Ásgeir Jakobsson skrifaði um síðustu æviár Einars Benediktsson, „Herdísarvíkurdramað“, í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972:
„Undarleg örlög, sem hér skal ekki farið út í að rekja, hafa hagað því svo, að komandi kynslóðir munu undrast hversu lítinn opinberan sóma íslenzku þjóðinni hugkvæmdist að sýna þessu höfuðskáldi í lifanda lífi.“
Svo segir Sigurður Nordal í útfarargrein um Einar Benediktsson og þetta eru orð að sömnnu, eins og vænta mátti úr þeirri átt. Það á margur eftir að undrast stórlega. Ævi og örlög Einars Benediktssonar munu er tímar líða, verða skáldum og rithöfundum yrkisefni og lærðum mönnum efni í þykka tíndsdoðranta..
Hér verður fjallað lítillega um Herdísarvíkurárin, síðasta ævikaflann. Myndin, sem ég og jafnaldrar mínir höfum búið við af þessum lokaþætti í ævi Einars, er sú, sem Steingrímur J. Þorsteinsson bregður upp í lok ævisöguþáttarins í Ljóð og laust mál, II. bindi. Þar segir svo, eftir að höfundur hefur sagt frá komu þeirra Einars og Hlínar til Herdísarvíkur 10. júlí 1932: „Reist var síðan lítið hús, einlyft og hentugt og vannst verkið svo vel, að Einar og Hlín gátu flutt í það 8. september. Þarna er m.a. allstór stofa með glugga mót suðri, þar sem hafið blasir við og öðrum mót vestri, en bókaskápar með veggjum fram, skrifborð Einars, útvarpstæki, hægindagstóll og legubekkur, hvort tveggja skinnklætt. Var þetta aðalsetuherbergi Einars og var eftirlætissæti hans lágur en djúpur hægindastóll í suðvesturhorni stofunnar.“ … og síðar segir …: „í Herdísarvík var Einari gjarntt að grípa bókk úr skáp, fletta upp í henni, að því er virtist af handahófi og lesa nokkrar línur, en ekki langt mál í samfellu, og lagði síðan bókina frá sér aftur.
Hann tíðkaði mjög að ganga um gólf í stofu sinni, stóð oft við suðurgluggann og horfði til hafs, einkum þegar brim var, en löngum sat hann í hornstól sínum. Fyrri árin fór hann, iðulega í göngur um lamdareignina, en þar eru hvammar og gjótur og kjarri vaxið hraun undir hárri og snarbrattri fjallshlíð í norðri en framundan útsærinn, sem Einar hafði ort um: „Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar“.
Síðan koma nokkrar tilvitnanir í bréf Hlínar Johnson, þar sem Einar er alltaf að verða frískari og frískari, glaðari og glaðari og prófessorinn klykkir út með þessum hugljúfu orðum: „Hann lifði mjög kyrrlátu lífi í Herdísarvík, var fáskiptin og fámáll, en því ljúfari og hýrari, sem fleiri ár færðust yfir.“
Huggulegra gat það nú ekki verið og lítil ástæðatæða fyrir mig eða aðra siðborna aðdáendur skáldsins til að fara að gera sér rellu út af síðustu æviárum þess, meðan enginn varð til að hrófla við þessari elskulegu mynd. Ég hefði gjarnan viljað eiga þessa mymd í friði af eftirlætisskáldi mínu sitjandi þarna í öllum huggulegheitum síðustu árin, en (það átti nú ekki fyrir mér að liggja.
Það var einn bjartan sumardag fyrir fjórum árnum að ég kom fyrst til Herdísarvíkur og staldraði þar við stundarkorn. Þegar ég hafði gert mér fyllilega ljósa staðhætti, eins og þeir mymdu hafa verið áður en vegur, sími og rafmagn kom — og virt fyrir mér húsakynnin og umhverfið, fylltist ég mikilli og sárri reiði — hafði skáldið mitt verið kviksett?
Hið „hentuga hús“, er timburkofi á að gizka 50 fermetrar að flatarmáli, „aðalaðsetursherbergið“ er stofukytra, og um annað aðsetursherbergi er ekki að ræða, (því að hin herbergin tvö og eldhúsboran eru nánast skápar, rétt pláss fyrir rúmstæði í hvoru herbergjanna.
Kofinn stendur á berangri í þúfnakarga og þar sést hvorki blóm mé hrísla ekki einu sinni lækjarsytra og „kjarrivaxna hraunið“ er illgengur hraunfláki, þakinn hraunmosa yfir lífshættulegum gjótum. Kotið er inni í miðju þessu stóra hrauni, og það var mjög erfið og torsótt gönguleið til næstu bæja áður en vegurinn var lagður, sem ekki var fyrr en löngu eftir daga Einars. Illlendandi er af sjó nema í blíðuveðri því oft er þung undiralda við suðurströndina.
Herdísarvík var á dögum Einars eitt afskekktasta kot á landiu, enda játar Jónas Jónsson frá Hriflu það fullum fetum, og þekkti hanm þó vel til ýmissa alfskekktra kota.
Nú er margt, sem við þyrftum að spyrja samtímamenn Einars að, og þá vitaskuld fyrst og fremst, af hverju var farið með þjóðskáldið, því að það var Einar óumdeilanlega eftir að Matthías dó, heilsuveilt og við aldur, út í þessa eyðimörk, þar sem engin leið var að ná til læknis nema á löngum tíma og með ærna erfiði, enda kom enginn læknir til Einars, þegar hann lá banaleguna, og yfirleitt hlaut að verða mjög erfitt að má í hjálp, hvað sem upp á kom. Í annan stað, hvernig gat samtímamönnum Einars dottið í hug, að maður eins og hann, mymdi haldast andlega heill við þá þrúgandi einveru sem honoum var búin þarna.
En það er rétt að halda áfram söguninni af þeirri ógæfu minni að rekast þarna suðureftir. Það leiddi náttúrulega af sjálfu sér að það tóku að rifjast upp svipmyndir úr lífi Einars meðan ég stjáklaði þarna í kringum kofann. Glæsilíf hans, þegar hann leigði heilar hallr í útlöndum og hélt konunglegar veizlur, rifjuðust ósjálfrátt upp við að horfa á kofaræsknið, og myrkfælni hans við að horfa á svartan klettin ofan við bæinn og síðast en ekki sízt varð mér það hugstætt hversu einveran hlýtur að hafa verið yfirþyrmandi fyrir þennan mann, sem einn vina hans lýsti svo fyrir mér: — „Einar Benediktsson þurfti fólk í kringum sig til að hlusta á sig og deila geði við, jafnnauðsynlega og hann þurfti súrefni til að anda að sér.“
Það er svo alkunna, að skáldið var síðustu árin farið að tala við stokka og steina; þannig lék einveran það að lokum. Mér fannst ég þurfa að vita hið sanna í málinu og koma því til skila.
Ég byrjaði fyrst á því að ganga á vit ýmissa merkismanna í Reykjavík, sem ég vissi að höfðu þekkt skáldið vel og verið vinir þess. Þessir menn sögðu mér allir sitthvað um ástæður Einars árin áður en hann fór ti Herdísarvíkur, það er frá 1927 að Þrúðvangsheimilið leystist upp og þar til hann fór suðureftir í júlí 1932, en enginn þeirra hafði nokkra hugmymd um líðan skáldsins í Herdísarvík. Það mál hafði enginn þeirra kannað. Það var nú að vísu erfitt um ferðir þarna suður eftir, en samt þarfnast nú þetta skýringar. Mér fannst á samræðum við þessa menn, að þeir hafi hreinlega ekki viljað vita neitt um þetta. Ósjálfrátt hafa þeir sennilega óttazt að hlutur skáldsnis væri ekki eins góður og þeir hefðu kosið honum, en jafnframt, að þeir myndu engu fá umþokað úr því sem komið var, og þá væri bezt að vita sem minnst. Það var þó auðfundin önnur skýring á afskiptaleysi þessara manna, sem vildu Einari allt það bezta. Þeir vildu muna Einar eins og hann var við sína fyllstu andlegu og líkamlegu reisn. Þeim var það óbærileg tilhugsun, að sú mynd kynni að breytast í huga þeirra.
Þegar ég varð engu vísari um Herdísarvíkurár Einars af þessum vinum hans, leitaði ég uppi sambýlismann þeirra Einars og Hlínar fyrsta árið í Herdísarvík. Þessi maður hafði ábúð á jörðinni til mnæstu fardaga og inn í gamla bæinn til hans fluttust þau og bjuggu meðam verið var að reisa timburhjallinn og bjuggu þá í herbergi, sem var 2×2 metrar eða svo.
Einnig heimsótti ég bóndann í Vogsósum, sem var öllum högum kunnugur í Herdísarvík öll ár Einars þar. Þegar ég hafði rætt við þessa menm, þá vissi ég að þau áhrif sem ég hafði orðið fyrir í Herdísanvík voru síður en svo fjarri sanni og líkast til eini sannleikinn í málinu — heilinn greinir skemmra en nemur taugin — stundum.
