Hér á eftir verður fjallað um meint bæjarstaði Hrafnabjarga og Litla-Hrauntúns í Þingvallahrauni. Ýmsar fræðilegar skýringar hafa komið fram á hvorutveggja í gegnum tíðina, bæði frá sjálfskipuðum lærðum með skírskotun til „fræðigreina“ sem og bara forvitnum um landsins hagi í gegnum tíðina.
Þingvallaréttin við Sleðaás.
Að þessu sinni lögðu FERLIRsfélagar land undir fót frá Sleðaási, skoðuðu selsminjar Litla-Hrauntúns sem og Hrafnabjarga í Þingvallahrauni, tóftir beggja bæjanna og nálægar fornar leiðir um hraunið. Hitinn var um 25 °C og nánast logn. Flugan var til óþæginda, en takmarkaði hins vegar ekki áhugan á efninu.
Í Jarðabókinni 1703 fjalla Árni Magnússon og Páll Vídalín um bæina Hrafnabjörg og Litla-Hrauntún í Þingvallasveit í Árnessýslu: „Á Hrafnabjörgum hefur verið kallað norðan undir sjálfum Hrafnabjörgum c: Hrafnabjargarfjalli, eru ummæli að þar hafi verið hálfkirkja eður þriðjúngakirkja.
Sagt er að fyrir pláguna stóru hafi í allri Þingvallasveit verið 50 býli, og að Hrafnabjörg hafi þá staðið í miðri sveit (fyrst ritað Fífilvellir, en breytt af Árna í Fíflavellir).“
Grímastaðir – uppdráttur BJ.
„Vestur frá Hrafnabjörg sést votta fyrir gömlum bœjarrústum; þar vottar og fyrir því, að tún hafi þar getað verið, og þar er gjóta eða hola, sem litr út fyrir að hafa verið brunnr. Í Ármanns sögu er talað um bœ undir Hrafnabjörgum. Það er kemur til ákvæðis sögunnar „suðr frá Klyftum“, þá ætti það jafnvel betur við, að þetta væri hinir fornu Grímsstaðir, enn þetta verður ekki ákveðið. “ (Árbók Hins íslenska Fornleifafélag 1880, Um Þingvöll og Þingvallasveit, Sigurður Vigfússon, bls. 43.)
„Kluftir (sandkluftir) eru milli Ármannsfells og Mjóufjalla, Suður frá Kluftum er skógi vaxið hraun til Hrafnabjarga. En það hraun er vatnslaust og því eigi byggilégt.
Í Hraunjaðrinum við Hrafnabjörg er þó á einum stað brunnur af náttúrunni, þ.e. hraunhola með vatni, sem sjaldan þrýtur. Og hjá henni er forn bæjarrúst. Hún er að vísu nokkuð óglögg; þó má sjá, að í henni eru 2 miðgaflar, er skipta henni í 3 herbergi, sem hvert um sig er nál. 3 fðm. langt. Hin liggur nál. frá austri til vesturs og hefir vestasta herbergið dyr á vesturenda, en hin sýnast að hafa dyr á suðausturhliðinni. Breiddin á tóftunum er nál. 3 fðm. Við norðurhliðina vottar fyrir annari tóft, er einnig hefir dyr á vesturenda. Norðanmegin við þær er lítil tóft með dyr mót norðri. Svo sem 20—30 fðm. norðar er sérstök tóft, talsvert minni. Hún er tvískift, og er það glögt, að miðgaflinn er dyvalaus. Hefir austurherbergið dyr á suðausturhlið, en hitt á vesturenda. Lengd hvors um sig er nál. 2x 1/2 fðm., breiddin um 2 fðm. Þetta gæti vel verið heimahof. Stekkur gæti hún raunar líka verið, en er þó of lítil til þess á þessum stað; því hér verður að gera ráð fyrir mörgu sauðfé; tún hefir ekkert verið og þá ekki heldur kýr.
Önnur forn bæjarrúst er í hrauninu langt suðvestur frá Kluftum. Þar heitir Litla-Hrauntún. Eigi sér þar vatnsból og eigi er þar heldur túnstæði. Það kæmi nú heim við hinn fyrtalda stað í Harðarsögu (k. 5.) að Grímsstaðir, Þav sem Grímur litli bjó, hafi verið á öðrum hvorum þessum stað, og þá helzt á bænum við Hrafnabjörg. Og á því máli er Sigurður Vigfússon í Árb. 1880—1, bls. 43. (Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904, Brynjúlfur Jónsson, bls. 44-45.)
Hrafnabjörg – uppdráttur BJ.
Hrauntún hefur verið kallað örnefni eitt í skóginum, sem munnmæli eru að bygt hafi verið fyrir pláguna, meinast síðan í plágunni í eyði lagts hafa og allajafna síðan í aun verið. Hefur hjer í þessu takmarki selstaða verið frá Þingvöllum svo lángt fram sem menn til muna og er enn nú, og vita menn ekkert hjer um að undirrjetta.
Anað Hrauntún hefur verið kallað verið í skóginum í norðaustur frá þessu og skamt eitt þr frá, og sjer til girðinga svo sem af túngarði. Meinast þetta hrauntún eins bygt verið hafa fyrir pláguna sem hið fyrra, en hver bæði Hrauntúnin hafi undir eins bygð verið, eður hafi bærinn verið fluttur verið og bíhaldið svo nafninu, það hafa menn ekki heyrt, og meinast þetta Hrauntúnið með sama móti eyðst hafa í plágunni sem hið fyrra. Hjer um vita menn ekki heldur framar að segja.“ (Árbók Hins íslenska Fornleifafélag 1880, Um Þingvöll og Þingvallasveit, Sigurður Vigfússon, bls. 45.)
Í BA-ritgerð Gunnars Grímssonar í fornleifafræði; „Kortlagning eyðibyggðarinnar á Þingvöllum“, árið 2020 má m.a. lesa eftirfarandi: „Þingvellir eru einn merkasti sögustaður Íslands. Þar var alþingi háð frá um 930 til 1798 eða í hartnær átta aldir. Fyrsti þjóðgarður landsins var stofnaður á Þingvöllum. Voru lögin um þjóðgarðsstofnun samþykkt 1928 og tóku þau gildi 1930 þegar haldið var upp á þúsund ára afmæli alþingis. Íslenska lýðveldið var formlega stofnsett á Þingvöllum 17. júní 1944 (Björn
Þorsteinsson, 1986). Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004 vegna sögu og fornleifa staðarins auk gildis þeirra sem „helgistaðar þjóðarinnar“ (UNESCO, 2004).
Þrátt fyrir langa sögu og miklar minjar hafa fornleifarannsóknir innan þjóðgarðsins á Þingvöllum verið færri en ætla mætti. Fjölmargar minjar hafa verið skráðar innan þinghelginnar (Sigurður Guðmundsson, 1878; Matthías Þórðarson, 1922, 1945; Guðmundur Ólafsson, 1986; Margrét H. Hallmundsdóttir, óútgefið) en lítið hefur verið um eiginlega fornleifauppgrefti, sem hafa flestir verið tiltölulega smáir í sniðum (Sigurður Vigfússon, 1881; Matthías Þórðarson, 1922, 1945; Adolf Friðriksson o.fl., 2006; Orri Vésteinsson, 2004; Margrét H. Hallmundsdóttir og Hansen, 2012). Rannsóknirnar hafa þá mestmegnis beinst að minjum innan þinghelginnar en ekki hefur verið fjallað eins mikið um minjar utan hennar, sem eru leifar eyðibyggðarinnar á Þingvöllum.
Hrafnabjörg – sel?
Eyðibyggðarinnar er helst getið sem eins konar viðauka við umfjöllun um alþingisstaðinn (Sigurður Vigfússon, 1881; Matthías Þórðarson, 1945) en hún er sjaldan í aðalhlutverki (Brynjúlfur Jónsson, 1905) og heildstæða samantekt vantar. Aðeins hefur verið grafið á einum stað í þjóðgarðinum utan þinghelginnar, svo vitað sé (Brynjúlfur Jónsson, 1895). Hugmyndir um eðli og umfang eyðibyggðarinnar á Þingvöllum eru því langt frá því að vera fullmótaðar.
Helstu ritheimildir sem stuðst er við eru Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um Árnessýslu (2. bindi, JÁM II), sóknarlýsing Þingvalla árið 1840 (Björn Pálsson, 1979), rannsóknarferð Brynjúlfs Jónssonar fornfræðings um Árnessýslu árið 1904 (Brynjúlfur Jónsson, 1905) og Þingvöllur – Alþingisstaðurinn forni eftir Matthías Þórðarson þjóðminjavörð frá 1945 (Matthías Þórðarson, 1945).
Örnefni eru einnig afar mikilvægar heimildir í þessari ritgerð en helstu heimildarmenn í þeim efnum eru Ásgeir Jónasson frá Hrauntúni (1932, 1939) og Pétur Júlíus Jóhannsson frá Skógarkoti (1983). Pétur merkti á sjöunda hundrað örnefna inn á loftmyndir á 9. áratug seinustu aldar ásamt því að skrifa ritgerðina Þingvallaþankar (Pétur J. Jóhannsson, e.d.). Framlag Péturs er ómetanleg heimild um sögu Þingvallasveitar. Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður hefur tekið saman örnefnaskrár Péturs, Ásgeirs auk fleiri heimildarmanna í sérstaka örnefnaskrá þjóðgarðsins og afhent Landmælingum Íslands, sem hefur gert þau aðgengileg.
Prestatígur um Þingvallahraun – ÓSÁ.
Í Jarðabókinni er skrifað um tvö Hrauntún í Þingvallasigdældinni. Í sóknarlýsingu Þingvalla 1840 er Hrauntúnið síðarnefnda sagt „suður af Mjóafelli“ og kallað Litla-Hrauntún, til aðgreiningar frá hinu fyrrnefnda (Björn Pálsson, 1979, bls. 183) sem var þá komið í byggð á nýjan leik. Litla-Hrauntún á sér enga sögu og féll því í skuggann af Grímsstöðum og Hrafnabjörgum hjá fornfræðingum. Sigurður Vigfússon (1881) minnist þannig ekki einu orði á eyðibýlið. Brynjúlfur Jónsson tileinkar Litla-Hrauntúni fjórar setningar í lok umfjöllunar sinnar um Hrafnabjörg en þar er honum mest umhugað um staðsetningu hinna fornu Grímsstaða.
Á 20. öld er Litla-Hrauntún merkt inn á mismunandi stöðum á kortum en aldrei sérlega nákvæmlega. Guðmundur Davíðsson, sem síðar varð fyrsti umsjónarmaður þjóðgarðsins á Þingvöllum, hefur á orði í dagblaðsgrein hvað honum þyki „óviðfelldið“ hve mikið finnst af röngum örnefnum á korti dönsku herforingjastjórnarinnar; bæði séu nöfnin „afbökuð og færð úr stað“ að hans mati (Guðmundur Davíðsson, 1921, bls. 1). Guðmundur segir Litla-Hrauntún vera „[…] langt norður á Þingvallahrauni, u.þ.b. mitt á milli Ármannsfells og Hlíðargjár“ (1919, bls. 67).
Litla-Hrauntún; selstaða – uppdráttur ÓSÁ.
Í annarri dagblaðsgrein bætir Guðmundur við að Litla-Hrauntún sé í útjaðri skógarins og þar eru tóftir tveggja fornra bæjarstæða, sem heita hvort tveggja Litla-Hrauntún (1934, bls. 54). Ásgeir Jónasson frá Hrauntúni segir Litla-Hrauntún sunnan á Mjóafellshrauni og þar sjáist „auðsjáanleg tóftarbrot og grasblettur“ (Ásgeir Jónasson, 1939, bls. 151). Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti segir Litla-Hrauntún skammt austan Víðivalla, sem eru við rætur Ármannsfells.
Prestastígur.
Samkvæmt Pétri liggur leið fram hjá bæjarrústunum yfir Prestastíg (Gunnar Þórisson og Pétur J. Jóhannsson, 1983, bls. 182) en almenn málvenja á Þingvöllum er að kalla stíg aðeins þann hluta leiðar sem liggur yfir gjá. Því er ekki útilokað að fleiri en ein leið liggi yfir sama svokallaða Prestastíg, sem fer yfir Hlíðargjá. Í ritgerð sinni Þingvallaþönkum segir Pétur ennfremur að Litla-Hrauntún sé á milli gömlu og nýju sauðfjárveikigirðinganna (Pétur J. Jóhannsson, e.d., bls. 14). Nákvæmasta lýsingin af rústum Litla-Hrauntúns kemur frá Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði en hann lýsir þeim svo árið 1945: „Nyrzt er Hrauntún, nefnt Litla-Hrauntún. Sér þar fornar tóftir á 3 stöðum, og kemur það nokkurn veginn heim við frásögn Árna Magnússonar í jarðabók hans […] Sjá má greinilega hvort-tveggja bæjarstæðið, sem átt er við, og eru á hinu fyrra nýlegri tóftir, enda seltóftir frá síðari öldum, um 100 m. eru í milli. Á eystri staðnum er ein fornleg bæjartóft, sem skipt er í þrennt. – Um 40 m. fyrir norðan vestari tóftirnar eru hinar þriðju; aflöng, ferhyrnd tóft, mjög fornleg, skiptist í tvennt, og 6 m. fyrir vestan hana hringmynduð tóft. Sennilega hefur hér verið sel. – Það er lítt hugsanlegt, að hér hafi verið 2 byggð býli samtímis, en séu hér raunar 2 bæjarstæði, mun síðari bærinn hafa verið byggður einhvern tíma eftir að hinn fyrsti hafði farið í eyði. (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 81–82).
Litla-Hrauntún – bæjarstæðið.
Hér er líklegt að nafngiftir Hrauntúns og Litla-Hrauntúns hafi haft áhrif á lýsingar“.
Guðmundur Davíðsson og Matthías Þórðarson gætu hafa túlkað texta Jarðabókarinnar sem svo að verið sé að lýsa tveimur Hrauntúnum á einum stað og túlka því Litla-Hrauntún sem tvíbýli. Einnig er óvíst hvort það sem Kolbeinn Guðmundsson (1952) kallar Gamla-Hrauntún eigi við um Litla-Hrauntún eða hitt Hrauntúnið, sem aftur byggðist upp á 19. öld (sjá bls. 27).
Auk þess segist séra Guðmundur Einarsson, sem var prestur á Þingvöllum árin 1923–1928, hafa séð skálabyggingu fornmanna „[…] norðaustur í hrauninu frá Hrauntúni að sjá“, sem hann telur „víst að sé innan girðingarinnar“ (Guðmundur Einarsson, 1938). Ef meint skálarúst Guðmundar er innan gömlu girðingarinnar (sem nú hefur verið breytt í reiðgötu) gæti hún ef til vill verið af hinu svokallaða Gamla-Hrauntúni, eða verið allt annað, óþekkt bæjarstæði.
Litla-Hrauntún; bæjarstæðið.
Einnig gæti Guðmundur hafa átt við rústir Gamla-Stekks, sem er sagður skammt austan Hrauntúns (Ásgeir Jónasson, 1939, bls. 156). Ef skálarúst Guðmundar er ekki innan gömlu girðingarinnar (og er í raun skálarúst) eru líkur til þess að hún sé í Litla-Hrauntúni.
Prestastígur (Hrafnabjargarvegur).
Hópurinn Ferlir leitaði að Litla-Hrauntúni og staðsetti árið 2011 meintar rústir norðan yngri girðingarinnar, við leið sem liggur yfir Hlíðargjá og er líklega svonefndur Prestavegur eða Hrafnabjargavegur (Ómar Smári Ármannsson, 2011a). Hekla Þöll Stefánsdóttir, þá landvörður á Þingvöllum, gekk skipulega um landsvæðið austan Víðivalla og norðan yngri girðingarinnar 2013 án þess að koma auga á neitt (Einar Á. E. Sæmundsen, munnleg heimild, mars 2017). Sá sem þetta skrifar gekk í landvörsluvinnu sjálfur skipulega um landsvæðið sunnan girðingarinnar í apríl 2017 í leit að Litla-Hrauntúni, án árangurs.
Nokkur óvissa ríkti um staðsetningu Litla-Hrauntúns: rústirnar eru jafnt sagðar norðan þjóðgarðsgirðingarinnar og sunnan hennar og einnig við leið sem liggur yfir Hlíðargjá um Prestastíg. Svæðið þar sem Ómar Smári Ármannsson merkir Litla-Hrauntún var kortlagt með flygildi í júlí 2017 en þar var ekki hægt að koma auga á rústir á loftkorti og yfirborðslíkani.
Til að taka af allan vafa um staðsetningu Litla-Hrauntúns voru um 3,2 ferkílómetrar lands kortlagðir báðum megin yngri girðingarinnar sem og sunnan undir Mjóafelli snemma sumars 2018.
Litla-Hrauntún; bærinn.
Miðað var við lýsingu Matthíasar Þórðarsonar (1945, bls. 81–82) að mannvirkin væru á þremur stöðum, þar sem 100 metrar væru milli fyrsta og annars staðarins og sá þriðji 40 metrum norðan hins fyrsta. Slíkt bar góðan árangur, því við einn grasblettinn í hrauninu sunnan girðingarinnar mátti greina daufa ferhyrnda upphækkun sem líktist mannvirki og út frá henni var hægt að staðsetja allar rústir Litla-Hrauntúns.
Litla-Hrauntún; seltóft.
Rústin sem sást fyrst er sú, sem Matthías Þórðarson kallar „seltóftir frá síðari öldum“ en segir þær „bera nú með sér, að þar hafi ekki verið sel æði-lengi“ (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 81). Rústin situr ofan á lágri hæð og um 20 metrum suðvestar er grasblettur, sem Ásgeir Jónasson (1939) hefur eflaust átt við. Mögulega gæti þetta stutt túlkun Matthíasar Þórðarsonar að þarna sé sel. Fleiri minjar gætu leynst í nærumhverfi „seltóftanna“. Um 115 metrum austan „seltóftanna“ er rústin, sem Matthías Þórðarson kallar „fornlega tóft“ og segir skiptast í þrennt (mynd 24, miðdálkur). Ekki er auðvelt að færa rök með eða á móti Matthíasi þar sem rústin er mjög gróin og norðurhluti hennar virðist vera kominn undir birkirunna. Trjágróðurinn gerir það einnig að verkum að erfitt er að átta sig nákvæmlega á stærð rústarinnar en hitamyndavélin gat greint hitaójöfnur í gegnum laufskrúða
trjánna. Þriðji minjastaðurinn er um 40 metra norðan „seltóftanna“ og þar eru a.m.k. tvær rústir. Sú stærri er aflöng og tvískipt, snýr SA–NV og er kölluð „mjög fornleg tóft“ af Matthíasi Þórðarsyni.
Hrafnabjörg; bærinn.
Bærinn undir Hrafnabjörgum, sem er jafnan einfaldlega kallaður Hrafnabjörg líkt og fjallið sjálft, varð síðar að yrkisefni í Ármanns sögu yngri, sem er samin á seinni hluta 18. aldar upp úr Ármanns rímum. Þar sem Hrafnabjörg eru ekki nefnd í rímunum er vel hugsanlegt að höfundur Ármanns sögu hafi tekið sér skáldaleyfi með bæinn, sem er þá kominn vestur undir Skjaldbreið. Þar er Hallketill nokkur, leysingi Ketilbjarnar gamla, sagður búa en hann flutti þangað eftir að honum þótti of þéttbyggt í Laugardal (Íslendinga sögur XII, bls. 423).
Í sóknarlýsingu Þingvalla 1840 er bærinn sagður vestan Hrafnabjargafjallsins og þá höfðu munnmæli Jarðabókarinnar um hálf- eða þriðjungakirkju þróast upp í stæðilega kirkju, sem þótti „ekki all-lítil“ (Björn Pálsson, 1979, bls. 186, 192).
Vörður á Klettaborg í Þingvallahrauni.
Matthías Þórðarson lætur sér fátt um finnast um kirkjumunnmæli í kringum tvískiptu tóftina, sem honum finnst „allsendis ósennileg“ en hann lýsir Hrafnabjörgum svo: „Þá er bæjarstæði fornt skammt í útnorður undan Hrafnabjörgum. […] Aðalbæjartóftin skiptist í þrennt. Við norðurhlið hennar vottar fyrir annarri tóft, og hinni þriðju norðan við hana. Um 50 m. norðar er enn tvískipt tóft. (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 82).
Líkt og með Litla-Hrauntún hefur bærinn undir Hrafnabjörgum verið staðsettur á margvíslegum stöðum á kortum. Brynjúlfur Jónsson segir Prestaveg (sem hann kallar Prestastíg) liggja norður fram hjá bæjarrústinni (1905, bls. 47). Guðmundur Davíðsson, umsjónarmaður þjóðgarðsins á Þingvöllum, getur þess árið 1934 að einstaka birkirunnar vaxa í grennd við bæinn en annars er landsvæðið að hans sögn „ömurlegt og óbyggilegt“ (1934,
bls. 53).
