Tag Archive for: Krýsuvík

Fjóla Eiðsdóttir

Í Fjarðarfréttum árið 1969 birtist fróðlegt viðtal við Fjólu Eiðsdóttur undir fyrirsögninni „Af sjónarhóli húsmóður – Að standa einn í stríði lífs er sterkra manna dyggð„. Viðtalið er ekki einungis athyglisvert vegna dugnaðar og elju einstæðrar móður við uppeldi sex barna, sem henni tókst að halda að sér þrátt fyrir mótlæti þar sem lítils stuðnings samfélagsins var að vænta, heldur og vegna þess að í því koma fram gildin um veru barnanna bæði í Vinnuskólanum í Krýsuvík og á Barnaheimilinu Glaumbæ í Hraunum á þeim tíma. Um báða staðina er fjallað ítarlega hér á vefsíðunni.

Fjarðarfréttir

Fjarðarfréttir 1969.

„Fjarðarfréttir rabba að þessu sinni við Fjólu Eiðsdóttur, Hún fluttist til Hafnarfjarðar fyrir átta árum. Hún var þá þegar fyrirvinna sex barna á aldrinum eins til sjö ára. Í þessi átta ár hefur hún barizt ein áfram af slíkum dugnaði og myndarskap, að aðdáun hefur vakið hjá öllum, sem til þekkja.
Hvenær fluttist þú til Hafnarfjarðar?
— Það eru nákvæmlega átta ár síðan, á Jónsmessunni 24. júní, ég man það svo vel. Þá fluttist ég hingað með börnin, sem voru þá á aldrinum 1 til 7 ára.
Mestu erfiðleikarnir voru, að maður hafði ekkert húspláss. Ekkert. Ég kalla það ekki húspláss, eitt herbergi og eldhús fyrir sjö manna fjölskyldu. Það var svo erfitt, að það var ekki hægt að búa við það, þó að við værum tilneydd. Þegar ég svo fékk það húsnæði, sem ég er nú í, fyrir tveimur árum, fannst mér öllum erfiðleikum vera lokið.
Áttir þú ekki við veikindi að stríða fyrstu árin þín hér?
Fjóla Eiðsdóttir— Jú, það voru afleiðingar taugaspennu, ég ætlaði að hafa réttinn mín megin, og ég tel veikindin ekki hafa verið mjög alvarleg, enda náði ég mér strax og ég hafði náð rétti mínum. Það gera sér ekki allir grein fyrir því, að það eru til lög, og ég þurfti að berjast harðri baráttu fyrir rétti mínum og barnanna. Ég var alveg gallhörð á því, að það væru til lög og ég skyldi fara eins langt eins og ég kæmist, og það hef ég gert og skammast mín ekkert fyrir það.
Það hefur oft á tíðum verið erfitt hjá þér og þröngt í búi?
— Já ég gat sjaldan hugsað lengra en að eiga til dagsins, hitt þýddi ekkert. Ég var alveg ánægð, ef ég átti einhvern bita til morgundagsins. Ég vissi alltaf að okkur myndi leggjast eitthvað til. Það voru miklu meiri erfiðleikar að eiga ofan í sig að borða, þegar ég var í Grindavík en eftir að ég flutti í Hafnarfjörð. Grindavík var þá annað verðlagssvæði hjá tryggingunum en Hafnarfjörður og það munaði töluvert miklu, hvað ég fékk meira til að lifa af, þegar ég kom hingað. Fjölskyldubætur fékk ég ekki fyrstu árin. Það eru aðeins rúm tvö ár síðan konur, sem eru einar með börnin sín fóru að fá fjölskyldubætur greiddar.
Fjóla Eiðsdóttir
Ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi um skeið nokkru eftir að ég kom til Hafnarfjarðar. Það var að vísu erfitt að skiljast við börnin, en ég vissi, að ég varð að gera það til að jafna mig eftir taugaspennuna. Ég vissi líka, að það væru til lög og gott fólk, svo að það færi ekki illa um börnin þann tíma.
Eftir að þú komst í betra húsnæði og náðir fullri heilsu aftur, hefur þú þá unnið úti?
— Já ég vinn í Reykveri frá kl. 7.20 f.h. til 7 á kvöldin. Ég hef unnið þar síðan fyrirtækið var stofnað.
Er þá ekki geysileg vinna eftir, þegar komið er heim að lokinni vinnu?

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskólinn (HH).

— Jú, það er nú oft mikil vinna eftir. Ég verð að byrja á því að elda matinn og sameina fjölskylduna yfir einni heitri máltíð á dag. Ég verð alltaf að fara á fætur kl. 6.00 og taka til fötin, sem þau eiga að fara í, og segja þeim alveg hvað þau eiga að gera yfir daginn. Það bregst varla, að þau fari eftir því. Þegar þau voru í Glaumbæ og vinnuskólanum í Krýsuvík lærðu þau að brjóta saman fötin sín og ganga frá þeim. Mér finnst það hafa hjálpað okkur geysimikið allt, sem þau lærðu þar, auk þess, sem það var mikill hjálp að geta komið þeim þangað á sumrin. í hádeginu hef ég oft getað lagt mig, því að þau taka sjálf til hádegismatinn og elzti sonurinn, sem nú er kokkur á bát hefur stjórnað eldamennskunni.
Á kvöldin er föst regla, að hver gengur frá sínu. Þau brjóta fötin sín vel saman og laga til í herberginu. Það verður að vera föst regla og góð samvinna á heimilinu. Það eru margir, sem hneykslast á því, að ég skuli vinna úti og halda, að þetta sé ekki hægt. Já, það hneykslast margir. Fólk heldur, að maður vanræki börnin mikið með þessu, en ég vil meina, að þetta sé bæði skóli fyrir mig og krakkana líka. Þau læra mikið af þessu. Fyrst ætluðu þau að fara að klaga öll í einu, eitthvað sem hafði skeð yfir daginn, en nú kemur það aldrei fyrir, að það sé neitt. Ég þarf aldrei að skipta mér af heimanáminu hjá þeim. Þau eru samvizkusöm, sem betur fer og ég held, að ég fengi þau ekki í skólann, ef þau væru ekki búin að læra.
Hvað ræða börnin um framtíðina?

Glaumbær

Glaumbær í Hraunum.

— Þau náttúrulega ræða um framtíðina. Þessi ætlar að verða þetta og hinn hitt, en maður veit aldrei hvað verður. Ég ætlaði t. d. að verða kennari, en það fór allt á annan veg. Föðurbróðir minn kenndi mér í barnaskóla, og ég og dóttir hans vorum alltaf að keppa. Hún hafði það af að verða kennari, en ekki ég. Ég sagði oft, að það gæti verið, að ég kæmist í skóla, þegar ég væri orðin gömul og hef alltaf huggað mig við það, en krakkarnir verða nú að sitja fyrir, svo að ég kemst sjálfsagt aldrei í skóla,
Nú hefur þú barizt áfram ein með þín sex börn í átta ár. Hvaða hugsun er það, sem grípur þig, þegar þú lítur til baka?
— Ég hugsa bara ekkert um það. Ekki neitt. Það er nokkuð, sem ég forðast alveg að fara að hugsa um. Þá getur maður farið að hugsa margt. Ég hugsa fyrir morgundeginum. Ég set mér mark að keppa að, og þegar ég er búin að ná því, set ég mér annað mark, og svo koll af kolli. Ég hef lögin með mér, og ég hef notfært mér það, en um það, sem liðið er, hugsa ég ekki.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir, 3. tbl. 02.06.1969, Af sjónarhóli húsmóður – „Að standa einn í stríði lífs er sterkra manna dyggð“, bls. 9.

Fjóla Eiðsdóttir

Fjóla Eiðsdóttir og börn 1960.

Hraun

Eftirfarandi frásögn er úr Lesbók MBL 1950:
„Þessi mynd úr ferðabók Charles S. Forbes, er ferðist hjer um land 1859. Henni fylgir þessi lýsing á leiðinni frá Hafnarfirði suður á Ketilstíg: „Áfram, áfram var haldið, reynir vindur og regn mjög á hlífðarföt vor og fótabúnað. En við

Kapelluhraun

Ferðast um Kapelluhraun – teikning frá 19. öld.

höfum vindinn á eftir og það flýtir fyrir okkur. Óhugsandi hefði verið að ferðast á móti honum. – Alls stað er er sama tilbreytingarleysið. Stundum liggur vegurinn yfir helluhraun og stundum yfir holuhraun. Það er hættulegt, einkum vegna þess hvað við förum greitt, því að í gegn um sprungur og gjótur getum við sjeð niður í hella, sem myndast hafa af gufum og er þakið á þeim stundum eitt eða tvö fet á þykt, en stundum ekki nema fáir þumlungar. Um veginn sjálfan er það að segja að hann var eins og gjallhrannir úr járnbræðsluofni, en þar sem hann var eitthvað skárri, var hann krókóttur og sleipur. En litlu, gáfuðu hestarnir okkar gerðu hvorki að hnjóta nje detta. Það var dásamlegt hvernig þeir reyndust. Jeg hefði ekki trúað því að hægt væri að ferðast ríðandi, ef jeg hefði ekki horft á leiðtoga okkar, stiftamtmanninn, sem altaf var á undan. Það hefði ekki verið þægilegt að detta hjer af baki, því að alls staðar er yfirborðið glerhart eins og járn. Á myndinni má betur sjá hvernig höfundi hefur funndist vegurinn. Það er engu líkara en að þeir fjelagar þræði háeggja Sveifluháls. Í baksýn sjer út á flóann og er sólin að setjast við Snæfellsjökul. Er nokkur mótsögn í því og lýsingu hans á veðrinu.“
Líklegra er að myndin sýni Helgafell í baksýn ef leið þeirra félaga hefur legið til Krýsuvíkur.

Heimild:
Mbl. 5. nóv. 1950.

Helgafell

 

Lambhagarétt

Gengið var frá Vatnsskarði og áleiðis umhverfis Kleifarvatn; um Sveifluháls, Hellutinda, Stapatinda, Miðdegishnúk (Hádegishnúk), gengið niður að Kaldrana, elstu minjum í ofanverðri Krýsuvík að talið er, austur með sunnanverðu vatninu ofan við Hvamma, undir Geithöfða, til norðurs vestan Gullbringu og yfir Hvammahraun með viðkomu í Gullbringuhelli.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Þá var gengið með vatninu undir Vatnshlíðinni, sem verður að teljast nokkuð óvenjulegur möguleiki. En skýring er þó á því, eins og flestu öðru. Þá var haldið vestur um Lambhaga, litið á rétt og athvarf smala fyrrum, og síðan gengið áfram eftir eyðinu milli Lambhagatjarnar og Kleifarvatns norðan þess, uns staðnæmst var við hellisskútann undir Hellunni. Fagurt útsýni var yfir Kleifarvatn alla gönguna. Á leiðinni var rifjaður upp ýmiss fróðleikur um vatnið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – dýpi.

Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli, a.m.k. ekki ofanjarðar. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, þannig að veiði (er) var um tíma ágæt. Sumir telja að besti veiðistaðurinn er syðst í vatninu þar sem heitt jarðvatn frá hverasvæðum sytrar út í vatnið, en reyndir veiðimenn vita að besti veiðistaðurinn er undan norðanverðu Hvannahrauni (Hvammahrauni) austan við vatnið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hveravolgrur.

