Ekki hefur mikið verið skráð og ritað um hlaðnar refagildrur. Slík veiðaðferð; grjótgildrur, virðast annað hvort hafa fallið í gleymsku eða orðið jarðlægar. Ástæðurnar eru nokkrar.
Í fyrsta lagi þótti
löngum ekki tiltökumál þótt grjótgildra væri í nánd við bæ, verstöð, geymslustað eða þéttbýli. Það var ekki fyrr en á síðustu öld sem notkun þeirra lagðist af, a.m.k. á Reykjanesskaganum. Í öðru lagi hafa gildrurnar verið í notkun um langan tíma, jafnvel allt frá landnámstíð, svo margar þeirra hafa gleymst og orðið að jarðarinnar ásýnd.
Þegar FERLIR skoðaði svæðið ofan við Stað og Húsatóftir við Grindavík komu í ljós sjö áður óþekktar grjótgildrur. Án efa eru þær fleiri, ef vel væri leitað. Hafa ber í huga að ekki er langt um liðið að FERLIR fann 3 áður óþekktar refagildrur austan Húsatófta.

Refagildra.
Engra þeirra er getið í rituðum örnefnaskrám eða fornleifaskráningum af svæðinu. Þrátt fyrir það eru þekktar refagildrur nálægt þeim bænum orðnar 10 talsins. Nú (í marsmánuði árið 2010) eru þekktar 51 grjóthlaðin refagildra á Reykjanesskaganum og ef að líkum lætur munu finnast fleiri er fram líða stundir. Hafa ber í huga að helmingur þekktra hraunhella á Íslandi hafa fundist eftir aldamótin 2000 – vegna þess að eftir það hefur verið leita skipulegar af slíkum náttúrufyrirbærum í ríkara mæli. Að leita að ummerkjum eftir refagildru krefst mikillar einbeitingar og gerir þá kröfu til leitandans að hann hafi þekkingu á hvar slíkar mannvistarleifar kunni að finnast.
Á vefsíðu Fornleifastofnunar Íslands segir eftirfarandi um refagildrur: „Tófugildra: Gildra til að veiða í refi. Refagildrur eru nokkuð misjafnar að gerð en oftast grjóthlaðnir stokkar eða kassar sem hellur hafa verið lagðar yfir og grjóti jafnvel hlaðið þar ofan á. Agn var látið inn í gildruna og tófan þannig tæld inn en þá lokaðist stokkurinn með þar til gerðum lokubúnaði. Áður en eitur, dýrabogar og byssur urðu algeng fyrirbæri hafa refagildrur líklega verið eina vopn manna gegn tófunni.“
Páll Hersteinsson fjallar um refaveiðar í riti Landverndar (nr. 7) árið 1980. Þar segir hann m.a.: “Forfeður okkar höfðu veitt loðdýr öldum saman, áður en þeir fluttust til Íslands fyrir 1100 árum.
Víða um landið eru örnefni, sem hafa að fyrra lið orðið gildra. Þannig eru fjölmörg Gildruholt, Gildruklettar, Gildrunef og Gildrumelar, Byrgisskarð og Byrgismelur, og getur sums staðar að líta á þessum stöðum steinhrúgur, sem líkjast stundum föllnum vörðum, en sums staðar sést á þeim nokkur lögun. Þetta eru refagildrurnar, sem tíðast hafa verið hlaðnar á klöpp eða þar sem jarðvegur var svo þéttur, að refirnir gátu ekki grafið sig út úr þeim.
Refskinn voru löggiltur gjaldmiðill.
Refurinn var álitinn mikill skaðvaldur.
Í Grágás og Jónsbók er tekið fram að melrakkar séu á hvers mann jörðu óheilagir.
Árið 1295 var samþykkt á Alþingi að hver sá maður sem hefði 6 sauði á vetri í sinni ábyrgð, skyldi veiða einn melrakka gamlan eða tvo unga á ári. Það kallaðist dýratollur.
Alþingissamþykkt þessi var síðan endurnýjuð orðrétt árið 1485, og árið 1680 féll samhljóða alþingisdómur.
Bændum var skylt að stunda grenjaleit á vorin á jörðum sínum og á afréttum á eigin kostnað, en tófuföngurum var greitt úr dýratollssjóði.
Árið 1809 gefa amtmenn út fyrirmæli til hreppstjóra um skyldur þeirra til að fylgja eftir refaveiðum.

Refagildra við Húsatóttir.
Árið 1834 voru veigamiklar breytingar gerðar á reglugerðum. Öll grenjaleit, grenjavinnsla og veiðar voru launaðar úr dýratollsjóði.
Árið 1890 samþykkir Kristján konungur níundi lög þar sem kveðið er á um að kostnað við eyðingu refa skuli greiða úr sveitarsjóði. Tveimur árum síðar var dýratollur innheimtur í síðasta sinn. Lýkur þar 6 alda sögu eins sérstæðasta skatts á Íslandi.
Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á lögum um refaveiðar síðan 1890 nema hvað að ríkið hefur smám saman tekið á sig stærri hlut af kostnaðinum.
Árið 1930 voru sett lög, sem kváðu á um, að sýslusjóður greiði verðlaun fyrir veidda hlauparefi en sveitasjóðir skuli standa undir kostnaði við grenjavinnslu.
Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við refaveiðar á Íslandi. Algengast í upphafi byggðar mun hafa verið að bræla refi inni í grenjum á vorin og veiða þá í grjótgildrur á veturna. Notkun grjótgildra virðist hafa lagst niður í upphafi 19. aldar.
Um svipað leyti voru dýrabogar orðnir algengir, en tilkoma þeirra var sennilega aðalástæðan fyrir því, að hætt var að nota grjótgildrurnar. Hætt var að mestu að nota dýraboga við vetrarveiði um síðustu aldamót [1900], en þeir eru enn notaðir við yrðlingaveiðar á grenjum.
Um aldamótin 1700 voru byssur orðnar algengar við grenjavinnslu og í lok 18. aldar voru þær orðnar aðalvopnið við refaveiðar og hafa verið það síðan.
Byrjað var að eitra fyrir refi um miðja átjándu öld.
Þá voru hundar stundum notaðir til að hlaupa uppi og drepa refi. Þeir voru kallaðir dýrhundar.
Fyrstu heimildir um víðtæka eitrunarherferð á vegum sveitarfélags eru frá 1837, en almennt taka sveitarfélög að eitra fyrir refi upp úr 1860. Hreint stryknin í duftformi kemur til sögunnar upp úr 1870, en er ekki komið í almenna notkun fyrr en undir aldamót. Trú manna hefur verið, að ,,vesælustu, úrræðaminnstu og einföldustu dýrin“ éti helst eitrið, en ,,athugulustu, harðgjörðustu og bestu veiðidýrin“ verði helst eftir. Nú ríkir eitrunarbann.
Byrjað var að eitra fyrir refi um miðja átjándu öld.
Þá voru hundar stundum notaðir til að hlaupa uppi og drepa refi. Þeir voru kallaðir dýrhundar.
Fyrstu heimildir um víðtæka eitrunarherferð á vegum sveitarfélags eru frá 1837, en almennt taka sveitarfélög að eitra fyrir refi upp úr 1860. Hreint stryknin í duftformi kemur til sögunnar upp úr 1870, en er ekki komið í almenna notkun fyrr en undir aldamót. Trú manna hefur verið, að ,,vesælustu, úrræðaminnstu og einföldustu dýrin“ éti helst eitrið, en ,,athugulustu, harðgjörðustu og bestu veiðidýrin“ verði helst eftir. Nú ríkir eitrunarbann.“
Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, segir frá refagildrum í Árbók Hins ísl. fornleifafélags árið 1980. Þar skrifar hann m.a.: „Til eru gamlar lýsingar af grjótgildrum þar sem hvatt er til að bændur útbúi þær til refaveiða. Elsta og jafnframt gleggsta lýsing þeirra er í Atla, riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, fyrst pr. í Hrappsey 1780.“ Þar segir, að dýrabogar leggist nú mjög af, en bóndi veitir Atla þarna nákvæma fyrirsögn um, hversu hann skuli útbúa gildrur sínar. Er lýsingin í rauninni nákvæmlega hin sama og hér mun brátt skýrt frá, en gert er ráð fyrir að hellan, sem lokar munnanum, sé krossbundin eða með gati, til að hún hlaupi niður í réttri andrá.
Í Lærdómslistafélags-ritunum, XII b. 1792, er grein um refaveiðar eftir Þórð Þorkelsson.
Í Reykjavíkurpóstinum 1848 þar sem segir, að slíkar grjótgildrur hafi verið víða tíðkaðar fyrrum en nær enginn beri nú við að nota þær.”
Grjótgildrur eru þekktar á Grænlandi.
Grjótgildrur hafa verið notaðar víða um land. Gildrur þessar eru flestar af sömu gerð, úr allstóru grjóti, aflangar og munninn látinn snúa undan veðurátt.
