Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um „Eldvirkni á nútíma á Reykjanesskaga“ í rit um Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins árið 1981:

SkiplagsmálÍ inngangi segir m.a.: „Við allt nútíma skipulag og áætlanagerð og þá ákvarðanatöku sem því er tengd er aðgangur að og notkun ákveðinna upplýsinga algert grundvallaratriði. Einn mikilvægasti lærdómur sem við getum dregið af skipulagsstarfi liðinna áratuga er einnig sá, að ráðast ekki í að leysa vandamál fyrr en við vitum nokkurn veginn hvort um sé að ræða vandamál eða ekki – og hvert það sé. Við lifum einnig á tímum mikilla breytinga og því þurfa þeir sem fara með þessi mál einnig að fá sem fyrst upplýsingar um þá þætti sem eru að breytast, hvar þessar breytingar eru að eiga sér stað og hve miklar þær eru, til þess að sem fyrst sé hægt að gera nauðsynlegar breytingar og þá hugsanlega endurskoða skipulagið.“

Eldvirkni á nútíma á Reykjanesskaga

Reykjanesskagi - jarðfræði

Kort Jóns Jónssonar.

„Á Reykjanesskaga hefur á nútíma verið mikil eldvirkni, enda er skaginn hluti af sjálfu gosbeltinu, sem liggur um landið þvert. Þegar talað er um nútíma í jarðfræðilegu samhengi er átt við tímann, sem hann er frá því að jökla síðasta kuldaskeiðs leysti af landinu, en talið er að svo hafi orðið fyrir um 10.000 – 12.000 árum.
Í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa orðið allmörg gos á þessu tímabili og nokkur á þeim tíma, sem telst sögulegur, eða eftir að norrænt landnám hófst hér árið 874.
Aldursákvarðanir með svo nefndri geislakolsaðferð eða C*4- aðferð hafa gert mögulegt að finna aldur einstakra jarðlaga, sem innihalda gróðurleifar. Á þann hátt má finna aldur hrauns, takist að ná í leifar gróðurs, sem það hefur runnið yfir, en gróðurinn við það kolast, orðið að viðar- mó- eða mosakolum.
Á sama hátt má og finna aldur öskulaga í jarðvegi en þau má síðan oft rekja yfir stór svæði.
Verða nú talin nokkur eldgos, sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu á umliðnum öldum og sem hafa verið aldursákvörðuð eftir þessum leiðum.

Búrfellshraun við Hafnarfjörð (H-105)

Hraunflæði

Búrfellshraun.

Upptök þessa hrauns er í einstökum gíg, Búrfelli, norðaustur af Kaldárbotnum um 7 km austan við Hafnarfjörð. Það hefur runnið í tveim megin kvíslum allt í sjó út í Hafnarfjörð og sunnanverðan Arnarnesvog. Auk þess hverfur hluti af því inn undir yngri hraun vestur af Kaldárseli. Aldur þessa hrauns er um 7.200 C14 ár (7.240 +_ 130 Cl4 ár). Meginbyggð Hafnarfjarðarbæjar stendur á þessu hrauni.

Leitahraun (D-25)

Hraunflæði

Leitarhraun.

Upptök þessa hrauns er austanundir Bláfjöllum í gíg, sem nefndur er Leitin. Það hefur runnið i mjóum taumum niður um Sandskeið, Fossvelli og alla leið út í Elliðavog. Í þessu hrauni eru Rauðhólar við Elliáavatn. Aldur Leitahrauns er um 4.600 ár (4.630 +_ 90 C^4 ár) . Hólmshraunin fimm (H-156, D-24, H-155, H-153, H-150). Mikill hraunabunki er suður af Elliðavatni og Heiðmörk, og meðal þeirra eru fimm mismunandi hraunstraumar, sem komið hafa frá eldvörpum á svæðinu vestan við Bláfjöll, hlaðist hafa hvert ofan á annað og náð út á Leitahraun. Þau eru því öll yngri en það, þ.e. yngri en 4.600 ára það elsta þessara hrauna hefur náð langleiðina þvert yfir Leitahraun vestan við Hólm. Yngst í þessum hraunbunka er hrauntunga, sem fallið hefur austur með Selgjalli að norðan og niður í Lækjarbotna. Þykir næsta líklegt að hraun það sé frá sögulegum tíma, en komið er það úr Eldborg við Bláfjöll.

Óbrinnishólar (H-99)

Hraunflæði

Óbrinnishólahraun.

Óbrinnishólar vestan undir Undirhlíðum hafa gosið tvisvar og hefur a.m.k. yngra hraunið runnið í sjó út þar sem nú er álverið. Fjórar aldursákvarðanir á því gáfu um 2.140 ár (2.142 +_ 77 cl4 ár) .

Nýjahraun (Kapelluhraun) (H-97)
Þetta hraun er komið úr gígaröð eða gígaröðum vestan við Undirhliðar og Vatnsskarð. Af upprunanlegu nafni þess, sem hér er notað er ljóst að það er frá sögulegum tíma. Hraunið hefur runnið í sjó út við Straumsvík og stendur álverið í heild nú á því þar. Aldur þess er um 910 ár (910 +_ 56 C14 ár).

Gvendarselshraun (H-103)

Gvendarselsgígar

Gvendarselsgígaröðin og Gvendarselshraun.

Þetta hraun er komið úr gígum, sem byggst hafa upp á misgengi því, sem liggur um Búrfell, Helgadal og Undirhlíðar. Gígaröðin er austan í Gvendarselshæð beint vestur af Helgafelli. Hraunið er lítið, nær aðeins yfir svæðið vestan við Helgafell og lítið eitt vestur fyrir Kaldársel. Aldur þess er 875 ár (875 + 75 Cl4 ár).

Tvíbollahraun (H-139)

Tvíbollahraun

Tvíbollahraun.

Eins og nafnið bendir til er hraun þetta komið úr gígum tveim, sem samvaxnir eru og standa á hálendisbrúninni við Grindaskörð. Hraunið hefur fallið norður og hverfur undir Gvendarselshraun við vesturenda Helgafells. Aldur þess er um 1.075 ár (1.075 +_ 60 C^4 ár) .

Breiðadalshraun (H-129)
Þetta hraun hefur komið upp í Brennisteinsfjöllum og runnið bæði norður og suður af. Að norðan hefur það endað í Breiðdal austan undir Undirhlíðum. Aldur er um 1.040 ár (1.040 +_ 75 C*4 ár). Kolaðar viðarleifar undir þessu hrauni liggja í landnámslaginu, sem áður hefur verið talið vera frá því um 900.

Rjúpnadyngnahraun (H-154)
HúsfellsbruniÞetta hraun er komið úr Rjúpnadyngjum beint suður af Heiðmörk. Það hefur fallið norðvestur og endar í allhárri brún rétt austan við Búrfell. Það fellur út á Tvíbollahraun og er því yngra en það. Undir því er landnáms lagið en ofan á svart öskulag frá Kötlu, sem fallið hefur um eða laust fyrir 1500 (1485, 1495). Þarna hefur því gosið einhvern tíma á þessu tímabili.

Kóngsfellshraun (H-149)
Þetta hraun er komið úr gígaröð vestan við Stóra Kóngsfell. Það hefur runnið báðum megin við fellið og svo norður. Það hefur runnið út á Rjúpnadyngnahraun og er því yngra en það. Meira er ekki um aldur þess vitað nú.
HúsfellsbruniLíklegt sýnist að Eldborg við Bláfjöll hafi gosið um líkt leiti og síðast talin eldvörp, en sannanir fyrir þvi vantar. Þau ártöl, sem hér eru gefin upp eru öll miðuð við 1950, þ.e. talin fyrir það ár.
Því má bæta hér við að mörg hraun á þessu svæði eru óbeint aldursákvörðuð, þ.e. lágmarksaldur þeirra er þekktur af því að þau hafa runnið yfir aldursákvörðuð hraun og eru því yngri. – Jón Jónsson, jarðfræðingur

Heimild:
-Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins, 4. tbl., 2. árg. desember 1981, „Eldvirkni á nútíma á Reykjanesskaga“, Jón Jónsson, bls. 19-20.

Reykjanesskagi - jarðfræðikort.

Reykjanesskagi – jarðfræðikort; Jón Jónsson.

Heiðmörk

Í Morgunblaðinu 1997 fjallar Andrés Arnalds um „Endurheimt landkosta á Reykjanesskaga„:

„Það dylst fáum sem fara um Reykjanesskaga að þar hefur mikil landhnignun átt sér stað í aldanna rás. Í stað grænna grunda og vöxtulegs birkikjarrs blasa víða við gróðurtötrar ogjafnvel auðnir, skrifar Andrés Arnalds. Afieiðingamar em víðtækar, en koma e.t.v. hvað skýrast fram í skjólleysi og auknum skafrenningi. Skaginn, sem er heimkynni mikils hluta þjóðarinnar, er ekki nærri því eins byggilegur og hann ætti að vera.

Horfnir landkostir

Andrés Arnalds

Andrés Arnalds.

Þrátt fyrir berangurslega ásýnd landsins eru raunveruleg gróðurskilyrði góð víðasthvar á Reykjanesskaga. Til forna þótti þar mikil veðursæld, samanber þá frásögn Sturlungu að á Reykjanesi hafi aldrei orðið „ófrjóvgir akrar“.
Heimildum um gróðurfar á Reykjanesskaga ber öllum saman um að nær allar þær auðnir, melar og jarðvegssár, sem svo víða blasa við, hafi fyrrum verið grónar. Ástæðurnar fyrir því hve ástand þessa landssvæðis er slæmt eru margar. Mestu munar þó um aldalanga rányrkju liðinna kynslóða, toll sem landið galt við að framfleyta þjóðinni á tímum fátæktar og vanþekkingar á takmörkunum landsins. Einnig hafa hraun lagt undir sig stór svæði á sögulegum tíma.
Lítill vafi leikur á því að meginhluti Reykjanesskagans, að undanskildum yngstu hraunum og ystu annnesjum, hefur verið vaxinn skógi fyrrum, og lengi fram eftir öldum. Það sýna annars vegar kjarrleifar þær sem enn standa eftir, en hins vegar má ráða hið sama af vitnisburðum skráðra heimilda.
Reykjanesskagi - GeitahlíðÍ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns kemur fram að um 1700 voru enn miklir skógar á Reykjanesskaga. Þá áttu 8 jarðir úr Grindavík og 23 jarðir úr Rosmhvalaneshreppi kolagerðarskóg í Suðurnesjaalmenningum. Í Vatnsleysustrandarhreppi áttu 20 jarðir og í Álftaneshreppi 22 jarðir kolagerðarskóg í almenningum. Á sumum jörðum, t.d. Krýsuvík, var þá enn nokkurt kjarr í heimalöndum en er að eyðast. Athyglisvert er að ekki er getið um að skógur til kolagerðar í almenningum fari þverrandi. Það undirstrikar stærð þeirra á þessum tíma, því yfirleitt var reynt að gera sem minnst úr öllum hlunnindum í þessari úttekt. Lyngrif segir líka sína sögu. Það er að vísu talið til hlunninda á fjölda jarða, en er þverrandi í heimalöndum og langsótt fyrir marga.

Krýsuvík

Krýsuvík – mógrafir.

Mótekja var víða lítil á skaganum. Lyng og hrís var eftirsótt til eldiviðar og af mörgum býlum varð að gjalda hríshesta, einn eða fleiri, til Bessastaða.
Fjöruþang var helsta eldsneytið á Vatnsleysuströndinni og víðar, en „þurrabúðarhyskið“ átti lítinn eða engan rétt á þangtöku. Því urðu margir að leita í úthagann eftir eldivið. Þegar búið var að eyða birkinu, var einirinn og lyngið rifið.
Sauðfé og annar búsmali átti að sjálfsögðu sinn þátt í eyðingunni og hindraði eðlilega endurnýjun gróðursins með því að bíta nýgræðinginn jafnharðan og hann óx.
Rányrkjan hélt áfram allt fram á þessa öld. Ástand gróðurs og jarðvegs er víða slæmt, eða jafnvel mjög slæmt ef tekið er tillit til gróðurfarslegra skilyrða. Breytir þar litlu þótt ástand lands hafi nokkuð batnað á síðari árum, m.a. vegna fjárfækkunar, ef litið er á skagann í heild.

Spyrnt við fótum

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Nokkuð er nú umliðið síðan augu manna tóku að opnast fyrir því að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að sporna gegn frekari eyðingu.
Haustið 1952 tóku Árni G. Eylands og Sæmundur Friðriksson saman einkar fróðlega „greinargerð um athugun á að friða Reykjanesskaga ásamt Reykjavík, Hafnarfirði og nágrenni bæjanna fyrir ágangi búfjár“, en sauðfé á þessu svæði hafði verið fargað vegna mæðiveiki haustið 1951. Úr þessum áformum varð ekki að sinni, sem er önnur saga, en þar birtist m.a. úttekt á gróðri á Reykjaneskaga, sem Steindór Steindórsson samdi.
í lok úttektar sinnar víkur Steindór að endurheimt gróðurs á Reykjanesskaga: „En eru þá hraunbreiður þessar dæmdar til eilífðrar auðnar og að vera eitt ófrjósamasta og ömurlegasta svæði á öllu landinu? Naumast mun svo vera. Þau hafa einu sinni verið skógi klædd, og það geta þau aftur orðið, ef mannshöndin leggur þeim lið, og tekur nú til að græða það sem áður var eytt.“

Gömlu-Hafnir

Landgræðslugarðar við Gömlu-Hafnir.

