Eftirfarandi þjóðsögu, „Selið„, um Kaldárhöfðasel má lesa í „Íslensk æfintýri“ er safnað höfðu Magnús Grímsson og Jón Árnason:
„SELIГ
„Þegar vjer riðum austan um Lyngdalsheiði vestur á Þingvöll, þá ríðum vjer upp hjá Þrasaborgum. Þar koma saman lönd þeirra bæja, sem liggja umhverfis að heiðinni. Þar er heiðin hæst, og má þaðan sjá víðsvegar um Árnessþing. Þaðan sjest Þingvöllur, Þingvallavatn og Almannagjá. Er hún dimm álits að sjá, og eins og varnarveggur vestan til við Þingvöll. Hrafnagjá sjest eigi hjeðan; því sá barmurinn er hærri, sem nær er. Hjer er ekki óskemmtilegt að vera, þegar logn er á vatninu á morgnana og fjöllin skoða sig í því báðumegin, eins og í skuggsjá, en ólík eru þau nú því, sem þau voru þá, er þau kváðu undir lögsagnir frelsishetjanna á Þingvelli. Skógarnir eru horfnir úr hlíðunum, og runnar á þá sandskriður. Sólin gyllir reyndar tinda þeirra enn, en vatnið minnir þau á, hvað þau hafa misst. Hjeðan sjest og Úlfljótsvatn, sem rennur suður úr Þingvallavatni. Þá Álptavatn þar suður af, en Álptavatn rennur aptur um ós þann, sem Árnésingar kalla Sog, suður í Hvítá að austanverðu við Ingólfsfjall.
Þá kemur Hvítá úr landnorðri, og sjest bera í hana hjer og hvar milli holtanna. Hún kemur fram fyrir norðan Vörðufell pg krækir suður fyrir Hestfjall, og rennur fyrir sunnan Ingólfsfjall; þar hverfur hún sjónum vorum, en þá verður oss litið upp á Ingólfshaug, þar sem Ingólfur landnámsmaður á að vera heygður. Fyrir norðan oss sjáum vjer Kálfatinda, og eru þrír þeirra hæstir. Þeir risa upp samhliða og eru víðir vellir umhverfis þá að neðan. Það eru Laugarvatnsvellir, þar sem Flosi fylkti liði sínu, áður en hann reið á Þingvöll. Nú ríðum vjer vestur eptir heiðinni, og sjáum þar ekki annað en gráan mosa og stöku graslaut á milli hólanna, sem allir eru lágir og flatir að ofan. Hallar þá ávallt jafnt undan fæti, þangað til vjer komum vestur af heiðinni. Þar komum vjer í brekku eina, sem Dript heitir.
Hún liggur vestan og norðan í heiðinni, neðan frá Kaldárhöfða, sem stendur við ósinn, sem rennur úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn, og nær norður undir Laugarvatnsvöllu. Hana má gjörla sjá af austanverðri Mosfellsheiði. Þessi brekka skilur Lyngdalsheiði frá Þingvallahrauni, og Grímsnesið frá Þingvallasveit. Þegar vjer ríðum nú vestur um brekkuna, sjáum vjer á hægri hönd við oss húsatóptir. — Jeg ætla nú að segja samferðamönnum mínum dálitla sögu af tóptum þessum og skulum vjer á meðan setja oss niður í brekkuna og hvíla oss.
Í fyrndinni var hjer selstaða bóndans í Kaldárhöfða. Solveig hjet dóttir hans, kvenna fríðust og vel að sjer um alla hluti; hún var í selinu. Einn morgun sat Solveig úti undir selveggnum. Veður var hlýtt og heiðríkt lopt. Brekkan var allfögur, og uxu í henni alls konar blóm. Solveigu fór að lengja eptir smalamanni, og gekk upp á brekkuna til þess að vita, hvort hún sæi ekki til hans.
En er hún kom upp i miðja brekkuna, veit hún ekki fyrri til, en maður rauðklæddur stendur við hlið hennar. Hann var forkunnar fríður. Hann yrðir á hana að fyrra bragði, og segir: „Sæl vertu, fríða mey! Jeg hef sjeð þig á hverju kveldi og hverjum morgni, þegar þú hefur gengið á kvíarnar. Jeg hef gengið við hlið þjer, en þú hefur ekki orðið þess vör; því þú sjer ekki, nema það mannlega. Jeg hef opt setið hjá þjer á kveldin í brekkunni, og tafið fyrir þjer. Mennirnir vita ekki, hvað í loptinu og í hólunum býr. Það eru ekki einungis lifandi verur á yfirborði jarðarinnar, heldur og í loptinu og í miðju skauti hennar. Eða heldur þú, að allur þessi ómælandi geimur sje til einskis gjörður af alföður? En hvar sem lífið er, þar er einnig ástin. Hún sigrar mennina, og hún sigrar þær verur, sem máttkari eru en mennirnir. Hún á sjer eins stað, og þróast eins innan í hólunum, eins og utan á þeim. Hún þarf ekki við yls sólarinnar; því hún er sjálf sól; hún þarf einungis andstæði, til þess að hvíla á.“ — Solveig varð ekkert hrædd, en það var eins og hún gleymdi sjer öldungis, og hún vissi ekki fyrri til, en hún lá í faðmi rauðklædda mannsins. Þá raknaði hún við, eins og úr draumi, og ástin, sem hún hafði áður gjört sjer mjög óljósa hugmynd um, hafði nú gagntekið hjarta hennar. Maðurinn hvarf, og hún var ein. Henni fannst, eins og sig vantaði eitthvað, og söknuður þrýsti að brjósti hennar. Smalinn var kominn á kviarnar, og hafði hún ekki orðið vör við, þegar hann kom.
Eptir þetta heimsótti rauðklæddi maðurinn hana opt, og sat hjá henni, en enginn vissi af því, nema þau tvö ein. En svo fór, að Solveig átti barn í selinu, og sat rauðklæddi maðurinn yfir henni, og hafði barnið á burtu með sjer. Eins vitjaði hann hennar samt eptir og áður, á meðan hún var í selinu…
Eitt laugardagskveld var sólin að renna til viðar, og sló þá gullroða á jaðrana á skýja bólstrunum, sem voru að hnappa sig saman í loptinu. Himininn var þungbúinn og leit regnlega út: þokubeltin liðuðust um fjallatindana.
Fjeð var að renna heim á kvíarnar á bæ þeim, sem heitir á Villingavatni í Grafningi. Húsfreyja sat á bæjardyra – þrepskildinum og var að lyppa og skemmta bónda sínum, sem var að kurla við úti á hlaðinu.
Þetta var Solveig og bóndi hennar. 5 ár voru liðin 12 ár frá atburði þeim, sem áður er frá sagt. „Hvernig ætla veðrið verði á morgun, hjartað mitt,“ segir Solveig, „Mjer sýnist hann líta svo regnlega út?“ „Það er ekki að vita,“ segir bóndi, „mjer þykir líklegast það verði stormur á útnorðan.“ „Ósköp geispa jeg,“ segir Solveig, „jeg held það sæki einhver að mjer.“ „Þig er líklega farið að syfja, góðin mín,“ segir bóndi, „og það mun vera öll aðsóknin.“ „Nei,taktu eptir,“ segir hún, „hjer kemur einhver í kveld.“ Bóndi stendur þá upp og hættir að kurla. Honum verður litið út í túnið og sjer tvo menn koma. „Jeg held þú ætlir að segja satt, góðan mín; þarna koma tveir menn gangandi.“
Mennirnir komu nú í hlaðið, og var annar roskinn, en hinn ungur og efnilegur. Undir eins og Solveig sjer þá, hleypur hún inn í bæinn og skilur eptir lár og lyppu; svo mikið flýtti hún sjer. Gestirnir báðu bónda að lofa sjer að vera, og það fengu þeir. Ekki ljet Solveig þá sjá sig um kveldið. Um morguninn fóru hjónin til kirkju, og ætluðu að vera til altaris. Þau kvöddu allt heimafólkið með kossi, og báðu það fyrirgefa sjer allt, er þeim hefði á orðið, eins og þá var siður til, og lengi hefur verið. Síðan fóru þau á stað. En er þau komu út í túnið, spyr bóndi Solveigu, hvort hún hafi kvatt gestina.
Hún sagði það ekki vera. „Farðu þá heim aptur, elskan mín,“ segir bann, „og gjörðu það, og breyttu ekki út af gamalli venju guðhræddra manna.“ „Þessa mun þig lengi iðra,“ segir Solveig, og fer heim grátandi. Bóndi beið hennar stundarkorn, þangað til honum leiddist eptir henni, þá fer hann heim. Finnur hann þá Solveigu í faðmi hins eldra komumanns og Voru þau bæði örend, en pilturinn stóð grátandi upp yfir þeim. Sagði hann þá bónda alla söguna, eins og faðir hans hafði sagt honum hana.
Nú er selið í auðn og brekkan moldrunnin. Fjeð er hætt að breiða sig um hlíðina, og sjaldan kemur smalinn þar, af því að hann eigi þar von fjár síns, heldur til þess að ganga um í selinu og hvíla sig á tóptarveggjunum, áður en hann fer upp á heiðina, sem er þung fyrir fótinn af mosanum, og, ef til vill, til þess að vita, hvort hann verði ekki var við huldufólkið í brekkunni.
En svo má hann standa upp aptur af selveggnum, að hann sjer það ekki. Þegar bezt lætur, heyrir hann að eins áraglammið hjá huldufólkinu, þegar það rær út á vatnið, og fagnar hann því mjög; því það veit á góða silungsveiði í vatninu.“
Hvorki selið né örnefni því tengdu er sýnt á herforingjaráðskorti frá 1908, en úr því hefur verið bætt á kortið frá 1953. Örnefni á þessum slóðum benda til þess að þar hafi verið selstaða, s.s. Selhöfði/Selmúli, Selhvammur og Selvellir.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1932 lýsir Ásgeir Jónason frá Hrauntúni svæðinu. Segir hann m.a.: „Sunnan við Skútavík gengur hæð frá sv. til na., nefnd Skútavíkurhryggur. Norðuraf Kaldárhöfðavöllum gengur heiðarmúli vestur úr Lyngdalsheiði, er heitir Selmúli. Þar norðuraf eru Selvellir. Þar er lítil uppsprettulind, er sjaldan þornar að fullu. Austuraf Selvöllum, í heiðarbrúninni, byrja grasbrekkur þær, er Drift heita.
Syðst í henni er Selhvammur. Þar uppi á heiðarbrúninni hafði verið sel frá Kaldárhöfða, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ekki sást þar til tófta í lok nítjándu aldar.“
Í örnefnalýsingum um Kaldárhöfða segir m.a. um selið og seljaörnefnin: „Norðvestan við Húsagil er Fremri-Selmúli, og norður af honum Innri-Selmúli. Milli Selmúlanna eru lautar- og giljadrög. Norðan við Innri-Selmúla eru Selvellir, það eru valllendisflatir. Norðvestur af Selvöllum er stór hæð vestur í hrauninu, er heitir Gjáarhólar, eftir þeim endilöngum liggur sprunga, Gjáarhólagjá. Dálítið norður af Selvöllum er valllendisbrekka, Litladrift. Upp af Selvöllum er Selhvammur. Gegnum Selhvamma skerst Selgil og liggur niður á Selvelli. Uppi á brúninni ofan við Selhvamminn eru gamlar seltættur; vafalaust hefir Selið verið byggt uppi á brúninni vegna mýbitsins, sem þarna var oft mjög mikið.“
Þegar FERLIR skoðaði svæði það er tilgreint er í örnefnalýsingunni hér að ofan fundust tóftir tveggja selja; annað norðan undir Innri-Selmúla og hitt í Selhvammi. Eina, sem þurfti, var að rekja selsstíginn frá bænum að seljunum. Hann er enn greinilegur (og reyndar á köflum illa farinn vegna vatnsskorninga). Mikil umferð að síðarnefndum beitarhúsum skýrir varðveislu þessa góðu hans.