Prestastígur.
Í Árbók Ferðafélags Íslands 1961 heitir bæjarrústin Hranavellir og er sögð „vestur af norðurenda Hrafnabjarga“ (Haraldur Matthíasson, 1961, bls. 132). Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti getur þess í örnefnaskrá Grímsnessafréttar að bæjarrústir Hrafnabjarga (sem hann kallar Hrafnabjargavelli) séu í litlu dalverpi fyrir framan örnefnið Kræklubrún („Grímsnesafréttur“, e.d., bls. 3). Bróðir hans, Pétur J. Jóhannsson (1983, bls. 182–183), segir rústirnar skammt norðan hesthústóftar Grímsnesinga, sem er við núverandi sauðfjárveikigirðingu suðaustan Prestastígs. Þess má geta að það er vatnsból við hesthústóftina, sem helst fram eftir sumri. Meintar bæjarrústir Hrafnabjarga voru staðsettar í ferð Ferlis árið 2011 (Ómar Smári Ármannsson, 2011). Voru þar skrásett möguleg mannvirki á tveimur stöðum við hraunkrika, sem virðast hafa að mestu farið á kaf undir malarjarðveg úr
leysingarfarvegi (Ómar Smári Ármannsson, munnleg heimild, 4. október 2019).
Tóft við Presthól við Prestastíg.
Út frá ritheimildum átti eyðibýlið að liggja við Prestaveg upp við örnefnið Kræklubrún. Bæjarrústin átti að vera 15–17 metrar að lengd, með gjótu austan hennar og tvískiptu mannvirki 30–40 metrum norður af bænum. Hrafnabjörg hafa þó verið merkt á margvíslegum stöðum og því ríkti mikil óvissa um hvaða heimildir væru áreiðanlegar.“
Ennfremur: „Á Hrafnabjörgum er fyrst að nefna bæjarrúst, sem snýr hér um bil austur–vestur og er um 16×6,5 metrar að stærð. Á norðurhliðinni er lítil viðbygging, um 4×3 metrar að stærð og trjárunni vex í henni miðri. Útveggir rústarinnar eru augljóslega bogadregnir og af útliti hennar að dæma er hér líklega um að ræða dæmigerða skálabyggingu.
Prestastígur.
Ekki er þó öll sagan sögð en einnig sést móta fyrir annarri, smærri byggingu innan hennar, u.þ.b. 13×4,5 metrar að stærð og skiptist í þrjú hólf. Hugsanlega eru þetta leifar selstöðu sem hefur verið reist ofan á skálarústinni seinna meir, rétt eins og túlkað hefur verið á Grímsstöðum. Það virðist sem Brynjúlfur hafi teiknað rústirnar upp líkt og þær séu eitt og sama mannvirkið. Ekkert vatnsból sást við rústirnar en lítil gjóta um 20 metrum suðaustan þeirra gæti hafa verið brunnurinn, sem Brynjúlfur Jónsson og Sigurður Vigfússon áttu við. Ekkert vatn var þó í gjótunni og hún var hulin trjágróðri að stórum hluta.
Hrafnabjörg – bærinn.
Norðan skála- og seljarústanna svokölluðu er lág brekka og þar var hægt að staðsetja þrjár aðrar rústir á vettvangi. Um 30 metrum norðan bæjarrústanna er tvískipta tóftin, sem munnmæli um hálfkirkju eða þriðjungakirkju í Jarðabókinni eiga við og Brynjúlfur Jónsson stingur upp á að væri annaðhvort heimahof eða stekkur. Ekki er minnst á hinar tvær smátóftirnar í lýsingum Brynjúlfs Jónssonar og Matthíasar Þórðarsonar. Báðar þeirra virðast hringlaga eða ferkantaðar og 3–4 metrar í þvermál. Sú eystri er greinilegri, með inngang til suðurs og frá henni liggur lítill slóði í átt að bæjarrústunum.
Gróft kolalag var í innanrými rústarinnar á um 35 sm dýpi. Sú vestari virðist einnig hafa inngang til suðurs og í innanrými hennar var torfhrun blandað gjóskulögum sem hafa ekki verið greind. Birkirunnar vaxa í veggjum rústanna en ekki í innanrýmum þeirra. Frekari rannsókna er þörf til að meta heildarumfang og hlutverk þessara rústa en trjágróðurinn gæti mögulega hulið fleiri verksummerki.
Í Litla-Hrauntúni eru a.m.k. fjögur mannvirki á þremur stöðum. Á einum staðnum er mannvirki sem skiptist í tvö hólf. Hugsanlega eru þetta seljarústir. Á öðrum staðnum er aflangt, tvískipt mannvirki, sem er mögulega með bogadregna útveggi. Rúmlega hundrað metrum austar er annað aflangt mannvirki.
Á Hrafnabjörgum eru leifar mannvirkis sem hefur einkenni dæmigerðrar skálabyggingar með viðbyggingu á norðurhlið. Innan veggja þess vottar fyrir útlínum annars mannvirkis. Gæti það verið sel, sem hafi verið reist ofan á skálarústunum svokölluðu.“
Hrafnabjörg – tóftir.
FERLIRsfélagar hafa skoðað framangreinda minjastaði í Þingvallahrauni. Sunnan girðingar er umlykur Þingvallasvæðið eru selsminjar, í svonefndu Litla-Hrauntúni. Þar má greina þrjár tóftir og eru um 115 metrar á milli þeirra. Norðan girðingarinnar, við Prestastíg, eru fornar hústóftir og garðar; líklega hið forna bæjarstæði Litla-Hrauntúns. Milli selsins og bæjarins er klettaborg með tveimur vörðum, sem ekki virðast hafa verið fornleifaskráðar. Vörðurnar eru ágætar vísbendingar á milli minjastaðinna fyrrum.
Þingvellir – kort.
Framangreind staðsetning á Hrafnabjörgum er augljós selstaða; þrískiptar tóftir og stekkur. Hliðstandandi lýsingar eru af vatnsstæðinu þar sem nú eru rústir leitarmannakofa frá síðustu öld. Umleikis þær eru einu vísbendingarnar um fornfæri; tvær mosavaxnar vörður.
Bærin á Hrafnabjörgum var mjög líklega við lækjarfarveg ofan úr fjallinu. Þar sér fyrir tóftum og görðum, sem nú eru að mestu komnar undir sandaura lækjarins. FERLIR teiknaði þær upp fyrir u.þ.b. tuttugu árum, en nú virðast þær nánast horfnar af yfirborði jarðar.
Frábært veður. Gangan tók 8 klst og 8. mín.
Heimildir:
-Jarðabókin 1703, Árni Magnússon og Páll Vídalín, Árnessýsla, bls. 363.
-(Árbók Hins íslenska Fornleifafélag 1880, Um Þingvöll og Þingvallasveit, Sigurður Vigfússon, bls. 43.)
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904, Brynjúlfur Jónsson, bls. 44-45.
-Matthías Þórðarson. (1922). Fornleifar á Þingvelli. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1921–1922, 1–107.
-Háskóli Íslands, Fornleifafræði; Kortlagning eyðibyggðarinnar á Þingvöllum með flygildum og hitamyndavél. Ritgerð til B.A.–prófs í fornleifafræði –
Gunnar Grímsson, maí 2020 – https://skemman.is/bitstream/1946/35509/1/Kortlagning_eydibyggdarinnar_a_thingvollum.pdf
Hrafnabjörg undir Hrafnabjörgum.
Selvogur; sjóbúðir og tófan – Þorvaldur Thoroddsen
Þorvaldur Thoroddsen fjallar um „Ferðir sínar á Suðurlandi sumarið 1883“ í Andvara 1884. Hér segir af aðbúnaði vermanna í sjóbúðum í Selvogi og víðar á sunnanverðurm Reykjanesskaganum, sem og ágangi tófunnar, sem fæstir virtust sýna athygli þrátt fyrir ærið tilefni:
Sjóbúð í Herdísarvík.
„Selvogur er allmikið fiskipláss, þó æði sje þar brimasamt og skerjótt fyrir landi; graslendi er sáralítið, en beit allgóð í heiðunum; sandfok gjörir mikinn skaða, enda er lítið gjört til að hepta það, nei, pvert á móti, melgrasið er rifið upp og notað í meljur, og lyngið og víðirinn í heiðunum er rifinn í eldinn, og svo blæs náttúrlega hinn sendni jarðvegur allur í sundur, og þaðan fýkur svo yfir betri blettina. Það er hjer sem víða annarstaðar á Íslandi, par sem land gengur úr sjor, að það er mest mönnunum að kenna; hugsunarleysi og stundarhagnaður hafa gjört landinu mikinn skaða. Víða má sjá, að miklu meid byggð hefir verið í Selvogi fyrrum; stórkostlegar garðhleðslur sjást því nærri alstaðar í sandinum, en nú er par allt blásið upp, og ekkert stingandi strá; mest kveður að þessum garðhleðslum fram með ströndinni milli Strandakirkju og Vogsósa, og nálægt kirkjunni eru rústir og garðar af bænum Strönd, sem fyrir löngu er kominn í eyði.
Strandarkirkja 1884.
Strandakirkja, sem svo margir heita á, stendur nú ein fjarri byggð á kringlóttum grasfleti (kirkjugarði), sem vindurinn hefir rifið sandinn frá, svo hátt er niður af honum til allra hliða, en enginn garður í kring. Fyrir framan Hlíðarvatn er sandrif og fellur sjór inn í vatnið um ósa hjá Vogsósum, en í útsynningi skefur sandinn svo upp af grandanum, að ósinn fyllir, svo þar verður þurrt; vatnið er því alltaf að grynnka að framanverðu og að austanverðu, en vestanmegin jetur það sig alltaf meir og meir inn í hraunið; tveir hólmar kváðu hafa verið í því, Hlíðarhólmi og Strandarhólmi, sem eru nú horfnir.
Horft á Hlíðarvatn úr Hlíðarskarði.
Á Vogsósum er töluverð selveiði. Bygging er mjög ljeleg í Selvogi, eins og í Grindavík, og allt öðruvísi en í verstöðunum norðan á nesinu. Í sjóplássum þessum sunnanfjalls liggja vermenn í sjóbúðum, og eru flestar þeirra miklu líkari peningshúsum en mannahíhýlum. Vanalega eru stein- og torfbálkar beggja megin, og á þeim reistar stoðir upp í ræfrið; milli stoðanna hafa sjómenn flet sín, en á stoðirnar hengja þeir skinnklæðin. Sumstaðar er lítil skvompa fyrir endanum, og er hún kölluð »kór«. Þar hvílir vanalega einhver hálfdrættingurinn. Mismunur er náttúrlega á því, hve hreinlega er um gengið í búðum þessum, en sumstaðar er það fremur sóðalegt, eins og við er að búast, þar sem svo mörgum mönnum er kasað saman; gluggar eru vanalega engir, nema lítil vindaugu með rúðubroti í; verður loptið því eigi gott. ef ekki er haft því meira hreinlæti, þar sem allt hlandast saman: svitalyktin af fólkinu og lyktin af grútmökuðum skinnklæðum. Betur færi, að menn færi að leggja þessar sjóbúðir niður, en höguðu heldur til eins og í sjóplássunum norðan á nesinu.
Tófa.
Það stendur sauðfjárrækt mjög fyrir þrifum í þessum byggðarlögum, hve tóur eru fjarska algengar; í hraununum eru svo óteljandi holur, að mjög illt er að vinna grenin, enda er víðast lítið gjört að því; frá Vogsósum hefir nú á seinni árum verið töluvert unnið af grenjum, on það er til lítils gagns, úr því nábúarnir ekkert gjöra. Í sumum sveitum á Reykjanesi drepur tóan nærri hvert lamb, þannig t. d. í Höfnum, og þó eru menn svo rænulausir, að engin samtök oru gjörð til að eyða þessum ófögnuði.
Tvisvar í sumar reið jeg á förnum vegi fram á tóur, sera voru að drepa kind. Tóurnar eru líka víða svo spakar, að þær hlaupa um eins og hundar, og horfa grafkyrrar á ferðamenn, sem um voginn fara.“
Heimild:
-Andvari, 1. tbl. 01.04.1884, Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883, Þorvaldur Thoroddsen, bls 21-24.
Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.
Vífilsfell
Þeir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fjölluðu um Vífilsfell í Fréttablaðinu árið 2020 undir fyrirsögninni „Gáð til veðurs á Vífilsfelli„:
„Eitt tignarlegasta fjall í nágrenni Reykjavíkur er Vífilsfell (655 m) en margir líta á það sem nyrsta hnjúk Bláfjalla. Fjallsins er getið í Landnámu þar sem sagt er frá Vífli, sem ásamt Karla var þræll Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins.
Vífilsfell.
Þeir voru sendir frá Ingólfshöfða vestur með sjó að leita öndvegissúlna Ingólfs og fundu þær loks reknar í Reykjavík. Ingólfur kættist við fundinn og segir svo í Landnámu: „Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum [Vífilsstöðum]; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó [hann] lengi, varð skilríkur [áreiðanlegur] maður.“ Vífill virðist hafa verið í fantaformi því sagt er að hann hafi skotist frá Vífilsstöðum upp á Vífilsfell til að gá til veðurs og ef veðurútlit var gott hélt hann út á Gróttu og reri til fiskjar. Vífilsfell er talið hafa myndast í að minnsta kosti tveimur gosum á mismunandi jökulskeiðum ísaldar. [Þá hvíldi um 700 m þykk íshellan yfir svæðinu.] Langmest ber á móbergi en um mitt fjallið er stallur sem skartar blágrýti og er því talinn stapi eins og Herðubreið og Hlöðufell. Efst á Vífilsfelli er sérlega fallegt móberg úr síðara gosinu og minnir veðrað bergið á abstrakt listaverk.
Vífilsfell.
Ganga á Vífilsfell er frábær skemmtun og flestum fær. Hefðbundin gönguleið liggur að norðanverðu, upp á öxl sem gengur út úr fjallinu. Þarna eru malarnámur og má leggja bílum fyrir framan þær, en stikuð leið liggur alla leið upp á hátindinn. Þetta eru 6 km báðar leiðir og má reikna með að gangan taki 3-4 tíma. Meira krefjandi gönguleiðir liggja að vestanverðu upp gil sunnan tindsins eða úr Jósepsdal að austanverðu. Á hefðbundnu gönguleiðinni er stíg fylgt upp á áðurnefndan stall, en síðan taka við móbergsklettar sem yfirleitt eru auðveldir uppgöngu nema á veturna. Því er skynsamlegt að hafa með mannbrodda og ísöxi í vetrarferðum á Vífilsfell. Í efstu klettabeltunum eru kaðlar á tveimur stöðum sem auðvelda uppgönguna og á tindinum er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands setti upp. Útsýnið yfir höfuðborgina er frábært og sést til Gróttu í 25 km fjarlægð, þar sem Vífill stundaði útræði. Einnig blasa við Esja, Móskarðshnjúkar, Skjaldbreiður og Hengill. Flestir ganga sömu leið niður, en sprækt göngufólk getur þrætt endilöng Bláfjöllin í suður að lyftusvæðinu, 15 km leið, sem Vífli hefði þótt þrælléttur göngutúr.“
Fjallað er um ferð á Vífilsfell í Morgunblaðinu 1979 í dálkinum „Spölkorn út í buskann„:
„Eitt þeirra fjalla, sem blasa við augum manna héðan frá höfuðborginni, er Vífilsfellið. Það er ekki stórfenglegt að sjá úr fjarskanum, en þegar nær er komið, breytir það um svip og ýtir undir þá löngun, að ganga þangað upp. Og í dag skulum við framkvæma það verk.
Hægt er að ganga á fjallið frá öllum áttum, en stysta leiðin er úr skarðinu í mynni Jósefsdals og þar skulum við hefja gönguna. Frá kaffistofunni, sem er á mótum hins nýja og gamla vegar um Svínahraunið, ökum við afleggjarann sem liggur inn í Jósefsdal. Við ökum um Sauðadali, meðfram Draugahlíðum og Þórishamri og brátt erum við komin í skarðið, en það er suð-austan undir Vífilsfelli. Hér skulum við skilja bílinn eftir, og hefja gönguna.
Framundan er brött skriða þakin lausum jarðvegi. Best er að velja leiðina milli tveggja grunnra vatnsrása, sem liggja þar niður, ofan frá brún, eða ganga eftir annarri hvorri rásinni, því þar er fastara undir fæti. Þegar komið er upp á brúnina fyrir ofan, tekur við sléttur meíur. Hann er kærkominn, því brekkan er erfið og hefur komið mörgum hraustum kappanum til að blása og svitna örlítið. Við hvílum okkur nokkra stund á brúninni og litumst um, því landslagið hefur breytt um svip og útsýnið aukist að miklum mun. Síðan tekur við annar áfangi. Handan melsins rís móbergsklettur allbrattur, sem fer lækkandi til austurs. Okkur finnst hann óárennilegur í fyrstu, en tökum samt stefnuna á hann og fikrum okkur upp eftir honum. Er á reynir, er hann auðveldari viðfangs en okkur sýndist. Þegar efstu brún klettsins er náð, blasir við útsýnið til vesturs yfir Bláfjöllin og út á Flóann. En ekki höfum við enn náð efsta tindi. Einn stallur er eftir og sá brattasti. Hér hefur Ferðafélagið komið fyrir kaðalspotta, þeim til styrktar, sem smá aðstoð þurfa, en flestir hlaupa upp án nokkurrar aðstoðar. Þegar við höfum klifið stallinn, er „hæsta tindi náð“ og ekki annað eftir en „rifja upp og reyna að muna, fjallanöfnin, náttúruna“ með aðstoð útsýnisskífunnar, sem Ferðafélagið lét setja hér upp árið 1940. (Tilvitnanir eru úr Fjallgöngunni, kvæði eftir Tómas Guðmundsson.)
Vífilsfell.
Meðan við dveljum hér við útsýnisskoðun og fleira, rifjast upp sagan un nafn fjallsins. Í þjóðsögu segir, að Ingólfur Arnarson hafi gefið Vífli þræli sínum bústað, sem síðan var nefndur Vífilsstaðir. Á miðju Álftanesi er Sviðsholt. Þar bjó Sviði. Vífill og Sviði stunduðu mjög sjó, og segir sagan, að þeir hafi tveir einir róið til fiskjar á áttæringi.
Í þjóðsögunni segir síðan: „Langt fyrir ofan Vífilsstaði er fell eitt, sem Vífilsfell heitir. Þó það sé snöggt um lengri vegur upp að felli þessu frá Vífilsstöðum, en til sjávar, gekk Vífill allt um það á hverjum morgni upp á fellið, til að gá til veðurs, áður en hann fór að róa, og reri ekki, ef hann sá nokkra skýskán a lofti af fellinu, og tók því fellið nafn af honum. En ef honum leist róðrarlega á loftslag gekk hann til skips og reri með Sviða.“ Og nú stöndum við á sömu steinunum og Vífill forðum, hér uppi á fellinu, ef marka skal sannleiksgildi sögunnar. En tæplega myndu margir á okkar öld geta leikið það eftir honum, að skjótast þessa leið frá Vífilsstöðum fram og aftur, áður en hann ýtti frá landi. En nú skulum við huga að heimferð. Sjálfsagt er að leggja smá lykkju á leiðina og skjótast niður í Jósefsdalinn. Þá förum við til hægri þegar við erum komin ofan fyrir efstu klettana, og göngum vestur brúnirnar.
Vífilsfell.
Gott er að komast niður gilið, sem merkt er leið A á kortinu, eða ganga alla leið vestur fyrir dalbotninn og þar niður í dalinn (leið B). Jósefsdalur er mjög sumarfagur, fjöllum luktur, en rennisléttur í botninn. Suður úr honum er Ólafsskarð, kennt við Ólaf bryta í Skálholti, sem ég sagði frá, þegar við gengum á Lyklafellið. Fyrrum var alfaraleið um Ólafsskarð og sjást götuslóðirnar enn. Dalurinn dregur nafn af Jósef bónda, sem þar bjó fyrrum. Hann var góður smiður, en forsmáði guð svo með blóti og formælingum, að bærinn sökk og Jósef með. En líklega hefur verið bætt fyrir brot Jósefs, því til skamms tíma voru hér aðalskíðalönd Ármenninga, skíðaskáli þeirra og fleiri byggingar og gekk vel.
Við göngum austur úr dalnum, fram hja Grettistaki, stórum stökum steini við veginn og upp í skarðið. Þar bíður bíllinn okkar.“
Heimildir:
-Fréttablaðið, 231. tbl. 29.10.2020, Gáð til veðurs á Vífilsfelli, Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson, bls. 16.
