Nátthagavatn

Í Skátablaðiðinu í febrúar 1939 er fjallað um húsbyggingarmál skáta, m.a. „Byggingu skátaskála við Nátthagavatn ofan Reykjavíkur„.

Arnarból

Arnarból – loftmynd 1954.

„Flest skátafélög á landinu, sem nokkrum aldri og þroska hafa náð, hafa ráðist í húsbyggingar af einhverri gerð.
Sum hafa byggt sumarskála, önnur funda og samkomuhús o. s. frv. Öllum hefir verið það ljóst, að með einhverjum samastað, hefir skapast festa í félögunum, og framtak og starfsþrek einstaklinga þeirra notið sín við byggingarnar, og fjáröflun til þeirra. Nægir að geta um í þessu sambandi byggingar skátafél. Væringja og Arna við Lækjarbotna og Elliðakot, skátafél Einherja á Ísafirði, skátafél. Fálkar á Akureyri og samskonarfundarhús skátafél. Væringjar á Akranesi, sem að mínum dómi hefir bezt náð tilgangi sínum, enda þótt jeg viðurkenni fyllilega þörf sumar- og skíðaskála.

Arnarból

Arnarból.

Hér í Reykjavík er nú vaknaður meðal skáta mikill áhugi fyrir húsbyggingu til afnota fyrir skátafélögin, enda mjög mikilsvert fyrir allan félagsskap skáta að ráða yfir heppilegu húsnæði til æfinga og fundarhalda.

Arnarból

Arnarból – loftmynd 2004.

Allir eldri skátar finna mjög til þess, hve ábótavant er í þessum efnum hér í bænum, og munu nú einhuga um að hrinda í framkvæmd hið allra fyrsta húsbyggingu, er orðið getur samastaður skáta og félagsskapar þeirra, auk þess ættu félagar utan af landi að geta átt þar örugt athvarf er þeir koma til Reykjavíkur.
Þegar velja á stað undir slíka hyggingu verður að taka tillit til tvenns, að staðurinn sé sem næst því í miðbænum, vegna fundarsókna og æfinga, og liggi vel við umferð, t.d. vegna verzlunar. Verði þessa gætt við ákvörðun staðar undir væntanlega húsbyggingu, er vel fyrir öllu séð, því ýmsar ráðagerðir eru uppi í sambandi við bygginguna og ákornast þá mjög sennilega í framkvæmd skátahreyfingunni til eflingar og þroska.

Arnarból

Arnarból.

Þann 10. nóv. síðastl. samþykkti stjórn B. í. S. að skipa bygginganefnd í samráði við skátafélögin í Reykjavík. Tók nefndin strax til starfa, við undirbúning fjáröflunar til lóðarkaupa, sem hraða ber, vegna þess að lóðunum fækkar óðum, sem nothæfar eru.

Arnarból

Arnarból – loftmynd 2019.

Byggingarnefndin hefir nú fengið leyfi dómsmálaráðuneytisins til þess að hafa happdrætti um sumarbústað „Arna“ við Nátthagavatn, sem að fasteignamati er, með stórri eignarlóð, metin á kr. 9500.00.

Arnarból

Arnarból, loftmynd 2022.

Er sumarbústaðurinn byggður á svo skemmtilegum stað og sjálfur svo eigulegur, að nefndin vonar að auðvelt verði að selja happdrættismiðana, þegar um svo stóran og glæsilegan vinning er að ræða og í annan stað stuðningur við félagsskap skáta, sem á almennum vinsældum að fagna.
Í Reykjavík eru nú starfandi um 8—900 skátar, að kvenskátunum meðtöldum. Ef allur sá hópur sameinar sig um, að koma sem fyrst upp veglegri húsbyggingu hér í bænuin, er vissa fengin um góðan árangur. Skátar, piltar og slúlkur, hugleiðið það, að væntanleg skátabygging á að vera ykkar annað heimkynni, æfingar og samkomustaður,  kynningastaður við skáta utan af landi, sem og aðsetur stjórnar skátamálanna og félaganna í bænum. Um þetta mál mætti margt segja fleira, en svo treysti ég á dómgreind og framtakssemi allra skáta, og er þess fullviss, að byggingarnefndin á í hverjum einstakling vissan stuðningsmann, enda er þá helzt von um fljótan og góðan árangur.
Byggingarnefndarmaður.“

Í dag má skálinn sá muna fífil sinn fegurri. Og svo virðist sem eignarlóðin verðmæta á svo frábærum stað ofan Nátthagavatns nýtist í dag skátastarfi reykvískra skáta í engu.

Heimild:
-Skátablaðið V. árgangur 1. tölublað febrúar 1939, – Húsbyggingarmál skáta, bls. 1.

Skátablaðið

Skátablaðið.

Hafnarfjörður

Mjólkurvinnslustöð Mjólkurbús Hafnarfjarðar“ var stofnuð árið 1934.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Mjólkurbú Hafnarfjarðar (húsið með háa skorsteininum).

Jóhannes J. Reykdal á Þórsbergi var fenginn til að standa fyrir framkvæmdum. Var hann sendur utan og samdi um kaup á vélum. Byggingin sem tekin var í notkun árið 1947 þótti hin myndarlegasta. Var húsið byggt úr járnbentri steypu með korklögðum veggjum að innan. Það var tvílyft utan vélasalarins sem var í fullri hæð. Ketilshúsið var þar á bak við á neðri hæð og á efri hæðinni var skrifstofa og móttökusalur fyrir mjólk. Á bak við húsið var akvegur að húsinu og undir honum kolakjallari og sýrugeymsla. Á efri hæð í öðrum enda hússins var rannsóknarstofa, skyrgerð og geymsla. Talsverður styr stóð um Mjólkurvinnslustöðina vegna deilna milli mjólkurstöðva.

Hafnarfjörður

Mjólkurbú Hafnarfjarðar byggt 1935-6 brotið niður 1981.

Mjólkurbú Hafnarfjarðar var lagt niður árið 1949 og var í húsinu ýmiss konar starfsemi þar til það var brotið niður árið 1981.
Mjólkurvinnslustöðin stóð á lóð Lækjargötu 22, suðaustan gatnamóta Öldugötu og Lækjargötu. Þar standa nú þrír upphleyptir mjólkurbrúsar á trépalli til minningar um stöðina.

Í Nýja Dagblaðinu 1936 er fjallað um „Mjólkurvinnslustöðina í Hafnarfirði„:
„Innan skamms tekur til starfa hin myndarlega mjólkurvinnslustöð er samvinnufélagið Mjólkurbú Hafnarfjarðar hefir látið reisa. Vegna þess að það veldur ærnum kostnaði fyrir kúaeigendur í Hafnarfirði og nágrenni að senda mjólk, sem þar er seld á staðnum, til gerilsneiðingar í Reykjavík, hafa þeir ráðizt í að koma sér upp eigin mjólkurvinnslustöð. Stendur samvinnufélag (Mjólkurbú Hafnarfjarðar) að framkvæmd þessari og var stofnfundur þess haldinn 17. ágúst 1934.

Ólafur Runólfsson

Ólafur Runólfsson (1891-1967). Nam búfræði á Hvanneyri 1910 og var síðar kaupmaður í Hafnarfirði.

Kosin var 5 manna stjórn og er Ólafur Runólfsson formaður hennar, Ákveðið var að vinna sem allra fyrst að því að reisa mjólkurvinnslustöðina og var Jóhannes J. Reykdal á Þórsbergi fenginn til að standa fyrir framkvæmdum. Fór hann utan í fyrravetur og samdi um kaup á vélum.
Hafizt var handa um byggingu hússins í maí í vor. Hefir Jóhannes séð um fyrirkomulag þess. Er það vandað svo sem kostur er, en þó hefir verið gætt fullrar sparsemi.

Húsið og herbergjaskipun
Blaðið hefir átt tal við búnaðarmálastjóra. Segir hann, að húsið líti vel út, sé rúmgott, bjart og loftræsting virðist vera í góðu lagi. Vélar og öll áhöld séu ný og vélar hafi verið reyndar og virtar og virzt vera í ágætu lagi.
— Þó hefir búið enn aðeins vélar til að gerilsneyða mjólk, þvo flöskur og átappa, segir hann. Enn vantar öll tæki til

smjör-, skyr- og ostagerðar.

Hafnarfjörður

Mjólkurbú Hafnarfjarðar um 1950 – 60 fyrir miðri mynd ofanverðri.

Byggingin er þó nægilega rúmgóð fyrir slíkar vinnsluvélar, enda mun skilvinda og strokkur koma innan skamms. Auk þess vantar enn kælivél og vél til gæðakönnunar mjólkur. Gæðakönnunartækin mun búið verða að útvega strax og kælivél fyrir 15. maí þ. á. Búið mun geta hreinsað og átappað um 1200 lítra af mjólk á klst. og hæfileg afköst á dag verða 3600 lítrar. — Að síðustu vil ég geta þess, að hér virðist vera vel til stofnað, ef svo reynist, sem aðstandendur búsins ætla, að búð geti borið sig, og um leið sparast stórfé í flutningskostnaði.

Byggingarkostnaður og bætt afkoma mjólkurframleiðenda

Jóhannes J. Reykdal

Jóhannes J. Reykdal (1874-1946).

Jóhannes J. Reykdal skýrir blaðinu svo frá, að nú þegar séu í mjólkurbúinu 56 kúaeigendur og eigi þeir hátt á þriðja hundrað kýr.
— Hvað hefir mjólkurvinnslustöðin kostað?
— Hún kostar eins og hún stendur nú með vélum og áhöldum rétt um 80.000 kr. og vænti ég að allir sameignarmenn séu ánægðir með þann árangur.
Þeir framleiðendur er sent hafa mjólk sína til hreinsunar til Reykjavíkur síðastliðið ár hafa borgað 1/2 eyrir í flutningskostnað og vart mun hafa verið ódýrara fyrir Mjólkursamsöluna að senda mjólkina hingað suður aftur. Nú þurfa Hafnfirðingar um 2000 lítra af mjólk á dag og sparast því allt að 20.000 kr. árlega í flutningskostnað og eru það góðar rentur og afborganir af stofnkostnaði mjólkurvinnslustöðvarinnar. Það er því ekki að ófyrirsynju að ráðizt hefir verið í að byggja mjólkurbú hér
í Hafnarfirði.“

Claus Peter Kor­dtsen Bryde (f. 1909 á Jótlandi í Danmörku, d. 1985) var um tíma mjólk­ur­bús­stjóri Mjólkurvinnslustöðvarinnar.

Emil Jónsson

Emil Jónsson (1902-1986).

Í ræðu Emils Jónssonar, alþingismanns, um efnið á Alþingi árið 1943, segir: „Þá skal ég geta þess í sambandi við mjólkurstöðina í Reykjavík, að hún hefur nú lengi verið algerlega ófullnægjandi, en samtímis því, að hún hefur ekki getað annað öllu því, sem hefur verið sent til hennar, þá hefur öðru mjólkurbúi, sem er sízt lakara, mjólkurbúi Hafnarfjarðar, verið haldið mjólkurlausu af völdum samsölunnar eingöngu. Mjólkurmagn það, sem þetta bú fær, hefur minnkað úr 400 þús. l. niður í 200 þús. l. árlega, síðan samsalan tók til starfa.
Þetta er vegna þess, að forráðamenn samsölunnar og mjólkurstöðvarinnar hér hafa alltaf haft horn í síðu mjólkurstöðvarinnar í Hafnarfirði. Þeir hafa viljað láta hana hætta að starfa, af því að hún er ekki í beinu sambandi við samsöluna hér. Og nú, þegar nýja mjólkurstöðin hér kemur upp, þá er ætlazt til þess, að mjólkurstöðin í Hafnarfirði verði lögð niður. Og nú þurfa Hafnfirðingar daglega að kaupa gerilsneydda mjólk héðan frá Reykjavík.

Hafnarfjörður

Lækjargata 22; Mjólkurbú Hafnarfjarðar (húsið með skortsteininum).

Með þessu ástandi skapast tekjuhalli af búinu í Hafnarfirði, sem samsalan telur ekkert eftir sér að borga. Það á að sanna það, að búið í Hafnarfirði eigi að leggja niður. — Svona hefur það verið á öllum sviðum. Það hefur verið reynt að þvinga alla þá, sem hafa ekki viljað senda mjólk til samsölunnar, til þess að hætta framleiðslu sinni. Nú er mjólkin flutt sunnan af Vatnsleysuströnd gegnum Hafnarfj. til Reykjavíkur, í stöð, sem er yfirfull, og síðan er hún flutt aftur til neytenda í Hafnarfirði, meðan stöðin þar hefur ekkert að gera af því að framleiðendur fá ekki að láta mjólk sína þangað vegna skipulagsins.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1965. Þarna sést m.a. í Mjólkurbú Hafnarfjarðar.

Þeim er ekki tryggt af hálfu samsölunnar, að þeir fái sama verð fyrir mjólkina, ef þeir láti hana til búsins í Hafnarfirði, og mér er sagt, að stjórn samsölunnar hafi reynt að aftra mönnum frá því að senda mjólk sína til Hafnarfjarðar.
Við það, að bæirnir stofni kúabú, er einnig unnið margt annað. Þá geta neytendur fengið nýja mjólk, þá geta þeir sjálfir haft eftirlit með öllum rekstrinum og tryggt stórum betri hollustuhætti, og þá geta þeir fengið upplýst, hvert sannvirði framleiðsluvörunnar raunverul. er.“

Heimildir:
-Nýja Dagblaðið, 28. tbl. 04.02.1936, Mjólkurvinnslustöðin í Hafnarfirði, bls. 2.
-https://www.althingi.is/altext/raeda/62/2406.html

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – minnismerki; Mjólkurbú Hanarfjarðar.

Sveinshús

Í Lesbók Morgunblaðsins þann 13. maí árið 2000 er fjallað um Sveinshús í Krýsuvík undir yfirskriftinni „Hús Sveins Björnssonar í Krýsuvík opnað gestum„:

Sveinn björnsson

Sveinn Björnsson við Indíánann í Kleifarvatni.

„Á hvítasunnudag, hinn 11. júní nk., verður Sveinshús í Krýsuvík, þar sem Sveinn Björnsson listmálari hafði um árabil vinnustofu sína, opnað eftir gagngerar endurbætur, en í gær afhenti Hafnarfiarðarbær Sveinssafni húsið. Margrét Sveinbjörnsdóttir átti tal við tvo af þremur sonum listamannsins, Erlend og Þórð, en þeir hyggjast taka þar á móti gestum og veita þeim innsýn í líf og list föður síns.
Sveinssafn var formlega stofnað 28. apríl 1998, ári eftir andlát Sveins Björnssonar.

Sveinn Björnsson

Sveinn að störfum við Kleifarvatn.

Safnið er til húsa í Trönuhrauni 1 í Hafnarfírði og hefur að geyma rúmlega átta þúsund myndverk listamannsins, en synir hans hafa á undanfömum árum unnið að flokkun og skráningu verkanna. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa nú afhent Sveinssafni húsið í Krýsuvík til eignar ásamt tveggja milljóna króna styrk til endurbóta og viðhalds hússins, sem synir listamannsins, Erlendur, kvikmyndagerðarmaður, Sveinn, læknir, og Þórður Heimir, lögfræðingur, munu hafa umsjón með. „Þar með verður Sveinshús ekki aðeins órjúfanlegur hluti Sveinssafns, heldur raunverulegt andlit þess út á við,“ segir Erlendur.

Sveinshús

Þórður Sveinsson í Sveinshúsi.

Ætlun þeirra bræðra er að varðveita húsið eins og faðir þeirra skildi við það og hafa það þannig til sýnis en jafnframt hyggjast þeir setja upp breytilegar sýningar í tveimur herbergjum á fyrstu hæð, sem verða lagfærð lítillega. í framtíðinni láta þeir sig einnig dreyma um sýningaraðstöðu utanhúss. Bræðurnir fagna gjöf Hafnarfjarðarbæjar, sem þeir segja höfðinglega og lýsa virðingu bæjaryfirvalda fyrir æviverki Sveins Björnssonar og trausti á því sem þeir eru að gera í þágu listar hans.

