Smiðjulaut

Útgefnar fornleifaskráningar geta oft, við nánari athugun þeirra sem vel þekkja til, reynst meira en lítið skondnar – einkum vegna þess hversu takmarkaðar þær eru. Við birtingu þeirra eru jafnan tilgreindar stofnanir samfélagsins, sem eiga að hafa eftirlit með slíkum skráningum, en virðast allt of oft taka þær bara góðar og gildar – athugasemda-laust.
SmidjulautTökum eitt lítið dæmi frá árinu 2007 – Smiðjulautina við gamla akveg Suðurlandsvegar (Hellisheiðar-vegar) neðst á vestanverðri Hellisheiðinni. Byrjum á tilfallandi heimildum:
„Hitt er miklu kunnara og eigi eins furðulegt og þó bending
um gífurlega breytingu á gróðurfari og landkostum, að Smiðjulaut er nefnd á Hellisheiði. Er hér að vísu um að ræða minjar járngerðar og vitni um þann tíma, er hér var land viði vaxið, meir en nú þykir sumum trúlegt, er lítur yfir öræfin kringum Reykjavik, austur og suður. Í sömu átt bendir nafnið Kolviðarhóll og á þetta saman, þótt síðar hafi um Kolviðarhól myndazt léleg þjóðsaga. Hér eru nefnd aðeins tvö dæmi. Annað af því, að það er nokkuð einstætt og fáum kunnugt, hitt af því, að það er mörgum kunnug, en líklega skilið af fáum.“
Framangreind heimild er vægast sagt einstaklega takmörkuð.
Tökum aðra heimild: „
Það er því margs að minnast frá vegavinnuárunum og væri það efni í langa ritgerð. Ég smidjulaut-233tel, aö vinnuflokkar Jóns Ingvarssonar hafi á þessum árum unnið allmörg stórvirki i vegagerð þeirra tlma, þótt nú sé það gleymt. Ég minnist þó með nokkru stolti strits míns, og um 40 félaga minna, við að endurbæta Hellisheiðarveginn frá
Smiðjulaut og austur undir Hryggjarholt árin 1923 og 1924 (en Tómas Petersen var þar yfirverkstjóri).“ Hér er um að ræða raunhæfa lýsingu á vegagerð Suðurlandsvegar (Hellisheiðarvegar) eftir að bifreiðin kom til sögunnar.
Vitnum aftur í framangreinda fornleifaskráningu: „Vert er að geta þess að nú virðist hætta steðja að gamla Hellisheiðarveginum (Ár-721:061) í Smiðjulaut, en frá honum var greint í skýrslu árið 2006. Smiðjulaut og virðast þær liggja fast utan í gamla veginum á 2-300 m löngum kafla. Rétt er að ítreka að vegarspotti þessi er hluti af gamla þjóðveginum sem lagður var á árunum 1894-1895 og er friðaður skv. þjóðminjalögum. Hann hefur mikið varðveislu- og kynningargildi, enda hluti af merkilegri samgöngusögu á Hellisheiði og líklega hvergi jafn sýnilegur og einmitt á þessum stað.“
smidjulaut-233Í framangreindri skráningu er einungis getið um veginn, sem er jú framför frá því sem áður var. Fornra þjóðleiða var jafnan ekki getið í fornleifaskráningum til skamms tíma. Hvergi í tilnefndri skráningu er getið um tóftir gömlu smiðjunnar í Smiðjulaut, sem hún dregur þó nafn sitt af. Ekki heldur frárennslu-skurðunum umhverfis tjaldstæðin, sem þar voru. Mjög svipað gildir um selsörnefnin um land allt. Nánast alls staðar, sem þeirra er getið, má finna fornar selstöður þótt einungis fárra þeirra hafi verið getið í heimildum. Reynsla FERLIRs er sú, eftir að hafa skoðað fyrrum selstöður á Reykjanesskaganum, í fyrrum landnámi Ingólfs, að einungis þriðjungi þeirra hefur verið getið í skriflegum heimildum, þriðjungur þeirra lifir í skráðum örnefnum og þriðjungur þeirra finnst við markvissa leit að teknu tilliti til landskosta.
Afsökunin varðandi framangreinda fornleifaskráningu kann að vera fólgin í því að minjarnar verða ekki fornleifar, skv. gildandi minjalögum, fyrr en eftir áratug.
Niðurstaðan er þessi; við þurfum að vanda okkur við þau verkefni, sem okkur eru falin hverju sinni. Framtíðin er í húfi..
Sjá skráninguna
http://www.instarch.is/pdf/uppgraftarskyrslur/FS351-07061%20Hellishei%C3%B0i.pdf

Heimildir:
-Samvinnan, 24. árg. 1930, 1.bl. bls. 32.
-Íslendingaþættir Tímans, 2. ágúst 1975, bls. 4.
-Fornleifaskráning 2007.
http://www.instarch.is/pdf/uppgraftarskyrslur/FS351-07061%20Hellishei%C3%B0i.pdf

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur.

Eimuból

Gengið var í fylgd Guðmundar Óskarssonar upp frá Hásteinum eftir að tóttirnar undir þeim höfðu verið skoðaðar sem og LM-merkið á landamerkjasteini er skipti löndum Bjarnastaða og Þorkelsgerðis.

Bjarnastaðasel

Í Bjarnastaðaseli.

Komið var í Bjarnastaðaból og skoðaðar tóttirnar þar sem og hlaðinn stekkur vestan við selið. Selið hefur verið nokkuð stórt. Haldið var til vesturs að Þorkelsgerðisseli, en þar er m.a. að finna tóttir fimm húsa og hlaðinn stekk í hraunhól norðan við selið. Þá var lagt í ´ann til norðvesturs um Selvogsheiði, upp í Eimuból þar sem selið var skoðað, eldri tóttir í grónu jarðfalli sem og Eimuhellir. Einn hluti hans hefur verið notaður sem fjárskjól og í öðrum hluta eru miklar hleðslur. Sá hluti hellisins gæti hafa verið notaður við fráfærur og einng sem stekkur. Skammt austan við Eimuból eru tóttir Vindássels. Norðan þess er hlaðinn stekkur.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt.

Gengið var til suðurs á Vörðufell þar sem hin mikla Vörðufellsrétt var skoðuð. Þá var litið á Smalavörðurnar og krossmarkið í steini sunnan undir stóru Vörðufellsvörðunni. Strikið var loks tekið niður á Strandarhæð og komið við í Strandarhelli. Á leiðinni bættist tvennt í hópinn. Hringlaga hleðsla er allt í kringum jarðfallið á Strandarhelli og er hellirinn þar ofan í. Hlaðið gerði er í kringum hól norðvestan við hellinn og einnig er hlaðið stórt hringlaga gerði vestan og sunnan við jarðfallið. Norðan þess eru tveir stórir skútar í hraunhól.

Strandarhellir

Strandarhellir.

Strandarhellir var skoðaður vel og vandlega. Fyrirhleðslur eru á tveimur stöðum inn í honum. Hægt er að fara yfir hleðslurnar og skríða áfram inn eftir rásunum. Hægri rásin virðist vera vænlegri, en vegna bleytu á gólfum var ekki farið þangað innfyrir nú. Þægilegra er að gera það þegar gólfið verður orðið frosið í vetur. Hægra megin í hellinum er hleðsla fyrir mjórri hraunrás. Innan við hleðsluna beygir hún til hægri og stækkar. Hægt er að fara inn eftir rásinni, en eftir um 10-15 metra þrengist hún alveg og lokast. Í suðvestanverðu jarðfallinu virðist hins vegar hægt að komast inn undir hraunið og eitthvað áfram. Skríða þarf þar inn, en hvað tekur við þar fyrir innan er ómögulegt að segja. Þetta þarf einnig að skoða nánar.

Gapi

Gapi.

Strandarhellir er í um 15 mín. gangi frá þjóðveginum svo auðvelt ætti að vera að kíkja í hann aftur við tækifæri og þá með viðhlítandi búnað.
Komið var við í Bjargarhelli og hann skoðaður. Fyrirhleðslur eru í honum innanverðum á tveimur stöðum.
Loks var gengið niður á þjóðveg, framhjá Árnavörðu.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Ekki var komið við í Gaphelli að þessu sinni, en hann er u.þ.b. 300 metrum vestan við Bjargarhelli. Suðvestan við Bjargarhelli er hola í gróinn hraunhól og þar ofan í er skúti. Við opið er hraunhella. Sagan segir að í þennan skúta hafi Selvogsbúar ætlað að flyja ef Tyrkir létu sjá sig. Einnig eru tveir litlir skútar suðvestan af hólnum – Litli Skolli og Stóri Skolli.
Ljóst er að bæði Selvogsheiði og Strandarheiði hafa upp á fjölmarg forvitnilegt að bjóða þeim, sem það nenna að skoða.

Strandarhellir

Strandarhellir – uppdráttur ÓSÁ.

