Í Lesbók Morgunblaðsins 1981 má lesa eftirfarandi um „Síðasta bóndann í Reykjavík“ eftir Agnar Guðnason:

Einar Ólafsson (1896-1991).
Einar í Lækjarhvammi er hálf-nírœður og fyrir löngu þjóðkunnur maður. En borgin óx yfir Lœkjarhvamm og nú sjást engin merki umþennan bæ, sem stóð nálœgt gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar.
Agnar Guðnason segir hér frá búskap Einars.
Einar Ólafsson fæddist 1. maí 1896 að Flekkudal í Kjós. Bóndi varð Einar á fardögum árið 1921, en þá tók hann á leigu jörð og bústofn að Neðra-Hálsi í Kjós. Þar bjó hann aðeins eitt ár, því þá var jörðin seld og bústofn einnig. Þá var ekki fyrir Einar annað að gera en að fara á sjóinn aftur, en hann hafði verið á togurum á sumrin, frá 1916. Árið 1925 kvæntist Einar Bertu Ágústu Sveinsdóttur, en hún var ættuð frá Hvassahrauni.
Búskapurinn í Lækjarhvammi
Frá því á árinu 1916 átti Berta heima í Lækjarhvammi í Reykjavík. Hún hafði flust þangað með foreldrum sínum, en faðir hennar dó árið sem þau hófu þar búskap. Eftir það bjó hún þar ásamt móður sinni.

Berta Ágústa Sveinsdóttir (1896-1968).
Árið eftir að þau giftu sig, Einar og Berta, taka þau við búi í Lækjarhvammi. Þegar þau Einar og Berta taka við voru kýrnar 8 sem þótti sæmilegt. Strax á öðru ári Einars í Lækjarhvammi hóf hann að byggja fjós. Það var fyrir 25 kýr. Þetta þótti mikið myndarfjós á þeim tíma og Einar var þar með talinn einn af stórbændunum. Nokkrar aðrar jarðir voru á þessum árum í Reykjavík, þar sem voru góð kúabú, í nágrenni við Einar voru Rauðará, Austurhlíð og Laugaland, ekki var langt í Háteig og Sunnuhvol. Á þessu fyrsta búskaparári Einars og Bertu saman í Lækjarhvammi, voru töluvert á fimmta hundrað kýr í höfuðborginni. Talið var að á árinu 1930 hafi mjólkurframleiðslan í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verið það mikil að hún hafi dugað handa um helming borgarbúa.
Lækjarhvammur var nýbýli
Lækjarhvammur var fyrsta nýbýlið sem byggt var í „nágrenni“ Reykjavíkur. Bærinn átti landið og það var fengið á erfðafestu 4 ha. Fyrsta íbúðarhúsið var byggt á jörðinni árið 1880, sá sem það byggði og átti þar heima hét Árni Gíslason og var hann norðanpóstur í mörg ár. Það var ekki hægt að hafa stór bú á þetta litlu landi. Það varð því að bæta við landið og heyja annars staðar handa kúnum.
Einar fjölgaði kúnum mjög fljótlega og flestar urðu þær um 30. Árið 1928 keypti Einar tún af Thor Jensen. Þetta tún er innan borgarmarkanna ennþá og hefur lítið verið hróflað við því síðan. Þetta er túnið sem er fyrir vestan Glæsibæ við Suðurlandsbrautina og Holtaveg. Þá keypti Einar einnig hluta í jörð upp í Kjós. Fyrstu árin flutti hann heyið ofan að með bát til Reykjavíkur. Mestur varð heyskapurinn hjá Einari rétt um 1000 hestburðir. Þá var sérstakt við búskap Einars að kýrnar voru í sumarfjósi upp í Kjós, en Einar keypti jörðina Bæ, árið 1941. Þar var hann einnig með töluvert fjárbú.

Árið 1890 úthlutaði bæjarstjórn Árna Gíslasyni vesturpósti fjórum dagsláttum lands á vesturbakka Fúlutjarnalækjar, rétt ofan vegarins nýja, þar sem kallað var Lækjarbotn. Þetta var fyrsta sjálfstæða býlið sem byggt var út úr hina forna Laugarneslandi frá því Kleppur og Bústaðir byggðust. Árni nefndi býlið sitt Lækjarhvamm og bjó þar lengi, ásamt Önnu Stefánsdóttur konu sinni og Friðmey dóttur þeirra. Mannlíf við Sund, býlið, byggðin og borgin. 119. Bæinn byggði hann 1891. Sveitin við Sund, 99. Bærinn stóð á horni þar sem síðar reis hótel Esja, á horni Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Býlið stóð á vesturbakka Fúlutjarnarlækjar, sunnan Suðurlandsbrautar (sem þá taldist á þessum kafla til Laugavegar), eða rétt suðaustan við núverandi gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Frá 1926 bjó í Lækjarhvammi Einar Ólafsson forystumaður í búnaðarmálum, og rak þar stórt bú með á milli 20 og 30 mjólkandi kúm. Á 7. áratug 20. aldar varð býlið að víkja fyrir skipulagi og voru bæjarhúsin rifin árið 1967.
Þéttbýlið og búskapurinn
Lengi vel fundu þau Berta ekki neitt sérstaklega fyrir þéttbýlinu, þau voru eins og annað sveitafólk við sinn búskap og voru ótrufluð af öðru. „Það var eiginlega ekki fyrr en farið var að byggja við Álfheimana, að við fórum að finna fyrir smávegis óþægindum. Þá hættum við að hafa frið með heyið. Það þýddi ekkert að setja upp sæti, krakkarnir höfðu svo óskaplega gaman af að veltast í heyinu,“ sagði Einar.
Þá var nú einnig komið að því, að ekki var lengur hægt að vera með kýr inni í borginni. Það var rétt fyrir 1960 sem farið var að byggja við „Heimana“ og Einar hætti með kýrnar 1964 og hætti þar með alveg búskap í Lækjarhvammi. Hélt áfram með sauðfé í Bæ og var þar með um 200 fjár á fóðrun.

„Aldrei var mikil ásókn af krökkum hjá okkur í Lækjarhvammi, þannig að við hefðum einhvern ama af. Það var helst þegar við vorum að hirða að krakkarnir komu til okkar og vildu fá að hjálpa til, sem oftast var auðsótt mál fyrir þau. Það voru aldrei neinar skemmdir eða við urðum aldrei fyrir neinum sérstökum óþægindum vegna nábýlis við þéttbýlið,“ sagði Einar og bætti við: „Ég átti alltaf mjög góð samskipti við bæjaryfirvöld, þar var alltaf besta samkomulag.“

Laugardalur og nágrenni – loftmynd 1958.
Árið 1962 tók bæjarstjórn landið Lækjarhvammi úr erfðafestu. Skömmu síðar var farið að byggja á landinu. Þar eru nú fjölbýlishúsin við Álftamýri og Skipholt. Mikið af landi fór undir Kringlumýrarbrautina. Ennþá er nokkuð af túninu óhreyft fyrir sunnan Suðurlandsbrautina. Nú er aðeins eftir tveir bændur í Reykjavík en voru um 40 þegar Einar hóf búskap. Síðustu árin hefur Einar verið „símsvari“, eins og hann kallar sjálfan sig, hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins.

Að síðustu spurði eg Einar hvaða tilfinningar bærðust með honum þegar hann lítur yfir farinn veg og minnist allra þeirra trúnaðarstarfa sem bændur höfðu falið honum gegnum árin.
Einar svaraði um hæl: „Eg á aðeins til góðar minningar um alla þá menn, sem eg hefi starfað með og allt sem eg vann að félagsmálum bænda var mér til mikillar ánægju. Þó er eitt starf sem eg er alltaf dálítið montinn eða stoltur yfir að mér tókst að leysa þokkalega. Það var þegar eg fór minn fyrsta túr á togara, 19 ára gamall. Þá voru engin vökulög og þrældómurinn all mikill. Eftir þennan fyrsta túr átti eg aldrei í neinum erfiðleikum með að fá skiprúm.
Nú er högum mínum breytt, enginn þrældómur, eg sit og svara í síma og ýmislegt sem tilfellur á skrifstofu Framleiðsluráðs og hef nærri því jafnmikla ánægju af því starfi og öðrum, sem eg hefi leyst af hendi á síðustu 80 árum eða svo“.
Í greinasafni MBL 1991 er minningargrein Jóns Guðbrandssonar um Einar Ólafsson:

Jón Guðbrandsson.
„Mánudaginn 22. júlí 1991 var Einar Ólafsson til moldar borinn í Reykjavík. Einar var fæddur í Flekkudal í Kjós 1. maí 1896, sonur hjónanna Ólafs Einarssonar, sem var frá Flekkudal, og Sigríðar Guðnadóttur, sem var frá Eyjum í sömu sveit. Einar var næstelstur 7 systkina og elsti sonurinn. Ótrúlega snemma tók Einar að sér trúnaðarstörf á heimilinu þar sem faðir hans stundaði sjó til þess að drýgja tekjurnar, sem annars hefðu ekki dugað til framfærslu fjölskyldunnar í Flekkudal. Ekki naut Einar mikillar skólagöngu á nútíma vísu, en var þó 2 vetur í Mýrarhúsaskóla auk heimanáms. Aldrei þótti mér skorta neitt á menntun hjá Einari, enda kunni hann allt það sem hann lærði í skólanum og bætti stöðugt við á lífsleiðinni eins og gengur. Ekki er nokkur vafi á því að Einar hefði verið góður námsmaður ef hann hefði lagt slíkt fyrir sig. Eitt var það þó sem hann sá eftir að hafa eytt tíma í að læra en það var kverið. Öllum var ætlað að læra það utanað og auðvitað gerði hann það, en eitthvað efaðist hann um sannleiksgildið og reyndar var það svo að trú og trúariðkanir höfðuðu ekki til hans. Sú skoðun breyttist ekki þótt aldurinn færðist yfir hann og endalokin nálguðust. Ekki þannig að hann hefði neitt á móti trú annarra, þetta var bara ekki hans hugðarefni og hann virtist ekki þurfa á trú að halda. Honum þótti þó mikil speki fólgin í boðorðunum og hann taldi að þau væru mannanna verk og að þau væru lykillinn að sambýli mannanna. Einar fór snemma að vinna í Reykjavík. Fyrst í fiskvinnu og síðar við höfnina. Þegar hann hafði aldur til fór hann til sjós á togara. Allir vildu komast á togara, sem þýddi að á togarana völdust einungis úrvals menn. Einar var á ýmsum togurum og um tíma á færeyskum.

Þórunn Einarsdóttir.