Kleifarvatn er mjög kalt frá náttúrunnar hendi, en volgrur þessar skapa bleikjunni ákjósanleg skilyrði. Eldbrunnið og hrjóstrugt umhverfi vatnsins er bæði sérstakt og fagurt. Í jarskjálftunum 17. og 21. júní 2000 opnuðust sprungur á vatnsbotninum og vatnsborðið lækkaði verulega, en byrjaði að hækka aftur árið 2004.

Krýsuvíkurland sunnan Kleifarvatns tilheyrir landi Hafnarfjarðar, sem í rauninni er forgangssök því í vitund landvætta vorra tilheyrir það umdæmi Grindavíkur. Núverandi ráðstöfun er afleiðing klækja mannanna í valdastöðum þess tíma.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Umhverfisráðuneytið ákvað ekki alls fyrir löngu að veita Náttúrufræðistofu Kópavogs 300.000 kr. styrk vegna fyrirhugaðra lífríkisrannsókna á Kleifarvatni. Ástæðan er sú að Kleifarvatn er afskaplega áhugavert vatn. Það er mjög djúpt og tært, í því er verulegur jarðhiti, það er án afrennslis á yfirborði og í því geta orðið verulegar vatnsborðssveiflur. Þrátt fyrir þetta hafa litlar rannsóknir farið fram á lífríki þess og vistkerfi. Fróðlegt verður að skoða niðursstöðurnar þá og þegar þær liggja fyrir.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnsyfirborð 2000-2004 (Vatnamælingar Orkustofnunar).

Vatnið er (var og er þess á milli) þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 km2 og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97 m djúpt. Það hefur lítilsháttar aðrennsli en ekkert frárennsli nema gljúpan jarðveg. Jarðhitinn er einkum syðst í vatninu og einnig út af Innristapa.
Munnmæli herma að skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn og sést þar endrum og eins. Á það að hafa verið ormskrímsli, svart að lit og á við meðal stórhveli að stærð.

Sveifluháls

FERLIR á Sveifluhálsi 17. júní 2000.

Síðan í jarðskjálftanum mikla (þeir reyndust vera tveir) í júní 200 lækkaði vatnsborð Kleifarvatns um 4 metra. Sprungur í vatnsbotninum opnuðust í Suðurlandsskjálftanum sem svo var nefndur og olli auknum leka úr vatninu. Við lækkaði vatnsborðið og flatarmál Kleifarvatns minnkaði um 20% eða úr 10 km2 í 8 km2, og sandur og leir, sem áður var undir vatnsborðinu, varð nú á þurru. Tanginn norðan í vatninu, undan Lambhagatanga, kom upp úr undirdjúpunum og þurrgegnt varð með vatninu að norðaustanverðu.

Sveifluháls

Á Sveifluhálsi.

FERLIR var staddur á Sveifluhálsi er jarðskjálftarnir riðu yfir 17. júni 2000 með nokkurra mínútna millibili. Fyrst heyrðist vaxandi hvinur úr suðri og siðan má segja með sanni að Sveifluhálsinn hafi risið undir nafni; hann gekk í bylgjum líkt og um öldugang væri um að ræða. Í kjölfarið fylgdi annar og öflugri jarðskjálfti, beint undir fótum. Þá var eins og lamið væri með sleggju upp undir yfirborðið. Grjót hrundi úr nærliggjandi hlíðum í báðum tilvikum, en þegar einn félaganna horfði niður á skóna sína tók hann eftir að þeir voru hálfgrafnir í sendinn jarðveginn.
Síðastliðið hálft ár hefur vatnshæð Kleifarvatns verið nokkuð stöðugt, en hefur þó sveiflast með veðurfari að venju, hækkað við úrkomu, en lækkað í þurrkatíð.
Ef til vill er Kleifarvatn að ná jafnvægi við grunnvatni en of snemmt er að fyllyrða að ekki lækki meira í Kleifarvatni að sinni. Vatnsborð Kleifarvatns mun smám saman þéttast á ný með leir og öðru seti, og vatnsborððið hækka. Það mun þó taka Kleifarvatn ár eða áratugi að ná þeirri vatnshæð, sem var fyrir Suðurlandskjálftann í júní 2000.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Kleifarvatn liggur í djúpri dæld milli tveggja móbergshryggja í sprungustefnu landsins NA-SV. Við vatnsborðshæð 140 m y.s. er meðaldýpi þess 29,1 m, flatarmál Kleifarvatns 10 km2, sem fyrr sagði, og rúmmál þess er 290 Gl. Nú er vatnsborðshæðin 136,3 m y.s., flatarmálið er um 8 km2 og rúmmál þess hefur minnkað niður í um 255 Gl.
Aðrennsli í vatnið á yfirborði er nokkrir smá lækir að sunnanverðu. Auk þess rennur úr hlíðunum í kring í rigningu og er snjó leysir á vorin. Kleifarvatn er að öðru leyti afrennslislaust á yfirborði og gert hefur verið ráð fyrir að vatnsborðið falli saman við grunnvatnsflötinn í umhverfinu og sé háð sömu sveiflum og hann, en rannsaka þarf nánar tengsl þess við grunnvatn í nágrenninu. Kleifarvatn hefur um allnokkurt skeið verið notað sem úrkomumælir á suðvesturlandi. Mælirinn er (var) í litlu húsi vestan við vatnið, undir Hellunni.

Kaldrani

Kleifarvatn.

Kleifarvatn liggur í djúpri dæld milli tveggja móbergshryggja. Vatnsbotn Kleifarvatns hefur þéttst í áranna rás með leir og öðru seti. Lekt vatnsbotnsins var því minni en jarðlaganna í kring og því stóð vatnsborðið hærra en grunnvatnið. Þegar sprungur opnast í botni Kleifarvatns þá breytist lekt þ.e. viðnám jarðlaganna og vatnið hripar niður um sprungurnar. Smám saman nær Kleifarvatn á ný jafnvægi við grunnvatnið í kring, sem fyrr segir.
Af nálægum ummerkjum að dæma hefur Kleifarvatn einhverju sinni, jafnvel oftar en einu sinni, risið hærra en þekkist. Þegar grant er skoðað má lesa lækjarfarveg til suðurs frá vatninu. Fremst varð Nýjaland til með tilheyrandi afleiðingum fyrir hinn mikla dyngjugýg norðan Stóra-Lambafells. Farvegurinn hefur legið yfir núverandi Grænavatn og mótað landslagið allt niður á Krýsuvíkurberg.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Indjáninn.

Kleifarvatn er án afrennslis á yfirborði. Fyrir jarðskjálftana árið 2000 rann lækur úr vatninu norður í Lambhagatjörn og seig vatnið þaðan í gegnum móbergshryggina og hraunin til sjávar norður í Straumsvík. Sumarið 2000 opnaðist 20-40 cm víð sprunga við norðurenda vatnsins og þar streymir vatnið niður. Tvö hverasvæði hafa síðan komið í ljós suðurenda vatnsins og nú er manngengt í hella í Syðristapa sem áður voru í vatnsborðinu

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu eru nefnilega góðar aðstæður fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært svona 10-15 metrar og skyggnið breytist ekki líkt og það gerir í sjónum. Þess vegna geta kafarar nánast alltaf gengið að aðstæðum vísum. Þó bera að geta þess að í miklum vindum og þá sérstaklega í austanátt getur vatnið átt það til að gára og öldurnar verða þó nokkuð háar í slíkum aðstæðum. Gallinn við vatnið er sá að dýralíf í því er fábreytt. Þarna eru stangveiðar algengar en að sjá fiska undir ydirborðinu er sjaldgæfara. Köfurum finnst það því hálfpartinn skrítið að nokkuð veiðist þarna yfirleitt.
Eflaust er besti köfunarstaðurinn staðsettur við Indjánann en það er auðþekkjanlegur steinstapi sem stendur við Stefánshöfða. Indíáninn fer ekki á milli mála þegar komið er á staðinn því ef hann er grannt skoðaður má sjá andlitsmynd í honum sem svipar til indíána. Piltar á leið í Vinnuskólann í Krýsuvík um og eftir 1960 höfðu jafnan það að venju að reka upp indíánaöskur í rútunni þegar ekið var fram hjá steinstöpli þessum – svona til að minna á að nú væri komið að því að takast á við viðfangsefni sumarsins.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Botn vatnsins er sandbotn og þegar komið er u.þ.b 60 metra frá landi fer þessi botn að breytast í gróðursælan botn allt að brekkunni sem liggur niður á hyldýpi eða um 97 metrana, en hún er aurbrekka sem auðvelt er að þyrla upp.
Fræg skáldsaga ber nafn vatnsins. Kleifarvatn er áttunda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Bækur hans hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið þaulsætnar á mestöluslistum hér heima og erlendis á undanförnum árum og tvö ár í röð hlaut Arnaldur Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir Mýrina og Grafarþögn. Kleifarvatn gefur bestu bókum hans ekkert eftir. Hún fjallar m.a. um beinagrind, sem fannst í vatninu er lækkaði í því í kjölfar jarðskjálfta.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur.

Um Kleifarvatn gengu þó enn þá fleiri sögur. Árið 1755 sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni. 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

Kleifarvatn

Kleifarvatn að kvöldi.

Maður nokkur kvaðst oft, bæði einn og með öðrum, hafa séð hana og aðgætt vel því hún hefði oft verið uppi tvær mínútur. Hann bætti því líka við að menn og konur sem voru að vinnu við vatnið í stilltu veðri og sólbjörtu 1749 í ágústmánuði hefði allt séð þennan orm miklu betur en nokkrir aðrir áður þegar hann skaut sér upp úr vatninu og skreið upp á mjóan tanga eða nes og lá þar hér um bil tvo tíma uns hann fór aftur í vatnið. Fólkið þorði eigi að honum en flýði eigi heldur af því hann lá kyrr. Þó gat það eigi lýst hversu hann hreyfði sig frá og í vatnið, dróst saman og rétti úr sér á mis.

Stefánshöfði

Stefánshöfði – minningarskjöldur.

Stefán Stefánsson var kunnastur leiðsögumaður útlendra ferðamanna á landi hér. Hann gerþekkti landið af löngum ferðalögum á hestum hvert einasta sumar. Þó mun Krýsuvík hafa verið honum kærari en flestir aðrir staðir. Við Kleifarvatn hefur skjöldur verið felldur í klett til minningar um hann og höfði, áður Innristapi, verið nefndur eftir honum. Á þeim stað var ösku hans dreift út á vatnið að fyrirlagi hans sjálfs.
Kaldrani er talinn elstur bæja í Krýsuvík. Honum tengist þjóðsagan af Herdísi og Krýsu, sem gerð hefur verið góð skil í annarri leiðarlýsingu um svæðið sunnan og austan undir Stóru-Eldborg. Enn má sjá móta fyrir garðlagi og jafnvel tóftum undir lítilli hæð neðan við einn gíganna, sem þarna eru. Í þeim er friðlýsingarmerki Þjóðminjasafnsins.

Kleifarvatn

Ytristapi, öðru nafni Stefánshöfði.

Stefán Stefánsson sagði í skrifum sínum að “svo sem mörgum er kunnugt liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar, og þegar komið er sunnan við vatnið, virðist sem fjöll þessi nái saman við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Í landamerkjalýsingu er m.a. talað um Kleifina norðan við vatnið og virðist átt við kleif þá er gengur upp á Vatnshlíðarhornið, sbr. Kleifarhorn. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum, og skal því ekki farið út í þá sálma hér.
Sá hluti af Krýsuvíkurengjunum, sem lægst liggur og næst vatninu að sunnan, heitir Nýjaland (hið inna og fremra). Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir í senn undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammholtsins, skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og fremra, og kallast tangi sá Rif.