Sveinshús opið almenningi þrjá sunnudaga í sumar

Sveinn Björnsson

Erlendur Sveinsson með eitt verka föður hans.

Framkvæmdir eru nú að hefjast í Sveinshúsi og þótt ekki takist að ljúka þeim að fullu nú í vor hefur þegar verið ákveðið að hafa húsið opið almenningi þrjá sunnudaga í sumar; 11. júní, 16. júlí og 20. ágúst. Þá verður þar dagskrá í tengslum við árþúsundaverkefni Hafnarfjarðarbæjar, sem aftur tengist dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000, og hefur yfirskriftina Krýsuvík – samspil manns og náttúru.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – sjálfsmynd.

Húsið var reist árið 1948 fyrir bústjóra kúabús sem átti að reka í Krýsuvík en ekkert varð úr. Stjórnendur vinnuskóla sem starfræktur var á vegum Hafnarfjarðarbæjar í Krýsuvík á árunum 1953-64 notuðu húsið í stuttan tíma en eftir það grotnaði það niður.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson í Krýsuvík.

Árið 1974 fékk Sveinn Björnsson síðan húsið til afnota og kom sér þar upp vinnustofu, þar sem hann starfaði allt þar til hann lést árið 1997, auk þess sem hann dvaldi löngum í íbúð á efri hæð hússins. „Það voru svo margir sem voru alltaf á leiðinni í Krýsuvík að heimsækja föður okkar – en svo dó hann og ekkert varð af því,“ segir Erlendur og bætir við að það verði gaman að geta opnað húsið gestum á ný og veitt þeim hlutdeild í sköpunarverkum listamannsins.

Æviverk Sveins Björnssonar verði tekið út

Andi Sveins svífur áfram yfir vötnum í Krýsuvík, þar sem hann var jarðsettur, en þá hafði ekki verið jarðað þar í áttatíu ár.
Sveinn Björnsson
„Þegar staðið er við leiðið og horft í gegnum sáluhliðið blasir bláa húsið hans við, þannig að það er bein tenging. í gömlu kirkjunni, sem er í vörslu Þjóðminjasafnsins, er svo altaristaflan sem hann málaði,“ segir Erlendur.

Sveinssafn

Sveinn Björnsson – málverk.

„Húsið í Krýsuvík er kannski stærsta listaverkið sem faðir okkar skilur eftir sig, þar eru allar hurðir með ámáluðum listaverkum, sömuleiðis loft og veggir og listaverk hanga á veggjum í öllum herbergjum eftir hann og aðra,“ segir Þórður. Þeir bræður láta þess getið að faðir þeirra hafi lengi átt sér þann draum að stofna listasafn.
Hann hafi gert mikið af því að skipta á myndum við aðra listamenn og einnig keypt verk af kollegum sínum. „Okkur telst svo til að í safninu séu um 300 verk eftir aðra,“ segir Erlendur. Þar er einnig stórt úrklippusafn um listir á Íslandi og mikill fjöldi listaverkabóka sem Sveinn safnaði, sýningarskrár og sendibréf.
Erlendur segir Sveinssafn stærst þeirra listasafna landsins sem grundvölluð eru á verkum eins listamanns og þriðja stærsta listasafn landsins í verkum talið, eða með yfir átta þúsund skráð verk, en aðeins Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Íslands varðveiti fleiri listaverk.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – sjálfsmynd.

„Grundvallarmarkmiðið hjá okkur er auðvitað að æviverk Sveins Björnssonar verði tekið út – og við erum að vona að ákvörðun okkar um að halda safninu saman í stað þess að skipta því og selja mælist vel fyrir hjá fólki og teljum það vera forsendu þess að hægt sé að gera þessa úttekt og marka honum þann sess sem honum ber í íslenskri listasögu.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – sjálfsmynd.

Raunverulega held ég að hvorkilistfræðingar né aðrir hafi yfirsýn yfir hans æviverk,“ segir Erlendur. „Eiginlega erum við rétt að uppgötva það sjálfir,“ bætir Þórður við. „Það hefur verið mikið ævintýri fyrir okkur að finna nýjar og nýjar myndir sem við höfðum aldrei séð áður – og jafnvel heilu myndlistarsýningarnar. Við fundum t.d. tvær sýningar sem höfðu ekki verið teknar upp eftir að hann kom heim frá Kaupmannahöfn. Ég var reyndar síðast að finna sex myndir í Krýsuvík í gær, uppi í geymslu. Og ég sem hélt að við værum búnir að finna allt sem hann eftirlét okkur,“ segir Erlendur.

Leitað að bláa fuglinum eða Krýsuvíkurmadonnunni

Mikil vinna liggur að baki skráningu safnsins og drjúg vinna er enn eftir við ljósmyndun, skönnun og skráningu, að sögn bræðranna.

Krýsuvík

Bústjórahúsið (Sveinssafn).

Draumurinn er að í framtíðinni verði allt safnið aðgengilegt með uppslætti í tölvu, þar verði hægt að sjá mynd af umbeðnu verki, hvar það sé að finna, hvenær það sé unnið, í hvaða efni, hver sé eigandi þess, hvort og þá hvar það hafi verið sýnt og þannig mætti áfram teíja. Verkunum verður skipt í efnisflokka, þannig að auðvelt verður að finna myndir eftir þemum, t.d. með því að slá inn leitarorð á borð við Blái fuglinn eða Krýsuvíkurmadonnan.
Vandað verður til verka í hvívetna.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – málverk.

Þessi skráningarvinna er raunar þegar hafin. Þeir bræður eru með hugmyndir um að setja upp sérstakar þemasýningar, sýningar fyrir fyrirtæki og stofnanir og einnig að leigja út listaverk til fyrirtækja og einstaklinga. Nú stendur yfir sýning sem þeir settu upp á Hrafnistu í Hafnarfirði í vetur í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli listamannsins, en henni lýkur 9. júní nk. Áður höfðu þeir sett upp sýningu í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði og í Hallgrímskirkju. Snemma á næsta ári er svo fyrirhuguð sýning á verkum Sveins í Hafnarborg.

Árviss listaverkasýning á dagatali

Sveinshús

Þó að styrkurinn frá Hafnarfjarðarbæ komi að góðum notum við að setja húsið í Krýsuvík í stand segja þeir Erlendur og Þórður enn vanta mikið upp á að treysta fjárhagsgrundvöll safnsins til frambúðar. Þeir hafi raunar fengið byrjunarstyrki frá menntamálaráðuneytinu og Hafnarfjarðarbæ – en betur má ef duga skal. Þeir hafa nú sent velunnurum listmálarans og safnsins bréf, þar sem þeim er boðið að kaupa í áskrift listaverkadagatal með litprentunum af verkum Sveins en það myndi koma út í takmörkuðu upplagi og hvert eintak tölusett.

Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson – málverk.

Áformað er að fyrsta slíka dagatalið komi út í lok þessa árs og hefji þannig göngu sína á fyrsta ári hins nýja árþúsunds. Dagatölin hefðu m.a. það markmið að vera ákveðin kynning á list Sveins, eins konar árviss listaverkasýning. Frá náttúruupplifun listamannsins að listaverkinu.
Aftur að Sveinshúsi í Krýsuvík og því starfi sem þar er fyrirhugað. Erlendur lýsir skoðunarferð um húsið á þessa leið: „Við hugsum okkur að vera með ljósmyndasýningu sem leiðir fólk frá náttúruupplifun listamannsins, í gegnum sköpun listaverksins og að listaverkinu sjálfu inni í vinnustofu. Þetta verða níu stækkaðar ljósmyndir, þær fyrstu teknar fyrir ofan húsið, þar sem hann er að skoða jörðina og taka inn áhrifin, svo sjáum við hann vera að búa myndina til – og svo er myndin sjálf þarna.
Sveinn Björnsson

Við ætlum að taka fólk inn í litlum hópum, leiða það í gegnum húsið og benda á öll listaverkin sem eru partur af þessu húsi, benda á ýmis stef, segja frá huldukonunni hans, hver sé blái kallinn o.s.frv. Okkur dreymir líka um að koma upp sjónvarpsaðstöðu í stofunni og sýna þar búta úr vinnukópíunni af kvikmyndinni sem ég er að gera um föður okkar, líf hans og starf, þannig að fólk sjái meistarann að störfum og sömuleiðis myndir úr gagnagrunninum.“

Sveinn Björnsson

Maddonnan við Kleifarvatn.

Eins og áður sagði hyggjast þeir setja upp breytilegar sýningar í tveimur herbergjum á fyrstu hæð hússins, auk þess sem uppi eru hugmyndir um sýningar utandyra og menningarmiðstöð í næsta nágrenni Sveinshúss, sem myndi hlúa að Krýsuvíkursvæðinu í heild. Sé stór hópur fólks á ferð má skipta honum upp, þannig að á meðan hluti hans gengur um húsið í fylgd leiðsögumanns geti hinir gengið að Grænavatni eða Gestsstaðavatni, litið inn í kirkjuna eða fengið sér kaffisopa í Krýsuvíkurskóla. Nóg er að sjá í Krýsuvík, svo mikið er víst.“

Krýsuvík

Krýsuvík; Starfsmannahúsið (gult) og Bústjórahúsið (Sveinssafn).

Hafnarfjarðarbær, eigandi húsanna í Krýsuvík ofan Gestsstaðavatns, undir forystu Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra, lét Sveini eftir bústjórahúsið á sínum tíma til afnota. Að Sveini látnum var samþykkt að húsið skyldi gert að safni til minningar um listamanninn Svein Björnsson og verk hans.

Sjá viðtal við Svein HÉR.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – menning/listir 13. maí 2000, Hús Sveins Björnssonar í Krýsuvík opnað gestum í sumar, bls. 16-17.
Sveinshús

Sandgerði

Í Alþýðublaðinu 17. sept 1965 skrifar Grétar Oddsson um „Sandgerði“ – og birtir myndir af bænum.

„Sandgerði liggur vestan á Reykjanesskaganum og er um stuttan lágheiðarveg að fara frá Keflavík, ekki er það meira en svo sem tíu mínútna akstur. —

Sandgerði

Sandgerði 1965.

Heiðin er auðnarleg, eins og Reykjanesskaginn allur, en efst á henni er ratsjárstöð, með hvítum kúplunni, minnir í fljótu bragði á máríska virkisborg.

Sandgerði

Sandgerði.

Það fyrsta sem maður sér í Sandgerði er urmull af nýjum og fallegum íbúðarhúsum og þorpið hefur yfir sér þokkalegan svip, þrátt fyrir auðnarlegt og ívið kuldalegt umhverfið.

Sandgerði er ekki gamalt pláss, frekar en svo mörg önnur kauptún á Íslandi. Fyrstu drög að þorps myndun á staðnum munu hafa verið gerð, þegar Matthías Þórðarson, faðir Ástþórs Matthíassonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, stofnaði þar til útgerðar með vélbáti rétt eftir aldamótin. Þá var ekki önnur byggð á staðnum, en jörðin Sandgerði og frá henni mun hafa verið sóttur sjór frá því hún byggðist. Hvenær það var, veit enginn og ekki er vitað til að hún sé landnámsjörð.

SandgerðiMesta útræði í nágrenni Sandgerðisjarðarinnar var um aldaraðir frá Stafnesi. Þaðan var ívið styttra á miðin, en sá litli munur var mikill á tímum áranna og seglanna. Þegar vélbátarnir komu til sögunnar var engin leið að koma þeim við á Stafnesi, vegna þess, hve höfn er þar ótrygg, en hins vegar er dágóð smábátahöfn frá náttúrunnar hendi í Sandgerði. Varð því úr að útgerðin fluttist þangað, en Stafnes lagðist af sem verstöð, þó að þar hafi efalaust vérið ein allra stærsta útgerðarstöð á landinu um aldabil.

Básendar

Básendavík.

Skammt sunnan við Stafnes stóð verslunarstaðurinn Básendar, þar til nóttina milli 8. og 9. janúar 1799, að staðurinn eyddist í ægilegu flóði, sem einnig eyddi þá verslunarstaðnum í Hraunhöfn á Snæfellsnesi, þar sem nú standa Búðir. Er þetta mesta flóð sem um getur á Suðurnesjum og jafnframt það afdrifaríkasta. Það mun hafa verið á Básendum, þar sem Skúli Magnússon síðar landfógeti var innanbúðar hjá Danskinum og neitaði að pretta viðskiptavinina.

SandgerðiNæst kemur það sögu Sandgerðis að árið 1913 selur Matthías Þórðarson Lofti Loftssyni útgerðarmanni aðstöðu sína í verstöðinni og skömmu síðar settist Haraldur Böðvarsson þar að með sinn útgerðarrekstur og einnig fleiri. Haraldur var í Sandgerði um skamma hríð milli þess sem hann hætti útgerð frá Vogum á Vatnsleysuströnd og flutti til Akraness. Segir sagan að meðan Haraldur stóð við, hafi verið hörð keppni milli hans og Lofts um útgerðaraðstöðuna í landi. Ekki fer hjá því að öll þessi umbrot í útgerðinni hafi kallað á hafnarframkvæmdir og var fyrst gerð trébryggja og bólverk, en byrjað var á núverandi hafnargarði einhvern tímann á árunum upp úr 1940 og er hann nú orðinn 300 metra langur.“

Sandgerði

Sandgerði – Hamarssund.

Innsiglingin inn til Sandgerðis hefur löngum verið örðug stærri bátum. Hafa þeir gjarnan orðið að sæta sjávarföllum til að komast út og inn um Hamarssund, en svo heitir innsiglingin. Síðan 1962, eða sl. 3 ár hefur stöðugt verið unnið að hafnarbótum. Garðurinn lengdur um 42 metra og Grettir hefur unnið að dýpkun á sundinu 4-6 mánuði á ári hverju. Það er seinunnið verk og erfitt, enda stórgrýtt í botni. Til þessa hafa framkvæmdirnar kostað um 20 milljónir króna.

Sandgerði

Bátar í vör.

Sú sögn er til um Hamarssund að þar eigi aldrei að farast skip, en sá fyrirvari fylgir, að fara verði rétt í sundið. Þjóðsagan segir, að kerling ein, sem bjó á Bæjarskerjum hafi átt börn tvö, pilt og stúlku. Þeim barst á í sundinu og fórust bæði. Kerlingu varð svo um þetta slys, að hún mælti svo um, að aldrei skyldi farast þar skip, væri rétt farið. Boðar tveir, sem eru norðan og sunnan við sundið heita eftir börnum kerlingar, Þorvaldur og Bóla. Raunin hefur líka orðið sú, að bát hefur aldrei svo vitað sé hlekkst á í sundinu sjálfu, en komið hefur fyrir að borið hefur út úr því og getur þá verið tvísýnt um afdrifin.

SandgerðiVerslunarstaður myndaðist fyrst í Sandgerði um leið og útgerð hófst þaðan, eða á árunum 1907-1908 og þar hefur verið verslað stöðugt síðan. Búsettu fólki fer fyrst að fjölga fyrir alvöru á árunum upp úr 1940 og nú eru um 1000 íbúar í Miðneshreppi, en svo heitir sveitarfélagið.

Hér áður á árum var fjörugt verbúðalíf í Sandgerði. Þá mátti heita að tvöföld áhöfn væri á hverjum báti. Helmingur áhafnarinnar var í landi og beitti línuna, gerði að fiskinum og vann önnur aðkallandi störf, en sjómennirnir réru yfirleitt með skrínukost. Þá hafði hver bátur sína verbúð, þar sem mennirnir nutu svefns og matar og höfðu ráðskonu til halds og trausts. —

Sandgerði

Sandgerði – vitinn.

