Strandarkirkja

Í Lesbók Mbl 20. febr. 1993 ritar Konráð Bjarnason grein,  „Sending af hafi jarðskjálftasumarið 1896„. Greinin fjallar m.a. um hús í Selvogi, sem voru byggð úr einstakri himnasendingu – strandreka. Konráð var áður búsettur í Hafnarfirði, ættfræðingur og fræðimaður, en hefur leitað heimaslóðanna á efri árum.

Arnarbæli

„Þann 13. nóv. sl. gaf að líta eftirfarandi fyrirsögn og frétt í MBl: „Prestsbústaðurinn á Arnarbæli í Ölfusi var brenndur til grunna fyrir skömmu. Það voru slökkviliðsmenn í Þorlákshöfn sem stóðu að brunanum og notuðu tækifærið til æfinga í slökkvistörfunum. Eldurinn sást víða að enda stóð húsið á hæð og var hið reisulegasta. Það var byggt upp úr aldamótunum síðustu og var tvílyft hús á háum grunni.“ Svo mörg voru þau orð. Ekki svo ókunnugleg þó í ljósi reynslunnar síðustu aldarmisserin.
Á náttúruhamfaraárinu 1896 riðu skelfingar yfir að kvöldi hins 26. ágúst með ógurlegum jarðskjálfta er lét eftir sig í fyrstu lotu mörg hundruð hruninna bæja, einkum í uppsveitum Rangár- og Árnesþings. ekki var þetta nóg því nýjar skelfingar dundu yfir Skeið, Holt og Flóa, en minni háttar í Ölfussveit.. Um kl 2 aðfaranótt sunnudagsins 6. september reið yfir Ölfussveit voðalegur kippur sem felldi til grunna 24 bæi og 20 stórskemmdust. Meðal þeirra bæja var prestsetursbærinn að Arnarbæli.“
NeshúsUm þetta leyti strandaði skip utan við Selvog. Nær hádegi hafði drifið að strandstað flestalla vinnufæra menn í byggðalaginu, en þeir voru allmargir um þessar mundir. Það bakti mikla forvitni Selvogsmanna á leið til strandsstaðar með hvaða hætti strand þetta hafði borið að í nær dauðum sjó og góðviðri… að þessu sinni var sýnt að ævintýri hafði gerst á strandstað. Skip hafði komið af hafi undir fullum seglum hlaðið unnum góðviði til húsagerðar fyrir hina fjölmörgu nærsveitunga er stóðu yfir föllnum bæjarhúsum sínum niður í grunn sinn. Skipverjar gengu nær þurrum fótum til lands eftir flúðum er komu upp á fjöru…
Þegar Gísli hreppstjóri hafði rætt við skipsstjóra farskipsins var Selvogsmönnum sagt eftirfarandi: Skipið hét „Andrés“ og var frá Mandal í Noregi, á leið til Reykjavíkur með timburfarm til húsagerðar þar. Var þetta stórfarmur af unnum við, einkum panelefni. Þegar skipið nálgaðist Ísland kom mikill leki að því sem jókst og varð óstöðvandi þrátt fyrir að handdælur væru nýttar til hins ýtrasta. Skipverjar voru komnir að niðurlotum þegar þeir voru á móts við Selvog og vonlaust að n´fyrir Reykjanes. Tók skipstjóri til þess örþrifaráðs að sigla skipi sínu á grunn með stefnumið á Strandarkirkju þar sem sjór sýndist kyrrastur. Háflæði var og kenndi skipið grunns á flúðunum vestanmegin Strandarsunds.“
HlíðarendiByrjað var á því að færa skipshöfnina til lands og hlúa að henni. Þá tóku við björgunaraðgerðir farmsins. „Farmur á þilfari var fyrst borinn upp fyrir fjörukamb vestan Vindásbæjarrústa. Þar voru einkum tré er voru borin á öxlum tveggja manna. Þá komu plankar sem tveir báru og smáplankar, gólfborð, skífuborð, listar og mikið magn af plægðum viði eða panel. Svo virðist sem mestum hluta farmsins hafi verið bjargað óskemmdum á fyrstu dögum eftir strandið vegna þess hversu ládautt var. Á sama tíma var einnig bjargað silgingarbúnaði, áhöldum, tækjum og kosti. Honum uppborna viðarfarmi var staflað í aðgreind búnt eftir tegundum og síðan breitt yfir hann. Nokkuð af viði laskaðist í strandinu og var því safnað í hrúgur og selt samkvæmt sölunúmeri eins og annar viður. Hið verst farna fékk söluheitið hrak.“

Hlíðarendi í Selvogi - sögufrægt mannvirki

Uppboðið á varningnum var haldið 5. nóvember 1896. „Þegar uppboðsþing var sett var ljóst að fjölmargir væntanlegir kaupendur voru mættir á uppboðsstað. Þeir hafa komið úr mörgum hreppum Árnessýslu og víðar að en flestir úr Ölfushreppi. Þeir hafa þegar kynnt sér það sem í boði var og við blasti á malarkambi. Þeri hafa komist að raun um að hér var í boði nýr girnilegur húsbyggingarviður unninn til uppbyggingar á hærri, rýmri og betri húsakosti, en dreifbýlisfólk hafði átt að venjast hingað til. Timbrið var auk þess líklegt til að standa af sér eyðingaröfl þau er nýgengin voru yfir. Þeir sem komnir voru á strandstað með það í huga að byggja hús, allt að tveggja hæða, hafa tekið með sér smið og vinnumenn. Og þeir væntu þess óefað að gera góð kaup á rekafjörunni… Þeir sem stórtækastir voru á uppboðinu, sem stóð í tvo daga, voru stórhúsbyggjendurnir Þorbjörn í Nesi í Selvogi, séra Ólafur í Arnarbæli, Jón hrepstjóri á Hlíðarenda og Jakob í Auðsholti…“ Þessi menn byggðu tvílyft hús úr nefndum húsagerðarviði. „Hús þessi vitnuðu um stórhug og metnað byggjenda sinna og gegndu menningarhlutverki hvert á sínum stað. Þau eru nú fallin, utan eitt, Hlíðarendahús.

Heimild:
-Konráð  Bjarnason – Sending af hafi jarðskjálftasumarið 1896 – Lesbók MBL 20. febr. 1993.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.

Fornleifar

„Fornleifauppgröftur er í eðli sínu eyðileggjandi. Til þess að geta túlkað minjastaðinn verður oft að rífa steinahleðslur í sundur og grafa burt torfveggi og gólf. Enda þótt það bætist við þekkinguna við fornleifauppgröft, þá eru tengslin við söguna rofin með uppgreftinum og menningarlandslagi svæðisins breytt.

husholmi 331

Í Húshólma.

Hingað til hefur helst verið stuðst við gildishlaðið mat, eins og tilfinninga gildi eða upplýsinga gildi þegar íslenskar minjar hafa verið metnar. Höfundur þessarar ritgerðar hefur lengi haft hug á að yfirfæra aðferðafræði, sem beitt hefur verið erlendis, til að rannsaka hagrænt gildi fornleifa á Íslandi. Eru það fyrst og fremst aðferðir sem þekkjast úr umhverfishagfræði (e. evironmental economics). Upplýsingar um hagrænt gildi ættu að koma að gagni í allri stefnumörkun um minjavernd. Upplýsingarnar ættu að hjálpa til við ákvarðanatöku um hvaða minjar sé ástæða til að rannsaka með uppgrefti og hverjar væri skynsamlegra að varðveita óraskaðar á vettvangi og nýta þannig í menningarferðaþjónustu. Kostnaður við að halda minjum við, varðveita þær og útbúa upplýsingaefni miðað við þær tekjur sem hugsanlega væri hægt að hafa af minjunum, gætu þannig verið þáttur sem taka ætti hér tillit til við matið. Þá nýtast upplýsingar um hagrænt gildi minja í allri vinnu varðandi mat á umhverfisáhrifum. Erlendis hafa hagrænir útreikningar verið teknir með inn í ákvörðunarferilinn, en hingað til hefur einungis verið stuðst við huglægt gildismat við þá vinnu hérlendis.

Hofstaðir

Hofstaður – frágangur eftir uppgröft fornaldarskála.

Það var ekki fyrr en í upphafi 21. aldarinnar sem menningargeirinn á Íslandi tók við sér og fór að kanna hagrænt gildi menningar. Meðal þess var rannsókn Ágústar Einarssonar á hagrænum áhrifum tónlistar. Í skýrslu norræns verkefnis um gildi minja, er að finna grein eftir Þór Hjaltalín þar sem fjallað er um nýtingu minja og þann hag sem byggðir landsins gætu haft af slíkri nýtingu. Í byrjun desember 2010 var kynnt rannsókn sem mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir á hagnaði af skapandi greinum. Rannsóknin leiddi í ljós að heildarvelta skapandi greina nam 191 milljarði króna árið 2009. Sumt af því sem sem fjallað var um í skýrslunni eru raunverulegar markaðsvörur, sem hægt var að setja verðmiða á, en menningarminjarnar eru annars eðlis og ekki svo einfalt verk að meta gildi þeirra. Fornleifar heyra til svokallaðra almannagæða (e. common resources), eins og náttúran. Á undanförnum árum hefur verið unnið að nokkrum rannsóknum á Íslandi, sem byggja á slíkri aðferðafræði, þar sem fjallað er um hagrænt gildi náttúrunnar.“

Heimild:
-Hagrænt gildi fornleifa. Kristín Huld Sigurðardóttir. HÍ – 2011.
http://hdl.handle.net/1946/7946

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Svörtuloft

Svörtuloft eru í landi Krýsuvíkur. Þar er hraunbreiða fram að sjó og víða hamrar. „Næst vestan við Vestri-Bergsenda [á Krýsuvíkurbjargi] taka við svonefnd Svörtuloft“, segir í örnefnaskrá. Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða.

Svörtuloft

Svörtuloft austan Húshólma.

Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá Öndverðarnesi, vestast á Snæfellsnesi. Hamrarnir eru hrikalegir tilsýndar og kolsvartir eins og nafnið ber með sér. Þorvaldur Thoroddsen getur þeirra í Ferðabók sinni með þessum orðum: „Fram með sjónum eru há hraunbjörg; þar eru hin illa ræmdu Svörtuloft“ (bls 50). Þannig er lýsing höfunda í ritinu Landið þitt Ísland (4:243): „Er þar brotin hraunströnd og er hraunið þverbratt og sums staðar eins og það væri höggvið eða skorið.“  Skip hafa oft farist undir Svörtuloftum, meðal annars póstskipið Anne Dorothea 1817 með allri áhöfn, 9 manns (Öldin sem leið, 63).

Svörtuloft

Svörtuloft.

Í austan- og norðaustanbálviðri hafa skip löngum leitað vars undir Svörtuloftum, en í hafáttum vill enginn vera þar nærri. Í ofsa vetrar og vestanstórsjó er engu hlíft við Svörtuloft. Hvergi er skjól og bergstálið nötrar undan þunga brimsins og brotnar sí og æ (Guðmundur Páll Ólafsson 1995, 307). Skip sem lenda í slíku veðri undir Svörtuloftum hreinlega splundrast og áður fyrr varð þar yfirleitt ekki mannbjörg. Á síðari tímum hefur þó tekist að bjarga mönnum á strandstað, til dæmis einum manni af vélskipinu Svanborgu frá Ólafsvík sem fórst þar 2001, en þrír sjómenn fórust (Árbók Íslands 2001, 153). Viti var reistur þar fyrst 1914, nefndur Skálasnagaviti (Árbók 1982, 122). Nafnið Svörtuloft er aðeins notað af sjó en björgin sjálf heita á landi Saxhólsbjarg og Nesbjarg norðar.
Svörtuloft eru nefnd norðan í Akrafjalli, austan við Kjalardal, samkvæmt Íslandsatlas (3C2). Nafnið er ekki í örnefnaskrá Kjalardals en þar segir hins vegar: „Og innan við Kjalardalinn heita björgin í dalsmynninu Votubjörg.“ Vafalaust er um sömu björgin að ræða þó að nafnið sé annað.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg – sjávargatan; horft frá Bergsenda vestari til austurs. Neðar eru Svörtuloft.

Svörtuloft eru innan Raknadalshlíðar í Patreksfirði í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið er heldur ekki í örnefnaskrá, það er skránni um jörðina Raknadal í Rauðasandshreppi, en þar stendur: „Austan Raknadalsár er hátt og áberandi standberg, svart og mikilúðlegt, sem heitir Lofthögg.“ Kristinn Fjeldsted gerði athugasemdir við skrána 2007 og segir að Svörtuloft á kortum hafi sér fundist notað frekar en Lofthögg.
Svörtuloft á Stað í Súgandafirði eru klettar upp af svonefndu Stórahvolfi. Heimildarmaður að örnefnaskránni hefur heyrt kletta þessa kallaða Svarthamra og segir að ofanvert í Stórahvolfi sé minna hvolf kallað Svarthamrahvolf.
Svörtuloft heitir krókurinn innan við svonefndar Brekkur í landi Höfðabrekku í Mýrdal.
Svörtuloft í Steinsholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu eru gljúfur, sem Kálfá rennur eftir.
Athyglisvert er að fjórir þessara staða bera líka annað nafn. Loft merkir væntanlega annaðhvort ‚hæð (í húsi)‘ eða ‚lofthaf, vegalengd í lausu lofti‘ í þessum örnefnum. Lofthellir heitir í Ketildyngjuhrauni milli Hvannfells og Búrfells í Mývatnssveit. Hann er á fimm hæðum og er nafnið dregið af því (Ferðir júní 2006, 65). En oftast er um að ræða þverhnípta veggi eða standberg á þeim stöðum sem bera nafnið Svörtuloft. Svarti liturinn stafar stundum af vætu, samanber Votubjörg, sem gerir þessi „loft“ svört að lit. Auk þess ber að nefna að Seðlabanki Íslands er til húsa í dökkri byggingu við Kalkofnsveg sem snemma var farið að kalla Svörtuloft eftir að það var fullbúið 1987. Að síðustu má geta þess að nýjasta glæpasaga Arnalds Indriðasonar ber þetta sama nafn.

