Sveifluháls

Gengið var upp grunnt gil innan við Hofmannaflöt undir vestanverðum Sveifluhálsi með stefnu inn (suður) eftir miðjum hálsinum, allt að Arnarvatni. Að vestanverðu blasti Móhálsadalur við, millum Sveifluhálsar og Núpshlíðarhálsar.
MiðdegishnúkurUppgangan var auðveld. Þegar upp var komið blasti Miðdegishnúkur við. Annars var þessi ferð á páskum (2008), mestum misbrestum mannsskepnunnar, kærkomin ástæða til að velta svolítið betur fyrir sér hvers vegna þetta nærtæka og ægifagra svæði í nánd við mesta þéttbýlissvæði landsins, skuli ekki njóta meiri athygli en raun ber vitni – allt árið um kring.
Á Reykjanesskaganum eru nokkrir aðilar, sem gefa sig sérstaklega út fyrir að vera upplýsandi um það sem þar ku vera einkar áhugavert að skoða. Þú, lesandi góður, er nú hvattur til að skoða t.a.m. vefsvæði helstu ferðamálasamtakanna á svæðinu og slá þar inn leitarorðið „Sveifluháls“. Segjast verður eins og er að útkoman verður bæði mjög takmörkuð og alls ekki fróðleg – reyndar fælandi. Til uppörvunar má  fara inn á vefsíðuna www.ferlir.is og slá þar inn leitarorðið. Útkoman munbæði reynast áhugaverð og fróðleg. Sveifluhálsinn er í umdæmi Hafnarfjarðar, en í aðalskipulagi Hafnarfjarðar er t.a.m. varla minnst á þetta merkilega landssvæði bæjarins.
Á SveifluhálsiVelta má fyrir sér hvers vegna áhugaleysið virðist umlykja ferðamálaaðila á svæðinu fyrir jafn stórbrotnu náttúrufyrirbæri og hér ber vitni. Tómlætið virðist hins vegar ekki einungis bundið við þetta svæði – ef vel er að gáð. Svo virðist sem áhuga, drifkraft og eftirfylgni (framkvæmd) við að opinbera hina ýmsu möguleika svæðisins fyrir áhugasömu fólki skorti tilfinnanlega.
Jæja, aftur að Sveifluhálsinum. Hann er móbergstapi á gosrein er varð til undir jökli síðasta jökulskeiðs. Ef allur hálsinn er tiltekin (Undirhlíðarnar einnig, enda á sömu gosrein), er hann um 25 km langur þar sem nær frá Borgarhólum í suðri að Kaldárhnúkum í norðri. Að vísu heita hlutar hans ýmsum nöfnum, en jarðfræðilega er um eitt og sama fyrirbæri að ræða, líkt og nálægasti bróðir hans í vestri; Núpshlíðarháls (Vesturháls). Sveifluálsinn var fyrrum nefndur Austurháls til aðgreiningar frá Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi).
Hásarnir eru þó ekki eineggja, því bæði urðu þeir til á mismunandi tíma og með mismunandi hætti. Vesturhálsinn er eldri. Það má m.a. sjá á afstöðu hans til landreksins, líkt og gildir um aðrar sprungureinar á Reykjanesskaganum, jafnvel eftir að ísa leysti. Vel mætti áætla aldursmuninn með því að mæla fjarlægðina á milli þeirra, en landrekið hefur verið áætlað að jafnaði um 2 cm á ári. Hafa ber í huga að ísaldarskeiðin eru miklu mun lengri en hlýskeiðin. Nútímahlýskeiðið hófst hér á landi fyrir u.þ.b. 11 þúsund árum – og ætti því að fara að renna sitt skeið á enda m.v. fyrri reynslu af umskiptum jarðar.
Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust stapar (Jón Jónsson, 1978). Staparnir miðsvæðis á Sveifluhálsi eru annars konar en bræður þeirra beggja vegna. Annað hvort hafa þeir myndast, hlið við hlið, í tveimur gosum á sömu sprungurein með stuttu millibili, kannski einu eða tveimur árþúsundum og því skilið eftir sig „ósraskaðar“ skálar á millum. Vel má sjá grágrýti á milli þeirra, en uppistaðan í hnúkunum sjálfum er móberg (samanpressuð gosaska).
Fyrirhuguð línuleið yfir hálsinnÞegar gengið var um einn dalinn milli hnúkanna, áleiðis að Arnarvatni, skullu á þátttakendum allhvassir misvindar, nákvæmlega á þeim stað er FERLIRsfélagar voru staddir er jarðskjálftarnir tveir riðu þar yfir 17. júní árið 2000, með u.þ.b. 5 mínútna millibili. Halda mætti að þarna byggju vættir er vildu láta vita af sér svo eftir væri tekið. Einn þátttakenda lagði til að dalurinn yrði nefndur „Huldudalur“.
Annars er Sveifluhálsinn og nærliggjandi svæði einstaklega verðmæt útivistarsvæði. Sú staðreynd virðist þó ekki hafa hlotið hljómgrunn hjá þeim er helst ættu að gæta þeirra. Undantekning er þó þar á.
Sunnudaginn 30. september 2007 skrifaði Reynir Ingibjartsson grein í MBL. Þar reyndi hann að upplýsa lesendur um hvað til þeirra næsta friðar heyrði varðandi þetta svæði: „Fyrirhugað er að bora á Reykjanesskaga í leit að jarðvarma. Verði af framkvæmdum og álver rísi í Helguvík munu háspennulínur verða strengdar í loftlínu til Suðurnesja frá Hafnarfirði með tilheyrandi raski.
Arnarvatn - OAHvað skyldu margir vita hvar Móhálsadalur er? Dalurinn sá liggur um fólkvang flestra sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins sem heitir Reykjanesfólkvangur. Nú eru á borði stjórnar fólkvangsins, tillögur til umsagnar um lagningu háspennulína þvers og kruss um fólkvanginn m.a. um Móhálsadal. Þar um liggur sk. Djúpavatnsleið þvert yfir Reykjanesskagann og gefur þá tilfinningu að allt þéttbýli sé víðs fjarri og ósnortin náttúra tekin við. Og örnefnin lýsa fjölbreytileikanum eins og Fjallið eina, Norðlingaháls, Hrútagjá, Mávahlíðar, Fíflavallafjall, Hofmannaflöt, Lækjarvellir, Djúpavatn, Ketilsstígur, Hattur og Hetta, Krókamýri og Vigdísarvellir og loks er komið að Latsfjalli og Lat við Suðurstrandarveg. Þessi kennileiti hafa vísað veginn í 1.100 ár og gera enn. Í og við Reykjanesfólkvang hefur Hitaveita Suðurnesja sótt um leyfi fyrir tilraunaborunum til að virkja jarðvarmann, ef hann reynist nægur. Þegar hefur verið borað við Trölladyngju við Sog, skammt austur af Keili með tilheyrandi jarðraski á einkar viðkvæmu svæði. Boranir eru að hefjast við Sandfell sunnan Selsvalla og vestan Núpshlíðarháls á svæði fjarri öllum vegum og slóðum og síðan kemur röðin að Seltúni í Krýsuvík, einum kunnasta ferðamannastað á Reykjanesskaganum.

Veðrunarformmótun á Sveifluhálsi

Kannski verður Brennisteinsfjöllum hlíft (nafngjafi Jónas Hallgrímsson), en þar hafa Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun óskað eftir að bora. Í þetta svæði á að sækja orku til að hægt verði að byggja álver í Helguvík og nú stendur stjórn Reykjanesfólkvangs uppi með kvölina og völina og háspennulínurnar.
Tillaga er gerð um jarðstreng frá Seltúni og yfir Sveifluháls hjá svokölluðum Ketilsstíg og áfram yfir Móhálsadal og Núpshlíðarháls að Trölladyngju. Annar kostur er að leggja streng frá Seltúni með Suðurstrandarvegi allt til Svartsengis.
Einnig er boðið upp á jarðstreng þvert yfir Sveifluháls, Móhálsadal og Núpshlíðarháls að Sandfelli. Leggja þarf vegaslóða til að koma strengjunum fyrir og augljóslega mun fylgja þeim mikil rask, einkum í hraununum. Ekki er talið gerlegt að leggja háspennulínuna út á Suðurnes með viðkomu í Trölladyngju og Sandfelli í jörð sökum tæknierfiðleika og kostnaðar. Hér eru engir
kostir góðir og reyndar hver öðrum verri, hugsi menn eitthvað um umhverfið og ósnortna náttúru þessa svæðis.
Reykjanesskaginn er eins og einskis manns land þar sem allt er leyfilegt. Vélhjóla- og jeppamenn hafa sína hentisemi. Gapandi malarnámur bjóða fólk velkomið í fólkvanginn. Gróðurinn á undanhaldi og rusl fyllir lautir og gjótur. Kannski vita fæstir að þeir séu komnir í fólkvang og þá tekur virðingarleysið við. Eina byggingin sem sannarlega stendur undir nafni er litla kirkjan í Krýsuvík, en gönguskálinn á Lækjarvöllum í Móhálsadal var skotinn í tætlur. Er þá nema létt verk fyrir ýtur,
gröfur, bori og önnur stórvirk tæki að klæða landið borholum, stöðvarhúsum, háspennulínum, gufurörum, vegum og öðrum mannvirkjum fyrir álið í Helguvík eða eitthvað annað? Kannski er líka öllum sama?
Veðrunarformmótun á SveifluhálsiBent hefur verið á að í og við Reykjanesskagann búa um 200 þúsund manns og vaxandi þörf er fyrir fjölbreytt útivistarland í nágrenninu. Um Keflavíkurflugvöll fari svo flestir þeir ferðamenn, sem koma til landsins og innan áratugar verða þeir líklega orðnir um milljón talsins, enda fjölgar þeim um og yfir 10% á ári hverju. Miklar samgöngubætur eru að verða á Reykjanesskaganum; annars vegar með tvöföldun Reykjanesbrautar og hins vegar með væntanlegum Suðurstrandarvegi.“
Spurt var; „Hvers vegna þegja hagsmunasamtök um ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum um þetta? Hvers vegna taka þau ekki þátt í umræðunni? Hér er greinilega um langmesta hagsmunamál þeirra að tefla.“ Svarið er einfalt; Í fyrsta lagi eru þau og fulltrúar þeirra of nátengd verkefnaaðilum og sveitarstjórnum á svæðinu til að geta æmt hið minnsta um mikilsverð verkefni. Setji þau sig upp á móti framkvæmdum eiga þau á hættu að frjálsar styrkveitingar til þeirra minnki að sama skapi. Í öðru lagi hefur umsjón með vefmiðlum þessara aðila (a.m.k. FSS) verið komið í hendur útgáfufyrirtækjum, s.s. Víkurfrétta, sem jafnan virðist hafa verið málpípa meirihluta sveitarstjórna á svæðinu. Þar liggja augljósir hagsmunir og saman þegar kemur að kostunaraðilum og auglýsingum.

Ketilsstígur

Þessu fyrirkomulagi þarf að breyta. Kippa þarf fulltrúum sveitarfélaga út úr stjórn orkufyrirtækja, aftengja þarf tengsl ferðaþjónustuaðila við hagsmunafjölmiðla og skapa þarf heilbrigðan samstarfsvettvang til að virkja áhugi, þekking uog kraft þekkingaraðila á svæðinu. Þá fyrst munu hin eiginlegu verðmæti Reykjanesskagans fá að njóta sín – svo um munar.
Hafa ber í huga að FERLIR er jafnan ekki gagnrýninn á viðfangsefni, heldur fyrst og fremst leiðbeinandi um verðmæti, en framangreint er vissulega verðugt umræðuefni.
Til baka var gengið um tinda og skörð með það að markmiði að leita leiðar frá Arnarvatni niður á Hofmannsflöt. Að einni torfæru slepptri reyndist þarna vera hin ákjósanlegasta leið fyrir gangandi. Líklega hefur hún þó ekki verið farin nema af kunnugum.
Hér fylgir með vísa frá Eggerti Guðmundssyni Norðdahl frá Hólmi um Sveifluháls:
Funi er þar til frambúðar
og feikna gufusjóðir,
eins og lægi undir þar
allar vítisglóðir.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Umhverfi og útivist – 20. janúar 2006, lagfært 20. mars 2006.
-Mbl, sunnudaginn 30. september 2007.

