Helga Jónsson skrifar um „Gróðrasögu hraunanna“ í Skírnir árið 19906:
„Gróðurinn á sína sögu, og gróðursaga hinna ýmsu landa og hafa er með ýmsum hætti, og mjög svo komin undir lífsskilyrðum þeim, sem fyrir hendi eru. Gróðrarsagan segir frá »landnámi« plantnanna og skýrir oss frá, hverjar tegundir ber fyrst að hinum beru landflákum, hvernig þær þróast og greiða götu þeirra tegunda, er síðar koma. Hún er í fám orðum: þróunarsaga hinna fjölbreyttu plöntufélaga, er byggja jörðina nú á dögum. Eitt af þessum atriðum er gróðrarsaga hraunanna, er nú má kalla nægilega kunna í öllum aðalatriðum. Hraunin verða til á þann hátt, að glóandi hraunstraumur rennur úr gígnum og yfir yfir landið umhverfis. Þá kólnar hraunið og storknar, og er lögunin á yfirborði hraunsins mest undir því komin, hvernig og hve fljótt það storknar. Eftir lögun yfirborðsins greina menn á Íslandi milli tvenns konar hrauna, er nefnd eru apalhraun og helluhraun. Apalhraunin líta út sem óskipulegar urðaröldur, en helluhraunin eru miklu sléttari og í þeim eru víða á allstórum spildum sléttar klappir eins og nafnið bendir á, en á milli óskipulegar dældir og geilar. Eru helluhraunin miklu gróðursælli en apalhraunin, meðfram af þeirri ástæðu, að vatnið á örðugra með að síga gegn um þau.
Nýrunnið hraun er með öllu eyðimörk og enginn gróður byrjar fyr en yfirborðið er storknað og kalt. Er hraunið þá mjög svo óvistlegur bústaður fyrir plöntur, því að þar er alls enginn jarðvegur. Háplöntum er því með öllu ómögulegt að nema þar land að svo stöddu. En bót er það í máli, þótt hraunið sé jarðvegslaust, að yfirborð steinanna er hrufótt. Er það alsett skörpum broddum, en á milli þeirra eru smáholur og skorur. Stormarnir á Íslandi þyrla venjulega upp ryki, staðnæmist það miklu fremur í hinu hrufótta yfirborði hraunklettanna en á sléttum blágrýtisklettum. Um síðir kemur og jarðvegur í hraunin; verður það með ýmsu móti, en tíðast er, að plöntugróðurinn sjálfur gerir jarðveginn og lágplönturnar greiða götu háplantnanna. Skal nú farið um það nokkrum orðum.
Fyrstu landnemar hraunanna verða að vera þannig gerðir, að þeir geti lifað á beru berginu, af því að enginn jarðvegur er þar fyrir. Ýmsar lágplöntur eru þannig gerðar, svo sem þörungar (algæ), fléttur eða skófir (lichenes) og sumar mosategundir. Þörungar eru þó fremur sjaldgæfir í hraunum og látum vér því nægja að nefna þá. Fléttur og mosar eru alstaðar í klettum, en venjulegast eru flétturnar þó frumbyggjar þar.
Ýmsar fléttutegundir eru alkunnar alþýðu á Íslandi, svo sem litunarmosi, geitaskóf, fjallagrös, hreindýramosi, tröllagrös o.s.frv. Fjallagrösin og hreindýramosinn vaxa þó ekki á klettum, en eru algeng í mosaþembum, einkum til fjalla. Litunarmosinn og geitaskófir eru algengar á steinum, en teljast þó ekki til frumbyggja hraunanna.

Fléttur þær, er fyrstar nema land í hraunum, eru að nokkru leyti svipaðar litunarmosa og er því líkast sem hvítar, gráar, gular, svartar eða grænleitar skorpur séu á klettunum á víð og dreif. Flétturnar (skófirnar) teljast til sveppanna, en eru þeim þó frábrugðnar að því leyti, að þær geta sjálfar unnið fæðu sína úr kolsýru loftsins. Þó er léttusveppurinn að því leyti líkur öðrum sveppum, að hann er ekki grænn, og getur því ekki, fremur en þeir, af sjálfsdáðum fætt sig af kolsýru loftsins. Til þess þarf hann hjálpar við og hana fær hann hjá örsmáum grænleitum þörungum, er hann þéttar sig utan um og innilykur þannig í sínum eigin líkama. Svo má að orði kveða, að fléttusveppurinn hafi þörungana í æfilöngu haldi eða þrælkun og hann lifir af þeirri fæðu er þær vinna úr kolsýru loftsins. Sjálfur þörungslíkaminn fær enga meinsemd af þrælkuninni, en þó geta þörungarnir ekki æxlast meðan þeir eru í haldinu. Þess konar viðbúð, sem hér ræðir um, köllum vér því þrælkun. Líkami fléttnanna er því samsettur af tveim tegundum, sem meira að segja teljast til mjög svo ólíkra plöntuflokka, það er að segja svepp og þörungi. Ef fléttusvepparnir hefðu ekki hina grænu þræla til að vinna fyrir sér, mundu klettar þeir, er þaktir eru hinum marglita fléttugróðri, vera svo að segja gróðurlausir, því að svepparnir gætu ekki búið þar hjálparlaust. Líkami flétta þeirra, er algengastar eru á steinum, er, eins og drepið hefir verið á, líkastur þunnri skorpu eða skóf á klettinum. Er sú líkamslögun hin hagkvæmasta fyrir plöntur á skjóllausum klettum.

Fyrir því er auðsætt, að fléttur eru mætavel til þess fallnar, að nema land í hraunum. En hvernig flytjast þær inn í hraunið? Um bert og nýstorknað hraun er auðvitað engin umferð, og svo mætti að orði kveða, að þar kæmi aðeins fuglinn fljúgandi; þó er mjög svo ólíklegt, að fuglar flytji frumbyggjana inn í hraunið, en það er eflaust vindurinn. Stormarnir þyrla upp jarðryki, sópa fræi og grói af plöntum, er vaxa umhverfls hraunið, og þeyta öllu saman yfir hraunflákana. Sérstaklega ber þess að gæta, að gró lágplantnanna eru svo lítil og létt, að ekki þarf hvassan vind til að feykja þeim í hraunið. Gró þeirra plantna, er geta búið á bergi, dafna og verða að fullorðnum plöntum, en gró eða fræ þeirra plantna, er þurfa jarðveg, deyja auðvitað á klettinum. Af þeim plöntum, sem vindurinn flytur í nýstorknað hraun, dafna því aðeins fléttur, mosar og ölgur, en allar háplöntur deyja, því að hraunið er jarðvegslaust. Þá höfum vér að nokkru lýst fléttunum, hversu þær eru fallnar til landnáms, og getið um, hvernig þær flytjast í hraunið; og skal nú drepið á gróðrarsöguna.
1. gróðrarstig. Fléttur og mosar á við og dreif. Á fyrsta gróðrarstiginu er hraunið tilsýndar. eins og það væri alveg nakið, en þegar komið er í sjálft hraunið, verðum vér þess fljótt varir, að marglitar smáskorpur eru á stangli hingað og þangað um nibburnar. Skorpur þessar eru fyrstu landnemarnir og teljast allar til fléttnanna. Auk þeirra vaxa þar og órfáar mosategundir, en þær finnast að eins í örsmáum holum á fleti hraunsteinanna. Meðal hinna fyrstu mosategunda er grámosinn, er síðar nær mjög mikilli útbreiðslu í hraununum; en á þessu stigi er að eins að sjá einstaka smátór milli hraunbáranna. Niðri í hraungjótunum finnast og nokkrar mosategundir, og teljast til skuggamosa, það er að segja mosategunda, sem ekki þrífast í skarpri birtu.
2. gróðrarstig. Mosapembur. Eftir því sem árin líða verða flétturnar tíðari og tíðari og þekja hraunnibburnar að meira eða minna leyti, og mosatórnar, er voru örlitlar í upphafi, og að eins milli hraunbáranna, breiðast út meir og meir og verða smáþúfur víðs vegar á klettunum; víða renna þær saman og þekja þá allstórar spildur. Að grámosanum kveður langmest allra mosa í hramnum og er hans fyr getið. Er hann einn meðal hinna allra algengustu mosa á íslandi og vex því nær alstaðar á steinum, í móum og jafnvel þýfðum mýrum. Mjög fljótt kemur það í ljós í hraununum, að grámosinn breiðist út miklu fljótara en aðrar mosategundir. Fyrst koma upp örsmáar tór milli hraunbáranna, eins og getið var, en því næst vaxa tórnar og verða að mosaþúfum, er breiðast út í allar áttir. Að síðustu renna þúfurnar saman, og verður þá samloðandi mosaþak yfir stór svæði. Það köllum vér mosaþembur.
Það er auðvitað fólgið í skapnaðarlagi grámosans, hve vel hann þrifst á þurrum klettum. Allflestir munu hafa tekið eftir því, að mosaþemburnar eru grænleitar í rigningatíð, en gráleitar þegar þurviðri ganga. Orsökin til litbrigðanna er sú, að loft kemst inn í plöntuna, er vatnið gufar upp. Hið innilukta loft hylur grænkornin og veldur þannig gráa litnum, en um leið er það einnig vörn fyrir mosann gegn of miklum þurki. En er votviðri ganga, sýgur mosinn í sig svo mikið vatn, að loftið hverfur, og er hann því grænleitur á að sjá. Þar við bætist og, að grámosanum (og mörgum öðrum mosategundum) er þannig háttað, að hann getur unnið fæðu sína úr kolsýru loftsins við lægra hitastig en háplönturnar. Fyrir því er auðsætt, að grámosinn er allra plantna bezt fallinn til að gera jarðveg í hraunum. Við aldurinn verður sú breyting á mosaþembunni, að neðsta mosalagið deyr smámsaman og fer að rotna, það er að segja: að breytast í jarðveg. Í þessum mosajarðvegi er ávalt nokkur raki, jafnvel þó langvinnir þurkar hafi gengið, því að efsta mosalagið, eða hin lifandi mosaþemba, ver hann gegn þurki. Þannig er mosaþemban farin að breytast í jarðveg. Mosinn á erfiðara uppdráttar eftir því sem jarðvegurinn eykst, og stenzt að lokunum ekki samkepnina við háplönturnar, er koma hópunum saman til að taka sér bústað í hinum nýja jarðvegi. Svo mætti að orði komast, að grámosinn gerir jarðveg í hraununum og útrýmir sjálfum sér um leið. Stór svæði í hinum gömlu hraunum hafa ennþá ekki náð lengra en á þetta stig.
