Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 3.mars 1973. Þetta er annar hluti. Her er birtur er meginhluti viðtalsins:
„Við höldum áfram göngu okkar í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Nú höldum við áleiðis til sjávar. Hér er dálítil skúraþyrping. Tómas Þorvaldsson heldur áfram að segja okkur deili á húsum og fólki.“
„Við erum hér á Víkurhlaði, sem kallað er og horfum beint til sjávar. Af einhverju dregur þetta nafn Járngerðarstaði og Þórkötlustaðir. Sagan segir að hér hafi fyrir löngu síðan búið tvær kerlingar; Járngerður og Þórkatla…. Járngerður lét jarða sig hér fyrir framan og sagan segir jafnframt að það hafi verið með þeim hug að piltar, sem kæmu frá Járngerðarstöðum til sjávar, skyldu ganga hér framhjá. Þetta er saga sem lifir í munnmælum.
Vík, þ.e. rústirnar, sem voru hér, það brann íbúðarhúsið fyrir örskömmum tíma. Það sem hér er næst er gamla Víkurhúsið endurbyggt og þar býr fólkið sem var hér síðast í Víkurhúsinu og er afkomendur þeirra er bjuggu hér. Hér bjó Júlíus Einarsson, bróðir Einars í Garðshúsum. Hann var giftur Vilborgu Vilhjálmsdóttur en missti hana snemma á búskaparárum. Ég man fyrst eftir Gísla Jónssyni frá Rafnshúsum og Kristólínu Jónsdóttur, ættuð frá Hópi. Þau áttu þrjár dætur og sex syni. Synirnir voru allir miklir sjómenn og sjósóknara og margir þeirra formenn. Elstir voru tvíburar, Jón og Guðjón. Guðjón var formaður á síðasta áraskipinu sem gert var út héðan. Það var að ég held 1928. Ég man vel eftir því. Hann aflaði geysimikið. Þá voru komnar vélar í fleytur, sem notaðar voru.
Víkurbræður hafa stundað sjóinn af kappi. Nú eru komnir hingað nýir Víkurbræður. Nú býr hér Þorlákur Gíslason og Valgerður Jónsdóttir og eiga þau marga drengi sem nú eru hinir eiginlegu Víkurbræður. Hér bjó maður að nafni Magnús og kallaður Mangi frændi. Hann var formaður hjá Gísla. Þeir voru báðir formenn og sóttu sjóinn af kappi og eru ýmsar sögur um það hvernig það gekk til. Gísli átti allan útveginn sem Magnús fór með. Einn daginn voru þeir að leggja veiðarfæri, lögðu hér vestur með, en það var þröng og ákaflega naumt fyrir að lenda ekki uppi á mjög slæmu hrauni, vestan við þá. Þrættu þeir um staðsetningar. Annar er sá þáttur er kemur Magnúsi við, eftir að hann var hættur að vera á sjó. Hann hafði gaman að fá sér í staupinu. Þá hafi hann gaman að sýsla eitthvað nálægt sjó. Fór hann eitt sinn niður í naust og setti alla Víkurdrengina um borð og lét þá róa þar af kappi – á þurru landi.
Hérna sjáum við tvö útihús. Þar stóð hús sem hét Vallarhús. Fyrir mína tíð bjuggu þarna Símon og Guðrún. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Þorsteinn Símonarson og Gróa Magnúsdóttir, bæði ættuð héðan úr Grindavík. Þau áttu þrjár syni og eina dóttur og hafa þau verið starfandi hér í byggðalaginu um langan aldur. Þorsteinn lifir konu sína, hún er nýdáinn. Það voru mikil og skemmtileg tengsl milli Vallarhúsa og Járngerðarstaða. Drengirnir og stúlkan léku sér með okkur alla daga. Á milli þessarra húsa fjögurra; Járngerðarstaðanna þriggja og Vallarhúsa, voru samkomur um jólin. Þá komu allir saman og undrar mig hvernig var hægt að koma öllum fyrir, sérstaklega í Vallarhúsum. Þorsteinn vars tór og myndarlegur maður og Gróa var myndarleg líka. Kökurnar hjá Gróu voru sérstaklega góðar. Í mannlegu lífi ber oft skugga á ýmislegt. Einn var sá atburður sem gerðist þarna sem var eitt af þremur þess fyrsta er minntu mig á alvöru lífsins að Magnús sonur þeirra, jafnaldri minn, dó árið eftir að hann fermdist úr botnlangabólgu.
Hinir atburðir voru þeir að hér fórst skip með allri áhöfn 1924, ég horfði á það, og svo aftur að stúlka, sem var skólasystir mín, fékk sjúkdóm sem lamaði hana upp að mitti, en sem betur hefur hún verið frísk að öllu öðru leyti. Fleiri voru nú þarna til húsa, vermenn og annað, en ég man sérstaklega eftir einum sem var þarna um langan aldur. Hann hét Jón og var kallaður Jón smali. Það er kannski ekki stór yfirskrift. En í hugum okkar krakkanna var Jón smali stór maður því hann var glaðsinna, léttur og skemmtilegur við okkur. Ég hafði gaman af því að segja okkur frá skútuöldinni því hann hafði verið á skútum í gamla daga. Ég minntist á Velli. Þar bjó Dagbjartur Einarsson og Valgerður Einarsóttir [Valgerður var dóttir Guðmundar í Klöpp]. Dagbjartur var bróðir Einars G. Einarssonar í Garðshúsum. Hann var farinn að stunda útgerð, en í flóðinu fór húsið svo illa að það lagðist af.
Þá byggði hann hús hér austar og skírði Ásgarð. Það hefur það búið síðan og þar búa tveir synir Dagbjartar og stunda sjó. Á Völlum var eldri maður er hét Bárður. hann var vinnumaður og hafði sérstakt göngulag. Krakkarnir voru sérstaklega hændir af honum. Fyrst voru við hrædd við hann því hann hafði sterka rödd. Bæklunin stafaði að því að hann hafi fótbrotnað ungur og greri ekki rétt saman.
Strönd voru tíð. Vín rak stundum að landi. Í uppboði var Magna eitt sinn slegin tunna. Kom hann þá með stígvélið, en ekki komst allt í það. Hreppsstjóri spurði þá: „Hvað ætlar þú að gera við afganginn, Mangi?“ „Ég sýp það bara“, svaraði hann og átti hann síðan erfitt með að komast upp úr förunni.
Ég reri 11 vetrarvertíðir og af sjö þeirra gekk ég framhjá dys Járngerðar á meðan ég bjó hér á Járngerðarstöðum.
Við eru þá komnir á þessa gömlu sjávargötum og stoppum framan við Garð og Hlið. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér á Garði Árni Helgason frá Hvítaársíðu, einstaklega eftirminnilegur persónuleiki, og Petrúnella Pétursdóttir, fríð kona og myndarleg. Þau eignuðust 17 börn en 14 af þeim komust til fullorðinsára og eru mörg þeirra kunn, a.m.k. Svavar Árnason, oddviti okkar frá 1946, ef ég man rétt. Hann hefur komið mjög við sögu Grindavíkurhrepps. Eins og gefur að skilja var hluti af þessu húsi sem við sjáum núna ekki áður fyrir hendi svo þar hefur verið ákaflega þröngt, en þar sem hjartað er þar er húsrými. Árni þjálfaði kirkjukórinn og voru æfingarnar haldnar hér og undrar mig hvernig æfingarnar gátu átt sér stað. Svavar er okkar organisti í kirkjunni og æfir kór. Hlutur húsfreyjunnar hlýtur að hafa verið stór við þessi þrengsli.
Hér er Hlið. Þegar það er að verulegu leyti í sama formi og þegar ég man fyrst eftir mér. Þetta hús átti Guðjón Einarsson héðan úr Grindavík og María Geirmundsdóttir, ættuð undan Eyjafjöllum. Guðjón var mikill sjósóknari og var formaður hér í hálfa öld, byrjaði snemma sjósókn. Hann var kvikur og snar í snúningum, ákaflega skemmtilegur þó hann ætti til að vera kvatur og snar í fyrirskipunum. Hann stundaði fyrstur manna lúðuveiðar og voru ótaldar lúðurnar sem hann dró með eigin höndum, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Ég man eftir því að á heimilinu var, auk barnanna, gamall maður er Björgólfur hét og vann hjá þeim á meðan hann gat unnið og annar með honum sem Stefán. Þeir voru í sama herbergi og fluttist síðan til fólksins í Vík. Björgólfur var börnunum ákaflega góður. Honum þótti gott vín, lét hálfu árin þó líða án þess að líta á þetta en tók síðan tarnir. Eina sögu sögu heyrði ég og hefur honum þá þótt nóg um. Það var gjá hér fyrir utan húsið. Eitt sinn tók hann sig til, tók vínið og henti því í gjána. Þegar hann var spurður sagði hann að þetta gengi ekki lengur…
Hér er gróin vegghleðsla. Hér stóð hús, hét Rafnshús. Það hefur verið nokkuð gamalt því það kemur upp í Jarðabók Árna Magnússonar. Það var búið í þessu fram yfir 1935, að vísu var farið að nota það sem verbúð þá. En þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Jón Jónsson og Maren Jónsdóttir. Maren var systir Sæmundar á Járngerðarstöðum og Einars Jónssonar í Garðshúsum og sonur þeirra var Gísli í Vík. Framar höfum við grænan blett fram í kantinn. Þar stóð hús sem hét Kvíghús. Gömul kona, Steinþóra Einarsóttir, sagði mér að hér hafi verið búið, en flutt var úr því er sjórinn var farinn að ganga að því. Hér utar á þessum græna hól var timburhús, Akurhús, en það tók af með öllu í flóðinu 1924. Það fór hér upp á tún í heilu lagi. Krakkarnir týndu hér karfa og keilu eftir á og meira að segja undan húsinu. Hér bjuggu Valgerður og Páll, mesta dugnaðarfólk, og af þeim eru komið margt fólk. Eftir þetta byggðu þau annað hús uppi í plássinu; Pálshús.
