Hernám

Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.

Jeffersonville

Mosfellsbær – upplýsingaskilti.

Norðvestan við Hafravatn er mikið af rústum braggahverfis, sem þar var á stríðsárunum. Hverfið gekk undir nafninu „Jeffersonville“.
Þegar stríðinu lauk skildi herliðið eftir allskyns byggingar, aðallega braggana. Þessi hús voru sett saman úr einingum, amk. burðargrindin og því auðvelt að flytja milli staða. Gluggaumbúnaðurinn var með hætti sem algengt var í Ameríku, opnanlegum fögum var rennt upp og niður eftir þörfum. Svona gluggar munu aldrei hafa reynst vel hér á landi og því þurfti að breyta þeim svo hentuðu íslenskum aðstæðum. Að sögn Friðþórs Kr. Eydal, sem hefur lagt sig eftir sögu hersetunnar í síðari heimstyrjöld, voru svona skálar hvergi annarsstaðar en þarna.

Staðurinn þar sem Camp Jeffersonville stóð er alveg við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Rétt við veginn eru steyptir grunnar sem eru undan þessum húsum eða braggaskemmunum sem þar stóðu líka.

Jeffersonville

Rústir skála við Hafravatn.  Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.

Skálarnir sem Rauða krossinum voru síðan afhentir árið 1945 stóðu við Hafravatn norðvestanvert, í þyrpingu bygginga sem kallaðist „Camp Jeffersonville“. Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.

Mosfellsbær

Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.

Barnaheimili Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands í Laugarási
Frá 1952 – 1971 starfrækti Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands stórt barnaheimili í Laugarási, sem var í daglegu tali kallað “Krossinn”. Rekstur þessa heimilis skipti heimiklu máli fyrir Laugarás, fyrir utan auðvitað lífið í Krossinum. Fyrir utan þau 120 börn, auk starfsfólks, sem þar dvöldu 3 mánuði á sumri hverju, stuðlaði þessi starfsemi að því að styrkja innviði, eins og vatnsveitu og hitaveitu, eins og nánar verður komið að annarsstaðar.

Mosfellsbær

Unnið við skálabyggingar í Camp Jeffersonville.

Rauði kross Íslands hóf aðkomu sína að sumardvalarheimilum fyrir kaupstaðabörn árið 1932 með því að greiða 2000 króna styrk til barnaheimilisins á Egilsstöðum. Þetta vatt upp á sig og á stríðsárunum þótti útlit fyrir að flytja yrði öll börn úr bænum með stuttum fyrirvara sökum yfirvofandi loftárásarhættu. Þá stofnaði Rauði krossinn til sumardvalarnefndar og var Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, formaður RKÍ, formaður hennar.
Í byrjun var börnum komið fyrir bæði á sveitaheimilum og í skólum víðs vegar um landið. Þetta þróaðist síðan þannig, að sveitaheimilum fækkaði og meiri áhersla var lögð á sumardvalir í skólahúsnæði sem víða var ónotað yfir sumarmánuðina.

Jeffersonville

Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, Haraldur Árnason, Sigurður Thorlacius.

Árið 1940 var stofnuð sumardvalarnefnd, að frumkvæði Reykjavíkurbæjar og landstjórnarinnar. Að ósk borgarstjóra skipaði RKÍ tvo menn í þessa nefnd, þá Þorstein Sch. Thorsteinsson og Sigurð Thorlacius, skólastjóra. Starfsemin sem nefndin hafði með höndum færðist æ meira inn á skrifstofu RKÍ og þar mun Haraldur Árnason, kaupmaður, hafa unnið mikið og merkt starf. Reynslan af þessum sumardvölum sýndi forystufólki RKÍ fram á mikla þörf á þessu úrræði og ljóst varð að vart yði bakkað út þó svo stríðinu lyki.

Í lok stríðsins, sumarið 1945 nutu um 300 börn á vegum Rauða krossins sumardvalar víða í sveitum landsins, aðallega á sveitabæjum, en einnig í skólahúsnæði. Foreldrar sem óskuðu eftir úrræði af þessu tagi fyrir börn sín, þurftu að sækja um skriflega og láta fram koma eftirfarandi upplýsingar:

Jeffersonville

Saumastofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.

Þó svo stríðinu lyki og þar með hættan á loftárásum ekki lengur fyrir hendi, varð ekkert lát á þörfinni fyrir að koma börnum til sumardvalar í sveitum, enda fóru í hönd mikil barnaár, en fæðingartíðni tók að aukast við byrjun styrjaldarinnar. Þá voru lifandi fædd börn á hverja konu um 2,7 og sá fjöldi náði síðan hámarki um 1960, þegar lifandi fædd börn á hverja konu voru orðin 4,3. Þá kom pillan á markaðinn og síðan hefur fæðingartíðni farið jafnt og þétt minnkandi, jafnframt því sem atvinnuþátttaka kvenna jókst jafnt og þétt.

Frjósemishlutfall á Íslandi á fullveldistímanum fram á tíunda áratug 20. aldar var með því hæsta í Evrópu. Víðast hvar í álfunni jókst frjósemi

Jeffersonville

Skóvinnustofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.

á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hérlendis jókst hún á stríðsárunum og á eftirstríðsárunum jókst hún meira hér en í flestum löndum Vestur-Evrópu. Almennt séð er frjósemishlutfallið nokkuð hátt í Norður-Evrópu miðað við lönd sunnar í álfunni.

Jeffersonville

Jeffersonville – hluti leifa braggahverfisins.

Það þarf ekkert fleiri orð til að lýsa þeim miklu breytingum sem áttu sér stað frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari og fram yfir 1960, þegar fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu náði hámarki (4,3). Styrjöldin og barnafjöldinn kallaði á ráðstafanir. Á styrjaldartímanum þótti mikilvægt að flytja börn og einnig að talsverðum hluta mæður þeirra, burt frá borginni og öðrum þéttbýlisstöðum, vegna hættu á loftárásum. Þegar styrjöldinni lauk tók síðan við tími þar sem velmegun fór vaxandi á sama tíma og fæðingartíðnin. Þá þótti mikilvægt að halda áfram að gefa borgarbúum kost á því að senda börn sín í sveitina til sumardvalar.

Jeffersonville

Jeffersonville.

Rauði kross Íslands var stofnaður 10. desember 1924. Árið sem samtökin fögnuðu 20 ára afmæli sínu, 1944, var samþykkt að minnast afmælisins með því að sækja um „lóð og land í Laugarási“ undir sumardvalarheimili fyrir börn. Í nóvember þetta ár var síðan undirritaður samningur við Grímsneslæknishérað um afnot af tveim hekturum lands í kvos, vestan Kirkjuholts. Landið var tveir hektarar til að byrja með, en í júni 1952 var gerður samningur um 4,37 ha til viðbótar, þannig að alls fékk Rauði krossinn á leigu 6,37 ha lands. Umsaminn leigutími var 60 ár, eða til ársins 2004.

Í október 1944 ákvað framkvæmdanefnd RKÍ að leita til ríkisstjórnarinnar um að hún afhenti félaginu 8-10 herskála sem setuliðið hafði reist við Hafravatn. Þetta samþykkti ríkisstjórnin og afhenti RKÍ 10 skála til verkefnisins.

Allir sem að komu voru áfram um að sumardvalarheimili skyldi byggt í Laugarási og það var mikill framkvæmdahugur og bjartsýni ríkjandi. Þarna var samþykkt að heimilið skyldi tekið í notkun vorið 1947.

Þetta sama ár voru skálarnir fluttir í Laugarás.

Hvers vegna Laugarás?

Laugarás

Laugarás – sumardvalarheimili.

Einhver kann að spyrja hversvegna Laugarás varð fyrir valinu sem staður fyrir sumardvalir Reykjavíkurbarna.

Aðdragandinn að þeirri ákvörðun var sá, að á þessum tíma var Sigurður Sigurðsson, berklalæknir og síðar landlæknir, formaður RKÍ (frá 1942-1947). Hann hafði, árið 1942, tekið á leigu land í Laugarási sem hann nefndi Krosshól, en sem betur er þekkt undir nafninu Sigurðarstaðir, meðal íbúa.

Upphaflega ástæðan fyrir því að hann tók þetta land á leigu mun hafa verið sú að hann, eins og svo margir aðrir sem höfðu aðstöðu til, vildi hafa afdrep fyrir fjölskyldu sína ef kæmi til loftárása á höfuðborgina. Hann fékk þarna 3-4 hektara erfðafestuland til 60 ára.

Það var Sigurður sem lagði til að tekið yrði á leigu land í Laugarási fyrir sumardvalarheimili og sú varð niðurstaðan.

Jeffersonville

Þvottahús og vatnstankur í Camp Jeffersonville.

Krýsuvík

Eftirfarandi frásögn birtist í Í Lesbók MBL 1987. Í henni fjallar Ólafur E. Einarsson um „Krýsuvík„.
Krýsuvík 1923„Svo segir í fornum ritum, að Grindavík eða Grindavíkursókn, takmarkist að vestanverðu af Valahnúk á Reykjanesi, sem aðskilur bæði land og reka Hafna og Grindavíkur en að austanverðu Seltangar, stuttur tangi í sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Á Selatöngum er klettur nokkur, bergdrangur kallaður Dagon, og aðskilur hann bæði land og reka Grindavíkur og Krýsuvíkur að austanverðu.
Þótt ofangreind landamerkjalýsing sé tekin upp úr riti síra Geirs Bachmann frá 1840, veit ég ekki betur en að landamerki Grindavikur og Grindavíkursóknar að austanverðu séu þar sem jarðirnar Krýsuvík og Herdísarvík mætast og þótt Hafnarfjarðabær hafi á árunum um 1930 fest kaup á Krýsuvíkinni, tilheyrir hún eigi að síður Grindavík landfræðilega séð.

