Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“, árið 2011 er fjallað um jörðina Bakka (Litlabæ og Bjarg). Þar segir m.a.:
Bakki

Bakki , Bjarg og Litlibær- lofmynd 1954.
1703 var jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Bakkakrókur eyðihjáleiga 1703. [1379]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI III 340) [1477]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI VI, 124). Bjarg var tómthús frá Kálfatjörn en fór í eyði 1934 og sameinaðist Bakka. Litlibær var tómthús í upphafi (fyrir 1884), en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. (GJ: Mannlíf og mannvirki, 333-340). Bakki (nýi) fór í eyði árið 1963 (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10). „Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó út, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni“ (GJ:Mannlíf og mannvirki, 337). „Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn“ (ÁÓ: Strönd og Vogar, 183).

Bakki 2020.
1703: „Túnin fordjarfast af sands og sjáfarágángi árlega meir og meir, og þarf ábúandinn með kostnaði og ómaki sandinn af að moka og burt að færa. Engjar eru ongvar. Útihagar lakir um sumar, um vetur nær öngvir, nema fjaran.“ JÁM III, 146. 1919: Tún 1,5 teigar, 760m2. „Norðan eða innan Móakots og Kotagirðingar, þar sem nú eru býlin Bakki og Litlibær ásamt því landi öðru, sem innan Heiðargarðs er frá Móakotsmörkum, var um langan aldur kúabeit frá Kálfatjörn, kölluð Kálfatjarnargirðingar. En þetta hafa áður verið tún og beitarland Bakka hins forna býlis, er þar var, en lagðist í eyði vegna sjávarágangs og lagðist þá undir Kálfatjörn“ (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 9). Eftir að bærinn á Bakka var síðast fluttur vegna sjávarágangs árið 1904 fékk ábúandi smám saman útmælt land og ræktaði tún allt frá sjó að Heiðargarði (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10).

Túngarður ofan Bjargs.
Óljóst er hversu mikið land hefur upphaflega tilheyrt jörðinni Bakka. Í örnefnaskrá Kálfatjarnar (4) segir að Kálfatjörn tilheyri „innangarðs allt hið forna Bakkaland að svo miklu leyti, sem það hefur ekki verið selt á leigu og erfðafestu handa Bakka (Nýja), Bjargi og Litlabæ.“ Líklegt er að Bakka hafi að fornu a.m.k. tilheyrt land frá Bakkarkóki að túnmörkum Nýja-Bakka á móti Kálfatjörn. Einnig eru líkur til þess að jörðin hafi átt land áfram upp í heiðina eins og flestir aðrir bæir á ströndinni.
„Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […]. Nálægt síðustu aldamótum var sjór farin að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“

Bjarg.
Gamli-Bakki er 200 m suðaustan við núverandi bæjarstæði Bakka. Á túnakorti má sjá ýmis garðlög, hús og húsaleifar þar sem Gamli-Bakki stóð. Suðvestan við gamla bæjarstæðið var ræktað út tún eftir að bærinn var fluttur árið 1904 og tilheyrði það tún Bjargi. Gamli-Bakki er fast norðvestan við Bakkatjörn. Sumt af því sem er á túnakortinu er horfið vegna ágangs sjávar og vegna fjörugrjóts sem borist hefur upp á bakkann og hylur e.t.v. sumar minjarnar.
Gamli-Bakki stendur fram á sjávarbakka. Í fjörunni til norðurs og norðvesturs er klapparfjara en sunnan við hann er Bakkatjörn. Grasi gróið er allt í kringum minjarnar og grýtt.
Kirkja

Tóftir Gamla-Bakka.
Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: „Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn. En þar sem Bakki stóð áður sé nú grængolandi sjór. […] Aðfaranótt 3. febrúar 1779 gerði mikið sjávarflóð og skemmdist Bakki þá svo að hann var í eyði það ár, en grasbýli sem hét Naustakot tók alveg af.“ Ef kirkja hefur verið á Bakka er líklegt að hún hafi staðið þar sem elsta þekkta bæjarstæðið var en það er nú komið út á sjó og löngu horfið og því ólíklegt að nokkrar leifar kirkju eða krikjugarðs kunni að koma í leitirnar héðan í frá, nema að kirkjan hafi fylgt bænum eftir að hann var fluttur á bæjarstæði en engar sagnir eru um slíkt. Ennfremur er erfitt að fullyrða nokkuð um að kirkja hafi verið á Bakka þar sem engar fornar heimildir eru til um hana.
Gamli-Bakki

Gamli-Bakki; uppdráttur.
„Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […] Nálægt síðustu aldamótum var sjór farinn að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar.

Gamli-Bakki – bæjarhóll.
Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“ Á sama stað kemur fram að bærinn var byggður fyrir 1850. Þar var tómthús fram til 1900 en þá var ræktað þar upp. Núverandi bæjarstæði Bakka er um 200 m suðaustan við Gamla-Bakka.
Íbúðarhúsið á Bakka og útihús standa í sléttum túnbletti og lítill garður er í kringum húsið. Ekki eru nein merki um bæjarhól á núverandi bæjarstæði Bakka eða uppsöfnun mannvistarleifa. Íbúðarhúsið er bárujárnsklætt timburhús frá 1904 og sambyggt því er steypt yngra hús, heldur minna, óvíst er hvenær það var reist. Bæði húsin eru með ris undir súð og kvistur er til suðvesturs á risi bárujárnshússins. Saman eru húsin um 9×5 m að stærð, snúa suðvestur-norðaustur en eldra húsið er um 5×5 m og það yngra 4×5 m að stærð. Um 4 m eru upp í mæni á yngra húsinu en um 5 m á því eldra. Dyr eru á miðri norðausturhlið yngra hússins og á norðvesturgafli þess. Ekki eru dyr á eldra húsi nema inn í það yngra á norðausturvegg. Ekki er að sjá eldri byggingaleifar á hlaðinu. Um 6 m vestan við íbúðarhús er bárujárnsklætt útihús með þrjár burstir, það er um 16×11 m að stærð fyrir utan lítið gróðurhús sem byggt hefur verið við suðvesturenda þess. Húsið snýr norðaustur-suðvestur.
Bakki (elsta bæjarstæði)
„Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þarfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“
Ekki sést til fornleifa.
Naustin

Bakki – Naustin; uppdráttur.
„Bakkavarir voru hér við Bakkakampinn en eftir honum lá Bakka-Sjávargarðurinn, Bakka-Naust og Bakka-Skiparétt,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar.
„Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur.
Örstutt upp frá Naustunum var býlið Bjarg […],“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru ýmis mannvirki niður við sjó, um 150 m norðvestan við Bakka og 60 m SSV við Gamla-Bakka. Þau eru skráð hér sem ein minjaheild auk annarra minja sem eru á svæðinu en ekki eru á túnakorti.
Bakkavör

Bakki – vörin.
Vörin er milli tveggja klappa, um 5×5 m að innanmáli. Upp af vörinni er slétt klöpp og á henni nokkuð af lausu fjörugrjóti. Ekki er ljóst hvort vörin er alveg náttúruleg eða mannaverk. Þó má vel sjá merki þess að vörin hafi verið rudd, auk þess sjá má járnkengi í klöpp ofan hennar.
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var árið 1703 heimræði og ágæt lending á Bakka. „Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Bakkavör er um 85 m suðvestan við Gamla-Bakka. Vörin er í stórgrýttri klapparfjöru. Ofan við vörina til suðausturs eru hlaðnir steinveggir og steypt hús undir bárujárnsþaki.
Bakkakrókur

Bakki – Heiðargarður.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Backakrokur, eyðihjáleiga, hefur í eyði legið yfir fjörutíu ár. […] Nú brúkar ábúandinn grasnytina, og má ei að skaðlausu missa.“ „Til suðurs með sjónum, stuttan spöl, var garður hlaðinn frá Garðsendanum [enda Heiðargarðs og síðan þvert út fjöruna í stóra og háa klöpp, er Garðsendaklöpp nefnist.

Litlibær, Bjarg og Bakki – uppdráttur ÓSÁ.
Þarna í girðingakróknum eru rústir bæjar er Krókur nefndist eða Bakkakrókur. Þarna hafa húsakynni verið lítil, máski upphaflega sjóbúð. Bakkakrókur fór í eyði 1660,“ segir í örnefnaskrá. Bakkakrókur er 300 m austan við Gamla-Bakka og 10 m vestan við norðurenda Heiðargarðs. Tóftin er í túni umkringdu hrauni og mólendi. Grýtt fjara með svörtum klöppum og ljósum skeljasandi er skammt frá.
Nú sést aðeins ein tóft á þessum stað.
Litlabær

Bakki og Litlibær.
„Litlibær stóð í Litlabæjartúni eða Litlubæjarlóð. Þar var rétt hjá Litlabæjartjörn,“ segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Litlibær var tómthús í upphafi, en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Helgi byggði upp Litlabæ úr torfbæ í timburhús árið 1906.“ Þar kemur einnig fram að býlið hafi verið byggt fyrir 1884. Húsið sem stendur nú var byggt 1934 og notað sem sumarbústaður.
Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Ari Gíslason skráði.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Gísli Sigurðsson skráði.
-„Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi – Svæðisskráning“ eftir Svandísi Gunnarsdóttur.
