Strandarheiði

Ofan Arnarvörðu í Strandarheiði (Flekkuvíkurheiði) eru Miðmundahólar og ofan þeirra Miðmundalágar. „Hólarnir eru ekki eyktarmark frá Flekkuvík sem mætti ætla við fyrstu sýn né heldur eyktarmark frá öðrum bæjum í grennd að því er virðist.
TóftÍ Orðabók Menningarsjóðs segir að í fornu og úreltu máli geti miðmunda (ao.) þýtt „mitt á milli es!, og á jafnt við um tíma og vegalengdir, þannig að hólarnir gætu staðið miðja vegu á milli einhverra staða“.
Þegar umhverfið var skoðað mátti ganga að Miðmundastekk vísum undir Þrívörðuhól. Ofar liggur Almenningsvegurinn. Skammt ofan hans, vestan (sunnan) Arnarvörðu er varða á klapparholti. Þarna hefur að öllum líkindum  verið um landamerkjavörðu að ræða. Vörðufóturinn hefur verið stór (er heillegur), en úr vörðunni hefur verið búin til refagildra, sem síðan hefur verið aflöguð. Gangurinn sést vel og fallhellan er við leifarnar. Líklegt er að þarna séu mörk Flekkuvíkur og Kálfatjarnar. Mitt á milli þessarar vörðu og annarrar austar  (norðar) er önnur eins. Vörðufóturinn er eins og hinn, en grjót hefur verið tekið úr vörðunni, væntanlega í Eiríksveginn, sem er skammt frá. Þarna eru líklega mörk Flekkuvíkur og Kálfatjarnar. Flekkuvíkurselsstígurinn liggur upp heiðina rétt sunnan við vörðuna. Miðmundahólar gætu því hafa tekið nafn af því að vera miðsvæðis í miðju Flekkuvíkurlandi.

Varða

Önnur gata liggur af Almenningsveginum skammt ofar, áleiðis niður í Flekkuvík. Henni var fylgt langleiðina niður að bæ. Ofanvert er gatan mjög greinileg, en verður óljósari er nær dregur bæjum. Varða, gróin, er á hól á miðri leið. Gatan liggur austan við hólinn og sameinast Flekkuvíkurselsstígnum skammt neðar.
Þegar Miðmundahólar voru skoðaðir sást falleg gróin tóft sunnan undir hólunum. Hún hefur verið ca. 120 x 480 cm með op mót suðri, að Miðmundalágum, sem væntanlega hefur verið nátthagi. Þessi tóft gæti verið smalaskáli og tengst Miðmundastekk skammt norðar í heiðinni.
Lágarnar eru grasi vaxnar og ljóst að þarna hefur verið allgóð beit fyrrum.
Spóinn lék fluglistir sem mest hann lét, rjúpan flaug á millum með allan ungaskarann og krækiberin sáust stækka.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Í Miðmundalágum

Kapellan

Uppgerð kapellutóft er nú á hraunhól sunnan núverandi Reykjanesbrautar á móts við álverið. Í rauninni er fátt „fornt“ við þessa kapellu nema staðsetningin. Þótt jafnan hafi verið litið til kapellunnar (fornleifarinnar) af sögulegum og trúarlegum ástæðum má segja að núverandi „kapella“ hafi takmarkað gildi í því samhengi.
Um er að ræða kapellan-232uppgert nútímamannvirki (frá því í byrjun sjöunda áratugar 20. aldar), hlaðið með öðru lagi en upphaflega og á í rauninni takmarkaðan skyldleika við þá fornleif, sem þar var.

Hraunið, sem kapellan, var í hefur verið nefnt Kapelluhraun. Áður var það nefnt Bruninn og þar áður Nýjahraun, eins og hraunið var nefnt eftir að það rann. Við „kapelluna“ er merki er segir til að þarna sé um friðlýstar fornminjar að ræða. Við flestar aðrar friðlýstar fornminjar á Reykjanesskaganum eru hins vegar engin slík skilti – einungis fúnir staurar.
Við kapelluna eru og tvö upplýsingarskilti, annað frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og hitt frá Þjóðminjasafninu. Upplýsingarnar eru svipaðar, en ber þó ekki saman. Á öðru skiltinu segir að talið sé að Kapelluhraun hafi runnið á 11. öld. Á hinu segir að hraunið hafi runnið á 13. eða 14. öld. Nú liggur hins vegar fyrir að hraunið rann hvorki á 11. eða 13. öld, heldur árið 1151, þ.e. á 12. öld.
Stækkuð eftirlíking af líkneski heilagrar Barböru, sem fannst við fornleifauppgröft í tóftinni um 1950, er í „kapellunni“. Hvers vegna ættu kristnir að dýrka skurðgoð?
Friðlýsingarmerkið við innganginn á vísa til sérstakrar verndunar, sbr.: „Lambhagi. Kapellutóft forn úr grjóti í Kapelluhrauni. Sbr. Árb. 1903: 34. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938.“ Merkið hefur hins vegar einungis táknræna þýðingu því fornleifin sem friðlýst var hvarf við endurgerðina eftir 1960. Hins vegar er öllu merkilegri fornleif þarna skammt frá, ca. 10 m óraskaðar leifar hinnar fornu Alfaraleiðar í gegnum hraunið, sem var hlíft fyrir tilviljun – en engum hafði dottið í hug að láta friðlýsa hana.

Kappella

Kapellan.

 

Ferlir

FERLIR-1300: Miðmundahólar – tóft

FERLIR-1301: Selatangar – rekagata að Ísólfsskála

FERLIR-1302: Sandakravegur – Skógfellavegur

FERLIR-1303: Heiðin há – gata

FERLIR-1304: Núphlíðaháls – landamerki III?

FERLIR-1305: Hádegisgil – Miðmundagil

FERLIR-1306: Eldborg – Drottning – Stóra-Kóngsfell

FERLIR-1307: Skipsstígur innan loftskeytastöðvarinnar ofan Grindavíkur

FERLIR-1308: Reykjaneshringur

FERLIR-1309: Hvatshellir

FERLIR-1310: Bálkahellir – Bjössabólur

FERLIR-1311: Steinbogahellir (Hellirinn eini) – Húshellir – Maístjarnan

FERLIR-1312: Litlahraun – Krýsuvíkurheiði

FERLIR-1313: Hafnavegur

FERLIR-1314: Sandskeið – Vatna-Sæluhús – Fóelluvötn

FERLIR-1315: Fóelluvötn – Gamla rústin

FERLIR-1316: Brimnes – Hofsvík – Esjuberg

FERLIR-1317: Hetta – Keltahellir?

