Hér á eftir verður fjallað um fyrrum 12 selstöður í landi Stardals skv. skráðum heimildum sem og sögu bæjarins. FERLIRsfélagar hafa skoðað og skráð allar selstöðurnar, auk þeirrar þrettándu, sem grunur er um að hafi verið selstaða fá Vík, bæ Ingólfs Arnarssonar.
Stardalur – loftmynd 1954.
I. Helgafell í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Landþröng er mikil, og hafði jörðin áður í lánga tíma selstöðu í Stardal frí, en nú verða ábúendur hana út að kaupa.“ (Jarðabók, III. b., bls. 317).
Stardalur – seltóft lengst t.h..
II. Lágafell í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hefur jörðin áður brúkað í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 315).
Varmársel.
III. Blikastaðir í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 309).
IV. Korpúlfsstaðir í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hefur jörðin til forna brúkað í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 308).
Þerneyjarsel.
V. Gufunes í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal, þar sem nú stendur býli það, er Stardalur kallast, eftir sögn þeirra manna, er undirrjettingu foreldra sinna vita til yfir hundrað ár.“ (Jarðabók, III. b., bls. 301).
VI. „Austan við Tröllalága er Varmársel og sést vel fyrir því.“ (Ö.St.1).
Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.
VII. Múlasel í Sámsstaðastað
Í “Skrá um friðlýstar fornleifar”, (fyrsta útgáfan 1990) segir: “Hrafnhólar. Sámsstaðarústir, suðvestanundir Stardalsfjalli, fast uppi við brekkuna. Sbr. Árb. 1908: 11-12. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938. Fornleifum þessum er friðlýst á jörðina Stardal, Kjalarneshr., þótt þær séu í landi Hrafnhóla“.
Hallur goðlausi Helgasonar nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla”, sbr. lýsingu í 11. kafla Landnámubókar.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafjelags árið 1908 lýsir Brynjúlfur Jónsson t.a.m. Sámsstöðum: “Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Tröllafoss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn mæli, að þar hafi verið kirkjustaður. Þesa sjást þó eigi merki svo fullyrt verði… Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.”
Tóftir Sámsstaða.
Í afrakstri af einni af könnunarferðum FERLIRS má sjá eftirfarandi á vefsíðunni www.ferlir.is um Sámsstaði: “Bæði nafnið og ummerki á vettvangi bentu í fyrstu til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og gott skjól fyrir flestum veðrum. Þegar “bæjarstæðið” var skoðað af nákvæmni og þekkingu mætti strax ætla að þarna hafi verið sel, eða nokkar kynslóðir selja, a.m.k. eru tóftirnar allar verulega “seljalegar”; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð, en mismunandi gerð og sjá má í seljum á þessu svæði (Reykjanesskaganum). Vitað er að margir bæir í Mosfellssveit og Kjalarnesi áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp (Sámsstaðir) gætu því hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna um tíma, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum“.
Mosfellssel (Þórðarsel).
VIII. Þórðarsel undir Illaklifi er einnig skráð á Stardal, en það ku hafa verið eitt fjögurra selja frá Mosfelli, sbr.; „Norðan undir klifinu [Illaklifi] er Þórðarsel sunnan við Selflá. Þar var haft í seli frá Mosfelli. Þar af eru Selfláarnöfnin dregin. Selið var byggt úr grásteini og er urð þar.“ (Ö.St.1). „Þórðarsel er kennt við sr. Þórð á Mosfelli, sem var á undan sr. Magnúsi Grímssyni. M.G. byggði það upp og endurbætti.“ (Ö.St.2:1 og athugasemdir Jónasar Magnússonar við örnefnaskrá).
IX. „Norðan við Tröllalágar sunnan í Þríhnúkum er Þerneyjarsel, tóttamyndir.“ (Örnefnskrá Ara Gíslasonar yfir Stardal. (Ö.St.1).
Esjubergssel.
X. „Austur og norður af Þríhnúkum er flóaspilda, er heitir Esjubergsflói. Í honum er Esjubergssel, er vel sést fyrir tóftum.“ (Ö.St.1). „Austan í honum [Esjubergsflóa] eru tóttir sem nefnast Esjubergssel og sjást þær enn greinilega. Flói þessi nær norður að Skarðsá er kemur úr Svínaskarði og fellur í Þverá norðan við Haukafjöll.“ (Ö.St.3).
XI. Móasel – „Selstöðu hafði jörðin hjá Esjubergsseli að eign eða láni“. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, III. b., bls. 347-348.)
Esjubergssel / Móasel – uppdráttur ÓSÁ.
XII. Lambhagi í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hafði jörðin að fornu í Stardal.“ (Jarðabók, III.b., bls. 317).
Skáli Ingólfs í Skálafelli?
XIII. Skáli Ingólfs – Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu.
Í Íslendingabók segir um skála Ingólfs í Skálafelli: Ingólfr fór um vorit ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit hann bjó í Reykjarvík þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi En Ingólfr nam land millum Ölvusár ok Hvalfjarðar fur utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út þá mælti Karli til ills fórum vèr um góð heröð er vèr skulum byggja útnes þetta hann hvarf á brott ok ambátt með honum Vífli gaf Ingólfr frelsi ók bygði hann á Vífilsstöðum við hann er kendt Vífilsfelt þar bjó hann lengi ok var skilríkr maðr Ingólfr lèt gera skála á Skálafelli þaðan sá hann reyki við Ölvusvatn ok fann þar Karla.”
Ef framangreint er rétt mun Ingólfur haft í seli í Stardal, fyrstur norrænna manna.
Skáli Ingólfs?
Í Landnámsbók segir: “Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.”
Stardalur – E[gill] J[ónasson] S[tardal].
Egill Jónason Stardal.
„Jörðin Stardalur er austasta ábýlisjörð í Kjalarnesshreppi og er á mörkum fjögurra hreppa: Kjalarness- Kjósar- Þingvalla- og Mosfellshrepps. Jörðin er mjög landstór en meginhluti landsins er fjalllendi og góðir fjárhagar á sumrum en vetrarríki mikið. Samkvæmt mælingum er bæjarstæðið í 147 m hæð yfir sjó og því á mörkum þess sem byggilegt má teljast. Nafnið Stardalur er ef til vill jafngamalt byggð í landinu, a.m. k. kemur það fyrir í máldaga Þerneyjarkirkju frá um 1220 sem settur er af Magnúsi Gissurasyni biskupi í Skálholti. Þar segir að Þerneyjarkirkja eigi selför í Stardal svo og afrétt. Svo er að skilja að þá sé engin byggð önnur á þessum slóðum.
Stardalur hefur samkvæmt Landnámabókum verið hluti af landnámi Halls goðlauss, sem þær segja að hafi numið með ráði Ingólfs í Reykjavík allt land millum Mógilsár og Leirvogsár og búið í Múla. Ýmsir fræðimenn og aðrir hafa gert því skóna að hið forna landnámsbýli Múli hafi staðið þar sem nú er bærinn Stardalur, en hér verður ekki tekin afstaða til þessara staðhæfinga. Fyrir þeim eru engin rök önnur en þau að örnefnið Múli er ekki til annarastaðar í landnámi Halls. Í landnámi því, sem honum er eignað, hafa verið í byggð á ýmsum tímum 15-20 býli, stór og smá, og hafa nöfn þeirra flestra varðveist og eru reyndar flest í byggð enn. Geta má þess að í túni umhverfis núverandi hús í Stardal eru miklar rústir eftir einhvers konar byggð, sumar mjög fornar, en einungis fornleifarannsóknir gætu skorið úr því hvort þær rústir varðveita leifar landnámsbyggar eða eru minjar eftir selstöðu sem þar var í margar aldir.
Jónas magnússon.
Nafnið Stardalur er að því er heimildarmanni þessa greinarkorns er best kunnugt all einstakt á Íslandi. Þó eru til Stardalir eða Starardalir (höf. hefur heyrt bæði nöfnin af munni innfæddra Kjósaringa) uppi á Eyrarfjalli í Kjósarhreppi. Þessir „dalir“ eru mýrarflesjur með tjörnum milli melholta og þar vex víða stör. Dalur sá sem verður upp af núverandi bæjarstæði Stardals, flatur í botn og allur vafinn grasi, nær alveg umluktur fjöllum: í norðri Skálafell, í vestri Stardalshnjúkur og frá austri til suðurs Múli; hefur af ýmsum, þ. á. m. föður undirritaðs, verið álitinn hinn rétti Stardalur og nafnið dregið af starargróðri þar. Þessi skoðun er þó umdeilanleg því af þeim fáu rituðu heimildum, sem geta Stardals, er helst svo að sjá að þá sé átt við lægð þá eða grunnan dal sem myndast milli fjalla Stardalshnjúks, Skálafells og Múla annarsvegar og heiðasporðs Mosfellsheiðar hinsvegar. Ekki eru nú kunnar eða finnanlegar rústir eftir neina byggð eða mannvirki svo víst sé í efri dalnum og flestar mýrlendisjurtir aðrar en stör einkenna flóru dals þessa, enda eru þar engar tjarnir eða samfellt votlendi sem stör vex í.
Magnús Jónasson.
Nafnið Stardalur er þekkt í Noregi og gæti, e.t.v. hafa flust þaðan með landnámsmönnum, en hér verður ekki reynt að rökstyðja þetta neitt nánar, aðeins bent á, sem fyrr greinir, að nafnið er býsna fornt.
Um upphaf byggðar og búsetu undir bæjarnafninu Stardalur er m.a. fjallað í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Þar segir m.a.: „Stardalur: Nýlega uppbygð fyrir þrjátíi árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykirst vita að þar hafi fyrri nokkurn tíma bygt ból verið… Hitt er almennilega kunnugt úngum og gömlum, þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney…“.
Egill Jónasson Stardal f. 14. sept. 1926 í Stardal, var sonur Jónasar Magnússonar, bónda þar og Kristrúnar Eyvindsdóttur k. h. Hér er notast við þá þekkingu sem hann nam af föður sínum frá barnæsku en Jónas dvaldi frá fjögurra ára aldri í Stardal til elliára, var bóndi þar frá 1914 til 1965 að hann afhenti jörðina syni sínum Magnúsi. Magnús Sigurðsson, faðir Jónasar, bjó einnig í Stardal, frá árinu 1894 til dauðadags árið 1910, en faðir hans Sigurður Guðmundsson frá Breiðavaði í Langadal í Húnavatnssýslu eignaðist jörðina og bjó þar á undan um nokkurt skeið eða frá 1871-1888. Fyrir daga Sigurðar árin 1850-1871, sat og átti jörðina annar Húnvetningur, Jónas Jónasson frá Gafli í Svínadal, og voru þeir Sigurður og Jónas áður kunnir að norðan.
Stardalur – túnakort 1916.
