Básar

Í sunnanverðri Háleyjabungu, ofan Háleyja á sunnanverðum Reykjanesskaga, milli Krossavíkur (Krossavík/Krossvík) og Sandvíkur, milli Grindavíkur og Reykjaness, er tóft. Hún er um 180×420 að innanmáli, hagalega hlaðin úr grjóti. Í dag er tóftin að mestu leyti fallin saman, en þó mótar enn fyrir rýminu og útlínum hennar. Dyr eru mót suðri. Elstu menn muna eftir því að gluggar voru á vestur- og austurvegg, en þeir eru nú vegggrónir.
haleyjar-toft-2014Vestan við tóftina er Krossavíkur, sem fyrr sagði. Vestan hennar er Krossavíkurberg innan við Krika. Í heimildum er þess getið að Garðakirkja á Álftanesi hafi átt rekaítök í Garðabás við Grindavík. Ef Garðar hafa átt þennan bás þá hlýtur það hafa verið vegna reka því ekki hafa þeir þurft á fisknum að halda því það er það eina sem þeir eiga heima fyrir, meira segja segir í jarðabókinni 1703; „útræði hið besta meðan fiskur var í Hafnarfirði. Rekavon í minsta lagi og nær engin..“!
Að sögn Helga Gamalíelssonar, fæddur á Stað árið 1947, kannaðist hann við örnefnin Básar (Hrófabás og Sölvabás) vestan Staðarbergs. Svæðið þar fyrir vestan væri honum minna kunnugt vegna fjarlægðar frá bænum. Þó fór hann oftlega um Básana og man vel eftir bátsflaki einu ofan Krossavíkur. Honum þætti ekki ólíklegt að kirkjan hafi nytjað rekann á þessu svæði allt frá tímum Skálholts og þangað til það færðist undir kirkjujörðina á Stað. Tóftin á Háleyjum væri það vel gert mannvirki að ekki væri ólíklegt að kirkjan hafi látið byggja hana á þessum stað og þá að öllum líkindum sem nytjastað, t.d. til að vinna rekaviðinn, sem þarna var drjúgur fyrrum. Innan við Háleyjar er gott bátalægi í sunnan og suðaustanstrengjum, en lendingin þar er slæm. Í fjörunni fann FERLIR, eftir lýsingu Helga, leifar af bátnum Helga frá Vestmannaeyjum (sjá http://ferlir.is/?id=4173).
krossavikurVið skoðun á tóftinni kom í ljós að nýlega hafði verið grafið í hana, þ.e. skurður inn um dyrna, þvert yfir gólfið og að útveggnum að norðanverðu. Hver það gerði er ekki vitað því ekki virðist liggja fyrir skýrsla um rannsóknina.

Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags árið 1903 segir Brynjúlfur Jónsson eftirfarandi um tóftina á Háleyjum: „Á Krossvíkum er ekkert  örnefni á landi, sem bent geti á, að kross hafi staðið þar eftir að hraun var runnið yfir. Liggur því beint við að hugsa sér, að áður en hraunið rann, hafi þar staðið kross, en staðurinn sem hann stóð á, sé hrauni hulinn. Krossinn gerir ráð fyrir mönnum í nánd, — til hvers skyldi hann annars hafa verið reistur? — og bendir það til bygðar eða að minsta kosti til mannaferða. Nú er undantekning ef menn koma þar. Enn má nefna »Háleyjar« (eða Háleygjarr). Það er ágætur lendingarstaður, skamt vestur frá Krossvíkum, en á landi er þar hraun eitt og ekkert einkennilegt. Aðeins er þar ofurlítil rúst eftir sjóbúð, sem bygð var seint á 18. öld. Þá gjörði Grindvíkingur einn, er
krossavikur-21Jón hét bæ í Vatnsfelli, þar sem nú er bær vitavarðar, og hafði útræði frá Háleyjum. En það er langt frá Vatnsfelli, og gat hann ekki sótt sjó að heiman. Því bygði hann búðina. En honum reyndist ókleyft að lifa af þessu nýbýli sínu, og fór þaðan aftur eftir 2 ár. Síðan hefir Háleyjalending eigi verið notuð. Af hverju nafnið »Háleyjar« sé komið, get eg ekki vel hugsað mér. Þar eru engar eyjar; og þó svo væri, þá væri fyrri hluti nafnsins: »hál-« óskiljanlegur fyrir því. Helzt sýnist mér vit í að gera ráð fyrir, að »háleyskir« menn hafi sezt þar að í fornöld, og aðsetur þeirra verið kent við þá t. a. m. Háleygjabær (eins og Gaulverjabær), en svo hafi niðurlagi nafnsins verið slept, þegar bærinn (eða hvað það var nú) var ekki lengur til. En ekki er til neins að fara lengra út í þetta mál“.

Um framangreint má gera eftirfarandi athugasemdir; a) hraunið ofan við Krossvíkur rann um fimm þúsund árum fyrir landnám, b) í Háleyjum hefur varla verið góður lendingarstaður fyrir smábáta (stórgrýtt fjara) og vandfarin innsigling, c) Háleyjar eru austan við Krossvíkur, en ekki vestan, og d) ekkert bendir til annars en að sagan af „Jóni bónda á Vatnsfelli“ sé einber þjóðsaga því engar heimildir eru til um að búið hafi verið á Vatnsfelli áður en nýr bær vitavarðar var byggður þar árið 1878. Brynjúlfur segir jafnframt frá því í þessari frásögn sinni að byggð ku hafa verið ofan Krossavíkurbergs ([H]Rafnkelsstaðabergs) frá landnámi, en það er líkt með þeirri sögu og sögunni um „Jón bónda“, hvorki heimildir né minjar styðja þá lýsingu. Þá er hvergi í  næagrenninu að finna neinar leifar fiskvinnslu fyrrum, s.s. garða, þurrkbyrgi o.fl.
FERLIR hafði áður þaulleitað svæðið, en ekki enn fundið nein ummerki þessa (utan hlaðins skjóls í Skálafelli, sem er af öðrum toga).

krossaviku-25

Í Ægi árið 1916 kemur framangreint svæði m.a. í hrakningalýsingum sama árs, en hvergi er þó getið um tóftina, sem þá hefði átt að vera hið ágætasta skjól sjómönnum er lentu þar í sjávarháska og björguðust: „Hann mun verða mörgum Grindvíkingum minnisstæður föstudagurinn fyrsti i einmánuði (24. mars) 1916…
…Þorkötlustaðaskipunum hinum og einu úr Járngerðarstaðahverfi tókst að ná Staðarhverfi; engin hinna náðu landi fyrir austan Staðarberg og urðu þvi að leita lendingu á Víkunum og lánaðist það flestum, sem náðu best, lentu þar sem heitir Jögunarklettur (»Kletturinn«), og þau næstu nokkuru utar (vestar), þar sem heitir á Háleyjum (gömul verstöð?), og farnaðist þeim öllum vel, því að mönnum tókst að bjarga þeim með heilu og höldnu undan sjó, enda var þar mannafli nógur þegar fyrstu skipin voru lent. Þetta gerðist á fjórða tímanum. Tvö skip til, sem ætluðu að ná Háleyjum, en höfðu fatlast, urðu að lenda upp á von og óvon þar sem heitir á Krossvíkum og undir Hrafnkelsstaðabergi, austan á Reykjanestá, og brotnuðu í spón, af því að þar er stórgrýtt mjög og súgur var nokkur orðinn þar við land, en enginn maður meiddist.
krossavikur-28Eitt skip enn af þeim, sem ætluðu að ná Háleyjum, en braut eina ár, náði ekki lendingu austan við Skarfasetur (Reykjanestána eystri), en hleypti upp á líf og dauða upp í urðarbás einn vestan við Skarfasetur. Í sama bili og skipið steytti, skall yflr ólag, sem kastaði því flötu og skolaði 8 mönnum útbyrðis, en formaðurinn og annar maður til gátu haldið sér föstum og gengið þurrum fótum á land þegar út sogaði, en hinum öllum hafði sjórinn skolað upp ómeiddum, og mátti það heita furðulegt, en skipið brotnaði í spón. — Ef til vill hafa menn sloppið svo vel hjá öllum meiðslum og slysum undir þessum erfiðu kringumstæðum, af því að Grindvikingar eru
alvanir að bjarga sér í brotalá og illum lendingum.“

Í framangreindri lýsingu er getið um „gamla verstöð?“ með spurningarmerki, sem virðist mjög eðlilegt því þá höfðu menn ekki annað fyrir sér um slíka en þjóðsöguna um „Jón bónda“ á Vatnsfelli. Hins vegar er gaman að geta þess að vitavarðahúsið við Reykjanesvita er jafnan í heimildum sagt verða á Bæjarfelli, sem er ekki rétt. Það er á Vatnsfelli, en hóllinn sunnan þess (vegarins) heitir Bæjarfell. Undir því er niðurgengur brunnur (gerður 1878) og útihús vitavarðarins sem og túngarðar.

haleyjar-toft-2014-2

Í svonefndum Básum eru nokkrir rekabásar; austast eru Sölvabásar á Staðarbergi, Hrófabásar ofan við Brimketilinn, tvær ónefndar ofan við Sandvík, ein ofan við Háleyjar og ein, sú vestasta, ofan Krossavíkur (austan Krossavíkurbjargs). Auk búðarinnar/- nytjastaðarins utan í Háleyjarbungu má sjá leifar af föllnu húsi ofan rekabássins í Krossavíkum. Telja má líklegt að þar hafi verið nytjaaðstaða fyrrum. Það er staðurinn, sem Helgi Gam. telur líklegast að svonefndur Garðabás gæti hafa verið forðum.

Í örnefnalýsingu fyrir Stað segir m.a. um þetta svæði:
„Vestan við Klettinn er Sandvík. Niður í báðar víkurnar, Mölvík og Sandvík, er hægt að aka á bíl.- Skálholtsstaður átti fyrrum allan reka í Sandvík.
Gísli Brynjólfsson segir, að í Sandvík sé „talið, að hafi verið verbúð, jafnvel tvær, fyrir eina tíð, enda má þetta kallast ein af fáum „byggilegum“ stöðum á þessum auðnarslóðum.“
Sandvik-hledslurHvorki S.V.G né Á.V. kannast við að hafa heyrt talað um byggð í Sandvík.
Vestur af Sandvíkinni liggur lágur klettarani þar sem sjórinn hefur sorfið hvilftir og skot inn í bergið. Þar heita Sandvíkurbásar. Utan við þá hækkar bergið og heitir nú Háleyjaberg. Frammi við sjóinn er bergið 20-30 metra hátt og undir því stórgrýtt fjaran, Háleyjakampur. Út með honum, skáhallt frá landi, í suðvestur, gengur Háleyjahlein fram í sjó. Er hún um 400 metra langur klettahryggur. Dýpst er rétt innan við hleinina og ef farið er nógu nærri henni eru þarna góð lendingarskilyrði í sæmilega kyrrum sjó. Bungubreið dyngja skammt norður frá berginu nefnist Háleyjahæð. Er hún kúpumyndað eldfjall með stórum gíg í toppnum. -Allt svæðið, Háleyjahæð, Háleyjaberg, Háleyjakampur og Háleyjahlein, er einu nafni nefnt Háleyjar. Talið er, að á Háleyjum hafi fyrrum verið útræði. Til þess benda m.a. kofarústir framarlega á Háleyjabungu“.