Afstaða síðarnefnda selsins kemur ágætlega heim og saman við lýsingu þjóðsögunnar sem og lýsingu Ásgeirs. Byggt hefur verið í Selhvammi upp stærðarinnar beitarhús úr torfi og grjóti með niðurgrafinni hlöðu við austurendann, líklega á fyrri hluta 20. aldar. Uppsprettulindin tiltekna er skammt suðvestar. Lækur hefur runnið norðan Selhvamms, sem var þó þurr í þessari vorheimsókn FERLIRs. Þegar svæðið var gaumgæft af nákvæmni komu í ljós leifar af stakk og einu jarðlægu rými norðaustan beitarhústóftarinnar miklu. Telja á líklegt að um séu að ræða leifar selstöðunnar í Selhvammi. Hluti beitarhússins virðist hafa verið byggt á hinar fornu seltóftir.
Seltóftirnar norðan undir Innri-Selmúla eru öllu greinilegri; tvírýma tóft (búr og baðstofa) með heillegum veggjum. Norðan við tóftina má greina hleðslur stekkjar. Norðaustan við hana virðast vera eldri minjar, sem vert væri að skoða nánar.
Framangreindar tóftir koma allar vel heim og saman við skráðar heimildir.
Í annarri örnefnalýsingu Óskars frá 1971 segir hann m.a. um þetta svæði: „Sunnan við bæinn rennur Kaldá. Hún kemur upp skammt austur af bænum og rennur vestur í Úlfljótsvatn. Norðan við bæinn er Höfðinn, hár og víðáttumikill hóll. Norðvestan við aðalhöfðann er hár og allstór hóll og er hann aðagreindur með nafninu Vesturhöfði; og aðalhöfðinn þá nefndur Austurhöfði. Skarðið milli höfðanna heitir Kleif; toppmyndaður hóll er í Kleifinni, er heitir Kleifbúi. Norðast í Kleifinni skagar klettur austur í hana, heitir hann Klakkur. Fremst í Kleifinni er hellir, hann var áður notaður sem fjárhús. Sunnan við hann er grasbrekka, Hellisbrekka. Áður fyrr var allfjölfarin ferðamannaleið um hlaðið í Kaldárhöfða og norður um Kleif og áfram norður Miðfellshraun. Norðan í höfðanum, vestast, er hátt standberg, neðst í því er Kúahellir. Norðan undir höfðanum eru stórar valllendisflatir, heita Vellir. Vestan við þá eru Kúagötur) með hraunjaðrinum. Kúagjá er í hraunjaðrinum vestan við þær norðarlega. Leysingarvatn hefir grafið þessar götur allmikið.
Löng valllendisflöt gengur austur úr Völlunum, heitir Vallakrókur, nær hann að Hálsi að norðan. Austan úr Heiðinni koma þrjú gil niður á Vellina, næst Höfðanum er Vallagil, þá Stóragil, og norðast Húsagil. Austan við það standa fjárhús. Niður af fjárhúsunum er Fjárhústún, neðan við það er svonefnt Vatnsstæði undir Heiðarbrúninni, það þornar stundum. Niður undan Húsagili heita Víðirar, nú að mestu komnir undir aur frá gilinu. Beint vestur undan gilinu er dálítil laut í hraunjaðrinum, heitir Vatnslaut. Norðvestan við Húsagil er Fremri-Selmúli, og norður af honum Innri-Selmúli. Milli Selmúlanna eru lautar- og giljadrög. Norðan við Innri-Selmúla eru Selvellir, það eru valllendisflatir. Norðvestur af Selvöllum er stór hæð vestur í hrauninu, er heitir Gjáarhólar, eftir þeim endilöngum liggur sprunga, Gjáarhólagjá. Dálítið norður af Selvöllum er valllendisbrekka, Litladrift. Upp af Selvöllum er Selhvammur. Gegnum Selhvamma skerst Selgil og liggur niður á Selvelli. Uppi á brúninni ofan við Selhvamminn eru gamlar seltættur; vafalaust hefir Selið verið byggt uppi á brúninni vegna mýbitsins, sem þarna var oft mjög mikið. Norður af Selhvammi liggur svo Driftin, langar og brattar valllendisbrekkur; um það bil sem Driftin er hæst er í henni Stóraskriðugil.“
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimild:
-Íslensk æfintýri, söfnuð af M. Grímssyni og J. Árnasyni, 1852, bls. 1-7.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 44. árg. 1932, Örnefni í Miðfellshrauni og á Miðfellsfjalli í Þingvallasveit, Ásgeir Jónason frá Hrauntúni, bls. 79-80.
-Örnefnaskrá fyrir Kaldárhöfða – heimildarmaður: Óskar Ögmundsson, bóndi í Kaldárhöfða. Óskar er fæddur í Kaldárhöfða 2. júní 1923 og hefur átt þar heima alla æfi. Gísli Guðmundsson skráði í apríl 1971. Farið var yfir örnefnaskrá Kaldárhöfða, sem Gísli Guðmundsson skráði, með Óskari Ögmundssyni, Kaldárhöfða, í Örnefnastofnun 4. og 5. ágúst 1981. Skráðar voru eftir honum athugasemdir og viðbætur, sem felldar eru inn í textann og honum nokkuð breytt. Óskar er fæddur í Kaldárhöfða 2. júní 1923 og hefur átt þar heima alla ævi. Foreldrar hans fluttust þangað 1916.
-Óskar Ögmundsson, bóndi í Kaldárhöfða.
-Herforingjakort frá 1908.
-Herforingjakort frá 1953.
Kaldárhöfðasel.
Kaldárhöfðasel I og II
Eftirfarandi þjóðsögu, „Selið„, um Kaldárhöfðasel má lesa í „Íslensk æfintýri“ er safnað höfðu Magnús Grímsson og Jón Árnason:
„SELIГ
„Þegar vjer riðum austan um Lyngdalsheiði vestur á Þingvöll, þá ríðum vjer upp hjá Þrasaborgum. Þar koma saman lönd þeirra bæja, sem liggja umhverfis að heiðinni. Þar er heiðin hæst, og má þaðan sjá víðsvegar um Árnessþing. Þaðan sjest Þingvöllur, Þingvallavatn og Almannagjá. Er hún dimm álits að sjá, og eins og varnarveggur vestan til við Þingvöll. Hrafnagjá sjest eigi hjeðan; því sá barmurinn er hærri, sem nær er. Hjer er ekki óskemmtilegt að vera, þegar logn er á vatninu á morgnana og fjöllin skoða sig í því báðumegin, eins og í skuggsjá, en ólík eru þau nú því, sem þau voru þá, er þau kváðu undir lögsagnir frelsishetjanna á Þingvelli. Skógarnir eru horfnir úr hlíðunum, og runnar á þá sandskriður. Sólin gyllir reyndar tinda þeirra enn, en vatnið minnir þau á, hvað þau hafa misst. Hjeðan sjest og Úlfljótsvatn, sem rennur suður úr Þingvallavatni. Þá Álptavatn þar suður af, en Álptavatn rennur aptur um ós þann, sem Árnésingar kalla Sog, suður í Hvítá að austanverðu við Ingólfsfjall.
Þá kemur Hvítá úr landnorðri, og sjest bera í hana hjer og hvar milli holtanna. Hún kemur fram fyrir norðan Vörðufell pg krækir suður fyrir Hestfjall, og rennur fyrir sunnan Ingólfsfjall; þar hverfur hún sjónum vorum, en þá verður oss litið upp á Ingólfshaug, þar sem Ingólfur landnámsmaður á að vera heygður. Fyrir norðan oss sjáum vjer Kálfatinda, og eru þrír þeirra hæstir. Þeir risa upp samhliða og eru víðir vellir umhverfis þá að neðan. Það eru Laugarvatnsvellir, þar sem Flosi fylkti liði sínu, áður en hann reið á Þingvöll. Nú ríðum vjer vestur eptir heiðinni, og sjáum þar ekki annað en gráan mosa og stöku graslaut á milli hólanna, sem allir eru lágir og flatir að ofan. Hallar þá ávallt jafnt undan fæti, þangað til vjer komum vestur af heiðinni. Þar komum vjer í brekku eina, sem Dript heitir.
Hún liggur vestan og norðan í heiðinni, neðan frá Kaldárhöfða, sem stendur við ósinn, sem rennur úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn, og nær norður undir Laugarvatnsvöllu. Hana má gjörla sjá af austanverðri Mosfellsheiði. Þessi brekka skilur Lyngdalsheiði frá Þingvallahrauni, og Grímsnesið frá Þingvallasveit. Þegar vjer ríðum nú vestur um brekkuna, sjáum vjer á hægri hönd við oss húsatóptir. — Jeg ætla nú að segja samferðamönnum mínum dálitla sögu af tóptum þessum og skulum vjer á meðan setja oss niður í brekkuna og hvíla oss.
Í fyrndinni var hjer selstaða bóndans í Kaldárhöfða. Solveig hjet dóttir hans, kvenna fríðust og vel að sjer um alla hluti; hún var í selinu. Einn morgun sat Solveig úti undir selveggnum. Veður var hlýtt og heiðríkt lopt. Brekkan var allfögur, og uxu í henni alls konar blóm. Solveigu fór að lengja eptir smalamanni, og gekk upp á brekkuna til þess að vita, hvort hún sæi ekki til hans.
En er hún kom upp i miðja brekkuna, veit hún ekki fyrri til, en maður rauðklæddur stendur við hlið hennar. Hann var forkunnar fríður. Hann yrðir á hana að fyrra bragði, og segir: „Sæl vertu, fríða mey! Jeg hef sjeð þig á hverju kveldi og hverjum morgni, þegar þú hefur gengið á kvíarnar. Jeg hef gengið við hlið þjer, en þú hefur ekki orðið þess vör; því þú sjer ekki, nema það mannlega. Jeg hef opt setið hjá þjer á kveldin í brekkunni, og tafið fyrir þjer. Mennirnir vita ekki, hvað í loptinu og í hólunum býr. Það eru ekki einungis lifandi verur á yfirborði jarðarinnar, heldur og í loptinu og í miðju skauti hennar. Eða heldur þú, að allur þessi ómælandi geimur sje til einskis gjörður af alföður? En hvar sem lífið er, þar er einnig ástin. Hún sigrar mennina, og hún sigrar þær verur, sem máttkari eru en mennirnir. Hún á sjer eins stað, og þróast eins innan í hólunum, eins og utan á þeim. Hún þarf ekki við yls sólarinnar; því hún er sjálf sól; hún þarf einungis andstæði, til þess að hvíla á.“ — Solveig varð ekkert hrædd, en það var eins og hún gleymdi sjer öldungis, og hún vissi ekki fyrri til, en hún lá í faðmi rauðklædda mannsins. Þá raknaði hún við, eins og úr draumi, og ástin, sem hún hafði áður gjört sjer mjög óljósa hugmynd um, hafði nú gagntekið hjarta hennar. Maðurinn hvarf, og hún var ein. Henni fannst, eins og sig vantaði eitthvað, og söknuður þrýsti að brjósti hennar. Smalinn var kominn á kviarnar, og hafði hún ekki orðið vör við, þegar hann kom.
