Grindavík

Gengið var eftir Staðarbergi frá Mölvík yfir að Staðarmölum. Fremst er Brimketillinn – eða brimkatlarnir því þeir eru fleiri en einn. Á leiðinni, við Bergsenda að austanverðu, er Ræningjasker það er „Tyrkir“ komu að þá er þeir rændu Grindavík 1627 ef marka má munnmæli og þar var eitt hörmulegasta sjóslys við Grindavík þann 4. apríl 1924, í strandi Önnu frá Tofte. Þá fórust fimmtán eða sextán menn, flestir ungir menn úr sömu fjölskyldum frá litlu þorpi í Færeyjum. Þessi færeyski kútter kom upp við Bergsendasker, sem er við austurenda Staðarbergs. Þeir voru síðan jarðsettir í kirkjugarðinum í Reykjavík.

Brimketill

Staðarbergið er einn af fjölmörgum úivistarmöguleikum Grindvíkinga – og gesti þeirra. Bergið er bæði fjölbreytt og tiltölulega auðvelt göngu ef rétt er farið. Á leiðinni voru skoðaðar, auk hinna ýmsu bergumbreytinga, nokkrar hlaðnar refagildrur, sem enn eru óhreyfðar í Bergshrauni. Aðaltilgangurinn var þó að skoða slysstaðinn fyrrnefnda og rifja uppp atburðinn.

Þriðjudaginn 9. september var níundi fundur ársins 2008 haldinn í framkvæmdastjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Rekstrarstjóri sagði frá framtaki færeysks manns, Jakob Michael Mikkelsen
84 ára, sem hefur látið útbúa minningarskjöld úr steini með nöfnum 17 samlanda sinna sem fórust á vélbátnum „Önnu frá Tofte” við Íslandsstrendur í apríl árið 1924, þeirra á meðal faðir Jakobs. Skjöldurinn verður afhjúpaður í Hólavallagarði næsta laugardag, þann 13. september.

Á Staðarbergi

Í 12. árgangi Bautasteins var í greininni „Minningarmörk atburða“ eftir Björn Th. Björnsson fjallað um
örlög áhafnarinnar á Önnu frá Tofte sem fórst við Grindavík fyrir 85 árum síðan. Jarðarför skipverjanna fór fram þann 11. apríl 1924 og var þar mikið fjölmenni sem sýndi þá virðingu og hlýhug sem ríkti í garð frænda okkar Færeyinga. Í september á síðasta ári var afhjúpuð minningarplata um áhöfnina og á henni má sjá hversu stórt skarð var höggvið í lítið samfélag á sínum tíma sem minnir okkur á hversu margar fórnir voru færðar á fjarlægum miðum.
Jakob Michael Mikkelsen, sonur eins áhafnarmannanna, hefur sýnt einstaka ræktarsemi og
virðingu í minningu föður síns og skipsfélaga hans og beitti hann sér fyrir gerð minningarplötunnar en
Kirkjugarðar Reykjavíkur gáfu vinnu og efni við uppsetninguna í virðingu við þá sem létust í þessu
hryggilega sjóslysi.

Staðarberg

Í bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði, eftir Björn Th. Björnsson, segir m.a. um þennan atburð: „Þess eru dæmi, m.a. í Hólavallagarði, að legsteinn sé ekki aðeins minningarmark um liðinn einstakling, heldur um atburð, oftast vofveiflegan, þar sem margir menn eiga í hlut og hvíla saman undir einu og sama legmarki. Vestast í Hólavallagarði, nálægt Ljósvallagötu, má sjá mikið bjarg, óhöggvið að öðru en letri, sem minnir á raunarlegan stóratburð á þriðja áratugi liðinnar aldar. Í bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði segir svo frá: „Þegar menn úr Staðarhverfi vestan Grindavíkur fylgdu fé í fjöru morguninn þess 6. apríl 1924, komu þeir auga á torkennilegt brak; síðan sáu þeir lík fljóta upp og óðu út í að draga það undan sjó. RefagildraSíðdegis fóru fleiri menn ofan á Staðarmalir og gaf þá enn að líta: fjögur lík til viðbótar. Á bátsþóftunum og árunum stóð nafnið „Anna Tofte“, eftir því sem bezt varð lesið, en menn voru þó engu nær. Sumir minntust þess nú, að ljós hefðu sézt ískyggilega
nálægt landi í útsynningnum nóttina áður. Þegar hringt var til Reykjavíkur kom brátt það svar, að hér myndi sennilegast vera um að ræða færeyska fiskikútterinn Önnu frá Tofte á Austurey, sem verið hefði á leið til Reykjavíkur utan af Selvogsbanka. Væri þetta 82 smálesta skip, sem áður var í eigu Péturs J. Thorsteinssonar og hét þá Sléttanes, og að færeyskri venju um margmennið á slíkum skútum hefðu líklega verið allt að 25 mönnum um borð.
Refagildra á StaðarbergiE
nn rak lík, og enn brak. Og enn fréttist það frá Reykjavík, að önnur færeysk skúta, Marsdal, hefði haft samflot með Önnu frá Tofte utan af Banka og stefnt fyrir Reykjanes, en skipstjórinn á Marsdal hefði um kvöldið séð af ljósunum að Anna sigldi allt of austarlega, undan veðrinu, og óttazt að hún næði ekki fyrir nesið. Engin fjarskiptatæki voru þá á slíkum skipum; hver varð að sjá fyrir sér. Enn fengust þær upplýsingar frá útgerðinni í Færeyjum, að 17 menn hefðu verið á Önnu, en til þessa hafði aðeins 7 líkum verið bjargað undan sjó.
Lík færeysku sjómannanna voru flutt heim á Stað og þar búizt til að jarða þau, svo sem fyrrum hafði verið siður um sjórekna menn. En þá komu þau orð frá sendiherra Dana í Reykjavík, að flytja ætti líkin þangað og ef til vill áfram til Færeyja. Voru nú sendir af stað bílar þessa torfæru leið að sækja líkin. Var jarðarförin ákveðin föstudaginn 11. apríl og skyldi jarðað hér heima.

Færeyskar

Var allnokkuð skrifað í blöðin um þetta hryggilega slys og skorað á bæjarbúa að fjölmenna við jarðarförina til þess að votta færeysku þjóðinni virðingu og samúð. „Hér eru lagðir í íslenzkan kirkjugarð erlendir menn, en þó frændur vorir, synir smáþjóðar, eins og við erum, norrænir menn, sprottnir af sama stofni og við: hrjóstrugt land, bólgið brim við sand, óblíða náttúru og örðugleika smáþjóðar … Seytján hrausta, vinnandi menn hefir litla færeyska fiskimannaþjóðin misst.“
Daginn sem jarðarförin átti að fara fram var símað frá Grindavík að áttunda líkið hefði rekið, og var bifreið þegar send eftir því. Þegar suðureftir kom, hafði það níunda enn bæzt við, og fylgdust þau öll að í eina og sömu gröf. „Jarðarför þessara manna hefir verið einhver sú hátíðlegasta og fjölmennasta sem hér hefir farið fram í langa tíð. Var kirkjan troðfull út í dyr, og líkfylgd suður í garðinn afar fjölmenn“, segir Morgunblaðið daginn eftir, þann 12. apríl.
Séra Bjarni Jónsson flutti ræðu í kirkjunni og mælti á danska tungu, og þegar sunginn var sálmurinn „Dejlig er Jorden“ , stóðu allir upp. Kisturnar níu voru bornar alla leið suður í garðinn, og gengu undir þeim meðlimir verzlunarráðsins, útgerðarmenn og Færeyingar sem búsettir voru í bænum. Í garð-inum mælti færeyski trúboðinn Alfred Petersen yfir gröfinni, en hann fylgdi færeysku skútunum meðan þær voru hér að veiðum.
„Hafa aldrei verið jarðaðir svo margir menn síðan 1906, að drukknunin mikla varð við Viðey“, segir í blaðinu að lokum.
Færeyingar eru einstakir að því að búa að sínum látnu af mikilli virðingu. Hér brást það heldur ekki. Ekki leið á löngu þar til fluttur var í garðinn mikill klettur með áhöggnu letri og lagður á hlæður yfir gröfinni, í reit D 9 – 8 . Af áletruninni má sjá, að enn hafa fundizt fimm af áhöfn Önnu af Tofte og verið jarðaðir þar nokkru síðar, því framan á steininum stendur:
TIL MINDE OM SYTTEN FÆRØISKE FISKERE
DER FORLISTE MED KUTTER ANNA AF TOFTE
VED GRINDAVÍK DEN 5. APRIL 1924
FJORTEN HVILE HER
Ofan á steininum getur að lesa þessa hendingar:
HVIL I FRED OG GUD I VOLD
VÆRE EDERS SJÆLE
OM JER GRAV BLEV BØLGEN KOLD
ELLER HER I DVÆLE
Steininn yfir sjómennina af Önnu af Tofte er ólíkur öðrum steinum í garðinum, skófum þakið grettishaf á undirsteinum eða hlæðum. Annað minnismerki er í garðinum um færeyska sjómenn sem einnig sker sig nokkuð úr, en á talsvert annan hátt, þar sem það er mjög unninn steinn með gylltu letri og lágmynd af skútu undir fullum seglum. Hann er í reit G9 – 33, nýlega hreinsaður og gull dregið í stafina, svo aldurinn er ekki á honum að sjá. Steinninn er óreglulegur í laginu, grófur að utan, en á framhliðinni eru höggnir tveir sléttir fletir, sá efri með lágmynd skútunnar á bárum, en sá neðri með eftirfarandi áletrun úr gylltum stöfum og nú á færeysku en ekki dönsku:
VIÐ FØROYSKA FISKISKIPNUM
A C O R N
BRENDUST OG DOYÐU HESIR
MENN 20 – 3 – 1928
D. DEBES – GJÓGV
H.J. JOENSEN – –
N. KLEIN – – –
H.J. BISKOPTSTØ –
BrakD.P. OLSEN – FUNNING
H. JACOBSEN – EIÐI
H.D. MØRKØRE – –
TEIR SKOÐAÐU STÓRVERK HARRANS
OG Í DÝPINUM UNDUR HANS
Í NEYÐ SÍNI HEITTU TEIR Á HARRAN
OG HANN HJÁLPTI ÚR TRÓNGDUM.
Orð þessi eru tekin úr Davíðssálmum, 107, 24-28, en í íslenzku biblíunni eru þau svolátandi: „Þeir hafa séð verk Drottins / og dásemdir hans í djúpinu – Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, / og hann leiddi þá úr angist þeirra.“

Lesandi á stein þennan hlýtur að staldra við orðin „brendust og doyðu“, því oftar er að erlendir sjómenn í görðum okkar hafi orðið sjódauðir. En til þess er einkar átakanleg saga sem lesa mátti í íslenzkum blöðum í marslok 1928. Færeyska skútan Acorn var að veiðum á Selvogsbanka er hún fékk skyndilega á sig krappan hnút, svo hún var nærri farin á hliðina, og allt lauslegt um borð kastaðist til. Frammi í lúkar voru níu menn og höfðu hjá sér ljóstýru. Við ágjöfina streymdi sjór niður í lúkarinn, en í sama mund sentist karbíðdunkur ofan af hillu niður á gólf og laskaðist, en um leið varð af ógurleg sprenging. Einn mannanna hné þegar dauður niður, en hinir átta komust upp, flestir í logahafi. Þeir sem höfðu verið aftur á hlupu þegar til, reyndu að slökkva í mönnunum og draga þá aftur í káetuna, meðan skipið logaði framan og sjór gekk yfir það í föllum.
BrakTveir í viðbót létust þegar, og meðan barizt var við eldinn gáfu enn þrír upp öndina, mjög illa brenndir. Var nú reynt að koma upp seglum og stefna fyrir Reykjanes, í átt til Reykjavíkur. „Var það erfið ferð, því að þeir fengu hvorki neytt svefns né matar allan tímann. Í káetunni máttu þeir ekki kveikja upp eld, því hinir brunasáru þoldu ekki hitann. Enda ekki aðgengilegt að vera að matseld innan um líkin.“ Um leið og Acorn kom til Reykjavíkur voru þeir þrír brunasáru, sem enn lifðu, fluttir á Landakotsspítala. Voru þá liðnir þrír sólarhringar frá því að slysið varð. Einmitt þessa dagana var staddur í Reykjavík Jóhannes Patursson kóngsbóndi í Kirkjubæ og flutti hann opinber erindi um færeyska menningu og fiskiveiðar í Nýja Bíó. Kom þessi voðasending af hafinu því sorglega heim við þá erfiðu og frumstæðu sjósókn landa sinna sem Paturson lýsti.
Jarðarför sjómannanna af Acorn fór fram þann 29. mars frá Líkhúsinu í kirkjugarðinum. Kisturnar voru þá orðnar sjö, því einn, Hans Doris Mörköre frá Eiði, hafði látist á spítalanum. Mikið var við haft, séra Bjarni flutti líkræðu, Karlakór KFUM söng, en sendiherrar Dana, Svía og Finna, auk Jóhannesar kóngsbónda og skipverja af Acorn fylgdu kistunum til grafar. Ekki leið heldur á löngu áður en legsteinninn barst hingað til lands, sennilega höggvinn í Færeyjum, og minnir með skútumynd sinni á þann skamma tíma sem liðinn er síðan sjómenn urðu að berjast tækjalausir með berum höndum við ógnaröfl sjávar – og elds.“

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Kafli úr bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði, eftir Björn Th. Björnsson. Útgefin af Máli og Menningu 1988. Bls. 225-230.
-Þriðjudaginn 9. september, 9. fundur 2008, haldinn í framkvæmdastjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Staðarberg

Staðarberg – Bergsendi ofan Ræningjaskers.