Vestan við Háleyjahæð er smálægð. Framan við hana er Krossvíkin, en utar tekur við Krossvíkurberg, sem einnig er nefnt Hrafnkelsstaðaberg. (Ath.: í frb. var það oft haft Hrakkelsstaðaberg). Bendir nafnið til að þarna hafi einhvern tímann verið bær“.

Tóftin á Háleyjum er og hefur verið tilefni til vangaveltna um nokkurt skeið, bæði um tilefni hennar og notkun, en ekki síst um tilefni og niðurstöðu þeirrar rannsóknar, sem þar mun hafa átt sér stað nýlega.
Gunnar S. Valdimarsson vakti athygli FERLIRs á eftirfarandi: „Þar má benda á, þar sem þið haldið fram að engar heimildir séu til um neinn „Jón á Vatnsfelli“, að í inngangi Jóns Eiríkssonar að ferðabók Ólafs Ólavíusar (1. bindi, Rvk 1964) er getið um nýbýli á „eyðibýlinu Vatnsfelli í Gullbringusýslu“ á bls. 14. Þar kemur einnig fram að byggjendurnir hafi fengið verðlaun fyrir verkið, þar sem það var í samræmi við nýbýlatilskipunina frá 1776. Verðlaunin voru veitt árið 1778 og skv. Jóni Eiríkssyni birtist tilkynning um það í alþingisbókum en í tilvísuninni í ferðabókinni eru byggjendur reyndar ekki nafngreindir. Sé gert ráð fyrir að hér sé um Vatnsfell við Reykjanesvita að ræða kynni að vera meira til í sögu Brynjúlfs Jónssonar um Jón á Vatnsfelli en þið gefið í skyn. Ef annað býli með því nafni er í Gullbringusýslu er mér ókunnugt um það og bið þá forláts.“

Heimildir:
-Ægir, 9. árg. 1916, bls. 97-98
-Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið eftir Brynjúlf Jónsson – 18. árg. 1903, bls. 44.
-Örnefnalýsing fyrir Stað – Stofn lýsingar þessarar er í „Örnefni í Staðarlandi“, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði og eru á bls. 25-34 í bók hans: Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók. Einnig eru fleiri upplýsingar fengnar úr þeirri bók. Heimildir Gísla hafa verið frásagnir kunnugra manna og örnefnalýsing Staðar eftir Ara Gíslason, þótt ekki geti Gísli þess. Lýsing Ara er geymd á Örnefnastofnun og er einnig höfð hliðsjón af henni við gerð þessarar lýsingar. Heimildarmenn Ara voru: Gamalíel Jónsson, bóndi á Stað (d. 1964), Guðsteinn Einarsson, hreppstjóri í Grindavík og Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.
-Helgi Gamalíelsson frá Stað – fæddur 1947.

Háleyjar

Háleyjar – loftmynd.

 

Gjásel

Haldið var inn á og upp Vogaheiði með það fyrir augum að skoða og rissa upp selin, sem þar eru sunnan Knarrarnessels.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Nýjaselsballi (af sumum í seinni tíð nefndur Níelsbjalli) liggur út úr efstu tveimur Snorrastaðatjörnunum til norðurs. Bjallinn er nokkuð langt grágrýtisholt, sem sker sig svolítið úr umhverfinu, og því í rauninni ekki eiginlegur bjalli. Hann dregur nafn sitt af litlu seli, sem staðið hefur rétt norðaustan við bjallann. Þar eru tóftir af Nýjaseli og kúra þær í lægð undir lágum gjárvegg, sem snýr til norðurs. Þegar farið er um Skógfellaveginn er selstæðið skammt austan við götuna. Á efri gjárbarminum þarna rétt við selið eru þrjár „hundaþúfur“ með stuttu millibili. Selið hefur tilheyrt bændum í Vogum og líklega byggst eftir að selstaða lagðist af ofar í heiðinni eða þá að þarna hafi eingöngu verið kúasel. Rétt norður af selinu eru grasgefnir hólar, sem gætu heitið Selhólar, en heimildir eru til um það örnefni á þessum slóðum.
Í Nýjaseli eru þrjár tóftir. Miðtófin er þremur rýmum og er sennilega hluti hennar stekkur eða kví. Tóftirnar sunnan og norðan við hana eru eitt rými hvor, nokkurn veginn jafn stórar. Þarna eru því dæmigerðar selstóftir frá fyrri tíð. Þær eru fremur litlar, en á skjólgóðum stað undir lágum hamrabakkanum, ekki svo langt frá norðurenda Snorrastaðatjarna. Aðskildar tóftirnar, og hversu lítil húsin eru, benda til þess að þara hafi verið kúasel, sem fyrr segir.
Snorrastaðasel er norðvestan tjarnanna. Ein heimild er til um selið sem segir að það hafi verið frá bæjum í Vogum. Í því eru einnig þrjár kofatóftir. Selið er einnig nálægt byggð og við vatn er bendir til að í þeim hafi eingöngu verið hafðar kýr. Tóftirnar voru ekki heimsóttar að þessu sinni, en verða rissaðar upp fljótlega.
Huldugjá er næsta gjá ofan við Nýjaselsbjalla. Huldur nefnast svæðið milli Hrafnagjár, sem er næst Reykjanesbrautinni að ofanverðu, og Huldugjár. Tvær skýringar hafa verið gefnar á nafninu. Önnur er sú að vegna þess að Huldur er jarðsig milli Hrafnagjár og Huldugjár (gjáveggirnir snúa andspænis hvor öðrum) er allt á „huldu“ um það sem fjær er, Hitt er þó líklegra að nafnið Huldur komi til af því að austast á svæðinu eru margar litlar, en djúpar sprungur, sem geta verið varasamar ef snjór liggur yfir og því er unnt að tala um „huldar hættur“ á þessum slóðum.
Á Huldugjárbarmi er Pétursborg, fyrrum sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni, bónda þar (1839-1904), en hann er sagður hafa hlaðið borgina. Hún er sporöskjulöguð og austurveggurinn er hrauninn að mestu. Lengd borgarinnar er 6-7 m, breidd 4-5 m, veggþykkt um 50 cm, hæð um 180 cm og dyr snúa í suðaustur. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Fjárhústóftirnar eru enn nokkuð greinilegar. Grjót hefur verið í útveggjum og sést það vel ó tóftunum. Hleðslurnar gefa vel stærð húsanna til kynna sem og legu þeirra. Efsta tóftin er ofan við borgina og snýr dyraopi til suðausturs. Austasta tóftin snýr dyraopi til suðvesturs og miðtóftin, milli hennar og borgarinnar, virðist hafa snúið dyrum til suðausturs. Allnokkur gróðureyðing er þarna, en tóftarsvæðið hefur haldið sér nokkurn veginn vegna tóftanna.

Norðaustur og upp af Pétursborg, en rétt neðan Litlu-Aragjár, er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru nokkuð heillegar hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu, sem liggur gegnum einn hólinn. Þarna hefur ólíklega verið sel, enda engar húsarústir sjáanlegar – eða hvað?
Ef vel er að gáð má sjá að þarna gæti hafa verið selstaða um skamman tíma. Hleðslurnar benda til stekks og að öllum líkindum hefur sprungan verið notuð sem skjól, hlaðið til endana og reft yfir. Ólíklegt má telja að selið hafi verið notað um langt skeið.
Næsta gjá fyrir ofan Litlu-Aragjá er Stóra-Aragjá. Þarna er bergveggurinn hæstur. Nefnist hann Arahnúkur. Hann sést vel af Vogastapa og víðar. Undir Arahnúk er Arahnúkssel eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel, en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðrinn eyddist.
Arahnúkaselstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn. Þar má sjá tíu kofatóftir ásamt kví. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið og líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir. Stór varða er á gjárbarminum skammt sunnan við selið og önnur minni (og nýrri) skammt austar.
Tóftirnar geyma fimm hús með átta til tíu kofa tóftum, sem fyrr segir. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna, sem er nokkurn veginn í beina línu undir veggnum. Eitt húsanna, tvískipt, stendur þá framar, lengra frá veggnum. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór og er líklegt að hann hafi verið samnýttur. Svo er að sjá að þrjú hólf hafi verið í honum, auk safnhólfsins.

Hlöðunessel

Hlöðunessel – uppdráttur ÓSÁ.

Í bergveggnum á Arahnúk er hrafnsóðal og þar er sem uppgangan er á hnúkinn er Araselsgrenið. Svo virðist sem refurinn lifi þar enn góðu lífi því rjúpufiður á á víð og dreif ofan gjárinnar.
Vogheiði heitir svæðið einu nafni ofan Voga allt frá Gamla-Keflavíkurveginum upp úr og inn að landamörkum grannjarðanna. Vogaholtið er hins vegar á austurmörkum þess.
Í því er Jóhannesarvarða, er vestur undir Holtsgjá, aðeins norðan við austur frá Brandsgjá en v-n-v Vogasels. Í raun er Jóhannesarvarða á milli Arahnjúkssels og Vogasels. Varðan stendur hátt utan í litlum, en háum, klapparhól. Það eina sem vitað er um Jóhannesarvörðu er að þar hefði maður orðið úti.
Utan í Vogaholtinu að norðaustanverðu er Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel. Þar má sjá þrjár gamalgrónar tóftir og eina nýlega rétt fyrir ofan uppblásna kvos sem heitir Vogaselsdalur. Í Jarðabókinni 1703 segir að þarna hafi Stóru- og Minni-Vogar í seli. Ekkert vatnsból hefur fundist við Gamla-Vogasel. Norður af selinu er Vogaselsdalsgrenið og inn í „dalnum“ eru þrjú greni sem heita Dalsbotnsgrenin.

Tóftirnar á neðra svæðinu, í jaðri Vogaselsdals, sem nú er að verða jarðvegseyðingunni að bráð, mótar fyrir einu húsi með tveimur rýmum, auk þess það þriðja virðist óljóst austan þess. Þarna er greinilega um mjög gamlar tóftir að ræða, enda að mestu orðnar jarðlægar.
Efri tóftirnar, ofar í holtinu til suðausturs, geyma hús á þremur stöðum. Það nyrsta er tvískipt. Miðhúsið er byggt að hluta til í hól og er erfitt að greina útlínur þess svo vel sé. Efsta tóftin er fast undir háum kletti. Mikið er gróið í kringum hana og er ekki ólíklegt að húsið hafi verið stærra, en virðist. Austan efstu tóftarinnar er hlaðinn tvískiptur stekkur og sést lega hans vel.
Norðan við Gamla-Vogasel er Brunnastaðsel undir Brunnastaðaselsgjá. Um 15. mín. gangur er milli seljanna. Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan ogs unnan selsins, en það hefur ekki fundist enn svo óyggjandi sé.