-Örnefnalýsing Kristjáns Eiríkssonar um Kálfatjörn og kot þess, skráð eftir Ólafi Erlendssyni og Gunnari Erlendssyni 18.11.1976.
-Oddgeir Arnarsson – Örnefni í Kálfatjarnarhverfi og Flekkuvík í Vatnsleystrandarhreppi, ritgerð 1998.
-Guðmundur Björgvin Jónsson, Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd.

Bakki, Bjarg og Litlibær – túnakort 1919.
Ölfus – Reykjavík
Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Jóni Svanþórssyni: „Ég rakst á þessar leiðarlýsingar í Austantórum ll bl 148 eftir Jón Pálsson – Lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur.
2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri austan Varmár nálega 10 km.
3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 km.
4. Frá Kolviðarhói að Fóelluvötnum norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 km.
5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 km.
6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 km. Alls 77 km. (Talið vera nálægt 35 km á milli byggða)
Þá var og önnur leið norðar, frá Húsmúla ,vestan Kolviðarhóls, norðan Svínahrauns að Lyklafelli, norðan Geitháls, sunnan Miðdals að Gröf og síðan yfir Elliðaár neðan Árbæjar.
Brúin yfir Hólmsá austan Geitháls, var byggð 1887 og brýrnar yfir Elliðaár nokkru síðar.
(
Alfaravegurinn gamli: Kolviðarhóll- Reykjavík.
mannaflatir.
Frá Kolviðarhóli yfir Bolavelli að Húsmúla (sæluhúsi).
Frá Húsmúla yfir Norður-Velli að Bolaöldum ofan Sandskeiðs.
Frá Bolaöldum, yfir Svínahraunstögl norðarlega, norðan Lyklafells.
Frá Lyklafelli,fyrir sunnan Klakk, þá um Klettabelti að Vörðuhólum.
Frá Vörðuhólum (Vörðhólum ?) um Urðarlágar,norðan Helgutjarnar og Selvatns.
Frá Selvatni um Sauðhúsamýri og Sólheimahvamm.
Frá Sólheimahvammi norðan Sólheimahvammstjarna.
Frá Sólheimahvammstjörnum um Hof
Frá Hofmannaflötum um Hestabrekkur.
Frá Hestabrekkum norðan Almannadals og Rauðavatns.
Frá Rauðavatni að Elliðaám.
Frá Elliðaám til Reykjavíkur.
Upplýsingar um þessa leið eru fengnar hjá Eggerti Nordahl á Hólmi 31 október 1943.
„Ég hef verið að skoða leiðina frá norðurenda Lyklafells að Djúpadal og eru götur greinilegar nánast alla leiðina. Gengið var frá vörðu við norðurenda Lyklafells þar sem leiðir um Dyradal og Vallaöldu (Hellisheiði-Láskarð-Þrengsli) greinast í leiðir að Elliðakoti og Miðdal. Gatan er nokkuð auðrakin norður og upp að hól með vörðu en þar greinast leiðir og fer önnur sunnan og vestan við hann að lágum klettum (Klettabelti) og er þá Klakkur að ég held á hægri hönd, stakur klettur og myndast vik um hann með valllendisgróðri í botni.
vestur með Klettabeltinu skiptist gatan aftur og liggur önnur gatan beint í gegnum skarð í Klettabeltinu en hin gatan liggur til vinstri og liggur vestur fyrir klettanna. Göturnar koma svo saman aftur við tjarnir sem þar eru og greinast síðan aftur þegar komið er fram á brúnir að norðanverðu og liggur þá önnur í átt að Árnakróki en hin til hægri í átt að Vörðuhóli niður brekkur þangað til komið er að miklum og djúpum götum sem liggja í stefnu frá Klakk í átt að Vörðuhóli. Er þá varða á hægri hönd á norðurbrún Klettabeltis. Næst er komið að rafmagnsgirðingu sem umlíkur höfuðborgar-svæðið og er ekkert hlið á henni en í vor var ekki straumur á henni og príla lá flöt rétt vestar með girðingunni en ef ekki er hægt að komast yfir verður að fara upp á Nesjavallaveg eða vestur spöl með girðingunni í þeirri von að príla sem er um kílómetra vestar á girðingunni uppaf Árnakrók sé í lagi.
Segjum að hægt sé að komast yfir girðinguna og liggur þá leiðin undir Vörðuhól með vörðu á kolli og þaðan niður í Vörðuhólsdal og síðan um Urðarlágar. Síðan upp úr Urðarlágum um sumarbústaðarland og upp og undir Nesjavallaveg við Helgutjörn sem þornar upp á sumrin. Gatan sést norðan við heitavatnspípuna á kafla en hverfur svo undir Nesjavallaveginn, línuveg og ljósleiðara en með góðum vilja má finna götur að Efri Djúpadal. Síðan skiptast leiðir ein liggur utan í Hríshöfða í átt að Sólheimatjörn. Önnur beint yfir Miðdalsmýri og Miðdalslæk og hjá Lynghól og sameinast þær á Hofmannaflöt og þaðan um Skyggnisdal? með Hrossabrekkum með Hrossabrekkuhæð á vinstri hönd og síðan í Almannadal. Öll leiðin hefur verið greiðfær og um gróið land að mestu og ekki yfir neinar ár að fara frá Lyklafelli.
Ef haldið er áfram
Ef við förum aftur að gatnamótunum við hólinn með vörðuna sunnan Klakks þá liggur gata austan við hólinn og stefnir að tveim vörðum sem eru á öldu sem gengur austur úr Klettabeltinu upp í Tjarnarhóla.
Slöður er í ölduna við vörðurnar og liggur gatan þar yfir og eru þá þrjár tjarnir á hægri hönd og frístandandi klettastapi með þrem vörðum þar norðar og liggur gata þangað og áfram.
Úr slöðrinu liggur gata til vinstri um skarð í klettunum sem sameinast svo öðrum götum yfir Klettabeltið. Varða er þar á hægri hönd og steinn á steini framundan þar sem Klettabeltið ber hæst. Aftur að slöðrinu. Gata liggur beint áfram vestan við tjarnirnar um skarð í klettunum og um gróinn mel og hverfur gatan þar á kafla en þegar komið er fram á brúnir sést gatan þar aftur greinilega í grónu landi og erum við þá komin þar sem göturnar koma samaní lýsingunni á götunni sem fyrst var lýst.
Frá Klakk eru götur beint yfir Klettabeltið að melnum. Einnig er hægt er að fara norður með Klettabeltinu og er þá komið á götuna við rafmagnsgirðinguna. Sannast hér að hver fer sína leið.
Greinileg gata liggur af Elliakotsleiðinni frá brú á sprungu beint niður í Árnakrók og hefur verið rekstrarleið til Árnakróksréttar en gata liggur áfram yfir Urðarlágarlæk en hverfur þar undir bílveg.“
Jón Svanþórsson.
Ketilsstígur – Hettustígur – Gestsstaðir
Gengið var upp á Sveifluháls eftir Ketilsstíg frá Seltúni, framhjá Arnarvatni með Arnargnípu á hægri hönd og að Ketilsstígsvörðu ofan við Ketilinn á vestanverðum hálsinum. Þaðan var þokkalegt útsýni yfir Móhálsadalinn, yfir að Hrútafelli, Fíflvallafjalli og Mávahlíðum. Vindurinn reyndist steindauður – stafalogn – svo hlíðarnar spegluðust í vatninu.
Arnarvatn.
Þá var stefnan tekin til suðurs eftir svonefndri Sveiflugötu (-stíg), en hann mun hafa leið frá Ketilsstíg, suður með vestanverðu Arnarvatni og upp fyrir Hettu, þar sem Hettuvegur liggur frá Vigdísarvöllum yfir hálsinn til Krýsuvíkurbæjanna. Vel mótar fyrir Hettuveginum í hæðunum norðan Bleikingsdals, en síðan verður hann jarðlægur eftir að hækka tekur. Á þessu svæði eru sandásar, leirhlíðar og jarðskrið svo eðlilegt er að þar sjáist stígurinn ekki. Hins vegar sést hann enn vel á kafla neðst og á einum stað hátt í suðvestanverðri Hettu þar sem hann gengur inn á Sveifluna.
Ketilsstígur.
Í fjallsás þar sem sést til sjávar, drangar girða og lind í lautu streymir, breyttist einn þátttakenda í hempuklæddan boðbera vorsins og flutti ljóðið „Fylgd“ eftir Guðmund Böðvarsson þar sem minnt er á hver eigi landið og hver tilheyri landinu. Átti vel við í upphafi sumars.
Gengið var niður af Sveifluhálsi að austanverðu skammt sunnan við Sveifluna og staðnæmst við Krýsu, margflókna styttu í líki listaverks, utan í hálsinum. Þaðan var gengið niður að Gestsstöðum, hinum forna bæ Krýsuvíkur. Loks var stefnan tekin á tóttir bæjarins Fells sunnan Grænavatns og gengið að Engjahver (Austurengjahver), sem skartaði sinni miklu litadýrð sem aldrei fyrr.
Til baka var gengið vestur yfir Vesturengjar sunnan Litla-Lambafells og hringnum lokað á Seltúni.
Gangan tók 3 og ½ klst í logni og stillu.
Hettustígur.
Hnaus – Spegillinn – Vitlausi Garður
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík getur hann m.a. um nokkur örnefni og minjar þeim tengdum, s.s. tóftir bæjar er nefndur er Hnaus (Garðshorn), Nýjabæjarétt, Spegilinn og Vitlausa Garð. Ákveðið var að skoða alla staðina m.v. fyrirliggjandi lýsingar. Á göngunni kom ýmislegt annað áhugavert í ljós.