Í miðju túninu handan við veginn stóð hús, Eiði. Faðir minn, Þorvaldur, og móðir mín, Stefanía, byggðu þetta hús í stríðslokin Fyrri heimsstyrjaldar. Þau bjuggu þarna um nokkurra ára skeið. Þar var fyrsta símstöðin. Móðir mín undi ekki hag sínum þarna allt of vel eftir einhvern draum sem hana dreymdi svo þau byggðu annað hús á Járgerðarstöðum og fluttu þangað. Í flóðinu 1924 varð að bjarga fólkinu út um loftgluggann. Húsið var í byggð fram yfir 1950 en þá var það rifið seint á 5. áratugnum.“
„Framar er húsaþyrping. Neðar er gömul bryggja, brotin í sjó. Athafnasvæðið hefur færst frá þessum stað. Tómas á héðan margs að minnast. Oft hefur verið hér meira um manninn.“
Hér var mikið líf og fjör í minni bernsku og raunar mikið lengur, allt fram í seinni heimsstyrjöldina. Þá fór öll sjósókn hér fram hér frá þessum vörum sem viðhorfum hér fram á. Bryggjan var byggð um 1930 og síðar. Lendingin var áður hér til hliðar, beggja vegna þessarar bryggju. Klöpp liggur undir bryggjunni. Skipin voru sett niður og tekin upp morgna og kvölds með handgerðum spilum þegar farið var að róa. Þetta var erfitt verk. Þessi svæði sem við horfum á hér í kringum okkur eru gömlu skiptivellirnir. Þá var fiskur færður hér upp á skiptivöll og honum var skipt milli skipshafna og það var kallað að skipta í fjöru og hver skipverji gerði að sínum hlut. Maður var stundum sendur niður í fjöru til að fylgjast með þegar skipin komu og hve margir seiluðu. Þegar við gátum sagt frá því þegar við komum heim gat fólkið reiknað út hver mikið aflaðist. Síðan var allt borið upp á bakinu allt fram til 1930 og skipt hér eins og ég greindi frá áðan.
Þá voru fleiri og erfiðari handtökin við fiskinn en hér áður.
Húsin voru mest fiskverkunarhús og verbúðir. Sumt er farið en sumt er enn í gamla forminu. Eitt höfum við hérna, en það er gamla búðin, verslun Einars í Garðhúsum. Hann verslaði þar í mög ár. Verslunin var eins konar samkomustaður þegar landlegur voru, hér fór fram fréttaflutningur og menn stóðum í vomum, þ.e. menn stóðu og biðu ef þannig var veður. Einar umbar þetta allt ákaflega var og var oft hrókur alls fagnaðar. Einar var einskonar plásskóngur, svipmikill maður, stór í skapi, en frá barnæsku voru samskipti mín við hann ákaflega góð. Hann bauð alltaf góðan daginn. Þegar ég átti seinna viðskipti við hann byggðist það á gagnkvæmu trausti. Þegar verkalýðshreyfingin kom sterk inn og gat ekki komist hjá því að átök og sviptingar ættu sér stað.
Í svona litlu byggðalagi og fámennu fór ekki hjá því að í verkalýshreyfingunni tóku þátt menn sem Einar hafði lánað og stutt. Einari tók að sárt að sumir urðu forystumenn í hreyfingunni. Bein átök voru þó aldrei, en viss ágreiningsatriði komu upp á meðn þetta var að ganga yfir og stormar fóru yfir byggðalagið, en þetta hefur allt sléttast út og eru afkomendur hans ágætisfólk.
Hér neðar er vik í fjöruna. Þetta vik heitir Staðarvör. Hér mun Brynjólfur biskup Sveinsson og kannski fleiri gert út og ráðið ríkjum á stóljörðinni. Og akkúrat hér, 3-4 metra frá okkur, man ég eftir gömlum húsatóftum og var mér sagt að það væru gömlu búðartóftirnar frá vermönnunum sem Brynjólfur biskup hafði, en það er kunnugt að það henti geysilegt slys árið 1602 á þorranum þegar þessar skipshafnir voru að koma hingar til vetrardvalar til sjósóknar að þá fórst Skálhólsskipið með allri áhöfn hér út af Hópsnestánni. Þar með lauk stórskipaútgerð Skálholtsstóls héðan, en útgerð hélt áfram héðan og frá Selatöngum og víðar.
Við kirkjuna má sjá röð af gömlum húsum. Kirkjan var flutt frá Staðarhverfi árið 1909. Tvö húsanna voru í byggð hér áður fyrr, þ.e. Akrahóll og Akrakot. Í Akrahól bjó á þessum tíma Sigurður Árnason og Gunnhildur Magnúsdóttir með börnum sínum sem voru þá öll ung en eru nú öll búsett hér í Grindavík. Sigurður var sérstæður persónuleiki. Hann var mjög glaður og var einn af þeim mönnum sem gat gengið inn á hvert heimili hér án þess að banka. Gunnhildur var stór og myndarleg kona. Í Akrakoti bjó Magnús Guðmundssom, bróðir Tómasar afa míns á Járngerðarstöðum. Kona hans hét Þóra. Magnús þótti sérstök týpa, þurfti alltaf að tala mikið við unglinga og börn og sérstaklega við skepnur, allt í góðum tón.
Austan við kirkjuna standa 4 hús með nýstísku númerum. Þetta eru Litla-Gimli og Stóra-Gimli, Templarinn og Vorhús. Á Litla-Gimli bjó Helgi Elíasson. Hann var barnakennari, reyndar fyrir mína tíð. Kona hans var Elín Eyjólfsdóttur, dóttir Vilborgar og Eyjólfs í Krosshúsum. Þau áttu eina dóttur, Vilborgu, sem nú býr á Járngerðastöðum. Á Stóra-Gimli bjuggu Hallbera og Árni. Þau voru orðin gömul þegar ég var ungur. Raunverulega bjuggu hér Ólafur Árnason og Gunnhildur Pálsdóttir. Gunnhildur var frá Akurhúsum, sem tók af og getið var um hér áðan.
Handan við götuna eru Vorhús. Fyrir mitt minni bjuggu Guðmundur og Sigurveig, en í mínu ungdæmi bjuggu hér Ráðheildur Guðjónsdóttir, dóttir Guðjóns á Hliði, og Sigurgeir Jónsson frá Hrútarfirði, elskulegt fólk. Sigurgeir var stór og mikill og átti einsklega gott með að umgangast fólk. Börn þeirra eru ákaflega dugandi fólk hér í byggðalaginu.“
Heimild:
-rúv – Jökull Jakobsson, Gatan mín – viðtal við Tómas Þorvaldsson 3. mars 1973.
Grindavík.
Tómas Þorvaldsson – Gatan mín… II
Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 3.mars 1973. Þetta er annar hluti. Her er birtur er meginhluti viðtalsins:
„Við höldum áfram göngu okkar í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Nú höldum við áleiðis til sjávar. Hér er dálítil skúraþyrping. Tómas Þorvaldsson heldur áfram að segja okkur deili á húsum og fólki.“
„Við erum hér á Víkurhlaði, sem kallað er og horfum beint til sjávar. Af einhverju dregur þetta nafn Járngerðarstaði og Þórkötlustaðir. Sagan segir að hér hafi fyrir löngu síðan búið tvær kerlingar; Járngerður og Þórkatla…. Járngerður lét jarða sig hér fyrir framan og sagan segir jafnframt að það hafi verið með þeim hug að piltar, sem kæmu frá Járngerðarstöðum til sjávar, skyldu ganga hér framhjá. Þetta er saga sem lifir í munnmælum.
Vík, þ.e. rústirnar, sem voru hér, það brann íbúðarhúsið fyrir örskömmum tíma. Það sem hér er næst er gamla Víkurhúsið endurbyggt og þar býr fólkið sem var hér síðast í Víkurhúsinu og er afkomendur þeirra er bjuggu hér. Hér bjó Júlíus Einarsson, bróðir Einars í Garðshúsum. Hann var giftur Vilborgu Vilhjálmsdóttur en missti hana snemma á búskaparárum. Ég man fyrst eftir Gísla Jónssyni frá Rafnshúsum og Kristólínu Jónsdóttur, ættuð frá Hópi. Þau áttu þrjár dætur og sex syni. Synirnir voru allir miklir sjómenn og sjósóknara og margir þeirra formenn. Elstir voru tvíburar, Jón og Guðjón. Guðjón var formaður á síðasta áraskipinu sem gert var út héðan. Það var að ég held 1928. Ég man vel eftir því. Hann aflaði geysimikið. Þá voru komnar vélar í fleytur, sem notaðar voru.
Víkurbræður hafa stundað sjóinn af kappi. Nú eru komnir hingað nýir Víkurbræður. Nú býr hér Þorlákur Gíslason og Valgerður Jónsdóttir og eiga þau marga drengi sem nú eru hinir eiginlegu Víkurbræður. Hér bjó maður að nafni Magnús og kallaður Mangi frændi. Hann var formaður hjá Gísla. Þeir voru báðir formenn og sóttu sjóinn af kappi og eru ýmsar sögur um það hvernig það gekk til. Gísli átti allan útveginn sem Magnús fór með. Einn daginn voru þeir að leggja veiðarfæri, lögðu hér vestur með, en það var þröng og ákaflega naumt fyrir að lenda ekki uppi á mjög slæmu hrauni, vestan við þá. Þrættu þeir um staðsetningar. Annar er sá þáttur er kemur Magnúsi við, eftir að hann var hættur að vera á sjó. Hann hafði gaman að fá sér í staupinu. Þá hafi hann gaman að sýsla eitthvað nálægt sjó. Fór hann eitt sinn niður í naust og setti alla Víkurdrengina um borð og lét þá róa þar af kappi – á þurru landi.