Fyrstu landgræðsluframkvæmdir á Reykjanesskaga hófust 1938 með uppsetningu 20 km girðingar og stöðvun sandfoks vestast á skaganum. Ýmsir fleiri áfangasigrar hafa náðst í verndun landkosta á liðnum áratugum. Árin 1977-1978 var girt þvert yfir Reykjanesskagann og var þá allt land vestan Grindavíkurvegar, um 35.000 hektarar, friðað fyrir beit. Síðan hefur áburði og fræi verið dreift víða á því svæði. Ýmsar aðrar girðingar hafa verið settar upp, m.a. til að friða höfuðborgarsvæðið, og auðvelt að skoða árangur friðunar við fjölbreyttar aðstæður, bæði með og án uppgræðslu. Mikil reynsla hefur aflast sem unnt er að byggja á enn stærri áfanga í endurheimt landkosta á Reykjanesskaga.

Vatnshlíð

Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn 1960 – hús Hákons Bjarnasonar.

Á miklum hluta skagans mun gróður taka framförum ef hann fær algjöran frið fyrir búfjárbeit um nokkurn tíma. Fé er orðið fátt og mörg sveitarfélaganna hafa nú þegar bannað lausagöngu sauðfjár, en ekki öll og því fer féð víða um. Komin er góð reynsla af beitarhólfum, þannig að auðvelt á að vera að koma til móts við þá sem vilja stunda einhvern sauðfjárbúskap þótt tekið sé með öllu fyrir lausagöngu. Slík friðun er langódýrasta og mikilvirkasta leiðin til að bæta ástand gróðurs og jarðvegs sé til lengri tíma er litið. Jafnframt væri þá unnt að fjarlæga mikið af girðingum, sem margar hveijar eru komnar til ára sinna og þurfa mikið viðhald.

Hvaleyrarvatn

Vatnshlíðin 2022.

Þar sem uppblásturinn hefur hvað harðast unnið sín spellvirki mun friðunin ein ekki duga. Nakið land grær yfirleitt hægt án aðstoðar. Fyrir því eru ýmsar ástæður, en veigamestar eru e.t.v. skortur á raka- og næringarheldni, erfiðar spírunaraðstæður og hin gífurlega holklakamyndun sem er í ógrónu landi. Uppgræðsla með grasfræi og áburði, eða öðrum aðferðum, miðar að því að koma gróðurþróun af stað eða flýta fyrir henni, um áratugi eða aldir eftir aðstæðum. Þetta á ekki hvað síst við um Miðnesheiðina, Krýsuvík og reyndar mörg önnur svæði.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn um 1960 – Skátalundur nýbbyggður. Mynd ÓKG.

Reynslan sýnir að áburður og grasfræ geta víða gert kraftaverk. Þar sem jarðveginn vantar er þó langbest að nota lífrænan áburð, s.s. hey úr görðum eða úrgangshey, hrossatað, svína- og hænsnaskít til uppgræðslunnar. Mikið fellur til af slíkum efnivið á Reykjanesskaga, en hann fer að miklu leyti til spillis, svo skiptir þúsundum tonna árlega. Þar sem birki, víðir og fleiri tegundir hafa horfið úr landinu getur verið langt í frægjafa. Þar þarf að sá eða gróðursetja.

Margar hendur vinna létt verk

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn 2020.

Áhugamannasamtök, einstaklingar og sveitarstjórnir hafa lengi unnið að landbótum á Reykjanesskaga í samvinnu við Landgræðsluna og Skógrækt ríkisins. Þetta samstarf hefur aukist mjög á síðustu árum og endurspeglar vaxandi þörf almennings fyrir gróðursælt umhverfi. Skógræktarfélögin, Lionsklúbbar og Landvernd hafa verið þar ötul, en ástæða væri til að nefna miklu fleiri, t.d. hestamannafélagið Mána í Reykjanesbæ sem hefur grætt mikið af örfoka landi til beitar. Nýlega voru stofnuð samtök, Gróður fyrir fólk, sem hafa á stefnuskrá gróðurbætur í öllu Landnámi Ingólfs. Vonandi tekst þeim að fá miklu áorkað í þessu brýna hagsmunamáli.

Guðmundarlundur

Guðmundarlundur í Gráhelluhrauni – minningarskjöldur.

Í þéttbýlinu á Reykjanesskaga býr fjöldinn allur af fólki sem beinlínis þráir að sækja sér lífsfyllingu í það að hlúa að gróðri úti í náttúrunni. Með góðu skipulagi og aðgengi að friðuðu landi geta hópar áhugamanna unnið stórvirki við uppgræðslu og notið síðan ánægjunnar af árangrinum. Gróðursælt og vistlegt umhverfi er sameiginlegt markmið okkar allra.“ – Höfundur er fagmálastjóri landgræðslu ríkisins

Heimild:
-Morgunblaðið 01.06.1997, „Endurheimt landkosta á Reykjanesskaga“, Andrés Arnalds, bls. 14-15 E.

Guðmundarlundur

Guðmundarlunur í Kópavogi.

Eldvörp

Stefnan var tekin á Eldvörp. Ætlunin var að reyna að opna leið milli tveggja eldgíga, en í fyrri ferðum FERLIRs á svæðið hafði komið í ljós að ekki væri ómögulegt að komast í gegnum þröngt gat með því að víkka það og síðan um rás úr öðrum gígnum og áfram inn í annan hærri (dýpri). Báðir gígarnir eru um 12 metra djúpir, en hægt er að komast undir þann fremri um gat á hlið hans.

Eldvörp

Eldvörp – Tvígígahellir.

Eldvörp er gígaröð norðvestur af Grindavík. Röðin liggur á réttvísandi sprungurein, líkt og aðrar á Reykjanesskaganum. Eldvörpin eru í rauninni einstaklega falleg gígaröð með fjölmörgum formfögrum gjall- og klepragígum. Í sumum þeirra eru litlir hellar. Við sunnanverða gígaröðina eru t.d. útilegumannaskjól með mannvistarleifum í. Í nyrði hluta hennar eru hyldjúpar hraunsprungur og djúpir gígar. Auk þess má sjá í þeim fjölmargar hraunmyndanir, litasamsetningar og annað er glatt getur auga áhugafólks um jarðfræði.
Nyrsti og efsti hluti Eldvarpanna geyma t.d. fallegt hraundríli, u.þ.b. 8 m djúpt. Í því eru sérkennilegar hveraútfellingar. Ljóst er að Eldvörpin hafa ekki orðið til í einu gosi, en líklegt má telja að þau hafi orðið með stuttu millibili.

Eldvörp

Í Tvígígahelli.

Þegar komið var niður í fremri gíginn blasti við hyldjúp sprunga, sem þunnfljótandi hraunið úr gígunum hafði runnið niður um og smurt veggi hennar slétta. Mikill gustur kom upp um rifuna. Hellasérfræðingur, sem var með í för, stóðst ekki mátið og fetaði sig u.þ.b. 8 metra niður í sprunguna. Þá sást enn önnur eins vegarlengd niður á við. Hann staðnæmdist þó áður og bað aðra um að fylgjast með sér ef hann kæmi ekki upp aftur. Þeir báðu hann í guðana bænum um að fara ekki þessa leið niður á við fyrr en fengist hefði viðhlítandi búnaður. Það væri aldrei að vita hvar hann endaði. Hann varð við þeirri beiðni. Ljóst er að ekki mun líða á löngu að þessi leið verður könnuð til fulls. Ekki er ólíklegt að ætla að hún kunni að liggja niður í stóra hraunrás þar undir.

Eldvörp

Í Tvígígahelli.

Hafist var handa við að víkka opið í gini gígsins. Það gekk bæði vel og fljótt fyrir sig. Haftið reyndist vera þunnt og auðvelt snyrtingar. Þegar hreinsað hafði verið frá var skriðið inn og síðan rás, sem þar var fyrir innan, rakin yfir að efri gígnum. Sennilega eru fáir slíkir staðir til hér á landi og jafnvel í öllum heiminum, sem bjóða upp á aðstæður sem þessar. Þarna er farið undir djúpan gíg, í gegnum rás um undirheimana og yfir í annan gíg, síst lægri. Vel má gera sér í hugalund hvað hafi gengið þarna á á meðan á eldsumbrotunum stóð.

Eldvörp

Í Tvígígahelli.

Í efri gígnum voru fallegir hraungúlpar, sléttlagaðir. Inn úr gígnum liggur rás og síðan upp á við. Önnur liggur annars staðar svo til beint upp á við, alveg undir jarðskelina. Gifs er á veggjum og innri rásir fagurrauðar, sums staðar a.m.k. Þegar horft var upp blasti við blár himininn.
Nú er búið að skapa nýjan möguleika fyrir fólk, sem langar til að skoða stutta hella, kíkja undir og inn í gosgíga og virða fyrir sér stórbrotna sprungurein með öllum þeim gígum, sem henni fylgir – og það einungis eftir stutta göngu.
Hellir þessi hafði ekki fengið nafn, áður en ferðin var farin. Lagt hefur verið til að hann verði nefndur „Tvígígahellir“. Björn Símonarson og fleiri höfðu skoðað þetta hellasvæði áður og þá talið að þarna væri rás á milli.
„Mission completed“.
Frábært skjól var í gígunum meðan regnið barði þá utan.

Myndun Eldvarpa

Eldgos

Í Morgunblaðinu 2018 mátti lesa eftirfarandi viðtal við Þóru Björg Andrésdóttur; „Gerir hættumat vegna eldgosa„. Þóra var að leggja lokahönd á meistaraprófsverkefni við Háskóla Íslands. Þar reyndi hún að meta hvar líklegast væri að eldos geti orðið í Reykjaneskerfinu, sem er yst á Reykjanesskaganum.

EldgosÍ yfirskrift greinarinnar segir; „Eldvirknihætta á Reykjanesi metin og kortlögð eftir nýjustu aðferðum. Eldgos gæti ógnað nauðsynlegum innviðum samfélagsins. Upphafið að hættumati fyrir öll eldfjallasvæði landsins“.

„Hættan á eldgosi á Reykjanesi er til staðar. Þar eru 4-5 þekkt eldgosakerfi, þeirra helst eru Reykjaneskerfið, Krýsuvíkurkerfið, Bláfjallakerfið og Hengilskerfið. Eldgos á þessu svæði gætu mögulega ógnað innviðum á borð við vegi, raflínur, lagnakerfi, ljósleiðara og einnig vatnsbólum að ekki sé talað um byggingar.
HúsfellsbruniHættumatið er unnið á grundvelli jarðfræðilegra, landfræðilegra og skipulagsfræðilegra gagna. Þóra Björg teiknar upp líklegustu svæðin, eins og sést á meðfylgjandi korti, og eins hvar mikilvægt mannvirki eru á svæðinu. Hún ver verkefnið sitt í júní. Leiðbeinendur hennar eru Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindadeild, og Ármann Höskuldsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Sefur vært á Völlunum
EldgosÞóra Björg býr á Völlunum í Hafnarfirði og kveðst sofa alveg róleg, þrátt fyrir að hafa sökkt sér niður í sögu eldvirkni á Reykjanesi vegna vinnunnar við hættumatið. Hún kveðst treysta því að nútímatækni og þekking tryggi það að nægur fyrirvari gefist til að vara fólk við ef líkur á eldgosi aukast. Því séu litlar líkur á manntjóni vegna mögulegs eldgoss. Tekið skal fram að ekkert bendir til þess að eldgos á þessu svæði sé í aðsigi.
Þessi vinna er hins vegar mikilvæg til að auka viðbúnað áður en og ef til eldgoss kemur. Þá er dýrmætt að vera vel undirbúinn og geta gripið til viðbragðs- og almannavarnaáætlana sem byggðar hafa verið á vísindalega unnu hættumati.
Bent er á að komi upp eldgos á Reykjanesi geti eitt helsta viðfangsefnið orðið að stýra umferð þeirra sem skoða vilja gosið og um leið beina þeim frá hættum, t.d. af mögulegri gasmengun.

Nýjustu aðferðum beitt

Ármann Höskuldson

Ármann Höskuldsson.

Ármann sagði að vinnan við hættumatið á Reykjanesi væri afleiðing af evrópskum samstarfsverkefnum í eldfjallafræði á borð við verkefnin Futurevolc, Vetools og nú Eurovolc. Evrópusambandið hefur styrkt öll þessi verkefni.
„Við beitum nýjustu aðferðum til að meta eldfjallavá á svæðum. Við þurfum að geta stutt niðurstöður okkar með tölulegum gildum. Vandinn við jarðfræði er að tímaskalinn er svo afskaplega langur miðað við mannsævina. Þegar tölfræði er beitt reynum við að hafa gagnasafnið eins stórt og hægt er. Í því sambandi hafa verið þróaðar nýjar aðferðir á Ítalíu, Spáni, í Frakklandi og nú hér á Íslandi sem snúa að eldfjöllum.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort Ísor.

