Þórkötlustaðanesið í Grindavík er áhugaverður staður. Minjarnar, sem þar eru ofan við Nesvörina, eiga sér merka sögu mannlífs, atvinnuhátta; útgerðar og búskapar. Þar eru m.a. gamlir þurrkgarðar, þurrkbyrgi, fjárskjól, gerði og tóttir frá fyrri tíð, auk fiskhúsa, ískofa, lifrabræðslu, saltþróa, varar, bryggju, grunna og veggi íbúðarhúsa, beitningaskúra og innsiglingamerkja frá fyrri hluta síðustu aldar.

Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.
Fróðlegt og friðsælt er að ganga um svæðið á góðum degi, anda að sér sjávaranganinni og skoða og rifja upp söguna.
Á Þórkötlustaðanesinu voru auk Hafnar, húsin Arnarhvol og Þórshamar. Í Arnarhvoli, sem var vestan við Höfn, bjuggu Engelbert Jónsson og Jóhanna Einarsdóttir. Hafliði Jónsson og Gíslína Guðmundsdóttir bjuggu í Þórshamri, en húsið stendur að hluta til enn sunnan við Flæðitjörnina. Vatninu var safnað af húsþökum, en í þurrkatíð var dæmi þess að vatn væri sótt alla leið upp í Seltjörn. Kom þó sjaldan fyrir, sem betur fer. Hvergi var vatn að fá í hrauninu, en á veturnar og þegar mikið rigndi var vatn stundum sótt í polla handa fénu.
Útgerðaruppgangurinn byrjaði á árunum 1927-28. Byggð voru fiskhús ofan við vörina. Að staðaldri voru gerðir út 12-14 bátar þegar mest var. Þeir voru m.a. Hrauni, Þórkötlustöðum, Klöpp, Buðlungu, Einlandi og öðrum Þórkötlustaðahverfisbæjum.

Ískofi á Þórkötlustaðanesi.
Aðalútgerðin stóð yfir frá miðjum febrúar og mars og síðan var vorvertíðin í maí. Sumir réru líka héðan svo til allt árið, s.s. frá Hrauni, og þá á færi. Á sumrum var venjulega róið á minni bátum. Aflinn var bæði þurrkaður og saltaður. Stundum var seldur slægður og jafnvel óhausaður fiskur til Reykjavíkur. Það fór bara eftir aðstæðum á hverjum tíma. Sími var í Höfn, en símstöðin í Sólbakka uppi í hverfi. Öll verslunin fór í gegnum símann, einkum eftir að vörubílar fóru að fara á milli staða.
Fólk kom víða að á vertíð, jafnvel frá Vestjörðum. Þetta fólk bjó á viðkomandi bæjum. Í Höfn var t.a.m.um 25 manns þegar mest var.

Örnefni ofan bryggjunnar í Þórkötlustaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.
Áður lentu bátanir í Nessvörinni og var fiskurinn þá áður seilaður út á Bótinni, aflinn síðan dreginn í land og honum síðan skipt á skiptivellinum ofan við vörina. Hver varð síðan að bera sinn afla upp að skúrunum. Fyrsti skúrinn var byggður um 1928, sennilega af fólki frá Einaldi. Mörg handtökin voru við fiskinn eftir að honum hafði verið komið í land. Á meðan ég átti heima í Nesi var mest um að fiskurinn væri saltaður, enda bera saltþrærnar þess glögg merki. Allur þorskur og ufsi var t.d. flattur og saltaður. Einnig var eitthvað um að fiskur væri þurrkaður þegar vel veiddist. Miklir þurrkgarðar voru sem dæmi beint upp af bryggjunni, svonefndir Hraunsgarðar.

Minjar í Þórkötlustaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.
Bryggjan, um 70 metra löng og 10 metra breið steinbryggja, var síðan byggð um 1933 enda vélar þá komnar í flesta báta. Fiskinum var eftir það kastað upp á bryggjuna og af henni upp á bíla. Gamall Fordbíll var til í Höfn um tíma, en hann grotnaði síðar niður undir húsgaflinum. Þá var keyptur bíll í félagi útgerðarmannanna, nefndur “félagsbíllinn”. Á honum var fiskinum ekið upp í fiskhúsin.
Þegar snjóaði á vetrum hlupu menn út og veltu snjóboltum og rúlluðu inn í ískofana. Snjórinn var notaður í kæligeymslurnar, en þær voru tvöfaldir hólfaðir kassar. Hólfin, sem voru ca. 20 cm breið, voru fyllt af snjó og salti stráð í. Með því var hægt að halda bjóðum og beitu frosinni. Bætt var á snjó og salti eftir því sem bráðnaði.

Bryggjan í Nesi.
Áður en bryggjan var byggð voru bátanir drengir á land upp á kambinn norðan hennar. Síðan, þegar stokkarnir voru byggðir um 1938-1939, skömmu áður en bryggjan var lengd, voru bátanir dregnir upp á þeim og raðað á kambinn ofan við þá. Spilið, sem enn sést, sá um það. Það var bensinvélarknúið með Ford-vél. Vélarhúsið við það er horfið. Járnkengir framan við spilið voru til að stýra uppsetninguni. Þá var blökk hengd í hvern kenginn á eftir öðrum og bátanir dregnir upp eftir því sem þeir komu að landi.
Þegar bryggjan var lengd voru ker forsteypt uppi á kambinum og þeim rennt niður stokkana og síðan sökkt ofan á sandpokahleðslur, sem búið var að raða undir þau af kaförum.

Bátarnir í Nesi.
En eftir að grafið hafði verið inn í Hópið úti í hverfi árið 1939 og alvöru hafnargerð hófst þar innan við eftir 1944, voru flestir hættir að gera út hérna. Segja má að útgerðin hafi verið aflögð árið 1946. Höfn var flutt út í Járngerðarstaðahverfi árið eftir. Arnarhvol var svo flutt þangað árið eftir, en húsið hafði verið byggt í Nesinu um 1930. Það stendur nú að Arnarhrauni 2.

Þórshamar.
Jóhann vitavörður Péturssson bjó um tíma í Þórshamri, en húsið var byggt laust eftir 1930. Eftir að flutt var úr hinum húsunum í Nesinu var Jóhann eitthvað að breyta veggjum hjá sér. Varð það til þess að einn þeirra féll á hann og slasaði hann talsvert.
