Ólafur E Einarsson skrifar grein um Krýsuvíkursvæðið í Lesbók Mbl í júní 1987. Um er að ræða seinni grein um svæðið, en hin birtist í Lesbókinni 7. mars sama ár undir fyrirsögninni „Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur„.
„Hér er getið um ýmsa staði í nágrenni við Krýsuvík og Kleifarvatn, sem yfirleitt bera merki um eldsmiðju náttúrunnar og þótt ekki væri búsæld fyrir að fara, bjó fólk við kröpp kjör á þessum slóðum áður fyrr. Eins og fram hefur komið í Lesbók, voru þessar greinar unnar á sínum tíma í samvinnu við Stefán Stefánsson frá Krýsuvík og birtust þær upphaflega í blaðinu Reykjanesi 1943.
Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld [var reyndar um miðja 12. öld]. Um þann stað, sem nú er kallaður Húshólmi og þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum ern Ögmundarhraun er, hefir hraunstraumurinn klofnað. Hefir önnur álman runnið fyrir vestan hólma þennan, en hin fyrir austan og báðar beint í sæ út. Þétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokrar og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefðir orðið undir hraunstraumnum. Er og almennt álitið, að þarna hafi bærinn Krýsuvík upphaflega staðið; enda lítt hugsanlegt, að bænum hafi verið valið víkurnafnið, ef hann hefði frá öndverðu verið, þar sem hann er nú; nálega 5 km frá sjó; enda ekki um neina vík, neinstaðar, að ræða. Bæjarrústir þessar eru og enn þann dag í dag jafnan nefndar gamla Krýsuvík, eða Krýsuvík hin forna. Suður og suðvestur af bæjarrústunum og álíta sumir, að einmitt þar hafi víkin sjálf verið, sú er bærinn dró nafns itt af – rétt vestan við Húshólmafjöruna. Kirkjuflöt og Kirkjulágar heita og rétt hjá rústunum.
Ráðleggja mætti þeim, sem skoða vildu tóftabrot þessi að vinna sér það á sem auðveldastan hátt, að fara í bifreið úr Grindavík austur fyrir Ögmundarhraun (h.u.b. 1 klst. akstur, eins og vegurinn er nú), ganga síðan suður með austurjaðri hraunsins, þar til komið er að stíg þeim, sem liggur yfir eystri hraunálmuna, út í Húshólma, því næst vestur yfir þveran Hólmann, þar til komið er að bæjarrústunum. Mun ganga þessi vara eina klukkustund, þótt ekki sé all rösklega farið.
Nýjaland við Kleifarvatn
Svo sem mörgum er kunnugt, liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar, og þegar komið er sunnan að vatninu, virðist sem fjöll þessi nái saman, við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nadn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum og skal því ekki farið út í þá sálma hér, enda ekki leikmönnum hent að leggja þar orð í belg.
Sá hluti af Krýsuvíkurveginum, sem lægst liggur og næst vatninu að sunnan, heitir Nýjaland (hið innra og fremra). Misvöxtur vatsnins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir í senn undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammholtsins, skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og frema, og kallast tangi sá Rif. Vestan við fremralandið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft.Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturnegjum og í Seltúnshverunum, en smálindir koma þó íhann að Austruengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.
Svo er landslagi háttað, að Fremralandið er miklu lengur slægt en hið Innra og nemur sá tími einatt nokkrum sumrum og eins og áður er lauslega vikið að, má í góðu grasári heyja um 600 hestburði á hvoru Nýjalandi, þegar vatnið er svo þorrið, að unnt er að slá þau bæði. ekki er það fátítt að stararstráin á Nýjalandi verði rúmlega álnar há, því að oftast nær flæðir Ósinn yfir að vetrarlagi, hvað sem vexti Kleifarvatns líður.
Hverir eru í vatninu og sést hvar reyki nokkura leggur upp úr því í logni, en á vetrum eru þar jafnan vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir vetrarsólstöður.
„Þegar lítið er í vatninu“ var jafnan farið með því, þá er sækja þurfti til Hafnarfjarðar áður fyrr, liggur sú leið eftir allri vesturströnd vatnsins, milli þess og Sveifluháls. Var sá vegur greiðfærari miklu og talsvert skemmri en sá að fara Ketilsstíg og síðan „með hlíðum“, enda liggur bílvegurinn þar nú.
Á kortu herforingjaráðsins er nafnið Ketilsstígur sett fram með Sveifluhálsi að vestanverðu, en það er ekki nákvæmt, því að Ketilsstígur heitir aðeins sá hluti þeirrar leiðar, sem liggur upp á Sveifluháls að norðanverðu og er stígur þessi innan í gömlum gíg, sem kallast Ketill.
Bleiksmýri
Austur og suðaustur af Arnarfelli er mýrarffláki, stór nokkuð, sem kallast Bleiksmýri og var þar mikill áfangastaður á þeim tímum, sem Árnesingar og Rangæingar fóru skreiðarferðir til verstöðvanna á Reykjanesskaga. Mátti einatt sjá marga tugi, eða jafnvel nokkur hundruð hesta á Bleiksmýri í einu og fjölda tjalda, þegar hæst stóðu lestarferðirnar. Mun og mörgum hestinum hafa þótt gott að koma á Bleiksmýri úr hagleysinu og vatnsskortinum á Reykjanesskaganum. Var og ekki óalgengt, að menn lægju þar einn og tvo daga til þess að hestar þeirra fengju sem bezta fylli sína, áður en lengra væri haldið.
Ferðast um Kapelluhraun – teikning frá 19. öld.
Víða í hraununum á Reykjanesskaga, eins og reyndar víðar á landi hér, getur að líta nokkuð djúpa götutroðninga í hraunhellunum eftir margra alda umferð; má þar um segja: „Enn þá sjást í hellum hófaförin.“ Í Ögmundarhrani mynduðust holur með þröskuldum á milli og var hver hola um eitt fet í þvermál og hnédjóp hestum, og í rigningatíð stóðu holur þessar fullar af vatni. Fyrir nokkurum áratugum var gerð vegarbót nokkur í Ögmundarhrauni og holur þessar fylltar upp. Í gamalli og alþekktri vísu segir svo:
„Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fákar meiða fæturna,
fyrir oss brjóta skeifurnar.“
Gullbringa
Það mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina 307 metra háa, sunnarlega á Vatnshlíðinni. Þeir sem kunnugir eru á þessum slóðum hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.
Eldborg og Geitahlíð
3-4 km austur frá bænum í Krýsuvík er Eldborgin og svipar henni að mörgu leyti til nöfnu sinnar í Hnappadalssýslu, þeirrar, sem Henderson gerði víðfræga með teikningu sinni fyrir rúmum fimm aldarfjórðungum og birt hefir verið í fjölmörgum ritum, bæði innlendum og útlendum. Skarð það, er verður millum Eldborgar og Geitahlíðar, heitir Deildarháls og liggur alfaravegurinn yfir hann. Hlíðar Eldborgar eru næstum þverhníptar og mun fástaðar fært upp á gígbarmana, nema af Deildarhálsi.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen telur gíginn í Eldborg vera 500 fet að ummáli að ofan og 105 fet á dýpt, en hæð fellsins telur hann 172 fet; meinar hann þar efalaust hæð Eldborgarinnar yfir jafnlendið umhverfis hana, því að á korti herforingjaráðsins er hæð hennar yfir sjávarmáli talin 180 metrar. Barmar gígsins eru sumstaðar svo þunnir en þó heilsteyptir, að vel mætti sitja þar klofvega; – með annan fótinn innan gígsins en hinn utan hans. Gígbotninn er þakinn mosa og sömuleiðis skálin upp frá honum, eins langt uppeftir og slíkur gróður getur fengið nokkra festu.
Efst í Geitahlíð er gígur mikill, en hann er eldri en síðasta jökulöld, eins og reyndar hlíðin öll er. Barma gígs þessa ber hærra en aðra hluta Geitahlíðar og heita Æsubúðir. Niður af Æsubúðum en sunnan í Geitahlíð verður hvammur sá er kallast Hvítskeggshvammur, eða Hvítskeifshvammur og er til prentuð þjóðsaga um þessi örnefni, en eigi er sú sögn all sennileg.
Skammt fyrir austan Deildarháls og hvamm þennan eru:
Kerlingar
Sagan um Krýs og Herdísi, heitingar þeirra og álög er alþekkt úr þjóðsögunum. En á þeim tímum, sem þjóðleið var með Geitahlíð, voru þetta frægar beinakerlingar, se gáfu lítt eftir „Kerlingunni á Sandi“, né þeirri „á Kaldadal“. Herdís stendur nær götunni og var því nafn hennar tíðar getið en hinnar í vísum þeim, sem hagyrðingarnir létu þar eftir sig liggja í hrossleggjunum.
Bálkahellir
Bálkahellir í Krýsuvíkurhrauni heitir svo sökum þess að þegar litið er inn í op hans sést bálkur með hvorum vegg, líkt og er í tvístæðum peningshúsum. Opið á helli þessum er hátt nokkuð og vítt, en lengra inn mun hann lítt eða ekki kannaður.
Gvendarhellir
Gvendarhellir er ekki all fjarri Bálkahelli og dregur hann nafn sitt af því, að bóndi nokkur í Krýsuvíkurhverfinu, Guðmundur að nafni, geymdi (eða hýsti) fé sitt í helli þessum, þá er harðindi gengu og lá hann við í hellinum, þar til harðindunum létti. Líklega hefir þetta verið á fyrra hluta 19. aldar. Hellir þess er nokkuð víðáttumikill, en ekki hár.
Kerið á Keflavík
Á Keflavík, sem sumir kalla Kirkjufjöru, gengur blágrýtishamar í fjöru niður og er hann á kortinu talinn 46 m hár og má sú hæð næstum teljast furðuleg í samanburði við mælinguna á fuglabjarginu, sem getið er um hér áður. Uppi á hamri þessum er Kerið, eð aop þess, og nær það alla leið niður á móts við flæðamál. Efst er Kerið vart meira en 3 til 4 metrar í þvermál, en smávíkkar eftir því sem neðar dregur og verður líklega hálfu víðara neðst en efst. Úr fjörunni liggur gangur eða gjögur eitt gegnum hamarinn og inn í Kerið sjálft og má þar komast í gegn og á botn þess.
Austurengjahver og Fúlipollur
Leirhverinn mikli í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið er þar var haustið 1924 og olli landskjálftum nokkrum víða um Suðurland, er þar sem áður var vatnshver lítill og hét sá Austurengjahver, virðist svo, að leirhverinn megin og vel halda sama nafninu. Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum og er hann eitthvert stærsta hverasvæðið, sem til er í Krýsuvík; virðist ekki þurfa að velta það lengi fyrir sér, að endur fyrir hafi verið orðið sprengigos, líkt því, er varð þá er Austruengjahverinn magnaðist haustið 1924. Örsmá hveraaugu eru hér og hvar á botni Fúlapolls ennþá og brennisteinsvott má sjá þar nokkuð víða; en auðsætt er að hverinn er á hrörfnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahverinn muni ekki heldur verða nenn Ókólnir.
Víti
Þess hefir orðið vart, að sumir menn halda, að örnefnið Víti, sé hver, en svo er eigi. Víti er hraunfoss, sem fallið hefur vestur af hálendisbrún þeirri, sem verður noðrur af Geitahlíð og er hraunfoss þessi sennilega á svipuðum aldri og Ögmundarhraun. Hann er nú fyrir löngu, og allur gróinn þykkum grámosa.
