að fornleifafræðingar vilja að almenningur kynni sér fornminjar. Hvort sem fræðimenn hafa tíma eða ekki Forn-6til að eiga samskipti við almenning er það eiginlega skylda fræðigreinarinnar í heild að gera það. Eftir því sem menntuðum fornleifafræðingum hefur fjölgað í greininni er meiri áhersla lögð á vísindalegar rannsóknir, magn gagna er orðið mun meira og sérhæfingin meiri. Með þessari þróun hefur bilið á milli fornleifafræðinga og almennings e.t.v. breikkað þar sem fornleifafræðingar einblína ekki eins mikið á það sem almenningur hefur áhuga á. Stórir gagnabankar af tölum og lýsingum falla ekki í kramið hjá almenningi. Hann vill miklu frekar heyra um túlkun eða hugmyndir fornleifafræðinga um hvernig mannlífið var áður fyrr, búsetuhætti í þeim byggingum sem verið er að rannsaka, hvernig umhverfið var nýtt o.s.frv.
Forn-7Fornleifafræðingar eiga samt sem áður ekki að setja sig á háan hest og halda að þeir geti svarað öllum spurningum sem koma frá almenningi, að þeir séu alvitrir um fyrri tíma. Það viðhorf er ekki líklegt til að afla fornleifafræðingum vinsælda meðal almennings. Fornleifafræðingar ættu miklu frekar að miðla upplýsingum til fólks vegna þess að þeir vilja það, til þess að almenningur öðlist frekari skilning á störfum þeirra. Fornleifafræðingar ættu einnig að geta séð hag sinn í að miðla upplýsingum til almennings. Ef fornleifafræðingar, sem og aðrir fræðimenn, eiga meiri samskipti við almenning munu fleiri skilja hvað fræðimennirnir gera og þar af leiðandi sýna þeim meiri stuðning. Hægt er að segja að þetta viðhorf sé þó nokkuð miðað út frá fræðimanninum, þ.e. hann ætlast til að almenningur sýni honum skilning og fái frið til að vinna sína vinnu. Þessu þarf þó ekki að taka sem svo.

Forn-8

Ef almenningur hefur skilning á störfum fornleifafræðinga og sýnir þeim stuðning fjölgar e.t.v. rannsóknum og þar með hagnast allir í stöðunni, þ.e. fleiri rannsóknir eru framkvæmdar og almenningur fær aðgang að frekari upplýsingum. Út frá sjónarmiði almennings má hins vegar segja að það sé hlutverk fræðimanna að upplýsa um sín fræði svo að fólk sé t.a.m. fróðara, taki meðvitaðri ákvarðanir og hafi val um menningartengda afþreyingu. Annað viðhorf sem tengist samskiptum þessara tveggja hópa er það að í langflestum tilfellum er það almenningur sem borgar fyrir fornleifarannsóknir. Greinin þarfnast fjármagns og þeir eru oft teknir úr opinberum sjóðum til að skipuleggja, rannsaka og varðveita fornleifar – því ætti almenningur að geta fengið eitthvað í staðinn. Í mörgum tilfellum vantar upp á það því eina útkoman úr rannsóknum eru í mörgum tilfellum skýrslur skrifaðar á fræðilegu máli sem hinn almenni lesandi ræður ekki við.
Afleiðingar af því að miðla ekki upplýsingum til almennings eru m.a. þær að fólk skilur ekki í hverju starf fornleifafræðinga felst. Devon Mihesuah sagði í grein sinni frá 1996 að eini munurinn á grafarræningjum og fornleifafræðingum væri tímamunurinn, sólarvörnin, litlir burstar og hirðusemin eftir að þeir yfirgæfu staðinn.5 Þetta er að sjálfsögðu ekki æskilegt viðhorf gagnvart störfum fornleifafræðinga. Það er því nokkuð augljóst að nauðsynlegt er að einhvers konar samskipti eigi sér stað á milli fornleifafræðinga og almennings til þess að þess konar viðhorf verði ekki ríkjandi gagnvart störfum fornleifafræðinga. Áhrifarík miðlun fornleifa til almennings ætti að vera eftirsóknarverð í augum fornleifafræðinga því það er nokkuð ljóst að báðir hópar njóta góðs af því.“