Sveifluhálsinn miðlægur

Búri

FERLIR fer jafnan fyrirfram ákveðnar leiðir, að vísu vandlega undirbúnar. Gamlar frásagnir, lýsingar, mögulegar uppgötvanir eða annað eru jafnan hvatinn að ferðunum. Áður hefur undantekningarlaust verið samið um hið ágætasta veður á göngusvæðinu. Stundum hefur óálitlegt “gluggaveðrið” heima villt fólki sýn, en á göngustaðnum undrast það iðurlega umskiptin.
Reynt við ókleifan hamarinnÞá var komið að FERLIRsferð nr. 1111. Af því tilefni var ákveðið að fara í óhefðbundna göngu. Fólk, sem tekið hefur þátt í rúmlega ellefu hundruð gönguferðum við allar aðstæður öll árin – og lifað þær af – hlaut að geta nánast allt. Hafa ber í huga að FERLIR hefur aldrei tapað manni og enginn hefur slasast (a.m.k. ekki varanlega) í göngunum, en hins vegar hafa sumir fengið bata einhverra meina sinna og allir þátttakendur hafa notið hins undirliggjandi “mottós” félagsskaparins; “að vita meira, og meira, meira í dag en í gær”. Og hvað er meira virði í lífinu en heilsutengd þekking? Til útskýringar er rétt að minna á að tilgangurinn með ferðunum, auk heilsusamlegrar  hreyfingar í fögru landslagi, er að afla fróðleiks um liðna tíð, helst þannig að eitthvað nýtt (gamalt) og áður óþekkt uppgötvist hverju sinni.
Það var sem sagt í ferð 1111. ferðinni, sem láta átti reyna á þolgæðið – og þjálfunina. Áætlunin var þessi: “Klífa á ókleifan hamar himnabjarganna í hæstu hæðir, hverfa síðan niður undir yfirborð jarðar og skríða þar niður í svelginn djúpa”. Um framhaldið var ekkert getið, enda virtist uppskrift dagsins nánast fyrirfram óframkvæmanleg.
En FERLIRsfélagar hafa aldrei áður beygt út af áætlun. Þær hafa a.m.k.hingað til sannað sig að hafa verið raunhæfar – og framkvæmanlegar. Á staðnum var búnaður er hæfði áætluninni; bæði klifur- og sigbúnaður.
Fyrst var tekist á við ókleifan hamarinn. Vetur konungur gerði ferðina mögulega. Hann hafði myndað mjóan ísfoss niður um hömrumgirtar suðurhlíðar Einskismannsdals. Upp þennan skammtímafoss fetuðu FERLIRsfélagar hamarinn, skef fyrir skref – uns efstu brún var náð. Að vori væri veðrunin horfin. Uppáferðin tók ekki nema tvær klst, og hefði a.m.k. einhver einhvern tímann orðið ánægð/ur með þann árangur.
Efst á brún Einskisdalshlíðar var takinu sleppt af klifbúnaðinum. Niðurgangan að handan virtist auðveld – þangað til komið var að hamraveggnum. Sú leið var ekki árennilegri en afturbakaleiðin. En með sigbúnaðinum tókst þó að komast niður að handan. Og áfram verður haldið… í ferð nr. 1112…

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Sandakravegur

Í Mána 1879-1880 er m.a. fjallað „Um fjallvegi, vörður og sæluhús„:
„Þegar lengra er haldið áfram Sandakravegur - kort 1908yfir Suðurlandið, má telja Reykjanesfjallgarðinn; yfir hann liggja 7 alfaravegir, Nyrðstur er Kaldadalsvegur milli Þingvallasveitar og Kalmannstungu, þá Mosfellsheiði milli Kárastaða í Þingvallasveit og Mýdals í Mosfellssveit; þá Dyravegur suður um Henglafjöll milli Grímsness og Mosfellssveitar, þá Hellisheiði frá Reykjum í Ölvesi að Lækjarbotni í Mosfellssveit, þá Lágaskarð frá Hrauni í Ölvesi að Lækjarbotni, þá Ólafsskarð frá Breiðabólstað í Ölvesi að Lækjarbotni, þá Grindaskörð milli Ölvess og Selvogs að austan og Kaldársels að sunnan, þá Sandakravegur milli Krýsarvíkur og Kvíguvoga. Allir eru vegir þessir yfir Reykjanesfjallgarð mjög farnir á vetur.“
Í Morgunbalðinu 2006 er getið um Sandakraveg sbr.: „Nefndur Sandakravegur er forn þjóðleið vermanna af Suðurnesi. Þeir komu um Krýsuvíkurveg á leið til Voga eða norður á Nes. Leiðin liggur frá Slögu norður með Borgarfjalli um Nátthagakrika að Kasti sem er suðvesturhluti Fagradalsfjalls, yfir og inn á Skógfellaveg og eftir honum norður til Voga á Vatnsleysuströnd.“
Í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000 má sjá eftirfarandi umfjöllun um Skógfellaveginn: „Á Suðvesturlandi eru margar áhugaverðar gamlar þjóðleiðir og hafa nokkrar þeirra öðlast fastan sess í huga útivistarfólks sem skemmtigönguleiðir svo sem Leggjabrjótur milli Þingvalla og Hvalfjarðar, Selvogsgata milli Hafnarfjarðar og Selvogs og Síldarmannagötur er nýlega voru varðaðar.
Á Reykjanesskaga eru þjóðleiðir sem ekki eru eins nafnkunnar og áðurnefndar leiðir, en munu þó örugglega draga til sín göngufólk í vaxandi mæli.
Sandakravgeur-502Nokkrar þeirra liggja til Grindavíkur og skal hér kynnt ein þeirra, en það er Skógfellavegur, gömul leið úr Vogum sem jafnframt er framhald þjóðleiðarinnar frá Hafnarfirði er nefnist Almenningsvegur. Skógfellavegurinn er kenndur við tvö fell sem eru við leiðina og heita Litla- og Stóra-Skógfell er bendir til að svæðið hafi verið skógi vaxið fyrrum, en í nágrenni Litla-Skógfells er þó kjarrgróður með birkihríslum og víði. Grindvíkingar hafa líklega notað Skógfellaveginn sem alfaraleið um stuttan tíma, en hann lagðist af um 1920 þegar akvegur var lagður milli Vogastapa og Grindavíkur. Af leiðinni liggur Sandakravegur neðan Stóra-Skógfells að Fagradalsfjalli og síðan austur á bóginn, en nafnið hefur upprunalega verið notað um alla leiðina frá Stapa.
Landið sýnist ekki svipmikið á þessum slóðum, en þó leynist þarna margt og ekki síst þegar lengra dregur. Snorrastaðatjarnir eru suðvestan og vestan við leiðina og grilltum við aðeins í þær og einnig skátaskála sem reistur var nærri tjörnunum fyrir nokkrum árum.
Sandakravegur-503Ofan við tjarnirnar er Háibjalli, en hann og næsta umhverfi er á náttúruminjaskrá og þar er nokkur skógrækt, en allt þetta blasti betur við ofan af Litla-Skógfelli sem gengið var á síðar.
Fyrsta spölinn mótar af og til fyrir gömlum götum, en vörður eru fáar og strjálar, en það átti eftir að breytast þegar lengra kom, en það sem sem einkennir leiðina eru gjár. Gjárnar eru ekki farartálmi og auðvelt að ljomast um þær, en sú fyrsta sem varð á vegi okkar nefnist Huldugjá, en austur með henni blasti við okkur fjárborg sem heitir Pétursborg, en ekki var hún skoðuð nánar í þetta sinn. Skammt var að Litlu-Aragjá og gerðum við þar stuttan stans við stóra vörðu á gjárbarmi, en kaffistopp höfðum við hjá næstu gjá, Stóru-Aragjá sem á þessum slóðum nefnist Brandsgjá. Hún heitir eftir Brandi Guðmundssyni bónda á Ísólfsskála er var þarna á ferð á jólaföstu árið 1911, en lenti í ófærð og missti hestana ofan í gjána og þurfti að aflífa þá á staðnum. Brand kól á fótum og var á Keflavíkurspítala einhverja mánuði eftir slysið. Við litum ofan í gjárnar þarna og víðar og reyndust þær mjög djúpar þó vel sæi til botns svo ekki er að undra þó illa geti farið ef lent er utan leiðar að vetrarlagi og snjór gefur sig yfir gjánum.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Eftir góða áningu við Stóru-Aragjá var haldið vel áfram, enda auðveld og vel vörðuð leið eftir helluhrauni, en þar og víðar eru hófaför vel mörkuð í klöppina. Litla-Skógfell er ekki hátt, aðeins 85 m.y.s. en það freistaði uppgöngu og hélt allur hópurinn upp norðvesturhornið og niður af því sunnanmegin. Af fellinu blasir við mestur hluti leiðarinnar, utan þess sem Stóra-Skógfell skyggir á í suðri, en á milli fellanna er þétt röð varða. Stóra-Skógfell er um 100 m hærra en Litla-Skógfellið, en þó freistaði það ekki til uppgöngu í þetta sinn.

Sandakravegur

Á Sandakravegi.

Við Sundhnúkagígaröðin sem mun vera um 8 km löng en frá henni rann hraunið hjá Grindavík fyrir um 2000 árum. Athygli okkar vakti sérkennileg hraunpípa utan í einum gígnum og vantaði lítið upp á að skríða mætti þar í gegn, en ekki hefði það farið vel með fatnað. A þessum slóðum var okkar göngu um Skógfellaveg lokið þar sem áætlaður lokaáfangi góngunnar var Bláa lónið. Leið okkar lá inn á stikaða leið er tilheyrir Reykjaveginum, um Svartsengi norðan Svartsengisfells. Þar við gamlan steyptan pall, líklega undirstöðu danspalls, rifjuðu nokkrir úr hópnum upp minningar frá útisamkomum er þar voru haldnar um skeið á vegum Grindvíkinga..
Eftir tæpra 6 klukkustunda göngu vorum við loks komin að Bláa lóninu nýja sem fellur ótrúlega vel inn í hraunið, en bað í því var kærkomin endapunktur á góðri gönguferð.“

Heimild:
-Máni, 1. árg. 1879-1880, 5.-5. tbl. bls. 34.
-Morgunblaðið, 28. mars 2006, bls. 19.
-Lesbók Morgunblaðsins, Kristján M. Baldursson, 16. sept. 2000, bls. 19.

Sandakravegur

Skógfella- og Sandakravegur.

Hvaleyrarvatn

Þegar skoðað er svæðið meðfram Hvaleyrarvatni má sjá þar nokkra nafngreinda höfða að austanverðu; Húshöfða, Selhöfða, Miðhöfða (Þormóðshöfða) og Efstahöfða (Fremstahöfða), auk Stórhöfða að suðaustanverðu. Auk þess eru þarna tveir hálsar; Kjóadalaháls og annar ónafngreindur í vestur frá Fremstahöfða (Efstahöfða).

Efsta

Alla þessa höfða og hálsa prýða vörður, hér nefndar Höfðavörður, reyndar tvær á Húshöfða er virðast greinast í Húshöfðavörðu (vestar) og Kjóadalsvörðu (austar). Sumar eru landamerkjavörður. Kjóadalsháls er einnig nefndur Langholt. Þetta þarfnaðist nánari skýringa. Spurning vaknaði og um hvort tilgangur varðanna hefði einungis verið sem kennileiti efst á annars áberandi stöðum eða ávísun á Fjárhús í Seldaleitthvert annað. Spurningin fékk áhugaverð svör.
Skoðum fyrst skráðar heimildir um svæðið. Í örnefnalýsingu AG fyrir Ás segir m.a.: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri. (Í örnefnalýsingu Hvaleyrar er getið um Bleikstein, landamerki á norðanverðum Bleiksteinshálsi.)
Fjárborg á SelhöfðaSunnan við Vatnshlíðarhnúkinn fyrrnefnda er hlíð með giljum og skógarbörðum, sem hallar niður að Hvaleyrarvatni, og heitir hlíð þessi Vatnshlíð. Að norðan eru merki Jófríðarstaða svo nærri vatninu, að þegar hátt er í vatninu, getur Jófríðarstaðabóndinn vatnað hesti sínum í því.
Sunnan við vestri endann á vatninu er gríðarstór höfði eða hóll, sem heitir Selhöfði. Á honum er merki móti Hvaleyri. Sunnan við vatnið er dálitill hryggur, sem nefndur er Kjóadalsháls. Svo er landið mjótt, því nú ná nöfnin þvert yfir land jarðarinnar. Svo er gríðarstór dalur, helmingur grasflöt, hitt moldarflag; heitir hann Miðhöfði. Þar upp
af er svo Efstihöfði, og svo skerst landið í odda við svonefnt Steinhús, neðst í gjánni, rétt fyrir neðan túnið í Kaldárseli. Þar myndar það tungu.“ Hér er hvorki varðan á „Húshöfða“ austanverðum né aðrar slíkar nefndar.

Fremsthöfðavarða

Í örnefnalýsingu GS fyrir Ás segir m.a.: „Landamerkjalína liggur úr gilinu um Vatnsendann og þaðan upp Kjóadalaháls í Kjóadalahálsvörðu. Frá Markavörðunni liggur lína um Kjóadali upp í Miðhöfðavörðu á Miðhöfða, þaðan í Fremstahöfðavörðu á Fremstahöfða og þaðan í Steinhús, sem í gömlum skjölum nefnist Steinhes, og er þar hornmark margra landa.

Efstahöfðavarðan

Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun.“ Hér er „Húshöfðavarðan eystri“ nefnd „Kjóadalsvarða“. Ef vel er skoðað er það bara eðlilegt því Húshöfðanum sleppir þar sem hann er hæstur að handan og önnur óskilgreind hæð, Kjóadalsháls, vestan Kjóadals, tekur við. Það er því bæði eðlilegt og sjálfsagt að hæðin sú fengi sérstakt nafn. Svo virðist sem Langholtið sé efsti hluti Kjóadalshálsar. Þá er að sjá að Fremstihöfði og Efstihöfði séu einn og hinn sami.