Jörðin hefur þannig verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1871 og þar á undan í eigu vinafólks hennar í nær aldarfjórðung eða frá 1850. Líklegt verður að telja að flest merkustu örnefni hafi varðveist mann fram af manni á þessu tímabili en ógjörningur er að segja um aldur þeirra fyrir þann tíma, nema þeirra fáu sem varðveist hafa í rituðum eldri heimildum. Þessi skrá hefur verið borin undir bræður skrásetjara, Magnús Jónasson, bónda og eiganda jarðrinnar, og Eyvind Jónasson verkstjóra, Glæsibæ 3 Reykjavík. Auk þess hefur verið haft til hliðsjónar handrit um örnefni í eigu Magnúsar Jónassonar, samið eftir lýsingu og drögum að örnefnaskrá Jónasar Magnússonar. Þá hefur verið stuðst við skrá í eigu Örnefnastofnunar sem samin er af Ara Gíslasyni, að því hann segir eftir forsögn Jónasar Magnússonar, en sú skrá er full af missögnum og auk þess er þar grautað saman örnefnum jarðarinnar og annarra jarða eða landareigna utan marka hennar án þess að sjáist glöggt hvað sé hvað.“
Bærinn í Stardal brann í janúar 1918.
Stardalsbærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar 2018. Þá hafði ekki verið búið þar um nokkurt skeið.
Heimildir:
-Stardalur – E[gill] J[ónasson] S[tardal].
-Árni Magnússon (1923-1924). Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þriðja bindi. Kaupmannahöfn. Hið íslenska fræðafjélag í Kaupmannahöfn.
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Stardal.
-Landnáma – 8. kafli.
-Íslendingabók, bls. 33.
Stardalur.
Stardalur – selstöður og saga bæjar
Hér á eftir verður fjallað um fyrrum 12 selstöður í landi Stardals skv. skráðum heimildum sem og sögu bæjarins. FERLIRsfélagar hafa skoðað og skráð allar selstöðurnar, auk þeirrar þrettándu, sem grunur er um að hafi verið selstaða fá Vík, bæ Ingólfs Arnarssonar.
Stardalur – loftmynd 1954.
I. Helgafell í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Landþröng er mikil, og hafði jörðin áður í lánga tíma selstöðu í Stardal frí, en nú verða ábúendur hana út að kaupa.“ (Jarðabók, III. b., bls. 317).
Stardalur – seltóft lengst t.h..
II. Lágafell í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hefur jörðin áður brúkað í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 315).
Varmársel.
III. Blikastaðir í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 309).
IV. Korpúlfsstaðir í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hefur jörðin til forna brúkað í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 308).
Þerneyjarsel.
V. Gufunes í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal, þar sem nú stendur býli það, er Stardalur kallast, eftir sögn þeirra manna, er undirrjettingu foreldra sinna vita til yfir hundrað ár.“ (Jarðabók, III. b., bls. 301).
VI. „Austan við Tröllalága er Varmársel og sést vel fyrir því.“ (Ö.St.1).
Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.
VII. Múlasel í Sámsstaðastað
Í “Skrá um friðlýstar fornleifar”, (fyrsta útgáfan 1990) segir: “Hrafnhólar. Sámsstaðarústir, suðvestanundir Stardalsfjalli, fast uppi við brekkuna. Sbr. Árb. 1908: 11-12. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938. Fornleifum þessum er friðlýst á jörðina Stardal, Kjalarneshr., þótt þær séu í landi Hrafnhóla“.
Hallur goðlausi Helgasonar nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla”, sbr. lýsingu í 11. kafla Landnámubókar.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafjelags árið 1908 lýsir Brynjúlfur Jónsson t.a.m. Sámsstöðum: “Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Tröllafoss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn mæli, að þar hafi verið kirkjustaður. Þesa sjást þó eigi merki svo fullyrt verði… Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.”
Tóftir Sámsstaða.
Í afrakstri af einni af könnunarferðum FERLIRS má sjá eftirfarandi á vefsíðunni www.ferlir.is um Sámsstaði: “Bæði nafnið og ummerki á vettvangi bentu í fyrstu til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og gott skjól fyrir flestum veðrum. Þegar “bæjarstæðið” var skoðað af nákvæmni og þekkingu mætti strax ætla að þarna hafi verið sel, eða nokkar kynslóðir selja, a.m.k. eru tóftirnar allar verulega “seljalegar”; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð, en mismunandi gerð og sjá má í seljum á þessu svæði (Reykjanesskaganum). Vitað er að margir bæir í Mosfellssveit og Kjalarnesi áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp (Sámsstaðir) gætu því hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna um tíma, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum“.
Mosfellssel (Þórðarsel).
VIII. Þórðarsel undir Illaklifi er einnig skráð á Stardal, en það ku hafa verið eitt fjögurra selja frá Mosfelli, sbr.; „Norðan undir klifinu [Illaklifi] er Þórðarsel sunnan við Selflá. Þar var haft í seli frá Mosfelli. Þar af eru Selfláarnöfnin dregin. Selið var byggt úr grásteini og er urð þar.“ (Ö.St.1). „Þórðarsel er kennt við sr. Þórð á Mosfelli, sem var á undan sr. Magnúsi Grímssyni. M.G. byggði það upp og endurbætti.“ (Ö.St.2:1 og athugasemdir Jónasar Magnússonar við örnefnaskrá).
IX. „Norðan við Tröllalágar sunnan í Þríhnúkum er Þerneyjarsel, tóttamyndir.“ (Örnefnskrá Ara Gíslasonar yfir Stardal. (Ö.St.1).
Esjubergssel.
X. „Austur og norður af Þríhnúkum er flóaspilda, er heitir Esjubergsflói. Í honum er Esjubergssel, er vel sést fyrir tóftum.“ (Ö.St.1). „Austan í honum [Esjubergsflóa] eru tóttir sem nefnast Esjubergssel og sjást þær enn greinilega. Flói þessi nær norður að Skarðsá er kemur úr Svínaskarði og fellur í Þverá norðan við Haukafjöll.“ (Ö.St.3).
XI. Móasel – „Selstöðu hafði jörðin hjá Esjubergsseli að eign eða láni“. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, III. b., bls. 347-348.)
Esjubergssel / Móasel – uppdráttur ÓSÁ.
XII. Lambhagi í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hafði jörðin að fornu í Stardal.“ (Jarðabók, III.b., bls. 317).
Skáli Ingólfs í Skálafelli?
XIII. Skáli Ingólfs – Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu.
Í Íslendingabók segir um skála Ingólfs í Skálafelli: Ingólfr fór um vorit ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit hann bjó í Reykjarvík þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi En Ingólfr nam land millum Ölvusár ok Hvalfjarðar fur utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út þá mælti Karli til ills fórum vèr um góð heröð er vèr skulum byggja útnes þetta hann hvarf á brott ok ambátt með honum Vífli gaf Ingólfr frelsi ók bygði hann á Vífilsstöðum við hann er kendt Vífilsfelt þar bjó hann lengi ok var skilríkr maðr Ingólfr lèt gera skála á Skálafelli þaðan sá hann reyki við Ölvusvatn ok fann þar Karla.”
Ef framangreint er rétt mun Ingólfur haft í seli í Stardal, fyrstur norrænna manna.
Skáli Ingólfs?
Í Landnámsbók segir: “Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.”
Stardalur – E[gill] J[ónasson] S[tardal].
Egill Jónason Stardal.
„Jörðin Stardalur er austasta ábýlisjörð í Kjalarnesshreppi og er á mörkum fjögurra hreppa: Kjalarness- Kjósar- Þingvalla- og Mosfellshrepps. Jörðin er mjög landstór en meginhluti landsins er fjalllendi og góðir fjárhagar á sumrum en vetrarríki mikið. Samkvæmt mælingum er bæjarstæðið í 147 m hæð yfir sjó og því á mörkum þess sem byggilegt má teljast. Nafnið Stardalur er ef til vill jafngamalt byggð í landinu, a.m. k. kemur það fyrir í máldaga Þerneyjarkirkju frá um 1220 sem settur er af Magnúsi Gissurasyni biskupi í Skálholti. Þar segir að Þerneyjarkirkja eigi selför í Stardal svo og afrétt. Svo er að skilja að þá sé engin byggð önnur á þessum slóðum.
Stardalur hefur samkvæmt Landnámabókum verið hluti af landnámi Halls goðlauss, sem þær segja að hafi numið með ráði Ingólfs í Reykjavík allt land millum Mógilsár og Leirvogsár og búið í Múla. Ýmsir fræðimenn og aðrir hafa gert því skóna að hið forna landnámsbýli Múli hafi staðið þar sem nú er bærinn Stardalur, en hér verður ekki tekin afstaða til þessara staðhæfinga. Fyrir þeim eru engin rök önnur en þau að örnefnið Múli er ekki til annarastaðar í landnámi Halls. Í landnámi því, sem honum er eignað, hafa verið í byggð á ýmsum tímum 15-20 býli, stór og smá, og hafa nöfn þeirra flestra varðveist og eru reyndar flest í byggð enn. Geta má þess að í túni umhverfis núverandi hús í Stardal eru miklar rústir eftir einhvers konar byggð, sumar mjög fornar, en einungis fornleifarannsóknir gætu skorið úr því hvort þær rústir varðveita leifar landnámsbyggar eða eru minjar eftir selstöðu sem þar var í margar aldir.
Jónas magnússon.
Nafnið Stardalur er að því er heimildarmanni þessa greinarkorns er best kunnugt all einstakt á Íslandi. Þó eru til Stardalir eða Starardalir (höf. hefur heyrt bæði nöfnin af munni innfæddra Kjósaringa) uppi á Eyrarfjalli í Kjósarhreppi. Þessir „dalir“ eru mýrarflesjur með tjörnum milli melholta og þar vex víða stör. Dalur sá sem verður upp af núverandi bæjarstæði Stardals, flatur í botn og allur vafinn grasi, nær alveg umluktur fjöllum: í norðri Skálafell, í vestri Stardalshnjúkur og frá austri til suðurs Múli; hefur af ýmsum, þ. á. m. föður undirritaðs, verið álitinn hinn rétti Stardalur og nafnið dregið af starargróðri þar. Þessi skoðun er þó umdeilanleg því af þeim fáu rituðu heimildum, sem geta Stardals, er helst svo að sjá að þá sé átt við lægð þá eða grunnan dal sem myndast milli fjalla Stardalshnjúks, Skálafells og Múla annarsvegar og heiðasporðs Mosfellsheiðar hinsvegar. Ekki eru nú kunnar eða finnanlegar rústir eftir neina byggð eða mannvirki svo víst sé í efri dalnum og flestar mýrlendisjurtir aðrar en stör einkenna flóru dals þessa, enda eru þar engar tjarnir eða samfellt votlendi sem stör vex í.
Magnús Jónasson.
Nafnið Stardalur er þekkt í Noregi og gæti, e.t.v. hafa flust þaðan með landnámsmönnum, en hér verður ekki reynt að rökstyðja þetta neitt nánar, aðeins bent á, sem fyrr greinir, að nafnið er býsna fornt.