Hérna sjáum við tvö útihús. Þar stóð hús sem hét Vallarhús. Fyrir mína tíð bjuggu þarna Símon og Guðrún. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Þorsteinn Símonarson og Gróa Magnúsdóttir, bæði ættuð héðan úr Grindavík. Þau áttu þrjár syni og eina dóttur og hafa þau verið starfandi hér í byggðalaginu um langan aldur. Þorsteinn lifir konu sína, hún er nýdáinn. Það voru mikil og skemmtileg tengsl milli Vallarhúsa og Járngerðarstaða. Drengirnir og stúlkan léku sér með okkur alla daga. Á milli þessarra húsa fjögurra; Járngerðarstaðanna þriggja og Vallarhúsa, voru samkomur um jólin. Þá komu allir saman og undrar mig hvernig var hægt að koma öllum fyrir, sérstaklega í Vallarhúsum. Þorsteinn vars tór og myndarlegur maður og Gróa var myndarleg líka. Kökurnar hjá Gróu voru sérstaklega góðar. Í mannlegu lífi ber oft skugga á ýmislegt. Einn var sá atburður sem gerðist þarna sem var eitt af þremur þess fyrsta er minntu mig á alvöru lífsins að Magnús sonur þeirra, jafnaldri minn, dó árið eftir að hann fermdist úr botnlangabólgu.
Hinir atburðir voru þeir að hér fórst skip með allri áhöfn 1924, ég horfði á það, og svo aftur að stúlka, sem var skólasystir mín, fékk sjúkdóm sem lamaði hana upp að mitti, en sem betur hefur hún verið frísk að öllu öðru leyti. Fleiri voru nú þarna til húsa, vermenn og annað, en ég man sérstaklega eftir einum sem var þarna um langan aldur. Hann hét Jón og var kallaður Jón smali. Það er kannski ekki stór yfirskrift. En í hugum okkar krakkanna var Jón smali stór maður því hann var glaðsinna, léttur og skemmtilegur við okkur. Ég hafði gaman af því að segja okkur frá skútuöldinni því hann hafði verið á skútum í gamla daga. Ég minntist á Velli. Þar bjó Dagbjartur Einarsson og Valgerður Einarsóttir [Valgerður var dóttir Guðmundar í Klöpp]. Dagbjartur var bróðir Einars G. Einarssonar í Garðshúsum. Hann var farinn að stunda útgerð, en í flóðinu fór húsið svo illa að það lagðist af.
Þá byggði hann hús hér austar og skírði Ásgarð. Það hefur það búið síðan og þar búa tveir synir Dagbjartar og stunda sjó. Á Völlum var eldri maður er hét Bárður. hann var vinnumaður og hafði sérstakt göngulag. Krakkarnir voru sérstaklega hændir af honum. Fyrst voru við hrædd við hann því hann hafði sterka rödd. Bæklunin stafaði að því að hann hafi fótbrotnað ungur og greri ekki rétt saman.
Strönd voru tíð. Vín rak stundum að landi. Í uppboði var Magna eitt sinn slegin tunna. Kom hann þá með stígvélið, en ekki komst allt í það. Hreppsstjóri spurði þá: „Hvað ætlar þú að gera við afganginn, Mangi?“ „Ég sýp það bara“, svaraði hann og átti hann síðan erfitt með að komast upp úr förunni.
Ég reri 11 vetrarvertíðir og af sjö þeirra gekk ég framhjá dys Járngerðar á meðan ég bjó hér á Járngerðarstöðum.
Við eru þá komnir á þessa gömlu sjávargötum og stoppum framan við Garð og Hlið. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér á Garði Árni Helgason frá Hvítaársíðu, einstaklega eftirminnilegur persónuleiki, og Petrúnella Pétursdóttir, fríð kona og myndarleg. Þau eignuðust 17 börn en 14 af þeim komust til fullorðinsára og eru mörg þeirra kunn, a.m.k. Svavar Árnason, oddviti okkar frá 1946, ef ég man rétt. Hann hefur komið mjög við sögu Grindavíkurhrepps. Eins og gefur að skilja var hluti af þessu húsi sem við sjáum núna ekki áður fyrir hendi svo þar hefur verið ákaflega þröngt, en þar sem hjartað er þar er húsrými. Árni þjálfaði kirkjukórinn og voru æfingarnar haldnar hér og undrar mig hvernig æfingarnar gátu átt sér stað. Svavar er okkar organisti í kirkjunni og æfir kór. Hlutur húsfreyjunnar hlýtur að hafa verið stór við þessi þrengsli.
Hér er Hlið. Þegar það er að verulegu leyti í sama formi og þegar ég man fyrst eftir mér. Þetta hús átti Guðjón Einarsson héðan úr Grindavík og María Geirmundsdóttir, ættuð undan Eyjafjöllum. Guðjón var mikill sjósóknari og var formaður hér í hálfa öld, byrjaði snemma sjósókn. Hann var kvikur og snar í snúningum, ákaflega skemmtilegur þó hann ætti til að vera kvatur og snar í fyrirskipunum. Hann stundaði fyrstur manna lúðuveiðar og voru ótaldar lúðurnar sem hann dró með eigin höndum, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Ég man eftir því að á heimilinu var, auk barnanna, gamall maður er Björgólfur hét og vann hjá þeim á meðan hann gat unnið og annar með honum sem Stefán. Þeir voru í sama herbergi og fluttist síðan til fólksins í Vík. Björgólfur var börnunum ákaflega góður. Honum þótti gott vín, lét hálfu árin þó líða án þess að líta á þetta en tók síðan tarnir. Eina sögu sögu heyrði ég og hefur honum þá þótt nóg um. Það var gjá hér fyrir utan húsið. Eitt sinn tók hann sig til, tók vínið og henti því í gjána. Þegar hann var spurður sagði hann að þetta gengi ekki lengur…
Hér er gróin vegghleðsla. Hér stóð hús, hét Rafnshús. Það hefur verið nokkuð gamalt því það kemur upp í Jarðabók Árna Magnússonar. Það var búið í þessu fram yfir 1935, að vísu var farið að nota það sem verbúð þá. En þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Jón Jónsson og Maren Jónsdóttir. Maren var systir Sæmundar á Járngerðarstöðum og Einars Jónssonar í Garðshúsum og sonur þeirra var Gísli í Vík. Framar höfum við grænan blett fram í kantinn. Þar stóð hús sem hét Kvíghús. Gömul kona, Steinþóra Einarsóttir, sagði mér að hér hafi verið búið, en flutt var úr því er sjórinn var farinn að ganga að því. Hér utar á þessum græna hól var timburhús, Akurhús, en það tók af með öllu í flóðinu 1924. Það fór hér upp á tún í heilu lagi. Krakkarnir týndu hér karfa og keilu eftir á og meira að segja undan húsinu. Hér bjuggu Valgerður og Páll, mesta dugnaðarfólk, og af þeim eru komið margt fólk. Eftir þetta byggðu þau annað hús uppi í plássinu; Pálshús.
Í miðju túninu handan við veginn stóð hús, Eiði. Faðir minn, Þorvaldur, og móðir mín, Stefanía, byggðu þetta hús í stríðslokin Fyrri heimsstyrjaldar. Þau bjuggu þarna um nokkurra ára skeið. Þar var fyrsta símstöðin. Móðir mín undi ekki hag sínum þarna allt of vel eftir einhvern draum sem hana dreymdi svo þau byggðu annað hús á Járgerðarstöðum og fluttu þangað. Í flóðinu 1924 varð að bjarga fólkinu út um loftgluggann. Húsið var í byggð fram yfir 1950 en þá var það rifið seint á 5. áratugnum.“
„Framar er húsaþyrping. Neðar er gömul bryggja, brotin í sjó. Athafnasvæðið hefur færst frá þessum stað. Tómas á héðan margs að minnast. Oft hefur verið hér meira um manninn.“
Hér var mikið líf og fjör í minni bernsku og raunar mikið lengur, allt fram í seinni heimsstyrjöldina. Þá fór öll sjósókn hér fram hér frá þessum vörum sem viðhorfum hér fram á. Bryggjan var byggð um 1930 og síðar. Lendingin var áður hér til hliðar, beggja vegna þessarar bryggju. Klöpp liggur undir bryggjunni. Skipin voru sett niður og tekin upp morgna og kvölds með handgerðum spilum þegar farið var að róa. Þetta var erfitt verk. Þessi svæði sem við horfum á hér í kringum okkur eru gömlu skiptivellirnir. Þá var fiskur færður hér upp á skiptivöll og honum var skipt milli skipshafna og það var kallað að skipta í fjöru og hver skipverji gerði að sínum hlut. Maður var stundum sendur niður í fjöru til að fylgjast með þegar skipin komu og hve margir seiluðu. Þegar við gátum sagt frá því þegar við komum heim gat fólkið reiknað út hver mikið aflaðist. Síðan var allt borið upp á bakinu allt fram til 1930 og skipt hér eins og ég greindi frá áðan.
Þá voru fleiri og erfiðari handtökin við fiskinn en hér áður.
Húsin voru mest fiskverkunarhús og verbúðir. Sumt er farið en sumt er enn í gamla forminu. Eitt höfum við hérna, en það er gamla búðin, verslun Einars í Garðhúsum. Hann verslaði þar í mög ár. Verslunin var eins konar samkomustaður þegar landlegur voru, hér fór fram fréttaflutningur og menn stóðum í vomum, þ.e. menn stóðu og biðu ef þannig var veður. Einar umbar þetta allt ákaflega var og var oft hrókur alls fagnaðar. Einar var einskonar plásskóngur, svipmikill maður, stór í skapi, en frá barnæsku voru samskipti mín við hann ákaflega góð. Hann bauð alltaf góðan daginn. Þegar ég átti seinna viðskipti við hann byggðist það á gagnkvæmu trausti. Þegar verkalýðshreyfingin kom sterk inn og gat ekki komist hjá því að átök og sviptingar ættu sér stað.