Yfirleitt voru verbúðir þannig innréttaðar að fiskhús og beitingaaðstaða var niðri, en íbúðir uppi. Frægust hrakningasaga tengd við Sandgerði, er um það, þegar vélbáturinn Kristján hraktist vélarvana um hafið í vondum veðrum í hálfan mánuð eða meira og var löngu búið að telja hann af. Þá bjarg það lífi áhafnarinnar, að vélstjórinn hafði fengist eitthvað við brugg og gat eimað drykkjarvatn úr sjó í litlum mæli þó. Þegar þeir loks gátu hleypt bátnum á land við Stafnes í vitlausu veðri voru þeir búnir að brenna hann hér um bil upp til agna til að halda þessari einstæðu bruggun í gangi.

SandgerðiNú hefur orðið ákaflega mikil breyting á. Verbúðalífið, eins og það þekkist fyrr á árum er að mestu horfið, enda línuvertíð úr sögunni svona hér um bil. Nú munu skráðir 10 stórir vélbátar í Sandgerði og urmull smærri báta og trilla. Sú var þó tíðin, að vertíðarbátar voru þar miklu fleiri, en smærri. 1918 voru til dæmis gerðir 90 bátar út frá Sandgerði, en ekki voru það allt merkilegar fleytur að stærðinni til. Nú landa 40—60 bátar í Sandgerði á hverri vertíð, en sú breyting hefur orðið á, að bátarnir eru lausari við en áður og geta notfært sér löndunarmöguleika víðar jafnframt. –

Sandgerði

Sandgerði – fræðasetur.

Fyrir tveimur árum eða svo byggði Guðmundur Jónsson á Rafnkelsstöðum síldarverksmiðju í Sandgerði, þá fyrstu á staðnum. Fyrir var lítil beinamjölsverksmiðja,- sem Garðar h.f. hafði reist í upphafi, en Guðmundur keypti hána og stækkaði og breytti. Bátar hans lenda allir í Sandgerði, þó að þeir séu skráðir í Garðinum.

Aðal útgerðarfélögin á staðnum í dag eru Miðnes og Garður: Miðnes er stöðin sem Haraldur Böðvarsson byggði upphaflega, en Guðmundur á Rafnkelsstöðum á Garð, sem Matthías Þórðarson lagði grundvöllinn að, og Loftur Loftsson eignaðist síðar.

Sandgerði

Sáðgerði í Sandgerði.

En þetta eru aðeins stærstu aðilarnir sem reka útgerð frá Sandgerði. Aðrir minni eru ótaldir, fyrirtæki eins og Djúpáll h.f., Arnar h.f. og Barðinn á Húsavík, sem á útgerðaraðstöðu í Sandgerði. Og líklega eru þeir fleiri.

Sandgerði

Sandgerði – höfnin.

Þó að Sandgerðishöfn hafi nú í áraraðir ekki verið talin með öndvegishöfnum landsins, er nú svo komið eftir stöðugar hafnarbætur og dýpkun á innsiglingunni, að hafskipafært er orðið inn á glóði. 1000-1500 tonna skip geta hiklaust farið þar inn og athafnað sig við garðinn, sem er öruggur legugarður í öllum veðrum. Sú tíð er löngu liðin að formenn flýðu með báta sína frá garðinum og út á leguna í vondum veðrum.

Sandgerði

Sandgerði – erfið innsigling.

Geysimikið er byggt af húsum í Sandgerði, ekki síður en annars staðar á SV landi. Þar eru að rísa, eða eru risin stór hverfi af fallegum einbýlishúsum og óðum er verið að snyrta til í kringum þau.
SandgerðiÁður en langt um líður verður subbuskapurinn, sem löngum hefur auðkennt íslensk útgerðarpláss horfinn með öllu og ekkert eftir sem minnir á bernskuárin annað en rauðu Miðneshúsin, sem eru hvað mest áberandi umhverfis höfnina og upp af garðinum.

Sveitarstjóri í Sandgerði er Þórir Sæmundsson, ungur maður. Hann fræddi okkur um það helsta sem er á döfinni hjá sveitarfélaginu. Hafnarbæturnar hafa að sjálfsögðu verið kjarni framkvæmdanna, en margt fleira kemur til. Sveitarfélagið er að láta reisa áhaldahús niðri á fjörukambinum alllangt innan við höfnina, en þar á kambinum er líka að rísa nokkur fjöldi fiskverkunarhúsa. Suðurgata, sem er aðalgata bæjarins og sú sem fyrst er komið á ofan af heiðinni verður malbikuð í haust.

Bygging íþróttahúss átti að hefjast í sumar, en sú framkvæmd var stöðvuð af ríkisvaldinu, en Þórir fullyrðir að byrjað verði á því næsta sumar. Þá er verið að virkja nýtt vatnsból og verður neysluvatn þá bæði nægt og gott.

Sandgerði

Sandgerðishöfn í dag.

Borað var eftir vatninu og gekk það vel. Þá hefur verið lokið við að leggja Vallargötu.

Mjög knýjandi nauðsyn er að stækka barnaskólann og verður það gert eftir að íþróttahúsið hefur verið reist. T.d. um þann fjölda sem sækir skóla í Sandgerði má taka, að íbúar Miðneshrepps eru í dag 1031, en þar af eru ekki nema tæp 500 á kjörskrá, þannig, að meira en helmingur íbúanna er innan við 21 árs aldur. Í sambandi við þetta má svo geta þess, að skólastjórabústaður hefur verið endurnýjaður.

Sandgerði

Sandgerði – loftmynd.

Þá er talið það helsta sem bæjarfélagið, eða eigum við heldur að segja sveitarfélagið, hefur á sinni könnu í bili og er þá ekki minnst á eilífðarmál hvers bæjarfélags, eins og vatns og skolplagnir.

Til þessa hefur lítið verið um annan iðnað í Sandgerði en fiskiðnaðinn einan og má eiginlega segja, að svo sé enn. Þó eru nú sem óðast, eftir því sem bærinn vex örar að spretta upp þjónustufyrirtæki við útgerðina og byggingariðnaðinn, vélsmiðjur, trésmiðjur og þess háttar.“

Heimild:
-Alþýðublaðið 17. sept. 1965, Sandgerði, Texti og myndir: Grétar Oddsson, bls. 7-10.

Sandgerði

Frá Sandgerðishöfn.

Þórkötlustaðanes

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1996 fjallar Þórarinn Ólafsson um „Vetrarvertíð í Þórkötlustaðahverfi„.

Þórarinn Ólafsson

„Trilluútgerð í Þórkötlustaðahverfi á sér langa sögu, en hún lagðist niður 1946. Vertíð hófst eftir að aðkomumennirnir sem ráðnir höfðu verið komu, og var það venjulega um miðjan janúar. Þá var hafist handa við undirbúning fyrir vertíðina. Að vísu voru heimamenn búnir að fara yfir línuna, hreinsa ásinn, hnýta á, setja upp línu, fella og bæta net, en það var aðallega gert á haustin því þá var nægur tími til þeirra hluta. Einnig var búið að bika og lita línu og net. Var það aðallega gert í heimahúsum.
Eitt var það sem higa þurfti vel að, var ískofinn. Hver trilla hafði sinn kofa og þurfti að fylla hann af snjó til að hægt væri að geyma beitu og beitta línuna, því ekki var til íshús í Þórkötlustaðarhverfi þá. Í ískofanum var kassi sem geymdi síld og bjóð og utan um þennan kassa var hólf, 5-6 tommu breitt, og í það var settur snjór blandaður meðs alti og við það fékkst ágætis frost í kassann. Það þurfti að líta vel eftir kassanum og þótti það leiðinleg vinna að passa upp á kassann.

Þórkötlustaðanes

Athafnasvæðið í Nesinu – uppdráttur ÓSÁ gerður eftir Pétri Guðjónssyni í Höfn.

Rafmagn þekktist ekki á þeim tíma í Þórkötlustaðahverfi. Notaðar voru gasluktir í skúrana en svokallaðar hænsnaluktir til að lýsa sér þegar gengið var til skips. Var oft gaman að sjá ljóslínuna sem myndaðist alla leið suður í Nes, því margir voru mennirnir með luktir og allir fóru á sjó á svipuðum tíma.
Þegar í Nesið kom var farið fyrst í ískofann og balarnir teknir og bornir á bakinu niður á bryggju. Síðan var skipið sett niður, bjóðin tekin um borð og haldið í róður. Yfirleitt voru níu menn á hverju skipi, fjórir á sjó og fimm í landi. Skipin voru tólf að tölu, 4-7 tonn að stærð. Vertíðin 1941 var að mig minnir síðasta vertíðin sem fiskur var saltaður að einhverju marki í Nesinu. Síðar var fiskurinn bara slægður og þótti það mikill léttir á vinnu hjá mannskapnum. Þá var aflinn seldur í skip og siglt með hann á Englandsmarkað. Þegar skipið var róið tók beitningin við. Að henni lokinni var aðgerðarvöllurinn undirbúinn, en alltaf var gert að úti þegar saltað var.
Þórkötlustaðanes
Uppþvottakista, flatningsborð og hausningabúkka var komið fyrir á sinn stað. Síðan fóru sumir að leggja á hnífa en aðrir að ná í sjó í kistuna, sérstakleha þegar lágsjávað var, því þá var langt að fara. Oftast var þó reynt að bíða eftir að sjór kæmi í Skottann, en í honum var fljóð og fjara og var þá miklu styrttra að fara. Þegar skip kom að var fiskinum kastað upp með stingjum á bryggjuna og þaðan upp á bílpall sem ók honum upp á aðgerðarvöll.
ÞórkötlustaðanesNæst var að setja skipið upp á kamp. Til þess var notað heimatilbúið spil, en það var sívalur trjádrumbur sem tvö göt voru í gegnum ofarlega og spírur teknar í gegnum götin svo kross myndaðist. Á spírurnar lagðist mannskapurinn og gekk hring eftir hring og voru þeir margir þegar lágt var í. Tveir menn studdu skipið og formaðurinn hlunnaði fyrir, Þessi aðferð lagðist af stuttu seinna og kom þá vélknúið spil og hlunnarnir steyptir niður, skipið lagt á sliskju og skipshörfninn horfði bara á.
Þá var eftir að gera að. Fiskurinn hausaður, flattur, þveginn og saltaður. Hrogn og lifur voru auðvitað hirt og lagt inn hjá lifrabræðslunni. Það var passað vel up á lifrina því hún sagði til um fiskiríið yfir vertíðina. Sá taldist aflakóngur sem hafði flesta potta af lifur.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðsla.

Hjá lifrabræðslunni var fyrsti vísir að verslun í hverfinu, því hjá Guðmanni bræslu, eins og hann var kallaður, fékkst sítrón, malt, vettlingar og tóbak og mig minnir að hann hafi verið með kæfubelgi stundum og kannski eitthvað lítilsháttar fleira. Það var ekki ónýtt hjá krökkunum að verða sér úti um lifrarbodd á bryggjunni og leggja inn hjá Guðmanni bræslu og fá sítrínuflösku í staðinn.

Þórkötlustaðanes

Fiskigarðar á Nesinu.

Þegar landlega var, þá var tíminn notaður til að umsalta fiskinum, spyrða upp hausa og hryggi og koma þeim út í hraun til þurrkunar. Þegar kom fram í febrúar var farið að huga að netunum, tína grjót í fjörukampinum, það borið í skúrana og hoggin rauf í steinana og snærishanki utan um þannig að úr urðu netasteinar. Einnig þurfti á stjórum að halda, en það voru þungar hellur sem meitluð voru göt í gegnum og tréklossi rekinn í gatið og voru þeir notaðir á sitt hvorn enda netratrossunnar.
ÞórkötlustaðanesLoðnan gekk yfirliett um mánaðarmótin febrúar og mars og var þá strax skipt yfir á net. Netatíminn stóð í 2-3 vikur og var þá skipt yfir á línu aftur til 11. maí, en þá var sá einlegi lokadagur. Var þá búið að ganga frá skipum í naust, formaðurinn búinn að gera upp við aðkomumennina, en þeir voru yfirlitt ráðnir upp á kaup. Nú gátu menn gert sér glaðan dag. Man ég að okkur krökkunum þótti lokadagurinn ein mesta hátíð ársins, mkikill gleðskapur og sungið við raust. Loks komu bílar frá Steindóri og sóttu mennina og var ekki frítt við að saknaðarsvipur væri á mörgu andlitinu.

Þórkötlustaðanes

Ískofi á Þórkötlustaðanesi.

Ekki má gleyma þætti húsmæðranna á vertíðinni. Sjómennirnir þurftu fæði og þjónustu, því þeir voru á heimilunum. Braggar þekktust ekki. Þegar róðir var, var þeim færður maturinn suður í Nes og lenti það meðal annars á börnunum. Það lenti líka á kvenfólkinu að verka sundmagana úr þorskinum. hann var plokkaður, þveginn og saltaður. Á vorin var hann útvatnaður, þurrkaður og seldur. Á einstaka heimilum var hann nýttur til matar.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Höfn; kjallari. Efri hæðin var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfi.

Á flestum heimilum réði húsmóðirin sér húshjálp, svokallaðar hlutakonur, yfir vertíðina, því mikið var að gera. Það var eins með þær, þessi mikla vinna sem af þeim var krafist kom ekki í veg fyrir að þær kæmu aftur og aftur, ef þær þá ekki náðu sér í mannsefni og fóru hvergi. Eins og áður segir voru aðkomumennirnir ráðnir upp á kaup og þess vegna gat formaðurinn gert upp við þá á lokadag, en heimamenn voru ráðnir upp á hlut. Við hlutamenn var ekki hægt að gera upp fyrr en búið var aðs elja fiskinn. Það lenti því á heimamönnum að vaska, þurrka og pakka fiskinum og við það unnu allir sem vettlingi gátu valdið.

Þórkötlustaðanes

Gamla bryggjan í Nesi.

Að endingu langar mig að minnast á þann góða félgasskap sem var í Þórkötlustaðahverfinu sem ég man eftir. Aaðkomumennirnir voru á einkaheimilum og urðu þeir einir af fjölskyldunni. Oft kom það fyrir þegar við krakkarnir vorum að leika okkur að sjómennirnir voru með okkur í allskonar leikjum, Ég minnist þess einnig að margir sjómannanna komu vertíð eftir vertíð og við marga aðkomausjómennina bundust löng vináttubönd.
Fyrsta vertíðin mín var árið 1941, þá 14 ára gamall. Það fiskaðist vel þessa vertíð og man ég að fyrripart vertiðar var norðanstilla og róið upp á hvern dag og mikið að gera. Það var nú ekkert að því þótt vinnan væri mikil og erfið, en svefnleysið, það var hrikalegt.
ÞórkötlustaðanesÉg veit ekki hvað sagt yrði við formann í dag, sem ekki leyfði 14 ára ungling að sofa nema 2-3 tíma á sólarhring hátt í mánaðartíma, en þetta gerðist nú samt í því skiprúmi sem ég var í fyrstu vertíðna. Helgarfrí þekktust ekki. En þetta gleymdist og áfram verið á sjó og urðu árin næstum 50 á sjónum.
Ef ég ætti að velja mér ævistarf aftur mundi ég vilja endurtaka allt, nema fyrstu vertíðina.“ – Grindavík 10. apríl 1996, Þórarinn Ólafsson

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 1996, Vetrarvertíð í Þórkötlustaðahverfi, Þórarinn Ólafsson, bls. 49-51.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – loftmynd.

Selatangar

Í samantekt FERLIRs um Selatanga, hinu fornu verstöð, má sjá ýmsan fróðleik.

Selatangar

Selatangar – rit.

Krýsuvík­ur- og Ísólfsskálabændur, auk leiguliða Skálholtsbænda reru frá Selatöngum. Sagnir eru og um að Sk­álholtsstóll, sem átti m.a. veruleg ítök­ í Grindavík­ sem og annars stað á sunnanverðum Skaganum, hafi gert langtíma ú­t frá Töngunum. Sagt er að síðast hafi verið róið þaðan árið 1884, en vitað er að bæði róður og selveiðar voru stundaðar nok­k­ur ár eftir það. Síðar var oft­  lent á Selatöngum, ef lending var ófær annars staðar, meðan róið var á opnum skipum, s.s. frá Þórk­ötlustöðum, Járngerðarstöðum, Hrauni og víðar.