Eiríksvarða á Arnarfelli er vel þekkt úr þjóðsögunum, sem segja að síra Eiríkur Magnússon, hinn fjölkunnugi Vogsósaklerkur, hafi hlaðið hana og mælt svo um, að aldrei skyldu Tyrkir koma í Krýsuvík meðan varðan væri uppistandandi. Nú er varðan hrunin.
Jónsmessufönn
Vestan í Geitahlíð og skammt fyrir neðan fjallsbrúnina sjálfa leggur jafnan á vetrum þykka fönn, langa en ekki breiða. Er fönn þessi sjaldan horfin með öllu fyrr en um Jónsmessu, og dregur hún nafn sitt af því.
Krýsuvík er talin einhver mesta útigangsjörð fyrir sauðfé á landi hér, einkum þó þeirra jarða sem ekki hafa fjörubeit með, og ekki var það ótítt, að sumt fé þar lærði aldrei átið. Vægar jarðhræringar eru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkruhverfinu og eru þær kallaðar hverakippir þar. Mótak er þar sumstaðar í mýrunum, en ekki þótti mórinn þar góður til eldsneytis; var hann allmjög blandinn hveraleir, svo að af sumum kögglunum lagði brennisteinslyktina, þegar þeim var brennt.
Fremur þykir vera þokusamt í krýsuvík og lengi hefir því verið við brugðið, hversu þyrk þokan geti orðið þar. Er það haft eftir mann nokkrum, að eitt sinn hafi hann verið á ferð um Sveifluháls í svo miklu myrkviðri, að hann hefði séð þokuna sitja í olnbogabótinni á sér. Rigningasamt í meira lagi þykir og vera þar, svo að stundum er þurrviðri í næstu byggðarlögunum, þótt rigning sé í krýsuvík.
Fróðleikur sá, sem hér birtist um krýsuvík og ekki er að finna í gömlum bókum og skýrslum, var fenginn hjá Stefáni Stefánsyni í byrjun fimmta tugar aldrainnar [20. aldar]. Stefán var ættaður frá Krýsuvík og þákominn á efri ár, gáfaður og lærður, bjó í húsinu Lækjargara 10 hér í reykjavík og landsþekktur undir nafninu Stefán „guide“.
Heimild:
-Ólafur E. Einarsson – Lesbók Mbl 6. júní 1987.
Kirkjuvogur – Kotvogur
Gengið var um Hafnir, en athyglinni var þó fyrst og fremst beint að hinum gömlu býlum Kirkjuvogi og Kotvogi. Austan við Kotvogsbæinn gamla er fallega hlaðinn brunnur, sem að mestu er gróið yfir.
Kotvogur.
Hafnir eru heitið yfir gamla Kirkjuvogshverfið. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvog. Nú er byggðin öll í gamla Kirkjuvogshverfinu auk íbúðarhúss í Merkinesi og í Junkaragerði. Kirkjuvogusbærinn var á hólnum gegnt kirkjunni, en ummerki eftir hann eru nú horfin.
Á 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt stærsta býli landsins. Þar bjuggu m.a. 3 forríkir útvegsbændur mann fram af manni, þeir hétu allir Ketill og eru oftast nefndir Katlarnir þrír. Annað stórbýli var Kirkjuvogur í Höfnum þar sem búið hafa margir höfðingjar. Á 19. öldinni bjó í Kirkjuvogi dannebrogsmaðurinn Wilhjálmur (Chr(istinn) Hákonarson (1812-1871), en þannig er nafn hans stafað á leiði hans í Kirkjuvogskirkjugarði. Vilhjálmur átti 2 dætur.
Kotvogur og Kirkjuvogur.
Önnur þeirra hét Anna. Heimiliskennari í Kirkjuvogi var þá ungur menntamaður, Oddur V. Gíslason, og felldu þau Anna hugi saman. Þegar ungi maðurinn bað um hönd dótturinnar brást faðir hennar hinn versti við og þvertók fyrir ráðahaginn. Afleiðingin varð eitt frægasta og æsilegasta brúðarrán Íslandssögunnar. Sættir tókust þó síðar. Oddur varð prestur í Grindavík við mikinn orðstír og var m.a. upphafsmaður að sjóslysavörnum á Íslandi. Af honum er mikil saga sem endar í Bandaríkjunum.
Kirkjuvogur.
Vilhjálmur Kr. Hákonarson reisti þá kirkju sem nú stendur í Höfnum. Hún er úr timbri og var vígð árið 1861. Vilhjálmur lést 10 árum seinna 59 ára að aldri. Ekkert er eftir af Kirkjuvogsbænum en kirkjan stendur nánast á bæjarhlaðinu enda nefnist hún Kirkjuvogskirkja og sóknin Kirkjuvogssókn.
Kotvogur.
Ketill Ketilsson (1823-1902) dannebrogsmaður og útvegsbóndi í Kotvogi, stundum nefndur Mið-Ketill vegna þess að hann tók við búi af föður sínum og Ketill sonur hans tók svo við búi af honum, hefur ekki viljað vera minni maður en Vilhjálmur í Kirkjuvogi og byggði kirkju úr timbri á Hvalsnesi í Miðneshreppi, en þá jörð átti hann. Kirkjuna lét hann síðar rífa og byggja aðra stærri og íburðarmeiri úr tilhöggnu grjóti. Sú kirkja var vígð 1887 og stendur enn.
Sem dæmi um stærð Kotvogs á dögum Mið-Ketils á 19. öld má nefna að þá var bærinn alls 16 hús og mörg þeirra stór, 38 hurðir á lömum og 72 í heimili á vertíðinni.
Kotvogur.
Bærinn í Kotvogi var enn reisulegur og stór um aldamótin 1899/1900. Hinn 5. apríl 1939 brann íbúðarhúsið og fórst þrennt í brunanum. Pakkhús úr timbri var austast og fjærst eldinum og skemmdist því ekki . Því var breytt í íbúðarhús og notað sem slíkt til 1984. Það stendur enn ásamt nokkrum útihúsum en allt er það illa farið og ekki svipur hjá sjón. Stór grasi vaxinn hóll rétt hjá Kotvogi hægra megin götunnar þegar horft er í vestur nefnist Virkishóll.
Kotvogur.
Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim. Hún er ágæt áminning um aðstæður þær er ábúendur í Kirkjuvogi og Kotvogi þurftu að búa við við fyrr á öldum.
Heimildir m.a.:
-http://www.leoemm.com
Kotvogur.
Kinnaberg – Önglabrjótsnef
Ætlunin var að ganga að Kistu og fylgja síðan ofanverðri Reykjanestánni um Kinnaberg, um Kinnabás, að Önglabrjótsnefi. Sunnan við það er Kerlingarbás. Ofan við hann eru þverskornir gígar úr einni Stampagíga-röðinni er myndaðist í goshrinu árið 1226, en gígaraðirnar eru a.m.k. fjórar á svæðinu frá mismunandi tímum. Önnur greinileg er úr gosi fyrir um 2000 árum síðan. Haldið var áleiðis að Kerlingavogsbás og einni Stamparöðinni fylgt yfir tábergið að upphafsstað. Atlantshafið lék listir sínar við ströndina.
Reykjanesskaginn dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.
Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir (Reykjanes vestanvert) segir m.a.: „Helstu örnefni á suðvestanverðu Reykjanesi eru; Kistuberg, Þyrsklingasteinn og Augnabrjótur (öðru nafni Kinn), hvasst bergnef. Þá koma Streng(ja)lög. Í Strenglögum er Lárentíusarbás og Kerlingabás. Út frá Reykjanesi eru klettarnir Karl og Kerling. Vestar er Selhella. Fram undan Valahnúk er Kirkjuvogsbás og Valahnúksmöl. Þar er og Selhella syðri, er hún fram af Valahnúksmöl. Hjá Valahnúk er Valahnúkshamar“.
Í annarri örnefnalýsingu segir um sama svæði: „Þaðan er ströndin í boga frá suðri til suðvesturs – lágaberg með sandgontum í milli að Kistubergi. Rétt áður en kemur að Kistubergi skerst lítill bás inn í klappirnar og til suðvesturs úr básnum skerst gjá, svo sem lítil bátslengd. Þetta heitir Kista.
Fiskbyrgi á Kinnabergi.
Þegar núverandi viti var byggður, var öllu efni skipað upp þarna í gjánni og varð að halda bátnum þarna báðum megin frá. Skammt upp frá sjónum var geymsluhús, sem notað var til geymslu á vörum til vitans fram undir 1930, því enginn vagnvegur var til Reykjaness, en vagnbraut var rudd frá húsi þessu til vitans. Oft var erfitt og tafsamt að koma vörum þarna upp, því sjór varð að vera vatnsdauður, ef það átti að takast. Ekki er vitað til, að slys yrði við þetta.
Kistuberg er hraunhöfði, hrjúfur og illur yfirferðar. Frá Kistubergi suðvestur að Kinnarbergi liggur ákaflega stórgrýttur kampur hið efra, en klappaströnd hið neðra. Þetta svæði heitir Þyrsklingasteinar. Ströndin frá Þyrsklingasteinum heitir Kinn. Þetta er berg ca. 15-20 m hátt, óskaplega úfið og illt yfirferðar. Því lýkur með skörpum stalli, en lægri tangi gengur fram í sjóinn með dálítilli hæð miðsvæðis, sem nefnist Bunga.
Fiskbyrgi á Kinnabergi.
Stallurinn er mikið notaður sem mið á sjó og er þá kallaður Hakið. Nesið, sem þessar tvær nafngiftir eru á, heitir einu nafni Önglabrjótsnef. Fram af nefi þessu myndast ströng straumröst, sem kallast Norðurstrengur. Í hvilftinni við Hakið er nefnt Kinnarbás. Sunnan megin við nefið er breið, bogamynduð vík, sem heitir Kerlingarbás. Ofan við Kinnaberg eru forn fiskibyrgi, sem ekki hafa verið fornleifaskráð, þrátt fyrir framkvæmdir í næsta nágrenni þeirra.
Kirkjuvogsbás er djúp klauf, er gengur inn í Valahnjúk vestanverðan. Að sunnanverðu er hár hnúkur og er brött brekka allt upp á brún. Þarna er standberg, ca. 45 metra hátt niður í sjó. Hér var reistur fyrsti ljósviti á Íslandi 1878. 8-9 [árum] seinna gerðust miklir jarðskjálftar og hrundi mikið úr hnjúknum og þrjár sprungur mynduðust í topp hnjúksins. Þótti þá auðsætt, að byggja þyrfti annan vita á öruggari stað. Var viti því byggður á svokölluðu Vatnsfelli, og tók hann til starfa 1908. Fellið, sem vitinn stendur á, er talið 73 metrar á hæð yfir sjávarmál. Sjálfur er vitinn um 40 metra hár, en meira þurfti til, því fell eitt, sem heitir Skálarfell (Grindavíkurhr.), skyggir á ljósið á nokkru svæði, þegar komið er sunnan að, og var því annar (lítill) viti reistur utast á svokölluðu Austurnefi (Grindavíkurhr.).
Og þá aftur að jarðfræði Reykjaness. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteins-, fjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna spungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.
Fiskbyrgi á Kinnabergi.
Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar eru hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.
Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.