Í svona litlu byggðalagi og fámennu fór ekki hjá því að í verkalýshreyfingunni tóku þátt menn sem Einar hafði lánað og stutt. Einari tók að sárt að sumir urðu forystumenn í hreyfingunni. Bein átök voru þó aldrei, en viss ágreiningsatriði komu upp á meðn þetta var að ganga yfir og stormar fóru yfir byggðalagið, en þetta hefur allt sléttast út og eru afkomendur hans ágætisfólk.
Hér neðar er vik í fjöruna. Þetta vik heitir Staðarvör. Hér mun Brynjólfur biskup Sveinsson og kannski fleiri gert út og ráðið ríkjum á stóljörðinni. Og akkúrat hér, 3-4 metra frá okkur, man ég eftir gömlum húsatóftum og var mér sagt að það væru gömlu búðartóftirnar frá vermönnunum sem Brynjólfur biskup hafði, en það er kunnugt að það henti geysilegt slys árið 1602 á þorranum þegar þessar skipshafnir voru að koma hingar til vetrardvalar til sjósóknar að þá fórst Skálhólsskipið með allri áhöfn hér út af Hópsnestánni. Þar með lauk stórskipaútgerð Skálholtsstóls héðan, en útgerð hélt áfram héðan og frá Selatöngum og víðar.
Við kirkjuna má sjá röð af gömlum húsum. Kirkjan var flutt frá Staðarhverfi árið 1909. Tvö húsanna voru í byggð hér áður fyrr, þ.e. Akrahóll og Akrakot. Í Akrahól bjó á þessum tíma Sigurður Árnason og Gunnhildur Magnúsdóttir með börnum sínum sem voru þá öll ung en eru nú öll búsett hér í Grindavík. Sigurður var sérstæður persónuleiki. Hann var mjög glaður og var einn af þeim mönnum sem gat gengið inn á hvert heimili hér án þess að banka. Gunnhildur var stór og myndarleg kona. Í Akrakoti bjó Magnús Guðmundssom, bróðir Tómasar afa míns á Járngerðarstöðum. Kona hans hét Þóra. Magnús þótti sérstök týpa, þurfti alltaf að tala mikið við unglinga og börn og sérstaklega við skepnur, allt í góðum tón.
Austan við kirkjuna standa 4 hús með nýstísku númerum. Þetta eru Litla-Gimli og Stóra-Gimli, Templarinn og Vorhús. Á Litla-Gimli bjó Helgi Elíasson. Hann var barnakennari, reyndar fyrir mína tíð. Kona hans var Elín Eyjólfsdóttur, dóttir Vilborgar og Eyjólfs í Krosshúsum. Þau áttu eina dóttur, Vilborgu, sem nú býr á Járngerðastöðum. Á Stóra-Gimli bjuggu Hallbera og Árni. Þau voru orðin gömul þegar ég var ungur. Raunverulega bjuggu hér Ólafur Árnason og Gunnhildur Pálsdóttir. Gunnhildur var frá Akurhúsum, sem tók af og getið var um hér áðan.
Handan við götuna eru Vorhús. Fyrir mitt minni bjuggu Guðmundur og Sigurveig, en í mínu ungdæmi bjuggu hér Ráðheildur Guðjónsdóttir, dóttir Guðjóns á Hliði, og Sigurgeir Jónsson frá Hrútarfirði, elskulegt fólk. Sigurgeir var stór og mikill og átti einsklega gott með að umgangast fólk. Börn þeirra eru ákaflega dugandi fólk hér í byggðalaginu.“
Heimild:
-rúv – Jökull Jakobsson, Gatan mín – viðtal við Tómas Þorvaldsson 3. mars 1973.
Grindavík.
Kálfatjörn – letursteinn (A°1790)
Árna Óla fjallar um leturstein í bók sinni „Strönd og Vogar“ (1961) í hlaðinni brú gamla Kirkjuveginum vestan Kálfatjarnar (bls. 230-232). Þar segir hann m.a.: „Fyrir sunnan eða vestan Kálfatjörn er farvegur, sem nefnist Rás…
Kirkjubrúin við Kálfatjörn.
Yfir Rásina hefur verið hlaðin göngubrú úr grjóti, svo að menn gæti komizt þar yfir þurrum fótum. Sjálfsagt hefir brú þessi fyrst og fremst verið gerð sem kirkjuvegur, enda var hún oft farin allt fram að þeim tíma er þjóðvegurinn kom. En svo mjó er brúin, að ólíklegt er, að hægt hafi verið að bera líkkistu þar yfir. – Á einn allstóran stein í brú þessari er höggvið ártalið 1790, og má telja víst, að brúin hafi verið gerð það árið. Má þá vera að Bjarni Eyjólfsson hafi líka höggvið þetta ártal“ (sjá: Stóra-Knarrarnes – letursteinn).
Kálfatjörn – letursteinn í brúnni.
FERLIR skoðaði nefndan ártalsstein í brúnni. Hún hefur greinilega verið hluti af gamalli götu frá Kálfatjörn að vesturbæjunum og öfugt. Gengið er yfir brúna suðaustan við Hlið, um garðana þar. Svo virtist sem letursteinnin geti verið „hornsteinn“ í brúna, en einnig hefur verið talið að steinninn hafi síðan verið notaður sem „skósteinn“, þ.e. kirkjugestir hafi skipt þar um skó á leið sinni að og frá kirkju; farið þar í betri skóna og úr þeim aftur að lokinni messu. Sambærileg frásögn er til um „skóstein“ eða „skóklöpp“ við Strandarkirkju, nánar tiltekið við gömlu kirkjugötuna að Vogsósum. Enn sést móta fyrir þeirri götu, auk þess sem hún er vörðuð vestan „Strandargarðs“ eða „Fornagarðs“, eins og hann hefur jafnan verið nefndur í seinni tíð. Talið er að garðurinn sé frá því um 1000.
Ártal í steini á Kirkjubrú Kálfartjarnarkirkju.
Ártalssteinninn í gömlu brúnni við Kálfatjörn virðist, ef vel er að gáð, hafa áletrunina A° 1790. Svo er að sjá að næst aftasti tölustafurinn sé 9 og virðist hann greinilegur og, ef vel er gaumgæft, vera stærri en hinir.
Þarna utan garðs á Kálfatjörn er því að finna enn eina fornleifina á Reykjanesskaganum.
Áhugavert væri að gera uppdrátt af öllum minjum á Kálfatjarnarsvæðinu og staðsetja hann síðan á aðgengilegum stað á svæðinu.
Kirkjubrúin við Kálfatjörn.
Fornleifar – um hvað eru þær heimildir?
Eftirfarandi er úr grein Orra Vésteinssonar er birtist í Lesbók MBL laugardaginn 3. mars árið 2001:
Í Stakkavíkurseli eldra.
„ÖLLUM fornleifum fylgir sá kostur að þær eru áþreifanlegar og ótvíræðar að vissu marki. Rituð heimild getur verið tilbúin eða ýkt, en sverð er sverð og spjót er spjót, hvorki meira né minna,“ sagði Kristján Eldjárn í lokaorðum rannsóknar sinnar á íslenskum kumlum og haugfé árið 1956. Það er ekki laust við að það hlakki aðeins í Kristjáni, og í þessum orðum má sjá yfirlýsingu um að fornleifar séu – vegna áþreifanleika þeirra – betri heimildir um fortíðina en ritheimildir. Kristján átti að vísu aðeins við að spjót og sverð frá víkingaöld væru betri heimildir um spjót og sverð frá víkingaöld heldur en ritheimildir frá miðöldum sem geta um slík vopn. Gripurinn er betri heimild um sjálfan sig en lýsing á honum. Sjálfur taldi Kristján að fornleifar gætu ekki orðið undirstaða sjálfstæðrar söguritunar – þær gætu aldrei orðið annað en hjálpargögn til nánari útskýringar sagnfræðilegum álitamálum.
Hrísbrú – fornleifauppgröftur.
En til hvers grafa menn þá eftir fornleifum og hætta lungum sínum við að handfjalla þær á rykugum söfnum? Hvað er vert að vita um sverð og spjót víkingaaldar annað en það sem fram kemur í ritheimildum: að þau voru til og notuð til að drepa menn? Þurfum við gripinn sjálfan til að skilja það?
Menn hafa fyrir löngu komist að því að af fornleifum er hægt að draga ályktanir um ýmislegt annað en þær sjálfar. Það er að segja sverð er ekki bara sverð það er líka afurð ákveðinnar tækni, járnvinnslu og járnsmíða, það er verslunarvara og það getur falið í sér tákn um hugmyndafræði, stéttaskiptingu eða áhuga á ofbeldi til dæmis. Eitt stakt sverð getur gefið okkur ýmislegt til kynna um þessi atriði en mörg sverð frá löngum tíma og stóru svæði eru heimildasafn sem felur í sér möguleikann á sjálfstæðri söguritun.
Herdísarvík – stoðhola í elstu bæjartóftinni.
