Árbær

Í Lesbók Morgunblaðsins 1948 má lesa; „Árbær fer í eyði„:

Árbær

Árbær 1948.

„Seinasti ábúandinn á Árbæ í Mosfellssveit, Kristjana Eyleifsdóttir fluttist þaðan í vor og nú er jörðin í eyði.
Sennilega verður hún ekki bygð aftur.
Húsin munu verða rifin og þar með hverfur úr sögunni seinasti bærinn bygður í íslenskum stíl, hjer í nágrenni Reykjavíkur. — Eigi er kunnugt hvenær Árbær bygðist fyrst, en hann var ein af jörðum Viðeyjarklausturs og komst undir konung við siðaskiftin og talin meðal konungsjarða í fógetareikningum 1547—1552. Ditlev Thomsen eldri keypti jörðina af konungi (ásamt veiðrjetti í Elliðaánum), seldi hana aftur Mr. Payne, en af honum keypti Reykjavíkurbær jörðina 1906.

Árbær 2020.

Bæjarhúsin að Árbæ eru einu hús safnsins sem eru á sínum upprunalega stað. Hluti bæjarhúsanna er hlaðinn úr torfi og grjóti en yngri hluti þeirra er úr timbri. Búseta að Árbæ lagðist af árið 1948, þegar síðasti ábúandinn flutti í burtu. Nýlegar fornleifarannsóknir gefa vísbendingu um að búseta, annað hvort föst eða tímabundin, hafi verið á þessum stað síðan á 10. öld. Síðustu ábúendur Árbæjar voru hjónin Eyleifur Einarsson og Margrét Pétursdóttir en þau fluttu þangað árið 1881, ásamt þremur dætrum Kristjönu, Elínu og Guðrúnu. Elín lést af slysförum 19 ára gömul en Kristjana flutti frá Árbæ 1948. Árbæjarsafn var að formi til stofnað 1957.

— Ólafur Lárusson prófessor hefur dregið líkur að því, að jörðin hafi upphaflega heitið Á, eða Á hin efri og Ártún þá Á hin neðri. En um nafnbreytinguna segir hann: „Neðri jörðin hefur farið í eyði um tíma. Þar hefur um hríð ekki verið nein bygð, en túnið var eftir, og það kann að hafa verið nytjað, ef til vill frá efri jörðinni. Á efra býlinu var áfram bygð. Fólk hætti þá að tala um Á efri og Á neðri. Það talaði um BÆINN á Á, og Árbæ, efra býlið þar sem bærinn stóð og búið var. Það talaði um TÚNIÐ á Á, Ártún, neðri jörðina, þar sem ekki var lengur bær, en túnið eitt var eftir. Árbæjarnafnið festist við efra býlið, og þegar neðra býlið bygðist aftur, þá helt það tún-nafninu og var kallað Ártún.“ —
Um skeið var Árbær gistingarstaður austanmanna þegar þeir voru í kaupstaðarferðum, og var þar þá seldur greiði. Um þær mundir var það alvanalegt að Reykvíkingar færi þangað skemtiferðir á sunnudögum. Og einu sinni hélt Verslunarmannafjel. Reykjavíkur þar hátíð sína 2. ágúst. En eftir að bílarnir komu var Árbær alt of nærri Reykjavík til þess að vera gististaður og nú um mörg ár hafa menn þeyst þar framhjá án þess að koma við. En margir eldri menn, bæði í Reykjavík og austanfjalls, eiga góðar minningar þaðan. Nú er þar aðeins einn maður, sem lítur eftir húsum og túninu.“
Bærinn Árbær var síðar gerður að minjasafni Reykjavíkur.

Aðalstræti

Sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrstur manna til að setjast að í Reykjavík. Augljóst er að Reykjavík var gjöfult land en það var ekki sjálfgefið að hér yrði höfuðstaður landsins. Hér eru hins vegar góð fiskimið og góðar náttúrulegar hafnir. Skúli fógeti Magnússon fékk svo land frá konungi undir Innréttingarnar til að, meðal annars, vinna klæði úr ull. Upp frá því jókst byggð smátt og smátt og þegar Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi, 18. ágúst 1786, eftir lok einokunarverslunarinnar, var í raun ekki aftur snúið. Með þessum réttindum fékk bærinn byggingalóðir og leyfi til að opna verslanir og verkstæði. Stjórnarstofnanir fóru einnig að safnast til Reykjavíkur, biskupsstóll og Latínuskólinn voru einnig fluttir til Reykjavíkur. Það var svo ekki fyrr en 1962 sem Reykjavík varð opinberlega að borg, þó að borgarstjóratitillinn hafi verið notaður frá 1907.

Gamli Kirkjuvogur

Brynjúlfur Jónsson ritaði m.a. um Gamla-Kirkjuvog í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 undir fyrirsögninni “ Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902″:
Gamli-kirkjuvogur-223„Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smá-voga, og kallast þeir Ósabotnar. Er löng bæjarleið frá Þórshöfn inn að Kirkjuvogi forna. Þar sem bærinn var, er rústabunga mikil. Þar er alt nú blásið hraun, þó er rústin að nokkru leyti grasgróin. Er eigi hægt sð sjá grein á húsaskipun og eigi sést með vissu hvar kirkjan hefir verið. En kunnugir menn vita það, því mannabein hafa fundist þar, er kirkjugarðurinn blés upp. Voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800, að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt.

Hafnir

Hafnir fyrrum.

Kotvogur stóð þó þar, sem hann er enn, sunnanmegin við Ósana. En kirkjusókn átti hann að Kirkjuvogi og allir bæir fyrir innan Kalmanstjörn. En þaðan, og frá þeim bæjum, er sunnar voru, var kirkja sótt að Kirkjuhöfn. Til Kirkjuvogs sóttu líka Suðurnesjabæirnir: Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Stafnes, ásamt hjáleigum. Stóð það fram að 1370, er Oddgeir biskup vigði kirkju á Hvalsnesi. Enn átti Innri-Njarðvík sókn að Kirkjuvogi: hélzt það, þó Kirkjuvogur væri fluttur suður fyrir Ósa, og þangað til 1760, er Ólafur biskup Gíslason, vígði kirkju í Njarðvík. Fremur er það fátt, sem menn vita um Kirkjuvog hinn forna.

Ósabotnar

Ósabotnar – kort; ÓSÁ.

Þess er getið í Árbókum Espólíns II. 68. að 1467 seldi Ólafur biskup Rögnvaldsson Eyjúlfi Arnfinnssyni »Voga« í Rosmhvalsnesshreppi fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. Nú er enginn bær í Rosmhvalsnesshreppi, er heitir »í Vogum«. Mun hér því átt við Kirkjuvog hinn forna og ef til vill Kotvog með, eða þó öllu heldur Djúpavog, sem mun hafa verið hjáleiga frá Kirkjuvogi og staðið við Osabotnana. Svo segir í landamerkjabréfi frá 1270: »En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi.

Gamli-Kirkjuvogur

Brunnur við Djúpavog.

Hér virðist »Djúpivogur« vera bæjarnafn. Og það getur ekki verið annað nafn á Kirkjuvogi, þar eð hann er líka nefndur í sömu málsgreininni. Nokkru fyrir innan Kirkjuvog hinn forna gengur gróf mikil frá Ósabotnunum þvert til norðurs. Gengur sjór nokkuð inneftir henni, og heitir þar enn Djúpivogur…, Þar litlu innar ætti bærinn, Djúpivogur, að hafa verið. Merki sjást ekki til þess; en það er ekki að márka. Sjór hefir mjög gengið á land í Ósunum, og getur bæjarstæðið verið brotið af.
Þó hefir það ekki verið sjávargangur, heldur sandfok, sem eytt hefir Kirkjuvogi hinum forna. Hvenær það var, vita menn ógjörla.
Kaupstadagatan-221Jarðabók Á. M. telur hann hafa verið í eyði meir en 120 ár þá er hún var rituð. Hefir það því eigi verið síðar en á 16. öld, en getur vel haía verið fyr. Það liggur nærri að ætla, að þá hafi sami maður átt bæði Kirkjuvog og Kotvog, er hann flutti Kirkjuvog heim á tún í Kotvogi. Bendir það til þess, að Kotvogur hafi frá upphafi verið talinn hjáleiga frá Kirkjuvogi, þó Ósarnir væri á milli. Þess er getið, að Kirkjuvogskirkja átti 1/2 Geirfuglasker. — Kirkjubólskirkja og Hvalsnesskirkja áttu 1/4 hvor.

Enn má geta þess, til merkis um það hve landið hefir brotnað, að í Ósunum var ey mikil, milli Kotvogs og Kirkjuvogs forna, og var hún slægjuland.

Einbúi

Einbúi – landamerki.

Nú í seinni tíð hefir hún bæði blásið upp og sjór brotið hana, því flóð falla mjög svo yfir klappir þær, sem undir jarðveginum láu. Þar fann Vilhjálmur sál. Hákonarson, á yngri árum sínum, skeifu, er kom fram undan 3 al. háum bakka. Hún var miklu stærri en skeifur eru nú á dögum. En þá var forngripasafnið enn ekki stofnað. Var ekkert hirt um skeifuna og er hún glötuð fyrir löngu.“
Magnús Grímsson skrifaði um Gmla-Kirkjuvog í „Fornminjar um Reykjanessskaga“: „Ósar heitir sá vogur sá hinn mikli, sem hér gengur til austurs inn í landið. Norðan megin við Ósana, gagnvart Kirkjuvogi, er kölluð gamli-kirkjuvegur-224Preststorfa, því þar er presturinn vanur að fá flutning yfir að Kirkjuvog, þegar hann fer þá leiðina. Litlu innar í Ósnum er einstakur hólmi dálítill, sem heitir Einbúi. Þar á eru rústir af sjómannabúðum, sem líklega hafa verið þar frá Vogi, sem síðar verður getið. Út í einbúa má nú ganga þurrum fótum um fjöruna. Skotbakki er þá næst kallaða þar inn með, og er hann upp undan Kirkjuvogsey, sem er grasi vaxin og eigi mjög lítil,framarlega í Ósunum. Annars kalla men, að ósarnir byrji ei utar en við sker þau, sem liggja norður undan Kirkjuvogstúni, austanverðu. Af hverju nafnið Skotbakki er dregið, gat ég ekki fengið neina sögu um. Þar er flutningur yfir um Ósa, þá ekki er fær hin leiðin vegna brims.
gamli-kirkjuvogur-335Þegar inn kemur með Ósunum, svo eigi er nema snertu korn að botnum þeirra, verður fyrir nes eitt lítið. Gengur sinn smávogur eða vík upp með því hvoru megin, og er hin eystri víkin nokkuð stærri en hin vestari. Upp undan nesi þessu hefir staðið bæ á hól einum, og eru þar húsarústir miklar. Þær eru nú fullar orðnar af sandi túnið allt upp blásið. Túnið hefur verið stórt mjög, og frá bænum, allskammt þaðan í landsuður, eru rústir, sem líklega eru kirkjurústir. Hefir kirkjan verðið hér um bil 5 faðma löng og 3 faðmar breið. Til kirkjugarðsins sést til og frá, en mjög óglöggt, svo ekki verður hann mældur.