Heimild m.a.:
-M.A. ritgerð – Margrét Valmundsdóttir, janúar 2011.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Húsatóptir
Grindavíkurhraunin geyma marga gersemina. Sumar hafa þegar verið uppgötvaðar og aðrar endurupplýstar (jafnvel óvænt), en ennþá eru nokkrar þeirrar á huldu, þrátt fyrir nokkra (og jafnvel allmikla) leit. Má þar nefna fjárhelli Hamrabónda ofan Húsatófta.
GrindavíkEitt af því sem FERLIR hefur beint athyglinni að eru hellar eða skjól, sem notuð voru til brugggerðar á bannárum 20. aldarinnar. Hverjum og einu tengist ákveðin saga, sem í rauninni var, og er, hluti mikilvægrar samfélagsmyndar þess tíma. Nýting þeirra og afurðavinnsla birtist m.a. í hugmyndasköpulegum verðmætum, en ekki síður í sögum og sögnum, munnmælum og eftirmælum, þótt hljótt hafi farið, hingað til a.m.k. Hvorutveggja staðanna hafa kannski ekki enn öðlast hefðarrétt sem fornleifar, en að því mun koma – óðfluga. Þá er eins gott að hafa staðsett þær og skráð – ekki síst m.t.t. sagnahefðar hinnar miklu sagnaþjóðar frá upphafi vega, allt til tilkomu útvarpsins (um 1930). Nú þegar háeffa á „fyrirbærið“ RÚV má ekki gleyma að það átti, þrátt fyrir menningartengda lofgjörð og nýbreyttni á sínum tíma, einna mestan þátt í eyðingu hinnar fornu sagnahefðar hinnar gömlu víkingaþjóðar. Útvarpið tók í einu vetfangi að sér, bara með tilvist sinni, óumbeðið, grunnmenntun heillar þjóðar.
Nú, FERLIR hafði lagt fram fyrirspurnir og fengið svör við mögulegum brugghellisstöðum í nágrenni Grindavíkur. M.a. barst eftirfarandi svar: „Sæll, ég hef ekki enn náð á Guðmund frá Ásgarði, en Guðjón Þorláksson frá Vík sagðist halda með nokkurri vissu að brugghellir Ásgarðsmanna og Víkurmanna hafi verið á Skipsstíg neðan Lágafells rétt hjá fyrstu gjánni á hraunsléttu þar sem nokkur op eru? Þetta á að vera austan girðingar við hraunbrúnina. Þarna sátu þeir Guðmundur frá Ásgarði, Þorlákur frá Vík, Gísli Jóhanneson (Gilli Jó), Óskar Gíslason og einn enn (Einar í Ásgerði)? við iðju sína þegar jarðskjálfti skók jörð (Dalvíkurskjálftinn eða sama ár). Allt lék á reiðiskjálfi og gjáin gekk saman yfir hausunum á þeim. Gilli Jó skaust upp og í sama mund féll stór stein niður á sama stað og hann hafði setið við að hræra í pottinum örskömmu áður. Hann taldi sig heppinn að hafa sloppið svona vel í það skiptið.
GrindavíkEkki löngu síðar sat sýslumaðurinn í Hafnarfirði fyrir þeim og tók þá fasta er þeir voru á leið í Landmannaréttir á “boddí bíl” og gerði talsvert magn af landa upptækt. Þorlákur tók á sig sök og sat á Litla Hrauni í viku tíma. Reyndar eru til fleiri útgáfur af þeirri sögu. Önnur segir t.d. að hann hafi setið inni fyrir að leggja hönd til yfirvaldsins, líkt og sýslumaður Árnesinga hafði mátt þola fyrir stuttu. Það mátti að sumu leiti túlka til misskilnings, líkt og þá, en svona endurtekur sagan sig – hvað eftir annað og það ekki á svo löngum tíma.
