Gengið var frá Garðahúsavík, yfir Lambarif og meðfram Kvíavallavík að Hafurbjarnarstöðum, framhjá Gamlabóli, þ.e. gamla Kirkjubóli, Þóroddsstöðum (Þórustöðum) og Fitjum að Flankastöðum.
Í leiðinni var
m.a. ætlunin að skoða kumlateig þann er fannst á Hafurbjarnarstöðum fyrr á árum og telja má merkastan slíkra teiga hér á landi. Eitt kumlið er nú undir fótum sýningargesta í gólfi Þjóðminjasafns Íslands (2008).
Kirkjuból var frægt í eftirmálum aftöku Jóns Arasonar 1551.
Flankastaðir eru hins vegar kunnir í annálum vegna óhóflegs skemmtanahalds. Að Flankastöðum voru fyrr á tímum haldnir vikivakar og jólagleði. Ýmsir kirkjunnar þjónar höfðu horn í síðu þessara dans- og gleðisamkoma sem þeir töldu ýta undir drykkjuskap og lauslæti. Voru þessar samkomur því bannaðar um 1745. Var því spáð að prestinum Árna Hallvarðssyni ætti eftir að hefnast fyrir tiltækið og gekk það eftir þegar hann drukknaði á voveiflegan hátt.
Á leiðinni var m.a. gengið framhjá Lambarifi, sem sást einstaklega vel vegna þess hver lágsjávað var. Á þessari stundu var tunglið bæði fullt og stærst, enda nærst jörðu. Á rifinu sást vel til ketils úr King Eduvard er fórst þar fyrir utan á 20. öld. Við þetta langa sker fórst einnig franski togarinn Auguste LeBlonel þann 19. ágúst 1019. Annars er Garðskagaflösin og nálæg sker vörðuð skipssköðum. Sjá má afleiðingar þeirra hvarvetna með ströndinni.
En aftur upp á land; kumlateigurinn á Hafurbjarnarstöðum gæti verið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar, sem frá er sagt í Landnámu. Hafurbjarnarstaðir eru líklega kenndir við hann. Molda-Gnúpur faðir hans nam fyrst land í Álftaveri, en settist síðar að í Grindavík 934 – fyrir 1074 árum.
Þá má geta þess að um 1450 brenndu skólasveinar Jóns Gerrekssonar, biskups, Kirkjubólsbæinn vegna afbrýðisemi foringja þeirra.
Kirkjubólshverfið var nyrzta byggð á Miðnesi fram undir síðustu aldamót, en þá fór að byggjast einstaka býli á Skaganum. Strandlengjan mestöll frá Skagatá suður að Klapparhverfi er í sjávarmáli þakin þykkum hvítum skeljasandi. Hefur sandur þessi fokið mjög upp á túnin og spillt grasrót, svo að illbyggilegt mátti heita, þar til á síðustu árum að útlendur áburður og betri viðleitni hefur gert byltingu í grasvexti á þessum slóðum.

Kirkjubólshverfingar hafa jafnan sótt sjó með búskapnum, og hafa þar verið margir ágætir sjómenn. En vegna langræðis á vertíðarslóðir Miðnesinga og að brimasamt mjög er út af hverfinu, hafa þeir mest sótt sjávarafla sinn í Garðsjóinn, með lóð á haustin, en þorskanet á vertíðum, einnig handfæri á öllum árstímum eftir ástæðum, og hafa haft uppsátur mest í Út-Garði. Þó var nokkur útgerð, að minnsta kosti öðru hvoru, í suðurdjúpið á vertíð, en oft lentu þeir þá í Flankastaðavör eða jafnvel á Fitjum, ef ekki var fært heim vegna brims.

Hér má sjá Landamerkjalýsingu Hafurbjarnarstaða og Kolbeinsstaða: „Ár 1886, mánudaginn þann 7. júnímán., voru skýrð upp landamerki áminnztrar jarðar [þ.e. Hafurbjarnarstaða], og eru þau sem hér segir: Sunnan til á Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, þaðan stefna mörkin upp í nyrðri brún á stokkmyndaðri klappavör með mark LM, er liggur niður frá útnorðurhorni túngarðs jarðarinnar við sjóinn. Ræður svo túngarðurinn mörkum, þar til kemur að túnmörkum jarðarinnar að norðan við túnmörk Kolbeinsstaða, er þar merktur steinn LM. Þaðan liggja mörkin milli túna áminnztra jarða til suðurs, þar til kemur að fornaldargarðlagi stutt frá Kolbeinsstaðabrunni, er þar merktur steinn LM, þaðan að jarðföstum steini fyrir vestan Kvíavelli með sama marki, þaðan að vörðu á sjávarkampinum spölkorn fyrir sunnan hústóft, er á kampinum stendur; þaðan fram á Mávatanga að þar settu marki LM á klöpp. Þaðan ræður sama sjónhending alla leið út í sjó. (Áminnzt LM þýðir landamerki.)

Túnmörk jarðarinnar eru; að norðan, frá markasteini við tún Hafurbjarnarstaða liggur túngarður til austurs, er girðir af túnið alla leið upp fyrir þurrabúðarbýlið Efstabæ, beygist þá túngarðurinn til suðurs, þar til kemur að jarðfastri klöpp með mark innan til við túngarðinn, skammt fyrir sunnan þurrabúðarbýlið Suðurkot, beygjast svo mörkin í vestur beint á fornaldargarðlag (í því er merki um friðlýstar fornleifar), er aðskilur tún jarðarinnar frá túni Kvíavallanna, þá áfram eftir garðlaginu, meðan sömu stefnu heldur, að merktum steini sunnan til við Brunn (vatnsból jarðarinnar), beygjast þá túnmörkin til norðurs að þeim upphaflega áminnzta markasteini, síðast umgetin markstefna aðskilur tún jarðarinnar frá túni Hafurbjarnarstaðanna. Einkennismark á áminnztum steinum er LM, er þýðir landamerki.
2. Vestan til á miðju Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, ræður þaðan fjörumarklína að norðanverðu alla leið upp á sjávarkampinn sunnanhallt við þann enda Lambarifs, er að sjávarkampinum liggur; er þar á kampinum varða með marksteini í, merktum LM.

Beygja svo fjörumörkin suður hákampinn suður að útnorðurhorni Hafurbjarnarstaðatúngarðs við sjóinn. Liggja svo merkin niður fyrir sjávarkampinn norðan til í stokkmyndaða klapparvör með mark LM. Þaðan að klöpp sunnanhallt á Lambarifi, er þar mark LM. Þaðan sem sjónhending ræður alla leið á sjó út.
„Hálf-örðugt er að fá nöfn og lýsingar á boðum og skerjum á þessu svæði. Þó þekkja allir Lambarif, sem er langt og allbreitt rif út í sjó norðan við Hafurbjarnarstaði, enda alþekkt fyrir skipströnd og slysfarir fyrr á tíma. Hafliðasker er norðan við rifið. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Norður af Hafliðaskeri er Krosstangi. Árni Jónsson segir, að nafnið sé dregið af legu tangans miðað við önnur sker. En einnig kynni það að vera í einhverju sambandi við kirkju eða bænahús, sem var á Kirkjubóli og markar enn fyrir á Gamla-Bóli.

Þar er einnig kirkjugarður, en hann er farinn að brotna af sjógangi og mannabein að koma úr hólnum, í flóði fyrir nokkrum árum komu m.a. hlutar af tveimur beinagrindum. Hallssker er sunnan við rifið. Ekki er vitað um tilefni þess nafns. Þar suður af er Mávatangi, lágt rif, laust við land, en kemur upp úr um fjöru. Kringum rif þetta eru smásker og flúðir, kallaðar Flögur. Brimbrotið á þessu öllu saman er nefnt Mávatangaflögur.
Kolbeinsstaðavarða er skammt fyrir ofan túngarðinn á Kolbeinsstöðum, rétt við veginn, sem nú liggur þar. Hún er gamalt mið á sundi og fiskimiðum. Hún mun hafa verið myndarleg á beztu árum ævi sinnar. Eigi mun vitað um aldur hennar. Nú er hún ekki annað en fáeinir steinar í hrúgu, mjög sokkin í jörð og úr henni hrunið á allar hliðar. Liggja steinarnir allt í kring, meira eða minna niður sokknir.
Í Kirkjubólshverfi miðju er stór hóll niður undir sjávarbakka. Heitir hann Gamla-Ból, enda stóð þar Kirkjuból áður fyrr með sína fornu sögu. Þegar Magnús Þórarinsson var smástrákur og kom á Gamla-Ból í fyrsta sinn, voru honum syndir þar vel höggnir bollar í stóra steina og sagt, að það væru hlautbollar frá heiðni. Steinar þessir munu nú vera komnir í hleðslu á Gamla-Bóli eða þar í grennd. Sunnan í Gamla-Bóli er lægð eða sýling, sem heitir Borguskarð.
Mið á Kirkjubólssundi er Kolbeinsstaðavarða í Borguskarð. Norðan við Sundið eru Mávatangaflögur, en sunnan við afleiðingar af Hásteinaflögum, sem eru grynningar fyrir norðan Hástein. Lent var í svonefndri Borgu, sem Magnús Þórarinsson segir, að hafi verið sandvik sunnan megin við Gamla-Ból, en Árni Jónsson segir, að Borga hafi verið hlaðin rétt (sbr. borg = hringhlaðin rétt).

Sunnan megin við lendinguna er Borgusker í fjörunni, smáhólmi í þanghafi. Norðan við eru Vallarhúsaklappir, en Kvíavallavik og Kvíavallasker þar norður af. Ekki var gott á land að leggja þarna, því allt var eintómur hvítur sandur, varð því að bera fiskinn upp á tún. Vergögn voru lítil og engir garðar, skipum til skjóls í ofviðrum á landi. Einn kofi hafði lengi staðið á bakkanum, en breyttist síðar í timburskúr. Sundið er sagt að hafi verið sæmilegt, en svo er að skilja, að það hafi náð skammt út fyrir fjöruna, því hvorki varð komizt út né að fyrir brimi, sem var fyrir utan, segja kunnugir. Þarna eru einlægir þarahvirflar um allt þetta svæði og einn brimsvaði, ef hreyfing er í sjó. Mun það allt vera kallað einu nafni Víkurboðar.
