Í sjálfsævisögunni „Himnest að lifa“, fyrsta bindi, lýsir höfundurinn, Sigurbjörn Þorkelsson, ferð hans og þriggja félaga í göngufélaginu Hvatur úr Reykjavík í Hvatshelli í lok ágúst 1906. Þann 6. sept. fór hann með Friðriki Friðrikssyni í hellinn með það fyrir augum að rannsaka hann og mæla. Í ljós kom 100 m langur hellir með tveimur sölum, sá innri líkastur kapellu.
Deilur spruttu um fund hellisins og rugluðu gagnrýnendur honum saman við annan þekktan helli, Kershelli, sem var og er fremri hluti Hvatshellis. Margir fóru í hellinn fyrst eftir fundinn, en síðustu 100 árin hefur svo lítið verið farið í hann að telja má að tilvist hans væri að mestu leyti gleymd ef ekki hefði verið fyrir skrif séra Friðriks í Fjallkonuna 7. sept. 1906. Björn Hróarsson o.fl. skrifuðu svo um endurfund Hvatshelli í Surt 1992. Þá lýstu Ólafur Þorvaldsson og Gísli Sigurðsson staðsetningunni í leiðarlýsingum sínum um Selvogsgötuna/Grindaskarðaveg.
Þegar Hvatshelli ber á góma í dag verða jafnan skiptar skoðanir um hvar hann sé að finna. FERLIR hefur áður lýst staðsetningu hans, en líkt og svo margir aðrir, fengið skammir fyrir. Hér á eftir er lýsing þeirra er að öllum líkindum komu fyrstir í Hvatshelli og gáfu honum nafnið. Hún staðfestir seinni tíma lýsingar FERLIRs á hellinum.
Sigurbjörn Þorkelsson lýsir fundi hellisins og ferð hans með séra Friðriki svona: „Við byrjuðum fljótlega að vorinu, þegar gróður var kominn í jörð, að fá okkur gönguferðir kringum Reykjavík, og seinna fórum við að fara í lengri ferðir, að Vífilsstöðum og í hlíðina þar fyrir sunnan, Setbergshlíð, suður fyrir Hafnarfjörð, að Hvaleyrarvatni, Grísavatni og í hraunin þar í kring, og í Kaldársel, gengum á Helgafell og Búrfell.

Í einni af þessum ferðum okkar fundum við Hvatshelli, en sá fundur olli miklum blaðadeilum. Séra Friðrik, sem fór og rannsakaði hellana, skrifaði langa grein um fund þennan í Fjallkonuna og lýsti hellunum, eftir að hann hafði mælt þá nákvæmlega.
Komu þá mótmælagreinar bæði í Reykjavík og Þjóðólfi um, að við þættumst hafa fundið hella, er áður hefðu verið alkunnir Hafnfirðingum og fleirum, og hefðu um margar aldir verið notaðir sem fjárhellar.
Við undruðumst allan þennan gauragang út af þessum skrifum, því að við höfðum ekki ætlazt til, að við yrðum viðurkenndir fyrir landafundi hér í nágrenninu. En eitt er víst, að marga furðaði sig á því, að vil skyldum nota hverja frístund til þess að fara gangandi um landið. Þá var eins og enginn þyrði að hreyfa sig. Og margir voru þeir innfæddir Reykvíkingar, sem höfðu ekki einu sinni komið inn að Elliðaám…
Við heyrðum það oft á fólki, að það skildi ekkert í þessu brölti okkar og að við skyldum ekki nota tímann, eftir að við höfðum afgreitt í búðinni, til að hvíla okkur. Í stað þess að leggja af stað undir nóttina, eins og fólkið kallaði það…
Við félagarnir voru á einni af ferðum okkar upp með Setbergshlíð og sjáum þá op á helli, rétt við veginn [Selvogsgötuna gömlu]. Þetta var nokkuð stór hellir og hátt undir loft, og sáum við strax, að þarna hefði verið geymt fé fyrir mörgum árum. Jata var þarna úr steinum eða hlaðinn stallur, þar sem hárað hefur verið fyrir fé. Sönnun fyrir því, að þessi hellir hafi fyrir löngu verið lagður niður sem sauðfjárgeymsla, var það, að taðið hafði breytzt í jarðveg.
Við sáum ekki mikið merkilegt við þennan helli, en héldum áfram að snuðra út til hliðar hans, sérstaklega í urð, sem lá hægra megin við innganginn. Sú eftirgrennslan bar þann árangur, að við hittum á ofurlitla smugu, sem við rétt aðeins gátum smokrað okkur með lagni inn um.

Þegar við komum inn úr þessum þröngu göngum, virtist vera stórt rúm þar fyrir innan.
Við þorðum ekki að hætta okkur ljóslausir lengra inn í myrkrið og héldum áfram för okkar til fjalla, eins og venjulega.
Svo var það næsta sunnudag, að við lögðum snemma úr Reykjavík og fórum þessa sömu leið, fram hjá Vífilsstöðum og beint í hellinn í Setbergshlíð. Höfðum við í þetta sinn með okkur eithvað af kertum, og skyldi nú hellirinn kannaður rækilega. Skriðum við inn um þrönga ganginn, og þegar inn fyrir var komið, voru tendruð ljós. Ég man, að ég var að reyna að kanna þennan háa, stórgrýtta helli, þegar ljósið slokknaði hjá mér. Leitaði ég eftir eldfærum, en uppgötvaði þá mér til mikillar skelfingar, að ég hef engar eldsýtur.
Helgi og Skapti voru horfnir eitthvað langt í burtu inn í hið ókunna, en Matthías var einhvers staðar í klungrinu ásamt nmér, og var hann ljóslaus. Ég kalla nú til hans og bið hann að fara varlega, og heyri í því, að hann rennur eitthvað til í urðinni, en svarar mér engu. Verð ég nú verulega hræddur og hef aldrei kjarkmikill verið. Verður mér á að hugsa, að hann muni nú vera að hrapa, það kunni að vera þarna vatn, og muni nú vera e.t.v. að drukkna, án þess að ég getu neitt komið honum til hjálpar.
Í þessu heyri ég til þeirra Helga og Skapta og sé ljóstýru. Eru þeir þá að koma úr sinni könnunarför. Segjast þeira hafa fundið helli, forkunnar fagran. En þeir hafi ekki haft ljósmeti nægilegt til þess að kanna hann nánar og þar að auki verið hræddir um okkur, þegar við komum ekki á eftir þeim.
Mér létti fljótt við komu þeirra og fór ég að geta séð smávegis í kringum mig. Við komum nú auga á Matthías, þar sem hann húkti á stóru bjargi, langt fyrir neðan okkur. Hafði hann runnið þangað í myrkrinu og beið þar eftir að hinir kæmu. Hafðu hann ekkert látið frá sér heyra. Matthías var aldrei margmáll.

Við skriðum sem fyrst aftur út úr hellinum, könnuðum eitthvað landslagið í suðurátt og fórum frekar snemma heim.“
Þeir félagar tilkynntu séra Friðriki Friðrikssyni um fundinn og fóru þess á leit við hann, að hann rannsakaði fyrir þá hellinn.
„Eins og hans var von og vísa, tók hann þessari málaleitan okkar vel og sagðist skyldi fara strax að morgni, mánudag, suðureftir, ef einhver okkar gæti komið með sér. Féll það í minn hlut að reyna að fá frí, og var þeirri málaleitan tekið vel af verzlunarstjóranum, vini okkar Hjalta.
Var næst snúið sér að því að útvega málband og rafmagnsblys og mikið af kertum. Lögðum við af stað suður á tíunda tímanum á mánudagsmorguninn.
Séra Friðrik, sem var annálaður göngugarpur, kvartaði unadn því við mig, að ég gengi nokkuð hart. „Ég hélt,“ sagði hann, „að ég væri enginn skussi að ganga, en nú finn ég, hverju góð æfing getur komið til leiðar, og mikið þykir mér vænt um, að þið hafið tekið ykkur út úr fjöldanum og hafið þessar hollu gönguferðir út í ríki náttúrunnar. Þið getið aldrei haft annað en gott af því.“

Margt annað ræddum við þennan dag, og sá ég ekki eftir því, að ég hafði valizt til þessar ferðar. Og nú fór brátt að renna af mér allur kvíði. Þegar við svo fórum að kanna hellinn með ágætum ljóstækjum, því að við stilltum fjölda kerta víðs vegar um hellana, sá ég í fyrsta sinn innsta hellinn, sem er svo undrafagur, eins og kapella í lögun, lægstur innst, allur gerður úr smágerðum dropasteinum. Þannig kom hann mér að minnsta kostir fyrir sjónir.
Annars lýsir sér Friðrik þessu öllu nákvæmlega í grein sinni í Fjallkonunni, eins og áður er getið. En styrinn, sem sú grein olli, var á fullkomnum misskilningi byggður. Það voru alls ekki fjárhellarnir, innri og ytri, heldur afhellarnir, sem ég staðhæfim að enginn hafi gengið um áður, en hér var um að ræða.
Seinna fórum við oft með stórum hópum af fólki þarna suður eftir til þess að sýna því hellana, t.d. fóru einn sunnudag milli 4-50 Edinborgarar þangað, og þótti þeim öllum mikið til hellanna koma. Guðmundur vinur okkar Þórðarson hafði keypt og haft með sér gullbrons, sem hann notaði til þess að skrifa með sinni fallegu rithönd nafnið „Hvatshellir“ innst í botni Kapelluhellisins.

Nú eru liðin mörg ár síðan þetta gerðist og hef ég ekki komið í hellinn lengi. Veit ég ekki, hvernig þar er nú útlits.“
Grein séra Friðriks um Hvatshelli í Fjallkonunni 7. sept 1906 var svona:
Að betra og heilnæmara loft sé utanbæjar en innan, að hollara og skemmtilegra sé að ganga út í sumarblómann en að reika eftir rykugum götunum, er viðurkennt af öllum, en furðu lítið farið eftir því. Þeir, sem gjöra það, fara þá langflestir á hestum eða hjólum.
Fjórir ungir vinir mínir hugðu þó að vel mætti komast út úr bænum sér til skemmtunar með öðru móti. Stofnuðu þeir með sér fótgöngufélg, er þeir nefndu „Hvat“.
Þeir hafa á sunnudögum og frídögum farið marga góða og skemmtilega ferðina, séð margt, lært margt og aflað sér ánægju og heilsusamlegrar hressingar. Nú þekkja þeir fallegustu brekkurnar, sléttustu balana og friðsælustu dalverpin í grenndinni. Þeir eru fróðari orðnir um rennsli lækjanna, bugður og kvíslir hraunanna, fell og fögur útsýni. Þeir hafa farið fótgangandi til Þingvalla, séð Almannagjá og Lögberg, kannað Hallshelli og ýms náttúrundur uppi í fjöllunum.

Og nú fyrir skömmu hafa þeir að erfiðslaunum haft óvænta gleði og skemmtun af því að finna helli, sem þeim ber saman um að sé merkilegri en Hallshellir.
Einn sunnudag, er þeir voru að ganga um og skoða hraunið er liggur sunnan Setbergshlíðar veittu þeir eftirtekt hellismunna allvíðum og fóru niður í hann. Þótti þeim hann allmikill og könnuðu eftir föngum.
Þá fýsti að vitja hans aftur og tóku með sér meiri tæki, ljós og mælivað. Þá könnunarferð fóru þeir í gær (sunnud. 2. sept. 1906). Mældu þeir nú hellinn.
Hann er 152 fet á lengd, 40 fet á breidd, þar sem hún er mest, og á að gizka 6-7 álnir á hæð, þar sem hæst er. Alls staðar má ganga uppréttur. Grjótgarður er hlaðinn 59 fet inn af hellismunnanum. Sá garður liggur þvert yfir hellinn og á parti í boga fyrir mynnið á afhelli nokkrum vinstra megn. Er hann eins og bás, höggvinn út í bergið, og er 27 fet á lengd og garðurinn er 20 fet á lengd og 1 1/2 alin á hæð, þar sem hann er hæstur. Ekki var unnt að sjá, að fé hafi verið geymt þar inni.
Hinir ungu menn könnuðu nú vandlega hellisveggina, og urðu þeir þá varir við smugu mjóa, er lá inn í vegginn hægra megin, nálægt hellismunnanum. Er þeir lýstu inn íhana, þótti þeim sem rúm mundi vera þar fyrir innan, og skriðu því inn gegnum glufuna og komu þá inn í lítinn afhelli, vel mannhæðarháan, og var heldur stórgrýtt gólfið. Inn úr honum lá svo önnur glufa, og skríða þurfti í gegn á fjórum fótum. Fyrir innan hana varð fyrir þeim hellir, nær kringlóttur að lögun eða sporöskjulagaður. Hann er 10 fet á hæð, þar sem mest er, og breiddin 20 fet, en lengdin nokkru meiri. Eftir gólfinu er hraunbálkur allmikill og lægðir báðu megin.
Hægra megin varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólfið, og fóru tveir þar inn og fundu þá, að þeir voru komnir í stóran helli og langan, en eigi gátu þeir vel glöggvað sig á honum, því ljósfæri þeirra brást. Leituðu þeir nú síðan til útgöngu og þótti þeim skemmtiferðin sín góð orðin.

Eftir tilmælum þessara vina minna fór ég ásamt einum þeirra í dag til þess nákvæmar að skoða hellana. Höfðum við með okkur stórt ljósker og ágætt, stutt og digur 8 aura kerti frá Zimsen, mælivað og 60 faðma snæri. Mældum við nákvæmlega innsta hellinn. Hann er 61 fet á lengd, og nokkuð jafnbreiður allur, en breiddin 8-10 fet og hæðin 4 fet minnst og liðug 5 fet mest. Innst inni er hann íhvolfur og er hvelfing yfir honum öllum, skreytt smágervu dropsteina-útflúri. Hellirinn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju. Gólfið er slétt og fast og lítið sem ekkert er þar lausagrjót inni. Svo er hann fallegur, að erfiðleikarnir við inngönguna í gegnum 3 glufurnar og stórgrýtið í framhellinum gleymdist, þegar inn var komið. Lengd alls hellisins frá botni þess innsta og aftast í þann fremsta er rétt að segja 300 fet. Í innri hellunum eru engin merki þess, að menn hafi þar fyrr inn komið.
Við vorum hálfan annan tíma að skoða hellana og var sá tími helzt of stuttur til þess að geta séð allt til hlítar. Hellirinn kallaði ég Hvatshelli eftir félaginu, er fann hann, og þykir mér félagið eiga þá sæmd skilið fyrir göngudugnað sinn og eftirtekt. Þessi eru nöfn félagsmanna: Sigurbjrön Þorkelsson, Helgi Jónason, Skapti Davíðsson og Matthías Þorsteinsson. Þrír af þeim eru verzlunarmenn og einn (Sk.D.) trésmiður.
Unglingarnir hér í bænum ættu að læra af þeim að nota frístundir sumarsins með líku móti og þeir hafa gert í sumar.
Hvatshellir liggur nálægt Selvogsvegi upp með Setbergshlíðinni skammt frá vörðu þeirri, er mælingamenn herforingjaráðsins hafa hlaðið og merkt tölunni 27. Sú varða er á vinstri hönd, er upp eftir veginum dregur, og spölkorn þar fyrir ofan er til hægri handar fallegur grasigróinn hvammur, í honum er hellismunninn.
Mjög falleg og greiðfær leið þangað er að ganga upp frá Kópavogi, og framhjá Vífilsstöðum, þar upp með hinni fögru hlíð, er meðfram hrauninu liggur, síðan yfir hraunið og Setbergsásinn, þar til komið er á Selvogsveg. Mundi það vera 3 tíma gangur frá Reykjavík. Um Hafnarfjörð má líka fara.