Nýjasel

Nýjasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr (frá Reykjanesbæ til Voga). Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst bygðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir, en aðeins norðar og neðar á grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni er lítil kví, óskemmd með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltartíma.
Tóftirnar undir hlíðinni, næst gjánni geyma þrjú hús. Tvö þeirra eru tvískipt og virðist kví vera við suðurenda þess efra. Milli þessara húsa er hús með einu rými. Vestan vestasta hússins er stekkur. Ytri tóftirnar eru tvískipt hús og þriðja rýmið er hlaðið reglulega úr grjóti aftan (norðan) við húsið. Lítill hóll er norðaustan við tóftirnar og er hlaðið gerði eða kví vestan undir honum, í skjóli fyrir austanáttinni.
Enn má sjá talsvert grjót í innveggjum húsanna í Brunnastaðaseli. Veggir standa yfirleitt vel og eru u.þ.b. 120 cm á hæð. Kvíin í gjánni er heilleg og hefur varðveist vel.
Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið. Milli Brunnastaðasels og Gamla-Vogasels er Markhóll, sem skiptir löndum Brunnastaða og Voga. Um tvo hóla er að ræða. Sennilega er sá efri (með vörðu á) endamörk, en sá neðri hinn eiginlegi Markhóll. Neðan hans er Markhólsgrenið.
Í Brúnum ofan og austan við Brunnastaðasel er Hemphóll eða Hemphólar, en þar áður fyrr áður smalar úr Brunnastaðahverfi um leið og skipt var í leitir. Hemphóllinn er mjög áberandi séður frá Kúagerði og á honum er varða. Heimild frá Grindavík segir hólinn heita Stóruvörðu. Sagt er að prestar Kálfatjarnarsóknar og Staðarsóknar í Grindavík hafi átt sameiginlega hempu og að hún hafi verið sótt á hólinn fyrir messu á hvorum stað og vegna þess sé nafnið Hemphóll tilkomið. Hemphólsvatnsstæðið er lítill mýrarpollur rétt austur af hólnum.

Pétursborg

Pétursborg – uppdráttur ÓSÁ.

Brunnastaðaselsgjá er efsta gjáin, sem eitthvað kveður að í heiðinni og liggur hún í sveig langt inn úr. Nokkuð inn með gjánni frá Brunnastaðaseli og neðan hennar er Hlöðuneskinn, en aðeins ein heimild er til um þetta örnefni (Jarðabókin 1703). Hlöðuneskinn er nokkuð brött brekka eða brekkur, sem liggja frá gjánni til norðurs og eru þar sundurgrafnar af moldargiljum, sem myndast hafa við framrás vatns.
Undir Hlöðuneskinn í lægð mót austri standa leifar Gamla-Hlöðunessels eða Hlöðunessels. Þar eru tvær gamlar tóftir, en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem er mikil þarna. Í Jarðabókinni 1703 segir að selið í Hlöðuneskinn sé aflagt vegna vatnsskorts. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við selið.
Vestari tóftin virðist hafa verið óskipt hús, sem bendir til þess að hún sé mjög gömul. Austan hennar, samsíða, er tvískiptur stekkur, nokkuð stór.
Enn má sjá móta fyrir grjóthleðslum þátt þær séu nú vel grónar og næstum jarðlægar, líkt og húsatóftin.
Neðan af Vatnsleysustrandarheiði sést vel til Gjásels, austan og sunnan við Knarrarnessel. Síðarnefnda selið er ofan við Klifgjá, en hið fyrrnefnda kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá, stundum nefnd Gjárselsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ haft var í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðasels.

Vogasel

Vogasel – uppdráttur ÓSÁ.

Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn, en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs, en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu.
Tóftir húsanna standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum, sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu, en jarðskjálftar á fyrri hluta síðustu aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum. Ein heikmild telur líklegt að selin umhverfis Gjásel hafi haft afnot af vatnsbólinu þar en áður fyrr hefur líklega verið vatnsstæði við hvert sel eða tiltölulega stutt frá þeim þó svo þau séu svo til vatnslaus nú.

Um er að ræða fjögur hús í selinu og stekk skammt sunnar. Hann er orðinn nokkuð óljós, en tóftirnar hafa varðveist vel. Húsin er öll í einni röð undir gjárveggnum, sem fyrr segir. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni.

Arahnúkasel

Arahnúkasel – uppdráttur ÓSÁ.

Sjá má grjót í innveggjum. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg þegar komið er að henni neðanfrá. Gjáselið er eitt hið fallegasta í heiðinni.
Gjáselsgjá og eins og aðrar gjár í heiðinni opnast þessi og lokast á víxl. Suðvestar er Holtsgjá, sem tengist að einhverju leyti Gjáselsgjá. Frá Gjáseli sést vel yfir til Knarrarnessels norðar í heiðinni.
Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring. Hún sæist ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana. Um aldamótin 1900 hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson.
Í rauninni ætti óvant göngufólk ekki að fara eitt um Vogaheiðina – allra síst að vetrarlagi er snjór þekur jörð – því víða leynast sprungur og djúpar gjár opinberast oft skyndilega framundan, án minnsta fyrirvara. Það er a.m.k. mikilvægt að vera vel vakandi á göngum á þessu svæði. Þarna eru augun mikilvægasta skilningavitið.
Frábært veður. Fuglasöngur í heiði. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.

Brunnastadassel-202

Brunnastaðasel.

 

Hafnarfjörður

„Um aldamótin 1900 byggði framfærsla flestra sem bjuggu í námunda Hafnfijarðar á sjósókn og búskap. Allt framundir seinustu áratugi 18. aldar reru menn til fiskjar á opnum bátum, en Bjarni Sívertsen hafði gert út þilskip frá Hafnarfirði á velmektarárum sínum rétt eftir 1800 en hann lést 1833. Um 1860 bjuggu 343 menn við Hafnarfjörð og fór fjölgandi því 1884 var íbúatalan komin upp í 450 manns, þegar með voru taldir þeir sem bjuggu á bújörðum í Álftaneshreppi. Á kaupstaðarlóðunum við Hafnarfjörð bjuggu þá 200 manns sem störfuðu að mestu við verslun, enda voru reknar fimm verslanir í Hafnarfirði; fjórar innlendar og ein í eign útlends manns. Það var Knudtzons verslun.

Akurgerði

Sveitaverslun var mikil við Hafnarfjörð eins og hún hafði verið stunduð um langt árabil. Bændur og búalið austan úr Selvogi, Ölfusi og Flóanum áttu einkum viðskipti við hafnfirska kaupmenn að ógleymdum Álftnesingum. Aðal samgönguæð sveitafólksins var Selvogsgatan, sem liggur yfir Selvogsheiði við Heiðina há, um Grindaskörð, með Setbergshlíð, um Öldur og norður í fjarðarbotninn, þar sem verslanirnar fimm stóðu í röðum á malarkömpunum.

Fjárkláði geisaði á landinu um miðja 19. öld og var fé skorið niður haustið 1875 svo sauðlaust var í suðurhreppum Gullbringusýslu. Þegar aflaleysi bæt

tist við lá við miklu hallæri í Álftaneshreppi, sem annarsstaðar við Faxaflóa. Ástandið var mun betra í sveitum landsins; á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi. Landsstjórnin veitti lán til þeirra sem áttu allt sitt undir fisknum og 1877 var efnt til almennra samskota í öðrum héruðum og landsfjórðungum til hjálpar þeim sem bjargþrota voru.

HrísburðurÁgangur franskra fiskimanna hér á Faxaflóa þótti með öllu óþolandi þegar hallæri þetta gekk yfir eins og lesa má í Þjóðólfi 23. apríl 1877. Þar segir m.a.: „Óðar en fiskur leitar úr djúpi upp á grunnmiðin, safnast þeir með tugum skipa á sjálfa þá bletti, þar sem net vor liggja, draga netin í hnúta, hindra aflabrögðin, skemma netin eða glata þeim með öllu.”

Brennisteinn-221Í þessari ótíð kom skoski efnafræðingurinn W.G. Spence Paterson líkt og frelsandi engill, er hann hóf brennisteins-útflutning frá Hafnarfirði 1878. Bróðir hans Thomas George Paterson hafði tekið námurnar í Brennisteinsfjöllum og Krýsuvík á leigu til 50 ára og fengu margir Hafnfirðingar vinnu við námagröft og flutning brennisteinsins.  Greidd var 1 króna fyrir hestburðinn af brennisteini sem fluttur var frá Grindaskörðum að vöruhúsi bræðranna við Hamarskotsmöl. Þetta útflutningsævintýri tók skyndilegan enda 1885, þegar íslenskur brennisteinn varð að lúta í lægra haldi fyrir ó

dýrari brennisteini frá auðugum námum á Sikiley.

Á sama tíma varð fiskbrestur við Faxaflóa og allt vestur til Ísafjarðardjúps og jafnvel norðvestanlands. Hæsti hlutur yfir vetrarvertíðina gerði samtals 200 fiska, mestmegnis ýsu og smáseiði, segir í fréttum árið 1884. Betur fiskaðist sumsstaðar á Austfjörðum og tóku margir sig upp og fluttu þangað. Þótti þetta skjóta nokkuð skökku við þar sem norðlenskir, austfirskir og sunnlenskir vinnumenn og bændasynir höfðu sótt sjóróðra í vestöðvarnar við Faxaflóa um aldaskeið – en nú var öldin önnur.

vegagerd-221Í Hafnarfirði og öðrum þorpum við Faxaflóa bjuggu tómthúsmenn í þurrabúðum sínum og gátu ekki treyst á sjálfsþurftar-búskap eins og til sveita. Þeir lifðu á því sem sjórinn gaf. Atvinnan var stopul og ótrygg og leituðu margir austur eða norður í sveitirnar eftir atvinnu. Á sumrin var kaupavinnan trygg en á vetrum var haldið í verið. Um aldamótin 1900 var kaupamannskaup 12 krónur um vikuna eins og sagt var, sem greiða mátti í 2 fjórðungum smjörs, eða vættarkind, en svo kallaðist tveggja vetra sauður eða geld ær. Þegar fiskvinnu var að hafa gaf hún 12 og ½ eyri um tímann. Fátækt var landlæg í þorpinu Hafnarfirði, enda mátti segja að atvinnulaust hafi verið alla vetur, þó stundum væri hægt að snapa sér vinnu við kolauppskipun.

Það leit ekki vel út með atvinnu í Hafnarfirði í upphafi 20. aldar. Menn óttuðust frekari hallæri, fiskleysi og atvinnuskort. Á veturna stóðu menn undir göflum og höfðu lítið annað við að vera en að ræða málin eða slúðra, eins og það var kallað, á meðan konurnar sinntu heimilisstörfum og öðrum nauðsynjaverkum. Erlendum ferðamönnum sem lögðu til landsins þótti þetta sérkennilegt háttalag og til er teikning eins þeirra frá seinni hluta 18. aldar sem sýnir menn híma undir húsgafli. Á þessum tíma varð til Gaflara nafngiftin sem hefur verið haldið á lofti í Hafnarfirði.

Coot-221Það varð talsverður viðsnúningur þegar breskur maður Mr. Ward hóf að gera út botnvörpuskip til fiskveiða frá Hafnarfirði vorið 1899. Hann leigði land við strandlengjuna norðan Hafnarfjarðar til að verka aflann, en þar áttu fleiri breskir þegnar eftir að starfa að fiskverkun. Í fyrstu veiðiferð sinni, sem tók rúma tvo sólarhringa, fékk botnvörpuskip Wards ágætan afla sem samanstóð af þorski og ýsu og töldust vera 7000 fiskar samtals. Til samanburðar má rifja það upp að árið 1884 var hluturinn eftir vetrarvertíðina 200 fiskar á mann. Þetta var því margfaldur vertíðarhlutur eftir aðeins tvo sólarhringa.

Fyrsti íslenski togarinn Coot, kom til Hafnarfjarðar árið 1905. Með tilkomu mótorskipa og togskipa jókst þörfin á vandaðri hafskipabryggju í Hafnarfirði, sem smíðuð 1913 og var talin sú fyrsta á landinu, þó fyrir væri bryggja í Viðey. Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1. júní 1908 var atvinnulífið í örum vexti. Fyrst og fremst var byggt á fiskveiðum, fiskverkun, verslun og þjónustu við sjávarútveginn.  