Hin mikla kaldhæðni örlaganna tengist einnig þessari frásögn. Þá félaga grunaði að Lalli á löppinni, Lárus að mig minnir Guðmundsson frá Móakoti og seinna í Bræðraborg og loks í Nesi bak við Steinaborg, missti fót í vinnuslysi. Þeir félagar höfðu framgöngu í því að safna fyrir tréfót á kallinn, en um leið og hann komst á ról rölti hann til yfirvaldsins og kjaftaði frá athæfi þeirra félaga, þ.e. brugggerðinni. Lalli á löppinni vissi að sjálfsögðu ekki að gervifóturinn hafði einmitt verið fjármagnaður með brugggerðinni, en nýi fóturinn hefði hins vegar átt að þagga niður í sérhverjum sæmilega skynsömum manni.
Leit var gerð að mögulegum „brugghelli“ eða bruggaðstöðu á fyrrgreindum stað, en allt kom fyrir ekki – að þessu sinni. Að vísu er gjáin þarna enn og ýmist tilkomulítil eða einstaklega djúp, en gefur hvergi tilefni eða ummmerki eftir bruggun. Ætlunin er þó að skoða þetta nánar með aðstoð fyrrum vitunundarvotta (sem enn eru á lífi).
Annar hellir, notaður til brugggerðar á sama tíma, er sagður hafa verið „í gjánni ofan við Vatnstakinn – þar hafi Skálamenn haft aðstöðu…“. Hraunið er bæði apalhraun (syðra) og helluhraun. Mest af því hefur komið úr Moshól, sem er nokkuð yngri en Sundhnúkahraunið. Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, telur að hraunið úr Moshól sé jafnframt hraunlænan, sem liggur suðaustur um Hópsheiði og myndaði m.a. Slokahraunið á mörkum Þórkötlustaðabæjanna og Hrauns.
GrindavíkFERLIR gerði endurtekna leit að opinu á Klifhólahraunssvæði Hópsheiðar, en án árangurs. Dagmálaholtið er austurbrún hraunsins. Efst á því er Hópsvarðan. Gengið var að opi Gaujahellis og sprungunni, sem hann er í, fylgt til norðausturs. Engin önnur op fundust á þeirri leið. Austan við Hesthúsabrekkur eru „hesthúsin“, búðir vegavinnumannanna er lögðu Grindavíkurveginn á árunum 1913-1918. Síðarnefnda árið slógu þeir upp búðum í gígum austan í brekkunum. Enn má sjá ummerki þeirra. Þá tóku þeir gjall úr gíg norðan búðanna og báru í veginn. Notuðu vegavinnumennirnir til þess hesta og vagn. Röktu þeir m.a. efnistökuna með utanverðum gígnum og enduðu í helli, sem þar hafði verið. Enn má sjá hluta hans efst í námunni. Sá hellir getur þó ekki hafa verið umræddur hellir því hann hafði verið skilinn eftir opinn fyrir gósentíð bannárabruggaranna. Í litlum gíg suðvestan hans má hins vegar sjá hleðslur og leifar gólfgerðar. Erfitt er að segja til um eftir hvern það getur hafa verið. Líklegt má telja að Gaujahellir sé sá hellir sem jafnan um er rætt.
Enn annar brugghellir er sagður verða vestur í Klifi, þ.e. skammt vestan við Húsatóftir. Helgi Gamm hafði um hann einhverja vitneskju, sem gaumgæfa þarf betur. Leit var gerð að hellinum í einni FERLIRsferðinni um hraunsvæðið austan Eldvarpa og Mönguketils, en hann fannst ekki í þeirri ferð. Að sögn mun „hraunhella ein mikil vera yfir opinu, en undir er hvelfing með sléttu gólfi. Vatn er í botni og þar má sjá leifar tunnu“. Svæðið, sem um ræðir er vestan borholu „vestan Grænubergsgjár“. Sumir segja að nafnið Grænubergsgjá „sé ekki til“ heldur heiti bergið, sem hún reyndar er hluti af, ofan Staðarbergs, „Grænaberg“.
Hvað sem því öllu líður mun þetta svæði verða gaumgæft betur síðar, en það er mjög „leitótt“, líkt og svo mörg önnur svæði á Reykjanesskaganum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 01 mín.