Hér hafa orðið um 260 eldgos á sögulegum tíma. Þau eru ekki stórt úrtak og til að reyna að skilja íslenska eldfjallafræði þurfum við að fara minnst tíu þúsund ár til baka þegar fjöldi eldgosa er að nálgast þrjú þúsund til að gagnasafnið verði nógu traust,“ sagði Ármann. Mikið af hraunum sem komu upp í eldgosum fyrir löngu síðan eru komin langt undir hraun sem síðar runnu.
Eldfjallafræðin hefur þróast hratt á undanförnum aldarfjórðungi. Ármann segir að með því að skoða gömul öskulög sé hægt að leggja mat á hve lengi sprengigos sem enginn sá stóð lengi yfir. Einnig hve hátt gosmökkurinn fór. Þannig er hægt að fá mynd af því hvað gerðist í löngu liðnum eldgosum. Þessari þekkingu er síðan hægt að beita til að segja fyrir um hvernig eldgos í
framtíðinni kunna að haga sér.

Gögnin verða aðgengileg

Jarðfræði

Hraun á sögulegum tíma.

Ármann segir að fyrsta skrefið í heildaráhættumati sé að greina svæði þar sem líklegt þykir að eldsumbrot geti orðið. Það er mikilvægt t.d. vegna skipulagsmála. Hvar þykir óhætt að reisa mannvirki í sæmilegu skjóli frá mögulegum eldgosum. Gögnin úr hættumatinu verða aðgengileg fyrir t.d. sveitarfélög sem fara með skipulagsmál og almannavarnir.
Næsta skref er að meta hvað mögulega gerist verði eldgos. Hvort það verði sprengigos og þá hvernig askan frá því dreifist. Verði það hraungos, hvert hraunið muni þá líklega renna og hvert gas gæti borist. Hraunstraumur er flókið fyrirbæri og getur verið erfitt að segja til um hvert hann fer. Hann nefnilega breytir landslaginu jafnóðum og hann rennur. Þegar þessar greiningar liggja fyrir er hægt að leggja línur um skammtímalíkön fyrir öskudreifingu eða hraunrennsli.

Helga þarf hættusvæðin

Reykjanesskagi

Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði eru einnig sýnd (gul). Sprungusveimar Hengils til norðausturs og Reykjaness til suðvesturs eru svartir.

Ármann segir að nú sé hægt að sjá eldgos fyrir með betri fyrirvara og meira öryggi en áður. Dæmi um það er gosið í Eyjafjallajökli sem sást að var í aðsigi um þremur vikum fyrir gosið 2010. Einnig þurfi að vera hægt að sjá fyrir hvað gerist næst og búa sig undir það. Hann segir að helga þurfi þau svæði þar sem eldgosavá er meiri en annars staðar svo þar séu ekki skipulögð mannvirki. Undantekningin eru jarðhitaver sem eðli málsins samkvæmt þurfa að vera ofan á svona svæðum.
Eldstöðvakerfin á Reykjanesi teygja sig út í sjó. Verði gos úti í sjó gæti það líkst Surtseyjargosinu með gosmekki upp í 10-12 km hæð. Verði gosið kröftugt mun askan dreifast víða með veðri og vindum. Eldgos á landi verður líklega hraungos.
Reykjanesskaginn er eldvirkt svæði og eldvirknin hefur komið í hrinum.

Reykjanes

Reykjanes – jarðfræðikort ISOR.

Líklegt er að í framtíðinni eigi eftir að gjósa í sprungusveimnum sem tekur land við Reykjanestána og teygir sig austur eftir og inn á nesið. Sprungusveimurinn teygir sig austur að Grindavík. Í framtíðinni gæti komið upp hraungos sem stefndi í átt til Grindavíkur.
Ármann minnti á að menn hefðu öðlast dýrmæta reynslu af hraunkælingu í Heimaeyjargosinu 1973. Það sé því hægt að stjórna því hvert hraun rennur.
Einnig mun líklega gjósa í Krýsuvíkurkerfinu sem gengur þar á land og teygir sig norður undir Hafnarfjörð. Sama má segja um Bláfjallakerfið og Hengilskerfið ofan höfuðborgarsvæðisins. Ómögulegt er að segja hvenær það gerist. Síðasta gos í Henglinum var fyrir tæplega 2.000 árum, í Bláfjallakerfinu um landnám og á svipuðum tíma í Krýsuvíkurkerfinu. Ekki hefur gos komið upp á landi síðan á 13. öld að gaus í Reykjaneskerfinu.

Neðansjávareldgos algeng

Reykjaneshryggur

Um miðjan september 2013 lauk mánaðarlöngum rannsóknarleiðangri á Reykjaneshrygg með rannsóknarskipinu Marcus G. Langseth. Í leiðangrinum var syðsti hluti Reykjaneshryggjar kortlagður með fjölgeislamælitækni í fyrsta sinn.Reykjaneshryggur er lengsti samfelldi rekhryggur jarðar.
Það er því heimsviðburður að í lok leiðangurs er hryggurinn að fullu kortlagður.

Neðansjávareldgos hafa verið algeng við Reykjanes og á Reykjaneshrygg. Talið er að a.m.k. tvö eldgos hafi orðið hryggnum á síðustu öld, 1926 og líklega einnig 1973. Þau náðu ekki upp úr hafinu. Það gerði hins vegar eldgos á 19. öld sem m.a. stráði ösku yfir Keflavík. Samkvæmt sögulegum heimildum hafa orðið 1-2 eldgos á öld á Reykjaneshrygg, að sögn Ármanns. Minnt var á að ekki væri langt síðan ástand var sett á gult vegna skjálftahrina út af Reykjanesi.
Ákveðið hefur verið að kortleggja allt landgrunnið með fjölgeislamælingum. Vísindamennirnir sögðust bíða spenntir eftir niðurstöðum slíkra mælinga suður af Reykjanesi. Búið er að kortleggja botninn út af hælnum á Reykjanesi. Atlantshafshryggurinn sem liggur á landgrunninu er lítið þekktur í þessu tilliti og sama er að segja um hafsbotninn suður af Reykjanesi.
Mikilvægt er að vita hvað eldvirknin hefur náð langt út í sjó. Verði þar eldgos á sjávarbotni þá verður það sprengigos.

Áframhaldandi gerð hættumats
Hraun ofan höfuðborgarsvæðisins

Vinnan við hættumat á Reykjaneskerfinu er fyrsta skrefið í gerð slíks hættumats fyrir öll eldstöðvakerfi á landinu, að sögn. Sömu aðferðum verður beitt þar og á Reykjanesi. Þau sögðu rökrétt að gera næst sambærilegt hættumat fyrir hin eldstöðvakerfin á Reykjanesinu.“

Omar

Við mikilvæga útskrift í Háskóla Íslands; stofnun www.ferlir.is í framhaldi af námi í Menningarmiðlun; eitt verkefnanna, sem ekki fór í „glatkistuna“ fyrir síðustu aldarmót.

Bent skal á að langflestar ritgerðir og verkefni, sem varið hefur verið drjúgum tíma og erfiðsmunum í fullri alvöru af hálfu nemenda í Háskólum landsins, hafa hingað til dagað uppi niður í skúffum leiðbeinendanna og nánast aldrei orðið til neins gangs, hvorki nemendunum né öðrum.

FBI

Útkrift úr skóla FBI árið 1995. Þar lærðist margt um mannlega hegðun, langt umfram afbrot og glæpi hversdagsins…

Myrkrar gamlar skúffur Hákólanna eru nú nánast að verða fullar af fjölmörgum aldargömlum mikilvægum verkefnum, sem hafa beðið þar þögul, en nauðsynlega þurfa að sjá dagsins ljós – samfélaginu til gagns…

Heimild:
-Morgunblaðið, 111. tbl. 12.05.2018, Guðni Einarsson, „Gerir hættumat vegna eldgosa“, bls. 18.

Eldgos

Eldgos ofan Grindavíkur 14. janúar 2014.
Seinni tíma eldgos á Reykjanesskaga jafa jafnan verið lítil og varið í skamman tíma.

Skálafell

Í Alþýðublaðinu 28. júlí 1974, bls. 2, má lesa eftirfarandi um Ingólf, „Hinn fyrsta landnámsmann„, þræl hans Karla og skála er Ingólfur byggði í Skálafelli:

Skálafell

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

„Sumar það er þeir Ingólfur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi, þá var liðið frá upphafi heims sex þúsundir vetra og sjö tugir og þrír vetur, en frá holdgan drottins átt hundruð (ára) og sjö tigir og fjögur ár. Þeir höfðu samflot þar til þeir sáu Ísland: þá skildi með þeim.
Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla: hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmu á land. Ingólfur tók þar land, er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleif rak vestur fyrir land, og fékk þar vatn fátt. Þá tóku þrælarnir írsku það ráð að hnoða saman mjöl og smjör og kölluðu það óþorstlátt: þeir nefndu það minnþak. En er það var tilbúið, kom regn mikið, og tóku þeir þá vatn á tjöldum. En er minnþakið tók að mygla, köstuðu þeir því fyrir borð og rak það á land, þar sem nú heitir Minnþakseyri. Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Hjörleifur lét þar gera skála tvo, var önnur tóftin átján faðma, en önnur nítján. Hjörleifur sat þar um veturinn. En um vorið vildi hann sá: hann átti einn uxa, og lét hann þrælana draga arðinn. En er þeir Hjörleifur voru í  skála, þá gerði Dufþakur það ráð, að þeir skyldu drepa uxann og segja, að skógarbjörn hefði drepið, en síðan skyldu þeir ráðast á þá Hjörleif, ef þeir leituðu bjarnarins. Eftir það sögðu þeir Hjörleifi þetta. Og er þeir fóru að leita bjarnarins og dreifðust um skóginn, þá settu þrælarnir að sérhverjum þeirra og myrða þá alla jafnmarga sér. Þeir hljópa á burt með konur þeirra og lausafé og bátinn. Þrælarnir fóru í eyjar þær, er þeir sá í haf til út suðurs, og bjuggust þar fyrir um hríð.

Skálafell

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöfða fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi þau tíðendi: hann lét illa yfir drápi þeirra Hjörleifs. Eftir það fóru þeir Ingólfur vestur til Hjörleif shöfða, og er hann sá Hjörleif dauðan, mælti hann: ,,Lítið lagðist hér fyrir dóðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða og sé ég svo hverjum verða, ef eigi vill blóta“. Ingólfur lét búa gröf þeirra Hjörleifs og sjá fyrir skipi þeirra og fjárhlut.

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar.

Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá engjar liggja í útsuður til hafs: kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn: fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar er Eið heitir á eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir og hljóp hver sinn veg hver. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmann. Þeir Ingólfur höfðu með sér konur þeirra, er myrtir höfðu verið: fóru þeir þá aftur til Hjörleifshöfða: var Ingólfur þar vetur annan.

Ingólfsfell

Tóftir Fells undir Ingólfsfjalli.

En um sumarið eftir fór hann vetur með sjó. Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá. Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegis súlur hans við Arnarhvál f yrir neðan heiði.
Ingólfur fór um vorið ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið, hann bjó í Reykjavík: þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli Öxarár, og öll nes út. Þá mælti Karli: „Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum. Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum: við hann er kennt Vífilsfell: þar bjó (hann) lengi, varð hann skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála í Skálafelli: þaðan sá hann reyk við Ölfusvatn og fann þar Karla.“
Frá Skálafelli austan Esju er ágætt útsýni yfir Ölfusvatn [Þingvallavatn].
Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Alþýðublaðið, 28. júlí 1974, 136. tbl., 55. árg., bls. 2.

Skálafell

Tóft í Skálafelli.

Húsfellsbruni

Ritstjóri Fjarðarfrétta – blaði allra Hafnfirðinga, skrifaði leiðara blaðsins þann 1. febrúar 2024 undir fyrirsögninni „Eldsumbrot og spádómar„:

Fjarðarfréttir„Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa hrundið af stað margs konar áhyggjum fólks af því að hraun geti runnið að byggð á höfuðborgarsvæðinu. Er það skiljanlegt enda eru eldstöðvar allt í kringum okkur og við Hafnfirðingar höfum nokkrar innan okkar landamerkja.

Guðni Gíslason

Guðni Gíslason, ritstjóri.

En það kemur á óvart hvað sérfræðingarnir okkar eru yfirlýsingaglaðir, svo mjög að ætla mætti að þeir væru talsmenn verktaka í varnargarðagerð. En ekki ætla ég þeim annarlegar ástæður en finnst þó undarlegt hversu yfirlýsingarnar renna fram í samtölum við þá og jafnvel án þess að vísindaleg gögn styðji fullyrðingar eða að sérfræðingarnir færi góð rök fyrir máli sínu.