Jarðsaga Reykjanesskaga er tiltölulega vel þekkt og hefur verið rakin nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann.
Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 100 þúsund ára gömul. Á þessum tíma hefur loftslag verið mjög breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu. Á milli voru tímabil með svipuðu loftslagi og nú er. Kuldatímabilin eru nefnd jökulskeið og hlýrri tímabilin eru nefnd hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði.
Þau hraun sem runnið hafa síðan síðasta jökulskeiði lauk eru ekki slípuð af jöklum.
Á jökulskeiðum áttu sér stað gos undir jökli, og móbergsfjöll mynduðust í geilum sem gosin bræddu upp í ísinn. Þegar jöklarnir hopuðu stóðu eftir óregluleg móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun svipað og nú þ.e.a.s. frá gosstöðvum undan halla og oft til sjávar. Kappelluhraun og Ögmundarhraun eru dæmi um slík hraun.
Allt gosberg á Reykjanesskaganum er basalt (gosberg með lágt kísilsýrumagn).
Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.
Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.
Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.
Fiskbyrgi á Kinnabergi.
Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegs-sniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118. Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey. (Athygli er vakin á því að í ljósi niðurstaðna jarðfræðirannsókna á svæðinu, m.a. á vegum HÍ, hafa tímasetningar eldsumbrota verið endurskoðaðar 2005 og er stuðst við þau ártöl hér).
Jarðhiti er mjög algengur á Íslandi og er Reykjanesið þar engin undantekning. Jarðhitasvæðum má skipta í lág- og háhitasvæði. Á þeim fyrri eru volgar eða heitar uppsprettur sem nefnast laugar eða hverir sem sumir eru goshverir.
Þegar komið var að Öngulbrjótsnefi var tekin fram lýsing Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðing, sem hann sendi FERLIR í tilefni ferðarinnar: „Ég kannast við gíginn þverskorna. Það er gjall í honum. Hann tilheyrir eldra Stampagosinu, þ.e. aldur hans er um 2000 ár. Ef þið gangið fjöruna suðaustan frá sjáið þið tvo ganga sem skerast upp í gegnum lagskiptan túffstabba (illfærir hnullungar og grjótblokkir þegar nálgast gangana). Það eru 20-30 m á milli ganganna ef ég man rétt. Það eru þeir sem eru frá gosinu 1226. Þeir enda hvor í sínu hraunbeltinu ofan á túffinu. Þverskorni gígurinn er norðar. Ég man ekki hvort fært er alla leið að honum þarna megin frá, en það eru ekki nema um 100 m á milli 1226-ganganna og 2000 ára gígsins. Hraunið vestan við gjallgíginn alveg vestur á Öngjabrjótsnef er um 2000 ára, en 1226-hraunið kemur svo skammt ofan við það. Það er allstór gjall- og klepragígur um 300 m inn af fjörustálinu. Hann er frá 1226 gosinu og heitir Eldborg grynnri (miðanafn, sást fyrr þegar siglt var suður fyrir Hafnaberg. Eldborg dýpri er um 1 km innar á sömu gossprungu).“
Einkenni háhitasvæða eru gufuaugu, leir- og brennisteinshverir. Á Reykjanesskaganum er mest af jarðhitanum háhiti. Í Krýsuvík eru bæði leirhverir og gufuaugu. Í gufuaugunum sést gulur brennisteinn.
Vatnið í hverunum er oftast upprunalega úrkoma sem hefur falið sem regn eða snjór. Það hefur síðan sigið niður í heit berglög á nokkurra kílómetra dýpi og hitnað þar upp í 200 – 300 gráður á Celsíus. Þegar vatn hitnar stígur það aftur upp á yfirborð jarðar, ýmist sem vatn eða gufa.
Á flestum háhitasvæðunum á utanverðum Reykjanesskaga er það hins vegar aðallega sjór sem sígur inn í berglögin og hitnar þar.
Önnur helsta orkulind Íslendinga er vatnsorka. Í byrjun 2008 mánaðar lauk skáborunút úr holu RN-17 nærri Reykjanesvita, og varð skáholan 3077 m löng en endi hennar er á 2800 m neðan yfirborðs. Áður en botni var náð fékk Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP), sem hitaveitan er aðili að, heimild til að prófa nýja gerð af kjarnabortæki. Tilraunin heppnaðist í alla staði vel og fékkst fullt rör (um 9,5 m langt) af borkjarna úr móbergsetlagi, vel samanbökuðu í 300°C hita sem þar ríkir. Fyrir nokkrum árum fékk IDDP verkefnið að gera sambærilega tilraun í holu RN-19 og náðist þá einungis 2,7 m af kjarna, sem ekki þóttu nógu góðar heimtur því kjarninn er orframkvæmdum til að endurvinna holu RN-17 er lokið og standa nú yfir örvunaraðgerðir sem lýkur væntanlega fyrir jól. Boraður var leggur til SSV út úr gömlu holu RN-17. Farið var út úr gömlu holunni á um 930 m rétt neðan vinnslufóðringar. Borað var í 3077 m og fer leggurinn rúma 1000 m út frá holutoppnum í stefnu um 200° (SSV). Þannig sker holan misgengið um Valbjargagjá og nokkrar sprungur austan þess. Lóðrétt dýpi holunnar er um 2800 m. Enn er gamla RN-17 holan lengsta og dýpsta holan sem hefur verið boruð á Reykjanesi, en hún bar boruð nær lóðrétt í 3082 m. Vinnsluhluti þeirrar holu hrundi við eftirminnilega upphleypingu hennar í nóvember 2005. Við endurvinnsluna fær holan heitið RN-17b. Vatnsæðar sáust í mælingum niður á 2600 m, en opnust var æð á um 1300 m. Skoltap við borlok var um 50 l/s og miðast núverandi örvunaraðgerðir að því að auka það.
Hraunmyndun við Kinnaberg.
Sem kunnugt er þá stóð til árið 2005 að hola RN-17 á Reykjanesi yrði fyrsta IDDP holan á Íslandi, og átti hún að verða um 5 km djúp. Borholan hrundi hins vegar saman í blástursprófun í lok árs 2005 en þá var hún 3082 m djúp. Reynt var að hreinsa hana í byrjun árs 2006, sem ekki tókst, og ónýttist holan þar með sem IDDP-djúpborunarhola. IDDP verkefnið ákvað í framhaldi af því að bora djúpt í Kröflu, og koma síðan aftur á Reykjanesið eftir að djúp hola hefur líka verið boruð á Hengilssvæðinu. Hitaveitan hefur sett þá borun á dagskrá 2011-2012. Vísindaheimurinn er ákaflega spenntur fyrir djúpborun á Reykjanesi því jarðhitakerfið þar líkist mest jarðhitasvæðum á hafsbotni á úthafshryggjum um öll heimsins höf. Í tengslum við fyrirhugaða djúpborun í RN-17 á sínum tíma fékk alþjóðlega vísindasamfélagið heilmikið af bergsýnum og jarðhitavökva til rannsókna og eru fjölmargar vísindagreinar nú að líta dagsins ljós, sem einskonar undirbúningsvinna fyrir væntanlega 5 km djúpborun á Reykjanesi.
Þó hola RN-17 hafði ónýst djúpborunarverkefninu þá var alltaf vitað að skábora mætti út úr holunni og nýta þannig fjárfestingu sem liggur í mörgum steyptum stálfóðringum allt niður á um 900 m dýpi. Í síðasta mánuði ákvað Hitaveitan því að lagfæra holu RN-17 með skáborun, og var stærsti jarðbor landsins, Týr frá Jarðborunum hf fenginn til verksins. Borað var út úr holunni á 930 m dýpi, og síðan á ská í átt til sjávar eins og sýnt er á meðfylgjandi korti og heppnaðist borholan ágætlega. Á leiðinni voru skorin nokkur misgengi og margir skoltapsstaðir komu fram í borun. Holan tekur við um 220 tonnum af köldu vatni á hverri klukkustund, sem nú er látið renna í hana í tilraunaskyni til að sjá hvort búa megi til nokkrar kælisprungur, en síðan verður holunni leyft að hitna upp og reiknum við með að hún verði ágætis vinnsluhola, svo sem fram kemur í annarri frétt í þessu blaði. Auk þess gefur holan okkur skýra vísbendinu um að nýtanlegt jarðhitasvæði neðanjarðar á Reykjanesi sé talsvert stærra en áður var talið.
Eins og sjá má hér að framan er umrætt landssvæði hið fróðlegasta yfirferðar, en sérstaklega fáfarið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimild m.a.:
-Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur HS.
-www.leomm.com
-wikipedia.com
Krýsuvík – minjar um eld og óblíð kjör
Ólafur E Einarsson skrifar grein um Krýsuvíkursvæðið í Lesbók Mbl í júní 1987. Um er að ræða seinni grein um svæðið, en hin birtist í Lesbókinni 7. mars sama ár undir fyrirsögninni „Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur„.
„Hér er getið um ýmsa staði í nágrenni við Krýsuvík og Kleifarvatn, sem yfirleitt bera merki um eldsmiðju náttúrunnar og þótt ekki væri búsæld fyrir að fara, bjó fólk við kröpp kjör á þessum slóðum áður fyrr. Eins og fram hefur komið í Lesbók, voru þessar greinar unnar á sínum tíma í samvinnu við Stefán Stefánsson frá Krýsuvík og birtust þær upphaflega í blaðinu Reykjanesi 1943.
Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld [var reyndar um miðja 12. öld]. Um þann stað, sem nú er kallaður Húshólmi og þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum ern Ögmundarhraun er, hefir hraunstraumurinn klofnað. Hefir önnur álman runnið fyrir vestan hólma þennan, en hin fyrir austan og báðar beint í sæ út. Þétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokrar og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefðir orðið undir hraunstraumnum. Er og almennt álitið, að þarna hafi bærinn Krýsuvík upphaflega staðið; enda lítt hugsanlegt, að bænum hafi verið valið víkurnafnið, ef hann hefði frá öndverðu verið, þar sem hann er nú; nálega 5 km frá sjó; enda ekki um neina vík, neinstaðar, að ræða. Bæjarrústir þessar eru og enn þann dag í dag jafnan nefndar gamla Krýsuvík, eða Krýsuvík hin forna. Suður og suðvestur af bæjarrústunum og álíta sumir, að einmitt þar hafi víkin sjálf verið, sú er bærinn dró nafns itt af – rétt vestan við Húshólmafjöruna. Kirkjuflöt og Kirkjulágar heita og rétt hjá rústunum.
Ráðleggja mætti þeim, sem skoða vildu tóftabrot þessi að vinna sér það á sem auðveldastan hátt, að fara í bifreið úr Grindavík austur fyrir Ögmundarhraun (h.u.b. 1 klst. akstur, eins og vegurinn er nú), ganga síðan suður með austurjaðri hraunsins, þar til komið er að stíg þeim, sem liggur yfir eystri hraunálmuna, út í Húshólma, því næst vestur yfir þveran Hólmann, þar til komið er að bæjarrústunum. Mun ganga þessi vara eina klukkustund, þótt ekki sé all rösklega farið.
Nýjaland við Kleifarvatn
Svo sem mörgum er kunnugt, liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar, og þegar komið er sunnan að vatninu, virðist sem fjöll þessi nái saman, við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nadn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum og skal því ekki farið út í þá sálma hér, enda ekki leikmönnum hent að leggja þar orð í belg.