Maríukirkja
Í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerkjum Krýsuvíkur lýst þannig: „Maríukirkja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík í Árnessýslu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krýsuvíkur eru:
Krýsuvíkurkirkja 19641. Að vestan: Sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum í Trölladyngjufjallrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við Búðarvatnsstæði. [Hér er athyglinni beint að „hinum háa steindrangi þétt við Búðarvatnsstæðið“. Hér er greinilega ekki átt við Markhelluna, sem er tæpan kílómeter frá vatnsstæðinu. Samkvæmt þessu eru Selsvellir og óumdeilanlega innan marka Grindavíkur – og stækkar umdæmið sem því nemur].
2. Að norðan: Úr Markhelluhól, sjónhending norðanvert við Fjallið eina, í Melrakkagil (Markrakkagil) í Undirhlíðum [hér er átt við skarð að sem síðar var nefnt Vatnsskarð] og þaðan sama sjónhending að vestur-mörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.
3. Að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg, á hægri hönd við þjóðveginn, úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum í Seljabótarnef, klett við sjó fram. [Þessi lýsing gefur til kynna að mörkin séu skráð af ókunnugleika því ekki er vitað til þess að Kóngsfell sé á nefndum stað er lýst er heldur miklu mun norðar. Jafnan hefur verið getið um Sýslustein(a) í þessu sambandi].
4. Að sunnan; nær landið allt að sjó.“
Dagon við Selatanga - hvorum megin sem erÞessu næst eru talin ítök þau, sem kirkjan á og loks „ítök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar“.
Í jarðabók sinni geta þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín til þess, að ágreiningur nokkur sé um landamerki milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, en ekki skýra þeir neitt frá því, um hvað sá ágreiningur sé. Báðar þessar jarðir eru þá (1703) í eigu dómkirkjunnar í Skálholti.
Í máldögum og öðrum skjölum, sem rituð eru löngu fyrir daga Páls og Árna, er svo sgat, að hraundrangurinn, eða kletturinn Dagon (Raufarklettur), sé landamerki og þá auðvitað fjörumerki millum jarða þessara, en hitt mun lengi hafa orkað tvínælis hor af tevim brimsorfnum hraundröngum sem standa í flæðamáli á Selatöngum, sé Dagon (Raufarklettur). Og eigi eru enn full 50 ár liðin (árið 1897) síðan þras varð nokkurt og málaferli risu út af því, hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þetta mál sýndist sitt hverjum og mun svo enn vera. Vísast um þetta mál í bækur Gullbringusýslu.
Á korti herforingjaráðsins danska er Dagon sýndur mjög greinilega, en hér kemur til greina, – eins og reyndar víða annars staðar, – hversu öruggar heimildir þeirra mælingamannanna hafi  verið.
Bilið hinna tveggja hraundranga, eða fjöruræma sú, sem deilurnar hafa verið um, mun eigi lengra en það, að meðalstóran hval getur fest þar.

Nakin fjöll og hraunbreiður
KrýsuvíkurtorfanUmmál Krýsuvíkurlandareignarinnar er milli 60 og 70 km, en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkm. Er stórmikill hluti af þessu víða flæmi ýmist ber og nakin fjöll og smáar og strjálir grasteygingar upp í ræturnar, eða þá víðáttumiklar hraunbreiður, þar sem sáralítinn gróður er að finna, annan en grámosa gnógann og svo lyng á stöku stað. Aðalgraslendið í landareigninni er í sjálfu Krýsuvíkurhverfinu og þar í nánd; má segja, að takmörk þessa svæðis séu: Ögmundarhraun að vestan, Sveifluháls að norðvestan, Kleifarvatn að norðan, gróðurlitlar hæðir og melásar að norðaustan og Geitahlíð, eldborg og Krýsuvíkurhraun að austan, en bjargið og hafið að sunnan. Þessi óbrunna landspilda er nálega 6 km breið syðst, eða sem svarar allri lengd Krýsuvíkurbergs, frá Ytri-Bergsenda til hins eystri – en mjókkar svo jafnt og þétt, allt norður að Kleifarvatni og verður þar ekki breiðari en suðurendi vatnsins, – 1-2 km. En frá bjargbrún og inn að Kleifarvatni eru um 9 km. Á svæði þessu skiptast á tún (sem raunar mætti nú orðið frekar kalla gömul túnstæði), engi, hagmýrar og heiðlendi vaxið lyngi og lítilsháttar kjarri, en víða er gróðurlendi þetta sundurslitið af gróðurlausum melum og grýttum flögum. Geta mætti þess til, að valllendið og mýrarnar á þessu svæði mundi vera um 10 ferkm.
Ýms fell og hæðir rísa úr sléttlendi þessu, svo sem Lambafellin bæði, sem aðskilja Vesturengi og Austurengi, Bæjarfellið, norðan við Krýsuvíkurbæinn og Arnarfell, suður af bænum; bæði þessi fell eru móbergsfjöll. Sunnar nokkru er hálsdrag eitt, er liggur austur af Fitjatúninu; eru þar vestastir móbergstindarnir Strákar, þá Selalda, Selhóll og Trygghólar austastir. Það er talinn hádegisstaður frá Krýsuvík, þar sem mætast rætur eystri Trygghólsins og jafnsléttan austur af honum.

Bali og Vigdísarvellir

Suður af Selöldu og fremst á brún Krýsuvíkurbjargs er hæð sú er Skriða heitir. Mun þar vera hinn eini staður í berginu, sem nokkurs móbergs gætir, en vestanvert við hæð þessa er basaltlag eitt, eða fleiri, efst í bjargbrúninni; skagar basaltlagið þar lengra fram en móbergið (af skiljanlegum ástæðum), svo að loftsig er alla leið niður í urðina, sem þar er neðan undir. Er þar einn hinna fáu og fremur smáu staða á allri strandlengju Krýsuvíkur, sem vænta má, að nokkuð reki á fjörurnar.
Framan í Skriðunni er Ræningjastígur (hans er getið í Þjóðsögum J.Á. og e.t.v. víðar). Stígur þesi er gangur einn, sem myndast hefir í móberginu og liggur skáhalt ofan af bjargbrún og niður í flæaðarmál. Ræningjastígur hefir verið fær til skamms tíma, en nú er sagt, að svo mikið sé hrunið úr honum á einum stað, að lítt muni hann fær eða ekki.

Fjórtán hjáleigur
Krýsuvík, með hjáleigum sínum öllum, hefir um langan aldur verið sérstök kirkjusókn og mun kirkja jafnan hafa haldist Fitar og nágrenniþar frá ómunatíð, þar til nú fyrir fáeinum árum; nokkur fyrr en Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvíkurtorfuna, að kirkjan var lögð niður. Líklegt má telja, að það hafi gerst í kaþólskum sið, að Krýsuvíkurkirkja eignaðist jörðina Herdísarvík í Árnessýslu, en eftir að kirkjan í Krýsuvík var lögð niður, var ekkert því til fyrirstöðu að jarðirnar yrðu aðskildar eignir, enda er og nú svo komið. Herdísarvík hefur jafnan talist til Selvogshrepps og fólk þaðan átt kirkjusókn að Strandarkirkju.
Sé Stóri-Nýjabær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa, fram undir síðastliðin aldamót, og sé ennfremur trúað, að nokkurn tíma hafi verið byggð á Kaldrana; verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þar sem menn vita nú um, að byggðar hafi verið, og heita þær svo: Stóri-Nýjabær (austurbærinn), Stóri-Nýjabær (vesturbærinn), Litli-Nýjabær, Norðurkot, Suðurkot, Lækur, Snorrakot, Hnaus, Arnarfell, Fitar, Geststaðir, Vigdísarvellir, Bali og Kaldrani (?).
Óvíst er og jafnvel ekki líklegt, að hjáleigur þessar hafi nokkurn tíma verið allar í byggð samtímis. Þeir Árni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítið, að það séu sömu hjáleigurnar, sem nú kallast Norðurkot og Suðurkot.

Fjárskjól við Stráka

Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt, að Austurhús hafi verið þar, sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér, hvar Vesturhús hafi verið [þótt sennilegast hafi þar verið um Snorrakot að ræða].
Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, eru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur eru suð-austan undir Núpshlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá Aðalhverfinu, en þar um slóðir er Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða „Hálsinn“. Í Jarðabók sinni, telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjaáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum; telja þeir, að 41 sá sé í söfnuðinum; en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinga, þá hefir hún verið næsta lítilfjörleg, á slíkri afbragðs hagagöngujörð, Hrossafjöldi er og af mjög skornum skammti, en mjólkurkýr telja þeir vera 22.
Fiskbyrgi á SelatöngumSem hlunnindi telja þeir; fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláss til sölvatekju“. Þá geta þeir þessm að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa „en lending þar, þó merkilega slæm“. En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu, mun þó útræðu á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, a.m.k. alltaf öðru hvoru. Er til gömul þula, þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má“ o.s.frv. En endar svona: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá.“
Á Seltaöngum hafðist við um eitt skeið, hinn nafnkunni Tangadraugur (Tanga-Tumi), sem talinn var hversdagslega fremur meinlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðamikill, að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini gamla í Arnarfelli sagðist frá: En hér mun bú vera komið út fyirr efnið.

Eggjataka og fugl

Tóptir Geststaða

Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó aðeins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins; austan heimabergsins en vestan Strandabergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki, að taka fleiri egg en 150 og ekki að veita meir en 300 fugla (svartfugl, álku og lunda). Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á flestum þessar 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign, munu engin ákvæði hafa verið, né þótt þurfa. Þegar Nýjalöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni, úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta hluta. Í góðu grasári, gat hver hjáleiga fengið i sinn hlut, af hvoru Nýjalandi, um 50 hestburði, af nautgæfu heyi.
Vigdíarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar, er og um nokkuð langan veg og einar torsóttan að sækja þaðan á Krýsuvíkurengjar.

Tóptir Fitja

Langt mun nú síðan Geststaðir voru byggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, bæði ú Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún, er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla, þegar bezt lætur.
Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um, eða fram yfir 1870, en túnið þar, var jafna slegið, frá höfuðbólinu, fram undir 1890 og þá er túnið í rækt, var talið að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).
Á Fitum voru nokkuð stæðilegar bæjartóptir fram yfir síðastliðin aldamót, þar var og safngryfja, sem óvíða sáust merki til, annars staðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitjum og útslægjur hefði mátt þaðan hafa; á Efri-Fitum, á Lundatorfu, eða í Selbrekkum; eigi var og heldur heybandsvegur þaðan í Trygghólamýrina.
Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hin svonefndu Klofninga í Krýsuvíkurhrauni; þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjóslhraun sunnan í Geitahlíð, austarlega, og hólmarnir tveir í Ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öllum þessum stöðum lynggróður mikill og dálítið kjarr, sprottið úr úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær, autan við Núpshlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum „Dalirnir“ og valllendisflatirnar fyrir Kleifarvatn, ásamt grasbrekkum nokkrum, sem ganga þar upp í hlíðarnar.

Sævarströndin

Krýsuvíkurbjarg

Strandlengja landareignarinnar, frá Dagon á Selatöngum og austur í sýslumörk á Seljabót er 15-16 km. Frá Dagon og á austrujaðar Ögmundarhrauns er 5-6 km, er það óslitin hraunbreiða allt í sæ fram, að undantekinni Húshólmafjöru, sem vart er lengri en 300-400 metrar.
Austan Ögmundarhrauns tekur við þverhnípt bjargið (Krýsuvíkurberg) og er það talið þrítugt eða fertugt að faðmatali. Ekki er ólíklegt, að þessi áætlun um hæð bjargsins sé nokkuð rífleg, því að á korti Herforingjaráðsins eru sýndar tvær hæðarmælingar á bjargbrúninni og er önnur 33 metrar en hin 36. E.t.v. gæti það átt viðhérm það sem Páll Ólafsson kvað forðum: „Þeir ljúga báðir, held ég megi segja“. Fyrir austan Eystri-Bergsenda tekur við Krýsuvíkurhraunið, allt austru á Seljabót, og þar fyrir austan Herdísarvíkurhraun, en þá er komið austur fyrir sýslumörk og skal því staðar numið í þá átt.
Þar sem hraun þessi, Ögmundarhraun og Krýsuvíkurhraun, ganga fram á sævarströndina og verða víðast hvar hamrar nokkrir, en þó ekki nægiulega háir til þess, að bjargfugl geti haldist þar við um varptímann.
Þrátt fyrir þessa miklu strandlengju eru þó furðulega fáir staðir á henni, þar sem reka getur fest og munu rekasvæðin öll til samans vart nema meiru en einum km að lengd. Af þessum stuttu fjörustúfum eru helztir: Selaatangar, Húshólmi og Skriða, sem áður er nefnd, en þar er bjargsig allmikið og verður að hala upp í festum hvern þann hlut, sem þar rekur á fjöru og að nokkrum notum skal koma. Sama máli gegnir og um Bergsendana báða, þá sjaldan nokkuð slæðist þar á fjörurnar.

