Húshólmi

Í Austra, 32. tbl. 20.11.1896, er m.a. fjallað um „Thule = Ísland (og önnur lönd jafn-norðlæg)„.

Thule

Pýþeas (330-320 f. Kr.). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendurPýþeas (330-320). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendur í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í villu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?). í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í imagevillu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?).

“ Í landfræðissögu Íslands eptir dr. Þorvald Thoroddsen er minnzt á sagnir þær um Thule, sem finnast hjá hinum fornu rithöfundum Grikkja og Rómverja, og verður niðurstaða höf. sú, að það megi heita fullsannað, að Thule sé ekki Ísland. Þó eru þar eigi hraktar röksemdir pær, sem getið er um, að Þórður biskup Þorláksson hafi fært fram því til sönnunar, að Ísland og Thule væri sama land, nl. 1. breiddarstig þau, er fornir höfundar (Ptolemæus landfræðingur) nefna í sambandi við Thule. 2. fjarlægðin frá Bretlandi. 3. lengd dagsins um sumarsólstöður. Breiddarstig þau, er Ptolemæus nefnir til að ákveða hnattstöðu Thule, standa reyndar eigi heima við það sem vér vitum nú um Ísland, en benda þó á miklu norðlægara land en Hjaltland, með því að Færeyjar liggja um 62 breiddarstig, svo að eptir tali Ptolem. verður Thule á milli Íslands og Færeyja: Það bendir líka á, að Thule sé fjarlægara Bretlandi (hinu mikla) en Hjaltland er, að Pypeas segir: „að Thule sé sex daga sigling frá Bretlandi til norðurs, nálægt hinu forna hafi“ og þótt hann hafi talið Thule með hinum brezku löndum (eyjum), þá sannar það ekki gegn hinu, að hann hafi hugsað sér það nálægt Bretlandi, (og þarf ekki að pýða annað, en að hann hafi skipað öllum eyjum í norðurhöfum í einn flokk og kent hann við eina stærstu og merkustu eyjuna. En mesta og bezta sönnun þess, að með Thule sé ekki upphaflega átt við Hjaltland, er þó lengd dagsins þar. Ptolemæus segir, að hann sé 20 stundir lengstur, en Pomponius Mela, Plinius, og Solinus segja einum rómi, að um sumarsólstöður séu þar (nærri) engar nætur. Þetta getur ekki átt við önnur lönd norður frá Bretlandi en Ísland eða norðurhluta Noregs, og getur vel verið, að menn hafi slengt þeim löndum saman undir nafnina Thule, sem haft var til að tákna það sem „yzt var í heiminum“ og „nyrzt af öllum löndum sem nefnd eru“ eða, eins og dr. p . Th. kemst að orði: „hin norðlægustu endimörk jarðarinnar, eða eitthvað ókunnugt, fjarlægt töfraland, yzt útí hafsauga“ (Lfrs. 10. bls,)

Thule

Thule á fornu korti.

Eins og hann segir á öðrum stað (13. bls.,) „kallar aðalfjöldi fornra höfunda það allt Thule, sem er ókunnugt í norðri“ en eptir því sem þekking manna á Norðurlöndum jókst, hefir hver rithöfndur um sig sett hið óákveðna Thulenafn á þau lönd, er láu nyrzt þeirra, er þeir þekktu með vissu, og því nefnir Tacitus Hjaltland þessu nafni, en Prokopius kallar svo Kjalarskagann (Noreg og Svípjóð) og Dicuilus Ísland, eptir að írar höfðu fundið það. Þar sem Plinius hefir það eptir Pypeasi, að daguriun á Thule sé 6 mánaða langur og nóttin jafnlöng, þá eru það líklega aðeins öfgar um hinn bjarta sumartíma og dimma vetrartíma í norðurheimi, eða Pypeas hefir annars haft vitneskju af miklu norðlægari löndum en Íslandi. Eins og dr. p . Th. tekur fram, mun frásögnin um ferðir Pypeasar vera umsnúin og aflöguð og er því ófært að draga nokkra ályktun um það, að Thule sé ekki Ísland, af lýsingunni á lífi þeirra, „sem nálægt kuldabeltinu búa“ (6. bls.), því að það er alls ekki sagt, að þeir búi á Thule, og Strabon vill einmitt greina það frá hinum byggðu löndum, t. d. Bretlandi og Írlandi (sjá 5. bls.) svo að líklegast virðist, að ekki hafi verið hægt að sjá af ferðasögu Pypeasar, hvort nokkur byggð væri á Thule eða eigi, eða hvort hann hefir gjört nokkurn glöggan greinarmun á Thule, sem var „yzt í heiminum“ og öðrum stöðum þar nyrðra, með því að Strabon nefnir hvað eptir annað: „ Thule og þá staði“. „Thule og aðra staði þar og langt í norðurátt.

Thule

Thule fyrrum.

Að hann (Strabon) telur Írland til norðurs frá Bretlandi, gæti ef til vill bent á, að landsins Thule, sem átti að vera enn norðar, væri að leita í sömu átt og til norðurs og vísar það óneitanlega helzt til Íslands.
Nú hefir þetta mál verið vakið að nýju með löngu erindi í Dagskrá I, 15.—18. (Thule, Sólareyjan), og kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að Thule hljóti að vera Ísland; hyggur hann það hafa verið kunnugt Keltum, er hafi kent það við sólina, jafnvel fyrir Krists fæðingu, og byggt af þeim um nokkrar aldir áður en Norðmenn komu hingað.
Þetta mun nú vera bágt að sanna með fullgildum rökum, og þótt Beda (f 735) bendi til byggðar í Thule og siglinga (þangað og) þaðan, þá, er ekki að vita, nema hann hafi þar heimfært Thulenafnið, sem haft var um ókunn lönd nyrzt í heimi, til einhverrar eyjar við Halogaland (er hann mun hafa talið til „Skypíu“, sbr. grein eptir Ólaf Davíðsson í Tím. Bmf. XIV, 138—139. bls.)

Íslandskort

Íslandskort fyrrum.

Hins vegar höfum vér áreiðanlega vitneskju um það (frá Dieuilus), að Írar hafa verið komnir til Íslands seint á 6. öld. (795 eða 796) og er sennilegt, að þeir hafi þá gefið landinu hið forna nafn „Thule“, og það hafi haldizt meðan þeir dvöldu þar, en að mikill hluti landsins hafi verið byggður af þessum „Þýlingum“, þá er Norðmenn komu, er með öllu óvíst, og meira að segja ólíklegt, og ályktanir höf. um flótta þeirra „austur eptir Suður-Íslandi“ fyrir Ingólfi og Hjörleifi virðast gripnar úr lausu lopti. Þeir gátu vel verið farnir áður en Ingólfur kom, því að þeir sem fundu Ísland fyrstir Norðmanna (Naddaður, Garðarr, og Hrafna-Flóki) komu allir að landinu austanverðu, nálægt því svæði, er vér höfum spurn af Pöpum, og þeir Garðarr og Flóki komu jafnvel beint að einni af stöðvum þeirra (Papós), en það þurfti varla annað til að fæla þá burt en að sjá hin norrænu víkingaskip bruna að landinu.

Thule

Thule fyrrum.

Það er með öllu skakkt, að Örlygur hafi farið til Íslands til að byggja Patreksfjörð að tilvísun Patreks biskups í Suðureyjum, heldur segir Ldn., að honum hafi verið vísað til bústaðar á Kjalarnesi, þar sem hann byggði síðan, en öll sú frásögn hefir mikinn helgisögublæ, og er hæpið að álykta af henni, að Patreknr hafi sjálfur komið þangað, er hann á að hafa vísað Örlygi til. Eigi virðist nein ástæða til að halda, að Nátttfari hafi verið keltneskur maður, og er miklu líklegra að hann hafi verið austrænn (sænsknr), því að hann fór út með Garðari, er var sænskur að ætt, og hið fágæta nafn Náttfari finnst einmitt á rúnasteini í Svípjóð (Brate: Runverser, 319. bls. (Nr. 141).).
En þótt ályktanir höf. beri sumstaðar vott um nokkuð mikla fljótfærni, og ekki sé gott að skilja í því, hvernig Thule-nafnið geti haft sömu þýðingu, hvort sem það er leitt af keltnesku, grísku eða norrænu, er grein hans samt fróðleg að mörgu leyti, og gaman að sjá röksemdir hans með því að Thule sé Ísland, og hvað sem öðru líður, hefir hann tekið það réttilega fram, að Írar þeir, sem voru hér fyrir landnám Norðmanna, muni hafa kallað landið Thule, og hafi það því meiri rétt en önnur lönd til þessa nafns“. – J.

Í Dagskrá, 15. tbl., 17.08.1896, er fjallað um Thule, „Sólareyjuna“ sem (ágrip af fyrirlestri höldnum í „The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum“).

Íslandskort

Ísland – fornt kort.

„Mergðin af rithöfundum þeim sem hafa fengist við að rannsaka og færa rök fyrir því hvað hið eldforna Thuleland hafi í raun rjettri verið eða átt að vera, hafa lagt aðaláhersluna á það, að sýna hvar það land hafi legið, sem haft er eptir hinum gamla gríska landfræðingi Pytheasi frá Masssilíu, (líkl. á 4. öld f. Kr.), að hann hafi
kallað Thule.

Íslandskort

Ísland – forn kort.

Sagnir þær sem vjer höfum af Pytheasi þessum og ferðum hans, ern mjög óljósar og óáreiðanlegar. — Þau brot af ritum hans sem hefur verið safnað saman, eru 6n6g til að sýna hvort hann hefur nokkurntíma ritað það sjálfur sem haft er eptir honum, og þeim ber ekki allskostar vel saman, sem hafa ekráð árangurinn af landaleitum Pytheasar, eptir honnm sjálfum.

Thule

Thule – forn kort.

Jeg ætla mjer ekki að fara hjer út í sönnunargögn þau, sem færð hafa verið fram af ótal mörgum rithöfundum, ýmist með eða móti því, hvort Pytheas sjálfur hafi heimsótt land það sem hann kallar Thule. Það er eptir mínu áliti alls ekki jafnmikilvægt atriði, eina og allur þorrinn af rithöfundum þeim, sem um þetta mál hafa fjallað, vilja láta það vera. — Því eitt er sem sje víst, og verður eigi dregið i efa, að Pytheas þessi hefur farið í landaleit frá Massilíu norður á bóginn, og hefur á þeirri ferð heyrt talað um fjarlægt eyland, sem hann hefur álitið að væri með rjettu nefnt Thule, og sem hann hefur heyrt nefnt áður en hann lagði af stað í landaleit sína.

Aðalatriðið í þessu máli er því ekki, hvar Pytheas hafi álitið að Thule lægi, heldur hvar það land hafi legið, sem kallað var því nafni, löngu áður en Pytheas fór hina nafnkunnu ransóknarferð til Vestur- og Norðurhluta Bvrópu. — Einungis að því leyti sem frásagnirnar eptir Pytheasi skýra það aðalatriði málsins, verður sagt að þær verðskuldi að takast með í fyrstu röð. Að öllu öðru leyti eru þær lítilvægar að því er snertir það málefni sem liggur hjer fyrir.

Íslandskort

Papar.

Vjer höfum fulla vissu fyrir því, að „Thule“-nafnið hefur verið kunnugt Grikkjum löngu áður en álíta má að Pytheas hafi farið í landaleit sína. Þannig segir Servius í athugasemdum sínum og skýringum við ljóð Virgils, að Ctesias sagnaritari, sem var við hirð Artaxerxis Mnemóns Persa konungs, hafi nefnt Thule í ritum sínum, og vjer höfum útdrátt úr söguþætti frá Thule eptir Diogenes Antonius (e. 400 f. Kr.), sem talar um þetta land á þann hátt, að sjeð verður að Thule hefur þegar verið alkunnugt þegar hann var uppi.

Thule

Thule- forn kort.

Ef vjer höldum þessu föstu, virðist liggja beinast við að spyrja fyrst: Er til nokkur bending um, hvar Thule hafi legið, sem er eldri en frásagnirnar eptir Pytheasi?
Vjer getum hugsað oss að nafnið hafi komið upp á tvennan hátt, annaðhvort þannig að menn hafi hugsað sjer eitthvert óþekkt kynjaland, sem hefur verið kallað Thule, eða að þetta landsheiti hafi borist langar leiðir til þeirra sem vjer fyrst vitum að minnst hafa á það, frá þeim sem hafa sjeð land er þeir nefndu svo.
Til hvors af þessu tvennu, sem Thulenafnið á rót sína að rekja, mundu auðvitað allskonar kynjasögur fara af landinu í hinum elstu ritum og munnmælum. Vísindi og skáldskapur eru nátengd á bernskutímum allrar menningar. — En þá mundu menn hafa gefið ímyndunaraflinu enn lausari taum, í öllum lýsingum hins hugsaða lands, heldur en í skýrslunum um það land sem mannsaugu þó höfðu sjeð. Hinir elstu landfræðingar, er sögðu frá því sem þeir þóttust vita um Thule, mundu einkum hafa bætt við allskyns ágiskunum um árstíðaskipti og veðurlag á þessum hala veraldar, en í skáldritum og þjóðsögum mundu miklu fremur koma fram frásögur um kynjamenn og yfirnáttúrlega viðburði úti í Thule, sem menn hugsuðu sjer að lægi einhverstaðar, yst í heiminum, þar sem enginn maður hafði stigið fæti.

Thule

Thule – forn kort.

Brot þau og einstöku óljósu sagnir, sem vjer höfum frá Thulelandi fornaldarinnar, geta ekki leitt til neinnar vissu um það, á hvorn veg af þessum tveim, nafnið muni vera komið upp, því vjer vitum ekki hve margar aldir hafa liðið frá því, að Thule var nefnd fyrst og þangað til skráð var sú frásögn, er borist hefur oss í hendur. Að nafnið hefði allrafyrst ekki verið annað en nafn á einhverri hugmynd um heimsendi, mundi það vafalaust síðar hafa verið haft til þess að tákna ýms lönd, fjær og fjær þeim stöðvum, þar sem nafnið fyrst var nefnt, eptir því sem menn komust lengra á verslunar eða herferðum, og færðu út kvíarnar, að því er snerti þekking manna á hinum ýmsu hlutum heimsins. Og það er mjög eðlilegt að hinir ýmsn uppgötvarar og siglingamenn, sem ekki þekktu lögun jarðarinnar, hafi nefnt þannig þau ystu mörk sem þeir komust að, hver um sig.

Thule

Thule – fornt kort.