Í örnefnalýsingunni segir: „Austur með læknum lá Krýsuvíkurstígur og yfir hann upp í Grásteinsmýri. Þar voru Litlabrú og Stórabrú, lítilfjörlegar vegabætur um mýrina. Gatan lá svo vestanhalt við Grástein og undir Hrossaklettum um Móholt og Réttarholt og hjá Grjóthól og við Grjóthálsrétt sem nefndist Nýjabæjarrétt sem var hringhlaðin eins og fjárborg. Aðeins sér móta fyrir henni rétt við veginn. Hér norður af er túnbali að sjá. Hér stóð Nýibær litli eða Litli-Nýibær á Bæjarhólnum í miðju Litla-Nýjabæjartúni. Nú sér ekki lengur marka fyrir Litla-Nýjabæjartúngörðum. Suður frá Grjóthólsrétt stóð Stóri-Nýibær eða Nýibær stóri á Nýjabæjarhól eða Stóra-Nýjabæjarhól því sem næst í miðju Stóra-Nýjabæjartúni. Nýjabæjartraðir lágu heim vestan frá Grjóthól. Nýjabæjartúngarðar lágu að túninu að norðan, Norðurtúngarður að Traðarhliðinu. Vesturtúngarður frá Traðarhliðinu og allt vestur og niður um túnið, að Suðurtúngarði.“
Hnausar í Krýsuvík.
Aftur heim til Krýsuvíkurbæjar. „Traðirnar láu frá austurvegg bæjarins bak við Kirkjugarðinn og síðan til suðurs og niður að Læknum. Norðurtúnið lá allt að Norðurkoti, sem virðist hafa verið eitt af aðalhjáleigunum. Eiginlega stóð Norðurkotsbærinn utan túns. Norðurkotstraðir láu úr túninu heim að bænum og framhjá honum. Norðurkotsrústirnar, eru gleggstu rústirnar sem enn eru sjáanlegar í Krýsuvíkurhverfinu. Úr tröðunum liggur stígur yfir að Snorrakoti rétt norðan við Norðurkot og lengra út á mýrinni er Garðshorn, sem einnig var nefnt Hnaus. Túnblettir fylgdu þessum bæjum. Norðurkotstún, Garðshornsblettur og Hnausblettur.“
Krýsuvíktúngarðar voru mikil mannvirki. Reiknast um 5 kílómetrar að lengd. Hafi þeir verið 1½ metri á hæð 1½ metri þykkir að neðan og 0,50 metr. að ofan, mætti gera sér í hugarlund hve mikið hefur farið í þá og þá gera sér ljóst þetta mikla verk. „Austurtúngarður lá ofan úr Felli hjá Norðurkoti og niður að Læk, Krýsuvíkurlæk. Suðurgarðurinn eða Lækjargarðurinn nyrðri lá austan frá Garðshorni með fram öllum læknum að norðanverðu. Austur undan kirkjunni var Traðarhliðið og þar Vaðið. Austan við það var Vatnsbólið, en neðan Uppistaðan og þar var Millan má enn sjá lítið eitt af Millutóttinni. Traðargarðarnir voru miklir og standa enn. Traðargarðurinn eystri og Traðargarðurinn vestri, Traðargarðurinn syðri lá sunnan lækjarins. Austan frá Hnaus. Sunnan Vaðsins var Lækur Lækjarbærinn.
Bæjarfell er ekki stórt, en setur þó svip á umhverfið. Stekkjarstígur lá úr Norðurkotströðum austan í fellinu að garði þar, sem nefndur var Vitlausi Garður. Þegar hlaðnir höfðu verið allir hinir garðarnir og byrjað var á þessum, þótti hjáleigubændum í Krýsuvík nóg komið af görðum og töldu þessa garðhleðslu því hina mestu vitleysu. Þar af er nafnið komið. Stígurinn liggur í gegnum Vitlausagarðshlið.“
Í manntalinu árið 1845 eru 8 bæir í byggð í Krýsuvíkursókn. Árið 1822, höfðu bæst við nýbýlið Lækur og hjáleigurnar Vigdísarvellir og Bali. Að Læk bjó Halldór Magnússon og Margrét Þorleifsdóttir ásamt tveimur börnum og móður húsbóndans.
Uppi á Arnarfelli er Arnarfellsvarða eða Tyrkjavarða. Sagt er að hún hafi verið hlaðin nokkru eftir Tyrkjaránið. Eru þar ummæli á, að meðan hún stendur muni tyrkir ekki koma og ræna Krýsuvíkurstað. Fram undan, eða vestur undan Fellinu er Stekkjarmýri og suður frá henni Arnarfellstjörn og örfokaland þar umhverfis. Austan í fellinu nær miðju er garður. Af grjóti í fellinu, en af torfi er út kemur á mýrina, Arnarfellsgarður. Hann tengist þvergarðinum vestri og því myndast þarna gerði eða afgirt beitarland. Var þarna kúabeit, enda kallaður Kúablettur. Í bletti þessum var lítil tjörn, nefndist Spegillinn. Þarna var einnig allgóð mójörð, og Mógrafir.
Hnaus er ekki að finna á korti með aðalskiplagi Hafnarfjarðar í Krýsuvík. Líklegt mætti telja að leifar eftir kotið væri annað hvort að finna í mýrinni suðvestan við Grjóthól (Réttarhól) eða austan túnbletts austan Norðurkots (austan núverandi vegar) á svipuðum slóðum og Lækur er nú. Þar er horn á eldri garði er komu saman garðar Snorrakots og Lækjar. Lækjar er ekki getið í manntali 1802.
Hinir löngu og miklu túngarðar í Krýsuvík eru flestir beinir og nýrri en hinir eldri og minni og krókóttari garðar, s.s. frá Norðurkoti, Snorrakoti og næst Læk. Umhverfis Læk eru einnig beinni, hærri og lengri garðar. Bendir það til þess að nýbýlið hafi verið reist upp úr eldra býli, Hnausum. Ef vel er að gáð má sjá eldra bæjarstæði í miðju eldri garðsins. Burst horfði mót suðri og beggja vegna voru jafn stór torfhýsi er notuð hafa verið til annarra nota síðar. Fjárhústóft er austast í túngarðshorninu. Sunnan þess er heykumlsgarður. Þar gæti hafa áður verið lítið kot; Garðshorn.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimild:
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.
Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.
Bakki – Litlibær – Bjarg
Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“, árið 2011 er fjallað um jörðina Bakka (Litlabæ og Bjarg). Þar segir m.a.:
Bakki
Bakki , Bjarg og Litlibær- lofmynd 1954.
1703 var jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Bakkakrókur eyðihjáleiga 1703. [1379]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI III 340) [1477]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI VI, 124). Bjarg var tómthús frá Kálfatjörn en fór í eyði 1934 og sameinaðist Bakka. Litlibær var tómthús í upphafi (fyrir 1884), en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. (GJ: Mannlíf og mannvirki, 333-340). Bakki (nýi) fór í eyði árið 1963 (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10). „Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó út, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni“ (GJ:Mannlíf og mannvirki, 337). „Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn“ (ÁÓ: Strönd og Vogar, 183).
Bakki 2020.
1703: „Túnin fordjarfast af sands og sjáfarágángi árlega meir og meir, og þarf ábúandinn með kostnaði og ómaki sandinn af að moka og burt að færa. Engjar eru ongvar. Útihagar lakir um sumar, um vetur nær öngvir, nema fjaran.“ JÁM III, 146. 1919: Tún 1,5 teigar, 760m2. „Norðan eða innan Móakots og Kotagirðingar, þar sem nú eru býlin Bakki og Litlibær ásamt því landi öðru, sem innan Heiðargarðs er frá Móakotsmörkum, var um langan aldur kúabeit frá Kálfatjörn, kölluð Kálfatjarnargirðingar. En þetta hafa áður verið tún og beitarland Bakka hins forna býlis, er þar var, en lagðist í eyði vegna sjávarágangs og lagðist þá undir Kálfatjörn“ (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 9). Eftir að bærinn á Bakka var síðast fluttur vegna sjávarágangs árið 1904 fékk ábúandi smám saman útmælt land og ræktaði tún allt frá sjó að Heiðargarði (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10).
Túngarður ofan Bjargs.
Óljóst er hversu mikið land hefur upphaflega tilheyrt jörðinni Bakka. Í örnefnaskrá Kálfatjarnar (4) segir að Kálfatjörn tilheyri „innangarðs allt hið forna Bakkaland að svo miklu leyti, sem það hefur ekki verið selt á leigu og erfðafestu handa Bakka (Nýja), Bjargi og Litlabæ.“ Líklegt er að Bakka hafi að fornu a.m.k. tilheyrt land frá Bakkarkóki að túnmörkum Nýja-Bakka á móti Kálfatjörn. Einnig eru líkur til þess að jörðin hafi átt land áfram upp í heiðina eins og flestir aðrir bæir á ströndinni.
„Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […]. Nálægt síðustu aldamótum var sjór farin að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“
Bjarg.
