Selvogs-Jói

 Jóhann Selvogsingur (Selvogs-Jói) er fyrir löngu orðinn þjóðsagnarpersóna á Reykjanesskaganum – og það í lifandi lífi. Hann hefur á fjölmörgum ferðalögum sínum um svæðið tekist á við stríðandi náttúruöflin, válynd veður, útilegufólk, vætti og drauga – og jafnan haft betur. Auk þess talar hann við álfa og bæði hlustar á og skilur dýramál betur en nokkur annar. Margar sögur hefur Jói, eins og hann er jafnan nefndur, eðlilega sagt af ferðum sínum Jói á Sveifluhálsiog aðrir hafa sagt sögur af honum. Flestar eru þær lyginni líkastar, en þeir/þau, sem hafa orðið vitni af atvikum þeim er sögurnar lýsa, vita betur. Það er jú jafnan sagt að „sá sem ekki upplifir af eigin raun skilur ekki baun“.
Þegar t.d. draugurinn Tanga-Tómas á Selatöngum birtist þar eitt sinn innan um hóp ferðalanga, sem Jói var að leiðsegja, öllum að óvörum brast örskotsskyndilega flótti á hópinn (vægast sagt), en Jói sneri sér hins vegar rólegur að Tómasi, horfði hvasst í tómar augntóftir draugsa, beindi fumlaust og ákveðið vísifingri hægri hendi að honum og síðan hægt og rólega, en ákveðið, niður á við. Tómas varð bæði svo upptekinn og hugfanginn af bendingunni að hann seig óafvitandi niður undir fjörugrjótið án þess að taka eftir því. Þetta gerðist allt á örskotsstundu, svo snart að varla var á auga festandi. Það tók hins vegar u.þ.b. klukkustund af ná skelkuðu fólkinu saman. Það mun nú hafa jafnað sig að mestu.
Í annarri ferð um Selatanga náði Tanga-Tómas öllum að óvörum í hækil Dóru Ingólfsdóttur, þess frækna rannsóknarlögreglumanns, kippti snöggt í hækil hennar og sleit sinina án þess að nokkrum vörnum væri við komið. Jói sá hvað var að gerast. Til að koma í veg fyrir fleiri atlögur draugsa greip hann þverhertan þorskhaus, sem hann hafði við brjóst sér og ætlaði til nestis, sló með honum í áttina til hans og hvessti brýrnar. Við það brá Tómasi svo mjög að hann rak í vöðlur, snarsnerist án þess að sjá sitt vænna og lét sig hverfa. Við þetta varð þorskhausinn svo forhertur að hann reyndist óhæfur til átu. Liggur hann enn við eitt þurrkbyrgið á Selatöngum. Jói hefur gjarnan sýnt hann til vitnis um atburðinn þegar hann hefur verið að ferðalanga fólk um svæðið. Af Dóru er það að frétta að hún gekk skamman tíma við hækju og greri síðan sára sinna. Þykir hún nú jafngóð eftir – ef ekki betri.
Saga er af Jóa er hann kom útilegumönnum að óvörum í helli við Kleifarvatn. Hann var þá á ferð með valdar maddömur úr Selvognum. Jói, Jói í Krýsuvíkurkirkjusem var orðinn þreyttur eftir langa hvunnstarfsdagsviku, hafði dormað í rútunni um stund þegar ekið var í niðardimmri þoku eftir Krýsuvíkurveginum, meðfram vatninu. Undir Hellum reis hann skyndilega glaðvaknaður upp úr sæti sínu og skipaði bílstjóranum að stöðva þegar í stað. Að því loknu bað hann bílstjórann að opna dyrnar. Síðan sté hann út mót lóðréttum móbergsvegg og aðrir fylgdu í kjölfarið. Jói gekk hiklaust inn um op á veggnum – og hvarf sjónum samferðafólksins. Stuttu seinna komu út um opið æpandi gæruskinnklædd fólkslíki, greinilega á hraðferð. Það hvarf inn í þokuna. Þegar betur var að gáð mátti inni í helli, sem þarna var, sjá bæli útilegufólksins; skinnfleti og jafnvel skraut á veggjum. Um þetta geta átján konur vitnað.
Dæmi eru um að Jói hafi brugðið sér í hin ólíklegustu gerfi. Þannig gat hann orðið stærri en hæstu gnýpur eða minni en hin minnsta arða. Ein áhrífaríkasta sagan, og sú trúverðugasta, er þó er hann hélt í einni ferð sinni um Reykjanesskagann tölu í Krýsuvíkurkirkju. Eins og flestir vita hefur kirkjan sú komið við sögu ýmissa atburða um aldir.
Eiríkur Magnússon, Krýsuvíkurkirkjagaldraprestur á Vogsósum (vígðist til Selvogsþings 1677) þjónaði henni t.a.m. um tíma og eru frægar þjóðsögur honum tengdum, s.s. af komu Tyrkjanna. Tók séra Eiríkur á móti þeim sunnan við kirkjuna og atti þeim með göldrum hverjum að öðrum er endaði með láti þeirra. Komst séra Eiríkur svo kurteislega að orði að ef ekki hefði verið fyrir messugjörðina og sunnudaginn hefði hann mælst svo um að þeir hefðu etið hvern annan. Lík ræningjanna ku vera dysjuð í Ræningjahól sunnan kirkjunnar.
Þetta er rifað upp og sagt vegna þess að uppstigu Jóa í prédrikunarstólinn á leið sinni um svæðið. Honum fannst ferðalangarnir áhugalausir og ákvað því að nota tækifærið og messa duglega yfir þeim. Til að gera langa sögu stutta má segja að það megi teljast mikil mildi að stólræðan varð ekki lengri en raunin var á – því bæði opnaðist utanliggjandi gröf og litlu átti muna að jörðin gleypti kirkjuna með hurðum og gluggum. Viðstaddir þökkuðu því sínum sælu fyrir að komast út heilu og höldnu. Áhugi þeirra var vakinn. Enn í dag má sjá hvernig Krýsuvíkurkirkja hallar á grunninum.
Þess ber að geta að hér er einungis sagt frá brotabroti þeirra ótrúlegu atvika er raunverulega hafa gerst á umliðnum árum.

Heimildir:
-Vottar og vitendur.

Sögusviðið

Hellishólsskjól

Í örnefnalýsingu Þorbjarnarstaða er getið um fjárskjól í Hrauntungum – Hrauntunguhellrar. Sá hellir er með heillegri fyrirhleðslu í jarðfalli norðarlega í Tungunum. Stór birkihrísla hindrar leiðina að opinu.
Skjólið innanvertÁ hraunhvelinu er varða. Lýsingin segir hins vegar að „Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhell[r]ar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum.“ Þessi lýsing passar ekki við fyrrgreinda Hrauntunguhellra. Það hlaut því að vera annað skjól í efrigóm Hrauntungukjafts, skammt norðan Fjárborgarinnar.
Þegar nágrenni Fjárborgarinnar var skoðað mjög vandlega var gengið fram á sléttkolla hraunhóla og allnokkur jarðföll. Í einu þeirra reyndist vera mikil hleðsla fyrir skúta. Stór birkihrísla huldi innganginn svo og hleðsluna. Þegar inn var komið sást vel hversu vegleg hleðslan var. Mold var í gólfi og tófugras í því næst opinu. Sléttar hellur hafa verið notaðar fyrir þak. Ein þeirra var enn á sínum stað, en aðrar lágu í gólfinu. Rýmið var svipað og í fjárborginni. Innarlega var gat í gólfinu, að öllum líkindum greni. Kindabein voru utan við opið. Skjólið er vel hulið og ekki er að sjá að þarna hafi maður stigið inn fæti í langan tíma. Skjól þetta er að öllum líkindum svonefnt Hellishólshellir eða Hellishólsskjól, skammt frá Þorbjarnarstaðafjárborginni, eins og örnefnalýsingin segir til um. Ofan við jarðfallið hefur verið hlaðið skjól, nú fallið. Þar hefur smalinn væntanlega haft aðsetur.