Keflavík

Í Keflavík.

Á Keflavík erða Kirkjufjöru í Krýsuvíkurhrauni og eins á Miðrekunum, milli Selatanga og Húshólma, er og lítilsháttar reki, en um illan veg er að sækja, ef afla skal fanga af öðrum hvorum þessara tveggja staða. Austarlega í Ögmundarhrauni verða tveir básar upp í hraunbrúnina, fram við sjóinn, Rauðbás og Bolabás, en ekki er fjaran í hvorum þeirra nema fáeinir metrar.
Eitt er það um Krýsuvík, sem fástaðar mun vera til á Íslandi, en það er; að heiman frá höfuðbólinu og reyndar frá flestum öðrum bæjum í hverfinu, sést engin skák af landi, né fjall, svo að ekki sé innan landareignarinnar, nema ef telja skyldim að „þegar hann er óvenju austanhreinn“, þá sjást Vestmannaeyjar hilla uppi. Er svo talið, að jafnan viti „Eyjahillingar“ á mjög mikla úrkomu. Dr. Bjarni Sæmundsson getur þess einnig í ritu sínum,a ð í Grindavík sé það trú manna, að „Eyjahillingar“ boði hálfsmánaðar rigningu. Frá Krýsuvík eru rösklega tíu tigir km sjónhending til Vestmannaeyja, en nálega stórthundrað km úr Grindavík. Eyjarnar eru að sjá frá Krýsuvík, sem sex mistórar þúfur, yzt við hafsbrún.“
(Höfundurinn er Suðurnesjamaður að uppruna, en nú kaupsýslumaður í Reykjavík).

Heimild:
-Ólafur E. Einarsson – Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess – Lesbók MBL 7. mars 1987.

Krýsuvíkurstrandlengjan í suðri

Efrafjall

Þann 22. október 1944, u.þ.b. kl. 15:00, flaug fyrsti lútenant John J. Custy, meðlimur 33ju orrustusveitar ameríska flughersins, C-64 flugvél sinni, í Efrafjall ofan við Ölfus. Hann, ásamt fjórum farþegum, liðþjálfanum Robert R. Richt, korperálnum Anthony P. Colombo, óbreyttum Leonard T. Damerval og óbreyttum Floyd C. Van Orden, lést er kviknaði í flugvélinni við brotlendinguna. Brak úr henni dreifðist um stórt svæði.
Þremur árum fyrr, eða sunnudaginn 7. desember 1941, fórst önnur herflugvél, af Hudson-gerð/G, þarna í fjallinu, ekki langt frá. Fjórir menn í áhöfninni létust allir. Flugstjórinn hét Eric Stewart, 22 ára Nýsjálendingur.
Ætlunin var að skoða brakið úr vélunum, sem er þarna enn um 65 árum síðar, en líta fyrst á á Hraunssel við Selstíginn undir Lönguhlíðum og athuga hvort tóftir kunni að leynast undir Selbrekkum í austanverðu Efrafjalli.
Gengið var til austurs yfir Eldborgarhraun ofan við Frambrúnir í Þrengslunum og yfir á Selstíginn undir Lönguhlíð. Þar kúrir Hraunsselið. Auðvelt er að fylgja gróinni kindaslóð í gegnum mosahraunið, svo til beint að selinu.
Eftir að hafa skoðað tóftirnar var gengið upp á Litlaberg ofan við Kerlingaberg og inn á Selbrekkur undir Efrafjalli. Ofar eru Vatnsbrekkur og enn ofar Suðurhálsar. Neðar er Neðrafjall ofan við Hjalla.
Altalað var í Ölfusi að búkonurnar á Hrauni hafi fengið nægan efnivið til sauma eftir slysið því fallhlífarnar, sem voru úr silki, fundust skammt frá slysstaðnum og voru notaðar í flest það sem þurfa þótti til sauma næstu daga á eftir, hvort sem um var að ræða klæðnað eða gluggatjöld.
Í bókinni „Styrjaldarárin á Suðurlandi“, II. útgáfa, bls. 16-217, eftir Guðmund Kristinsson segir m.a. frá síðarnefnda flugslysinu. Í frásögninni kemur fram að slysið hafi borið upp á sama dag og árás Japana á Pearl Harbour, þann 7. desember 1941. Þrátt fyrir að þetta væri á sunnudegi var búist við því að þessu myndi fylgja óvænt árás þýska hersins einhvers staðar í Evrópu. Að því tilefni var 8 Hudson flugvélar, sem staðsettar voru á Kaldaðarnesflugvelli, sendar á loft um hádegisbil og var hlutverk þeirra að skima eftir eftir óvinaflugvélum, kafbátum eða skipum nálægt suðurströndinni. Þegar líða tók á daginn fór veður versnandi. Flugstjórar vélanna ákváðu því að snúa til baka fyrr en ákveðið hafði verið. Síðastur á loft hafði verið Eric Stewart á Hudson/G, með einkennisstafina T-9416, ásamt þremur öðrum áhafnameðlimum. Samkvæmt áætlun átti vélin að lenda kl. 15:45. Á þeim tíma sást hún fljúga tvo hringi yfir vellinum fyrir lendingu, en mjög lágskýjað var orðið þegar það varð.

Hraunssel

Hraunssel Ölfusi.

Tómas Jónsson frá Þóroddsstöðum, þá 8 ára, var að sækja hesta út í mýri á þessum tíma, handan Ölfusár. Komið var myrkur. Kl. 16:45 sá hann ógurlegan eldblossa í fjöllunum fyrir ofan Hjall. Hann hafði skömmu áður séð vél koma fljúgandi með blikkandi ljós og stefna beint á fjallið. Bjarminn var eldrauður og u.þ.b. 15 mínútum síðar sá hann annan blossa, hvítan er lýsti sem dagur væri. Fyrr bjarminn gæti hafa stafað af því er kviknaði í flugvélinni er hún snerti jörðina, en síðari blossinn gæti hafa verið kafbátasprengjur að springa, sem höfðu verið um borð í vélinni. Bjarmar þessir sáust vel frá Hveragerði því næstum albjart varð þar þessa örskömmu stund.
Gerður var út 12 manna leitaflokkur frá Hjalla undir leiðsögn þeirra Sigurðar Steindórssonar og Engelberts Hannesson frá Bakka. Flakið af flugvélinni fannst á Efrafjalli ofan við Hjalla síðar um kvöldið. Aðkoman var hroðaleg. Ljóst var af ummerkjum að dæma að vængur hafði rekist í jörðina, vélin steypst í fjallið og síðan allt sprungið í tætlur. Fallhlífar fundust, sem fyrr sagði, skammt frá slyssstað og úr þeim voru saumaðar margar flíkur, allar úr skínandi silki. Og það þóttu nú ekki dónalegur fatnaður til sveita í þá daga.
Öðrum Hudson vélum á Kaldaðarnesflugvelli var síðan flogið til Reykjavíkur og þær gerðar út þaðan. Sem fyrr sagði fórust fjórir með vélinni.
Gengið var frá Raufarhólshelli í Þrengslunum og austur yfir gamburmosahraun, afurð Eldborgar norðaustur undir Litlameitli, með sínum grónu lyngbollum. Gangan tekur innan við 10 mínútur. Hægt er að ganga eftir gamalli götu er liggur upp úr Lyngbrekkum frá Breiðabólstað, um Rauðhól, síðan eftir gróinni kindaslóð yfir hraunið og áfram inn á Selstíginn skammt norðar. Í hraunkantinum, þegar komið er yfir, liggur selið þar sem það kúrir undir lágum hraunkantinum, greinilega miðlungs gamalt. Þetta eru fimm tóttir; baðstofa, búr og eldhús, auk tvískipts stekks. Á bak við tóttirnar er lítið fjárskjól í skúta. Selstígurinn (Skógstígurinn) liggur upp og niður milli hraunkantsins og hlíðarinnar. Bæði ofan og neðan við selið að norðanverðu eru grasi grónar Lönguhlíðarnar.
Eitt af sérkennum seljanna á Reykjanesskaganum er hversu fá þeirra uxu og urðu að kotum til tímabundinnar eða varanlegrar búsetu. Einungis Straumssel, af þeim 165 seljum, sem enn hafa verið skoðuð á svæðinu (landnámi Ingólfs) mun hafa vaxið til heilsársbúsetu, en þó einungis í skamman tíma. Þessu er t.a.m. öfugt farið á öndverðu landinu, Melrakkasléttu. Þar virðist einungis Bakkaselið hafa varðveist í upprunalegri selsmynd, en önnur sel orðið að kotum til heilsársbúsetu. Fróðlegt væri að bera þessi landssvæði saman, því á báðum má finna margar selsminjar og aðstæður eru ekki svo frábrugnar til sauðfjárbeitar og fjarnýtingar frá bæjunum með ströndinni. Sel á Norðurlandi og Vestfjörðum (og jafnvel víðar) virðast hafa verið annarskonar, þ.e. nokkurs konar afrit af bæjunum þangað sem búsmalinn flutti yfir sumartímann.
Gengið var yfir vestanvert Litlaberg og áfram inn á Efrafjall austarn Kerlingabergs. Gott útsýni er þarna yfir fjalllendið sem og niður á Neðrafjall, sem nú hefur víða orðið gróðureyðingunni að bráð. Bændur þar neðra hafa þó reynt að stemma stigu við eyðingunni með víðtækri trjáplöntugróður-setningu.
Þegar horft var yfir fjallshlíðina var erfitt að reyna að gera sér í hugarlund hvar brakið af Hudson/G vélinni gæti verið. Kaldalaðanesflugvallarstæðið sést í austri, handan Ölfusár. Flugvélin hefur væntanlega verið í aðflugsbeygju að vellinum. Stefnan var tekin á brekkuna þar sem hún rís hæst á móti suðvestri, líklegasta slysstaðinn. Eftir u.þ.b. klukkustundar göngu var lagst niður í móann og hann skimaður. Stöng stóð upp úr í norðri. Haldið var þangað. Þar reyndist verða slysstaðurinn með öllu því braki er slíku fylgir.
Heillegt dekk merkt Goodyear, tveir hreyflar, blágrænn litur á áli, leiðslur, hjólaspyrna og hluti mælaborðs, auk annars er fylgir sundurtættu flugvélaflaki var þarna. Ógróið svæði var þar sem flugvélin hafði komið niður og væntanlega brunnið skv. lýsingunni, en smábrak allt um kring. Vel mátti ímynda sér hvernig slysið hafði orðið. Ekki var þó að sjá leifar eftir eld eða sprengingar á vettvangi. Teknar voru myndir af númerum einstakra hluta og sendar sérfræðingi. Mun álit hans væntanlega berast innan skamms.
Ef finna ætti brakið af C-64 flugvélinni í heiðinni myndi það væntanlega verða meiriháttar tilviljun. Samkvæmt lýsingum á það að vera u.þ.b. 2 km sunnan Núpafjalls. Það gæti verið í suðausturhlíðum Skálafells. Ef einhver fróður eða upplýstur maður getur gefið upplýsingar hvar brakið er að finna væru þær upplýsingar vel þegnar.
Þá var gengið upp í Hjallasel og áfram norðaustur upp og yfir Efrafjall. Bóndinn á Hrauni hafði áður sagt að sjá mætti tóftir suðvestan við Hjallaselið, en þar eru víða grónir blettir. Við leit var ekki að sjá ummerki eftir mannvistarleifar, enda geta þær varla verið miklar því vatnsskortur hlýtur að hafa háð viðverandi dvöl manna og skepna í heiðinni.
Á göngunni til vesturs voru þveraðar a.m.k. þrjár veglegar götur, þ.á.m. Sólarlagstígurinn neðan frá Hjalla.
Frábært veður. Lygna og angan af vorgróanda. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir m.a.:
-Styrjaldarárin á Suðurlandi, II. útgáfa, bls. 16-217, eftir Guðmund Kristinsson.
-Sævar Jóhannesson.