Mjóanes

Í BA-ritgerð Gunars Gímssonar um „Kortlagningu eyðibyggðarinnar á Þingvöllum með flygildum og hitamyndavél“ í maí 2020 segir m.a. um Ródólfsstaði:

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir

Mögulegar minjar um Ródólfsstaði sunnan undir Ródólfsstaðahæðum.

Elsta heimild um eyðibýlið Ródólfsstaði er í Ármanns rímum Jóns Guðmundssonar lærða árið 1637 en í einni rímunni gerir sauðaleitarmaður sér ferð „til Rotólfs austur//í rjóðri skógar byggði“ (Ármanns rímur, 1948, bls. 8). Setningin „Rotólfsstaðir norður undan Miðfellsfjalli“ er síðar rituð á lausan miða og er stungið inn í drög af Jarðabókinni, innan kaflans um Þingvallasveit, því þar þótti miðinn best eiga við (JÁM II, bls. 363). Í sóknarlýsingunni 1840 skrifar séra Björn Pálsson: „Bótólfsstaðir og Bæjarstæði í Miðfellshrauni“ og merkir býlin hér um bil mitt á milli Miðfells og Skálholtsvegar á korti (Björn Pálsson, 1979, bls. 186).

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson.

Brynjúlfur Jónsson lýsir Ródólfsstöðum svohljóðandi í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1905: Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 46–47). Brynjúlfi þykir nafn bæjarins merkilegra en rústirnar sjálfar og telur þær hljóta að hafa heitið Ródólfsstaðir en ekki Rótólfsstaðir, þar sem hann telur þær kenndar við einhvern Róðólf en nafnið hafi síðar orðið að „Ródólfi“. Dettur Brynjúlfi helst í hug Róðólfur (eða Hróðólfur) biskup en bætir svo við að „auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja“ (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 47).

Mjóanes

Mjóanes.

Ekki verður séð að Brynjúlfur hafi vitað af þjóðsögulegum uppruna nafnsins í Ármanns rímum. Hann getur þá ekki sérlega nákvæmlega til um staðsetningu bæjarins en tæpum 30 árum síðar skrifar Ásgeir Jónasson úr Hrauntúni: Norðaustur af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir efri og neðri. Sú neðri er lág, og austur af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur af henni er hæðardrag. Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert mundi vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir síðast á nítjándu öld (sbr. þó árb. 1905, bls. 46–47). (Ásgeir Jónasson, 1932, bls. 81) Jónas Halldórsson í Hrauntúni, faðir Ásgeirs, telur hins vegar að Ródólfsstaðir hafi varla getað verið býli, enda sé ekkert þar til að lifa við og einnig skóglaust (Jónas Halldórsson, 1921).

Mjóanessel

Gamla þjóðleiðin upp á Skálholtsveg frá Miðfelli.

Jónas segir það í miðri ritdeilu við Guðmund Davíðsson vegna þjóðgarðsáforma en Guðmundur notaði munnmæli um eyðibýli á örfoka landi til marks um að þar hafi eitt sinn verið glæstir skógar, sem byggt hafi verið í en hafi eyðst vegna ágangs manna. Því væri vert að friða landið og leyfa því að gróa upp (Guðmundur Davíðsson, 1919). Jónas Halldórsson sá hins vegar fram á að missa býlið sitt vegna þjóðgarðsmyndunar og því hefur hann mögulega séð ástæðu til að slá á hugmyndir um forna byggð á uppblásnum svæðum. Eyðibýlið svokallaða var friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni 1927 þar sem það er kallað Ródólfsstaðir eftir túlkun Brynjúlfs.

Pétur J. Jóhannsson

Pétur Júlíus Jóhannsson. Pétur fæddist í Skógarkoti þar sem foreldrar hans voru síðustu ábúendur. Síðar bjó hann um tíma í Mjóanesi. Snemma varð ljóst að Pétur J. Jóhannsson ætti öðrum mönnum fremur aðgang að námu, sem nú er eflaust lokuð, en það er vitneskja um leyndardóma Þjóðgarðsins á Þingvöllum í smæstu efnum. Bestu menn hafa skrifað öndvegisrit í þessari grein og er þar fjölmörgu til skila haldið. En Pétur vissi fleira. Því varð það að ráði að hann fengi í hendur loftmyndir af þjóðgarðinum. Þar skrásetti hann örnefnin öll, sem honum voru kunn, vel á sjöunda hundrað innan þjóðgarðsmarkanna. Þingvallanefnd sýndi Pétri verðskuldaðan sóma af þessu tilefni. Nú er verkið varðveitt hjá Landmælingum Íslands. Mun það verða fræðibrunnur, þeim er ausa vilja af á komandi tíma. Með þeim hætti lét Pétur J. Jóhannsson okkur hinum í té heimild, sem hvergi er til nema þar.

Ekki er fjallað um eyðibýlið á opinberum vettvangi á næstu áratugum að Pétri J. Jóhannssyni undanskildum, sem hafði eftir sögusögnum að býlið hefði staðið vestan undir Ródólfsstaðahæð (Gunnar Þórisson og Pétur J. Jóhannsson, 1983, bls. 186). Sumarið 2012 fór félagið Ferlir að hæðinni og staðsetti mögulegar rústir sunnan undir henni, þar sem þótti líklegt að búið hefði verið í stuttan tíma (Ómar Smári Ármannsson, 2012). Þar sáust ummerki um grónar tóftir og garð. Austan tóftanna sást skúti með hleðslum við opið, sem gæti hafa verið fjárskjól (Ómar Smári Ármannsson, munnleg heimild, 4. október 2019).

Nokkur efi var um tilvist Ródólfsstaða og að vissu leyti er sá efi enn til staðar. Landsvæðið norðan Miðfells er afar illa farið vegna ágangs fólks og fjár og erfitt er að gera sér í hugarlund að nokkur hafi viljað búa þar miðað við núverandi gróðurfar. Þar sem Ródólfsstaðir koma úr Ármannsrímum er spurning hvort býlið sé nokkuð meira en þjóðsaga. Aftur á móti eru tvær selstöður á þessu svæði, hvor við sinn fjárhelli. Heimildir um Ródólfsstaði eru að auki það margar að ekki er hægt að slá tilvist þeirra algjörlega af. Ef gert er ráð fyrir að allar heimildirnar séu óskeikular ætti að leita að litlum, ferhyrndum túngarði með tóftum vestan í. Staðsetningin ætti þá að vera milli Efri- og Neðri-Ródólfsstaðahæða, vestan undir þeirri efri, sunnan grjótbala og austan hraunholu.

Ekki er hægt að segja til með vissu hvort Ródólfsstaðir hafi hér verið staðsettir, að því gefnu að Ródólfsstaðir hafi í raun verið meira en þjóðsaga. Mögulega gæti þó mannvirkið, sem hér er, verið ein af þeim rústum sem Brynjúlfur Jónsson (1905, bls. 46–47) segir standa vestan í ferhyrndum túngarði. Tvö til þrjú mismunandi kolalög geta þá bent til þess að þarna séu tvö eða þrjú byggingarskeið og útlínur mannvirkisins á yfirborðinu séu leifar yngri rústa, til dæmis seljarústa líkt og túlkað hefur verið á Grímsstöðum, Litla-Hrauntúni og Hrafnabjörgum. Við frekari leit að Ródólfsstöðum ætti að einblína á þetta svæði og skoða vel alla staði þar sem trjágróður vex. Sérstaklega ætti að leita að ummerkjum túngarðs, t.d. sunnan tvískipta mannvirkisins.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Mögulega gætu minjar leynst um 30 metrum vestan þess en þar mótar fyrir rétthyrndri dæld á yfirborðslíkani, sem er um 13 metrar að lengd. Þar gæti verið mannvirki hulið birkigróðri en borkjarnarannsóknir gætu skorið úr um hvort þar séu fornleifar eða gróið rofabarð. Svæðið ætti að skoða að vetri til en mögulega gætu snjóskaflar auðveldlega safnast upp við brekkuræturnar og torveldað heilsársbúsetu. Einnig ætti að rannsaka betur skútann sem meðlimir Ferlis telja vera fjárhelli en var ekki skoðaður í þessari umfjöllun, enda er fordæmi um selstöður við fjárhella á þessum slóðum. Ráðgátan um Ródólfsstaði telst enn óleyst en hafi þeir í raun verið til er líklegt að þeir hafi verið hér, enda samræmist staðsetningin örnefnum og heimildum, auk þess sem fornleifar eru á staðnum.

Mjóanesel

Mjóanessel – fjárhellir (Selshellir).

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1905 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftirfarandi um athugun sína á nálægum stað ofar í hrauninu: “Rótólfsstaðir – Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skammt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn.

Mjóanessel

Mjóanessel – fjárhellir.

Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Ródólfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum en Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja. En hvað sem um það er, þá hygg eg að Ródólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.”

Mjóanessel

Mjóanessel – fjárhellir.

Ekki er að sjá að Gunnar hafi skoðað Mjóanesselið, sem skammt norðvestan Ródólfsstaðahæða, og eini vel gróni bletturinn í heiðinni.

Jarðabókin 1703 segir um Mjóanes (Miófanes): „Selstöðu sæmilega á jörðin í sínu landi, sem enn nú er og brúkuð“ (bls. 361). Um Rófólfsstaði (bls. 363) segir: „Rotólfsstaðir norður undan Miðfellsfjalli“.

Jóhann Jónsson

Jóhann Jónsson og Rósa Jónsdóttir í Mjóanesi.

Rætt var bóndann á Mjóanesi, Jóhann Jónsson. Hann kvað selið í Karhrauni hafa verið frá Mjóanesi, en hann kynni ekki frekari deili á því, þ.e. hvenær það hafi verið í brúkun eða hvenær það lagðist af. Selstígurinn frá bæ væri þó enn vel greinilegur, a.m.k. á köflum, einkum hið efra. Þá hafi þjóðleiðin, Hraungatan, legið upp frá norðanverðu Miðfelli og fast upp með selinu að austanverðu að Gjábakka. Hún væri augljós, þótt lítt væri farin hin síðari ár.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Þjóðleiðin var gengin að þessu sinni, frá lítilli hestarétt við þjóðveginn ofan norðanvert Miðfell. Á kortum er Fjárhellir merktur á hæð austan götunnar, en að stenst ekki. Þar eru tvo op, hvort við annað. Hið vestara geymir u.þ.b. 60 metra langan helli. Fremst eru nöguð bein kindar.
Í Mjónesjaseli er hins vegar hinn ágætasti fjárhellir. Í honum eru hleðslur. Ofan á hraunbólunni er gróin varða; selsvarða. Framan við hellisopið eru fjögu samliggjandi rými, auk einnar stakrar. Hlaðinn stekkur er skammt suðaustar. Eldri minjar má mögulega greina við selstöðuna. Ekki er hægt að útiloka að selið hafið verið byggt upp úr eldri minjum, en það virðist ekki hafa verið endurbyggt og því líklega verið í notkun í tiltölulega skamman tíma sem slíkt, mjög líklega frá því um miðja 19. öld til loka selstöðunnar um 1870. Gerð rýma og samsetning bendir til seinni tíma byggingarhátta.
Vatnsbólið frá selinu hefur verið skammt suðaustan við það. Þar eru nú uppþornaðir flekkir í mældarlægð.