Hrauntunguhellrar eru skammt frá Hrauntungustígnum  skömmu áður en hann fór upp á og yfir Brunann. Það er einnig í jarðfalli, sem fyrr segir. Vegghleðslan er enn mjög heilleg og „þakhellur“ enn á sínum stað. Þetta fjárskjól hefur varðveist mjög vel og reyndar mun betur en mörg önnur fjárskjól á Reykjanesskaganum. Birkihríslan hylur opið algerlega að sumarlagi, en að vetrarlagi er auðveldara að finna það eins og gefur að skilja.
HrauntunguhellrarHrauntungur hafa verið hið ágætasta beitarland. Bæði eru þar grasi grónar lægðir og birkið, sem gnægð er af, hefur dugað bæði vel og lengi. Gott skjól er í Tungunum, ekki síst undir Brunabrúninni þar sem gamburmosahraunið frá 1151 er mun hærra en hið u.þ.b. 5000 ára gróna Hrútagjárdyngjuhraun. Það orð hefur verið á þessu svæði að þar væri mikill draugagangur. Fer af því nokkrum sögum, sem ekki verða raktar hér. Þegar FERLIR var á ferðinni á milli skjólanna var farið að rökkva og orðið nær aldimmt þegar göngunni lauk. Það væri karlmannlegt að segja að einskis hefði orðið vart það sinnið, en þó verður að viðurkennast að ekki var allt sem sýndist.

Ljóst er að hraunin geyma marga mannvistarleifina – ef vel er að gáð.
Frábært veður. Gangan og leitin tóku 33 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnarstaði – ÖÍ.Kvöldroði í Hrauntungum

Hrískot

Gengið var frá Hrísakoti í Brynjudal um forna þjóðleið upp á Hrísháls, svonefndan Flúðastíg. Við hann er m.a. heit laug. Haldið var upp með Hvalskarðsá um Hvalskarð og inn að Hvalvatni (378 m.y.s.) með Súlur (1095 m.y.s.) og Hvalfell (848 m.y.s.) til sitt hvorrar handar. Framundan var Skinnhúfuhöfði þangað sem ferðinni var heitið. Í Skinnhúfuhelli bjó samnefnd tröllskessa.

Göngusvæðið

Lúther Ástvaldsson á Þrándarstöðum í Brynjudal sagði forna leið, m.a. kirkjuleið, hafa verið um Hríshlíð um svonefndan Flúðastíg við Laugarlæk og yfir Hrísháls. Gatan hafi líklega legið þar allt frá þjóðveldisöld. Áður hafi verið fallegar hleðslur utan í stígnum í hlíðinni og hann flóraður á kafla, en eftir að Skógræktin hafi byrjað að athafna sig á Hrísakoti hefði verið farið með torfærutæki upp eftir stígum og hann aflagaður. Heit laug er ofarlega í hálsinum við gömlu leiðina, í Laugalæknum. Þar má enn sjá verksummerki eftir framkvæmdir hugvitsmannsins Lúthers Lárussonar, sem bjó á Ingunnarstöðum fyrr á síðustu öld. Þá sagði Lúther frá fornum bæjum, s.s. Múla og Þorbrandsstöðum. Sá fyrrnefndi var undir Múlafjalli í norðanverðum dalnum, en var færður suður yfir ána, í Skorhagaland, um 1600. Enn megi sjá tóftir í gamla bæjarstæðinu.
FlúðastígurÍ örnefnalýsingum Hrísholts (Hrísaholts) í Brynjuadal segir m.a.(Þorlákur G. Ottessen)*:“
Heim við Hrísakotsbæinn var lind vestur við þar sem mýrin og túnið mættust, sem vatn var alltaf sótt í, alltaf kölluð Lindin. Þar fraus aldrei. Austan við bæinn var lækur, alltaf kallaður Lækurinn. Hann kom úr Bæjargili, sem er nokkuð stórt gil fyrir ofan bæinn, þar sem hægt var að ganga upp á Múlafjall til að stytta sér leið.
Þegar farið var inn yfir Hrísháls inn í Botnsdal, var farið fram hjá fjárhúsunum og þau þá höfð á hægri hlið og farið fram að svokölluðum Laugalæk, sem er beint upp af Gráakletti og skiptir löndum. Síðan var farið upp Laugabrekkur, sem eru kjarrivaxnar neðan til og liggja meðfram læknum.  Upp í brekkunum var dálítið engjastykki, sem nytjað var frá Hrísakoti.  Í þessum brekkum var Laug, pyttur, sem seytlaði úr í lækinn.  Í Lauginni var ca. 40° hiti. Laugalækur var ekki vatnsmikill.“
Ari Gíslason segir í sinni lýsingu um þessa: „Ef gengið er upp vestan við dalinn upp hálsinn, er þar nefnt Hrísasneið upp á Hrísháls. Fram af Hrísasneið er Laugalækur, smálaug þar í brún, og brekkur upp við hálsbrún heita Laugabrekkur. Þessi lækur er allvatnsmikill.“
HvalfellGengið var upp með Laugalæk eftir stíg, sem liggur að heitavatnslindinni fyrrenndu. Á vettvangi mátti sjá alls kyns drasl, bæði járn og timbur. Augljóst var að þarna hafði fyrrum verið hlaðin umgjörð um lindina, en hleðslan var að mestu komin undir bakka er skreið fram úr hlíðinni. Einhverju sinni hefur verið byggt yfir lindina með timbri og bárujárni. Inni var þá trékerald tl baða, en síðar hefur verið sett handsnúin þvottavél (tunna með tveimur þvertrjám). Ljóst er að staðurinn hefur bæði verið notaður til baða og þvotta á meðan Hrísakot var í byggð.
Flúðastígur var rakinn áfram upp á Múlafjall og stefan síðan tekin á Hvalsskarð, yfir Leggjabrjót.