Einbui-221

Kirkjugarðurinn er alveg upp blásinn; engin sjást þar mannabein og engir legsteinar. Niður á nesinu og með eystri voginum eru stórkostlegar rústir, líklega sjóbúðir, vergögn og þess háttar. Allar eru þær úr grjóti og mikið mannvirki á. Þar hafa verið 5 eða 6 varir ruddar út í hin eystra voginn. Af rústunum fram á nesinu eru 3 mestar, allar hér um bil kringlóttar, en stutt bil á milli. Það hafa menn fyrir satt, að hér hafi einhvern tíma, ekki fyrir mörgum árum, sézt kjalfar í hellu við voginn, og ætti það vera vottur þess, hversu mjög hér hefði verð sóttur sjór. Nú eru Ósarnir og vogar þessi varla gengir íslenzkum skipum fyrir útgrynni og sandrifjum.

Einbúi

Einbúi.

Er ei ólíklegt, að frá bæ þessum hafi útræði verið haft í Einbúa, sem fyrr er getið. Vogurinn austan til við nesið heitir Vogur eða Djúpivogur, og bærinn hét í Vogi. Kirkjan hefir verið flutt þaðan að Kirkjuvogi, þar sem nú er hún, fyrir sunnan Ósana. Með kostnaði og fyrirhöfn mætti grafa upp bæinn í Vogi, og væri það máske gjöranda til þess að sjá byggingarlag og húsaskipun, sem þá hefir verið; því þetta hefir auðsjáanlega verið stórbær á sinni tíð. Á seinni tímum hafa sumir kallað rústir þessar Gamla-Kirkjuvog, og má vera, að nafnið Vogur hafi breyzt í Kirkjuvogur, áður en kirkjan var flutt þaðan.
Inn úr Ósunum ganga ýmsir smávogar: Seljavogur, Kýrvogur, Skollavogur og Brunnvogur, en Djúpavog kalla þeir nú nyrzta horn þeirra. Ekki vita menn neitt merkilegt um örnefni þessi.“
Sjá meira um Gamla Kirkjuvog HÉR, HÉR og HÉR.
Sjá MYNDIR.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 18. árg. 1903, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, eftir Brynjólf Jónsson, bls. 41-42
-Magnús Grímsson. Fornminjar um Reykjanessskaga. Landnám Ingólfs. Reykjavík 1935-36. Bls. 257-258. Magnús Grímsson, fæddist 3. júní 1825, dó 18. janúar 1860.

gamli-kirkjuvogur-221

Búsetuminjar hinna fyrstu landnámsmanna (-kvenna) hér á landi og þó einkum á Reykjanesskaganum, í landnámi Ingólfs Arnarssonar, er víða að finna.
Hafnir-101Hér er athyglinni fyrst og fremst beint að fyrstu skálabyggingunum.
Eins og kunnugt er hefur dæmigerður fornaldarskáli verið grafinn upp að 2/3 hlutum í Höfnum (Vogur). Þar mun þó ekki hafa verið um að ræða búsetu norrænna manna heldur (skv. upplýsingum Bjarna Einarssonar, fornleifafræðings) tímabundna búsetu Evrópumanna (ca. 770-880) er vildu nýta hér náttúruauðlindir, s.s. rostungstennur, hvali o.fl., áður en hið eiginlega bókfærða landnám norrænna manna hófst (~874). Ekki er þó útilokað að skáli þessi hafi einfaldlega verið útstöð frá Gamla-Kirkjuvogi, landnámsbænum handan við Ósa.
Urr-22Ein merkilegasta uppgötvun seinni ára um bústaði og „afleiður“ þeirra, þ.e. selstöðurnar og staðsetningu þeirra sem og nýtingu fyrstu landnemanna er að finna í fornleifauppgrefti í Urriðakoti við Urriða(kots)vatn í landi Garðabæjar undir handleiðslu Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings. Þar fundust m.a. við uppgröft í gróinni brekku minjar kúasels frá landnámstíð; fjós og hliðstæð vinnsluhús sem og nokkrar kynslóðir fjárselja með dæmi-
gerðum þrískiptum byggingum, þ.e. baðstofu, búri og eldhúsi. Skammt frá eru, auk Urriðavatns, góðar uppsprettur og næg beit í mýrum. Hvorutveggja var forsenda slíkra mannvirkja, auk skjólsins fyrir ríkjandi rigningarátt.
Fornasel-221F
ERLIR hefur (með dyggri aðstoð) staðsett og skoðað rúmlega 400 selstöður í fyrrum landnámi Ingólfs. Um þriðjungs þeirra er getið í gömlum heimildum, s.s. jarðabókum, sóknarlýsingum, ferðabókum og samantektum, þriðjungur hefur fundist við leit að teknu tilliti til örnefna í örnefnalýsingum og á landakortum og þriðjungur hefur fundist við leitir á tilteknum svæðum út frá líkindum á mögulegum selstöðum vegna landskosta. Tvö seljanna eru að öllum líkindum fyrir landnám norrænna manna.

HOF-22Fyrir Urriðakotsuppgröftin höfðu selstöðurnar í fyrrum landnámi Ingólfs jafnan verið meint fjársel, en eftir að fjósið og skáli því tengdu höfðu verið grafin upp í Urriðakoti varð ljóst að endurskoða þurfti nokkrar selstöður m.t.t. fyrirliggjandi niðurstaðna. Augljóst mátti ætla að t.d. selstöðutóftir í Helgadal, í Kringlumýri, undir Bringum, við Selvatn og víðar á svæðinu hefðu selstöðurnar að geyma forn kúasel. Þær selstöður virðast gefa vísbendingu um þróun þeirra frá upphafi byggðar. Svo er að sjá að hinar fyrstu selstöður hafi tekið mið af búpeningi þess tíma sem og ríkidæmi viðkomandi landnámsmanna.

Helgadalur

Helgadalur – tóft.

Þær voru bæði stærri og tilkomumeiri en síðar varð; lítill skáli var reistur á staðnum, fjós byggt sem og samstæðar byggingar til vinnslu afurðanna. Gerði voru hlaðin og svæðið nýtt a.m.k. hálft árið til nytja. Síðar virðast þessar mikilfenglegu selstöður annað hvort, vegna breyttra aðstæðna, hafa orðið óþarfar og gleymst og/eða fjársel verið byggð upp úr þeim sökum breytinga á samsetningu búpenings. Í fjárseljum var húsakostur rýrari. Staðsetning þeirra gerði minni kröfur til aðgengis að vatni og beit. Húsin voru jafnan þrjú; baðstofa, búr og eldhús, gjarnan hliðsett. Byggingarnar voru óreglulegar og virðast hafa tekið mið af heimabænum á hverjum tíma. Þannig voru þær óreglulegar og misstórar í fyrstu en urðu síðan reglulegri (þ.e. mynduðu samfellda röð). Enn sem fyrr virðast selstöðurnar hafa tekið mið af ríkidæmi einstakra bænda.
Stykkisvellir-22Í Landnámu og ýmsum sögnum er jafna skráð í framhaldi fornaldar heimilda um búsetu forfeðra vorra. Við skoðun og leit á nokkrum þeirra fundust áður óskoðaðar minjar. Má þar t.d. nefna Hof á Kjalarnesi, Stykkisvelli og Múla í Brynjudal, sbr. eftirfarandi skáningar í Landnámu: Í 11. kafla Landnámu segir t.d.: „Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, fór til Íslands úr Suðureyjum. Hann var með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam með hans ráði Kjalarnes allt milli Mógilsár og Mýdalsár; hann bjó að Hofi. Hans son var Víga-Hrappur og Kollsveinn, faðir Eyvindar hjalta, föður Kollsveins, föður Þorgerðar, móður Þóru, móður Ögmundar, föður Jóns byskups hins helga.“
Muli-21Í 14. kafla segir: „Hvamm-Þórir nam land á milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi.
Þórir deildi við Ref hinn gamla um kú þá, er Brynja hét; við hana er dalurinn kenndur. Hún gekk þar úti með fjóra tigu nauta, og voru öll frá henni komin. Þeir Refur og Þórir börðust hjá Þórishólum; þar féll Þórir og átta menn hans.

Þorsteinn, son Sölmundar Þórólfssonar smjörs, nam land milli Botnsár og Fossár, Brynjudal allan. Hann átti Þorbjörgu kötlu, dóttur Helga skarfs; þeirra son var Refur hinn gamli, er Bryndælir eru frá komnir.

Landnám

Landnám á Reykjanesskaga.

Nú eru taldir þeir menn, er búið hafa í landnámi Ingólfs, vestur frá honum. Maður hét Ávangur, írskur að kyni; hann byggði fyrst í Botni. Þar var þá svo stór skógur, að hann gerði þar af hafskip. Hans son var Þorleifur, faðir Þuríðar, er átti Þormóður Þjóstarsson á Álftanesi og Iðunnar Molda-Gnúpsdóttur. Sonur Þormóðar var Börkur, faðir Þórðar, föður Auðunar í Brautarholti.
Kolgrímur hinn gamli, son Hrólfs hersis, nam land út frá Botnsá til Kalmansár og bjó á Ferstiklu.
Hann átti Gunnvöru, dóttur Hróðgeirs hins spaka. Þeirra börn voru þau Þórhalli, faðir Kolgríms, föður Steins, föður Kvists, er Kvistlingar eru frá komnir. Bergþóra var dóttir Kolgríms hins gamla, er átti Refur í Brynjudal.“

Brynjudalur-29

Gullvellir í Brynjudal.

Og í 47. kafla: „Helgi skarfur var faðir Þorbjargar kötlu, er átti Þorsteinn Sölmundarson, þeirra synir Refur í Brynjudal og Þórður, faðir Illuga, föður Hróðnýjar, er Þorgrímur sviði átti. Þórdís hét önnur dóttir Helga skarfs, er átti Þorsteinn Ásbjarnarson úr Kirkjubæ austari. Þeirra son var Surtur, faðir Sighvats lögsögumanns.“
Ljóst er, jafnvel að teknu tilli til þessara skrifa, og jafnvel þrátt fyrir þau, að bæði er mikilvægt og nauðsynlegt er að halda utan um, skrá og rannsaka þær merku fornleifar er að framan getur – komandi kynslóðum til gagns og frekari nýtingar til lengri framtíðar. Fornleifarnar, arfleifð forfeðranna, eru bæði staðfesting á tilvist þeirra og búskaparháttum, allt frá landnámi til vorra daga, hvort sem um er að ræða fyrrnefndar selstöður sem og öll önnur mannanna verk.