Eptir þetta heimsótti rauðklæddi maðurinn hana opt, og sat hjá henni, en enginn vissi af því, nema þau tvö ein. En svo fór, að Solveig átti barn í selinu, og sat rauðklæddi maðurinn yfir henni, og hafði barnið á burtu með sjer. Eins vitjaði hann hennar samt eptir og áður, á meðan hún var í selinu…
Eitt laugardagskveld var sólin að renna til viðar, og sló þá gullroða á jaðrana á skýja bólstrunum, sem voru að hnappa sig saman í loptinu. Himininn var þungbúinn og leit regnlega út: þokubeltin liðuðust um fjallatindana.
Fjeð var að renna heim á kvíarnar á bæ þeim, sem heitir á Villingavatni í Grafningi. Húsfreyja sat á bæjardyra – þrepskildinum og var að lyppa og skemmta bónda sínum, sem var að kurla við úti á hlaðinu.
Þetta var Solveig og bóndi hennar. 5 ár voru liðin 12 ár frá atburði þeim, sem áður er frá sagt. „Hvernig ætla veðrið verði á morgun, hjartað mitt,“ segir Solveig, „Mjer sýnist hann líta svo regnlega út?“ „Það er ekki að vita,“ segir bóndi, „mjer þykir líklegast það verði stormur á útnorðan.“ „Ósköp geispa jeg,“ segir Solveig, „jeg held það sæki einhver að mjer.“ „Þig er líklega farið að syfja, góðin mín,“ segir bóndi, „og það mun vera öll aðsóknin.“ „Nei,taktu eptir,“ segir hún, „hjer kemur einhver í kveld.“ Bóndi stendur þá upp og hættir að kurla. Honum verður litið út í túnið og sjer tvo menn koma. „Jeg held þú ætlir að segja satt, góðan mín; þarna koma tveir menn gangandi.“
Mennirnir komu nú í hlaðið, og var annar roskinn, en hinn ungur og efnilegur. Undir eins og Solveig sjer þá, hleypur hún inn í bæinn og skilur eptir lár og lyppu; svo mikið flýtti hún sjer. Gestirnir báðu bónda að lofa sjer að vera, og það fengu þeir. Ekki ljet Solveig þá sjá sig um kveldið. Um morguninn fóru hjónin til kirkju, og ætluðu að vera til altaris. Þau kvöddu allt heimafólkið með kossi, og báðu það fyrirgefa sjer allt, er þeim hefði á orðið, eins og þá var siður til, og lengi hefur verið. Síðan fóru þau á stað. En er þau komu út í túnið, spyr bóndi Solveigu, hvort hún hafi kvatt gestina.
Hún sagði það ekki vera. „Farðu þá heim aptur, elskan mín,“ segir bann, „og gjörðu það, og breyttu ekki út af gamalli venju guðhræddra manna.“ „Þessa mun þig lengi iðra,“ segir Solveig, og fer heim grátandi. Bóndi beið hennar stundarkorn, þangað til honum leiddist eptir henni, þá fer hann heim. Finnur hann þá Solveigu í faðmi hins eldra komumanns og Voru þau bæði örend, en pilturinn stóð grátandi upp yfir þeim. Sagði hann þá bónda alla söguna, eins og faðir hans hafði sagt honum hana.
Nú er selið í auðn og brekkan moldrunnin. Fjeð er hætt að breiða sig um hlíðina, og sjaldan kemur smalinn þar, af því að hann eigi þar von fjár síns, heldur til þess að ganga um í selinu og hvíla sig á tóptarveggjunum, áður en hann fer upp á heiðina, sem er þung fyrir fótinn af mosanum, og, ef til vill, til þess að vita, hvort hann verði ekki var við huldufólkið í brekkunni.
En svo má hann standa upp aptur af selveggnum, að hann sjer það ekki. Þegar bezt lætur, heyrir hann að eins áraglammið hjá huldufólkinu, þegar það rær út á vatnið, og fagnar hann því mjög; því það veit á góða silungsveiði í vatninu.“
Hvorki selið né örnefni því tengdu er sýnt á herforingjaráðskorti frá 1908, en úr því hefur verið bætt á kortið frá 1953. Örnefni á þessum slóðum benda til þess að þar hafi verið selstaða, s.s. Selhöfði/Selmúli, Selhvammur og Selvellir.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1932 lýsir Ásgeir Jónason frá Hrauntúni svæðinu. Segir hann m.a.: „Sunnan við Skútavík gengur hæð frá sv. til na., nefnd Skútavíkurhryggur. Norðuraf Kaldárhöfðavöllum gengur heiðarmúli vestur úr Lyngdalsheiði, er heitir Selmúli. Þar norðuraf eru Selvellir. Þar er lítil uppsprettulind, er sjaldan þornar að fullu. Austuraf Selvöllum, í heiðarbrúninni, byrja grasbrekkur þær, er Drift heita.
Syðst í henni er Selhvammur. Þar uppi á heiðarbrúninni hafði verið sel frá Kaldárhöfða, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ekki sást þar til tófta í lok nítjándu aldar.“
Í örnefnalýsingum um Kaldárhöfða segir m.a. um selið og seljaörnefnin: „Norðvestan við Húsagil er Fremri-Selmúli, og norður af honum Innri-Selmúli. Milli Selmúlanna eru lautar- og giljadrög. Norðan við Innri-Selmúla eru Selvellir, það eru valllendisflatir. Norðvestur af Selvöllum er stór hæð vestur í hrauninu, er heitir Gjáarhólar, eftir þeim endilöngum liggur sprunga, Gjáarhólagjá. Dálítið norður af Selvöllum er valllendisbrekka, Litladrift. Upp af Selvöllum er Selhvammur. Gegnum Selhvamma skerst Selgil og liggur niður á Selvelli. Uppi á brúninni ofan við Selhvamminn eru gamlar seltættur; vafalaust hefir Selið verið byggt uppi á brúninni vegna mýbitsins, sem þarna var oft mjög mikið.“
Þegar FERLIR skoðaði svæði það er tilgreint er í örnefnalýsingunni hér að ofan fundust tóftir tveggja selja; annað norðan undir Innri-Selmúla og hitt í Selhvammi. Eina, sem þurfti, var að rekja selsstíginn frá bænum að seljunum. Hann er enn greinilegur (og reyndar á köflum illa farinn vegna vatnsskorninga). Mikil umferð að síðarnefndum beitarhúsum skýrir varðveislu þessa góðu hans.
Afstaða síðarnefnda selsins kemur ágætlega heim og saman við lýsingu þjóðsögunnar sem og lýsingu Ásgeirs. Byggt hefur verið í Selhvammi upp stærðarinnar beitarhús úr torfi og grjóti með niðurgrafinni hlöðu við austurendann, líklega á fyrri hluta 20. aldar. Uppsprettulindin tiltekna er skammt suðvestar. Lækur hefur runnið norðan Selhvamms, sem var þó þurr í þessari vorheimsókn FERLIRs. Þegar svæðið var gaumgæft af nákvæmni komu í ljós leifar af stakk og einu jarðlægu rými norðaustan beitarhústóftarinnar miklu. Telja á líklegt að um séu að ræða leifar selstöðunnar í Selhvammi. Hluti beitarhússins virðist hafa verið byggt á hinar fornu seltóftir.
Seltóftirnar norðan undir Innri-Selmúla eru öllu greinilegri; tvírýma tóft (búr og baðstofa) með heillegum veggjum. Norðan við tóftina má greina hleðslur stekkjar. Norðaustan við hana virðast vera eldri minjar, sem vert væri að skoða nánar.
Framangreindar tóftir koma allar vel heim og saman við skráðar heimildir.
Í annarri örnefnalýsingu Óskars frá 1971 segir hann m.a. um þetta svæði: „Sunnan við bæinn rennur Kaldá. Hún kemur upp skammt austur af bænum og rennur vestur í Úlfljótsvatn. Norðan við bæinn er Höfðinn, hár og víðáttumikill hóll. Norðvestan við aðalhöfðann er hár og allstór hóll og er hann aðagreindur með nafninu Vesturhöfði; og aðalhöfðinn þá nefndur Austurhöfði. Skarðið milli höfðanna heitir Kleif; toppmyndaður hóll er í Kleifinni, er heitir Kleifbúi. Norðast í Kleifinni skagar klettur austur í hana, heitir hann Klakkur. Fremst í Kleifinni er hellir, hann var áður notaður sem fjárhús. Sunnan við hann er grasbrekka, Hellisbrekka. Áður fyrr var allfjölfarin ferðamannaleið um hlaðið í Kaldárhöfða og norður um Kleif og áfram norður Miðfellshraun. Norðan í höfðanum, vestast, er hátt standberg, neðst í því er Kúahellir. Norðan undir höfðanum eru stórar valllendisflatir, heita Vellir. Vestan við þá eru Kúagötur) með hraunjaðrinum. Kúagjá er í hraunjaðrinum vestan við þær norðarlega. Leysingarvatn hefir grafið þessar götur allmikið.
Löng valllendisflöt gengur austur úr Völlunum, heitir Vallakrókur, nær hann að Hálsi að norðan. Austan úr Heiðinni koma þrjú gil niður á Vellina, næst Höfðanum er Vallagil, þá Stóragil, og norðast Húsagil. Austan við það standa fjárhús. Niður af fjárhúsunum er Fjárhústún, neðan við það er svonefnt Vatnsstæði undir Heiðarbrúninni, það þornar stundum. Niður undan Húsagili heita Víðirar, nú að mestu komnir undir aur frá gilinu. Beint vestur undan gilinu er dálítil laut í hraunjaðrinum, heitir Vatnslaut. Norðvestan við Húsagil er Fremri-Selmúli, og norður af honum Innri-Selmúli. Milli Selmúlanna eru lautar- og giljadrög. Norðan við Innri-Selmúla eru Selvellir, það eru valllendisflatir. Norðvestur af Selvöllum er stór hæð vestur í hrauninu, er heitir Gjáarhólar, eftir þeim endilöngum liggur sprunga, Gjáarhólagjá. Dálítið norður af Selvöllum er valllendisbrekka, Litladrift. Upp af Selvöllum er Selhvammur. Gegnum Selhvamma skerst Selgil og liggur niður á Selvelli. Uppi á brúninni ofan við Selhvamminn eru gamlar seltættur; vafalaust hefir Selið verið byggt uppi á brúninni vegna mýbitsins, sem þarna var oft mjög mikið. Norður af Selhvammi liggur svo Driftin, langar og brattar valllendisbrekkur; um það bil sem Driftin er hæst er í henni Stóraskriðugil.“
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimild:
-Íslensk æfintýri, söfnuð af M. Grímssyni og J. Árnasyni, 1852, bls. 1-7.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 44. árg. 1932, Örnefni í Miðfellshrauni og á Miðfellsfjalli í Þingvallasveit, Ásgeir Jónason frá Hrauntúni, bls. 79-80.