Upp úr 1920 kynntist Einar Bertu Ágústu Sveinsdóttur, sem bjó með móður sinni, Þórunni Guðmundsdóttur, í Lækjarhvammi við Reykjavík. Sveinn Steindórsson skipstjóri og Þórunn höfðu flust frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd að Lækjarhvammi 1916, en Sveinn féll frá skömmu síðar. Berta og Einar giftu sig 1926 og hófu þá búskap í Lækjarhvammi. Vegna landþrengsla í Lækjarhvammi og skorts á beitilandi handa kúnum var jörðin Bær í Kjós keypt 1941 og kýrnar hafðar í seli þar, en túnin í Lækjarhvammi öll nýtt til slægna. Ég sem þetta skrifa er upprunninn í næsta nágrenni við Lækjarhvamm og fór snemma að sniglast þar í kring ásamt fleirum. Á sumrin var heyskapur með hestum, vögnum og vélum og mikil ævintýri í kringum það. Vorið 1840, þá var ég 11 ára, átti ég leið yfir túnið í Lækjarhvammi sem oftar. Þar hitti ég Einar svona um það bil þar sem hitaveitustöðin í Bolholtinu er. Hann spurði mig hvort ég vildi vera hjá sér um sumarið sem ég þáði og er raunar ekki farinn úr vistinni enn. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau ólu upp 2 börn. Dótturina Þórunni sem þau ættleiddu og Stefán Ottó Helgason, en þau voru systkinabörn, Berta og hann. Þórunn giftist undirrituðum og eignuðust þau 9 börn. Stefán Ottó giftist Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur og eignuðust þau eina dóttur. Stefán Ottó lést 1956. Fleiri voru langdvölum í Lækjarhvammi og nálguðust það að vera fósturbörn og vil ég þar nefna Þormóð Sigurgeirsson, sem giftur er Magdalenu Sæmundsen og búa þau á Blönduósi, og mig sjálfan, við nutum foreldralegrar umhyggju þeirra hjóna, en miklu fleiri eiga góðar minningar frá margra ára veru sinni í Lækjarhvammi og í Bæ. Einar og Berta bjuggu allstóru búi og voru með um 30 mjólkurkýr þegar mest var og um 200 ær.

Reykjavík 1947. Lækjarhvammur var þar sem nú er Lágmúli 4.
Snemma hlóðust félagsmálastörf á Einar og urðu þau snar þáttur í störfum hans sem tóku mikinn tíma frá búskapnum. Einar var knár og harðduglegur, en hann bjó ekki einn, Berta bjó með honum og dygg hjú. Þegar Einar brá búi 1966 hóf hann störf hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins þar sem hann var öllum hnútum kunnugur, enda hafði hann tekið þátt í að móta margar þær aðferðir sem þar var unnið eftir. Hjá Framleiðsluráði var hann allt til 89 ára aldurs. Einar var mjög þakklátur fyrir þann tíma sem hann var þarna. Þetta stytti honum stundirnar í góðum félagsskap sem hann mat mikils. Berta lést árið 1968. Einari var það mjög þungbært enda hafði sambúð þeirra verið óvenju góð þótt ólík væru.

Kjós. Bær er ekki langt frá Flekkudal, fæðingarstað Einars.
Einar og Berta höfu þá nýlega látið byggja fyrir sig íbúð vestast á Lækjarhvammstúninu og þar bjuggu þau þegar Berta dó. Einar bjó þarna áfram, stundum einn en oftast var eitthvert barnabarnanna hjá honum. Þegar þessu tímabili lauk fluttist hann austur á Selfoss til dóttur sinnar. Einar eltist vel, klæddist á hverjum degi og settist í sæti sitt við borðið. Hann hélt sínu góða minni til hins síðasta, en sjónin var farin að daprast.“ – Jón Guðbrandsson
Eftirfarandi mátti lesa á vefsíðunni kjos.is árið 2009: „Pétur Guðjónsson og Bertha Jónsdóttir hafa komið upp veðurstöð í Bæ. Bærinn hefur verið í eyði um nokkurra áratuga skeið en síðast rak Einar Ólafsson frá Flekkudal, yfirleitt kenndur við Lækjarhvamm í Reykjavík, þar búskap. Segja má að jörðin sé arfleið hans en Bertha er afabarn hans. Unnið hefur verið við viðgerðir á íbúðarhúsinu undanfarið og standa vonir til að þar verði búseta innan tíðar.“
Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 20. tbl. 06.06.1981, Síðasti bóndinn í Reykjavík, Agnar Guðnason, bls. 10 og 15.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/71462/
-Kjos.is – 2009.

Flekkudalur.
Hraunagata II
Um Hraunin milli gömlu götunnar millum Innnesja og Útnesja, Alfaraleiðar, og strandar virðist hafa legið gata, nefnd Hraunagata og Hraunavegur. Hún er enn greinileg og vörðuð á stuttum köflum, en í heild er gatan torlæs – nema þeim er lesninguna kunna.
Við götuna eru, ef vel er að gáð, mannvistarleifar á báðar hendur. Gatan virðist hafa legið milli Straums/Óttarsstaða og Hvassahrauns, neðan Sjónarhóls, Brunnhóls og Grænhóls.
Hraunagatan liggur fyrir norðan Skyggni með svo til beina línu yfir hraunið að Straumi. Í stað þess að beygja norður fyrir Grænhól lá gatan nokkuð sunnan hans. Þegar austur fyrir hólinn var komið beygði hún til norðvesturs – með stefnuna á vörðuna, sem fyrr hafði verið hlaðin á „endamörkum“ fyrri ferðar. Í stað þess að halda beint áfram þar eða beygja til hægri átti að beygja nánast 75° til vinstri. Hefði það verið gjört mátti auðveldlega fylgja götunni heim að Hvassahrauni.
Í fyrri ferð um svæðið þar sem gatan var rakin fram og til baka frá Straumi að Lónakotssvæðinu vestanverðu höfðu komið í ljós hnökrar á framhaldinu. Í stað þess að leita sunnar í hrauninu var ákveðið að fara norðar, þ.e. með stefnu niður fyrir Grænhól. Það leiddi til hringferða um hraunið neðanvert. Áður en þetta var gert hafði verið hlaðin lítil varða þar sem gatan virtist áður enda.
Nú var gatan hins vegar rakin frá Hvassahrauni áleiðis yfir að Lónakotssvæðinu. Fljótlega lá fyrir hvar Hraunagatan lá í klapparmóanum. Vísbendingar í litlu vörðuformi gáfu og leguna til kynna. Víða mátti sjá hófmarið grjót, sérstaklega í klapparþrengslum.
Líklegt má telja að Hraunagatan hafi að mestu verið farin af heimafólki og kunnugum í Hraununum. Aðrir hafa farið Alfaraleiðina, sem er nokkuð sunnar (ofar) í hrauninu.
Segja má að með opinberun Hraunagötunnar hafi enn ein hinna gömlu þjóðleiða bæst í félagsskap þeirra, sem fyrir voru. Það að götunnar hefði verið getið í örnefnalýsingum hefur gert að verkum að hennar var leitað. Fundurinn verður vonandi til þess að fólk nýti sér Hraunagötuna til ánægjulegra gönguferða á komandi árum og áratugum. Leiðin eftir henni á milli Straums og Hvassahrauns er u.þ.b. 1 klst og 30 mín gangur á eðlilegum gögnuhraða.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Straum, Óttarsstaði, Lónakot og Hvassahraun.
.
Dysjar við alfaraleið
„Í ritgerð eftir próf. Matthías Þórðarson í Árbók Fornleifafjelagsins 1829, er nofnist „Nokkrar Kópavogsminjar“, hyggur hann að hálsinn, sem Eyólfur talar um, sje Arnarnesháls, en ekki Kópavogsháls (Digranesháls).
Nokkrar dysjar eru á Arnarneshálsi. Er talið að undir einni liggi danskur maður, sem tekinn hafi verið af fyrir einhvern glæp, en M.Þ. þykir líklegra að þar liggi Hinrik Kules, þýskur maður, sem tekinn var af lífi fyrir morð á Bessastöðum sjálfa jólanóttina 1581. Á norðanverðum hálsinum er önnur dvs, sem munnmæli ganga um að sje dys Steinunnar frá Árbæ og segir M. Þ. að það sje ekki að fortaka. En dys Sigurðar hvgg ur hann helst að sje norðan við Kópavogslækinn, skamt fyrir ofan veginn, sem nú er. Þar eru fjórar dysjar, tvær og tvær saman og ber mjög lítið á efri dvsjunum. Annars verður ekkert sagt um það með vissu, hvar þau Sigurður og Steinunn hafa verið dysjuð.
Enginn mun heldur vita hve margt fólk hefur verið tekið af lífi og dysjað í Kópavogi og á Arnarneshálsi. Sumar dysjarnar munu vera horfnar. En allar hafa þær verið meðfram veginum, sem þá var, svo að vegfarendur gæti kastað að þeim grjóti. Dómendur þeirrar tíðar ljetu sjer ekki nægja að dæma sakborninga til lífláts, heldur náði dómurinn út yfir gröf og dauða. Siðurinn sá, að urða sakamenn við alfaraveg, átti bæði að vera viðvörun til annara, og eins til þess að komandi kynslóðir gæti skeytt skapi sínu á hinum framliðnu með því að kasta að þeim grjóti.“
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Árni Óla, 24. október 1948, bls. 448.
Dysjar Krýsu, Herdísar og smalans neðst.
Flekkuvíkursel IV
Ætlunin var að skoða dæmigert sel á Reykjanesskaganum, eitt af þeim 400, sem FERLIR hefur skoðað hingað til í hinu upprunalega landnámi Ingólfs.
Flekkuvíkurselið hefur að geyma húsaleifar typískrar húsaskipan seinni tíma selja á Skaganum sem og öll tilheyrandi mannvirki; stekk, kví, vatnsstæði, selstíg og selvörðu auk eldri selminja, sumar hverjar m.a.s. torráðnar. Auk þess eru í selstöðunni leifar eldri selja. Þá er staðsetningin t.a.m. dæmigerð fyrir sel á norðanverðum Reykjanesskaga, þ.e. í skjóli fyrir austanáttinni.
hafi verið a.m.k. þrjár, ekki allar endilega frá sama tíma. Þannig er miðselið greinilega yngst og sennilega það sel er lagðist síðast af rétt fyrir 1880.
Selstígurinn beint suður í Flekkuvíkursel. Það stendur í Seltúninu og eru þar allmiklar rústir greinilegar. Þar var
FERLIR hefur nokkrum sinnum komið í Flekkuvíkursel. Í einni af fyrri lýsingunum segir: “Á leiðinni til baka niður heiðina var komið við í Kolhól og Kolgrafarhólum í leiðinni niður að Flekkuvíkurseli. Það er suðaustan Kolgrafarholts og Kirkholts en norðaustan Sýrholts. Selið stendur nokkuð fyrir neðan Grindavíkurgjá og er háa, nafnlausa, varðan ofan og austan Auðnasels í suðurstefnu frá Flekkuvíkurseli. Um hálftíma gangur er milli Auðnasels og Flekkuvíkursels. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví. Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásunum norðan kofatóftanna og fáeinir steinar við það. Ásarnir, sem selið stendur við, heita Vestri-Flekkuvíkurselás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás. Á vesturásnum er Selásvarða, önnur varða er á miðhluta hans og sú þriðja á nyrðri endanum. Norðan ássins, rétt neðan við vatnsbólið, eru þrjár gamlar tóftir og há grasivaxin grjóthrúga, líklega mjög gömul húsatóft. Norðan Flekkuvíkursels, mitt á milli selsins og Reykjanesbrautar, eru tvær stórar vörður er standa mjög þétt saman. Þær heita Bræður.”