En það er annað sönnunargagn sem jeg álit að vjer höfum fyrir því að Thule hafi frá fyrstu verið nafn á landi sem hefur fundist, einhvern tíma mjög snemma á öldum; þetta sönnunargagn hygg jeg vera þýðingu nafnsins sjálfs, eins og það er rjettilega skilið.
Tilgáturnar um það, hvaðan orðið Thule eigi rót sína að rekja, hafa frá fyrstu verið mjög margvislegar, og hafa verið settar fram jafnhliða hinum margvíslegu skýringum á ferðalagi og frásögnum Pytheasar. Menn hafa viljað sanna, að það væri upphaflega komið úr púnversku og þýddi hulda, myrkur, skuggi, og hafa tekið fram, að þetta nafn ætti vel við hin norðlægu lönd (svo sem Ísland), þar sem nóttin er svo löng á vetrum. Aðrir hafa viljað leiða nafnið úr arabiska orðinu Túl; langt burtu, sem að vísu hefði komið einkar vel heim við hið rómverska fylgiorð „ultima“ o: hin ysta, sem var og er almennt tengt við Thulenafnið.

Thule

Skandinavia – forn kort.

Enn aðrir hafa ætlað að nafnið sje sprottið frá Noregi, og hafa bent á líkingu þess við nafnið Telemark, sem opt er skrifað Thulemarehia eða Thylemarchia; einnig hefur verið bent á að eyjar við Noregsstrendur sem hafa verið nefndar Thuyle. Ennfremur hafa menn getið þess til að nafnið ætti skylt við Thy, sem er ysti hluti Jótlandsskaga. Eyrir utan tilgátur þær sem nú voru nefndar, má telja fjölda margar aðrar, svo sem að nafnið sje sprottið af gríska orðinn telos, endi eða tele, fjarlægt, af hinu egyptska konungsheiti Þúlis, af nöfnum aukenndra eyja Telloe eða Tylee, saxneska orðinu Tell, takmark, eða Tyle konungsríki Kelta í Þrakíu. — Það yrði hjer oflangt að telja upp öll þau orð, sem menn hafa viljað leiða uppruna Thulenafnsins til; það hefur verið aptur og aptur farið í gegnum þau rök sem færð hafa verið með og móti hinum ýmsu tilgátum, og menn hafa leitað djúpt í fornum tungum og sögu allrar landafræði, en menn hafa ekki komist enn að neinni fastri niðurstöðu, um það hvaðan orðið Thule sje upphaflega komið.

Thule

Thule og Skandinavia – fornt kort.

Meðal þeirra sem hafa viljað skýra orðið Thule er Isidor hinn helgi. Hann segir í Orig. Seu Etym. lib. XIX, 6 „að eyjan Thule sje nefnd eptir sólinni af því að þar sje einlægur dagur um sólstöður“. — Hann segir ekki nánar hvaðan orðið sje runnið, og hefur ekki verið mikill gaumur gefinn að þessari þýðing. — En jeg ætla þó, að einmitt hjer sje lykillinn að þeirri gátu, hverju landi Thulenafnið var fyrst gefið.
Það virðist alllíklegt, að Isidor hafi haft eitthvað fyrir sjer í því, að Thule drægi nafn af sólinni. Eins og orðið liggur fyrir sjest það ekki í fljótu bragði að það eigi neitt skylt við sjálft orðið sól, þó leitað sje í öllum þeim tungum, sem ætla má að Isidóri hafi verið kunnar.

Goðafoss

Goðafoss.

En sje litið til þess, hve nákvæmur Isidor er í orðaskýringum sínum yfirleitt og hve fjölbreytilegar skýrslur hann hafði fyrir sjer, enda þótt rit hans auðvitað beri merki þess tíma, er það stafar frá — sýnist það ástæðulaust að reyndu að hafna þessari skýring, sem er hin elsta og fyrsta, er gefin hefir verið af orðinu Thule.
— Jeg vil fyrst taka það aptur fram, að allt virðist benda á, að Isidor hafi haft fyrir sjer eldri sögn um að þetta væri hinn sanni uppruni orðsins. Hefði hann getað rakið orðið málfræðislega til þessa uppruna, mnudi hann efalaust hafa gjört það, samkvæmt því sem hann gjörir annarsstaðar, þar sem skyldleiki hins afleidda og upprunalega orðs ekki liggur í augum uppi. — En Isidor hefur vafalaust sjálfum verið ókunnugt um hvernig orðið yrði rakið til þessarar rótar, og hefur því látið sjer nægja að segja það blátt áfram, eptir því sem hann hafði fyrir sjer, og má ætla það víst, að
hann hafi haft allgóða heimild fyrir sjer, fyrst hann staðhæfir að þetta sje hin rjetta þýðing orðsins.

Thule

Thule og Skandinavia – fornt kort.

Það virðist heldur engin ástæða til þess að öllu óreyndu, að álíta víst að heimild Isidors — hver sem það hefur verið — hafi gripið þessa skýring úr lausu lopti. Þvert á móti virðist það einmitt harla líklegt, að sá sem hefði viljað skýra orðið af handahófi hefði farið eptir lýsingum þeim og einkunnarorðum, sem mest bar á í bókmenntum þeirra tíma, þegar ræða var um Thule, en það var myrkrið og fjarlægðin frá byggðum löndum, sem optast var nefnt í því sambandi, einkum eptir að hin rómversku skáld byrjuðu að beita þessu nafni í kveðskap sínum.
En við þetta bætist nú að vjer getum auðveldlega skýrt hvernig nafnið Thule, í þessari merking, er til komið.

Á tímum Diogenis þess, sem áður er nefndur, er það víst, að Thule var orðið nafn á landi, sem menn vissu að var til og sem menn höfðu haft sagnir sjónarvotta um. Það sjest glöggt innan um allar ýkjur og undrasagnir þær, sem Diogenes hefur soðið saman, að hann hefur farið eptir frásögnum einhvers eða einhverra sem hafa farið langt norður í heim og hafa þóttst vita hvar landið Thule lá.

Húshólmi

Forn bær í Húshólma.

Diogenes veit til dæmia að engin nótt er í þessu landi á tilteknum tíma árs og að land þetta er eyland. Hvorugt þetta er ástæða til þess að halda að hann hafi fundið upp frá eigin brjósti, því síður sem hann nefnir nöfn norðlægra þjóða, er söguhetjur hans heimsóttu og sem vjer vitum að voru til á þeim tímnm, eins og vjer vitum að til er og til var eyland langt úti í heimi, þar sem sólin hverfur aldrei af loptinu á tilteknum tíma ársins. — En sú einasta Útey, sem ætla má að þekkst hafi til forna, sem hefur sól á lopti nótt og dag á nokkrum tíma árs, er Ísland. (Framh.)

Íslandskor
Öllum kemur saman um að hinir elstu rithöfundar er minnast á Thule, hafi álitið að hún lægi norður í heimi. — En hin besta sönnun þessa er það, að Pytheas frá Massiliu, sem fer í landaleit norður í álfu, býst auðsjáanlega við því, að Thule liggi nyrst allra hinna bresku eyja, er hann svo nemir, því annars hefði hann ekki gefið þessu eylandi, er hann heyrði sagt frá og jafnvel sjálfur segist hafa sjeð, hið sama nafn, sem Ctesias og Diogenes gáfu undralandi því er þeir rita um löngu fyr en líklegt er að fregnin hafi borist af ferð Pytheasar.

Thule

Thule – fornt kort.

Það sjest einnig skýrt á frásögn Diogenis að hann álítur sjálfur, að Thule liggi nyrst allra landa er hann hefur heyrt nefnt, og að hann fer auðsjáanlega eptir almennri skoðun annara í því efni.
Þannig segir hann um ferð þeirra, er Bagan gerist af (Phot. Cod. 166, 109 a): „Sókum hins feikna mikla kulda, neyddust þeir til þess að leita til hins Scythiska hafs, en sneru þaðan til austurs, og komu á þær stöðvar er svo kemur upp. Þaðan fóru þeir í hring og höfðu eptir það miklar hafvillur og langar, í hinu ysta hafi. Loksins komu þeir til Thule og hvíldu sig þar nokkra stund eptir flækinginn“.
Síðan fóru þeir austur á heimsenda, en til þess að komast í hið ysta haf, þurftu þeir að fara í hring, samkvæmt hugmyndum Hecatei um lögun jarðarinnar, sem átti að vera flöt og hringmynduð, umflotin af útsænum. Svo komu þeir til Thule. — Thule liggur þannig eptir hugmyndum Diogenis í hinu ysta hafi, mótsett þeim stöðvum er sól kemur upp, norðar en hið scythiska haf — eða með öðrum orðum, einmitt nálægt þar sem Ísland liggur.

Thule

Fornt heimskort.

Löngu fyrir daga Diogenis má nú ætla að feiknamiklir þjóðflutningar hafi átt sjer stað milli hinna bresku eyja og meginlandsins. Enginn getur sagt á hverjum tíma þeir viðburðir hafa orðið, sem elstu helgisagnir Íra stafa frá. En svo mikið er eitt víst, að þeir hafa hlotið að verða mjög snemma á öldum, og eru allar líkur til þess, að styrjaldir þær sem fyrst er talað um, hafi knúð þjóðflokka þá sem þá bjuggu á eyjunum til þess að flýja langt undan, og leita fjarlægra landa með heri og heilar þjóðir, og má telja það víst, að þessar fyrstu flutninga og ófriðarþjóðir er vjer heyrum nefndar, hafi haft vel haffær skip og ekki verið vankunnandi í siglingum og sjómannafræði. — Vjer sjáum t. d. hve langt Punverjar voru komnir í þessari grein kringum 1000 árum f. Kr. — Vjer sjáum ennfremur, að grískar þjóðir í Miðjarðarhafi, svo sem Kríteyingar og fleiri gátu sigrað púnverska víkinga í orrustum löngu fyrir Trójustríðið. Því skyldu ekki hinir gáfuðu keltisku þjóðflokkar í Gaul og hinum bresku eyjum, sem voru alstaðar umkringdir af feiknamiklum skógarlöndum, hafa geta byggt haffær skip og lært að stýra þeim eptir gangi himintunglanna?

Thule

Thule og vestur Evrópa – fornt kort.

— Ef menn geta ætlað að verslunarandi og gróðafíkn Púnverja hafi getað reist þá þjóð til svo mikilla valda og útbreiðslu á varningi Austurálfunnar, vestur og norður um alla Evrópu, því skyldi þá ekki eyjaþjóðirnar, sem áttu í stöðugum ófriði við herflota sem komu handan um haf, hafa byggt haffær skip, til þess að verja land sitt og flýja undan ef á þyrfti að halda.
Jeg fyrir mitt leyti álít, að vjer þurfum engar vísindalegar rannsóknir til þess að komast strax að þeirri niðurstöðu, að bresku eyjaþjóðirnar hafa haft haffær skip löngu áður en vjer höfum sannar sagnir af þeim. — En ef vjer nú álitum að svo hafi verið, hljótum vjer að játa, að það hefði verið mjög eðlilegt, að einhverntíma hefði, verið tekið eptir eyjum þeim sem; liggja norður og vestur af Bretlandi hinu mikla. Meira að segja, vjer getum álitið það víst, að tíðar samgöngur hafa verið milli Írlands og Bretlands, og milli Skotlands, Orkneyja og Shetlands, mörgum öldum áður en Rómverjar komu til eyjanna. Það er og hugsanlegt að herskáar og Biglingafróðar þjóðir, búi mörg hundruð ár á eylöndum, sem liggja hvert svo nærri öðru, án þess að þær taki hver eptir annari.
Húshólmi
Látum halda áfram að geta þess til sem er eðlilegast. Látum oss setja svo, að einhverntíma snemma á öldum, hafi einhver víkingur, kaupmaður eða flóttamaður, flækst svo langt norður í höf, að hann hafi sjeð feiknamikið háfjöllótt land, rísa úr hafi nálægt þeim stöðvum er Diogenes og Pytheas ætla að Thule hafi verið. Vjer getum hugsað oss, að hann hafi alveg óviljandi hrakist
svo langt burt frá heimkynni sínu, hvort sem það nú hefur verið í Noregi, hinum bresku eyjum eða jafnvel Færeyjum, sem ætla má að hafi verið þekktar mjög snemma.

Flókavarða

Hvaleyri í Hafnarfirði – Flókavarða; minnismerki.

— Vjer skulum því næst setja svo, að þessi fyrsti uppgötvari Íslands hafi leitað burt frá landinu, annaðhvort vegna þess, að hann hafi óttast að brjóta skip sitt á brimskerjum við hið óþekkta land, eða að hann hafi óttast grimmd íbúanna, eða loks að hann hafi flýtt sjer að komast aptur á rjetta leið, og hafi því ekki gefið sjer tíma til að kynna sjer þetta land eða sigla að því. — í öllu falli má ætla víst, að enginn sem þannig hefði sjeð Ísland af tilviljun, fyrstur manna, hefði haft langa dvöl á hinni byggðu eyju á útskækli veraldar.
Frá þessum landfundi hefðu nú hlotið að berast fregnir milli manna, fyrst og fremst þar sem uppgötvarinn hefði náð mannabyggð fyrst. — Vjer skulum enn geta hins eðlilegasta, sem er, að þessi sæfarandi hafi komið til þeirra næstu mannabyggða sem vjer vitum af, sem voru bresku eyjarnar. Enginn maður heyrir um svo merkilegan landfund, án þess að veita því eptirtekt og festa á minnið það sem hann heyrir. Hvar sem sæfarandinn hefur komið að landi, hafa fregnirnar brátt breiðst út um mikið land, óþekkt, norður í hafi. —
Ef vjer nú ennfremur höldum því föstu, að öll líkindi sje til að siglingar hafi verið komnar á hátt stig á Bretlandseyjum, þegar þjóðflutningar þeir urðu, sem vjer munum hinar fyrstu öljósu sagnir af í keltneskum helgisögnum — þá mætti álíta það sennilegt, að einhver hefði orðið til þess að leita þessa fjarlæga lands, ef ekki til þess að byggja það, ræna þar, eða reka þar verslun, þá einungis til þess að fá sanna vitneskju um hvernig þar hagaði til. — Vjer höfum fjölda af vitnisburðum um að forvitni og uppgötvunarfýsn hinna elstu þjóða hafa leitt til fyrirtækja sem voru mikið stórkostlegri en þetta hefði verið.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma.

Hver sá sem hefði farið þessa ferð mundi nú allra fyrst hafa leitað upplýsinga frá landfundi hins fysta uppgötvara, svo ljóst sem föng voru á. — Vjer skulum setja svo að hann hafi komist að því að land lægi mjög langt í burt til norðurs. — Hann hefði þá auðvitað valið þann tíma árs til ferðarinnar, sem var hagkvæmastur og hættuminnstur, einkum fyrir hin ófullkomnu skip fornaldarinnar; hann mundi með öðrum orðum hafa lagt af stað kringum
sólstöður, þegar lengstur er dagur. — Vjer skulum ætla að hann hafi farið frá Skotlandi eða eyjum þeim sem liggja þar norður af, því þaðan gat hann búist við styttstri og bestri ferð.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur norðan Ósa. Manngerður hóll (dys?).

