Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um „Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur“ í Náttúrufræðinginn árið 1965:
„Inngangur
Grein sú sem hér fer á eftir er byggð á athugunum, sem segja má að hali byrjað með jarðfræðilegri kortlagningu af nágrenni Reykjavíkur, sem við Tómas Tryggvason unnum að sumarið 1954. Fékk ég þá í minn hlut suðurhluta svæðisins, en á því koma sprungur og misgengi hvað bezt fram.
Verulegur skriður komst þó ekki á þessar athuganir fyrr en Vatnsveita Reykjavíkur óskaði eftir rannsóknum á þessu svæði í sambandi við vatn fyrir Reykjavíkurborg.
Rannsóknum þessum er að sjállsögðu engan veginn lokið, því enn er mörgum spurningum ósvarað. Það sem hér fer á eftir ætti þó að geta gefið nokkra hugmynd um hvernig málin standa nú, þ. e. við áramótin 1964—1965.
Berggrunnur
Á meðfylgjandi korti er gerður greinarmunur á ferns konar bergi nefnilega 1) fornu blágrýti (basalti), sem mestmegnis eru hraun, sem runnið hafa á tertier tímabilinu, en því lauk fyrir um það bil einni milljón ára, 2) berggrunn yngri enn frá tertier, en á þessu svæði eru það aðallega grágrýtishraun runnin á hlýviðrisskeiði — (interglacial) eða skeiðum milli ísalda, 3) hraun runnin eftir að jökla síðustu ísaldar leysti af þessu svæði og loks, 4) myndanir, sem væntanlega eru frá því seint á tertier eða snemma á kvarter (Mosfell).
Mosfell.
Á það skal bent, að nokkuð af því bergi, sem hér er talið vera frá tertier kann að vera nokkru yngra, frá mótum tertier og kvarter eða frá því snemma á kvarter, en nákvæm takmörk þessara tímabila eru í raun og veru ekki til, og skiptir í því sambandi, sem hér kemur til greina heldur ekki máli. Það sem hér hefur þýðingu er munur eldri, tertiera eða árkvarterra, og yngri, interglaciala, giaciala og postgiaciala bergmyndana og verður nánar rætt um það síðar.
Tertiera basaltmyndunin
Esja – Djúpagil.
Hið forna berg blasir við sjónum m. a. í Esjunni. Það er að langmestu leyti byggt upp af: hraunlögum, sem hlaðist hafa hvert ofan á annað í fjölda eldgosa, sem oftast nær hafa líklega verið sprungugos, eins og þau sem þekkt eru frá vorum dögum. Millilög í tertiera basaltinu á þessu svæði eru yfirleitt mjög lítið áberandi. Oftast nær eru aðeins þunn lög al rauðu gjallkenndu bergi milli þeirra, og er það efra og neðra borð hvers hrauns. Þó koma fyrir lög af eins konar móbergi eða brúnleitum sandsteini milli basaltlaganna og einnig lög af jökulbergi (tillit) sem vitna um tilveru jökla einnig á þessum tíma. Verður það ekki rakið nánar hér. Í tertierabasaltinu og millilögum þess er mikið um sekundera mínerala þ. e. a. s. mínerala, sem myndast hafa í berginu á löngum tíma og nú fylla holur og sprungur í því. Þetta eru aðallega zeolitar (geislasteinar), kalsit (siliurberg), jaspis og kvarts.
Úlfarsfell.
Þessir mineralar fylla allar holur í berginu og gera það þétt. Þetta veldur því að mjög litlir möguleikar eru á að vinna kalt vatn úr þessu bergi með borunum. Það berg, sem hér er talið vera tertiert, kemur fram, fyrir utan Esjuna einnig í Grímarsfelli, Úlfarsfelli, Hafrahlíð og fjöllunum þar í kring, eins og kortið sýnir. Auk þess kemur það fram báðum megin Viðeyjarsunds, í Gufunesi og lítilsháttar í Geldinganesi. Einnig sér í það við Gelgjutanga vestan við Elliðavog. Sunnar er mér ekki kunnugt um að það komi fram, hins vegar er tiltölulega grunnt á það víða, t. d. í Reykjavík.
Mosfell.
Mosfell í Mosfellssveit virðist hafa nokkra sérstöðu á þessu svæði, og hefur ekki verið unnt að taka endanlega afstöðu til þess spursmáls, hvort telja beri það til tertiera bergsins eða hins yngra. Það er að mestu úr bólstrabergi, en talið er að það myndist einkum þar sem hraun rennur í vatn eða þar sem eldgos hafa orðið undir jöklum. Það virðist ekki ólíklegt að Mosfell sé fornt eldfjall myndað við gos undir jökli og þá væntanlega á einhverri af hinum fyrstu ísöldum hins kvartera jökultíma. Bergið í Mosfelli er lítið eða ekkert holufyllt og
gæti það komið heim við þá skoðun, sem hér hefur verið látin í ljós.
Grágrýtið
Eins og getið er um hér að framan, er berggrunnur sá sem á kortinu er talinn vera yngri en frá tertier að langmestu leyti grágrýti, en það nafn er almennt notað í daglegu tali um gráleitt dóleritiskt ólívínbasalt, sem myndar þann grunn sem höfuðborgin nær eingöngu stendnr á og sem teygir sig út um nes og eyjar í nágrenni hennar. Grágrýti þetta eru hraun, sem að minnsta kosti að mestu leyti eru komin frá Borgarhólum á Mosfellsheiði, en þeir eru gígur hinnar fornu dyngju. Þó er líklegt að grágrýtið á suðurhluta svæðisins, sé komið frá öðrum eldstöðvum, en ekki verða færðar á það sannanir að svo komnu máli, og takmörk þessara bergmyndana eru algerlega óþekkt.
Í Borgarhólum.
Eins og kunnugt er, eru grágrýtishraunin urin af jöklum síðustu ísaldar og eru því eldri en hún. Af legu grágrýtishraunanna er ljóst, að þau hafa runnið í landslagi, sem í stórum dráttum hefur verið orðið mótað eins og það er nú. Þannig hafa hraunstraumar miklir fallið norður að Esju og vestur dalinn sunnan við hana. Þetta sést m. a. af því að ofurlítið grágrýtissvæði er vestast í dalnum milli Múla og Skálafells vestan við Stardalsá, og hefur grágrýtishraunið þá flætt upp í dalsmynnið áður en það hélt áfram vestur. Það hefur svo runnið út dalinn norðan við Mosfell og út fyrir það sem nú er sjávarströnd, en lellin og minni hæðir hafa staðið upp úr og gera svo enn. Að sjálfsögðu hafa jöklar og önnur eyðandi öfl unnið sleitulaust á grágrýtishraununum um langan tíma og mikið af þeim er því án efa farið veg allrar veraldar fyrir löngu. Upprunaleg þykkt grágrýtishraunanna hefur því hvergi varðveitzt fram á þennan dag.
Gelgjutangi.
Á nokkrum stöðum sér í þær myndanir, sem grágrýtið hvílir á. Meðal þeirra má nefna sandsteinslögin vestan við Elliðavog, en þar hefur grágrýtishraun runnið yfir mýrajarðveg, og má finna þunnt mólag hið næsta undir grágrýtinu, en undir því eru sandlög og líklega jökulurð. Þau lög virðast þar ná niður á hið forna berg, tertiera bergið, sem kemur fram við Gelgjutanga. Sandsteinslög þessi eru fremur laus í sér, en þó eru í þeim allhörð lög innan um. Sandlög koma fram undir grágrýtinu sunnan Viðeyjarsunds og í Viðey sjálfri og einnig sér þar í jökulberg.
Brimnes (HWL).
Norðan við Brimnes á Kjalarnesi kemur jökulberg fram undir grágrýtinu í fjörunni vestan við Klifberg. Í því eru skeljar og grágrýtið er þarna að mestu sem bólstraberg. Hvort tveggja bendir til að hraunið hafi hér runnið út í sjó, en líklega hefur þar þó verið mjög grunnt. Greinilegar leyfar gervigíga má sjá þarna í berginu. Í gljúfri Leirvogsár norðan við Mosfell sér í undirlag grágrýtishraunsins. Það hefur þar runnið yfir grjóteyrar og má þar sjá vatnsnúna smásteina hanga fasta neðan í grágrýtinu. (Jónsson, 1960). Svo virðist sem Fossvogslögin alkunnu séu inni í grágrýtinu, en vel geta þau fyrir það verið frá sama tíma og lögin við Klifberg, enda eins að útliti. Víða hafa fundizt setlög undir grágrýtinu við boranir, en ekki verður það rakið hér. Þykkt grágrýtisins er að sjálfsögðu mjög mismunandi, en lítið er um hana vitað nema út við sjó á nokkrum stöðum og svo þar sem borað hefur verið, en einnig þar er nokkur vafi á, því flestar boranirnar eru gerðar með höggbor eða gufubornum og kjarnar eru ekki til.
Elliðaá og Blesaþúfa framundan.
Í Reykjavík sjálfri er oft bólstrabergslag, stundum alþykkt, undir hinu venjulega grágrýti. Líklegt virðist að bólstrabergið sé myndað af grágrýtishraunum, sem runnið hafi í sjó út en venjuleg grágrýtishraun myndast fyrst þegar hraunin hafa fyllt svo hátt að þau renna á þurru.
Lítið er enn þá vitað um millilög í grágrýtinu sjálfu, enda er ekki talið líklegt að mikið sé um þau. Hraunin eru dyngjuhraun, og líklegt virðist að gosin hafi verið svo þétt á meðan eldstöðvarnar voru virkar að lítil von sé um að gegnumgangandi setlög hafi haft tíma til að myndast. Þó hafa mörg hraunin án efa ekki náð að þekja nema nokkurn hluta svæðisins, og geta þá millilög hafa myndast á ýmsum stöðum. Þau geta svo hafa orðið undir síðari hraunflóðum. Við Rauðhóla var t. d. borað í gegnum sandlag frá 12—22 m dýpi. Ekkert náðist í kjarna af þessurn sandi og vitum við því ekki hvernig hann var. Millilag í grágrýtinu kemur fram skammt vestan við Árbæjarstíflu.
Á nokkrum stöðum á því svæði, sem hér er um að ræða, kemur fyrir bólstraberg á yfirborði. Sums staðar tilheyrir það án efa grágrýtinu, en á öðrum stöðum er vafasamt hvort svo er. Á Brimnesi er bergið efst venjulegt grágrýti en neðri hluti bergsins allur er myndaður sem bólstraberg. Athuganir á staðnum og smásjárrannsóknir á berginu sýna að um einn og sama hraunstraum er að ræða.
Hvaleyri.
Bólstrar í grágrýtinu koma einnig fyrir í Engey austanverðri, sunnan megin við Kópavog, við austanverðan Arnarnesvog og við sjóinn fyrir neðan Garða á Álftanesi. (Sbr. Jarðfræðikort af nágrenni Reykjavíkur eftir Tómas Tryggvason og Jón Jónsson). Syðst á Selási kemur bólstraberg líka fram, en það virðist vafasamt hvort það tilheyrir grágrýtinu. Við borun eftir köldu vatni sem Garðahreppur lét gera við Vífilsstaðavatn var komið í bólstraberg á um 9 m dýpi niðri í grágrýtinu og hélst það til botns í holunni á 32 m dýpi. Í húsgrunnum á Flötunum í Garðahreppi kemur bólstraberg og móbergsbréksia sums staðar fram. Í Hvaleyrarhöfða við Hafnarfjörð er einnig bólstraberg undir venjulegu grágrýti, en hvorugt hefur enn þá verið bergfræðilega rannsakað.
Mikill hluti grágrýtisins er nú hulinn jökulruðningi frá síðustu ísöld og jarðvegi. Jökulruðningurinn er víðast hvar þunnur, en getur þó orðið nokkrir metrar. Undantekning er að sjálfsögðu jökulalda sú, sem liggur um þvert Álftanes (sbr. áður nefnt jarðfræðikort).
Sprunga á Mosfellsheiði nálægt Borgarhólum.
Ekki er vitað hvenær Borgarhóladyngjan hætti gosum, en hætt hefur hún sennilega verið áður en síðasta ísöld gekk yfir. Ekki er heldur vitað, hvenær gos hófust á þessum stað, en ekki virðist ólíklegt, að þau hafi verið á fleiri en einu hlýviðrisskeiði milli ísalda.
Grágrýtið, sem komið hefur frá Borgarhólum er gráleitt, dóleritiskt ólivinhasalt eins og áður segir. Það er fremur lítið um holur í því nema örsmáar, en séð gegnum stækkunargler eða í smásjá er það fullt af smáhlöðrum. Þætti mér líklegast að þær væru til orðnar á eftirfarandi hátt: Þegar hraunið kólnar og kristallast losnar gasið úr því, vegna þess að gasið getur ekki gengið inn í kristallana. Þetta heldur áfram þar til hraunið er storknað. Það gas sem síðast losnar úr hrauninu myndar þessar smá blöðrur. Svo að segja engir dílar (fenokrist) eru í grágrýtinu og það er yfirleitt merkilega litlar breytingar á samansetningu þess, hvort heldur um er að ræða hraun frá Borgarhólum eða, sem ætla má, að sé annars staðar að komið. Sama máli virðist gegna um það sé snið tekið í gegnum það, eða a. m. k. bendir snið það, sem tekið var í Rauðhólum til þess, að svo sé.
Nútíma hraun
Elliðaárdalur.
Ekkert hraun hefur komizt jafn nálægt höfuðstaðnum og hraun það, sem runnið hefur út í Elliðavog. Hraun þetta er að því er Þorleifur Einarsson telur komið úr gígum austan við Bláfjöll, nefnist gígurinn Leitin og verður hraunið því nefnt Leitahraun. Austan til er það mjög hulið yngri hraunum, en kemur fram vestan við Draugahlíðar, og fellur þaðan um Vatnaöldur, Sandskeið, Fossvelli og Lækjarbotna vit í Elliðavatn og þaðan eftir fornum farvegi Elliðaánna í sjó út.
Í Rauðhólum.
Rauðhólar eru gervgígir í þessu hrauni. Mór hefur fundizt undir því rétt fyrir ofan brúna á Suðurlandsvegi. Hann hefur verið aldursákvarðaður og reynzt vera 3500±S40 ára samkvæmt niðurstöðum af C14 ákvörðun. Þegar sprengt var fyrir stiflugarðinum við Árbæ fundust að sögn Sigurðar Ólafssonar, verkfræðings, kol undir hrauninu þar. Hefur þar því verið skógur eða kjarr þegar hraunið rann.
Milli Heiðmerkur og Selfjalls hafa runnið mikil hraun norður eftir. Þau ganga undir einu nafni Hólmshraun. Það er þó um a.m.k. 5 mismunandi hraunstrauma að ræða. Sá elzti þeirra kemur fram rétt austan við Gvendarbrunna og hefur skammt austar fallið nærri því þvert yfir Leitahraunið.
Hólmshraun – uppdráttur Jón Jónsson.
Hraun þetta er því yngra en Leitahraun og þar með öll Hólmshraunin. sem verða hér nefnd Hólmshraun I—V. Hraun I er þá hið elzta og V það yngsta. Vestan og sunnan Heiðmerkur eru fleiri hraunstraumar, en ekki verður það rakið nánar hér. Þó skal getið hrauns þess sem komið hefur úr Búrfelli og því verður nefnt Búrfellshraun hér, en gengur undir ýmsum nöfnum á ýmsum stöðum, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Það hefur fallið vestur vestan við Vífilsstaðahlíð og önnur álma vestan við Sléttuhlíð, en sú þriðja hverfur undir yngri hraun vestan við Kaldársel. Það er ekki ástæðulaust að hafa í huga að hér í nágrenninu hafa orðið a. m. k. fá eldgos á skemmri tíma en um 5800 árum. Líkur benda til að þau séu margfalt fleiri. Engar sagnir eru til um neitt þeirra, það mér er kunnugt.
Bergsprungur og misgengi
Það er alkunnugt að Reykjanesskagi er allur sprunginn mjög. Sprungur þessar og sprungukerfi stefna yfirleitt frá norðaustri til suðvesturs. Þetta er hluti af sprungukerfi því, er liggur um landið þvert í þessari stefnu, en þannig stefna einnig svo að segja allar gossprungur og gígaraðir á Suður- og Suðvesturlandi.
Brúin milli heimsálfa.
Það er ekki vafa bundið, að þetta stendur í sambandi við neðansjávar hrygg þann, er liggur að endilöngu Atlantshafi, en einmitt á honum eru aðaljarðskjálftasvæði þess og einnig eldfjöll, Sprungukerfi þau, sem hér verða tekin til meðferðar, eru aðeins lítill hluti af þeim sprungum, sem liggja að Reykjanesskaga endilöngum. Það er erfitt að draga víðtækar ályktanir af athugunum á aðeins nokkrum hluta svæðisins, og varhugavert að taka svona hluta út úr sambandinu við aðalsprungukerfið. Þetta hefur þó tímans vegna orðið að gera. Á hitt skal þó jafnframt bent, að æskilegt hefði verið að kortleggja sprungukerfin á skaganum öllum nákvæmlega, og allt norður undir jökla. Að því mun og verða unnið framvegis eftir föngum.
Vestan Hvaleyrarholts og Stórhöfða við Hafnarfjörð eru víðáttumikil hraun, sem ná út allan skagann. Þarna er um að ræða fjölda hrauna, hve mörg þau eru veit enginn. Sunnan og vestan við áðurnefnda staði verður ekki vart við tektoniskar sprungur í hraunum þessum, fyrr en kemur nokkuð langt frá fjöllunum, þ. e. þeirra gætir ekki í hinum yngstu hraunum.
Höfuðborgarsvæðið – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.
Um þveran Bleiksteinsháls norðan við Hvaleyrarvatn liggur misgengi, sem er mjög greinilegt skammt vestan við Gráhelluhraun og rétt vestan við hliðið, sem þar er á sauðfjárgirðingunni. Misgengi þetta nefnist Bláberjahryggur, en er raunar enginn hryggur í orðsins réttu merkingu. Þessu misgengi má fylgja frá því rétt norðan við vesturenda Hvaleyrarvatns og að hrauninu, sem áður er getið, en það er syðri kvísi Búrfellshrauns (Hafnarfjarðarhrauns). Sýnilegt misgengi á þessari leið er mest 3—4 m og er austurbarmur sprungunnar lægri (sbr. kortið). Austan við hraunkvíslina heldur misgengið áfram um Setbergshlíð og Urriðavatnsdali, en ekki sézt votta fyrir því á hrauninu sjálfu, en það þýðir augljóslega það, að misgengið hefur ekki verið virkt svo nokkru nemi frá því að hraunið rann. Verður nánar vikið að þessu síðar.