Heimild:
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=54690

Svörtuloft

Ofan við Svörtuloft,

Fjara

„Fjörur bjóða upp á einstakt umhverfi fyrir útivist. Fjörur er tilvalið að nýta sem gönguleiðir allt árið um kring. Margar strandir eru öruggar gönguleiðir á veturna þar sem sjávarseltan kemur í veg fyrir klakamyndun. Mikilvægt er að fara með gát þegar gengið er um fjörur. Sumar fjörur er aðeins hægt að fara um þegar flæðir út og aðrar geta verið torfelldar vegna stórgrýtis eða mikils þörungagróðurs. fjara-222Erfitt getur verið að fóta sig á hálum steinum og þangi. Sérstaklega er erfitt að ganga á sagþangi þar sem það getur verið mjög sleipt.
Börnum (og fullorðnum) þykir fátt skemmtilegra en að fá tækifæri til þess að skoða, safna eða leika með þá fjársjóði sem fjaran hefur að geyma s.s. dýr, þara, skeljar, steina eða uppreknar spýtur. Krabba er t.d. að finna í grýttum fjörum, undir steinum og í fjörupollum (Agnar Ingólfsson og fleiri, 1986) og hefur þeirra orðið vart víða við kortlagningu búsvæða í fjörum Reykjaness. Krabbar eru ekki á lista yfir vísitegundir og hefur því hefur ekki verið leitað markvist eftir þeim. Kuðunga (Þangdoppur, klettadoppur, nákuðung eða beitukóng) er einnig hægt að finna í flestum fjörum þó ekki sandfjörum. Þá getur verið skemmtilegt að leita að skemmtilegum steinum, skeljum, sprettfiskum eða öðrum fjörulífverum.
Sandfjörur eru margar á Reykjanesskaga og geta verið sérstaklega skemmtileg leiksvæði sem t.d. er hægt að nýta til sandkastalagerðar. Í Holtsfjöru í Önundarfirði er t.d. árlega haldin sandkastalakeppni. Fjörur á Reykjanesi þar sem tilvalið er að gera sandkastala eru t.d. Stóra Sandvík, Litla Sandvík, neðan við Garðskagavita, við Bæjarskerfjara og Lindarsandsfjara. Hentugt er að stunda sjósund úfjara-221tfrá sandfjörum.
Að sögn Hálfdáns Örnólfssonar, sjósundskappa, er „snilld“ að synda í sjóunum við Garðskagavita á flóði og við Fitjar í Njarðvík.
Við Reykjanesskaga má einnig finna fjölmarga hentuga brimbrettastaði. Að sögn Georgs Hilmarssonar, brimbrettakappa skiptir fjörubotninn mestu máli þegar kemur að því að finna góða brimbrettastaði. Mikilvægt er að botninn sé lagaður þannig að aldan skælist, en brotni ekki öll í einu. Þessar aðstæður er oft að finna meðfram töngum og þar sem sandrif, hraunrif eða steinar í botninum mynda form eins og bókstafurinn A. Staðir á Reykjanesskaga sem eru hentugir brimbrettastaðir eru m.a., út frá fjörunni norðan Garðskagavita, Garðhúsavík, Lindarsandi, Merkinesi, fjörunni við Junkaragerði, Eyrarskerjum, Stóru-Sandvík, Malarenda við Grindavík, Bólu á Hópsnesi og Þórkötlustaðabót.
Fyrir fuglaáhugamenn eru fjörur Reykjanesskaga einnig gósenland, því margar tegundir fjörufugla eiga hér heimkynni sín og frá fjörunni má sjá ýmsa sjófuglategundir. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur hefur tekið saman upplýsingar um fuglalíf í Sandgerði og á vestanverðu Romshvalsnesi fyrir Fræðasetið í Sandgerði.

fjara-223

Aðilar eins og Ferðafélag Íslands, Hið Íslenska Náttúrufræðifélag, Fræðasetrið í Sandgerði og Ferðafélagið Útivist hafa boðið up á fuglaskoðun á Reykjanesi. Einnig má oft sjá hvali meðfram ströndinni, frá Garðskaga og inní Njarðvík, auk þess sem selir eru algengir í ágúst í Ósabotnum.
Fjölbreytt lífríki fjörunnar má nýta í kennsluskyni og algengt er að fara með hópa skólabarna og leikskólabarna í fjöruferðir. Margar fjörur eru einnig tilvaldar til íþróttakennslu. Félagar í Júdódeild Njarðvíkur hafa t.d. haldið júdó- og jiujitsuæfingar í Stóru-Sandvík á góðviðrisdögum. Auk þess sem höfundi er kunnugt um kennslu á brimbretti m.a. í Stóru-Sandvík.
Í fjörum er að finna ýmiskonar hráefni sem hægt er að nýta á fjölmargan hátt. Margir eru t.d. með fjörugrjót í görðum sínum. Í landi Hrauns, vestan Ölfusár, hefur einnig verið stundað sandnám úr fjörum frá 1960 (Bölti ehf, 2009). Einnig hefur rekaviður verið nýttur hér á landi frá landnámi (Lúðvík Kristjánsson, 1980). Rotnandi þarabingi sem finna má í mörgum fjörum mætti líka nýta sem áburð eða til að blanda saman við garðúrgang eða húsdýraúrgangi til moltugerðar. Þannig er hægt að búa til úrvals mold sem er rík af hvers kyns næringar efnum og snefilefnum sem nauðsynleg eru fyrir gróður.“

Heimild:
-Fjörunytjar á Suðurnesjum, Eydís Mary Jónsdóttir, Náttúrustofa Reykjaness 2011.

Fjara

Í fjörunni.

Eldvörp

Í  sléttu Eldvarpahrauni skammt norðan Sundhnúkahraun austan Eldvarpa, í sléttu mosahrauninu, er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina.

Eldvörp

B-17 vélin í Eldvarpahrauni.

Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan „chock“, hjólakubb úr tré, sem notaður var til að setja við hjól flugvéla á jörðu niðri. Númer má sjá á einum hlutnum, hringlaga með gleri í. Talsvert af álleiðslum og álbitum eru þarna einnig.
Heyrst hafði af því að flugvél, svonefnt „Fljúgandi virkið“, hafi nauðlent ofan við Húsatóftir á fimmta áratugnum. Vélin hafi skemmst lítið og áhöfnin sloppið heil á húfi.
Að sögn Friðþór Eydals er líklegt að þarna hafi verið um B-17 vél að ræða, fjögurra hreyfla, sem nauðlenti ofan við Tóftir í apríl 1943 á leið til Keflavíkurflugvallar, en hann hafði þá nýlega verið opnaður fyrir flugumferð. Vélin var nokkuð heil eftir óhappið, en var síðan bútuð niður og flutt á brott, en enn má sjá þarna hluti úr henni, sem fyrr sagði. Brak úr B-47 flugvél er hrapaði vestan Húsatófta, sést einnig enn ef grannt er skoðað.

Í Eldvörpum

Skv. upplýsingum frá Friðþóri Eydal „er brakið væntanlega brot úr þessari B-17 sprengjuflugvél sem lenti í villum á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands með fyrirhugaðri viðdvöl á Keflavíkurflugvelli og nauðlenti þarna er eldsneytið þraut eftir 14 klst. flug þann 17. apríl 1943.
Kringlótta brotið á myndinni hér að neðan er úr hliðinnni á kúlulaga byssuturni í botni vélarinnar rétt aftan við vænginn er skyttan, sem sat milli tveggja 50 cal. Browning vélbyssa sem hann miðaði með því að snúa kúlunni. Kúluna mátti draga upp svo botninn næmi við botn vélarinnar þegar þurfti ekki að sitja í honum eða í flugtaki og lendingu. Slíkur bydduturn var yfirleitt ekki í öðrum vélum sem leið áttu hér um.“
Brak úr vélinniMyndin af vettvangi í apríl 1943 staðfestir að hér er um sömu vél að ræða – við svipaðar aðstæður og þegar brakið af henni fannst í mars 2006.
Nú er búið að merkja Árnastíginn frá Húsatóftum til Njarðvíkur, en kaflinn austan og næst Eldvörpum hefur verið merktur svolítið norðar en hinn eiginlegi stígur liggur, þrátt fyrir að sjá megi hann greinilega markaðan þar í klöppina.
Skammt austar í sléttu mosahrauninu er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina. Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan „chock“, hjólakubb úr tré, sem notaður var til að setja við hjól flugvéla á jörðu niðri. Númer má sjá á einum hlutnum, hringlaga með gleri í. Talsvert af álleiðslum og álbitum eru þarna einnig.
Hafa ber í huga þá þjóðtrú að ekki megi fjarlægja muni af slysavettvangi látinna. Þeir, sem slíkir, eru og eiga að vera minnisvarði um atburðinn. Taki einhver hluta þeirra mun sá hinn sami hljóta verra af. Dæmi er um fólk, sem tekið hefur gripi af slysavettvangi, en orðið fyrir vandræðum. Þannig missti einn FERLIRsfélaga farsíma, krítarkort og gleraugu eftir að hafa stungið „minjagrip“ af flugslysavettvangi, þrátt fyrir aðvaranir, í bakpoka sinn. Álögunum var ekki aflétt fyrr en hann hafði skilað gripnum á sama stað.
Á ferð

Fornleifar

Eftirfarandi er byggt á efni í kennslustund í Fornleifafræði; „Fornleifar og ferðaþjónusta„.

Hjaltland

Minjar á Hjaltlandseyjum.

Menningarlandslag er tiltölulega nýtt hugtak hér á landi, en hefur verið notað um allnokkurt skeið víða erlendis. Nú virðist vera aukin vakning á þessu sviði, sem lýsir sér í nokkurs konar framþróun á sviði ferðaþjónustunnar. Þegar fjallað er um hugtakið er venjulega átt við heilstæð svæði og þá menningararfleið, sem þau hafa upp á að bjóða. Þannig getur heilstætt búsetulandslag tiltekins svæði verið sérstaklega verðmætt vegna heildarmyndarinnar. Hér á landi er vitundin um að nota minjar fyrir ferðamenn að vakna. Einstakar minjar hafa haft aðdráttarafl, s.s. Snorralaug, munir á byggðasöfnum, gripir í kjallara Skálholtskirkju eða á Þjóðminjasafni. Núú er t.d. verið að ræða um að nýta uppgraftasvæði sem og einstakar minjar á tilteknum svæðum í víðara samhengi.

Hjaltland

Minjar á Hjaltlandseyjum.

Ýmsir alþjóðasáttmálar gera ráð fyrir verndun „líffræðilegrar fjölbreytni“ og eiga þar ekki síst við menningarlegan fjölbreytileika. Ferðalög fólks hafa verið að aukast og eiga enn eftir að aukast ef að líkum lætur. Allnokkrar rannsóknir hafa farið farið fram um vilja og áhuga ferðamanna og gefa sumar hverjar til kynna aukna viðleytni, eða ósk, um betra og greiðara aðgengi að fornminjastöðum, sem hingað til hafa verið óaðgengilegar almenningi. Mikill munur er t.d. á því hvernig stjórn slíkra mála er háttað í Skotlandi og hér á landi. Um það verður m.a. fjallað hér á eftir.
Í tímaritinu „Journal of Tourism studies“ er t.a.m. grein um menningararf og arfleifða ferðamennsku, minjagarða og svæði, sem skipulögð eru sérstaklega fyrir ferðamenn, þar sem þeir geta skoðað fornar minjar og tengt þær bæði sögu svæðisins sem og sinni eigin vitund. Á vettvangi ferðamála er hér um nýbreytni að ræða, en virðist vekja allnokkra athygli.

Þingvellir

Þingvellir.

UNEP (UNITEP Network Program) gaf nýlega út skýrslu um menningarlegan fjölbreytileika (Tourism Biodiversity). Í henni kemur t.d. fram þörf mannsins til að skilja sjálfan sig í sögulegu samhengi við tilteknar sýnilegar minjar eða skilning á minjum ákveðinna svæða. Mikilvægt er að svæði skilgreini sérstöðu sína út frá minjum og sögu þess. Hér er í raun um grundvallaratriði að ræða. Á íslenskan mælikvarða mætti heimfæra þetta upp á að bæjaryfirvöld í Vogum ættu að einblína á útvegsminjar, sem eru fjölmargar með strönd bæjarfélagsins, og hinum fjölmörgu óröskuðu selsminjunum upp í heiðinni er undirstrika tiltekinn þá hefðbundinna atvinnu- og búskaparhátta í 1000 ár. Stundum þarf að byggja upp „aðdráttarafl“ til að tengja ferðamenn sögunni.

Hafnir

Hafnir – uppgröftur í skála fyrir norrænt landnám.

Íslendingar voru seinir til að framkvæma skipulega fornleifaskráningu, sem í rauninni er einn grundvallarþáttur í sjálfstæði þjóðar. „Tourism Manangement“ er enn eitt tímaritið er fjallað hefur um arfleifðarferðamennsku (heritage tourism) og „iðnaðarfornleifar“ fyrir ferðamenn. Með því er átt við fornleifar í tvennum skilningi; bæði sem slíka og einnig sem veigamikinn hluta að ferðamannaiðnaðinum. Svo virðist að hvarvetna sé fyrir hendi ákveðin þörf mannsins til að „tengja“ sig því viðfangsefni, sem hann tekur fyrir eða er þátttakandi í hverju sinni – á hverjum stað. Einn þáttur þess er að „tengja“ hann við viðfangsefnið á staðnum; hvernig sér hann „mótívið“ með hliðsjón af eigin sögu – eigin samtíma?