Allnokkrar vörður eru ofan og umhverfis Flekkuvíkursel. Í örnefnalýsingu segir að: “Selás eða Flekkuvíkurselás heitir langt klapparholt við selið að ofanverðu og inn í holtið skerast grasbollar beggja vegna. Ásinn greinist samkvæmt gömlum landamerkjalýsingum í Vestur-Flekkuvíkurselás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás. Á vesturásnum er Selásvarða, önnur varða er á miðhluta hans og sú þriðja á nyrðri endanum.”
Stekkirnir gefa jafnan til kynna hversu margar selstöður hafa verið í hverju seli. Einungis einn stekkur virðist vera framan við framangreind tvö sel. Ef vel er að gáð má sjá að nýrri stekkur hefur verið hlaðinn upp úr eldri stekk. Fótstykki gamla stekksins sést norðan og austan við nýrri stekkinn, nú nær gróið yfir hann.
Þegar komið var upp í Vatnsleysuheiðina var selstígnum fylgt upp í Flekkuvíkursel. Tvær áberandi vörður, Bræður, hlið við hlið, eru í heiðinni. „Þær nefnast Bróðir nyrðri og Bróðir syðri“, segir í örnefnaskrá.
Selstaðan er í grónum hvammi. Í honum eru tvö sel, annað yngra. Skammt norðar, einnig í skjóli undir klapparhæð, er þriðja selið. Sjá má þrjá stekki ef vel er að gáð, en það bendir til þess að selstöðurnar í Flekkuvíkurseli
Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Flekkuvík: „Jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Þetta ár eru hjáleigurnar Sigurðarhjáleiga, Blíðheimur, Péturskot, Refshali og Úlfshjáleiga. Þessar [hjáleigur] eru með vissu taldar. Vatnagarður syðst … og Tröð.“
Tvíbýli var á jörðinni og var Vesturbær í eyði frá 1935, austurbær frá 1959. Einnig eru óljósar sagnir um tvö býli, sem hétu Holt og Járnshaus, skv. örnefnalýsingu.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Selstöðu á jörðin og brúkar þar sem heitir Flekkuvíkursel, eru þar hagar viðsæmandi, en stórt mein að vatnsleysi, og báglegt eldiviðartak.” “Vestan eða suðvestan undir honum er Flekkuvíkursel og er það í landi Kálftjarnar,” segir í örnefnaskrá GE. “Þar rétt hjá er
haft í seli fram til 1845. .. Þegar haft var í seli var búsmalinn rekinn til vatns í Kúagerði, 40 mínútna leið fram og
til baka.” segir í örnefnaskrá Flekkuvíkur. “Enn ofar, vestan undir klapparási, er Flekkuvíkursel. Þar er allstór mói í kringum selið, er nefnist Seltún. Amma Ólafs [Erlendssonar], Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, kom í selið sem barn og voru þá bæði smali og selráðskona þar. Það hefur verið á milli 1860-70, en Herdís var fædd 1858. Þarna sjást rústir allmargra kofa.” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Síðasta selið sem fór í eyði í sveitinni, um 1879.
“Drjúgan spöl suðaustan Kolgrafarholt og Kirkholts en norðaustan Sýrholts er Flekkuvíkursel. Selið stendur nokkuð fyrir neðan Grindavíkurgjá og er háa, nafnlausa, varðan ofan og austan Auðnasels, í suðurstefnu frá Flekkuvíkurseli. Um hálftíma gangur er milli Auðnasels og Flekkuvíkursels. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví.
Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásnum norðan tóftanna og fáeinir steinar við það.”
Þegar selstöðurnar þrjár eru skoðaðar má sjá þrjú rými í sérhverri þeirra, dæmifert fyrir sel frá upphafi á Reykjanesskgagnum. Vestasta selið liggur svo til þvert á Vestari-Flekkuvíkurselás. Tóftirnar eru nokkuð reglulegar og ágætur vitnisburður um sel frá miðtímabili seljabúskaparins hér á landi. Þá var að komast skipulegri mynd á húsaskipanina. Rýmin eru í einfaldri röð og má vel greina hvar eldhús, baðstofa og búr hafa verið í húsaskipaninni. Tóftirnar eru grónar, en standa vel.
Selið skammt norðar eru miklu mun reglulegra og heillegra. Í því er miðhúsið heillegast; baðstofan. Í því sjást hleðslur í innanverðum veggjum. Dyr eru mót suðvestri. Veggirnir standa grónir.
Vatnsstæðið sést enn á Nyrðri-Flekkuvíkurselásnum, norðavestan undir vörðubroti, sem þar er.
Nyrsta selið er líklega elst. Í því eru smæstu rýmin. Gengið hefur verið inn í baðstofuna og búrið frá sama stað; þ.e. búrið til suðurs og baðstofuna til austurs. Eldhúsið er rétt norðan við baðstofuna. Tóftirnar eru grónar. Stekkurinn frá þessu seli er í gróinni kvos skammt norðvestar.
Þegar selstöðurnar voru gistaðar í austanáttinni mátti vel finna hvers vegna þeim var valin þessi staðsetning.
Ein tóft, stök, skammt norðan nyrstu selstöðunnar, hefur vakið vangaveltur. Nú var hún gaumgæfð bæði vel og vandlega. Niðurstaðan er að þarna hafi verið kolagröf. Í tóftinni má sjá ferkantaðar hleðslur og virðist hafa verið hróflað að hleðlsunni. Það verður að þykja eðlilegt þarna því undir er slétt hraunhella í allar áttir. Sennilega má finna undir gröfinni gat á hraunhellunni. Hlaðið hefur verið upp með gatinu og þá myndast þetta mannvirki, sem virðast þá vera leifar fyrrum kolagerðar í heiðinni, sem áður var skógi vaxin. Kolagröfin er við hliðina á elsta selinu í Flekkuvíkurselstöðunni og verður því að teljast til eldri minja – og þar með sérstaklega áhugaverð fornleif.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.
Flugslys við Vogshól 1942 og 1944
Ferlir hafði staðsett 31 flugslysastaði á Reykjanesskaganum. Nú var komið að því að leita uppi og skrá þann 32. í röðinni.
Í bók Friðþórs Eydals, Frá heimstyrjöld til herverndar, er ljósmynd af flugslysi á Njarðvíkurheiði 27. desember árið 1942 og meðfylgjandi texti: „Flak Katalína-flugbáts Bandaríkjaflota við Vogshól í Njarðvíkurheiði 27. desember 1942. Flugvélin sundraðist og brann er eldsneyti og djúpsprengjur sprungu (NARA 80-G-27553).
eru svo skýrslur um sérhvert slysanna. Auk þess má sjá atvikum lýst í bréfum frá herstjórninni til höfuðstöðvanna í Bandaríkjunum (Letter from Comm. VP-84 to Comm. Air Force, U.S. Atlantic Fleet). Bréf þessa efnis var dagsett 28. ágúst 1943.
FERLIR hafði samband við Friðþór með það fyrir augum að leita nánari staðsetningar flaksins. Hann brást vel við – að venju: „Já, ég geri það svona nokkurn veginn samkvæmt lýsingum félaga míns sem hefur farið á staðinn. Viltu að ég útvegi lýsinguna?“ Eftir jákvæða umleitan barst eftirfarandi svar: „Kunningi minn leitaði slysstaðinn uppi fyrir nokkrum árum og sagðist hafa fundið smá brak á víð og dreif. Staðsetningin er er þessi: .,-.“
Auðvelt var að finna brakið eftir lýsingunni. Það var undir lágum klapparhrygg. Meginbrakið, þ.e. sjálfur slysstaðurinn, var allgreinilegur. Umhverfis var brak á víð og dreif; vélarhlutir, skot og skrokkhlutar.
Í framhaldinu var leitað bæði til Sævars Jóhannesonar og Karls Hjartarssonar. Báðir búa þeir yfir miklum fróðleik um flugslysasögu stríðsáranna. Báðir buggju yfir áhugaverðum upplýsingum.
Um flugslys Bandaríkjamanna á þessum tíma er til dagbók stríðsins (VP-84 War Diary). Meðfylgjandi henni
Svo er að sjá sem átta manna áhöfn hafi farist í flugslysinu; fjórir foringjar og fjórir óbreyttir.
Í nefndri slysaskýrslu (Accident Record sheet) segir m.a. um atvikið: „Dagur: 27. 12. 1942. Tími: 07:44. Deild: VP-84, USN, Tegund: PBY-5A. Nr.: 04402. Kódi: (enginn). Flugmaður: Lt. H.H. Luce, USNR. Stöð: FAB Reykjavík. Staðsetning: Keflavíkursvæði. Tjón: Alger eyðilegging.
Lýsing: 1) Kl. 07:26 tók flugvél nr. 04402, eftirlitsvél undir stjórn Lt. H.H. Luce, á loft í þeim tilgangi að veita kafbátum mótspyrnu. Kl. 07:44 hrapaði vélin nálægt Keflavík. Öll áhöfnin lést.
2. Þann 27. desember 1942, tók Lt. H.H. Luce, A-V (N), USNR, á loft með tveimur flugmönnum og áhöfn fimm manna. Það var tunglskinsnótt, en 5/10 takmarkað skyggni með mikilli snjóvindhviðum á svæðinu. Lt. Luce kom inn í eina slíka vindhviðu án þess að átta sig á skaðsemi hennar og hrapaði á Keflavíkursvæðinu. Tvær aðrar flugvélar, sem hófu flug á sama tíma vöktu athygli á sérstaklega mikilli ókyrrð þessarrar vindhviðu eftir að þær lentu í henni.
Ein þeirra steyptist og hún nánast hrapaði áður en náðist að rétta hana af. Það er ómögulegt að greina snjóvindhviður að næturlagi og að forðast þær er jafn erfitt. Öll áhöfn flugvélarinnar létust í hrapinu. Flugvélin brann í snertingu við jörðina. Þeir sem létust voru: Lt. H.H. Luce, A-V(N), USNR, Lt (jg) D.A. Helms, A-V(N), USNR, skráður G.S. Nelson, a-V(N), USNR, Bryan, J.L., AMM3c, USN, Eichelberger, C.A., ARM1c, USN, Coode, B.W., ARM3c, USN, Hammond, W.C., AMM3cV6, USNR, Kantz, W.P., AMM1c, USN.
Á vettvangi flugslyssins á Njarðvíkurheiði var augljóst að þangað hafði enginn komið um langa tíð.
Athugasemdir: Í framhaldi af viðræðum við deildarmeðlimi kom fram hjá fyrirliða C.O., Tt.Cdr. Jesse J. Underhill, USN, að hann taldi veðrið væri viðunandi til flugs og fór til Capt. Daniel V. Gallery, C.O. á flotastöðinni með þá kröfu að flugi þennan morgun yrði aflýst. Þessari kröfu var hafnað af Capt. Gallery, og fimm flugvélar tóku á loft á A/S „sópum“ frá kl. 07:07 til kl. 08:58. Frá kl 09:47 til kl. 10:15 móttöku allar flugvélarnar skilaboð um að snúa til baka til stöðvarinnar. Umræddar flugvélar voru: 7276 Lt (jg) J.T. Hocan 0707-1253, 2457 Lt (jg) E.W. Merkt 0802-1155, 7261 Lt (jg) L.L. Davis 0722-1210, 2459 Lt P.F. Bankhard 0858-1025 og 0442 Lt H.H. Luce 0726-0744 (hrapaði).“ Tölurnar aftan við nöfnin eru tímasetningar flugtaks og lendinga.