Setbergshlíð og Gráhelluhraun neðar.
Í Setbergshlíð er misgengið verulegt, og á há-hæðinni milli hraunkvíslanna er það a. m. k. 7 m. Þegar kemur austur yfir eystri kvísl Búrfellshrauns, þá er fallið hefur niður með Vífilsstaðahlíð, hverfur misgengið, en sér þó votta fyrir áframhaldi sprungunnar, og liggur hún austan við Vífilsstaðavatn. Svo er ekki hægt að rekja hana með vissu, en líklegt er, að hún liggi um mýrasundið vestan við Rjúpnahæð og Vatnsendahæð. Mundi hún þá liggja um austanvert Breiðholtshvarf. Þó skal það tekið fram að óvísst er með öllu, að sprungan haldi þannig áfram. Það má vel vera að hún haldi ekki áfram austar í beinu framhaldi af því sem nú hefur verið lýst.
Það er ekki óvenjulegt að sprungur hverfi og taki sig svo upp aftur nokkuð á hlið við fyrri stefnu. Þessi brotlína verður framvegis nefnd Bláberjahryggsmisgengið. Vestan við þetta misgengi, þar sem það liggur um Setbergshlíð, er annað misgengi. Þess verður fyrst vart austan við vesturálmu Búrfellshrauns. Svo má rekja það um norðurhornið á Nónhæð og austan við mýrina austur af Urriðavatni. Svo sér fyrir því austan í Urriðavatnsholti, en frá því er það horfið. Um austanvert Urriðavatnsholt er enn eitt misgengi og liggur vegurinn yfir það á tveim stöðum. Einnig sér fyrir því sem sprungu í Vífilsstaðahlíð og stefnir hún á Vífilsstaðavatn austanvert. Þetta eru vestustu brotlínurnar, sem sannanlega eru á þessu svæði.
Næsta misgengi fyrir austan Bláberjahrygg liggur um vestanverðan Stórhöfða, Hvaleyrarvatn, hæðina norðaustur af því og um Setbergshlíð, en verður svo ógreinilegt er austar dregur að ekki er hægt að rekja það. Misgengi liggur og um hátind Stórhöfða, en ekki verður það rakið alla leið austur að Gráhelluhrauni.
Stórhöfði.
Skammt austur af Stórhöfða eru enn tvö misgengi. Það eystra liggur um Fremstahöfða, á takmörkum grágrýtis og Búrfellshrauns. Þessi misgengi sjást ógreinilega í Sléttuhlíð, en koma betur fram í Setbergshlíð austanverðri.
Misgengi þau, er hér hafa verið talin, sjást ekki í Búrfellshrauni að því austasta einu undanskildu. Eftir að hingað kemur taka misgengin að verða svo greinilega að enginn getur verið í efa um tilveru þeirra. Um Hjalla er aðal misgengið sem er mest áberandi milli Búrfellshrauns og Elliðavatns.
Mesta sýnilega misgengi á þessum slóðum er við Vatnsendaborg og Arnarbæli og þar er það samtals um 65 m. Það er athyglisvert að einnig Búrfellshraun er brotið og misgengið um þessa línu og raunar líka um sprungu, sem er nokkru vestar en aðalmisgengið. Við þá sprungu er misgengið í hrauninu sjálfu 2,73 m en í grágrýtinu þar austur af a. m. k. 6,88 m. Hefur misgengið pvi verið til áður en hraunið rann og verið virkt eftir að það rann.
Helgadalur.
Aðalmisgengið mældist vera 7,24 m og er það meðaltal af nokkrum (8) mælingum. (1. mynd). Hér sést líka að misgengið hefur verið til áður en hraunið rann, því hraunið hefur runnið austur með því áður en það næði framrás vestur með Vífilsstaðahlíð. Um 250 m austan við aðalmisgengið er enn misgengi, sem í hrauninu nemur 1,80 m. Samanlagt misgengi í hrauninu er því um 12 m.
Vatnsgjá í Búrfellsgjá.
Við öll þau misgengi sem þegar eru talin er austurbarmur sprungunnar lægri, sbr. kortið. Um 150—200 m austan við Gjárétt er misgengi sem nemur 1, 72 m og snýr öfugt við hin, þannig að austurbarmur sprungunnar er hærri. Um 400 m austar er misgengi, sem snýr eins og hið síðastnefnda og nemur 1,60 m. Rétt vestan við Búrfellsgíginn, í hrauntröðunum, sem frá honum liggja, er misgengi er nemur um 2 m og snýr eins og hin tvö þ. e. að vesturbarmur sprungunnar er lægri. Búrfell sjálft er brotið um þvert af misgengissprungu, sem liggur um Helgadal, Kaldárbotna, Gvendarselshæð og Undirhlíðar. Misgengi þetta er víða (1—8 m og sums staðar 10 m eða þar yfir. Austurhlíð sprungunnar er hér aftur lægri. Það er þessi sprunga, sem Kaldá raunverulega kemur úr. Þetta misgengi er augljóslega yngra en Búrfell og Búrfellshraunið eins og aðalmisgengið um Hjalla.
Það er athyglisvert að um 1,5—2 km sunnan við Kaldárbotna, en þar er vatnsból Hafnarfjarðar, heldur þessi sama sprunga gosið hrauni. Það hraun er hið yngsta þar í grennd.
Hjallar – misgengi.
Misgengin um Hjalla má rekja norður að Elliðavatni að vestanverðu (sjá kortið), og á nokkrum stöðum ofan við Heiðmörk koma þau fram, þar sem grágrýtisholt standa upp úr hraununum. Sprungukerfið er því allbreitt, eða allt að 5 km, ef dregin er lína hornrétt á sprungustefnuna frá misgenginn norðvestan við Vatnsenda og suðaustur yfir Heiðmörk. Sprungur þessar má sumar rekja lengra norður eitir. Ein þeirra liggur um vestanvert Rauðavatn og takmarkar Selás og Skyggni að austan. Vegurinn, sem liggur frá suðvesturenda Rauðavatns og að norðurenda Elliðavatns og um Vatnsendahæð, Fylgir þessu misgengi milli Elliðaár og Rauðavatns. Við austurenda Rauðavatns er annað misgengi. Bæði þessi misgengi má rekja norður yfir Grafarheiði og Reynivatnsheiði norður að dalnum, sem Úlfarsá fellur eftir. Mjög greinileg misgengissprunga liggur um þvert Grafarholt og er sýnileg báðum niegin í því, en er mest áberandi sunnan í holtinu ofan við Bullaúgu. Í vestanverðri Grafarheiði er gapandi gjá og önnur um 1 km austar (sjá kortið). Sprunga liggur svo um austanverða Reynisvatnsheiði og Langavatnsheiði. Hún liggur um Langavatn þvert, því sem næst beint norður a£ Höfða, en hverfur miðja vega milli Langavatns og Hafravatns. Misgengi má sjá rétt vestan við Lækjarbotna og sprungukerfi liggur um Selfjall, Sandfell, Lakaheiði og Miðdalsheiði t. d. skammt vestan við Lyklafell, og eru þar nokkrar gapandi gjár. Sömuleiðis eru augljós misgengi um Vatnaöldur og Bolaöldur, en ekki verða þau tekin til athugunar hér.
Vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum.
Hingað til hefur aðeins verið fjallað um sprungur og misgengi í bergi, sem er yngra en frá tertier. Í þessu bergi hefur verið hægt að rekja sprungurnar langar leiðir, og þær koma ósjaldan fyrir sem gapandi gjár. Breidd gjánna er þó yfirleitt ekki mikil, og oftast nær innan við 1 m nema þar sem vernlegt misgengi er líka. Á línu frá Búrfelli niður eftir hraunkvíslinni vestan við Vífilsstaðahlíð um 2 km leið frá gígnum er samanlögð sprunguvídd 5,66 m eða 2,83 m á km. Þessar sprungur eru allar í Búrfellshrauni. Samanlagt misgengi í hrauninu reyndist 11,77 m á þessari leið, og eru þá aðeins talin með þau misgengi þar sem austurbarmur sprungunnar er lægri.
Hjallar – misgengi.
Mesta misgengi um Hjalla reyndist vera um 65 m, eins og áður er getið. Utan þeirra bergmyndana, sem samkvæmt kortinu eru taldar vera yngri en frá tertier, má og finna misgengi og brotlínur. Þannig liggja varla færri en 8 brotlínur um Úlfarsfell og er nokkurt misgengi við þær allar (sjá kortið). Ekki hefur tekist að finna með vissu, hversu mikið misgengi er við vestustu sprunguna í Ulfarsfelli, en um 2. sprungu vestan frá tabð er misgengi, er nemur 2,5 m, um 3. sprungu 6 m, 4. 9,0 m, um 5. sprunguna 5 m og um 6. sprunguna vestan frá talið er misgengið samtals 24 m. Um 7. sprunguna er það 30 m og um þá 8. 25 m. Þetta eru mælingar gerðar annað hvort beint með hallamæli eða með loftþyngdarmæli. Samanlagt verða þetta rúmir 79 metrar. Þessi misgengi eru öll vel sýnileg og mælanleg í fjallinu. Mest áberandi er 24 metra misgengið, sem liggur um fellið þvert skammt vestan við hátind þess, og svo vestasta misgengið. Bæði þessi brot eru sýnd á korti okkar Tómasar, þó aðeins annað sem misgengi. Skammt austan við hátind fellsins er og misgengi, sem virðist vera um 30 m, og er þá gengið út frá jökulbergslagi, sem þar kemur fram. Milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar er líklegt að misgengi séu, en hvergi sést til þess á því svæði og verður því engum getum að því leitt, hvernig því er háttað eða hversu mikið það kann að vera. Í Hafrahlíð sjálfri eru hins vegar vel sýnileg og nákvæmlega mælanleg misgengi. Það vestasta er 22 m og er vestan í fjallinu. Hitt er skammt austar, í háhömrunum, og nemur rúmlega 12 metrum samtals. Það kemur fram á um 40 m breiðu svæði, sem er mjög brotið.
Austar í Hafrahlíð virðast vera fleiri misgengi, en ekkert þeirra sést svo greinilega að óyggjandi sé. Um fjallið ofan við Þormóðsdal liggja a. m. k. 4 misgengi milli Borgarvatns og Bjarnarvatns. Vesturbrún Bæjarfellsins og Þverfells er mynduð af þessu misgengi, sem vel gæti numið nokkrum tugum metra, en ekki hefur hingað til verið hægt að mæla. Örstutt austan við aðalmisgengið er annað minna en alveg samhliða því. Stendur bærinn í Þormóðsdal í tungunni milli þeirra. Þau koma saman rétt fyrir neðan bæinn, og liggur kvartsnáma sú, sem þar var einu sinni, í þessu misgengi. Kvartsið og aðrir „míneralar“, sem þarna var og er enn að finna, eru myndaðir sem sprungufyllingar í misgenginu.
Reykjafell.
Vestast í Reykjafelli er misgengi, sem eltir stefnunni að dæma mun vera skammt vestan við bæinn að Suður-Reykjum. Vestast í Skammadal koma fram jökulbergslög, 6—8 m þykk. Líklega eru það sömu lög og nefnd eru T2 í grein minni Jökulberg í nágrenni Reykjavíkur (Náttúrufræðingurinn árg. 30, 1960 bls. 55—67). Þau eru brotin af misgengissprungunni. Misgengið reyndist vera þarna um 59 m og er vesturhliðin sigin. Haldi þessi sprunga áiram, eins og gera má ráð fyrir, er hún á svæðinu milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar að austanverðu.
Í gljúfri Reykjaár, skammt austan við Suður-Reyki er misgengi, er nemur um 21 m, og má sjá það í árgljúfrinu. Það gæti verið sama misgengi og áður er getið vestast í Hafrahlíð og einnig kemur fram norðan í Reykjafelli. Rétt austan við bæinn að Suður-Reykjum er líklega enn eitt misgengið, en ekki verða færðar á það óyggjandi sannanir.
A.m.k. 6 misgengi eru í Æsustaðafjalli (sbr. kortið), en ekki hefur reynst mögulegt að mæla nema eitt þeirra. Það er 4. misgengið vestan frá talið, og nemur það 17 metrum. Misgengi er og um Skammadal austanverðan (sjá síðar).
Í Helgafelli eru a. m. k. 2 misgengi. Það eystra virðist vera um 50 m, en þó er sú mæling nokkuð óviss. Vestra misgengið hefur ekki tekizt að mæla. Við Helgadal er misgengi fremst (vestast) í Katlagili og liggur það um Grímarsfell þvert. Brot og óverulegt misgengi virðist vera í gilinu næst vestan við Helgadal og eins í gili Norður-Reykjaár. Nemur það misgengi 6—8 metrum. Brot og misgengi má og rekja um Grímarsfell þvert, sbr. kortið.
Bergsprungur, lindir og uppsprettur
Vatnsveitan í Lækjarbotnum.
Í Lækjarbotnum norðan við Gráhelluhraun austan við Hafnarfjörð var áður vatnsból Hafnarfjarðar. Þar koma allstórar lindir undan hrauninu. Þær eru vatnsmeiri en svo, að líklegt sé að raunveruleg upptök þeirra séu í hrauninu. Til þess er aðrennslissvæði þeirra of lítið. Skammt suður af hinu forna vatnsbóli liggur misgengissprunga um dalinn þveran. Á Ásfjalli nefnist misgengishjallinn Bláberjahryggur, eins og áður er getið (sjá kortið). Mér virðist yfirvegandi líkur fyrir, að vatnið komi mestmegnis úr þeirri sprungu.
Annað misgengi liggur um Nónhæð norðanverða og má rekja það að Gráhelluhrauni. Í beinu áframhaldi af því eru lindir við Urriðavatn og einnig er þar borhola, sem gerð var og notuð á stríðsárunum.
Í Kaldárbotnum.
Núverandi vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum. Það vatn kemur beint úr misgengissprungu þeirri er klýfur Búrfell, myndar vesturbrún Helgadals sker þvert yfir Kaldárhnúk og heldur svo áfram suður eftir Undirhlíðum og Sveifluhálsi.
Helgadalur.
Vatn nokkurt er að jafnaði í Helgadal, og má sjá það renna suðvestur eftir gjánni í átt að vatnsbólinu og á það vafalaust greiðan gang að því, þar sem sprungan liggur í gegnum fjallið. Vestan við þetta misgengi er 17,5 m niður á grunnvatnsborð. Í Búrfellsgjá, sem raunar eru fornar hrauntraðir, en engin gjá í venjulegri merkingu, er vatn sýnilegt í sprungu skammt austan við réttina. Austan við Vífilsstaðavatn eru nokkrar allstórar lindir. Að því er virðist eru þær á sprungum þeim sem áður er getið um (sbr. kortið).
Mesta misgengi á öllu þessu svæði er það, sem einu nafni er nefnt Hjallar. Þeir ná frá Búrfellshrauni norður að Elliðavatni. Misgengin ná raunar lengra suðvestur eftir, eins og áður er getið, og lengra en kortið sýnir. Allt þetta svæði er mjög sprungið og misgengið. Ein sprunga liggur eftir suðurbakka Elliðavatns, og þar er röð af uppsprettum, sem fylgja sprungunni austur eftir. Sunnan við vatnið innan girðingar í Heiðmörk eru einnig margar lindir og sumar stórar. Uppsprettur þessar eru á mjög áberandi hátt tengdar sprungunum (sjá kortið).
Elliðavatn.
Vestan við bæinn Elliðavatn eru og nokkrar lindir, og eins eru margar lindir norðan og austan í grágrýtistangangum sunnan og austan við Hrauntúnstjörn, sem svo er nefnd á korti herforingjaráðsins. Þær koma fram á mótum hrauns og grágrýtis og eru án efa tengdar sprungum í grágrýtinu. Undan hrauninu hjá Jaðri kemur fjöldi linda, sem að jafnaði eru ærið vatnsmiklar. Vatn þessara linda og eins Gvendarbrunna sjálfra kemur án efa úr sprungum í Grágrýtinu.
Við Silungapoll eru stórar lindir og virðist líklegt að eins sé ástatt um þær, þ. e. að þær séu tengdar sprungum í grágrýtinu. Svæðið þar í kring er hulið ungum hraunum og þar af leiðandi verða ekki færðar sönnur á að um sprungur sé að ræða. Við Lækjabotna er ein lítil lind uppi í gljúfri skammt frá skátaskálanum. Hún kemur út úr bólstrabergi og móbergsþursa. Hún þrýtur þó alveg í langvarandi þurrkum, svo sem sumarið 1962. Í hvammi rétt sunnan við Suðurlandsveg við Lækjabotna er og lítil lind, sem ekki er vitað að þornað hafi.
Silungapollur.
Hún virðist koma undan grágrýti. Við Nátthagamýri eru margar lindir og sumar stórar. Koma þær sumar upp niðri á sléttu meðfram hlíðinni, en aðrar og þar á meðal sú vatnsmesta koma út úr hlíðinni og að því er virðist milli grágrýtislaga. Smálind er við austurbakka Rauðavatns, en þar er líka misgengi. Bullaugu eru stórar lindir, tengdar misgengi, sem liggur um Grafarholt þvert, og sunnan í því og sunnan við það myndar lítinn sigdal (Graben).
Úlfarsá.
Meðfram Úlfarsá að sunnan eru allmargar lindir og sumar stórar (sbr. kortið). Ein lítil lind er rétt við bæinn Engi, og er sú tengd áður nefndu misgengi um Grafarholt. Nokkru austar og skammt frá ánni er Tvíbytna, mjög falleg lind og með verulegu vatnsmagni. Nokkrar stórar lindir eru svo meðfram ánni, eins og áður er sagt. Flestar eru þær í landi Reynisvatns. Á suðurströnd Hafravatns austan til er ein lítil lind við vatnið. Hún er að því er virðist tengd áður nefndri sprungu, sem liggur um þvert Langavatn (sjá kortið). Í dal sunnan við Grímarsfell koma nokkrar smálindir út undan grágrýtinu, en suðurhlið dalsins er úr því bergi, norðurhlið hans er aftur á móti úr eldra bergi.