Það má geta þess að Hafnfirðingar þurftu sáralítið að sækja til Reykjavíkur eða annarra byggðalaga á þessum tíma nema brýn nauðsyn bæri til. Hinsvegar áttu reykvísk ungmenni stundum leið til Hafnarfjarðar til að sækja skemmtanir í Gúttó og margir sóttu sér aukna menntun í Flensborgarskóla. Alþingi veitti gagnfræðaskólanum Flensborg fjárstyrk 1892 til að koma upp kennslumenntunarvísi, en Kennaraskólinn í Reykjavík tók við þessari kennslu haustið 1908.

thorgardsdysLeiðin milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur var löngum illfær. Fara þurfti eftir krókóttum og dimmum hraunvegi þegar komið var nær Hafnarfirði og torfærur voru ekki minni yfir Arnarnesmýri þó farið væri með sjónum. Lækir á leiðinni gátu verið erfiðir farartálmar þegar vöxtur hljóp í þá. Árið 1892 ritaði Jón Þórarinsson skólastjóri Flensborgarskóla blaðagrein og kvartaði yfir því að ekki væri komin brú á Fossvogslæk. Nokkrum árum áður hafði Kópavogslækur verið brúaður eftir að þrír unglingar drukknuðu í honum að vetrarlagi. Það kom einnig fyrir að menn urðu úti í vetrarveðrum á þessari leið því þar voru aðeins þrír bæir Kópavogur, Arnarnes og Hraunsholt. 

Þrátt fyrir einangrun Hafnarfjarðar vegna erfiðra samgangna var bærinn með nokkuð alþjóðlegu sniði. Samgöngur á sjó voru mun greiðari og danska var töluð daglega í verslunum og á sunnudögum var töluð danska eða norska á betri heimilum. Sagan segir að stundum hafi málið sem fólk í Hafnarfirði talaði verið hálfgerður blendingur. Kerling ein sem þóttist vera að tala dönsku varð mjög móðguð þegar henni var sagt að þetta væri ekki danska heldur hafnfirska.

Hafnarfjordur-221Nokkrir Hafnfirðingar kunnu hrafl í ensku og forframaðir menn sem starfað höfðu á hollenskum, þýskum, enskum og norskum kaupskipum gátu bjargað sér á fleiri málum. Erlendir útgerðarmenn gerðu út frá Hafnarfirði allt til ársins 1929 og því nauðsynlegt að kunna eitthvað fyrir sér í málum þeirra. Þegar bílaöldin gekk í garð var einangrun bæjarins endanlega rofin og hægt að skjótast yfir hálsa til Reykjavíkur þegar fólki sýndist. Þá styttist leiðin til Reykjavíkur, en þrátt fyrir miklar framfarir í vegamálum er leiðin frá Reykjavík til Hafnarfjarðar alltaf jafn löng og virðist ekkert styttast.

Þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi voru íbúarnir orðnir 1469 talsins og þá hófst fyrir alvöru uppbygging bæjarins í hrauninu. Útgerð stóð með miklum blóma eftir að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar tók til starfa 1930. Fiskvinnsla og útgerð áttu mikinn þátt í vexti byggðarinnar allt þar til Bæjarútgerðin var lögð niður og skipin seld. Nokkur útgerðarfyrirtæki voru starfrækt um tíma eftir það en það fjaraði undan þeim.“

Heimild:
-Jónatan Garðarson.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.

Grensdalur

FERLIR berast á hverjum degi jákvæð viðbrögð frá áhugasömu fólki um skrif á vefsíðunni um einstaka staði eða einstakar minjar á Reykjanesskaganum.
Dæmi um slíka umfjöllun er t.a.m. um Grensdal (Grændal). -Dagbjartur Grensdalur-113Sigursteinsson, sem leiddi FERLIR m.a að flugvélaflaki norðan undir Skálafelli  sendi FERLIR t.a.m. eftirfarandi: „Það er alltaf gaman að lesa og skoða það sem þið eruð að fást við. Ég var að lesa um Grensdalinn eða eins og hann er nú kallaður Grændalur. Þegar ég var strákur að alast upp í Hveragerði var hann aldrei kallaður annað en Grensdalur og þá heyrpi ég að nafngiftin væri tilkomin af tófugreni sem þar hefði löngum verið og er sú tilgáta ekki verri en hver önnur því margur er nú dalurinn grænni en þessi. Til eru einhversstaðar gamlar sagnir um samnefndan bæ í dalnum eða dalsmynninu fljótlega eftir landnám og heyrt hef ég að Grens nafnið mundi komið úr fornírsku og þýddi eitthvað sem liggur vel við sól. Finnst rétt að halda í gamlar nafngiftir ef hægt er. Bið forláts á framhleypninni.“

Grensdalur-114

FERLIR svaraði og viðbrögð Dagbjarts voru: „Blessaður og þökk fyrir síðast (labbið áleiðis að Ansonvélinni í Hverahlíðinni – aftur. Ég var einhvern tímann að grúska í gamalli byggð í Ölvusi og hafði þá skrifað „Grensdalsvellir“ fornbýli í Grensdal athugist síðar,  það var víst aldrei gert, þetta var í einhverri bók eða gömlum skræðum sen ég man ekki lengur hverjar voru. Þessa nafns er getið víðar, til dæmis í Riti Fornleifanefndar ríkisins 2008-9 (Stekkatún eða Grensdalsvellir). Ég hitti fyrir nokkru gamlan kunningja úr Ölfusinu, Þorstein Jónsson á Þóroddsstöðum sem fæddur er þar 1930 og hefur alltaf átt þar heima. Ég fór að spyrja hann um C64 vélina sem þið voruð að leita að 3 km. suðvestur af Núpafjallinu og átti að hafa farist 1944. Hann sagði þetta hljóta að vera einhverja vitlausa staðsetningu hjá þeim amerísku. 

Grensdalur-115

Þessi staðsetning væri svo stutt frá bænum sínum og áhugi 14 ára stráks á svona málum svo mikill að þetta gæti ekki hafa farið fram hjá sér þá. Hann sagðist svo mikið vera búinn að þvælast um þessar slóðir á sínum rúmlega 80 árum að það væri óhugsandi að hann hefði ekki gengið fram á þetta.“
Í Náttúruminjaskrá má lesa eftirfarandi um Grændal: „Grændalur og Reykjadalur liggja upp af Hveragerði. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð. Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. Á svæðinu eru góðar opnur sem eru mikilvægar til rannsókna og fræðslu. Einkennandi eru lækjarsitrur sem seitla niður hlíðar dalsins. Þær eru sérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja til um lífríki hveranna.“

Grensdalur-101

Samkvæmt örnefnaskrá Reykjakots er Stekkatún grónar brekkur austan í litlu gili. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti sem enn megi sjá leifar af. Til eru frásagnir um að á þessu svæði hafi verið býlið Grændalsvellir en það hafi verið komið í eyði árið 1703. Leifar Grændalsvalla hafa aldrei fundist en sú tilgáta hefur verið uppi að Stekkatún og Grændalsvellir séu sami staðurinn. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir að Grændalsvellir hafi verið hjáleiga frá Reykjum. Þar hófst búskapur í lok 17. aldar en stóð aðeins í fjögur ár. Eftir að jörðin fór í eyði var hún notuð fyrir Stekkatún frá Reykjakoti. Landskuld af hjáleigunni var 40 álnir en leigukúgildi ekkert. Í Jarðabókinni segir að ekki sé hægt að taka upp búskap á jörðinni að nýju nema jörðinni til skaða. Í fornleifaskráningu af svæðinu segir m.a.: „Sunnan úr Dalfelli gengur rani sem liggur með fram Grændalsá í um 50 – 100 m fjarlægð frá ánni. Raninn mjókkar mikið í endann. Ofan á rananum er grasi vaxinn bali en bæði norðan og sunnan megin eru brattar brekkur út af rananum, um 5 – 10 m háar. Fremst á rananum þar sem hann er því sem næst láréttur eru þrjár tóftir. Engin þessara tófta né aðrar á svæðinu líkist bæjarhúsatóftum svo hafi bær einhvern tíma staðið á Stekkatúni þá eru rústir hans horfnar. Löng og mjó tóft liggur fremst á rananum. Vesturendi hennar og hluti suðurhliðar er horfinn en við tekur snarbrött brekka. Tóftin er algerlega vaxin grasi. Brekkan er grasi vaxin svo ekki sér í rof og virðist því langt síðan brotnaði af tóftinni. Hún er 9,6m x 6,4m að stærð, liggur NA-SV, op í SV. Vegghæð er mest 40 cm. Um 1,7 m norðaustar er önnur tóft (nr. 743), ferhyrnt, 6,8m x 5,1m að stærð og liggur NA-SV.

Grensdalur-116

Engin inngangur er greinanlegur en greina má hvilt í miðju tóftarinnar. Hún er mjög grasi gróin. Um 2m NV er þriðja tóftin (nr. 744). Hún er 6,8m x 6,8m að stærð, nánast hringlaga. Enginn inngangur er greinanlegur. Tóftin virðist yngri en hinar tvær, t.d. er vegghæð hennar nokkuð meiri eða 1m og greina má steinahleðslu að innanverðu. Um 28,6m í NA er fjórða tóftin (nr. 745), 13,6m x 7,6m að stærð og liggur NNA-SSV. Eitt hólf og með inngangur á SSV-hlið. Tóftin er grasi gróin en greina má steinhleðslur í veggjum að innanverðu. Vegghæð um 0,8-1m. Um 10,6m SAA er fimmta tóftin (nr. 746). Hún er 11,4m x 7,5m að stærð, liggur sem næst N-S. Inngangur hefur verið vestan megin á langhlið. Tóftin er grasi gróin en greina má steinahleðslur í veggjum að innanverðu. Vegghæð 0,8-1m. Tóftirnar tvær í brekkunni eru tengdar saman með garðlagi (nr. 747). Garðlagið er 12m á lengd og um 3m á breidd. Vegghæð um 10-30cm. Er vaxin grasi en þó sér í grjót. Á garðlaginu er viknilbeygja.“
 Umhverfið sem tóftirnar standa í er mjög fallegt. Grasi gróin rani meðfram Grændalsá þaðan sem útsýni er yfir árnar, Grændalsá og Hengladalaá, vellina sunnan ánna og upp á Hellisheiðina til suðvesturs.

