Stóra-Kóngsfell

Húsfellsbruni er samheiti nokkurra hrauna umleikis og ofan Húsfells í landi Garðabæjar, s.s. Hólmshraunin, Strípshraun, Rjúpnadyngjuhraun, Eyrarhraun og Kóngsfellshraun. Ekkert hraunanna er komið frá Húsfelli. Fellið það er í rauninni saklaust af nafngiftinni, stóð bara þarna eftir að hafa fyrrum áður fæðst undir jökli samfara hánu sinni Helgafelli og Valahnúkum á millum.

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni – upptökin við Stóra-Kóngsfell (Kóngsfell). Ruglingur nafngiftarinnar er vegna þess að Kóngsfell er til ekki víðs fjarri, sem og Litla-Kóngsfell. Þá er „Kóngsfell“ sýnt á kortum fyrrum, en átti að vera „Konungsfell“. Eftir stendur nefnt „Stóra-Kóngsfell“. Örnefnaruglingur þessi hefur verið tilefni til landamerkjadeilna og dómsmála í gegnum tíðina.

Flest eru brunahraunin svonefndu frá mismunandi tímaskeiðum runnin niður að Húsfelli úr gígum vestan við Kóngsfell (Stóra-Kónsgfell) norðvestan Bláfjalla. Stærsti gígurinn þar er Eldborg austan Drottningar.

Húsfellsbruni er örnefni sem nær yfir mörg nútímahraun og tvö söguleg hraun, Mið-Húsfellsbruna og Elsta-Húsfellsbruna, sem talin eru hafa runnið árið 950. Hraunin hafa þó hlotið önnur örnefni. Hraunið er á köflum úfið, brotið og þakið mosa. Í Húsfellsbrununum leynast eldri hraun, eins og Strípshraun og Stampahraun, sem eru oft töluvert meira gróin. Þá er einnig mikið um gjótur og niðurföll á svæðinu sem sjást vel þegar flogið er yfir svæðið.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.

Í hrauninu austan og sunnan við Helgafell er að finna fjölda gervigíga og kynjamyndir sem að öllum líkindum hafa myndast þegar Hellnahraun rann yfir grunnt vatn á svæðinu í kringum árið 950. Hluti af svæðinu hefur verið nefnt Litluborgir en þar er að finna áhugaverðar hraunborgir og hraunmyndanir. Sunnan Helgafells er Skúlatúnshraun.

Húsfellsbruna er getið í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um „Garðakirkjuland“: „Sunnan Einihlíðar er Húsfellið fyrrnefnda, og kringum Húsfell heitir Húsfellsbruni. Norður af því heita Grænulautir. Vestur frá Húsfelli er gamalt fróðlegt eldfjall, sem heitir Búrfell.“

HúsfellsbruniÍ „Rannsókn á Kóngsfellshrauni með fjarkönnun og landupplýsingum„, sem Tryggvi Már Sigurjónsson gerði í Jarðvísindadeild Háskóla Íslands 2021, segir m.a.:

Kóngsfellshraun
Kóngsfellshraun er er myndað við eldgos í Brennisteinsfjallakerfinu. Kóngsfellshraun er talið hafa orðið til við eldvirkni kringum árið 950. Kóngsfellshraun er partur af stærri hraunbreiðu sem er kölluð Húsfellsbruni II eða Mið-Húsfellsbruni. Ekki er þekkt hvort Kóngsfellshraun hafi myndast í sama eldgosi og Húsfellsbruni eða hvort hraunin sem hafa myndað Húsfellsbruna einni samfelldri eða ósamfelldri goshrinu. Í þessari ritgerð var notast við kort Jóns Jónssonar (1978) sem viðmið fyrir Kóngsfellhraun ásamt korti Helga Torfason (1999).
HúsfellsbruniÁ myndinni má sjá Kóngsfellshraun ásamt Húsfellsbruna eins og var sett fram Helga Torfasyni o.fl. (1999). Jón Jónsson setti ekki fram áætlun á rúmmáli Kóngsfellshrauns, en hann setti fram áætlun á rúmmáli Rjúpnadyngjuhrauns og Eldborgarhrauns sem hann taldi vera 0,36 km3 hvort. Hans nálgun á áætlun á rúmmáli er að miða við 20 metra meðalþykkt og að áætla flatarmál þess hluta hraunanna sem eru huldir öðru hrauni.

Upptök Kóngsfellshrauns er frá gossprungu sem liggur við og er að hluta til í Stóra-Kóngsfelli sem er 1500 m löng og stefnir N40°.

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni.

Stærstu gígarnir liggja á hásléttu við suðvesturhlíð Stóra-Kóngsfells en í suður og norður frá gígunum eru aflíðandi hlíðar sem hraunið hefur runnið niður eftir. Frá tveimur stærstu gígunum hefur verið mesta hraunrennslið. Hraunrennslið úr gígunum var í norðurátt meðfram vesturhlíð Stóra-Kóngsfells og í austurátt meðfram suðurhlíð Stóra-Kóngsfells þar sem það rann áfram milli Stóra-Kóngsfells og Drottningar og þaðan dreifði það sér til vestur, norður og austur. Tvö stór hraunflóð runnu í norður og vestur en minni flæddu í austur meðfram Rauðuhnúkum. Á svæðinu í kringum Stóra-Kóngsfell og Drottningu er hraunið úfið og einkennist af hraunrásum, hraunflóðum og hraunsepum sem hafa runnið yfir hvort annað.

Kóngsfellshraun og Húsfellsbruni
HúsfellsbruniÞað hraun sem skoðað hefur verið í þessari ritgerð er Kóngsfellshraun eins og Jón Jónsson (1978) lýsti því. Eftir nánari skoðun á því má vel búast við því að Kóngsfellshraun gæti verið talsvert umfangsmeira en Jón taldi. Hraun það sem Jón telur vera dyngjuhraun og nefndi Rjúpnadyngjuhraun og liggur milli vestur og norðurhraunflóðanna. Það telst líklegt að það sem Jón Jónsson (1978) taldi vera upptök Rjúpnadyngjuhrauns eru aðeins risgjótur og því ekki gosgígur. Síðari kortlagning af svæðinu sem er á vegum Orkustofnunnar hefur breytt skilgreiningu hrauna á svæðinu. Rjúpnadyngjuhrauni var skipt upp í Húsfellsbruna I og II og einnig var Eldborgarhraun skilgreint sem Húsfellsbruni II.
KóngsfellshraunKóngsfellshraun hafi myndast í sama eldgosi og Húsfellsbruni eða hvort hraunin sem hafa myndað Húsfellsbruna einni samfelldri eða ósamfelldri goshrinu. Jón Jónsson (1978) gaf þó vísbendingar um að Rjúpadyngjuhraun (Húsfellsbruni) gæti verið hluti af Kóngsfellshrauni þar sem bergfærði þeirra voru líkar.
Eins og sést er svæðið sem er skilgreint sem Húsfellsbruni gríðarlega stórt. Svæðið sem það þekur er 29 km2 að stærð og lágmarksrúmmál sem var reiknað er 0,3 km3.
Samanborið við áætlanir Jóns Jónssonar á rúmmáli Rjúpnadyngjuhrauns og Eldborgarhrauns sem hann áætlaði vera 0,36 km3 að rúmmáli eru þetta svipuð gildi. Þó menn séu ekki sammála skilgreiningu hraunanna er ljóst að þetta eru rúmmálsstór hraun sem finnast á þessu svæði.
HúsfellsbruniÞað má telja víst að rannsóknir á Húsfellsbruna og Kóngsfellshrauni hafi verið ófullnægjandi og þarfnist frekari rannsókna. Það er meiri þörf á að rannsaka þessi svæði eftir að gos hófst í Geldingadölum. Það eru því auknar líkur á því að það muni gjósa í fleiri eldstöðvakerfunum sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Það er því mikilvægt að fá betri mynd á það hvaðan hraunin komu og hversu umfangsmikil eldgosin sem mynduðu þau voru. Það er mikilvægt að vita það til þess að geta áætlað hvert hraun mun geta flætt og hversu langt það getur runnið. Hraun af sömu stærðargráðu og Húsfellsbruni gæti hæglega ógnað byggð.
Eldstöðvar og hraun kringum Stóra-Kóngsfell

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni – Herforingjaráðskort frá 1903.

Stóra-Kóngsfell (596 m) er móbergsstapi sem liggur um 12 km frá Reykjavík og 2 km frá skíðasvæði Bláfjalla. Tvö misgengi ganga í gegnum það. Frá suðvesturhlíð Stóra-Kóngsfells liggur háslétta sem nær vestur til Grindaskarða. Rétt austan við Stóra-Kóngsfell er Drottning (513 m) sem er einnig móbergsstapi en þó töluvert smærri.

Hólmshraun

Hólmshraun – uppdráttur Jón Jónsson.

Hólmshraunin er að finna í suðaustur átt frá Höfuðborgarsvæðinu. Hraunbreiður þeirra teygja anga sína í Heiðmörk við Reykjavík og hafa runnið yfir hluta af Leitarhrauni.
Hraunin liggja á svæði norður frá Þríhnúkum og Stóra-Kóngsfelli, austan frá Húsfelli að Rjúpnadalshnúka og niður í Heiðmörk. Hólmshraun er ekki eitt hraun heldur nokkur hraun sem eiga upptök sín á svæðinu milli Bláfjalla og Þríhnúka.

Bláfjöll

Bláfjöll – Eldborg er einn þriggja gíga af eldborgargerð hjá fjallinu Kóngsfelli, sem er áberandi fjall í Bláfjallafjallgarðinum.
Þegar þunnt hraun flæðir upp úr gossprungu myndar það smám saman litla gíga úr hraunslettum. Við það verður til glóandi hrauntjörn innan gígveggjanna. Hraunið slettist og streymir jafnvel yfir barmana sem hækka og þykkna. Þannig myndast eldborg. Gígveggirnir verða brattir efst og þunnir. Verði veggirnir mjög háir finnur kvikan sér stundum leið í gegnum þá.

Eldborg er stærsti gígur á 1,5 km langri gossprungu með norðaustur stefnu sem úr rann hraun sem er nefnt Hólmshraun V af Jóni Jónssyni (1972). Eldborg liggur um 0,5 km austan við Drottningu. Samkvæmt jarðfræðikorti er hraunið frá Eldborg partur af hraunbreiðu sem er nefnd Húsfellsbruni I. Það hraun rann vestur að Húsfelli og norðan Selfjalls.

Á hásléttunni sem liggur vestur frá Stóra-Kóngsfelli eru Þríhnúkar sem samanstanda af þrem hnúkum, af þeim eru tveir gjallhnúkar og einn móbergshnúkur. Tvö þekkt hraun hafa komið frá Þríhnúkum, Þríhnúkahraun eldra og yngra. Þríhnúkahraun eldra hefur náð alla leið til Helgafells og hefur líklega runnið að einhverju leyti að Stóra-Kóngsfelli. Bæði hraunin eru talin hafa gosið fyrir meira en 4500 árum .

Eyra

Eyra.

Vestan við Stóra-Kóngsfell og norðaustan frá Þríhnúkum er einn stakur gígur sem Jón Jónsson (1978) nefnir Eyra. Kóngsfellshraun rennur alveg upp að honum og hylur hraunið sem hefur komið frá honum. Samkvæmt Jóni Jónssyni er Strípshraun sem liggur sunnan Elliðavatns komið frá þessum gíg. Um 5 kílómetra vegalengd er þakin yngra hrauni milli Eyra og Strípshrauns. Norðurhluti Kóngsfellshrauns rennur að Strípshrauni og hefur runnið yfir hluta þess.

Heimild m.a.:
-Rannsókn á Kóngsfellshrauni með fjarkönnun og landupplýsingum, Tryggvi Már Sigurjónsson, Háskóli Íslands, 2021.
-Örnefnaskrá, Ari Gíslason; „Garðakirkjuland“.

Stóra-Kóngsfell

Gígur í Stóra-Kóngsfelli.

Ísólfsskáli

Í „Fornleifaskráningu í Grindavík, 3. áfanga árið 2004„, er m.a. fjallað um Ísólfsskála. Hér á eftir verður minnst á nokkurn fróðleik úr skýrslunni:

Ísólfskáli

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli 1915-1930; – Sæmundur G. Guðmundsson. Tóftir gamla bæjarins nær.

1703, eign Skálholtsstaðar. JÁM III, 8. Aðrar orðmyndir nafnsins eru Ísuskáli og Ísiskáli. „Við til húsabótar hefur ábúandinn af reka þegar hann heppnast…Tún sendið mjög og liggur undir skriðum. Engjar öngvar. Útigángur mjög lakur…Grasa og sölvatekja er í fjörunni að nokkru gagni. Selveiði hefur áður nokkur verið og kynni enn að vera, ef ágreiningslaust væri við Krýsuvíkur ábúendur. En hjer eru misgreiningar nokkrar um landamerki og vita menn óglögt, hvör þessi hlunnindi má með rjettu brúka…Heimræði er af jörðunni vetur og sumar, en lendíng bág og brimasöm…Torftekja til húsaþaks og heytorfs sendin, og mjög bæði gagnslítil og erfið.

Isólfsskáli

Ísólfsskáli – bærinn og útihús. Þjóðskrá segir að íbúðarhúsið sé byggt 1932, en líklegra er að það hafi verið byggt í kreppunni 1930.

Vatnsból er erfitt bæði til nautnar fyrir menn og peníng sumar og vetur…“

1840: „Slétt tún eru á Ísuskála, en lítil rækt er í þeim; litlir eru hagar þar og fremur graslítið pláss, því fellin þar um kring að norðanverðu eru ber og graslítil eins og líka hraunið þar strax fyrir sunnan, sem nær allt til og þó langt austur fyrir Selatanga. Er þar líka vatnsskortur mikill nema fjöruvötn, sem bæði eru brúkuð til neyzlu og handa fénaði.“ segir í sóknarlýsingu.

Gamli bærinn

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – gamli bærinn.

„Gamli Ísólfsskáli var upp af Skálabót undir Bjallanum vestast. Þar eru nú húsatættur.“segir í örnefnaskrá. Bjallinn er klettabelti sem liggur norður-suður ofan við túnið vestanvert, alveg frá sjó. Syðst og vestast í túninu, fast undir Bjallanum, er sumarbústaður en hann stendur í tóftum gamla bæjarins. Suðvestast í túninu, um 20 m norðan við sjávarkampinn.
„Á Ísólfsskála féll eldhús [í jarðskjálftum 28. og 29. janúar 1905].“ Athugasemd á túnakorti: „Bærinn fluttur frá sjó, byggður að stofni og kálgarðar árið 1916. Jörðin hafði þá verið í eyði 3 ár.“ Bærinn sem reistur var árið 1916 var timburhús og stóð hann á sama stað og steinsteypt íbúðarhús stendur nú (reist um 1930), í miðju túninu vestanverðu.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – fjárhús við gamla bæinn.

Um 150 m fyrir suðvestan íbúðarhúsið er sumarbústaður sem stendur í tóftum gamla torfbæjarins sem búið var í fyrir 1916. Þar er greinilegur bæjarhóll, um 30X25 m að stærð og um 1 m hár. Sunnan undir bústaðnum sést í hluta tóftanna, en bústaðurinn hefur spillt þeim að mestu. Þrjú hólf eru greinileg og liggja frá austri til vesturs, snúa mót suðri. Öll hólfin eru opin til suðurs. Þau eru grjóthlaðin að innanverðu en tyrft er yfir og utan með þeim. Hleðslur eru mest um 1,5 m á hæð og umför allt að átta. Fast vestan við tóftirnar liggur heimreiðin að bústaðnum norður-suður, en fyrir vestan hana liggur garðlag norður-suður. Skipan torfbæjarins var þannig að vestast var baðstofan og norðan við hana var hlóðaeldhús. Austan við baðstofuna var svo hesthús og þar austan við var skemma.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – túnakort 1918.

Bærinn snéri mót suðri og fyrir sunnan hann var kálgarður. Fyrir sunnan bæinn og kálgarðinn þar sem nú er sjávarkampur var brunnur, en hann var einnig notaður eftir að bærinn var fluttur. Í honum var ágætt vatn en dálítið salt.

Garðar

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – hlaðnir garðar ofan við bæinn.

„…Mælifellsskarð. Vestan þess tekur svo við fjall allmikið, sem heitir Slaga…Vestur af Slögunni er gróðurlítið svæði, sem nefnt er Melar.
Vestan við þá heitir Lágar. Þær eru vestan við veginn og langur grjótgarður hlaðinn þeim til varnar.“, segir í örnefnaskrá AG. Lágar heitir sléttlendið fyrir austan Festi, uppi á hæðinni áður en ekið er niður að Ísólfsskála. Þar eru stæðilegir grjótgarða beggja vegna vegarins. Gróið sléttlendi.
„Er mikið hér af slíkum görðum og víða með mjög fallegu handbragði.“, segir í örnefnaskrá AG. Garður liggur meðfram veginum, suðvestan við hann, en minni garðar sunnan við hann og einnig austan við veginn. Þeir sem eru vestan vegarins eru eldri, en þó hlaðnir eftir 1916. Þeir sem eru austan vegarins eru hlaðnir eftir 1950. Garðarnir eru mest um 1 m á hæð og sex umför. Um aldamótin 1900 var mikill uppblástur þarna og voru garðarnir hlaðnir til varnar honum. Nú er svæðið allt gróið. Garðarnir eru mörg hundruð metrar í heildina. Svæðið sem garðarnir ná yfir er um 300×300 m.

Skálarétt

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – Skálaréttin var hérna megin við bæinn, síðar matjurtargarður.

Fast norðan við núverandi íbúðarhús á Ísólfsskála, um 130 m norðaustan við bæjarhólinn, er gerði. Þar var áður rétt, en síðan nýtt sem kálgarður. Í túni. Gerðið er hlaðið úr torfi og grjóti, snýr í norður suður og er opið til suðurs. Það er um 16X14 m að stærð. Hleðslur standa grónar, um 1 m á hæð en umför ógreinileg. Úr norðvesturhorni þess liggur garðlag til vesturs í átt að Ballanum. Þarna var rétt eftir 1916, kölluð Skálarétt, en síðan var hún flutt norður að Borgarfjalli. Þá var gerðið nýtt sem kálgarður.

Verbúð

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – gamli bærinn. Sumarbústaður byggður á tóftunum. Framan við hann var gamla sjóbúðin.