Varðan á Selhálsi

Gengið var að vörðunum, fyrst á Fremstahöfða. Varðan sú er enn heilleg. Austan undir höfðanum eru mannvistarleifar; hálfhlaðið fjárhús. Líklega er hér um að ræða ætlaðar hleðslur frá Kaldárseli, enda eru bæði fjárskjól, gerði, rétt, fjárborg og selstaðan  ekki víðs fjarri.
Lítið er um stöðuvötn og læki á Reykjanesi en Kleifarvatn sem er mest allra vatna á Reykjanesskaganum er á sjálfu gosbeltinu. Þó eru víða smávötn (Djúpavatn, Grænavatn, Seltjörn, Snorrastaðatjarnir, Hvaleyrarvatn og Urriðavatn) og tjarnir (Augun í Krýsuvík, Hraunsfells-Vatnsfells vatnstæðið, Fagradals-Vatnsfells vatnstæðið), bæði í lægðum og gígum. Vatnsstæðin og sum vötnin hafa þótt aðlaðandi selstæði, t.a.m. Hvaleyrarvatn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir sem og Kaldá við Kaldársel.

Skammt sunnan við Miðhöfðavörðuna eru hleðslur lítils skjóls, sennilega fyrir smala eða til yfirsetu. Skjólið hverfur í lúpínu.
Í örnefnalýsingu Hvaleyrar segir m.a.: „Miðhöfði eða Þormóðshöfði Skjólið öðru nafni. Hann er allmiklu lægri en Selhöfðinn. Þar suðaustar er svo þriðji höfðinn, sem heitir Efstihöfði.“
Varðan á Langholti við Kjóadalaháls (Kjóadalshálsvarða, ef tekið er mið af lýsingu GS), virðist hafa verið byggð upp úr fyrrum fjárborg eða skjóli. Sunnan vörðunnar má enn sjá leifar af hringlaga hleðslu, ef vel er að gáð (áður en lúpínan nær að þekja umhverfið).
Varðan á Kjóadalahálsi vísar á hlaðið skjól skammt sunnar. Skjólið hefur verið endurbyggt að hluta. Óvíst er hvaða öðrum tilgangi hleðslur þessar hafa þjónað.

Hleðslur af skjóli

Á Selhöfða er varðan augljós vísbending á fjárborg, gerði eða litla rétt (jafnvel stekk) efst á honum. Skammt frá má sjá leifar af öðrum mannvistum á höfðanum. Fjárborgin, ef um slíkt hefur verið að ræða, er orðin nánast jarðlæg. Hún virðist hafa verið hlaðin úr torfi og grjóti, en veðrun eytt torfinu svo grjótið féll smám saman bæði inn og út frá veggjunum. Niður  undir sunnanverðum höfðanum eru leifar af stekk, skjóli eða tvískiptu fjárhúsi.
Kort af HúshöfðasvæðinuVarðan á Stórhöfða virðist einungis hafa þjónað tvennum tilgangi; annars vegar hafi hún verið gerð einhverjum til minningar og/eða skemmtunar eða sem leiðarmerki á vörðuðum Stórhöfðastígnum; gamalli þjóðleið millum Áss og Krýsuvíkur.
Varðan efst á Húshöfða virðist vera ábending um gamla beitarhúsatóft frá Jófríðarstöðum suðvestan í höfðanum. Þar í nágrenninu má og sjá fleiri mannvistarleifar tengdum fjárbúskap.
Merkt gönguleið liggur nú um svæðið sem tiltölulega auðvelt er að fylgja milli höfðanna. Minjarnar eru flestar skammt frá gönguleiðinni. Þá er hið ágætasta útsýni af höfðunum yfir umhverfið.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Ás.

Miðhöfðavarða

Kálfatjörn

Gengið var um Kálfatjörn frá kirkjunni, brunnurinn skoðaður sem og sjóbúð og tjörnin sjálf. Skoðaðar voru minjar með ströndinni til vesturs, komið við í tóftum Goðhóls og fiskbyrgjunum neðan við Þórustaði og síðan haldið út með einni fegurstu sandströnd á norðanverðum Reykjanesskaganum, neðan Þórustaða og Landakots. Þá var stefnan tekin á Norðurkot, en tilfærsla þess kl. 16.00 þetta síðdegi var einmitt tilefni göngunnar. FERLIR hafði lofað góðu gönguveðri og einnig að í ferðinni myndu þátttakendur sjá aldargömlu húsi lyft af grunni sínum og það fært um set. Auðvitað trúði enginn þeirri lýsingu sem fyrri daginn – og því varð staðreyndin áhrifaríkari en ella.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – gömlu húsin, um 1960, sett inn í mynd frá 2020.

Tilgangurinn með ferðinni var einnig að reyna að berja lóuna, vorboðann ljúfa, augum, en fréttir höfðu einmitt borist fyrr um daginn af ferðum hennar við Höfn í Hornafirði, tveimur dögum fyrr en venjulega. Það gefur von um gott vor.
Skoðaður var brunnurinn frá Kálfatjörn, en oft reynist erfitt að finna hann þegar líða tekur á sumarið vegna njóla og annars þróargróðurs. Ágætt kennileiti er þó eftir götu eða lögstum garði að honum út frá Víti til vesturs. Þar liggur gata vestan slóða niður að Kálfatjörninni sjálfri. Ef garðinum/götunni er fylgt að enda birtist brunnlokið. Tilraun var gerð til að finna brunninn síðsumars árið áður, en án árangurs. Þarna var hann hins vegar án þess að nokkuð skyggði á tilvist hans.

Kálfatjörn

Goðhóll.

Gengið var með syðri hluta Rásarinnar að tóft sjóbúðar sunnan Kálfatjarnar, hún skoðuð, og síðan haldið niður að skiparéttinni ofan við sjávarmál. Þar eru og hleðslur gamallar sjóbúðar, sem ártalssteinn 17. aldar fannst hjá fáum misserum fyrr. Steinn sá er nú við safnaðarheimiðið norðan kirkjunnar. Kunnugir segja, en vilja ekki staðfesta skriflega, að þegar grunnur safnaðarheimilisins hafi verið gerður, hafi komið upp ýmsir steinar sem og reglulegar hleðslur, en þá hafi blinda augað komið sér vel hjá nærstöddum, enda kirkjugarðurinn og gamlar minjar eigi alllangt undan.
Rifjuð var upp sögnin af sækúnum í Kálfatjörn. Með tóftir hinnar gömlu hæðbúnu sjóbúðar að baki og kirkjuna í bakgrunni var ekki komist hjá upprifjun sjósókna fyrri alda sem og aðbúnaðar vermanna á þeim tímum. Rifjuðu var upp ferð um svæðið á liðnu ári með Ólafi Erlendssyni á Kálfatjörn, en þá lýsti hann vel og vandlega kotunum norðan og austan við kirkjuna.

KálfatjörnÁ Kálfatjörn var bær, kirkjustaður og prestsetur. Prestasetur var þar til 1907 er sóknin var lögð niður til Garða á Álftanesi. Á Kálfatjörn var kirkja helguð Pétri postula á kaþólskum sið. Núverandi kirkja var reist árið 1892-1893 og vígð 11. júní 1893. Kirkjan er byggð úr timbri, járni varin steinhlöðnum grunni. Kirkjan tekur 150 manns í sæti á báðum gólfum. Sögu hennar og umhverfi hefur verið gerð góð skil í annarri FERLIRslýsingu.
Skoðaðar voru minjar Goðhólls, bæði gamla bæjarins og útihúsa auk garða, sem þar eru. Skammt norðvestar eru gamlar mógrafir frá Kálfatjörn. Hlið er sunnar og Tíðargerði vestan þess. Hvorutveggja eru gömul kot vestan við Kálfatjörn.

Kálfatjörn

Ártalssteinninn á Kálfatjörn í gömlu sjóhúsi.

En gömul kot geta orðið að gersemi sem og svo margt annað. Ekki er langt um liðið síðan sjá mátti síðanefnda kotið auglýst til sölu ásamt Norðurkoti, sem er þarna skammt vestar, á 40 milljónir króna. Stórhuga menn hafa haft áhuga á landinu, m.a. með fyrirhugaða sumarhúsabyggð og þróun golfvallarins að augnamiði. Staðreyndin er sú, hvað sem líður landkostum, að óvíða er fagurrra útsýni en á þessari, að því er virðist, flatneskjulegu strönd. Útsýnið er síbreytilegt og bæði ströndin og heiðin skammt undan eru tiltæk til uppbyggjandi gönguferða.
Lóan lét sjá sig, en erfiðara reyndist að ná mynd af henni. Það heyrðist hins vegar ágætlega í henni. Smánafna hennar, sandlóan, var hins vegar róleg þar sem hún stóð í hópum á skerjum, og leyfði góðfúslegar myndatökur. Lómur syndi utar og úmaði.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – Bakki og Litlibær fjær. Norðurkot lengst t.v.

Nú er Norðurkotið stekkur. Norðurkotið á Vatnsleysuströnd var flutt um set, í sólskinsblíðu, stafalogni og 12° hita. Húsið, sem að sögn var byggt árið 1903 sem skólahús, var híft á dráttarvagn og síðan ekið yfir að Kálfatjörn þar sem því verður ætlaður staður til frambúðar á fyrirhuguðum safnareit. Keilir lék baksviðs meðan á flutningnum stóð, en sólin umvafði þetta gamla hús geislum sínum er það notaði tækifærið og snéri sér í hring hangandi í kranavírunum. Andar genginna kynslóða fylgdust með. Fjórir svanir flugu yfir í fagurri fylkingu, snéru við og komu til baka, líkt og til að leggja áherslu á samþykkið að handan. Rifjað var upp minnistætt flug svananna 12 framan við áhorfendur á krirstnitökuhátíðinni á Þingvöllum árið 2000. Þeir snéru einmitt við, líkt og þessir, og endurtóku flugið fyrir áhorfendur. Fæstir skyldu þó tilganginn, en aðrir, sem bæði vita og skilja, gerðu sér grein fyrir honum. Aldur Norðurkots er ekki fullviss af nákvæmni. Það gæti verið eitthvað eldra en frá 1903. Ólafur Erlendsson frá Kálfatjörn segir t.d. að faðir hans, Erlendur Magnússon hafi gengið þar í skóla árið 1904 og að húsið gæti verið frá því rétt fyrir aldamótin 1900.

Norðurkot

Norðurkoti lyft af grunni sínum og síðan flutt að Kálfatjörn.

Það var Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps, sem lét flytja húsið með dyggri aðstoð verktaka. Það hrikti í vírum hífikranans við lyftinguna, en húsið hvorki æmti né skræmti þótt aldrað væri. Stoðir þess eru greinilega enn styrkar – og höfðu verið styrktar enn um betur að innanverðu af vönum verkmönnum.
Norðurkot var notað sem skólahús fram til 1910 eða ’11. Kennarahjón bjuggu þá á loftinu, en skólastofan var á jarðhæð. Hlaðinn kjallari var undir húsinu. Síðast mun húsið hafa verið notað til reglulegar íbúðar árið 1935.
Í húsinu voru fyrir merkar heimildir um skólahaldið, s.s. kennslubækur, ritgerðir og einkunnir einstakra nemenda. Þá hafði verið safnað í það ýmsum munum úr sveitinni, s.s. reiðtygum, veiðarfærum, handverkfærum o.fl. Eflaust mun eitthvað af því nýtast fróðleiksfúsum í framtíðinni. Afkomendur Erlendar Magnússonar frá Kálfatjörn gáfu Minjafélaginu húsið.
Uppgert Norðurkotið mun án efa setja svip sinn á hinn nýja safnareit við Kálfatjarnarkirkju í framtíðinni.
Til baka var gengið eftir gömlu kirkjugötunni að Kálfatjörn. Gatan hefur verið jöfnuð þar sem fyrir er golfvöllurinn nýmóðis, en kylfingarnir kunnu sig. Þeir lutu í lotningu fyrir göngufólkinu, sem gekk líkt og kirkjugestir vestan af Ströndinni forðum, áleiðis að Kálfatjarnarkirkju.

Norðurkot

Norðurkotsbrunnur.

Ofar, við gömlu götuna vestur á Strönd, mátti sjá klöpp huldukonunnar, sem getið er í þjóðsögu og á að hafa gerts þar árið 1892. Heimasætan, nýfermd, dreymdi að hún væri stödd suður á túninu á Kálfatjörn. Sá hún þá hinum megin við túngarðinn á Hliðstúninu grannleita konu, frekar fátæklega búna vera að reka kú. Hún hljóp til hennar og ætlaði að hjálpa henni að reka kúna en spyr hana um leið hvar hún eigi heima.
Þá svarar konan: „Ég er huldukona og á heima í þessari klöpp“, og bendir á klöpp sem fólk var vant að ganga yfir þegar það fór að heiman suður á Ströndina.
Stúlkan bauð huldukonunni að þiggja hring ömmu hennar, sem ég er með á hendinni. Huldukonan baðst undan svo góðri gjöf en bað um flauelspjötlur, sem stúlkan hafði. „Það á líka að ferma hjá mér dóttur mína, en ég er svo fátæk að ég get ekki keypt flauel á treyjuna hennar. Ég skal skila þeim öllum jafnóðum aftur, þegar ég hef notað þær“, sagði huldukonan. „Ég skal sjá til þess að þú verðir lánsmanneskja“, bætti hún við. Var svo draumurinn ekki lengri.
Líður svo tíminn fram á haust. Einn dag er það, er stúlkan opnar kistilinn sinn að allar pjötlurnar liggja þar eins og hún skildi við þær um vorið.
Þarna eru sögur til um hvern hól og sérhverja tóft.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11. mín.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – uppdráttur ÓSÁ.