Grensdalur-117

Tóftirnar mynda skemmtilega rústaþyrpingu. Ekki er ljóst til hvers þær voru nýttar en eflaust er hér um útihúsatóftir að ræða. Rannsóknir á staðnum myndu geta gefið betri vísbendingar um notkunina. Rústirnar eru vel grónar og ekki í neinni hættu. Stuttur gangur er að þeim og því möguleikar á að kynna þær fyrir almenningi.
Grensdalur-118„Undir Vesturmúla sem er vestan í Tindum eru tvær tóftir sem byggðar hafa verið inn í grasbrekkuna. Nyrðri tóftin er um 80 m suðaustur af Grændalsá en sú syðri um 300 m NNA af hesthúsahverfi Hvergerðinga. Um 340 m eru á milli tóftanna. Tóft sem er norðar liggur í graslendi neðst í brekkufætinum undir múlanum. Hún er grafin inn í brekkuna þannig að brekkan myndar austurlanghliðina. Þar ofan á liggur reiðvegur. Tóftin er 11 x 7 m að utanmáli. Veggir hennar eru útflattir, um 3 – 4 m á breidd. Um 4 m breitt op snýr í vestsuðvestur. Tóftin undir Vesturmúla. Um 340 m SSA er önnur tóft. Hún liggur líkt og hin í brekkufætinum og er grafin inn í brekkuna þannig að brekkan myndar austurhlið hennar. Tóftin er beint undir kletti sem er sá neðsti í þessari hlíð múlans. Rafmagnsgirðing liggur vestan við rústina, meðfram hlíðinni og alveg við tóftina. Tóftin er á kafi í grasi. Tóftinni er skipt í tvö hólf. Eitt aðalhólf en út frá því liggur langt og mjótt hólf til suðurs. Hún er um 12m x 7,4m að stærð og inngangur í suðurenda.“

Heimildir:
-Dagbjartur Sigursteinsson – póstur 23. 04. 2012 kl.00:11.
-Dagbjartur Sigursteinsson – póstur 23. 04. 2012 kl.12:17.
-http://eldri.ust.is/media/skyrslur2003/Graendalur.pdf
-Örnefnalýsing fyrir Reykjakot.
-Fornleifaskráning í Grensdal (Grændal).

Grensdalur

Í Grensdal.

Stakkavíkurstígur

Ætlunin var að skoða götur á milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur í Selvogi. Vitað er að gata (Alfaraleiðin vestari), tvískipt, lá skammt ofan við ströndina, djúpt mörkuð í hraunhelluna á köflum. Hún skiptist síðan á austanverðir Hellunni í Alfaraleiðina neðri og Alfaraleiðina efri.
GálgaklettarNeðri leiðin er einnig tvískit á kaflanum austan Háa-Hrauns. Þá lá hestvagnagata ofar í hrauninu og ekki er ólíklegt að enn önnur leið hafi legið á kafla upp undir Stakkarvíkur- og Herdísarvíkurfjalli. Í örnefnalýsingu segir m.a.: „“Upp úr Dalnum liggur Stakkavíkurgatan, sem liggur NV yfir hraunið. Gata þessi lá
að Herdísarvík og upp að fjallinu. Á vinstri hönd við götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar. Þar sat Selvogsörninn.“
Þarna á milli, neðan við Alfaraleiðina, eru einnig áhugaverða minjar, s.s. Mölvíkurvarir og sjóbúð. Við hestvagnaleiðina, sem er á löngum kafla ofan í Herdísarvíkurveginum, má einnig sjá leifar eftir vegagerðarmennina. Eldri gatan birtist undan nýrri veginum í Mölvíkurhrauni. Hraunið, sem rann úr Draugahlíðum um 1340, fór bæði yfir þá götu og neðri Alfaraleiðina þar sem nú er Háa-Hraun.
Ætlunin er að skoða betur gatnakerfið í heild á þessu svæði.

Vagnvegurinn

Í örnefnalýsingum fyrir Stakkavík og Herdísarvík er lýst ginum gömlu götum að og frá bæjunum. Í lýsingu Stakkavíkur segir m.a.: „Stakkavík átti mikið land að sjó, eða úr mörkum við Breiðabás, sem var hálfur í landi Stakkavíkur. Breiðabáskampur var mikill og hár.  Þar frammi í sjó var uppmjór klettur, Markklettur. Þá voru hraundrangar þar austur af, síðan tók við vík allbreið, kölluð Mölvík, með Mölvikurkampi. Austast í henni voru klappir, og [var] þar kallað Varir eða Mölvíkurvarir. Í Breiðabás og á Mölvík var rekasvæði ágætt. Ofanvert við kampinn var Mölvíkurtjörn, en vestur úr henni eða lægðinni, sem hún liggur í, er sæmilega bílfær vegur, Mölvíkurstígur upp á alfaraveginn uppi á brunanum.
BúðBúðarrúst er austur af Tjörninni, Mölvíkurbúð, frá þeim tímum, er útræði var úr Mölvíkurvörum;  þar er og Mölvíkurfiskabyrgi. Þar upp af framan í brunanum eru svo Grenshólar.
Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur af þeim taka svo við Draugagjár, og eru þar klappir og klettar. Á einum stað liggur milli klettanna gjá;  þar svarrar sjórinn fast.
Á Draugagjárlóninu er steinn mikill, Skarfaklettur. Austarlega í Draugagjám er klöpp, þangi vaxin og öðrum sjávargróðri. Í Skarfaklettureina tíð lá Steinbogi út á klöppina, og þá leið fór féð til beitar. En á flæði hraktist það af klöppinni í ker, sem þar liggur inn af, og drapst þar. Þar af var kerið kallað Drápsker. Fyrir þessa sök var steinboginn brotinn.
Fjaran austur af Draugagjám er nefnd Bergdalir og er klettótt mjög. Nafnið fær þessi hluti fjörunnar af grasi vöxnum hvömmum ofanvert við Bergdalakamp. Þar er Vestasti-Bergdalur, Mið-Bergdalur og Austasti-Bergdalur. En vestur af Bergdölunum lá enn dalur kallaður Vestastidalur, en Mið-Bergdalur var stundum kallaður Stóri-Bergdalur.
Austur af Bergdölum tekur við Happasælavik og ber nafn með rentu, því þarna er rekastaður góður. Þar austur af tekur við Krókur með Króksbót og liggur allt austur að Skothellu, og eru þar mörk milli Stakkavíkur og Vogsósa.
AlfaraleiðinOfanvert við sjávarkampinn, sem liggur frá Draugagjám austur að Skothellu, er austast Víðisandur, og liggur vestasti hluti hans undir Stakkavík. Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun. Svo segja Selvogsingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga. Við götur þessar upp af Happasælaviki er Hundaþúfuhóll, sem allt eins er kallaður Hulduþúfuhóll. Þaðan liggur gatan um klappirnar ofan við Bergdali. Alfaravegurinn efri liggur um Hellurnar upp á brunann allmiklu ofar. Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.“
Stakkavíkurvegi er lýst með upptalningu frá bæ og áfram upp Selskarð á Stakkavíkurfjalli: „1. Stakkavík: Heim við tún byrjaði vegurinn og lá upp 2. Stakkavíkurhraun: Í austur neðanvert við Fjárborgina. 3. Flötin: Úr hrauninu lá vegurinn um flöt ofan við Botnavik. 4. Lyngskjöld: Sem er hraunbrekka ofan og austan Flata. 5. Selskarðsstígur: Heitir vegurinn eiginlega heiman frá bæ þá leið sem þegar er lýst upp í 6. Selskarð: Sem er í Stakkavíkurfjallsbrún. 7. Stakkavíkurfjall: Er þá komið upp á Stakkavíkurfjall, eða Fjallið. 8. Stakkavíkursel: Spölkorn ofan brúna [?] er þetta sel. 9. AlfaraleiðinLeirdalur: Er þar nokkru ofar. 10. Helgadalur: Dalur þessi eða hvammur er þar enn ofar. 11. Langhólar: Þeir eru þar enn ofar og liggja í Hlíðarveg. 12. Brekkurnar: Þær eru nokkrar með sérnöfnum. 13. Dýjabrekkur 3: Þær eru allt upp undir Ása. 14. Dýjabrekkuhóll: Hann er á hægri hönd við Veginn. 15. Ásarnir: Taka svo við og liggja á beggja megin vegar. 16. Svörtu-Ásar: Liggja á vinstri hönd. 17. Vesturásar: Þar norðar og á vinstri hönd. 18. Austurásar: Beint á mót á hægri hönd. 19. Hvalhnúkur vestari: Hann hefur blasað við alla leiðina. 20. Hvalhnúkatagl: Um það liggur vegurinn og beygir til hægri. 21. Skarðshraun: Inn og austur eftir hrauni þessu, sem mun vera kennt við Grindaskörð. 22. Skarðahraunsvörður: Allur er vegurinn varðaður þessum vörðum. 23. Tvívörður: Upp í þessar vörður sem standa með nokkurra metra millibili. Þar um liggur svo 24. Suðurferðaleið: Sem áður er lýst. 25. Vetrarvegur: Vegur þessi var farinn á vetrum. Þótti hann öruggari en Suðurferðaleiðin.“
Um Herdísarvíkurveg segir: „1. Bæjarhlið:  Vegurinn lá heiman frá bæ og um hlið þetta. 2. Túngarður: Austur með Túngarði. 3. Kátsgjóta: Framhjá gjótu þessari. 4. Langigarður: Með Langagarði lá vegurinn. 5. Herdísarvíkurbruni: Um Brunann og áfram austur. Fiskigarðar: Milli Fiskigarðanna á Brunanum. 7. Mölvíkurklappir: Um Mölvíkurklappir. 8. Háa-Hraun: Yfir brunann og niður á 9. Hellurnar: Ofarlega og austur þær. 10. Sandhlíð: Upp Sandhlíð upp á 11. Háahraun eystra: Sem er annað nafn á Stakkavíkurhrauni. 12. Hvíkubakkar: Um gróna sléttu litla í Hrauninu.
13. ummerkiBorgartungur: Um Borgartungur ofanvert við Fjárborgina. 14. Flötin: Niður á Flötina og á Stakkavíkurveg.“
Þá segir um Stakkavíkurgötuna frá Stakkavík, sem Herdísarvíkurvegur liggur á: „Upp úr Dalnum liggur Stakkavíkurgatan, sem liggur NV yfir hraunið. Gata þessi lá að Herdísarvík og upp að fjallinu. Á vinstri hönd við götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar. Þar sat Selvogsörninn.“
Um Alfaraleiðina frá Vogsósavaði (Vesturleiðina, en Austurleiðin nefnist veghlutinn frá vaðinu austur eftir) og vestur úr segir: „1. Vesturleiðin: Lá frá. Vogsósavaði út á 2. Víðisand: Mikið sandflæmi. 3. Melatögl: Eru á vinstri hönd melvaxnir hólar. 4. Flæðin: Svæði á hægri hönd, sem flæddi stundum yfir.
Vetrarblóm5. Stórabarð: Það er nokkuð vestarlega á Víðisandi. 6. Hellur: Þegar Víðisandi lauk tóku þær við. 7. Neðri-Leiðin: Neðrileiðin var eldri miklu og lá nær sjó. 8. Krókabót: Ofanvert við bót þessa lá Leiðin. 9. Bergdalir: Taka við vestarlega á Hellunum og eru þar vel troðnar brautir í Hellurnar. 10. Hulduþúfuhóll: Leiðin liggur fast við Hól þennan. 11. Happasælavik: Sem er vestan til við Bergdali. 12. Draugagjár:  Þangað liggur Leiðin og hverfur hér undir hraunið eða Stakkavíkurbruna. 13. Efri-Leiðin: Leiðirnar skiptast á Hellunum. 14. Leiðamót: Austanvert við 15. Sandhliðið: Hlið á girðingum sem girðir af Sandinn. 16. Hellur: Leiðin liggur hér um Hellurnar. Spor eru hér ekki eins glögg og á Neðri-Leiðinni. 17. Háahraun: Leiðin liggur um troðning þvert um Brunann. 18.Mölvíkurklappir: Leiðin liggur nú hér um djúpar götur. 19. Herdísarvíkurbruni: Leiðin liggur svo um bruna þennan. 20. Langigarður: Að garði þessum og meðfram honum. 21. Herdísarvík: Ofan Herdísarvíkurtúngarðs [?].
22. Herdísarvíkurhraunið eldra:  Leiðin liggur hér ofar Gamla-Sjávarkampsins. 23. Herdísarvíkurhraunið yngra: Leið lá í bugðum og beygjum hér um. 24. Sængurkonuhellir: Framhjá hellisskúta þessum. 25. Vonda-Klif: Um Klif þetta og hraunið þar hæst. 26. Sýslusteinn: Hann er þá á hægri hönd.“
Þá segir: „Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu. Austur með Selvegi er Selhóll og Selhólsbruni.“
Blómstrandi vetrarblómið minnti á upprisu sumarsins.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Sjá MYNDIR

Stakkavíkurgötur

 

Straumssel

„Víða í hraununum sunnan, austan og vestan Hafnarfjarðar eru tóftir sem minna á horfna búskaparhætti. Hlaðnar réttir, fyrirhleðslur við skúta, kvíar, fjárhellar og vörður eru hluti af þeim minjum sem mest er af í Almenningi, en svo nefnist hraunið ofan Straumsvíkur. Þar eru líka tóftir frá þeirri tíð þegar haft var í seli á nær hverjum einasta bæ og koti á landinu. Eitt þessara selja var Straumssel og þar eru myndarleg tóftarbrot sem gaman er að skoða.