„Brynjólfur biskup Sveinsson var fyrstur Skálholtsbiskupa til að hefja útgerð frá jörðinni, og lét hann reisa þar verbúð fyrir skipshöfnina á stólsskipinu. Hversu lengi útgerð stólsins á Ísólfsskála stóð, er óljóst, en 1734 fórst þar stólsskip og drukknuðu þá 10 menn.“ Ekki er vitað hvar verbúðin hefur staðið. Má vera að tóftirnar séu löngu horfnar undir kampinn en sjórinn gengur þarna mjög á landið. Ekki sést til fornleifar.“

Núverandi landeigendur hafa bæði vitneskju um brunninn, sem nú er horfinn undir kampinn, og gömlu sjóbúðina. Hún varð snemma hluti af útihúsum gamla bæjarins.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Grindavík, 3. áfangi, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2004, bls. 53-62.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Nótarhóll

Í skýrslu Minjastofnunar um „Eldsumbrot á Reykjanesskaga. Minjar í hættur og viðbrögð Minjastofnunar við náttúruvá„, má lesa eftirfarandi um fiskbyrgi og -garða við Nótarhól suðaustan Ísólfsskála:

Skýrsla Minjastofnunar„Í landi Ísólfsskála er að finna fjölmörg fiskbyrgi og herslugarða suðaustur af núverandi bæjarstæði, í Skollahrauni. Hraunið er talið vera allt að 1900-2400 ára gamalt11 og eru byrgin og garðarnir hlaðnir upp með hraungrýti. Lítið er til af rituðum heimildum um þessar minjar, en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns kemur þó fram að heimræði hafi verið á jörðinni og að landeigandinn, Skálholtsstóll, hafi gert þaðan út eitt skip (áttæring) og að sjóbúð í eigu stólsins hafi verið á „lóð jarðarinnar“ sem nýtt hafi verið af áhöfn skipsins á vertíðum. Þar kemur einnig fram að sjóbúðin, eða „sjómannabúðin“, hafi verið byggð í tíð Brynjólfs Sveinssonar biskups (1639–1674) en fyrr hafi ekki verið útgerð á vegum stólsins á Ísólfsskála. Einnig er nefnt að ábúandinn hafi sjálfur gert út eitt skip, en stærð þess kemur þó ekki fram.
NótarhóllSjóbúðin er nú horfin undir malarfyllingu í heimreiðinni að sögn eins eigenda jarðarinnar. Vert er að taka fram að ekki er fjallað um verminjar á Ísólfsskála í riti Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávarhættir II, sem tekur sérstaklega fyrir verstöðvar. Þar er Grindavík merkt á korti sem blönduð verstöð og austur með suðurströndinni er næsta stöð Selatangar og er hún skráð sem útstöð.
Var ákveðið að grafa í tvö fiskbyrgi á Ísólfsskála í þeim tilgangi að aldursgreina byrgin og með von um að skilgreina betur hlutverk þeirra.

Ísólfsskáli

Fiskbyrgi og – garðar við Nótarhól.

Grjóthrun var fjarlægt úr fiskbyrgjunum tveimur. Í öðru þeirra komu í ljós flatar steinhellur sem hafa sennilega verið hluti af gólfinu í byrginu. Þegar grjóthrunið og steinhellurnar höfðu verið fjarlægðar var komið niður á sendið jarðlag sem innihélt dökka og grófa gjósku sem má ætla að sé frá Reykjaneseldum 1211-1240.
Sýni voru tekin úr meintu gjóskulagi. Örfá fiski- og fuglabein fundust en því miður fundust engir gripir sem geta sagt til um aldur byrgjanna. Að öðru leyti var á litlu að byggja í fiskbyrgjunum. Mögulegt væri að senda beinin sem fundust í C14 greiningu til að fá upplýsingar um aldur þeirra en slík greining telst varhugaverð þar sem sjávaráhrifa gætir á þessum beinum sem gætu gefið ónákvæma aldursgreiningu.“

Heimild:
-Eldsumbrot á Reykjanesskaga. Minjar í hættur og viðbrögð Minjastofnunar við náttúruvá – stöðuskýrsla, bls. 17-18.

Ísólfsskáli

Nótarhóll – fiskbyrgi og þurrkgarðar.

Kötlugróf

Ætlunin var að ganga um Botnsdal og Brynjudal. Megintilgangurinn var þó að staðsetja örnefnin Holukot, Hlaðhamrar, Kirkjuhóll, Krosshóll, Steinkirkja, Mannabyggð, Kötlugróf og Kattarhöfða.
KattarhöfðiFyrsti landnámsmaðurinn í Botnsdal var írskur, Ávangur að nafni. Bær hans gæti hafa verið þar sem nú eru rústir Holukots. Hann stóð sunnan árinnar neðarlega í dalnum. Sá bær hefir að líkindum tekist af eða lagst í eyði vegna skriðufalls er eyðilagt hefir meginhluta túnsins. Skriða þessi er fyrir löngu uppgróin og sums staðar klædd smávöxnu kjarri. Fyrir rústunum sjest mjög greinilega og hafa þau hýbýli verið rúmlítil. Í Kattarhöfða neðanverðum mun vera dys Þórðar kattar og í Kötlugróf mun hringurinn Sótanautur hafa verið falinn. Á Krosshól óx hrísla. Þegar hún féll skilaði hún sér jafnan á hólinn aftur.
Lúther Ástvaldsson bóndi á Þrándarstöðum í SteinnBrynjudal fylgdi FERLIR um svæðið. Hann gekk hiklaust að Kattarhöfða, Kötlugróf, Holukoti og fleiri nánast óþekktum stöðum. Landamerki Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu eru við Kötlugróf. Nýlega var sett upp sýslumerki við veginn. Svo óheppilega vildi til að merkið var sett á móts við fjárgirðinguna er liggur upp norðurhlíð Múlafjalls. Kötlugrófin og hin eiginlegu sýslumörk eru hins vegar nokkru austar og munar ca. 200-300 metrum.
Ofan við Kötlugróf er Lambaskarð; landamerki Skorhaga og Stóra-Botns.

Magnús Lárusson skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1933 er bar yfirskriftina „Hvalfjörður“.  Fjallar hann þar um dalina innst í Hvalfirði; Botnsdal og Brynjudal. Hér verður drepið niður í greinina:
Kötlugróf„Einn af fegurstu stöðum ættjarðar vorra er Hvalfjörður. Hann skerst inn í landið úr Faxaflóa, milli Kjalarness að sunnan og Akraness að norðan, nálægt 17 sjómílur að lengd.
Flestum, sem til Hvalfjarðar koma, mun vera hugstætt að koma að Saurbæ, þar sem Hallgrímur Pjetursson var. Margar sagnir ganga um síra Hallgrím, og langar mig til að segja eina:
„Það er sögn ein, frá Hallgrími presti, að hann var eitt sinn á ferð við þriðja mann, og ætlaði heim sunnan yfir Brynjudalsvog; flæður sævar gengu að; varð það þá ráð þeirra að bíða þar um nóttina til þess útfjaraði, og árin minkaði, og bjuggust að liggja í Bárðarhelli við fossinn.
Þótti þá förunautum prests leitt að heyra fossniðinn, er mjög ýrði frá inn í hellisdyrin. Annar förunautur prests var fremstur og fekk ei sofið fyrir aðsókn.
Sýndist honum og ferlíki nokkurt eða vættur sækja að inn alt í hellisdyrin; bar hann þá prest að vera fremstan, og ljet hann það eftir; er þá sagt hann kvæði Stefjadrápu, því var yrði hann hins sama og förunautur hans, en jafnan hörfði vætturinn frá við hvert stefið, og að aftur á milli, uns hún hyrfi með öllu.“

Brynjudalur

Brynjudalur og nágrenni – kort.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá því af hverju Hvalfjörður, Hvalfell og Hvalvatn draga nöfn sín, og skal það ekki rakið hjer. En við skulum bregða okkur inn til dalanna fyrir botni Hvalfjarðar og hitta þar konu, sem heitir Oddný Sigurðardóttir, og er húsfreyja á Stóra-Botni í Botnsdal. Hún segir okkur svo frá dölunum:

Botnsdalur
Botnsdalur er hinn nyrðri af dölunum tveim, er liggja fyrir botni Hvalfjarðar. Á milli þessara tveggja dala Hlaðhamrargengur Múlafjall fram í sjó og myndast vogar, sinn hvoru megin fjallsins. Og inn fyrir þessa voga liggur Hvalfjarðar akbrautin. Í Botnsdal eru nokkrar skógarleifar, þó smávaxnar sje, en þarna var það, sem Ávangur hinn írski ljet smíða hafskipið á dögum landnámsmannanna. En hið merkasta í dalnum verður að tekja fossinn Glym, sem er mjög hár, líklega með hæstu fossum á landinu, þó aldrei hafi hann verið mældur [198 m hár], og er í á samnefndri bæjunum í dalnum. Við Glym orti Þorsteinn Gíslason vísurnar: Í Botnsdal er fagurt einn blíðviðrisdag o.s.frv. Þá er einnig skylt að gleyma ekki Botnssúlum, en þaðan er mjög víðsýnt. Í norðaustri er Hvalfell og norðan við það er Hvalvatn, en þaðan kemur Botnsá. – Fyrir austan enda Hvalvatns er Kinnhúfuhöfði og Skinnhúfuhellir, þar sem Skinnhúfa bjó á dögum Ármanns í Ármannsfelli.

Lúther

Nú er þar alt kyrrlátara og friðsamara en á þeim dögum og álftin á sjer dyngju rjett fyrir framan hellismunnann. Niður undir vatnsröndinni, norðan í Hvalfelli er hellir sá, er sagt var að Arnes – er eitt sinn var fjelagi Fjalla-Eyvindar – hafi hafst við í. Í helli þessum hefir fundist mikið af beinum – bæði stórgripabeinum og kindabeinum – sem sjest hafa á för eftir eggjárn, og sömuleiðis kambur úr horni.
Í hinum fornu sögum finnst hvergi getið nema eins bæjar í Botnsdal – en nú eru þeir tveir. Landnámsbók segir svo frá að fyrstur hafi byggt bæ í Botni, maður sá er Ávangur hjet og kallaður hinn írski. Þá var þar skógur svo mikill að hann ljet af gera hafskip. Það var hlaðið við Hlaðhamar er hann er fyrir botni Botnsvogs, sunnan Botnsár. Dýpi við hamarinn nú á tímum er um flóð líklega 3-4 metrar, en algerlega þurrt um fjöru. Í Harðar-sögu er talað um Neðri-Botn, þar sem Geir bjó um skeið. Af því er auðsætt að þá hefir Efri-Botn einnig verið byggður þó þess sje eigi getið. Löngu seinna hefir svo byggst þriðji bærinn; Holukot. –

Lúther

Hann stóð sunnan árinnar neðarlega í dalnum. Sá bær hefir að líkindum tekist af eða lagst í eyði vegna skriðufalls er eyðilagt hefir meginhluta túnsins. Skriða þessi er fyrir löngu uppgróin og sums staðar klædd smávöxnu kjarri. Fyrir rústunum sjest mjög greinilega og hafa þau hýbýli verið rúmlítil.
Af örnefnum, sem getið er í fornsögunum er meðal annars Múlafell, nú breytt í Múlafjall, Kattarhöfði, þar sem Þórður köttur var dysjaður og Kötlugróf þar sem Þorbjörg katla og Þorgríma smiðkona ljetu líf sitt og hringurinn Sótanautur er falinn.“ Kötlugróf er í smá slakka er gengur inn í hlíðina utan við Hlaðhamar. Skýringar á nafninu er að finna í Harðar sögu og Hólmverja. Þar börðust grimmilega tvær fjölkunnugar konur, Þorbjörg katla og Þorgríma smiðkona. Átökunum lauk svo að þær lágu báðar dauðar eftir, rifnar og skornar.

Brúsi

Um afrif Þórðar kattar segir í Harðar sögu, ch. 25: „En er Þorbjörg katla kom út varð hún vís af fjölkynngi sinni og framvísi að skip var komið frá Hólmi. Hún sækir þá sveipu sína og veifði upp yfir höfuð sér. Þá gerði myrkur mikið að þeim Geir. Hún sendi þá orð Ref syni sínum að hann safnaði mönnum. Þeir urðu saman fimmtán og komu að Þórði ketti óvörum í myrkrinu og tóku hann höndum og drápu og er hann grafinn í Kattarhöfða neðanverðum. Þeir Geir komust til sjávar. Þá tók af myrkrið og sáu þeir þá gjörla og réðu þeir Refur til og börðust.“
„Víðar man jeg ekki eftir að Botnsdal sje getið í fornum sögum.
Að síðustu skal þess getið, Lútherað hjer í Stóra-Botni var bænahús eða kirkja, og er örnefnið Kikjuhóll þekkt enn þá. Í þann hól var grafið fyrir 4-5 árum, en aðeins lítilsháttar, enda fundust engar minjar. Lúther taldi að lík þeirra er létust í aðdraganda Svartadauða hér á landi hefðu verið grafnir í hólnum.
Við Maríuhöfn í Laxárvogi var einn stærsti kaupstaður landsins fram á 15. öld. Þangað gengu skip Skálholtsstóls enda var höfnin vel í sveit sett gagnvart samgönguleiðum til Þingvalla og uppsveita Árnessýslu. Þangað barst svarti dauði til landsins árið 1402 en talið er að um þriðjungur íbúanna hafi látist af farsóttinni.
Annálar greina frá því að hún hafi komið með skipi í Hvalfjörð.

Lúther

Þá var Maríuhöfn á Búðasandi við Laxárvog ein aðalhöfn landsins. Samkvæmt sömu heimildum tók Áli Svarhöfðason veikina og „deyði fyrstur af kennimönnum um haustið“ í Botnsdal ásamt sjö sveinum sínum. Síðan breiddist pestin um landið og er talið að látist hafi um 40 þúsund manns úr henni, eða nærri helmingur landsmanna.
Drepsóttin svartidauði mun hafi borist áfram til landsins sem smit í klæðum Einars Herjólfssonar. Hann andaðist úr sóttinni á skipi sínu í hafi en klæði hans voru síðan afhent ættingjum hans – illu heilli.“ 

Á bæjunum hjerna í Botnsdalnum var mikið um álfa og álfatrú. Ekki mátti veita silunga úr sumum lækjum, ekki höggva hrís á vissum stöðum, ekki færa sum hús, ekki sljetta tiltekna bletti í túnunum og þar fram eftir götunum. Í hólunum heyrðist sífellt rokkhljóð og strokkhljóð.

Krosshóll

Þannig var til dæmis sagt að víða í túninu í Litla-Botni og í klapparholtum umhverfis það, væri bústaður huldufólks. Austast í túninu er hóll, kallaður Krosshóll. Mátti eigi sljetta hann og var þar engin þúfa hreyfð þangað til síðasti ábúandi kom þangað árið 1907. Á þessum hól var hrísla allstór og mátti enginn skerða hana. Var hún að síðustu orðin svo fúin að hún brotnaði. Mátti enginn á neinn hátt nýta sjer lurkinn og var sagt að hann færi jafnan sjálfur á hólinn aftur þó hann væri borinn heim.
Skammt fyrir utan túnið er klapparholt, sem kallað er Steinkirkja og heyrist þaðan oft tíðarhringingar og sálmasöngur. Á götunum fyrir utan túnið er kallað Mannabyggð og þar mátti aldrei ríða hart. Á milli þessara staða; Kirkjunnar og Mannabyggðar annars vegar og Krosshóls hins vegar voru sífelldar ferðir huldufólksins og var för þess stundum sjeð af gamla fólkinu.

Brynjudalur
ÞrándarstaðirSyðri dalurinn fyrir botni Hvalfjarðar er Brynjudalur. Hann er grösugur og vaxinn kjarri fremst. Samnefnd á rennur eftir honum og er hún straumlygn og mild. Nú eru þrír bæir í dalnum; Ingunnarstaðir, Skorhagi og þrándarstaðir og auk þess eyðibýlið Hrísakot.
Hina elstu sögn um Brynjudal er að finna í Landnámabók, þar sem sagt er frá deilu Refs hins gamla og Hvamm-Þóris, út af kúnni Brynju, sem gekk úti í dalnum með afkvæmum sínum og hann er við kenndur. Og sú deila endaði með falli Hvamm-Þóris. Þar er einnig sagt, að Refur hafi búið á Múla. Bærinn Múli hefir að líkindum verið skammt þaðan sem nú er Skorhagi, en þó nokkru nær fjallinu og er trúlegt, að skriðuföll hafi eytt bæinn.
StykkisvellirHarða saga segir hinsvegar svo frá, að Refur hafi búið á Stykkisvelli (í Brynjudal) en Þorbjörg katla, móðir hans á Hrísum og vitanlega geta báðar sögurnar haft rjett fyrir sjer. Bæjarnafnið Hrísakot og örnefnið Hrísasneið benda  að minsta kosti til þess að bær með því nafni hafi verið þar að norðanverðum dalnum, þó það þurfi ekki endilega að vera.
Loks segir Harðar saga svo frá, að Kjartan sá, er seinna sveik Hólmverja, hafi búið á Þorbrandsstöðum. Hins vegar segir í upphafi Kjalnesingasögu að Þrándur landnámsmaður Helga bjólu hafi numið land í Brynjudal og búið á Þrándarstöðum, en það bæjarnafn er enn þá til. En verið gæti að Þorbrandsstaðir og Þrándarstaðir sjeu hið sama. Ingunnarstaða er getið í Kjósarannál að mig minnir einhverntíma á 16. öld. – Þá týndist í Hríshálsi, þ.e. hálsinum á milli dalanna, óljett kona með þrjú börn í fylgd með sjer og fannst ekkert af nema hendin af einu barninu. Og þessi kona fór frá Ingunnarstöðum.

Gamla

Svo jeg snú mjer aftur að hinum fornu sögum, þá er Brynjudals getið í Bárðar sögu Snæfellsáss og er sagt að Bárður hafi hafst við í Bárðarhelli. Það er móbergshellir sunnanmegin árinnar, við foss þamm er skammt er fyrir ofan hina nýju brú á ánni, er byggð var síðastliðið sumar (1932). Annar skúti er norðan árinnar, beint á móti Bárðarhelli, kallaður Maríuhellir.
Á Ingunnarstöðum var bænahús og var goldið þaðan prestmata þar til núverandi ábúandi keypti hana af. Mjer hefir einnig verið sagt að eitt sinn – fyrir löngu síðan – er byggja skyldi íbúðarhús á Ingunnarstöðum hafi verið grafið á mannabein.“
Árni Óla skrifaði grein, „Hafskip smíðað úr íslensku birki“, í Lesbókina árið 1958. „Landnáma segir að írskur maður, Ávangur að nafni, hafi numið land innst í Hvalfirði og búið allan sinn aldur að Botni. „Þar var svo stór skógur, að hann gerði þarf hafskip af og hlóð, þar sem nú heitir Hlaðhamarr…“

Brendan

Heilagur Brendan frá Clonfert (um 484 e.Kr. – um 577) (írska: Naomh Bréanainn eða Naomh Breandán; latína: Brendanus; íslenska: (heilagur) Brandanus), einnig nefndur „Brendan moccu Altae“, kallaður „siglingamaðurinn“, „Veyagerinn“, „The Anchorite“ og „The Bold“, er einn af fyrstu írsku munkadýrlingunum og einn af tólf postulum Írlands.
Sæfarinn og dýrlingurinn Brendan var ábóti sem sigldi á húðbyrðingi (curragh) sínum til Færeyja og Íslands og jafnvel Azoreyjanna og Ameríku. Greint er frá ferðum hans í Navigatiohandritum sem eru nokkur að tali. Þeir sem hafa lesið þau eru ekki í vafa um að þar sé lýsing á eldgosi. Hvergi er um slík eldgos að ráða á Norðuratlantshafinu nema á Íslandi. Lýsingarnar af landsins forna fjanda, hafísnum, eru afar trúverðugar.