Einar Benediktsson undi sér illa í Herdísarvík strax eftir að hann kom þangað. Hann hafði ekki verið ófús að fara þangað, og gerði sér ekki ljóst í hvaða sjálfheldu hann var að koma sér. Úti í París á heimleið miklar hann þennan stað fyrir sér, og fer að tala um, að þarma sé gott til hafnargerðar og staðurinn liggi vel við fiskimiðum „og svo megi hafa 10 þúsund hænsni, sem gangi sjáfala í hrauninu“ — Einar var sem sé þá enn sjálfum sér líkur. Einair var algerlega andlega heill, þegar hann fór suðuretftir, þó að fjörið væri farið að dvína til sjálfsbjargar. Hann orti Jöklajörð og Bláland í Hammamet í Marokko í utanlandsreisunni áður en hann fór til Herdísarvíkur, og sneri Spánarvísunum á dönsku, og orti í París á heimleið ekki ómerkari vísu en: — Gengi er valt, þar fé er falt … auk þess, sem hann skrifaði mikla ritgerð, sem hét Norræn menning. Eftir að hann steig fótum á jörð í Herdísarvík, orti hann ekki hendngu, svo sannað verði, og sannar sú staðreynd, kannski betur en nokkuð annað, hvaða áhrif Herdísarvíkurdvölin hafði strax á skáldið.
Það votta allir vinir Einars, sem ég hefi haft tal af, að það hafi ekki borið á nokkrum andlegum vanheilindum, þegar skáldið fór suður eftir. Hins vegar er það staðreynd, að það var farið að bera á því, áður en fyrsta árinu lauk þar syðra, að það slægi útí fyrir skáldinu í samræðum. Það ágerðist síðan með ári hverju, og loks var hann sem fyrr segir, farinn að tala við sjálfan sig og dauða hluti og ímynda sér lalls kyns firrur. Að hann væri síðast orðinn „ljúfari og hýrari“, er aldeilis rétt, en það var bara sinnuleysisviðmót manns, sem ekki er lengur fyllilega í sambandi við lífið í kringum sig.
Einar reyndi þrisvar sinnum að strjúka, en máðist tiljótlega í öll skiptin og var færður til baka, enda var það algjör ofætlan manni á hans aldri og stirðum til gangs að flýja fótgangandi frá Herdísarvík. Sem dæmi um hversu erfitt var að komnast frá Herdísarvík, má nefna söguna af því, þegar vinir hans í Reykjavík efndu til samskota á sjötugs afmæli Einars til þess, að hann gæti farið utan í síðasta sinni, en Hlín hafði sagt þeim að til þess langaði hann mjög. Einhverjar vomur reyndust þó á skáldinu, þegar til kom, því að hann ætlaði ekki að fást á bakk hestinum, þegar halda skyldi af stað. Það var alltaf beygur í honum við að setjast á hestbak, eftir að hann meiddi sig, þegar hann var sýslumaður Rangæinga. Ekki tjóaði homum þó að mögla, og var honum hjálpað á bak. Það var slagveðursrigning þennan haustdag og skáldið í gamla þykka frakkarum, sem sjá má á styttunni á Klambratúninu. Einar vat þá enn vel í holdum, þegar þetta var.
Á hlaðinu á Vogsósum lagðist hesturinn undir skáldinu og því varð mammhjálp af baki. Það var ekki þurr þráður á gamla manninum. En áfram var haldið á öðrum og frískari hesti og náð til Hveragerðis um kvöldið. Einar gekk þar í stofu þegjandi og settist á stól á miðju gólfi, og er sögumanni mínum minnisstæður pollurinn á stofugólfinu, sem myndaðist strax og tók að renna úr fötum Einars. Kannski þetta hafi líka verið elskulegt ferðalag fyrir mann, sem þjáðist af berklum framan af ævi og var alla tíð brjóstveill? Ferðin frá Reykjavík og til Herdísarvíkur að lokinni utanlandsreisunni, varð þó enn ömurlegri og læt ég niður falla þá sögu nú.
Við þurfum áreiðanlega margt að ræða við samtímamenn Einars Benediktssonar um síðustu æviár hans í Herdísarvík og þá einnig um næstu árin áður en hann fór þangað. Framkoma við Einar á Alþingishátíðinni sem hér verður sagt frá á eftir varpar kannski ljósi á, hvað ég er að fara . . . „komandi kynslóðir eiga eftir að undrast …“
Einar Benediktsson andaðist 12. janúar 1940, eftir nokkurra daga rúmlegu. Engan hef ég hitt, sem veit til að læknis hafi verið vitjað, og dálítið væri fróðlegt — af því að um þjóðskáld er að ræða, sem deyr komið undir miðja tuttugustu öld, að vita hver gaf út dánarvottorðið og hvenær. Að morgni þess dags sem hann andaðist mælti hann svo síðastra orða: — Þá er það búið. — Hann var svo meðvitundarlaus um daginn og andaðist undir miðnætti um kvöldið.
Ég hef nefnt dæmi um það hér að framan, hversu erfitt skáldinu reyndist að komast lifandi frá Herdísarvík. Það ætlaði ekki að reynast honum betra dauðum. Það var send þung og mikil eikarkista frá Reykjavík og ekkert til sparað að hafa hana sem veigamesta. Bíll fór eins langt og hann komst niður frá Hveragerði — það var niður á Heiðina há, en eftir það varð að bera kistuna á höndum alla leið út í Herdísarvík. Það segir Snorri bóndi í Vogsósum, að sé einhver mesta þrekraun sem hann hafi lent í um dagana. Þetta hefur verið um 10 km leið yfir torfærur og kistan var svo þung, að burðarmennirnir fundu næstum engan mun á henni með líkinu í til baka, enda hafði Einar verið orðinn grannur áður en hann dó. Líkið komst þó um síðir til skila og var því tekið með miklum virktum í Reykjavík. Það er ekki hægt að segja, að það hafi verið hörgull á ástinni á Einari Benediktssyni, þegar hann kom til manna í þessu ástandi. Ríkisstjórn og höfðingjar andlegir sem veraldlegir fylltu dómkirkjuna og daginn eftir var ekið með Einar austur á Þingvelli til að jarðsetja í grafreit þjóðarinnar þar.
Og nú liggur beint við að segja frá næstu ferð Einars á undan, austur á Þingvelli. Þá var hann lifandi.
Einar hafði ort alþingishátíðarljóðin, mikinn kvæðabálk, og fengið 1. verðlaun fyrir ásamt Davíð Stefánssyni. Ljóð Davíðs voru valin til söngs, en ákveðið var að segja fram kvæði Einars. Einar var þá af leikum sem lærðum viðurkenndur sem höfuðskáld þjóðarinnar, þó að það reyndist meir í orði en á borði. Hann þótti orðið vangæfur við skál, og fyrirmenn báru ugg í brjósti yfir því, hvað út úr honum kynni að hrjóta í kóngsveizlunni miklu, þegar hann væni orðin þéttur.
Sjálfsagt hefur þetta verið ástæðulaus ótti, Einar kunni sig vel í veizlum og hefði vafalaust gætt sóma síns vel undir þessum kringumstæðum, þó að í einhverri minni háttar veizlu, áður en þetta var, hafi honum orðið það á að kneyfa mjög. En höfðingjarnir vildu ekkert eiga undir Einari og gripu til einfaldasta úrræðisins til að losna við hann — þeir buðu honum ekki til veizlunnar. Einar fór þó austur á eigin vegum, og var ódrukkinn á Þingvöllum, enda aldrei við öðru að búast en Einar Benediktsson gætti sóma síns sjálfs og þjóðar sinn ar, þegar mikið var í húfi. Hann hefur sjálfsagt gert ráð fyrir, að þó honum væri ekki boðið til veizlunnar, myndi hann lenda eitthvað í sviðsljósinu, þegar kvæði hans væri flutt. Hann reikaði einn um vellina framan af degi, en síðla dagsins rakst Kristján Albertsson á hann í tjaldi, þar sem hann sat einn sér úti í horni og sötraði kaffi. Kvæði hans hafði ekki verið flutt og var aldrei flutt. Kristjáni ofbauð þessi framkoma við skáldið, eins og reyndar fleiri vinum þess, sem minnast þessa enn með hryllingi, svo nærri gekk það þeim sumum, að sjá skáld sitt svo hart leikið og fá ekki að gert.
Kristján leitaði uppi Benedikt Sveinsson og sagði honum að skáldið væri á Þingvöllum, en líkast til hafa ráðamenn reiknað með að Einar kæmi ekki, fyrst honum var ekki boðið. Benedikt sem var mikill vinur Einars, beitti sér þá fyrir því, að einhverra úrræða væri leitað til að draga eitthvað úr þeirri vansæmd, sem skáldinu var sýnd, og varð það að ráði, að Kristján minntist Einars sér staklega daginn eftir með ávarpi frá Lögbergi, sem hann og gerði. Þá var Einar farinn af Völlunum, hann fór um kvöldið hins fyrra dags, einn, eins og hann kom og án þess að nokkur hlutaðist til um ferðir hans.
Flest getum við, þó minni séum í sniðum en Einar, látið okkur renna grun í hugrenningar hans á heimleiðinni til Reykjavíkur, — enda hefndi skáldið sín grimmilega og orti Öklaeld, þar sem hann risti ráðamönnum þjóðarinnar níð. Enginn maður hafði séð Einar bregða svip þennan dag og hann hélt reisn sinni í fasi og allri framkomu. Einar bar ekki sorg sína á torg, jafnvel ekki við vin, þó að margt væri honum andstætt þessi árin og hann gerðist gamlaður.
Ég hef aðeins eina sögn um það, að hann hafi sýnt merki klökkva á þessum árum, þegar heimili hans hafði leystst upp, konan yfirgefið hann og honum var fjárvant, þó að hann ætti enn nokkrar eignir og aldurinn færðist yfir hann. Hann sat að drykkju með nokkrum stúdentum og þeir sungu eða sögðu fram kvæðið um rjúpuna eftir Jónas Hallgrímsson. Á eftir sat Einar keikur í sætinu að vanda og mikilúðlegur og tautaði fyrir munni sér í sífellu: — Á sér ekkert hreysi, útibarin rjúpa — en tárin streymdu niður kinnarnar.—“
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 29. desember 1972, bls. 34-36 og 63.