Mjóanessel

Mjóanessel. Hér sést gamla þjóðleiðin vel ofan við selið sem og áframhald selstígsins inn á leiðina.

Með vísan í Brynjúlf varðandi nefndan Róðólf biskup og ferða hans á Alþingi mætti ætla að „Róðólfsstaðir“ hafi aldrei verið bær, einungis „sæluhús“ í takmarkaðan tíma að sumri. Af þeirri ástæðu væri vel þess virði að gefa Mjóanesseli meiri gaum en verið hefur, en þess hefur vart verið getið í heimildum til þessa. Sem fornleif er hún a.m.k. enn óskráð, sem slík. Þá gefur sóknarlýsing séra Björn Pálssonar frá  1840: „Bótlfsstaðir og Bæjarstæði í Miðfellshrauni“ og merkir býlin hér um bil mitt á milli Miðfells og Skálholtsvegar, byr undir báða vængi. Þá er Mjónessel beint „norður undan Miðfellsfjalli“. Ródólfsstaðahæðir eru skammt austan selsins. Pétur J. Jóhannesson taldi einnig að eyðibýlið hefði staðið vestan undir Ródólfsstaðahæð[um].
Þá er vert að minnast þess að „staðarnafnið“ var jafnan kennt við kirkjustaði þótt nöfn þeirra bentu ekki til þess. Má í því sambandi benda á Staðarselið í Selvogsheiði, en það var frá kirkjustaðnum Strönd í Selvogi.
Allar nánari upplýsingar um svæðið í heild eru vel þegnar…

Mjóanessel

Mjóanessel – uppdráttur ÓSÁ.

Í ferð FERLIRs um austanverðan Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík kom í ljós óvænt tóft, gróin.
Tóftin er á Stori-Nyibaer-2gróanda suðaustan við bæjarhólinn, á ystu gróðurmörkum torfunnar. Hún er aflöng, líklega gerð úr torfi, með op vestast á austanverðri langhlið. Þarna gæti hafa verið um stekk eða rétt að ræða, en tóftin gæti einnig hafa verið hús og þá líklega eldri en aðrar minjar á torfunni. Hún er ekki nefnd í fornleifaskráningu af svæðinu.
Gengið var um Öldur yfir Kálfadal syðri, Víti skoðað sem og móbergsmyndanirnar vestan dalsins. Síðan farið um Vegghamar og Veggi til baka. Þetta síðdegi var frábært veður á Krýsuvíkursvæðinu.

Stóri-Nýibær

Tóftin sunnan Stóra-Nýjabæjar.

 

Járngerðarstaðir

Skoðað var þyrnasvæðið (þistilssvæðið) við Sjólyst í Grindavík. Sagan segir að (blóð-)þyrnir hafi vaxið þar sem blóð heiðinna (Tyrkja) og kristinna (Grindvíkinga) blandaðist en alkunna er að heiðingjarnir réðust á þorpið friðsæla anno 1627.

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær. (Því miður hafa Grindvíkingar vanrækt þetta svæði á síðari tímum).

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir m.a. um Tyrkina í Grindavík “En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið, en það er raunar þistill, en ekki þyrnir.”
Því hefur löngum verið haldið fram að þessi þyrnir vaxi einungis að tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Grindavík og á Djúpavogi,þar sem Tyrkirnir stigu einnig á land og rændu fólki. Raunin er hins vegar sú að þyrnir þessi vex núorðið víðar, t.d. í Elliðaárdal.
Lítið er eftir af þyrnasvæðinu í Grindavík. Það er nú einungis á litlu svæði við gatnamótin neðan við Sjólyst, skammt ofan við gömlu Einarsbúðina.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðahverfi.

Hestum hefur verið beitt á svæðið, en þótt þeir reyni ekki að leggja sér þyrnana til kjafts þá hafa þeir náð að traðka þá niður innan girðingarinnar. Svo er að sjá sem Grindvíkingar séu svo naumir með bitbletti að þörf sé að nýta þennan eina bleðil, sem sagnfræðilega merkilegan og frómum áhugaverðan má telja á þessu svæði. Það hefur reyndar lengi loðað við heimamenn hversu notadrjúgir þeir þyki um nýtingu gróðurbletta, jafnvel þótt þeir tilheyri öðrum en þeim sjálfum.

Blóðþyrnir

Blóðþyrnir.

Nokkrir þyrnar eru enn næst veginum og í jöðrum girðingarinnar á þessu annars litla svæði. Mikilvægt er að huga vel að þessu svæði, ekki einungis sögunnar vegna, heldur og jurtarinnar.

Gengið var með gömlu húsunum ofan við bryggjuna og rifjuð upp saga sjósóknar og sjóslysa fyrri tíma, bæði á Járngerðarstaðarsundi og Þórkötlustaðasundi. Þá var haldið í rólegheitum yfir á Hópsnes og gengið með ströndinni, skoðaðir gamlir þurrkgarðar og staldrað við hjá Hópsvita, sem reyndar er innan landamerkja Þórkötlustaða, og síðan haldið að gömlu bryggjunni á sunnanverðu nesinu.

Blóðþyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík.

Bryggjan var steypt um 1930, en velar voru fyrst settar í árabáta Grindvíkinga um 1927. Mikil umsvif voru þarna fyrir ofan og utan með, s.s. lifrabræðsla og íshús, auk ískofa, fiskibyrgja og þurrkgarða er liggja þvers og kurs á grónu hrauninu ofan við bryggjuna. Pétur Guðjónsson, skipstjóri, sem fæddur var í Nesinu, lýsir ágætlega mannlífinu þar á þessum árum í Sjómannablaði Grindavíkur árið 2003. Notkun bryggjunnar og aðstöðunnar í Nesi lagðist fljótlega af eftir að opnað var inn í Hópið í Járngerðarstaðarhverfi og bryggja reist í lóninu, á núverandi hafnarsvæði.
Fornminjarnar á Þórkötlustaðanesi hafa naumt verið skráðar. Þarna eru t.d. fiskbyrgi og þurrkgarðar frá fyrri öldum í Strýthólahrauni og auk þess manngerður hóll eða haugur, sem lítt eða ekkert hefur verið rannsakaður.
Loks var gengið um Herdísarvík og yfir Kónga áður en haldið var vestur yfir nesið á ný.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Gálgahraun

Gengið var um Garðahraun í ljósaskiptunum.
Við slíkar aðstæður opinberast gjarnan svipbrigði hraunsins, líkt og litbrigðin á björtum sumarkvöldum. Hraun þetta nefnist ýmist Gálgahraun eða því er KLetturskipt í tvö nöfn, Garðahraun og Gálgahraun þar sem hið fyrrnefnda er suðausturhluti þess en hið síðarnefnda er nyrðri og vestari hlutinn. Miðhluti þess að sunnanverðu hefur einnig verið nefndur Klettahraun og við Engidal einnig Engidalshraun. Fleiri nöfn í sama hrauni eru t.d. Flatahraun, Vífilsstaðahraun, Svínahraun, Urriðakotshraun og Búrfellshraun. Hraunið er reyndar að uppruna hluti af Búrfellshrauni og er sú tunga þess sem teygir sig lengst frá upptökunum, gígnum Búrfelli, í NV-átt. Hraun þetta hefur verið aldursgreint um 7200 ára (Jón Jónsson, 1994).
Hraunið er víða mjög úfið og flokkast að mestu til apalhrauna en annars staðar er það sléttara og mætti kallast helluhraun. Ýmsar myndanir koma fram í úfna hlutanum þar sem djúpar hrauntraðir, niðurföll og upplyftir sprungnir hólar skiptast á. Bergtegundin er ólivínþóleiít og er slík bergbráð að jafnaði mjög þunnfljótandi. Þunnfljótandi basalthraun sem þetta geta, runnið að miklu leyti í lokuðum rásum undir yfirborði og skilið eftir sig hella en seinna getur þak þeirra hrunið og myndast þá dældir, rásir og niðurföll. Í hraunrennsli sem þessu kólna jaðrarnir mun hraðar, þar hægist á rennslinu, veggir hlaðast upp og renna myndast sem hraunið streymir eftir.

Útsýni

Í Garðahrauni er víða sléttur og gróningar. Í Gálgahrauni eru margar opnar rennur eða hrauntraðir. Í Klettahrauni eru háir klettar og djúp hvolf. Svæðið í heild er hið mesta augnayndi – hvert sem um það er farið.
Halli lands þarna er lítill og því hefur straumhraði hraunsins verið farinn að minnka verulega. Einnig hefur bergbráðin trúlega afgasast nokkuð komin þetta langt frá upptökunum en afgösun hægir verulega á rennslinu og leiðir til úfnara yfirborðs. Sennilega hafa margir straumar verið í gangi en á milli þeirra hefur lítið hreyfst og hraunljarnir eða storknaðir barmar myndast. Upplyftir sprungnir hólar eru afleiðing afgösunar þegar rennslið er nánast hætt yfirborðið orðið nokkuð storkið og gasið brýtur sér leið upp um það. Í tengslum við þetta og storkið yfirborð almennt myndast stundum svokallað flekahraun þar sem storknaði hlutinn brotnar upp í fleka við óreglulegt rennsli og straumamót undir niðri og yfirborðið ýfist upp.

Gálgahraun

Flekahraun er því eins konar millistig milli hellu- og apalhrauna en slíkt má sjá í Gálgahrauni/Klettahrauni á mörgum stöðum. Af dýpt rása, niðurfalla og gjóta og hæð hóla má sjá að hraunið er nokkuð þykkt. Jón Jónsson (1994) telur að almennt sé Búrfellshraun um 18-22 m þykkt út frá borunum gegnum það, en þykktin á Gálgahrauni er orðin eitthvað minni, e.t.v. 5-10 m. Þar sem yfirborðið er úfnast og hraunið hefur oltið hægt áfram í þungum straumum, gæti þykktin hæglega verið talsvert meiri en í sléttustu, helluhraunsflákunum er þykktin trúlega ekki f|arri þessu bili. Laus jarðvegur hefur lítið náð að safnast fyrir í hrauninu en þó er það nokkuð gróið og líklega fær ýmis konar gróður fínt skjól í því.
Ljónslappi

Eldfjallagjóska er fyrirferðamikil jarðvegsmyndun á þessum slóðum (Jón Jónsson, 1994). Sjaldgæft er að finna svona svipmikil hraun við bæjardyrnar eða inni í stórum þéttbýlum.
Sem fyrr sagði er Gálgahraunið stórbrotinn endir á samfelldum hraunstraumi alla leið ofan úr Búrfelli (sjá meira HÉR). Gálgaklettur er vestast í hrauninu og nafnið segir sjálfsagt allt um það sem þar gerðist fyrr á öldum. Af klettinum er víðsýnt til fjalla sem og helstu kennileita á höfuðborgarsvæðinu, sem oft lenda undir skemmtilegum sjónarhornum milli hraundranga. Ekki eru til heimildir um aftökur á þessum stað. Við Gálgana átti að vera staður sem kallaðist Gálgaflöt. Munnmæli herma að þar hafi sakamenn sem hengdir voru í gálgunum verið dysjaðir.
Grasi Gálgahraungrónir balar norðan við Gálgakletta eru grænni en aðrir staðir nærri klettunum. Ekki er ljóst hvar Gálgaflötin var en þessir balar koma sterklega til greina. Ritaðar frásagnir af því að mannabein hafi fundist við Gálgakletta bera þess vitni að þar hafi menn verið dysjaðir þó aðrar skráðar heimildir séu ekki fyrir hendi, sem fyrr sagði.
Garðahraun var beitiland frá Görðum og var þar tekinn mosi og rifið lyng til eldiviðar. Norðvesturhorn hraunsins heitir Hrauntangar og var þar þerrivöllur fyrir þang- og marhálm sem skorinn var á fjörunni neðan við hraunið. Þang til eldiviðar var sótt á þennan stað úr Garðahverfi fram á fyrstu ár 20. aldar. Marhálmurinn var þurrkaður og notaður til einangrunar í timburhús.
Hálmskurður var aðallega stundaður í Lambhúsafjöru í Lambúsatjörn. Skorinn marhálmurinn var notaður þegar illa áraði og heyfengur af skornum skammti og þótti góð búbót því nautgripir voru sólgnir í hann. Hálmur sem rak á Lambhúsafjörur var góður sem undirlag í rúm og til að útbúa dýnur. Hann var stundum notaður sem stopp í söðla og hnakka og jafnvel í sængur.