Selin framlenging á heimajörðunum
StraumsselSelin höfðu stóru hlutverki að gegna í Hraunum sem annarsstaðar. Þau liggja nánast í beinni línu frá býlunum á miðjum Reykjanesskaga um 3-4 km sunnan við bæina í svonefndum Almenningi, suður af Flám og Seljahrauni. Meðal þeirra voru Lónakotssel, Óttarsstaðasel, Straumssel, Gjásel og Fornasel. Að þessum selum lágu slóðir sem hétu ýmsum nöfnum s.s. Straumselsstígur, Hraungata og Skógarstígur. Um sauðburðinn var lambfé fyrst í stað haldið í heimatúninu, en lömbum í stekk svo þau gætu ekki sogið mæður sínar.  Síðan var féð rekið inn í stekkinn á kvöldin, lömbunum komið fyrir í lambakofa í stekknum og féð mjólkað að morgni. Gekk þetta svona til framyfir Jónsmessu, en þá voru ærnar rúnar áður en þær voru reknar í selið. Lömbum var haldið heima nokkru lengur, þar til þau voru rekin á afréttinn. Selráðskona eða matselja flutti sig um set í selið og hafði hún það hlutverk að mjólka féð og vinna matvöru úr mjólkinni. Úr ærmjólkinn var framleitt smjör, ostur og skyr. Selráðskonan hafði með sér eina eða tvær unglingsstúlkur og smala, sem sat yfir ánum, daga og nætur. Hann hafði oft það hlutverk að strokka smjör á meðan hann sat yfir ánum og stundum var strokkurinn bundinn við bak hans og hann látinn eltast við féð á meðan smjörið strokkaðist.
StraumsselBóndinn kom síðan á þriggja daga fresti til að sækja smjör, skyr og annað sem framleitt var í selinu og færði heim á bæinn. Við selin eru stekkir eða kvíar og jafnvel náttból þar sem fénu var haldið yfir nóttina og gat þá smalinn sofið rólegur í selinu, eða fjárskúta sínum. Í Hraunum eru húsakynni selanna eins; þrjú áföst hús, mjólkurhús, baðstofa og eldhús. Stundum var fénu haldið langt fram á haust í seli og jafnvel allan veturinn þegar snjólétt var, en annars var það flutt heim eftir réttir og beitt á fjörur.

Búseta í Straumsseli
SelsstígurinnAlmennt var hætt að hafa í seli um miðja 19. öldina víðast hvar á landinu
og lagðist sá siður því af. Þó hélt einn og einn bóndi því áfram og eru heimildir fyrir því að Hvaleyrarbóndi hafi haft í seli við Hvaleyrarvatn lengst allra sem bjuggu í nágrenni Hafnarfjarðar. Oft voru selin ágætlega húsuð og því kjörið að nýta húsakostinn eftir að selstöður lögðust almennt af. Þegar Guðmundur Guðmundsson keypti Straumsjörðina af Páli Árnasyni sem hafði keypt hana 1839 af konungssjóði leigði hann heimajörðina en stofnaði sjálfur nýtt lögbýli. Guðmundur var gerður að skógarverði í Almenningi og settist að í Straumsseli og húsaði selið vel um 1847. Hjá honum var faðir hans Guðmundur Bjarnason, oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann andaðist aldraður maður í Lambhaga vorið 1848, en Guðmundur skógarvörður andaðist fimm árum síðar í selinu, nánar tiltekið 1853. Þegar hann gerði Straumssel að bústað sínum klagaði leiguliði hans í Straumi búsetuna til sýslumanns. Leiguliðinn var Bjarni Einarsson útvegsbóndi sem hafði búið þar allt frá því jörðin var í konungseigu. Honum þótti það vera skerðing á fornum rétti landseta að skipta jörðinni upp með þessum hætti. Guðmundur lofaði að fjölga ekki býlum í Straumslandi meðan Bjarni byggi þar. Bjarni gekk að sáttinni að því tilskyldu að bygging hins gamla Straumssels væri sér með öllu óviðkomandi, skyldu yfirvöld kæra búsetuna. Föst búseta var í Straumsseli í ein 40 ár með hléum, enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði. Meðal ábúenda í selinu voru hjónin Kolfinna Jónsdóttir og Siguður Halldórsson sem bjuggu þar á tímabilinu 1853-1863.

Fjárskjól

Eftir það fluttu þau í Hafnarfjörð og bjuggu í Kolfinnubæ sem stóð þar sem nú er Strandgata nr. 41. Farnaðist þeim vel í selinu þó kjörin væru kröpp. Bjarni sonur þeirra fæddist í Straumsseli 1857. Talið er að síðast hafi verið búið í Straumsseli 1890-1895. Bærinn Guðmundur lét reisa í Straumsseli stóðu fram undir aldamótin 1900 eða aðeins lengur en þá mun hann hafa brunnið. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar og vel greinilegar ásamt hlöðnum görðum umhverfis Seltúnið.

Fjárskilaréttir
GjáarréttÁ haustin voru leitir því geldfé sem gengið hafði á fjörubeit um veturinn var sleppt á vorin í úthaga, bæði sauðum og gemlingum. Einnig voru lömb látin ganga sjálfala í afrétti allt sumarið og þeim þurfti að koma heim á haustin til slátrunar. Var Gjárétt (líka nefnd Gjáarétt) í Búrfellsgjá fjallskilarétt Álftnesinga lengi vel. Áttu allir fjáreigendur hreppsins hvort heldur voru búendur eða þurrabúðarmenn að gera fjallskil til Gjáréttar. Hraunamenn, Hafnfirðingar sunnan lækjar og Ásbóndinn fóru í svokallaða suðurleit, og höfðu náttstað í hellum við Kleifarvatn í Lambhaga.  Garðhverfingar, uppbæjarmenn, Hafnfirðingar norðan lækjar og Álftnesingar fóru í norðurleit og höfðu náttstað í Músarhelli við Valaból. Síðustu árin meðan byggð hélst í Hraunum var Guðjón Gíslason bóndi á Stóra-Lambhaga í Hraunum fjallkóngur suðurleitamanna. Þegar rétta þurfti í Hraunum var Þorbjarnarstaðarétt haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunbæina Litla- og Stóra Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot.   Rauðamelssrétt var vorrétt Hraunamanna og kallast þessu nafni þó hún hafi legið nokkuð frá melnum, en hún var skammt frá Réttargjá og voru réttir þessar aðallega notaðar til rúninga áður sem fóru oftast fram um fardagaleytið.

Hlunnindi og kvaðir
Ekki voru Hraunajarðirnar miklar hlunnindajarðir. Þó hefur kjarrskógur í Almenningi, eða Hraunaskógur, Almenningurlengi talist til mestu hlunninda þessara jarða. Þar var hægt að gera kol til eldunar og stundum mátti fá þar stórvið. Kvaðir voru á jörðunum að færa nokkra hríshesta heim til Bessastaða ár hvert og jafnvel stórvið. Þessar kvaðir hafa íþyngt ábúendum jarðanna því árið 1703 kvartar Sigurður Oddleifsson ábúandi í Lónakoti við Árna Magnússon og Pál Vídalín ,,um að skógurinn í almenningum væri svo foreyddur að hann ei til treystist þar að safna kolviði til landskuldargjaldsins” til Bessastaða. Þegar birkihrís og einir eyddist voru bændur látnir rífa lyng og koma til Bessastaða. Var sortulyngið aðallega rifið því ekki mátti skerða krækiberjalyng eða bláberjalyng og enn síður beitilyngið þar eð sauðféð nærðist á því. Bændur áttu einnig að greiða afgjald til Bessastaða í dagsláttu, smjöri, fiskum, vaðmáli og mannsláni um vertíð og þurftu að fæða verkamennina að auki. Torfrista var engin, engjar voru ekki fyrir hendi og rekavon var lítil sem engin. Helstu hlunnindi voru fjörugrastekja, sölvafjara, hrognkelsatekja í lónum, selbitinn fiskur, skelfisksfjara til beitu og berjalestur.“

Heimild:
-Jónatan Garðarsson.

Fornasels-, Gjáselsstígur.

Fornasels-, Gjáselsstígur.