Efrafjall

Brak á Efrafjalli.

Eldvörp

Leitin að Hamrabóndahelli hélt áfram.
EldvörpNú var ætlunin að leita sléttlendi eldra Eldvarpahrauns frá Bræðra- og Blettahrauni í átt að Lágafelli. Eldvarpahraunin voru að renna úr hinni löngu gígaröð á svo til beinni sprungureininni um það leiti er Kristur hélt Fjallræðuna fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir u.þ.b. 2000 árum síðan. Þá opnaðist jörðin á Atlantshafshryggnum við vestanverða suðurströnd Grindavíkur, bæði í sjó og á landi. Sprungan teygði sig um 10 km upp til landsins, að mörkum Lats, sem sjá má skammt vestan við Bláa lónið, og að mörkum Arnarseturshrauns, en það hraun (1226) rann yfir efsta hluta þess. Hraungosið gekk á í hrinum með hléum á millum. Ef grannt er skoðað má sjá hraunskil víða á svæðinu. Um blandhraun eru að ræða, þ.e. bæði hellu- og apalhraun. Klepragígarnir á sprungureininni eru hver öðrum myndarlegri. Víða má finna skúta við þá sem og hella. Flestir og stærstir eru þeir þar sem gígaröðin rís hæst. Þar er t.d. hægt að ganga inn í einn myndarlegasta gíginn, u.þ.b. 12 metra djúpan, og feta sig í gegnum jörðina yfir í annan engu að síðri. Á nokkrum stöðum við Eldvörpin má sjá mannvistarleifar, en þær munu vera yngri en hraunin.
Nýrra Eldvarpagos, frá 13. öld, kom úr gígunum sunnarlega í gígaröðinni, gegnt Rauðhól og áfram til suðurs að Staðarbergi. Þeir gígar hafa svolítið suðlægari stefnu en gígarnir efra. Er líklegt að það hraun hafi fært neðri gíga eldri hraunsins í kaf. Hraunið vestan við þetta hraun heitir Klofningahraun og er Rauðhóll eini sjáanlegi gígurinn í því hrauni. Hann er í rauninni náttúrufyrirbrigði út af fyrir sig, með stutta, en fallega hrauntröð, stórar kvikuþrær og fallegan litskrúðugan gjóskugíg. Sumir hafa nefnt hraunið Rauðhólshraun, en það er talið vera 2000-3000 ára.
Eldvörp Yngra Eldvarpahraunið er jafnan talið hafa runnið árið 1226. Eldsumbrotin eru þó venjulega kennd við þrettándu öldina því þau stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226, sem fyrr segir. Þessi hrina er oft nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Samskipti Þorsteins í Hömrum og hreppsstjórans á Húsatóftum voru flestu fólki kunn hér fyrr á árum. Munnmæli þessa efnis hafa lifað og lýsa vel hvað skyndileg viðbrögð geta haft í för með sér. Rústir af grunni hússins sjást en neðan við þjóðveginn sakmmt vestan Tófta – fast við golfvöllinn. Þorsteinn var vinnumaður hjá hreppsstjóranum og þótti bæði iðinn og atorkumikill. Hann var vel af guði gerður, en skapmikill. Í staðinn fyrir starfann fékk Þorsteinn að beita fé sínu á landið.
Eitt sinn er snjór þakti jörð ætlaði Þorsteinn að beita fé sínu í fjöruna við Arfadalsvíkina, neðan við bæinn. Þegar hreppsstjóri sá hvers kyns var skipaði hann Þorsteini að fjarlægja féð úr fjörunni. Hann hefði aldrei gefið honum leyfi til þessa. Hreppsstjórinn stóð jafnan fastur á sínu og vildi manngæskan þá stundum gleymast. Í stað þess að þrátta við hreppsstjórann rauk Þorsteinn með fé sitt upp í hraunið norðan við Tóftir, hlóð fyrir skúta og hélt fénu þar um veturinn. Það hefur varla verið margt, enda skútinn lítill. Þorsteinn hefur þurft að fara margar ferðirnar upp í hraunið um veturinn og þá borið heyið á bakinu. Skúti, eða hellir, þessi hefur verið týndur um allnokkurt skeið og þrátt fyrir fyrirspurnir hafa þeir ekki borið árangur. Auk þessa hefur verið gerð nokkur leit að hellinum, en án árangurs – til þessa.

Helgi Gamalíelsson, fæddur á Stað árið 1947 og upp alinn í Staðarhverfi, kom tvisvar í hellinn í kringum fermingu. Í bæði skiptin var hann á ferð með föður sínum og bræðrum á traktor Staðarbræðra.
Eldvörp Ekið var eftir skriðdrekaslóðanum upp frá Tóftum, í gegnum hraunin og upp undir Þórðarfelli. Tilgangurinn var að sækja þangað oddmjóa járnstaura, um 70 cm langa, sem herinn hafði skilið þar eftir. Í hverri ferð var haldið með 20-30 staura á vagni, sem dreginn var af traktornum, og krakkarnir sátu á. Bræðurnir höfðu hlaupið frá dráttarvélinni þegar hlé var gert á akstrinum og þá séð hellisopið. Staurarnir voru hins vegar seldir útgerðarmönnum í Grindavík á kr. 60- stk, en þeir gerðu m.a. úr þeim netadreka.
Helgi lýsti opinu þannig: „Opið er nálægt þeim stað þar sem vegurinn er – vestan við skriðdrekaslóðann (gæti þó verið eitthvað ofar) – opið snýr í vestur, í átt að Stapafelli, í lítilli lægð, undir klöpp, hlaðið er um opið, sem er ferkantað.“
Helgi var mættur á svæðið, „tók veðrið“ og „exploraði“ minnið. Hann, snerist síðan í þrjá hringi og varð þá, sem fyrr, viss um að hellirinn væri þarna einhvers staðar. Slétthraunið norðan Sundvörðuhrauns, sem reyndar er eitt Eldvarpahraunanna, var skannað og síðan tekin stefnan til norðvesturs með vestanverðum slóðanum.
Gengið var til vesturs yfir slétt Eldvarpahraunið eldra. Árnastígur liggur um hraunið, markaður í klöppina. Skriðdrekaslóðinni, sem er samhliða stígnum, var fylgt og leitað vandlega vestan hans – reyndar í þriðja sinn á jafn mörgum árum. Vestar blasir Sandfellshæðin við. Hún er dyngja með stórum gíg í toppinn. Það er reyndar alveg þess virði að taka lykkju á leið sína og ganga upp á Sandfellshæð (90 m.h.).
Þegar upp er komið blasir hringlaga dalverpið við, en það nefnist Sandfellsdalur. Dalurinn þessi er dyngjuhvirfillinn. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir hin mikilu eldsumbrot og öskufallá Reykjanesi á þrettándu öld hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg.
Eldvörp Þegar komið var yfir Eldvarpagígaröðina ýfðist hraunið, en slóðinn liggur áfram í gegnum það. Stígurinn er til hliðar við slóðina, en beygi síðan frá henni til vesturs. Slóðinni var fylgt í gegnum hraunið og síðan norður með vesturrönd þess, alveg upp í Gjár. Nokkur merkt greni urðu á leiðinni, reyndar nokkur af merkustu Grindavíkurgrenjunum, sem og hlaðið skjól fyrir grenjaskyttu. Efst tekur hin gríðarlega hrauntröð Gígsins við. Hún hefur áður verið fetur, skref fyrir skref.

Haldið var til baka og svæðaleit gerð með slóðanum vestan Eldvarpa, yfir þau og áfram til suðausturs austan þeirra.
Á leiðinni sáust m.a. ummerki eftir æfingar „varnarliðsmanna“ á svæðinu, fjöldinn allur af tómum skothylkjum og brunninn mosi. Nokkur óhöpp urðu við æfingar vegna þess að „hetjurnar“ gleymdu að þeir lágu hreinlega á eldiviðarkesti þegar hleypt var af skoti, með tilheyrandi afleiðingum.
Nú er búið að merkja Árnastíginn frá Húsatóftum til Njarðvíkur, en kaflinn austan og næst Eldvörpum hefur verið merktur svolítið norðar en hinn eiginlegi stígur liggur, þrátt fyrir að sjá megi hann greinilega markaðan þar í klöppina.
Skammt austar í sléttu mosahrauninu er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina. Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan „chock“, hjólakubb úr tré, sem notaður var til að setja við hjól flugvéla á jörðu niðri. Númer má sjá á einum hlutnum, hringlaga með gleri í. Talsvert af álleiðslum og álbitum eru þarna einnig.
Heyrst hafði af því að flugvél, svonefnt „Fljúgandi virkið“, hafi nauðlent ofan við Húsatóftir á fimmta áratugnum. Vélin hafi skemmst lítið og áhöfnin sloppið heil á húfi.
Eldvörp Að sögn Friðþór Eydals er líklegt að þarna hafi verið um B-17 vél að ræða, fjögurra hreyfla, sem nauðlenti ofan við Tóftir í apríl 1943 á leið til Keflavíkurflugvallar, en hann hafði þá nýlega verið opnaður fyrir flugumferð. Vélin var nokkuð heil eftir óhappið, en var síðan bútuð niður og flutt á brott, en enn má sjá þarna hluti úr henni, sem fyrr sagði. Brak úr B-47 flugvél er hrapaði vestan Húsatófta, sést einnig enn ef grannt er skoðað.