Birki

Marhálmurinn var algjörlega ónýtur sem eldsneyti en þegar farið var að byggja timburhús var hann mikið notaður til að einangra milli þilja. Hann var seldur til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og notaður í íshúsin, einkum Nordalsíshús og Ísbjörninn. Guðmundur Þóroddson í Lásakoti á Álftanesi hafði t.d. atvinnu af því að hirða marhálm í Skógtjörn, þurrka hann og flytja á tveimur hestum til kaupenda. Marhálmur hvarf að mestu veturinn 1918-19. Hálmurinn er mikilvæg fæða álfta sem Álftanes dregur væntanlega nafn sitt af. Margæsir sem staldra hér við á vorin og haustin á leið sinni til og frá vetrarstöðvunum í Bretlandi en sumarsvæði hennar eru í Grænlandi og Kanada sækjast í marhálminn. Það eru fleiri fuglar sem sækja í tjarnirnar á Álftanesi í grennd við Gálga- og Klettahraun. Talsverð búbót var af torfristu og mótekju en fjörumór þótti mun betri eldsmatur en hálmurinn. Garðhverfingar höfðu leyfi til að skera þang í fjöru en rekaþangið var betra og þornaði fyrr en þang sem var skorið í sjó. Það var ekki eins salt og brann líka betur. Mór og þang var þurrkað á þurrkvöllum í hrauninu og á hlöðnum þurrkgörðum. Það var síðan geymt í hlöðnum grjótbyrgjum. Þegar þangið var vel þurrt var það bundið upp í sátur sem voru bornar á bakinu heim á bæina. Þegar allt annað þraut var lyng rifið og notað sem eldsmatur og það litla sem fékkst af kvisti var líka tekið.

 

KofatóftFuglalífið er ákaflega fjölbreytt og tegundafjöldinn óvenju mikill. Kría og æðarfugl verpa í hrauninu norðantil og á Eskinesi var á síðustu öld komið upp æðarvarpi og í sambandi við það reistur lítill kofi fyrir varðmenn og er stutt síðan að þekja hans féll niður. Þessi kofi er í gjá ofan við Eskines.
Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir í bókinni frá Fjöru til fjalls að sjávarstaða hafi verið lægri en nú er þegar Búrfellshraun rann. Eskines er kvísl eða hrauntangi sem gengur lengst út í Arnarvog og hefur stöðvast á þurru landi telur hann. Nesið hefur brotnað á undangenginni öld og sjór flæðir nú yfir stóran hluta þess á stórstraumsflóðum. Húsatóftir sem eru að eyðast sjást enn á Eskinesi. Erfitt er að henda reiður á hvort þetta er gömul verbúð eða kotbýli. í Jarðabók ÁM og PV frá 1703 segir m.a. í lýsingu Hraunsholts: „Skipsuppsátur og vergögn hefur jörðin við Ofanmannabúð“ og „Hrognkelsafjara lítil þar sem heitir Eskines“.

Eskines-22

Þórarinn Böðvarsson prestur í Görðum lét reisa kofa þarna um 1870. Sjást leifar hans enn í hraunkantinum. Þórarinn ætlaði að koma upp æðarvarpi í Eskinesi. Samkvæmt frásöng Ólafs Þorvaldssonar lét hann reisa kofa í hraunjaðrinum og þar eru vallgrónar minjar, þannig að það má vera að tóftirnar á nesinu séu af eldra húsi (Ofanmannabúð). Séra Þórarinn flutti karl og konu í kofann og lét þau hafa hænsnfugla hjá sér sem áttu að lokka æðakollurnar til að verpa í hreiðrin sem útbúin höfðu verið. Þetta hafði ekki tilætlaðan árangur og gafst Þórarinn upp á þessari tilraun stuttu seinna. Norðan við Eskineseyrartá eru tvö eða þrjú flæðisker sem sauðfé sótti mjög í á sínum tíma. Þar varð verulegur fjárskaði um 1900 þegar 40-50 kindur úr Hafnarfirði og Garðahverfi flæddi til dauðs.

Hraunkarl

Þeir sem kunnu að nýta það sem hraunin gáfu af sér töldu þau afar gjöful. Leiguliðar Garða fengu að beita þarna sauðfé sínu. Víða í grasgefnum lautum í hraunjaðrinum og út með ströndinni var ágætist útibeit fyrir sauðfé hvort heldur var að sumri eða vetri. Auðvelt var að útbúa fjárskjól í hraunskútum og má finna minjar um smala- og fjárskjól ásamt hlöðnum byrgjum á nokkrum stöðum. Þegar skyggnst er ofan í jarðföll, sprungur í hraunjöðrum og klettaborgum sjást þessar grjóthleðslur, eða vallgrónir torf- og grjótveggir. Stundum var hlaðið upp við sprungur og reft yfir til að nýta náttúrulegar aðstæður sem best. Slíkar minjar er hægt að finna í Klettahrauni og Gálgahrauni, t.d. á Grænhól, við Garðastekk og við Eskines.

Gálgaklettar/-ur

Hraunið gat verið ágætis beitiland en það var ekki hættulaust að nýta það. Sauðamenn fylgdu sauðfénu og gættu þess að það færi sér ekki að voða því víða leynast glufur í hrauninu sem geta valdið skaða. Á vetrum var fénu beitt í fjörunni á hólmum og flæðiskerjum. Það var því mikilvægt að gæta að sjávarföllum og koma fénu í land áður en féll að. Fjárkynið sem undi sér best í Klettunum var kallað Klettafé. Það var á útigangi í hrauninu nema þegar rekið var á fjall yfir hásumarið. Hraunið var leitótt og erfitt yfirferðar og féð styggt og meinrækt að sögn Ólafs Þorvaldssonar, sem bjó í Ási við Hafnarfjörð. Þetta leiddi til þess að iðulega kom fyrir að eitthvað af fénu komst ekki á fjall og var í hrauninu allt árið. Nokkur örnefni og kennileiti minna á þessa tíð, þ.á.m. eru Garðastekkur og Garðarétt, ásamt túnflekk og húsatóftum í hraunjaðrinum á móts við Prestaþúfu.

Garðastekkur

Beitin hefur án efa átt sinn þátt í að eyða kjarrgróðri sem eflaust hefur vaxið í hrauninu í öndverðu. Birki og víðir eru að ná sér á strik á stöku stöðum í hrauninu en það er að mestu vaxið lyngi, mosa og hverskyns lággróðri.  Hraunssvæði Garðahrauns er hið ágætasta útivistarland og margt er að sjá s.s. fyrr er lýst. Gróðurfar er fljölbreytt, klettamyndir stórfenglegar, djúpar gjótur og grunn jarðföll setja svip á landið og ströndin er heillandi. Við hraunjaðarinn eru fallegir bollar og hraunstrýtur og klettar af öllum stærðum. Áður fyrr þótti hraunið ekki mjög heillandi eða árennilegt öðrum en þeim sem þekktu það vel.
Álftanesgata eða Fógetagata (sjá meira HÉR) eins og forna alfaraleiðin út á Álftanes var nefnd, lá í krókum gegnum hraunið eftir ruddri slóð. Hún var ágæt yfirreiðar í björtu veðri en gat reynst hættuleg og valdið óhugnaði hjá fólki í dimmviðri, regni og vetrarhríð.

Borg

Gatan var líka nefnd Gálgahraunsstígur nyrðri og Sakamannastígur. Þessi nöfn voru nægjanlega skuggaleg til að setja hroll að ferðalöngum sem áttu leið um þessa grýttu og torfæru götu eftir að rökkva tók. [Heimild er þó til að síðastnefndu nöfnin hafi verið nefna á götu með sjónum að vestanverðu að Gálgakletti.] Gatan er enn nokkuð augljós og auðvelt að rekja sig eftir henni þar sem hún fetar sig upp á hraunið nærri Eskinesi við botn Arnarvogs yfir hraunið og að hraunbrúninni rétt norðvestan við Garðastekk. Hraunið þótti það villugjarnt að um tíma gat Arnes Pálsson falist þar á 18. öld, en hann var kunnur þjófur sem lagðist út og var samtíða Fjalla Eyvindi og Höllu. [Reyndar dvaldist Arnes í samnefndum helli við Hraunsholt, sem er í Garðahrauni, þar sem hann er enn.]
GanganÞrátt fyrir dulúð, drunga og harðneskjublæ sem fylgir óneitanlega Gálgahrauns- og Klettahrauns nöfnunum eru margir heillandi staðir á þessum slóðum. Þeir sem vilja kynnast þessu merka hrauni nánar ættu að gefa sér tíma og fara nokkrar ferðir um hraunið. Það er margt að sjá og um að gera að skyggnast eftir minjum og áhugaverðum stöðum.
Ekki má gleyma strandlengjunni sem er síbreytileg og tjarnirnar í Vatnagörðunum eru mjög sérstakar. Það er auðvelt að fara um hraunið allan ársins hring og hægt leita skjóls ef vindur blæs og regnið lemur. Þarna hafa skáld og myndlistarmenn eins og Kjarval, Pétur Friðrik, Eiríkur Smith og Guðmundur Karl oft leitað fanga.
Frábært veður í vetrarljósakiptunum. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Ólafur Þorvaldsson, Áður en fífan fýkur.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.
-Jón Jónsson, Frá fjöru til fjalls.
-Jónatan Garðarsson.
-Atli Karl Ingimarsson.
-Jarðabók ÁM og PV – Hraunsholt.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Íslendingur

Vestmannaeyingurinn Gunnar Marel Eggertsson skipasmíðameistari ákvað að smíða eftirlíkingu af Gaukstaðaskipinu sem er á safni í Noregi.

Gauksstaðaskip

Gauksstaðaskipið.

Hann byrjaði að byggja skipið í Héðinshúsinu í Reykjavík árið 1994. Skipið sem Gunnar smíðaði er 23,5 m á lengd og 5,5 m á breidd. Mastrið er 14,5 m. + toppurinn sem er 18 metrar. Seglið er 13o m2. Skipið tekur 25 farþega og 5 manns í áhöfn. Skipið getur gengið upp í 12 mílur. Það hefur 2 Yammar vélar.
Gunnar Marel fæddist í Vestmanneyjum 1954. Skipasmiður var hann orðinn einungis 25 ára gamall. Hann hefur skipstjóraréttindi og hefur mikla reynslu af sjómennsku. Þegar hann fékk fréttir af fyrirhugaðri siglingu víkingaskipsins Gaia frá Noregi til Washington í Bandaríkjunum fékk hann áhuga á að taka þátt í siglingunni. Hann sigldi síðan með Gaia frá því í maí og þangað til í október 1991. Seinna tók hann þátt í öðrum leiðangri Gaia frá Washington til Rio de Janeiro þar sem Umhverfisráðstefnan var haldin og opnuð við komu skipsins þangað.
Gunnar Marel byrjaði á smíði Íslendings í september 1994 og lauk verkinu 16. maí 1996. Íslendingur er byggður á málum Gaustaðaskipsins.