Lendingarstaður var við Hafurbjarnarstaði, nyrzta bæ í hverfinu, við sjóinn, en aðeins um sumartímann. Má enn sjá til leifanna af gömlu sjávarhúsi niður undan bænum (nú húsinu); hefur það verið nefnt Gjaldabyrgi, eflaust kennt við Ingjald Tómasson, sem bjó á Kolbeinsstöðum og síðar á Hafurbjarnarstöðum á seinni hluta 19. aldar. Hann var faðir Guðrúnar símstjóra í Gerðum og Margrétar í Melbæ.
Þá var einnig lending við Þóroddsstaði, syðsta bæ í hverfinu; var þar lent í sandviki niður af bænum, norðan við svonefndar Svörtuklappir. Engin sjávarhús eru þar nú sýnileg eða önnur vergögn. Kirkjubólssund var notað fyrir allt hverfið, en svo róið með landi að lendingarstöðum.
Framanskráð er einkum ritað eftir frásögn Magnúsar Þórarinssonar, hið sannasta, er hann vissi og hafði
getað upp spurt af kunnugum eldri mönnum um leiðir og lendingar í Kirkjubólshverfi á ævi þálifandi manna.
Eigi er nú vitað, hve mikil sjósóknin hefur verið, en það stingur í augu, að svo er orðað, að „stundum“ hafi gengið þar konungsskip, áttæringur á vertíð. Það bendir til þess, að útgerðin hafi ekki verið stöðug fremur þá en síðar. Þá hefur líka hagað öðruvísi til þar. Sjávarströndin er ávallt að breytast, hægt og sígandi. Vitað er, að landbrot hefur verið ákaflegt á Miðnesi á undanförnum árhundruðum. Sjórinn hefur brotið jarðveginn, en eftir standa klettarnir. Það eru skerin. Áður var Lambarif grasi gróið; svo hefur einnig verið um önnur sker og fjörur, sem nú eru á þessu svæði, og allt annað flóðfar er þar nú en var fyrir 250 árum.
Enginn mun nú vita, hvar
gamla vörin var í Hafurbjarnarstaðalandi. En það er víst, að brimasamt hefur ætíð verið út af Kirkjubólshverfi. Það vottar líka umsögnin um gömlu vörina, sem spilltist af grjóti í sjávargangi og sjávarflóðum.
Niður við sjó er, eins og fyrr segir, Gamla-Ból, þar sem Kirkjuból stóð fyrr. Mælt er, að bærinn hafi verið fluttur frá sjó undan sandfoki.
Í suðausturhorni túnsins er svonefnt Rafnshús, kennt við mann, sem þar bjó. Þar norður af er kofi, sem nefndur er Busthús. Þar var bær eða tómthús. Utar, hálfa leið á veginum, er varnargarður úr grjóti. Vestur af bænum, sem nú er, eru miklar hleðslur í hólnum við sjó. Suðvestur í túni eru miklar hleðslur af stórgrýti. Er þar að brotna hár rofabakki, og koma fram úr honum hleðslur. Hleðslur þessar eru leifar af kirkjugarði og byggingum.
Árnadalur er lægð í túni Kirkjubóls, sem liggur suður og norður í átt til Þórustaðatúns. Ekki er vitað með vissu, við hvern Árnadalur er kenndur, e.t.v. Árna nokkurn reipslagara, sem bjó á Kirkjubóli einhvern tíma á síðustu öld.
Fyrir innan túngarðinn á Kirkjubóli tekur við svæði það, sem Almenningur heitir. Það er sameign Kirkjubóls, Hafurbjarnarstaða og Kolbeinsstaða. Næst norðan við Kvíavelli eru Hafurbjarnarstaðir, sem voru nyrzti bærinn í hverfinu. Þar mátti sjá leifar af gömlu sjávarhúsi neðan túns, sem nefnt var Gjaldabyrgi og áður hefur verið getið.
Neðan við Hafurbjarnarstaði er Kálfhagi. Þar munu kálfar hafa verið geymdir. Þar eru einnig leifar eftir Skagagarð. Kálfhaginn er utast. Skagagarðurinn girti af
tána, að talið er, til hlífðar fyrir akra, er þar voru. Upp frá Hafurbjarnarstöðum eru Kolbeinsstaðir. Ofan við túngarðinn þar er byrgi, Árnaborg. Hana hlóð Árni á Meiðastöðum. Á þessum slóðum eru ýmsar vörður. Kolbeinsstaðavarða er rétt ofan við veg upp af bæ, skammt ofan túngarðs, gamalt mið, hrunin að mestu. Ofan við Kálfhaga var Ófeigskot og Efstabæjargarður. Þar innar var tómthúsið Sléttaból, þar sem nú er býlið Ásgarður, austur af Lambarifi. – Ekki er vitað, við hvern Ófeigskot var kennt, en Sléttaból var byggt af Jóni Þórarinssyni, föður Árna Jónssonar, um aldamótin. Jón var frá Flankastöðum og flutti þangað aftur með allt sitt fólk árið 1916. Nú markar aðeins fyrir bæjar- og garðarústum á Sléttabóli.
Uppi í heiðinni austur frá Fitja-Hásteini, allhátt uppi, ef hægt er að tala hér um hátt, er Skiphóll. Suður af honum er annar hóll, sem heitir
Grænhóll.
Skiphóll er grjóthóll, grasi gróinn, og var eitt aðalfiskimiðið í Garðsjó. Fyrir ofan veginn eru lægðir, sem nefndar eru Lágar. Í þeim eru rústir eftir stekk. Ekki er vitað, hvenær hann var síðast notaður. Hjá honum er hlaðin varða, en rétt hjá er smárétt, yngri. Skv. örnefnaskrá Ara Gíslasonar eru merkin móti Útskálum úr Útskálaflesju í Selós miðjan og í stein fyrir sunnan Skagavötn. Draughóll er á merkjum. Þar er nú býli, sem heitir Hólabrekka. Þaðan er línan í Skálareyki. Þar breytir um stefnu og verður miklu suðlægari.
Útskálaflesja er sunnan í Garðskagaflös. (Flesja = lág, slétt sker og sandbreiður, sem fara oftast undir sjó um flóð.)
Ekki er vitað, af hverju Selós dregur nafn, en mikið er og var um sel þarna sunnan við Flösina. Var það eini staðurinn þarna við ströndina, þar sem selur var, þegar Halldóra var að alast upp. En nú er þar mikið af honum, alveg frá Flös til Sandgerðis og e.t.v. einnig fyrir sunnan Sandgerði.
Áður var minnst á Jón Gerreksson. Hann (f. 1378) var endurreistur biskup í Skálholti árið 1426. Ýmsum sögum fór af honum og þá ekki síst ódælum sveinum hans. Áður hafði hann stundað nám við Svartaskóla (1401) og verið biskup í Uppsölum, en gerður þaðan burtrækur vegna kvennafars og svalls.

Illugi Jökulsson skrifar um Jón Gerreksson í Morgunblaðið 1986: „Einn kirkjusveinanna, foringi Jóns, Magnús að nafni, biðlaði til Margrétar á Kirkjubóli en var synjað. Hann tók hryggbrotinu svio illa að hann fór með sveinum sínum og brenndi Kirkjubólsbæinn en Margrét – sem var systir Þorvarðar á Mörðuvöllum og komst undan eldinum og flýði norður í land. Af þessum atburðum urðu hefndir miklar en þó lítil málaferli. Magnús flýði að lokum úr landi en það fugði ekki til þess að friða Íslendinga. Þorvarður slapp líka úr haldi og tók að safna liði og fór að lokum gegn Jóni biskupi í Skálholti. Hann var tekinn höndum og drekkt í Brúará, segir þjóðsagan, og er það sennilega alveg sannleikanum samkvæmt. Þannig er nú sagan í stórum dráttum.“
Um kumlateiginn við Hafurbjarnarstaði segir m.a. í eftirfarandi umsögn: „Í Skýrslu um Forngripasafn II, bls. 67-78, hefur Sigurður Guðmundsson málari lýst einum hinum merkasta heiðna kumlateig, sem enn hefur fundizt hér á landi. Sigurður kom hins vegar aldrei á staðinn, að því er séð verður.
Hafurbjarnarstaðir í Miðneshreppi eru rétt austan við Kirkjuból hið forna. Svæðið er mikið skemmt af sandfoki; er strandlengjan öll með ljósum sandi, sem fýkur mjög til og frá og veldur spjöllum. Þetta sandfok hefur leitt í ljós hinn forna kumlateig rétt innan við girðinguna, norður af bæ á Hafurbjarnarstöðum. Sigurður B. Sívertsen, segist minnast þess, að bein úr kumlunum hafi blásið upp og verið færð í kirkjugarð þar um 1828. „Þar fannst og silfurhringur með gömlu verki, líkt eins og á mörgum steyptum beltispörum“. Á öðrum stað segir hann, að hringurinn hafi verið „handhringur“ mjög forn úr silfri og einhvern tíma gylltur, var á hinum upphleypt krossmark, líkt og sézt hefur á gömlu beltispörum.“
Sumarfið 1947 fórum við Jón prófessor Steffesen á staðinn til að rannsaka, hvort nokkuð kynni að vera þar eftir óhreyft.“
Síðan lýsir Kristján kumlunum. Hann segir og að kumlateigur þessi sé vitanlega frá 10. öld, en nánari tímaákvörðun varla leyfileg. Eftir sverðinu að dæma ætti það þó ekki að vera yngra en frá 950. Annars staðar getur hann þess að kumlateigurinn gæti verið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar, sem frá er sagt í Landnámu. Hafurbjarnarstaðir eru líklega kenndir við hann. Molda-Gnúpur faðir hans nam fyrst land í Álftaveri, en settist síðar að í Grindavík.
Árni Óla segir í grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins 1961 að „enda þótt landkostir í Álftaveri hafi verið harla ólíkir landkostum við Raumdalsfjörð, þá tók þó úr er Molda-Gnúpur tók sér byggð í Grindavík, þar sem var lítt gróið hraun niður að sjó. Það hefir því skjótt orðið þröngt um þá bræður (syni hans) fjóra þar. Þess vegna ætla menn að Hafur-Björn hafi farið þaðan er hann kvongaðist Jórunni Svertingsdóttur (Hrolleifssonar), og reist sér bæ á Rosmhvalanesi, er síðan við hann kenndur og heitir Hafurbjarnarstaðir, rétt norðan við Kirkjuból, hinn sögufræga stað, og skammt frá hinum sögufræga garði, sem eitt sinn lá þvert yfir skagann og Garðskagi dregur nafn af. Börn þeirra voru Rannveig og Svertingur.