Glaumbær

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1957 er stutt grein undir yfirskriftinni „Ávarp“ og fjallar um áhuga hóps fólks að stofna sumardvalarheimili fyrir börn í bænum:

Vilbergur Júlíusson

Vilbergur Júlíusson. Vilbergur var fæddur Hafnfirðingur að Eyrarhrauni og bjó þar lengst af í æsku sinni (20. júlí 1923-1. júlí 1999).
Vilbergur brautskráðist úr Kennaraskóla Íslands vorið 1944. Hann kenndi í Barnaskóla Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla í samtals tíu ár áður en hann réðst skólastjóri við Barnaskóla Garðahrepps, þegar hann hóf göngu sína haustið 1958.

„Nokkrir áhugasamir menn og konur í Hafnarfirði hafa bundizt samtökum um að koma á fót sumardvalarheimili í nágrenni bæjarins, fyrir hafnfirzk börn, á aldrinum 5—8 ára. Hefur, í þessu skyni, verið ákveðið að festa kaup á sumarbústað Theódórs heitins Mathiesen suður í Óttastaðalandi. Sumarbústaðurinn er um 70 m2 að stærð, stór matsalur, tvö herbergi, eldhús, salerni og forstofa. Ennfremur er svefnloft yfir öllu húsinu.
Með nauðsynlegum endurbótum, má hafa þarna milli 25—30 börn, yfir sumarmánuðina. Snyrtilega unnin lóð fylgir sumarbústaðnum, og þykir staðsetning hans og húseignin öll vera hinn ákjósanlegasti stofn að barnaheimili.
Húseign þessi kostar 80 þúsund krónur. Hefur sérstakur barnaheimilissjóður verið stofnaður og fjársöfnunarnefnd verið kjörin.
Jafnframt hefur verið ákveðið að hefja skyndifjársöfnun meðal bæjarbúa. Hafa þegar borizt myndarleg fjárframlög, en ljóst er, að margir þurfa hér að leggja hönd á plóginn. Er þess fastlega vænst, að Hafnfirðingar bregðist nú fljótt og vel við og leggi fram, hver sinn skerf, svo að nauðsynjamál þetta nái fram að ganga og starfsemin geti hafizt nú þegar á þessu vori. Nöfn gefenda verða skráð í sérstaka bók, sem þegar hefur verið gefin bamaheimilissjóði, og mun hún verða látin liggja frammi í barnaheimilinu. Ennfremur verður gefið yfirlit yfir fjársöfnunina í blöðum bæjarins, jafnóðum og fjárframlögin berast. Fjárframlög má senda til einhvers úr fjársöfnunarnefndinni eða til barnaheimilissjóðs, pósthólf 2, Hafnarfirði.
Virðingarfyllst; Hjörleifur Gunnarsson (9366, 9978), Kristinn J. Magnúss. (9274), Selvogsgötu 5. Urðarstíg 3. Vilbergur Júlíusson (9285), Sunnuvegi 8.“

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar síðar þetta sama ár er viðtal við Vilberg Júlíusson, kennara, undir fyrirsögninni „Merkum áfanga náð í barnaverndarmálum – Barnaheimili í Glaumbæ bætir úr brýnni þörf„:

Glaumbær

Glaumbær sem sumarhús.

„Tíðindamaður blaðsins kom nýlega að máli við barnaverndarfulltrúa, Vilberg Júlíusson, kennara, og innti hann frétta af hinu myndarlega barnaheimili, er tók til starfa sl. sumar í Glaumbæ. Það var Vilbergur Júlíusson, sem átti hugmyndina að stofnun barnaheimilis á þessum stað, og barðist manna mest að framgangi þessa mannúðarmáls. —
Hafi hann þökk allra bæjarbúa fyrir farsæla forgöngu sína í þessu merka máli. Hér fer á eftir viðtal við Vilberg Júlíusson:

Hver voru tildrög þess, að barnaheimilið í Glaumbæ var stofnað?

Glaumbær

Glaumbær – sumardvalarheimili.

Barnaverndarnefnd hafði oft á fundum sínum rætt nauðsyn þess, að komið yrði á fót sumardvalarheimili fyrir hafnfirzk börn á aldrinum 6—8 ára. Mjög erfitt hefur reynzt fyrir foreldra að koma þessu aldursskeiði fyrir í sveit á sumrin. Hafnfirðingar hafa aldrei átt neitt barnaheimili fyrir þennan aldur. K.F.U.M. í Káldarsseli hefur öðru hverju bætt að nokkru úr mestu vandræðum fólks og tekið börn til dvalar, stuttan tíma í einu en aldrei sumarlangt. —

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður.

Rauði krossinn hefur hka unnið gott verk á þessu sviði, og kvenfélagið Hringurinn hefur árum saman kostað börn á sumardvalarheimili víðs vegar um landið. Er þetta hinn merkasti þáttur í starfsemi félagsins, og liafa framkvæmdir að mestu hvílt á formanninum, frú Guðbjörgu Kristjánsdóttur. — Öll nefnd félög eiga miklar þakkir skildar fyrir óeigingjarnt starf í þágu barnanna. Nú á síðust árum hefur kreppt æ meir og meir að Hafnfirðingum, og á sl. vori var vitað að t.d. Hringurinn fengi ekki inni fyrir börn úr Hafnarfirði á sumardvalarheimilum Rauðakross Íslands Börnum á fyrrgreindum aldri fjölgar ár frá ári eins og öðru fólki í bænum. Börn á þessum aldri eru tápmikil og sjálfbjarga. Þau ganga næstum sjálfala um göturnar í bænum, og má öllum vera ljós sú mikla hætta og óhollusta, sem fylgir því. Og á meðan lifa foreldrarnir í stöðugum ótta um börnin allan heila daginn. — Dagheimili Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar að Hörðuvöllum tekur til dvalar börn á aldrinum 2ja—6 ára og á vinnuskólann í Krýsuvík komast aðeins 9—12 ára drengir. Barnaverndarn. hefur verið ljós nauðsyn þess að brúa bilið þarna á milli og hlaut að vinna að því, að komið yrði á fót sumardvalarheimil fyrir 6—8 ára aldurinn. Síðla vetrar hafði nefndin pata af því að til sölu væri hinn ágæti sumarbústaður Theódórs heitins Mathiesen læknis, suður í Hraunum, og skrifaði hún þá bæjarráði um málið og óskaði eftir fyrirgreiðslu þess í sambandi við kaup á fyrrgreindu húsi. Tók bæjarráð málaleitun nefndarinnar vel og lofaði ábyrgð bæjarins, ef nefndinni tækist að útvega lán til húskaupanna. Ennfremur skrifaði barnaverndarnefnd þeim félögum í bænum, sem hafa barnavernd og líknarstarfsemi fyrir börn á stefnuskrá sinni, og óskaði eftir samvinnu þeirra um lausn þessa vandamáls. Þetta bréf er dagsett þann 28. marz sl.

Hvað er um undirtektir félaganna að segja, og hvernig var aflað peninganna til kaups á húsinu?

Glaumbær

Glaumbær í Hraunum.

Undirtektir félaganna urðu strax mjög góðar. Tvö þeirra, Barnaverndarfélagið og Rauðakrossdeildin, tæmdu þegar sjóði sína. Þau gáfu 10 þúsund krónur hvort til þess að hægt væri að hrinda málinu í framkvæmd. Síðar jók Barnaverndarfélagið framlag sitt um 15 þús. krónur og Rauðakrossdeildin bætti 20 þús. krónum við sitt framlag. Styrkur þessara félaga til Glaumbæjar er því orðinn myndarlegur. Barnaverndarnefnd útvegaði, með aðstoð Axels Kristjánssonar, forstjóra, 40 þús. króna lán í Iðnaðarbanka Íslands og einnig tókst að fá 10 þús. kr. lán hjá Líftryggingarfélaginu Andvöku, samtals 50 þús. kr., sem Hafnarfjarðarbær ábyrgist og greiðir á sínum tíma. Er þetta styrkur bæjarins til barnaheimilisins í Glaumbæ.

Glaumbær

Glaumbær sem barnaheimili.

Kvenfélagið Hringurinn gaf síðan 20 þús. krónur. Loks skal þess getið, að fyrir frumkvæði Óskars Jónssonar, framkvæmdarstjóra, var hafin almenn fjársöfnun meðal bæjarbúa. Gekk söfnunin vel og söfnuðust um 45 þús. krónur. Sýndu fyrirtæki, einstaklingar og bæjarbúar almennt málinu mikla vinsemd.
Auk peninga gáfu bæjarbúar efni, áhöld og tæki. Fjáröflun gekk mjög að óskum, og á sumardaginn fyrsta var barnaheimilissjóður Hafnarfjarðar stofnaður. Fyrrnefnd félög og barnaverndarnefnd eiga fulltrúa í stjórn sjóðsins og mynda stjórn hans. Tilgangur sjóðsins er að kaupa hús og reka barnaheimili fyrir hafnfirzk börn. Sjóðurinn keypti síðan Glaumbæ, sumarbústað Theodórs heitins Mathiesen við Óttastaði, þann 16. maí sl. fyrir 80 þús. krónur. Barnaheimilið í Glaumbæ er því sjálfseignarstofun.

Uppfyllti staðurinn og húsið þær kröfur, sem gerðar verða til barnaheimilis?
Glaumbær
Já og nei. Staðurinn heillaði áhugamenn strax. Hann er kyrrlátur, skammt frá Hafnarfirði, stutt frá þjóðvegi en þó úr alfaraleið. Húsið stendur á fögrum stað, í skemmtilegu umhverfi, í snyrtilegum vel ræktuðum lautarbolla, með klettaborgir gnæfandi við himinn allt um kring. Staðurinn hefur mikið aðdráttarafl og marga kosti.
Og hinn 11. júní hófust framkvæmdir í Glaumbæ. Húsið var lengt með 9×6 metra viðbyggingu. Fékkst þar mjög rúmgott og skemmtilegt svefnloft fyrir meira en 20 börn. Niðri er svefnstofa fyrir stúlkur, björt og góð, ágætt snyrtiherbergi, með salernum og steypiböðum, svo og rúmgóður gangur og pláss fyrir miðstöðvarketil. Þessi viðbygging eykur mjög verðmæti eignarinnar, og það sem mestu máli skiptir, hún gerir barnaheimilið í Glaumbæ fullnægjandi fyrir 25—30 börn. —
Hús þetta reisti Hilmar Þorbjörnsson, húsasmíðameistari og kappar hans á 14 dögum, og var vel unnið. Einnig var byggt rafstöðvarhús og rotþró og unnið að ýmsum fleiri framkvæmdum.

Hvenær tók barnaheimilið til starfa, og hvemig gekk starfsemin í sumar?

Glaumbær

Glaumbær.

Barnaheimilið tók til starfa 10. júlí og lauk störfum 20. ág. Í Glaumbæ dvöldu í sumar 24 börn, 3 aðeins fáa daga, en hin öll nær allan tímann. Starfsemin í sumar gekk mjög vel, og var það ekki sízt þeim hjónum, Guðjóni Sigurjónssyni íþrótta- og söngkennara og konu hans frú Steinunni Jónsdóttur að þakka, en stjórn barnaheimilissjóðs var svo heppin að fá þau hjón til þess að veita heimilinu forstöðu. Þeim til aðstoðar var frú Ólöf Kristjánsdóttir. Má hiklaust þakka það starfsfólkinu, hve barnaheimilið í Glaumbæ fór giftusamlega af stað, og vil ég fyrir hönd stjórnarinnar flytja þessu fólki alúðarþakkir fyrir vel unnin störf. Börnin dvöldu þarna í bezta yfirlæti, við leik og starf, undir handleiðslu Guðjóns og í umsjá kvennanna, en börnin þyngdust öll, og nokkur komu fjórum kílóum þyngri í bæinn eftir þessa stuttu veru sína í Glaumbæ. Má það teljast all góð framför!
Veður var hið bezta allan tímann. Staðurinn brást ekki vonum manna.

Hvenær verður heimilið fullgert?

Glaumbær

Glaumbær – báturinn, sem var leiktæki á lóðinni er nú horfinn, kominn án samþykkis upp í Grafarvog.