Hann mundi þó fljótt hafa tekið eptir því, að nóttin varð styttri og styttri, eptir því sem hann kom norðar. Enginn sæfarandi, sá sem verður að stýra eptir himintunglunum, siglir svo
á uppgötvunarferð, að hann taki ekki eptir mismun á degi og nóttu.
Eptir því sem hann hefur komið norðar, eptir því hefur hann orðið gagnteknari af þessum langa degi. Hann hefur sjeð sólina synda við hafsbrún, löngu eptir að hann vissi að hún var horfin þar sem hann átti heima, og hann hefur hlotið að láta sjer detta í hug ósjálfrátt: „Skyldi jeg komast svo langt norður, að jeg sjái sólina á lopti til næsta dags?“ — Loks hefur hann svo komist til hins mikla eylands norður í hafi. Hann hefur komið þangað á þeim tíma árs, sem öll hin einkennilega náttúrufegurð Íslands er dýrðlegust. Hann hefur ef til vill siglt norður fyrir landið, eða gengið upp á hátt fjall til þess að líta yfir það, og hefur horft á ljóma nætursólarinnar, sem enginn getur gleymt sem einu sinni hefur sjeð hana. — Hann hefur fundið að hann hafði rjett til að gefa landinu nafn, því hann hafði fyrstur allra farið yfir hafið til þess að kanna það; hann hefur haft nætursólina fyrir augum þegar hann skýrði landið, og hvað er þá sennilegra heldur en sú tilgáta, að hann hafi kennt landið við sólina, og hafi kallað það: Sólareyna eða Sólarlandið – Thule.
Thule
Ef vjer gjörum ráð fyrir því sem áður er getið til, að fyrsti uppgötvari Íslands hafi komið frá Bretlandseyjum, og landið því hafi fyrst fengið nafn sitt á keltnesku máli, tökum vjer fyrst eptir því, að hið gamalkeltneska orð yfir sólina; houl heaol, hiol, heul o. s. frv. er einmitt samhljóða meginhluta orððins Thule, Thile o.s.frv. eins og það hefur verið verið ýmislega skrifað. — Ennfremur gætum vjer þess undir eins að endingin e, einmitt fellur saman við orðið ee eða i sem þýðir ey, í gömlum keltneskum mállyskum t.a.m. gaelisku, og hefur þessi ending haldið sjer með hinni upphaflegu þýðingu á ýmsum hreBkum eyjanöfnum t. a. m. Tyr-ee.

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli fyrir „norrænt landnám“.

— Vjer getum nú hugsað oss, að þetta upphaflegasta nafn Íslands, segjum að það hafi verið Houl-ee eða Houl-i hafi hætt framan við sig t, því sem fylgir því nú, — á ýmsan hátt. — Það er t. a. m. eptirtektavert, að það sem gaelisku málin setja til hljómfegurðar milli hins ákveðna greinis og allra karlkenndra nafnorða, sem byrja með hljóðstaf, hefði eitt verið nægilegt til þess að gjöra nafn ífilands að því sama, sem Thulelandið forna var nefnt. — Vjer sjáum nú einmitt að orðið eilan = ey á gaelisku er karlkyns, og eru styttri myndir af því sama kyns í ýmBum keltneskum mállýzkum, og er vert að minnast þess hjer að Beda prestur karlkennir Thule á einum stað („Thule, qui etc“). — Samkvæmt eðli málsins hefði það nú ennfremur verið líklegast, að hinn ákveðni greinír hefði verið hafður með nafni þessa fjarlæga eylands, sem menn hafa að minnsta kosti í fyrstu, haft mjög sjaldgæfar samgöngur við, og sem menn hafa frá byrjun litið til sem nokkurskonar undralands.
Á gaelisku hefði Houlee því verið verið kallað an t’ houl-ee. Ef greinirinn nú er tekinn frá, og þetta nafn er skrifað stafrjett á grísku fáum vjer Öovkrj, lat. Thule.
Jeg hef nú leitast við að sýna fram á að Ísland hefur verið hið forna Thuleland, og að nafnið, Thule þess á hnettinum og margt annað bendi til þess, að Keltar hafi fyrstir fundið og byggt landið.
En í sambandi við þetta er það einnig athugavert, að hinir fyrstu menn er vjer höfum vissar sagnir af að bjuggu á Íslandi, hafa kallað þessa ey Thule eða Thyle. — Þetta hefur ekki verið tekið til greina áður. En það er þó augljóst, að þetta eitt út af fyrir sig væri nægilegt til þess, að Ísland ætti að rjettu fremur tilkall til þessa nafns en nokkurt annað land, jafnvel þó það væri að öðru leyti með öllu óvíst, hvaðan nafnið er sprottið frá fyrstu byrjnn, sbr. t. a. m. Vestindverskn eyjarnar, sem bera það nafn enn, þó þeim væri ranglega gefið það í fyrstu.
Þetta sjest skýrt og greinilega hjá Dicuilus sem c. 825 skrifar, að hann hafi fyrir 30 árum talað við munka sem hafi heimsótt Thule.
Thule
Land það sem Dicuilus kallar Thule vita menn nú með vissu að var Ísland; enginn efast um það. Ennfremur er það augljóst, að munkar þeir sem Dicuilus talaði við, hafa álitið að Ísland væri Thule.
Bæði sjest það á sama stað í Dicuilus, að þeir hafa þekkt rit þau sem höfðu getið um Thule, þar sem þeir fóru norður fyrir landið til þess að kanna hvort þar væri ís — eins og Plinius og fleiri höfðu sagt fyrir löngu, hvaðan sem þeir hafa haft það — en einnig ræður það að líkindum, að svo lærður maður sem Dicuiius var, hefði þó fyrst og fremst fengið að vita hjá munkum þessum, ef þeir hefðu nefnt eyna öðru nafni — eða þekkt annað nafn á henni; en enginn má ætla að menn eigi umhverfis svo mikið land sem Ísland er, til þess að kanna það, án þess að hugleiða hvort það hefði fengið nafn, eða verið nafnlaust áður. — Slíkt væri dæmalaust í sögu landafræðinnar.

Hellir

Hellir landnámsmanna, Papa eða Kelta, á Suðurlandi.

Munkar þessir hafa talið með öllu efalaust, að eyland þetta hjeti Thule, með rjettu. — Jeg get nú ekki betur sjeð, en að þetta sje allöflug sönnun þess að nafnið og þokkingin á Thule til forna hafi komið yfir bresku eyjarnar, þaðan sem einnig var eðlilegast að hvorttveggja ætti upptök sín. — Fjölda margt af ritum þeim og munnmælum sem þessir munkar gátu þekkt er nú glatað að eilífu, svo vísindin geta ekki staðhæft, að munkar þessir hafi með röngu álitið að Thule lægi svo langt norður í hafi. Vjer vitum einungis að Dicuilus, og án efa einnig munkar þeir er hann talaði við, sem sjálfsagt hafa verið djarfir og þaulfóðir landaleitarmenn — hafa þekkt allt sem vjer byggjum skoðanir vorar um Thule á. En þeir hafa einnig vel getað vitað meira um þetta en vjer.
Vjer sjáum síðar á íslenskum sögum að Írar hafa verið á Írlandi þegar Norðmenn komu þangað. Þannig vitum vjer með fullri vissu að Ísland hefur verið kallað Thule eða Thyle af sínum eigin íbúum um nærfellt heila öld — að minnsta kosti. En öll líkindi eru til þess, að samgöngurnar milli Íslands og annarra landa hafi byrjað löngu fyr. Þannig segir Plinius (22—79 e. Kr.). Nat. Hist. I, 30, að menn sigli frá Noregi til Thule. Þetta hefur hann ekki eptir Pytheas einum, og fyrir utan það að ekki virðist eðlilegt, að fáeinir munkar hefðu farið að taka sig upp allt í einu í lok 8. aldar, og sigla mörg hundruð mílur norður.
Í fyrirlestrinum er einnig bent á hvernig Thule hefði getað komið fram úr grísku eða norrænu nafni á Íslandi — er hefði þýtt hið sama sem keltneska nafnið Houlee. En í þessu ágripi er ekki rúm fyrir það.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Ef þeir hefðu ekki verið áður kunnir landinu af frásögn annara, má einnig nefna að Beda (672—735 e. Kr.) segir í L. R. Quæst. Cap. XXV.: „Því þetta (o: að sólin líði til austurs, yfir sjóndeildarhringnum, án þeas nokknr nðtt sje á milli) segja bæði þeir sem búa í eynni Thule, sem er fyrir norðan Bretlund, og eins hinir sem búa nyrstir af Skyþum, — að þeir hafi sjeð á öllum Bumrum, nokkra daga. Og þetta er hið sama, sem er Bagt og sannað af mönnum til forna og eins samtíðamönnum vornm sem koma frá þessum löndum“.
Það virðist gegn allri furðu að menn hafa ekki tekið neitt tillit til þessarar setningar, sem hinn lærðasti og sannorðasti vísindamaður samtíðar sinnar, hefur látið oss eptir sem órækan vitnisburð þess, að Thule hefur verið heimsótt, og eptir öllum mannlegum líkum einnig byggð í byrjun 8. aldar, og að þetta land sem menn á dögum Beda sigldu til og lögðu frá, var Ísland. — Þetta styrkist einnig við vitniburð Alfreða (á 9. öld), er hann í þýðing sinni á Orosius (bls. 31) fullyrðir, að hið ysta land norðvestur af Írlandi, hafi verið kallað Thila.
Jeg get nú ekki betur sjeð, en að það sje með öllu óhætt að álíta víst, að Ísland hafi verið kallað Thule af eigin íbúum sínum og gestum, að minnsta kosti tveim öldum áður en það fannst af Norðmönnum. Hvort Rómverjar hafa komið þangað er óvíst, því engar menjar hafa fundist enn á Íslandi, sem menn geti sannað að stafi frá eldri tímum en sögur hafast af enda þótt Henderson að vísu fullyrði að hann viti um gröf í Íslandi sem hlóti að vera hlaðin áður en sögur eru sagðar af bygging Íslands sbr. Hend. I, kap. 8. Menn skilja venjulega frásögn Landnámu og Íslendingabókar svo, að hinir kristnu menn er sagt er frá að hafi búið á Íslandi þá er Norðmenn komu þar hafi aðeins verið örfáir einsetumenn. — En jeg get ekki ekki sjeð, að neitt slíkt sje byggjandi á sögunum.
Thule
— Í Íslendingabók segir svo: „Þá voru hjer kristnir menn, þeir sem Norðmenn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut af því að þeir vildu eigi vera hjer við heiðna menn, og ljetu eptir bækur írskar oc bjöllur oc bagla. Af þessu mátti skilja, at þeir voru menn írskir“. Í Landnámu segir að þetta hafi fundist í Papey austur og Papýli.
Af þessari frásögn er það nú fyrst og fremst ljóst, að Þýlingarnir (Thule-íbúarnir) hafa flúið undan Norðmönnum, án þess að innflytjendurnir vissu hve margir þeir voru er flíðu. Því ef þeir hefðu haft nánari afskipti af þeim, hefðu þeir ekki þurft að ráða það af írsku bókunum, hverrar þjóðar þessir menn voru. — Ennfremur er afarlangur vegur og yfir fjöll og stórfljót að fara milli þeirra staða, er menjarnar fundust á, og þess hluta lands, er landnámsmennirnir komu fyrst að.

Hafnir

Hafnir – uppgröftur í skála fyrir norrænt landnám.

— Það er einnig næsta ótrúlegt, að Þýlingarnir, sem þó urðu að hafa haffært skip til þess að geta flúið frá þessum hinum brimsælasta og hættulegasta hluta Íslands, þar sem sagt er að þeir hafi búið — hefðu ekki skilið eptir einhver merki þess að landið hafði verið byggt áður, merkilegri en þessa hluti, sem taldir eru, og sem sýnilega einhverir munkar, einn eða fleiri, hafa gleymt á einum stað, í fátinu, er þeir fengu að vita um aðkomu heiðingjanna. — Líklega hafa þeir þó haft naust yfir skipið sitt, og líklega hafa þeir ekki búið undir beru lopti á Íslandi allan ársins hring. — Öll þessi setning, sem tilfærð er að ofan, bendir til þess, að söguritarinn sjálfur hafi dregið þetta út af frásögn um hinn allsyndis ómerkilega fund á bjöllum, böglum og bðkum. — Hann segir til dæmis, að Paparnir hafi flúið vegna þess að þeir hafi ekki viljað vera við heiðna menn. Hvernig vissu menn það, úr því menn sáu aðeins á leifunum, hverrar þjóðar þeir voru, og töluðu ekki við þá? Nú er þess einnig að gæta, að landnámsmenn þeir, sem fyrstir komu til Islands, hafa að líkindum ekki verið læsir á skript, og eru allar líkur til að hinar írsku bækur hafi verið varðveittar, og ályktanin um þjóðerni Þýlinga fyrst dregin af þeim löngu síðar, af höfundi þessarar sagnar. — En var ekki mikið líklegra, að þessir kristnu menn, sem höiðu illa reynslu frá Bretlandseyjum um grimmd heiðingjauna, hefðu tekið sig upp og flúið fyrst austur eptir Suður-íslandi og síðan brott fiestir eða allir undan hinum heiðnu höfðingjum, Ingólfi og Hjörleifi. Óttinn rekur fleiri á flótta en trúabragðarígurinn einn getur gjört, og það er ekki nema eðlilegt, þð menn — undir algerðri þögn hinna elztu sagna um hve margir þeir hafi verið — ætli að nýlenda Þýlinga á Íslandi, sem þá hafði staðið að minnsta kosti hátt á aðra öld, hafi verið nógu fjölskipuð til þese að menjar mætti finna frá byggingum þeirra. En nú hafa menn ekki fundið neinar byggingar enn, er álitið sje að stafi frá Þýlingum. Og þó hljóta þær að hafa verið og vera til enn. Er þetta ekki ljós sönnun þess, að fornfræðingarnir muni einhversstaðar hafa slengt saman byggingum Þýlinga og Norðmanna á landnámstíð?

Landnám Íslands

Landnám Íslands – Samúel Eggertsson. Stutt er á milli Thule (Íslands) og Skandinavíu.