Húsfreyja á Hafurbjarnastöðum, kona Hafur-Bjarnar, var Jórunn dótturdóttir keltlneska landnámmannsins Ráðorms í Vetleifsholti. Þarna er hið keltneska samband, sem svo vel getur skýrt, hvers vegna hin einkennilega þríblaða næla, með keltnesk-norrænum stíl, skyldi einmitt finnast þarna á þessum stað. Hér styður hvað annað. Gröfin bendir til þess, að hún hafi verið legstaður húsfreyjunnar á Hafurbjarnarstöðum, og hin einkennilega nál bendir til hins keltnesk-norræna ætternis hennar.“

Framangreind vitneskja, þ.e. merkilegheit kumlateigsins sem og hugsanleg tengsl hans við eina hina fyrstu landnámsmenn á Reykjanesskaga, ætti, þótt ekki væri fyrir neitt annað, að vera yfirvöldum fornleifa sérstakt áhugaefni. Ljóst var að þarna hafi bein verið að koma upp úr gröfum a.m.k. frá því á 19. öld. Á 20. öld finnast merkilegstu grafir, sem enn hafa fundist hér á landi. Hvers vegna í ósköpunum, endurtekið – í ósköpunum, hefur ekki farið fram frekari fornleifauppgröftur við Hafurbjarnarstaði? Kristnitökussjóður hefur fjámagnað marga vitleysuna á síðustu árum, en spurningin er; hvers vegna í ósköpunum datt engum forsvarsmanna hans að verja fjármunum til áframhaldandi rannsókna á þessu einstaka svæði? Og hvers vegna gerði enginn sveitarstjórnarmanna þá kröfu að það yrði gert? Krafan myndi þykja mjög eðlileg því vel má leiða að því líkum að jarðneskar leifar Hafur-Bjarnar kunni að leynast þar í sandinum!
Þrátt fyrir merki Þjóðminjasafnsins, bæði á garðinum norðan Hafurbjarnarstaðar (sem líklega má telja hluta af hinum forna Skagagarði) og við kumlateiginn er ekki umm eiginlegar friðlýstar fornleifar skv. Skrá um friðlýstar fornleifar 1990. Þar segir eingungis um slíkar minjar í Gerðarhreppi: „Útskálar. Akurlönd forn, á Garðskaga. Sbr. Árb. 1903: 35-36. Skjal undirritað MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938.“ Hér er um að ræða svæðið innan hins forna Skagagarðs. Ekki er minnst á kumlin þótt vitað hafi verið af þeim á þessum tíma. Í núgildandi þjóðminjalögum eru allar fornleifar eldri en 100 ára friðaðar, en skýringin á því hvers vegna kumlteigurinn og garðurinn á Hafurbjarnarstöðum er sérmerktur umfram ákvæði laganna liggur ekki ljós fyrir.
Þórustaðir eða Þóroddsstaðir eru jörð í Miðneshreppi, næst norðan Fitja, og taldir syðsti bær í Kirkjubólshverfi. Árið 1703 er þar getið um tvö Thorustadakot.
Fitjar eru jörð í Miðneshreppi næst norðan við Arnarbæli. Arið 1703 er þetta talið hálfbýli og jafnvel að einhverju leyti tengt Kirkjubóli.
Á Flankastöðum hefur um langan aldur verið tvíbýli. Um aldamót stóðu báðir bæirnir saman á sama hólnum. Síðan voru þeir færðir í sundur, og eru Syðri-Flankastaðir nú komnir í eyði.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Heimildir:
Örnefnalýsingar fyrir Kirkjuból, Þórustaðir (þóroddsstaði), Fitjar og Flankastaði.
-Kristján Eldjárn – Árbók hins íslenska fornleifafræðifélags 1943-1948, bls. 108-128.
-Árni Óla, Lesbók Morgunblaðsins 26. febrúar 1961.
-Mbl. 23. des. 1986.

Hafurbjarnarstaðir – Kirkjuból – Flankastaðir
Gengið var frá Garðahúsavík, yfir Lambarif og meðfram Kvíavallavík að Hafurbjarnarstöðum, framhjá Gamlabóli, þ.e. gamla Kirkjubóli, Þóroddsstöðum (Þórustöðum) og Fitjum að Flankastöðum.
m.a. ætlunin að skoða kumlateig þann er fannst á Hafurbjarnarstöðum fyrr á árum og telja má merkastan slíkra teiga hér á landi. Eitt kumlið er nú undir fótum sýningargesta í gólfi Þjóðminjasafns Íslands (2008).
Á leiðinni var m.a. gengið framhjá Lambarifi, sem sást einstaklega vel vegna þess hver lágsjávað var. Á þessari stundu var tunglið bæði fullt og stærst, enda nærst jörðu. Á rifinu sást vel til ketils úr King Eduvard er fórst þar fyrir utan á 20. öld. Við þetta langa sker fórst einnig franski togarinn Auguste LeBlonel þann 19. ágúst 1019. Annars er Garðskagaflösin og nálæg sker vörðuð skipssköðum. Sjá má afleiðingar þeirra hvarvetna með ströndinni.
Í leiðinni var
Kirkjuból var frægt í eftirmálum aftöku Jóns Arasonar 1551.
Flankastaðir eru hins vegar kunnir í annálum vegna óhóflegs skemmtanahalds. Að Flankastöðum voru fyrr á tímum haldnir vikivakar og jólagleði. Ýmsir kirkjunnar þjónar höfðu horn í síðu þessara dans- og gleðisamkoma sem þeir töldu ýta undir drykkjuskap og lauslæti. Voru þessar samkomur því bannaðar um 1745. Var því spáð að prestinum Árna Hallvarðssyni ætti eftir að hefnast fyrir tiltækið og gekk það eftir þegar hann drukknaði á voveiflegan hátt.
En aftur upp á land; kumlateigurinn á Hafurbjarnarstöðum gæti verið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar, sem frá er sagt í Landnámu. Hafurbjarnarstaðir eru líklega kenndir við hann. Molda-Gnúpur faðir hans nam fyrst land í Álftaveri, en settist síðar að í Grindavík 934 – fyrir 1074 árum.
Þá má geta þess að um 1450 brenndu skólasveinar Jóns Gerrekssonar, biskups, Kirkjubólsbæinn vegna afbrýðisemi foringja þeirra.
Kirkjubólshverfið var nyrzta byggð á Miðnesi fram undir síðustu aldamót, en þá fór að byggjast einstaka býli á Skaganum. Strandlengjan mestöll frá Skagatá suður að Klapparhverfi er í sjávarmáli þakin þykkum hvítum skeljasandi. Hefur sandur þessi fokið mjög upp á túnin og spillt grasrót, svo að illbyggilegt mátti heita, þar til á síðustu árum að útlendur áburður og betri viðleitni hefur gert byltingu í grasvexti á þessum slóðum.
Kirkjubólshverfingar hafa jafnan sótt sjó með búskapnum, og hafa þar verið margir ágætir sjómenn. En vegna langræðis á vertíðarslóðir Miðnesinga og að brimasamt mjög er út af hverfinu, hafa þeir mest sótt sjávarafla sinn í Garðsjóinn, með lóð á haustin, en þorskanet á vertíðum, einnig handfæri á öllum árstímum eftir ástæðum, og hafa haft uppsátur mest í Út-Garði. Þó var nokkur útgerð, að minnsta kosti öðru hvoru, í suðurdjúpið á vertíð, en oft lentu þeir þá í Flankastaðavör eða jafnvel á Fitjum, ef ekki var fært heim vegna brims.
Hér má sjá Landamerkjalýsingu Hafurbjarnarstaða og Kolbeinsstaða: „Ár 1886, mánudaginn þann 7. júnímán., voru skýrð upp landamerki áminnztrar jarðar [þ.e. Hafurbjarnarstaða], og eru þau sem hér segir: Sunnan til á Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, þaðan stefna mörkin upp í nyrðri brún á stokkmyndaðri klappavör með mark LM, er liggur niður frá útnorðurhorni túngarðs jarðarinnar við sjóinn. Ræður svo túngarðurinn mörkum, þar til kemur að túnmörkum jarðarinnar að norðan við túnmörk Kolbeinsstaða, er þar merktur steinn LM. Þaðan liggja mörkin milli túna áminnztra jarða til suðurs, þar til kemur að fornaldargarðlagi stutt frá Kolbeinsstaðabrunni, er þar merktur steinn LM, þaðan að jarðföstum steini fyrir vestan Kvíavelli með sama marki, þaðan að vörðu á sjávarkampinum spölkorn fyrir sunnan hústóft, er á kampinum stendur; þaðan fram á Mávatanga að þar settu marki LM á klöpp. Þaðan ræður sama sjónhending alla leið út í sjó. (Áminnzt LM þýðir landamerki.)
Túnmörk jarðarinnar eru; að norðan, frá markasteini við tún Hafurbjarnarstaða liggur túngarður til austurs, er girðir af túnið alla leið upp fyrir þurrabúðarbýlið Efstabæ, beygist þá túngarðurinn til suðurs, þar til kemur að jarðfastri klöpp með mark innan til við túngarðinn, skammt fyrir sunnan þurrabúðarbýlið Suðurkot, beygjast svo mörkin í vestur beint á fornaldargarðlag (í því er merki um friðlýstar fornleifar), er aðskilur tún jarðarinnar frá túni Kvíavallanna, þá áfram eftir garðlaginu, meðan sömu stefnu heldur, að merktum steini sunnan til við Brunn (vatnsból jarðarinnar), beygjast þá túnmörkin til norðurs að þeim upphaflega áminnzta markasteini, síðast umgetin markstefna aðskilur tún jarðarinnar frá túni Hafurbjarnarstaðanna. Einkennismark á áminnztum steinum er LM, er þýðir landamerki.
2. Vestan til á miðju Lambarifi á sléttri klöpp er mark LM, ræður þaðan fjörumarklína að norðanverðu alla leið upp á sjávarkampinn sunnanhallt við þann enda Lambarifs, er að sjávarkampinum liggur; er þar á kampinum varða með marksteini í, merktum LM.
Beygja svo fjörumörkin suður hákampinn suður að útnorðurhorni Hafurbjarnarstaðatúngarðs við sjóinn. Liggja svo merkin niður fyrir sjávarkampinn norðan til í stokkmyndaða klapparvör með mark LM. Þaðan að klöpp sunnanhallt á Lambarifi, er þar mark LM. Þaðan sem sjónhending ræður alla leið á sjó út.