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

Gunnar Marel Eggertsson var með fyrirlestur um víkingasiglingar, smíði víkingaskipa og siglingar þeirra fyrir Atlandshafið í Víkinni í Keflavík þann 23. nóv. s.l. Hjá honum kom m.a. fram að víkingaskipin væru týndur hlekkur í sögunni.  Þekkingin á smíði þeirra og sjóhæfni hefði glatast, en mikið af henni hefði opinberast að nýju eftir fund víkingaskipanna í Noregi og Danmörku. Skip hans, Íslendingur, væri eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Sú tegund skipa hafi verið vinsæl frá 700-1200 (víkingatímabilið) og jafnvel lengur, en svo virðist sem afturhvarf hafi verið í byggingu þeirra eftir það. Eiginleikar skipsins (Íslendings) eru þeir bestu sem þekkist í skipum í dag.

Knörr

Knörrinn Skuldelev I er stærsta skipið á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu. Það er yfir 16m langt og um 5m breitt með yfir 20 tonna lestarrými.

Knerrir munu mest hafa verið notaðir í siglingum til Íslands því þeir gátu borið mikið magn og mikinn þunga. Norsk heimild kveði á um að 400 menn hafi farið með slíku skipi til Íslands í einni siglingu. Gunnar telur það vel hafa getað staðist. Langskipin gátu verið allt upp í 50 metra löng. Íslendingur er um 23 m langur, litlu styttra en Gaukstaðaskipið. Ástæðan var sú að ekki var til lengra tré í kjölinn. Lengd trjáa í kjöl hefur eflaust ráðið lengd og stærð skipanna á hverjum stað. Tréð í kjöl Íslendings kom frá Svíðþjóð. Það vó þá um 5 tonn. Efnið í kjölinn kostaði 2.5 millj. kr.
Um 700 var fyrst settur kjölur í skip. Það gerðu Norðmenn. Aukin kjöllengd þýðir aukinn hraði. Þá komust þeir yfir höfin og pirruðu m.a. Englendinga. Um 850 urðu skipin líkt og Íslendingur og þannig var það út víkingatímann. Kjölurinn er þykkastur um miðjuna og í rauninni mjög hugvitsamlega hannaður. Hann var og þykkastur neðst, en mjókkaði upp. Þetta var t.d. gert til að koma í veg fyrir hliðarskrið.

Landnám

Farkostur landnámsmanna.

Hægt var að róa skipunum á 5-7 mílna hraða, en þeim var aldrei róið og siglt með seglum samtímis. Gaukstaðaskipið hefur verið þannig hannað að stefnið “safnaði loftbólum undir sig”. Þannig lyftist skipið í siglingu og viðnámið varð minna. Knerrir voru einnig byggðir með það fyrir augum að safna loftbólunum undir byrðinginn til að lyfta þeim upp og draga úr viðnámi þeirra stóru skipa. Það var gert með því að hafa botninn V-laga að hluta beggja vegna. Víkingaskip veltur ekki vegna byggingarlags þess. Byrðingurinn er misþykkur, þykkastur um miðjuna (32 mm), þynnstur til endanna (16 mm). Skipið flýtur mest um miðjuna. Endarnir “hanga” svo að segja á miðbikinu.

Víkingaskip

Handverk við smíði víkingaskips.

Eik var notuð í víkingaskipin – höggvin snemma. Gaukstaðaskipið og Ásubergsskipið eru t.d. úr eik og Íslendingur að hluta til, en eftir að ekki var nægilega mikið til af stórri eik munu skipin hafa vera smíðuð úr furu.
Mastur Íslendings er 18 metrar. Seglið er úr bómull og vegur um 500-600 kíló, um 130 m2. Erfiðast við seglið er að draga það upp með handaflinu og síðan að strekkja böndin. Það er venjulega gert með því að strekkja það bandið sem er hlémegin hverju sinni. Hampur var í böndum skipanna. Í dag fæst hann einungis á einum stað í litlu þorpi í Danmörku.
Gunnar sagði að ekki lægju fyrir áreiðanlegar upplýsingar um efni seglanna. Hann hefði heyrt af því að seglbútur hefði fundist upp á lofti í gömlu húsi og var álitið að hann hefði verið úr segli víkingaskips. Þessum bút var hent eftir því sem hann komst næst.
Í málum Gaukstaðaskipsins er mikið talað um töluna 16; í tengslum við rými, ræðara og árar hvoru megin og fjölda mann um borð. Einnig voru 16 borð í byrðingi o.s.frv.

Víkingaskip

Handverk við smíði víkingaskipa.

Lengsta langskip, sem endurgert hefur verið á Norðurlöndum er 34 metra langt. Um 70 manns voru í áhöfn meðalstórs langskips (2×32, skipsstjóri, stýrimenn og hálmsmenn). Sjálfur hefur hann siglt með 90 manns um borð á Ísl. Fjórir til fimm vanir menn geta þó stjórnað skipinu á siglingu í sæmilegu veðri. Í verri veðrum þarf fleiri, jafnvel tvær vaktir samtímis.
Gunnar taldi að fram til 930 hafi um 20.000 manns verið flutt með skipunum til Íslands. Þá voru hér um 30.000 manns. Þetta hafi verið miklir flutningar á erfiðri siglingaleið. Skipin voru 4-5 daga í siglingu milli Noregs og Íslands, ef ekki var komið við í Færeyjum. Þau fóru 12-15 mílur á klst., á sama hraða og vindurinn. Logn var því um borð.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Hafurtask áhafnameðlima hefur viktað 8-10 tonn. Einn kistill (32) voru fyrir hverja tvo róðramenn. Sátu þeir á þessum kistlum sínum þegar róið var. Íslendingur ber um 30 tonn. Skipið sjálft vegur um 8 tonn, sem er um meðal víkingaskip.
Skyldir, sem hver og einn áhafnameðlimur kom með, voru bundnir með ákveðnu lagi á skipið, 32 á hvora hlið.
Ballest var úr fjörugrjóti og blýi, ca. 8 tonn. Mannskapurinn var einnig að hluta til ballestin.
Áhöfnin vildi helst taka land í sandfjöru, láta flatreka. Hún gat þá gengið nær þurrum fótum í land. Húfurinn (borð nr. 10) tók á móti og þunginn hvíldi á honum, þykkasta borðinu. Með því var skipið hallalaust að kalla. Orðatiltækið “mikið í húfi” komið þaðan.

Gunnar Marel Eggertsson

Gunnar Marel Eggertsson.

Annað orðatiltæki: “fer mikið í súginn”, er komið frá súgnum, verkfæri, sem notaður var til að koma hinum 5000 járnnöglum í skipið. Allt járn var dýrmætt á þeim tíma.
Yfirleitt voru 4-5 skip í smíðum í einu til forna. Tréð nýttist vel, ekki þurfti mörg tré í eitt skip því 16 borð voru hvoru megin og þau heil yfir. Yfirleitt var veturinn notaður til skipasmíðanna.
Skipin voru mjög tæknilega smíðuð, sem fyrr segir, og mjög góð sjóskip. Miklu meiri kunnátta lá að baki smíði þeirra, en við gerumokkur grein fyrir. Um 1200 virðist þessi mikla þekking hverfa og nær ekki að þróast eftir það. Seinni tíma skip þróuðust út frá öðrum forsendum, s.s. skip Kólumbusar. Þau voru ekki ekki eins góð sjóskip og víkingaskipin, en gátu borið meira. Skip Kólumbusar var því nokkurs konar “koffort” miðað við víkingaskipin.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Halda mætti að erfitt hafi verið um eldun umborð, en svo var ekki. Sandur var í tveimur bilum og í þeim opinn eldur eða kol – nógur ferskur matur um borð.
Gunnar sagði að það hafi komið mönnum á óvart að sjá að víkingaskipin, sem grafin hafi verið upp hafi verið máluð að hluta. Þannig var Gaukstaðaskipið málað við efsta borð. Skipið var mikið skreytt með útskurði, einkum eftir endurlöngum borðum.
Fram kom hjá Gunnari Marel að skipin hefðu venjulega verið byggð til 10 ára. Íslendingur hefði t.a.m. látið mikið á sjá á einu ári. Reynslan sýndi að skipin væru fljóð að grotna niður að ákveðnum tíma liðnum. Hann benti á að bæði Ásubergs- og Gauksstaðaskipin væru nú mjög viðkvæm. Viðirnir hefðu einungis þunna skel er héldi þeim saman, en að innan væru þeir orðnir að dufti. Varla mætti hnerra í návist þeirra.

ÓSÁ tók saman.

Íslendingur

Íslendingur.

Búri

Eftirfarandi umfjöllun birtist í Morgunblaðinu 26. nóvember 2006 – í tilefni af útgáfu stórvirkisins „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson.

BúriÞað þarf varla að taka það fram að Björn Hróarsson er fremsti hellakönnuður landsins. Undanfarin 25 ár hefur hann leitað að hellum með félögum sínum, skoðað þekkta hella, safnað efni og undirbúið útkomu þessa mikla rits, sem nú birtist lesendum. Hann hefur ferðast um landið þvert og endilangt í frístundum sínum og varið ómældum tíma í rannsóknir og ljósmyndun á „undirheimum“ Íslands.

„Það er hvorki hægt að skoða, virða, nýta né vernda heim sem ekki er vitað um,“ segir Björn Hróarsson , jarð- og hellafræðingur og höfundur Íslenskra hella, tveggja binda bókar um samnefnt fyrirbæri. Með bókinni leitast hann við að kynna þjóðinni undirheima Íslands í máli og myndum.

Fátt gleður áhugamenn um hella meira en að uppgötva nýja undirheima. Í fyrra bindi Íslenskra hella segir Björn frá leiðangri sínum og fylgdarfólks á síðasta ári í hellinn Búra, sem reyndist ekki allur þar sem hann var séður.

Búri

Búri er einn af mestu og mikilfenglegustu hraunhellum jarðar þótt hann væri í þrettán ár aðeins talinn um 40 metra langur. Það var 13. júní 1992 að Guðmundur Brynjar Þorsteinsson fann og heimsótti niðurfallið sem Búri gengur út frá. Upp frá niðurfallinu gengur um 40 metra langur og mjög hruninn hellir en til suðurs varnaði stórgrýti allri för. Jafn reyndum hellamanni og Guðmundi Brynjari þótti ekki mikið til koma enda grunlaus um að hafa sett í þann stóra. Nefndi hann hellinn.

Það var síðan 10. september 1994 að Guðmundur Brynjar heimsótti Búra á ný og tók til við að forfæra grjót syðst í niðurfallinu. Eftir nokkrar klukkustundir var komin töluverð gjóta en ekki árennileg, þröng og laust grjót allt um kring. Þar sem Guðmundur Brynjar var einn á ferð lét hann staðar numið en holan kallaði þó til hans á stundum. Sumarið eftir kom hann að gjótu sinni á ný og hafði útbúið prik til að stinga myndavél niður í gjótuna og smellti af tveim ljósmyndum. Örlögin höguðu því svo að báðar myndirnar mistókust.

Hellafiðringur gerir vart við sig
Föstudaginn 6. maí 2005 gerði hellafiðringurinn vart við sig hjá Birni, eins og svo oft þegar frídagar eru framundan. Þessi tilfinning að komast frá skrifborðinu, út á og undir hraunbreiðurnar tók völdin og nú héldu Birni engin bönd. Helgina framundan skyldi nota til hellarannsókna. Búri var einn þeirra hella sem Björn hafði ekki komið í en vildi heimsækja þótt lítill væri til að lýsa í þessari bók. Hringt var í Guðmund Brynjar og spurst fyrir um Búra og óskað eftir fylgd daginn eftir. Guðmundur Brynjar var hins vegar upptekinn en í lok samtalsins nefndi hann grjóttilfærslur sínar syðst í niðurfallinu og gjótuna sem enn beið könnunar. Mátti heyra að Guðmundur Brynjar batt vonir við að þar undir leyndist eitthvað frásagnarvert.
Björn hafði næst samband við Ómar Smára Ármannsson hjá gönguhópnum Ferli og spurðist fyrir um dagskrá Búrimorgundagsins. Reyndist hún óráðin en eftir söguna um ókönnuðu holuna í Búra var ákveðið hvert stefna skyldi daginn eftir.