Hofsstaðir

Hofsstaðir í Garðabæ.

Þetta er mikilvægur, en oft vanmetin þáttur við frágang menningarverðmæta, s.s. uppgraftasvæða.
Angkor í Kambódíu (Indó-Kína) er gott dæmi um aðdráttarafl ferðamanna. Heillegar rústirnar eru arfleifð Kmer-heimsveldisins, höfuðborgar, sem blómstraði á 11. til 14. öld. Stór hluti þess komst nýlega á Heimsminjaskrána (1992). Svæðið er til marks um mikilvægi stjórnmálalegs stöðuleika þar sem ferðamenn eru annars vegar. Frakkar voru á svæðinu á fyrri hluta 20. aldra, grófu upp heilu borgirnar, skráðu og öfluðu heimilda og lögðu áherslu að vernda þennan merkilega en að því er virtist glataða menningararf. Á áttunda áratug 20. aldar braust út ófriður og svo virtist sem tilgangur hersherrana væri að eyðilegga minjarnar sem og að eyða bæði fróðleik og mögulegri leiðsögn um þær. Nærtæk sambærileg dæmi þekkjum við frá Írak og Afganistan. Eitt helsta vandamálið eftir ófriðin og uppbygginguna í kjölfarið var að fá leiðsögumenn með næga þekkingu til að fylgja ferðamönnum um svæðin.
UNESCO var falið það verkefni að vernda og endurvekja enduruppbyggingarstarfið eftir ófriðinn. Nú hefur svæðið verið gert aðgengilegt að nýju með mikilli aðsókn ferðamanna. Stýra hefur þurft aðgenginu, útbúa aðstöðu og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir.
Mexico er annað dæmi. Þar eru nú mikil sýnileg arfleifð Inka og Maya. Eftir hinar miklu uppgötvanir þurfti til áhrif einstaklinga til að meta „skilyrt verðmætamat“ minjanna með hliðsjón af ferðamennsku. Stjórnvöld voru sofandi fyrir mikilvægi þeirra. Í kjölfarið fór fram umræða um það hvernig haga ætti fyrirkomulagi að aðgengi og rekstri einstakra minjasvæða, þ.e. með frjálsum framlögum, opinberum eða með gjaldtöku. Í dag er heildaryfirstjórnin opinber, en henni er stýr með gjaldtöku.
Eitt vandamál við varðveislu fornminja eru ófriður og stríð. Þegar Íraksstríðið braust út voru mikil menningarverðmæti flutt frá Írak til Bandaríkjanna. Þannig hefur þatta og verið í gegnum árþúsundin. Spurningin er hvort hægt er með sæmilegri sanngrini að áætla að sum verðmæti séu betur geymd um tíma annars staðar en á upprunastað en að eiga á hættu að eyðileggjast. Þessi spurning er þó einungis ein af mörgum við slíkar aðstæður. Til að samlíkja þessu við íslenskan veruleika má segja að Valþjófsstaðahurðin hefði sennilega ekki varðveist nema vegna þess að Danir fengu hana til varðveislu á sínum tíma. Síðar kom hún „heim“ ásamt þeim merkilegheitum er hana varðar.
Reynsla Hjaltlendinga af varðveislu og aðgengi til handa ferðamönnum gæti verið okkur Íslendingum góð fyrirmynd. Ágætt dæmi um slíkan stað er „Jarlshof“. Þar er um að ræða um 3000 ára minjar, þær elstu, og allt fram á 15. öld. Svæðið var umorpið sandi, en grafið upp og gengið frá því með það fyrir augum að það gæti orðið ferðamönnum áhugavert. Byggt var upp gott aðgengi, stígar gerðir, upplýsingar settar upp og upplýsingamiðstöð í „stíl“ reist. Í dag er staðurinn einstaklega áhugaverður þegar ferðamenn vilja skoða þróun og áþreifanlegar minjar svæðisins árþúsundir aftur í tímann, húsagerð, göng, stéttar og eintakar búsetuminjar fólksins, sem þar bjó og dó. Um er að ræða að hæuta til sýnileg arfleifð norrænna manna án þess þó að hana sé beinlínis hægt að tengja „víkingatímanum“. Tengsl minjanna er þó fyrst og fremst við norræna menn frá Noregi, en varla við Ísland, og þó – fjölmörg nöfn á svæðinu er beinlínis þau sömu og finna á á Íslandi. Forvitnilegt væri að skoða hvernig og með hvaða hætti norræn menning kom frá Noregi (og öðrum löndum Skandinavíu) í gegnum Skotland og skosku eyjarnar áleiðis til Íslands. Líklega hefur og of lítið verið gert úr þeim áhrifum í gegnum tíðina. Ástæðan er sennilega „of vísindalegt“ samfélag fornleifafræðinga hér á landi síðustu ár og áratug (þar sem samfélagið lítur ákv. takmörkuðum lögmálum fræðimanna).
Hjaltlendingar (með stuðningi Historic Schotland-samtakanna) hafa byggt markvisst aðgengi og aðstöðu við menningarminjar á eyjunum – með góðum árangri. Á vettvangi einstakra minja eru undirstrikuð tengslin við arfleifð norrænna manna og fornleifarnar bæði kynntar sérstaklega og settar í víðara samhengi. Í septembermánuði er t.a.m. öllum landsmönnum gert að skoða minjarnar endurgjaldslaust í svonefnum „fornleifamánuði“. Historic Scotland-samtökin hafa yfir að ráða um 800 minjastöðum sem um 3 milljón ferðamanna heimsækja árlega. Þau telja að fræðslistarf þeirra sé eitt hið mikilvægasta í starfseminni.
Árlega koma á staðina um 76.000 skólabörn til að fræðast um eigin uppruna og menningu.
Disneyland er ágætt dæmi um ekta „fake“ frá upphafi. „Ef ætlunin er að gera tilkall til raunverulegs menningarsvæðis þarftu að eiga þér sögu“. Túlkun tákna sem og minja er mikilvæg hverju sinni sem og hverju svæði. Það er ekki öllum gefið að geta lesið úr landslaginu. Slíkt er á stundum „náttúrugáfa“, sem fáum er gefin. „Þeir sem það geta eru öfundsverðir“ segir einhvers staðar. „Ef þú ætlar að gera tilkall til svæðis þarftu að eiga þér sögu“. Hér virðist vera um beina tilvísun til Vogabúa að ræða, miðað við framangreind skrif.
Túlkun fornleifatákna er eitt af viðfangsefnum fornleifafræðinnar. Það að miðla þeim til annarra er ekki síður mikilvægt. „Hvert er jafnvægið milli sannleika og lygi“ spurði einhver einhvern tímann af gefnu tilefni. Hér er átt við upprunanlegar rústir annars vegar og endurgerðar hins vegar.

Mikilvægt er, vegna ólíkra sjónarmiða hinna ýmsu aðila, að leita jafnvægis því þeir, sem allt snýst um, eru jú þeir sem höfða á til – ferðarmennirnir. Sumir ferðamenn vilja bara sjá staði eða byggingar eins og þeir voru – endurgerða, og hafa engan áhuga á tóftum eða rústum, enda getur oft á tíðum verið kúnst að „lesa í landslagið“ þar sem fátt virðist bera fyrir augu.
Endurgerð minjasvæða hafa stundum verið til umræðu. Nýleg áform Íslendinga á framangeindu sviði er helst að finna í „landnámsskála Ingólfs“ í Aðalstræti, „klasaverkefni“ Eyjafjarðar að Gásum og „Minjagarðsverkefni“ að Reykholti frá því um aldarmótin 2000. Verkefnið er enn á fósturstigi, en forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig hugmyndin kemur til með þróast og dafna. Eins og kunnugt er hefur farið fram verulegur uppgröftur í Reykholti í nokkur ár og hugmyndin er að byggja yfir þær fornleifauppgröftin þar, en ljóst er að það mun fela í sér mikla vinnu og verða æði kostnaðarsamt. (sjá www.snorrastofa.is).
Ljóst er að framtíðin er æði spennandi á framangreindum sviðum – en fjölmörg verkefni virðast enn óleyst miðað við eðlileg og sjálfsögð markmið.

Heimild m.a.:
-Anna Karlsdóttir, lektor í landafræði og ferðamálafræði, við HÍ – 2006.

Mosfellsbær

Dómhringur í Mosfellsdal.

Arngrímshellir

Í aprílmánuði árið 1948 birtist eftirfarandi lýsing á „Mókollu“ í Lesbók Morgunblaðsins í dálknum „Fjaðrafok“:

Heimkynni Mókollu í Klofningum

Gvendarhellir (Arngrímshellir).

„Sú er sögn að í Krýsuvík hafi einu sinni búið bóndi, sem átti 900 fjár. Fóstra hans sagði honum á haustin hvað skera skyldi, en eitt haust, er hún leit á fje bónda, sagði hún að eins: „Lengi lifir Mókolla“ – og fekk bóndi ekki meira upp úr kerlingu.
Bóndi ljet skera fátt fje þetta haus, en um veturinn missti hann 300 fjár í Kleifarvatn, 300 í Kerið á Kirkjufjöru og 299 kindur fyrir berg, en Mókolla stóð ein eftir á bjargbrúninni þegar bóndi kom að. Varð hann þá svo reiður út af missi sínum að hann ætlaði að þrífa Mókollu og henda henni fram af líka, en hún hafði sig undan bónda, og segir sögnin að svo margt fje hafi æxlast út af henni að bóndi hafi orðið fjárríkur maður aftur.“

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Önnur saga segir: „Eitt sinn var bóndi í Krýsuvík sem átti 900 fjár. Fóstra hans sagði honum á haustin, hvað skera skyldi, en eitt haust er hún leit yfir fé bónda sagði hún aðeins: „Lengi lifir Mókolla,“
– og fékk bóndi ekki meira upp úr kerlingu, hvernig sem hann reyndi til.
Bóndi lét skera fátt fé þetta haust, en um veturinn missti hann 300 fjár í Kleifarvatn og 300 í Kerið á Kirkjufjöru; sjást þar enn kindabein, þegar smogið er inn í Kerið um fjöru, því að ekki er hægt að komast niður í það að ofan; 299 kindur missti bóndi niður fyrir berg, en mókollótt ær ein, sem bóndi átti, stóð á bergsbrúninni, þegar hann koma að; varð hann þá svo reiður yfir missi sínum, að hann ætlaði að fleygja Mókollu fram af líka, en hún hafði sig undan bónda, og segir sagan, að svo margt fé hafi æxlast út af henni, að bóndi hafi orðið fjárríkur maður aftur.“
(Þessi saga er til í nokkrum útgáfum.)
Heimild:
-Lesbók MBl. apríl 1948, bls. 188.
-Ólaf Davíðsson II 124.

Kirkjufjara

Keflavík neðan Klofninga.

Fornleifar

Ritheimildir eru þekktar allt frá tímum Egypta og jafnvel eldri. Í fyrstu var ritað á steintöflur, síðan pappírus. Hér á landi eru elstu skráðar heimildir frá 12. öld. Þær fjalla um forsöguna – eldri tíma en þær eru skráðar. Skipta má því ritheimildum í „Sögulegra tíma“ umfjöllun annars vegar og „Forsögulegar“ hins vegar. Skilgreiningar liggja þó ekki alveg á hreinu – hvar liggja mörkin?

“Frumsagan” er stundum nefnd „proto-history“. En hverskonar heimildir gera sögu? Ritmál er t.d. ekki sama og saga. Skipta má ritheimildum m.a. í flokka eftir innihaldi. Þannig eru frásagnarheimildir t.a.m. ein tegund og Krónikur (sögur lands, manns, stofnunar og trúarbragða er lúta bókmenntalegum lögmálum) og annálar (samtímaheimildir, fáheyrðir atburðir, efni haldið til haga, n.k. dagblöð þess tíma) önnur.

Landnáma

Landnáma.

Ritheimildarýni fjallar um gagnrýna söguritun. Vísindaleg sagnfræði er hins vegar skipuleg greining á gæðum heimilda með áherslu á bréf, skjöl og skrifræðisgögn.
Leopold von Ranke var „faðir vísindalegrar sagnfræði“. Hann sagði að „Wie es eigentlich gewesen ist“ (að segja hlutina eins og þeir eiginlega eru). Gagnrýni hafði komið fram á ógagnrýna söguritun. Oft var um að ræða samhengislaus söfn af anekdótum. Sagan þurfti að vera hlutlæg. Gera þurfti greinamun ákjaftasögum og þjóðsögum og öðrum vísindalegum heimildum, vísindalegri sagnfræði. Þjóðfræðin varð til sem fræðigrein til að vinna úr fyrrgreindum heimildum.
Eitt af verkefnum sagnfræðinnar er t.d. að greina á mili falsaðra og ekta skjala, s.s. landamerkjabréfa.
En um hvað er sagan? Stjórnmálasagan er saga konunga og stríða. Persónusaga er saga konunga og skálda. Um þessi viðfangsefni var venjulega skrifað í upphafi ritmáls. Stóru samhengin komu síðan með Gibbon (Hnignun og hrun rómverska heimsveldisins (1776-88)) og Hagsaga verður til á 19. öld.