GlæðaHvalfell er móbergsstapi (848 m.y.s.) sem varð til við eldsumbrot undir jökli. Efst er þó grágrýti sem bendir til þess að eldgosið verið komið upp fyrir vatnsborðið og hraun náð að renna ofan á gjóskulögunum. Vegna móbergsins í neðri hluta fjallsins, hafa ár og lækir átt mjög auðvelt með að sverfa gil, gljúfur og hvilftir í fjallið og er það eitt af einkennum þess.
Súlurnar eru nokkrar, s.s. Miðsúla (1086 m.y.s.), Háasúla (1023 m.y.s.), Syðstasúla (1093 m.y.s), Vestursúla (1089 m.y.s.) og Súlnaberg (954 m.y.s.).
Í Hvalsskarði var gengið fram á hringlaga hleðslu undir flögubergsbakka. Þarna var greinilega um fornt gerði eða rétt að ræða; sennilega rúningsrétt. Glæðuskrautið þar efra er óvíða fegurra. Þarna gætu vel verið fleiri minjar ef Gerðigaumgæft væri og meiri tíma varið til leitar og skoðunnar á svæðinu.
Ofan Hvalsskarðs blasir Hvalvatnið, stórt og mikið.
Í þjóðsögunni um Melabergsmanninn (Rauðhöfða) segir m.a. að Melabergsmaðurinn verði að ægilegu illhveli sem sest að í Faxaflóa og eirir þar engu. En eins og í öllum góðum þjóðsögum kemur prestur nokkur til sögunnar sem veit lengra en nef hans nær og tekst að seiða hvalinn inn eftir Hvalfirði og upp ána sem rennur í fjörðinn. Það var hvalnum mjög erfitt sökum vatnsleysis.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson minnast á „lygilega munnmælasögu“ í Ferðabók sinni og segir þar að fyrir ofan Hvalvatn séu risastór ævaforn hvalbein.
HvalfellLengi var Hvalvatn talið vera dýpsta vatn landsins, 160 m, en síðar kom í ljós að Öskjuvatn á metið, 217 m. Ekkert undirlendi er vatnsmegin við Hvalfell, en víðar sléttur norðan og austan megin vatnsins.
Undir litlum klettahöfða um það bil kílómetra í austur frá stíflunni, er Arnesarhellir.
Í fyrrnefndri ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir um Hvalvatn: „Hvalvatn  á Botnsheiði verður að teljast  til merkisstaða í  sýslu þessari. Það dregur nafn af hvalbeinagrind, sem sagt er að hafi fundist þar. Alþýða manna segir, að enn sé þar að finna geysistórt hvalbein, og sagnir erlendis frá herma, að slíkar leifar sé þar að finna frá dögum syndaflóðsins.
Af þessum ástæðum þótti okkur ekki Frostmyndunfært að láta Hvalvatns ógetið með öllu. Við höfum ekki komið þar, en fullyrðingar tveggja greinagóðra manna hafa sannfært okkur um, að leifar þær sem frá var greint, séu einungis mosavaxinn steinn.“

Af þessu má draga þá ályktun, að Eggert og Bjarni hafi ekki alltaf látið vafasamar sögur hlaupa með sig í gönur. Þeir hafa áreiðanlega verið að velta fyrir sér nafninu á vatninu og firðinum og fundist upplagt að bæta sögunni við.
Sjá meira um Hvalvatn HÉR og HÉR.
Skinnhúfuhöfði er handan vatnsins. Hann er kenndur við tröllskessuna Skinnhúfu, sem bjó í helli í höfðanum, eftir því sem þjóðsögur herma. Fjær skartaði Kvígindisfell sinni fegurstu snæhettu í sólskininu.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.
Heimildir m.a.:
-*
Þorlákur G. Ottesen, f. 20. júlí 1894. Var frá 4-23 ára aldurs á Ingunnarstöðum og í Hrísakoti. Páll Bjarnason skráði 27. ágúst 1976.
-Lúther Ástvaldsson frá Þrándarstöðum.
-Ari Gíslason – örnefnaskráning -ÖÍ.

Skinnhúfuhöfði

Skipsstígur er gömul þjóðleið milli Grindavíkur (Járngerðarstaða) og Njarðvíkur.
Í dag má sjá götuna Vegavinnuskjolmilli Sjónahóls ofan við Njarðvík að Nesvegi ofan Járngerðarstaða. Gatan er vörðuð alla leiðina og er Títublaðavarðan sú syðsta. Sagan segir að nafnið sé til komið annað hvort vegna þess að áhafnir hafi borið skip sín (árabáta) á milli byggðalaganna eftir því sem viðraðist eða að fiskimenn hafi gengið þessa götu milli staðanna til og frá skipi (veri).
Þegar nýi Grindavíkurinn (akvegurinn) hafði verið lagður 1918 lagðist umferð um Skipsstíg niður. Á a.m.k. tveimur stöðum má sjá kafla þar reynt hefur verið að laga gömu götuna og gera hana vagnfæra.
Báðir staðirnir heita lágar, þ.e. Lágafallslágar sunnan Heimastaklifs og Gísllágar sunnnan Vörðugjár. Þar hefur gatan verið unnin; hlaðið í kantana og fyllt á milli með möl og grús. Kaflinn í Lágafellslágum er heldur lengri. Báðir staðirnir hafa það sammerkt að við þá eru skjól, sem vegavinnumenn hafa hafst í.
GislhellirÍ Gíslhelli er mikil vegghleðsla í hraunrás og í syðra er aflangt hraunhveli, opið í báða enda. Svo virðist sem vegkaflarnir hafi verið valdir með hliðsjón af skjólum þessum. Þarna hafa vegavinnumen getað leitað afdreps í vondum veðrum, rigningu og sudda.
Talið er líklegt að vegaframkvæmdir þessar hafi verið þáttur í tímabundinni atvinnubótavinnu í kringum aldamótin 1900. Annað hvort hefur einungis lítilli fjárhæð verið varið til verksins af hálfu hreppsins eða það lagst af vegna þess að þátttakendur hafa fengið atvinnu við annað. Auk þess gerði tilkoma bílsins um þessar mundir það að verkum að gerð vagnvega varð óþörf því sjálfrennireiðin gerði kröfu til annars konar vegagerðar.

Gíslhellir

Við Gíslhelli við Skipsstíg.

 

 

Gálgaklettar

Gengið var frá Skerseyri um Langeyri, litið á landamerkjavörðu Hafnarfjarðar og Garðabæjar neðan Bala, kíkt undir Balaklöppina, haldið yfir að Garðalind, skoðuð verk steinsmiðsins mikla frá Görðum, spáð í Völvuleiði og Garðastekk og síðan Sakamannagatan gengin að Gálgaklettum.
Skerseyri og Skerseyrarmalir var nefnd fjaran frá gamla Hafnargarðinum út að Langeyri. Langeyri var í raun stutt eyri á Langeyrarmölum, en hún náði allt að Markavörðunni á Balaklöppum.

Balavarða

Balavarða.

Á Balaklettum var gengið að Markavörðu. Björn Árnason, bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði, sagði eitt sinn að þeir bæjarstarfsmenn hefðu gengið að markavörðunum í landi Hafnarfjarðar og “gert þær varanlegri með steinsteypu.” Þannig hafi þeir “steypt upp hlöðnu vörðurnar á Balakletti, í Engidal við Hafnarfjarðarveginn, á Miðdegishól, á Hádegishól, við Setbergsfjárhelli, við Markrakagil og víðar.
Skarfur þakti klappirnar utan við ströndina.
Guðmundur Kjartansson kannaði mó og jurtaleifar við Balakletta um 1970. Reyndist aldur jurtaleifanna verð aum 7000 ára, en niðurstaðan gefur til kynna hvenær Búrfellshraunið (Garðahraun) hefur runnið. Nokkru austar er Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar. Bali er ofan við kampinn.

Bali

Bali – Sléttubraut.

Til fróðleiks má geta þess að austan undir Balatúni er vegarspotti, kallaður Sléttubraut. Sigurgeir Gíslason, vegaverkstjóri, lagði þennan veg, en nefndur Sigurgeir var m.a. verkstjóri við Gamla Grindarvíkurveginn á árunum 1914-1918.
Þá tóku við Dysjar. Gengið var framhjá Dysjatjörn, en á flóðum flæðir inn í hana.
Þá var gengið um land Pálshúss og síðan áfram um Garðamýri, inn á Lindargötu og eftir henni að Garðalind. Skammt vestar var Sjávargatan frá Görðum. Hlaðin brú er á götunni neðan við lindina, aðalvatnsból Garðhverfinga. Við lindina liggur gríðamikið bjarg, Grettistak. Vestan við Garðalind var í eina tíð Garðhúsabrunnur með allgóðu neysluvatni. Þar drapst sauðkind og var þá brunnurinn fylltur með grjóti og jarðvegi eins og svo algengt var um allt Reykjanesið og víðar.