Heiðarbæjarsel

Í Jarðabókinni 1703 segir að Heiðarbær eigi selstöðu góða í eigin landi.
HeiðarbæjarselLeitað var upplýsinga um selstöðuna hjá Sveinbirni bónda Jóhannessyni að Heiðarbæ I. Hann taldi nokkra staði koma til greina ef tækið væri mið af örnefnum í landi jarðarinnar, s.s. Stekkur, Sekkarflöt og Stöðull. Hið síðastnefnda er um 300 m frá bænum svo líklegra er að það hafi tengst kúnum á bænum. Sveinbjörn taldi í fyrstu líklegt að selstaðan hafi verið á Stekkjaflöt u.þ.b. 3 km frá bænum. Þar mótaði fyrir tóftum.
Í gögnum Örnefnastofnunar Íslands er skrá er nefnist „Mosfellsheiði og nágrenni Þingvalla“. Um er að ræða lýsingu á ökuferð á leið austur yfir Mosfellsheiði að Kárastöðum í Þingvallasveit, sem farin var í ágústmánuði 1974. Jóhannes Arason tók samtalið upp á snældu og vélritaði starfsmaður stofnunarinnar upp eftir henni í byrjun árs 1983. Í þessari ferð voru, auk Jóhannesar, Jón Sigurðsson, Elísabet Einarsdóttir og Guðný Helgadóttir. Ræddu þau m.a. um örnefni á þessari leið og nágrenni Þingvalla.
„Jón Sigurðsson (1895-1983) ólst upp á Heiðarbæ í Þingvallasveit að nokkru leyti. Hann var smali í mörg ár og þekkti heiðina mjög vel. Elísabet Einarsdóttir, f. 1922, er frá Kárastöðum, ólst þar upp. Hún er gift Jóhannesi Arasyni. Guðný Helgadóttir (1913-1983) var frá Fellsenda; hún ólst þar upp…“
Hér kemur hluti af samtalinu, þ.e. sá hluti er gæti varpað ljósi á staðsetningu Heiðarbæjarsels. Þau voru þá stödd á Þingvallaveginum ofan við Heiðarbæ og ræddu um leiðir til og frá bænum:
„JS: Ja, hann [Harðavöllur] er á móts við fyrstu götuna, sem liggur niður að Heiðarbæ, hérna, sem er til hægri, Hvammagötuna.
Selbrúnagata - Selhóll hil hægriJA: Það er ágætt.
JA: Hvað segirðu, þrjár götur?
JS: Já.
JA: Niður að Heiðarbæ?
JS: Ja, ofan af heiðinni, og vestasta gatan er Hvammagatan. Það eru hvammar hér fyrir neðan.
JA: Það er þessi?
JS: Já, það er þessi. Beint á móti Harðavelli.
JA: Og Harðivöllur er gegnt henni?
JS: Já.  Nú, og svo er – rétt austar hérna, þar er gata, sem liggur upp með Skálinni og heitir Skálargata, og svo – bara aftur þarna við Gíslhólinn, sem við sjáum hérna rétt austar, með þúfu á. Aðalgreinargerð fyrir þá, sem fóru heiðina að vetri til, það var alltaf hugsað sér að ná Gíslhólnum.
JA: Gíslhól?
JS: Já. Þá fundu þeir Heiðarbæ, sögðu þeir.  Það er vont að finna Heiðarbæ, allt svo líkt hvað öðru, þegar allt er komið á kaf í snjó, og þar er austasta gatan, og var vanalega kölluð Selbrúnagata.
EE: Selbrúnagata?
JS: Já, því Selbrúnir eru hérna – rétt austan við skálina. Þar var sel, sennilega frá Heiðarbæ, í gamla daga.
JA: Jón, við fórum fram hjá Gíslhól, sem er í vinklinum, þar sem Grafningsvegur kemur á Þingvallaveginn.
EE: Fyrir vestan?
JA: Að vestanverðu.
JS: Það er upphaflega kallað bara Heiðarbæjarafleggjari, en svo breyttist það í Grafningsveg, þegar hann var framlengdur austur með vatninu – vestur með vatninu, segi ég.
JA: Svo fórum við yfir Torfdalslæk. Það er sama og sem byrjar með keldunni?

Heiðarbæjarsel

Heiðarbæjarsel.

JS: Já.
JA: …sem vatnið er, ef nokkuð vatn væri. Hann er algjörlega þurr.
JS: Já, það er alveg rétt.
JA: Ekki dropi í honum eins og er. Svo varstu að benda mér á – hvað, Þrísteina?
JS: Þrísteinaholt.
JA: Þrísteinaholt. Það er hérna vinstra megin.
JS: Já, og það er með þremur steinum.
JA: …hundrað metrum austar. Það eru þar þrír steinar. Þá ber þarna í Búrfell.“
Að framan má sjá að austasta gatan að Heiðarbæ að norðan heitir Selbrúnagata og Selbrúnir „rétt austan við skálina“. Þar er og sel. Framangreint er ágætt dæmi um stutta skráða samferð fróðra manna og kvenna því upplýsingarnar áttu eftir að spara allnokkra fyrirhöfn við leit að hugsanlegum seltóftum Heiðarsels.
Í örnefnalýsingu fyrir Heiðarbæ segir m.a.: „Selbrúnir heita brúnirnar, sem blasa við norðvestan Þingvallavegar af Þrísteinaholti. Sunnan eða austan við þær er áberandi hóll, sem heitir Selhóll. Fram hjá honum að vestanverðu upp Selbrúnir lá gamall vegur [Skálargata].“ Heimildarmenn voru Jóhannes Sveinbjörnsson, faðir Sveinbjarnar, og nefndur Jón Sigurðsson (f:1895).
StekkurinnÞegar rætt var við Sveinbjörn sagðist hann vel kannast við Selhól. Hann væri beint upp af (um 150 m) og norðan við gatnamót Grafningsvegar (áður Heiðarbæjarvegar). Hóllinn væri aflíðandi, en greindist vel. Selbrúnagatan lægi upp með austanverðum hólnum. Ofan við hann væri skál og efst í henni lítið gil, sem vel gæti heitið Selgil líkt og samnefnt gil allnokkru austar, í landi Skálabrekku. Sveinbjörn kvaðst ekki vita til þess að tættur væru við Selhól.
Þegar komið var á vettvang blasti Selhóllinn við ofan Þingvallavegar gegnt gatnamótum Grafningsvegar, aflíðandi og rúnlaga. Svo til beint upp frá gatnamótunum lá gömul gata til norðurs. Þegar henni var fylgt upp eftir hólnum austanverðum var komið inn í lítið dalverpi. Um það rann lítill lækur. Lækurinn kom úr litlu gili skammt norðar. Þegar skimað var yfir svæðið kom einungis enn staður til greina sem mögulegt selstæði. Stefnan var tekin þangað – og viti menn. Þarna undir og framan við austanvert gróið gilið kúrði hið fallegasta sel, reyndar vel gróið og jarðlægt, engar hleðslur sjáanlegar, en vel greinilegt. Um er að ræða tvö hús; það suðeystra tveggja rýma og það norðvestra einrýma. Skammt norðar, undir gróinni brún, er stekkurinn.
Segja má að Jarðabókahöfundar geti rétt til um selstöðuna því hún hefur verið góð, bæði í góðu skjóli og á góðum stað; tiltölulega stutt frá bæ, við læk og ágætt aðhald allt um kring. Skógur og síðar hrís hafa verið gnægð af lengi vel. Selið er í rauninni dæmigert fyrir önnur slík á Reykjanesskaganum. Ekki er minnst á sel þetta í örnefnalýsingunni fyrrnefndu, einungis í frásögninni af ferðalagi fjórmenninganna um Þingvallaveginn árið 1974, þjóðhátíðarárið.
Gíslhóllinn fyrrnefndi sést mjög vel frá gatnamótunum, í suðaustur – með hundaþúfu á toppnum. Gamli Þingvallavegurinn liggur um norðuröxl hólsins.
Frábært veður. Gangan tók 20 mín.

Heiðarbær

Rétt við Heiðarbæ.

Grindarskörð

Eftirfarandi grein um Grindarskörð birtist í MBL í júli 1980.
„Fyrr á tímum lá aðalleiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs, fyrir norðan Valahnúka, um Grindaskörð, GrindarskörðHvalskarð og þaðan til byggða í Selvogi. Í daglegu tali er þessi leið nefnd Selvogsgata. Hún er á ýmsan hátt torsótt. Meðfram henni er lítið sem ekkert vatn að finna, hún liggur að mestu um gróðurlaus brunahraun og í Grindaskörðum kemst hún í 400 m y.s. Með breyttum samgönguháttum lagðist umferð um Selvogsgötuna niður að mestu og hin síðari ár hefur verið lítið um mannaferðir í Grindaskörðum. Þó munu gangnamenn eiga þar leið um vor og haust, rjúpnaskyttum bregður fyrir á haustin í leit að bráð og svo kemur fyrir að einstaka göngumaður sé þar á flakki sér til gagns og ánægju.
Um þessar mundir er unnið að vegargerð frá Krýsuvíkurveginum fyrir sunnan Hafnarfjörð áleiðis að skíðalöndunum við Bláfjöll. Vegurinn mun liggja rétt fyrir norðan skörðin og við það opnast aftur þetta svæði sem hefur til þessa verið falið fyrir svo mörgum. Vegurinn nær nú ekki lengra en að Lönguhlíð og þar skiljum við bílinn eftir og tökum stefnuna á Grindaskörðin. Á vinstri hönd höfum við hraunið úfið og ógreiðfært en á hina hlíðar fjallsins þaktar lausum skriðum. En milli hrauns og hlíðar er gott að ganga. Þar eru harðir, sléttir og grasigrónir balar, sem ættu að reynast tilvalin tjaldstæði handa þeim, sem hafa hug á lengri dvöl.

Myndanir

Eins og sjá má á korti eru Grindaskörðin milli Lönguhlíðar og Kristjánsdalahorns. Þar eru þrír hnúkar sem heita Stóribolli, Tvíbollar ( á kortinu nefndir Miðbollar) og Syðstubollar. Á þessu svæði öllu hefur verið mikil eldvirkni áður fyrr og eru Stóribolli og Tvíbollar gamlir gígar, sem hafa lagt til megnið af því hrauni, sem þekur svæðið fyrir norðan og vestan skörðin. Fyrir ferðamanninn eru Tvíbollar einna forvitnilegastir og þangað tökum við stefnuna. Þegar komið er upp á gígbarminn kemur í ljós að gígskálarnar eru tvær. Unnt er að ganga brúnirnar allan hringinn, en þó er nokkuð laust undir fæti á stöku stað.
Enginn hefur rannsakað þetta svæði betur er Jón Jónsson jarðfræðingur. Álit hans er að meginhluti þeirra hrauna, sem þekja svæðið frá Grindaskörðum og norður að Undirhlíðum og Helgafelli, sé komið frá Stórabolla og Tvíbollum. Hann segir Stórabollahraunið eldra og liggi það víða undir Tvíbollahrauninu. Samkvæmt mælingum munu þessi hraun vera nokkurn veginn jafnstór, þekja um 18 ferkm. Hvort og vera um 0.36-0.37 km að rúmmáli.
LönguhlíðarhornEn þegar farið er að athuga aldur Tvíbollahrauns nokkru nánar, koma fram sterkar líkur til þess, að það hafi runnið eftir landnám norrænna manna hér á landi, því undir því hefur fundist á einum stað hið svokallaða landnámslag, en það er öskulag, sem talið er að sé frá því um 900.
Útsýnið af Bollunum er frábært í einu orði sagt. Hraunbreiðurnar til norðurs blasa við fyrir fótum manns, og gamla Selvogsgatan hlykkjast milli hraunhólanna í áttina að Valahnúkum. Og í einni sjónhending greinir maður byggðina á Innnesjunum, allt frá Hafnarfirði til Kjalarness. Og ekki spillir fjallasýnin með Snæfellsjökul sem útvörð í vesturátt. Þótt útsýnið til suðurs sé ekki eins tilkomumikið, hefur það samt glögga mynd af hinu gífurlega hraunhafi sem þekur þennan hluta Reykjanesskagans, enda telur Jón Jónsson að á sama tíma og Tvíbollahraunið rann, hafi á annan tug gíga við Grindaskörð og þar fyrir suðvestan, verið virkir.
TvíbollarÞótt við höfum ekki farið lengra en upp í Grindaskörðin, er margt annað að sjá og skoða, sem athyglisvert er, þótt ekki hafi verið minnst á það hér. T.d. er margir fallegir og sérkennilegir hellar í hraununum fyrir norðan skörðin og má það nefna hellana í Dauðadölum og Kristjánsdölum. Við höldum til baka sömu leið að bílnum. Það hallar undan fæti og leiðin sækist greitt. Og þá er gott að rifja upp stutta sögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”.