Á nútíma landakortum sem og á herforingjakortunum er Vogshóll merktur austan við Skipsstíg, sunnan Sjónarhóls. Í ljósi framangreindra upplýsinga virðist þurfa að skoða það eitthvað nánar.
Í framhaldi af framangreindri umfjöllun hafi Ólafur Marteinsson samband með eftirfarandi upplýsingar:
„Ágætu Ferlir. Ég var að lesa frásögn á heimasíðu ykkar um flugslys við „Vogshól“ á Njarðvíkurheiði. Frásögnin um Catalina flugbátinn er að miklu leiti rétt enda byggð á samtíma skýrslum hersins.
Ég hef athugasemd við seinni tíma frásagnir af slysinu við „Vogshól“. Þessum frásögnum fylgja myndir sem ekki eru af Catalina slysstaðnum. Samtímamynd Friðþórs Eydal er eina myndin sem tilheyrir Catalina slysinu. Ég fór í leiðangur á „Vogshól“ sl. sumar og fann slysstaðinn fljótt eftir mynd Friðþórs.
Strax þegar ég kom á staðinn sá ég að staðurinn þar sem mest var af flugvélahlutum var ekki slysstaður Catalína flugbátsins. Á staðnum var talsvert af hlutum t.d. sveifarás með 18 stimpilstöngum, af þessu mátti sjá að hreyfillinn var 18 strokka en ekki 14 strokka eins og hreyflar Catalína eru. Einnig var mjög áberandi ca. 5 m löng tvískipt pústgrein sem ekki var úr Catalina flugbát.
Hófst nú nákvæmari rannsókn á því hvaða flugvél lá þarna utan í „Vogshól“ og hvar var Catalina flugbáturinn?
Ég skoðaði hluti og skráði part númer og raðnúmer. Teiknaði upp nokkra skoðunarstimpla sem voru sæmilega glöggir. Þessar upplýsingar gáfu til kynna að hlutirnir voru frá Republic Aviation flugvéllaframleiðandanum.
Flugvélin sem þarna fórst 8. júli 1944 var Republic P47 Thunderbolt orrustuflugvél s/n 42-26100 frá USAAF 33 Fighter Squadron / 342 Composit Group, staðsett á Meeks Field, Keflavík. Orsök slyssins var hreyfilbilun. Flugmaðurinn Latham, Thomas J bjargaðist í fallhlíf. Latham, Thomas J bjargaðist í fallhlíf í svipuðu flugslysi við Húsatóftir 13. Júní 1944.
Brak við Vogshól.
Ég fór aftur á staðinn stuttu seinna, stækkaði leitarsvæðið og eftir dágóða yfirferð fann ég dreifða hluti, sem báru ártöl, part númer og skoðunarstimpla frá Consolidated Aircraft flugvélaframleiðandanum. Meðal annars var á staðnum grind úr hæðarstýrisfleti og á grindinni voru leifar að dúkklæðningu. Þessi hlutur var úr Catalína en ekki Thunderbolt.
Flugvélin sem þarna fórst 27. desember 1942 var Consolidated Catalina PBY-5A flugbátur, BUNO 0442 frá US Navy. VP-84 Squadron.
Hlutir úr Catalinu flugvélinni eru dreifðir yfir stórt svæði og skarast það svæði við svæði þar sem finna má hluti úr Thunderbolt flugvélinni.
Við „Vogshól“ hafa orðið tvö flugslys og einhverra hluta vegna hafa sögur af Catalina slysinu fengið meiri umfjöllun.
33. flugslysastaðurinn á Reykjanesskaganum er kominn fram!
Með kveðju – Ólafur Marteinsson.“
Heimildir:
-Frá heimsstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950, Friðþór Eydal 2007, bls. 220.
-Friðþór Eydal.
-Karl Hjartarsson.
-Sævar Jóhannesson.
-Ólafur Marteinsson – áhugamaður um Aviation Archeology.
Brak við Vogshól.
Kúagerði – Afstapahraun
„Það eru margir arnstaparnir í þessu Afstapahrauni“ varð einum að orði er hann gekk um hraunið norðanvert. Víða standa háir stöplar upp úr úfnu apalhrauninu, sem varla væri fótum fært nema vegna hins þykka gambra er þekur það að miklu leyti. Hraunið er skreytt margvíslegum steinmyndum auk þess sem steingert víkingaskipt trjónir þar á brúninni þar sem sést ofan af henni til sjávar. Engu er líkara en það hafi dagað þarna uppi þegar hraunið rann tæpum 200 árum eftir norrænt landnám á svæðinu.
Að þessu sinni var ferðinni beint um Kúagerði og Afstapahraunið yngra neðanvert. Hraunið hefur runnið um 1150 frá gígum sem eru vestan undir Trölladyngju og þaðan til norðurs alveg í sjó fram í Vatnsleysuvík á Vatnsleysuströnd. Heildarlengd hraunsins er um 10 kílómetrar.
Þá taka þar næst við Bakkar. Innst á þeim er Þórðarhóll, er í fjöru. Sagt er að hann hafi fyrrum staðið í miðju túni og heitir sá Látrabakkar og að hann hafi lent undir hrauni því er brann, Afstapahrauni, og þá hafi byggðin flust að Hvassahrauni. Bakkarnir ná suður að Afstapahrauni og heitir syðst á þeim Bakkatjörn. Svo er þar næst Skuggi sem er stór klettur, þar suður af heitir svo Mölvík. Þar næst er svo Fagravík sem er niður af Afstapavörðu sem er uppi á brunanum ofan við veginn.“
Úr Markavörðu lá landamerkjalínan milli Hvassahrauns og Vatnsleysu í Afstapavörðu eða Afstapaþúfu, sem stendur á Afstapa eða Afstapahrauni. Þaðan liggur línan um Afstapabruna. Í gömlum skjölum og annálum mun talað um Arnstapa, Arnstapahraun og Arnstapaþúfu eða -vörðu. Landamerkjalínan liggur svo áfram í Snókafell, þaðan um Lambafell í landamerkjalínu Krýsuvíkur.“
Úr Merkjanefsvörðu liggur landamerkjalínan milli Vatnsleysu og Hvassahrauns í Afstapavörðu á Afstapa eða Afstapaþúfu. Síðan liggur línan um Afstapahraun í Snókafell mitt og um Snókafellshraun en hraunin eru einnig kölluð Bruni. Síðan liggur línan upp um Lambafellshraun um Lambafell og Klofningsfell og áfram í landamerki Krýsuvíkur.
Er því vitað að hraun þetta hefur borið nafnið Arnstapahraun og þar af leiðir Arnstapavarða, Arnstapaþúfa og þá Arnstapi. Sunnan undir (vestan undir) Arnstapa er lægð með vatni eða tjörn, heitir Kúagerði og Kúagerðistjörn. Nú hefur Reykjanesbrautin verið lögð um tjörnina og henni skipt. Síðan heitir þarna Afglapi til minningar um verknaðinn. Upp frá Kúagerði liggja troðningar með hraunbrúninni, mætti nefna þá Kúagerðistroðninga því um þá var rekinn búsmalinn ofan úr Flekkuvíkurseli og jafnvel Rauðhólsseli.
Tó tvö er þar nokkru ofar og stígur þar í milli en Tóarstígur er gegnum allar Tóurnar. Þar sem hallar niður í þessa tó hefur verið hlaðinn garður svo gripir kæmust þar ekki út og burt. Tó þrjú er talsvert minni en þar er mikið jarðfall eða ker, Tóarker, er þar gott skjól. Tó fjögur er litlu stærri. Milli tó tvö, þrjú, fjögur eru hraunklif og ekki auðveld stórgripum. Þá kemur tó fimm sem er stór og allmjög vaxin hrísi og birki, nefnist því Hrísató.

Í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun segir m.a.: „Vestan Látra tók við Vesturhraun. Þar, er talið, að staðið hafi bær, sem lagðist af við hraunrennslið, nefndist Látur.
Í annarri lýsingu fyrir sömu jörð segir: „Út með sjó er klettur, sem nefnist Skuggi. Þá er Mölvík og Fagravík þar nokkru utar. Austast við hana er Markavarðan. Þórðarhóll eða Þórðarklettur var þarna á sjávarkampinum, nú horfinn. Hann á að hafa staðið í miðju Látratúni. Markavarðan var einnig kölluð Fögruvíkurvarða.
Þegar skoðaðar eru örnefnalýsingar fyrir Vatnsleysu um sama svæði segir: „Stekkhóll er stór hóll með fjárhúsi, hjá því er Steinkeravík innan við Stekkhólinn. Þá er Akurgerði, þar var bær endur fyrir löngu og Kúagerði er þar við hraunendann, þar er pollur ofan við veginn, hér er gamall áningastaður og niður af þessu er í fjörunni Hrafnaklettur. Þar sem hin fornu merki Stærri-Vatnsleysu og Akurgerðis [voru] er hóll með vörðubroti og heitir Fagurhóll. Sagt er að hraun þetta sem hér liggur fram í sjó og heitir það Afstapahraun, allmikið flæmi, talið er að það hafi farið yfir tvær jarðir, Akurgerði og Látra.
Til er vísuhelmingur, hafður eftir Halldóri Jónssyni hertekna:
Er nú komið yfir um sinn
Arnstapahraunið hvassa.
Gráhella heitir lítill tangi í hraunbrúninni sem þó ber vel við af sjó og er því mið. Rétt þar við var í eina tíð hellir, Gráhelluhellir. Nokkru ofar er troðningur eða stígur og liggur upp í Brunann, nefnist Tóarstígur. Hann liggur í Tóurnar sem eru sjö. Þar var haglendi sæmilegt og er talið að þarna hafi vermenn eða útróðramenn haldið hestum sínum á vertíðum. Neðsta er tó eitt og hefur henni verið spillt allmjög við grjótnám til Reykjanesbrautar.
Suðvestur úr henni liggur stígur og nefnist Hrísatóarstígur. Er sýnilegt að farið hefur verið um hann með hesta. Þá kemur tó sex sem er eiginlega samtengd tó fimm.
Ekki var gengið upp í gegnum Tóurnar að þessu sinni. Jónas Þórðarson segir eftirfarandi í lýsingu sinni um Vatnsleysu: „Austurmörk Vatnsleysulands hefjast á dálitlu klapparnefi nokkrum metrum austan við smávík, sem Fagravík heitir. Til skamms tíma var þarna merkjagirðing Hvassahrauns og Vatnsleysu, og náði hún fram í sjó. Mörkin liggja næst um allháan hraunhól í hraunjaðrinum rétt ofan við þjóðveginn, og nefnist hann Afstapi. Á honum er lítil, grasi gróin þúfa, Afstapaþúfa. Hraunið frá sjó og óvíst hvað langt upp eftir er kallað Afstapahraun. Rétta nafnið er að öllum líkindum Arnarstapi, Arnarstapaþúfa og Arnarstapahraun. Næsta kennileiti er um fell eitt allstórt, sem er rúmlega miðja vegu að endamörkum. Heitir það Snókafell. Hraunið þar við er kallað Snókafellshraun. Þaðan liggur svo línan um fell efst við hraunjaðarinn, sem heitir Lambafell, svo úr Lambafelli að Krýsuvíkurlandi.“
Þegar gengið var um Kúagerði komu í ljós tóftir á tveimur stöðum auk gerðis vestast á Bökkunum. Uppi í hraunbrúninni mátti sjá að núverandi Afstapavarða hefur verið hlaðin ekki fyrir svo langa löngu, væntanlega þó á Afstapaþúfu. Gamall stígur hefur legið upp á hraunið við tóft eina vestur undir hraunbrúninni í Kúagerði. Stígurinn er nú þakinn mosa, en auðvelt er að fylgja honum upp á hraunið og áleiðis yfir það, uns komið er að raski, sem þar er.
