„Sel og selstöður í Grindavík“ – eftir Guðrúnu Ólafsdóttur.

Baðsvellir – Baðsvallasel; uppdráttur ÓSÁ.
Í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, ritar Guðrún Ólafsdóttir um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi. Í því segir hún m.a.: Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir.

Sel Ísólfsskála sunnan Selskálar.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum. Í Krýsuvík voru 6 hjáleigur. Selsstöður voru tvær á jörðinni, önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar. Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum. Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fék aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. Hóp þurfti að kaupa selstöðu.

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.
Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar.

Dalssel í Fagradal.
Járngerðarstaðamenn geru og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. “.aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæðst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar”. Húsatóftir hafði haft langvarandi selstöðu á Selsvöllum, en þangar var bæði langt og erfitt að sækja. Staður hafði einnig selstöðu á Selsvöllum.

Sel á Baðsvöllum.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæ góðum, góðum eða merkilega góðum nema Baðsvöllum. Þar er hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Þessi lýsing minnir á lýsingar Jarðarbókarinnar á selstöðum annars staðar á Reykjanesskaga, t.a.m. í Vatnsleysstrandarhreppi. Selstöðunum þar er ýmist lýst sem haglitlum eða vatnslitlum nema hvort tveggja sé, enda er þær flestar úti í hraununum norðan fjallgarðsins, sem liggur um skagann sunnanverðan.

Sel við Selsvelli.
Hins vegar eru selstöðurnar í Grindavíkurhreppi flestar á mörkum hraunanna og móbergshryggjanna sunnan til á skaganum og einkennast af grasigrónum hlíðum eins og við Hraunsel. Vatn skortir ekki af því að lækir koma úr hlíðunum, en hverfa síðan undir hraunin. Þó verður ekki á allt kosið. Því að víða er langt að fara og erfitt að sækja eins og kemur fram í lýsingunum, skemmst á Baðsvelli um 5 km, lengst frá Stað á Selsvelli, um 25 km eftir mjög góðri mælinu.

Krýsuvíkursel við Selöldu.
Það eru aðeins Krýsuvíkurbændur, sem njóta þess að eiga skamma og greiðfæra leið í ríkulega selhaga, enda eru aðstæður þar að flestu leyti ólíkar. Við Krýsuvík eru allmiklir flákar af lausum jarðlögum suðvestur af Kleifarvatni og þar fyrir sunnan er jökulnúið grágrýti frá hlýskeiði fyrir síðustu ísöld. Þar hefur náðst að myndast meiri jarðvegur og gróður en annars staðar á Reykjanesskaga sunnanverðum. Þar er að finna bæði móa og mýrar, og meira að segja er þar einhvern mó að finna. Skúli Magnússon landfógeti kallar jörðina fremur landjörð en sjávarjörð og lýsir henni m.a. á þess leið: “Landrými er mikið; eru þar hraun, fjöll og rauðleitar moldir; tún og engi er gott, og má auka það með tilkostnaði, svo að fleiri ábúendur getið setið þar”.

Í Sogaseli – sel frá Krýsuvík og síðar frá Kálfatjörn í skiptum fyrir útræði.
Ef til vill er það þessi góðu búskaparskilyrði, sem valda því, að ekki hefur tekist að hafa upp á neinum heimildum um selstöður frá Krýsuvík eftir daga Jarðarbókarinnar 1703. Um aðra hluta hreppsins gegnir öðru máli. Í verðlaunaritgerð Skúla Magnússonar, sem áður er getið, er ekkert minnst á selstöðu í Krýsuvíkursókn, en um Grindavíkursókn segir hins vegar: “En 2 mílur í norðaustur frá byggðalaginu, inni á milli fjallanna, eru góðir hagar. Hafa menn þar í selstöðu. En eigi eru þar skilyrði fyrir nýbýli.

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.
Í sóknarlýsingu sr. Geirs Backmanns, sem var prestur að Stað í Grindavík 1835-1850 kemur greinilega í ljós, hvers virði selstöðurnar hafa verið Grindvíkingum. Þar segir: “Eftir jarðabókinni 1760 á Staður selstöðu á Selsvöllum, þó það nú sýnist orðið almennings selstaða úr allri Grindavík”.
Sr. Geir lýsir einnig selsstöðunni á Selsvöllum, að þar sé allgrösugt og bítist fljótt upp, vegna þess að allir bæirnir í sókninni nema Hraun hafi þar í seli, þótt þeir greiði Staðarprestinum ekkert fyrir, og segir hann, að hann hafi heyrt, að flestir bæir hafi haft í seli einhvers staðar til fjalla, en vatnsleysi hafi valdið því, að þau væru niðurlögð og allir hafi þyrpst á Selsvelli, því að þar sé dálítill rennandi lækur rétt við selið. Vanalegt sé að reka í selið 8. viku sumars en úr því í 16 eða 17. viku sumars, “nema óþerrir hafi hamlað fólki að ná töðum af túnum sínum”. Af því að ekkert sé afréttarlandið sé allt fé, ungt og gamalt, lömb og sauðir, rekið í selið og smalað á hverju máli og lömbin séu kefluð.

Hraunssel.
Þessum siða að kefla lömb er lýst hjá Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili í íslenskum þjóðháttum og Þorvaldi Thoroddsen.
Það fer ekki á milli mála, að selstaðan hefur verið Grindvíkingum dýrmæt. Þeir einu, sem ekki nytjuðu selstöðuna á Selsvöllum, Hraunsmenn, notuðu sitt eigið sel árlega, enda ekki margir kostir heima fyrir ef marka má lýsingu sr. Geirs: “Eigi verður höfð nokkur skepna heima á sumrum, og eru allir hestar daglega langt í burtu á bak við Fiskidalsfjall, þó brúka eigi strax að morgni”.

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Til enn frekari áréttingar um mikilvægi þessara hlunninda má tilfæra bréf frá árinu 1844 frá séra Geir til biskups, þar sem hann kvartar yfir því, að allir nágrannar sínir noti selstöðuna á Selsvöllum án þess að greiða honum leigu fyrir. Telur hann, að bændurnir hafi komist upp á að nota selstöðuna, þegar fyrirrennarar hans í prestsembættinu hafi verið svo fénaðarfáir, að þeim hafi ekki þótt svara kostnaði og fyrirhöfn, að viðhalda selhúsunum og hafa fólk yfir litlum fénaði og þess vegna leyft öðrum afnot af henni gegn leigu, sem síðan hafi fallið niður vegna hirðuleysis.

Selsvellir – horft af Þórustaðastíg að Kúaflöt.
Nú sé svo komið, að fyrir utan hann, sem hafi byrjað að nota selið 1837, þ.e. tveimur árum eftir að hann fékk brauðið, eigi sex búendur þar selhús og hafi allan sinn fénað og taki auk þess sumir fénað af öðrum til göngu og hirðingar. Telur hann, að sumarið áður hafi að minnsta kosti 500 fjár, ungt og gamalt, og 30 nautgripir auk inntökupenings gengið á völlunum og geti menn getið sér þess nærri, að þvílíkur urmull af kúm og kindum geri “ærið usla og jarðnag í beitilandi í Þrengslum”. Vegna hagleysis verði að reka allan fénað, sem tíðum sé kominn í selhagana löngu fyrir fráfærur í 7. viku sumars, heim á miðjum selvinnutímanum, eintatt í 17. viku sumars horaðan og nytlausan “þegar peningur allstaðar annarstaðar gjörir hvar mest gagn, og er í bestum holdum, og er þetta til allmikils ama mörgum búanda hér í sveit sem á stundum ekki þá hafa náð inn töðum sínum af túnunum.”

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Vera kann, að ein ástæðan fyrir þessari miklu ássókn í selstöðuna á Selsvöllum um daga sr. Geirs sé sú, að Grindvíkingar hafi ekki lengur haft innhlaup í selstöðurnar í Krýsuvíkurlandi eins og var á 18. öldinni. Þrjú nýbýli risu í Krýsuvíkurlandi á 19. öldinni, öll í fyrri seljalöndum. Árið 1830 reis nýbýli á Vigdísarvöllum, kennt við þá. Í Jarðartali J. Johnsen 1847 eru taldar sjö hjáleigur með Krýsuvík og eru Vigdísarvellir og Bali meðal þeirra. Hvorug þessara hjáleiga er nefnd í Jarðarbók Árna og Páls. Bali lá syðst [vestast] á Vigdísarvöllum.
Í nýrri jarðarbók fyrir Ísland frá 1848 er getið um átta hjáleiga með Krýsuvík og hafa Fitjar bæst við. Fitjar voru vestast á Selöldu. Enn má finna rústir þessara kotbæja, enda eru þeir merktir inn á kort. Fitjar og Bali virðast hafa lagst í eyði eftir skamma hríð, en Vigdísarvellir héldust í byggð fram yfir aldamót, þrátt fyrir endurtekna skaða vegna jarðskjálfta. Ólíklegt er að Krýsuvíkurbændur hafi leigt úr selstöður eftir að þessi býli byggðust.”