Á 19. öld áttuðu menn sig á því að í fornleifum væru faldar heimildir um liðna tíð og vildu sporna við því að þær væru bræddar niður af fjárplógsmönnum eða að þær yrðu arinskart smekklausra minjagripasafnara sem ekkert skynbragð báru á íslenska sögu eða menningu. Heimildagildi fornleifa má telja að hafi verið álitið tvennslags á 19. öld. Annars vegar var mikill áhugi á fornleifum sem höfðu verið eign eða á einhvern hátt tengdust frægum einstaklingum – margir vildu finna öxina Rimmugígi, einn fann steininn sem Ingjaldsfíflið var bundið við og skyr Bergþóru var rannsakað af færustu efnafræðingum Kaupmannahafnarháskóla. Þessi áhugi er auðvitað enn við lýði og er skemmst að minnast leitar að höfuðbeinum Egils Skallagrímssonar. Okkur finnst líka sjálfsagt að geta skoðað skrifpúlt Jóns Sigurðssonar á Þjóðminjasafninu. Ef við leiðum hugann að því þá er auðvitað ólíklegt að það að geta horft á og jafnvel stolist til að snerta þetta skrifpúlt auki skilning okkar á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga eða kjörum íslenskra fræðimanna í Kaupmannahöfn á 19. öld. Gildi skrifpúltsins er fyrst og fremst tilfinningalegt – það færir okkur nær sögupersónunni og tíma hans og er jafnframt tákn fyrir heilmikla sögu sem sögð er á bókum og skiptir okkur máli.
Kristján Eldjárn.
Hin hliðin á heimildagildi fornleifa sem þróaðist á 19. öld var af sama meiði en snerist ekki um einstaklinga eða atburði heldur um meira abstrakt hugmyndir, um þjóðfélagsskipan, efnahagsástand, verslunarsambönd og þess háttar.
Fyrir Kristjáni Eldjárn var haugfé ekki heimild um einstaklinginn sem átti það heldur um tímasetningu landnáms og kristnitöku. Það var jafnframt tákn fyrir ákveðið tækni- og menningarstig, um heiðni og víkingaöld, og skýr vísbending um þjóðerni landnámsmanna. Um miðja 20. öld hafði akademísk fornleifafræði þróast frá einfaldri þróunarhyggju þar sem forngripum var raðað í tímaröð til að sýna fram á framþróun mannsins frá apa til séntilmanns, í átt að því sem kalla má menningarfornleifafræði. Menn höfðu komist að því að mannskepnan hafði ekki þróast í takt um alla jörð, heldur voru einstakir hópar mislangt á veg komnir á mismunandi tímum. Fornleifafræðingar fóru þá að leggja áherslu á að skilgreina þessa hópa, safn gripa með ákveðin einkenni sem finnast á sama svæði á sama tímabili, og túlkuðu slík söfn sem mismunandi þjóðir eða samfélög.
Langhús – eldaskáli.
Fornleifafræði sem fæst eingöngu við að sanna eða afsanna það sem fram kemur í ritheimildum getur aldrei orðið mjög frjó. Hún verður í besta falli myndskreyting, uppfyllingar- og ítarefni sem gerir söguritið skemmtilegra, hjálpar lesandanum að sjóngera fortíðina en breytir í raun litlu um skilning hans á henni. Það er hins vegar á þessu plani sem fjölmiðlar fjalla um fornleifafundi og í huga almennings er það þetta sem fornleifafræðingar gera – þeir finna bæ Ingólfs og atgeir Gunnars og virðist engan hneyksla þótt tugum milljóna sé eytt í slík verkefni. Nú stendur yfir uppgröftur við Aðalstræti í Reykjavík og þar hafa meðal annars verið grafnar fram leifar Innréttingahúsa frá seinni hluta 18. aldar. Ein fyrsta fréttin sem greindi frá þessum uppgrefti nú í janúar fjallaði að stórum hluta um stétt sem verið hefur í húsaporti milli þriggja samtengdra Innréttingahúsa. Það sem blaðamanninum fannst merkilegt var að stéttin skyldi vera þarna – það dugði honum, og sennilega lesendum hans, að fundist hefði mannvirki sem hægt er að benda á og segja: „svona var umhorfs á Innréttingatímanum í Reykjavík – þarna gæti Skúli Magnússon hafa gengið um. Á sama plani væri svo sagnfræðingurinn sem tæki ljósmynd af stéttinni og setti hana í bók sína um sögu Innréttinganna til að brjóta upp textann eins og það er kallað.
Höggstokkur 1830.
Fyrir fornleifafræðing hefur stéttin í Aðalstræti 14 svipað gildi og einhver tiltekin setning úr miðri Íslendingasögu. Setningin ein og sér er takmörkuð heimild – af henni má kannski draga einhvern lærdóm eða fá innsýn inn í miðaldaheiminn en gildi hennar liggur fyrst og fremst í því að vera hluti af heild.
Þetta snýst því að hluta til um mælikvarða – það sem gestur sér eða er mest áberandi í fornleifauppgrefti er ekki endilega hinar merkingarbæru einingar sem fornleifafræðingurinn fæst við. Fyrir honum er uppgröfturinn allur eins og bók – og ekki frekar en að sagnfræðingur getur tjáð sig af mikilli speki um heimildirnar sem hann fæst við fyrr en hann er búinn að lesa þær þá getur fornleifafræðingurinn oft lítið sagt sem heyrir til stórtíðinda í fortíðarbransanum fyrr en hann hefur lokið við uppgröft sinn.
Fornleifafræðingar nota málmleitartæki.
Um og upp úr 1960 uppgötvuðu fornleifafræðingar að til væru aðrar hliðar á fortíðinni en þær sem ritheimildir segja frá. Þá átti sér stað heilmikið uppgjör við menningarfornleifafræði eins og þá sem Kristján Eldjárn er fulltrúi fyrir og ungir og reiðir fornleifafræðingar – einkum í Bandaríkjunum – höfnuðu hinni sagnfræðilegu orðræðu fornleifafræðinnar og vildu byggja sér sjálfstæða orðræðu. Þessi stefna, sem kölluð er Nýja fornleifafræðin eða prósessúal fornleifafræði, sótti styrk sinn til tölfræði, félagsvísinda og landafræði. Listfræðilegum aðferðum og unun góðra gripa var kastað fyrir róða og í stað þess var hafist handa við að búa til lýsingar á horfnum samfélögum sem byggðust á mælingum, vegalengdum, fjölda eða þyngd gripa og innbyrðis afstöðu þeirra. Það er einföldun, en segja má að samhengi fornleifanna, bygginga eða gripa, hafi fengið merkingu þar sem áður var aðeins spáð í þær sem einstaklinga. Þessar nálganir hafa reynst frjóar og skilningur manna á forsögulegum samfélögum hefur aukist gríðarlega.
Gangabær.
Og lesendum þarf ekki að koma á óvart að þar sem til varð prósessúal fornleifafræði þá er nú komin póst-prósessúal fornleifafræði, en hún hafnar kerfisáráttu og talnagleði forvera sinna og leggur áherslu á túlkun og hinar huglægu breytur í mannlegu samfélagi.
Lítil merki hafa sést um þessa þróun á Íslandi, enda hefur ekki verið sama þörf á nýjum aðferðum hér þar sem við höfum þegar ágæta mynd af fortíð lands og þjóðar byggða á ritheimildum. Íslenskir fornleifafræðingar hafa fyrst og fremst fengist við að finna svör við sagnfræðilegum spurningum, fylla út í hina sagnfræðilegu mynd og framleiða myndefni. Þeir hafa sýnt furðulega lítinn áhuga á að búa til sjálfstæða orðræðu um fyrstu tvær aldir Íslandssögunnar – sem þó er forsögulegur tími og nokkuð ljóst að aðrar heimildir en fornleifar eru ekki líklegar til að bæta við þekkingu okkar um hann – og ekki sýnt minnstu tilhneigingu til að búa til sjálfstæða orðræðu fornleifafræði hins sögulega tímabils eftir 1100.
Torfbær.
Meðal hefðbundinna verkefna íslenskra fornleifafræðinga er að velta fyrir sér þróun íslenska torfbæjarins. Það er að segja hvað olli því að íveruhús manna breyttust smátt og smátt frá einföldum skálabyggingum til gangabæja með mörgum litlum herbergjum? Það er nokkuð samdóma álit þeirra sem um þetta hafa fjallað að í þessari þróun megi sjá merki um hnignun, einkum í hinum síðari stigum hennar, og hafa menn jafnvel reynt að tengja þessa þróun við hag þjóðfélagsins á sviðum eins og verslun og sjálfstæði; stór og einföld hús eru þá á tímum sjálfstæðis og frjálsrar verslunar en húsin minnka og skiptast meira niður eftir því sem stjórn landsins og verslun við það kemst meira og meira í hendur útlendinga. Ástæðurnar fyrir þessari þróun húsagerðar sem helst hafa verið nefndar eru annars vegar kólnandi veðurfar á síðmiðöldum og fram yfir 1800 og hins vegar þverrandi aðgangur að góðu byggingarefni. Meiningin er þá sú að menn vildu hafa byggt sér stóra og einfalda skála en bara gátu það ekki vegna ytri aðstæðna og urðu að láta sér nægja þrönga torfkofa í staðinn. Síðan hefur það farið eftir því hvort menn eru hallari undir vistræðilegar eða efnahagslegar skýringar á harmsögu þjóðarinnar hvora orsökina menn telja mikilvægari.
Einföld bæjarhús.
Fyrsta viðbragð prósessúal fornleifafræðings við slíkum hugmyndum væri að spyrja hvort þær ættu í raun við rök að styðjast. Hann myndi fara með reglustiku og mæla út flatarmál allra þessara bæja frá mismunandi tímum. Hann myndi þá komast að því að stórir gangabæir frá því eftir siðaskipti eru síst minni að flatarmáli en hinir stóru skálar landnámsaldar. Rýmið er raunar í mörgum tilvikum mun meira í gangabæjunum – því er bara skipt meira niður. Prósessúal fornleifafræðingurinn er hallur undir félagsfræðilegan þankagang og myndi í framhaldi af þessu spyrja hvort ekki væri nær að líta á þessa þróun sem merki um ákveðna aukningu lífsgæða. Það er snyrtilegra og skipulegra að aðgreina rými fyrir geymslu, svefn, eldamennsku, vinnu og gestamóttöku en að hafa þetta allt í einu herbergi – innan um húsdýrin jafnvel.