FERLIR-1318: Keflavíkurflugvöllur – minjar

FERLIR-1319: Mælifell

FERLIR-1320: Bjarnastaðastekkur – skósteinn

FERLIR-1321: Alnbogi – Háaberg – Seljabót

FERLIR-1322: Hóp – sögu og örnefnaskilti

FERLIR-1323: Eldvörp – fyrirhuguð virkjun I

FERLIR 1324: Vatnsleysuheiði – Flekkuvíkurheiði

FERLIR-1325: Kálfatjarnarheiði I

FERLIR-1326: Saurbær – Brautarholt

FERLIR-1327: Kálfatjarnarheiði II

FERLIR-1328: Knarrarnesholt I

FERLIR-1329: Brunnastaðalangholt

FERLIR-1330: Ósmelur – Hvalfjarðareyri

FERLIR-1331: Vilborgarkot – Elliðakot

FERLIR-1332: Knarrarnesholt II

FERLIR-1333: Höskuldarvallarvegur – Einihlíðar – Mávahlíðar

FERLIR-1334: Geitháls

FERLIR-1335: Krikar

FERLIR-1336: Eldvörp – fyrirhuguð virkjun II

FERLIR-1337: Ófeigskirkja – Skyggnir

FERLIR-1338: Þerrir – Brandsleiði

FERLIR-1339: Gálgahraun – Klettahraun

FERLIR-1340: Garðastekkur – Fógetastígur – Móslóði – Garðagata

FERLIR-1341: Skollanefn – Skollahraun

FERLIR-1342: Myllulækjartjörn – Myllulækur

FERLIR-1343: Esjuberg – kirkjutóft

FERLIR-1344: Sjálfkvíar

FERLIR-1335: Hafurbjarnastaðir – Kirkjuból -Flankastaðir

FERLIR-1336: Botnsdalur – Hvalskarð – Hvalvatn

FERLIR-1337: Botnsdalur – Holukot – Kattarhöfði

FERLIR-1338: Litli-Botn og Stóri-Botn – selstöður og hellar

FERLIR-1339: Kirkjugata milli Staðarhverfis og Járngerðarstaðahverfis

FERLIR-1340: Fuglavíkurgata – Sandgerðisgata

FERLIR-1341: Kirkjugatan milli Bæjarskerja og Hvalsness

FERLIR-1342: Fuglavíkurstekkir

FERLIR-1343: Sandsgerðissel

FERLIR-1344: Uppsalir – Kumblhóll – Álfhóll

FERLIR-1345: Krossbrekka – Kampastekkur – Einbúi

FERLIR-1346: Sloki – Slokahraun

FERLIR-1347: Melaberg – Másbúðir – Hvalsnes – Stafnes

FERLIR-1348: Selsvellir – Selsvallavegur

FERLIR-1349: Skjótastaðir

FERLIR-1350: Sængurkonuhellir III – Herdísarvík

FERLIR-1351: Þríhnúkar – gígaröð

FERLIR-1352: Þingvellir – Stekkjargjá – Snókagjá

FERLIR-1353: Rjúpnadyngjuhraun – jarðsagan

FERLIR-1354: Kirkjustígur – frá Reynivöllum að Fossá

FERLIR-1355: Skeggjastaðir – tóftir

FERLIR-1356: Blikastaðanes – Þerneyjarsund

FERLIR-1357: Vörðufell – Jafndægur

FERLIR-1358: Stóra-Lambafell – sprengigígur

FERLIR-1359: Kinnaberg – Önglabrjótsnef

FERLIR-1360: Alfaraleið – Hvassahraun

FERLIR-1361: Gufunes

FERLIR-1362: Þormóðsleiði

FERLIR-1363: Illaklif – Guðnahellir

FERLIR-1364: Búrfellshraun – Maríuhellar

FERLIR-1365: Stekkjarhraun – Nónklettar

FERLIR-1366: Gráhraun

FERLIR-1367: Gerðavellir – sögu og örnefnaskilti

FERLIR-1368: Fremra-Hálssel

FERLIR-1369: Hækingsdalssel

FERLIR-1370: Gíslagata – Sandfellsleið – Svínaskarðsvegur

FERLIR-1371: Vatnsskarð – Blesaflöt

FERLIR-1372: Fógetastígur

FERLIR-1373: Lakar – Lákastígur – Lakadalur

FERLIR-1374: Móslóði

FERLIR-1375: Stakkavíkurgötur

FERLIR-1376: Geldinganes I

FERLIR-1377: Geldinganes II

FERLIR-1378: Arnarseturshraun – Benediktshellir

FERLIR-1379: Vatnsendahæð – flugvélaflak

FERLIR-1380: Lönguhlíð – flugvélaflak I

FERLIR-1381: Selstígur – Sognssel

FERLIR-1382: Sandfellsvegur – Gíslagata – Svínaskarðsvegur

FERLIR-1383: Lönguhlíð – flugvélaflak II

FERLIR-1384: Seljadalur – Vindássel

FERLIR-1385: Eldvörp

FERLIR-1386: Seljavogur – Stafnessel – Hvalsnessel

FERLIR-1387: Hvassahraun – innanvert

FERLIR-1388: Lakadalur – brak

FERLIR-1389: Lónakot – Magnúsardys – Sjónarhóll

FERLIR-1390: Lónakot – Réttartangar

FERLIR-1391: Skógfellastígur – landamerki

FERLIR-1392: Lágafell – Helghóll

FERLIR-1393: Reiðskarð – Hellirinn (Skútinn)

FERLIR-1394: Svartiklettur – Svíri og Bakka-Oddur

FERLIR-1395: Hraunagata I

FERLIR 1396: Hraunagata II

FERLIR-1397: Leynidalir – Grófir

FERLIR-1398: Afstapahraun – Kúagerði

FERLIR-1399: Suðurfararvegur

Prestastígur

Gengið var þvert yfir vestanverðan Reykjanesskagann um Prestastíg frá Húsatóftum (Húsatóttum/Húsatóptum) á sunnanverðum skaganum yfir í Hundadal ofan við Kalmannstjörn á honum norðanverðum með viðkomu í fiskgeymslubyrgjum í Sundvörðuhrauni og öðrum sambærilegum í Eldvörpum, auk þess sem skyggnst var inn í útilegumannabælu í hraununum. Þessi kafli Prestastígsins er að jafnaði u.þ.b. 16 km, en að þessu sinni var ætlunin að nýta nálægt 20 km í þágu göngunnar.

Eitt af nýfundnum byrgjum í Eldvörpum

Prestastígsnafngiftin er tiltölulega nýlegt heiti á þessari annars fornu þjóðleið, sem um aldir hefur verið nokkuð fjölfarin milli Staðahverfis og Hafna. Sú skýring á nafninu er þó líkleg að með prestakallalögum frá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fyrrum fornu leið. Presthóll á hæstu hæð Hafnamegin undirstrikar nafngiftina. Annars er leiðin ágætt dæmi um seinni tíma prestaleið því gatan er bæði vel og þétt vörðuð, auk þess sem hún er unnin víðast hvar, bæði með brúargerð í gjám og úrkasti í móum og melum. Yfirvaldið hafði í hendi sér að nýta þegnskylduánauðina og hvernig gat verið nýtanlega en við vörðu- og vegagerð? Þegar horft er á vörðurnar má sjá mismunandi handbragð, auk þess þær geta verið ólíkar að stærð og lögun. Efnið í þeir er einnig mismunandi því það tók óneitanlega mið af aðstæðum á hverjum stað. Handbragðið og útlitið gæti hafa breyst frá því að vörðurnar voru fyrst hlaðnar því búið er að endurhlaða margar þeirra á leiðinni. Meginlínan hefur þó haldið sér, þ.e. að vörðurnar eru vestan stígsins. Þó má sjá stakar vörður á leiðinni, sem virðast ekki vera í röðinni. Ein þeirra er t.a.m. landamerkjavarða á mörkum Hafna og Grindavíkur vestan götunnar og önnur var hlaðin austan hans eftir að maður varð úti eða bráðkvaddur á leiðinni. Sumar varðanna eru nú fallnar og hafa ekki verið endurhlaðnar, einkum á miðkafla leiðarinnar, vestan Sandfellshæðar.
Í seinni tíð hefur þessi fornu þjóðleið verið nefnd Prestastíg en hvergi finnast þess merki í gömlum heimildum. Geir Bachmann lýsir þeim þjóðleiðum sem frá Grindavík liggja í sóknarlýsingu frá 1840. Hann nefnir með nafni fyrstu þrjá aðalvegi yfir hraunin (Árnastíg, Skipsstíg og Skógfellastíg) en segir svo: „Sá fjórði og síðasti vegur sem úr sókninni liggur og alþjóðarvegur má kallast, liggur upp frá Húsatóftum í útnorður ofan í Hafnirnar og er hann sá eini sem héðan farinn verður þangað“. Þetta er eini vegurinn frá Grindavík sem Geir nefnir ekki með nafni.
Annað nýfundið byrgi í EldvörpumGengið var upp frá Húsatóftum. Nú er gatan vörðuð upp af brún Hjálmagjáar norðan við Harðhaus og Dansinn, en hún lá áður upp frá Nónvörðu suðvestan við Húsatóftir. Þar voru gatnamótin að Stað og Húsatóftum/Járngerðarstaðahverfi til austurs. Við þann kafla leiðarinnar má enn sjá fallnar vörður að Gerðisvöllum ofan við Stóru-Bót. En þar sem engin varða er á leiðarkaflanum frá Nónvörðu að gatnamótum þessarra hlöðnu varða upp frá Hjálmagjá má ætla að gatan hafi fyrrum ekki verið jafn vel vörðuð og nú má augum líta.
Þjóðsögur eru tengdar bæði Harðhaus og Hjálmagjá, en þær má sjá annars staðar á vefsíðunni þar sem umhverfi Húsatófta er lýst.
Ofan við Hjálmagjá er Byrgishæð. Á henni má sjá leifar nokkurra fiskbyrgja frá Húsatóftum. Móar eru ofan gjárinar. Þegar komið er upp fyrir gatnamót „Staðarvegar“ skýrist gatan verulega. Ofar, örlítið til vinstri, er Skothóll (með fuglaþúfu á) og til hægri handar eru 
Tóftarkrókar inn í apalhraunbrúnir, sem þar eru. Hraunið er hluti af einu Eldvarpahraunanna. Gengið var yfir Miðgjá og síðan Hrafnagjá. Í hana hefur verið hlaðin myndarleg hraunbrú.
Leifar útilegumanna?Þegar tilteknu miði var náð var stefnan tekin til austurs, að fiskigeymslubyrgjunum undir jaðri Sundvörðuhrauns. Byrgi þessu féllu í gleymsku, en fundust aftur á seinni hluta 19. aldar. Vildu menn meina að þarna hefði verið tilbúnir felustaðir Grindvíkinga ef Tyrkirnir kæmu aftur (þeir komu til Grindavíkur í júnímánuði 1627 og tóku 12 íbúa og 3 Dani herfangi) eða að þarna hefðu útilegumenn leynst um tíma. Fjallað er um Tyrkjaránið I og Tyrkjaránið II sem og „Tyrkjabyrgin“ á annarri vefsíðu FERLIRs].
Þá var stefnan tekin á sambærileg byrgi, ósnert í Eldvörpum. FERLIR fann þau fyrir stuttu. Byrgin er sambærileg hinum fyrri og bíða rannsóknar áhugasamra fornleifafræðinga. Sú rannsókn gæti upplýst tilurð og notkun byrgjanna á báðum stöðunum.
Eldvarpagígaröðinni var fylgt yfir á Prestastíg og stefnan tekin á Hundadal. Rauðhóll var á vinstri hönd og síðan Sandfellshæð á þá hægri.
EGatvarða við Prestastígldvarpahraunið er yngsta hraunið á svæðinu, rann árið 1226. Þá gaus á u,þ.b. 10 km langri sprungurein. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Eldsumbrotin á þrettándu öld yst á Reykjanesskaganum stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226. Þessi hrina er nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Rauðhóll er hluti af eldri gígaröð sem Eldvarpahraunið hefur hulið að allnokkrum hluta. Rauðhólshraunið er talið 2000-3000 ára. Vestan við Sandfellshæð ævagamall hóll, Einiberjahóll. Hann er stakur gígur sem Rauðhólshraunið hefur umlukið.
Í Sandfellshæð er stór gígskál, Sandfellsdalur, og þar á hið mikla hraunflæmi dyngjunnar upptök sín. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir mikil eldsumbrot og öskufall á Reykjanesi á öðrum fjórðungi þrettándu aldar hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg. Önnur gatvarða við Prestastíg
Norðvestan við Sandfellshæðina breyttist landlagið. Nú tóku við móar og síðan, þegar komið var yfir sigdæld milli dyngjunnar og Haugsvörðugjár, varð fínn basaltsandur ráðandi. Sandurinn er upprunninn í Stóru-Sandvík, en eftir að fok hans var heft um miðja 20. öld, snarminnkaði ángurinn á heiðina. Áður hafði honum þó tekist að leggja alla bæina vestan Kalmanstungu og Junkaragerðis í eyði. Gjáin dregur nafn sitt af hól vestast við gjána, Haug. Í kringum hólana er þunnt gjallkennt hraun og er það eldra en 8000 ára. Norðan þeirra taka við Stampahraunin með sínum fjórum sprungureinagígaröðum. Syðsta röðin nefnast Hörsl.
Prestastígur liggur um flekaskilin milli Evrópu- og Norðurameríkuflekanna. Í rauninni eru flekaskilin á öllu miðsvæði landsins frá SV til NA, allt frá norðvestanverðu Reykjanesi austur að Heklu. En ef menn vilja hafa einhver tiltekin mörk þar sem skilin eru nákvæmlega er ekkert verra að hafa þau við Haugsvörðugjá en einhvers annars staðar.
Þá tók við Kinnin og Presthóll sást framundan. Handan hans sást heim að Merkinesi og yfir til Hafna. Tvær gatavörður eru á þessum kafla er stinga í stúf við annars hefðbundnari vörðugerð á leiðinni. Hugsanlega hefur sá, sem falið var vörðugerðin á þessum kafla, viljað annað hvort breyta til eða tjá hug sinn til verksins með þessu framtaki. Og eflaust hefur handverkið fengið mikla umfjöllun í sveitinni og hverjum sýnst sitthvað um framtakið. Þessar vörður eru reyndar táknrænar fyrir það hvað allt öðruvísi getur verið eftirminnilegt.
Þá sást heim að Kalmannstjörn. Heiðin er tekin að gróa upp með staðbundum plöntum, sem er ánægjuleg þróun á vistkerfinu.
Þegar komið var niður í Hundadal var látið staðar numið, en stígurinn liggur áfram til austurs norðan Hafnavegar. Nokkrar vörður við hana standa enn, en aðrar eru fallnar.
Ánægður hópur að leiðarlokumÖll þessi leið er, sem fyrr segir, vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir. Víða sést hvar umferðin hefur markað alldjúpar götur í hraunið og lausagrjót hefur verið tínt úr götunni og lagt til hliðar. Þetta var aðalleið vermanna af Suðurlandi, sem sóttu sjó frá Höfnum og af Rosmhvalanesi og þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þarna um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Básenda og öfugt, því Hafnamenn þurftu áður að sækja verslun til Grindavíkur um aldir.
Hafnir voru fyrr á öldum blómlegur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikill búskapur bæði til lands og sjávar. Vermenn fjölmenntu þangað á vertíðum og eru sagnir til um stórfellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kotvogi, en hann gerði út þrjú skip á árunum 1870 – 1880 og voru þá um 50 sjómenn á hans vegum auk 22 annarra heimilismanna. Ketill var meðal auðugustu manna landsins á sínum tíma. Hann byggði steinkirkju þá sem enn stendur á Hvalsnesi, en Ketill átti m.a. alla Hvalsnestorfuna og Járngerðarstaði í Grindavík.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín.