Skv. upplýsingum frá Friðþóri Eydal „er brakið væntanlega brot úr þessari B-17 sprengjuflugvél sem lenti í villum á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands með fyrirhugaðri viðdvöl á Keflavíkurflugvelli og nauðlenti þarna er eldsneytið þraut eftir 14 klst. flug þann 17. apríl 1943.
Kringlótta brotið á myndinni er úr hliðinnni á kúlulaga byssuturni í botni vélarinnar rétt aftan við vænginn sem skyttan, sem sat milli tveggja 50 cal. Browning vélbyssa sem hann miðaði með því að snúa kúlunni. Kúluna mátti draga upp svo botninn næmi við botn vélarinnar þegar þurfti ekki að sitja í honum eða í flugtaki og lendingu. Slíkur bydduturn var yfirleitt ekki í öðrum vélum sem leið áttu hér um.“
Myndin af vettvangi í apríl 1943 staðfestir að hér er um sömu vél að ræða – við svipaðar aðstæður og þegar brakið af henni fannst í mars 2006.
Enn vantar staðfestingu á staðsetningu „Hamrabóndahellis“ ofan við Húsatóftir. Ef einhver hefur komið auga á hann einhvern tímann eða getur gefið upplýsingar um hvar hann kann að vera að finna er sá (eða sú) sami vinsamlegast beðin/n að hafa samband.
Frábært veður. Leitin tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Helgi Gamalíelsson.
-Kristján Sæmundsson.
-Friðþór Eydal.

Eldvörp

Eldvörp.

Hraun

Þann 24. mars 2006 voru 75 ár síðan björgunarsveitin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn togarans Cap Fagnets undan Hraunsfjöru. Þá var fluglínutæki fyrst notuð til björgunar hér á landi.

Cap Fagnet

Cap Fagnet.

Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.

Cap Fagnet

Björgun við Cap Fagnet.

Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í nóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.

Heimild:
www.grindavik.is

Áhöfnin

Áhöfnin á Cap Fagnet sem bjargað var.

Mosfellsbær

Þegar leitað er efnis um Mosfellsbæ má finna ágætt upplýsingakort af því helsta sem sveitarfélagið býður upp á hvað varðar útivist og sögulegan fróðleik:

Mosfellsbær – sveit með sögu

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, að sunnanverðu af Kópavogi og að vestanverðu af Reykjavík. Í aldanna rás hét sveitarfélagið Mosfellshreppur og náði allt að Elliðaám fram á 20. öld en 9. ágúst 1987 lauk langri sögu hreppsins og Mosfellsbær varð til.  [Mosfellssveit náði framan af að Elliðaám. Öll braggabyggð austan Elliðaáa var því í Mosfellssveit – SH].
Sögu byggðar í Mosfellssveit má rekja aftur á landnámsöld þegar Þórður skeggi og Vilborg Ósvaldsdóttir námu land milli Leirvogsár og Úlfarsár. Þau bjuggu á Skeggjastöðum en „frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi,“ segir í Landnámu.

Mosfellsbær

Lágafell – Þarna er viðbygingin sem hýsti m.a. Lestarfrélagið.  Þinghúsið er ekki risið.
Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.

Allt fram á síðari hluta 19. aldar ríkti kyrrstætt bændasamfélag í Mosfellssveit, líkt og annarsstaðar á Íslandi. Sveitin var að vísu í þjóðbraut því um hana lágu leiðir til Vesturlands, Þingvalla og austur fyrir fjall. En íslenskir bændur voru ekki alltaf að flýta sér til móts við nútímann og þegar fyrsti hestvagninn sást í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld töldu menn að eigandinn væri genginn af göflunum!
Kringum aldamótin 1900 varð félagsleg vakning í Mosfellssveit, ýmis félög voru stofnuð, til dæmis lestrarfélag, kvenfélag og ungmennafélag. Smám saman urðu atvinnumálin einnig fjölbreyttari: Ullarverksmiðjan á Álafossi tók til starfa árið 1896 og fyrsta gróðurhús landsins var byggt á Reykjum árið 1923. Mikinn jarðhita er að finna í Reykjahverfi og Mosfellsdal og vagga íslenskrar ylræktar stóð í Mosfellssveit.
Mosfellssveit og þegar þeim lauk voru yfirgefnir hermannabraggar meðal annars nýttir undir starfsemi Reykjalundar sem tók þá til starfa.
Allt frá stríðslokum hefur verið mikil fólksfjölgun í sveitarfélaginu, fyrsta stóra stökkið í þeim efnum varð á 8. áratugnum og nú búa meira en átta þúsund manns í sveitinni milli fellanna þar sem fjölbreytt náttúra og áhugaverð saga haldast í hendur.

Hernámsárin

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum. Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi. Braggahverfi, svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur. Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.
Norðvestan við Hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einnig voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði. Braggabyggðin við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.

Stekkur

Helgafell

Helgarfell – stekkur í Stekkjargili.

Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.
Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðurfar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekjan þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.

Helgafell
Helgafell
Helgafell rís 216 metra yfir sjávarmáli og þeir sem ganga á fjallið verða verðlaunaðir með góðu útsýni yfir Mosfellsbæ og Sundin blá. Efst á fellinu má sjá rústir af varðbyrgi frá hernámsárunum og vestan fjallsins eru leifar fjöruborðs, í 55 metra hæð yfir sjávarmáli, sem skýrist af því að eftir að ísaldarjökullinn tók að hopa fyrir um 10.000 árum gekk sjór inn á láglendið í Mosfellssveit.
Algengasta gönguleiðin á Helgafell hefst á svonefndum Ásum við Þingvallaveg. Leiðin liggur framhjá tveimur steyptum vatnstönkum frá hernámsárunum sem voru notaðir til að miðla köldu vatni í stórt sjúkrahúshverfi sem reis á Ásunum og nefnt var Helgafell Hospital.

Helgafell

Helgafell – Stekkjartjörn (loftmynd).

Göngusneiðingur liggur upp fjallið að vestanverðu og þar sem lagt er á brattann er smálaut sem er leifar af lítilli gullnámu frá því snemma á 20. öld. Forsaga málsins er sú að skömmu eftir aldamótin 1900 tóku menn að gera sér vonir um að finna gull í Mosfellssveit, einkum við Seljadalsá í suðurhluta sveitarinnar. Þegar bóndinn á Reykjum auglýsti jörð sína til sölu árið 1911 skrifaði hann í blaðaauglýsingu: „Reykjaland liggur meðfram Þormóðsdals landareign að norðan, og stefnir gullæðin þar á það mitt. Líka kvað hafa fundist gull í næstu landareign að norðan í líkri stefnu (Helgafelli).“ Engar frekari sögur fara af gullinu í Helgafelli.

Reykir

Mosfellsbær – herseta á Reykjum.

Árið 1942 voru reistar spítalabúðir í landi Suður­Reykja,­ þar sem Reykjalundur er í dag. Spítalinn hóf starfsemi með 250 sjúkrarúmum í októbermánuði,­ en hafði rými fyrir 550 sjúklinga í neyðartilvikum. Álafoss Hospital var aðeins starfræktur í eitt ár en starfsemin þá flutt í Helgafell Hospital vegna fækkunar í herliðinu. Reykjabændur,­ þeir Bjarni Ásgeirsson og Guðmundur Jónsson,­ voru leigusalar lóðarinnar til hersins. Flestir braggarnir voru fljótlega fjarlægðir en S.Í.B.S. keypti lóðina og hóf starfsemi sína m.a. í þeim sem eftir stóðu og voru í notkun fram á sjöunda áratuginn.

Sjá upplýsingaskilti Mosfellsbæjar HÉR og HÉR.

Mosfellsbær

Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.

Eyjasel

Eyjadalur gengur inn í Esjuna að norðanverðu, og snýr í suður-landsuður. Hlíðarnar eru háar og brattar með lausaskriðum. Sel hefur verið í miðjum dalnum vestanmegin árinnar, sem eftir honum rennur. Við selið gengur upp afdalur dálítill á snið suðvestur í vesturhlíð dalsins, og kalla menn dalinn þar Hrútadal, en Seltindur heitir milli dalanna. Hvergi í Eyjadal er eins fagurt og hér. Hér sést yfir hinn innra hluta dalsins; grashlíðar og hóla, en fjöllin gnæfa himinhá báðum megin (M. Grímsson 1848).