Milli tveggja fremstu steinanna í þakinu er nokkur glufa. Þar hefur verið skorðað allvænt hellublað, um 20 sm breitt neðst og um 30 sm hátt, og gegnum það er klappað smágat ofarlega. Í gatinu hefur verið trétittur, sem legið hefur milli þaksteinanna og hellan þannig hangið uppi. Í tittinn var síðan bundið snæri, sem lá ofan á gildrunni og niður í hana aftast, hinn endinn bundinn í agnið, sem væntanlega hefur tíðast verið kjötbiti. Lá agnið innst í gildrunni og var nú útbúnaðurinn þannig, að þegar tófan skreið inn í gildruna og glefsaði í agnið og dró það til sín, kipptist titturinn úr gatinu og hellan rann niður. Rýmið í sjálfri gildrunni hefur verið við það miðað, að tófan kæmist mátulega fyrir en gæti ekki snúið sér við.

Þannig átti hún erfitt með hreyfingar og gat með engu móti komist út aftur, enda var hún nú auðunnin í gildrunni, t.d. með broddstaf, sem lagt var inn á milli steinanna.
Gildra af þessari gerð er í rauninni einföld, en talsverða nákvæmni hefur þurft til að stilla helluna svo vel af, að hún rynni auðveldlega niður og skorðaðist og lokaði refinn inni. Er líklegt, að gildrur þessar hafi verið misvel veiðnar, enda er lágfóta kæn og hvekkist auðveldlega og er vör um sig, ekki síst ef hún finnur mannaþef af agninu. En í hörðum árum, þegar sultur svarf að, hefur svengdin orðið tortryggninni yfirsterkari.
Þessi gildra er hin eina, þar sem ég veit til að hellan hafi verið með gati fyrir trétitt. Annars hefur hellan yfirleitt verið krossbundin, samkvæmt þeim lýsingum, sem síðar verður getið, og lykkju á hinum enda bandsins bundið um afsleppan trétitt eða hvalbeinshæl innst í gildrunni þar sem agninu var komið fyrir, líklegast oftast smeygt bak við bandið. Þegar glefsað var í agnið kipptist bandið fram af tittinum og hellan féll niður.”
Í Þjóðviljann árið 1964 er skrifað um refagildru á Látrum. Þar segir óþekktur höfundur: „. . . Allra minnst kostar þig, að gjöra þér tófugildru, viðlíka og þú getur séð hana upp á brúninni hér fyrir ofan bæinn, en hún er gjörð eftir forskrift nokkurs gamals prests, sem gaf mér hana, og með því sá umbúnaður er nú flestum ókenndur hér í grenndinni. Hún er þessi:
1) Gildran sé hlaðin á hellu eða grjótgrundvelli, sem tóft eða kvíar, nokkuð lengri og hærri en tófa kann að vera, en svo þröng að tófa geti ekki snúið sér þar inni.
2) Í gafli miðjum standi tréhæll afsleppur neðanverðu.
3) Síðan er byggt yfir þessa tóft með grjóti svo það hlað hafi hæð sjálfrar jarðarinnar.
4) Innar við gaflinn skal vera svo mikið op, að þar verði bæði náð inn til að egna og líka að veiðin megi þar út takast ef á þarf að halda.
5) Strengur með lykkju á endanum, smokkaður á hælinn liggur svo upp úr þessu opi yfir á minnstu grjóthlaði, allt til dyra: þar er krossbundin hella (eða með gati) í hans öðrum enda, sem til ætlað er að niður detti, og þvi skal grjóthlaðið vera svo þykkt, sem hæð hellunnar verður að vera.
6) Fyrir framan dyrnar standi fallega kantaðir steinar sinn hvoru megin, svo langt frá að hellan hafi nóga þröm eða pláss til að falla í millum þeirra og gildruveggjanna, en fyrir ofan lykkjuna á hælnum hangir agnbiti á annarri lykkju, svo til ætlað er að tófa kippi strengnum fram af undir eins og agninu.
7) Þegar gildran er tvídyruð þá er sín hella við hvorn enda, eins og fyrr segir um þá eindyruðu, en agnhællinn í miðjum vegg annarhvorrar langhliðar og á honum báðir hellustrengirnir.
8) Líklegt er að tófur séu óvarari við þá tvídyruðu. Loksins er agnið með grjóti byrgt, og allt látið verða sem líkast náttúrulegu grjótholti.“

Eftir þennan lestur verður vart um það deilt að skýring þeirra Látramanna, um hæla strengi og fallhellu, hafi hvorki verði staðlaus þjóðsaga né hugarórar heldur gömul raunhæf vitneskja. Ósagt skal látið hvort annað mannvirki þessarar tegundar fyrirfinnist óhrunið á landinu.”
Skammt ofar, í Berghrauni skammt vestan Lynghólshrauns, má sjá ummerki eftir grenjaskyttur; hlaðin skjól. Í örnefnalýsingu fyrir stað er þess sérstaklega getið að „mörg greni eru í Lynghólshrauni“. Þar verður leitað ummerkja fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimildir m.a.:
-http://www.instarch.is/instarch/ordasafn/r/
-Páll Hersteinsson, rit Landverndar (nr. 7) árið 1980.
-Heimild: Þjóðviljinn 16.02.1964, bls. 53.
-Helgi Gamalíelsson – Stað.

Refagildra við Húsatóftir.
Vegabætur
Frá fyrstu tíð voru vegir á Íslandi fyrir fótgangandi.
Eftirfarandi um vegabætur má lesa í Ísafold árið 1884: „En um vegabæturnar sjálfar er það að segja, að einsætt er að snúa sem skjótast við blaðinu og hætta að leggja fjárgötur og hrossatroðninga, en hafa það reglulega vagnvegi, það lítið sem gert er af nýjum vegum, og þá auðvitað helzt í byggð, þar sem þjettbýlast er. Láta sjer að öðru leyti nægja að ryðja hina gömlu vegi svo, að þeir sjeu ekki alveg ófærir, eða viðlíka færir og þeir hafa lengst af verið. Þetta mun þykja mikið í munni. En hvaða forsjálni eða framsýni er það, að vita fyrir víst, að hjer hljóta að komast á vagnvegir með tímanum, ef landið leggst ekki í eyði von bráðar, og halda samt áfram að eyða stórfje í vegagjörðir, sem þá eru ónýtar? Eða hafa menn hins vegar gjört sjer glögga grein fyrir, hve ómetanleg hlunnindi er að vagnvegum?“
Á 19. öld var farið að huga að vegabótum.
Heimild:
-Ísafold, 19. nóv. 1884, bls. 181.
Friðrik VIII og Hannes Hafstein á Kambabrún.
Hof í Grindavík
Í 85. kafla Landnámu segir:
„Maður hét Hrólfur höggvandi; hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur; þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Vémundur kvað þetta, er hann var í smiðju:
Ek bar einn af ellifu bana orð. Blástu meir!
Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.
En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.
Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðigur; síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sá ófreskir menn, að landvættir allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.
Í Rekaskrá Skálholtsstaðar um 1270 segir m.a.: „Item þessi rekamörk eru hallden j Grindavik: J millum valagnüpa og Rangagiógurs ad huar sem hualur kiemur j Grindabijk j greindu takmarke skal skiptast j fiðra fiordunga. Skal eirn fiordung hafa Þorkotlustadir. annann stadarstadr. vr jarngerdarstada hlut. hinn fiorda hlut sjal hafa hraun og hof. skal hraun hafa tuo hlute. en hof þridiung. Item a klaustrid i videy. hemlming huers af hrauns hlut.“
Heimild:
-Landnámabók, 85. kafli
-Íslenskt fornbréfasafn fyrir 1270, Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1857, bls. 75-76.
Hóp – gamli bærinn.
Urriðakotsstígur / Hagakotsstígur
Þegar gengið var um Hafnarfjarðarhraun (Flatahraun – Garðahraun) milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar (Hagavíkurlækjar) mátti sjá gamla götu liggja frá Hagavíkurvaðinu skáhallt upp á og inn á hraunið til suðurs.
Á hrauninu ofan við vaðið er tvíhólfa hleðsla á grónum hólkolli og svo virðist sem jarðlægar af stærri tóft sé þar skammt neðar (vestar). Þessar hleðslur eru greinilega gamlar, en gætu hafa verið gerðar úr stórri vörðu á hraunbrúninni því þar er upphaf Urriðakotsstígs, öðru nafni Hagakotsstígur, er lá frá Hofstöðum um Hagakot að Urriðakoti. Niðurstöður nýjustu uppgrafta að Urriðakoti bendir til forna selstöðva, jafnvel allt frá því skömmu eftir landnám og fram yfir miðaldir; í fyrstu kúasel og síðan væntanlega fjársel.