Þórkötlustaðasel á Vigdísarvöllum.
Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningaminjar í Grindavík frá árinu 2001 segir að Vigdísarvellir hafi verið hjáleiga Krýsuvíkur en nýtt sem selsstaða frá Þórkötlustöðum. “Selstöðu brúkar jörðin [Þórkötlustaðir] og hefur lengi brúkað í Krýsuvíkurlandi, þar em heitir á Vigdísarvöllum, segja menn að selstaðan sjé ljéð frá Krýsuvík, en Krýsuvík aftur ljeð skipstaða fyrir Þórkötlustaðalandi. Vigdísarvellir eru nýbýli frá 1830, en var áður selstaða. Var í eyði um 1880, en byggðist á ný fram yfir aldamótin 1900 [Saga Grindavíkur]. Baðstofan hrundi í jarðskjálfta 28. eða 29. janúar 1905 og stórskemmdust þá öll hús á Vigdísarvöllum og á Litla-Nýjabæ.

Krýsuvíkursel við Eyri undir Selöldu.
Rétt er að geta þess hér að óvíst er að Fitjar hafi vaxið úr seli líkt og Vigdísarvellir. Þó er það ekki með öllu ólíklegt. Hins vegar er Selshóll austan við Selöldu og undir honum eru mjög gamlar tóftir, sem gætu verið af seli því er nefndir eru í þjóðsögunni af Tyrkjunum er komu upp Ræningjaastíginn og selstúlkunum. Skammt vestsuðvestan við tóftirnar eru aðrar fleiri og heillegri, en þær munu vera af bænum Eyri, sem þar var. Sá bær gæti hins vegar hafa sprottið upp úr gama selinu því þar hafa landshagir verið góðir, en nú er þar veruleg landeyðing eins og annars staðar á Krýsuvíkurheiðinni.
Skammt sunnan við þær tóftir mótar fyrir fornum garði og a.m.k. tveimur fjárborgum og ílöngum stekk, líkt og í Strandarseli (lambastekkur).

Selsstígurinn að Selsvöllum.
“Hvenær lögðust selfarir í Grindarvíkurhreppi? Í bók sr. Gísla Brynjólfssonar, Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók, 1975, er sagt frá seljunum á Selsvöllum og frá sr. Geir Backmann. Sr. Gísli telur líklegt, að prestar á Stað hafi lítið eða ekki notað selið eftir daga sr. Geirs, þ.e. 1850, en færir engar sönnur á það eða rökstyður. “Síðar”, segir hann, þ.e. eftir daga sr. Geirs, “þegar selfarir lögðust með öllu niður, urðu Selvellir smám saman afréttur sveitanna á Suðurnesjum, sem þeir eru enn í dag”.
Þegar Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um Reykjanesskagann sumarið 1883 kom hann bæði að Hraunseli og seljunum á Selsvöllum í rústum. Hann kom á Baðsvelli, sem hann reyndar kallar Baðvelli, og minnist ekki á selstöður þar né heldur rústir eftir sel, og á Vigdísarvöllum fann hann samnefndan kotbæ.
Hér er komin gróf tímasetning. Einhvern tímann eftir 1850 og fyrir 1883. Samt er ekki öll sagan sögð.

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Í þjóðháttasöfnum stúdenta, sem fram fór sumarið 1976 og beindist að fráfærum, var spurt um sel og selfarir. Fyrir svörum í Grindavíkurhreppi var m.a. Magnús Hafliðason frá Hrauni, f. 1891. Magnús sagði frá því, að foreldrar hann hefðu haft í seli í Hraunseli, sem væri um tveggja tíma ganga frá Hrauni. Þar hefðu verið hafðar kýr og kindur og hefði mjólkin verið unnin í selinu og mjólkurvörunar sendar niður eftir. Smali og ein stúlka hefðu verið í selinu, og hélt hann að hætt hefði verið að hafa í selinu um 1890. Þetta stingur nokkuð í stúf við frásögn Þorvalds Thoroddsens, sem fann rústir einar af Hraunseli árið 1883. Vera má, að tímasetning Magnúsar skeiki um rúman áratug eða svo. Selstaðan gæti hafa verið tekin þar upp aftur eftir að Þorvaldur fór þar um.
Magnús kennir fólk á bæjunum um að hætt var að hafa í seli. Menn fóru að búa sjálfir og reyndu að eignast kýr fremur en ær eftir að selfarir lögðust niður. Magnús gefur hér í skyn að bústofn hafi breyst við það, að menn hættu að hafa í seli… Þessar ályktanir virðast vera rökréttar. Selstöður hafa lagst niður þegar fátt var um bæði nautgripi og sauðfé um 1870.

Stekkur (rétt) á Selsvöllum.
Hinn stóraukni fjöldi sauðfjár frá 1879 virðist benda til þess, að fé hafi verið haldið til annarra nytja en mjólkurnytja og um leið til þess að áhugi á afréttarlöndum hefði orðið áhuganum á selstöðum yfirsterkari. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að hjónin á Hrauni hafi tekið sig til eitthvert vorið og rekið búsmala sinn í selið, þótt allir aðrir væru hættir slíku tilstandi og selið hefði staðið autt og tómt og hálffallið um nokkurra ára skeið.
Það má spyrja, hvað lifi enn eftir af þessum búskaparháttum, sem lögðust af fyrir um það bil öld. Í huga Magnúsar Hafliðasonar lifir minningin um selfarir foreldra hans. Hann kann einnig að segja frá öðrum seljum en Hraunseli, sem hann álítur að sé á Selsvöllum. Innar á Selsvöllum veit hann um Sogasel.

Sogasel í Sogaselsgíg – Uppdráttur ÓSÁ.
Rétt mun vera, að Sogasel er fyrir norðaustan Selsvelli við Sog, suðvestan við Trölladyngju og Grænudyngju og var í landi Stóru-Vatnsleysu og nytjað frá Kálfatjörn, en ekki frá Stað eða Tóftum eins og haft er eftir Magnúsi. Magnús þekkir einnig Dalsel og segir það vera frá Húsatóftum, og hann veit um sel á Baðsvöllum. Margrét Daníelsdóttir, f: 1899, og Þorsteinn Ólafsson, f: 1901, bæði frá Grindavík,vissu um tvö sel á Baðsvöllum, það eystra frá Hópi, en hinu vissu þau eingin deili á. Ennfremur vissu þau um sel á Selsvöllum, sem þau þekktu ekki. Gísli Guðjónsson frá Hlíð í Gerðahreppi, f: 1891, hafði drukkið kaffi á Vigdísarvöllum, þegar hann var smákrakki. Hann áleit, að á Selsvöllum hefði getað verið sel. “Það veit enginn fyrir víst”. Þetta er það sem stúdentar grófu upp um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi sumarið 1976.

Dalssel.
Samt má enn um sumardaga ganga selgöturnar gömlu og skoða tóftarbrot víða um Reykjanesskagann og einnig í Grindavíkurhreppi. Gísli Sigurðsson, varðstjóri í Hafnarfirði, hefur um áraraðir viðað að sér fróðleik um þetta efni og veit man best um það. Hann hefur farið um allan skagann og leitað seljarústa, mælt og teiknað upp grunnmyndir af þeim, sem hann hefur fundið. Hann fullyrðir að leifar sé að finna eftir sel á öllum þeim stöðum, sem nefndir hafa verið hér að framan nema við Seltún, á Baðsvöllum og í Fagradal. Við Seltún hafa ummerki horfið vegna umsvifa í sambandi við brennisteinsnám á 18. og 19. öld. Á Baðsvöllum er nú skógræktarlundur Grindvíkinga. Dalsel hefur Gísli aldrei fundið, þrátt fyrir nokkra leit, en um það segir svo í bók Árna Óla, Strönd og Vogar, 1961: “Dalsel er í Fagradal við samfellt fjall. Þar sézt seltóftir til skamms tíma, en Fagridalur eru nú uppblásin fyrir löngu”.
[Tóftir sels í Fagradal sjást vel norðan Nauthólaflata. Dalurinn sjálfur er uppblásinn, en grónar torftur er norðaustast í dalnum. Þar eru tóftirnar á bakka gamals árfarvegar. Vestan við selið eru grónar brekkur. Farið var nokkrum sinnum á staðinn til að leita að selinu, en þangað er langt að fara og torsótt. Það fannst loks á nefndum stað.

Selstaða í Litlahrauni.
Hér hefur verið sýnt fram á að sel og selstöður hafa skipt miklu máli í hreppnum í eina tíð svo að þar má finna orðum Þorvalds Thoroddsens í Lýsingu Íslands staðfestingu: “Hve afar mikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum, sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifar um afdali og heiðar um allt Ísland. Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög víða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o.s.frv.”.