Samhengi verðu í sögurituninni sem og stefnu sögunnar. Fjallað er um „Hnig og ris“ og Framþróunarkenningar koma fram. Í þeim var fjallað um þróun sem jákvætt ferli (Vélhyggju). Þannig fjallaði Karl Marx um Þrælakerfi > Lénskerfi > Kapítalisma > Kommúnisma. Ritað var um Efnishyggjuna (hagfræði ræður gangi sögunnar) og Hugmyndasaga varð til á prenti. Fram kom að hugmyndinar sem slíkar geti haft áhrif á framþróun. Spurning er og verður þó; hvort kemur á undan – hugmyndin eða aðlögun að hugmyndinni? Getur hugmyndin staðið ein eða þróast hugmyndin út frá raunveruleikanum á hverjum tíma? Max Weber fjallaði um „Uppruna kapítalismans“ í vinnusiðferði mótmælenda. og Annales skólinn kom til sögunnar meðal sagnfræðinga á millistríðsárunum í Frakklandi. Þrjú samhengi sögulegra ferla og fyrirbæra voru þar ráðandi: „Skammtími“ – dagar, mánuðir, ár og áratugir er fjalla um persónur, stjórnmál og stríð, „Miðtími“ – áratugir og aldir er fjalla um hugmyndakerfi, ríki, hagkerfi og stofnanir á borð við kirkju og „Langtími“ – aldir og árþúsund er fjalla um loftslag, framleiðslukerfi (landbúnaður) og samfélagsgerðir.

Fernand Paul Achille Braudel

Fernand Paul Achille Braudel.

Ferdinand Braudel hélt því fram að „Stjórnmálasagan væri ryk“. Þannig getur ryk bæði þýtt „lag“ er lægi ofan á samfélagsmyndinni sem slíkri og „dust“, sem þyrfti að þurrka á burt. Þannig þarf stundum að horfa á setningar og jafnvel einstök orð með fleiri en einn skilning í huga. Mikilvægt væri að geta sett fornleifar í kennileg samhengi – ekki endilega með sagnfræðina sem viðmið.
Sagan er. (punktur) Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að punkturinn getur bæði verið eitthvað og ekki neitt. Sagnfræðin skilgreinir hann með fyrrgreindum hætti en fornleifafræðin varpar ljósi á hann eins og hann er – ef hann er þá eitthvað.
Hugmyndir fræðimanna og almennings fara ekki alltaf saman. Fræðimenn hafa ekki verið nægilega duglegir að koma efni sínu á framfæri með skiljanlegum hætti. Fornleifafræðingar (eiga að) taka þátt í að móta söguna – og geta það. Fyrir sögulega tíma byggir sagan nær alfarið á ritheimildum. Nauðsynlegt er því fyrir fornleifafræðinga að þekkja þær heimildir, geta gagnrýnt þær, geta virkjað þær fyrir fornleifarannsóknir og ekki síst geta tekið þátt í túlkun ritheimilda.
Heimildir eru „Frumheimildir“ – Elsta eða fyrsta – eða Afleiddar (secondary) heimildir. Þegar skoðuð eru Frumrit og afrit frumrita verður að gera ráð fyrir að textar breytast í afritun, s.s. í Landnámu og Ísl.sagnum. Sagan heldur þó megineinkennum sínum og yfirleitt vísa afritin til frumútgáfunar. Upphaflega útgáfan (Frumútgáfan) gæti þó verið glötuð með öllu.

Falsanir koma venjulega fram sem formleg skjöl þar sem þau hafa verið „diktuð upp“ eða breytt. Ekki er endilega um að ræða nýjar útgáfur, heldur hefur eldri útgáfum verið breytt, þ.e. eldri skjöl notuð að hluta til. Þannig bendir t.d. ýmisleg textafræðileg athugun til að einn elsti kirkjumáldaginn, sem átti að hafa verið ritaður um 1140, hafi í rauninni verið ritaður um 1300.
Trúverðugleiki heimilda skiptir miklu máli. Er sama atburðar/atriðis getið í annarri heimild eður ei. Íslendingabók er ágætt dæmi um þetta. Þar hefur flestum tilvitnunum verið fundinn staður annars staðar og allflest, sem þar var skráð, virðist standast. Þar er og sagt frá atburðum, sem ekki er getið um annars staðar í rituðum heimildum. Skyldleiki texta – textatengsl, er því mikilsverð þegar textar eru skoðaðir og bornir saman.

Laxdæla

Laxdæla.

Fyrirmyndir – heimildir texta, er þýðingarmiklar þegar heimildir eru metnar. Fordómar – skoðanir höfundar, er eitt af því sem gæta þarf að sem og Tilgangur textans. Er hann Áróður eða Staðfesting á atburði. Með hvaða hætti má telja hann Tæknilegan? Hver eru Áhrif textans, bæði á þátíð og framtíð? Var Útbreiðsla hans mikil? Hafði hann Áhrif á aðra texta eða höfunda? Hvaða Áhrif hafi hann á söguna? Allt eru þetta mikilsverðar spurningar með hliðsjón af notkun og túlkun ritheimilda – frá frumrita til afrita.
Í heimildarýni er nauðsynlegt að þekkja hvaða heimildir eru til, um hvað þær eru, hverskonar upplýsingar er að finna í þeim, hvernig er hægt að nota þær upplýsingar til fræðilegrar umræðu um tilurð, aldur, upphaflegt samhengi, höfund, handritageymd og túlkun. Ágæt dæmi eru Íslendingabók, Landnámabók, Íslendingasögur, og Kirkjumáldagar.
Íslendingabók virðist rituð af Ara fróða á árunum 1122-33. Í varðveittri útgáfu segir að hún sé önnur útgáfa af henni, sem hafi verið mun ítarlegri. Sú útgáfa er glötuð. Fram kemur að höfundur hafi einnig skrifað fyrri útgáfuna. Landnáma fjallar um sögu Íslands frá landnámi til 1120, kirkjuna, upphaf Alþingis sem og stjórnskipan landsins. Allt virðist standast m.v. aðrar heimildir. Sagan ber keim af því að höfundur er alinn upp af Haukdælum. Þá virðist hún rituð í ákveðnum tilgangi, þ.e. tryggja ættarveldinu völd.

Landnámabók er hins vegar miklu stærra og flóknara verk. Hún er til í nokkrum afritum, s.s. Sturlubók (1270-80) og Hauksbók (byggir á Sturlubók, en bætir við). Hauksbók vísar til þess að Sturlubók sé rituð upp úr öðru afriti þar sem fram kemur að Ari fróði átti fyrst að hafa ritað um landnámið. Svo er að sjá að Landnáma hafi að nokkru tekið mið af Íslendingabók. Mikill munur er á afritum Sturlubókar og Hauksbókar. Þess vegna er mikilvægt að gera glögg skil á heimildum þegar vitnað er í þær. Melabók er knappari útgáfa endurritunar Landnámu og stendur næst svonefndri Styrmisbók (milliafritun). Þannig eru til mismunandi gerðir Landnámu eftir mismunandi ritara af mismunandi tilefnum á mismunandi tímum.

Landnáma

Landnáma.

Írum er. t.a.m. gert talsvert hátt undir höfði í Hauksbók. Ástæðan er óljós, en svo virðist sem ætlunin hafi verið að bæta þar með upp frumútgáfu Landnámu. Kolskeggur gamli er jafnan nefndur sem söguritari, en hann virðist vera aðalheimildamaður af atburðum á Austurlandi. Landnáma virðist þannig vera samvinnuverkefni þar sem safnað er saman heimilamönnum af ýmsum landhlutum og þeir látnir segja frá landnámsmönnum og atburðum á hverjum stað. Landlýsingar virðast því oft furðu nákvæmar. Oft er sagt frá landnámsmönnum, hvar þeir bjuggu og hjafnvel hvaðan þeir komu.
Íslendingasögur eru hins vegar flokkar ævi- og ættarsagna. Frásganir þeirra tengjast ákveðnum ættum og mönnum á 10. og 11. öld, þrátt fyrir að þær voru ritaðar á 13. og 14. öld og jafnvel allt fram á 19. öld. Þær nýjustu gefa þeim elstu lítt eftir. Engir höfundar eru þekkir og við vitum lítið um hvenær einstakar sögur vour ritaðar. Sögurnar hafa hins vegar haft mikil áhrif á landsmenn í gegnum aldir og allt til þessa dags. Þær voru mjög útbreiddar og víðast hvar lesnar sem húslestrar og þannig átt drjúgan þátt í sagnamenningu þjóðarinnar um langan aldur. Íslendingasögur tengjast þjóðarímyndinni sterkum böndum. Sem heimildir eru lýsingar á mönnum eitt og lýsingar á húsakosti, vopnum og öðru annað. Sögurnar eru gullnáma um þjóðfræðileg og samfélagsleg málefni fyrri tíma. Vandamálið er hins vegar tímasetningarnar, sem fyrr sagði. Handritið sjálft er ekki góð vísbending, en innihaldið er það hins vegar.

Kirkjumáldagar er formlegar kirkjuheimildir. Elsta er Reykholtsmáldagi (1180). Flestir máldagar hafa glatast, en eru til í afritum frá 17. öld. Þeir eur formleg skjöl um eignir, réttindi og skilyrði kirknanna, ítök, gripi, tíundargreiðslur bæja og gjafir. Til eru á annað hundrað máldagar frá 12. og 13. öld. Auðunnarmálgadi kom t.d. frá Hólum og Wilkinsmáldagi frá Skálholti. Þeir eru ólíkir að mörgu leiti og lúta hvor um sig ákveðinni formfestu. Máldagarnir eru yfirleitt safn máldaga, sem stöðugt hafa verið skrifaðir upp, en eru ekki til í frumútgáfum. Þeir urðu því til á löngum tíma, bætt er inn í fyrri texta og annað strikað út eftir því sem við átti hverju sinni. Flókið er að rekja hvaðan heimild komst inn í kirkjumáldaga og vandasamt er að meta þessar heimildir því mjög svo erfitt er að tímasetja þær. Þá er og erfitt að meta málhefðir eða rithefðir út frá textunum, jafnvel fyrir fræðimenn. Fyrir fornleifafræðinga eru þetta merkar heimildir; upplýsingar um einstaka gripi, jarðir, hvenær þær fóru í eyði, uppruna gripa, sem varðveist hafa, o.s.frv.
Ritheimildir eina sér gefa verið fornleifar, s.s. áletranir, handritin sem fornleifar (einkum gerðfræði þeirra) eða aldurs- og efnagreiningar bleks og skinns. Textar geta og verið fornleifar sem og Diplómasían – gerðfræði strúktúrs textans. Þá geta fornleifar í raun veru textar þar sem túlkunarfræðin ræður ríkjum. En það er nú enn eitt viðfangsefni fræðigreinarinnar.

Upplýsingar fengnar í tíma í HÍ í fornleifafræði hjá Orra Vésteinssyni – 2006.

Hlið

Gengið var um vestanvert Álftanes norðan Skógtjarnar. Litið var m.a. á tóftir Hliðs, Melshúss, Haugshúss, Skógtjarnar, Lákakots og Hliðsness. Reyndar aflitaði snjór jörðina víðast hvar svo eftirfarandi lýsing er að nokkru leyti byggð á upplýsingum úr deiliskráningu í Bessastaðahreppi frá árinu 2004.
Kort af svæðinuHlið er á Hliðstanga. Ysti og syðsti hluti hans tangans nefnist Melshöfði. Það var einn helsti útróðrarstaður á Suðurnesinu í margar aldir. Hliðstangi er vel gróinn og hallar landið mót suðri. Sjó hefur brotið mikið af landinu, tugi metra frá því túnakort var gert af svæðinu 1917. Á honum sjást þó enn allmargar fornleifar, s.s. grónir garðar, tóftir kota, brunnar, varir o.fl.
Hliðs er fyrst getið í skráðum heimildum árið 1395, sbr. „Svo margar jarder hafa vunder komit sidan pall aboti kom til videyiar. … Hlid.“ Í Vilchinsmáldaga frá árinu 1397 segir að „Peturskyrkia j Gordum a aaltanesei aa heimaland allt. Havsastder. selskard. hlid…. .“ Í ágripi Garðamáldaga og Álptaness 1477 segir: „Peturskirkia j gordum a alftanese a heimaland allt. hausastade. elskard. hlijd. …“ Árið 1558 hefur Garðakirkja jarðaskipti við umboðsmann konungs; „… jeg hefe under köngsins eign til Bessastada tekid jördina Hlid. er liggur a Kongsznese. … .“
Mikið útræði var frá Melshöfðanum sem liggur er fyrr segir suðvestur frá Hliðstanga. Melshöfða er getið í fógetareikningum yfir leigu, landskyldur og skreiðargjaldsreikninga af konungsjörðum frá 1547-1548. Einnig í fógetareikningum frá 1552 og 1553. Í Jarðbók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703, segir: „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru: …Kastiansshus …Jons Marteinssonar hus …Jonshus … Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða og gánga þar kóngsskip um vertíð, vor og haust, fleiri eður færri, so mörg sem umboðsmaðurinn fær við komið að láta þar gánga, og er þar til þess ætluð verbúð ein fyrir utan þá, sem nú er bygð, til að hýsa fólk, er rær á þessum kóngsbátum, og kaupa þeir soðning af tómthússmönnum þar í stað… Lending er góð.“ Jarðardýrleiki árið 1703 er óviss. Fram kemur að m.a.: „Selstöðu hefur jörðin haft þar sem heita Norðurhellrar,…“. Margbýlt var á Hliðstanga.
HliðstangiÁrið 1703 voru „Tún jarðarinnar Hliðs [að] rotna og fordjarfast af sjáfarágángi meir og meir.“ Telja verðu því líklegt að tanginn hafi verið mun stærri hér áður fyrr, enda benda grynningar út frá honum að sunnanverðu til þess. Árið 1870 var ein þurrabúð hjá Neðra Hliði og fjórar við Gamla Hlið. Árið 1989 eignast Bessastaðahreppur jörðina. Nú er eitt íbúðarhús á Hliðstanga, norðan við bæjarstæði Neðra-Hliðs. Fátt minja er nú á Melshöfða því hann er strípaður gróðurlaus klettatangi sem fer í kaf á flóði. Af túnakortinu frá 1917 að dæma hafa brotnað um 30 m af landi síðan þá.
Bærinn Efra-Hlið stóð á Hliðstanga þar sem Grandinn er hæstur. Hliðstangi er grasi gróinn og þýfður. Bærinn stóð á náttúrulegum hrygg í landslaginu, sem liggur frá Hliði í vestri alla leið að Bessastöðum í austri. Á háhryggnum liggur malarvegur, þar sem Hliðstraðir lágu áður. Norðan bæjar eru 20-30 m að sjó sem hefur brotið mikið af landi á síðustu áratugum og öldum. Aflíðandi halli er að sjó sunnan til en Þvottatjörn er þar í fjöruborðinu, u.þ.b. 100 m frá Efra Hliði. Í örnefnaskrá segir um Hlið: „Forðum stórbýli á Álftanesi. s.v. horni þess. Var í eigu Garðakirkju til 1556, að konungur skifti á því fyrir Vífilstaði og milligjöf, svo sem mjöltunnu, sem aldrei galzt af konungsins valdmönnum. Þar var margt þurrabúða og þar var margbýlt jafnaðalega.“