Heimildir m.a.:
-Kristján Sæmundsson

Prestastígur

Prestastígur

Selsvellir

Gildandi Þjóðminjalög eru frá árinu 2001. Þau eru á stofnanamáli einkennd með nr. 107 frá 31. maí. Lögin tóku í meginatriðum gildi 17. júlí 2001. Lögin kveða m.a. á um verndun fornminja, en þau (sem slík) vernda ekki minjarnar. Ekki heldur þær stofnanir, sem þar eru tilgreindar. Þá hefur reglugerð studd af fyrrgreindum lögum ekki verið fyrir hendi þrátt fyrir að lögin geri ráð fyrir henni.

Tilbúningur

Mikilvægt er að endurskoða núverandi Þjóðminjalög og um leið allt fyrirkomulag fornminjamála hér á landi. Markmiðið á ekki að vera að ákveða hvaða stofnun á að gera hvað heldur hvernig vernduninni er best fyrir komið. Lögin þurfa að gera ráð fyrir eðlilegu samspili allra þeirra er að þeim málum koma, afmarka einstaka stjórnvaldsþætti, ákvarða ábyrgð á tilteknum framkvæmdum og gera ráð fyrir að lögreglan eða tilgreindir eftirlitsaðilar hafi eftirlit með að fornminjar, þjóðararfurinn, fari ekki forgörðum.
Tímarnir hafa breyst – og það mjög hratt upp á síðkastið. Mikilvægt er að taka mið að þeim breytingum sem og því sem vænta má í undirliggjandi framtíð.
Tilgangur núgildandi laga átti að vera að vernda menningarsögulegar minjar og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögin áttu að tryggja eftir föngum varðveislu menningarsögulegra minja í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarsögulegum minjum landsins og greiða fyrir rannsóknum á þeim. Fornleifaskráningu, sem fram hefur farið víða, er að mörgu leyti ábótavant. Dæmi er um „tilfærslu“ fornleifa, að þær hafi verið rangt staðsettar og jafnvel að þær hafi verið heimfærðar á ranga staði – með þeim skýringum að hvorki hafi verið nægum tíma né fjármunum til að dreifa. Líkur á að slíkt gerist þarf að laga með nýjum lögum.
Til menningarsögulegra minja teljast, skv. lögunum, ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornleifar og gömul mannvirki, kirkjugripir og minningarmörk, forngripir, listmunir og nytjahlutir, svo og myndir og aðrar heimildir um menningarsögu þjóðarinnar. Til slíkra minja geta einnig talist staðir sem tengjast menningarsögu. Þjóðminjar teljast þær minjar er varða menningarsögu Íslendinga sem ákveðið hefur verið að varðveita í Þjóðminjasafni Íslands, í byggðasöfnum eða með friðlýsingu.

Bæli

Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar fornleifar og hins vegar forngripir.“
Grafskriftin er göfug, en gengur hún eftir. Svarið er NEI. Framangreind ákvæði virka ekki gagnvart almenningi, en hugsanlega gagnvart tiltekum stofnunum þar sem stofnanahugsunin er ríkjandi (heimild til að ríkja og drottna).
Þá er og fjallað um yfirstjórn þessara mála:
„Menntamálaráðherra fer með yfirstjórn þjóðminjavörslu í landinu. Þjóðminjasafn Íslands, Fornleifavernd ríkisins og fornleifanefnd annast framkvæmd þjóðminjavörslunnar svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.“ Hér er ástæða til að skírskota sérstaklega til skynsemi menntamálaráðherra, sem æðstráðanda í minjavernd, sbr. það sem á eftir kemur.
Í millitíðinni er fjallað um skilgreiningu fornleifa, sbr. 9. gr.: „Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem:
a. búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum;
b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri;
c. gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita;
Hreindýrabeind. gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra;
e. virki og skansar og önnur varnarmannvirki;
f. gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð;
g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum;
h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið;
i. skipsflök eða hlutar úr þeim.
Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar.“
Allt er þetta góðra gjalda vert, en hvað um minjar er tengjast sögulegum stöðum, án mannvistarleifa. Þeir eru fjölmargir hér á landi. Sumir þeirra eiga eftir að hafa afgerandi áhrif á söguskýringar og auk þess ómetanlegt varðveislugildi. Svo virðist sem framkvæmdaraðilar, og jafnvel sveitarfélög, leggi sig fram við að útrýma slíkum „fyrirhuguðum“ fornminjum vegna væntanlegs gildis þeirra og takmarkanir, skv. núgildandi laganna hljóðan. Allianz-reiturinn við Hrafnistu er ágætt dæmi um slíka leif.