Hellan

Hellan vestan Kleifarvatns.

Vestan við Fremralandið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá, er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft. Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturengjunum og í Seltúnshverfunum, en smálindir koma þó í hann af Austurengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.

Nýjaland

Nýjaland.

Svo er landslagi háttað, að Fremralandið var miklu lengur slægt en hið innra, og nam sá tími einatt nokkrum sumrum. Mátti í góðu grasári heyja um sex hundruð hestburði á hvoru Nýjalandi, þegar vatnið var svo þorrið, að unnt var að slá þau bæði. Ekki er það fátítt, að stararstráin á Nýjalandi verði rúmlega álnarhá, því að oftast nær flæðir Ósinn yfir að vetraræagi, hvað sem vexti Kleifarvatns líður.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Hverir eru í vatninu, og sjást reykir nokkrir leggja upp úr því í logni, en á vetrum eru þar jafnan vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir vetrarsólstöður.
Þegar lítið var í vatninu, var jafnan “farið með því”, þá er sækja þurfti til Hafnarfjarðar. Lá sú leið eftir allri vesturströnd vatnsins, milli þess og Sveifluháls, þar sem seinna var gerður akvegur. Er sá vegur greiðfærari miklu og talsvert skemmri en sá að fara Ketilsstíg og síðan “með hlíðunum”.

Hellurhellir

Smiðjuhellir undir Hellunni.

Það mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina, 308 metra háa, sunnarlega í Vatnshlíðinni. Þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum, hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í Vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.
Leirhver mikil í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið, er þar varð haustið 1924 og olli landskjálftum nokkrum víða um Surðurland, er þar, sem áður var vatnshver lítill og hét Austurengjahver. Virðist svo, að leirhverinn megi og vel halda sama nafninu. Austurnegjahver, eða Stórihver, eins og hann er stundum nefndur, sést vel frá sunnanverðu Kleifarvatni.
Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum, og er hann eitthvert stærsta hverastæðið, sem til er í Krýsuvík, við Seltún. Endur fyrir löngu mun hafa þarna orðið sprengigos líkt því, er varð þá, er Austurnegjahver endurmagnaðist. Auðsætt er, að hverinn er á hrörnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahver muni ekki heldur verða neinn Ókólnir.
Vægar jarðhræringar voru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkurhverfinu og voru þær kallaðar hverakippir þar.”

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vegurinn undir Hellunni.

Árni Óla fjallar um nýja Krýsuvíkurveginn undir Hellunni. Þar segir hann m.a. að “hinn nýi vegur til Krýsuvíkur, sem nú er í smíðum, hefur vakið mikið umtal, og hefur fyrirtæki þetta að mestu sætt áfellisdómum. Er því einkum borið við, að vegagerð þessi verði vitleysislega dýr, en gagnið af henni óvíst.
Hér á Íslandi er vegagerð svo dýr, að nauðsyn er á að hver vegarspotti komi sem flestum að notum. En með þessu vegi virðist sú stefna þverbortin, því að þessi dýri vegur liggur um óbyggðir einar. Á allri leiðinni frá Hafnarfirði og austur í Selvog – um 50 km. – er engin byggð nema Herdísarvík. Frá Selvogi og inn í Ölfus er svo 20 km. Alls verður þá þessi nýja Suðurlandsbraut rúmir 70 km., eða snöggum mun lengri heldur en leiðin yfir Hellisheiði. En þetta á að verða vetrarvegur þegar Hellisheiði er ófær. Sumir hafa ekki mikla trú á því, að það sé miklum mun snjóléttara þarna suður í fjöllunum heldur en á Hellisheiði, og verður reynslan að skera úr því hvort réttara reynist.

Gullbringuhellir

Gullbringuhellir – bæli.

En hitt er öllum ljóst, að þetta verður dýrasta vegargerð hér á landi, þar sem ekki eru brýr á leiðinni. Í Vatnsskarðinu verður vegurinn að Keifarvatni lang dýrastur og örðugast að leggja hann. En þó voru örðuleikarnir ekkert á móts við það, sem tekur við, þegar farið er að leggja veginn meðfram vatninu að vestan.
Rétt innan við norðurlónið hefur verið reistur veitingaskáli, og það er fyrsta framkvæmdin í sambandi við Krýsuvíkurveginn. Þangað sækir fólk skemmtanir um helgar á sumrin, eða safnast þar saman til að skemmta sér. Þar við vatnsbotninn þrýtur hinn lagða veg.
En þar eru tjöld í brekkunum, og hafast þar við vegavinnumenn þeir, sem vinna að því að halda veginum áfram suður með vatninu. Taka þarna þegar við klettar við vatnið og gangur ekki á öðru en sprengingum. Er klettunum rutt niður í vatnið og hafðir fyrir undirstöðu vegarins. Þetta er erfitt verk og seinlegt, því að það er svo sem ekki að það sé almennilegt grjót þarna.
Vegurinn á fyrst að liggja undir klettunum suður í vikið fyrir norðan Stapann innri. Þarf hann að vera hár yfir vatnsborð það, sem nú er, ef duga skal. Er það að vísu ekki nema 3 km. Leið, en þarna er eitthvert hið argvítugasta vegarstæði, sem hugsast getur.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Innristapi.

Víðast hvar er hliðhalli og verður að höggva veginn niður í móberg og móhellur, annars staðar verður að hlaða hann upp margra mannhæða háan, svo að hann verður tilsýndar þegar búið er að hlaða grjóti utan að honum, líkastur brimbrjóti eða hafnargarði. Móhellan er ekki lambið að leika sér við. Hún virðist í fljótu bragði ósköp auðunnin þar sem hægt er að tálga hana með hníf og mylja hana undir fæti. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Þegar hún blotnar má hún heita óvinnandi. Það er svo sem sama hvaða verkfæri er þá beitt á hana. Það er eins og hún verði ólseig. Og þess vegna stendur móhellan í vegavinnumönnunum, þar sem grágrýti hefði ekki staðið þeim snúning.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Landnám 2002; Litla Grindavík numin.

Það er von að mörgum ofbjóði þessi dýra vegarlagning, Og það er hreint ekki von að mönnum geti skilist það, að samgönguerfiðleikar yfir “fjallir” á vetrum geti réttlætt það, að ráðist er í svo dýrt og tvísýnt fyrirtæki, sem þetta, allra helst þegar góður vetrarvegur er kominn yfir Mosfellsheiði og frá Þingvöllum niður í Grímsnes.”
Reyndar segir einnig af skrímsli í Kleifarvatni. 1755 sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni.

Gullbringa er nafn á “fjalli” austan við Kleifarvatn. Aðrir segja að það sé nafnið á hlíðinni að baki henni, enda er hún er jafnan roðagylt af kvöldsólinni þar sem hún gæist yfir og til hliðar við Miðdegishnúk á fögru sumarkvöldi. Gamla þjóðleiðin lá um Hvannahraun (Hvammahraun). Við hana er Gullbringuhellir, gott skjól í vondum veðrum. Í hellinum er flórað bæli.

Kleifarvatn

Vatnshlíðarhorn.

Í Vatnshlíðinni eru sérstakar jarðmyndanir, s.s. hraunfoss, sem “frosið” hefur efst í einu gili hennar svo undrum sætir. Undir Lambhaga er hlaðin rétt og hvíluskúti smalanna er þeir komu með féð af fjalli. Lambhagatjörni er sérstakt jarðfræðifyrirbæri, sem og skútinn undir hellunni. Hann er til kominn, líkt og skútinn bak við Indíánann, vegna ágangs vatnsins. Þeir, sem og aðrir skúta við norðanvert vatnið, eru ágætir vitnisburðir um fyrrum hærri vatnsstöðu þess, en skútarnir eru tilkomnir vegna ágangs vatns á móbergið til lengri tíma.
Skútinn undir Hellunni er brotabergskenndur, en þar mun Þorsteinn frá Hömrum við Húsatóftir haft smiðju um tíma. Smíðaði hann það fyrir vegavinnumenn og aðra það er þeir þurftu. Þá var skútinn um nokkurt skeið afdrep veghefilsstjóra, er unnu að því að bæta Krýsuvíkurveginn, enda ekki vanþörf á oft á tíðum.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 05 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.nat.is/
-http://www.reykjanes.is/
-http://www.os.is/
-http://www.natkop.is/
-Úr sunnudagsblaði Tímans 2. júlí 1967 – Stefán Stefánsson.
-Úr Sunnudagsblaði Tímans 25. júní 1967 – Stefán Stefánsson.
-Úr Landið mitt er fagurt og frítt – Árni Óla – 1944.
-Dulheimar 97.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – norðurljós.

Brennisteinsfjöll

Tvennt er það sem tengist sýnilegum minjum sem ekki hefur áður verið sett í samhengi við brennisteinsnám í Krýsuvík.
Það er annars vegar minjar ofan við svonefnda Blesaflöt norðan Badst-1Kleifarvatns (milli Vatnshlíðar-horns og Sveifluhálsar) og hins vegar tvær tóftir úr torfi og grjóti skammt norðaustan við námuvinnslusvæðið við Seltún. Minjanna er hvorki getið í fornleifaskráningum né örnefnalýsingum fyrir Krýsuvík. Þá er þriggja tófta sunnan við Baðstofu ekki heldur getið í fornleifaskráningum en sagt er frá þeim í lýsingum ferðamanna. Miklar líkur eru á að þar sé um að ræða kofa þá sem t.d. Ole Henchel lýsir í ritgerð sinni 1775.  Framangreindar minjar við Baðstofu eru sennilega frá 16. öld og minjarnar við Seltún frá svipuðum tíma. Aðrar minjar við Seltún og ofan við Blesaflöt eru sennilega 19. öld. Óvíst er um aldur „selsminja” neðan við Seltún, en ætla má að þær geti jafnvel verið eldri en frá 16. öld.
Þá kemur fram í heimildum að brennisteinsvinnsla í Brennisteinsfjöllum væri undir það síðasta Selt-1eftirsóknaverðari en í Krýsuvík vegna þess að “um styttri vegarlengd” væri að ræða.  Að fenginni reynslu, eftir að hafa farið fótgangandi frá Hafnarfirði á báða staðina og til baka, virtist samt sem áður styttra til Krýsuvíkur. Þegar vegarlengdirnar voru mældar kom hins vegar í ljós að rúmir 29 km voru til Krýsuvíkur eftir Undirhlíðavegi og um Ketilsstíg að Seltúnsnámunum, en rúmir 22 km voru í Breinnisteinsfjallanámur um Selvogs-götu, Grindarskörð og suður með Draugahlíðum í Námuhvamm.
Í fyrstu unnu Krýsuvíkur-bændur sjálfir brennistein úr námunum, en Dana-konungur tók þær yfir á 16. öld. Bændur unnu fyrst um sinn eftir sem áður sjálfir brennisteininn og seldu konungshollum aðilum, en fljótlega komst námuvinnlan í hendur einstaklinga og síðar erlendra félaga.
Brennnam-1Skipuleg vinnsla brennisteins í Krýsuvík stóð því yfir í hartnær tvær aldir áður en tók að halla undan fæti. Framangreind hús voru reist og undir lokin voru þar reist fyrstu bárujárnshús á Íslandi. Enn þann dag í dag má sjá leifar þessa síðskeiðs námuvinnslunnar, en fáir veita þeim athygli. Vegna þess hversu námusvæðinu í Krýsuvík hefur verið raskað, enda í alfaraleið og vinsæll ferðamannastaður, er námusvæðið í Brennisteinsfjöllum þeim mun mikil-vægara til rannsókna og varðveislu sem eina óraskaða brennisteinsnáman á Suðurlandi og jafnvel best varðveitta náman á landinu öllu.
Brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum hafa verið nær algerlega óhreyfðar síðan þær voru í notkun seint á 19. öld (1883-1885). Ástæðan fyrir góðri varðveislu er hversu óaðgengilegar þær eru og utan alfaraleiða. Eina smávægilega raskið á svæðinu er af mannavöldum síðusta áratuginn. Á heildina litið er svæðið þrátt fyrir það vel varðveitt sýnishorn af ákveðinni verkmenningu sem stunduð var í afar takmarkaðan tíma. Svæðið er vel afmarkað og því auðvelt að varðveita það sem heild.