3. gróðrarstig. Lyngheiði. Þegar er neðsta mosalagið fer að rotna og jarðvegur sezt í hraunið, fer það að verða byggilegt fyrir háplönturnar, enda fara þær þá að flytjast þangað. En áður en farið er frekara út í það efni, skal örlítið drepið á, hvernig háplönturnar komast í hraunið. Vér gátum þese áður, að það væri eflaust vindurinn, sem flytti lágplöntur í hraunið, og hiklaust má fullyrða, að vindurinn vinni einna mest að flutningi háplantnanna; en þó munu margar þeirra berast í hraunið með dýrum, og þar eru fuglarnir eflaust fremstir í flokki. Þess ber nefnilega að gæta, að þegar er mosaþemban er komin, er hraunið fært yfirferðar ýmsum dýrum, er á margan hátt geta flutt fræ háplantnanna með sér. Þess ber og að gæta, að hraunið gengur miklu meira í augu fuglanna eftir að mosagróðurinn er kominn, því þá hyggja þeir að þar sé björg að finna. Fuglar bera ýms fræ með sér og það einkum í maganum, en mörg fræ hafa fræskurn svo sterka, að ekki sakar að fara, um meltingarfæri dýranna. Sum fræ spíra jafnvel fljótar eftir slíkt ferðalag en ef þau hefðu setið kyr heima. Til dæmis má nefna að hrafnarnir éta krækiberin og flytja þannig fræin oft langar leiðir. Þótt hinn nýi jarðvegur sé rakur, er ekki svo að skilja, að þar sé lífvænt öðrum háplöntum en þeim, er eigi eru sérlega sólgnar i vatn, eða þeim, er hafa slíkan skapnað blaða, að þær geta temprað uppgufan vatnsins úr plöntulíkamanum. Meðal hinna fyrstu plantna, er koma í hinn nýja mosajarðveg hraunsins, eru því t. a. m. krækiberjalyng, móasef, axhæra, blásveifgras, sauðvingull, lógresi, bugðupuntur, geldingalauf, heiðastör o.fl. o.fl. Í fyrstu eru innflytjendur þessir fáir og dreifðir víðs vegar um mosaþembuna, einn og einn á stangli; en með tímanum fjölga einstaklingarnir og fleiri plöntutegundir setjast að. Brátt skipa plönturnar sér og í félög eftir þeim kröfum, sem þær gera til lífsins, og félög þessi taka þau svæði í hrauninu, er þeim henta bezt. Þannig eru t a. m. allstórar spildur þaktar venjulegum lynggróðri, er samsettur er af krækilyngi, bláberja- og aðalbláberjalyngi, sortulyngi, beitilyngi, fjallhrapa, grávíði o. þ. h., en á öðrum stöðum finnum vér grasgróður og vaxa þar hinar algengustu grastegundir, er jarðvegurinn þar og nokkru rakari en í lyngheiðinni. Þessi grastegundafélög eru vísir til grasgróðurs þess, er síðar skal getið. Sumstaðar má og sjá vísi til jurtastóðs.
4. gróðrarstig. A. Kjarrskógur. Smám saman fara að koma í ljós birkiplöntur hingað og þangað í lyngheiðinni, og eftir því sem árin líða og jarðvegurinn eykst, dafnar birkið betur og betur og verður að lokum kjarrskógur. Sé birkið ekki skemt með fjárbeit eða skógarhöggi, má óhætt fullyrða, að víða kemur fram reglulegur skógur samsettur af trjám með beinum, óklofnum stofni. Innan um birkið vex reynir, grávíðir og gulvíðir, og eru þá tegundir þessar venjulega svipaðar birkinu að þroska. Hafa hraun þessi eflaust verið skógi vaxin í landnámstíð, þó þess sé ekki beinlínis getið í sögunum, að því er mér er kunnugt. Skóginn ber að skoða sem endatakmark að því er snertir gróðrarþróun á stórum svæðum í hraununum, því að öðrum plöntufélögum veitir mjög svo örðugt samkepni við skóginn. Rætur trjáa og runna liggja svo djúpt í jörðu, að aðrar plöntur geta öldungis ekki kept við skóginn að því er næringarefni jarðvegsins snertir, og eigi skaðar það skóginn hið minsta, þótt skógarjarðvegurinn sé alvaxinn lyngi eða grasi, því að þessar plöntur taka næringarefni úr hinum efstu lögum iarðvegarins. Annað mál er það, að þéttur undirgróður í skógi getur verið skaðlegur fyrir kímplöntur bjarkarinnar og fyrir ungt birki yfirleitt. Þá gnæfir skógurinn og hátt yfir önnur plöntufélög og er því miklu betur settur að því er sólarbirtu snertir, en án sólarljóssins geta grænar plöntur ekki lifað. Það er því augljóst að skógurinn er einvaldur um langan aldur þar, sem hann einu sinni er kominn, ef loftslag breytist ekki honum til skaða og ef engin óhöpp vilja til. En óhöpp teljum vér, skoðað frá sjónarmiði skógarins, skógarhögg, beit og yfirleitt allar árásir, er skógurinn verður fyrir af óðrum eða öðru en keppinautunum.
B. Jurtastóð, graslendi. Þar sem nægilegt vatn er og hagkvæmt skjól kemur sérstakur gróður, er vér köllum jurtastóð; í því plöntufélagi eru blómjurtir (þ. e. jurtir með stórum litfögrum blómum) og burknar yfirgnæfandi, en auk þeirra vaxa þar ýmsar grastegundir. Á endanum mun oftast svo fara, að blómjurtunum fækkar meir og meir, en grastegundum fjölgar að því skapi, og að lokunum breytist jurtastóðið í graslendi. Meðan jurtastóðið er upp á sitt hið bezta, eru blómjurtirnar venjulega mjög þroskamiklar, en eftir því sem grösin ná meiri og meiri yfirráðum, verða þær þroskaminni. Baráttan milli grastegundanna og blómjurtanna getur verið langvinn, en óefað má fullyrða, að grastegundirnar sigra að lokum, enda standa grastegundir betur að vígi en margar aðrar jurtir, sökum hinnar kynlausu æxlunar.
Graslendið er fremur sjaldgæft í hraunum, og það er oss einkum kunnugt frá helluhraununum t. a. m. Búðahrauni, Kapelluhrauni og Afstapahrauni. Til þess að grasgróður geti þrifist er nauðsynlegt að regnvatnið hripi ekki niður úr hrauninu, og er því ofur eðlilegt, að helluhraun hafi helzt graslendi. Í Búðahrauni var grasgróðurinn yfirleitt samsettur af þessum fjórum tegundum: snarrótarpunti, túnvingli, hálíngresi og bugðupunti, en auk þeirra voru ýmsar aðrar tegundir strjálar hingað og þangað í graslendinu. Auðvitað hittum vér og graslendi í apalhraunum, en þó ekki fyr en þau eru alþakin jarðvegi.
Þetta voru aðalatriðin í gróðrarsögu hraunanna, en þó á ekki hvert hraun þessa gróðrarsögu, því að hraun til fjalla komast ekki lengra en á annað gróðrarstigið, það er með öðrum orðum: mosaþemban heldur áfram að ríkja yfir fjallhraunum, meðan loftslag ekki breytist. Það sem vér höfum sagt um gróðrarþróun hraunanna á því sérstaklega við hraunin á láglendinu, en þó skal þess getið, að hraun á yztu annesjum komast ekki lengra en á þriðja gróðrarstigið, það er að segja, þau verða ekki skógivaxin.
Þá verður og fyrir oss sú spurning: hve langan tíma þarf hraunið til að verða skógi vaxið? Þeirri spurningu getum vér ekki svarað að svo komnu, en þó er það kunnugt, að hraun á láglendi verða fyr þakin gróðri en hraun til fjalla, og orsakast það mest af því, að heitara er á láglendi en í fjöllum. Það er augljóst, að það er ekki komið undir aldri hraunsins, hve fljótt það grær upp, heldur undir þeim lífsskilyrðum, sem fyrir hendi eru. Það eitt getum vér þó sagt, að hraunin þurfa margar, margar aldir til að gróa upp.
Vér gátum þess þegar í byrjun, að jarðvegurinn kæmi með ýmsu móti í hraunin, en tíðast væri að plöntugróðurinn hefði mest að segja í því efni. Nú höfum vér skýrt frá, hvernig plönturnar gera jarðveginn og vér gátum þess og, að þær þyrftu margar aldir til þess starfa, en stundum getur jarðvegur komið í hraunin á tiltölulega stuttum tíma; á það sér einkum stað þar sem sandfok er eða öskufok. Vindurinn feykir sandi, jarðryki og ösku í hraunið, smám saman fara glufur, gjótur og hraunbollar að fyllast og að lokunum hverfa jafnvel hæstu hraunstrýturnar í sandinn. Þá fara plöntur smámsaman að taka sér bústað í sandinum, og víða grær hann upp að lokum. Á þann hátt geta meðal annars komið upp rýrar graslendur eða lynggróður. Sandfyltu hraunin eiga í aðalatriðunum sömu gróðrarsögu og venjuleg sandjörð og skal því ekki farið frekara út í hana hér. Sandfylt hraun má finna á Reykjanesskaganum.“
Heimild:
-Skírnir, 80. árg. 1906, bls. 150-160.

Mosi undir Lönguhlíðahorni.
Búri – í júní
Annars ósnertur mosinn umhverfis geymdi spor þriggja manna – engin spor lágu til baka.
Bakpokar voru geymdir upploftis, hundar bundnir og allt skilið eftir, sem ekki var beinlínis þörf fyrir. Mittismál allra þátttakaenda uppfylltu ströng skilyrði áframhaldsins.
Búraopið er slíkt að skilyrða þarf að gæta; fætur niður, hægri handleggurinn niður og sá vinstri upp, snúningur og niðurdráttur. Með því lagi einu er hægt að komast niður í ískjallarann; fordyri Búra. Þar neðan við var sett upp stika með glitmerki Sparisjóðs Reykjavíkur. Sérstakur styrkur af hans hálfu var afþakkaður vegna áhugaleysis um að koma nýjungum á framfæri við viðskiptavini sína, þ.e. pappírslaus greiðsluseðlaviðskipti í gegnum rafnrænan heimabanka samviskusamlegra viðskiptavina hans. Þörf áminning í myrkrinu.