Stórt hraun og litlir menn
Klukkan tíu að morgni laugardagsins 7. maí var haldið út á Leitahraun að leita niðurfallsins sem Búri gengur út frá. Hraunið reyndist stórt en mennirnir litlir og eftir tveggja tíma göngu hafði niðurfallið ekki fundist svo stefnan var tekin á Gjögur, Fjallsendahelli og Árnahelli. Eftir þá heimsókn var haldið til baka, Björn tók sig þá út úr hópnum og tveim klukkustundum síðar gekk hann fram á niðurfall Búra og hóaði í ferðafélagana.
Búri reyndist, eins og Guðmundur Brynjar hafði lýst honum, nokkuð stór um sig en mikið hruninn og um 30 metra langur. Ljóst var samt að um mikla hraunrás hafði verið að ræða, allt að tíu metrar voru milli hellisveggja og lofthæðin um sjö metrar þar sem mest er.

Þá var farið syðst í niðurfallið og fljótlega fannst holan sem Guðmundur Brynjar hafði búið til með grjótburði ellefu árum áður. Eftir að hafa fjarlægt nokkuð af grjóti til viðbótar renndi Björn sér ofan í þrönga dimma og kalda holuna á vit ævintýranna. Við blasti mikill salur og í honum tignarlegar ísmyndanir. Nokkuð sem Guðmundur Brynjar hefði fest á filmu áratug áður hefðu myndirnar heppnast. Hátt í tíu metra lofthæð er í íssalnum og yfir tíu metrar milli veggja, glæsileg veröld. Björn fetaði sig yfir ísinn og upp mikla grjótbrekku handan hennar. Þar, um 100 metra innan við opið, virtust öll sund lokuð í fyrstu enda hellirinn mikið hruninn.
Urð og grjót, upp og niður
BúriBjörn tók nú til við sömu iðju og Guðmundur Brynjar forðum, að forfæra grjót. Um stundarfjórðungi síðar tróð hann sér niður um gjótu þá sem hann hafði búið til og áfram hélt hellirinn. Ekkert er skemmtilegra en vera einn í helli sem enginn hefur áður í komið og enginn veit hvað hefur að geyma. Þrátt fyrir stórgrýti og torfærur miklar greikkaði Björn sporið og hljóp við fót. Tvær þrengingar töfðu för en síðan hækkaði til lofts og hellirinn varð stærri og stærri. Urð og grjót, upp og niður, út og suður, æstur hugur. Þegar komið var nokkur hundruð metra inn í hellinn tóku við miklar hvelfingar. Á annan tug metra var á milli lóðréttra hellisveggja og einnig yfir 10 metrar til lofts. Aftur þrengdist hellirinn og stækkaði svo á ný og engan endi að finna. Þegar Björn var kominn eitthvað yfir 500 metra inn í hellinn fór hann að hafa áhyggjur af samferðafólki sínu eða var öllu heldur farinn að hafa áhyggjur af þeim áhyggjum sem það myndi hafa af sér.
BúriÁfram var þó haldið en þegar Björn gerði sér grein fyrir því að stærð hellisins væri slík að ólíklega myndi finnast botn í bráð ákvað hann að snúa við. Aðeins eitt vasaljós var með í för og hugurinn hafði borið Björn lengra inn í undirdjúpin en skynsamlegt var. Þótt vont sé að snúa frá hálfkláruðu verki varð hann að láta sig hafa það enda ótækt að valda samferðafólkinu frekari áhyggjum. Hægar var farið yfir til baka og betur kíkt í kringum sig. Ljóst var að um mjög merkan hellafund var að ræða. Eftir að hafa lent í vandræðum með að finna leiðina til baka, gjótuna þröngu þar sem grjótið hafði verið forfært, komst Björn þó í íssalinn á ný og út undir bert loft, þreyttur en kátur.
Eftir hellaferðina fór Björn til Þorlákshafnar, heimsótti Guðmund Brynjar og búralegur lýsti hann hellinum sem Guðmundur Brynjar hafði fundið þrettán árum áður án þess að vita af því.

Glæsileikinn með ólíkindum
BúriSunnudaginn 8. maí 2005 var aftur haldið í Búra. Saman í för voru Albert Ólafsson, Björn Hróarsson, Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Ómar Smári Ármannsson og Viktor Guðmundsson. Íssalurinn skartaði sínu fegursta sem daginn áður og undruðust hellafararnir stærð og mikilfengleika hellisins. Þegar gengið hafði verið nokkuð á aðra klukkustund var komið að „indjánanum“ eða stærðar steini sem tyllir sér milli gólfs og loft og hefur lögun ekki ósvipaða og fjöður. Á þessum stað sneri Björn við daginn áður. Aðeins um hundrað metrum innar tók við upprunalegt gólf og á löngum köflum er hellirinn ekkert hruninn og allur hinn glæsilegasti. Gífurlegar hvelfingar eru í honum og aðeins örfáir hraunrásarhellar hér á landi sambærilegir að stærð. Þótt einstaka hrun sé í hellinum á þessum kafla verður hann sífellt heillegri eftir því sem innar dregur og veggir hans ótrúlega glæsilegir. Enn innar tók við gífurleg hvelfing en síðan snarlækkar til lofts og frá þessari hvelfingu halda göngin áfram en lofthæðin er „aðeins“ fjórir til fimm metrar. Glæsileikinn er hins vegar með ólíkindum og allt stráheilt þótt allir Suðurlandsskjálftar í um 5000 ár hafi látið þarna til sín taka. Í rásinni er fallegur hraunfoss, nærri mannhæðar hár.

Á vit ævintýranna
Enn kom hellirinn á óvart og nú sem aldrei fyrr. Þegar komið var á að giska rúman kílómetra inn stóðu hellamenn á gati. Því betur ekki alveg í bókstaflegri merkingu en þótt þakþykktin sé örugglega mikil og þótt hæð hellisins sé um ellefu metrar skammt frá þessum stað blasti nú við mikill svelgur. Hann er alveg lóðréttur, um 5 metrar í þvermál og 17 metra djúpur. Niðri í undirdjúpunum, þess vegna á um 50 metra dýpi í hrauninu, mátti glögglega sjá hvar hellirinn heldur áfram – á vit ævintýranna. Engin lína eða sigtæki voru með í för auk þess sem farið var að draga af mannskapnum enda ekkert áhlaupaverk að koma sér á þennan stað og morgunljóst að annan daginn í röð þyrfti að snúa frá hellinum án þess að hafa farið hann á enda.
Búri Svelgurinn er með miklum hrauntaumum og hinn glæsilegasti og á sér ekki hliðstæðu í öðrum hraunhelli á Íslandi.

Svelgurinn vekur margar spurningar sem enn er ósvarað. Ljóst var að þótt hellirinn væri ekki fullkannaður og enginn vissi hvert hann lægi eða hvað hann hefði að geyma þá var hann samt sem áður einn stærsti og merkilegasti hraunhellir á Íslandi. Ferðin til baka gekk vel en það voru þreyttir hellafarar sem upp komu.

Laugardaginn 21. maí var haldið í Búra á ný með það að markmiði að fara niður hraunfossinn innst í hellinum og kanna hvað þar væri undir. Leiðangursmenn voru Ásbjörn Hagalín Pétursson, Björn Hróarsson, Daði Hrannar Aðalsteinsson, Guðmundur Brynjar Þorsteinsson og Pétur Ásbjörnsson yfirklifrari. Vegna klifurbúnaðar og þess að hellafararnir bjuggust allt eins við langri hellaferð voru þungar byrðar á baki. Þrátt fyrir það hröðuðu menn sér inn hellinn og að svelgnum mikla. Innarlega í hellinum sést víða hvar hrun er þakið hrauni. Greinilegt er að töluvert hrun hefur átt sér stað í hellinum meðan þar var enn hraunrennsli. Síðan hefur hækkað í hraunánni og hún húðað stórgrýtið. Eru steinarnir með því þynnri hraunhúð því ofar sem þeir eru og ólíklegt að þeir hafi lengi verið á kafi. Líklegra er að rennslið niður hellinn hafi lent í teppu skamma stund og þá hækkað svo í hraunánni að hún náði að húða grjótið. Er þetta enn eitt dæmið um að hrun í hellum á sér yfirleitt stað skömmu eftir að þeir myndast en eftir það hrynur lítið eða ekkert.

Búri Við svelginn hófu þeir feðgar, Pétur og Ásbjörn, að undirbúa ferðalagið niður hraunfossinn. Sprungur eru nokkrar og því auðvelt að koma fyrir festingum og ekki leið á löngu þar til línan lá traust niður á botn svelgsins. Björn Hróarsson fór fyrstur fram af brúninni og lét sig síga til botns utan á glæsilegum hraunfossinum. Ekki var hann raunar kominn langt þegar Pétur Ásbjörnsson kallaði á eftir honum: „Gaman að hafa kynnst þér!“ Birni varð ljóst áður en botni var náð að svelgurinn væri dýpri en menn höfðu áætlað ofan frá. Mæling gaf síðan til kynna að hraunfossinn er um 17 metra hár. Lofthæðin í svelgnum er því rétt um 20 metrar. Fóru nú félagarnir niður í svelginn einn af öðrum og er þetta náttúruundur hið ótrúlegasta, hvar og hvernig sem á það er litið. Fara má undir veggi svelgsins, gegnt fossinum, og upp stórgrýtisbrekku fáeina metra en ekki fannst leið áfram eftir rásinni.
Vel má vera að þarna mætti með réttum áhöldum færa til grjót og finna leiðina áfram en það tókst ekki að þessu sinni. Þar sem leiðin lokast inn frá svelgnum eru um fimm metrar niður á neðsta hluta svelgsins en þar hefur hraunið greinilega haldið áfram niður og þá líklega þaðan áfram eftir hellisrás. Hver hún er, hvar hún er og hvort hún er enn til staðar er hins vegar óvíst með öllu. Vel gekk að klifra upp fossinn, taka saman klifurdótið og arka út hellinn.

Búri kortlagður
BúriHellaferðin tók rúmar sex klukkustundir og enn kom Búri á óvart.
Búri var kortlagður 17. og 18. júní 2005. Þeir Björn Hróarsson og Guðmundur Brynjar Þorsteinsson fengu til liðs við sig fimm þaulreynda breska hellamenn til verksins, Ed Waters, Hayley Clark, James Begley, Phil Collett og Phil Wharton. Kortið er meðfylgjandi og reyndist hellirinn 980 metrar á lengd. Enn eru þó ókönnuð göng út frá hellinum en þau eru í um 8 metra hæð frá gólfi og er eftir að klifra þangað.

„Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson er 674 blaðsíður í tveimur bindum og prýdd fjölda ljósmynda, sem flestar eru teknar af höfundi. Útgefandi er Vaka-Helgafell – Edda útgáfa 2006.

Í eftirmála tiltekur Björn þá aðila er styrktu hann til verksins. Umhverfisráðuneytið íslenska lagði t.a.m. eitt hundrað þúsund krónur. Umhverfisráðherra fékk í viðurkenningaskyni „fyrsta eintak bókarinnar“ afhent við formlega athöfn. Með því fékk ráðuneytið fjórðung af styrknum endurgreiddan.
Ef ráðuneyti umhverfismála hefði einhvern snefil af sómatilfinningu eða yfirlýst opinber markmið um framþróun í umhverfismálum myndi fulltrúi þess, jafnvel ráðherrann sjálfur, verðlauna þetta mikla verk með sérstöku fjárframlagi (a.m.k. einni milljón króna) – og þætti engum mikið. Hið mikla bókmenntaverk er vel þess virði, enda hefur hvergi í veröldinni verið gefið út rit um alla þekka hella heils lands líkt og hér um ræðir.

Það þarf nú varla að taka það fram að Búri er á Reykjanesskaganum.