-Morgunblaðið, 196. tbl. 30.08.1979, Spölkorn út í buskann – Vífilsfell, bls. 11.
Vífilsfell.
Selfoss – sérstæðir hraunbollar
Á skilti neðan við brúna yfir Ölfusá að sunnanverðu má lesa um „Sérstæða hraunbolla„:
Selfoss – hraunbollar.
„Á syðri bakka Ölfusár, nálægt stöplum brúarinnar, eru sérstæðar jarðmyndanir. Þetta eru hringlaga hraunbollar, um 1-2 metrar í þvermál og nálægt hálfum metra á dýpt. Hér er líklega um að ræða fara eftir stórar grasfylltar loftbólur sem stigu upp í bráðnu hrauninu og storknuðu veggir bollanna áður en bólurnar sprungu á yfirborðinu. Hér er hugsanlega á ferðinni forstig hraundrýlis eða gervigígs. Jarðmyndanir þessar eru á náttúruminjaskrá. Vesturbrún Þjórsárshrauns hin mikla myndar bakka Ölfusár á þessu svæði. Hraunið er hið stærsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðasta jökulskeiðs ísaldar. Hraunið er um 8.700 ára gamalt. Sjá einnig skilti um endimörk hraunsins skammt austan við byggðina á Stokkseyri.“
Selfoss.
Jóra í Jórukleyf – Þjóðsögur Jóns Árnasonar
Í „Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum“ er safnað hefir Jón Árnason og gefin voru út í Leipzig 1862 segir af „Jóru í Jórukleyf„:
Jóra í Jórukleyf – (Eptir sögn manna í Árnessýslu og Gullbringusýslu)
Jóra í Jórukleyf – Mynd; Ásgrímur Jónsson.
„Jórun hét stúlka ein; hún var bóndadóttir einhverstaðar úr Sandvíkurhrepp í Flóanum; úng var hún og efnileg, en heldur þókti hún skapstór.
Hestaat var stundað til forna. t.d. við Þingvelli.
Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat var haldið skamt frá bæ Jórunar; átti faðir hennar annan hestinn, er etja skyldi, og hafði Jórun miklar mætur á honum. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur; en er atið byrjaði, sá hún, að hestur föður hennar fór heldur halloka fyrir. Varð Jórun svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið; hljóp hún þegar með það, svo ekki festi hönd á henni upp að Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp hjarg eitt mikið úr hömrunum við ána, og kastaði því nálega út á miðja á; síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið:
„Mátulegt er meyarstig
mál mun vera að gipta sig.“
Jórusteinn í Ölfusá (Jóruhlaup/Tröllkonuhlaup).
Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafníng, uns hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafníngi, skamt frá Nesjum; eptir því fór hún, og linti ekki á, fyrr en hún kom upp í Heingil.
Jóruhellir.
Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir, og varð hið versta tröll, og grandaði bæði mönnum og málleysíngum. Þegar Jóra var sezt að í Heinglinum, var það siður hennar, að hún gekk upp á hnjúk einn í Heinglafjöllum, og sat laungum þar, sem síðan heitir Jórusöðull; er hann skamt frá sjónarhól hennar á háfjallinu. Af sjónarhól skygndist hún um eptir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafníng fyrir vestan þíngvallavatn, og um Dyraveg norðan undir Heinglinum, sem liggur skamt frá hamragili því, sem áður er nefnt og heitir enn í dag Jórukleyf, af því Jórun lá þar opt fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa, eptir það hún var búin með hestlærið. Þar með gjörðist hún svo ill og hamröm, að hún eyddi bygðina í nánd við sig, en vegirnir lögðust af. Þókti bygðamönnum svo mikið mein að hessari óvætt, að þeir gjörðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum; en eingu feingu þeir áorkað að heldur.
Jórutindur (Jórusöðull).
Nú þegar í þessi vandræði var komið, og eingin ráð feingust til að vinna Jóru, því svo var hún kölluð eptir það hún tryltist, né heldur til að stökkva henni á burtu varð til úngur maður einn, sem var í förum landa á milli, og var um vetur í Noregi. Hann gekk fyrir konúng einn dag, og sagði honum frá meinvætti þessum, sem í Heinglinum byggi, og bað konúng kenna sér ráð, til að ráða tröllið af dögum.
Jórutindur.
Konúngur segir, að hann skuli fara að Jóru um sólar uppkomu á hvítasunnumorgun; „því ekki er svo vond vættur, né svo hamramt tröll til, að ekki sofi það þá,“ segir konúngur. „Muntu þá koma að Jóru sofandi, og mun hún liggja á grúfu. Er hér öxi, er eg vil gefa þér,“ segir konúngur, og fékk bonum um leið öxi silfurrekna, ,,og skaltu höggva henni milli herða tröllsins. Mun þá Jóra vakna, er hún kennir sársaukans, snúa sér við og segja: „Hendurnar fastar við skaptið“. “Þá skaltu segja: „Fari þá öxin fram af. “Mun hvorttveggja verða að áhrínsorðum, og mun Jóra velta sér niður í vatn það, sem þar er ekki lángt frá, er hún liggur í Jórukleyf, með axarblaðið milli herðanna. Mun axarblaðið síðan reka upp í á þá, sem við hana mun kend verða, þar munu Íslendíngar síðan velja sér þíngstað.“ Svo mælti konúngur; en maðurinn þakkaöi honum ráðin og axargjöfina. Fór hann síðan út til Íslands, og fór að öllu, sem konúngur hafði fyrir hann lagt, og banaði Jóru. Rættist öll spá konúngs, og rak axarblaðið í á þá, sem síðan heitir Öxará, þár sem Íslendingar settu alþíng sitt.
Elliðakot (Helliskot) – uppdráttur ÓSÁ.
Ath. Jóhannes Lund í Gullbringum hefir sagt svo frá, að Jórun hafi búip í Helliskoti í Mosfollssveit, og hafi hún átt hest bleikan að lit, og látið etja honum á hestaþíngi austur í Flóa. En sökum annríkis komst hún ekki til að fylgja hestinum sjálf, og lét því búskarl sinn, er Barði er nefndur, fara með hestinn austur. En er hann kom aptur, spurði hún Barða, hvernig Bleikur hefði bitizt. Hann sagði, að brúnn hestur úr Flóanum hefði bitizt betur. Þá átti Jórun að hafa orðið æf, þrifið Barða og kœft hann í skyrkeraldi sínu, er hún skamtaði úr veturinn eptir, en tryltist gjörsamlega, er hún sá bóla á honum á útmánuðum, og úr því er eptir frásögn Jóhannesar mjög blandað málum um Jóru og Kötlu í Kötlugjá.“
Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri – safnað hefir Jón Árnason, Leipzig 1862, Jóra í Jórukleyf, bls. 182-184.
Jóra – teikning Ásgríms Jónssonar.
Hengill; fjallbáknið við Hellisheiði – Þorsteinn Jósepsson
Í Vísi 1966 fjallar Þorsteinn Jósepsson um „Hengil – fjallbáknið við Hellisheiði„:
„Um það bil 30 kílómetra í austur frá Reykjavík rís fjallsbákn mikið upp frá Hellisheiði og svæðunum þar í kring. Það heitir Hengill, en Henglafjöll er oft einu nafni nefndur fjallaklasinn sem umlykur það, að meira eða minna leyti á þrjá vegu.
Hæsta gnípan á Hengli er rösklega 800 metra há, og enda þótt þar sé ekki um ýkja mikla hæð að ræða, er útsýn það víð, og það sem meira er um vert, óvenjulega fögur.
Henglafjöllin eru sundurskorin af giljum og dalskorningum, þaðan koma lækir og ár, heitar uppsprettur, gufuhverir og ölkeldur. Við jarðborun sem gerð var á Hengilssvæðinu í sumar sem leið, mældist meiri jarðhiti en til þessa hefur fundizt hér á landi.
Allt er landsvæði þetta fjölbreytilegra og forvitnilegra en önnur í jallasvæði í námunda við Reykjavík. Þar er tilvalinn vettvangur fyrir göngufólk og náttúruskoðendur, enda af miklu að taka því víðáttan er mikil, og hvarvetna eitthvað nýtt og nýstárlegt að sjá.
Hengill.
Í allt aftan úr forneskju hefur varðveitzt þjóðsagan um kvenskassið Jóru sem lagðist út í Henglafjöll, lá fyrir ferðamönnum, rændi þá og drap og eyddi byggðina umhverfis sig. Þjóðsagan er á þessa leið:
Jórunn hét stúlka ein. Hún var bóndadóttir einhvers staðar úr Sandvíkurhrepp i Flóanum.
Ung var hún og efhileg, en heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat er haldið skammt frá bæ Jórunnar. Átti faðir hennar annan hestinn er etja skyldi og hafði Jórunn miklar mætur á honum. Hún var viðst. hestaatið og fleiri konur en er atið byrjaði sá hún að hestur föður hennar fór heldur halloka fyrir. Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Hljóp hún þegar með það, svo ekki festi hönd á henni upp Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána, og kastaði því nálega út í miðja á. Síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið:
„Mátulegt er meyjarstig
mál mun vera að gifta sig„.
Jórusteinn í Ölfusá (Jóruhlaup/Tröllkonuhlaup).
Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafning, unz hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafningi skammt frá Nesjum. Eftir því fór hún, og linnti ekki fyrr en hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir og varð hið versta tröll, og grandaði bæði mönnum og málleysingjum; Þegar Jóra var setzt að í Henglinum var það siður hennar, að hún gekk upp á hnjúk einn í Henglafjöllum, og sat löngum þar, sem síðan heitir Jórusöðull. Er hann skammt frá sjónarhól hennar á háfjallinu.
Jórutindur (Jórusöðull).
Af sjónarhól skyggndist hún um eftir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafning fyrir vestan Þingvallavatn, og um Dyraveg norðan undir Henglinum, sem liggur skammt frá hamragili því, sem áður er nefnt og heitir enn í dag Jórukleif, af því að órunn lá þar oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa eftir að hún var búin með hestlærið. Þar með gerðist hún svo ill og hamrömm að hún eyddi byggðina í nánd við sig, en vegir lögðust af. Þótti byggðamönnum svo mikið mein að þessari óvætt að þeir gerðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum, en engu fengu þeir áorkað að heldur.
Á þessa lund er þjóðsagan um kvenskassið mikla í Henglinum.
II.
Vera má að framangreind þjóðsaga hafi fengið byr undir vængi er ferðamenn týndust eða urðu úti í vetrarveðrum bæði á Hellisheiðarleið og öðrum slóðum í námunda við Hengilinn. Þarna er villugjarnt, leiðirnar fjölfarnar, en menn oft af vanefnum útbúnir, bæði hvað fatnað og nesti snertir og urðu því hríðunum fyrr að bráð en ella.
Dyradalur – dyrnar.
Á öndverðri 17. öld, eða nánar tiltekið 1621, var norðlenzkur prestur, Jón Gíslason að nafni, á leið suður til Bessastaða, en týndist á leiðinni. Jón þessi gekk ýmist undir nafninu Jón Maríulausi eða „gamli Adam“. Hann var lengi prestur á Melstað í Miðfirði og hafði Jón biskup Arason vígt hann sumarið 1550, enda þótt prestlingurinn hefði þá litla undirbúningsmenntun hlotið og var aðeins venjulegur „fatabúrspiltur“ á Hólum. En biskupi þótti þá í óefni komið með trúarbrögðin á Suðurlandi og vígði ýmsa til prests þótt ekki hefðu hlotið tilskilda menntun, og meðal þeirra var séra „gamli Adam“.
Sporhella ofan Dyradals.
Þegar séra Jón týndist í Bessastaðaför sinni 1621 var hann orðinn farlama gamalmenni, 87 ára að aldri og í rauninni furðulegt að hann skyldi takast svo langa ferð á hendur án fylgdar. Séra Jón þurfti að reka einhver erindi á alþingi, en að því búnu hélt hann frá Þingvöllum suður til Bessastaða. Þangað komst hann þó aldrei, en nokkru síðar fannst reiðhestur hans mannlaus í Dyrfjöllum. Leit var gerð að presti, en gjörsamlega árangurslaust — hann hefur aldrei fundizt.
Þjóðtrúin var ekki í neinum vafa um hvað af presti hafði orðið, því enda þótt hann væri seigur undir tönn, sakir elli, hafði hann samt orðið kvenskassinu Jóru að bráð.
III.
Þjóðsaga er til um það, enda þótt hún fái ekki við neitt að styðjast, að Halla fylgikona Fjalla-Eyvindar hafi borið bein sín í Henglafjöllum. Sú munnmælasögn hermir aö þegar Halla náðist síðast og átti að setja hana með öðrum þjófum í Reykjavíkurtukthús, hafi hún verið svo illa á sig komin að ekki þótti fært að loka hana inni og hafi henni þess vegna verið gefið frelsi. Var hún sett niður á kot eitt í Mosfellssveit, en dag nokkurn er hausta tók og Höllu varð litið til Hengilsins, vaknaði hjá henni fjallaþráin að nýju og nóttina eftir hvarf hún.
Engidalur – bæli.
Nokkrum árum seinna fannst konulík uppi í Henglafjöllum og tveir sauðaræflar hjá, sem hún hafði krækt á hornunum undir styttuband sitt. Gizkuðu menn á að það væri lík Höllu, enda hafði veður spillzt skömmu eftir að hún hvarf úr byggð.
IV.
En hvað sem öllum þjóðsögum um útilegumannabyggð í Henglafjöllum líður, er það stað reynd að þar héldust útilegumenn við, meira að segja oftar en einu sinni.
Í Fitjaannál er getið um mann að nafni Eyvindur. Var hann kvæntur, en hefur sennilega ekki geðjazt að konu sinni, því austur í Ölfusi tældi hann stúlku til samlags við sig. Fluttu þau vestur á land og létust vera hjón. Þetta tiltæki þeirra þótti samt af einhverjum ástæðum ekki gott, voru skötuhjúin því leituð uppi, handtekin og flutt til sýslumanns. Þar voru þau bæði húðstrýkt og að því loknu stíað súndur og send sitt í hvora áttina.
Tóftir útilegumanna í Engidal.
Árangurinn varð þó ekki betri en það, að þau náðu saman aftur, og til þess að ekkert yfirvald stíaði þeim í sundur á nýjan leik, lögðust þau út í Hengli og lifðu um stund á hnupli. Hvort dvöl þeirra þar varð löng eða skömm er ekki vitað ,en 1678 náðust þau, og voru flutt til Alþingis og réttuð á þinginu. Þannig sameinuðust þau í dauðanum.
Annálar geta þess ennfremur að árið 1703 höföu 3 útileguþjófar verið gripnir í Henglinum. Voru 2 þeirra settir án frekari umsvifa í snöruna á Þingvöllum enda stutt að fara. Sá þriðji var kagstrýktur, en látið þar við sitja vegna þess hve ungur hann var.
Í Píslarsögu sinni kemst séra Jón þumlungur þannig að orði, að sá sem fóstrast í Henglafjöllum mun ekki haldinn vitnisbær, því þar er þjófabæli.
Þetta skrifar maður lengst norður á Vestfjörðum og bendir það því ótvírætt til að það orð hafi legið á Henglafjöllum að þar héldu sig þjófar og illþýði.
V.
Á seinni hluta 18. aldar voru hreindýr flutt frá Finnmörk og sleppt á Reykjanesi. Þar tímguðust þau vel og rásuðu vítt og breitt um Reykjanesskagann, Hellisheiði og Mosfellsheiði og m.a. í Henglafjöll.
Marardalur.
Í 2. árgangi „Náttúrufræðingsins“ lýsir Guðmundur G. Bárðarson náttúrufræðingur hreindýraveiðum í Marardal nokkru fyrir miðja 19. öld. Marardalur liggur norðan Hengilsins, hann er klettum girtur á allar hliðar en graslendi í botninum og þar er oft hin ákjósanlegasta beit. Einstigi er inn í dalinn gegnum gildrag sem úr dalnum fellur.
Á árunuum 1830-40 bjó bóndi sá á Elliðavatni sem Guðmundur hét Jakobsson afkomandi Snorra prests Björnssonar á Húsafelli. Guðmundur var rammur að afli og skytta með ágætum. Lagði hann sig m.a. eftir hreindýraveiðum og var í frásögur fært að í einni slíkri veiðiferð hafi hann borið fullorið hreindýr austan úr Bláfjöllum og heim til sín á Elliðavatni.
En frækilegasta veiðisagan af Guðmundi var þegar hann rakst á 11 hreindýr saman í Marardalnum. Það var í svartasta skammdeginu, rétt fyrir jól.
Marardalur – fyrirhleðslur.
Guðmundur varð á undan dýrunum að einstiginu og varði þeim undankomu úr dalnum. Féllu dýrin fyrir skothríð Guðmundar hvert af öðru, og í hvert skipti sem dýr féll fyrir skoti, hlupu hin dýrin hring í dalnum. Gafst Guðmundi á meðan gott tóm til að hlaða byssu sína og hafði hana jafnan hlaðna þegar dýrin bar að. Loks hafði hann skotið öll dýrin nema eitt, en það var mikill og stór tarfur með geysistór horn.
Bolasteinn.
Þegar tarfurinn sá sér ekki undankomu auðið réðist hann af heift á skyttuna, en hún kom byssunni ekki við og varð því að takast á við bola. Hvort sá bardagi verði lengur eða skemur lyktaði honum þó með sigri Guðmundar sem gekk af hreininum dauðum, enda var Guðmundur sagður hafa þriggja manna afl.
Fram til 1918-20 sáust hreindýr á ferð bæði í Henglafjöllum og víðar um Reykjanesskaga, en þá tekið að fækka til muna, enda sóttust skyttur mjög eftir þeim, ekki aðeins vegna kjötsins heldur og einnig vegna skinnanna og skrautlegra horna. En á þessum árum gerði mjög harða vetur og þá er sennilegt að flest dýranna, sem eftir lifðu, hafi fallið úr harðrétti og hor, a.m.k. sást lítið til þeirra eftir það. Þó er um það vitað, að síðasta hreindýrið sem sást á Suðvesturlandi, var unnið á svokölluðum Bolavöllum, skammt frá Hengli rétt fyrir 1930. Það var vesæl kýr, aflóga af elli, tannlaus og kollótt. Hafði einhver riðið hana uppi og handsamað. Þar fór síðasti útvörður þessara tígulegu og reisulegu dýra á Hengilssvæðinu og Reykjanesskaganum öllum.
VI.
Á síðustu árum 18. aldar var maður sá ráðinn til póstferða milli Reykjavíkur og Árnessýslu sem Klemenz Þorsteinsson hét. Þann 29. desember 1791 lagði Klemenz upp í síðustu póstferð sína austur yfir fjall og hafði þá m.a. meðferð is 300 sendibréf, þar af var meira en helmingurinn konungleg afsalsbréf fyrir seldum Skálholtsjörðum. Þetta var í allra svartasta skammdeginu, þung færð af snjó og allra veðra von.
Í Jórugili.
En samgöngur voru þá allar aðrar en nú og enda þótt ferðalangar kæmu ekki á tilteknum tíma á ákvörðunarstað, var sjaldnast undrazt um þá fyrr en á síðustu stundu.
Og þannig var það í þetta skipti. Enginn vissi f rauninni hvernig Klemenz póstur ætlaði að haga ferðum sfnum né hvar hann myndi fyrst bera niður austur í Árnessýslu. En þegar Klemenz var ekki kominn til sýslumanns Ámesinga, sem þá bjó í Oddgeirshólum um miðjan janúar, taldi sýslumaður að ekki gæti verið einlelkið um ferðir hans og hófst þá handa um eftirgrennslanir og síðan leit.
Jórutindur.
Leitað var víðs vegar um allan Reykjanesskagann og tók fjöldi manns þátt í henni. En þegar hún hafði engan árangur borið var henni hætt, enda þýðingarlaus talin, þar sem snjóað hafði meira og minna frá því er pósturinn lagði upp.
Í maímánuði um vorið var leit hafin að nýju og fannst þá lík Klemenzar pósts í Jórugili við rætur Hengilsins. Fannst það í djúpri gjá fullri af vatni, en pósttaskan var horfin. Vakti þetta þegar grun um að dauðdaga Klemenzar hafi ekki borið að með felldu, heldur mundi hann hafa verið rændur og myrtur. Þetta þótti og þeim mun grunsamlegra, sem líkið var algerlega nakið þegar það fannst. En aldrei vitnaðist neitt frekar í því máli.
VII.
Og að lokum er hér saga um Jón tófuspreng, sem var eins konar dæmigervi af Vellygna-Bjarna eða Munchausen barón hinum þýzka. Jón hafði róið suður í Garði og í einum róðrinum brast á snarvitlaust veður svo að bátnum hvolfdi í lendingunni og allir bátsverjar drukknuðu. Jón tófusprengur líka. Líkið af honum hafði rekið upp á malarrif, en litlu seinna skolaði sálinni úr Jóni þar framhjá svo að hann gat ekki á sér setið að gleypa hana og þar með lifnaði hann við á ný.