Fiskbyrgin og garðarnir fjölmörgu í Strýthólahrauni voru notaðir löngu áður en ég fæddist. Ekkert var þurrkað þar í minni tíð í Nesinu. Strýthólaranir eru syðst í hrauninu, en Leiftrunarhóll austast, suðaustan við Þórshamar.
Helsti hlífðarfantaður sjómanna voru stakkar, sjóhattar og klofstígvél. Ullavettlingar voru á höndum. Alltaf þurfti að eiga slatta af þeim því þeir þófnuðu og urðu fljótt of litlir, auk þess þeir áttu það til að harðna. Konurnar sátu við og prjónuðu á karlana. Sums staðar þurftu húsbændurnir að skaffa sjómönnunum vettlinga og jafnvel annan fatnað sem og kost. Útgerðarmennir uppi í hverfi og á Hrauni komu gangandi suður í Nes snemma á morgana þegar gaf og fóru síðan fótgangandi heim aftur.

Lifrabræðslan.
Flestar minjar í Nesinu eru gömlu hlöðnu ískofarnir, fiskhúsin, lifrabræðslan og grunnar beitningaskúranna. Lifrabræðslan var að mig minnir byggð um 1934-35. Öll lifrin var brædd. Guðmann Guðmundsson í lifrabræðslunni keypti alla gotu.

Fiskbyrgi í Strýthólahrauni.
Hann bjó í bræðslunni, í skúr nyrst í bræðslunni, kölluð kompan. Þar svaf karlinn á einum bedda. Seldi malt og appelsín.
Grútartjörnin eða Grútarskotti var norðan við lifrabræðsluna. Hún þornaði á sumrum þegar ekkert var verið að vinna þar. Þá kom fyrir að grúturinn væri skorinn upp og hann notaður í eldinn. Hann var reyndar ekki notaður af fólkinu í Nesinu, en fólk kom utan úr hverfi og sótti grút í eldinn. Ég man sérstaklega eftir einum karli, sem það gerði.
Vegurinn náði að húsunum, en hestvagnsvegur var þá út að vita og síðan út að vörðunni Siggu á vestanverðu Hópsnesi. Vitinn hafði verið byggður á fyrstu árum aldarinnar. Ruddur slóði var út að honum, en hann var síðar lagaður. Nú er kominn hringvegur um Nesið.

Sundvörður á Þórkötlustaðanesi.
Innsiglingavörðurnar (sundvörðurnar) voru fyrir framan við Buðlungu, þar sem steypti veggurinn er nú, og önnur upp í heiðinni. Eftir þeim var siglt inn í djúpsundið. Síðan var vent til vesturs þegar komið var á móts við innsiglingavörðurnar ofan við Nesbryggjuna. Á þeirri siglingu braut yfirleitt á hlið á bátnunum, sem gat stundum verið slæmt. Að jafnaði var ekki mikið um brim inni á Bótinni. Hins vegar braut oft talsvert sitt hvoru megin, einkum ef eittvað var að veðri. Auðvitað komu hér líka mjög slæm veður. Ég man þó ekki eftir að bátur hafi brotnað á siglingu inn, en í miklum veðrum gekk sjórinn upp á og inn yfir kambinn. Og það kom fyrir að skip, sem þar stóðu, brotnuðu. Ég man eftir því er sjórinn braut hliðar í skúrum næst sjónum í afar vondu veðri.

Hópsnesviti/Þórkötlustaðanesviti.
Mikil hleðsla var ofan við uppsátrið. Hún var hirt upp á vörubíl, líkt og aðrar hleðslur og garðar í og við Grindavík þegar þegar verið var að gera bryggjuna í Hópinu. Við vegginn var hlaðinn djúpur brunnur, sem sjór var sóttur í fyrir fiskþvott. Við hann var dæla, sem notuð var til að dæla sjónum upp upp úr. Nú er búið að sturta yfir brunninn.
Allir urðu að hafa eitthvað fyrir stafni. Erfitt gat verið að sækja sjóinn, en þau voru líka mörg handtökin í landi. Þegar grafið hafði verið inn í Hópið breyttist allt. Þá lagðist allt af í Þórkötlustaðanesinu og atvinnulífið færðist út í Járngerðarstaðahverfið.

Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi.
Þegar gengið er um Þórkötlustaðanesið og út á Hópsnesið má víða sjá upplýsingarskilti um strönd og skipsskaða og jafnvel brak úr bátum.
Þurrkgarðar eru frá fyrr tíð ofar á Nesinu sem og gömul þurrkbyrgi í Strýthólahrauni, skammt vestan við Þórshamar.
Nú standa minjarnar hér eftir sem tákn hins liðna – en eftirminnilega.
ÓSÁ skráði eftir Pétri Guðjónssyni.

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes.
FERLIR – K-4 – K-5 – K-6 (ferð með HERFÍ)
Haldið var upp Mosaskarð með öflugri sveit HERFÍsmanna.
Á leiðinni var litið ofan í Mosaskarðshelli, en ekki farið niður í hann. Uppi við brún að vestanverðu fundu hinir vönu hellamenn strax lykt af opinni rás og fannst þá op (Mosaskarðshellir efri) er reyndist vera um 20 metra hellir í lítilli rás.
Í Ferli.
Gengið var beint upp hraunið yfir á jökulskjöldinn og þaðan á ská áleiðis í FERLIR. Hann var skoðaður í um 3 klst. Skoðaðir voru um 450 metrar af hellinum, en hann mun enn ekki vera fullkannaður. Kúbeinið góða var ekki með í för og takmarkaði það möguleikana að nokkru. Litið var á djásnin og ýmislegt fleira kom í ljós við nánari skoðun.
Björn Hóarsson lifir á reynslunni enda hefur hann ásamt félögum sínum skoðað flestalla hraunhella á Íslandi. Hann er ekki vanur að láta háfleyg lýsingarorð fylgja útlistunum á nýfundnum hellum, vill í seinni tíð hafa þá rúma og mikla um sig. Hann sagði þó litadýrðina í FERLIR vera sérstæðu hans, glerjunginn á veggunum og lengdina og þar með hliðarrásirnar.