Herdísarvík.
Straumssel II
Gengið var að þessu sinni í Straumssel frá Þorbjarnarstaða-Rauðamel, en þaðan er styst í selið, u.þ.b. 20 mínútna ganga. Straumsselsstígurinn liggur upp í hraunið vestan við Þorbjarnarsstaði og sést hann glögglega frá Reykjanesbrautinni. Hann liggur yfir Alfararleiðina, suður á milli Stekkjarhólanna, um skarð í Jónasarhól og upp Seljahraunið og áfram skammt frá Toppuklettum. Í þeim er hlaðið gerði. Þar taka Flárnar við allt upp undir Jónshöfða, yfir úfið hraun, Katlana, og á Straumsselshöfða. Þá sést heim að Straumsseli.
Straumssel – bær skógavarðarins.
Að þessu sinni var gengið upp fyrir Rauðamelsgryfjurnar, upp með hraunkantinum og yfir tiltölulega slétt gróið hraun þangað til komið var inn á Gjáarselsstíg. Honum var fylgt að hraunkanti uns hann beygir til suðausturs. Þar hægra megin við stíginn er lítil varða. Farið var út af stígnum við vörðuna og beygt eftir stíg til suðurs. Stígurinn er vel greinilegur ef vel er að gáð, en litlar vörður á hólum hingað og þangað geta auðveldlega afvegaleitt fólk á þessari leið. Stígurinn liggur bestu leiðina upp og í gegnum hraunið. Hún er mjög greiðfær, en auðvelt er að láta glepjast af leið. Stígurinn liggur svo til beint að Straumsseli, en skömmu áður en komið er að því beygir hann til suðausturs og síðan til suðurs þannig að komið er að selinu úr norðaustri. Að þessu sinni skein sólin á tóttirnar og garðana í kring þegar komið var að því. Keilir reis tignarlegur í bakgrunni.
Neðri-Straumsselshellar.
Straumssel er merkur staður. Það hefur upphaflega verið sel frá Straumi, en selið síðan þróast í bæ. Tóttirnar bera þess merki. Þær eru stærri og rúmbetri en í öðrum seljum á Reykjanesi. Garðar eru allt í kringum túnin og er fallega hlaðinn stekkur sunnan við tóttirnar. Vatnsstæði er í skúta norðan við þær. Í Straumsseli var búið stundum á 19. öldi. Síðast á árunum 1890-1895. Bæjarhúsin eyddust af bruna og hefur ekki verið búið þar síðan.
Í suðri sést í Hafurbjarnaholt, kennt við Björn Gnúps-Bárðarson, Hafur-Björn, sem samninginn gerði við bergbúann forðum. Gerðu þeir helmingaskipti í fjáreign. Segir sagan að þá hafi komið hafur og hrútur í féð og var þá sem tvö höfuð væru á hverri skepnu. Gerðist Björn þá fjárríkasti bóndi á Suðurnesjum.
Straumssel – Efri-Straumselshellar.
Eftir stutta dvöl í Straumsseli var haldið áfram til suðausturs upp frá selinu. Eftir um sjö mínútna gang var komið í Straumsselshella-neðri. Þetta er rúmgóður fjárhellir utan í holti og snýr opið til vesturs.
Áfram var haldið upp hraunið til suðausturs. Þegar komið var upp á brúnina eftir um fimm mínútna gang var komið í Straumsselshella-efri. Þeir eru rúmgóður fjárhellir og vel manngengur.
Straumssel – Efri-Straumselsshellar.
Hlaðið er fyrir munnan, en hellisopið er innan við fallega hlaðið gerði í hraunbala. Það var um tíma notað sem rétt. Ofan við gerðið að norðanverðu er hlaðið byrgi eftir refaskyttu. Í suðri blasir Gamlaþúfa við. Deilt hefur verið um hvort hún eða Markhelluhóll, sem er allnokkru sunnar, eigi að marka lendur aðliggjandi jarða.
Straumssel – Efri-Straumselshellar.
Gengið var allt í kringum Straumsselið og umhverfi þess skoðað. Síðan var haldið til baka eftir stígnum. Gangan tók um 1 og ½ klst í einstaklega fallegu veðri.
Sjá meira MÉR og HÉR.
Straumselsvarða.
Illaklif – vermenn – Guðnahellir
Árið 1677 segir í Hestaannál frá ókyrrleika af stuldi og ráni víða um land. „Urðu menn þá varir og vísir, að þjófar lágu á fjöllum uppi, og drápu naut og sauði sér til matar.“ Talið er að útilegumenn hafi m.a. hafst við í helli í Illaklifi á Mosfellsheiði. Hellir þessi hefur í seinni tíð verið nefndur Guðnahellir eftir Guðna Bjarnasyni (f: 1971) refaskyttu á Harðastöðum sem hefur legið þar á greni.
Á þessum slóðum gerðist mikil harmsaga laust eftir miðja 19. öld. Það var laugardaginn, hinn þriðja í Góu, árið 1857, er 14 vertíðarmenn úr Biskupstungum og Laugardal höfðu lagt upp á Mosfellsheiði frá Þingvöllum. Brast á iðulaus norðanhríð með grimmdarfrosti og slíku hvassviðri að vart varð stætt. Fimm vermannanna urðu úti við hól [hér eftir nefndur Vermannahóll] við Illaklif sunnan og ofan við Leirvogsvatn. (Sjá meira HÉR.)
Hóllinn fyrrnefndi er austast á Illaklifi. Á honum hafa verið settir steinar ofan á steina á nokkrum stöðum. Bautarsteinn stendur efst á hólnum. Þeir hafa reyndar verið tveir og er hinn fallinn á hliðina. Verðugt væri að merkja hólinn til minningar um þá sem þar urðu út árið 1857.
Þarna gerðist mikil harmsaga. „Það var laugardagur, hinn þriðja í Góu, árið 1857, er 14 vertíðarmenn úr Biskupstungum og Laugardal höfðu lagt upp á Mosfellsheiði frá Þingvöllum. Veður var blítt um morguninn, frostlaust, en þung færð vegna snjóa.
Þegar þeir fóru frá Kárastöðum var slíkt þíðviðri að vatn draup af upsum, en þegar komið var vestur í Vilborgarkeldu brast skyndilega á iðulaus norðanhríð með grimmdarfrosti og slíku hvassviðri að vart varð stætt.
Vermennirnir kusu samt að freista þess að halda áfram í þeirri von að finna sæluhúsið vestan við Þrívörður eða ná til bæja í Mosfellsdal. Sæluhúsið fundu þeir ekki og héldu áfram meðan þróttur vannst, þó klæði þeirra, blaut eftir þíðviðrið og ösl í ófærðinni, frysi í stokk. Mennirnir voru flestir orðnir örmagna alllöngu fyrir dagsetur og grófu sig því fönn undir Illaklifi ofan við Leirvogsvatn, nema tveir sem gátu haldið sér uppréttum og vakandi alla næstu nótt. Hinir sofnuðu og féllu í ómegin, fennti í kaf og frusu fastir við snjóinn. Er leið að morgni tókst hinum vakandi að vekja félaga sína, sem enn voru lífs, og rífa þá upp úr snjónum. Voru 12 á lífi er dagaði.
Þá herti veðrið enn og létust nú þrír í viðbót í höndum félags inna. Hinir brutust af stað og náðu fimm þeirra til bæjar í Bringum um miðjan morgun. Voru þeir svo þrekaðir að þeir gáðu ekki í fyrst að segja til þeirra sem ókomnir voru eða lágu dauðir uppi á heiðinni. En jafnskjótt og húsráðanda á Bringum varð ljóst hvað hafði gerst, sendi hann eftir hjálp á næstu bæi, en fór sjálfur að leita þeirra sem enn kynnu að vera á lífi. Fann hann tvo þeirra villta er drógu eða hálfbáru tvo örmagna félaga sína með sér. Annar þeirra dó þó í höndum þeirra. Fórust þannig sex af þeim fjórtán, sem lagt höfðu upp í byrjun og þeir sem af komust voru flestir kalnir til stórskemmda og urðu örkulma lengi, sumir ævilangt. Hinir látnu fundust daginn eftir og voru jarðsettir að Mosfelli.
Mennirnir fimm urðu úti við hól við Illaklif sunnan og ofan við Leirvogsvatn. Rennur lækur þar niður að vatninu, sem sjaldan frýs. Fylgdi frásögn eftirlifanda að óneining hefði komið upp í hópnum hvert halda skyldi. Sá sem hraustastur var, þekkti vel til og best slapp úr hrakningunum iðraðist þess jafnan að hafa ekki yfirgefið hópinn strax up kvöldið og reynt að brjóast til bæja eftir hjálp. Þessi atburður sýnir vel hversu alvarlegar afleiðingar vondur útbúnaður og fáfræði á ferðalögum gat haft í för með sér þegar í harðbakkan slær. En hann getur líka verið þörf áminning um að ferðalög, um ekki lengri veg, geta verið varasöm ef ekki er allrar varúðar gætt og ferðabúnaður í góðu lagi. Auk þess má vel læra af honum þá lexíu að þegar allir vilja ráða för getur villan orðið þess meiri. Nauðsynlegt er að að láta þann ráða, sem mesta reynslu og besta þekkingu hefur á staðháttum.