Taki nú ungir menn til fótanna og skoði Hvatshelli. En ljósfæri verða þeir að hafa með sér.“

Björn Hróarsson skrifaði grein; „Hvatshellir fundinn“ í Surt 1992. Þar segir hann m.a.: „Týndir hellar eða hellar sem eitt sinn var vitað um og fjölmennt í samkvæmt rituðum heimildum, en vitneskja um staðsetningu þeirra síðan horfið yfir móðuna miklu, hafa ávallt vakið mikla athygli.“ Í bók sinni; „Hraunhellar á Íslandi“, hafði hann getið um Hvatshelli og sagt að hellirinn hafi ekki fundist þrátt fyrir leit, en um sama helli og Kershelli geti verið að ræða enda staðsetningin nær lagi. Studdist hann við lýsingu Ólafs Þorvaldssonar í ÁHIF fyrir árin 1943-1948, en þar segir orðrétt: „Op þessa hellis er mjög lítið, en drjúgur spölur, þröngur og krókóttur, þar til í aðalhellinn kemur, og er ekki farandi ljóslaust. Aðalhellirinn er hvelfing, bogmynduð, nokkru meira en manngeng í miðju, en gólfið er slétt hellugólf“. Í bók sinni getur Björn reyndar um opið á Hvatshelli er hann segir: „Eftir að komið er niður í hellinn [Kershelli] sjást göng upp með niðurfallinu, þar er afhellir álíka langur og aðalhellirinn, en þrengri.“

Gísli Sigurðsson segir í lýsingu sinni um Selvogsgötu er birtist í fyrsta Ársriti Útivistar [1975]: „Ef við fylgjum götunum nokkru lengra upp brekkuna [ofan við Setbergssel og Setbergsstekk], komum við þar að öðrumhelli, er nefnist ýmsum nöfnum svo sem Ketshellir, Kjötshellir eða Kershellir. Það er ómaksins vert að koma við í helli þessum. Munni hans er eins og hringmyndað ker, en í suðvestur tekur við víður geimur nær 20 metra langur. Sé snúið til hægri handar strax og inn er komið, má með lagni komast fram hjá steinum, sem þar eru, og er þá komið í afhelli, er nefnist Hvatshellir“.
Í grein BÞ, HÞ og ÞB í Surti 1992 undir yfirskriftinni „Hvatshellir fundinn“ segir m.a.: „Allt frá barnæsku hefur þessi hellir leitað á huga minn. Fyrst í frásögn afa míns, Sigurbjörns Þorkelssonar, en hann var einn fjögurra félaga í göngu- og útivistarfélaginu Hvati, sem fundu hellinn árið 1906. Síðar, vegna skáldsögu séra Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsleiðtoga, um piltinn Sölva, sem átti sér ævintýralegt athvarf í helli, sem kemur heim og saman við lýsingu Hvatshellis…
Nokkrar blaðadeilur urðu á sínum tíma um hellinn, en hann væri að minnsta kosti Hafnfirðingum gamalþekktur og héti Kershellir. Á síðari tímum hefur verið talað um að hellirinn væri týndur, eða þekktur undir öðru nafni. Þetta virtist því veðugt rannsóknarefni og næsta auðvelt, því samkvæmt lýsingu var hellirinn nærri alfaravegi, og sæmilegar upplýsingar aðgengilegar.“ Síðan eru skrif Sigurbjörns um hellinn rakin.
„Með afrit af þessari lýsingu, umreiknaðri í metramál, og nauðsynlegasta hellabúnað, héldum við félagar og bræður eitt vorkvöld eftir að snjóa leysti suður undir Sléttuhlíð, og gengum skamman veg að Kershelli, sem við þekktum frá fyrri tíð… Við reyndum að bera saman staðhætti í hellinum við frásögnina, og er skemmst frá því að segja, að lýsingin gamla virtist í flestu standast, nema hvað glæsileikinn fannst okkur nokkuð oflofaður! Rannsóknarmenn hinir eldri höfðu ekki áður séð annan helli en Hallshelli (Skógarkotshelli) í Þingvallasveit, og þótt lítið til hans koma.
Eitt var það þó sem ekki fannst, en það var áletrunin gullbronsaða, „Hvatshellir“, sem átti að vera á hellisbotni. Líklegasta skýring þykir mér sú, að áletrunin hafi verið á lausum steini eða hraunskorpu, sem einhver „safnarinn“ hefur brotið og haft með sér, eins og við könnumst því miður allt of vel við.
Við félagarnir erum enn nokkuð sannfærðir um að þessi hálfhrunda hraunrás með heillegum botni inn úr Kershelli ofanverðum sé hinn eini sanni Hvatshellir.“
Þórarinn Björnsson, guðfræðingur og hellaáhugamaður, hafði skoðað hellarásir á a.m.k. 10 stöðum á svæðinu. Hann fylgdi FERLIR um svæðið. m.a. um Hvatshelli, sem hann hafði áður gaumgæft vandlega.
Þegar farið var um Kershelli og síðan um Hvatshelli féll lýsing séra Friðriks eins og flís fyrir r!!!!. Hún gat varla verið nákvæmari; fyrirhleðslur og afhellir í Kershelli sem og þröngt op bak við stein á tilteknum stað og salir í Ketshelli. Innst í Kershelli er fallegt hraunker. sem hellirinn gæti hafa dregið nafn sitt af.
Hafa ber í huga að framangreind lýsing var rituð árið 1906 þegar örfáir hraunhellar höfðu verið uppgötvaðir og kannaðir hér á landi. Sérhver slíkur, öðrum tilkomumeiri, hlaut eðlilega að hafa kallað fram veruleg hughrif hjá áhugafólki um slíkt og um leið lýsingarorð við hæfi. Þau lýsingarorð sem séra Friðrik hafði um Hvatshelli virtust vissulega enn vera í fullu gildi. Hvorki þurfti að klöngrast yfir hrun né torfærur á leið um rásina. Sitthvað tók við af öðru.
Erfitt reyndist að taka góðar myndir í Hvatshelli vegna gufumyndunar er fylgdi leiðangursmönnunum svo taka þarf viljann fyrir verkið. Ekki er vitað til þess að ljósmyndir úr Hvatshelli hafi áður birst á veraldarvefnum. (Hugsanlega og vonandi mun þetta kalla fram gagnrýnisskrif líkt og fyrir 102 árum síðan.) Þrátt fyrir leit fannst framangreind „gullbronsuð áletrun“ ekki, hvorki á lofti, veggjum né gólfi – enda liðin meira en öld frá gjörningnum. Hvaða málning frá þeim tíma myndi endast svo lengi – og það í rakamynduðum dimmum hraunhelli!!!
Skoðaðir voru og hellar bæði austan, sunnan og vestan við fyrrnefnda hella. Í einum þeirra eru bein, sennilega eftir lamb, í öðrum eru selstöðuleifar og þeim þriðja fallegar bjúgmyndanir undir veggjum.
Frábært veður. Ferðin tók 3 klst og 3 mín.
-Heimildir:
-Sigurbjörn Þorkelsson – Himneskt er að lifa I – 1966, 328-342.
-Björn Hróarsson – Hvatshellir fundinn, Surtur 1992, 29-30.
-Björn Þorvaldsson, Hrafnkell Þorvaldsson og Þorvaldur Björnsson – Hvatshellir fundinn, Surtur 1992, 27-28.
-Friðrik Friðriksson – Sölvi, 1947.
-Friðrik Friðriksson – Fjallkonan, Hvatshellir, 7. sept. 1906.
-Gísli Sigurðsson – Selvogsgata, 1976.
-Ólafur Þorvaldsson, Grindaskarðavegur (Selvogsleið), Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1843-’48, 96-107.
-Björn Hróarsson – Hraunhellar á Íslandi, 1990.
-Gangleri – Reykjavík, 19. sept. 1906.
-Jón Þorkelsson – Þjóðólfur 28. sept. 1906.

Hausthellir – Magnúsardys – Sjónarhólshellir
Leitað var að og skoðaðir Grænhólsskjól og Hausthellir í landi Lónakots og Sjónarhólshellir í landi Óttarsstaða.
Sjónarhólshellir eru nálægt mörkum jarðanna og Grænhólsskjól nálægt mörkum Hvassahrauns, en Hausthellir skammt vestan við heimatúnið í Lónakoti. Því hefur verið haldið fram að Sjónarhólshellir hafi einnig verið nefnt Smalaskálaskjól, en það er norðvestan í Smalaskálahæð, sbr. örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „Vestan við Rauðamel stóra er mikil klapparhæð, sem nefnist Smalaskáli. Uppi á hæðinni er skotbyrgi. Syðst í hæðinni er Smalaskálaker, sporöskjulaga jarðfall með rauðamelshól í botni. Norðvestan undir hæðinni er Smalaskálaskúti, hellir, sem fé lá inni í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnann. Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.“ Síðastnefnda skjólið hefur verið staðsett á fyrrgreindum stað. Einnig var reynt að staðsetja Magnúsardys í Lónakotslandi í þessari ferð.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot minnist hann m.a. á Hausthelli og Magnúsardys, sbr.: „Markaklettur [er] á innanverðu Hraunsnesi. Af Markakletti lá landamerkjalínan milli Lónakots og Hvassahrauns upp í Skógarhól, þaðan í Stóra-Grænhól. Suður frá Grænhól var svo Grænhólsker, hættulegt fé. En í austur frá hólnum var Grænhólsskjól. Vestur [á væntanleg að vera austur því að vestan er land Hvassahrauns, auk þess Brunnhólar eru austan markanna, í Lónakotslandi] frá Sjónarhól var Brunnhóll. Í hrauninu niður frá Hádegishæð var sprungin klöpp, nefndist Magnúsardys. Maður að nafni Magnús varð þarna úti og var urðaður í sprungunni. Suður og upp frá Magnúsardys var Hraunsnesþúfa og Hausthellir, fjárskjól gott.
Örnefni þau, sem hér hafa verið nefnd, liggja öll neðan Suðurnesjavegar og nú Reykjanesbrautar og alfaraleiðar, sem áður er nefnd.“
Þegar leitað var að framangreindu var gengið fram á afvelta lamb. Reynt var að færa það á fætur, en þá lagðist það út af. Augun lýstu ótta og angist. Blóð virtist vera aftan við vinstri afturfót. Veikindi gætu einnig hafa verið orsökin.
Í örnefnalýsingu SG (með leiðréttingum) fyrir Óttarsstaði kemur eftirfarandi fram um Sjónarhólshelli: „Fyrir ofan fjörukampinn var uppgróinn sandbakki, sem nefndist Sandar. Þar vestast eru landamerki milli Óttarsstaða og Lónakots. Ofan við Sanda er Sandatjörn, skiptist milli Óttarsstaða og Lónakots. Úr Söndum liggur landamerkjalínan í Markhól, sprunginn klapparhól skammt fyrir ofan kampinn. Þaðan liggur línan suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónahólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður.“
Fram kemur að Hádegishæð er skammt ofan við túngarðinn: „Umhverfis þennan þúfnakarga var Kotagarðurinn, hlaðinn, einfaldur grjótgarður. Nokkru lengra uppi í hrauninu var Hádegishæð.“ Nokkrar sprungur eru neðan Hádegishæðar og því erfitt að staðsetja Magnúsardysina þar með einhverri vissu. Það var því ekki gert að þessu sinni. Vestan við heimatúnið er Hausthellir í gróinni kvos. Grónar hleðslur eru framan við opið og dyr á þeim. Hellirinn sjálfur er fremur lítill, en reft hefur verið yfir tóftina framan við hann. Skjólgóður nátthagi er suðvestan við hellinn og hlaðinn brunnur austan hans (í Brunnhóll).
Hugsanleg skýring kom í ljós í hrauninu skammt vestar. Skolli rak skyndilega út trýnið upp úr skúta og „hvopsaði“ áður en hann hvarf inn. Eftir stutta bið sást hann á ferðinni innan við opið.
Haft var samband við Bjarnferð, fjárumsýslumann svæðisins, og honum kynnt ástand lambsins. Þá var Helgi Gam. í Grindavík fenginn til að takast á við dýrbítinn enda ekki forsvaranlegt að hafa hann þarna svona skammt frá fjárhúsunum í Lónakoti, vomandi yfir fénu nótt sem dag.
Hleðslur við Sjónarhólshelli, líkt og við Hausthelli, eru enn nokkuð heillegar. Gróið er framan við bæði skjólin og vatnsstæði í nágrenni beggja.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Lónakot.
-Örnefnalýsing fyrir Hvassahraun.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstari.
-Gísli Sigurðsson.
Lónakot.
Skógarnefsgata
Þegar gengið var upp fyrir Hvassahraunssel sást hvar forn gata lá upp í hraunið, til austurs áleiðis að Skógarnefi. Götunni var fylgt eftir frá tveimur vörðum í jaðri gamla Afstapahraunsins. Nánar að gáð sást hvar eldri gata lá á milli varðanna í sömu stefnu.
Gatan, sem eftirleiðis verður nefnd Skógarnefsgata (af skiljanlegum ástæðum því hún hefur augsýnilega verið notuð til að sækja hrís og annan eldivið upp í Skógarnef alveg framundir aldamótin 1900 (og jafnvel lengur)) lá mjög greinileg í gegnum hraunið og upp í Nefið. Önnur svipuð gata liggur yfir hraunið nokkru norðar og svo virðist sem þær komi saman sem ein nálægt vörðunum fyrrnefndu.
Ljóst má vera að selstígurinn hefur verið notaður sem fyrri hluti Skógarnefsgötunnar, sem liggur upp frá selinu og hefur verið allvel greiðfær. Ekki er ólíklegt að Skógarnefnsskúti hafi verið skjól fyrir fólk við hrístöku í Nefinu og það nýtt sér vatnsstæðið til viðurværis. Enn hafa ekki fundist kolagrafir á þessu svæði, en hin forna seltóft í Hvassahraunsseli gefur þó tilefni til að ætla að hún hefi verið nýtt til slíkra verka því útlit og gerð hennar svipar mjög til þeirra er sjá má við Kolgrafaholt.
Sambærilegar götur má sjá bæði upp úr Straumsseli og Óttarsstaðaseli og jafnvel víðar. Eftir að hafa skoðað Skógarnefið, kíkt á Skógarnefnsskúta og vatnsstæðið þar, var gatan fetuð til baka yfir gamla Afstapahraun, framhjá vörðunum og áfram til vesturs, fyrir ofan og norðan Snjódali og að Hvassahraunsseli að sunnanverðu. Á leiðinni var m.a. gengið fram á fallega hlaðið byrgi refaskyttu og tóftir smalaskála í nátthaga. Þar drupu einiber af hverri grein sem hvergi annars staðar.
Þegar Hvassahraunssel var skoðað, enn og aftur, komu í ljós tóftir á mjög gamalli selstöðu ekki allfjarri þeim, sem hvað greinilegastar eru í dag.
Loks var Hvassahraunsselsstígurinn vestari fetaður niður fyrir Virkishóla.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Skógarnefsskúti.
Smalaholt – áletrun (mynd)
Valdimar Samúelsson fann „tvær holur upp á Smalahól/hæð fyrir ofan Garðabæ og norðan við Vífilstaðavatn. Önnur var á bergi undir steini sem var auðsjáanlega grunnur ásamt öðrum steinum af ókláraði vörðu en hin var austan til í hæðinni sem snýr að radíómöstrunum. Hjá þeirri holu var auðsjáanlega mjög gömul meitluð mynd að krjúpandi meyju í bænastöðu. Við þennan stað voru líka tveir skútar, líklega fyrir smalastráka eða ferðamenn.“
FERLIR fór á staðinn til að skoða aðstæður sem og verksummerki.