Um upphaf byggðar og búsetu undir bæjarnafninu Stardalur er m.a. fjallað í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Þar segir m.a.: „Stardalur: Nýlega uppbygð fyrir þrjátíi árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykirst vita að þar hafi fyrri nokkurn tíma bygt ból verið… Hitt er almennilega kunnugt úngum og gömlum, þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney…“.
Egill Jónasson Stardal f. 14. sept. 1926 í Stardal, var sonur Jónasar Magnússonar, bónda þar og Kristrúnar Eyvindsdóttur k. h. Hér er notast við þá þekkingu sem hann nam af föður sínum frá barnæsku en Jónas dvaldi frá fjögurra ára aldri í Stardal til elliára, var bóndi þar frá 1914 til 1965 að hann afhenti jörðina syni sínum Magnúsi. Magnús Sigurðsson, faðir Jónasar, bjó einnig í Stardal, frá árinu 1894 til dauðadags árið 1910, en faðir hans Sigurður Guðmundsson frá Breiðavaði í Langadal í Húnavatnssýslu eignaðist jörðina og bjó þar á undan um nokkurt skeið eða frá 1871-1888. Fyrir daga Sigurðar árin 1850-1871, sat og átti jörðina annar Húnvetningur, Jónas Jónasson frá Gafli í Svínadal, og voru þeir Sigurður og Jónas áður kunnir að norðan.
Stardalur – túnakort 1916.
Jörðin hefur þannig verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1871 og þar á undan í eigu vinafólks hennar í nær aldarfjórðung eða frá 1850. Líklegt verður að telja að flest merkustu örnefni hafi varðveist mann fram af manni á þessu tímabili en ógjörningur er að segja um aldur þeirra fyrir þann tíma, nema þeirra fáu sem varðveist hafa í rituðum eldri heimildum. Þessi skrá hefur verið borin undir bræður skrásetjara, Magnús Jónasson, bónda og eiganda jarðrinnar, og Eyvind Jónasson verkstjóra, Glæsibæ 3 Reykjavík. Auk þess hefur verið haft til hliðsjónar handrit um örnefni í eigu Magnúsar Jónassonar, samið eftir lýsingu og drögum að örnefnaskrá Jónasar Magnússonar. Þá hefur verið stuðst við skrá í eigu Örnefnastofnunar sem samin er af Ara Gíslasyni, að því hann segir eftir forsögn Jónasar Magnússonar, en sú skrá er full af missögnum og auk þess er þar grautað saman örnefnum jarðarinnar og annarra jarða eða landareigna utan marka hennar án þess að sjáist glöggt hvað sé hvað.“
Bærinn í Stardal brann í janúar 1918.
Stardalsbærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar 2018. Þá hafði ekki verið búið þar um nokkurt skeið.
Heimildir:
-Stardalur – E[gill] J[ónasson] S[tardal].
-Árni Magnússon (1923-1924). Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þriðja bindi. Kaupmannahöfn. Hið íslenska fræðafjélag í Kaupmannahöfn.
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Stardal.
-Landnáma – 8. kafli.
-Íslendingabók, bls. 33.
Stardalur.
Rauðhóll – Sundhnúkagígaröðin – Arnarsetursgígaröðin
Gengið var frá Arnarsetri upp með norðanverðu Stóra-Skógfelli. Austan þess, í Skógfellahrauni (um 3000 ára) gegnt Rauðhól, var vent til vinstri inn á Skógfellaveg uns komi var að gatnamótum Sandakravegar til suðausturs yfir Dalahraun.
Stóra-Skógfell – Sandhóll nær.
Ætlunin var að ganga spölkorn til suðausturs eftir Sandakraveginum og taka síðan stefnuna til norðurs að syðsta gígnum á norðanverðri sprungurein Sundhnúkagígaraðarinnar, fylgja röðinni síðan eftir til norðurs og skoða umhverfi hennar að vestanverðu. Þetta svæði er að öllu jöfnu er mjög lítið gengið, enda bar mosinn umhverfis lítil merki ágangs.
Hrauntjörn í Arnarseturshrauni.
Slóð hefur markast í mosahraunið austan Arnarseturs svo auðvelt er að fylgja henni yfir að Stóra-Skógfelli, sem blasir við, ávalt, framundan. Gróið er í jöðrunum svo auðvelt er að ganga upp með fellinu. Þegar komið er nokkurn veginn á móts við það mitt má sjá hraunskil norður af. Að austanverðu er tiltölulega slétt Sundhnúkahraunið (2400 ára) og að vestanverðu nokkuð slétt Arnarseturshraunið (frá 1226). Gígaröðin þess sést vel þar sem hún liggur norðaustanundir megingígnum og teigir sig til norðurs. Á milli hraunanna sést gróinn bakki Skógfellahrauns. Undir bakkanum liggur greinileg gata niður með honum. Sennilega er um að ræða gamla götu er liggur síðan til vesturs yfir Arnarseturshraunið, áleiðis til Njarðvíkur.
Rauðhóll.
Gatan utan í Stóra-Skógfelli sést mjög vel þar sem hún þrengist upp í norðausturhorn fellsins, ofan hraunlínunnar. Ofan (austan) fellsins, kemur Rauðhóllinn í ljós. Hann er hluti af eldri gígaröð, sem enn stendur upp úr á a.m.k. tveimur stöðum. Hinn hóllinn er allnokkru norðaustar, oft nefndur Hálfunarhóll. Líklega hefur það eitthvað með vegalengdir upp í gegnum hraunið að gera. Sundhnúkahraunið rann þunnfljótandi umhverfis gígana og þekur nú eldra hraunið.
Sandakravegur.
Við stiku nr. 128 á Skógfellavegi eru gatnamót Sandakravegar. Þar austan við er stiga nr. 106 á þeim vegi. Glögglega má sjá götuna, markaða í klöppina, sem nú er að miklu leyti þakin mosa, liðast upp aflíðandi hæðina. Færa þarf stiku nr. 104 að veginum þar sem hann beygir til suðurs og síðan aftur til suðausturs skammt ofar. Þegar komið er upp á hæðarbrúnina blasir mikil helluhraunsslétta við. Vegurinn liðast mjúklega yfir hana. Þar sést djúpt farið allvel. Glöggir menn reka strax augun í gróna smáhóla á stangli nálægt veginum. Auðvelt væri að telja þeim trú um að þarna væri gróið yfir menn og skepnur, sem hafa orðið úti á ferð þeirra um veginn, en staðreyndin er hins vegar önnur.
Sandakravegurinn er að öllum líkindum ein „mesta þjóðleið“ allra tíma á Suðurnesjum. Um hefur verið að ræða meginþjóðleiðina milli austanverðrar Suðurstrandar Reykjanesskagans og svonefndra Útnesja, þ.e. Rosmhvalaness og nálægra svæða.
Skógfellavegur.
Ljóst er, af ummerkjum að dæma, að þarna hefur verið mikil umferð um aldanna rás, hvort sem um er að ræða menn eða skepnur. Um þessa götu hafa helstu fólksflutningar farið fram frá upphafi landnáms á Suðurnesjum, skepnurekstur sem og flutningar allir, s.s. skreiðaflutningar og verslunar- og vöruflutningar frá upphafi vega og alveg fram yfir aldamótin 1900, þ.e. í u.þ.b. 1000 ár. Ummerkin leyna sér ekki á sléttri hraunhellunni.
Af athugunum að dæma virðist augljóst að Skógfellavegurinn á sléttri hraunhellunni milli Skógfellanna og áfram suðaustur slétt helluhraun Dalahrauns, milli Stóra-Skógfells og Sandhóls vestan við Kastið utan í Fagradalsfjalli, hefur verið ein megin þjóðleiðin millum landshluta fyrr á öldum.
Grein götunnar sunnan Stóra-Skófells, virðist liggja með austanverðri Sundhnúkagígaröðinni til Grindavíkur. Hún virðist vera tengigata inn á hina fornu megingötu.
Hálfnunarhóll.
FERLIR nýtir jafnan ferðir á einstök svæði til að skoða meira en eitt tiltekið. Loftmyndir höfðu bent til að göt væri að finna vestan og norðan við Hálfunarhól. Milli hans og Stóra-Skógfells er lítill formfagur gígur. Gígur sá er utan við eldri gígaröð Rauðhóls, Hálfunarhóls og Kálffells, en gæti verið nyrsti hluti Sundhnúkagígaraðarinnar, sem m.a. sker austanverða öxl Stóra-Skófells. Í beinni stefnu frá honum til norðausturs, vestan og norðan Hálfunarhóls, virtist liggja hrauntröð eða gjá í eldra hrauni. Ljóst er að hraunið umhverfis hólanna er mun yngra en það sem frá þeim kom á sínum tíma. Rauðhóll og Hálfunarhól virðast þannig vera gígar eldra hrauns, sem sjá má næst hinu síðarnefnda. Þangað var ferðinni m.a. heitið.
Sundhnúkur.
Þegar komið var inn á þennan nyrðri hluta Sundhnúkagígaraðarinnar kom í ljós að hún er á kafla nokkuð ólík suðurhlutanum. Enn norðar, ofan við Mosagjárdal (Mosadal), samlagast hún honum hins vegar á ný. Á þessum stað má segja að beint augnsamband myndist við Kastið utan í Fagradalsfjalli í suðaustri og Nauthóla í norðaustri. Nokkrir smáskútar eru í hrauninu vestan og norðan við gíginn formfagra. Í einum þeirra hafði verið tekið til hendinni, grjóti hrúgað til kantsins og gólfið sléttað. Þarna hefur einhver, eða einhverjir, haft bæli um sinn, einhvern tímann.
Gíggjár í Sundhnúkahrauni.
Strax norðan við gíginn tekur við einstakt jarfræðifyribæri, opin sprungurein, nokkurs konar gjá. Hún er u.þ.b. einn kílómeter á lengd og víða 10-12 metra djúp. Hægt er að komast niður um göt á henni á a.m.k. þremur stöðum, en til að komast niður í álitlegasta gatið þarf stiga eða handvað. Þar niðri virðist vera talsvert rými, sem vert væri að skoða.
Þegar horft er á gjána sést vel hvernig þunnfljótandi kvikan hefur smurt veggi hennar og grjót á börmunum þannig að það lítur út eins og afrúnuð hnoð. Einstaka smágígur er á línunni og víða gróið yfir á köflum. Tvennt kemur til greina, þótt hið fyrrnefnda virðist líklegra miðað við stefnu og gígamyndanir, þ.e. að glóandi hraunkvikan hefur þrýst sér þarna upp úr jörðinni um tíma, en síðan sigið á ný, eða þunnfljótandi kvikan úr gígunum á barmi stórrar sprungu hafi runnið niður í hana og náð að fylla á köflum.
Gjá í Sundhnúkahrauni.