Hér breikkar allt og upp af þessari er svo tó sjö sem kölluð er Seltó. Spurst hef ég fyrir um sel þar, enginn kannast við það en nokkur beit getur verið þarna og má vera að búsmala úr Rauðhólsseli hafi verið haldið hér til haga. Vestur úr þessari tó liggur troðningur, Seltóarstígur. Vestur og upp undir Brunaveginum, vegur sem Vatnsleysumenn hafa gert upp um Brunann, er varða, Seltóarvarða og þar rétt hjá er tófugren, Seltóargren og er þá komið að veginum. Upp á Brunanum austur af Tó tvö er hraunhóll mikill, Snókhóll. Bruninn vestan Seltóar nefnist Seltóarhraun.“
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Hvassahraun og Vatnsleysu.
Kúagerði.
Leiðarendi – verndun
Hellaferð í Leiðarenda er spennandi ferð fyrir ævintýraþyrsta hópa. Hentar vel eftir vinnu eða sem hluti af lengri ferð. Hellirinn er aðeins í u.þ.b. 10 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Einn slíkur, samsettur af fólki á öllum aldri, fór í Leiðarenda nú eitt síðdegið. Í ljós kom að Árni Stefánsson er kominn langt með að ganga þannig frá varnargirðingum og merkingum að draga megi úr líkum á að dropsteinum og öðrum listaverkum náttúrunnar verði raskað af gáleysi. Hins vegar er hægt að skemma alla hluti, ef vilji er til slíks. Hafa ber þó í huga að dropsteinar í hellum njóta verndunarákvæða skv. gildandi reglum um friðlýsingu dropsteina.
Hraunbreiður Íslands geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur hafa runnið neðanjarðar og skilið eftir sig ranghala og hvelfingar. Í hraunhellum er að finna einstakar jarðmyndanir, s.s. dropasteina, hraunspena, straumfægða veggi og litríkar útfellingar.
Allt þetta hefur Leiðarendi í Tvíbollahrauni upp á að bjóða. Í nýju Hellahandbók Björns Hróarssonar segir að hellirinn sé um 180 metra frá Bláfjallavegi, í Stórabollahrauni. Tvíbollahraunið er ofan á því. Alls er hellirinn er um 900 m langur, greiðfær og aðgengilegur.
Stórabollahraun er u.þ.b. 2000 ára gamalt og hafa dropsteinar og aðrar myndanir lítið breyst allan þann tíma. Brýnt var því sérstaklega fyrir þátttakendum að raska engu og taka ekkert nema myndir.
Áður en Árni hóf störf sín í hellinum fór hann þangað með stjórn Reykjanesfólkvangs. Nota átti tækifærið að skoða hellinn og ræða um leið ástand og aðgerðir við hraunhella í fólkvanginum. Árni var einn þeirra, sem fyrstur kannaði Leiðarenda árið 1991. Þá var hellirinn algerlega ósnortinn, en þótt ekki séu liðin mörg ár hafa ýmsar dásemdir hans verið eyðilagar og jafnvel fjarlægðar, s.s. langir dropsteinar.
Árni sagðist sjá verulegan mun á hellinum frá því sem var. Margir háir og fallegir dropsteinar hafa verið brotnir, sömuleiðis hraunstrá, hraundellur og -rósir. Þá hefur verið þreifað á viðkvæmum bakteríumyndunum á veggjum. Hann sagði þó enn vera mikið heillegt til að varðveita fyrir áhugasamt hellafólk. Hafði hann þegar lagt drög að áætlunum um tilteknar ráðstafanir inni í hellinum sjálfum svo draga megi úr líkum á frekari skemmdum – og um leið auka áhuga og aðgengi að hellinum. Í þær framkvæmdir réðist hann svo í s.l. vetur og vor.
Árni hefur komið fyrir skiltum og gert ýmsar varnaraðgerðir inni í hellinum og sett upp eftirmyndir tveggja stórra dropasteina, sem nú eru horfnir, á þeim stöðum þar sem þeir voru. Á annarri eftirmyndinni af hinum stóru dropsteinum, sem fjarlægðir hafa verið úr hellinum, stendur þetta: „Brotinn 02.04.-23.06.2007“.
Þá hefur Árni límt upp þá dropsteina, sem brotnir hafa verið, en brotin skilin eftir á staðnum. Upplýst skal hér að dropsteinar eru einungis fallegir þar sem þeir eru fæddir á eða undir hellisþakinu. Um leið og búið er að bera þá út úr hellinum breytist mikilfengleiki þeirra í eftirsjá. Skyldu framangreindir dropsteinar t.d. nú vera notaðir einhvers staðar sem stofustáss? Áreiðanlega ekki. Líklega hefur gerandanum þegar hefndst fyrir því skv. þjóðsögunni hvílir bölvun á hverjum þeim er raskar minjum, þ.m.t. náttúruminjum, auk þess sem líkt er refsivert skv. lögum mannanna.
Hafa ber í huga að vitleysingjar hafa alltaf verið til og þeir munu verða til. Spurningin er hvort girðingar munu duga til að hindra skemmdarfíkn þeirra? Langflestir hellagestir ganga þó vel um og þannig á það líka að vera!
Til dropsteinamyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar sem hanga niður úr hellisþökum og standa upp úr gólfum. Með auglýsingu nr. 120/1974 voru dropsteinar í öllum hellum landsins friðlýstir. Bannað er að brjóta eða skemma á annan hátt umræddar dropsteinsmyndanir.
Auglýsingin um friðlýsingu dropsteina hljóðar svo: „Samkvæmt heimild í 23. gr. laga nr. 47/1971 um náttúruvernd hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið, fyrir sitt leyti, að lýsa dropsteina í hellum landsins náttúruvætti. Tekur friðlýsing þessi til allra hella landsins.
Til dropsteinsmyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar, sem hanga niður úr hellisþökum og niður með hellisveggjum, svo og dropsteinskerti, sem standa á hellisgólfum og syllum hellisveggja.
Bannað er að brjóta eða skemma á annan hátt umræddar dropsteinsmyndanir. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga. Felld eru úr gildi eldri ákvæði um vernd dropsteina.
undirbúa ferðirnar vel, vera með réttan búnað og rétt hugarfar. Ef undirbúningurinn er ekki góður þarf ekki mikið til þess að eitthvað fari úrskeiðis og ekki auðveldar það aðstæðurnar ef maður er fastur ofan í helli.
Hanskar – Gott er að hafa góða hanska til að verja hendur fyrir hvössu grjóti.
Umgengni – Að heimsækja hella krefst bæði aga og virðingar fyrir náttúrunni. Mörg dæmi eru um að fallegir hellar hafi verið skemmdir í gegnum tíðina en þar hefur rangt hugarfar oftast stjórnað gjörðum fólks.
Ráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni og birtist hún hér með skírskotun til 32. og 33. gr. laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, og tekur friðlýsingin gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum.
Í menntamálaráðuneytinu, 3. apríl 1974.“
Í bæklingi, sem Slysavarnarfélagsið Landsbjörg gaf út í samvinnu við Hellarannsóknarfélagið, HELLASKOÐUN – FORVARNIR OG UPPLÝSINGAR, segir m.a. um umgengni um hellana o.fl.:
„Hellaskoðun – Að skoða hella er áhugaverður kostur fyrir útivistarfólk og gefur alveg nýja sýn á íslenska náttúru. Til að fá sem mest út úr hellaskoðun þarf að
Ferðaáætlun – Hellar eru oftar en ekki í afskekktum hraunum þar sem fáir eru á ferli og fáir þekkja til. Ef eitthvað kemur upp á þarf að vera hægt að finna viðkomandi og spilar ferðaáætlunin þar stórt hlutverk. Hana þarf alltaf að skilja eftir hjá nánustu aðstandendum.
Búnaður – Mjög mikilvægt er að hafa með sér réttan búnað þegar skoða á hella en hann getur tryggt að við komum heil heim. Þegar farið er ofan í helli er góð regla að skilja eitthvað með áberandi lit eftir uppi á yfirborðinu. Það getur flýtt verulega fyrir ef leita þarf að fólki. Ef um óþekktan helli er að ræða er þetta enn mikilvægara.
Hjálmur – Mikilvægt er að hafa hjálm við hellaskoðun. Í hellum er svo til engin veðrun og grjótið getur verið oddhvasst.
Skór – Góðir gönguskór eru mikilvægir. Yfirleitt er ferðin að hellinum yfir ójafnt hraun og ofan í hellum er oft stórgrýti sem klöngrast þarf yfir. Stífir gönguskór sem styðja vel við ökkla koma í veg fyrir óþarfa slys.
Ljós – Í hellum er algert myrkur. Eina ljósið sem þangað kemur er það sem gestir hafa með sér. Ekki þarf mikið til að pera í vasaljósi skemmist og svo er alltaf hætta á að rafhlöður tæmist. Hver hellafari ætti því að hafa minnst tvö ljós, auka rafhlöður og perur. Mjög gott er að hafa ljós á hjálminum til að hafa hendur frjálsar til að geta stutt sig við gólf eða veggi við erfiðar aðstæður. Kerti og kyndlar eru ekki æskilegir ljósgjafar í hellum, auk þess sem þeim fylgir óþrifnaður.
Fatnaður – Hitastig í hellum er í flestum tilvikum 1-4°C, sama hvaða árstími er. Þótt úti sé sólríkur sumardagur þarf að gera ráð fyrir köldu og röku loftslagi hellisins. Ofan í hellum er síðan oft aur, bleyta og hvasst grjót og jafnvel þótt ekkert hafi rignt undanfarna daga getur dropað mikið úr loftinu þannig að auðvelt er að blotna í gegn. Hlífðarfatnaður getur því verið mjög gagnlegur.
Fjarskipti – Ekkert fjarskiptasamband er í hellum. Mikilvægt er að hafa það í huga þar sem ekki er hægt að treysta á neinn nema góðan ferðafélaga ef eitthvað kemur upp á.
Hættur – Hellar geta verið mjög hættulegir yfirferðar ef ekki er farið gætilega og rétt að hlutunum.
Ís í hellum – Á veturna og vorin geta hellar verið algjörlega ófærir vegna íss. Þetta á sérstaklega við um þá hella þar sem mikið vatn dropar úr lofti.
Grjóthrun – Hrun í hellum á meðan á heimsókn stendur er sjaldgæft. Það hrun sem fólk sér í hellum er yfirleitt frá því að hellirinn myndaðist og hraunið var að kólna. Jarðskjálftar eiga einhvern þátt í hruni en það er einnig sjaldgæft. Líklegast er að hrun geti verið við hellismunna eða rétt fyrir innan hann þar sem áhrifa frosts og þíðu gætir helst.