Jeg ætla að minnast enn á eitt atriði í sögum Forn-Íslendinga, er sannar beinlínis, að Þýlinga-nýlendan hefur verið útbreiddari en menn ætla almennt. — Í Landnámu, kap. XII, segir frá því, að Örleygur Hrappsson hafi farið til Íslands til þess að byggja kirkju þar á tilteknum stað, er Patrekur biskup í Suðureyjum vísaði honum á. Staður þessi var ekki á Suðurlandi, þar sem er Papey og Papýli, heldur á Vesturlandi þar sem nú heitir Patreksfjörður. Svo greinilega lýsti biskup þessum firði fyrir Örlygi, að hann hefir hlotið að búa þar lengi og þekkja vel til — auk þess sem ætla má að hann hafi einmitt þess vegna sagt Örlygi að byggja við þennan fjörð fremur öðrum.
Þetta atriði eitt sannar og að innflutningurinn af Keltum til Íslands gat verið og hefur einnig sjálfsagt verið að nokkru leyti óháður þeirri uppgötvun Íslands, sem kennd er við Norðmenn. — En með því er slegið föstu, að bygging Kelta á Íslandi stendur sögulega framar hinu norska landnámi. — Það er og athugavert, að hinn fyrsti landnámsmaður Íslands á sögutímanum er ekki norrænn, heldur keltneskur maður, Náttfari, er nam land á Norður-Íslandi og „merkti á viðum“ áratug áður en Ingólfur Arnarson, sem
venjulega telst fyrsti landnámsmaður, byggði á Suðurlandi.“

Í upphafi Landnámabókar er sagt frá arfsögninni um Ultima Thule, eða fjarlæga Thule: „Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað.“

Heimildir:
-Austri, 32. tbl. 20.11.1896, Thule = Ísland (og önnur lönd jafn-norðlæg), bls 1.
-Dagskrá, 15. tbl., 17.08.1896, Thule, Sólareyjan (ágrip af fyrirlestri höldnum í „The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum, 28. febrúar 1896“), bls. 57-59.
-Dagskráin, 16. tbl. 20.08.1896, Thule, Sólareyjan (ágrip af fyrirlestri höldnum í „The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum, 28. febrúar 1896“), bls. 61-63.
-Dagskrá, 18. tbl. 28.08.1896, bls. 71-72.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Þórkötlustaðanes

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1992 ritar Hinrik Bergsson viðtal við Júlíus Danílesson um „Útgerðarsögu í Þórkötlustaðanesi„.

Hinrik Bergsson„Óljóst tengjast bernskuminningar mínar, ferðum suður í Þórkötlustaðarnes með bræðrum mínum og frænku, til að færa föður okkar mat eftir róður eða beitningu, og kannski var rennt fyrir smáufsa af bryggjusporðinum í leiðinni. Seinna, þegar ég fór að vinna í tímavinnu hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða, minntist ég sögusagna mér eldri manna sem tóku þátt í sjósókn og uppbyggingarstarfsemi og síðan endalokum útgerðar í Nesinu.
Það teygðist því stundum úr kaffitímunum við frásagnir af sjóróðrum, vinnu, fólki og spaugilegum atburðum.

Grindavík

Hraðfrystihús Þórkötlustaða – Byggt 1946 og tók til starfa 1947.

Þarna voru menn að minnast sinna mestu manndómsára, þegar þeir voru flestir í útgerð og sjósókn og voru sínir eigin herrar.
Þeim fækkar nú óðum sem róið hafa ur Nesinu og á síðasta ári lést Magnús Þórðarson frá Búðum, en hann lifði lengst þeirra formanna sem reru úr Nesinu. Til að koma á blað þessu tímabili í útgerðarsögu Grindavíkur átti ég tal við Júlíus Bjargþór Daníelsson. Hann er fæddur 27. ágúst 1910 og er sonur hjónanna Daníels Daníelssonar og Þóru Jónsdóttur frá Garðbæ.

Allur fiskur seilaður upp

Þórkötlustaðanes
Frá því ég man fyrst eftir mér réru Þórkötlungar úr Buðlungavör (buðlungur=fiskhlaði), og voru að jafnaði gerðir út 5 tíæringar á vetrarvertíðum en í vertíðarlok sem ávallt var 11. maí, var þeim hvolft í naust fyrir ofan vörina en minni skip sexróin, voru notuð á sumrin og haustin, segir Júlíus er hann rifjar upp liðan tíma.

Grindavík

Áttæringar í Nesi.

Árið 1929 komu fyrstu vélarnar í skipin í Þórkötlustaðahverfi. Þá var Þórkatlan keypt af Jóni bróður mínum og fleirum og með þeim byrjaði ég að róa ári síðar suður í Nesi. Í fyrstu var engin bryggja, lent var í Nesvörinni og allt seilað upp. Þá var eitt færið bundið upp í hnykil og alar seilar bundnar saman og tvær laggarbaugjur settar við og rakið ofan af hnyklunum þar til komið var inn í vörina, þá var vaðið í land og skipið strax dregið á land með spili sem knúið var af líkamskraftinum. Síðar kom vélspilið sem létti mikil setninguna.
Upp úr vörinni fóru fljótlega að rísa fiskverkunarhús, beitningarskúrar, ískofar sem beitugeymsla og lifrarbræðsla. Þá voru þrjú íbúðarhús byggð í Nesinu; Höfn, Arnarhvoll og Þórshamar.

Byrjað á bryggjusmíði

Þórkötlustaðanes

Bryggjan í Nesi.

Vorið 1932 var fyrst farið að huga að bryggjusmíði og var hún staðsett um 35 metra sunnan gömlu bátavararinnar og unnið við hana í tvö sumur.

Þórkötlustaðanes

Uppsátu í Nesinu norðan við bryggjuna. Höfn fjær.

Bryggjan var þannig að byggð, að í henni voru steyptir veggir, grjótfylling og steypt þekja og hallaði hún fram í sjó. lengdin var 70 m. og breiddin 8 m.
Kostnaður við bryggjugerðina var 37 þús. kr. Ríkið greiddi þriðjung kostnaðar en heimamenn 2/3, sem tíðkaðist á þessum tíma. Bryggjusmíðin tókst vel í alla staði og hún gjörbreytti allri aðstöðunni til hins betra. Erfiður uppburður á fiski var nú úr sögunni, því nú fóru bílarnir fram á bryggjuna og fluttu fiskinn beint úr bátunum. Þá voru steyptir stokkar með eikarhlutum norðan við bryggjuna ári síðar, til að setja bátana á. Fljótlega kom í ljós að bryggjan náði oaf stutt fram, bátarnir flutu ekki upp með henni þegar lágsjávað var og eins var sker fyrir framendanum sem var til mikilla óþæginda.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi.

Því var farið að huga að lengingu bryggjunnar, en það var ekki fyrr en árið 1945 sem hún var lengd með 20 m löngu keri sem steypt var af heimamönnum á stokkum norðan við bryggjuna. Þessi síðasta framkvæmd í nesinu kom ekki að miklum notum því margir voru þá komnir í bretavinnuna og ári síðar var Hraðfrystihús Þórkötlustaða stofnað. Það voru því aðeins Guðmundur Ben. á Svani, Magnús í Búðum á Sæbjörgu og Haraldur á Eyvindarstöðum á Vini sem gerðu þarna út eina vetrarvertíð, en örlög útgerðar í Nesinu voru brátt ráðin, því öll skipin voru seld og enginn þeirra sem gerði þar út flutti sína útgerð út í Hópið í Járngerðarstaðahverfið, nema óbeint sem hluthafar í Hraðfrystihúsinu.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes/Hópsnes – Uppdráttur ÓSÁ.

Þegar mest var hins vegar í útgerð í nesinu voru 11 skip gerða þaðan út og þá voru umsvifin ekki minni en í Járngerðarstaðarhverfinu.
Byggðin drógst saman, fiskhúsin voru rifin og sjö íbúðarhús voru flutt úr Nesinu og Hverfinu og nú líktist Nesið stóru byggðarsafni frá fjórða áratugnum. Þannig fylgir búsetan örlögum atvinnuháttanna. En í Nesinu hefur ávallt verið mikil happalending, eins og þessi gamla þjóðsaga um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum vitnar um.

Þjóðsagan um sundin
Þórkötlustaðanes
„Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðasrtöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurnir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé ekki getið, því þeir höfðu mannaforráð, svo sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sóttu meira en fjöldinn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e., þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land, þegar þeir heimabændurnir komu hvor í sínu sundi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkatla það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykir allt hafa orðið að áhrínsorðum, þannig að enginn bátur hefur farist á Þórkötlustaðasundi.“

250-400 fyrir vertíðina

Þórkötlustaðanes

Vélspilið á Nesinu.

Margi vermenn komu í Nesið oft ára eftir ár. Þetta voru mest aðkomumenn autan úr sveitum, úr Hreppunum, Tungunum og alla leið autan úr Skaftafelli. Þeir reru á vetrarvertíðinni frá því seinni partinn í janúar og fram til 11. maí. Það fiskaðist oft mjög vel á þessum árum og oft var tvíróið sama daginn.
Ég man eftir því, segir Júlíus, að eina vertíðina fengum við 500 skipspund af þurrfiski, þ.e. 160 kg. í hverju pundi. Eitthvað nálægt 80 tonnum. Menn voru yfirleitt ráðnir uppá kaup frá 250 upp í 400 kr. fyrir vertíðina, sem hélst fram undir stríð.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðabæirnir.

Tíðarfarið var ákaflega misjafnt þá eins og nú. Þetta var brimverstöð og sundið varasamt en með gætni og varkárni fór allt vel og ekki veit ég til að skip farist á Þórkötlsutaðasundi og það gengið eftir sem segir í þjóðsögunni.
Ég kveð Júlíus Daníelsson á heimili hans á Hrafnistu í hafnarfirði. Hans minni er enn gott og hann hefur frá mörgu að segja frá liðnum tíma. M.a. sína eigin útgerðarsögu eða þátttöku hans við hin ýmsu skipsströnd en Júlíus var einn af þeim sem björgðu skipverjunum af Cap Fagnet þann 24. mars 1931 og er annar núlifandi þeirra björgunarsveitarmanna. Þá var fluglínutæki í fyrsta sinn notað við björgunarstörf hérlendis.“ – Hingrik Bergsson

Heimild:
-Sjómanndagsblað Grindavíkur 1992, Hinrik Bergsson, Útgerðarsaga í Þórkötlustaðanesi, bls. 35-36.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – loftmynd.

Kerin

Í „Svæðisskráningu fyrir Hafnarfjörð“ 1989 er m.a. fjallað um Undirhlíðarveg, „aðalleiðina“ millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur fyrrum.

Undirhlíðarvegur

Undirhlíðar

Stóri-Hríshvammur.

„Fyrst skal hér lýst þem vegi, sem mest var farinn og aðallega þegar farið var með hesta. Vestur sá var tekinn úr Hafnarfirði öðru hvoru megin Hamarskotshamars, upp yfir Öldur, þar sem nú er kirkjugarður Hafnfirðinga, upp í Lækjarbotna, með Gráhelluhrauni sunnanverðu, upp að Gjám, sem er hraunbelti frá því móts við Fremstahöfða, upp í Kaldársel.

Kaldá

Kaldá við Kaldársel.

Þar var venjulega aðeins staldrað við, hestar látnir drekka, þegar farið var yfir ánna, því oftast var ekki um annað vatn að ræða, fyrr en til Krýsuvíkur var komið. Frá Kaldárseli lá leiðin yfir smáhraunbelti, uns komið var að Undirhlíðum. Lá vegurinn suður með þeim, víðar allsæmilegur, moldar- og melagötur. Vegurinn liggur yfir eitt hraunhaft, norðarlega með Undirhlíðum, kringum eldvörp þau sem Ker heita, og hefur hraun streymt þar upp undan hlíðinni á vinstri hönd, þegar suður er farið. Syðst undir Undirhlíðum, eða nokkru sunnar ern Stóri-Hríshvammur, er farið yfir með rauðu gjalli, og heitir sá melur Vatnskarðsháls, þaðan er stutt í Vatnsskarð, þar sem hinn nýi vegur liggur nú úr hrauninu upp á hálsinn.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur í bakgrunni.

Í Vatnsskarði var talin hálfnuð leiðin milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Venjulega var áð þar snöggvast, lagað á hestunum, gert að, sem kallað var, stundum skipt ofan, einkum ef lest var ekki þung. Þegar lagt var upp úr Vatnsskarði, taka við honum svonefndu Hálsar, réttu nafni Sveifluháls, og má segja, að suður með hálsinum sé góður vegur. Sem næst þriggja stundarfjórðunga lestargang frá Vatnsskarði skerst dálítil melalda fram úr hálsinum, og heitir þar Norðlingaháls. Nokkru þar sunnar tekur við stór Grasflöt, sem Hofmannsflöt heitir.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur).

Við suðurenda hennar rís upp úr hálsinum hæsti tindur Sveifluháls, sem Miðdegishnjúkur heitir. Veit ég ekki hvernig það nafn er til orðið – en gamalt er það. Ef um dagsmörk er að ræða í því sambandi, getur það ekki komið frá Krýsuvík. Fremur gæti það átt við frá Hvaleyri eða Ási eða annars staðar í grennd Hafnarfjarðar. Þegar Hofmannsflöt sleppir, er skammt ófarið að Ketilsstíg, þar sem vegurinn liggur yfir hálsinn. Stór steinn er á hægri hönd og á honum dálítil varða, og er það leiðarmerki um það, að þeir sem til Krýsuvíkur ætluðu tækju stíginn upp hálsinn, en héldu ekki lengra suður með, því sá vegur lá til Vigdísarvalla og enda alla leið suður fyrir háls, og er syðsti útvörður þess langa og tildótta háls, fagurt, keilulagað fell, – Mælifell.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Þegar Ketilsstígur er tekinn, liggur vegurinn fyrst upp allbratt klettahögg, en þegar upp á það er komið, liggur Ketillinn svo að segja fyrir fótum manns. Ketillinn er kringlóttur, djúpur dalur eða skál inn og ofan við hálsinn.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Grasflöt er í botni ketilsins, sem er svo djúpur, að born hans mun vera jafn undirlendinu fyri neðan Hálsinn. …Ketilsstígur liggur því í fullan hálfhring um Ketilinn, hærra og hærra, þar til á brún kemur. Láta mun nærri, að verið sér 30-40 mín. upp stíginn með lest, enda sama þótt lausir hestar væru, því að flestir teymdu hesta sína upp stíginn. … Þegar upp á brún kemur, sést, að hálsinn er klofinn nokkuð langt norður, allt norður að Miðdegishnjúk, og eru í þeirri klauf sanddalir, sem Folaldadalir heita. Af vestari brún hálsins liggur vegurinn spölkorn eftir sléttum mel to suðuausturs, og blasir þar við hæsta nípa hálsins og heitir Arnarnípa. Litlu sunnar er komið að dálitlu stöðuvatni, sem Arnarvatn heitir. Eftir það fer að halla niður af hálsinum að sunnan, og er nú ekki eins bratt og að vestan, þar til komið er fram á síðari brekkuna, sem er brött en stutt.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Þegar brekkunni sleppir, er komið í grashvamm, sem Seltún heitir. …Þegar í Seltún kemur, er talið, að komið sé til Krýsuvíkur, þó er um einnar stundar lestargangur heim í Krýsuvík. …Úr Seltúnshvamminum er farið yfir alldjúpt gil, Segil. …Sunnan gilsins er Seltúnsbarð. ….Af Seltúnsbarði er haldið yfir svonefnda Vaðla. Eftir það taka við melar, og liggur vegurinn þar á vesturbakka Grænavatns. Nokkuð norðvestar er Gestsstaðavatn, umlukt háum melum, og sést ekki af veginum.