Garðar

Garðar – legsteinn.

Við Garða má sjá mikla garða. Á loftmyndum má t.d. sjá Garðatúngarð. Garðinum var skipt í Vesturgarð og Austurgarð. Bærinn Krókur stóð við Austurtúngarð og Krókstún niður við bæ. Vestan og neðan kirkjugarðs var Sjávargatan (Gata) niður að sjó. Við sjávargötuna var þurrabúðin Hóll. Sjá má tóftir hennar neðan við norðvesturhorn kirkjugarðsins.
Margir telja að Garðar séu landnámsjörðin í Álftaneshreppi hinum forna, en hún hét Skúlastaðir. Ekki liggur þó fyrir með óyggjandi hætti hvar Skúlastaðir voru, sbr. Skúlatún ofan Undirhlíða.
Garðakirkja er í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Í Garðasókn eru tvær kirkjur: Garðakirkja og Vídalínskirkja. Garðakirkja á Álftanesi er vegleg kirkja á sögufrægum stað. Hún hefur átt tímana tvenna kirkjan, sem þar er nú. Hún var reist 1879-80 og Pétur Sigurgeirsson, biskup, vígði hana á öðrum degi hvítasunnu. Kirkjan er úr hlöðnu grjóti úr holtinu fyrir hana.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Hinn 20. desember 1914 var nýja kirkjan í Hafnarfirði vígð og frá sama tíma var Garðakirkja formlega lögð niður. Gekk nú á ýmsu uns konur í Garðahreppi tóku málið í sínar hendur á öndverðu ári 1953 og hafði kirkjan þá verið rústir einar að heita má í aldarfjórðung. Var kirkjan svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.
Björn Th. Björnsson listfræðingur velti fyrir hver steinsmiðurinn mikli í Görðum væri. Í þeim vangaveltum kom m.a. fram eftirfarandi:
“Allt of lengi hefur það farið fram hjá mönnum, að hér syðra, í næstu nálægð höfuðstaðarins, eru til slík steinhöggsverk sem vekja jafnt undrun og aðdáun á þeim ókunna manni sem beitti þar hagleik sínum. Er þar átt við svokallaða ,,Garðasteina“ stóra legsteina í kirkjugarðinum í Görðum á Álftanesi og í nálægum görðum, Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, úr kirkjugarðinum á Gufunesi í Mosfellssveit og á Þingvöllum. Allt eru þetta stórir steinar, sem næst í grafarstærð, höggnir úr ljósu grágrýti með frábæru klassisku letri og margvíslegri myndskreytingu. Grjót þetta virðist steinafræðingum annaðhvort vera úr Garðaklettum eða úr hömrunum á Setbergi, þar skammt frá.

Garðalind

Garðalind.

Vel má ímynda sér verkferilinn við slíkt steinhögg: Fyrst að kljúfa tilætlaðan stein úr berginu, og þá líklegast með frostþenslu trékíla, svo sem reykvískir legsteinasmiðir gerðu síðar á Skólavörðuholti. Næst er að flytja steininn heim á þann stað þar sem hann á að vinna. Kemur þar naumast annað til greina en sleði á vetri. Kemur þá að því þolinmæðisverki að jafna steininn undir og yfir, slétta hann ofan og fága, höggva brúnir. Loks kemur að hagleiksverkinu sjálfu: mæla út og reikna fyrirferð letursins, stað myndskreytinga og jafnvel teikna fyrir þeim. Eftir allt þetta kemur loks til meitils og hamars, þar sem smiðurinn situr á steininum og stýrir eggjárninu um hina fögru stafi. Allt er letrið á þessum steinum hrein antikva, þ.e. rómverskt jafnstilka letur, oftast með fæti og höfði, andstætt steinskriftarletri, sem hann notar samt á elzta steininn.
Þegar hugað er að aldri legsteina, hafa þeir það fram yfir flest önnur hagleiksverk, að ártals er þar getið. Markar það tímann á eldri veginn, en mörg dæmi eru hinsvegar til þess að minningarmörk séu gerð alllöngu eftir andlát og greftrun manns.

Garðar

Legsteinn yfir guðmund Sigurðsson í Garðakirkjugarði.

Í sögu lærðra manna á 17. öld er aðeins einn mann að finna sem uppfyllir kosti steinsmiðsins, og þá ekki sízt um stað og tíma. Sá maður er Þorkell Arngrímsson sem var guðsþénari í Görðum á Álftanesi um nær tvo áratugi, frá 1657 eða ’58 og til dauðadags 1677, á þeim tíma sem flestir steinarnir eru höggnir.
Líklegt er um mann með þann feril, að hann hafi verið vel búinn tækjum og áhöldum til viðureignar við steina, enda stóð hugur hans svo lítt til prestsskapar, að hann segir í bréfi til biskups 1657, að ,,höfuðsmaðurinn Henrik Bjelke er að knýja mig mig til þess að taka Garða á Álftanesi“; hefur viljað hafa slíkan vísindamann nálægt sér. En þar sem ekki var af öðru lífvænt hér á landi, gekkst hann undir það jarðarmen árið 1658. Ekki varð prestskapartíð Þorkels Vídalíns með neinum friði, heldur eilífum róstum og ákærum sóknarbarna hans, enda hefur hugur hans staðið til annars frekar en messusöngs yfir illviljuðum sálum.

Henrik Bjelke

Henrik Bjelke.

Í stað slíkra leiðindaverka rannsakaði hann hverina á Laugarnesi, brennisteinsnámurnar í Krýsuvík og Surtshelli, og meitlaði steingervinga úr berglögum handa erlendum vísindamönnum. Milli þess hefur hann setið á hlaðinu heima í Görðum og hoggið út þessa makalausu legsteina. Enn er slíkt þó tilgáta ein og til frekari rannsókna.
Gálgahraun er fremsti hlutinn af hrauninu norðvestan við Álftanesveg. Þar lá vegurinn (Fógetastígur) um til Bessastaða allt fram á nítjándu öld. Nafnið er frá þeim tíma er dómsvaldið var á Bessastöðum. Eins og fram hefur komið í öðrum FERLIRslýsingum (t.d. FERLIR- 541) um svæðið er Gálgahraun hluti Búrfellshrauns. Við stíginn má sjá vörðubrot og hleðslur á a.m.k. tveimur stöðum. Ekki er útilokað að þar kunni að leynast dysjar genginna vegfarenda.

Völvuleiði

Völvuleiðið í Garðaholti ofan Dysja.

Völvuleiði er við Holtsendann, austan til á Garðaholti. Gamall stígur, Kirkjustígur (sjá FERLIR-541), lá við Völvuleiði. Á 18. öld er þess getið í lýsingu séra Markúsar Magnússonar. Hann segir að fornar sagnir séu um Völvuleiði. Þar sé grafin Völva (spákona), sem farið hafi um í heiðni. Bóndinn í Pálshúsi vísaði FERLIR á Völvuleiðið á sínum tíma. Völvuleiði munu vera til víða um land og segir t.d. af einu þeirra í Njálssögu.
Í örnefnaslýsingum Garðabæjar segir að Mæðgnadys sé í norðanverðu Garðaholti, sunnan við Presthól. Svo virðist sem fyrri hluti lýsingarinnar sé rétt (í norðanverðu Garðaholti), en síðari hlutinn getur vart staðist.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn.