Heimildir m.a.:
-Landnáma.
-Kjalnesingasaga.
-Lúther á Þrándarstöðum.

Sulur-22

Tæpistígur

Meginmarkmiðið var að leita uppi selstöður frá Litla-Botni og Stóra-Botni í Hvalfirði og skoða fornbýlið Holukot.
FERLIR hafði áður leitað eftir upplýsingum hjá fornleifaskráningaraðila svæðisins, en engin svör bárust, enda varla til þess að ætlast því skráningin sem slík virtist einstaklega fáfrómleg.
HolukotUpplýsingar fengust hjá Steinþóri Jónssyni (fæddur á Stóra-Botni og bjó þar til 1982 er búskapur lagðist af) um selstöðurnar í dalnum. Hann hafði reyndar ekki séð þær báðar þrátt fyrir að hafa margleitað svæðið við smalamennsku. Fyrra selið sagði hann þó vera „vestast og ofarlega í Selflóa við Selá undir Selfjalli og hið síðara við Sellæk uppi á fjalli, allnokkru austar, innan girðingar“.
Ætlunin var m.a. að rekja Tæpastíg frá Litla-Botni, að Litla-Botnsseli. Hann ku hafa legið upp um stallana ofan bæjarins og upp með Selánni, sagður vel greinilegur.
Undir Skúta í Skútalæk ofan Litla-Botns, virðist vera tóft á falllegum stað ofan og neðan við háa fossa. Þar er og lítið gerði. Varða er ofan við hana. Frá henni liggur selstígurinn upp í selið – eins og ávallt gerist upp í allar aðrar selstöður.
Ætlunin var að reyna að rekja selsstíginn svo sem mögulegt var. Örnefnin bentu sterklega til þess að þarna hafi verið selstaða.
HolukotÁður en haldið var upp Tæpastíg millum Selfjalls og Háfells var gengið suður yfir Botnsá nokkru suðvestan við Litla-Botn, að tóftum Holukots. Í fornleifaskráningu fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp er getið um minjarnar.
Þar segir: „
Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: „Holukot, öðru nafni í Holum, hefur verið að fornu bygt ból að almenningstali; eru girðíngaleifar því til vitnis. Enginn minnist nær það hafi í auðn lagst, hitt vita menn, að Stóribotn hefur lángt yfir hundrað ár haft og brúkað allar landsnytjar…“ „Nokkur hluti af fjallinu hér fyrir utan er nefnt Holufjall. Þar niðri á láglendinu er gamalt eyðibýli, komið í eyði fyrir 1600, og hefur heitið Holukot“, segir í örnefnaskrá.
HolukotSunnan Stóru-Botnsár, um 930 m austur af Hlaðhamri og um 380 m suðsuðaustur af aflagðri steyptri brú yfir Botnsá, er gróðursetningarreitur grenitrjáa. Slíkir reitir eru tveir sunnan ár, í hlíðarrótum Múlafjalls. Sá reitur sem hér er til umræðu er heldur neðar (norðar) og austar en hinn. Tóftirnar eru neðst og austast í þessum neðri gróðurreit. Á milli Botnsár og brattrar hlíðar Múlafjalls, sem snýr mót norðri, er ekki mikið undirlendi. Neðst (nyrst) við ána er land slétt og mýrlent á ytri (vestari) hluta flatlendisins og talsverður birkiskógur. Eftir því sem ofar dregur í hlíðina verður gróður þurrari og strjálli. Þar sem tóftirnar eru, á milli hlíðar og mýrar, hefur verið birkilaust rjóður, um 100 m í þvermál. Í seinni tíð hefur verið plantað grenitrjám í rjóðrið, m.a. ofan í tóftirnar.

TóftLáréttur stallur er í hlíðina þar sem Holukot er, um 20 m N-S (inn í hlíðina) og um 40 m A-V. Rjóðrið er allt stórþýft og grasi- og sinugróið. Ekki er eiginlega tóftarlögun að sjá en á einum stað er samhangandi þúfnaklasi sem myndar – L -, sennilega garðlag, 2 m N-S og 3 m A-V og er mesta hæð um 0,9 m. Skammt þar frá sér í nokkuð stóran stein standa upp úr sverðinum. Fyrir neðan fyrrnefndan stall má greina hugsanlega upphleðslu. Um 30 m austan við stærstu þúfurnar rennur lítill lækur en þeir eru sjaldséðir í hlíðum Múlafjalls þótt mýrlendi sé nokkuð víða. Stika hefur verið rekin niður á minjastaðnum. Uppgefin lengd og breidd svæðis er harla ónákvæm því bæði er að hleðslur eru mjög sokknar í jörðu og eins er þéttur greniskógur á staðnum.“
TæpistígurOg þá var haldið af stað upp Háafell áleiðis í Selflóa. Ofan Litla-Botns var komið að grónu gerði. Sáust þar hleðslur og tóft sunnan við þær og innan bogadregins garðs. Skammt ofar var ílöng tóft (5x10m), greinilega mjög gömul. Hleðslur voru grónar. Þverhleðsla markaði 1/3 rýmisins. Þarna gæti hafa verið hof til forna. Ofar í hlíðinni er gróið svæði er gætu falið fornar tóftir.
Þegar komið var upp á Öxlina beygði stígurinn upp hlíðina. Á þeim kafla er hann harla óljós vegna skriða og vatns. Ofar sést hann hins vegar mjög vel.
TóftÍ fornleifaskráningunni segir m.a. um Tæpastíg: „
Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi, er hún lángt frá, og sá vegur af, sem til selsins lá, so nú má ófært kalla á háskalegum gljúfurs barmi, so nú er sá kostur frá jörðunni.“, segir í jarðabók Árna og Páls. „Milli Háafells og Selfjalls er Kiðadalur, þar sem Stekkjará rennur eftir í gili. Innan við miðjan dal rennur Stekkjaráin fast að Háafellinu. Þar lá engjavegurinn efst á gilsbrúninni og var kölluð Tæpugata.“, segir í örnefnaskrá.
Tæpugata er 1,5 km norður af bæ og fast austan við Stekkjargilið, þar sem það er næst Háafelli.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – selstígurinn.

Vesturhlið Háafells er brött niður að Stekkjará þótt sumsstaðar séu nokkuð sléttir bollar á milli hlíðar og gils. Hlíðin er hálfgróinn melur, mest mosi sem er rofinn á köflum. Leiðin, nokkuð greinilegur slóði á köflum en hverfur stundum, liggur upp á klettamúla alveg við gilið (austan við á) sem er þverhníptur.
Leiðin liggur þó ekki vestast á múlanum, ekki fast við hengiflugið, en hlýtur þó að vera ónotalegt að fara með klyfjað hross eftir götunni þótt gangandi manni standi ekki stuggur af leiðinni. Á um 40 m kafla, heiman við múlann, hefur gatan spillst þar sem runnið hefur úr hlíðinni. Þær engjar sem talað er um í örnefnaskrá eru talsvert norður í heiði, sunnan og vestan við Krókatjarnir en þær eru rétt rúman 4,5 km norðnorðaustur af bæ.“

VarðaÁberandi skástígur er ofan við Skútalæk. Ofar er há varða. Enn ofar (t.h.) er varða á hrygg. Allt eru þetta vísbendingar um Litla-Botnssel. Þrátt fyrir það var ákveðið að leita alla flóana þarna efra – og þeir eru sko margir og langir.
Í örnefnalýsingu fyrir Litla-Botn er getið um eftirfarandi örnefni: Selá, Selfjall, Selfjallsdrög, Selfjallsenni, Selfjallsflói, Selfjallshali, Selfjallsnípa, Selflói og Selgilsdrög. Þá segir í lýsingunni um svæðið efst við Selána: “Hæðirnar sunnan Sóleyjarflóa og að Skútalæk heita Hallbjarnarköst. Austan þeirra eru tvö flóasund samliggjandi, mosahæð skilur þau í sundur. Það vestra heitir Selflói. Efst í honum eru rústir af seli. Sér þar greinilega fyrir tveimur kofarústum og smágerði. Upp af rústunum er laut, er nær næstum að Sóleyjarflóa. Norður af Selfjallinu heyrði ég talað um, að hefði verið annað sel, en ekki veit ég, hvar það var, og sér þess nú engin merki.”

VarðaÞá segir jafnframt í lýsingunni, sem Jón Þorkelsson skráði: „Dalurinn milli Selfjalls og Grjóthlíðar vestan Brunnár heitir Brunnárdalur, nær hann frá Útstöllum að Brunnárbotnum. Brunná kemur úr Brunnártjörn, rennur fyrst um sléttlendi, en móts við norðurendann á Selfjalli – kallaður Selfjallshali – hefur áin grafið allmikið gljúfur, þar sem hún rennur ofan í Brunnárdalinn. Það heitir Brunnárgljúfur. Frá Selfjallshala liggur hæðarbrún vestan í há-Selfjalli, kallað Langakast, nær það alla leið að Skorningi sunnan í há-Selfjalli. Milli Selfjalls og Digravörðuhryggs (svo í hdr.) er Selfjallsflói og austar Selgilsdrög, en þar á Stekkjará upptök sín. Fyrir ofan Innstallana vestan Stekkjarár, móts við Tæpugötu, er klapparhnúkur, sem heitir Kiðadalshnúkur.

FlóiNorður af Brunnártjörn eru Fálkagilstjarnir á mörkum Litla-Botns og Fitja. Austan þessara tjarna er allhár melhryggur, víða mosavaxinn, sem heitir Digravörðuhryggur, þar sem hann er hæstur, eru tvær vörður, kallast þær Digravörður (svo í hdr.). Austan við hrygginn eru tvær tjarnir, (Stóra-) Krókatjörn, sem Litla-Botnsá kemur úr – út í hana ganga tvö nes, sem næstum skera í hana sundur – og sunnar Djúpatjörn, sem lækur rennur úr í Krókatjörn. Heyjað var með þessum læk, svo og í flóanum sunnan og vestan við Krókatjörn.
Neðarlega, austan við Digravörðuhrygg, er hvilft í heiðina, sem heitir Sóleyjarflói. Mikið er af holtasóley vestan og ofan við flóann, en norður af honum er holt, sem heitir Sóleyjarhæð. Lækur rennur úr Sóleyjarflóa niður í Selgilsdrög og í Stekkjará, sem heitir Friðfinnsskurður.“

SelvarðanAnnars heita örnefnin ofan við Selfjall eftirfarandi: „Selfjall – ofan þess Bunnártjörn og enn ofar Fálkagilsgjarnir. Austar, mitt á milli, er Einstakatjörn. Krókatjarnir eru norðaustar og Skúlagilstjörn norðan hennar. Úr þeim kemur Litla-Bornsá. Selá kemur úr Selflóa. Í hana rennur Krókalækur úr Svartakrók. Austar er Háafell og Víðhamrafjall austar, áður en kemur að Hvalfelli. Þar á millum fellur Botnsá.“
Þegar komið var upp og víðfeðmið barið augum var fáum farið að lítast á blikuna. En ekki varð aftur snúið. Verkefnið var jú að finna selstöðurnar. Að vísu var hér komið út fyrir Landnám Ingólfs, en þar sem bæirnir eru á mörkunum var þrátt fyrir það ákveðið að freysta þess að leita selstöðurnar uppi.