Meðfram sprungunni eru fallegir gígar, en þegar fjær dregur, verða þeir „eðlilegri“, sem fyrr sagði. Þetta svæði þarf að skoða miklu mun betur í góðu tómi. Ljóst er að þarna er enn ein dýrmæt perlan í hálsfesti Grindvíkinga
Þá var stefnan tekin til suðurvesturs í átt að Arnarsetri. Hraunkarl Sundhnúkahraunsins varð á leiðinni, en lét ekki á sér kræla. Þótt hraunið virðist úfið yfir á að líta er auðveldlega hægt að ganga á sléttu helluhrauni svo til alla leiðina. Þegar komið var niður á eldri gjallhrygg austan Skógfellavegar var stefnan tekin svo til beint á Arnarsetrið. Þannig var leiðin greið milli úfinna kafla.
Arnarsetursgígaröðin er fremur stutt, en því auðveldari skoðunar. Um er að ræða fallega klepragíga með ýmsum myndunum og litbrigðum. Vestur undir einum gíganna var gengið fram á stóran skúta með hleðslum fyrir að hluta (sem nam einu umfari). Þarna voru greinilegar mannvistaleifar. Gangnamenn gætu hafa notað skjólið til að bíða af sér vond veður, eða grenjaskyttur í hrauninu hvílt sig þar um stund. Ekki má gleyma að gömlu þjóðleiðirnar og göturnar eru líka fornleifar í skilningi þjóðminjalaga. Þann sess ættu hraunkarlarnir einni að skipa með réttu – a.m.k. sem náttúruminjar.
Nokkrir skútar og rásir eru í brúnum Arnarseturshrauns.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Arnarsetur.
Mosfellssel IV, Hólshús o.fl.
Í „Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ„, unna af Þjóðminjasafni Íslands árið 2006, var reynt að setja saman á einn stað flest það sem þegar var vitað um fornleifar á svæðinu, en minna reynt að setja þær í samhengi við búskaparhætti og tíma. T.d. er getið um Stóru- og Litlu-Grænuborg ofan Gljúfrasteins. Í heimildum kemur fram að Litla-Grænuborg hafi verið stekkur, en ekki reynt að tengja hann við fyrrum selstöðu frá Mosfelli, sem átti landið, þrátt fyrir að getið sé heimilda um að bærinn hafi átt sel þarna í ásnum, sem reyndar heitir Selás. Selstaðan hefur verið heimasel, enda stutt til bæjar. Í heimaseljum eru jafnan ekki aðrar minjar en stekkurinn. Þá er ekki reynt að greina einstakar minjar frá misvísandi heimildum, s.s. Selás og Hólshús, sem var ekki á ásnum heldur skammt austan Laxness.
Laxnes – fjárhús ofan bæjar.
Laxnes hefur sennilega verið í eigu Viðeyjarklausturs áður en þess er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-1552, þá komið undir Danakonung (Dipl. Isl. XII). Árið 1704 var þetta konungsjörð með tvo ábúendur (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 321-2) en 1847 var Laxnes komið í bændaeign og með tvo leiguliða (J. Johnsen). Það skiptist nú í Laxnes 1 og 2, og var Mosfellshreppur ásamt fleirum orðinn eigandi að Laxnesi 1 árið 1979. Jörðin er enn í ábúð (Jarðaskrár).
Litla-Grænaborg.
Í Örnefnalýsingu segir: „Nokkuð upp frá bænum, þegar landið hækkar, var Rétt, og er sýnd svo á korti; þar er nú Gljúfrasteinn, þar sem Halldór Kiljan býr. Þar upp af til norðurs heitir Selás…“ (Ari Gíslason).
Upp af Gljúfrasteini „…heitir Selás; þar voru eitt sinn byggð fjárhús, sem nefnd voru Hóll“ (Ari Gíslason).
Hólshús
Hólshús.
Í Örnefnalýsingu segir að upp af Gljúfrasteini, þar sem áður var Rétt heiti Selás og „…þar voru eitt sinn byggð fjárhús, sem nefnd voru Hóll“ (Ari Gíslason). Virðist líklegt að það séu fjárhúsin sem Halldór Laxness kallaði Hólshús og könnuð voru við fornleifaskráningu árið 1980. Skv. skrásetjara er þetta í gömlu túni eða grasi vöxnu stykki á melöldunum norðaustan við Laxnes. Landið er lítt gróið nema rétt umhverfis rúsirnar og hallar svolítið til vesturs frá þeim. Nánar tiltekið er þetta 25 m norðan við sumarbústað. Í raun er um að ræða stóra byggingu sem samanstendur af fjárhúsum, hlöðu, heytóft, tveimur fjárréttum og hrossarétt (Ágúst Ó. Georgsson).
Hólshús.
Fjárhúsin eru tvö (I) , um 9 x 10 m að stærð, og snúa í suður með innganga þeim megin. Eystra húsið hólfast í tvennt að endilöngu með grjóthlöðnum garða sem endar um 2 m frá norðurgafli og beygir hornrétt inn að eystri vegg. Í vestara húsinu eru leifar kofa (VII) sem byggður hefur verið utan í millivegginn sunnan megin eftir að hætt var að nota fjárhúsin. Þvert á afturgafl fjárhúsanna liggur hlaða (II) og virðist hafa verið inngangur í hana úr eystra húsinu. Hún er um 5×10 m að stærð. Við hlið hennar er svo heytóft eða heykuml (III), 2-3×7-8 m að stærð, með inngang að austanverðu. Veggjahæð er um 1,4 m í fjárhúsum og hlöðu en nokkru lægri í heykumlinu.
Hólshús – uppdráttur.
Vestan við húsin eru tvær réttir. Myndast austurhlið þeirra af afturstöfnum hlöðu, heytóftar og langvegg vestara fjárhússins. Nyrðri réttin (IV) er heldur stærri, um 10×12 m, en sú syðri (V) minni, um 4×13 m að stærð. Inngangar eru vestan megin, inngangur stærri réttarinnar þrengri og alveg upp við millivegg réttanna. Veggjahæð er um 48-50 sm. Auðsætt er að réttirnar hafa verið í notkun á sama tíma og fjárhúsin en nokkuð eldri er þriðja réttin (VI) sem nær utan um þær og betur til, um 20×28 m að stærð. Hún er ekki eins vel varðveitt, veggirnir lágir, um 20 cm, sums staðar útflattir eða, eins og í suðvesturhorninu, alveg horfnir. Glöggt sér þó móta fyrir öllum útlínum (Ágúst Ó. Georgsson).
Halldór Laxness sagði Guðjón föður sinn hafa byggt Hólshús og gat bent á einstaka hluta þeirra. Voru innri réttirnar fyrir fráfærur, sú stærri (IV) rétt Laxnesmanna en sú minni (V) sundurdráttarrétt Mosfellinga (Ágúst Ó. Georgsson). Þessu ber saman við upplýsingar úr Þjóðháttarannsókn stúdenta 1976: „Það var smalað sameiginlega til fráfæra á vorin, þegar Heiðin var smöluð. Það var farið eftir gamalli venju. Allur dalurinn rak í rétt í Laxnesi og í Helgadal“ Skv. Halldóri var stóra réttin (VI) utan um fjárréttirnar hins vegar hrossarétt (Ágúst Ó. Georgsson).
Stóra-Grænaborg
Stóra-Grænaborg.
Í Örnefnalýsingu segir að „Rétt sé þar sem nú er Gljúfrasteinn“ og „…þar upp af til norðurs heitir Selás“ og Hóll. „Þarna nokkuð ofan við Gljúfrastein, fast við veginn, er Grænaborg, allmikill rústarhaugur; þar skammt ofar… …er Bárðartóft“. Enn fremur: „Borgarholt er holt upp af Laxnessbæ og nær að Grænuborg“ (Ari Gíslason).
Skv. Fornleifaskráningu 1980 er Stóra-Grænaborg í lágum hól sem er hæstur að norðanverðu og hallar til suðurs, í uppnöguðu og lítt grónu holti. Um 30-40 m sunnan hennar rennur lækur og handan vegarins, í NV, er mýri. Nánar tiltekið eru rústirnar rétt sunnan megin við þjóðveginn til Þingvalla, um 400 m ANA frá Gljúfrasteini og um 850 m ASA frá Laxnesi (Ágúst Ó. Georgsson).
Stóra-Grænaborg.
Hóllinn er um 25×30 m að stærð og nálgast það að vera hringlaga. Vegurinn hefur tekið af honum nyrsta hlutann en sennilega einungis bláhornið. Á norðurhluta hólsins mótar fyrir hringlaga rúst. Ekki er hægt að giska nema nokkurn veginn á stærð hennar, um 8-9 m í þvermál. Taldi Halldór Laxness rústina vera af fjárborg og sem slík er hún skráð í friðlýsingarskjali. Rústin er mjög gróin og talin gömul, í yngsta lagi frá 19. öld (Ágúst Ó. Georgson). Við skoðun 2001 kom í ljós að girðing liggur þvert yfir rústina.
Stóra-Grænaborg – uppdráttur.
Í Örnefnalýsingu virðist gert ráð fyrir að Grænaborg sé nafn á rústarhaugnum eða hólnum þar sem auk fjárborgarinnar er rúst af yngra fjárhúsi (Ari Gíslason).
Í Friðlýsingaskrá segir við Laxnes: „Leifar af tveimur fjárborgum, Grænuborg og annarri ónefndri, hvorri sínum megin þjóðvegar skammt ofan við Gljúfrastein. Skjal undirritað af Þ[ór] M[agnússyni] 16.09.1976. Þinglýst 04.10.1976“ (Fornleifaskrá, bls. 16). Skv. Halldóri Laxness heitir fjárborgin í rústarhólnum Stóra-Grænaborg og sú sem er hinum megin vegarins Litla-Grænaborg (Ágúst Ó. Georgsson).
Upp við Stóru-Grænuborg, sunnar á rústahólnum mótar óljóst fyrir aflangri tóft. Sennilega hafa þetta verið fjárhús með heytóft við gaflinn norðan megin. Fjárhúsin, um 4×8 m að stærð, virðast hafa skipst í tvennt með garða sem legið hefur eftir þeim miðjum. Inngangar eru á suðurgöflum en þvert á norðurgaflana kemur heytóftin, um 4×5 m að stærð. Rústin er óljós og erfitt að segja með vissu til um lögun húsanna. Svo virðist sem nyrsti hluti byggingarinnar hafi snert eða tekið hluta af fjárborginni (Ágúst Ó. Georgsson).
Minni-Grænaborg
Litla-Grænaborg.
Skv. Fornleifaskráningu 1980 er Minni-Grænaborg í lágum hól. Í nöguðu og gróðursnauðu holti, rétt vestan við, er dálítil mýri. Nánar tiltekið er þetta á móti Stóru-Grænuborg, rétt norðan megin við þjóðveginn til Þingvalla, um 450 m NA frá Gljúfrasteini og um 850 m SAS frá Laxnesi (Ágúst Ó. Georgsson).
Þessi rúst virðist hringlaga, 10-11 m í þvermál. Hún er mun ógleggri og útflattari en Stóra-Grænaborg og engar grjóthleðslur sýnilegar. Taldi skrásetjari byggingarefnið hafa verið sniddu. Rústin er friðlýst sem fjárborg. E.t.v. hefur annað mannvirki verið byggt í henni miðri því þar virðist óljóst móta fyrir ferningslaga hústóft með inngangi, um 4×4 m að stærð. Þar eð rústin er öll mjög óljós gæti þetta þó einfaldlega verið innanmál fjárborgarinnar. Að mati skrásetjara er þessi fjárborg eldri en Stóra-Grænaborg (Ágúst Ó. Georgsson).