Írsk hafskip vour með öðrum hætti en norræn skip. Írsku skipin voru húðbátar, ekki ósvipaðir kvenbátum Eskimóa. Utan á grind, sem  gerð var úr léttum viðum, strengdu þeir nautshúðir, er saumaðar voru saman með seymi, og á slíkum skipum fóru þeir yfir höfin löngu áður en Ísland byggðist. Írar áttu að vísu tréskip líka, en þeir töldu húðskipin miklu betri í sjó að leggja. Húðskipin köllu þeir „currach“ og sagt er, að áður en St. Brendan lagði í norðurför sína, einhvern tíma á árunum 565-573, eða 300 árum áður en Ísland byggðist, hafi hann látið smíða sér „curragh“ með seglum til fararinnar. Talið er að hann hafi komizt til Grænlands og Íslands í þessari ferð.

En svo segir sagan, að í seinni rannsóknaför sína hafi hann ekki fengið annað en tréskip, og þótti honum það mjög miður.
Það er enginn vafi á því, að í Botnsskógi hefir Ávangur getað fengið nógu sterka viðu í grind fyrir húðskip. Aðvitað hefirhann gert skip sitt á sama hátt og Írar voru vanir, þar sem hann gat og fengið efniviðinn í það heima hjá sér. Og þegar slíkt skip var fullsmíðað gat hann vel hlaðið það hjá Hlaðhamri, enda þótt væri grunnt og grunnsævi úti fyrir, því að húðskipin voru grunnskreiðust allar skipa.
Það er ekki ótrúlegt að slík skip hafi farið milli Íslands og Skotlands á sex dögum. Húðskipið rann eins og stormfugl á bárum hafsins. Ísland gat ekki farið framhjá áhöfninni því að fjöllin þar eru svo há, að þau sjást langar leiðir utan af hafi.

Brú

Í ritgerð sinni um siglingar á söguöld (Safn IV.) getur Bogi Th. Melsted um Ávang og skipasmíð hans í Botni. Er hann ekki frá því að sagan geti verið sönn, en segir að þess beri að gæta, að inn í Landnámsbók sé skotið „ýmsum sögnum og þjóðsögum, sem eigi eru allar jafnáreiðanlegastar“. Um skipasmíðina þarf ekki að efast. Bóndinn í Hvalfjarðarbotni hefir smíðað þar „curragh“ og haft til kaupferða, líklega til Írlands. En um nafn bóndans mætti frekar efast að rétt væri, en hefði skolast í munni og meðferð, nema kenningarnafn sé að ræða.
HestasteinnLíklegt er, að í Botni hafi frá landnámstíð verið hvíldarstaður ferðamanna, eða áfangastaður, sem nú er kallað. Slíkan stað kölluðu fornmenn áivang. Því svipar furðulega mikið til nafn bóndans írska, Ávangur. Getur ekki skeð að hann hafi fengið það kenningarnafn af staðnum? Slíkar nafngiftir voru til, sbr. Þórarinn Króksfjörður.“
„Svæðið umhverfis Botnsdal, innsti hluti Hvalfjarðar, er að hluta sögusvið Harðar sögu og Hólmverja. Ein hetja þeirrar sögu, Geir Grímsson frá Grímsstöðum fór til Noregs ásamt Herði fóstbróður sínum. Er Grímur kom til baka „keypti hann land í Neðra-Botni og færði þangað bú sitt, og var allgagnsamt“. þar bjó hann og þaðan fóru þeir félagar í ránsferðir uns þeir rifu húsin í Neðra-Botni og fluttu viðina út í Geirshólma. þar byggðu þeir skála yfir sig og lið sitt.
Auk þessara kappa hafa aðrir gert dalinn frægan á síðari tímum. Í Stórabotni fæddist og ólst upp Jón Helgason ritstjóri og rithöfundur (f. 1917). Liggja eftir hann margar bækur bæði skáldsögur og sagnaþættir byggðir á sannsögulegum atburðum.

Holukot

Holukot (fornmannabýli) – tóftir.

Í Litlabotni bjó um tíma á fyrri hluta þessarar aldar Beinteinn Einarsson. Hann átti nokkur börn og voru flest þeirra þekkt fyrir skáldgáfu sína. Má þar m.a. nefna Pétur (f. 1906), Halldóru (f. 1907) Einar (f. 1909) og Sveinbjörn (f. 1924) sem síðar var allsherjargoði Ásatrúarmanna. Annað skáld, Jón Magnússon (f.1896), ólst einnig upp á Litlabotni.“
Lúther kann skil að öllum ábúendum í Botni síðustu aldirnar. Jón Þorkelsson var t.a.m. síðasti ábúandi á Stóra-Botni uns búskap var hætt þar 1982.

Holukot

Holukot – tóftir.

Annars vekur það sérstaka athygli hversu litlar og takmarkaðar merkingar (leiðbeiningar og fróðleik) er að finna á jafn sagnaríku svæði og Hvalfjarðardalirnir eru. Og ekki eru merkingar betri þar sem náttúruminjarnar eru annars vegar. Þegar t.d. komið er að bifreiðastæðinu við Stóra-Botn má segja að hefjist ratleikur í hvert sinn er einhver vill leggja á sig að finna hæsta foss landsins, Glym. Oft má sjá fólk á ráfi um svæðið. Nú, á tímum menningartengdrar ferðaþjónustu, virðast orð forsvarsmanna og -kvenna einungis hjóm eitt, því óvíða hefur þeim verið fylgt eftir á ferðamannaslóðunum sjálfum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Magnús Lárusson í Lesbók Mbl. 12 nóv. 1933; Hvalfjörður.
-Árni Óla, Grúsk, Lesbók Mbl. 04. maí 1958, bls. 246-7.
-Jón Helgason, Árbók Ferðafélags Íslands 1950.

Lúther

Botnsdalur

Ætlunin var að ganga frá Stóra-Botni upp með Viðhamrafjalli og fylgja síðan Botnsánni ofan við Glym að Sellæk.
Þar við mótin á að hafa verið selstaða frá Stóra-Botni. Innar er Breiðifoss þar sem áin Fossinnrennur með norðanverður Hvalfelli (848 m.y.s.).
Í bakaleiðinni var ætlunin að skoða Þvottahelli í Glymsgljúfrinu, undir hæsta fossi landsins, 198 m hár. Við Glym á Þorsteinn Gíslason að hafa ort kvæði sitt um Botnsdal.

Nafn fossins kemur af þjóðsögu er segir að álfkona hafi breytt manni sem sveik hana í tryggðum í hvalinn Rauðhöfða. Þá hafi Rauðhöfði tekið að granda bátum í Faxaflóa. Í Hvalfirði fórust með einum bátnum tveir synir prestsins í Saurbæ. Þá hafi presturinn, sem orðinn var gamall og blindur, gengið niður að sjávarmáli og tyllt staf sínum í hafið. Rauðhöfði kom syndandi og teymdi presturinn hann upp eftir Botnsá. Þegar komið var í gljúfrið þar sem fossinn dettur hafi verið svo þröngt að jörðin hafi hrist og drunur hljómað, og af því dregur Glymur nafn sitt. Rauðhöfði endaði í Hvalvatni, sem er upptök Botnsár er sagt að hann hafi sprungið af áreynslunni.

Glym

Í Morgunblaðinu árið 1967 er grein um Hvalfell og nágrenni eftir Gest Guðfinsson: „Hvalfell í Botnsdal er tiltölulega ungt fjalL Sköpunarsögu landsins hefur verið alllangt komið, þegar það varð til. Þyrillinn og Múlafjallið eru t. d. bæði eldri, sama er að segja um Botnsdalinn, sem áður virðist hafa náð miklu lengra til norðausturs heldur en nú. Við tilkomu þessa fjalls hafa orðið miklar landslagsbreytingar á þessum slóðum, sem hverjum náttúruskoðara mundi þykja nokkurs um vert að kynnast. Í fyrsta lagi hefur myndazt stöðuvatn í kvosinni ofan við fellið, sem til skamms tíma hafði það m. a. sér til ágætis að vera dýpsta vatn landsins eða þangað til Öskjuvatn varð til upp úr 1875. Í öðru lagi hefur orðið þarna til foss í ánni, sem fellur úr vatninu, hæsti foss á Islandi, og er það að vísu nokkuð til að státa af. Í þriðja lagi er fjallið hinn ákjósanlegasti útsýnisstaður, ber enda allmiklu hærra en nágrannafjöllin, Múlafjallið og Þyrillinn. Öll þessi umsköpun hefur verið um garð gengin löngu áður en Íslandsbyggð hófst. Engar sögur fara þó af fjallinu á fyrstu öldum Islandsbyggðar og er þess hvergi getið í landnámssögunni sérstaklega, enda þótt minnzt sé á Hvalfjörð og Botnsdal.

Hvalfell

Hvalfell.

Líklega dregur Hvalfell nafn af lögun sinni, minnir á hval. Aftur á móti er að finna í gömlum bókum miklu skáldlegri skýringu á nafngiftinni, en hún er í stuttu máli á þá leið, að hvalur, kallaður Rauðhöfði, grandaði báti af Hvalfjarðarströnd, og fórust þar tveir synir prestsins í Saurbæ. í hefndarskyni teymdi klerkur hvalinn upp eftir Botnsá, sem þó getur naumast hvalfær talizt, að manni sýnist.
„En þegar inn kom í gljúfrið sem áin rennur um fram af Botnsheiði þá urðu þrengslin svo mikil að allt skalf við þegar hvalurinn ruddist áfram, en þegar hann fór upp fossinn hristist jörðin umhverfis eins og í mesta jarðskjálfta. Af því dregur fossinn nafn og heitir síðan Glymur og hæðirnar fyrir ofan Glym eru síðan kallaðar Skjálfandahæðir.
Glymur-10En ekki hætti prestur fyrr en hann kom hvalnum alla leið upp í vatn það sem Botnsá kemur úr og síðan er kallað Hvalvatn. Fell eitt er hjá vatninu og dregur það einnig nafn af atburði þessum og er kallað Hvalfell. Þegar Rauðhöfði kom í vatnið sprakk hann af áreynslunni að komast upp þangað og hef ur síðan ekki orðið vart við hann, en fundizt hafa hvalbein mjög stórkostleg við vatnið og þykir það vera sögu þessari til sannindamerkis. Hvað sem sannleiksgidi þessarar sögu líður, þá tel ég vel ómaksins vert að eyða einni dagstund á þessum slóðum, ganga á Hvalfell og að Hvalvatni, og enginn skyldi láta hjá líða að heilsa upp á Glym og horfa niður í árgljúfrin miklu vestan við fellið,, má vera að mönnum skiljist þá, að Saurbæjarklerkur vandaði Rauðhöfða lítt leiðina.
Ég mun nú hér á eftir lýsa nokkuð gönguleið um þessar slóðir og því, sem fyrir augu ber, en haga þó ferðinni dálítið öðruvísi en klerkur forðum. En áður en lengra er farið, held ég væri rétt að gera sér grein fyrir landslaginu í stórum dráttum og drepa á nokkur söguleg atriði.
Glymur-11Inn af Hvalfirði liggja tveir grösugir dalir, Brynjudalur og Botnsdalur, sá síðarnefndi norðar. Milli þeirra er Múlafjall. Upp af því er Hrísháls og Hríshálsvegur svokallaður milli dalanna. Fyrir botni Botnsdals eru Botnssúlur, myndarleg fjallahvirfing, hæsti tindur þeirra er 1095 m og er venjulegasta gönguleið á hann frá Svartagili í Þingvallasveit, en hnúkurinn, sem næstur er Botnsdal, er litlu lægri eða 1089 m og liggur vel við að ganga á hann úr Brynjudal eða Botnsdal upp svonefndan Sandhrygg. Af Botnsúlum sér vel um allan suður- og vesturhluta landsins. Norðvestur af Botnsúlum er svo Hvalfell. Það er allmiklu lægra eða 848 m á hæð Milli Botnsúlna og Hvalfells heitir Hvalskarð. Þaðan kemur Hvalskarðsá og sameinast hún Botnsá niðri í dalnum rétt austan við túnið í Stóra-Botni. Botnsá á hinsvegar upptök sín í Hvalvatni og fellur í hrikalegum gljúfrum niður í dalinn vestan við fellið.

Hvalfell

Hvalfell – útsýni út Hvalfjörð.

Hvalfellið er gróið nokkuð uppeftir, vaxið skógarkjarri og lyngi, en síðan taka við berar móbergsklappir og grjótskriður. Neðan til er hlíðin sundurskorin af djúpum gilskorningum og bera tungurnar milli þeirra sérstök nöfn. Þær eru fjórar talsins og heita, talið frá Botnsá: Einitunga, Breiðatunga, Mjóatunga og Ásmundartunga. Þetta er alveg torfærulaus leið og ekki sérlega brött. Þegar upp er komið er sjálfsagt að blása vel mæðinni og líta í kringum sig, flestum þykir útsýnið harla frítt, þótt ekki sé það ákaflega mikið.
Í Landnámu segir svo: „Maðr hét Ávangr, írskur at kyni. Hann byggði fyrst í Botni. Þar var þá svá stórr skógr, at hann gerði þar af hafskip ok hlóð Glymrþar, sem nú heitir Hlaðhamarr.“ Vandfenginn mundi nú skipaviður í Botnsdal, þótt enn sé að vísu skógarkjarr í dalnum, hins vegar hefur örnefnið Hlaðhamar varðveitzt fram á þennan dag, er það sunnan við Botnsvoginn. Allfjölfarin leið var lengi milli Hvalfjarðar og Þingvallasveitar um Botnsdal og meðfram Súlum sunnanverðum, en síðan um Öxarárdal, og heitir Leggjabrjótur. Er hún nú aflögð með öllu, en þetta er hin skemmtilegasta gönguleið. Það má kallast létt verk og löðurmannlegt að ganga á Hvalfell, sé miðað við hin erfiðari fjöll landsins, enda leiðin fær hverju barni, ef rétt er farið.

Storabotnssel-8

Við skulum nú rölta þetta í rólegheitum og gefa okkur umfram allt góðan tíma. Við hefjum gönguna við túnið í Stóra-Botni, en þangað er ökufært. Við göngum niður að Botnsánni vestan við túnið og yfir ána á göngubrú, en síðan gamla götutroðninga, unz við komum að Hvalskarðsá rétt ofan víð áamótin. Þar förum við yfir hana. Hún er venjulega vatnslítil og auðvelt að stikla hana á steinum. Síðan liggur leiðin upp Ásmundartungu, við troðum okkur gegnum skógarkjarrið eins og þaulvant skógarfé og stefnum beint á fjallsöxlina suðaustanverða. Við erum hér stödd á mótum ungrar og gamallar jarðmyndunar. Svo er að sjá sem Botnsdalurinn hafi einhverntíma náð allmiklu lengra til norðausturs en nú. Á ísöld, þegar dalurinn var fullur af jökli, virðist hafa orðið gos í dalnum undir jöklinum og hlaðizt upp þetta móbergsfell um þveran dalinn. Þegar aftur hlýnaði og jökla leysti af þessum slóðum, hefur síðan myndazt þarna djúpt stöðuvatn ofan við fellið. En það heitir nú Hvalvatn og er eins og áður segir annað dýpsta vatn landsins um 160 m þar sem það er dýpst.

Hvalfell

Efst á Hvalfelli.

Margt kemur í hugann, þar sem maður situr á kolli Hvalfells, lætur líða úr sér og horfir út á Hvalfjörðinn, langan og mjóan. Utan við Þyrilsnesið rís Geirhólmi úr sjó, hvítur af fugladriti. Hann kannast margir við úr Harðar sögu og Hólmverja. Þeir fóstbræðurnar, Geir Grímsson og Hörður Grímkelsson úr Neðra-Botni settust að í hólmanum ásamt konu Harðar, Helgu Haraldsdóttur jarls á Gautlandi og tveim sonum þeirra ungum, Grímkatli og Birni. Höfðu þeir með sér flokk manna og rændu bændur í héraðnu og urðu illa þokkaðir.

Varda

Segir sagan, að „átta tigir manna annars hundraðs váru í Hólmi, þá er flestir váru, en aldri færri en á inum átta tigi, þá er fæstir váru.“ Þess má geta, að býlin í Botnsdal, sem nú heita Litli-Botn og Stóri Botn, hétu þá Neðri-Botn og Efri-Botn. Þar kom, að landsmenn gerðu samtök um að ginna Hólmverja úr eynni með því að heita þeim griðum og fullum sáttum. Létu þeir ginnast einn af öðrum og voru allir drepnir jafnótt og þeir komu á land. Loks eru ekki aðrir eftir en Helga og synir hennar tveir. Hefur hún nú uppgötvað svik landsmanna. „Hon hugsar nú sitt mál. Þat verðr nú hennar ráð, at hon kastar sér til sunds ok leggst til lands ór Hólminum um nóttina ok flutti með sér Björn, son sinn, fjögra vetra gamlan, til Bláskeggsár, ok þá fór hon móti Grímkatli, syni sínum, átta vetra gömlum þá, ok flutti hann til lands.

Selsstígur

Þat heitir nú Helgusund, Þau fóru um nóttina upp á fjall frá Þyrli ok hvíldust í skarði því er nú heitir Helguskarð. Hon bar Björn á baki sér, en Grímkell gekk.“ Þetta er sjálfsagt lygasaga, en jafngóð fyrir því. Að áliðnu sumri árið 1402 kom út skip í Hvalfirði, líklega við Hrafneyri. Skipið átti Einar nokkur Herjólfsson. Það þóttu löngum góð tíðindi, þegar skip kom af hafi hlaðið allskonar varningi. Hins vegar varð þessi skipkoma Íslendingum lítið fagnaðarefni eða happaatburður. Með Einari fluttist sem sé drepsóttin mikla, sem síðan hlaut nafnið Svartidauði. Það var einmitt í Botnsdalnum, sem hinir fyrstu urðu sóttinni að bráð. Svo segir i Vatnsfjarðarannál: „Þá kom út plágan í Hvalfirði. Kom í Hvalfjörð Einar Herjólfsson.