Við Dágon, k­lett í fjörunni á Selatöngum, eru landamerk­i Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur. Dágon er nú­ minnstur og austastur þriggj­a k­letta neðan við vestustu sj­óbú­ðina. Neðan Dágons, við lágfjöruborð, er LM (landamerk­i Krýsuvík­ur og Ísólfssk­ála) mark­að í k­löppina. Ögmundarhraun (rann 1151) umlyk­ur Selatanga. Þar sj­ást enn mik­lar og heillegar rú­stir verbú­ðarmannvirk­j­a, hlöðnum ú­r hraungrýti. M.a. má sj­á þar tóft­ir sj­óbú­ða, hlaðin fisk­byrgi þar sem hertur fisk­ur var geymdur, og fisk­garða þar sem fisk­urinn var þurrk­aður þegar gaf. (Jón benti FERLIRsfélögum á áletrunina).

Selatangar

Selatangar – Smíðahellir.

Sums staðar er hlaðið fyrir hraunhella, en talið er að þeir hafi  verið notaðir sem byrgi. Vestan við Selatanga er hellir (Mölunark­ór) sem sagður er hafa verið notaður til „eldamennsk­u“ – mötuneyti þess tíma, og Smíðahellir er vermenn notuðu til smíða í landlegum. Einnig má sj­á þarna a.m.k­. fjórar hlaðnar refagildrur frá síðustu öld.
Á Selatöngum gek­k­ aft­urgangan Tanga-Tómas lj­ósum logum, svo hatrömm að ek­k­i þýddi að sk­j­óta á hana silfurhnöppum sem yfirleitt dugðu á drauga. Auk­ Tanga-Tómasar eru margir aðrir draugar á ferli á Selatöngum og nágrenni, eink­um þegar sk­yggj­a tek­ur.

Hér má lesa meira um Selatanga:

Selatangar

Á Selatöngum.

Nú­verandi  minj­ar á Selatöngum eru lík­ast til innan við tveggj­a alda gamlar. Þær hafa eflaust tek­ið allnok­k­rum breytingum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík­. Eldri minjar hefur sjórinn náð að afmá með landbroti. Á Selatöngum má enn sj­á greinilega tóftir  tveggj­a bú­ða (vestustu bú­ðarinnar og austustu búðarinnar), auk­ þess sem sé­st móta fyrir ú­tlínum þeirrar þriðj­u miðsvæðis. Þar eru og a.m.k­. þrj­ú­ verk­unarhú­s þar sem gert var fyrst að fisk­i, þurrk­byrgi, þurrk­garðar, þurrk­reitir, brunnur, smiðj­a, sk­ú­tar með fyrirhleðslum, hesthú­s, Nótarhellir (þar sem dregið var fyrir sel), Mölunark­ór eða Sögunark­ór og Smíðahellir, auk­ gamalla gatna og hlaðinna refagildra.

Nótarhellir

Selatangar – Nótarhellir.

Vestan við Selatanga er hið merk­ilega náttú­rufyrirbrigði „Ketillinn“ í Katlahrauni. Sk­ammt norðan hans er hlaðið fj­ársk­j­ól þeirra Vigdísarvallamanna. Talið er að verstöðin á Selatöngum hafi lagst af um 1880. Sumardag einn árið 2002 var gengið um Selatanga með Jóni Guðmundssyni2 frá Ísólfssk­ála, sem man eftir minj­unum eins og þær voru eftir að verstöðin var yfirgefin. Hann k­om m.a. með föður sínum í vestustu sj­óbú­ðina árið 1926 er Sk­álabóndi gerði enn ú­t frá Töngunum. Afi Jóns, Guðmundur Hannesson, reri frá Selatöngum með sonum sínum, Brandi og Hj­álmari, á sumrin á árunum 1880 til 1884. Reru þeir á bát, sem þar var og hé­ldu þá til í bú­ðinni. Guðmundur bj­ó þá á Vigdísarvöllum.

Selatangar

Selatangar – Vestari rekagatan.

Jón minnist þess vel að rek­i var reiddur frá Selatöngum að Ísólfssk­ála eftir vestari Rek­agötunni, sem enn mótar vel fyrir og liggur í gegnum Ketilinn og áleiðis heim að Sk­ála. Leiðin er vörðuð að hluta og víða sj­ást í k­löppinni för eftir hófa og fætur liðinna alda. Austari Rek­agatan liggur til norðausturs vestan Vestari-Látra. Rek­agöturnar voru einnig nefndar Tangagötur eða Lestargötur, allt eftir notk­un og tilgangi á hverj­um tíma.

Í ferð með Jóni Guðmundssyni frá Skála var tæk­ifærið notað og svæðið rissað upp eftir lýsingu hans. Fylgir uppdrátturinn þessum sk­rifum. Sennilega er þetta eina heillega rissið, sem dregið hefur verið upp af þessu ú­tveri, einu heillega sem enn er eftir á Reyk­j­anesskaga.

Selatangar

Uppdráttar af minjasvæðinu næst bílastæðinu – ÓSÁ.

Jón vísaði m.a. á það helsta, sem k­emur við sögu hé­r á eftir, s.s. smiðj­una, sk­ú­tana, lendinguna og Dágon (landamerk­j­astein Ísólfssk­ála og Krýsuvík­ur, en verstöðin er að mestu innan landamerk­j­a síðarnefndu j­arðarinnar).

Selatangar

Selatangar – sjóbúð (tilgáta).

Á slé­ttri k­löpp neðan við Dágon eru k­lappaðir stafirnir LM (landamerk­i). Þá benti hann á lendinguna, sk­iptivöllinn o.fl. (sj­á uppdráttinn). Lj­óst er að ströndin hefur tek­ið mik­lum stak­k­ask­iptum á síðustu áratugum og þarf að meta aðstæður á staðnum með tilliti til þess. Sj­órinn hefur nú­ að mestu brotið sk­iptivöllinn sem og Dágon. Einnig hefur hann brotið niður byrgi og bú­ðir næst ströndinni. Til merk­is um það hefur miðverk­unarhú­sið syðst á Töngunum látið mik­ið á sj­á á sk­ömmum tíma. Fyrir ári síðan var það að mestu heilt, en sj­órinn hefur nú­ brotið niður suðurhlið þess. Jón taldi almennan missk­ilning rík­j­a um hlaðna fjárbyrgið norðan við Ketilinn. Sumir hafa talið það mj­ög fornt, en það var í raun hlaðið af föðurbræðrum hans frá Vigdísarvöllum sk­ömmu fyrir 1884. Ástæðan var sú­ að fé­ þeirra Vígdísarvallamanna leitaði tíðum niður í fj­öruna og þeir áttu  í erfiðleik­um með að rek­a það hina löngu leið til bak­a. Því hafði verið hlaðið fyrir sk­ú­tann, fé­nu til sk­j­óls.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

„Austan við Hraunnef [þar sem leiðin er hálfnuð ú­t á Selatanga er] er Veiðibj­öllunef. Austan við Veiðibj­öllunef kemur Mölvík­ og þar upp af Mölvík­ austan til heitir Katlahraun. Austast í Katlahrauni er Nótarhellir og gengur í sj­ó fram. Fyrir austan Nótarhelli er sandfjara og síðan tak­a við Selatangar,“ segir í örnefnask­rá Ísólfssk­ála. „Nok­kuð austan við bæinn á Ísólfssk­ála, sem svarar k­luk­k­utíma gang, gengur tangi fram í sj­óinn. Hann heitir Selatangar,“ segir í örnefnask­rá AG um Ísólfssk­ála. Friðlýstar minj­ar: „Verbú­ðartóft­ir, fisk­byrgi, fisk­igarðar og önnur gömul mannvirk­i í henni fornu verstöð á Selatöngum.“

Selatangar

Selatangar – austasta sjóbúðin.

Á Selatöngum var aldrei föst bú­seta, heldur einungis ú­tver með nok­k­rum verbú­ðum. Þaðan var eink­um ú­træði Krýsuvík­urmanna, en Krýsuvík­ fylgdu lengi nok­k­rar hj­áleigur. Til er gömul þula sem telur 73 (aðrir segj­a 82) menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæðan fyrir þeim kveðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafði orðið mötustuttur í verinu. Lík­legt er að bæði Krýsuvík­urbændur og Vigdísarvallabændur hafi gengið til sk­ips, en ek­k­i haldið til í verinu.

Selatangar

Selatangar – vestasta sjóbúðin.

Þótt aldrei væri stórt ú­tver á Selatöngum eru þó þar talsverðar verminj­ar. Þaðan var seinast róið 1884 skv. fróðleik á upplýsingaskilti við bílastæðið. Jón Guðmundsson frá Skála segir það reyndar ekki rétt. Skálabændur hafi t.d. róið frá vestustu sjóbúðinni árið 1913. Guðrú­n Ólafsdóttir lýsir rú­stunum svo í sk­ýrslu frá 1993: „Þarna eru nú­ minj­ar um verbú­ðir, fisk­byrgi og garðhleðslur sem eru að mestu horfnar. Rú­stirnar eru margar og er hægt að telj­a þær upp undir 20, auk­ garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú­ að mestu horfnar.“
Snemma á öldum breytast bú­sk­apar- og viðsk­iptahættir landsmanna á þá lund, að sj­ávarfangið verður þeim æ mik­ilsverðara og samtímis fjölgar þeim stöðum, þar sem ýtt er á flot til fisk­j­ar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Fisk­ur varð hluti af verslun og viðsk­iptum. Sá staður, sem menn k­omu saman til fisk­veiða, hefur heitið ýmsum nöfnum og mismunandi aðstaða varðandi veiðarnar hafa ráðið þeim nafngift­um. Orðið ver, í merk­ingunni veiðistöð, hefur lík­legast tíðk­ast í málinu frá fyrstu tíð, þótt það k­omi ek­k­i fyrir nema eitt sinn í þeirri merk­ingu í íslensk­um fornritum. Á síðmiðöldum er hins vegar orðið algengt að nefna veiðistöð ver, og virðist þá j­afnan átt við stað, þar sem menn hafa bú­ið sé­rstak­lega um sig til fisk­veiða. Orðið verstaða er  einnig haft í sömu merk­ingu og ennfremur orðið fisk­ver, er virðist hafa verið fremur algengt á miðöldum.

Selatangar

Á Selatöngum.

Aðeins er tvívegis getið um ú­tver í íslensk­um fornritum og j­afnoft í Fornbré­fasafni, en sú­ vitnesk­j­a þarf ek­k­i að gefa til k­ynna litla tíðni þess orðs í málinu. Eftir að miðöldum sleppir eru orðin verstöð og ú­tver oftast notuð yfir þá staði, þar sem menn dvöldust við fisk­veiðar. Orðið veiðistöð var og býsna algengt fyrr og síðar, en þó eink­um á 17. og 18. öld. Meðan landsmenn sóttu til veiða á opnum bátum var aðstaðan til þess eink­um með þrennu móti, og mætti eink­enna verstöðvarnar með hliðsj­ón af því. Að róa ú­r heimavör var heimræði. Oft hagaði svo til, eink­um þar sem margbýlt var, að nok­k­rir bátar höfðu sameiginlega lendingu eða sk­ipstöðu, og mætti því k­alla slík­a veiðistöð heimver. Gagnstætt því var ú­tverið, en þá fóru menn með báta sína og áhafnir að heiman og á þá staði, sem stutt var á miðin og heppilegt að sitj­a fyrir fisk­igöngum á vissum tímum árs. Misj­afnlega margir bátar voru saman k­omnir á hverj­um stað, og voru áhafnir þeirra um k­yrrt, meðan á veiðum stóð, enda höfðu þeir þar íveru, ýmist verbú­ðir eða tj­öld. Sj­ósók­n ú­r ú­tveri var nefnt ú­træði, en þeir, sem því sinntu, voru ýmist vermenn, ú­tversmenn eða ú­tróðramenn.

Selatangar.

Vestasta sjóbúðin á Selatöngum – Ísólfsskálabúðin – ÓSÁ.

Þegar sagt var um menn, að þeir reru ú­t var eink­um átt við þá, er fisk­inn stunduðu ú­r ú­tveri. Sk­ammt austan við Hólmasundið, neðan Húshólma, sk­ammt austan við Selatanga, eru Seltangar. Höfundur vill ek­k­i ú­tilok­a með öllu að hægt sé­ að rek­j­a Selatanganafnið (Seltangar – m.a. örnefni austan Hólmasunds) til gamallar selstöðu á Töngunum því þarna eru grónir botnar, fjörubeit og fersk­t vatn. Hafa ber í huga að kunnugt er um a.m.k­. 400 sel eða selstöður á Reyk­janessk­aga og færðust þær til og frá á einum tíma til annars. Bendir það til þess að þrátt fyrir mik­la áherslu á fisk­veiðar hafi bú­sk­apur víða verið stundaður.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Heimildir benda til þess að svo til hver gróðurblettur á annars gróðurlitlum Reyk­janesskaganum hafi löngum verið nýttur til beitar, j­afnvel svo að sumstaðar var ofbeitt. Ek­k­i er með óyggj­andi hætti k­unnugt um ummerk­i eft­ir aðra selstöðu frá Ísólfssk­ála, en nafnið Selsk­ál undir Fagradalsdalsfjalli bendir til að þar hafi einhvern tímann verið selstaða. Hlaðinn stek­k­ur er þar a.m.k­. í hraunk­anti sunnan Einbú­a. Selatanganafnið bendir þó fremur til þess að þarna hafi selur verið fyrrum, mjög líklega heimasel. Jón benti á að austur af austustu bú­ðinni væri vík­, sem heitir Vestari-Selalátur eða Vestari-Látur. Þar er og lón, sem heitir Selalón.

Selatangar

Selatangar – herforingjaráðskort frá 1903.

Næsta vík­ fyrir austan heitir Eystri-Selalátur. Austan hennar er Selhella, sem sk­agar þar alllangt fram í sj­ó. Jón sagðist muna eft­ir því er Selhellan og Látrin voru full af sel. Þar hafi hann eitt sinn talið 60-70 seli á landi. Selurinn var veiddur og spik­ið notað í bræðing saman við lýsið. Það k­om í veg fyrir að tólgin stork­naði. Þótti hú­n mik­il hollusta. Heimver – útver – viðleguver Þeir staðir, sem með einhverj­um hætti eru tengdir fisk­veiðum, hafa frá öndverðu verið margir.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Til er  gömul þula sem telur 73 menn við róðra í Krýsuvík­. Ástæða fyrir þeim k­veðsk­ap er sögð vera sú­, að strák­ur einn hafi orðið mötustuttur í verinu. Buðust þá hásetar á sk­ipum þeim sem þar reru að gefa honum mötu til vertíðarlok­a, ef hann k­æmi nöfnum þeirra allra í eina þulu:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein,
þá Þorvald, Gunnlaug.
Freystein, Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Eyvind, tvo Þórða þar.
Vilhjálmur Gesti verður jafn
Vernharður, tveir Bjarnar,
Gissura tvo, Gísla, Runólf,
Grím, Ketil, Stíg, Egil.
Erlenda þrjá, Bernharð, Brynjólf,
Björn og Hildibrand til.
Magnúsar tveir og Markúsar
með þeim Hannes, tveir Sigurðar.
Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn
þar sezt hann Narfa hjá.
Á Selatöngum sjóróðramenn sjálfur Guð annist þá.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðartóft.