Garðagata var reiðgata eða stígur frá Garðahliði norður yfir Garðaholt, fast austan við skotbyrgi frá síðari heimstyrjöldinni, vestan Götuhóls, norður í Álftanesstíg. Við nefnda Garðagötu er dys, vinstra megin þegar gengið er til norðurs, norður undir Garðaholti. Öllu sennilegra er að þarna sé um Mægðnadys að ræða, enda við götu þar sem algengt var að dysja látna ókunna ferðalanga.
Skotbyrgi frá stríðsárunum eru í Garðaholti sem og skotgrafir frá þeim tíma. Ein þeirra tekur í sundur Garðagötuna hina fornu efst á hæðinni. Að norðanverðu má sjá hana síðan liðast niður hlíðina, í átt að Álftanesvegi hinum nýja.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Utan í vesturhraunbrún Gálgahrauns, norðan við Krummakletta, er Garðastekkur, allstór hraunhlaðin fjögurra hólfa rétt, sem notuð var fram til 1930. Leifar af fimmta hólfinu sést enn. Þar hjá er gróin tóft er gæti hafa verið stekkurinn sjálfur. Stekkjartún hefur verið í kringum stekkinn og hefur það verið ræktað upp. Norðan við stekkjartúnið eru kálgarðar frá síðustu öld, en um 200 m norðan við stekkinn er gömul hleðsla í hraunbrúninni, sem gæti verið leifar af eldri stekk. Á hraunbrúninni ofan við réttina er gömul fjárborg, sem enn sést móta vel fyrir.

Fógetagata

Fógetastígur.

Fógetastígurinn liggur þarna upp í Gálgahraunið skammt norðar. Hann var alfaraleiðin um hraunið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið; liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes.

Utar með Lambhúsatjörninni var Selskarð. Bæjarhóllinn í Selskarði er hár og greinilegur og fast upp við þjóðveginn að austan. Hann geymir leifar eftir a.m.k. 600 ára mannvist og eflaust talsvert eldri. Telja má þær til merkustu fornleifa á þessu svæði.

Gálgastígur

Sakamannagata.

Gálgahraunsstígurinn nyrðri (neðri) var einnig nefndur Gálgastígur eða Sakamannastígur. Þegar komið var yfir hraunhrygg á stígnum birtust Gálgaklettanir framundan, seiðmagnaðir, svartir upp úr annars hvítum freranum í einum mestu vetrahörkum nóvembermánaðar síðan 1985. Gálgaklettarnir eru þrír; Vesturgálgi, Miðgálgi og Austurgálgi. Í raun er um háan hraungúlp, glóandi kvikuhólf, að ræða er lokast hefur af í storknandi hrauni og flætt hefur frá allt um kring. Við það myndaðist margklofinn hraunhóll sem svo algengt er í hraunum Reykjanesskagans. Ef skoðað er umhverfi Gálgakletta má sjá jarðfræðilega skál vestan þeirra.

Líklega hefur hún verið betrumbætt að hluta, en hún er a.m.k. vel gróin með mynduðum veggjum.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Þarna gætu hafa farið fram einhvers konar atfhafnir fyrrum. Stígurinn upp í klettana að vestanverðu liggja upp með garðinum. Skammt er þaðan upp að klofinu, þar sem þvertré á að hafa verið yfir og reipi niður úr. Ef vel er að gáð má sjá grópir efst í klettunum beggja vegna. Vel má gera sér í hugarlund hvernig aftakan hefur gengið fyrir sig því aðstæður tala sínu máli – þó ekki væri annað en að horfa frá klofanum uppi í klettunum heim að Bessastöðum, þar sem yfirvaldið hefur setið, sæmilega öruggt, og séð þegar “réttlætinu” var fullnægt. Sagnir eru bæði um að farið hafi verið með sakamennina gangandi að Gálgaklettum frá dómsuppkvaðningu í Kópavogsþingi (stað erfðahyllingarinnar) eða á bát frá Bessastöðum.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Úr því fæst ekki skorið nema beint „samband“ náist við einhvern, sem þekkti til. Annars eru Gálgaklettar ágætt dæmi um andspænistákn samfélagsins; sjálfstöku samtvinnaðs embættisvalds og dómsvalds annars vegar og vonlitla baráttu alþýðufólksins gagnvart hvorutveggja hins vegar ef þannig skipaðist veður í lofti. Oft mátti lítið út af tilviljunum bera hjá hinum síðarnefndu til að “friðþæg” yfirstéttinn gripi til geðþóttaákvarðana. Í rauninni hefur lítil breyting orðið þar á, þótt “myndbreytingin” sé nú önnur en var. Staðreyndin er sú að margur “baráttumaðurinn” var því miður dæmdur saklaus eða fyrir litlar sakir og varð gert að taka afleiðingum, ekki endilega af sínum gerðum, heldur af hugdettum og ákvörðunum annarra að tilteknum ákveðnum hagsmunum – líkt og enn tíðkast. Dæmi þar um er dómurinn yfir Hólmfasti forðum. Þjóðfélagið hefur í rauninni lítið breyst þrátt fyrir aukna reynslu og aukna menntun – því miður.

Mæðgnadys

Mæðgnadys.

Gálgaklettarnir í Gálgahrauni eru ágæt áminning þar um.
Lengi voru munnmælasögur um bein í skútum í hrauninu við Gálgakletta, en Gísli Sigurðsson telur líklegt að sakamenn hafi að henginu lokinni verið dysjaðir í Gálgaflötinni skammt norðan við Gálgakletta.

Gengið var um Gálgahraun yfir að Fógetastíg, hina fornu leið um Gálgahraun frá Reykjavík og Bessastaða, og hann rakin til vesturs og síðan gengið um Hafnarfjarðarhraun, stystu leið að upphafsstað.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifakönnun – FL FS087-99081 – 1999 – OV
-www.nat.is
-http://www.kirkjugardar.is/kgsi/bautast2/steinsmidur.html
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2001
-Saga Hafnarfjarðar – 1983.

Garðahverfi

Garðahverfi – Örnefnakort – ÓSÁ.

Prestsvarðan

Í Rauðskinnu segir frá Prestsvörðunni: „Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra PrestsvarðaSigurður Sívertsen (1808-1887), sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.“
Varðan var hlaðin upp fyrir stuttu, letursteinninn hreinsaður og honum komið aftur fyrir á sínum stað við vörðuna – þar sem hann er í dag.
Sálmaversið á hellunni er 4. Davíðs Sálmur 8. vers. („Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum“). Ártalið er 1876.

-Rauðskinna II 295.

Prestsvarða

Prestsvarða.