-Örnefnaskrá fyrir Kaldárhöfða – heimildarmaður: Óskar Ögmundsson, bóndi í Kaldárhöfða. Óskar er fæddur í Kaldárhöfða 2. júní 1923 og hefur átt þar heima alla æfi. Gísli Guðmundsson skráði í apríl 1971. Farið var yfir örnefnaskrá Kaldárhöfða, sem Gísli Guðmundsson skráði, með Óskari Ögmundssyni, Kaldárhöfða, í Örnefnastofnun 4. og 5. ágúst 1981. Skráðar voru eftir honum athugasemdir og viðbætur, sem felldar eru inn í textann og honum nokkuð breytt. Óskar er fæddur í Kaldárhöfða 2. júní 1923 og hefur átt þar heima alla ævi. Foreldrar hans fluttust þangað 1916.
-Óskar Ögmundsson, bóndi í Kaldárhöfða.
-Herforingjakort frá 1908.
-Herforingjakort frá 1953.
Kaldárhöfðasel.
Akrafjall – flugslys
Á forsíðu Morgunblaðsins 23. nóvember árið 1955 segir frá því að „Flugvélin rakst á Akrafjali og sprakk“. Ennfremur segir:
„Brakið 50 fet fyrir neðan fjallsbrúnina – SKÖMMU áður en rökkva tók í gær, tókst að finna bandarísku Dakotaflugvélina, sem hvarf í fyrradag á flugi yfir Reykjanesi. Flugvélin hefur rekizt á Akrafjall og þeir fjórir menn, sem í henni voru, hafa allir farizt samstundis.
Strax með birtu í gærmorgun var hafin leit á ný. Tóku þátt í henni 15 flugvélar íslenzkar og vélar frá varnarhðinu, svo og flokkar úr Flugbjörgunarsveit. Fóru flugvélarnar víða yfir, og var leitinni beint langt inn í óbyggðir, því það var síðast vitað um ferðir flugvélarinnar, er flugstjóri hennar tilkynnti að flugvélin væri yfir Hvalsnesi og myndi fljúga til Grindavíkur. Myndi hann hafa samband við flugumferðarstjórnina er vélin væri yfir Grindavik — En það skeyti kom aldrei frá henni.
Eftir hádegi í gær, er leitin hafði enn engan árangur borið, var jafnvel óttazt að hún hefði fallið í sjóinn, en þar yfir voru flugvélar einnig á sveimi. Það var svo klukkan liðlega þrjú að skeyti kom frá stórri Skymasterflugvél frá varnarliðinu, sem þátt tók í leitinni, og var á flugi meðfram norðvesturhlíðum Akrafjalls, að flugmennirnir hefðu komið anga á flugvélarbrak í fjallshlíðinni, fyrir ofan bæinn Ós.
Ein hinna minni flugvéla sem var að leita, flugvél sem Karl Eiríksson flugmaður stjórnaði, var send á vettvang og staðfesti hann að hér væri um að ræða brak úr hinni týndu flugvél. Hefir hún flogið beint á bratta fjallshlíðina, um 50 fetum fyrir neðan fjallsbrúnina. Við áreksturinn hafi sprenging orðið og kviknað í flugvélinni, því flugvélin var nær öll brunnin til ösku. Mennirnir hafa farizt samstundis við áreksturinn.
Akrafjall.
Í gærkvöldi lagði leiðangur af stað héðan úr bænum til að fara að slysstaðnum. Ekki er hægt að ganga á Akrafjall beint upp af bænum Ósi. —.
Þar býr Þorsteinn Stefánsson bóndi. Þar hafði enginn orðið var við neina sprengingu, enda var veður þar allhvasst í gær og mjög dimmt í lofti.
Ekkert verður að sjálfsögðu fullyrt um ástæðuna til þessa hörmulega slyss, en sennilegt er að flugmennirnir hafi verið snarvilltir er þeir sögðust vera yfir Hvalsnesi, í rúmlega 700 feta hæð.
Leitarflokkurinn, sem er 28 manna hópur, gisti í nótt á Akranesi, þar eð leitarskilyrði voru mjög slæm, rigning og náttmyrkur, en leggja af stað það snemma að þeir verði komnir í birtingu á slysstaðinn. Er búizt við, að hægt verði að komast að flakinu án þess að síga, en hamrabelti eru á þessum stað í fjallinu.“
Heimild:
-Morgunblaðið 23. nóvember 1955.
Akrafjall.
Hræ af hrúti
Göngufólk rakst nýlega (apríl 2010) á dauðann hrút á ferð um Berghraun vestan við Grindavík.
Hræið virtist hafa legið þarna um skamma hríð. Afturfæturnir voru bundnir saman, líklega vegna þess að þá er auðveldara að færa hann úr stað. Eflaust er til haldgóð skýring á tilvist hrútsins þarna í hrauninu en eigandinn gæti þekkt hann á eyrnarmerkinu, sem enn er á sínum stað.
FERLIR leitaði til gamalreynds fjárbónda í Grindavík eftir hugsanlegri skýringu á tilvist hrútsins dauða í hrauninu. Svarið var: „Ég hef ekki komið að þessu hræi og veit ekkert um það. Kindur eiga það til að drepast á öllum tímum árs, jafnt í fjárhúsi sem í haga. Sást í mark eða merki í eyra? Mér þykir líkleg skýring á þessu, að þeir sem stunda vetrarveiðar á refum (og þeir eru nokkrir í Grindavík sem og annars staðar) hafi komið honum þarna fyrir sem útburð fyrir tófu. Það er næsta víst að hann hefur ekki farið þarna af sjálfsdáðun þar sem afturfætur hans eru vel bundnir saman.“
Sandgerðissel
Lýsingin vakti strax forvitni því hér var komin vísbending um að þarna kynnu að leynast gamlar tóftir; beitarhús, kot eða jafnvel gömul selstaða.
Í gamalli lýsingu á Sandgerði segir m.a.: „Sandgerðisvík skerst inn í vestanvert Rosmhvalanes. Víkin afmarkast að sunnan og vestan af skerjaklasa sem nefnist einu nafni Bæjarskerseyri. Landið umhverfis Sandgerði er láglendi og að austan er Miðnesheiði, víða grýtt og gróðurlítil. Minjar eftir mikinn uppblástur sjást víða, stór rofabörð, sem sýna að fyrrum var jarðvegur mun meiri í heiðinni en nú er. Nú er sauðfjárhald að mestu afnumið en landið friðað. Norðan Sandgerðis eru Flankastaðir. Þar myndaðist snemma byggðarhverfi. En með vaxandi byggð hefur Sandgerði náð þangað og er nú skammt á milli hverfa. Að sunnan liggur land Bæjarskerja að Sandgerði. Seinustu árin hefur byggðin í Sandgerði teygt sig þangað og nú eru þessi gömlu hverfi sambyggð. Sjávarströndin er lág, víða sendin og mjög skerjótt. Sandfok herjaði áður á byggðina og eyðilagði oft fisk sem breiddur var til þurrkunar. En á árunum 1930-1950 var gert stórátak í baráttunni gegn sandfokinu og það heft með melgresi. Landbrot hefur verið geysimikið á Miðnesi. Sést það á hinu mikla útfirri meðfram landinu, t.d. fram undan Kirkjubóli skammt norðan Flankastaða.“
Í örnefnalýsingu fyrir Sandgerði segir m.a. um kotin: „Hjáleigur 1703 eru nefndar Bakkakot, sem einnig er til 1847; Krókskot, er einnig til enn; Landakot, er einnig til enn; Tjarnarkot, er einnig til enn; Harðhaus og Gata munu horfin. Stöðulkot var komið í eyði 1703, svo og Bakkabúð og Helgakot. Sums staðar er sagt frá því, að Sandgerði hafi heitið Sáðgerði. Má og sjá merki akurlanda í landi jarðarinnar.“
Álfhóll var talinn bústaður álfa og fullyrt var að þar hrektist aldrei hey. Gvendartóft er skammt frá Oddstóft, ofar í heiðinni, og var hún kennd við Guðmund í Tjarnarkoti.
Hvort fyrstnefnd tóft hafi verið svonefnd Gvendartóft eða Oddstóft er erfitt að segja nokkuð til um. Þó er það ósennilegt.
Tóftin í Grænulaut er aflöng með þremur rýmum. Hún er of lítil til að geta hafa verið bær og tæplega nógu stór til að geta hafa verið kot, en hæfileg sem selstaða. Miðað við stærð rýma og skipulag þeirra gæti þarna hafa verið sel frá Sandgerði (Sáðgerði). Fjórða rýmið, aflangt, vestast gæti þá hafa verið stekkur undir selhúsinu.
Auðvitað gæti þarna hafa byggst upp örkot eða önnur nytsöm mannvirki um skamman tíma, en þegar horft er til aðstæðna má leiða að því líkum að þarna hafi verið selstaða fyrrum. Reyndar er ekki minnst á selstöðu frá Sáðgerði í Jarðabókinni 1703, en það segir þó lítið um fyrri not.
Grasgróningar eru þarna í skjóli og lægðum, en hvergi er ræktaðan blett að finna. Það styrkir tilgátuna um selstöðu svo ofarlega í heiðinni.
Tóftin er í skjóli fyrir austanáttinni. Neðan við þær hefur runnið lækur fram á sumarið. Neðan við þær hafa myndast tjarnir, ákjósanlegar til beitar. Tóftin sjálf er gróin, en þó má sjá í henni grjóthleðslur í veggjum og lögun rýma. Lítill ágangur hefur verið á tóftina í seinni tíð.
Ef um selstöðu hefur verið að ræða er hún sambærileg við það sem sjá má í Bæjarskersseli undir Álaborginni og Fuglavíkurseli í Miðnesheiði, undir Selhólum. Hvalsnesselin tvö hafa enn ekki verið skoðuð, en það verður gert fljótlega.
Þarna gæti verið komin 253. selstaðan í fyrrum landnámi Ingólfs. Annars væri forvitnilegt að glugga í fornleifaskráningu, sem unnin var fyrir Sandgerðisbæ v/nýbyggingarsvæðis ofan bæjarins. Hún var lögð fram á fundi byggingarnefndar bæjarins 21. maí 2008.
Frábært veður. Gangan tók 12. mínútur.
Heimildir m.a.:
-Reynir Sveinsson.
-Jarðabók 1703.
-Örnefnalýsingar fyrir Sandgerði.
Rauðavatnsstöðin – sögubrot af vandaðri girðingu
„Kveikjan að þessari frásögn er grein Sigurðar G. Tómassonar í síðasta Skógræktarriti. Árið 2007 var gerð úttekt á skerðingarsvæði Suðurlandsvegar við Rauðavatn vegna fyrirhugaðrar breikkunar vegarins þar. Í framhaldi af henni vakti úttektarmaður athygli á leifum girðingar sem þar væru að finna og gerði m.a. Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri viðvart um minjar þessar. Þann 11. september 2008 fórum við tveir félagarnir á vettvang með þau áform að bjarga frá áformuðum vegarframkvæmdum þeim girðingarstaur sem næstur var þjóðveginum og yrði í öllum tilvikum að víkja. Breikkun Suðurlandsvegar á þessum stað lenti í útideyfu en það er önnur saga.