Kringlumýri á Sveifluhálsi.
„Ekki hefur tekist að tímasetja með óyggjandi hætti hvenær síðasta selförin var farin. En ljóst er, að í þessum hraunbrunna úgerðarhreppi hafa grænir selhagar freistað búsmala og þriflegar selstúlkur strokkað smör í seljunum, sem enn sér móta fyrir á eggsléttum völlum á bak við gróðurlaus fjöll“.
Tveir staðir eru þó ónefndir í framangreindum lýsingum. Það eru selstöður Krýsuvkurbænda í Kringlumýri undir Hettu og í Litlahrauni. Í Kringlumýri er væntanlega að finna elstu selsminjar hér á landi, allt frá tímum Húshólmsbæjanna við hina fornu Krýsuvík – jafnvel fyrir sögulegt landnám…

Dalssel – uppdráttur ÓSÁ.
Vilborgarkot – Elliðakot
Haldið var að Elliðakoti og Vilborgarkoti síðdegis í dimmasta skammdeginu. Norðanáttin blés grimmt á vinstri vangann, en sólin litaði himininn rauðan bæði á bak og fyrir. Guðlaugur R. Guðmundsson skráði örnefnalýsingu fyrir Elliðakot og Vilborgarkot. Hér verður lögð megináherslan á síðarnefnda kotið.
Elliðakot.
„Ég fór með Karli Nordahl að Elliðakoti 18. júlí 1978. Þar eru aðeins húsarústir eftir. Húsgrunnurinn stendur enn, en húsið brann 1949. (Sjá meira um Elliðakot HÉR). Karl segir, að afi hans hafi byggt það 1887. Það var timburhús, en Elliðakot hafði þá verið í eyði. Krakkar, sem þar gistu, kveiktu í húsunum. Ósinn, sem Tryggvi nefnir Dugguós, kallar Karl Gudduós. Það er lækurinn, sem rennur frá Selvatni í Hólmsá og ræður merkjum Elliðakots til vesturs. Á herforingjaráðskortinu er lækur, nefndur Urðar-lágarlækur. Karl segir, að enginn lækur hafi verið til með því nafni. Lækurinn hafi alltaf heitað (svo) Sellækur, en Urðarlágar eru upp með læknum. Hrútslækur rennur í norðvestanvert Selvatn úr Sauðhúsamýri.
Norðan við Nátthagavatn er engjastykki, sem nefnt er Nátthagi. Austan við Nátthagavatn er ávöl hæð, Klifin. Karl sagði, að kvísl rynni í Leirdal, þegar mikið vatn væri í Fossvallaá, en hún rennur um dragið milli Vatnahæðar og Vatnaáss. Þar sem Fossvallaá rennur í Hólmsá, heita Fossvellir. Heiðin upp af Leirdal er Elliðakotsheiði. Þar langt til austurs, fyrir norðan Lyklafell, er Klakkur, 247 m á hæð.
Við Elliðakot er grjótveggur, sem Skúli bóndi á Úlfarsfelli hlóð. Þegar komið er að Elliðakoti, er Dyngja fyrir ofan bæjarrústina. Fram við bæinn er Nónholt [(á teikningum Nónás)], ávalur ás í þá eyktarstefnu frá bænum.
Nátthagaá fellur frá uppsprettum við Syðstubrekkur, norðan við Hólmsá. Þegar komið er upp fyrir Litla-Lyklafell, þá er hér Sleðaás. Þar uppi er vindbelgur, rétt austan við veginn. Efrivötn eru fyrir ofan Vatnaás, en Neðrivötn fyr[ir] neðan hann. Fyrir neðan Vatnavelli er Syðri-Fossvallakvísl.
Norðan við Vatnásinn (svo) er Fossvallaklifið. Og nálgumst við þá upptök Fossvalláar, skammt frá Stangarhóli og Litla-Lyklafelli.
ofan Geirland eru Klofningar. Árfarvegurinn við Lögberg, norðan við foss þar í ánni, er nafnlaus. Karl segir, að Klofningar tilheyra (svo) ekki Lækjarbotnum. Miðmundamýri er fyrir neðan Geirland, en Miðmundahóll fyrir ofan. Geirland fór í eyði. Ólafur Sigurjónsson (sonur Ólafs í (svo)) hefur kindur í Geirlandi. Geirland var keypt úr landi Lækjarbotna 1927. Sigurjón Ólafsson bílstjóri reisti nýbýli og keypti af Guðmundi Sigurðssyni á Lækjarbotnum.“
Austan við bæinn eru tóftir tveggja húsa, þar af er annað tvískipt. Annað, það austara, hefur væntanlega verið sauðakofi, en hið tvískipta gæti hafa verið útibúr og reykkofi.
Ég ók með Karli Nordahl upp veginn fyrir ofan Elliðakot, ásinn, sem farinn er, heitir Dyngja. Vegurinn var hroðalegur, og komumst við ekki lengra en upp á háhrygginn og snerum þar við. Þegar ekinn er vegurinn að Elliðakoti, þá er til vinstri Gudduós og síðan Nónholtið og Miðmundahóll. [(Miðmundarhóll á teikningu.)]
Vilborgarkot (og Geirland): Ég kom með Karli að Vilborgarkoti 18. júlí 1978. Hann sagðist muna eftir Vilborgarkoti í byggð. Vilborgarkot fór úr byggð 1905. Síðast bjó þar Pétur Ólafsson, flutti að Elliðakoti og bjó þar í 10 ár, síðan í Þormóðsdal.
Geirland er í landi Lækjarbotna. Milli Klifanna fyrir
Að þessu sinni var stefnan tekin á Vilborgarkot undir suðaustanverðu Vilborgarholti (Litla-Kotási). Kotið hefur verið reist í nokkrum bratta. Sex stafnar hafa verið á framhlið mót suðaustri, þar af einn hálfur (þ.e. með efri hluta). Austast hefur verið fjárhús og innan og á bak við bæinn hlaða. Vestan hennar er garður utan um heykuml. Hlaðan hefur verið mikið mannvirki, djúphlaðin með stóru grjóti í veggjum. Smiðja hefur verið milli fjárhússins og íbúðarhúsa. Veggir standa heillegir, grónir að utan.
Enn má glögglega sjá húsaskipan í Vilborgarkoti. Vestan við bæinn eru leifar að útihúsi, líklega hesthúsi.
Milli bæjarins framanverðan og matjurtargarðs er heimtröð. Suðaustar má sjá leifar túnræktar, heillegar beðasléttur í mýrarslakka. Hlaðinn túngarður umlykur heimatúnið. Hlaðið hefur verið um brunn neðan og vestan við heimtröðina.
Ekki er að sjá að ábúendur í Vilborgarkoti hafi haft úr miklu að moða, en bæjarhúsin eru táknræn mynd fyrir 19. öldina og því verðmæt sem slík. Auðvelda þyrfti aðgengi að minjunum með tilheyrandi upplýsingum.
Ofan við bæjarstæðið eru grónar lægðir millum hóla. Nú eru þar forfallnir sumarbústaðir. Líklegt má telja að þarna hafi verið heyjað fyrrum fyrir Vilborgarkot.
Bæjarleifarnar í Vilborgarkoti eru nú (2008), skv. örnefnaskránni, orðnar rúmlega eitt hundrað ára, sem gefur þeim friðunarrétt skv. gildandi lögum. Bæjarhúsin og útihúsin eru mun eldri, sem og túngarðurinn.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimild:
-Guðlaugur R. Guðmundsson skráði – Örnefnalýsing fyrir Elliðakot og Vilborgarkot.
Gamlasel
Í lýsingu segir: „Sel frá Ölfusvatni: Gamlasel var í kvos sunnan undir Selhól í Ölfusvatnshólum.
þar rétt hjá og er Kaldá þar komin í ána. Þetta sel er ævagamalt. Þarna handhjuggu fylgdarmenn Þórðar kakala Þorstein Guðnason, fylgdarmann Gissurar Þorvaldssonar, …“
Rennur Ölfusvatnsá
Sunnan frá Mælifelli gengur rani að ánni. Vestan í þessum rana, við Seltanga, eru tættur Nýjasels. Hér er talið hafa verið síðast haft í seli í Grafningi, árið 1849. Síðasta selstúlkan var Anna Þórðardóttir, síðar húsfreyja að Villingavatni (1850-1888). Nýjasel er móti norðvestri við smátjörn á mýrarbletti sem er alveg við selið. Selið var meira en klukkutíma gangur að því frá Ölfusvatni. Var fénu beitt í Laka. „Er þetta eina selið sem er vitað með vissu, hvenær var síðast notað, en það var 1849. …“
Tóftirnar í báðum selstöðunum eru greinilegar. Þegar selstaða Gamlasels er skoðuð má sjá þar selstöðuminjar á þremur stöðum, allt frá upphafi landnáms til loka 18. aldar.
Gamlasel.
Ferðamaður í seli
Hér segir Jónas Jónasson frá Hrafnagili frá aðkomu ferðamanns í sel. Lýsir frásögnin ágætlega hvernig þar var umhorfs.
Hlóðir.
„Ég hafði farið einum tvisvar sinnum yfir heiðina áður, en í hvort tveggja skiptið með öðrum, og því minna tekið eftir landslagi og gatnamótum fyrir það. Samt minnti mig nú, að mér hefði verið sagt, að einhvers staðar þarna í heiðarbrúninni ætti að vera sel. Datt mér strax í hug, að þar skyldi ég ná í morgunkaffið, ef mér tækist að hafa upp á selinu. Vegurinn lá þarna fram með melhrygg einum, og brekkan ofan við götuna var alþakin víði, fjalldrapa, fjólum og blágresi. Vel var loðið á milli runnanna af kjarngóðu língresi. Ég reið því út úr götunni og upp í brekkuna, vatt mér af baki, lét Skjóna eiga sig, en fór að kjaga upp á melinn til þess að skyggnast um og vita, hvað fyrir augun bæri.
Eldhús fyrrum.