Skúlatún

Magnús Már Lárusson, prófessor, skrifaði grein í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1960. Greinin var framhald greinar hans í blaðið árið 1957 er nefndist „Sitthvað um Fjörðinn„. Hér skrifar hann m.a. um Skúlastaði.
Magnús„Elzta saga byggðar á Reykjanesskaga er halla óljós og gloppótt. Heimildir eru fáar og stangast iðurlega á. Náttúruhamfarir, eldgos og landbrot hafa geisað án þess að setja teljandi spor í heimildir. Og örnefni hafa týnzt eða breyzt.
Í sóknarlýsingu sinni segir síra Árni í Görðum um eyðijarðir, að hann viti ekki um neina, „nema það skyldu vera Skúlastaðir, sem mælst er hafi verið jörð áður fyrr meir, og hvar af skuli finnast minjar uppi í hrauni, suður frá Hvaleyri.“ Það er sorglegt að hann skuli ekki tilgreina staðsetninguna skilmerkilegar. En leyfilegt væri að láta sér detta í hug Kapelluhraun, því „suður“ er hér um slóðir oftast notað í merkingunni „útsuður“. Enn fremur má benda á Almenninga sunnan við Kapelluhraun. Af heimildum sést að margir bæir eiga þar beit, skóg o.fl., sem á verður drepið síðar. Þetta hefur upphaflega verið sæmilegt land og er enn ekki verulega farið að blása. Þessir Almenningar koma samt skringilega fyrir sjónir. Það er eins og eftirstöðvar af jörð séu þar eftir, sem orðið hafa almenningseign, en ekki að þeir séu óskipt sameignaland.
Nú kynni einhver að benda á svonefnt Skúlatún, sem Brynjólfur Jónsson túlkaði sem Skúlastaðatún í Árbók fornleifafélagsins 1903.
Menn kynnu að halda, að síra Árni ætti við það. En það er varla svo, því er hann ræðir um selstöður, segist hann ekki vita nema það, að Garðar eigi selstöðu í því svokallaða Kirkjulandi, sem liggur fyrir ofan byggðina, frá Elliða- og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi og upp undir fjöllin, og hafði verið haft í seli þar til 1832, en aðrir í sókninni höfðu ekki notað selstöðu um hálfa öld fyrir 1842.

Kapelluhraun

Svæði þetta er stórt mjög, en Jarðabók Árna Magnússonar segir, að staðurinn í Görðum eigi selstöðu, þar sem heitir við Kaldá, og eru þar bæði hagar og vatnsból gott.
Í öllum máldögum Garða er svæði þetta nefnt; „Afrétt í Múlatún“, t.d. DI iv 108, vi 123, xv 638 og var síra Árna þetta kunnugt, enda er pláss þetta í Garðalandi.
Örnefni í kringum Hafnarfjörð og í honum sjálfum hafa orðið fyrir töluverðu hnjaski innfluttra manna. Ófriðarstaðir verða Jófríðastaðir, Steinhes verður Steinhús, Melrakkagil verður Markrakagil, eða öfugt, svo örfá dæmi séu tekin. Skúlatún er vafalaust afbökun úr Múlatúni.“
KaldárselÍ heimildaleit FERLIRs hefur ekki ósjaldan reynt á framangreint, ekki einungis hvað Hafnarfjörð og nábýli áhrærir heldur og Reykjanesskagann allan. Forn örnefni, sem náttúruöflin ættu að hafa tortímt, horfin í sæ eða menn hafa millifært, hafa virst „dúkka upp“ annars staðar en frumheimildir herma.
„Leitin að Skúlastöðum hefur sennilega verið áköf, meðan lærðir menn bjuggu á Álftanesi og skólinn var starfræktur á Bessastöðum. Þeir hafa vitað, að Skúlastaðir eru eingöngu nefndir í Landnámu. Þeir kunna að hafa stuðlað að nýrri nafngift.
Eftirtektarvert er, að Árni Magnússon nefnir m.a. eftir sögn gamals manns, að bær hafi staðið í Lönguhlíð (!). Virðist bæjarheitið týnt, því maðurinn ruglar svo sögunni saman við skriðuhlaup á Lönguhlíð í Hörgárdal 1389, sbr. SSÍ2: I, 2 bls. 60.
Garðaflatir

Sé lýsing Brynjólfs frá Minna-Núpi í Árbók fornleifafélagsins 1908 [1903] athuguð, þá er hún ekki sannfærandi um, að þar hafi býli verið. Enda eigi heldur lýsing Þorvalds Thoroddsen í Ferðaból I.
Tilgátan, sem hér hefur verið drepið á er eigi heldur svo sennileg. Kapelluhraun og þá Nýjahraun liggur á eldra hrauni. Eftir hæðarlínum að dæma hefur þó gengið kvos í landsuður frá Straumi og myndað dalverpi rúmlega 1 km á breidd, en 3 km inn frá sjó. Pláss hefir verið þar, hefði jarðvegur verið nægur á hinu eldra hrauni.
Landnámsjarðarinnar er eðlilegast að leita við sjóinn, því fiskiföng hafa laðað frumbýlinginn.
Prófessor Ólafur Lárusson hefur bent á ákvæði í Minjarelzta máldaga Bessastaða, sem gæti, að annað hvort Sveinbjörn Ásmundsson á 12. öld eða afi hans Sveinbjörn Ólafsson á 11. öld hafi átt Bessastaði, en þeir voru í beinan karllegg af Ásbirni Özurarsyni landnámsmanni á Skúlastöðum, en landnám hans náði frá Hraunsholtslæk að Hvassahrauni, þ.e. Afstapahrauni.
Sjálfur hef ég á þessum vettvangi bent á Garða.
Nú má í því sambandi benda á annað. Sonur Sveinbjarnar Ásmundssonar var Styrkár, en hans getur í sambandi við Viðeyjarklaustur, sem hann gaf rekapart. Er þess getið í máldaga, er varðveizt hefur í afsrkift frá því um 16598, er Oddur biskup Einarsson lét gera og er prentað  eftir henni í DI i 507. En eins og textinn er þar lesinn og prentaður, er hann mjögvillandi. Þó virðist hann eiga við Krýsuvík að nokkru. Það er í máldögum reyndar að finna orðlagið „til marks við Beðstæðinga“ (eða Bessstæðinga), DI ii 361, sem hefur verið skilið sem Bessastaðamenn. Gæti það þá enn stuðlað að því að binda Bessastaði við ættmenn Ásbjarnar á Skúlastöðum. Og hafa menn í því sambandi blínt á ofarnefndan máldaga og tengt Styrkár við Bessastaði og gjört ráð fyrir, að reki Styrkárs væri sami og fjórðungsmerki Viðeyjar í Krýsuvík.
Gata

Nú vill svo til, að textinn er ranglesinn, en aðeins eitt orð. Í máldaganum stendur og til hægðarauka fyrir lesendur fært til nútímastafsetningar:
„Styrkár Sveinbjarnarson galt staðnum hvalreka meðal Hraunsstjarna og Kolbeinskora, hina fjórðu hverja vætt, og hval, hvort sem er meiri eða minni. En sá maður, er býr í Krýsuvík skal skyldur að festa hvalinn, svo að ei taki sær út og gera orð til Viðeyjar fyrir þriðju sól.“
Í fornbréfasafninu stendur „í hval“. Í máldagabókinni stendur „“fyrir“ og löng z. Í landamerkjaskrá Steingríms biskups Jónssonar og með hans hendi í Lbs. 112 4to bls. 166 er lesið „og“ eins og ég geri.
StraumsselAð sá lestur er réttur er tiltölulega auðvelt að sýna fram á. Í skjölum tveim frá 1497, sem varðveitzt hafa í Bessastaðaból, skrifaðri um 1570, er að finna vitnisburð um reka Viðaeyjarklausturs. Segir þar skýrt, að vitnin hafa heyrt lesinn máldaga þess efnis, að kirkja og klaustur í Viðey ætti hina fjórðu hverja vættu í öllum hvalrek utan frá Kolbeinsskor og inn að Hraunnesstjörnum eður vötnum, hvar sem á land kæmi á þessu takmarki, er liggur fyrir Strönd í Kálfatjarnarsókn…
Takmark þetta er reyndar hreppsmörk Vatnsleysustrandarhrepps. Kolbeinskorir heita nú Ytri og Innri Skor í Stapanum. Einkennilegast er, að reki þessi skuli ekki koma fram í skránum D ii 245-48.“
Ytri mörkin

Fram kemur í greininni að Sveinbjörn Stykársson hafi fallið í Bæjarbardaga 1237, en sá muni hafa verið sonur fyrrnefnds Styrkárs. Sonur hans var Hafur-Björn, þess nafna er hafði átt í Grindavík á 10. öld. „Styrkár Sveinbjarnarson virðist hafa staðfestu suður með sjó, en eigi á Álftanesi og sonu hans hét Hafur-Björn. Gæti það bent til þess, að erfðir og tengdir höfðu orkað að því að tengja framangreint svæði saman að þessu leyti, er Almenningunum við kemur. Hafur-Birnir þessir tveir eru hinir einu þekktu með því nafni frá þjóðveldisöld. Enn fremur eru Hafurbjarnarstaðir á Rosmhvalanesi þeir einu með því nafni á landinu og reynar Viðeyjarklaustursjörð 1398.

Tóft

Hvernig sem þessu er varið, þá er eitt ljóst, að jarðirnar við sunnanverðan Hafnarfjörð eiga samleið með Suðurnesjum, en jarðirnar norðan við hafa þar engra hagsmuna að gæta, nema Garðar, er eiga lönd undir Undirhlíðum. Og liggja skilin um Hamarinn.“
Við þetta má bæta að Hafurbjarnaholt er ofan við Straumssel. Ekki er hægt að útiloka að hraun er runnu eftir landnám, s.s. Hellnahraunið yngra, Tvíbollahraun, Húsfellsbruni eða Nýjahraun (Kapelluhraun/Bruninn) hafi runnið yfir nefnda Skúlastaði. Skúlatún gæti hafa verið hluti, þ.e. hæsti hóll, þess bæjarstæðis, enda má finna fornar minjar á nokkrum stöðum í nálægð þess, s.s. í Fagradal og Breiðdal.

Heimild:
-Magnús Már Lárusson, Enn úr Firðinum, Alþýðublað Hafnarfjarðar (jólablað) 1960, bls. 4-5.

Hafurbjarnaholt

Varða á Hafurbjarnaholti.

 

Rofabarð

Á Íslandi höfðu landnemar þegar eftir landnámið veruleg áhrif á gróðurfarið. Þeir gengu hart fram, hjuggu skóg til húsbygginga og eyddu hrísi til eldiviðs og skepnufóðurs. Það auðveldaði roföflunum, vatni, vindi og veðri, að vinna á og móta landið. Kólnandi veðurfar kallaði á viðbrögð fólks. Það varð að færa bæi sína neðar á landið, nær ströndinni, en hafði áfram útstöðvar á ytri mörkum landsvæðis síns, sbr. selin.