Henglafjöll.
Þegar Jón var lifnaður við, tók hann seil með 20-30 fiskum og lagði á bak sér, en ár notaði hann fyrir göngustaf, tók síðan stefnu á Henglafjöll og ætlaði heim til sín austur í Gnúpverjahrepp. Blindhríð var alla leiðina og botnlaus ófærð, sem sí og æ versnaði og þegar Jón var kominn norður í Henglafjöll var snjórinn svo djúpur að hann botnaði ekki með árinni. Samt hélt hann áfram og vissi varla hvað hann fór þvf ekki sá hann út úr augunum. Loks hrapaði hann og þegar hann raknaði við eftir fallið, sá hann að hann hafði dottið niður um eldhússtromp móður sinnar austur í Hreppum.
VIII.
Og loks, lesandi góður ef þér kæmi til hugar að skreppa úr Reykjavík austur yfir fjall skaltu staldra við uppi í Svínahrauni og mæna litla stund á þetta tígulega fjall, sem við þér blasir og Hengill heitir. Og láttu það engin áhrif hafa á þig þótt ferðafélagar þínir haldi þig hengil-mænu fyrir bragðið. Það borgar sig samt.“
Heimild:
-Vísir, 214. tbl. 20.09.1966, Hengill – fjallbáknið við Hellisheiði, Þorsteinn Jósepsson, bls. 8-9 og 6.
-https://timarit.is/page/2387230?iabr=on#page/n7/mode/2up/search/hengill
Hengill – ölkelda.
Jarðsaga Íslands í boði Náttúrufræðistofnunar Íslands
Vefsíða Náttúrufræðistofnunar Íslands lýsir jarðsögunni með eftirfarandi hætti:
Jörðin – að innan.
„Jörðin myndaðist ásamt öðrum reikistjörnum sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Ystu lög jarðar mynda fleka sem reka til og frá. Á úthafshryggjum þar sem flekar reka hver frá öðrum myndast ný úthafsskorpa og við eyjaboga eyðist hún. Í fellingafjöllum krumpast skorpan saman og lyftist. Fjöllin rofna síðan og mulningurinn sest til á láglendi eða í sjó og myndar setlög sem verða að setbergi.
Esjan.
Sögu jarðar má lesa úr jarðlögum sem finnast við yfirborð jarðar. Þannig má segja að jarðlögin séu eins konar handrit sem varðveitir sögu jarðarinnar. Með rannsóknum á fornum jarðlögum má fá upplýsingar um umhverfisaðstæður og lífríki á þeim tíma þegar þau mynduðust.
Tekist hefur að setja saman nokkuð heildstæða mynd af sögu jarðar, sérstaklega síðustu 600 milljón árin eða svo. Tímatal jarðsögunnar skiptist í aldir, tímabil, tíma og skeið“.
Taka þarf fram að framangreint er ein ódýrasta útskýringin á jarðsögunni, hingað til a.m.k. (meðfylgjandi myndir af Jörðinni fylgdu ekki umsögninni.
Heimild:
-Vefsíða Náttúrufræðistofnunar Íslands – https://www.ni.is/jord/jardsaga
Jörðin – að innan.
Ásláksstaðahverfi á Vatnsleysuströnd
Í bókinni „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“ lýsir Guðmundur Björgvin Jónsson (1913-1998) Ásláksstaðahverfi:
Atlagerði (rústir)
Atlagerði.
Atlagerði er í landi Ásláksstaða sem er móðurjörð þessa hverfis. Bærinn markaði upphaf Gerðistanga, en á þeim tanga stendur Gerðistangaviti, sem áður hét Atlagerðisviti. Vestan við Gerðistanga er Álasund eða Álfasund. Um þessar nafngiftir hefur verið meiningarmunur, en Narfakotsbræður, sem bjuggu allan sinn aldur í nálægð við vitann og gættu hans í áratugi höfðu ekki heyrt annað nafn á sundinu en Álfasund.
Atlagerði.
Í Atlagerði bjuggu hjónin Ingimundur Ingimundarson, f. 1837 og kona hans, Sigríður Þorkelsdóttir, f. 1845. Ingimundur var fyrsti vitavörður Atlagerðisvita, með sömu kjör og Narfakotsbræður síðar (sjá þar). Ingimundur stundaði sjó ásamt því er til féll í landi. Hann hafði engar landnytjar og greiddi landskuld til Ásláksstaða. Ingimundur og Sigríður voru síðust búendur í Atlagerði. Þeirra börn voru m.a. Þórður, f. 24. mars 1883 er
drukknaði frá unnustu sinni, Pálínu, sem gekk þá með barn þeirra, Þórð. Annar sonur Ingimundar og Sigríðar var Guðmundur, f. 1888, sem drukknaði líka á besta aldri.
Fagurhóll (rústir)
Fagurhóll.
Fagurhóll var í suðausturhorni Ásláksstaðarjarðar, rétt utan túngarðsins. Hann var jarðlaus. Lítið veit ég um þetta kot, en fyrir aldamótin bjuggu þar hjón, ekki veit ég nafn konunnar, en maður hennar hét Jón. Pau áttu að minnsta kosti einn son, Magnús, og varð hann síðar maður „Gunnu fögru“. Frá Fagurhóli var þessi fjölskylda farin um aldamót, en í staðinn kominn þangað Jón Þórarinsson, f. 1869 og bústýra hans, Ástríður Ólafsdóttir, f. 1877. Móðir Jóns, Ingibjörg Eiríksdóttir, f. 1832, var hjá þeim. Hjá þeim ólst upp Stefán Runólfsson, bróðir Kristmanns, bónda og kennara á Hlöðversnesi (sjá þar). Jón og Ástríður voru fyrst vinnuhjú á Auðnum, hjá Guðmundi Guðmundssyni og trúlofuðust þar, en hófu síðan búskap í Fagurhóli. Hve lengi, svo og hver hefur verið síðasti búandi þar, er mér ekki kunnugt.
Móakot (í eyði)
Móakot 2021.
Móakot var tómthús frá Ásláksstöðum, en varð síðar grasbýli og um tíma tvíbýli. Það er á suðurhluta Ásláksstaðarjarðar og er nú sameinað aðaljörðinni. Margir hafa verið búendur þar, enda allvel hýst á eldri tíma mælikvarða.
Móakot 1
Þar bjuggu um aldamótin Bjarni Sigurðsson, f. 1855, og kona hans, Kristín Jónsdóttir frá Móakoti. Bjarni var bróðir Gísla í Minna-Knarrarnesi. Þeirra börn voru: 1) Jón, f. 1890 (dó ungur), 2) Margrét, f. 1891. Hennar maður var Ingvar Gunnarsson, kennari, frá Skjaldarkoti. Þau bjuggu í Hafnarfirði, 3) Sigurður, f. 1893. Kona hans Anna Bjarnadóttir frá Stóru-Vatnsleysu (sjá þar). Sigurður lést á sóttarsæng á besta aldri frá ungri konu og tveim dætrum. Þau bjuggu í Reykjavík. 4) Þórður, f. 11. sept. 1895, d. 3. nóv. 1981. Hann stundaði eigin bílaakstur. Kona hans var Sigríður Ketilsdóttir úr Laugardal, f. 20. apríl 1901. Þau bjuggu í Hafnarfirði.
Síðar bjuggu í Móakoti Jón Hansson og kona hans, Guðrún Árnadóttir, fyrir og um 1929-30. Guðrún var dóttir Árna á Halldórsstöðum.
Þar næst bjuggu þar Guðmundur Hvamms (sjá Hvamm) og kona hans, Filippía Nikulásdóttir. Síðan bjuggu þar ýmsir leiguliðar árlangt eða að sumri til, m.a. bjó þar Stefán Hallsson, kennari með konu sinni, Arnheiði Jónsdóttur, (sjá Vorhús í Vogum).
Móakot 2
Móakot.
Þar bjuggu Árni Sveinsson, ekkjumaður, f. 1840 og bústýra hans, Margrét Jónsdóttir, f. 1867, (systir Ingibjargar, konu Magnúsar á Innri-Ásláksstöðum). Árni átti son fyrir, Jón, f. 1868, ári yngri en bústýran. Árni og Margrét áttu einn son, Bjarna, er varð maður Ásu Bjarnadóttur frá Vorhúsum (sjá þar). Bjarni var f. 1898 og voru því 30 ár á milli hálfbræðranna. Þegar Árni hætti að búa lagðist Móakot 2 af.
Nýibær (áður Hallandi, nú í eyði)
Nýibær (Hallandi).
Nýibær í Ásláksstaðarhverfi stendur enn með litlum breytingum síðan árið 1917. Nýjabæjarjörðinni var skipt út úr Ásláksstöðum í upphafi, en var fyrir nokkrum árum, eða um 1970, keypt aftur undir Ásláksstaði.
Um aldamótin bjó í Nýjabæ Valgerður Grímsdóttir, f. 1850. Maður hennar, Kristján, var þá látinn. Þau höfðu átt dóttur, Guðrúnu, f. 1. ágúst 1872, d. 21. nóv. 1918 (úr spönsku veikinni). Guðrún hafði átt fyrir mann, Konráð Andrésson, f. 17. ágúst 1869, d. 10. sept. 1945. Valgerður Grímsdóttir átti húsið en leigði jörðina af ekkjunni Guðfinnu Halldórsdóttur, er áður hafði búið þar.
Um 1901 fóru Guðrún og Konráð að búa í Nýjabæ ásamt Valgerði, móður Guðrúnar, og höfðu þau jörðina á leigu áfram, en Guðfinna, eigandi jarðarinnar og seinni maður hennar Sigurður Jónsson voru þá húshjón á Auðnum hjá Guðmundi Guðmundssyni (sjá Auðna). Konráð byggði upp Nýjabæ árið 1911 og á meðan var fjölskyldan á loftinu á Ásláksstöðum og þar fæddist yngsta barn þeirra hjóna, Valdimar. Konráð vann hverja þá vinnu er til féll, en leigujörðin gaf aðeins af sér eitt kýrfóður. Hann fór því, eins og margir úr hreppnum á þeim tíma í kaupavinnu, og helst fór hann vestur í Dali, en þaðan var hann ættaður. Fyrstu árin fóru bæði hjónin vestur og þar fæddist fyrsta barn þeirra. Alls eignuðust þau 4 börn: 1) Kristján Níels, f. 1902, skipstjóra, bjó í Ytri-Njarðvík, d. 1985, 2) Guðrúnu, (lést ung), 3) Margréti, f. 1908, býr í Reykjavík, 4) Valdimar, f. 1911 atvinnubílstjóri, býr í Reykjavík.
Nýibær.
Jarðeigandinn, Guðfinna Halldórsdóttir, og seinni maður hennar, Sigurður Jónsson, vildu fá jörðina til eigin nota árið 1917. Þau voru þá búin að vera í 15 ár húshjón á Auðnum. Þegar Konráð varð að fara frá Nýjabæ, fékk hann inni á næsta bæ, Sjónarhóli, en hann átti Nýjabæjarhúsið og reif það til nota á öðrum stað. Guðfinna og Sigurður urðu því að byggja að nýju upp húsið, líkt og það er í dag. Ekki urðu þau lengi þar, því eftir tvö eða þrjú ár lést Sigurður, um 1919, og varð þá Guðfinna ekkja í annað sinn. Hún ól upp sér óskyldan dreng, Valgeir Jónsson, og fylgdust þau að meðan hún lifði. Guðfinna var mikil hannyrðakona og saumaði fyrir fólk og hafði nóg að gera. Hún seldi Nýjabæ árið 1921 og leigðu sér húsnæði eftir það meðan hún lifði.
Kaupandinn að Nýjabæ var Sigurjón Jónsson, hálfbróðir Davíðs Stefánssonar bónda á Ásláksstöðum. Kona Sigurjóns var Guðlaug Guðjónsdóttir, systir Elísar á Efri-Brunnastöðum (sjá þar). Sigurjón og Guðlaug voru bæði dugleg og ráðdeildarsöm. Hann var lengst af vertíðarmaður í Ytri-Njarðvík, en á sumrin vann hann við búskap og hjá nágrönnum. Sigurjón var ávallt snar í snúningum þegar á þurfti að halda. Þegar Sigurjón lést árið 1955, brá Guðlaug búi og flutti til Keflavíkur og bjó þar til æviloka hjá Svövu dóttur sinni og Gesti tengdasyni sínum. Sigurjón og Guðlaug eignuðust 5 börn: 1) Svövu, bjó í Keflavík (látin), 2) Lilju, býr í Bandaríkjunum, 3) Einar Hallgrím, (lést ungur), 4) Guðjón (lést um tvítugt), 5) Karlottu, bjó í Bandaríkjunum (látin).
Næst Sigurjóni og Guðlaugu komu að Nýjabæ, Guðlaugur og Theódór, sonur hans. Þeir bjuggu þar í fá ár. Síðasti búandi þar var Guðjón Sigurjónsson og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir. Hún var frá Seyðisfirði og hann var fæddur í Reykjavík, en alinn upp á Marðarnúpi í Ásahreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Þau fluttu frá Nýjabæ um 1970 til Ytri-Njarðvíkur. Hann lést árið 1985. Þegar Guðjón fór frá Nýjabæ, seldi hann hreppnum forréttinn sem síðan seldi eigendum Ásláksstaða, og var jörðin þá komin til síns heima þó aldrei hafi farið langt.
Ytri-Ásláksstaðir (tvíbýli fyrir aldamót)
Ytri-Ásláksstaðir.
Ásláksstaðahúsið sem nú stendur var byggt um 1883-4 úr kjörviði sem seldur var á uppboði úr skipinu James Town, er strandaði í Höfnum og áður er getið um.
Um aldamótin bjuggu á Ytri-Ásláksstöðum Guðmundur Guðmundsson, bóndi, f. 1830 og kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1833. Þau voru þar með tvær dætur sínar. Önnur hét Sigríður f. 1861, og var hennar maður Tómás er dó á besta aldri. Þau áttu eina dóttur, Guðbjörgu, f. 1894. Hin dóttir Guðmundar og Ingibjargar var Guðrún, f. 1866. Hún hóf búskap á Ásláksstöðum með Guðjóni J. Waage. (sjá Stóru-Voga). Dóttir þeirra var Ingibjörg Waage, en hún var sjúklingur meiri hluta ævinnar.
Árið 1912-13 voru systurnar, Sigríður og Guðrún Guðmundsdætur, á loftinu á Ásláksstöðum með dætrum sínum, Guðbjörgu og Ingibjörgu, en niðri munu hafa búið leiguliðar, Guðlaugur Hinriksson og kona hans, Guðrún Þórðardóttir. Einnig voru þar hjónin Sigurður Magnússon og kona hans, Kristín.
Fyrir 1920 voru Ásláksstaðir fá ár án búsetu, en þeir voru þá til sölu og var Gísli Eiríksson í Naustakoti umboðsmaður jarðeigenda. Árið 1920 kom kaupandi, Davíð Stefánsson frá Fornahvammi í Borgarfirði og kona hans, Vilborg Jónsdóttir frá Innri-Njarðvík. Höfðu þau búið fáein ár í Fornahvammi. Davíð var hálfbróðir Sigurjóns í Nýjabæ eins og áður er sagt. Hann var búmaður, enda fyrrverandi bóndi í Fornahvammi sem var blómlegt bú þegar best lét. Ekki mun Davíð hafa verið fyrir sjómennsku, en þeim mun meira fyrir landbúnaðinn. Vilborg, kona hans, var dugmikil kona og ráðdeildarsöm. Hún var mjög eftirsótt vegna handavinnu sinnar, en hún hafði numið karlmannafatasaum og lék allt í höndum hennar. Davíð og Vilborg eignuðust 9 börn og urðu flest þeirra fljótt vinnusöm og vel nýt til hvers sem var. Ekki komust þau öll til fullorðinsára. Börn þeirra voru: 1) Steingrímur Axel (lést tveggja ára), 2-3) Friðrik Fjallstað, tvíburi, hinn lést í fæðingu, 4) Guðmundur Lúðvík. Pessi börn fæddust í Fornahvammi, en að Ásláksstöðum fæddust: 5) Margrét Helga, (lést tveggja ára), 6) Helgi Axel, 7) Hafsteinn, rafvirki (látinn), 8) Þórir, rafvirki, 9) Marinó.
Eftir lát Davíðs árið 1959 bjó Vilborg áfram með þeim sonum sínum sem ekki voru þá farnir að heiman, en það voru Lúðvík og Friðrik. Mörg síðustu árin var Vilborg sjúklingur á spítala og lést árið 1985. Bræðurnir hafa haldið við jörð og húsum í eigu dánarbúsins. Nú eru Atlagerði, Móakot og Nýibær komin í eigu Ytri-Ásláksstaða, eins og þeir bæir munu hafa verið fyrr á tímum.
Sjónarhóll (í eyði)
Sjónarhóll.
Um 1886 byggði Lárus Pálsson „hómapati“ Sjónarhól. Hann var fæddur 30. jan. 1842, d. 16. ágúst 1919. Lárus var einn af 23 systkinum frá Arnardranga í Kirkjubæjarhreppi, V-Skaftafellssýslu. Kona hans var Guðrún Þórðardóttir frá Höfða ( sjá Hellna). Árið 1885 keypti Lárus hálfa jörðina Innri-Ásláksstaði og árið 1886 skrifaði hann undir landamerkjasamning milli Ásláksstaðahverfis og Knarrarnesshverfis sem einn landeigandi að hálflendunni Innri-Ásláksstöðum. Lárus byggði nýtt hús austan við Innri-Ásláksstaði og nefndi það Sjónarhól. Það hús var timburhús og allt rúmgott, enda fór fjölskyldan stækkandi. Lárus stundaði útgerð, en mikill tími fór í að sinna sjúklingum með hómapatískum lyfjum og meðferð, enda var hann alþekktur um suðvesturland fyrir lækningar sínar. Lárus bjó á Sjónarhóli til ársins 1889 eða í 12 ár. Hann flutti þá til Reykjavíkur og lést þar árið 1919, 77 ára gamall.
Eftir Lárus komu að Sjónarhóli, Magnús Magnússon, f. 1858 og ráðskona hans, Guðný Bjarnadóttir, f. 1850. Þau voru með fósturbarn, Guðmund Sigmundsson, f. 1895 og einnig fylgdi þeim vinnumaður, Ásmundur Guðmundsson, f. 1878.
Sjónarhóll.
Síðan komu að Sjónarhóli hjónin Brynjólfur Ólafsson og kona hans, Jónína Jónsdóttir. Þau höfðu byrjað búskap í Reykjavík um 1907 en fluttu að Sjónarhóli um 1910 og bjuggu þar í 15 ár. Brynjólfur stundaði landvinnu og sjómennsku eins og títt var um þær mundir. Man ég hann sem meðalmann á hæð, herðabreiðan með dökkt hár og mikið efrivaraskegg. Sér í lagi bar á honum við kirkjuathafnir því hanri var söngmaður mikill og hafði það embætti að vera forsöngvari í Kálfatjarnarkirkju. Hann hafði mikila rödd og var leiðandi í söngnum.
Þau hjón eignuðust 4 börn: 1) Ólafíu Margréti, f. 1907 í Reykjavík og bjó hún þar síðar (látin), 2) barn er dó ungt , 3) Dagbjörtu f. 1912, bjó í Hafnarfirði (látin), 4) Ragnhildi f. 1917, býr í Reykjavík. Brynjólfur og Jónína ólu upp einn dreng, Svein Samúelsson, bróður Einars er ólst upp í Austurkoti í Vogum.
Árið 1925 var Brynjólfi boðinn kauparéttur að Sjónarhóli. Hafði hreppurinn eignast jörðina og Brynjólfur því verið leiguliði. Brynjólfur hafnaði kaupunum og flutti til Hafnarfjarðar og bjó þar síðan. Kaupandi að Sjónarhóli varð Friðfinnur Stefánsson frá Hafnarfirði (bróðir Gunnlaugs kaupmanns þar). Friðfinnur átti þessa eign ekki lengi, því að á sama ári seldi hann Sjónarhól Magnúsi Jónssyni og Erlendsínu Helgadóttur (sjá Halldórsstaði, Sjónarhól Vogum og Sjónarhól á Vatnsleysuströnd).
