Nokkuð hefur verið skifað um áætlað landnám hér á landi, hvort sem um er að ræða út frá rituðum heimildum eða nærtækari vísindaaðferðum, s.s. gjóskulagarannsóknum eða geislakolsgreiningum. Páll Theódórsson, Vilhálmur Örn Vilhjálmsson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Karl Grönvold og Ingrid Olson hafa m.a. fjallað um þetta viðfangefni út frá viðkomandi fræðigreinum.

Skáli í Húshólma.
Árný lýsir aldursgreiningum með geislakoli, nálgunum og leiðréttingum, s.s. trjáaldursgreiningu, sjávar- og samsætuleiðréttingum. Sjávarleiðréttingin lýtur t.a.m. að leiðréttingum upp á ein 400 ár. Aðferðin sjálf er tiltölulega einföld, en margs ber að varast, hvort sem er við öflun sýna og meðferð þeirra. Þá ber að hafa margt í huga er leitt getur til skekkjumarka. Hér verður aðferðinni ekki lýst enda auðvelt að nálgast gögn um hana í neðangreindum heimildum.
Páll segir í grein sinni að „þótt grundvallaratriði aðferðarinnar séu einföld er af sögulegum ástæðum nær ávallt farin nokkuð flókin leið til að útskýra hvernig aldur sýnir er fundinn af geislavirkni kolefnisins.“ Vísindin sem slík eru ekki markmið fornleifafræðinnar heldur menningarsagan. En varpa má ljósi á söguna með aðstoð vísindanna.

Landnámslagið (Settlement).
Öll lífræn efni taka til sín kolefni úr andrúmsloftinu. Þegar þau deyja byrjar kolefnið að dvína. Helmingunartími þess er um 5700 ár. Þannig er hægt með varfærni og ákveðnum aðferðum að mæla áætlaðan aldur lífvera s.l. 200 til 50.000 ár og jafnvel lengur. Þótt hægt sé að greina aldur allra lífvera er öruggast að aldursgreina bein af húsdýrum og mönnum.
Tvö öskulög hafa einkum verið notuð í fornleifarannsóknum, svokallað landnámslag, sem samkvæmt C14 greiningum er talið vera frá um 890, og öskulagið H-1 eða H-1104 úr gosi í Heklu. Rannsóknir á borkjörnum í Grænlandsjökli gefa gos til kynna á þeim tíma, en einnig árið 871 (sem virðist vera hið eiginlega landnámslag). Ef það er rétt gæti þar verið komin skýringin á öskulaginu yfir mannvirkjum í Húshólma í Ögmundarhrauni, sem haf skv. því verið reist um og eftir 871.

Virki eða fjárborg í Óbrennishólma.
Páll telur að „vísbendingin um landnám snemma á áttundu öld sé orðin svo sterk að íslenskir fræðimenn komist ekki hjá því að taka hana alvarlega.“ Tekur hann m.a. mið af uppgötvunum á aldri landnámslagsins að tilstuðlan gjóskulagafræðinnar, árhringjagreiningar, geislakolsgreiningar og frjókornarannsókna.
Ingrid Olson segir að „út fá þeirri þekkingu sem við búum við nú á dögum er mögulegt að álykta að hin hefðbundna tímasetning á landnáminu sé rétt, en líklegra er þó að upphaf landnámsins sé eldra.“ Sýni, sem tekin voru við uppgröft í miðbæ Reykjavíkur og í Vestmannaeyjum, bentu við geislakolsmælingu til þess að væru eldri en sögulegar heimildir um landnám gefa til kynna.

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.
Þannig virtist landnámslagið vera yfir mannvistarleifum á þessum stöðum er aftur gæfu til kynna að landnám hafi veirð hafið hér á landi nokkuð fyrir árið 870, eða nokkru áður en „hið skráða“ landnám gefur til kynna. Spurningin er bara „hversu löngu“ áður? „Landnámið greinist yfirleitt eldra en söguleg hefð (874) segir til um. Ef horft er á stöðuna ein og hún lítur út í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir í dag um C14 aldurgreiningar, getur landnám mjög líklega hafa hafist einhvern tímann frá lokum 8. aldar og fram til loka 9. aldar. Nákvæmari tímasetning út frá C14 aldurgreiningum er ekki möguleg miðað við núverandi aðstæður.“
Karl Grönvold segir að „eldgossins, sem myndaði landnámslagið er hvergi getið í heimildum og því hefur nokkuð verið litið til geislakolsgreininga. Landnámslagið er auðþekkt öskulag sem fallið hefur rétt um landnám en er hvergi getið í heimildum og kemur geislakol þar nokkuð við sögu. En enginn vafi er hins vegar á því hvar lagið liggur í hinum afstæða öskulagatímaskala. Sigurður Þórarinsson fann þetta öskulag fyrst við rannsóknir sínar í Þjórsárdal en á Suðrvesturlandi er það tiltölulega auðþekkjanlegt vegna þess að það er tvílitt, hvítt og svart (dökktvígrænleitt), og kallaði Sigurður það upphaflega VII a og b. Í Grænlandsísnum reyndust vera vera tveir greinilegir leiðnitoppar, annar við 871 og hinn við 898. Það var hins vegar aldrei haldið fram sem vissa að annar þeirra ætti við landnámslagið heldur bent á það sem möguleika.“

Dökka lagið með ljósum botni þar fyrir neðan er Landnámsöskulagið. Ofan þess má m.a. sjá Miðaldaöskulagið.
Vilhjálmur segir að „allmargar niðurstöður, sem fengist hafa við kolefnisaldursgreiningar á sýnum á Íslandi benda til þess að landnám hafi hafist fyrr en hingað til hefur verið haldið.“ og jafnframt að „löngu áður en niðurstöður sumra kolefnisaldursgreininga gátu bent til landnáms fyrir þann tíma, sem ritaðar heimildir segja til um, höfðu verið settar fram kenningar um fasta búsetu fyrir tíma hefðbundins landnáms. Hingað til hafa ekki fundist neinar fornminjar við rannsóknir eða á söfnum, sem geta bent til keltneskrar eða norrænar búsetu, miklu ledri en frá þeim tíma sem ritaðar heimildir segja til um. Fornleifarannsóknir, fornminjar og aldursgreiningar á Íslandi geta þó á núverandi stigi bent til eldra landnáms á Íslandi en hins norræna í lok 9 aldar.“
Af framangreindu má sjá að með frekari rannsóknum má vænta óvæntra tíðinda er varpað geta með meiri nákvæmni en áður á landnám hér á landi.