Hlið

Á uppdrætti í bók Erlends Björnssonar, „Sjósókn“, þar sem hann sýnir byggð á Álftanesi í kringum 1870, sést að þá eru á Hliðstanga eru þrjú býli; Gamla Hlið, Efra Hlið og Neðra Hlið. Gamla Hlið lagðist í eyði milli 1870 og 1917 vegna landbrots og á túnakortið frá 1917 hefur kortagerðarmaðurinn skrifað: „Gamla Hliðbýli var hér. Nú tóttir einar og kg. [kálgarður?] í eyði…brotnar fast norðan við tætturnar.“ Við eyðingu Gamla Hliðs hófst nafnaruglingur og hefur Efra-Hlið stundum verð kallað Gamla-Hlið og ekki er ólíklegt að Gamla Hlið hafi einnig kallast Efra-Hlið áður fyrr enda segir í örnefnaskrá segir: „Efra Hlið: Svo var Gamlahlið einnig kallað.“ Einnig kemur fram í örnefnaskrá að bærinn Efra Hlið var kallaður Kristjánshlið þegar maður að nafni Kristján [Jónsson] bjó þar seint á 19. öld.
Í Sjósókn Erlends Björnssonar segir um búendur og býli í Bessastaðahreppi á 8. áratug 19. aldar: „Á Efra-Hliði bjó Kristján Mathiesen, ríkur maður og um leið einn merkasti maður sveitarinnar. Hafði hann útgerð mikla, venjulegast fjögur skip, tvo áttæringa og tvö sexmannaför.“ Þegar túnakort var gert fyrir Hlið 1917 eru bæjarhúsin á Efra Hliði úr torfi og grjóti. Húsin snéru þremur burstum til suðurs og eitt hús sambyggt var norðan til. Við bæinn að norðan var kálgarður en bæjarhlað að sunnan. Sunnan bæjarhlaðsins voru einnig kálgarðar og greinir örnefnaskrá frá því að matjurtagarður á hlaðinu hafi heitið Sandagarður. Stórt hús var reist í Efra Hliði snemma á 20. öld og má sjá mynd af því Álftaness sögu. Það hús brann á seinni hluta 20. aldar. Öll ummerki um Efra Hliðsbæ og mannvirki umhverfis hann eru horfin. Rústir hafa verið sléttaðar og ekki sést móta fyrir þeim á yfirborði.

Álftanes

Hlið – túnakort 1917.

Á túnakorti frá 1917 er sýnt mannvirki um 20 m suðaustur frá bæ, fast sunnan við bæjarhlað Efra Hliðs. Á túnakortið er bókstafurinn „f“ merktur við mannvirkið og í skýringum við túnakortið merkir f=for. Hugsanlega hefur verið þarna einhvers konar haughús.
Á túnakortið er merkt og sýnt tvískipt útihús úr torfi og grjóti vestast á Hliðstanga. Það stóð um 70 m vestur frá Neðra Hliði 006. Nú er sjávarkamburinn aðeins 40 m vestan við bæjarstæði Neðra Hliðs og útihúsið því horfið í sjóinn.
Inn á túnakortið frá 1917 er merkt útihús úr torfi og grjóti um 30 m NNV frá Neðra Hliði. Það stóð í suðausturhorni kálgarðs sem náði til norðurs fram á sjávarkambinn. Húsið var á vestanverðum Hliðstanga. Þar er sléttað tún, sinuvafið og farið að hlaupa í þúfur. Ekki sést lengur til útihússins eða kálgarðsins. Í örnefnaskrá segir: „Salthúsgarður: Svo hét einn matjurtagarður er lá við Salthúsið rétt ofan við Hliðsvarir.“ Að öllum líkindum er útihúsið Salthúsið framangreinda.
Inn á túnakortið er Nýja Hlið merkt, um 180 m VNV við Gamla Hlið, á vesturhluta Hliðstanga. Í örnefnaskrá segir: „Hjallavöllur: Svo hét teigur í túninu sem þar sem Neðra Hlið stóð.“
Bærinn á Nýja Hliði stóð talsvert lægra en Fulltrúi eldri tíma í HliðiEfra Hlið og var því heitið Neðra Hlið réttnefni. Grasi gróið og þýft er á gamla bæjarstæðinu, sem er sinuvafið og komið í órækt. Bærinn stóð á vesturenda náttúrulegs hryggs, Granda, sem býlin á Suðurnesinu eru mörg hver staðsett á. Fjörukambur er aðeins um 40 m vestan og norðan bæjarstæðisins. Í örnefnaskrá kemur fram að á Neðra-Hliði var tvíbýli. Neðra-Hlið gekk einnig undir heitunum Nýja-Hlið og Jörundarhlið. Þar var þurrabúð um aldamótin 1900. Á túnakorti frá 1917 sést að þá var bærinn úr torfi og grjóti og sneru burstirnar tvær til suðurs. Sambyggt að norðan til var eitt hús. Kálgarður var kringum bæinn vestan til. Öll ummerki bæinn og kálgarðana sex sem voru sunnan, og austan við bæinn eru horfin. Bærinn hefur verið rifin og rústirnar sléttaðar í tún. Í Sjósókn Erlends Björnssonar segir um búendur og býli í Bessastaðahreppi á 8.áratug 19. aldar: „Á Neðra-Hliði bjó Ketill Steingrímsson…[hann] hafði alltaf mikla útgerð, þetta tvö og þrjú skip.“
Hliðsbrunnur var í minningum fólks allnokkurt mannvirki. Inn á túnakortinu frá 1917 er merkt einkennilegt mannvirki um 20 m vestur frá Nýja Hliði.

Túngarður í Hliði

Nýja Hlið stendur talsvert lægra en Efra-Hlið og er því heitið Neðra Hlið réttnefni. Grasi gróið og þýft er á gamla bæjarstæðinu Neðra-Hliðs, það er sinuvafið og tún komið í órækt. Í örnefnaskrá segir: „Hjallavöllur: Svo hét teigur í túninu sem þar sem Neðra Hlið stóð…Hliðsbrunnur: Hann var stór og hlaðinn upp í Hjallavelli. Voru þar tröppur niður að ganga í Brunninn. Reft mun hafa verið yfir hann í eina tíð.“ Mun hér átt við mannvirkið einkennilega sem sýnt er á túnakortinu. Er þá komin skýringin á teikningunni á túnakortinu, þ.e. þar eru teiknaðar tröppurnar ofan í brunninn. Búið er að afmá ummerki um brunninn, hann hefur líklega verið byrgður og er horfinn í óræktina.
Um 30 m suðvestan við Nýja-Hlið er hlaðinn grjótgarður í fjörukambinum. Vestan garðsins er fjara og en austan hans grasi gróin órækt. Þar er fremur grýtt þar sem sjór hefur borið grjót á land. Skv. túnakotinu frá 1917 var sjóvarnargarður með vesturströnd Hliðstanga, þá 70-80 m frá Neðra-Hliði. Tugir metra hafa brotnað af landinu síðan þá og er grjótgarðurinn sem er í fjörukambinum yngra mannvirki en það sem sýnt er á túnakorti. Garðurinn er örugglega varnargarður og hann liggur suðurnorður. Jarðvegi hefur  verið ýtt upp að garðinum, bæði við norður- og suðurenda hans, til að verjast landbroti. Hæstar eru garðhleðslurnar um 1 m.
Á túnakortinu er sýnd vör 80 m norðvestan við Efra-Hlið og 130 m norðaustan við Neðra-Hlið. Vörin er austast í röð fjögurra vara á norðurströnd Hliðstanga. Austan og vestan vararinnar eru klettatangar. Steinar eru í vörinni og í sandinum upp af. Mikið land hefur brotnað á norðurströnd Hliðstanga og umhverfi vararinnar væntanlega breytt.
SkjónasteinnÍ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703, segir: „Hjáleiga af Hliði kend við þann, sem ábýr í hvört sinni, og nú kölluð Jóns Björnssonar hús. …Jarðardýrleiki er óviss. … Túnum hjáleigunnar spillir sjór árlega. Selstöðu nýtir ábúandi ásamt heimabóndanum.“ Ekki er vitað hvar hjáleigan var á Hliðstanga.
Í Jarðabókinni segir einnig: „Hjáleiga önnur ónafngift, kend í hvört sinn við þann sem á býr og nú kölluð Halfdanarhús. Jarðardýrleiki er óviss. … Túnið brýtur sjór, sandur og veður. Selstaða er ásamt heimajörðinni brúkuð.“ Ekki er vitað hvar hjáleigan var á Hliðstanga. Þá segir einnig í Jarðabókinni: “
Þá er getið um Lonshús: „Jarðardýrleiki er óviss. … Túnunum spillir sands og sjáfarágángur. Vatnsból og selstaða er sem á heimajörðinni.“ Ekki er vitað hvar hjáleigan var á Hliðstanga. Einnig; „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru: Tómthús kallað Kastiansshus… Eldiviðartak af móskurði ásamt heimabóndanum. Vatnsból sama sem heima á jörðinni Hliði…Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða…“ Melshöfði er brotinn af sjávarágangi. Hann kemur upp á fjöru en er rúinn öllum mannvirkjum. Og; „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru: …Jons Marteinssonar hus, tómthús…Eldiviðartak ásamt heimajörðinni.Vatnsból sama sem heima á jörðinni [Hliði]….Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða…“ Einnig; „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru: …Jonshus, þriðja tómthús í sama stað [þ.e. Melshöfða]. Það halda Bessastaðamenn undir sínum umráðum og so hefur lengi verið…Eldiviðartak og vatnsból ásamt Hliði. Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða…“Skjónaleiði skoðað þegar Jói hafði hár
Í Jarðbók Árna og Páls er getið um verbúð: „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru:…Kastiansshus …Jons Marteinssonar hus… Jonshus… Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða og gánga þar kóngsskip um vertíð, vor og haust, fleiri eður færri, so mörg sem umboðsmaðurinn fær við komið að láta þar gánga, og er þar til þess ætluð verbúð ein fyrir utan þá, sem nú er bygð, til að hýsa fólk, er rær á þessum kóngsbátum, og kaupa þeir soðning af tómthússmönnum þar í stað…Lending er góð“ ,,Hliðskot: Svo var eitt býlið kallað vestast í túninu [í Hliði]. Partur sá var gefinn Álftaneshreppi 1836…,“ segir í örnefnaskrá. Sjór hefur nú brotið mikið land af vestanverðu nesinu og má heita öruggt að Hliðskot sé horfið í sjóinn, sbr. útihúsin fyrrnefndu. „Sveitaparturinn: Hliðskot var einnig kallað þessu nafni. 1910 rak þar hval, en þá átti Hafnarfjörður partinn. Hvalurinn reyndist Andarnefja kasúldinn,“ segir í örnefnaskrá.
„Þurrabúð við Kristjánshlíð [sama og Efra-Hlið],“ segir í örnefnaskrá. Litli bærinn hefur staðið nálægt Efra Hliði, en ekki er vitað hvar. Hliðstangi er grasi gróinn og þýfður. Bærinn stóð á Grandanum, náttúrulegum hrygg í landslaginu, sem liggur frá Hliði í vestri alla leið að Bessastöðum í austri. Á háhryggnum liggur malarvegur, þar sem Hliðsvegur lá áður. Norðan bæjar eru 20-30 m að sjó, en mikið land hefur brotnað af sjávargangi síðustu áratugum og öldum. Aflíðandi halli er að sjó sunnan til.
„Gula húsið“: Svo var gesthús Kristjáns [Jónssonar] í Hliði kallað. Á hlaðinu…Kinn: Svo var slétta kölluð, er lá framan við Kristjáns Hlið. Þar stóð hús sem kallað var „Gula húsið“,“ segir í örnefnaskrá. Gula húsið hefur verið í hlaðvarpanum sunnan við bæinn.
Bærinn stóð á háhæðinni sem fyrr sagði en aflíðandi halli er niður að sjó sunnan til. Kristján Jónsson bjó á Hliði seinni hluta 19. aldar. Þegar túnakortið er gert 1917 er Gula húsið horfið af bæjarhlaðinu.