Sjónarhóll þótti góð bújörð og bætti Magnús hana allverulega en lagði einnig sjálfur í útgerð í nokkur ár. Síðar byggði hann nýtt hús árið 1929, það hús sem nú stendur. Reisulegt steinhús sem stendur suðaustur af gamla húsinu sem var orðið 43 ára gamalt og var að lokum notað fyrir gripahús. Smiður að nýja húsinu var Jón Helgason, mágur Magnúsar. Eftir 18 ára búskap Magnúsar á Sjónarhóli, eða árið 1943, seldi hann og var aðalástæðan sú að svokölluð heymæði gerði honum erfitt fyrir að stunda búskap og annað það að börnin voru farin að heiman. Hann var og útslitinn, með ágerandi kölkun í mjöðm sem síðar var reynt að laga í Noregi með litlum árangri. Börn Magnúsar og Erlendsínu voru: 1) Helgi (látinn), 2) Guðjón (lést ungur), 3) Ragnhildur, 4) Guðjón (nýlátinn ), 5) Anna Dagrún, 6) Guðrún Lovísa, 7) Guðlaug (látin), 8) Sigurveig, 9) Þórður, hálfbróðir (Guðríðarson), 10) Sesselja (lést barn). Magnús og Erlendsína fluttu í Voga og byggðu þar annan Sjónarhól. Kaupandi að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd var Vilmundur Jónsson fyrrv. landlæknir og eiga ættingjar hans hann nú.
Innri-Ásláksstaðir (horfnir)
Ásláksstaðahverfi,
Um aldamótin bjuggu á Innri-Ásláksstöðum Magnús Magnússon, f. 1860, og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1860. Þeirra börn voru: 1) Jónína, f. 1888, 2) Vilborg, f. 1891, 3) Magnús, f. 1893, 4) Guðrún, f. 1894, 5) Margrét, f. 1895. Einn son átti Magnús fyrir hjónaband, Sigurð að nafni.
Jónína átti Helga Jónsson frá Nýjabæ hjá Stóru-Vatnsleysu. Helgi fórst með m/b. Hermanni frá Vatnsleysu árið 1916. Vilborg, dóttir Magnúsar, átti Ólaf Teitsson frá Hlöðversnesi og bjuggu þau í Reykjavík. Vilborg var sérstakur velunnari Kálfatjarnarkirkju og gaf henni m.a. altarisdúk. Einn sonur Ólafs og Vilborgar var Eggert prestur á Kvennabrekku í Dölum. Ingibjörg lést á Innri-Ásláksstöðum, en Magnús kvæntist aftur og hét sú kona Eyrún. Átti hún son, Einar Hallgrímsson, er hún hafði með sér.
Magnús og Eyrún bjuggu í nokkur ár á Innri-Ásláksstöðum en fluttu síðan til Hafnarfjarðar og dóu þar. Munu þau hafa verið síðustu búendur á Innri-Ásláksstöðum og lagðist jörðin síðan undir Sjónarhól.“
Sýsluréttin árið 2022.
Í Örnefnalýsingu fyrir Ásláksstaði segir Gísli Sigurðsson:
„Landamerkjalýsing Ásláksstaðahverfis úr landamerkjabók Gullbringu- og Kjósarsýslu: Landamerkjalýsing þessi innibindur Ásláksstaðahverfi, en það eru þessar jarðir og býli: Sjónarhóll, Innri-Ásláksstaðir, Hallandi (Nýibær), Ytri-Ásláksstaðir og Móakot. Ásláksstaðahverfi tilheyrir land allt, girt og ógirt, á milli Hlöðuneshverfis að sunnan og Knarrarness að innan, svo langt til heiðar eða fjalls, sem land Vatnsleysustrandarhrepps nær.“
Í „Athugasemdum og viðbætum Friðriks og Lúðvíks Davíðssona á Ásláksstöðum“ segir um Ásláksstaðasel:
Knarrarnesel – uppdráttur ÓSÁ.
„Ásláksstaðasel á að vera austur af Hlöðunesseli milli þess og Knarrarnessels. Magnús á Sjónarhóli talaði um, að fé væri uppi í Huldum, segir Lúðvík. Friðrik gizkar á, að það séu hólar milli Hrafnagjár og Klifgjár, hægra megin við stíginn yfir Hrafnagjá. Þar er leitótt.“
Knarrarnessel að baki – vatnsstæði.
Í Jarðabók ÁM og PV árið 1703 segir um selstöðu Stóru Ásláksstaða: „Selstöðu á jörðin frí þar sem heita Knarrarness sel, og eru þar hagar í lakasta máta en vatnsbrestur til stórmeina.“
Um selstöðu Minni Ásláksstaða segir í Jarðabókinni 1703: „Selstöðu á jörðin frí þar sem heita Knarrarness sel og eru þar hagar í lakasta máta, en vatnsból brestur til stórmeina“.
Heimildir:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi, Ásláksstaðir, Guðmundur Björgvin Jónsson 1913-1998, bls. 261-272.
-Örnefnalýsing – Ásláksstaðahverfi. Gísli Sigurðsson skráði.
-Örnefnalýsing: Athugasemdir og viðbætur Friðriks og Lúðvíks Davíðssona á Ásláksstöðum.
-Jarðabók ÁM og PV 1703, Gullbringusýsla – Vatnsleysustrandarhreppur, Stóru Aslaksstader og Minne Aslaksstader, bls 129-133.
Ásláksstaði – nokkur örnefni.
Hlíð í Selvogi – minjar
Í Örnefnalýsingu fyrir Hlíð (höfundur ónafngreindur) segir m.a.: „Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandarkirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar.
Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn.
Hlíðartún er nú óræktarskiki, en hafði verið mun stærra í eina tíð. Auk Bæjarhólsins eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð. Fornmannshóll er í túninu norðaustan og ofan bæjarins.
Hlíðarvatn liggur undan túnfætinum og voru mikil hlunnindi að, enda galt Hlíðarbóndinn þangskurð og reka með silungi til annarra jarða í Selvogi.“
Hlíð – bæjarminjar.
Síðan er örnefnum við vatnið lýst, en auk þess segir: „Vestast voru mörkin milli Hlíðar og Stakkavíkur um vik niður undan Urðarskarði. Innar eða fyrir miðri Urðinni er Bleikjunef; þar var góður veiðistaður. Handan við Vondavik er Réttartangi, og eru þar Selvogsréttir, með safngirðingu, almenningi og dilkum. Í Réttartanga skerst vik, sem sumir kalla Selvik, en suður frá réttunum eru Selbrekkur.
Hlíðarsel – uppdráttur ÓSÁ.
Þar á að hafa verið sel frá Hlíð eða Hlíðarsel; ber þó ekki öllum saman.“ Þórarinn Snorrason á Vogsósum upplýsti FERLIR um að ofan við Selbrekkur hafi fyrrum verið heimasel frá Vogsósum, enda í þeirra landi. Selið hafi jafnan verið nefnt Vogsósastekkur, enda voru yfirleitt ekki önnur mannvirki í heimaseljum.
„Skútar nokkrir, sem fé leitaði skjóls í, voru uppi undir Hömrunum. Helgutorfa var flöt austan við Hlíðarskarð. Borgaskörð voru skörð í Hlíðarfjall austarlega. Á einum stað milli þeirra var Háhamar. Stekkatúnsbrekkur voru brekkur í fjallinu vestan við Háhamar, og þar hafði verið Stekkur [Hlíðarsel] og Stekkatún.“ Í Hlíðarseli eru greinilegar selminjar, nokkur hús, hlaðið smalaskjól og stekkur, sem stundum hefur verið nefnd Valgarðsborg, en hún ber öll einkenni stekks, þ.e. tvískipt aðhald. Skammt norðar er Hlíðarborgin, stekkkur, sem væntanlega hefur tekið við af selinu eftir að það lagðist af. Hlíðarsel er í landi Hlíðar. Þórarinn ók FERLIRsfélögum upp að Híðarborginni fyrir allnokkrum árum og benti þeim þá m.a. á seltóftirnar sunnan heiðargirðingarinnar.
„Hlíðargata lá frá Hlíð austur og inn með fjallinu.“
Hlíð, bæjarminjar.
Gísli Sigurðsson skráði örnefnalýsingu í landi Hlíðar. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:
„Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandarkirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar.
Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn.
Hlíðartún er nú óræktarskiki, en hafði verið mun stærra í eina tíð. Auk Bæjarhólsins eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð. Fornmannshóll er í túninu norðaustan og ofan bæjarins. Hlíðargata lá frá Hlíð austur og inn með fjallinu.“
Gísli Sigurðsson skráði einnig örnefni á Selvogsafrétti.
Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I“, sem Fornleifastofnun Íslands gerði 2015, segir m.a: um einstakar minjar í landi Hlíðar:
[Hafa þarf í huga að talsvert virðist vanta í skráninguna og hún lítt gaumgæfð. Svo virðist sem ef örnefna eða minja sé ekki getið í örnefnalýsingum þá eru þær ekki til. Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að rýna svæðið á vettvangi, t.d. út frá heilbrigðri skynsemi].
Hlíð
Hlíð – uppdráttur ÓSÁ.
Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: „Jarðardýrleiki xx að sögn manna, en engin geldst hjer tíund af.“ JÁM II, 463 Ekki til túnakort. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: „Lyngrif til eldiviðar bjarglegt. Silúngsveiðivon er góð og hefur oft að merkilegu gagni verið. Eggver í vatnshólmum hefur að nokkru gagni verið, en fer mjög til þurðar. Sölvafjöru og grasafjöruítak á jörðin fyrir Vogshúsalandi sem áður segir, vide Vogshús. Túnunum grandar fjallsskriður og landbrot, sem Hlíðarvatn gjörir að neðan. Engjar, sem áður voru litlar með vatninu, hefur sama vatn eyðilagt.“ JÁM II, 464
Bæjarhóll – bústaður
Hlíð- minnismerkií bæjarhólnum.
„Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar. Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn,“ segir í örnefnalýsingu. Bærinn fór í eyði árið 1906.
Slétt grund sem nær allt frá vatnsborðinu og upp að fjallsrótum. Þjóðvegurinn liggur um túnið um 70 m norðan við bæjarrústirnar. Enn er nokkur rækt í túninu. Það er ekki slegið, ógirt og sækja kindur í það. Veiðihús stendur á vesturenda bæjarrústanna og hefur sennilega raskað þeim að litlum hluta en miklar rústir eru á hólnum austan við húsið. Hefur bæjarröðin legið frá austri til vesturs og bærinn snúið með framhlið í suður.
Kirkjuhóll – bænhús
Kirkjuhóll (Bænhúsahóll).
„Auk Bæjarhóls eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð,“ segir í örnefnalýsingu. Nú er ekki vitað hvar Bænhúshóll var. Yfirleitt voru kirkjur og bænhús í næsta nágrenni við bæjarhóla og með hliðsjón af því er helst að giska á ávalan hól í túni fast austan við bæjarhól. Óslegið tún. Hóllinn er sporöskjulaga og nokkuð ávalur en ekkert rústalag á honum, 15-20 m í þvermál. Enginn annar hóll virðist líklegri.
Hlíðarsel – sel [Vogsósasel]
Vogsósastekkur ofan við Selbrekkur (heimasel).
„…suður frá [Selvogs]réttunum eru Selbrekkur. Þar á að hafa verið sel frá Hlíð eða Hlíðarsel; ber þó ekki öllum saman,“ segir í örnefnalýsingu. Í annarri lýsingu segir: „Selbrekkur. Á þeim stað könnuðust þeir [heimildamenn í Stakkavík] við Stekkjardældir.“ Engar dældir eru suður frá Selvogsréttum en hins vegar eru grösugar brekkur og dældir um 300 m austur af þeim og hlýtur að vera átt við þann stað. Þetta er rétt tæpan 1 km SA af bæjarhól. Vel grónar og fallegar valllendisbrekkur og -dældir mót vestri og gróin grund þar niður af.
Eina tóftin sem þekkt er á þessum slóðum er sú sem Þórarinn Snorrason í Vogsósum nefnir Vogsósastekk. Þess má geta að Ómar Smári Ármannsson hefur kallað aðrar tóftir Hlíðarsel. Sú túlkun er ekki útilokuð þótt tóftirnar teljist of langt í burtu til að passa við lýsingu örnefnaskrár.
[Þeir, sem lesið og metið hafa örnefnalýsingar, vita að þær eru takmarkandi, misvísandi og jafnvel rangar. Þær ber ávallt að taka með fyrirvara, þ.e. ekki allt of bókstaflega. Í heimildum eru framangreindar Selbrekkur nefndar Vatnsdalur upp af Selvik, ofan Réttartanga. Gísli minnist ekki á Hlíðarborg, einungis Hlíðafjallsbrekkur og Hlíðargil, sem þar eru efra. „Sunnan undir þeim eru Selbrekkur. Skammt suðaustar er Hlíðarsel“. Þ.S.]
Borgaskörð – fjárskýli
Borgarskarðaborg – neðri fjárborgin.
„Borgaskörð voru skörð í Hlíðarfjall austarlega. Á einum stað milli þeirra var Háhamar,“ segir í örnefnalýsingu. Undir skörðunum er tóft sem skörðin gætu hafa dregið nafn sitt af, um 130 m austur af stekk. Hlíðarborg og Valgarðsborg eru sunnar.
Lyngmói, sumsstaðar með hraunnibbum og -hólum. Hlíðargata liggur áfram til austurs fast sunnan við tóftina.
Tóftin er í háum og gróskumiklum valllendishól sem er nokkuð áberandi og sést vel að. Hún er lítið uppbyggð en að mestu leyti grafin niður í hólinn. Hann sjálfur er nokkuð hringmyndaður en hólfið er aftur næstum ferkantað. Mögulegt er að byggingin hafi upphaflega verið fjárborg en síðan verið endurbyggð sem fjárhús.
Borgarskarðaborgin efri.
[Önnur fjárborg, miklu mun eldri, er skammt ofar, enda jafnan talað um Borgarskarðaborgir. Hún er nánast jarðlæg, en þó má enn sjá móta fyrir hringlaga hleðslum í henni.]
Stekkatúnsbrekkur – stekkur
Stekkur í Sekkjatúnsbrekkum.
„Stekkatúnsbrekkur voru brekkur í fjallinu vestan við Háhamar, og þar hafði verið Stekkur og Stekkatún,“ segir í örnefnaská. Stekkjartóft er einmitt á þessum stað, undir Hlíðarfjalli um 600 m ANA af bæjarhól. Smákvos í lyngmóa sem víða er grasi gróinn. Hraunnibbur stingast upp úr hér og þar og talsvert er um stórgrýti. Hraunhólar eru suðaustan við stekkinn. Varla er hægt að segja að túnblettur sé kringum stekkinn. Ljómandi falleg tóft, byggð utan í jarðfasta kletta. Hún er tvískipt og L-laga, alls um 9×8 m stór.
Rekið hefur verið inn að sunnanverðu í dálitla rétt sem er um 7×5 m stór frá norðri til suðurs að utanmáli. Klettarnir mynda norðurgafl réttarinnar. Úr henni er svo op til vesturs, nyrst við klettana, í heldur þrengri kró sem er rúmlega 4×3 m stór frá austri til vesturs. Mikið grjót sést í innanverðum veggjum sem eru mest um 1 m háir.
[Sagan segir að þarna hafi hokrað maður stuttan tíma og að Borgarskarðaborgirnar hafi tengst búrekstrinum – ÞS.]
Hlíðargata – leið
Varða við Hlíðargötu.
„Hlíðargata lá frá Hlíð austur og inn með fjallinu,“ segir í örnefnaskrá. Gatan sést enn vel austan túns, t.d. um 390 m austur af bæ en einnig fast við stekkjartóftina. Grónar valllendiskvosir eru næst fjallinu en síðan tekur við lyngmói í gömlu hrauni. Greinilegur kindatroðningur liggur til austurs inn með fjallinu og sést vel víðast hvar. Sennilega eru það leifar af gömlu Hlíðargötunni. Að sögn Þórarins Snorrasonar var ekki fært með hesta upp Hlíðarskarðið og því oft farið inn með fjallinu og síðan til norðurs.
Dísurétt.
[Ofan við Borgarskörðin er Dísurétt í hraunkvos, fallega hlaðin og hefur haldið sér nokkuð vel frá árinu 1938. Erfitt er þó að finna réttina vegna legu hennar í hrauninu. Frá henni er ágætt útsýni upp Strandardal og yfir víðan Hliðardalinn vestan Svörtubjarga. Dísurétt var nefnd eftir stúlkubarni er fæddist í Torfabæ 2. október 1937 og síðar var skírð Eydís Eyðþórsdóttir. Hún lést í Reykjavík 2. apríl 2010. Faðir hennar var Eyþór Þórðarson í Torfabæ.]
Hlíðarborg – fjárskýli
Hlíðarborg.
Hlíðarborg er fjárborg úti í hrauninu 1,7 km austan bæjarhóls. Hún er um 150 m norðan við girðingu sem liggur frá skilaréttinni við Hlíðarvatn og austur fyrir Urðarfell. Borgin er byggð vestan í hraunhól, sem er klofinn eftir endilöngu, og þjónar hraunið sem austurveggur. Umhverfis er hálfgróið hraun og sumstaðar valllendisblettir. Borgin sjálf er nokkurn veginn hringlaga, alls um 13×14-15 m að stærð. Veggir eru allir hrundir og mikið grjót í þeim, einna minnst þó að norðanverðu og þar er hleðslan best gróin. Ekki sjást dyr á borginni. Mannvirkið er mjög óvenjulegt að því leyti að tóft, sennilega af fjárhúsi, er inni í borginni og fyllir út í hana að mestu, alls um 6×5 m stór frá NA-SV. Sennilega er hún yngri en borgin og heldur meiri gróska er í veggjum hennar en borgarinnar. Hleðsla er fyrir húsdyrum, um 3 umför af stórum og þykkum hellum og er það að heita má eina heillega hleðslan í tóftinni. Hlaðið hefur verið frá norðausturhluta hústóftarinnar að klettinum sem er austar og er hleðslan um 3-4 m löng. Hvorki sést garði né jötur í fjárhúsinu og ekki hlaða heldur.
Valgarðsborg – sel [Hlíðarsel]
Valgarðsborg í Hlíðarseli.
Tóftir eru tæpa 300 m suður af Hlíðarborg, á allgrösugum bletti vestan í klettahól. Sennilega eru þær nálægt mörkum móti Vogsósum en þau liggja úr Nefjavörðu austur í Hellholt. [Línan í Hellholt er mun sunnar]. Umhverfis er hálfgróið hraun og sumstaðar valllendisblettir. Milli Hlíðarborgar og umræddra tófta liggur girðing allt frá skilarétt við Hlíðarvatn og austur fyrir Urðarfell. Tóftirnar eru a.m.k. þrjár [dæmigert fyrir sel á þessu landssvæði] og ná yfir svæði sem er rúmlega 30×30 m stórt. Nyrst er greinileg en vallgróin tóft, dálítið grafin inn í brekkuna. Hún er einföld, um 7×5 m stór frá norðri til suðurs og dyr heldur sunnar en fyrir miðjum vesturvegg. Dýpt nemur allt að rúmum 1 m. Nokkrar dældir eru norðan og norðvestan við tóftina og gætu þar leynst fleiri mannvirki eða útbyggingar. Um 8 m austar, uppi á hól, er hleðsla, sem gæti verið yngri, sennilega refagildra. [Hleðslan ber engin einkenni refagildru]. Þetta er grunnur að hlöðnu hólfi sem er um 1,5 x 0,8 m stórt NA-SV og snýr op í SV. Hleðslan er aðeins eitt umfar og um 0,2 m há.
Hellir – fjárskýli [Áni]
Áni – fjárskjól.
Fjárhellir er úti í hrauni undir Borgarskörðum og um 1 km austur af bæjarhól. Hann er um miðja vegu milli Hlíðarfjalls og girðingar sem liggur frá Hlíðarvatni og austur fyrir Urðarfell. Hálfbert hraun. Hellisopið snýr mót norðaustri. Það er einfaldlega skúti, fyrst nánast beint niður og svo innundir hraunhelluna til suðvesturs. Laglega hefur verið hlaðið um munnann á allar hliðar en þó er hægt að komast að honum úr austri. Hleðslan er úr hraungrýti og myndar hólf sem er hér um bil ferkantað og um 4,5×3 m að stærð SV-NA. Hleðslan er hæst að suðvestan, allt að tæpur 1 metri. Lítil varðaer á hleðslunni að suðvestan og að auki liggur einföld hleðsla um 3 m til suðvesturs frá hólfinu. Ekki var farið niður í hellinn en hann sýnist manngengur.
Fjárskjól ofan Ána.
[Annar svipaður fjárhellir er skammt norðar. Hleðslur eru við opið.]
[Hlíðardalur – tóft
Tóft í Hlíðardal.