Brynjudalur

Loks er kveðið á um hlutverk Fornleifaverndar ríksins skv. 11. gr. laganna: „Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Fornleifavernd ríkisins lætur skrár þessar í té Þjóðminjasafni Íslands. Skylt er að fornleifaskráning fari fram áður en gengið er frá svæðisskipulagi, aðalskipulagi eða deiliskipulagi eða endurskoðun þess og skal sá sem ber ábyrgð á skipulagsgerð í samræmi við skipulagslög standa straum af kostnaði við skráninguna.“
Þá segir (skv. 12. gr.) að „hver sá sem verður var við að fornleifar liggi undir skemmdum skal gera Fornleifavernd ríkisins viðvart.“ Í 13. gr. laganna segir að „nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.“ Ákvæðið er hið minnsta brandari síns tíma þegar umhverfi slíkra atvika er raunskoðað. Dæmi eru um að verktakar hafi fjarlægt fornleifar á „örskotsstund“ til að koma í veg fyrir þann hugsanlega „kostnað“ og þær tafir, sem af kynnu að hljótast. Með þeim viðbrögðum hvarf hugsanleg vitneskja um eitthvað sem aldrei verður vitað hver var.
TóftirEitt hið skondnasta í gildandi lögum er þar sem kveðið er um notkun málmleitartækja. Þar segir í 16. gr.: „Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.“ Hér ætti fremur að skapa möguleika og leiðbeina fólki um hver viðbrögð þess ættu að vera ef eitthvað markvert fynndist við notkun slíkra tækja er skoða mætti í fornfræðilegu samhengi. Hver veit til hvers það myndi leiða? A.m.k. til frekari uppljóstrana og þar með sögulegra skýringa. Fólk á ekki að óttast hið óþekkta – það á að nýta sér það svo sem kostur er.
Viðurlagakafli laganna er einnig sérstaklega skemmtilegur (óskemmtilegur). Þar segir m.a. að ; „brot gegn sumum ákvæðunum varði sektum til ríkissjóðs nema þyngri refsing liggi við broti skv. 177. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Engin slík refsing liggur hin vegar við í þeim tilteknu lögum, sem mest um varðar.

Gapi

Jafnframt segir að „Fornleifavernd ríkisins skal a.m.k. árlega birta skrár þær sem stofnuninni ber að færa samkvæmt lögum þessum.“ Þessar skrár hafa enn ekki séð dagsins ljós, a.m.k. eru þær ekki aðgengilegar hinum venjulega Íslendingi.
Loks segir að „ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna í heild eða einstakra kafla þeirra. Í reglugerðinni skal m.a. kveða nánar á um samstarf.“
Reglugerð þessi hefur enn ekki séð dagsins ljós, sem fyrr sagði, en FERLIR telur að hún sé löngu orðin tímabær – sem og endurgerð laganna. Í þeirri reglugerð þarf áherslan ekki síst að vera aðgengi fólks að upplýsingum sem og á samstarf við það fólk í landinu, sem bæði veit og getur vísað á fornleifarnar, en ljóst er að þær eru mýmargar – og miklu mun fleiri en nú er vitað um. Fornleifafræðingar og aðrir hafa hingað til einungis verið að fást við yfirborð hina fornfræðilegu möguleika hér á landi.
Framangreint er bæði gaman og alvara – en þó fyrst og fremst áskorun um úrbætur.

Þórunnarsel

Þórunnarsel í Brynjudal.

Kleifarvatn

„Svo sterk var trú manna á þessa þjóðsögu, að allt fram á síðustu ár hefur verið voiilaust talið með öllu að nokkru sinni gæti orðið veiði í Kleifarvatni. Kerling Herdís hafði nú einu sinni lagt þetta á og heitingar hennar orðið að áhrinsorðum — Kleifarvatn-322við það urðu menn að una. Nú hefur það gerzt að álögum þessum hefur verið létt af vatninu. Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar hefur tekizt að rækta silung í Kleifarvatni, svo að það er orðið eitt þezta og skemmtilegasta veiðivatn hér í nágrenninu.
Fréttamaður og ljósmyndari Þjóðviljans lögðu leið sína suður að Kleifarvatni fyrir skömmu og fengu til fylgdar Hjörleif Gunnarsson, sem á sæti í stjórn SVH og er þessum málum öllum kunnugur.
Árið 1937 keypti Hafnarfjarðarbær Krýsuvíkurland af ríkinu og náði það land að Kleifarvatni. Í samningnum var klásúla um að bærinn eignaðist allan veiðirétt í vatninu og er ekki laust við að ýmsum hafi þótt kjánalegt að taka svo til orða um steindautt vatn. Þó lét bærinn gera athuganir um lífsskilyrði fyrir silung í vatninu.
Geir Gígja skrifaði svo um þær athuganir álitsgerð, sem kom út í bókarformi árið 1944 og var ekki þjartsýnn á að silungur gæti þrifizt í vatninu að nokkru gagni. Lágu þessi mál svo niðri nokkuð lengi. Það var eins og trúin á þjóðsöguna væri öllu yfirsterkari. — Kleifarvatn verður aldrei veiðivatn.
Kleifarvatn-323— Hvenær hófst svo Stangveiðifélag Hafnarfjarðar handa um silungsrækt í vatninu?
— Félagið var stofnað 1951 og strax á næsta aðalfundi var tekið að ræða hugsanlega fiskirækt í Kleifarvatni. Árið 1954 gerði félagið samning við Hafnarfjarðarbæ til 30 ára, hefur félagið allan veiðirétt í vatninu og afnot af því, en að þeim tíma liðnum eignast bærinn allan fisk í vatninu.
— Hvað hafið þið svo helzt gert til að koma upp veiði í vatninu?
— Strax um haustið 1954 slepptum við í vatnið 15 þúsund aliseiðum úr Þingvallableikju, seiðin fengum við hjá Skúla Pálssyni í Laxalóni. Auk þess létum við í vatnið 100 merktar fullvaxnar bleikjur úr Hlíðarvatni.
Um vorið 1958 rann svo upp hinn stóri dagur er við lögðum net í vatnið til að kanna hver árangur yrði af þessari tilraun okkar og varð strax ljóst að fiskurinn hafði þroskazt vel og var feitur og fallegur, mjög fallegur. Þetta var stór frétt og spurðist skjótt um Hafnarfjörð, og var nú vonin um veiði í Kleifarvatni næstum orðin að vissu.
Kleifarvatn-324— Þið hafið náttúrlega strax byrjað að veiða í vatninu?
— Nei, við fórum okkur hægt í fyrstu, vildum gefa silungnum betri tíma til að þroskast og laga sig að vatninu.
Sumarið 1959 var lítillega leyfð veiði í vatninu en byrjað svo af fullum krafti árið eftir. Nú eru seld allt að 20 veiðileyfi á dag, enda strandlengjan nógu stór.
— Hefur nokkuð verið gert frekar til að auka fiskistofninn í vatninu?
— Haustið 1958 fluttum við 100 bleikjur úr Hlíðarvatni í klak- og eldisstöðina að Þórsbergi við Hafnarfjörð.
Þegar búið var að klekja þar út voru bleikjurnar merktar og þeim sleppt í Kleifarvatn, en seiðin úr þeim síðan flutt í Kleifarvatn þegar þau voru ársgömul — 27 þúsund talsins. Seiðin sem látin voru í vatnið 1954 ættu nú að vera búin að hrygna og eru sem næst fullvaxin, en seiðin úr Hlíðarvatnsbleikjunum verða ekki veiðistofn fyrr en eftir tvö eða þrjú ár.
— Fæst sæmilegur fiskur úr vatninu?
— Stærsti fiskurinn sem enn hefur veiðzt er 7 1/2 pund en algengast mun vera tvö til fjögur pund. Menn hafa veitt yfir 20 fiska á dag þegar bezt gengur.
Kleifarvatn-335— Nokkrar fleiri framkvæmdir en fiskiræktin?
— Kleifarvatn er svo stórt að ógerlegt er að hafa not af þvi öllu til veiða meðan ekki verður komizt á bíl með öllu vatninu. Við höfum því ráðizt í að láta gera akfæran veg með vatninu að austanverðu og er þeim framkvæmdum nýlega lokið. Að vísu er enn ekki kominn vegur með öllu vatninu, en nýi vegurinn nær 6 km frá Krýsuvíkurveginum að sunnan og 3 km að norðan. Vantar þá enn 1/2 km á milli svo að endarnir mætist.
— Þetta hefur kostað talsvert fé?
— Stangveiðifélag Hafnarfjarðar ber allan kostnað af þessari vegagerð. Það tók um tvær vikur að vinna þetta með 18 tonna ýtu sem Högni Sigurðsson hjá Almenna byggingafélaginu stjórnaði, — mjög flinkur ýtumaður. Á einum stað, þar sem var mikil kísildrulla, þurfti að skipta um jarðveg eins og í Miklubrautinni, annars er ekki borið í veginn nema rétt á stöku stað og er því fremur ógreiðfært.
Hognaskard-221— Ræktið þið fisk í fleiri vötnum?
— Ekki ennþá, en það er hugur okkar úr því svona vel tókst til með Kleifarvatn.
Hér vestan við Sveifluháls milli Vigdísarvallar og Höskuldsvallar er vatn sem heitir Djúpavatn og höfum við gert samning við Jarðeignadeild ríkisins með samþykki sýslunefndar Gullbringusýslu um leyfi til fiskiræktar og veiðirétt í vatninu. Í haust verða væntanlega sett í það seiði um leið og við bætum við í Kleifarvatni.
Annars lýsir það bezt áhuganum fyrir þessum málum, að innan félagsins hefur verið komið með þá skemmtilegu tillögu að félagið sæki um veiðirétt í öllum þeim vötnum sem vitað er um og finnast kunna á Reykjanesskaga.
Í Krýsuvík og við Kleifarvatn þykir óvenju fjölbreytt landslag og andstæður miklar. Örnefnin segja sína sögu — upp af vatninu austanverðu er t.d. Gullbringa en svo sem snertuspöl þaðan er staður sem heitir því rosalega nafni Víti. Enn eru örnefni að skapast — tilefnin eru næg þótt breyttar séu aðstæður. Þessi mynd sýnir nýjasta örnefnið við Kleifarvatn og líklega hið nýjasta á landinu. Högnaskarð er þar sem hinn nýi vegur SVH liggur hæst yfir Geithöfða sunnarlega að austanverðu við vatnið. Skarðið ber nafn ýtustjórans sem lagði fyrrnefnda veginn, Högna Sigurðssonar er vinnur hjá Almenna byggingafélaginu. (Lj. A.K.)“