Heimild m.a.:
-Ólafur Olavius.

Seltún

Námuhús Brennisteinsfélagsins við Seltúnsbarð.

Krýsuvík

Þegar FERLIR-357 gekk slóðann áleiðis niður að Selöldu sást móta fyrir undirstöðum bragga skammt vestan hans. Svör lágu ekki á lausu um tilvist byggingar á þessum stað.

Krýsuvíkurheiði

Leifar braggans á Krýsuvíkurheiði.

Ólafur Kr. Guðmundsson, fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, var þarna á ferð á hestum með föður sínum og bróður árið 1942. Komu þeir við hjá Magnúsi í Krýsuvíkurkirkju, sem benti þeim á fimm Ameríkana er höfðust við í bragga ofan við Selöldu. Höfðu þeir þann starfa að fylgjast með skipaferðum með ströndinni.
Þeir feðgar, sem voru á ferðalagi um Skagann, höfðu komið við hjá vini þeirra Guðmundi í Nesi í Grindavík og fengið hjá honum tvær landaflöskur. Daginn eftir fóru þeir til Hlínar í Herdísarvík. Á leiðinni heim komu þeir við hjá Magnúsi í Krýsuvík, sem benti þeim á útlendingana í heiðinni.
KrýsuvíkurkirkjaAmeríkönunum var gefin önnur landaflaskan við komuna. Í staðinn fylltu þeir hnakktöskur aðkomumanna með appelsínum, en slíkt höfðu þeir ekki séð fyrr. Eftir að hafa drukkið úr flöskunni varð tilefni til að gefa þeim hina flöskuna einnig. Var þá tekið til við að steikja beikon, en það mun hafa verið fyrsta sinni er það bar á góma aðkomumanna. Varð ferðin einstaklega minnistæð þeim bræðrum.
Enn sést móta fyrir hleðslum utan um fyrrum bragga sem og ryðgaðar járnlektur á heiðinni þar sem hana ber hæst ofan við Selöldu, fast vestan við slóðina. Þaðan er ágætt útsýni yfir hafið svo langt sem augað eygir, allt til Eldeyjar í vestri. Vestari hluti Selöldunnar skyggir þó á að hluta. Þarna er einnig mjög gott útsýni til austurs og vesturs um Krýsuvíkurheiðina sem og upp til bæja og fjalla.
Magnús ÓlafssonMagnús Ólafsson hafði nauðugur verið sendur í vist 18 ára gamall til Árna sýslumanns Gíslasonar, í kringum 1895. Ætlunin var að senda Magnús í verbúiðir sem að Árni sýslumaður átti í Herdísarvík.  Enn Magnúsi var ekki um sjóin gefið og vonaðist eftir starfi í Krýsuvík, betur fór en áhorfðist og fékk Magnús fjárhirðastöðu í Krýsuvík á Nýjabæ. Enn má sjá nokkur mannvirki í Krýsuvíkurheiði, sem tengjast veru Magnúsar í Krýsuvík.
Magnús var síðasti ábúandinn í Krýsuvík.
Stóri Nýibær hafði lagst síðastur í eyði í Krýsuvík árið 1938, en eftir það varð þó ekki alveg mannlaust þarna. Einn maður, fyrrnefnur, varð eftir og bjó í kirkjunni í Krýsuvík þegar allir höfðu flúið af hólmi. Með órjúfandi tryggð við staðinn gafst hann aldrei upp þraukaði fjarri mannabyggðum aleinn og ósveigjanlegur og barðist þar áfram uns yfir lauk.

Krýsuvík

Krýsuvíkurbærinn og kirkjan.

Skála-Mælifell

Þórhallur Vilmundarson fjallar um „Mælifell“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994:

Á Íslandi eru að minnsta kosti tólf Mælifell sem öll eiga sameiginlegt að vera keilulaga og því auðþekkjanleg í landslaginu. Ferðamenn hafa því löngum nýtt þau til að rata og fyrr á öldum voru þau mikilvæg eyktarmerki.

„Flestir Íslendingar munu kannast við eitthvert hinna mörgu Mælifella hér á landi, og eflaust hafa margir velt fyrir sér uppruna nafnsins og merkingu. Í þessari grein verður reynt að glíma við gátuna um Mælifellin. Hvernig er nafnið „Mælifell“ til komið, og hvað merkir það? Þórhallur Vilmundarson prófessor, forstöðumaður Örnefnastofnunar, leitar svara við þeim spurningum.

Skoðanir ferðamanna á Mælifellunum

Þórhallur Vilmundarson

Þórhallur Vilmundarson.

Eggert Ólafsson (1726-68) segir í ferðabók sinni um Mælifell: „Mælifell heita nokkur fjöll hingað og þangað á landinu, og hafa þau auk þess annað nafn. Þau standa ætíð einstök, eru mjög há með hvössum tindi og auðkennd af ferðamönnum úr mikilli fjarlægð, og koma þau því oft að haldi sem leiðarvísar.“
Sveinn Pálsson læknir (1762-1840) tekur undir þau ummæli Eggerts, að ferðamenn noti Mælifell til ýmislegrar leiðsagnar („til adskillig Veivisning“), en þar sem nafnið sé leitt af so. mæla, muni landnámsmenn hafa nefnt þau svo til að greina milli byggðarlaga eða landareigna.
Margeir Jónsson taldi Mælifell í Skagafirði vera eyktamark, „því að í öllu norðurhjeraði Skagafjarðar er enn, og hefir verið, svo lengi sem elztu menn muna, talið hádegi, þegar sól ber um Mælifell(shnjúk).“ Finnur Jónsson spyr einnig, hvort Mælifell sé eyktamark.
Ekki getur sú skýring átt við um öll Mælifell. Christian Matras telur, að færeysku fjallanöfnin Malinstindur í Vogum og Malinsfjall á Viðey séu af sama toga og Mælifell á Íslandi og hyggur fyrri liðinn Malins- helzt hafa breytzt úr Mælifells-. Hann vitnar til skýringar Margeirs og segir, að Malinstindur í Vogum geti ekki verið eyktamark, þar sem það sé í norðaustur frá byggðinni í Sandavogi. Matras spyr, hvort nöfnin muni ekki dregin af lögun. Bæði færeysku fjöllin séu pýramídalaga og hið sama virðist a. m. k. eiga við um eitt íslenzku nafnanna. Ef svo væri, mætti e.t.v. hugsa sér, að mælir hafi verið orð um mælitæki eða mæliker ákveðinnar lögunar.
Samkvæmt orðabók Fritzners merkir mælir að fornu ‘holt mælitæki fyrir þurrar vörur’, þ. e. einkum kornmælir. Asgaut Steinnes segir hins vegar, að mælikeröld hafi venjulega verið sívöl og jafnvíð að ofan og neðan. Hann segir enn fremur, að orðið mæle hafi verið haft um kornmæli.

Reislulóðið
Mælifell
Hins vegar má benda á, að einn hluti mælitækis var einatt keilulaga og gat þannig minnt á mörg Mælifellin. Það var lóð á reizlu (pundara), þ.e. vog með löngu skafti og einu lóði með hring eða gati efst, til þess að unnt væri að binda lóðið við skaftið, og var lóðið fært fram og aftur eftir skaftinu. Slíkar vogir voru mjög notaðar allt frá Rómverjatímum til að vega hinar verðminni vörur, þar sem reizlan var fljótvirk og auðveld í meðförum, en hins vegar ekki eins nákvæm og skálavog.
MælifellReizlulóðið var einatt keilulaga (sjá mynd), og mætti þá hér vera komið mælitækið, sem Matras gat sér til, að lægi að baki nafninu. Ágætt sýnishorn reizlu með reizlulóði fannst árið 1936 í verkfærakistu smiðs í mýri á Gotlandi, og er kistan talin frá því seint á víkingaöld eða frá fyrri hluta 11. aldar. Reizlulóð voru þekkt og notuð hér á landi að fornu. Árið 1985 fannst við fornleifauppgröft að Stóru-Borg undir Eyjafjöllum ávalur upptypptur grágrýtishnullungur með gati ofan til.
Að neðan er steinninn lítið eitt ávalur og stæði því ekki stöðugur nema fyrir það, að upp í botninn miðjan gengur lítil hvilft eða skál, og getur steinninn hvílt á börmum hennar. Steinninn er 15,4 sm á hæð, 11,9 sm á breidd neðan til (þar sem hann er breiðastur) á annan veginn, en 13,7 sm á hinn, og vegur um 4 kg. Telur Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur steininn sennilega vera reizlulóð og samkvæmt fundarstað trúlega frá 13.-14. öld.
Þegar hugað er að lögun Mælifellanna, kemur í ljós, að það er ekki aðeins Mælifellshnjúkur í Skagafirði, sem er keilulagaður, heldur einnig t.d. Mælifell hjá Þeistareykjum, í Álftafirði eystra, við Fjallabaksveg syðri og í Mýrdal. Sum eru keilulöguð frá einni hlið, en ekki annarri, t.d. Mælifell í Eyjafirði og Skála-Mælifell. Önnur eru ekki reglulegar keilur, en þó typpt, svo sem Mælifell í Staðarsveit og Mælifell í Grafningi, sem reyndar er með þremur hnúkum, einum þó hæstum. Sum Mælifellin em allhvassar keilur og minna þannig á rómverska og gotlenzka reizlulóðið, svo sem Mælifell í Álftafirði eystra, en önnur eru ávalari og minna á reizlulóðið frá StóruBorg, t.d. Mælifellin á Reykjanesskaga.
Hins vegar verður ekki talið líklegt, að hér sé um venjuleg líkingarnöfn dregin af lögun að ræða, í þessu tilviki leidd af no. mælir í merkingunni ‘mælitæki, mæliker’, eins og Chr. Matras talar um. Ef svo væri, ættu fellin að heita Mælisfell, þ.e. forliðurinn ætti að vera eignarfallsmynd nafnorðsins, en ekki sagnorðsstofn með bandstaf (Mælifell), en eignarfallsmyndin kemur mér vitanlega ekki fyrir í hinum mikla fjölda Mælifells-nafna, sbr. hins vegar t.d. Kyllisfell í Grafningi. Í annan stað er ekki vitað til þess, að umrætt lóð hafi verið nefnt mælir, þó að það sé hugsanlegt, en reyndar er það orð þekkt í merkingunni ‘mæliker’, sem fyrr segir.

Hvað merkir Mælifell?

Mælifell

Mælifell á Mælifellssandi.