Borgarvatn.
Lítið er yfirleitt um lindir utan grágrýtissvæðisins, þó er ein uppi á fjallinu norðaustur af Borgarvatni og án efa tengd misgenginu, sem myndar vesturbrún Bæjarfells. Sunnan megin í Skammadal austanverðum koma nokkrar lindir út úr fjallshlíðinni allofarlega. Líklega koma þær allar úr spungum, sem þarna eru þó lítið beri á þeim í landslaginu og ljóst er að ein þeirra kemur beint út úr berginu. Nánari athuganir á þessu svæði standa yfir.
Að því sem hér að framan hefur verið sagt virðist mega ráða, að sprungur og misgengi hafi afgerandi þýðingn fyrir lindir á þessu svœði þannig að langflestar lindanna koma úr sprungum eða standa í meira eða minna beinu sambandi við þær.
Vatnið í Gvendarbrunnum kemur því ekki, eins og álitið hefur verið, undan hrauninu í eiginlegum skilningi heldur miklu dýpraúr jörðu og af stærra svæði en sem hraunið nær yfir. Nýlega gerðar ísótópa athuganir, sem Eðlisfræðistofnun Háskólans hefur gert á vatninu, staðfesta þessar niðurstöður.
Grunnvatn og grunnvatnsborð
Raufarhólshellir í Leitarhrauni.
Bergið í tertieru basaltmynduninni er yfirleitt orðið svo þétt að teljast verður ólíklegt að mögulegt sé að vinna úr því verulegt magn af köldu vatni með borunum. Samkvœmt þessu eru það eingöngu hinar yngri bergmyndanir, sem líklegar eru til að vinna megi úr neyzluvatn með borunum og þá umfram allt hin interglaciala grágrýtismyndun. Af þessu er enn fremur ljóst, að nauðsyn hin mesta er á því að kannalegu hins tertiera bergs undir grágrýtinu þ. e. með öðrum orðum að kortleggja landslagið eins og það var áður en grágrýtishraunin tóku að renna yfir það — að kortleggja „pre-doleritiska“ landslagið á þessu svæði.
Þetta má gera að nokkru með jarðeðlisfræðilegum mælingum, segulmælingum, viðnámsmælingum og jarðsveiflumælingum, en fullvissa fæst aðeins með borunum þar sem borkjarni er tekinn.
Nokkrar slíkar borholur eru þegar til og nýjar bætast við. Þannig má geta þess að Hitaveita Reykjavíkur hefur látið gera rannsóknarboranir í landi Reykjavíkur. Fyrsta holan af þessu tagi var boruð við Rauðhóla 1962, önnur samtímis við Árbæjarstíflu, sú þriðja við Ártún, og var henni lokið 1963.
Bullaugu – loftmynd.
Fjórða holan er við Skyggni, rétt norðan við stífluna við Elliðavatn, og um þessar mundir (áramót 1964—65) er verið að bora í Gufunesi. Auk þess hefur svo Vatnsveita Reykjavíkur látið bora eina holu við Selás og tvær við Bullaugu. Ekki er enn þá búið að vinna úr þessu efni. Ennfremur hefur Vatnsveita Reykjavíkur látið bora samtals 13 höggborsholur í Heiðmörk og 3 við Bullaugu. Höggborsholurnar í Heiðmörk eru flestar rannsóknarholur, en þær sem boraðar hafa verið við Bullaugu verða væntanlega virkjaðar. Ein af holunum, sem boraðar voru í Heiðmörk er efst í mörkinni um 30 m hærra en Gvendarbrunnar. Þessi borun leiddi í ljós að grunnvatnsborð var þarna óverulega hærra en yfirborð vatns í Gvendarbrunnum. Önnur hola neðar í mörkinni gaf sama árangur. Þetta bendir til, að hœð grunnvatnsborðs sé svipuð á öllu sprungusvæðinu.
Gvendarbrunnar.
Undantekningar eru þó til (sbr. neðan). Ennfremur virðist ljóst að grunnvatnsstraumarnir í grágrýtinu stjórnast fyrst og fremst af „pre-doleritiska“ landslaginu og af sprungunum. Við Kaldárbotna hafa verið boraðar tvær holur. Þær sýna að vestan við misgengið, sem vatnið kemur úr er grunnvatnsborð nær 20 m lægra en í Kaldárbotnum.
Kaldárbotnar.
Þetta er eitt hið ljósasta dæmi um áhrif misgengis á legugrunnvatnsborðs. Borholan við Rauðhóla er 221,’5 m djúp og holan við Skyggni 332,7 m. Botnhiti í Rauðhólaholunni reyndist 10°C og holunni við Skyggni 7,4°C. Á vegum Jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstofunnar var borað við Kaldársel 986 m djúp hola og hitastig þar reyndist 2—5°C allt niður í 740 m dýpi. Þetta lága hitastig verður naumast skýrt á annan hátt en að það stafi af því, að mjög mikið af köldu vatni streymi gegnum berglögin. Í 272 m djúpri borholu við Árbæjarstíflu er botnhitinn hins vegar um 60°C. Meginhluti þeirrar holu er í tertieru basalti og holan er utan við sprungusvæðið. Aðgengilegasta skýringin á þessu virðist sú að mjög mikið kalt vatn streymi einmitt eftir sprungunum suðvestur eftir skaganum og um hin ungu berglög á þessu svæði.
Gvendarbrunnar.
Það er og alkunna að á öllu svæðinu frá Þingvallavatni, Hengli og Hellisheiði að austan og Esju að norðan út allan skagann rennur sáralítið vatn til sævar ofanjarðar.
Skammt norðan Lyklafells.
Eins og áður er vikið að er sprungukerfi það, sem hér er aðallega rætt um aðeins hluti af öðru stærra. Áberandi sprungur og misgengi eru um Sandfell austan við Lækjabotna, lítill sigdalur og gapandi sprungur eru í heiðinni vestur af Lyklafelli. Norðaustur af Vífilsfelli inn Vatnaöldur og að endilöngum Bláfjöllum ganga sprungur og misgengi, og eins er misgengi í Húsmúla og um Litla Reykjafell. Þar fyrir austan taka svo við hin miklu misgengi og sprungukerfi um Hellisheiði, og fjöllin þar suðvestur af um Hengil og Grafningsfjöll og norður yfir Þingvelli. Stórfellt misgengi liggur um austanverðar Botnssúlur og annaðnokkru austar um Gagnheiði. Þar myndast því sigdalur. Misgengið um Botnssúlur má rekja norður eftir um Kvígyndisfell, Egilsáfanga norður Kaldadal, en norður eftir honum má rekja sigdali og vafalítið er hann að nokkru leyti myndaður við sig. Þessi sömu misgengi ná norður yfir Hafursfell og sennilega norðuf undir Eiríksjökul. Áframhald Almannagjár liggur gegnum Ármannsfell og Jórukleif. Milli Lágafells og Mjóafells er misgengissprunga. Sigdalurinn milli Almannagjár og Hrafnagjár (Bláskógar) er sigdalur í öðrum eldri og stærri sigdal. Suðvestureftir má rekja misgengið um Botnssúlur með sæmilegri nákvæmni alla leið suður að Selvogi (sjá kort).
Almannagjá.
Samkvæmt upplýsingum sem frú Adda Bára Sigfusdóttir, veðurfræðingur, hefur góðfúslega látið mér í té, er afrennsli Þingvallavatns, Sogið, mun meira en gera mætti ráð fyrir, sé reiknað með vatnasvæði þess eins og það kemur fyrir á topografisku korti. Aðrennsli Þingvallavatns er svo að segja eingöngu neðanjarðar eftir sprungunum, og ég efast ekki um að skýringin á þessu mikla vatnsmagni sé einmitt sú, að aðrennslissvæðið sé í raun og veru miklu stærra en það virðist vera og fremur háð sprungukerfunum en sjálfu yfirborði landsins.
Hvernig svo sambandið milli svæðisins þar norður og austur frá og þess við Reykjavík, Hafnarfjörð og utar á Reykjanesskaga kann að vera skal að þessu sinni ósagt látið, enda liggja ekki fyrir nein sönnunargögn varðandi það. Ég tel þó að fyllsta ástæða sé til að hafa í huga þann möguleika, að þegar um grunnvatn er að ræða séu svæðin hvort öðru háð, og vel virðist mér mega hafa það í huga þegar reynt er að gera sér grein fyrir innstreymi hins heita vatns í Reykjavík.
Samkvæmi því sem hér hefur verið sagt, virðist auðsætt að öruggasta leiðin til að vinna kalt neyzluvatn fyrir byggðina á þessu svæði öllu, sé með borunum í grágrýtismyndunina á sprungusvæðinu.
Hrafnagjá – misgengi.
Hér að framan hefur verið sýnt fram á hið nána samband milli sprungnanna og lindanna. Af því leiðir einnig, að hætta kann að vera á því, að óhreinindi komist í grunnvatnið sé ekki fyllstu varúðar gætt í því efni. Alvarlegasta hættan stafar án nokkurs efa frá olíu, en ef olía kemst í vatnsból, getur hún, þó um örlítið magn sé að ræða, eyðilagt það um langan tíma, jafnvel í áratugi.
Hraunsprunga.
Langflest hús eru nú kynt með olíu og oft er frágangi á olíugeimum við hús mjög ábótavant, ekki á þetta hvað sízt við um sumarbústaði. Vélaverkstæði, alls konar benzín- og olíusölur hafa mikið magn af olíu og varla fer hjá því að nokkuð fari til spillis á hverjum stað. Þvottastæði fyrir bifreiðir ber að telja með þessu. Allt þetta er háskalegt fyrir vatnsbólin og ætti því ekki að leyfa neina slíka starfsemi nema undir strangasta eftirliti á öllu sprungusvæðinu og undir engum kringumstæðum í námunda við vatnsbólin sjálf eða við opnar sprungur eða gjár.
Í öðru lagi ætti ekki að leyfa bráðabyrgðabyggingar (sumarbústaði) á þessu sama svæði nema búið sé svo um frárennsli og olíugeyma að óyggjandi sé að óhreinindi þaðan geti ekki komist í vatnsbólin. Í þessu sambandi eru það eðlilega sprungurnar sjálfar, sem ber að varast, en einmitt á þeim eða alveg við þær hafa margir þegar valið sér land undir sumarbústaði. Það vill löngum brenna við að fólk noti gjár og sprungur til að kasta í alls konar óþverra. Slíkan sóðaskap má með engu móti líða.
Tektoniskar sprungur og gossprungur
Mosfellsdalur – Katlagil framundan.
Sambandið milli sprungnanna og lindanna hefur verið rakið hér að framan. Skal nú vikið að öðru atriði, sem hingað til hefur ekki verið tekið til meðferðar, en það er sambandið milli sprungugosa og tektoniskra sprungna.
Fjallsgjá – misgengi.
Hér að framan var þess lauslega getið að misgengissprunga sú, er liggur um Búrfell — Helgadal — Kaldárbotna og Undirhlíðar, hafi einnig gosið hrauni. Á þessu misgengi eru stór gígalirúgöld beint vestur af Helgafell svo sem 1—1,5 km suður frá vatnsbólinu, og hafa þaðan runnið hraun austur og norður milli Helgafells og norðurenda Gvendarselshæðar. Smá hraunspýja hefur og fallið vestur sunnan við Kaldárbotna og staðnæmst örskammt austan við Kaldársel, og önnur örmjó hefur fallið vestur af hæðinni á móts við suðurenda Helgafells. Eftir Undirhlíðum endilöngum liggur sigdalur og í honum hefur gosið og smáhraun runnið þar út úr sprungunni vestan megin dalsins, án þess að til gígmyndana hafi komið. Þetta er sama misgengi og liggur um Kaldárbotna og Helgadal eins og áður er getið.
FERLIRsfélagar á ferð um sprungusvæði Reykjanesskagans.
Það er alvanalegt á Reykjanesskaga að tektoniskar sprungur hafi gosið hrauni og sýnir það hin nánu tengsl milli sprungnanna og eldgosa á þessu svæði öllu. Sem dæmi má nefna Stampa á Reykjanesi, gígaröð þá, sem Ögmundarhraun hefur komið úr, gígaraðir við Sveifluháls, Vesturháls, Trölladyngju og víðar. Því skal hér slegið föstu að alls engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu lokið á Reykjanesskaga. Sömuleiðir skal á það bent, að gos í námunda við það svœði, sem hér hefur verið umrœtt, geta haft alvarleg áhrif á vatnsból í námunda við gosstaðinn. Að ógleymdum öðrum hættum beinum og óbeinum.
Nútímahraun á höfuðborgarsvæðinu.
Lítið er vitað um gostíðni á Reykjanesskaga, og rannsóknir varðandi það spursmál eru skammt á veg komnar. Það er þó ljóst að mikill fjöldi hrauna hefur komið frá eldstöðvum milli Brennisteinsfjalla og Bláfjalla eftir að ísa leysti af því svæði, en frá þeim tíma má ætla að liðin séu 10 000-15 000 ár. Leitahraunið (Elliðaárhraunið) er samkvæmt CH aldursákvörðun 5300 ± 340 ára gamalt. Nú eru hins vegar Hólmshraunin öll, a. m. k. 5 að tölu, sannanlega yngri. Þetta þýðir að jafnaði a. m. k. eitt gos á 1000 árum, en engar sagnir eru til um gos á þessu svæði, svo ég viti. Lausleg athugun á svæðinu frá Húsafelli að Selfjalli virðist benda til þess að á þeirri leið séu nokkuð á annan tug hrauna, sem öll hafa runnið eftir ísöld. Eru þá Hólmshraunin öll og Búrfellshraun (Hafnarfjarðarhraun) ekki talin með.
Miklar líkur eru til þess að gos á þessu svæði mundu hafa áhrif á efnasamsetningu grunnvatnsins. Á það skal bent í þessu sambandi að í Japan hefur verið hægt að segja fyrir eldgos út frá rannsóknum í efnasamsetningu grunnvatnsins allt að 9 mánuðum áður en gosið hófst. Af þessu leiðir að ærin ástæða er til að fylgjast vel með efnasamsetningu neyzluvatns á þessu svæði. Þetta gildir fyrst og fremst um vatnsból á sunnanverðu svæðinu, Kaldárbotna og Gvendarbrunna. Bullaugu eru hvað þetta snertir bezt sett þessara staða.“
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 01.09.1965, Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur, Jón Jónsson, bls. 75-95.
Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. ISOR
Hraunhóll undir Vatnsskarði
Í Náttúrufræðingnum 1975 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um „Sandfellsklofagíga og Hraunhól efst í Kapelluhrauni undir Vatnsskarði“. Margir telja Kapelluhraun runna úr Hraunhól, en svo var ekki, enda hraunið úr honum um 5500 ára gamalt, en Kapelluhraunið (Nýjahraun/Bruninn) rann árið 1151. Hraunhóll var einn fegursti gjallgígurinn á gjörvöllum Reykjanesskaganum, en hefur nú verið gjörspillt af námuvinnslu.
Hraunhóll
„Eins og áður er sagt, hef ur hraunið runnið upp að eldri gíg, sem ber nafnið Hraunhóll. Þetta var stór og reglulegur gígur, einn hinn fegursti á öllum Reykjanesskaga, hlaðinn upp úr gjalli og hraunkleprum. Aðalgígurinn var um 250 m í þvermál, en inni í honum var lítill en alldjúpur hraungígur, vafalaust myndaður á lokastigi gossins. Skarð er í gíginn austan megin og þar hefur Sandfellsklofahraun runnið inn í hann eins og áður segir og myndað þar lítinn hraunpoll, sem orðið hefur að sléttu helluhrauni.
Nú er Hraunhóll svipur hjá sjón frá því sem áður var. Hann hefur orðið þeim að bráð, er rauðmalarnám stunda og hefur verið leikinn svo grátt, að nú er rúst ein. Hann var um árabil ein aðalnáman á þessu svæði og er nú svo komið, að búið er að grafa langt niður fyrir hraunin, sem upp að honum hafa runnið. Við það kemur í ljós, að hann hefur verið líklega vart minna en 40 m hár, áður en hraun tók að renna upp að honum.
Sýnið, sem áður er getið um, var tekið austan megin í gígnum, þar sem Sandfellsklofahraun rann inn í hann.
Kapelluhraun (rauðlitað).
Annað sýni var tekið norðan í hólnum, og hugði ég fyrst, að hraunið sem þar hefur lagst upp að Hraunhól, væri Kapelluhraun, en nú hefur komið í ljós, að svo er ekki. Þar má sjá, að um 25—30 cm þykkt jarðvegslag hefur verið komið utan á gíginn, þegar hraun eyddi þeim gróðri, er þar var fyrir. Gróðurleifarnar eru mosi og einhver kvistgróður og því væntanlega ekki ósvipað þeim gróðri, er þarna var fyrir, áður en maðurinn fór ránshendi um Hraunhól. Kolaða kvisti og sprota mátti tína úr jarðvegslaginu, en ekki var það meira en svo, að margra klukkustunda verk var það að fá nægilega mikið efni (um 20 g) í eina aldursákvörðun. Hvað þetta varðar, er sama að segja um bæði sýnin, sem tekin voru við Hraunhól. Sýnið, sem tekið var norðan í hólnum reyndist 2690 ± 60 C14 ára. Enn er ekki fullkomlega ljóst, hvaðan það hraun er komið, sem eyddi gróðrinum norðan í hólnum. Eins og ég nefndi áður hugði ég fyrst að það væri Kapelluhraun en að því slepptu Sandfellsklofahraun. Nú er hins vegar svo mikill munur aldurs þessara gróðurleifa, að dr. Ingrid U. Olsson telur, að ekki geti verið um samtímamyndun að ræða. Verður því spurningunni um, hvaða gos hafi verið að verki, þegar gróðurinn norðan í Hraunhól eyddist, ekki svarað að svo stöddu.
Hraunhóll og nágrenni.