Heimild:
-Þjóðviljinn, 20. ágúst 1961, bls. 3 og 10.

Kleifarvatn

Kleifarvatn 2021.

Kúagerði 1912

„Fyrir botni Vatnsleysuvíkur, þar sem hraðbrautin nálgast sjóinn á stuttum kafla er Kúagerði. Að vestan eru hraun Strandarheiðarinnar, en að austan er Afstapahraunið, úfið og illt yfirferðar, enda miklu yngra að árum. Þarna fyrir víkurbotni er ferskt vatn, sem kemur úr lindum undan hrauninu. Þessi staður var þreyttum og vegmóðum ferðamönnum Í Flekkuvíkkærkominn áningarstaður, því vatnið úr uppsprettunum var þeim svalandi og lífgandi, eftir að hafa klöngrast yfir óslétt og úfið hraunið á langri leið milli byggðanna við Flóann, því þá voru ekki önnur farartæki tiltæk en hesturinn eða “hestar postulanna”.
Við yfirgefum bílinn í Kúagerði, því ætlunin er í þetta sinn að ganga út Vatnsleysuströndina út á Keilisnes og enda við kirkjuna að Kálfatjörn. Fyrst göngum við fram hjá Vatnsleysubæjunum. Þar hefur alltaf verið búið stórt, margar hjáleigur lágu undir höfuðbólið og mikil umsvif. Nú er á Minni-Vatnsleysu eitt stærsta og myndarlegasta svínabú landsins í eigu Þorvaldar Guðmundssonar. Glæsilegar byggingar og öll umgengni þar heima ber eiganda glöggt vitni.
Nokkru fyrir vestan Vatnsleysubæina ber okkur að Flekkuvík, Þetta er landnámsjörð, kennd við konu að nafni Flekka. Sagan segir að hún hafi komið til Íslands í fylgdarliði Ingólfs Arnarsonar. Fyrst fékk hann henni land í Kjós og reisti hún þar bæ, sem hún nefndi Flekkudal. Flekka undi sér þar ekki, því hún sá ekki til hafs frá bænum og eftir að hafa rætt þetta við Ingólf gaf hann henni þessa jörð. Í Flekkuvík bjó svo kerla til elli. Sagan segir, að er hún fann dauðann nálgast hafi hún lagt svo fyrir að sig skyldi grafa syðst í túninu, þar sem sést vel yfir innsiglinguna. Hún mælti þá svo um, að engum skyldi þaðan í frá hlekkjast á í innsiglingunni, tæki hann rétt mið af leiði sínu og færi eftir settum reglum. Þótti mönnum vissara að fara eftir fyrirmælum kerlingar, enda segir sagan að fá slys hafi hent í lendingunni undan Flekkuvík. Steinn er á Flekkuleiði og hefur þessi setning verið letruð á hann með rúnaletri: Hér hvílir Flekka. Telja fróðir menn, að þessi áletrun sé frá 17. eða 18. öld. Jónas Hallgrímsson skáld rannsakaði leiðið sumarið 1841. Gróf hann í það.
Rúnasteinn á FlekkuleiðiReyndist jarðvegurinn vera um það bil hálft fet á þykkt. En “undir var einlæg, jarðföst klöpp, eða réttara sagt hraungarður, svo að þar hefur aldrei nokkur maður heygður verið” segir orðrétt i skýrslu Jónasar um þessa ferð. Þannig fór það.  Auk þeirra minja sem minna á fortíðina er margt annað forvitnilegt að skoða á þessari gönguleið. Unnt er að dunda sér langtímum saman í fjöruborðinu. Þar er ýmislegt skoðunarvert að sjá s.s. trjáreka, glerflöskur, þang, pöddur og skorkvikindi ýmiskonar og ekki má gleyma selunum, sem svamla í sjónum skammt undan landi og skjóta upp kolli yfir vatnsflötinn við og við til að fylgjast með þessum óvæntu gestum. Allt er þetta umhugsunarefni fyrir ungan og spurulan göngumann,sem ef til vill er að kynnast landi sínu á þennan hátt í fyrsta sinn.
Næst liggur leiðin út á Keilisnes, en þar skagar landið lengst í norður milli Vatnsleysuvíkur og Stakksfjarðar. Líklega er þetta örnefni kunnugra fleiri mönnum en nokkur önnur slík hér um slóðir. Ástæðan er sú, að það kemur fyrir í kvæði Arnar Arnarssonar um Stjána bláa, en þar segir m.a.:

KálfatjarnarkirkjaSöng í reipum, sauð á keipum,
sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
stýrði fyrir Keilisnes.

Nú sést knörrinn ekki lengur, en efalaust leitar kvæðið á hugann, þegar gengið er um þessar slóðir, og hendingar úr því leita fram á varirnar. Nokkur spölur er frá Keilisnesi að Kálfatjörn. Kirkja hefur verið á Kálfatjörn frá öndverðu. Í kaþólskum sið var hún helguð Pétri postula. Þá var hún vel auðug, átti dýrgripi og lönd, en eftir siðaskiptin breyttist
hagur hennar eins og annarra eigna sem kirkjurnar áttu. Af því er mikil saga, sem ekki eru tök á að rekja hér. Þessi kirkja sem nú stendur var byggð rétt fyrir aldamótin 1900. Hún er hið fegursta guðshús og vel við haldið. Er því við hæfi að fá leyfi til að skoða hana nánar og enda þar með þessa fróðlegu gönguferð.“

Heimild:
-Mbl. 19. júlí 1981.

Bláfang

Staðarhverfi

Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um hið síðastnefnda (seinni hluti).

Staðarhverfi

Helgi Gamalíasson sýnir Staðarbrunninn.

Staður, þar sem kirkjugarður Grindvíkinga er nú, var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Hin var Húsatóptir.
Staður hefur verið kirkjustaður um langa tíð. Árið 1657 voru 7 hjáleigur á Stað; Krókshjáleiga, Beinróa og Brykrukka, Hús Ólafs Sighvatssonar, Hús Daða Símonarsonar, Vestur-Hjáleiga og ein ónafngreind, auk ónafngreindrar í eyði. Árið 1703 voru Sjávarhús, Krókur og Beinrófa hjáleigur og Bergskot 1803. Líklega hefur hjáleigan Sjávarhús áður staðið á Staðarklöpp, hjá lendingunni, en tættum á henni skolaði brott á miklu flóði 1798. Staðarklöpp er svört hraungrýtisklöpp með smá grasbrúsk í kollinn en ógróin að öðru leyti. Hægt er að ganga út í hana á lágsjávuðu, en hún er umflotin á flóði.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði.