Gamli-Bakki er 200 m suðaustan við núverandi bæjarstæði Bakka. Á túnakorti má sjá ýmis garðlög, hús og húsaleifar þar sem Gamli-Bakki stóð. Suðvestan við gamla bæjarstæðið var ræktað út tún eftir að bærinn var fluttur árið 1904 og tilheyrði það tún Bjargi. Gamli-Bakki er fast norðvestan við Bakkatjörn. Sumt af því sem er á túnakortinu er horfið vegna ágangs sjávar og vegna fjörugrjóts sem borist hefur upp á bakkann og hylur e.t.v. sumar minjarnar.
Gamli-Bakki stendur fram á sjávarbakka. Í fjörunni til norðurs og norðvesturs er klapparfjara en sunnan við hann er Bakkatjörn. Grasi gróið er allt í kringum minjarnar og grýtt.
Kirkja
Tóftir Gamla-Bakka.
Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: „Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn. En þar sem Bakki stóð áður sé nú grængolandi sjór. […] Aðfaranótt 3. febrúar 1779 gerði mikið sjávarflóð og skemmdist Bakki þá svo að hann var í eyði það ár, en grasbýli sem hét Naustakot tók alveg af.“ Ef kirkja hefur verið á Bakka er líklegt að hún hafi staðið þar sem elsta þekkta bæjarstæðið var en það er nú komið út á sjó og löngu horfið og því ólíklegt að nokkrar leifar kirkju eða krikjugarðs kunni að koma í leitirnar héðan í frá, nema að kirkjan hafi fylgt bænum eftir að hann var fluttur á bæjarstæði en engar sagnir eru um slíkt. Ennfremur er erfitt að fullyrða nokkuð um að kirkja hafi verið á Bakka þar sem engar fornar heimildir eru til um hana.
Gamli-Bakki
Gamli-Bakki; uppdráttur.
„Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […] Nálægt síðustu aldamótum var sjór farinn að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar.
Gamli-Bakki – bæjarhóll.
Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“ Á sama stað kemur fram að bærinn var byggður fyrir 1850. Þar var tómthús fram til 1900 en þá var ræktað þar upp. Núverandi bæjarstæði Bakka er um 200 m suðaustan við Gamla-Bakka.
Íbúðarhúsið á Bakka og útihús standa í sléttum túnbletti og lítill garður er í kringum húsið. Ekki eru nein merki um bæjarhól á núverandi bæjarstæði Bakka eða uppsöfnun mannvistarleifa. Íbúðarhúsið er bárujárnsklætt timburhús frá 1904 og sambyggt því er steypt yngra hús, heldur minna, óvíst er hvenær það var reist. Bæði húsin eru með ris undir súð og kvistur er til suðvesturs á risi bárujárnshússins. Saman eru húsin um 9×5 m að stærð, snúa suðvestur-norðaustur en eldra húsið er um 5×5 m og það yngra 4×5 m að stærð. Um 4 m eru upp í mæni á yngra húsinu en um 5 m á því eldra. Dyr eru á miðri norðausturhlið yngra hússins og á norðvesturgafli þess. Ekki eru dyr á eldra húsi nema inn í það yngra á norðausturvegg. Ekki er að sjá eldri byggingaleifar á hlaðinu. Um 6 m vestan við íbúðarhús er bárujárnsklætt útihús með þrjár burstir, það er um 16×11 m að stærð fyrir utan lítið gróðurhús sem byggt hefur verið við suðvesturenda þess. Húsið snýr norðaustur-suðvestur.
Bakki (elsta bæjarstæði)
„Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þarfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.“
Ekki sést til fornleifa.
Naustin
Bakki – Naustin; uppdráttur.
„Bakkavarir voru hér við Bakkakampinn en eftir honum lá Bakka-Sjávargarðurinn, Bakka-Naust og Bakka-Skiparétt,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar.
„Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur.
Örstutt upp frá Naustunum var býlið Bjarg […],“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru ýmis mannvirki niður við sjó, um 150 m norðvestan við Bakka og 60 m SSV við Gamla-Bakka. Þau eru skráð hér sem ein minjaheild auk annarra minja sem eru á svæðinu en ekki eru á túnakorti.
Bakkavör
Bakki – vörin.
Vörin er milli tveggja klappa, um 5×5 m að innanmáli. Upp af vörinni er slétt klöpp og á henni nokkuð af lausu fjörugrjóti. Ekki er ljóst hvort vörin er alveg náttúruleg eða mannaverk. Þó má vel sjá merki þess að vörin hafi verið rudd, auk þess sjá má járnkengi í klöpp ofan hennar.
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var árið 1703 heimræði og ágæt lending á Bakka. „Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,“ segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. „Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Bakkavör er um 85 m suðvestan við Gamla-Bakka. Vörin er í stórgrýttri klapparfjöru. Ofan við vörina til suðausturs eru hlaðnir steinveggir og steypt hús undir bárujárnsþaki.
Bakkakrókur
Bakki – Heiðargarður.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Backakrokur, eyðihjáleiga, hefur í eyði legið yfir fjörutíu ár. […] Nú brúkar ábúandinn grasnytina, og má ei að skaðlausu missa.“ „Til suðurs með sjónum, stuttan spöl, var garður hlaðinn frá Garðsendanum [enda Heiðargarðs og síðan þvert út fjöruna í stóra og háa klöpp, er Garðsendaklöpp nefnist.
Litlibær, Bjarg og Bakki – uppdráttur ÓSÁ.
Þarna í girðingakróknum eru rústir bæjar er Krókur nefndist eða Bakkakrókur. Þarna hafa húsakynni verið lítil, máski upphaflega sjóbúð. Bakkakrókur fór í eyði 1660,“ segir í örnefnaskrá. Bakkakrókur er 300 m austan við Gamla-Bakka og 10 m vestan við norðurenda Heiðargarðs. Tóftin er í túni umkringdu hrauni og mólendi. Grýtt fjara með svörtum klöppum og ljósum skeljasandi er skammt frá.
Nú sést aðeins ein tóft á þessum stað.
Litlabær
Bakki og Litlibær.
„Litlibær stóð í Litlabæjartúni eða Litlubæjarlóð. Þar var rétt hjá Litlabæjartjörn,“ segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Litlibær var tómthús í upphafi, en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Helgi byggði upp Litlabæ úr torfbæ í timburhús árið 1906.“ Þar kemur einnig fram að býlið hafi verið byggt fyrir 1884. Húsið sem stendur nú var byggt 1934 og notað sem sumarbústaður.
Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Ari Gíslason skráði.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Gísli Sigurðsson skráði.
-„Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi – Svæðisskráning“ eftir Svandísi Gunnarsdóttur.
-Örnefnalýsing Kristjáns Eiríkssonar um Kálfatjörn og kot þess, skráð eftir Ólafi Erlendssyni og Gunnari Erlendssyni 18.11.1976.
-Oddgeir Arnarsson – Örnefni í Kálfatjarnarhverfi og Flekkuvík í Vatnsleystrandarhreppi, ritgerð 1998.
-Guðmundur Björgvin Jónsson, Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd.
Bakki, Bjarg og Litlibær – túnakort 1919.
Íslensk fyndni – sr. Eggert Sigfússon frá Vogsósum
Vogsósar – Eggertssteinn.
„Oft hefur því verið haldið fram að hláturinn lengi lífið og vísindamenn jafnvel þóst hafa fært sönnur á það. En verður ekki að efast um sannleiksgildi slíkrar kenningar? Íslendingar urðu til skamms tíma allra karla og kerlinga elstir þótt heldur lítið hafi farið fyrir þróaðri fyndni meðal þjóðarinnar í tímans rás. Kannski á þetta sér sögulegar rætur? Einn fremsti húmoristi Íslendinga á seinni áratugum, Helgi Sæmundsson skáld og blaðamaður, varpaði fram eftirfarandi tilgátu á sjöunda áratug 20. aldar:
… íslensk lífsbarátta var löngum svo ströng og miskunnarlaus að alvaran ein festi rætur. Ríkisbændur fyrri alda voru svo önnum kafnir að afla fanga úr sjó og landi að þeim stökk naumast bros. Fátæklingarnir drúptu höfði í nábýlinu við dauðann og djöfulinn. Jarðneskur veruleiki var Íslendingum linnulaust strit myrkranna milli og prestarnir sáu svo um að heimvonin hinum megin væri ekki á marga fiska. Þeir hræddu safnaðarbörnin með eldi og brennisteini sérhvern helgidag, básúnuðu syndina en gleymdu náðinni.
Kannski hvílir skuggi fortíðarinnar og örlög feðranna enn yfir þjóðinni?
Áratugum saman, frá 1933–1961, gaf Gunnar lögfræðingur Sigurðsson frá Selalæk út samnefnt kver með íslenskri fyndni sem hann safnaði sjálfur og skráði, nánast eitt hefti á ári. Taldi hann að Íslendingar ættu að eiga slíkar sagnir í sérstökum ritum, enda almennt viðurkennt að mikið mætti meta andlegan þroska hverrar þjóðar eftir því á hvaða stigi hún stæði á þessu sviði.
Hjá þeim bæri meira á meinfyndni (satire) og kaldhæðni (kynisme) en kímni (humor) eða gamansemi, heldur en með flestum öðrum þjóðum.
Vogsósar – Eggertssteinn.