Fljótlega eftir að komið er upp á hraunbrúnina að norðanverðu mátti sjá beinlínulaga grjóthleðslu undir liðna girðingu. Grjót hefur verð tekið úr hleðslunni á kafla og hlaðið úr því lítill skjólveggur. Skammt sunnar, austan stígsins, má sjá veglega, en tiltölulega nýlegt, hlaðið skjól. Þarna gæti fyrrum hafa verið skjól fyrir vegavinnumenn er unnu að gerð járnbrautavegarins, sem fer þvert yfir Urriðakotsstíginn til austurs og vesturs að Miðaftanshól og áfram áleiðis niður að Einarssreit á Flötunum ofan Hafnarfjarðar.Stígurinn liggur að áberandi og formfögrum klapparhól í hrauninu skammt norðan Reykjanesbrautar. Kollur hans er líkur vörðu, en er af náttúrulegum völdum. Í næsta áberandi hraunhól skammt norðaustar eru hleðsluleifar, að því er virðist af skjóli.
Stígurinn liggur vestan við fyrrnefnda hólinn og áfram til suðurs, áleiðis að vörðu sunnan Reykjanesbrautar. Á þeim kafla og þar fyrir sunnan hefur landinu verið raskað varanlega og því engin ummerki eftir stíginn eftirleiðis allt að Urriðakotstóftunum.
Þegar gatan var gengin áleiðis að Urriðakoti kom í ljós að um kjörinn kúastíg var um að ræða; nánast sléttlendi að fara um að því er virðist torfarið hraun. Stígurinn hefur verið ruddur á köflum og sjást glögg ummerki þess. Vörður hafa verið á hraunklettum á a.m.k. tveimur stöðum, en nú eru á þeim einungis steinn við stein, en undir klettunum má sla leifar þeirra.
Urriðakots- / Hagakotsstígsins er getið í örnefnalýsingum fyrir Urriðakot, sbr. lýsingu Gísla Sigurðssonar: „Úr Hraunkrikanum lá Urriðakotsstígur (99) eða Hagakotsstígur (100). Úr Kaffigjótu lá Kirkjustígurinn (102) eða Stórakróksstígur (103) yfir í Stórakrók og þaðan yfir hraunið á Garðaholt heim að kirkju.“
Einnig má sjá hennar getið í örnefnalýsingu Svans Pálssonar, sbr.: „Á móts við Brekkutögl liggur stígur út í hraunið, sem nefndur var Hagakotsstígur (71). Um hann var farið milli Urriðakots og Hagakots, en Hagakot var skammt norðan við Vífilsstaðalæk, en suður af Hofsstöðum.“
Þegar Urriðakotsstígurinn var genginn var ljóst, þrátt fyrir að því er virtist úfið hraun, að þarna var um greiðfæru að ræða og í rauninni ákjósanlegustu leiðina á milli þessarra tveggja staða, þ.e. fyrrum höfuðbólsins og selstöðunnar forðum.
Heimild:
-Örnefnalýsing, Urriðakot, Gísli Sigurðsson.
-Örnefnalýsing, Urriðakot, Svanur Pálsson.
Hagakotsstígur.
Kolbeinsvarða
1890, segir m.a.: „…“Úr miðri innri Skoru á Stapa, beina línu í Arnarklett svokallaðann, sem stendur í hrauninu fyrir ofan Vatnsgjár,…“ Í öðru landamerkjabréfi Stóru- og Minni-Voga, I-219-20, dags.23/5 1890, þinglýst 16/6 1890, sem og H-56 og Imb.37-41, segir: „…“Vestan og sunnan frá herjanssæti (Kerjansfæti sbr.H-56 eða Kerjanssæti??), eða úr uppgöngunum úr Kolbeinsskoru, þaðan sjónhending í Arnarklett, þaðan í klett er stendur norðan vert við Litlaskógfell“…“ Í þinglýstri lýsingu Jóns Daníelssonar, eiganda Stóru-Voga, Stóru- og Minni-Vogar, H-56, dags.20/8 1840, þinglýst 14/6 1887, segir: „…Vestan og sunnan: Frá Kerjansfæti, eður úr upp—Kolskoru, suður til Mörguvarða á gamla Stapavegi, þaðan sjónhending í Arnarklett, þaðan—nyrðri—á Litla-Skógfelli…“
Í landamerkjabréfunum er hvergi talað um Kolbeinsvörðu, sú varða er engu að síður til. Brúnavarðan (sumir vilja meina að það sé Kolbeinsvarða) rétt ofan við gamla Keflavíkurveginn þar sem hann liggur við Innriskoru er mið af sjó, eins og Magnús í Halakoti hefur staðfest. Þegar varðan ber í Stapafell er komið út fyrir brún, (hraunbrún) nánar tiltekið út í leirinn þar sem varla bregst ýsudráttur. „Það hef ég margreint og gefist vel“.
Innriskora, Grynnriskora, Kolbeinsskora, Kolskora eru reyndar fjögur heiti á sama stað. Þótt sjónhending hafi jafnan verið tekin sem sjónlína millum tveggja staða, hefur í seinni tíð, segja lögfróðir, að skilgreina megi sem beina línu þó ekki sjáist á milli.
Þær vörður, sem nú hafa verið nefndar „Mörguvörður“ eru nokkrar litlar á sléttu klapparholti, nokkru vestar.
Vörðufótur „Kolbeinsvörðu“ sést hins vegar enn. Gróið er um hann. Frá henni er sjónhending að Arnarkletti. Sjóhending er og hlýtur að hafa verið sjónlína – hvað sem svo sem hinir nýtilkomnu dómarar Hæstaréttar segja. Ef menn hafa viljað hafa það línu, á sjónhendingar, hefðu þeir einfaldlega skrifað „í línu“ eða´“beina línu“. Kolbeinsvarðan er ofan við Kolbeinsskor í Innri-Skoru (Grynnriskoru). Önnur varða sem hefði verið beint ofan við brúnina gæti aldrei haft sjónhendingu í Arnarklett. Þar hlýtur að hafa þurft a.m.k. eina vörðu á millum til – þ.e. vörðu þá er Ólafur frá Knarrarnesi tilgreinir. Hann sagði að sú varða hefði staðið þarna í heiðinni, há og mikil, uns bryggjugerðarmenn í Vogum komu á vörubíl, sóttu hana og sturtuðu í bryggjugarðinn. Skv. því ætti Vogalandið að ná allnokkuð vestar en nú er. Telja má að þetta landssvæði hafi ekki verið hátt metið fyrrum, hvorki af Njarðvíkingum né Vogamönnum og því hafi menn verið svolítið kærulausir um mörkin, jafnvel svo kærulausir að þeir fjarlægðu eina merkið, sem þar var.
Héðan liggur línan suður á Bjalla. Austur og upp af Kolbeinsskor eru Þrívörður og þar hærra vörður sem nefnast Strákar.“
Þjóðvegurinn sem Gísli nefnir svo hlýtur að vera gamli Keflavíkurvegurinn (skrifað á þeim tíma). En hvar var sá „gamli Stapavegur“ sem Jón Daníelsson talar um 1840? Ekki Keflavíkurvegurinn sem lagður var 1912. Varla heldur Stapagatan eða Almenningsvegurinn sem þá hlýtur að hafa verið aðalleiðin og því varla kölluð „gamli“ Stapavegur, eða hvað?
Getur verið að eldri gata hafi legið sunnar, jafnvel á líkum slóðum og Reykjanesbrautin er nú? Þá gæti fyrr kenning um Kolbeinsvörðuna (mörkin) átt við rök að styðjast.
Magnús Ágústsson segist hafa róið undir Stapann í 20 ár á sínum yngir árum. Hann talaði um um Dýpri- og Grynnri-skoru. Kannaðist líka við Ytri- og Innri, en ekki við skor. „Við töluðum alltaf um skoru“, sagði hann. Gísli Sigurðsson talar ávallt um skor, minnist aldrei á skoru. Í annarri örnefnaskrá um Voga, sem Ari Gíslason skráði eftir Árna Klemens Hallgrímssyni, Ólafi Péturssyni, Knarrarnesi, „einhverjum í Grænuborg“ og Þorsteini Bjarnasyni, er talað um Innriskoru, öðru nafni Kolbeinsskoru“, ekki minnst á skor. Annars skiptir ekki höfuðmáli hvort og hver eða hvort talað um „skoru“ eða „skor“.
Magnús talaði mikið um Brúnavörðu sem mið en minntist ekki á Kolbeinsvörðu. Brúnavarða finnst í hvorugri örnefnaskránni, aðeins Brúnir.