Mælingahóll
Mælingahóll.
Í gróðurlitlum mel í miðjum dal er svokallaður Mælingahóll. Melurinn lækkar frá honum í N og V. Nánar tiltekið er þetta um 200 m N við veginn sem liggur að sumarbústöðum í Laxneslandi, í krikanum á beygjunni á honum, um 600 m NA Gljúfrasteins og um 900 m A við Laxnes (Ágúst Ó. Georgsson).
Þetta er rúst sem er til að sjá sem gróin þúst eða stór þúfa. Ekki sjást miklar hleðslur en greina má grjót eða vörðubrot í sverðinum (Ágúst Ó. Georgsson).
Að sögn Halldórs Laxness var þetta landmælingavarða sem danskir mælingamenn frá herforingjaráðinu höfðu sem viðmiðunarpunkt við þríhyrningsmælingar í byrjun 19. aldar (Ágúst Ó. Georgsson).
Bárðartóft
Bárðartóft – uppdráttur.
Í Örnefnalýsingu segir: „Þarna nokkuð ofan við Gljúfrastein, fast við veginn, er Grænaborg… …þar skammt ofar, rétt við Jónsselslæk, er Bárðartóft. Þar sést bálkurinn, sem Bárður lá á. Þetta er beint vestur af Skákunum” í tungunni„sem eru milli Köldukvíslar og Jónsselslækjar… …yfir dyrunum lá hella” (Ari Gíslason). Skv. Fornleifaskráningu 1980-1982 er tóftin „…á smáþýfðu graslendi, sem hallar…” í suður „…niður að læknum.” Lækurinn „…rennur milli tveggja holta…” og ofan og norðan „…við tóftina er grýtt og gróðurlítið holt…”, líklega Bárðarholt „…sem Bárðartóft er syðst á…” skv. Örnefnalýsingu. Um 2 m vestan tóftarinnar er „grunnur vatnsskorningur”. Nánar tiltekið er þetta beint sunnan við þjóðveginn, um 1 km austan við Gljúfrastein og um 1,5 km suðaustan við Laxnes (Ari Gíslason; Ágúst Ó. Georgsson).
Rústin er um 5×8 m að stærð en innri brúnir veggja og þar með innanmál eru óörugg. Breidd veggja er þó um 1,5 m. Við norðausturgaflinn er talsvert þýfi og grjót og hefur hann því líklega verið í þykkara lagi fremur en að þarna hafi verið bakhús. Ytri veggjabrúnir eru óljósastar á þessum gafli. Hæstur er langveggurinn NV megin, um 0,7-0,8 m en veggurinn á móti er illa farinn og hefur á kafla næstum jafnast við gólfið. Inngangur er á suðvesturgafli og stefnan SV-NA. Um bálkinn og helluna í Örnefnalýsingu er einnig getið í Menningarminjaskrá en skrásetjari sá ekki móta fyrir þessu (Ágúst Ó. Georgsson).
Um Bárðartóft sagði Halldór Laxness: „Einhver einsetukall bjó þarna í kofa”. Þetta virðist ekki mjög gömul rúst eða frá því í kringum aldamótin 1900.
Heimild:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ, Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands 2006/2.
Garður utan í Selási.
Æsustaðafjall – tóftir
FERLIRsfélaginn, nú staðsettur í London, kom eftirfarandi boðum á framfæri: „Ég hitti mann í gær, sem lengi hefur verið með kartöflugarð í Skammadal milli Æsustaðafjalls og Helgafells. Hann telur mögulegt að aðra rúst (sel?) en þá sunnan í Helgafelli sé að finna í Æsustaðafjalli. Það á að vera lind í grennd við rústina, sem kartöflubændur fá vatn úr. Þangað á einnig að liggja stigi eða príla yfir girðingu.“
Haukur kom síðan með nákvæmari upplýsingar: „Hef nú spurst nánar fyrir um tóftina í Æsustaðafjallinu. Það á að vera einfalt að finna hana. Efsta gatan við kartöflugarðana nefnist A-gata. Tóftin á að vera til móts við hana miðja. Farið yfir prílu og þá eru innan við 100 m að henni. Þar á að vera laut og tóftin á að vera þar rétt við lind sem kartöflubændur taka vatn úr.“
Og þá var bara að leggja af stað í enn eina FERLIRsferðina – með von um árangur.
Þegar komið var inn á A-götuna miðja var nefnd príla yfir girðingu á vinstri hönd. Í hæðinni handan hennar blasti við stór tóft – að því er virtist. Við nánari skoðun kom í ljós fjárhús með samföstum heygarði. Hleðslur standa grónar og sjást hleðslur í veggjum. Trégafl hefur verið mót vestri, en annars hefur húsið verið úr torfi og grjóti.
Umhverfis er vel gróið, en nokkuð þýft, einkum mót suðri. Við nánari athugun kom í ljós tóft af húsi skammt sunnar, niður undir hlíðarrótum, sem fjárhúsið stendur í. Sú tóft er minni og snýr norður/suður. Þarna gæti hafa verið hús, en þó líklegra gerði, mögulega stekkur. Þótt ekki sé minnst á selstöðu frá Æsustöðum í Jarðabókinni 1703 er ekki þar með sagt að engin selstaða hafi verið frá bænum. Mögulegt er, miðað við afstöðu selsins þarna í hlíðinni, í skjóli fyrir austanáttinni, nægt vatn í lindinni og góðir hagar í Skammdal, miklir gróningar o.fl. að fjárhúsið, sem virðist vera frá lokum 19. aldar og/eða byrjun 20. aldar, gæti hafa verið byggt upp úr selshúsum, sem þarna voru. Þá gæti tóftin sunnan undir hlíðinni hafa tilheyrt því, enda virðist hún mun eldri en fjárhúsið. Fjárhúsið gæti og hafa verið beitarhús frá Æsustöðum.
Gangan tók 11 mínútur. Frábært veður.
Grafningssel – Þjófahellir
Í heimildum er getið um þrjú sel frá Nesjum; Kleifasel, Klængssel og Vallasel, öll í nánd við Selkletta, Selklif og Selskarð. Hvort um hafi verið að ræða sömu selstöðuna er ekki getið. Klængssel mun hafa verið vestan undir Selklettum, Kleifarsel í Jórukleif og Vallasel þar sem Nesjavallabærinn var síðar reistur suðvestanvert nið Nesjahraun. Selbrúnir eru ofan Torfadalslækjar við Jórugil. Ölvisvatn hafði selstöður í Gamlaseli við Selhól. Krókur hafði og selstöðu í heimalandi við Kaldá, á Seltöngum, líklega í Nýjaseli, sem þar er. Þá var sel á Selflötum frá Úlfljótsvatni. Austar og ofan við Selflatir er Úlfljótsvatns-Selfjall. Norðan þess er Svartagilsflöt. Þar við tjörn er Ingveldarsel, sel frá Úlfljótsvatni.
Selfellin eru fleiri á þessum slóðum. Villingavatns-Selfjall er inn á Hálsinum og Seldalur norðaustan þess, norðvestan Dagmálafells. Í Seldal eiga að vera tóftir tveggja selja, annars vegar Botnasel, sel frá Úlfljótsvatni, og hins vegar frá Villingavatni. Ætlunin var m.a. að leita uppi og skoða þessar mannvistarleifar, fyrrum búsetusögu svæðisins.
Nesja mun fyrst getið í gjafabréfi frá 1539. Gaf Erlendur Þorvarðarson lögmaður Margréti dóttur sinni jörðina ásamt mörgum öðrum til giftumála. Þá er jarðarinnar getið í Gíslamáldögum vegna þess að þaðan var kirkjusókn að Ölfusvatni.
Afrétt áttu Nesjar að sögn Jarðabókar Árna og Páls árið 1706 undir Hengli en um afrétti er fjallað síðar. Þá áttu Nesjar samkvæmt sömu heimild fleiri en eina selstöðu: „Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifasel, Klængsel og Vallasel.“
Í ritinu Sunnlenskar byggðir, III. bindi, er sérstakur kafli um selstöður í Grafningi. Þar segir meðal annars: „Hálendið upp af bæjunum telst til heimalands jarðanna. Er þar mikið beitiland og var fyrrum mjög notað til selstöðu. Sér þar víða til selrústa. Skulu hér nefnd þau sel sem þekkt eru: Sel frá Nesjum: Frá Nesjum er sel við Selklif, sem nú er í Nesjavallalandi. Liggur vegur þar rétt hjá niður að Þingvallavatni til sumarbústaða sem þar eru og einnig að Nesjum. …“
Nesjavellir eru úr upphaflegu Nesjalandi og urðu til sem býli árið 1820 eftir því sem segir í Árbók Ferðafélags Íslands árið 2003 (Sunnlenskar byggðir segja árið 1819). Var það sjálfseignarbóndi í Nesjum sem flutti þangað eftir að kona hans drukknaði í Þingvallavatni.
Í sóknalýsingu Björns Pálssonar frá 1840 segir: „Nesjavellir eru byggðir fyrir rúmum 20 árum.“ Nesjavalla er getið sem hjáleigu Nesja í Jarðatali Johnsens frá 1847. Neðanmáls kemur fram að jarðarinnar sé ekki getið í jarðabókum. Samkvæmt kaupsamningi í apríl 1964 og afsali frá 22. apríl 1965 eignaðist Reykjavíkurborg Nesjavelli.Nú er Orkuveita Reykjavíkur eigandi Nesjavalla samkvæmt eignaryfirlýsingu 1. október 2003, líkt og Úlfljótsvatns og fleiri jarða í Grafningi og Ölfusi.
Ölfusvatn eða Vatn er fyrst nefnt í máldaga kirkjunnar þar, sem talinn er frá 1180. Samkvæmt Vilkinsmáldaga frá árinu 1397 var hálft heimaland Ölfusvatns kirkjueign. Ekki er minnst á Hagavík. Nú er búið að koma upp litlum skiltum til upplýsinga og fróðleiks þar sem gamli bærinn á Ölfusvatni stóð.
Krókur er nefndur í Gíslamáldögum frá því um 1570. En þangað var kirkjusókn að Ölfusvatni. Þá átti Ölfusvatnskirkja hálft heimalandið. Eftir því mætti ætla að Krókur hafi verið sérstök jörð og lögbýli eins og kemur fram í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, en bæði Krókur og Ölfusvatn (Hagavík hjáleiga Ölfusvatns) voru þá eign Skálholtsstóls. Ölfusvatn og Krókur áttu selstöður í heimalöndum samkvæmt Jarðabók Árna og Páls.