Grænavatn

Grænavatn.

Þegar Grænavatni sleppir, er örstuttur spölur suður á móts við við Nýjabæina, Stóra-Nýjabæ til vinstri, Litla-Nýjabæjar til hægri, og þar með komið í Krýsuvíkurhverfi. Milli Nýjabæjanna og heimajarðarinnar Krýsuvíkur er um 12 mín. gangur. Tún heimajarðarinnar liggur sunnan undir og upp í Bæjarfelli, en bæjarhús, kirkjan og kirkjugarðurinn standa á hól eða hrygg sunnarlega á túninu.
Hér hefir verið lýst að nokkru aðalveginum milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar, sem eins og fyrr segir, var oftast farinn og aðalleiðin á sumrin, þegar farið var lausríðandi eða með lest, og var þessi leið tali um 8 klst. lestargangur.“

Heimildir:
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, Fornleifastofnun Íslands, bls. 265-266.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 83-87.

Undirhliðarvegur

Undirhlíðarvegur.

Gvendarsel

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ 1998 er m.a. fjallað um gamlar leiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur; Vatns- eða Dalaleið, sem voru í raun sitthvor leiðin vestan og austan Kleifarvatns millum Krýsuvíkur og Kaldárssels.

Vatns- eða Dalaleið

Breiðdalur

Breiðdalur.

„Áður en við yfirgefum þessar slóðir að fullu, skulum við nú, þegar við hverfum frá Krýsuvík að þessu sinni, fara leið, sem við höfum ekki farið áður. Þessi leið er hin svonefnda Vatns- eða Dalaleið.

Slysadalur

Slysadalur.

Nú vill svo til, að nokkur kafli hins nýja vegar frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur liggur með Kleifarvatni að vestan, svo að nú gefst fleiri mönnum kostur á að fara [þessa] leið en áður var. …Það er þá fyrst, að þessi leið er stysta og beinasta lestarleiðin milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Hún er greiðastaða og hægasta leiðin. Hún liggur í sérkennilegu og fögru umhverfi. Hún er nokkrum annmörkum háð, – og hún gat verið hættuleg. Þessi leið var ekki hægt að fara, jafnvel svo árum skipti, nema ísar verið tryggir, og lágu til þess tvær meginástæður. Annars vegar réðu hér um vetrarhörkur, hins vegar náttúrfyrirbæri, sem enn eru óskýrð, svo fullsannað sé. Hér kom fram sem oftar, að ekki fóru ávalt saman óskir ferðamannsins og lögmál náttúrunnar. Til þess að hægt væri að fara þessa leið með hesta að vetri til, varð Kleifarvatn að vega á hestís. Reynslu voru menn búnir að fá fyrir því, að Kleifarvatni var ekki að treysta á ís með hesta fyrr en eftir vetrarsólhvörf.

Hellan

Hellan vestan Kleifarvatns.

…Á þessari leið gátu ísar verið ótryggir víðar en á Kleifarvatni, sem síðar mun vikið að. …Landi því, sem að Kleifarvatni liggur, er þannig háttað í höfuðdráttum: Fyrri suðausturenda vatnsins er móbergshöfði, sem gengur í vatn fram og heitir Geithöfði. Þá nokkru lengra til suðausturs er hæðarbunga, sem Gullbringa heitir. Þá tekur við grámosahraun, sem steypst hefur fram af fjallinu norðan Vörðufells og runnið í mjóu belti í vatn fram og heitir Hvammahraun. Eftir það tekur Vatnshlíðin við, brött og nokkuð grafin af giljum, sem ófær er hestum, og þar með lokast leiðin austan Kleifarvatns, því að vatnið liggur upp að hlíðinni, en stórgrýtt er í henni við landið. Innst í Vatnshlíðinni eru Hrossabrekkur, brattar og giljóttar. Þegar ufir þær er komið, telst, að komið sé inn fyrir Kleifarvatn að austan.

Kleifarvatn

Innri-Stapi.

Vestan Kleifarvatns liggur Sveifluháls, brattur, tildóttur og svipmikill. Tveir stapar skaga austur úr hálsinum út í vatnið og heita Syðri- og Innri-Stapi. Vegurinn liggur upp á stöpunum, em milli þeirra gengur klettarani fram að vatninu, en til þess að menn kæmust leiðar sinnar með vatninu, varð að komast framan undir þessum klettarana, en til þess að hægt væri að komast þar með klyfjahesta, varð vatnið að vera allmikið fjara. – eða lítið vaxið ef í vexti var. Nokkru innar en Innri-Stapi gengur hálsinn eða hamrar úr honum þverhnípt í vatn á litlum spöl. Þarna er hin svonefnda Hella.

Nýjaland

Nýjaland.

Þegar hátt er í vatninu, náði það upp í Helluna, er stórgrýtt er í botnin undir hamrinum. Einstigi, aðeins fyrir gangandi menn, lá eftir Hellunni um 10-20 , ofar vatni, en svo var stígur þessi tæpur, að ekki fóru hann nema stöku menn, og það aðeins þegar autt var, og þá sumir á sokkaleistum, og lofthræddir fóru þar alls ekki. Þegar inn fyrir Helluna kom, voru torfærur á Vatnsleiðinni yfirstígnar. Að öðru leyti var þessi leið sem hér segir:

Svunta

Svunta.

Þegar farið var frá Krýsuvík, var venjan að vetri til að fara inn með Lambafellum, yfir Svuntulækinn, milli Lambafells og Norðurkotsness, þaðan beint inn Nýjaland og inn á Kleifarvatn. Væri hins vegar farið á auðu, var farið úr Norðurkotsnesi, vestan við Nýjaland um Kaldrana. …Af Kaldrana liggur leiðin inn yfir Sand, um Syðri-Stapa. Eftir það var farið ýmist alveg með vatninu eða aðeins ofar, þar til komið er inn á Blesaflöt…. Af áður umgetinni hæð innan Blesaflatar liggur gatan inn í Breiðdal, sem sendinn er að sunnanverðu, en að austan og norðan samfelldur, harðvellisgróður og sem tún yfir að líta.

Breiðdalur

Breiðdalur – Helgafell fjær.

Upp úr norðurbotni Breiðadals er farið yfir allbratt malhaft, og þegar norður af því kemur, er komuð í Syðri-Leirdal, sem er aðeins sandur og leir, og svo má heita, að samtengdur sé innsta dalnum á þessari leið. – Slysadal. …Þegar Slysadal sleppur, er komið í Bakhlíðar. Liggur gatan með þeim, um smáhæðir og daladrög, þar til komið er á Gvendarselshæð. Þar var haft í seli á síðustu öld, og sagt hefur verið, að þar hafi svo þykkur rjómi verið á trogum, að haldið uppi vænni silfurskeið, aðrir segja skaflaskeifu. Frá Gvendarseli er stutt, þar til farið er ofan af Undirhlíðum, í Kúadali, og þá komið á Krýsuvíkurleið, aðalleið, skammt sunnan Kaldárssels.“

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 271-272.
-Ólafur Þorvaldsson; Ábók 1943-48, bls. 91-94.

Vatns- og Dalaleið

Vatns- og Dalaleið.

Hrauntungustígur

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ 1998 segir um Stórhöfða- og Hrauntungustíg:

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

„Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg, var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum (Ófriðarstöðum), um hlaðið í Ási, oft gist þar, ef menn t.d. komu frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls, suður yfir Selhraun, vestan undir Stórhöfða, nokkurn spöl suðuastur með honum, lagt á hraunið frá suðurhorni hans, fyrst um gamalt klapparhraun, þar til komið var á nýrra brunabelti, sem á sínum tíma hefur runnið ofan á gamla hraunið. Gegnum nýja brunann, liggur stígur eða gata, sem enginn veit, hvenær ruddur hefur verið, annars með öllu ófær hestum. Í nýja braunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir litlir blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir.
Hólmar þessir heita Snókalönd. Ekki ber þau hærra en umhverfið og sjást því ekki lengra til, og helst ekki fyrr en að er komið. Hestfær götuslóði liggur norður í Snókalönd, nokkru austar en þar, sem Stórhöfðastígurinn kemur suður úr brunanum. …Gatan út í Snókalöndin bendir á nokkra umferð þangað, og fylgir maður brunanum, þar til komið er móts við Vatnsskarð í Undirhlíðum, sem farið er þá að nálgast.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur ofan Fremstahöfða..

Úr því liggur stígurinn meira til suðurs, þar til komið er að Fjallinu eina. Er það fremur lágt, hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda. Austan undir því liggur stígurinn, og er þá Sandfell á vinstri hönd allnærri. Er nú stutt þar til komið er á Undirhlíðarveginn, skammt suður af Sandfellsklofa. Stórhöfðastíginn fóru stunum lausríðandi menn frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Fóru þá sem leið lá inn með hálsum, þar sem sú leið er allgóður reiðvegur, þar til kom á móts við, þar sem Stórhöfðastígurinn lá vestur á milli Fjallsins eina og Sandfells. Sá stígur var stundum tekinn, því að við það fell [er] mikill krókur, inn með Undirhlíðum um Kaldársel, en hitt bein lína til Hafnarfjarðar. Þó að Stórhöfðastígurinn sé frekar slitróttur, var gott að láta hestinn njóta hægu ferðarinnar, en jafnsnemmt komið til Hafnarfjarðar eða fyrr, þrátt fyrir stirðari veg.“

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

„Þeir, sem ætluðu sér Hrauntungustíg frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur, fóru um Jófríðarstaði (Ófriðarstaði) að Ási, þaðan um Skarð vestan Ásfjallsaxlar, yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamraness, undir vesturenda þess, austur að stórum steini flötum ofan sem er þar stakur á jafnsléttu.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur sunnan Stórhöfða.

Frá honum er farið suður á gamalt helluhraun um 10 mínútur, þá tekur við Nýibruni eða Háibruni, sem runnið hefur ofan á eldra hraunið. Gegnum brunann er, eins og um Stórhöfðastíg, rudd allgreiðfær gata, sennilega gerð á svipuðum tíma og Stórhöfðastígur, en hver það hefur látið gera, veit víst enginn, en mjög gamlar eru þessar vegabætur, og eru þær sennilega fyrst vegabætur, sem gerðar hafa verið til Krýsuvíkur. Þó kann að vera, að stígurinn gegnum Ögmundarhraun, sé eldri, …og þá sennilega þær fyrstu.

Gegnum Hábrunann er sem næst 20 mín. gangur með lest, og þegar á suðurbrún hans kemur, ganga til beggja handa suður úr brunanum tvær hrauntungur, sem stígurinn liggur greiður á milli, og ná þessar tungur spölkorn suður á svokallaðan Almenning, sem er nú sauðfjárhagar Hraunjarðanna, en hefur fyr á öldum, eins og nafnið bendir til, verið frjáls til nýtingar fleiri en Hraunabænda, t.d. til kolagerðar, og sjást þar enn allvíða leifar gamalla kolagrafa.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Af brunatungum þessum tel ég víst, að stígurinn hafi fengið nafn, Hrauntungustígur. Eftir að suður úr Hrauntungunum kemur, er óglöggt, sums staðar jafnvel engin gata, og verður því sjónhending að ráða, enda torfærulaust yfir kjarrið vaxið lágahraun, en allt á fótinn. Þegar kemur upp á Almenninginn, fer maður nálægt gömlu selstæði, sem Gjásel heitir, og er þar venjulega vatn. …Nokkru austar er annað selstæði, sem Fornasel heitir. Þegar suður á há-Almenning kemur og útsýnið víkkar til suðursm sést hár klettahryggur í suðvestur, og eru það Sauðabrekkur. Norður af þeim er farið yfir síða og djúpa gjá, á jarðabrú, Sauðabrekkugjá, eftir það er komið á svonefnda Mosa, sem er flatt mosahraun, og er gata þar allglögg. Þá er hár brunahryggur, sem liggur frá norðri til suðurs á vinstri hönd, og heitir Hrútagjá, Hrútadalir þar suður af. Þegar Mosunum sleppir, hefur maður Mávahlíðarhnjúk og Mávahlíðar skammt sunnar á hægri hönd.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Móti Mávahlíðum syðst er komið í Hrúthólma; er það langur, en fremur þunnur melhryggur, nokkuð gróinn neðan, öllum megin, smávin á þessari brunaeyðimörk. Þegar úr Hrúthólma er farið, taka við sléttar hraunhellur, ágætar yfirferðar. Sunnarlega á þessum hellum er stakt móbergsfell; Hrútafell. Þegar á móts við það kemur, en það er nokkuð til hægri við stíginn, er stutt þar til komið er á sumarveg Krýsuvíkur, skammt norðan Ketilsstígs. Þessi leið, sem hér hefur lýst verið að nokkru, var [að] heita má eingöngu farin af gangandi mönnum og stundum ráku Krýsvíkingar fé til förgunar þess leið.“

Báðar framangreindar leiðir eru bæði vel greini- og aðgengilegar í dag.

Heimild:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 267-268.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 98-88.
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 268-269.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 89-90.

Stórhöfðastígur - Hrauntungustígur

Stórhöfða- og Hrauntungustígur.

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir/Þorláksstaðir“ var fyrrum bær ofan Hafnarfjarðar, milli Hvaleyrar og Áss.

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – útihús.

Í dag er fátt, sem minnir á bæinn því bæði hefur verið byggt á gamla bæjarstæðinu og hraðbraut; Reykjanesbrautin, verið lögð í gegnum jörðina. Sorglegt dæmi um hvernig fornleifar hverfa undir framkvæmdir vegna vanskráningar og áhugaleysis hlutaðeigandi aðila. Þó má enn sjá leifar tveggja útihúsa suðaustan mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Strandgötu; austan Ástorgs.