Gísli vísaði gjarnan í heimildarmenn sína og gæti það gefið svar við misvísun á örnefnaheitum. Ýmislegt þurfti hann þó að leggja á minnið og skrá síðar, sbr. frásagnir starfsfélaga hans frá þessum tíma (sem FERLIR hefur haldið til haga). Eitt skemmtilegt nýlegt dæmi um ágreining um örnefnaheiti er vitinn á Þórkötlustaðanesi (sem þó er ekki örnefni). Þórkötlustaðabúar hafa aldrei nefnt vitann annað, enda á þeirra nesi. Landamerkin er í Markastein u.þ.b. 60 metrum vestar. Hópsmenn hafa löngum viljað teygja sig lengra inn á Nesið vegna reka og því ávallt kallað vitann „Hópsnesvita“, þrátt fyrir að hann sé alls ekki á Hópsnesi. Það nafn hefur þó ratað inn í gögn opinberra aðila, s.s. Vitamálastofunar. Svona getur þetta verið – ástæður nafngifta geta orðið af margvíslegum toga. Er núna að gera örnefnakort af Staðarhverfi í Grindavík. Þar er hóll, sem hefur heitið Holuhóll. Móakotsfólkið kallaði hann hins vegar Móakotshól.
Jæja – aftur að merkjunum. Stapagatan hefur varla verið kölluð Gamli-Keflavíkurvegur. „Gamli Stapavegur“, sem Jón Daníelsson talar um 1840, hefur að öllum líkindum verið Stapagatan. Grunur er um að vegarkafli (vagnvegur), sem enn sést hluti af austan við „Kolbeinsvörðu“, séu leifar af fyrsta akveginum, eða akslóðanum. Þegar bíllinn kom til landsins voru ekki til neinir vegir, einungis gamlar leiðir fyrir fólk og búfénað. Segja má að bíllinn hafi búið til fyrstu vegina, þ.e. ökumennirnir. Þeir fóru þá um svæði, sem líklegt væri að þeir kæmust áfram og greiðfærast var. Velta hefur um grjóti, en þeir hafa forðast miklar brekkur og líka gamlar djúpar götur. Ekki er ólíklegt að fyrsti slóðinn til Keflavíkur hafi myndast á þessum slóðum. Vegurinn 1912 hefur síðan tekið mið af nauðsynlegum breytingum og þörf á varanlegri gatnagerð.
Ekki er með öllu útilokað að „Kolbeinsvarðan“ gæti hafa verið varðan, sem Ólafur í Knarrarnesi sagði að hefði verið markavarða, „stór og mikil“ áður en hún var fjarlægð, allt nema neðsta lagið. Af ummerkjum þar virðist þessi varða ekki hafa verið í neinu samhengi við vörðuröð í heiðinni. Aftur á móti gæti hún líka hafa verið ónafngreindur „hornsteinn“ á mörkunum, því jafnan á að hafa verið „sjónhending“ milli merkja. Frá henni gæti hafa sést í næsta merki að austanverðu, Arnarklett, en það er ómögulegt frá vörðu ofan við Innri-Skoru. Ef þessi varða hefur verið landamerkjavarða verður það þó að teljast klaufalegt hjá Vogamönnum að fjarlægja hana við bryggjugerðina í ljósi ágreiningsmála er jafnan hafa verið um landamerki.
Skv. upplýsingum Sesselju Guðmundsdóttur hafði nefndur Ólafur heyrt framangreint frá föður sínum, Jóni G. Ben. Bendir hún á að í skrifum Jóns í Velvakanda 1983 segir Jón m.a.: Strandlengjan nær frá […] og að svonefnri Kolbeinsvörðu utanvert við Innri-Skor á Vogastapa“.  Sesselja telur að grjótið úr hinni einu sönnu Kolbeinsvörðu hafi svo alveg verið hreinsað burt á sínum tíma og er aðeins svarðgróinn grjóthringur eftir nú. Stóran varðan gæti hins vegar vel hafa verið á merkjum, en hún hafi aldrei heitið Kolbeinsvarða.Â
Ef „Kolbeinsvarða“ var á nefndum stað í Njarðvíkurheiði gæti það skipt sköpum, þótt ekki væri fyrir annað að nýtilkomið merki Reykjanesbæjar væri þá í landi Voga.
Þetta er að mörgu leiti áhugavert efni – og ekki víst að allir verði sammála um allt – frekar en örnefnin. Hafa ber þó í huga framangreint; þótt einn telji eitthvað eitt vera hið rétta þarf það þó ekki að hafa verið hið eina rétta.
Stapi – landamerkjavarða.
Húsatóftir – refagildrur II
Ekki hefur mikið verið skráð og ritað um hlaðnar refagildrur. Slík veiðaðferð; grjótgildrur, virðast annað hvort hafa fallið í gleymsku eða orðið jarðlægar. Ástæðurnar eru nokkrar.
löngum ekki tiltökumál þótt grjótgildra væri í nánd við bæ, verstöð, geymslustað eða þéttbýli. Það var ekki fyrr en á síðustu öld sem notkun þeirra lagðist af, a.m.k. á Reykjanesskaganum. Í öðru lagi hafa gildrurnar verið í notkun um langan tíma, jafnvel allt frá landnámstíð, svo margar þeirra hafa gleymst og orðið að jarðarinnar ásýnd.
Í fyrsta lagi þótti
Þegar FERLIR skoðaði svæðið ofan við Stað og Húsatóftir við Grindavík komu í ljós sjö áður óþekktar grjótgildrur. Án efa eru þær fleiri, ef vel væri leitað. Hafa ber í huga að ekki er langt um liðið að FERLIR fann 3 áður óþekktar refagildrur austan Húsatófta.
Refagildra.
Engra þeirra er getið í rituðum örnefnaskrám eða fornleifaskráningum af svæðinu. Þrátt fyrir það eru þekktar refagildrur nálægt þeim bænum orðnar 10 talsins. Nú (í marsmánuði árið 2010) eru þekktar 51 grjóthlaðin refagildra á Reykjanesskaganum og ef að líkum lætur munu finnast fleiri er fram líða stundir. Hafa ber í huga að helmingur þekktra hraunhella á Íslandi hafa fundist eftir aldamótin 2000 – vegna þess að eftir það hefur verið leita skipulegar af slíkum náttúrufyrirbærum í ríkara mæli. Að leita að ummerkjum eftir refagildru krefst mikillar einbeitingar og gerir þá kröfu til leitandans að hann hafi þekkingu á hvar slíkar mannvistarleifar kunni að finnast.
Á vefsíðu Fornleifastofnunar Íslands segir eftirfarandi um refagildrur: „Tófugildra: Gildra til að veiða í refi. Refagildrur eru nokkuð misjafnar að gerð en oftast grjóthlaðnir stokkar eða kassar sem hellur hafa verið lagðar yfir og grjóti jafnvel hlaðið þar ofan á. Agn var látið inn í gildruna og tófan þannig tæld inn en þá lokaðist stokkurinn með þar til gerðum lokubúnaði. Áður en eitur, dýrabogar og byssur urðu algeng fyrirbæri hafa refagildrur líklega verið eina vopn manna gegn tófunni.“
Víða um landið eru örnefni, sem hafa að fyrra lið orðið gildra. Þannig eru fjölmörg Gildruholt, Gildruklettar, Gildrunef og Gildrumelar, Byrgisskarð og Byrgismelur, og getur sums staðar að líta á þessum stöðum steinhrúgur, sem líkjast stundum föllnum vörðum, en sums staðar sést á þeim nokkur lögun. Þetta eru refagildrurnar, sem tíðast hafa verið hlaðnar á klöpp eða þar sem jarðvegur var svo þéttur, að refirnir gátu ekki grafið sig út úr þeim.
Páll Hersteinsson fjallar um refaveiðar í riti Landverndar (nr. 7) árið 1980. Þar segir hann m.a.: “Forfeður okkar höfðu veitt loðdýr öldum saman, áður en þeir fluttust til Íslands fyrir 1100 árum.
Refskinn voru löggiltur gjaldmiðill.
Refurinn var álitinn mikill skaðvaldur.
Í Grágás og Jónsbók er tekið fram að melrakkar séu á hvers mann jörðu óheilagir.
Árið 1295 var samþykkt á Alþingi að hver sá maður sem hefði 6 sauði á vetri í sinni ábyrgð, skyldi veiða einn melrakka gamlan eða tvo unga á ári. Það kallaðist dýratollur.
Alþingissamþykkt þessi var síðan endurnýjuð orðrétt árið 1485, og árið 1680 féll samhljóða alþingisdómur.
Bændum var skylt að stunda grenjaleit á vorin á jörðum sínum og á afréttum á eigin kostnað, en tófuföngurum var greitt úr dýratollssjóði.
Árið 1809 gefa amtmenn út fyrirmæli til hreppstjóra um skyldur þeirra til að fylgja eftir refaveiðum.
Refagildra við Húsatóttir.
Árið 1834 voru veigamiklar breytingar gerðar á reglugerðum. Öll grenjaleit, grenjavinnsla og veiðar voru launaðar úr dýratollsjóði.
Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við refaveiðar á Íslandi. Algengast í upphafi byggðar mun hafa verið að bræla refi inni í grenjum á vorin og veiða þá í grjótgildrur á veturna. Notkun grjótgildra virðist hafa lagst niður í upphafi 19. aldar.
Fyrstu heimildir um víðtæka eitrunarherferð á vegum sveitarfélags eru frá 1837, en almennt taka sveitarfélög að eitra fyrir refi upp úr 1860. Hreint stryknin í duftformi kemur til sögunnar upp úr 1870, en er ekki komið í almenna notkun fyrr en undir aldamót. Trú manna hefur verið, að ,,vesælustu, úrræðaminnstu og einföldustu dýrin“ éti helst eitrið, en ,,athugulustu, harðgjörðustu og bestu veiðidýrin“ verði helst eftir. Nú ríkir eitrunarbann.
Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, segir frá refagildrum í Árbók Hins ísl. fornleifafélags árið 1980. Þar skrifar hann m.a.: „Til eru gamlar lýsingar af grjótgildrum þar sem hvatt er til að bændur útbúi þær til refaveiða. Elsta og jafnframt gleggsta lýsing þeirra er í Atla, riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, fyrst pr. í Hrappsey 1780.“ Þar segir, að dýrabogar leggist nú mjög af, en bóndi veitir Atla þarna nákvæma fyrirsögn um, hversu hann skuli útbúa gildrur sínar. Er lýsingin í rauninni nákvæmlega hin sama og hér mun brátt skýrt frá, en gert er ráð fyrir að hellan, sem lokar munnanum, sé krossbundin eða með gati, til að hún hlaupi niður í réttri andrá.
Grjótgildrur eru þekktar á Grænlandi.
Árið 1890 samþykkir Kristján konungur níundi lög þar sem kveðið er á um að kostnað við eyðingu refa skuli greiða úr sveitarsjóði. Tveimur árum síðar var dýratollur innheimtur í síðasta sinn. Lýkur þar 6 alda sögu eins sérstæðasta skatts á Íslandi.
Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á lögum um refaveiðar síðan 1890 nema hvað að ríkið hefur smám saman tekið á sig stærri hlut af kostnaðinum.
Árið 1930 voru sett lög, sem kváðu á um, að sýslusjóður greiði verðlaun fyrir veidda hlauparefi en sveitasjóðir skuli standa undir kostnaði við grenjavinnslu.
Um svipað leyti voru dýrabogar orðnir algengir, en tilkoma þeirra var sennilega aðalástæðan fyrir því, að hætt var að nota grjótgildrurnar. Hætt var að mestu að nota dýraboga við vetrarveiði um síðustu aldamót [1900], en þeir eru enn notaðir við yrðlingaveiðar á grenjum.
Um aldamótin 1700 voru byssur orðnar algengar við grenjavinnslu og í lok 18. aldar voru þær orðnar aðalvopnið við refaveiðar og hafa verið það síðan.
Byrjað var að eitra fyrir refi um miðja átjándu öld.
Þá voru hundar stundum notaðir til að hlaupa uppi og drepa refi. Þeir voru kallaðir dýrhundar.
Byrjað var að eitra fyrir refi um miðja átjándu öld.
Þá voru hundar stundum notaðir til að hlaupa uppi og drepa refi. Þeir voru kallaðir dýrhundar.
Fyrstu heimildir um víðtæka eitrunarherferð á vegum sveitarfélags eru frá 1837, en almennt taka sveitarfélög að eitra fyrir refi upp úr 1860. Hreint stryknin í duftformi kemur til sögunnar upp úr 1870, en er ekki komið í almenna notkun fyrr en undir aldamót. Trú manna hefur verið, að ,,vesælustu, úrræðaminnstu og einföldustu dýrin“ éti helst eitrið, en ,,athugulustu, harðgjörðustu og bestu veiðidýrin“ verði helst eftir. Nú ríkir eitrunarbann.“
Í Lærdómslistafélags-ritunum, XII b. 1792, er grein um refaveiðar eftir Þórð Þorkelsson.
Í Reykjavíkurpóstinum 1848 þar sem segir, að slíkar grjótgildrur hafi verið víða tíðkaðar fyrrum en nær enginn beri nú við að nota þær.”
Grjótgildrur hafa verið notaðar víða um land. Gildrur þessar eru flestar af sömu gerð, úr allstóru grjóti, aflangar og munninn látinn snúa undan veðurátt.
Milli tveggja fremstu steinanna í þakinu er nokkur glufa. Þar hefur verið skorðað allvænt hellublað, um 20 sm breitt neðst og um 30 sm hátt, og gegnum það er klappað smágat ofarlega. Í gatinu hefur verið trétittur, sem legið hefur milli þaksteinanna og hellan þannig hangið uppi. Í tittinn var síðan bundið snæri, sem lá ofan á gildrunni og niður í hana aftast, hinn endinn bundinn í agnið, sem væntanlega hefur tíðast verið kjötbiti. Lá agnið innst í gildrunni og var nú útbúnaðurinn þannig, að þegar tófan skreið inn í gildruna og glefsaði í agnið og dró það til sín, kipptist titturinn úr gatinu og hellan rann niður. Rýmið í sjálfri gildrunni hefur verið við það miðað, að tófan kæmist mátulega fyrir en gæti ekki snúið sér við.
Þannig átti hún erfitt með hreyfingar og gat með engu móti komist út aftur, enda var hún nú auðunnin í gildrunni, t.d. með broddstaf, sem lagt var inn á milli steinanna.
Í Þjóðviljann árið 1964 er skrifað um refagildru á Látrum. Þar segir óþekktur höfundur: „. . . Allra minnst kostar þig, að gjöra þér tófugildru, viðlíka og þú getur séð hana upp á brúninni hér fyrir ofan bæinn, en hún er gjörð eftir forskrift nokkurs gamals prests, sem gaf mér hana, og með því sá umbúnaður er nú flestum ókenndur hér í grenndinni. Hún er þessi:
6) Fyrir framan dyrnar standi fallega kantaðir steinar sinn hvoru megin, svo langt frá að hellan hafi nóga þröm eða pláss til að falla í millum þeirra og gildruveggjanna, en fyrir ofan lykkjuna á hælnum hangir agnbiti á annarri lykkju, svo til ætlað er að tófa kippi strengnum fram af undir eins og agninu.

Gildra af þessari gerð er í rauninni einföld, en talsverða nákvæmni hefur þurft til að stilla helluna svo vel af, að hún rynni auðveldlega niður og skorðaðist og lokaði refinn inni. Er líklegt, að gildrur þessar hafi verið misvel veiðnar, enda er lágfóta kæn og hvekkist auðveldlega og er vör um sig, ekki síst ef hún finnur mannaþef af agninu. En í hörðum árum, þegar sultur svarf að, hefur svengdin orðið tortryggninni yfirsterkari.
Þessi gildra er hin eina, þar sem ég veit til að hellan hafi verið með gati fyrir trétitt. Annars hefur hellan yfirleitt verið krossbundin, samkvæmt þeim lýsingum, sem síðar verður getið, og lykkju á hinum enda bandsins bundið um afsleppan trétitt eða hvalbeinshæl innst í gildrunni þar sem agninu var komið fyrir, líklegast oftast smeygt bak við bandið. Þegar glefsað var í agnið kipptist bandið fram af tittinum og hellan féll niður.”
1) Gildran sé hlaðin á hellu eða grjótgrundvelli, sem tóft eða kvíar, nokkuð lengri og hærri en tófa kann að vera, en svo þröng að tófa geti ekki snúið sér þar inni.
2) Í gafli miðjum standi tréhæll afsleppur neðanverðu.
3) Síðan er byggt yfir þessa tóft með grjóti svo það hlað hafi hæð sjálfrar jarðarinnar.
4) Innar við gaflinn skal vera svo mikið op, að þar verði bæði náð inn til að egna og líka að veiðin megi þar út takast ef á þarf að halda.
5) Strengur með lykkju á endanum, smokkaður á hælinn liggur svo upp úr þessu opi yfir á minnstu grjóthlaði, allt til dyra: þar er krossbundin hella (eða með gati) í hans öðrum enda, sem til ætlað er að niður detti, og þvi skal grjóthlaðið vera svo þykkt, sem hæð hellunnar verður að vera.
7) Þegar gildran er tvídyruð þá er sín hella við hvorn enda, eins og fyrr segir um þá eindyruðu, en agnhællinn í miðjum vegg annarhvorrar langhliðar og á honum báðir hellustrengirnir.
8) Líklegt er að tófur séu óvarari við þá tvídyruðu. Loksins er agnið með grjóti byrgt, og allt látið verða sem líkast náttúrulegu grjótholti.“
Eftir þennan lestur verður vart um það deilt að skýring þeirra Látramanna, um hæla strengi og fallhellu, hafi hvorki verði staðlaus þjóðsaga né hugarórar heldur gömul raunhæf vitneskja. Ósagt skal látið hvort annað mannvirki þessarar tegundar fyrirfinnist óhrunið á landinu.”