Nú kann einhverjum að þykja sem hátt hafi verið reitt til höggs fyrir einn girðingarstaur, en svo einfalt er málið ekki því að girðingin um Rauðavatnsstöðina – hvað elstu minjar um skógrækt í Reykjavík – virðist á sínum tíma hafa verið svo vönduð að við fátt jafnast er síðar þekktist á því sviði. Áður en sagt verður frá minjabjörgunaraðgerðum okkar félaga er rétt að rifja upp nokkuð af því sem vitað er um sjálfa girðinguna – mannvirkið.
Frá fyrstu framkvæmdum skógræktarmanna við Rauðavatn er meðal annars sagt í skýrslu Flensborgs, hins danska skógræktarstjóra landsins, fyrir árið 1902. Við þýðum lauslega orð skógræktarstjórans: „Spildan við Rauðavatn var girt sams konar girðingu og hin nýfengnu svæði að Hálsi og á Hallormsstað… Spildan var girt með járnstaurum og gaddavír og sléttum vír til skiptis [afvekslende Pigtraad og glat Traad]. Ég legg með nánari upplýsingar um girðinguna, sem áhugaverð kann að þykja, þar sem hlutur girðinga mun skipta miklu fyrir skóga framtíðarinnar…“
Síðan lýsti Flensborg girðingarefni og -aðferð af mikilli nákvæmni; „hér er aðeins getið helstu atriða er vörðuðu undirbúning verksins: Finna þarf girðingarefni sem er ódýrt og auðvelt í flutningum og uppsetningu, er sterkt og heldur úti sauðfé og hrossum. Eikarstaurar og gaddavír duga vel, en hver hestur ber aðeins 4 staura, auk þess sem staurarnir taka mikið pláss í skipunum…“
Þar eð í ár skyldi girða um það bil 40 tunnur landsins á þremur stöðum var um að ræða mikið efni. Við leituðum því tilboða ýmissa framleiðenda í Kaupmannahöfn á grundvelli fastrar áætlunar. Athugað var hvort gömul gasrör kæmu til álita… Einnig var leitað til Englands… og fór svo að samið var við Jones & Bayliss í London um 4500 stika langa girðingu (um 4.100 m). Rækileg lýsing Flensborgs á hinni ensku girðingu er upplögð æfing í „ólesinni“ dönsku, svo við látum hana koma orðrétta: „Hegnet, som har 4 Pigtraade og 3 glatte Traade med 3–10 Tommers Afstand, tættest forneden, er 4 Fod højt over Jorden. Det opstaaende Materiel udgøres af: Hjørnestolper, massive, firkantede Jernstøtter, som forneden bærer en stor Plade og i Jordoverfladen et Kors af mindre Plader, og som støttes af 2 Skraastivere ligeledes med Jordplade paa den nederste Ende.
Dernæst Strammestolper, dannede af 2 Stkr. svært Pladejern og forsynede med Plader som Hjørnestolperne. Endvidere Mellemstolper af dobbelt T-Jern, hvorpaa der fæstes en Plade i Jordoverfladen, parallelt med Hegnslinien. Og endelig Dropper, Vinkeljern, som kun gaar til Jordoverfladen. Der sættes en Hjørnestolpe i hvert vandret eller lodret skarpt Knæk paa Hegnslinien samt ellers for hver 6–800 Fod; en Strammestolpe indsættes for hver 3–400 Fod, en Mellemstolpe for hver 24 Fod og endelig for hver 6 Fod en Dropper. Paa Hjørne- og Strammestolper sidder der Strammeruller med Palhjul og Nøgletap; i Mellemstolper og Dropper er der Indsnit til Traaden, som fastholdes med drejelige Lukkehager og med Splitter. De fornødne Laager hænge mellem 2 Strammestolper med Skraastivere. Alle Stolper graves 2 Fod ned i Jorden.“
Og efnið kom frá Leith vorið 1902, sjóleiðis að sjálfsögðu. Flutningur þess til Norður- og Austurlands tafðist vegna hafísa, er bæði jók kostnað við efnisaðdrætti og seinkaði girðingavinnunni. En girðingin um gróðrarstöðina (planteskolen) við Rauðavatn komst upp og síðan liðu ein 106 ár. Segir nú af athugun okkar eins og frá henni var greint í verksskýrslu: „Í fyrsta lagi gengum við hluta hins gamla girðingarstæðis, austur og upp í holtið þar sem „Planteskolen“ á að hafa verið, sbr. loftmynd af svæðinu. Þar uppi er afar vandaður hornstaur. Staurinn er jarðfastur og hefur ekki gefið sig á neinn veg. Undir girðinguna virðist hafa verið hlaðið jarðvegi og þarna nærri má sjá skýran garð í girðingarstæðinu, sbr. lýsingu Flensborgs: „Planteskolen skal omgives med en 3 Fod Jordvold, af hvilken Allerede en Del er bygget“, Ákveðið var að láta borgarminjavörð vita um minjar þessar svo þær mætti færa á skrá. Þannig væri helst hægt að forða þeim frá eyðileggingu vegna mannvirkjagerðar síðari tíma. Sem stendur eru minjarnar það langt frá umferð að þeim er sennilega fremur lítil hætta búin. Vel mætti líka stinga þarna niður merki sem héldi til haga merkri skógræktar- og girðingasögu.
Í öðru lagi var það svo ´kraftstaur´ (strammestolpe) er varðveist hafði á girðingarlínunni meðfram Suðurlandsvegi, gengt bensínstöð Olís er þarna stendur. Þessi og áðurnefndur hornstaur virtust við fyrstu skoðun okkar félaganna vera einu staurarnir úr girðingunni, sem eftir eru. Kraftstaurinn stóð traustum fótum og hreyfðist lítt þótt skekinn væri. Við ákváðum að bjarga staurnum en ljóst var að hann myndi verða í vegi framkvæmda kæmi að þeirri breikkun Suðurlandsvegar sem áformuð var.
Sýnilega hafði verið grafið fyrir staurnum og púkkað vel að honum með hnullungsgrjóti. Eftir að hafa fjarlægt nokkra steina úr púkkinu tókst okkur að hreyfa staurinn töluvert en upp vildi hann ekki. Fengum við þá dráttarvél Skógræktarfélagsins til aðstoðar. Reynt var að hífa staurinn lóðrétt upp en þá slitnaði borði, sem átti að sögn ekils dráttarvélarinnar, að þola fimm tonna átak. Fjarlægðum við þá enn meira grjót úr púkkinu. Tókst þá loks að lyfta staurnum. Kom þá í ljós hvað hélt honum niðri: Allstór platti sem boltaður var við staurinn en ofan á hann hafði grjótinu verið púkkað. Hefðum við betur kannað lýsingu Flensborgs nákvæmar áður en við vörðum öllum svitadropunum til verksins. Kraftstaurinn reyndist vera 222 cm langur. Á honum eru sjö strekkirúllur fyrir vír; um það bil 90 cm af staurnum voru neðanjarðar. Ber þessum málum vel saman við lýsingu Flensborgs nema hvað staurinn hefur sennilega verið settur dýpra í jörð en þar var sagt. Líka kann að gæta þar áhrifa áfoks. Áðurnefndur platti er um 45 x 31 cm að stærð og á langhlið hans er 11 cm hornrétt ´uppábrot´. Kraftstaurinn er, eins og hornstaurinn, ótrúlega heill eftir allan þennan tíma. Á málminum, sem að mestu virðist vera steypt járn, sá undralítið.
Það er af staurnum að segja að hann var tekinn til athugunar er í Landbúnaðarsafnið kom. Reyndist hann sáralítið ryðgaður, helst þó þar sem jarðaryfirborð hafði verið. Strekkihjól voru heil að mestu. Staurinn var forvarinn með Jóhannesar-olíu og honum síðan komið fyrir gestum safnsins til sýnis. Það er ljóst að mjög hefur verið vandað til þessarar fyrstu skógræktargirðingar á SV-landi. Minjarnar sýna líka að a.m.k. girðingarstaurum má koma þannig fyrir hérlendis, bæði um efni og frágang, að þeir standi lengur en í heila öld!
Við samningu þessarar greinar kom upp í huga höfunda hvort útséð væri með að fleiri staurar – hvort sem væru hornstaurar eða kraftstaurar – gætu leynst einhversstaðar í upprunalegu girðingarlínunni. Til að ganga úr skugga um það fór annar höfundur í reisu meðfram gömlu girðingunni núna í lok ágúst 2013. Og viti menn, í þéttum skógi ofan við gömlu gróðrarstöðina (planteskolen) fannst einn kraftstaur sem virðist vera alveg í jafngóðu ástandi og staurinn góði sem nú er á Landbúnaðarsafninu.
Ekki fundust fleiri staurar þrátt fyrir nokkra leit meðfram upprunalega girðingarstæðinu. Það er þó ekki hægt að útiloka að fleiri standi þarna enn, enda skógurinn mjög þéttur á köflum. Ekki er vafi á því að þessar minjar eru býsna merkilegar í ræktunarsögu þjóðarinnar. Girðingaöld Íslendinga var að hefjast á fyrstu árum tuttugustu aldar og það sama átti við um skógræktina. Minjarnar eru hluti af upphafi þeirrar sögu. Full ástæða er því til þess að gæta vel skógræktarminjanna þarna við Rauðavatn.“
Heimild:
-Skógræktarritið 2013 2. tbl.- Bjarni Guðmundsson og Jón Geir Pétursson – Rauðavatnsstöðin – sögubrot af vandaðri girðingu, bls. 68-71.
Rauðavatn.
Hverjir voru Tyrkjaránsmenn? – Þorsteinn Helgason
Í tímaritinu Sögu, 1. tbl. árið 1995, reynir Þorsteinn Helgason að svara spurningunni „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn?“. Eftirfarandi er hluti af umfjölluninni:
„Í fyrri hluta greinarinnar er fjallað almennt um sjórán á 17. öld og nokkur hugtök skýrð. Þá er sagt frá heimildum um sjórán og einkum þau sem stunduð voru á vegum Algeirsborgar og Salé í Marokkó. Loks er yfirlit yfir heimildir um Tyrkjaránið 1627, m.a. hollenskan samtímaannál sem segir frá Grindavíkurráninu.
Í seinni hlutanum er leitað svara við því af hvaða þjóðerni og uppruna ránsmennirnir voru. Niðurstaðan er sú að samsetning hópsins hafi verið fjölbreytt en norður-evrópskir trúskiptingar hafi verið atkvæðamestir.
Tyrkjaránið er alkunnur atburður í Íslandssögunni en þó skal hér í byrjun rakinn söguþráðurinn í fáum orðum: Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Annar hópur ránsmanna tók land í Grindavík, hertók þar fólk, felldi tvo menn og tók tvö skip og annað herfang; stefndi síðan til Bessastaða en skip þeirra steytti á skeri. Urðu þeir frá að hverfa og héldu til heimahafnar í borginni Salé í Marokkó. Hinn hópurinn rændi fyrst á Austfjörðum en síðan í Vesrmannaeyjum og var það sýnu mesta ránið; sá hópur var frá Algeirsborg. Alls hertóku ránsmenn um 400 manns, felldu sennilega um þrjátíu og tóku fimm dönsk verslunarskip auk annars herfangs. Fangana seldu þeir mansali í heimaborgum sínum en á fjórða tug þeirra voru keyptir heim með lausnarfé tíu árum síðar.