Krókur stóð vestan við Móakot. Þar eru nú gróin tún, en engar tóftir.
Krukka er forvitnilegt býli. Í sóknarlýsingu 1840 segir: “ Krukka veit ég ei hvernær var lögð í eyði, en þar e rnú lambhús. Eigi er býlið af sandi né sjó eyðilagt og er það í túninu, sem nú er ræktað milli Móakots og Staðar.“ „Krubbhóll er fast sunnan við Dægradvöl (lægð neðan við Bring). Sagt er, að á honum hafi fyrir löngu staðið hjáleigan Krubba og dragi hann nafn sitt af henni. Er þar líklega um að ræða sömu hjáleiguna og séra Geir Backman nefnir Krukku í sóknarlýsingu sinni. „Sú staðsetning kemur heim og saman við að Krukka hafi staðið á Krubbhól“, segir í örnefnalýsingu. Brykrubba var ein af hjáleigum Staðar í úttekt frá 1657, segir í Sögur Grindavíkur. Krubbunafnið var einnig til á bæ í Járngerðarstaðahverfi.
Bringur heitir gróinn hryggur, sem liggur í austur-vestur fyrir norðvestan kirkjugarðinn, fast sunnan við þjóðveginn. Lægðin sunnan við hann heitir Dægradvöl og eru í henni steyptar leifar útihúsa frá síðasta bænum á Stað. Fast sunnan við Dægradvöl er hæð eða hóll í túninu, það er Krubbuhóll eða Krukkhóll. Hann er um 70 m vestur af norðvesturhorni kirkjugarðsins, þar sem gamli bærinn á Stað stóð.

Gíslavarða

Gíslavarða.

Beinrófu er getið í úttekt frá 1657 og hjá Árna Magnússyni 1703. Ekki er vitað hvar hún stóð.
Blómsturvellir voru austan í túni skv. sóknarlýsingu 1840. „Þeir voru af sandi eyðilagðir 1800, og sést þar nú lítt til rústanna.“ „Skammt austur af kirkjugarðinum var bakki, allstór, nefndur Blómsturvöllur. Hann var fast austan við túnið. Húsatóptir voru austast á Blómsturvelli. hafa þær líklega verið af samnefndu býli. Nú hefur verið sléttað úr Blómsturvelli og var þar nú bílastæði við kirkjugarðinn og tóftirnar því alveg horfnar. Þá nær nýi kirkjugarðurinn aðeins úr á Blómsturvöll.“ Blómsturvellir eru taldir í byggð í úttektargerð árið 1774. Þar bjó Jón nokkur Knútsson árið 1783.
Bergskot stóð á háum bala norðan við Stað, og er það nú sjóbúð, segir í sóknarlýsingu 1840. „Bergskot var á Bringnum, í norðvestur frá Stað. Þar voru tveir bæri, sambyggðir, þegar Árni Vilmundarson, f: 1914, og Sigurður V. Guðmundsson, f: 1910, mundur eftir.“ Hjáleigan var komin í eyði 1840, en byggðist á ný 1845 til 1848, þá í eyði til 1855 og aftur frá 1866 til 1870. Á síðasta áratug 19. aldar var þríbýli um skeið í Bergskoti, en býlið fór endanlega í eyði 1927.

Túnakort

Staðarhverfi – túnakort 1918.

„Nýibær var utan við Bringinn, nálægt 100 m norður af Bergskoti“, segir í örnefnalýsingu. Á túnkorti frá 1918 er getið um Nýjabæjatættur á blásnu hrauni. Óvíst er hvar bærinn var.
Staður var prestsetur til 1928, en fór í eyði 1964 og þar með Staðarhverfi. „Til forna átti Staður rétt til vatnssóknar í Baðstofu í Húsatóptarlandi. Til endurgjalds áttu Húsatóptir þangfjörutak á Stað.“ Á tuttugustu öld byggðust eftirfarandi tómthús í landi Staðar; Merki (1908-43), Lönd (1911-46) og Melstaður (1936-50). Merki stóð á Hvirflum, á mörkum Húsatópta og Staðar, Melstaður skammt vestar og Lönd þar sem nú er ofan við fjárhúsið skammt vestar.
Árið 1840 var á Stað „mikið slétt og gróandi yfrið fögur tún; eru þau sandoprin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga.

Staðarvör

Staðarvör.

Við aldamótin voru af þeim vel fóðraðar 4 kýr, en nú á dögum gefa þau ekki af sér fóður fyrir 1 kú, þó vel í ári láti, og verður því að afla þess, á vantar, kjarna úr fjöru og lyngi úr heiði. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn að sunnnaveðrum og brimi. bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1799, og munu þó aðrar enn yngri vera. Fáir eru kostir við jörð þessa, nema ef telja skal trjáreka, að hverjum eru þó mikil áraskipti, og allgóða fjárgöngu á vetrardag í fjörunni. En þess fleiri mætti telja hennar ókosti, t.d. í áföllum af feykilegum foksandi, sem og líka sjóargangi í stórflóðum. Aldeilis engin hagabeit á sumardag, hvorki fyrir sauðfé, kýr né hesta, hverjir við minnstu brúkun horast niður af hagaleysi, en búsmali allur þá í sel rekinn, að eigi tapist hé rheima né verði mönnum ónýtur fyrir fóðurleysi eða gangi á túnum manna. Vatnsskortur er hér líka mikill, og eigi vatn að fá handa fénaði nema úr undir Staðarbergi, í gjá, sem fellur að og út í.“

Staðarhverfi

Gengið um Staðarhverfi.

Árið 1925 gekk sjór langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold „svo túnið er nú með öllu varnarlaust fyrir hverju venjulegu stórstraumsflóði.“
Bærinn á Stað stóð eina 4-500 metra upp (norðvestur) frá sjó og var túnið að mestu sjávarmegin við hann. Gamli torfbærinn var við norðvesturhorn kirkjugarðsins austan við steyptar rústir, sem þar eru.
„Grunnur og tröppur steinhússins (byggt 1938) sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð (endurbyggður 2005). Skv. munnlegri heimild (Ólafur Gamalíelson, uppalinn á Stað) stóð síðasti torfbærinn bið NV-horn núverandi kirkjugarðs. Tóftirnar eftir torfbæinn voru sléttaðar út fyrir nokkrum árum, en traðirnar eru enn greinilegar norðan við kirkjugarðinn.“ Úttekt á bænum Stað frá 1657 er pr. í Sögu Grindavíkur og fylgir tilgátuteikning af húsaskipan. Á sama stað og bæjarhóllinn var var byggt steinhús árið 1938 og hefur það líklega raskað hólnum, ef nokkur hefur verið.

Staðarhverfi

Klukknaport í Staðarkirkjugarði. Gamla kirkjuportið h.m.

„Kirkjugarðurinn er í túni suðaustan við bæinn og er ekki nema 2-3 m á milli skemmunnar og hans.“ Þann 26. september 1909 var ný kirkja vígð að Járngerðarstöðum og tók sú við af Staðarkirkju, sem þá var aflögð.
Garðurinn var sléttaður að hluta, en mörg leiðanna sjást vel. Kirkjan, sem var í norðvesturhorni kirkjugarðsins, þar sem nú er greinileg bunga á honum. Hún er um 8×8 m að stærð og á henni miðri eru tveir flatir legsteinar. Á eystri steininum má greina letur, þó svo afmáð að ómögulegt er að lesa það. Á hinum vestari er ekki að sjá neitt letur. Engar leifar eru af sjálfri kirkjunni. Umhverfis kirkjugarðinn er torf- og grjóthlaðinn garður. Hann er mest um 0,7 m á hæð og umför grjóts eru um fjögur. Klukknaportið er úr timbri, en hefur nú verið endurnýjað (2005). Í því er klukka, sem á er letrað; SS. Anlaby 1898 Hull. Það er skipsklukkan úr Anlaby, togara frá Hull, sem fórst með allri áhöfn við Jónsbásakletta aðfaranótt 14. janúar 1902. Saga skipstjórans tengist átökum Hannesar Hafsteins við landhelgisbrjóta í Dýrafirði, manntjóni og vofleiflum dauðdaga hans ofan við Jónsbása.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – brunnur. Helgi Gam.

Í Brunndal er brunnur. Í sóknarlýsingu 1840 segir; „..en brunnur er grafinn syðst í túninu, hvar af neyzluvatn er tekið; er það vatnsslæmur sjóblendingur.“ Í örnefnaskrá segir: „Skammt suður af (Hundadal) er Brunndalur, slétt flöt neðst í túni. Liggur hann frá austri til vesturs næst sjávarkambinum. Lægðin nefnist Dægradvöl. Þótti góð dægradvöl að slá hana. Í suðurjaðri Dægradvalar lét Brynjólfur Magnússon grafa mikinn brunn árið 1914. Í úttekt, sem gerð var á Stað 16. júli 1948 er brunninum lýst þannig: „Brunnur byggður og tilbúinn ár 1914 að dýpt 23 fet, að þvermáli 6 fet, mjókkandi niður, hringhlaðinn að innan og hleðslan sementeruð ofan frá og niður að klöpp, en tekur við fyrir neðan miðju. Steynsteyptur kragi er í kringum brunninn ofan jarðar og yfir sjálfu brunnlokinu þar úr plönkum með hlera. Öflug vinda er til upphölunar á vatninu. Brunnurinn með öllum útbúnaði er í óaðfinnanlegu lagi.“ Brunnurinn hefur nú verið gerður upp.

Staðarhverfi

Letursteinn í kirkjustað.