Árið 1906 var Heilsuhælisfélagið stofnað að forgöngu Guðmundar Björnssonar þáverandi landlæknis með það að markmiði að reisa fullkomið heilsuhæli fyrir berklasjúklinga. Miklu fé var safnað á skömmum tíma víðs vegar um land og jafnvel Íslendingar í Vesturheimi tóku þátt í fjársöfnunni. Hælinu var valinn staður á Vífilsstöðum og gengu framkvæmdir það vel að hægt var að vígja það árið 1910. Árið 1916 tók hið opinbera við rekstri hælisins en fram að því sá Heilsuhælisfélagið um reksturinn með styrk úr landssjóði. Vífilsstaðir voru byggðir fyrir um 80 sjúklinga en árið 1922 voru sjúklingar að meðaltali 130 á dag og átti þeim en eftir að fjölga. Á árunum 1919-1920 var byggt íbúðarhús fyrir yfirlækni en við það jókst húsnæði á hælinu og barnadeild tók til starfa. Börn urðu oft fórnarlömb berklanna. Töluvert bar á því að fólk sem hafði fengið góðan bata eftir langa hælisvist, veiktist aftur af völdum lélegs aðbúnaðar. Kom því upp sú hugmynd meðal berklasjúklinga að stofna samtök sem myndu vinna að hagsmunamálum sjúklinga. Stofnuð voru hagsmunasamtök berklasjúklinga á Vífilsstöðum þann 24. október árið 1938 og fengu hin nýju samtök nafnið Samtök íslenskra berklasjúklinga, skammstafað SÍBS. Fyrsti yfirlæknir hælisins var Sigurður Magnússon.
Vífilsstaðir voru berklahæli fram undir 1970 en þá var nafninu breytt í Vífilsstaðaspítala. Vífilsstaðir eru nú hluti af Landsspítala – háskólasjúkrahúsi og eru þar starfræktar nokkrar deildir t.d lungnadeild og húðlækningadeild.
Vegna staðsetningarinnar, jafnvel þótt myndin hafi verið gerð í kristni, er við hæfi að rifja upp elstu og nærtækustu sagnir Smalaholtsins, enda útsýni þaðan frábært til yfirlits þeirrar söguskoðunnar.
Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fyrir neðan heiði…
Sviðholt er bær nefndur; hann stendur hér um bil á miðju Álftanesi. Það er talin landnámsjörð þó hennar sé ekki getið í Landnámu. Þar byggði sá maður fyrst er Sviði hét og kallaði bæinn eftir sér Sviðholt.
Þó það sé snöggt um lengri vegur upp að felli þessu frá Vífilsstöðum en til sjávar gekk Vífill allt um það á hverjum morgni upp á fellið til að gá til veðurs áður en hann fór að róa og réri ekki ef hann sá nokkra skýská á lofti af fellinu, og tók því fellið nafn af honum.
Smalaholt er að mestu leyti (vestanvert) í landi Garðabæjar, upp af Vífilsstaðavatni, en austasti hluti þess er í Kópavogi. Mörkin eru um háhæðina (steinsteyptur stöpull – hæðarpunktur). Af henni sést vel til vesturs niður að Vífilsstöðum. Vestan við landamerkjastöpulinn eru hleðslur vestan undir hloti. Þær eru greinilega nýlegar og lítt vandað til verksins.
Í austur frá stöplinum (Kópavogsmegin) er afmörkuð lág klapparhæð í holtinu mót Rjúpnahæð. Klöppin er jökulsorfin líkt og aðrar klappir þarna – en vel afrúnuð. Hallar undan til austurs, að Rjúpnahæð. Þannig er klapparholtið hæst mót austri. Útsýni er þarna allt til Vífilsfells.
Þar sem klappirnar eru hæstar í holtinu er klöppuð nokkuð stór mynd á vegginn. Myndin er af sitjandi konu að því er virðist á bæn. Hún er formleg og vandað hefur verð til verksins. Myndin er duglega klöppuð í harða grágrýtisklöppina. Inn með henni er sprunga – gott skjól. Austan við hana er lítill skúti, sem myndast hefur þegar jökullinn færði til og lagði stein yfir annan.
Staðsetning myndarinnar á bergveggnum er sennilega engin tilviljun. Hún hefur verið meitluð þarna í ákveðnum tilgangi. Um aldur hennar er erfitt að segja, en hún virðist hvorki vera mjög gömul né nýleg. Vegna þess hve djúpt myndin er mörkuð og útlínur, t.d. höfuðsins þar sem þurft hefur til góð áhöld, er sennilegt að hún hafi verið gerð á fyrri hluta eða um miðja 20. öldina. Annars væri fróðlegt að fá upplýsingar frá einhverjum sem þekkir til eða veit umtilvist þessarar myndari á klapparholti Smalaholts. Ekki er ólíklegt að hún geti tengst einhverju (einhverri) er dvaldi vegna berklasjúkdóms að Vífilsstöðum og hefur viljað eiga þarna stund með sjálfum sér.
Ástæða myndarinnar gæti t.d. verið sú að þarna hafi einhverjum (einhverri), líklega frá heilsuhælinu að Vífilsstöðum, þótt við hæfi að eiga hljóða stund með sjálfum (sjálfri) sér, ekki síst vegna veikinda sinna. Myndin hefur þá verið til áminningar eða áheits um væntingar viðkomandi. Hún gæti og verið til minningar um atburð eða upplifun eða jafnvel, sem ekki er ólíklegt miðað við höfuðumbúnað myndarinnar, að einhver hafi, eftir upplifun eða skynjun, viljað benda öðrum á að þarna kynni að búa vera eða verur, sem ástæða væri til að sýna nærgætni, t.d. álfar eða huldufólk.
Víða í Kópavogi eru m.a. þekktir búsetustaðir álfa og huldufólks, s.s. í Einbúa, Álfhól, Digranesi og Kársnesi. Bæjaryfirvöld og íbúar bæjarins hafa staðið dyggan vörð um þá staði, sem þeirra hefur orðið vart, og gætt þess að raska þeim ekki umfram brýnustu nauðsyn.
Eins og flestum er orðið kunnugt þá var Vífill annar þræll Ingólfs, þess fyrsta norræna landnámsmanns á þessu svæði, og var augljóslega sáttari en Karli þrælsfélagi hans við þau heimkynni sem öndvegissúlurnar ákvörðuðu. Vífill fékk frelsi af húsbónda sínum og farnaðist honum vel. Við hann eru kennd Vífilsfell og Vífilsstaðir þar sem hann átti bú. Er hann í Landnámu kallaður „skilríkr maðr“, líkt og svo margir Garðbæingar er á eftir komu.
Í Landnámu (Sturlubók) segir um Vífil þennan: „Sumar það, er þeir Ingólfur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi; þá var liðið frá upphafi þessa heims sex þúsundir vetra og sjö tigir og þrír vetur, en frá holdgan dróttins átta hundruð (ára) og sjö tigir og fjögur ár…
Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöfða, fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi þau tíðendi; hann lét illa yfir drápi þeirra Hjörleifs…
Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út…
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta. Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.“
Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir af Sviða nokkrum svo og nefndum Vífli: „Eitt með dýpstu fiskimiðum á Faxaflóa er nefnt Svið. Er þangað sóttur sjór af öllum Innnesjum sem að flóanum liggja, Akranesi, Seltjarnarnesi, Álftanesi, Hafnarfirði, Hraunum og jafnvel af Vatnsleysuströnd. Sviðið hefur jafnan verið eitthvert fiskisælasta djúpmið á flóa þessum og er til þess saga sú sem nú skal greina.
Bær heitir Vífilsstaðir og er landnámsjörð; þar gaf Ingólfur Arnarson í Reykjavík Vífil húskarli sínum bústað; en Vífill gaf bænum aftur nafn af sér og bjó þar síðan.
Vífilsstaðir er efstur bær og austastur upp með Garðahrauni að norðan og lengst frá sjó af öllum bæjum í Garðasókn á Álftanesi og hér um bil hálfa aðra mílu frá Sviðholti.
Það er mælt að þeir Vífill og Sviði hafi róið saman tveir einir á áttæringi og hafi Vífill, þó hann ætti margfalt lengri skipgötu en Sviði sem bjó á sjávarbakkanum að kalla, ávallt farið heim og heiman í hvert sinn sem þeir réru.
Sumir segja að Sviði hafi verið formaðurinn, en aðrir að Vífill hafi verið það og þykir mega marka það af því sem nú skal greina að Vífill hafi verið formaður:
Langt fyrir ofan Vífilsstaði er fell eitt sem Vífilfell heitir og liggur þjóðvegur ofan fyrir norðan það þegar farið er Hellisskarð að austan eða Lágaskarð; en rétt vestan undir fellinu liggur Ólafsskarðsvegurinn á þjóðveginn. Vífilfell er hæst af fjöllum þeim sem verða á vinstri hönd þegar riðið er yfir Hellisheiði suður í Reykjavík, og dregst það mjög að sér ofan.
En ef honum leist róðrarlega á loftslag gekk hann til skips og réri með Sviða, og þykir þetta benda til þess að Vífill hafi álitið það skyldu sína sem formaður að gá að útliti lofts áður en róið væri.
Einhverju sinni kom þeim lagsmönnum Vífil og Sviða ásamt um að þeir skyldu búa til mið þar sem þeir yrðu best fiskvarir. Er þá sagt að Sviði hafi kastað heiman að frá sér langlegg einum og kom hann niður fjórar vikur sjávar frá landi, og heitir þar nú Sviðsbrúnin vestri. Vífill kastaði og öðrum langlegg heiman að frá sér og kom hann niður viku sjávar grynnra eða nær landi; dró hann af því ekki eins langt út og Sviði að vegamunur er svo mikill milli Sviðholts og Vífilsstaða á landi. Þar heitir nú Sviðsbrún (hin grynnri) sem leggur Vífils kom niður. Var þannig vika sjávar milli leggjanna, eins langt og nú er talið að Sviðið nái yfir frá austri til vesturs. Allt svæðið milli leggjanna kölluðu þeir Svið og mæltu svo um að þar skyldi jafnan fiskvart verða ef ekki væri dauður sjór í Faxaflóa.“
Sagan segir að á þenna hátt mynduðust Sviðsbrúnirnar, fræg fiskimið Álftnesinga. Til fróðleiks má geta þess að ef Vífill hefur þurft að ganga á Vílfilsfell frá Vílfilsstöðum til að gá til veðurs fyrir róður hefur honum alls ekki unnist tími til róðra – jafnvel þótt hann hafi bæði vaknað snemma og farið hratt yfir. Ef Vífill hefur hins vegar látið sér nægja að ganga upp á Smalaholt, sem gæti hafa heitið Vífilsholt (-fell) fyrrum, hefur hann vel getað séð allt það skýafar eða veður er hann annars hefði séð af Vífilsfelli – snökktum styttri vegarleng, en hún hefði nægt honum til áframhald þeirra starfa svo sem sagan segir.
En aftur að Smalaholti. Skammt austan við klapparhæðina hefur verið tekin prufuhola, líklega til að kanna jarðveginn. Samkvæmt fundargerð skipulagsnefndar Kópavogs 8. mars 2006 kemur fram að breyting á aðalskipulaginu. „Breytingin felst í því að skilgreind eru ný íbúðarsvæði í Hnoðraholti, Smalaholti og Rjúpnahæð.“ Af þessum áætlunum að dæma er vá fyrir dyrum, nema vitund vakni og vandað verði til verka í næsta nágrenni holtsins margnefnda. Yfirvöldum og starfsfólki Kópavogsbæjar ætti að vera vel treystandi til þess ef tekið er mið af fyrri verkum þess.
Ljóst er að myndin á hinni litlu og afmörkuðu klöpp Smalaholts er minning, áheit, von eða áminning um eitthvað, sem hugur viðkomandi „listamanns“ hefur viljað tjá í steininn. Það er okkar, eftirlifandi við sæmilega heilsu, að virða ábendinguna og varðveita svæðið er nemur klapparholtinu.
Heimildir m.a.:
-Landnáma (Sturlubók).
-http://saga.khi.is/valkostir/heilsuhaelin.htm
-gardabaer.is
-kopavogur.is
Vífilsstaðir.
Hvatshellir
Í sjálfsævisögunni „Himnest að lifa“, fyrsta bindi, lýsir höfundurinn, Sigurbjörn Þorkelsson, ferð hans og þriggja félaga í göngufélaginu Hvatur úr Reykjavík í Hvatshelli í lok ágúst 1906. Þann 6. sept. fór hann með Friðriki Friðrikssyni í hellinn með það fyrir augum að rannsaka hann og mæla. Í ljós kom 100 m langur hellir með tveimur sölum, sá innri líkastur kapellu.
Deilur spruttu um fund hellisins og rugluðu gagnrýnendur honum saman við annan þekktan helli, Kershelli, sem var og er fremri hluti Hvatshellis. Margir fóru í hellinn fyrst eftir fundinn, en síðustu 100 árin hefur svo lítið verið farið í hann að telja má að tilvist hans væri að mestu leyti gleymd ef ekki hefði verið fyrir skrif séra Friðriks í Fjallkonuna 7. sept. 1906. Björn Hróarsson o.fl. skrifuðu svo um endurfund Hvatshelli í Surt 1992. Þá lýstu Ólafur Þorvaldsson og Gísli Sigurðsson staðsetningunni í leiðarlýsingum sínum um Selvogsgötuna/Grindaskarðaveg.
Þegar Hvatshelli ber á góma í dag verða jafnan skiptar skoðanir um hvar hann sé að finna. FERLIR hefur áður lýst staðsetningu hans, en líkt og svo margir aðrir, fengið skammir fyrir. Hér á eftir er lýsing þeirra er að öllum líkindum komu fyrstir í Hvatshelli og gáfu honum nafnið. Hún staðfestir seinni tíma lýsingar FERLIRs á hellinum.
Sigurbjörn Þorkelsson lýsir fundi hellisins og ferð hans með séra Friðriki svona: „Við byrjuðum fljótlega að vorinu, þegar gróður var kominn í jörð, að fá okkur gönguferðir kringum Reykjavík, og seinna fórum við að fara í lengri ferðir, að Vífilsstöðum og í hlíðina þar fyrir sunnan, Setbergshlíð, suður fyrir Hafnarfjörð, að Hvaleyrarvatni, Grísavatni og í hraunin þar í kring, og í Kaldársel, gengum á Helgafell og Búrfell.
Í einni af þessum ferðum okkar fundum við Hvatshelli, en sá fundur olli miklum blaðadeilum. Séra Friðrik, sem fór og rannsakaði hellana, skrifaði langa grein um fund þennan í Fjallkonuna og lýsti hellunum, eftir að hann hafði mælt þá nákvæmlega.
Komu þá mótmælagreinar bæði í Reykjavík og Þjóðólfi um, að við þættumst hafa fundið hella, er áður hefðu verið alkunnir Hafnfirðingum og fleirum, og hefðu um margar aldir verið notaðir sem fjárhellar.
Við undruðumst allan þennan gauragang út af þessum skrifum, því að við höfðum ekki ætlazt til, að við yrðum viðurkenndir fyrir landafundi hér í nágrenninu. En eitt er víst, að marga furðaði sig á því, að vil skyldum nota hverja frístund til þess að fara gangandi um landið. Þá var eins og enginn þyrði að hreyfa sig. Og margir voru þeir innfæddir Reykvíkingar, sem höfðu ekki einu sinni komið inn að Elliðaám…
Við heyrðum það oft á fólki, að það skildi ekkert í þessu brölti okkar og að við skyldum ekki nota tímann, eftir að við höfðum afgreitt í búðinni, til að hvíla okkur. Í stað þess að leggja af stað undir nóttina, eins og fólkið kallaði það…
Við félagarnir voru á einni af ferðum okkar upp með Setbergshlíð og sjáum þá op á helli, rétt við veginn [Selvogsgötuna gömlu]. Þetta var nokkuð stór hellir og hátt undir loft, og sáum við strax, að þarna hefði verið geymt fé fyrir mörgum árum. Jata var þarna úr steinum eða hlaðinn stallur, þar sem hárað hefur verið fyrir fé. Sönnun fyrir því, að þessi hellir hafi fyrir löngu verið lagður niður sem sauðfjárgeymsla, var það, að taðið hafði breytzt í jarðveg.