EyjaselHermann Ingólfsson á Hjalla, fæddur að Eyjum, sagði seltóftir sjást enn vel neðan við Hrútadal. Um fjögurra km gangur væri að tóftunum. Amma hans og síðar móðurbróðir hefðu farið til selja í Eyjadal. Sá síðarnefndi væri enn á lífi (fæddur 1915) svo selstaðan þarna hefði ekki lagst af fyrr en liðið var á 20. öld. Stór steinhella hefði verið notuð sem hurð á dyrum selsins.
Gengið var frá bænum Sandi og haldið upp Eyjadal. Ætlunin var m.a. að skoða selsrústirnar í dalnum, þær sömu og Magnús Grímsson hafði lýst u.m.b. 160 árum fyrr.
Á leiðinni upp dalinn mátti sjá Möðruvallahálsinn á vinstri hönd. Á þá hægri er Sandsfjallið. Sandsá rennur um dalinn. Norðan í Möðruvallahálsi er Fellið. Hægra megin í dalnum má, þegar komið er inn fyrir miðjan dal, fyrst telja Myrkvagil, þá Irpugil, Hrútadal, Seltind og Suðurárdal. Hólatunga er innst í dalnum. Esjuhorn er efst að suðvestanverðu. Á vinstri hönd er Litlaskál innan við Dagmálahamar, þá Miðskál og Stóraskál. Innar er Norðurárdalur og Trana ofan hans að suðaustanverðu. Lækir úr hlíðunum koma úr nefndum skálum og heita eftir þeim; Litluskálarlækur, Miðskálarlækur og Stóruskálarlækur. Gamla reiðgatan liggur með hlíðinni að austanverðu. Hún sést enn greinilega. Þá götu var farið þegar riðið var um Svínaskarð og eflaust hefur hún einnig verið notuð sel selgata því hún kemur beint í selið ef farið er þeim megin að því.
Eyjasel - horft niður EyjadalÓbyggðum dölum eða afréttardölum í Reynivallasókn var m.a. lýst af Sigurði Sigurðssyni. Lýsir hann fjórum óbyggðum dölum eða afréttardölum. Fyrstur er Svínadalur, sem er sagður langur og grösugur, þá Sandsdalur eða Eyjadalur, sem er langur og liggur í suður inn í Esjufjallið og endar við Móskörð. Sá þriðji er Flekkudalur og er hann ekki langur. Sá fjórði er Meðalfellsdalur. Dalir þessir eru allir sagðir brúkaðir fyrir afréttir og beitiland handa búsmala á sumrum og hagbeita á vetrum.
Í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840 segir að útbeitarlítið sé á vetri til frá Eyjum og að Eyjadalur tilheyri jörðinni. Eyjahóll er sagður eiga bæði lítið beitarland og útigang. Þar kemur einnig fram hvaða selstöður hafi verið í sókninnni og segir að til skamms tíma hafi selstaða frá Eyjum verið á Eyjadal.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 eru Eyjar sagðar 40 hundruð að dýrleika. Dýrleiki hjáleigunnar Eyjahóls er hinsvegar ekki getið en neðanmáls kemur fram að sýslumaður telji hana 6 hundruð af heildardýrleika Eyja.
Í kaflanum um jörðina Eyjar í jarðamatinu 1849-1850 kemur eftirfarandi fram: Utrymi mikið. Sumarland allgott. Vetrarhagar í minna lagi. Sömu orð eru höfð uppi um afbýlið Eyjahól.
Eftirfarandi yfirlýsingu er að finna í afsals- og veðmálabók Gullbringu og Kjósarsýslu: Þar sem það er óljós eignarrjettur okkar undirskrifaðra fyrir jörðunum Eyjum og Eyhól í Kjósarhreppi í Kjósarsýslu, þá biðjum vjer yður herra sýslumaður að færa til bókar og þinglesturs nú á manntalsþinginu, að eignarrjettur er á nefndum jörðum 7/8 partar, er skiptast að helmingi milli okkar.
Stekkur við EyjaselÍ Vilchinsmáldaga frá 1397 kemur eitt og annað fram um Eyjar. Í máldaga Eyjakirkju er að finna sömu upplýsingar og þegar hefur verið getið í máldaganum frá 1180. Ekki er getið réttar Reynivallakirkju til kastarskurðar í Eyjalandi eins og fram kemur í máldaganum frá 1352. Hins vegar er þar minnst á að Reynivallakirkja eigi sex hrossa beit í Eyrarlandi [Í fjórum öðrum handritum stendur: Eyjarlandi]. Í máldaga Ingunnarstaðakirkju kemur svo fram að kirkjan þar eigi séttung í Eyjalandi.
Ein af þeim jörðum sem Ögmundur biskup Pálsson gaf systursyni sínum Þórólfi Eyjólfssyni til kvonarmundar þann 27. ágúst 1538 voru hálfar Eyjar sem metnar voru til 15 hundraða. Í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar (1575) segir það sama og í máldaga Eyjarkirkju frá 1180. Í máldaga Reynivallakirkju segir að hún eigi sex hrossa beit í Eyrarland (ekki Eyjaland). Jafnframt kemur fram að kirkjan á Ingunnarstöðum eigi séttung í Eyjalandi.
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir um Eyjar: Selstöðu á jörðin í heimalandi. Í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840 segir að útbeitarlítið sé á vetri til frá Eyjum og að Eyjadalur tilheyri jörðinni. Eyjahóll er sagður eiga bæði lítið beitarland og útigang. Þar kemur einnig fram hvaða selstöður hafi verið í sókninnni Tóft neðarlega í Eyjadal - óskilgreindog segir að til skamms tíma hafi selstaða frá Eyjum verið á Eyjadal. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 eru Eyjar sagðar 40 hundruð að dýrleika. Dýrleiki hjáleigunnar Eyjahóls er hinsvegar ekki getið en neðanmáls kemur fram að sýslumaður telji hana 6 hundruð af heildardýrleika Eyja. Egill J. Stardal getur sels í Kjósarhreppi í grein sem birtist árið 1985. Þar segir hann um Eyjadal: „Rústir sels frá hinu forna höfuðbóli Eyjum í Kjós eru niður við og vestan við Sandsá á móts við Stóruskál. Önnur mannabyggð hefur ekki verið inn í þessum dal.“
Margir minni lækir og grunn gil liggja úr hlíðunum, einkum að vestanverðu. Að þessu sinni hafði verið haldið inn dalinn þeim megin. Leiðin var þó greiðfærari en ella vegna snjóa er þöktu skorningana. Selið sést vel úr fjarlægð. Það er skammt ofan ármóta, neðan við Hrútadal. Bæjarhóllinn er nokkuð stór og vel gróinn. Stærsta rýmið er syðst. Dyr snúa í norður. Vel sést móta fyrir hleðslum í föllnum veggjunum. Í hólnum má greina tvö önnur rými. Skammt neðar (norðvestar) er hlaðin kví, að hluta frá náttúrunnar hendi. Enn norðar er hringlaga stekkur. Suðaustan við hann er einnig hringlaga hleðsla, hluti af stekknum.

Eyjadalur

Eyjadalur.

Á leið upp dalinn var gengið fram á mjög gamlar rústir, á bakka skammt ofan árinnar. Langhús er sunnar, en norðar er rúst með tveimur rýmum. Minjar þessar eru að mestu komnar í þýfi. Þarna gæti verið um að ræða frumbýlisleifar í dalnum.
Á eyri ofan Sandsáar, þriðjungi leiðarinnar, að vestanverðu sást einnig móta fyrir tóftum; tveimur húsum. Þessar rústir gætu hugsanlega skýrt skrifmuninn á Eyri og Eyjum. Þarna gæti hafa verið fyrrnefndur bær, en farið snemma í eyði.
Ef Magnús Grímsson hefur haft fyrir því að ríða inn Eyjadal þá hefur hann að öllum líkindum farið með hlíðinni að austanverðu. Þegar þar er komið að ási sést selið framundan sem og allur inndalurinn. Þá er selið vestan árinnar, en ef farið er að vestanverðu er selið austan árinnar. Ástæðan er sú að tvær ár, jafnstórar, koma saman neðan við selið. Á sumrum gæti vesturáin, úr Hrútadal, hins vegar orðið að læk og því varla merkjanleg frá öðrum slíkum í hlíðunum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-E .J. Stardal, “Esja og nágrenni.” Ferðafélag Íslands. Árbók 1985. s. 95-96.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. b. s. 405.
-Sigurður Sigurðsson, “Lýsing Reynivallasóknar 1840.” Landnám Ingólfs III. b. s. 248-249 og 257.

Eyjadalur

Eyjasel framundan.

Háspennumöstur

Háspennulínur fara æ meira í taugarnar á náttúruunnendum, útivistarfólki, leiðsögumönnum og ferðafólki.
Ferðaþjónustur bjóða gjarnan ferðafólki upp á óspillta náttúru og óraskað umhverfi. Þegar leitað er viðhorfs ferðafólks sFyrri tíma rask í hrauni á Reykjanesskaganumegja þeir það meginástæðu ferðalaga þess til landsins. Þegar hins vegar er af stað farið verður varla þverfótað fyrir háspennumöstrum. Slíkt er ástandið að leiðsögumenn verða að sæta lagi til að geta staðnæmst með ferðafólk á útsýnisstöðum þar sem mörstrin og línurnar leika ekki aðalhlutverkin.
Háspennulínur hafa verið nauðsynlegar því þær flytja rafmagn milli staða. Burðarvirki háspennulína eru ýmist úr timbri eða stáli og með eða án sérstakra undirstaða. Hönnunarforsendur taka m.a. mið af hugsanlegri áraun af vindi og ísingu. Spennuval ræður mestu um hvort byggingarefnið er valið. Þá ræður spennuval mestu um hæð mastra í háspennulínu. Af því helgast að nær sjálfgefið er að möstur í 220 kV línum eru nær undantekningarlaust byggðar upp af stáli og eru á steyptum undirstöðum. Helgunarsvæði slíkra lína er 65 – 85 m svo sérhver lína þarfnast umtalsverðs landrýmis. Gerð er sérstök krafa um fjarlægð leiðara (rafmagnsvíranna) frá jörðu. Fjarlægð er þeim mun meiri sem spenna er hærri. Helgunarrýmið ræðst í réttuhlutfallið við spennuna og hæðina. Með þessum flutningsmáta er það því í raun andrúmsloftið sem einangrar rafmagnið frá jörðu en sérstakir einangrar ýmist úr gleri eða postulíni einangra leiðara frá burðarvirkinu. Auk burðarvirkis háspennulínu eru mikilvægustu þættir línunnar leiðari (rafmagnsvírarnir) , einangraskálar, tengibúnaður og stagbúnaður. Þá eru margar háspennulínur með sérstökum jarðvír efst í burðarvirki til að taka við eldingum og verja endabúnað í spennustöð og leiða eldingarnar um burðarvirki til jarðar. Allt er þetta vel sýnilegt sæmilega sjándi fólki. Hin síðari ár hefur þó áhersla verið lögð á að háspennulínur falli sem best að því landi sem þær liggja um – með takmörkuðum árangri.
Aukin umræða hefur verið lagningu jarðstrengja í stað háspennulína. Ekki er langt síðan að allt flutningskerfi rafmagns hér á landi fór um loftlínur, einnig í þéttbýli. Tækniþróun gaf síðar kost á jarðstrengjum svo nú sést varla loftlína innan bæjarmarka sveitarfélaga. Og það er alls ekki svo langt um liðið.

Seinni tíma rask í hrauni á Reykjanesskaganum

Verst af öllu, hvort sem um er að ræða loftlínu eða jarðstreng, er þó allt það rask og náttúrueyðilegging sem því fylgir, ekki síst á órsökuðum svæðum, s.s. á Reykjanesskaganum. Verðfall hans sem eitt af náttúrudjásnum landsins verður umtalsvert ef heldur áfram sem horfir. Líkja mætti því við gengisfellingu eða verðhrun á fasteignamarkaði, hér við bæjardyr þorra Íslendinga og við dyrnar inn í landið. Fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir, með til heyrandi byggingum, vegarslóðum, borplönum, risarörum og ekki síst risavöxnum háspennulínum sem skera í augu, verða orsakavaldarnir, en þar ræður skammvitur maðurinn ferðinni eins og svo oft áður.
Til stendur nú t.a.m. að leggja að minnsta kosti tvær 30 metra háar háspennulínur að fyrirhuguðu álveri við Helguvík og stórskemma með þeim dýrlegt útsýni um skagann þveran og endilangan. Auk ferðafólks munu Vogabúar, Grindavíkingar og Sandgerðingar fá að súpa seyðið af því ef af verður.