K-4
Leitað var að opnum ofar eftir stækkaðri loftmynd. Reyndust þar vera göt, sem skoðuð voru í maímánuði í fyrra. Þær rásir eru heldur ekki fullkannaðar.
Þá var haldið niður á K-hellasvæðið og það skoðað. Fundust enn fleiri op en í síðasta leiðangri. Nefnast þau K-4, K-5 og K-6. Þá fannst K-7, en hann er framhald af K-6. Á svæðinu virðast vera hellingur af hellum.
K-4 er með fallega niðurgöngu. Um er að ræða gasuppstreymisop að hluta og upp úr því er liggur um 40 metra rás. Grönn rás liggur þvert á hana, en niðurleiðin skiptist í tvær rásir. Reyndist önnur vera um 80 metra og hin um 120 metra. Hellirinn er því um 240 metra langur.
K-5 er 60-70 m langur.
Í Brennisteinsfjöllum.
K-6 er víð og há rás. Liggur um 120 metra löng rás til hægri, en framundan er þverrás, bæði upp í hraunið og niður. Hliðarrásin opnast í jarðfalli og heldur síðan áfram niður um 60 metra. Þar er hann mjög hár og víður og var ís í botninum.
Ljóst er að hellasvæði þetta er að mestu ókannað, en þarna leynast áreiðanlega fjölmargar fallegar rásir sem og aðrar gersemar.
Í bakaleiðinni var gengið niður helluhraun, farið yfir fallega hrauntröð í apalhrauni og gróinni hlíð fylgt nokkra leið. Þá var gömlu girðingunni upp úr Mosaskaði henni fylgt áleiðis að skarðinu, farið yfir stóra og fallega hraunrás og síðan áfram niður skarðið. Á leiðinni niður voru nokkrar hraunbombur teknar til handargangs.
Hlýtt og bjart. Gangan tók 7 klst og 2 mín.
Í Mosaskardshelli. (BH)
Svæðisskipulag Suðurnesja 1987-2007 – skýrsla
Í skýrslu Samvinnunefndar um skipulagsmál á Suðurnesjum og gefin var út árið 1989 koma fram margir áhugaverðir punktar um náttúruminjar, menningarminjar og útivist. Þessir eru helstir:
Þórkötlustaðahverfi .
1. Mosaþemban (gamburmosi) er einkennisgróður á Suðurnesjum.
2. Nánast allur annar gróður í hraununum, nema fléttur, á gamburmosanum tilveru sína að þakka, því hann myndar jarðveg sem plönturnar festa rætur í. Má með sanni segja að gamburmosi sé einkennispnanta Reykjanesskaga.
3. Um aldir hefur svæðið verið ofnýtt af mönnum og skepnum, þar sem sauðfé nagaði stráin, en mannfólkið hjó kjarrið og reif lyngið til eldiviðar meðan eitthvað var eftir í þessu mýrarlausa og þá um leið mólausa landi. Sandfok tók einnig stóran toll af gróðrinum. Búseta manna hefur því haft mjög mikil áhrif á gróðurfarið og því miður hafa þau áhrif í flestum tilvikum verið til hins verra hingað til.
Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.
4. Skilningur íbúa á friðun lands hefur verið að aukast.
5. Á áratug má sjá árangur friðunnar vestan svonefndrar Grindvíkurgirðingar, en það hefur verið friðað fyrir beit þann tíma.
6. Kjarrlendi á í vök að verjast bæði vegna uppblásturs og beitar, sem er alls staðar nema innan skógræktargirðingar.
7. Um Reykjanessfólkvang má segja að landeyðing sé eitt af höfuðeinkennum gróðurfarsins.
8. Mosaþemba er útbreiddasta gróðurlendið. Henni er skipt í fernt: 1. Í einföldustu mynd, 2. með lyngi, 3. með lyngi og kjarri, 4. og með grasi.
Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.
9. Reykjanesskagi er ákaflega eldbrunninn og eru sprungur og gígaraðir algengar. Meginhluti skagans er þakin nútímahraunum, þ.e. hraunum sem runnið hafa eftir að jöklar síðasta jökulsskeiðs hopuðu. Á Reykjanesi munu jöklar hafa horfið fyrir um 12-13 þúsund árum, nokkru fyrr en víðast annars staðar á landinu.
10. Á Suðvesturhorninu er áhugi fólks á útiveru og náttúruskoðun mikill. Reykjanesskaginn er eins og stór sýningarsalur fyrir það afl sem skapar Ísland, þ.e. eldvirkni.
Í Hrútagjárdyngju.
11. Mikill hluti Reykjanesskagans er þakinn nútímahraunum. Þeim má skipta í tvo flokka eftir uppruna þeirra og útliti. Annars vegar eru hraun sem runnið hafa frá gossprungum og gígaröðum (apalhraun). Hins vegar eru hraun sem runnið hafa frá svonefndum dyngjum (helluhraun).
12. Utanverður Reykjanesskagi einkennist af þremur stórum dyngjum; Sandfellshæð, Þráinsskyldi og Hrútargjárdyngju.
13. Nokkrar minni dyngjur eru á Reykjanesi og eru þær flestar svonefndar „píkrit“ dyngjur, s.s. Skálafell, Háleyjabunga, Lágafell, Vatnsheiði og Hraunssels-Vatnsfell.
Grindavík – Þorbjörn. Illahraun fremst.
14. Hraun á sögulegum tíma eru t.d.; Stampahraun (1226), Tjaldstaðagjá (1226), Klofningshraun (1226), Eldvarpahraun (1226), Illahraun (1226), Arnarseturshraun (1226), Afstapahraun (runnið skömmu eftir landnám), Ögmundarhraun (1151), Hraun vestan Mávahlíða (1151 eða síðar), Kapelluhraun (1151), Flatahraun (Hvaleyrarholtshraun) (1000), nokkur hraun í Brennisteinsfjöllum (runnin eftir landnám og einhver á fjórtándu öld), nokkur hraun í Heiðmörk (runnin eftir landnám).
15. Auk þess hefir oft gosið á sögulegum tíma í sjó undan Reykjanesi og munu flest þau gos hafa verið í grennd við Eldey.