Selsstígurinn

Var á því skipi sótt mikil. Sló þegar sóttinni á landsfólkið með mannfalli. Andaðist séra Oli Svarthöfðason og 7 sveinar hana í Botnsdal, þegar hann reið frá skipinu.“ Það er álit fræðimanna, að þriðjungur eða helmingur landsmanna hafi látizt úr drepsóttinni.
En hverfum nú frá sögum og sögrium, þótt af nógu sé að taka, því að enn er löng leið fyrir höndum og ekki til setunnar boðið. Við höldum nú austur af fjallinu og niður í Hvalskarð. Satt að segja er þetta dálítið óhnöggleg leið, allbrött grjóthlíð með klettabeltum og urðarköstum, og þótt hún sé vel fær hverjum sem er, þá draga allir andann léttara, þegar niður er komið. Enda er maður þá kominn að Hvalvatni og er þar sléttar grundir og lyngflesjur undir hlíðinni.

Botnsdalur

Botnsdalur og nágrenni – kort.

Þarna má finna blóðrauða brúska af vetrarblómi snemma á vorin, en það er einna fyrst á ferðinni allra íslenzkra blómjurta og verður stundum illa úti í vorkuldunum, þótt harðgert sé. Hvalvatn er allstórt vatn og veruleg landslagsprýði. Við austurenda þess skagar dálítill móbergs höfði út í vatnið og heitir Skinnhúfuhöfði, kenndur við tröllkonu, að því ætlað er, en ekki kann ég ættir hennar að rekja. Upp frá vatninu vestanverðu er hæðarhryggur, sem Veggir heitir. Vestan við Veggi tekur síðan við Botnsheiði, votlend og flatlend, og nær allt vestur til Svínadals og norður til Skorradals, er þar sauðland gott.
VetrarmyndNú liggur leiðin vestur með vatninu sunnanverðu undir fjögur hundruð metra háum móbergshömrum og er farið fast með vatninu, en undirlendi er ekkert að kalla. Vestarlega undir hömrunum er dálítill klettaskúti alveg niður við vatnið. Þessi skúti heitir Arnesarhellir. Hann er kenndur við Arnes nokkurn Pálsson þjóf og útilegumann, en hann mun almenningi einkum kunnur af útvarpsleikriti Gunnars M. Magnúss, rithöfundar, í múrnum, svo og úr Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar sem útilegufélagi Eyvindar og Höllu, þótt dregið sé nú í efa, að sögnin um dvöl hans með þeim eigi nokkra stoð í veruleikanum. Hins vegar er vitað, að hann átti heima við Hvalfjörð áður en hann lagðist út, baeði á Kjalarnesi og Akranesi, og má rétt vera, að hann hafi einhvern tíma legið úti í þessum skúta, en munnmæli herma, að hann hafi dvalið þar vetrartíma og lifað m. a. á silungi úr vatninu.

Arnes var að lokum fangaður og dæmdur og sat um nær tuttugu og sex ára skeið í tukthúsinu í Reykjavik, þar sem nú er stjórnarráð Íslands.

Arneshellir

Arneshellir við Hvalvatn.

Með honum dvaldist þar um skeið Þórdís nokkur Karlsdóttir, eignaðist hún barn í tukthúsinu og kenndi Arnesi og gekkst hann fúslega við barninu, enda kom þar brátt, að hann var gerður að varðmanni tukthússins og nokkurs konar siðferðilegum læriföður tukthúsfélaga sinna, en þeir báru honum misjafnlega söguna. Hann losnaði þó um síðir úr tukthúsinu og dó í Engey 7. sept. árið 1805, háaldraður maður, og var jarðaður í kirkjugarðinum við Aðalstræti. Enn getur að líta þarna í skútanum í Hvalfelli nokkrar grjóthellur úr hinum harða svefnbálki útileguþjófsins, en tófugras og aðrar bergjurtir hafa skotið rótum í hellisloftinu og eiga þarna rósama ævi. Enginn veit nú lengur með hvaða hugarfari Arnes Pálsson hefur lagzt til svefns í þessum skúta undir fjallshömrunum með grængolandi hyldýpið við rekkjustokkinn eða vaknað til vesaldómsins að nýju, öll eru vitnin þögul sem gröfin um hinn ógæfusama næturgest, sem hér átti sér hvílustað endur fyrir löngu.

Sellækur

Útfall Botnsár er vestast úr vatninu og er nú um gróið land að fara niður með ánni vestan við Hvalfellið, grasflesjur og lyngmóa. Fljótlega komum við að Breiðafossi, sem fellur á aflíðandi flúðum, smáfríður foss í notalegu umhverfi. Segja má, að Breiðifoss sé forboði markverðari fyrirbæra í ánni og landslaginu, Glymur er sem sé á næstu grösum. Innan stundar stöndum við á barmi gljúfursins mikla, þar sem Botnsá steypir sér í hvítum fossi fram af 196 m hárri bergbrúninni þverhníptri. Bezt sést fossinn af bergsnös einni austan við gljúfrið nokkuð neðan við fossinn. Fossinn er venjulega frekar vatnslítill, en gljúfrið þröngt og hrikalegt, skiptast þar á margs konar berglög í mismunandi litum, hreinasta augnayndi, og jarðfræðingum eflaust mikil opinberunarbók.

Glymur

Glymur að ofan.

Vestanmegin niður með ánni heita Glymsbrekkur. Nú er um tvo kosti að velja. Annað hvort að fara upp fyrir fossinn aftur og vestur yfir ána og niður með ánni Hvalfellsmegin, en þar er yfir nokkra djúpa gilskorninga að fara, en engu að síður skemmtileg og auðfarin leið. Neðar í ánni er enn dálítill foss, Folaldafoss, umvafinn birkikjarri og hvannastóði. Brátt er hringnum lokað. Við höfum gengið á Hvalfell og umhverfis Hvalfell. ferðin hefur sjálfsagt tekið sjö — átta tíma. En Hvalfell stendur fyrir sínu og enginn þarf að sjá eftir deginum.“
Gengið var frá bílastæðinu við Stóra-Botn eftir merktum stíg (gulir steinar) að Glymsbrekkum og var markmiðið að leita að hugsanlegum selstíg upp brekkurnar. Vörður á brúninni bentu til að svo gæti verið. Stígar eru þarna í brekkunni en virðast vera seinnitíma verk manna og/eða dýra.

Stórabotnssel

Stóra-Botnssel norðan Hvalfells.

Það er ljóst að þarna er vel fær leið bæði upp og niður, enda fannst þarna sannfærandi selstígur upp brúnirnar að þessu sinni. Fólk virðist hafa fylgt gömlu götunni að fossinum að hluta. Hún er bæði greiðfær og í raun stysta leið milli bæjarins og selstöðunnar. Stígurinn er mjög greinilegur neðan við efri brúnir sem og ofan þeirra. Sé honum fylgt rétt liggur hann beint á selið.
Ofan við Brekkurnar var selstígnum fylgt að Stóra-Botnseli. Selið er auðfundið þegar gengið er frá Botnsánni upp með Sellæknum (austan við lækinn, rúmlega 100m neðan við girðingu).
Sjá meira um  leitina að Litla-Botnsseli HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-mbl., Gestur Guðfinsson, 21. maí 1967, bls. 12 og 14.
-Wikipedia

Þvottahellir-9

Hetturvegur

Krýsuvíkurfjöll eru samnefni á fjöllunum á Sveifluhálsi ofan við Krýsuvík, s.s. Hettu, Hatti, Baðstofu, Hverafjalli og Engjafelli. Þá kemur örnefnið Smjördalahnúkur einnig við sögu.
Sveifluhals-gatnakerfiÍ örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir svæðið má m.a. lesa eftirfarandi: „Norður frá Drumbsdalavegi mun hálsinn hafa heitið Móhálsar, þótt það nafn sé nú glatað. Norður á hálsinum, á móts við Gestsstaðavatn, eru hnúkar og hæðir, sem mig vantar nafn á, og ef til vill eru þeir nafnlausir. Tekur þar við fjall það, sem heitir Hverafjall. Í Hverafjalli eru margir smádalir með hverum, bæði vatnshverum og brennisteinshverum, og heitir það svæði Hveradalir. Nokkuð suður og vestur frá Hatti er hæsti hnúkurinn þarna, og heitir hann Hetta. Er líkast, að hér sé komin allstórvaxin risafjölskylda.“
Ætlunin var að skoða Krýsuvíkurfjöllin og feta m.a. Ketilsstíg, Hettuskarðsstíg og nefndan Smjörbrekkustíg.
HettustigurÞegar örnefnalýsing Ara Gíslasonar er skoðuð er ekki að sjá framangreindan Hettuskarðsstíg. Þar segir: „Þá er vegur, sem heitir Hettuvegur eða Móhálsavegur. Ekki kann eg að staðsetja veg þennan.“ Ari minnist ekki á Hettuskarð eða Hettuskarðsstíg. Þá getur hann ekki um Smjörbrekkur, Smjördalahnúk eða Smjörbrekkustíg. Annars staðar á vefsíðunni er sérstaklega fjallað um nefndan Hettuveg.
Gísli Sigurðsson getur um Hettuskarðsstíg í sinni örnefnalýsingu: „Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatni. Í vestur eru tveir hnúkar. Annar að sunnan heitir Hattur kúflaga en framan í honum eru Krýsuvíkurnámurnar og Seltún. Beint framundan er Hetta. Hattsmýri liggur milli hnúka þessara, en klofnar um Hattsmýrargil. Vestan undir Hettu er Hettuskarð og Hettuskarðsvegur eða Hettuskarðsstígur.“
SmordalahnukurGísli segir Hettuskarð vera vestan Hettu, en minnist ekki á Hettuveg, sem mun að öllum líkindum vera einn og sami.
Þá segir Gísli: „Niður undan brekkunni voru Seltúnsbörðin. Á einu barðinu var brennisteinshrúga, sem ekki hafði verið flutt burt er síðasta ferðin í Námur þessar var farin. Hér litlu vestar var Engjafell og þar var Engjafellshver. Neðan undir Engjafelli eru Vaðlarnir. Þá er komið að Vaðlalæknum. Upp með honum er farið og er þá komið í Hveradali. Þar var námagröftur í Hveradalanámum. Má enn sjá dálitla hrúgu brennisteins í Hveradalabrekkunni, sem ekki hefur verið hirt þegar námavinnslan hætti. Upp Námahvamminn lá Námastígurinn frá fyrrnefndri hrúgu upp þangað sem brennisteinninn var tekinn. Hér voru líka Smjörbrekkur. Smjörbrekkustígur upp í Smjörbrekkuskarð. Ketilsstigur 27Upp frá Hveradölum til suðurs var brött brekka, Baðstofubrekka, en þar uppi voru klettar með sérkennilegri lögun. Eru þeir nefndir Baðstofa af lögun sinni, en þeir eru eins og burstir tvær og gnæfa við himinn. Á flötum fremst í dölunum hafa nú risið Krýsuvíkurhúsin. Þar eru vermigróðurhús og íbúðarhús. Þar fram undan er Gestsstaðavatn.“
Ennfremur segir Gísli: „Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm.

Hetturvegur 28Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg. Vestur með hálsi liggur leiðin áfram og blasir þá fyrst við Smjördalahnúkur og Smjördalir milli hans og hálsins. Héðan liggur svo slóðinn frá Hnúknum yfir dalinn að Vigdísarvöllum. Úr dölum þessum kemur lækur og rennur vestur norðan undir Hettu og tekur þar við læk úr Hettu og Hettumýri og nefnist þá Hettumýrarlækur. Enn bætist lítill lækur við, kemur í Kringlumýri og Kringlumýrartjörn með hnúkinn Slögu á hægri hlið þegar vestur er haldið. Síðan rennur lækur þessi um lægð er nefnist Bleikingsdalur.“
Þar með er að öllum líkindum komin nokkuð heilstæð mynd á gatnakerfið á Sveifluhálsi umleikis og norðaustan Hettu. Ketilsstígur lá yfir Hálsinn frá Katlinum, framhjá Arnarvatni að Seltúni. Hettuvegur og Hettuskarðsstígur er einn og hinn sami; lá frá Krýsuvíkurgötunni frá Sveiflu um Hettuskarð og niður með vestanverðri Hettu. Neðst greindist hann í tvær áttir, annars vegar niður gildrag til vesturs þar sem gatan lá síðan til norðurs að Vigdísarvöllum og hins vegar áfram til norðurs upp dalverpi og ás uns komið var niður á Undirhlíðarveg.

Smérbrekkustígur

Smérbrekkustígur.

Smjörbrekkustígur lá upp Smjörbrekkur norðan Hettu inn á fyrrnefndan Krýsuvíkurveg um Sveiflu. Þar neðanvert lá vegurinn inn í Smjördali og er Smjördalahnúkur ofan þeirra, svo til beint vestur af Arnarvatni á vesturmörkum Sveifluháls. Sjá má Smjörbrekkustíg austan og niður með norðanverðri Hettu.

Hetta-21Líklega er einungis um að ræða götu frá Krýsuvík í dalina. Skoða þarf betur hvort einhverjar tóftir kunni að leynast í Smjördölum, en svæðið virðist um langt skeið hafa verið jarðhitasvæði og því umbreytingum háð. Hugsanlega gæti stígurinn hafa tengst brennisteinsvinnslu, en það á eftir að kanna líkt og annað þarna í dölunum. Í Kringlumýri er, að öllum líkindum, leifar elstu selstöðu á Reykjanesskaganum. A.m.k. er og verður það tilefni til enn einnar FERLIRsferðarinar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Ari Gíslason – örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Arnarvatn

Arnarvatn.

 

Eldgos

Daníel Páll Jónasson skrifaði í BS Háskólaritgerð sinni árið 2012 um „Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu„.
HraunflæðiUm er að ræða sögu hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða. Ritgerðin er fyrir margt áhugaverð. Hér á eftir má lesa hluta hennar:

„Ritgerðin fjallar um hvernig hraunflæði hefur verið háttað í átt til höfuðborgarsvæðisins á nútíma og eftir hvaða leiðum búast megi við að hraun muni flæða í átt til svæðisins eftir vatnasviðum þess. Er þá reiknað með að hraunið flæði niður í móti líkt og vökvi. Ekki er reynt að ákvarða hvernig hraunflæði muni breiðast út innan byggðar eða í kringum hana en þó er staðfræði meginfarvega kortlögð til að gefa mynd af mögulegri útbreiðslu. Tekin eru dæmi um hraunflæðilíkön sem hönnuð hafa verið til að ákvarða útbreiðslu hrauna og fjallað um þær forsendur sem þurfa að liggja á baki reiknilíkans fyrir hraunflæði.
HraunflæðiFjallað er um eldvirkni á síðustu ísöld og nútíma ásamt þeim eldsummerkjum sem eftir hana liggja; móbergsfjöll, móbergshryggi, dyngjur og hraunbreiður.
Jarðskjálftahrinur og eldsumbrotahrinur í fjórum eldstöðvakerfum skagans ásamt einkennum kerfanna eru útskýrð en þó sérstaklega einkenni Krýsuvíkurkerfisins og Brennisteinsfjallakerfisins. Úr þessum kerfum hafa hraun runnið til höfuðborgarsvæðisins og munu líklega gera í framtíðinni. Yrði byggð í Mið-Hafnarfirði og Vallahverfi þá helst í hættu.
Farið er yfir gerð viðbragðsáætlana vegna hraunflæðis í umræðum en slíkar áætlanir eru ekki til staðar fyrir höfuðborgarsvæðið.

Inngangur

Daníe Páll Jónasson

Daníel Páll Jónasson.

Sé ferðast um höfuðborgarsvæðið á Íslandi er hægt að reka augun í hraun af ýmsum stærðum og gerðum. Á sumum stöðum eru hús byggð í jaðri úfinna hrauna eða ofan á sléttum hraunum og liggja um þau margar fallegar gönguleiðir á svæðinu. Að mati margra, að höfundi meðtöldum, eru hraunin falleg, og útskýrir það kannski vilja sumra til að búa í jaðri þeirra.
Staðsetning hraunanna á höfuðborgarsvæðinu leiðir vissulega af sér þá spurningu hvort möguleiki sé á nýju hraunflæði á þessum slóðum og hvort fólki, íbúahúsum, samgöngum, fasteignum eða öðrum lífverum og verðmætum stafi hætta af slíku flæði. Er það mat höfundar að nauðsynlegt sé að kanna mögulegt hraunflæði enda er um þéttbýlasta svæði landsins að ræða þar sem í lok árs 2011 bjuggu yfir 200 þúsund manns. Hraunflæði er í sjálfu sér sjaldan hættulegt fólki, einkum sökum lágs flæðishraða, en hraun geta náð yfir stórt landsvæði og þannig eytt nýtanlegu landi eða brennt, mölvað eða grafið heilu byggingarnar. Fólk myndi því væntanlega ná að flýja undan hrauninu, að minnsta kosti ef það kæmi upp í nægilegri fjarlægð, en myndi hugsanlega þurfa að horfa upp á hús sín og önnur verðmæti eyðileggjast.

Jarðfræði Reykjaness
HraunflæðiVel er hægt að ímynda sér einhvern af forfeðrum Íslendinga, eftir miðja 12. öld, standandi uppi á hæð nærri Hafnarfirði og horfandi hughrifinn á úfið Kapelluhraunið þar sem það skreið í sjó fram hjá Straumsvík. Nú byggist stór hluti Vallahverfisins skammt austan þessa úfna hrauns sem í daglegu tali nefnist Kapelluhraun. Örnefnin í vestanverðum Hafnarfirði bera líka enn merki af brennandi áhuga forfeðra Íslendinga af eldsumbrotum en sem dæmi um örnefni sem lýsa vel eldrænu landslagi á svæðisin má nefna „Óbrinnishóla“, „Háabruna“, „Hraunhól“ og „Brennu“.
Ef litið er lengra aftur en til þess tíma þegar Kapelluhraun rann, má sjá að hraun hafa runnið alloft um Reykjanes á síðustu öldum og árþúsundum. Eru þessi hraun til marks um að Reykjanesið er virkt svæði þar sem enn má búast við eldsumbrotum.