Við sáum ekki mikið merkilegt við þennan helli, en héldum áfram að snuðra út til hliðar hans, sérstaklega í urð, sem lá hægra megin við innganginn. Sú eftirgrennslan bar þann árangur, að við hittum á ofurlitla smugu, sem við rétt aðeins gátum smokrað okkur með lagni inn um.
Þegar við komum inn úr þessum þröngu göngum, virtist vera stórt rúm þar fyrir innan.
Helgi og Skapti voru horfnir eitthvað langt í burtu inn í hið ókunna, en Matthías var einhvers staðar í klungrinu ásamt nmér, og var hann ljóslaus. Ég kalla nú til hans og bið hann að fara varlega, og heyri í því, að hann rennur eitthvað til í urðinni, en svarar mér engu. Verð ég nú verulega hræddur og hef aldrei kjarkmikill verið. Verður mér á að hugsa, að hann muni nú vera að hrapa, það kunni að vera þarna vatn, og muni nú vera e.t.v. að drukkna, án þess að ég getu neitt komið honum til hjálpar.
Við þorðum ekki að hætta okkur ljóslausir lengra inn í myrkrið og héldum áfram för okkar til fjalla, eins og venjulega.
Svo var það næsta sunnudag, að við lögðum snemma úr Reykjavík og fórum þessa sömu leið, fram hjá Vífilsstöðum og beint í hellinn í Setbergshlíð. Höfðum við í þetta sinn með okkur eithvað af kertum, og skyldi nú hellirinn kannaður rækilega. Skriðum við inn um þrönga ganginn, og þegar inn fyrir var komið, voru tendruð ljós. Ég man, að ég var að reyna að kanna þennan háa, stórgrýtta helli, þegar ljósið slokknaði hjá mér. Leitaði ég eftir eldfærum, en uppgötvaði þá mér til mikillar skelfingar, að ég hef engar eldsýtur.
Í þessu heyri ég til þeirra Helga og Skapta og sé ljóstýru. Eru þeir þá að koma úr sinni könnunarför. Segjast þeira hafa fundið helli, forkunnar fagran. En þeir hafi ekki haft ljósmeti nægilegt til þess að kanna hann nánar og þar að auki verið hræddir um okkur, þegar við komum ekki á eftir þeim.
Mér létti fljótt við komu þeirra og fór ég að geta séð smávegis í kringum mig. Við komum nú auga á Matthías, þar sem hann húkti á stóru bjargi, langt fyrir neðan okkur. Hafði hann runnið þangað í myrkrinu og beið þar eftir að hinir kæmu. Hafðu hann ekkert látið frá sér heyra. Matthías var aldrei margmáll.
Við skriðum sem fyrst aftur út úr hellinum, könnuðum eitthvað landslagið í suðurátt og fórum frekar snemma heim.“
Þeir félagar tilkynntu séra Friðriki Friðrikssyni um fundinn og fóru þess á leit við hann, að hann rannsakaði fyrir þá hellinn.
„Eins og hans var von og vísa, tók hann þessari málaleitan okkar vel og sagðist skyldi fara strax að morgni, mánudag, suðureftir, ef einhver okkar gæti komið með sér. Féll það í minn hlut að reyna að fá frí, og var þeirri málaleitan tekið vel af verzlunarstjóranum, vini okkar Hjalta.
Var næst snúið sér að því að útvega málband og rafmagnsblys og mikið af kertum. Lögðum við af stað suður á tíunda tímanum á mánudagsmorguninn.
Séra Friðrik, sem var annálaður göngugarpur, kvartaði unadn því við mig, að ég gengi nokkuð hart. „Ég hélt,“ sagði hann, „að ég væri enginn skussi að ganga, en nú finn ég, hverju góð æfing getur komið til leiðar, og mikið þykir mér vænt um, að þið hafið tekið ykkur út úr fjöldanum og hafið þessar hollu gönguferðir út í ríki náttúrunnar. Þið getið aldrei haft annað en gott af því.“
Margt annað ræddum við þennan dag, og sá ég ekki eftir því, að ég hafði valizt til þessar ferðar. Og nú fór brátt að renna af mér allur kvíði. Þegar við svo fórum að kanna hellinn með ágætum ljóstækjum, því að við stilltum fjölda kerta víðs vegar um hellana, sá ég í fyrsta sinn innsta hellinn, sem er svo undrafagur, eins og kapella í lögun, lægstur innst, allur gerður úr smágerðum dropasteinum. Þannig kom hann mér að minnsta kostir fyrir sjónir.
Annars lýsir sér Friðrik þessu öllu nákvæmlega í grein sinni í Fjallkonunni, eins og áður er getið. En styrinn, sem sú grein olli, var á fullkomnum misskilningi byggður. Það voru alls ekki fjárhellarnir, innri og ytri, heldur afhellarnir, sem ég staðhæfim að enginn hafi gengið um áður, en hér var um að ræða.
Seinna fórum við oft með stórum hópum af fólki þarna suður eftir til þess að sýna því hellana, t.d. fóru einn sunnudag milli 4-50 Edinborgarar þangað, og þótti þeim öllum mikið til hellanna koma. Guðmundur vinur okkar Þórðarson hafði keypt og haft með sér gullbrons, sem hann notaði til þess að skrifa með sinni fallegu rithönd nafnið „Hvatshellir“ innst í botni Kapelluhellisins.
Nú eru liðin mörg ár síðan þetta gerðist og hef ég ekki komið í hellinn lengi. Veit ég ekki, hvernig þar er nú útlits.“
Grein séra Friðriks um Hvatshelli í Fjallkonunni 7. sept 1906 var svona:
Að betra og heilnæmara loft sé utanbæjar en innan, að hollara og skemmtilegra sé að ganga út í sumarblómann en að reika eftir rykugum götunum, er viðurkennt af öllum, en furðu lítið farið eftir því. Þeir, sem gjöra það, fara þá langflestir á hestum eða hjólum.
Fjórir ungir vinir mínir hugðu þó að vel mætti komast út úr bænum sér til skemmtunar með öðru móti. Stofnuðu þeir með sér fótgöngufélg, er þeir nefndu „Hvat“.
Þeir hafa á sunnudögum og frídögum farið marga góða og skemmtilega ferðina, séð margt, lært margt og aflað sér ánægju og heilsusamlegrar hressingar. Nú þekkja þeir fallegustu brekkurnar, sléttustu balana og friðsælustu dalverpin í grenndinni. Þeir eru fróðari orðnir um rennsli lækjanna, bugður og kvíslir hraunanna, fell og fögur útsýni. Þeir hafa farið fótgangandi til Þingvalla, séð Almannagjá og Lögberg, kannað Hallshelli og ýms náttúrundur uppi í fjöllunum.
Og nú fyrir skömmu hafa þeir að erfiðslaunum haft óvænta gleði og skemmtun af því að finna helli, sem þeim ber saman um að sé merkilegri en Hallshellir.
Hinir ungu menn könnuðu nú vandlega hellisveggina, og urðu þeir þá varir við smugu mjóa, er lá inn í vegginn hægra megin, nálægt hellismunnanum. Er þeir lýstu inn íhana, þótti þeim sem rúm mundi vera þar fyrir innan, og skriðu því inn gegnum glufuna og komu þá inn í lítinn afhelli, vel mannhæðarháan, og var heldur stórgrýtt gólfið. Inn úr honum lá svo önnur glufa, og skríða þurfti í gegn á fjórum fótum. Fyrir innan hana varð fyrir þeim hellir, nær kringlóttur að lögun eða sporöskjulagaður. Hann er 10 fet á hæð, þar sem mest er, og breiddin 20 fet, en lengdin nokkru meiri. Eftir gólfinu er hraunbálkur allmikill og lægðir báðu megin.
Einn sunnudag, er þeir voru að ganga um og skoða hraunið er liggur sunnan Setbergshlíðar veittu þeir eftirtekt hellismunna allvíðum og fóru niður í hann. Þótti þeim hann allmikill og könnuðu eftir föngum.
Þá fýsti að vitja hans aftur og tóku með sér meiri tæki, ljós og mælivað. Þá könnunarferð fóru þeir í gær (sunnud. 2. sept. 1906). Mældu þeir nú hellinn.
Hann er 152 fet á lengd, 40 fet á breidd, þar sem hún er mest, og á að gizka 6-7 álnir á hæð, þar sem hæst er. Alls staðar má ganga uppréttur. Grjótgarður er hlaðinn 59 fet inn af hellismunnanum. Sá garður liggur þvert yfir hellinn og á parti í boga fyrir mynnið á afhelli nokkrum vinstra megn. Er hann eins og bás, höggvinn út í bergið, og er 27 fet á lengd og garðurinn er 20 fet á lengd og 1 1/2 alin á hæð, þar sem hann er hæstur. Ekki var unnt að sjá, að fé hafi verið geymt þar inni.
Hægra megin varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólfið, og fóru tveir þar inn og fundu þá, að þeir voru komnir í stóran helli og langan, en eigi gátu þeir vel glöggvað sig á honum, því ljósfæri þeirra brást. Leituðu þeir nú síðan til útgöngu og þótti þeim skemmtiferðin sín góð orðin.
Eftir tilmælum þessara vina minna fór ég ásamt einum þeirra í dag til þess nákvæmar að skoða hellana. Höfðum við með okkur stórt ljósker og ágætt, stutt og digur 8 aura kerti frá Zimsen, mælivað og 60 faðma snæri. Mældum við nákvæmlega innsta hellinn. Hann er 61 fet á lengd, og nokkuð jafnbreiður allur, en breiddin 8-10 fet og hæðin 4 fet minnst og liðug 5 fet mest. Innst inni er hann íhvolfur og er hvelfing yfir honum öllum, skreytt smágervu dropsteina-útflúri. Hellirinn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju. Gólfið er slétt og fast og lítið sem ekkert er þar lausagrjót inni. Svo er hann fallegur, að erfiðleikarnir við inngönguna í gegnum 3 glufurnar og stórgrýtið í framhellinum gleymdist, þegar inn var komið. Lengd alls hellisins frá botni þess innsta og aftast í þann fremsta er rétt að segja 300 fet. Í innri hellunum eru engin merki þess, að menn hafi þar fyrr inn komið.
Við vorum hálfan annan tíma að skoða hellana og var sá tími helzt of stuttur til þess að geta séð allt til hlítar. Hellirinn kallaði ég Hvatshelli eftir félaginu, er fann hann, og þykir mér félagið eiga þá sæmd skilið fyrir göngudugnað sinn og eftirtekt. Þessi eru nöfn félagsmanna: Sigurbjrön Þorkelsson, Helgi Jónason, Skapti Davíðsson og Matthías Þorsteinsson. Þrír af þeim eru verzlunarmenn og einn (Sk.D.) trésmiður.
Unglingarnir hér í bænum ættu að læra af þeim að nota frístundir sumarsins með líku móti og þeir hafa gert í sumar.
Hvatshellir liggur nálægt Selvogsvegi upp með Setbergshlíðinni skammt frá vörðu þeirri, er mælingamenn herforingjaráðsins hafa hlaðið og merkt tölunni 27. Sú varða er á vinstri hönd, er upp eftir veginum dregur, og spölkorn þar fyrir ofan er til hægri handar fallegur grasigróinn hvammur, í honum er hellismunninn.
Mjög falleg og greiðfær leið þangað er að ganga upp frá Kópavogi, og framhjá Vífilsstöðum, þar upp með hinni fögru hlíð, er meðfram hrauninu liggur, síðan yfir hraunið og Setbergsásinn, þar til komið er á Selvogsveg. Mundi það vera 3 tíma gangur frá Reykjavík. Um Hafnarfjörð má líka fara.
Taki nú ungir menn til fótanna og skoði Hvatshelli. En ljósfæri verða þeir að hafa með sér.“
Björn Hróarsson skrifaði grein; „Hvatshellir fundinn“ í Surt 1992. Þar segir hann m.a.: „Týndir hellar eða hellar sem eitt sinn var vitað um og fjölmennt í samkvæmt rituðum heimildum, en vitneskja um staðsetningu þeirra síðan horfið yfir móðuna miklu, hafa ávallt vakið mikla athygli.“ Í bók sinni; „Hraunhellar á Íslandi“, hafði hann getið um Hvatshelli og sagt að hellirinn hafi ekki fundist þrátt fyrir leit, en um sama helli og Kershelli geti verið að ræða enda staðsetningin nær lagi. Studdist hann við lýsingu Ólafs Þorvaldssonar í ÁHIF fyrir árin 1943-1948, en þar segir orðrétt: „Op þessa hellis er mjög lítið, en drjúgur spölur, þröngur og krókóttur, þar til í aðalhellinn kemur, og er ekki farandi ljóslaust. Aðalhellirinn er hvelfing, bogmynduð, nokkru meira en manngeng í miðju, en gólfið er slétt hellugólf“. Í bók sinni getur Björn reyndar um opið á Hvatshelli er hann segir: „Eftir að komið er niður í hellinn [Kershelli] sjást göng upp með niðurfallinu, þar er afhellir álíka langur og aðalhellirinn, en þrengri.“
Gísli Sigurðsson segir í lýsingu sinni um Selvogsgötu er birtist í fyrsta Ársriti Útivistar [1975]: „Ef við fylgjum götunum nokkru lengra upp brekkuna [ofan við Setbergssel og Setbergsstekk], komum við þar að öðrumhelli, er nefnist ýmsum nöfnum svo sem Ketshellir, Kjötshellir eða Kershellir. Það er ómaksins vert að koma við í helli þessum. Munni hans er eins og hringmyndað ker, en í suðvestur tekur við víður geimur nær 20 metra langur. Sé snúið til hægri handar strax og inn er komið, má með lagni komast fram hjá steinum, sem þar eru, og er þá komið í afhelli, er nefnist Hvatshellir“.
„Með afrit af þessari lýsingu, umreiknaðri í metramál, og nauðsynlegasta hellabúnað, héldum við félagar og bræður eitt vorkvöld eftir að snjóa leysti suður undir Sléttuhlíð, og gengum skamman veg að Kershelli, sem við þekktum frá fyrri tíð… Við reyndum að bera saman staðhætti í hellinum við frásögnina, og er skemmst frá því að segja, að lýsingin gamla virtist í flestu standast, nema hvað glæsileikinn fannst okkur nokkuð oflofaður! Rannsóknarmenn hinir eldri höfðu ekki áður séð annan helli en Hallshelli (Skógarkotshelli) í Þingvallasveit, og þótt lítið til hans koma.
Í grein BÞ, HÞ og ÞB í Surti 1992 undir yfirskriftinni „Hvatshellir fundinn“ segir m.a.: „Allt frá barnæsku hefur þessi hellir leitað á huga minn. Fyrst í frásögn afa míns, Sigurbjörns Þorkelssonar, en hann var einn fjögurra félaga í göngu- og útivistarfélaginu Hvati, sem fundu hellinn árið 1906. Síðar, vegna skáldsögu séra Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsleiðtoga, um piltinn Sölva, sem átti sér ævintýralegt athvarf í helli, sem kemur heim og saman við lýsingu Hvatshellis…
Nokkrar blaðadeilur urðu á sínum tíma um hellinn, en hann væri að minnsta kosti Hafnfirðingum gamalþekktur og héti Kershellir. Á síðari tímum hefur verið talað um að hellirinn væri týndur, eða þekktur undir öðru nafni. Þetta virtist því veðugt rannsóknarefni og næsta auðvelt, því samkvæmt lýsingu var hellirinn nærri alfaravegi, og sæmilegar upplýsingar aðgengilegar.“ Síðan eru skrif Sigurbjörns um hellinn rakin.
Eitt var það þó sem ekki fannst, en það var áletrunin gullbronsaða, „Hvatshellir“, sem átti að vera á hellisbotni. Líklegasta skýring þykir mér sú, að áletrunin hafi verið á lausum steini eða hraunskorpu, sem einhver „safnarinn“ hefur brotið og haft með sér, eins og við könnumst því miður allt of vel við.