Einir

Einisrót.

Stöðug eldgos, um 20 að meðaltali á öld, jarðskjálftar, jöklar, hafís, landsig og sjávarflóð hafa haft áhrif á búsetu landsmanna og kallað á viðbrögð þeirra varðandi húsagerð úr einhæfu efni; torfi og grjóti.
Nútíminn hefur fætt af sér nýjar fræðigreinar. Ein þeirra er fornleifafræðin. Hún tekur, ein fræðigreina, á því viðfangsefni að reyna að “lesa” forsöguna, þ.e. út frá þeim staðreyndum er felast í “frásögn” minjanna, með góðum stuðningi annarra fræðigreina, þ.á.m. textafræðigreina. Fornleifafræðin getur og hefur gefið nútímafólki hugmyndir um hvernig aðstæður og búseta manna voru frá upphafi hér á landi. Það eru mikilvægar upplýsingar því “framtíðin byggist á fortíðinni”, þ.e. upplifun, reynslu og viðbrögðum forfeðranna.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Ýmsar aðferðir við aldurgreiningu minja hafa verið notaðar í gegnum tíðina, s.s. flokkun og greining fornmuna (týpología), en á undanförnum áratugum hefur komið fram ný tækni er gefur enn meiri og betri möguleika á slíku (C14, argon. luminocene, pollen, trjáhringagreining o.fl.). Rannsóknaraðferðum hefur fleygt fram og ávallt eru að fást betri og betri upplýsingar um forsöguna og tilgátukenningar hafa náð að þróast. En þrátt fyrir alla tækni og hugmyndir manna um fortíðina skiptir máli að vanda vel til allra verka og koma síðan þeirri fyrirliggjandi vitneskju á framfæri við áhugasamt nútímafólk.

Nútíminn

Nútíminn 2023.

Nútímafólk býr í upphituðum húsum allt árið um kring og hefur almennt ekki miklar áhyggjur af mögulegri umhverfisröskun þrátt fyrir miklar framkvæmdir er augljóslega gætu leitt af sér engu minni áhrif í þeim efnum en gerðir landnámsmanna höfðu á fyrstu áratugum landnámsins. Fornleifafræðin hefur ekki áhyggjur af því – hennar er að fást við hið liðna, en ómeðvitandi er fræðigreinin þó að fást við viðfangsefni, sem fólk ætti að geta nýtt sér til framtíðar.

Rofabarð

Rofabarð.

Keilir

Ætlunin var að ganga frá Rauðhólsseli inn á Brúnir vestan og suðvestan við Keili, þ.e. með efstu hjöllum Strandarheiði og Vogaheiði. Brúnirnar hafa einnig verið nefndar Heiðarbrúnir og til aðgreiningar Hábrúnir og Neðribrúnir. Sagnir eru til um Brúnaveg er var talinn liggja frá Afstapahraunsjarðri þvert yfir heiðina um Brúnir til Grindavíkur. Grindvíkingar áttu það til að stytta sér leið til Hafnarfjarðar ef veður var gott og fóru á „inn Brúnir“ eins og sagt var. Þó svo talað hafi verið um Brúnaveg þá þarf það ekki að þýða að menn hafi farið eina slóð, en suðvestan við Keilir er áberandi gata, sem ætlunin er að skoða betur.
RauðhólsselÁ Brúnunum er t.d. Hellishóll, sem er allstór, í honum er smáskúti með opi til austurs og við það liggur einföld grjóthleðsluröð. Þá er Latur, strýtumyndaður hóll, í Brúnum. Millum þeirra er Hemphóll.
Stefnan var tekin á Rauðhóla með viðkomu í Rauðhólsseli. Frá selinu var gengið til suðvesturs norðan Keilis, til vesturs norðan hans, framhjá Hrafnafelli neðan við Melana og áfram til vesturs inn á Þráinsskjaldarhraunið, efst í Brúnunum með stefnu á Hellishól og Hemphól.
Rauðhólarnir eru margir á Reykjanesskaga. Nær allir eru þeir gjall- eða klepragígar frá gosum á sögulegum tíma. Hinir mosavöxnu Rauðhólar sunnan Afstapahrauns eru hins vegar mosavaxnir bólstrabergshólar með rauðleita kolla.. Afstapahraunið rann 1151, en efiðara er að gera sér grein fyrir úr hvaða gosi hólarnir mynduðust. Þeir virðast við fyrstu sýn vera frá öðrum tímabili, þ.e. miklu eldri en Afstapahraunið. Þráinsskjaldarhraunið hefur umlukt þá hólana svo þeir eru líklega eldri en það. Annars bera Rauðhólarnir mjög keim af Oddafellinu, nokkur ofar. Um sömu myndun virðist vera að ræða, lega beggja er sú sama og Þráinsskjaldarhraunið umlykur það einnig. Ekki er að sjá að hólarnir og fellið hafi orðið til í gosi undir jökli svo líklegast hafa þeir orðið til í gosi um það leyti er jökullinn var að hverfa á svæðinu. Jarðmyndunin gæti því verið u.þ.b. 1000 árum eldri en Þráinsskjaldarhraun.
LandamerkjavarðaSamkvæmt Jarðabókinni 1703 hafði Stóra-Vatnsleysa þá selstöðu „þar sem heitir Rauðhólssel“. Þar „eru þar hagar viðsæmandi, en stórt mein á vatnsskorti“. Í annarri heimild segir að fólk hafi þurft að yfirgefa selstöðuna fyrr en ella vegna ágangs drauga. Líklega má telja að það hafi verið hin „opinbera“ skýring á ástæðunni, en vatnsskorturinn var jafnan sú raunverulega. Í Rauðhólsseli eru enn glöggar tóftir og allstórt seltún. Eldri tóft er í miðju seltúninu og yngra sel virðist hafa verið nyrst í því. Það gæti hafa verið byggt upp úr eldri stekk, sem þar hefur verið.
Keilir blasti við í suðri, hár og reisuleg[ur]. Fjallið hét fyrst „Keilen“ sbr. Keilan (þ.e. kvenkyns), eins og sjá má t.a.m. á korti Björns Gunnlaugssonar. Strýtan er einkennisfjall á vestanverðum Reykjanesskaganum. Fjallið sést vel víða frá, t.d. frá ásum höfuðborgarsvæðisins, Ströndinni og Rosmhvalanesi. Tilkomumest er það frá Suðurgötunni í Reykjavík. Það er formfagurt og minnir að mörgu leyti á eldkeilu. Hvers vegna fjallið varð nefnt í karlkyni er mörgum hulið. Eðlilegra heiti á því hefði verið Keila.
Gata í BrúnumKeilir varð til við gos undir jökli á ísöld. Þar er því að mestu úr móbergi, 379 m.y.s. Strýtumyndunin er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju. Gígtappinn er að að mestu úr basalti/bólstrabergi og veðrast því síður en móbergið, sem er samanþétt öskumyndun undir þrýstingi. Auk þess ver móbergið kjarnan þótt vindum. Vatni og frosti hefur þó smám saman tekist að flytja efni af efstu brúnum fjallsins niður með hlíðum þess og myndað strýtuna, sem nú má sjá. (Sjá meira undir Keilir).
Keilir hefur löngum verið mikilvægt og frægt mið af sjó. Eftirfarandi vísa um Keili er eftir Jón Helgason frá Litlabæ í Vatnsleysustrandarhreppi:
Keilir fríður kennast skal,
knappt þó skrýði runnur,
fagran prýðir fjallasal
fyrr og síðar kunnur.

Þekkti ég siðinn þann af sjón
þekkan liði drengja
Keilir við um flyðrufrón
fiskimiðin tengja.

HemphólsvatnsstæðiðSæfarendur reyna rétt
rata´ að lending heilir;
til að benda´ á takmark sett
tryggur stendur Keilir. 

Melarnir eru sléttmynduð lægð norðan við Keili. Innbyggt hafði verið í gönguáætluna að reyna að halda 120 m.h.y.s., þ.e. halda sömu hæð frá vegupphafinu til koma heiðarloka – og til baka. Það tókst með ágætum svo ekki munaði nema nokkrum metrum. Við fyrstu hugsun virðist hér ekki vera um merkilegheit að ræða, en hún var samt sem áður grundvallaratriði ferðalaganna fyrrum þegar fara þurfti svo til allar leiðir (og götur) fótgangandi. Ferðalangar gættu þess mjög vel að „halda hæð“, þ.e. að þurfa ekki að fara niður í lægðir og síðan upp aftur. Þess vegna gengu þeir, ef mögulegt var, með hlíðum, jafnvel þótt vegkrókur væri. Þjálfað göngufólk veit, að ef fara þarf langa leið, er hér um eitt hið mikilvægasta lykilatriði að ræða. Þeir, sem skoða og leita gamalla þjóðleiða, eru mjög meðvitaðir um þetta. Það auðveldar þeim að rekja hinar „horfnu slóðir“. Þessi vitneskja og meðvitund, þ.e. að reyna að setja sig í spor forfeðranna, er ein áhrifaríkasta aðferðin við að finna fornar götur.
Flöskulíki í HemphólsvörðuNorðan (útnorður) við Keili eru vörður, nokkuð myndarlegar, í svo til beina röð austur/vestur. Líklegast eru hér um landamerkjavörður að ræða, þ.e. þær afmarka jaðranna á leið upp í hálsa.
Á Vatnsleysuströnd eru elztu hraunin. Þráinsskjaldarhraun runnu við hærri sjávarstöðu skömmu eftir síðasta kuldaskeið. Það sést á rúlluðu grjóti ca 5m ofar núverandi sjávarstöðu (9000 ára). Þráinsskjöldur er bunga austan Fagradalsfjalls (9000-10000 ára). Erfitt er að ákveða hvenær kuldaskeiði lauk hér, áætlað fyrir 9000-10000 árum.
Ofan við Hemphól var komið inn á áberandi götu er lá niður með Brúnum frá vestanverðum Keili og áleiðis niður að hólnum austanverðum. Endaði hún við Hemphólsvatnsstæðið austan við hólinn. Hemphólsvatnsstæði er lítill mýrarðollur rétt austur af hólnum. Við það eru tvær vörður við götur að því, fyrrnefndri götu og annarri að því að austanverðu.
Hemphóll, eða Hemphólar,  er á Brúnum ofan og austan við Brunnastaðasel. Stór varða er á efsta hólnum og inni í henni allnokkur flöskulík. Hér áðu smalarnir úr Brunnastaðahverfi um leið og skipt var í leitir. Smalaleiðin lá skammt norðan við Brunnastaðasel og á Hemphól. Hóllinn er áberandi séður frá Kúagerði og á honum er varða. Heimild frá Grindavík segir hólinn heita Stóruvörðu. Sagt er að prestur Kálfatjarnarsóknar og Staðarsóknar í Grindavík hafi átt sameiginlega hempu og að hún hafi verið sótt á hólinn fyrir messur á hvorum stað og vegna þess sé nafnið Hemphóll tilkomið.