Í ljósi alls þessa skýrist sú varfærni þegar komist er að orði í eftirfarandi kynningu um fornleifarnar í Aðalstræti í miðborg Reykjavíkur: „Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu eftir tilvísun guðanna vegna þess að öndvegissúlur hans rak þar á land. Líklegra er þó að Reykjavík hafi verið valin vegna ótvíræðra landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám. Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.“ Hér er ekkert minnst á „hið fyrsta landnám“ í Reykjavík, enda óljóst að svo hafi verið ef tekið er mið af vísindalegum niðurstöðum.

Hafnir – fornaldarskáli frá því fyrir norrænt landnám.
Svo virðist sem nefndur Ingólfur, sem hampað hefur verið sem „hinum fyrsta landnámsmanni“ og settist að í Reykjavík, hafi komið á eftir ýmsum öðrum, sem hér höfðu dvalið um allnokkurt skeið, enda virðist það bæði staðfest af ýmsum örnefnum sem og þeim minjum, sem einn á eftir að skoða, ekki síst á Reykjanesskaganum og á sunnanverðum Austfjörðum. Alla jafna hafa fornleifar verið rannskaðar á stöðum með sögulegar skírskotanir. Ef horft yrði framhjá skráðum heimildum og einungis tekið mið af þeim minjum, sem vitað er um og þekktar eru af staðkunnugum um land allt, er ekki ólíklegt að ýmislegt gæti komið þar fram er varpað gæti ljósi á upphafið og tilurð þess – með aðstöð vísindalegra möguleika.
Heimildir:
-Páll Theódórsson. 1997. Aldur landnáms og geislakolsgreiningar. Skírnir, 171. 92-109.
-Páll Theódórsson. 1992. Aldursgreining með geislakoli. Takmarkanir og möguleikar. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 59-75.
-Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. 1990. Kolefnisaldursgreiningar og íslensk fornleifafræði. Árbók fornleifafélagsins. 35-70.
-Árný Erla Sveinbjörnsdóttir. 1996. Aldursgreiningar með geislakoli. Um landnám Íslands (ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir). Vísindafélag Íslendinga. Ráðstefnurit V. Bls. 59-75.
-Ingrid Olson og Erla Vilmundardóttir. 2000. Landnám Íslands og C14 aldursgreiningar. Skírnir, 174. 119-149.
-Karl Grönvold. 1995. Öskulagatímatalið, geislakol, ískjarnar og aldur fornleifa. Nokkrar athugasemdir við skrif Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 163-184.

„Landnámsmaður“ í Einihlíðum.
Undirhlíðar – Aðalhola – Aukahola
Gengið var frá Krýsuvíkurvegi eftir slóða til austurs með Undirhlíðum í áttina að skógræktarsvæði, sem þar er ca. 2/3 að Bláfjallavegi. Björn Hróarsson, hellafræðingur, leiddi hópinn.
Aukahola.
Gengið var framhjá Markrakagili og að skógræktinni. Þar austan við, undir hlíðunum, hefur nú vaxið mikill greniskógur. Mikil og falleg gil eru í hlíðunum. Þarna og nokkru austar dunduðu vinnuskólasveinar úr Krýsuvík sér undir röksamri stjórn Guðmundar Þórarinssonar að planta græðlingum fyrir u.þ.b. 40 árum. Nú eru þetta hin myndarlegustu tré, líkt og vinnuskólasveinarnir.
Við horn girðingar tók Björn örugga stefnu til norðurs yfir mosahraun og hraunhrygg, sem liggur þarna samhliða hlíðunum. Norðan við hrygginn eru tvær djúpar holur. Þær liggja báðar niður í Aukaholu. Hún er um 10 metra djúp.
Í Aðalholu.
Farið var niður í eystra gatið með aðstoð bands. Aukahola virðist vera gjá, sem hraun hefur runnið niður í, líkt og Ginið. Þegar komið var niður mátti sjá fallegar rauðleitar hraunmyndanir. Þunnt fljótandi hraunið hefur smurt gjáveggina og myndað gúlpa og jafnvel hraunsúlur hér og þar. Hægt var að fara spölkorn inn eftir gjánni til austurs. Þar inni er mjög falleg hraunsúla. Á leiðinni þangað sást hvar hrjúfur seigfljótandi hraunfoss hefur runnið niður frá lofti og myndað hraundellur undir.
Aðalhola.
Sepamyndaðir veggirnir þar eru sérstaklega fallegir á að líta. Til vesturs mátti sjá lengra niður og inn í stærra rými. Fyrir neðan opið er gat lengra niður. Með aðstoð bandsins var farið þar niður. Þaðan er hægt að fara inn í stærra rými vestra, en opið er upp úr því um gatið.
Aukahola er fallegt jarðfræðifyrirbirgði. Aapalhola er annað stærra gat, eða göt, þarna skammt norðar í gjánni. Hún er um 17 metra djúpt, ílöng og falleg á að líta, svipuð Aukaholu, einungis minni í sniðum. Einnig þarf band til að komast niður í Aðalholu. Hún er undir hraunveggnum þar sem hann er einna hæstur. Ákjósanlegt er að nálgast hana frá Óbrennishólum, ganga yfir Óbrennisbruna, sem er nokkuð sléttur á köflum, um fallega hrauntröð og að gjárveggnum. Þá kemur Aðalhola fljótlega í ljós.
Frábært veður – Gangan tók 2 klst og 22 mín (með skoðnun).
Aukahola.