Í Morgunblaðinu sunnud. 7. júlí 1918, má sjá eftirfarandi auglýsingu:
Þorgeirsstaðir„Jarpur hestur , 6 vetra gamall, hefir tapast frá Þorgeirsstöðum við Hafnarfjörð. Mark: blaðstýft aftan hægra, biti fratnan, og blaðstýft framan vinstra. Finnandi beðinn að skila honum til Þorgeirs Þórðarsonar, Þorgeirsstöðum, Hafnarfirði.“

Í Morgunblaðinu föstud. 16. jan. 1920 er jörðin auglýst til sölu:
„Til sölu er býlið »Þorgeirsstaðir« við Hafnarfjörð ásamt meðfylgjandi erfðafestulandi, sem er 13,5 dagsláttur, þar af eru 7 dagsl. ræktaðar í túni sem gefur af sér ca. 100 hesta af töðu.
ÞorgeirsstaðirBýlinu fylgir íveruhús 10×10 1/2 alin, heyhús 10×10 1/1 al. og peningshús með safnþró undir. alt bygt úr hlöðnum grásteini, og áfast hvað öðru. Beitiréttur getur fylgt.
Semja ber við eiganda og ábúanda Þorgeir Þórðarson, Þorgeirsstöðum.“

Í Morgunblaðinu fimmtud. 9. des. 1926 er jörðin enn auglýst til sölu:
„Jörðin Þorgeirsstaðir, við Hafnarfjörð, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. — Túnið gefur af sjer um 100 hesta. Jörðinni fylgir íbúðarhús, hlaðið, fjós og safnþró, alt úr steini.
Þorgeirsstaðir—Lysthafendur snúi sjer til eigandans Brynjólfs Pálssonar, Þorgeirsstöðum eða Sigurðar Kristjánssonar, kaupfjelagsstjóra í Hafnarfirði.“

Og í Morgunblaðinu miðvikud. 27. nóv. 1929, birtist enn ein sölutilkynningin:
„Jörð til sölu.
Býlið Þorgeirsstaðir við Hafnarfjörð er til sölu og laust til ábúðar frá næsta vori. Túnið gefur af sjer 100 hesta. — Allar byggingar eru úr steini. Þar á meðal fjós fyrir 5 kýr, haughús og hlaða sem tekur 200 hesta.
ÞorgeirsstaðirAllar nánari upplýsingar viðvikjandi sölunni gefur Björn Jóhanneson.
Vesturbrú 9. Hafnarfirði. Sími 87.“

Í Morgunblaðinu laugard. 12. nóv. 1962, er auglýsing:
„Jörð til sölu.
Jörðin Þorgeirsstaðir við Hafnarfjörð, ásamt íbúðar og peningshúsum úr steini, er til sölu. Túnið gefur af sjer ca. 120 hesta af töðu.
Upplýsingar gefur Sigurður Kristjánsson, Hótel Hafnarfjörður, sími 24.“

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, Jólablaðinu 1965, segir:

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – kort frá 1908.

„Jófríðarstaðir eru býli á Jófríðarstaðahæð næst fyrir utan Kvíholt.

Þogeirsstaðir

Þorgeirsstaðir 1954.

Jörðin hét að fornu Ófriðarstaðir (nafninu breytt 1875), og mun það nafn eiga rætur að rekja til einhvers ófriðar, sem hér geisaði fyrr á öldum, en hér var róstusamt á 15. og 16. öld.
Þá liggur bílabrautin sunnan undir Hvaleyrarholti, en þangað hefur kaupstaðurinn teygt byggð sína á síðustu árum. Sunnan vegar er Ásfjall með mælingavörðu á kolli. Undir því stendur bærinn Ás ofan við Ástjörn. Brautin liggur um tún Þorgeirsstaða sunnan við Hvaleyrarholt. Bærinn hét áður Þorláksstaðir, og fylgir því nafni sú sögn, að þar á holtinu hafi að fornu staðið kapella helguð heilögum Þorláki.“

Í Fornleifakönnun fyrir Reykjanesbraut árið 2001 segir:

Þorgeirsstaðir

Staðsetning Þorgeirsstaða skv. fornleifaskráningu um staðsetninu Reykjanesbrautar.

„Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir. Í gamla daga var þar nefnt Þorlákstún, gömul móabörð með þýfi og garðlögum.“

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir 1958.

„Framan í því var staður nefndur fyrrum Þorláksstaðir. Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún og þá Þorgeirstún og nú Þorgeirsstaðir.“ segir í örnefnalýsingu. Þorlákstún er nú klofið af Reykjanesbraut. Þorlákstún var sunnan við vestustu íbúðarhúsin sunnan Reykjanesbrautar. Sjálft býlið hefur horfið vegna íbúðarhúsabyggðar norðan Reykjanesbrautar. Grasi vaxið hraun og enn sjást leifar girðingarinnar sem girti túnið af. Íbúðarhús eru norðan túnsins.“

Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Hvaleyri segir:

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir.

„Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir. Í gamla daga var það nefnt Þorlákstún, gömul móabörð með þýfi og garðlögum. Síðan tekur fjallið til og hækkar unz við tekur Ásfjall, er síðar getur (sjá Ás).“

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri segir:

Stekkur

Þorgeirsstaðir – útihús.

„Suður og upp frá Hvaleyrartúnum liggur Hvaleyrarholt. Skammt sunnan við traðarhliðið, uppi í holtinu, var uppspretta, nefnd Heiðarbrunnur. Þar var gott vatn, en þraut í þurrkum og frostum. Hér hærra var komið að garðlaginu forna, sem lá ofan úr Hvaleyrarholtsklettum vestur og niður af á sandinn og suður í Gjögur. Í klettunum, undir brúninni, var Hvaleyrarréttin, en uppi voru hjallarnir. Þangað var í fyrri daga borinn fiskur, kasaður og síðan þurrkaður. Hér nefndist einnig Hjallarétt, og var fé rekið að hér, þegar hin réttin hafði verið lögð niður. Syðst í þessum hluta Hvaleyrarholts var skógarítak Gufuneskirkju. Lægð var hér í holtinu, nefndist Skarðið. Þá tók við háholtið. Framan í því var staður nefndum fyrrum Þorláksstaðir. Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún og þá Þorgeirstún og nú Þorgeirsstaðir.“

Heimildir:
-Morgunblaðið sunnud 7. júlí 1918, bls. 4.
-Morgunblaðið föstud. 16. jan. 1920, bls. 3.
-Morgunblaðið fimmtud. 9. des. 1926, bls. 2.
-Morgunblaðið miðvikud. 27. nóv. 1929, bls. 1.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. Jólablað 1965 (24.12.1965), bls. 16-18.
-Reykjanesbraut 2 – Fornleifakönnun; Reykjanesbraut, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2001.
-Örnefnalýsingi Ara Gíslasonar fyrir Hvaleyri.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri.

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – loftmynd 2022. Tóftir útihúsa.

Hvaleyri

Í „Fornleifaskráningu vegna framkvæmdaleyfis á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði“ árið 2019 segir m.a.:

Saga
HvaleyriElstu heimildir um Hvaleyri er í Hauksbók Landnámu er Hrafna-Flóki Vilgerðarson fann hval rekinn á eyrinni og nefndi hana því Hvaleyri. Í Landnámu er þess einnig getið að Ásbjörn Össurarson bróðursonur Ingólfs Arnarssonar hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns, ásamt öllu Álftanesi.
Árið 1395 var Hvaleyri í eigu Viðeyjarklausturs og leigan til klaustursins var 4 hndr. Árið 1448 var getið um kirkju á Hvaleyri svo er lítið um heimildir um Hvaleyri þar til í byrjun 18. aldar. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703 var getið um hálfkirkju á Hvaleyri og að þar hafi verið þjónað þrisvar sinnum á ári, kirkjan var á þeim tíma hálfkirkja frá Görðum á Álftanesi og jörðin var konungseign.

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabókinni er að finna greinagóða lýsingu á Hvaleyri þar sem sagt er frá búsetuháttum, landgæðum og hjáleigum. Ábúandi jarðarinnar árið 1703 var Ormur Jónsson, leigukúgildi eru þrjú, landskuld eitt hundrað og heimilismenn eru sex talsins. Túnin spilltust reglulega af sandgangi og engar voru engjar. Vatnsból var ekki gott og gat þrotið hvenær sem var árs. Á árunum 1754-1757 bjó enginn á Hvaleyri og er það sjálfsagt ein aðal ástæða þess að bæjarhús og tún spilltust. Árið 1815 er jörðin seld á uppboði og þar með fer hún úr konungseigu, kaupandi var Bjarni Sívertsen. Árið 1834 keypti Jón Illugason snikkari jörðina af dánarbúi Bjarna.
Jón Illugason seldi jörðina Jóni Hjartarsyni í Miðengi í Árnessýslu. Við andlát Jóns tók ekkja hans Þórunn Sveinsdóttir við Hvaleyri, árið 1868 gaf hún Sigríði Jónsdóttur frændkonu mans síns mestan hluta jarðarinnar. Sigríður giftist síðar Bjarna Steingrímssyni hreppstjóra á Hliði. Jörðin var seld síra Þórarni Böðvarssyni árið 1870.

Hvaleyri

Hvaleyri 1772.

Síra Þórarinn og kona hans gáfu hluta af jörðinni til stofnunar alþýðu- og gagnfræðaskóla Flensborg í Hafnarfirði árið 1887.
Í Jarðabók frá árinu 1803 eru nefndar fjórar hjáleigur á Hvaleyri, það eru; Bindindi, Lönd, Lásastaðir og Ásgautsstaðir.
Í Sögu Hafnarfjarðar frá árinu 1933, segir m.a. að á Hvaleyri hafi verið kirkja í kaþólskum sið en eigi var kunnugt hvenær hún hafi verið reist fyrst. Þessi kirkja hefur verið graftarkirkja því enn sást fyrir kirkjugarði í túni heimajarðarinnar á Hvaleyri.

Hvaleyri

Hvaleyri 1776.

Hvaleyrarkirkju er fyrst getið 1444-1481 en hugsanlega gæti hún verið mun eldri. Aðeins eru varðveittar tvær lýsingar á Hvaleyrarkirkju og gripum hennar í þeirri eldri sem er frá árunum 1625-1634 var kirkjan sögð í fjórum stafgólfum sem þýðir að hún var á bilinu 5,7-6,8 m að lengd og 2,85-3,4 m að breidd.
Guðmundur Guðmundsson smiður sem bjó í Vesturkoti á Hvaleyri fann heila mannsbeinagrind með föður sínum er hann var unglingspiltur. Þar fannst einnig krítarpípa, greiðugarður, spónn úr tini og ryðguð hnífbredda. Beinin voru grafin aftur ofar í túninu. Um 1925 fundust aftur mannabein á Hvaleyri af Magnúsi Benjamínssyni bónda í Hjörtskoti á Hvaleyri.

HvaleyriMatthías Þórðarson þjóðminjavörður rannsakaði beinin og taldi sennilegt að þetta væru bein sjórekinna manna sem fundist hefðu á Hvaleyri. Matthías taldi ekki þurft að varðveita beinin á Þjóðminjasafninu, en þau voru grafin í kirkjugarð Hafnarfjarðar.
Árið 1940 kom breski herinn til landsins og reisti kampa víða í Hafnarfirði, einn þeirra var við Hvaleyrartjörn og hét hann West End. Þar var herinn með skotbyrgi og loftvarnarbyssur. Á loftmyndum frá þessum tíma má vel sjá hversu umfangsmikil starfsemi þeirra var á Hvaleyri.

Hvaleyri

Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði fagnaði þorranum í nýju félagsheimili í árslok 1992. Á meðan brann gamla félagsheimilið, Vesturkot. Hafnfirskir kylfarar kveiktu sjálfir í húsinu.

Árið 1967 var golfklúbburinn Keilir stofnaður og sama sumar var golfvöllurinn á Hvaleyri opnaður og hefur starfað allar götur síðan. Íbúðarhúsið í Vesturkoti var gert að klúbbhúsi Golfklúbbsins strax í upphafi og var það til árisins 1992 þegar nýr golfskáli Keilismanna var tekin í notkun. Sama ár var leyfi fengið til að kveikja í klúbbhúsinu í Vesturkoti og slökkvilið Hafnarfjarðar nýtti sér það til æfingar. Í dag er ekkert eftir af þeim húsunum er stóðu í Vesturkoti.

Vesturkot
Vesturkot var vestasta hjáleigan á Hvaleyri fyrir norðan Hvaleyrarbæinn. Kotið hefur staðið við endann á Kotagötunni.

Hvaleyri

Hvaleyri – hér sést Vesturkot ofan við Flókastein.

Ekkert er eftir af byggingunum sem þarna stóðu og svæðið hefur verið sléttað. Þegar golfvöllurinn var stofnaður á Hvaleyri árið 1967 var húsinu í Vesturkoti breytt í klúbbhús fyrir Golfklúbbinn Keili. Árið 1992 þegar búið var að reisa nýtt klúbbhús var leyfi fengið til að kveikja í klúbbhúsinu í Vesturkoti og slökkvilið Hafnarfjarðar nýtti sér það til æfingar. Í dag er ekkert eftir af þeim húsunum er stóðu í Vesturkoti.
Hvaleyrarhöfðinn var nefndur Drundur og Vesturkot bar einnig nafnið Drundur. Á árunum 1781-1800 var Vesturkot nefnt Lásastaðir eftir hjáleigubóndanum, Nikulási Bárðarsyni en eftir 1810 var það nefnt Vesturkot og hefur það haldist síðan.

Hvaleyri

Hvaleyri – Flókasteinn.

Síðasti ábúandi kotsins var Sigurður Gíslason, en faðir hans Gísli Jónsson tók við jörðinni árið 1915 og byggði upp.

Þegar Gísli fluttist að Vesturkoti árið 1915 var bærinn í mikilli niðurníðslu, hann hóf þegar ræktun á túnunum, byggði gripahús og heyhlöðu.
Guðmundur Guðmundsson sem bjó í Vesturkoti og faðir hans fundu hauskúpu og heila beinagrind einnig fannst krítarpípa, greiðugarmur, spónn úr tini og ryðguð hnífbredda. Beinin voru grafin aftur ofar í túninu. Líklega hefur þetta verið rétt fyrir 1900.

Flókasteinn

Hvaleyri

Hvaleyri-Flókaklöpp.

Vestarlega á Hvaleyrinni, rétt vestur af þeim stað er hjáleigan Vesturkot stóð.
Flókasteinn og tveir aðrir flúraðir steinar. Flókasteinn er grágrýtissteinn, hann er um 2,5 m að lengd og breiddin er um 1-2m, hæðin um 0,70 m. Vestan við steininn er upphlaðinn hálfhringlaga grasivaxinn garður sem er um 0,3 m á hæð en lækkar þar sem hann er næst steininum veggjaþykkt garðsins er um 0.3 m.
Rúnaklappir eru grágrýtisklappir. Sérstaklega var einn steinninn mikið markaður. Hann nefndist Flókasteinn. Töldu sumir að Hrafna-Flóki hefði skilið þarna eftir sig nafn sitt.

Flókaklöpp

Flókaklöppin í dag.

Í Árbók fornleifafræðifélagsins er grein sem heitir „Bergristur á Hvaleyri“ eftir Sveinbjörn Rafnsson. Segir þar m.a.: Á Hvaleyrarhöfða sér í jökulsorfnar grágrýtisklappir. Í þessar klappir hafa menn höggvið ýmis teikn og skráði greinarhöfundur og mældi bergristur þessar í júlí 1970. Risturnar hafa verið gerðar í fjórar afmarkaðar klappir eða steina, en klappir eru þarna fleiri þó ekki séu á þeim ristur. Risturnar verða þó ekki greindar til gagns nema á þremur af þessum steinum.
Syðsta klöppin er nú ólæsileg og hrakalega útötuð í steinsteypu eftir stríðsumsvif Breta í heimsstyrjöldinni síðustu. Allt í kringum steinana eru steinsteypt byrgi og byssustæði frá þeim tíma. Steypan í þessi mannvirki hefur verið blönduð og hrærð á syðstu klöppinni, þó má enn greina einstöku höggna rák út undan steypuhúðinni. Elstu ártöl á steinunum eru frá 1653. Jónas Hallgrímsson mun hafa verið sá fyrsti sem rannsakaði steinana fornfræðilega í júní 1841.