Það er hins vegar ljóst, að gíghólar, sem hlaðnir eru úr nær eintómu gjalli, gróa ekki sérlega fljótt og er sjálfsagt ein meginorsök þess sú, að allt vatn hripar þar strax niður. Af þessu leiðir, að Hraunhóll hlýtur að hafa verið orðinn nokkuð gamall, þegar þessi hraun runnu upp að honum. Mætti því ætla, að hann væri vart yngri en 3500 ára gamall. Hraunið, sem úr honum hefur komið, er ólívín basalt hraun með töluverðu a£ 3—5 mm stórum ólívínkristöllum og eins feltspatdílum, sem ósjaldan eru 4—5 mm.
Annað, sem einkennir þetta hraun eru hnyðlingar, flestallir af sömu gerð og fundist hafa á Reykjanesskaga og víðar, en fundist hefur þar hnyðlingur með aðra samsetningu líka. Verður það ekki nánar rakið hér. Eins og getið var um í upphafi þessarar greinar eru Sandfellsklofagígir á sprungu með þá venjulegu stefnu norðaustur-suðvestur, svo er og um Hraunhól og má vel sjá þar að sprungan, sem hann er á, hefur opnast frá því að gosið varð og er ekki ástæða til að efast um, að sú gliðnun sé enn í gangi, þó hægt fari miðað við mannlegt æviskeið. Sama fyrirbæri má og sjá m.a. í Óbrinnishólum (Jónsson 1972) og raunar á fleiri stöðum á Reykjanesskaga. Er þá óneitanlega ekki fráleitt að spyrja: Hve mikla gliðnun þarf til þess að þarna gjósi á ný?
Hraunhóll.
Aðeins um 300 m suðvestur af Hraunhól er annar gígur, sem næstum hefur færst í kaf, þegar Sandfellsklofahraun rann. Ekki veit ég nafn á þessum gíg, enda var hann svo lítið áberandi, að litlar líkur eru á, að honum hafi nokkru sinni verið nafn gefið og líklega fáir veitt því athygli, að um eldgíg væri að ræða. Frekar en ekkert mætti í bili nefna hann Litla-Hraunhól. Ber það nafn þá vitni um ámóta hugmyndaauðgi og vel flest cnnur örnefni á Reykjanesskaga og orsakar ekki áhalla hvað það snertir.
Kapelluhraun og nágrenni – örnefni og gamlar leiðir (ÓSÁ).
Einnig Litli-Hraunhóll hefur verið grátt leikinn af nútíma vinnutækni og þar vægast sagt ljótur umgangur, en því miður er alltof víða pottur brotinn hvað þetta snertir á voru landi. Ekki sést nú neitt af því hrauni, sem úr Litla-Hraunhól hefur runnið, fremur en því, sem rann úr Hraunhól sjálfum, en sýni mátti ná úr gígnum. Kemur þá í ljós, að hraunið er að heita má eins úr báðum þessum gígum. Það er og snarlíkt eldra Óbrinnishólahrauni og Búrfellshrauni. Vott af gróðurleifum má sjá undir gjallinu í Litla-Hraunhól og sýnist jarðvegslagið þar vera mjög ámóta og í Hraunhól, en ekki hefur reynst mögulegt að ná nothæfu sýni úr LitlaHraunhól. Af ofangreindum ástæðum tel ég þó langlíklegast, að gosið hafi samtímis á þessum stöðum.
Varðandi aldursákvörðunina hér að framan skal þess getið, að hún er meðaltal af tveim, þar sem við aðra er notaður helmingunartími 5570 ár en við hina 5730 ár.“
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 01.03.1975, Sandfellsklofagígir og Hraunhóll, Jón Jónsson, bls. 188-191.
Hraunhóll – námuvinnsla og sóðaskapur.
Mosfell – fornleifarannsókn við bílaplan
Árið 2018 fór fram fornleifarannsókn vegna framkvæmda við bílaplan við Mosfellskirkju. Í framhaldinu var skrifuð skýrsla; „Mosfell í Mosfellsdal – Framkvæmdir við bílaplan austan við kirkjuna„. Höfundur var Ragnheiður Traustadóttir.
„Saga Mosfells
Mosfellskirkja 2022.
Í skýrslunni „Skráning fornleifa í Mosfellsbæ„, sem var gefin út árið 2006 er rakin saga Mosfells og er bæjarstæðið skráð ásamt kirkjunni sem stóð þar. Þessi skýrsla var unnin upp úreldri skráningargögnum. Skipuleg skráning fornleifa í Mosfellsbæ hófst árið 1980 og var það fyrsta skráning sinnar tegundar á Íslandi. Í skýrslunni er að finna góðar lýsingar á fornleifum í sveitarfélaginu en hún er háð þeim takmörkunum að minjar voru ekki allar settar á kort og þær sem hafa ratað inn á vefsjá sveitarfélagsins eru oft ekki nákvæmt staðsettar enda voru mælingartæki á þeim tíma ekki jafn nákvæm og þau eru í dag. Lýsingar úr fornleifaskráningunni á bæjarstæðinu og kirkjunni er að finna í skýrslunni:
Mosfell – minnismerki Magnúsar Grímssonar.
„Magnús Grímsson segir í athugasemdum við Egilssögu: „Bærinn á Mosfelli stendr á 122 austr-hala hóls þess, sem kirkjan stendr á. Hóll þessi er hæstr að vestan, næst Merkrvallargili, og að sunnan, sem fram veit að Köldukvísl; þar er brekka framan í honum, há og allfögur tilsýndar.
Fellsmegin við hól þenna er landslag nokkru lægra. Hæstr er hóllinn þar, sem kirkjan nú stendur á honum, og þar norðan undir er lægðin milli hans og fjallsins mest, þar sem kirkjan stóð áður.
Austur af hólnum er jafnaflíðandi, og þar er nú bærinn; ætla eg að hann hafi þar staðið síðan hann var fluttur af Hrísbrú, því engar rústir eru þær þar nærlendis, sem bendi á annað, enda eru og hér öskuhaugar miklir og fornir.
Mosfell – Gamli preststaðurinn á uppgraftarsvæðinu.
Eru þeir hér, eins og á Hrísbrú, beint fram undan bæjardyrum og skammt frá þeim, svo stórir, eins og smáhólar. En að Minna-Mosfell sé laungu síðar byggt, byggi eg meðal annars á því, að þar eru engir fornir öskuhaugar að sjá.
Mosfell.
En það bregzt sjaldan að þeir sé til, jafnvel grasi vaxnir hólar, á fornum stórbæjum á Íslandi, og eins við fornarbæjarrústir, optast nær beint framundan bænum. Gæti þeir opt verið til góðs leiðarvísis, ef uppskyldi grafa slíkar rústir, sem á mörgum stöðum væri án efa vel gjörandi. Eitt það, sem eg byggi áætlan mína um það er þegar sagt er, um bæjarflutninginn frá Hrísbrú að Mosfelli …“.
Sigurður Vigfússon segir svo um öskuhauga: „…enn á Mosfelli veit eg að það hefir prófazt viðhúsbyggingar og umrót; þar fannst mikil aska, bæði undir bænum og í kálgörðunum fram undan bænum“.
Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessókna segir svo: „Mosfell (Stóra Mosfell) stendr á hæð lítilli, sunnan undir Mosfelli (Mosfellsfjalli), norðanvert í Mosfellsdal“ .
Seinna var bærinn fluttur: „Mosfell, prestssetrið, var sunnan í fellinu, en nú er bærinn fluttur suður yfir Köldukvísl á Víðinn, til að geta hitað húsin með hveravatni frá Norður Reykjum…“.
Bæjarhúsin skv. túnakortinu 1916 sett inn á uppgraftarsvæðið.
Á Túnakorti frá 1916 sést bærinn rétt austan við grafreitinn. Bæjarhúsin samanstanda af íbúðarhúsi úr timbri, eldhúsi úr torfi og skemmu úr torfi með timburþili. Þessi bæjarhús eru nú líklega að einhverju leyti horfin undir núverandi kirkju og kirkjugarð.
Mosfell – túnakort 1916.
Nokkur orð um Mosfellsprestakall: Kirkja var fyrst reist að Hrísbrú þegar kristni var lögtekin á Íslandi. Sú kirkja var seinna flutt að Mosfelli. Getið er kirkna að Varmá, í Þerney, talað var um bænhús að Lágafelli fyrir 1700, kirkja var að Suður-Reykjum og var hún lögð niður 1765. Kirkjan að Varmá er með vissu niðurlögð fyrir 1600 (sbr. síðar). Með konungsbréfi 6/1 1774 var skipað að setja kirkju á Lágafelli og leggja þangað Mosfells- og Gufunessóknir, en það var afturkallað með kgbr. 7/6 1776. Viðey var lögð til Mosfells 1847. Árið 1880 er Brautarholtssókn lögð undir Mosfell. Með landshöfðingjabréfi 21/9 1886 eru Mosfells- og Gufunessóknir sameinaðar og ákveðið að reisa eina kirkju fyrir báðar að Lágafelli. Árið 1901 er Mosfellsprestakall lagt niður og Lágafells- og Viðeyjarsóknir lagðar undir Reykjavík en Brautarholtssókn til Reynivalla. Þetta kom þó aldrei til framkvæmda og 1927 er Mosfellsprestakall tekið upp á ný,óbreytt.
Mosfell – túnakort 1916; uppgraftarsvæðið.
Í Egilssögu er getið um að kirkja sem reist var á Hrísbrú, er kristni var lögtekin, hafi verið flutt að Mosfelli.
Segir dr. Jón Þorkelsson að kirkjuflutningurinn hafi líklega verið á árunum 1130-1160. Segir Sigurður Vigfússon það eftir honum í grein sinni „Rannsókn í Borgarfirði 1884“.
Sama kemur fram í Prestatali og prófasta og er líklega einnig haft eftir Jóni Þorkelssyni. Nokkrar umræður urðu um staðsetningu hinnar fyrstu kirkju og bæjarins að Mosfelli. Vildu sumir meina að bæði kirkja og bær hafi verið flutt fráHrísbrú og að Mosfelli. Jafnframt hafi nafnið flust (þ.e. Hrísbrú hafi upphaflega heitið Mosfell). Helstutalsmenn þessarar kenningar voru Magnús Grímsson og Kålund.
Á annarri skoðun eru t.d. Sigurður Vigfússon í grein sem hann birti í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1884-1885 og Sigurður Nordal íútgáfu sinni að Egilssögu 1933, þ. e. að einungis hafi verið að ræða um flutning kirkjunnar. Í Prestatali og prófasta eru taldir upp allir prestar á Mosfelli frá upphafi. Skafti Þórarinsson er fyrsti prestur þar, sem heimildir geta um. Hann var prestur að Mosfelli fyrir 1121 og til um 1143 en þá tekur næsti prestur við og þjónaði hann til um 1180. Kirkju er getið að Mosfelli í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200 yfir kirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi, sem presta vantaði að.
Af heimildum að dæma leggst kirkjan á Mosfelli niður snemma á miðöldum og er jörðin komin í eigu leikmanna á 15. öld.
Mosfell – framkvæmdarsvæðið.
Næst er kirkja reist að Mosfelli á fyrri hluta 16. aldar, ef marka má heimildir, og er prests getið þar um 1536 .
Er nú kirkja samfellt að Mosfelli fram til ársins 1888 að hún er rifin og ný kirkja reist að Lágafelli.
Kirkja var vígð að Mosfelli 4. apríl 1965 og stendur sú kirkja enn.
Úttekt var gerð á Mosfellskirkju árið 1887 að skipan prófastsins í Görðum og er úttektarskjalið til enn. Segir í því, að kirkjan hafi verið 11 álnir og 11 þumlungar að lengd innan gafla, en það mun vera um 7metrar. Breiddin var 9 álnir og 12 þumlungar, innan veggja, en það er um 5,7 metrar. Kirkjan hefur því verið rétt tæpir 40 fermetrar.
Um staðsetningu kirkjunnar segir Magnús Grímsson: „Kirkjan stendr enn í dag á Mosfelli, en ekki er hún þar nú í sama stað og hún hefir fyrst verið sett á. Kirkjan stendur nú á háum hól fyrir vestan bæinn.
Mosfell – eldra íbúðarhús.
Áður hefir hún staðið norðanvert við hól þenna, eða í norðrjaðri hans. Norðanvert við kirkjugarðinn, sem nú er á Mosfelli, sér enn til kirkjugarðsrústar hinnar fornu… Kirkjan sjálf hefir staðið austast í garðinum, og verður ekkert ráðið í um stærð hennar, því rúst hennar er, eins og garðsins alls, og öllu fremr, gjörfallin og grasi vaxin… Hafi bærinn á Mosfelli staðið þar, sem nú er hann, sem ekki er ólíklegt, þegar kirkjan var hingað flutt, þá hefir kirkjan verið sett viðlíka lángt frá bænum og öldúngis í sömu átt frá honum, eins og kirkja Gríms áður á Hrísbrú, og er það ekki með öllu óeptirtektan vert… Enga veit eg ástæðu til þess, hví kirkjan og kirkjugarðurinn hafa hér verið færð úr stað, né heldr nær það hefir verið gjört. En rústin sýnir að lángt muni vera síðan… Vera má hið forna kirkju stæði ekki þótt fagrt, því það liggr heldr lágt, og miklu hrósar kirkjan sér betr uppi á hólnum þar sem nú er hún.“
Um staðsetningu kirkjunnar segir Kålund: „Nu står kirken – som sædvanligt midt i kirkegården – på enhøj, der falder temmelig brat af mod mosen, men tidligare har kirken og kirkegården, af hvilken endnulævninger ses, været lidt nordligere umiddelbart nord for den nuvær ende“.
Í Örnefnalýsingu Mosfells segir: „Stór hóll var þar sem kirkjan var, og heitir hann Kirkjuhóll“.
Mosfell – loftmynd 2023.
„Norðanvert við kirkjugarðinn, sem nú er á Mosfelli, sér enn til kirkjugarðsrústarinnar fornu; er hún auðséð að vestan, norðan og austanverðu, en að sunnanverðu hefir garðrinn gengið að eða inn í kirkjugarðinn, sem nú er, og sést því ekki til hans þar; ætla ég, að þessi kirkjugarðr hafi verið ferskeyttr, hérum-bil 18 eðr 20 faðmar á lengd austr og vestr, en 12 eðr 14 faðma breiðr norðr og suðr. Kirkjan sjálf hefir staðið austast í garðinum, og verðr ekkert ráðið í um stærð hennar, því rúst hennar er, eins og garðsins alls, og öllu fremr, gjörfallin og grasi vaxin. Í þessum garði sjást enn glögg merki til leiða, sem snúa í austr og vestr, sumstaðar í skipulegum röðum. Enginn steinn sést hér neinstaðar, nema einn eða tveir hleðslusteinar norðanvert í garðsrústinni.
Mosfell – loftmynd 2023.
Gata vestr úr túninu á Mosfelli liggr nú sunnan til um garð þenna, norðan undir hinum nýja kirkju garði… Enga veit eg ástæðu til þess, hví kirkjan og kirkju garðurinn hafa hér verið færð úr stað, né heldr nær það hefir verið gjört. En rústin sýnir, að lángt muni vera síðan.Mjög eru og bæði leiði og gröptur forn orðinn í þeim kirkjugarði, sem nú er, og sá garðr mjög útgrafinn; er hann þó allstór (hérumbil 72 faðmar umhverfis í átthyrningsmynd). Vera má hið forna kirkjustæði ekki þótt fagrt, því það liggr heldr lágt, og miklu hrósar kirkjan sér betr uppi á hólnum þar sem nú er hún. Svolítr og út, sem hinn forni kirkjugarður hafi verið mjög útgrafinn orðinn, og má vera, að hann hafi verið fluttr af því, að þar hafi ekki orðið jarðsett lengr“.
Mosfell – fyrirhugað rannsóknarsvæði eftir að hafa verið raskað með stórtækum vinnuvélum.
Magnús ræðir nokkuð hvar bein Egils Skalla-Grímssonar hafi verið lögð niður eftir að þau voru tekin úr haugi hans. Munnmæli um að þau séu í kirkjugarðinum „sem nú er“ telur hann ósennileg. Síðar segir hann: „Þó er ekki svo vel, að munnmæli þessi sé öldúngis viss í, hvar helzt á hólnum leiði Egils muni vera, hvort heldr undir kirkjunni, sem nú er, eðr skammt suðr frá henni. Er þar og ekkert að sjá, sem á þetta bendi með vissu, hvorki í hinum forna kirkjugarði, né hinum nýja; því hin fornu leiði eru hvort öðru lík, en engir eru steinar neinstaðar ofanjarðar, sem neina upplýsing gefi“.
Í Mosfellskirkjugarði eru þrír legsteinar frá 17. öld, legsteinn Jarþrúðar Þórólfsdóttur, dáin 1606 og legsteinn bróður hennar Þorvarðar Þórólfssonar, auk legsteins Arnórs Jónssonar.
Þar er einnig legsteinn Magnúsar Grímssonar, dáinn 1860 (Morgunblaðið, 4. nóvember 1962, einnig er steinsins getið í Innansveitarkroniku Halldórs Laxness). Í sömu grein í Morgunblaðinu, og áðan var vitnað til, er einnig getið um, að á Mosfelli hafi fundist steinkola árið 1962. Ekki er sagt neitt frá kringumstæðum, nema að kolan hafi verið grafin úr jörðu.“
Þess má geta að framangreind framkvæmd, þ.e. að kalla á fornleifafræðinga eftir að fyrirhuguðu rannsóknarsvæði hefur verið raskað með stórtækum vinnuvélum, verður að telja lítt til eftirbreytni.“
Heimild:
-Mosfell í Mosfellsdal – Framkvæmdir við bílaplan austan við kirkjuna; Ragnheiður Traustadóttir, 2018.
-Morgunblaðið, 247. tbl. 04.11.1962, „Góður orðstír er manninum auði tryggari, bls. 10-11.
Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur – Jón Jónsson
Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um „Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur“ í Náttúrufræðinginn árið 1965:
„Inngangur
Grein sú sem hér fer á eftir er byggð á athugunum, sem segja má að hali byrjað með jarðfræðilegri kortlagningu af nágrenni Reykjavíkur, sem við Tómas Tryggvason unnum að sumarið 1954. Fékk ég þá í minn hlut suðurhluta svæðisins, en á því koma sprungur og misgengi hvað bezt fram.