Hellishóll

Sigurður Gíslason á Hrauni í Grindavík lýsti smalamennskum í Grindavíkurhreppi (10. nóvember 2004): „Eftir að seljabúskap lauk voru lagðir til 20 menn í vorsmalamennsku í Krýsuvík, sem tók minnst þrjá daga og allt upp í viku. Fyrst hafi verið smalað á Vigdísarvöllum, Selsvalla- og Sveiflubergshálsar og Selsvellir teknir með frá Núpshlíðarhálsi, Dyngjurnar, Höskuldarvellir inn á Norðlingaháls þegar Höskuldarvellir voru með í smölun. Oft hafi komið tveir til þrír menn af Ströndinni (þ. e. Vatnsleysuströnd). Daginn eftir, ef vel hafði gengið, voru tjöldin flutt vestur yfir Selsvallaháls, menn dreift sér í smölun frá Sogum vestur með Driffelli, sunnan undir Keili, farið um Hemphól, vestasti maður farið fram Dalahraun og Beinavörðuhraun, þaðan um Bleikshól og þaðan austur að Borgarrétt. Í suður frá Sogum verið farið fram fyrir Hraunssel, syðsti maður sunnan við Méltunnuklif og Skála-Mælifell og réttað í Borgarhraunsrétt.
Haustsmölun hafi verið í 22. viku sumars. Á laugardegi var smalað í Krýsuvík og féð rekið til Þorkötlustaðaréttar á sunnudegi en þann dag smalað Hraunsland frá Selsvallahálsi og Ísólfsskála- og Þorkötlustaðalönd. Fjórir menn hafi farið að vestan um Skógfellin og Kálffellsheiði, innsti maður farið inn á Hemphól og beðið eftir þeim, sem komu að austan. Tuttugu manna hópur fór ríðandi inn Selsvelli, inn í Sog, í Kerið, þá riðið inn með Trölladyngju, þar var skipt. Fimm menn látnir smala Dyngjurnar, austasti maður fór fyrir austan Fíflavallafjall og gat þurft að fara austur að Hofmannaflöt ef fé sást þar.

Varða ofan Brúna

Aðrir fóru vestur yfir Oddafell að Keili og vestasti maður hitti þann, sem beið við Hemphól. Þaðan var haldið suður um Kálffell, Aura, Dalahraun og Beinavarðahraun [í lýsingunni er ýmist talað um Beinavörðu- eða Beinavarðahraun] fram Vatnsheiði til réttar. Austasti maður fór um Óbrennuhólma og þaðan um Miðreka og út um Selatanga, Mölvík til Ísólfsskála og áfram til réttar. Fé hafi verið smalað til rúnings fram til ársins 1991 og menn haft stóð á fjalli, Ísólfsskálabóndi fram til 1990.“

Latur er, sem fyrr sagði, strýtumyndaður hóll í Brúnum og er hann spölkorn norðaustur af Hemphól. Í heimildum heitir hóllinn líka Siggahóll og er sagður nefndur eftir Sigurði Björnssyni (1849-1929) bónda í Narfakoti. Latsörnefnin eru nokkur í landinu og óvíst er af hverju þau eru dregin. Jafnan hefur verið við ætlað að örnefnin hafi verið viðmið af sjó er siglt var tiltekna leið, þ.e. mælikvarði á hvernig miðaði, og auk þess verið leitt að því líkur að jarðfræðifyrirbærið, sem oft er lítið m.v. önnur nálæg, væri tilkomið vegna þess að það hafi dregist út úr eða frá þeim stærri. Þannig hafi Latur í Ögmundarhrauni dregist frá Latsfjalli o.s.frv.

Keilir í síðdegissólinni

Sama skýring gæti gilt um Lat í brúnum, því nálægir hólar eru stærri en hann. Þriðja skýringin, sem getið er um, er sú að við þessa nafngreindu hóla hafi verið áningarstaðir fyrrum, fólk staldrað við og hvílt sig – lagst í leti um stund. Það gæti vel átt við Lat í Brúnum, en þess bera að gera, sbr. framangreinda lýsingu, að letinni hafi jafnan verið útdeilt við annan nálægan hól; Hemphól, sem er skammt ofan við hann. Hérna gæti vissulega verið um nafnabrengl að ræða, enda hólarnir í heiðinni hver öðrum líkir. Ókunnugir, sem hafa áreiðanlega verið meirihluti ferðalanga um Brúnirnar, einn fáfarnasta stað Vatnsleysustrandarhrepps, gætu hafa heyrt um þennan áningarstað, en ekki getað gert sér nákvæmlega grein fyrir hvar hann var.
Hellishóll er ofan við Hemphól. Á honum er varða. Skúti er efst í hólnum og snýr opið mót suðri (landsuðri), austri ef notaður væri áttarviti. Fyrirhleðsla er við opið, en hún virðist fyrrum hafa myndað vegg út frá því. Frá Hellishól er hið ágætasta útsýni, líkt og af Hemphól, yfir heiðina og alla leið yfir að Skógfellunum í vestri. Sá, sem setið hefur á hólnum, hefur átt auðvelt með að fylgjast með mannaferðum um víðfeðmt svæði.
Ofan við Hellishól eru vörður í sömu línu og fyrstnefndu vörðurnar norðan við Keili. Þarna hækkar inn á Brúnir úr Fagradal og vel gróið í botninn. Grunur leikur á að þarna hafi Brúnavegur komið inn á heiðina. Farin verður önnur ferð á svæðið við tækifæri og er þá ætlunin að reyna að rekja götuna áfram inn á heiðina.
Tækifærið var notað og gígur Þráinsskjaldarhrauns skoðaður.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. (22 km).

Heimild m.a.:
-Örnefni- og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja Guðmundsdóttir – 2007.

Gígur Þráinsskjaldar

Grindavík

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þetta er fjórði þáttur, frá 11. mars 1973.

Tómas Þorvaldsson

Tómas Þorvaldsson.