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni – upptökin við Stóra-Kóngsfell (Kóngsfell). Ruglingur nafngiftarinnar er vegna þess að Kóngsfell er til ekki víðs fjarri, sem og Litla-Kóngsfell. Þá er „Kóngsfell“ sýnt á kortum fyrrum, en átti að vera „Konungsfell“. Eftir stendur nefnt „Stóra-Kóngsfell“. Örnefnaruglingur þessi hefur verið tilefni til landamerkjadeilna í gegnum tíðina.

En allir hljóta að vera sammála að mikilvægt er að stjórnir sveitarfélaganna séu meðvitaðar um mögulegar sviðsmyndir og geti með stuttum fyrirvara hrundið af stað vinnu við að verja innviði okkar sé þess kostur og þeir séu í raunverulegri hættu.

En grunnurinn að slíkri vinnu hlýtur að þurfa að koma frá sérfræðingum okkar, ekki úr fullyrðingum hvers og eins, heldur eftir sameiginlega niðurstöðu sérfræðinganna.
Nú síðast vorum við hrædd með fullyrðingum um kvikusöfnun undir Húsfellsbruna og þar sem við Hafnfirðingar skiptum Húsfellinu með Garðbæingum og Kópavogsbúum er þetta okkur nærtækt.

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni.

Húsfellið er þó saklaust af þessum hraunum í Húsfellsbruna sem hafa átt uppruna sinn m.a. í Stóra-Kóngsfelli við Bláfjöll og vestan við Kóngsfellið en stærsti gígurinn er Eldborg rétt við veginn áður en komið er upp í skíðasvæðið. Ekkert þessara hrauna hefur runnið þar sem byggð er nú.

Vonandi halda sérfræðingarnir okkar ekki áfram að láta blaðamenn draga fram fram hjá þeim vanhugsaðar fullyrðingar til fyrirsagnaskrifa og huga meira að vísindunum og staðreyndum. Eldgosahættu þarf að taka alvarlega.“ – Guðni Gíslason ritstjóri

Heimild:
https://www.fjardarfrettir.is/fra-ritstjora/leidarinn-eldsumbrot-og-spadomar
-Fjarðarfréttir 1. febrúar 2024, leiðari; „Eldsumbrot og spádómar“. Guðni Gíslason,bls. 2.
Kóngsfellshraun

Eldgos

Augu allra beinast nú sem oftar að Reykjanesskaga og margt og mikið hefur verið ritað um gosið í Geldingadölum og Meradölum. Nú beinum við sjónum okkar vestar á skagann að eldstöðvakerfunum tveimur, Reykjanesi og Svartsengi, en þar lauk síðasta gosskeiði á Reykjanesskaga 1240.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort; nútímahraun.

Hér verður sérstaklega fjallað um síðustu eldana sem urðu innan Reykjanes- og Svartsengis-kerfanna sem ýmist eru talin eitt kerfi eða tvö. Þess má þó geta að þau sameinast til norðurs þar sem erfitt er að greina sprungureinar kerfanna í sundur.

Eldarnir, sem nefnast gjarnan Reykjaneseldar, stóðu yfir frá árinu 1210–1240. Með eldum er átt við hrinur af eldsumbrotum sem standa yfir í lengri eða skemmri tíma á sama svæðinu. Í Reykjaneseldum urðu nokkur gos úti fyrir Reykjanestá og mynduðu þau gjóskulög á landi. Einnig runnu fjögur hraun úr sprungugosum á landi en þau eru Yngra Stampahraun, Eldborgarhraun yngra, Illahraun og Arnaseturshraun.

Reykjanes

Reykjanes – jarðfræðikort.

Í Heimildinni má lesa eftirfarandi um „„Sandsumar“ í kjölfar eldgosa úti fyrir Reykjanesi„:
„Í kvikugangi þeim sem myndast hefur og liggur frá Sundhnúkagígum í norðri, undir Grindavík og jafnvel á haf út, er umtalsvert meira af kviku en sést hefur í stærstu innskotum sem urðu í tengslum við eldgosin þrjú við Fagradalsfjall. Enn er óvíst hvort að kvika nái til yfirborðs svo úr verði eldgos en ef það gýs á hafsbotni, sem ekki er útilokað, yrði svokallað þeytigos, sprengigos sem verða þegar heit kvika kemst í snertingu við vatn. Við slíkar aðstæður myndast mikil aska og öskufallið getur náð langar leiðir og haft ýmsar afleiðingar.

Reykjanes

Reykjanes – loftmynd.

Öskugos urðu við upphaf Reykjaneseldanna á fyrstu áratugum þrettándu aldar. Eldar þeir stóðu yfir á árunum 1210–1240 en áður höfðu önnur gostímabil einnig orðið og á einu slíku mynduðust Sundhnúkagígar, líklega fyrir um 2.400 árum. Það er á þeim slóðum, undir þeim og suður undir Grindavík, sem kvikugangur hefur nú myndast að mati Veðurstofu Íslands.

Í Reykjaneseldum á 13. öld urðu nokkur gos úti fyrir Reykjanestá og mynduðu þau gjóskulög á landi. Eldarnir hófust að því er talið er á „surtseyísku eldgosi“ í fjöruborðinu undan Reykjanestá. Að því er segir á vef Náttúruminjasafns Íslands er talið að eldsumbrotin hafi stöðvast í einhvern tíma en nokkrum mánuðum síðar hafist að nýju en þá utar. Tveir gígar hlóðust upp í hafinu, m.a. Karlinn svokallaði sem er hluti gígbarms þessa síðara goss á hafsbotni.

Miðaldarlagið mikla

Landnámsöskulagið

Dökka lagið með ljósum botni þar fyrir neðan er Landnámsöskulagið. Ofan þess má m.a. sjá Miðaldaöskulagið.

Finna má fjögur gjóskulög á Íslandi sem tengjast Reykjaneseldum en heimildir geta að minnsta kosti sex gosa úti fyrir ströndum Reykjaness á þessum tíma. Árið 1226 myndaðist svonefnt miðaldarlag, sem er svart, sendið gjóskulag sem notað hefur verið til aldursgreininga hrauna á svæðinu. Annálar greina frá „sandsumri“ það ár og einnig „sandvetrinum mikla“ í kjölfarið.

Miðaldarlagið hefur verið rannsakað töluvert á síðustu áratugum og það þannig staðsett í öskulagatímatali jarðfræðinnar, en „faðir“ þess er Sigurður Þórarinsson náttúrufræðingur.

Reykjanesskagi

Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld.

Ritaðar heimildir hafa einnig verið notaðar til að varpa ljósi á áhrif sprengigosanna sem mynduðu miðaldarlagið. Annálar, Biskupasögur og Sturlungasaga Sturlu Þórðarsonar eru nokkuð samhljóða um þessa atburði.

Rauð sól og myrkur um miðjan dag

Reykjanes

Reykjanes – jarðfræðikort ISOR.

„Þetta var kallat sandsumar, því at eldr var uppi í sjónum fyrir Reykjanesi, ok var grasleysa mikil,“ segir til dæmis í Sturlungasögu. Um „sandvetur“ eftir þetta sumar er svo fjallað í ýmsum annálum s.s. Oddverjaannál. „Þessi vetr var kallaðr sandvetr ok var fellivetr mikill, ok dó hundrað nauta fyrir Snorra Sturlusyni út í Svignaskarði,” segir í Íslendinga Sögu. „Sandvetr hinn mikle ok fjárfellir,” segir í Guðmundar sögu Arasonar. „Vetur markverður vegna skaðlegs sandfoks; einnig myrkvi á hádegi. Eldgos úr hafi við Reykjanes,“ stendur svo í Annálabrotum Gísla Oddssonar. „Sol raud sem blod: Elldur wpi fyrir Reykianesi,“ segir í Oddverjaannál.

Krýsuvíkureldar

Krýsuvíkureldar – kort jarðfræðinga lagt yfir loftmynd.

Í langtímahættumati Reykjanesskaga, skýrslu sem unnin var hjá Veðurstofu Íslands, er fjallað um mögulegt gjóskufall vegna eldgosa í hafi. Þar er t.d. bent á að Keflavíkurflugvöllur gæti orðið fyrir gjóskufalli sem gæti valdið röskun á starfsemi. Hversu mikil sú röskun yrði færi eftir stærð gosa og hversu lengi það myndi vara. „Dekksta sviðsmynd gjóskufalls á Keflavíkurflugvöll sýnir 45 mm þykkt lag,“ segir í skýrslunni. Töluverðar líkur séu á að skyggni spillist í gjóskufalli og jafnvel eftir að því lýkur af völdum gjóskufoks. Aðrir fjölfarnir ferðamannastaðir eru álíka líklegir til að verða fyrir gjóskufalli en gjóskufall hefur ekki almenn áhrif á þá að öðru leyti en að aðgengi að þeim verður erfiðara og skyggni spillist.“

Grindavík - jarðfræði

Grindavík – eldgos 2021-2024.

Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali við Stöð 2 vorið 2022 að eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir höfuðborgarsvæðið. Það hafi orðið raunin í gosinu sem myndaði miðaldarlagið. „Ef slíkur atburður myndi endurtaka sig, þá væri það eitthvað sem höfuðborgarbúar myndu klárlega taka eftir.““

Reykjaneseldar

Reykjanesskagi

Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði eru einnig sýnd (gul). Sprungusveimar Hengils til norðausturs og Reykjaness til suðvesturs eru svartir.

„Reykjaneseldar hófust á surtseyísku eldgosi í fjöruborðinu undan Reykjanestá er þar byggðist upp gígur sem nefndur er Vatnsfellsgígur. Talið er að eldsumbrotin hafi stöðvast í einhvern tíma en nokkrum mánuðum síðar hófust þau að nýju utar, þar sem Karlinn stendur nú, en hann mun vera hluti gígbarms síðara gossins. Um 500 m voru á milli gíganna en nú þegar brimið hefur unnið á þeim um aldir sjást einungis ummerki eftir þá. Karlsgígur hefur verið mun stærri en Vatnsfellsgígur en hægt er að sjá ummerki um að gosefni úr honum hafi lagst yfir Vatnsfellsgíginn.

Ummerki eru um gígaröð sem liggur um 4 km inn eftir skaganum í stefnu SV-NA og nefnist hraunið úr henni Yngra Stampahraun. Stærstu gígarnir eru tveir og nefnast Stampar og er gígaröðin öll kennd við þá. Gígarnir eru að mestu klepragígar sem byggst hafa upp af hraunslettum frá kvikustrókum. Hraunið frá gígaröðinni rann upp að Karlsgíg og Vatnsfellsgíg sem staðfestir að hraunið rann eftir að þeir mynduðust.

Landnámsöskulagið

Dökka lagið með ljósum botni þar fyrir neðan er Landnámsöskulagið. Ofan þess má m.a. sjá Miðaldaöskulagið.

Finna má fjögur gjóskulög sem tengjast Reykjaneseldum en heimildir geta að minnsta kosti sex gosa úti fyrir ströndum Reykjaness á þessum tíma. Árið 1226 myndaðist svonefnt miðaldalag, sem er svart, sendið gjóskulag (R-9) sem notað hefur verið til aldursgreininga hrauna á svæðinu. Annálar greina frá „sandsumri“ það ár og einnig sandvetrinum mikla veturinn á eftir.

Ofan á Yngra Stampahrauni má finna miðaldalagið og er því talið að Stampagígaröðin hafi verið virk á fyrri hluta eldanna. Gossprungurnar, sem mynduðu Eldvarpahraun yngra, Illahraun og Arnaseturshraun, hafa verið virkar eftir að miðaldalagið myndaðist þar sem öll hraunin liggja ofan á því gjóskulagi.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Eldvarpahraun yngra rann úr samnefndri gígaröð sem er um 8–10 km löng og nær næstum því til sjávar þó engin gos séu þekkt í sjó frá sama tíma á þessu svæði. Gossprungan sjálf er mjög löng en gígaröðin er fremur slitrótt. Hraun úr syðsta enda sprungunnar rann í sjó fram. Marga formfagra gíga er að finna í Eldvörpum og um hluta þeirra liggur skemmtileg gönguleið. Ekki er síðra að horfa á gígana úr lofti.

Illahraun myndaðist úr stuttri samsíða sprungu austan við Eldvörp. Á norðurjaðri hraunsins er nú Bláa lónið. Illahraun er frekar torfært uppbrotið helluhraun. Gígaröðin er einungis um 200 m að lengd og á henni má finna nokkra gíga, einn gígurinn er stærri en hinir og er sá gígur tvöfaldur.

Arnarsetur

Arnarsetur.

Úr 500 m langri gossprungu við Gígahæð rann Arnaseturshraun. Stuttu austar má finna 700 m langa sprungu sem virðist einungis hafa verið virk í stuttan tíma.

Við Bláa lónið er Illahraun áberandi úfið og grófgert.“

Ítarefni;

Kristján Sæmundsson & Magnús Á. Sigurgeirsson. 2013. Reykjanesskagi. Bls. 379–401 í: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson & Bjarni Bessason). Háskólaútgáfan, Reykjavík.