„Hálf-örðugt er að fá nöfn og lýsingar á boðum og skerjum á þessu svæði. Þó þekkja allir Lambarif, sem er langt og allbreitt rif út í sjó norðan við Hafurbjarnarstaði, enda alþekkt fyrir skipströnd og slysfarir fyrr á tíma. Hafliðasker er norðan við rifið. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Norður af Hafliðaskeri er Krosstangi. Árni Jónsson segir, að nafnið sé dregið af legu tangans miðað við önnur sker. En einnig kynni það að vera í einhverju sambandi við kirkju eða bænahús, sem var á Kirkjubóli og markar enn fyrir á Gamla-Bóli.
Þar er einnig kirkjugarður, en hann er farinn að brotna af sjógangi og mannabein að koma úr hólnum, í flóði fyrir nokkrum árum komu m.a. hlutar af tveimur beinagrindum. Hallssker er sunnan við rifið. Ekki er vitað um tilefni þess nafns. Þar suður af er Mávatangi, lágt rif, laust við land, en kemur upp úr um fjöru. Kringum rif þetta eru smásker og flúðir, kallaðar Flögur. Brimbrotið á þessu öllu saman er nefnt Mávatangaflögur.
Í Kirkjubólshverfi miðju er stór hóll niður undir sjávarbakka. Heitir hann Gamla-Ból, enda stóð þar Kirkjuból áður fyrr með sína fornu sögu. Þegar Magnús Þórarinsson var smástrákur og kom á Gamla-Ból í fyrsta sinn, voru honum syndir þar vel höggnir bollar í stóra steina og sagt, að það væru hlautbollar frá heiðni. Steinar þessir munu nú vera komnir í hleðslu á Gamla-Bóli eða þar í grennd. Sunnan í Gamla-Bóli er lægð eða sýling, sem heitir Borguskarð.
Kolbeinsstaðavarða er skammt fyrir ofan túngarðinn á Kolbeinsstöðum, rétt við veginn, sem nú liggur þar. Hún er gamalt mið á sundi og fiskimiðum. Hún mun hafa verið myndarleg á beztu árum ævi sinnar. Eigi mun vitað um aldur hennar. Nú er hún ekki annað en fáeinir steinar í hrúgu, mjög sokkin í jörð og úr henni hrunið á allar hliðar. Liggja steinarnir allt í kring, meira eða minna niður sokknir.
Mið á Kirkjubólssundi er Kolbeinsstaðavarða í Borguskarð. Norðan við Sundið eru Mávatangaflögur, en sunnan við afleiðingar af Hásteinaflögum, sem eru grynningar fyrir norðan Hástein. Lent var í svonefndri Borgu, sem Magnús Þórarinsson segir, að hafi verið sandvik sunnan megin við Gamla-Ból, en Árni Jónsson segir, að Borga hafi verið hlaðin rétt (sbr. borg = hringhlaðin rétt).
Sunnan megin við lendinguna er Borgusker í fjörunni, smáhólmi í þanghafi. Norðan við eru Vallarhúsaklappir, en Kvíavallavik og Kvíavallasker þar norður af. Ekki var gott á land að leggja þarna, því allt var eintómur hvítur sandur, varð því að bera fiskinn upp á tún. Vergögn voru lítil og engir garðar, skipum til skjóls í ofviðrum á landi. Einn kofi hafði lengi staðið á bakkanum, en breyttist síðar í timburskúr. Sundið er sagt að hafi verið sæmilegt, en svo er að skilja, að það hafi náð skammt út fyrir fjöruna, því hvorki varð komizt út né að fyrir brimi, sem var fyrir utan, segja kunnugir. Þarna eru einlægir þarahvirflar um allt þetta svæði og einn brimsvaði, ef hreyfing er í sjó. Mun það allt vera kallað einu nafni Víkurboðar.
Lendingarstaður var við Hafurbjarnarstaði, nyrzta bæ í hverfinu, við sjóinn, en aðeins um sumartímann. Má enn sjá til leifanna af gömlu sjávarhúsi niður undan bænum (nú húsinu); hefur það verið nefnt Gjaldabyrgi, eflaust kennt við Ingjald Tómasson, sem bjó á Kolbeinsstöðum og síðar á Hafurbjarnarstöðum á seinni hluta 19. aldar. Hann var faðir Guðrúnar símstjóra í Gerðum og Margrétar í Melbæ.
getað upp spurt af kunnugum eldri mönnum um leiðir og lendingar í Kirkjubólshverfi á ævi þálifandi manna.
gamla vörin var í Hafurbjarnarstaðalandi. En það er víst, að brimasamt hefur ætíð verið út af Kirkjubólshverfi. Það vottar líka umsögnin um gömlu vörina, sem spilltist af grjóti í sjávargangi og sjávarflóðum.
Árnadalur er lægð í túni Kirkjubóls, sem liggur suður og norður í átt til Þórustaðatúns. Ekki er vitað með vissu, við hvern Árnadalur er kenndur, e.t.v. Árna nokkurn reipslagara, sem bjó á Kirkjubóli einhvern tíma á síðustu öld.
tána, að talið er, til hlífðar fyrir akra, er þar voru. Upp frá Hafurbjarnarstöðum eru Kolbeinsstaðir. Ofan við túngarðinn þar er byrgi, Árnaborg. Hana hlóð Árni á Meiðastöðum. Á þessum slóðum eru ýmsar vörður. Kolbeinsstaðavarða er rétt ofan við veg upp af bæ, skammt ofan túngarðs, gamalt mið, hrunin að mestu. Ofan við Kálfhaga var Ófeigskot og Efstabæjargarður. Þar innar var tómthúsið Sléttaból, þar sem nú er býlið Ásgarður, austur af Lambarifi. – Ekki er vitað, við hvern Ófeigskot var kennt, en Sléttaból var byggt af Jóni Þórarinssyni, föður Árna Jónssonar, um aldamótin. Jón var frá Flankastöðum og flutti þangað aftur með allt sitt fólk árið 1916. Nú markar aðeins fyrir bæjar- og garðarústum á Sléttabóli.
Grænhóll.
Áður var minnst á Jón Gerreksson. Hann (f. 1378) var endurreistur biskup í Skálholti árið 1426. Ýmsum sögum fór af honum og þá ekki síst ódælum sveinum hans. Áður hafði hann stundað nám við Svartaskóla (1401) og verið biskup í Uppsölum, en gerður þaðan burtrækur vegna kvennafars og svalls.
Þá var einnig lending við Þóroddsstaði, syðsta bæ í hverfinu; var þar lent í sandviki niður af bænum, norðan við svonefndar Svörtuklappir. Engin sjávarhús eru þar nú sýnileg eða önnur vergögn. Kirkjubólssund var notað fyrir allt hverfið, en svo róið með landi að lendingarstöðum.
Framanskráð er einkum ritað eftir frásögn Magnúsar Þórarinssonar, hið sannasta, er hann vissi og hafði
Eigi er nú vitað, hve mikil sjósóknin hefur verið, en það stingur í augu, að svo er orðað, að „stundum“ hafi gengið þar konungsskip, áttæringur á vertíð. Það bendir til þess, að útgerðin hafi ekki verið stöðug fremur þá en síðar. Þá hefur líka hagað öðruvísi til þar. Sjávarströndin er ávallt að breytast, hægt og sígandi. Vitað er, að landbrot hefur verið ákaflegt á Miðnesi á undanförnum árhundruðum. Sjórinn hefur brotið jarðveginn, en eftir standa klettarnir. Það eru skerin. Áður var Lambarif grasi gróið; svo hefur einnig verið um önnur sker og fjörur, sem nú eru á þessu svæði, og allt annað flóðfar er þar nú en var fyrir 250 árum.
Enginn mun nú vita, hvar
Niður við sjó er, eins og fyrr segir, Gamla-Ból, þar sem Kirkjuból stóð fyrr. Mælt er, að bærinn hafi verið fluttur frá sjó undan sandfoki.
Í suðausturhorni túnsins er svonefnt Rafnshús, kennt við mann, sem þar bjó. Þar norður af er kofi, sem nefndur er Busthús. Þar var bær eða tómthús. Utar, hálfa leið á veginum, er varnargarður úr grjóti. Vestur af bænum, sem nú er, eru miklar hleðslur í hólnum við sjó. Suðvestur í túni eru miklar hleðslur af stórgrýti. Er þar að brotna hár rofabakki, og koma fram úr honum hleðslur. Hleðslur þessar eru leifar af kirkjugarði og byggingum.
Fyrir innan túngarðinn á Kirkjubóli tekur við svæði það, sem Almenningur heitir. Það er sameign Kirkjubóls, Hafurbjarnarstaða og Kolbeinsstaða. Næst norðan við Kvíavelli eru Hafurbjarnarstaðir, sem voru nyrzti bærinn í hverfinu. Þar mátti sjá leifar af gömlu sjávarhúsi neðan túns, sem nefnt var Gjaldabyrgi og áður hefur verið getið.
Neðan við Hafurbjarnarstaði er Kálfhagi. Þar munu kálfar hafa verið geymdir. Þar eru einnig leifar eftir Skagagarð. Kálfhaginn er utast. Skagagarðurinn girti af
Uppi í heiðinni austur frá Fitja-Hásteini, allhátt uppi, ef hægt er að tala hér um hátt, er Skiphóll. Suður af honum er annar hóll, sem heitir
Skiphóll er grjóthóll, grasi gróinn, og var eitt aðalfiskimiðið í Garðsjó. Fyrir ofan veginn eru lægðir, sem nefndar eru Lágar. Í þeim eru rústir eftir stekk. Ekki er vitað, hvenær hann var síðast notaður. Hjá honum er hlaðin varða, en rétt hjá er smárétt, yngri. Skv. örnefnaskrá Ara Gíslasonar eru merkin móti Útskálum úr Útskálaflesju í Selós miðjan og í stein fyrir sunnan Skagavötn. Draughóll er á merkjum. Þar er nú býli, sem heitir Hólabrekka. Þaðan er línan í Skálareyki. Þar breytir um stefnu og verður miklu suðlægari.
Útskálaflesja er sunnan í Garðskagaflös. (Flesja = lág, slétt sker og sandbreiður, sem fara oftast undir sjó um flóð.)
Ekki er vitað, af hverju Selós dregur nafn, en mikið er og var um sel þarna sunnan við Flösina. Var það eini staðurinn þarna við ströndina, þar sem selur var, þegar Halldóra var að alast upp. En nú er þar mikið af honum, alveg frá Flös til Sandgerðis og e.t.v. einnig fyrir sunnan Sandgerði.