16. Dæmi um menningarminjar eru; Drykkjarsteinn, selsrústir, varir og uppsátur, Skagagarður og gamlar þjóðleiðir.
17. Síðasta stóra goshrinan á Reykjanesi var um landnám opg önnur fyrir um 2500 árum.
18. Grindavík er reist á hrauni sem rann fyrir 2000-2500 árum frá Sundhnúkagígum.
Í Þjófagjá.
19. Skipa má Reykjanesskaganum í þrjá aðallhluta eftir gróðurfari, og fer það saman við bergmyndun hans; móbergssvæði, grágrýtissvæði og mójarðveg á Miðnesheiði.
20. Gildi útivistar- og íþróttasvæða hefur aukist mikið hin síðar ár.
21. Einn mikilvægasti þáttur í skipulagi útivistar eru göngur og útivera.
22. Fá svæði á landinu eru auðugri að menningarminjum. Sumir vitna um forna atvinnuhætti, t.d. gamlar verstöðvar og seljarústir. Tilvalið væri að skipuleggja útivist og ferðamál með tilliti til þessa. Þeirra á meðal eru gömlu þjóðleiðirnar, en á svæðinu eru margar leiðir og bera flestar nafn. Sums staðar vitna hófklöppuð för í hraunklappir um það hversu fjölfarnar þær voru. Nauðsynlegt er að þeim verði haldið við og varðaðar upp.
23. Nauðsynlegt er að opna útivistarsvæði fyrir allan almenning.
Horft til Grindavíkur frá Þjófagjá.
Hraun – Nes
Gengið var frá Hrauni austan Þórkötlustaðahverfis í Grindavík í fylgd Péturs Guðjónssonar, fyrrverandi skipstjóra, uppalinn í Höfn á Þórkötlustaðanesi.
Hraun – Festarfjall (t.v.) og Lyngfell (t.h.).
Byrjað var þó á því að kasta kveðju á Sigga á Hrauni. Hann benti m.a. á að skírnarfontur sá, sem fannst við gröft utan í hól austan við bæinn fyrir u.þ.b. ári síðan, hafi verið færður norður fyrir bæinn. Gat hann þess að Árni Magnússon hafi á sínum tíma sagt frá því í dönsku blaði að kirkja hafi verið á Hrauni frá 1226. Kapellan skammt austan við Hraun, ofan við Hrólfsvíkina, mun vera frá því á 15. öld. Kristján Eldjárn og fleiri grófu í hana um miðja 20. öld og fundu í henni nokkuð af munum, en síðan var hún orpin sandi að nýju.
Hraun – signingarfontur (skírnarfontur).
Skírnarfonturinn er ekki ólíkur þeim sem er við Kálfatjarnarkirkju og er sagður vera úr kaþólskum sið. Einnig kemur til greina að þarna hafi verið um „stoðholustein“ að ræða líkt og sjá má í gamla Herdísarvíkurbænum. Þá hefur komið fram tillaga að um steinninn gæti hafa verið drykkjarsteinn fyrir hesta, líkt og er við Glaumbæ í Skagafirði.*
Gengið var vestur með norðurgarðinum og staðnæmst við við gamla túnhliðið þar sem gatan út í hverfi og áfram út á Þórkötlustaðanes lá. Pétur sagði að áður hafi brekkan þar norðvestan við verið sandorpin og því stundum erfið yfirferðar, en nú er hún að mestu gróin, sennilega mest eftir kríuna.
Gengið var áleiðis út á Slokahraun. Fylgt var gamla grjótgarðinum. Pétur benti á fyrrum áningarstað hestamanna á leið þarna um, en síðan voru fiskbyrgin og garðarnir skoðaðir þarna í hrauninu. Þeir eru Hraunsmegin og hafa að mestu fengið að vera óáreittir. Minna á hina gömlu fiskverkunaraðferð.
Sögunarhóll.
Vestan við Sögurnarhól mátti enn sjá brennivínsflöskuna frá fyrri ferðum. Hún er nú rúmlega hálffull. Gengið var um þurrkgarðana sunnan við Hraunkot og inn á Klappartúnið, því fylgt framhjá tóftum gamla Klapparbæjarins og yfir að Buðlungu. Þar var Ólafur Gamalíasson að bjástra við spýtur. Tekið var tal af honum. Fræddi hann viðstadda m.a. um hvaða stefnu Suðurstrandarvegsmálið hefði nú tekið með tilkomu orkuvers á Reyjanesi.
Klöpp.
Gamli bærinn í Klöpp lagðist af á fyrri hluta 20. aldar. Þar gistu áður margir mektarmenn, s.s. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. Timburhús, sem þá var byggt, flaut upp í óveðrinu 1925. Um 1930 var húsið Klöpp og Teigur sambyggð í brekkunni ofan við réttina.
Hóp – kort ÓSÁ.
Gengið var niður að Buðlunguvör. Pétur sagði að áður hafi verið stór varða neðst í Buðlungutúninu og hefði hún borið í vörðu uppi á heiði. Það hafi verið stefnan inn á Bótina, en síðan hafi vörðurnar ofan við bryggjuna á Nesinu tekið við. Skoðaðar voru svonefndar Þvottaklappir þar sem ferskt vatn kemur undan klöppunum, litið á æðaregg, brúnleit hraunreipi, gæsarhreiður o.fl. á leiðinni neðan við fiskverkunarhúsin.
Eftir að hafa gengið yfir Kónga var stefnan tekin þvert á Þórkötlustaðanesið áleiðis yfir að Nesi Hópsnesmegin. Á leiðinni mátti sjá æðaregg, hrauntröðina miklu um þvert Nesið, en hún er í hrauninu er kom úr gígunum Vatnsheiðinni ofan við Húsfell (Húsafell).
Hópsnes – þurrkgarðar.
Miklir þurrkgarðar eru Hópsnesmegin, sjóbúðartóft á grónum hól o.fl. Gengið var að Goðatóftinni neðan við Hóp og litið á hugsanleg ummerki eftir landsnámsbæ þar í túninu. Fróðlegt væri að fara með jarðsjá yfir túnin á þessum stað og kanna undirlagið. Mótar fyrir stórri tóft og hringlaga garði, auk fleiri tófta utar í túninu.
Loks var litið á blóðþyrnirinn á Tyrkjaflöt, en hann er sagður hafa vaxið upp af blóði kristinna manna og heiðinna þar sem mættust heimamenn og Tyrkir 1627. Talið er að þyrnir (þystill) þessi vaxi á tveimur stöðum á landinu.