Beinakerlingar I
Jón Þorkelsson skrifaði eftirfarandi (stytt) um beinakerlingar í Blöndu II:
upp við alfaraveg, einkum á fjallvegum, og eru til þess ætlaðar, að þeir, sem um veginn fara, skilji eptir í vörðunni ritaða kveðju í ljóðum eða ljóðað ávarp frá kerlingunni til þeirra, er næstir fara um veginn, að sýna henni blíðskap. Visum þessum átti, ef alt skyldi vera í lagi, að koma annaðhvort í sauðarlegg eða stórgripalegg, og stinga leggnum síðan í vörðuna, og því hafa vörður þessar verið nefndar beinakerlingar. Ef menn vissu, hverir næst mundu fara um veginn, var opt sælzt til að nefna þá með nafni í vísum þeim, sem skildar voru eptir handa þeim í vörðunni. Væri margir á ferð í flokki, riðu stundum einhverir hagmæltir og gamansamir menn á undan, og voru þá búnir að koma vísum í kerlinguna handa þeim, sem á eptir voru, þegar þeir komu að vörðunni. Væri konur þeirra, er vísurnar feingu, með í förinni, var beinakerlingin stundum látin biðja þær um að spilla ekki fyrir sér við bóndann:
„Beinakerlingar eru alkunnar hér á landi og hafa leingi verið, og eins gaman það, er kátir menn hafa að þeim hent. Eru það grjótvörður, — sem kallaðar eru kerlingar, — hlaðnar
Markavarðan á Vörðufelli.
Gleztu ekki við mig, góðin sæl,
Guðrún mín Vigfúsdóttir.
Var gaman þetta í sjálfu sér ógnarlega meinlaust, væri því haldið í hæfilegum skorðum, en út af því gat stundum brugðið heldur en ekki.
Hvernig þessi gamans-siður er uppkominn hér á landi, er alveg óvíst, því að eingin vissa er fyrir því, að hann só leifar af því að reisa mönnum og rista níð, sem mörgum er kunnugt frá fornöldinni. Manni gæti nærri dottið í hug, að siður þessi, eða ósiður, ef mönnum þykir það nafn sanni nær, ætti upptök sín í því, að menn hafi á fyrrum öldum, er fóru yfir öræfi, tekið þann hátt upp að hlaða vörður í öræfunum á stöku stöðum, og lagt þar í nokkur orð um, að þar hafi þeir verið staddir, til leiðbeiningar, ef leit þyrfti að þeim að gera, og hafi þetta síðan orðið að venju á fjallvegum.
Þingvallavegur – varða.
Þykir og enn ánægja að þvi að finna á öræfum menjar þeirra manna, er áður hafa farið sama sjaldfarinn veg. Ekki verður heldur að svo stöddu með vissu sagt, hvort nokkuð þvílíkt sem beinakerlingar hafi tíðkazt í grannalöndum vorum, svo sem Noregi. Eing er óvíst um það, hve gömul beinakerlingavenjan er hér á landi. Sjálfsagt er hún gömul, en rök fyrir beinakerlingum og beinakerlingavísum hér þekkjast nú ekki eldri en frá síðara hluta 17. aldar. En þá og síðan um hríð hafa beinakerlingavísur og þvílíkt gaman líka verið í algleymingi, eins og sjá má á kveðskap þeirra frænda Jóns biskups og Páls lögmanns Vídalins, og taka beinakerlingavísur Páls yfir árin 1691—1725. Síðan hefir sá kveðskapur haldizt við alla 18. og 19. öld, þótt nú sé það handverk heldur komið í rýrnan, eptir að draga tók úr samgaungum milli fjórðunga á landi, en þær að eflast á sjó.
Beinakerling var einnig á Mosfellsheiði, skamt frá Borgarhólunum. Hún lagðist af nálægt 1880, eptir að sæluhúsið var reist á heiðinni. Frá þeirri kerlingu er þessi vísa:
„Herra minn guð, eg held nú það“
hann Sigurður rendi
…………………..vað,
„mikil skelfing! Vittu hvað“.
Vísan er frá síðara hluta 19. aldar, og kveðin á leið í verið; eru í henni orðatiltæki manns þess, sem hún er kveðin til.“
Heimild:
-Blanda II, bls. 406-411.
Skilaboðavarða millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur.
Landnám – aldur
Nokkuð hefur verið skifað um áætlað landnám hér á landi, hvort sem um er að ræða út frá rituðum heimildum eða nærtækari vísindaaðferðum, s.s. gjóskulagarannsóknum eða geislakolsgreiningum. Páll Theódórsson, Vilhálmur Örn Vilhjálmsson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Karl Grönvold og Ingrid Olson hafa m.a. fjallað um þetta viðfangefni út frá viðkomandi fræðigreinum.
Skáli í Húshólma.
Árný lýsir aldursgreiningum með geislakoli, nálgunum og leiðréttingum, s.s. trjáaldursgreiningu, sjávar- og samsætuleiðréttingum. Sjávarleiðréttingin lýtur t.a.m. að leiðréttingum upp á ein 400 ár. Aðferðin sjálf er tiltölulega einföld, en margs ber að varast, hvort sem er við öflun sýna og meðferð þeirra. Þá ber að hafa margt í huga er leitt getur til skekkjumarka. Hér verður aðferðinni ekki lýst enda auðvelt að nálgast gögn um hana í neðangreindum heimildum.
Páll segir í grein sinni að „þótt grundvallaratriði aðferðarinnar séu einföld er af sögulegum ástæðum nær ávallt farin nokkuð flókin leið til að útskýra hvernig aldur sýnir er fundinn af geislavirkni kolefnisins.“ Vísindin sem slík eru ekki markmið fornleifafræðinnar heldur menningarsagan. En varpa má ljósi á söguna með aðstoð vísindanna.
Landnámslagið (Settlement).
Öll lífræn efni taka til sín kolefni úr andrúmsloftinu. Þegar þau deyja byrjar kolefnið að dvína. Helmingunartími þess er um 5700 ár. Þannig er hægt með varfærni og ákveðnum aðferðum að mæla áætlaðan aldur lífvera s.l. 200 til 50.000 ár og jafnvel lengur. Þótt hægt sé að greina aldur allra lífvera er öruggast að aldursgreina bein af húsdýrum og mönnum.
Tvö öskulög hafa einkum verið notuð í fornleifarannsóknum, svokallað landnámslag, sem samkvæmt C14 greiningum er talið vera frá um 890, og öskulagið H-1 eða H-1104 úr gosi í Heklu. Rannsóknir á borkjörnum í Grænlandsjökli gefa gos til kynna á þeim tíma, en einnig árið 871 (sem virðist vera hið eiginlega landnámslag). Ef það er rétt gæti þar verið komin skýringin á öskulaginu yfir mannvirkjum í Húshólma í Ögmundarhrauni, sem haf skv. því verið reist um og eftir 871.