Verulegur skriður komst þó ekki á þessar athuganir fyrr en Vatnsveita Reykjavíkur óskaði eftir rannsóknum á þessu svæði í sambandi við vatn fyrir Reykjavíkurborg.
Rannsóknum þessum er að sjállsögðu engan veginn lokið, því enn er mörgum spurningum ósvarað. Það sem hér fer á eftir ætti þó að geta gefið nokkra hugmynd um hvernig málin standa nú, þ. e. við áramótin 1964—1965.
Berggrunnur
Á meðfylgjandi korti er gerður greinarmunur á ferns konar bergi nefnilega 1) fornu blágrýti (basalti), sem mestmegnis eru hraun, sem runnið hafa á tertier tímabilinu, en því lauk fyrir um það bil einni milljón ára, 2) berggrunn yngri enn frá tertier, en á þessu svæði eru það aðallega grágrýtishraun runnin á hlýviðrisskeiði — (interglacial) eða skeiðum milli ísalda, 3) hraun runnin eftir að jökla síðustu ísaldar leysti af þessu svæði og loks, 4) myndanir, sem væntanlega eru frá því seint á tertier eða snemma á kvarter (Mosfell).
Mosfell.
Á það skal bent, að nokkuð af því bergi, sem hér er talið vera frá tertier kann að vera nokkru yngra, frá mótum tertier og kvarter eða frá því snemma á kvarter, en nákvæm takmörk þessara tímabila eru í raun og veru ekki til, og skiptir í því sambandi, sem hér kemur til greina heldur ekki máli. Það sem hér hefur þýðingu er munur eldri, tertiera eða árkvarterra, og yngri, interglaciala, giaciala og postgiaciala bergmyndana og verður nánar rætt um það síðar.
Tertiera basaltmyndunin
Esja – Djúpagil.
Hið forna berg blasir við sjónum m. a. í Esjunni. Það er að langmestu leyti byggt upp af: hraunlögum, sem hlaðist hafa hvert ofan á annað í fjölda eldgosa, sem oftast nær hafa líklega verið sprungugos, eins og þau sem þekkt eru frá vorum dögum. Millilög í tertiera basaltinu á þessu svæði eru yfirleitt mjög lítið áberandi. Oftast nær eru aðeins þunn lög al rauðu gjallkenndu bergi milli þeirra, og er það efra og neðra borð hvers hrauns. Þó koma fyrir lög af eins konar móbergi eða brúnleitum sandsteini milli basaltlaganna og einnig lög af jökulbergi (tillit) sem vitna um tilveru jökla einnig á þessum tíma. Verður það ekki rakið nánar hér. Í tertierabasaltinu og millilögum þess er mikið um sekundera mínerala þ. e. a. s. mínerala, sem myndast hafa í berginu á löngum tíma og nú fylla holur og sprungur í því. Þetta eru aðallega zeolitar (geislasteinar), kalsit (siliurberg), jaspis og kvarts.
Úlfarsfell.
Þessir mineralar fylla allar holur í berginu og gera það þétt. Þetta veldur því að mjög litlir möguleikar eru á að vinna kalt vatn úr þessu bergi með borunum. Það berg, sem hér er talið vera tertiert, kemur fram, fyrir utan Esjuna einnig í Grímarsfelli, Úlfarsfelli, Hafrahlíð og fjöllunum þar í kring, eins og kortið sýnir. Auk þess kemur það fram báðum megin Viðeyjarsunds, í Gufunesi og lítilsháttar í Geldinganesi. Einnig sér í það við Gelgjutanga vestan við Elliðavog. Sunnar er mér ekki kunnugt um að það komi fram, hins vegar er tiltölulega grunnt á það víða, t. d. í Reykjavík.
Mosfell.
Mosfell í Mosfellssveit virðist hafa nokkra sérstöðu á þessu svæði, og hefur ekki verið unnt að taka endanlega afstöðu til þess spursmáls, hvort telja beri það til tertiera bergsins eða hins yngra. Það er að mestu úr bólstrabergi, en talið er að það myndist einkum þar sem hraun rennur í vatn eða þar sem eldgos hafa orðið undir jöklum. Það virðist ekki ólíklegt að Mosfell sé fornt eldfjall myndað við gos undir jökli og þá væntanlega á einhverri af hinum fyrstu ísöldum hins kvartera jökultíma. Bergið í Mosfelli er lítið eða ekkert holufyllt og
gæti það komið heim við þá skoðun, sem hér hefur verið látin í ljós.
Grágrýtið
Eins og getið er um hér að framan, er berggrunnur sá sem á kortinu er talinn vera yngri en frá tertier að langmestu leyti grágrýti, en það nafn er almennt notað í daglegu tali um gráleitt dóleritiskt ólívínbasalt, sem myndar þann grunn sem höfuðborgin nær eingöngu stendnr á og sem teygir sig út um nes og eyjar í nágrenni hennar. Grágrýti þetta eru hraun, sem að minnsta kosti að mestu leyti eru komin frá Borgarhólum á Mosfellsheiði, en þeir eru gígur hinnar fornu dyngju. Þó er líklegt að grágrýtið á suðurhluta svæðisins, sé komið frá öðrum eldstöðvum, en ekki verða færðar á það sannanir að svo komnu máli, og takmörk þessara bergmyndana eru algerlega óþekkt.
Í Borgarhólum.
Eins og kunnugt er, eru grágrýtishraunin urin af jöklum síðustu ísaldar og eru því eldri en hún. Af legu grágrýtishraunanna er ljóst, að þau hafa runnið í landslagi, sem í stórum dráttum hefur verið orðið mótað eins og það er nú. Þannig hafa hraunstraumar miklir fallið norður að Esju og vestur dalinn sunnan við hana. Þetta sést m. a. af því að ofurlítið grágrýtissvæði er vestast í dalnum milli Múla og Skálafells vestan við Stardalsá, og hefur grágrýtishraunið þá flætt upp í dalsmynnið áður en það hélt áfram vestur. Það hefur svo runnið út dalinn norðan við Mosfell og út fyrir það sem nú er sjávarströnd, en lellin og minni hæðir hafa staðið upp úr og gera svo enn. Að sjálfsögðu hafa jöklar og önnur eyðandi öfl unnið sleitulaust á grágrýtishraununum um langan tíma og mikið af þeim er því án efa farið veg allrar veraldar fyrir löngu. Upprunaleg þykkt grágrýtishraunanna hefur því hvergi varðveitzt fram á þennan dag.
Gelgjutangi.
Á nokkrum stöðum sér í þær myndanir, sem grágrýtið hvílir á. Meðal þeirra má nefna sandsteinslögin vestan við Elliðavog, en þar hefur grágrýtishraun runnið yfir mýrajarðveg, og má finna þunnt mólag hið næsta undir grágrýtinu, en undir því eru sandlög og líklega jökulurð. Þau lög virðast þar ná niður á hið forna berg, tertiera bergið, sem kemur fram við Gelgjutanga. Sandsteinslög þessi eru fremur laus í sér, en þó eru í þeim allhörð lög innan um. Sandlög koma fram undir grágrýtinu sunnan Viðeyjarsunds og í Viðey sjálfri og einnig sér þar í jökulberg.
Brimnes (HWL).
Norðan við Brimnes á Kjalarnesi kemur jökulberg fram undir grágrýtinu í fjörunni vestan við Klifberg. Í því eru skeljar og grágrýtið er þarna að mestu sem bólstraberg. Hvort tveggja bendir til að hraunið hafi hér runnið út í sjó, en líklega hefur þar þó verið mjög grunnt. Greinilegar leyfar gervigíga má sjá þarna í berginu. Í gljúfri Leirvogsár norðan við Mosfell sér í undirlag grágrýtishraunsins. Það hefur þar runnið yfir grjóteyrar og má þar sjá vatnsnúna smásteina hanga fasta neðan í grágrýtinu. (Jónsson, 1960). Svo virðist sem Fossvogslögin alkunnu séu inni í grágrýtinu, en vel geta þau fyrir það verið frá sama tíma og lögin við Klifberg, enda eins að útliti. Víða hafa fundizt setlög undir grágrýtinu við boranir, en ekki verður það rakið hér. Þykkt grágrýtisins er að sjálfsögðu mjög mismunandi, en lítið er um hana vitað nema út við sjó á nokkrum stöðum og svo þar sem borað hefur verið, en einnig þar er nokkur vafi á, því flestar boranirnar eru gerðar með höggbor eða gufubornum og kjarnar eru ekki til.
Elliðaá og Blesaþúfa framundan.
Í Reykjavík sjálfri er oft bólstrabergslag, stundum alþykkt, undir hinu venjulega grágrýti. Líklegt virðist að bólstrabergið sé myndað af grágrýtishraunum, sem runnið hafi í sjó út en venjuleg grágrýtishraun myndast fyrst þegar hraunin hafa fyllt svo hátt að þau renna á þurru.
Lítið er enn þá vitað um millilög í grágrýtinu sjálfu, enda er ekki talið líklegt að mikið sé um þau. Hraunin eru dyngjuhraun, og líklegt virðist að gosin hafi verið svo þétt á meðan eldstöðvarnar voru virkar að lítil von sé um að gegnumgangandi setlög hafi haft tíma til að myndast. Þó hafa mörg hraunin án efa ekki náð að þekja nema nokkurn hluta svæðisins, og geta þá millilög hafa myndast á ýmsum stöðum. Þau geta svo hafa orðið undir síðari hraunflóðum. Við Rauðhóla var t. d. borað í gegnum sandlag frá 12—22 m dýpi. Ekkert náðist í kjarna af þessurn sandi og vitum við því ekki hvernig hann var. Millilag í grágrýtinu kemur fram skammt vestan við Árbæjarstíflu.
Á nokkrum stöðum á því svæði, sem hér er um að ræða, kemur fyrir bólstraberg á yfirborði. Sums staðar tilheyrir það án efa grágrýtinu, en á öðrum stöðum er vafasamt hvort svo er. Á Brimnesi er bergið efst venjulegt grágrýti en neðri hluti bergsins allur er myndaður sem bólstraberg. Athuganir á staðnum og smásjárrannsóknir á berginu sýna að um einn og sama hraunstraum er að ræða.
Hvaleyri.
Bólstrar í grágrýtinu koma einnig fyrir í Engey austanverðri, sunnan megin við Kópavog, við austanverðan Arnarnesvog og við sjóinn fyrir neðan Garða á Álftanesi. (Sbr. Jarðfræðikort af nágrenni Reykjavíkur eftir Tómas Tryggvason og Jón Jónsson). Syðst á Selási kemur bólstraberg líka fram, en það virðist vafasamt hvort það tilheyrir grágrýtinu. Við borun eftir köldu vatni sem Garðahreppur lét gera við Vífilsstaðavatn var komið í bólstraberg á um 9 m dýpi niðri í grágrýtinu og hélst það til botns í holunni á 32 m dýpi. Í húsgrunnum á Flötunum í Garðahreppi kemur bólstraberg og móbergsbréksia sums staðar fram. Í Hvaleyrarhöfða við Hafnarfjörð er einnig bólstraberg undir venjulegu grágrýti, en hvorugt hefur enn þá verið bergfræðilega rannsakað.
Mikill hluti grágrýtisins er nú hulinn jökulruðningi frá síðustu ísöld og jarðvegi. Jökulruðningurinn er víðast hvar þunnur, en getur þó orðið nokkrir metrar. Undantekning er að sjálfsögðu jökulalda sú, sem liggur um þvert Álftanes (sbr. áður nefnt jarðfræðikort).
Sprunga á Mosfellsheiði nálægt Borgarhólum.
Ekki er vitað hvenær Borgarhóladyngjan hætti gosum, en hætt hefur hún sennilega verið áður en síðasta ísöld gekk yfir. Ekki er heldur vitað, hvenær gos hófust á þessum stað, en ekki virðist ólíklegt, að þau hafi verið á fleiri en einu hlýviðrisskeiði milli ísalda.
Grágrýtið, sem komið hefur frá Borgarhólum er gráleitt, dóleritiskt ólivinhasalt eins og áður segir. Það er fremur lítið um holur í því nema örsmáar, en séð gegnum stækkunargler eða í smásjá er það fullt af smáhlöðrum. Þætti mér líklegast að þær væru til orðnar á eftirfarandi hátt: Þegar hraunið kólnar og kristallast losnar gasið úr því, vegna þess að gasið getur ekki gengið inn í kristallana. Þetta heldur áfram þar til hraunið er storknað. Það gas sem síðast losnar úr hrauninu myndar þessar smá blöðrur. Svo að segja engir dílar (fenokrist) eru í grágrýtinu og það er yfirleitt merkilega litlar breytingar á samansetningu þess, hvort heldur um er að ræða hraun frá Borgarhólum eða, sem ætla má, að sé annars staðar að komið. Sama máli virðist gegna um það sé snið tekið í gegnum það, eða a. m. k. bendir snið það, sem tekið var í Rauðhólum til þess, að svo sé.
Nútíma hraun
Elliðaárdalur.
Ekkert hraun hefur komizt jafn nálægt höfuðstaðnum og hraun það, sem runnið hefur út í Elliðavog. Hraun þetta er að því er Þorleifur Einarsson telur komið úr gígum austan við Bláfjöll, nefnist gígurinn Leitin og verður hraunið því nefnt Leitahraun. Austan til er það mjög hulið yngri hraunum, en kemur fram vestan við Draugahlíðar, og fellur þaðan um Vatnaöldur, Sandskeið, Fossvelli og Lækjarbotna vit í Elliðavatn og þaðan eftir fornum farvegi Elliðaánna í sjó út.
Í Rauðhólum.
Rauðhólar eru gervgígir í þessu hrauni. Mór hefur fundizt undir því rétt fyrir ofan brúna á Suðurlandsvegi. Hann hefur verið aldursákvarðaður og reynzt vera 3500±S40 ára samkvæmt niðurstöðum af C14 ákvörðun. Þegar sprengt var fyrir stiflugarðinum við Árbæ fundust að sögn Sigurðar Ólafssonar, verkfræðings, kol undir hrauninu þar. Hefur þar því verið skógur eða kjarr þegar hraunið rann.
Milli Heiðmerkur og Selfjalls hafa runnið mikil hraun norður eftir. Þau ganga undir einu nafni Hólmshraun. Það er þó um a.m.k. 5 mismunandi hraunstrauma að ræða. Sá elzti þeirra kemur fram rétt austan við Gvendarbrunna og hefur skammt austar fallið nærri því þvert yfir Leitahraunið.
Hólmshraun – uppdráttur Jón Jónsson.
Hraun þetta er því yngra en Leitahraun og þar með öll Hólmshraunin. sem verða hér nefnd Hólmshraun I—V. Hraun I er þá hið elzta og V það yngsta. Vestan og sunnan Heiðmerkur eru fleiri hraunstraumar, en ekki verður það rakið nánar hér. Þó skal getið hrauns þess sem komið hefur úr Búrfelli og því verður nefnt Búrfellshraun hér, en gengur undir ýmsum nöfnum á ýmsum stöðum, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Það hefur fallið vestur vestan við Vífilsstaðahlíð og önnur álma vestan við Sléttuhlíð, en sú þriðja hverfur undir yngri hraun vestan við Kaldársel. Það er ekki ástæðulaust að hafa í huga að hér í nágrenninu hafa orðið a. m. k. fá eldgos á skemmri tíma en um 5800 árum. Líkur benda til að þau séu margfalt fleiri. Engar sagnir eru til um neitt þeirra, það mér er kunnugt.
Bergsprungur og misgengi
Það er alkunnugt að Reykjanesskagi er allur sprunginn mjög. Sprungur þessar og sprungukerfi stefna yfirleitt frá norðaustri til suðvesturs. Þetta er hluti af sprungukerfi því, er liggur um landið þvert í þessari stefnu, en þannig stefna einnig svo að segja allar gossprungur og gígaraðir á Suður- og Suðvesturlandi.
Brúin milli heimsálfa.
Það er ekki vafa bundið, að þetta stendur í sambandi við neðansjávar hrygg þann, er liggur að endilöngu Atlantshafi, en einmitt á honum eru aðaljarðskjálftasvæði þess og einnig eldfjöll, Sprungukerfi þau, sem hér verða tekin til meðferðar, eru aðeins lítill hluti af þeim sprungum, sem liggja að Reykjanesskaga endilöngum. Það er erfitt að draga víðtækar ályktanir af athugunum á aðeins nokkrum hluta svæðisins, og varhugavert að taka svona hluta út úr sambandinu við aðalsprungukerfið. Þetta hefur þó tímans vegna orðið að gera. Á hitt skal þó jafnframt bent, að æskilegt hefði verið að kortleggja sprungukerfin á skaganum öllum nákvæmlega, og allt norður undir jökla. Að því mun og verða unnið framvegis eftir föngum.
Vestan Hvaleyrarholts og Stórhöfða við Hafnarfjörð eru víðáttumikil hraun, sem ná út allan skagann. Þarna er um að ræða fjölda hrauna, hve mörg þau eru veit enginn. Sunnan og vestan við áðurnefnda staði verður ekki vart við tektoniskar sprungur í hraunum þessum, fyrr en kemur nokkuð langt frá fjöllunum, þ. e. þeirra gætir ekki í hinum yngstu hraunum.
Höfuðborgarsvæðið – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.
Um þveran Bleiksteinsháls norðan við Hvaleyrarvatn liggur misgengi, sem er mjög greinilegt skammt vestan við Gráhelluhraun og rétt vestan við hliðið, sem þar er á sauðfjárgirðingunni. Misgengi þetta nefnist Bláberjahryggur, en er raunar enginn hryggur í orðsins réttu merkingu. Þessu misgengi má fylgja frá því rétt norðan við vesturenda Hvaleyrarvatns og að hrauninu, sem áður er getið, en það er syðri kvísi Búrfellshrauns (Hafnarfjarðarhrauns). Sýnilegt misgengi á þessari leið er mest 3—4 m og er austurbarmur sprungunnar lægri (sbr. kortið). Austan við hraunkvíslina heldur misgengið áfram um Setbergshlíð og Urriðavatnsdali, en ekki sézt votta fyrir því á hrauninu sjálfu, en það þýðir augljóslega það, að misgengið hefur ekki verið virkt svo nokkru nemi frá því að hraunið rann. Verður nánar vikið að þessu síðar.
Setbergshlíð og Gráhelluhraun neðar.