Garðabær – Hofsstaðir fyrrum…
Póst-prósessúal fornleifafræðingurinn gæti hugsað sér að líta á þessa þróun táknrænt. Til dæmis þannig að samfélagið hafi verið flóknara á 16. öld en á þeirri 10. og að það endurspeglist í því hvernig menn raða niður híbýlum sínum. Hann gæti hins vegar líka bent á að viðtekinn heimilishiti er afstæður, hann er menningarleg breyta. Það hlýtur að hafa verið kalt í stóru skálunum á Hofstöðum, Skallakoti eða Ísleifsstöðum og breytir litlu þótt það hafi verið einni gráðunni heitara að meðaltali á landnámsöld. Kannski fóru menn að gera auknar kröfur um meiri hita á heimilum, kröfur um aukin þægindi – og gætu þær hafa verið alveg óháðar hitasveiflum í náttúrunni – sem leiddu til þess að híbýlum var breytt þannig að þau héldu betur hita. Það má jafnvel túlka þetta sem tákn um velmegun – áherslur á lífsþægindi af þessu tagi koma yfirleitt ekki upp á yfirborðið nema í samfélögum þar sem afkoman er trygg og menn öruggir um sinn hag.“
-Lesbók – laugardaginn 3. mars, 2001
-Orri Vésteinsson
Handrit.
Kolhólsleið – Gjáarrétt
Hér er úrdráttur af lýsingu Kolhólsleiðar í Áföngum, ferðahandbók hestamannsins: „Við ríðum út úr hesthúsahverfi hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og stefnum ti austurs. Farinn er slóði. sem myndast hefur á síðustu árum norðanvert í Hnoðraholti. Liggur hann að tveimur sérkennilegm hólum, nyrst og austast í Hnoðraholti. Hólar þessir heita Hádegishólar og eru gamalt eyktarmark frá Fífuhvammi.
Bærinn í Fífuhvammi blasti við af leiðinni að Hádegishólum. Hús voru þar að falli komin og voru rifin um mitt sumar 1982. Í Fífuhvammi hafði ekki verið búið frá því 1953. Þar var fyrrum allstórt kúabú. Voru þar tólf kýr í fjósi, sem þótti mikið. Kópavogskaupstaður keypti Fífuhvammslandið. Áður hét bærinn Hvammkot.
Nokkru fyrir sunnan og vestan Fífuhvamm, en neðan og til norðurs við Hádegishóla, voru gömul fjárhús, sem voru rifin sumarið 1983.
Farið er um Leirdal. Að austan og norðaustan takmarkast dalurinn af miklum hálsi, sem heitir Selhryggur. Um hann voru landamörk milli býlanna Breiðholts og Fífuhvamms.
Ef vel er að gáð má sjá tóftir nokkuð uppi í hlíðinni á hægri hönd. Þetta eru gamlar fjár- og beitarhúsatóftir frá Fífuhvammi. Þar var síðast haft fé í tíð Þorláks Guðmundssonar (1834-1906). Fyrir miðjum Selhrygg að austanverðu og í landi Breiðholts hétu Selvellir. Þar var vatn og trúlega selstaða. Ekki er okkur kunnugt um hverjir hafa haft þar í seli. Í Jarðabók 1703 er hvorki talað um selstöðu í landi Hvammkots, nú Fífuhvamms, né í landi Breiðholts. Svæði þetta er komið undir byggð og verður því tæpast kannað héðan af.
Í Efri-Leirdal, í vesturtagli Vatnsendahvarfs, er Markasteinn. Í hann eru klappaðir verklegir járnkengir. Girðingarvír hefur verið strengdur í þessa kengi. Kengina festu að öllum líkindum í steininn þeir bræður í Fífuhvammi, Kristján og Guðmundur, skömmu fyrir 1940. Sáttargerð fá 1923 bendir til þess að Vífilsstaðir eigi land að steininum eða jafnvel norður fyrir hann.
Við ríðum upp á Flóttamannaveg og yfir hann til suðurs, norðaustanvert við Kjóavelli. Þaðan er fylgt ruddum bílevgi til austurs, norðan í Vatnsendahlíð og framhjá nokkrum sumarbústöðum, sem þar eru. Haldið er áfram þar til kemur á vegm sem liggur meðfram Elliðavatni vestanverðu. Vesturströnd vatnsins, norðanvert við Vatnsendahlíð, heitir Laxatangi. Áður en stífla var sett við Elliðavatn 1924-1925 vegna virkjunarframkvæmda í Ellðaánum, en þá hækkaði vatnsborðið að meðaltali um rúmlega einn metra, var þarna lítill tangi út í vatnið.
Á Hjallabrún er komið á Hjallaleið á stuttum kafla. Þegar komið er upp á Hjallabraut, sem er akvegur um þvera Heiðmörk, er Strípshtraun framundan til suðurs. Fremst í Strípshrauni austanverðu, mjög nærri bílveginum og til austurs við okkur, rís einstakur hraundrangur eða klettur, sem nefnist Strípur. Tekur hraunið nafn af honum. Um Stríp voru landamerki milli Vatnsenda og Elliðavatns.
Riðið er um Heykrika og áfram að Kolhól. Þegar komið er að reiðhliði á Heiðmerkurgirðingunni verður fyrir við hliðið lítil hlaðin rétt eða aðhald í hraunbrúninni. Það gerði Guðmundur Magnússon í Engjabæ í Laugardal í Reykjavík árið 1949. Í réttinni má auðveldlega byrgja tíu hesta með því að loka með vír og grindum í girðinguna til norðurs.
Við Kolhól er Kolhólskriki. Nöfnin benda óneitanlega til þess að þar hafi verið stunduð kolagerð. Heimildir eru um mikla kolagerð í löndum Vatnsenda og Elliðavatns fyrr á öldum og jafnframt að nærri hafi verið gengið landinu.
Hinn mikilfenglegi gígur Búrfells blasir við. Við sneiðum því næst niður Búrfellsháls og niður á Garðaflatir. Flatir þessar eru allstórar og ná nokkuð norður með hraunbrún, sem liggur að Búrfellsgjá að austanverðu. Austanvert við flatirnar er mjög skammt í girðingu á vesturmörkum Heiðmerkur. Ólafur Þorvaldsson getur um útisamkomur á Garðaflötum.
Þá er haldið í Búrfellsgjá að Gjáarrétt.“
Heimild:
-Áfangar – ferðahandbók hestamannsins, 1986 – Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson.
Vegalengdir á Reykjanesi – niðurstaða rannsókna
Einn liður rannsóknanna var að mæla fjarlægðir frá vegi í áhugaverðustu útivistarsvæðin. Þær reyndust vera frá 3 metrum upp í 3 km, eftir því hvaðan farið var.
Reykjanesskagi.
Leiðin frá Grindavík til Reykjavíkur er 51 km. Við athugun kom í ljós að sama leið frá Reykjavík til Grindavíkur reyndist einnig vera 51 km. Erfitt er að byggja niðurstöður rannsókna á einni niðurstöðu, m.a. vegna hugsanlegra efasemda um áreiðanleika, svo ákveðið var að sannreyna aðrar vegalengdir á Reykjanesi. Þær reyndust staðfesta fyrri niðurstöðu. Þannig reyndist fjarlægðin milli Keflavíkur og Reykjavíkur vera sú sama og á milli Reykjavíkur og Keflavíkur (48 km). Vegalengdin til og frá Reykjavík og Sandgerðis reyndist í báðum tilvikum vera 55 km. Til að taka af allan vafa var ákveðið að mæla vegalengdina milli staða, sem fólk nýtir sér sjaldnar, þ.e. Keflavíkur og Grindavíkur. Reyndist hún vera 23 km, sama í hvora áttina var farið.
Hafnir.
Ef farin var leiðin um Hafnir kom í ljós að 39 km skyldu þar á millum. Jafnvel var talið að vegalengdirnar fram og til baka þá leiðina gæti verið misvísandi vegna malarvegarins á hluta leiðarinar, en það virtist ekki hafa áhrif á niðurstöðuna, þrátt fyrir 9 tilraunir. Á sama hátt reyndist vegalengdin frá Reykjavík til Grindavíkur um Krýsuvíkurveg vera 62 km, í sama hvora áttina var farið.
Heildarniðurstaðan af þessari umfangsmiklu rannsókn er sú að óvíða er styttra frá Reykjavík til áhugaverða staða hér á landi en einmitt á Reykjanesinu – og heim aftur. Vegalengdir eru ekki meiri en svo að hver og einn ætti að geta farið nestislaus að heiman og skoðað sig um án þess að óttast að verða hungurmorða á ferðalaginu. Ef svengdin kveður að eru víðast hvar bæði söluturnar og betri veitingarstaðir með tiltölulega stuttu millibili.
Ef lagt er í lengri ferðalög um svæðið, t.d. að morgni, er fátt sem getur komið í veg fyrir að viðkomandi komist heim að kveldi – hvílt sig og sofnað í eigin rúmi.
Grindavíkurvegur.
Járnbrautarvegur í Hafnarfjarðarhrauni
„Merkilegar hleðslur eru enn sjáanlegar í hrauninu suðvestur af Flötunum, handan við Hraunsholtslækinn, sem heitir reyndar Vífilsstaðalækur örlítið ofar þar sem hann renndur úr Vífilsstaðavatni.