Virki eða fjárborg í Óbrennishólma.
Páll telur að „vísbendingin um landnám snemma á áttundu öld sé orðin svo sterk að íslenskir fræðimenn komist ekki hjá því að taka hana alvarlega.“ Tekur hann m.a. mið af uppgötvunum á aldri landnámslagsins að tilstuðlan gjóskulagafræðinnar, árhringjagreiningar, geislakolsgreiningar og frjókornarannsókna.
Ingrid Olson segir að „út fá þeirri þekkingu sem við búum við nú á dögum er mögulegt að álykta að hin hefðbundna tímasetning á landnáminu sé rétt, en líklegra er þó að upphaf landnámsins sé eldra.“ Sýni, sem tekin voru við uppgröft í miðbæ Reykjavíkur og í Vestmannaeyjum, bentu við geislakolsmælingu til þess að væru eldri en sögulegar heimildir um landnám gefa til kynna.
Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.
Þannig virtist landnámslagið vera yfir mannvistarleifum á þessum stöðum er aftur gæfu til kynna að landnám hafi veirð hafið hér á landi nokkuð fyrir árið 870, eða nokkru áður en „hið skráða“ landnám gefur til kynna. Spurningin er bara „hversu löngu“ áður? „Landnámið greinist yfirleitt eldra en söguleg hefð (874) segir til um. Ef horft er á stöðuna ein og hún lítur út í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir í dag um C14 aldurgreiningar, getur landnám mjög líklega hafa hafist einhvern tímann frá lokum 8. aldar og fram til loka 9. aldar. Nákvæmari tímasetning út frá C14 aldurgreiningum er ekki möguleg miðað við núverandi aðstæður.“
Karl Grönvold segir að „eldgossins, sem myndaði landnámslagið er hvergi getið í heimildum og því hefur nokkuð verið litið til geislakolsgreininga. Landnámslagið er auðþekkt öskulag sem fallið hefur rétt um landnám en er hvergi getið í heimildum og kemur geislakol þar nokkuð við sögu. En enginn vafi er hins vegar á því hvar lagið liggur í hinum afstæða öskulagatímaskala. Sigurður Þórarinsson fann þetta öskulag fyrst við rannsóknir sínar í Þjórsárdal en á Suðrvesturlandi er það tiltölulega auðþekkjanlegt vegna þess að það er tvílitt, hvítt og svart (dökktvígrænleitt), og kallaði Sigurður það upphaflega VII a og b. Í Grænlandsísnum reyndust vera vera tveir greinilegir leiðnitoppar, annar við 871 og hinn við 898. Það var hins vegar aldrei haldið fram sem vissa að annar þeirra ætti við landnámslagið heldur bent á það sem möguleika.“
Dökka lagið með ljósum botni þar fyrir neðan er Landnámsöskulagið. Ofan þess má m.a. sjá Miðaldaöskulagið.
Vilhjálmur segir að „allmargar niðurstöður, sem fengist hafa við kolefnisaldursgreiningar á sýnum á Íslandi benda til þess að landnám hafi hafist fyrr en hingað til hefur verið haldið.“ og jafnframt að „löngu áður en niðurstöður sumra kolefnisaldursgreininga gátu bent til landnáms fyrir þann tíma, sem ritaðar heimildir segja til um, höfðu verið settar fram kenningar um fasta búsetu fyrir tíma hefðbundins landnáms. Hingað til hafa ekki fundist neinar fornminjar við rannsóknir eða á söfnum, sem geta bent til keltneskrar eða norrænar búsetu, miklu ledri en frá þeim tíma sem ritaðar heimildir segja til um. Fornleifarannsóknir, fornminjar og aldursgreiningar á Íslandi geta þó á núverandi stigi bent til eldra landnáms á Íslandi en hins norræna í lok 9 aldar.“
Af framangreindu má sjá að með frekari rannsóknum má vænta óvæntra tíðinda er varpað geta með meiri nákvæmni en áður á landnám hér á landi.
Í ljósi alls þessa skýrist sú varfærni þegar komist er að orði í eftirfarandi kynningu um fornleifarnar í Aðalstræti í miðborg Reykjavíkur: „Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu eftir tilvísun guðanna vegna þess að öndvegissúlur hans rak þar á land. Líklegra er þó að Reykjavík hafi verið valin vegna ótvíræðra landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám. Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.“ Hér er ekkert minnst á „hið fyrsta landnám“ í Reykjavík, enda óljóst að svo hafi verið ef tekið er mið af vísindalegum niðurstöðum.
Hafnir – fornaldarskáli frá því fyrir norrænt landnám.
Svo virðist sem nefndur Ingólfur, sem hampað hefur verið sem „hinum fyrsta landnámsmanni“ og settist að í Reykjavík, hafi komið á eftir ýmsum öðrum, sem hér höfðu dvalið um allnokkurt skeið, enda virðist það bæði staðfest af ýmsum örnefnum sem og þeim minjum, sem einn á eftir að skoða, ekki síst á Reykjanesskaganum og á sunnanverðum Austfjörðum. Alla jafna hafa fornleifar verið rannskaðar á stöðum með sögulegar skírskotanir. Ef horft yrði framhjá skráðum heimildum og einungis tekið mið af þeim minjum, sem vitað er um og þekktar eru af staðkunnugum um land allt, er ekki ólíklegt að ýmislegt gæti komið þar fram er varpað gæti ljósi á upphafið og tilurð þess – með aðstöð vísindalegra möguleika.
Heimildir:
-Páll Theódórsson. 1997. Aldur landnáms og geislakolsgreiningar. Skírnir, 171. 92-109.
-Páll Theódórsson. 1992. Aldursgreining með geislakoli. Takmarkanir og möguleikar. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 59-75.
-Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. 1990. Kolefnisaldursgreiningar og íslensk fornleifafræði. Árbók fornleifafélagsins. 35-70.
-Árný Erla Sveinbjörnsdóttir. 1996. Aldursgreiningar með geislakoli. Um landnám Íslands (ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir). Vísindafélag Íslendinga. Ráðstefnurit V. Bls. 59-75.
-Ingrid Olson og Erla Vilmundardóttir. 2000. Landnám Íslands og C14 aldursgreiningar. Skírnir, 174. 119-149.