Það er ekki gott að segja. Við erum að safna kröftum fyrir næsta sumar. Tími reyndist naumur í sumar, — og peningarnir voru búnir í bili. Allt fer fram úr áætlun. Sjóðurinn kom mjög skuldugur undan sumrinu, eftir allar framkvæmdirnar og reksturinn. Slíkar framkvæmdir sem þessar kosta ekki aðeins tugi heldur hundruð þúsunda. En það er brýn nauðsyn fyrir Hafnarfjörð að eiga svona heimili, og það verður æ kostnaðarsamara að leysa þetta vandamál með hverju ári, sem líður.
Því fyrr því betra. Með aðstoð Bjarna Snæbjörnssonar læknis fékk barnaheimilissjóður nú fyrir skömmu 60 þús. króna lán í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Getur hann því greitt niður mestu skuldirnar. Enn vantar mikið fé, enn er mikið ógert. Ættu bæjarbúar að efla barnaheimilssjóðinn. — Fjársöfnunin heldur áfram. Gjafir og áheit eru alltaf að berast til sjóðsins, eins og skýrslan í dagblöðunum sýnir.
Barnaheimilissjóður átti ekki krónu til í upphafi, en e.t.v. eru eignir hans 350 þús. króna virði. Svona hefur þetta gengið vel. Sjóðsstjórnin er þess fullviss, að bæjarbúar halda áfram að styrkja barnaheimilið í Glaumbæ. Hún gerir sér því vonir um að hægt verði að fullgera húsið fyrir næsta vor.

Hvað viltu svo að lokum segja um framtíð barnaheimllisins?

Glaumbær

Glaumbær – umhverfið var allt hið ævintýralegasta.

Ég er mjög bjartsýnn á framtíð þess. Í sjóðstjórninni er einhuga fólk, sem er ákveðið að fylgja þessu máli fast eftir og koma því heilu í höfn. Þetta hefur í rauninni allt gengið eftir áætlun. Samvinna félaganna er mjög heilladrjúgt og merkilegt spor. Árangur í svona starfi verður oft minni, þegar hver er að pukra í sínu horni, heldur en þegar dreifðir kraftar eru samstilltir og einlæg samvinna er höfð um framkvæmd mannúðarmála.
Ég vona, að barnaheimilissj. Hafnarfj. eigi eftir að vinna að lausn verkefna, sem miða að auknu öryggi og aukinni lífshamingju þeirra barna, er helzt þurfa á samhjálp og liðveizlu skilningsríka og góðra samborgara að halda.
Í stjórn barnaheimilissjóðs Hafnarfjarðar eiga sæti: Ólafur Einarsson, héraðslæknir, formaður, Hjörleifur Gunnarsson, gjaldkeri (Rauðakrossdeild Hafnarfj.), Árni Gunnlaugsson, Sigríður Sæland (barnaverndarnefnd Hafnarfj.), Jóhann Þorsteinsson, Ingibjörg Jónsdóttir (barnaverndarfélag Hafnarfj.), Björney Hallgrímsdóttir, Sólveig Eyjólfsdóttir (Kvenfélagið Hringurinn), Kristinn J. Magnússon og Vilbergur Júlíusson, kennari.“

Sjá einnig Glaumbær í Hraunum II.

Heimildir:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 4. tbl. 01.05.1957, Ávarp, bls. 4.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 8. tbl. 12.10.1957, Merkum áfanga náð í barnaverndarmálum – Barnaheimili í Glaumbæ bætir úr brýnni þörf, rætt við Vilberg Júlíusson, bls. 3.

Glaumbær

Glaumbær í dag – 2021; loftmynd. Grunnurinn af sumardvalarheimilinu stendur einn eftir.

Lambhagarétt

Gengið var frá Vatnsskarði og áleiðis umhverfis Kleifarvatn; um Sveifluháls, Hellutinda, Stapatinda, Miðdegishnúk (Hádegishnúk), gengið niður að Kaldrana, elstu minjum í ofanverðri Krýsuvík að talið er, austur með sunnanverðu vatninu ofan við Hvamma, undir Geithöfða, til norðurs vestan Gullbringu og yfir Hvammahraun með viðkomu í Gullbringuhelli.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Þá var gengið með vatninu undir Vatnshlíðinni, sem verður að teljast nokkuð óvenjulegur möguleiki. En skýring er þó á því, eins og flestu öðru. Þá var haldið vestur um Lambhaga, litið á rétt og athvarf smala fyrrum, og síðan gengið áfram eftir eyðinu milli Lambhagatjarnar og Kleifarvatns norðan þess, uns staðnæmst var við hellisskútann undir Hellunni. Fagurt útsýni var yfir Kleifarvatn alla gönguna. Á leiðinni var rifjaður upp ýmiss fróðleikur um vatnið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – dýpi.

Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli, a.m.k. ekki ofanjarðar. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, þannig að veiði (er) var um tíma ágæt. Sumir telja að besti veiðistaðurinn er syðst í vatninu þar sem heitt jarðvatn frá hverasvæðum sytrar út í vatnið, en reyndir veiðimenn vita að besti veiðistaðurinn er undan norðanverðu Hvannahrauni (Hvammahrauni) austan við vatnið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hveravolgrur.

Kleifarvatn er mjög kalt frá náttúrunnar hendi, en volgrur þessar skapa bleikjunni ákjósanleg skilyrði. Eldbrunnið og hrjóstrugt umhverfi vatnsins er bæði sérstakt og fagurt. Í jarskjálftunum 17. og 21. júní 2000 opnuðust sprungur á vatnsbotninum og vatnsborðið lækkaði verulega, en byrjaði að hækka aftur árið 2004.

Krýsuvíkurland sunnan Kleifarvatns tilheyrir landi Hafnarfjarðar, sem í rauninni er forgangssök því í vitund landvætta vorra tilheyrir það umdæmi Grindavíkur. Núverandi ráðstöfun er afleiðing klækja mannanna í valdastöðum þess tíma.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Umhverfisráðuneytið ákvað ekki alls fyrir löngu að veita Náttúrufræðistofu Kópavogs 300.000 kr. styrk vegna fyrirhugaðra lífríkisrannsókna á Kleifarvatni. Ástæðan er sú að Kleifarvatn er afskaplega áhugavert vatn. Það er mjög djúpt og tært, í því er verulegur jarðhiti, það er án afrennslis á yfirborði og í því geta orðið verulegar vatnsborðssveiflur. Þrátt fyrir þetta hafa litlar rannsóknir farið fram á lífríki þess og vistkerfi. Fróðlegt verður að skoða niðursstöðurnar þá og þegar þær liggja fyrir.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnsyfirborð 2000-2004 (Vatnamælingar Orkustofnunar).

Vatnið er (var og er þess á milli) þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 km2 og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97 m djúpt. Það hefur lítilsháttar aðrennsli en ekkert frárennsli nema gljúpan jarðveg. Jarðhitinn er einkum syðst í vatninu og einnig út af Innristapa.
Munnmæli herma að skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn og sést þar endrum og eins. Á það að hafa verið ormskrímsli, svart að lit og á við meðal stórhveli að stærð.

Sveifluháls

FERLIR á Sveifluhálsi 17. júní 2000.

Síðan í jarðskjálftanum mikla (þeir reyndust vera tveir) í júní 200 lækkaði vatnsborð Kleifarvatns um 4 metra. Sprungur í vatnsbotninum opnuðust í Suðurlandsskjálftanum sem svo var nefndur og olli auknum leka úr vatninu. Við lækkaði vatnsborðið og flatarmál Kleifarvatns minnkaði um 20% eða úr 10 km2 í 8 km2, og sandur og leir, sem áður var undir vatnsborðinu, varð nú á þurru. Tanginn norðan í vatninu, undan Lambhagatanga, kom upp úr undirdjúpunum og þurrgegnt varð með vatninu að norðaustanverðu.

Sveifluháls

Á Sveifluhálsi.

FERLIR var staddur á Sveifluhálsi er jarðskjálftarnir riðu yfir 17. júni 2000 með nokkurra mínútna millibili. Fyrst heyrðist vaxandi hvinur úr suðri og siðan má segja með sanni að Sveifluhálsinn hafi risið undir nafni; hann gekk í bylgjum líkt og um öldugang væri um að ræða. Í kjölfarið fylgdi annar og öflugri jarðskjálfti, beint undir fótum. Þá var eins og lamið væri með sleggju upp undir yfirborðið. Grjót hrundi úr nærliggjandi hlíðum í báðum tilvikum, en þegar einn félaganna horfði niður á skóna sína tók hann eftir að þeir voru hálfgrafnir í sendinn jarðveginn.
Síðastliðið hálft ár hefur vatnshæð Kleifarvatns verið nokkuð stöðugt, en hefur þó sveiflast með veðurfari að venju, hækkað við úrkomu, en lækkað í þurrkatíð.
Ef til vill er Kleifarvatn að ná jafnvægi við grunnvatni en of snemmt er að fyllyrða að ekki lækki meira í Kleifarvatni að sinni. Vatnsborð Kleifarvatns mun smám saman þéttast á ný með leir og öðru seti, og vatnsborððið hækka. Það mun þó taka Kleifarvatn ár eða áratugi að ná þeirri vatnshæð, sem var fyrir Suðurlandskjálftann í júní 2000.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Kleifarvatn liggur í djúpri dæld milli tveggja móbergshryggja í sprungustefnu landsins NA-SV. Við vatnsborðshæð 140 m y.s. er meðaldýpi þess 29,1 m, flatarmál Kleifarvatns 10 km2, sem fyrr sagði, og rúmmál þess er 290 Gl. Nú er vatnsborðshæðin 136,3 m y.s., flatarmálið er um 8 km2 og rúmmál þess hefur minnkað niður í um 255 Gl.
Aðrennsli í vatnið á yfirborði er nokkrir smá lækir að sunnanverðu. Auk þess rennur úr hlíðunum í kring í rigningu og er snjó leysir á vorin. Kleifarvatn er að öðru leyti afrennslislaust á yfirborði og gert hefur verið ráð fyrir að vatnsborðið falli saman við grunnvatnsflötinn í umhverfinu og sé háð sömu sveiflum og hann, en rannsaka þarf nánar tengsl þess við grunnvatn í nágrenninu. Kleifarvatn hefur um allnokkurt skeið verið notað sem úrkomumælir á suðvesturlandi. Mælirinn er (var) í litlu húsi vestan við vatnið, undir Hellunni.

Kaldrani

Kleifarvatn.

Kleifarvatn liggur í djúpri dæld milli tveggja móbergshryggja. Vatnsbotn Kleifarvatns hefur þéttst í áranna rás með leir og öðru seti. Lekt vatnsbotnsins var því minni en jarðlaganna í kring og því stóð vatnsborðið hærra en grunnvatnið. Þegar sprungur opnast í botni Kleifarvatns þá breytist lekt þ.e. viðnám jarðlaganna og vatnið hripar niður um sprungurnar. Smám saman nær Kleifarvatn á ný jafnvægi við grunnvatnið í kring, sem fyrr segir.
Af nálægum ummerkjum að dæma hefur Kleifarvatn einhverju sinni, jafnvel oftar en einu sinni, risið hærra en þekkist. Þegar grant er skoðað má lesa lækjarfarveg til suðurs frá vatninu. Fremst varð Nýjaland til með tilheyrandi afleiðingum fyrir hinn mikla dyngjugýg norðan Stóra-Lambafells. Farvegurinn hefur legið yfir núverandi Grænavatn og mótað landslagið allt niður á Krýsuvíkurberg.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Indjáninn.

Kleifarvatn er án afrennslis á yfirborði. Fyrir jarðskjálftana árið 2000 rann lækur úr vatninu norður í Lambhagatjörn og seig vatnið þaðan í gegnum móbergshryggina og hraunin til sjávar norður í Straumsvík. Sumarið 2000 opnaðist 20-40 cm víð sprunga við norðurenda vatnsins og þar streymir vatnið niður. Tvö hverasvæði hafa síðan komið í ljós suðurenda vatnsins og nú er manngengt í hella í Syðristapa sem áður voru í vatnsborðinu

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu eru nefnilega góðar aðstæður fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært svona 10-15 metrar og skyggnið breytist ekki líkt og það gerir í sjónum. Þess vegna geta kafarar nánast alltaf gengið að aðstæðum vísum. Þó bera að geta þess að í miklum vindum og þá sérstaklega í austanátt getur vatnið átt það til að gára og öldurnar verða þó nokkuð háar í slíkum aðstæðum. Gallinn við vatnið er sá að dýralíf í því er fábreytt. Þarna eru stangveiðar algengar en að sjá fiska undir ydirborðinu er sjaldgæfara. Köfurum finnst það því hálfpartinn skrítið að nokkuð veiðist þarna yfirleitt.
Eflaust er besti köfunarstaðurinn staðsettur við Indjánann en það er auðþekkjanlegur steinstapi sem stendur við Stefánshöfða. Indíáninn fer ekki á milli mála þegar komið er á staðinn því ef hann er grannt skoðaður má sjá andlitsmynd í honum sem svipar til indíána. Piltar á leið í Vinnuskólann í Krýsuvík um og eftir 1960 höfðu jafnan það að venju að reka upp indíánaöskur í rútunni þegar ekið var fram hjá steinstöpli þessum – svona til að minna á að nú væri komið að því að takast á við viðfangsefni sumarsins.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Botn vatnsins er sandbotn og þegar komið er u.þ.b 60 metra frá landi fer þessi botn að breytast í gróðursælan botn allt að brekkunni sem liggur niður á hyldýpi eða um 97 metrana, en hún er aurbrekka sem auðvelt er að þyrla upp.
Fræg skáldsaga ber nafn vatnsins. Kleifarvatn er áttunda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Bækur hans hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið þaulsætnar á mestöluslistum hér heima og erlendis á undanförnum árum og tvö ár í röð hlaut Arnaldur Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir Mýrina og Grafarþögn. Kleifarvatn gefur bestu bókum hans ekkert eftir. Hún fjallar m.a. um beinagrind, sem fannst í vatninu er lækkaði í því í kjölfar jarðskjálfta.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur.