Í heimildum er getið um Sælubunu við Selvogsgötuna (Suðurferðaveginn). Þar segir m.a.: „Hlíðardalur stendur Strandardal ofar mót hækkandi heiðlendi. Hann er hvammslaga og vel grösugur upp á brún. Efst í dalnum stóð eitt sinn bær Indriða lögréttumanns, Jónssonar.“
Í Hlíðardal er greinileg tóft. Sjá má móta fyrir grunnsteinhleðslum í grónum aflíðandi hvammi.]
Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands 2015, bls 240-250.
-Selvogsafréttur, Árnessýsla – Selvogshreppur, Örnefnalýsing
-Hlíð – Örnefnalýsing.
-Hlíð í Selvogi, Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing.
Hlíðarsel.
Þingvellir; Hrafnabjörg og Litla-Hrauntún
Hér á eftir verður fjallað um meint bæjarstaði Hrafnabjarga og Litla-Hrauntúns í Þingvallahrauni. Ýmsar fræðilegar skýringar hafa komið fram á hvorutveggja í gegnum tíðina, bæði frá sjálfskipuðum lærðum með skírskotun til „fræðigreina“ sem og bara forvitnum um landsins hagi í gegnum tíðina.
Þingvallaréttin við Sleðaás.
Að þessu sinni lögðu FERLIRsfélagar land undir fót frá Sleðaási, skoðuðu selsminjar Litla-Hrauntúns sem og Hrafnabjarga í Þingvallahrauni, tóftir beggja bæjanna og nálægar fornar leiðir um hraunið. Hitinn var um 25 °C og nánast logn. Flugan var til óþæginda, en takmarkaði hins vegar ekki áhugan á efninu.
Í Jarðabókinni 1703 fjalla Árni Magnússon og Páll Vídalín um bæina Hrafnabjörg og Litla-Hrauntún í Þingvallasveit í Árnessýslu: „Á Hrafnabjörgum hefur verið kallað norðan undir sjálfum Hrafnabjörgum c: Hrafnabjargarfjalli, eru ummæli að þar hafi verið hálfkirkja eður þriðjúngakirkja.
Sagt er að fyrir pláguna stóru hafi í allri Þingvallasveit verið 50 býli, og að Hrafnabjörg hafi þá staðið í miðri sveit (fyrst ritað Fífilvellir, en breytt af Árna í Fíflavellir).“
Grímastaðir – uppdráttur BJ.
„Vestur frá Hrafnabjörg sést votta fyrir gömlum bœjarrústum; þar vottar og fyrir því, að tún hafi þar getað verið, og þar er gjóta eða hola, sem litr út fyrir að hafa verið brunnr. Í Ármanns sögu er talað um bœ undir Hrafnabjörgum. Það er kemur til ákvæðis sögunnar „suðr frá Klyftum“, þá ætti það jafnvel betur við, að þetta væri hinir fornu Grímsstaðir, enn þetta verður ekki ákveðið. “ (Árbók Hins íslenska Fornleifafélag 1880, Um Þingvöll og Þingvallasveit, Sigurður Vigfússon, bls. 43.)
„Kluftir (sandkluftir) eru milli Ármannsfells og Mjóufjalla, Suður frá Kluftum er skógi vaxið hraun til Hrafnabjarga. En það hraun er vatnslaust og því eigi byggilégt.
Í Hraunjaðrinum við Hrafnabjörg er þó á einum stað brunnur af náttúrunni, þ.e. hraunhola með vatni, sem sjaldan þrýtur. Og hjá henni er forn bæjarrúst. Hún er að vísu nokkuð óglögg; þó má sjá, að í henni eru 2 miðgaflar, er skipta henni í 3 herbergi, sem hvert um sig er nál. 3 fðm. langt. Hin liggur nál. frá austri til vesturs og hefir vestasta herbergið dyr á vesturenda, en hin sýnast að hafa dyr á suðausturhliðinni. Breiddin á tóftunum er nál. 3 fðm. Við norðurhliðina vottar fyrir annari tóft, er einnig hefir dyr á vesturenda. Norðanmegin við þær er lítil tóft með dyr mót norðri. Svo sem 20—30 fðm. norðar er sérstök tóft, talsvert minni. Hún er tvískift, og er það glögt, að miðgaflinn er dyvalaus. Hefir austurherbergið dyr á suðausturhlið, en hitt á vesturenda. Lengd hvors um sig er nál. 2x 1/2 fðm., breiddin um 2 fðm. Þetta gæti vel verið heimahof. Stekkur gæti hún raunar líka verið, en er þó of lítil til þess á þessum stað; því hér verður að gera ráð fyrir mörgu sauðfé; tún hefir ekkert verið og þá ekki heldur kýr.
Önnur forn bæjarrúst er í hrauninu langt suðvestur frá Kluftum. Þar heitir Litla-Hrauntún. Eigi sér þar vatnsból og eigi er þar heldur túnstæði. Það kæmi nú heim við hinn fyrtalda stað í Harðarsögu (k. 5.) að Grímsstaðir, Þav sem Grímur litli bjó, hafi verið á öðrum hvorum þessum stað, og þá helzt á bænum við Hrafnabjörg. Og á því máli er Sigurður Vigfússon í Árb. 1880—1, bls. 43. (Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904, Brynjúlfur Jónsson, bls. 44-45.)
Hrafnabjörg – uppdráttur BJ.
Hrauntún hefur verið kallað örnefni eitt í skóginum, sem munnmæli eru að bygt hafi verið fyrir pláguna, meinast síðan í plágunni í eyði lagts hafa og allajafna síðan í aun verið. Hefur hjer í þessu takmarki selstaða verið frá Þingvöllum svo lángt fram sem menn til muna og er enn nú, og vita menn ekkert hjer um að undirrjetta.
Anað Hrauntún hefur verið kallað verið í skóginum í norðaustur frá þessu og skamt eitt þr frá, og sjer til girðinga svo sem af túngarði. Meinast þetta hrauntún eins bygt verið hafa fyrir pláguna sem hið fyrra, en hver bæði Hrauntúnin hafi undir eins bygð verið, eður hafi bærinn verið fluttur verið og bíhaldið svo nafninu, það hafa menn ekki heyrt, og meinast þetta Hrauntúnið með sama móti eyðst hafa í plágunni sem hið fyrra. Hjer um vita menn ekki heldur framar að segja.“ (Árbók Hins íslenska Fornleifafélag 1880, Um Þingvöll og Þingvallasveit, Sigurður Vigfússon, bls. 45.)
Í BA-ritgerð Gunnars Grímssonar í fornleifafræði; „Kortlagning eyðibyggðarinnar á Þingvöllum“, árið 2020 má m.a. lesa eftirfarandi: „Þingvellir eru einn merkasti sögustaður Íslands. Þar var alþingi háð frá um 930 til 1798 eða í hartnær átta aldir. Fyrsti þjóðgarður landsins var stofnaður á Þingvöllum. Voru lögin um þjóðgarðsstofnun samþykkt 1928 og tóku þau gildi 1930 þegar haldið var upp á þúsund ára afmæli alþingis. Íslenska lýðveldið var formlega stofnsett á Þingvöllum 17. júní 1944 (Björn
Þorsteinsson, 1986). Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004 vegna sögu og fornleifa staðarins auk gildis þeirra sem „helgistaðar þjóðarinnar“ (UNESCO, 2004).
Þrátt fyrir langa sögu og miklar minjar hafa fornleifarannsóknir innan þjóðgarðsins á Þingvöllum verið færri en ætla mætti. Fjölmargar minjar hafa verið skráðar innan þinghelginnar (Sigurður Guðmundsson, 1878; Matthías Þórðarson, 1922, 1945; Guðmundur Ólafsson, 1986; Margrét H. Hallmundsdóttir, óútgefið) en lítið hefur verið um eiginlega fornleifauppgrefti, sem hafa flestir verið tiltölulega smáir í sniðum (Sigurður Vigfússon, 1881; Matthías Þórðarson, 1922, 1945; Adolf Friðriksson o.fl., 2006; Orri Vésteinsson, 2004; Margrét H. Hallmundsdóttir og Hansen, 2012). Rannsóknirnar hafa þá mestmegnis beinst að minjum innan þinghelginnar en ekki hefur verið fjallað eins mikið um minjar utan hennar, sem eru leifar eyðibyggðarinnar á Þingvöllum.
Hrafnabjörg – sel?
Eyðibyggðarinnar er helst getið sem eins konar viðauka við umfjöllun um alþingisstaðinn (Sigurður Vigfússon, 1881; Matthías Þórðarson, 1945) en hún er sjaldan í aðalhlutverki (Brynjúlfur Jónsson, 1905) og heildstæða samantekt vantar. Aðeins hefur verið grafið á einum stað í þjóðgarðinum utan þinghelginnar, svo vitað sé (Brynjúlfur Jónsson, 1895). Hugmyndir um eðli og umfang eyðibyggðarinnar á Þingvöllum eru því langt frá því að vera fullmótaðar.
Helstu ritheimildir sem stuðst er við eru Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um Árnessýslu (2. bindi, JÁM II), sóknarlýsing Þingvalla árið 1840 (Björn Pálsson, 1979), rannsóknarferð Brynjúlfs Jónssonar fornfræðings um Árnessýslu árið 1904 (Brynjúlfur Jónsson, 1905) og Þingvöllur – Alþingisstaðurinn forni eftir Matthías Þórðarson þjóðminjavörð frá 1945 (Matthías Þórðarson, 1945).
Örnefni eru einnig afar mikilvægar heimildir í þessari ritgerð en helstu heimildarmenn í þeim efnum eru Ásgeir Jónasson frá Hrauntúni (1932, 1939) og Pétur Júlíus Jóhannsson frá Skógarkoti (1983). Pétur merkti á sjöunda hundrað örnefna inn á loftmyndir á 9. áratug seinustu aldar ásamt því að skrifa ritgerðina Þingvallaþankar (Pétur J. Jóhannsson, e.d.). Framlag Péturs er ómetanleg heimild um sögu Þingvallasveitar. Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður hefur tekið saman örnefnaskrár Péturs, Ásgeirs auk fleiri heimildarmanna í sérstaka örnefnaskrá þjóðgarðsins og afhent Landmælingum Íslands, sem hefur gert þau aðgengileg.
Prestatígur um Þingvallahraun – ÓSÁ.
Í Jarðabókinni er skrifað um tvö Hrauntún í Þingvallasigdældinni. Í sóknarlýsingu Þingvalla 1840 er Hrauntúnið síðarnefnda sagt „suður af Mjóafelli“ og kallað Litla-Hrauntún, til aðgreiningar frá hinu fyrrnefnda (Björn Pálsson, 1979, bls. 183) sem var þá komið í byggð á nýjan leik. Litla-Hrauntún á sér enga sögu og féll því í skuggann af Grímsstöðum og Hrafnabjörgum hjá fornfræðingum. Sigurður Vigfússon (1881) minnist þannig ekki einu orði á eyðibýlið. Brynjúlfur Jónsson tileinkar Litla-Hrauntúni fjórar setningar í lok umfjöllunar sinnar um Hrafnabjörg en þar er honum mest umhugað um staðsetningu hinna fornu Grímsstaða.
Á 20. öld er Litla-Hrauntún merkt inn á mismunandi stöðum á kortum en aldrei sérlega nákvæmlega. Guðmundur Davíðsson, sem síðar varð fyrsti umsjónarmaður þjóðgarðsins á Þingvöllum, hefur á orði í dagblaðsgrein hvað honum þyki „óviðfelldið“ hve mikið finnst af röngum örnefnum á korti dönsku herforingjastjórnarinnar; bæði séu nöfnin „afbökuð og færð úr stað“ að hans mati (Guðmundur Davíðsson, 1921, bls. 1). Guðmundur segir Litla-Hrauntún vera „[…] langt norður á Þingvallahrauni, u.þ.b. mitt á milli Ármannsfells og Hlíðargjár“ (1919, bls. 67).
Litla-Hrauntún; selstaða – uppdráttur ÓSÁ.
Í annarri dagblaðsgrein bætir Guðmundur við að Litla-Hrauntún sé í útjaðri skógarins og þar eru tóftir tveggja fornra bæjarstæða, sem heita hvort tveggja Litla-Hrauntún (1934, bls. 54). Ásgeir Jónasson frá Hrauntúni segir Litla-Hrauntún sunnan á Mjóafellshrauni og þar sjáist „auðsjáanleg tóftarbrot og grasblettur“ (Ásgeir Jónasson, 1939, bls. 151). Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti segir Litla-Hrauntún skammt austan Víðivalla, sem eru við rætur Ármannsfells.
Prestastígur.
Samkvæmt Pétri liggur leið fram hjá bæjarrústunum yfir Prestastíg (Gunnar Þórisson og Pétur J. Jóhannsson, 1983, bls. 182) en almenn málvenja á Þingvöllum er að kalla stíg aðeins þann hluta leiðar sem liggur yfir gjá. Því er ekki útilokað að fleiri en ein leið liggi yfir sama svokallaða Prestastíg, sem fer yfir Hlíðargjá. Í ritgerð sinni Þingvallaþönkum segir Pétur ennfremur að Litla-Hrauntún sé á milli gömlu og nýju sauðfjárveikigirðinganna (Pétur J. Jóhannsson, e.d., bls. 14). Nákvæmasta lýsingin af rústum Litla-Hrauntúns kemur frá Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði en hann lýsir þeim svo árið 1945: „Nyrzt er Hrauntún, nefnt Litla-Hrauntún. Sér þar fornar tóftir á 3 stöðum, og kemur það nokkurn veginn heim við frásögn Árna Magnússonar í jarðabók hans […] Sjá má greinilega hvort-tveggja bæjarstæðið, sem átt er við, og eru á hinu fyrra nýlegri tóftir, enda seltóftir frá síðari öldum, um 100 m. eru í milli. Á eystri staðnum er ein fornleg bæjartóft, sem skipt er í þrennt. – Um 40 m. fyrir norðan vestari tóftirnar eru hinar þriðju; aflöng, ferhyrnd tóft, mjög fornleg, skiptist í tvennt, og 6 m. fyrir vestan hana hringmynduð tóft. Sennilega hefur hér verið sel. – Það er lítt hugsanlegt, að hér hafi verið 2 byggð býli samtímis, en séu hér raunar 2 bæjarstæði, mun síðari bærinn hafa verið byggður einhvern tíma eftir að hinn fyrsti hafði farið í eyði. (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 81–82).
Litla-Hrauntún – bæjarstæðið.
Hér er líklegt að nafngiftir Hrauntúns og Litla-Hrauntúns hafi haft áhrif á lýsingar“.
Guðmundur Davíðsson og Matthías Þórðarson gætu hafa túlkað texta Jarðabókarinnar sem svo að verið sé að lýsa tveimur Hrauntúnum á einum stað og túlka því Litla-Hrauntún sem tvíbýli. Einnig er óvíst hvort það sem Kolbeinn Guðmundsson (1952) kallar Gamla-Hrauntún eigi við um Litla-Hrauntún eða hitt Hrauntúnið, sem aftur byggðist upp á 19. öld (sjá bls. 27).
Auk þess segist séra Guðmundur Einarsson, sem var prestur á Þingvöllum árin 1923–1928, hafa séð skálabyggingu fornmanna „[…] norðaustur í hrauninu frá Hrauntúni að sjá“, sem hann telur „víst að sé innan girðingarinnar“ (Guðmundur Einarsson, 1938). Ef meint skálarúst Guðmundar er innan gömlu girðingarinnar (sem nú hefur verið breytt í reiðgötu) gæti hún ef til vill verið af hinu svokallaða Gamla-Hrauntúni, eða verið allt annað, óþekkt bæjarstæði.
Litla-Hrauntún; bæjarstæðið.
Einnig gæti Guðmundur hafa átt við rústir Gamla-Stekks, sem er sagður skammt austan Hrauntúns (Ásgeir Jónasson, 1939, bls. 156). Ef skálarúst Guðmundar er ekki innan gömlu girðingarinnar (og er í raun skálarúst) eru líkur til þess að hún sé í Litla-Hrauntúni.
Prestastígur (Hrafnabjargarvegur).
Hópurinn Ferlir leitaði að Litla-Hrauntúni og staðsetti árið 2011 meintar rústir norðan yngri girðingarinnar, við leið sem liggur yfir Hlíðargjá og er líklega svonefndur Prestavegur eða Hrafnabjargavegur (Ómar Smári Ármannsson, 2011a). Hekla Þöll Stefánsdóttir, þá landvörður á Þingvöllum, gekk skipulega um landsvæðið austan Víðivalla og norðan yngri girðingarinnar 2013 án þess að koma auga á neitt (Einar Á. E. Sæmundsen, munnleg heimild, mars 2017). Sá sem þetta skrifar gekk í landvörsluvinnu sjálfur skipulega um landsvæðið sunnan girðingarinnar í apríl 2017 í leit að Litla-Hrauntúni, án árangurs.
Nokkur óvissa ríkti um staðsetningu Litla-Hrauntúns: rústirnar eru jafnt sagðar norðan þjóðgarðsgirðingarinnar og sunnan hennar og einnig við leið sem liggur yfir Hlíðargjá um Prestastíg. Svæðið þar sem Ómar Smári Ármannsson merkir Litla-Hrauntún var kortlagt með flygildi í júlí 2017 en þar var ekki hægt að koma auga á rústir á loftkorti og yfirborðslíkani.
Til að taka af allan vafa um staðsetningu Litla-Hrauntúns voru um 3,2 ferkílómetrar lands kortlagðir báðum megin yngri girðingarinnar sem og sunnan undir Mjóafelli snemma sumars 2018.
Litla-Hrauntún; bærinn.
Miðað var við lýsingu Matthíasar Þórðarsonar (1945, bls. 81–82) að mannvirkin væru á þremur stöðum, þar sem 100 metrar væru milli fyrsta og annars staðarins og sá þriðji 40 metrum norðan hins fyrsta. Slíkt bar góðan árangur, því við einn grasblettinn í hrauninu sunnan girðingarinnar mátti greina daufa ferhyrnda upphækkun sem líktist mannvirki og út frá henni var hægt að staðsetja allar rústir Litla-Hrauntúns.
Litla-Hrauntún; seltóft.
Rústin sem sást fyrst er sú, sem Matthías Þórðarson kallar „seltóftir frá síðari öldum“ en segir þær „bera nú með sér, að þar hafi ekki verið sel æði-lengi“ (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 81). Rústin situr ofan á lágri hæð og um 20 metrum suðvestar er grasblettur, sem Ásgeir Jónasson (1939) hefur eflaust átt við. Mögulega gæti þetta stutt túlkun Matthíasar Þórðarsonar að þarna sé sel. Fleiri minjar gætu leynst í nærumhverfi „seltóftanna“. Um 115 metrum austan „seltóftanna“ er rústin, sem Matthías Þórðarson kallar „fornlega tóft“ og segir skiptast í þrennt (mynd 24, miðdálkur). Ekki er auðvelt að færa rök með eða á móti Matthíasi þar sem rústin er mjög gróin og norðurhluti hennar virðist vera kominn undir birkirunna. Trjágróðurinn gerir það einnig að verkum að erfitt er að átta sig nákvæmlega á stærð rústarinnar en hitamyndavélin gat greint hitaójöfnur í gegnum laufskrúða
trjánna. Þriðji minjastaðurinn er um 40 metra norðan „seltóftanna“ og þar eru a.m.k. tvær rústir. Sú stærri er aflöng og tvískipt, snýr SA–NV og er kölluð „mjög fornleg tóft“ af Matthíasi Þórðarsyni.
Hrafnabjörg; bærinn.
Bærinn undir Hrafnabjörgum, sem er jafnan einfaldlega kallaður Hrafnabjörg líkt og fjallið sjálft, varð síðar að yrkisefni í Ármanns sögu yngri, sem er samin á seinni hluta 18. aldar upp úr Ármanns rímum. Þar sem Hrafnabjörg eru ekki nefnd í rímunum er vel hugsanlegt að höfundur Ármanns sögu hafi tekið sér skáldaleyfi með bæinn, sem er þá kominn vestur undir Skjaldbreið. Þar er Hallketill nokkur, leysingi Ketilbjarnar gamla, sagður búa en hann flutti þangað eftir að honum þótti of þéttbyggt í Laugardal (Íslendinga sögur XII, bls. 423).
Í sóknarlýsingu Þingvalla 1840 er bærinn sagður vestan Hrafnabjargafjallsins og þá höfðu munnmæli Jarðabókarinnar um hálf- eða þriðjungakirkju þróast upp í stæðilega kirkju, sem þótti „ekki all-lítil“ (Björn Pálsson, 1979, bls. 186, 192).
Vörður á Klettaborg í Þingvallahrauni.
Matthías Þórðarson lætur sér fátt um finnast um kirkjumunnmæli í kringum tvískiptu tóftina, sem honum finnst „allsendis ósennileg“ en hann lýsir Hrafnabjörgum svo: „Þá er bæjarstæði fornt skammt í útnorður undan Hrafnabjörgum. […] Aðalbæjartóftin skiptist í þrennt. Við norðurhlið hennar vottar fyrir annarri tóft, og hinni þriðju norðan við hana. Um 50 m. norðar er enn tvískipt tóft. (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 82).