Kjalarnes

Kleifarsel var, skv. heimildum, eitt þriggja selja frá Nesi í Grafningi. Það var í Jórukleif. Hin selin; Klængssel og Vallasel, voru undri Selklettum og nágrenni.
Kleifarsel-01Landnáma getur ýmissa manna sem land námu á svæðinu og er Ingólfur Arnarson þar fyrstur nefndur til sögunnar og spannaði landnám hans land „milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli ok Öxarár, ok öll nes út.“ Þorgrímur bíldr er talin hafa byggt í landnámi Ingólfs, nánar tiltekið öll lönd fyrir ofan Þverá og byggði að Bíldsfjalli. Leysingi Þorgríms Steinröðr nam síðan öll Vatnslönd og bjó að Steinröðarstöðum. Þá skal getið Hrolleifs Einarssonar Ölvissonar sem nam lönd til móts við fyrrnefndan Steinröð fyrir utan Öxará.“
En hvar voru nefndir „Steinröðarstaðir“? Í Árbók fornleifafélagsins 1899 reynir Brynjúlfur Jónsson að svara spurningunni:
II. Steinrauðarstaðir (?); Svo segir í Landn. V. 13. »Hann (Steinröðr) eignaðist öll Vatnslönd, ok bjó á Steinrauðarstöðum«. Nafnið Steinröðarstaðir er nú týnt, og vant að gizka á, hvar bærinn hefir verið. Það eitt er víst, að hann hefir staðið við vatnið, því kringum það nam Steinröður land. Liggur nærri að hugsa, að það sé hann, sem nú ber nafnið Þingvellir, og hafi þar strax verið aðalbærinn við vatnið. Það mun þó ekki hafa verið, því af Íslendingabók má ráða að áður en alþíngi var sett, hafi bærinn Þingvellir heitið: Í Bláskógum. Og þar sem Landn. segir að Hrolleifr »nam lönd til móts við Steinröð öll fyrir utan Laxá ok bjó i Heiðarbæ, þá virðist það benda til að Steinröðarstaðir hafi verið sama megin við vatnið sem Heiðarbær, eða vestan við það.
Kleifarsel-8Á því svæði mundi því helzt að leita rústa Steinröðarstaða. Og fornar rústir eru þar á 3 stöðum, i Nesjalandi:
1. Vatnsbrekka heitir fögur brekka við vatnið í útnorður frá Nesjum. Hún liggur suðaustan i aflöngum ás, sem þar er langs með fjallshlíðinni. Milli ássins og hlíðarinnar er dalmyndað undirlendi, er heitir Nesjakleyf; breikkar það til suðurs, en mjókkar til norðurs unz það þrýtur og verður að einstigi. Er þar gata frá Nesjum til Heiðarbæjar. Vatnsbrekka snýr eigi að Kleyfinni heldur að vatninu. Hún er skógi vaxin ofan til, og kvað öll hafa verið skógi þakin fyrir eigi alllöngu. En nú er talsvert af henni notað til slægna. Hún nemur góðri túnstærð að víðáttu. Syðst er nyrðri brún hennar við vatnið nokkuð há, en lækkar austur með því. Þar eru rústir skamt upp frá vatninu. Vestast er mesta tóftin, nál. 10 fðm. ibng og nær 4 fðm. breið út fyrir veggi. Miðgafl virðist hafa verið um 4 al. frá vesturenda. Þar litlu austar er líkast að dyr hafi verið á suðurhliðvegg, þó verður það eigi ákveðið. Og öll er tóftin svo fornleg og niðursokkin, að gætu þarf til að átta sig á henni. Þó virðist auðsætt, að það sé bæjartóft. Við austur enda hennar er önnur tóft, litil og full af grjóti. Þá er hin þriðja austast og er sú glöggust og nýlegri en hinar. Gæti það verið fjárhústóft, er síðar hefði verið sett t. a. m. í fjóstóftina.

Kleifarsel-2

Þar austan við vottar fyrir leifum af tóft, ef til vill heystæði, og má vera að úr henni hafi verið tekið efni í fjárhússveggina, — því ekki hefir fjárhúsið verið sett þar fyr en bærinn var aflagður, er virðist hafa verið allsnemma. Bak við rústirnar liggur djúp laut er lítur út fyrir að hafa verið ræsi, til að verja húsin fyrir vatnsuppgangi undan brekkunni. Litlu ofar er girðing, aflangt kringlótt, nál. 5X6 fðm. innanmáls. Þar á sjást engar dyr, því hefir það varla verið gjafahringur (»gaddur«), og tilheyrt fjárhúsinu, en líklegra að það hafi verið akur eða hvanngarður, og tilheyrt bænum. Skyldi eg nokkurs geta til um Steinröðarstaði, þá þætti mér líklegast, að þeir hefði verið hér. Vatnsbrekka er fegursti staðurinn sem til er við vatnið, og þar er hægt til skógarhöggs, útbeitar og veiðiskapar, svo að eigi mundi annarstaðar betra.

Kleifarsel-3

2. Setbergsbalar heita uppi undir hlíðinni, þar sem undirlendið er farið að breikka, og eru kenndir við klett einn i hlíðinni þar upp undan, er Setberg heitir. Djúp og mjó laut er milli balanna og hlíðarinnar, og einnig er lægð niður frá bölunum bakvið ásinn, sem Vatnsbrekka er hinum megin í. Á Setbergsbölum eru allmiklar rústir og misgamlar. Hin vestasta er miklu nýlegust, og skal eg láta ósagt, hvort það hefir verið kot eða sel, tel hið fyrra þó líklegra. Hún er 8 fðm. löng og 4 fðm. breið um miðjuna. Dyr eru á miðri suðausturhlið, og þar fyrir innan 2 tóftir, sín til hvorrar handar og hin þriðja beint innúr. Vestast er sérstök tóft, opin mót vestri. Sérstök tóft gengur og suður úr norðausturendanum, líklega fjárrétt. Litlu austar er sú rústin sem fornust sýnist. Hún sést ógjörla nema vel sé að gáð. Hún virðist vera skift í 3 tóftir, og er hin vestasta stutt og breið og eins hin austasta, en miðtóftin löng og mjó. Dyr virðast hafa verið á vesturenda. Enn litlu austar er hin þriðja rúst, lítið glöggvari, 6 fðm. löng og 4 fðm. breið, meðdyr í suðausturhorni og afhlaðna innitóft í norðausturhorni. Fleiri rústir óglöggar, eru þar. Þessi staður er eigi lengra frá Vatnsbrekku en svo, að ganga má á 10 mínútum, og næstum þar uppundan, en örskammt milli vatns og fjalls. Þykir mér því fremur ólíklegt, að hér sé um tvær aðskildar jarðir að ræða, heldur sé alt sama jörðin, Steinröðarstaðir; hafi þar snemma verið tvíbýli og annar bærinn settur uppi á Setbergsbölum. Sá er þar bjó hafi síðar lagt Vatnsbrekkubæinn undir sig og sett þar fjárhús, en bygð haldist lengi á Setbergsbölum, þar til skriða má hafa tekið af vatnsbólið, sem líklega hefir verið í hinni djúpu laut. Nú er hvergi vatnsból hjá Setbergsbölum.
Í lýsingu Brynjúlfs Jónssonar í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899 kemur eftirfarandi fram um rústir í Kleyfardölum: „Kleyfardalur heKleifarsel-5itir suðvestur með hlíðinni, lítill dalur og þó fagur, en hrikalegt í kring. Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng, tvískipt og eru engar dyr á milliveggjum, en útidyr úr báðum tóftum á suður hliðvegg. Hin, fjóstóft (eða kvíatóft?), 8 fðm. löng og 2 1/2 fðm. breið hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft. En þar um get eg þó ekkert sagt, því fönn lá þar yfir, svo eigi sást hvort hér er tóft eða ekki. Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum(?) [týndar tóftir og þó] og síðar orðið, ásamt þeim hjáleiga frá Nesjum.“
Brynjúlfur er hér að lýsa framangreindum tóftum í Jórukleif – fyrir rúmri öld síðan. Tóftir kotsbæjar í Kleyfardölum. Jórukleif heitir eins og kunnugt er eftir Jórunni bóndadóttur úr Sandvíkurhreppi í Flóa, sem ærðist þegar hestur föður hennar beið lægri hlut í hestaati. Hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Svo hljóp hún með lærið yfir Ölfusá og upp Grafning og nam ekki staðar fyrr en uppi í Hengli. Þar settist hún að í Jóruhelli. Af Jórusöðli, hnjúk í Henglafjöllum, fylgdist hún með ferðamönnum bæði sem fóru um Grafning og Dyraveg. Í Jórukleif sat hún svo fyrir ferðamönnum, rændi þá og drap. Þessu linnti ekki fyrr en Noregskonungur fann upp ráð til að koma henni fyrir kattarnef.
Kleifarsel-6Í heimildum er getið um þrjú sel frá Nesjum; Kleifasel, Klængssel og Vallasel, öll í nánd við Selkletta, Selklif og Selskarð. Hvort um hafi verið að ræða sömu selstöðuna er ekki getið. Klængssel mun hafa verið vestan undir Selklettum, Kleifarsel í Jórukleif og Vallasel þar sem Nesjavallabærinn var síðar reistur suðvestanvert nið Nesjahraun. Selbrúnir eru ofan Torfadalslækjar við Jórugil. Ölvisvatn hafði selstöður í Gamlaseli við Selhól. Krókur hafði og selstöðu í heimalandi við Kaldá, á Seltöngum, líklega í Nýjaseli, sem þar er. Þá var sel á Selflötum frá Úlfljótsvatni. Austar og ofan við Selflatir er Úlfljótsvatns-Selfjall. Norðan þess er Svartagilsflöt. Þar við tjörn er Ingveldarsel, sel frá Úlfljótsvatni.
Selfellin eru fleiri á þessum slóðum. Villingavatns-Selfjall er inn á Hálsinum og Seldalur norðaustan þess, norðvestan Dagmálafells. Í Seldal eiga að vera tóftir tveggja selja, annars vegar Botnasel, sel frá Úlfljótsvatni, og hins vegar frá Villingavatni.
Nesja mun fyrst getið í gjafabréfi frá 1539. Gaf Erlendur Þorvarðarson lögmaður Margréti dóttur sinni jörðina ásamt mörgum öðrum til giftumála. Þá er jarðarinnar getið í Gíslamáldögum vegna þess að þaðan var kirkjusókn að Ölfusvatni.