Sá hluti af Krýsuvíkurveginum, sem lægst liggur og næst vatninu að sunnan, heitir Nýjaland (hið innra og fremra). Misvöxtur vatsnins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir í senn undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammholtsins, skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og frema, og kallast tangi sá Rif. Vestan við fremralandið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft.Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturnegjum og í Seltúnshverunum, en smálindir koma þó íhann að Austruengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.
Svo er landslagi háttað, að Fremralandið er miklu lengur slægt en hið Innra og nemur sá tími einatt nokkrum sumrum og eins og áður er lauslega vikið að, má í góðu grasári heyja um 600 hestburði á hvoru Nýjalandi, þegar vatnið er svo þorrið, að unnt er að slá þau bæði. ekki er það fátítt að stararstráin á Nýjalandi verði rúmlega álnar há, því að oftast nær flæðir Ósinn yfir að vetrarlagi, hvað sem vexti Kleifarvatns líður.
Hverir eru í vatninu og sést hvar reyki nokkura leggur upp úr því í logni, en á vetrum eru þar jafnan vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir vetrarsólstöður.
„Þegar lítið er í vatninu“ var jafnan farið með því, þá er sækja þurfti til Hafnarfjarðar áður fyrr, liggur sú leið eftir allri vesturströnd vatnsins, milli þess og Sveifluháls. Var sá vegur greiðfærari miklu og talsvert skemmri en sá að fara Ketilsstíg og síðan „með hlíðum“, enda liggur bílvegurinn þar nú.
Á kortu herforingjaráðsins er nafnið Ketilsstígur sett fram með Sveifluhálsi að vestanverðu, en það er ekki nákvæmt, því að Ketilsstígur heitir aðeins sá hluti þeirrar leiðar, sem liggur upp á Sveifluháls að norðanverðu og er stígur þessi innan í gömlum gíg, sem kallast Ketill.
Bleiksmýri
Austur og suðaustur af Arnarfelli er mýrarffláki, stór nokkuð, sem kallast Bleiksmýri og var þar mikill áfangastaður á þeim tímum, sem Árnesingar og Rangæingar fóru skreiðarferðir til verstöðvanna á Reykjanesskaga. Mátti einatt sjá marga tugi, eða jafnvel nokkur hundruð hesta á Bleiksmýri í einu og fjölda tjalda, þegar hæst stóðu lestarferðirnar. Mun og mörgum hestinum hafa þótt gott að koma á Bleiksmýri úr hagleysinu og vatnsskortinum á Reykjanesskaganum. Var og ekki óalgengt, að menn lægju þar einn og tvo daga til þess að hestar þeirra fengju sem bezta fylli sína, áður en lengra væri haldið.
Ferðast um Kapelluhraun – teikning frá 19. öld.
Víða í hraununum á Reykjanesskaga, eins og reyndar víðar á landi hér, getur að líta nokkuð djúpa götutroðninga í hraunhellunum eftir margra alda umferð; má þar um segja: „Enn þá sjást í hellum hófaförin.“ Í Ögmundarhrani mynduðust holur með þröskuldum á milli og var hver hola um eitt fet í þvermál og hnédjóp hestum, og í rigningatíð stóðu holur þessar fullar af vatni. Fyrir nokkurum áratugum var gerð vegarbót nokkur í Ögmundarhrauni og holur þessar fylltar upp. Í gamalli og alþekktri vísu segir svo:
„Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fákar meiða fæturna,
fyrir oss brjóta skeifurnar.“
Gullbringa
Það mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina 307 metra háa, sunnarlega á Vatnshlíðinni. Þeir sem kunnugir eru á þessum slóðum hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.
Eldborg og Geitahlíð
3-4 km austur frá bænum í Krýsuvík er Eldborgin og svipar henni að mörgu leyti til nöfnu sinnar í Hnappadalssýslu, þeirrar, sem Henderson gerði víðfræga með teikningu sinni fyrir rúmum fimm aldarfjórðungum og birt hefir verið í fjölmörgum ritum, bæði innlendum og útlendum. Skarð það, er verður millum Eldborgar og Geitahlíðar, heitir Deildarháls og liggur alfaravegurinn yfir hann. Hlíðar Eldborgar eru næstum þverhníptar og mun fástaðar fært upp á gígbarmana, nema af Deildarhálsi.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen telur gíginn í Eldborg vera 500 fet að ummáli að ofan og 105 fet á dýpt, en hæð fellsins telur hann 172 fet; meinar hann þar efalaust hæð Eldborgarinnar yfir jafnlendið umhverfis hana, því að á korti herforingjaráðsins er hæð hennar yfir sjávarmáli talin 180 metrar. Barmar gígsins eru sumstaðar svo þunnir en þó heilsteyptir, að vel mætti sitja þar klofvega; – með annan fótinn innan gígsins en hinn utan hans. Gígbotninn er þakinn mosa og sömuleiðis skálin upp frá honum, eins langt uppeftir og slíkur gróður getur fengið nokkra festu.
Efst í Geitahlíð er gígur mikill, en hann er eldri en síðasta jökulöld, eins og reyndar hlíðin öll er. Barma gígs þessa ber hærra en aðra hluta Geitahlíðar og heita Æsubúðir. Niður af Æsubúðum en sunnan í Geitahlíð verður hvammur sá er kallast Hvítskeggshvammur, eða Hvítskeifshvammur og er til prentuð þjóðsaga um þessi örnefni, en eigi er sú sögn all sennileg.
Skammt fyrir austan Deildarháls og hvamm þennan eru:
Kerlingar
Sagan um Krýs og Herdísi, heitingar þeirra og álög er alþekkt úr þjóðsögunum. En á þeim tímum, sem þjóðleið var með Geitahlíð, voru þetta frægar beinakerlingar, se gáfu lítt eftir „Kerlingunni á Sandi“, né þeirri „á Kaldadal“. Herdís stendur nær götunni og var því nafn hennar tíðar getið en hinnar í vísum þeim, sem hagyrðingarnir létu þar eftir sig liggja í hrossleggjunum.
Bálkahellir
Bálkahellir í Krýsuvíkurhrauni heitir svo sökum þess að þegar litið er inn í op hans sést bálkur með hvorum vegg, líkt og er í tvístæðum peningshúsum. Opið á helli þessum er hátt nokkuð og vítt, en lengra inn mun hann lítt eða ekki kannaður.
Gvendarhellir
Gvendarhellir er ekki all fjarri Bálkahelli og dregur hann nafn sitt af því, að bóndi nokkur í Krýsuvíkurhverfinu, Guðmundur að nafni, geymdi (eða hýsti) fé sitt í helli þessum, þá er harðindi gengu og lá hann við í hellinum, þar til harðindunum létti. Líklega hefir þetta verið á fyrra hluta 19. aldar. Hellir þess er nokkuð víðáttumikill, en ekki hár.
Kerið á Keflavík
Á Keflavík, sem sumir kalla Kirkjufjöru, gengur blágrýtishamar í fjöru niður og er hann á kortinu talinn 46 m hár og má sú hæð næstum teljast furðuleg í samanburði við mælinguna á fuglabjarginu, sem getið er um hér áður. Uppi á hamri þessum er Kerið, eð aop þess, og nær það alla leið niður á móts við flæðamál. Efst er Kerið vart meira en 3 til 4 metrar í þvermál, en smávíkkar eftir því sem neðar dregur og verður líklega hálfu víðara neðst en efst. Úr fjörunni liggur gangur eða gjögur eitt gegnum hamarinn og inn í Kerið sjálft og má þar komast í gegn og á botn þess.
Austurengjahver og Fúlipollur
Leirhverinn mikli í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið er þar var haustið 1924 og olli landskjálftum nokkrum víða um Suðurland, er þar sem áður var vatnshver lítill og hét sá Austurengjahver, virðist svo, að leirhverinn megin og vel halda sama nafninu. Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum og er hann eitthvert stærsta hverasvæðið, sem til er í Krýsuvík; virðist ekki þurfa að velta það lengi fyrir sér, að endur fyrir hafi verið orðið sprengigos, líkt því, er varð þá er Austruengjahverinn magnaðist haustið 1924. Örsmá hveraaugu eru hér og hvar á botni Fúlapolls ennþá og brennisteinsvott má sjá þar nokkuð víða; en auðsætt er að hverinn er á hrörfnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahverinn muni ekki heldur verða nenn Ókólnir.
Víti
Þess hefir orðið vart, að sumir menn halda, að örnefnið Víti, sé hver, en svo er eigi. Víti er hraunfoss, sem fallið hefur vestur af hálendisbrún þeirri, sem verður noðrur af Geitahlíð og er hraunfoss þessi sennilega á svipuðum aldri og Ögmundarhraun. Hann er nú fyrir löngu, og allur gróinn þykkum grámosa.
Eiríksvarða á Arnarfelli er vel þekkt úr þjóðsögunum, sem segja að síra Eiríkur Magnússon, hinn fjölkunnugi Vogsósaklerkur, hafi hlaðið hana og mælt svo um, að aldrei skyldu Tyrkir koma í Krýsuvík meðan varðan væri uppistandandi. Nú er varðan hrunin.
Jónsmessufönn
Vestan í Geitahlíð og skammt fyrir neðan fjallsbrúnina sjálfa leggur jafnan á vetrum þykka fönn, langa en ekki breiða. Er fönn þessi sjaldan horfin með öllu fyrr en um Jónsmessu, og dregur hún nafn sitt af því.
Krýsuvík er talin einhver mesta útigangsjörð fyrir sauðfé á landi hér, einkum þó þeirra jarða sem ekki hafa fjörubeit með, og ekki var það ótítt, að sumt fé þar lærði aldrei átið. Vægar jarðhræringar eru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkruhverfinu og eru þær kallaðar hverakippir þar. Mótak er þar sumstaðar í mýrunum, en ekki þótti mórinn þar góður til eldsneytis; var hann allmjög blandinn hveraleir, svo að af sumum kögglunum lagði brennisteinslyktina, þegar þeim var brennt.
Fremur þykir vera þokusamt í krýsuvík og lengi hefir því verið við brugðið, hversu þyrk þokan geti orðið þar. Er það haft eftir mann nokkrum, að eitt sinn hafi hann verið á ferð um Sveifluháls í svo miklu myrkviðri, að hann hefði séð þokuna sitja í olnbogabótinni á sér. Rigningasamt í meira lagi þykir og vera þar, svo að stundum er þurrviðri í næstu byggðarlögunum, þótt rigning sé í krýsuvík.
Fróðleikur sá, sem hér birtist um krýsuvík og ekki er að finna í gömlum bókum og skýrslum, var fenginn hjá Stefáni Stefánsyni í byrjun fimmta tugar aldrainnar [20. aldar]. Stefán var ættaður frá Krýsuvík og þákominn á efri ár, gáfaður og lærður, bjó í húsinu Lækjargara 10 hér í reykjavík og landsþekktur undir nafninu Stefán „guide“.
Heimild:
-Ólafur E. Einarsson – Lesbók Mbl 6. júní 1987.
Fyrirhuguð leið háspennulínu milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar
Eftirfarandi er úrdráttur úr greinargerð, sem FERLIR vann vegna fyrirhugaðrar lagningu háspennilínu milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar í desembermánuði árið 2006.