Laust grjót – Þegar farið er um hella er oft lauslegt grjót sem hangir í lofti eða í og við veggi. Þetta grjót ætti að láta alveg í friði. Ef hreyft er mikið við grjóti, sérstaklega í lofti, er auðvelt að koma af stað hruni.
Viðkvæmar hraunmyndanir – Dropsteina er að finna í mörgum íslenskum hellum. Þeir standa á gólfi og syllum og geta verið í öllum stærðum og gerðum. Dropsteinar eru viðkvæmir og geta auðveldlega brotnað séu þeir snertir og ber því að forðast það. Brotna dropsteina má alls ekki fjarlægja úr hellum. Hraunstrá er einnig hægt að finna
í mörgum hellum. Þau hanga niður úr loftinu, eru hol að innan og þola alls ekki snertingu. Ýmsar aðrar viðkvæmar myndanir er líka að finna í hellum. Oft myndast bekkir þar sem hraun hefur runnið lengi. Þeir eru oft þunnir og það má alls ekki setjast eða stíga á þá. Þunnur glerungur myndast stundum á gólfum og molnar auðveldlega undan skóm. Reynið að ganga til hliðar við þess konar svæði.
Rusl – Því miður hefur safnast mikið rusl í marga þekktari hella landsins í gegnum tíðina. Takið allt rusl með ykkur út úr hellinum sem þið eruð að skoða og ef þið sjáið rusl eftir aðra, vinsamlegast takið það líka með.
Kerti og kyndlar – Kerti og kyndlar eiga ekkert erindi inn í hella. Kertin skilja eftir mikinn sóðaskap þegar vax slettist niður og kyndlar geta bæði skemmt hella og verið hættulegir fólki. Þegar kyndlar brenna kemur af þeim bæði reykur og sót. Sótið sest á myndanir hellisins og reykurinn getur verið fólki hættulegur, sérstaklega innarlega í hellum þar sem loftstreymi er lítið.“
Á skiltum inni í Leiðarenda má m.a. lesa eftirfarandi: 1. Hellirinn myndaðist við eldgos fyrir um 2000 árum. Minjar hellisins hafa gildi fornminja. 2. Gefið ykkur tíma til að aðlagast myrkrinu. 3. Notið góð ljós, helst höfuðljós. 4. Flýtið ykkur hægt, sýnið aðgát. 5. Horfið og njótið. 6 Ekki snerta og ekki taka myndanir, hvorki brotnar eða óbrotnar. 7. Leyfið beinum lambsins að hvíla í friði. 8. Ekki snerta slím á veggjum í efri enda hellisins. 9. Ekki snerta loft þar sem hrunið hefur úr. Lifið heil.
Stjórn Reykjanesfólkvangs og Hafnarfjarðarbær styrktu framkvæmdina.
Þegar út var komið hafði unga fólkið lært a.m.k. eitt; hvorki má snerta né fjarlægja hellamyndanir. Það er margt hægt að kenna litlu fólki á skömmum tíma.
Frábært veður (skiptir reyndar ekki máli þegar inn er komið). Ferðin tók 1 klst og 1 mín.
Heimild m.a.:
-www.ust.is
Síðasti bóndinn í Reykjavík
Í Lesbók Morgunblaðsins 1981 má lesa eftirfarandi um „Síðasta bóndann í Reykjavík“ eftir Agnar Guðnason:
Einar Ólafsson (1896-1991).
Einar í Lækjarhvammi er hálf-nírœður og fyrir löngu þjóðkunnur maður. En borgin óx yfir Lœkjarhvamm og nú sjást engin merki umþennan bæ, sem stóð nálœgt gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar.
Agnar Guðnason segir hér frá búskap Einars.
Einar Ólafsson fæddist 1. maí 1896 að Flekkudal í Kjós. Bóndi varð Einar á fardögum árið 1921, en þá tók hann á leigu jörð og bústofn að Neðra-Hálsi í Kjós. Þar bjó hann aðeins eitt ár, því þá var jörðin seld og bústofn einnig. Þá var ekki fyrir Einar annað að gera en að fara á sjóinn aftur, en hann hafði verið á togurum á sumrin, frá 1916. Árið 1925 kvæntist Einar Bertu Ágústu Sveinsdóttur, en hún var ættuð frá Hvassahrauni.
Búskapurinn í Lækjarhvammi
Frá því á árinu 1916 átti Berta heima í Lækjarhvammi í Reykjavík. Hún hafði flust þangað með foreldrum sínum, en faðir hennar dó árið sem þau hófu þar búskap. Eftir það bjó hún þar ásamt móður sinni.
Berta Ágústa Sveinsdóttir (1896-1968).
Árið eftir að þau giftu sig, Einar og Berta, taka þau við búi í Lækjarhvammi. Þegar þau Einar og Berta taka við voru kýrnar 8 sem þótti sæmilegt. Strax á öðru ári Einars í Lækjarhvammi hóf hann að byggja fjós. Það var fyrir 25 kýr. Þetta þótti mikið myndarfjós á þeim tíma og Einar var þar með talinn einn af stórbændunum. Nokkrar aðrar jarðir voru á þessum árum í Reykjavík, þar sem voru góð kúabú, í nágrenni við Einar voru Rauðará, Austurhlíð og Laugaland, ekki var langt í Háteig og Sunnuhvol. Á þessu fyrsta búskaparári Einars og Bertu saman í Lækjarhvammi, voru töluvert á fimmta hundrað kýr í höfuðborginni. Talið var að á árinu 1930 hafi mjólkurframleiðslan í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verið það mikil að hún hafi dugað handa um helming borgarbúa.
Lækjarhvammur var nýbýli
Lækjarhvammur var fyrsta nýbýlið sem byggt var í „nágrenni“ Reykjavíkur. Bærinn átti landið og það var fengið á erfðafestu 4 ha. Fyrsta íbúðarhúsið var byggt á jörðinni árið 1880, sá sem það byggði og átti þar heima hét Árni Gíslason og var hann norðanpóstur í mörg ár. Það var ekki hægt að hafa stór bú á þetta litlu landi. Það varð því að bæta við landið og heyja annars staðar handa kúnum.
Einar fjölgaði kúnum mjög fljótlega og flestar urðu þær um 30. Árið 1928 keypti Einar tún af Thor Jensen. Þetta tún er innan borgarmarkanna ennþá og hefur lítið verið hróflað við því síðan. Þetta er túnið sem er fyrir vestan Glæsibæ við Suðurlandsbrautina og Holtaveg. Þá keypti Einar einnig hluta í jörð upp í Kjós. Fyrstu árin flutti hann heyið ofan að með bát til Reykjavíkur. Mestur varð heyskapurinn hjá Einari rétt um 1000 hestburðir. Þá var sérstakt við búskap Einars að kýrnar voru í sumarfjósi upp í Kjós, en Einar keypti jörðina Bæ, árið 1941. Þar var hann einnig með töluvert fjárbú.
Árið 1890 úthlutaði bæjarstjórn Árna Gíslasyni vesturpósti fjórum dagsláttum lands á vesturbakka Fúlutjarnalækjar, rétt ofan vegarins nýja, þar sem kallað var Lækjarbotn. Þetta var fyrsta sjálfstæða býlið sem byggt var út úr hina forna Laugarneslandi frá því Kleppur og Bústaðir byggðust. Árni nefndi býlið sitt Lækjarhvamm og bjó þar lengi, ásamt Önnu Stefánsdóttur konu sinni og Friðmey dóttur þeirra. Mannlíf við Sund, býlið, byggðin og borgin. 119. Bæinn byggði hann 1891. Sveitin við Sund, 99. Bærinn stóð á horni þar sem síðar reis hótel Esja, á horni Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Býlið stóð á vesturbakka Fúlutjarnarlækjar, sunnan Suðurlandsbrautar (sem þá taldist á þessum kafla til Laugavegar), eða rétt suðaustan við núverandi gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Frá 1926 bjó í Lækjarhvammi Einar Ólafsson forystumaður í búnaðarmálum, og rak þar stórt bú með á milli 20 og 30 mjólkandi kúm. Á 7. áratug 20. aldar varð býlið að víkja fyrir skipulagi og voru bæjarhúsin rifin árið 1967.
Þéttbýlið og búskapurinn

Lengi vel fundu þau Berta ekki neitt sérstaklega fyrir þéttbýlinu, þau voru eins og annað sveitafólk við sinn búskap og voru ótrufluð af öðru. „Það var eiginlega ekki fyrr en farið var að byggja við Álfheimana, að við fórum að finna fyrir smávegis óþægindum. Þá hættum við að hafa frið með heyið. Það þýddi ekkert að setja upp sæti, krakkarnir höfðu svo óskaplega gaman af að veltast í heyinu,“ sagði Einar.
Þá var nú einnig komið að því, að ekki var lengur hægt að vera með kýr inni í borginni. Það var rétt fyrir 1960 sem farið var að byggja við „Heimana“ og Einar hætti með kýrnar 1964 og hætti þar með alveg búskap í Lækjarhvammi. Hélt áfram með sauðfé í Bæ og var þar með um 200 fjár á fóðrun.
„Aldrei var mikil ásókn af krökkum hjá okkur í Lækjarhvammi, þannig að við hefðum einhvern ama af. Það var helst þegar við vorum að hirða að krakkarnir komu til okkar og vildu fá að hjálpa til, sem oftast var auðsótt mál fyrir þau. Það voru aldrei neinar skemmdir eða við urðum aldrei fyrir neinum sérstökum óþægindum vegna nábýlis við þéttbýlið,“ sagði Einar og bætti við: „Ég átti alltaf mjög góð samskipti við bæjaryfirvöld, þar var alltaf besta samkomulag.“
Laugardalur og nágrenni – loftmynd 1958.
Árið 1962 tók bæjarstjórn landið Lækjarhvammi úr erfðafestu. Skömmu síðar var farið að byggja á landinu. Þar eru nú fjölbýlishúsin við Álftamýri og Skipholt. Mikið af landi fór undir Kringlumýrarbrautina. Ennþá er nokkuð af túninu óhreyft fyrir sunnan Suðurlandsbrautina. Nú er aðeins eftir tveir bændur í Reykjavík en voru um 40 þegar Einar hóf búskap. Síðustu árin hefur Einar verið „símsvari“, eins og hann kallar sjálfan sig, hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins.

Að síðustu spurði eg Einar hvaða tilfinningar bærðust með honum þegar hann lítur yfir farinn veg og minnist allra þeirra trúnaðarstarfa sem bændur höfðu falið honum gegnum árin.
Einar svaraði um hæl: „Eg á aðeins til góðar minningar um alla þá menn, sem eg hefi starfað með og allt sem eg vann að félagsmálum bænda var mér til mikillar ánægju. Þó er eitt starf sem eg er alltaf dálítið montinn eða stoltur yfir að mér tókst að leysa þokkalega. Það var þegar eg fór minn fyrsta túr á togara, 19 ára gamall. Þá voru engin vökulög og þrældómurinn all mikill. Eftir þennan fyrsta túr átti eg aldrei í neinum erfiðleikum með að fá skiprúm.
Nú er högum mínum breytt, enginn þrældómur, eg sit og svara í síma og ýmislegt sem tilfellur á skrifstofu Framleiðsluráðs og hef nærri því jafnmikla ánægju af því starfi og öðrum, sem eg hefi leyst af hendi á síðustu 80 árum eða svo“.