Skammt ofar, í Berghrauni skammt vestan Lynghólshrauns, má sjá ummerki eftir grenjaskyttur; hlaðin skjól. Í örnefnalýsingu fyrir stað er þess sérstaklega getið að „mörg greni eru í Lynghólshrauni“. Þar verður leitað ummerkja fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimildir m.a.:
-http://www.instarch.is/instarch/ordasafn/r/
-Páll Hersteinsson, rit Landverndar (nr. 7) árið 1980.
-Heimild: Þjóðviljinn 16.02.1964, bls. 53.
-Helgi Gamalíelsson – Stað.
Refagildra við Húsatóftir.
Refagildrur eða tófuhreiður
„HÉR segir frá einkennilegri aðferð til þess að ginna grenlægjur og veiða hvolpana: Hér skal sagt frá refagildru eða gothreiðri, sem ég hefi allmikla reynslu af. Í nágrenni gamalla urðargrenja útbýr maður gren, með einum útgangi, og í það er látið hræ af tófu. Upp úr greninu innst, þar sem tófunni er ætlað að hreiðra um sig, er gerður strompur eða gluggi og honum síðan lokað með seigum jarðvegshaus og nokkuð þung hella lögð ofan á.
Refagildra – teikning.
Tófur leggja gjarnan í slíkt greni þegar á næsta vori. Áríðandi er að vitja um grenið á hæfilegum tíma. Þá er hægt að taka yrðlingana fyrirhafnarlaust upp um opið, og er það eitthvað annað en ná yrðlingunum úr urðargrenjum. Og þessu fylgir einnig sá kostur, að hægt er að vinna grenin áður en tófan er byrjuð að leggjast á lambfé.
Einu sinni þegar ég ætlaði að taka yrðlinga, greip ég í bakið á grenlægjunni, sem lá á þeim. Þá varð mér ljóst, að auðvelt er að hafa þarna þann útbúnað, að grenlægjan náist með yrðlingunum. Í eitt slíkt gren, sem ég bjó til á þennan hátt, hefir tófan gotið 9 sinnum og allir yrðlingar náðst. Þótt ég telji það hafa mikla þýðingu að ganga vel frá þessum grenjum og hafa munnann vel falinn, þá tel ég samt að tófuhræið eigi mestan hátt í að hæna grenlægjur að þeim.“
Kristján Helgason
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Kristján Helgason, 23. apríl 1961, bls. 226.
Refagildra í Sundvörðuhrauni.
Vörðufell – Jafndægur
Á loftmynd má sjá allnokkur göt á landinu sunnan og austan við Vörðufell í sunnanverðum Brennisteinsfjöllum. Tvö þeirra eru meira áberandi en önnur. Svo virðist sem í þeim geti verið leið undir hraunið úr Vörðufellsborgum og niður í eldra hraun er myndaði t.d. Lyngskjöld. Í honum má og sjá minni göt er gætu verið hluti af sömu hraunrásum.
Ekki eru mörg misseri síðan FERLIR uppgötvaði litskrúðugasta hraunhelli landsins undir Eldborg í Brennisteinsfjöllum. Að fenginni reynslu er ljóst að engir slíkir finnast nema fara á svæðið og skoða.
Reyndar er ekki heiglum hent að sækja Brennisteinsfjöllin heim. Þegar farið er í þau til norðurs þarf að huga að ýmsu ef rata á rétta leið í úfnu apalhrauni og þykkum hraungambra. Um aldur þessara hrauna er ekki vita, en telja má líklegt að Lyngskjöldurinn geti verið ca. 3500 ára og nýrri hraunin um 1000-2000 ára gömul. Sennilega hefur svæðið allt verið mjög virt um langt skeið, með stuttum hléum á millum.
Farið verður um Lyngskjöld, hann gaumgæfður, og síðan haldið upp í götin fyrrnefndu.
Svæðið er í umdæmi Grindavíkur.
Lyngskjöldur er tiltölulega slétt helluhraun, líklega úr gígum vestan við sunnanvert Vörðufell. Nýrra hraun runnið að hluta til yfir það úr gígum norðvestan við Vörðufell. Einnig úr gígum Vörðufellsborgar norðaustan við fellið.
Mikil, löng og djúp hrauntröð er suðvestan við Vörðufell sem er framhald hrauntraðar úr gígunum efra. Bæði rofnar hún sunnan við Vörðufell þar sem sjá má mikil göt í nýrra hrauninu, auk þess sem stórt jarðfall er ofar í tröðinni. Hvorutveggja var skoðað í þessari ferð.
Vitað er að hraun rann í Brennisteinsfjöllum um árið 1000, m.a. úr Bláfeldi (Draugahlíðargíg). Það kom niður Stakkavíkurfjall vestan við Hlíðarvatn. Annars eru sunnanverð Bláfjöll eitt stórbrotið jarðeldasvæði þar sem hver eldstöðin og gígaröðin hefur gosið eftir aðra. Víða er miklir gos- og móbergshryggir, sem komið hafa upp á síðasta jökulskeiði. Þar er og að finna einstaka stapa frá fyrra ísaldarskeiði. Tilkomumikið er að sjá hvernig einstök gos á hryggjunum hafa náð að bræði sig upp í gegnum íshelluna og mynda grágrýtisstapakolla. Einnig hafa undirliggjandi gossrásir náð að bræða af sér ísinn til hliðanna og mynda litla grágrýtisstapa, s.s. Höfðann út frá Sandafjöllunum.
Ofan og utan í þessum gömlu hryggjum eru svo ótal eldstöðvar, sem gosið hafa á ýmsum tímum á löngu tímabili. Miklar hrauntraðir liggja niður frá upptökunum, hrauntjarnir hafa myndast og hraungúlpar orðið til. Hrauntraðirnar eru sumar bæði breiðar og djúpar. Sú, sem ferðinni var heitið í að þessu sinni, við suðvestanverð Sandafjöll, hafði greinilega fóðrað hraunbreiðuna neðanverða (sunnanverða) í allnokkurn tíma því hún hafði smám saman hlaðist upp yfir landið umhverfis og myndað allnokkurn hæðarhrygg. Samanlagt er hrauntröðin um 3 km að lengd.
gat var að sjá niður í það. Skammt sunnar steypist hraunáin fram af Geitahlíð (sem aðrir kalla Herdísarvíkurfjallsenda). Ofar er gat niður í rásina, en hún er svo lág að skríða þarf þar inn og undir hraunið.
Farið var niður í jarðfallið. Reipi hafði verið tekið með, en nú var í því bæði það mikill snjór að auðvelt var að komast niður og svo var að sjá að hægt væri að komast niður með því að fara á réttum stað í það norðaustanvert. Efst norðanvert í jarðfallinu var rás inn undir hraunið. Þegar niður var komið reyndist rásin full af snjó. Ekki var því lengra haldið að þessu sinni. Neðst sunnanvert í jarðfallinu var snjór. Regndropar höfðu þó holað snjóinn svo stinga mátti löngum staf niður. Hann botnaði ekki þrátt fyrir lengdina. Þarna niðri var greinilega rás, sem kanna þyrfti nánar. Helli þessum var gefið nafnið „Jafndægur“ þar sem hann var uppgötvaður 21 mars þegar vorjafndægur voru þetta árið.
Til baka var haldið nokkuð vestar en komið hafði verið. Skoðaðir voru nokkrir fallegir eldgígar. Suðvestan undir Sandafellum er mikil eldstöð. Sunnan úr henni ganga stuttar, en hrikalegar, hrauntraðir. Ein þeirra hefur myndað stóra hrauntjörn. Nú rísa umleikis hana háir bergveggir er mynda hið ágætasta skjól.

Skoðuð voru jarðföllin í Lyngskyldi. Það neðsta er stórt umleikis. Undir því gæti verið hólf, en ekkert
Haldið var upp og yfir hraungambra á nýrra hrauni. Fjárgata liggur þar yfir. Þegar komið var upp að Höfða var áð. Þrátt fyrir margar hæðir og klettaborgir á þessu svæði er á því ótrúlega lítið um örnefni. Gæti það verið, annars vegar vegna þess að svæðið hefur ekki verið smalað um langa tíð og örnefnin því gleymst, eða ekki hefur verið talin ástæða til að nefna kennileitin þar sem fáir hafa að jafnaði farið þar um.
Þegar komið var upp í götin, sem ferðinni var heitið í, kom í ljós stærðarinnar niðurfall hið efra, en minna hið neðra. Bæði voru full af snjó þrátt fyrir snjóleysu á jörðu. Ofan efra jarðfallsins er hrauntröðin langa og djúpa svo löng sem augað eygði.
Haldið var upp eftir hrauntröðunni löngu. Efst í henni var lokuð rás, full af snjó.