Niðurstaðan er sérstaklega áhugaverð í ljósi síðustu frétta af línunni, þar sem fram kemur að ákvörðun hafi verið tekin um að hún verði lögð í jörð frá Ásfjalli að nýrri aðveitustöð í Hrauntungum. Vegna þeirrar ákvörðunar er rétt að taka fram að ekki var gert ráð fyrir framkvæmdum á síðastnefnda svæðinu, enda bætast þá við ábendingar um nokkra staði til viðbótar sem þarf að varðveita, til viðbótar þeim 28, er sérstaklega var getið varnaðar við í greinargerðinni.
Inngangur
Eftirfarandi er svolítil greinargerð og samantekt yfir minjar og náttúruverðmæti á fyrirhugaðri leið háspennumastra frá Hellisheiðarvirkjun að Hamranesi við Hafnarfjörð eftir því sem vitneskja liggur fyrir um slíkt. Ekki er um fornleifaskráningu að ræða, enda þarf hún að fara fram undir handleiðslu fornleifafræðings. Í reglugerð um þjóðminjavörslu, sem reyndar er úrelt (því hún miðast við lög sem felld hafa verið úr gildi) segir að “fornleifaskráning skuli gerð undir stjórn fornleifafræðings og að þess sé gætt, að teknar séu saman ritaðar jafnt sem munnlegar heimildir um fornleifar og allir minjastaðir séu kannaðir á vettvangi, hvort sem fornleifar eru sýnilegar á yfirborði eða ekki. Allir minjastaðir skulu færðir á kort og gerðar lýsingar og uppdrættir af þeim minjum sem sýnilegar eru.”
Rétt er því að fram komi að hér er einungis getið um sýnilegar minjar, en fleiri minjar kunna að leynast í jörðu á svæðinu. Það verður því að teljast bæði sjálfsagt og skylt að markviss fornleifaskráning fari fram á áætlaðri línuleið, í a.m.k. 50 metra út frá henni til hvorrar handar. Þá er og mikilvægt að meta bæði landslagið sem slíkt til verðmæta, sjónræn áhrif línunnar og þau áhrif er línugerðin kann að hafa á það með varanlegum hætti. Ekki verður hjá því komist, þótt kostnaðarmismunur virðist allnokkur, að meta hvort jarðstrengur geti verið raunhæfur kostur til lengri tíma litið og/eða aðrar lausnir, sem ekki hafa verið ígrundaðar sérstaklega hingað til. Tækniþróun hefur jafnan verið árangur eða krafa um aðrar lausnir en þekkst hafa á hverjum tíma. Ísland hefur verið framarlega í virkjunum og nýtingu orku. Ýmsar lausnir á erfiðum og óvæntum viðfangsefnum hafa komið fram á tiltölulega stuttri sögu virkjana. Fáir virðast hafa lagt sig fram um að leysa flutningsvandann. Fremur hefur verið horft til lausna annars staðar í heiminum í þeim efnum, með tilheyrandi innflutningskostnaðir. Telja má að kominn sé tími til að virkja innlent hugvit til að leysa, annars vegar flutningsmöguleika raforkunnar og hins vegar lækka kostnaðinn við þá. Má í því sambandi nefna þá einföldu lausn að leggja sandlag yfir núverandi yfirborð og undir jarðstreng og síðan annað sandlag ofan á strenginn. Í fyrsta lagi væri um fljótvirkari framkvæmd að ræða og í öðru lagi væri auðveldara að endurnýja strenginn en heilt háspennumasturskerfi úreldist á tiltölulega skömmum tíma. Í þriðja lagi væri um miklu minni sjónmengun að ræða, í fjórða lagi yrði línulögnin afturkræf og í fimmta lagi yrðu lágmarkaðar mögulegar skemmdir á fornleifum. Jarðstrengur yrði væntanlega lagður beinni leið milli staða – og því styttri.
Sérstaklega er tekið fram að hér er hvorki fjallað um viðkvæman né sjaldgæfan gróður eða um dýralíf á svæðinu.
Línulögnin
Landsnet hf hyggst styrkja raforkuflutningskerfið á Suðvesturlandi, frá Ölkelduhálsi og Hellisheiði að Straumsvík vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík og áforma um virkjanir á Hellisheiði, við Hverahlíð og á Ölkelduhálsi. Þessar framkvæmdir eru jafnframt áfangi í langtímauppbyggingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi, þ.m.t. 420 kV kerfis.
Ofangreindar háspennulínur liggja að mestu samsíða eldri línum. Að hluta er um að ræða nýbyggingu háspennulína en einnig er um að ræða breytingar eða tilfærslur á núverandi línum. Einnig er til skoðunar hugsanlegar breytingar á legu Hamraneslínu 1 og 2, en línurnar liggja frá Geithálsi að Hamranesi. Breytingin virðast fela það í sér að í stað þeirrar línu komi lína samhliða nýrri línu frá Sandskeiði að Hamranesi, eða Stórhöfða því þar mun hugsanlega verða tengivirki í stað Hamranesstengivirkis, sem nú er.
“Destination Viking Sagalands – sagas & storytelling” (Rögnvaldur Guðmundsson) óskaði eftir því við [FERLIR] að fara yfir leiðir fyrirhugaðra háspennulína og gera grein fyrir helstu minja- og náttúrufyrirbærum, einkum þeim er sérstök ástæða væri til að gæta varkárni við.
Eftir að hafa skoðað fyrirhugaðar línuleiðir, þ.e. frá vestanverðri Hellisheiði að Hafnarfirði, var þá listað upp meðvitaðar minjar, frá suðaustri til norðvesturs. Tekið var fyrir svæði vel rúmlega út fyrir línur svo minnka megi líkur á að verðmætar minjar eða náttúrufyrirbæri fari forgörðum við framkvæmdirnar.
Fornleifaskráning fyrir Ölfushrepp II, svæðisskráning fyrir Ölfus- og Selvogshrepp (Hildur Gestsdóttir & Orri Vésteinsson) og fornleifaskráning Fornleifastofu Íslands liggur fyrir um fornleifar á Hellisheiði og við Hverahlíð þar sem m.a. er sérstaklega tekið fram að ástæða sé til að fara varlega í nálægð hinnar gömlu mörkuðu þjóðleiðar um heiðina.
Línustæðið liggur um fjögur sveitarfélög, sem öll hafa lagt fram aðalskipulag um nýtingu sinnan umdæma til næst framtíðar. Í aðalskipulagi Ölfuss er t.a.m. tekið fram að “lagt er til að fram fari nákvæm skráning og kortlagning fornminja. Þá eru stórframkvæmdir umhverfis-matsskyldar sbr. kafla 4.2. og 4.3., s.s. vegagerð, háspennulínur og virkjanir.” Í aðalskipulagi Kópavogs og Hafnarfjarðar eru hliðstæð ákvæði. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir (a.m.k. í textanum) varfærni og að við engu verið hróflað nema að undangengnum athugunum með tilskyldum skilyrðum. Ljóst er að mikilvægt er að huga vel að undirbúningi, kanna alla möguleika og minnka sem tök eru á afleiðingar á röskun verðmæta er felast í náttúru og minjum á svæðunum.
Jafnan eru fyrirhugaðar framkvæmdir afsakaðar með því að svæðum hafi þegar verið raskað svo og svo mikið og því skipta þær í rauninni litlu máli til eða frá. Slík rök geta varla talist gjaldgeng – a.m.k. ekki lengur.
Flutningur raforku er nauðsynleg. Henni mun ávallt fylgja eitthvert rask og jafnvel umhverfisspjöll.
Lokaorð
Hér að framan [í óbirtum millikafla] er getið 28 staða eða svæða, sem sérstaklega þarf að gæta varfærni við ef og þegar leggja á háspennulínu milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar. Upplýsingarnar gætu einnig komið að notum ef ákvörðun yrði tekin um að leggja jarðstreng þá sömu leið. Líklegt má þó telja að leið með jarðstreng yrði önnur og beinni (og þar með styttri) en hér er áætlað. [Auk þess myndi verðmæti landsvæðisins, sem línan á að liggja um, margfaldast ef um jarðstreng væri að ræða].
Tiltekinna verðmæta á svæðunum er getið hér að framan. Þau gætu verið fleiri, ekki síst er lýtur að öðrum þáttum, s.s. gróðri og dýralífi. Þurfi að færa línustæðið m.v. núverandi forsendur þarf að sjálfsögðu að gaumgæfa það eða þau svæði af nákvæmni.
Verði háspennuloftlína ofan á, eins og hér er lagt upp með, þarf að huga mjög vel að framangreindum svæðum með hliðsjón af minjum og náttúruverðmætum á leiðinni. Mikilvægt er að “jarðýtustjórinn” ráði ekki för þegar af stað verður farið heldur verði mjög nákvæmlega fylgst með framkvæmdum frá einum tíma til annars og að þess verði gætt að valda eins litlu raski og mögulegt er.
Sjá meira á RÚV.
Háspennulínur ofan Hafnarfjarðar.
Víkurholt – selstaða
Í Morgunblaðinu á aðfangadag 1928 birtist eftirfarandi um kirkjubyggingu í Reykjavík. Þar kemur m.a. fram um horfna selstöðu í Víkurholti:
„Hin fyrsta kirkja í Vík á Seltjarnarnesi fjekk stórgjafir – Tryggvi pórhallason forsætisráðherra skrifar: „Þegar kirkja var reist hjer í Reykjavík — Vík á Seltjarnarnesi sem lengi var kölluð — þá hlúði sóknarfólkið að henni með stórgjöfum: Kornakrar voru henni gefnir í örfirisey og Akurey, reki á Kirkjusandi og víðar, skógur og selstaða í Víkurholti, sem nú mun kallað Skólavörðuholt og jörðin Sel, og fjölmarga ágæta gripi, skrúða og bækur átti kirkjan. Voru þá þó aðrar kirkjur á næstu grösum, svo sem á Nesi, Engey og Laugarnesi, auk hins mikla klausturs í Viðey. Á þeim tímum var allmikill hluti jarðarinnar Víkur seldur fyrir smájörð norður í Akrahreppi í Skagafirði. Nú er hjer höfuðstaður Íslands, sóknarfólkið hundruðum sinnum fleira en þá. Liggur öllum í augum uppi nauðsyn nýrrar kirkju og eins hitt hversu ljett átak væri fyrir sóknarbúa nú að reisa og hlúa að nýrri kirkju að einhverju leyti í líkingu við það sem gert var á fyrri tíð.“ Undir þetta ritar Tryggvi Þórhallsson.
Víkurkirkja var kirkja í Reykjavík, líklega frá upphafi kristni á Íslandi þar til Dómkirkjan í Reykjavík var vígð 1796. Elstu heimildir sem nefna kirkjuna eru kirknatal Páls Jónssonar frá um 1200 og elsti máldagi hennar er frá 1379. Kirkjan var torfkirkja sem stóð í Kvosinni á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis í miðjum kirkjugarðinum gegnt Víkurbænum.
Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1397 stendur skrifað, „að Jónskirkja í Vík eigi Víkurholt með skóg og selstöðu.“
Hákon Bjarnason vill meina að Víkurholt hafi verið þar sem nú er Öskjuhlíð með vísan til leifa Víkursels sem þar er að finna.
Heimildir:
-Morgunblaðið, „Við þurfum að byggja nýja kirkju, ummæli 16 Reykvíkinga um kirkjubyggingarmálið“, 24. des. 1928, bls. 5.
-Wikipedia.