Líkt og með Litla-Hrauntún hefur bærinn undir Hrafnabjörgum verið staðsettur á margvíslegum stöðum á kortum. Brynjúlfur Jónsson segir Prestaveg (sem hann kallar Prestastíg) liggja norður fram hjá bæjarrústinni (1905, bls. 47). Guðmundur Davíðsson, umsjónarmaður þjóðgarðsins á Þingvöllum, getur þess árið 1934 að einstaka birkirunnar vaxa í grennd við bæinn en annars er landsvæðið að hans sögn „ömurlegt og óbyggilegt“ (1934,
bls. 53).
Prestastígur.
Í Árbók Ferðafélags Íslands 1961 heitir bæjarrústin Hranavellir og er sögð „vestur af norðurenda Hrafnabjarga“ (Haraldur Matthíasson, 1961, bls. 132). Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti getur þess í örnefnaskrá Grímsnessafréttar að bæjarrústir Hrafnabjarga (sem hann kallar Hrafnabjargavelli) séu í litlu dalverpi fyrir framan örnefnið Kræklubrún („Grímsnesafréttur“, e.d., bls. 3). Bróðir hans, Pétur J. Jóhannsson (1983, bls. 182–183), segir rústirnar skammt norðan hesthústóftar Grímsnesinga, sem er við núverandi sauðfjárveikigirðingu suðaustan Prestastígs. Þess má geta að það er vatnsból við hesthústóftina, sem helst fram eftir sumri. Meintar bæjarrústir Hrafnabjarga voru staðsettar í ferð Ferlis árið 2011 (Ómar Smári Ármannsson, 2011). Voru þar skrásett möguleg mannvirki á tveimur stöðum við hraunkrika, sem virðast hafa að mestu farið á kaf undir malarjarðveg úr
leysingarfarvegi (Ómar Smári Ármannsson, munnleg heimild, 4. október 2019).
Tóft við Presthól við Prestastíg.
Út frá ritheimildum átti eyðibýlið að liggja við Prestaveg upp við örnefnið Kræklubrún. Bæjarrústin átti að vera 15–17 metrar að lengd, með gjótu austan hennar og tvískiptu mannvirki 30–40 metrum norður af bænum. Hrafnabjörg hafa þó verið merkt á margvíslegum stöðum og því ríkti mikil óvissa um hvaða heimildir væru áreiðanlegar.“
Ennfremur: „Á Hrafnabjörgum er fyrst að nefna bæjarrúst, sem snýr hér um bil austur–vestur og er um 16×6,5 metrar að stærð. Á norðurhliðinni er lítil viðbygging, um 4×3 metrar að stærð og trjárunni vex í henni miðri. Útveggir rústarinnar eru augljóslega bogadregnir og af útliti hennar að dæma er hér líklega um að ræða dæmigerða skálabyggingu.
Prestastígur.
Ekki er þó öll sagan sögð en einnig sést móta fyrir annarri, smærri byggingu innan hennar, u.þ.b. 13×4,5 metrar að stærð og skiptist í þrjú hólf. Hugsanlega eru þetta leifar selstöðu sem hefur verið reist ofan á skálarústinni seinna meir, rétt eins og túlkað hefur verið á Grímsstöðum. Það virðist sem Brynjúlfur hafi teiknað rústirnar upp líkt og þær séu eitt og sama mannvirkið. Ekkert vatnsból sást við rústirnar en lítil gjóta um 20 metrum suðaustan þeirra gæti hafa verið brunnurinn, sem Brynjúlfur Jónsson og Sigurður Vigfússon áttu við. Ekkert vatn var þó í gjótunni og hún var hulin trjágróðri að stórum hluta.
Hrafnabjörg – bærinn.
Norðan skála- og seljarústanna svokölluðu er lág brekka og þar var hægt að staðsetja þrjár aðrar rústir á vettvangi. Um 30 metrum norðan bæjarrústanna er tvískipta tóftin, sem munnmæli um hálfkirkju eða þriðjungakirkju í Jarðabókinni eiga við og Brynjúlfur Jónsson stingur upp á að væri annaðhvort heimahof eða stekkur. Ekki er minnst á hinar tvær smátóftirnar í lýsingum Brynjúlfs Jónssonar og Matthíasar Þórðarsonar. Báðar þeirra virðast hringlaga eða ferkantaðar og 3–4 metrar í þvermál. Sú eystri er greinilegri, með inngang til suðurs og frá henni liggur lítill slóði í átt að bæjarrústunum.
Gróft kolalag var í innanrými rústarinnar á um 35 sm dýpi. Sú vestari virðist einnig hafa inngang til suðurs og í innanrými hennar var torfhrun blandað gjóskulögum sem hafa ekki verið greind. Birkirunnar vaxa í veggjum rústanna en ekki í innanrýmum þeirra. Frekari rannsókna er þörf til að meta heildarumfang og hlutverk þessara rústa en trjágróðurinn gæti mögulega hulið fleiri verksummerki.
Í Litla-Hrauntúni eru a.m.k. fjögur mannvirki á þremur stöðum. Á einum staðnum er mannvirki sem skiptist í tvö hólf. Hugsanlega eru þetta seljarústir. Á öðrum staðnum er aflangt, tvískipt mannvirki, sem er mögulega með bogadregna útveggi. Rúmlega hundrað metrum austar er annað aflangt mannvirki.
Á Hrafnabjörgum eru leifar mannvirkis sem hefur einkenni dæmigerðrar skálabyggingar með viðbyggingu á norðurhlið. Innan veggja þess vottar fyrir útlínum annars mannvirkis. Gæti það verið sel, sem hafi verið reist ofan á skálarústunum svokölluðu.“
Hrafnabjörg – tóftir.
FERLIRsfélagar hafa skoðað framangreinda minjastaði í Þingvallahrauni. Sunnan girðingar er umlykur Þingvallasvæðið eru selsminjar, í svonefndu Litla-Hrauntúni. Þar má greina þrjár tóftir og eru um 115 metrar á milli þeirra. Norðan girðingarinnar, við Prestastíg, eru fornar hústóftir og garðar; líklega hið forna bæjarstæði Litla-Hrauntúns. Milli selsins og bæjarins er klettaborg með tveimur vörðum, sem ekki virðast hafa verið fornleifaskráðar. Vörðurnar eru ágætar vísbendingar á milli minjastaðinna fyrrum.
Þingvellir – kort.
Framangreind staðsetning á Hrafnabjörgum er augljós selstaða; þrískiptar tóftir og stekkur. Hliðstandandi lýsingar eru af vatnsstæðinu þar sem nú eru rústir leitarmannakofa frá síðustu öld. Umleikis þær eru einu vísbendingarnar um fornfæri; tvær mosavaxnar vörður.
Bærin á Hrafnabjörgum var mjög líklega við lækjarfarveg ofan úr fjallinu. Þar sér fyrir tóftum og görðum, sem nú eru að mestu komnar undir sandaura lækjarins. FERLIR teiknaði þær upp fyrir u.þ.b. tuttugu árum, en nú virðast þær nánast horfnar af yfirborði jarðar.
Frábært veður. Gangan tók 8 klst og 8. mín.
Heimildir:
-Jarðabókin 1703, Árni Magnússon og Páll Vídalín, Árnessýsla, bls. 363.
-(Árbók Hins íslenska Fornleifafélag 1880, Um Þingvöll og Þingvallasveit, Sigurður Vigfússon, bls. 43.)
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904, Brynjúlfur Jónsson, bls. 44-45.
-Matthías Þórðarson. (1922). Fornleifar á Þingvelli. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1921–1922, 1–107.
-Háskóli Íslands, Fornleifafræði; Kortlagning eyðibyggðarinnar á Þingvöllum með flygildum og hitamyndavél. Ritgerð til B.A.–prófs í fornleifafræði –
Gunnar Grímsson, maí 2020 – https://skemman.is/bitstream/1946/35509/1/Kortlagning_eydibyggdarinnar_a_thingvollum.pdf
Hrafnabjörg undir Hrafnabjörgum.
Konungskoman 1907 – Örn H. Bjarnason
Björn H. Bjarnason fjallar í hugi.is um gamlar götur og komu Friðriks VIII Danakonungs hingað til lands árið 1907:
Inngangur
Friðrik VIII.
„Í byrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8. og 200 manna fylgdarliðs hans. Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á nýrri brú við Brúarhlöð. Síðan niður Hreppa hjá Álfaskeiði, yfir Stóru- Laxá og að Þjórsárbrú. Þaðan um Ölfusárbrú í Arnarbæli í Ölfusi, upp Kambana, yfir Hellisheiði á Kolviðarhól, niður hjá Lækjarbotnum og til Reykjavíkur aftur. Vandlætingafólk þess tíma taldi að fikra mætti sig Kóngsveginn svonefnda eftir tómum kampavínsflöskum.
Víst er um það að ríkisþingmenn fengu fyrir brottför silfurslegna svipu að gjöf frá Alþingi og ferðabikar í ól til að smeygja um öxl sér. En að þetta hafi verið einhver fyllirístúr er af og frá, menn kannski fengið sér í annan fótinn en ekki mikið meira, flestir. Sérstök gullplata var á svipu konungs og hafði Árni Gíslason grafið á hana “Ísland 1907.”
Áhugavert er að skoða ljósmyndir teknar þessa sumardaga, pípuhattar í öllum áttum og harðkúluhattar, barðastórir kvenhattar, upphlutur og skotthúfur, skautbúningur og möttull. Í bakgrunninum voru derhúfur en á húfum lúðurþeytara voru sérstakir borðar. Allir báru höfuðföt sem er hyggilegt enda fer að sögn veðursérfræðinga 75% af hitatapi líkamans um höfuðið.
Svo voru það skínandi einkennisbúningarnir. Myndir frá þessum tíma eru allar í svart/hvítu og þess vegna heldur maður kannski að í gamla daga hafi allt verið svo leiðinlegt. Svo var þó ekki ef marka má allar sögurnar og eitt er víst að þarna var ekki litlaus hópur á ferð, öðru nær.
Tildur segjum við í dag á stíllausri öld, en gleymum því ekki að á bak við stífa framkomu þessa fólks leyndist oft hörkudugnaðar. Það er meira en að segja það að fara í 7 daga hestaferð á Íslandi að viðbættum íþyngjandi ræðuhöldum, ofáti og skjalli hvers konar sem sterk bein þarf til að þola. Auk þess var mikil pólitísk spenna í loftinu vegna sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Frá Reykjavík á Þingvöll
Ferðin hófst 1. ágúst og var lagt af stað frá Latínuskólanum í Reykjavík. Konungur reið gráum hesti og var í búningi sjóliðsforingja með derhúfu að hætti aðmiráls og í uppháum leðurstígvélum. Hannes Hafstein Íslandsráðherra var á léttvígum, rauðskjóttum gæðingi Glæsir að nafni, kallaður Ráðherra-Skjóni. Seinna í ferðinni reið hann brúnum hesti en konungur hélt sig við gráa litinn enda hafði honum verið ætlaðir fjórir í þeim lit í ferðina. Þegar til kom líkaði honum aðeins við tvo þeirra. Mér skilst að Eggert Benediktsson bóndi í Laugardælum, stórbýli rétt fyrir austan Selfoss, hafi skaffað þessa gráu hesta.
Haraldur prins var í húsarabúningi. Þarna voru líka Axel Tulinius sýslumaður Suður-Múlasýslu, aðalskipuleggjari ferðarinnar, Rendtorff yfirhestasveinn konungs í rauðum búningi, J.C. Christensen forsætisráðherra og Rosenstand leyndaretatsráð svo að einhverjir séu nefndir. Leiðsögumenn voru m.a. þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon skrifstofustjóri, síðar forsætisráðherra. Jón var hæglætismaður og frekar orðfár, en hvar sem hann sýndi sig fóru hjólin að snúast. Þannig var það einnig við undirbúning þessarar ferðar.
Konungur og föruneyti á leið til Þingvalla.
Það þurfti töluverða skipulagshæfileika til að henda reiður á öllu því hafurstaski sem fylgdi þessu liði, kerrur með tjöld og matföng og trússhestar, klyfsöðlar, hnakkar, beisli, lyfjaskrín, hattaöskjur og ferðakoffort. Þetta líktist meira innrásinni í Rússland eða herleiðingu eins og sagt er frá í Gamla testamentinu hjá Móse frá Egyptalandi eða Esekiel til Babylon, erillinn var svo mikill. Að morgni fyrsta dags voru allir að ganga af göflunum og þá var notalegt að hafa Jón Magnússon með sína góðu nærveru.
Hófaskellirnir á götum Reykjavíkur þennan dag komu öllum í ferðaham og góðhestarnir sem bændur sunnanlands og norðan höfðu lánað af þessu tilefni voru ekki af verri endanum. Flestar sýslur landsins lögðu til 18 hesta hver landssjóði að kostnaðarlausu, en einnig voru fjöldinn allur af leiguhestum.
Konungur og föruneyti á Þingvöllum.
Af lista yfir íslenska alþingismenn sem varðveist hefur er svo að sjá, að flestir þeirra hafi fengið tvo hesta til afnota. Númer 13 á listanum er Hannes Hafstein, 1. Þingmaður Eyfirðinga, Tjarnargötu. Hann fékk bara einn hest enda lagði hann sjálfur til Ráðherra-Skjóna. Björn M. Olsen, 3. Konungskjörinn þingmaður, Lækjargötu 8, fékk 3 hesta. Tryggvi Gunnarsson 1. Þingmaður Reykvíkinga fékk 2 hesta og sömuleiðis Þórhallur Bjarnarson þingmaður Borgfirðinga síðar biskup yfir Íslandi. Guðmundur Björnsson 2. Þingmaður Reykvíkinga, Amtmannsstíg 1, fékk engan hest enda hefur hann sjálfsagt verið með sína eigin hesta í ferðinni.
Í bréfi dagsettu 7. febrúar 1907 býður Daniel Daníelsson hinni háttvirtu Heimboðsnefnd vagnhesta til kaups á kr. 160 stykkið. Hann segir í bréfinu, að hann treysti sér ekki til að fara neðar þar sem hann telji að verð á hestum á sumri komandi verði mjög hátt. Þetta var svo sannarlega uppgripstími fyrir hestaspekúlanta.
Þar sem riðið var upp Hverfisgötu blakti danski fáninn við hún. Farið var upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði, en þar byrjar hinn eiginlegi gamli Þingvallavegur. Svipusmellir fylltu loftið og öllum mátti vera ljóst að þetta var enginn venjulegur reiðtúr. Á leiðinni bættust í hópinn bændur sem höfðu hlaupið frá búum sínum til að skoða kónginn. Þegar til kom gátu þeir ekki stillt sig um að slást í för á Þingvöll. Sumir voru ekki einir á ferð heldur með allt sitt hyski, konu og krakka.
Gamli Þingvallavegurinn.
Í Djúpadal var framreiddur hádegisverður. Eins og allir vita þá eru Danir fyrst í essinu sínu þegar matur er annars vegar. Þeir borða ekki eingöngu til að lafa á fótunum. Matargerð er í þeirra augum listgrein og að skeggræða um mat umræðuefni sem stendur jafnfætis heimspekitali á gangstéttarkaffihúsum stórborganna. Virkilega siðaður Dani getur rifjað upp matseðla áratugi aftur í tímann af jafn mikilli nákvæmni og veðurglöggur Íslendingur lýsir skýjafari. Danir eru heimsmenn.
Djúpidalur.
Nema hvað í Djúpadal hafði Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 látið senda 150 rúnstykki, 7 rúgbrauð og 12 franskbrauð. Pagh veitingastjóri var staðráðinn í því, að hvað sem öðru liði þá myndi Friðrik 8. Danakonungur ekki verða hungurmorða í ferðinni og þyrstur yrði hann ekki, enda sést í skjölum að Thomsens Magasin lét senda 4000 flöskur vestur að Rauðamel. Þar var tappað ölkelduvatni á flöskurnar. Þetta ölkelduvatn var haft til hressingar í heimsókn konungs. Að loknum málsverði þumlungaðist hersingin áfram fyrir norðan Borgarhóla í áttina að Þrívörðum og sunnan við Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði, sem er forn áningarstaður. Þaðan var ekki langt í Ferðamannahorn, en það heitir svo vegna þess að þar sést fyrst til langferðamanna að koma á Þingvöll. Svo lá leiðin um Kárastaðastíg og niður í Almannagjá. Þegar konungur reið niður gjána hrópaði fólkið sem hafði raðað sér þar upp nífalt húrra, ég endurtek nífalt, minna mátti ekki gagn gera.
En hver var þessi konungur sem verið var að hrópa húrra fyrir? Friðrik 8. var fæddur árið 1843 og dó árið 1912. Hann ríkti frá árinu 1906 til 1912. Faðir hans var Kristján 9. Þann stutta tíma sem Friðrik var við völd ferðaðist hann mikið um ríki sitt og komst í nána snertingu við þjóð sína. Hann beitti sér m.a. fyrir bættum samskiptum við Íslendinga. Árið 1869 gekk hann að eiga sænska prinsessu Louise að nafni.
Og þjóðin sem hann var að heimsækja hvernig var hún? Af því að maður er svolítið blindur á sitt eigið fólk þá gerði ég það að gamni mínu að fletta upp í Nordisk Konversasions Leksikon, 5. bindi, bls. 183. Þar stendur: “Íslendingar tilheyra hinum hvíta kynstofni, flestir eru háir, ljósir yfirlitum og langhöfðar. Þeir eru með blá augu og grannvaxnir.” Þetta fannst mér áhugaverð lesning, en meira hafði ég samt gaman af að koma út af bókasafninu og labba eftir Austurstræti og sjá margbreytileikann í útliti fólks enda er þjóðin örugglega ekki svona einslit eins og stendur í alfræðiritinu. Rannsóknir á blóðflokkum Íslendinga sýna raunar að þjóðin er af margvíslegum uppruna.
Þjóðhátíð á Þingvöllum
Fólk í tjöldum á Þingvöllum 1907, m.a. danskir sjóliðar.
Næsta dag 2. ágúst var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum. Drifhvítar tjaldborgir höfðu risið þar og byggður hafði verið konungsskáli í hallanum upp að Almannagjá ekki langt frá Öxarárfossi en í Hestagjá voru höfð hross sem þurftu að vera til taks. Ekki létu fréttamennirnir sig vanta en Guðmundur Finnbogason var fulltrúi Blaðamannafélagsins. Þegar á ferðina leið reyndust fréttamennirnir hvað dugmestir. Það er ótrúlegt hvað forvitnin er mikið hreyfiafl.
Í Valhöll var snæddur hádegisverður, en kl. 1 hófst Lögbergsgangan og tóku nær 6000 manns þátt í henni. Það var regnkápuveður þennan dag og margar ræður voru fluttar og mikið sungið. Hannes Hafstein flutti konungsminni. Ýmsir aðrir tóku til máls. Tulinius sýslumaður stjórnaði glímukeppni og sigraði Hallgrímur Benediktsson í þessari keppni en þriðji varð Jóhannes Jósefsson sem síðar var kenndur við Hótel Borg en hann hafði lagt sig eftir grísk rómverskum fangbrögðum og var talinn öflugur glímumaður. Sem sigurmerki fékk Hallgrímur birkigrein og síðan var hann borinn af sviðinu í gullstól.
Björn M. Olsen prófessor fræddi fólkið um Úlfljótslög, Grágás, Járnsíðu og Jónsbók. Eins sagði hann frá því hvernig Gissur Þovaldsson sendi árið 1238 Hjalta biskupsson upp á þing með stóran flokk manna til að hleypa þinginu upp. Svo var það bardaginn á Alþingi eftir Njálsbrennu og hvernig dómi var hleypt upp árið 999 er dæma skyldi í máli á hendur Hjalta Skeggjasyni um goðgá. Það var síður í frásögur færandi að oftast fór þingið fram með hinni mestu friðsemd og spekt.
Gálgaklettur á Þingvöllum. Árni Björnsson lýsir aðstæðum.
Lítillega sagði prófessorinn frá því hvernig þjófar höfðu verið hengdir við Gálgaklett og konur sem höfðu borið út börn sín eða deytt á annan hátt drekkt í Drekkingarhyl. Þetta gerði stóra lukku.
Um kvöldið var haldin hátíðarveisla. Þar flutti Sveistrup þjóðþingsmaður ræðu fyrir minni íslenska hestsins, en konungur mælti fyrir minni kvenna. Aðeins ein kona Ragnheiður Hafstein eiginkona Íslandsráðherra var í veislunni, sem mönnum þótti alveg kappnóg. Konungur beindi orðum sínum til hennar frekar en að tala út í buskann til allra þeirra kvenna sem voru annars staðar. Dansað var á palli fram á nótt og tók konungur þátt í dansinum.