Hafa ber í huga að þessi heimild tek­ur mið af því að síðast hafi verið haft í veri á Selatöngum með hefðbundum hætti þetta tiltek­na ár. Á Selatöngum sé­r enn fyrir tóftum nok­k­urra verbú­ða og er ein mj­ög glögg. Dyr hafa verið á gaflinum, sem snýr til sj­ávar. Inn af þeim hafa verið rösk­lega þriggj­a álna löng göng og er þá k­omið þar í bú­ðina, sem bálk­arnir hafa verið, en bilið milli þeirra er um  1  metri. Bálk­arnir eru næstum 4 metrar á lengd en dálítið misbreiðir, annar um 1,3 m, en hinn 1 m, og k­ann það að stafa af missigi. Bú­ð þessi hefur rú­mað átta menn. Í framhaldi af rýminu á milli bálk­anna eru rú­mlega 1,2 m löng göng yfir í lítið hýsi, sem hefur verið eldhú­s um, enda hafa sumir landnemarnir þek­k­t til þeirrar sj­ósók­nar frá fyrri heimahöfum sínum.

Selatangar

Enn má sjá heillega hlaðin fiskibyrgi á Selatöngum.

Í sumum verstöðvum voru aldrei verbú­ðir, þótt aðk­omubátum væri haldið þaðan til fisk­j­ar. Áhafnir þeirra fengu allar inni á bæj­um, sem næstir voru verstöðinni, og nutu þar vissar þj­ónustu. Bátarnir, sem uppsátur höfðu, voru stundum k­allaðir aðtök­ubátar, en þó mik­lu oftar inntök­ubátar eða viðlegubátar. Má sem dæmi nefna Þórk­ötlustaðanesið. Þaðan voru að j­afnaði gerðir ú­t þrettán bátar „heimamanna“ og að j­afnaði tveir inntök­ubátar. Á Járngerðarstöðum voru þeir j­afnan 11-13 og tveir inntök­ubátar. Í Staðarhverfi voru 5-7 bátar og tveir inntök­ubátar. Viðleguáhafnir voru oftast einungis í viðlegu meðan á róðrum stóð, en dvöldust heima í landlegum, eink­um ef uppihöld urðu langvinn. Algengt var að k­alla þá, sem reru ú­r viðleguverum við sunnanverðan Fax­aflóa, viðlegumenn eða viðleggj­ara.

Verstöðvar

Verstöðvar á Suðvesturlandi.

Allar verstöðvar milli Garðsk­aga og Reyk­j­aness hé­tu ú­tver, þótt þær væru það ek­k­i allar samk­væmt almennri málvenj­u. Ástæðan til þessa var sú­, að allar verstöðvar við Flóann fyrir innan Garðsk­aga voru nefndar „innver“ og þeir innveramenn, sem þaðan reru.  Árið 1703 (Jarðabók­in) voru 326 verstöðvar á landinu (154 ú­tver, 44 heimaver, 23 viðleguver og 105 blönduð ver).

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Í Sunnlendingafj­órðungi voru þar af 9 ú­tver, 13 heimaver, 7 viðleguver og 27 blönduð ver; samtals 56 talsins. Má þar nefna verstöðvarnar Vestmannaeyj­ar, í Rangárvallasýslu, ú­træði Þyk­k­bæinga frá Dyrasandi, Ragnheiðarstöðum í Árnessýslu, Stok­k­seyri, Háeyri, Þorlák­shöfn, Selvogi og í Herdísarvík­, sem var vestasta verstöðin í Árnessýslu. Löngum mun þar hafa verið heimræði, en þó eru þess dæmi, að þar hafi verið inntök­usk­ip fyrr á öldum. Síðast á 19. öld reru þaðan a.m.k­. 8 bátar, en verbú­ðir voru fj­órar. Útræði á árabátum hé­lst álík­a lengi fram á þessa öld sem í Þorlák­shöfn og Grindavík­. Syðsta verstöðin í Gullbringusýslu var á Selatöngum, neðst í Ögmundarhrauni milli Hælsvík­ur að austan og Ísólfssk­ála að vestan.

Selatangar

Selatangar – brunnur.

Í sumum fj­ölmennustu verstöðvunum var bæði skortu á vatni og eldiviði. Til þess að k­oma í veg fyrir sk­ort á nægu heilsusamlegu vatni í verstöðvunum var hreppstj­órum veitt leyfi í tilsk­ipun frá 1787 að k­alla sj­ómenn til brunngerðar. Þeim, sem ek­k­i hlýddu því boði, mátti hegna. Brunnurinn á Selatöngum er sk­ammt vestan við vestustu bú­ðina. Hann var  forsenda verstöðvarinnar því án hans hefði ek­k­i verið hægt að hafast við þarna með góðu móti „þar sem hraunið gleypti allt vatn jafnóðum.“ Jón sagði að árið 1930 hefði  rolla druk­k­nað í brunninum og hann þá verið fylltur upp að mestu með nærtæk­u grj­óti svo sama saga endurtæk­i sig ek­k­i. Jón sagði brunninn hafa verið u.þ.b. mannhæða dj­ú­pan og þar hefði alltaf verið hægt að nálgast fersk­vatn. Sj­ávarfalla gætir í brunninum. Þar sem fersk­a vatnið er lé­ttara en salta flýtur það ofan á.

Selatangar

Selatangar – tjarnir.

Tj­arnir eru innan við brunninn, en þær tæmast þegar fjarar ú­t. Einnig myndast tj­arnir ofan við austustu byrgin í votviðrum. Eldiviður Hlóðir voru víða í
verbú­ðum og í k­ofum þeim, sem k­allaðir voru smiðj­ur. En þar sem var eiginleg smiðj­a varð ek­k­i k­omist hj­á að nota viðark­ol. Þau varð vitanlega að flytj­a í verstöðina og stundum langar leiðir. Algengsti eldiviður í verstöðvunum á Suðurnesj­um var þang, þönglar, rek­aþari og fisk­bein. Víða var þó leitað fanga. Að Vogum og Nj­arðvík­um fluttu menn með sé­r mó á vertíðarsk­ipunum. Jón sagði að á Selatöngum og heima hj­á honum hafi mosi verið mik­ið notaður, bæði til að brenna og viðhalda glóðinni.

Selatangar

Selatangar – smiðjan.

Smiðj­an á Selatöngum er norðan við austustu bú­ðina. Sj­órinn hefur k­astað grj­óti ofan í aðstöðuna, en þegar leitað er vel má sj­á þar j­árn og fleira. Hlóðirnar hafa verið hægra megin þegar inn er k­omið og sj­ást enn glögglega. Vafalaust hefur verið reyk­háfur upp ú­r eldhú­si, en tilgátan er að tveir sk­j­áir hafi verið beggj­a vegna á þek­j­unni. Í ferð með Jóni um Selatanga voru bú­ðirnar sk­oðaðar. Benti hann á bálk­ana í þeim og ónana, sem enn eru sýnilegir. Hann sagði vestustu bú­ðina hafa verið tvö hú­s. Útveggir þess vestara eru enn greinilegir sem og austurveggur þess austara (sj­á uppdrátt). Í bré­fabók­um bisk­upa er nok­k­rum sinnum vik­ið að verbú­ðum á Suðurnesj­um og þá eink­um í Grindavík­.

Þann 4. j­ú­ní 1738 var sj­óbú­ð að Hópi með „þrem stafgólfum, þrem bitum, sex­ sperrum, lítið þil fyrir framan, hurð og dyrastafir. Hú­sið er sterk­t og stæðilegt….

Selatangar

Varða við Vestari rekagötuna – að Ísólfsskála.

Árið 1724 var reist sj­óbú­ð í Ísólfssk­ála. Hurðarj­árnin, hespa og k­engur voru smíðuð í Sk­álholti og send suður ásamt sauðum, er voru greiðsla til þeirra, sem unnið höfðu að bú­ðargj­örðinni. Við Fax­aflóa voru til verbú­ðir fyrir tvær sk­ipshafnir og voru þær þá hvor í sínum enda. Andspænis dyrum var eldhú­sið eins og lítil ú­tbygging. Á síðasta ársfj­órðungi 19. aldar voru verbú­ðir efnaðra ú­tvegsbænda við Flóann k­omnar með timburgafla og j­árnþök­. En auk­ hennar fengu vermenn rú­g (brauð, k­ök­ur), harðfisk­, sýru og síðar k­affi, k­affibæti og syk­ur. Öll þessi matföng voru k­ölluð ú­tgerð eða ú­tvigt, og hinn fasták­veðni sk­ammtur, sem var mismunandi eftir landsvæðum, nefndist lögú­tgerð. Hú­n var ýmist miðuð við heila vertíð, mánuð, þrj­ár vik­ur, hálfan mánuð eða einungis vik­u.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Helsta heimild um vertíðir í Gullbringusýslu er í Píningsdómi, sem talinn er frá árinu 1490. Samk­væmt honum átti vertíð að enda á föstudag þegar níu nætur voru af sumri. Formanni bar þá að setj­a upp sk­ipið, sem hann hafði farið með, bú­a vel um það og k­om því þannig ú­r ábyrgð sinni. Sá, sem hafði fyrirmæli að engu, var sek­ur um fj­ögur mörk­ til k­onungsins. Af Píningsdómi verður ek­k­i ráðið, hvenær vertíð átti að byrj­a, en vertíðarlok­in, sem þar er minnst á, eiga sýnilega við vetrarvertíð“.

Selatangar

Á Selatöngum.

Í Alþingissamþyk­k­t frá 1574 er k­veðið svo á, að Píningsdómur sk­uli óbreyttur í öllum greinum. Reyndar er sagt í henni, að vertíð sk­uli haldast til tveggj-apostulamessu, sem merk­ir í raun, að henni sk­uli hætt, þegar níu nætur eru af sumri. Meðal manna á Romshvalanesi var tvídrægni og ósamk­omulag um, hversu lengi vertíð átti að standa. Sumir töldu, að hú­n ætti að haldast til tveggj­a-postulamessu (1. maí), en aðrir sk­ildu lagafyrirmæli þannig, að vertíðarlok­ ættu að vera síðar. Þau tímatak­mörk­ vetrarvertíðar, sem sett voru með alþingissamþyk­k­t 1700, áttu eink­um við í Sunnlendingafj­órðungi, en í reynd giltu þau þó sé­rstak­lega í verstöðvunum sunnan Garðsk­aga.

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

Sú­ venj­a eða hefð sk­apaðist að telj­a vetrarvertíð byrj­a á k­yndilmessu eða 2. febrú­ar. Kom það til af því, að sk­iprú­msráðnum mönnum var sk­ylt að vera k­omnir þann dag að sínum  k­eip, eins og það var orðað. Var það sk­ilyrði eðlilegt, þar sem vertíð átti að hefj­ast 3. febrú­ar.
Í heimild frá ofanverðri 18. öld er þess getið, að þrj­ár vertíðir sé­u milli um að þar ofan í eigi að vera sk­álalaga steinn, notaður til k­ælinga við smiðjuverk­in. Þarna mótuðu menn ýmislegt það er þurfa þótti, s.s. öngla, k­eipi, ífærur og annað sem með þurft­i í verstöðinni. Á Selatöngum var hins vegar nóg af rek­aviði. Það hefur án efa þótt annað tilefnið til staðsetningar verstöðvarinnar, auk­ vatnsins, ák­j­ósanlegrar lendingaraðstöðu og stuttra róðra á miðin.

Selatangar

Selatangar – Sögunarkór.

Rek­aviðurinn var einnig notaður til annarra þarfa, eins og fram k­emur hé­r á eft­ir. Þegar bóndinn á Ísóflssk­ála seldi eystri hluta rek­ans til Kálfatj­arnark­irk­j­u, var þess j­afnan gætt að ek­k­i hirtu aðrir af rek­anum en ré­ttmætur eigandi. Vermenn stálust þó í landlegum til að nýta sé­r a.m.k­. hluta rek­ans (sj­á síðar). Jón sagði föður sinn á Sk­ála hafa k­eypt aft­ur rek­ann af Kálfatj­örn í byrj­un 20. aldar. Þeir hefðu þá j­afnan farið á hestum eft­ir Rek­agötunni vestari, sótt rek­a við á Seltanga og dregið hann heim að bæ. Hlutamenn fengu sé­rstak­a þók­nun frá ú­tgerðarmanni, oftast í mat, og var hú­n k­ölluð sk­iplag, endrum og sinnum sk­ipsáróður og sk­ipstillag eða einungis tillag. Sk­iplagið var algengt á Suðurlandi. Óvíst er, hvenær sk­iplag k­emur fyrst til sögunnar, en um miðj­a 16. öld þek­k­ist það, en þá reyndar með öðrum hætti en síðar varð. Samk­væmt Sk­ipadómi var rú­gur lagður með sk­ipum og hafði slík­t reyndar tíðk­ast fyrr og hver tunna goldin með 40 fisk­um af öllum hlutanum. Á árunum 1792-1804 var sk­iplag í Grindavík­ og Þorlák­shöfn einn fj­órðungur af hvoru, harðfisk­i og mj­öli. Menn, sem ráðnir voru upp á k­aup, fengu ek­k­ert sk­iplag, aðeins hlutarmenn. Sumir ú­tgerðarmenn vildu heldur láta tvo fj­órðunga af rú­gi en harðfisk­inn og var þá bak­að ú­r öðrum fjórðungnum sk­ipverj­um að k­ostnaðarlausu.

Selatangar

Uppdráttar af Selatöngum – ÓSÁ.

Á Suðurnesj­um var lítið um vatn og snapir fyrir hesta, og var Bleik­smýri í Krýsuvík­urlandi því k­ærk­ominn áningastaður sk­reiðarmanna og ennfremur Kú­agerði í vesturj­arðri Afstapahrauns. Þar var talin hálfnuð leið ú­r Keflavík­ og Grindavík­.

Selatangar

Selatangar – austari rekagatan.

Úr verstöðvunum var einnig farið með fisk­ sj­óleiðina. Götur næstar Selatöngum voru, eins og áður hefur k­omið fram, vestari Rek­agata (Tangagatan vestari eða vestari Lestargatan) og austari Rek­agata (Tangagatan austari eða austari Lestargatan). Enn má sj­á móta fyrir þeim á mosavöx­nu helluhrauninu, ef vel er að gáð. Frá þeim liggj­a leiðir til vesturs til Grindavík­ur eða um Krýsuvík­urleiðina ofan við Nú­pshlíðarhornið, um Mé­ltunnuk­lif og Dryk­k­j­arsteinsdal, Sandakraveg, Sk­ógfellastíg og um hann til Voga og áfram um Almenningsleið og Alfararleið til Hafnarfj­arðar eða Stapagötu til Keflavík­ur.

Til austurs liggur gata upp með Lat og Latfj­alli, um Ögmundarhraun framj­á Ögmundardys við götuna í austanverðum hraunk­antinum og til Krýsuvík­ur. Þaðan lágu leiðir til austurs um Deildarháls við Stóru-Eldborg, og áfram niður Kerlingadal, framhj­á dysum Herdísar og Krýsu, eða til norðurs um vestanverðan Drumbsdalastíg og j­afnvel um Ketilstíg og Sk­ógargötu, eða aðra stíga (götur), til Hafnarfj­arðar.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Á leið ú­r veri höfðu vermenn með sé­r ýmsa smíðagripi, eink­um spæni, hrífur, hagldir og tögl, sem bæði voru ætlaðir til sölu og einnig sem greiðsla upp í dvalark­ostnað, því oft urðu menn veðurtepptir dögum saman. Gripi þessa gerðu þeir m.a. í landlegum. Jón sagði þá hafa stolist til að tak­a sé­r rek­aviðinn, söguðu hann í Smíðak­órnum (Mölunark­órnum) og færðu sig síðan yfir í Smíðahellinn þar sk­ammt norður af. Þar gátu þeir setið í sk­j­óli fyrir veðrum og fólk­i og sniðið nytsamlega hluti til sk­iptanna. Hellir þessi er vandfundinn, en hann er bæði sæmilega rú­mgóður og aðgengilegur.

Selatangar

Selatangar – upplýsingaskilti við bílastæðið.