Kristján Sæmundsson, Magnús Á. Sigurgeirsson & Guðmundur Ómar Friðleifsson. 2020. Geology and structure of the Reykjanes volcanic system, Iceland. Journal of Volcanology and Geothermal Research 391. 1–13.

Magnús Á. Sigurgeirsson. 1995. Yngra-Stampagosið á Reykjanesi. Náttúrufræðingurinn 64(3). 211–230.

Magnús Á. Sigurgeirsson & Sigmundur Einarsson. 2019. Reykjanes og Svartsengi. Í: Bergrún A. Óladóttir, Guðrún Larsen & Magnús T. Guðmundsson. Íslensk eldfjallavefsjá. VÍ, HÍ og Avd-RLS. Sótt 2. mars 2021 af http://islenskeldfjoll.is/?volcano=REY#

Sveinn P. Jakobsson, Jón Jónsson & Shido, F. 1978. Petrology of the Western Reykjanes Peninsula, Iceland. Journal of Petrology 19(4). 669–705.

Heimildir:
-Sunnudagur 4. febrúar 2024, Heimildin, Sunna Ósk Logadóttir, „Sandsumar“ í kjölfar eldgosa úti fyrir Reykjanesi.
-https://nmsi.is/molar/eldfjall/reykjaneseldar/

Arnarseturshraun

Illahraun og nágrenni – (Jarðfr.glósur GK).

Helgadalur

Fornleifar í Skúlatúni og í Helgadal
heimildir og tillaga um rannsókn

Skúlatún

Skúlatún

Í Árbókinni 1908 fjallar Brynjúlfur Jónsson um „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907„; annars vegar í Gullbringusýslu og hins vegar í Skúlatúni. Þar fjallar hann bæði um tóftir í Skúlatúni og í Helgadal. ÓSÁ tók saman.

„Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún.

Helgadalur

Helgadalur

Kom mér í hug að það væri stytt úr Sculastatun; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þenna stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið. Samt þótti mér ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.

Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleyfarvatn (inn frá Krýsuvík) alt inn á milli Kaldársels og Helgafells.

Helgadalur

Helgadalur.

Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlið og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar [Gvendarselshæð], og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar eð hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn.

Helgadalur

Helgadalur.

Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans, og hygg eg hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum á Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu. Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djup með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingarleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann hulinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar.

Skílatún

Skúlatún norðanvert.

Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var i þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum. Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér hefir verið bær og tún. Og þá virðist nafnið »Skúlatún«, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.“

Helgadalur

Tóftir í Helgadal. Vel sést móta fyrir skála v.m. á myndinni.

Þá fjallar Brynjúlfur um minjarnar í Helgadal:

„Í sama skiftið sem mér var bent á Skúlatún um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta var þess getið sæist þar til rústa. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur hóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni.

Helgadalur

Helgadalur – tóft – skissa ÓSÁ.

En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt síg vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhlið-vegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafl verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nu eru hrauni huldir. Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (sbr. Árb. fornl.-fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt þaðan til Hafnarfjarðar.“

Í dag, árið 2011, mótar ekki fyrir húsum í Skúlatúni. Þar með er ekki sagt að þar kunni ekki að leynast hús, einkum austast í túninu. Í Helgadal sér fyrir 9 m löngum skála sem og þremur öðrum byggingum.

Skúlatún

Ungar í hreiðri í Skúlatúni.

Líklegt má telja að í dalnum hafi verið tímabundin búseta kúabúskapar yfir sumartímann allt frá fyrstu tíð búsetu hér á landi, líkt og sá má við sambærilegar aðstæður við Urriðavatn. Við uppgröft þar mætti eflaust finna þar skálann, fjós og jafnvel fleiri byggingar. Líklegt má telja að minjar við Rauðshelli tengist Helgadalstóftunum.

Lagt er til að kannað verði hvort mannvistarleifar leynist í Skúlatúni og að könnunarrannsókn fari fram á tóftunum í Helgadal með það að markmiði að leggja að heildstæðum fornleifauppgrefti á staðnum.

Helgadalur

Helgadalur – stekkur.

Ef niðurstaðan verður skv. væntingum ætti að verða auðvelt að ganga þannig frá mannvistarleifunum í Helgadal að áhugasamt göngufólk um sögu og menningu svæðisins eigi auðveldan aðgang að því.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1908, Brynjúlfur Jónnsson; Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 eftir Brynjúlf Jónsson. Í Gullbringusýslu. II Skúlatún, bls. 9-11.
-Þorvaldur Thoroddsen. Ferðabók I (ferð 1883). Kaupmannahöfn 1913.
-Þorvaldur Thoroddsen. Lýsing Íslands II. Kaupmannahöfn 1911.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell að handan.

Garðsstígur

Gengið var eftir Garðsstíg (Garðvegi) til suðurs að Grófinni í Keflavík. Leiðin lá um svonefndan Garðstíg efri, þ.e. um Langholtin, Ytra- og Innra-Langholt.
Önnur leið var mun neðan Langholtanna milli Garðs og Berghóla, skammt ofan heimagarða Leiru, Hólma og Gufuskála, en á Berghólum komu leiðirnar saman síðasta spölinn í Grófina í Keflavík.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Neðri leiðin sést spottkorn enn rétt ofan garðs við Hólm og Gufuskála. Viðhald og virðing hennar hefur verið vanrækt, líkt og um aðrar gamlar þjóðleiðir á Suðurnesjum.
Gengið var sem sagt um ofanverðan Inn-Garð. Ætlunin var m.a. að skoða Elínarstekk (Ellustekk), tóftir Heiðarhúss, Hríshólavörðu, Þrívörður, Árnaborgina og/eða Smalaskálaflatir/-borg. Einnig að ganga um Langholtin, skoða Langholtsvörður, Ranglát og Pretsvörðuna og halda síðan til suðurs utan Bergvatna að Grófinni ofan við Keflavík.

Hríshólavarða er í stefnu vestsuðvestur frá Ellustekk (Elínarstekk). Hún stendur á Hríshólum. Gamlar götur út úr Garði lágu við Langholt og Hríshólavörðu. Þær nefndust Efrivegur. Neðrivegur lá ofan við Leirubæina. Enn sést móta fyrir götum þessum, einkum norðvestan og ofan við Langholtin. Einnig á Berghólum og áleiðis að Grófinni.

Ellustekkur

Svæðið innan við Garð hefur verið raskað að nokkru, bæði með vegaslóðum og malar- og grjótnámi, auk þess sem allnokkur gróðureyðing hefur orðið á Miðnesheiðinni. Þess vegna er sá hluti gömlu þjóðleiðarinnar sem hefur varðveist því merkilegri og mikilvægt að gæta þess vel að honum verði ekki raskað frekar (en nauðsynlegt er).

Það verður að teljast til fyrirmyndar að búið er að merkja margar minjar í og við Garð. Veg og vanda af því hefur Guðmundur Garðarsson (Bóbi) haft, en hann á m.a. ættir að rekja til Rafnkelsstaða.

Garður

Garður og nágrenni – herforingjaráðskort 1903.

Keflavíkurjörðin var ekki stór og eru merki glögg og um óumdeilt eignarland að ræða. Sömu sögu er að segja frá jörðum í Gerðahreppi. Þegar jarðabókin var tekin saman árið 1703 voru alls sextán jarðir í byggð í Garði og Leiru auk Útskála. Jarðirnar voru þessar: Hrúðurnes, Stórihólmur, Litlihólmur, Gufuskálar, Meiðsataðir, Ívarshús, Kothús, Varir, Brekka, Skeggjastaðir, Gauksstaðir, Gerðar, Miðhús, Lambastaðir, Rafnkelsstaðir og Krókur og að auki er getið Heiðarhúsa, sem stóð á heiðinni upp af Meiðastöðum og Rafnkelsstöðum.

Ranglát

Ranglát.

Heiðarhús varð klausturseign og síðar konungs. Síðar fór hún í eyði, en var nýtt frá nærliggjandi jörðum. Töluverðar breytingar hafa síðustu áratugi átt sér stað í Garðinum. Leiran er komin í eyði og á landi landnámsjarðarinnar Stóra-Hólms er nú golfvöllur. Í Gerðalandi hefur byggðin á hinn bóginn vaxið ört og þar er myndarlegt þéttbýli. Saga og þróun þessarar byggðar var m.a. rakin í „innanbæjargöngu“ um Garð daginn áður þar sem t.a.m. var skoðað fornmannaleiði í miðri byggðinni, rakin saga útgerðar niður við Gerðahöfnina, sagt frá vörum, sjósókn og sjósköðum með ströndinni, lýst sögu Útskálakirkju og nágrenni og skýrt einkennismerki Garðs, Skagagarðurinn mikli, sem og rakin saga þess mannvirkis er enn er bæði ásjálegt og áþreifanlegt milli Garðs og Kirkjubóls.
Þegar komið var út fyrir þéttbýlið á innleið, en eins og heimamenn vita voru einungis tvær áttir í Garði, þ.e. austur og vestur (hinar voru inn (suður) og út (norður)), var staðnæmst við gróna þúst ofan við þjóðveginn; Ellustekk.

Prestsvarða

Prestsvarða.

Skúli Magnússon segir í Faxa, október 1999, frá Elínarstekk (Ellustekk) utan við Garð.
„Skammt ofan við þjóðveginn í gegnum Leiruna er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er Elínarstekkur (Ellustekkur). Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld.
Sögu þessa og staðsetningu stekksins hef ég eftir ábendingum Ólafs Sigurjónssonar frá Litla-Hólmi.
Þegar bílvegur var lagður um Leiruna, um og eftir 1920, var honum valið stæði ofan við byggðina, skammt austan við Elínarstekk. Þessi vegur var síðan breikkaður, eins og fleiri þjóðvegir á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, og náði þá uppundir stekkinn.
Það var sumarið 1787 að Elín Stefánsdóttir, blásnauður niðursetningur á Gufuskálum, fannst örend í snærisspotta í hjalli þar skammt frá bænum. Vegna deilna hennar og vinnumanns, þar á bænum, þótti dauði hennar ekki einleikinn.
Haldgóðar vísbendingar fengust þó ekki um að Elín hafi verið myrt, þrátt fyrir réttarhöld. Þess vegna var talið að hún hefði tekið líf sitt í skyndilegu æði, sem að hefði borið um nótt.
HolurtElín var því, samkvæmt kirkju- og landslögum, heygð utan vígðrar moldar og var holað niður utan túngarðs í Leirunni, í sauðfjárstekk frá bænum á Gufuskálum.
Láti Elínar og aðdraganda þess, svo og hulun líks hennar og frágangi þess, er lýst í Dóma- og þingbókum Gullbringusýslu. Óttuðust grafarnir að Elín gengi aftur og skáru höfuð hennar af um hálsinn, lögðu líkið á grúfu, en lögðu höfuðið við þjóhnappana. Átti það að tryggja að hún lægi kyrr.
Fyrir meðferðina á líkinu hlutu mennirnir dóma og ákúrur yfirvalda. En aldrei fór neinum sögum af ókyrrleika sem eignaður var þessari ólánsömu konu.
Heimildarmaður minn, Ólafur Sigurjónsson, kallaði stekkinn aldrei annað en Elínarstekk, en í heimildum Jóns Helgasonar í Sunnudagsblaði Tímans 9. febr. 1969, bls. 108-112, virðist hann nefndur Gufuskálastekkur og hefur það að öllum líkindum verið upprunalegt nafn hans. Eftir greftrun Elínar hefur nafn stekksins breyst en hið eldra heiti líklega fallið úr daglegu máli og gleymst.“

Garðsstígur

Þrívörður.

Ellustekks er getið í örnefnalýsingu fyrir Rafnkelsstaði. Þar segir: „Hér voru býli, sem eru farin í eyði: Þórðarbær, Bjarnabær, Pálsbær og Finnsbær. Rétt ofan við nýja veginn er Ellustekkur, sem ber við himin frá bæ séð.“ Grænagróf er í berginu innan Rafnkelsstaða, beint niður af Ellustekk. Stekkurinn mun því vera í Rafnkelsstaðalandi, en ekki Gufuskála.

Efri vegur liggur að norðanverðum Langholtum neðan Hríshólavörðu. Varðan sést vel ofan við Ellustekk. Síðan liggur hún niður fyrir holtin. Fyrst hefur henni verið raskað með trönum, síðan stríðsathöfnum og loks námuvinnslu. Handan þessa svæðis sést gatan vel neðan við holtin.
Til norðurs lá leiðin neðan við Heiðarbæ og kom niður þar sem nú er elliheimilið í Garði. Sunnan við Langholtin er gatan vel greinileg þar sem hún liðast um móann áleiðis að Berghólum.