Mennirnir, sem létust, eru grafnir í einni röð í ómerktum gröfum undir kirkjuveggnum í Mosfellskirkju.“
Í Sögu Mosfellsbæjar er m.a. fjallað um útilegumenn í Mosfellssveit. Þar segir m.a. frá Guðnahelli í Illaklifi.
„Þess voru dæmi að fólk yfirgaf mannlegt samfélag og varð útilegumenn sem héldu sig gjarnan nærri mannbyggð. Árið 1677 segir í Hestaannál frá ókyrrleika af stuldi og ráni víða um land. „Urðu menn þá varir og vísir, að þjófar lágu á fjöllum uppi, og drápu naut og sauði sér til matar.“ Ári síðar fundust Eyvindur Jónsson og Margrét Símonardóttir „við helli í Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit og lifðu við kvikfjárstuld, “ segir í Setbergsannál. Í Alþingisbókum segir að þau hafi fundist í einum helli suður undir Örfiriseyjarseli í Kjalarnesþingi og tekin þar með þýfi af nautakjöti og öðrum hlutum. Ekki er vitað hvar bólstaður þeirra var nákvæmlega en lítið er um hella í Mosfellsheiði sem nýta mátti sem mannabústaði. Helst hafa menn getið sér þess til að útlagaranir hafi búið í þessum hellisskúta undir Illaklifi sunnan við Leirvogsvatn. Hellirinn er um sjö metrar að lengd, fimm á breidd og lofthæð er víða innan við tveir metrar. Hann hefur í seinni tíð verið nefndur Guðnahellir eftir Guðna Bjarnasyni refaskyttu á Harðastöðum sem hefur legið þar á greni.
Guðnahellir.
Forsjónin valdi Reykjavík
„Norrænt landnám á Íslandi hefst með Ingólfi Arnarsyni og telst frá því, er hann reisti byggð í Reykjavík sumarið 874.
Hin fáorða saga hans sýnir vel, að hann hefir ekki hrapað að því að nema land á afskekktu eylandi lengst vestur í Atlantshafi. Nokkrum árum áður fór hann þangað til þess að kynnast landinu. Þá tók hann land í Álftafirði hinum syðra í Austfjörðum. Þar dvaldist hann eitt ár og kannaði landið. Segir sagan, að honum hafi litist landið betra suður en norður. Þessi stutta setning sýnir að hann muni hafa látið kanna allvíða og má vel vera að þeir hafi þá komist alla leið suður í Hornafjörð.
Næsta vetur sat hann í Noregi og gekk þá til véfréttar um forlög sín, en véfréttin vísaði honum til Íslands. Hefir Ingólfur verið trúmaður mikill og treyst á handleiðslu guðanna. Sést það einnig á því, að þá er hann sigldi að Íslandi næsta sumar, þá varpaði hann öndvegissúlum sínum fyrir borð og hét á guðina að láta þær koma þar að landi er hann skyldi byggja. Þetta var helgiathöfn og um leið afsalaði hann sér ákvörðunarrétti um hvar hann skyldi nema land. Ákvörðunin var falin guðunum. Ekki er þess getið hvar þetta gerðist, en ekki er ólíklegt að það hafi verið í nánd við Vestrahorn, og hafi Ingólfur vænst þess, að öndvegissúlurnar ræki beint til lands. Það hefir aðeins verið fróm og mannleg ósk, ef hann hefir litið Hornafjörð áður um sumar í sólskini, því að sú sjón mundi vekja löngun hjá öllum að eiga þar heima. En nú voru það guðirnir sem réðu, og austanfallið hreif öndvegissúlurnar þegar og bar þær allhratt vestur með landi. Vera má, að Ingólfur hafi ekki viljað missa sjónar á þeim og hafi þess vegna tafist við að fylgja þeim eftir. Fram að þessu höfðu þeir fóstbræður haft samflot, en nú bar Hjörleif undan og sigldi hann rakleitt vestur með landi. Hann treysti ekki á forsjá guðanna, enda varð honum að því. Ingólfur hefir farið mjög hægt yfir og þegar komið var vestur að Öræfum, mun hann sennilega hafa misst sjónar á öndvegissúlunum, enda hafa þá verið komnar dimmar nætur. Þá tekur hann sér vetursetu hjá Ingólfshöfða; þar var þá höfn og gat hann haldið skipi sínu óskemmdu um veturinn. En það var lífsspursmál fyrir hina fyrstu landnámsmenn, að gæta vel skipa sinna, svo að þeir gæti komist aftur af landi burt, ef þeim litist ekki á sig hér. Um vorið sendir hann svo tvo af mönnum sínum vestur með sjó, til þess að leita öndvegissúlnanna. Þessi leit mun hafa staðið í tvö ár, en þá fundust súlurnar í Reykjavík.
Öndvegissúlur.
Ýmsir hafa haldið því fram, að þetta muni vera skröksaga öndvegissúlurnar hafi ekki getað hrakið meðfram allri suðurströnd Íslands, síðan fyrir Reykjanes og inn Faxaflóa, og alla leið inn í Sund. En nú vill svo til, að þetta er ekki einsdæmi. Nokkrum árum seinna varpaði Þórður skeggi öndvegissúlum sínum í hafið á svipuðum slóðum og Ingólfur. Má marka þetta á því, að hann veitti súlunum ekki eftirför, heldur tók land í Lóni og hugðist bíða þar frétta af því hvar þær hefði borið á land. Sú bið varð nokkuð löng, því að 15 ár bjó hann að Bæ í Lóni, áður en hann frétti til súlnanna. Þær hafði ekki borið á land í námunda við hann, heldur höfðu þær borist vestur með öllu landi, fyrir Reykjanes, inn Faxaflóa og seinast komið á land í Leirvogi í Mosfellssveit. Þessu höfðu guðirnir ráðið, og Þórður fór að vilja þeirra. Hann lagi þegar á stað, er honum barst fréttin, fékk landskika hjá Ingólfi og reisti bú að Skeggjastöðum í Mosfellssveit, og er sá bær enn við hann kenndur. Þessir tveir menn voru sanntrúaðir og treystu guðunum í blindni, eins og sjá má á því, að annar var þrjú ár á hrakningi áður en hann fann hinn útvalda stað, en hinn hljóp frá vildisjörð eftir 15 ára búsetu, til þess að setjast að á stað, sem í engu virtist komast til jafns við hinn upphaflega bústað, — aðeins vegna þess, að guðirnir bentu honum á, að þar ætti hann að vera. En sögurnar af öndvegissúlunum eru merkar að öðru leyti, því að þær eru elsta vitneskja um hafstrauma við Ísland.“
Heimild:
-Árni Óla – Sjómannablaðið, Forsjónin valdi Reykjavík, 37. árg. 1974, bls. 1-2.
Reykjavík 1801.
Hvaleyrarvatn – Kaldársel – Kershellir
Gengið var frá Bleiksteinshöfða norðvestan við Hvaleyrarvatn, um Kaldársel og endað við Kershelli.
Selhöfði – fjárborg.
Bleiksteinshöfði ber nafn af hinum bleika lit er slær á brekkuna. Hún er í rauninni melar. Höfðinn er einn af mörgum á þessu svæði, s.s. Húshöfði, Selhöfði, Stórhöfði, Fremstihöfði og Miðhöfði. Að þessu sinni var gengið niður að Hvaleyrarseli suðaustan við Hvaleyrarvatn. Þar höfðu Hvaleyrrabændur í seli fram undir aldamótin 1900, en þá varð þar hörmulegur atburður er selsráðskonan fannst illa leikin við vatnsborðið. Var talið að nykur, sem bjó í vatninu, hafi orsakað lát stúlkunnar. Ássel er þarna skammt austar.
Gengið var yfir að tóftum vestan í Húshöfða, beitarhúsi frá Ófriðarstöðum, og síðan haldið upp á Selhöfða. Á honum eru leifar fjárborgar og væntanlega stekks. Sunnan undir höfðanum, í Seldal, er hlaðið gerði, gæti hafa verið stekkur. Seldalur hefur verið vel gróinn áður, en er nú að mestu flag.
FERLIRsfélagar við Rauðshelli.
Gengið var upp á Húshöfða. Af honum er ágætt útsýni yfir Stórhöfðastíginn þar sem hann liggur suður um hraunið sunnan fjallsins. Haldið var niður af höfðanum sunnanmeginn og hraunkantur Stórhöfðahrauns rakinn upp í Kaldársel.
Í Kaldárseli var litið á staðinn þar sem gamla selið hafði staðið norðan við Kaldá, haldið austur með Lambagjánni að Helgadal og kíkt í Rauðshelli. Þar var þá mannfagnaður mikill, enda hellirinn tilvalinn staður til samkomuhalds.
Selvogsgatan var rakin niður Mosa og með suðurbrún Smyrlabúðarhrauns að Kershelli norðan Sléttuhlíðar.
Rauðshellir.
Hraunreipi
Víða í helluhrauum Reykjanesskagans má sjá falleg og ólík hraunreipi.
Þegar yfirborð helluhrauna storknar getur þunn skánin orðið reipótt eða gárótt á köflum við kælinguna frá andrúmsloftinu. Þessi skán leggst síðan í fellingar þegar bráðin undir rennur fram. Gárurnar nefnast einu nafni hraunreipi.
Í norðvestanverðum Brennisteinsfjöllum (Kistuhrauni) eru t.d. tilkomumikil hraunreipi. Ólík reipi má finna í Stórabollahrauni, Slokahrauni, Eldvörpum og víðar á Skaganum.
Hraunreipi.
Jólakúlan
Á litlum jólafagnaði FERLIRs í Flagghúsinu [2008] bar ýmislegt á góma,
– öllum til mikils sóma.