Grænabergsgjá

Grænabergsgjá.

Húshólmi

Gengið var inn í Ögmundarhraun neðan við Krýsuvíkur-Mælifell. Þar liggur gata niður í gegnum slétta hraunlænu milli úfinna apalhryggja, alveg niður í Húshólma. Tvö stutt höft eru á stígnum þar sem fara þarf í gegnum úfið hraun. Ætlunin var að skoða Mælifellsgrenin, grenjaskyttubyrgin, arnarhreiðrið í Ögmundarhrauni og garðlag, sem nýlega var komið auga á inni í Húshólma.

Mælifellsgreni

Skjól refaskyttu við Mælifellsgreni.

Ögmundarhraun er hraunbreiða fyrir vestan Krýsuvík suður af Núpshlíðarhálsi. Það er vestasti hluti þeirrar hraunbreiðu, sem á uppdráttum er nefnt Ögmundarhraun, en er þó af öðrum toga spunnið. Það nær vestur undir Ísólfsskála; Skollahraun, stundum nefnt Höfðahraun, því það rann úr gígnum Höfða (2000-3000 ára gamalt). Annað hraunlag rann úr Moshól þar skammt austar. Ögmundarhraun er runnið 1151 frá norðurhluta gígaraðar austan Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurbergs. Það er úfið á köflum, en þó má finna í því mjög aðgengilegar lænur, sem auðvelt er að fylgja um hraunið. Grámosinn (gamburmosinn) er ráðandi í hrauninu. Sumsstaðar er hann svo þykkur að það getur verið erfiðleikum háð fyrir óvana að ösla hann upp á leggi. Þess vegna koma hinir gömlu stígar í góðar þarfir.
Mælifellsgrenin eru á tveimur stöðum; efra og neðra. Við efri grenin er hlaðið byrgi fyrir refaskyttuna. Varða er skammt austan við grenin og önnur enn austar. Milli hennar og lítillar vörðu á austustu hraunbrúninni ofan við stórt gróið gerði í hraunkantinum er hálffallin varða. Gróinn stígur liggur frá brúninni yfir að grenjunum. Við neðri grenin eru fleiri byrgi, en minni. Þar er einnig áberandi varða. Grenin eru í nokkuð sléttu helluhrauni.
Haldið var áfram niður stíginn uns komið var að fornu arnarvarpi; Arnarþúfu. Hreiðrið, sem er gróið, stendur á háum ílöngum hraunhól. Frá því hefur verið gott útsýni yfir svo til allt hraunið milli Lats og Borgarhóls. A.m.k. fimm þekkt arnarvörp eru þekkt á Reykjanesi. Líklegt má telja að örninn leiti í þau á ný ef og þegar hann snýr aftur á Reykjanesskagann.

Arnarþúfa

Arnarþúfa á Arnarhól í Ögmundarhrauni.

Þegar komið var niður hraunbrúnirnar ofan við Húshólma virtist stígurinn hverfa framundan, en hann beygir í um 90° til austurs, yfir hraunhaft og inn í lítinn gróinn hólma ofan við Húshólma. Úr hinum liggur gróinn stígur inn í norðvestanverðan hólmann.
Kíkt var á garðana stóru í Húshólma og reynt að meta afstöðu þeirra hvort til annars. Þá var syðri garðinum fylgt til suðausturs. Út frá honum til austurs liggur garður í stóran sveig upp í hólmann. Gróðureyðingin í hólmanum hefur skemmt hann að hluta og svo virðist sem hún sæki enn freklegar að því sem eftir er.
Sjá má móta fyrir hleðslunum á nokkrum stöðum. Þá er hann enn gróinn á kafla. Garður þessi liggur í sveig upp í hólmann, til norðurs og beygir síðan til norðvesturs, að efri garðinum, sem þar kemur undan hrauninu að vestanverðu. Þarna er kominn garðurinn, sem Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, dró á uppdrátt sinn og birti í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1901. Brynjúlfur dró garðinn syðst í gegnum þann syðri, en allt bendir til þess að garðurinn hafi einungis legið að honum. Þarna hefur verið að ræða nokkuð mikla hleðslu á kafla, þ.e. næst hinni gömlu strönd, en ofar hefur garðurinn að mestu verið úr torfi. Hann hverfur að hluta norðaustast í hólmanum þar sem gróðureyðingin er mest á milli gróðurtorfa og b

endir það einkum til þess að þar hafi garðurinn verið að langmestu leyti úr torfi.

Húshólmastígur

Gatan frá Mælifelli í Húshólma.