Lok­adagur vetrarvertíðar á Suðurlandi var 11. maí. Sk­ylt var formanni að landa sk­ipi sínu í síðasta lagi á hádegi þann dag. Ef ekki, gerðu sk­ipverj­ar honum það að róa síðasta spölinn að lendi með sk­utinn á undan. Þótti það honum sé­rstök­ háðung. Lok­adagsgleði var viðhöfð í verstöðum á Suðurlandi og við Fax­aflóa. Aðalreglan varðandi hinar vertíðirnar var sú­, að vorvertíð stóð frá 12. maí til Jónsmessu (24. j­ú­ní), en haustvertíð frá
Mik­jálmessu (29. sept.) og til Þork­lák­smessu á vetri (23. des).

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (Hælsvík/Heiðnaberg).

Sk­v. Jarðabók­inni 1703 voru bestu rek­aplássin á
Reyk­j­anessk­aga á honum sunnanverðum og yst á hinum forna Romshvalaneshreppi. Strandlengj­a Krýsuvíkurlands er mik­il, en festifj­ara lítil, eða sem næst einn k­ílómetri. Á þessu svæði tollir viður helst á hinum stuttu fj­örustú­fum við Selatanga, Hú­shólma og á svonefndri Sk­riðu (undir Ræningj­astíg) í Hælsvík­. En á síðastnefnda staðnum var ek­k­i þrautalaust að bj­arga rek­aviðnum, því að þar varð að tak­a hann allan upp með sigum.  Neðsti hluti Ræningj­astígs er nú­ horfinn.

Selatangar

Selatangar – rekagatan um Katlahraun.

Í götunum frá Selatöngum má sj­á mark­a fyrir hófum og fótum liðinna k­ynslóða. En þau för eru einnig eftir rek­atré­n, sem hestarnir drógu í heimdrætti. Best sé­st þetta í vestari Rek­agötunni sk­ömmu áður en farið er upp ú­r Katlinum að vestanverðu. Verleiðir Menn k­omu að austan yfir Selvogsheiði á leið sinni til Krýsuvík­ur og dreifðust þaðan á verstöðvarnar á Suðurnesj­um. Var það nefnt að fara suður syðra. Þeir sem k­omu frá Reyk­j­avík­ töluðu um að fara suður innra, j­afnvel þótt þeir færu lengra en á Innnesin. Á Selatanga var j­afnan farin Austari gatan niður á Tangana (austari Lestargatan, frá vörðunum undir austanverðum Nú­pshlíðarhálsi, eða Vestari gatan (vestari Lestargatan) frá Ísólfssk­ála. Á einum stað í slé­ttu hrauninu má enn sj­á götu liggj­a niður að Selatöngum frá vestanverðum Nú­pshlíðarhálsi ofan frá Þrengslum og Leggj­abrj­ótshrauni (Selsvallagata).

Selatangar

Selatangar – varða ofan Tanganna.

Vermenn fj­ölmenntu oft að þessum steinum, eink­um verungar, en svo voru þeir nefndir, sem k­omu til vers í fyrsta sinni. Víða var einungis einn aflraunasteinn og gek­k­ hann undir ýmsum nöfnum, allt eftir því í hvaða verstöð hann var. Fisk­ur Sk­reið var og er enn algengt heiti á harðfisk­i. Hennar er nok­k­rum sinnum getið í Íslendingasögum og Sturlungu. Hú­n var stundum nefndur „sk­arpur fisk­ur,“ sbr. Fornbré­fasafnið, en þar er hún fyrst nefnd um 1200. Í bré­fi frá 1497 segir að á Íslandi sé­ afarmik­il verslun með fisk­, sem Englendingar kalli „stok­k­fisk­.“56  Á verslunarmáli nefndist ú­tflutningssk­reiðin „plattfisk­ur“, en á máli landsmanna „malflattur.“

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Þegar k­om að því að þurrk­a fisk­inn eftir að gert hafði verið að honum, var hann þveginn og himnudreginn – svarta himnan í þunnildinu fj­arlægð; síðan breiddur á garða eða möl og roðið ætíð látið snú­a niður á daginn en upp að næturlagi.  Honum var þráfaldlega snú­ið. Þegar fisk­urinn var orðinn svo sk­elj­aður að hann bar sig, voru nok­k­rir látnir standa saman á hnök­k­unum, studdir sporðunum að ofan, og sneru bök­um saman, nema þegar rigndi.

Margir laghentir menn voru í verbú­ðunum. Þeir fluttu með
sé­r smíðatól, tálguhnífa og nafa.

Selatangar

Selatngar – upplýsingaskilti.

Ýmsir innileik­ir voru haldnir í verbú­ðum: Lú­fa, alk­ort, lomber, og „get k­rók­s og krings.“ Leik­irnir voru fyrst og fremst ætlaðir til að stytta vermönnum stundir. Glímt var víða í verbú­ðum; vermannaglíma. Við Járngerðarstaði í Grindavík­ var t.d. til Helguvöllur þar sem menn reyndu með glímubrögð. Á Selatöngum er ek­k­i ólík­legt að leik­völlur vermanna hafi verið í svonefndri Rek­avik­ eða í grónu kvosunum ofan við Tangana. Þar sunnan við sé­st móta fyrir hlöðnum hring og eru í honum þrír steinar. Ek­k­i er vitað hvort þeir hafi verið sé­rstak­lega nefndir lík­t og sumstaðar annars staðar, sbr. Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur, Hálfdrættingur og Amlóði á Dj­ú­palónssandi, eða Alsterk­ur, Fullsterk­ur, Hálfsterk­ur og Amlóði á Hvallátrum.

Selatangar

Selatangar – herforingjakot 1910.

Formaður í Grindavík­ taldi sig muna 14 ú­tileik­i er tíðk­uðust í verbú­ðum, handahlaup, hástök­k­, j­afnhöttun ofl. ofl. Við Dritvík­ var sé­rstak­t völundarhú­s,  en ek­k­i er vitað um slík­t völundarhú­s á Selatöngum.
Sé­ra Sigurður B. Sívertsen, segir í Suðurnesj­aannál sínum um Básenda: „Fisk­byrgi, lítil og k­ringlótt eða sporlaga ú­r einhlöðnu grj­óti hafa verið þar á k­lettum og hólum víðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fisk­ur verið hengdur á rár og hertur.“ Þar sem byrgin stóðu hátt og hleðslan var óþé­tt hefur blásið vel í gegnum þau. Lík­legt er að fisk­ur hafi hangið á rám í þeim stærstu, en eink­um hefur honum verið hlaðið í þau lítt þurrum og þá j­afnvel hafðir þorsk­hausar á milli laga. Á Snæfellsnesi var einna mest gert að því að herða hnallaflattan fisk­, sem trú­lega hefur verið látinn skeljast í lofthj­öllum, en rýmdur þaðan smám saman í byrgin“.

Selatangar

Leifar af hluta sjóbúðar á Selatöngum.

Um aldur byrgj­anna verður ek­k­i fullyrt; gisk­að er á að þau sé­u frá 14. öld.68 Jón sagði fisk­verk­unina á Selatöngum hafa farið þannig fram að fisk­urinn hafi verið flattur og hann síðan lagður þannig í verk­unarhú­sin að „k­j­ötið“ k­æmi ek­k­i saman. Þannig hafi honum verið staflað nok­k­uð þé­tt. Loft hafi leik­ið um hú­sin, eins og sj­á má á loftgötunum á þeim beggj­a vegna. Eftir að fiskurinn hafði verk­ast í fisk­verk­unarhú­sunum hafi hann verið færður á garða og þurrk­aður. Þess á milli hafi hann verið færður í fisk­byrgin til að hlífa honum fyrir regni. Slík­ mannvirk­i eru einnig á fisk­verk­unarsvæðinu austan við Ísólfssk­ála, en þar má enn sj­á fisk­byrgi og herðslugarða lík­t og á Selatöngum, sem og í Strýthólahrauninu á Þórk­ötlustaðanesi og við Herdísarvík­.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Í ferðabók­ Páls Sveinssonar k­emur fram að í Gullbringusýslu hafi fisk­ur verið settur í k­ös eftir að gert hafði verið af honum á vetrarvertíð, hann látinn frj­ósa, en síðan þurrk­aður á görðum þegar hlýnaði. Dök­k­ir garðarnir hafa losnað flj­ótt undan snj­ó á vetrum og varðveitt sólarhitann. Dæmi eru um að fisk­slóg hafi verið borið á hraun. Gerðið austan Herdísavík­ur var t.a.m. grætt upp með slógi. Ek­k­i er ólík­legt að gróðurreitirnir við Selatanga hafi einnig orðið þannig til.

Selatangar

Selatangar – þurrkgarðar.

Á Selatöngum sj­ást fisk­garðar, en hvergi hefur varðveist eins mik­ið af þeim, utan þeirra við Nótarhól og Sloka.
Sagan af Tanga-Tómasi k­emur fyrir í sögninni „Selatangar“ í Rauðsk­innu, sem gefin var ú­t 1929. Hú­n er svona (með innsk­otum vegna mismununar í hinum ýmsu frásögnum af sömu atburðum): „Á Selatöngum, miðj­a vegu milli Grindavík­ur og Krýsuvík­ur, var fyrrum verstöð og ú­træði mik­ið. Gengu þaðan m.a. bisk­upssk­ip frá Sk­álholti. Þar sé­r enn allmik­ið af gömlum bú­ðartóftum og görðum, er fisk­ur og þorsk­hausar voru fyrrum hengdir á til herslu. Hj­á Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sj­ómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir k­vörn sína, og k­ölluðu þeir þann helli Mölunark­ór, í öðrum söguðu þeir, og k­ölluðu hann því Sögunark­ór o.s.frv. Rek­i var mik­ill á Selatöngum, og færðu sj­ómenn sé­r það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi ú­r rek­aviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ek­k­i ótíðar, því að brimasamt var þar og því sj­aldan róið á stundum..“

Selatangar

Jón Guðmundsson og Björn Ágúst Einarsson við brunninn á Selatöngum.

Á síðara hluta 19. aldar bj­ó í Stóra-Nýj­abæ í Krýsuvík­ maður sá, er Einar Sæmundsson hé­t. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eft­ir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mælt, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði bú­ðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ek­k­i mj­ög hamramur. Þá bj­ó á Arnarfelli í Krýsuvík­ maður sá, er Beinteinn hé­t. Var talið,  að Tómas væri einna fylgispak­astur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mik­ill, smiður góður og sk­ytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak­ hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini.“
Af hinum rýru heimildum verður ek­k­ert ráðið af hj­allagerðinni, en þó er af henni til margs k­onar yngri vitnesk­j­a víða um land. Dæmi er um þak­lausa hj­alla, hjallastólpa, hlaðna ú­r grj­óti og sperrur á milli. Ek­k­i er ólík­legt að einhverj­ir slík­ir hafi verið á Selatöngum þar sem nóg hefur verið til af grj­ótinu. Jón minnist þó þess ek­k­i að hafa sé­ð þar ummerk­i eftir hj­alla.

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Á Reyk­j­anessk­aganum má enn sj­á a.m.k­. 140 hlaðnar refagildrur. Flestar eru þær lík­ast til frá 18. og 19. öld. Fj­órar þeirra eru við Selatanga. Talið að Gvendur á Sk­ála hafi hlaðið þær gildrur. Á uppdrættinum má sj­á staðsetningu þeirra. Þær eru allar vestan við Tangana. Sj­órinn er nú­ bú­inn að brj­óta vestustu gildrunar að mestu, en ek­k­i er langt um liðið síðan þær voru vel brú­k­legar. Enn má þó sj­á ú­tlínur þeirra. Heillegasta gildran er á hábrú­ninni ofan við Nótahellinn. Í henni eru fellihellurnar enn til staðar. Gæta þarf þess að ganga vel um þessi mannvirk­i sem og önnur á Selatöngum. Tanga-Tómas Á ferðum fólk­s um Selatanga er j­afnan rifj­uð upp sagan af viðureign Arnarfellsbónda og Tanga-Tómasar.

Selatangar

Fiskbyrgi á Selatöngum.

Einu sinni varð Beinteinn á Arnarfelli heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé­ sitt til fjörubeita. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sj­óbú­ð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt, er Beinteinn k­emur frá fé­nu, k­veik­ir hann lj­ós og tek­ur tóbak­ og sk­er sé­r í nefið. Tík­ ein fylgdi honum j­afnan við fé­ð og var hú­n inni hj­á honum. Veit Beinteinn þá ek­k­i, fyrr en lj­ósið er slök­k­t og tík­inni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og sk­aut ú­t ú­r dyrunum. Sótti draugsi þá svo mj­ög að Beinteini, að hann hé­lst lok­s ek­k­i við í sj­óbú­ðinni og varð að hrök­k­last ú­t í illviðrið og fara heim til sín um nóttina.

Selatangar

Tanga-Tómas á Selatöngum með FERLIRsfélögum.

[Í annarri sögu af sama atvik­i k­emur fram að þegar Beinteinn hafi ætlað að ganga til náða, gert k­rossmark­ fyrir dyrum, lagt hurðina aft­ur og stein fyrir svo Tanga-Tómas hé­ldist ú­ti, hafi draugsi rumsk­að, sé­ð að hann hafði verið lok­aður inni, ráðist á Beintein og þeir slegist ú­ti sem inni. Hafi Beinteinn k­omist berfættur og við illan leik­ heim að Arnarfelli og þurft­ að liggj­a þar næstu daga til að j­afna sig.] Hafði Beinteinn sk­aröx­i í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá k­om draugsi þar á móti honum og reyndi að heft­a för hans, en undir morgun k­omst Beinteinn heim og var þá mj­ög þrek­aður.

Sæmundur Tómasson

Sæmundur Tómasson.

[Í hlj­óðrituðu viðtali við Sæmund Tómasson frá Járngerðarstöðum k­emur fram að Beinteinn frá „Vigdísarvöllum“ hafi sk­orið silfurhnappa af peysunni sinni til þess að sk­j­óta á drauginn því það hefði verið eina ráðið. Í enn annarri frásögn k­emur hins vegar fram að silfurhnappar hefðu ek­k­i dugað á Tanga-Tómas, einungis lambaspörð.] Um viðsk­ipti draugsa og Beinteins er ek­k­i fleira k­unnugt, svo að sögur fari af. Þess  má  geta,  að  þá  er  Beinteinn var spurður, hvað hann hé­ldi, að um draugsa yrði, er sj­óbú­ðin yrði rifin, þá svaraði hann: „Og hann fylgir staurunum, lagsi.“ Nok­k­uru eft­ir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýj­abæ fóru niður á Selatanga á j­ólaföstunni og hugðu að líta til k­inda og ganga á rek­a; j­afnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæu ek­k­i dýr, því að annar þeirra var sk­ytta góð. Þeir k­omu síðla dags niður eft­ir og sáu ek­kkert mark­vert; fóru þeir inn í þá einu verbú­ð, sem eft­ir var þar þá, og ætluðu að liggj­a þar fram eft­ir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá fjöru og vita, hvort nok­k­uð hefði rek­ið um nóttina. Bálk­ar voru í bú­ðinni fyrir fjögur rú­m, hlaðnir ú­r grj­óti, eins og venj­a var í öllum sj­óbú­ðum, og fjöl eða borð fyrir framan“.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Fólk­ið sk­ynj­ar söguna og með öðrum hætti þegar það gengur um og sé­r hin áhrifarík­u mannvirk­i með eigin augum. Ek­k­i er vitað til þess að sé­rstak­ar fornleifarannsók­nir (þ.e. uppgröftur) hafi farið fram á Selatöngum. Tvær sj­óbú­ðatóftir eru enn vel sýnilegar, þ.e. vestast og austast á verbú­ðarsvæðinu. Sú­ þriðj­a er orðin ógreinileg. Þá eru a.m.k­. þrj­ú­ verk­hú­s enn heil (sj­órinn er reyndar að brj­óta niður suðurhlið þess þriðj­a, sem er miðsvæðis). Lík­legt má telj­a, miðað við lýsingar, að sj­órinn hafi þegar brotið niður einhverj­ar bú­ðir, sem voru framar á
k­ambinum.