Skógtjarnarbrunnur

Í örnefnaskrá segir: ,,[Hliðstúngarður] var aðallega reistur á norður og austurhlið túnsins, en sjór braut hann og var hann byggður aftur.“ Á túnakortinu er merktur túngarður sem liggur 70 m til austurs frá bæ en beygir þar til suðurs og liggur í um 50 m áður en hann hverfur. Túngarðurinn sést enn. Hann er fast sunnan malarvegarins, 2-3 m, sem liggur eftir tanganum. Garðurinn er alls 90 m, jafnlangur og hann var árið 1917 m skv. túnakorti. Hann er aðallega úr torfi, en þó sést í honum grjót á stöku stað. Hann er siginn, 0,3 m hár.
„Hliðsvegur“: Svo var vegur lagður og hlaðinn eftir Grandanum. Síðan það var hefur jarðvegur hlaðist að veginum og fyllt upp beggja megin við,“ segir í örnefnaskrá. Malarvegur er eftir Grandanum miðjum, líklega þar sem Hliðsvegur lá áður, á háhryggnum. Skv. túnakorti lá vegurinn heim að Efra-Hliði, en engar götur eru merktar niður að Neðra-Hliði. Beggja vegna malarvegarins er grasi gróin órækt og mikil sina.
Inn á túnakort frá 1917 er merktar varir 60-70 m norðaustan við Neðra Hlið. Við þá vestustu stendur skrifað á kortið: „Vör (notuð nú).“ Sú vör er staðsett u.þ.b. 60 m norðaustur frá Neðra Hliði og 140 m VNV við Efra Hlið. Á staðnum sem vörin á að hafa verið skv. túnakortinu, er slétt klöpp, og fremur stórgrýtt beggja vegna. Aðalvörin frá Hliði var nefnd Gamla-Hliðsvör. Á örnefnakort af Álftanesi er Gamla-Hliðsvör merkt inn 20-40 m norðaustur frá Efra-Hliði. Á þessum slóðum hefur sjór brotið land og allt umhverfi breytt frá því sem áður var. Ekki er alveg ljóst af örnefnaskrá hvaða heiti eiga við hverja vör. Við skráningu Gömlu-Hliðsvarar var fylgt merkingum örnefnakortsins. Í örnefnaskrá segir: „Hliðsvarir: Norðan undir Hliðsbæina Bessastaðirundir miðjum Gamlahliðsbakka. Þar var gott rúm fyrir mörg skip og stór…Nýja Hliðsvör: Svo var annar hluti vararinnar kallaður.“ Nýja-Hliðsvör var u.þ.b. 70 m norðaustan við Neðra Hlið. Þar eru tvær varir saman og báðar merktar inn á túnakort frá 1917. Nýja-Hliðsvör var líklega sú eystri. Eystri vörin er ekki eins hrein og sú vestari. Í henni eru flúrur og klettar en sandur í fjörunni.
Ofan við fjöruna var hlaðið byrgi. „Það var allstórt skipahróf, er geymdi skip og báta Hliðsbónda milli,“ segir í örnefnaskrá. Inn á túnakort frá 1917 er merkt skiparétt. Hún var á norðurbakka Hliðstanga milli Hliðsvara og, 80 m norðvestur frá Efra-Hliði. Líklega er skiparéttin það sama og nefnt er skipahróf í örnefnaskrá. Núverandi íbúðarhús á Hliðstanga er fast sunnan skiparéttarinnar. Fjörukamburinn er hærri en veggur naustsins. Sunnan naustsins er slétt malarborin lóð að núverandi íbúðarhúsi á Hliðstanga. Aðeins eru 3 m milli hleðslu og húss vestast, en 10 m austast. Aðeins er einn veggur naustsins eftir. Hann er 7 m langur, norðvestur-suðaustur. Hann er 0,6 m hár og sjást fjögur umför af grjóti. Ekki sést hversu breið hleðslan er því mölin í fjörukambinum gengur að honum og upp fyrir hann. Ekki sést nú hvort hleðslan tilheyrir suður- eða norðurlanghlið naustsins. Sé naustið horfið í fjörukambinn, þá er hleðslan leifar suðurlanghliðar. Hafi verið byggt á nauststæðinu er hleðslan leifar norðurlanghliðar.
LáskotsbrunngataHeimild er um sjóbúð, „Beitningabyrgið“: „Það var byrgi austan varanna, líklega Hliðsvara, þar beittu menn lóðir,“ segir í örnefnaskrá. Ekki er vitað um staðsetningu byrgisins. Ætla má að það hafi staðið nálægt Hliðsvörum, en mikið land hefur brotnað af norðurströnd Hliðstanga og líklegast að byrgið sé horfið í sjóinn, alltéð sjást leifar þess ekki á þessum slóðum. Hnit var tekið austan varanna fyrrnefndu á norðurströnd Hliðstanga.
Grútarbyrgið var enn eitt byrgjanna. „Það geymdi ker og tunnur undir lifur þá sem kom úr fiskinum,“ segir í örnefnaskrá. Ekki er vitað um staðsetningu byrgisins. E.t.v. stóð það nálægt Hliðsvörum, þar sem fiskurinn kom á land, en sjór hefur brotið mikið land af norðurströnd Hliðstanga og líklegast er að byrgið sé horfið í sjó, a.m.k. sjást leifar þess ekki á þessum slóðum.
Sjógatan var gatan kölluð frá vörunum heim til bæjar. Lá hún upp með vesturvegg Gamlahliðs [ekki er ljóst hvort hér sé vísað í Efra-Hlið, að gatan hafi legið upp úr fjörunni við bæinn. Eða hvort vísað er til Gamla-Hliðs],“ segir í örnefnaskrá. Milli bæjarstæðis Efra-Hliðs og Hliðsvara er grasi gróið og sinuvafið, svæði. Það sama á við um svæðið að þeim slóðum sem Gamla-Hlið stóð áður. Öll merki um Sjógötuna eru nú horfin og kemur þar sjálfsagt bæði til að sjór hefur brotið mikið land af norðurströnd Hliðstanga og sömuleiðis gætu jarðbætur á 20. öld hafa skemmt götuna.

Tóftir Lásakots

„Fjósbrunnurinn var í túninu austan við Fjósið. Vatnið var með megnu brennisteinsbragði. Fjósið: Það stóð í túninu sunnan bæjanna, sér byggingin alveg,“ segir í örnefnaskrá. Ummerki um Fjósið, Fjósbrunn og Fjósgötur eru horfin og ekki vitað hvar þau voru.
Innan túngarðs er Skjónaleiði. „Þar var 1807 heygður hestur Jörundar bónda Ólafssonar á Hliði er Skjóni hét. Skjónasteinn er ofan á leiðinu. „Á þúfu þessari eða leiði liggur steinn. Á hann er klöppuð vísa þessi. Ofan við vísuna er ártalið 1807. Heygan Skjóna hér ég tel/þessi Jörsa þjenti vel/Hestinn bezt að liði./Þegar hann bjó á Hliði,“ segir í örnefnaskrá. Það sem sést af steininum er 40 x 30 sm. Steinninn er meira en hálfur á kafi í sinu en og sokkinn í þúfuna. Á þeim hluta sem er ofar moldu má sjá nokkra stafi en ekki vísuna góðu né samhengi í texta, til þess þyrfti að moka ofan af honum. (Sjá meira undir Skjónaleiði).
Sandhús var enn eitt býlið á Hliði, suð-vestur frá Hliðsbæjum. Það stóð þar sem Melshöfði byrjaði. Sandhúsavör lá innan Melshöfða. Var allgóð vör. Þar var lent þegar komið var úr kaupstaðarferðum úr Hafnarfirði,“ segir í örnefnaskrá. Sandhúsavör er merkt inn á kort Erlends Björnssonar. Um búendur og býli í Bessastaðahreppi á 8. áratug 19. aldar segir hann: „Hjá Neðra-Hliði var Pétursbúð, er var þurrabýli.“ Ekki er vitað hvar Pétursbúð stóð.
LásakotsbrunnurGrasi gróið og þýft er á bæjarstæðinu, sem er sinuvafið og komið í órækt. Bæjarstæðið er á vesturenda náttúrulegs hryggs, Granda. Fjörukambur er aðeins um 40 m vestan og norðan bæjarstæðisins.
„Markasteinn var stór steinn, sem stóð á miðjum Hliðsgranda. Slíkur steinn stendur nú á austanverðum Grandanum. Spurning er hvort þarna kunni að vera um sama steininn að ræða, enda hefur brotið mjög af Grandanum á umliðnum tímum.
Varasteinn var norðar í fjörunni. Þessi steinn var með áletruninni „M.H.S“,“ segir í örnefnaskrá. Sjór hefur brotið mikið af norðurströnd Hliðstanga líklegt að Varasteinn sé horfinn í sjó því engin merki fundust um hann við vettvangsathugun.
Um bæinn Skógtjörn er m.a. getið 1248: „Gaf Þórður til staðarins í Skálaholti Skógtjörn á Álftanesi fyrir sál föður síns og móður.“  „… Knud Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonson. ,,, ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a … Alttanesi … Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins …“
1703: Tvennar varir… „jarðarinnar brýtur sjórinn í Skógtjörn og ber þar uppá sand og marálm…“  Íbúðarhúsabyggð er risin allt í kringum Skógtjarnarbæjarstæðið gamla utan þess að sléttað tún er austan þess. Land jarðarinnar er í aflíðandi halla mót suðri, niður að Skógtjörn sem er meðfram landareigninni að sunnanverðu. Skógtjörn er merkt inná túnakort frá 1917, um 300 m suðvestan við Brekku. Inn á örnefnakort af Álftanesi er merktur brunnur nálega miðja vegu milli Skógtjarnar og Hólakots. U.þ.b. 80 m VNV frá Hólakoti er steypt þró með járnloki. Að þrónni hefur verið ýtt jarðvegi. Umhverfis þróna er slétt tún, þó farið að hlaupa í þúfur.  Brunnurinn er ekki merktur á túnakort frá 1917.

Garður við Lásakot

Um 260m austan við Skógtjörn og 100 m SSA við Brekku liggur garðlag frá grjótgarði niður að Skógtjörn. Garðurinn er líka merktur inn á túnakort frá 1917. Grónir lyngmóar eru austan garðlagsins en sléttuð tún vestan þess. Garðurinn er mikill um sig, en eingöngu rjóthlaðinn. Hann er um 200 m langur. Op (um 2 m) er á garðinum um 90 m frá norðurenda. Vestan garðsins og í stefnu frá opinu voru hjáleigurnar Gíslakot og Eysteinskot. Að líkindum hefur garðlagið verið Skógtjarnartúngarður. Syðst tengist það garðlögum frá Lásakoti og sjóvarnargarði, sem þarna er.
Skógtjarnarbrunngata lá frá Brunninum heim til bæjar. Brunnurinn hefur verið vel upp hlaðinn. Frá honum lágu götur heim á hverja hjáleigu, og að hverri þurrabúð,“ segir í örnefnaskrá. Umhverfis brunninn er sléttað tún en óræktaður rimi að íbúðarhúsbyggð vestar. Ekki sést til Skógtjarnarbrunngötu lengur. Hún er horfin í sléttað tún.
Gíslakot var þurrabúð frá Skógtjörn S-A frá Skógtjörn. Gíslakotstún var lítið gerði sem fylgdi þurrabúðinni. Inn á túnakort frá 1917 er merkt býlið Gíslakot um 160 m SSV við Brekku og 200 m suðaustan við Skógtjörn. Ekki er víst að kotið hafi verið nákvæmlega staðsett á túnakortinu þar sem bæjarheitið er innan sviga og gæti það þýtt að kotið sé í eyði og orðið tóftir einar. Á uppdrætti EB er Gíslakot merkt inn alveg niðri við sjó (Skógtjörn) u.þ.b. 350 m SSV frá Brekku.
Nöfnunum Gíslakoti og Dómhildarkoti hefur slegið saman í gegnum tíðina. Árið 1870 er Gíslakot og Dómhildarkot sitthvor bærinn. Inn á örnefnakort af Álftanesi frá árinu 1977 er Gíslakot nefnt Dómhildarkot í sviga. Árið 1917 er Dómhildarkot ekki merkt inn á túnakortið. Búið er að slétta bæjarstæði Gíslakots í túnið en þar sem býlið stóð skv. túnakortinu eru ójöfnur, þúfnahlaup og einstaka steinar standa upp úr sverði. Þar mætti búast við leifum býlisins undir sverði. Á uppdrætti EB eru merkt inn fjögur kot í einum hnappi norðan Skógtjarnar. Vestast var Gíslakot, 100 m austar var Eysteinskot og Hólakot 50 m austur frá Eysteinskoti. 50 m norðan Gíslakots og Eysteinskots var Dómhildarkot.