Verst var að hesturinn sem Sveistrup lofaði hvað mest í fjörugri ræðu sinni fældist nokkrum dögum seinna fyrir vagni hans uppi á Hellisheiði. Sveistrup hlaut nokkrar skrámur á enni og mikil mildi að ekki hlaust verra af.
Frá Þingvöllum að Geysi
Næsta dag þann 3. ágúst var svo riðið hjá Skógarkoti Skógarkotsveg og í Vatnsvíkina hjá Vellankötlu um Gjábakkastíg og Barmaskarð á Laugarvatnsvelli. Þangað var komið um hádegisbil og beið þar stórt veitingatjald. Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 hafði sent þangað 160 rúnstykki, 8 rúgbrauð og 12 franskbrauð.
Ýmsir ferðahópar ríða um landið í dag maulandi kramdar samlokur úr vasa sér og drekka volgt djús. Þarna í veitingatjaldinu voru ekki kramdar samlokur og kræsingunum var skolað niður með kampavíni. Hákon Noregskonungur átti afmæli þennan dag og það var hrópað húrra fyrir honum. Á eftir lágu menn rjóðir og mettir á meltunni í grængresinu þangað til lúðurþeytarar blésu í horn sín og allir stigu á bak aftur, en Pagh veitingastjóri og hans fólk átti eftir að vaska upp.
Konungsvegur í Þingvallahrauni við Skógarkot.
Eins og að ofan greinir var farið um Gjábakkastíg og má láta þess getið að Hallmundur Eiríksson á Gjábakka lánaði 3 hesta í konungsreiðina í 7 daga og fékk fyrir það 84 kr., en auk þess fékk hann 4 kr. fyrir að koma hestunum til Þingvalla. Þetta má sjá í bókhaldsgögnum vegna konungskomunnar sem geymd eru í þremur pappaöskjum í Þjóðskjalasafninu við Laugaveg.
Áfram var haldið um Laugardal og hjá Laugardalshólum og Efstadal og austur með Hlíðum ofan við túnið á Úthlíð í Biskupstungum, neðan við Múla, upp undir Helludal og þaðan austur að Geysi í Haukadal. Brú yfir Brúará hafði verið byggð árið 1901 þar sem steinboginn hafði áður verið. Ekki ætla ég að rifja hér upp lánleysi biskupsfrúarinnar sem lét brjóta þennan steinboga niður árið 1602 svo að soltið fólk kæmist ekki í birgðaskemmurnar í Skálholti, en brytinn sem hjálpaði henni við þetta verk drukknaði seinna í Brúará.
Ýmsir fleiri hafa drukknað í Brúará. Árið 1958 var skoskur maður hér á ferð með hóp breskra skáta. Hann hét Stuart A. Mcintosh og reið út í ánna ofan við Brúarfoss. Áin hremmdi Stuart og drukknaði hann. Þetta er háskafljót.
Það var ekki soltið fólk sem stóð upp frá borðum á Geysi þetta kvöld. Á matseðlinum var súpa, lax í forrétt, svo nautasteik og að lokum ávaxtaábætir. Þessu var skolað niður með kampavíni. Ekki minnkaði aðdáun gestanna á skipulagi ferðarinnar við þetta.
Geysir-Gullfoss-Geysir
Minningarsteinn við Geysi í tilefni komu Friðriks VIII.
Þann 4. ágúst reið hópurinn að Gullfossi og til baka aftur. Konungsfylgdin tyllti sér á ystu nöf og var skálað fyrir framtíð lands og þjóðar. Um kvöldið var enn ein veislan. Þar tóku margir til máls m.a. Þorvaldur Thoroddsen. Hann fjallaði um jarðfræði og heitu hverina og eldfjöll. Hann sagði sögu af því að eitt sinn hefði hraungrýti úr Heklu steinrotað mann sem stóð á hlaðinu í Skálholti. Þarna er yfir Ytri-Rangá, Þjórsá og Hvítá að fara. Þetta fannst veislugestum áhugavert. Þorvaldur sagði frá fleiru skemmtilegu. Á eftir stóð konungur upp og kvað Þorvald vera vísindamann á heimsmælikvarða. Sá kunni lagið á því.
Frá Geysi að Þjórsárbrú
Konungur á Þjórsárbökkum 1907.
Daginn eftir þann 5. ágúst var riðið um nýju brúna yfir Hvítá hjá Brúarhlöðum og niður með Hvítá að austanverðu hjá Skipholti og að Álfaskeiði. Farið var yfir Langholtsós og Stóru-Laxá á Langholtsvaði skammt frá Syðra-Langholti. Þaðan svo sem leið lá að Þjórsárbrú. Vaðið á Laxá er nokkuð breitt þarna og þéttskipuð fylkingin var lengi að ösla í vatni en það náði hestunum stundum í kvið.
Þegar neðar dró sást yfir Hvítá heim að Bræðratungu þar sem Snæfríður Íslandssól bjó með júnkærnum Magnúsi Sigurðssyni eins og sagt er frá í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Þegar Magnús slæmdist í lekabytturnar hjá faktornum niðri á Eyrarbakka fór hann um Hvítárholtsferjuna þangað og heim aftur, en hjá Bræðratungu lágu þjóðgötur. Þar eru m.a. Flosatraðir.
Um ráðahag hennar og Magnúsar sagði Snæfríður eitt sinn: “Frekar þann versta en þann næst besta.” Snæfríður hafði ung fellt ástarhug til Árna Magnússonar handritasafnara, en hann vildi frekar giftast ríkri, danskri konu svo að hann gæti haldið áfram að safna handritum. Þegar sérviskan og ástin togast á í hausnum á karlmönnum þá hefur sérviskan ætíð betur. Snæfríður hins vegar taldi sig hafa kynnst ágætum manni þar sem Árni var og fannst þess vegna góður maður eftir það blátt áfram hlægilegur, ekki síst vonbiðill hennar Sigurður dómkirkjuprestur í Skálholti.
En áfram með ferðalagið. Hjá Skipholti hafði hádegisverður verið framreiddur en við Álfaskeið var boðið upp á mjólk, öl, sódavatn og kampavín. Þarna voru söngvarar, hljóðfæraleikarar, tónskáld, steikarar og þjónar, íslenskir þingmenn, danskir þingmenn, þýsk kerling frú Rosa Bruhn að skrifa fréttir, kóngur og Haraldur prins í húsarabúningi og Hannes Hafstein á hátindi síns ferils. Í hópi þingmanna voru margir úr bændastétt. Þeir söknuðu þess að sjá hvergi rakstrarvélar og herfi eða plóga á leið sinni, fannst hrífan óþarflega seinvirk. Bændur í Hreppunum og þeirra fólk var úti á túni þegar hersingin fór hjá og konungur ræddi við fullorðna fólkið og börnin líka, blessaða sakleysingjana.
Á fylgiskjali í Þjóðskjalasafninu sést að Ágúst Helgason í Birtingarholti lét senda 60 lítra af nýmjólk að Álfaskeiði. Hann seldi hvern lítra á 18 aura. Heimboðsnefnd Alþingis gerði hann einnig reikning fyrir tveimur glösum sem höfðu brotnað samtals 70 aurar.
Vagnar og ýmislegt dót varð eftir á Álfaskeiði. Þetta dót tók Ágúst til handargagns heim í Birtingarholt. Hann langaði mikið í einn vagninn og í því efni bar hann sig upp við séra Þórhall Bjarnarson, hvort ekki væri hægt að hafa uppboð á þessu dóti um það leyti sem búnaðarþingi lyki, en Þórhallur var formaður Búnaðarfélags Íslands. Ekki veit ég hvort Ágúst eignaðist þennan vagn.
En þetta dót á Álfaskeiði var ekki eini lausi endinn að lokinni þessari hestaferð. H. (Halldór) Einarsson á Kárastöðum í Þingvallasveit sendir eftirfarandi reikning til Heimboðsnefndarinnar.
Lán á hesti í 7 daga kr. 21.
Fyrir 2 hnakka og 4 beisli í 7 daga kr. 7.
Fyrir beisli er tapaðist kr. 10.
Fyrir að gera ferð til Reykjavíkur að sækja hnakkana og beislin og leita að hestinum sem var týndur 3 dagar á 9 kr. samtals kr. 27.
En við vorum stödd hjá Langholtsvaði. Þaðan reið konungsfylgdin á Þjórsárbakkana og eftir þeim endilöngum. Ekki var riðið á seinagangi og inn á milli með slætti. Í gamla daga riðu menn mikið á einhvers konar skeiðjagi eða kerlingargangi sem kallaður var eða valhoppi. Töltið eins og við þekkjum það í dag kom ekki inn í íslenska hestamennsku fyrr en seinna. Þó brugðu menn fyrir sig hýruspori ef mjúkt var undir fót og einn og einn kappkostaði að halda hesti sínum til t.d. Daniel Danielsson í Stjórnarráðinu og Ólafur Magnússon ljósmyndari. Ágætar ljósmyndir eru til af þessum mönnum og hestum þeirra.
Hjá Þjórsárbrú tók Sigurður Eggerz á móti fólkinu en hann hafði verið settur sýslumaður í Rangárvallasýslu frá 1. maí 1907 og tók við af Einari Benediktssyni. Mikill mannfjöldi var þarna samankominn sem heilsaði hestafólkinu með dynjandi fagnaðarlátum. Undirbúin hafði verið vegleg búfjársýning sem hefjast átti daginn eftir.
Skrá frá Landssímanum yfir útsend símskeyti frá Þjórsárbrú þann 5. ágúst sýnir, að umheimurinn hafði mikinn áhuga á því sem þar var að gerast. Þessir aðilar sendu skeyti þaðan: Dannebro, Ritzau, National tidende, Politiken og Berlinske tidende. Þessa skrá er að finna í einni af öskjunum þremur í Þjóðskjalasafninu.
Á búfjársýningunni næsta dag voru sýndar kýr, kindur og hestar. Margir Danir söknuðu svína og alifugla svo sem anda og gæsa. Þess má geta að árið 1900 voru 50.000 hross í landinu og voru 3095 hestar fluttir út það ár. Álitið var að þrefalda mætti þessa tölu þ.e. koma hestunum upp í 150.000 og töldu ýmsir að útflutningur hrossa gæti orðið hrossarækt í landinu lyftistöng. Verst er að Íslendingar hafa aldrei getað selt nokkurn skapaðan hlut annað en fisk, en fiskur selur sig sjálfur. Í þessu efni gætum við lært mikið af Dönum, framleiða minna og selja dýrara. Líflegar samræður fóru fram um smjörframleiðslu og bar öllum saman um að íslenska smjörið væri einkar aðlaðandi.
Frá Þjórsárbrú að Arnarbæli í Ölfusi
Að loknum hádegisverði var haldið yfir hengibrúna á Þjórsá. Konungur og Hannes Hafstein riðu í fararbroddi og fór hersingin eftir eggsléttum þjóðveginum í vestur. Stansað var við Ölfusárbrú en þar hjá var gamli sveitabærinn Selfoss. Nielsen faktor á Eyrarbakka stóð fyrir móttökum en hann var rómaður um land allt fyrir gestrisni. Konungur þakkaði viðurgjörninginn og óskaði Eyrarbakka velfarnaðar.
Í bókhaldsgögnum kemur fram á fylgiskjali 139 að séra Þórhallur Bjarnarson hefur fengið 20 flöskur af öli í Tryggvaskála á 35 aura stk. með gleri samtals kr. 7. Svo er að sjá að hann hafi fengið þessar 20 flöskur sendar í Hraungerði. Á fylgiskjali 143 sést að séra Þórhallur hefur ásamt 7 ríkisdagsmönnum, 10 ökusveinum og tveimur öðrum gist hjá séra Ólafi Sæmundssyni í Hraungerði aðfaranótt 6. ágúst.
Séra Ólafur fékkst ekki með nokkru móti til að setja upp ákveðið verð fyrir gistinguna, en lét séra Þórhall um að ákveða endurgjaldið sjálfur. Honum fannst hæfileg þóknun fyrir þetta vera kr. 50, en inni í þessu var mjólk, kaffi og dálítið skyr, eins vöktun á 30 hestum. Varla getur talist að séra Þórhallur hafi ástundað glannalegt líferni úr því að ölflöskurnar frá Tryggvaskála voru ekki nema 20 handa 7 ríkisdagsmönnum, 10 ökusveinum og tveimur öðrum.
Frá Ölfusárbrú var haldið hjá Ingólfsfjalli að Kögunarhól en þar var áð. Síðan var riðið að Arnarbæli. Þar beið gestanna reisuleg tjaldborg en kóngur og Haraldur prins gistu inni á prestssetrinu. Prestur í Arnarbæli var séra Ólafur Magnússon. Hann þótti ágætur söngmaður og tónaði manna best.
Dönunum fannst mikið til um mýrarnar þarna allt í kring og töldu að með framræslu mætti rækta upp mikið land í Ölfusinu. Þarna heita Forir og heyjaði séra Kjartan Kjartansson þar seinna. Hann notaði hesta við heyskapinn en undir þá setti hann þrúgur svo að hestarnir sykkju ekki á bólakaf.
Öldum saman bölvaði þjóðin mýrunum. Þær voru mikill farartálmi og menn urðu blautir í fæturna að ösla í þeim. Svo voru mýrarnar þurrkaðar upp en það spillti fuglalífi. Nú eru menn til sveita ekki lengur blautir í fæturna en þeir sakna fuglatístsins. Til þess að kalla fram fuglatístið verður aftur að búa til mýrar, en þá verða menn blautir í fæturna þegar þeir fara að sækja hestana sína út í haga. Lífið er ekki auðvelt.
Frá Arnarbæli til Reykjavíkur
Arnarbæli – konungskoman 1907.
Síðasta daginn 7. ágúst var farið upp Kamba en þeir hafa verið taldir vegaminjasafn þjóðarinnar enda þar götur og troðningar frá fyrstu dögum Íslandsbyggðar. Þaðan var riðið um Hellisheiði hjá Hveradölum, Kolviðarhóli, í Lækjarbotna, hjá Geithálsi, Rauðavatni og fyrir norðan Árbæ. Aftur var komið til Reykjavíkur.
Upp Kambana riðu þeir samsíða á fetgangi Hannes Hafstein og Friðrik 8. Hannes reið brúnum hesti en konungur var áfram á gráum hesti. Hann innti Hannes eftir því hvernig hann teldi fólkinu hafi líkað ræðurnar hans. Þessa sömu spurningu hafði hann lagt fyrir séra Matthías Jochumsson er hann hitti hinn aldna prest í Almannagjá fyrr í ferðinni. Honum virtist mjög umhugað um að sér væri vel tekið. Hann var mun frjálslyndari en Kristján 9. faðir hans og menntaður maður í besta skilningi þess orðs bæði bókhneigður og mannblendinn, í senn hlédrægur og opinskár.
Kolviðarhóll 1907.
Snætt var í stóru tjaldi á Kolviðarhóli og hélt konungur þar þakkarræðu. Sterkt útiloftið og samneytið við íslenska hesta hafði gert hann ögn óvarkáran og léttan í höfðinu. Í ræðu sinni sagði hann m.a.: “Látum oss verða samferða og trúa og treysta hverir öðrum. Látum þessa ferð tengja fast band milli íslensku og dönsku þjóðarinnar og mín, sem ekki hef annað markmið en sannleik og réttlæti báðum ríkjum mínum til handa.” Þetta orðalag “báðum ríkjum,” fór mjög fyrir brjóstið á Christensen forsætisráðherra. Það var of mikill sjálfstæðiskeimur yfir þessu.
Er konungur hafði lokið máli sínu mælti Rambusch undirofursti fyrir minni framreiðslustúlkna m.a. þeirra sem höfðu vaskað upp á Laugarvatnsvöllum og gengið um beina. Hann ræddi um þolgæðisbros þessara erilsömu matvæladreifara. Sem hermaður vissi hann að án kokksins vinnst ekkert stríð og lítið fer fyrir matnum ef enginn nennir að bera hann á borð. Og ekki brást Franz Håkansson, bakari og conditori. Á Kolviðarhól hafði hann látið senda 175 rúnstykki, 8 rúgbrauð og 12 franskbrauð. Hann átti hrós skilið.
Hraðboðar komu á móti konungsfylgdinni upp að Lækjarbotnum en þeystu síðan til baka að segja frá komu konungs svo að fólkið í Reykjavík gæti verið til taks að hrópa húrra. Þessa hraðboðun hafði Gísli J. Ólafsson tekið að sér sem verktaki fyrir kr. 400. Á sundurliðuðum reikningi frá honum stendur: “Til móttökunefndarinnar. Fyrir að senda hraðboð milli Reykjavíkur og Þingvalla, Reykjavíkur og Geysis, Reykjavíkur og Þjórsárbrúar og Reykjavíkur og Selfoss bera mér samkvæmt samningi kr. 400.-“
Niðurlag
Konungsvegur – áningarstaður á Laugarvatnsvöllum 1907.
Hestaferð þessi var í alla staði talin hafa heppnast með ágætum og bar öllum saman um að Friðrik 8. væri vænsti maður á margan hátt. Rómverjar til forna höfðu þann sið þegar sigursæll herforingi hélt inn í Rómaborg, að hafður var hjá honum þræll í stríðsvagninum. Á meðan lýðurinn hyllti herforingjann var það hlutverk þrælsins að endurtaka í sífellu: “Þú ert bara maður, þú ert bara maður.”
Hvern skyldi Friðrik 8. hafa haft við hlið sér í Ísalandsför sinni? Hann var svo alþýðlegur að enginn sem kynntist honum efaðist um að ef hann hefði verið beðinn um það hefði hann brett upp skyrtuermarnar og undið sér í uppvaskið. En hann var ekki beðinn um það. Hann var beðinn um að sitja í hásætinu. Það hásæti sem honum var ætlað hér á landi var í fornum stíl og smíðað af Stefáni Eiríkssyni. Það kostaði kr. 600.- Á sama tíma járnaði Jón Sigurðsson hest fyrir Axel Tulinius sýslumann og tók fyrir það kr. 1.75 með skeifum. Ef járnað var á gamalt kostaði það 25 aura á löpp. Þarna er dæmi fyrir Hagstofu Íslands að umreikna til verðlagsins í dag.
Af því að verið er að tala um verðlag má geta þess að Jónatan Guðmundsson fékk greiddar kr. 4 fyrir að spila á harmoniku á Þingvöllum. Vinna við að gera akfæran veg frá Skipholti að Brúarhlöðum 51 dagsverk kostaði kr. 204.- En brú á Langholtsós kr. 35.- Þetta sést á reikningi frá Ágústi Helgasyni í Birtingarholti. Í bréfi sem hann lét fylgja með kvað Ágúst vaðið á ósnum hafa spillst mjög. Upphæð þessi kr. 35.- var hins vegar dregin frá reikningnum til heimboðsnefndarinnar þar sem brúargerð á Langholtsós var talin utan við umsamda vegaframkvæmd.
Friðrik 8. var eins og milli steins og sleggju. Evrópa var að breyta um ásjónu og nýir tímar fóru í hönd. Aðeins 7 árum síðar braust fyrri heimsstyrjöldin út og álfan logaði öll. Þá var Friðrik 8. látinn en í skotgröfunum við Somne eða Verdun var ekki boðið upp á lax í forrétt og nautakjöt í aðalrétt og ávaxtaábæti á eftir.
Hannes Hafstein var líka milli steins og sleggju. Hann vildi sjálfstæði að því marki að eftir sem áður væri hægt að slá Dani um peninga fyrir verklegum framkvæmdum. Draumur hans var að hefja stórfelda ræktun í frjósömustu héruðum sunnanlands m.a. í Flóanum og austur á Skeiðum. Svo langaði hann að leggja járnbraut um Þrengslin austur fyrir fjall. Það er seinlegt að hossast á hestbaki, en það var glaður hópur sem skilaði sér aftur til Reykjavíkur eftir þessa hestaferð um Kóngsveginn í byrjun ágúst árið 1907.
Það er ekki fyrir leikmann að fara nánar út í þann stjórnmálalega undirtón, sem bjó að baki þessarar heimsóknar Danakonungs, en svona var hestaferðin. Friðrik 8. var þá 64 ára gamall. Það er svo sem ekki hár aldur miðað við að öldruð kona í Neðri-Fáki við Bústaðaveg byrjaði í hestamennsku 76 ára gömul. Hún er nú komin vel yfir áttrætt og búin að taka mestu kitlurnar úr vindótta klárnum sem hún keypti sér.“
Heimild:
-https://www.hugi.is/saga/greinar/130222/gamlar-gotur-konungskoman-1907/ – Örn H. Bjarnason.
Kolviðarhóll 1914.