-Morgunblaðið, „Skógræktin í Öskjuhlíð“, Hákon Bjarnason, 7. janúar, 1979, bls. 10.
Víkursel í Öskjuhlíð.
Kjós – nafnið
Í Heimilisblaðinu 1940 veltir B.J. fyrir sér örnefni „Kjós„:
„Hvað merkir það nafn? Og hvaðan er það örnefni komið?
Það hefir flutzt hingað með landnámsmönnum frá Noregi. Upphafiega var það karlkennt orð: Kjósr (Kjóss, egf.: Kjóss eða Kjósar, flt. Kjósar), og svo kvað það vera í Noregi enn í dag. En í íslenzku er það nú kvenkyns og beygist eins og nafnorðið: drós (drósar, drósir). Liggur það mjög nærri, að úr Kjósr og Kjóss yrði Kjós (sbr. hausr — hauss — haus) og þar sem eignarfallsendingin forna var ar (Kjósar, jöfnum höndum við Kjóss, þá lá svo nærri að hafa myndina Kjósar (í Kjósarsýslu), eins og nafnið væri kvenkennt.
Í Noregi eru margir staðir kenndir við Kjóss: Kjósar heita inn af Farris-vatni, Kjóss er i Nessprestakalli í Raumaríki, Kjóss kirkjusókn er á Haðalandi, og Kjósarsókn (í Brandabú). Í Noregi nefnast Kjósarnir nú Kjoser eða. Kjöser.
Hér á landi er Kjósin alkunnust sem Kjósarsýsla er við kennd. Á Vestfjörðum (Hornströndum) eru nokkrir staðir með því nafni, eða hafa verið: Kjós í Grunnavík, Kjós í Trékyllisvík, Kjós í Reykjarfirði; inn af Reykjarfirði kvað ganga Kersvogur, sem að fornu nefndist Kjósvogur (Kjörsvogur, Kesvogur og Kjósvogur). Kjóshóll er nefndur í Staðarsveit vestra. Veit ég ekki meira um þann hól, en geri mér í hugarlund, að hann muni vera svipaður Kerhól í Grímsnesi. Kjósarsker hét í Hvalfirði og Kjóssvík í Borgarfirði eystra þar sem seinna hét og heitir Kjólsvík og getur það verið afbökun á frumnafninu.
Í Noregi er Kjós fyrst og fremst haft um mjóa voga, sem eins og hverfa inn í land af fjörðum, eða stöðuvötnum. Því næst merkir það mýrlent dalverpi eða kvos, sem eins og hverfur inn í fjöllin, eða mýrarvik, sem liggja inn í holt og hæðir, eða inniluktar kringlumýrar eða ker.
Laxá í Kjós, Káranes og Káraneskot.
Í þriðja lagi merkir það kjarr, þéttvaxið, helzt í votlendi. — Djúpir pyttir eða hyljir í lækjum eru líka Kjósar kallaðir. Nú mun allt þetta fara eða hafa farið saman, þar sem þessi staðanöfn haldast við enn, bæði hér og í Noregi,
Kermyndaðir hafa þessir Kjósar verið, og mætti af því geta þess til, að kjóss, ker og kjarr sé allt samstofna og sömu merkingar. Víða eru hér mýradældir vaxnar fjalldrapa og víði (sbr. Víðiker) eða smávöxnu birki. Allt eru það Kjósar eða Kerskógar. Kjarr (á norsku: Kjerr eða Kjerre) merkir smávaxinn skóg, einkum í mýrum (sbr. Kjarrmýrr eða ker).
Ef þetta er rétt, mætti nota orðið Kjós enn í almennu ritmáli, samkvæmt frummerkingunni.“ -B.J.
Á Vísindavef Háskóla Íslands var spurt; „Hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?“ Svarið var:
Mynni Hrafnsfjarðar í Jökuldölum.
„Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú ‘kvos, dalur eða dæld’ (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).
Kjós í mynni Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum stendur undir nafni sem þröng vík. Nú merkir orðið kjós ‘kvos, dalur eða dæld’.
Í Troms og víðar í Norður-Noregi merkir orðið kjos ‘þröngur dalur’ eða ‘laut’ (Norsk stadnamnleksikon, 183).
Auk Kjósar í Kjósarsýslu og í Skaftafellssýslu kemur nafnliðurinn meðal annars fyrir í örnefnum á Snæfellsnesi, í Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (Íslandsatlas).“
Heimild:
-Heimilisblaðið, 3.-4. tbl. 01.03.1940, bls. 50-51.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=71701
Í Kjós.
Lágafellsheiði – flugvélaflak
Í marsmánuði árið 1944 nauðlenti B-24H Liberator flugvél frá ameríska flughernum á Lágafellsheiði ofan við Járngerðarstaði í Grindavík. Mannbjörg varð, en vélin varð ónýt á eftir. Hermenn sáu síðan um að hluta hana í sundur og færa bútana upp á Keflavíkurflugvöll, líkt og gert var við B-17 flugvél, sem nauðlenti þarna nokkur vestar í Eldvarpahrauni skammt norðan Sundvörðuhrauns tæplega ári áður.
Flakið í Lágafelli.
Skammt þarna vestan við slysstaðinn reistu Bandaríkjamenn síðar loftnetsstöð, sem þeir reka enn. Afgirt svæði þeirrar stöðvar er, því miður, þvert á Skipsstíginn ofan við Títublaðavörðu, skammt ofan Járngerðarstaða.
Myndin hér til hliðar er frá vettvangi óhappsins við Grindavík og sýnir B-24H Liberatorvélina. Húsin í baksýn eru í Grindavík, ef vel er að gáð.
Erling Einarsson, innfæddur og af góðum Grindavíkurættum, bæði vestlægum og austlægum, skoðaði myndina og sá strax aðvettvangurinn væri á „svæði sem kallað var uppi í Leynum Eyjabyggðin er þarna núna, norð-austur af Silfru. Hægt er að sjá hús á myndinni sem ber í þennan með kaskeitið, það er Krosshús, næst því til vinstri er Hvoll, þá háreyst hús er nefnist Hamraborg (læknishúsið), það ber reyndar saman við Borgargarð og Kirkjuna, þar neðan undir er langt hús sem var hænsnabú þá Eystri Krosshúsum, Þorvaldsstaðir (prestssetrið), Baldurshagi, Sólheimar, Hellur, Holt, Pálshús, Brimnes, Efri-Baldurshagi, Ásgarður, Blómsturvellir, Þrúðvangur og reyndar sést slysavarnaskúrinn og Múli sem ber í hólinn.“
Það var varla hægt að fá nákvæmari staðarákvörðun. En þótt hægt sé að rekja flestar staðsetningar flugslysa og -óhappa til ummerkja á vettvangi, verður það ekki hægt í þessu tilviki. Brak og aðrar leifar hafa þurft að víkja fyrir nýrri byggð – á Lágafellsheiði.
Einhverjir hinna öldruðu Grindvíkinga hefði á þeirra ungdómsárum ekki órað fyrir að heiðin myndi nokkur sinni byggjast, hvað þá jafnvel upp að Kúadal, en staðreyndin er nú samt orðin önnur – einungis tæpum mannsaldri síðar.
Bandaríski herinn reisti einnig loftnetsstöð ofan við Hraunssand, undir Húsafjalli/Fiskidalsfjalli, en ummerki eftir hana eru nú að mestu horfin – einungis steypt ankeri mastursfestinganna sjást þar enn í malargryfjum Hraunsmanna.
Sá algengi misskilningur hefur jafnan verið landlægur á Suðurnesjum að brak úr flugvél Andrews, yfirmanns Evrópuherafla Bandaríkjamanna, sé að finna í Þorbjarnarfelli, skammt frá Lágafelli. Hugsanlega gæti fyrrnefnd nauðlending hafa skapað þann misskilning. Brak úr flugvél þeirri er hann var í, ásamt fleirum, má sjá í Kastinu vestan undir Fagradalsfjalli. Einn maður slapp lifandi úr því flugslysi.
Heimildir m.a.:
-Saga Grindavíkur.
-Erling Einarsson.
-Friðþór Eydal.
Lágafell – loftmynd.
Karlshóll í Vogum
Í bókinni „Strönd og Vogar“ fjallar Árni Óla m.a. um „Karlshól“ í Vogum. Hóllinn er nú horfinn þrátt fyrir að hafa verið talinn álagablettur fyrrum:
Karlshóll – loftmynd 1999 t.v..
„Karlshóll heitir í túninu á Norðurkoti í Vogum. Þetta er hraunhóll, en mjög gróinn og er talið, að þar muni vera bústaður huldufólks. Þau álög hvíla á hólnum, að hann má ekki slá, og hafa menn forðazt það. Ekki er vitað hvað við liggur, ef hóllinn er sleginn. En komið hefir það fyrir, hvað eftir annað, ef slegið var hærra í hólinn en vant var, að einhver ótjálga kom í kýrnar í Norðurkoti eða þá að þeim hlekktist eitthvað á.
Hefir það skeð í minnum þeirra manna, er enn em á lífi. En mörg ár em nú síðan svo hátt hefir verið slegið í hólinn, að það hafi getað valdið óhappi.“
Í Dagblaðinu-Vísi árið 2006 er fjallað um „Álfavandræði í Vogum“:
Vogar – heimili eldri borgara 2020.
„Sveitarstjórn Voga á Vatnsleysuströnd leitaði nýlega til Erlu Stefánsdóttur álfasérfræðings og bað hana að koma og leysa vandamál í tengslum við byggingu fyrir eldri borgara. Á byggingarreit við Vogagerði, þar sem Búmenn ætla að reisa svokallað Stórheimili fyrir eldri borgara, stendur álfhóll. Sveitarstjórninni var umhugað um að styggja ekki álfana vegna framkvæmdanna við byggingu hússins og því var Erla fengin til að ræða við álfana og bjarga málinu.
Erla Stefánsdóttir.
„Það er ekkert merkilegt við þetta,“ segir Erla. „Ég er oft fengin til að leysa svipuð vandamál víða um land.“ Að sögn Erlu fór hún einfaldlega með þuluna gömlu úr þjóðsögunum: „Fari þeir sem fara vilja og veri þeir sem vera vilja mér og mínum að meinalausu…“ Auk þess að biðja bæn.
Aðspurð um hvort hún hafi séð álfa á þessum umrædda bletti segir Erla svo vera og að þeir séu í raun lítt frábrugðnir fólki. Og klæðnaður þeirra hefur einnig fylgt tíðarandanum, margir þeirra hafi skipt vaðmálsbuxum út fyrir gallabuxur svo dæmi sé tekið.
Á vefsíðu sveitárfélagsins er greint frá þessu máli og undanfara þess en nokkrir íbúar sveitarfélagsins lýstu yfir áhyggjum sínum vegna röskunar á þessum forna álagabletti sem varðveittur hefur verið í margar kynslóðir. „Allt fram til dagsins í dag hafa verið til óskrifaðar reglur um það að háreisti barna og hvers konar rask sé ekki viðhaft á hólnum. Til eru sögur sem segja frá samskiptum íbúa hólsins við aðra Vogabúa, aðallega þó um hrakfarir þeirra síðarnefndu eftir að hafa átt við hólinn. Fleiri álagabletti er að finna í sveitarfélaginu Vogum og er Karlshóll sem stendur við Hafnargötu gott dæmi um farsælt sambýli álfa og manna,“ segir meðal annars á vefsíðunni.