Jói hélt t.d. myndbandssýningu á svaðilmögnuðum gerðum fólks,
– úr nokkrum fyrri ferðum.
Á einu myndbandinu sáust t.a.m. kokhraustir tveir, líkast óðir,
– feta sig áfram út á tanga.
Móti böðrust stríðu sjávarlöðri gegn, en báðir töldust þeir góðir,
– að bara uppi að hanga.
Haltur leiddi þarna blindan eins og svo mörg dæmin sanna,
-þetta ætti auðvitað að banna.
Þreifuðu þeir sig áfram bergtangann mót vindi og ofsalegu hafróti,
– svo skall alda á móti.
Snérust þeir þá snarlega á hæl og töldust heppnir að sleppa,
– a.m.k. lifandi með þetta.
Aðspurðir hvers vegna og af hverju ferðin var farin var svarið,
– í þetta var sko varið.
Sá halti sagðist hafa viljað skynja hvernig jörð myndi mæta sjó,
-votur var þó í báða skó
Hinn blindi sagðist hafa einungis hafa elt manninn næst á undan,
– þangað til hann missti andan.
Svo fór um sjóferð þessa – ágæt áminning um þá grundvallargerð,
– er ekki viðgengst í góði FERLIRs ferð.
Í ferðum er öryggið jafnan sett á oddinn, læri, hné, leggi, iljar og tær,
– en höfuð þó látið ráða för.
Stundum er farið hratt yfir enda margs að gæta er líta þarf sér nær,
– í nesti slátur með miklum mör.
Áður voru margir útvaldir og aðrir til kvaddir þegar þess var þörf,
– sérfræðingar sýndu og sín störf.
Nú hafa sumir a.m.k. slegið slöku við og dregist svolítið aftur úr,
– en ekki eru öll berin súr.
Best eru þar sem flestum þykir gott að tína og una sínum hag,
– þar er dagurinn í dag.
Svo kom að því í samkomunni í Flagghúsinu að Jói vildi veita
– nokkuð sem ekki var hægt að neita.
Vinargjöf var það sem undirbúið hafði verið og hafði farið leynt,
– þetta var jú margreynt.
Úr kassa uppi á borði hann kúlu dró, áfast við hana voru hlekkir og lás,
– hvað var nú þetta dót?
Edda sem fyrrum fór um sem óþreytt geit stundi upp næstum hás,
– komdu Ómar með þinn fót!
Í ljós kom að að tilgangurinn var með táknrænum hætti að hefta för,
þess er fremstur fór.
Í kjölfarið vöknuðu margar spurningar en fengust einhver svör?
– þetta var góður kór.
Þakkir voru færðar líkt sem fyrrum og á það ítekað bent að,
– fyrst og fremst væri það
að gaumgæfa, gæta og margt ætti enn eftir að skoða,
– í næstu ferðum.
Framundan væru margar FERLIRsferðir og úr mörgu að moða,
– af mörgum gerðum.
Þegar heim var komið með gjöfina góðu var úr vöndu að ráða,
– kúluna þurfti að nota.
Lausnin kom þegar til ferða rauða sveinka sást til á millum jóla og náða,
– þetta var þá bara svona.
Hvers vegna ekki að seinka svo mjög för sveinka upp til fjalla?
– og skella á hann kúlunni.
Ekki er þó svo sem mörgum orðum enn að fara um eða skjalla,
– þökk sé dúllunni!
Sérhver stund býður upp á ný, spennandi og ónotuð tækifæri,
– engin ástæða er þeim að seinka.
Þetta var nú bara sett svona inn á vefsíðuna til að koma á framfæri,
– myndum af jólakúlunni – og sveinka.
Gleðileg jól og farsælt nýtt gönguár!!
Þingnes
Skiptar skoðanir hafa verið um hvað minjarnar hafa að geyma, en ljóst er að sumar þeirra a.m.k. eru frá upphafi norræns landnáms. Að öllum líkindum hefur auk þess verið þarna um ýmis not að ræða og tóftirnar gætu verið frá mismunandi tímum. Ekki er óraunhæfta að álykta, ef þarna er um hinn forna þingstað að ræða, sem stofnaður var af Þorsteini, syni Ingólfs Arnarssonar, og að þar hafi verið ákveðið að stofna til Alþingis á Þingvöllum árið 930.
Grafið hefur verið í 3 rústir og kom í ljós að þær voru frá því um 900. Einnig komu í ljós hringir, sá stærri um 18 metrar í þvermál.
Þingnes – uppgraftarsvæði.
Upplýsingatafla er við aðkomuna á svæðið, en hún þyrfti að vera nær minjunum því á henni eru miklar fróðlegar upplýsingar, uppdrættur og mynd, sem erfitt er fyrir venjulegt fólk að leggja á minnið með hliðsjón af umhverfinu. Minjarnar mættu vera aðgengilegri, en eru í raun í skjóli utan stíga. Staðurinn er mjög fallegur, við tanga úti í Elliðavatn, og auðvelt að setja sig í spor þeirra, sem ákváðu þingstaðinn á sínum tíma. Hins vegar eru aðstæður aðrar en þá voru því yfirborð Elliðavatns hækkaði við stíflugerðina.
Nyrsta húsið er sýnilega stærst. Um miðju þess liggur hlaðinn garður. Garðurinn er þvert á húsið því opið vísar á mót suðri, en húsið er á lengdina frá vestri til austurs. Vestan utan í húsinu er hringurinn, eða öllu heldur hringirnir, því annar minni er inni í þeim stærri. Hann er að hluta til flóraður. Inni í honum er svo aftur enn eldri tótt. Sunnan við hringinn eru fimm tóttir og er sú, sem stendur næst, yfir enn eldri tótt, nokkuð stórri. Austan við tóttirnar eru þrjár tóttir, þ.a. ein nokkuð stór. Norðan við þær er ein tótt.
Á tanganum vestan við þær eru fjórar tóttir, tvær liggja nálægt hvorri annarri, ein er vestan við þær og sú fjórða norðar og efst á tanganum.
Nýjasti uppgröfturinn á Þingnesi var vikuna 17.-21. maí 2004. Það voru fornleifafræðinemar, sem það gerðu, undir stjórn Guðmundar Ólafssonar. Grafið var í rústir 9 og 12. Útlínur húsanna komu fram og dyragat í tóft 12, auk viðarkols- og beinaleifa. Landnámsöskulagið var greinilegt í torfinu og í jarðlögunum, sem og Katla~500. Þegar FERLIR leit þarna við voru nemarnir hinir áhugasömustu og unnu af kappi, en jafnframt með þeirri varfærni sem fræðigreininni er svo nauðsynleg. Vinna við fornleifarannsóknir eru tímafrekar – líkt og leifarnar, sem rannsaka þarf, gefa til kynna.
Fornleifauppgröftur á Þingnesi.
Þingnesið er áhugavert svæði til stuttrar gönguferðar í fallegu og sagnaríku umhverfi. Þótt ekki hafi hingað til verið hægt að fullyrða að þarna geti verið um fornan þingstað að ræða benda þó meiri líkur til þess en minni.
Gangan um Þingnesið tók 19 mín. Veður var frábært, lygnt og hlýtt.
Minjasvæðið á Þingnesi. Uppdráttur GÓ.
Herdísarvíkurdramað – Ásgeir Jakobsson
Ásgeir Jakobsson skrifaði um síðustu æviár Einars Benediktsson, „Herdísarvíkurdramað“, í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972:
„Undarleg örlög, sem hér skal ekki farið út í að rekja, hafa hagað því svo, að komandi kynslóðir munu undrast hversu lítinn opinberan sóma íslenzku þjóðinni hugkvæmdist að sýna þessu höfuðskáldi í lifanda lífi.“
Svo segir Sigurður Nordal í útfarargrein um Einar Benediktsson og þetta eru orð að sömnnu, eins og vænta mátti úr þeirri átt. Það á margur eftir að undrast stórlega. Ævi og örlög Einars Benediktssonar munu er tímar líða, verða skáldum og rithöfundum yrkisefni og lærðum mönnum efni í þykka tíndsdoðranta..
Hér verður fjallað lítillega um Herdísarvíkurárin, síðasta ævikaflann. Myndin, sem ég og jafnaldrar mínir höfum búið við af þessum lokaþætti í ævi Einars, er sú, sem Steingrímur J. Þorsteinsson bregður upp í lok ævisöguþáttarins í Ljóð og laust mál, II. bindi. Þar segir svo, eftir að höfundur hefur sagt frá komu þeirra Einars og Hlínar til Herdísarvíkur 10. júlí 1932: „Reist var síðan lítið hús, einlyft og hentugt og vannst verkið svo vel, að Einar og Hlín gátu flutt í það 8. september. Þarna er m.a. allstór stofa með glugga mót suðri, þar sem hafið blasir við og öðrum mót vestri, en bókaskápar með veggjum fram, skrifborð Einars, útvarpstæki, hægindagstóll og legubekkur, hvort tveggja skinnklætt. Var þetta aðalsetuherbergi Einars og var eftirlætissæti hans lágur en djúpur hægindastóll í suðvesturhorni stofunnar.“ … og síðar segir …: „í Herdísarvík var Einari gjarntt að grípa bókk úr skáp, fletta upp í henni, að því er virtist af handahófi og lesa nokkrar línur, en ekki langt mál í samfellu, og lagði síðan bókina frá sér aftur.