Frábært veður – sól og hlýtt. (2 klst og 2 mín).
*Guðbjartur Kristófersson
Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.
Þórkötlustaðanes II
Þórkötlustaðanesið í Grindavík er áhugaverður staður. Minjarnar, sem þar eru ofan við Nesvörina, eiga sér merka sögu mannlífs, atvinnuhátta; útgerðar og búskapar. Þar eru m.a. gamlir þurrkgarðar, þurrkbyrgi, fjárskjól, gerði og tóttir frá fyrri tíð, auk fiskhúsa, ískofa, lifrabræðslu, saltþróa, varar, bryggju, grunna og veggi íbúðarhúsa, beitningaskúra og innsiglingamerkja frá fyrri hluta síðustu aldar.
Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.
Fróðlegt og friðsælt er að ganga um svæðið á góðum degi, anda að sér sjávaranganinni og skoða og rifja upp söguna.
Á Þórkötlustaðanesinu voru auk Hafnar, húsin Arnarhvol og Þórshamar. Í Arnarhvoli, sem var vestan við Höfn, bjuggu Engelbert Jónsson og Jóhanna Einarsdóttir. Hafliði Jónsson og Gíslína Guðmundsdóttir bjuggu í Þórshamri, en húsið stendur að hluta til enn sunnan við Flæðitjörnina. Vatninu var safnað af húsþökum, en í þurrkatíð var dæmi þess að vatn væri sótt alla leið upp í Seltjörn. Kom þó sjaldan fyrir, sem betur fer. Hvergi var vatn að fá í hrauninu, en á veturnar og þegar mikið rigndi var vatn stundum sótt í polla handa fénu.
Útgerðaruppgangurinn byrjaði á árunum 1927-28. Byggð voru fiskhús ofan við vörina. Að staðaldri voru gerðir út 12-14 bátar þegar mest var. Þeir voru m.a. Hrauni, Þórkötlustöðum, Klöpp, Buðlungu, Einlandi og öðrum Þórkötlustaðahverfisbæjum.
Ískofi á Þórkötlustaðanesi.
Aðalútgerðin stóð yfir frá miðjum febrúar og mars og síðan var vorvertíðin í maí. Sumir réru líka héðan svo til allt árið, s.s. frá Hrauni, og þá á færi. Á sumrum var venjulega róið á minni bátum. Aflinn var bæði þurrkaður og saltaður. Stundum var seldur slægður og jafnvel óhausaður fiskur til Reykjavíkur. Það fór bara eftir aðstæðum á hverjum tíma. Sími var í Höfn, en símstöðin í Sólbakka uppi í hverfi. Öll verslunin fór í gegnum símann, einkum eftir að vörubílar fóru að fara á milli staða.
Fólk kom víða að á vertíð, jafnvel frá Vestjörðum. Þetta fólk bjó á viðkomandi bæjum. Í Höfn var t.a.m.um 25 manns þegar mest var.
Örnefni ofan bryggjunnar í Þórkötlustaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.
Áður lentu bátanir í Nessvörinni og var fiskurinn þá áður seilaður út á Bótinni, aflinn síðan dreginn í land og honum síðan skipt á skiptivellinum ofan við vörina. Hver varð síðan að bera sinn afla upp að skúrunum. Fyrsti skúrinn var byggður um 1928, sennilega af fólki frá Einaldi. Mörg handtökin voru við fiskinn eftir að honum hafði verið komið í land. Á meðan ég átti heima í Nesi var mest um að fiskurinn væri saltaður, enda bera saltþrærnar þess glögg merki. Allur þorskur og ufsi var t.d. flattur og saltaður. Einnig var eitthvað um að fiskur væri þurrkaður þegar vel veiddist. Miklir þurrkgarðar voru sem dæmi beint upp af bryggjunni, svonefndir Hraunsgarðar.
Minjar í Þórkötlustaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.
Bryggjan, um 70 metra löng og 10 metra breið steinbryggja, var síðan byggð um 1933 enda vélar þá komnar í flesta báta. Fiskinum var eftir það kastað upp á bryggjuna og af henni upp á bíla. Gamall Fordbíll var til í Höfn um tíma, en hann grotnaði síðar niður undir húsgaflinum. Þá var keyptur bíll í félagi útgerðarmannanna, nefndur “félagsbíllinn”. Á honum var fiskinum ekið upp í fiskhúsin.
Þegar snjóaði á vetrum hlupu menn út og veltu snjóboltum og rúlluðu inn í ískofana. Snjórinn var notaður í kæligeymslurnar, en þær voru tvöfaldir hólfaðir kassar. Hólfin, sem voru ca. 20 cm breið, voru fyllt af snjó og salti stráð í. Með því var hægt að halda bjóðum og beitu frosinni. Bætt var á snjó og salti eftir því sem bráðnaði.
Bryggjan í Nesi.
Áður en bryggjan var byggð voru bátanir drengir á land upp á kambinn norðan hennar. Síðan, þegar stokkarnir voru byggðir um 1938-1939, skömmu áður en bryggjan var lengd, voru bátanir dregnir upp á þeim og raðað á kambinn ofan við þá. Spilið, sem enn sést, sá um það. Það var bensinvélarknúið með Ford-vél. Vélarhúsið við það er horfið. Járnkengir framan við spilið voru til að stýra uppsetninguni. Þá var blökk hengd í hvern kenginn á eftir öðrum og bátanir dregnir upp eftir því sem þeir komu að landi.
Þegar bryggjan var lengd voru ker forsteypt uppi á kambinum og þeim rennt niður stokkana og síðan sökkt ofan á sandpokahleðslur, sem búið var að raða undir þau af kaförum.
Bátarnir í Nesi.
En eftir að grafið hafði verið inn í Hópið úti í hverfi árið 1939 og alvöru hafnargerð hófst þar innan við eftir 1944, voru flestir hættir að gera út hérna. Segja má að útgerðin hafi verið aflögð árið 1946. Höfn var flutt út í Járngerðarstaðahverfi árið eftir. Arnarhvol var svo flutt þangað árið eftir, en húsið hafði verið byggt í Nesinu um 1930. Það stendur nú að Arnarhrauni 2.
Þórshamar.