-Karl Grönvold. 1995. Öskulagatímatalið, geislakol, ískjarnar og aldur fornleifa. Nokkrar athugasemdir við skrif Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 163-184.
„Landnámsmaður“ í Einihlíðum.
Eldvörp – Blettahraun – Langhóll – Járngerðarstaðir
Milli Árnastígs og Skipsstígs lá gata til forna.
fótgangandi milli byggðalaga, auk þess sem hluti af leiðinni var girtur af þegar loftskeytastöðin við Eldborg var reist á Bjarnafangi. Ætlunin var að reyna að rekja götuna frá Árnastíg við Eldvörp, í gegnum Blettahraun, framhjá Langhól og áleiðis niður að Járngerðarstöðum. Gangan endaði við Flagghúsið þar sem skyrgámur (skyrjarmur) tók á móti þátttakendum við hæfi.
sjá glögg dæmi á göngunni.
Þessi leið hefur gleymst eftir að fólk hætti að fara
Gengið var þegar sólin var hvað lægst á lofti hér á norðurhjaranum; einungis þrír dagar þar til hún átti að byrja upprisu á ný, líkt og hún hefur gert síðustu milljónir ára.
Blettahraun og Bræðrahraun eru systkinahraun austan Eldvarpa. Þau komu undan í sömu goshrinunni, en hið síðarnefnda er ólíkt hinu að því leyti að það er úfnara (apalhraun). Þess mátti
Gatan liggur frá Árnastíg til suðausturs. Sjá má vörður og vörðubrot á leiðinni. Neðar beygir gatan til suðurs og síðan til suðvesturs, áleiðis að Húsatóftum. Annar angi hennar liggur áfram til suðausturs, áleiðis að Járngerðarstöðum. Tvær vörður eru við austanverðan Langhól. Gatan fer undir girðingu er umlykur loftskeytastöðina og kemur síðan aftur handan hennar.
Í lok göngu fengu ferðalangar góðar móttökur í Flagghúsinu.
Frábært veður í aðdraganda jóla. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Brauðstígur.
Kaldársel – K.F.U.M.
Eftirfarandi frásögn um upphaf Kaldársel (sumarbúðanna) birtist í Bjarma árið 1967:
„Að aflokinni messu á Bessastöðum á annan hvítasunnudag árið 1921, var haldinn stuttur K.F.U.M.-fundur þar í kirkjunni. Þá var stofnaður sjóður, sem hafa skyldi þann tilgang að koma upp sumarbúðum fyrir K.F.U.M. Það voru tveir félagar úr K.F.U.M. í Hafnarfirði, sem lögðu fram hundrað krónur. Seinna mynduðu nokkrir félagsmenn í Hafnarfirði og Reykjavík samtök um þetta mál. Var ákveðið að koma saman fyrsta föstudag hvers mánaðar, annan hvern mánuð í Reykjavík en hinn í Hafnarfirði. Fundir þessir voru bænafundir, þar sem beðið var fyrir málefninu, og að því loknu var lögð fram fórn til sjóðsins. Allt fór þetta fram í mestu kyrrþey. Vorið 1925 var sjóðurinn orðinn nær fjögur þúsund krónur. Var þá farið að hugsa til framkvæmda og lét bæjarstjórn Hafnarfjarðar félaginu í té eignarhald á túninu umhverfis eyðibýlið Kaldársel.
Kaldársel 1930. Seltóftirnar hægra megin.
Þetta sama vor var hafizt handa um að byggja skálann. Minnast ýmsir þess enn í dag, er við hin erfiðustu skilyrði varð að bera efnivið allan yfir hraunhálsinn þaðan, sem bifreiðir komust lengst, og upp að Kaldárseli. Um miðjan júní var unnt að vígja skálann. Var þá í honum svefnsalur með 24 rúmum, auk þess lítið herbergi og eldhús. Síðar var hann stækkaður um helming, með því að byggð var fyrir vestan skálann álma til norðurs. Nú fyrir fjórum árum var enn hafizt handa um stækkun skálans, og eru vonir til, að henni verði nokkurn veginn lokið í sumar.
Hafnarfjarðarfélagsins.
Skálinn var fyrst sameign félaganna í Reykjavík og Hafnarfirði, en eftir nokkur ár varð hann einkaeign
Fyrst framan af var skálinn mikið notaður í sambandi við útilegur um helgar. Snemma var farið að nota hann til dvalar flokka, og síðari árin hefur hann verið í látlausri notkun þrjá sumarmánuði. Skiptast K.F.U.M. og K.F.U.K. í Hafnarfirði á að nota skálann, og hafa drengjaflokkar heldur lengri tíma til umráða.
Aðsókn hefur undanfarin ár verið ákaflega góð að sumarstarfinu í Kaldárseli. Benedikt Arnkelsson, guðfræðingur, hefur veitt drengjastarf inu forstöðu mörg undanfarin sumur. Margar konur og stúlkur hafa skipzt á um að stjórna starfinu meðal stúlknanna.
Kaldárselsskálinn stendur í mikilli hraunbreiðu skammt frá Helgafelli. Þar er ákaflega mikil náttúrufegurð. Sérstaklega er kvöldfegurðin rómuð. Einkanlega þó síðari hluta sumars. Aðstaða er þarna mjög góð til útiveru og fjallgöngu. Margs konar náttúrufyrirbrigði er þarna að skoða, eins og yfirleitt er í brunalandi.“
Heimildir:
-Bjarmi, 61. árg. 1967, bls. 32.
Kaldársel.
Skerjafjörður – landamerkjasteinar (1839)
Þrír letursteinar með áletruninni „Landamerki 1839“ afmörkuðu jörðina Skildingarnes frá Víkurbænum í Reykjavík.
Í grein í Morgunblaðinu 17. apríl 2005 er umfjöllun um byggðina undir yfirskriftinni „Skildinganes-kauptún“. Þar segir m.a.: „Sunnan í Skildinganeshólum stóð veglegt steinhús, þar átti heima frú sem hét Margrét. Börnum stóð stuggur af frúnni og kölluðu krakkarnir hana Hóla-Möngu. Þegar Margrét, sem alltaf var prúðbúinn utandyra, sást fara með strætó niður í bæ, áræddu krakkarnir að leika sér sunnanmegin í hólunum. Þar efst var steinn sem í var grafið LANDAMERKI 1839.“
Lýsing: Steinninn er jarðföst klöpp með áletruninni “Landamerke 1839”, klappaðri á eina hliðina. Ofan á hann er merkt X. Hann er um 1,5 m á lengd og 1 m á hæð.