Illugi Jökulsson skrifar um Jón Gerreksson í Morgunblaðið 1986: „Einn kirkjusveinanna, foringi Jóns, Magnús að nafni, biðlaði til Margrétar á Kirkjubóli en var synjað. Hann tók hryggbrotinu svio illa að hann fór með sveinum sínum og brenndi Kirkjubólsbæinn en Margrét – sem var systir Þorvarðar á Mörðuvöllum og komst undan eldinum og flýði norður í land. Af þessum atburðum urðu hefndir miklar en þó lítil málaferli. Magnús flýði að lokum úr landi en það fugði ekki til þess að friða Íslendinga. Þorvarður slapp líka úr haldi og tók að safna liði og fór að lokum gegn Jóni biskupi í Skálholti. Hann var tekinn höndum og drekkt í Brúará, segir þjóðsagan, og er það sennilega alveg sannleikanum samkvæmt. Þannig er nú sagan í stórum dráttum.“
Um kumlateiginn við Hafurbjarnarstaði segir m.a. í eftirfarandi umsögn: „Í Skýrslu um Forngripasafn II, bls. 67-78, hefur Sigurður Guðmundsson málari lýst einum hinum merkasta heiðna kumlateig, sem enn hefur fundizt hér á landi. Sigurður kom hins vegar aldrei á staðinn, að því er séð verður.
Hafurbjarnarstaðir í Miðneshreppi eru rétt austan við Kirkjuból hið forna. Svæðið er mikið skemmt af sandfoki; er strandlengjan öll með ljósum sandi, sem fýkur mjög til og frá og veldur spjöllum. Þetta sandfok hefur leitt í ljós hinn forna kumlateig rétt innan við girðinguna, norður af bæ á Hafurbjarnarstöðum. Sigurður B. Sívertsen, segist minnast þess, að bein úr kumlunum hafi blásið upp og verið færð í kirkjugarð þar um 1828. „Þar fannst og silfurhringur með gömlu verki, líkt eins og á mörgum steyptum beltispörum“. Á öðrum stað segir hann, að hringurinn hafi verið „handhringur“ mjög forn úr silfri og einhvern tíma gylltur, var á hinum upphleypt krossmark, líkt og sézt hefur á gömlu beltispörum.“
Síðan lýsir Kristján kumlunum. Hann segir og að kumlateigur þessi sé vitanlega frá 10. öld, en nánari tímaákvörðun varla leyfileg. Eftir sverðinu að dæma ætti það þó ekki að vera yngra en frá 950. Annars staðar getur hann þess að kumlateigurinn gæti verið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar, sem frá er sagt í Landnámu. Hafurbjarnarstaðir eru líklega kenndir við hann. Molda-Gnúpur faðir hans nam fyrst land í Álftaveri, en settist síðar að í Grindavík.
Árni Óla segir í grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins 1961 að „enda þótt landkostir í Álftaveri hafi verið harla ólíkir landkostum við Raumdalsfjörð, þá tók þó úr er Molda-Gnúpur tók sér byggð í Grindavík, þar sem var lítt gróið hraun niður að sjó. Það hefir því skjótt orðið þröngt um þá bræður (syni hans) fjóra þar. Þess vegna ætla menn að Hafur-Björn hafi farið þaðan er hann kvongaðist Jórunni Svertingsdóttur (Hrolleifssonar), og reist sér bæ á Rosmhvalanesi, er síðan við hann kenndur og heitir Hafurbjarnarstaðir, rétt norðan við Kirkjuból, hinn sögufræga stað, og skammt frá hinum sögufræga garði, sem eitt sinn lá þvert yfir skagann og Garðskagi dregur nafn af. Börn þeirra voru Rannveig og Svertingur.
Húsfreyja á Hafurbjarnastöðum, kona Hafur-Bjarnar, var Jórunn dótturdóttir keltlneska landnámmannsins Ráðorms í Vetleifsholti. Þarna er hið keltneska samband, sem svo vel getur skýrt, hvers vegna hin einkennilega þríblaða næla, með keltnesk-norrænum stíl, skyldi einmitt finnast þarna á þessum stað. Hér styður hvað annað. Gröfin bendir til þess, að hún hafi verið legstaður húsfreyjunnar á Hafurbjarnarstöðum, og hin einkennilega nál bendir til hins keltnesk-norræna ætternis hennar.“
Framangreind vitneskja, þ.e. merkilegheit kumlateigsins sem og hugsanleg tengsl hans við eina hina fyrstu landnámsmenn á Reykjanesskaga, ætti, þótt ekki væri fyrir neitt annað, að vera yfirvöldum fornleifa sérstakt áhugaefni. Ljóst var að þarna hafi bein verið að koma upp úr gröfum a.m.k. frá því á 19. öld. Á 20. öld finnast merkilegstu grafir, sem enn hafa fundist hér á landi. Hvers vegna í ósköpunum, endurtekið – í ósköpunum, hefur ekki farið fram frekari fornleifauppgröftur við Hafurbjarnarstaði? Kristnitökussjóður hefur fjámagnað marga vitleysuna á síðustu árum, en spurningin er; hvers vegna í ósköpunum datt engum forsvarsmanna hans að verja fjármunum til áframhaldandi rannsókna á þessu einstaka svæði? Og hvers vegna gerði enginn sveitarstjórnarmanna þá kröfu að það yrði gert? Krafan myndi þykja mjög eðlileg því vel má leiða að því líkum að jarðneskar leifar Hafur-Bjarnar kunni að leynast þar í sandinum!
Þrátt fyrir merki Þjóðminjasafnsins, bæði á garðinum norðan Hafurbjarnarstaðar (sem líklega má telja hluta af hinum forna Skagagarði) og við kumlateiginn er ekki umm eiginlegar friðlýstar fornleifar skv. Skrá um friðlýstar fornleifar 1990. Þar segir eingungis um slíkar minjar í Gerðarhreppi: „Útskálar. Akurlönd forn, á Garðskaga. Sbr. Árb. 1903: 35-36. Skjal undirritað MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938.“ Hér er um að ræða svæðið innan hins forna Skagagarðs. Ekki er minnst á kumlin þótt vitað hafi verið af þeim á þessum tíma. Í núgildandi þjóðminjalögum eru allar fornleifar eldri en 100 ára friðaðar, en skýringin á því hvers vegna kumlteigurinn og garðurinn á Hafurbjarnarstöðum er sérmerktur umfram ákvæði laganna liggur ekki ljós fyrir.
Þórustaðir eða Þóroddsstaðir eru jörð í Miðneshreppi, næst norðan Fitja, og taldir syðsti bær í Kirkjubólshverfi. Árið 1703 er þar getið um tvö Thorustadakot.
Fitjar eru jörð í Miðneshreppi næst norðan við Arnarbæli. Arið 1703 er þetta talið hálfbýli og jafnvel að einhverju leyti tengt Kirkjubóli.
Á Flankastöðum hefur um langan aldur verið tvíbýli. Um aldamót stóðu báðir bæirnir saman á sama hólnum. Síðan voru þeir færðir í sundur, og eru Syðri-Flankastaðir nú komnir í eyði.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Heimildir:
Örnefnalýsingar fyrir Kirkjuból, Þórustaðir (þóroddsstaði), Fitjar og Flankastaði.
-Kristján Eldjárn – Árbók hins íslenska fornleifafræðifélags 1943-1948, bls. 108-128.
-Árni Óla, Lesbók Morgunblaðsins 26. febrúar 1961.
-Mbl. 23. des. 1986.
Grindavík – höfuðborg Reykjanesskagans
Þetta tiltekna kvöld bauðst hins vegar tækifæri til að spyrja nánar um einstaka staði og einstök svæði eða koma með ábendingar, fróðleik eða umsögn um hvorutveggja – og allt þar á milli. Boðið var upp á frjálslegar samræður og skemmtan með kaffi- og piparkökubragði.
Sumir myndu telja að Grindavík væri ekki borg í þeim skilningi, þ.e. þessi vinarlegi bær með u.þ.b. 2700 íbúa, en íbúarnir vita að höfuðborgin er jafnan þar sem maður er hverju sinni. Þannig er Grindavík t.a.m. engu minni í sinni þeirra, sem þar búa, en t.d. íbúa eða gesta Reykjavíkur á meðan þeir dvelja í Grindavík.
Hér og nú, á þessum stað, er viðeigandi að velta fyrir sér jólasveinunum – jafnvel upplýsa leyndarmál. Þvörusleikir á skv. vísu Jóhannesar úr Kötlum að vera næstur jólasveina að drífa sig í vinnu. Stekkjarstaur, giljagaur og stúfur eiga þegar að hafa látið hendur standa fram úr ermum. Innfæddir Grindvíkingar, hver sem betur getur, vita hvar sveinar þeir hafa vetur- og sumarsetur. Þeir vita að hellar eru hvorki ákjósanlegar né heilsusamlegar vistarverur, jafnvel ekki fyrir jólasveina, þótt aðrir halda að svo sé. Engir þeirra hafa þó nokkru sinni séð rauðklædda karla með hvít skegg og í svörtum stígvélum spássera um á milli hátíða, hvorki í hellum né annars staðar. En hvar dvelja þeir þá frá 6. janúar til 11. desember ár hvert?
Einn Grindvíkingurinn tók af allan vafa um framangrein þegar hann þurfti skyndilega að bregða sér í vinnuna, fór afsíðis og klæddist vinnugallanum – jólasveinabúningnum – og hvarf síðan hljóðlaust út í myrkrið.
Eitt stærsta sakamál seinni tíma í Grindavík var „Kjöthvarfið mikla“ – sjá HÉR. Mikið magn af haldlögðu heimaslátruðu kjöti hvarf skyndilega að næturlagi úr frystigámi, sem lögreglan hafði geymt það í, en heimaslátrun varð óheimil þetta árið skv. reglum þótt hún hafi tíðkast þarna allt frá upphafi landnáms. Ekki upplýstist hver eða hverjir tóku kjötið, en eitt er víst; kjötkrókur var lengi á eftir einstaklega vinsæll meðal foreldra hans og bræðra.
Nógu erfitt hefur verið að reyna að sannfæra fólk um að allt það, sem lýst er, sé í rauninni til á Reykjanesskagagnum. Myndirnar af einstökum minjum og náttúrufyrirbærum ættu að taka af allan vafa um að svo sé og undirstrika um leið verðmæti svæðisins, hvort sem er til útivistar, fróðleiks eða ánægju.
Maður er manns gaman – enda var mikið spjallað saman.
Grindavík – séð frá Þjófagjá.