Haldið til vinstri og niður á við. Í bakaleiðinni gleymist þessi sýn gjarnan – því þá þarf að fara til hægri og upp á við. Allt slíkt er mikilvægt að leggja á minnið þegar gengið er um hellarásir. Búrarásin er tiltölulega auðveld, enda ekki um aðrar leiðir að velja, en rétt að nýta tækifærið til að þjálfa nauðvirkileg neðanjarðarskilningarvitin.
Hér í frá, líkt og áður, þarf að gæta vel að því hvar stigið er niður. Ennisljósin eru nauðsynleg í Búra sem og handlukt að auki.
Ferðin inn eftir þessari tæplega kílómetralangri hraunrás hafði tekið u.þ.b. 30 mínútur. Ferðin til baka tók svipaðan tíma, með staldri við áhugaverðar hraunmyndanir, þökk sé fyrrum vegstikunum.
Sá, sem ætlar að ferðast um Búra, ætti að gefa sér a.m.k. 3 klst til þeirrar ferðar. Bæði þarf að fara mjög varlega í hrunum, sem varða 3/4 rásarinnar, og þá er að mörgu að hyggja á leiðinni. Góður ljósabúnaður er því og nauðsynlegur.
Þegar komið var upp úr rásinni barst söngur lóunnar á móti þátttakendum, heitkennt sumarloftið og vindurinn hafði þegar lagst til hvílu þetta kvöldið. FRÁBÆRT.
Ferðin tók 3 klst og 3 mín.
Búri.
Herdísarvíkur-Surtla
Haustið 1952 gripu yfirvöld til örþrifaráða. Lagt var fé til höfuðs Surtlu. Hver sem næði skepnunni, dauðri eða lifandi fengi 2000 krónur í verðlaun. Eftir langan eltingaleik tveggja leitarhópa laugardaginn 30. ágúst féll Surtla fyrir byssuskoti, en þá hafði hún stokkið niður klettahamar sem var ófær öllum venjulegum skepnum. Surtla var felld í þriðja skoti og var í þremur reifum. Höfði hennar var skilað inn á skrifstofu sauðfjárveikivarna og vígalauna krafist.
Ekki ríkti almenn ánægja með fall Surtlu því mörgum fannst að kindin ætti skilið að fá að lifa lengur, vegna þrautseigju hennar og harðskeytni, auk þess sem greinilegt var að hún þjáðist ekki af mæðiveiki. Fjölmargir skrifuðu greinar í blöð þar sem Surtlu var minnst auk þess sem vísur og ljóð voru ort um hana og endalok ævi hennar, en í þeim flestum fengu vígamennirnir bágt fyrir verkið. Það er greinilegt að kindin hefur orðið mörgum táknmynd frelsis og áræðni hennar vakti þjóðarathygli. Höfuð Surtlu er í dag í eigu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og hangir uppi á Rannsóknarstöðinni að Keldum.
Mynd af Surtu greypt í Herdísarvíkurfjall.
Brennisteinsfjallahellar
Ætlunin var að ganga upp Fagradal og inn í Brennisteinsfjöll. Tilgangurinn var að skoða bæði Kistuhella og Kistufellshella, og jafnvel Eldborgarhella. Í Kistuhrauni eru þekktir á þriðja tug hella eins og KIS-24 (yfir 1000m langur), Snjólfur fullan af dropsteinum, KIS-21, KIS-07, KIS-09, KST-07, KST-06 og hellirinn KIS-09 er sérlega áhugaverður hellir og þar er margt að skoða. Í Kistufelli eru rúmur tugur hella og það stórir, líkt og KST-05 (Loftgeimur), KST-06 (Kistufellsgeimur), KST-07 (Jökulgeimur) og KST-08 (Ískjallarann). Í Eldborgarhrauni er vitað um á annan tug hella, margir af þeim smáir, en þó einnig stórir s.s. FERLIR(enn ókannaður að hluta) og Lýðveldishellir.
Svæðið á Brennisteinsfjöllum (Kistufell, Kista og Eldborg) er ótrúlegur undraheimur … ósnertir litskrúðugir hellar og einstök náttúrufyrirbæri … og því nauðsynlegt að standa vörð um þessa einstöku veröld.
Upp úr Hvammadal var fylgt gömlum stíg upp hraunfoss, sem kemur þar niður hlíðina að sunnanverðu. Þennan stíg var m.a. farið á milli Kaldársels og Krýsuvíkur, en í seinni tíð einkum af rjúpnaveiðimönnum og göngufólki. Þegar upp á brúnina var komið var beygt til vinstri því ætlunin var að fylgja stíg austur með brúninni yfir á slétta hraunshellu Kistuhrauns, sem liggur þar milli Kistufellshraunsins í austri og Eldborgarhraunsins í vestri. Undir hinu síðarnefnda og vestar sjást fleiri Eldborgarhraun.
Á leið upp á brúnina kom í ljós stórt gat niður í u.þ.b. 30 m rás. Neðri hlutinn endar þar sem koma saman gólf og loft. Hafri er í gólfi. Efri hlutinn endar í hruni, en annað minna op er ofar. Eflaust væri hægt að fara lengra inn og áfram undir hraunið með viðeigandi búnaði. Rásin var nefnd Hvammabrúnshellir.
Eftir að gengið hafi verið fyrir gróft apalhraunið ofan brúnarinnar var komið inn á slétt og bert helluhraunið. Að spölkorn genginni var komið var upp á brúnina. Þaðan blasti við hið fallegasta útsýni; Kistufell lengst til vinstri (602 m.y.s), Kistugígarnir í miðið og Eldborg (570 m.y.s.) (Eldborgir) lengst til hægri. Auðvelt var að sjá hvernig landið lá framundan. Handyrtur þátttakandi festi útsýnið á blað, enda ekki hægt að taka mynd af því á eitt myndskeið. Við þessa mikilfenglegu sýn hallaði einn leiðangursmanna sér að öðrum og sagði: „Veistu hvenær þú ert kominn á leiðarenda?'“ „Við dauðann“, svaraði hinn að bragði. „Nei“, ekki alveg, dauðinn er einungis lokaáfanginn. Þú ert loksins kominn á leiðarenda þegar þú getur snert sjóndeildarhringinn. Sjáðu“, sagði hann, og teygði fram höndina mót fjallahringnum þar sem himinn og jörð runnu saman.
Ofan Fagradals.
Á leiðinni upp eftir komu í ljós nokkur falleg vatnsstæði í grónum bollum grunnra hraunrása. Í einni þeirra voru op inn í sæmilegar rásir. Tekin voru hnit, en rásirnar ekki skoðaðar að þessu sinni.
Þegar komið var undir brúnir Kistu var haldið upp eftir vestanverðum hlíðunum og staðnæmst við op Lýðveldishellis (KIS-30). Hellir þessi er skammt neðan (suðaustan) undir lítilli eldborg austan undir brúnum Háborgar (Eldborgar þeirrar er stendur hæst á brúnum Brennisteinsfjalla, en Eldborgin sjálf er skammt norðar, mjög umfangsmikil, en stendur lágt í hrauninu. Hæst ber norðurbrún hennar). Guðmundur Löve og Þröstur Jónsson fundu þennan helli árið 1994, þann 17. júní. Þeir voru þá á ferð þarna í mikilli þoku og rigningu þegar þeir svo til duttu niður um opið á þessum 200 metra helli. FERLIR leitaði hans á sínum tíma og uppgötvaði þá Þjóðhátíðarhelli Norðamanna (HVM-07), en þann dag bar einmitt upp á 17. maí. Hellisopin eru ekki langt frá hvoru öðru, en reyndar í sitt hvoru hrauninu.
Næst var tekið hús á Kistuhellunum nokkur austar. Kistuhraun er suðsuðvestan við Kistufell, nær miðja vegu milli Kistufells og Eldborgar í Brennisteinsfjöllum. Efst á brúnum er mikil hraunbunga sem nefnd hefur verið Kista. Eldstöðin samanstendur einkum af tveim stórum gígum. Gígarnir eru báðir sporöskjulaga og hvor um sig um 150 metrar á lengd. Kringum eldvörpin sem hafa verið virk samtímis hefur hlaðist upp mikil hraunbunga. Svo virðist sem hrauntjörn hafi verið í gígunum um tíma og þá haft afrennsli um hraunhella.
Hraunið leggst ofan á Kistufellshraun í norðri og Hvammahraun í suðri og því yngra en þau enda talið runnið nálægt árinu 1000 eða um það leyti sem íslenskir ráðamenn voru keyptir til þess af norsku hirðinni að taka upp kristna trú og má því með sanni kalla kristnitökuhraun. Hraunið er hér nefnt Kistuhraun í heild sinni en sumstaðar er sá hluti þess sem rann niður af Lönguhlíð ofan Breiðdals nefnt Breiðdalshraun.
Þá var haldið yfir að hraunróti norðaustan hellasvæðis Kistu. Á leiðinni var gengið fram á tvö op. Undir því fyrra var um 100m rás. Hafraður hraunflór var í botninum. Þegar gengið var upp eftir rásinni var hægt að komast upp um op þar. Skammt norðar var lítið gat niður í jörðina og grönn rás. Hún var ekki könnuð að þessu sinni. Hæðin, sem myndar undirstöðu Kistunnar er mun eldra, líklega frá sama tíma og Kistufellið. Gróið er í sauminn svo auðvelt var að fylgja honum upp í Kistuna. Kistan er, eins og fram hefur komið, tvö eldvörp, um 120m hvort. Út frá þeim liggja fallegar hrauntraðir, bæði til suðurs og norðurs.
Skammt norðvestan við hellasvæðið var myndarlegt vatnsból. Þegar komið var inn á slétt Eldborgarhraunið á nýjan leik með stefnu niður að Fagradalsbrún kom í ljós op. Inn undir þar var u.þ.b. 30m löng rás, alveg heil, sem opnaðist í hinn endann. Botninn er sléttur, hæðin um 2m og breiddin um 5 m. Henni var gefið nafnið Opið. Erfitt er að koma auga á það í annars sléttri hraunhellunni, en við það eru tveir steinar, annar ofan í hinum.
Ferðin niður að Fagradalsbrún gekk vel, sem og niðurgangan. Útsýni er fallegt ofan af brúninni yfir Breiðdal, Undirhlíðar, Háuhnúka, Móskarðshnúka og yfir nánast allt höfðuborgarsvæðið að handan.