Úr bókinni

Ólafsvarða

Eftirfarandi brot úr frásögn birtist í Menningarblaði Lesbókar Morgunblaðsins laugardaginn 3. febrúar 2001. Höfundurinn, Hanna María Kristjánsdóttir, var nemi í þjóð- og fjölmiðlafræði við HÍ.
Rafn Símonarson með líkamsleifar Ólafs Þorleifssonar 1931Hinn 21. desember árið 1900, eða fyrir rétt rúmum 100 árum, fór Ólafur Þorleifsson, bóndi í Miðhúsum á Vatnsleysuströnd að leita að kindum uppi á Strandarheiðinni. Hann kom aldrei til baka. Árið 1931 fann Rafn Símonarson, bóndi í Austurkoti, líkamsleifar Ólafs ofan í djúpri og dimmri gjá. Gjáin er örskammt ofan við brún Stóru-Aragjár, um 2.5 km ofan við núverandi Reykjanesbraut.
„Vatnsleysuströndin er ekki þekktust fyrir landbúnað fyrr á árum heldur hina geysimiklu útgerð sem þaðan var stunduð. En á flestum bæjum, þar sem grasnytjar voru, stunduðu ábúendur nokkurn búskap með útgerðinni. Flestir áttu sauðfé og voru sumarhagar þess á Strandarheiði en þar þóttu nokkuð góðir bithagar. Eftir heiðinni endilangri liggja sprungubelti sem einkennast af opnum sprungum og gjám og oftast er grunnur sigdalur á milli. Þessar gjár eru margar mjög tilkomumiklar þar sem annar gjárveggurinn er miklu hærri heldur en hinn svo munar mörgum metrum. Því er heiðin torfarin og víða hættuleg eftir að snjó festir á jörðu… Daginn sem Ólafur fór frá konu sinni, Valgerði Björnsdóttur fæddri 3. júní 1857, og tveimur dætrum sínum, þeim Jórunni 11 ára og Þóreyju 6 ára, var mikill snjór en veðrið annars ágætt. Þegar leið á daginn tók hins vegar að þykkna upp og með kvöldinu gerði svartasta byl sem stóð þó ekki mjög lengi. Þennan sama dag voru Vogamenn að leita kinda á heiðinni og sáu þeir Ólafsgjámann nálægt Dalselsenda skömmu áður en bylurinn skall á. Töldu þeir síðar víst að maðurinn hafi verið Ólafur. Miðað við fótspor sem fundust og talin voru vera Ólafs hefur hann verið á réttri leið þegar veðrið skall á en vegna blindhríðar og myrkurs fallið ofan í eina af hinum mörgu sprungum sem leynast á þessari leið á Strandarheiðinni. Daginn eftir var leitað að Ólafi og einnig á aðfangadag en án árangurs. Leitinni var hætt í bili en hélt svo áfram um áramótin. Þá var snjórinn farinn sem hulið hafði jörðina og gert leitarmönnum erfitt fyrir. Leitað var í marga daga, bæði í gjám og sprungum en allt kom fyrir ekki. Ólafur var horfinn og fannst ekki hvernig sem leitað var. Í langan tíma eftir slysið höfðu menn, sem gengu þarna um, það fyrir vana að svipast um í gjánum um leið og þeir gengu yfir þær en aldrei sást neitt sem bent gat til hvar maðurinn væri niðurkominn.
Næsta vor var maður að nafni Kristján Jónsson úr Grindavík á ferð um heiðina. Hann gekk frá Vatnsleysu og yfir til Grindavíkur. Á leiðinni þóttist hann hafa séð staf og fataræfla liggjandi á stalli í gjá einni. Hann gaf þessu ekki nánar gætur en hafði þó orð á því þegar hann kom heim. Þetta fréttist fljótlega niður á Vatnsleysuströnd og fóru þá Teitur Þorleifsson, bróðir Ólafs, sem bjó á Hlöðversnesi, og Benedikt Pétursson, bóndi á Suðurkoti í Vogum, til fundar við Kristján. Hann hafði hins vegar ekki lagt staðinn á minnið og treysti sér ekki til að finna hann aftur. Það var því ekki hægt að leita af neinu viti eftir þessum vísbendingum og allri leit hætt upp frá því.

Ólafsvarða

Árið 1930, rétt um 30 árum síðar, voru menn úr hreppnum að leita kinda uppi á heiðinni. Mikill snjór var sem gerði mönnunum erfitt fyrir. Þeir urðu oft að stoppa til að hreinsa snjó úr ull kindanna sem gerði þeim erfitt um gang og svo urðu þeir að fara varlega því snjórinn huldi margar hættur. Rekstrarmenn sáu að kindur féllu ofan í gjá eina og engin leið að bjarga þeim nema að síga niður, bæði vegna myrkurs og fátt sem hægt var að festa hendur eða fætur á. Þegar mennirnir komu til byggða báðu þeir Rafn Símonarson um að síga niður í gjána. Rafn hafði alltaf verið hræddur við þessar sprungur en í þetta sinn fannst honum hann verða að síga niður af einhverri ástæðu. Snemma næsta morgun var lagt af stað og þeir fóru fimm saman útbúnir nauðsynlegustu áhöldum. Þegar að gjánni kom voru fest bönd utan um Rafn og hann látinn síga niður eftir hlið gjárinnar. Hann seig niður í djúp svartnættis, myrkurs og kulda og fannst það ekki mjög aðlaðandi. Þó fannst honum svolítið ævintýralegt að vera kominn tólf til fjórtán metra ofan í jörðina, lifandi og í fullu fjöri. Þegar hann var kominn ofan í gjána þar sem kindurnar voru verður honum litið upp fyrir sig og sér þá, sér til mikillar undrunar, staf sem stungið hafði verið í bergið. Honum brá í fyrstu við þessa sýn og hann hugsaði um alla þá menn sem gengið höfðu um heiði þessa og aldrei komið til baka. Þegar hann ætlaði að skoða stafinn betur fannst honum sem hvíslað væri að þetta væri stafur Ólafs Þorleifssonar sem mikið var leitað en aldrei fannst og hér hlytu því leifar hans að liggja.

Kvöldsetur í Vogaheiði

Rafn kallaði til félaga sinna að hann hefði fundið göngustaf sem hann héldi að væri stafur Ólafs. Þeir svöruðu að það gæti tæplega verið því það væri svo langt síðan það slys átti sér stað. Rafn hugsaði með sér að þeir hefðu sjálfsagt svarað honum svona til að honum myndi ekki bregða og missa jafnvægið og traðka þá kannski á beinunum sem leynst gætu þarna niðri. Rafn bjargaði kindunum eins og hann átti að gera en aðgætti um leið hvort hann fyndi einhverjar vísbendingar en það var töluverður snjór þarna niðri og því ekkert að sjá. Rafn og félagar hans tóku stafinn með sér heim og ákváðu að fara aftur á þennan stað og rannsaka hann betur um leið og snjórinn færi.
OlafsgjaUm vorið, hinn 21. júní 1931, fóru þeir svo af stað. Þegar þeir komu að gjánni leist þeim betur á þetta því allur snjór var horfinn og mun auðveldara að leita. Vorsólin skein og lýsti upp dimmar og drungalegar sprungur heiðarinnar. Þar sem áður var nístingskuldi og myrkur var nú kominn vorylur og birta. Þeir hófust handa, bönd voru fest á Rafn og hann látinn síga niður í gjána til að leita Ólafs sem fór að heiman frá konu og dætrum glaður og heill heilsu en kom aldrei til baka. Þegar Rafn var kominn um það bil tíu metra ofan í gjána leit hann niður fyrir sig og sá þá hvar beinin lágu á litlum stalli sem stóð út úr berginu. Stallurinn var svo lítill ummáls að ekki var hægt að standa á honum á meðan verið var að tína beinin upp. Hann þurfti því að hanga í böndunum á meðan hann gerði það. Þegar Rafn hafði tekið allt sem á stallinum var sá hann að fótleggi og fótabein vantaði. Þau höfðu dottið fram af stallinum og lágu á jörðinni nokkru neðar. Rafn gaf því félögum sínum merki um að láta sig síga neðar. Rafn sagði að pallurinn þar sem beinagrindin var hafi verið svo lítill að ekki hafi verið unnt að sitja þar nema að láta fæturna hanga fram af. Lærleggirnir lágu líka þannig að endar þeirra stóðu út af pallbrúninni. Annar lærleggurinn var brotinn en lá þó þannig að brotin féllu saman og sennilega hefur Ólafur lærbrotnað um leið og hann féll ofan í gjána. Að öðru leyti voru beinin mjög lítið fúin, næstum allar tennurnar voru til dæmis fastar í kjálkunum.

Ólafsvarða-3

Á stallinum voru einnig leifar af fötum. Þetta sýnir vel hvað hlutir geta varðveist ótrúlega vel niðri í jörðinni þar sem hæfilegur kuldi og loft fær að leika um þá, en víða niðri í þessum gjám er snjór stóran hluta ársins.
Á meðan Rafn var að tína upp beinin velti hann því mikið fyrir sér hvað Ólafur hefur þurft að ganga í gegnum áður en hann lést. Hann hefur fallið ofan í gjána og líklega lærbrotnað við það að lenda á syllunni. Þegar stafurinn hans fannst stóð hluti hans út úr berginu. Ólafur hefur sennilega stungið honum í glufu í berginu og reynt að hífa sig upp en stafurinn brotnað við það. Þá hefur ekkert annað verið að gera en að bíða, bíða eftir því að deyja… Kvalirnar sem Ólafur þurfti að þola af meiðslum sínum voru eflaust litlar miðað við þær hugsanir sem kvöldu sálu hans. Það má þó ætla að Ólafur hafi látist fljótlega eftir að hann féll í gjána þar sem hann svaraði ekki köllum leitarmanna daginn eftir
Ólafur Þorleifsson var fæddur í Austurkoti hinn 10. júlí 1861 og var því aðeins 39 ára gamall þegar hann lést í desember árið 1900. Leifar hans voru bornar að Austurkoti í Brunnastaðahverfi og síðan fluttar að Kálfatjörn þar sem Ólafur var jarðaður að viðstöddu fjölmenni hinn 30. júní 1931… Gjáin, sem Ólafur féll í og týndi lífi sínu, er nokkuð fyrir austan Arahnjúk og kallast nú Ólafsgjá og þar hjá er einnig Ólafsvarða…“
Heimildir:
Guðmundur B. Jónsson (1987). Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. Vogar: Guðmundur B. Jónsson.
Kirkjubók, Kálfatjörn 1894-1920.
Kristján Hannesson (munnleg heimild, 21. janúar 2001, handrit í fórum höfundar). Keflavík.
Rafn Símonarson (1936, 16. febrúar). Þrjátíu ár í gjáarsprungu. Vitinn, tímarit Ungmennafélagsins Þróttar, Vatnsleysustrandarhreppi.
Höfundurinn [Hanna María Kristjánsdóttir] er nemi í þjóðfræði og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands.
Vogaheiðin í síðdegisvetrarsólinni

Víkingar

Í bókinni “Íslensk þjóðmenning” (1987) fjallar Haraldur Ólafsson um skip víkinganna. Þar segir hann að lengi vel hafi “menn tæpast neinar raunsannar hugmyndir um gerð þeirra skipa sem mjög víða er getið í fornum íslenskum heimildum. Þar er talað um knerri, langskip, skútur, ferjur o.s.frv., en gerð þessara skipa, stærð og burðarþol, var nokkurri þoku hulin. Það var ekki fyrr en með skipafundunum miklu í Noregi á ofanverðri 19. öld að sönn mynd fékkst af skipagerð norrænna manna. Þekking nútímanna á skipum víkingatímans jókst auk þess verulega á 7. áratug síðustu aldar er skipin í Hróarskeldufirði við Sjáland náðust upp.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Norsku fornleifafræðingarnir A.W. Brögger og Haakon Shetelig hafa lýst öllu því helsta sem vitað var um skip víkingatímans fram til 1950 og studdust þar við hin merku skip sem kennd eru við Gokstad, Oseberg og Tune (Brögger o.fl., 1950. Vikingeskibene. Crumlin-Pedesen, O., 1970. Skibstyper, Kult.hist. leks. XV.482-91). Bergristur og smábátar höfðu fram að þeim tíma gefið mönnum bestu hugmyndirnar um forna skipasmíði, ásamt íslensku fornritunum. Nefnd skip höfðu varðveist furðu vel.
Þessi þrjú skip voru öll um og yfir tuttugu metrar á lengd og 4-5 metrar á breidd miðskipa. Þau bera vitni mikilli tækni við skipasmíði og var bæði hægt að sigla þeim og róa. Þau eru vafalítið góðir fulltrúar skipasmíða af betri gerðinni í Noregi á víkingatíma.
Árið 1893 var nákvæm eftirlíking af Gokstad-skipinu smíðuð í Noregi og sigli yfir Atlantshafið til Ameríku. Það tók fjórar vikur að sigla frá Björgvin til Nýfundnalands. Skipið hreppti illviðri á leiðinni en stóð af sér all sjóa og reyndist hið öruggasta í öllum veðrum (Brögger o.fl., 1950. Vikingaskipene, 128-31).