Gengið var neðan tófta Heiðarhúss ofar í heiðinni. Þar mótar fyrir húsum og görðum. Í Þjóðsögum Jón Árnasonar segir: „Það er í munnmælum haft að Heiðarhús sem eru spölkorn fyrir ofan Inngarðinn hafi í fornöld verið mesti stórbær svo að þar væru þrjátíu hurðir á hjörum, en hafi aflagt fyrir reimleika sakir. Var sá draugur nefndur Heiðarhúsadraugur. Skyldi einn þar búandi maurapúki peningaauðugur hafa gengið aftur til skildinganna. Þókti þar ekki viðvært lengi fram eftir jafnvel þó þar séu tún hin beztu.

Garðsstígur

Gengið um Garðsstíg.

Sigurður og Svanhildur kona hans bjuggu í Heiðarhúsum um 1805. Svanhildur var talin forneskjukerling. Sigurður reri þar í Garðinum sem fleiri og kom oft seint heim á kvöldin frá sjónum. Einu sinni seint um kvöld er Svanhildur sat inni, en Sigurður var ekki kominn frá sjónum, var kallað á gluggann hjá henni: „Ég vil mitt.“ Þá svaraði hún: „Taktu þitt og farð’ í burtu.“ Svo fóru leikar að þeim þókti þar svo óskemmtilegt að þau fóru þaðan.“
Í athugsasemdum við örnefnalýsingu Rafnkelsstaða segir að „Heiðarhús eru nú löngu komin í eyði. Þó man Halldór [Þorsteinsson í Vörum] eftir karli, sem búið hafði tómthúsbúi í Heiðarhúsum og var við þau kenndur. Þarna var talsvert ræktað land, sem Rafnkelsstaðamenn og Meiðastaðamenn deildu um áður fyrr, en hvorugir gátu helgað sér það, því að það var í óskiptu landi.“

Hér fyrir neðan voru býli, sem eru farin í eyði: Þórðarbær, Bjarnabær, Pálsbær og Finnsbær. Rétt ofan við nýja veginn er Ellustekkur, sem ber við himin frá bæ séð. Grænagróf er dokk niður í bergið. Þar er mikil huldufólks byggð.
Þá er hið óskipta land uppi í heiðinni. Beint hér upp af er eyðibýlið Heiðarhús. Virðist það hafa verið allmiklar byggingar og mikil jörð. Þar innar eru Smalaskálaflatir og Hríshólavarða, og framhald af henni er svo Langholt, sem nær áfram fyrir ofan Leiruna.

Garðsstígur

Garðsstígur – fisktrönur.

Grænugróf er fyrir neðan veginn, niður af Ellustekk. Heiðarhús eru nú löngu komin í eyði. Þó man Halldór eftir karli, sem búið hafði tómthúsbúi í Heiðarhúsum og var við þau kenndur. Þarna var talsvert ræktað land, sem Rafnkelsstaðamenn og Meiðastaðamenn deildu um áður fyrr, en hvorugir gátu helgað sér það, því að það var í óskiptu landi.

Það er í munnmælum haft að Heiðarhús sem eru spölkorn fyrir ofan Inngarðinn hafi í fornöld verið mesti stórbær svo að þar væru þrjátíu hurðir á hjörum, en hafi aflagt fyrir reimleika sakir. Var sá draugur nefndur Heiðarhúsadraugur. Skyldi einn þar búandi maurapúki peningaauðugur hafa gengið aftur til skildinganna. Þókti þar ekki viðvært lengi fram eftir jafnvel þó þar séu tún hin beztu. Sigurður og Svanhildur kona hans bjuggu í Heiðarhúsum um 1805. Svanhildur var talin forneskjukerling. Sigurður reri þar í Garðinum sem fleiri og kom oft seint heim á kvöldin frá sjónum. Einu sinni seint um kvöld er Svanhildur sat inni, en Sigurður var ekki kominn frá sjónum, var kallað á gluggann hjá henni: „Ég vil mitt.“ Þá svaraði hún: „Taktu þitt og farð’ í burtu.“ Svo fóru leikar að þeim þókti þar svo óskemmtilegt að þau fóru þaðan.

Hríshólavarða

Hríshólavarða.

Innsti bærinn í Garði er Rafnkelsstaðir, þá koma Meiðastaðir, síðan Kothús niðri við sjóinn og Varir þar skammt fyrir utan. Í landi þessara jarða standa nú íbúðarhús, sem reist hafa verið á seinni árum eftir að fólki fór mikið að fjölga í Garðinum. Í vörunum var mikið útræði, enda lending þar góð um sund sem Varaós var. Ósvarða er ofarlega í heiðinni. Frá Rafnkelsstöðum að Garðskaga teljast 14 nafngreindar varir er segja nokkuð til um fjölda uppsátra þarna við ströndina fyrrum.
Neðan við fiskhúsin er ós, sem nefnist Kópa. Inn úr henni eru Meiðastaðavör og Rafnkelsstaðavör, erfiðar varir. Fyrir ofan veg, uppi í heiði, er Árnarétt, skilarétt. Hana byggði Árni Þorvaldsson, sem hér var stórbóndi. Réttin er skemmtilega hringhlaðin, víðast hvar mannhæðar há.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir m.a. frá Bergþóri er bjó á Rafnkelsstöðum. „Hann var maður fjáður einkum að sjávarútvegi og átti mörg skip. Það var þá siður að gjalda sjómönnum skiplag sitt í mjöli, hverjum tvo fjórðunga eða þá annan í mjöli en hinn í hörðum fiski og færið skyldu þeir fá að vertíðarlokum; flestir létu þá fá stykki úr gömlu færi.
Þar var með sjómönnum Bergþórs unglingspiltur úr Norðurlandi ósjóvanur. En er hann vó skiplagið í þetta skipti vildi hann ekki gjalda drengnum nema helminginn og lét hann gjalda þess er hann var ekki sjóvanur.“ Sagan er lengi en óþörf ílengdar hér.

Langholt

Ratsjárstöð á Langholti.

Ofan þjóðvegarins eru löng holt; Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Yst á Langholtinu eru steyptir stöplar. Við þá er grónar hringlaga hleðslur, líklega skjól, sem hlaðið hefur verið upp úr ytri-Langholtsvörðunni. Undir holtinu að austanverðu eru grunnar hús. Þarna mun hafa verið loftskeytastöð frá hernum. Tvö möstur voru þarrna, annað hærra en hitt. Norðan svæðisins eru einar af síðustu heillegu fiskitrönum á Suðurnesjum. Að þessu sinni setti blómstrandi silfurskúfur litskrúðugan blæ á umhverfi þeirra.
Innan við mitt Langholtið er stór varða; Innri Langholtsvarðan. Hún var mið af sjó ofan við Leiru.

Í örnefnalýsingu eftir Símon Guðmundsson með ábendingum Guðbjörns Þórarinssonar kemur m.a. eftirfarandi fram um Langholtin og svæðið þar fyrir ofan: „Þau kallast Langholt (ft.). Sandmelur skilur þau í sundur í Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Merki munu liggja yfir melinn á milli þeirra. Vörður eru á báðum Langholtum, lítil á Ytra-Langholti, en stór og mikil á því innra. Þær eru kallaðar Langholtsvörður. Það var gömul trú, að einhverjar vættir væru í Langholtum: Illvættur í Ytra-Langholti, en hollvættur í Innra-Langholti.

Garðsstígur

Garðsstígur – fjárborg við Langholt.

Þrívörður eru þrjár og sjást þær vel í suðvestur frá Ytra-Langholti. [Um þær liggja mörk Gufuskála og Rafnkelsstaða í miðjar Sjálfkvíar niður við berg.]
Hríshólavarða er í stefnu vestsuðvestur frá Ellustekk og eru merki í hana eins og áður segir. Klapparhólar eru í kringum hana og stendur hún á einum slíkum. Þeir kallast Hríshólar. – Gamlar götur út í Garð lágu neðan við Langholt og Hríshólavörðu. Götur þessar voru nefndar Efrivegur.“ Athugasemdir: „Í landamerkjabréfinu er talað um Hríshalavörðu. Það er líklega misritun fyrir Hríshólavörðu, en svo hafa Símon og Guðbjörn alltaf heyrt vörðu þessa nefnda og Hríshólar heita þar í kring.
Í lýsingu Ara er getið um Grímshól. Hvorki kannast Símon né Guðbjörn við hann í landi Gufuskála og mun hann þar hvergi til.“

VarðaOfan við Langholtin sést móta fyrir smárétt, stekk eða jafnvel fjárborg. Réttin er vestan í stærsta og grónasta hólnum á svæðinu. Sést hleðsla að innanverðu, en vel er gróið að utanverðu. Umhverfis eru góðar grasflatir í annars gróðussnauðu svæðinu. Af móanum og einstaka torfusneplum að dæma hefur þessa svæði verið vel gróið fyrrum. Ekki er að sjá að mannvirkis þessa sé getið í örnefnalýsingum, en hóllinn gæti verið nefndur Grímshóll – eða um gæti verið að ræða Smalaskálann tengdum Smalaskálaflötum þar norðan við. Þorvaldur Halldórsson í Vörum sagðist aðspurður vita hvar Grímshóll hefði verið. Hann væri í Rafnkelsstaðalandi. Hóllinn hefði verið jafnaður út, en hann hefði haft forgöngu um að ýta þar upp hólsmynd að nýju. Guðmundur Garðarsson sagðist aðspurður ekki hafa heyrt um þetta mannvirki. Njáll Benediktsson í Garðinum hefði eflaust vitað eitthvað um þetta, en hann væri því miður látinn. Miðað við örnefnalýsingar er ekki ósennilegt að þarna gæti verið um Smalaskála að ræða er Smalaskálafalatir þar norðan við draga nafn sitt af.

Heiðarhús

Heiðarhús.

Syðst á Langholti er mikil varða; Ranglát. Ásgeir M. Hjálmarsson í Garði sagði vörðuna hafa verið reista af opinberum aðilum, en ekki er vitað hvenær það var. Hún átti að þjóna þeim tilgangi að það var dregin lína úr henni yfir flóann í eitthvað kennileiti upp í Hvalfirði. Þetta var einskonar landhelgislína þannig að bátar úr byggðalögum fyrir sunnan hana, Keflavík og Vogum, máttu ekki fara norður fyrir hana, sama gilti fyrir báta sem voru gerðir út frá Garði, þeir máttu ekki fara suður fyrir línuna. Menn voru mjög ósáttir við þetta, því var varðan jafnan nefnd Ranglát.

Garðsstígur

Garðsstígur ofan Garðs.

Tugir manna urðu úti á gömlu þjóðleiðunum um Miðnesheiði fyrr á öldum. Flestir voru þeir á leið frá kaupmanninum í Keflavík, síðladags eða undir kvöld.
Sagan af Runka (Runólfi), þess er Hafsteinn miðill hafði jafnan beint samband við á skyggnilýsingarfundum sínum, er ágætt dæmi um þetta. Lík hans fannst illa útleikið eftir að hans hafði verið saknað um tíma. Var jafnvel talið um tíma að honum hafi verið fyrirkomið, en síðar sættust menn á að dauða hans hafi borið að af „eðlilegum“ ástæðum.
Eflaust standa ennþá fleiri vörður, eða fallnar, á Miðsnesheiði sem minningarmörk um fólk, er varð þar úti á sínum tíma, en eru núlifandi fólki flestu gleymt. Og enn rölta menn um heiðina, meira og minna „dauðir“ fyrir sögu þeirra, sem þar hafa orðið til í gegnum aldirnar.
Miðnesheiðin mun hafa, skv. framangreindu, mörgum orðið torveld á leið þeirra frá kaupmanninum í Keflavík. Heimildir eru um að um 60 manns hafi orðið úti á leiðum Miðnesheiðarinnar á u.þ.b. 40 ára tímabili 19. aldar.“

Garðsstígur

Varða við Garðsstíg.

Magnús Þórarinsson segir frá ferðum manna millum byggðalaga á Suðurnesju fyrr á tímum sem og ástæðum þeirra í „Frá Suðurnesjum – Frásagnir frá liðinni tíð – 1960.“
“Frá því að föst verslun hófst í Keflavík hafa Suðurnesjamenn, allir vestan Vogastapa, þar með talin Grindavík og nokkuð úr Vogum og Strönd, átt margar göngur til kaupstaðar síns. Mestar voru voru þessar ferðir um vetrartímann, því þá voru allir karlmenn heima við heimili sín. Að vísu fengu flestir bændur, fyrir aldamót, aðalbirgðir til heimila sinna á kauptíðinni á sumrin fluttar á næstu höfn með kaupskipunum, en sífellt þurfti þó að senda menn í Keflavík eftir einhverju, sem vantaði, veiðarfærum og öðru, eftir hendinni. Tómthúsmenn flestir voru fátækir, sem engar höfðu matarbirgðir, og því oftar urðu þeir að “skreppa í Keflavík”, eins og það var oftast nefnt, og bera heim á bakinu forða sinn, ef forða skyldi kalla. Keflavíkurferðirnar urðu mörgum örlagaríkar.

Garðsstígur

Gengið um Garðsstíg.