Hann tíðkaði mjög að ganga um gólf í stofu sinni, stóð oft við suðurgluggann og horfði til hafs, einkum þegar brim var, en löngum sat hann í hornstól sínum. Fyrri árin fór hann, iðulega í göngur um lamdareignina, en þar eru hvammar og gjótur og kjarri vaxið hraun undir hárri og snarbrattri fjallshlíð í norðri en framundan útsærinn, sem Einar hafði ort um: „Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar“.
Síðan koma nokkrar tilvitnanir í bréf Hlínar Johnson, þar sem Einar er alltaf að verða frískari og frískari, glaðari og glaðari og prófessorinn klykkir út með þessum hugljúfu orðum: „Hann lifði mjög kyrrlátu lífi í Herdísarvík, var fáskiptin og fámáll, en því ljúfari og hýrari, sem fleiri ár færðust yfir.“
Huggulegra gat það nú ekki verið og lítil ástæðatæða fyrir mig eða aðra siðborna aðdáendur skáldsins til að fara að gera sér rellu út af síðustu æviárum þess, meðan enginn varð til að hrófla við þessari elskulegu mynd. Ég hefði gjarnan viljað eiga þessa mymd í friði af eftirlætisskáldi mínu sitjandi þarna í öllum huggulegheitum síðustu árin, en (það átti nú ekki fyrir mér að liggja.
Það var einn bjartan sumardag fyrir fjórum árnum að ég kom fyrst til Herdísarvíkur og staldraði þar við stundarkorn. Þegar ég hafði gert mér fyllilega ljósa staðhætti, eins og þeir mymdu hafa verið áður en vegur, sími og rafmagn kom — og virt fyrir mér húsakynnin og umhverfið, fylltist ég mikilli og sárri reiði — hafði skáldið mitt verið kviksett?
Hið „hentuga hús“, er timburkofi á að gizka 50 fermetrar að flatarmáli, „aðalaðsetursherbergið“ er stofukytra, og um annað aðsetursherbergi er ekki að ræða, (því að hin herbergin tvö og eldhúsboran eru nánast skápar, rétt pláss fyrir rúmstæði í hvoru herbergjanna.
Kofinn stendur á berangri í þúfnakarga og þar sést hvorki blóm mé hrísla ekki einu sinni lækjarsytra og „kjarrivaxna hraunið“ er illgengur hraunfláki, þakinn hraunmosa yfir lífshættulegum gjótum. Kotið er inni í miðju þessu stóra hrauni, og það var mjög erfið og torsótt gönguleið til næstu bæja áður en vegurinn var lagður, sem ekki var fyrr en löngu eftir daga Einars. Illlendandi er af sjó nema í blíðuveðri því oft er þung undiralda við suðurströndina.
Herdísarvík var á dögum Einars eitt afskekktasta kot á landiu, enda játar Jónas Jónsson frá Hriflu það fullum fetum, og þekkti hanm þó vel til ýmissa alfskekktra kota.
Nú er margt, sem við þyrftum að spyrja samtímamenn Einars að, og þá vitaskuld fyrst og fremst, af hverju var farið með þjóðskáldið, því að það var Einar óumdeilanlega eftir að Matthías dó, heilsuveilt og við aldur, út í þessa eyðimörk, þar sem engin leið var að ná til læknis nema á löngum tíma og með ærna erfiði, enda kom enginn læknir til Einars, þegar hann lá banaleguna, og yfirleitt hlaut að verða mjög erfitt að má í hjálp, hvað sem upp á kom. Í annan stað, hvernig gat samtímamönnum Einars dottið í hug, að maður eins og hann, mymdi haldast andlega heill við þá þrúgandi einveru sem honoum var búin þarna.
En það er rétt að halda áfram söguninni af þeirri ógæfu minni að rekast þarna suðureftir. Það leiddi náttúrulega af sjálfu sér að það tóku að rifjast upp svipmyndir úr lífi Einars meðan ég stjáklaði þarna í kringum kofann. Glæsilíf hans, þegar hann leigði heilar hallr í útlöndum og hélt konunglegar veizlur, rifjuðust ósjálfrátt upp við að horfa á kofaræsknið, og myrkfælni hans við að horfa á svartan klettin ofan við bæinn og síðast en ekki sízt varð mér það hugstætt hversu einveran hlýtur að hafa verið yfirþyrmandi fyrir þennan mann, sem einn vina hans lýsti svo fyrir mér: — „Einar Benediktsson þurfti fólk í kringum sig til að hlusta á sig og deila geði við, jafnnauðsynlega og hann þurfti súrefni til að anda að sér.“
Það er svo alkunna, að skáldið var síðustu árin farið að tala við stokka og steina; þannig lék einveran það að lokum. Mér fannst ég þurfa að vita hið sanna í málinu og koma því til skila.
Ég byrjaði fyrst á því að ganga á vit ýmissa merkismanna í Reykjavík, sem ég vissi að höfðu þekkt skáldið vel og verið vinir þess. Þessir menn sögðu mér allir sitthvað um ástæður Einars árin áður en hann fór ti Herdísarvíkur, það er frá 1927 að Þrúðvangsheimilið leystist upp og þar til hann fór suðureftir í júlí 1932, en enginn þeirra hafði nokkra hugmymd um líðan skáldsins í Herdísarvík. Það mál hafði enginn þeirra kannað. Það var nú að vísu erfitt um ferðir þarna suður eftir, en samt þarfnast nú þetta skýringar. Mér fannst á samræðum við þessa menn, að þeir hafi hreinlega ekki viljað vita neitt um þetta. Ósjálfrátt hafa þeir sennilega óttazt að hlutur skáldsnis væri ekki eins góður og þeir hefðu kosið honum, en jafnframt, að þeir myndu engu fá umþokað úr því sem komið var, og þá væri bezt að vita sem minnst. Það var þó auðfundin önnur skýring á afskiptaleysi þessara manna, sem vildu Einari allt það bezta. Þeir vildu muna Einar eins og hann var við sína fyllstu andlegu og líkamlegu reisn. Þeim var það óbærileg tilhugsun, að sú mynd kynni að breytast í huga þeirra.
Þegar ég varð engu vísari um Herdísarvíkurár Einars af þessum vinum hans, leitaði ég uppi sambýlismann þeirra Einars og Hlínar fyrsta árið í Herdísarvík. Þessi maður hafði ábúð á jörðinni til mnæstu fardaga og inn í gamla bæinn til hans fluttust þau og bjuggu meðam verið var að reisa timburhjallinn og bjuggu þá í herbergi, sem var 2×2 metrar eða svo.
Einnig heimsótti ég bóndann í Vogsósum, sem var öllum högum kunnugur í Herdísarvík öll ár Einars þar. Þegar ég hafði rætt við þessa menm, þá vissi ég að þau áhrif sem ég hafði orðið fyrir í Herdísanvík voru síður en svo fjarri sanni og líkast til eini sannleikinn í málinu — heilinn greinir skemmra en nemur taugin — stundum.
Einar Benediktsson undi sér illa í Herdísarvík strax eftir að hann kom þangað. Hann hafði ekki verið ófús að fara þangað, og gerði sér ekki ljóst í hvaða sjálfheldu hann var að koma sér. Úti í París á heimleið miklar hann þennan stað fyrir sér, og fer að tala um, að þarma sé gott til hafnargerðar og staðurinn liggi vel við fiskimiðum „og svo megi hafa 10 þúsund hænsni, sem gangi sjáfala í hrauninu“ — Einar var sem sé þá enn sjálfum sér líkur. Einair var algerlega andlega heill, þegar hann fór suðuretftir, þó að fjörið væri farið að dvína til sjálfsbjargar. Hann orti Jöklajörð og Bláland í Hammamet í Marokko í utanlandsreisunni áður en hann fór til Herdísarvíkur, og sneri Spánarvísunum á dönsku, og orti í París á heimleið ekki ómerkari vísu en: — Gengi er valt, þar fé er falt … auk þess, sem hann skrifaði mikla ritgerð, sem hét Norræn menning. Eftir að hann steig fótum á jörð í Herdísarvík, orti hann ekki hendngu, svo sannað verði, og sannar sú staðreynd, kannski betur en nokkuð annað, hvaða áhrif Herdísarvíkurdvölin hafði strax á skáldið.
Það votta allir vinir Einars, sem ég hefi haft tal af, að það hafi ekki borið á nokkrum andlegum vanheilindum, þegar skáldið fór suður eftir. Hins vegar er það staðreynd, að það var farið að bera á því, áður en fyrsta árinu lauk þar syðra, að það slægi útí fyrir skáldinu í samræðum. Það ágerðist síðan með ári hverju, og loks var hann sem fyrr segir, farinn að tala við sjálfan sig og dauða hluti og ímynda sér lalls kyns firrur. Að hann væri síðast orðinn „ljúfari og hýrari“, er aldeilis rétt, en það var bara sinnuleysisviðmót manns, sem ekki er lengur fyllilega í sambandi við lífið í kringum sig.
Einar reyndi þrisvar sinnum að strjúka, en máðist tiljótlega í öll skiptin og var færður til baka, enda var það algjör ofætlan manni á hans aldri og stirðum til gangs að flýja fótgangandi frá Herdísarvík. Sem dæmi um hversu erfitt var að komnast frá Herdísarvík, má nefna söguna af því, þegar vinir hans í Reykjavík efndu til samskota á sjötugs afmæli Einars til þess, að hann gæti farið utan í síðasta sinni, en Hlín hafði sagt þeim að til þess langaði hann mjög. Einhverjar vomur reyndust þó á skáldinu, þegar til kom, því að hann ætlaði ekki að fást á bakk hestinum, þegar halda skyldi af stað. Það var alltaf beygur í honum við að setjast á hestbak, eftir að hann meiddi sig, þegar hann var sýslumaður Rangæinga. Ekki tjóaði homum þó að mögla, og var honum hjálpað á bak. Það var slagveðursrigning þennan haustdag og skáldið í gamla þykka frakkarum, sem sjá má á styttunni á Klambratúninu. Einar vat þá enn vel í holdum, þegar þetta var.