Þetta einkenni taldi hann liggja í eðli þjóðarinnar og rakti það allt til upphafs byggðar á Íslandi og vísaði í fornsögur máli sínu til stuðnings. Sennilegt væri og að þetta stafaði einnig nokkuð af því að í landi kunningsskaparins hefði nánast hver þekkt annan. Taldi hann að það hefði einkennt Íslendinga frá því sögur fóru fyrst af, að þeir hefðu allra þjóða verst þolað að fyndni og háðsyrðum væri beitt við þá.
Skop er spegill og getur lesandinn oft á tíðum fundið í því vísbendingar um fordóma, viðhorf til trúar, annarra þjóða, kynlífs, drykkjuskapar, hjónabandsins, kynnst héraðaríg og þar fram eftir götunum. Fyrst og fremst eru það þó gamansögur af einstaklingum sem einkenna ritin enda vissu Íslendingar löngum glögg deili á fjölmörgum löndum sínum.
Þessi saga er ágætt dæmi um kímni Íslendinga: „Hjón austur í sveitum vildu skíra barn sitt í höfuðið á prestfrúnni. Það var sveinbarn og skyldi heita Hákon, – „af því prestfrúin er há kona“.
Önnur saga segir frá sr. Eggerti Sigfússyni í Vogsósum er hafði um eitt skeið ráðskonu, en ekki hélst honum lengi á henni því að hann hafði allt á hornum sér við hana. Eitt sinn er hún bar á borð fyrir hann sagði prestur: „Þér vitið ég vil ekki fisk. – Svið komið þér aldrei með. – Lundabagginn er of feitur, blóðmörinn of magur. – Af brauðinu fæ ég brjóstsviða. – Skyrinu og grautnum skelf ég af, – og matarlaus má ég fara.“
Enn ein:
Guðjón bóndi var að flá kú. Hún var föst í skinninu og húðin þykk enda sóttist verkið seint. Loks andvarpar Guðjón: „Að menn skuli geta kallað þetta skinnlausar skepnur.“
Ein stutt til viðbótar:
Ung skáldhneigð og draumóragjörn kaupstaðarstúlka var að tala við sveitabónda um sumarkvöld.
Vogsósar – Eggertssteinn.
„Þér hljótið að þekkja andlit náttúrunnar í öllum myndum,“ segir stúlkan. „Hafið þér ekki séð sólina ganga undir í logandi eldflóði eins og væri að kvikna í öllum heiminum? Hafið þér aldrei séð mánann eins og dauðhræddan flóttamann vera á fleygiferð undan dimmum og drungalegum regnskýjunum? Og hafið þér aldrei séð þokuna læðast niður fjallahlíðarnar, eins og þúsundir af vofum sem allar böðuðu út höndunum?“
Þá greip bóndinn fram í, kinkaði kolli og segir: „Jú, mig rámar nú í þetta, en það er svo langt síðan ég hætti að drekka, stúlka mín.“
Framangreindur sr. Eggert Sigfússon þjónaði Selvogi og Krýsuvík og bjó á Vogsósum. Margar sagnir eru til af tilsvörum hans. M.a. flokkaði hann sóknarbörn sín í skúma og lóma. Í bókinni „Austan tórur“ eftir Jón Pálsson eru lýsingar Eggerts á daglegum störfum og messuhaldi í Strandarkirkju á hans tíma.
Sagt er að Eggert hafi jafnan sent sendil á Eyrabakka, sem var aðalverslunarstaðurinn á svæðinu í þá daga, til að kaupa kringlur. Átti sendillinn að kaupa jafn margar kringlur og dagarnir voru í mánuðinum. Síðan borðaði sr. Eggert eina kringlu á dag svo birgðirnar entust út mánuðinn. Sr. Eggert þótti sérkennilegur í háttum, en ljóngáfaður. Hann var yfirleitt vel liðin af sóknarbörnum hans. Hreppstjórinn í Selvogi, sem þar var rétt fyrir aldamótin 1900, Olgeir Þorsteinsson, sem síðar fluttist til Hafnarfjarðar, fékk sr. Eggert til að rita fundargerðir hreppsnefndar og eru þær enn til.
Í túninu á Vogsósum í Selvogi stendur lítt áberandi steinn. Við hann lést sr. Eggert Sigfússon í Vogsósum árið 1908 er hann var á leið heim til sín yfir ósinn vestan Vogsósa frá messu í Krýsuvíkurkirkju. Steinninn minnir á þrákelkni klerksins – en jafnframt virðingu afkomendanna fyrir forfeðrunum því steinninn hefur verið látinn óhreyfður þrátt fyrir að vera til trafala í túninu við sláttinn.
Heimild:
-Eggert Þór Bernharðsson.
-http://www.hi.is/~eggthor/fyndniarshatid.htm
-Þórarinn Snorrason á Vogsósum.
Þorbjarnarfell um Gyltustíg
Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn merkilegt fyrirbæri. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar.
Reykjanesskagi – jarðfræði.
Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva.
Eftir Atlantshafshryggnum ganga sprungureinar frá SV til NA. Á þeim eru nokkur stórbrotin misgengi og gjár. Eitt stórbrotnasta misgengið gengur þvert í gegnum Þorbjarnarfell ofan við Grindavík.
Í daglegu tali er Þorbjarnarfell nefnt Þorbjörn. Tvennum sögum fer af nafngiftinni. Fellið er stakt móbergsfell (243 m.y.s) og varð til að hluta á fyrra ísaldarskeiði og hinu síðasta. Það er því með eldri fjöllum, eða fellum, á Reykjanesskaganum. Af fellinu er mikið útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins. Norðvestan við fellið er mikil jarðhitamyndun (Bláa lónið og Svartsengi) og norður og norðaustur af því er einnig allvíðáttumikið jarðhitasvæði.
Þorbjarnarfell.
Þægilegt er að ganga upp á Þorbjörn eftir vegi, sem liggur upp á fellið að austanverðu eða ganga upp svonefndan Gyltustíg á suðvesturhorni þess, frá veginum um Lágafell.
Uppi á Þorbjarnarfelli er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga. Voru þeir síðast unnir með prettum að því er sagan segir.
Þjóðsagan segir frá 15 útilegumönnum, sem sagt er að hafi hafst við í Þjófagjá og stolið fé Grindvíkinga.
Þjófagjá er sigdalur eða sprungur sem kljúfa Þorbjarnarfell að endilöngu. Baðsvellir eru grasi grónir vellir norður af Þorbjarnarfelli þar sem gróðursett hafa verið tré á undanförnum árum. Skammt norður af Baðsvöllum er orkuver Hitaveitu Suðurnesja úti í Illahrauni, kennt við Svartsengi. Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld. Varla er hægt að fara hjá Svartsengi án þess að fara í bað í Bláa lóninu.
Þjófagjá.
Frá Baðsvöllum liggur leiðin upp að heitavatnsgeyminum í skarðinu á milli Þorbjarnarfells og Hagafells. Þegar þangað er komið, er beygt í austur, farið yfir Grindavíkurveginn og upp á Hagafell. Leiðin liggur austur með hamravegg, sem er misgengi sem klýfur fellið, en undir hamraveggnum eru Gálgaklettar.
Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá.
Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.
Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja.
Baðsvellir.
Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.
Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Á stríðsárunum var lítill kampur uppi á Þorbirni. Hlaðinn arinn var í bragga offiséranna og sjást leifar hans. Nú stendur hann þarna sem tákn um hið liðna. Koks má enn finna við búðirnar.
Gott er að ganga norðan af Þorbirni og koma niður á Baðsvelli þar sem sel Járngerðinga voru. Enn má sjá þar selminjarnar. Þaðan er stutt yfir í Bláa lónið – til baða.
Gangan tók 1 klst og 11 mín.
Gyltustígur.
Krýsuvík – yfirlit II
Í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Krýsuvík segir m.a.:
„Krýsuvík var heil kirkjusókn og eitt mesta höfuðból landsins með mörgum hjáleigum. Munnmæli herma að byggðin hafi upphaflega verið í Húshólma, óbrennishólma í sunnan verðu Ögmundarhrauni. Þar er mjög fornt bæjarstæði sem kallað er Hólmastaður í eldri heimildum. Hjáleigur voru að jafnaði fimm til átta talsins en í gömlum heimildum er getið um 13 býli. Á heimajörðinni voru Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Stóri-Nýibær, Litli-Nýibær, Arnarfell og nýbýlið Lækur. Fjær voru kotin Vigdísarvellir, Bali, Fitjar og Fell. Kaldrani stóð við suðvesturenda Kleifarvatns og Gestsstaðir sunnan Krýsuvíkurskóla.
Krýsuvíkurkirkju er fyrst getið í kirkjuskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups um 1200. Margt bendir til að kirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum kristni, en núverandi kirkju byggði Beinteinn Stefánsson á Arnarfelli 1857. Þetta er lítið guðshús einfaldrar gerðar, án turns, og eina húsið sem enn stendur á bæjarhólnum. Kirkjan var aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum 1929. Eftir það notaði einbúinn Magnús Ólafsson, síðasti íbúi Krýsuvíkur, hana sem íbúðarhús til 1945. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 31. maí 1964 og færð Þjóðminjasafninu til eignar. Árið 1997 var Sveinn Björnsson listmálari jarðsettur í kirkjugarðinum en þá voru liðin 80 ár frá síðustu greftrun þar. Á vorin er haldin messa í kirkjunni og altaristafla eftir Svein hengd þar upp, en tekin niður við messu á haustin og færð til vetrarvistar í Hafnarfjarðarkirkju.