BlómfagurtÞegar FERLIR gekk fyrir nokkru til austurs upp með Botnsánni áleiðis að Hvalvatni var gengið yfir Glymsflóann. Þegar gengið var yfir Sellækinn við girðingu, sem þar er, var komið að kargaþýfi ofan við þar sem lækurinn kemur í ána. Þarna virtust vera tættur, en þær voru ekki gaumgæfðar sérstaklega í þeirri ferð. Steinþór Jónsson í Stóra-Botni sagðist aðspurður einungis kannast við tóftir sels frá Litla-Botni „uppi á fjalli, austan Selár“. Áður hafði verið gengið um Botnsdal og minjar skoðaðar. En þegar upp var komið var erfitt að ákveða hvar skyldi bera niður svo helst skyldi – hver flóinn upp og út af öðrum, sem fyrr sagði, og erfitt að rekja þá vegna þess að hvarvetna báru mosavaxnar klapparhæðir á milli.
LitlaÍ fornleifaskráning-unni fyrir Hvalfjarðarstrandar-hrepp árið 2003 er m.a. fjallað selstöðuna frá Litla-Botni: „Selflói gæti ýmist verið töluvert í suðvestur af Krókatjörnum eða í austnorðaustur af tjörnunum, eftir því hvernig örnefnaskrá er skilin. Sumarið 2003 var leitað að selrústum sem ekki fundust. Krókatjarnir eru um 4,5 km norðnorðaustur af bæ. Heiðaland, mosi, grjótholt á milli og mýrarflóar. Eins og fyrr segir, fundust engar tóftir við fornleifaskráningu sumarið 2003.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – uppdráttur ÓSÁ.

Svæðið í kringum og sunnan við Krókatjarnir og Einstökutjörn er töluvert gróið á milli mel- og klapparholta. Mýrarflóar eru víða með ásum og gott

með vatn. Á því svæði var leitað en á hinu svæðinu, austnorðaustan Krókatjarna, sem er vel gróið á kafla, var ekki leitað. Ástæðan er að Digruvörðuhryggur, sem er eitt helsta kennileitið samkvæmt örnefnaskrá, er töluvert norðan við hreppamörk.“
Litla-Botnssel fannst inn í flóa sem Skútalækur kemur úr. Líklegt má telja að örnefni hafi eitthvað skolast til þarna í heiðinni, enda mikil bleyta hvarvetna. Sóleyjarflói er austan við Selflóa, en Krókatjarnir allnokkru norðaustar.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel.

Tveir flóar eru vestan við selflóa og er Selfjallsflói vestastur. Flóinn á milli Selfjallsflóa og Selflóa hefur án efa verið heyjaður fyrrum, enda benda ummerki til þess. Götur eru þarna svo til um alla heiði.
Selið er þrjú rými; tvö samliggjandi rými (240x240cm) og það þriðja fram til og til hliðar (litlu minna –sennilega eldhúsið). Hlaðið gerði er vestan við selstöðuna, hleðslur sjást vel, en eru grónar líkt og selhúsin.
Hæð veggja er um 40cm og má glögglega enn sjá innganga.
Stóra-BotnsselVörðurnar í heiðinni utan við flóana benda til þess að hafa verið leiðarmerki þeirra er dvöldust í selinu og heyjuðu þarna uppi í flóunum.
Þá var haldið drjúga vegarlengd áleiðis yfir að Sellæk í leit að Stóra-Botnsseli – yfir flóa og hryggi.
Í Jarðabók Árna Magnússonar segir: „Selstöður á jörðin lángt upp á fjalli erfiðar, þar sem heita Glimseyrar og Hrísháls.“ Í örnefnaskrá kemur fram: „Selrústirnar við Sellæk eru efst í oddanum, þar sem Sellækur rennur í Botnsá að austanverðu við lækinn og sjást vel enn. Ekki er mér kunnugt, hvenær síðast var þar haft í seli.“, segir í örnefnaskrá.
Í fornleifaskráningunni Glymursegir: „Um 600 m austan við Sellæk og rétt vestan við ónefndan lækjarfarveg er tóft. Farvegirnir tveir mynda einskonar odda sem mjókkar til norðurs. Tóftin er ofarlega í þessum odda. Slétta 3 km norðaustur af bæ. Gróið svæði, mikið til mosi og gras. Svæðið er harla slétt en nokkuð grýtt. Lítið annað að er sjá en ílanga dokk, um 6,5 m A-V og um 5 m N-S. Dokkin er um 0,5 m djúp. Vegghleðslur mjög ógreinilegar en þó glittir í nokkra steina upp úr sverðinum. Op er í vestur. Hugsanlega hafa verið 2 hólf því bálkur er í miðju, N-S, en er þó ekki mjög greinilegur.“

Stóra-Botnssel

Stóra-Botnssel.

Þegar FERLIR kom yfir að Sellæk var gengið svo til beint á Stóra-Botnssel. Það er um 100-200 metra suðvestan við framangreinda lýsingu á meintu seli. Í selinu er eitt meginrými og snýr gafli mót austri. Veggir eru grónir. Svo virðist sem selhúsið hafi verið byggt upp úr eldri selstöðu því það virðist yngra. Ekki mótar fyrir opum á rýmum norðan við selhúsið. Hæð veggja er um 1.0m. Þaðan er frábært útsýni inn með norðanverðu Hvalvatni. Selstígurinn var rakinn til baka niður að Stóra-Botni.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Steinþór Jónsson frá Stóra-Botni.
-Fonrleifaskráning í Hvalfjarðarstrandarhreppi 2003.
-Örnefnalýsingar fyrir Stóra-Botn og Litla-Botn.

Stóra-Botnssel

Stóra-Botnssel – selsstígurinn. Stóra-Botnssel er handan árinnar, við Sellækinn.

Húshólmi

Árið 2005 gaf Ferðamálafélag Grindavíkur út ritið „Húshólmi – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur„.

Húshólmi

Húshólmi – rit.

Á baksíðu ritsins segir: „Samantekt þessi er unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Ferðamálafélag Grindavíkur. Nefndin gaf út samantekt um Selatanga á 30 ára afmæli kaupstaðarins í Grindavík 10. apríl 2004. Hún stefnir að því að gefa út samantektir um fleiri merkilega staði í umdæmi Grindavíkur, s.s. Selöldu, Þórkötlustaðahverfi , Þórkötlustaðanes, Járngerðarstaðahverfi, Staðarhverfi, ströndina, Baðsvelli og Selsvelli svo eitthvað sé nefnt.
Það er von nefndarinnar að efnið, sem hingað til hefur verið dreift og hér er sett fram í samfelldan texta, auk göngulýsinga af svæðinu, myndum og uppdráttum, muni nýtast áhugasömu fólki, bæði til fróðleiks og gagns á vettvangi, en æ fleiri gera sér nú ferð í Húshólma til að skoða minjarnar og fá innsýn í hugsanlegan heim fólksins, sem þar bjó áður en Ögmundarhraun rann og færði byggðina í kaf að mestu. Þá kemur fleira fólk til Grindavíkur í þeim tilgangi að skoða forna staði, kynnast sögu fleirra og njóta fagurs umhverfis.

Húshólmi

Í Húshólma.

Í samantektinni er m.a. reynt að lýsa aðstæðum, staðháttum, minjunum, tengingu við nálægar minjar sem og umhverfið. Í ritinu er uppdráttur af Húshólma og minjunum, sem í honum eru“.

Ritið er nú upselt og ólíklegt er að það verði endurútgefið. Lesendur FERLIRs geta hins vegar skoðað innihaldið á vefsíðunni – sjá Húshólmi – rit.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Selatangar

Árið 2004 gaf Ferðamálafélag Grindavíkur út ritið „Selatangar – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur“.

Selatangar

Selatangar – rit.

Á baksíðu ritsins segir: „Samantekt þessi er unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Ferðamálafélag Grindavíkur í tilefni af 30 ára afmæli kaupstaðarins 10. apríl 2004. Nefndin stefnir að því að gefa út samantektir um fleiri merkilega staði í umdæmi Grindavíkur, s.s. Selöldu, Húshólma og Óbrennishólma, Þórkötlustaðanes, Þórkötlustaðarhverfi, Járngerðarstaðarhverfi, Staðarhverfi, ströndina, Baðsvelli og Selsvelli svo eitthvað sé nefnt.
Það er von nefndarinnar að efnið, sem hér er sett fram í texta, myndum og uppdráttum, muni nýtast áhugasömu fólki bæði til fróðleiks og gagns á vettvangi, en æ fl eiri gera sér nú ferð á Selatanga til að skoða minjarnar og fá innsýn í verbúðarlífið þar fyrr á öldum. Þá kemur fleira fólk til Grindavíkur í þeim tilgangi að skoða forna staði, kynnast sögu þeirra og njóta fagurs umhverfis.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Í samantektinni er m.a. handbragðinu lýst, skiplagi, nýtingu, hinu daglega lífi sjómanna, götunum og rekanum, auk þess sem getið er um hinar merkilegu refagildrur við Tangana og Ketilinn í Katlahrauni, hinu stórbrotna jarðfræðifyrirbrigði.
Í ritinu er uppdráttur af svæðinu.“

Ritið er nú upselt og ólíklegt er að það verði endurútgefið. Lesendur FERLIRs geta hins vegar skoðað innihaldið á vefsíðunni – sjá Selatangar – rit.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

 

Stóra-Kóngsfell

Húsfellsbruni er samheiti nokkurra hrauna umleikis og ofan Húsfells í landi Garðabæjar, s.s. Hólmshraunin, Strípshraun, Rjúpnadyngjuhraun, Eyrarhraun og Kóngsfellshraun. Ekkert hraunanna er komið frá Húsfelli. Fellið það er í rauninni saklaust af nafngiftinni, stóð bara þarna eftir að hafa fyrrum áður fæðst undir jökli samfara hánu sinni Helgafelli og Valahnúkum á millum.

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni – upptökin við Stóra-Kóngsfell (Kóngsfell). Ruglingur nafngiftarinnar er vegna þess að Kóngsfell er til ekki víðs fjarri, sem og Litla-Kóngsfell. Þá er „Kóngsfell“ sýnt á kortum fyrrum, en átti að vera „Konungsfell“. Eftir stendur nefnt „Stóra-Kóngsfell“. Örnefnaruglingur þessi hefur verið tilefni til landamerkjadeilna og dómsmála í gegnum tíðina.