Yfirlit yfir jarðfræði Reykjaness
HraunflæðiReykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi.
Allt eldgosaberg á yfirborði skagans er yngra en 700.000 ára. Stór hluti yfirborðs Reykjaness er þakið hraunum frá nútíma. Hraunin eru ýmist úr dyngjugosum eða sprungugosum en móberg frá fyrri og seinni hluta síðasta jökulskeiðs mynda fjallgarða og hryggi á skaganum auk móbergs frá eldri jökulskeiðum. Síðasta jökulskeið er almennt talið hafa náð frá því fyrir um 10.000 til 100.000 árum en segulskeið, sem nær yfir önnur jökulskeið, byrjaði fyrir um 780.000 árum.

Ísland

Ísland – jarðfræðikort ÍSOR.

Sé Ísland skoðað í heild hafa samtals komið upp 369 km3 basalts í 457 hraungosum á nútíma, eða eftir hvarf Ísaldarjökulsins fyrir um 11.000 árum. Eru þessi 457 gos rúmlega 90% þeirra 501 hraungosa sem samtals hafa komið upp á Íslandi á nútíma en 56 þeirra hafa á hverju árþúsundi. Dreifðust rúmmálin nokkuð jafnt á hvort tímabil fyrir sig en þó var mjög lítil eldvirkni á tímabilinu fyrir um 2.000 til 3.000 árum síðan. Á tímabilinu fyrir 10.000 til 11.000 árum síðan gaus 70 km3 basalts, tvöfalt meira hraunmagn á árþúsundi en árþúsundin á eftir, og hefur basalthraunflæði samkvæmt þessum tölum því að jafnaði minnkað á nútíma á Íslandi.
Talið hefur verið að þetta mikla rúmmál hrauns, sem og annarra gosefna, sé rakið til hraðrar upplyftingar landsins eftir að síðustu ísöld lauk en þá komu upp flestar þær rúmmálsmiklu dyngjur sem til dæmis má sjá á Reykjanesi.

Reykjanes

Reykjanesskagi – jarðfræðikort ÍSOR.

Líkt og á Íslandi öllu kemur nær eingöngu upp basaltkvika á Reykjanesi. Á skaganum hafa basalthraungos samtals verið um 111 á nútíma, og þar af 15 á sögulegum tíma, og 33 sprengigos. Úr öllum þessum gosum hafa samtals myndast 26 km3 af hrauni og 7 km3 af gjósku eða sem samsvarar 29 km3 af föstu bergi. Sé gengið um Reykjanes sjást ummerki þessarar eldvirkni afar vel og mörg eldvörp eru í steinsnar frá byggð og samgöngum. Eru þessi eldvörp enn greinanleg meðal annars sökum þess að eftir að ísaldarjökullinn hvarf hefur rof á skaganum minnkað verulega. Mörg ummerki eldvirkni eru einnig undir nýrri hraunum sem sífellt mynda ný lög ofan á skaganum en sem dæmi má nefna að síendurtekin hraunflæði hafa fært ströndina í Straumsvík fram um 1,5 til 2 kílómetra frá ísaldarlokum. Þar að auki eru fjöldi hrauna grafin undir yngri hraunum og sjást þau því ekki á yfirborði en þeirra verður aftur á móti vart í borholum).

Reykjanesgosbeltið og önnur gosbelti á Íslandi
HraunflæðiMiðja heita reitsins er talin liggja djúpt undir yfirborðinu milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Suðurlandsbrotabeltið er svæði sniðgengja sem liggur á milli Vesturgosbeltisins og Austurgosbeltisins og tengir þau saman.
Suðurhluti Austurgosbeltisins hefur verið að færast í suðvesturátt síðustu þrjár milljónir árin og talið er að á endanum muni það ná yfir á Reykjaneshrygg. Mun þá annað gosbeltanna á Suðurlandi hætta virkni og hitt taka við sem megingosbelti á svæðinu en Suðurlandsbrotabeltið mun einnig verða óvirkt. Miðað við hvernig gosbeltin hafa færst síðustu milljónir ára er ekki líklegt að þessi þróun muni hafa bein áhrif á næstu kynslóðir mannfólks sem búa munu á Íslandi. Til lengri tíma litið mun hún aftur á móti breyta talsvert eldvirkninni á Suður- og Vesturlandi.

Heiti reiturinn undir Íslandi og áhrif hans á gosbeltin og eldstöðvakerfin
HraunflæðiTalið er að myndun Íslands hafi byrjað fyrir tilstilli samverkandi áhrifa heits reits og reksins á plötuskilum Mið-Atlantshafshryggsins fyrir um 24 milljónum ára en elsta berg á yfirborði er um 14-16 milljóna ára gamalt. Hefur heiti reiturinn verið virkur í um 65 milljón ár og myndaði hann Norður-Atlantshafsgossvæðið en Ísland er eini hluti þess sem enn er virkt.
Samverkandi áhrif heita reitsins og Mið-Atlantshafshryggsins á eldvirkni á Íslandi valda því að landið er stærsta svæðið þar sem úthafshryggur kemur upp fyrir sjávarmál á jörðinni en eldvirknin á landinu er mjög mikil miðað við úthafshrygg. Eru áhrif heita reitsins á þann veg að hann eykur á bráðnun jarðskorpunnar undir landinu vegna hærra hitastigs möttulsins og veldur þessi bráðnun myndun þykkari skorpu og varanlegs uppdrifs. Er jarðskorpan allt að 35 kílómetra þykk á Íslandi en þykktin minnkar eftir því sem fjær dregur heita reitnum og er skorpan ekki nema um 10-11 kílómetra þykk á Reykjanesi. Er sú þykkt engu að síður talsvert meiri en á venjulegri úthafsskorpu en þar er hún venjulega 6-7 kílómetra þykk.
Heitur reiturAukið hitastig möttulsins veldur enn fremur minni eðlismassa hans og verður deighvolfið því fyrir hitaknúnu uppdrifi.
Talið er að hitinn flytjist frá heita reitnum í gegnum deighvolfið (e. asthenosphere) eða efri hluta möttulsins (e. upper mantle) en hitinn fer lækkandi eftir fjarlægð frá reitnum. Hitastig heita reitsins undir Íslandi er talið um 150-200°C heitara en möttulsins sem umlykur hann. Mismunur í þykkt jarðskorpunnar á Reykjanesi, um 11 kílómetrar, sé miðað við jarðskorpuna á Suðvesturlandi, um 21 kílómetri, bendir til að hitastigið undir skaganum sé um 130°C lægra en í miðju heita reitsins.

Landsig á Reykjanesi af völdum eldvirkni
HraunflæðiLandsig á Reykjanesi getur numið nokkrum millimetrum á ári og til að mynda er talið að Straumsvíkursvæðið sígi nú um um það bil 20 sentímetra á öld i um 500 metrum en finna má gömul yfirborðshraun á allt að 1.800 metra dýpi í borholum.
Landsigið á Suðvesturhorninu er að einhverju leyti tilkomið vegna höggunarhreyfinga, en berggrunnsblokkir lyftast þá eða síga um allt að nokkra metra, og vegna skriðs jarðskorpuflekanna í átt að kólnandi umhverfi og meira dýpi. Aðalástæðan fyrir siginu er þó talin vera bergupphleðslan en á Reykjanesi hafa síendurtekin eldgos valdið auknu fargi á skorpuflekana og þeir síga smám saman niður í deighvolfið.
Af ofansögðu má sjá að um víxlverkun er að ræða á Reykjanesi. Heiti reiturinn á sinn þátt í hversu mikil eldvirknin er á svæðinu með tilheyrandi gosefnaupphleðslu en á sama tíma lyftir hann einnig skaganum upp. Sama gosefnaupphleðsla veldur því að skaginn sekkur niður í deighvolfið á móti uppdrifinu.

Jarðskjálftahrinur á Reykjanesi

Jarðskjálftar

Jarðskjálftar á Reykjanesi í júlí 2004.

Jarðskjálftar á Reykjanesi koma oft í hrinum, með hundruðum og þúsundum lítilla skjálfta sem standa jafnvel mánuðum eða árum saman. Oft gerist þetta án þess að fólk verði þess vart þar sem skjálftarnir koma eingöngu fram á jarðskjálftamælum. Jarðskjálftahrinur gengu yfir skagann á árunum 1971 og 1972 og í mestu hrinunni, sem stóð í um það bil 8 sólarhringa, mældust um 14.600 jarðskjálftar. Önnur hrina gekk yfir í lok 20. aldarinnar á
Hengilssvæðinu.
Kvikuinnskot í eldstöðvakerfum geta bæði dregið úr skjálftavirkni eða aukið hana tímabundið á aðliggjandi brotabeltum.

Eldsumbrotahrinur í eldstöðvakerfum Reykjaness
HraunflæðiÍ síðustu eldsumbrotahrinu á Reykjanesi færðist virknin frá austri til vesturs. Á 10. og 11. öld brann í Brennisteinsfjallakerfinu, á 12. öld í Krýsuvíkurkerfinu og á 13. öld í Reykjaneskerfinu. Hraungosin á þessum tímabilum voru samtals 15 talsins og var áður talið að þau næðu yfir um 143 km2 landsvæði á Reykjanesi með hraunum sem eru samtals um 2,3 km3 að rúmmáli.
Með nýjum rannsóknum hefur tekist að ákvarða aldur fleiri hrauna í kerfunum. Talið er að í Brennisteinsfjallakerfinu hafi tvö hraun, Hvammahraun og Vörðufellshraun, samtals um 40 km2, runnið á 8. eða 9. öld og á svipuðum tíma hafi Hrútafellshraun, um 6,8 km2, runnið í miðju Krýsuvíkurkerfinu, í Móhálsadal. Þessar nýlegu upplýsingar valda því að síðasta eldsumbrotahrina lengist um 200 ár frá því sem áður var talið og nær hún samtals yfir um 500 ár, frá 750 til 1240. Ná hraunin frá síðustu hrinu á Reykjanesi sömuleiðis yfir talsvert stærra svæði en áður var talið, eða um 190 km2 (143 km2 + 47 km2).
HraunfæðiEldsumbrotahrinan á Reykjanesskaga fyrir um 1.900 til 2.400 árum einkenndist af eldgosum í öllum eldstöðvakerfunum þremur og í sjó undan Reykjanesi. Auk þessa urðu eldgos á Hengilssvæðinu en þar varð einnig gjóskugos í Þingvallavatni. Er talið að hraunin frá þessari hrinu séu að minnsta kosti ellefu talsins.
Á Reykjanesi skiptast á tímabil sem einkennast annars vegar af rekgliðnun og eldgosum og hins vegar af sniðgengishreyfingum og tilheyrandi jarðskjálftum. Standa tímabilin yfirleitt í sex til átta aldir. Dæmi er fyrir eldgosum í tveimur eða fleiri kerfum á svipuðum tíma á Íslandi. Gæti því hugsanlega gosið úr fleiri en einu kerfi á sama tíma á Reykjanesinu.

Eldstöðvakerfi Reykjaness
HraunflæðiTvær kenningar hafa komið fram um hvernig kvika kemur upp í rekgliðnunarhrinum á eldstöðvakerfum. Önnur kenningin snýr að megineldstöðinni og er þá reiknað með að kvika frá kvikugeymi á mörkum jarðskorpu og deighvolfs berist upp í kvikuhólfið undir megineldstöðinni á nokkurra kílómetra dýpi og valdi þenslu. Yfirvinni þrýstingurinn vegna aukinnar kviku og þenslu styrk jarðskorpunnar gliðnar hún og innskot geta skilað sér til megineldstöðvarinnar eða borist skáhallt til hliðar yfir á gossprungureinarnar. Ef innskotin ná yfirborði á öðru hvoru svæðinu verða eldgos.
Hin kenningin snýr að kvikugeyminum en þá er reiknað með að kvika berist beint frá honum vegna aukinnar kvikumyndunar og aukins þrýstings. Berst hún þá sem nær lóðrétt innskot beint upp í gossprungureinarnar og kvikuhólfið undir megineldstöðinni og allt eldstöðvakerfið virkjast í einu.
HraunflæðiMeginmunurinn á þessum kenningum er sá að í fyrrnefndu kenningunni er reiknað með að kvikan frá kvikugeyminum hafi fyrst viðkomu í kvikuhólfinu og berist þaðan til gossprungureinanna. Í hinni kenningunni berst hún beint frá kvikugeyminum til gossprungureinanna og megineldstöðvarinnar.
Eldstöðvakerfin byrja að myndast yfir því svæði þar sem grynnst er niður á kvikugeyminn þar sem kvika safnast fyrir á mörkum efri möttuls og neðri hluta jarðskorpunnar. Kvikuhólf ofar í jarðskorpunni hafa ekki náð að myndast á þessum byrjunarstigum. Er því kvikan í öllum eldgosum og allri innskotavirkni upprunnin djúpt neðan úr kvikugeymunum og því frumstæð og yfirleitt basalt. Sum eldstöðvakerfanna á rekbeltunum hafa ekki náð að mynda kvikuhólf og dæmi um slíkt eru kerfin á Reykjanesgosbeltinu.
HraunflæðiAuk áhrifa heita reitsins verða eldsumbrot í eldstöðvakerfum vegna þess að jarðskorpuflekana rekur í sundur. Rekið veldur því að jarðskorpan rofnar en slíkt gerist í hrinum en ekki jafnt og þétt. Virkjast þá eitthvert eldstöðvakerfanna á gosbeltinu og eldsumbrot hefjast en yfirleitt er eitt kerfi virkt á gosbeltinu í einu þótt undantekningar þekkist og tvö eða fleiri verði virk í einu. Þegar eldstöðvakerfi virkjast geta þau verið virk í nokkur ár eða áratugi með endurtekinni jarðskjálftavirkni og eldgosum. Gýs þá helst í megineldstöðinni eða á gossprungureininni, allt eftir því hvort megineldstöð er að finna í eldstöðvakerfinu.
Áralöng virkni eldstöðvakerfa er jafnan kölluð „eldar“ en dæmi um slíka atburði eru meðal annars hinir fyrrnefndu Kröflueldar þegar gaus alls 9 sinnum. Annað dæmi um slíka atburði eru Krýsuvíkureldar sem brunnu árin 1151 til 1188 í Krýsuvíkurkerfinu.

Eldstöðvakerfi á Reykjanesi og á Íslandi
HraunflæðiEldstöðvakerfin á Íslandi, um 30 talsins, hafa myndast við að Norður-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann rekur frá hvorum öðrum á mörkum Mið-Atlantshafshryggsins. Flest eldstöðvakerfanna eru um 40-150 kílómetra löng og 5-20 kílómetra breið en nákvæm mörk kerfanna eru yfirleitt frekar óljós. Goshegðun kerfanna stjórnast bæði af reki flekanna og áhrifum heita reitsins en eldstöðvakerfin á rekbeltunum eru yfirleitt með eldstöðvum sem gjósa basalti auk gossprungu- og sprungureina á yfirborði en innskotum undir yfirborðinu.
Þar sem ekki er um eiginlega megineldstöð að ræða á Reykjaneskerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og Brennisteinsfjallkerfinu, fyrir utan veika vísbendingu um kaffærða öskju í Krýsuvíkurkerfinu, er miðstöð þeirra að finna þar sem mest hraunaframleiðslu fer fram í sprungugosum en þær miðstöðvar má sjá sem rauðan fláka vinstra megin á mynd 9 en rauði flákinn til hægri táknar Suðurlandsbrotabeltið.

Lega vatnasviða höfuðborgarsvæðisins við eldstöðvakerfi Reykjaness

Reykjanesskagi

Reykjanesskgai – jarðfræðikort ÍSOR.

Höfuðborgarsvæðið er staðsett norðan við eitt af fjórum virkum eldstöðvakerfum á Reykjanesi, Krýsuvíkurkerfinu. Til að geta ákvarðað mögulegar leiðir framtíðarhraunflæðis inn á höfuðborgarsvæðið er ekki nóg að kanna fjarlægð svæðisins í beinni loftlínu frá eldstöðvakerfunum heldur þarf einnig að kanna hvernig landinu hallar á milli kerfanna og borgarinnar.

Krýsuvíkurkerfið
HraunflæðiTalið er að Krýsuvíkurkerfið sé frekar lítið þroskað en kerfinu virðist ekki fylgja ein sérstök virknimiðja með öskju og kvikuþró. Jarðhitasvæði við Sveifluháls og Trölladyngju eru þó talin hluti af slíku svæði en á svæðinu við Sveifluháls má finna sprengigíga frá nútíma auk lítillar gossprungu. Hafa þessir sprengigígar myndast samfara eldgosum eða innskotavirkni. Mynduðust þessir gígar fyrir meira en 6.000 árum síðan en hraunmagnið úr þeim hefur verið mjög lítið og er talið að þeir hafi myndast á skjálftatímabili þegar skjálftarnir hreyfðu við storknandi kvikumassa. Auk þessa fylgdu gosunum mikið magn gabbróhnyðlinga. Einn sprengigíganna, Grænavatn, myndaðist í gosi sem einkenndist fyrst af mikilli kvikustrókavirkni og útkasti og mjög litlu hraunrennsli en á seinni stigum sprengingum á allt að tveggja til þriggja kílómetra dýpi sem sköpuðu gíginn.

Seltún

Krýsuvík – Seltún.

Jarðhita í Krýsuvíkurkerfinu má meðal annars rekja til eldvirkni á síðari hluta nútíma og óreglna í gerð svæðisins en hlykkur hefur myndast þar sem dyngjubeltið á Reykjanesi og gossprungukerfið skerast og gossprungukerfið hnikast frá Núpshlíðarhálsi yfir á Sveifluháls. Jarðhitasvæðin á miðhluta eldstöðvakerfisins virðast tengjast sama hlykk en á honum er að finna gíg Hrútagjárdyngju sem myndaðist fyrir um 3-4.000 árum síðan. Er þetta dyngjugos mesta hraungosið í Krýsuvíkurkerfinu á nútíma.
Svo virðist sem eldgos í Krýsuvíkurkerfinu myndi sprungur sem eru í sömu stefnu og sjálft kerfið. Má þá nefna sprunguna þaðan sem Krýsuvíkureldar runnu og sprunguna þaðan sem Afstapahraun rann. Núpshlíðarháls og Sveifluháls gætu einnig verið merki um álíka sprungugos eða eldsumbrotahrinu undir jökli en slík gos mynda móbergshryggi.