Ég var lafmóður, þegar ég komst upp á melhrygginn. Hinum megin við hrygginn blasti við mér stór og fagur bugmyndaður hvammur — og þarna var selið í miðjum hvamminum. Og búverkareykurinn — eða kaffireykurinn — strokaði sig beint upp úr eldhússtrompinum í háalopt eins og stór viðarbolur og dreifðist þar svo út eins og furutoppur og bauð mig margvelkominn. Það má nærri geta, hvað mér þótti vænt um. Ég lét ekki lengi bíða að ná í klárinn, en hann orðinn fastur í munninum þarna í brekkunni og vildi hvergi fara; hann hefur ekki búist við betri kjörum annars staðar en þarna. Samt lét hann þó tilleiðast; ég teymdi hann upp á melkambinn, fór þar á bak og reið svo heim að selinu.
Ég reið svo liðugt sem ég gat yfir holt og, þangað til ég komst heim að seldyrunum. Þar stiklaði ég af baki og sleppti klárnum í varpann.
Vogsósasel.
Undir eins og ég kom af baki, fór ég að skyggnast inn í eldakofann. Hann var frálaus selhúsunum sjálfum. Og það var mér þá „hjartkær happasjón“, sem ég sá: Það skíðlogaði í hlóðunum, og rétt um leið og ég kom inn úr dyrunum, bullsauð upp úr katlinum. Og er það ekki gaman að koma þreyttur og slæptur ofan af heiði og hitta á það að það bullsýður upp úr katlinum! Ég sá engan í eldhúsinu. Ég hljóp því að seldyrunum og sá þar kerlingu skammt fyrir innan dyrnar, sem var að renna trogi. Undanrennan streymdi í flatri, margsnúinni bunu undan hendinni á kerlingunni út úr trogshorninu ofan í stóra fötu sem stóð þar á gólfinu. Ég varð allt í einu þurr í kverkunum af þorsta.
Í Stakkavíkurseli.
Ég kallaði óðara til kerlingar og sagði: „Gáðu að katlinum — það er að sjóða upp úr honum.“ Kerling leit við og varð svo hverft við, að hún var nærri búin að missa trogið. En ég beið ekki boðanna, úr því að hún var vant við látin, og brá mér sem skjótast út í kofann aftur og bjargaði katlinum, mætti kerlingunni í dyrunum, heilsaði henni hlæjandi og fékk henni þann svarta.
Kerling tók mér vel; hún hafði séð mig einu sinni eða tvisvar áður og þekkti mig.
Hraunssel.
Það var því ekki að sökum að spyrja — hún tók mér eins og gömlum kunningja, enda hefi ég jafnan átt því láni að fagna, að verða átrúnaðargoð allra kerlinga, sem ég hef kynnst; það hefur gengið öllu erfiðara með þær yngri. Hún byrjaði með að spyrja mig, hvort hún mætti bjóða mér að smakka skyr og rjóma. Ég var heldur á því, að lítið hefði verið um slíkt þar uppi á heiðinni í nótt.
Meðan ég geiflaði á skyrinu, spurðumst við almæltra tíðinda, en fátt bar þó sögulegt á góma, sem taki því að færa það í letur.
Hangilæri í ráfri.
Mest spunnust umræðurnar út af því, hvernig mjólkaði í selinu; best sagði hún mér að mjólkaði, ef fénu væri haldið frammi og uppi í Borgarrústum, en langmest væri smjörið, ef því væri haldið í Víðilágunum og upp hjá Grenishólunum; en samt heyrðist mér á henni, að húsmóðurinni þætti það aldrei um of og fannst mér það ekki nema eðlilegt.
Þegar ég var búinn að borða nægju mína af skyrinu, var kerlingin búin að hella á könnuna, og sýndist mér hún renna til hennar mjög hýru auga. Það leið heldur ekki á löngu, að kaffið kæmi, og væri synd að segja annað, en það væri vel útilátið; pörin voru í fínna lagi, og sú tíska þekktist ekki þarna uppi í óbyggðum, að hafa borð á bollann; undirskálin var líka hálf eða vel það. Skjóni stóð úti og nagaði grængresið úr selbrekkunni og var hinn rólegasti, þó að það væri fremur snöggt. Mér þótti synd að ónáða hann undir eins og sat því enn, á meðan kerling var að búa í strokkinn; ég varð líka hálffeginn að hvíla mig ofurlítið og láta líða úr mér.“
Heimild:
-Úr “Sagan af Jóni halta” eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1850 – 1918)
-http://skolavefurinn.is/
Sel – dæmigerð selhús á Reykjanesskaganum.
Sel og selstöður í Grindavík
„Sel og selstöður í Grindavík“ – eftir Guðrúnu Ólafsdóttur.
Baðsvellir – Baðsvallasel; uppdráttur ÓSÁ.
Í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, ritar Guðrún Ólafsdóttir um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi. Í því segir hún m.a.: Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir.
Sel Ísólfsskála sunnan Selskálar.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum. Í Krýsuvík voru 6 hjáleigur. Selsstöður voru tvær á jörðinni, önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar. Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum. Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fék aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. Hóp þurfti að kaupa selstöðu.
Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.
Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar.
Dalssel í Fagradal.
Járngerðarstaðamenn geru og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. “.aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæðst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar”. Húsatóftir hafði haft langvarandi selstöðu á Selsvöllum, en þangar var bæði langt og erfitt að sækja. Staður hafði einnig selstöðu á Selsvöllum.
Sel á Baðsvöllum.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæ góðum, góðum eða merkilega góðum nema Baðsvöllum. Þar er hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Þessi lýsing minnir á lýsingar Jarðarbókarinnar á selstöðum annars staðar á Reykjanesskaga, t.a.m. í Vatnsleysstrandarhreppi. Selstöðunum þar er ýmist lýst sem haglitlum eða vatnslitlum nema hvort tveggja sé, enda er þær flestar úti í hraununum norðan fjallgarðsins, sem liggur um skagann sunnanverðan.
Sel við Selsvelli.
Hins vegar eru selstöðurnar í Grindavíkurhreppi flestar á mörkum hraunanna og móbergshryggjanna sunnan til á skaganum og einkennast af grasigrónum hlíðum eins og við Hraunsel. Vatn skortir ekki af því að lækir koma úr hlíðunum, en hverfa síðan undir hraunin. Þó verður ekki á allt kosið. Því að víða er langt að fara og erfitt að sækja eins og kemur fram í lýsingunum, skemmst á Baðsvelli um 5 km, lengst frá Stað á Selsvelli, um 25 km eftir mjög góðri mælinu.
Krýsuvíkursel við Selöldu.
Það eru aðeins Krýsuvíkurbændur, sem njóta þess að eiga skamma og greiðfæra leið í ríkulega selhaga, enda eru aðstæður þar að flestu leyti ólíkar. Við Krýsuvík eru allmiklir flákar af lausum jarðlögum suðvestur af Kleifarvatni og þar fyrir sunnan er jökulnúið grágrýti frá hlýskeiði fyrir síðustu ísöld. Þar hefur náðst að myndast meiri jarðvegur og gróður en annars staðar á Reykjanesskaga sunnanverðum. Þar er að finna bæði móa og mýrar, og meira að segja er þar einhvern mó að finna. Skúli Magnússon landfógeti kallar jörðina fremur landjörð en sjávarjörð og lýsir henni m.a. á þess leið: “Landrými er mikið; eru þar hraun, fjöll og rauðleitar moldir; tún og engi er gott, og má auka það með tilkostnaði, svo að fleiri ábúendur getið setið þar”.
Í Sogaseli – sel frá Krýsuvík og síðar frá Kálfatjörn í skiptum fyrir útræði.
Ef til vill er það þessi góðu búskaparskilyrði, sem valda því, að ekki hefur tekist að hafa upp á neinum heimildum um selstöður frá Krýsuvík eftir daga Jarðarbókarinnar 1703. Um aðra hluta hreppsins gegnir öðru máli. Í verðlaunaritgerð Skúla Magnússonar, sem áður er getið, er ekkert minnst á selstöðu í Krýsuvíkursókn, en um Grindavíkursókn segir hins vegar: “En 2 mílur í norðaustur frá byggðalaginu, inni á milli fjallanna, eru góðir hagar. Hafa menn þar í selstöðu. En eigi eru þar skilyrði fyrir nýbýli.
Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.
Í sóknarlýsingu sr. Geirs Backmanns, sem var prestur að Stað í Grindavík 1835-1850 kemur greinilega í ljós, hvers virði selstöðurnar hafa verið Grindvíkingum. Þar segir: “Eftir jarðabókinni 1760 á Staður selstöðu á Selsvöllum, þó það nú sýnist orðið almennings selstaða úr allri Grindavík”.
Sr. Geir lýsir einnig selsstöðunni á Selsvöllum, að þar sé allgrösugt og bítist fljótt upp, vegna þess að allir bæirnir í sókninni nema Hraun hafi þar í seli, þótt þeir greiði Staðarprestinum ekkert fyrir, og segir hann, að hann hafi heyrt, að flestir bæir hafi haft í seli einhvers staðar til fjalla, en vatnsleysi hafi valdið því, að þau væru niðurlögð og allir hafi þyrpst á Selsvelli, því að þar sé dálítill rennandi lækur rétt við selið. Vanalegt sé að reka í selið 8. viku sumars en úr því í 16 eða 17. viku sumars, “nema óþerrir hafi hamlað fólki að ná töðum af túnum sínum”. Af því að ekkert sé afréttarlandið sé allt fé, ungt og gamalt, lömb og sauðir, rekið í selið og smalað á hverju máli og lömbin séu kefluð.