Við félagarnir erum enn nokkuð sannfærðir um að þessi hálfhrunda hraunrás með heillegum botni inn úr Kershelli ofanverðum sé hinn eini sanni Hvatshellir.“
Þórarinn Björnsson, guðfræðingur og hellaáhugamaður, hafði skoðað hellarásir á a.m.k. 10 stöðum á svæðinu. Hann fylgdi FERLIR um svæðið. m.a. um Hvatshelli, sem hann hafði áður gaumgæft vandlega.
Þegar farið var um Kershelli og síðan um Hvatshelli féll lýsing séra Friðriks eins og flís fyrir r!!!!. Hún gat varla verið nákvæmari; fyrirhleðslur og afhellir í Kershelli sem og þröngt op bak við stein á tilteknum stað og salir í Ketshelli. Innst í Kershelli er fallegt hraunker. sem hellirinn gæti hafa dregið nafn sitt af.
Hafa ber í huga að framangreind lýsing var rituð árið 1906 þegar örfáir hraunhellar höfðu verið uppgötvaðir og kannaðir hér á landi. Sérhver slíkur, öðrum tilkomumeiri, hlaut eðlilega að hafa kallað fram veruleg hughrif hjá áhugafólki um slíkt og um leið lýsingarorð við hæfi. Þau lýsingarorð sem séra Friðrik hafði um Hvatshelli virtust vissulega enn vera í fullu gildi. Hvorki þurfti að klöngrast yfir hrun né torfærur á leið um rásina. Sitthvað tók við af öðru.
Erfitt reyndist að taka góðar myndir í Hvatshelli vegna gufumyndunar er fylgdi leiðangursmönnunum svo taka þarf viljann fyrir verkið. Ekki er vitað til þess að ljósmyndir úr Hvatshelli hafi áður birst á veraldarvefnum. (Hugsanlega og vonandi mun þetta kalla fram gagnrýnisskrif líkt og fyrir 102 árum síðan.) Þrátt fyrir leit fannst framangreind „gullbronsuð áletrun“ ekki, hvorki á lofti, veggjum né gólfi – enda liðin meira en öld frá gjörningnum. Hvaða málning frá þeim tíma myndi endast svo lengi – og það í rakamynduðum dimmum hraunhelli!!!
Skoðaðir voru og hellar bæði austan, sunnan og vestan við fyrrnefnda hella. Í einum þeirra eru bein, sennilega eftir lamb, í öðrum eru selstöðuleifar og þeim þriðja fallegar bjúgmyndanir undir veggjum.
Frábært veður. Ferðin tók 3 klst og 3 mín.
-Heimildir:
-Sigurbjörn Þorkelsson – Himneskt er að lifa I – 1966, 328-342.
-Björn Hróarsson – Hvatshellir fundinn, Surtur 1992, 29-30.
-Björn Þorvaldsson, Hrafnkell Þorvaldsson og Þorvaldur Björnsson – Hvatshellir fundinn, Surtur 1992, 27-28.
-Friðrik Friðriksson – Sölvi, 1947.
-Friðrik Friðriksson – Fjallkonan, Hvatshellir, 7. sept. 1906.
-Gísli Sigurðsson – Selvogsgata, 1976.
-Ólafur Þorvaldsson, Grindaskarðavegur (Selvogsleið), Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1843-’48, 96-107.
-Björn Hróarsson – Hraunhellar á Íslandi, 1990.
-Gangleri – Reykjavík, 19. sept. 1906.
-Jón Þorkelsson – Þjóðólfur 28. sept. 1906.
Skúlatún
Gengið var að Skúlatúni frá Bláfjallavegi. Þangað er innan um tíu mínútna gangur. Stígur liggur úr suðri að suðurhorni hólsins, en Skúlatún er stór gróin hæð umlukin helluhrauni. Sléttur stígurinn liggur með austurhlið hólsins og áfram áleiðis að Helgafelli. Annar eldri stígur liggur til norðvesturs frá hólnum. Hann er mjög þúfóttur og ómögulegt að greina hvort þarna hafa verið mannvirki eða ekki.
Skúlatún.
Hins vegar segir Brynjúlfur Jónsson, þjóðminjavörður, að hann hafi greint marka fyrir heimtröð við suðvesturhorn hólsins og stíg við hann norðanverðan. Þrátt fyrir að ekki sæust mannvirki í hólnum í ferð hans þarna skömmu eftir aldarmótin 1900 taldi hann lítinn vafa vera á því að í honum kynnu að leynast leifar einhverra mannvirkja frá fornri tíð. Hvar sem stungið var í hólinn var alls staðar mold undir. Hann er mjög miðsvæðis þegar horft er til tótta í Helgadal annars vegar og hugsanlegra tótta í Fagradal eða nágrenni hins vegar. Þess má geta að í ferð FERLIRs um suðaustanverðan Leirdalshnúk á sínum tíma fundust minjar við vatnsstæði sem þar eru utan í höfðanum.
Skúlatún – Helgafell fjær.
Gengið var í rúman hring um hólinn og leitað hugsanlegra fjárskjóla eða hella. Við þá göngu fannst fremur lítið gat á stórum hraunhól. Dýpið var u.þ.b. ein og hálf mannhæð, en fyrir vana menn ætti leiðin að vera nokkuð greið niður. Greinilegt er að opið er komið til vegna uppstreymis, en ekki hruns, eins og önnur göt í hrauninu. Leiðin niður var tvílagskipt. Niðri var um vatn, um fet á dýpt. Þegar vatnið draup úr loftinu mátti heyra bergmál þar niðri. Hlaðið var lítil varða við opið svo kíkja megi niður í það við tækifæri þannig hægt verði að gaumgæfa hvað þar er að finna. Opið er í um fimm mínútna gang frá veginum, en alls ekki auðfundið.
Frábært veður.
Skúlatún – Helgafell fjær.
Víkingaskip – Íslendingur
Bátakuml
Bátakuml hafa fundist hér á landi. Brimnes var bær á Upsaströnd. Lönd hans, Upsa, Hrísa og Böggvisstaða liggja nú undir Dalvíkurkaupstað. Svarfdælasaga segir frá vígi Karls hins rauða og fleiri við Brimnesá og að hann hafi verið lagður í haug með skipi. Norðan Brimnesár fannst merkur kumlateigur. Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu hann árið 1909 og fundu 13 grafir, þar af eitt bátkuml. Síðan hefur bæst í safnið, s.s. bátkuml u.þ.b. 300 m frá kumlateignum, og ýmsir munir komið í ljós.
Gaukstaðaskipið.
Talið er að hið forna Hyltinganaust hafi verið við Brimesá. Ekki er þó, enn að a.m.k., vitað um bátakuml á Reykjanesskaga.
Vorið 1964 fundust mannabein á sjávarbökkum rétt innan við Vatnsdalsá í Patreksfirði. Við athugun kom í ljós bátkuml með leifum úr sex metra löngum báti og beinum úr sjö einstaklingum á aldrinum 15-45 ára, þremur konum og fjórum körlum. Ýmsir munir fundust í kumlinu, s.s. sörvistölur, atmbaugar og hringur.
Í greini sinni í Árbók hins íslenska fornleifafélags (1966) lýsir Þór Magnússon bátakumli í Vatnsdal. Um var að ræða bát frá víkingaöld. “Báturinn veitir okkur ekki miklar nýjar heimildir um farkosti víkingaaldar. Hann er skiljanlega lítt sambærilegur við hin stóru grafskip þess tíma, sem grafin hafa verið úr jörðu í Noregi og víðar á Norðurlöndum. Norsku víkingaskipin, Ásubergsskipið og Gauksstaðaskipið, eru hvort um sig yfir 20 metra löng, og sama er að segja um Ladbyskipið í Danmörku. Skipin, sem nýlega fundust í Hróarskeldufirði, eru einnig af svipaðri stærð.
Til eru þó bátar frá víkingaöld, sem ætla má, að svipi til Vatnsdalsbátsins, en það eru bátarnir þrír, sem fundust í Gauksstaðaskipinu.
Stærsti báturinn úr Gaukstaðaskipinu er 9.75 m að lengd, 1.86 m breiður og 0.57 m djúpur. Næsti bátur hefur verið sem næst 8 m langur, en minnsti báturinn er 6.51 m langur, 1.38 m breiður og 0.49 m djúpur. Þeir eru því allir heldur stærri en ætla má, að báturinn í Vatnsdal hafi verið. Þessir bátar eru að mestu úr eik, borðin breið og þunn og hafa verið fimm í hvorum byrðingi í stærsta bátnum, en aðeins þrjú í hinum minnsta. Bönd eru mjög fá, sex í hinum stærsta, en aðeins þrjú í minnsta bátnum, og hafa þeir því verið veikbyggðir.
Ásubergsskipið.
Hins vegar eru böndin reyrð við byrðinginn eða negld með trésaum, svo að bátarnir hafa verið sveigjanlegri en ef þeir hefðu verið negldir með járnsaum.”
Reyndar segir bátkumlið í Vatnsdal okkur allnokkuð um bátasmíðina í ljósi aukinnar þekkingar í þeim efnum eftir að greinin var skrifuð. “Böndin voru reyrð við byrðingin” er ágætt dæmi um byggingu víkingaskipanna. Böndin á þeim voru einnig reyrð, en ekki negld við byrðinginn. Telja má líklegt að minni bátar hafi verið smíðaðir á svipaðan hátt og með svipuðum aðferðum og stærri skip víkingatímabilsins. Þess vegna er bátkumlið í Vatnsdal merkilegt, auk þess sem að það er dæmi um grafsiði þess tíma.
Í frétt í Morgunblaðinu 23. febrúar á þessu ári, baksíðu, segir að framundan sé að rannsaka landnámshöfn í tengslum við Hólarannsóknina. Í fréttinni segir m.a.: “Sefnt er á að fá erlenda fornleifafræðinga sem sérhæfa sig í að rannsaka mannvistarleifar á sjávarbotni til að kafa við Kolkuós sumarið 2005, en Kolkuós var landnámshöfn, ein af helstu höfnum landsins og hafnaraðstaða Hóla í Hjaltadal til einhvers tíma.
Þetta er hluti af tilraunum fornleifafræðinga til að fá heildarsýn á Hóla, þennan forna höfuðstað Norðurlands”, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur. Hún segir brýnt að rannsaka Kolkuós sem fyrst þar sem landbrot, og jafnvel landsig, ógni minjum frá þessari sögufrægu höfn. Mælingar á hafsbotni verða gerðar í samvinnu við Landhelgisgæsluna næsta sumar til að finna vænlegustu staðina fyrir kafarana að skoða.
„Við héldum að þetta væru meira og minna einhver ruslalög sem væru að fara út í sjó, en allar niðurstöður frá þessum þremur vikum sem við vorum þarna í sumar lofa svo miklu meiru. Þarna erum við að finna síðustu leifar af verslunarstað sem á sögu aftur að landnámi, það hafa engar landnámshafnir verið skoðaðar áður,“ segir Ragnheiður.”
Íslendingur.
Víkingaskipið Íslendingur
Vestmannaeyingurinn Gunnar Marel Eggertsson, skipasmíðameistari, ákvað að smíða eftirlíkingu af Gaukstaðaskipinu, sem er á safni í Noregi. Hann byrjaði að byggja skipið í Héðinshúsinu í Reykjavík árið 1994. Skipið sem Gunnar smíðaði er 23,5 m á lengd og 5,5 m á breidd. Mastrið er 14,5 m. + toppurinn sem er 18 metrar. Seglið er 13o m2. Skipið tekur 25 farþega og 5 manns í áhöfn. Skipið hefur tvær Yammar vélar og getur gengið upp í 12 mílur.
Gunnar Marel er Vestmanneyingur (f:1954). Skipasmiður var hann orðinn einungis 25 ára gamall. Hann hefur skipstjóraréttindi og hefur mikla reynslu af sjómennsku. Þegar hann frétti af fyrirhugaðri siglingu víkingaskipsins Gaia frá Noregi til Washington í Bandaríkjunum fékk hann áhuga á að taka þátt í siglingunni. Hann sigldi síðan með Gaia frá því í maí og þangað til í október 1991. Seinna tók hann þátt í öðrum leiðangri Gaia frá Washington til Rio de Janeiro þar sem Umhverfisráðstefnan var haldin og opnuð við komu skipsins þangað.
Gunnar Marel byrjaði á smíði Íslendings í september 1994 og lauk verkinu 16. maí 1996. Skipið er því að verða 10 ára gamalt. Líkt og Gaia er Íslendingur byggður á málum Gaustaðaskipsins.
Gunnar Marel heldur því fram að víkingaskipin séu týndur hlekkur í sögunni. Þekkingin á smíði þeirra og sjóhæfni hafi glatast, en mikið af henni hafi síðan opinberast að nýju eftir fund víkingaskipanna í Noregi og Danmörku. Skip hans, Íslendingur, væri eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Sú tegund skipa hafi verið vinsæl frá 700-1200 (víkingatímabilið) og jafnvel lengur, en svo virðist sem afturhvarf hafi verið í byggingu þeirra eftir það. Eiginleikar skipsins (Íslendings) eru þeir bestu sem þekkist í skipum í dag.
Íslendingur.
Knerrir munu mest hafa verið notaðir í siglingum til Íslands því þeir gátu borið mikið magn og mikinn þunga. Norsk heimild kveði á um að 400 menn hafi farið með slíku skipi til Íslands í einni siglingu. Gunnar telur það vel hafa getað staðist. Langskipin gátu verið allt upp í 50 metra löng. Íslendingur er um 23 m langur, litlu styttra en Gaukstaðaskipið. Ástæðan var sú að ekki var til lengra tré í kjölinn. Lengd trjáa í kjöl hefur eflaust ráðið lengd og stærð skipanna á hverjum stað. Tréð í kjöl Íslendings kom frá Svíðþjóð. Það vó þá um 5 tonn. Efnið í kjölinn kostaði 2.5 millj. kr.
Um 700 var fyrst settur kjölur í skip. Það gerðu Norðmenn. Aukin kjöllengd þýðir aukinn hraði. Þá komust þeir yfir höfin og pirruðu m.a. Englendinga. Um 850 urðu skipin líkt og Íslendingur og þannig var það út víkingatímann. Kjölurinn er þykkastur um miðjuna og í rauninni mjög hugvitsamlega hannaður. Hann var og þykkastur neðst, en mjókkaði upp. Þetta var t.d. gert til að koma í veg fyrir hliðarskrið.
Hægt var að róa skipunum á 5-7 mílna hraða, en þeim var aldrei róið og siglt með seglum samtímis. Gaukstaðaskipið hefur verið þannig hannað að stefnið “safnaði loftbólum undir sig”. Þannig lyftist skipið í siglingu og viðnámið varð minna. Knerrir voru einnig byggðir með það fyrir augum að safna loftbólunum undir byrðinginn til að lyfta þeim upp og draga úr viðnámi þeirra stóru skipa. Það var gert með því að hafa botninn V-laga að hluta beggja vegna. Víkingaskip veltur ekki vegna byggingarlags þess. Byrðingurinn er misþykkur, þykkastur um miðjuna (32 mm, þynnstur til endanna (16 mm). Skipið flýtur mest um miðjuna. Endarnir “hanga” svo að segja á miðbikinu.
Eik var notuð í víkingaskipin – höggvin snemma. Gaukstaðaskipið og Ásubergsskipið eru t.d. úr eik og Íslendingur að hluta til, en eftir að ekki var nægilega mikið til af stórri eik munu skipin hafa vera smíðuð úr furu. Yfirleitt voru 4-5 skip í smíðum í einu til forna. Tréð nýttist vel, ekki þurfti mörg tré í eitt skip því 16 borð voru hvoru megin og þau heil yfir. Veturinn var venjulega notaður til skipasmíðanna.