Tyrkjaránið er minnisstæð hrollvekja í Íslandssögunni að minnsta kosti á þrjá vegu. Í fyrsta lagi er hún þáttur í sögu Vestmannaeyja sem ekki verður gengið fram hjá enda var líklega meira en helmingur íbúanna numinn á brott eða drepinn í þessum voveiflegu atburðum. Í öðru lagi hafa örlög hernumda fólksins orðið mörgum umhugsunarefhi, ekki síst hlutskipti Guðríðar Símonardóttur, Tyrkja-Guddu. Í þriðja lagi lifir ránið sem staðreynd og viðmið sem hægt er að grípa til, t.d. þegar varnarmál eru rædd eða þegar Tyrki ber á góma í nútímanum.
Sem sagnfræðilegt athugunarefni hefur Tyrkjaránið hins vegar legið að mestu í láginni. Það er þó á margan hátt álitlegt til rannsóknar, ekki síst í alþjóðlegu samhengi. Tyrkjaránið er vissulega einstæður atburður í sögu Islands3 en það er ekki formálalaust í veraldarsögunni.
Í þessari grein er ætlunin að kanna einn þátt Tyrkjaránsins, þ.e. uppruna ránsmannanna og einkum þjóðerni þeirra. Tyrkjaránsmenn voru ekki eins miklir Tyrkir og ætla mætti af orðanna hljóðan.
Þó að meginviðfangsefnið sé þessi þáttur þykir rétt að reifa málið fyrst á víðari grunni, tengja Tyrkjaránið við ýmsar hræringar í samtíma þess og segja frá helstu heimildum og heimildaflokkum sem það varða. Margt af því sem þar er sagt verður tilefni til nánari könnunar og umfjöllunar síðar og sér í lagi.
Um sjóræningja Norður-Afríku, og þar með „Tyrkina“ sem rændu á Íslandi 1627, eru til ærnar og fjölbreyttar heimildir. Það sem kemur á óvart er að þeirra er síst að leita á heimaslóðum, þ.e. í Norður-Afríku. Í Istanbul er hins vegar varðveitt mikið safn skjala frá lendum Tyrkja í Norður-Afríku á þessum tíma enda var stjórn Algeirsborgar reglufestustjórn og hélt fundargerðir en flokkun og útgáfa þessara skjala er stutt á veg komin.11 Þeir sem skildu eftir sig rituð plögg um sjóránastarfsemi í Norður-Afríku voru einkum þessir:
a. Stjórnvöld í Norður-Afríku og Evrópu sem skiptust á orðsendingum,
b. opinberir sendimenn Evrópuríkja í Norður-Afríku,
c. kirkjunnar menn sem komu til að leysa fólk út með fjármunum,
d. skipstjórnarmenn sem héldu dagbækur og
e. herleitt fólk sem skrifaði heim.
Frumheimildir um Tyrkjaránið á íslandi 1627 eru fyrst og fremst íslenskar og mega þær teljast allnokkrar að vöxtum og býsna ítarlegar í samanburði við heimildir um viðlíka viðburði erlendis. Og gagnstætt erlendu skjölunum eru þær mestan part persónulegar reynslusögur. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður safnaði þessum heimildum saman, bar saman handrit og gaf út í ritinu Tyrkjaránið á Íslandi 1627 á vegum Sögufélags í byrjun aldarinnar.
Íslensku heimildunum í útgáfu Jóns má skipta í nokkra flokka:
a- Ferðasaga (reisubók) Ólafs Egilssonar prests í Vestmannaeyjum sem herleiddur var 1627 en sleppt um haustið til að hann færi á heimaslóðir að safna lausnarfé. Frásögn Ólafs er á flestan hátt traustust og nákvæmust af þessum heimildum; af henni er oftast
ljóst hvað hann sá og lifði sjálfur og hvað hann hefur eftir öðrum.
b. Aðrar frásagnir sjónarvotta. Hér er um að ræða brot úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem var settur til varna á Bessastöðum og er því til frásagnar um afmarkaðan þátt viðburðanna. Kláus Eyjólfsson lögréttumaður skráði frásögn af ráninu í Eyjum eftir þeim sem sluppu naumlega á land og e.t.v. fleiri heimildum. Frásaga hans er ónákvæm og einhliða og mætti geta sér þess til að skelfing heimildarmanna hafi verið svo mikil að í skynjuninni og minningunni um atburðina hafi öll blæbrigði þurrkast út. Slíkt mun alkunnugt í vitnasálfræði. Fjögur sendibréf Íslendinga frá Barbaríinu eru varðveitt og eru þau merkilegar heimildir um herleiðinguna og gefa tilefni til samanburðar við erlendar heimildir.
c. Tyrkjaránssaga Björns Jónssonar á Skarðsá frá 1643 er viðleitni til formlegrar sagnaritunar um þennan stórviðburð og þar er stuðst við aðrar heimildir, þ. á m. ferðasögu Ólafs Egilssonar en einnig rit sem týndust í brunanum í Kaupmannahöfn 1728: frásögn Halldórs Jónssonar af Grindavíkurráninu, rit Einars Loftssonar úr Vestmannaeyjum og eitt bréf úr herleiðingunni frá Jóni Jónssyni
Grindvíkingi.
d. Annálar og brot. Hér er um að ræða stutta lýsingu á ráninu á Austurlandi sem austanpiltar í Skálholti skráðu veturinn eftir að atburðirnir gerðust, ennfremur stuttan en sjálfstæðan annál sem greinir m.a. frá öðrum ritum um ránið, loks brot úr Skarðsárannál, grein í Biskupasögum Jóns Halldórssonar, prestasögum hans og Hirðstjóraannál.
e. Nokkur opinber tilskrif eru varðveitt og fjalla flest um eftirleikinn á Íslandi, t.d. erfðamál, eignaskiptingar og giftingar. Þó tæpa sumir á atburðarásinni, svo sem Oddur biskup Einarsson í minnisbók sinni 1630.
Ólafur áleit að flestir þeirra manna sem tóku hann sjálfan og fjölskyldu hans höndum hafi verið enskir.53 Líklegt er að Ólafur hafi hér ályktað af málfari ræningjanna. Þegar á skipið kom og Ólafur hafði verið barinn með kaðli „var einn Þýzkur tilsettur að spyrja mig að, hvort eg ætti ekki peninga“. Loks gerir Ólafur grein fyrir því í heild sinni hverninn illþýði þetta er að ásýnd og búnaði. Þá er það af því að segja, að það fólk er misjafnt, bæði til vaxtar og ásýndar, sem annað fólk. Sumir geysi miklir, sumir bjartir, sumir svartir, því það voru kristnir úr ýmsum löndum, enskir, franskir, spánskir, danskir, þýzkir, norskir, og haf þeir hver sitt gamla klæðasnið, sem ei kasta trú sinni. Mega þeir alt vinna, það til
fellur, og hafa stundum högg til… . En Tyrkjar eru allir með uppháar prjónahúfur rauðar….
Ólafur Egilsson greinir þannig í þrjá hópa: upprunalega Tyrki, trúskiptinga og kristna menn. Má ætla að þeir síðastnefndu hafi einkum verið á skipunum og tæpast tekið þátt í strandhöggunum þar sem þá þurfti að hafa undir eftirliti og þeim var skipað fyrir verkum.
Allt sem sagt hefur verið hingað ril á við um ránsmenn frá Algeirsborg sem herjuðu á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Þeir sem léru greipar sópa í Grindavík og strönduðu síðan á Seylunni utan við Bessastaði komu hins vegar frá borginni Salé í Marokkó. Ránsmenn í Saléborg voru af svipuðum toga og Algeirsbúar en nokkuð bar þó á milli.
Af framansögðu má ætla að sjóránaskipin frá Salé hafi verið mönnuð márum frá Spáni, evrópskum trúskiptingum og ófrjálsum Evrópumönnum, auk Marokkómanna af ýmsu tagi. Svo vel ber í veiði að til eru upplýsingar um áhöfn skipstjórans, sem var í fyrirsvari fyrir Íslandsferðinni 1627, eins og hún var samsett í árás á Kanaríeyjar 1622. Spænskur trúskiptingur af skipinu var skömmu síðar handtekinn og leiddur fyrir rannsóknarréttinn. Hann sagði að á skipinu hefðu verið márar frá Salé, þar af 18 Moriscos útlægir frá Spáni. Níu flæmska (hér: hollenska) trúskiptinga taldi hann auk 13 ófrjálsra landa þeirra.
Þar sem ránsmönnum í Grindavík er lýst í Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá eru þeir aldrei nefndir annað en „Tyrkjar“. Þó er sagt að ránsmenn hafi sent nokkra menn á bát til njósna að danska kaupskipinu og að þeir menn hafi talað þýsku við skipherrann. Ennfremur er talað um hollenskan bátsmann á skipi þegar siglt var til Afríku.
Í hollenska annálnum, sem áður er nefndur, segir að níu Englendingar hafi verið í áhöfn ránsmanna í Grindavík; þeim hafi verið gefið eftir fyrra skipið, sem tekið var, og hafi þeir fengið að fylla það fiski. Síðan sigldu Englendingarnir heim til Englands „og létu sem þeir ættu skipið og héldu því leyndu að sjóræninginn [þ.e. foringi „Tyrkjanna“] hefði látið þá hafa það“. Í íslensku heimildunum er ekki getið um þetta „enska tilbrigði“.
Tyrkjaránsmenn voru sundurleitur hópur. Íslenskar lýsingar fara allvel saman við það sem annars staðar segir af þjóðerni og uppruna þeirra. Segja má þó að minna beri á Hollendingum og márum frá Spáni í íslensku heimildunum en við hefði mátt búast. Þar getur margt komið til:
– að Hollendingar hafi stundum verið taldir með Þjóðverjum; tungumálin voru lík,
– að Íslendingum hafi reynst erfitt að sundurgreina márana; þeir sem Ólafur Egilsson nefnir Tyrki geta einnig verið márar og jafnvel að einhverju leyti evrópskir trúskiptingar,
– að Norður-Evrópumenn hafi raunverulega verið fleiri í íslandsleiðangrinum en í mörgum öðrum ránsferðum vegna kunnugleika þeirra á norðurslóðum.
Ljóst er að fáir upprunalegir Tyrkir tóku þátt í Tyrkjaráninu og engir þeirra voru í hópnum sem réðst að Grindavík og Bessastöðum þar sem Saléborg heyrði ekki undir Tyrkjaveldi. Þar að auki má minna á að tyrknesku hermennirnir, janissararnir, voru fæstir Tyrkir að uppruna. Það voru því fyrst og fremst Evrópumenn sem frömdu Tyrkjaránið. Er þá nokkur hæfa í því að kalla það Tyrkjarán?
Þessu má svara með nokkrum rökum. Í fyrsta lagi hefur heitið Tyrkjarán alla tíð verið notað um þessa atburði hér á landi og það „er óþægilega fyrirhafnarsamt að skipta um hugtök í hvert skipti sem fræðimenn skipta um skoðun á fyrirbærunum.“ Í öðru lagi tóku Iíklegast einhverjir Tyrkir þátt í ráninu. Í þriðja lagi laut Alsír formlega Tyrkjaveldi á þessum tíma. í fjórða lagi notuðu Evrópumenn þessa tíma heitið Tyrkir iðulega um múslíma (múhameðstrúarmenn) hvar sem þeir bjuggu sunnan Evrópu; menn gátu gerst Tyrkir.