Nú loksins hefur skapast grundvöllur til að ljúka uppdráttardrögum af minjasvæðinu í og við Húshólma. Uppdrátturinn mun birtast í væntanlegum bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur um Húshólma, sögu hans og minjum.
Húshólminn var gaumgæfður enn frekar. Ljóst er að í honum kunna enn að leynast ófundnar minjar. Mikilvægt er að fara yfir hann vel og vandlega með tilliti til þessa. Vel á minnst; þjófurinn sem tók stunguskólfuna með sér úr hólmanum nú í vor losnar vonandi ekki við hikstann.
Mosahraunssvæðið norðvestan við Húshólma var skoðað. Stígur liggur inn í hringlaga slétt mosavaxið svæði, en óvíst er hvort eða til hvers það mun hafa verið notað. Upp frá því liggur gata norður í hraunið, áleiðis að fyrrnefndu götunni í gegnum slétt hraunið ofantil.

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Ögmundarhraun er ekki gersneytt dýralífi þótt rollan hafi fært sig inn í afmarkað beitarhólf austan þess. Talsvert var af rjúpu í hrauninu og skolli var heldur ekki langt undan.
Gengið var upp hraunið vestan Húshólma með Krýsuvíkur-Mælifell í forgrunni. Kíkt var aftur á arnarhreiðrið forna og komið aftur við í neðri Mælifellsgrenjunum, svona til að kanna með hugsanleg afdrep grenjaskyttunnar. Þar við eru nokkrir reglulegir skútar og ekki er ólíklegt að þar hafi menn getað hvílst á með á yfirlegunni stóð.
Þegar gengið er um svæði sem að framan greinir og skoðaðir eru tilgreindir staðir er ekki laust við að viðkomandi fyllist stolti og ánægju yfir því að hafa vilja til og getu að komast þangað. Allt of margir eru því marki brenndir að sitja heima, reykja sínar sigarrettur, drekka sitt kaffi og hafa ekki dug í sér til að komast spönn frá rassi – nema kannski í bíl.
Á forleiðinni hafði Krýsuvíkurréttin undir sunnanverðu Bæjarfelli verið skoðuð, en í bakaleiðinni var komið við í Méltunnuklifi og Festarfjall barið augum frá Hraunssandi.

 

/https://ferlir.is/ogmundarhraun-brunavordur-stigur-husholmi-minjar/

Skipsstígur
„Allir leiðir liggja til Rómar“ var sagt fyrrum. Á sama hátt má segja að fyrrum hafi  „allar götur hafi legið til Grindavíkur“. Grindavík var t.d. um aldir ein mesta „gullkista“ Skálholtssbiskups. Afurðir þaðan brauðfæddu alla skólasveina stólsins sem og heimilisfólkið, þ.á.m. biskupinn sjálfan. Sagt er og að biskupinn hafi af og til nartað í fisk frá Grindavík, öðrum til samlætis. Aðal útflutningsafurðir Biskupsstóls komu og frá Grindavík. Það þarf því engan að undra að göturnar fyrrnefndu hafi markast djúpt í hraunhelluna undan hinni miklu umferð – því flestir, sem komu til Grindavíkur, fóru reyndar þaðan aftur, sumir þó seint og um síðir.

Skógfellavegur (Grindavíkurvegur/Vogavegur)

Grópför gatnanna í hraunhellunni gætu jafnvel verið eldri en byggðin, þ.e. landnám Molda-Gnúps árið 934. Sundhnúkahraunið að austanverðu er t.d. 2400 ára. Eldvarpahraunin eldri, sem verja undirstöðuna að vestanverðu, eru frá svipuðum tíma. Um Sundhnúkahraunið liggur Vogavegurinn (Skógfellastígur) frá Járngerðarstöðum, Hópi og Þórkötlustöðum upp fyrir Skógfellin (algengt var að götur voru nefndar eftir ákvörðunarstað, sbr. Selvogsgötu frá Hafnarfirði í Selvog er einnig var nefndur Suðurfararvegur)). Í örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „Ofan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Vegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi“.
Um eldri Eldvarparhraunin lágu Skipsstígur frá Járngerðarstöðum og Árnastígur frá Húsatóftum. Þessar götur sameinuðust í eina við ofanverðan Rauðamel og enduðu í Njarðvíkum. Í örnefnalýsingu fyrir Járngerðarstaði segir: „Á Gerðavöllum er allt fullt af görðum. Þeir eru hlaðnir á tvo vegu við vellina og eiga að vera eftir Junkarana en þeir reru til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (Njarðvíkum) eftir því sem sögurnar segja. Fóru þeir með skipin á milli og hét þar Skipsstígur“. Sumir hafa nefnt stíg þennan Skipstíg (Skipsstíg) eða Skipastíg. Ekkert af því er vitlausara en annað. Hluti Skipsstígsins, norðvestan undir Lágafelli, var gerður upp sem vagnvegur skömmu eftir aldarmótin 1900. Um var að ræða atvinnubótavinnu er dugði skammt við endurnýjun vegarins og aðlögun hans að nútímakröfum. Þá segir: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“