Skyldir, sem hver og einn áhafnameðlimur kom með, voru bundnir með ákveðnu lagi á skipið, 32 á hvora hlið. Ballest var úr fjörugrjóti og blýi, ca. 8 tonn. Mannskapurinn var einnig að hluta til ballestin.
Íslendingur.
Mastur Íslendings er 18 metrar. Seglið er úr bómull og vegur um 500-600 kíló, um 130 m2. Erfiðast við seglið er að draga það upp með handaflinu og síðan að strekkja böndin. Það er venjulega gert með því að strekkja það bandið sem er hlémegin hverju sinni. Hampur var í böndum skipanna. Í dag fæst hann einungis á einum stað í litlu þorpi í Danmörku.
Gunnar sagði að ekki lægju fyrir áreiðanlegar upplýsingar um efni seglanna. Hann hefði heyrt af því að seglbútur hefði fundist upp á lofti í gömlu húsi og var álitið að hann hefði verið úr segli víkingaskips. Þessum bút var hent eftir því sem hann komst næst.
Í málum Gaukstaðaskipsins er mikið talað um töluna 16; í tengslum við rými, ræðara og árar hvoru megin og fjölda manna um borð. Einnig voru 16 borð í byrðingi o.s.frv.
Lengsta langskip, sem endurgert hefur verið á Norðurlöndum er 34 metra langt. Um 70 manns voru í áhöfn meðalstórs langskips (2×32, skipsstjóri, stýrimenn og hálmsmenn (halmsmen)). Sjálfur hefur hann siglt með 90 manns um borð á Íslendingi. Fjórir til fimm vanir menn geta þó stjórnað skipinu á siglingu í sæmilegu veðri. Í verri veðrum þarf fleiri, jafnvel tvær vaktir samtímis. Íslendingur ber um 30 tonn. Skipið sjálft vegur um 8 tonn, sem er um meðal víkingaskip.
Gunnar taldi að fram til 930 hafi um 20.000 manns verið flutt með skipunum til Íslands. Þá voru hér um 30.000 manns. Þetta hafi verið miklir flutningar á erfiðri siglingaleið. Skipin voru 4-5 daga í siglingu milli Noregs og Íslands, ef ekki var komið við í Færeyjum. Þau fóru 12-15 mílur á klst., á sama hraða og vindurinn. Logn var því um borð.
Hafurtask áhafnameðlima hefur viktað 8-10 tonn. Einn kistill (32) voru fyrir hverja tvo róðramenn. Sátu þeir á þessum kistlum sínum þegar róið var. Halda mætti að erfitt hafi verið um eldun um borð, en svo var ekki. Sandur var í tveimur bilum og í þeim opinn eldur eða kol – nógur ferskur matur til staðar.
Áhöfnin vildi helst taka land í sandfjöru, láta flatreka. Hún gat þá gengið nær þurrum fótum í land. Húfurinn (borð nr. 10) tók á móti og þunginn hvíldi á honum, þykkasta borðinu. Með því var skipið hallalaust að kalla. Orðatiltækið “mikið í húfi” væri komið þaðan.
Annað orðatiltæki: “of mikið í súginn”, er komið frá súgnum, verkfæri, sem notað var til að koma skinnum á hina 5000 járnnagla í skipinu. Allt járn var dýrmætt á þeim tíma. Ef naglinn var langur og skinnan gekk of langt inn á hann “fór of mikið járn í súginn”. Þá hefur járnsmiðurinn eflaust fengið orð í eyra.
Íslendingur.
Skipin voru mjög tæknilega smíðuð, sem fyrr segir, og mjög góð sjóskip. Miklu meiri kunnátta lá að baki smíði þeirra, en við gerum okkur grein fyrir. Um 1200 virðist þessi mikla þekking hverfa og nær ekki að þróast eftir það. Seinni tíma skip þróuðust út frá öðrum forsendum, sbr. skipi Kólumbusar. Þau voru ekki ekki eins góð sjóskip og víkingaskipin, en gátu borið meira. Skip Kólumbusar var því nokkurs konar “koffort” miðað við víkingaskipin.
Gunnar sagði að það hafi komið mönnum á óvart að sjá að víkingaskipin, sem grafin hafi verið upp hafi verið máluð að hluta. Þannig var Gaukstaðaskipið málað við efsta borð. Skipið var mikið skreytt, aðallega með línulegum útskurði á borðum.
Fram kom hjá Gunnari Marel að skipin hefðu venjulega verið byggð til 10 ára. Íslendingur hefði t.a.m. látið mikið á sjá á stuttum tíma, meira en á árunum á undan. Reynslan sýndi að skipin væru fljóð að grotna niður að ákveðnum tíma liðnum. Hann benti á að bæði Ásubergs- og Gauksstaðaskipin væru nú mjög viðkvæm. Viðirnir hefðu einungis þunna skel er héldi þeim saman, en að innan væru þeir orðnir að dufti. Varla mætti hnerra í návist þeirra.
Víkingaskip entust í u.þ.b. 10 ár og jafnvel lengur. Þá hafa þau eflaust verið notuð í annað, t.d. klæðningar, húsagerð, áhaldagerð o.fl. Skipin voru flest úr eik, en einnig öðrum viðartegundum. Veikasti hlekkurinn í þeim voru böndin, sem byrðingurinn var bundinn með. Þau voru úr hampi og fúnuðu. Ekki var hægt að binda skip upp að nýju nema rífa það frá grunni. Það var líka erfitt því í einu skipi voru þúsundir járnhnoðnagla. Járnið var dýrmætt og notað aftur þegar það gafst.
Landnámsmenn hafa með skjótum hætti þurft gott skjól við komuna hingað til lands. Er hugsanlegt að landnámsmenn hafi miðað fyrstu húsagerð sína, þ.e. fyrsta tímabundna íveruhúsið, við skipið? Þeir hafi hlaðið veggi, ca. 120 cm háa með svipuðu lagi og breidd og skipið ofanvert og hvolft því síðan yfir? Þannig gætu þeir hafa fengið gott þak yfir höfuðið, bæði fljótt og vel.
Íslendingur.
Skipið (þakið) hafi verið hægt að taka aftur og sigla því ef einhverjum hefði snúist hugur eða á hefur þurft að halda.
Um 70 menn voru í áhöfn langskipanna, færri á knörrum. Fjórir til fimm vanir menn gátu siglt þeim. Þyngd skipanna var um 5000 til 8000 kg (fór eftir stærð – mastur og segl, sem var laust er frátalið). Það hefur því þurft um 50 – 70 menn til að bera, lyfta eða velta einu skipi. Skipin voru ca. 23-25 metrar á lengd og ca. 3 – 5 metrar á breidd.
Giuseppe Maiorano hefur ritað um mögulega notkun skipanna sem þök í ‘Viking age ships as roofing structures in ship-shaped houses and their contribution to the origin of the Gothic Architecture.’Current issues in Nordic Archaeology, Reykjavík 2004, s. 79-84). En menn eru nú yfirleitt ekki trúaðir á þessa hugmynd – aðallega af því að þeir hafa aldrei fundið neinar sannfærandi leifar sem gætu bent til þessarar þakgerðar en líka af því að menn telja yfirleitt að skipin hafi verið notuð lengur en gefið er til kynna og verið miklu verðmætari en svo að það borgaði sig að nota þau fyrir þök. “Vel smíðað tréþak er margfalt einfaldari og ódýrari smíð en skip” (Orri Vésteinsson).
Er hins vegar er ekki með öllu útilokað, miðað við lögun, lengd og breidd landnámshúsa, að þannig hafi verið málum háttað í einhverjum tilvikum? Litlar líkur eru þó á að tóftir slíkra húsa finnist nú því bæði hafa þær þá staðið mjög nálægt ströndinni og auk þess verður að telja líklegt að sjórinn hafi nú þegar brotið þær undir sig eða byggingarefnið notað í annað.
Einstakir hlutar skips, s.s. mastrið, gætu hafa verið notað í hluti, t.d. stoðir og hluti þess hafa verið útskorið sem goðalíkneski eða gerðir úr því setbekkir við langeldinn. Kjölurinn var mikið tré og því ekki ólíklegt að hann hafi verið notaður í mæni eða annað burðarvirki.
Áhöfnin hefur áreiðanlega tekið kistla sína með sér og átt þá áfram. Ekki er vitað til þess að slíkur kistill hafi varðveist hér á landi, enda efnið forgengilegt.
Seglin voru stór og mikið efni í þeim. Ekki er ólíklegt að ætla að úr þeim hafi verið búið til nytjahlutir eða þau t.d. notuð til að klæða veggi híbýlanna.
Framangreint eru að mestu tilgátur því fátt af því hefur kvorki verið sannreynt við fornleifauppgrefti eða þess getið í rituðum heimildum. Hins vegar er ekki óraunhæft að ætla að hinn mikli efniviður hafi verið notaður að einhverju leyti eftir að upprunalegu hlutverki hans lauk. Dæmi um slíka endurnýtingu muna og gripa eru allnokkur, sbr. kléberg, járn og tré.
Íslendingur.
Víkingaskipunum var siglt víða um höf, ár og vötn. Vitað er að skipin voru notuð í a.m.k. tvennum tilgangi eftir að líftíma þeirra lauk. Annars vegar eru dæmi um að skipin hafi verið grafin með eiganda sínum að honum látnum ásamt öðrum gripum, sbr. frásagnir í Landnámu [Ásmundur var heygður í Ásmundarleiði og lagður í skip og þræll hans hjá honum] og [Geirmundur heljarskinn andaðist á Geirmundarstöðum, og er hann lagður í skip þar út í skóginum frá garði] og hins vegar munu vera til sagnir um að látnir víkingar hafi verið brenndir í skipum sínum þótt slíkt virðist ekki hafa verið tíðkað hér á landi svo vitað sé.”Víkingaöldin var einhver mesti upplausnar- og endursköpunartími sem norrænar þjóðir hafa lifað. Hún hlýtur að hafa losað um margar fornar venjur og gefið einstaklingnum meira frelsi til að velja og hafna en kreddufesta kyrrstæðra heimabyggða getur gert.”
Ótrúlega lítið hefur verið skrifað um víkingaskipin. Víkingaskipin voru með stærstu „gripum“, sem landnámsmenn, notuðu. Lítið virðist vera til af nákvæmu efni um þau sérstaklega, þangað til nýlega. Hula var yfir skipunum þangað til skipin fundust í Oseberg og Gogstad og síðan í Hróarskeldu. Síðan hafa menn mikið mælt og skoðað og komist að þeirri niðurstöðu að víkingaskipin hafi verið bæði gagnleg og góð sjóskip. Þeim hafi verið hægt að sigla langar leiðir í misjöfnum veðrum. Langskip hafi verið notuð í strandsiglingum og siglingum um ár og fljót, en knerrir á lengri leiðum þar sem flytja hefur þurft meira magn. Ekki er vitað til þess að sambærilegt skip hafi fundist hér á landi, en ljóst er að hundruðir slíkra skipa komu hingað og mörg þeirra „urðu til“ hér. Talið er að um 20.000 manns hafi verið t.d. fluttur með skipunum hingað fram til 930, auk húsdýra og aðfanga.
Skipin hafa eflaust verið notuð hér til annars en siglinga eftir að hlutverki þeirra lauk. Í þeim var mikill unninn viður og sumir stórir (mastur og kjölur). Í einu skipi voru t.d. um 5000 járnhnoðsnaglar, sem hafa verið endurnýttir. Skipin voru úr eik, svo hún hefur enst eitthvað eftir úreldingu skipanna (entust í u. þ.b. 10 ár (sumir telja þó að þau hafi enst lengur) , en þá fúnaði hampbindingin, sem byrðingurinn var bundinn með við tréböndin. Ekki er útilokað að einhverjar leifar þessa eigi einhvern tímann eftir að sjá aftur dagsins ljós í uppgrefti hér á landi. Annars voru skipin þung, ca. 5-8 tonn, svo ekki hefur verið farið langt með þau á landi í heilu lagi.
Íslendingur.
Skipagrafir hafa ekki fundist hér á landi, en bátakuml hafa fundist. Þau gefa óljósa mynd af byggingu, gerð og notkun skipanna, en þó einhverja. Þau gefa a.m.k. til kynna grafarsiði frá víkingatímabilinu.
Víkingaskipunum sem gripum, smíði þeirra, gerð og notkun, hefur ekki verið mikill gaumur gefinn, a.m.k. ekki hér á landi. Ástæðan er kannski helst sú að menn hafa ekki átt von á því að finna leifar slíkra skipa eða hluta þeirra hér eftir svo langan tíma frá “hvarfi” þeirra. Hér er þó bæði um forvitnilegt og áhugavert efni að ræða, ekki síst í forleifafræðilegu tilliti. Mikilvægt að hafa tilvist víkingaskipanna í huga við einstaka uppgrefti. Þá er og ekki með öllu útilokað að skipaleifar kunni að finnast í vatni, mýri eða í sjó hér við land, sbr. Kolkuós.
Ekki var hjá því komist að tvinna saman sagnfræði- og fornleifafræðiupplýsingar við gerð ritgerðarinnar, enda engin ástæða til skarpra skila þar á millum. Mestu máli skiptir að reyna að upplýsa sem mest um víkingaskipin sem “gripi”, uppruna, smíði þeirra, gerð og notkun þannig að sem heilstæðust mynd fáist af viðfangsefninu. Fornleifafræðin hefur áorkað miklu í því sambandi og á eflaust eftir að grafa upp enn meiri vitneskju um þau í framtíðinni.
Nú er víkingaskipið Íslendingur til sýnis við Stekkjarkot í Njarðvík. Gunnar Marel er þar ávallt nærtækur og reiðubúinn að fræða áhugasamt fólk um smíði og sjóhæfni skipsins.
ÓSÁ tók saman.
Íslendingur í Víkingaheimum.
Eiríkur á Vogsósum – Bókin úr álfheimum
Sagan segir að séra Eiríkur á Vogsósum, mesti galdraprestur, sem uppi hefur verið, hafi komist yfir mestu galdrabók allra tíma; Gullskinnu. Til að koma í veg fyrir að bókin kæmist í hendur óvandaðra manna gróf hann hana í Kálfsgili undir Urðarfelli ofan Strandardals. Þar átti bókin að bíða þess að einhver þyrfti hennar nauðsynlega við til góðra verka. FERLIR fann bókina fyrir skömmu áður en henni var ætlað að hverfa undir urðina í jarðskjálfta er reið yfir í þá mund er hönd var á hana fest.
Í Strandardal.
Sögnin um bókina er í Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Þar segir að „einhverju sinni kom skip á Eyrarbakka; var þar á skipherra er leit út fyrir að vera þar eigi allur er hann var séður.
Meðal annars flutti hann á land brennivínsámu er á voru tvær tunnur og bauð hann hvorjum er bæri ámuna inn í sölubúð brennivínið af henni. Gengu þá margir að og vildu freista þess, en enginn gat látið renna vatn undir hana.
Þá gekk að maður er Jón hét, sterkligur og fílefldur; hann tók ámuna og bar inn í sölubúð. Stýrimaður roðnaði fast og mælti að hann skyldi finna hann að sumri.“ Gekk svo á viðskiptum þeirra tvo vetur til viðbótar. Enda þau með því að stýrimaður „verður nú reiðastur og segir honum að koma út á skip með sér. Leggur hann þá Jóni á herðar að sækja bók sem væri sama í og þeirri er hann ætti, en bókinni lauk hann upp sem snarast hann kunni og lét strax aftur. Fékk Jón eigi annað að sjá og fer með það.
Ræður faðir hans honum að finna Eirík prest á Vogsósum. Tappar hann þá tvö anker af tunnunni og heldur með það út að Vogsósum; gefur hann Eiríki presti annað ankerið.