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar í vor var ákveðið að kalla á Erlu til að ræða við íbúa hólsins um þær miklu framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum. Á kvenréttindadaginn, þann 19. júní, kom Erla og ræddi við íbúana. „Álfarnir fullvissuðu Erlu um að þeir væru sáttir við það að á þessum stað yrði reist Stórheimili þar sem eldri borgarar í Sveitarfélaginu Vogum geta átt notalegt heimili með glæsilegu útsýni yfir Faxaflóann. Hólsins verður eflaust saknað en álfarnir hafa nú fundið sér annan samastað, en vildu ekki gefa hann upp.“ Segir á vefsíðunni.
Róbert Ragnarsson sveitarstjóri í Vogum segir að Erla hafi verið kölluð til sem sérfræðingur og að hún hafi fengið greitt í samræmi við það.
„Þetta var þó ekki há upphæð,“ segir Róbert. „Raunar ein hagstæðasta ráðgjöf sem við höfum keypt.““
Heimildir:
-Strönd og Vogar, Árni Óla, 1961, bls. 268.
-Dagblaðið-Vísir, 106. tbl. 30.06.2006, Álfavandræði í Vogum, bls. 70.
Vogar – loftmynd frá 1954 sett yfir loftmynd frá 2020.
Gamli-Kirkjuvogur III
Gengið var um Gamla-Kirkjuvog.
Þar, norðan Ósa, má enn sjá bæjarhólinn forna. Á honum mótar fyrir hleðslum. Skammt sunnar eru grónar og sandorpnar hleðslur á tveimur lægri hólum. Vestar sést greinilega bogadreginn jarðlægur garður og nokkru austar manngerður hóll (dys?), virki eða eftirlitsstaður. Er hann jafnframt ein áhugaverðasta fornleifin á svæðinu. Enn austar eru tóftir við suðaustanverðan Djúpavog (hóll, brunnur og gerði). Enn austar, handan Djúpavogs, eru leifar a.m.k. tveggja selja.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði grein í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 um „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“. Þar segir hann m.a. um Gamla-Kirkjuvog og Gamla-Kotvog, sem áttu að hafa verið norðan Ósa en ekki sunnan eins og síðar varð.
„Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smá-voga, og kallast þeir Ósabotnar.
Er löng bæjarleið frá Þórshöfn inn að Kirkjuvogi forna. Þar sem bærinn var, er rústabunga mikil. Þar er alt nú blásið hraun, þó er rústin að nokkru leyti grasgróin. Er eigi hægt að sjá grein á húsaskipun og eigi sést með vissu hvar kirkjan hefir verið. En kunnugir menn vita það, því mannabein hafa fundist þar, er kirkjugarðurinn blés upp. Voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800, að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt.
Kotvogur stóð þó þar, sem hann er enn, sunnanmegin við Ósana. En kirkjusókn átti hann að Kirkjuvogi og allir bæir fyrir innan Kalmanstjörn. En þaðan, og frá þeim bæjum, er sunnar voru, var kirkja sótt að Kirkjuhöfn.
Til Kirkjuvogs sóttu líka Suðurnesjabæirnir: Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Stafnes, ásamt hjáleigum. Stóð það fram að 1370, er Oddgeir biskup vígði kirkju á Hvalsnesi. Enn átti Innri-Njarðvík sókn að Kirkjuvogi: hélzt það, þó Kirkjuvogur væri fluttur suður fyrir Ósa, og þangað til 1760, er Ólafur biskup Gíslason, vígði kirkju í Njarðvík.
Fremur er það fátt, sem menn vita um Kirkjuvog hinn forna. Þess er getið í Árbókum Espólíns II. 68. að 1467 seldi Ólafur biskup Rögnvaldsson Eyjúlfi Arnfinnssyni »Voga« í Rosmhvalsnesshreppi fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. Nú er enginn bær í Rosmhvalsnesshreppi, er heitir »í Vogum«.
Mun hér því átt við Kirkjuvog hinn forna og ef til vill Kotvog með, eða þó öllu heldur Djúpavog, sem mun hafa verið hjáleiga frá Kirkjuvogi og staðið við Ósabotnana. Svo segir í landamerkjabréfi frá 1270: »En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi. Hér virðist »Djúpivogur « vera bæjarnafn. Og það getur ekki verið annað nafn á Kirkjuvogi, þar eð hann er líka nefndur í sömu málsgreininni. Nokkru fyrir innan Kirkjuvog hinn forna gengur gróf mikil frá Ósabotnunum þvert til norðurs. Gengur sjór nokkuð inneftir henni, og heitir þar enn Djúpivogur. Þar litlu innar ætti bærinn, Djúpivogur, að hafa verið. Merki sjást ekki til þess; en það er ekki að marka. Sjór hefir mjög gengið á land í Ósunum, og getur bæjarstæðið verið brotið af. Þó hefir það ekki verið sjávargangur, heldur sandfok, sem eytt hefir Kirkjuvogi hinum forna. Hvenær það var, vita menn ógjörla.
Jarðabók Á. M. telur hann hafa verið í eyði meir en 120 ár þá er hún var rituð. Hefir það því eigi verið síðar en á 16. öld, en getur vel hafa verið fyr. Það liggur nærri að ætla, að þá hafi sami maður átt bæði Kirkjuvog og Kotvog, er hann flutti Kirkjuvog heim á tún í Kotvogi. Bendir það til þess, að Kotvogur hafi frá upphafi verið talinn hjáleiga frá Kirkjuvogi, þó Ósarnir væri á milli. Þess er getið, að Kirkjuvogskirkja átti 1/2 Geirfuglasker. — Kirkjubólskirkja og Hvalsnesskirkja áttu 1/4 hvor.
— Hannes hét maður, Erlendsson, er var á Stafnesi hjá Guðna sýslumanni Sigurðssyni og fluttist með honum að Kirkjuvogi 1752. Um Hannes er þess getið í riti séra Sigurðar, að hann hafði oft farið i Geirfuglasker á tólfæringi. Þá var skerið sem kýrfóðurvöllur að stærð, og alþakið fugli. Nú er skerið alveg í kafi. Efni þess var móberg, og hefir sjórinn smámsaman máð það burtu.
Á dögum Guðna sýslumanns fékkst sáta af heyi þar sem nú heitir Kirkjusker fyrir framan Kotvog. Það er nú þangi vaxið. Þetta sagði séra Sigurði Gróa Hafliðadóttir, merk kona í Kirkjuvogi, en henni hafði sagt Ragnhildur Jónsdóttur, er var ráðskona Guðna sýslumanns á síðustu árum hans. Hún komst á níræðisaldur og var einkarfróð kona. Enn má geta þess, til merkis um það hve landið hefir brotnað, að í Ósunum var ey mikil, milli Kotvogs og Kirkjuvogs forna, og var hún slægjuland. Nú í seinni tíð hefir hún bæði blásið upp og sjór brotið hana, því flóð falla mjög svo yfir klappir þær, sem undir jarðveginum láu. Þar fann Vilhjálmur sál. Hákonarson, á yngri árum sínum, skeifu, er kom fram undan 3 al. háum bakka. Hún var miklu stærri en skeifur eru nú á dögum. En þá var forngripasafnið enn ekki stofnað. Var ekkert hirt um skeifuna og er hún glötuð fyrir löngu.“
Í Morgunblaðinu 2001 er frétt undir fyrirsögninni „Sækja um styrk til fornleifarannsókna í gamla Kirkjuvogi“. BYGGÐASAFN Suðurnesja og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar hafa sótt um styrk úr Kristnihátíðarsjóði til að láta gera fornleifarannsóknir á gamla Kirkjuvogi í Höfnum í Reykjanesbæ. Áætlað er að rannsóknirnar hefjist á miðju næsta ári og taki tvö ár.
Kirkjuvogur er gamalt höfuðból við norðanverða Ósa. Í skýrslu um fornleifaskráningu á Miðnesheiði sem Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur vann fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, en eyðibýlið er inni á varnarsvæðinu, kemur fram að jörðin virðist hafa verið byggð frá landnámi fram á
sextándu öld. Kirkjuvogur var fluttur suður fyrir Ósa á seinni hluta 16. aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir.
Til aðgreiningar er eldri staðurinn nefndur gamli Kirkjuvogur en þar hefur ekki verið búið síðan bærinn var fluttur. Í skýrslu Ragnheiðar kemur fram að afar áhugavert væri að ráðast í fornleifarannsókn í gamla Kirkjuvogi. Bæjarhóllinn sé óspilltur af nútíma-framkvæmdum. Hóllinn er rúmir 23 metrar á lengd, 10 á breidd og tveggja metra hár þar sem hann er hæstur. Ekki er hægt að greina húsaskipan. Bæjarhólnum stafar hætta af landbroti eins og fleiri minjum í gamla Kirkjuvogi. Skammt vestur af bæjarhólnum er óvenjulega vel varðveittur brunnur, fallega hlaðinn úr grjóti. Norðan við hólinn eru ógreinilegar leifar túngarðs úr grjóti.
Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera kirkjugarður. Heimildir herma að mannabein hafi verið flutt þaðan í kirkjugarð í Kirkjugarði í Höfnum, síðast um aldamótin 1800. Ekki er vitað hvar kirkjan stóð. Lengra frá er sel, Kirkjuvogssel. Þar eru talsverðar rústir og nokkrar sagnir til um það. Einnig eru heimildir um blóðvöll sem nefnist Beinhóll og fleiri minjar.
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Suðurnesja, segir að fornleifaskráning Ragnheiðar Traustadóttur staðfesti mikilvægi fornleifarannsóknar í gamla Kirkjuvogi. Hún segir að ef fjármagn fáist verði ráðinn fornleifafræðingur eða stofnun í tvö ár til að annast rannsóknina.
Hún segir að áhugi sé á að nýta rannsóknina einnig í þágu bæjarfélagsins og íbúa þess. Þannig hafi komið upp hugmyndir um að bjóða nemendum skólanna að fylgjast með rannsókninni, með því að koma í heimsóknir og fá útskýringar sérfræðinga. Einnig mætti hugsanlega nýta rannsóknina við uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu sem unnið hefur verið að á Suðurnesjum.“
Hér að framan er greinilega verið að lýsa rústunum við Djúpavog sem Brynjúlfur segir að kunni að hafa verið gamli Kotvogur eða bærinn Djúpivogur.
Í Morgunblaðinu 2002 er frétt um uppgröft í Höfnum, „Skáli og útihús frá landnámsöld fundin í Kirkjuvogi í Höfnum – Hugsanlegt að þar sé bær Herjólfs Bárðarsonar fóstbróður Ingólfs“. Þar segir: „FUNDNAR eru minjar sem taldar eru vera frá landnámsöld, skammt frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum, að öllum líkindum skáli og útihús. Forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar telur ekki fráleitt að fundinn sé bústaður Herjólfs Bárðarsonar.
Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur stjórnar skráningu fornminja í Reykjanesbæ. Þegar farið var að skoða loftmyndir af Höfnum taldi hann sig strax sjá móta fyrir landnámsskála. Í fyrradag var grafin hola ofan í miðjan skálann og þar fengust vísbendingar um að kenning Bjarna væri rétt þótt frekari rannsóknir eigi eftir að fara fram. Komið var niður á heillegt gólf frá landnámsöld og hleðslu sem talið er að geti verið úr langeldinum. Þarna fannst brot úr brýni og af járnhring, viðarkol og soðsteinar.