Jóhann vitavörður Péturssson bjó um tíma í Þórshamri, en húsið var byggt laust eftir 1930. Eftir að flutt var úr hinum húsunum í Nesinu var Jóhann eitthvað að breyta veggjum hjá sér. Varð það til þess að einn þeirra féll á hann og slasaði hann talsvert.
Fiskbyrgin og garðarnir fjölmörgu í Strýthólahrauni voru notaðir löngu áður en ég fæddist. Ekkert var þurrkað þar í minni tíð í Nesinu. Strýthólaranir eru syðst í hrauninu, en Leiftrunarhóll austast, suðaustan við Þórshamar.
Helsti hlífðarfantaður sjómanna voru stakkar, sjóhattar og klofstígvél. Ullavettlingar voru á höndum. Alltaf þurfti að eiga slatta af þeim því þeir þófnuðu og urðu fljótt of litlir, auk þess þeir áttu það til að harðna. Konurnar sátu við og prjónuðu á karlana. Sums staðar þurftu húsbændurnir að skaffa sjómönnunum vettlinga og jafnvel annan fatnað sem og kost. Útgerðarmennir uppi í hverfi og á Hrauni komu gangandi suður í Nes snemma á morgana þegar gaf og fóru síðan fótgangandi heim aftur.
Lifrabræðslan.
Flestar minjar í Nesinu eru gömlu hlöðnu ískofarnir, fiskhúsin, lifrabræðslan og grunnar beitningaskúranna. Lifrabræðslan var að mig minnir byggð um 1934-35. Öll lifrin var brædd. Guðmann Guðmundsson í lifrabræðslunni keypti alla gotu.
Fiskbyrgi í Strýthólahrauni.
Hann bjó í bræðslunni, í skúr nyrst í bræðslunni, kölluð kompan. Þar svaf karlinn á einum bedda. Seldi malt og appelsín.
Grútartjörnin eða Grútarskotti var norðan við lifrabræðsluna. Hún þornaði á sumrum þegar ekkert var verið að vinna þar. Þá kom fyrir að grúturinn væri skorinn upp og hann notaður í eldinn. Hann var reyndar ekki notaður af fólkinu í Nesinu, en fólk kom utan úr hverfi og sótti grút í eldinn. Ég man sérstaklega eftir einum karli, sem það gerði.
Vegurinn náði að húsunum, en hestvagnsvegur var þá út að vita og síðan út að vörðunni Siggu á vestanverðu Hópsnesi. Vitinn hafði verið byggður á fyrstu árum aldarinnar. Ruddur slóði var út að honum, en hann var síðar lagaður. Nú er kominn hringvegur um Nesið.
Sundvörður á Þórkötlustaðanesi.
Innsiglingavörðurnar (sundvörðurnar) voru fyrir framan við Buðlungu, þar sem steypti veggurinn er nú, og önnur upp í heiðinni. Eftir þeim var siglt inn í djúpsundið. Síðan var vent til vesturs þegar komið var á móts við innsiglingavörðurnar ofan við Nesbryggjuna. Á þeirri siglingu braut yfirleitt á hlið á bátnunum, sem gat stundum verið slæmt. Að jafnaði var ekki mikið um brim inni á Bótinni. Hins vegar braut oft talsvert sitt hvoru megin, einkum ef eittvað var að veðri. Auðvitað komu hér líka mjög slæm veður. Ég man þó ekki eftir að bátur hafi brotnað á siglingu inn, en í miklum veðrum gekk sjórinn upp á og inn yfir kambinn. Og það kom fyrir að skip, sem þar stóðu, brotnuðu. Ég man eftir því er sjórinn braut hliðar í skúrum næst sjónum í afar vondu veðri.
Hópsnesviti/Þórkötlustaðanesviti.
Mikil hleðsla var ofan við uppsátrið. Hún var hirt upp á vörubíl, líkt og aðrar hleðslur og garðar í og við Grindavík þegar þegar verið var að gera bryggjuna í Hópinu. Við vegginn var hlaðinn djúpur brunnur, sem sjór var sóttur í fyrir fiskþvott. Við hann var dæla, sem notuð var til að dæla sjónum upp upp úr. Nú er búið að sturta yfir brunninn.
Allir urðu að hafa eitthvað fyrir stafni. Erfitt gat verið að sækja sjóinn, en þau voru líka mörg handtökin í landi. Þegar grafið hafði verið inn í Hópið breyttist allt. Þá lagðist allt af í Þórkötlustaðanesinu og atvinnulífið færðist út í Járngerðarstaðahverfið.
Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi.
Þegar gengið er um Þórkötlustaðanesið og út á Hópsnesið má víða sjá upplýsingarskilti um strönd og skipsskaða og jafnvel brak úr bátum.
Þurrkgarðar eru frá fyrr tíð ofar á Nesinu sem og gömul þurrkbyrgi í Strýthólahrauni, skammt vestan við Þórshamar.
Nú standa minjarnar hér eftir sem tákn hins liðna – en eftirminnilega.
ÓSÁ skráði eftir Pétri Guðjónssyni.
Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes.
Straumur – Óttarstaðir II
Gengið var frá Straumstúninu að hlöðnu byrgjunum austast á Sigurðarhæð og kíkt á Straumsréttina áður en haldið var framhjá Brunntjörn (Urtartjörn) og vestur að Kúarétt.
Eldhús við Óttarsstaði vestari.
Brunntjörn er sérstök að því leyti að í henni gæti sjávarfalla, en ofan á þyngri sjónum flýtur ferskvatn. Við bakka hennar vex því ýmis sjaldgæfur gróður, sem einungis þrýfst við slík skilyrði. Þarna þarf hann að takast á við seltu og súrefni, ferskvatn og frost og hitt og þetta.
Kúarétt í Kúadal.
Í Kúarétt eru hleðslur. Réttin er í skjólgóðri hraunlaut með háa barma allt í kring. Rjúpa kúrði enn sem oft áður efst í barminum. Gengið var upp úr réttinni og yfir að Kotaklifsvörðu. Við hana eru gatnamót; annars vegar efri stígurinn yfir að Lónakoti og hins vegar gata niður að Miðmundarhæð. Síðarnefndu götunni var fylgt niður að Miðmundarvörðu vestast í hæðinni. Beint þar fyrir neðan, í stórum hraunkrika er Óttarstaðaréttin, falleg og vel hlaðin rétt. Innst í henni er hlaðin kró.