Lausnin á þessari gátu kann að vera sú, að Mælifellin hafi verið upptyppt fjöll, sem hafa mátti – og höfð voru – til mælingar eða viðmiðunar, enda ljóst, að fjöll með löngu og breiðu baki henta síður til slíkra nota. Nafnmyndin Mælifell er einmitt hliðstæð samnöfnum eins og mæliker, mælistika, þ. e. ‘ker eða stika, sem notuð er til mælingar’ og Mælifell samkvæmt því ‘fell, sem notað er til mælingar’.

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell.

Kveikjan að því að nota upptyppt og keilulaga fell á þennan hátt má hafa verið fyrrnefnt keilulaga reizlulóð, sem kann að hafa verið nefnt mælisteinn eða öðru mæli-nafni. Mælifellin hafi því ekki aðeins getað verið almennir vegvísar ferðamönnum, eins og Eggert Ólafsson segir þau vera, heldur hafi þau verið notuð í fleiri en einni merkingu: 1) ‘fjall, sem helmingar tiltekna ferðamannaleið’; 2) ‘fjall, sem er miðja vega í fjallaröð, dal eða á öðru tilteknu svæði, svo sem afrétti’ (og þá líkrar merkingar og Meðalfell og Miðfell); 3) ‘fjall sem mælir og helmingar sólargang’ (sbr. áðurnefnd ummæli Margeirs Jónssonar um, að Mælifell(shnjúkur) í Skagafirði sé hádegismark).
Þar sem Ísland er eldfjallaland, er hér enginn hörgull á upptypptum fjöllum (eldfjallakeilum), og mun það ástæða þess, að svo mörg Mælifell eru á Íslandi. Hins vegar er aðeins eitt Mælifell (Mælefjellet) í Noregi, svo að ég viti.

Lítum nú á Mælifellin á Reykjanesskaga:

Skála-Mælifell og Krýsuvíkur-Mælifell

Katlahraun

Katlahraun – Skála-Mælifell fjær.

Á Reykjanesskaga helminga tvö Mælifell hér um bil hvort sinn vegarhluta milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur: Skála-Mælifell eða Mælifell vestra (174 m) helmingar um 4 1/2 km leið milli Ísólfsskála og Núpshlíðarháls og Krýsuvíkur-Mælifell eða Mælifell eystra (225 m) helmingar um 7 1/2 km leið milli Núpshlíðarháls og Krýsuvíkur (eftir eld).

Mælifell í Grafningi

Skála-Mælifell

Skála-Mælifell – mælistöpull.

Mælifell í Grafningi er vestan við Ölfusvatnsárgljúfur, en meðfram því liggur leiðin frá bænum Ölfusvatni upp í botn Þverárdals undir Hengli. Guðmundur Jóhannesson, fyrrum bóndi í Króki í Grafningi (f. 1897), segir, að Ölfusvatnsmenn hafi smalað vestan Ölfusvatnsár og Þverár fram í Þverárdalsbotn. Mælifell er mjög miðja vega á þessari u.þ.b. 10 km leið frá Ölfusvatni upp undir Hengil. Að sögn Guðmundar var þessi sama Þverárdalsleið einnig kaupstaðarleið manna frá Ölfusvatni og Króki. Var þá farið áfram yfir Ölkelduháls, Bitru og Hengladali og „Milli hrauns og hlíða“ á þjóðveginn á Hellisheiði ofan við Kolviðarhól.“

Að lokum

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell – mælistöpull.

Hafa ber í huga að hinir „djúpvitru“ leita ekki alltaf augljósustu skýringanna. Á Mælifellunum á Reykjanesskaga eru mælistöplar, ætlaðir til að mæla rek og ris landsins, auk þess sem þeir hafa verið notaðir sem „fastir“ mælipunktar, sem aðrir slíkir eru útsettir. Dönsku mælingamennirnir, sem voru á ferð um landið í byrjun 20. aldar notuðu gjarnan fasta punkta í mælingum sínum og því ekki að nýta tiltekin áberandi kennileiti til slíks. A.m.k. voru Íslandskort þeirra tiltölulega nákvæm á þeirra tíma mælikvarða. Þá ber að nefna að flest, ef ekki öll, Mælifellsnöfnin eru nýleg í heimildum. Mælifell á Mælifellssandi hét t.d. Meyjarstrútur fyrrum. Mælifellanna er ekki getið í fornum skrifum.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 21. tbl. 04.06.1994, Mælifell – Þórhallur Vilmundarson, bls. 5-7.

Krýsuvíkur-Mælifell

Krýsuvíkur-Mælifell – merki Landmælinga Íslands á mælistöpli.

Krýsuvík

Ætlunin var að skoða svæðið frá Hvömmum að Austurengjahver sem og Nýjaland norðan Stóra-Lambafells.
AusturengjalaekurÞar undir er forn gígur, nú umorpin leir, mold og möl úr nálægum hlíðum, auk þess sem bæði Seltúnslækur og Austurengjalækur hafa fyllt hann jarðvegi. Undir gígnum er kvikuhólf, sem virðist vera að lyfta Krýsuvíkurlandinu smám saman með tilheyrandi jarðhræringum. Á efri mörkum hólfsins má sjá ummerkin; hverina sunnan Kleifarvatns, Austurengjahver, sprengigígana við Grænavatn og Seltúnshverina.
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um þetta svæði: „Þá er Höfði [syðst á Austurengjum] og Höfðamýri og Kringlumýri. Allt er þetta á Austurengjunum, sem fyrr eru nefndar. Sá hluti engjanna, sem næst liggur vatninu að sunnan, heitir Nýjaland, og skiptist það í Innra-Nýjaland og Fremra-Nýjaland. Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjastykki þessi liggja stundum undir vatni, svo árum skiptir. Það, sem skiptir þeim í Fremra- og Innra-Nýjaland, er malarhryggur mjór, sem liggur til vesturs frá norðurenda Hvammholts. En holt það er við suðurenda vatns austanverðan. Meðfram vatninu vestan holtsins eru svo Hvammar, engjastykki. Fremra-landið er miklu lengur slægt en hitt.
Fyrrnefndur malarhryggur Krys-dyngjusvaedider nefndur Rif. Vestan við Fremra-landið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá, sem nefndur er Ós, inn á Innra-landið og svo í vatnið sjálft. Lækur þessi á upptök sín að mestu í Vestur-Engjum og Seltúnshverum, er síðar getur. En smálindir koma þó í hann af Austur-Engjum úr Hvömmum og Lambafellum.“
Gott var að líta yfir dyngjusvæðið til norðurs af Stóra-Lambafelli. Varðan á fellinu var hrunin.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing AG fyrir Krýsuvík.
-Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur.

Austurengjahver

Austurengjahver.

Húshólmi

Gengið var inn í Húshólma um Húshólmastíg (1.1 km). Með í för var m.a. hinn mæti Grindvíkingur Dagbjartur Einarsson. Skoðað var aðhald austast í hólmanum, stekkur eða rétt og brunnur sem og hugsanlegar seltóftir. Þá var litið á grenið nyrst sem og skotbyrgi refaskyttunar, auk gróins gerðis í hraunkrika. Allt eru þetta nýlegri minjar í hólmanum, en engu að síður minjar manna, sem þar voru í ákveðnum erindagjörðum, hvort sem var að sitja yfir ám eða liggja fyrir ref.

Húshólmi

Húshólmastígur um Ögmundarhraun.

Skammt vestar er forn fjárborg. Hún var skoðuð. Gengið var að fornum garði er legið hefur þvert yfir hólmann, en hefur nú látið verulega á sjá. Garðurinn er heillegastur að norðvestanverðu, næst hraunkantinum. Þá var gengið að bogadregnum garði skammt sunnar. Honum var fylgt inn í hraunið uns komið af að hinu fornu minjum ofan við Kirkjulág. Um er að ræða tvo skála. Hraunið frá 1151 hefur umlukið þann nyrðri. Í honum sjást stoðholur eftir miðju tóftar, jafnvel tvöföld. Svo virðist sem hraunið hafi einni brennt torfið utan af tveimur eða þremur hringlaga byggingum skammt suðaustan hans.
Meginskálinn virðist vera með sveigðum veggjum. Dyraop er mót suðri, en við austurenda hans er bygging. Dyraop er þar einnig mót suðri.
Í Kirkjuláginni eru garðar, tóft áætlaðrar kirkju sem og hugsanlegur skáli vestan hennar. Torfhlaðnir bogadregnir veggir eru norðan og austan hennar. Þeir umlykja og kirkjutóftina.

Brúnavörður

Brúnavörður að baki.

Vestan hennar er stígur er liggur að Brúnavörðunum, á hraunkantinum að suðvestanverðu. Hann er flóraður að hluta. Sagt er að sonur Guðmundar Bjarnasonar frá Krýsuvík hafi lagt stíginn, en áður hafi forn stígur úr Húshólma legið að Selatöngum sjávarmegin, en hann lagst af við áganginn.
Þar er fornt garðlag, forn fjárborg sem og hugsanlega tóft topphlaðins húss. Ofar og norðar í hólmanum er hlaðinn veggur er hraunið hafði stöðvast við fyrrnefnt ár. Skammt ofar í hrauninu er nýrra hringlaga skjól.
Húshólmastígur hefur greinilega verið mikið notaður í gegnum tíðina því óvíða má sjá markað í jarðfast grjót, en víðast hvar hefur grjóti verið kastað úr götunni og myndar smærra grjót undirlagið. Hann er auðveldur umferðar. Þegar komið er í Hólmann er við enda hans fyrirhleðsla til að varna því að fé leitaði eftir stígnum og út úr Hólmanum.

Húshólmi

Húshólmi – stekkur.

Í líklegum brunni ofarlega í hólmanum virðast vera hleðslur. Þar skammt frá er réttin eða stekkurinn, auk annarra ógreinilegra mannvirkja, s.s. lítil tóft og hlaðið hringgerði.
Megingarðarnir í Húshólma eru gerðir úr torfi. Undirlagið var steinhlaðið. Þvergarður um Kirkjuflötina virðist þó hafa verið hlaðinn með grjóti.
Efst er þvergarður til austurs og vesturs. Hraunið hefur runnið yfir hann vestast. Annar garður liggur skammt sunnar til suðausturs og í boga til suðvesturs. Á hann er þvergarðurinn. Innan hans að norðanverðu er skeifulaga gerði. Það sést best þegar sólin er tiltölulega lágt á lofti. Heitir þar Kirkjuflöt.
Á meginminjasvæðinu í hrauninu vestan Húshólma virðast vera þrír, skálar, kirkjutóft og garðar. Í nyrsta skálanum er stoðholuröð, sennilega tvöföld, miðskálinn er heillegur af útlitslínum að dæma og sá syðsti er þvert á þá efri. Austan við hann er kirkjutóftin, í svokallaðri kirkjulág. Til austurs frá henni inn í Húshólma liggur kirkjugatan.

Húshólmi

Beinteinsbúð í Húshólma.