Í Morgunblaðinu 9. ágúst 1994 sagði Magnús Sigurðsson í umfjöllun um Skerjafjörð – sjálfstæða byggð með sérstæðu yfirbragði: „Um Skildinganeshóla lágu áður mörk milli jarðarinnar Skildinganess og Reykjavíkur og þar var m. a. landamerkjasteinn frá 1839, sem nú er varðveittur í Árbæjarsafni.“
Í Fornleifaskráningu fyrir vestanvert Öskjuhlíðarsvæðið frá árinu 2006 segir m.a.: „Nokkur saga er tengd landamerkja-steininum. Skildinganes var um miðbik 16. aldar orðin sjálfstæð jörð, engu að síður voru landamerki hennar og Reykjavíkur ekki skýrt afmörkuð fyrr en árið 1787. Þá hafði Reykjavík fengið kaupstaðarréttindi og var land jarðarinnar ákvarðað í tengslum við það. Voru þá mörk Skildinganess og Reykjavíkur dregin frá Lambhól við Skerjafjörð, upp í Skildinganeshóla við Suðurgötu (Hjónagarða), þaðan austur í vörðu við Öskjuhlíð og að lokum í Fossvog við Hangahamar að austan, við Nauthólsvík. Fljótlega var reynt að hnekkja þessari niðurstöðu og spannst af því mikil deila sem leystist ekki fyrr en með sáttagerð árið 1839. Var hún í flestu samhljóða útmælingunni frá 1787. Til að taka af öll tvímæli var landamerkjalínan vörðuð þremur steinum, einum við Lambhól, öðrum í Skildinganesi og þeim þriðja í Öskjuhlíð. Á alla steinanna var höggvið orðið „Landmerke“ og ártalið 1839.
Á vísindavef HÍ er fjallað um örnefnið Ökjuhlíð: „Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: „Víkurholt með skóg og selstöðu“.
Elín Þórðardóttir hét síðasta selráðskonan í Víkurseli. Árið 1828 gaf hún vitnisburð um landamerki Reykjavíkur og Skildinganess, meðal annars með þessum orðum: „Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð“. Nafnið hefur stundum verið stytt því að í áreiðargerð vegna landamerkja, þar sem farið er eftir landamerkjum jarða til upprifjunar eða staðfestingar, frá 1787 er talað um „Trevarder paa Hlidin“. Jónas Hallgrímsson nefnir Öskjuhlíð í dagbók sinni frá 1840.
Að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld bar hæðin einnig nafnið Eskihlíð. Á korti frá 1850 er nafnið Öskjuhlíð aðalnafnið en Eskihlíð smáletrað. Býlið Eskihlíð (síðar við Miklatorg) var þó ekki stofnað fyrr en 1891.
Eski (eskigras) hefur fundist í hlíðinni en líklegra er að nöfnin Öskjuhlíð/Eskihlíð séu dregin af líkingu við öskjur, sem höfðu kúpt lok og voru notaðar meðal annars til að geyma í lín (einkum höfuðbúnað kvenna). Orðin askja, eski og eskja merkja hið sama, oft notað í fleirtölu, trafaöskjur = trafeskjur. Eski er upphaflega trjátegundin askur, en síðan haft um ílát úr þeim viði. Tvímyndir nafnsins kunna því að hafa þekkst frá fornu fari: Eskihlíð og Öskjuhlíð, samanber Eskiholt (Eskjuholt) og Öskjuholt á Mýrum.
Í Alþýðublaðinu 1963 var rætt við Lárus Sigurbjörnsson, forstöðumann Skjala- og minjasafns Reykjavíkurborgar. Í viðtalinu kom eftirfarandi m.a. fram: „Þá sagði hann okkur frá öðrum merkilegum steini, sem nú stendur í heygarðinum fyrir norðan Árbæ. Er það landamerkjasteinn Reykjavíkur og Skildinganess. Var þessi steinn settur 1839 eftir miklar landamerkjadeilur. Voru tveir aðrir settir, annar í Eskihlíð og hinn á Lambholt. Sá sem er í Árbæ var á Skildinganesshólnum. Lárus hefur leitað að hinum steinunum, en ekki fundið. Sá, sem var á Skildinganesshólnum hafði verið bylt, líklega á stríðsárunum. Á honum stendur „Landamerki 1839″.“
Skv. nýjustu upplýsingum (2011) mun landamerkjasteinninn frá Skildinganesi hafa verið fluttur aftur á Skildingarneshóla fyrir 1994 sbr. Fornleifaskrá Bjarna F. Einarssonar. Þegar FERLIR kíkti á staðinn nýlega (2012) lá steinninn þar efst á hólnum, ekki á hvolfi sem fyrrum, en hallaði þó letrinu „undir flatt“.
Heimildir:
-http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1012796/
-Bjarni F. Einarsson, Fornleifaskrá Reykjavíkur, 1995.
-http://www.arbaejarsafn.is/Portaldata/12/Resources/skjol/skyrslur/skyrsla_130.pdf
-http://www.mbl.is/greinasafn/grein/149422/
-Anna Lísa Guðmundsdóttir, Fornleifaskráning lóðar Háskóla Reykjavíkur, Öskjuhlíð – Nauthóll, 2006.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5169
-http://skerjafjordur.blog.is/blog/skerjafjordur/entry/101846/
-Alþýðublaðið 30. júní 1963, bls. 16.
-Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson, Öskjuhlíð, náttúra og saga. Reykjavík 1993, bls. 7-24.
-Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340.
-Íslenskt fornbréfasafn XV, bls. 258.
-Ólafur Lárusson, Byggð og saga. Reykjavík 1946, bls. 106.
-Jónas Hallgrímsson, Ritverk II (1989), bls. 364.
Öskjuhlíð – landamerki.