Hraunssel.
Þessum siða að kefla lömb er lýst hjá Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili í íslenskum þjóðháttum og Þorvaldi Thoroddsen.
Það fer ekki á milli mála, að selstaðan hefur verið Grindvíkingum dýrmæt. Þeir einu, sem ekki nytjuðu selstöðuna á Selsvöllum, Hraunsmenn, notuðu sitt eigið sel árlega, enda ekki margir kostir heima fyrir ef marka má lýsingu sr. Geirs: “Eigi verður höfð nokkur skepna heima á sumrum, og eru allir hestar daglega langt í burtu á bak við Fiskidalsfjall, þó brúka eigi strax að morgni”.
Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Til enn frekari áréttingar um mikilvægi þessara hlunninda má tilfæra bréf frá árinu 1844 frá séra Geir til biskups, þar sem hann kvartar yfir því, að allir nágrannar sínir noti selstöðuna á Selsvöllum án þess að greiða honum leigu fyrir. Telur hann, að bændurnir hafi komist upp á að nota selstöðuna, þegar fyrirrennarar hans í prestsembættinu hafi verið svo fénaðarfáir, að þeim hafi ekki þótt svara kostnaði og fyrirhöfn, að viðhalda selhúsunum og hafa fólk yfir litlum fénaði og þess vegna leyft öðrum afnot af henni gegn leigu, sem síðan hafi fallið niður vegna hirðuleysis.
Selsvellir – horft af Þórustaðastíg að Kúaflöt.
Nú sé svo komið, að fyrir utan hann, sem hafi byrjað að nota selið 1837, þ.e. tveimur árum eftir að hann fékk brauðið, eigi sex búendur þar selhús og hafi allan sinn fénað og taki auk þess sumir fénað af öðrum til göngu og hirðingar. Telur hann, að sumarið áður hafi að minnsta kosti 500 fjár, ungt og gamalt, og 30 nautgripir auk inntökupenings gengið á völlunum og geti menn getið sér þess nærri, að þvílíkur urmull af kúm og kindum geri “ærið usla og jarðnag í beitilandi í Þrengslum”. Vegna hagleysis verði að reka allan fénað, sem tíðum sé kominn í selhagana löngu fyrir fráfærur í 7. viku sumars, heim á miðjum selvinnutímanum, eintatt í 17. viku sumars horaðan og nytlausan “þegar peningur allstaðar annarstaðar gjörir hvar mest gagn, og er í bestum holdum, og er þetta til allmikils ama mörgum búanda hér í sveit sem á stundum ekki þá hafa náð inn töðum sínum af túnunum.”
Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Vera kann, að ein ástæðan fyrir þessari miklu ássókn í selstöðuna á Selsvöllum um daga sr. Geirs sé sú, að Grindvíkingar hafi ekki lengur haft innhlaup í selstöðurnar í Krýsuvíkurlandi eins og var á 18. öldinni. Þrjú nýbýli risu í Krýsuvíkurlandi á 19. öldinni, öll í fyrri seljalöndum. Árið 1830 reis nýbýli á Vigdísarvöllum, kennt við þá. Í Jarðartali J. Johnsen 1847 eru taldar sjö hjáleigur með Krýsuvík og eru Vigdísarvellir og Bali meðal þeirra. Hvorug þessara hjáleiga er nefnd í Jarðarbók Árna og Páls. Bali lá syðst [vestast] á Vigdísarvöllum.
Í nýrri jarðarbók fyrir Ísland frá 1848 er getið um átta hjáleiga með Krýsuvík og hafa Fitjar bæst við. Fitjar voru vestast á Selöldu. Enn má finna rústir þessara kotbæja, enda eru þeir merktir inn á kort. Fitjar og Bali virðast hafa lagst í eyði eftir skamma hríð, en Vigdísarvellir héldust í byggð fram yfir aldamót, þrátt fyrir endurtekna skaða vegna jarðskjálfta. Ólíklegt er að Krýsuvíkurbændur hafi leigt úr selstöður eftir að þessi býli byggðust.”
Þórkötlustaðasel á Vigdísarvöllum.
Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningaminjar í Grindavík frá árinu 2001 segir að Vigdísarvellir hafi verið hjáleiga Krýsuvíkur en nýtt sem selsstaða frá Þórkötlustöðum. “Selstöðu brúkar jörðin [Þórkötlustaðir] og hefur lengi brúkað í Krýsuvíkurlandi, þar em heitir á Vigdísarvöllum, segja menn að selstaðan sjé ljéð frá Krýsuvík, en Krýsuvík aftur ljeð skipstaða fyrir Þórkötlustaðalandi. Vigdísarvellir eru nýbýli frá 1830, en var áður selstaða. Var í eyði um 1880, en byggðist á ný fram yfir aldamótin 1900 [Saga Grindavíkur]. Baðstofan hrundi í jarðskjálfta 28. eða 29. janúar 1905 og stórskemmdust þá öll hús á Vigdísarvöllum og á Litla-Nýjabæ.
Krýsuvíkursel við Eyri undir Selöldu.
Rétt er að geta þess hér að óvíst er að Fitjar hafi vaxið úr seli líkt og Vigdísarvellir. Þó er það ekki með öllu ólíklegt. Hins vegar er Selshóll austan við Selöldu og undir honum eru mjög gamlar tóftir, sem gætu verið af seli því er nefndir eru í þjóðsögunni af Tyrkjunum er komu upp Ræningjaastíginn og selstúlkunum. Skammt vestsuðvestan við tóftirnar eru aðrar fleiri og heillegri, en þær munu vera af bænum Eyri, sem þar var. Sá bær gæti hins vegar hafa sprottið upp úr gama selinu því þar hafa landshagir verið góðir, en nú er þar veruleg landeyðing eins og annars staðar á Krýsuvíkurheiðinni.
Skammt sunnan við þær tóftir mótar fyrir fornum garði og a.m.k. tveimur fjárborgum og ílöngum stekk, líkt og í Strandarseli (lambastekkur).
Selsstígurinn að Selsvöllum.
“Hvenær lögðust selfarir í Grindarvíkurhreppi? Í bók sr. Gísla Brynjólfssonar, Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók, 1975, er sagt frá seljunum á Selsvöllum og frá sr. Geir Backmann. Sr. Gísli telur líklegt, að prestar á Stað hafi lítið eða ekki notað selið eftir daga sr. Geirs, þ.e. 1850, en færir engar sönnur á það eða rökstyður. “Síðar”, segir hann, þ.e. eftir daga sr. Geirs, “þegar selfarir lögðust með öllu niður, urðu Selvellir smám saman afréttur sveitanna á Suðurnesjum, sem þeir eru enn í dag”.
Þegar Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um Reykjanesskagann sumarið 1883 kom hann bæði að Hraunseli og seljunum á Selsvöllum í rústum. Hann kom á Baðsvelli, sem hann reyndar kallar Baðvelli, og minnist ekki á selstöður þar né heldur rústir eftir sel, og á Vigdísarvöllum fann hann samnefndan kotbæ.
Hér er komin gróf tímasetning. Einhvern tímann eftir 1850 og fyrir 1883. Samt er ekki öll sagan sögð.
Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Í þjóðháttasöfnum stúdenta, sem fram fór sumarið 1976 og beindist að fráfærum, var spurt um sel og selfarir. Fyrir svörum í Grindavíkurhreppi var m.a. Magnús Hafliðason frá Hrauni, f. 1891. Magnús sagði frá því, að foreldrar hann hefðu haft í seli í Hraunseli, sem væri um tveggja tíma ganga frá Hrauni. Þar hefðu verið hafðar kýr og kindur og hefði mjólkin verið unnin í selinu og mjólkurvörunar sendar niður eftir. Smali og ein stúlka hefðu verið í selinu, og hélt hann að hætt hefði verið að hafa í selinu um 1890. Þetta stingur nokkuð í stúf við frásögn Þorvalds Thoroddsens, sem fann rústir einar af Hraunseli árið 1883. Vera má, að tímasetning Magnúsar skeiki um rúman áratug eða svo. Selstaðan gæti hafa verið tekin þar upp aftur eftir að Þorvaldur fór þar um.
Magnús kennir fólk á bæjunum um að hætt var að hafa í seli. Menn fóru að búa sjálfir og reyndu að eignast kýr fremur en ær eftir að selfarir lögðust niður. Magnús gefur hér í skyn að bústofn hafi breyst við það, að menn hættu að hafa í seli… Þessar ályktanir virðast vera rökréttar. Selstöður hafa lagst niður þegar fátt var um bæði nautgripi og sauðfé um 1870.
Stekkur (rétt) á Selsvöllum.
Hinn stóraukni fjöldi sauðfjár frá 1879 virðist benda til þess, að fé hafi verið haldið til annarra nytja en mjólkurnytja og um leið til þess að áhugi á afréttarlöndum hefði orðið áhuganum á selstöðum yfirsterkari. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að hjónin á Hrauni hafi tekið sig til eitthvert vorið og rekið búsmala sinn í selið, þótt allir aðrir væru hættir slíku tilstandi og selið hefði staðið autt og tómt og hálffallið um nokkurra ára skeið.