Á hlaðinu á Vogsósum lagðist hesturinn undir skáldinu og því varð mammhjálp af baki. Það var ekki þurr þráður á gamla manninum. En áfram var haldið á öðrum og frískari hesti og náð til Hveragerðis um kvöldið. Einar gekk þar í stofu þegjandi og settist á stól á miðju gólfi, og er sögumanni mínum minnisstæður pollurinn á stofugólfinu, sem myndaðist strax og tók að renna úr fötum Einars. Kannski þetta hafi líka verið elskulegt ferðalag fyrir mann, sem þjáðist af berklum framan af ævi og var alla tíð brjóstveill? Ferðin frá Reykjavík og til Herdísarvíkur að lokinni utanlandsreisunni, varð þó enn ömurlegri og læt ég niður falla þá sögu nú.
Við þurfum áreiðanlega margt að ræða við samtímamenn Einars Benediktssonar um síðustu æviár hans í Herdísarvík og þá einnig um næstu árin áður en hann fór þangað. Framkoma við Einar á Alþingishátíðinni sem hér verður sagt frá á eftir varpar kannski ljósi á, hvað ég er að fara . . . „komandi kynslóðir eiga eftir að undrast …“
Einar Benediktsson andaðist 12. janúar 1940, eftir nokkurra daga rúmlegu. Engan hef ég hitt, sem veit til að læknis hafi verið vitjað, og dálítið væri fróðlegt — af því að um þjóðskáld er að ræða, sem deyr komið undir miðja tuttugustu öld, að vita hver gaf út dánarvottorðið og hvenær. Að morgni þess dags sem hann andaðist mælti hann svo síðastra orða: — Þá er það búið. — Hann var svo meðvitundarlaus um daginn og andaðist undir miðnætti um kvöldið.
Ég hef nefnt dæmi um það hér að framan, hversu erfitt skáldinu reyndist að komast lifandi frá Herdísarvík. Það ætlaði ekki að reynast honum betra dauðum. Það var send þung og mikil eikarkista frá Reykjavík og ekkert til sparað að hafa hana sem veigamesta. Bíll fór eins langt og hann komst niður frá Hveragerði — það var niður á Heiðina há, en eftir það varð að bera kistuna á höndum alla leið út í Herdísarvík. Það segir Snorri bóndi í Vogsósum, að sé einhver mesta þrekraun sem hann hafi lent í um dagana. Þetta hefur verið um 10 km leið yfir torfærur og kistan var svo þung, að burðarmennirnir fundu næstum engan mun á henni með líkinu í til baka, enda hafði Einar verið orðinn grannur áður en hann dó. Líkið komst þó um síðir til skila og var því tekið með miklum virktum í Reykjavík. Það er ekki hægt að segja, að það hafi verið hörgull á ástinni á Einari Benediktssyni, þegar hann kom til manna í þessu ástandi. Ríkisstjórn og höfðingjar andlegir sem veraldlegir fylltu dómkirkjuna og daginn eftir var ekið með Einar austur á Þingvelli til að jarðsetja í grafreit þjóðarinnar þar.
Og nú liggur beint við að segja frá næstu ferð Einars á undan, austur á Þingvelli. Þá var hann lifandi.
Einar hafði ort alþingishátíðarljóðin, mikinn kvæðabálk, og fengið 1. verðlaun fyrir ásamt Davíð Stefánssyni. Ljóð Davíðs voru valin til söngs, en ákveðið var að segja fram kvæði Einars. Einar var þá af leikum sem lærðum viðurkenndur sem höfuðskáld þjóðarinnar, þó að það reyndist meir í orði en á borði. Hann þótti orðið vangæfur við skál, og fyrirmenn báru ugg í brjósti yfir því, hvað út úr honum kynni að hrjóta í kóngsveizlunni miklu, þegar hann væni orðin þéttur.
Sjálfsagt hefur þetta verið ástæðulaus ótti, Einar kunni sig vel í veizlum og hefði vafalaust gætt sóma síns vel undir þessum kringumstæðum, þó að í einhverri minni háttar veizlu, áður en þetta var, hafi honum orðið það á að kneyfa mjög. En höfðingjarnir vildu ekkert eiga undir Einari og gripu til einfaldasta úrræðisins til að losna við hann — þeir buðu honum ekki til veizlunnar. Einar fór þó austur á eigin vegum, og var ódrukkinn á Þingvöllum, enda aldrei við öðru að búast en Einar Benediktsson gætti sóma síns sjálfs og þjóðar sinn ar, þegar mikið var í húfi. Hann hefur sjálfsagt gert ráð fyrir, að þó honum væri ekki boðið til veizlunnar, myndi hann lenda eitthvað í sviðsljósinu, þegar kvæði hans væri flutt. Hann reikaði einn um vellina framan af degi, en síðla dagsins rakst Kristján Albertsson á hann í tjaldi, þar sem hann sat einn sér úti í horni og sötraði kaffi. Kvæði hans hafði ekki verið flutt og var aldrei flutt. Kristjáni ofbauð þessi framkoma við skáldið, eins og reyndar fleiri vinum þess, sem minnast þessa enn með hryllingi, svo nærri gekk það þeim sumum, að sjá skáld sitt svo hart leikið og fá ekki að gert.
Kristján leitaði uppi Benedikt Sveinsson og sagði honum að skáldið væri á Þingvöllum, en líkast til hafa ráðamenn reiknað með að Einar kæmi ekki, fyrst honum var ekki boðið. Benedikt sem var mikill vinur Einars, beitti sér þá fyrir því, að einhverra úrræða væri leitað til að draga eitthvað úr þeirri vansæmd, sem skáldinu var sýnd, og varð það að ráði, að Kristján minntist Einars sér staklega daginn eftir með ávarpi frá Lögbergi, sem hann og gerði. Þá var Einar farinn af Völlunum, hann fór um kvöldið hins fyrra dags, einn, eins og hann kom og án þess að nokkur hlutaðist til um ferðir hans.
Flest getum við, þó minni séum í sniðum en Einar, látið okkur renna grun í hugrenningar hans á heimleiðinni til Reykjavíkur, — enda hefndi skáldið sín grimmilega og orti Öklaeld, þar sem hann risti ráðamönnum þjóðarinnar níð. Enginn maður hafði séð Einar bregða svip þennan dag og hann hélt reisn sinni í fasi og allri framkomu. Einar bar ekki sorg sína á torg, jafnvel ekki við vin, þó að margt væri honum andstætt þessi árin og hann gerðist gamlaður.
Ég hef aðeins eina sögn um það, að hann hafi sýnt merki klökkva á þessum árum, þegar heimili hans hafði leystst upp, konan yfirgefið hann og honum var fjárvant, þó að hann ætti enn nokkrar eignir og aldurinn færðist yfir hann. Hann sat að drykkju með nokkrum stúdentum og þeir sungu eða sögðu fram kvæðið um rjúpuna eftir Jónas Hallgrímsson. Á eftir sat Einar keikur í sætinu að vanda og mikilúðlegur og tautaði fyrir munni sér í sífellu: — Á sér ekkert hreysi, útibarin rjúpa — en tárin streymdu niður kinnarnar.—“
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 29. desember 1972, bls. 34-36 og 63.
Herdísarvík.
Grásteinn – álfar
Sagt er að til séu þrenns konar álfar, þeir sem búa undir jörðinni, þeir sem búa í sjónum og svo þeir sem búa í klettum og hólum.
Grásteinn á Álftanesi.
Til eru margar álfasögur þar sem álfarnir eru ýmist góðir eða vondir. Góðir álfar gerðu mönnum gott sérstaklega ef menn hjálpuðu þeim með eitthvað og eru til margar sögur um það að menn hafi átt góða ævi eftir að hafa aðstoðað álfa. Aðrar sögur segja að álfarnir séu ekki allir góðir og eigi það til að hefna sín ef illa er látið í kringum heimili þeirra.
Á okkar tímum hefur ekki frést mikið af álfum en þó hefur verið sagt frá því að vegagerðarmenn hafi lent í vandræðum með tækin sín ef þeir þurfa að leggja vegi við heimili álfa.
Álfhóll í Kópavogi.
Sem dæmi má nefna Álfhól í Kópavogi þar sem reynt var nokkrum sinnum að leggja veg en því var á endanum hætt því það bilaði alltaf eitthvað hjá vinnumönnunum og talið var að álfarnir væru að vernda heimili sín með þessum verkum.
Sögn greinir svo frá, að í upphafi hafi Guð skapað konu af moldu fyrir Adam. En þessi kona var svo ókyrr hjá honum og stygg að hvorki Adam né Guð gátu neinu tauti við hana komið. Fór svo að lokum, að Guð skapaði henni mann eftir hennar eðli og nefndi hann Álf, en hana Alvör og eru af þeim komin öll tröll og álfar.
Álfakirkjan.
Svo virðist sem íslensk þjóðtrú geri ekki greinarmun á álfum annars vegar og huldufólki hins vegar, enda þótt þessar tvær nafngiftir hafi verið viðhafðar um huldar verur í hólum og klettum frá öndverðu. Þannig er huldufólkið að mörgu leyti líkara mannfólkinu, og jarðneskt í útliti og klæðaburði. Sagt er að huldufólkið sé ekki meiri álfar en mennirnir. Álfar berast meira á með litklæðum sínum og íburðarmiklum híbýlum sem oft minna meira á sagnaveröld ævintýra en þjóðtrúarsagna.