Um Kleifarvatn gengu þó enn þá fleiri sögur. Árið 1755 sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni. 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

Kleifarvatn

Kleifarvatn að kvöldi.

Maður nokkur kvaðst oft, bæði einn og með öðrum, hafa séð hana og aðgætt vel því hún hefði oft verið uppi tvær mínútur. Hann bætti því líka við að menn og konur sem voru að vinnu við vatnið í stilltu veðri og sólbjörtu 1749 í ágústmánuði hefði allt séð þennan orm miklu betur en nokkrir aðrir áður þegar hann skaut sér upp úr vatninu og skreið upp á mjóan tanga eða nes og lá þar hér um bil tvo tíma uns hann fór aftur í vatnið. Fólkið þorði eigi að honum en flýði eigi heldur af því hann lá kyrr. Þó gat það eigi lýst hversu hann hreyfði sig frá og í vatnið, dróst saman og rétti úr sér á mis.

Stefánshöfði

Stefánshöfði – minningarskjöldur.

Stefán Stefánsson var kunnastur leiðsögumaður útlendra ferðamanna á landi hér. Hann gerþekkti landið af löngum ferðalögum á hestum hvert einasta sumar. Þó mun Krýsuvík hafa verið honum kærari en flestir aðrir staðir. Við Kleifarvatn hefur skjöldur verið felldur í klett til minningar um hann og höfði, áður Innristapi, verið nefndur eftir honum. Á þeim stað var ösku hans dreift út á vatnið að fyrirlagi hans sjálfs.
Kaldrani er talinn elstur bæja í Krýsuvík. Honum tengist þjóðsagan af Herdísi og Krýsu, sem gerð hefur verið góð skil í annarri leiðarlýsingu um svæðið sunnan og austan undir Stóru-Eldborg. Enn má sjá móta fyrir garðlagi og jafnvel tóftum undir lítilli hæð neðan við einn gíganna, sem þarna eru. Í þeim er friðlýsingarmerki Þjóðminjasafnsins.

Kleifarvatn

Ytristapi, öðru nafni Stefánshöfði.

Stefán Stefánsson sagði í skrifum sínum að “svo sem mörgum er kunnugt liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar, og þegar komið er sunnan við vatnið, virðist sem fjöll þessi nái saman við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Í landamerkjalýsingu er m.a. talað um Kleifina norðan við vatnið og virðist átt við kleif þá er gengur upp á Vatnshlíðarhornið, sbr. Kleifarhorn. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum, og skal því ekki farið út í þá sálma hér.
Sá hluti af Krýsuvíkurengjunum, sem lægst liggur og næst vatninu að sunnan, heitir Nýjaland (hið inna og fremra). Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir í senn undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammholtsins, skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og fremra, og kallast tangi sá Rif.

Hellan

Hellan vestan Kleifarvatns.

Vestan við Fremralandið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá, er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft. Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturengjunum og í Seltúnshverfunum, en smálindir koma þó í hann af Austurengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.

Nýjaland

Nýjaland.

Svo er landslagi háttað, að Fremralandið var miklu lengur slægt en hið innra, og nam sá tími einatt nokkrum sumrum. Mátti í góðu grasári heyja um sex hundruð hestburði á hvoru Nýjalandi, þegar vatnið var svo þorrið, að unnt var að slá þau bæði. Ekki er það fátítt, að stararstráin á Nýjalandi verði rúmlega álnarhá, því að oftast nær flæðir Ósinn yfir að vetraræagi, hvað sem vexti Kleifarvatns líður.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Hverir eru í vatninu, og sjást reykir nokkrir leggja upp úr því í logni, en á vetrum eru þar jafnan vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir vetrarsólstöður.
Þegar lítið var í vatninu, var jafnan “farið með því”, þá er sækja þurfti til Hafnarfjarðar. Lá sú leið eftir allri vesturströnd vatnsins, milli þess og Sveifluháls, þar sem seinna var gerður akvegur. Er sá vegur greiðfærari miklu og talsvert skemmri en sá að fara Ketilsstíg og síðan “með hlíðunum”.

Hellurhellir

Smiðjuhellir undir Hellunni.

Það mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina, 308 metra háa, sunnarlega í Vatnshlíðinni. Þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum, hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í Vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.
Leirhver mikil í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið, er þar varð haustið 1924 og olli landskjálftum nokkrum víða um Surðurland, er þar, sem áður var vatnshver lítill og hét Austurengjahver. Virðist svo, að leirhverinn megi og vel halda sama nafninu. Austurnegjahver, eða Stórihver, eins og hann er stundum nefndur, sést vel frá sunnanverðu Kleifarvatni.
Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum, og er hann eitthvert stærsta hverastæðið, sem til er í Krýsuvík, við Seltún. Endur fyrir löngu mun hafa þarna orðið sprengigos líkt því, er varð þá, er Austurnegjahver endurmagnaðist. Auðsætt er, að hverinn er á hrörnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahver muni ekki heldur verða neinn Ókólnir.
Vægar jarðhræringar voru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkurhverfinu og voru þær kallaðar hverakippir þar.”

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vegurinn undir Hellunni.

Árni Óla fjallar um nýja Krýsuvíkurveginn undir Hellunni. Þar segir hann m.a. að “hinn nýi vegur til Krýsuvíkur, sem nú er í smíðum, hefur vakið mikið umtal, og hefur fyrirtæki þetta að mestu sætt áfellisdómum. Er því einkum borið við, að vegagerð þessi verði vitleysislega dýr, en gagnið af henni óvíst.
Hér á Íslandi er vegagerð svo dýr, að nauðsyn er á að hver vegarspotti komi sem flestum að notum. En með þessu vegi virðist sú stefna þverbortin, því að þessi dýri vegur liggur um óbyggðir einar. Á allri leiðinni frá Hafnarfirði og austur í Selvog – um 50 km. – er engin byggð nema Herdísarvík. Frá Selvogi og inn í Ölfus er svo 20 km. Alls verður þá þessi nýja Suðurlandsbraut rúmir 70 km., eða snöggum mun lengri heldur en leiðin yfir Hellisheiði. En þetta á að verða vetrarvegur þegar Hellisheiði er ófær. Sumir hafa ekki mikla trú á því, að það sé miklum mun snjóléttara þarna suður í fjöllunum heldur en á Hellisheiði, og verður reynslan að skera úr því hvort réttara reynist.

Gullbringuhellir

Gullbringuhellir – bæli.

En hitt er öllum ljóst, að þetta verður dýrasta vegargerð hér á landi, þar sem ekki eru brýr á leiðinni. Í Vatnsskarðinu verður vegurinn að Keifarvatni lang dýrastur og örðugast að leggja hann. En þó voru örðuleikarnir ekkert á móts við það, sem tekur við, þegar farið er að leggja veginn meðfram vatninu að vestan.
Rétt innan við norðurlónið hefur verið reistur veitingaskáli, og það er fyrsta framkvæmdin í sambandi við Krýsuvíkurveginn. Þangað sækir fólk skemmtanir um helgar á sumrin, eða safnast þar saman til að skemmta sér. Þar við vatnsbotninn þrýtur hinn lagða veg.
En þar eru tjöld í brekkunum, og hafast þar við vegavinnumenn þeir, sem vinna að því að halda veginum áfram suður með vatninu. Taka þarna þegar við klettar við vatnið og gangur ekki á öðru en sprengingum. Er klettunum rutt niður í vatnið og hafðir fyrir undirstöðu vegarins. Þetta er erfitt verk og seinlegt, því að það er svo sem ekki að það sé almennilegt grjót þarna.
Vegurinn á fyrst að liggja undir klettunum suður í vikið fyrir norðan Stapann innri. Þarf hann að vera hár yfir vatnsborð það, sem nú er, ef duga skal. Er það að vísu ekki nema 3 km. Leið, en þarna er eitthvert hið argvítugasta vegarstæði, sem hugsast getur.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Innristapi.

Víðast hvar er hliðhalli og verður að höggva veginn niður í móberg og móhellur, annars staðar verður að hlaða hann upp margra mannhæða háan, svo að hann verður tilsýndar þegar búið er að hlaða grjóti utan að honum, líkastur brimbrjóti eða hafnargarði. Móhellan er ekki lambið að leika sér við. Hún virðist í fljótu bragði ósköp auðunnin þar sem hægt er að tálga hana með hníf og mylja hana undir fæti. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Þegar hún blotnar má hún heita óvinnandi. Það er svo sem sama hvaða verkfæri er þá beitt á hana. Það er eins og hún verði ólseig. Og þess vegna stendur móhellan í vegavinnumönnunum, þar sem grágrýti hefði ekki staðið þeim snúning.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Landnám 2002; Litla Grindavík numin.

Það er von að mörgum ofbjóði þessi dýra vegarlagning, Og það er hreint ekki von að mönnum geti skilist það, að samgönguerfiðleikar yfir “fjallir” á vetrum geti réttlætt það, að ráðist er í svo dýrt og tvísýnt fyrirtæki, sem þetta, allra helst þegar góður vetrarvegur er kominn yfir Mosfellsheiði og frá Þingvöllum niður í Grímsnes.”
Reyndar segir einnig af skrímsli í Kleifarvatni. 1755 sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni.

Gullbringa er nafn á “fjalli” austan við Kleifarvatn. Aðrir segja að það sé nafnið á hlíðinni að baki henni, enda er hún er jafnan roðagylt af kvöldsólinni þar sem hún gæist yfir og til hliðar við Miðdegishnúk á fögru sumarkvöldi. Gamla þjóðleiðin lá um Hvannahraun (Hvammahraun). Við hana er Gullbringuhellir, gott skjól í vondum veðrum. Í hellinum er flórað bæli.

Kleifarvatn

Vatnshlíðarhorn.

Í Vatnshlíðinni eru sérstakar jarðmyndanir, s.s. hraunfoss, sem “frosið” hefur efst í einu gili hennar svo undrum sætir. Undir Lambhaga er hlaðin rétt og hvíluskúti smalanna er þeir komu með féð af fjalli. Lambhagatjörni er sérstakt jarðfræðifyrirbæri, sem og skútinn undir hellunni. Hann er til kominn, líkt og skútinn bak við Indíánann, vegna ágangs vatnsins. Þeir, sem og aðrir skúta við norðanvert vatnið, eru ágætir vitnisburðir um fyrrum hærri vatnsstöðu þess, en skútarnir eru tilkomnir vegna ágangs vatns á móbergið til lengri tíma.
Skútinn undir Hellunni er brotabergskenndur, en þar mun Þorsteinn frá Hömrum við Húsatóftir haft smiðju um tíma. Smíðaði hann það fyrir vegavinnumenn og aðra það er þeir þurftu. Þá var skútinn um nokkurt skeið afdrep veghefilsstjóra, er unnu að því að bæta Krýsuvíkurveginn, enda ekki vanþörf á oft á tíðum.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 05 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.nat.is/
-http://www.reykjanes.is/
-http://www.os.is/
-http://www.natkop.is/
-Úr sunnudagsblaði Tímans 2. júlí 1967 – Stefán Stefánsson.
-Úr Sunnudagsblaði Tímans 25. júní 1967 – Stefán Stefánsson.
-Úr Landið mitt er fagurt og frítt – Árni Óla – 1944.
-Dulheimar 97.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – norðurljós.