Það má spyrja, hvað lifi enn eftir af þessum búskaparháttum, sem lögðust af fyrir um það bil öld. Í huga Magnúsar Hafliðasonar lifir minningin um selfarir foreldra hans. Hann kann einnig að segja frá öðrum seljum en Hraunseli, sem hann álítur að sé á Selsvöllum. Innar á Selsvöllum veit hann um Sogasel.
Sogasel í Sogaselsgíg – Uppdráttur ÓSÁ.
Rétt mun vera, að Sogasel er fyrir norðaustan Selsvelli við Sog, suðvestan við Trölladyngju og Grænudyngju og var í landi Stóru-Vatnsleysu og nytjað frá Kálfatjörn, en ekki frá Stað eða Tóftum eins og haft er eftir Magnúsi. Magnús þekkir einnig Dalsel og segir það vera frá Húsatóftum, og hann veit um sel á Baðsvöllum. Margrét Daníelsdóttir, f: 1899, og Þorsteinn Ólafsson, f: 1901, bæði frá Grindavík,vissu um tvö sel á Baðsvöllum, það eystra frá Hópi, en hinu vissu þau eingin deili á. Ennfremur vissu þau um sel á Selsvöllum, sem þau þekktu ekki. Gísli Guðjónsson frá Hlíð í Gerðahreppi, f: 1891, hafði drukkið kaffi á Vigdísarvöllum, þegar hann var smákrakki. Hann áleit, að á Selsvöllum hefði getað verið sel. “Það veit enginn fyrir víst”. Þetta er það sem stúdentar grófu upp um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi sumarið 1976.
Dalssel.
Samt má enn um sumardaga ganga selgöturnar gömlu og skoða tóftarbrot víða um Reykjanesskagann og einnig í Grindavíkurhreppi. Gísli Sigurðsson, varðstjóri í Hafnarfirði, hefur um áraraðir viðað að sér fróðleik um þetta efni og veit man best um það. Hann hefur farið um allan skagann og leitað seljarústa, mælt og teiknað upp grunnmyndir af þeim, sem hann hefur fundið. Hann fullyrðir að leifar sé að finna eftir sel á öllum þeim stöðum, sem nefndir hafa verið hér að framan nema við Seltún, á Baðsvöllum og í Fagradal. Við Seltún hafa ummerki horfið vegna umsvifa í sambandi við brennisteinsnám á 18. og 19. öld. Á Baðsvöllum er nú skógræktarlundur Grindvíkinga. Dalsel hefur Gísli aldrei fundið, þrátt fyrir nokkra leit, en um það segir svo í bók Árna Óla, Strönd og Vogar, 1961: “Dalsel er í Fagradal við samfellt fjall. Þar sézt seltóftir til skamms tíma, en Fagridalur eru nú uppblásin fyrir löngu”.
[Tóftir sels í Fagradal sjást vel norðan Nauthólaflata. Dalurinn sjálfur er uppblásinn, en grónar torftur er norðaustast í dalnum. Þar eru tóftirnar á bakka gamals árfarvegar. Vestan við selið eru grónar brekkur. Farið var nokkrum sinnum á staðinn til að leita að selinu, en þangað er langt að fara og torsótt. Það fannst loks á nefndum stað.
Selstaða í Litlahrauni.
Hér hefur verið sýnt fram á að sel og selstöður hafa skipt miklu máli í hreppnum í eina tíð svo að þar má finna orðum Þorvalds Thoroddsens í Lýsingu Íslands staðfestingu: “Hve afar mikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum, sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifar um afdali og heiðar um allt Ísland. Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög víða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o.s.frv.”.
Kringlumýri á Sveifluhálsi.
„Ekki hefur tekist að tímasetja með óyggjandi hætti hvenær síðasta selförin var farin. En ljóst er, að í þessum hraunbrunna úgerðarhreppi hafa grænir selhagar freistað búsmala og þriflegar selstúlkur strokkað smör í seljunum, sem enn sér móta fyrir á eggsléttum völlum á bak við gróðurlaus fjöll“.
Tveir staðir eru þó ónefndir í framangreindum lýsingum. Það eru selstöður Krýsuvkurbænda í Kringlumýri undir Hettu og í Litlahrauni. Í Kringlumýri er væntanlega að finna elstu selsminjar hér á landi, allt frá tímum Húshólmsbæjanna við hina fornu Krýsuvík – jafnvel fyrir sögulegt landnám…
Dalssel – uppdráttur ÓSÁ.
Reykjavíkursel (Víkursel)
Í riti um Öskjuhlíð – náttúru og saga, er m.a. fjallað um sögulegar minjar í hlíðinni:
finnast víða sögulegar minjar. Þær eru af margvíslegu tagi, en í stórum dráttum má skipta þeim í tvennt; almennar söguminjar og stríðsminjar. Þær elstu tengjast búskap, þ.e. svonefndu Víkurseli. Öskjuhlíð tilheyrði frá upphafi landnámsbænum og höfuðbólinu Reykjavík, sem var nefnt Vík. Engir atburðir gerðust í Öskjuhlíð, sem annálsverðir þóttu fram af öldum. En þar höfðu Reykjavíkurbændur snemma nytjar, skóg og selstöðu, eins og það var kallað. Sel voru íveruhús fjarri bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrin til að dreifa ágangi á beitilandið.
eru getgátur um að það hafi verið Skólavörðuholt. Staðsetning selsins framan af er þannig óljós. Selin gætu raunar hafa verið fleiri en eitt og hafa þau verið flutt til í aldanna rás.
hafi átt leið um Mosfellsheiði og náttað í Víkurseli. Var Þórey í selinu, en smalamaður fór heim um nóttina og tilkynnti Narfa bónda mannkomuna. Hann brá við skjótt og var kominn snemma næsta morgun til selsins að óvörum komumanni, gekk hart fram og neyddi Gísla til að taka Þóreyju að sér og ekta hana. Klemens Jónsson, skrásetjari Reykjavíkursögu 1929, dró þá ályktun af frásögn þessari að selið hafi verið undir Mosfellsheiði. En hann hefur í raun ekki á miklu að byggja í því efni.
þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn”. Undirhlíðar voru Öskjuhlíð sunnan og vestanverð. Athyglisvert er að hér er talað um “gamla Víkursel. Það styður þá ályktun að löng hefð hafi verið fyrir selinu á þessum stað.
er ógreinileg og erfitt að skera úr um hvort þetta séu leifar Víkursels”. Hér er vísað til þess að fornleifaskráin byggir aðeins á yfirborðskönnun. Til að ganga úr skugga um aldur og hverskonar rúst þetta er þyrfti að kanna mannvistarleifar nánar.
annað sel að ræða á svipuðum stað því fleiri rústið eru þarna í hlíðinni, reyndar ógreinilegar, ef vel er að gáð.
“Í Öskjuhlíð
Elsta ritaða heimild um seljabúskap Reykjavíkurbænda er eignaskrá, öðru nafni máldagi, frá 1379. Er selið þar sagt vera í Víkurholti, sem gæti verið eldra nafn á Öskjuhlíð en einnig
Í máldögum 1397 og 1505 er getið um selið. Ekki er þó ástæða til að álykta að seljabúskapur hafi legið niðri á því tímabili, því máldagarnir eru mjög fáorðir um búskaparefni.
Víkursel kom við sögu atburða sem gerðust nálægt aldamótum 1600 og vörðuðu tildrög hjúskapar. Séra Gísli Einarsson (f. 1570, d. 1660), hálfbróðir Odds biskups, “fékk lítilmótlega giftingu, átti mörg börn, en erfitt bú og hjónaband”. Kona hans var Þórey Narfadóttir (ein heimild nefnir hana Þórnýju) bónda í Reykjavík. Frá því er greint að Gísli, þá óvígður,
Elsta heimildin sem með vissu greinir frá því að Víkursel hafi verið í Öskjuhlíð er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Selsins er getið á eftirfarandi hátt: “Selstaða er jörðinni [REYKJAVÍK] eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel;
Skýrasta lýsingin á staðsetningu Víkursels er frá upphafi 19. aldar, um það leyti sem það var lagt niður. Kona að nafni Elín Þórðardóttir, Sighvatssonar í Hlíðarhúsum, var síðasta selsáðskonan í Víkurseli. Árið 1828 var hún beðin að gefa vitnisburð um landamerki milli Reykjavíkur og Skildinganess og sagði þá meðal annars: “Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð…”. Þessi vitnisburður færir okkur talsvert áleiðis. Í Fornleifaskrá Reykjavíkur er gert ráð fyrir að rúst Víkursels sé þar sem talan 1 er merkt á [meðfylgjandi] korti. Þó segir í skránni: “Rústin
Stærð rústarinnar og lögun eru meðal vísbendinga þess efnis að um sé að ræða Víkursel. Hún er 11 x 6 m að ummáli, tvískipt. Ennfremur er svæðið umhverfis rústina búsældarlegt og stekkur er ekki fjarri. Þá er rústin við eina lækinn sem er sæmilega vatnsmikill í Öskjuhlíð vestanverðri. Því til viðbótar kemur staðsetning rústarinnar heim og saman við fyrrnefndar heimilir, Jarðabók Árna og Páls frá 1703 og vitnisburð Elínar frá 1828. Að lokum er vísbending fólgin í því að rústin er við örnefnið Seljamýri”.
Þess bera að geta að í seinni tíma heimild er á einum stað talað um Hlíðarhúsasel í Öskjuhlíð, en ástæðan gæti verið sú að selið hafi um tíma verið nytjað frá Hlíðarhúsum samanber framangreinda frásögn Elínar. Þó gæti þar hafa verið um
Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst. Eptir sögninni um séra Gísla Einarsson, er síðar getur virðist svo sem selið hafi verið alllangt frá Vík, og hefur mjer helzt dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal, því þar átti Nes í seli.“ (Sjá HÉR.)
Reykjavíkursel við Selvatn.
Svo kemur sögnin um séra Gísla: „Dóttir Narfa [Ormssonar í Rvík] ein hjet Þórey, hún átti séra Gísla prest í Vatnsfirði Einarsson, bróðir Odds biskups. „Þótti sú gipting af ransandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið (Þetta bendir til, að selið hafi þá legið allfjarri, og orðið ´Mosfellsheiði´ bendir á, að selið hafi legið undir henni, í Seljadalnum, sbr. það sem áður er sagt) heim um nóttina, sagði bónda gestakomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleiri í sæng dóttur sinnar, heldur en von átti á. Sýndist gestinum skást afráðið, að lofa eigin orði.“ Þessi skemmtilega saga er tekin úr Ættartölu Steingríms biskups.“
Þegar rústir eru skoðaðar í Öskjuhlíð/Vesturhlíð/Lönguhlíð má sjá leifar tveggja selja. Þær neðri virðast eldri. Hvorugar eru þó leifar hins gamla Víkusels, nema selstöðurnar frá Vík og nálægum bæjum hafi verið fleiri en ein. Víkursel er undir Lönguhlíð norðaustan við Selvatn (sjá meira HÉR). Þar mun og hafa verið selstaða frá Víðeyjarklaustri um tíma (sjá meira HÉR). Um Nessel er m.a. fjallað HÉR.
Heimild:
-Úr bókinni “Öskjuhlíð – náttúra og saga”.
Víkursel við Selvatn.
Ólafskarðsvegur
Gengin var gömul þjóðsagnakennd þjóðleið, Ólafsskarðsvegur.
Vífilsfells, þaðan var gengið upp Ólafsskarðið um fyrrum skíðabrekkur, áfram niður með austanverðum Bláfjöllum, milli gíganna Leitis og Eldborga og að Fjallinu eina norðvestan Geitafells. Svo virðist sem gatan hafi legið beggja vegna smáfjallsins, áfram niður með grónum hraunbrúnum (Hrossaflatir) og áleiðis niður með austanverðu Geitafelli. Gatan hefur verið merkt með stikum, en á köflum fara þar út fyrir annars augljósa götuna. Nokkur ofan við vestnorðanvert Geitafell má sjá gatnamót Ólafsskarðsleiðar og Heiðarvegar er liggur um austanverða Heiðina há að Grindarskörðum.
Um Lyklafell fjallar og þekkt þjóðsaga af sama meiði. Hún er um nefndan Ólaf bryta í Skálholti. Á að hafa soðið upp úr milli hans og ráðskonunnar á staðnum. Hún var ótúlegt skass og skaut honum svo skelk í bringu að hann lagði á blindan flótta og nam ekki staðar fyrr en við Lyklafell og kastaði þar búrlyklunum. Síðan hélt hann um Ólafsskarð upp úr Jósefsdal
Gangan hófst í Jósefsdal, austan
Haldið var niður af heiðinni vestan Krossfjalla og komið niður að Litlalandi í Ölfusi. Á þessum heiðarkafla eru nokkra markaðar leiðir og sérhver ekki ómerkilegri en önnur.
FERLIR hefur ekki áður gengið þessa leið, en rakið aðrar götur á svæðinu, bæði upp með Búrfelli og um Krossfjöll. Þessar fornu götur koma ekki fram í fornleifaskráningum af svæðinu.
Ólafsskarðsvegur er nefndur eftir samnefndum bryta í Skálholti. Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi segir að einni sinni hafi lyklakippa Skálholtsstaðar týnst, og fannst hún hvergi. Varð að smíða aðra lykla. Leið síðan fram, þangað til 12 ár voru liðin og lyklatapið farið að gleymast, þá fundust lyklarnir í Lyklafelli hjá Fóelluvötnum. Kom þá upp hið sama, að ráðsmaður (eða bryti) staðarins hafði haft lyklana á sér, er hann reið í Reykjavíkurkaupstað, og hafði týnt þeim í fellinu, er hann áði.
Ólafsskarðveg og heitir skarðið eftir honum. Steðjaði hann austur sýslur á Fjallabaksleið syðri. Við Brytalæki á Fjallabaksleið austanverðri datt hann dauður niður.
Frábært veður (reyndar það frábærasta er um getur). Leiðin, sem er 20.0 km, varði í 5 klst.
Skólasaga úr sjávarplássi
Jón S. Guðlaugsson skrifaði B.Ed.-ritgerð um „Skólasögu úr sjávarplássi“ í KHÍ 2007. Hér verður hún skoðuð að hluta með hliðsjón af sögu millistríðsáranna.
Í inngangi segir m.a.: „Til umfjöllunar er skólafyrirkomulag, uppeldi barna og atvinnuhættir á millistríðsárunum í tveimur sjávarþorpum á Suðurnesjum. Þorpin eru Grindavík og Hafnir. Hvað varðar atvinnuhætti þá snerist nánast allt um fiskveiðar og landbúnað í sjávarþorpum á þessum tíma. Stundaður var sjálfsþurftarbúskapur þar sem allir voru sjálfum sér nógir og þurftu lítið að sækja annað um aðdrætti. Menn nýttu sér náttúruna og hugurinn var við sjóinn. Börn voru fegin þegar skóli endaði á vorin og þau gátu hjálpað til við meðhöndlun á fiski, tekið þátt í sauðburði á vorin og síðar heyskap yfir sumarið. Skólaganga var ekki löng á þessum tíma. Börn sóttu skóla frá tíu ára aldri til fermingar en árið 1926 kom löggjöf sem leyfði sveitarfélögum að hefja nám barna við sjö ára aldur. Stundað var hefðbundið bóknám en lítil aðstaða var til kennslu í leikfimi, handmennt og smíði. Sund var kennt við mjög frumstæð skilyrði. Skemmtanir voru sjaldan haldnar. Svokallaðir flakkarar vöktu gleði og kátínu þegar þeir birtust. Á þessum tíma var þeirra skeið að renna út vegna breytts tíðaranda.“
Viðmælendur voru Sigurður Gíslason á Hrauni og Guðlaugur Eyjólfsson frá Höfnum.
„Bæði Hafnir og Grindavík eru sjávarþorp frá gamalli tíð. Afkoma fólks byggðist á fiskveiðum og landbúnaði. Algengt var að fjölskyldur hefðu eina til tvær kýr og nokkrar kindur til viðbótar. Að mestu var um að ræða sjálfsþurftarbúskap. Fólk lifði á því sem náttúran gaf. Vinnuaðferðir voru staðnaðar og höfðu nánast ekkert breyst í nokkrar aldir. En framfarir í landbúnaði komu fram í byrjun 20. aldar með tilkomu nýrrar tækni.
Börn á millistríðsárunum ólust upp við mjög ólík skilyrði miðað við í dag, í byrjun 21. aldar. Þeirra lífssýn var allt önnur en tíðkast hjá börnum í dag. Þau ólust upp í beinum tengslum við atvinnulífið. Fóru á unga aldri að fylgjast með hvað var um að vera bæði til lands og sjávar. Börn voru í náinni snertingu við náttúruna. Þeirra leiksvæði var náttúran sjálf, fjaran steinar, klettar og grjót. Þegar bátar komu að landi var fylgst með af áhuga og setið dreymandi um að einhvern tíma færu þau á sjóinn eins og pabbi og afi. Á þessum tíma var verkaskipting þannig að karlmenn fóru á sjóinn en konur voru heima að hugsa um barnauppeldi, sjá um heimilið og sinna þeim skepnum sem til staðar voru. Fyrir börnin var þetta einn ævintýraheimur þar sem alltaf var eitthvað um að vera til að fylgjast með. Áhugi var á að fylgjast með og læra þau vinnubrögð sem fyrir augu bar. Báðir viðmælendur mínir, þeir Guðlaugur og Sigurður, eru sammála um að sjórinn og það sem tengdist honum hafi verið þeirra heimur.
Samgöngur voru frumstæðar miðað við það sem er í dag. Ýmist var gengið, farið á hestum eða sjóleiðin valin. Þeir efnameiri áttu hesta en aðrir þurftu að ganga. Ekki var auðvelt að ganga á þessum árum. Það voru langar leiðir í verslun. Ekki voru til vegir heldur vegslóðar sem voru grýttir og egglaga steinar voru á vegi fólks sem fóru illa með fætur. Leiðin var löng í verslun og gat verið hættuleg að vetri til enda kom fyrir að menn urðu úti í slæmum veðrum. Þetta stuðlaði að því að ekki var farið að heiman nema brýna nauðsyn bar til.
Allt fram til loka 18. aldar fór kennsla fram á heimilum landsmanna. Kenndur var lestur, skrift og kristindómur. Yfirleitt voru það foreldrar barna sem sáu um kennsluna og eins og gefur að skilja var algjörlega undir þeim komið hvernig til tókst.
Í Grindavík hófst farkennsla hjá Jóni bónda í Krosshúsum árið 1883. Þar var kennt lestur, skrift og reikningur. Aðal hvatamaður að stofnun skóla var séra Oddur V. Gíslason prestur á Stað. Hann var ekki ánægður með menntun barna í sinni sveit. Hann lagði það á sig að safna fé til skóalgjalds með því að bændur legðu sitt af mörkum auk þess sótti hann styrk út Torkellisjóði. Kennsla hófst síðan á þremur stöðum í Grindavík árið 1888, það er á Stað í Staðarhverfi, Garðhúsum og Járngerðarstaðarhverfi og Hrauni í Þórkötlustaðahverfi.