Krýsuvíkurkirkja
Krýsuvík kemst í eigu Hafnarfjarðarbæjar
Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð, bæjarbúar voru sjálfum sér ekki nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum. Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Eftir það upphófst mikið málaþras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí
Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.
1940.
Framkvæmdir og rekstur
Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík.
Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmiskonar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.
Vinnuskóli
Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmiskonar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.
Bústjórahúsið verður Sveinshús
Sveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997. Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir hússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni,
Bústjórahúsið var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu. Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu.
sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.
Skátar
Skátar í Hraunbúum reistu skátaskála við Hverahlíð við suðurenda Kleifarvatns 1945-46. Þennan skála nýttu skátar á sumrin og veturna um langt árabil. Á áttunda áratugnum fengu skátarnir afnot af hluta heimatúns Krýsuvíkurjarðarinnar og komu sér þar upp aðstöðu. Reistu þeir lítinn skála í gömlu fjárhústóftinni og sléttuðu túnið. Á þessum stað halda Hraunbúar árlegt vormót sitt á hvítasunnunni.
Krýsuvíkurskóli
Um miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætlunin að reisa skóla fyrir unglinga sem þyrftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið eða þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota 1986. Hafa þau rekið þar meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir fíkniefnaneytendur. Á heimilinu dvelja að jafnaði 20 Íslendingar og Svíar í einu og eru þar frá sex mánuðum upp í tvö og hálft ár. Máttur náttúrunnar er augljós í Krýsuvík og styður við hugmyndfræðina sem notuð er við meðferðina.“
Heimild:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Krýsuvík, 20. janúar 2006, lagfært 20. mars 2006, greinargerð 2.
Fjósið í Krýsuvík.
Vogar – Hrafnistumenn
Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði við hátíðlega athöfn á Fjölskyldudaginn í Vogum, 9. ágúst, verkið Íslands Hrafnistumenn eftir Erling Jónsson listamann.
var forsetafrúin, Frú Dorrit Moussaieff.
ættaður frá Vatnsleysuströnd, lagið Íslands Hrafnistumenn við harmonikkundirleik Braga Hlíðbergs. Verkið er unnið að frumkvæði Birgis Þórarinssonar Minna- Knarrarnesi með aðstoð Birgis Guðnasonar hjá Listasafni Erlings Jónssonar. Þeir fóru þess á leit við Erling að hann kæmi að gerð listaverks, sem skírskotaði til sjómennsku og útgerðar héðan. Erlingur brást mjög vel við erindinu og fylltist miklum eldmóð, en Erlingur er fæddur á Vatnsleysuströnd.
Með honum í för
Listaverkið er reist sem minnisvarði um sjómennsku og útgerð frá Vogum og Vatnsleysuströnd en Vatnsleysuströndin var ein stærsta verstöð landsins á tímum árabátaútgerðar. Verkið stendur á Stóru-Voga túni við Stóru-Voga tanga. Aðeins vestar við verkið, á Eyrarkotsbakka, var Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar stofnað árið 1930 af bændum. Félagið lét m.a. byggja bryggju, báta og fiskverkunarhús með verbúð.
Forsetinn afhjúpaði verkið með aðstoð bekkjarbræðra úr Stóru-Vogaskóla þeirra Þórarins Birgissonar, Ragnars Karls Frandsen og Magnúsar Árnasonar. Þeir eru innfæddir Strandaringar og Vogamenn og um æðar þeirra rennur sjómennsku- og útgerðarmanna blóð.
Við athöfnina söng stórsöngvarinn Bjarni Thor Kristinss,
Verkið og umgjörð styrktu eftirtaldir aðilar og er gjöf þeirra til sveitarfélagsins og íbúa þess: Sparisjóðurinn í Kefl avík, Sveitarfélagið Vogar, Bræðurnir frá Halakoti, Magnús, Guðmundur og Ragnar Ágústssynir, Særún Jónsdóttir og fjölskylda, Þorbjörn ehf., Menningarráð Suðurnesja og Landslag ehf.
Heimild:
-Faxi.
Vogar.
Miðdegishnúkur – Stapatindar – Hellutindar
Gengið var á Miðdegishnúk, besta útsýnisstaðinn á Sveifluhálsi (394 m.y.s.). Frá hnúknum má berja augum bæði mikla formfegurð og sérstakar náttúruandstæður.
Í suðri er Arnarvatn, Kleifarvatn í austri með bakgrunn Brennisteinsfjalla, Folaldadalir í norðri og Djúpavatn og Trölladyngja í vestri. Og höfuðborgarsvæðið nýtur sín vel í landnorðri. Þá var ætlunin að ganga norður á hálsinum áleiðis að Stapatindum og jafnvel Hellutindum. Ofan við Huldur, sunnan við Huldur, er gamall járnkross til minningar um flugslys er þar varð árið 1944. Átta manns fórust í slysinu. Enn má sjá brak úr flugvélinni efst og ofan við gilmyndunina.
fell, sem lítur út eins og sæti og ber nafn með rentu, Meyjarsæti (237m). Beggja vegna þess eru Sandkluftir, þröng skörð, sem hafa bæði borið umferðina milli Sandkluftavatns og Hofmannaflatar öldum saman.
er nú ekki svipur hjá sjón, blásið upp að mestu.”
Varð þeim þetta hinn mesti gróðavegur.“
vestanverðum og á mosagróna hæð, sem virðist úrleiðis, en er öllum fagurkerum á landslag ómetanleg.
Á næstefstu brún (einungis Stapatindur er hærri (395 m.y.s.) og Arnarnýpa (396 m.y.s.)var tilefni til að huga að tilurð uppefnismassans. Sveifluháls er móbergshryggur sem myndast hefur við gos undir íshellu á kuldaskeiði. Sprungugosin, sem áttu
Þá var haldið niður á „láglendi“ Sveifluhálsins. FERLIR hafði, sem fyrr segir, gengið eftir Sveifluhálsinum endilöngum. Hægt er að velja tvær leiðir; þá auðveldu eða þá erfiðu. Fyrir venjulegt fólk er auðveldari leiðin jafnan valin, en hún er mun fallegri en sú síðarnefnda. Að vísu er hún svolítið lengri, en aldrei er teflt í tvísýnu á þeirri leið. Ýmist má sjá á henni austanverða hálslínuna eða þá vestanverðu. Sanddaldir, s.s. Folaldadalir og „Fyrstudeildardalur“ eru þræddir af öryggi, alveg að Arnarvatni þar sem sem velja má á milli tveggja öruggra leið eða bara þá auðveldustu; að fylgja vesturhlíð Sveifluhálsins alveg til enda við Krýsuvíkur-Mælifell. Á þeim leiðarhluta eru einnig ákveðnar náttúrugersemar, sem ekki verður getið hér.
er að gilsskorningi sunnan næstsyðstu Stapatindanna. Þá þarf að sæta lagi, en eftir það er leiðin greið að Miðdegishnúk. Ef lofthræddir eru með í för, er miklu mun betra að velja auðveldari leiðina.
Flugvélin var úr 162. flugsveit Hins konungslega kanadíska flughers, RCAF. Einkennisnúmer hennar var 11061 „L“ Vélin var að koma úr eftirlitsflugi og áhöfnin var að búa sig undir lendingu á Reykjavíkurflugvelli þegar slysið varð. Talið var að flugvélin hafi lent í niðurstreymi við Fjallgarðinn. Flakið fannst dreift yfir snarbratta fjallshlíðina. Hafði vélin rekist utan í fjallið um það bil 80 metra frá fjallsbrúninni. Höggið var svo mikið að djúpsprengjurnar og eldsneytið hafði sprungið og brunnið og áhöfnin látist samstundis. Leitarflokkur fann lík áhafnarinnar, sem voru jarðsett með hernaðarlegri viðhöfn í Fossvogskirkjugarði.
Þátttakendur í göngunni fengu óvæntan ánægjuauka; 28. Reykjavíkurrallýið, sem þá fór fram á Djúpavatnsvegi. Frá mosavöxnum austurbrúnum hálsins var hægt að setjast niður og þá var hvergi betri yfirsýn yfir keppnina – alveg frá Norðlingahálsi í norðri og suður fyrir Djúpavatn. Rykkófið spratt í afturfar ökutækjanna, hljóðin í skiptingunum bergmálaði um hlíðina og sprengingar frá hreyflunum gáfu heillegheitin til kynna. Ekki komust þó allir ökumennirnir á leiðarenda.
Lagt var upp frá Hofmannaflöt við Djúpavatnsleið. Örnefnið hefur löngum verið fólki ráðgáta, en slík eru fleiri en eitt hér á landi. Hofmannaflöt er t.d. rennisléttur völlur austan Ármannsfells og norðan Þingvalla. Hún er kringd fjöllum á þrjá vegu og opin móti suðri. Austan hennar er Mjóafell og norðan þess Goðaskarð. Norðan flatarinnar er allsérstætt
Fyrrum lá bílvegurinn um eystra skarðið en síðustu áratugina hefur vestara skarðið verið notað. Aðalástæða þess er, að sandskaflar lokuðu oft veginum austan Sandkluftavatns, sem gerist tæpast vestan þess. Gömul, friðlýst veghleðsla upp í eystra skarðið sunnanvert sést enn þá greinilega.
Flötin sjálf var löngum ræktuð og slegin fyrr á tímum og þar var kærkominn áningarstaður ferðamanna, sem komu langa leið um Kaldadal. Ármannssaga segir frá leikum, sem fóru fram á Hofmannaflöt, þegar helztu tröll landsins hittust þar.