Staðarborg

„Á manntalsþingi Vatnsleysustrandarhrepps 1961 var þinglesin eftirfarandi friðlýsing: – Í landi jarðarinnar Kálfatjarnar í Vatnsleysustrandarhreppi í Gullbringusýslu, eru samkvæmt lögum um verndun fornminja, dags. 16. nóv. 1907, skrásettar og friðaðar fornminjar þessar:

Staðarborg

Fjárborg, sem kölluð er Staðarborg í Vatnsleysustrandar-heiði, 2 – 3 km frá bænum að Kálfatjörn, í stefnu þaðan og á Dyngju [eyktamörk á Kálfatjörn: Sól yfir Dyngjum kl. 9, yfir Keili kl. 10 og yfir innri enda Fagradalsfjalls kl. 12]. Þetta kunngerist eigöndum og ábúöndum greindra jarðar nú og eftirleiðis. Ber eiganda að varðveita friðlýsingarskjal þetta og sjá um að ábúanda sé jafnan kunnugt um friðlýsinguna.- [Hafa ber í huga að enginn ábúandi er lengur á Kálfatjörn svo ábyrgð laganna hefur væntanlega flust yfir á kirkjuhaldarann eða golfvallahaldarann, sem svo mjög sóttist eftir landinu til afnota].
Einn góðviðrisdag í sumar fór ég að skoða borg þessa og fékk Erlend bónda á Kálfatjörn til þess að fylgja mér þangað. Þetta er mikið mannvirki og ber þess glöggt vitni að þar hefir handlaginn maður verið að  verki. Borgin er hringlaga og eru veggirnir eingöngu hlaðnir úr grjóti, valdir hleðslusteinar bæði í ytri og innri hleðslu, en tylt upp á milli með smágrjóti. Vegghæð er um 2 metrar og veggþyktin neðst er um 1 ½ metri, en 1 metri efst. Þvermál að innan er um 8 metra, ummál hringsins að innan um 23 metra, en 35 metra að utan. Efst slútir hleðslan að innan nokkuð, líkt og Staðarborgbyggingar-meistarinn hafi hugsað sér að hlaða borgina upp í topp, eins og hinar smærri fjárborgir, sem voru víða um land. Segir í Íslenskum þjóðháttum að fram á 19. öld hafi það víða verið siður á Suðurlandi, að ekki voru til hús yfir sauði, önnur en jötunlausar fjárborgir. Borgir þessar voru venjulega kringlótt byrgi, hlaðin í topp og gátu verið 6 álna háar eða meira. Stundum var þó reft yfir þær og voru veggir þá ekki nema svo sem 2 álna háir. Dyr voru svo lágar, að fé var aðeins gegnt um þær, og engin hurð fyrir þeim. Inn í þessar borgir var fénu ætlað að hörfa í hríðum og ilviðrum, og stóðu þær því oft langt frá bæjum.
Þessi borg var öðru vísi, nema hvað hún er hringlaga. Hún er svo miklu stærri en aðrar fjárborgir, að henni svipar helst til hrossaborganna, sem fyrrum voru í Eyjafirði og Skagafirði. Dyrnar voru þó upphaflega svo lágar og þröngvar, aðeins 1 metri á hæð, að af því sést að þetta hefir verið sauðfjárborg en ekki hrossaborg. Einu sinni hafði þó tryppi [aðrir segja kálf] skriðið þar inn með einhverjum hætti, en komst ekki út sjálfkrafa og mönnum tókst ekki heldur að koma því út fyrr en dyrnar voru hækkaðar og ná þær nú upp úr tóftinni. En tveir stóri steinar, sem notaðir höfðu verið sem árefti yfir dyrnar, eru þar enn til sýnis, annar fyrir utan tóftina, en hinn við liggur á Staðarborgtveimur steinum innst við vegg inni í tóftinni og er þar eins og setubekkur.
Hleðslan að innan er mjög vandvirknislega af hendi leyst. Hafa verið valdir í hana aflangir steinar, með sléttum fleti á endanum, sem snúa inn í borgina. Víða eru smásteinar eða steinflísar hafðar til að skorða steina og yfirleitt er hleðslan slétt og holulítil. Ytri hleðslan er með nokkuð öðrum hætti. Þar hefir sýnilega verið kappkostað að binda hleðsluna sem bezt, þannig að hver steinn styddi annan. Þessi hleðsla er því ekki jafn slétt og hin. Stærst er grjótið neðst og skagar undirstaðan sums staðar nokkuð út úr veggnum og virðist svo sem hleðslumaður hafi ekki gætt nákvæmlega hringlögunarinnar þegar hann lagði undirstöðuna, en rétt það af á næsta hleðslulagi.
Enginn veit nú hve gömul þessi borg er og það mun sennilega reynast erfitt að kveða nokkuð á um aldur hennar. Sjálf veitir hún litlar upplýsingar um það, því að ekki hefir byggingameistarinn haft fyrir því að klappa ártal á stein til minningar um það hvenær hún var hlaðin, nema ef vera skyldi að hann hefði klappað það á klöppina inni í borginni. Hafi svo verið þá sést nú ekki fyrir því, vegna þess að taðskán þekur alla klöppina og hefðir fyllt upp allar ójöfnur, svo að gólfið er eggslétt. Er það nú allt grasi gróið og er mjög vistlegt þarna inni, enda er sagt, að þegar Stefán Thorarnesen var prestur á Kálfatjörn, þá hafi hann stundum farið með fólk sitt á sunnudögum upp í borgina og veitt því þar súkkulaði. Af því má ætla að þá hafi fyrir nokkru verið hætt að hýsa fé í borginni, þvía ð tæplega hefði presti þótt þar aðlaðandi ef ber taðskán hefði verið að sitja á. Gólfið hefir verið gróið. Inni í borginni er skjól fyrir öllum áttum og Staðarborgþað hefir ekki verið amalegt að liggja þar í grænu grasinu og njóta sólarylsins, eða fara í leiki. Hefir þá sjálfsagt oft verið glatt á hjalla þarna.
Sumir munu nú ef til vill segja að einhverjar upplýsingar um aldur borgarinnar mætti fá með því að rannsaka hve þykk taðskánin er þar inni. En það er afar hæpið, enda þótt hægt væri að grafa upp hvenær hætt var að nota borgina. Menn vita ekert um hve margt fé hefir verið þarna að staðaldri á vetrum, og svo eru miklar líkur til að þarna sé ekki öll sú taðskán, sem safnast hefir í borginni. Það er einmitt mjög líklegt að stungið hafi verið út úr henni hvað eftir annað. Vatnsleysustrandarbúar hafa frá ómunatíð verið í hraki með eldivið, og því er líklegt að prestarnir á Kálfatjörn hafi notað sér það tað, sem safnaðist í borgina.
En annað aldurseinkenni væri ef til vill tryggara. Það er mosinn og skófirnar, sem sezt hafa utan á steinana í hleðslunni. Nú veit ég ekki hvort hægt er að ákveða um aldur skófa, með því að rannssaka þær, en leystar hafa þó verið ýmsar gátur, er ekki sýndust auðráðnari.
Stærð borgarinnar gefur nokkra vísbendingu um að hún sé gömul. Borgin er á landi Kálfatjarnar og heitir Staðarborg, kennd við kirkjustaðinn. Hún er reist handa fé prestins á Kálfatjörn. Fyrir ofan hana er lægð í heiðina og nefnist Lágar. Þar hefir alla jafna verið bezta beitilandið, síðan sögur fara af. Hún er því sýnilega reist í þeim tilgangi, að útigangsfé prestins gæti leitað þar skjóls, eða verið rekið þar inn á kvödlin. En þá sést líka, að sá sem bjó á Kálfatjörn um þær mundir, hefir verið vel fjáreigandi og átt margt útigöngufé, því að hægt mun að koma á annað hundrað fjár inn í borgina. Stærð borgarinar hefir auðvitað verið miðuð við það, hve margt fé þurfti að hýsa í henni. Menn voru ekki að byggja stærri skýli fyrir fé sitt en þeir þurft nauðsynlega.
StaðarstekkurUm 1700 var sá prestur að Kálfatjörn er Oddur Árnason hét. Sauðfjáreign hans var þessi (samkvæmt Jarðabokinni): 14 ær, 4 sauðir tvævetrir, 7 sauðir veturgamlir, 2 hrútar og 6 lömb. Ekki hefir hann þurft á hinni stóru fjárborg að halda.
Skúli Magnússon segir frá því, að á árunum 1750-1766 hafi verið mikill hugur í mönnum að auka sauðfjáreign sína og hafi tala ær og sauða í allri Kálfatjarnarsókn þá komist upp í 1200. Skiftist þessi fjáreign á 18 jarðir og verða þá 66 kindur að meðaltali á jörð. Árið 1703 voru til jafnaðar 30 kindur á hverri jörð og hefir þá ekki verið meðal fjárbú hjá prestinum að Kálfatjörn. En hann hafði þá þó fram yfir aðra, að hann átti beitiland í Keilisnesi og þar gekk fé sjálfala allan veturinn.
Árið 1756 lét Friðrik V. konungur stofna kynbótabú sauðfjár að Elliðavatni og voru sendir þangað hrútar af ensku kyni bæði frá Noregi og Svíþjóð. Gekk sú tilraun vel. En árið 1761 voru fluttir þangað hrútar frá Holtsetalandi og með þeim barst fjárkláðinn hingað og breiddist óðfluga út. Árið 1778 var allt fé í Gullbringu- og Kjósarsýslu skorið niður vegna kláðans. Menn reyndu þó að koma sér upp fjárstofni aftur, en þremur árum seinna (1781) voru þó ekki nema 180 ær og sauðir í allri Kálfatjarnarsókn. Síðan hefir enginn prestur að Kálfatjörn átt svo margt fé, að hann hefði þurft að láta hlaða hina stóru borg, enda eru til munnmæli um það frá því um 1800 hvernig borgin hefði verið gerð.
PrestsvarðaÞessi munnmæli segja að maður sem Guðmundur hét hafi hlaðið borgina fyrir Kálfatjanarprest. Dró hann grjót víða að, enda eru þarna víða krosssprungnar klappir, þar sem gott var að fá hleðslusteina. Guðmundur byrjaði á því að raða grjótinu í langar raðir á holtið, þar sem borgin stendur og valdi svo úr þá steina, sem honum líkaði bezt að hafa í vegginn á hverjum stað. Er þetta til sannindamerkis um það hve vandvirkur og verkhygginn hann hefir verið, enda ber borgin þess vitni enn í dag. Guðmundur ætlaði að hlaða borgina upp í topp og var byrjaður á því að láta innvegginn hlaðast á sig. En prestur komst að þessu og harðbannaði honum það. Mun presti hafa litist það allt of mikið verk að hlaða þessa stóru borg upp í topp, enda hefði hún hlotið að verða geisihá með því móti og miklu tilkomumeira hús en sjálf kirkjan að Kálfatjörn. Guðmundur reiddist þessu svo að hann hljóp frá verkinu þar sem hann var kominn og fór frá presti.
Af þessu, sem nú hefir verið sagt, má sjá að mestar líkur benda til þess að leita verið nokkuð aftur í aldir ef ákveða skal aldur borgarinnar. Það verður að byrja á því að leita að þeim presti, er var svo fjármargur, að hann þurfti á svona stórri fjárborg að halda. Sá prestur hefur ekki verið þar seinustu 250 árin. Er því rétt að telja borgina til fornminja. Og sjálfsgat var að friða hana, enda þótt hún kunni að vera yngri en líkur benda til. Hún á það skilið vegna þess hve hún er merkilegt mannvirki.
Lyng við StaðarborgSkúli landfógeti segir í sóknarlýsingu sinni að Strandarheiði sé “eitthvað hið bezta land til sauðfjárræktar, það er eg hef séð á Íslandi.” Og telur það vera fjórar mílur á lengd og tvær á breidd, eða 8 fermílur. Í sóknarlýsingu Péturs Jónssonar 1840 er ekki kveðið jafn ríkt að orði, en þó segir þar að sums staðar í heiðinni sé sæmilegir hagar.
Nokkrar aðrar fjárborgir eru í nágrenni Staðarborgarinnar, bæði skráðar og óskráðar. Og um alla ofanverða heiðina eru rústir af gömlum seljum og bendir það til þess að fyrr á öldum hafi landbúnaður verið allmikill á þessum slóðum. Þar eru sel kennd við vissa bæi, svo sem Flekkuvíkursel, Auðnasel og Knarrarnessel. Flekkuvíkursel lagðist ekki niður fyrr en um 1870, en þá höfðu öll hin selin verið aflögð fyrir löngu.

Staðarborg

Staðarborg.

Erlendur á Kálfatjörm er glöggur maður og mjög athugull. Hann sýndi mér hvernig eins og háttaði um þegar upp í heiðina dró, hvað gróður var miklu minni og beir berangur næst bæjunum. Þar segir enn til sín lyngrifið og mosatekjan fyrrum. Þó er þar allt að gróa upp nú. Hann sýndi mér stóra fláka, sem höfðu verið blásin leirflög fyrir nokkrum árum, en voru nú að safna gróðri. Fyrst kemur geldingahnappurinn og festir rætur á víð og dreif. Við rætur hans myndast smáir töðutoppar og svo kemur lyngið og tekur sér bústað þar. Er þess þá skammt að bíða að toddarnir stækki óðum og renni saman í samfelldar gróðurbreiður. Þar sem hraun er, hefir grámosinn einnig numið land að nýju, og þar fer eins, í skjóli hans festir annar gróður rætur.“
Ýmsar aðrar fornminjar tengdir Staðarborginni má efna, s.s. Prestsvörðuna ofan Kálfatjarnar og Staðarstekkinn, skammt norðnorðvestan borgarinnar.

Heimild:
-Lesb. MBL, sunnudagur 20. júní 1952 – Árni Óla, bls. 357-360.