Gauksstaðaskip

Gauksstaðaskipið.

Þekking mann á skipakosti víkingatímans jókst að miklum mun þegar könnuð voru skip sem sökkt hafði verið í Hróarskeldufirði í Danmörku einhvern tíma á árunum 1000-1050. Hróarskelda var þá mikilvægur verslunarstaður og vafalaust hefir skipunum verið sökkt til þess að loka siglingaleiðinni til bæjarins vegan yfirvofandi árásar ránsmanna. Sundið inn til staðarins er grunnt og þröngt og til að hindra að skip kæmust þangað var fimm skipum sökkt þar sem heitir Peberrenden við bæinn Skuldelev. Miklu grjóti var hlaðið í skipin og yfir þau og myndaðist þar neðansjávarhryggur sem fiskimenn á þessum slóðu þekktu vel.
Á árunum 1957-59 var farið að rannsaka þessar minjar og stóð danska Þjóðminjasafnið fyrir þeirri rannsókn. Það kom brátt í ljós að hér var um merkilegan fund að ræða. Þarna voru skip frá víkingatíma og hófst nú undirbúningur ítarlegrar rannsóknar. 1962 var stálþil reist í kringum skipin og sjó dælt úr þeirri kví sem þá myndaðist. Á fjórum mánuðum tókst að ná upp fimm skipum sem eftir uppgröftinn voru sett saman úr þúsundum trjábúta. Þau eru nú varðveitt í sérstöku safni í Hróarskeldu.

Knörr

Knörrinn Skuldelev I er stærsta skipið á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu. Það er yfir 16m langt og um 5m breitt með yfir 20 tonna lestarrými.

Skipin fimm eru hvert með sínu lagi. Þau gefa glögga mynd af farkosti Norðurlandabúa undir lok víkingatíma. Um er að ræða knörr, tvö langskip, kaupfar og ferju.
Knörrinn er hinn eini sinnar gerðar sem fundist hefur (mynd). Þetta er sterkbyggt skip og hefir verið notað til úthafssiglinga. Á þess konar skipum hefir verið farið um Atlantshafið allt til Íslands og Grænlands og til Ameríku. Skipið er gert úr furu, eik og linditré, sennilega smíða í Noregi sunnanverðum. Í stefnu og skut hefir verið lágt þilfar en um miðbik skipsins var varningi komið fyrir. Hvergi virðist gert ráð fyir skýli fyrir fólk. Á skipinu var rásegl. Lengd Knarrarins er 16.5 m, breidd miðskips er 4.5 m og hæð frá kili að borðstokk 1.9 m. Knörrinn er það skip sem líklegast er að notað hafi verið til Íslandssiglinga. Hann er kaupskip og futningaskip.

Ásubergsskip

Ásubergsskipið – langskip.

Langskip voru notuð til hernaðar og ólíklegt að á þeim hafi verið farið til Íslands þótt ekki sé það útilokað. Séu knörr og langskip borin saman er augljóst að knörrinn er að skip sem bar langtum meira og hefir þar að auki farið betur í sjó. Sum þeirra skipa, sem notuð voru til Íslandssiglinga, hafa ef til vill verið allmiklu minni en venjulegir knerrir.
Eins og segir hér að framan var knörrinn farmskip og kemur það heim og saman við það sem þóttust um hann vita af rituðumheimildum. Um það segir Lúðvík Kristjánsson:
“Fræðimenn hafa almennt ályktað af þeim fróðleiksmolum, sem ísl.

Gauksstaðaskip

Gauksstaðaskipið – uppgröftur.

Fornrit varðveita í máli og myndum um knörrinn, að hann hafi verið stuttur að tiltölu við lengdina, a.m.k. í smanburði við langskipin, allborðhár miðskipa, en þó reistur í stafni, einsigldur með þversegli. Farmrýmið var miðskipa og þar stóð siglan, en hana mátti fella, ef þurfa þótti. Fyrir framan og aftan farmrúmið voru róðrarúm, en þau tengdu gangpallar, er voru meðfram síðum beggja vegna, utan við búlkann. Knörrinn var farmskip, og við það var gerð hans miðuð. Hann var sjóborg í samanburði við langskipið, en þungur í vöfum og þess vegna ekki til að fleyta honum langar leiðir á árum.”
Sé aftur vikið að skipunum frá Skuldelev þá fundust þar, auk knarrarins, tvö langskip. Langskipin voru löng og lág. Hið minna er 18 m á lengd, breiddin er 2.6 m og hæðin miðskips 1.1. m. Það er úr aski og gátu 24 menn setið undir árum. Einnig var á því siglutré. Stærra skipið er úr eik og hafa 40-50 manns getað verið undir árum á því. Lengd þess er 28 m. Erfitt er að meta breiddina þar sem það er verr farið en hin skipin. Með rúmlega fjóra tugi manna undir árum hefir það náð mikilli ferð.
Um það hefir verið deilt hvort norsku skipin, sem kennd eru við Tune, Gokstad og Oseberg, hafi verið ætluð til úthafssiglinga. Tilraunin með Gokstadskipið sýnir að það var vel haffært og gat borið rúmelga 30 tonn. Hins vegar er líklegt, að Tuneskipið og Osebergsskipið hafi einkkum verið ætluð til siglinga innan skerja eða á styttri leiðum milli landa.

Víkingaskip

Víkingaskipasteinn.

Skipin, sem kennd eru við Skuldelev, sýna betur en önnur skip, sem fundist hafa og eru frá víkingatíma, hvernig háttað var skipasmíðum á Norðurlöndum áúthallandi víkingatíma. Knörrinn er sá eini, sem fundist hefur svo óyggjandi sé. Í Björgvin hafa fundist viðir úr skipi, sem talið er að hafa verið knörr. Þar er þó um svo litlar leifar að ræða að illmögulegt er að gera sér ljósa grein fyrir því skipi, en það hefir verið af svipaðri stærð og knörrinn úr Hróarskeldufirði.”
Víkingar smíðuðu einkum tvær gerðir skipa, langskip og knerri. Langskip voru helst noturð til siglinga með ströndum fram og til eyja. Þau ristu grunnt, voru bæði létt og hraðskreið.
Langferða- og flutningaskip sem sigldu á milli landa voru knerrir. Þeir voru þungir í vöfum og djúpsigldir breiðir og borðháir. Knerrir fóru því vel í sjó. Í botni skipsins var svefnstaður manna og þar var farangri og varningi komið fyrir.

Víkingaskip

Steinrissa af víkingaskipi, sem fannst við fornleifauppgröftinn að Stöð í síðasta mánuði, hefur líklegast verið verndargripur fyrir erfiða ferð yfir hafið. Danskir sérfræðingar hafa að undanförnu grandskoðað steininn. Þeir efast ekki um að teikningin sé af skipi en þykir hún óvenjuleg.

Um 800 smíðuðu víkingar sér stærri og fleiri skip en áður höfðu þekkst, og þá óx þekking í landafræði og siglingarlist. Í seinni tíma umfjöllun um víkingaskipin segir m.a. að nú til dags eru víkingaskip taldin “ófullkomnir farkostir, yfirtjölduð með einni stórsiglu miðskips, einu ránsegli og stýrisár.

Sigling á þessum skipum gekk ærið misjafnlega og til vöruflutninga á langleiðum um úthaf voru þau lítt hæf, því að erfitt var að stýra þeim til ákveðinnar hafnar. Reynsla síðustu ára hefur hins vegar sýnt að skipin voru hin bestu sjóskip og segja má að þau hafi grundvallast á þeirri siglingartækni er best þykir í skipasmíðum nútímans.

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

Nútímamenn hafa nokkrum sinnum smíðað eftirlíkingar af skipum víkinga.“
Víkingaskip (knörr og langskip) eru ein þeirra „verkfæra“, sem landnámsmenn notuðu, m.a. til að komast til eyjarinnar. Margir komu með það að markmiði að setjast að í nýju landi. Sumir voru samskipa með öðrum eða hafa haft fleiri en eitt skip. Telja má sennilegt að allt það sem þeir komu með hafi síðan verið notað, einnig skipin.

Víkingaskip entust í u.þ.b. 10 ár og jafnvel lengur. Þá hafa þau eflaust verið notuð í annað, t.d. klæðningar, húsagerð, áhaldagerð o.fl. Skipin voru flest úr eik, en einnig öðrum viðartegundum. Veikasti hlekkurinn í þeim voru böndin, sem byrðingurinn var bundinn með. Þau voru úr hampi og fúnuðu. Ekki var hægt að binda skip upp að nýju nema rífa það frá grunni. Það var líka erfitt því í einu skipi voru þúsundir járnhnoðnagla. Járnið var dýrmætt og notað aftur þegar það gafst.

-Úr Íslensk þjóðmenning – Upphaf Íslandsbyggðar – Haraldur Ólafsson, riststj. Frosti F. Jóhannsson – Reykjavík 1987, bls. 81-89.

Afstapahraun

Víkingaskip í Afstapahrauni.

krýsuvíkurvegur

FERLIR sendi Vegagerð ríkisins eftirfarandi ábendingu:

„Sennilega er til lítils fyrir litla manninn að senda fulltrúa hinnar miklu Vegagerðar póst sem þennan. En það má þó alltaf reyna…
ReykjanesbrautinMálið er að hinu nýju vegir gera alls ekki ráð fyrir að fólk vilji stöðva ökutæki sín og ganga út frá þeim, t.d. á sögulega staði, minjasvæði eða að tilteknum náttúrufyrirbærum (eða bara til að komast í skjól þegar sólin skín eða til berja á haustin). Nýleg dæmi má nefna hinn nýja Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina (sem og Suðurlandsveg um Svínahraun).  Báðar brautirnar virðast hafa verið hannaðar af hreyfihömluðum. Hvergi er hægt að leggja ökutækjum með það fyrir augum að ganga sér til hressingar eða ánægju. Ef einhver ætlar að ganga frá Suðurstrandarvegi í Viðeyjarfjárborgina, Einbúa eða inn með vestanverðu Fagradalsfjalli (þar sem sögulegir atburðir gerðust í síðari heimstyrjöldinni, t.d. í Kastinu), verður sá hinn sami annað hvort að leggja ökutæki sínu við Ísólfsskála eða upp á Siglubergshálsi, sem er auðvitað alveg út úr kortinu. Ef sá hinn sami vildi ganga upp í Ólafsgjá ( sjá t.d.
http://ferlir.is/?id=6904) eða í selin í Voga- og Strandarheiði þarf hann að leggja við Hafnahóla eða Vogaafleggjara, sem lengir leiðina um allnokkra kílómetra. Af Svínahraunsveginum er nú orðið ómögulegt að komast út af svo hægt sé að ganga upp í Eldborgir eða Leiti.
Hvers vegna er ekki tekið mið af landslaginu í upphafi og gerð lítil bílastæði, s.s. fyrir 1-3 bíla svo hægt sé að leggja og ganga þaðan að tilteknum stöðum utan þeirra, eða bara til öryggis ef bíll skyldi bila á þessum leiðum?“

Suðurstrandarvegur

Opnun Suðurstrandarvegur. Hvergi hægt að leggja við veginn.