Kleifarsel-8

Kleifarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Afrétt áttu Nesjar að sögn Jarðabókar Árna og Páls árið 1706 undir Hengli en um afrétti er fjallað síðar. Þá áttu Nesjar samkvæmt sömu heimild fleiri en eina selstöðu: „Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifasel, Klængsel og Vallasel.“
Þegar selstaðan í Kleifarseli var skoðuð komu í ljós bæði mun fleiri og mun eldri minjar en ætla mætti í fyrstu. Hafa ber í huga að engin rannsókn hefur farið fram á minjasvæðinu, hvorki hvað varðar aldursgreiningu né nýtingu. Minjasvæðið var dregið upp. Heimildir eru um að skriður hafi hlaupið yfir minjarnar, s.s. brunninn og jafnvel skálann. Sýnilegar minjar gefa þó glögg vísbendingu um a.m.k. tvennt; um er að ræða bæði fornar minjar frá mismunandi tímabilum og svo einni þeirri nýjustu (syðsta tóftin). Síðastnefnda tóftin er greinileg; sjá má glögglega útlit hennar og hleðslur í veggjum. Þá er dyraopið enn greinilegt. Veggir eru grónir og standa vel, um 60 sm breiðir og 90 sm háir. Norðan hennar eru veggir eldri minja, hugsanlega fjós eða skáli (tengist selstöðu). Við hlið hennar norðanverða virðist vera vinnsluaðstaða fyrir afurðir. U.þ.b. 10 metrum norðar eru leifar enn eldri minja, líklega sambærilegra. Þá kemur lægð á milli hóla og ofan á þeim nyrðri er hringlaga gerði, mögulega fjárborg eða jafnvel nátthagi eða hestagerði undir það síðasta. Nú hefur borgin verið rofin með lagningu bílslóða í gegnum hana (sem verður að þykja mjög miður). Fleiri tóftir má greina þarna í brekkunum.
Í einni örnefnalýsingu fyrir Nesjar segir m.a. um þennan stað: „Jórukleif heitir langt klettabelti, sem liggur frá suðvestri til norðausturs. Að norðan endar Jórukleif í Sigríðarkleif, sem er syðst í Heiðarbæjarlandi, skammt norður af Vatnsbrekkum. Gróinn stallur er í Jórukleif, um miðja kleifina, sem heitir Setberg, og undir því er Setbergsból. Þar var búið, var síðast einsetumaður. Þar sést fyrir tóftum og túnskækli, og munu þær minjar hafa verið friðlýstar fyrir mörgum árum. Tóftarbrot eru líka í
Vatnsbrekkum, og mun einnig hafa verið þar býli.“ Hér er staðurinn nefndur „Setbergsból“.
Ljóst er að þarna er um að ræða verulega verðmætar fornminjar, sem ekki hefur verið gefið nægilega sanngjörn athygli.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nesjar í Grafningi
-Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899, Rannsókn sögustaða í Grafningi í maímán. 1898. Eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 3-5.

Jórutindur

Jórutindur.

Skagagarðurinn

Við Skagagarðinn í Garði (Suðurnesjabæ) er meðfylgjandi skilti við minnismerki um garðinn:

Skagagarður

Skagagarðurinn – minnismerki.

SkagagarðurSkagagarðurSkagagarðurSkagagarðurSkagagarður

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Skálareykir

Skálareykir. 

Grindavík

Eftirfarandi er lýsing Geirs Barchmans, sóknarprests á Stað í Grindavík, á landamerkjum Grindavíkur. Hafa ber í huga að þegar þetta er skrifað hafði Geir verið u.þ.b. eitt ár í Grindavík og virðist ekki vel kunnugur öllum staðháttum.
Valahnukur„Fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær kirkjusóknir, Staðarsókn í Grindavík og Krýsuvíkursókn. Staðarsókn sem nefnd var Grindavíkursókn, náði frá Valahnúk að vestan og austur að Selatöngum. Valahnúkur er landfastur klettur sem skilur að land og reka Grindavíkur og Hafna. Að austan, á Selatöngum, voru landamerki Grindavíkur- og Krýsuvíkursóknar miðuð við klett í fjörunni, sem Dágon nefnist. Skildi hann að land og reka Grindavíkur og Krýsuvíkur. Í norðri eiga Grindvíkingar hreppamörk með Njarðvíkingum, Vogamönnum og Strandarmönnum.“
Í sóknarlýsingum Geirs Bachmann frá 1835-1882 segir auk þess: „Skammt frá Valahnúk í landnorður er aðrísanda fell, Vatnsfell kallað og enn lengra í sömu átt, litla bæjarleið (sem er 3/4 úr mílu), liggur nokkuð hærra og ummálsmeira eins lagað fell, Sílfell, og eru landamerkin sjónhending milli þessarra þriggja punkta.
Af Sílfelli sést lengra Skogtil norðurs dalverpi, kallað Haugsvörðugjá, er hún bæði löng og breið, þó eigi sé fjarska djúp, með lágum klettum á sumum stöðum, en aftur upplíðanda sandflesjum á öðrum. Teygist hún með afleiðingum sínum fullkomna hálfa aðra mílu til landnorðurs, milli Sílfells og Súlna, og aðskilur land hreppanna og sóknanna, þ.e. Hafna og Grindavíkur. Súlur er bratt, einstakt fell, í kollinum aðskilið sem tvö fell færu, að austnorðanverðu með sléttri, lágri og stuttri hæð eður hálsi áfast við Stapafell, og eru Súlur, sem enn aðskilja nefndra hreppa land, eins og Stapafell, Njarðvíkurland og Grindavíkur. Stapafell er ekki eins hátt og Súlur, en ummálsmeira, og að ofanverðu í það dæld að endilöngu, svo lítur til austurs frá Stapafelli yfir hraun og ógöngur, sjónhending á lágt og lítið, einstakt fell, Litla-Skógfell, sem stendur í hrauni þessu. Aftur eru mörkin enn í austur í annað enn lægra fell eður stóra hæð, kallað Kálffell, og þaðan enn þá í austur beina stefnu í nyrðri rætur Fagradalshagafells.