„Handan við stíginn og hér rétt við endann á þessum forna grjótgarði, sem við minntumst á áðan, rísa fleiri hús. Ekki veit ég hvort þarna hafi búið hagyrðingar eða skáld, Tómas“.
Jú, það vill svo til að í a.m.k. einu þeirra hefur búið hagyrðingur. Ég kem að því á eftir. Húsið hér næst stendur sjó heitir Akur. Þegar ég man fyrst eftir mér bjó hér Jón Sveinsson og Margrét. Þau að ég held hafi byggt þetta hús. Þau bjuggu hér með tveimur sonum sínum. Þau byggðu síðan annað hús hér ofar í byggðalaginu. Ung hjón keyptu síðan húsið af þeim. Þau hétu Kristján Þorvaldsson og Krístin Guðmundsdóttir. Þau byrjuðu sinn búskap þarna. Hann var duglegur formaður og þau voru dugleg að bjarga sér. Svo skeði sá atburður að þau dóu bæði á sóttarsæng í sömu viku frá þremur ungum börnum. Þeim var komið fyrir hjá skyldmennum hér í byggðarlaginu, sem komu þeim í foreldrastað. Þetta er nú sagan um þetta hús.
HamraborgSíðan er þetta hús selt og þá Vilmundi Stefánssyni og Maren Jónsdóttur frá Sjólyst. Þau búa þar enn, eru orðin fullorðið fólk. Ég kom þarna inn síðast í morgun og drakk kaffi með Vilmundi, en Margrét er á spítala sem stendur. Vilmundur var eini maðurinn sem bjargaðist af skipinu af rúmsjó er ég gat um í upphafi þessa þáttar að það var hann sem var sá eini sem lifði um borð í marrandi flakinu af Óskabirninum sem Guðmundur heitinn Erlingsson var með og ég minntist á fyrr.“
„Hér eru fleiri hús?“
„Þessi tvö hús vinstra megin við okkur heita Steinar, hér nær. Það var í allt öðru formi þegar ég man fyrst eftir mér, timburhús. Þá bjuggu hér tvenn hjón. Yngri hjónin voru Guðmundur Tómasson og Steinunn Guðmundsdóttir, en Guðmundur var hagyrðingur. Þau eru einu hjónin sem ennþá lifa bæði frá þeim tíma sem við erum að rekja söguna. Í öðrum dæmum eru annað hvort annað farið eða bæði. Þau eru að byggja sér nýtt hús ofar í byggðinni. Þau eiga hér tvo syni og dætur. Annar er Tómas og gerir við öll þessi flóknu tæki sem eru í fiskiskipaflotanum.
BorgargarðurSeinasta húsið sem við komum að er Garðar. Þar stóð lítið hús upp úr 1920, baðstofubygging. Þar bjuggu þá Ívar Magnússon og Guðný. Guðný var frá Stöðvarfirði en Ívar var hér fæddur og uppalinn. Hjá þeim var eldri maður sem Hákon hét og ég man að mér fannst það afar einkennilegt að hann gæti heitið Hákon því hann var með allra lægstu mönnum, en hann var knár og það sannaðist á honum að maður gat verið knár þótt hann væri smár. Þeirra börn búa hér og koma við sögu atvinnulífsins. Síðan var húsið rifið niður og breytt í það form sem það er í dag. Síðan hefur búið í því færeyingur sem heitir Niels og hann hefur ekki verið eftirbátur Grindvíkinga að leggja sitt í þjóðarbúið.“
Bræðraborg„Þá höfum við gengið hér um gamla hverfið í Grindavík og lýst því sem fyrir augu bar. Nú stöndum við upp á hól nálægt sjávarströndinni og við blasa ný hverfi. Kanntu deili á þeim?“
„Í þessum hús býr yfirleitt ungt fólk og mikið af aðkomufólki. Þessi stóra breiða er afrakstur og árangur þrautseigju þess fólks sem við höfum verið að segja frá í þáttunum.“
„Hvernig var bæjarbragurinn þegar þú varst að alast upp? Getur þú lýst honum?“
„Ég skal reyna það. Við höfum nú í seinustu þáttum gengið um hlaðið hjá fólki sem bjó hér í Járngerðarstaðahverfi á þriðja áratug þessara aldar. Þetta voru svo um það bil 30 hús sem voru þá í byggð. Í þessum húsum voru þrjár kynslóðir, þ.e. afinn og amman, unga fólkið í blóma lífsins á sínum manndómsárum og síðan börnin. Þetta fólk bjó í sambýli. Lífsreynsla þeirra eldri fluttist til þeirra yngri svona mann fram af manni og það var meginuppistaðan í kennslu og lífsskóla þessa fólks að öðlast handleiðslu þessa gamla fólks sem er löngu horfið undir græna torfu og velflest af því fólki, þ.e.a.s. unga fólkið, er líka horfið af sjónarsviðinu. Guðmundur og Steinunn á Steinum eru einu hjónin sem eftir eru.
Eftir sitjum Hliðvið fólkið á mínum aldri og við eigum þessu fólki mikið að þakka því Grindavík hefur bæði verið gjöful og tekið mikið. Járngerðar-staðavíkin hefur verið erfið lending og hér hefur þurft að þreyja þorrann og góuna hvernig sem viðraði og hvernig sem gekk að ná afla úr sjó. Á mörgum þessum heimilum hagaði þannig til að bæði var landbúnaður og sjávarútvegur jöfnum höndum. Daglegt líf fólksins, sem bæði dró björg úr sjó og erjaði landið, og hafði þannig sitt viðurværi, segja má að saga fólksins sé svipuð á þessum bæjum, en þar sem ekki var landbúnaður var aðeins frábrugðið, en það sem viðvék sjó var mjög svipuð saga allra.
Ég ætla að draga svolitla mynd frá Jángerðarstöðum þar sem ég fæddist og ólst upp og foreldrar mínir, afi og amma, langafi og langamma. Það myndi vera nokkur spegilmynd af daglegu lífi fólksins. Byrjum á árinu. Þegar jólagleðin var um garð gengin og alvara lífsins tók við á ný tók hélt áfram undirbúningur að vetrarvertíð. Það var hugað að skipum, farmi, árum, seglum, belgjum, lóðum og netum og öllu sem að sjónum laut og sjósók, allt var að laga og lagfæra og nytja allt sem nothæft var því engu mátti kasta.

Grindavík

Lífið snerist mikið um þetta samfara því sem sinna þurfti búnfénaði og þá var a.m.k. sá búfénaður sem var látinn út á daginn, þ.e. sauðféð – það var margt sauðfé þá. Það var rekið í fjöruna og síðar var það rekið upp til heiða þegar hækkaði í sjó og staðið yfir því þar þegar hægt vað beita því þar vegna snjóa og klaka. Síðan var það tekið í hús þegar fór að rökkva. Kveikt var á olíulömpum og unnið að hnýtningu og gerð alls kyns veiðifæra. Vertíðin er talin byrja á kyndilmessu, þ.e. 2. febrúar. Hver varð að vera kominn við sinn keip á kyndilmessu. Menn, venjulega sömu mennirnir, úr sveitum á Suðurlandsundirlendi komu til að róa héðan og svo náin tengsl og vinskapur skapaðist milli heimila að sá vinskapur stendur enn það í dag.
BáturSvo eftir að vertíð hófst snerist daglega lífið mest um sjósókn og að komast á sjó þegar fært var en víkin er brimasöm og dögum saman var ekki hægt að komast á sjó. En þessir menn voru duglegir og sóttu sjóinn fast og þeir fóru þegar fært var. Sjórinn tók til sín og sagnir eru um það margir hafa farist hér á Járngerðarstaðarsundi. Kvenfólkið sinnti aftur fénaði og öllum verkum er laut að landi, en þegar landlegur voru langar hjálpuðu piltanir til við þessi störf.
Afla var skipt í fjöru á þessum tíma og hver gerði að sínum hlut, átti lítinn kofa og saltaði þar sinn afla. Aflinn var síðan lagður inn að vorinu til ýmissa aðila sem keyptu fullverkaðan eða fullstaðinn saltfisk. Síðan breyttist þetta fyrir 1930 og þá var farið að vinna saman að þessu og fletja og salta allan afla bátsins saman og síðan skipt úr flöttum og söltuðum fiski í vertíðarlok. Vertíðarlok voru 11. mai og aldrei kvikað frá því. Þá var kátt á hjalla líkt og réttardagurinn upp til sveita.
BátrSíðan tók við alvara lifsins enn á ný. Þá urðum við að fara að snúa okkur að sinna verkum á túnum, bera á, laga girðingar og allt er laut að því að rækta jörðina og búa hana undir sumarið. Síðan að taka fiskinn og vaska hann og ganga frá honum til útflutnings eða út á fiskreitina til að byrja með og þessir hlutir stóðu fram til jónsmessu en um jónsmessu var venjulega búið að ljúka þessum þætti.
Þá kom sumarið og þá byrjaði sláttur fljótlega og breiða fisk þegar þerrir var. Byrjað var venjulega á því á morgnana að breiða fiskinn og síðan hraðað sér heim til að „breyja“ þegar tekið var sem kallað var. þ.e. þegar döggin var þornuð á túnunum. Allir höfðu nóg að gera. Þegar kvöldaði var fiskurinn tekinn saman og síðan heyið. Allir höfðu nóg að gera. Þetta var langur vinnudagur, frá kl. 6 á morgnana til kl. 10 á kvöldin. Allt átti sér þó ljósa daga innan um. Til dæmis var geysilega mikil tilhlökkun hjá okkur til útiskemmtunar sem haldin var hér árlega hjá Kvenfélaginu í Svartsengi. Okkur fannst ákaflega notarlegt að geta verið búnir að ljúka sem mestu af þessum störfum þegar skemmtunin fór fram því þá nutum við hennar betur.
GrindavíkÁ fjórða áratugum fór fólk út á land í kaupavinnu. Þegar fór að hausta voru stopulir haustróðrar en gátu gefið nokkuð í aðra hönd. Þá hófst líka undirbúningur undir vetrarvertíðina. Við stóðum alla daga við að riða eða gera við notuð net. Þetta var höfuðvinna okkar sérstaklega á kvöldin. Við vorum látin læra þetta og allir tóku þátt í þessu þegar ekki var verið að sinna búpeningi.
Um haustið var öllu fé smalað heim, þá var sláturtíð, í seinni hluta septembermánaðar og mörg af þessum heimilum hafði nóg til matar yfir veturinn af því fé sem það átti. Ekki var mikið um atvinnu nema undirbúa veturinn. Þrautseigja þessa fólks var með fádæmum og ég myndi segja að þessar þrjár kynslóðir sem ég hef nefnt hafa fyrst og fremst valdið hér aldarhvörfum með því að hopa ekki af hólminum.
HópiðVið vorum að mörgu leyti verulega á eftir hér í Grindavík. Við vorum með áraskip lengur en víðast annars staðar og við höfðum trillubáta mun lengur en í öðrum verstöðum enda var hér algert hafnleysi. Verulegur fólksflótti varð og byggð lagðist niður í Staðarhverfi.
Fólki fækkaði um heilan tug. Það sem breytir kannski fyrst og fremst hlutunum var þegar ráðist var í að að grafa inn í Hópið með haka og skóflu í gegnum eyðið sem aðskilur það frá Járngerðarstaðavíkinni. Grindvíkurbændur höfðu þó áður grafið inn lænu í gegnum rifið til að komast inn á Hópið og liggja þar inni.