Björn Hróarsson hafði fyrir skömmu farið á þær hellaslóðir, sem lýst hefur verið. Hann flaug þangað með þyrlu. Sú ferð tók hann 12 mín. Hann lenti þá við Lýðveldishellinn og varð þar eftir með öllum búnaði. Að því búnu heimsótti hann 18 hella og fann einn nýjan fullan af dropsteinum er hann nefndi Snjólf. Sá hellir fannst ekki í þessari FERLIRsferð.
Lokaorðin verða Björns og er óhætt að taka undir sérhvert orð með honum: „Svæðið þarna uppi á Brennisteinsfjöllum (Kistufell, Kista og Eldborg) er ótrúlegur undraheimur … og ósnertur … við þurfum að standa vörð um þessa einstöku veröld.“
Ferðin, sem tók 12 klst, var í einu orði einstök – enda gengið um einstakt svæði. Af því var gengið í 5 klst og 45 mín. Frábært veður.
Í Brennisteinsfjöllum.
Síðasta geislastoð Pikta – Jón Þór Jóhannsson
Jón Þór Jóhannsson skrifaði eftirfarandi hugleiðingu í Þjóðviljann árið 1990 undir fyrirsögninni „Síðasta geislastoð Pikta„:
Jón Þór Jóhannsson.
„Piktar voru keltnesk þjóð sem bjó norðan múrs Hadríans í Skotlandi og í eyjunum þar norður og vestur af. Þjóðin hét svo af völdum rómverskra sagnaritara. Er nafngiftin talin þýða „málaða fólkið“, en það er hvorki víst né hitt að þeir hafi málað sig í raun og veru, því rómverskir sagnaritarar gáfu þjóðum ýmis nöfn. Piktar gerðu stundum bandalag gegn Rómverjum við aðra keltneska þjóð, Skota, en svo nefndu Rómverjar íra.
Piktar gerðu sér á steinöld borgir og standa sumar þeirra enn og nefndu þær „broch“, þ.e. brök, líkar öldruðum súrheysturnum. Í þeim og umhverfis þær bjuggu þeir fram á 3.-4. öld e.Kr.
Piktar á Hjaltlandi komu þó fram með nýjung í byggingalist snemma á 2. öld, svonefnd hjólhýsi („wheel-houses“), svo nefnd vegna þess að þau voru hringlaga með geislastoðum („radial piers“). Þessi hús finnast líka á Suðureyjum frá svipuðum tíma, svo sem í Dun Mor Vaul. Þessi hjólhýsi hverfa aftur á Suðureyjum á tímanum 200-400 e. Kr., en eins og Lainghjónin orða það í nýtútkomnu riti sínu um Kelta á Bretlandseyjum. „Celtic Britain and Ireland“: „Í Hjaltlandi gætu hjólhýsi enn hafa verið í notkun þegar víkingar komu þangað.“
Lindesfarne – árás víkinganna á klaustursbúa.
Engin önnur þjóð í veröldinni gerði geislastoðir sem uppistöðu í hús sín. Þær eru piktísk uppfinning og liðu undir lok ásamt Piktunum sjálfum þegar víkingar komu til Hjaltlands rétt fyrir 800.
Í millitíðinni höfðu Rómverjar farið frá Bretlandseyjum, írar gerst kristnir og loks einnig Piktar.
Lindesfarne-klaustrið 1814.
Munklífi þróaðist og þeir menn sem íslenskar bækur kalla Papa bjuggu á úteyjum við rýran kost og hafði hver maður sinn kofa. Voru sumir kofarnir hringlaga og aðrir ferningslaga. Á öðrum stöðum voru rík klaustur með veglegum byggingum, svo sem á eynni Lindisfarne.

Keltnesk kristni var í blóma, en þá hrundi veröldin. Árið 793 réðust víkingar á Lindisferneklaustrið og lögðu það í rúst. Þessi kelfilegu tíðindi bárust um allt og náðu loks rétt á undan víkingunum sjálfum norður tii Hjaltlands, þar sem sátu klerkar af piktísku kyni í hjólhýsum sínum og hugleiddu. Nokkrir þeirra tóku til bragðs að setja klukkur sínar, bagla og guðsorðabækur í kúraka sína og sigldu til hafs. Það var um jólaleytið 793. Þeir ætluðu til Færeyja, en þar áttu þeir griðland. Gerði aftakaveður, hver lægðin gekk yfir af annarri og loks náðu þeir landi, en það var ekki Færeyjar. Þetta reyndist land sem ávallt hafði verið óbyggt, „semper deserta“, eins og þeir orðuðu það seinna við rithöfundinn Dicuilus. Það var nánar tiltekið í Grindavík á Íslandi 1. febrúar 794.
Þeir voru ekki alveg öruggir um sig í þessu ókunna landi, drógu því kúrakana á land og báru á sjálfum sér upp í landið, vestur fyrir Þorbjarnarfell, þar út í hraunið. Þar hlóðu Piktar sína síðustu geislastoð.“
Heimild:
-Þjóðviljinn, 171. tbl. 13.09.1990, Síðasta geislastoð Pikta – Jón Þór Jóhannsson, hugleiðing, bls. 5.
Heimildir:
Lloyd & Jennifer lang 1990: Celtic Britain and Ireland, The Myth of the Dark Ages, Irish Academy Press. Jón Jóhannesson 1956: Íslandssaga I, Ísafoldarprentsmiðja.
Nýfundið byrgi í Eldvörpum.
Ratleikur Hafnarfjarðar 2016
Varða á Markraka.
Norðaustast á honum er hornlandamarkavarða á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar.Þaðan liggur markalínan til norðurs um vörðu efst á Húsfelli.
Varða á Bleiksteinshálsi.
Að ofanverðu (austanverðu): úr Steinhúsi suður í Melrakkagil (sem sumir nefna Markrakagil).
Varða á Hádegishól.
Þann 30. ágúst 1913 seldi landssjóður Hafnarfjarðarkaupstað eign Garðakirkju á kaupstaðasvæðinu og nokkurn hluta af öðru landi hennar; bein lína úr Balaklöpp við vesturnda Skerseyrar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur (Engidal), um Hádegishól frá Hraunsholti. Sunnan undir hólnum var selstaða frá bænum.
Varða á Miðaftanshól.
Á hólnum er varða, núverandi landamerki Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Sunnan undir Miðaftanshól eru hleðslur undir fyrirhugaða járnbraut, sem unnar voru í atvinnubótavinnu og til stóð að leggja frá Hafnarfirði og yfir hraunið árið 1918. Brautin er svo til bein í gegnum hraunið, rétt áður en komið er yfir austurbrún þess.
Markhelluhóll.
Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: Landamerki milli Straums og Óttarstaða, byrja við sjó á Vatnaskersklöpp, yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra – Nónhól; frá Nónhól, í Gvendarbrunn;….
Steinhús.
Í eiginhandarbréfi séra Árna Helgasonar í Görðum til sýslumanns, dags. í Görðum 1848, segir m.a. um mörkin: „Á sydri hraunbrúnina hjá Nordurhellrum og so sudur eptir Smillubúdar hraunsjadri og I midjan Kjötshellir og so hraunid allt fram ad Steinhusinu, og so beint ur steinhusinu og upp sydri Kaldárbotna; þadan, og allt Helgafell, I Markraka, úr Markraka og í Daudadali úr Daudadölum og í Strandartorfu, úr Strandartorfu rettsýnis í Húsfell, so úr Husfelli og I Hnífhól úr Hnífhól og heim í Arnarbæli“.
Balavarða.
Úr vörðunni er sjónhending í vörðu aftan (suðvestan) við Hrafnistu. Björn Árnason, bæjarverkfræðingur, fékk verkamenn til að ganga á allar markavörðurnar utan og ofan Hafnarfjarðar árið 1960 og steypa á milli steinanna svo þær varðveittust betur. Þetta var fyrir tíma GPS-tækninnar.
Stórakrókshóll.
Hóllinn var landamerki milli Setbergs og Urriðakots. Um krókinn lá Stórakróksstígur [-gata]. Um hann fór Urriðakotsfólkið um Hafnarfjarðarhraun að Garðakirkju.
Varða á Hádegisholti.
Landamerki þau byrja við sjó í svonefndum Markakletti, austanvert við Hraunsnes, úr honum í Skógarhól, úr Skógarhól í Stóra – Grænhól, úr Stóra – Grænhól í Hólbrunnsvörðu; úr Hólbrunnsvörðu í Skorásvörðu; úr Skorásvörðu í mið – Krossstapa, sem er hornmark á Lónakotslandi.
Steinninn er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs.
Markasteinn.
Í Markasteini átti að búa huldufólk.
Sílingarhella.
Dyngjuhóll (Hádegishóll).
Hún er á vesturmörkum Urriðakots gagnvart Setbergslandi. Ofan hennar er hár stakur hraunstandur. Skammt austan við mörkin er gömul rétt frá Urriðakoti, enda tanginn oft nefndur Réttartangi og einnig Mjöltangi.Þema Ratleiks Hafnarfjarðar að þessu sinni eru landamerki og eyktarmörk.
Selgjá – Búrfellsgjá (Réttargjá)
Gengið var eftir göngustíg í gegnum Búrfellshraun frá Maríuhellum að Selgjá.
við í Þorsteinshelli (Saupahellinum syðri), fornu vel duldu fjárskjóli með miklum hleðslum í. Litið var á fornt fjárhús og gróna fjárborg, sem ekki er getið í örnefnalýsingum, nema ef vera skyldi Fjárhústóftin nyrðri. Í Selgjá höfðu 11 bæir frá Görðum selstöðu fyrrum. Gengið var um gjána og minjarnar skoðaðar. Þá var haldið í Búrfellsgjá (Réttargjá) þar sem Búrfellsréttin (Gjáarrétt) og Gerðið voru skoðuð. Rifjaður var upp aldur og tilurð umhverfisins áður en haldið var aftur að upphafsstað. Ætlunin var að skoða umhverfið út frá minjunum og örnefunum á leiðinni.
Í leiðinni var m.a. komið
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Urriðakot segir m.a. um göngusvæðið og nágrenni: „Héðan liggur svo landamerkjalínan í Máríuhella, en Urriðakotshellir heyrði til Urriðakoti. Síðan lá línan suður eftir hraunbrúninni og var þar ekki örnefni utan Sauðahellirinn nyrðri í brúninni móti Kolanefi. Þegar haldið var suður með hraunbrúninni var fyrst fyrir Dyngjuhóll eða Hraunhóll með Dyngjuhólsvörðum. Suðvestan undan hólnum var Dyngjuhólsflöt. Sunnan við tók við Bruninn.