Kennt var eina viku í senn á hverjum stað. Ráðinn var til kennslunnar maður að nafni Pétur Guðmundsson sem hafði kennt áður í barnaskólanum í Garði. Kenndi hann í tvo vetur. Fyrsta skólahúsnæðið í eigu Grindavíkur var hús byggt úr steini í Járngerðarstaðahverfi. Það var vígt 6. janúar 1913. Árið 1929 var skólasókn færð niður í sjö ára aldur. Þá voru nemendur 19 í eldri deild (12 og 13 ára) og 22 í ynrgi deild (10 og 11 ára) og 27 í ungbarnadeildinni (7 til 9 ára). Þá var bætt við einum kennara. Auk þess var nauðsynlegt að kenna í Þórkötlustaðahverfi. Það þótti ekki stætt á því að láta ung börn ganga á milli hverfa. Á tímabili var kennt á þremur stöðum. Í Þórkötlustaðahverfi þar sem skólastofan var í kjallarakompu (á Hrauni), í Járngerðarstaðahverfi í gamla skólanum og í Kvenfélagshúsinu, einnig í Járngerðarstaðahverfi.
Sigurður, heimildarmaður minn, hóf nám í Garðhúsm árið 1930, þá 7 ára gamall. Þá var búið að setja lög að sveitarfélögum væri heimilt að láta börn hefja nám 7 ára gömul. Meðal barnanna var skólinn kallaður Rollingaskóli. Eftir þrjá fyrstu veturna fór hann síðan út í hverfi og hóf nám 10 ára gamall í fyrsta skóla Grindavíkur sem var byggður árið 1912 úr steini. Fyrir þann tíma fékk hann kennslu heima hjá móður sinni.
Eftir að Sigurður var fermdur bauðst kennsla í kvöldskóla en hann var ekki tilbúinn að þiggja hana. Hann fór að vinna við sjómennsku, fékk réttindi sem vélstjóri og stýrimaður.
Sigurður lærði að synda í gjá sem er nálægt Reykjanesvita. Hún er nálægt sjó og er volg. Búið var að byggja yfir hana. Búningsklefar voru ekki til staðar þannig að strákar og stelpur skiptu um föt sitt hvou megin við vegg. Sundkennarinn var með aðstöðu inni í litlu húsi sem stóð við gjána.“
Heimild:
-Jón S. Guðlaugsson – Skólasaga ú sjávarplássi – KHÍ, B.Ed – 2007.
Sundlaugin á Reykjanesi.
Hvaleyrarvatn – nykur III
Svo hefur Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni:
Hvaleyrarsel.
“Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið. Þau hjón Jón og Þórunn héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar selstúlku og smala. Annaðist selsstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni, auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selsstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn. Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því.
Hvaleyrarsel.
Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selsstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri. Var brugðið við skjótt og lík selsstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Upp frá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. Þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918.”
Hvaleyrarsel – nykur
“Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið.
Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.
Þau hjón Jón og Þórunn héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar selstúlku og smala. Annaðist selsstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni, auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selsstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn.
Hvaleyrarvatn.
Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selsstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri.
Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.
Var brugðið við skjótt og lík selsstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Upp frá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. Þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918.”
Á tófta Hvaleyrarsels má við Hvaleyrarvatn sjá tóftir selstöðu frá Ási skammt norðar og selstöðu frá Jófríðarstöðum sunnan í Húshöfða. Þar hjá má einnig sjá tóftir af beitarhúsi frá sama bæ auk fleiri mannvistarminja.
Svo hefur Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni.
Hvaleyrarvatn.
Alfaraleiðin – til vesturs
Alfaraleiðin er gamla þjóðleiðin milli Innnesja og Útnesja frá Hafnarfirði. Hún er vel mörkuð í landið og því tiltölulega auðvelt að fylgja henni þar sem hún liggur framhjá Þorbjarnastöðum í Hraunum (fór í eyði um 1930), sunnan Reykjanesbrautar, og áfram vestur úr. Í rauninni er hægt að fylgja gömlu leiðinni frá Hvaleyri og áleiðis að Hvassahrauni þar sem hún kemur niður að Reykjanesbrautinni ofan við hin nýju mislægu gatnamót, sem þar eru.
Þorbjarnarstaðir – stekkurinn (réttin).
Fyrsta varðan á leiðinni er nú inni á miðjum golfvellinum á Hvaleyri. Önnur varða, eða vörðubrot, er skammt sunnar. Þriðja varðan er sunnan Reykjanesbrautar. Síðan tekur við svæði Kapelluhrauns þar sem búið er að fjarlægja yfirborðslagið og þar með götuna. Gatan kemur síðan aftur í ljós við kapelluna á u.þ.b. 10 metra kafla og loks þar sem hún kemur niður Brunann ofan við tjarnirnar við Gerði. Efst á Brunanum við götuna er varða. Þá liðast hún með tjörnunum að austan- og síðan sunnanverðu í áttina að Miðmundarhæð. Hún er augsýnileg þar sem Miðmundarvarða stendur uppi á hæðinni. Gengið er framhjá túngörðum Þorbjarnastaða.
Gránuskúti – fjárskjól ofan Þorbjarnarstaða.
Að þessu sinni var tækifærið notað og kíkt á tóftirnar sem og Gránuskúta. Þvottastæðið er neðan við Þvottastíginn þar sem er hlaðinn bakki út í tjörnina sunnanverða. Vel má sjá hleðlsur gamla brunnsins í tjörninni. Ofan við götuna er Þorbjarnarstaðaréttin undir breiðum klapparhól. Hún er ekki ósvipuð Óttarstaðaréttinni, með tvo dilka, lambakró og fallega hlöðnum veggjum.
Alfaraleiðin liggur áfram framhjá Miðmundarholti (-hól), yfir Straumsselsstíg. Gatan er vörðuð meira og minna, ýmist með heilum vörðum eða endurupphlöðum.
Alfaraleiðin.
Þá var komið að Gvendarbrunni, litið á fjárskjólið nálægt honum og síðan haldið áfram suður götuna. Brunnurinn er hola í miðjum grasbala á lítilli klapparhæð við götuna. Sagan segir að Guðmundur góði Hólabiskup hafi blessað hann á sínum tíma. Þegar litið var í brunninn var ekki frá því að Gvendur sæist í honum ef vel var að gáð. Að minnsta kosti virtist hann alltaf gæjast fram þegar kíkt var ofan í brunninn.
Alfraleiðin – varða.
Annars eru Gvendarbrunnarnir a.m.k. fjórir á Reykjanesi, þ.e. þessi við Alfaraleiðina, Gvendarbrunnur í Vogum, Gvendarbrunnar í Heiðmörk og Gvendarhola í Arnarneshæð. Það er líkt með Gvendarbrunnum og Grettistökum að Gvendur og Grettir hafa að öllum líkindum aldrei litið hvorutveggja augum. En það er nú önnur saga. Sá átrúnaður fylgdi svonefndum Gvendarbrunnum (sem talið var að Guðmundur biskup hinn góði hefði blessað) að vatnið í þeim læknaði mein. Þannig var t.d. talið gott að bera það á augu eða á sár svo þau myndu gróa. Nokkrar heilar og fallega hlaðnar vörður eru á þessum kafla leiðarinnar. Skammt vestan Gvendarbrunns má sjá leifar af tveimur stórum vörðum, sem verið hafa beggja vegna götunnar.
Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).
Þegar komið er framhjá Óttarstaðaborginni (Kristrúnarborginni) liggur Óttarstaðaselsstíg (Skógargötuna) yfir hana. Smalaskálahæðir eru á hægri hönd. Skammt vestar liggur Lónakostsselsstígur yfir götuna og upp í hæðir. Varðan ofan við selið sést vel. Nú verður gatan óljósari, en ef farið er hægt og rólega og tekin mið af kennileitum og vörðubrotum má sjá hvar gatan hallar til vesturs og líður svo í bugðum áleiðis að Hvassahrauni. Skammt sunnan Reykjanesbrautar, áður en komið er á móts við Hvassahraun, hverfur hún svo til alveg, en Reykjanesbrautin hefur verið lögð yfir götuna á þessum kafla.
Alfaraleiðin er skemmtileg gönguleið um fallegt hraun. Á leiðinni ber margt fyrir augu, sem áhugavert er að staldra við og skoða nánar.
Að ganga þennan kafla leiðarinnar tekur u.þ.b. 2 klst.
Gvendarbrunnur.