Í Setbergshlíð er misgengið verulegt, og á há-hæðinni milli hraunkvíslanna er það a. m. k. 7 m. Þegar kemur austur yfir eystri kvísl Búrfellshrauns, þá er fallið hefur niður með Vífilsstaðahlíð, hverfur misgengið, en sér þó votta fyrir áframhaldi sprungunnar, og liggur hún austan við Vífilsstaðavatn. Svo er ekki hægt að rekja hana með vissu, en líklegt er, að hún liggi um mýrasundið vestan við Rjúpnahæð og Vatnsendahæð. Mundi hún þá liggja um austanvert Breiðholtshvarf. Þó skal það tekið fram að óvísst er með öllu, að sprungan haldi þannig áfram. Það má vel vera að hún haldi ekki áfram austar í beinu framhaldi af því sem nú hefur verið lýst.
Það er ekki óvenjulegt að sprungur hverfi og taki sig svo upp aftur nokkuð á hlið við fyrri stefnu. Þessi brotlína verður framvegis nefnd Bláberjahryggsmisgengið. Vestan við þetta misgengi, þar sem það liggur um Setbergshlíð, er annað misgengi. Þess verður fyrst vart austan við vesturálmu Búrfellshrauns. Svo má rekja það um norðurhornið á Nónhæð og austan við mýrina austur af Urriðavatni. Svo sér fyrir því austan í Urriðavatnsholti, en frá því er það horfið. Um austanvert Urriðavatnsholt er enn eitt misgengi og liggur vegurinn yfir það á tveim stöðum. Einnig sér fyrir því sem sprungu í Vífilsstaðahlíð og stefnir hún á Vífilsstaðavatn austanvert. Þetta eru vestustu brotlínurnar, sem sannanlega eru á þessu svæði.
Næsta misgengi fyrir austan Bláberjahrygg liggur um vestanverðan Stórhöfða, Hvaleyrarvatn, hæðina norðaustur af því og um Setbergshlíð, en verður svo ógreinilegt er austar dregur að ekki er hægt að rekja það. Misgengi liggur og um hátind Stórhöfða, en ekki verður það rakið alla leið austur að Gráhelluhrauni.
Stórhöfði.
Skammt austur af Stórhöfða eru enn tvö misgengi. Það eystra liggur um Fremstahöfða, á takmörkum grágrýtis og Búrfellshrauns. Þessi misgengi sjást ógreinilega í Sléttuhlíð, en koma betur fram í Setbergshlíð austanverðri.
Misgengi þau, er hér hafa verið talin, sjást ekki í Búrfellshrauni að því austasta einu undanskildu. Eftir að hingað kemur taka misgengin að verða svo greinilega að enginn getur verið í efa um tilveru þeirra. Um Hjalla er aðal misgengið sem er mest áberandi milli Búrfellshrauns og Elliðavatns.
Mesta sýnilega misgengi á þessum slóðum er við Vatnsendaborg og Arnarbæli og þar er það samtals um 65 m. Það er athyglisvert að einnig Búrfellshraun er brotið og misgengið um þessa línu og raunar líka um sprungu, sem er nokkru vestar en aðalmisgengið. Við þá sprungu er misgengið í hrauninu sjálfu 2,73 m en í grágrýtinu þar austur af a. m. k. 6,88 m. Hefur misgengið pvi verið til áður en hraunið rann og verið virkt eftir að það rann.
Helgadalur.
Aðalmisgengið mældist vera 7,24 m og er það meðaltal af nokkrum (8) mælingum. (1. mynd). Hér sést líka að misgengið hefur verið til áður en hraunið rann, því hraunið hefur runnið austur með því áður en það næði framrás vestur með Vífilsstaðahlíð. Um 250 m austan við aðalmisgengið er enn misgengi, sem í hrauninu nemur 1,80 m. Samanlagt misgengi í hrauninu er því um 12 m.
Vatnsgjá í Búrfellsgjá.
Við öll þau misgengi sem þegar eru talin er austurbarmur sprungunnar lægri, sbr. kortið. Um 150—200 m austan við Gjárétt er misgengi sem nemur 1, 72 m og snýr öfugt við hin, þannig að austurbarmur sprungunnar er hærri. Um 400 m austar er misgengi, sem snýr eins og hið síðastnefnda og nemur 1,60 m. Rétt vestan við Búrfellsgíginn, í hrauntröðunum, sem frá honum liggja, er misgengi er nemur um 2 m og snýr eins og hin tvö þ. e. að vesturbarmur sprungunnar er lægri. Búrfell sjálft er brotið um þvert af misgengissprungu, sem liggur um Helgadal, Kaldárbotna, Gvendarselshæð og Undirhlíðar. Misgengi þetta er víða (1—8 m og sums staðar 10 m eða þar yfir. Austurhlíð sprungunnar er hér aftur lægri. Það er þessi sprunga, sem Kaldá raunverulega kemur úr. Þetta misgengi er augljóslega yngra en Búrfell og Búrfellshraunið eins og aðalmisgengið um Hjalla.
Það er athyglisvert að um 1,5—2 km sunnan við Kaldárbotna, en þar er vatnsból Hafnarfjarðar, heldur þessi sama sprunga gosið hrauni. Það hraun er hið yngsta þar í grennd.
Hjallar – misgengi.
Misgengin um Hjalla má rekja norður að Elliðavatni að vestanverðu (sjá kortið), og á nokkrum stöðum ofan við Heiðmörk koma þau fram, þar sem grágrýtisholt standa upp úr hraununum. Sprungukerfið er því allbreitt, eða allt að 5 km, ef dregin er lína hornrétt á sprungustefnuna frá misgenginn norðvestan við Vatnsenda og suðaustur yfir Heiðmörk. Sprungur þessar má sumar rekja lengra norður eitir. Ein þeirra liggur um vestanvert Rauðavatn og takmarkar Selás og Skyggni að austan. Vegurinn, sem liggur frá suðvesturenda Rauðavatns og að norðurenda Elliðavatns og um Vatnsendahæð, Fylgir þessu misgengi milli Elliðaár og Rauðavatns. Við austurenda Rauðavatns er annað misgengi. Bæði þessi misgengi má rekja norður yfir Grafarheiði og Reynivatnsheiði norður að dalnum, sem Úlfarsá fellur eftir. Mjög greinileg misgengissprunga liggur um þvert Grafarholt og er sýnileg báðum niegin í því, en er mest áberandi sunnan í holtinu ofan við Bullaúgu. Í vestanverðri Grafarheiði er gapandi gjá og önnur um 1 km austar (sjá kortið). Sprunga liggur svo um austanverða Reynisvatnsheiði og Langavatnsheiði. Hún liggur um Langavatn þvert, því sem næst beint norður a£ Höfða, en hverfur miðja vega milli Langavatns og Hafravatns. Misgengi má sjá rétt vestan við Lækjarbotna og sprungukerfi liggur um Selfjall, Sandfell, Lakaheiði og Miðdalsheiði t. d. skammt vestan við Lyklafell, og eru þar nokkrar gapandi gjár. Sömuleiðis eru augljós misgengi um Vatnaöldur og Bolaöldur, en ekki verða þau tekin til athugunar hér.
Vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum.
Hingað til hefur aðeins verið fjallað um sprungur og misgengi í bergi, sem er yngra en frá tertier. Í þessu bergi hefur verið hægt að rekja sprungurnar langar leiðir, og þær koma ósjaldan fyrir sem gapandi gjár. Breidd gjánna er þó yfirleitt ekki mikil, og oftast nær innan við 1 m nema þar sem vernlegt misgengi er líka. Á línu frá Búrfelli niður eftir hraunkvíslinni vestan við Vífilsstaðahlíð um 2 km leið frá gígnum er samanlögð sprunguvídd 5,66 m eða 2,83 m á km. Þessar sprungur eru allar í Búrfellshrauni. Samanlagt misgengi í hrauninu reyndist 11,77 m á þessari leið, og eru þá aðeins talin með þau misgengi þar sem austurbarmur sprungunnar er lægri.
Hjallar – misgengi.
Mesta misgengi um Hjalla reyndist vera um 65 m, eins og áður er getið. Utan þeirra bergmyndana, sem samkvæmt kortinu eru taldar vera yngri en frá tertier, má og finna misgengi og brotlínur. Þannig liggja varla færri en 8 brotlínur um Úlfarsfell og er nokkurt misgengi við þær allar (sjá kortið). Ekki hefur tekist að finna með vissu, hversu mikið misgengi er við vestustu sprunguna í Ulfarsfelli, en um 2. sprungu vestan frá tabð er misgengi, er nemur 2,5 m, um 3. sprungu 6 m, 4. 9,0 m, um 5. sprunguna 5 m og um 6. sprunguna vestan frá talið er misgengið samtals 24 m. Um 7. sprunguna er það 30 m og um þá 8. 25 m. Þetta eru mælingar gerðar annað hvort beint með hallamæli eða með loftþyngdarmæli. Samanlagt verða þetta rúmir 79 metrar. Þessi misgengi eru öll vel sýnileg og mælanleg í fjallinu. Mest áberandi er 24 metra misgengið, sem liggur um fellið þvert skammt vestan við hátind þess, og svo vestasta misgengið. Bæði þessi brot eru sýnd á korti okkar Tómasar, þó aðeins annað sem misgengi. Skammt austan við hátind fellsins er og misgengi, sem virðist vera um 30 m, og er þá gengið út frá jökulbergslagi, sem þar kemur fram. Milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar er líklegt að misgengi séu, en hvergi sést til þess á því svæði og verður því engum getum að því leitt, hvernig því er háttað eða hversu mikið það kann að vera. Í Hafrahlíð sjálfri eru hins vegar vel sýnileg og nákvæmlega mælanleg misgengi. Það vestasta er 22 m og er vestan í fjallinu. Hitt er skammt austar, í háhömrunum, og nemur rúmlega 12 metrum samtals. Það kemur fram á um 40 m breiðu svæði, sem er mjög brotið.
Austar í Hafrahlíð virðast vera fleiri misgengi, en ekkert þeirra sést svo greinilega að óyggjandi sé. Um fjallið ofan við Þormóðsdal liggja a. m. k. 4 misgengi milli Borgarvatns og Bjarnarvatns. Vesturbrún Bæjarfellsins og Þverfells er mynduð af þessu misgengi, sem vel gæti numið nokkrum tugum metra, en ekki hefur hingað til verið hægt að mæla. Örstutt austan við aðalmisgengið er annað minna en alveg samhliða því. Stendur bærinn í Þormóðsdal í tungunni milli þeirra. Þau koma saman rétt fyrir neðan bæinn, og liggur kvartsnáma sú, sem þar var einu sinni, í þessu misgengi. Kvartsið og aðrir „míneralar“, sem þarna var og er enn að finna, eru myndaðir sem sprungufyllingar í misgenginu.
Reykjafell.
Vestast í Reykjafelli er misgengi, sem eltir stefnunni að dæma mun vera skammt vestan við bæinn að Suður-Reykjum. Vestast í Skammadal koma fram jökulbergslög, 6—8 m þykk. Líklega eru það sömu lög og nefnd eru T2 í grein minni Jökulberg í nágrenni Reykjavíkur (Náttúrufræðingurinn árg. 30, 1960 bls. 55—67). Þau eru brotin af misgengissprungunni. Misgengið reyndist vera þarna um 59 m og er vesturhliðin sigin. Haldi þessi sprunga áiram, eins og gera má ráð fyrir, er hún á svæðinu milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar að austanverðu.
Í gljúfri Reykjaár, skammt austan við Suður-Reyki er misgengi, er nemur um 21 m, og má sjá það í árgljúfrinu. Það gæti verið sama misgengi og áður er getið vestast í Hafrahlíð og einnig kemur fram norðan í Reykjafelli. Rétt austan við bæinn að Suður-Reykjum er líklega enn eitt misgengið, en ekki verða færðar á það óyggjandi sannanir.
A.m.k. 6 misgengi eru í Æsustaðafjalli (sbr. kortið), en ekki hefur reynst mögulegt að mæla nema eitt þeirra. Það er 4. misgengið vestan frá talið, og nemur það 17 metrum. Misgengi er og um Skammadal austanverðan (sjá síðar).
Í Helgafelli eru a. m. k. 2 misgengi. Það eystra virðist vera um 50 m, en þó er sú mæling nokkuð óviss. Vestra misgengið hefur ekki tekizt að mæla. Við Helgadal er misgengi fremst (vestast) í Katlagili og liggur það um Grímarsfell þvert. Brot og óverulegt misgengi virðist vera í gilinu næst vestan við Helgadal og eins í gili Norður-Reykjaár. Nemur það misgengi 6—8 metrum. Brot og misgengi má og rekja um Grímarsfell þvert, sbr. kortið.
Bergsprungur, lindir og uppsprettur
Vatnsveitan í Lækjarbotnum.
Í Lækjarbotnum norðan við Gráhelluhraun austan við Hafnarfjörð var áður vatnsból Hafnarfjarðar. Þar koma allstórar lindir undan hrauninu. Þær eru vatnsmeiri en svo, að líklegt sé að raunveruleg upptök þeirra séu í hrauninu. Til þess er aðrennslissvæði þeirra of lítið. Skammt suður af hinu forna vatnsbóli liggur misgengissprunga um dalinn þveran. Á Ásfjalli nefnist misgengishjallinn Bláberjahryggur, eins og áður er getið (sjá kortið). Mér virðist yfirvegandi líkur fyrir, að vatnið komi mestmegnis úr þeirri sprungu.
Annað misgengi liggur um Nónhæð norðanverða og má rekja það að Gráhelluhrauni. Í beinu áframhaldi af því eru lindir við Urriðavatn og einnig er þar borhola, sem gerð var og notuð á stríðsárunum.
Í Kaldárbotnum.
Núverandi vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum. Það vatn kemur beint úr misgengissprungu þeirri er klýfur Búrfell, myndar vesturbrún Helgadals sker þvert yfir Kaldárhnúk og heldur svo áfram suður eftir Undirhlíðum og Sveifluhálsi.
Helgadalur.
Vatn nokkurt er að jafnaði í Helgadal, og má sjá það renna suðvestur eftir gjánni í átt að vatnsbólinu og á það vafalaust greiðan gang að því, þar sem sprungan liggur í gegnum fjallið. Vestan við þetta misgengi er 17,5 m niður á grunnvatnsborð. Í Búrfellsgjá, sem raunar eru fornar hrauntraðir, en engin gjá í venjulegri merkingu, er vatn sýnilegt í sprungu skammt austan við réttina. Austan við Vífilsstaðavatn eru nokkrar allstórar lindir. Að því er virðist eru þær á sprungum þeim sem áður er getið um (sbr. kortið).
Mesta misgengi á öllu þessu svæði er það, sem einu nafni er nefnt Hjallar. Þeir ná frá Búrfellshrauni norður að Elliðavatni. Misgengin ná raunar lengra suðvestur eftir, eins og áður er getið, og lengra en kortið sýnir. Allt þetta svæði er mjög sprungið og misgengið. Ein sprunga liggur eftir suðurbakka Elliðavatns, og þar er röð af uppsprettum, sem fylgja sprungunni austur eftir. Sunnan við vatnið innan girðingar í Heiðmörk eru einnig margar lindir og sumar stórar. Uppsprettur þessar eru á mjög áberandi hátt tengdar sprungunum (sjá kortið).
Elliðavatn.
Vestan við bæinn Elliðavatn eru og nokkrar lindir, og eins eru margar lindir norðan og austan í grágrýtistangangum sunnan og austan við Hrauntúnstjörn, sem svo er nefnd á korti herforingjaráðsins. Þær koma fram á mótum hrauns og grágrýtis og eru án efa tengdar sprungum í grágrýtinu. Undan hrauninu hjá Jaðri kemur fjöldi linda, sem að jafnaði eru ærið vatnsmiklar. Vatn þessara linda og eins Gvendarbrunna sjálfra kemur án efa úr sprungum í Grágrýtinu.
Við Silungapoll eru stórar lindir og virðist líklegt að eins sé ástatt um þær, þ. e. að þær séu tengdar sprungum í grágrýtinu. Svæðið þar í kring er hulið ungum hraunum og þar af leiðandi verða ekki færðar sönnur á að um sprungur sé að ræða. Við Lækjabotna er ein lítil lind uppi í gljúfri skammt frá skátaskálanum. Hún kemur út úr bólstrabergi og móbergsþursa. Hún þrýtur þó alveg í langvarandi þurrkum, svo sem sumarið 1962. Í hvammi rétt sunnan við Suðurlandsveg við Lækjabotna er og lítil lind, sem ekki er vitað að þornað hafi.
Silungapollur.
Hún virðist koma undan grágrýti. Við Nátthagamýri eru margar lindir og sumar stórar. Koma þær sumar upp niðri á sléttu meðfram hlíðinni, en aðrar og þar á meðal sú vatnsmesta koma út úr hlíðinni og að því er virðist milli grágrýtislaga. Smálind er við austurbakka Rauðavatns, en þar er líka misgengi. Bullaugu eru stórar lindir, tengdar misgengi, sem liggur um Grafarholt þvert, og sunnan í því og sunnan við það myndar lítinn sigdal (Graben).
Úlfarsá.
Meðfram Úlfarsá að sunnan eru allmargar lindir og sumar stórar (sbr. kortið). Ein lítil lind er rétt við bæinn Engi, og er sú tengd áður nefndu misgengi um Grafarholt. Nokkru austar og skammt frá ánni er Tvíbytna, mjög falleg lind og með verulegu vatnsmagni. Nokkrar stórar lindir eru svo meðfram ánni, eins og áður er sagt. Flestar eru þær í landi Reynisvatns. Á suðurströnd Hafravatns austan til er ein lítil lind við vatnið. Hún er að því er virðist tengd áður nefndri sprungu, sem liggur um þvert Langavatn (sjá kortið). Í dal sunnan við Grímarsfell koma nokkrar smálindir út undan grágrýtinu, en suðurhlið dalsins er úr því bergi, norðurhlið hans er aftur á móti úr eldra bergi.
Borgarvatn.
Lítið er yfirleitt um lindir utan grágrýtissvæðisins, þó er ein uppi á fjallinu norðaustur af Borgarvatni og án efa tengd misgenginu, sem myndar vesturbrún Bæjarfells. Sunnan megin í Skammadal austanverðum koma nokkrar lindir út úr fjallshlíðinni allofarlega. Líklega koma þær allar úr spungum, sem þarna eru þó lítið beri á þeim í landslaginu og ljóst er að ein þeirra kemur beint út úr berginu. Nánari athuganir á þessu svæði standa yfir.