Kollafjarðarrétt
Kollafjarðarrétt er hlaðin fjárrétt ofan Kollafjarðar á Kjalarnesi. Auk gerðis eru þar 15 dilkar. Þegar FERLIR heimsótti réttina [2007] var ekki að sjá að hún hafi verið notuð um skeið. Veggir eru hlaðnir úr mógrjóti af vettvangnum, vel þykkir og standa enn vel.
Kollafjarðarrétt – loftmynd.
Ekki er kunnugt um aldur réttarinnar, Steinunn Guðmundsdóttir, húsfreyja á Heiðarbæ í Þingvallasveit, fæddist í Kollafirði, en flutti þaðan árið 1961. Hún kvaðst muna eftir réttinni, en líklega væri Magnús í Stardal fróðari um hana. Aðspurður kvaðst Magnús Jónasson muna eftir því að réttin lagðist af um það leiti sem Kjalarnes sameinaðist Reykjavík [1998]. Faðir hans, Jónas Magnússon, hefði verið þar réttarstjóri og auk þess Oddur gamli í Þverákoti (kom þangað 1916- eða ’17). Kjalarnesrétt hefði legið mjög vel við Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós, auk þess sem bændum úr Þingvallasveit hafi verið skipað til réttar þar. Magnús kvaðst ekki vita hversu gömul réttin væri, en hún væri a.m.k. frá 19. öld. Eftir að hætt var að rétta þar hefðu hestamenn notað réttina og hefðu þá hleðsluveggirnir skemmst talsvert vegna ágangs hrossanna. Vonaðist hann til að réttin yrði einhvern tímann hlaðin upp að nýju.
Undir réttarveggnum voru rifjuð upp skáldsöguleg tengsl hennar við frumburð skáldsögunnar hér á landi. Rétt þessi þykir nefnilega ekki síst merkileg fyrir það að hún kemur fyrir í skáldsögunni Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen (1818-1868) frá árinu 1850, sbr. meðfylgjandi: „Það var einn dag um þetta leyti og skömmu eftir að Ormur var suður kominn, að veður var fagurt, en vegir þurrir, og var réttað upp í Kollafjarðarrétt, og reið margt fólk úr Víkinni sér til skemmtunar upp í réttirnar, bæði konur og flestar gervistúlkur bæjarins, svo og margir karlmenn, sem við voru látnir. Gjörðist þá mikill skortur reiðskjóta í bænum, og urðu margir að setjast aftur, sem höfðu ætlað að fara. Kaupmaður Á. og kona hans fóru. Guðrún hafði einhvers staðar getað aflað sér hests, en Sigríði vantaði reiðskjóta, og leit út fyrir, að hún yrði heima að sitja, en þó langaði hana til að fara, því hún hafði aldrei komið þar upp eftir. Möller átti hest gráan, það var gæðingur, norðlenskur að kyni, af Bleikáluætt úr Skagafirði, er þá var mest orðlögð um landið. Hesturinn var stríðalinn á hverjum vetri, en lítið riðið á sumrin, því sjaldan kom nokkur annar maður honum á bak en eigandi, og ekki hlýddi nokkrum að biðja um hann til láns, hvað sem við lá. Líður nú fram að hádegi, og ríða allir á stað, sem hesta höfðu fengið, en ekki hafði Sigríður enn getað útvegað sér neinn reiðskjóta, en Guðrún beið hennar þó, ef verða mætti, að eitthvað réttist úr fyrir henni.
Í Kollafjarðarrétt.
Nú er hvergi fyrir sér að leita, Sigríður mín! Ég býst við, að þú verðir að sitja kyrr, nema þú viljir biðja hann kaupmann Möller um hann Grána hans; ég held það sé eini hesturinn, sem til er hérna eftir í Víkinni, sagði Guðrún.
Það gjöri ég ekki, og ég get ekki ætlast til þess, að hann ljái mér hann, þar sem hann vill ekki ljá nokkrum öðrum hann.
Veit ég það, að hann hefur afsagt þeim þremur eða fjórum hérna í morgun um hann, en hvar kemur það þá fram, sem hann segir um þig, ef hann gjörir sér ekki mannamun? Og farðu, Sveinki litli, og skilaðu við hann kaupmann Möller, að hún Sigríður, sem er hjá honum kaupmanni Á., biðji hann að ljá sér hann Grána sinn upp að réttunum í dag.
Sveinn litli fór og kom aftur að lítilli stundu liðinni og teymdi þá Grána og sagði, að kaupmaður hefði beðið sig að skila, að hann hefði ekki vitað, að hún ætlaði að fara, ella mundi hann hafa boðið henni hann að fyrra bragði.
Sér þú nú, góða mín, sagði Guðrún, hvernig Möller er, þar sem hann tekur því, enda vissi ég það, hvernig fara mundi, ef hann fengi boð frá þér, en ekki hefði hann gjört það fyrir aðrar hérna í Víkinni; því það er eins og ég segi þér, þó þú trúir því ekki.
Ekki trúi ég því nú heldur fyrir að tarna, sagði Sigríður, en nú er þá best að ríða á stað, fyrst reiðhesturinn er fenginn.
Síðan ríða þær stöllur, og með því hestarnir voru góðir, náðu þær flokknum, sem á undan var riðinn, skammt fyrir innan Hellisárnar; og brá þá mörgum í brún, er þeir sáu Sigríði koma þeysandi á Grána Möllers og varð mönnum harla fjölrætt um það, hverju það sætti, að Sigríður hefði orðið fyrir þeirri mildi að fá hann. Um daginn skemmtu menn sér við réttirnar, en sneru heim um kvöldið, og var þá komið fram á nótt, er menn komu aftur til Reykjavíkur.“
Svo mörg voru þau orð, en myndirnar segja kannski svolítið meira um það sem allflestir eru ómeðvitaðir um í „örskotsfjarlægð“ frá fjölmennstu byggðasvæði landsins.
Heimild m.a.:
-Piltur og stúlka – skáldsaga – Jón Thoroddsen.
Kollafjarðarrétt – uppdráttur ÓSÁ.
Reykjanes – rekagata
Þegar FERLIR var á göngu um Reykjanesið, þ.e. frá Sandvík um Mölvík, Háleyjar, Krossavíkurberg, Krossavík, Rafnkelsstaðaberg og Reykjanestá áleiðis að Valbjargargjá og Valahnúkamöl var tækifærið notað til að rekja forna rekagötu um svæðið.
Engar heimildir eru til um götuna, en hún hefur af augljósum ástæðum legið frá Stað í Staðarhverfi ofan misgengisins að endimörkum landsins á Valahnúksmöl. Frá henni eru hliðargötur niður í fyrrnefndar víkur austan Háleyja. Gatan hefur síðar verið löguð fyrir mjóa vagna til að flytja rekann, unninn og óunninn. Tilvist hennar styrkir þá trú manna að landamerki Staðar og Hafnabæjanna hafi fyrrum verið a.m.k. um miðja Valahnúkamöl.
Rekagatan er greinileg á köflum, bæði austan við Gunnuhver, ofan við Mölvík, Litlu-Sandvík og milli Staðarhverfis og Járngerðastaðahverfis, og síðan norðan við Reykjanesvita og ofan við ströndina að Stóru-Sandvík. Þá sést hún vel ofan við Gömlu-Hafnir og áfram áleiðis að Höfnum. Ofan við Háleyjar og í hrauninu ofan við Staðarberg.
Gatan hefur verið unnin á köflum, væntanlega sem vagnvegur, og sést þá eldri hluti hennar til hliðar við úrbæturnar. Milli Vatnsfells og Stóru-Sandvíkur er gatan vörðuð og hefur augljóslega verið unnin sem vagnvegur.
Reykjanes – rekagatan er rauðlituð (ÓSÁ).
Kleifarvatnsduttlungar
„Sum vötn eru dularfull. Þeim er öðruvísi farið en öðrum vötnum, og enginn botnar í afbrigðilegri háttsemi þeirra. Slíkt vatn var og er Kleifarvatn. Um þess konar vötn myndast sögur, og þannig er því líka einmitt farið um Kleifarvatn.
sézt hafi skrímsli, en það hefur líklega ekki verið nógu athafnasamt skrímsli, sem bjó í Kleifarvatni, því að það hefur einhvern veginn lognazt út af í þjóðtrúnni, þó að Lagarfljótsormurinn lifi enn bezta lífi við slíka ástsæld austan lands, að fólk þar vill með engu móti missa hann. Hitt hefur aftur á móti haldið uppi frægð Keilfarvatns, að mikill áramunur er að því, hversu hátt er í því. Þeir, sem kunnugir voru á þessum slóðum, töluðu um tuttugu ára sveiflur. En eins og kunnugt er hefur Kleifarvatn enga afrás, nema hvað áll er í tengslum við litla tjörn (sem ekki hefur heldur neitt afrennsl) & meðan allhátt er í því. En þau árin, sem lágt er í vatninu, þornar þessi tjörn með öllu.
Þar herma gamlar sagnir, að
Kleifarvatn – Ytri-Stapi.
Með því að við erum öll fædd á öld vísindanna, hafa menn ekki látið sér nægja alþýðlegar skýringar á fyrirbærinu nú hina seinni áratugi. Vísindamenn hafa farið á stúfana til þess að svipta hulunni af leyndardómum Kleifarvatns, svo að naktar staðreyndir geti komið í stað trúarlærdóma um hegðun þess Meðal þeirra, sem hafa gefið sig að slíkri könnun, eru þeir Geir Gígja, Guðmundur Kjartansson og Pálmi Hannesson, svo að nefnd séu nöfn, sem koma í hugann, þegar hann beinist að dulúð Kleifarvatns. Ef ég man rétt, þá er skýring vísindamanna sú, að vatnsborðið hækki þau árin (eða kannski öllu heldur eftir þau ár), er úrkoma er í meira lagi á svæðinu umhverfis Kleifarvatns, en lækki, þegar úrkoma er í minna lagi. Vatnsbúskap Kleifarvatns er með öðrum orðum svo háttað, að halli er á honum, þegar aðrennsli er í minna lagi, því að þá síður meira niður í hraunið, sem undir því er, heldur en í það bætist, en svo mjótt er á mununum, að hraunið hefur ekki undan að fleyta vatninu burt, þegar öllu meira berst að.
Og ætli við verðum þá ekki að hafa það svo, úr því að vísindin hafa talað. En hitt getum við haldið okkur þeim fastar við, að það er ekki neitt fleipur, að miklu getur munað á vatnsborðinu. Það sýna myndirnar tvær, sem þessum línum fylgja, teknar á sama stað með átta ára millibili.