Landnámsskáli í Vogi í Höfnum.
Bjarni telur allar líkur á að þarna hafi verið skáli og útihús á landnámsöld. Hann sér móta fyrir 5 öðrum tóttum á svæðinu og garði.
Jón Borgarsson, sem lengi hefur búið skammt frá þessum stað, sagði að nú áttuðu menn sig á því hvað þeir hefðu verið vitlausir að vera ekki búnir að sjá þetta út fyrir löngu. Allt Reykjanesið tilheyrir landnámi Ingólfs Arnarsonar.
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar, rifjar það upp að Ingólfur hafi gefið vini sínum og fóstbróður, Herjólfi Bárðarsyni, landið milli Vogs og Reykjaness. Hann hafi búið í Vogi sem menn hafi til þessa helst talið að væri gamli Kirkjuvogur, sem er norðan Ósabotna.
Fornleifafundurinn geti bent til þess að Herjólfur hafi byggt bæ sinn þar sem nú eru Hafnir en hann verið fluttur yfir Ósbotna 100 árum síðar. Fyrir liggi að bærinn hafi á 16. öld verið fluttur til baka en Kirkjuvogsbærinn stóð eftir það skammt frá kirkjunni og þá um leið gömlu tóttunum. Sigrún Ásta segir að þetta sé mikilvægur fornleifafundur. Mikilvægt sé að hefja viðamikla rannsókn á staðnum og víðar því Reykjanesið hafi lítið verið rannsakað. Tóttirnar eru inni í miðju byggðahverfinu í Höfnum og þær gætu nýst við uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu.“ (Sjá meira HÉR.)
Um Geirfuglasker (Geirfugladrang) var nýlega fjallað í Fréttablaðinu: „Á þessum degi árið 1972 kom í ljós að Geirfugladrangur, vestur af Eldey, hafði hrunið eða sokkið í sæ. Dranginn er grunnlínupunktur landhelginnar, vestasti viðmiðunarpunktur og var áður um 10 metra hár. Í dag kemur hann aðeins upp úr sjó á fjöru.
Fréttir af því að Geirfugladrangur hefði horfið bárust seinnipart dagsins en það var mótorbáturinn Venus frá Hafnarfirði sem tilkynnti landhelgisgæslunni um hvarfið. Báturinn hafði verið á veiðum þar nærri, sem dranginn hafði staðið og var hvergi sjáanlegur þegar skipsverjar fóru að svipast um eftir honum. Varðskip á staðnum voru send til að kanna málið. Nokkrar umræður sköpuðust um það hvort reglugerðin um hina þá fyrirhuguðu fimmtíu mílna landhelgislínu yrði að endurskoða og gildandi landhelgi.
Nokkrum dögum eftir hvarfið gaf forstjóri Landhelgisgæslunnar út þá yfirlýsingu að atvikið hefði engin áhrif á landhelgina. Ekki var ljóst hvort hafið hafði sorfið drangann niður eða hvort jarðsig hafði orðið. Í kjölfarið lýstu margir því yfir að merkja þyrfti drangann vel þar sem hann væri orðinn eitt helsta blindsker landsins.“
Þegar gengið var eftir Kaupstaðaleiðinni frá Þórshöfn að Djúpavogi mátti glögglega sjá að hún hafði verið unnin á köflum, en látið hefur nægja að kasta annars staðar úr götunni. Leiðin endar annarsvegar við austanverða Þórshöfn þar sem líklegt er að verslunarhúsin hafi staðið forðum og hins vegar ofan og vestan Djúpavogs.
Frá Gamla-Kirkjuvogi er, auk Kaupstaðaleiðarinnar, önnur gata nær sjónum. Liggur hún yfir að tóftunum fyrrnefndu suðvestan Djúpavogs. Þegar svæðið neðan við Gamla-Kirkjuvog var skoðað af gaumgæfni kom í ljós hringlaga hleðsla við götu er legið hefur austan við suðaustasta rústahólinn. Þar gæti hafa verið brunnur fyrrum.
Þegar skoðað var allnokkuð upp í heiðina ofan við Gamla-Kirkjuvog kom svolítið sérkennilegt í ljós; fornar hleðslur á klettastöllum, sem víða má sjá þar uppi. Dátar á 20. öld hafa gert sér hreiður víðsvegar í heiðinni, en þessar mannvistarleifar eru miklu mun eldri. A.m.k.fjórar hleðslur eru á þremur stöðum og er ein þeirra gróin að mestu. Þær virðast hafa verið ca. 250×120 cm. Einungis sést neðsta steinröðin, sú er mótað hefur mannvirkið á hverjum stað. Líklegt er að það hafi verið gert úr torfi, en það fokið frá líkt og heiðin öll. Erfitt er að geta sér til um hlutverk þessara leifa. Gömul varða er við tvö þeirra. Þau gætu hafa verið smalaskjól þótt heiðin beri ekki með sér að hafa fóstrað fé.
Stafsnessel, sem er þarna skammt frá, bendir þó til annars. Þau gætu líka hafa verið einhvers konar geymslustaðir eða jafnvel grafir þar sem urðað hefur verið yfir viðkomandi. Þá er ekki ólíklegt að um hafi verið að ræða gerði er ungir yrðlingar hafa verið geymdir í til að laða að fullorðna refi svo auðveldara hafi verið að ná þeim, a.m.k. benda leifar af ævagömlum refagildrum í nágrenninu til þess að svo geti hafa verið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 18. árg. 1903, – Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902 eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 41-42.
-Morgunblaðið 5. okt. 2001, bls. 22.
-Morgunblaðið 1. des. 2002, baksíða.
-Fréttablaðið 22. mars. 2010, bls. 18.
Gamli Kirkjuvogur – kort.
Sundhnúkahraun – Rauðhóll
Gengið var frá Svartsengisfelli, öðru nafni Sýlingarfelli, þvert yfir Sundhnúkahraun með stefnu á hæsta gíg Sundhnúkagígaraðarinnar sunnan Stóra-Skógfells.
Stóra-Skógfell.
Sundhnúkahraunið, sem er um 2400 ára, kom upp á sprungurein líkt og svo mörg hraunin á nútíma á Reykjanesskaganum. Gígaröðin nær frá Hagafelli upp að Kálffelli og er um 10 km löng. Besta yfirsýnin yfir gígana er uppi á Stóra-Skógfelli austanverðu. Þaðan sést vel hvernig röðin liggur í svo til beina stefnu og sneiðir við austurhornið á Skógfellinu. Einmitt þess vegna er staðsetning á myndarlegum rauðleitum gjallgíg, eða gjallhrygg öllu heldur, austan fellsins og þar með utan við hina beinu gígaröð, nokkurt spurningarmerki. Margir hafa talið hann með Sundhnúkagígaröðinni, en nú var ætlunin að skoða hann nánar.
Sundhnúkur og Sundhnúkagígaröðin.
Sundhnúkahraunið er blandhraun, bæði hellu- og apalhraun. Hellurhraunið hefur runnið þunnfljótandi í upphafi gossins, en síðan hefur apalhraunið fengið að njóta sín þegar á leið. Fallegar hrauntraðir eru vestan gígaraðarinnar, en hraunið er í rauninni hvergi erfitt yfirferðar.
Þegar komið var upp í gíginn, sem stefnan hafði verið tekið á, komu í ljós fallegar hraunæðar vestan við hann, og op við efri enda þeirra. Það var ekki nægilega stórt til að komast inn (þarna þarf járnkarl), en þegar myndarvélinni var stungið inn um gatið og myndað sást inn í sæmilega rás. Skammt austar er gígurinn. Í vesturjaðri hans er gat, en erfitt var að sjá hvort það tengdist því neðra.
Ofan og austan við gígaröðina, eru slétt helluhraun með ýfingum á milli. Rauðhóll blasir þarna við í norðaustri og sker sig út úr mosabreiðulandslaginu.
Rauðhóll í Sundhnúkahrauni.
Þykk mosaþemba gerð af hraungambra er umhverfis hólinn (gíginn), en það er tegundarheiti þess mosa sem oft myndar þykkar breiður á hraunum Reykjanesskagans. Í daglegu tali er hann oftast nefndur grámosi eða gamburmosi.
Austan við Stóra-Skógfell eru helluhraunaléttur með lágum hraunhryggjum á milli. Þegar staðið er þar með Skógfellið að vestanverðu, Fagradalsfjall að austanverðu (gegnt Kastinu), Vatnsheiðina að sunnanverðu og Þráinsskjöld að norðanverðu má segja að sjá megi nær allar tegundir eldsupprunamöguleika á Skaganum; dyngjur á bak og fyrir, ísaldatilurðir til beggja handa og nútímann svo til við nefið.
Ein af gersemum Sundhnúkahrauns.
Hinn rauðleiti gjallgígur framundan er hér nefndur Rauðhóll, bæði vegna litarins og auk þess mun þetta vera heiti á flestum líkum á Skagagnum. Ekki er vitað til að eitt nafn umfram annað hafi verið fest á hann. Í rauninni virðist hann ekki vera gígur, einungis bogadregin hæð, en þegar betur er að gáð sést vel hvernig helluhraun úr Sundhnúkagígaröðinni hefu runnið í kringum gíginn og inn í hann að austanverðu. Rauðhóll er greinilega eldri gígur en hinir vestan hans. Betur er gróið í síðum hans en annars staðar í hrauninu – beiti- og krækilyng, geldingahnappur, einir og fleiri tegundir má sjá í skjóli hans. Þegar staðið er upp á honum sést í nokkra litla toppa, mun lægri, með sömu stefnu og hann til norðausturs.
Eldri gígar í Sundhnúkahrauni.
Þarna eru líklega leifar af enn eldri gígaröð en Sundhnúkagígaröðin er, en hraun úr henni hefur runnið yfir eldra hraunið og hulið það að langmestu leyti. Eftir standa Rauðhóll og nokkrir smærri bræður hans. Líklega eru Sandhólarnir (Sandhóll vestan Faradalsfjalls og Innri-Sandhóll, skammt austan Stóra-Skógfells) leifar af enn einni gígaröðinni á þessu svæði.
Gengið var til baka yfir Sundhnúkagígaröðina og stefnan tekin þvert á hrauntröðina vestan hennar. Tröðin er ein af mörgum slíkum á þessu svæði.
Grindavík ofanverð.
Allnokkuð er um litlar hraunbólur (hraunhvel) og yfirborðsrásir, einkum næst gígaröðinni, en enga raunverulega hella var að sjá þarna, enda að mestu um apalhraun að ræða.
Hraunin ofan við Grindavík eru flest tiltölulega greiðfær, ekki síst í frosti, eins og nú var. Þá er mosinn frosinn og líkur gervigrasi að ganga á. Skógfellavegurinn liggur þarna milli Grindavíkur og Voga, austan Sundhnúkagígaraðarinnar og Skógfellanna, og því auðvelt að rata. Fjölbreytileikinn er mikill því ávallt birtist eitthvað nýtt er gleður augað. Hraunkarlinn í Sundhnúkahrauni virðist t.a.m. vera merkilegur með sér og alls ekki ólíkur þekktri teiknimyndapersónu. Vegalengdir er þolanlegar og um margar leiðir að velja. Þarna er því um kjörið heilsubótar- og þjálfurnarumhverfi að ræða – fyrir íbúa heilsubæjarins og gesti þeirra.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Sundhnúkagígaröðin.