Að því sem hér að framan hefur verið sagt virðist mega ráða, að sprungur og misgengi hafi afgerandi þýðingn fyrir lindir á þessu svœði þannig að langflestar lindanna koma úr sprungum eða standa í meira eða minna beinu sambandi við þær.
Vatnið í Gvendarbrunnum kemur því ekki, eins og álitið hefur verið, undan hrauninu í eiginlegum skilningi heldur miklu dýpraúr jörðu og af stærra svæði en sem hraunið nær yfir. Nýlega gerðar ísótópa athuganir, sem Eðlisfræðistofnun Háskólans hefur gert á vatninu, staðfesta þessar niðurstöður.
Grunnvatn og grunnvatnsborð
Raufarhólshellir í Leitarhrauni.
Bergið í tertieru basaltmynduninni er yfirleitt orðið svo þétt að teljast verður ólíklegt að mögulegt sé að vinna úr því verulegt magn af köldu vatni með borunum. Samkvœmt þessu eru það eingöngu hinar yngri bergmyndanir, sem líklegar eru til að vinna megi úr neyzluvatn með borunum og þá umfram allt hin interglaciala grágrýtismyndun. Af þessu er enn fremur ljóst, að nauðsyn hin mesta er á því að kannalegu hins tertiera bergs undir grágrýtinu þ. e. með öðrum orðum að kortleggja landslagið eins og það var áður en grágrýtishraunin tóku að renna yfir það — að kortleggja „pre-doleritiska“ landslagið á þessu svæði.
Þetta má gera að nokkru með jarðeðlisfræðilegum mælingum, segulmælingum, viðnámsmælingum og jarðsveiflumælingum, en fullvissa fæst aðeins með borunum þar sem borkjarni er tekinn.
Nokkrar slíkar borholur eru þegar til og nýjar bætast við. Þannig má geta þess að Hitaveita Reykjavíkur hefur látið gera rannsóknarboranir í landi Reykjavíkur. Fyrsta holan af þessu tagi var boruð við Rauðhóla 1962, önnur samtímis við Árbæjarstíflu, sú þriðja við Ártún, og var henni lokið 1963.
Bullaugu – loftmynd.
Fjórða holan er við Skyggni, rétt norðan við stífluna við Elliðavatn, og um þessar mundir (áramót 1964—65) er verið að bora í Gufunesi. Auk þess hefur svo Vatnsveita Reykjavíkur látið bora eina holu við Selás og tvær við Bullaugu. Ekki er enn þá búið að vinna úr þessu efni. Ennfremur hefur Vatnsveita Reykjavíkur látið bora samtals 13 höggborsholur í Heiðmörk og 3 við Bullaugu. Höggborsholurnar í Heiðmörk eru flestar rannsóknarholur, en þær sem boraðar hafa verið við Bullaugu verða væntanlega virkjaðar. Ein af holunum, sem boraðar voru í Heiðmörk er efst í mörkinni um 30 m hærra en Gvendarbrunnar. Þessi borun leiddi í ljós að grunnvatnsborð var þarna óverulega hærra en yfirborð vatns í Gvendarbrunnum. Önnur hola neðar í mörkinni gaf sama árangur. Þetta bendir til, að hœð grunnvatnsborðs sé svipuð á öllu sprungusvæðinu.
Gvendarbrunnar.
Undantekningar eru þó til (sbr. neðan). Ennfremur virðist ljóst að grunnvatnsstraumarnir í grágrýtinu stjórnast fyrst og fremst af „pre-doleritiska“ landslaginu og af sprungunum. Við Kaldárbotna hafa verið boraðar tvær holur. Þær sýna að vestan við misgengið, sem vatnið kemur úr er grunnvatnsborð nær 20 m lægra en í Kaldárbotnum.
Kaldárbotnar.
Þetta er eitt hið ljósasta dæmi um áhrif misgengis á legugrunnvatnsborðs. Borholan við Rauðhóla er 221,’5 m djúp og holan við Skyggni 332,7 m. Botnhiti í Rauðhólaholunni reyndist 10°C og holunni við Skyggni 7,4°C. Á vegum Jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstofunnar var borað við Kaldársel 986 m djúp hola og hitastig þar reyndist 2—5°C allt niður í 740 m dýpi. Þetta lága hitastig verður naumast skýrt á annan hátt en að það stafi af því, að mjög mikið af köldu vatni streymi gegnum berglögin. Í 272 m djúpri borholu við Árbæjarstíflu er botnhitinn hins vegar um 60°C. Meginhluti þeirrar holu er í tertieru basalti og holan er utan við sprungusvæðið. Aðgengilegasta skýringin á þessu virðist sú að mjög mikið kalt vatn streymi einmitt eftir sprungunum suðvestur eftir skaganum og um hin ungu berglög á þessu svæði.
Gvendarbrunnar.
Það er og alkunna að á öllu svæðinu frá Þingvallavatni, Hengli og Hellisheiði að austan og Esju að norðan út allan skagann rennur sáralítið vatn til sævar ofanjarðar.
Skammt norðan Lyklafells.
Eins og áður er vikið að er sprungukerfi það, sem hér er aðallega rætt um aðeins hluti af öðru stærra. Áberandi sprungur og misgengi eru um Sandfell austan við Lækjabotna, lítill sigdalur og gapandi sprungur eru í heiðinni vestur af Lyklafelli. Norðaustur af Vífilsfelli inn Vatnaöldur og að endilöngum Bláfjöllum ganga sprungur og misgengi, og eins er misgengi í Húsmúla og um Litla Reykjafell. Þar fyrir austan taka svo við hin miklu misgengi og sprungukerfi um Hellisheiði, og fjöllin þar suðvestur af um Hengil og Grafningsfjöll og norður yfir Þingvelli. Stórfellt misgengi liggur um austanverðar Botnssúlur og annaðnokkru austar um Gagnheiði. Þar myndast því sigdalur. Misgengið um Botnssúlur má rekja norður eftir um Kvígyndisfell, Egilsáfanga norður Kaldadal, en norður eftir honum má rekja sigdali og vafalítið er hann að nokkru leyti myndaður við sig. Þessi sömu misgengi ná norður yfir Hafursfell og sennilega norðuf undir Eiríksjökul. Áframhald Almannagjár liggur gegnum Ármannsfell og Jórukleif. Milli Lágafells og Mjóafells er misgengissprunga. Sigdalurinn milli Almannagjár og Hrafnagjár (Bláskógar) er sigdalur í öðrum eldri og stærri sigdal. Suðvestureftir má rekja misgengið um Botnssúlur með sæmilegri nákvæmni alla leið suður að Selvogi (sjá kort).
Almannagjá.
Samkvæmt upplýsingum sem frú Adda Bára Sigfusdóttir, veðurfræðingur, hefur góðfúslega látið mér í té, er afrennsli Þingvallavatns, Sogið, mun meira en gera mætti ráð fyrir, sé reiknað með vatnasvæði þess eins og það kemur fyrir á topografisku korti. Aðrennsli Þingvallavatns er svo að segja eingöngu neðanjarðar eftir sprungunum, og ég efast ekki um að skýringin á þessu mikla vatnsmagni sé einmitt sú, að aðrennslissvæðið sé í raun og veru miklu stærra en það virðist vera og fremur háð sprungukerfunum en sjálfu yfirborði landsins.
Hvernig svo sambandið milli svæðisins þar norður og austur frá og þess við Reykjavík, Hafnarfjörð og utar á Reykjanesskaga kann að vera skal að þessu sinni ósagt látið, enda liggja ekki fyrir nein sönnunargögn varðandi það. Ég tel þó að fyllsta ástæða sé til að hafa í huga þann möguleika, að þegar um grunnvatn er að ræða séu svæðin hvort öðru háð, og vel virðist mér mega hafa það í huga þegar reynt er að gera sér grein fyrir innstreymi hins heita vatns í Reykjavík.
Samkvæmi því sem hér hefur verið sagt, virðist auðsætt að öruggasta leiðin til að vinna kalt neyzluvatn fyrir byggðina á þessu svæði öllu, sé með borunum í grágrýtismyndunina á sprungusvæðinu.
Hrafnagjá – misgengi.
Hér að framan hefur verið sýnt fram á hið nána samband milli sprungnanna og lindanna. Af því leiðir einnig, að hætta kann að vera á því, að óhreinindi komist í grunnvatnið sé ekki fyllstu varúðar gætt í því efni. Alvarlegasta hættan stafar án nokkurs efa frá olíu, en ef olía kemst í vatnsból, getur hún, þó um örlítið magn sé að ræða, eyðilagt það um langan tíma, jafnvel í áratugi.
Hraunsprunga.
Langflest hús eru nú kynt með olíu og oft er frágangi á olíugeimum við hús mjög ábótavant, ekki á þetta hvað sízt við um sumarbústaði. Vélaverkstæði, alls konar benzín- og olíusölur hafa mikið magn af olíu og varla fer hjá því að nokkuð fari til spillis á hverjum stað. Þvottastæði fyrir bifreiðir ber að telja með þessu. Allt þetta er háskalegt fyrir vatnsbólin og ætti því ekki að leyfa neina slíka starfsemi nema undir strangasta eftirliti á öllu sprungusvæðinu og undir engum kringumstæðum í námunda við vatnsbólin sjálf eða við opnar sprungur eða gjár.
Í öðru lagi ætti ekki að leyfa bráðabyrgðabyggingar (sumarbústaði) á þessu sama svæði nema búið sé svo um frárennsli og olíugeyma að óyggjandi sé að óhreinindi þaðan geti ekki komist í vatnsbólin. Í þessu sambandi eru það eðlilega sprungurnar sjálfar, sem ber að varast, en einmitt á þeim eða alveg við þær hafa margir þegar valið sér land undir sumarbústaði. Það vill löngum brenna við að fólk noti gjár og sprungur til að kasta í alls konar óþverra. Slíkan sóðaskap má með engu móti líða.
Tektoniskar sprungur og gossprungur
Mosfellsdalur – Katlagil framundan.
Sambandið milli sprungnanna og lindanna hefur verið rakið hér að framan. Skal nú vikið að öðru atriði, sem hingað til hefur ekki verið tekið til meðferðar, en það er sambandið milli sprungugosa og tektoniskra sprungna.
Fjallsgjá – misgengi.
Hér að framan var þess lauslega getið að misgengissprunga sú, er liggur um Búrfell — Helgadal — Kaldárbotna og Undirhlíðar, hafi einnig gosið hrauni. Á þessu misgengi eru stór gígalirúgöld beint vestur af Helgafell svo sem 1—1,5 km suður frá vatnsbólinu, og hafa þaðan runnið hraun austur og norður milli Helgafells og norðurenda Gvendarselshæðar. Smá hraunspýja hefur og fallið vestur sunnan við Kaldárbotna og staðnæmst örskammt austan við Kaldársel, og önnur örmjó hefur fallið vestur af hæðinni á móts við suðurenda Helgafells. Eftir Undirhlíðum endilöngum liggur sigdalur og í honum hefur gosið og smáhraun runnið þar út úr sprungunni vestan megin dalsins, án þess að til gígmyndana hafi komið. Þetta er sama misgengi og liggur um Kaldárbotna og Helgadal eins og áður er getið.
FERLIRsfélagar á ferð um sprungusvæði Reykjanesskagans.
Það er alvanalegt á Reykjanesskaga að tektoniskar sprungur hafi gosið hrauni og sýnir það hin nánu tengsl milli sprungnanna og eldgosa á þessu svæði öllu. Sem dæmi má nefna Stampa á Reykjanesi, gígaröð þá, sem Ögmundarhraun hefur komið úr, gígaraðir við Sveifluháls, Vesturháls, Trölladyngju og víðar. Því skal hér slegið föstu að alls engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu lokið á Reykjanesskaga. Sömuleiðir skal á það bent, að gos í námunda við það svœði, sem hér hefur verið umrœtt, geta haft alvarleg áhrif á vatnsból í námunda við gosstaðinn. Að ógleymdum öðrum hættum beinum og óbeinum.
Nútímahraun á höfuðborgarsvæðinu.
Lítið er vitað um gostíðni á Reykjanesskaga, og rannsóknir varðandi það spursmál eru skammt á veg komnar. Það er þó ljóst að mikill fjöldi hrauna hefur komið frá eldstöðvum milli Brennisteinsfjalla og Bláfjalla eftir að ísa leysti af því svæði, en frá þeim tíma má ætla að liðin séu 10 000-15 000 ár. Leitahraunið (Elliðaárhraunið) er samkvæmt CH aldursákvörðun 5300 ± 340 ára gamalt. Nú eru hins vegar Hólmshraunin öll, a. m. k. 5 að tölu, sannanlega yngri. Þetta þýðir að jafnaði a. m. k. eitt gos á 1000 árum, en engar sagnir eru til um gos á þessu svæði, svo ég viti. Lausleg athugun á svæðinu frá Húsafelli að Selfjalli virðist benda til þess að á þeirri leið séu nokkuð á annan tug hrauna, sem öll hafa runnið eftir ísöld. Eru þá Hólmshraunin öll og Búrfellshraun (Hafnarfjarðarhraun) ekki talin með.
Miklar líkur eru til þess að gos á þessu svæði mundu hafa áhrif á efnasamsetningu grunnvatnsins. Á það skal bent í þessu sambandi að í Japan hefur verið hægt að segja fyrir eldgos út frá rannsóknum í efnasamsetningu grunnvatnsins allt að 9 mánuðum áður en gosið hófst. Af þessu leiðir að ærin ástæða er til að fylgjast vel með efnasamsetningu neyzluvatns á þessu svæði. Þetta gildir fyrst og fremst um vatnsból á sunnanverðu svæðinu, Kaldárbotna og Gvendarbrunna. Bullaugu eru hvað þetta snertir bezt sett þessara staða.“
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 01.09.1965, Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur, Jón Jónsson, bls. 75-95.
Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. ISOR
Kvikuhólf/kvikuþró í gosbeltum Íslands – Ágúst Guðmundsson
Í Náttúrufræðingnum árið 1987 fjallar Ágúst Guðmundsson um „Kvikuhólf í gosbeltum Íslands„.
„Inngangur
Jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á síðustu árum benda til þess að möttullinn undir Íslandi sé að hluta bráðinn niður á nokkur hundruð kílómetra dýpi (Beblo & Axel Björnsson 1980, Kristján Tryggvason o. fl. 1983). Víðast er kvikan aðeins fáeinir hundraðshlutar af rúmmáli möttulsins, stærstur hluti hans er því fast (en deigt) berg. Á 8—10 km dýpi innan gosbeltanna, og 20—30 km dýpi utan þeirra, er 5—14 km þykkt lag þar sem kvikan er að meðaltali 10—25% af rúmmáli möttulsins (Beblo o. fl. 1983, Gylfi Páll Hersir o. fl. 1984, Axel Björnsson 1985, Schmeling 1985). Þetta lag er talið greina skorpu Íslands frá möttlinum (Hermance 1981, Sveinbjörn Björnsson 1983) og verður hér nefnt kvikulag.
Gosbelti Íslands skiptast í um 30 kerfi af gossprungum, togsprungum og misgengjum, sem innihalda að auki oft megineldstöð og kallast eldstöðvakerfi (1. mynd). Sum eldstöðvakerfi, svo sem Hekla og Torfajökull (Einar Kjartansson & Karl Grönvold 1983, Hjálmar Eysteinsson & Hermance 1985), þrjú vestustu kerfin á Reykjanesskaga (Sanford & Páll Einarsson 1982, Ágúst Guðmundsson 1986b), og ef til vill Vestmannaeyjakerfið (Páll Einarsson & Sveinbjörn Björnsson 1979, Sveinn Jakobsson 1979), sækja kviku sína beint í þrær í kvikulaginu.
Önnur eldstöðvakerfi, svo sem Krafla (Páll Einarsson 1978, Eysteinn Tryggvason 1980), Askja (Haraldur Sigurðsson & Sparks 1978a, Guðmundur Sigvaldason 1982) og Grímsvötn (Sigurður Steinþórsson 1977, Haraldur Sigurðsson & Sparks 1978b, Helgi Björnsson o. fl. 1982, Eysteinn Tryggvason 1982), fá kviku sína, a. m. k. að hluta til, úr grunnstæðum hólfum, sem svo tengjast þróm í kvikulaginu (2. mynd).
Mörg stór innskot hér á landi eru vafalítið forn grunnstæð kvikuhólf, og rannsóknir á þeim benda til þess að slík hólf séu albráðin meðan þau eru virk (Cargill o. fl. 1928, Ingvar B. Friðleifsson 1977, Helgi Torfason 1979). Hér verður því gerður greinarmunur á, og fjallað sérstaklega um, albráðin kvikuhólf sem staðsett eru í skorpunni, og hlutbráðnar kvikuþrœr sem staðsettar eru í kvikulaginu á mótum skorpu og möttuls (2. mynd).
Á síðustu árum hefur áhugi vaxið mjög á myndun, og einkum þó alfræði, kvikuhólfa (Swanson & Casadevall 1983). Menn gera sér nú æ betur grein fyrir þýðingu kvikuhólfa í myndun og mótun úthafsskorpunnar á plötuskilum (Casey & Karson 1981, Gass o. fl. 1984, Pedersen 1986).
Að auki hafa jarðeðlisfræðilegar mælingar gert kleift að finna kvikuhólf undir eldvirkum svæðum víða um heim (Brocher 1981, Ryan o. fl. 1981, Sanford & Páll Einarsson 1982, Bianchi o. fl. 1984, Orcutt o. fl. 1984, Detrick o. fl. 1987). Ennfremur er orðið ljóst að vonlítið er að reyna að skilja hegðun og virkni eldfjalla nema myndunarháttur og aflfræði þeirra kvikuhólfa sem leggja þeim til kviku í gosum séu vel þekkt.
Nokkuð hefur verið ritað um kvikuhólf í gosbeltum Íslands, en að helstu greinunum verður vikið hér á eftir. Meginefni greinarinnar er þó tilgátur og reiknilíkön sem höfundur hefur nýlega sett fram um myndun og aflfræði kvikuhólfa í gosbeltum Íslands (Ágúst Guðmundsson 1986a, 1986b, 1987).