Óraskað svæði þar sem fyrirhuguð er loftlína

Þegar stóð til að leggja nýja háspennulínu frá Henglinum að Straumsvík var línulagningunni mótmælt. Viðbrögð Landsnets voru að láta leggja orkudreifinguna í jarðstreng. Í fyrstu sagði skrifstofustjóri Landsnets að ekki kæmi til greina að leggja svo öflugar háspennulínur í jörðu þar sem kostnaðurinn við slíkt væri allt að tíu sinnum meiri en með því að reisa möstur. „Það er einfaldlega of mikið,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Ástæðan fyrir hinum mikla kostnaði við að grafa línur í jörðu sé að einangrun fyrir línurnar sé afar dýr og í sumum tilvikum þurfi einnig að steypa undir þær. Viðgerð á jarðstrengjum taki einnig mun lengri tíma en loftlínu og það skipti verulegu máli fyrir rekstraröryggi álvera.“ Ekkert var t.d. minnst á hversu auðveldlega mönnum hefði tekist hingað til að greina með afar mikilli nákvæmni bilanir í sæstrengnum milli Íslands og Skotlands. Þá hafa menn ekki átt í neinum erfiðleikum með að staðsetja bilanir í öðrum jarðstrengjum, t.a.m. í þéttbýli. Ástæðan eru greiningarpóstar, sem auðvelt er að rekja ef á þarf að halda. Hvers vegna skyldi það verða eitthvað öðruvísu um aðra fyrirhugaða jarðstrengi?
Kostnaður við lagningu háspennulína í jörðu fer eftir því hversu flutningsgeta þeirra er mikil. Spennustig línunnar er mæld í kílóvoltum (KV). Samkvæmt (úreltum) Loftlínaupplýsingum frá Landsneti er jafndýrt að leggja 66 kV línur í jörðu og í möstrum eða í staurum. Ef línan er 132 kV er talið að um 30-50% dýrara sé að leggja hana í jörðu sem þýðir að hver kílómetri af jarðlögn myndi kosta um og yfir 20 milljónir í stað 15 milljóna í staurum. Háspennulína sem er 220 kV og lögð er í jörðu kostar um 4-6 sinnum meira en lína sem er lögð í möstur, í stað þess að hver kílómetri kosti 30 milljónir kostar hann því 120-180 milljónir. Þegar línan er 420 kV er kostnaður við að leggja í jörðu tífaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti kostar hver kílómetri af 420 kV línu um 40 milljónir, sé hún lögð í möstur en myndi kosta 400 milljónir ef hún yrði lögð í jörðu. Þessar upplýsingar segja einfaldlega að það er alls ekki útilokað að leggja háspennulínu í jörðu – það er bara dýrara (eins og stendur). Auk þess myndu margfalt burðarmeiri jarðstrengur afkasta nokkrum loftlínum, sem nú eru til staðar. Þær eiga líka sinn takmarkaða líftíma. Lítið sem ekkert fé hefur verið lagt í rannsóknir og þróunarvinnu á hagkvæmari flutningi raforku hér á landi.

Þessar upplýsingar segja einfaldlega að það er alls ekki útilokað að leggja háspennulínu í jörðu – það er bara dýrara (eins og stendur). Auk þess myndu margfalt burðarmeiri jarðstrengur afkasta nokkrum loftlínum, sem nú eru til staðar. Þær eiga líka sinn takmarkaða líftíma. Lítið sem ekkert fé hefur verið lagt í rannsóknir og þróunarvinnu á hagkvæmari flutningi raforku hér á landi. Nánast öll þekking og efni eru innflutt. Af hverju og hversu lengi ættum við að sætta okkur við það? Ljóst er að takist sérfræðingum okkar að þróa nýja, hagkvæmari og umhverfisvænni flutningsleið á raforku myndi það óumræðanlega skapa landinu gríðarleg útflutningsverðmæti. Hvers vegna ekki að byrja? Þegar til stóð að leggja háspennustrenginn fyrirhugaða að álverinu í Straumsvík var sagt að það myndi verða 800 miljónum króna dýrara að grafa háspennustrengi vegna stærra álvers í jörðu en að hafa áfram loftlínur. Þann kostnað myndi Alcan greiða, samkvæmt samkomulagi fyrirtækisins við Landsnet. Ríflega níu kílómetrar af nýjum jarðstrengjum átti þá að leggja í lögsögu Hafnarfjarðar, en afleggja átti um 17 kílómetrar af loftlínum. Þegar upp var staðið virtist ágóðinn umtalsverður.
Útsýni ferðafólks til Helgafells af KrýsuvíkurvegiLeiða má líkur að því að í náinni framtíð komi stöðugt fram betri tækni við framleiðslu og nýtingu jarðstrengja. Draumsýnin er að þeir verði ekki grafnir í jörðu heldur verði lagðir á jörðu, þ.e. þeir verði afturkræfir með sem allra minnstu ummerkjum. Líftími mannvirkja, s.s. orkuvera, er takmarkaður við 60-80 ár. Jarðstrengir munu úreldast líkt og annað, jafnvel mun hraðar en nú er talið eftir því sem fram líða stundir. Það er því ástæðulaust að leyfa skammsýnum að ráða ferðinni í þessum efnum. Ekki má gleyma að ósnortin náttúra og óraskað umhverfi munu margfaldast að verðgildi eftir því sem tíminn líður – og komandi kynslóðir vaxa úr grasi.

Heimild m.a.
-Landsnet.
-www.grindavík.is
-Þorvaldur Örn Árnason.

Háspennumöstur

Háspennulínur ofan Hafnarfjarðar.

Fjóla Eiðsdóttir

Í Fjarðarfréttum árið 1969 birtist fróðlegt viðtal við Fjólu Eiðsdóttur undir fyrirsögninni „Af sjónarhóli húsmóður – Að standa einn í stríði lífs er sterkra manna dyggð„. Viðtalið er ekki einungis athyglisvert vegna dugnaðar og elju einstæðrar móður við uppeldi sex barna, sem henni tókst að halda að sér þrátt fyrir mótlæti þar sem lítils stuðnings samfélagsins var að vænta, heldur og vegna þess að í því koma fram gildin um veru barnanna bæði í Vinnuskólanum í Krýsuvík og á Barnaheimilinu Glaumbæ í Hraunum á þeim tíma. Um báða staðina er fjallað ítarlega hér á vefsíðunni.

Fjarðarfréttir

Fjarðarfréttir 1969.

„Fjarðarfréttir rabba að þessu sinni við Fjólu Eiðsdóttur, Hún fluttist til Hafnarfjarðar fyrir átta árum. Hún var þá þegar fyrirvinna sex barna á aldrinum eins til sjö ára. Í þessi átta ár hefur hún barizt ein áfram af slíkum dugnaði og myndarskap, að aðdáun hefur vakið hjá öllum, sem til þekkja.
Hvenær fluttist þú til Hafnarfjarðar?
— Það eru nákvæmlega átta ár síðan, á Jónsmessunni 24. júní, ég man það svo vel. Þá fluttist ég hingað með börnin, sem voru þá á aldrinum 1 til 7 ára.
Mestu erfiðleikarnir voru, að maður hafði ekkert húspláss. Ekkert. Ég kalla það ekki húspláss, eitt herbergi og eldhús fyrir sjö manna fjölskyldu. Það var svo erfitt, að það var ekki hægt að búa við það, þó að við værum tilneydd. Þegar ég svo fékk það húsnæði, sem ég er nú í, fyrir tveimur árum, fannst mér öllum erfiðleikum vera lokið.
Áttir þú ekki við veikindi að stríða fyrstu árin þín hér?
Fjóla Eiðsdóttir— Jú, það voru afleiðingar taugaspennu, ég ætlaði að hafa réttinn mín megin, og ég tel veikindin ekki hafa verið mjög alvarleg, enda náði ég mér strax og ég hafði náð rétti mínum. Það gera sér ekki allir grein fyrir því, að það eru til lög, og ég þurfti að berjast harðri baráttu fyrir rétti mínum og barnanna. Ég var alveg gallhörð á því, að það væru til lög og ég skyldi fara eins langt eins og ég kæmist, og það hef ég gert og skammast mín ekkert fyrir það.
Það hefur oft á tíðum verið erfitt hjá þér og þröngt í búi?
— Já ég gat sjaldan hugsað lengra en að eiga til dagsins, hitt þýddi ekkert. Ég var alveg ánægð, ef ég átti einhvern bita til morgundagsins. Ég vissi alltaf að okkur myndi leggjast eitthvað til. Það voru miklu meiri erfiðleikar að eiga ofan í sig að borða, þegar ég var í Grindavík en eftir að ég flutti í Hafnarfjörð. Grindavík var þá annað verðlagssvæði hjá tryggingunum en Hafnarfjörður og það munaði töluvert miklu, hvað ég fékk meira til að lifa af, þegar ég kom hingað. Fjölskyldubætur fékk ég ekki fyrstu árin. Það eru aðeins rúm tvö ár síðan konur, sem eru einar með börnin sín fóru að fá fjölskyldubætur greiddar.
Fjóla Eiðsdóttir
Ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi um skeið nokkru eftir að ég kom til Hafnarfjarðar. Það var að vísu erfitt að skiljast við börnin, en ég vissi, að ég varð að gera það til að jafna mig eftir taugaspennuna. Ég vissi líka, að það væru til lög og gott fólk, svo að það færi ekki illa um börnin þann tíma.
Eftir að þú komst í betra húsnæði og náðir fullri heilsu aftur, hefur þú þá unnið úti?
— Já ég vinn í Reykveri frá kl. 7.20 f.h. til 7 á kvöldin. Ég hef unnið þar síðan fyrirtækið var stofnað.
Er þá ekki geysileg vinna eftir, þegar komið er heim að lokinni vinnu?

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskólinn (HH).

— Jú, það er nú oft mikil vinna eftir. Ég verð að byrja á því að elda matinn og sameina fjölskylduna yfir einni heitri máltíð á dag. Ég verð alltaf að fara á fætur kl. 6.00 og taka til fötin, sem þau eiga að fara í, og segja þeim alveg hvað þau eiga að gera yfir daginn. Það bregst varla, að þau fari eftir því. Þegar þau voru í Glaumbæ og vinnuskólanum í Krýsuvík lærðu þau að brjóta saman fötin sín og ganga frá þeim. Mér finnst það hafa hjálpað okkur geysimikið allt, sem þau lærðu þar, auk þess, sem það var mikill hjálp að geta komið þeim þangað á sumrin. í hádeginu hef ég oft getað lagt mig, því að þau taka sjálf til hádegismatinn og elzti sonurinn, sem nú er kokkur á bát hefur stjórnað eldamennskunni.
Á kvöldin er föst regla, að hver gengur frá sínu. Þau brjóta fötin sín vel saman og laga til í herberginu. Það verður að vera föst regla og góð samvinna á heimilinu. Það eru margir, sem hneykslast á því, að ég skuli vinna úti og halda, að þetta sé ekki hægt. Já, það hneykslast margir. Fólk heldur, að maður vanræki börnin mikið með þessu, en ég vil meina, að þetta sé bæði skóli fyrir mig og krakkana líka. Þau læra mikið af þessu. Fyrst ætluðu þau að fara að klaga öll í einu, eitthvað sem hafði skeð yfir daginn, en nú kemur það aldrei fyrir, að það sé neitt. Ég þarf aldrei að skipta mér af heimanáminu hjá þeim. Þau eru samvizkusöm, sem betur fer og ég held, að ég fengi þau ekki í skólann, ef þau væru ekki búin að læra.
Hvað ræða börnin um framtíðina?

Glaumbær

Glaumbær í Hraunum.

— Þau náttúrulega ræða um framtíðina. Þessi ætlar að verða þetta og hinn hitt, en maður veit aldrei hvað verður. Ég ætlaði t. d. að verða kennari, en það fór allt á annan veg. Föðurbróðir minn kenndi mér í barnaskóla, og ég og dóttir hans vorum alltaf að keppa. Hún hafði það af að verða kennari, en ekki ég. Ég sagði oft, að það gæti verið, að ég kæmist í skóla, þegar ég væri orðin gömul og hef alltaf huggað mig við það, en krakkarnir verða nú að sitja fyrir, svo að ég kemst sjálfsagt aldrei í skóla,
Nú hefur þú barizt áfram ein með þín sex börn í átta ár. Hvaða hugsun er það, sem grípur þig, þegar þú lítur til baka?
— Ég hugsa bara ekkert um það. Ekki neitt. Það er nokkuð, sem ég forðast alveg að fara að hugsa um. Þá getur maður farið að hugsa margt. Ég hugsa fyrir morgundeginum. Ég set mér mark að keppa að, og þegar ég er búin að ná því, set ég mér annað mark, og svo koll af kolli. Ég hef lögin með mér, og ég hef notfært mér það, en um það, sem liðið er, hugsa ég ekki.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir, 3. tbl. 02.06.1969, Af sjónarhóli húsmóður – „Að standa einn í stríði lífs er sterkra manna dyggð“, bls. 9.