Eiríkur spyr hann að: „Hvað er þér á höndum ljúfurinn minn?“
Jón segir honum málavöxtu alla. Eiríkur prestur spyr hann hvort hann muni eftir nokkru letri er á henni var eða geti myndað stafi eftir þeim er í henni voru. Jón kveðst það mundi kunna, og er prestur sér stafina mælti hann:
Krýsuvíkurkirkja.
„Það hefur verið sú hin versta galdrabók sem til er og mun þér þungt veita að ná henni, en þú verður hérna í nótt.“
Að morgni fær prestur honum bréf og segir honum að ganga beint á Svörtubjörg er standa spölkorn fyrir norðan Hlíð, bóndabýli í Selvogi; muni hann svo um sjá að hann hitti þar kotbæ; (enn sést móta fyrir bæ þessum) skuli hann þar heim ganga og fá bónda bréfið.
Jón gerir sem prestur býður honum; kemur hann að bænum og hittir þar konu aldraða og stúlku; aldraðan mann sér hann þar og, og fær Jón honum bréfið. Kall biður hann inn ganga.
Er hann hafði lesið bréfið sagði hann: „Sízt hugða eg að Eiríkur prestur vildi mig feigan. Þó skaltu dvelja hér í vetur, en ég mun eigi heima verða, og máttu mig feigan telja verði ég ei kominn á enn fyrsta sumardag.“
Líkar Jóni þar vel og koma þau bóndadóttur sér vel saman. Á sumardagsmorguninn fyrsta kom karl. Fékk hann Jóni bókina og bréf með til Eiríks prests. Kvaðst hann þann vetur í þyngstar þrautir komið hafa; hefðu þrjár álfkonur geymt bókina í undirheimum og haft að leik að henda henni milli brjósta sinna.
Segir hann honum og að dóttir sín sé eigi heilbrigð og muni það vera af hans völdum. Sagðist hann vilja að hann kæmi til sín alfarinn er hann hefði bókinni skilað. Játaði Jón því og heldur síðan niður að Vogsósum.
Eiríksvarða á Arnarfelli.
Fær hann Eiríki presti bréf kalls og bókina. Verður Eiríkur honum feginn og segir hann Jóni að hann hafi hjá álfafólki dvalið þann vetur. Segir hann Jóni að henda bókinni í brjóst stýrimanni er hann komi í land af skipinu.
Síðan heldur Jón austur á Eyrarbakka og bíður þess að skipið kemur; og er stýrimaður rær í land bát sínum rær Jón á móti honum og sendir bókinni á brjóst honum svo stýrimaður fellur aftur á bak í sjóinn og varð eigi bjargað. En með styrk Eiríks prests kemur bókin aftur í höndur Jóni og gefur hann hana Eiríki presti og heldur síðan til kallsins og hefur eigi síðan af honum spurzt.“
Þessi galdrabók var færð í íslenskt letur á 17. öld. Höfundur er sagður vera ókunnur. Þá voru menn brenndir á báli fyrir galdra. Handrit þetta er merkasta heimild sem til er um galdra eins og þeir voru iðkaðir á 17. öld. Raunar á þetta handrit sér enga hliðstæðu í Norður-Evrópu enda var slíkum ritum tortímt eftir fremsta megni á galdratímanum. Handrit þetta sýnir svo ekki verður um villst að hin forna heiðni hefur varðveist fram eftir öldum, og beðið síns vitjunartíma, 17. aldar, en þá brýst forneskjan fram af fullu afli hér á landi í formi galdraskræðna sem bárust frá manni til manns þrátt fyrir boð og bann – brennubækur á brennutíð. Hér opnast mönnum heillandi heimur heiðni, rúna og goðsagna, og svo hugarfar sem lifði í andstöðu við kristnina öldum saman. Svona bók var sálumorð og eldsvoði að mati yfirvalda, þetta voru bannlýst og hættuleg fræði. Sá sem fór með slíka bók var vítisverð eldsfæða; og hann uppæsti reiði Guðs sem sökkt gat landinu líkt og blýhnetti í botnlaust djúp ef ekkert var við gjört. Engu að síður var fátt eftirsóknarverðara en galdrabókin, uppspretta máttarins. Fábrotnari afrit voru til, s.s. gráskinna séra Þorkels og rauðskinna Gottskálks biskups.
Eiríksvarða á Svörtubjörgum.
Galdrabókin er ekki þjóðsaga eða tilbúningur seinni tíma, heldur er hún safn galdratækja, raunveruleiki, sem fólk hætti lífi sínu fyrir. Þessi bók var lífsháski. Hér má sjá fordæðuskap eins og hann var verstur, dauðagaldur sem lýsir hryllingi og öfgum; en á báðar síður er fjölkynngi sem snýr að vandamálum daglegs lífs, reynt er að verjast sjúkdómum, slysum, illum vættum og óvinum; og hér fléttast saman hefðir úr norrænni heiðni, kaþólskri kristni og kabbalískri dulspeki. Bókin er að þessu leyti miklu merkilegri en aðrar skræður sem varðveist hafa frá 16. og 17. öld, brotakenndar og smáar að vöxtum. Þær innihalda ekki svartan galdur eða fordæðuskap líkt og þessi bók sem er einstök í sinni röð.
Saga Galdrabókarinnar er bæði óljós og einkennileg. Sennilega hefur hún verið skrifuð í byrjun 17. aldar. Annarsvegar eru bænarþulur þar sem æðri máttarvöld eru kölluð til aðstoðar þeim sem galdrar. Hinsvegar eru særingar eða formúlur sem byggjast á mætti galdramannsins sjálfs. Kraftur þeirra vaknar við sniðbundið tal, mæltan eða skrifaðan texta, eða þá stafagerð sem stundum tengist táknrænni athöfn. Í nokkrum tilvikum er notast við kristilegt táknmál, s.s. ritningarstaði; heitið er á heilaga þrenningu, postula og engla. Þessar þulur eiga sér kaþólskar fyrirmyndir en blandast iðulega saman við syrpur af kabbalískum toga. Stundum er kristilegu táknmáli steypt saman við heiðinn galdur, einkum er líður á handritið, en það bendir til að kaþólsk orðræða hafi orðið hættulegri með tímanum, og um leið hentugri til notkunar í göldrum.
Heimild m.a.:
-Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar.
Strandardalur.
Leiran I
Gengið var um Leiruna.
flest kennileiti fyrrum búsetu útsvegsbændasamfélags eitt þúsund ára hefur verið svo að segja þurrkað út með þegjandi sam-komulagi athafnamanna, þ.e. golfvallagerð, þrátt fyrir fjölmargar undirliggjandi búsetuminjar sem og örnefni á svæðinu kveði á um annað.
Árið 1886 breyttist hreppaskipanin á Reykjanesskaga með þeim hætti, að hinum forna Rosmhvalaneshreppi var skipt í tvennt og nýr hreppur stofnaður. Hann hlaut nafnið Miðneshreppur og náði yfir ysta hluta skagans vestan Hafnarhrepps. Innri hlutinn náði yfir Keflavík, Leiru og Garðinn, að mörkum Útskála og Kirkjubólshverfis og hélt sínu forna nafni. Þegar Miðneshreppur hlaut kaupstaðaréttindi 3. desember 1990 var hann nefndur Sandgerði.
Þann 15. júní 1908 var sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu sent bréf frá stjórnarráði Íslands um breytingu á takmörkum Rosmhvalaneshrepps og Njarðvíkurhrepps. Í því kom m.a.. fram, að Njarðvíkurhreppur ásamt landi jarðarinnar Keflavíkur skuli vera hreppur útaf fyrir sig, er nefnast ætti Keflavíkurhreppur og Rosmhvalaneshreppur að fráskilinni jörðinni og kauptúninu Keflavík skuli vera sjálfstæður hreppur og heita Gerðahreppur.
Þegar jarðabókin var tekin saman árið 1703 voru alls sextán jarðir í byggð í Garði og Leiru auk Útskála. Jarðirnar voru þessar: Hrúðurnes, Stórihólmur, Litlihólmur, Gufuskálar, Meiðastaðir, Ívarshús, Kothús, Varir, Brekka, Skeggjastaðir, Gauksstaðir, Gerðar, Miðhús, Lambastaðir, Rafnkelsstaðir og Krókur og að auki er getið hinna fornu Heiðarhúsa, sem stóð á heiðinni upp af Meiðastöðum og Rafnkelsstöðum, og enn má sjá leifar af. Heiðarhús varð klausturseign og síðar konungs, líkt og flestar jarðirnar á svæðinu. Síðar fór hún í eyði, en var nýtt frá nærliggjandi jörðum.
Mörk Sveitafélagsins Garður liggja frá Garðskagatá um Skálareyki og um fríhöfn flug- stöðvar-byggingarinnar á Keflavíkurflugvelli. Eystri mörk liggja frá flugstöðvar-byggingunni að mörkum heiðinnar fyrir ofan Sandgerði og þaðan í vitann á Hellisgnípu. Margt norðan við þessa línu er í rauninni stórmerkilegt, ef vel er gaumgæft. Táknrænt er að kirkjugarður Keflvíkinga skuli vera á mörkunum – og rúmlega það. Hluti hans teigir sig inn fyrir mörk Garðs, en það er í raun lýsandi dæmi um mikinn og jafnan áhuga sunnanmanna á landssvæðinu þar fyrir norðan. Má nefna golfvöllinn nýjastan í því sambandi, en áður útræðið. Haga fyrir hross sín sækja Keflvíkingar og til Garðs.
Töluverðar breytingar hafa síðustu áratugi átt sér stað í Garðinum. Leiran er komin í eyði og á landi landnámsjarðarinnar Stóra-Hólms er nú með betri golfvöllum landsins. Golfararnir mættu af og til staldra við af og til milli högga og íhuga um stund hina merkilegu sögu svæðisins fyrrum.
Leiran, milli Keflavíkur og Garðs, er einkar áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Fyrst má nefna að
Nefna má að Leiran fóstraði og brauðfæddi eitt fjölmennasta mannsamfélag á Suðurnesju um tíma og eiga margt manna og kvenna uppruna sinn þangað að rekja.
Rosmhvalaneshreppur var væntanlega til frá upphafi hreppaskipunar við lögtöku tíundarlaga 1097, þar til farið var að breyta skipun og mörkum þessara sveitarfélaga á ofanverðri 19. öld. Rosmhvalaneshreppur átti Njarðvíkurjarðirnar, en missti þær úr sínu umdæmi 1596. Hreppurinn náði yfir allan ytri hluta Reykjanesskagans og átti land að Hafnarhreppi og Grindvíkurhreppi að austan og Vatnsleysu-strandarhreppi að norðan.
Keflavíkurkauptún komst fljótt í landþröng, enda Keflavíkurjörðin afar smá og var þá brugðið á það ráð árið 1891 að löggilda hluta af landi Njarðvíkurhrepps sem verslunarlóð Keflavíkurkauptúns og eftir það var kauptúnið í raun í tveimur hreppum.
Takmörk hins nýja Keflavíkurhrepps voru þáverandi takmörk Njarðvíkurhrepps og gagnvart Gerðahreppi, landamerki jarðarinnar Keflavíkur. Hélst friður um þau mörk í nærfellt 6 áratugi eða þar til 14. maí 1966, að samþykkt voru lög frá Alþingi, þar sem hreppamörk Gerðahrepps og Keflavíkur voru færð til norðurs og dregin frá Hólmbergsvita í háspennulínu ofan þjóðvegar. Nafni Gerðahrepps var breytt í Sveitarfélagið Garð þann 27. janúar 2004.
Leiran mun hafa dregið nafn sitt af leirunni með lágri ströndinni milli Hólmsbergs og Rafnkelsstaðabergs. Í dag er hún að mestu horfin, en hærri bakkar komnir í hennar stað. Bæði hefur gróið land sumstaðar náð lengra út (sbr. Leiruhólma, sem eitt sinn var útgerðarstaður), en sjór brotið það smám saman líkt og annars staðar á Suðurnesjum, og auk þess hefur bökkum, sem draga nöfn sín af einstökum bæjum næst ströndinni, verið hlaðið upp ofan hennar og tún ræktuð efra.
Það er samdóma álit eldri manna að sandstrandir og leirur hafa verið á undanhaldi með ströndum Faxaflóa á síðastliðnum áratugum, enda mikill sandur verið tekinn víða til húsbygginga í langa tíð. Í Leiru og Garði, ystu byggð Reykjanesskagans, hafa minjar, sem voru svo algengar hér áður fyrr, og þóttu bæði svo sjálfsagðar og eðlilegar, að ekki tók að minnast á þær í annálum eða sérstökum lýsingum, fengið að vera óáreittar. Einkum er þær að finna í Út-Leirunni, ofan og innan við Réttarholt sem og vestan við íþóttahúsið í Garði. Þessar minjar eru og verða dýrmætari eftir því sem tíminn líður. Líta má á þær sem verðmæti komandi kynslóða.
Áttir í Leiru og Garði voru jafnan einungis tvær; inn og út. Þannig var Leirunni jafnan skipt upp í Innleiru (Hólmshverfið) og Útleiru (Gufuskálahverfið) og Garði var skipt upp í Inn-Garð (Rafnkelsstaðir og Meiðastaðir) og Út-Garð (Útskálar, Miðhús og Lambastaðir með Mið-Garð eða Gerðahverfið á milli. Hefur þetta sennilega verið gert til einföldunar því ströndin liggur milli átta; norðvestur og suðaustur. Líklega hefur fólki fundist lítt ágreiningslaust að ákveða mörk áttanna (vestur og norður annars vegar og austur og suður hins vegar) hverju sinni, og því einfaldað þau til ágreiningsléttingar. Víða má sjá á letri hvernig íbúar á tilteknum svæðum hafa komið sér saman um viðurkennd viðmið á meðan aðkomufólk virtist hafa notað sín eigin. Þannig hefur á stundum komið upp misskilningur um leiðir og staðsetningar, allt eftir því hver um fjallar.
Um aldamótin 1900 voru eftirfarandi bæir syðst í Leirunni, auk hjáleiga og tómthúsa. Innsta húsið í Inn-Leiru hét Bergvík. Bergvík var samheiti á bæjum þeim, er mynduðu hálfhring eða skeifu umhverfis geysimikinn mel innst undir Ritunýpu, sem er vestasta nýpan af fjórum á leiðinni til Keflavíkur. Býlin í Bergvík voru nefnd eftir eigendum sínum eða ábúendum, s.s. Einarskot, Brandskot eða Margrétarkot, Guðrúnarkot, Pálsbær og Bakki.
Það mikla og raunalega atvik skeði milli jóla og nýárs aldamótaárið, að eldur kom upp í Melbæ að í ofsaroki að næturlagi og brann þar allt sem brunnið gat og þar á meðal 2 kýr í fjósinu. Mannskaði varð þó ekki og bjargðist fólkið allt, fyrst og fremst fyrir dugnað húsbóndans og áræði, en við björgunarstarfið skaðbrenndist hann bæði á höndum og andliti. Dóttir hjónanna brenndist einnig mjög mikið.
Á göngu um Leiru var tækifærið notað til að rifja upp sögu og sjósókn í Garði (Inn- og Út-Leiru og -Garði).
Síðan fer engum sögum af búskap í Leiru þar til 1703, að manntal fór fram, en þá voru 4 býli í Leiru og íbúar um 51. Á Stóra-Hólmi töldust 26 til heimilis, 6 á Litla-Hólmi, 7 í Hrúðurnesi og 15 á Gufuskálum. Þrettán býli voru orðin í Leirunni árið 1801 og íbúarnir 74. Þeim hafði fækkað niður í 6 árið 1836. Eftir það færðist nýtt líf yfir plássið og býlin urðu 12 og íbúarnir 82. Árið 1870 eru Leirumenn orðnir 138 og býlin orðin 16. Árið 1950 voru aðeins 5 býli eftir í Leirunni og árið 1960 stóð Stóri-Hólmur þar einn eftir.