Stad

Árnahellir

 Að þessu sinni var gengið mót fyrri gönguleið um Undirhlíðar, þ.e. frá Kaldárseli í Ingvarslund (Skólalund) í Undirhlíðum.
Gamla þjóðleiðin um Undirhlíðar frá KaldárseliForvitnilegt er að skoða leifar hins gamla Kaldársels, vestan og sunnan við núverandi skála KFUMogK. Flaggstönginni var stungið nyrst í tóftirnar og hleðslur úr þeim notaðar til að hlaða með henni (sem nú er gróið yfir). Ytri mörk selsins eru svo sunnan við húsið. Eina tóft má þó enn sjá á sunnanverðum bakka Kaldár. „Kaldársel (sjá meira hér) tilheyrði Garðakirkju á Álftanesi. Leiguliðar Garðaklerka nýttu selið til 1842 þegar ábúandinn á Hvaleyri tók selið á leigu 1866. Búseta var reynd í Kaldárseli 1867-1886 og 1906-1908. Hafnarfjarðarbær keypti hluta Garðakirkjulands, þ.á.m. Kaldársel, árið 1912. K.F.U.M kom þar upp sumarbúðum fyrir börn 1925 og hafa verið þar allar götur síðan.“ Á þessum tímamótum hefðu frumkvöðlar safnaðarstarfsins mátt vera svolítið víðsýnni. Setbergsbóndinn hafði áður keypt húsakostinn í Kaldárseli og notað hann undir það síðasta sem skjól fyrir smala og ferðamenn. Lýsingar eru til frá þessum tíma af ástandi húsanna. Ef einhver, sem seinna kom þar að, hefði haft hinn minnsta áhuga á öðru en æskulýðnum (sem þó og þá var góðra gjalda vert), t.a.m. tóftunum með mögulega varðveislu þeirra að markmiði, hefði hinn sá sami afmarkað selstöðuna og byggt hinn nýja skála litlu fjær, enda plássið gnægt. Fyrsti skáli K.F.U.M. í Kaldáseli var lítill, en stækkaði ört, m.a. vegna stuðnings Hafnarfjarðarbæjar. Fulltrúar hans virtust fjarri vitund um mikilvægi hinna gömlu mannvirkja, sem þarna höfðu verið.
Kaldá var grimm að þessu sinni, meinaði yfirferð þurrfætlinga um hið forna Kaldárvað. Vaðið var því sniðgengið, þ.e. gengið framhjá ánni neðanverðri þar sem hún rann niður á neðri hraunlög. Síðan var sléttu Kaldárhrauninu fylgt upp á hina gömlu þjóðleið milli Kaldárssels og Undirhlíða. Hraunið er helluhraun og er talið að það hafi runnið um 950 úr Tvíbollagígum í Grindaskörðum. Af loftmyndum má vel sjá hvar hraunið hefur fyllt lægðina vestan Helgafells og myndað Helgafellshraun og síðan runnið niður um Kýrskarð þar sem það myndaði Kaldárhraun.
Kýrskarð - loftmyndFylgt var svonefndum Undirhlíðavegi (-leið), hinni gömlu þjóðleið millum Hafnarfjarðar (Kaldársels) og Krýsuvíkur. Gatan sést vel í fyrstu þar sem hún er mörkuð í klöppina, en síðan fylgir hún hlíðinni með gróningum og mölbornu helluhrauni.
Undirhlíðarnar eru um 7 km hæðrahryggur úr bólstrabergi, sem nær frá Kaldárbotnum að Vatnsskarði (Markraka). Kaldárhnúkar syðri eru nyrstu hæðirnar á Undirhlíðum, einnig nefndir Undirhlíðahnúkar. Þegar Undirhlíðunum er fylgt til suðurs er fljótlega komið í Kúadal, hvamm þar sem kýr seinni tíma ábúenda í Kaldárseli var haldið til haga.
Kýrskarðið er hrauntröðin norðaustan við Múla, þann er skagar lengst út frá Undirhlíðunum framundan. Framan við hann, við gönguleiðina, er Árnahellir, kenndur við Árna Gíslason frá Brekkubæ í Hafnarfirði. Handan við Múla er Litli-Skógarhvammur (Litli-Hríshvammur), kjarri vaxinn hliðarhvammur sem var girtur af 1934. Í Litla-Skógarhvammi er Skólalundur, skólareitur þar sem börn hófu gróðursetningu sama ár. Ingvarslundur er eldra nafn á Skólalundi. Þar er nú minnisvarði um Ingvar Gunnarsson, fyrsta formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Nú hefur verið komið fyrir hinni ágætustu aðstöðu til nestissnæðingar í lundinum. Með í för var maður, sem eitt sinn var ungur. Á þeim árum tók hann þátt í að planta trjám á svæðinu. Nú voru trén orðin tífalt hærri en hann.

Aðstaðan í Skólalundi

„Kúadalur og Litli-Skógarhvammur í Undirhlíðum tilheyrðu beitilandi Garðakirkju og leiguliða kirkjunnar um aldir, en landið koms í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar 1912. Haglendið var illa farið af hrístöku, beit og uppblæstri 1926 er skógræktarstjóri vakti athygli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á að tímabært væri að girða nokkra skógi vaxna runna í Undirhlíðum og friða skóglendið. Málið fór fyrir girðinganefnd bæjarins sem ákvað að láta girða gróskumesta skógarhvamminn. Birkið og víðitrén áttu í vök að verjast þegar Ingvar Gunnarsson kennari plantaði fyrstu barrtrjánum ofarlega í Litla-Skógarhvammi 1930. Framtakið leiddi til þess að nemendur Barnaskóal Hafnarfjarðar hófu reglulega gróðursetningu í Skólalundi undir stjórn Ingvars 1934. Þeir aðilar sem áttu að annast viðhald allra girðinga í upplandinu hortu lítt um að halda skógræktargirðingunni í horfini. Þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar tók við Undirhlíðareitnum var fyrsta verkið að girða Skólalund. Girðingin var stækkuð 1961 í norðaustur fyrir Kúadal að Syðri-Kaldárhnúkum, lúpínu var sáð í örfoka landið og hafist var handa við að klæða það skógi. Sitkagreni í Skóalundi er þau hæstu í Undirhlíðum. Aðrar tegundir dafna agætlega, s.s. sitkabastarður, rauðgreni, blágreni, stafafura, fjallafura, bergfura og fjallaþinur auk birki og víðikjarrs. Kúadalsgirðingin var fjarlægð 2005 og Útivistarskógur í Undirhlíðum opnaður í ágúst 2006 í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Hafnarfjarðar“.
Hafa ber í huga að þótt hér hafi verið komið upp hinni ágætustu aðstöðu fyrir gangandi þurfa þeir hinir sömu að muna vel eftir því að ganga vel um svæðið, hlífa viðkvæmum gróðri og alls ekki skilja ekki eftir sig rusl.

Hluti hins forna Kaldársels

Árni Óla skrifaði grein í Lesbók MBl 15. sept. 1957 undir heitinu „Um hraun og hálsa“. Þar fjallar hann m.a. um Kaldársel og nágrenni: „Í sumar fór ég ásamt Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra um nágrenni Hafnarfjarðar, til þess að sjá þá breytingu, sem þar er að verða á… Við ókum suður í Kaldársel. Þar er úfið hraun og berar og blásnar hlíðar. Skógarnir sem þar voru áður, eru gjörsamlega horfnir. Við gengum þaðan suður með Undirhlíðum. Þar kom Skógræktarfélag Hafnarfjarðar upp skógræktargirðingu fyrir nokkrum árum. Voru þar þá enn nokkrar skógarleifar í brekkunum og var þeim bjargað á þennan hátt. en þar hefir fleira gerzt.
Þegar brekkurnar blöstu við okkur, voru þær fagurbláar tilsýndar, allt frá jafnsléttu og upp á brúnir. Ég spurði Hákon hvernig stæði á þessum bláa lit.
-Þarna vex blágresi, sagði hann, síbreiða af því alls staðar milli skógarrunnanna. en líttu á brekkurnar hér um kring utan girðingar. þar sést ekki neitt einasta blágresi. Hvenig heldurðu að standi á því?
Ég gat ekki gizkað á það.
-Þetta er hið einfaldasta og augljósasta dæmi um þau spell unnin af jarðabótum þar og þess vegna sýnir þessi blettur ljóst hvernig fer þegar ágangi sauðfjár er af létt. Þar er allt að gróa af sjálfu sér og blágresið hefir numið þar land.-“
Í Lesbók Mbl 1. sept. 1946 hafði Árni Óla ritað grein „Um hraun og hálsa“. Þar er m.a. tekið hús á Kaldárseli og lýsir leiðum þaðan, m.a. upp í Brennisteinsfjöll. Sú grein verður e.t.v. efni í aðra innskotsumfjöllun síðar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Skilti við Skólalund frá SH
-Árni Óla, Lesbók Mbl 15. sept. 1957, bls. 457-459.

Minnisvarði um Ingvar Gunnarsson í Litla-Skógarhvammi

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn ber nafn af Þorláki Þórhallssyni hinum helga sem var biskup í Skálholti 1178-1193. Jörðin mun snemma hafa komist í eign Skálholtsstóls en var seld árið 1785. Þorlákshöfn var í eigu einstaklinga til ársins 1934 en þá keypti Kaupfélag Árnesinga hana. Árnes- og Rangárvallasýslur keyptu Þorlákshöfn árið 1946 og áttu til ársins 1971 þegar Ölfushreppur eignaðis jörðina og hefur átt síðan. Sandgræðslan hóf uppgræðslu í Þorlákshafnarlandi árið 1935 og lagðist þá sauðfjárbúskapur af að mestu en búið var með kýr þar til ársins 1951.
HlíðarendiSjór var sóttur frá Þorlákshöfn svo lengi sem heimildir greina. Lending fyrir áraskip var þar betri en annars staðar við suðurströndina og gengu þaðan á fjórða tug skipa þegar mest var. Vertíðin hófst í febrúar og stóð til lokadags 11. maí. Síðast á 19. öld og í upphafi hinnar 20 var mikið um að vera í Þorlákshöfn, blómleg útgerð, landbúnaður og verslun. Í árslok 1915 voru íbúar í Þorlákshöfn 31 og 31 áraskip gert út þaðan næstu vertíð. Í áhöfnum voru 458 manns þannig að þá var ólgandi mannlíf þar og sjóbúðir út um allt. Ungum körlum þótti mannsbragur af því að fá skipsrúm í Þorlákshöfn.
Eftir það fór mjög að halla undan fæti, skipum fækkaði og vertíðina 1934 var aðeins einn vélbátur gerður út frá Þorlákshöfn. Árnaskipin voru öll horfin af vettvangi um 1930. Kaupfélag Árnesinga hóf markvissa uppbyggingu í Þorlákshöfn árið 1934. Byggt var fiskvinnsluhús svo ekki þurfti lengur að gera að undir berum himni. Mótorbátum fjölgaði og urðu þeir flestir 12 vertíðina 1940. Með stríðsárunum og umsvifum hersins bauðst mikil atvinna annarsstaðar. Útgerð lagðist því af í Þorlákshöfn eftir vertíðina 1941.

Úr Selvogi

Á stríðsárunum var lítið um að vera í Þorlákshöfn og aðeins einn ráðsmaður þar með lögheimili. Framkvæmdir hófust aftur árið 1946, þangað var gert sæmilega bílfært og hafnargerð hafin að nýju.
Árið 1950 hófst öflug útgerð í Þorlákshöfn á vegum Meitilins hf. sem stofnaður var árið áður. Á lokadaginn 11. maí 1950 lagðist 700 lesta skip, Maiken frá Bergen, að nýrri framlengingu Suðurvararbryggju og lestaði saltfisk. Í árslok 1950 voru aðeins 4 einstaklingar skráðir með lögheimili í Þorlákshöfn en ári síðar voru fyrstu fjölskyldurnar skráðar þar og alls voru þá 14 íbúar í Þorlákshöfn hinni nýju. Íbúar voru 170 árið 1960 og 523 árið 1970.
Mikil fjölgun varð á 8. áratugnum einkum eftir eldgosið í Heimaey. Íbúar Þorlákshafnar voru 1Þorlákshöfn 1968010 árið 1980 og 1333 þann 1. des. 2000. Með vaxandi byggð hófst félagslíf og ýmis þjónusta.
Í nóvemberlok 1956 byrjaði barnakennsla, börnin voru 9 og kennari Kristján skáld frá Djúpalæk. Bygging skólahúss hófst 1960 og Þorlákshöfn varð sjálfstætt skólahverfi með barnaskóla árið 1962. Fyrsti skólastjórinn var Gunnar Markússon.
Stjórnsýsla sveitarfélagsins fluttist til Þorlákshafnar árið 1970 og fyrsti sveitarstjórinn Svanur Kristjánsson var ráðinn.
Þrátt fyrir að í Þorlákshöfn hafi verið til mörg af húsum frá fyrrnefndu tímabili var þeim flestum eytt vegna skammsýni, Nú eru hins vegar uppi hugmyndir um að endurreisa einhver þeirra. M.a. hefur Brunnurinn verið gerður upp og er nú aðgengilegur.
Árið 1979 var hitaveita lögð frá Bakka í Ölfusi svo og bygging kirkju hafin og var hún vígð 1985. Sundlaug var tekin í notkun árið 1981 og stórt íþróttahús árið 1991. Kirkjurnar í Þorlákshöfn, Hjalla í Ölfusi og Strönd í Selvogi urðu sérstakt prestakall árið 1991 og séra Svavar Stefánsson fyrsti prestur þess. Árið 2000 var tekið í notkun nýtt menningar- og stjórnsýsluhús að Hafnarbergi 1. Auk bæjarskrifstofunnar eru þar veislu- og fundarsalir Versalir, bókasafn, félagsmiðstöðin Svítan og fleira.

Heimild m.a.:
-http://www.olfus.is/Default.aspx?ObjectId=1|2&id=164&p=1&idx=7

Þorlákshöfn 1968

Þorlákshöfn 1968.