Flest eru brunahraunin svonefndu frá mismunandi tímaskeiðum runnin niður að Húsfelli úr gígum vestan við Kóngsfell (Stóra-Kónsgfell) norðvestan Bláfjalla. Stærsti gígurinn þar er Eldborg austan Drottningar.

Húsfellsbruni er örnefni sem nær yfir mörg nútímahraun og tvö söguleg hraun, Mið-Húsfellsbruna og Elsta-Húsfellsbruna, sem talin eru hafa runnið árið 950. Hraunin hafa þó hlotið önnur örnefni. Hraunið er á köflum úfið, brotið og þakið mosa. Í Húsfellsbrununum leynast eldri hraun, eins og Strípshraun og Stampahraun, sem eru oft töluvert meira gróin. Þá er einnig mikið um gjótur og niðurföll á svæðinu sem sjást vel þegar flogið er yfir svæðið.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.

Í hrauninu austan og sunnan við Helgafell er að finna fjölda gervigíga og kynjamyndir sem að öllum líkindum hafa myndast þegar Hellnahraun rann yfir grunnt vatn á svæðinu í kringum árið 950. Hluti af svæðinu hefur verið nefnt Litluborgir en þar er að finna áhugaverðar hraunborgir og hraunmyndanir. Sunnan Helgafells er Skúlatúnshraun.

Húsfellsbruna er getið í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um „Garðakirkjuland“: „Sunnan Einihlíðar er Húsfellið fyrrnefnda, og kringum Húsfell heitir Húsfellsbruni. Norður af því heita Grænulautir. Vestur frá Húsfelli er gamalt fróðlegt eldfjall, sem heitir Búrfell.“

HúsfellsbruniÍ „Rannsókn á Kóngsfellshrauni með fjarkönnun og landupplýsingum„, sem Tryggvi Már Sigurjónsson gerði í Jarðvísindadeild Háskóla Íslands 2021, segir m.a.:

Kóngsfellshraun
Kóngsfellshraun er er myndað við eldgos í Brennisteinsfjallakerfinu. Kóngsfellshraun er talið hafa orðið til við eldvirkni kringum árið 950. Kóngsfellshraun er partur af stærri hraunbreiðu sem er kölluð Húsfellsbruni II eða Mið-Húsfellsbruni. Ekki er þekkt hvort Kóngsfellshraun hafi myndast í sama eldgosi og Húsfellsbruni eða hvort hraunin sem hafa myndað Húsfellsbruna einni samfelldri eða ósamfelldri goshrinu. Í þessari ritgerð var notast við kort Jóns Jónssonar (1978) sem viðmið fyrir Kóngsfellhraun ásamt korti Helga Torfason (1999).
HúsfellsbruniÁ myndinni má sjá Kóngsfellshraun ásamt Húsfellsbruna eins og var sett fram Helga Torfasyni o.fl. (1999). Jón Jónsson setti ekki fram áætlun á rúmmáli Kóngsfellshrauns, en hann setti fram áætlun á rúmmáli Rjúpnadyngjuhrauns og Eldborgarhrauns sem hann taldi vera 0,36 km3 hvort. Hans nálgun á áætlun á rúmmáli er að miða við 20 metra meðalþykkt og að áætla flatarmál þess hluta hraunanna sem eru huldir öðru hrauni.

Upptök Kóngsfellshrauns er frá gossprungu sem liggur við og er að hluta til í Stóra-Kóngsfelli sem er 1500 m löng og stefnir N40°.

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni.

Stærstu gígarnir liggja á hásléttu við suðvesturhlíð Stóra-Kóngsfells en í suður og norður frá gígunum eru aflíðandi hlíðar sem hraunið hefur runnið niður eftir. Frá tveimur stærstu gígunum hefur verið mesta hraunrennslið. Hraunrennslið úr gígunum var í norðurátt meðfram vesturhlíð Stóra-Kóngsfells og í austurátt meðfram suðurhlíð Stóra-Kóngsfells þar sem það rann áfram milli Stóra-Kóngsfells og Drottningar og þaðan dreifði það sér til vestur, norður og austur. Tvö stór hraunflóð runnu í norður og vestur en minni flæddu í austur meðfram Rauðuhnúkum. Á svæðinu í kringum Stóra-Kóngsfell og Drottningu er hraunið úfið og einkennist af hraunrásum, hraunflóðum og hraunsepum sem hafa runnið yfir hvort annað.

Kóngsfellshraun og Húsfellsbruni
HúsfellsbruniÞað hraun sem skoðað hefur verið í þessari ritgerð er Kóngsfellshraun eins og Jón Jónsson (1978) lýsti því. Eftir nánari skoðun á því má vel búast við því að Kóngsfellshraun gæti verið talsvert umfangsmeira en Jón taldi. Hraun það sem Jón telur vera dyngjuhraun og nefndi Rjúpnadyngjuhraun og liggur milli vestur og norðurhraunflóðanna. Það telst líklegt að það sem Jón Jónsson (1978) taldi vera upptök Rjúpnadyngjuhrauns eru aðeins risgjótur og því ekki gosgígur. Síðari kortlagning af svæðinu sem er á vegum Orkustofnunnar hefur breytt skilgreiningu hrauna á svæðinu. Rjúpnadyngjuhrauni var skipt upp í Húsfellsbruna I og II og einnig var Eldborgarhraun skilgreint sem Húsfellsbruni II.
KóngsfellshraunKóngsfellshraun hafi myndast í sama eldgosi og Húsfellsbruni eða hvort hraunin sem hafa myndað Húsfellsbruna einni samfelldri eða ósamfelldri goshrinu. Jón Jónsson (1978) gaf þó vísbendingar um að Rjúpadyngjuhraun (Húsfellsbruni) gæti verið hluti af Kóngsfellshrauni þar sem bergfærði þeirra voru líkar.
Eins og sést er svæðið sem er skilgreint sem Húsfellsbruni gríðarlega stórt. Svæðið sem það þekur er 29 km2 að stærð og lágmarksrúmmál sem var reiknað er 0,3 km3.
Samanborið við áætlanir Jóns Jónssonar á rúmmáli Rjúpnadyngjuhrauns og Eldborgarhrauns sem hann áætlaði vera 0,36 km3 að rúmmáli eru þetta svipuð gildi. Þó menn séu ekki sammála skilgreiningu hraunanna er ljóst að þetta eru rúmmálsstór hraun sem finnast á þessu svæði.
HúsfellsbruniÞað má telja víst að rannsóknir á Húsfellsbruna og Kóngsfellshrauni hafi verið ófullnægjandi og þarfnist frekari rannsókna. Það er meiri þörf á að rannsaka þessi svæði eftir að gos hófst í Geldingadölum. Það eru því auknar líkur á því að það muni gjósa í fleiri eldstöðvakerfunum sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Það er því mikilvægt að fá betri mynd á það hvaðan hraunin komu og hversu umfangsmikil eldgosin sem mynduðu þau voru. Það er mikilvægt að vita það til þess að geta áætlað hvert hraun mun geta flætt og hversu langt það getur runnið. Hraun af sömu stærðargráðu og Húsfellsbruni gæti hæglega ógnað byggð.
Eldstöðvar og hraun kringum Stóra-Kóngsfell

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni – Herforingjaráðskort frá 1903.

Stóra-Kóngsfell (596 m) er móbergsstapi sem liggur um 12 km frá Reykjavík og 2 km frá skíðasvæði Bláfjalla. Tvö misgengi ganga í gegnum það. Frá suðvesturhlíð Stóra-Kóngsfells liggur háslétta sem nær vestur til Grindaskarða. Rétt austan við Stóra-Kóngsfell er Drottning (513 m) sem er einnig móbergsstapi en þó töluvert smærri.

Hólmshraun

Hólmshraun – uppdráttur Jón Jónsson.

Hólmshraunin er að finna í suðaustur átt frá Höfuðborgarsvæðinu. Hraunbreiður þeirra teygja anga sína í Heiðmörk við Reykjavík og hafa runnið yfir hluta af Leitarhrauni.
Hraunin liggja á svæði norður frá Þríhnúkum og Stóra-Kóngsfelli, austan frá Húsfelli að Rjúpnadalshnúka og niður í Heiðmörk. Hólmshraun er ekki eitt hraun heldur nokkur hraun sem eiga upptök sín á svæðinu milli Bláfjalla og Þríhnúka.

Bláfjöll

Bláfjöll – Eldborg er einn þriggja gíga af eldborgargerð hjá fjallinu Kóngsfelli, sem er áberandi fjall í Bláfjallafjallgarðinum.
Þegar þunnt hraun flæðir upp úr gossprungu myndar það smám saman litla gíga úr hraunslettum. Við það verður til glóandi hrauntjörn innan gígveggjanna. Hraunið slettist og streymir jafnvel yfir barmana sem hækka og þykkna. Þannig myndast eldborg. Gígveggirnir verða brattir efst og þunnir. Verði veggirnir mjög háir finnur kvikan sér stundum leið í gegnum þá.

Eldborg er stærsti gígur á 1,5 km langri gossprungu með norðaustur stefnu sem úr rann hraun sem er nefnt Hólmshraun V af Jóni Jónssyni (1972). Eldborg liggur um 0,5 km austan við Drottningu. Samkvæmt jarðfræðikorti er hraunið frá Eldborg partur af hraunbreiðu sem er nefnd Húsfellsbruni I. Það hraun rann vestur að Húsfelli og norðan Selfjalls.

Á hásléttunni sem liggur vestur frá Stóra-Kóngsfelli eru Þríhnúkar sem samanstanda af þrem hnúkum, af þeim eru tveir gjallhnúkar og einn móbergshnúkur. Tvö þekkt hraun hafa komið frá Þríhnúkum, Þríhnúkahraun eldra og yngra. Þríhnúkahraun eldra hefur náð alla leið til Helgafells og hefur líklega runnið að einhverju leyti að Stóra-Kóngsfelli. Bæði hraunin eru talin hafa gosið fyrir meira en 4500 árum .

Eyra

Eyra.

Vestan við Stóra-Kóngsfell og norðaustan frá Þríhnúkum er einn stakur gígur sem Jón Jónsson (1978) nefnir Eyra. Kóngsfellshraun rennur alveg upp að honum og hylur hraunið sem hefur komið frá honum. Samkvæmt Jóni Jónssyni er Strípshraun sem liggur sunnan Elliðavatns komið frá þessum gíg. Um 5 kílómetra vegalengd er þakin yngra hrauni milli Eyra og Strípshrauns. Norðurhluti Kóngsfellshrauns rennur að Strípshrauni og hefur runnið yfir hluta þess.

Heimild m.a.:
-Rannsókn á Kóngsfellshrauni með fjarkönnun og landupplýsingum, Tryggvi Már Sigurjónsson, Háskóli Íslands, 2021.
-Örnefnaskrá, Ari Gíslason; „Garðakirkjuland“.