Á árabilinu 1631 til 1910 hafa svo vitað sé 14 skip og bátar farist er gengu úr Leirunni. Af þessum fleytum fórust 68 menn, þar af tvær konur. 23 menn fórust á þessu tímabili af Gufusskálaskipunum, 15 af Litla-Hólmsskipunum og 8 af Stóra-Hólmsskipunum, en færri af öðrum.
Guðmundur A. Finnbogason segir frá Leirunni í Lesbók Morgunblaðsins; „Leiran slagaði eitt sinn upp í Keflavík. Hún var þyrping fátæklegra býla með ofurlitlar grasnytjar, en lífsbjörgin kom umfram allt upp úr sjónum. Nú býr þar enginn, bærinn á Stórhólmi stendur einn eftir, en þotur koma í lágflug inn yfir þessa grænu vin, þar sem Suðurnesjamenn koma nú saman í frístundum og leika golf. Leiran var á landnámsöld einn þeirra staða við sunnanverðan Faxaflóa sem Ingólfur landnámsmaður Arnarson skenkti Steinunni gömlu frænku sinni. Hún hafði átt Herlaug bróður Skalla-Gríms, sem nam land á Mýrum og hún bjó í Leiru eða sem hét Hólmur og síðar Stóri-Hólmur eða Stokkhólmur.
Leiran var á sínu blómaskeiði eitt af allra bestu fiskiþorpum við sunnanverðan Faxaflóa. Þar var róið sem víða annars staðar svo til árið um kring. Vetrarvertíðir voru þó almesti sjósóknatíminn og oftast allra besti fiskitíminn. Úr Leirunni var oft hægt að sækja til fiskar á bæði borð, þegar frá landi var komið.
Innnesingar voru þeir nefndir er komu suður í Leiru í byrjun vetrarvertíðar með skipshafnir sínar til að róa þaðan.“ Ofan við Hólm eru rústir Steina, en þar vilja sumir meina að Steinunn gamla hafi búið.
Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er kveðið á um að Steinunn gamla hafi fengið Rosmhvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og er talið að hann hafi haft bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru.
Til gamans, svona í lokin, var fróðlegt að fylgjast með atferli aðdáenda golfvallarins; hver og einn einasti hafði allan tímann „fógusinn“ á lítilli kúlu, sem hann ýmist sló frá sér að dró, en enginn virtist hafa áhuga á minjagildi svæðisins m.t.t. þess fólks er þar bjó – og dó.
Með svolítilli hugsun og nærgætni mætti svo auðveldalega sameina annars vegar nútímaáhugaefnin og tengslin við fortíðina.
Uppdráttur og staðsetning bæja og örnefna er byggður á nokkrum slíkum frá því á 20. öld sem og viðtölum við kunnuga (sjá meira síðar). Má þar nefna loftmyndaörnefni Ófeigs J. Ófeigssonar frá 1987, en hún hangir nú upp á vegg í Golfskálanum í Leiru.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Kjós – landnám og réttir
Ætlunin var að staðsetja tvær fyrrum lögréttir Kjósverja með sögulegu ívafi. Um var að ræða grjóthlaðnar réttir.
Landnámabók segir um landnám í Kjósinni: „Ingólfur nam land milli Ölvisár og Hvalfjarðar, fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár og öll nes út“. Orðin “fyrir utan Brynjudalsá” benda að vísu ekki til, að allur Brynjudalur hafi tilheyrt landnámi Ingólfs, en þó er Þorsteinn Sölmundarson, er nam Brynjudal allan, talinn nema í landnámi Ingólfs. Bústaður þeirra feðga, Þorsteins og Refs gamla, sonar hans er talinn í Múla, sem er norðan árinnar. Má því ætla að norðurtakmörk Ingólfslandnámsins hafi verið hin sömu, sem voru sýslutakmörk um aldir. (Með nýlegri lagabreytingu eru stjórnsýslumdæmi sýslumanna miðuð við sveitarfélagamörk og sveitarfélög voru samsett af landi þeirri jarða, sem í sveitarfélaginu voru. Við þetta breyttust sýslumörk á þessum stað, þar sem land Stóra Botns var áður bæði í Borgarfjarðarsýslu og Kjós, en eru nú einungis í stjórnsýsluumdæmi sýslumanns í Borgarnesi).
Heimildir um landnám – og réttir.
Svartkell hinn katneski nam land fyrir innan Mýdalsá (Miðdalsá), milli hennar og Eilífsdalsár, sem gengur nú undir nöfnunum Dælisá og Bugða og fellur í Laxá nokkurn spöl frá sjó. Svartkell bjó fyrst á Kiðjafelli, en síðan á Eyri.
Valþjófur Örlygsson hins gamla á Esjubergi nam Kjós alla segir Landnáma, og bjó að Meðalfelli. Eftir því sem skýrt er frá takmörkum nágrannalandnámsmanna má sjá að Valþjófur hefur numið landið á milli Eilífsdalsár og Laxár allt upp til fjalla.
Hvamm Þórir nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Mörkin að landnámi Þóris eru greinileg.
Þorsteinn Sölmundarson nam land frá Fossá að Botnsá, Brynjudal allan. Nokkuð af landnámi hans það sem milli er Brynjudalsár og Botnsár, liggur utan landnáms Ingólfs. Þess er ekki getið í Landnámu hvar Þorsteinn hafi búið, en í Harðar sögu segir, að Refur hinn gamli sonur hans, hafi búið á Stykkisvelli í Brynjudal, en Þorbjörg katla móðir Refs hafi búið í Hrísum. Bæði þessi bæjarnöfn eru nú löngu týnd, en Hrísar munu vera sami bær, sem nú nefnist Hrísakot.
Afréttarmál og ítök:
Í lýsingu Reynivallarsóknar 1840 eftir séra Sigurð Sigurðssona er fjallað um afréttarmál í sókninni. Segir þar að eftirfarandi svæði séu notuð fyrir geldfé á sumrum: Múlafjallið, dalnotnar í Botnsdal og Brynjudal, Kjölfjallið með tilheyrandi dölum og dældum. Seljadalur og landið fyrir framan Hækingsdal og í kringum Stíflisdal.
Í lýsingu Björns Bjarnarsonar (1937) á Kjósarsýslu segir að afréttarland eigi sveitin ekki, en landrýmisjarðir séu nokkrar og aflögufærar um sumarhaga, mest Ingunnarstaðir. Þá segir að sauðfjárréttir í Kjós séu tvennar, Fossárrétt fyrir norðursveitina og Eyjaréttir fyrir sveitina sunnan Laxár.
Í bókinni “Göngur og réttir” II eftir Braga Sigurjónsson er fjallað um afréttarmál í Kjós. Segir þar eftirfarandi: “Göngur og réttir í Kjósarhreppi munu hafa verið með líku móti svo öldum skiptir, svo sem þær voru á fyrstu tugum þessarar aldar (tuttugasta öldin) og hér verður lýst í stórum dráttum.”
Brynjudalsfjalllendi frá Þverá austan Þrándarstaða að Botnsá, þ.e. norðurhluti Kjalar, Botnssúlur, Hvalfell og Múlafjall og Brynjudalur allur. Þá var stór hluti af landi Stóra Botns á þessu leitarsvæði, þ.e. allt land þeirrar jarðar sunnan Botnsár.
Þá er lýst fjallahring Kjósar, sem er Esjan að Svínaskarði, þá Skálafell og Sauðafell að Kjósarskarði, þá Brattfell og Kjölur að Leggjabrjót, þá Botnssúlur að Hvalskarði og Múlafjall að Botnsá. Bragi segir að sauðfé hafi fyrrum verið haldið meir til fjalla en þegar hann ritar bók sína, þar sem lítið var um girðingar um tún og engjar. Leitardagur var eftir fjallskilareglugerð ákveðinn í 22. viku sumars og varð að nota hann, hvernig sem viðraði. Sveitarstjórn gaf út fjallskilaboð, sem gekk boðleið um sveitina. Þetta var mikið skjal því leitarsvæðin voru mörg og hver einasti bóndi sveitarinnar um 50 talsins, þurftu að gera fjallskil. Leitarstjórar voru skipaðir á hvert leitarsvæði.
Laxá skipti sveitinni í tvo hluta. Sunnan Laxár voru leitarsvæðin Eyrarfjall, Meðalfell og dalir Esjunnar ásamt umhverfi; Eilífsdalur, Flekkudalur, Eyjadalur og Svínadalur og Fremrahálsland að sýslumörkum Árnessýslu, en þau eru um hæstu toppa Sauðafells og Brattafells.
Norðan Laxár voru tvö samfelld leitarsvæði. Var annað
Hitt leitarsvæðið norðan Laxár var frá sýslumörkum við Árnessýslu í Kjósarskarði milli Sauðafells og Brattafells, Hækingsdals-, Þrándarstaða-, og Fossárlönd og allur Reynivallaháls. Nú á dögum eru göngur og réttir ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem áður var. Hver bóndi smalar sitt umráðaland og kemur úrgangi til lögréttar, en hún er í Möðruvallalandi og heitir Kjósarrétt.
Með bréfi sýslumanns þann 18. júlí 1977 var þeim Tryggva Einarssyni bónda í Miðdal, Mosfellshreppi og Oddi Andréssyni, Neðra Hálsi, Kjósarhreppi falið af sýslunefnd Kjósarsýslu að gera afréttarskrá fyrir sýsluna með tilvísun til 6. gr. laga 42/1969. Í svarbréfi þeirra til sýslumanns kemur þetta fram: “Við nána athugun höfum við komist að þeirri niðurstöðu að afréttur hafi ekki verið til í Kjósarsýslu samkvæmt skilingi okkar á merkingu þess orðs, þar sem öll lönd innan sýslunnar“.
Eyjaréttin er torræðari. En með aðstoð Páls Ingólfssonar á Eyjum I var hægt að ganga að henni vísri. Páll sagðist oft hafa leikið sér í réttinni á unga aldri og hann myndi vel eftir henni. Þetta hafi verið hlaðin rétt, en þegar Jóhannes, kennur við Bónus, hefði byggt sér sumarbústað við vestanverða réttina, norðan Meðalfellsvatns, hafi mest af grjótinu verið tekið úr réttinni og sett undir bústaðinn. Í dag (árið 2008 er FERLIR fór í vettvangsferð á staðinn) má þó enn sjá leifar réttarinnar og lögun hennar í túni innan girðingar er umlykur sumarbústaðinn. Leitt er til þess að vita að þarna hafi fornt mannvirki farið forgörðum fyrir lítið án þess að nokkur hafi gert athugasemd við það á þeim tíma. Varla er þó ástæða til að forviðrast því slíkt virðist vera að gerast víða um land enn þann dag í dag. Að sögn Sigurbjörns Hjaltasonar að Kiðafelli var þjóðvegurinn lagður yfir efri hlutann á réttinni árið 1953.
Kjósarréttin fyrrnefnda er nýleg, steinsteypt rétt nálægt Möðruvöllum, en þarfnast viðhalds.
Grindarskörð – Kerlingarskarð – Bollar
Eftirfarandi fyrirspurn barst FERLIR um Bollana ofan Grindarskarða.
óribolli, Miðbollar og Syðstubollar. Syðribollar væri þó fremur réttnefni því að aðeins einn bolli getur verið syðstur. Ennfremur að einungis Stóribolli sé nafngreindur sem slíkur en aðrir „bollar“ kallaðir Grindaskarðahnjúkar. Þar að auki segir Jón Jónsson að næstu bollar við Stórabolla heiti Tvíbollar og aðeins gígurinn í þeim stóra eigi að bera nafnið Stórabolli – ekki fellið sjálft. Það er þó væntanlega búið að vinna sér hefð og skilgreinist sem hluti fyrir heild.“
„Mig langar til að forvitnast um hvað þið (Ferlir.is) nefnið bollana í Grindaskörðum. Ég hef vanist Stóribolli, Miðbollar og Syðstibolli. Einnig séð: St
Framangreint er reyndar allt rétt – svo langt sem það nær. Öll nöfnin hafa heyrst og verið skráð af ýmsum, einkum í seinni tíð.
Áður fyrr var einungis tala um Bollana og/eða Grindaskarðshnúka, sem reyndar er rangnefni því Grindaskörð eru utar (norðan við Stóra bolla), en Kerlingarskarð þar sem nefndir Grindarskarðshnúkar eru. Reyndar hafa menn kallað Kerlingarskarðið Grindarskörð í seinni tíð.
Á landakortum eru tilgreindir Stóribolli, Miðbollar og Syðstubollar. Stóribolli er greinilegur úr fjarlægð sem og Miðbollar. Um er að ræða nokkra gíga utan í aðalgígnum (Miðbolla), einum þeim fallegasta á brúninni. Um Syðstubolla gildir annað því þeir sjást ekki neðan frá. Þeir eru minni og rétt innan (ofan) við Grindarskarðshnúka. Þeir koma í ljós þegar komið er upp á brúnina, vestan við Hlíðarveginn og beygt er til vesturs, að ofanverðum Draugahlíðum. Grindarskarðshnúkarnir eru hins vegar tindarnir vestan Kerlingarskarðs og eru ekki gígar. Um þá liggur leið (styttingur) ofan frá námusvæðinu í Brennisteinsfjöllum.
Gísli Sigurðsson lýsti Selvogsgötunni og örnefnum á henni á sínum tíma. Hann talar um bollana þrjá. Þá lýsti Ólafur Þorvaldsson leiðinni, en fer skarðsvillt. Konráð í Selvogi lýsir Suðurfaraleiðinni (en svo nefndu Selvogsmenn Selvogsgötuna). Þegar herflugvél fórst þarna ofan við á stríðsárunum var slysstaðurinn tilgreindur Bollar. Þorkell Kristmundsson frá Stakkavík (síðar Brunnastöðum), sem fór þarna oft um talaði einungis um Bollana. Annars fór hann, og bræður hans, Múlann (Fagradalsmúla). Sama nafni nefndi Eggert bróðir hans hábrúnina. (Greiðfærasta leiðin milli Stakkavíkur og Hafnarfjarðar er um Múlann, Breiðdalshraunið, Eldborgina og um Stakkavíkurstíg ofan Selsstígs (munar tveimur tímum). Hún er jafnframt sú fallegasta).
Í einni lýsingunni segir: „Á leiðinni upp í skarðið blasir Stóri bolli, Tvíbolli og Þríbolli við, en eru einu nafni nefndir Bollar eða Grindaskarðshnúkar.“ Hér er talað um Tvíbolla og Þríbolla, auk Stóla bolla. Hægt væri að tala um, líkt og Jón gerði, Tvíbolla vestan Stórabolla. Miðbolli og Syðstubollar eru þó aðskilin gígasvæði, bæði með nokkrum gígum (3-5). Kóngsfellið (sunnan Miðbolla) er hluti af þessum gígum og mætti því vel teljast til Bollanna. Þar hittust fjárkóngar Grindvíkinga, Hafnfirðinga (Seltjerninga) og Ölfusmanna við upphaf leita á haustin.
Svona til smábúbótar; Selvogsgatan lá um Grindarskörð (austan við Stórabolla). Þá var einnig farið um Kerlingarskarðið, en einungis fótgangandi eða með lausbeislað. Undir Kerlingarskarði eru tóftir húss námumanna í Brennisteinsfjöllum. Þegar Hlíðarvegurinn var varðaður með stefnu á Kerlingarskarðið tók fólk hann sem Selvogsgötuna. Þá leið hafa leiðsögumenn farið með heilu hópa og talið sig vera á Selvogsgötunni. Selvogsgatan liggur hins vegar frá Stórabolla niður með Litla-Kóngsfelli og um Hvalsskarð, Hlíðardal, Strandardal og áfram niður um Strandarhæð. Hún er vel greinileg, en vörður eru flestar fallnar, nema kannski gatnamótavörður á tveimur stöðum (Heiðarvegur og afleggjari yfir á Hlíðarveg).
Grindaskörð og Bollar. Helgafell nær.