Þar út í var Smyrilsklettur og Grásteinn en framhjá honum lá Grásteinsstígur þvert yfir hraunið frá Hraunhorni sem var nokkru sunnar með hraunbrúninni, en sunnar við það var svo Hraunhornsflöt. Hér nokkru sunnar er komið í Stekkinn. Þar var Stekkatúnið, hvammur í hrauninu. Þarna var líka Stekkatúnsrétt eða Gamla réttin sem var í hraunbrúninni nokkru sunnar. En Einbúinn var hraunhóll á hrauninu austur frá Stekknum. Hér framar er komið í Kúadali og liggur Kúadalastígur upp og út í hraunið. Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt. Þar vestar er hraunhóll mikill og við hann er Fjárhúsréttin nyrðri en austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem Sauðahús. Hér nokkru innar er í hrauninu svokallað Tjarnholtsgreni móts við Mið-Tjarnholt.
Spölkorn hér fyrir innan, eða sunnan, liggur Gjárréttarstígurinn upp á hraunið og skáhallt yfir það. Þar er komið að Sauðahellinum syðra. En Sauðahellisvarða er þar rétt hjá. Hér í norðvestur er mikil lægð í hraunið sem nefnist Flatahraun og nær norður á móts við Kolanef. Þar á hrauninu er stór hóll, nefnist Einstakihóll, og liggur Heiðmerkurvegurinn rétt hjá honum og suður eftir. Þegar komið er framhjá Sauðahellisvörðu hallar niður í Selgjána og nefnist þá stígurinn Selgjárstígur. Vestast í Selgjánni er Selgjárhellir.
Selgjárbyrgin og Selgjárselin eru 33 að tölu í 11 sambyggingum því hér höfðu Álftnesingar í seli lengi eða allt fram á 18. öld.
Við Selgjárbarminn nyrðri er svokallaður B-steinn, steinn með bókstafnum B. Á suðurhlið er svo Selgjárbarmurinn syðri. Við syðsta selið liggur stígurinn upp á barminn og er það Selgjárvarðan. Þegar kemur hér spölkorn suður er komið að úfnu hrauni fram undan Svarthömrum, nefnist Kargi. Selstæðið þarna var einnig nefnt Norðurhellar, Norðurhellnasel og barmarnir því kallaðir Norðurhellnaselsbarmur nyrðri og Norðurhellna[sels]barmur syðri. Frá Markavörðu á syðri barmi Norðurhellnagjár lá landamerkjalínan suðvestur í Markastein syðst á Tjarnholtinu syðsta og er þar hornmark. Héðan liggur svo línan frá Markasteinaþúfu um Þverhlíðarþúfu á Þverhlíð og um Flóðahjallatá, en þar var Flóðahjallatávarða, og síðan í Álftartanga sem áður er nefndur. Þrjú eru Tjarnholtin, syðsta er þegar nefnt. Þá er Mið-Tjarnholt og þá Nyrsta-Tjarnholt eða Litla-Tjarnholt. En milli Tjarnholta og Þverhlíðar er Dalurinn syðri eða eins og hann er stundum kallaður, Urriðakotsdalur syðri, og líka var hann nefndur Efri-Flatir. Hér um lá troðningur og niður um holtið nefndist Syðridalatroðningur, hann lá framhjá svonefndum Grjóthól um Grjóthólsflöt niður undan honum, en hér var kallað holtið Milli dala og þá lá troðningurinn niður á Neðri-Flatir, Dalinn neðra eða Dalinn og Urriðakotsdalinn neðri, en svæði þetta sem nú hefur verið lýst nefndist einu nafni Urriðakotsdalir og lá stígurinn hér um miðjan dal í Gjárréttarstíginn og síðan yfir á Hálsinn, Flóðahjallaháls eða Urriðakotsháls sem fyrr er talinn og síðan niður til bæjar. Urriðakot hefur verið í eyði nú um árabil. Þá var tekið upp á því að kalla jörðina Urriðavatn. Hraunið allt austan og ofan Urriðakotsholts nefndist Urriðakotshraun“.
Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir svæðið segir m.a.: „Hraunbreiðan milli Urriðakotsholts og Vífilsstaðahlíðar nefnist einu nafni Svínahraun, en nyrðri hluti hraunsins, sem er í Vífilsstaðalandi, er nefndur Vífilsstaðahraun, en syðri hlutinn, sem er í Urriðakotslandi er kallaður Urriðakotshraun. Vífilsstaðahlíð, sem er í Vífilsstaðalandi, mun áður hafa verið nefnd Svínahlíð. Í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar eru Maríuhellar. Þeir eru tveir og eru á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar. Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru oftast kallaðir Vífilsstaðahellar. Suður af hellunum rétt sunnan við Heiðmerkurveginn er stór hraunhóll sem áður var með einni vörðu, en nú með mörgum. Hann kallaði Urrið[a]kotsfólkið Dyngjuhól, en Vífilsstaðafólkið Hádegishól, og var hann eyktamark þaðan. Suðvestur af honum er lítil flöt við hraunjaðarinn, Dyngjuhólsflöt. Suðaustur af Dyngjuhól er hraunið mjög úfið og kallast Bruni.
Stórum hluta Brunans hefur verið spillt með efnistöku. Í Brunanum skammt suðvestan við Heiðmerkurveginn er stór, stakur hóll, Einstakihóll.
Nokkru sunnan við Dyngjuhólsflöt gengur smáhorn suðvestur úr hrauninu, sem kallast Hraunhorn. Sunnan við Hraunhornið var flöt, sem nefnd var Hraunhornsflöt. Henni var spillt með byggingaframkvæmdum á stríðsárunum. Norðaustur af Hraunhorni er hár klettur inni í hrauninu, Smyrilsklettur. Þar verpti smyrill. Nokkurn spöl suðaustur af Hraunhorni er vik inn í hraunið, og liggur Grásteinsstígur þar inn í hraunið. Hann dregur nafn af stórum, gráum steini, Grásteini, við stíginn í hrauninu. Skammt sunnan við vikið, sem Grásteinsstígur liggur um, er gömul rétt, sem kölluð var Stekkjartúnsrétt, eða aðeins Stekkjartún.
Við hraunið nokkru suðaustar er önnur rétt nafnlaus, sem byggð var í minni heimildarmanns. Norður af henni er áberandi hóll í hrauninu, sem heitir Einbúi. Suðaustur af einbúa eru rústir beitarhúss, sem byggt var fyrir minni heimildarmanns. Austur og suðaustur af beitarhúsrústunum er hraunið tiltölulega slétt og lægra en umhverfið og nefnist Flatahraun. Flatahraun nær norður á móts við Kolanef í Vífilsstaðahlíð. Í Flatahrauni hefur verið gróðursett töluvert [af] furu og greni. Í norðaustur frá rústum beitarhússins í norðausturbrún hraunsins gegnt Kolanefi í Vífilsstaðahlíð við Kolanefsflöt, sjá örnefnaskrá Vífilsstaða, er lítill hellir, sem nefnist Sauðahellir. Veit op hans að hlíðinni, og eru hlaðnir kampar báðum megin við innganginn. Við hann var sauðum frá Urriðakoti gefið á gadd (á jörðina) allt frá því, að heimildarmaður man fyrst eftir sér til 1933. Heyið var borið heiman frá Urriðakoti í poka á bakinu.
Úfna hraunið á móts við Svarthamra í Vífilsstaðahlíð kallast Kargi. Suður af Karganum er mikil hrauntröð, Selgjá. Hún er framhald Búrfellsgjár, sem nær upp í Búrfell. Í Selgjá eru rústir af mörgum gömlum byrgjum, og eru sum þeirra í Urriðakotslandi, en flest í Garðakirkjulandi. Við norðausturbarm Selgjár, niðri í gjánni, er svokallaður B-steinn, en svo er nefnd hraunhella, sem rís þar upp á rönd líkt og legsteinn og bókstafurinn B hefur verið höggvinn í. Í neðri (norðvestur) enda Selgjár er Selgjárhellir. Í landamerkjabréfi er Selgjá nefnd Norðurhellagjá. Er það nafn þá dregið af Selgjárhelli og fleiri hellum í norðurenda hrauntraðarinnar, sem hafa þá heitið Norðurhellar. Heimildarmaður kannast ekki við þessi nöfn úr mæltu máli. Örskammt norðvestur af Selgjárhelli er Sauðahellir.
Sauðahellirinn er norðan við vörðu við Gjáarréttargötu, en Gjáarréttargatan er vörðuð í gegnum hraunið alla leið austur með Sneiðingum í Vífilsstaðalandi. Þessi hellir mun hafa verið notaður á svipaðan hátt og fyrr nefndur Sauðahellir, en fyrir minni heimildarmanns.
Suðsuðvestur af neðri enda Selgjár er holt vestan við Urriðakotshraun. Nefnist það Syðsta-Tjarnholt. Syðst á holtinu er stór klettur með grasþúfu uppi á. Hann nefnist Markasteinn og er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs.“
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Urriðakot.
-Örnefnalýsing Svans Pálssonar fyrir Urriðakot.
Gjáarrétt og Gerðið í Búrfellsgjá.
Gróðrarsaga hraunanna á Íslandi
Helga Jónsson skrifar um „Gróðrasögu hraunanna“ í Skírnir árið 19906:
„Gróðurinn á sína sögu, og gróðursaga hinna ýmsu landa og hafa er með ýmsum hætti, og mjög svo komin undir lífsskilyrðum þeim, sem fyrir hendi eru. Gróðrarsagan segir frá »landnámi« plantnanna og skýrir oss frá, hverjar tegundir ber fyrst að hinum beru landflákum, hvernig þær þróast og greiða götu þeirra tegunda, er síðar koma. Hún er í fám orðum: þróunarsaga hinna fjölbreyttu plöntufélaga, er byggja jörðina nú á dögum. Eitt af þessum atriðum er gróðrarsaga hraunanna, er nú má kalla nægilega kunna í öllum aðalatriðum. Hraunin verða til á þann hátt, að glóandi hraunstraumur rennur úr gígnum og yfir yfir landið umhverfis. Þá kólnar hraunið og storknar, og er lögunin á yfirborði hraunsins mest undir því komin, hvernig og hve fljótt það storknar. Eftir lögun yfirborðsins greina menn á Íslandi milli tvenns konar hrauna, er nefnd eru apalhraun og helluhraun. Apalhraunin líta út sem óskipulegar urðaröldur, en helluhraunin eru miklu sléttari og í þeim eru víða á allstórum spildum sléttar klappir eins og nafnið bendir á, en á milli óskipulegar dældir og geilar. Eru helluhraunin miklu gróðursælli en apalhraunin, meðfram af þeirri ástæðu, að vatnið á örðugra með að síga gegn um þau.