Kvosin vestan við rústirnar af Kvíadalsbænum heitir Brunndalur. Þarna var fyrrum Kvíadalsbrunnurinn, sem Staðarbændur sóttu áður vatn sitt í, en hann er nú löngu horfinn í sjávarkambinn.
Móakot var hjáleiga frá Stað. Kastalalaga steinhúsið í Móakoti (byggt 1931), sem margir núlifandi muna eftir, var nýlega rifið. Fyrst er getið um byggð í Móakoti 1822, en býlið fór í eyði 1945. Árin 1869-70 voru tvö Móakot; efra og neðra. Móakot stóð á svipuðum stað – þó ekki sama – og Krókur á 18. öld og má líta á Móakot sem framhald byggðar í Króki, eins og segir í Sögu Grindavíkur.
Móakot var vestur af Staðartúni. Garður var á milli túnanna, en hann er nú að mestu horfinn og túnin sameinuð. Enn sést þó í suðurendann á honum, en gróið er yfir hleðslurnar. Eftir standa garðhleðslur og tóftarbrot útihúsa.

Staðarhverfi

Litla-Gerði.

Garðar voru hjáleiga frá Stað. Getið er um mann fæddan í Stóragerði 1745, en búskapar þar er fyrst getið 1786 og var búið þar til 1919. Litlagerði hét hjáleiga, sem braut í Básendaveðrinu 1799, en 1851 er aftur byggð hjáleiga með því nafni og var þar búið til 1914. Garðabæirnir, eða Gerðabæirnir, eru á Gerðistöngum suðaustur af Stað.
Staðargerðir eða Stóragerði stóð niður á Gerðistöngum. Venjulega var það bara nefnt Gerði. Tóftir Stóragerðis eru enn bæði miklar og greinilegar. Norðan við þær eru gróin tún, en sunnan við þær tekur við stórgrýttur sjávarkambur. Bæjarrústirnar bera enn glöggan vott um híbýli og húsaskipan. Heim að þessum fornu, grónu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður. Á bæjartóftunum sést að þetta hefur veruð reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kampar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn og bera þögult en greinilegt vitni um mannfólk fortíðarinnar á þessum bæ, segir í Staðhverfingabókinni „Mannfólk mikilla sæva“. Útihús er austast í Stórageristúninu.

Staðarhverfi

Við Stóra-Gerði.

Brunnur er um 10 m norðaustan við þar sem traðirnar sveigja suður á milli kálgarðsins og Stóragerðistóftanna. Hann er um 1,5×1 m aðs tærð og tæplega 1 m á dýpt. Hann er grjóthlaðinn, en hleðslurnar eru mikið hrundar.
Við norðurenda traðanna að Stóragerði eru leifar túngarðs, sem liggur austur-vestur. Að vestan er hleðslan um 12 m löng, en sveigir þá til norðurs um 100 m. Hleðslurnar eru fallnar að mestu leyti.
Við Staðarbæina voru miklir, háir og breiðir steingarðar. Þeir voru flestir fluttir á brott með vörubifreiðum þegar höfnin í Járngerðarstaðarhverfi var byggð.
Litlagerði braut, sem fyrr sagði, í Básendaflóðinu 1799. Tóftir af bænum má þó enn sjá á töngunum fyrir vestan Stóragerði. Í Litlagerði var þurrabúð. Aðeins er lítið tóftarbrot eftir af býlinu, en sjórinn hefur að mestu eyðilagt aðrar minjar.

Staðarhverfi

Kvíadalur.

Kvíadalur var hjáleiga og tómthús frá Stað. Getið er um menn fædda í Kvíadal 1767 og 1786 og þar var búið skv. manntali 1801, en býlið virðist hafa lagst í eyði eftir það og ekki verið byggt á ný fyrr en 1829 til 1833, en þá aftur í eyði til 1845. Sú byggð stóð aðeins í eitt ár, en aftur var búið í Kvíadal 1847 og svo samfleytt til 1919 að býlið lagðist endanlega í eyði. Tóftir Kvíadals eru allnokkrar og standa suður af Stað. Norðan við þær eru gróin túnin á Stað. Tóftirnar eru um 15×12 m að stærð og skiptast í a.m.k. sex hólf. Op eru greinileg á öllum hólfunum, þrjú til vesturs, tvö til suðurs og eitt til norðurs.
Hvirflavörður eru á Hvirflum, hæðardragi milli Staðar og Húsatópta. Sypsta sundvarðan er á sjávarbrúninni fast vestan við bryggjuna. Hin er um 150 m ofar. Vörðunar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli fyrrnefndu bæjanna.

Staðarhverfi

Bryggjan í Staðarhverfi.

Draugagjá er annað nafn á Sandgjá, svartri og dimmri er liggur þvert yfir Hvirflana (á merkum Staðar og Húsatópta). Nú er hún nær full afs andi. „Þjóðvegurirnn um Reykjanes liggur þvert á gjána, en lítið mótar fyrir henni þar sem hún er nær full af sandi. Þó sést til hennar um 300 m norðaustur af bæjarstæðinu, fast norðan vegarins, sem lítið kletabelti í norðaustur-suðvestur.“
Bindiskeri er lýst í sóknarlýsingu 1840: “ …þriðji boltinn, úr hverjum hringurinn er farinn, er á Staðarlóð í skeri austur af Sjávarhúsum. Var kaupskipið þannig bundið á þrjá vegu, en atkerum varpað fram af því, og horfði svo á sjó út í landsuður.“ Norður af eystri enda Staðarklappar er Vatnstangi, kúptur hryggur út í sjó, og braut á honum þegar alda var. Bolti með hring í er í Vatnstanga, í skeri, sem heitir Bindisker. Er hann á móti þeim, sem var í Barlestarskerjum í landi Húsatópta,“ segir í örnefnalýsingu. „Utan við Staðarklöpp er lítil klöpp, Vatnstangi, slétt að ofan og í henni miðri stendur járnbolti, ferkantaður, ca. 6″ á kant og með ca. 4″ gati í uppendanum. Utan með boltanum hefur verið rennt blýi.“ Bolti þessi er talinn vera frá kóngsverslunartímanum, þegar skipin voru, sem kallað var, svínbundin. Hann var friðlýstur 1930.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Þvottaklappir nefnist þar sem ferskt vatn vætlar undan klettunum norðaustan Bjarnasands. Þar skoluðu húsfreyjurnar í Merki og á Löndum þvott sinn og þvoðu ullina. Voru klappirnar því nefndar Þvottaklappir. Þær eru fast suðvestan við Hvirflavörðuna.
Norðan í Staðarklöpp er Skökk, lítil vör. „Mun nafnið dregið af því að ekki er hægt að róa beint inn í hana úr Staðarsundinu, heldur verður að taka á sig mikinn sveig,“ segir í örnefnalýsingu. „Þar var fiskurinn stundum tekinn á land þegar vel stóð á sjó,“ segir Gísli Brynjólfsson í riti sínu um Staðhverfinga. Að norðanverðu í Staðarklöpp voru í raun tvær varir; Skökk og Litla-Vör. Staðarklöpp er svört grágrýtisklöpp með smá grasbrúsk í kollinn, en algerlega ógróin að öðru leyti. Skökk er norðan í henni.

Staðarvör er fast norðan við Staðarklöpp, flórlögð upp í sandinn. Ekki er vitað með vissu hvenær hún var gerð, en talið er sennilegast, að það hafi verið rétt upp úr aldamótunum 1900.

Staður

Festarkengur.

„Í Staðarvör voru bátarnir settir upp á land,“ segir Guðsteinn Einarsson. Austan við Staðarvör er sandfjara. Flórinn er hellulagður stórum flötum steinum. Hann er um 50 m langur og um 10 m breiður. Eftir flórnum voru bátar dregnir á land.
Flæðikrókar eru ofan við Staðarmalirnar. Í framhaldi af Flæðikrókunum er nokkurt graslendi. Þar eru tveir hólar, nefndir Stekkjarhólar. Fram af þeim eru klappir fram í sjó, nefndar Stekkjarnef, allbreitt. Sjór flæðir upp á það framan til. „Norðvestan við Stekkjarhóla er dálítill pollur, nefndur Vatnsstæði,“ segir í örnefnalýsingu. Nöfnin benda til þess að þarna hafi stekkur Staðarprests verið fyrir eina tíð þótt nú sjái þess engin merki. Engar tóftir eru við Stekkjarhóla og ekki ólíklegt að þær séu fyrir löngu komnar undir sjávarkampinn.

Staðarberg

Staðarberg – Bergsendi ofan Ræningjaskers.

Ræningjasker er fram af Staðarmölum, alltaf upp úr sjó. „Þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627 lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker,“ segir í örnefnaslýsingu. Ræningjasker er skammt austan við eystri Staðarbergsendann, stakt, stórt og mikið.
Tyrkjavarðan er á hraunhól ofan og vestan við Stað. Við hana er kennd sú sama þjóðsaga um Tyrkjana og um Nónvörður skammt austar. Segir sagan að á meðan varðan stendur mun Grindavík óhætt.
Hróabásar eru við vestari Staðarbergsendann, austan við Mölvík. Í þeim var flóruð vör, sem bendir til þess að þarna hafi eitt sinn verið útræði, en um það eru engar skráð heimildir.