Grásteinn

Seint á 19. öld var grasnyt í Gíslakoti og ein kú. Eysteinskot var Þurrabúð í Skógtjarnarlandi, austur frá Eysteinskoti. Ekki sést vottur af Eysteinskoti í túninu, það hefur verið rifið og rústirnar sléttaðar í túnið. Örlitlar ójöfnur eru á þeim stað sem kotið á að hafa verið á skv. túnakorti í rimanum og þar geta leynst leifar Eysteinskots. Í endurminningum EB kemur fram að Eysteinskot um 1870, hafi verið grasbýli, með eitt kýrfóður. Á uppdrætti í bók EB er Eysteinskot 350 m sunnan Brekku og 100 m austan við Gíslakot, af þessu má ráða að staðsetning býlanna hafi skolast til í gegnum tíðina.
Hólakot var einnig þurrabúð í Skógtjarnarlandi, austur frá Eysteinskoti. „Hólakotstún var túnskiki eða gerði við þessa þurrabúð,“ segir í örnefnaskrá. Hólakot hefur verið rifið og rústirnar sléttaðar í túnið. Ójöfnur sjást þó í hólnum og steinar standa upp úr sverði á nokkrum stöðum, líklega úr býlinu.
Lásakot er, líkt og aðrar bæir, nú tóftir einar – en þó öllu greinilegri því vel má lesa þar húsaskipan og nýtingu. Lásakot var þurrabúð austast í Skógtjarnarlandi. Þar var búið einna lengst af öllum Skógtjarnarþurrabúðum, eða allt til 1920? Haughúsbrunnur - GAG„Lásakotstún var stærst tún við þurrabúðir Skógtjarnar,“ segir í örnefnaskrá. Inn á örnefnakort af Álftanesi er Lásakot merkt skammt norðan Skógtjarnar suðaustan við Hólakot og Gíslakot. Tóftir Lásakots eru á norðurbakka Skógtjarnar, u.þ.b. 450 m suðaustan Brekku, og umhverfis tóftirnar eru miklir grjótgarðar. Bæjarstæðið er í aflíðandi halla mót suðri. Tóftirnar standa fremst á hörðum, grasi grónum en smáþýfðum bökkum Skógtjarnar. Í endurminningum EB kemur fram að Lásaskot (um 1870), var þurrabúð og oftast tvíbýli. Annar þurrabúðarmaðurinn í Lásakoti lifði mikið af því að þurrka og flytja marhálm til Reykjavíkur og selja hann þar. Rústasvæðið er stórt, markað af töluverðum garðlögum og eru tóftirnar í suðausturhorni þess. Bæjartóftin eru 4 hús sambyggð og snúa austur-vestur. Tóftirnar eru úr torfi og grjót, og sést grjót í veggjum bæði að innan-og utanverðu. Austasta húsið í tóftaröðinni er með op á norðurgafli. Vestasta húsið er stærst, skiptist í 3 hólf  og snýr norður-suður. Í nyrst hólfinu er afstúkað smáhólf og þaðan er op til austurs. Úr stærsta hólfinu er svo innangengt í fjórða hólfið í tóftaröðinni sem er smáhólf til austurs. Hæstu hleðslur eru u.þ.b. 1 m á hæð. U.þ.b. 10 m norðvestan við vestasta húsið í bæjarröðinni er tóftarbrot í túninu um 3 x 2 m stór og dæld og stallar þar upp af. Einnig er stallur í túninu bæði upp af miðjutóft bæjarraðarinnar og sömuleiðis austustu tóftinni. Ekki er ljóst hvaða hlutverki stallar þessir hafa gegnt.

Álftanes

Brekka og nágrenni – kort – túnakort.

Stór einföld tóft er í túnhorni 25 m norðvestur frá tóftaröðinni á bakkanum. Sú er hlaðinn úr torfi og grjóti þó hún sé að mestu torfhlaðinn, snýr norður-suður og op nyrst á vesturlanghlið. Suður frá tóftaröðinni eru aðeins 2 – 5 m suður að tjarnarbakka Skógtjarnar en austan, norðan og sunnan liggja garðlög umhverfis bæinn. Garðarnir eru eingöngu hlaðnir úr grjóti og skiptast í ýmsa smágarða. Í sumum má sjá öldukennt yfirborð og eru það líklega gamlir kálgarðar. Í og á tjarnarbakkanum má einnig sjá hleðslur víða. Op er á grjótgarðinum 2 m austan austustu tóftarinnar í bæjarröðinni og einnig er op austan við tóftina sem er stök norðvestast í túninu. Gata hefur legið til vesturs, norðan bæjarraðarinnar. Rústirnar í Lásakoti eru stæðilegar og hafa mikið varðveislugildi sem eini fulltrúi tuga smákota sem voru á Álftanesi. Lásakotsbrunngata lá frá kotunu til vesturs og er enn greinileg. Skógtjarnarbrunnur er nú vestast á sléttu túni vestan Lásakots og suðvestan Brekku. Hann virðist í fyrstu vera hóll, en er betur er að gáð má sjá á honum járnlok; dæmigerður brunnur á þessu svæði fyrrum. Hafsteinn Árnason í Brekku sagði brunninn hafa verið færðan nær Stógtjörn vegna þess að vatnið hafi þótt saltbragðað.
Lásakotstúngarður er austan til við þurrabúðina. Lásakotstúngarðshlið var á þessum túngarði og sést enn. Um 110 m austur frá Lásakoti er mikill garður sem liggur frá fjöru (eða Skógtjarnarbakka) nánast upp að landamerkjagarði. Vegur skilur í milli garðlaganna tveggja.
Lyngmóar eru beggja vegna garðsins. Garðurinn er eingöngu grjóthlaðinn, 2 m breiður og u.þ.b. 160 m langur og liggur í norður – suður. Op er á garðinum um 30 metra frá suðurenda hans.
Lásakot - uppdrátturLásakotsbrunngata lá frá Skógtjarnarbrunni heim í bæ,“ segir í örnefnaskrá. Á herforingjaráðskorti frá 1902 er sýnd leið frá Lásakotsbæ til vesturs að Skógtjörn, Árnakoti og Melshúsum. Varla hafa margar götur legið þessa leið og verður að telja hana Lásakotsbrunngötu, þó e.t.v. hafi hún kallast fleiri nöfnum. Enn sést hvar gatan hefur legið frá Lásakoti og vestur að Skógtjarnartúngarði en vestan túngarðsins eru sléttuð tún og þar sést gatan ekki. Grónir lyngmóar eru í kringum Lásakot en sléttuð tún vestar. Umferð um götuna hefur grafið hana niður en hún liggur milli garðlaganna í Lásakoti. Gatan sjálf er mjó, 0,4 m breið og er allt að 0,3 m djúp. Þá breikkar hún er kemur að brunninum. Þangað hafa verið a.m.k. 200 m. En gatan sést nú u.þ.b. 80 m vestur frá Lásakoti, að túngarðinum. Áður farið var á staðinn var leitað upplýsinga hjá Hafteini Árnasyni (áttræðum) í Brekku. Hann sagði brunninn varla hafa verið brunn, frekar holu með steinum í kring. Hann væri skammt neðan við hlaðna túngarðinn ofan strandar, um 10-15 metrum vestan við þvergarðinn, sem þar er og liggur áleiðis upp að Brekku. Í Lásakoti hefði síðast búið Guðmundur nokkur, uppnefndur Kartafla vegna þess hvernig fætur hans væru.
Með bökkum Skógtjarnar er grjótgarður. Sunnan garðsins eru bakkar Skógtjarnar, flatir og blautir (20 metra breiðir) en norðan þess eru sléttuð Suðurtúnin. Garðurinn liggur frá Skógtjörn að Hólakoti. Hann hefur ekki verið hlaðinn upp vandlega á þessum parti og er fremur grjótruðningur en verkleg hleðsla. Suðaustar verður garðurinn verklegri, og greina má hleðslur með 3-4 umförum af grjóti. E.t.v. er grjótruðningurinn yngri en hleðslurnar í austurhluta garðsins. Garðurinn hefur að líkindum gegnt hlutverki túngarðs fremur en sjóvarnargarðs.
Kvöldroði handan göngusvæðisins - bærinn Skógtjörn var efst til hægriLending virðist vera neðan Lákakots. „Ekki er talað um lendingu á þessum slóðum í örnefnaskrá. Brekkuvör, Melhúsavör og Skógtjarnarvör voru við „Helguvík, undir Grandanum að Hliðós.“ E.t.v. er þetta lending smákotanna sem voru í suðurtúninu, Lásakots, Eysteinskots, Hólakots, Gíslakots eða Dómhildarkots, en áður fyrr var lagt upp frá Skógtjörn á bátum, skv. heimildamanni, Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Á þessum stað er eini staðurinn í fjörunni milli Skógtjarnar og Lásakots, sem virðist vænlegur sem lending. Varirnar virðast tvær, eins og áður segir, og skiptast í miðju af mjóum klettarana. Sandur er í fjörunni. Grjótgarður liggur niður að þessari meintu lendingu, suður frá öðrum grjótgarði.
Brekka er nokkuð ofan skógtjarnar. Bæjarins er getið 1556: ,, … Knud Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonson. ,,, ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a … Alttanesi … Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins …“ Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, segir: „Selstöðu hefur jörðin brúkað þar sem heita Norðurhellrar.“ Þá er jarðardýrleiki er óviss og jörðin í konungseign. Í sýslu- og sóknalýsingum frá 1842, segir: „…dæmi eru og til, að jarðeigendur hafa selt jarðir sínar svona í smápörtum, og þannig var t.a.m. jörðin Brekka í Álptanesi, 16 hndr. að dýrleika, seld fyrir fáum árum í 7 pörtum, fyrir hverja virðist vanta lagaheimild.“ Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, segir: „Túnunum spillir sjáfarágangur og átroðningur af almenningsvegi.“ Tún Brekku eru beggja megin Grandans og kallast Suður-og Norðurtún eftir því hvoru megin þau liggja. Suðurtún eru enn óbyggð en íbúðarhúsabyggð er risin annarsstaðar í kringum Brekkubæ.
Gamli bærinn, sem merktur var inn á túnakort frá 1917, stóð þar sem vesturhluti íbúðarhússins á Brekku er nú. Brekka er á náttúrulegum hrygg í landslaginu. Þar sem gamli bæinn var er nú steinsteypt íbúðarhús með kjallara en vestan við það er hæð í sléttu túninu.Tóft við Haugshús - fyrir trjáplöntun
Hugsanlegt að þarna sé um að ræða útflattar leifar bæjarhúsa þó mestur hluti þeirra sé nú undir íbúðarhúsinu.
Inn á túnakort frá 1917 er merkt útihús innan við 5 m vestsuðvestan við Brekku. Útihúsið hefur verið þar sem nú er hæð í túninu vestan við núverandi íbúðarhús á Brekku. Inn á túnakortið er merkt útihús 300 m suðaustan við Brekku. Tóft hússins sést enn.
Inn á túnakortið er merkt býlið Kirkjubrú u.þ.b. 220 m austan við Brekku. Á Kirkjubrú er nú gamalt steinhús, tvílyft með kjallara, skv. túnakortinu stóð gamli Kirkjubrúarbærinn u.þ.b. 20 m vestan núverandi íbúðarhúss. Kirkjubrú stendur á náttúrulegum hrygg, Granda, sem liggur frá Hliði í vestri að Skerjafirði í austri. Vegur lá eftir Granda, hægra megin við íbúðarhúsið.
Allir Brekkubæirnir (Brekka, Brekkukot og Kirkjubrú) eru á hrygginn og kallast bæjartúnin norður og suðurtún, eftir því hvoru megin hryggjar þau eru. Hóll er vestan við steinsteypta íbúðarhúsið, sem nú stendur. Hann er mjög raskaður, húsum hefur verið ýtt niður brekkuna mót suðri. Útihús stóðu á hólnum í seinni tíð að sögn Friðriks Jóhannssonar ábúanda í Sviðholti en gamli bærinn stóð þar áður, skv. túnakorti. Miklar ójöfnur eru í hólnum og spýtna og steypubrak neðst í honum að sunnanverðu.  Allt bæjarstæðið er mjög raskað af sléttun, niðurrifi og nýrri byggingum. Á Kirkjubrú eru nú, auk steinhússins, útihússkúrar, sem ekki niðurgrafnir. Kirkjubrú hefur verð í eyði í nokkur ár.
Tóft við Haugshús - eftir trjáplöntunInn á túnakort frá 1917 er merkt býlið Núpskot 170 m ASA við Brekku. „Núpskot var á miðju Suðurtúni Kirkjubrúar (Ath.: en talað var um Norðurtún og Suðurtún sitt hvoru megin í áðurnefndum hæðarhrygg [þ.e. Grandi] – bæði frá Brekku og Kirkjubrú). Á rústum þess var kálgarður fram til 1940.“ segir í örnefnaskrá. Þar sem Núpskot var, er ávalur hóll í túninu.
Hóllinn er í sléttuðu túni. Landi hallar mót suðri og austri. Vegna þess hversu ávalur hóllinn er, eru mörk hans óskýr. Rústirnar hafa verið sléttaðar í túnið en búast má við að hleðslur leynist undir sverði.  Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, segir um Brekkuland: „Torfrista og stúnga fer mjög til þurrðar.“
Halakot er merkt inn á túnakort frá 1917 um 420 m vestan við Brekku. Halakot er u.þ.b. 20 austan við Halakotstjörn, Bæjarstæði Halakots. Horft til norðvesturs. Bæjarstæði Hjallakots er hægra megin við golfskálann bláa. Halakotstjörn er neðan við gerðið.
Í endurminningum EB kemur fram að Halakot hafi verið grasbýli og þar venjulega hafðar 3 kýr. Búið er að rífa bæinn og öll ummerki um hann horfin, en gerði um kálgarð sem var við norðan við bæ sést enn. Árið 1917 var vegur heim að bæ frá götunni, þar sem nú heitir Höfðabraut. Timburhús virðast hafa verið í bæjarröðinni vestanverðri en stakt torfhús austan við. Kálgarður var norðan og vestan bæjar.
Jardhysid 2014„Beint vestur af Brekku c.a. 10 m vestan við merkin er Smiðshús. Það stendur á svipuðum stað og býlið Brekkukot, stóð áður. Fyrir 1950 voru þarna tveir kálgarðar og umhverfis þá hlaðnir grjótgarðar. Sjávargatan frá Brekku lá á milli þessara garða. Hún var fjölfarin gönguleið, því eftir henni var t.d. gengið til kirkju að Bessastöðum af bæjunum vestan við Brekku.“ segir í örnefnaskrá. Sjávargatan lá frá gamla bænum og til vesturs á hryggnum sem er í landslaginu á þessum slóðum. Gatan lá í túnunum til vesturs þangað sem nú er vegur að Hliði. Hún lá á sama stað og vegurinn liggur þar til komið var að Brekkuvör í Vestri-Skógtjörn. Rennislétt tún eru að mestu þar sem gatan var en þó lá hún að hluta þar sem nú liggur akvegur. Gatan var notuð fram eftir öldinni.
„Í Brekkulandi, fast fyrir austan merkin [líklega við Brekkukot], er Brunnurinn. Í hann var sótt vatn frá Brekku“ segir í örnefnaskrá. Brunnurinn var um 80 m norðnorðvestan við bæ en 2-3 m austan við túnjaðar og heimreið að Smiðshúsum. Hann var 30-40 m ofan við Suðurnesveg. Fyllt hefur verið upp í brunninn og hann er ekki lengur greinilegur á yfirborði. Umhverfis eru sléttuð tún en gras er aðeins lægra í námunda við þar sem brunnurinn var.
„Áður mun vegur hafa legið þar sem þessi garður er í stefnu á Selskarð. Hann hefur verið upphlaðinn og púkkaður. Þetta var fyrsti vegur á Suðurnesið og var byggður nokkru fyrir aldamótin“ segir í örnefnaskrá. Greinilegur, grjóthlaðinn túngarður sést 80-100 m sunnan við íbúðarhúsið á Brekku. Garðurinn liggur austur-vestur með nokkrum litlum beygjum. Garðurinn liggur í túnjaðri í Brekkulandi en er ennþá greinilegur vestar í íbúðahúsabyggð.
Túngarðurinn er hlaðinn úr stórum grjóthnullungum. Hann afmarkar tún Brekku til suðurs og liggur í suðvesturhorni þess svæðis sem nú er tekið til aðalskipulags (þ.e.a.s. árið 2002) á um 100 m kafla.
„Sýsluvegur var lagður laust fyrir aldamótin 1900 austan frá Selskarði vestur milli Skógtjarnar og Brekku,“ segir í örnefnaskrá Álftaness.