Heimild:
-Mbl dags. óviss 1980 júlí.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Hreindýr

„Rangifer tarandus er latneskt nafn þessarar tegundar, sem er af hjartarætt (cervidae).
Rangiferættkvíslinni tilheyrir ein tegund, sem skiptist í tvo hópa, túndruhreindýr og skógarhreindýr. HreindýrTúndrudýrunum er síðan skipt í 6 undirtegundir og skógardýrunum í þrjár. Bæði kyn hreindýranna eru hyrnd, sem er óvenjulegt, því að venjulega eru aðeins tarfarnir hyrndir. Tarfar hafa stór og sístækkandi horn með árunum eins og kýrnar, sem hafa mun minni horn. Hreindýrið er meðal stærri dýra af hjartarættinni, en lágfættara, loðnara og klunnalegra og ber höfuðið lágt líkt og nautgripir. Þykkur vetrarfeldurinn ver vel gegn kulda og gerir dýrin léttari í vatni.  Fengitíminn er oftst í október og meðgöngutíminn er 30-35 vikur. Hver kýr eignast yfirleitt einn kálf. Burðartíminn er venjulega frá miðjum maí og stendur í þrjár vikur.
HreindýrAðalburðarsvæðin hér á landi eru í Hálsi, austan Jökulsár á Brú, í Dysjarárdal, Glúmsstaðadal og Þuríðarstaðaárdal. Eftir að dýrunum fjölgaði hefur borið meira á burði á heiðum og stundum niðri í byggð. Þegar kemur fram í ágúst og september, leita dýrin fram á heiðarnar og halda sig þar á veturna, nema þar sé óvenjusnjóþungt, en þá leita þau niður á láglendi. Ungir tarfar og geldar kýr fella hornin í janúar – marz og kelfdar kýr eftir burð. Horn tarfanna falla eftir fengitímann. Þessi hjarðdýr safnast saman þrisvar á ári, seinni hl
uvali hreindýra, bíta þau helzt í hálfþurrum hálfgras- og sefmóum og í grasvíðisdældum og miklu síður í mýrum og flóum. Þau bíta mest af gras- og grávíði og bláberjalyngi auk grasa. Þau bíta lítið af fléttum seinni hluta sumars, enduta vetrar, eftir burð og fyrir haustið. Búskapur með hreindýr er víða stundaður, s.s. á Norðurlöndum, í N-Ameríku, Grænlandi,  Rússlandi og Síberíu.
HreindýrSamkvæmt takmörkuðum rannsóknum á fæð
a lítið af þeim í sumarhögum. Líklega bíta þau fléttur mest síðla vetrar auk sauðamergs, beitilyngs, beitieskis, slíðra- og tjarnastarar. Dýrin éta líka sveppi og mosa.“
Saga hreindýranna á íslandi spannar aðeins um tvær og háfa öld. Fyrstu h
ugmyndir um innflutning hreindýra munu hafa komið frá Páli Vídalín, lögmanni. Hann ritaði um það í lok 17. aldar að selja ætti hesta úr landi og kaupa fyrir þá hreindýr.  Ekkert varð þó úr innflutningi í það skiptið. Skriður komst svo á málið um miðja 18. öld þegar illa áraði í landinu og lífsbjörg skorti. Ætlunin var að hér yrði hreindýrabúskapur með svipuðum hætti og hjá Sömum í Finnmörku og var gefin út konungsskipun um að flytja til landsins Samafjölskyldu frá Noregi til að kenna Íslendingum hreindýraeldi.
HreindýrÁrið 1771 voru fyrstu hreindýrin, 13 eða 14 dýr, flutt til Íslands frá eyjunni Sørø í grennd við Hammerfest í Noregi. Tvær kýr og einn tarfur lifðu og voru flutt að Hlíðarenda í Fljótshlíð.  Að fimm árum liðnum voru þau orðin 11 og urðu flest 16.  Allir kálfarnir, sem fæddust, voru tarfar. Þessi dýr voru horfin skömmu eftir móðuharðindin. Árið 1777 komu 6 tarfar og 24 kýr sem gjöf frá norskum kaupmanni í Hammerfest. Tuttugu og þrjú lifðu ferðina af og var sleppt á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þessum dýrum fjölgaði verulega næstu árin.
HreindýrÁrið 1784 var 35 dýrum, gjöf frá séra Ólafi Jósefssyni í Kautokeinó í Finnmörku, sleppt á Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Þau dreifðust um Þingeyjarsýslur og fjölgaði ört.  Innflutningi lauk með 35 dýrum árið 1787, 5 törfum og 30 kúm, sem var sleppt við Vopnafjörð (gjöf frá Per Jensen í Avjovarre í Finnmörku). Núverandi stofn er kominn af dýrunum, sem voru flutt til Austurlands. Ekki er útilokað að hluti dýranna frá Eyjafirði hafi blandast þeim. Hámarki náði stofninn líklega í upphafi 19. aldar, en minnkaði stöðugt fram á hina 20. og náði líklega lágmarki kringum 1940, en þá er talið að aðeins 100 dýr hafi verið eftir á Austurlandi. Einna flest urðu þau 1976, 3600.
Árið 1787 voru hreindýrin alfriðuð, 1790 var takmörkuð veiði leyfð í Eyjafirði, 1794 var takmörkuð veiði leyfð í Þingeyrar- og Múlasýslum, 1798 var leyft að veiða tarfa án takmörkunar, 1817 var leyft að veiða öll dýr nema kálfa, 1849 var friðun aflétt, 1882 voru dýrin friðuð frá 1. janúar til 1. ágúst, 1901 voru dýrin alfriðuð til 1925, 1927 var friðun framlengd til 1935, 1937 var friðun framlengd til 1945, 1939 voru veiðar leyfðar undir eftirliti og einungis tarfar voru veiddir, 1954 urðu veiðar undir eftirliti víðtækari. Líklegt má telja að veiðar hafi verið stærsti orsakavaldurinn í því að þessir hópar hurfu með öllu upp úr 1930.
HreindýrHreindýrin hurfu á Reykjanesi og í Þingeyjarsýslum og náðu sér á strik á Austurlandi, þar sem mörk útbreiðslunnar hafa verið Hornafjarðarfljót og Jökulsá á Fjöllum. Dýra hefur þó stundum orðið vart utan þessa svæðis. Kjörsvæði þeirra er á Brúaröræfum, austur að Snæfelli.
Innflutningur hreindýra átti að styðja og efla íslenzkan landbúnað, en úr því varð ekki og því hafa dýrin lifað villt á landinu frá upphafi. Leyfi til veiða þeirra Hreindýrbyggðust oftar en ekki á kvörtunum þeirra, sem töldu þau rýra haga sauðfjár, en síðustu ár beinast þær að því að grisja stofninn og halda honum í skefjum. Törfum fækkaði um of á tímabili, þannig að veiðistýring og eftirlit var aukið. Hin síðari ár hafa bændur kvartað undan ágangi dýranna í löndum þeirra og skógræktarfólk lítur þau hornauga.
Vangaveltur hafa verið uppi um það að dreifa hreindýrum víðar, en á Austurlandi, en ennþá hefur ekki komið til þess. Má þó búast við því að hreindýr geti með góðu móti þrifist víðar á Íslandi en á Austurlandi.
Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja hefur rætt þá hugmynd að fá leyfi til að flytja hreindýr á Reykjanesskagann eða í Landnám Ingólfs. Tilgangurinn er að auðga dýralíf svæðisins og draga að ferðafólk.
HreindýrKristjáns Pálssonar, formaður Ferðamálasam-takanna segir að málinu hafi verið vel tekið en tekur fram að það sé enn á hugmyndastigi. Minnir Kristján á að hreindýr hafi lengi verið á Reykjanesi, meðal annars í miklum harðindum í lok átjándu aldar og á þeirri nítjándu og komist ágætlega af. Nú sé landið mun minna nýtt af mönnum og skepnum og því ættu að vera enn betri skilyrði.
Kristján segir að hreindýrin séu falleg og tignarleg dýr, engum hættuleg, og telur að margir íbúar höfuðborgarsvæðisins og bæjanna í nágrenni hefðu áhuga á að skoða villt hreindýr í náttúrulegu umhverfi. Þá gætu þau haft aðdráttarafl fyrir ferðafólk.
Tekur Kristján fram að ekki sé ætlunin að leyfa veiðar, það samrýmist Hreindýrekki hugmyndinni um friðland villtra dýra. Áhugi er á því að þarna verði einhver hundruð dýra. Reiknar Kristján með að svo færi einnig nú, ef hreindýr væru flutt á svæðið, þau héldu sig væntanlega mest í Brennisteinsfjöllum og á Sveifluhálsi.

HreindýrDýraverndarsamband Íslands varar eindregið við áformum  um að sleppa hjörð villtra hreindýra í Reykjanesfólkvang. Reykjanesskaginn hafi ekki uppá að bjóða kjörlendi fyrir hreindýr, að mati Dýraverndarsambandsins, hvorki hvað beitilönd varðar né loftslagsskilyrði þar sem þetta er eitt votviðrasamasta svæði landsins. „Gera má ráð fyrir að hreindýrin myndu leita niður á láglendi, a.m.k. hluta árs, svo sem í skóglendi, allt til Heiðmerkur, og niður að sjó, þar með yfir hina fjölförnu Reykjanesbraut, og lenda í mikilli slysahættu. Þau gætu reyndar farið víðar hindrunarlaust og með þeim þyrfti því að vera stöðugt eftirlit sem viðkomandi sveitarfélög þyrftu sennilega að kosta.“
Þar segir ennfremur: „Auk þess þyrfti að gera ráð fyrir fóðrun í harðindum og ráðstafanir yrði að gera til þess að dýrin yrðu ekki sjálf fyrir slysum á vegunum eða gætu valdið slysum á fólki við ákeyrslur. Ýmis önnur sjónarmið varða framangreinda tillögu en við teljum að velferð dýranna skipti megin máli og teljum fráleitt að hún verði tryggð á Reykjanesskaga né annars staðar í Landnámi Ingólfs Arnarsonar.“

Heimildir m.a.:
-nat.is
-mbl.is

Framkvæmdarstjóri Sauðfjárseturs á Ströndum sendi FERLIR eftirfarandi ábendingu:
Surtla„Góðan daginn, datt í hug að senda ykkur á ferlir.is fréttatilkynningu vegna sýningar um Herdísarvíkur-Surtlu, enda talsvert fjallað um hana á frábærum vef ykkar.
Sauðfjársetur á Ströndum opnaði á dögunum sérsýningu um eina frægustu kind Íslandssögunnar, hina fótfráu og stórgáfuðu Herdísarvíkur-Surtlu. Árin 1951 og 1952 var Surtla hundelt af smölum, hundum og skotmönnum, en þá fóru fram fjárskipti á svæðinu frá Hvalfirði að Rangá vegna mæðiveikinnar. Óhætt er að segja að kindin hafi orðið goðsögn í lifanda lífi, en fjárskiptayfirvöld gripu að lokum til þess örþrifaráðs að leggja fé til höfuðs henni. Eftir margra klukkustunda eltingaleik þann 30. ágúst 1952 var Surtla felld ofan við Herdísarvík, en örlög hennar vöktu mikla athygli og hörð viðbrögð fjölmargra sem töldu að kindin hefði átt skilið að lifa, enda bersýnilega ekki mæðiveik . Á sýningunni, sem verður uppi til sumarloka, segir frá ævi og örlögum Herdísarvíkur-Surtlu og þar gefur einnig að líta höfuð Surtlu sem Sauðfjársetrinu var góðfúslega lánað af Sigurði Sigurðarsyni dýralækni. (Sjá sýningarupplýsingar
HÉR.)
Sauðfjársetur á Ströndum er staðsett í Sævangi við Steingrímsfjörð, 12 km. sunnan við Hólmavík.

Bestu kveðjur,
Arnar S. Jónsson,
frkv.stjóri Sauðfjárseturs á Ströndum.“

Surtla

Surtla á Keldum. Sigurður Sigurðsson klappar holdgervingnum.