Tóft (Beinteinsbúð) er skammt ofan rekagötuna niður að Hólamsundi. Hún gæti verið frá verið Krýsuvíkurbænda við útfræði þar árið 1917. Annars gerðu þeir fyrrum út frá Selatöngum. Húshólmastígur og stígurinn að Brúnavörðunum sem og stígurinn upp með vestanverðu Ögmundarhrauni gæti verið gömul vergata þeirra, en þá hefur Húshólminn verið á 1/3 leiðarinnar og þeir þá átt um 2/3 hennar eftir. Ekki er með öllu útilokað að einhverri tóftinni við Húshólma hafi enn verið haldið við sem skjóli á þeirri leið, t.d. kirkjutóftinni.
Frá því að fyrst var farið að búa í Krýsuvík, sem nú er, og fram á síðstu ár (ritað 1951), hafa alltaf verið þar menn, sem vissu að í Húshólma hefur endur fyrir löngu verið byggð, og hún ekki alllítil, svo sem sjá má af húsarústum og öðrum ummerkjum, sem eru þar enn í dag. Húshólmi – eða staður sá, sem svo hefur verið nefndur um langan aldur, er austast í Ögmundarhrauni, er það óbrenndur heiðalandsblettur, um 25-30 ha að stærð.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Hinum sýnilegu minjum í Húshólma, sem vitna það í þögn sinni, en þó svo glöggt, að ekki verður um villst, að það hafi fólk búið endur fyrir löngu, hefur hraunflóðið þyrmt, þegar það beljaði þarna fram ís jó, yfir stórt og sennilega fagurt land og gott ásamt byggð, sem enginn veit, hve mannmörg hefur verið. – Þegar staðnæmst er við þessar fornu húsarústir, þá hlýtur hver hugsandi maður að fyllast undrun yfir þeirri algjöru þögn, sem svo rækilega hefur fram á þennan dag hvílt yfir þeim atburðum, sem hér hafa gerst.
Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni um jarðelda í Trölladyngju: “Að minnsta kosti er það víst, að krýsvíkingar kunna að segja frá ægilegum jarðeldi, er brann í fjöllum þessum í fornöld. Eldflóðið féll í sjó niður og eyddi nokkrum bæjum á því svæði, sem nú heitir Ögmundarhraun. Meðal þeirra var kirkjustaður, sem Hólmastaður hét, og sjást þar enn minjar kirkjugarðsins og húsatóftanna.”

Húshólmi

Skáli við Húshólma.

Þorvaldur Thoroddsen segir í ferðabók sinni um rústirnar í Húshólma: “Ein sú lengsta er 49 fet, en breidd hennar sést ei fyrir hrauni.” Og ennfremur segir hann: “Þessar tóttir, sem hraunið hefur runnið yfir, eru full sönnun fyrir því, að það hefur myndast síðan land byggðist, þótt hvergi finnist þess getið í sögum eða annálum.” Einnig getur Þorvaldur um allmarga garða, sem sjáist þar enn. Hann segir um Ögmundarhraun, að Jónas Hallgrímsson hafi giskað á, að það hafi runnið í kringum 1340, “án þess þó að færa heimildir fyrir því”.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifar í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1903 um Húshólma og fornminjarnar þar. Þar getur hann garða og húsarústa á svipaðan hátt og Þorvaldur Thoroddsen. Í greins inni kemst Brynjúlfur þannig að orði á einum stað: “Krýsuvík hefur til forna staðið niður undir sjó, fyrir vestan endann á Krýsuvíkurbjargi. Nafnið Krýsuvík bendir til þess.” Brynjúlfur er sá eini af þessum þremur fræðimönnum, sem minnist á og telur víst, að Krýsuvík hafi verið upphafalega þar, sem nú er Húshólmi.

Húshólmi

Húshólmi – stoðhola.

Það, sem einkum styður þá kenningu, að Krýsuvíkin hafi í upphafi staðið við sjó, er aðallega þetta: Nafn byggðarinnar – Krýsuvík, eins og Brynjúlfur Jónsson bendir á, því að lítt hugsanlegt er, hafi byggðin staðið frá landnámi þar, sem nú er, að hún hefði þá fengið þetta nafn, því að þar er ekki um neina vík að ræða, ekki einasta að byggðin sé það nærri Kleifarvatni, að nafnið gæti þaðan verið komið. Í öðru lagi eru það hinar miklu húsarústir og önnur verksummerki í Húshólma, með nöfnum svo sem Kirkjuflöt og Kirkjulág. Nöfn þessi benda til, að þar hafi kirkja verið, en aldrei mun getið nema einnar kirkju í Krýsuvík, og er að ég hygg fyrst getið í máldaga 1275, en prests getið þar snemma á 14. öld. Mun þetta hvort tveggja áður en Ögmundarhraun myndaðist.

Húshólmi

Í Húshólma.

Nú mun vera vaknaður nokkur áhugi fyrir hinum fornu rústum í Húshólma. Vonandi tekst áður en langur tími líður að lyfta þeim huliðshjálmi, sem fram að þessu hefur hvílt yfir leifum þessara fornu byggðar, þessum leifum, sem segja má, að neitað hafi að láta ægivald elds og hrauns undiroka sig, til þess að síðar, þegar við værum þess umkomin, gætum lesið sögu þessara byggðar og að einhverju leyti sögu þess fólks, sem þarna lifði og starfaði – og “sat meðan sætt var”.

Strjálir munu róðrar hafa verið frá Húshólma síðustu aldirnar. Þó munu menn stöku sinnum hafa lent þar bátum sínum, einkum á seinni árum, til þess að sækja timbur og annað það, sem á land hefur þar skolað, því rekasælt er í Hólmanum í góðum rekárum.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Eins hefur það borið við, að sjóhraktir menn hafa náð þar landi. Þannig tók þar land um eða laust fyrir 1920, skipshöfn af selveiðiksipinu “Kóp”, sem sökk út af Krýsuvíkurbjargi á leið til Austurlands með saltfarm.
Skipshöfnin barði skipsbátnum í norðanbáli og kulda vestur með landi, en landtaka víst vart hugsanleg fyrr en í Húshólma, enda norðanáttin besta áttin þar. Þeir lentu í Húshólma heilum bát sinum, settu hann undan sjó, gengu svo – einhverjir eða allir – til Krýsuvíkur, því að allir komust þeir þangað og fengu þar og í Stóra-Nýjabæ, sem voru einu bæirnir í byggð þá.
Þær viðtökur og viðurgerning, sem Íslendingar eru svo þekktir fyrir þegar svo stendur á, ekki einasta hérlendis, heldur og allvíða erlendis.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Vitað er það, að Krýsvíkingar höfðu á síðari öldum útræði nokkurt, en þeir reru ekki út úr Húshólma, heldur frá Selatöngum, sem liggja fjær en tvennar vegalengdir í Húshólma, og hefur þetta vitanlega orsakað af því einu, að eins og þá var komið, mun ófært hafa verið talið útræði úr Húshólma, en gott frá Selatöngum að öðru leyti en því, að vatnslaust má telja þar, en oftast nægt vatn í Húshólmanum.
Svo var það sumarið 1917, að bændur í Krýsuvík tóku að hugsa til fiskiróðra út frá Húshólma. Ekki var hér um stórútgerð að ræða, enda ætlaði eigandinn að taka á sig tapið, ef eitthvert yrði, svo sem þeir munu enn gera, sem sjósókn stunda á opnum fleytum. Í Krýsuvík bjó þá Þorvarður Þorvarðarason, með systur sinni Hallbjörgu. Í Stóra-Nýjabæ bjó Guðmundur Jónsson.
Gata lá frá Krýsuvík niður í Húshólma og í gegnum Ögmundarhraun, áleiðis yfir á Selatanga.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Þorvaldsson – Harðsporar 1951.
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar.
-Ferðabók Þorvaldar Toroddsens, I, bls. 186.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

 

Krýsuvík

Árni Óla, blaðamaður, grúskari og samhengishugsuður, skrifaði eftirfarandi um „Krýsuvík“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1932:
Krýsuvík - höfuðbólið - 1910„Krýsuvík er landnámsjörð. Þar nam Þórir haustmyrkur land. Þá hefir byggðin sennilega verið vestar en nú er, eða þar sem kölluð er gamla Krýsuvík. Eru bæjarrústir þar í hrauni og sandi sem nú er óbyggilegt. Um skeið var Krýsuvík höfuðból með mörgum hjáleigum. Nú er lítið orðið eftir af fornri frægð.
Þegar fara skal hjeðan til Krýsuvíkur er nú um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara í bifreið til Grindavíkur. Þaðan er ruddur bílvegur austur að Ísólfsskála og bílar hafa klöngrast alla leið þaðan til Krýsuvíkur. en slæmur mun vegurinn víða vera, aðalega vegna lausagrjóts. Þeir sem fara þessa leið mega því búast við því að verða að ganga milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur.
Hin leiðin, sem farin hefir verið frá öndverðu liggur frá Hafnarfirði, um Kaldársel og síðan „undir hlíðum“, sem af því hafa dregið nafn og kallast nú Undirhlíðar. Hefjast þær rjett fyrir vestan Helgafell og ná saman við Sveifluháls, en hann teygir sig alla leið suður undir sjó á milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. – Fremst er hnúkur, sem heitir Mælifell, og er hann tilsýndar að norðan mjög svipaður Keili.
Krýsuvík - höfuðbólið - 1887Vegurinn meðfram hlíðunum er sljettur og liggur milli hrauns og hlíða alla leið. Mætti þar ryðja góðan bílveg. Undirhlíðar eru fallegar og stinga mjög í stúf við grátt og grettið hraunið. Þær eru talsvert grónar og skjógarkjarr í þeim virðast og mikið af þröstum í skóginum. Ómar hinn dillandi söngur þeirra hátt og lágt í hlíðunum.
Fyrst í stað er útsýn lítil, en þegar kemur suður með Sveifluhálsi er úti í hrauninu Fjallið eina (223 m) og þá Hrúthólmi (200 m). Hjá Sandfelli er nokkur brekka upp Sandfellsklofa upp á Norðlingaháls og blasa þá við í hrauninu Mávahlíðar (237 m) og hálf svipill fjöll þar fyrir vestan, Trölladyngja (393 m) og Grænadyngja (390 m). Vegurinn heitir Ketilsstígur og dregur nafn af kvos nokkurri eða skál, vestarlega í Sveifluhálsi, og heitir hún Ketill. Þar liggur leiðin yfir hálsinn til Krýsuvíkur, Er hálsinn allhár og er sagt að fallegt og einkennilegt sje að sjá af honum yfir Kleifarvatn og Krýsuvíkursveit. Nú eru menn að vísu hættir að fara þessa leið, heldur er farið milli Undirhlíða og Sveifluháls yfir Vatnsskarð upp að norðurbotni Kleifarvatns og svo suður með því að vestan.
Krýsuvík - höfuðbólið - 1910Þriðja leiðin, sem ókunnugir ættu að vara sig á, liggur frá Katlinum suðvestur með hlíðum að Vigdísarvöllum. Þar voru áður tveir bæir. Stóðu þeir á völlum nokkrum í krika milli Vigdísarháls (230 m) og Núpshlíðarháls (354 m). Annar bærinn hefir nú lengi verið í eyði og hinn um nokkur ár. Þeir töldust til Krýsuvíkursóknar, þótt þeir væru vestan Sveifluháls. Þar er gríðarstórt tún og nær eggsljett, en nú er kominn mikill mosi í það af órækt. Það hefir verið girt af með voldugum túngarði og er hann víða stæðilegur enn. Eftir húsatóftum að dæma, hefir þarna verið stórt bú. En uppi úr nokkru af rústunum hefir verið bygð fjarrjett.
Í Krýsuvík er nú í rauninni aðeins einn bær bygður, Nýibær. Sjálft höfuðbólið Krýsuvík er að vísu í ábúð, en það er hreinasta rányrkja.