Járngerðarstaðir

Ósinn heitir Barnaós. Ósinn heitir eftir því að maður sem hafði farið með börn sín til þangskurðar hafi flætt þarna út á og maðurinn bjargaðist en börnin drukknuðu í ósnum. Þegar grafið var inn í ósinn 1939 breytti það öllu. Á stríðsárunum lagðist þó útgerð niður en eftir stríðið óx þetta hröðum skrefum. Samstarfsmaður minn um langt árabil, Sigurður Þorleifsson frá Neðri-Grund, var hér hafnarstjóri og á sinn þátt í hvernig Grindavíkurhöfn er í dag. Árni Magnússon í Tungu var með mér í stjórn björgunarsveitarinnar og unnum við lengi saman á þeim vettvangi.
Ég myndi vilja endurtaka það að þessu fólki eigum við mikið upp að unna og við vonum það að unga kynslóðin sem tekur við sem þetta fólk hefur komið hér á fót, byggt upp, fyrst af vanefnum en mikilli framsýni og dugnaði og þrautseigju, haldi áfram á sömu braut, enda get ég ekki séð annað en að svo sé.
EJárngerðarstaðirins og búið er að koma fram höfum við fraum um garð hjá öllu þessu fólki, nefnt nöfn þess, sagt frá dugnaði, áhuga og kjarki þess og líka dregið fram ýmsar spaugilegar hliðar lífsins. Einmitt þessir menn lyftu öðrum yfir hversdagsleikann og umkomuleysið sem gjarnan settist að fólki sem bjó svona afskekkt – með ekkert rafmagn, engin lífsþægindi og þessa hörðu lífsbaráttu.
Milli 1920 og 1930, sem þetta kemur nú mest við, fór það ekki framhjá þjóðinni að hér í Grindavík bjó dugmikið fólks. Ég minnist eins atviks. Þegar Fylle var hér og átti að sinna strandgæslunni var sagt að þeir lægju oft í landi, einkum í Reykjavík. Einhverju sinni skoruðu þeir á Íslendinga í kappróður. Þá var vandi í efnum. Einhverjir mundu þá eftir dugmiklum mönnum hér suður með sjó sem voru aldir upp með árahlunninn í hendinni. Leitað var á náðir Grindvíkinga í þessum efnum og það var úr að nokkrir fóru til að keppa við Fylledáta. Þeir sem fóru í þennan fræga kappóður var Eiríkur Tómasson frá Járngerðarstöðum, formaður og móðurbróðir minn, Jón Sigurðsson, líka formaður, bjó á Sólheimum með konu sinni Guðríði sem var hér lengi ljósmóðir, Kristinn Jónsson frá Hraunkoti í Þórkötlustaðahverfi, bjó lengst af á Brekku í Þórkötlustaðahverfi, giftur Guðríði, og Sigurgeir Guðjónsson frá Hliði og Benóný Benediktsson frá Þórkötlustöðum, en þeir feðgar, sem voru þrír voru allir þrjár álnir að stærð. Þessir ungu menn fóru til Reykjavíkur og kepptu við Fylledáta. Þeir fengu grásleppukænu til að keppa á móti rennilegu fleyi Fylledáta. En þeir báru þó sigur úr bítum á sinni grásleppukænu.“
„Þakka þér fyrir Tómas. Eftir þessa göngu er þetta litla þorp ekki eins umkomulaust og áður, með Þorbjörn hið efra og brimgarðinn í neðra“.


Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 11.mars 1973. www.ruv.is – rás I – Gatan mín…

Grindavík

Grindavík.

Ródólfsstaðir

Gunnar Valdimarsson sendi FERLIR eftirfarandi fróðleik um meinta Ródolfsstaði við Ródolfsstaðahæðir. Upplýsingar Gunnars eru mjög áhugaverðar og gefur FERLIRsfélögum ástæðu til að fara aftur á svæðið og skoða það nánar.

„Sæl FERLIRsfólk.

Ródólfsstaðir

Afstaða rústasvæðanna, 1 eru tóttirnar ykkar, 2 gerðið Hringurinn og gerðið á loftmynd á map.is – Gunnar.

Ég heimsæki vefsíðuna ykkar reglulega og hef mikið gaman af. Ég sá að þið voruð að velta fyrir ykkur staðsetningu Rótólfsstaða eða Bótólfsstaða núna nýverið og hef líka litið á umfjöllun Gunnars Grímssonar í verkefninu um byggðaleifar í Þingvallasveit. Ég get vonandi orðið ykkur að liði varðandi þetta.

Um 500-600 m í nokkurn veginn VSV stefnu frá tóttunum sem þið teljið vera undir Rótólfsstaðahæðum suðaustanverðum er annað rústasvæði. Það er vafalaust staðurinn sem Brynjúlfi Jónssyni var bent á þarna á sínum tíma, þ.e. ferhyrningslaga gerði með tótt í norðvesturhorni.

Ródólfsstaðir

Afstaða mannvirkja – Gunnar.

Veggir eru allskýrir og norðurveggurinn mikill og breiður. Til vesturs frá þessum ferhyrningi er annað gerði sambyggt, afmarkað af hringlaga vegg sem virðist tvöfaldur, eins og sá hluti hafi verið stækkaður (eða minnkaður). Í norðvesturhluta ferhyrningsins er húsatótt sem snýr nokkuð á skjön við gerðið og hefur NV-SA stefnu. Þar virðast vera tvö samsíða innrými frá norðri til suðurs og jafnvel það þriðja í norðurendanum, mögulega með dyrum til norðurs. Tótt þessi er öll mosagróin en sæmilega skýr í formi. Rétt suðaustan við hana er niðurgrafin stía með dyrum úr SV-horni. Það er gleggsta tóttin.

Ródolfsstaðir

Afstaða mannvirkja, hús, vatnsból og X, sem gætu verið mannvirkjaleifar við suðurinnvegg ef bjartsýnin er látin ráða – Gunnar.

Í norðausturhorni ferhyrningsins er áberandi trjárunni. Hugsanlega eru einhverjar leifar með norður-suðurstefnu meðfram runnanum að vestan en harla ólíklegt. Eins gætu verið ummerki tveggja stía innan á suðurvegg ferhyrningsins nærri SA-innhorni en óvíst. Það eru mosahaugar og sá vestari líklegri til að hylja eitthvað.

Til suðurs frá ferhyrningnum eru klettar með hellisskútum sem snúa hvor móti öðrum og þar á milli er hlaðinn veggur að sunnanverðu. Vel má vera að þar sé gamalt vatnsból. Í vestari hellinum eru haugar af kindabeinum, ekki mjög gömlum.

Ródolfsstaðir

Séð í vestur eftir ferhyrningnum nær og hringnum fjær. Norðurveggur ferhyrnings til hægri – Gunnar.

Nærri suðvesturhorni ferhyrningsins gæti vel verið tótt sem liggur N-S, annaðhvort tvö samsíða rými eða þá einföld stía byggð saman við túngarð, sem væri þá væntanlega innanverður vesturveggur gerðisins.

Í norðvestur frá ferhyrningnum er mosavaxin slétta eða flötur og þar virðist vera rúst með stefnu austur-vestur og líklegast dyr í austur. Það er grjóthleðsla. Fleiri tóttir gætu leynst á svæðinu en það er erfitt að glíma við þetta umhverfi og ekkert víst í þeim efnum.

Ródolfsstaðir

Hús A og norðurveggur í ferhyrningnum til hægri, horft í vestur – Gunnar.

Ef miðað er við kortið sem fylgir sóknarlýsingunni frá 1840, þá gæti maður ætlað út frá afstöðu að hér sé það sem menn á þeim tíma kölluðu „Bæjarstæði í Hrauni“ og tóttirnar ykkar upp við hæðirnar þá Rótólfsstaðir. Þar virðist reyndar vera greinileg tótt með norður-suðurstefnu. En miðað við hve stutt er milli þessara tveggja rústasvæða er líka freistandi að telja þær samstæðar, þ.e. hluta af sömu heild eða býli. Engin augljós íveruhús eru á svæðinu en verið gæti að þau séu uppi á rústasvæðinu ykkar.

Ródólfsstaðir

Hús B til norðurs – Gunnar.

Varðandi þetta má benda á að nokkurn veginn miðja vegu milli þessara tveggja rústasvæða er glompa eða hvilft sem gæti verið vatnsból, virkar svolítið eins og að því sé veggur vestanmegin og gangvegur niður í holuna. Það kann að vera misskilningur en er þó þess virði að á það sé bent.

Þá eru hér nokkrar gagnlegar upplýsingar:

Ferhyrnda gerðið er um 50 m A-V og um 40 m N-S, virðist örlítið breikka til austurs. Veggir eru 2-3 m á þykkt. Hnit á norðurvegg (X).

Ródólfsstaðir

Hús A til suðurs, tóttin í gerðinu (Brynjúlfstótt) – Gunnar.

Tóttin í norðvesturhorni, Brynjúlfstóttin, er um 9 x 7 m. Köllum hana hús A. Krærnar, eða rýmin, gætu hafa verið 120 cm breiðar, sem er eðlilegt miðað við fjárhús og um 5-6 m langar. Veggir um 180-200 cm breiðir nema að norðan, þar sem veggur er 150 cm. Grjót sést á stöku stað í millivegg. Hnit (X).

Niðurgrafna stían, hús B, liggur A-V á lengdina og er þar um 2 m löng og um 1,5 m á breidd. Dyr, 40 cm breiðar, eru út úr SV-horni meðfram V-innvegg og mögulega stuttur leiðigarður vestan með þeim. Dýpt stíunnar er um 60 cm og veggjaþykkt 80-100 cm. Hnit (X).

Ródólfsstaðir

Hús C til vesturs, mögulega tótt en ekki öruggt – Gunnar.

Möguleg tótt við SV-horn ferhyrnings, hús C, er um 5,5 m langt og 2 m breitt. Gætu verið tvö samsíða rými með N-S stefnu en austara rýmið er óvíst.Dyr eru líklega til suðurs og þá um 40 cm breiðar. Grjót er sýnilegt innan í veggjum í innrými hér og þar. Hnit (X).

Tóttin NV við ferhyrninginn uppi í mosanum, hús D, er eitthvað um 6 m löng og 2 m breið. Vesturveggur er um 120 cm þykkur. Fleiri veggjabrot kunna að vera sunnan við suðurvegg.

Ródólfsstaðir

Hringurinn, vesturveggur til S, vatnsból efst á mynd – Gunnar.

Vatnsból og hleðsla sunnan við ferhyrninginn. Klettarnir sjást langt að.

Hringlaga veggur er um 60 m A-V í þvermál í ytri hringnum en um 40 m í þeim innri. Virðist skarast við ferhyrninginn að vestan og er því ekki víst að hringurinn og ferhyrningurinn séu byggðir á sama tíma. Hnit á vesturvegginn er (X).

Mögulegt vatnsból er milli rústasvæðanna.

Mælingar eru grófar ágiskanir og ekki heilagar. Fremur til gamans.