Kongs

Er vegalengdin frá Stapafelli til síðst nefnds fells ef beint yrði farið, á að giska hér um þrjár mílur. Fagradalshagafell er að vísu ekki hátt fell, en getur þó vegna ummáls og hæðar talist sem eitt af fjöllum þeim, er liggur fyrir sunnan Keili, og afleiðinga af Lönguhlíðarfjöllunum fyrir ofan Hafnarfjörð, og þaðan sést í suðurátt. Að norðanverðu við nefnd markalínu (þ.e. úr Stapafelli í Fagradalshagafell), eiga Njarövíkingar og Vogamenn land móts við Grindvíkinga að sunnan. Enn eru takmörk sóknarinnar sjónhending fjallasýn úr Fagradalshagafelli til austurs landsuðurs í enn eitt fell, Hraunsselsvatnsfell, aftur í sömu átt þaðan í Framfell, en á Vigdísarvöllum Vesturfell kallað, og er þá að norðan og landnorðanverðu Strandarmanna land og hinn svonefndi Almenningur.
Úr Vesturfelli beygjast mörk sóknarinnar til suðurs réttsuðurs, niður í Hamradal kallaðan, og þaðan beint í Núphlíð, hvaðan þau eru sjónhending yfir Dagoófæruhraun á Selatanga. Vegalengdin úr Vesturfelli suður á Selatanga er á að giska 2 mílur, ef beint yrði farið.“
Í austri eiga Grindvíkingar land á móts við Krýsvíkinga. Grindavíkurhreppur átti landamörk með Strandahreppi í austri og voru þau við sjó í Seljubótarnefi en voru dregin þaðan í svonefndan Sýslustein sem stendur við þjóðveginn í Selvog. Við Sýslustein beygði landamarkalínan aðeins til austurs og þaðan bein lína í Litla-Kóngsfell og þaðan til fjalla sem nú heita Bláfjöll.
Land Grindavíkur er að mestu þakið hrauni sem runnið hefur eftir lok síðustu ísaldar. Sjóndeildarhringur Grindvíkinga takmarkast víða af fjöllum sem flest eru í landi Grindvíkur. Þau eru frekar lág en setja mikin svip á umhverfið. Þau eru öll talin vera gosmyndanir og eru frá því seint á síðustu öld.
Ströndin meðfram Grindavík liggur fyrir opnu úthafinu og er víðast hvar lág og lítið vogskorin. Nokkrar litlar víkur ganga inn í hana og eru Staðarvík, Járngerðarstaðarvík og Hraunsvík þeirra stærstar.“

Heimild:
-Geir Bachmann, sóknarlýsingar 1835-1882.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Urriðakot

Í Þjóðviljanum árið 1967 mátti lesa eftirfarandi um bruna Urriðakotsbæjarins:
„Slökkviðliðinu í Hafnarfirði var tilkynnt að eldur væri laus í Urriðakoti um klukkan tvö í gær. Urriðakot er eyðibýli fyrir ofan Setberg við Urriðavatn. Voru húsin orðin hálfónýt en notuð sem gripahús. Brunnu húsin til grunna og slökktu slökkviliðsmennimir í rústunum.“
Urridakot-221Í Morgunblaðið þennan sama dag var skrifað: „Í
 gær kom upp eldur í húsum á jörðinni Setberg, sem er rétt ofan við Hafnarfjörð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldurinn töluvert mikill, en þó tókst fljótlega að ráða að niðurlögum hans. Ekki hefur verið búið í húsum þessum lengi og eru þau í niðurníðslu. Reyk sást leggja þaðan sl. þriðjudag og (fór þá fólk til að slökkva eldinn, en slökkvilið Hafnarfjarðar var ekki kvatt út. Er talið líklegast að neistar hafi enn leynst 5 húsunum þegar fólkið fór og eldurinn svo blossað upp að nýju. Líklegast hefur einhver verið á ferðinni þarna með eld og kveikt í, viljandi eða óviljandi.“
Í Morgunblaðinu árið 1988 mátti lesa eftirfarandi eftir Guðmund Björnsson um síðustu ábúendurna í Urriðakoti:
„Móðursystir mín, frú Vilborg Guðmundsdóttir, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 22. þ.m. 94 ára að aldri. Vilborg fæddist í Urriðakoti í Garðahreppi 24. apríl 1894 dóttir hjónanna Guðmundar Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur. Var hún þriðja barn þeirra hjóna af tíu, sem upp komust. Guðmundur hóf búskap í Urriðakoti árið 1887 á móti föður sínum, Jóni Þorvarðssyni, sem hafði búið á jörðinni frá 1846. Guðmundur lét af búskap árið 1942 og skorti því ekki nema fjögur ár í heila öld að jörðin væri setin af þeim feðgum.
Urridakot-222Faðir Jóns Þorvarðssonar, föðurafa Vilborgar, var Þorvarður Jónsson bóndi á Vötnum í Ölfusi, en kona hans var Guðbjörg Eyjólfsdóttir bónda og hreppstjóra á Kröggólfsstöðum. Þorvarður var sonur Jóns Sigurðssonar á Bíldsfelli í Grafningi, sem var fæddur 1746 í Nýjabæ í Ölfusi. Föðuramma Vilborgar var Jórunn Magnúsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi, Magnússonar, Beinteinssonar bónda í Þorlákshöfn, en móðir Jórunnar var Herdís Þorgeirsdóttir bónda á Litlalandi.
Móðurforeldrar Vilborgar voru Jón Guðmundsson, bóndi á Setbergi í Garðahreppi, sem er næsti bær við Urriðakot, og kona hans, Vilborg Jónsdóttir, sem ættuð var frá Einholti í Biskupstungum. Jón á Setbergi var sonur Guðmundar Eiríkssonar, sem nefndur var „hinn ríki eða sauðglöggi“ og löngum hefur verið kenndur við Haukadal í Biskupstungum en bjó síðast í Miðdal í Mosfellssveit. Kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir frá Ósabakka af Hörgsholtsætt. Jón á Setbergi átti 18 börn og er hann ættfaðir Setbergsættarinnar og er margt kjarnafólk komið af þeirri ætt eins og af Bíldfellsættinni.“

Heimildir:
-Þjóðviljinn 8. júní 1967, bls. 12
-Morgunblaðið 30. okt. 1988, bls. 63.

Urriðakot

Urriðakot 2005.