Nýibær í Krýsuvík 1932

Bærinn hefir staðið í eyði á vetrum og er nú orðinn svo hrörlegur, að ekki er hægt að búa í honum lengur. Hjálpast þar að viðhaldsleysi og rottugangur mikill. Hafa rotturnar grafið allan bæinn sundur. Kirkja var þarna fyrrum, en hún var lögð niður fyrir fjórum árum. Stendur þó húsið enn, ofurlítill kumbaldi úr timbri. Og nú ætlar ábúandi að búa í henni í sumar, hefir rifið úr henni bekki, altari og prjedikunarstól og hefir bekkina fyrir rúmbríkur. – Túnið er komið í megna órækt og hefir ekki verið slegið síðast liðin sumur. Er það því ekki nema tímaspurnsmál hvenær Krýsuvík leggst algerlega í eyði, því að hvorki eigandi nje ábúandi munu hafa hug á því að bygja upp staðinn. Og þegar húsin eru fallin, getur enginn hafst þar við.
Í Stóra-Nýjabæ er bygging fremur ljeleg, en þó hefir ábúandi bygt þar baðstofu og mikið af peningshúsum. Hann hefir nú búið þarna í 37 ár samfleytt og komið þar upp 17 mannvænlegum börnum, 10 dætrum og 7 sonum.
Þegar hann kom að Nýjabæ voru 8 bændur í Krýsuvíkurhverfinu og var þá Krýsuvík enn höfuðból. En nú er sem sagt allar jarðirnar komnar í eyði nema Nýibær. Jeg spurðu hann hvernig á þessu stæði og sagði hann að jörðinni hefði hrakað stórum síðan hann kom þangað, og Kleifarvatn ætti sinn drjúga þátt í því.
KleifarvatnKleifarvatn er hinn mesti kenjagripur, vex ýmist eða lækkar stórkostlega, án þess að menn viti glöggar orsakir til þess. Í mestu leysingum á vorin sjer varla neinn mun á því að það hækki, en svo vex það máske smám saman ár frá ári, og svo kemur aftur tímabil að alt af minnkar í því. Fyrir allmörgum árum var ágætt flæðiengi sunnan við vatnið. Fengust af því 500 hestar af stör og um 100 hestar af eltingu á bökkunum. en svo tók Kleifarvatn að vaxa, flæddi yfir alt þetta engi og lá á því samfleytt 8 ár. Þá var vatnið svo mikið að ekki varð komist með fram því öðru vísu en hleypa á sund fyrir forvaða. Fyrir nokkrum árum tók vatnið svo að lækka og hefir lækkað ár frá ári. Þar sem hið góða starengi var áður, er nú ægisandur og rýkur úr honum yfir engjarnar, sem eftir eru efst í dalnum, og spillast þær af því ár frá ári. Nú er svo lítið í Kleifarvatni að stórt fjöruborð er undir forvöðum þeim þar sem áður va á sund. Lambatangi, sem áður var eyja langt úti á vatni, er nú landfastur fyrir löngu. Þar verptu áður álftir á hverju ári, en nú hafa þær ekki frið þar lengur og hafa flutt sig búferlum að Arnarvatni, sem er uppi á Sveifluhálsi, rjett hjá veginum frá Katli og er 278 metra yfir sjávarflöt. – Í botni Kleifarvatns eru margir heitir hverir, og eru nú tveir þeirra komnir upp úr því að sunnan. Í fyrra var Hver í Krýsuvíkhitinn í vatninu mældur og reyndist 9-20 stig. Er það því útvalinn sundstaður, og eflaust stærsta sundlaug hjer á landi. en vegna hitans í vatninu er talið að silungur geti ekki þrifist þar, þótt lífskilyrði sje að öðru leyti góð fyrir hann. Áður fyrri var þó silungur í vatninu, að því er Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni, en nú sjest þar ekki branda, og hefir ekki sjest langa lengi. Silungurinn hefir orðið aldauða, og má vera að það stafi af því að hverir hafi komið upp í vatninu og orðið silungunum að bana. En þrátt fyrir það þótt Kleifarvatn sje svona hlýtt, leggur það landa milli á vetrum og þarf ekki ýkja mikið frost í logni til þess að helluís komi á þa og hefir oft verið farið með hesta yfir það á ísi, þvert og endilangt.

Arnarfellsrétt í Krýsuvík

Annað, sem bóndinn á Nýjabæ taldi jörðinni til foráttu, er sívaxandi ágangur sauðfjár og hesta. Streymir þangað fje úr Grindavík, Höfnum, Stafnesi og víðar og stóð af Ströndinni. Á seinni árum hefir sauðfjárrækt aukist mjög í Grindavík, en þar eru engir hagar og streymir fjeð því þegar á vorin á Krýsuvíkurheiði og eru oft þúsundir fjár þar í heimalandinu. – Girðingar eru engar til þess að bægja þessum stefnivarg frá og má heita ógerlegt að verja tún og engjar. Fjeð gengur þarna umhirðilaust alt vorið og þar bera ærnar. Þegar fram á sumar kemur, eru gerðir út fjölda margir menn til þess að smala fjenu saman og marka lömb. Er alt safnið rekið í stóra rjett og veit enginn hvað hann á af lömbum, hve margar ærnar eru tvílembdar, hver margar lambgtur eða geldar. Í rjettinni eru ærnar látnar helga sjer lömbin meðan til vinst, eða meðan nokkur skepna jarmar. Lömbin eru jafnóðum mörkuð og ærnar helga sjer þau, en alt af vera margir ómerkingar eftir, eigi færri en 60 í fyrra. Eins og nærri má geta er ullin farin að trosna á rollunum og í þrengslunum og troðningnum í rjettinni slitnar hún svo af þeim, að alt rjettargólfið er eins og einn ullarbingur að kvöldi og vaða menn þar ullina eins og lausamjöll. Þannig gengur nú sauðfjárræktin á þeim stað, en auðvitað yrði Grindavíkur og Hafnamenn í vandræðum með sitt fje, ef Krýsuvíkurland væri afgirt.
KrýsuvíkurréttKrýsuvík hefir verið ágæt sauðajörð, enda hafa bændur lifað þar aðallega á sauðfjárrækt, því að tún hafa verið fremur lítil og ljeleg. Í Nýjabæ var alt túnið ákaflega stórþýft þegar núverandi ábúandi kom þngað. Var það líkast því sem há upphlaðin leiði væri hvert við annað. Nú hefir mestur hluti túnsins verið sljettaður og er í góðri rækt, svo að bóndi getur haft þar þrjár kýr. Auk þess hegir hann komið þar ipp góðum matjurtargörðum, en þeir þektust ekki, er hann kom þangað. Fær hann nú árlega um 20 tunnur af kartöflum og nokkuð af rófum. Þrífast kartölfur þar vel og er þó enginn hiti í jörð þar sem garðarnir eru.
Hlunnindi eru lítil; trjáreki er þó nokkur, og eggja og fuglatekja í Krýsuvíkhrubergi, en síga verður eftir hverju eggi og hverjum fugli. Í Geststaðavatni, sem er þar uppi í heiðinni, er dálítil silungsveiði. Var silungurinn fluttur þangað fyrir mörgum árum að ráði Bjarna Sæmundssonar og hefir hann þrifist þar vel.
Það hefði einhvern tíma verið kallað gott bú hjá bóndanum í Nýjabæ, 3 kýr, 14 hross og rúmlega 400 fjár framgengið. En hvað er gott bú nú?
Hverasvæði við Seltún - brennisteinsnámusvæðið-Jeg hefi reynt að halda í horfinu, segir hann, og búið hér ekki gengið saman. en nú er svo komið, að það er einskis virði, nema að eins það, sem fæst af því til heimilisins. Í haust sem leið fekk jeg 200 krónur fyrir jafnmargar kindur og lögðu sig á 1100 krónur á stríðsarunum. Ull og gærur telur maður ekki lengur. Fyrir 10 pd. sauðargæru fekk jeg t.d. að eins kr. 1.50 í haust. –
Eins og áður er sagt er gott sauðland í Krýsuvík og verður því að treysta mest á sauðfjárrækt. Útbeit er ágæt, þótt engin sje fjörubeit, en fjeð þarf nákvæmrar hirðingar og verður maður alt af að fylgja því á vetrum. Er það nokkur furða þótt menn trjenist upp á því, þegar þeir sjá að til einskis er barist? Eina vonion er að úr rætist um sölu sauðfjárafurða, og þess má ekki lengi bíða, ef fjöldi sauðfjárbænda á ekki að hverfa frá búskapnum og jarðirnar að leggjast í eyði, í viðbót við þann eyðijarðafjölda sem fyrir er.

Námusvæðið

Fyrir mörgum árum starfræktu Englendingar brennisteinsnámur í Krýsuvíkurhjeraði. Bygðu þeir þar nokkur stór hús og sjer enn móta fyrir því hvar þau hafa staðið. En þetta fyrirtæki fór á höfuðið og hafði verið eytt til þess miljónum. Brennisteinninn gekk til þurðar þessi árin og nú erfitt að finna mikið af hreinum brennisteini, þar sem námurnar voru. En leifar mannvirkjanna eru þar þögull vitnisburður um mishepnað erlent fyrirtæki hjer á landi. Að minstu leyti mun þó fje það, sem námafjelagið tapaði, hafa runnið í vasa Íslendinga. Íslenskir verkamenn fengu eina krónu á dag vor og haust en hálfa krónu um sláttinn, og hestleiga mun hafa verið 1-2 krónur á dag. (Brennisteinninn var allur fluttur á hestum til Hafnarfjarðar).
Ferðamenn, sem fara til Krýsuvíkur, ætti að skoða Kleifarvatn, brennisteinsnámurnar og þó fyrst og fremst stóra leirhverinn, sem kom upp árið 1925. Hver sá er skamt ofan við Nýjabæ, norðan í svokölluðum Tindhól, og er skamt rá veginum. Þarna var áður dálítil velgja í jarðveginum, en enginn hver.
Svo var það einn morgun að fólkið í Nýjabæ vaknaði við vindan draum – svo snarpan jarðskjálfta, að það kastaðist til í rúmunum, en brak og brestir voru í hverju bandi, eins og kofarnir ætluðu niður að ríða. Jarðskjálfti þessi stafaði af því að hinn nýi hver braust út. Varð það með svo geisilegum krafti að stór spilda sprakk úr hæðinni og þeyttist langar leiður, en sjóðandi leðja úr hverjum vall alla leið noðrur að Kleifarvatni og tók alveg af læk, sem engjafólk var vant að sækja drykkjarbatn í. Gríðarstór steinn, sem var uppi á melnum, fleygðist langar leiðir í burtu og stendur nú nokkuð frá hvernum sem talandi tákn þessara hamfara náttúrunnar.
Austurengjahver ofan við NýjabæHver þessi mun tvímælalaust vera stærsti og hrikalegasti leirhver í heimi. Englendingur nokkurð, sem skoðað hafði brennisteinshverina í Ítallíu og Nýja Sjálandi, varð alveg höggdofa og mállaus af undrun, er hann sá þennan hver. Enda mun flestum fara likt er þeir sjá hann, að þeir verða orðlausir af undrun og hryllingi, því að hann er ægilegur, og krafturinn svo óskaplegur, að enginn getur gert sjer í hugarlund nema sá, er sjer hann. Hverinn mun lílkega vera um 8-10 m. í þvermál og þarna þeytast óaflátlega upp ótal leðjustrókar, mannhæðar eða tveggja mannhæða háir. Leðjan byltist þannig og gýs í æðisgegnum hamförum, en gufumörkkurinn er svo þjettur, að ekki sjer í sjálfan hverinn, nema vindur sje og gufuna legi frá. Þegar logn er stígur gufumökkurinn svo hátt í loft upp, að hann sjest hjeðan frá Reykjavík yfir fjöllin. Uppi í melnum, ofan við sjálfan hverinn, eru gufuhverir nokkrir, og þeytist gufan þar út af svo miklum krafti að líkast er þegar skip „blása af“ sem ákafast, og er hvinurinn svo mikill að vart má heyra mannsins mál. Er melurinn sundur soðinn af gufunni og þessum óskaplega hita. Fyrir neðan hverinn eru þrír eða fjórir aðrir hverir. Sá næsti er stærstur, hringmyndaður og sljettur á yfirborðim nema hvað alt af kraumar í honum og með nokkuru millibili skvettist upp úr honum dálítið gos á einum stað, eons og hann sje að reka út úr sjer tunguna framan í áhorfanda.