Ródolfsstaðir

Hús D til vesturs, endilöng tótt, austurendaveggur næst á mynd – Gunnar.

Um myndirnar er það að segja að þær eru teknar í tveimur ferðum á þessu ári, annarri 21. maí og hinni 16. ágúst. Í hinni fyrri varð heldur hvasst fyrri smádróna áður en góður árangur náðist og ekki hægt að ná nægri hæð. Í hinni síðari varð ég fyrir því óláni að missa spaða af drónanum í miðjum klíðum sem leiddi til flugslyss (þó án verulegs tjóns). Því eru yfirlitsmyndir fjærri því að vera eins góðar og ég hefði viljað og þarf að fá þær betri. Þær ættu þó að gefa einhverja hugmynd. Almennt er erfitt að mynda tóttirnar svo vel sé enda svæðið erfitt viðureignar og litir, gróðurfar og yfirbragð tóttanna oftast í engu frábrugðið umhverfinu.

Ródolfsstaðir

Hús D til vesturs, endilöng tótt, austurendaveggur næst á mynd – Gunnar.

Ég er ekki menntaður fræðimaður. Þið kynnuð því að spyrja hvers vegna ég hafi þetta undir höndum. Ástæðan er sú að ég litaðist um eftir Rótólfsstöðum fyrir allmörgum árum en fann ekkert. Löngu síðar sá ég á síðunni ykkar aðleit stæði yfir og þá ákvað ég að að reyna aftur, mest til gamans og til að fá útivist og hreyfingu. Þá hafði ég eignast dróna og var því vel útbúinn. Eftir að hafa rýnt í loftmyndir þótti mér eins og eitthvað einkennilegt væri á þessum tiltekna stað og svo reyndist líka vera. Auðvitað getur verið að þið hafið vitað af þessu og ef svo er, þá hendið þið bara þessum pósti. Ef þið viljið meira, þá á ég fleiri myndir og upplýsingar. „

FERLIR fékk góðfúslegt leyfi Gunnars til að birta framangreindan texta.

Ródólfsstaðir

Hús C til vesturs, mögulega tótt en ekki öruggt – Gunnar.

Auðnasel

Gengið var frá Skrokkum við Reykjanesbraut að Fornaseli. Selið er í vel grónum hól og sést hann vel frá brautinni. U.þ.b. 10 mínútna gangur er að því.

Fornasel

Fornasel – uppdráttur ÓSÁ.

Ýmist er sagt að selið hafi verið frá Þórustöðum eða Landakoti og þá heitið Litlasel. Í selinu er ein megintótt með tveimur vistarverum og hlöðnu gerði sunnan við. Vestar er hlaðinn stekkur. Ofan við hólinn er vatnsstæði í krika og minni tótt með tveimur vistarverum.
Gengið var áfram inn á heiðina að Auðnaseli. Selstæðið sást vel framundan, ofan við Klifgjána. Í því eru fjórar tóttir, tveir hlaðnir stekkir, auk kvíar. Varða er á holti vestan við tóttirnar. Handgert vatnsstæði er norðvestan við miðtóttirnar. Það var þurrt að þessu sinni líkt og önnur
vatnsstæði í heiðinni. Annar stekkurinn er uppi á holtinu ofan við selin.
Gengið var til suðsuðvesturs að Knarrarnesseli. Á leiðinni var gengið um Breiðagerðisslakka og tækifærið notað og kíkt á flak þýsku Junkervélarinnar, sem þar var skotin niður í aprílmánuði 1943.

Knarrarnessel

Í Knarrarnesseli.

U.þ.b. 20 mínútna gangur er á milli seljanna. Í Knarrarnesseli eru þrjár megintóttir, auk einnar stakrar, og þrír hlaðnir stekkir. Vatnsstæðið er í hól norðvestan við selið, fast við selsstíginn. Það var líka þurrt að þessu sinni, greinilega nýþornað. Í Knarrarnesseli er í heimildum getið um Litla-Knarrarnessel og Ásláksstaðasel.
Gengið var niður selsstíginn að Klifgjánni, yfir og niður hana við vörðu á brún hennar og áfram niður að Skrokkum.
Frábært veður.

Auðnasel

Auðnasel – stekkur.

Elliðavatn

Elliðavatn er á norðausturenda sprungusvæðis í Trölladyngjukerfinu og rekja má aldur þess til síðasta hlýskeðs ísaldar. Efstu, stöðugu upptök Elliðaánna eru við Selvatn og í Lækjarbotnum við Nátthagavatn.
Ár og lækir, sem renna í Elliðavatn eru Bugða, Suðurá um Helluvatn, lækur úr Kirkjuhólmatjörn og HlaðaMyllulækur úr Myllulækjartjörn. Suðurá rann fyrrum gegnum Hrauntúnstjörn en var beint fram hjá henni. Elliðaárvirkjun var vígð árið 1921. Þremur árum síðar var hafizt handa við gerð miðlunarstíflu uppi við Elliðavatn. Henni var lokið 1926 og við þessar framkvæmdir fór Elliðavatnsengi ofan núverandi stíflu undir vatn. Benedikt Sveinsson eignaðist jörðina árið 1815 og Einar Ben. fæddist þar 1864. Síðan gekk jörðin kaupum og sölum og árin 1923-28 eignaðist Rafveita Reykjavíkur vatnið og byggði miðlunarstíflu, sem hækkaði vatnsborðið verulega. Búskap var brátt hætt á Elliðavatni og Skógræktarfél. Rvk. fékk jörðina 1963, einkum vegna umsjár Heiðmerkur, en verulegur hluti hennar er í landi jarðarinnar. Þingnes er talinn einn merkasti sögustaður í nágrenni Reykjavíkur, jafnvel á landsvísu og margir aðrir en Jónas Hallgrímsson hafa rannsakað staðinn.
Brautryðjandinn Skúli Magnússon kom upp Innréttingunum í Reykjavík upp úr 1750. Hann þurfti að tryggja næga ull til vinnslu, bæði af íslenzku fé og erlendu til blöndunar. Elliðavatn varð fyrir valinu sem sauðfjárbú fyrir Innréttingarnar vegna beitarinnar í skóglendi Heiðmerkur og nágrennis. Hrútar af enskum stofni voru fluttir inn til kynbóta og sænskur baron, Hastfer að nafni, var fenginn til að stýra þeim fyrsta kastið. Það er ekki ljóst, hvers vegna þessar kynbótatilraunir voru fluttar að Helliskoti, skammt frá Elliðavatni 1757.
MyllulækjartjörnÞ
ar var reist stórt fjárhús og „mikil stofa”, þótt þessara mannvirkja sjái ekki lengur stað. Fjárhúsið var sagt vera vandaðra en flestar kirkjur landsins og afþiljað. Þetta afburðafjárhús dugði ekki til þess að bægja óláninu frá. Veiki komu upp í fénu, fjárkláðinn, sem breiddist óðfluga út og olli gífurlegum búsifjum. Á árunum milli 1760 og 1770 hrapaði sauðfjáreign landsmanna úr 360.000 í 140.000. Þetta var vafalaust mesta efnahagsáfall, sem Íslendingar hafa orðið fyrir fyrr og síðar, því að þeir voru svo háðir sauðfjárbúskap á þessum tíma. Sauðfjárræktinni og kynbótatilraununum lauk með þessu á Elliðavatni. Búið var formlega lagt niður 1764.
Til að grennslast fyrir um örnefndin Myllulækjartjörn og Myllulækur var farið yfir örnefnaskrá Elliðavatns eftir Ara Gíslason (heimildarmaður Eggert Norðdahl, Hólmi) og athugasemdir varðandi örnefni Elliðavatns, skráðar af Ragnari Árnasyni (eftir Christian Zimsen), með Christian Zimsen, lyfsala, í sumarbústað hans við Elliðavatn, í Elliðavatnslandi, 23. júní og 4. júlí 1983.
Ennfremur var rætt við hann að heimili hans, Kirkjuteigi 21, Reykjavík, 8. marz l984.  TóftSkráðar voru eftir honum athugasemdir og viðbætur við örnefnaskrá Ara, og verður hér leitazt við að fella þær inn í hana ásamt fyrri athugasemdum hans. Ennfremur var stuðzt að litlu leyti við blaðagrein eftir Karl E. Norðdahl, úr Mbl. frá 29. júní 1967. C.Z. telur allt, sem þar er sett fram, vera hárrétt. Christian Zimsen (f. 26. september 1910) þekkir vel til á Elliðavatni. Faðir hans, Christen Zimsen (1882-1932), keypti 1/4 jarðarinnar árið 1916 af Einari Benediktssyni.
Tveir lækir renna úr Myllutjarnarlæk. Eystri lækurinn hefur jafnan verið nefndur Myllulækur, en sá mun heita Heimalækur. Vestari lækurinn heitir Myllulækur. Tóftir eru við báða lækina, svo til alveg eins, jafn stórar og jafn heillegar.
„Suðvestan við Heimaásinn, neðst í Heiðmörkinni og neðst í Lágheiðinni (sjá síðar), er tjörn, sem á korti Borgarverkfræðings og Skógræktarfélags Reykjavíkur af Heiðmörk er nefnd Myllulækjartjörn. C.Z. kannast ekki við það nafn; hann segist ekki hafa heyrt það í máli manna á Elliðavatni. Svæðið umhverfis tjörnina var nefnt Lækirnir eða í lækjunum, og oft var talað um tjörnina sem Tjörnina í Lækjunum.