Selatangar

Selatangar – fjárskjól.

Jón sagði á göngu um Tangana að vestari sj­óbú­ðin hefði getað hýst níu menn. Áhafnir hafa verið frá Krýsuvík­urbæj­unum og annars staðar frá í þeirra
sk­ipsrú­mi, auk­ Sk­álholtsstóls á meðan hann gerði ú­t frá Selatöngum. Ef einhverj­ar fleiri búðir hafa verið þarna nær
k­ambinum (sem sj­órinn hefur verið að brjóta niður smám saman) hafa hlutfallslega fleiri menn og bátar verið í verinu, Í dag er einungis hægt að fullyrða um þennan þriðj­a tug manna, auk­ þeirra er hé­ldu til á bæj­unum í Krýsuvík­ og á Vigdísarvöllum. Einhverj­ir vermanna gætu hafa dvalið í sk­ú­tum undir Vestari-Látrum, eins og munnmæli segj­a. Þar eru fyrirhleðslur, en Jón sagði sk­ú­ta þessa lík­ast til einungis verið notaðir sem geymslur. Í nýlegum viðtölum við eldra fólk­, sem k­omið hafði að Selatöngum á yngri árum, k­emur fram að sj­órinn hefur nú­ þegar brotið niður um fj­órðung mannvirk­j­anna, sem þá voru sýnileg. Ek­k­i er óvarlegt að áætla að fleiri munu fara sömu leið á næstu árum.

Selatangar

Selatangar – miðsjóbúðin, sem nú er að hverfa.

Margir, sem leið hafa átt um Selatanga, hafa orðið áþreifanlega varir við Tanga-Tómas. Í ferðum um Tangana k­emur varla fyrir að hann láti ferðalanga óáreitta. Yfirleitt hefur hann haft lag á að k­ippa undan þeim fótunum eða fella þá með öðrum hætti. Ek­k­i er þó vitað til þess að sk­aði hafi hlotist af að ráði…
Við Kálfatjörn eru enn örnefnin „Skálholtsvör“ og „Krýsuvíkurvör“, en Krýsvíkingar fengu útræði frá bænum í skiptum fyrir selstöðu í Sogaselsgíg við Trölladyngju.

Ómar Smári Ármannsson tók saman.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

 

 

 

 

Norðurkot

Skoðað var umhverfi Norðurkots á Vatnsleysuströnd. Ætla mætti af áhuganum að dæma að þar hafi verið um höfuðbýli að ræða, en eittvað öðru nær – og miklu merkilegra. Norðurkot var dæmigert kotbýli frá höfuðbýlinu Þórustöðum. Þrátt fyrir það var á Brunnurstaðnum stofnsettur einn fyrsti barnaskóli landsins, auk þess sem staðurinn á sér bæði fagurt og blómlegt mannlíf frá fyrri tíð. Í Norðurkoti hafa varðveist heillegar grunnhúss- og garðhleðslur dæmigerðs kotbýlis þar sem ábúendur byggðu afkomu sína á sjósókn og dæmigerðu búfjárhaldi;  2 kýr og 12 ær á vetur setjandi. Síðasta íbúðarhúsinu var lyft af grunni sínum árið 2007 og flutt á fyrirhugað húsminjasvæði við Kálfatjörn – á nútímalegan steinsteyptan grunn.
Lýsingu þessa af Norðurkoti sömdu bræðurnir frá Kálfatjörn, Ólafur og Gunnar Erlendssynir. Báðir eru þeir gagnkunnugir í Norðurkoti. Ólafur er fæddur í Tíðagerði 23. október 1916. Hann kemur að Kálfatjörn fjögra ára gamall og elst þar upp til tvítugs. Gunnar er fæddur í Tíðagerði 7. febrúar 1920. Hann flytur að Kálfatjörn nokkurra vikna gamall og hefur búið þar síðan. Þá ræddu þeir bræður við Jón Björnsson frá Norðurkoti og Egil Kristjánsson frá Hliði. Lýsingin er skráð í nóvember 1976. Kristján Eiríksson gekk frá handriti.

Uppdráttur

„Á torfunni milli Kálfatjarnar og Þórustaða eru m.a. tóftir býlanna Hliðs, Tíðargerðis og Norðurkots. Hlið var byggð úr Kálfatjarnarlandi, en Tíðargerði og Norðurkot voru byggð úr Þórustaðalandi og liggur milli þess og Kálfatjarnartorfunnar, eins og fram kemur í landamerkjabréfi. „Örnefni virðast hér heldur fá. Ofan við bæinn, á mörkum milli Þórustaða og Norðurkots, er Tíðhóll. Neðan við bæinn er Stórhóll. Álfabyggð var talin í honum. Vatnagarður nefnist blautlendur mói, sem er neðan Norðurkotstúns; nær hann óslitið ofan kampsins að Goðhólsmörkum. Uppsátrið í Norðurkoti er í svokölluðum Krókavörum. Þær eru  neðan undan bænum, nokkurn veginn miðja vegu milli syðri og nyrðri landamerkja. Þar átti einnig Tíðagerði uppsátur. Framundan vörunum, hið næsta, er dálítið sandlón í skerjaklasanum, upp við kampinn. Þar er kallað Lónið. Framan við Lónið eru allhá þangsker og aðeins eitt mjótt skarð í, og flýtur þar nokkru síðar en í Lónum. Þar kallast Þröskuldur.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – túnakort 1919.

Þá tekur Legan við og Kálfatjarnarsund. Þarna við vörina eru skiparéttir og fiskbyrgi, þar á meðal stæðileg tóft mjög vel hlaðin úr löguðu grjóti, lögð í sement. Það var fiskbyrgi.

(Ath.: Naustin voru alltaf á sjávarkampinum, venjulega með hlöðnum veggjum a.m.k. á tvo vegu. Í þau voru skipin sett þegar búizt var við vondu veðri og einnig að lokinni vertíð. Var það kallað að nausta. Stundum voru naustin notuð sem skiparéttir. Þær stóðu þó oftast hærra yfir sjávarmál. Var lögun þeirra svipuð og naustanna. Upphaflega hafa þær líklega verið hlaðnar á þrjá vegu þótt á seinni tíð hafi þær verið alla vega. Í skiparéttunum var bátunum hvolft yfir veturinn.)
Við sjávargötuna, skammt ofan við naustin, var pyttur einn, er Árnapyttur nefnist. Steinsnar norðaustan við bæinn í Norðurkoti stóð býlið Tíðagerði, byggt úr Norðurkotslandi. Því tilheyrði kálgarður neðan við bæinn, allstór.  Skiptist hann að nokkru um klapparbala. Neðan hans var kálgarðurinn kallaður Leynir.
FiskbyrgiTíðagerðistúnið er ofan og austan við bæinn. Um það eru hlaðnir grjótgarðar. Djúp graslaut er rétt norðan við bæjarstæðið í Tíðagerði. Hún var kölluð Lautin. Á klöppinni norðan við Lautina, rétt utan við túngarðinn, er vatnsstæði, Klapparvatnsstæði.
Sunnan við garðinn, sem skilur á milli Norðurkotslands og Goðhóls, neðan Hliðs, eru rústir býlisins Harðangurs. Þar er lítill túnblettur innan garða, sennilega kálgarðar upphaflega.“
Ari Gíslason skráði örnefni í Norðurkoti. „Jörð í eyði, næst við Þórustaði á Vatnsleysuströnd, er í eyði. Uppl. eru frá Erlendi Magnússyni, Kálfatjörn, en er eitthvað málum blandið. Neðan við Tíðhól sem nefndur var hjá Þórustöðum og er mjög nærri merkjum heitir Tíðagerði. Þá er þar frammi í sjó tvö sker sem heita Stóri-Geitill og Litli-Geitill, þessi sker fara í kaf um flóð. Milli þeirra og nafnlausra skerja sem tilheyra Þórustaðatöngum heitir Geitlasund. Þá eru hér þrjár lendingar; Krókar, þar var lent frá norðurbæ Þórustaða, Norðurkoti og Tíðagerði.

Sjávargata

Fram af Markkletti er flúð sem heitir Sigga, í Kálfatjarnarlandi. Goðhóll er í landi Kálfatjarnar, niður af er Goðhólsvör og Goðagljá. Auðnagljá og Þórustaðagljá eru sandpollar þar sem skipin lágu. Hlíð var eyðibýli á merkjum. Vatnsstæðisklöpp er fyrir neðan Tíðagerði, neðst á Vatnagörðum er Árnapyttur. Gljárnar eru framan við hnýflana en fremstur allra hnýfla er Þórustaðahnýfill.
Frá landi skiptast sker í fjóra flokka eftir gerð og lögun. Næst landi eru sker, þau eru allavega löguð. Næst eru flúðir, það eru yfirleitt flöt, mikil um sig og koma upp um fjöru. Hníflar, háir hólmyndaðir, koma upp um fjöru, eru ekki klapparbalar heldur grjót og oft vaxnir geysistórum þönglum (graðhestaþönglum). Boðar eru lengst frá landi, utastir allra, allavega lagaðir og stundum án þess að koma upp úr um stórstraumsfjörur.“

NorðurkotGísli Sigurðsson skráði einnig örnefni í Norðurkoti. „Norðurkoti við Þórustaði tilheyrir land allt innan girðingar sem nær frá Merkjagarði þeim sem er í milli Kálfatjarnar og Tíðagerðis að norðanverðu við hinn svonefnda Vatnagarð, allt suður að vírgirðingu þeirri sem Björn Jónsson hefur sett yfir túnið milli Norðurkots og Austurbæjarparts Þórustaða.
Úr neðri enda girðingar eru mörkin beina stefnu í útnorður niður á sjávarbakkann sem er fyrir neðan, í austurhornið á girðingunni sem þar er á bakkanum, gjörð kringum túnblett sem Eyjólfur á Þórustöðum hefur ræktað þar upp úr gömlum tóftum. Túnmörk þessi stefna beint á Geitil en þannig nefnist útsker sem er norðanvert við Þórustaðatanga.
Innan áðurnefndrar girðingar fylgir túnið og Vatnagarðurinn nefndu býli, Norðurkoti, allt frá túngarði þeim sem hlaðinn er landsunnan megin við býlið, allt beint niður á Sjávarkamp.
NorðurkotSamt er hér frá undanskilið tún það og hússtæði og kálgarður sem útmælt hefur verið býlinu Tíðagerði sem liggur innan fyrrnefndra girðinga og er það á stærð hér um bil 2400 ferfaðmar, fyrir utan útfærslu þá sem síðan var útmæld, landsunnan megin við Tíðagerðistúnið handa því býli.
Í óskiptu heiðalandi utan túns hafa nefnd býli, Norðurkot og Tíðagerði, beitarrétt fyrir fénað sinn sem tiltölu við ¾ hluta Þórustaðatorfunnar. Landamerki þessi eru þannig samin af mér undirskrifuðum eiganda að Norðurkoti, Tíðagerði og Austurbæjarparti Þórustaða – Fjármálaráðuneytið 26.8. 1927.“

Norðurkot

Norðurkot – gamla skólahúsið. -RS

Norðurkot virðist að venjulega hafi verið talið með Þórustöðum og tilheyrði því Norðurkotstún. Á norðurmörkum voru Merkjagarður og Vatnagarður og túnmörk milli Norðurkots og Þórustaða-Austurbæjarparts. Úr þessum túnmörkum með girðingu liggur lína niður á sjávarbakkann við girðingu, kringum túnblett Eyjólfs á Þórustöðum. Túnmörkin stefna síðan í útnorður á Geitil sem ekki mun heyra til býli þessu að neinu leyti. Vatnagarðurinn er talinn fylgja nefndu býli en í honum er Árnapyttur og svo tilheyrir þessu býli Vatnsstæðisklöpp. Norðurkot virðist vera í eyði nú.
Tíðagerði var býli, þurrabúð með Tíðagerðislóð eða Tíðagerðistún. Býlinu fylgdi garður, matjurtagarður, og svo var heiðarlandið óskipt en leyfi til beitar eftir stærð heimalandsins en Tíðagerði átti 2400 ferfaðma land.

Heimildir:
-Örnefnalýsing Ólafs og Gunnars Erlendssonar.
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar.

Norðurkot

Grafningur

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933 er m.a. fjallað um „Nokkur byggðanöfn„, þ.á.m. Grafning.

Orðið „grafningur“ er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli.

Grafningur

Grafningsháls – herforingjaráðskort 1908.

Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir einhverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í fornritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn, þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners, Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið grafningur).

Grafningur

Forni vegurinn um Grafningsháls.

En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið, (sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald, hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.

Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur. Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og þröngur dalur eða því um líkt.

Grafningur

Grafningur – málverk.

En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni. Hver þeirra hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera nafn þetta með réttu.

Grafningur

Grafningsháls – vörðubrot.

Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðarsögu, 19. kap. Þar segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorradal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikarsskeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriðastöðum.

Grafningur

Upptök Kaldár í Grafningi.

Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan hjá Bakkárholti um Grafning ok Bíldsfell ok svá hjá Úlfljótsvatni ok þaðan til Ölfusvatns. Næst er Grafningur nefndur í bréfi frá 1448. Þar kvittar Jón nokkur Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey um greiðslu »sem hann var mier skyldvgur firir jordena aa sydra halse firir ofan Grafning«. Þessar tvær heimildir skýra það að minni hyggju hvernig á nafni byggðarinnar stendur.
Frá Bakkárholti í Ölfusi og upp að Ölfusvatni er um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara austur fyrir Ingólfsfjall, hjá Kögunarhól, og upp með fjallinu að austan, hjá Tannastöðum og Alviðru, og síðan uppeftir vestan Sogsins. Hin er sú, að fara leiðina, sem nú heitir Grafningsháls, þ. e. í gegnum skarðið, sem er á milli Ingólfsfjalls og Bjarnarfells upp af bænum í Hvammi i Ölfusi. Síðarnefnda leiðin er miklu beinni og styttri og auk þess hefir hún verið miklu greiðfærari fyr á tímum, því þar hefir mátt fá nokkurn veginn þurrar götur upp með ánum, Bakkaá (Bakkárholtsá) og Gljúfurá, frá Bakkárholti og upp að skarðinu. Þessi leið hefir sjálfsagt verið alfaraleiðin úr þessum hluta Ölfusins upp á bæina fyrir ofan Ingólfsfjall, allt þar til, að akvegur var lagður austur fyrir fjallið. Höfundur Harðarsögu hefir því eflaust haft þessa leið í huga, er hann lýsti ferð þeirra lndriða.

Grafningur

Grafningsháls – gamla leiðin.

Á þeirri leið fóru þeir Indriði og Ormur »um Grafning«. Hér getur verið um tvent að ræða, annaðhvort er Grafningur nafn á byggð, sem þeir fóru um, eða á stað, sem þeir fóru um eða hjá. Fyrri skilningurinn mun hafa verið lagður í nafnið hingað til. í registrunum við sumar útgáfur Harðarsögu er Grafningur á þessum stað í sögunni talinn vera »sveit í Árnesþingi«. Kálund hefir einnig litið þannig á, en hann telur þó, að Grafningur sé í sögunni aðeins nafn á neðri hluta sveitarinnar, byggðinni, sem liggur upp með Soginu. En þessi skýring fær ekki staðist, jafnvel ekki með þeirri takmörkun, sem Kálund gerir. Grafningur sögunnar var á þeim kafla af leið þeirra Indriða, sem var á milli Bakkárholts og Bíldsfells. Bíldsfell er eins og kunnugt er fell og samnefndur bær, nálægt því í miðjum neðri hluta sveitarinnar. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Bíldsfell. Hafi það verið byggðarnafn hefir það því verið miklu yfirgripsminna en það er nú á tímum, ekki einu sinni náð yfir allan neðri hluta sveitarinnar, heldur aðeins yfir byggðina, sem er fyrir neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurntíma heitið sérstöku byggðarnafni fyrir sig. —

Grafningur

Grafningur austanverður.

Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi. Grafningur sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan byggðina Grafning. Hann er því einhver staður á milli Bakkárholts og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur um. Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við, að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir heitið því nafni.

Grafningur

Grafningur – málverk Kjarvals.

Skarð þetta á milli fellanna er djúpt. Samkvæmt uppdrætti herforingjaráðsins er það 186 mtr. yfir sjávarmál, þar sem það er hæst, en fellin til beggja handa eru miklu hærri. Kaldbakurinn, sem gengur út úr Ingólfsfjalli og liggur að skarðinu að austan og sunnan, er 311 mtr., en Bjarnarfell, sem liggur að skarðinu að vestan og norðan, en 358 mtr. Skarðið er þröngt og hlíðar fellanna brattar, beggja megin við það. Það er því mjög niðurgrafið og sannkallaður Grafningur og hefir borið það nafn með réttu.

Grafningur

Grafningsháls framunda. Gamli þjóðvegurinn.

Í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn. Það virðist vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að, úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning« eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina, sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á °g byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn „í Grafning“ í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og í bréfi frá 1524.

Grafningur

Grafningur – herforingjakortið.

Sjálft skarðið, milli fellanna, hefir verið nefnt Grafnings-háls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld. Hálfdán Jónsson á Reykjum nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir svo:

Grafningur

Forni vegurinn um Grafningsháls.

»Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil Bjarnarfell, Kaldbak etc. Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnarfelli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér þykir líklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er, hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið að fá fulla festu.
Með þessu vona ég, að það sé sýnt, að þetta litla skarð á milli fellanna hefir orðið til þess, að gefa allri byggðinni, neðan frá LitlaHálsi og alla leið upp að Nesjum við suðvesturhornið á Þingvallavatni, þetta nafn, sem gefur svo ranga hugmynd um landslag hennar.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1933, Nokkur byggðanöfn, bls. 108-111.

Grafningur

Grafningur – Botnasel.

FERLIR

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Ferlir

Ferlir – fyrsta vefsíðan.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, krefjandi rannsóknum og kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi, þ.e. Reykjanesskagans (fyrrum landnáms Ingólfs). Úr varð gönguhópur er líklega, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum slíkum er á eftir komu, hefur stuðlað að meiri upplýsingu um fyrrum vitneskju um svæðið en allir aðrir þeir til samans. Fleira áhugasamt fólk slóst í hópinn, sem um leið varð fyrirmynda annarra slíkra er hvöttu til hreyfingar og útivistar í margbreytilegu umhverfi.

Ferlir

FERLIR – síðasta gamla vefsíðan.

Árni Torfason, starfsmaður Morgunblaðsins, setti upp fyrstu vefsíðu FERLIRs árið 2000 að tilstuðlan Júlíusar Sigurjónssonar, hins ágæta ljósmyndara sama miðils. Með styrk frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans varð vefsíðan síðan að veruleika. Vefsíðan var endurnýjuð árið 2007, enda þá orðin tæknilega úrelt, og síðan uppfærð í núverandi útgáfu árið 2019 með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.
Fjölmargir hafa ljáð verkefninu stuðning. Má þar t.d. nefna sveitarfélögin á svæðinu. Þátttaka áhugasamra í FERLIRsferðunum, sem og miðlun efnis og nýting annarra á því, hefur jafnan verið öllum endurgjaldslaus.
Fyrir þá, sem vilja hafa samband og koma áhugaverðu áður óbirtu efni á framfæri, er þeim bent á netfangið ferlir@ferlir.is.

Hér má sjá gömlu vefsíðuna.

Stykkisvöllur

FERLIRsfélagar við Stykkisvöll.

Magnús Jónsson

Í handritaðri bók Magnúsar Jónssonar „Bær í byrjun aldar – Hafnarfjörður„, sem hann gaf út árið 1967 á eigin kostnað, kemur margt fróðlegt fram.

Úr formála fyrstu útgáfu segir:

Magnús Jónsson
„Á þessu verki, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, eru ýmsir ágallar. Er það fyrst til að taka, að betur hefði verið farið á að miða við aldamótin, heldur en við árslok 1902, sem hér er gert aðallega. Þar er því aðeins til að svara, að fyrsta hvatningin til þess starfs, var athugun á korti af Hafnarfirði frá því ári.

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1926. Hann ólst upp í Hafnarfirði.
Að loknu skyldunámi hóf hann störf hjá Raftækjaverksmiðjunni Rafha, lærði bókband og lauk sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1953.
Útskrifaðist frá Kennaraskólanum
1957. Lauk eins árs námskeiði í
bókasafnsfræðum í Kaupmannahöfn
1962. Stundaði almenn kennslustörf með hléum til ársins 1980. Starfaði á árunum 1962-1967 í bókasafni Hafnarfjarðar. Loks var Magnús minjavörður við Byggðasafn Hafnarfjarðar árin 1980-1995. Auk þess starfaði hann nítján sumur í kirkjugarði Hafnarfjarðar.
Magnús starfaði mikið af félagsmálum og bar hæst ártuga störf innan Góðtemplarareglunnar og Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar.
Magnús var mikill áhugamaður um sögu Hafnarfjarðar og er höfundur bókanna „Bær í byrjun aldar“ og „Hundrað Hafnfirðingar“ I, II og III.
Magnús lést á Sólvangi 3. febrúar
2000.

Þá er einnig fjölskyldunum sem hér er gerð grein fyrir, gert misjafnlega hátt undir höfði. Er það bæði til að dreifa ónógri þolinmæði við að leita upplýsinga, og að fallið er í þá freistni að skrifa sumt ýtarlegar en samkvæmt meginreglunni. Þessi meginregla er sú, að nefna fæðingarár og -stað húrráðenda, giftingarár o.fl.
Einnig börn og hverjum þau giftust, séu þau fædd fyrir árslok 1902. Síðan ýmist dánarár húsráðenda eða flutningsár burtu úr bænum, t.d. til Reykjavíkur, ef um það er að ræða. Á stöku stað er leiðst út í að láta nokkur hrósyrði eða aðrar athugasemdir falla, en allt slíkt eru vandrataðir vegir, sem ef til vill væru betur ófarnir.

Reynt hefur verið að afla mynda, og hefðu þær orðið skýrari með venjulegri prentun. Myndastærðir eru tvær, annarsvegar húsráðendur og hins vegar gamalmenni, einhleypingar og fólk sem ekki var fyllilega komið út á lífið. Oft er aðeins til mynd af öðru hjónanna.
Ekki þarf orum að því að eyða, að margir hafa verið ónáðaðir með spurningum og fleiru í þessu sambandi. Er hér með beðið afsökunar á því og þökkuð góð fyrirgreiðsla.
Stundum ber ekki saman kirkjubókum og svo upplýsingum þeirra sem næstir standa. Er hér farið eftir því fyrrnefnda, en ofan og aftan við þau orð eða ártöl er lítið spurningarmerki.“

Um aðra útgáfu segir:
„Um þessa útgáfu er lítið að segja. Hún er svipuð hinni fyrri, sem kom út fyrir jólin 1967 og seldist strax upp. Hér er þó reynt að búa svo um hnútana að myndirnar verði skýrari.“

Hafnarfirði 16.9. 1970
Magnús Jónsson.

Í bókinni eru taldir upp bæirnir í Hafnarfirði um og eftir aldarmótin 1900:

1. Vesturkot
2. Halldórskot
3. Hvaleyri – heimajörðin
4. Tjarnarkot
5. Hjörtskot

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1900 – Óseyri fjær og Flensborg fremst.

6. Óseyri
7. Bær Hannesar Jóhannssonar
8. Ásbúð I (Halldór Helgason)
9. Ásbúð II (Guðm. Sigvaldason
10. Melshús
11. Brandsbær
12. Flensborg
13. Hábær
14. Nýibær
15. Skuld
16. Litla kotið
17. Holt
18. Mýrarhús I (Guðlaug Narfad.)
19. Mýrarhús II (Guðm. Ólafsson)

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir á fyrri hluta 20. aldar.

20. Jófríðarstaðir I (Þorvarður)
21. Jófríðarstaðir II (Hólmfríður o.fl.)
22. Steinar
23. Hella
24. Hamar
25. Bær Sigríðar Ísaksd. (Miðengi)
26. Bjarnabær – á Hamri
27. Gíslashús – Bjarnasonar
28. Hús Ólafs Garða
29. Bær Jóns Vigfússonar
30. Björnshús – Bjarnasonar

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

31. Hamarskot
32. Stefánshús
33. Á Mölinni
34. Undirhamar
35. Klúbburinn

36. Proppé-bakaríið
37. Barnaskólahúsið
38. Blöndalshús
39. Ögmundarhús

Hafnarfjörður 1902

Hafnarfjörður 1902.

40. Hús Daníels frá Hraunprýði
41. Hús Eyjólfs Illugasonar
42. Hús Jóns Jónssonar Lauga
43. Hús sem Þorv. Erlendsson byggði
44. Hús Sveins Auðunssonar
45. Hús Vigfúsar Gestssonar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Dvergasteinn.

46. Dvergasteinn
47. Sýslumannshúsið
48. Brú
49. Kolfinnubær
50. Kofinn – Miðhús
51. Hús Sveins Magnússonar
52. Byggðarendi
53. Lækjarkot I (Ólafur Bjarnason)
54. Lækjarkot II (Anna K. Árnad.)
55. Bossakotshús – Grund
56. Á Hólnum – Balanum
57. Gerðið
58. Bali
59. Hús Kristins Vigfússonar
60. Bær Jóns Á. Mattiesson
61. Bær Einars Þorsteinssonar
62. Helgahús
63. Hús Kristbj. Guðnasonar – Hekla
64. Ragnheiðarhús
65. Hús Guðrúnar Sigvaldad. (Hagakot)
66. Bær Sigurðar lóðs

Siggubær

Siggubær 2020.

67. Bær Kristjáns Friðrikssonar
68. Bær Krístínar Þorsteinsdóttur
69. Elentínusarbær (áður Guðnabær)
70. Steinsbær (áður Bened.bær)
71. Þorkelsbær – Snorrasonar
72. Á Snösinni – Hábær
73. Bær Bjarna Markússonar
74. Gunnarsbær
75. Markúsarbær
76. Ingibjargarbær
77. Hús Hans D. Linnet

Magnús Jónsson

Bæjarlisti bókarinnar I.

78. Brúarhraun
79. Jörgínarbær
80. Efra Brúarhraun
81. Arahús
82. Hús Einars Jóhannessonar
83. Hendrikshús

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Hraunprýði.

84. Hraunprýði
85. Ólafsbær – Knútsbær
86. Bær Jóns Sigurðs. (Hraungerði)
87. Jörundarhús
88. Hús Hansens kaupmanns
89. Beykishúsið gamla?
90. Theodórshús
91. Filippusarbær
92. Bær Sigríðar Steingrímsd.
93. Bær Jóhanns Björnssonar
94. Stundum nefnt Hansensbær
95. Á Hól
96. Þorkelsbær – Jónssonar
97. Þorlákshús – á Stakkstæðinu
98. Finnshús
99. Brekkubær (?) (Þórður Björnsson)
100. Hús Jóns Steingrímssonar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Þorlákshús á Stakkstæðinu.

101. Efstakot(ið)
102. Hús Steingríms Jónssonar
103. Klettur (Þorst. Þorsteinssonar)
104. Níelsarhús
105. Bær Ólafs Sigurðssonar
106. Daðakot (Magnús Auðuns.)
107. Hraun
108. Bær Erlendar Marteinssonar
109. Illugahús (síðar Kóngsgerði)
110. Veðrás
111. Sigmundarhús
112. Krókur
113. Oddsbær
114. Hús Jóns Þórðars. frá Hliði
115. Flygeringshús

Sívertsenhús

Sívertsenhús.

116. Sívertsenshús
117. Lóðsbær – Gísla
118. Guðnýjarbær
119. Mörk (Sigurgeir Gíslason)
120. Hús þar sem nú er svæðið gegnt Merkugötu 11
121. Hús Guðmundar Helgasonar
122. Bær Kristjáns Auðunssonar
123. „Svartiskóli“ (Hrómundur)
124. Klofi
125. Árnahús

Magnús Jónsson

Bæjarlisti bókarinnar II.

126. Gesthús I (Einar Ólafsson)
127. Gesthús II (Bjarni Ásmunds. o.fl.)
128. Hús Guðm. Halldórss. járnsmiðs
129. Klettur (Ólafur Jónsson)
130. Svendborg
131. Langeyri
132. Brúsastaðir

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

Til skaða er hversu meðfylgjandi uppdráttur af herforingjaráðskorti Dana 1902 er óskýr (þess tíma tækni).

Í minningargrein um Magnús 11. febrúar 2000 segir m.a.:
„Magnús Jónsson fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu Sólvangi 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Helgason, f. 27.6. 1895 í Litlabæ, Vatnsleysustrandarhreppi, d. 30.12. 1986, og Halla Kristín Magnúsdóttir, f. 18.2. 1894 í Merkinesi, Akranesi, d. 16.7. 1985. Heimili þeirra var á Hverfisgötu 21b, Hafnarfirði frá 1922-1983. Auk Magnúsar eignuðust þau hjónin dreng árið 1924, sem lést 2ja daga gamall.
Árið 1959 kvæntist Magnús Dagnýju Pedersen, f. 8.10. 1926 í Resen, Skive Landsogn, Danmörku, og lifir hún mann sinn. Foreldrar hennar voru: Anna og Gravers Pedersen. Börn Magnúsar og Dagnýjar eru þrjú: 1) Jón viðskiptafræðingur, f. 7.11. 1960, kvæntur Helen P. Brown, markaðsfræðingi, f. 13.2. 1960. Synir þeirra eru: Stefán Daníel, f. 1988, og Davíð Þór, f. 1991. Þau eru búsett í Garðabæ. 2) Halla, læknaritari, f. 12.12. 1964, gift Þórði Bragasyni skrifstofumanni, f. 23.9. 1965. Börn þeirra eru Magnús, f. 1991, Bragi, f. 1993, og Ingibjörg, f. 1997. Þau eru búsett í Hafnarfirði. 3) Anna tannlæknir, f. 19.5. 1970, gift Guðmundi Jóhannssyni, sagn- og viðskiptafræðingi, f. 10.7. 1963. Sonur þeirra er Helgi, f. 1997. Þau eru búsett í Reykjavík.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Oddnýjarbær í Hellisgerði.

Magnús ólst upp í Hafnarfirði. Að loknu skyldunámi hóf hann störf hjá Raftækjaverksmiðjunni Rafha, lærði bókband og lauk sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1953. Útskrifaðist frá Kennaraskólanum 1957. Lauk eins árs námskeiði í bókasafnsfræðum í Kaupmannahöfn 1962. Stundaði almenn kennslustörf með hléum til ársins 1980 í Reykjavík, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi og á Vatnsleysuströnd. Starfaði á árunum 1962-1967 í bókasafni Hafnarfjarðar. Loks var Magnús minjavörður við Byggðasafn Hafnarfjarðar árin 1980-1995. Auk þess starfaði hann nítján sumur í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Magnús starfaði mikið af félagsmálum og bar hæst ártuga störf innan Góðtemplarareglunnar og Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar. Magnús var mikill áhugamaður um sögu Hafnarfjarðar og er höfundur bókanna „Bær í byrjun aldar“ og „Hundrað Hafnfirðingar“ I, II og III.

Magnús og Dagný bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði, lengst af á Skúlaskeiði 6.“

Hafnarfjörður

Heimildir:
-Bær í byrjun aldar, Magnús Jónsson – Hafnarfjörður, Skuggsjá, gefið út á kostnað höfundar 1970.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/518317/
-https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/pdf/FF-2017-46-vef.pdf

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.