Þótt margir fleiri “yrðu úti” en þeir, sem í Keflavík skruppu, urðu þeir þó flestir í þessum ferðum, og eru oft til þess eðilegar orsakir, eins og í pottinn er búið. Þeir fóru stundum svangir að heiman og illa klæddir með poka undir hendinni, vafinn utan um tóma flösku. Veit ég ekki til þess að nokkrum hafi hlekkst á leið til Keflavíkur. Oft var ös í búðunum og afgreiðsla í stirðara lagi, því enn var ekki aflagt að gera mannamun. Flestir fengu þó fljótlega mettaða flöskuna, sem var nauðsynlegt, sögðu þeir, til þes að hressa samviskuna og taka úr sér hrollinn. Flýtti það síst fyrir afgreiðslunni. Voru þeir svo að vasast í búðunum fram á kvöld, en lögðu af stað í ófærð og náttmyrkri, stundum í misjöfnu verði, yfir veglausa heiði, meira og minna drukknir, með einhverja byrði á bakinu. Að öllu leyti illa undir tveggja tíma göngu búnir og vanlíðan haldnir eftir daginn. Varð þá athvarfið hjá sumum að fá meira úr flöskunni, þar til afl og dómgreind var horfið. Mátti svo skeika að sköpuðu um framhald ferðarinnar.

Garðsstígur

Garðsstígur.

Þeir, sem betur voru staddir, hjálpuðu hinum meðan máttu, tóku á sig byrði þeira og gengu undir þeim, uns þeir örmögnuðust líka og þá varð að skilja hina eftir. Ég heyrði margar sögur af slíkum ferðalögum á unglingsárum mínum og kynntist þeim af eigin reynd, er ég varð nokkru eldri.

Gunnar Markússon, 56 ára, giftur húsmaður frá Lambastöðum, varð úti nóttina fyrir skírdag 1834. Mun hafa verið drukkinn, sem hann var hneigður til. Fannst á laugardag fyrir páska, óskaddaður framan við melbarð.“

Það er gömul trú, að einhverjir vættir væru í Langholtum: Illvættur í Ytra-Langholti, en hollvættur í Innra-Langholti. Þrívörðurnar sjást vel í suðvestur frá Ytra-Langholti. Austasta varðan stendur, en miðvarðan er fallin, nokkru ofar, skammt austan við Garðstíginn. Þrívörður eru mörk Leiru og Garðs.

Garðsstígur

Garðsstígur – fjárborg.

Enn ofar í heiðinni er Árnarétt, heilleg og fallega hlaðin. Hún var skilarétt. Réttina byggði Árni Þorvaldsson, sem hér var stórbóndi áður fyrr. Réttin er skemmtileg í annars kennilausalitlu landslaginu og víðast hvar mannhæðar há. Líklega er hér um sömu rétt að ræða og þegar getið er um „litla rétt“ í Smalaholti.
Neðar eru löng holt; Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Syðst á því er mikil varða; Ranglát. Ásgeir M. Hjálmarsson í Garði sagði vörðuna hafa verið reista af opinberum aðilum, en ekki er vitað hvenær það var. Hún átti að þjóna þeim tilgangi að það var dregin lína úr henni yfir flóann í eitthvað kennileiti upp í Hvalfirði. Þetta var einskonar landhelgislína þannig að bátar úr byggðalögum fyrir sunnan hana máttu ekki fara norður fyrir hana, sama gilti fyrir báta sem voru gerðir út frá Garði, þeir máttu ekki fara suður fyrir línuna. Menn voru mjög ósáttir við þetta, því var varðan jafnan nefnd Ranglát.
Tengdafaðir Ásgeirs, Guðni Ingimundarsson, sagði honum þetta, en það var Halldór Þorsteinsson útgerðamaður frá Vörum sem sagði honum þetta fyrir mörgum árum. Halldór er nú látinn.

Neðan við sunnanverð Langholtin má sjá stóra vörðufætur við götuna. Grjótið hefur verið fjarlægt, væntanlega til nota í önnur og yngri mannvirki. Skammt sunnar eru gatnamót að götu upp frá Hólmi. Hún er mjó og hlaðin til kantana. Efst við sýnileika þeirrar götu er vörðubrot í grónum hól.

Garðsstígur

Garðsstígur – upphaf göngu.

Í Rauðskinnu segir frá Prestsvörðunni: „Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen (1808-1887), sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.“
Sálmaversið á hellunni er 4. Davíðs Sálmur 8. vers. („Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum“).

Bergvík. Þegar Símon var að alast upp bjó Pétur Pétursson í Bergvík. Hann hafði grætt nokkuð stóran túnblett frá bænum og niður á sjávarbakka. Guðrúnarkot og Brandsbær stóðu nyrzt í jaðri hans.
Suðaustast á þessum bletti er svolítill hóll, sem kallaður er Gónhóll. Nafn sitt dregur hann af því að þegar flekaveiði var á Bergvík var farið upp á hann og gáð, hvort nokkuð væri komið á flekana. (Ath.: Á undan Pétri bjó í Bergvík Ásgrímur nokkur og er líklegt, að flekaveiði hafi verið stunduð á Bergvík í hans tíð).

Garðsstígur

Gengið um Garðsstíg.

Hólmsberg endar til norðurs í Berghólum, en svo heita fjórir hólar í suðsuðvestur frá Bergvíkurbæ. Hóllinn næstur Bergvíkurtúni, beint upp af Gónhól, var nefndur Gapastokkur. Hann var hár og klettóttur sjávarmegin og illfær. Vel var gengt upp á hann annars staðar. Símon telur, að nafn sitt dragi hann af því, að strákar hafi farið nokkuð djarflega framan í honum og sýnt gapaskap þegar þeir voru að klifra. Huldufólkstrú lá á þessum hól. Áðurnefnd Stóravör er beint niður undan Gónhól og þóttust menn þar oft heyra mannamál og áraglamur að og frá landi, einkum að kvöld- og næturlagi. Trúðu menn, að þar væri huldufólk úr Gapastokk á ferð.
Austsuðaustur af Gapastokk er stór ílangur klettur, sem er eins og hús í laginu. Svolítill hnúður var á norðvesturenda hans. Steinn þessi var nefndur Álfakirkja. Hinir Berghólarnir eru svolitlu vestar en Gapastokkur. Syðsti hóllinn af þeim var nefndur Borgin og var hann hafður fyrir mið norður í Leirnum. Var kallað að vera á Borgarslóð, þegar Borgin var aðeins norðvestur undan hinum Berghólunum – en djúpmið voru miðuð Grindavíkurfjöll.

Langholt

Leifar herstöðvar í Langholti.

Þjóðvegurinn út í Leiru og út í Garð lá sunnanhalt á Hólmsbergi og rétt fyrir ofan bæina í Leirunni. Suðvestan við veginn, heldur nær Keflavík en Leiru, var stórt barð og hlaðin varða á því. Var þar oftast hvílt sig. Barð þetta hét Meyjarsæti. Heiðarlandið tók svo við suðvestan þjóðvegarins. Voru það einkum blásnir melar og börð á stöku stað. Engin örnefni voru á því, nema þau sem fram koma í landamerkjalýsingunni hér á eftir. Svæði þetta var einu nafni nefnt Heiði, og svo var einnig nefnt ofan Gufuskála.
Þrívörður eru áður nefndar á hornmerkjum. Línan frá Þrívörðum í Sjálfkvíar liggur á milli Langholtanna, og er Innra-Langholt því í Innleiru. Það liggur nálægt því frá suðaustri í norðvestur.
Áðurnefndur Línlækur kemur ofan úr Línlækjarholtum í Heiðinni. Suðaustur af þeim holtum eru Bjarnastapar og Kalka var suðaustanvert á þeim.
Yst á Berghólum, þar sem gatan kemur upp á bergið, er grón fjárborg. Vel má sjá móta fyrir hleðslum að innanverðu. Í miðju borgarinnar hefur verið hleðsla. Þá eru hlaðnir útveggir frá borginni að sunnanverðu. Borg þessi hefur stundum verið nefnd Hólmsborg, en hennar er ekki getið í örnefnalýsingum. Gatan liggur ofan borgarinnar. Skammt norðar er hlaðið veggbrot við götuna. Það er greinilega úr vörðu, sem þar hefur staðið því útlínur og tvö umför í henni sjást enn. Norðan þess lá gatan um slakka í holtinu, en námur og rask hafa afmáð verksummerki eftir hana.
Skammt sunnar má sjá vörðu vinstra megin götunnar. Hægra megin hennar eru svo hleðsluleifar af gamalli rétt.

Garðsstígur

Gengið um Garðsstíg.

Stekkjarnefin skiptist í tvennt, Vestra- Stekkjarnef og Eystra-Stekkjarnef. Stekkjarnefin eru grjóthólar, brattir sjávarmegin. Þau fara í kaf um flóð. Þau eru hæst fremst. Sagt var, að fyrr á öldum hefði Stekkjar-nef verið gróið land og stekkur verið á því. Suðaustan við Stekkjarnef er Bergvík. Bergvíkurvör (41) er með Stekkjarnefi að suðaustan. Aðeins suðaustar í víkinni er Stóravör. Þar hafði verið miklu betri lending hér áður en í Bergvík, en þar hafði sjór gengið svo á landið, að ekki var lengur hægt að hafa þar skip. Við Stóruvör byrjar lágt berg, sem síðan fer hækkandi alla leið að Ritunípu, en við hana takmarkast Bergvík að suðaustan. Hægt er að ganga fjöruna undir þessu bergi – inn undir Ritunípu – með stórstraumsfjöru. Berg þetta tilheyrir Hólmsbergi, sem nær úr Bergvík og alla leið inn í miðja Keflavíkurgróf. Þar sem bergið er hæst í Bergvík, er það nálægt 25 föðmum og er þar töluvert varp. Verpa þar einkum svartfugl, rita, fýll og lundi.
Á vorin og sumrin var mikið af bjargfugli á víkinni og þar var fyrir eina tíð stunduð flekaveiði. Pétur Pétursson, sem bjó í Bergvík, þegar Símon var ungur maður, mundi eftir þeim veiðum. Áðurnefnd Ritunípa er þverhnípt berg með dálítilli urð fyrir neðan.
SvartfuglTöluvert suðaustan við Ritunípu skerst Helguvík Inn í Bergið. Suðaustan hennar er Hellisnípa. Hún dregur nafn af hellisskúta inn undir bergið, austanhallt niður af nípunni. Með lágsjávuðu var hægt að róa inn í skútann. Þverhníptir klettar í sjó eru frá Hellisnípu og inn að Stakksnípu. Svolítil vík er norðvestan við Stakksnípuna. Hún var venjulega nefnd Stakksvík. Stórgrýtisurð gekk í sjó fram að norðan við Stakksnípu. Svolítill urðarfótur er undir Stakksnípu. Beint fram af henni er hár klettur, sem heitir Stakkur. Hann er dálitlu lægri en nípan. Dálítið gras var ofan á Stakk og hafa að líkindum verpt þar endur og kría. Hægt er að klífa Stakk, en heldur mun það slæmt.
Af Stakk dregur Stakksfjörður nafn sitt, en svo nefnist allur fjörðurinn frá Stakk og að Brunnastaðatöngum. Svartfugl verpti hvergi í Hólmsbergi nema í Bergvík.
Selvík er suðaustan Stakksnípu, nokkuð breið vík og eru líðandi klappir við hana. Suðaustan hennar er Hellunef, lágt berg fram í sjóinn. Frá Hellunefi liggur fremur lágt ávalaberg og endar í Brenninípu (5=3). Hugsanlegt er að gróður hafi verið fram á Brenninípu til forna og þá verið hægt að afla sér þar brennis til eldiviðar.
Sunnan við Brenninípu er Keflavík. Með henni að norðan, er berg (einir 15-20 m) alveg inn að Keflavíkurgróf. Það er syðsti hluti Hólmsbergs.

Garðsstígur

Garðsstígur.

Áður en komið var að kirkjugarðinum og þar með mörkum Keflavíkur beygir gatan til vesturs. Þessi kafli sem og kaflinn frá Berghólum hefur verið endurgerður fyrir bílamferð. Hins vegar liggur gamla gatan svo til beint áfram með stefnu ofan við Kirkjugarðinn. Við hann eru endurhlaðnar vörður.
Garðstígur liggur áleiðis að Keflavíkurborg ofan við Grófina. Enn má sjá leifar og lögun borgarinnar á klapparhrygg. Gatan liggur síðan niður með henni að austanverðu, áleiðis niður að Grófinni.
Gangan var 7.8 km. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jón Árnason III 348.
-Óbyggðanefnd.
-Sigríður Jóhannsdóttir – örnefnalýsing Rafnkelsstaða 8. júní 1978.
-Guðmundur Jónsson bóndi á Rafnkelsstöðum og Guðjón Björnsson.
-Njáll Benediktsson skráði 1979 – örnefnalýsing Gerðum.
-Ari Gíslason – Gerðar – örnefnalýsing.
-Sigríður Jóhannsdóttir bar lýsingu Ara Gíslasonar undir Halldór Þorsteinsson í Vörum, og gerði hann þá fáeinar athugasemdir – 3. júní 1978.
-Saga Gerðarhrepps.
-Magnús Þórarinsson – Frá Suðurnesjum – Frásagnir frá liðinni tíð – 1960.
-Ásgeir Ágústsson – Gerðahreppi.
-Rauðskinna I – XII.
-Örnefnalýsing fyrir Leiru og Gufuskála – Örnefnastofnun.