Þá segir í örnefnaskrá að “norðan Hestabrekkuhæðar er Hofmannaflöt (-flatir) sem að líkindum er gamall áningastaður enda liggja gamlar götur þaðan í Almannadal, þetta dalverpi norðan Þingvallavegar
Í þjóðsögunni um Eyfirðingana Guðmund og Þorstein er örnefnisins getið: „En áður en karl kvaddi þá Guðmund bað hann þá að selja sér fisk þann er þeir öfluðu að vetrinum, því hann sagði sér vera farið að leiðast hangikjötið; bað hann þá að flytja fiskinn á vertíðarlokum upp á Hofmannaflöt, kvaðst hann þá skyldi verða þar fyrir og klyfja hesta þeirra aftur með ull og tólg. Þeir játuðu þessu og skildust síðan með blíðu.
Síðan héldu þeir leiðar sinnar og bar ekki fleira til tíðinda; komu þeir suður á undan öllum öðrum Norðlingum og fengu góð skiprúm og öfluðu vel. Um vorið fluttu þeir fisk sinn á átta hestum upp á Hofmannaflöt og var þar karl fyrir með jafnmarga hesta klyfjaða með ull og tólg, og höfðu býttin eins og ákveðið var.
Þá er Hofmannaflöt innst í Ölfusdal ofan Hveragerðis.
Hofmannaflötin undir vestanverðum Sveifluhálsi er sambærileg nöfnum hennar annars staðar á landinu; slétt gróin flöt. Lækur rennur um flötina á vorin. Einhverjir hafa viljað tengja örnefnið við hefðarfólk, en líklegra er að það bendi til áningastaðar. Ekki hefur verið gerð skipuleg leit að hugsanlegum tóftum við flötuna, en ein slík er á Hofmannaflötinni við Þingvelli. Þá má leiða líkur að því að þarna hafi fyrrum verið greiðasta leiðin með hesta inn á og yfir Sveifluháls. A.m.k. er hvergi betra og auðveldara að ganga á hálsinn en einmitt þarna.
Þegar grónum bökkum uppþornaðs lækjarfarvegs var fylgt upp aflíðandi og mjög aðgengilegt gil var komið í ofanverða gilskál, sem jafnan hefur verið orðuð við riddara. Nafngiftin er augljós; móbergsstandur í henni ofanverðri að norðanverðu er einstaklega líkur riddara á taflborði. Heilsað verður upp á hann síðar í göngunni.
Þegar upp í skálina var komið var stefnan tekin til suðurs og gamalli götu fylgt upp áframhaldandi ávala hlíðina. Nú hafa ökumenn torfærutækja ekið eftir götunni og dýpkað hana til mikilla muna. Þegar FERLIR fór eftir endilöngum Sveifluhálsinum árið 2000 sáust engin för eftir slík tæki á þessum slóðum. Af ummerkjunum að dæma þá virtist augljóst að þarna hefðu kunnugir farið með hesta því þessi leið er sú greiðfærasta ef farið var til/frá Krýsuvík, hvort sem var um Ketilsstíg eða Hettustíg. Í ljósi þessa er örnefnið líka vel skiljanlegt.
Þegar upp á veðurbarinn ofanverðan ás var komið birtist Miðdegishnúkurinn framundan, formfagur, en óárennilegur. FERLIR leit ekki beinlínis á hann sem áskorun, líkt og margir aðrir, heldur var stefnan tekin suður með honum
Á hæðinni eru allnokkri skessukatlar, en þegar yfir hana er komið birtast herlegheitin; eitt hið stórbrotnasta útsýni á Reykjanesskaganum og þótt víða væri leitað. Sanddalur umgirtur móbergshömrum (sem FELRLIR nefni „Fyrstudeildardal“ á umræddri ferð sinni árið 2000) með útsýni alla leið yfir að Arnarvatni, Stapatind, Hnakk og Hettu. Í tilefni útsýnisins var þrífótum stillt upp innanvið dásemdina, myndavélar festar á skúfur og síðan „panaoramamyndir“ teknar í gríð og erg. Eflaust eiga þær eftir að birtast á einhverjum mikilsvirtum landslagsmyndasíðum á næstunni.
Þá var stefnan tekin á Miðdegishnúk. Gengið var upp á hann suðaustanverðan. Þegar upp var komið birtist til stórbrotnasta útsýni, sem hugurinn um getur – og jafnvel betur. Þeir landsmenn, sem hafa lagt á sig ómælt ferðalag og mikið erfiði til að komast á Mont Blanc eða Kilimanjaro, myndu öfunda þá mikið er notið hafa þessa útsýnis – á innan við klukkustund.
sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust þessu miklu langstapar.
Kleifarvatn er undirliggjandi að austanverðu. Vatnið er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli. Handans vatnsins, að austanverðu, er Gullbringa er öll sýslan dregur nafn sitt af. Milli þess og hálsins er Krýsuvíkurvegurinn. Hann var lagður á árunum 1935-1945.
Erfiðari leiðin liggur bæði um efstu brúnir sem og tækifærismöguleikana undir þeim. Fyrir ólofthrædda er þessi leið greið; t.d. er gengið utan í hábrúnum í vestanverðum nyrstu Stapatindunum og yfir háhrygg efstu eggja uns komið
Auðveldari leiðin var þrædd til baka að hnúkunum ofan við Huldur. Þar er ryðgaður málmkross til minningar um þá, sem létust þar í flugslysi efstu brúnum Sveifluhálsins. Brak má enn sjá niðri í hlíðinni austanverðri, uppi á hálsinum og einnig sunnar á hondum.
Kanadískur flugbátur, svonefndur „Canso“ (systur Catalinaflugbátsins), fórst í Stapatindum á Sveifluhálsi þann 19. desember 1944 á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Átta manna áhöfn flugvélarinnar beið bana þarna á hálsinum þennan örlagaríka dag.
Flugvélaskrokkurinn var síðar dregin á snjóbíl að vetrarlagi niður vestanverðan hálsinn, niður Hrútadyngjuhraun og alla leið til Hafnarfjarðar. Þar var m.a. álið notað til að stansa út þurfahluti. Á leiðinni duttu hluti af skrokknum. Neyðarútgönguhurð töpuðst t.a.m. í Hrútadyngjuhrauni. Þegar þær fundust síðar í myndarlegri hraunrás var rásin að sjálfsögðu nefnd „Neyðarútgönguhurðarhellir“. (Sjá meira hér).
Niðurgangan um hinn uppþornaða lækjarfarveg ofan Hofsmannsflatar gaf tilefni til eftirfarandi íhugunnar; jafnan hafa verið tilgreindar tilteknar götur eða leiðir, jafnvel nafngreindar, milli áfangastaða. Gæti verið að hér sé að nokkru leyti um hugarsmíð höfundanna að ræða? Tilgreind nöfn á elstu leiðum, götum eða stígum á þessu svæði sem og öðrum virðast hvergi til í skriflegum lýsingum. Einungis hefur þeim nýrri verið lýst og þá af ónákvæmni. Álitlegra væri að draga einhverjar ályktanir úr frá fyrirliggjandi verksummerkjum, kennileitum og aðgengilegheitum þegar farið var á millum staða fyrrum.
Þessi stutta gönguleið er líklega sú fjölbreytilegasta og fegursta á öllum Reykjanesskaganum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Miðdegishnúkur.
Duus í Keflavík
Verslunarsögu Keflavíkur má rekja allt til upphafs 16. aldar. Þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll þá Keflavík í hendur Kaupmannahafnar. Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Einn þeirra dönsku kaupmanna sem stunduðu verslun í Keflavík var Peter Duus en hann og afkomendur hans stunduðu þar verslun frá árinu 1848 til 1920. Í þessari grein verður rakin saga Duus ættarinnar í grófum dráttum.
Peter Duus og Ásta Tómasdóttir kaupa verslunina í Keflavík 3. júní 1848 af Martin Smith sem hafði rekið þar verslun um árabil. Peter Duus var kvæntur Ástu Tómasdóttur Bech. Þau voru ung þegar þau kynntust í Reykjavík. Foreldrar Ástu bjuggu á Kjalarnesi, Ásta hafði búið lengi í Kaupmannahöfn þegar þau Peter Duus hittast. Þau giftu sig fjótlega og fóru til Kaupmannahafnar en stoppuðu ekki lengi þar því Peter bauðst verslunarstjórastaða í Reykjavík. Þaðan fara þau til Skagastrandar og síðan til Eyrarbakka þar sem þau efnuðust vel. Þegar þau frétta að verslunin í Keflavík var til sölu hafa þau trúlega verið fljót að grípa tækifærið, því þá var Keflavík stærsti verslunarstaðurinn á suð-vesturlandi. Þegar þau kaupa verslunina eru fyrir í Keflavík tvær verslanir, Knudtzons verslun og Verslun Sveinbörns Ólafssonar (Miðverslun). Seinna kom Ziemsen, sem við þekkjum sem Ziemsen í Rvík. Kaupverð eignanna var 3.700 ríkisdalir. Ef miðað er við verkamannalaun í þá daga og í dag, myndi eignin reiknast á kr.19.824.000.