Árið 1931 var lágt í Kleifarvatni, og frá því ári er þessi mynd. Allra lægst mun þó vatnsborðið hafa verið árið 1932. Síðan fór hækkandi í vatninu. Það var ekki kreppan þar á þeim árum.
Svo fór Kleifarvatn að búa betur. Þessi mynd sýnir, að það hefur heldur hækkað vatnsborðið árið 1939. Drangurinn er hinn sami og sést á hinni myndinni, og nú varð ekkl aldeilis gengið út að honum þurrum fótum.
Kleifarvatn – Indíaninn 2023.
Eins og nú standa sakir er hátt í Kleifarvatni, en ekki skal fullyrt, hvort heldur vatnsborðið fer hækkandi eða lækkandi þessi misserin. En víst er það, að lítið hefur verið lagt inn í bankareikning þess hjá náttúrunni þessar síðustu vikur, er sólskinið hefur oftast bakað brunafjöll Reykjanesskagans. Það kemur einhvern tíma fram sem yfirdráttur, eins og það heitir á bankamáli, nema himininn bæti það upp með því að opna gáttir sínar þeim mun rösklegar, þegar kemur fram á sláttinn, en það er ekki dæmalaust hér á Suðurlandi eins og einhverjir kunna að minnast. (Að minnsta kosti erum við hér sannfærð um, að Benedikt frá Hofteigi er það fast í minni.) Og eftir sumar kemur haust, og svo hressilegar eru haust rigningarnar oft, að þær geta hæglega jafnað metin á skömmum um tíma, ef landsynningarnir leggja sig fram. Þannig eiga veðurguðirnir marga leiki á borði til þess að bæta hag Kleifarvatns.“
Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað, 20 júní 1971, bls. 538-539 – (ljósmyndir; Stefán Nikulásson).
Kleifarvatn 2021.
Óttarsstaðafjárborgin – Óttarsstaðasel – Straumssel
Gengið var frá Óttarsstaðafjárborginni (Kristrúnarfjárborg), hlaðin um 1870, yfir á Alfaraleið og upp í Brennisel.
Brennisel.
Brenniselshæð er þar nefnd skv. heimildum og sjá má selið í hraunkvos. Um erð að ræða tóft og fallega hlaðið skjól. Hlaðið er fyrir fjárskjól skammt austar. Norðan við Brenniselið eru enn eldri minjar um kolagerð. Þar smá sjá hlaðinn vegg í skjóli við hraunhærð. Gróið er yfir hleðsluna, en ef vel er að gáð má sjá móta fyrir henni.
Frá Brenniselinu, sem auðkennt er með vörðu ofan við það, var gengið að Álfakirkjunni og fjárskjólið undir henni skoðað. Um er að ræða tignarlega klofkletta. Undir þeim er skjól og hleðslur fyrir. Það var trú Hraunamanna að Álfakirkjan væri helgasti staður álfanna í Hraunum. Þá trúðu þeir því að álfarnir héldu verndarhendi yfir fénu er leitaði skjóls í skjólinu.
Bekkjaskúti.
Haldið var yfir hraunið og að Bekkjaskúta utan í jarðfalli skammt vestan við Óttarsstaðasel og þaðan í Sveinsskúta skammt ofar. Frá honum var stígnum fylgt að Norðurhelli og í Óttarsstaðasel. Litið var á tóftir selsins og brunnstæðið vestan selsins, stekkinn, Þúfhólsskútann, Nátthagann og Rauðhólsskúta áður en stefnan var tekin austur yfir hraunið að Efri-Straumsselhellum.
Efri-Straumsselshellar eru með miklum hleðslum umhverfis. Smalabyrgi er ofan á holtinu. Hlaðið er um opið á hellinum, sem er allrúmgóður, en einhvern tímann hefur gerðinu verið breytt í rétt.
Efri-Straumsselshellar.
Frá Efri-Straumsselshellum var gengið norður að Neðri-Straumsselhellum og síðan niður í Straumssel. Hellarnir eru rúmgóð fjárskjól. Skammt ofan neðri hellanna er forvitnileg hleðsla, sennilega fallin hleðsla um op í enn eitt fjárskjólið. Þarf að skoðast betur síðar.
Ljóst er að stóra tóftin í Straumsseli, sem talin er hafa verið selið er líkast til af gamla bænum, sem búið var í er hann barnn skömmu fyrir aldamótin 1900. Straumsselið er skammt sunnar og sést það vel ef að er gáð. Vestan þess er gamall brunnur. Núverandi brunnur er hins vegar norðan við bæinn og var gott vatn í honum.
Frá Straumsseli var haldið norðvestur yfir brunahraunið og það skoðað, m.a. myndalegt jarðfall norðan selsins. Í botni þess vex falleg burknaþyrping.
Frábært veður.
Óttarsstaðasel.
Ginið II
Farið var í Ginið. Um er að ræða um 15 metra djúpt op í hrauninu suðaustan við Sauðabrekkur og Sauðabrekkugjá. Ofan við brekkurnar að norðanverðu er falleg gígaröð með klepragígum. Mikil litadýrð er í þeim. Í einum þeirra er skjól þar sem gólfið hefur verið flórað og hella sett fyrir gluggaop. Skammt norðanfrá skjólinu eru hleðslur eftir refaveiðimenn.
Sauðabrekkugígar.
Ginið er í tvískiptu hrauni. Annars vegar er um að ræða nokkuð gróið hraun og hins vegar slétt helluhraun. Ljóst er að þarna hefur áður verið mikil gjá í eldra hrauni, en nýrra hraun, tiltölulega afmarkað, sennilega úr Sauðabrekkugígum, hefur runnið til suðausturs og m.a. fyllt gjána að huta. Þetta hefur verið efsti hluti gjárinnar þannig að hraunið hefur ekki náð að fylla þennan hluta hennar nema að litlu leyti. Fallegar klepramyndanir eru í veggjunum. En ekki var vitað um það sem neðar var. Sennilega hefur maður aldrei stigið fæti þar niður á botn eða kannað hvað dýpið kynni að geyma.
Ákveðið var, a.m.k. fyrst um sinn, að segja ekkert um hvar það er að finna svo hér verður einungis sagt frá hluta þess. Ætlunin er að fara þangað aftur fljótlega.
Ginið.
Hraunið hér er slétt helluhraun, sem fyrr segir, mosavaxið og mjög sprungið. Ginið gapti við og öskraði á okkur „komið niður“. Um er að ræða um 15 metra dýpi. Lofthræddir ættu ekki að standa á barminum. Ekki verður komist niður nema síga þangað á böndum. Efitt gæti reynst að komast upp aftur. Gengið var tryggilega frá öllum festum.
Til að gera langa sögu stutta kom í ljós jökull á botninum. Stórbrotið er að horfa niður í Ginið, en ennþá mikilfenglegra er að horfa upp úr því. Við austurendann er hægt að komast inn í sprunguna. Í henni má sjá hvernig hraunið hefur runnið niður í hana og fyllt upp í holrúm. Hér er því um merkilegt jarfræðifyrirbæri að ræða. Hægt væri að komast áfram inn eftir sprungunni, en það var látið ógert að þessu sinni.
Erfitt er að finna Ginið fyrr en staðið er á barminum. Varhugavert væri að vera þarna í snjóalögum, því sá sem færi þarna niður óviljugur kæmi aldrei upp aftur.
Frábært veður – Gangan tók 1 klst og 11. mín, en sigið tók drjúgan tíma (enda enginn að flýta sér).
Ginið.
Stafnessel II
Í botni Ósabotna liggur girðing upp í heiðina, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Hún var einkar falleg í kvöldsólinni. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels.
Stafnessel.
Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. Vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna. Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla.
Gamli-Kirkjuvogur.
Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Kirkjuvogssel er skammt sunnan þjóðvegarins að Höfnum, vestan undir hól inni á sprengisvæði varnarliðsins. Fékkst þó góðfúslegt leyfi til að fara inn á svæðið s.l. sumar og skoða selið. Það hefur verið látið óhreyft.
Ósar – uppdráttur ÓSÁ.
Gömlu þjóðleiðinni var fylgt aftur til austurs. Þegar komið er upp lága brekku sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kafl í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi. Skammt austar er önnur tótt, mun stærri. Þarna er Gamli Kirkjuvogur sagður vera skv. fornleifaskýrslunni. Í henni segir m.a.: “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipun er ekki hægt að greina. Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.
Gamli-Kirkjuvogur – manngerður hóll (dys?).
Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi. Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
Gengið var eftir stígnum upp Illaklif, eftir rudda götuhlutanum og áfram götuna fyrir Djúpavog. Þaðan var haldið beint yfir holtin, stystu leið.
Í leiðinni var gert kort af öllu svæðinu þar sem tóttir og einstakir staðir eru merktir inn á.
Frábært veður.
Kaupstaðavegurinn ofan Gamla-Kirkjuvogs.
Suður í Hraunum II
Eftirfarandi frásögn eftir Gísla Sigurðsson birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1978. Myndirnar eru ekki síður áhugaverðar.
„Þær byggðir, sem við taka á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, voru fyrr meir kallaðar einu nafni „suður með sjó“. Færi einhver að ná sér í skreið eða annað sjómeti „suður með sjó“ þurfti ekki að skýra það nánar. Þessar byggðir voru ekki búsældarlegar; sjórinn var gjöfulli en landið. Fátæktin var einatt förunautur þeirra, sem bjuggu á kotunum suður með sjó, hvort heldur það var allar götur vestur í Leiru, í Höfnum, á Vatnsleysuströnd eða suður í Hraunum.
Nú er byggðin í Hraunum nánast að engu orðin. Eftir standa fáein hús, sem sumpart eru auð og mannlaus og sumpart hefur verið breytt í sumarbústaði. Enda þótt þessi gamla byggð sé í næsta nágrenni við þéttbýli Reykjavíkursvæðisins, munu þó næsta fáir, sem vita um tilvist hennar eða þangað hafa komið. Þeim sem óljósar hugmyndir hafa um Hraunin, skal bent á, að sú byggð hefst þegar komið er framhjá Álverinu í Straumsvík á leið til Keflavíkur. Sveigt er út á malarveg hjá Staumi, sem dregur trúlega nafn sitt af fallegum lindum með bergvatnsstraumi, og líður undan hrauninu og myndar fallegar tjarnir á leið sinni út í víkina. Leiðin liggur um hlaðið í Straumi, þar sem stendur þrístafna timburhús í herragarðsstíl og er þó í eyði. Þetta glæsilega íbúðarhús byggði Bjarni Bjarnason, sem síðar varð landskunnur maður sem skólastjóri á Laugarvatni.