Stóra-Kóngsfell

Gígur í Stóra-Kóngsfelli.

Ísólfsskáli

Í „Fornleifaskráningu í Grindavík, 3. áfanga árið 2004„, er m.a. fjallað um Ísólfsskála. Hér á eftir verður minnst á nokkurn fróðleik úr skýrslunni:

Ísólfskáli

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli 1915-1930; – Sæmundur G. Guðmundsson. Tóftir gamla bæjarins nær.

1703, eign Skálholtsstaðar. JÁM III, 8. Aðrar orðmyndir nafnsins eru Ísuskáli og Ísiskáli. „Við til húsabótar hefur ábúandinn af reka þegar hann heppnast…Tún sendið mjög og liggur undir skriðum. Engjar öngvar. Útigángur mjög lakur…Grasa og sölvatekja er í fjörunni að nokkru gagni. Selveiði hefur áður nokkur verið og kynni enn að vera, ef ágreiningslaust væri við Krýsuvíkur ábúendur. En hjer eru misgreiningar nokkrar um landamerki og vita menn óglögt, hvör þessi hlunnindi má með rjettu brúka…Heimræði er af jörðunni vetur og sumar, en lendíng bág og brimasöm…Torftekja til húsaþaks og heytorfs sendin, og mjög bæði gagnslítil og erfið.

Isólfsskáli

Ísólfsskáli – bærinn og útihús. Þjóðskrá segir að íbúðarhúsið sé byggt 1932, en líklegra er að það hafi verið byggt í kreppunni 1930.

Vatnsból er erfitt bæði til nautnar fyrir menn og peníng sumar og vetur…“

1840: „Slétt tún eru á Ísuskála, en lítil rækt er í þeim; litlir eru hagar þar og fremur graslítið pláss, því fellin þar um kring að norðanverðu eru ber og graslítil eins og líka hraunið þar strax fyrir sunnan, sem nær allt til og þó langt austur fyrir Selatanga. Er þar líka vatnsskortur mikill nema fjöruvötn, sem bæði eru brúkuð til neyzlu og handa fénaði.“ segir í sóknarlýsingu.

Gamli bærinn

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – gamli bærinn.

„Gamli Ísólfsskáli var upp af Skálabót undir Bjallanum vestast. Þar eru nú húsatættur.“segir í örnefnaskrá. Bjallinn er klettabelti sem liggur norður-suður ofan við túnið vestanvert, alveg frá sjó. Syðst og vestast í túninu, fast undir Bjallanum, er sumarbústaður en hann stendur í tóftum gamla bæjarins. Suðvestast í túninu, um 20 m norðan við sjávarkampinn.
„Á Ísólfsskála féll eldhús [í jarðskjálftum 28. og 29. janúar 1905].“ Athugasemd á túnakorti: „Bærinn fluttur frá sjó, byggður að stofni og kálgarðar árið 1916. Jörðin hafði þá verið í eyði 3 ár.“ Bærinn sem reistur var árið 1916 var timburhús og stóð hann á sama stað og steinsteypt íbúðarhús stendur nú (reist um 1930), í miðju túninu vestanverðu.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – fjárhús við gamla bæinn.

Um 150 m fyrir suðvestan íbúðarhúsið er sumarbústaður sem stendur í tóftum gamla torfbæjarins sem búið var í fyrir 1916. Þar er greinilegur bæjarhóll, um 30X25 m að stærð og um 1 m hár. Sunnan undir bústaðnum sést í hluta tóftanna, en bústaðurinn hefur spillt þeim að mestu. Þrjú hólf eru greinileg og liggja frá austri til vesturs, snúa mót suðri. Öll hólfin eru opin til suðurs. Þau eru grjóthlaðin að innanverðu en tyrft er yfir og utan með þeim. Hleðslur eru mest um 1,5 m á hæð og umför allt að átta. Fast vestan við tóftirnar liggur heimreiðin að bústaðnum norður-suður, en fyrir vestan hana liggur garðlag norður-suður. Skipan torfbæjarins var þannig að vestast var baðstofan og norðan við hana var hlóðaeldhús. Austan við baðstofuna var svo hesthús og þar austan við var skemma.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – túnakort 1918.

Bærinn snéri mót suðri og fyrir sunnan hann var kálgarður. Fyrir sunnan bæinn og kálgarðinn þar sem nú er sjávarkampur var brunnur, en hann var einnig notaður eftir að bærinn var fluttur. Í honum var ágætt vatn en dálítið salt.

Garðar

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – hlaðnir garðar ofan við bæinn.

„…Mælifellsskarð. Vestan þess tekur svo við fjall allmikið, sem heitir Slaga…Vestur af Slögunni er gróðurlítið svæði, sem nefnt er Melar.
Vestan við þá heitir Lágar. Þær eru vestan við veginn og langur grjótgarður hlaðinn þeim til varnar.“, segir í örnefnaskrá AG. Lágar heitir sléttlendið fyrir austan Festi, uppi á hæðinni áður en ekið er niður að Ísólfsskála. Þar eru stæðilegir grjótgarða beggja vegna vegarins. Gróið sléttlendi.
„Er mikið hér af slíkum görðum og víða með mjög fallegu handbragði.“, segir í örnefnaskrá AG. Garður liggur meðfram veginum, suðvestan við hann, en minni garðar sunnan við hann og einnig austan við veginn. Þeir sem eru vestan vegarins eru eldri, en þó hlaðnir eftir 1916. Þeir sem eru austan vegarins eru hlaðnir eftir 1950. Garðarnir eru mest um 1 m á hæð og sex umför. Um aldamótin 1900 var mikill uppblástur þarna og voru garðarnir hlaðnir til varnar honum. Nú er svæðið allt gróið. Garðarnir eru mörg hundruð metrar í heildina. Svæðið sem garðarnir ná yfir er um 300×300 m.

Skálarétt

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – Skálaréttin var hérna megin við bæinn, síðar matjurtargarður.

Fast norðan við núverandi íbúðarhús á Ísólfsskála, um 130 m norðaustan við bæjarhólinn, er gerði. Þar var áður rétt, en síðan nýtt sem kálgarður. Í túni. Gerðið er hlaðið úr torfi og grjóti, snýr í norður suður og er opið til suðurs. Það er um 16X14 m að stærð. Hleðslur standa grónar, um 1 m á hæð en umför ógreinileg. Úr norðvesturhorni þess liggur garðlag til vesturs í átt að Ballanum. Þarna var rétt eftir 1916, kölluð Skálarétt, en síðan var hún flutt norður að Borgarfjalli. Þá var gerðið nýtt sem kálgarður.

Verbúð

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – gamli bærinn. Sumarbústaður byggður á tóftunum. Framan við hann var gamla sjóbúðin.

„Brynjólfur biskup Sveinsson var fyrstur Skálholtsbiskupa til að hefja útgerð frá jörðinni, og lét hann reisa þar verbúð fyrir skipshöfnina á stólsskipinu. Hversu lengi útgerð stólsins á Ísólfsskála stóð, er óljóst, en 1734 fórst þar stólsskip og drukknuðu þá 10 menn.“ Ekki er vitað hvar verbúðin hefur staðið. Má vera að tóftirnar séu löngu horfnar undir kampinn en sjórinn gengur þarna mjög á landið. Ekki sést til fornleifar.“

Núverandi landeigendur hafa bæði vitneskju um brunninn, sem nú er horfinn undir kampinn, og gömlu sjóbúðina. Hún varð snemma hluti af útihúsum gamla bæjarins.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Grindavík, 3. áfangi, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2004, bls. 53-62.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Nótarhóll

Í skýrslu Minjastofnunar um „Eldsumbrot á Reykjanesskaga. Minjar í hættur og viðbrögð Minjastofnunar við náttúruvá„, má lesa eftirfarandi um fiskbyrgi og -garða við Nótarhól suðaustan Ísólfsskála:

Skýrsla Minjastofnunar„Í landi Ísólfsskála er að finna fjölmörg fiskbyrgi og herslugarða suðaustur af núverandi bæjarstæði, í Skollahrauni. Hraunið er talið vera allt að 1900-2400 ára gamalt11 og eru byrgin og garðarnir hlaðnir upp með hraungrýti. Lítið er til af rituðum heimildum um þessar minjar, en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns kemur þó fram að heimræði hafi verið á jörðinni og að landeigandinn, Skálholtsstóll, hafi gert þaðan út eitt skip (áttæring) og að sjóbúð í eigu stólsins hafi verið á „lóð jarðarinnar“ sem nýtt hafi verið af áhöfn skipsins á vertíðum. Þar kemur einnig fram að sjóbúðin, eða „sjómannabúðin“, hafi verið byggð í tíð Brynjólfs Sveinssonar biskups (1639–1674) en fyrr hafi ekki verið útgerð á vegum stólsins á Ísólfsskála. Einnig er nefnt að ábúandinn hafi sjálfur gert út eitt skip, en stærð þess kemur þó ekki fram.
NótarhóllSjóbúðin er nú horfin undir malarfyllingu í heimreiðinni að sögn eins eigenda jarðarinnar. Vert er að taka fram að ekki er fjallað um verminjar á Ísólfsskála í riti Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávarhættir II, sem tekur sérstaklega fyrir verstöðvar. Þar er Grindavík merkt á korti sem blönduð verstöð og austur með suðurströndinni er næsta stöð Selatangar og er hún skráð sem útstöð.
Var ákveðið að grafa í tvö fiskbyrgi á Ísólfsskála í þeim tilgangi að aldursgreina byrgin og með von um að skilgreina betur hlutverk þeirra.

Ísólfsskáli

Fiskbyrgi og – garðar við Nótarhól.

Grjóthrun var fjarlægt úr fiskbyrgjunum tveimur. Í öðru þeirra komu í ljós flatar steinhellur sem hafa sennilega verið hluti af gólfinu í byrginu. Þegar grjóthrunið og steinhellurnar höfðu verið fjarlægðar var komið niður á sendið jarðlag sem innihélt dökka og grófa gjósku sem má ætla að sé frá Reykjaneseldum 1211-1240.
Sýni voru tekin úr meintu gjóskulagi. Örfá fiski- og fuglabein fundust en því miður fundust engir gripir sem geta sagt til um aldur byrgjanna. Að öðru leyti var á litlu að byggja í fiskbyrgjunum. Mögulegt væri að senda beinin sem fundust í C14 greiningu til að fá upplýsingar um aldur þeirra en slík greining telst varhugaverð þar sem sjávaráhrifa gætir á þessum beinum sem gætu gefið ónákvæma aldursgreiningu.“

Heimild:
-Eldsumbrot á Reykjanesskaga. Minjar í hættur og viðbrögð Minjastofnunar við náttúruvá – stöðuskýrsla, bls. 17-18.

Ísólfsskáli

Nótarhóll – fiskbyrgi og þurrkgarðar.