Flókaklöpp

Flókaklöpp – tákn.

Árni Helgason í Görðum er sá næsti sem getur um Hvaleyrarristurnar í Sóknarlýsingu fyrir Garðaprestakall 1842. Árið 1854 fær Magnús Gíslason styrk til fornfræðiferða um Ísland og skoðar þá steinana. Kristian Kålund getur Hvaleyrar í drögum að staðarlýsingu Íslands, og segir að þar séu á nokkrum klöppum latneskir bókstafir og ártölin 1628 og 1777. Sigurður Skúlason á greinagóða og sígilda lýsingu Hvaleyrar steina í riti sínu Sögu Hafnarfjarðar (frá 1933, bls. 27-28) en hann er sá fyrsti sem segir steina með ristunum vera fjóra talsins.

Minorsteinn
Steininn er grágrýtissteinn rúmlega 2 m langur og breiddin 1- 2 m, og hæðin að sunnan um 0.30 m, en að norðan í sömu hæð og landið í kring.

Hvaleyri

Hvaleyri – áletrun á Minorsteininum.

Þarna er Flókasteinn og annar steinn Minorsteinn, rétt hjá með stöfum og tölum, á honum er ártalið 1777. En það ár var hér Minor sjóliðsforingi norskur og því er steinninn nefndur Minorsteinn.

Þórðarkot
Sunnan við Vesturkotstúngarð var Þórðarkot í Þórðarkotstúni.
Bæjarstæði Þórðarkots hefur verið sléttað. Þórðarkot hefur haft ýmis nöfn í gengum tíðina, eftir því hver hefur búið þar hverju sinni. Á árunum 1805-1835, hét það Einarskot eftir Einari Andréssyni. Þórðarkot frá því að Þórður Jónsson lóðs flutti þangað árið 1832 og hélst nafnið til 1870. Beinteinskot þegar Beinteinn Stefánsson frá Krýsuvík bjó þar 1870-1880, hann var síðastur ábúenda til að búa í kotinu sem fór í eyði eftir hans dag og túnið lagðist fljótlega eftir það undir Halldórskot.

Þórðargerði/ Beinteinsgerði / Zimsensgerði

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur.

Þórðargerði var túnblettur við Þórðarkot.
Þórðarkotstún takmarkaðist af túngörðum sem hlaðnir voru á þrjá vegu, en að norðan náði það niður að Bakkanum og fjörunni. Í Þórðargerði bjó eitt sinn maður að nafni Beinteinn Stefánsson, þá nefndist kotið Beinteinskot og túnbletturinn Beinteinsgerði. Síðar hafði Christian Zimsen verslunarstjóri afnot af gerðinu, á síðasta fjórðung 19. aldar, þá nefndist það Zimsensgerði. Svæðið hefur verið sléttað og ekkert sést af gerðinu lengur.

Halldórskot

Hafnarfjörður

Hvaleyri um 1950.

Í austur frá Þórðarkot, tekur við Halldórskot í Halldórskotstúni.
Þarna hefur verið sléttað, en sést þó fyrir L-laga garði, túngarði sem hefur verið utanum bæjarstæði Halldórskots.
Bindindi var kot á Hvaleyri með Bindindistúni. Nefndist þessu nafni frá 1778-1821, síðan hét það Jónskot, frá 1810-1843 en síðast Halldórskot frá 1847-1944 eftir Halldóri Jónssyni.
Tengdasonur Halldórs, Eyjólfur Eyjólfsson seldi Þorsteini Egilssyni kotið 1883. Síðustu bændur sem byggðu kotið frá 1906-1944 voru Aðalbjörn Bjarnason stýrimaður og Þorgerður Kristín Jónsdóttir kennari, eftir þeirra dag var kotið þurrabúð um tíma þar til það fór í eyði. Aðalbjörn bætti jörðina með ræktun og byggði íbúðarhús úr timbri og steypti fjós og hlöðu.

Skotbyrgi

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Norðvestast á Hvaleyri rétt hjá friðuðum fornleifum. Skotbyrgin eru þrjú eins, þetta er vestasta skotbyrgið.
Veggir skýlisins eru upphlaðnir og steyptir, yfir er braggaþak að hluta, sá hluti er um 3 m x 2 m, að honum er smá gangur sem er um 1m breiður og 3 m langur, og veggjahæð um 1.20 m, þar er inngangur í skýlið. Það er að mestu niðurgrafið, sést aðeins í braggaþakið sem stendur uppúr jörðinni ásamt efsta hluta veggjanna. Á þessu svæði eru þrjú næstum eins skotbyrgi. Skotbyrgin voru reist mjög nálægt friðuðum fornminjum á Hvaleyrarhöfðanum.

Heimild:
-Hafnarfjörður – Hvaleyrarvöllur Hafnarfirði; Fornleifaskráning vegna framkvæmdaleyfis. Heiðrún Eva Konráðsdóttir sagnfræðingur – Byggðasafn Hafnarfjarðar 2019.

Hvaleyri

Hvaleyri – loftmynd 1954.

Flókaklöpp

Í „Svæðisskráningu Hafnarfjarðar 1998“ er m.a. fjallað um „Flókaklöpp“ og „Minorstein“ á Hvaleyri.

Rúnaklappir
Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.„Heiman frá bæ og niður að sjó lá sjávargatan, sem einnig nefndist Kotgata. Í norður frá bænum var vestasta hjáleigan, Vesturkot, og kringum það Vesturkotstún. Rúnaklappir voru grágrýtisklappir vestan kotsins.“ Sjá meðfylgjandi grein Sveinbjörns Rafnssonar.
„Bandrúnir og flúr var þarna. Sérstaklega var einn steinn mikið markaður. Hann nefndist Flókasteinn. Töldu sumir, að Hrafna-Flóki hefði skilið þarna eftir sig nafnspjaldið sitt…“

Áður en lengra er rakið, er rétt að minnast á svonefnda „rúnasteina“, á Hvaleyrarhöfða. „Steinarnir“ eru í raun jökulsorfnar grágrýtisklappir, sem hafa staðið eftir á tanganum eftir að jökullinn hörfaði fyrir u.þ.b. 11 þúsund árum.

Hvaleyri

Hvaleyri – steinarnir; loftmynd.

Þessir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhugsunarefni. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (í Vesturkotslandi). Á hæsta steininum, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þrem stöðum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem á annað hvort að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, 1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anno 1691?) og 17? (=1700).

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Á allstórum bungumynduðum grásteini norðvestur af fyrrnefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar).

Hvaleyri

Minorsteinninn – áletrun.

Á flötum kletti suður af þeim síðastnefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=Anno 1657?). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyndur reitur með áratli innan í. Jónas Hallgrímsson skál athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. … Síra Árni Helgason getur um „rúnasteinana“ á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilegar til orða tekið, sem engin nöfn eru þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafir.“

Minorsteinn

Flókasteinn

Flókasteinn og aðrir á Hvaleyri.

„Annar steinn var þarna rétt hjá með stöfum og tölum. Þar var ártalið 1777. En það ár var hér Minor sjóliðsforingi, norskur, og því er steinnin nefndur Minorsteinn“ segir í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar.
HvaleyriJónas skrifar: “ Áður en lengra er rakið, þykir mér rétt að minnast á svo nefnda „rúnasteina“ á Hvaleyrarhöfða. Þessir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhusgunarefni. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (í Vesturkotslandi), Á hæsta steininum, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þremur stöum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem annað hvort á að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, °1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anni 1691?) og 17C (=1700).
HvaleyriÁ allstórum bungumynduðum grásteini norðvestur af fyrrnefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar). Á flötum kletti suður af þeim síðastnefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=1657?). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyrndu reitur með ártali innan í. Jónas Hallgrímsson skáld athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. …Síra Árni Helgason getur um „rúnasteinana“ á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilega til orða tekið, sem engin nöfn er þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafirnir.“

Sjá meira HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning Hafnarfjarðar 1998.
-Ö-Hvaleyri B, 2; SS.

-Saga Hafnarfjarðar, 27-28.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Bræðrapartur

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er merkileg heimild um framangreint í hreppnum.

Formáli
Guðmundur BjörgvinGuðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.
Í bók Guðmundar, „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987, koma m.a. fram fróðlegar upplýsingar um fólk og aðbúnað þess á Vatnsleysuströndinni fyrrum.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.
Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hún trúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjnúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.

Bræðrapartur
Bræðrapartur
Syðsta grasbýlið í Vogum er Bræðrapartur (áður nefnt Krúnutóft) og er hann hluti núr Suðurkots- og Stóru-Vogalandi. Það var og er enn umdeilt hvort það var grasbýli eða með jarðarréttindi, þ.e. afréttar- og beitarréttindi utan heimagirðingar, en um langan tíma hefur það verið rekið sem bújörð og er svo gert enn í dag.
Í þeim tíma er Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fékk skotæfingasvæði til afnota í Vogaheiði um 1960, var deilt um það hvort Bræðrapartur ætti að fá leigugjald í hlutfalli við aðra landeigendur í Vogum, og svo fór að þáverandi ábúandi fékk sinn hlut í landleigunni.
BræðraparturÁrið 1929 byggði Guðmundur Kotsson nýtt hús í Bræðraparti. Eitt var öðru fremur merkilegt við húsið því á því var innsiglingarmerki inn í Vogahöfn. Eftir að Vogavík fékk löggildingu sem höfn árið 1893 voru settir upp tveir staurar um 3 metrar á hæð og stóð annar við suðvesturhornið á Bræðraparti, um 10 metra frá húsinu, en hinn var niður við sjó sunnan við sjávarhúsið. Þessir staurar þurftu að bera saman svo rétt væri siglt inn í höfnina. Í myrkri var ljósker sett á staurana sem sýndu rétta leið. Nokkru eftir að nýja húsið var byggt var ljósker sett í loftglugga er sneri til sjávar og þannig gert að ekki þurfti staurana. Svo þegar húsinu var breytt árið 1947 og sett á það brotið þak, var kvistur settur á á vesturþekjuna og þar í gluggli með ljóskerinu. Þetta þótti nauðsynlegt fyrir skipaferðir, þar til hafnarsvæðið var tekið til endurskoðunar og mælt upp að nýju, Þá kom í ljós að gamla innsiglingaleiðin var talin ónothæf miðað við nýja leið inn í höfnina, er þáverandi vitamálastjóri Axel Sveinsson fann og mældi út. Eftir það voru sett upp ný innsiglingaljós 200 metrum suður af Bræðraparti. Eru það tveir ljósastaurar með sjálfvirku ljósnæmi á 100 metra millibili.

Stóru-Vogar

Í máldaga frá 1367 í Fornbréfasafninu 3. bindi bls. 221 segir: „Maríukirkja og hins heilaga Þorláks biskups í Kvígubogum“, ennfremur segir í bréfi frá 1533, 9. bindi bls. 660, „að Erlendur lögmaður Þorvarðarson hafi slegið prest með könnu til blóðs í hálfkirkjunni í Vogum“.

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar 2020.

Trúlega er hér átt við Stóru-Voga og bendir allt til þess að þar hafi verið kirkja fram undir siðaskiptin.
Stóru-Vogarústirnar bera vott um stóran hug og stórverk. Húsið var byggt árið 1871 af Jóni, bróður Magnúsar Waage, og byggingameistari var Sverrir Runólfsson steinsmiður, sá hinn sami er byggði Skólavörðuna í Reykjavík og Þingeyrarkirkju í Austur-Húnavatnssýslu. Allar byggingar Sverris bera vott um vandvirkni vel hugsandi manns. Þess má geta hér að Sverrir gerði tillögu til borgarstjórnar Reykjavíkur árið 1870, um að byggja veitingahús í Tjarnarhólmanum og leggja brú frá Lækjargötu og út í hólmann, en meirihluti í borgarstjórn felldi þá hugmynd Sverris.
Stóru-VogarÞað Stóru-Vogahús, sem áður er getið, var ein hæð og íveruris, en árið 1912 lét Sigurjón J. Waage byggja nýtt hús á sama grunni og var hann kjallari nýja hússins. Hluti grunnsins stendur enn, þó stutt sé orðið í að þetta mikla verk hrynji í sjóinn. Nýja Stóra-Vogahúsið var með glæsilegustu húsum á Suðurnesjum. Smiður þess var Skúli Högnason úr Keflavík. Húsið var rifið árið 1965.
Stóru-Vogar áttu helming Vogalands á móti Minni-Vogum. Um aldamótin 1900 voru nær allar jarðir og tómthús í Suður-Vogum nýttar af Waageættinni eða niðjum Jóns Daníelssonar, föður Magnúsar Waage. Allir Suður-Vogabúendur greiddu landskuld til Stóru-Voga, þar með Stapabúð, Brekka og Hólmabúðir, nema þeir er voru orðnir sjálfseignabændur og höfðu keypt sig úr Stóru-Voga tofunni.
Þegar minnst er á Stóru-Vogaættina, er gjarnan nefndur sem forfaðir hennar Jón Daníelsson „hin ríki og- eða sterki“. Var hann f. 23. mars 1771, d. 16. nóv. 1855.
Í dag á Vatnsleysustrandarhreppur Stóru-Vogajörðina að undanskildum hluta heiðarlands, sem erfingjar Jóns Eyjólfssonar Waage á Seyðisfirði tóku undan við söluna á sínum tíma, og eru eigendur að.

Minni-Vogar
Minni-Vogar

Í Minnivogum bjuggu hjónin Klemens Egilsson, f. 31. okt. 1844, og kona hans Guðrún Þórðardóttir, f. 1846. Klemens var einn af stórbændum hreppsins.

Klemens lét byggja upp Minni-Voga árið 1922, smiður var Þorbjörn Klemensson úr Hafnarfirði. Húsið var byggt sem tvíbýli.

Minni-Vogar

Minni-Vogar. Verkið er eftir B. Hrein Guðmundsson en í eigu Sigríðar Jakobsdóttur.