Nýrunnið hraun er með öllu eyðimörk og enginn gróður byrjar fyr en yfirborðið er storknað og kalt. Er hraunið þá mjög svo óvistlegur bústaður fyrir plöntur, því að þar er alls enginn jarðvegur. Háplöntum er því með öllu ómögulegt að nema þar land að svo stöddu. En bót er það í máli, þótt hraunið sé jarðvegslaust, að yfirborð steinanna er hrufótt. Er það alsett skörpum broddum, en á milli þeirra eru smáholur og skorur. Stormarnir á Íslandi þyrla venjulega upp ryki, staðnæmist það miklu fremur í hinu hrufótta yfirborði hraunklettanna en á sléttum blágrýtisklettum. Um síðir kemur og jarðvegur í hraunin; verður það með ýmsu móti, en tíðast er, að plöntugróðurinn sjálfur gerir jarðveginn og lágplönturnar greiða götu háplantnanna. Skal nú farið um það nokkrum orðum.
Fyrstu landnemar hraunanna verða að vera þannig gerðir, að þeir geti lifað á beru berginu, af því að enginn jarðvegur er þar fyrir. Ýmsar lágplöntur eru þannig gerðar, svo sem þörungar (algæ), fléttur eða skófir (lichenes) og sumar mosategundir. Þörungar eru þó fremur sjaldgæfir í hraunum og látum vér því nægja að nefna þá. Fléttur og mosar eru alstaðar í klettum, en venjulegast eru flétturnar þó frumbyggjar þar.
Ýmsar fléttutegundir eru alkunnar alþýðu á Íslandi, svo sem litunarmosi, geitaskóf, fjallagrös, hreindýramosi, tröllagrös o.s.frv. Fjallagrösin og hreindýramosinn vaxa þó ekki á klettum, en eru algeng í mosaþembum, einkum til fjalla. Litunarmosinn og geitaskófir eru algengar á steinum, en teljast þó ekki til frumbyggja hraunanna.
Fléttur þær, er fyrstar nema land í hraunum, eru að nokkru leyti svipaðar litunarmosa og er því líkast sem hvítar, gráar, gular, svartar eða grænleitar skorpur séu á klettunum á víð og dreif. Flétturnar (skófirnar) teljast til sveppanna, en eru þeim þó frábrugðnar að því leyti, að þær geta sjálfar unnið fæðu sína úr kolsýru loftsins. Þó er léttusveppurinn að því leyti líkur öðrum sveppum, að hann er ekki grænn, og getur því ekki, fremur en þeir, af sjálfsdáðum fætt sig af kolsýru loftsins. Til þess þarf hann hjálpar við og hana fær hann hjá örsmáum grænleitum þörungum, er hann þéttar sig utan um og innilykur þannig í sínum eigin líkama. Svo má að orði kveða, að fléttusveppurinn hafi þörungana í æfilöngu haldi eða þrælkun og hann lifir af þeirri fæðu er þær vinna úr kolsýru loftsins. Sjálfur þörungslíkaminn fær enga meinsemd af þrælkuninni, en þó geta þörungarnir ekki æxlast meðan þeir eru í haldinu. Þess konar viðbúð, sem hér ræðir um, köllum vér því þrælkun. Líkami fléttnanna er því samsettur af tveim tegundum, sem meira að segja teljast til mjög svo ólíkra plöntuflokka, það er að segja svepp og þörungi. Ef fléttusvepparnir hefðu ekki hina grænu þræla til að vinna fyrir sér, mundu klettar þeir, er þaktir eru hinum marglita fléttugróðri, vera svo að segja gróðurlausir, því að svepparnir gætu ekki búið þar hjálparlaust. Líkami flétta þeirra, er algengastar eru á steinum, er, eins og drepið hefir verið á, líkastur þunnri skorpu eða skóf á klettinum. Er sú líkamslögun hin hagkvæmasta fyrir plöntur á skjóllausum klettum.
Fyrir því er auðsætt, að fléttur eru mætavel til þess fallnar, að nema land í hraunum. En hvernig flytjast þær inn í hraunið? Um bert og nýstorknað hraun er auðvitað engin umferð, og svo mætti að orði kveða, að þar kæmi aðeins fuglinn fljúgandi; þó er mjög svo ólíklegt, að fuglar flytji frumbyggjana inn í hraunið, en það er eflaust vindurinn. Stormarnir þyrla upp jarðryki, sópa fræi og grói af plöntum, er vaxa umhverfls hraunið, og þeyta öllu saman yfir hraunflákana. Sérstaklega ber þess að gæta, að gró lágplantnanna eru svo lítil og létt, að ekki þarf hvassan vind til að feykja þeim í hraunið. Gró þeirra plantna, er geta búið á bergi, dafna og verða að fullorðnum plöntum, en gró eða fræ þeirra plantna, er þurfa jarðveg, deyja auðvitað á klettinum. Af þeim plöntum, sem vindurinn flytur í nýstorknað hraun, dafna því aðeins fléttur, mosar og ölgur, en allar háplöntur deyja, því að hraunið er jarðvegslaust. Þá höfum vér að nokkru lýst fléttunum, hversu þær eru fallnar til landnáms, og getið um, hvernig þær flytjast í hraunið; og skal nú drepið á gróðrarsöguna.
2. gróðrarstig. Mosapembur. Eftir því sem árin líða verða flétturnar tíðari og tíðari og þekja hraunnibburnar að meira eða minna leyti, og mosatórnar, er voru örlitlar í upphafi, og að eins milli hraunbáranna, breiðast út meir og meir og verða smáþúfur víðs vegar á klettunum; víða renna þær saman og þekja þá allstórar spildur. Að grámosanum kveður langmest allra mosa í hramnum og er hans fyr getið. Er hann einn meðal hinna allra algengustu mosa á íslandi og vex því nær alstaðar á steinum, í móum og jafnvel þýfðum mýrum. Mjög fljótt kemur það í ljós í hraununum, að grámosinn breiðist út miklu fljótara en aðrar mosategundir. Fyrst koma upp örsmáar tór milli hraunbáranna, eins og getið var, en því næst vaxa tórnar og verða að mosaþúfum, er breiðast út í allar áttir. Að síðustu renna þúfurnar saman, og verður þá samloðandi mosaþak yfir stór svæði. Það köllum vér mosaþembur.
3. gróðrarstig. Lyngheiði. Þegar er neðsta mosalagið fer að rotna og jarðvegur sezt í hraunið, fer það að verða byggilegt fyrir háplönturnar, enda fara þær þá að flytjast þangað. En áður en farið er frekara út í það efni, skal örlítið drepið á, hvernig háplönturnar komast í hraunið. Vér gátum þese áður, að það væri eflaust vindurinn, sem flytti lágplöntur í hraunið, og hiklaust má fullyrða, að vindurinn vinni einna mest að flutningi háplantnanna; en þó munu margar þeirra berast í hraunið með dýrum, og þar eru fuglarnir eflaust fremstir í flokki. Þess ber nefnilega að gæta, að þegar er mosaþemban er komin, er hraunið fært yfirferðar ýmsum dýrum, er á margan hátt geta flutt fræ háplantnanna með sér. Þess ber og að gæta, að hraunið gengur miklu meira í augu fuglanna eftir að mosagróðurinn er kominn, því þá hyggja þeir að þar sé björg að finna. Fuglar bera ýms fræ með sér og það einkum í maganum, en mörg fræ hafa fræskurn svo sterka, að ekki sakar að fara, um meltingarfæri dýranna. Sum fræ spíra jafnvel fljótar eftir slíkt ferðalag en ef þau hefðu setið kyr heima. Til dæmis má nefna að hrafnarnir éta krækiberin og flytja þannig fræin oft langar leiðir. Þótt hinn nýi jarðvegur sé rakur, er ekki svo að skilja, að þar sé lífvænt öðrum háplöntum en þeim, er eigi eru sérlega sólgnar i vatn, eða þeim, er hafa slíkan skapnað blaða, að þær geta temprað uppgufan vatnsins úr plöntulíkamanum. Meðal hinna fyrstu plantna, er koma í hinn nýja mosajarðveg hraunsins, eru því t. a. m. krækiberjalyng, móasef, axhæra, blásveifgras, sauðvingull, lógresi, bugðupuntur, geldingalauf, heiðastör o.fl. o.fl. Í fyrstu eru innflytjendur þessir fáir og dreifðir víðs vegar um mosaþembuna, einn og einn á stangli; en með tímanum fjölga einstaklingarnir og fleiri plöntutegundir setjast að. Brátt skipa plönturnar sér og í félög eftir þeim kröfum, sem þær gera til lífsins, og félög þessi taka þau svæði í hrauninu, er þeim henta bezt. Þannig eru t a. m. allstórar spildur þaktar venjulegum lynggróðri, er samsettur er af krækilyngi, bláberja- og aðalbláberjalyngi, sortulyngi, beitilyngi, fjallhrapa, grávíði o. þ. h., en á öðrum stöðum finnum vér grasgróður og vaxa þar hinar algengustu grastegundir, er jarðvegurinn þar og nokkru rakari en í lyngheiðinni. Þessi grastegundafélög eru vísir til grasgróðurs þess, er síðar skal getið. Sumstaðar má og sjá vísi til jurtastóðs.