Kötlugróf

Ætlunin var að ganga um Botnsdal og Brynjudal. Megintilgangurinn var þó að staðsetja örnefnin Holukot, Hlaðhamrar, Kirkjuhóll, Krosshóll, Steinkirkja, Mannabyggð, Kötlugróf og Kattarhöfða.
KattarhöfðiFyrsti landnámsmaðurinn í Botnsdal var írskur, Ávangur að nafni. Bær hans gæti hafa verið þar sem nú eru rústir Holukots. Hann stóð sunnan árinnar neðarlega í dalnum. Sá bær hefir að líkindum tekist af eða lagst í eyði vegna skriðufalls er eyðilagt hefir meginhluta túnsins. Skriða þessi er fyrir löngu uppgróin og sums staðar klædd smávöxnu kjarri. Fyrir rústunum sjest mjög greinilega og hafa þau hýbýli verið rúmlítil. Í Kattarhöfða neðanverðum mun vera dys Þórðar kattar og í Kötlugróf mun hringurinn Sótanautur hafa verið falinn. Á Krosshól óx hrísla. Þegar hún féll skilaði hún sér jafnan á hólinn aftur.
Lúther Ástvaldsson bóndi á Þrándarstöðum í SteinnBrynjudal fylgdi FERLIR um svæðið. Hann gekk hiklaust að Kattarhöfða, Kötlugróf, Holukoti og fleiri nánast óþekktum stöðum. Landamerki Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu eru við Kötlugróf. Nýlega var sett upp sýslumerki við veginn. Svo óheppilega vildi til að merkið var sett á móts við fjárgirðinguna er liggur upp norðurhlíð Múlafjalls. Kötlugrófin og hin eiginlegu sýslumörk eru hins vegar nokkru austar og munar ca. 200-300 metrum.
Ofan við Kötlugróf er Lambaskarð; landamerki Skorhaga og Stóra-Botns.

Magnús Lárusson skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1933 er bar yfirskriftina „Hvalfjörður“.  Fjallar hann þar um dalina innst í Hvalfirði; Botnsdal og Brynjudal. Hér verður drepið niður í greinina:
Kötlugróf„Einn af fegurstu stöðum ættjarðar vorra er Hvalfjörður. Hann skerst inn í landið úr Faxaflóa, milli Kjalarness að sunnan og Akraness að norðan, nálægt 17 sjómílur að lengd.
Flestum, sem til Hvalfjarðar koma, mun vera hugstætt að koma að Saurbæ, þar sem Hallgrímur Pjetursson var. Margar sagnir ganga um síra Hallgrím, og langar mig til að segja eina:
„Það er sögn ein, frá Hallgrími presti, að hann var eitt sinn á ferð við þriðja mann, og ætlaði heim sunnan yfir Brynjudalsvog; flæður sævar gengu að; varð það þá ráð þeirra að bíða þar um nóttina til þess útfjaraði, og árin minkaði, og bjuggust að liggja í Bárðarhelli við fossinn.
Þótti þá förunautum prests leitt að heyra fossniðinn, er mjög ýrði frá inn í hellisdyrin. Annar förunautur prests var fremstur og fekk ei sofið fyrir aðsókn.
Sýndist honum og ferlíki nokkurt eða vættur sækja að inn alt í hellisdyrin; bar hann þá prest að vera fremstan, og ljet hann það eftir; er þá sagt hann kvæði Stefjadrápu, því var yrði hann hins sama og förunautur hans, en jafnan hörfði vætturinn frá við hvert stefið, og að aftur á milli, uns hún hyrfi með öllu.“

Brynjudalur

Brynjudalur og nágrenni – kort.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá því af hverju Hvalfjörður, Hvalfell og Hvalvatn draga nöfn sín, og skal það ekki rakið hjer. En við skulum bregða okkur inn til dalanna fyrir botni Hvalfjarðar og hitta þar konu, sem heitir Oddný Sigurðardóttir, og er húsfreyja á Stóra-Botni í Botnsdal. Hún segir okkur svo frá dölunum:

Botnsdalur
Botnsdalur er hinn nyrðri af dölunum tveim, er liggja fyrir botni Hvalfjarðar. Á milli þessara tveggja dala Hlaðhamrargengur Múlafjall fram í sjó og myndast vogar, sinn hvoru megin fjallsins. Og inn fyrir þessa voga liggur Hvalfjarðar akbrautin. Í Botnsdal eru nokkrar skógarleifar, þó smávaxnar sje, en þarna var það, sem Ávangur hinn írski ljet smíða hafskipið á dögum landnámsmannanna. En hið merkasta í dalnum verður að tekja fossinn Glym, sem er mjög hár, líklega með hæstu fossum á landinu, þó aldrei hafi hann verið mældur [198 m hár], og er í á samnefndri bæjunum í dalnum. Við Glym orti Þorsteinn Gíslason vísurnar: Í Botnsdal er fagurt einn blíðviðrisdag o.s.frv. Þá er einnig skylt að gleyma ekki Botnssúlum, en þaðan er mjög víðsýnt. Í norðaustri er Hvalfell og norðan við það er Hvalvatn, en þaðan kemur Botnsá. – Fyrir austan enda Hvalvatns er Kinnhúfuhöfði og Skinnhúfuhellir, þar sem Skinnhúfa bjó á dögum Ármanns í Ármannsfelli.

Lúther

Nú er þar alt kyrrlátara og friðsamara en á þeim dögum og álftin á sjer dyngju rjett fyrir framan hellismunnann. Niður undir vatnsröndinni, norðan í Hvalfelli er hellir sá, er sagt var að Arnes – er eitt sinn var fjelagi Fjalla-Eyvindar – hafi hafst við í. Í helli þessum hefir fundist mikið af beinum – bæði stórgripabeinum og kindabeinum – sem sjest hafa á för eftir eggjárn, og sömuleiðis kambur úr horni.
Í hinum fornu sögum finnst hvergi getið nema eins bæjar í Botnsdal – en nú eru þeir tveir. Landnámsbók segir svo frá að fyrstur hafi byggt bæ í Botni, maður sá er Ávangur hjet og kallaður hinn írski. Þá var þar skógur svo mikill að hann ljet af gera hafskip. Það var hlaðið við Hlaðhamar er hann er fyrir botni Botnsvogs, sunnan Botnsár. Dýpi við hamarinn nú á tímum er um flóð líklega 3-4 metrar, en algerlega þurrt um fjöru. Í Harðar-sögu er talað um Neðri-Botn, þar sem Geir bjó um skeið. Af því er auðsætt að þá hefir Efri-Botn einnig verið byggður þó þess sje eigi getið. Löngu seinna hefir svo byggst þriðji bærinn; Holukot. –

Lúther

Hann stóð sunnan árinnar neðarlega í dalnum. Sá bær hefir að líkindum tekist af eða lagst í eyði vegna skriðufalls er eyðilagt hefir meginhluta túnsins. Skriða þessi er fyrir löngu uppgróin og sums staðar klædd smávöxnu kjarri. Fyrir rústunum sjest mjög greinilega og hafa þau hýbýli verið rúmlítil.
Af örnefnum, sem getið er í fornsögunum er meðal annars Múlafell, nú breytt í Múlafjall, Kattarhöfði, þar sem Þórður köttur var dysjaður og Kötlugróf þar sem Þorbjörg katla og Þorgríma smiðkona ljetu líf sitt og hringurinn Sótanautur er falinn.“ Kötlugróf er í smá slakka er gengur inn í hlíðina utan við Hlaðhamar. Skýringar á nafninu er að finna í Harðar sögu og Hólmverja. Þar börðust grimmilega tvær fjölkunnugar konur, Þorbjörg katla og Þorgríma smiðkona. Átökunum lauk svo að þær lágu báðar dauðar eftir, rifnar og skornar.

Brúsi

Um afrif Þórðar kattar segir í Harðar sögu, ch. 25: „En er Þorbjörg katla kom út varð hún vís af fjölkynngi sinni og framvísi að skip var komið frá Hólmi. Hún sækir þá sveipu sína og veifði upp yfir höfuð sér. Þá gerði myrkur mikið að þeim Geir. Hún sendi þá orð Ref syni sínum að hann safnaði mönnum. Þeir urðu saman fimmtán og komu að Þórði ketti óvörum í myrkrinu og tóku hann höndum og drápu og er hann grafinn í Kattarhöfða neðanverðum. Þeir Geir komust til sjávar. Þá tók af myrkrið og sáu þeir þá gjörla og réðu þeir Refur til og börðust.“
„Víðar man jeg ekki eftir að Botnsdal sje getið í fornum sögum.
Að síðustu skal þess getið, Lútherað hjer í Stóra-Botni var bænahús eða kirkja, og er örnefnið Kikjuhóll þekkt enn þá. Í þann hól var grafið fyrir 4-5 árum, en aðeins lítilsháttar, enda fundust engar minjar. Lúther taldi að lík þeirra er létust í aðdraganda Svartadauða hér á landi hefðu verið grafnir í hólnum.
Við Maríuhöfn í Laxárvogi var einn stærsti kaupstaður landsins fram á 15. öld. Þangað gengu skip Skálholtsstóls enda var höfnin vel í sveit sett gagnvart samgönguleiðum til Þingvalla og uppsveita Árnessýslu. Þangað barst svarti dauði til landsins árið 1402 en talið er að um þriðjungur íbúanna hafi látist af farsóttinni.
Annálar greina frá því að hún hafi komið með skipi í Hvalfjörð.

Lúther

Þá var Maríuhöfn á Búðasandi við Laxárvog ein aðalhöfn landsins. Samkvæmt sömu heimildum tók Áli Svarhöfðason veikina og „deyði fyrstur af kennimönnum um haustið“ í Botnsdal ásamt sjö sveinum sínum. Síðan breiddist pestin um landið og er talið að látist hafi um 40 þúsund manns úr henni, eða nærri helmingur landsmanna.
Drepsóttin svartidauði mun hafi borist áfram til landsins sem smit í klæðum Einars Herjólfssonar. Hann andaðist úr sóttinni á skipi sínu í hafi en klæði hans voru síðan afhent ættingjum hans – illu heilli.“ 

Á bæjunum hjerna í Botnsdalnum var mikið um álfa og álfatrú. Ekki mátti veita silunga úr sumum lækjum, ekki höggva hrís á vissum stöðum, ekki færa sum hús, ekki sljetta tiltekna bletti í túnunum og þar fram eftir götunum. Í hólunum heyrðist sífellt rokkhljóð og strokkhljóð.