Brennisteinsfjallakerfið
HraunflæðiGosið hefur að minnsta kosti 10 sinnum í Brennisteinsfjallakerfinu á sögulegum tíma og 30 til 40 sinnum á nútíma. Kerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum Reykjaness á nútíma en það hefur framleitt mest hraun að rúmmáli og flatarmáli. Hafa gostímabil á Reykjanesi vanalega hafist um 200 til 300 árum fyrr í Brennisteinsfjallakerfinu sé tekið mið af Krýsuvíkurkerfinu og Reykjaneskerfinu en fyrir um 1.900 árum síðan hóf Hengillinn þó leikinn.
Berg í Brennisteinsfjöllum er eingöngu basalt. Mikið magn móbergs í miðju Brennisteinsfjallakerfisins er til komið vegna þess að eldgosin verða oft í miðju eldstöðvakerfa þar sem landið er hærra og jöklun meiri og lengri. Á jökulskeiðum hlaðast því upp brött móbergsfjöll en hraun breiða lítið úr sér.

Jarðfræði

Reykjanesskagi – nútímahraun.

Á hlýskeiðum myndast aftur á móti dyngjur og hraun renna og fylla upp í dældirnar á milli móbergsfjallanna en þar er jafnframt þykkustu hraunstaflana að finna. Er til dæmis talið að milli Grindaskarða og Bláfjalla sé nokkur hundruð metra þykkur hraunstafli en yfirborð svæðisins er frekar flatt og bendir það til þess að hraunin hafi hlaðist upp afmörkuð af móbergsfjöllunum allt í kring. Mjög þykkir staflar hrauna eru einnig milli Bláfjalla og móbergshryggs sem liggur frá Brennisteinsfjöllum og í norðaustur og einnig í kringum Geitafell en hjá fellinu er talið að hraunin nái allt að 100-200 metra þykkt.

Leiti

Leiti.

Loks ber að geta að norðan Svínahrauns er landið mjög flatt og mælingar gefa til kynna að þar sé að finna þykkan hraunstafla. Móbergshryggir eru svo víða alveg grafnir undir nýrri hraunum en til dæmis má finna hryggi undir hraununum fyrir ofan Heiðmörk og undir Heiðinni há er mikill móbergsstafli. Stýrast hraunin því af móbergsfjöllum, hylja þau að hluta eða kaffæra þau jafnvel alveg.
Mikil dyngjuhraun frá nútíma hafa runnið í kerfinu, meðal annars frá Heiðinni há og Leitunum, en söguleg hraun þekja einnig mikið svæði. Hraun sem runnið hafa á nútíma í kerfinu eru talin vera 15 +/- 6 km3 út frá þykktarmælingum en þær móbergsmyndanir sem mynduðust á síðasta jökulskeiði eru talin vera um 30 km3.
Ásamt því að hafa skapað landslagið í Brennisteinsfjallakerfinu sjálfu hafa hraun sem komið hafa upp innan Brennisteinsfjallakerfisins einnig skapað landslagið í Krýsuvíkurkerfinu. Hafa þau runnið um langa leið til sjávar sunnan við Hafnarfjörð og því þverað allt Krýsuvíkurkerfið.

Mismunandi eiginleikar eldgosa á Reykjanesi á nútíma og á ísöld
HraunflæðiÞau landform sem gefur að líta á Reykjanesi eru til komin vegna fjölbreyttrar gossögu skagans. Má til dæmis nefna móbergshryggi, móbergsstapa, dyngjur og gígaraðir.
Á síðasta jökulskeiði lá jökull yfir Reykjanesi og sérstaklega á þeim svæðum sem hærri voru.
Athygli vekur að misgamlir og ílangir móbergshryggir eru mjög umfangsmiklir í Krýsuvíkurkerfinu og Brennisteinsfjallakerfinu. Er þessi myndun sérstaklega áberandi í Krýsuvíkurkerfinu en þar virðast löng sprungugos hafa verið allsráðandi undir jökli sem og á nútíma. Raða móbergshryggirnir sér í svipaða stefnu og gossprungurnar á nútíma og virðast því vera mörg fordæmi fyrir því að eldgos teygi sig eftir endilöngu kerfinu, allt frá ströndinni í suðvestri til Helgafells í norðaustri. Ef upp kemur eldgos suðvestan til í Krýsuvíkurkerfinu, sem og í Brennisteinsfjallakerfinu en þar eru gossprungur nokkuð algengar, má því allt eins reikna með að eldgos taki sig upp norðaustar og á óheppilegri stað sé horft til sögunnar.

Staðan í dag hefði jökull ekki hulið Reykjanes
HraunflæðiHefði jökullinn ekki verið til staðar á þessum ísöldum hefðu þau eldgos sem mynduðu móbergsstapa, móbergshryggi og móbergsfjöll myndað dyngjur, gígaraðir og hraun í staðinn. Þessu til grundvallar má nefna að móbergsstaparnir eru yfirleitt svipaðir að rúmmáli og með svipaða efnasamsetningu og dyngjurnar. Í dag væri landslagið því mjög frábrugðið á Reykjanesinu hefðu jöklarnir ekki komið til sögunnar. Líklega væri skaginn breiðari, láglendari og með jafnari hraunlögum á hverjum stað enda myndu hraunin hlaðast ofan á hvort annað á tiltölulega ávölum eða flötum svæðum í stað þess að staflast upp í hryggi og fjöll.

Dyngjur
HraunflæðiÍslenskar dyngjur eru yfirleitt frekar lágar og með litlum halla og endurspeglar það hversu þunnfljótandi basaltkvikan hefur verið þegar hún kom upp á yfirborðið í dyngjugosunum. Mjög margar dyngjur má finna á Reykjanesgosbeltinu. Flestar dyngjur á Íslandi eru eldri en 3.500 ára.
Dyngjurnar geta verið ansi víðáttumiklar en þar sem saman fara dyngjur og gosgígaraðir í eldstöðvakerfum hafa dyngjurnar vanalega gosið meira hraunmagni samanlagt þó gosgígarnir kunni að vera mun fleiri. Sem dæmi um rúmmálsmikla dyngju má nefna Heiðina háu, stærstu dyngjuna á Reykjanesi.

Hrútagjá

Hrútagjárdyngja ofan Hafnarfjarðar.

Dyngjurnar á Reykjanesinu eru ein umfangsmestu gosummerkin á yfirborði en þær væru enn meira áberandi hefðu yngri hraun úr sprungugosum ekki runnið yfir þær að hluta. Nokkur munur er á fjölda sprungugosa og dyngjugosa á Reykjanesi á nútíma en á heildina litið hafa myndast 26 dyngjur samanborið við 101 gossprungu. Munurinn á meðalrúmmáli hrauna úr dyngju- og sprungugosum er einnig mikill. Hafa sprungugosin því verið mun fleiri en dyngjugosin en dyngjugosin aftur á móti um tífalt rúmmeiri.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga.

Á Reykjanesi eru dyngjurnar þessar helstar: Sandfellshæð (13.600 ára), Þráinsskjaldarhraun (14.100 ára), Hrútagjárdyngja (um 5.000 ára), Skúlatúnshraun/Stórabollahraun (2.000 ára), Kistufellshraun (yngra en 7.000 ára), Herdísarvíkurhraun (yngra en 7.000 ára), Þríhnjúkahraun (yngra en 7.000 ára), Heiðin há (eldri en 7.000 ára), Strompar (yngri en 7.000 ára) og Leitahraun (um 5.300 ára).

Myndun dyngja
HraunflæðiTalið er að dyngjur myndist í einu gosi sem getur komið í nokkrum áralöngum hrinum. Kvikan sem kemur upp í slíkum dyngjugosum á
Íslandi er vanalega frumstæð og mjög heit en hún er ættuð beint neðan úr djúplægum kvikugeymum. Gosin byrja yfirleitt sem sprungugos en með tímanum afmarkast þau af nokkrum rásum. Myndast þá nokkrar dyngjur sem flæða yfir hverja aðra en á endanum ná gosin að afmarkast við eina rás. Flæða hraunin úr rásinni yfir minni dyngjurnar sem verða í vegi hraunflæðisins og á endanum byrjar að myndast stök hraunkeila (e. lava cone). Eldgosið gæti hætt á þessu stigi, eða fyrr, og myndað nokkrar dyngjur sem eru þá yfir hverri annarri.
HraunflæðiÁ byrjunarstigum dyngjugosa er hraunflæði á yfirborði þegar rennslið er hvað mest úr hrauntjörn í toppgígnum. Rennur þá mjög þunnt skelhelluhraun (e. shelly pahoehoe) næst upptökum en hægara og grófgerðara brothelluhraun (e. slabby pahoehoe) eða hreinlega apalhraun fjær þeim. Þegar rennslið minnkar rennur hraunið í undirgöngum frá hrauntjörn en hæg storknun vegna einangrunar í undirgöngum útskýrir meðal annars af hverju dyngjur geta náð yfir mikið flatarmál.
Hraunflæðið kemur svo fram á yfirborði í hlíðum dyngjunnar og myndar þar hraunsvuntu og tiltölulega flatlent helluhraun með bungum og hraunkollum.

Búri

Búri- hraunhellir í Leitarhrauni.

Algengt er að hraun flæði um undirgöng frá efri hlutum rauntjarnarinnar en stundum getur hraun flætt frá neðri hlutum hennar eða hreinlega beint úr gosrásinni sem sér henni fyrir hrauninu. Á seinni stigum getur hrauntjörnin einnig flætt yfir bakka sína. Þegar hraunflæði frá upptökum hættir, til dæmis ef gosið hættir og hrauntjörnin verður þurrausin, og hraunið rennur allt niður undirgöngin svo þau tæmast myndast hraunhellar sem geta oft verið nokkuð langir.
Dyngjugos geta staðið nokkuð lengi, jafnvel í nokkur ár eða áratugi að því er talið er.

Móbergs- og dyngjumyndun, umræður
HraunflæðiDyngjur geta verið mjög rúmmálsmiklar og myndast hver þeirra vanalega í einu löngu gosi á Íslandi. Þær hafa flestar myndast fyrir meira en 3.500 árum síðan en Skúlatúnshraun, sem myndaðist fyrir 2.000 árum og Surtsey, sem myndaðist árin 1963 til 1967, sýna að dyngjur geta enn myndast á Íslandi og þar af leiðandi á Reykjanesinu þar sem þær eru algengastar.

Stóribolli

Stóribolli – gígurinn.

Ekki er því hægt að útiloka þann möguleika að stór dyngjugos komi upp á skaganum eða í námunda við byggð. Er nóg að skoða muninn á einhverju þeirra hrauna sem komið hafa upp í sprungugosum, til dæmis Kapelluhrauni, og dyngjugosum, til dæmis Heiðinni háu, til að sjá að dyngjurnar breiðast meira út en hraun úr sprungugosum renna eftir afmarkaðri farvegum. Ber þó að geta þess að dyngjur geta verið af ýmsum stærðum og gerðum og er það vonandi að komi upp dyngjugos á Reykjanesi að það verði stutt og með takmörkuðu hraunmagni.

Eiginleikar sprungugosa og gosa úr einum gíg

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024.

Eldgos geta verið tvenns konar. Annars vegar geta þau raðað sér á gossprungur í eldstöðvakerfunum og hins vegar verið bundin við einn gíg. Í sprungugosum myndast röð af gígum ofan á gossprungunni. Algengast er að sprungan sé með einni meginstefnu, mynduð af nokkrum aðskildum sprungum sem liggja í sömu átt en næstu sprungur við hana liggja örlítið skáhallt (e. echelon) til annarrar hvorrar áttar. Í þessum sprungugosum myndast klepragígar, gjallgígar eða blanda af þessum tveimur tegundum en kvikustrókavirknin úr hverjum gíg orsakar myndun hans. Eldgos geta afmarkast við einn gíg en algengt er að slík gos hafi byrjað sem sprungugos en virknin svo færst nokkuð fljótt og alfarið yfir á eina rás. Í þessum gosum myndast svipaðir gígar eins og ef um sprungugos væri að ræða.

Lýsing á eiginleikum og flæði apalhrauna og helluhrauna

Apalhraun

Apalhraun.

Apalhraun, og basalthraun yfir höfuð, eru vanalega um 1.200° heit þegar þau koma upp í eldgosum. Við þetta hitastig eru hraunin hvað mest þunnfljótandi og hraðfara og flæða þau um líkt og vökvi á yfirborðinu. Mikil útgeislun hraunsins veldur því að það kólnar fljótt og smám saman verður það seigara og meira hægfara. Hlutar hraunsins storkna á yfirborði og renna þeir sem dökkt hröngl í hraunstraumnum eða sem skán á yfirborði hans. Þegar enn lengra er komið frá upptökum eru hraunin orðin seigari og yfirborð þeirra storknuð lengra inn að miðju. Þrýstist hraunið þá áfram undan hraunflæðinu sem kemur frá upptökunum en hraunjaðarinn er hættur að renna sem vökvi. Þá brotnar storknað hröngl framan af jaðrinum og verður undir hrauninu þegar það þrýstist áfram. Af þessum völdum eru apalhraun nokkuð lagskipt en neðst er að finna hrönglið, oft ofan á bökuðum jarðvegi sem hefur orðið undir heitu hraunflæðinu. Í miðjunni er þéttara berg sem hefur kólnað hægar og efst er hröngl sem hefur brotnað í hraunflæðinu. Er yfirborðið því hrjúft, óreglulegt að lögun og oft með oddhvössum brúnum.

Helluhraun

Helluhraun.

Líkt og apalhraunin eru helluhraunin mjög heit þegar þau koma upp í eldgosum enda oft um sömu gosgíga að ræða. Helluhraunflæði er því oft að finna nærri gígunum, þó þaðkunni að breytast síðar í apalhraunflæði áður en það stöðvast. Þau helluhraun sem hafa náð
að haldast þunnfljótandi allt þar til þau stöðvast flæða á nokkuð annan hátt en apalhraun. Á þeim hefur myndast tiltölulega slétt og samfelld deig skorpa, sé miðað við apalhraunið, sem einangrar hraunið og því er útgeislunin ekki næg til að það kólni og verði of seigt. Rennur hraunið því heitt undir skorpunni uns það nær jaðrinum. Við slíkar aðstæður myndast eins konar tær, eða koddar, í jaðri hraunsins þegar hraunið rífur gat á hann og smeygir sér í gegn. Nýjar tær geta komið fram á milli eldri táa eða í þeim miðjum og þannig skríður hraunið fram, oft í nokkrum óreglulegum áföngum. Sé flæðið hraðara undir yfirborðinu og yfirborðið hálfstorknað geta einnig myndast svokölluð reipi ofan á hrauninu en þau myndast vegna núnings deigrar skorpunnar við fljótandi hraunbráðina. Eru því hraunreipin til komin vegna mismunandi hraða yfirborðs og hraunbráðinnar undir því. Eftir storknun hafa helluhraunin mun sléttara yfirborð en apalhraunin.

Kapelluhraun (861 ár; Krýsuvíkurkerfið)
HraunflæðiKapelluhraun er úfið apalhraun sem rann úr gígum hjá Vatnsskarði. Hefur það runnið til sjávar í Straumsvík eftir dæld milli Eldra Hellnahrauns og Hrútagjárdyngju. Hraunið rann á sögulegum tíma og benda örnefnin „Nýjahraun“, „Nýibruni“ og „Bruninn“ til þess að menn hafi horft upp á hraunið renna. Samtímis eldgosinu áttu sér einnig stað miklir jarðskjálftar sem er getið í Flateyjarbók. Ljóst er því að mikið hefur gengið á þegar Kapelluhraun rann og eldgosið því ekki farið fram hjá mörgum á svæðinu.
Kapelluhraun er um 10 kílómetra langt þar sem það er lengst en alls þekur það 13,7 km2.
Ef reiknað er með 5 metra meðalþykkt er rúmmál þess um 0,07 km3. Hraunið er því um það bil af svipaðri stærð og meðalbasalthraun á Íslandi.
HraunflæðiKrýsuvíkureldar brunnu, að talið er, í nokkra áratugi á 12. öld. Kapelluhraun er hluti þessarar goshrinu en gossprungan, sé hún talin sem ein heild, nær frá austurhlíð Núpshlíðarháls í suðvestri til austanverðs hluta Undirhlíða í norðaustri. Vegalengdin endanna á milli er um 25 kílómetrar en 8 kílómetra löng eyða er á gossprungunni. Syðri hluti gossprungunnar er um 10,5 kílómetrar að lengd en nyrðri hlutinn, þaðan sem Kapelluhraun rann, er um 6,5 kílómetrar að lengd. Flatarmál hraunanna úr þessum eldum er 36,5 km2 og áætlað rúmmál þess mun vera 0,22 km3. Runnu þá einnig Ögmundarhraun í suðri við Krýsuvík og Mávahlíðarhraun norðaustur af Trölladyngju.
Mestur hluti Kapelluhrauns rann frá gígum við Vatnsskarð, rétt neðan vesturhluta Undirhlíða, og til sjávar í Straumsvík. Því miður eru þessir gígar nú horfnir að mestu sökum gjallvinnslu.

Hraunhóll

Hraunhóll undir Vatnsskarði.

Ná þessir gígar yfir tvo syðstu kílómetra gossprungunnar í Undirhlíðum en mest gaus úr syðsta og vestasta gígnum. Næst þessum gíg hefur hraunið runnið eftir hrauntröð og þaðan stefnt í norðvesturátt til sjávar. Þess ber að geta að hraunin í Krýsuvíkureldunum hafa yfirleitt verið þunnfljótandi og gasrík og því hafa myndast þunn helluhraun næst gígunum í þessum eldum. Þegar hraunin hafa farið nokkur hundruð metra hefur gasið að miklu leyti horfið úr þeim, þau orðið seigari og smám saman breyst í apalhraun. Er þetta ástæðan fyrir því að apalhraunin úr eldunum eru yfirleitt úfnara eftir því sem fjær dregur upptökunum enda er Kapelluhraunið mjög úfið næst Straumsvík en sléttara nær upptökum.

Gvendarselshæðargígar

Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

Þegar Kapelluhraun rann voru gígarnir við Vatnsskarð ekki einu upptökin. Enduðu hraunin þar að auki ekki öll sem úfin apalhraun fjær upptökum þeirra. Úr öðrum hlutum 6,5 kílómetra langrar gossprungunnar runnu að mestu leyti þunnfljótandi helluhraun en þau náðu þó ekki jafn mikilli útbreiðslu og meginstraumurinn sem rann niður í Straumsvík.
Sem dæmi má nefna hraunin sem runnu til vesturs og norðurs úr Kerunum norðan við Bláfjallaveg en hraunið norðan við þessa litlu gíga eru mjög slétt. Slétt helluhraun hefur einnig runnið frá Gvendarselsgígum austan í Gvendarselshæð í norðurenda Undirhlíða.

Kerin

Kerin í Undirhlíðum – Helgafell fjær.