4. gróðrarstig. A. Kjarrskógur. Smám saman fara að koma í ljós birkiplöntur hingað og þangað í lyngheiðinni, og eftir því sem árin líða og jarðvegurinn eykst, dafnar birkið betur og betur og verður að lokum kjarrskógur. Sé birkið ekki skemt með fjárbeit eða skógarhöggi, má óhætt fullyrða, að víða kemur fram reglulegur skógur samsettur af trjám með beinum, óklofnum stofni. Innan um birkið vex reynir, grávíðir og gulvíðir, og eru þá tegundir þessar venjulega svipaðar birkinu að þroska. Hafa hraun þessi eflaust verið skógi vaxin í landnámstíð, þó þess sé ekki beinlínis getið í sögunum, að því er mér er kunnugt. Skóginn ber að skoða sem endatakmark að því er snertir gróðrarþróun á stórum svæðum í hraununum, því að öðrum plöntufélögum veitir mjög svo örðugt samkepni við skóginn. Rætur trjáa og runna liggja svo djúpt í jörðu, að aðrar plöntur geta öldungis ekki kept við skóginn að því er næringarefni jarðvegsins snertir, og eigi skaðar það skóginn hið minsta, þótt skógarjarðvegurinn sé alvaxinn lyngi eða grasi, því að þessar plöntur taka næringarefni úr hinum efstu lögum iarðvegarins. Annað mál er það, að þéttur undirgróður í skógi getur verið skaðlegur fyrir kímplöntur bjarkarinnar og fyrir ungt birki yfirleitt. Þá gnæfir skógurinn og hátt yfir önnur plöntufélög og er því miklu betur settur að því er sólarbirtu snertir, en án sólarljóssins geta grænar plöntur ekki lifað. Það er því augljóst að skógurinn er einvaldur um langan aldur þar, sem hann einu sinni er kominn, ef loftslag breytist ekki honum til skaða og ef engin óhöpp vilja til. En óhöpp teljum vér, skoðað frá sjónarmiði skógarins, skógarhögg, beit og yfirleitt allar árásir, er skógurinn verður fyrir af óðrum eða öðru en keppinautunum.
B. Jurtastóð, graslendi. Þar sem nægilegt vatn er og hagkvæmt skjól kemur sérstakur gróður, er vér köllum jurtastóð; í því plöntufélagi eru blómjurtir (þ. e. jurtir með stórum litfögrum blómum) og burknar yfirgnæfandi, en auk þeirra vaxa þar ýmsar grastegundir. Á endanum mun oftast svo fara, að blómjurtunum fækkar meir og meir, en grastegundum fjölgar að því skapi, og að lokunum breytist jurtastóðið í graslendi. Meðan jurtastóðið er upp á sitt hið bezta, eru blómjurtirnar venjulega mjög þroskamiklar, en eftir því sem grösin ná meiri og meiri yfirráðum, verða þær þroskaminni. Baráttan milli grastegundanna og blómjurtanna getur verið langvinn, en óefað má fullyrða, að grastegundirnar sigra að lokum, enda standa grastegundir betur að vígi en margar aðrar jurtir, sökum hinnar kynlausu æxlunar.
1. gróðrarstig. Fléttur og mosar á við og dreif. Á fyrsta gróðrarstiginu er hraunið tilsýndar. eins og það væri alveg nakið, en þegar komið er í sjálft hraunið, verðum vér þess fljótt varir, að marglitar smáskorpur eru á stangli hingað og þangað um nibburnar. Skorpur þessar eru fyrstu landnemarnir og teljast allar til fléttnanna. Auk þeirra vaxa þar og órfáar mosategundir, en þær finnast að eins í örsmáum holum á fleti hraunsteinanna. Meðal hinna fyrstu mosategunda er grámosinn, er síðar nær mjög mikilli útbreiðslu í hraununum; en á þessu stigi er að eins að sjá einstaka smátór milli hraunbáranna. Niðri í hraungjótunum finnast og nokkrar mosategundir, og teljast til skuggamosa, það er að segja mosategunda, sem ekki þrífast í skarpri birtu.
Það er auðvitað fólgið í skapnaðarlagi grámosans, hve vel hann þrifst á þurrum klettum. Allflestir munu hafa tekið eftir því, að mosaþemburnar eru grænleitar í rigningatíð, en gráleitar þegar þurviðri ganga. Orsökin til litbrigðanna er sú, að loft kemst inn í plöntuna, er vatnið gufar upp. Hið innilukta loft hylur grænkornin og veldur þannig gráa litnum, en um leið er það einnig vörn fyrir mosann gegn of miklum þurki. En er votviðri ganga, sýgur mosinn í sig svo mikið vatn, að loftið hverfur, og er hann því grænleitur á að sjá. Þar við bætist og, að grámosanum (og mörgum öðrum mosategundum) er þannig háttað, að hann getur unnið fæðu sína úr kolsýru loftsins við lægra hitastig en háplönturnar. Fyrir því er auðsætt, að grámosinn er allra plantna bezt fallinn til að gera jarðveg í hraunum. Við aldurinn verður sú breyting á mosaþembunni, að neðsta mosalagið deyr smámsaman og fer að rotna, það er að segja: að breytast í jarðveg. Í þessum mosajarðvegi er ávalt nokkur raki, jafnvel þó langvinnir þurkar hafi gengið, því að efsta mosalagið, eða hin lifandi mosaþemba, ver hann gegn þurki. Þannig er mosaþemban farin að breytast í jarðveg. Mosinn á erfiðara uppdráttar eftir því sem jarðvegurinn eykst, og stenzt að lokunum ekki samkepnina við háplönturnar, er koma hópunum saman til að taka sér bústað í hinum nýja jarðvegi. Svo mætti að orði komast, að grámosinn gerir jarðveg í hraununum og útrýmir sjálfum sér um leið. Stór svæði í hinum gömlu hraunum hafa ennþá ekki náð lengra en á þetta stig.
Graslendið er fremur sjaldgæft í hraunum, og það er oss einkum kunnugt frá helluhraununum t. a. m. Búðahrauni, Kapelluhrauni og Afstapahrauni. Til þess að grasgróður geti þrifist er nauðsynlegt að regnvatnið hripi ekki niður úr hrauninu, og er því ofur eðlilegt, að helluhraun hafi helzt graslendi. Í Búðahrauni var grasgróðurinn yfirleitt samsettur af þessum fjórum tegundum: snarrótarpunti, túnvingli, hálíngresi og bugðupunti, en auk þeirra voru ýmsar aðrar tegundir strjálar hingað og þangað í graslendinu. Auðvitað hittum vér og graslendi í apalhraunum, en þó ekki fyr en þau eru alþakin jarðvegi.
Þetta voru aðalatriðin í gróðrarsögu hraunanna, en þó á ekki hvert hraun þessa gróðrarsögu, því að hraun til fjalla komast ekki lengra en á annað gróðrarstigið, það er með öðrum orðum: mosaþemban heldur áfram að ríkja yfir fjallhraunum, meðan loftslag ekki breytist. Það sem vér höfum sagt um gróðrarþróun hraunanna á því sérstaklega við hraunin á láglendinu, en þó skal þess getið, að hraun á yztu annesjum komast ekki lengra en á þriðja gróðrarstigið, það er að segja, þau verða ekki skógivaxin.
Þá verður og fyrir oss sú spurning: hve langan tíma þarf hraunið til að verða skógi vaxið? Þeirri spurningu getum vér ekki svarað að svo komnu, en þó er það kunnugt, að hraun á láglendi verða fyr þakin gróðri en hraun til fjalla, og orsakast það mest af því, að heitara er á láglendi en í fjöllum. Það er augljóst, að það er ekki komið undir aldri hraunsins, hve fljótt það grær upp, heldur undir þeim lífsskilyrðum, sem fyrir hendi eru. Það eitt getum vér þó sagt, að hraunin þurfa margar, margar aldir til að gróa upp.
Vér gátum þess þegar í byrjun, að jarðvegurinn kæmi með ýmsu móti í hraunin, en tíðast væri að plöntugróðurinn hefði mest að segja í því efni. Nú höfum vér skýrt frá, hvernig plönturnar gera jarðveginn og vér gátum þess og, að þær þyrftu margar aldir til þess starfa, en stundum getur jarðvegur komið í hraunin á tiltölulega stuttum tíma; á það sér einkum stað þar sem sandfok er eða öskufok. Vindurinn feykir sandi, jarðryki og ösku í hraunið, smám saman fara glufur, gjótur og hraunbollar að fyllast og að lokunum hverfa jafnvel hæstu hraunstrýturnar í sandinn. Þá fara plöntur smámsaman að taka sér bústað í sandinum, og víða grær hann upp að lokum. Á þann hátt geta meðal annars komið upp rýrar graslendur eða lynggróður. Sandfyltu hraunin eiga í aðalatriðunum sömu gróðrarsögu og venjuleg sandjörð og skal því ekki farið frekara út í hana hér. Sandfylt hraun má finna á Reykjanesskaganum.“
Heimild:
-Skírnir, 80. árg. 1906, bls. 150-160.
Mosi undir Lönguhlíðahorni.
Draughólshraun
Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það.
nafngiftin komið til af því að fæla fólk að fara um svæðið af ástæðu, sem síðar átti eftir að koma í ljós, eða sem vísbending um að þangað væri ekki óhætt að fara. Í raun er hraunið hluti af stærra hrauni, eða hraunum, á svæðinu. Meginhraunið er Hrútagjárdyngjuhraunið. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að það hafi myndast fyrir 4000- 5000 árum (leiðréttur aldur ~ 4500). Hraunin ná yfir 80 km2 svæði. Neðarlega, skammt ofan við Þorbjarnastaði í Hraunum, eru nokkrar lítt áberandi hraunskellur, nefndar Selhraun 1, 2, 3 og 4. Hraun þessi eru öll yngri en Hrútagjárdyngjuhraunið, misgömul þó, en öll u.þ.b. 4000 ára. Svo virðist sem þau hafi orðið til í jarðhræringunum í kjölfar dyngjugossins í Hrútagjá, sum jafnvel um svipað leyti. Gróningar benda þó til þess að hraunin geti verið, það yngsta, allt að 2000 árum yngri. Elsti flákinn er Selhraun 4, svonefnt Gráhelluhraun. Í því er t.d. Kolbeinshæðaskjólið og Kolbeinshæðahellir. Þá koma þrjú Selhraun 3, annars vegar vestan í Brunanum (Nýjahrauni/Kapelluhrauni) og hins vegar Draughólshraunið. Þá er skella norðan við svonefnda Katla, ofan við Selhraun 2.
Draughólshraun heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er dæmigert apalhraun. Líklega hefur
Í Kötlunum er t.d. Kápuhellir/Kápuskjól. Hrauntungurnar eru innan fyrstnefnda hlutans. Draughólshraunið er stærst Selhraunanna – og sérkennilegast. Eldri Selhraun er fyrrnefnt Selhraun 2 og Selhraun 1, millum Gráhelluhrauns (Selhrauns 4) og Draughólshrauns (Selhrauns 3). Norðan og vestan þeirra liggur svo Geldingahraun (Afstapahraunið eldra) yfir Selhrauni 1 og að sjálfsögðu Hrútagjárdyngjuhrauni. Það er komið úr gígum ofan við Mávahlíðar. Í rauninni er um að ræða gígaröð svo líklega er þar komin skýringin á nýrra „Hrútagjárdyngjuhrauninu“, sem fyllt hefur dyngusvæðið seinna sinnið og smurt innviði hennar. Yngstur er svo Bruninn (Nýjahraun/Kapelluhraun) frá árinu 1151.