Byrjað var að skoða Nesjaselin. Í Selskarði eru leifar húsa eða annarra mannvirkja. Á skilti við tóftirnar stendur m.a.: “Tóftir þessar hafa oft verið kallaðar Gamlistekkur og eru að minnsta kosti tvær þeirra enn sjáanlegar. Líklegt er að sú sem sunnar stendur hafi verið rétt eða aðhald en sú nyrðri virðist vera hústóft, líklega af litlu fjárhúsi. Vitað er með vissu að hér stóðu beitarhús frá bænum Nesjavöllum fram á 20. öld og réttin hefur verið stekkur meðan enn var fært frá. Nesjavellir byggðust úr landi Nesja snemma á 19. öld og hefur þessi staður þá verið stekkstæði og síðar beitarhús frá nýbýlinu.”
Tóft er þarna skammt norðar, greinilega hluti sels. Á skiltinu er fjallað um selsbúskapinn tóftarinnar sé ekki getið. “Ýmislegt bendir þó til að saga staðarins sé mun lengri. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1708 segir að Nesjar hafi átt þrjár selstöður í eigin alndi, Vallasel, Kleifarsel og Klængssel. Vallasel var á Nesjavöllum og Kleifarsel undir Jórukleif en líklegt má telja að Klængssel hafi verið hér á þessum stað og má í því sambandi benda á örnefnin Selskarð og Selkletta, en það er nafn á klettunum ofan og vestan við tóftirnar.
Selbúskapur tíðkaðist á Íslandi uma ldir og var tilgangur hans einkum að nýta beit í úthögum og minnka ágang búfjár á heimatúnum. Auk þess var gróður upp til heiða talinn kjarnmeiri og ærnar mjólkuðu betur af honum. Í seljum voru hafðar ær en stundum líka kýr og annar búfénaður. Að minnsta kosti ein selstúlka sá um mjaltir og afurðavinnslu og hafði smala sér til aðstoðar. Selbúskapur lagðist að mestu af á 18. öld og hefur svo einnig verið hér. Sögu staðarins lauk þó ekki þar með. Nafnið Gamlistekkur gefur ótvírætt til kynna að hér hafi verið stekkur síðar. Stekkir voru nokkurs konar réttir eða aðhöld, notuð til að stía sundur ám og lömbum á vorin. Í þeim voru oftast tvö hólf, sitt fyrir hvorn hópinn. Algengt var að stía á kvöldin og voru ærnar hafðar á beit um nóttina. Þá náðu þær að safna nægilegri mjólk til að hægt væri að mjólka þær að morgni.
Sunnarlega í Selklettum, sem eru hér vestan við, er hellir sem heitir Þjófahellir. Þangað eru um 500 metrar til suðurs. Í hellinum voru geymdir allt að 40 sauðir og má enn sjá þar allmiklar hleðslur fyrir hellisopinu. Hugsanlegt er að hellirinn hafi áður verið notaður við fráfærur á svipaðan hátt og stekkur því í honum er lítið hliðarhólf sem gæti hafa verið lambakró.”
Þjófahellir var skoðaður. Hann er í stuttri hrauntröð austan í syðsta gígnum. Gengið er niður í jarðfallið um gróið jarðfall og eru hleðslur móti veggnum að opinu. Fyrirhleðsla er hægra megin í hellinum sem og innst í honum, þar sem hann opnast áfram upp í hrauntröðina.
Þá var ákveðið að skoða Vallasel í tóftum gamla Nesjavallabæjarins. Tóftirnar eru enn greinilega nroðan við þjóðveginn. Skilti við þær segja m.a.: “Þó saga byggðar á Nesjavöllum sé ekki ýkja löng sjást um hana allmiklar minjar. Ein ástæða þess er sú að Nesjavallanbærinn hefur ekki alltaf staðið á sama stað. Fyrsta bæinn reisti Þorleifur Guðmundsson úr landi Nesja. Hann var bóndi þar en fæddur 1770 í Norðurkoti í Grímsnesi. Líklegt er að hinn fyrsti Nesjavallabær hafi verið byggður rétt fyrir 1820 á gamalli selstöðu, Vallaseli.”
Þegar tóftirnar við bæinn eru skoðaðar má sjá selleifarnar suðaustan við hlaðinn garð. Þar má sjá tvö hús, auk annars óljósari.
“Sagt var að Þorleifur hafi flutt bæ sinn eftir að fyrri kona hans, Guðrún Magnúsdóttir frá Sýrlæk, drukknaði í Þingvallavatni. Gat hann þá ekki hugsað sér að sjá út á vatnið þar sem slysið vildi til. Þorleifur giftist aftur eftir að hann flutti að Nesjavöllum. Seinni kona hans hét Guðný Bjarnadóttir og komust 9 börn þeirra á legg en fyrir átti Þorleifur 5 börn. Hann andaðist á Nesjavöllum 8. janúar 1836. Þá tók við búi Grímur, sonur hans, afi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann var annálaður fyrir refaveiðar og var atorkumaður mikill. Hann byggði bæinn upp á nýjum stað, syðst á Völlunum, skammt þar frá sem hann er nú. Ástæða flutningsins er talin sú að erfitt var með vatnsból á þessum stað. Sunnan við syðstu tóftina er þó svolítill mýrarpyttur og er hugsanlegt að það hafi verið vatnsból elsta bæjarins. Nesjavellir voru erfið jörð hvað heyskap varðaði og dugði ekki hey það sem náðist af túni og engjum. Bærinn var forðum í þjóðbraut, þá er farinn var hinn forni Dyravegur.
Sé tekið mið af lýsingum [í Jarðabók ÁM] er líklegast að bærinn hafi verið byggður á selstæðinu. Slíkt var algengt, enda selstæði valin með tilliti til beitar í nágrenninu, vatnsból og gjarnan einhver slægja, líkt og venjulegt bæjarstæði.”
Kleifarsel er í Jórukleif. Þar er tvískipt tóft, sem bendir til þess að þar hafi verið skógarsel, a.m k. undir það síðasta. Líklega hefur ekki verið fé í Kleifarseli, enda erfitt um vik. Selið stendur hátt og auk þess sem ummerki í tóftunum benda til framangreinds. Tóftirnar eru heillegar, einar heillegustu selsleifarnar í Grafningi, en það bendir til þess að selið hafi verið notað lengi fram eftir 20. öldinni.
Í lýsingu Brynjúlfs Jónssonar í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899 kemur eftirfarandi fram um rústir í Kleyfardölum: „Kleyfardalur heitir suðvestur með hlíðinni, lítill dalur og þó fagur, en hrikalegt í kring. Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng, tvískipt og eru engar dyr á milliveggjum, en útidyr úr báðum tóftum á suður hliðvegg. Hin, fjóstóft (eða kvíatóft?), 8 fðm. löng og 2 1/2 fðm. breið hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft. En þar um get eg þó ekkert sagt, því fönn lá þar yfir, svo eigi sást hvort hér er tóft eða ekki. Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum(?) [týndar tóftir og þó] og síðar orðið, ásamt þeim hjáleiga frá Nesjum.“
Brynjúlfur er hér að lýsa framangreindum tóftum í Jórukleif – fyrir rúmri öld síðan. Allt, sem sagt hefur verið um skógarsel, stendur sem fyrr, enda bera rústirnar þess merki enn þann dag í dag.
Jórukleif heitir eins og kunnugt er eftir Jórunni bóndadóttur úr Sandvíkurhreppi í Flóa, sem ærðist þegar hestur föður hennar beið lægri hlut í hestaati. Hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Svo hljóp hún með lærið yfir Ölfusá og upp Grafning og nam ekki staðar fyrr en uppi í Hengli. Þar settist hún að í Jóruhelli.
Af Jórusöðli, hnjúk í Henglafjöllum, fylgdist hún með ferðamönnum bæði sem fóru um Grafning og Dyraveg. Í Jórukleif sat hún svo fyrir ferðamönnum, rændi þá og drap. Þessu linnti ekki fyrr en Noregskonungur fann upp ráð til að koma henni fyrir kattarnef.
Haldið var upp að Grafningsrétt á Selflötum. Þaðan var ætlunin að ganga upp með Úlfljótsvatns-Selfjalli og inn í Seldal, yfir Klóarstíg og Selhás inn í Laxárdal og norðan við Kattatjarnarhryggi með Djáknapolli um Tindgil og niður með Stapafelli sunnanverðu að Þverá. Við hana var ætlunin að skoða Seltanga sunnan Mælifells og halda síðan niður með ánni, hinum hrikalegu Ölfusvatnsárgljúfrum að Selhól.
Á austanverðum Selflötum er að því er virðist grónn hóll. Stiku á merktri gönguleið hefur verið stungið í „hólinn“. Um er að ræða gamalt sel. Sjá má móta fyrir rýmum með sambyggðum stekk að austanverðu. Tóftin er mjög gróin og nánast hringlaga. Vellirnir hafa verið hið ágætasta beitar- og slægjuland. Lækur er norðan við selið.
Grafningsbændur hlífðu slægjum heima fyrir og höfðu í seli líkt og aðrir bændur á Reykjanesskaganum. Hér kom það einnig til að bjarga þurfti búsamla á sumrin undan mýbitinu á bokkum Sogs og Þingvallavatns. Voru kýr hafðar í seli, auk sauðfjárins.
Þegar gengið var upp með Úlfljótsvatns-Selfjalli sást vel yfir Grafningsréttina, nánast hringlaga. Hún hefur verið hlaðinn úr grjóti að innanverðu, en torfi og grjóti að utanverðu. Síðan hefur timburverki verið bætt við og hún stækkuð. Þá var haldið yfir að Grafningsrétt. Grafningsréttir voru settar 1910, en fram að þeim tíma þurftu Grefningar að stunda Ölfusréttir, sem þóttu fjarlægar.
Þegar komið var inn í Seldal var stíg fylgt til suðurs, upp með læk. Þar á vestanverðum bakkanum, syðst í dalnum, voru greinilegar seltóftir. Lækurinn hefur einhverju sinni verið stærri og náð grafa bakkan undan austustu tóftinni. Tvær aðrar stærri eru á öruggari stað. Þær eru grónar og sjá má hleðslur í þeirri vestustu. Lítið rými er norðan hennar, sennilega eldhúsið. Tóftin, sem lækurinn hefur fjarlægt að hluta, hefur sennilega verið kví. Lind kemur upp úr gróningunum vestan við selið. Þarna er um að ræða svonefnt Botnasel, sel frá Úlfljótsvatni. Selstígurinn þangað hefur verið langur, enda á ystu mörkum að vestanverðu. Selstaðan hefur verið góð og þess vegna nýtt til hins ýtrasta, líklega mun lengur en selstaðan á Selflötum og í Ingveldarseli.
Um dalinn liggur Klóarstígur, gömul þjóðleið milli Grafnings og Ölfuss. Hann sést vel á löngum kafla eða allt þar til línuvegur hefur verið lagður í far hans á Selhálsi vestan dalsins. Norðvestast í dalnum, undir Selhálsi, eru seltóftir. Þær eru reglulegar, en orðnar mjög jarðlægar. Þrjú rými eru þó greinileg í tóftinni, auk þess sem stór tóft er skammt ofar, sennilega stekkur. Allt er þarna mjög gróið. Þetta mun hafa verið sel frá Villingavatni.