Peter Duus og Ásta innleiddu ýmsar nýjungar í Keflavík t.d létu þau gera stóran matjurtagarð við íbúðarhús sitt og ræktuðu þar ýmsar káltegundir. Peter Duus og Ásta eignuðust 4 börn sem hétu, Hans Pétur, Lovísa Henrietta Florentina, Anna Guðrún og Lúðvík Tómas Henrik. Áfram reka þau verslunina með miklum myndarbrag til ársins 1868 eða í 20 ár. Þóttu þau hin mestu sómahjón og segir Sr. Sigurður Sívertsen á Útskálum svo um Ástu: „Hún var mikill kvenskörungur. Mesta reglukona, stjórnssöm, utanhúss sem innan.“ Um Peter Duus sagði Sigurður: „Hann var reglu- og atorkumaður, áreiðanlegur, stjórnsamur, vandaður húsfaðir og tápmikill.“
Hans Peter Duus kvæntist Kristjönu Sveinbjarnardóttur. Hún var dóttir Sveinbjarnar Ólafssonar sem var kaupmaður í Keflavík þegar Peter og Ásta koma hér fyrst. 15 ára aldursmunur var á Kristjönu og Hans Peter. Þegar þau taka við versluninni þá er Kristjana 24 ára en Hans Peter 39 ára. Kristjana var mikil kjarnorkukona. Jón biskup Helgason frændi Hans Peters sagði að hún hafi verið „einstök mannkosta- og merkiskona“ hann segir um frænda sinn Hans Peter að hann hafi verið „einstakt va
Árið 1868 taka við versluninni sonur þeirra Hans Peter, og tengdasonur Daníel Johnsen. Þeir ráku verslunina saman í 6 ár en þá kaupir Hans Peter Daníel mág sinn útúr fyrirtækinu.
lmenni sem öllum var hlýtt til sem honum kynntust, rak hann verslunina með mikilli fyrirhyggju og naut almenns trausts“.
Verslun Duus efldist undir styrkri stjórn Kristjönu og Hans Peters. Fögur og háreist húsin risu í Keflavík. Þrem árum eftir að Hans Peter og Daníel taka við fyrirtæki
nu láta þeir reisa nýtt verslunarhús yfir búðina sem stendur enn í dag og er kölluð „Gamla búð”. Sex árum síðar reisa þau Hans Peter og Kristjana nýtt pakkhús „Bryggjuhúsið“. Leysti það af hólmi, sams konar byggingu, sem hafði verið reist í tíð einokunarverslunarinnar. Í dag er Menningar – og listamiðstöð Reykjanesbæjar til húsa norðan við pakkhúsið.
Sama ár og pakkhúsið er byggt kemur til Keflavíkur Waldimar Fischer sem hafði keypt verslun Siemsen sem var fyrir í þorpinu. Fjórum árum síðar byggði Waldimar Fischer hús sem eflaust hefur stungið í stúf við aðrar byggingar í þorpinu, og var þá talið fallegasta húsið á öllu Suðurlandi. Húsið var flutt hingað tilsniðið frá Danmörku, hver spýta var merkt áður en húsinu var pakkað niður, og það síðan reist í Keflavík án þess að einn einasti nagli væri notaður í grindina, húsið var allt geirneglt. Fischershús stendur við Hafnargötu 2 og hýsir Galley Björg.
Frú Kristjana Duus stjórnaði versluninni eftir lát manns síns og fékk til liðs við sig yngsta bróður sinn Ólaf Ásbjörn Sveinbjörnsson sem kallaði sig Ólaf Olavsen. Hann varð seinna meðeigandi í Duusverslun. Ólafur Olavsen var gftur Ásu Jacobsen hún var systur Egils Jacobsens kaupmanns í Reykjavík. Þau fluttu til Kaupmannahafnar árið 1886 og urðu aldrei búsett eftir það hér á landi. Ása var barngóð með eindæmum. Hún kom nokkrum sinnum til Íslands og þá til Keflavíkur og bauð þá öllum börnum í þorpinu heim til sín og hélt þar miklar veislur með tilheyrandi veitingum. Ása stóð fyrir jólatrésskemmtun fyrir börn á hverju ári og stjórnaði því frá Kaupmannahöfn ef hún komst ekki sjálf á staðinn. Skemmtunin var haldin á neðstu hæðinni í Pakkhúsinu en þar var stór salur sem notaður var sem fiskigeymsla. Salurinn var pússaður og þveginn. Þar var sett stórt jólatré á mitt gólfið og stoðir og veggir tjölduð dúkum. Dansað var í kringum jólatréð og sungin jólalög.
Árið 1900 kaupir Ólafur Olavsen allar eignir Fichersverslunar. Kom fram í tilkynningu um eignaskiptin að kaupandinn hyggðist reka verslun fyrir eigin reikning í húsunum, en ekki varð að þessari samkeppni því nokkrum mánuðum seinna seldi Ólafur þessar eignir til H. P. Duus verslunarinnar. Flutti þá Duusverslun starfsemi sína í nýja íbúðar- og verslunarhúsið. Þegar flutningarnir eiga sér stað tilkynnti Ólafur viðskiptavinum sínum að opnuð yrði sölubúð í fyrrverandi verslunarhúsum herra Knudtzons í Ke avík “og verða þar seldar allskonar vörur með lægsta verði gegn borgun í peningum”. Sumar munnmælaheimildir telja að þessi verslun hafi verið vínbúð. Sé það rétt var það fyrsta sérverslunin í Keflavík á eftir Bakaríinu.
Hans Peter og Kristjana öfluðu sér vinsælda meðal Suðurnesjamanna og verslun þeirra þótti rekin af framsýni og stórhug. Þau eignuðust 3 börn sem öll fæddust í Keflavík. Árið 1881 veiktist Hans Peter kaupmaður, þá fluttu þau alfarin til Kaupmannahafnar í þeirri von að Hans Peter fengi lækningu þar. H.P. Duus lést 3 árum síðar eða árið 1884 aðeins 55 ára. Þá var Kristjana 40 ára með þrjú börn á framfæri sem voru á aldrinum 8, 6 og 4 ára.
Árið 1898 kemur bróðir Kristjönu og Ólafs til Íslands frá Ameríku og tekur við verslunarstjórastöðu í Duus versluninni. Hann hét Ágúst Egill og var Sveinbjörnsson, en hann kallaði sig Ágúst Olavsen. Ágúst var mjög forframaður því hann hafði dvalið langdvölum í Danmörku og í Chicago í Ameríku. Ágúst Ólavsen bjó yfir margskonar ráðagerðum varðandi Keflavíkurþorpið. Hann hafði mikinn hug á að fegra bæinn. Hafði hann í huga gatnagerð og skipulag bæjarins, lét færa hús til og rífa, ef honum þótti betur fara. Hann hvatti verkamenn verslunarinnar og aðra íbúa til þess að byggja sér ný hús og studdi þá til þess með því að lána þeim efni og vera þeim ráðhollur.
Ása í eigu Duus 1900-1920.
Voru á næstu árum byggð mörg hús í Keflavík, en flest ofursmá. Á þessum árum hafði sjór gengið mjög á land, þar sem lægst var og flætt upp á Hafnargötuna í stórstreymi. Ágúst lét byggja mikla varnargarða með sjónum sem lágu frá norðanverðri Miðbryggjunni og út í Gróf. Símon Eiríksson steinsmiður var fenginn til að vinna verkið. Duusbryggjan sem hafði verið byggð úr timbri, var nú fyllt af grjóti til að hún héldi betur.
Ágúst hefur að öllum líkindum látið byggja brunn sem stendur við Brunnstíg. Til stóð að íbúarnir borguðu vatnsskatt upp í kostnaðinn og til viðhalds á brunninum. Þetta gekk ekki eftir menn mótmæltu vatnsskattinum þegar átti að borga. Ágúst Olavsen gekk með stóran draum í maganum. Hann var vanur því að geta gengið um listigarða Ameríku og langaði til að koma upp blóma og trjágarði í Keflavík. Hann hafði hugsað sér að listigarðurinn yrði staðsettur fyrir ofan nýja verslunarhús Duus verslunar sem flutt var frá Danmörku, sem þá var orðið heimili og sölubúð Duusverslunar.
Hafði hann í því skyni látið byggja steingarð stóran sem að Símon Eiríksson steinsmiður sá um að hlaða fyrir hann. Hvorki trén né blómin fóru niður í moldina því Ágúst var fluttur um set til Duusverslunar í Reykjavík árið 1909 og lést í Danmörku skömmu síðar. Það má velta því fyrir sér hvort allar þessar fegrunaraðgerðir Ágústar hafa orðið of stór tala í bókhaldi Duusverslunar. Ágúst giftist aldrei en hann eignaðist eina dóttur sem hét Ágústa Ólafía. Ágúst hafði ráðskonu á heimili sínu um langt skeið sem hét Ingibjörg Guðmundsdóttir hún tók að sér bróðurson sinn sem varð síðasti verslunarstjóri Duusverslunar. Duus verslun var seld árið 1920 með húsum og mannvirkjum fyrir kr. 350.000 kr. Kaupandinn var Matthías skipstjóri Þórðarson frá Móum á Kjalarnesi.
Heimild m.a.:
-FAXI – 2. tbl. 2007 / 67 árgangur – Rannveig L. Garðarsdóttir (Samantekt úr Sögu Keflavíkur 1766 – 1890 og 1890 – 1920; með leyfi höfundar ).
Duushús og tóftir Keflavíkurbæjarins.