Myllulækur

Tjörn þessi var áður mikið minni. Tveir hólmar eru nú í henni, litlir grashólmar. Álftapar heldur sig í minni hólmanum. Himbrimi verpir oft þar sunnan við í bleytunni á bakkanum.
Lækur rann úr tjörninni norður í Elliðavatn, og hafa sumir kallað hann Myllulæk, en hann var ávallt nefndur Heimalækur, en Myllulækurinn er vestar; malarás er á milli þeirra. Heimalækurinn er stíflaður nú. Greinileg myllutóft er ennþá við Myllulækinn. Þar var vatnsmylla, sem korn var malað í. Þessi tóft er frá öldinni sem leið. Myllulækurinn rennur úr tjörninni nú, en áður kom hann úr sérstökum uppsprettum sunnan og vestan við malarásinn (fyrrnefndan), en þær eru nú í tjörninni. Malarás þessi nær úr Lágheiðinni og fyrir ofan tjörnina og út í vatn milli lækjanna.
Myllulækur og myllan1925-6 hefur Rokstad tilraunir með regnbogasilung. Hann lætur grafa í gegnum malarásinn á milli tjarnarinnar og Myllulækjar og veitir honum þannig í tjörnina, og í Heimalækinn. Hann lét síðan hlaða torfgarð, þannig að Vatnið í tjörninni hækkaði. Regnbogasilungurinn í tjörnina var fenginn frá Noregi.  Vatnið var síðan látið renna í gegnum munk í stíflunni við ósinn, en munkur var trékassi með milligerð, til að stöðva silunginn. Torfgarðar voru hvorum megin.  Þessar tilraunir fóru út um þúfur; stíflan brast árið eftir. Myllulækurinn er nú í sínum gamla farvegi, en úr tjörninni. Að vísu rennur lítið vatn úr tjörninni nú, þar sem vatnsveitan stíflaði lækina, en við það stækkaði tjörnin. Þannig átti að hækka vatnsyfirborðið í Gvendarbrunnum og Tjörnunum. Gömlu stíflugarðarnir, sem Rokstad lét gera eru nú á kafi í vatni.
TTóftvö klakhús voru byggð í Heimalæknum, og sjást greinilegar tóftir enn. Eldra húsið byggði Þórður frá Svartárkoti í Bárðardal, árið 1923. Hann var á vegum Búnaðarfélagsins. Tóft þessa klakhúss er niðri undir vatninu, vestan megin lækjarins. Húsið var byggt á bakkanum og tekinn stokkur úr læknum. Hitt húsið var byggt 1927 af Ólafi Sigurðssyni frá Hellulandi, starfsmanni Búnaðarfélagsins. Þá var rafveitustíflan gerð, og yfirborð vatnsins hækkaði; vatnið flæddi upp í klakhúsið frá 1923, og varð því að byggja annað heldur ofar og austan við lækinn.
Á tímabili var klakið bleikju og henni sleppt í vatnið. Sá kaupamaður um veiðina, og var hún oft dágóð, 50-100 bleikjur á dag, í mörg net. Veiðin var send í bæinn, og voru þetta að sjálfsögðu þó nokkur hlunnindi. Bleikja gekk upp í Tjarnirnar og jafnvel Gvendarbrunna.
MyllulækjartjörnLítil kvísl úr Heimalæk rann aðeins vestan við hann og í litla vík, aðeins vestan við ós hans.  Götur lágu þarna um, og lá hellulögð stétt yfir þessa sytru. Fyrir ofan litlu víkina, í slakka við þennan farveg, er mjög gömul tóft, lítil; hún var gömul, þegar C.Z. var barn. Óvíst er eftir hvað þessi tóft er, en C.Z. telur líklegt, að hún geti verið eftir skothús.
Nyrzt í fyrrnefndum malarás, við vatnið, er brattur hóll eða höfði.  C.Z. heyrði hann ekki nefndan neinu nafni, en í skrá A.G. er hann nefndur Riðhóll (23). Það er líklega réttnefni. Þarna voru hrygningarstöðvar silungsins, en kaldavermsl eru beggja megin. Þarna var góð lögn.“
Skv. þessu mun tóftin við Myllulækinn vera leifar myllu, sem þar var, og tóftin við Heimalækinn munu þá vera leifar klakhúss. Ekki er óeðlilegt að „myllan“ hafi færst yfir á klakhúsið í hugum kortagerðarmann því í báðum tilvikum er aðkoman svipuð, þ.e. lækirnir hafa runnið að hluta í gegnum húsin.
Gangan ók 1 klst og 1 mín. Frábært veður.

Heimild:
-Örnefnaskrá fyrir Elliðavatn.Riðhóll

Víkingaskip

Víkingaskip (knörr og langskip) eru ein þeirra „verkfæra“, sem landnámsmenn notuðu, m.a. til að komast til eyjarinnar. Margir komu með það að markmiði að

Víkingaskip

Víkingaskip.

setjast að í nýju landi. Sumir voru samskipa með öðrum eða hafa haft fleiri en eitt skip. Telja má sennilegt að allt það sem þeir komu með hafi síðan verið notað, einnig skipin.
Víkingaskip entust í u.þ.b. 10 ár og jafnvel lengur. Þá hafa þau eflaust verið notuð í annað, t.d. klæðningar, húsagerð, áhaldagerð o.fl. Skipin voru flest úr eik, en einnig öðrum viðartegundum. Veikasti hlekkurinn í þeim voru böndin, sem byrðingurinn var bundinn með. Þau voru úr hampi og fúnuðu. Ekki var hægt að binda skip upp að nýju nema rífa það frá grunni. Það var líka erfitt því í einu skipi voru þúsundir járnhnoðnagla. Járnið var dýrmætt og notað aftur þegar það gafst.

Landnám Íslands

Landnám Íslands – Samúel Eggertsson.

Landnámsmenn hafa með skjótum hætti þurft gott skjól við komuna hingað til lands. Er hugsanlegt að landnámsmenn hafi miðað fyrstu húsagerð sína, þ.e. fyrsta tímabundna íveruhúsið, við skipið? Þeir hafi hlaðið veggi, ca. 120 cm háa með svipuðu lagi og breidd og skipið ofanvert og hvolft því síðan yfir? Þannig gætu þeir hafa fengið gott þak yfir höfuðið, bæði fljótt og vel. Skipið (þakið) hafi verið hægt að taka aftur og sigla því ef einhverjum hefði snúist hugur eða á hefur þurft að halda.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Um 70 menn voru í áhöfn langskipanna, færri á knörrum. Fjórir til fimm vanir menn gátu siglt þeim. Þyngd skipanna var um 5.000 til 8.000 kg (fór eftir stærð – mastur og segl, sem var laust er frátalið). Það hefur því þurft um 50 – 70 menn til að bera, lyfta eða velta einu skipi. Skipin voru ca. 23-25 metrar á lengd og ca. 3 – 5 metrar á breidd.
Giuseppe Maiorano hefur ritað um mögulega notkun skipanna sem þök í ‘Viking age ships as roofing structures in ship-shaped houses and their contribution to the origin of the Gothic Architecture.’Current issues in Nordic Archaeology, Reykjavík 2004, s. 79-84).
En menn eru nú yfirleitt ekki trúaðir á þessa hugmynd – aðallega af því að þeir hafa aldrei fundið neinar sannfærandi leifar sem gætu bent til þessarar þakgerðar en líka af því að menn telja yfirleitt að skipin hafi verið notuð lengur en gefið er til kynna og verið miklu verðmætari en svo að það borgaði sig að nota þau fyrir þök. “Vel smíðað tréþak er margfalt einfaldari og ódýrari smíð en skip” (ov).

Er hins vegar er ekki með öllu útilokað, miðað við lögun, lengd og breidd landnámshúsa, að þannig hafi verið málum háttað í einhverjum tilvikum? Litlar líkur eru þó á að tóftir slíkra húsa finnist nú því bæði hafa þær þá staðið mjög nálægt ströndinni og auk þess verður að telja líklegt að sjórinn hafi nú þegar brotið þær undir sig eða byggingarefnið notað í annað.

Víkingar

Víkingar á nýrri strönd.

Einstakir hlutar skips, s.s. mastrið, gætu hafa verið notað í hluti, t.d. stoðir og hluti þess hafa verið útskorið sem goðalíkneski eða gerðir úr því setbekkir við langeldinn. Kjölurinn var mikið tré og því ekki ólíklegt að hann hafi verið notaður í mæni eða annað burðarvirki.
Áhöfnin hefur áreiðanlega tekið kistla sína með sér og átt þá áfram. Ekki er vitað til þess að slíkur kistill hafi varðveist hér á landi, enda efnið forgengilegt.
Seglin voru stór og mikið efni í þeim. Ekki er ólíklegt að ætla að úr þeim hafi verið búið til nytjahlutir eða þau t.d. notuð til að klæða veggi híbýlanna.

Vikingar

Víkingaaldarkáli.

Framangreint eru að mestu tilgátur því fátt af því hefur kvorki verið sannreynt við fornleifauppgrefti eða þess getið í rituðum heimildum. Hins vegar er ekki óraunhæft að ætla að hinn mikli efniviður hafi verið notaður að einhverju leyti eftir að upprunalegu hlutverki hans lauk. Dæmi um slíka endurnýtingu muna og gripa eru allnokkur, sbr. kléberg, járn og tré.

Vitað er að skipin voru notuð í a.m.k. tvennum tilgangi eftir að líftíma þeirra lauk. Annars vegar eru dæmi um að skipin hafi verið grafin með eiganda sínum að honum látnum ásamt öðrum gripum, sbr. frásagnir í Landnámu [Ásmundur var heygður í Ásmundarleiði og lagður í skip og þræll hans hjá honum] og [Geirmundur heljarskinn andaðist á Geirmundarstöðum, og er hann lagður í skip þar út í skóginum frá garði] og hins vegar munu vera til sagnir um að látnir víkingar hafi verið brenndir í skipum sínum þótt slíkt virðist ekki hafa verið tíðkað hér á landi svo vitað sé.”Víkingaöldin var einhver mesti upplausnar- og endursköpunartími sem norrænar þjóðir hafa lifað. Hún hlýtur að hafa losað um margar fornar venjur og gefið einstaklingnum meira frelsi til að velja og hafna en kreddufesta kyrrstæðra heimabyggða getur gert.” -(AF)

Víkingar

Víkingaskip í legu.