Vogavegurinn

„Prestastígur“ hefur jafnan verið genginn í seinni tíð, en hans er hvorki getið í örnefnalýsingum fyrir Húsatóftir né Stað. Í örnefnalýsingu sem Vilhjálmur Hinrik Ívarsson gerði fyrir Hafnir er heiti götunnar ekki heldur nefnt, einungs: “ Til norðvesturs er feikistór hóll upp af gjárbarminum og heitir hann Presthóll. Meðfram honum lá hestagata frá Kalmanstjörn og undir Haugum til Grindavíkur. Vegur þessi var varðaður og standa margar vel enn í dag“. Prestastígur var reyndar til forðum, en þá lá hann frá Höfnum að Stað – um Hafnaheiði. Vörðubrot yfir heiðina gefa legu hans til kynna. Sú gata, sem seinna hefur verið genginn, og vörður upp hlaðnar, hefur fremur verið farin til skemmtunar en gagns því vörðurnar voru hlaðnar eftir að Staðarprestur hætti að þjóna Höfnum. Það á þó einungis við um nyrðri hlutann, þ.e. norðan Sandfellshæðar. Syðri hlutinn er hluti af gömlu götunni milli Staðar og Hafna. Prestarstígurinn er þó allur eftir sem áður áhugaverð leið fyrir þá sem nenna að hreyfa sig og vilja kynnast stórmerkilegri jarðfræði Reykjaness, s.s. flekakenningunni (Haugsvörðugjá), gosmyndunum á sprungureinum (Eldvörp og Stampar (Hörsl)) og tilurð nútímahrauna í bland við stórkostuleg dyngjugosin í Sandfellshæð, Háleyjabungu og Skálafelli.
Hér að framan hefur verið minnst á aðalleiðirnar, s.s. Árnastíg versus Skipsstíg, Skógfellastíg (Vogaveg og Grindavíkurveg) og Prestastíg. Aðrar leiðir lágu og til Grindavíkur eða millum hverfanna í Grindavík.  Auk þess lágu leiðir að tilteknum stöðum, s.s. selstígar frá Stað og Járngerðarstöðum að Baðsvallaseljunum og síðar upp á Selsvelli undir Núpshlíðarhálsi,, frá Hópi að Hópsseli undir Selhálsi og frá Hrauni að Hraunsseli millum Þrengsla. Sandakravegurinn millum Ísuskála (Ísólfsskála) kemur inn á seinni tíma kort og þá þjóðleið með sunnan- og vestanverðu Fagradalsfjalli. Áþreifanlegi merki eru þó um hann frá Sandhól áleiðis millum Skógfellanna, djúpt markaðan í hraunhelluna. Þarna mun hafa verið þýðingarmikil aðflutningsleið fyrrum, bæði að Selatöngum og fyrir austanmenna að verunum á norðanverðum Reykjanesskaganum, s.s. á Vatnsleysuströndinni.