Leifar frá brennisteinsvinnslunni við Seltún

Einn ef hverum þessum er ákfalega heitur og hvín látlaust í honum, en ekki er gott að komast að honum.
Síðan þessi mikli hver myndaðist, hafa menn tekið eftir því, að hverirnir í fjöllunum beggja vegna hafa kólnað að mun og sumir þegar orðið kaldir.
Það er engin leið að giska á hver ægikraftur leysist þarna úr læðingi og eyðist engum til gagns. Ágiskanir geta orðið fjarstæða á hvora sveifina sem er, en trúa myndi jeg, væri mjer sagt það, að kraftur þessi mundi nægja til þess að framleiða nóg rafmagn handa Suðurlandi, svo vítt, sem giskað er á að afl Sogsfossanna muni nægja.
Væri góður bílvegur til Krýsuvíkur, er enginn efi á því að útlendir ferðamenn mundu streyma þangað hópum saman til þess að skoða hver þenna, enda mun varla upp á meiri náttúrundur að bjóða hjer á landi.“
Frásögn þessi er ekki síst athyglisverð í ljósi umræðna um sveiflukennt vatnsborð Kleifarvatns, ágang búfjár í Krýsuvík og virkjunarmöguleika á svæðinu.

Eiríkur Tómasson frá Járngerðarstöðum í Grindavík skrifaði „Athugsasemdir“ við ofangreinda grein í Morgunblaðið þannn 30.08.1932:

Árni Óla„Í Lesbók Morgunblaðsins, frá 26. júní s.l., er ritgerð um Krýsuvík eftir Árna Óla. Þar er sumt sagt á þann hátt að valdið getur misskilningi hjá þeim, sem hjer eru ókunnugir, ef engin athugasemd fylgir, hygg jeg það stafi af því að höfundurinn taki heimildarmanninn helst til bókstaflega.
Hið fyrsta, sem jeg hygg rangt með farið er það, að mjer vitanlega hefir enginn bíll farið enn milli ísólfsskála og Krýsuvíkur, en frá Hafnarfirði fór bíll í fyrrasumar þangað.
Það í umræddri grein, sem jeg vil aðallega gera athugasemdir við eru ummæli þau, er höfundurinn hefir eftir Nýjabæjarbóndanum um Grindvíkinga og sauðfje þeirra. Það, sem fyrst skal tekið fram er það, að sauðfje í Grindavík mun ekki hafa fjölgað á síðustu árum.
Þá er það ekki rjett, að Grindavík eigi ekkert beitiland. Það er að vísu ekki mikill gróður í því eftir stærðinni að dæma, en hið sama má segja um Krýsuvíkurland, það er víða ærið hrjóstugt þó gróður sje þar meiri en í Grindavíkurlandi. — Grindavíkurland er geysistórt. Það nær vestan frá Valahnúkamöl á Reykjanesi, liggja landamörkin þaðan um Sýrfell, Stapafell, Kálffell, Vatnskatla í Fagradalsvatnsfelli og Sogasel, þaðan suður Núpshlíðarháls og að sjó í Seltöngum. Að dæma alt þetta svæði haglaust, er vægast sagt þarflausar ýkjur, enda gengur þar margt af fje Grindvíkinga og sjest það best er smalað er til rjetta á haustin, fæst þá góður samanburður á því fje, sem kemur úr Grindavikurlandi og því er frá Krýsuvík kemur, og er það alltaf lítill hluti heildarinnar samanborið við heimasafnið. En þetta er þar að auki mál, er fyrir allmörgum árum hefir náðst samkomulag um, þar sem Grindvíkingar borga árlega hagatoll til ábúandans í Krýsuvík og auk þess leggja þeir til milli 20 og 30 menn við fjársöfnun í Krýsuvíkurlandi til rjetta á hverju hausti.
Eiríkur TómassonÞað, sem sagt er um smölun á vorin er sumt hreinasta bull, t.d. það, að menn viti ekki hve margar ær þeirra eru geldar eða búnar að missa. Það er að vísu satt, að menn vita það ekki fyr en í rjettirnar kemur, en þá er vönum fjármönnum auðvelt að ganga úr skugga um hvort ær eru með lambi eða ekki; hitt er oft að menn vita ekki hvaða ær eru með einu eða tveimur lömbum, en aðferðir til ap komast að því, og oft heppnast, þekkja vanir fjármenn, að minsta kosti þar, sem fje gengur saman úr fleiri sveitum um sauðburðinn.
Jeg tel það mjög vafasamt að Nýjabæjarmenn hafi nokkurn tíma hirt um að telja lömb þau, er afgangs verða þar við aðrekstra á vorin, en hafi þeir talið þau í fyrra og þá reynst að vera 60, þá mun það vera óvenju margt, en svo ber þess að gæta að nokkuð af móðurlausum lömbum kemst til mæðra sinna eftir að öllu fjenu hefir verið sleppt í hvert sinn.
Það verður ekki annað sjeð en öllu þessu fje sje safnað á vorin í einn rekstur, sem allur sje rekinn í eina geysistóra rjett, en svo er ekki. Á hverju vori smala Grindvíkingar tvisvar Krýsuvíkurland með Nýjabæjarmönnum, með nokkru millibili. Í hvorri ferð er rekið að, til rúnings og mörkunar, á fjórum stöðum, svo lambatalan deilist á 8 aðrekstra og þar af leiðir að meiri líkur eru til að fleiri af lömbunum hitti mæður sínar, heldur en ef um eina rjett og einn aðrekstur væri að ræða.
Um ullina í „rjettinni“ ef það að segja, að hún er að vísu nokkur, en ekki meiri en annars staðar þar, sem jeg hefi komið undir svipuðum skilyrðum. Það, að „rjettar“-gólfið sje eins og „ullarbyngur“, og menn vaði ullina eins og lausamjöll“ eru þær ýkjur, sem sverja sig í ættina til heimildarmannsins. Annars þarf hann ekki að taka það sárt þó aðkomufje skilji eitthvað af ull eftir í „rjettinni“, því það mundi með öllu reiðilaust, af eigendum þeirra lagða, þó hann hirti þá og hagnýtti sjer.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Þeir, sem lesa umrædda grein munu vænta þess að Nýjabæjarmenn forðuðust af fremsta megni að ómerkingar þeirra og fje í ull lenti í þessum vandræðarjettum, t.d. með því að ganga til ánna nm sauðburðinn og marka lömbin og hirða ullina jafnóðum og ær eru rýjandi. Þetta virðist vel framkvæmanlegt, í fyrsta lagi af því, að mestur hlutinn af ám þeirra gengur um sauðburðinn á engjunum og syðrihluta SveifluháJs, sem er skamt frá bænum og ekki víðáttumikið og í öðru lagi eru þar venjulega heima 4 eða 5 karlmenn og drengir til að smala, en þeir, sem þessum málum eru kunnugir vita, að lömb þeirra koma venjulega langflest ómörkuð til rjetta og fje þeirra leggur til sinn skerf af ull í „bynginn“ á rjettargólfið.
Að mínu áliti er það hvorki ágangur Kleifarvatns nje aðkomufjenaðar, sem aðallega hefir lagt Krýsuvík í eyði, að svo miklu leyti sem orðið er, þó hvort tveggja hafi átt nokkurn þátt í því. Aðalorsökin hygg jeg sje hve jörðin er mannfrek og erfitt til aðdrátta, en á síðari árum hafa það reynst verstu gallar á jörðum.“ – Eiríkur Tómasson, Járngerðarstöðum.

Heimild:
-Árni Óla – Krýsuvík – Lesbók Morgunblaðsins sunnudaginn 26. júní 1932.
-Morgunblaðið, 199. tbl. 30.08.1932, Athugasemdir, Eiríkur Tómasson – Járngerðarstöðum, bls. 2.

Krýsuvík

Grein Árna Óla um Krýsuvík í Lesbók Morgunblaðsins 1932.

Baðstofa nefnist fjall ofan við Gestsstaðavatn, norðaustan Hettu og sunnan Hatts.
Fjallið dregur Badstofutoft-1nafn sitt af „tveimur burstum líkt og á baðstofu væru“. Neðan og umleikis Baðstofu eru Baðstofuhverir, gamlar brennisteinsnámur. Frá þeim lá námustígur að geymsluhúsunum í Hveradölum. Enn má sjá þar tóftir húsanna þótt þeim hafi lítill gaumur verið gefinn í seinni tíð.
Ole Henchel ferðaðist m.a. um Krýsuvík árið 1775 og skrifaði skýrslu um ferðina. Þar getur hann um hús er tilheyrðu brennisteinsvinnslunni neðan undir Baðstofu.
„Ég athugaði ásigkomulag húsanna, með tilliti til þess að aftur yrði upp tekin brennisteinsvinnsla. Þau voru gerð úr torfi og grjóti á íslenzka vísu, en um þau og annan útbúnað, sem til vinnslunnar heyrði, er það skemmst að segja, að það var allt gersamlega ónýtt og húsin fallin, svo allt verður að gera að nýju, eins og hefði aldrei farið fram brennisteinsvinnsla eða nokkur hús og mannvirki til þeirra hluta verið þar. Þar sem aðeins eru liðin 8-9 ár síðan brennisteinsvinnslan lagðist niður, hefðu þó hús og áhöld átt að vera í nothæfu ástandi, ef eitthvert eftirlit hefði verið haft með þeim. Þar hefði legið beint við að fela bóndanum í Krýsuvík umsjá með húsunum gegn einhverri lítilli þóknun, þar sem hann er þarna bústetur og hafði unnið við brennisteinsvinnsluna…“
Badstofutoft-2Á staðnum má enn greina þrjár framangreindra tófta.
Á „
Baðstofuvikukvöldi“ í Saltfisksetrinu í gærkveldi fjallaði fulltrúi FERLIRs um „Byggð og brennistein“ í Krýsuvík allt frá 12. öld. Þar kom m.a. fram að framangreindra minja væri ekki getið í fornleifaskráningu af svæðinu, en til stendur að setja upp stærðarinnar borstæði nákvæmlega á þessum stað. Enginn virðist vakandi fyrir hugsanlegri eyðileggingu minjanna, hvorki í bæjarstjórnum Hafnarfjarðar né Grindavíkur og ekki heldur hjá Fornleifavernd ríkisins…
Ríkið tók land Krýsuvíkur, sem er í umdæmi Grindavíkur, eignarnámi 1939. Árið 1942 fékk Hafnarfjörður svæðið sunnan Kleifarvatns til takmarkaðra afnota, þ.m.t. brennisteinsnámusvæðin.

Krýsuvík

Krýsuvík – Baðstofa framundan; Krýsuvíkurnámurnar sunnan Seltúns (t.h.).