Þessar hleðslur vitna um vegasögu okkar og hægt er að aldursgreina þær nákvæmlega því þarna voru vinnuflokkar að störfum fyrri hluta árs 1918 á sama tíma og mikil harðindi með frosthörkum gengu yfir landið og atvinnuleysi var í sögulegu hámarki.
Þegar leið á fyrri heimsstyrjöldina fór að gæta atvinnuleysis víða á landinu. Fiskveiðar og fiskverkun drógust saman þar sem erfiðleikum var bundið að koma aflanum í verð. Kuldar voru miklir en aldrei hafði annað eins frost komið og frostaveturinn mikla árið 1917-18. Nauðþurftir voru af skornum skammti og yfir vetrarmánuðina þegar kaldast var gengu fullhraustir karlmenn um göturnar í von um að geta snapað vinnu stund og stund.
Ríkisstjórnin ákvað haustið 1917 að veita sveitastjórnum dýrtíðarlán úr landsjóði til að ráðast í framkvæmdir svo að hægt væri að ráða atvinnulausa fjölskyldumenn í vinnu. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti í lok nóvember 1917 að taka lán til að vinna grjót í námunum í Öskjuhlíð til margvíslegra nota. Fyrsta lánið var veitt í nóvemberlok en í ársbyrjun 1918 var lánum úthlutað til sveitastjórna víðar á landinu. Bæjarstjórnir Hafnarfjarðar og Reykjavíkur fengu sameiginlega 65.000 kr. til að leggja nýjan veg frá Suðurlandsbraut við Sogamýri í Reykjavík að Lækjargötu í Hafnarfirði. Að auki var 25.000 kr. lán veitt til kaupa á mulningsvélum og mótor til að brjóta niður stórgrýti.
Nýskipaður landsverkfræðingur Geir G. Zoega sem tók við af Jóni Þorlákssyni í febrúar 1917 kynnti sér hvar best væri að leggja veginn og mældi út fyrir honum.
Vegurinn átti að vera 7 metra breiður þannig að hægt væri að leggja járnbrautarteina á eystri hluta hans en vestari hlutinn var ætlaður almennri umferð ökutækja og reiðmanna. Vegurinn átti að sveigja út af Suðurlandsveginum í Sogamýri, skammt frá Elliðavogi og liggja líkt og Breiðholtsbrautin er nú, vestan Blesugrófar upp að austurenda Digraneshálsins, skammt austan við bæinn Digranes. Þar átti hann að fylgja gömlum götum að Kópavogslæk á móts við Fífuhvamm. Síðan átti hann að liggja um mýrina að Nónskarði syðst í Arnarneshálsi á milli Nónhæðar og Hnoðraholts nánast á milli núverandi Búða- og Byggðahverfa í Garðabæ, ekki langt frá Karlabraut. Vegurinn átti þessu næst að fara yfir Arnarsneslæk og um Dýjakróka sem Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði kallaði Kringlumýri.
Þaðan var honum ætlað að fara um Bjarnarkrika í suðvesturhorni Vetrarmýrar undir Hofstaðaholti sunnanverðu að Vífilsstaðalæk. Handan hans var vegurinn lagður suðaustan við Miðaftanshól í stefnu á melinn norðan Setbergshamars. Þar átti hann að liggja yfir Kaplakrikalæk í áttina að Sjávarhrauni framhjá þeim stað þar sem Sólvangur er nú og þaðan niður á Hörðuvelli. Þar átti vegurinn að tengjast Lækjargötu en síðan var ætlunin að leggja veg um Almenning á milli Móhálsa og suður með ströndinni um Selvog í Árnessýslu.
Verkið hófst 1. febrúar 1918 og var skipt í tvennt. Hófust verkamenn handa í Sogamýri þennan dag en þeir áttu að leggja veginn suður að Nónhæð, en Hafnfirðingar sem byrjuðu saman dag áttu að leggja veginn frá landamerkjum Fífuhvamms og Arnarness við Nónskarð að Lækjargötu í Hafnarfirði.
Vinna Hafnfirsku verkamannanna hófst við Miðaftanshól í Vífilsstaðahrauni, sem þá var aldrei kallað annað en Svínahraun. Sigurgeir Gíslason vegavinnuverkstjóri stjórnaði veglagningunni yfir hraunið í áttina til Hafnarfjarðar, en vinnuflokkur sem Jón Einarsson stjórnaði hélt í austurátt og hófst handa á þeim stað þar sem Reykvíkingarnir ætluðu að enda á mörkum Garðahrepps og Seltjarnarneshrepps.
Báðir verkstjórarnir sem komu að málum Hafnarfjarðarmegin voru vanir vegavinnu, hvort heldur var í nágrenni Hafnarfjarðar eða úti á landi. Sigurgeir hafði stjórnað vinnu við flesta vegi í Hafnarfirði og næsta nágrenni, þ.á.m. þegar Hafnarfjarðarvegurinn var gerður vagnfær sumrin 1887 og 1888 og þegar Suðurnesjavegurinn (Keflavíkurvegurinn) var lagður 1904-1912. Þeir menn sem hann valdi í vinnuflokk sinn kunnu flestir til verka og voru vanir að hlaða grjótbrýr yfir hraungjótur og brjóta niður hraunkletta. Hann réð einnig unga og hrausta pilta til að bera grjótið og mulning á handbörum svo að hleðslumennirnir hefðu ætíð nægan efnivið til að moða úr.
Verkstjórarnir fengu 1 krónu á tímann í laun, en þeir sem voru næstir þeim fengu 90 aura á tímann. Venjulegir verkamenn voru með 75 aura á tímann. Kaupið var sæmilegt en vinnan var mjög slítandi og tók verulega á, sérstaklega í þessum mikla kulda. Það sem mestu máli skipti var að þetta var örugg vinna á meðan fjármagnið entist. Þar sem vinnustaðurinn var lengst uppi í hrauni langt frá allri mannabyggð varð mannskapurinn að vera vel mettur þegar lagt var af stað snemma að morgni. Vinnuflokkurinn hittist fyrir framan hús Jóns Einarssonar að Strandgötu 19 í bítið og síðan þræddi hópurinn sig eftir hraunstígum sem verkstjórarnir gjörþekktu upp eftir hrauninu að Miðdegishólnum.
Unnið var án áfláts til klukkan tólf en þá var gert hálftíma matarhlé.
Vinnan hófst aftur að því loknu og stóð til klukkan fimm síðdegis. Þegar aðeins var liðið á verkefnið var Sveinn Sigurðsson járnsmiður ráðinn til að skerpa og herða áhöld eins og járnkarla og fleyga. Hann flutti með sér einfalda smiðju til að sinna þessum starfa og var hún fyrst í stað undir berum himni. Ekki leið á löngu áður en vinnuskúr var fluttur upp í hraunið svo að Sveinn gæti sinnt sínu starfi í sæmilegu skjóli, þar sem það gat gustað hressilega og slyddað eða jafnvel snjóað enda var allra veðra von svo snemma árs. Þar kom að annað skýli flutt upp í hraunið og þar gátu vinnuflokkarnir matast til skiptis, en skúrinn var ekki stærri en svo að aðeins annar hópurinn komst þar fyrir í senn.
Vinnuflokkur Jóns Einarssonar náði að Miðaftanshól áður en verkinu var lokið og tók þá til við að aðstoða Sigurgeir og hans menn við vinnuna í hrauninu sem var erfiðari og seinfarnari en vinnan á holtunum og í mýrunum. Þegar fjármagnið var uppurið var þessari vinnu hætt og vegurinn var eins og sérkennileg lína fjarri allri mannabyggð og umferð, þar sem honum var aldrei lokið.
Er glæðast fór aftur um atvinnu gleymdist þetta verkefni og þegar í ljós kom að íslenska þjóðin hafði misst af járnbrautaröldinni féll þetta merka verkefni í gleymsku. Sáralítið er eftir af veginum, eingöngu sá hluti sem er sitthvoru megin við Miðaftanshól. Öðrum hlutum hans hefur því miður verið spillt svo gjörsamlega að það er engu líkara en þessi vegaframkvæmd hafi aldrei átt sér stað.“
Heimildir:
-Blaðagreinar frá 1898-1918.
-Frásögn Gísla Sigurðsson.
-Unnið af Jónatan Garðarssyni.
Skilti við Atvinnubótaveginn.
Hamrahlíð undir Úlfarsfelli
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Blikastaði í Mosfellshreppi segir m.a. um bæinn Hamrahlíð, sem nú er kominn í eyði:
Hamrahlíð – uppgröftur.
„Jörð í Mosfellssveit, uppl[ýsingar] gaf þar Helga Magnúsdóttir, húsfreyja þar á staðnum. Fjallið fyrir ofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er austan veginn.
Hamrahlíð – uppgröftur.
Þetta skarð heitir Kerlingarskarð, og eftir því, hve kvöldsett er, myndar skuggi klettanna karl eða kerlingu.
Neðan við þjóðveginn undir fjallinu og hitaveitustokkinn heitir Börð, og í þeim neðan þessa er klettahóll, sem sprengdur var burt og nefndur var Sauðhóll. Þar bjó huldufólk, og mýrin þar upp af, ofan við veginn, heitir Sauðhólsmýri. Efst í óræktaða landinu við afleggjarann heim að Blikastöðum stóð býli, sem hét Hamrahlíð. Þetta er utar og neðan við veginn. Þar nokkuð utar er svo beygja, sem nefnd var Alnbogi, og þar utar var önnur beygja á veginum, sem nefnd var Öxl.
Hamrahlíð – uppgröftur.
Þar neðar tók svo við nokkuð samfelldur flói niður að Blikastaðaá, og heim undir tún í þessari mýri eru þrír klettar (?) hólar, sem heita aðeins Hólar.“
Í athugasemdum og viðbætum Jónu Þorbjarnardóttur og Jóns Guðnasonar við handrit Ara má lesa eftirfarandi:
„Stórihnúkur er hæsta hæðin á Úlfarsfelli. Forarmýri nær frá ánni (Úlfarsá) upp að vegi. Hún var blaut, en nú búið að ræsa hana eitthvað. Kálfakotsgil, venjulega nefnt Gilið, en jörðin hét Kálfakot fram til um 1927.