Klemens Egilsson ýmist keypti eða lét smíða skip, sem m.a. fluttu vörur milli landa. Hann og Sigurjón J. Waage létu smíða dekkbát í Noregi og þegar hann var tilbúinn til afgreiðslu, þá sigldi framleiðandinn honum til Íslands. Þetta skip hét Sörli. Skipstjóri var Sigurjón J. Waage, vélstjóri var Sæmundur Klemensson í Minni-Vogum. Útgerðin gekk vel að jafnaði, en Sörli var brellinn. Hann slitnaði tvívegis frá bátalegunni, í fyrra skiptið náðist hann og var fluttur heim, eins og hver annar strokuhestur, en í seinna skiptið tók breskur togari hann og ætlaði að færa hann til Keflavíkur. Hafði áhöfn togarans bundið dráttartaugina um mastrið og talið það öruggt, en Sörli sökk í þessari ferð. Togarinn dró inn dráttartaugina og mastrið fylgdi með. Það komast til eigendanna og mun nú vera notað fyrir ljósastaur við Vogabryggju.

Austurkot
Austurkot
Í manntali árið 1703 er sagt að búið hafi verið á sitt hvorum helmingi jarðarinnar í Minni-Vogum, eða hálflendum sem þá var kallað. Mun þar átt við tvíbýli, en norðurhverfið allt var var Minni-Voar og því síðan skipt í hálflendur, þannig að Minni-Vogar héldu 2/3 af heildinni og Austurkot 1/3 og er svo enn í dag. Að auki er nokkur hluti landsins beggja eign, s.s. Norðurkot, Grænaborg og óunnið land að mörkum Brunnastaðahverfis.

Norðurkot
Norðurkot
Norðurkot var lítið grasbýli í landi Minni-Voga og Austurkots. Ábúandi þar var Nikulás Jónsson, f. um 1830. Hann var af Stóru-Vogaættinni. Kona hans var Guðrún Gísladóttir frá Kröggólfsstöðum í Ölfushreppi, Árnessýslu.
Nikulás var dugnaðarmaður. Hann átti og gerði út marga báta þegar best lét og gerði einnig út með öðrum, s.s. Klemensi í Minni-Vogum. Hann átti lengi lítinn bát sem hann kallaði Þurfaling, enda var sagt að Nikulás berði lóminn manna best, þó talinn væri ríkur. Hann lét breyta opnu skipi sínu í dekkbát og var sá bátur kallaður Lásabátur.
Norðurkot
Nikurlás lét byggja röð af húsum, þannig að fimm stafnar stóðu fram að hlaði. Þótt ekki sé mér kunnugt um hvenær það var gert, þá tel ég að hann hafi látið gera það eftir að hann efnaðist og þó ekki fyrr en eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn árið 1856. Húsin gætu þá hafa verið reist um 1860. Í rústum þeim sem eftir standa má vel sjá að vandað hefur verið til verksins, því nokkrir veggir standa enn sem nýhlaðnir nema hvað gróður hefur fest rætur á þeim. Hluti húsanna eru þó hruninn fram á sjávarbakkanum. Var því byggt nýtt hús úr timbri árið 1882, (úr James-Town strandinu). Var Nikulás þá um fimmtugt.

Grænaborg
Grænaborg
Grænaborg var byggð árið 1881 í landi Minni-Voga að 2/3 hluta og Austurkots að 1/3 hluta. Húsið byggði Ari Egilsson frá Austurkoti og bróðir Klemensar í Minni-Vogum. Þarna hafði verið bær er Hólkot hét, en hann brann, og eru litlar sagnir til um þann bæ. Grænaborg hefur varla verið byggð á sama stað og Hólkot, því sagnir eru til um að á þessum stað ætti hús að brenna þrisvar.
Ari Egilsson var lærður skipstjóri og stjórnaði bæði eigin skútum og bróður síns og föður frá Minni-Vogum. En stutt var dvölin í þessu vandaða nýja húsi, því það brann voru 1883, þá tveggja ára gamalt. Þá voru þar vermenn auk heimilisfólks og komust allir af, nema ein vinnukona er brann inni.
Grænaborg
Grænuborgartóftin stóð opin í 35 ár, eða til ársins 1816, að Benjamín Halldórsson og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir frá Austurkoti, síðar í Stóra-Knarrarnesi 2, fengu leyfi Klemensar í Minni-Vogum til að byggja upp Grænuborg.
Grænaborg brann síðan þriðja sinni 2002.

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.

Grænaborg

Grænaborg brann þriðja sinni árið 2002.

Guðmundur Björgvin

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er mjög merkileg heimild um framangreint í hreppnum.

Formáli
Brunnastaðir
Guðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.

Skógfellavegur

Merki við „götuna“; Skógfellaveg.

Í bók Guðmundar koma m.a. fram upplýsingar um landamerkjabréf frá 8. nóv. 1889, skjal nr. 176: „Samkvæmt landamerkjalögum frá 1270 eru landamerki milli Stóru og Minni-Voga í Vatnsleysustrandarhreppi og jarðarinnar Þórkötlustaðar í Grindavíkurhreppi er hér segir: „Frá kletti þeim er stendur við götuna norðan við Skógfell hið neðra (Litla-Skógfell) að Kálffelli og þaðan í Vatnskötlum“. Ofan skrifuðu samþykktir eigendur og umbjóðendur áminnstra jarða. Garðhúsum, Vatnsleysustrandarhreppi þ. 8. nóv. 1889, fyrir Þórkötlustaði, umbjóðandi Magnús J. Bergmann, fyrir 2/3 part Vogatorfunnar Guðm. J. Waage og fyrir 1/3 part Vogatorfunnar Klemens Egilsson. Lesið á manntalsþinginu fyrir Vatnsleysustrandarhrepp að Brunnastöðum 16. júní 1890 og fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum 20. júní sama ár. – Frans Siemens sýslumaður (sign).“

Skógfellastígur

LM-merki á Stóra-Steini við Skógfellastíg.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.

Stapinn

Brekka undir Stapa.

Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hún trúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.
Í Landnámu er Stapinn nefndur Kvíguvogabjarg og tengist það nafn þjóðsögu Jóns Árnasonar, 1. bindi bls. 127, um Marbendil er sendi bónda kvígur nokkrar og náði hann einni undir Kvíguvogabjargi, en hvenær það nafn verður að Voga-Stapa er mér ekki kunnugt.

Kerlingarbúðir (tóftir)

Kerlingarbúðir

Áletrun á klöpp við Kerlingarbúðir.

Undir Vogastapa er lítið undirlendi og ekki búsældarlegt, og treystu búendur þar því nær eingöngu á sjávarútveg. Vestast undir Stapanum, þar sem minnst er undirlendið, eru Kerlingarbúðir. Þar upp af er hægt að komast uppá Stapann, upp Rauðastíg. Í Kerlingarbúðum má sjá margar tóftir sem ýmist hafa verið mannabústaðir eða fiskbyrgi. Um þennan stað eru til þjóðsögur. Stór steinn sem í var höggvið ártalið 1780 var allt fram á síðustu ár þarna fyrir neðan sjávarbakkann. Sennilega er þarna merkileg saga sorfinn burt af sjávarróti og landeyðingu, utan þær leifar sem enn eru sjáanlegar. Í Kerlingarbúðum eru fyrstu ummerki mannabústaða á vesturenda Vatnsleysustrandarhrepps.

Stapabúð
Stapabúðir
Nokkru austar meðfram Stapanum eru aðrar kofarústir er heita Stapabúðir. Síðast var búið þar árið 1899.
Stapabúð var grasbýli og greiddi landskuld til Stóru-Voga, er átti allt land meðfram Vogastapa. Þar má enn sjá hvernig húsaskipan var háttað. Útræðisaðstaða var mjög góð og fiskisæld mikil.

Hólmabúðir (rústir)
Hólmabúðir
Hólmabúðir voru á svokölluðum Hólma, sem er um 250 metrum útfrá Stapanum og var talið grasbýli þó lítið virðist hafa verið þar grasland. Aftur á móti sést enn vel að þarna hafa verið stórir kartöflugarðar, enda fjölmenni á vetrarvertíð. Þar var mikið útræði um miðja 19. öld og fram yfir aldamót. Voru þar eingöngu svokölluð „inntökuskip“, aðkomuskip um vetrarvertíðina, eða frá byrjun mars til lokadags 11. maí. Komu skip víða að vegna fiskgegndar á innanverðum Faxaflóa. Það svæði var nefnt „Gullkista“ og mun legi í minnum haft, því hvergi umhverfis landið var slík mergð fiskjar á þessu tímabili.

Stapakot

Stapabúð.

Á Hólmabúðum voru komin stór salthús 1830-1940 og á lofti þeirra voru verbúðir aðkomumanna. Í jarðabók frá 1849 segir: „Á Stóru-Vogajörð standa nú þrjú salthús, sem kaupmenn eiga og gjalda landsdrottni 48 ndl.“ Sýnir þetta nokkur umsvif þeirra tíma.

Hólmur

Hólmurinn undir Stapa.

Talið er að þegar útgerð var mest frá Hólmabúðum hafi verið gerð út þaðan 18 skip og ef áætlað er að jafnaði 7 menn á hvert skip verða það 126 manns. Síðan má telja landverkafólkið og má ætla að þegar mest var hafi verið þarna um 140 til 150 manns á vetrarvertíðinni. Um aldamótin komu fiskleysisár og var þá fólksflótti yfir í aðrar verstöðvar. Hólmahúsin voru rifin, efnið flutt burtu og eftir stóðu grunnar og hálfhrunin fiskbyrgi. Að vísu var útgerð áfram frá Stapabúð og Brekku og síðar komu góð fiskiár af og til.

Brekka (tóftir)
Brekka
Að Brekku undir Vogastapa fluttu hjón frá Hólmabúðum árið 1861. Það voru þau Guðmundur Eysteinsson, f. 1796, og kona hans Valgerður Þórðardóttir, f. 1799. Byggðu þau upp bæinn og bjuggu þar til ársins 1869.
Brekka var grasbýli, leiguland eins og Stapabúð og greiddi afnotagjöldin til Stóru-Voga og um 1925 var gjaldið fyrir bæði býlin kr. 20 fyrir árið. Þetta gjald hélst þar til Brekka lagðist í eyði árið 1928.

Steinsholt (að mestu horfið)
Steinsholt
Guðmundur Magnússon koparsmiður, f. um 1834, og kona hans, Ástríður Guðmundsdóttir, f. 17. júlí 1836 í Reykjavík, byggðu sér tómthús um 1874 er þau nefndu Steinsholt. Var það á milli Vogabyggðar og Vogastapa í landi Stóru-Voga. Landið fyrir neðan Steinsholt, eða sjávarmegin, heitir Kristjánstangi og þar var útgerð, enda landtaka góð. Á Kristjánstanga var þriðja salthúsið; hin tvö í Hólmabúðum, sem fyrr segir. Á miðri nítjándu öld lagðist sá útgerðarstaður niður.
Í Steinsholti má enn sjá klapparskoru (sjá mynd), sem Guðmundur refti yfir og notaði fyrir eldsmiðju. Í Steinsholti lést Guðmundur 29. mars árið 1879, og þar með lagðist sá bær í eyði.
Minna-Knarrarnes
Fyrir norðan og neðan Steinsholts, í sandfjörunni, sést í skipsstefni upp úr sandinum. Þar var skipsskaði í sept. 1904, er seglskip slitnaði upp á Vogavík og rak í fjöru án manntjóns. Skipið var frá Mandal í Noregi og var með timburfarm, er fara átti til Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirði, en hafði einhverra hluta vegna lagst við ankeri á Vogavík, sennilega að bíða betri byrjar til Hafnarfjarðar. Hét skip þetta Fjallkonan. Timburfarmur þess var seldur á uppboði á Kristjánstanga. Þangað hafði honum verið safnað saman úr fjörunni og skipinu. Munu mörg hús hér í hrepp vera byggð úr þessu strandgóssi, m.a. Minna-Knarrarnes, af Gísla Sigurðssyni bónda þar. Var það hús rifið 1930 er núverandi Knarrarnes var tekið í notkun.
Vogavík
Í fjörunni skammt frá áðurnefndu strandi, má sjá leifar af öðru skipi er strandaði þar árið 1937, á svokölluðum Sandskerjum. Hét skipið Hansavaag, gamalt tréskip er lengi var notað til flutninga á sandi og steypumöl milli fjarða norðanlands, s.s. frá Sauðarkróki til Siglufjarðar. Áætlað var að nota skipið í þetta sinn sem fljótandi síldarsöltunarstöð og var með því í þessari ferð mikið magn af tómum sílartunnum og einnig starfsstúlkur, sem vinna áttu síldina.
Skipið kom í Vogavík árla dags í björtu og góðu verði, sigldi með landi og á Þórusker, þar sem nú er ysti hluti hafnargarðsins, losnaði þar og rak upp í áður nefnt Sandsker og er hluti skipsins þar enn.

Brekka í Vogum
Brekka Vogum
Eins og áður hefur komið fram, lagðist Brekka undir Vogstapa í eyði árið 1928 og húsið rifið af þáverandi eiganda þess Magnúsi Eyjólfssyni. Var efniviður hússins að hluta til notaður í nýtt hús sem byggt var árið 1931 í landi Bræðraparts.
Þeim hjónum Magnúsi og Guðríði varð ekki barna auðið, en ólu upp systurson Guðríðar, Guðmund Björgvin Jónsson frá Brunnastöðum. Guðmundur kvæntist Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttur frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Byggðu þau við austurenda Brekku árið 1942 og settust þar að.
Árið 1954 seldi Guðmundur Björgvin Brekku og flutti í nýtt hús, Lyngholt.

Lyngholt
Lyngholt
Lyngholt var byggt árið 1954. Byggjandi og smiður var Guðmundur Björgvin Jónsson, fóstursonur Magnúsar og Guðríðar frá Brekku. Guðmundur og kona hans Guðrún Lovísa fluttu frá Brekku í Vogum í Lyngholt með 9 börn og með þeim flutti Guðríður, en Magnús var þá látinn.

Vogar

Kirkjugerði 5.

Lyngholt er á leigulóð frá Suðurkoti og Bræðraparti og með fyrstu húsum sem staðsett voru samkvæmt skipulagi, sem tók þó ekki gildi fyrr en árið 1960.
Guðmundur Björgvin er vélvirki og hefur unnið við verkstjórn í 40 ár, Árið 1973 var Lyngholt selt, og flutti Guðmundur og Lovísa í nýtt hús að Kirkjugerði 5 í Vogum. Börn þeirra hjóna eru 12 og öll uppkomin; 1) Magnea Guðrún (látin), 2) Erlendur Magnús, 3) Haukur Matthías, 4) Hreiðar Sólberg, 5) Sesselja Guðlaug, 6) Jón Grétar, 7) Helgi Ragnar, 8) Svandís, 9) Halla Jóna, 10) Guðlaugur Rúnar, 11) Björgvin Hreinn, 12) Viktor.
Sesselja Guðlaug skrifaði m.a. bókina „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi„, sem er gagnmerk heimild um örnefni og minjar í hreppnum ofan þess þess svæðis, sem fjallað er um í bók föður hennar, Guðmundar Björgvins.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.
Vatnsleysuströnd