Krosshóll

Þannig var til dæmis sagt að víða í túninu í Litla-Botni og í klapparholtum umhverfis það, væri bústaður huldufólks. Austast í túninu er hóll, kallaður Krosshóll. Mátti eigi sljetta hann og var þar engin þúfa hreyfð þangað til síðasti ábúandi kom þangað árið 1907. Á þessum hól var hrísla allstór og mátti enginn skerða hana. Var hún að síðustu orðin svo fúin að hún brotnaði. Mátti enginn á neinn hátt nýta sjer lurkinn og var sagt að hann færi jafnan sjálfur á hólinn aftur þó hann væri borinn heim.
Skammt fyrir utan túnið er klapparholt, sem kallað er Steinkirkja og heyrist þaðan oft tíðarhringingar og sálmasöngur. Á götunum fyrir utan túnið er kallað Mannabyggð og þar mátti aldrei ríða hart. Á milli þessara staða; Kirkjunnar og Mannabyggðar annars vegar og Krosshóls hins vegar voru sífelldar ferðir huldufólksins og var för þess stundum sjeð af gamla fólkinu.

Brynjudalur
ÞrándarstaðirSyðri dalurinn fyrir botni Hvalfjarðar er Brynjudalur. Hann er grösugur og vaxinn kjarri fremst. Samnefnd á rennur eftir honum og er hún straumlygn og mild. Nú eru þrír bæir í dalnum; Ingunnarstaðir, Skorhagi og þrándarstaðir og auk þess eyðibýlið Hrísakot.
Hina elstu sögn um Brynjudal er að finna í Landnámabók, þar sem sagt er frá deilu Refs hins gamla og Hvamm-Þóris, út af kúnni Brynju, sem gekk úti í dalnum með afkvæmum sínum og hann er við kenndur. Og sú deila endaði með falli Hvamm-Þóris. Þar er einnig sagt, að Refur hafi búið á Múla. Bærinn Múli hefir að líkindum verið skammt þaðan sem nú er Skorhagi, en þó nokkru nær fjallinu og er trúlegt, að skriðuföll hafi eytt bæinn.
StykkisvellirHarða saga segir hinsvegar svo frá, að Refur hafi búið á Stykkisvelli (í Brynjudal) en Þorbjörg katla, móðir hans á Hrísum og vitanlega geta báðar sögurnar haft rjett fyrir sjer. Bæjarnafnið Hrísakot og örnefnið Hrísasneið benda  að minsta kosti til þess að bær með því nafni hafi verið þar að norðanverðum dalnum, þó það þurfi ekki endilega að vera.
Loks segir Harðar saga svo frá, að Kjartan sá, er seinna sveik Hólmverja, hafi búið á Þorbrandsstöðum. Hins vegar segir í upphafi Kjalnesingasögu að Þrándur landnámsmaður Helga bjólu hafi numið land í Brynjudal og búið á Þrándarstöðum, en það bæjarnafn er enn þá til. En verið gæti að Þorbrandsstaðir og Þrándarstaðir sjeu hið sama. Ingunnarstaða er getið í Kjósarannál að mig minnir einhverntíma á 16. öld. – Þá týndist í Hríshálsi, þ.e. hálsinum á milli dalanna, óljett kona með þrjú börn í fylgd með sjer og fannst ekkert af nema hendin af einu barninu. Og þessi kona fór frá Ingunnarstöðum.

Gamla

Svo jeg snú mjer aftur að hinum fornu sögum, þá er Brynjudals getið í Bárðar sögu Snæfellsáss og er sagt að Bárður hafi hafst við í Bárðarhelli. Það er móbergshellir sunnanmegin árinnar, við foss þamm er skammt er fyrir ofan hina nýju brú á ánni, er byggð var síðastliðið sumar (1932). Annar skúti er norðan árinnar, beint á móti Bárðarhelli, kallaður Maríuhellir.
Á Ingunnarstöðum var bænahús og var goldið þaðan prestmata þar til núverandi ábúandi keypti hana af. Mjer hefir einnig verið sagt að eitt sinn – fyrir löngu síðan – er byggja skyldi íbúðarhús á Ingunnarstöðum hafi verið grafið á mannabein.“
Árni Óla skrifaði grein, „Hafskip smíðað úr íslensku birki“, í Lesbókina árið 1958. „Landnáma segir að írskur maður, Ávangur að nafni, hafi numið land innst í Hvalfirði og búið allan sinn aldur að Botni. „Þar var svo stór skógur, að hann gerði þarf hafskip af og hlóð, þar sem nú heitir Hlaðhamarr…“

Brendan

Heilagur Brendan frá Clonfert (um 484 e.Kr. – um 577) (írska: Naomh Bréanainn eða Naomh Breandán; latína: Brendanus; íslenska: (heilagur) Brandanus), einnig nefndur „Brendan moccu Altae“, kallaður „siglingamaðurinn“, „Veyagerinn“, „The Anchorite“ og „The Bold“, er einn af fyrstu írsku munkadýrlingunum og einn af tólf postulum Írlands.
Sæfarinn og dýrlingurinn Brendan var ábóti sem sigldi á húðbyrðingi (curragh) sínum til Færeyja og Íslands og jafnvel Azoreyjanna og Ameríku. Greint er frá ferðum hans í Navigatiohandritum sem eru nokkur að tali. Þeir sem hafa lesið þau eru ekki í vafa um að þar sé lýsing á eldgosi. Hvergi er um slík eldgos að ráða á Norðuratlantshafinu nema á Íslandi. Lýsingarnar af landsins forna fjanda, hafísnum, eru afar trúverðugar.

Írsk hafskip vour með öðrum hætti en norræn skip. Írsku skipin voru húðbátar, ekki ósvipaðir kvenbátum Eskimóa. Utan á grind, sem  gerð var úr léttum viðum, strengdu þeir nautshúðir, er saumaðar voru saman með seymi, og á slíkum skipum fóru þeir yfir höfin löngu áður en Ísland byggðist. Írar áttu að vísu tréskip líka, en þeir töldu húðskipin miklu betri í sjó að leggja. Húðskipin köllu þeir „currach“ og sagt er, að áður en St. Brendan lagði í norðurför sína, einhvern tíma á árunum 565-573, eða 300 árum áður en Ísland byggðist, hafi hann látið smíða sér „curragh“ með seglum til fararinnar. Talið er að hann hafi komizt til Grænlands og Íslands í þessari ferð.

En svo segir sagan, að í seinni rannsóknaför sína hafi hann ekki fengið annað en tréskip, og þótti honum það mjög miður.
Það er enginn vafi á því, að í Botnsskógi hefir Ávangur getað fengið nógu sterka viðu í grind fyrir húðskip. Aðvitað hefirhann gert skip sitt á sama hátt og Írar voru vanir, þar sem hann gat og fengið efniviðinn í það heima hjá sér. Og þegar slíkt skip var fullsmíðað gat hann vel hlaðið það hjá Hlaðhamri, enda þótt væri grunnt og grunnsævi úti fyrir, því að húðskipin voru grunnskreiðust allar skipa.
Það er ekki ótrúlegt að slík skip hafi farið milli Íslands og Skotlands á sex dögum. Húðskipið rann eins og stormfugl á bárum hafsins. Ísland gat ekki farið framhjá áhöfninni því að fjöllin þar eru svo há, að þau sjást langar leiðir utan af hafi.

Brú

Í ritgerð sinni um siglingar á söguöld (Safn IV.) getur Bogi Th. Melsted um Ávang og skipasmíð hans í Botni. Er hann ekki frá því að sagan geti verið sönn, en segir að þess beri að gæta, að inn í Landnámsbók sé skotið „ýmsum sögnum og þjóðsögum, sem eigi eru allar jafnáreiðanlegastar“. Um skipasmíðina þarf ekki að efast. Bóndinn í Hvalfjarðarbotni hefir smíðað þar „curragh“ og haft til kaupferða, líklega til Írlands. En um nafn bóndans mætti frekar efast að rétt væri, en hefði skolast í munni og meðferð, nema kenningarnafn sé að ræða.
HestasteinnLíklegt er, að í Botni hafi frá landnámstíð verið hvíldarstaður ferðamanna, eða áfangastaður, sem nú er kallað. Slíkan stað kölluðu fornmenn áivang. Því svipar furðulega mikið til nafn bóndans írska, Ávangur. Getur ekki skeð að hann hafi fengið það kenningarnafn af staðnum? Slíkar nafngiftir voru til, sbr. Þórarinn Króksfjörður.“
„Svæðið umhverfis Botnsdal, innsti hluti Hvalfjarðar, er að hluta sögusvið Harðar sögu og Hólmverja. Ein hetja þeirrar sögu, Geir Grímsson frá Grímsstöðum fór til Noregs ásamt Herði fóstbróður sínum. Er Grímur kom til baka „keypti hann land í Neðra-Botni og færði þangað bú sitt, og var allgagnsamt“. þar bjó hann og þaðan fóru þeir félagar í ránsferðir uns þeir rifu húsin í Neðra-Botni og fluttu viðina út í Geirshólma. þar byggðu þeir skála yfir sig og lið sitt.
Auk þessara kappa hafa aðrir gert dalinn frægan á síðari tímum. Í Stórabotni fæddist og ólst upp Jón Helgason ritstjóri og rithöfundur (f. 1917). Liggja eftir hann margar bækur bæði skáldsögur og sagnaþættir byggðir á sannsögulegum atburðum.

Holukot

Holukot (fornmannabýli) – tóftir.

Í Litlabotni bjó um tíma á fyrri hluta þessarar aldar Beinteinn Einarsson. Hann átti nokkur börn og voru flest þeirra þekkt fyrir skáldgáfu sína. Má þar m.a. nefna Pétur (f. 1906), Halldóru (f. 1907) Einar (f. 1909) og Sveinbjörn (f. 1924) sem síðar var allsherjargoði Ásatrúarmanna. Annað skáld, Jón Magnússon (f.1896), ólst einnig upp á Litlabotni.“
Lúther kann skil að öllum ábúendum í Botni síðustu aldirnar. Jón Þorkelsson var t.a.m. síðasti ábúandi á Stóra-Botni uns búskap var hætt þar 1982.

Holukot

Holukot – tóftir.

Annars vekur það sérstaka athygli hversu litlar og takmarkaðar merkingar (leiðbeiningar og fróðleik) er að finna á jafn sagnaríku svæði og Hvalfjarðardalirnir eru. Og ekki eru merkingar betri þar sem náttúruminjarnar eru annars vegar. Þegar t.d. komið er að bifreiðastæðinu við Stóra-Botn má segja að hefjist ratleikur í hvert sinn er einhver vill leggja á sig að finna hæsta foss landsins, Glym. Oft má sjá fólk á ráfi um svæðið. Nú, á tímum menningartengdrar ferðaþjónustu, virðast orð forsvarsmanna og -kvenna einungis hjóm eitt, því óvíða hefur þeim verið fylgt eftir á ferðamannaslóðunum sjálfum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Magnús Lárusson í Lesbók Mbl. 12 nóv. 1933; Hvalfjörður.
-Árni Óla, Grúsk, Lesbók Mbl. 04. maí 1958, bls. 246-7.
-Jón Helgason, Árbók Ferðafélags Íslands 1950.

Lúther