Í greinasafni MBL 1991 er minningargrein Jóns Guðbrandssonar um Einar Ólafsson:
Jón Guðbrandsson.
„Mánudaginn 22. júlí 1991 var Einar Ólafsson til moldar borinn í Reykjavík. Einar var fæddur í Flekkudal í Kjós 1. maí 1896, sonur hjónanna Ólafs Einarssonar, sem var frá Flekkudal, og Sigríðar Guðnadóttur, sem var frá Eyjum í sömu sveit. Einar var næstelstur 7 systkina og elsti sonurinn. Ótrúlega snemma tók Einar að sér trúnaðarstörf á heimilinu þar sem faðir hans stundaði sjó til þess að drýgja tekjurnar, sem annars hefðu ekki dugað til framfærslu fjölskyldunnar í Flekkudal. Ekki naut Einar mikillar skólagöngu á nútíma vísu, en var þó 2 vetur í Mýrarhúsaskóla auk heimanáms. Aldrei þótti mér skorta neitt á menntun hjá Einari, enda kunni hann allt það sem hann lærði í skólanum og bætti stöðugt við á lífsleiðinni eins og gengur. Ekki er nokkur vafi á því að Einar hefði verið góður námsmaður ef hann hefði lagt slíkt fyrir sig. Eitt var það þó sem hann sá eftir að hafa eytt tíma í að læra en það var kverið. Öllum var ætlað að læra það utanað og auðvitað gerði hann það, en eitthvað efaðist hann um sannleiksgildið og reyndar var það svo að trú og trúariðkanir höfðuðu ekki til hans. Sú skoðun breyttist ekki þótt aldurinn færðist yfir hann og endalokin nálguðust. Ekki þannig að hann hefði neitt á móti trú annarra, þetta var bara ekki hans hugðarefni og hann virtist ekki þurfa á trú að halda. Honum þótti þó mikil speki fólgin í boðorðunum og hann taldi að þau væru mannanna verk og að þau væru lykillinn að sambýli mannanna. Einar fór snemma að vinna í Reykjavík. Fyrst í fiskvinnu og síðar við höfnina. Þegar hann hafði aldur til fór hann til sjós á togara. Allir vildu komast á togara, sem þýddi að á togarana völdust einungis úrvals menn. Einar var á ýmsum togurum og um tíma á færeyskum.
Þórunn Einarsdóttir.
Upp úr 1920 kynntist Einar Bertu Ágústu Sveinsdóttur, sem bjó með móður sinni, Þórunni Guðmundsdóttur, í Lækjarhvammi við Reykjavík. Sveinn Steindórsson skipstjóri og Þórunn höfðu flust frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd að Lækjarhvammi 1916, en Sveinn féll frá skömmu síðar. Berta og Einar giftu sig 1926 og hófu þá búskap í Lækjarhvammi. Vegna landþrengsla í Lækjarhvammi og skorts á beitilandi handa kúnum var jörðin Bær í Kjós keypt 1941 og kýrnar hafðar í seli þar, en túnin í Lækjarhvammi öll nýtt til slægna. Ég sem þetta skrifa er upprunninn í næsta nágrenni við Lækjarhvamm og fór snemma að sniglast þar í kring ásamt fleirum. Á sumrin var heyskapur með hestum, vögnum og vélum og mikil ævintýri í kringum það. Vorið 1840, þá var ég 11 ára, átti ég leið yfir túnið í Lækjarhvammi sem oftar. Þar hitti ég Einar svona um það bil þar sem hitaveitustöðin í Bolholtinu er. Hann spurði mig hvort ég vildi vera hjá sér um sumarið sem ég þáði og er raunar ekki farinn úr vistinni enn. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau ólu upp 2 börn. Dótturina Þórunni sem þau ættleiddu og Stefán Ottó Helgason, en þau voru systkinabörn, Berta og hann. Þórunn giftist undirrituðum og eignuðust þau 9 börn. Stefán Ottó giftist Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur og eignuðust þau eina dóttur. Stefán Ottó lést 1956. Fleiri voru langdvölum í Lækjarhvammi og nálguðust það að vera fósturbörn og vil ég þar nefna Þormóð Sigurgeirsson, sem giftur er Magdalenu Sæmundsen og búa þau á Blönduósi, og mig sjálfan, við nutum foreldralegrar umhyggju þeirra hjóna, en miklu fleiri eiga góðar minningar frá margra ára veru sinni í Lækjarhvammi og í Bæ. Einar og Berta bjuggu allstóru búi og voru með um 30 mjólkurkýr þegar mest var og um 200 ær.
Reykjavík 1947. Lækjarhvammur var þar sem nú er Lágmúli 4.
Snemma hlóðust félagsmálastörf á Einar og urðu þau snar þáttur í störfum hans sem tóku mikinn tíma frá búskapnum. Einar var knár og harðduglegur, en hann bjó ekki einn, Berta bjó með honum og dygg hjú. Þegar Einar brá búi 1966 hóf hann störf hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins þar sem hann var öllum hnútum kunnugur, enda hafði hann tekið þátt í að móta margar þær aðferðir sem þar var unnið eftir. Hjá Framleiðsluráði var hann allt til 89 ára aldurs. Einar var mjög þakklátur fyrir þann tíma sem hann var þarna. Þetta stytti honum stundirnar í góðum félagsskap sem hann mat mikils. Berta lést árið 1968. Einari var það mjög þungbært enda hafði sambúð þeirra verið óvenju góð þótt ólík væru.
Kjós. Bær er ekki langt frá Flekkudal, fæðingarstað Einars.
Einar og Berta höfu þá nýlega látið byggja fyrir sig íbúð vestast á Lækjarhvammstúninu og þar bjuggu þau þegar Berta dó. Einar bjó þarna áfram, stundum einn en oftast var eitthvert barnabarnanna hjá honum. Þegar þessu tímabili lauk fluttist hann austur á Selfoss til dóttur sinnar. Einar eltist vel, klæddist á hverjum degi og settist í sæti sitt við borðið. Hann hélt sínu góða minni til hins síðasta, en sjónin var farin að daprast.“ – Jón Guðbrandsson
Eftirfarandi mátti lesa á vefsíðunni kjos.is árið 2009: „Pétur Guðjónsson og Bertha Jónsdóttir hafa komið upp veðurstöð í Bæ. Bærinn hefur verið í eyði um nokkurra áratuga skeið en síðast rak Einar Ólafsson frá Flekkudal, yfirleitt kenndur við Lækjarhvamm í Reykjavík, þar búskap. Segja má að jörðin sé arfleið hans en Bertha er afabarn hans. Unnið hefur verið við viðgerðir á íbúðarhúsinu undanfarið og standa vonir til að þar verði búseta innan tíðar.“
Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 20. tbl. 06.06.1981, Síðasti bóndinn í Reykjavík, Agnar Guðnason, bls. 10 og 15.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/71462/
-Kjos.is – 2009.
Flekkudalur.
Gamli Kirkjuvogur – Magnús Grímsson
„Ósar heitir sá vogur sá hinn mikli, sem hér gengur til austurs inn í landið.
Litlu innar í Ósnum er einstakur hólmi dálítill, sem heitir Einbúi. Þar á eru rústir af sjómannabúðum, sem líklega hafa verið þar frá Vogi, sem síðar verður getið. Út í einbúa má nú ganga þurrum fótum um fjöruna. Skotbakki er þá næst kallaða þar inn með, og er hann upp undan Kirkjuvogsey, sem er grasi vaxin og eigi mjög lítil,framarlega í Ósunum. Annars kalla men, að ósarnir byrji ei utar en við sker þau, sem liggja norður undan Kirkjuvogstúni, austanverðu. Af hverju nafnið Skotbakki er dregið, gat ég ekki fengið neina sögu um. Þar er flutningur yfir um Ósa, þá ekki er fær hin leiðin vegna brims.
Af rústunum fram á nesinu eru 3 mestar, allar hér um bil kringlóttar, en stutt bil á milli. Það hafa menn fyrir satt, að hér hafi einhvern tíma, ekki fyrir mörgum árum, sézt kjalfar í hellu við voginn, og ætti það vera vottur þess, hversu mjög hér hefði verð sóttur sjór. Nú eru Ósarnir og vogar þessi varla gengir íslenzkum skipum fyrir útgrynni og sandrifjum. Er ei ólíklegt, að frá bæ þessum hafi útræði verið haft í Einbúa, sem fyrr er getið. Vogurinn austan til við nesið heitir Vogur eða Djúpivogur, og bærinn hét í Vogi. Kirkjan hefir verið flutt þaðan að Kirkjuvogi, þar sem nú er hún, fyrir sunnan Ósana. Með kostnaði og fyrirhöfn mætti grafa upp bæinn í Vogi, og væri það máske gjöranda til þess að sjá byggingarlag og húsaskipun, sem þá hefir verið; því þetta hefir auðsjáanlega verið stórbær á sinni tíð. Á seinni tímum hafa sumir kallað rústir þessar Gamla-Kirkjuvog, og má vera, að nafnið Vogur hafi breyzt í Kirkjuvogur, áður en kirkjan var flutt þaðan.
Norðan megin við Ósana, gagnvart Kirkjuvogi, er kölluð preststorfa, því þar er presturinn vanur að fá flutning yfir að Kirkjuvog, þegar hann fer þá leiðina.
Þegar inn kemur með Ósunum, svo eigi er nema snertu korn að botnum þeirra, verður fyrir nes eitt lítið. Gengur sinn smávogur eða vík upp með því hvoru megin, og er hin eystri víkin nokkuð stærri en hin vestari. Upp undan nesi þessu hefir staðið bæ á hól einum, og eru þar húsarústir miklar. Þær eru nú fullar orðnar af sandi túnið allt upp blásið. Túnið hefur verið stórt mjög, og frá bænum, allskammt þaðan í landsuður, eru rústir, sem líklega eru kirkjurústir. Hefir kirkjan verðið hér um bil 5 faðma löng og 3 faðmar breið. Til kirkjugarðsins sést til og frá, en mjög óglöggt, svo ekki verður hann mældur. Kirkjugarðurinn er alveg upp blásinn; engin sjást þar mannabein og engir legsteinar. Niður á nesinu og með eystri voginum eru stórkostlegar rústir, líklega sjóbúðir, vergögn og þess háttar. Allar eru þær úr grjóti og mikið mannvirki á. Þar hafa verið 5 eða 6 varir ruddar út í hin eystra voginn.
Inn úr Ósunum ganga ýmsir smávogar: Seljavogur, Kýrvogur, Skollavogur og Brunnvogur, en Djúpavog kalla þeir nú nyrzta horn þeirra. Ekki vita menn neitt merkilegt um örnefni þessi.“
Heimild:
-Magnús Grímsson. Fornminjar um Reykjanessskaga. Landnám Ingólfs. Reykjavík 1935-36. Bls. 257-258.
Gamli-Kirkjuvogur.
Básendar – Magnús Grímsson
„Skammt suður frá túninu á Stafnesi eru Básendar, þar sem kaupstaðurinn var.