Þó að búið sé með sæmilegum hætti að svara því hverjir Tyrkjaránsmenn voru er ekki hálf sagan sögð. Næst liggur fyrir að leita uppi foringjana og kanna hlut þeirra. Síðan þarf að skilgreina stjórnvöldin sem réðu í heimahöfnum þeirra. Þá er rétt að fara í saumana á lögum, reglum, siðvenjum og fræðilegum rökum sem ná yfir þetta athæfi. Loks má reyna að rekja alla atburðarásina og ástand mála um Miðjarðarhaf og í Evrópu sem leiddu yil þess að Tyrkjaránið átti sér stað. En hér verður látið staðar numið að sinni.“
Heimild:
-Saga – Hverjir voru Tyrkjaránsmenn? – Þorsteinn Helgason, 1. tbl. 1. janúar 1995, bls.111-133.
-http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=334801&pageId=5279658&lang=is&q=Tyrkjaránið
Járngerðarstaðir – bæir og sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.
Dysjar – sagan
Eftirfarandi fróðleik um Dysjar má finna í fornleifaskráningu Þjóðminjasafnsins í Garðahverfi árið 2003:
„Dysjar eru nefndar meðal Garðakirkjujarða í máldögum þegar árin 1397 og 1477 , í Jarðaskrá kirkjunnar 1565 með ábúandann Jón Markússon og í Gíslamáldaga 1570. Skv. Jarðabók Árna og Páls var þetta lögbýli í eigu Garða og árið 1703 bjó ekkjan Valgerður Nikulásdóttir á hálfri jörðinni með sex manns í heimili. Hinn helmingurinn var ábúandalaus um nokkurt skeið og hafði séra Ólafur í Görðum af honum nytjar en af Manntali má sjá að Ásmundur Gissurarson flutti þangað sama ár ásamt kvinnu sinni Hildi Guðmundsdóttur og 11 ára sveitarómaga. Bændur með jarðnyt voru einnig tveir árið 1801, Jón Þorsteinsson og Hans Ormsson hreppstjóri, og hafa búið á Vestur-Dysjum og Austur-Dysjum sem var stærri bærinn. Jón var giftur Iðunni Jónsdóttur og bjuggu hjá þeim 22 ára dóttir, Guðrún, og Guðbrandur Hannesson vinnumaður.
Hreppstjórafrúin Vigdís Jónsdóttir var ljósmóðir að atvinnu. Heimilismenn voru 12 og meðal vinnumanna Narfi Jónsson, trúlega sonur hjóna í einu tómthúsi jarðarinnar, Jóns Narfasonar og Solveigar Hannesdóttur. Jarðnæðislaus eins og þau var einnig nafni hreppstjórans Arnórsson, titlaður húsmaður og fiskari og átti heimili ásamt konu sinni og föður. Fyrir fimmta býlinu var loks handverkskonan og ekkjan Ragnheiður Jónsdóttir sem bjó ásamt móður sinni og 82 ára gömlum húsmanni. Einhver af þessum fjölskyldum hefur væntanlega haldið til í hjáleigunni Dysjakoti en aðrar þurrabúðir eru ekki nafngreindar á Dysjum.
Í Manntal 1816 var fólkið flutt og ekki vitað hvert nema hvað Guðrún Jónsdóttir frá Vestur-Dysjum giftist Bjarna Sveinssyni húsmanni í Sjávargötu. Jónar tveir höfðu hins vegar tekið við ábúð í Dysjum, bókbindari með konu og þrjú börn sem fyrir tilviljun var alnafni fyrri ábúanda, og svo Þorgrímsson nokkur með sjö í heimili, þeirra á meðal mæðgurnar Herdís Símonsdóttir húskona og Ástríður Jónsdóttir, rétt komin yfir tvítugt. 28 ára gamall sonur húsbóndans, Gamalíel, mun síðar hafa flust í áðurnefnda hjáleigu. Í Manntali 1845 hafði aftur fjölgað á jörðinni en þá var í Vestur-Dysjar kominn Erlendur Halldórsson, þrítugur bóndi og fiskari með konu og þrjú börn, að líkindum sonur Halldórs Erlendssonar í Hlíð. Sjötti heimilismaður hans var Pétur gamli Jónsson sem var á sveitinni. Vigfús Hjörtsson á hinum Dysjabænum hafði sjö í heimili og bjó þar áfram Ástríður, dóttir Herdísar, ekkja og sjálf komin með titilinn húskona og lifði á handiðn. Með henni var fimmtán ára gömul dóttir, Guðrún. Þá voru tómthúsmennirnir þrír, Þórvaldur Sæmundsson með konu og barn, Sigvaldi Árnason með konu og Guðmundur Gíslason með vinnukonu og barn. Loks bjó á jörðinni Ólafur Bjarnason smiður og hafði níu í heimili. Þegar Jarðatal var tekið 1847 voru Dysjar enn í eigu kirkjunnar og ábúendur tveir. Þær eru nefndar í Jarðabók 1861 og voru áfram kirkjueign skv. Fasteignabókum árin 1932 og 1942-4. Dysjar eru skv. Fasteignamati ríkisins enn í ábúð og skráður eigandi Úlfhildur Kristjánsdóttir.
Árið 1565 galt Jón Markússon í landskuld þrjár vættir fiska, mannslán og vallarslátt, jörðinni fylgdu tvö kúgildi og bóndi hafði eins dags sölvatekju í landi staðarins. 1703 var jarðardýrleiki óviss en landskuld orðin hundrað álnir sem guldust með fjórum fiskavættum í kaupstað og vallarslætti. Kúgildi var eitt á jörðinni og borgaði Valgerður það hálft með fæði til vallarsláttarmanna en auk þess með fiski eða smjöri til staðarhaldara sem bar að uppyngja það. Kvaðir á hvern ábúanda voru dagsláttur, hríshestur og hestlán. Í bústofninum voru tvær kýr en fóðrast kunnu þrjár. Heimræði var allt árið og uppsátur í Dysjavör. Jarðardýrleiki var enn óviss 1847 en landskuld hafði lækkað í 80 álnir. Kúgildið var sem áður eitt. 1861 taldist jörðin 11,5 ný hundruð. 1932 var verðið 37 hundruð kr. fyrir Vestur-Dysjar og 51 hundruð fyrir Austur-Dysjar. Fyrrnefnda bænum fylgdu tvö kúgildi og 20 sauðir, þeim síðarnefnda þrjú kúgildi og 30 sauðir og einn hestur hvorum.
Matjurtagarðar sem við gerð Túnakorts 1918 voru 900 m² á Vestur-Dysjum og 1100 m² á Austur-Dysjum höfðu minnkað í 480 m² vestan megin en stækkað í 1220 m² austan megin og fengust árlega úr þeim tíu og átján tunnur garðávaxta. Jörðin hafði útræði og hrognkelsaveiði hefur verið í Dysjaþara af Dysjabryggju. Árin 1942-4 eru aðeins nefndar Austur-Dysjar og var fasteignamat þeirra orðið alls 61 hundruð kr. Nautgripir voru fjórir, sauðirnir jafn margir og áður og hesturinn einn. Úr görðunum fengust um 24 tunnur og auk fyrri hlunninda nefnd mótekja. Túnið skiptist í Dysja-Vesturbæjartún sem skv. Túnakortinu var 1,2 ha og Dysja-Austurbæjartún sem var 2,1 ha, þ.e. „allstórt“ eins og segir í Örnefnaskrá 1964 en þar eru sérstaklega nefndir nokkrir túnskikar: Hólsflöt ofan bæjanna og Minkaflöt austarlega, kennd við minkabú sem þar var í eina tíð.
Brúarflatir þrjár sem urðu til eftir að Dysjamýri var ræst fram og ræktuð og liggja meðfram henni og eru kenndar við mýrarveginn Dysjabrú og neðan þeirra er loks nýræktin Dýjaflöt. Frá túnunum er einnig sagt í Örnefnalýsingu 1976-7: „Austan bæjar á Dysjum er túnið sundurskorið af skurðum og teygist upp í Dysjamýrina. Næst bænum er Gerði, þá er Hólsflöt og síðan Minkaflöt. Þar ól Guðmann [Magnússon] eitt sinn minka. Þá er Dýjaflöt og þar fyrir austan Brúarflatir, þrjár flatir, aðgreindar með skurðum, og liggja þær að veginum. Allar þessar flatir hafa verið skírðar í seinni tíð, enda ekki svo langt síðan þær hafa verið ræktaðar.“ Norðan í túninu var svo Dysjakot sem öðru nafni hét Gamlakot og kallaðist þar Dysjakotsvöllur eða Gamlakotsvöllur. Dysjatún var að mestu umgirt garði.
Þetta er syðsta jörðin í Garðahverfi og voru Bakki og Pálshús að vestan og norðan. Austar var jörðin Bali og nefndist vestasti hluti Balamalar Dysjamöl. Að norðaustan var Dysjamýri og við sjóinn suðvestan megin neðan bæjanna hétu Dysjafjörur.
Skv. Túnakortinu heita Dysjar öðru nafni Desjar. Við Fornleifaskráningu 1984 taldi heimildakona skrásetjara nafnið komið frá Völvudys en hún er hins vegar í Miðengislandi. Á Túnakorti er athugasemd um þetta í tengslum við landbrot við Dysjar af völdum sjávar: „Hér munu og hafa brotnað upp síðan í fornöld engjar miklar. – Og líklegra að býlin séu kend við des: (hey) en við dys (dauðra) þar á röku láglendinu.“
Á Túnakorti 1918 má sjá tvær stórar torfbyggingar í bæjarstæðinu, væntanlega bæina tvo en sá vestari skiptist í tvö aflöng hólf og hið vestara aftur í tvö ferningslaga hólf. Stefnan er suðvestur-norðaustur. Skv. Fasteignabók eru Vestur-Dysjar enn úr torfi árið 1932 en þær eru ekki nefndar árin 1942-4 og hafa væntanlega verið komnar úr byggð þá. Í Örnefnaskrá 1964 er talað um Dysjar Vesturbæ og Dysjar Austurbæ. Stóðu bæirnir „lítið eitt aðgreindir fram um 1900“. Í Örnefnalýsingu frá 1976 segir: „Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. Dysjavör er vestan við Balamöl. Gömlu bæirnir á Dysjum stóðu frammi á sjávarbakkanum, beint niður af íbúðarhúsinu, sem nú er.
Nú hefur sjór brotið alveg upp að gamla bæjarstæðinu. Fast fyrir norðan núverandi íbúðarhús er fjós og hlaða, byggt um 1944-45. Bílskúr tengir það íbúðarhúsinu. Fjárhús er fast norðaustan fjóssins. […] Íbúðarhúsið á Vestur-Dysjum stendur, eins og nafnið bendir til, rétt vestan við Austur-Dysjar og gripahús og hlaða frá Vestur-Dysjum rétt sunnan hússins. U.þ.b. 15 m sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir […]“. Þeir voru að mestu horfnir í sjóinn þegar fornleifaskráning fór fram 1984, annar þeirra, líklega sá vestari, var alveg farinn en „hleðslugrjót sést í bakkanum“.
Heimild:
-Þjóðminjasafn Íslands 2004, Garðahverfi – fornleifaskráning 2003, bls. 16-24.