Óttarsstaðir – örnefni (ÓSÁ).
Gengið var áfram framhjá fjárhúsi, sem þarna stendur nokkuð heillegt og suður fyrir Óttarstaðabæina. Þar er grasi gróinn hóll, sem talið er að hafi hýst bænahús til forna. Þar við er Álfakirkjan. Skoðað var í kringum Eyðikotið og gengið austur með heillegum og vel hlöðnum garði austan Kolbeinskots. Frá enda hans var ströndinni fylgt um Jónsbúð og Þýskubúð.
Jónsbúð er dæmi um kot er óx og varð að mannvænlegum bæ. Bóndinn kom sér upp kotinu, keypti sér kind og kú, eignaðist konu og krakka, sem náðu sér í kött annað kynlegt.
Jónsbúð – tilgáta ÓSÁ.
Ef vel er að gáð er ýmislegt forvitnilegt að sjá í og við Jónsbúð. Brunnurinn er í tjörninni norðan við bæinn. Tóft og gerði er utan garðs að vestanverðu og ekki allfjarri er talið að maður hafi haldið til í hellisskúta um tíma.
Þýskabúð.
Þarna er fjölbreytilegur gróður og fuglalífið er þarna á fæti og á flugi. Á kvöldin má sjá mink stinga sér innan um þangið í fjörunni í leit að einhverju ætilegu. Handan við víkina er skemmtileg andstæða við lífríkið, álverið.
Við Þýskubúð er talið að Þjóðverjar hafi haft verslun á öldum fyrrum þótt þess sjáist ekki merki í dag. Hins vegar eru þarna ýmsir garðar og gerði frá því að síðast var búið þarna. Eiríkur Smith, listmálari, ólst upp í Þýskubúð ásamt fleiru ágætu fólki.
Haldið var yfir að strandminjunum norðan við Straum og síðan gengið yfir á austurtúnið þar sem hringnum var lokað.
Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar. Uppdráttur ÓSÁ.
Gamli-Kirkjuvogur I
Gengið var frá Ósabotnum að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd. Haldið var eftir gömlu Kaupstaðaleiðinni um Draugavog og að Selhellu. Framan við tangann er tótt og önnur inn á honum. Vestan við tóttina er fallegt vatnsstæði í klöpp. Efst við sunnanverðan Selvoginn, sem er næsti vogur, er tótt.
Brunnur við Djúpavog.
Gengið var inn fyrir voginn og inn á þjóðleiðina, ofan við Beinanesið að Hestaskjóli og áfram fyrir Djúpavog. Í botni vogarins liggur girðing upp í he, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Hún var einkar falleg í kvöldsólinni. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels. Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. Vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna.
Gamli-Kirkjuvogur – Kaupstaðagatan.
Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið kirkjugarður og kirkja eða bær. Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Gamli-Kirkjuvogur – manngerður hóll (dys?).
Kirkjuvogssel er skammt sunnan þjóðvegarins að Höfnum, vestan undir hól inni á sprengisvæði varnarliðsins. FERLIR fékk þó góðfúslegt leyfi til að fara inn á svæðið s.l. sumar og skoða selið. Það hefur verið látið óhreyft. Um það er fjallað í annarri lýsingu.
Gömlu þjóðleiðinni var fylgt aftur til austurs. Þegar komið er upp lága brekku sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kaf í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi. Skammt austar er önnur tótt, mun stærri. Þarna er Gamli Kirkjuvogur sagður vera skv. fornleifaskýrslu. Í henni segir m.a.: “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipan er ekki hægt að greina.
Gamli-Kirkjuvogur – sjávargerði.
Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.
Gamli-Kirkjuvogur – gerði.
Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi. Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
Haldið var upp á og götuhlutanum fylgt áfram götuna austur fyrir Djúpavog. Þaðan var haldið beint yfir holtin, stystu leið.
Í leiðinni var gert kort af öllu svæðinu þar sem tóttir og einstakir staðir eru merktir inn á. Veður var frábært, logn, sól og stilla.
Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.
Lónakotsstígur efri og neðri
Þegar unnið var við að bæta Straumsuppdráttinn í kringum Óttarstaði vestri á einu síðdeginu sást hvar stígur lá frá vesturtúnjaðrinum til vesturs. Stígurinn er greinilegur og varðaður að hluta. Hann liggur nokkuð ofar en gönguleiðin yfir að Lónakoti, sem er skammt ofan við sjávarkambinn.
Varða við Lónakotsselsstíginn.
Stígurinn liggur í gegnum gróið hraunið að stórri vörðu og þaðan að annarri mjórri vörðu nokkru vestar, sbr. meðfylgjandi mynd. Við hana er leiðin yfir að Lónakoti. Neðan vörðunnar, skammt ofan við kambinn, er sérkennilega sorfnið fjörugrjót, sbr. meðfylgjandi mynd, ólíkt því sem annars staðar er þarna á leiðinni. Þegar verið var að skoða grjótið stakk forvitinn minkur sér upp úr urðinni fylgdist vel með tvífætlingunum.
Stígurinn kemur inn á austurjaðar Lónakotstúns ofan við neðsta hraunhólinn eftir að komið er í gegnum hlið á girðingu.
Varða við Lónakotsselsstíginn.
Stígnum var fylgt áleiðis upp í hraunið í stað þess að halda gönguleiðina áfram neðan við hólinn eins og liggur beinast við. Lítil varða er þar sem gamli stígurinn liggur af henni upp í hraunið. Þegar túngarðinum er fylgt til suðurs má sjá gróinn stíg liggja upp í hraunið til suðausturs. Honum var fylgt að fyrstu vörðunni uppi í hrauninu. Þar beygir stígurinn til austurs í áttina að Straumi. Hann er greinilegur svo til alla leiðina.
Frábært veður.
Varða ofan Lónakots.
Lónakot I
Gengið var frá Reykjanesbraut og haldið niður hraunið vestan fjárhúsanna ofan við Lónakot.
Lónakot.