Haldið var upp Selháls og yfir í Laxárdal, gróinn og formfagran. Súlufelli er nyrst í dalnum. Haldið var yfir öxl þess að vestanverðu, um Smjördal og niður með Djáknapolli, stóru djúpgrænu vatni, nyrst svonefndra Kattatjarna. Haldið var niður Tindgil með útsýni upp að Lakahnúk í suðir og Hrómundartind norðan hans. Í grónu gilinu var gengið fram á löngu dauða kind sem refurinn hafði nýtt til fullnustu. Annars myndu uppdalir Grafningsins rúma allt fé banka og sparisjóða landsins, auk Seðlabankans, svo rýmilegir og grónir sem þeir eru.
Stapafellið, gróið upp í topp, er norðan gilsins og Mælifellið framundan í norðnorðvestri. Þveráin rennur þarna með hlíðum og austan Mælifells. Vestan við ána er Nýjasel. Ef farið hefði verið norður fyrir Súlufell hefði verið komið að Króksseli yfir Hempuhól, sem þar er ofan gils austan Kaldár, fast í fjallsrótunum. Tóftir þar eru mjög jarðlægar, enda taldar mjög fornar, skv. örnefnalýsingu. Hóllinn dregur nafn sitt af því að þar átti djákninn (skv. sögunni) að hafa verið klæddur úr hempunni áður en honum var drekkt í pollinum.
Björn Pálsson færði selstöður inn á kort sem fylgdi sóknalýsingu hans. Allar voru þær aflagðar nema frá Ölfusvatni: „Ein var samt tekin upp í fyrra frá Ölvesvatni og aftur brúkuð í sumar; mun það því ekki hafa skaði þókt. „Eftir korti Björns að dæma virðist þetta sel hafa verið skammt frá mörkum Grafnings og Ölfuss. Er það væntanlega selið, sem kallast Nýjasel í ritinu Sunnlenskar byggðir, en þar segir og um sel frá Ölfusvatni og Króki: „Sel frá Ölfusvatni: Gamlasel var í kvos sunnan undir Selhól í Ölfusvatnshólum. Rennur Ölfusvatnsá þar rétt hjá og er Kaldá þar komin í ána. Þetta sel er ævagamalt. Þarna handhjuggu fylgdarmenn Þórðar kakala Þorstein Guðnason, fylgdarmann Gissurar Þorvaldssonar, …“
Sunnan frá Mælifelli gengur rani að ánni. Vestan í þessum rana, við Seltanga, eru tættur Nýjasels. Hér er talið hafa verið síðast haft í seli í Grafningi, árið 1849. Síðasta selstúlkan var Anna Þórðardóttir, síðar húsfreyja að Villingavatni (1850-1888). Nýjasel er móti norðvestri við smátjörn á mýrarbletti sem er alveg við selið. Selið var meira en klukkutíma gangur að því frá Ölfusvatni. Var fénu beitt í Laka. „Er þetta eina selið sem er vitað með vissu, hvenær var síðast notað, en það var 1849. …“ Tóftirnar eru greinilegar og verða greinilegri með hverri ferð.
Mikið beitarland eru vestan við Stapafell. Auk þess er vel gróið handan við það, þar sem Kaldá á upptök sín. Segja má að áin komi þar upp úr jörðinni. Lindir eru utan í fjallsrótunum og eru þar fæðingablettir árinnar.
Selið frá Króki var út við Kaldá rétt ofan við efstu flúðirnar. Þór Vigfússon víkur að þessum seljum í Árbók Ferðafélags Íslands árið 2003. Einnig getur hann um þörf bænda fyrir að forða búpeningi á sumrum undan mýbiti á bökkum Sogs og Þingvallavatns. Samkvæmt Nýrri jarðabók frá 1861 eru Krókur og Hagavík talin hjáleigur frá Ölfusvatni.
Þá var Kaldá fylgt til norðausturs austan við Ölfusvatnsgljúfra að Selhól. Selhóll er rúman kílómetra ofan við Grafningsþjóðveginn. Þar sunnan í eru tóftir Gamlasels sem ekki er vitað hvenær lagt var af.
Á skilti við Gamlasel má m.a. að sjá eftirfarandi: “Í Gamlaseli var selstaða frá Ölfusvatni um aldaraðir. Sels frá Ölfusvatni er getið í Þórðar sögu kakala í Sturlungu og hafa verið leiddar að því líkur að um sé að ræða þetta sel. Þar segir frá því er Björn Dufgusson og menn hans leita uppi Þorstein Guðnason og handhöggva hann utan við selið. Mun það hafa verið árið 1243. Þorsteinn þessi var heimamaður Símonar knúts bónda á Ölfusvatni og hafði átt hlutdeild að vígi Snorra Sturlusonar 1241.”
Tóftir Gamlasels eru reglulegar og dæmigerðar fyrir yngri gerð selja; meginrými (baðstofa) og tvö minni til endans að austanverðu (búr og eldhús). Dyr baðstofunnar eru mót suðri. Hún hefur verið rýmileg á þeirra tíma mælikvarða. Nú er tóftin gróin og ekki sést móta fyrir hleðslum. Þarna gegnt selinu sunnan undir Selhól koma saman Þverá og Kaldá og heita þá Ölfusvatnsá. Þetta sel getur varla hafa verið það er segir frá í umræddri sögu. Tvennt kemur þó til. Annað hvort hefur verið byggt yngra sel upp úr því gamla eða selið verið annars staðar. Eldri seltóftir eru nánast undantekningalaust þrískiptar, en mjög óreglulegar. Tvö rýmanna voru nánast jafnstór og eitt minna (eldhúsið). Þá bendir sýnileiki tóftanna í Gamlaseli ekki til þess að þær geti verið af elstu gerð selja. Selið í Seldal er t.a. mynda mun ógreinilegra, en þó með nýrra laginu.
Á skiltinu stendur jafnframt: “Þeir spurðu, að Þorsteinn var í seli. Þangað reið Björn Dufgusson og þeir fimm saman. Þeir tóku Þorstein höndum, og spurði Björn, hver höggva vildi af honum höndina. Sigurður hét maður, er kallaður var vegglágur. Hann var norrænn og hafði verið kertisveinn Skúla hertoga. Hann fór út hingað með Snorra og var þá í Reykholti, er Snorri var drepinn. Hann bað fá sér öxina, – sagði sér það þá í hug, er þeir drápu húsbónda hans, að hann skyldi gera einhverjum þeirra illt, er þar stóðu yfir, ef hann kæmist í betra færi um. Þorsteinn rétti fram höndina vinstri. Björn bað hann hina hægri fram rétta – kvað hann með þeirri mundu á Snorra hafa unnið, frænda hans, – “enda skal sú af fara.” Eftir það hjó Sigurður hönd af Þorsteini. Gerðu þeir eigi fyrir þat meira að, að Þorstein mæddi blóðrás. Eftir þat rændu þeir hrossum og lausafé. Og síðan riðu þeir vestur yfir heiði og svo til Dala. Fóru þaðan heim í Flatey.”
Seltóftin í Gamlaseli er lítil og einföld og dæmi um sunnlenskt sel eins og þau voru á 18. öld. Á 19. öld var selstaða Ölfusvetninga færð upp í Nýjasel.”
Þegar tóftin er skoðuð er hún dæmigerð fyrir sel á Reykjanesskaganum, en hversu sunnlensk hún er skal ósagt látið. Sem fyrr segir lögun selsins dæmigerð fyrir nýrri gerð selja og er stærð þess einnig dæmigerð, utan meginrýmisins, sem er óvenjustórt í hlutfalli við önnur rými. Selið er í skjóli, líkt og fjölmörg önnur sel á skaganum og er staðsetning þess greinilega valin með hliðsjón af beit, vatnsöflun, aðhaldi og hrístöku. Ef tala á um sérstöðu selja í Grafningu þá ber helst að nefna að þau eru flest svipuð að stærð og lögun; tvírýma þar sem annað rýmið er stærra. „Sunnlensk“ sel voru jafnan þrírýma.
Gangan tók 5 klst og 5 mínútur. Frábært veður.
Heimildir m.a.:
-Þór Vigfússon, s. 166. Sunnlenskar byggðir III. b., s. 159 – 262.
-Árnessýsla – Sýslu- og sóknalýsingar, s. 182-186.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 2. b., s. 378–380.
-Árbók Ferðafélags Íslands 2003.
-Sunnlenskar byggðir.
-Orkuveita Reykjavíkur og Fornleifastofnun Íslands.
-Örn H. Bjarnason.
Hvaleyrarsel – rétt
„…Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi.
Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði.
Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla. Efri hluti Kapelluhrauns er nefndur Bruni, og nær það nokkuð suður á móts við Stórhöfðann. Sunnan og neðan við Stórhöfða er hraunið nefnt Stórhöfðahraun, upp með Brunanum fyrrnefnda.“
Hvaleyrarsel – stekkur.
Framangreind selsrúst „sunnan“ undir Selhöfða hefur löngum verið talið beitarhús, en við nánari skoðun virðst hún fremur vera leifar selstöðu. Rýmið er tvískipt; baðstofa og búr, en ekki mótar með góðu móti fyrir eldhúsi. Mikið graslendi er bæði norðan og vestan við rústina.
Réttin framangreinda stendur enn í Selhrauninu, mjög heilleg og svo er að sjá að þangað hefur enginn komið um langa tíð.“
Umfjöllun um Hvaleyrasel og nágrenni þess má sjá víða á vefsíðunni.
Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri – Ari Gíslason – ÖÍ.
Hvaleyrarvatn og nágrenni – minjar (ÓSÁ).
Fóelluvatn – Guðrúnartóft
Gengið var norður Mosa frá Vesturlandsvegi áleiðis að Fóelluvatni (Fóelluvötnum-Efri) ofan við Neðrivötn vestan Vatnaáss neðri í Elliðakotsheiði. Ætlunin var að skoða svonefnda Guðrúnartóft utan í Vatnaási efra sunnan Lyklafells, nokkurn veginn á milli vatnanna.
Guðrúnartóft.
Haldið var upp með Vatnahlíð vestan Vatnaáss neðri með stefnu á Lyklafellið. Ofan við ásinn var beygt til austurs og síðan haldið niður á neðri
Vötnin heita fullu og réttu nafni Fóelluvötn og eru kennd við andartegund, er fóella nefnist. Vötnin eru ein stærsta breiðan, er myndast hefur í Leitarhrauni á leið þess til sjávar.
Vötn takmarkast að austan af svokölluðum Öldum, sem eru einar þrjár eða fjórar og liggja frá suðvestri til norðausturs. Eru öldur þessar augsýniega misgengi. Að sunnan takmarkast Vötnin af Sandskeiði og Sleðaási og Lakheiði, þegar vestar dregur. Sandskeið er orðið til við framburð sands og leirs úr hlíðum Vífilsfells eða úr giljum í fjallshlíðinni þar nærri. Að norðan markast Vötnin af móbergsmyndunum. Ber hæst Lyklafell. Tryggvi Einrasson í Miðdal (1901-1985) kallar einungis Fóelluvatn það sem sjá má norðan Vatnaáss neðri. Þar hefur áður verið blautara og meira vatn en annars staðar á svæðinu.