Tröllahár óx á mosa. Hraundrottning leið um Gambrann. Gervigígur stóð einn í lágri kvos. Þar hafði hraunið greinilega runnið niður beggja vegna eldri hæðar, og myndað aðstæður fyrir tjörn. Á seinni stigum gossins hafði hraunstraumurinn náð að renna niður í tjörnina og myndaðist þá gervigígurinn.
Þessi hluti Brennisteinsfjalla er öllu jafnan mjög fáfarinn. Jafndægur er uppi á hæð og því langt í frá að vera auðfundin. Til að geta gengið að henni þarf annað hvort góða loftmynd eða heppni – eða vitneskju um hvar hellinn er að finna.
Gengnir voru 10.5 km. Mesta hæð var um 350 m.y.s. Veður var frábært. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Dalur vættanna – Helgi Sigurðsson
Helgi Sigurðsson, sagnfræðingur á Árbæjarsafni, segir frá „Dal vættanna“ í DV árið 2001:
„Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga og á hverjum degi fara mörg þúsund manns um dalinn. Að öllu jöfnu er Elliðaárdalurinn fallegur, vinalegur og hættulaus en þegar gluggað er í söguna er margt öðruvísi en sýnist í fyrstu.
Mýrardraugurinn
Helgi segir að Elliðaárdalurinn búi yfir ýmsum huldum vættum. „Segja má að flestir bæir sem áttu land að dalnum tengist draugagangi eða huldufólki á einhvern hátt. Efsti bærinn í dalnum er Elliðavatn. Á seinni hluta 19. aldar settust tveir vinnumenn þar að drykkju í beitarhúsum ásamt manni er nefndist Magnús Jónsson, en hann hafði lært nokkuð í frönsku. Nokkrum dögum seinna fannst Magnús helfrosinn í mýri nálægt Vatnsenda og voru hrafnar lagstir á náinn. Talið var víst að hann hefði orðið úti vegna drykkjunnar. Líkið var flutt heim að Elliðavatni. Gekk Magnús síðan aftur við beitarhúsin. Fólk hafði ekki svefnfrið fyrir söng og drykkjurausi á frönsku, höggum og hurðaskellum. Draugurinn var fyrst kallaður Mangi og sótti mest að öðrum vinnumannanna sem drukkið höfðu með honum og hrökklaðist sá burt. Eftir það sást draugurinn mest við beitarhúsin og í mýrinni þar sem Magnús varð úti og eftir það var hann nefndur Mýrardraugurinn.“
Með hausinn í hendinni
Draugurinn.
„Önnur saga sem tengist dalnum ofanverðum er einnig frá 19. öld. Eftir að Guðmundur á Kópavogsbýlinu dó urðu menn óþyrmilega varir við að hann lægi ekki kyrr. Hann reyndist mjög mannskæður. Dag einn, haustið eftir að hann andaðist, gekk maður nokkur sem Stefán hét upp að Vatnsenda og dvaldist þar fram undir sólsetur. Honum var fylgt vestur að svonefndu Vatnsendahvarfi. Þegar fylgdarmaðurinn var nýskilinn við Stefán sá hann mann rétt fyrir norðan sig og þekkti hann strax Guðmund úr Kópavogi. Stefáni varð ekki um sel. Hann hélt þó áfram og var draugurinn alltaf á hlið við hann uns hann kom niður á móts við Breiðholt. Þá nam draugurinn allt í einu staðar, tók ofan hausinn og marghneigði sig fyrir Stefáni með hausinn í hendinni og hvarf. Guðmundur í Kópavogi sótti einnig að bóndanum í Breiðholti en hann stóð af sér allar skráveifur. Talið er að Guðmundur sé enn á ferli og menn telja sig verða vara við hann annað slagið.
Draugasteinar
„Svo nefndir Draugasteinar eru við stíginn við suðurenda Árbæjarstíflu… Þetta eru nokkur björg, allt að mannhæðarhá og er talið að í þeim búi álfar. Uppi á Breiðholtsbarðinu við fjölbýlishúsið að Vesturbergi 2-6 er önnur álfabyggð samkvæmt Fornleifaskrá Reykjavíkur. Trúin á álfabyggðina var svo sterk að fjölbýlishús sem átti að byggja á staðnum var flutt til að raska henni ekki. Þetta geta allir séð sem fara um Vesturberg.“
Framhjáhald og morð
Bústaðir 1972.
„Neðar í dalnum við austurenda Bústaðavegar stóð bærinn Bústaðir. Þar bjuggu eitt sinn hjón og var hjá þeim vinnumaður sem hét Þorgarður. Sagt var að konan héldi við Þorgarð og að bóndi þyrfti að sinna óvandari verkum og var oft úti yfir fé í illviðrum en Þorgarður sat heima. Eitt vetrarkvöld í byl kom bóndi ekki heim og heldur ekki nóttina eftir. Næsta morgun fannst hann í Elliðaánum með áverka sem menn ætluðu að hefði dregið hann til dauða og var Þorgarður fundinn sekur. Hann átti þess kost að greiða fébætur eða vera tekinn af lífi. Þorgarður fór til bóndans að Seli á Seltjarnarnesi og bað hann að leysa út líf sitt. Bóndinn var talinn vel í efnum og tók málaleitaninni ekki illa en það gerði húsfreyja hans. Þorgarður fékk því enga aðstoð og var tekinn af lífi. Gekk hann aftur og sótti að Selshjónunum og var því kallaður Sels-Móri. Hann var á ferli að minnsta kosti fram á síðustu öld.“
Sæskrímsli í Elliðaárvogi
Elliðaárdalur – kort.
„Árið 1883 var hraustmennið Guðmundur Guðbrandsson við Elliðaárvoginn að tína krækling í beitu. Skyndilega kom að honum ókennileg skepna þakin skeljum og á stærð við veturgamlan kálf. Guðmundur stóð í stimpingum við skepnuna í tvær klukkustundir en komst á endanum að Bústöðum. Hann var svo illa til reika að hann lá rúmfastur í tvo sólarhringa.“
Dvergar og álfar
Helgi segir að snemma vors 1990 hafi Erla Stefánsdóttir sjáandi verið í gönguferð um Elliðaárhólmann og orðið vitni að margvíslegri „innri birtingu náttúrunnar“ eins og hún orðaði það. „Strax og Erla kom yfir bogabrúna sá hún tvö sambyggð hús og „voru þybbnir dvergar þar á stjái“. Stutt þar frá var annar bær og voru smávaxnir dvergar úti fyrir, forvitnir og glaðir og störðu undrandi“ á hana. Ofar við ána sá Erla síðan jarðdverga eða gnóma, sem voru ekki hærri en 12 sentímetrar á hæð og klæddust björtum og litríkum fatnaði. Enn ofar, á hraunrana, kom hún í þorp jarðdverga. „Nokkur voru á einni hæð og fleiri á mörgum hæðum, með turnum og spírum og garðar voru í kringum hvert hús.“ Í furulundi þar skammt frá kom Erla síðan í álfabyggð og voru álfarnir á stærð við 6-8 ára börn. „Voru þeir græn- og rauðklæddir, með árur í sömu tónum og fötin. Sást vel inn til þeirra, voru herbergin lítil en mörg og mjóg snyrtilega búin.“ Á göngu sinni sá Erla einnig trjáverur og fortíðarmyndir kvenna við þvott á árbakka.“
Arnes í þófaramyllunni
Þófaramylla við Elliðaár.
„Meðal kunnustu útilegumanna á Íslandi fyrr á tíð var Arnes Pálsson, sem meðal annars bjó um skeið með Fjalla-Eyvindi og Höllu á Arnarvatnsheiði. Af Arnesi eru til ýmsar sögur og ein þeirra í Elliðaárdal. Í stuttu máli fjallar hún um gæslumann sem rakst á Arnes sofandi í þófaramyllunni snemma morguns: Arnes hafði staf í hendi og poka við hlið sér. Gæslumaðurinn greip það hvort tveggja og hljóp heim að Ártúni. Vaknaði þá Arnes og elti hann. Tókst gæslumanninum að senda stúlku til Reykjavíkur að… segja hvað um væri að vera. Reyndi hann síðan að tefja fyrir Arnesi en hann var ókyrr og enduðu samskipti þeirra með því að Arnes svipti gæslumanni flötum í bæjargöngunum og hljóp á brott. Hafði hann þá séð til þrjátíu manna flokks sem kom eftir Bústaðaholtinu frá Reykjavík. Veittu þeir Arnesi eftirför upp eftir Elliðaánum og þaðan allt suður í Garðahraun á Álftanesi þar sem hann hvarf þeim sjónum í skjóli myrkurs.“
Morð og drekkingar
Að sögn Helga eru Skötufoss og Drekkingarhylur einhverjir sögufrægustu staðir í Elliðaárdalnum. „Ef enn er reimt i dalnum þá ætti það að vera þar, bæði vegna morðs sem þar var framið og þar var líka opinber aftökustaður. Árið 1704 bjó að hálfum Árbæ maður sem hét Sæmundur Þórarinsson. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason og móðir hans. Kærleikar munu hafa verið með þeim Sigurði og Steinunni og eggjaði hún hann til að drepa bónda sinn. Kvöld eitt í september fóru þeir Sæmundur og Sigurður til veiða í Elliðaánum. Þegar þeir voru staddir við Skötufoss gekk Sigurður aftan að Sæmundi og sló hann með tréfjöl og hratt honum í hylinn. Daginn eftir lét Sigurður þau boð út ganga að Sæmundar væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir sem drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var grafið en smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri valdur að dauða Sæmundar eða hefði vitneskju um endalok hans. Var gengið á Sigurð og þegar hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Fengu þau bæði líflátsdóm og voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við“, eins og segir í Vallaannál.“
Drekkingarhylur
Helgi segir að það hafi þótti í frásögur færandi að Steinunni Guðmundsdóttur var drekkt í læknum fyrir austan Kópavogsþingstað en ekki á hefðbundnum stað í „Elliðaá syðri“ eins og komist er að orði í Vallaannál.