Suðurreykjasel – Húsadalur
Í Jarðabókinni 1703 segir að á Suðurreykjum sé „selstaða góð“. Í örnefnalýsingu fyrir Suður-Reyki, eins og nafnið er nú skrásett, segir að „norðan undir Þverfjalli er Forarmýrin og norðan úr henni rennur Forarmýrarlækur.
móta fyrir áveitumannvirkjum sem einhver bóndi sem var á Reykjum skömmu fyrir aldamótin [1900] lét gera. Forarmýrarháls er vestan við og undir þeim hálsi eru Selbrekkur. Neðst í Selbrekkum var sel og sjást rústir þess enn“. Upplýsingar þessar virðast vera teknar úr Fornleifaskrá fyrir Mosfellshrepp, gerð af Þjóðminjasafni Íslands. Í skránni er selið ekki staðsett. Þá segir: „Norðan til við Selbrekkur er Fuglaþúfa á meldragi og skammt í austur frá henni eru tóftir af sauðahúsi. Hætt var að nota sauðahúsin að Suður-Reykjum um aldamótin [1900] og mun Finnbogi Árnason síðastur hafa notað þau“. Þetta kom m.a. fram í viðtali við Oddnýju Helgadóttur í október 1989.
Í Forarmýri sést
Dalurinn ofan við Suðurreyki heitir Húsadalur. Nær hann inn að Forarmýri. Neðan frá mýrinni rennur Varmá niður dalinn Hún kemur úr Bjarnarvatni innan við Reykjaborg. Ýmsir þverlækir eru í dalnum. Skammt ofan við bæinn eru nokkur sumarhús umhverfis talsvert gil, sem þar er. Trjárækt hefur verið stunduð við bústaðina svo víða eru allhá tré.
Húsadalurinn er vel gróinn, einkum að norðanverðu. Vestasti hluti dalsins hefur eflaust fyrrum verið framlenging á heimatúninu. Reykjafell er norðanvert og Reykjaborg sunnanvert. Hamrar hennar blasa við mót vestri. Vestan Reykjaborgar er Hádegisfell, lægra. Innar eru Þverfell að austanverðu og Bæjarfell að sunnanverðu. Milli Bæjarfells og Reykjaborgar er fyrrnefnt Bjarnarvatn.
Miðja vegu í dalnum eru rústir fjárhúsa (beitarhúsa). Annað er norðan við ána og hitt sunnan við ána. Síðarnefndu rústunum hefur verið raskað, en þó má enn sjá stærð þeirra og lögun sem og vegghæð, sem hefur verið óvenju mikil. Litlu A-laga húsi hefur verið komið fyrir í tóftinni með
Fjárhústóftin norðan árinnar horfir mót suðri. Veggir eru grónir og standa. Vestan við og fast við hana er minna afhýsi með op mót suðri. Tóftin ber með sér að vera ekki mjög gömul; bárujárn hefur verið í þaki, a.m.k. undir það síðasta. Skammt ofar, fast við ána, hefur verið hlaðinn garður, nú gras- og mosavaxinn.
Og þá var bara að feta sig inn dalinn, yfir mýri, sem reyndar var frosin að þessu sinni, og upp að Selbrekkum þangað til Bæjarfellið var svo til beint í suður. Forarmýrarlækurinn kemur þar niður og sameinast Varmá.
Forarmýrinn er nú að gróa upp og er hin myndarlegasta starmýri. Vestari hluti hennar er slétt og ekki langt að bíða að hún verði að túni.
Vel mætti beita hestum á mýrina og opinbera þannig tóftirnar til frekari skoðunnar. Ljóst er að bóndinn á Suðurreykjum hefur viljað nýta aðstöðuna til hins ítrasta og því farið með selstöðuna svo fjarri bæ sem unt var, a.m.k. um tíma. Tóftirnar eru greinilega mjög gamlar.
Telja má líklegt að seinna hafi selstaðan verið færð neðar með ánni og þá væntanlega upp í fyrrnefnt gil þar sem skjól er svo að segja fyrir öllum áttum, góður hagi og óþrjótandi vatn.
Annars má telja líklegt að Húsadalurinn sé ekki mikið nýttur til útivistar þrátt fyrir fjölmargar áframhaldandi leiðir úr honum, s.s. til suðausturs að Bjarnavatni austan við Þverfell, yfir í Torfdal til norðausturs, til suðurs upp að Borgarvatni og áfram niður í Þormóðsdal eða til norðurs og niður með Norðurreykjaá, sem fyrr er lýst.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Suður-Reyki – 1991.
Gunnuhver – saga
Fyrrum bjó maður einn á Kirkjubóli á Suðurnesjum, er Vilhjálmur hét. Á dögum hans skyldi hafa verið þar í koti hjá kona sú er Guðrún hét og var Önundardóttir. Hún átti að gjalda Vilhjálmi skuld að Kirkjubóli, en hafði það ekki, er gjalda skyldi. Er þá sagt, að Vilhjálmur hafi tekið pottinn hennar í skuldina.
Gunnuhver.
Litlu síðar kom Gunna heim að Kirkjubóli og bað um að drekka. Fólk sá, að henni var brugðið, og var henni fært helgað messuvín. Hún spyr, hvern þremilinn hún eigi að gjöra við þetta. Dembdi hún því niður, en greip vatnsfötu og s svo mikið, að fólk undraðist stórum. Gekk hún síðan heim. Maður sá, er hjá henni var, hafði róið þennan dag. En er hann kom heim, var Gunna dauð í bæli sínu. Var þá smíðað utan um hana og líkið fært til Útskálakirkju. En er þeir, sem báru líkið, komu miðja leið, þótti þeim kistan furðulétt. Þó var ekki athugað um það meira.
Við Gunnuhver á Reykjanesi.
En þegar verið var að taka gröfina, er sagt, að Gunna hafi sést á milli þangkastanna á Útskálum og sagt: „Ekki þarf djúpt að grafa, ekki á lengi að liggja.“
Eftir þetta lagðist sá orðrómur á, að mjög reimt væri á Skaganum.
Nokkru síðar var Vilhjálmur við samkvæmi á Útskálum. Var hann þar fram eftir kvöldinu og vildi þá heim. En þar eð þessi orðrómur lá á, var honum boðin fylgd. En hann var hugmaður og þá kenndur nokkuð og þá því ekki fylgdina, en kom ekki heim um kvöldið. Daginn eftir fannst hann í Hrossalág, illa útleikinn.
Var hann fluttur í bænahús á Kirkjubóli og fengnir tveir menn til að vaka yfir honum. Nær miðri nóttu komu þeir inn og fengust ekki til að fara út aftur.