Sýsluvegurinn gamli

„Áður fyrr mun vegur hafa legið þar sem þessi garður er í stefnu á Selskarð. Hann hefur verið upphlaðinn og púkkaður. Þetta var fyrsti vegur um Suðurnesið og var byggður nokkur fyrir aldamót,“ segir í örnefnaskrá. Vegurinn er orðinn talsvert úr lagi genginn enda byggður á mjög blautu undirlagi. Hlaðið hefur verið undir vegginn með grjóti. Hleðslur eru 0,2-0,4 m háar að sunnan en lægri að norðan því örlítill halli er á landinu. Vegurinn er a.m.k. 400 m langur og víðast um 2 m breiður. Hann liggur í suðaustur -norðvestur. Á honum hafa verið gerðar vegabætur á nokkrum stöðum, t.d. ræsi í gegnum veginn hlaðið svo vatnið safnaðist ekki saman ofan hans. Fyrst hefur verið stungið fyrir ræsinu, það lagt hellum sem eru reistar á rönd og að lokum hellur lagðar yfir.
„Á Grandanum, fast norðan við veginn, sem liggur út á Suðurnes, er stór steinn, sem nefndur er Grásteinn,“ segir í örnefnaskrá Brekku. Suðurmerki Sviðholts lágu úr Grásteini „…í Króksgarð miðjan og þaðan í markastein fast norðan við sjávargötu frá Króki,“ segir í örnefnaskrá Sviðholts. Grásteinn er 290 m norðaustan við Brekku og 700 m ANA við Sviðholt. Grásteinn er u.þ.b. 10 m norðan Suðurnesvegar á náttúrulegum hrygg í umhverfinu sem kallast Grandi. „Í honum [Grásteini] býr huldufólk. Eitt sinn var reynt að kljúfa Grástein og sjást enn þá fleygaförin í honum. Þegar menn voru byrjaðir að kljúfa steininn sýndist þeim húsin á Eyvindarstöðum standa í ljósum loga og fóru að athuga. Reyndist þá ekki vera kviknað í. Önnur tilraun var gerð til að kljúfa Grástein og fór allt á sömu leið. (Sjá meira um Grástein).
Hefur það ekki verið reynt síðan.“ segir í örnefnaskrá Brekku. Fleygförin afdrifaríku eru vel greinileg í Grásteini.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, segir: „Tómthús [eru] heima við bæinn.“ Í Sýslu-og sóknalýsingum er sagt að við Brekku séu tvö tómthús. Ekki sést til býlanna nú og enginn veit hvar við bæinn þau stóðu.
Á túnakorti frá 1917 er merktur inn brunnur 30 m vestur frá vesturhorni Halakots. Þar er þúst á austurbakka Halakotstjarnar. Þústin er fast austan tjarnarinnar í deiglendi á mörkum tjarnar og túns. Ofan og austan þústarinnar er þurr og rennsléttur golfvöllur. Þústin er um 2,5 m í þvermál og 0,6 m á hæð. Steinar sjást í hliðum hennar. Þetta eru síðustu leifar Halakotsbrunns, sem eru nú mjög raskaðar.
Haugshús er 1703 konungseign. „Hálflenda so kölluð, því það hefur ekki fyrirsvar nema til helmíngs á móts við lögbýlisjarðir; þykjast menn heyrt hafa að hálflenda þessi sje til forna byggð úr Sviðholtslandi.“ „Haugshús voru um 200 m norður og austur (upp) af Hjallakoti. Þau eru einnig komin í eyði fyrir löngu. Þar var löngum tvíbýli,“ segir í örnefnalýsingu.
Haugshús voru á hól, um 100 m suður frá Þórukoti. Sunnan við hólinn er malarvegur niður að golfskála, sem er fast sunnan við bæjarstæði Hjallakots. Haugshús stóðu hér um bil á miðjum golfvellinum.
Brúin yfir norðaustanverða Skógtjörn„Haukshús, hálflenda so kölluð, því það hefur ekki fyrirsvar nema til helmings á móts við lögbýlisjarðir; þykjast menn heyrt hafa að hálflenda þessi sje til forna bygð úr Sviðholtslandi.“ segir í JÁM. Ekki er til af jörðinni en hinsvegar hefur kortagerðamaðurinn merkt Haugshús í sviga, til að sýna afstöðu, inn á túnakort Brekku, Skógtjarnar og Halakots.
Gróa Guðbjörnsdóttir, sem er alin upp í Hákoti á Álftanesi, segir bæinn hafa verið á hólnum, sunnan brunnhúss úr torfi og grjóti sem var reist um 1950.  „Við merkin, niður frá Haugshúsum, var Haugshúsabrunnur og voru tröppur niður í hann,“ segir í örnefnaskrá.  Hóllinn er sléttaður en þó ber á ójöfnum í honum. Hafsteinn sagði brunninn hafa verið skammt austan götu, sem nú liggur að Haukshúsum, alveg niður undir túnmörkum. Jafnan hefði verið talað um þennan brunn af lotningu. Hann hefði sjálfur lagt til fyrir alllöngu að brunnurinn yrði grafinn upp og hafður til sýnis. Á herforingjaráðskorti frá 1902 sést að leiðin heim að bænum var frá Þórukoti.
Annars er það helst í frásögu færandi að daginn, sem FERLIR gekk um Haughúsasvæðið (Haukshúsasvæðið) og skoðaði m.a. tóft þá er sést á meðfylgjandi myndum að engin tré var þar að sjá. Daginn eftir hafði verið plantað röð trjáa – m.a. þvert á tóftina. Í Þjóðminjalögum segir m.a. í 10. gr. Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins. Þarna ætti því að liggja fyrir opinbert leyfi fyrir framkvæmdunum. Ef ekki virðast bæði skipulagsyfirvöld á Álftanesi og Fornleifavernd ríkisins hafa verið sofandi á verðinum. (Sjá Þjóðminjalögin frá 2001 í heild).
Í Skógtjörn er gömul hlaðin brú yfir hana norðaustanverða. Um hefur verið að ræða götu er lá frá Garðabæjunum yfir að Bessastaðabæjunum. Hún sést enn glögglega, en hluti hennar fer á kaf á flóði.
Svæðinu hefur verið mikið raskað og erfitt fyrir ókunnuga að staðsetja og greina einstakar tóftir. Í rauninni kom á óvart, miðað við hversu heillegt búsetulandslag var þara skv. fyrirliggjandi upplýsingum, að ekki skuli hafa verið meira tillit til þess er raun ber vitni.
Ekki var gengið um Sviðholt að þessu sinni, en verður gert síðar.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Guðrún Alda Gísladóttir – Deiliskráning í Bessastaðahreppi: Fornleifaskráning á völdum aðalskipulagsreitum – Fornleifastofnun Íslands – Reykjavík 2004.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703.
-Jarðabók Johnsens, 1847.
-Erlendur Björnsson – Sjósókn.
-Anna Ólafsdóttir Björnsson – Álftaness saga.
-Sturlungu saga II – Þórðar saga kakala.
-Hafsteinn Árnason – Brekku.

Lásakot

Reykjavík

Eftirfarandi er hluti greinar Árna Óla í Lesbók Morgunblaðsins 1967 undir yfirskriftinni „Þegar Reykjavík eignaðist Eiði.“

Eidi-222

Eiði 1967.

„Glöggskyggnir fræðimenn telja, að Nes við Seltjörn muni vera fyrsta býlið, sem byggðist úr landi Reykjavíkur. Verða þó ekki fundnar neinar beinar heimildir þar um, því að saga Ness er öll í móðu og mistri fram eftir öldum, eins og saga Reykjavíkur sjálfrar. Þar er varla um annað að ræða en bendingar í fornum máldögum og landamerkjabréfum. En sé þessar bendingar athugaðar rækilega, virðast þær sýna, að Nes sé ekki miklu yngra en Reykjavík, og hefði jafnvel getað heitið landnámsjörð, þó hennar sé ekki getið í Landnámu. Nokkuð eru skiptar skoðanir um, hve stórt skuli telja Seltjarnarnes. Sumir telja, að það takmarkist af línu, sem hugsast dregin milli Kirkjusands ytra og Fossvogs, en aðrir segja að það nái inn að Elliðaám og að línu dreginni úr Blesugróf niður að Fossvogi. Hér skakkar því, að sumir telja lönd Laugarness, Klepps og Bústaða til Seltjarnarness, aðrir ekki. Hér skal ekki lagður neinn dómur á hvort réttara sé, en vegna efnis þessarar greinar er handhægara að fylgja hinum þrengri takmörkunum, og því verður hér miðað við það, að Reykjavík og Nes hafi skipt öllu Seltjarnarnesi á milli sín. Allt bendir til þess, að sú skipting hafi farið fram skömmu eftir að Ingólfur settist að í Reykjavík. Landamerkin lágu þvert yfir nesið þar sem það var lægst og einna mjóst. Þar var Eiðistjörn á landamerkjunum nyrzt og síðan tók við mómýri, sem seinna hlaut nafnið Kaplaskjólsmýri. Og þarna þvert yíir nesið hefir þá verið hlaðinn voldugur landamerkjagarður, svo að Nesland þyrfti ekki að verða fyrir átroðningi af öðrum. Það mun hafa verið forn siður í Noregi að hlaða landamerkjagarða, og elzti landamerkjagarður á Íslandi mun hafa verið þessi garður þvert yfir Seltjarnarnesið. Hann hefir verið bæði hár og þykkur, því að enn sást móta fyrir honum austan við Lambastaði árið 1879. Þessi garður hefir að sjálfsögðu verið hlaðinn þegar eftir að Nesi var úthlutað fremra hluta nessins.

sel - teikning-5

Selshús.

Vera má, að nafnið á vestasta býlinu í Reykjavík geti að vissu leyti borið vitni um aldur hans. Býli þetta hét Sel og hafði verið gefið fyrstu kirkjunni í Reykjavík og talið 10. hndr. að dýrleika Nafnið bendir til þess, að þar hafi upphaflega verið sel frá Reykjavík, en landamerki þess að vestan voru hin sömu og landamerkin milli Reykjavíkur og Ness. Líklegt má telja, að þarna hafi verið fyrsta selstaða Reykjavíkur, og er staðsetning hennar einkennileg að því leyti, að hún skuli vera rétt við landamerkin milli Reykjavíkur og Ness. Gæti það ef til vill bent til þess, að nesinu hefði verið skipt áður en selið var reist og landamerkjagarðurinn þegar verið hlaðinn. „Ekkert verður um það sagt, hvenær selstaða þessi hefir fyrst verið tekin upp, en selið gæti vel verið frá fyrstu tímum byggðarinnar“, segir Ólafur prófessor Lárusson í grein um hvernig Seltjarnarnes byggðist (Byggð og saga bls. 100).
Nú er það vitað, að landnámsmenn fluttu með sér frá Noregi þann sið í búskaparháttum að hafa í seli, og þess vegna er líklegt að Reykjavíkurbóndi hafi fljótlega komið sér upp selstöðu. — Ef þessar tilgátur eru réttar, þá má sjá, að engin fjarstæða er að kalla Nes landnámsjörð, enda þótt hún sé byggð úr landi Reykjavíkur.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Árni Óla, „Þegar Reykjavík eignaðist Eiði“, 5. febr. 1967, bls. 1.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – herforningjaráðskort frá 1908.