Garðsstígur

Garðsstígur

Vörður

„Vörður munu aldrei taldar til stórvirkja í byggingarlist, en engu að síður eiga þær sér afar langan aldur.
Giskað hefur verið á að þær séu meðal þess fyrsta sem fjarlægir forfeður okkar á steinöld tóku Arnastigur-501sér fyrir hendur í mannvirkjagerð. Síðan hafa menn verið að hlaða vörður á öllum tímum sögunnar og notað þær sem viðmiðun í margvíslegum tilgangi.
Á fyrri öldum voru vörður nýttar í nálægum löndum til að merkja leiðir um fjöll og óbyggðir, sýna landamæri og skil á milli bújarða, benda á siglingaleiðir með ströndum fram og til að vísa á fengsæl fiskimið, svo að eitthvað sé nefnt. Þessar venjur við vörðuhleðslu fluttu landnámsmenn með sér hingað, þegar þeir komu siglandi frá Noregi, Bretlandseyjum og víðar að á 9. og 10. öld og settust hér að.

Skógfellavegur

Vörður við Skógfellaveg.

Vörður voru af margvíslegum stærðum og gerðum. Í fyrstu hafa þær verið einfaldar og helst gerðar með þeim hætti að setja einn stein upp á annan og síðan koll af kolli. En brátt hefur mönnum lærst að vanda meira til verksins, raða mörgum steinum saman í þyrpingu, helst hellusteinum, og hlaða síðan hverju steinalaginu ofan á annað, þar til komin var myndarleg varða, jafnvel meira en mannhæðar há. Slíkar vandlega hlaðnar vörður gátu staðið um tugi ára, án þess að haggast, og jafnvel öld fram af öld, svo sem dæmin sanna.

VARÐAÐAR LEIÐIR FRÁ LANDNÁMI
Skogfellastigur-501Landnámsmenn Íslands komu að auðu landi og óbyggðu að mestu. Fyrstu árin í nýju landi hafa farið í að kanna næsta umhverfi á hverjum stað og síðan í framhaldi af því að leita hagkvæmra leiða milli byggða. Fyrst í stað könnuðu menn hinar skemmri leiðir, en ljótlega lögðu þeir land undir fót til að leita leiða milli landshluta. Líður þá ekki á löngu, þar til þeir þekkja deili á helstu hálendisleiðum um landið þvert og endilangt. Að sjálfsögðu urðu þessir landnemar að sýna mikla gætni og varúð, þegar þeir fóru um fjöll og óbyggðir í landi sem þeir þekktu lítið sem ekkert til. Þess vegna merktu þeir gjarna leiðir sínar með því að hlaða vörður, enda grjót tiltækt næstum hvarvetna á fjöllum. Slík leiðarmerki komu sér vel til að rata sömu leið tilbaka og þá ekki síður fyrir hina sem á eftir komu.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – vörður.

Frásagnir af hálendisferðum manna ná aftur til landnámsaldar og fyrsti nafngetni fjallvegurinn var Kjalvegur sem er leiðin frá Norðurlandi til Suðurlands, milli Hofsjökuls og Langjökuls. Og í þessum sögum er þess getið að landkönnuðirnir merktu leiðir sínar með því að hlaða vörður. Má því eiginlega slá því föstu að vörðuhleðsla sé nokkuð jafngömul mannabyggð í landinu. Þannig segir Landnáma frá fyrstu mannaferðum um Kjalveg og öruggt má telja að brátt hafi vörðum fjölgað svo, að Rangaðarvarða hafi aðeins verið ein af mörgum á þessum fjölfarna hálendisvegi. En elsta heimild um mannaferðir á Sprengisandsleið er að finna í Njálu. Ekki er þó getið um vörður, en gera má ráð fyrir að snemma hafi slík leiðarmerki komið til þar á hálendinu. Í lýsingu Eiríks Hafliðasonar frá því um 1740 eru að minnsta kosti nefndar vörður á Sprengisandi. Þar nefnir hann stað á sandinum sem hann segir að heiti Sveinar og „eru þar klappir með nokkrum vörðum“.

VÖRÐUR SEM EYKTAMÖRK
Midmundavarda-501En frá elstu tímum voru vörður ekki aðeins hlaðnar upp til að auðkenna leiðir eða til að sýna landamerki. Þær voru líka settar upp á viðeigandi stöðum sem eyktarmörk til að sýna hvað tímanum leið, því að klukkur komu ekki til sögunnar hér á landi fyrr en á síðustu öldum. Af þessum sökum finnast því víða um land á fjöllum og fellum vörður eða vörðubrot sem bera hinni fornu þriggja stunda skiptingu dagsins glöggt vitni, en þrjár stundir heita eykt hjá fyrri tíðar fólki. Ef vel er leitað munum við því geta fundið dagmálavörður, hádegisvörður, nónvörður, miðaftansvörður og fleira í líkum dúr víða um land. Ef til vill eru margar þeirra orðnar lágreistar eða jafvel hrundar af því að þær gegna ekki lengur neinu hlutverki og því er ekkert um þær skeytt, en víða munu örnefnin
enn vera á sínum stað.

VÖRDUR SEM MINNISMERKI
Prestsvarda-502Á öllum tímum hafa menn líka hlaðið vörður sem minnismerki um tiltekna atburði, svo að þeir féllu síður í gleymsku. Eitt gleggsta dæmið um slíkt eru, til dæmis, Hallbjarnarvörður sem standa við Kaldadalsleið, nokkru norðar en Biskupsbrekka. Vörður þessar eru hinar stæðilegustu, þótt aldnar séu. í Landnámu segir frá uppruna varðanna. Af frásögn Landnámu má vera augljóst að Hallbjarnarvörður voru hlaðnar sem bautasteinar yfir þá sem féllu og þá ein fyrir hvern mann. Þannig hlóðu menn vörður til minningar um vígaferli og aðra válega atburði og hefur svo trúlega verið á öllum tímum. En menn minntust líka merkra og gleðilegra atburða með því að hlaða vörður. Nægir í því sambandi að benda á Konungsvörðuna á Holtavörðuheiði sem hlaðin var til að minnast Norðurlandsferðar Kristjáns konungs X. og föruneytis hans árið 1936.

Dauðsmannsvarða

Efri-Dauðsmannvarða við Sandgerðisveg.

En þótt vörður væru víða hlaðnar til minningar um menn og atburði, þá fer það ekki milli mála að oftast voru þær settar upp sem vegvísar á hálendisleiðum og annars staðar, þar sem slík mannvirki voru talin gagnleg. Fornmenn ferðuðust um hálendið milli landshluta og lengi fram eftir öldum þeystu þar um biskupar og aðrir höfðingjar og embættismenn með flokka sína og fylgdarmenn. Margir aðrir eins og vermenn, skreiðarflutningamenn, kaupafólk og fleiri fóru líka um fjöllin sinna erinda og hélst svo lengi. En þegar kemur fram á 18. öld virðist tekið að draga mjög úr slíkum hálendisferðum, því að eitt af því sem Landsnefndin 1770 leggur áherslu á til viðreisnar með þjóðinni er að lagfærðir verði sem flestir fjallvegir ásamt með ýmsum öðrum samgöngubótum. Lítið varð þó úr slíkum framkvæmdum, en víst er að farið var um Sprengisand árið 1772 í tilraunarskyni. Þó komst á árið 1776 skipuleg póstþjónusta og landpóstar tóku þá að ferðast um byggðir og óbyggðir. Kjalvegur hafði alltaf verið fjölfarin leið, en árið 1780 urðu þar úti þeir bræðurnir Bjarni og Einar frá Reynisstað og förunautar þeirra. Hafði sá atburður mikil áhrif á fólk og tók mjög fyrir ferðir um fjallveginn um árabil. Alltaf fóru þó einhverjir þar um og árið 1794 var Sveinn Pálsson læknir þar á ferð. Lenti hann þá í hinu versta veðri og villtist. En hann rataði á rétta leið, þegar hann fann vörður nokkrar í Kjalhrauni sem vísuðu honum til vegar.

VARÐAÐAR LEIÐIR UM ALDAMÓT
Melabergsgata-501En hreyfing komst aftur á þessi mál undir aldamótin síðustu. Árið 1897 kom hingað til lands danskur vísindamaður, Daniel Bruun að nafni, og ferðaðist víða í því skyni að rannsaka eyðibýli og fleira. Páll Briem, amtmaður að norðan og austan, kynntist Daniel þessum og fékk hann til að kanna vegastæði á nokkrum hálendisleiðum í ferðum sínum. Í framhaldi af því var Kjalvegur merktur og varðaður sumrin 1898 og 99. Það verk unnu að mestu tveir skagfirskir bændur, Indriði Árnason á Írafelli og Magnús Jónsson í Gilhaga. Síðan sneru þeir Páll og Daníel sér að Sprengisandsleið. Fylgdarmaður Danans, Jón Oddsson, varðaði leiðina úr Bárðardal og suður fyrir Kiðagil sumarið 1901. Á næstu árum var verkinu haldið áfram og lokið við það um sumarið 1906. Þessa vörðuhleðslu önnuðust að mestu Jón Oddsson, Jón Þorkelsson og Eiríkur Sigurðsson, allir úr Bárðardal. Við þessa framkvæmd var tæknin komin á svo hátt stig að þeir félagar höfðu hest og kerru til að draga saman grjót í vörðurnar.

Gamli Þingvallavegur

Gamli-Þingvallavegur – varða.

Í framhaldi af þessum samgöngubótum á helstu hálendisvegunum tóku menn víða að lagfæra vegi um fjöll og heiðar milli byggða og þá jafnframt að hressa við gamlar vörður og hlaða upp nýjar. Má í því sambandi benda á leiðina um Mývatns- og Möðrudalsöræfi sem og Jökuldalsheiði og marga aðra fjallvegi úti um allt land. Síðasta skipulagða stórátakið sem gert var í því að hlaða vörður á hálendisleiðum var árið 1922. Þá unnu sumarlangt við að reisa sæluhús á Hveravöllum og varða Kjalveg að nýju þeir Halldór Jónsson frá Hrauntúni í Þingvallasveit, Helgi Sigurðsson, verkfræðingur og síðar hitaveitustjóri í Reykjavík, og maður að nafni Þorkell Guðmundsson. Eitthvað munu menn síðar hafa merkt leiðir með því að hlaða vörður og gera enn, þótt brátt kæmi að því að ný vegamerki leystu vörðurnar af hólmi, en það var þegar mönnum lærðist að setja tréstikur meðfram vegum og enn síðar grönn plaströr, máluð í skærum litum.

BEINAKERLINGAR
Dysjar-501Að endingu skal nefnd sérstök tegund af vörðum sem kallaðar voru beinakerlingar. Voru þær margár hverjar stórar og stæðilegar. Slíkar vörður urðu í umræðu ferðamanna eins konar persónugervingar kvenna og þá einkum gleðikvenna. Ferðamennirnir gerðu gjarna klúrar vísur í orðastað þessara beinakerlinga, settu í hrosslegg eða sauðarlegg og stungu síðan milli steina í vörðurnar. Slíkar vísur voru sem sé stílaðar frá beinakerlingu til þeirra sem síðar fóru um veginn. Var þetta gert til skemmtunar í fásinni þeirra sem fóru um fjöllin.
Minna má á beinakerlingu eina sem fyrrum stóð á miðri Höfðabrekkuheiði, þar sem lestamenn og aðrir ferðalangar höfðu fastan áningarstað. Fyrir munn hennar var eftirfarandi vísa gerð: Veri þeir allir velkomnir sem við mig spjalla í tryggðum; eg get valla unað mér ein í fjallabyggðum.

Svínaskarð

Dys í Svínaskarði.

En frægust allra þessara kerlinga mun þó vera Beinakerlingin á Kaldadal, en hún stendur þar sem talin var hálfnuð leið frá Þingvöllum til Húsafells. Í orðastað þessarar víðfrægu beinakerlingar varð fyrir margt löngu þessi staka kveðin: Sækir að mér sveina val sem þeir væri óðir; kúri ég ein á Kaldadal, komi þið, piltar góðir.
Auðvelt væri að halda áfram með að rifja upp gamlar beinakerlingarvísur sem margar hverjar eru haglega gerðar. En oft þóttu þær grófar í meira lagi. Breyttir samgönguhættir á bílaöld og meiri hraði en fyrrum hafa valdið því að menn nú á tímum staldra lítt við hjá fornum vörðum á fjallvegum og fágætt mun orðið að kveðnar séu beinakerlingavísur.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Jón R. Hjálmarsson, 12. ágúst 1995, bls. 6-7.

Skipsstigur-501

Skipsstígur.