Eins og flestum er kunnugt voru konur fyrst og fremst líflátnar með drekkingu. Ekki er vitað hversu mörgum konum var drekkt í Elliðaám en ein þeirra var Vigdís Þórðardóttir. Vigdís hafði borið út barn sitt árið 1696, að Ingunnarstöðum í Brynjudal, Kjós. Heimildir eru fáorðar um mál hennar en konur sem báru út barn á þeim tíma voru nær undantekningarlaust fátækar og einstæðar. Líflátsdómar fyrir útburð tíðkuðust á 17. öld og fram á annan áratug 18. aldar.“
Heimild:
-Dagblaðið Vísir – DV, 15. september 2001, bls. 51.
Draugaklettur í Elliðaárdal.
Illuhraun – Illir
Eldvarpahraunin, Arnarseturshraun, Illahraun, Blettahraun og Bræðrahraun voru fyrrum nefnd Illuhraun. Nú nær Illahraunsnafnið þrengra yfir hraunkargann sunnan og suðvestan við Bláa lónið. Hraunin öll teljast til Reykjaneselda á tímabilinu 1211-1240.
Í Eldvörpum nær suðurendi Eldvarpagígaraðarinnar frá suðvestanverðu Staðarbergi, þar sem hraunið rann í sjó, en í norðaustri endar hún tæpa 2 km vestur af Bláa lóninu, við svonefndan Lat. Hún er alls um 10 km löng en nokkuð slitrótt. Mest hraunframleiðsla hefur verið á nýjustu sprungureininni í Eldvörpum, skammt sunnan miðju gígaraðarinnar.
Arnarseturshraun og Illahraun eru talin vera frá því stuttu eftir 1226, líklega nokkrum árum, en þau runnu bæði inn á Eldvarpahraun.
Á nýlegri loftmynd af hraunasvæðinu má glögglega sjá djúpa hrauntröð. Ætlunin var að ganga um hraunssvæðið norðan við Bláa lónið, leita að framangreindri hrauntröð og koma síðan m.a. við í hellinum Kubb og jafnvel fleiri óþekktum hellarásum á svæðinu. Ein þeirra reyndist vera hin dulúlegi Illir.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Grindavík – Þorbjörn. Illahraun fremst.
Fjaran
Strandirnar eru ein af perlum Álftaness, reitir sem sveitastjórnin hefur lýstur sem friðland. Þar er ríkt af fugli í fjörum og selir úti í skerjum Áður var þar mikið kríuvarp við litla tjörn á ströndinni.
meiri á árum áður og land verið hækkað að hluta með uppfyllingu, þá eru fjörurnar óbreyttar og skerin sannkallaður ævintýraheimur fyrir forvitið fólk á öllum aldri. Grjótið er iðandi af lífi og síbreytilegt. Tilfallandi sæbúar frá dýpri sjó verða hér á vegi fjörulallanna og þeir endurnýjast í ölduróti sem oft er ægifagurt á að líta.
Strandlengja höfuðborgarsvæðisins er löng og er vinsæl til útivistar. Nýtur fjöldi fólks gönguferða sem og fugla- og náttúruskoðunar við ströndina. Sums staðar hafa framkvæmdir í gegn um tíðina leitt til verulegrar breytinga á umhverfi strandarinnar hér við höfuðborgarsvæðið. Slíkt leiðir til vitanlega til þess að fæðu- og búsvæðum margra tegunda lífvera meðal annars fugla raskast. Það hefur einnig leitt til þess að hlutar fjörunnar eru nú óaðgengilegri sem útivistarsvæði. Hins vegar, þrátt fyrir alla þá byggðaþróun og fjölgun sem orðið hefur á örfáum áratugum hér á Innnesjum, má segja að sveitarstjórnir og skipulagsyfirvöld hafi reynt að vera framsýn í störfum sínum. Þótt ströndunum hafi víða verið raskað, sérstaklega næst þéttbýlinu, er enn verulegur hluti strandarinnar frá Gróttu suður í Hafnarfjörð að hluta til óraskaður. Í því eru fólgin ómetanleg verðmæti fyrir íbúa þessa landshluta. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því fyrir þéttbýlisbúa að eiga þess kost að njóta náttúrugæða og umhverfis sem er ómanngert að mestu leyti. Nú eru á vegum einhverra sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu fyrirhugaðar umfangsmiklar breytingar á ströndinni og grunnsvæi meðal annars með auknum landfyllingum. Við undirbúning og ákvarðanatöku um slíkar landfyllingar er mikilvægt að hugað sé að umhverfisþáttum og þeim áhrifum sem framkvæmdirnar hafa á lífríkið og aðgengi almennings að náttúrulegum svæðum.
náttúrufari og hvernig best megi viðhalda ásýnd og eðli þeirra. Það þarf jafnframt að sjá til þess að breytingar á svæðum sem minni þýðingu hafa fyrir líffræðilega fjölbreytni, jarðfræði eða vegna útivistar rjúfi ekki heildarsýn og samfellu svæðisins eða skerði útivistargildi þess.

Þótt fuglamergðin á Álftaneslandinu hafi verið
Vorið 2004 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga náttúruverndaráætlun fyrir tímabilið 2004-2008 sem fól umhverfisráðuneytinu að vinna að friðlýsingu 14 nýrra svæða á landinu auk þess að stofna Vatnajökulsþjóðgarð. Markmiðið var að stuðla að traustari verndun íslenskrar náttúru, meðal annars með því að mynda net verndarsvæða til þess að vernda líffræðilega fjölbreytni landsins. Helmingur þessara svæða eru vel þekkt og mikilvæg fuglasvæði og auk þess vinsælir ferðamannastaðir eða útivistarsvæði. Tvö þeirra hafa mikla þýðingu fyrir fjölda farfugla sem heimsækja landið vor og haust þ.e. Álftanes og Skerjafjörður.
Mikilvægt er að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi samráð og samvinnu um verndun strandsvæða höfuðborgarsvæðisins og hvernig best megi varðveita náttúrulegt ástand og yfirbragð strandsvæðanna og eyja svæðisins. Mikilvægt er að sveitarfélögin taki höndum saman um að friðlýsa það svæði við Skerjafjörðinn sem er á náttúruverndaráætlun til þess að vernda náttúrufar svæðisins til framtíðar og skapa samfellt útivistarsvæði meðfram strandlengjunni. Að sjálfsögðu þarf í þessu ferli að ræða um mismunandi nýtingu og mismunandi verndarstig.
Mikilvægt er að meta hvaða svæði eru mikilvægust út frá
Fyrir nokkrum árum var haldin hér á landi alþjóðleg ráðstefna um tengsl náttúru og friðlýstra svæða við heilsu, vellíðan og útivist. Þar kom skýrt fram hjá fyrirlesurum frá öllum Norðurlandanna að útivist á náttúrulegum svæðum hefur margháttuð jákvæð áhrif á fólk, s.s. heilsufar og lífsánægju, dregur úr streitu, eykur tengsl við náttúruna og bætir skilning á tengslum og stöðu mannsins í náttúrunni. Það skiptir miklu fyrir lífsgæði fólks í þéttbýli að menn hafi góðan aðgang að friðlýstum og náttúrulegum svæðum sem næst heimili sínu sem gengið er um af varúð og viðingu. Það er meðal annars af þessum ástæðum sem það skiptir miklu máli að vernda þá fjöruhluta, sem enn er óraskaðir á Reykjanesskaganum.
Fjaran utan við Álftanes er einstaklega aðgengileg fólki. Góður göngutúr um hana sannfærir viðkomandi ekki einungis um mikilvægi hennar fyrir lífríkið heldur og fyrir hinu jákvæðu áhrif, sem hún hefur fyrir þá er hennar fá að njóta.