Gunnuhver.
Aðra nótt voru aðrir tveir fengnir. Þeir vöktu að vísu þá nótt út, en fengust ekki til þess lengur. Var þá fenginn til þess presturinn frá Útskálum, og hafi hann sagt það þá örðugustu nótt, sem hann hefði lifað. Síðan var líkið Vilhjálms jarðað, og bar þá ekki á neinu.
En reimleikinn ágerðist eftir það, og sáu allir Gunnu bersýnilega. Reið hún húsum og fældi fénað. Síðan voru fengnir tveir menn hinir ötulustu og sendir til síra Eiríks í Vogsósum og hann beðinn hjálpar. Hann tók þeim stutt og veitti afsvör, unz þeir fengu honum átta potta kút af brennivíni, er þeir höfðu með sér. Hýrnaði hann þá í svari og fékk þeim síðan hnýti og seðil með tveimur hnútum og bað fá Gunnu. Þeir gerðu sem fyrir þá var lagt, og tók Gunna við og leysti af hnútana og leit á.
Gunnuhver. Hverinn færist fram og aftur um hverasvæðið.
Er sagt, að henni hafi orðið þetta að orði: „Á andskotanum átti ég von, en ekki á Vogsósakarlinum. En ekki tjáir við að standa.“
Hafi hún látið hnýtið renna fyrir, en elt það, þar til hún kom að hver, sem er á Reykjanesi. Hafi hún hlaupið þar sífellt í kring, uns hnýtið var endað, og þá stungist ofan í hverinn, og heitir þar síðan Gunnuhver.
Jón Árnason I 563
Gunnuhver.
Herdísarvík í Árnessýslu
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1948 er lýsing Herdísarvíkur eftir Ólaf Þorvaldsson. Hér lýsir hann svæðinu frá Olnboga að Seljabót, auk Gamlavegi:
„Olnboginn sprengir allar öldur, sem að honum sækja, og leysir þær upp í brimúða, sem stígur hátt til lofts eins og ægilegur goshver, og er oft tilkomumikið á að horfa. Þegar hvasst er af suðvestri og vestri og sjór stór, er talið, að Olnboginn „verji víkina“, — hann er brimbrjótur Herdísarvíkur, hann þarf ekkert viðhald, og ólíklegt, að úr sér gangi fyrst um sinn. Norðvestur af Olnboganum, nokkuð uppi á hrauninu, sem má teljast slétt þar um slóðir, eru tveir langir, en lágir hólar, Langhólar. Á Olnboganum sveigist ströndin til vesturs, og er samfellt berg á alllöngum kafla, Háaberg. Skammt frá brún þess, austar en á miðju, er stakur hóll, Hvíthóll. Þegar Háabergi sleppir, sem mun láta nærri að sé um 20 mín. gang vestan Hvítháls, lækkar bergið, og landið breytist, er sléttara og samfelldari gróður, og er þá komið á Seljabót. Vestan hennar gengur hár brunahryggur í sjó fram, Seljabótarnef. Þar eru landamerki milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, þaðan beina línu í Sýslustein, sem síðar mun nefndur.
Nyrzt á Seljabót uppi við háa brunabrún, eru nokkrar gamlar húsarústir, og eru það leifar húsa frá þeim tíma, að haft var þarna í seli frá Herdísarvík. Á sléttum hellum á Seljabót sjást enn fornar refagildrur úr hraunhellum. Af Seljabót held ég svo austur hraun og fer Gamlaveg, sem liggur frá eystra horni Geitahlíðar, „niður á milli hrauna“, niður á Seljabót austast; er þá Seljabótarbruni á hægri hönd, en Kolhraun á vinstri. Gamlaveg hefur að mestu verið hætt að fara eftir að rudd hafði verið gata gegnum tvö brunabelti austan Geitahlíðar, og þar með vegur sá, sem enn er farinn, tekinn sem aðalvegur. Báðir bera þessir vegir merki mikillar umferðar, enda önnur aðalleið úr Árnes- og Rangárvallasýslum sem skreiðarvegur til Suðurnesja. Frá Kolhrauni, sem er löng brunabreiða austur af Seljabótarbruna, liggur gamli vegurinn austur hraunið. Þá er austarlega kemur á hraunið, ber mest á nokkuð grónum hryggjum eða hæðum, sem liggja frá NV til SA, og eru það Löngubrekkur. Nokkru austar og nær fjalli, þar sem hraunið er hæst og austur af sér, er allstór hóll, Selhóll. Nafn þetta mun hann hafa hlotið af fornri götu, sem er skammt norður af honum, og hefur verið selgata út á Seljabót, en sést nú orðið óglöggt. Norðaustur af Selhól er dálítill blettur af mjög brunnu hrauni, sem virðist miklu yngra en hraunið þar umhverfis, og heitir þessi brunablettur Selhólshraun. Frá Selhól er stutt heim að Herdísarvík og engin örnefni á þeirri leið.“
Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49. árg. 1943-1948, Herdísarvík í Árnessýslu eftir Ólaf Þorvaldsson, bls. 133-134.
Herdísarvíkurfjall.
Gljúfrasteinn
Gljúfrasteinn er nafnið á húsi skáldsins, Halldórs Laxness, ofarlega í Mosfellsdal. Húsið dregur nafn sitt af stórum grágrýtissteini skammt frá því.
Þegar Halldór var að alast upp á Laxnesi þarna skammt frá tók hann tryggð við steininn eins og sjá má í frásögn hans, steininn minn helgi, sem hann ritaði 18 ára gamall: „Hvergi hef ég fundið bergmál við helgimáli hjarta míns nema í einum steini í heimahögum mínum. Aðeins í einum grásteini sem stendur uppá dálitlum hól og ber við himin í holtinu fyrir ofan bæinn heima.“
Í útvarpsviðtali löngu síðar var Halldór spurður að því hvort sú saga væri sönn að hann hefði skrifað söguna undir steininum. Skáldinu varð orðvant, en sagði síðan: „Nei, ekki var það nú, en sagan er góð og óþarfi að skemma góða sögu. Mér fannst alltaf eitthvað við stein þennan, hvort sem eitthvað hafi búið í honum eða ekki.“
Gljúfrasteinn. Steinnin v.m. á myndinni.