Hraun þetta þekur allt svæðið milli Gvendarselshæðarinnar, Valahnúka og Helgafells en það hefur einnig runnið niður í norðausturhluta Kaldárbotna í nokkuð mjórri totu. Einnig hefur örmjór hraunstraumur runnið niður Kýrskarð og myndað lítinn hraunfláka ofan á Óbrinnishólahrauni og undir Gvendarselshæðinni. Þykkt þessara sléttu helluhrauna sem talin hafa verið upp hér að ofan, og teljast sem hluti af Kapelluhrauni, er frekar lítil en víðast virðist hún vera um 1 metri eða minni.

Tvíbollahraun (1.112 ár; Brennisteinsfjallakerfið)
HraunflæðiHraunið sem er í daglegu tali nefnt Hellnahraun er í raun tvö hraun sem hér eftir verða kölluð Tvíbollahraun (Yngra Hellnahraun) og Skúlatúnshraun (Eldra Hellnahraun).
Tvíbollahraun er dæmigert helluhraun með sprungnum og ávölum hraunkollum. Það hefur runnið sunnan úr Tvíbollum sem eru tveir
gígar, um það bil 20 og 60 metra háir, við Grindaskörð en í þessum skörðum hefur verið mikil eldvirkni á nútíma.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).

Hefur hraunflæðið verið að mestu um undirgöng. Sé hraunið rakið alla leið til byggðar hefur það runnið frá fyrrnefndum Tvíbollum, austur með Helgafelli og suður fyrir það, norðaustur með Gvendarselshæð , vestur með Kaldárseli, meðfram Stórhöfða og Hamranesi, undir núverandi íbúabyggð í Vallahverfinu og loks hefur það stöðvast hjá Hvaleyrarholti um 300 metrum frá sjó. Hefur Tvíbollahraun runnið nánast sömu leið og Skúlatúnshraun rann um 900 árum fyrr. Tvíbollahraun er þó mun minna um sig á þessum slóðum en Skúlatúnshraunið en fjallað verður um það síðarnefnda á næstu síðum.
Tvíbollahraun og Skúlatúnshraun eru einsdæmi á Reykjanesinu. Hafa bæði hraunin runnið frá Brennisteinsfjallakerfinu, þvert yfir Krýsuvíkurkerfið og endað í nokkurra kílómetra fjarlægð frá austustu sprungunum í Reykjaneskerfinu. Þau hafa því runnið úr einu kerfi, þverað það næsta og endað skömmu frá því þriðja.

Óbrinnishólabruni (2.203 ár; Krýsuvíkurkerfið)
HraunflæðiFyrir um 2100 árum gaus í Krýsuvíkurreininni. Nyrstu gosstöðvarnar voru á svipuðum slóðum og gosstöðvarnar sem mynduðu Kapelluhraunið eða nánar tiltekið í Óbrinnishólum við Bláfjallaveg. Frá þessum gígum rann Óbrinnishólabruni. Því miður eru gígar þessir að mestu horfnir í dag en þeir hafa verið grafnir út í grjótnámi.
Nafn hólanna er talið þýða að á þeim hafi ekki brunnið þegar Kapelluhraun rann yfir Óbrinnishólabrunann. Í austanverðum Óbrinnishólunum er um 900 metra löng gígaröð en hún er nú ekki svipur hjá sjón. Hæsti gígurinn þar náði um 44 metra hæð yfir nánasta umhverfi. Hraunflæðið hefur að mestu komið úr syðsta gígnum en þaðan hefur runnið fyrst í austurátt til Undirhlíða en svo hefur hraunflæðið beygt í norður, runnið langleiðina að Kaldárseli og svo í vestur í átt til sjávar þar sem það hefur líklega náð út í sjó. Er hraunið apalhraun að mestu leyti. Hraunið er þó ekki á yfirborði við ströndina enda runnu Skúlatúnshraun og Kapelluhraun þar yfir um það bil 200 og 1340 árum síðar.

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar ofan Hafnarfjarðar.

Fáar greinar eru tiltækar um Óbrinnishólabruna og styðjast þær sem til eru oftast við grein Jóns Jónssonar frá 1974, Óbrinnishóla. Jón telur að tvö hraun hafi runnið frá Óbrinnishólum og að fyrra hraunið hafi þá runnið frá næst syðsta gígnum. Við könnun á hraunlögum undir og við hlið yngri Óbrinnishólabruna (hafi gosið tvisvar) fannst hraunlag sem er svo líkt Búrfellshrauni að varla má greina á milli þeirra. Telur Jón því að fyrra gosið í Óbrinnishólum hafi jafnvel orðið á sama tíma og gosið í Búrfelli.
Líkt og kemur fram í umfjöllun um Búrfellshraun hér á eftir er talið að hraun þetta sé jafnvel komið alla leið frá Búrfelli. Getur því verið að hraunið undir Óbrinnishólabruna því ekki bara líkt Búrfellshrauni heldur sé einfaldlega um sama hraun að ræða.

Skúlatúnshraun (u.þ.b. 2.000 ár; Brennisteinsfjallakerfið)
HraunflæðiSkúlatúnshraun (Eldra Hellnahraun) og Tvíbollahraun (Yngra Hellnahraun) eru mjög lík í ásýndum og lengi hefur þótt erfitt að greina þau að. Líkt og áður hefur komið fram er Skúlatúnshraunið, líkt og Tvíbollahraunið, komið úr Brennisteinsfjallakerfinu og hefur það runnið svipaða leið til sjávar. Er hraunið komið suðaustan úr Stórabolla sem er, líkt og Tvíbollar, í Grindaskörðum. Breiddi hraunið mjög úr sér sunnan og austan við Helgafell og rann svo sömu leið og Tvíbollahraunið suður fyrir Helgafell, í norðvesturátt með Gvendarselshæð, vestur með Kaldárseli (falið undir neðra vinstra horni myndarinnar af byggðinni) og til sjávar í Hraunavík. Er hraunið nú undir nýrri hraunum að miklu leyti en kemur fram á nokkrum stöðum, til dæmis við Hvaleyrarvatn, Ástjörn og við sjóinn vestan Hvaleyrarholts.
Skúlatúnshraun hefur verið þunnfljótandi helluhraun og myndaði það ströndina milli Hvaleyrarhöfða og Álversins í Straumsvík en þar tók Kapelluhraunið við strandmynduninni síðar meir. Hefur Skúlatúnshraunið einnig runnið fyrir mynni kvosarinnar milli Vatnshlíðar og Selhöfða og myndað þannig Hvaleyrarvatn og einnig runnið fyrir mynni kvosarinnar milli Grísaness og Hvaleyrarholts og myndað þannig Ástjörn.

Litluborgir

Gervigígur í Skúlatúnshrauni.

Nokkrir gervígígar í Skúlatúnshrauni sýna hvar ströndin hefur legið þegar fyrri hraun runnu út í sjó. Þessir gervigígar eru taldir myndaðir eftir ísöld og eldri en hraunin í kring, þar með talin Skúlatúnshraun og Tvíbollahraun.
Gervigígarnir eru til marks um að fyrir tíma Skúlatúnshrauns og Tvíbollahrauns hafa hraun runnið sömu leið til sjávar en líkt og sjá má í umfjöllun um gervigíga fyrr í ritgerðinni þeytast meðal annars upp hraun og setlög þegar þeir myndast. Er þetta ástæðan fyrir því að í fyrrnefndum gervigígum í Skúlatúnshrauni megi meðal annars finna skeljar í bland við klepra og gjall en skeljarnar hafa verið undan ströndinni sem hraunið rann yfir.

Búrfellshraun (8.151 ár; Krýsuvíkurkerfið)
HraunflæðiBúrfellshraun heita þau hraun sem runnið hafa niður í mið- og norðurhluta Hafnarfjarðar og suður af Garðarbæ fyrir rúmum 8.000 árum síðan. Nafnið er samheiti yfir nokkur hraun og má til dæmis nefna Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun, Lækjarbotnahraun, Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun og Urriðakotshraun en það síðastnefnda stíflar upp Urriðakotsvatn. Hraunin breiða úr sér alla leið norðvestur til sjávar í Hafnarfirði og Skerjafirði (Ingibjörg Kaldal, 2001) og þekja þau stór svæði sem nú eru undir byggð.
Þess ber að geta að þegar hraunin runnu var sjávarstaðan mun lægri og því hafa hraunin að einhverju leyti myndað þá strandlínu sem nú afmarkar firðina. Hafa firðirnir tveir því væntanlega náð talsvert lengra inn í landið en þekkist nú.

Jarðfræði

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Búrfellshraun er talið hafa runnið úr einu og sama gosinu úr Búrfelli sem er um 7,5 kílómetrum suðaustur af miðbæ Hafnarfjarðar. Búrfell er kambur sem er samsettur úr hraunkleprum og gjalli utan um eldgíginn Búrfellsgíg en hann er um 140 metrar að þvermáli og um 26 til 58 metra djúpur. Þessi gígur er um margt frábrugðinn þeim gígum og gossprungum sem finna má á öðrum stöðum á Reykjanesi en hann virðist hafa verið eina virka eldvarpið á tiltölulega stóru svæði en oftast hafa gos byrjað á sprungum á skaganum og gígarnir raðað sér þéttar saman. Einnig liggur hann ekki í stefnu annarra sprungna á nesinu heldur er hann næstum því kringlóttur. Því liggur fyrir að Búrfell hefur einungis gosið einu sinni. Fræðimenn greinir á um hvort Búrfell hafi verið eitt að verki í þessari goshrinu því fram hafa komið kenningar um að á sama tíma hafi hraun runnið úr Hraunhól allt norður til sjávar í Straumsvík eftir dældinni austan Hrútagjárdyngju. Hraunhóll er við suðvesturjaðar Kapelluhrauns og því er stóran hluta hraunsins, sé þetta rétt, að finna undir Kapelluhrauni sem rann eftir sömu dæld.
HraunflæðiBúrfellshraun er í stærra lagi sé miðað við nýlegri gos úr Krýsuvíkurkerfinu en rúmmál þess er um 0,36 km3 sé miðað við áætlaða 20 metra áætlaða meðalþykkt og það 18 km2 svæði sem hraunið þekur. Hraunið rann að mestu leyti í tveimur meginkvíslum í norðvesturátt frá gígnum og rann önnur vestur af Kaldárseli en hin hjá Gjáarrétt. Vegna landslagsins norðaustan og austan gígsins rann hraunið nánast ekkert í þær áttir og komst það einnig skammt í suður- og suðausturátt en þó að rótum Húsafells, Valahnúka og Kaldárhnúka. Er suðurhraunið frekar lítið miðað við hin hraunin. Í vestri hverfur Búrfellshraun undir nýrri hraunlög um 1 til 2 kílómetrum frá upptökum í Búrfelli.
Að mati Árna Hjartarsonar hefur Búrfellshraun einnig runnið til sjávar í Straumsvík en hann telur að það hafi gerst á fyrstu stigum gossins og séu þau hraun nú grafin undir yngri hraunum. Aðeins er eftir smá hluti þess sem nefnist nú Selhraun. Næst hafi hraunið runnið til sjávar í Hafnarfirði yfir það svæði þar sem nú er Gráhelluhraun. Þar næst hafi hraunið runnið til sjávar í Skerjafirði, milli Álftaness og Arnarness, yfir það svæði þar sem nú eru meðal annars Urriðakotshraun, Vífilsstaðahraun og Gálgahraun. Að lokum hafi hraunið svo runnið til suðurs. Er talið að hraunið hafi byrjað að renna til suðurs vegna þess að gat brast neðarlega á suðurvegg gígsins. Hrauntjörnin, sem fyllti áður gíginn, leitaði því út um þetta gat enda var það tugum metrum neðar en útfall hraunsins niður í hrauntröðina til norðvesturs. Vegna lækkunarinnar í tjörninni gat hraunið ekki runnið aftur í norðvesturátt.

Búrfell

Búrfell.

Þegar hraunið rann allt til Skerjafjarðar myndaðist hrauntröðin sem nefnd var að ofan og liggur í norðvesturátt. Er þessi hrauntröð betur þekkt sem Búrfellsgjá og er hún um 3,5 kílómetrar að lengd. Er hrauntröðin nokkuð kröpp og U-laga næst upptökum í Búrfelli en þegar neðar dregur er hún grynnri og fyllt hrauni. Hrauntröðin hefur varðveist á svo stórum kafla vegna þess að hraunið hefur skyndilega hætt að renna um hana. Hefur hún þá tæmst nokkuð snögglega efst en neðar hefur hraunið setið eftir og storknað. Önnur hrauntröð myndaðist einnig fyrr í gosinu en hún stefnir í vesturátt frá Búrfelli og liggur nálægt Kaldárseli. Hefur hún fyllst af hrauni síðar í gosinu og því er lítið eftir af henni.

Leitahraun (5.316 ár; Brennisteinsfjallakerfið)
HraunflæðiLeitahraunið er upprunnið í dyngjugígnum Leiti sem er í miðjum austanverðum Bláfjallahryggnum og skammt vestan Syðri-Eldborgar. Nær hraunið allt suður til Þorlákshafnar og norður til Elliðaárvogs í norðri.
Lega Leitahraunsins í Elliðaárvogi merkir að það hafi runnið þangað um 28 kílómetra langa leið frá gígnum í Leitum. Hraunið er dæmigert helluhraun og hefur það verið mjög heitt, þunnfljótandi og runnið nánast eins og vatn. Dæmi sem styðja þá fullyrðingu má sjá á nokkrum stöðum en þar hefur hraunið fyllt hverja glufu í klettum sem það hefur runnið utan í. Má einnig sjá merki þess hversu þunnfljótandi hraunið hefur verið í því hversu þunnt það er sums staðar en á vissum stöðum getur þykktin verið einungis 0,6 til 0,75 metrar.
Fulllangt yrði að fjalla ítarlega um alla þá leið sem Leitahraun hefur runnið til norðvesturs í átt að Reykjavík en í grófum dráttum hefur hraunið breitt úr sér á flatlendum svæðum, runnið í þröngum fossum og er sums staðar einungis nokkurra metra breitt þar sem hallinn er hvað mestur. Norðurjaðar hraunsins er skýr enda engin nýrri hraun sem runnið hafa að honum að norðan. Suðurjaðar hraunsins er aftur á móti óskýrari en ýmis nýrri hraun hafa runnið að honum að sunnan, til dæmis nokkur Hólmshraun. Gervígígaþyrpingar hafa myndast þar sem Leitahraunið rann yfir votlendi og af þeim má til dæmis nefna Tröllabörn vestan við Lækjarbotna og Rauðhóla austan við Elliðavatn.
Á síðustu árum og áratug hefur nokkuð verið skrifað um hönnun hraunflæðilíkana. Mismunandi útfærslur má finna í hinum ýmsu greinum en þessi líkön eiga þó margt sameiginlegt.“

Heimild:
-https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2023/07/BS_Daniel_Pall_Jonasson_Landfraedi_Juni_2012.pdf
Hraunflæði

 

Eldgos

Sunna Ósk Logadóttir skrifaði þann 20. janúar 2024 í Heimildina (heimildin.is) um „Krýsuvík er komin í gang“:

Reykjaneseldar„Í ljósi sögunnar má ætla að eldgosin verði stærri og fleiri eldstöðvakerfi vakna þegar líða tekur á það gostímabil sem nú er hafið á Reykjanesskaga. Hraunrennsli og sprunguhreyfingar munu þá ógna íbúabyggð og innviðum á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er náttúrlega háalvarlegt,“ segir eldfjallafræðingur.

„Við erum ekki í miðjum atburði, við erum í upphafi atburðar,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um Reykjaneseldana sem nú eru hafnir „alveg á fullu“. Þetta gostímabil gæti staðið í áratugi – jafnvel árhundruð. Í ljósi sögunnar má gera ráð fyrir að fleiri eldstöðvakerfi á Reykjanesinu láti til sín taka. Þau eru sex talsins og í tveimur þeirra hefur þegar gosið og tvö til viðbótar hafa rumskað og tekið þátt í atburðarásinni án þess að gjósa.

Ármann Höskuldsson

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.

Þá er einnig líklegt, „svona ef maður horfir til fortíðar,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, „að gos muni frekar aukast eftir því sem líður á þessa atburðarás“. Það sýni til dæmis reynslan frá Kröflueldum. Gosin hafi verið lítil til að byrja með en skjálftarnir hins vegar miklir. „En síðan snerist þetta við,“ segir hann. „Eftir því sem á leið þá urðu skjálftarnir alltaf minni og minni en gosin stærri og stærri. Þannig að ef þetta dregst á langinn þá er mjög líklegt að það fari yfir í það.“

Á síðasta gostímabili gaus í öllum eldstöðvakerfum Reykjanesskagans, nema í því sem kennt er við Fagradalsfjall. „Það gaus á Reykjanesi. Það gaus í Svartsengi. Það gaus í Krýsuvík og það gaus í Brennisteinsfjöllum,“ segir Páll.

Í dvala í átta aldir

Eldgos

Geldingadalur; eldgos 2021.

Þegar eldgos hófst í Fagradalsfjalli í mars 2021 höfðu slíkir atburðir ekki átt sér stað á Reykjanesskaga í um 780 ár eða frá því á Sturlungaöld. Um 6.000 ár höfðu þá líklega liðið frá síðasta gosi í Fagradalsfjallskerfinu. Næstu tvö gos, í Meradölum 2022 og við Litla-Hrút 2023, urðu einnig í því kerfi en það fjórða sem varð norðan Sundhnúk í desember síðastliðnum varð í Svartsengiskerfinu, sem stundum er einnig kennt við Eldvörp. Sömu sögu má segja um það sem varð nú í janúar. Ekki hafði gosið í Sundhnúkagígaröðinni í líklega 2.400 ár.

Eldborg

Eldborg í Svínahrauni.

Síðasta goshrina á skaganum varð í vestari kerfunum og varði í þrjátíu ár. Hún var kölluð Reykjaneseldar og var jafnframt lokahrinan í löngu eldsumbrotatímabili sem stóð yfir í tæpar þrjár aldir, allt frá því um 950 og til 1240.

Almennt er talið að síðasta gostímabil á Reykjanesskaga hafi hafist á Hengilssvæðinu sem stundum er þó undanskilið kerfum skagans. Þar næst gaus í kerfi sem kennt er við Brennisteinsfjöll, þá í Krýsuvík og loks í Reykjanes- og Svartsengiskerfunum.

Páll Einarsson

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur.

„Ég held að við séum enn að súpa seyðið af því að virknin á landinu var óvenjulítil um miðja síðustu öld þegar þetta nútímaþjóðfélag var að byggjast upp á Íslandi,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur.
Þótt ýmislegt sé vitað um hegðun eldstöðvakerfanna er fjölmargt enn á huldu. Ármann bendir til dæmis á að stærri hraun hylji þau minni og því höfum við ekki „kórrétta atburðarás“ af „syrpunni“, eins og hann orðar það, sem varð á þrettándu öld. „Þannig að við erum bara með grófa mynd.“

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg í Krýsuvík.