Fjóla Eiðsdóttir

Fjóla Eiðsdóttir og börn 1960.

Skógfellavegur

Gengið var um Arnarsetur til austurs, yfir hraunið að Stóra-Skógfelli. Ætlunin var að skoða hvort enn mætti sjá leifar flugvélar, sem þar eru sagðar vera. Flugmaður, sem flogið hefur yfir svæðið nokkrum sinnum, kvaðst stundum sjá sólarljósið endurspeglast þar af glerbrotum á stóru svæði, auk þess sem hann hefði orðið var við brak í suðaustanverðu fellinu. Ekki leggja þó fyrir heimildir um flugslys á þessum stað.

Arnarsetur

Arnarsetur.

Eftir að hafa skoðað megingíginn í Arnarsetri var haldið eftir stíg í gegnum hraunið. Mikil efnistaka hefur átt sér stað í Arnarsetri, en allt um kring má enn sjá merkar náttúruminjar í Arnarseturshrauni. Stór og mikil hrauntröð er norðan við gíginn og önnur vestan við hann. Í og við þá tröð eru nokkrir hellar. Fallegur hellir er einnig norðan við nyrðri hrauntröðina. Landssvæðið er að hluta til í óskiptu landi Þórkötlustaðabæjanna sex; Þórkötlustaða (Austurbæjar, Miðbæjar og Vesturbæjar), Klappar, Einlands og Buðlungu. Austurmörkin liggja frá mörkum Hrauns í Markarbás, um Húsafjall, Skógfellin og í Arnar

klett sunnan Snorrastaðatjarna, þaðan í Seltjörn og úr henni í beina línu í Markastein í fjöruborðinu u.þ.b. 60 metrum vestan við Hópsnesvita. Talsvert hefur verið ekið af jarðvegi í gryfjurnar, auk þess enn er verið að taka þar efni – í algeru leyfisleysi að því er virðist. Svo er að sjá að eftirlitsaðilar í Grindavík hafi ekki fylgt nægilega vel eftir takmörkunum á efnistökum í gamalli námu sem þessari eða umgengni um svæðið, sem er jú í umdæmi bæjarins.

Skógfell

Stóra-Skógfell – Sandhóll nær.

Hitt er svo annað mál, að sorglegt er til þess að vita, hvernig farið hefur verið með annars verðmætt umhverfið þegar til lengri tíma er litið.
Arnarseturshraun (apal) er á leiðinni til Grindavíkur. Það er frá sögulegum tíma sbr. annála úr Skagafirði. Vallholtsannáll segir frá gosi 1661, en við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst að neðan) er undir hrauninu og Kötlulag (1495-1500) er ofan á því. ISOR telur Arnarseturshraun vera frá Reykjaneseldunum á 13. öld, sennilega frá árinu 1226. Það er því með yngstu hraunum á Reykjanesskaganum.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun.

Frá því að land byggðist er talið að um 12 hraun hafi runnið á Reykjanesskaga eða að meðaltali eitt hraun á öld. Hraunin runnu þó einkum á tveimur gostímabilum: um 1000 og um 1300. Síðara tímabilið gengur undir fyrrnefnda nafninu Reykjaneseldar.
Flest eldgos á Reykjanesskaga, og raunar á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Goskeilurnar deyja síðan hver af annarri þar til gosi lýkur og gígaröðin stendur ein eftir. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.

Í blandgosum, þar sem háir kvikustrókar þeyta kvikuslettum hátt í loft upp, hrúgast upp háir og reisulegir gjall- og klepragígar, líkt og Arnarseturshraunsgígurinn. Þeir eru með skarð í gígveggnum þar sem apalhraun hefur runnið út. Apalhraun er gert úr kviku sem rennur eins og seigfljótandi síróp. Hraunstraumurinn skríður eða veltur hægt fram og er jaðarinn jafnan mjög brattur. Yfirborð hraunanna er mjög úfið og þekkjast þau því auðveldlega.

Skóf

Skóf.

Í flæðigosum verða hins vegar engir kvikustrókar. Í þeim flæðir þunnfljótandi kvikan líkt og lækur undan halla og myndar hraun, gert úr mörgum þunnum lögum. Slík hraun hafa slétt yfirborð líkt gangstéttarhellum. Ofan á þeim eru hraunreipi sem myndast líkt og hrukkur í súpuskán. Gígar, sem myndast þegar helluhraun rennur, kallast eldborg eða dyngja eftir því hve lengi gosið hefur staðið. Báðar eru lágir og víðáttumiklir hraunskildir sem oftar en ekki er erfitt að greina í landslaginu. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Kvikusletturnar hlaða upp kringlóttan, þunnan og lágan gígvegg sem hvergi er skarð í. Kvikan rennur nefnilega úr gígnum um göng undir storknu yfirborði hraunsins sem rann í byrjun gossins. Þegar gosinu lýkur tæmast göngin og mynda langa hraunhella.

Arnarsetur

Arnarseturshraun.

Arnarseturshraun er í rauninni sambland af hvorutveggja þó einkenni helluhraunsins séu þar meira áberandi.
Nú, 1879, þekja hraungambri og aðrar mosategundir Arnarseturshraunið að mestu. Grámosi eða gamburmosi er þessi mosi nefndur í daglegu tali, en hefur hlotið tegundarheitið hraungambri (Racomitrium lanuginosum). Þetta er einn algengasti og mest áberandi mosinn á öllum suður- og vesturhluta Íslands svo og í strandhéruðum Austurlands. Hann er einn fyrsti landneminn í nýjum hraunum.

Mosi

Mosi.

Við úthafsloftslag á snjóléttum svæðum verður hann einráður á allmörgum áratugum, og myndar samfelldar, mjúkar mosaþembur á 100 ára gömlum hraunum og eldri. Á snjóþyngri svæðum með landrænna loftslagi nær hann ekki að kveða niður keppinauta sína, sem þá verða stundum ráðandi í gróðurfari, einkum hraunbreyskja.

Stóra-Skógfell er úr bólstrabergi af svipaðri gerð og Sandfell, Stapafell og Súlur. Þegar komið var langleiðina að fellinu var komið í grónara hraun; Skógfellahraun. Skógfellahraun er miklu mun eldra og liggur undir Arnarseturshrauni. Skógfellin, bæði Stóra- og Litla-, eru gamlir eldgígar, sem veður, vindar, vatn og ís hafa náð að „aflaga“. Haldið var upp með fellinu að norðanverðu. Í raun er um að ræða tvo toppa á fellinu, en sá austari er hærri. Milli þeirra er háls. Gígurinn er gróinn. Fjárgata liggur um hálsinn. Í hliðunum erum ýmsar fléttur, kræður og glæður. Blóðberg- og lambagrasskollarnir settu svip á hlíðarnar. Á toppi toppanna eru litlar vörður. Útsýnið af austari toppnum til suðurs yfir Sundhnúkaröðina er einstök, sem og útsýni yfir gíg skammt austar og Sandhólinn, sem í raun er lítill gígur úr eldra hrauni.

Arnarseturshellar

Í Arnarseturshellum.

Haldið var skáhallt niður með hlíðunum. Á hálsi utan í vestari toppnum sást járnbrak og gulmálað dekk með axlaböndum björgunarsveitargallans. Sólin sendi geisla sína niður á fellið og glytti fallega á blauta smásteinanan. Þarna gæti verið komin skýring á „tálsýn“ flugmannsins.
Ágætt útsýni er af Stóra-Skógfelli. Vestan við það er Gíghæðin, Þaðan sem lagt var af stað. Í austri blasir Fagradalsfjallið við með sína fylgifiska s.s. Sandhól og Kastið þar sem enn má sjá leifar flugvélar þeirrar er Andrews yfirhershöfðingi fórst með.
Sunnan Stóra-Skógfells liggur vegurinn austan undir fallegri Sundhnúksgígaröðinni, sem er um 8 km löng, og áfram að Sundhnúk sem er aðal gígurinn og stendur hann norðan við Hagafell. Gígaröðin er á Náttúrminjaskrá og á að varðveitast sem slík. Utar er Sundhnúkurinn sjálfur í allri sinni reisn.
Norðan Stóra-Skógfells sést vel yfir að Litla-Skógfelli. Skógfellagatan liðast á milli þeirra, sorfin í helluhraunsklöppina eftir hófa og fætur liðinna alda.

Arnarssetur

Arnarssetur – skjól.

Þegar gengið var á ská niður hlíðina á norðanverðu fellinu hljóp lítil aurskriða af stað skammt utar. Áhrifaríkt var að sjá og heyra hvernig skriðan fór af stað, fyrst hægt, en jók síðan hraðann uns hún óx að afli eftir því sem neðar dró – uns hún dó – áður en komið var alveg niður að rótum fellsins.
Skoðaðir voru nokkrir hellisskútar utan í Arnarsetri. Einn þeirra, utan í megingígnum, er yfir 20 metra langur með fallegum hraunmyndunum. Hann hafði ekki verið skoðaður áður. Í öðrum virtist þursmynd vera við opið. Meginhrauntröðin er mikilfengleg. Utan í henni á einum stað eru einstaklega litskrúðugar hraunmyndanir. Fyrir áhugasamt fólk um jarðfræði væri sennilega hægt að dvelja þarna heilan dag án vitundar um tíma og rúm. Litirnir í berginu eru einstakir, auk þess sem finna má þarna ótal hraunmyndanir og jarðmyndanir án mikillar leitar.

Arnarsetur

Arnarsetur – skjól.

Í nyrðri hrauntröðinni eru ótal skútar og lesa á hinar ýmsustu fígurur út úr hraunmyndunum í börmum gjárinnar. Efst á sjálfu Arnarsetrinu er líkt og fuglshöfuð og skammt norðar er þar bergþurs er horfir frjáum augum til vesturs, eftir vestari hrauntröðinni. Eflaust gætu hraunfræðingar, sem gefa sér tíma til að lesa hraunið, sagt talsvert um slíkar hraunmyndanirnar með hliðsjón af myndun þeirra og tilurð. Slíkt gæti orðið hinn áhugaverðasti fyrirlestur.
Frábært veður. Þægileg rigningin lék aðalhlutverkið í fyrstu, en á það ber að líta að um skírdag var að ræða og þá nota Grindvíkingar tækifærið og skíra allt óskírt á einu bretti. Sólin leikur aðalhlutverkið á svæðinu aðra daga, enda náði hún vel í gegn þess á milli.
Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.nat.is/
-http://www.isor.is/

Arnarsetur

Arnarsetur og nágrenni – örnefni.