Lambhagamelar eru fyrir ofan túnið í Lambhaga.
Úlfarsfell.
Skyggnir heitir hraunhóll eða hólbarð ofan við melana. Austur af honum er Leirtjörn upp að fjalli, mikið leirflag á sumrum, en á vetrum tjörn.
Milli Grafarholts og Reynisvatns er Leirdalur.
Hamrahlíð heita hamrarnir norðan í Úlfarsfelli, rétt við veginn.“
Ekkert er minnst á kotbýlið í athugasemdunum.
Sagan af brauðinu dýra
Guðrún Jónsdóttir.
Í Hamrahlíð bjó Friðrik nokkur sem sektaður var fyrir að stela kræklingabeitu og hýddur fyrir að stela dönskum spesíum. Þar bjó líka Jón hreppstjóri og dannebrogsmaður. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún Jónsdóttir vinnukona. Halldór Laxness gerði henni ógleymanleg skil í Innansveitarkróniku sinni og hún varð aðalpersóna í stuttri sögu hans: Sagan af brauðinu dýra. Samkvæmt henni lenti Guðrún í margra daga villum á Mosfellsheiði þegar hún var að sækja brauð fyrir húsbændur sína. Þótt svöng væri snerti hún ekki á brauðinu. Um ástæðu þess svaraði hún ungum Halldóri Laxness:
„Því sem manni er trúað fyrir því er manni trúað fyrir, segir þá konan,“ las Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu 1978.“
Uppgröftur fór fram á Hamrahlíð á árinu 2022 – sjá meðfylgjandi myndir sem og frásögn…
Heimildir:
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Mosfellshreppur; Blikastaðir – Ari Gíslason skráði.
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Úlfarsá, aths. og viðb. 1 – Mosfellshreppur; Samlesið G.Þ.G.
-https://www.ruv.is/frett/2022/10/26/kotbyli-grafid-upp-ny-byggd-vid-vesturlandsveg?term=fornleifa&rtype=news&slot=1
Hamrahlíð – uppgröftur.
Rauðhólar – leynileg stjórnstöð
Kristján Már Unnarsson skrifaði um Rauðhóla 15. nóvember 2022 þar sem Friðþór Eydal fjallar um falda leynilega stjórnstöð Bandaríkjahers í gígum hólanna:
Friðþór Eydal bendir á grunn ratsjármiðstöðvar Bandaríkjahers í Rauðhólum.
„Ein mikilvægasta herstöðin á Íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar var starfrækt í Rauðhólum. Stöðin var vel falin ofan í gervigígum og þaðan var loftvörnum Íslands stjórnað. Nánast ekkert hefur verið ritað um þessa starfsemi opinberlega.
Við höfum áður fjallað um malarnámið úr Rauðhólum. En það er önnur saga tengd hólunum sem er minna þekkt. Þar var nefnilega eitt leynilegasta og mikilvægasta hernaðarmannvirki stríðsáranna, falið ofan í gervigígum.
Ratsjármiðstöðin var í gígnum vinstra megin, fjarskiptamiðstöðin í gígnum hægra megin.
„Þessi staðsetning hérna var náttúrlega klárlega til þess að verja eða fela staðsetninguna fyrir loftárásum,“ segir Friðþór Eydal, höfundur bóka um umsvif hersins á stríðsárunum.
Þar má enn sjá grunna fjarskipta- og ratsjármiðstöðvar, sem Bandaríkjaher hóf að reisa árið 1942 og tók til starfa árið 1943, en miðstöðin var tengd ratsjárstöðvum hersins víða um land.
Ljósmynd bandaríska hersins úr stjórnstöðinni í Rauðhólum. Þar var tekið við öllum upplýsingum um ferðir þýskra flugvéla og fyrirskipanir sendar út til að mæta þeim.
„Það var þannig að Bandaríkjaher reisti ratsjárstöðvar víða um land og þær sendu tilkynningar til þessarar miðstöðvar hér í Rauðhólunum. Þaðan voru síðan send fyrirmæli til loftvarnastöðva í Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli þar sem loftvarnabyssunum var stjórnað og orustuflugsveitinni sem var á Reykjavíkurflugvelli. Þannig að hér var miðstöðin fyrir þetta kerfi,“ segir Friðþór.
Til er gömul ljósmynd úr Rauðhólastöðinni sem sýnir herforingja yfir landakorti, rétt eins og menn þekkja úr bíómyndum um stríðið.
-Þetta hefur verið bara nokkuð mikilvæg stöð og kannski ein sú þýðingarmesta á stríðsárunum?
-Mikil braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermennina en þegar leið á stríðið árið 1944 var stöðin flutt til Keflavíkurflugvallar. Braggabyggðin við Rauðhóla hýsti hermenn stöðvarinnar. Hægra megin sjást Elliðavatn og Elliðavatnsbærinn.
„Þetta var náttúrlega miðstöð loftvarnanna. Það er enginn vafi á því,“ svarar Friðþór.
-Það er eins og fólk viti lítið af þessu. Það er ekkert sérstaklega merkt hér hversu merkileg stöð þetta var?
„Nei, það hefur raunar lítið verið fjallað um þetta. Ég hef reyndar sagt frá þessum loftvarnaviðbúnaði í mínum bókum. En aðrir hafa nú ekki fjallað mikið eða skoðað þessa sögu neitt frekar,“ segir Friðþór.“
Heimild:
-https://www.visir.is/g/20222339498d/bandarikjaher-faldi-leynilega-stjornstod-i-gigum-raudhola
-Friðþór Eydal, höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi.
Herbyggingarnar voru hafðar í gígbotnum í vesturhluta Rauðhóla. Norðlingaholtshverfi í baksýn.
Rauðhólar – ekki Bretum um að kenna
Kristján Már Unnarsson fjallaði þann 14. nóvember 2022 um Rauðhóla ofan Reykjavíkur í þættinum „Um land allt„:
Loftmynd bandaríska hersins frá árinu 1946. Rauðhólar sjást neðarlega til vinstri, Rauðavatn efst í vinstra horninu. – U.S. AIR FORCE
„Friðþór Eydal er höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru. Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta.
Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar.
Örlög gervigíganna hafa löngum verið tekin sem dæmi um eitt fyrsta stóra umhverfisslysið á Íslandi. Það hefur verið viðtekin skoðun að breski herinn hafi eyðilagt Rauðhólana þegar hann fór að leggja Reykjavíkurflugvöll. Þessi saga er ekki allskostar rétt, miðað við athugun Friðþórs Eydals, sem ritað hefur bækur um umsvif hersins á stríðsárunum.
„Það var þegar hafin efnistaka hérna áður en herinn byrjaði á sínum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll,“ segir Friðþór. Borgin hafi áður verið byrjuð að nýta efni úr hólunum í gatnagerð.
Hermenn við malarnám í Rauðhólum. Herinn tók 95 þúsund rúmmetra úr hólunum.
„En efnið í Reykjavíkurflugvöll kom úr Öskjuhlíðinni, þar sem sprengt var út grjót, og úr sandgryfjunum í Fífuhvammi í Kópavogi. Og svo fylliefni héðan úr Rauðhólunum.“
Friðþór segir að herinn hafi skráð það sem kom úr Rauðhólum.
„Herinn tók 95 þúsund rúmmetra. Þeir skráðu það niður allt saman. Það er ekki meira en svo að ef við stöfluðum því upp í svona fimm metra hæð þá væri það ekki nema hundrað sinnum tvöhundruð metrar á kant.“
Þetta segir hann sjást vel á loftmynd sem bandaríski herinn tók skömmu eftir stríð, árið 1946.
„Þar sér eiginlega bara ekki högg á vatni.“
-Þannig að megnið af Rauðhólunum er tekið eftir stríð?
„Já.“
Svona lítur eystri hluti Rauðhólanna út í dag.
-Þannig að þetta er bara bæjarbúum sjálfum og borginni um að kenna hvernig Rauðhólarnir fóru?
„Já, já, væntanlega kannski að stærstum hluta. Því að hér var óheft efnistaka meira og minna fram á sjöunda áratug,“ segir Friðþór.“
Heimildir:
-https://www.visir.is/g/20222338971d
-Friðþór Eydal, höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi.
Í Rauðhólum.
Stóra-Knarrarnes – letursteinn (A°1704)
Í manntalinu 1703 er Bjarnir Eyjólfsson sagður búa að Stóra-Knarrarnesi, sem þá var einbýli.
Árni taldi sig loks hefa getað lesið eftirfarandi áletrun af steininum:
17 HVNDRVD SEIAST
AR SEN ÞO FIOGUR RI
ETT I VON SO ÞA CIORDE
SEM HIER STAAR SA HIET
BIARNE EIOLFSSON.
Gísli Sigurðsson í Minni-Knarrarnesi hafði heyrt þetta vers í æsku sinni (f. 1850-60). Vísan hafi verið svona:
17 hundruð segjast ár,
senn þó fjögur rétt í von,
svo þá gjörði sem hér stár
sá hét Bjarni Eyjólfsson.
Áletrun þessi mun því vera um 300 ára gömul. Árið 1707 bjó Bjarni þessi enn á Stóra-Knarrarnesi, skv. þinggjaldabók, og ekki er ólíklegt að hann hafi einnig búið þar árið sem ártalið var klappað í „brúarsteininn“ (1790) á gamla kirkjuveginum vestan Kálfatjarnar (sjá Kálfatjörn – letursteinn (A°1790)).
Stóra-Knarrarnes.