Hann var þá kennari og skólastjóri í Hafnarfirði, en hafði fjárbú og ráðsmann í Straumi og var þá kominn í kynni við Jónas frá Hriflu. Þaðan og frá Guðjóni Samúelssyni komu áhrifin, sem leiddu til burstabæjarins í Straumi og síðar var þessi stíll endurtekinn í byggingu héraðsskólans á Laugarvatni. Húsið í Straumi var byggt 1927.
Út með víkinni stendur Þýzkabúð ennþá uppi og utar í hvarfi stóð Jónsbúð. Þýzkabúð fór
Þegar ekið er inn á bílastæði álversins, verða tóftir þar sem hallar niður í fjöruna og standa vel uppi. Þar stóð bærinn Stóri Lambhagi og á hraunhrygg, sem skagar út í Straumsvíkina, stóð Litli Lambhagi. Báðir þessir bæir fóru í eyði fyrir löngu.
Annað bæjarstæði, sem ekki sést af veginum, er á vinstri hönd, þegar farið er suðurúr. Þar hétu Þorbjarnarstaðir og standa þar uppi túngarður og traðir ásamt með rústum af bænum. Þar var hætt búskap um 1930. Þurrabúð eða hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum var nær veginum, þar sem nú stendur sumarbústaöur undir fallegri brekku. Þar hét í Gerði.
Sé farið um hlaðið í Straumi, liggur malarvegur áfram til norðurs og vesturs yfir hraunhryggi og gjótur, sem því miður hafa of oft orðið athvarf fyrir bílhræ og er til mikilla lýta.
í eyði fyrir 1950 og telur Gísli fræðimaður Sigurðsson í Hafnarfirði, að nafnið sé dregið af því, að Þjóðverjar hafi verzlað þarna fyrir margt löngu.
Á graskraga, sem verður á hraunjaðrinum vestur meö ströndinni, nefur verið einna búsældarlegast í Hraunum og raunar er þar eini grasbletturinn, sem máli skiptir. Þar stóðu bæirnir Eystri og Vestari Óttarsstaðir og bærinn á Vestari Óttarsstöðum stendur enn með þeim glæsibrag, að ástæða væri til að varðveita hann. Heiðurinn af því eiga systur, sem þar ólust upp og eignuðust síðan jörðina og búa þar á sumrum. Þar er ævintýri líkast að koma; svo vel er allt varðveitt og bærinn snýr hvítmáluðum bárujárnsþiljum til suðurs.
Á Eystri Óttarsstöðum stendur timburhús, sem ekki er haldið við, en Guðmundur bátasmiður, sem þar er upprunninn, hefur byggt sér íbúðarhús lítið eitt austar og skýli yfir bátasmíðina. Þar stendur uppi í fjörunni flak af timburskipi, sem hefur orðið málurum yrkisefni og fallegt á sinn hátt, enda þótt það hafi lokið hlutverki sínu.
Guðmundur bátasmiður hafði á orði við okkur Helga Sæmundsson að dregist hefði úr hömlu að bera eld að því, en við báðum hann lengstra orða að þyrma flakinu. Stundum er mönnum svo mikið í mun að eyða því, sem ónýtt er talið, að þeir gá ekki að því að það geti haft neitt annaö gildi. Í nánd við Hafnarfjörð stóðu ekki alls fyrir löngu nokkur falleg flök af timburskipum, sem ævinlega voru augnayndi. Mikið kapp var lagt á að fjarlægja þau með krafti stórvirkra véla og hefði verið nær að beina orkunni gegn mengun frá fiskimjölsverksmiðjunni ellegar smekkleysi Olíufélagsins, sem blasir við meira en flest annað í Hafnarfirði.Á bæjunum í Hraunum var nálega einvörðungu stundaður fjárbúskapur og stílað uppá beit.
Þar er snjólétt, en heyfengur hefur líka verið næsta lítill. Útræði var úr Óttarsstaðavör og Straumsvík. Sumarbústaðir hafa risið þarna í lautum, en ekki ber mikið á þeim og þurrabúðin Eyðikot frá Óttarsstöðum hefur verið byggð upp og er nú glæsilegur sumarbústaður.
skilyrði til lendingar við Lónakot og því ekkert útræði þaðan. En við Óttarsstaðavör hafa þeir staðið gallvaskir og skinnklæddir við sólarupprás og horft á Garðhverfinga róna eins og segir í vísunni.“
Vestan við Óttarsstaði þrýtur graslendi og verður úfið hraun, sem runnið hefur fram í sjó. Er þar spölkorn, sem aldrei hefur byggzt, unz kemur að Lónakoti. Þar stendur íbúðarhúsið uppi að nokkru leyti, en ekki hefur verið búið þar síðan Lónakot fór í eyði eftir 1950. Síðasti bóndi þar var Sæmundur Þórðarson frá Vogsósum en nú á Kornelíus kaupmaður Lónakotið og hefur þar kindur. Beit þótti góð í Lónakoti, en túnið var aðeins örlítill bleðill og lá sífellt undir skemmtum af ágangi sjávar.
Ekki voru
Við þetta má bæta að bátasmiðurinn Guðmundur var sonur Sigurðar Kristins Sigurðssonar síðasta bóndans á Óttarstöðum eystri og konu hans Guðrúnar Bergsteinsdóttir. Guðmundur hélt lengst allra tryggð við Hraunin. Hann smíðaði hér báta sem þóttu eftirsóknarverðir og hleypti þeim af stokkunum í Óttarstaðavör. Þegar Guðmundur lést 1985 var íbúðarhúsið jafnað við jörðu eftir að kveikt hafði verið í því.
Eyðikotið varð um tíma sumarhús. Sjá má letursteina við bæjardyrnar með áletrununum BS-1865 (vinstra megin) og BS-1896 (hægra megin). Þær gerði Bergsteinn Sveinsson þau árin þegar hann gerði bæinn upp.
Nefna má að bóndinn í Eyðikoti, Guðmundur Bergsveinsson, sótti sér kvarnarsteina í Brennuna í
Kapelluhrauni (Brunanum) og bar þá heim á bakinu. Setti hann mosa á bakið til að hlífa því, er hann bar hellugrjótið heim í Eyðikot. Sjá má einn slíkan (brotinn) í hleðslunni við dyrnar.
Í Jarðabókinni frá því skömmu eftir 1700 er einungis nefnd ein jörð sem heitir Óttarstaðir, en að auki þrjár hjáleigur; Eyðikotið var ein þeirra.
Eyðikot er nú þríbursta hús ofan við Kotabótina. Þriðjungi, þeim nyrsta, var bætt við húsið fyrir u.þ.b. 40 árum, en kotið var gert upp sem sumarhús árið 1950. Það gerðu þau Vilborg Ólafsdóttir og Erling Smith. Þá var hlaðið fallega upp með veggjum og húsið gert líkt og það var. Þá var húsið nefnt Alsæla. Letursteinar Bergsveins Sveinssonar hafa verið varðveittir í hleðslunum beggja vegna við innganginn.
Heimild:
-Suður í Hraunum – Gísli Sigurðsson, Lesbók Morgunblaðsins 7. maí 1978, bls. 8-9.
Óttarsstaðir eystri.
Breiðagerðisskóli – álfhóll
Í Mbl árið 1984 birtist svonefnd umfjöllun um álfhól við Breiðagerðisskóla í Reykjavík:
„Árið 1956 var hafin bygging barnaskóla við Breiðagerði og fékk nafnið Breiðagerðisskóli. Arkitektarnir Einar Sveinsson og Gunnar Ólafsson teiknuðu húsið. Á þeirri lóð, sem húsinu var valinn staður, var hóll, sem margir kölluðu Alkhól, en það nafn var af sumum talin afbökun úr Álfhól. Hins vegar bendir margt til þess að hóllinn hafi heitið Borgarhóll og var oft miðstöð fyrir vetrarleiki barna frá Bústöðum og síðar. Allt í kringum hólinn voru grösug tún, en ekki var hóllinn sleginn þar sem talið var að hann væri bústaður álfa. Sagt var að ljós sæjust þar stöku sinnum.
Hann segir svo frá:
Það var því ýmissa manna mál að við hólnum mætti ekki hrófla, þetta væri álagahóll. En hver sem trú ráðamanna var um byggingu skólans var húsið þannig teiknað að ekki var í fyrstu við hólnum hreyft. Var skólinn byggður og var allt kyrrt um sinn.
En þegar kom að því, að leggja þurfti heimkeyrslu að dyrum á norðvesturhorni skólans, þurfti aðeins að skerða jaðar hólsins og var það talið fljótunnið verk. En það fór á aðra leið.
Starfsmönnum leikvalla var falið að vinna verkið og hafði Bjarnhéðinn Hallgrímsson, sem hafði og hefur umsjón með framkvæmdum á leikvöllum borgarinnar, umsjón með verkinu.
Kristínus Arndal var þá einn af flokkstjórum vallanna. Hann taldi þetta létt og fljótunnið verk en reyndin varð hins vegar önnur. Varla var verkið hafið og Kristínus að stíga sín fyrstu skref inn á vinnusvæðið er hann missteig sig illa og brákaðist á fæti og gekk haltur lengi eftir það en hélt þó áfram stjórn verksins. Var nú fengin vinnuvél til að grafa út úr hólnum, en þegar hún tók fyrstu fylli úr hólnum kvað við brestur og hafði eitthvað brostið í lyftubúnaði tækisins. Varð að fara með tækið til viðgerðar og tafðist verkið í einn dag. Þegar verkið gat hafist á ný reyndist tækið ekki betur en svo, að skiptibúnaður þess bilaði það alvarlega að verkfærðið var úr sögunni um langa hríð. Var þá fengin til verksins öflug og spánný vélgrafa af stærstu gerð sem þá hafði komið til landsins. Hún virtist ætla að fara létt með verkið, en fljótlega brast eitthvað í nýja tækinu og þótti þá mörgum furðu gegna og kunnu engar skýringar á.
Var eftir það ógerlegt að fá verkfæri til að vinna verkið. Var þar látið við sitja og jafnað undir malbik með handverkfærum. Síðan var ákveðið að taka ekki meira úr hólnum og hann jafnaður í það horf sem hann er í dag og hefur ekki borið þar á fleiri furðum eða óhöppum síðan.“
Heimild:
Mbl, lesbók, laugardaginn 7. júlí 1984 – Sigurður Þór Salvarsson.