Háleyjar

Háleyjar – tóft.

Fyrir innan Krossvíkur tekur við Háleyjaberg og þá Háleyjar. Þar voru talin góð fiskimið skammt undan landi. Rústir eða tóftarbrot er upp á kampinum. Þær gætu bent til þess að þarna hafi fyrrum verið útræði. Um sjósókn frá Háleyjum eru þó engar öruggar heimildir. Húsatóptamenn áttu sölvatekju í Háleyjum og gætu minjarnar verið eftir þá. Í skýrslu Brynjúlfs Jónssonar frá árinu 1903 segir: „Þar er ágætur lendingarstaður. Skammt vestur frá Krossvíkum, en á landi er þar hraun eitt og ekkert einkennilegt. Að eins er þar ofurlítil rúst eftir sjóbúð, sem byggð var seint á 18. öld. Þá gjörði Grindvíkingur einn, er Jón hét, bæ í Vatnsfelli, þar sem nú er bær vitavarðar, og hafði útræði frá Háleyjum. En það er langt frá Vatnsfelli, og gat hann ekki sótt sjó aðheiman. Því byggði hann búðina. En honum reyndist ókleyft að lifa á þessu nýbýli sínu, og fór þaðan aftur eftir 2 ár. Síðan hefir Háleyjalending ekki verið notuð.“ Í Háleyjum átti Staðarkirkja hálfan viðreka við Viðeyjarklaustur og „hefur sá helmingur fylgt Húsatóptum fyrir þá almennilegu leiguna, sem annars af jörðinni gengur.“ „Í Háleyjum skal hafa verið bær“, hafði Árni Magnússon eftir Ryjólfi Jónssyni á Þórkötlustöðum og öðrum gömlum Grindvíkingum árið 1703.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga. Mölvík ofar.

„Skarfasetur heitir hin ysta tá á Reykjanesi. Þar austur frá er kallað Rafnkelsstaðaberg og þá Háeyjahæð,“ segir Magnús Grímsson í ritgerð sinni um fornleifar á Reykjanesi. Annað nafn á Rafnkelsstaðabergi er Krossvíkurberg. Ekki er vitað til þess að bæjarnafnið Rafnklesstaðir hafi verið til í Grindavíkurhreppi.
Í Mölvík er 1703 sagður hafa staðið bær og vatnsból þar hjá. Í Mölvík er fiskeldisstöð í eyði. Engar minjar hafa fundist þar.
Í Chorographiu Árna Magnússonar 1703 segir að Sandvík hafi verið eign Staðarkirkju og þar „skal hafa verið bær“. Um 1860 segir Gísli Brynjólfsson að þar sé „talið að hafi verið verbúð, jafnvel bær, fyrir eina tíð, enda má þetta kallast eitt af fáum byggilegum stöðum á þessum sandauðnum.“

Krossavíkur

Krossavíkur.

„Í Krossvík skal hafa verið bær“, hafði Árni Magnússon og eftir gömlum Grindvíkingum. Brynjúlfur Jónsson telur að örnefnið bendi til byggðar þar áður en hraun runnu þar.
Herkistaðir er næst Skarfasetri. Þá á að hafa verið bær. Þar er þó engin fjara, en á Skarfasetri halfa menn að hafa verið kirkja Reyknesinga og það fremst á nesinu. Segja menn kirkjuna þaðan færða til Staðar í Grindavík og Grindvíkinga til forna hafa sótt kirkju til Hrauns. „Þess bæi meina menn til hafa verið alla áður en nesið brann. En nú er ekkert til baka nema brunahraun og sandar og þar engum manni byggjandi.“ Þetta hafði Árni Magnússon eftir Eyjólfi Jónssyni á Þórkötlustöðum og fleiri gömlum Grindvíkingum 1703. Ljóst er að enn vita gamlir Grindvíkingar ýmislegt um byggðalagið, sem öðrum er hulið eða ókunnugt um.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning 2002 – FÍ.
-Saga Grindavíkur.
-Örnefnalýsing.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur – ÓSÁ.

Almenningsvegur

„Vogar og Vatnsleysuströnd eiga sér merka sögu útvegsbúskapar og er hér fjársjóður minja um búsetu og horfna atvinnuhætti.
Skráning þessara minja er mjög skammt á veg komin og lítið um aðgengilegar upplýsingar. Nú er mikið byggt í Vogum og hætta á að merkar minjar fari forgörðum – og það hefur þegar gerst. Arkitektar og verktakar vita lítið Ásláksstaðastekkurum sögu þess lands sem þeir leggja undir mannvirki. Nú er vakning víða um land til að varðveita sýnilegar minjar um líf og störf forfeðranna, en sveitarstjórnin hér hefur sofið á verðinum. Í 9. grein fornleifalaga sem tóku gildi 2001 segir: Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar. Í sömu grein laganna er skilgreint hvað eru fornminjar. Þar segir m.a. Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum … leifar af verbúðum, naustum, leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, … gömul tún- og akurgerð … og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita; gamlir vegir …varir, hafnir og bátalægi … vörður og vitar … brunnar, uppsprettur, álagablettir… áletranir … skipsflök eða hlutar úr þeim. Það sem hér er talið upp er til staðar í okkar sveitarfélagi. Ef litið er í Fornleifaskrá mætti halda að okkar sveit sé afar fátæk af fornleifum því skráningu þeirra hefur ekki verið sinnt .
NorðurkotNýlega var stofnað minjafélag í sveitarfélaginu og hefur það gengist fyrir að bjarga hlöðunni Skjaldbreið á Kálfatjörn og skólahúsinu í Norðurkoti. Hlaðan er elsta uppistandandi húsið í sveitarfélaginu (frá 1850) og ber mörg sérkenni byggninga frá fyrri öldum. Norðurkotsskóli er með elstu skólahúsum á landinu sem er sérstaklega byggt sem slíkt um 1900. Kálfatjarnarkirkju þarf vart að tíunda, byggð 1893 og er vel viðhaldið, þökk sé meðal annars Húsafriðunarnefnd ríkisins og sóknarnefnd. Elsta uppistandandi íbúðarhúsið í sveitarfélaginu er Ytri-Ásláksstaðir, byggt úr við úr James Town sem strandaði við Hafnir árið 1874. Klæðning þess er ónýt og liggur húsið undir skemmdum. Tvö af elstu húsunum í Vogum voru rifin fyrirvaralaust, Mýrarhús (byggt 1885) og Grænaborg (elsti hlutinn frá 1881). Bæði meira en 100 ára gömul og því friðuð samkvæmt fornminjalögum. Kjallari Stóru-Voga stendur enn og nýtist vel sem hluti af leiksvæði grunnskólans, en liggur undir skemmdum. Það hús á sér merka byggingarsögu. Í Vogum er brýnt að varðveita heillega veggi Norðurkots (hlaðnir um 1860) og tóft Suðurkots (síðast byggt þar um 1900). Á Vatnsleysuströnd  er nokkuð um uppistandandi útihús og aragrúi af tóftum og hleðslum sem eru eldri en 100 ára, en allt óskráð. Nokkuð er af brunnum, minjum um útræði, fornum vegum milli byggðarlaga, á annan tug seltófta og ýmsir álagablettir sem allt eru gersemar fyrir komandi kynslóðir. Búsetulandslag Vatnsleysustrandar er í heild stórmerkileg heimild um horfna tíma og bæri jafnvel að varðveita í heild sinni…“

Heimild:
-Bergur Álfþórsson og Oktavía J. Ragnarsdóttir.

Tóft

Kleifarvatn

„Þrír íslenskir kafarar hafa birt á Youtube magnað myndband af hverasvæði á botni Kleifarvatns. Er þarna um einstakt náttúrufyrirbrigði að ræða sem þeir félagar hafa náð góðum myndum af.
KleifarvatnÍ gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu þykja aðstæður góðar fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært og skyggnið prýðilegt eins og myndir þessar bera með sér.

Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið á Reykjanesskaga og þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 ferkílómetrar. Það er jafnframt eitt af dýpstu vötnum landsins, eða um 97 m þar sem það er dýpst. Vatnið hefur ávallt verið sveipað ákveðinni dulúð þar sem sögur hafa gengið um undarlegar skepnur sem komu stundum upp úr því. Um 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni, þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum, vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

KleifarvatnKrýsuvík er eitt merkilegasta og fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins sem margir Suðurnesjamenn nýta sér. Þar er að finna mörg merkileg og skoðunarverð náttúrufyrirbrigði, hvort sem er ofan eða neðan yfirborðs Kleifarvatns af þessum myndum að dæma.“

Varla þarf að taka fram að Kleifarvatn er í umdæmi Grindavíkur.

Myndabandið má sjá hér:
http://www.youtube.com/watch?v=SgFXG5kjO0Q

Heimild:
-www.vf.is

Kleifarvatn