Garðahverfi – flugmynd.
Sólarjólaljós á Reykjanesskaga
FERLIR fékk senda eftirfarandi frásögn skömmu eftir áramót 2012-2013:
„Ég sendi lýsingu á ótrúlegri, stórkostlegri ljósadýrð á svæðinu á milli Þorbjarnar og Þórðarfells föstudaginn 14. desember 2012.
Það var föstudaginn 14. desember 2012 sem ég var staddur á Grundartanga í Hvalfirði í ákaflega góðu veðri, landið skartaði sínu fegursta með sólina í aðalhlutverki, birtan sérstök, sólin lagt á lofti sem setti sérstakan litblæ á landið og magnaði upp gil og skorninga með skuggavarpi.
Það var svo þegar klukkuna vantaði um það bil 15 mínútur í fjögur þegar ég var á leið til höfuðborgarinnar nýkominn á þjóðveginn að framundan eru tvö sterk ljós í fjarska, í stefnu á höfuðborgarsvæðið, þó greinilega ekki frá Reykjavík, heldur nokkru hærra og fjær að sjá úr Hvalfirðinum. Ljósamagnið var svo mikið að þau voru líkust stórum þorpum, þar sem ég vissi fyrir að á þessu svæði sem ljósin birtust væri engin mannabyggð, var ég að velta fyrir mér hvar þetta gæti verið. Það sem var ljóst var að ljósin sáust á milli fellanna Þorbjörns og Þórðarfells, en þau sjást ágætlega og eru vel þekkjanleg úr Hvalfirði.
Á örstuttum tíma breytist ljósadýrðin, þannig ljósið sem er nær Þórðarfelli myndar nokkurskonar hyllingar og þá er eins og stórt skemtiferðaskip birtist, varir þetta ljós í mjög stuttan tíma, og skyndilega hverfa þessi ljós, en nú sést hvað er að gerast, sólin hverfur loks á bakvið landslagið, og þá er eins og hvítar ljósaseríur logi á landslaginu sem stendur hæst milli fellanna. Þegar betur er að gáð, eru það gígar í Eldvörpum sem sólin lýsti svo fallega upp, og menn horfðu á og hrifust af alla leið ofan úr Hvalfirði.
Þennan dag sá ég fallegust jólaljós sem ég hef séð.
Ég sendi þér þessa lýsingu, vegna þess að mér þykir hún svo sérstök, og hún lýsir landslagi á Reykjanesskaga, sem hefur áhrif á fólk í mikilli fjarlægð, jafnvel þó landslagið sé ekki hátt yfir sjávarmáli.
Þá vill ég að lýsingin geymist, en gleymist ekki.
Það er sjálfsagt að birta þessa lýsingu, enda skrifaði ég hana niður til að festa þessa minningu í sessi. Því miður var ég ekki með myndavél meðferðis, en ef hún hefði verið til staðar hefði ég stoppað og tekið eins mikið af myndum og ég hefði getað.“
Takk fyrir mig;
Eyjólfur Guðmundsson.
Aukinn áhugi á verndun Reykjanesskagans…
Reykjanesskaginn býr yfir einstakri fjölbreytni og fegurð, sem nauðsynlegt er að varðveita í nútíð og framtíð. Þrátt fyrir næsta nágrenni við þéttbýlasta svæði landsins, býður svæðið ferðamanninum upp á töfra öræfakyrrðar.
Reykjadalur.
Á það ekki síst við dalina norður af Ísólfsskála, hálsana er ganga þvert á skagann, hverasvæðin í Krýsuvík, ósnert Brennisteinsfjöllin fjölmarga hraunhella sem og óteljandi menningarminjar, sem varðveist hafa á svæðinu.
Ef horft er til fjalldalanna ofan Ölfuss, norður af Hveragerði og svæðisins austur af Hengli og Esjufjallanna, er þar um að ræða ómetanleg verðmæti til lengri framtíðar litið. Ljóst er að íbúar landsins svo og ferðamenn, sem hingað munu koma, sækjast fyrst og fremst eftir óspilltri náttúru, skírskotun til forsögu þjóðarinnar og jarðfræðimyndana er eiga sér fáar líkar í heiminum.
Reykjanesskagann, hið forna landnám Ingólfs, ofan þéttbýlismarka, á að friðlýsa.
Eftirfarandi frétt var í RÚV þann 30. okt. 2007; Hengill í henglum?
Reykjadalsá.
„Virkjanamál eru einhver heitustu pólitísku mál síðari tíma á Íslandi. Nú er enn eitt slíkt mál í uppsiglingu. Andstæðingar virkjunar vestan við Ölkelduháls á Hengilsvæðinu hafa opnað heimasíðu og hvetja fólk til að senda inn athugasemdir til Skipulagsstofnunar áður en frestur rennur út 9. nóvember.“
Hér er verið að leita eftir stuðningi landsmanna við varðveislu Ölkeldusvæðisins í sama tilgangi, en það er þó einungis hluti af Reykjanesskaganum – sjá http://hengill.nu/ – Hér má heyra umrædda frétt RÚV.
Þá var sama dag umfjöllun á mbl.is um nátengt efni; Telja að virkjun muni spilla ómetanlegri náttúruperlu.
„Andstæðingar fyrirhugaðrar jarðgufuvirkjunar á Hengilssvæðinu í landi sveitarfélagsins Ölfuss hafa sett á laggirnar heimasíðu þar sem almenningur er hvattur til að gera athugasemdir við virkjunaráætlanirnar. Um er að ræða 135 MWe virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Bitru, rétt vestan við Ölkelduháls.
Reykjadalur.
Frummatsskýrsla vegna framkvæmdanna er nú til athugunar hjá Skipulagsstofnun og rennur frestur til að gera athugasemdir við framkvæmdirnar út 9. nóvember. Petra Mazetti, leiðsögumaður og forsprakki síðunnar, segir að tilgangurinn með opnun hennar sé fyrst og fremst sá að vekja athygli almennings á því að til standi að spilla ómetanlegri náttúruperlu í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið með jarðgufuvirkjun. „Við vildum ekki vera of sein með athugasemdirnar í þetta skiptið,“ segir Petra og bendir á að margir séu nú að mótmæla virkjunaráætlunum við Þjórsá, en umhverfismat fyrir svæðið hafi legið fyrir í talsvert langan tíma.
Í Reykjadal.
Hafinn er undirskriftasöfnun þar sem skorað er á sveitarstjórnarmenn á Reykjanesi að leita allra leiða til að tryggja að orkuöflun og sala á vatni og rafmagni verði ekki færð í meirihlutaeign einkaaðila og að tryggt verði að sala og dreifing á rafmagni verði til frambúðar verkefni Hitaveitu Suðurnesja. Jafnframt að HS verði í meirihlutaeign sveitarfélaganna.“
Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, stendur að undirskrifasöfnun sem fer fram á netinu á vefslóðinni www.askorun2007.is þar sem hann hvetur til vitundar um lýðræðislegra vinnubragða innan orkufyrirtækjageirans með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi.
Í Reykjadal.
Hannes segir þar að „í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga hafi ekki verið í umræðunni að sveitarfélög eða ríki hefðu uppi nein áform um sölu hlutabréfa í HS og þaðan af síður að til greina kæmi að einkavæða fyrirtækið. Í kjölfar á sölu ríkisins hafi farið í gang atburðarás, sem leitt hafi til þeirrar stöðu sem íbúar standi frammi fyrir í dag og við því þurfi að bregðast. Hannes vill meina að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafi misst stjórn á atburðarásinni við sameiningu GGE og REI. Í öllu ferlinu hafi aldrei verið staldrað við og spurt hvað íbúunum væri fyrir bestu. Þeir hafi heldur aldrei verið spurðir og því sé mikilvægt fyrir íbúalýðræðið að þeir segi skoðun sína. Því hafi hann farið af stað með þessa undirskriftasöfnun. Undirskrifasöfnuninni sé ætlað að standa utan við pólítskt dægurþras og sjónarmið íbúanna þurfi að koma fram burtséð frá stjórnmálaskoðunum þeirra.
Í Reykjadal.
Hannes segir að ef sameining REI og GGE nái fram að ganga gæti komið upp sú staða að orkulindir og orkuver HS á Reykjanesskaga verði komnar í meirihlutaeign einkaaðila ef ekkert verði að gert. Arsemi þess fjár sem þeir hafa lagt í þessa fjáfestingu verði látin ráða för nema íbúar svæðisins velji að viðhalda óbreyttu ástandi frá því sem nú er. Til þess að svo megi verða verði að senda kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum skýr skilaboð um hver vilji íbúanna sé í þessu máli. Í því felist að þeir verði að staldra við og spyrja sig hvort þeir séu á réttri leið. Það geti ekki verið að menn ætli að sætta sig við eina niðurstöðu í málinu án þess að skoða fleiri kosti í stöðunni.“ Sjá umfjöllunina hér.
Reykjadalur – laug.
Um þessar mundir er margt að gerast í andsvörum við hugsanlegri skyndigróðanýtingu ómetanlegra náttúruverðmæta á Reykjanesskaganum. Það er bæði von og trú framsýnna landsmanna að þeir stjórnmálamenn, sem þurfa og eiga að taka ákvarðanir, ekki einungis fyrir daginn í dag heldur og fyrir komandi kynslóðir, taki mið af arðbærri nýtingu verðmætanna til lengri framtíðar.
Reykjadalurinn er eitt fjölfarnasta útivistarsvæði landsins – og eitt af þeim fallegri.
Reykjadalur – Klambragil.
Upphaf 16. aldar
Þessi fjöllótta eyja er stirðnuð af sífelldu frosti og snjó. Rétt nafn hennar er Ísland, en nefnist Thile á latínu. Hún liggur óralangt í norðvestur frá Bretlandi. Þar eru lengstir dagar sagðir 22 sólarstundir eða lengri og að sama skapi eru nætur stuttar sökum fjarlægðar hennar frá jafndægrabaug, en hún telst allra (landa) fjarlægust honm.
Áletrun á sjókort frá upphafi 16. aldar.
Sökum ógurlegs kulda loftslagsins fæst þar ekkert matarkyns nema fiskur þurr af kulda, en hann nota eyjarskeggjar sem gjaldmiðil og skipta fyrir korn og mjöl og aðrar nauðsynjar hjá Englendingum, sem eru vanir að sigla þangað árlega til þess að flytja út téðan fisk. Að sögn Englendinga er fólk þar hálfvillt og ruddalegt, hálfbert og býr í lágum neðanjarðarhúsum. Þar hafið lagt sex mánuði og ósiglandi.“
[Portugalskt sjókort frá upphafi 16. aldar, varðveitt á Bibliothéque Nationale í Paris (451. Inv. gén. 203). Halldór Hermannsson telur að Íslandskortið sýni auðsæ persónuleg kynni af landinu. Þar eru ekki sýnd örnefni, en dregnar myndir af þremur kirkjum,, og bendir staðsetning þeirra til Skálholts, Hóla og Helgafells. — Islands Kortlægning, Khöfn 1944, bls. 13, H. Hermannsson: Islandica XXI 1931, bls. 15—16, Nordenskiöld: Bidrag, bls- 3, tafl. 6.]
Heimild:
-Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma …,útgefandi: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1857, 16. bindi (1415-1589), bls. 470-471.
Íslandskort 1601.