Guðrúnartóft – uppdráttur.
Lyklafell er 281 m.y.s. Syðsti hluti þess er stundum nefnt Litla-Lyklafell. Fellið hefur orðið til í gosi undir jökli á sprungum sem legið hefur norðaustur og suðvestur, en jafnframt verið nokkuð snúin. Þetta gefur fellinu sérkennilega lögun, sem minnir á fornan lykil með stóran skúf, stilk og stórt skegg.
Nyrsti hluti Lyklafells er skúfurinn, en syðsti hluti þess skeggið, og hálsinn á milli er lykilsstilkurinnn. Blasir þetta við sjónum hvers og eins, sem fer ofan Öldur (t.d. eftir línuveginum). Auk þess tengist nafnið við ferðir bryta frá Skálholti er mun hafa tapað lyklum sínum við fellið, a.m.k. skv. þjóðsögunni þess efnis. (Sjá HÉR).
Tóftin á Vatnaási efri, sem nefnd hefur verið Guðrúnartóft, á sér meiri sögu en fljótt á litið virðist líklegt. Þarna hefur verið gerð ein síðasta tilraun til selstöðu hér á landi, ef skilja má heimildir rétt. Hjónin Guðmundur Guðmundsson og Guðrún Hákonardóttir frá Lága felli í Mosfellssveit reyndu að koma sér upp aðstöðu í Vötnunum og reistu hús þar, sem tóftin er nú. Var þetta að öllum líkindum árið 1823. Stóð svo ein þrjú ár, en þá var þeim stökkt burt af yfirvöldum. Guðmundur, maður Guðrúnar, varð ekki langlífur, en Guðrún lifði mun lengur. Hún var ljósmóðir í sinni sveit og þekkt kona. Því hefur verið talið við hæfi að kenna tóftina við hana.
Guðrúnartóft við Fóelluvötn.
Athyglisvert er að jarðfastur steinn hefur verið hafður að gaflhlaði í húsinu, sem staðið hefur á tóftinni. Skúli Helgason, fræðimaður, hefur ritað skilmerkilega grein um tóftina, er nefnist: „Gamla rústin við Fóelluvötn og fólkið sem kom þar við sögu“, í Árbók fornleifafélagsins 1981, bls. 118-128.
Fjölfarið hefur verið um Vötn áður fyrr af gangandi mönnum, lestarmönnum eða mönnum lausríðandi. Mjög er nú tekið að fyrnast, hvernig alfaraleiðir hafa legið um Vötn. Þar eru nú engar glöggar slóðir lengur með vissu. Elstu og sennilega bestu heimildir um fornar leiðir um Vötn er að finna í lýsingu Ölfushrepps 1703 eftir Hálfdán Jónsson á Reykjum. Þar nefnir hann veg úr Hellisskarði um Fóelluvötn Helluskarðsveg.
Gengið var til baka milli ásanna og niður á Vesturlandsveg.
Frábært veður.
Heimildir m.a.:
-Hesturinn okkar 1989, 2.-3.tbl. – Riðið í Lækjarbotna og Vötn…
Fóelluvötn – tóft.
Vörðubendill
Frumvarp Alþings til vegaumbóta 1857: Samþykkt sem tilskipun af konungi 1861; 12. gr.- vörðubendill:
Þegar horft er til varða á þétthlöðnum hesta- og vagnvegum Reykjanesskagans, s.s. Skipsstíg, Árnastíg og Prestastíg (Skógfellavegur og Sandakravegur urðu aldrei ruddir sem að vagnvegir) má jafnan sjá stein (vörðustein) standa út úr heillegustu vörðunum. Þetta vekur jafnan athygli „vegfarenda“, en fáir hafa velt fyrir sér tilgangnum, sem hlýtur að hafa verið einhver? Þetta eru vörður sem hlaðnar eru eftir 1861 skv. þágildandi skipan konungs (frá 15. mars 1861) sbr. áður nefnd tillögudrög Alþingis að vegaumbótarlaga frumvarpi frá 1857: „12. gr.: „Á öllum þeim fjallvegum, sem ferðamenn eru vanir að fara á vetrardag, skal hlaða vörður, og skal einnig gjöra sæluhús, þar sem yfirvaldi þykir þörf á. Eiga vörðurnar að vera, þegar því verður við komið, svo nálægt hver annari, að tvær að minnsta kosti sjáist í einu, þegar þoka er yfir; skal þar að auki á hverri vörðu vera gjörður stallur, eður annað merki, á þeirri hlið, sem snýr til norðurs, ferðamönnum til leiðbeiningar“.
Varða við gamla Þingvallaveginn.
Krýsuvíkurkirkja – endurbygging
Þann 2. janúar 2010 brann Krýsuvíkurkirkja til kaldra kola.
Mörgum þótti mikill missir í þessari litlu sveitakirkju enda hafði henni verið haldið sæmilega vel við síðustu ár. Aðeins nokkrum dögum eftir brunann, voru stofnuð samtökin Vinafélag Krýsuvíkurkirkju og ákveðið að kirkjan skyldi endurbyggð. Kennarar og nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði tóku verkið að sér. FERLIR heimsótti Iðnskólann til að sjá hvernig verkið gengi þar sem grindaruppbyggingin var langt komin framan við gamla Álhaldahús Hafnarfjarðarbæjar við Flatahraun.
Upprunalega kirkjan, sem brann, var byggð árið 1857. Kirkjuhúsið var bæði notuð fyrir helgihald og síðar búsetu. Um aldarmótin 1900 var hún orðin illa farin. Kirkjan var síðan afhelguð árið 1929, en búið í henni um tíma. Um 1960 var kirkjan svo lagfærð og endurvígð 1964.
Eftir brunann var stofnað Vinafélag Krýsuvíkurkirkju er hafði það m.a. að markmiði að endurgera kirkjuna á sínum stað. Nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði tók verkið af sér og endurbyggingin unnin í samstarfi við Þjóðminjasafnið, sem hafði umsjón með gömlu kirkjunni á meðan var og hét.
Hrafnkell Marinósson er deildarstjóri byggingadeildar Iðnskólans. „Notast er að mestu leyti við handverkfæri. Engar skrúfur eru notaðar, ekkert lím heldur fyrst og fremst gamaldags samsetningar. Allt er gert á gamla mátann. Höggnar eru holur og grópir gerðar. Notaðir eru trétappar og reynt að virða gamlar samsetningar.
Verkið er m.a. unnið í samvinnu við Tækniskóla atvinnulífsins, t.d. varðandi flesta málningar-vinnu. Þetta er sérlega gott verkefni til að viðhalda gömlu handverki“.
Stefnt er að því að koma „nýju“ kirkjunni fyrir á grunni þeirrar gömlu í Krýsuvík n.k. sumar.
Heimild:
–http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4565168/2011/03/27/1/
Krýsuvík 1810.
Sandakravegur – Skógfellavegur – fornleifar
Sandakravegurinn liggur inn á gatnamót við vesturenda Drykkjarsteinsdals norðvestan Slögu, með brún Litla-Borgarhrauns undir hlíðum Borgarfjalls, um Nátthagakrika til norðvesturs, áfram sunnan Einbúa, með brún Borgarhrauns undir hlíðum Kastsins og Sandhól.
Skógfellavegur.
Þar greinist vegurinn, annars vegar til norðvesturs yfir Dalahraun í átt að norðausturhorni Stóra-Skógfells þar sem hann kemur inn á Skógfellaveg, og hins vegar um Fremstadal og Miðdal undir hlíðum Fagradalsfjalls, framhjá Innri-Sandhól, um Innstadal og inn á Nauthólaflatir syðst í Fagradal. Þar liggur vegurinn um uppfokna mela og Aura, niður í Mosadal, um Mosadalsgjá og inn á Skógfellaveginn skammt ofan við Stóru-Aragjá (Brandsgjá). Vegurinn sést reyndar ekki þar sem hann liggur um Nauthólaflatir, Aura og Mosadal, bæði vegna hreyfanleika jarðvegsins að ofanverðu sem og ásókn mosans að neðanverðu.
Skógfellavegurinn er mest áberandi þar sem hann er djúpt markaður í slétta klöpp Skógfellahraunsins. Hraunið er um 3000 ára gamalt. Sandakravegurinn milli Stóra-Skógfells og Sandhóls er markaður á sama hátt í slétta klöpp Dalahrauns. Af ummerkjum að dæma virðist þarna vera um sömu götuna að ræða. Hún gæti því hafa hafa verið nefnd öðru nafni fyrrum og verið meginleiðin á umferð milli Suðurstrandarinnar og Útnesjanna.
Líklega voru Sandakravegurinn og Skógfellavegurinn aðalþjóðleiðirnar til og frá Grindavík og að austan með Suðurströndinni alveg frá fyrstu tíð. Sundhnúkahraunið er um 2400 ára og engin hraun á sögulegum tíma hafa farið yfir göturnar frá því að land var numið í Grindavík.
Sandakravegur.
Arnarseturshraunið hefur ekki náð inn á hana. Þess vegna má alveg eins telja líklegt að Molda-Gnúpur, synir hans og aðrir fjölskyldumeðlimir, hafi fetað þessar götur fyrrum, líkt og allir aðrir, sem á eftir þeim komu. Sama gildir um Sandakraveginn. Sauðskinnsskórnir hafa kannski ekki einir sér séð um mörkunina, en hófar hesta, klaufir kúa og kinda og klær hunda hafa bætt þar um betur. Þarna er því um óraskaðar götur – áþreifanlegar leifar manna og dýra – hvort sem er af núttúrunnar hendi eða mannavöldum, alveg frá fyrstu tíð landnáms hér á landi.
Allar hinar þjóðleiðirnar til og frá Grindavík; Prestastígurinn, Skipsstígurinn og Árnastígur (nema norðan við Sundvörðuhraunið) eru þaktar að hluta til hraunum frá nútíma, einkum frá 13. öld.
Rauðhóll við Litla-Skógfell.
Grunur var um að Rauðhóll austan Stóra-Skógfells kynni að vera nýrri en aðrir gígar á svæðinu, en hann er örugglega eldri en Sundhnúkahraunið. Hóllinn er líklega hluti af Kálfafellshraunsmynduninni og Hálfunarhólshrauni og skv. því meira en 8000 ára gamalt, líkt og Sandhóllinn og Sandhólshraun, en önnur og eldri hraun við Skógfellin erum minna en 11.500 ára gömul.
Hinar fornu götur, Skógfellavegur og Sandakravegur eru því mjög merkilegar fornleifar, sem ástæða er til að varðveita. Reyndar má telja þessar tvær götur meðal merkustu fornleifa landsins.
Sandakravegur.