siglubergsháls

Þá er í örnefnalýsingu getið um Gyltustíg: „Vestan við Klifhól, utan í fjallinu [Þorbirni] vestast, er Gyltustígur, eins konar hraunveggur. Hann er vestarlega í Þorbirni að sunnanverðu frá Lágafellstagli og upp úr“.
Innanhverfagötur má nefna t.d. Hraunkotssgötuna milli Hrauns og Hraunkots, þeirra austastu í Þórkötlustaðahverfi, Þórkötlustaðagötuna millum Hrauns og Þórkötlustaða og Eyrarveginn, eða Randeiðarveginn, millum Hrauns og Járngerðarstaða. Sú gata var einnig nefnd Kirkjugatan því hún var jafnframt kirkjuvegur Þórkötlustaðabúa um eiðið út að Staðarkirkju áður en kirkjan var flutt í Járngerðarstaðahverfi og endurvígð það árið 1909 og eiðið var grafið inn í Hópið. Sjá og örnefnalýsingu: „Randeiðarstígur er gata á milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hann farinn áður fyrr er aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna (LJ). Hét hún Eyrargata en litið markar fyrir henni nú. Önnur gata er norðar og liggur um Kirkjuhóla og fram hjá Hópi“. Síðar kom fyrrnefnd gata (vagnvegurinn) milli Þórkötlustaðahverfis og Járngerðarstaðahverfis um Hóp. Lá hún um svonefnda Kirkjuhóla og ofan hverfisins um „garðhliðið á Hrauni“.
Enn má nefna, þótt stuttur hafi verið, svonefndan „Hópsanga“, frá Hópi upp á Skógfellastíg (Grindavíkurveg). Enn ein meginleiðin inn á Skógfellaveginn frá Grindavíkurbæjunum var Hraunsgata. Lá hún frá Skógfellaveginum móts við Sundhnúk, skammt ofan gatnamóta Vogavegar, og síðan niður með hraunjöðrum Beinvörðuhrauns og Dalahrauns að Vatnsheiðadyngjunni. Lá hún milli Grenhóls og Húsafjallsaxlarinnar að Hrauni.
Enn eru ótaldir Ísólfsskálavegur, bæði frá Hrauni um Skökugil upp á Siglubergsháls, bakleiðin vestan Hrafnahlíðar og Ögmundarstígurinn og Hlínarvegurinn sem framhald af hvorutveggja til Krýsuvíkur. Einnig leið frá Þórkötlustöðumk þvert á Skógfellaveg (Grindavíkurveg) yfir sunnanverðan Sýlingarfellsháls og áfram inn á Skipsstíg móts við Lat. Allar hafa þessar leiðir ákveðið menningargildi því þær endurspegla samgöngusögu svæðisins frá upphafi mannlegra vega.
Skógfellavegur
Síðasta menninngarverðmætir er krefjast mun þessa tiltils á næstu árum er gamli Grindarvíkurvegurinn, sem lagður var á árunum 1914 til 1918. Nýjasti rennireiðarrenningur þessi varð til á sjöunda áratug 20. aldar. Auk hans liggja nú seinni tíma malarvegir vegir að Grindavík frá Reykjanesvita (upphaflega lagður 1918) og frá Krýsuvík (Ögmundarstígur og Hlínarvegur) 1956.
Í Landnámu (Sturlubók) er þess getið að Molda-Gnúpur Hróflsson hafi numið Grindavík, líklega um 934, og Þórir haustmyrkur Vígbóðsson nam Selvog og Krýsuvík. Synir Molda-Gnúps voru Gnúpur, Björn, Þorsteinn og Þórður. Eiginkona Gnúps var Arnbjörg Ráðormsdóttir og Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrolleifssonar (á Hrauni). Í annarri útgáfu Landnámu (Hauksbók) segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir; Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík, líklega í hverju hverfanna þriggja.
Lítið er vitað um byggð í Grindavík fyrstu 300 árin. Má það teljast eðlilegt því á ofanverðum þeim tíma hefur byggðin líklega tæmst um tíma. Um 1150 byrjaði að gjósa austan við Grindavík og aftur um 1188. Mikið hraun rann. Um svipað leyti byrjaði að gjósa að austanverðu. Um 1211 færist goshrinan nær (Eldvörpin) og enn 1226 þegar Illahraun og Afstapahraun ógna byggðinni. Ekki er ólíklegt að fólk hafi þá verið búið að fá nóg og því flutt sig til öruggari staða, a.m.k. um tíma.
Líklegt má telja að Molda-Gnúpur Hrólfsson, eða synir hans, hafi sest að þar sem nú er Hóp (aðrir nefna Þórkötlustaði. Á báðum stöðunum vottar fyrir leifum landnámsskála). Fyrrnefnda nafnið bendir til samnefnu bæjar hans í Álftaveri veturinn áður er nefnt hafði Hof, er gæti í Grindavík hafa breyst í Hóp eftir að kristni var innleidd.
Hér að framan hefur verið reynt að koma á framfæri svolitlum fróðleik um nú fjarlægar þjóðleiðir – Grindavíkurgöturnar fyrir vora daga.
Sandakravegur