útsuður. Fremst á nesinu sér til rústanna af bænum á Básendum; eru þær eigi stórar mjög, en allglöggar. Vör hefir þar verið niður frá bænum út í hinn nyrðra voginn. Litlu ofar á nesinu er rústin af búðar- og vöruhúsinu. Það hefir snúið frá útnorðri í landsuður, hér um bil 11 faðma á lengd, en 7 faðma á breidd, eftir þeim undirstöðum, sem nú sjást. Að vestanverðu við hús þetta hefir verið hlífðargarður, stór og mikill, fyrir hafsjó. Nokkrum spöl ofar á nesinu hefir íveruhúsið verið. Rústir þess sjást og múrsteinabrot á millum, þó ei svo glöggar, að mældar verði, en garður hefir verið um það hér um bil 10 faðma á breidd, en 20 faðma á lengd. Allar þessar rústir sýnast að hafa verið vandaðar og sterklega gjörðar, mest allt hlaðið af hraungrjóti, enda eru hér góð tök í slíku. Undirstöður húsanna eru eins og garðarnir, hrundar mjög og skörðóttar.
Kaupskipin áttu að hafa legið í syðra vognum. Voru þau jafnan bundin landfestum, svo að ei máttu snúast fyrir vindi; voru af hverju skipi 4 eða 5 festar; það kölluðu þeir svínbundið. Festar þessar sjást enn, og eru 5 á landskerjum eða landi, en 4 á útskerjum. Ég sá eina þeirra aðeins á nesinu, sem fyrr er getið. Er það járnsúla mikil, greypt niður í klöppina og blýi hleypt í kring; gat er á stólpanum og þar í hringur digur og víður. Járnstólpinn er ferskeyttur, á tvo vegu 12 en hina tvo 15 millimet.; hæð hans frá klöppinni var 32 millimeter, diameter hringsins 53½ millim., en yfir um hringinn var digurðin 23 millimeter. Öll þessi járn voru ryðbrunnin mjög. Festar þær, sem í útskerjum voru, gat ég ei skoðað, því enginn bátur var við hendina, enda sagði mér kunnugur maður, að þær væru með sama hætti og umbúningi allar 9. Að öðrum járnstólpa kom ég, og var hann eins og sá, sem þegar er lýst, nemar þar var hringurinn úr. Ég spurði manninn, því svo væri. Hann sagði, að sjómaður einn svarf hann úr með launung, en Stafnesbóndi komst þó að því um það leyti hann var ónýtur orðinn, hringurinn. Varð bóndi þá reiður, kvaðst ei vilja berja manninn, en á meðan hann lifði, mætti enginn hreifa neitt af menjum þessum. Það hefir ei heldur verið síðan.
Ganga þar inn í landi tveir vogar, eigi stórir, og neskorn fram á milli. Nes þetta hefir verið slétt og grasi vaxið, þó nú sé það mjög af sér gengið. Það snýr í
Innsigling á Básendum hefir verið vandrötuð og eigi fær fyrir hafskip nema með vissum vindum, enda hafa þar verið mörg sundmerki og nákvæm, sem sum eru enn í manna minnum og sjást, en sum varla eða alls ekki.
Útsker eru eigi fá fyrir framan vogana, en gott, þegar inn kemur.
Yfir þær festar, sem á útskerjum eru, fellur sjór ætíð, og þar ryðbrenna járnin óðum. Við hinn síðarnefnda járnstólpann, sem ég sá, var á klöppina höggið ASS, en á skeri einu var mér sagt, að væru ótal slík fangamörk. Það er að austanverðu við syðri voginn, en þangað komst ég ei, því bát vantaði, en hásjávað var. Um fjöru kvað mega ganga út á það sker. Útskerin eru alltaf umflotin. Landnorðurhallt við nesið sér rúst af kálgarði, eigi alllitlum; þar var brunnur í, djúpur og góður. Á botni hans segja menn, að verið hafi eikartré slegin í kross, og svo hver tunnan upp af annarri innan í til þess að eigi félli sandur í brunninn. Nú er það allt komið í sand, en sést þó, hvar brunnurinn var, af grjótþúst dálítilli í útsuðurhorni garðsins. Garðurinn liggur móti suður-útsuðri og er skammt frá Básendum. Upp undan syðra vogsbotninum og fyrir nesinu er grasi vaxin flöt, allfríð; það heitir Brennitorfa, því þar áttu kaupmenn að hafa haft brennur. Nokkru sunnar, upp á hrauninu er hóll hár, sem kallaður er Draughóll. Þar átti að hafa verið dys til forna, og rótuðu sjómenn henni alveg um. Þar fundur þeir lítið fémætt. Spölkorn suður þaðan í hrauninu og ekki rétt fram við sjó eru klettar tveir allháir og nokkurra faðma breitt sund á milli. Þá kalla menn Gálgakletta. Áttu Básendamenn að hafa lagt tré milli klettanna og hengt þar menn á, þegar þá greindi mjög á við einhverja. Er það í munnmælum, að beinum enna hengdu hafi verið kastað í gjótu undir annan klettinn og borið grjót fyrir að framan.“
Heimild:
-Magnús Grímsson: Fornminjar um Reykjanessskaga, bls. 255-257.
Á Básendum.
Uppblástur og gróðureyðing
Rétt eftir landnám jókst uppblástur hér á landi. Síðan hefur uppblástur verið eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Um landnám var rúmlega helmingur (yfir 60%) landsins gróinn, en nú einungis tæplega fjórðungur. Meira en helmingur gróðurlendis er horfinn og svo mun verða enn um sinn.
búfjárs á afmörkuðum svæðum. Tvær fyrri orsakirnar eru af völdum náttúru og getur því enginn stjórnað því. Vitað er á landnámsöld var loftslag nokkuð hlýrra en á síðari öldum og þessi kólnun á þátt í auknum uppblástri. En uppblástur er gróðureyðing af völdum vinda og vatns á mörkum gróðurlendis og auðnar. Einkum eru það móar sem blása upp en sjaldan mýrar en við sérstakar aðstæður getur hvorutveggja náð að blása það upp. Þegar fólk gengur um landið, ekki síst Reykjanesskagann, nú til dags með það fyrir augum að gaumgæfa minjar og áætla hvernig umhorfs hafi verið fyrrum þarf að hafa í huga að landið hefur breytt um ásýnd – sumstaðar verulega.
Það er fleira sem náttúran sjálf gerir sem skaðar getur gróðurinn. Sem dæmi má nefna jarðskjálfta og snjóflóð. Í snjóflóðum grefst mikið af gróðri undir mörgun tonnum af snjó og skriðum. Getur það tekið dágóðan tíma fyrir gróðurinn að ná sér aftur upp. Í aurskriðum geta stór gróðursvæði farið undir mold og mulning. Í jarðskjálftum hristist jörðin og getur t.d. mold runnið yfir gróður og þannig sökkt honum í mold.
Helstu orsakir uppblásturs eftir landnám eru t.d. minnkandi loftslag, af völdum náttúrunnar, mikil gjóskugos, eyðing skóga, af mannavöldum og hugsanlega ofbeit
Margir telja að ofbeit búfjárs t.d. lausagangur hesta og sauðfjárs hafi mikil áhrif á jörðina. Með beitinni verður lággróðurinn lágvaxnari og grisnari. Mikið traðk getur opnað gat í grasrótina svo uppblástur af völdum vinda og vatns getur farið af stað. Sauðfé sækir einnig í fersk gras, sem aftur á erfiðara um vik. Á móti má segja að þar sem búfénaður hefur haft viðdvöl um lengri tíma, t.d. í og við selstöðurnar eða fjárskjólin, er grasgróðurinn í hvað bestu ásigkomulagi, jafnvel öld eftir að hann hvarf þaðan.
Gjóskugos er annað atriði sem hefur haft veruleg áhrif á umhverfi Reykjanesskagans. Í miklum gjóskugosum fellur gosaska á víðlend gróðursvæði og kaffærir gróðurinn. Vindurinn fær mikið efni til þess að taka með sér og dreifa. En gróðurinn er þó jafnan fljótur að jafna sig og vaxa upp í gegnum öskuna og binda hana í jarðveginum. Stór gjóskugos hafa átt sér stað fyrir landnám án þess að uppblástur færi úr böndunum, en hitinn frá hraunkvikunni og endurnýjun hraunanna, hvert ofan á annað, hefur takmarkað lífslíkur gróðurs á sumum svæðum.
Eftir landnám var skógurinn höggvinn miskunnarlaust til kolagerðar og eldiviðar. Eftir það var búfénaði beitt á rjóðrin svo hann átti erfitt með að vaxa upp að nýju. Nú er aðeins um 1/100 hluti landsins skógi vaxinn. Fólk er þó byrjað að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda skógana og eru nú nokkrir skógar hér á landi verndaðir. Í þeim er bannað að höggva trén eða hafa búfjár lausan. Takmarkalaus skógrækt er þó ekki lausnin.
Það eru einkum móar sem blása upp, sjaldan mýrar því bleytan bindur korn mýramósins saman svo vindur nær ekki tökum á þeim. Við sérstakar aðstæður getur þó vindrof hins vegar náð að þurrka mýrar sem síðan blása upp.
Menn hafa einnig mikil áhrif á uppblástur og gróðureyðingu. Má þar nefna bílaslóða. Alltof víða er hægt að rekja slóð bíla þar sem ökumenn hafa verið að keyra um að því er virðist stefnulaust. Þeir skilja oft eftir sig ljót för í jarðveginum sem geta verið lengi að ná sér. Þessar slóðir eru einnig hættulegar fyrir gróðurlendi, opna uppblæstri leið og skapa farvegi fyrir afrennsli regn- og leysingavatn. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því víða má sjá hvar vatn hefur grafið fornar götur og reiðleiðir.
Þannig hefur verið stöðug barátta milli uppblásturs og sjálfsgræðslu Íslands, allt frá því að land greri upp eftir að ísaldarjöklar hurfu af landinu fyrir 10.000 árum. Breytist loftslag ekki helst jafnvægi milli uppblásturs og gróðureyðingar, álíka mikið land blæs upp og grær upp. Ef hins vegar loftslag batnar dregur úr uppblæstri, en sjálfsgræðsla eykst, svo gróðurlendi stækkar. Í versnandi loftslagi eykst uppblástur, en sjálfsgræðsla hægir á sér, svo gróðurlendi dregst saman.
Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.
Uppblástur er eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Svæðið umhverfis Reykjavík, bústað fyrsta landnámsmannsins, hefur orðið uppblæstri að bráð. Þar sem áður var birkiskógur eru nú ber holt og blásnir melar með mýrasundum á milli. Hrauna- og móbergssvæðin á SV-landi eru mjög illa farin af uppblæstri, Reykjanesskaginn nær alveg blásinn, gróðurlaus og ber. Fyrstu kynni flestra erlendra ferðamanna af íslenskri náttúru eru hrjóstrin milli Keflavíkur og Reykjavíkur, fremur napurleg landkynning.
Jarðvegseyðing er hins vegar ekki séríslenskt vandamál. Víða um heim á sér stað gífurleg jarðvegseyðing. Ofbeit og ofnýting lands kom af stað gífurlegum uppblæstri (Sahara stækkar stöðugt, Bandaríkin, Ástralía og víðar). Skógarhögg og brennsla skóga og meðfylgjandi álag á landið (Grikkland hið forna. Regnskógar hitabeltisins) hafa gjörbreytt gróðurlendi til hins verra. Loftslagsbreytingar eiga hér einnig sinn þátt. Og sífellt hverfur meira gróðurlendi undir mannvirki og malbik.