Þegar gengið var hægt og varlega inn í Draughólshraunið kom í ljós að hraungambrin réði þar eindregnum ríkjum. Þó kom á óvart hversu miklar „gróðurvinjar“ á millum var þar að finna, einkum að norðvestanverðu. Götu var fylgt inn í hraunið af grónu og kjarrivöxnu Hrútagjárdyngjuhrauninu. Gatan virtist liggja áfram upp í hraunið, en mannvistarleifar náðu fljótt athyglinni – og það margar. Víða var vörður að sjá. Staðnæmst var á mosavöxnum hraunhól með gróinni fuglaþúfu á kollinum. Þaðan mátti sjá yfir allt Draughólshraunið, allt upp í Draugshól. Sunnar sást í hæð. Í henni virtist vera rúmgóður skúti. Hraunafbrigðin alltumkring voru margvísleg, allt frá reglulegum mynstrum til flóknari. Erfitt er að útskýra þetta í nokkrum orðum.
Þegar staldrað var við mátti sjá háar vörður á norð(vestur)brún hraunsins með reglulegu millibili. Þegar FERLIR skoðaði þessa vörðuröð á sínum tíma var dregin sú ályktun að hér væri líklega um markavörður að ræða – á augsýnilegum brúnum. Þegar staðið var uppi í hrauninu komu hins vegar upp ákveðnar efasemdir. (Svona getur þetta verið; sumt af því sem sagt eða ritað hefur jafnan verið tekið sem jafngildi sannleikans, en við nánari athugun hafa stundum komið upp efasemdir, líkt og nú. Ástæðan fyrir „sannleikanum“ sagða eða ritaða er oftar en ekki tilefni deilna um landamerki byggðalaga eða bæja.)
Ein smáhæð norðvestanlega í Draugshólahrauni er merkileg fyrir það að hún er augljóslega leifar af enn eldra hrauni en Hrútagjárdyngjan. Um er að ræða rauðamelsgjallhól, líklega frá sama tíma og Þorbjarnarstaða-Rauðamelur (<11.000 ára). Fallegt hraundríli er inni í miðju hrauninu.

Þegar gengið var á vörðuröðina kom nokkuð áhugavert í ljós – hlaðnar refagildrur og greni. Vörðurnar á brúnunum voru þá leiðarmerki að fyrrum refagildrum og grenjum, enda mun Draughólshraunið, eftir á að hyggja, löngum hafa verið „friðland“ skolla. Nafngiftin ein hræddi fólk frá að fara um hraunið, auk þess sem það virtist við fyrstu sýn vera nánast ófært. Þeir fáu, sem vissu betur, virðast hafa gert sér „mat“ úr þessu hvorutveggja. Undir tveimur varðanna reyndust vera hlaðnar refagildrur.
Sem fyrr sagði eru víða mannanna verk, smávörður, í Draugshólshrauni. Hafa ber í huga að rétt (Tobburétt í Grenigjá) er utan við hraunkantinn og sel (Straumssel) er ofan við hann. Hvorutveggja eru merkt með veglegum vörðum. Hvað (annað en refagildrur) býr að baki hinum minni á eftir að koma í ljós.
Á göngunni var gengið fram á fyrirhlaðið hraunskjól og annað vestan Hólanna er gæti hafa verið svonefnt Kápuskjól ofan við Þorbjarnastaði skv. örnefnalýsingu. Annað samnefnt er í Kötlunum, auk þess sem Gránuskúti er einnig suðvestan við Gjáselið skammt norðaustar (líklega er um að ræða misvísanir í lýsingum).
Áhugi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði (einkum þó embættismanna þeirra) beinist mjög að þessu merkilega svæði – vegna fyrirhugaðs akstursæfingasvæðis með tilheyrandi raski og skemmdum í Selhraununum, þessum merku náttúru- og jarðsöguminjum ofan bæjarins.
Lambagrasið var sem skrautfjöður í hatti hraumgambrans.
Fljótlega verður farin önnur ferð inn í Draughólshraun með sérstaka áherslu á efri hluta þess, Draughól og nágrenni.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Hraunin III
Í Náttúrufræðingnum árið 1998 má lesa eftirfarandi um Hraunin utan við Hafnarfjörð:
vestan. Frá alda öðli voru Hraun í Álftaneshreppi en töldust hluti Garðahrepps, líkt og Hafnarfjörður, þegar Álftaneshreppi var skipt í Bessastaða- og Garðahrepp 1878. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908 töldust Hraunin enn tilheyra Garðahreppi. Árið 1967 féllu Hraunin Hafnfirðingum í skaut, þegar bæjaryfirvöld gerðu makaskiptasamning við Garðahrepp.
„Hraun kallast landsvæðið vestan og sunnan Straumsvíkur, en víkin hefur myndast milli Lambhagatanga að austan og Hrauna að
Á fyrstu árum 20. aldarinnar var nokkuð þéttbýlt í Hraunum; búið var á tólf bæjum og þurrabúðum við þröngan kost því jarðirnar eru kostarýrar. Stutt var á fengsæl mið og hefur sjórinn gefið viðlíka í aðra hönd og búskapurinn. Það svæði Hrauna sem tilheyrir Hafnarfirði markast af ströndinni að norðan, Straumsvík og hraunjaðri Kapelluhrauns (Nýjahrauns) að austan og Undirhlíðum og Sveifluhálsi að sunnan. Vesturmörkin eru hreppamörk Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps frá Hraunsnesi suður að Markhelluhól. Landfræðilega ná Hraunin hinsvegar vestur að Afstapahrauni.
Búseta í Hraunum lagðist smám saman af eftir því sem á öldina leið. Síðustu áratugi hafa áhugabændur haft fjárhús í landi Lónakots og Óttarsstaða og þar er nokkur sumarhúsabyggð, auk þess sem Straumi hefur verið breytt úr býli í listamiðstöð á vegum menningarmálanefndar Hafnarfjarðar.“
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 67. árg 1997-1998, 3.-4. árg., bls. 163.
Straumur.
Vesturengjar – Austurengjar
Stefnan var tekin yfir Vesturengjar frá Seltúni í Krýsuvík og yfir á Austurengjar.
Austurengjagatan meðfram Dýjakrókum og vestan til við Tindhólsgil um Tindhólsbrekku sunnan undir Tindhól móbergshól nokkrum strýtum. Héðan lá leiðin um Öldurnar sunnanhalt við Austurengjahver, Engjahver eða Nýjahver eins og hann var kallaður 1924, er hann kom upp eftir jarðskjálfta í Krýsuvík. Þá tóku við Austurengjarnar, sem munu hafa tilheyrt Nýjabæjunum að mestu eða öllu. Þar voru Nýjabæjarengjar; Þrætustykki. Kringlumýrar tvær; Kringlumýrin efri og Kringlumýrin neðri og þá Seljamýri. Suður frá Engjunum var Litla-Fell. Hveralækurinn eða Austurengjalækur rann norðan mýranna með Litla-Lambafelli og niður milli þess og Stóra-Lambafells um Grófirnar og nefndist þá Grófarlækur.
Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu. Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja. Hér litlu ofar og austar er komið að Grænavatni. Kring um það að norðan, vestan og sunnan eru Grænavatnsmelar. Að því liggja Grænavatnsbakkar klettastallar. Suður frá Grænavatni eru alldjúpir bollar, nefnast Stampar. Stóri Stampur og Litli Stampur grösugir og þar hafði fólk í Krýsuvíkurhverfi trú á að yxu lifgrös betri, en annarsstaðar. Á austurbakka Grænavatns er skarð, þar fellur inn lækur vatnslítill, nefnist Flóðalækur. Hann kemur úr Flóðunum, sem eru vestasti hluti Vesturengjasvæðisins, sem liggur milli Lambafellanna og Hálsins að norðan. Austasti hluti flóðanna nefnist Teitsflóð. Sunnan flóðanna upp undir holtinu og Lambafelli Litla voru engjasvæði, nefndust Teigarnir Álfsteigur neðri með holtinu, og Álfsteigur efri norðan í fellinu. Þá er Grófarteigur vestan Grófarlækjar.
llteigur efri og liggja vestan í Stóra-Lambafelli. En Grófarlækurinn fellur austur undir hlíðum fellsins. Af Grænavatnsmelnum liggur Vesturengjastígurinn upp nokkuð og austur. Þar er komið að svo kölluðum Vöðlum og lækur kemur ofan úr dölunum og nefnist Vaðlalækur og rennur niður í Flóðin. Þegar yfir Vaðlana kemur tekur við Vesturengjahæð með Vesturengjamóa eða Engjamóa og nær þetta svæði allt að Fúlapolli eða Leirpolli. Þá er komið í Seltún, Seltúnslækur skiptir Seltúni. Vestan við hann eru Seltúnsbörð. Á Seltúnslækjarbakka vestari stóð í eina tíð Námahúsið. Frá Fúlapolli rennur vatn lítill lækur, nefnist Svuntulækur. Neðarlega á engjunum tengist hann, rennur hann saman við Seltúnslæk. Myndast þarna engjateigur, sem nefnist Svunta. Neðan við þetta engjasvæði er Suðurkotsnes og Gvendarrimi. Austan við Seltúnslæk, sem einnig er kallaður Engjalækur, er Vesturengjalækur, er engi, er nefnist Flatengi og liggur niður með læknum. Þar neðst er svo Norðurkotsnes. Lengra niður með læknum er mikið land sem fer
undir vatn þegar vex í Kleifarvatni, en kemur undan því er út fjarar, og var þarna oft gott slægjuland. Svæði þetta var nefnt Nýjaland. Að austan takmarkast það af Rifinu lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur með Laugina öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil. Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur. Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækur nefnist hann. Frá Stórahvammi liggur Hvammholt niður á Rifið.“
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um Engjarnar norðan og ofan við Krýsuvíkurbæina: „Austur og upp frá Stóra-Nýjabæ lá
Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða
En austan Grófarlækjar voru Gullteigur neðri og Gu
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimild m.a.:
-Gísli Sigurðsson, örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.