Grásteinn.
Álfar geta ýmist verið góðar eða illa innrættar verur. Huldufólk virðist hins vegar hvorki illt né gott að upplagi, heldur sýnir það sínar betri og verri hliðar eftir tilefnum.
Erla Stefánsdóttir, álfafræðingur, sagði einhverju sinni að þessar verur virðast vera á þróunarleið til hliðar við mannþróunina. “Sjálfsagt stefna þær allar að auknum þroska eins og við. Huldufólkið er líkt mannfólkinu að því leyti að það virðist vera miklar félagsverur – ég sé það aldrei eitt sér heldur lifir það alltaf saman í bæjum. Álfar búa hins vegar margir einir sér og eins eru tívarnir, sem eru mjög háþróaðar verur, venjulega útaf fyrir sig.
Álfaklettur við Merkurgötu.
Ef til vill er auðveldast fyrir menn að komast í snertingu við huldufólkið af öllum þessum verum þar sem því virðist svipa til okkar að mörgu leyti, eins og ég sagði áðan. Huldufólkið virðist þurfa að hafa töluvert fyrir lífi sínu, það stritar eins og við og allmikill munur virðist vera á efnum þess sem ráða má af klæðnaði og híbýlum.
Athyglisvert er að krossinn á öllum álfakirkjum er sérstakrar gerðar og öðruvísi en krossinn sem við notum þar sem þverslárnar eru tvær og vísa í hinar fjórar höfuðáttir.”
Heimildir m.a.:
-Ólína Þorvarðardóttir – Álfar og tröll, Bóka- og blaðaútgáfan sf., Rvík 1995
-http://www.ismennt.is/vefir/ari/alfar/
-http://www.simnet.is/isrit/greinar/alfar.htm
Grásteinn í Urriðakotshrauni.
Árnastígur – Skipsstígur
Genginn var Árnastígur og Skipsstígur frá Húsatóftum til Njarðvíkur – 18 km leið. Þar af er Árnastígurinn 12 km. Gangan var með Strandgönguhópnum og liður í leiðsögunámi svæðaleiðsögumanna Reykjanesi.
Skipsstígur.
Örnefnaskrám Grindavíkur er gefin eftirfarandi skýring á örnefninu Árnastígur, sem er gamla þjóðleiðin af Skipsstíg til Húsatófta: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“ Skipsstígur er gamla þjóðleiðin milli Njarðvíkur og Grindavíkur (Járngerðarstaðahverfis).
Sólin var ofar skýjum og vætan undir til að byrja með. Á landamerkjum Grindavíkur og Hafna urðu vistaskipti og sólin varð ráðandi undir niðri.
Gengið var frá upphafsstað við Húsatóftir upp að fyrstu sýnilegu vörðunni við Árnastíginn skammt ofan við golfvöll Grindvíkinga. Eftir það var stígurinn fetaður með vörðurnar á hægri hönd, að einni undantekinni (þ.e. varða við Skipsstíginn skammt ofan gatnamóta Árnastígs nyrst við Rauðamelinn). Með í för voru fræðarar leiðsögumannanema, Ægir og Þorvaldur. Alla leiðina miðluðu þeir af reynslu sinni og þekkingu svo margir stóðu margfróðari eftir.
Nefvarða við Árnastíg.
Nú hefur Árnastígurinn að hluta verið ruddur í slóða, en víða í beygjum má sjá upphafleg einkenni hans. Skammt sunnan við Sundvörðuhraun m.a. m.a. sjá hlaðið undir stíginn á einums tað þar sem hann liggur á milli jarðfalla. Þegar komið er suðaustan við Sundvörðuhraun liggur frá honum annar stígur (varða við gatnamótin). Sá stígur liggur framhjá svonefndum „Tyrkjabyrgjum“ í krika sunnan undir Sundvörðuhrauni og áfram inn í Eldvörp. Þar eru hleðslur (garðar), auk svonefnds „Útilegumannahellis“ eða „Brauðhellis“. Í honum sjást hleðslur.
Gengið um Skipsstíg.
Austan Sundvörðuhraun, á hellunni er yfirborð Eldvarparhrauns, er stígurinn allsléttur og norðaustan við hraunkantinn sést vel hversu markaður hann er í klöppina eftir hófa, klaufir og fætur liðinna alda. Áður en stógurinn beygir til norðurs má sjá gatnamóti í beygjunni. Úr henni liggur stígur til suðurs niður í Járngerðarstaðahverfis (sem loftskeytastöðin hefur reyndar girt af), að Títublaðavörðu.
Áð var áður en komið var yfir Elvarparhraunið. Þar mátti m.a. sjá „landnemaplöntur“, sem óvíða er að sjá annars staðar en á heitari svæðum. Í áningunni sannaði Vogafólkið enn og aftur að fáir kunna sig betur á ferðalögum. Þeir drukku t.a.m. úr postulíni á meðan aðrir sötruðu ú plastílátum.
Varða við Árnastíg.
Áfram liggur stígurinn í gegnum Eldvörpin og inn á Sandfellshæðarhraunið, með jaðri Eldvarparhrauns austan Lágafells og síðan áfram milli þess og Rauðhóls (Gígs), niður misgengi (Klifgjá) vestan Þórðarfells og áfram norður með því austanverðu. Í misgengisberginu, sem þarna er allhátt, er hrafnslaupur, augsýnilegur.
Við Þórðarfellið er sagt að Hafnfirðingar, Njarðvíkingar, Þjóðverjar og Bessastaðavaldið hafi safnast saman hinn örlagaríka júnídag árið 1532 áður en sótt var að Englendingum ofan við Stóru-Bót vestan við Járngerðarstaðahverfið í Grindavík (sumir segja Greindarvík) þar sem 18 enskir voru vegnir og aðrir heftir til skamms tíma. Mun það hafa verið upphafið að lok „ensku aldarinnar“ hér á landi (sjá Grindavíkurstríði I, II, III og IV. undir fróðleikur (Skrár).
Árnastígur.
Í brekkunni, við stíginn, er ferningslaga hleðsla. Þegar komið er norðvestur fyrir Þórðarfellið vilja flestir halda áfram eftir slóða, sem þar er, en liggur þar til norðurs við vörðu og liðast síðan djúpt í móanum í hlykkjum áleiðis að Stapafelli. Áður en komið er að Stapafelli endar stígurinn við vörðubrot, enda bíð að raska svæðinu framundan verulega.
Genginn var slóði norðaustur með Stapafellinu, austur fyrir Hrafnagjá og síðan í námunum norður fyrir það. Þar er einstaklega fallegar bólstrabergsmyndun. Að sögn Ægis er þar einnig „stærsti bólstur í heimi“ og hafði það eftir Sigurði heitnum Þórarinssyni, jarðfræðingi. Ekki verður dregið í efa að hann sé stór. Ægir kynnti myndun bólstarbergsins sem og annarra bergmyndana í fjallinu, s.s. móbergs og gosbergs sem og leik jökuls og sjávar við þau eftir myndun, sbr. Rauðamel og myndun hans sem tímabundins skers.
Haldið var áfram norðaustur eftir Árnastíg undir Stapafellsgjá, þar sem stígurinn er allgreinilegur. Vörðubrot eru víða til hliðar við stíginn. Reynt var að gera vörðurnar greinilegri, en þarna hafr að taka til hendinni og reisa vörðubrotin umm úr sverðinum við tækifæri. Ekki fer á milli mála að sá hluti Árnastígsins, þar sem hann hefur ekki verið yfirkeyrður með jarðvinnuvélum, hefur lítt verið genginn í seinni tíð. Mosinn og gróðurinn bera þess glögg merki.
Árnastígur.
Þegar komið er að gatnamótum Skipsstígs er stólpi er sýnir með óyggjandi hætti hvar þau eru, en fyrir ókunnuga er erfitt að sjá hvor stígurinn er hvað. Við gatnamótin eru gömul vörðubrot, en nýlegri vörður hafa verið reistar í nánd.
Haldið var áfram norður eftir Skipsstíg. Fallegar, háar og heillegar vörður móta þá leið, flestar „karlskyns“. Á kafla má sjá stíginn vel mótaðan í bergið. Þegar komið var að varnargirðingunni var haldið hiklaust áfram í gegnum hana, yfir varnasvæðið og út hinum megin. Krókur um hana til austurs hefði kostað u.þ.b. 45 mín. óþarfa göngu til viðbótar, en Skipsstígurinn liggur í gegnum varnargirðinguna á sama stað og hitaveitulögnin. Yfir svæðið er ekki nema u.þ.b. 300 metra gangur. Þetta þarf að bæta, enda notkun svæðisins aflögð að mestu eða jafn öllu leyti. Ef athygli hins ágæta utanríkisráðherra, sem reyndar hefur gengið með FERLIR, væri vakin á þessu myndi hann án efa bæta um betur. Þaðan var strikið tekið eftir hitaveitlínuveginum að Fitjum. Þar er enn eitt upphafsskiltið er segir að þar sé upphaf Skipsstígs (18 km). Reyndar er upphaf Skipsstígs mun austar þar sem hann liðast um móana í átt að Sjónarhól og síðan áfram í átt að vörðunum sunnan varnargirðingarinnar (Títublaðavörðu). Stígurinn er þó víða horfinn á því svæði vegna landrofs.
Gangan tók 6 klst. Góð ganga með góðu fólki í góðu og sagnaríku umhverfi.
Mót Árnastígs og Skipsstígs.