Upplýsingar þær sem við höfum séu meðal annars byggðar á lýsingum í annálum og þeirra sem aflað hefur verið með kortlagningu. Miðað við þau fræði gaus í Krýsuvík fyrir rúmum 1.100 árum, aftur fyrir um 900 árum og loks um árið 1150, eða fyrir um 830 árum.

Víti

Víti í Kálfadölum ofan Geitahlíðar í Krýsuvík.

„Það gerist örugglega einhvern tímann,“ segir Ármann spurður um líkur á því að það fari að gjósa í Krýsuvíkurkerfinu sem er fyrir miðju kerfanna sex. „Það er ekkert sem segir að það geti ekki gerst þó að við séum með þessa krísu út á Reykjanesi í kringum Grindavík.“

Spennulosun í Krýsuvík hafin

Krýsuvík

Krýsuvík – sprengigígar.

Aðdragandi gosa í því kerfi yrði að sögn Ármanns eflaust á svipuðum nótum og við höfum séð við Fagradalsfjall og Svartsengi: Fyrst yrðu jarðskjálftar, þá sprungumyndanir og loks færi hraun að flæða. „Því þetta byrjar með spennulosun,“ útskýrir hann. „Til að koma kvikunni upp verður að byrja á því að brjóta skorpuna. Þannig að það fer ekkert framhjá okkur þegar þetta fer í gang. Og Krýsuvík er komin í gang. Við erum búin að vera að mæla þar landris og sig á víxl í nokkur ár og búin að fá ansi hressilega skjálfta. Þannig að spennulosunin er byrjuð þarna.“

Og það gæti náttúrlega endað í eldgosi?

Sogagígur

Sogagígur sunnan Trölladyngju.

„Alveg klárlega,“ svarar Ármann. „En við gerum okkur vonir um að við sjáum þessi merki stífar áður en við náum því. Það er alveg klárt að það er farin að safnast fyrir kvika í Krýsuvíkurkerfinu.“

Páll tekur undir þetta og minnir á að Krýsuvík hafi verið „óróleg“ undanfarið – ekki síst seinni hluta ársins 2020. Land reis þá í nokkrar vikur. Og risinu fylgdu talsverðir jarðskjálftar, stærstu skjálftar þessara umbrota allra, segir Páll sem telur „frekar líklegt“ að gjósa muni í þessu kerfi í þeirri goshrinu sem nú er hafin.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun og nágrenni.

„Ef að þetta er eitthvað svipað og hefur gerst í jarðsögunni þá er líklegt að gosvirkni verði frekar mikil næstu 200–300 árin eða svo. Þá er nú frekar líklegt að Krýsuvíkurkerfið taki meiri þátt í þessu heldur en hingað til.“

Hann segir það hins vegar ólíklegt að gosin í kerfum Fagradalsfjalls og Svartsengis hafi með einhverjum hætti létt á Krýsuvíkurkerfinu.

Sprungusveimurinn mikli
Hættan af hræringum í því kerfi séu aðallega tvenns konar: Af völdum sprunguhreyfinga og hraunflæðis. Sprungusveimur þess liggi yfir stórt svæði; í gegnum Kaldársel, Búrfell, Heiðmörk, við Rauðavatn og upp í Hólmsheiði – jafnvel alla leið upp í Úlfarsfell. „Þannig að ef við fengjum gangainnskot alla þá leið, sem er vissulega möguleiki, þá er það kannski erfiðasti atburðurinn að fást við,“ segir Páll sem rannsakað hefur sveiminn og skrifað um hann greinar. Ef hreyfing kæmist á sprungurnar yrðu miklir innviðir í hættu. „Aðalmálið væri kannski vatnsbólin og það allt saman. Það er sviðsmynd sem er kannski ein af þeim verri.“

Búrfell

Búrfell ofan Garðabæjar.

Á þessu mikla sprungusvæði er auk þess íbúabyggð. Þótt hraunrennsli ógni henni ekki, meðal annars Norðlingaholtinu og Árbæjarhverfi, gætu sprunguhreyfingar gert það. Páll rifjar upp að í kringum 1980 hafi mikið verið deilt um hvort byggilegt væri í nágrenni Rauðavatns. Málið hafi orðið mjög pólitískt. Sumir sögðu að þetta væri stórhættulegt jarðskjálftasvæði en aðrir að sprungurnar væru gamlar og myndu ekki hreyfast meir.

Kerin

Kerin í Undirhlíðum – Helgafell fjær.

„Þeim tókst að deila um þetta og hafa allir rangt fyrir sér,“ segir Páll. Því að á sprungusvæðum sé hægt að byggja, en það er ekki sama hvernig það er gert. „Þarna eru vissulega sprungur en þetta eru ekki jarðskjálftasprungur heldur kvikuhlaupssprungur,“ heldur hann áfram. „Þær hreyfast mikið þegar þær hreyfast en það hreyfist hins vegar eiginlega ekkert á milli þeirra. Þannig að ef þú ert að byggja hús þarna, þá bara passar þú að byggja ekki yfir sprunguna. Þá ertu bara í góðum málum. Þetta er alveg byggilegt en það verður að byggja rétt.“

Norðlingaholt

Norðlingaholt.

Og heldur þú að okkur hafi borið gæfa til þess að byggja á milli sprungnanna?

„Ég er ekki alveg viss um það,“ svarar Páll. „En það var reynt og ef þú spyrð þá sem skipulögðu Norðlingaholtið þá munu þeir segja að þeir hafi tekið tillit til sprungnanna.“ Þegar farið var að grafa fyrir húsum í hverfinu hafi fundist gjár þar undir. Á þeim hafi ekki verið byggt enda megi sjá þrjú skörð í byggðinni. „Húsin sem eru á milli ættu að vera í góðu lagi,“ segir Páll. „Spurningin er bara: Gáðu þeir nógu vandlega?“

Klaufalegt að skipuleggja byggð á Völlunum
Þegar síðast gaus í Krýsuvíkurkerfinu í kringum 1150 runnu meðal annars Kapelluhraun til norðurs og Ögmundarhraun til suðurs. Og þá er komið að hinni vánni sem Páll vill vekja athygli á: Hraunrennsli. Hraun sem koma upp í norðurhluta Krýsuvíkurbeltisins gætu runnið niður í það dalverpi sem Vallahverfið í Hafnarfirði stendur í.

Gvendarselsgígar

Gvendarselsgígar vestan Helgafells.

Að mati Páls má segja að vissrar óvarkárni hafi gætt í skipulagsmálum hvað þetta varðar. Óþarfi hafi verið að taka þá áhættu að byggja á Völlunum því annað byggingarland hafi fundist innan Hafnarfjarðar. „Þetta er ágætis byggingarland í sjálfu sér,“ segir hann um Vellina og næsta nágrenni, „en ef hraun kemur upp, á þessum stað, þá rennur það þessa leið, það er óhjákvæmilegt. Það er ekki hægt að beina því neitt. Og það er þá klaufalegt að vera með mikla byggð þar.“

Ógnin komin heim í garðinn

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar ofan Hafnarfjarðar.

Hafnfirðingar þurfa að mati Ármanns að endurskoða sín skipulagsmál, þeir geti ekki byggt „endalaust upp til fjalla“. Gos gæti hafist í Krýsuvík eftir einhver ár, áratugi eða öld. „Þetta er allt farið í gang,“ segir hann. „Reykjanesið sjálft er farið í gang. Og það þýðir þá að menn verða að hugsa um það og breyta skipulagsáætlunum í stíl við það.“

Hraunhóll

Hraunhóll undir Vatnsskarði.

Hvað Vellina varðar telur hann líkt og Páll að ef Krýsuvík færi að gjósa myndi steðja ógn að hverfinu. „Ég myndi halda að við ættum að hanna þá,“ svarar hann spurður um hvort hefja ætti undirbúning varnargarða við byggðina. „Við þurfum kannski ekki endilega að fara að rusla þeim upp strax en bara um leið og það fara að verða alvarleg merki þá setjum við vinnuna í gang. Þetta er komið heim í garðinn og þá gerir þú allt klárt. Þú ferð kannski ekki strax í framkvæmdirnar en byrjar að teikna og reikna.“

Bollar

Bollar.

Ef til annarra kerfa er litið, kerfa sem enn sofa þótt laust sé, minnir Ármann á Hengilinn sem markar endimörk eldstöðvakerfis Reykjanesskagans í austri. Ef hann færi að ræskja sig alvarlega gætu hamfarir fyrir byggð orðið miklar. „Ef hann fer að dæla hrauni yfir Nesjavelli og Hellisheiðarvirkjun þá yrði lítið heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega háalvarlegt.“

Stóri-Bolli

Stóra-Bollagígur otan í Konungsfelli (Kóngsfelli).

Páll telur það eiga sér vissar skýringar að ákveðið var að byggja á svæðum þar sem vá vegna sprungusveima og hraunflæðis vofir yfir. „Ég held að við séum enn að súpa seyðið af því að virknin á landinu var óvenjulítil um miðja síðustu öld þegar þetta nútímaþjóðfélag var að byggjast upp á Íslandi,“ útskýrir hann. „Þá var þessi virkni óvenjulega lítil. Ef við horfum til baka, til fyrri alda, þá er 20. öldin framan af steindauð. Hún sker sig úr öllum öðrum öldum. Menn fengu skakka hugmynd um hvers eðlis virknin var. Og við sitjum uppi með þetta svona.“

Selvogsgata

Selvogsgata. Bláfeldur í Brennisteinsfjöllum fjær.

Upp úr 1960 hafi hins vegar hver atburðurinn tekið að reka annan; Surtseyjargos, Heklugos, Heimaeyjargos og hvað eina. Allt hafi svo „keyrt um þverbak“ er hrina hófst í Kröflu um miðjan áttunda áratuginn.

Og ekki er að fara að draga úr virkninni í fyrirséðri framtíð?

Bláfjöll

Stóra-Kóngsfell, gígur vestan fellsins.

„Ég held að þetta sé komið í venjulegt og eðlilegt horf,“ svarar Páll. „Svo það er eins gott að við lærum af því. Og breytum því sem þarf að breyta.“

Hvað getum við lært af því og hverju þurfum við að breyta?

„Við þurfum að reikna með að það geti orðið hraunstraumar hér og þar sem þarf að beina annað eða skipuleggja sig í kringum,“ svarar Páll. „Skjálftamálin eru í tiltölulega góðu standi. Jarðskjálftaverkfræðingar hafa staðið sig mjög vel. Þannig að hús á Íslandi virðast standast jarðskjálfta mjög vel. Við fengum reynslu af því árið 2000. Það hrundu engin hús sem skiptir máli því það er það sem veldur manntjóni. Þannig að það er í sæmilegu lagi. En þetta með sprunguhreyfingar og hraungos, þetta mætti alveg laga svolítið.“

Hrútagjá

Hrútagjárdyngja ofan Hafnarfjarðar.

Nú þýðir ekkert að stinga höfðinu í neinn sand?

„Nei, það þýðir ekki. Það verður að læra að lifa með þessu.“

Heimild:
-„Krýsuvík er komin í gang“, Heimildin (heimildin.is) 20. janúar 2024, Sunna Ósk Logadóttir.

Kistufellsgígur

Kistufellsgígur í Brennisteinsfjöllum.

Selatangar

Í Morgunblaðinu 14. júlí 1987 skrifaði fréttaritari þess í Vogum; „70 refir felldir í vor„. Af fréttinni að dæma virðist sem ör fjölgun hafi orðið á tófu á vestanverðum Reykjanesskaganum þetta árið.

Refur

Refur.

„Tófu fjölgar ört í Gullbringusýslu að sögn refaskyttu sem fréttaritari Morgunblaðsins hefur rætt við. Refaskytturnar hafa fellt um 70 tófur í vor, og virðast tófurnar vera um allt.
Einar Þórðarson refaskytta í Vatnsleysustrandarhreppi segir til dæmis að tófurnar séu við bæjardyrnar hjá sér á Vatnsleysu. Tófur hafa verið felldar við Innri-Njarðvík, úti á Reykjanesi og víðar. Þá hafa tófur sést víða, t.d. innan Varnarliðsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.

Refur

Refur.

Einar Þórðarson og Lárus Kristmundsson refaskyttur í Vatnsleysustrandarhreppi hafa fellt 22 tófur í vor, sem er mesti fjöldi að minnsta kosti um langt skeið. Á síðasta ári felldu þeir 16 tófur alls. Í vor fundu þeir tvöfalt greni í Hvassahrauni, það er að þar voru tvær læður í greninu. Á Vatnsleysuströnd hafa dauð lömb fundist við tófugreni.
Ísólfur Guðmundsson, bóndi í Ísólfsskála, refaskytta í Grindavíkurlandi, hefur fellt 17 tófur í vor. Hann skaut 3 tófuyrðlinga í einu skoti við tófugreni á Vatnsheiði.
Í landi Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs að hluta hafa verið felldar 10 tófur úr 2 grenjum í vor að sögn Sigurðar Erlendssonar refaskyttu. Hermann Ólafsson og Sveinbjörn Guðmundsson, refaskyttur í Hafnahreppi, hafa fellt samtals 20 tófur í vor, þar af um 3 tófur er voru felldar í Njarðvíkurlandi.

Refur

Dauður refur.

Samtals hafa því 6 tófur verið felldar í ár, sem er svipaður fjöldi og á síðastliðnu ári. Að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra voru felldar samtals 38 tófur í Gullbringusýslu árið 1985 og 31 árið 1984. Samkvæmt upplýsingum frá veiðistjóra var veiðin frá árinu 1975 eftirfarandi: Árið 1975 voru felldar 8 tófur í sýslunni, en árið 1976 voru þær 5, árið 1977 var engin tófa veidd, en þær urðu samtals 7 árið 1978, 1979 var engin tófa felld, en árið 1980 voru þær 2, árin 1981 og 1982 voru engar tófur veiddar í sýslunni en árið eftir hófst fjölgun, þá voru veiddar 11 tófur, árið eftir 31.“ – EG

Hryggjargreni

Refaskyttubyrgi við Hryggjargrenin.

Til fróðleiks má geta þess að refir hafa verið veiddir á Reykjanesskaganum allt frá landnámi. U.þ.b. 100 hlaðnar refagildrur bera þess glöggt vitni sem og hlaðin skjól refaskyttna. Margar sagnir eru til um þrautseigju skyttnanna er lágu úti daga og nætur í öllum veðrum, en minna hefur farið fyrir skráðum heimtum. Þó er vitað að refaskinn þóttu verðmæt verslunarvara fyrr á öldum.
Í dag má enn víða sjá minjar, bæði eftir veiðimennina sem og grenin, sem jafnan voru merkt með stein á steini. Glerbrotin benda til þess að þeir hafi jafnan haft með sér eitthvað til drykkjar!?

Heimild:
-Morgunblaðið 14. júlí 1987, „70 refir felldir í vor“, bls. 26.

Þrætugreni

Skjól refaskyttu við Þrætugrenin.

Bláa lónið

Jón Jónsson, jarðfræðingur, fjallar um „Gönguleið; Bláa Lónið – Slaga“ í Morgunblaðinu árið 1991:
Jón Jónsson„Hér á eftir er stiklað á stóru í jarðfræði þess svæðis sem farið verður um. Sé gengið frá Bláa lóninu austur yfir, má fara hvort heldur vill norðan Svartengisfells eða suður yfir Selháls og austur eftir hraununum þar fyrir sunnan og austan. Hvor leiðin sem farin er þarf að ganga þvert yfir gígaröðina, sem þar gaus fyrir 2400 árum, en þá varð Þórkötlustaðanes til og Grindavík skapaðist. Gígaröð þessi er um 8 km löng og á þeirri sprungugrein hefur áður gosið.
Sé gengið norðan fellsins, er vert að veita því athygli hvað gróður breytist þegar kemur austur fyrir gilið, sem er upp af samkomustaðnum gamla [Svartsengi]. Vestan gilsins er fellið gróið upp eftir hliðinni og þar grænkar fyrr á vorin. Þetta stafar af jarðhita og gilið er tengt sprungu og ummyndun af jarðhita er þar mikil.

Sýlingafell

Sýlingafell – sýlingurinn (gígur/hvylft/laut).

Á háfellinu er myndarlegur gígur [Sýlin] og frá honum hafa hraun runnið og þekja fjallið.
Austan við Sundhnúkahraunið tekur Vatnsheiði við. Það er hraunskjöldur (dyngja) eða hraunskildir öllu heldur, því gosopin eru fleiri en eitt. Nyrsti skjöldurinn er þó þeirra mestur en hraunið er pikrít, mjög ólívínauðugt berg, sem sums staðar er nærri grænt af ólívínkristöllum, en þeir eru mjög dreifðir um bergið. Vatnsheiði er eldri en sprunguhraunin í kring og hverfur því hraunið úr dyngjunum undir þau.

Vatnsheiði

Gígur í Vatnsheiði.

Dyngjuhraunin hafa verið þunnfljótandi, heit og talið er að þau komi djúpt úr jörðu, jafnvel neðan úr möttli.
Fagradalsfjall er stapi og gígurinn er á norðurhorni þess og er all myndarlegur. Hraunborð er svo ofan á fjallinu og hallar borðinu til suðurs. Er talið líklegt að jökull hafi haldið að á báðar hliðar þegar komið var á lokastig gossins og þannig markað hrauninu rás svo úr verði þríhyrningur. Syðst á fjallinu eru yngri (nútíma) gígar og hraun í og við lítinn sigdal (snoturt umhverfi, góður hvíldarstaður).

Slaga
Sunnan frá séð er Slaga mest áhugaverð. Neðst ofan við skriðurnar koma fram gráir stuðlabergshamrar (grágrýti). Að ofan eru þeir rispaðir af jökli (sést ekki nema upp sé klifrað, varúð, grjóthrun getur átt sér stað).

Slaga

Slaga.

Ofan á þessu kemur svört brotabergskennd gosmyndun, sem þó er yngri en jökull sá er heflaði grágrýtið. Aðrennslisæð þessarar gosmyndunar má sjá norðaustan til í brúninni, ljósgrá brík, gangur, skerst þar upp í brún og fleiri gangar, þunnir, eru þarna. Á síðjökultíma hefur sjór fallið upp að fjallinu. Hraun hafa runnið þarna þarna og nokkuð austar eftir skapað væna sneið af nýju landi.“ – Höfundur er jarðfræðingur

Heimild:
-Morgunblaðið 3. maí 1991, Jón Jónsson „Gönguferð; Bláa lónið – Slaga“, bls. 25.

Slaga

Slaga – berggangur.