Vestan girðingarinnar liggur fjárgata niður eftir gróðurlænum við hærri hraunkant. Komið var niður að efri innsiglingavörðunni. Frá henni var gengið niður á heimatúnið, sem er umlukið Lónakotsvatnagarðinum (vörslugarðinum). Gengið var framhjá hlöðnu skjóli í hraunkvos, hlöðnu gerði, garði er lokaði af dalkvos og síðan yfir garðinn er umlykur heimatúnið. Innan hans er tótt, en heimreiðin legur inn á vestanvert túnið, í gegnum þvergarð og yfir hann aftur þar sem reiðin sveigir heim að bænum.
Fjárskjól við Lónakot.
Búið var í Lónakoti framundir 1930, en eftir það var byggt myndarlegt sumarhús, sem er löngu fallið. Neðar, nær sjónum er hústótt, garður og enn má sjá hluta varnargarðs á milli túnsins og sjávar. Fjaran neðan við bæinn er að hluta til sendinn. Suðvestan við bæinn er gerði, líklega matjurtargarður, en sunnan við bæjarhúsin er tjörn þar sem sjávarfalla gætir. Í vesturhorni hennar er lind þar sem ferskt vatn streymir upp á fjöru. Hlaðið er landmegin við brunnstæðið.
Tóft í túninu.
Nyrst á túninu eru heillegar tóttir og garðar, s.s. útvegshús og bátarétt (sem síðar varð fjárhús (Norðurfjárhúsin). Sunnar er klettahóllinn Gjögur. Ofar er sauðhústóft. Framhjá því liggur leiðin að Óttarstöðum. Suðvestan þeirra, innan garðs, má sjá fleiri tóttir. Utan garðs, landmegin, eru en fleiri tóttir, gerði í hraunlaut og stórt gerði (rétt) efst. Yfir gjá skammt suðvestan við túngarðinn er hlaðin brú. Til baka var gengið upp hraunið norðan fjárhúsanna.
Auðvelt er að sjá hvar Lónakotsselsstígur liggur upp hraunið í átt að selinu, sem er í u.þ.b. klukkustundar gang frá kotinu.
Lónakotsbærinn.
Gangan niður að Lónakoti tekur u.þ.b. 20 mínútur. Svæðið hefur bæði upp á fegurð og fjölbreytileika að bjóða. Fjörugt fuglalíf er í kringum lónin. Ströndin er sendin á kafla og vestar með henni eru fallegar tjarnir á milli hárra hraunhóla.
Tækifærið var notað og uppdráttur gerður af Lónakoti til hliðsjónar ef einhver áhugasamur skyldi leggja leið sína þangað síðar.
Frábært veður.
Lónakot – uppdráttur ÓSÁ.
Hólmsborg – Dimma – Þorsteinshellir – fjárhústótt
Samningar tókust við veðurguðina um gott gönguveður á Heiðmerkursvæðinu um laugardagsfyrirmiðdag.
Við op Dimmis.
Gengið var að Hólmsborginni, sem var endurhlaðinn árið 1918. Hún stendur svo til óröskuð inni í hrauninu. Sagnir eru um tvo hella skammt ofan við. Þeir eiga að heita Þorsteinshellir og Dimma. Gerð var nokkur leit að þeim, en án árangurs í fyrst, enda tekið mið af fyrirliggjandi lýsingu.
Gengið var framá einmanna eini á mosabreiðu og hlaðinni fjárhústótt (beitarhúsi) undir klapparholti. Hlaðin var hlaða innst í tóttinni. Sennilega útihús frá Hólmi.
Í Þorsteinshelli.
Gengið var niður með hraunbreiðunni og inn með tjörnunum við Silungapoll. Sunnan við þær liggur gömul hestagata austur um heiðina. Hraunkantinum var fylgt undir holtunum áleiðis að Selfjalli. Þegar farið var að nálgast malarnámur norðan fjallsins fóru skynjunarviðbrögðin að gera vart við sig. Staðnæmst var stutta stund á hraunhól og litið yfir nágrennið. Eftir mat á umhverfinu var stefnan tekin til austurs, beint á munna Þorsteinshellis. Við hann var lítið skilti frá borgarminjavörlsunni, vandlega falið. Op Dimmis fannst fljótlega undir hraunbrekku skammt norðaustar. (Sjá meira HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 53 mín.
Hólmsborg.
Sýslusteinn
Farið var að Sýslusteini á mörkum Gullbringusýslu og Kjósarsýslu. Þaðan var haldið niður í Seljabót með viðkomu við brunn Herdísarvíkursels. Ætlunin var að leita að helli “framan í berginu”, sem getið er um í landamerkjalýsingu jarðanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur (eða sýslumarkanna). Mörk jarðanna eru/voru önnur en sýslumörkin eða u.þ.b. einum kílómetra vestar, sbr. dysjar Herdísar og Krýsu í neðst í Kerlingardal.
Eftir að hafa skoðað selið og greni ofan við Seljabótina var gengið áleiðis niður með berginu. Mann gróinn hóll er þar á hraunhól. Austan undir henni er hellisop, en sjálfur hellirinn er nú nær fullur af sandi. Í gömlum sögnum er hans á einum stað getið sem „Krýsuvíkurshellis“, en á öðrum stað sem
Seljabótahellis. Í hraunkrika þarna fyrir innan er hlaðin rétt eða gerði, sennilega frá Herdísarvíkurseli.
Gatklettur í Herdísarvíkurbjargi.
Gengið var að Torfu. Undir því er stór hellir í berginu og ofan og vestan við opið er “steinn í sjónhendingu við Sýslusteini“. Skammt vestar á berginu er gat líkt og Dyrhólaey og enn vestar er annað stórt gat inn í bergið. Innan þess er stór og djúpur ketill, sem sjórinn hefur sprengt upp. All þetta svæði er hið fallegasta, en jafnframt hið hrikalegasta, á að líta. Ofan ketilsins er Skyggnisþúfa og á henni Skilaboðavarða. Ofan og vestan þúfunnar er Fjárskjólshraunið, en ofarlega í því er m.a. Bálkahellir og Arngrímshellir (Gvendarhellir), sá sem segir frá í þjóðsögunni. Í bakaleiðinni var gengið skáhallt til norðausturs upp hraunið. Þar fannst m.a. greni , auk þess sem sást hvar gamall stígur liggur með hraunkanti upp á Seljaleiðina, skammt vestan við Gamla veg.
Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.