Fyrri hugmyndir
Walker (1974) hefur varpað fram þeirri hugmynd að stór gabbróinnskot hér á landi, sem mörg hver eru vafalítið forn kvikuhólf, myndist þannig að gangar og skágangar (keilugangar) hiti grannbergið á milli sín uns það bráðnar og úr verður samfelldur innskotamassi (kvikuhólf).
Hraunrennsli í eldgosi ofan Grindavíkur 2024.
Sigurður Steinþórsson (1982) og fleiri hafa útfært þessa hugmynd þannig að rætur gangaþyrpinga neðst í skorpu þróist smám saman í kvikuhólf, sem síðan brjóti sér leið, eða bræði sér leið (Níels Óskarsson o. fl. 1985), upp í efri hluta skorpu. Þessi hugmynd um myndun kvikuhólfa er að mörgu leyti áþekk tilgátu Haralds Sigurðssonar og Sparks (1978b) um að megineldstöðvar (og kvikuhólf) séu afleiðing af svo kölluðum Rayleigh-Taylor óstöðugleika (sjá síðar) sem er vel þekktur í vökvaaflfræði og margir hafa skýrt tilvist kvikuhólfa með (Fedotov 1975, Marsh 1979, Whitehead o. fl. 1984).
Hugmyndir um að ganga- eða skágangaþyrping þróist í kvikuhólf við bræðslu grannbergs virðist ekki eiga vel við um myndun kvikuhólfa hér á landi. Til dæmis er alls ekki ljóst að gangar eða skágangar bræði grannberg sitt að einhverju marki. Ef í ganginum er lagstreymi verður hámarkshiti við mót gangs og grannbergs ekki hærri en meðaltalið af hita kviku og hita grannbergs áður en kvikan skaust inn (Jaeger 1959).
Ef grannbergið er ekki mjög heitt fyrir verður hiti á mótunum nokkur hundruð gráðum lægri en bræðslumark grannbergsins þannig að bergið í heild nær ekki að bráðna, þótt einstakar vatnaðar steindir með lágt bræðslumark nái ef til vill að bráðna næst ganginum (Níels Óskarsson o. fl. 1985). Venjulega hindrar kælihúð á jöðrum gangs upptöku bráðar úr veggjum grannbergs (Campbell 1985), og rúmmálsflæði kviku á tímaeiningu yrði að vera mun hærra, og standa mun lengur en hægt er að reikna með, ef veggir grannbergs ættu að bráðna (Hardee 1982).
Ef í ganginum er iðustreymi er líklegt að bræðsla og upptaka grannbergs eigi sér stað á jöðrum gangsins (Campbell 1985). En iðustreymi basaltkviku (þóleiítkviku) í gangi verður því aðeins að gangurinn sé um eða yfir 10 m breiður (Campbell 1985), og flestir gangar hér á landi eru þynnri en 4 m og skágangar yfirleitt þynnri en 1 m (Ágúst Guðmundsson 1984 og óbirtar niðurstöður).
Gígur í Fagradalsfjalli eftir eldgos 2023.
Leiða má rök að því að gangar séu almennt þynnri neðarlega í skorpunni en ofarlega, og því minnka líkur á iðustreymi í göngum með vaxandi dýpi í skorpunni. Þetta sýnir að iðustreymi er ólíklegt í dæmigerðum basaltgöngum hér á landi, sem þýðir að litlar líkur eru til að þeir bræði grannberg sitt. Þessi niðurstaða er í samræmi við segulmælingar Leós Kristjánssonar (1985) sem sýna að í fjarlægð sem er tíundi hluti af þykkt gangsins er hiti grannbergs alltaf undir 500°C, sem er 600-700°C lægra en bræðslumark þess.
Jörðin – að innan.
Hugmyndir um að kvikuhólf séu afleiðing Rayleigh-Taylor óstöðuleika byggja á því að hólfin myndist í, og berist um, efni sem hafi eiginleika vökva. Þessi óstöðugleiki verður þegar eðlismassamikill vökvi liggur ofan á öðrum sem hefur minni eðlismanna (Whitehead o. fl. 1984) í hlutbráðnu möttulefni, sem hegðar sér að sumu leyti eins og vökvi, gætu einhvers konar kvikuhólf eða kvikubólur myndast og borist um með þessum hætti (Marsh 1979). Grunnstæð kvikuhólf í jarðskorpu Íslands geta hins vegar varla myndast á þennan hátt. Í fyrsta lagi hegðar jarðskorpan sér ekki eins og vökvi. Í öðru lagi virðast kvikuhólf aflfræðilega aðgreind frá kvikuþróm (sbr. Kröflu), en samkvæmt ofangreindri hugmynd ætti hvert hólf aðeins að vera toppur þróar.
Myndun kvikuþróa
Kvikuþró kallast hér svæði í kvikulaginu sem er undir eldstöðvakerfi, hefur hærra kvikuhlutfall en umhverfið, og er þykkara en kvikulagið í kring (3. mynd). Þessi skilgreining styðst við jarðeðlisfræðilegar mælingar sem benda til þess að kvikulagið sé allt að 14 km þykkt undir sumum eldstöðvakerfum, og að hlutfall kviku sé þar hærra en í kring (Beblo & Axel Björnsson 1980, Hjálmar Eysteinsson & Hermance 1985). Einnig hefur komið í ljós að þvert á stefnu eldstöðvakerfa breytist dýpið á kvikulagið gjarnan um 5 km á 20 km vegalengd (Beblo & Axel Björnsson 1980, Hjálmar Eysteinsson & Hermance 1985), en langs eftir gosbelti er dýptarbreytingin hægari og fylgir nokkuð eldstöðvakerfunum þannig að dýpið er mest milli kerfa (Axel Björnsson 1985).
Í möttulstrókum, eins og þeim sem talinn er vera undir Íslandi (Kristján Tryggvason o. fl. 1983), leitar upp heitt möttulefni, og á ákveðnu dýpi skilst kvika frá og leitar í átt að yfirborði. Vegna lítillar seigju streymir kvikan mun hraðar upp en möttulefnið í kring, og því er leyfilegt að líta svo á að aðeins kvikan sé á hreyfingu en möttulefnið sé kyrrt. Flæði vökva (vatns) um sand og annað gljúpt (pórótt) efni má lýsa með lögmáli sem kennt er við Darcy og gildir einnig fyrir flæði kviku um hálfbráðið möttulefni (Ribe 1985, Scott & Stevensson 1986). Samkvæmt þessu lögmáli flæðir kvika í átt að stöðum í kvikulaginu þar sem stöðuorkan er lægst, eða, ef flæðið er lárétt, þangað sem þrýstingur er minnstur.
Stöðuorka kviku er jafnan minnst þar sem skorpan fyrir ofan er að færast í sundur vegna plötuhniks. Hér á landi hefur sundurfærsla um plötuskil (rekhraði) verið að meðaltali 2 cm á ári síðustu 12-14 milljón árin (Leó Kristjánsson 1979, Vogt o.fl. 1980). Streitan (gliðnunin) vegna plötuhniks verður aðallega í tiltölulega þröngum beltum, svokölluðum rekbeltum (4. mynd). Innan rekbeltanna brestur skorpan helst þar sem hún er þynnst, því að þar verður togspennusöfnunin mest. Gangainnskot og eldgos eru jafnframt algengust í þessum sömu hlutum skorpunnar, enda dregst kvika undir þessa hluta hennar og myndar þrær (Ágúst Guðmundsson 1987).
Kvikuþrær geta af sér eldstöðvakerfi á yfirborði (Ágúst Guðmundsson 1987), og mörg slík kerfi mynda gosbelti. Þar sem þykkt skorpu milli kvikuþróa er talsvert meiri en yfir þeim (3. mynd), getur léttasta kvikan ekki flætt milli þróa. Kvika í tiltekinni þró getur því þróast óháð og ólíkt kviku í nálægum þróm, þótt upprunalega sé kvika þeirra allra áþekk og ættuð neðan úr möttli.
Eldgos við Sundhnúk ofan Grindavíkur.
Kvika er talin vera 25% af rúmmáli þróar (Ágúst Guðmundsson 1987), sem er nokkru hærri hundraðshluti en meðaltal kvikulags. Þetta mat er byggt á því að kvikuþrær, samkvæmt skilgreiningu, hafa hærra kvikuhlutfall en aðrir hlutar kvikulagsins, en styðst einnig við niðurstöður jarðeðlisfræðilegra mælinga (Hjálmar Eysteinsson & Hermance 1985). Þessi tala er þó aðeins áætlað meðaltal, og dreifing kviku innan þróar er örugglega breytilegt því kvika hefur tilhneigingu til að safnast saman við topp þróar (botn skorpu) og mynda samfellda kvikutjörn. Færð hafa verið rök að því að svipuð samsöfnun kviku eigi sér stað í hlutbráðnum lögum annars staðar í möttlinum (Richter & McKenzie 1984). Hundraðshluti kviku er því líklega hæstur í efri hluta þróar en minnkar með vaxandi dýpi. Efsti hluti þróar verður fljótlega alfljótandi (kvikutjörn), enda vandséð hvernig gosgangar gætu annars myndast í eldstöðvakerfum sem ekki hafa grunnstætt, alfljótandi hólf, heldur sækja kviku sína beint í þró.
Aflfræði kvikuþróa
Eldgos í Geldingadölum.
Skilyrði þess að kvikuþró „gjósi“, þ. e. að gangur skjótist út úr henni, er að kvikuþrýstingurinn (P) í þrónni sé meiri en lárétta þrýstispennan hornrétt á ganginn (Sh) plús togstyrkur skorpunnar (T). Á táknmáli lítur þetta svona út: P>Sh + T (1).
Eldgos ofan Grindavíkur.
Þar sem T breytist ekki með tíma, er ljóst að til að kvikuþró skjóti út gangi þarf P annað hvort að vaxa eða Sh að minnka (eða hvort tveggja að breytast). Innan rekbeltanna er líklegt að minnkun Sh vegna plötuhniks sé aðalþátturinn, en utan þeirra er vöxtur P líklega aðalþátturinn. Fyrir djúpstæðar þrær eins og hér um ræðir skiptir í raun litlu máli hvor þátturinn stjórnar innskotatíðninni (gangatíðninni) því að breytingar á spennusviði verða yfirleitt svipaðar í báðum tilfellum. Unnt er að sýna fram á (Ágúst Guðmundsson 1986b, 1987) að í hverju gosi gefi þró frá sér tæplega 0,02% af rúmmáli sínu. Til að sjá hvað þetta þýðir varðandi stærð þróa, skulum við líta á nokkur dæmi.
Eldgos í Geldingadölum.
Á Reykjanesskaga eru sprungugosin ættuð beint úr kvikuþróm. Meðalrúmmál nútíma (þ. e. yngri en 10.000 ára) hrauna á Reykjanesskaga er 0,11 km3, og ef rúmmál gosganga er tekið með verður þessi tala 0,18 km3 (Ágúst Guðmundsson 1986b, 1987). Samkvæmt þessu er meðalrúmmál þróar 970 km3.
Reykjanesskagi – jarðfræðikort ISOR.
Meðalflatarmál þriggja vestustu eldstöðvakerfanna á Reykjanesskaga, en þau hafa ekki grunnstætt kvikuhólf eins og Hengilskerfið kann að hafa (Foulger 1986), er um 478 km2 (Ágúst Guðmundsson 1986b). Ef þverskurðarflatarmál meðalþróar er jafnt þessu, og ef allur þverskurðurinn leggur til kviku í gosi, þarf þykkt meðalþróar ekki að vera nema 3 km. Ef efsti hluti þróar er albráðinn (kvikutjörn) þarf þykkt meðalþróar ekki að vera nema 800 m. Þar sem þrærnar geta verið allt að 14 km þykkar, bendir þetta til þess að í meðal sprungugosi á Reykjanesskaga leggi aðeins efsti hluti þróar til kviku. Þetta fellur vel að bergfræði hrauna sem upp koma á sprungum á Reykjanesskaga, því að þau eru flest þróuð, þ. e. tiltölulega kísilsýrurík (Sveinn Jakobsson o. fl. 1978). Kvika sem myndar slík hraun er fremur eðlislétt og safnast því fyrir efst í þrónni.
Eldgos í Geldingadölum.
Til samanburðar má athuga rúmmál dyngna sem myndast hafa á nútíma á Reykjanesskaga. Rúmmál þeirra flestra er innan við 0,75 km3 (Ágúst Guðmundsson 1986b). Það er viðtekin skoðun að slíkar dyngjur séu myndaðar í einni goshrinu sem staðið hafi í nokkur ár, líkt og Surtseyjargosið (Walker 1965, Sigurður Þórarinsson 1967b, Sveinn Jakobsson o. fl. 1978).
Dyngjugos.
Einnig er talið að dyngjugos byrji á sprungu, en einn gígur verði ráðandi þegar líði á gosið (Williams & McBirney 1979). Það er því gangur sem veitir kviku til yfirborðs í dyngjugosum, og hér er reiknað með að rúmmál hans sé það sama og hjá meðal sprungugosi. Þá verður rúmmál gangs og gosefna 0,83 km3 og rúmmál þróar því 4500 km3. Ef notað er sama þverskurðarflatarmál fyrir þrærnar og hér á undan, verður þykkt þeirra að vera um 14 km. Þetta jafngildir mestu þykkt kvikulagsins, og þýðir að þróin í heild verður að veita kviku til yfirborðs í dyngjugosum. Þetta kann því að vera ein skýring þess að dyngjuhraun á Reykjanesskaga eru flest úr frumstæðari kviku, þ. e. kviku með minni kísilsýru, en sprungugosin (Sveinn Jakobsson o. fl. 1978).
Hrútargjárdyngja.
Í sambandi við dyngjurnar ber þó að hafa í huga að þær eru líklega myndaðar í goshrinum, þ. e. gosum sem staðið hafa með hléum í mörg ár, líkt og Surtseyjargosið og Kröflugosið.
Heiðin há – jarðfræðikort JJ.
Þessi hlé kunna að hafa varað mánuði og jafnvel ár, og því er sennilegt að þrærnar hafi náð að endurhlaða sig milli þess sem þær gusu. Enda er vandséð hvernig dyngjur sem eru margir rúmkílómetrar, svo sem Heiðin Há (Jón Jónsson 1978), gætu hafa myndast nema þrærnar næðu að endurhlaðast nokkrum sinnum meðan á goshrinunni stóð. Þetta styður enn frekar þá niðurstöðu að öll þróin leggi til kviku í dyngjugosi en aðeins efri hluti hennar í dæmigerðu sprungugosi. Vafalítið ræður þetta mestu um þann mun sem er á samsetningu hrauna úr dyngjum annars vegar og gossprungum hins vegar.
Myndun kvikuhólfa
Á plötuskilum, svo sem rekbeltum Íslands, er spennusviðið venjulega þannig að ás minnstu þrýstispennu (Sh) er hornréttur á plötuskilin en ás mestu þrýstispennu er lóðréttur. Þegar kvika skýst inn í skorpu þar sem þess háttar spennusvið er ríkjandi myndast gangur. Ef þetta spennusvið væri alltaf til staðar í rekbeltum Íslands gætu kvikuhólf í raun ekki myndast í jarðskorpunni, einungis misþéttar gangaþyrpingar. Nú eru slík hólf til staðar innan rekbeltisins, og hinn mikli fjöldi stórra innskota á eldri svæðum, svo sem á suðausturlandi (Helgi Torfason 1979), sýnir að grunnstæð kvikuhólf hafa alltaf verið til staðar í gosbeltum Íslands.
Sú tilgáta hefur nýlega verið sett fram (Ágúst Guðmundsson 1986a) að gangainnskot geti tímabundið breytt spennusviði rekbeltanna á þann veg að leiði til myndunar lagganga. Svo lengi sem laggangar haldast fljótandi gleypa þeir kviku þeirra ganga sem mæta þeim, þenjast út og geta þróast í kvikuhólf (7. mynd). Þessi tilgáta á við myndun grunnstæðra kvikuhólfa á plötuskilum almennt, svo sem á úthafshryggjum þar sem slík hólf virðast algeng, en verður hér einungis rædd með tilliti til rekbelta Íslands.
Kvika.
Fyrst er að átta sig á því hvernig gangainnskot geta breytt spennusviðinu. Kvika sem treðst upp í jarðskorpuna hefur ákveðinn yfirþrýsting, ella gæti hún ekki skotist inn. Leiða má rök að því að yfirþrýstingur basaltkviku vaxi á leið upp í gegnum skorpuna og nái hámarki í því lagi skorpunnar sem hefur sama eðlismassa og algengasta gerð basaltkviku hér á landi, sem er þóleiít. Þetta lag er, 5—3,0 km þykkt. Því er líklegast að gangar valdi (tímabundið) hárri láréttri þrýstispennu í lagi 2, þ. e. á 1-5 km dýpi, og á þessu dýpi er myndun kvikuhófa því líklegust samkvæmt ofangreindri tilgátu. Enn líklegri er myndun kvikuhólfa, samkvæmt þessari tilgátu, ef í jarðskorpunni skiptast á lin og hörð lög, þannig að hörðu lögin taka á sig mest af álaginu vegna ganganna og byggja því upp mjög háa lárétta þrýstispennu.
Sprungugos.
Sá hluti jarðskorpu Íslands sem hefur myndast á ísöld er einmitt af þeirri gerð, því að þar skiptast á fremur lin lög úr móbergi og jökulseti og hörð hraunlög. Þetta kann að skýra hvers vegna hlutfallslega fleiri megineldstöðvar (sem flestar hafa grunnstæð kvikuhólf) hafa verið virkar síðari hluta ísaldar og á nútíma en á jafnlöngum tímabilum á tertíer (Ágúst Guðmundsson 1986a) Tilgátan sem hér hefur verið rædd kann einnig að skýra hvers vegna sumar gangaþyrpingar á Vestfjörðum hafa ekki náð að þróa megineldstöð. Þessar þyrpingar hafa margar hverjar mun minni gangaþéttleika en sambærilegar þyrpingar á Austfjörðum (Ágúst Guðmundsson 1984), og því kann tíðni og þéttleiki gangainnskota að hafa verið of lítill til myndunar hárrar láréttar þrýstispennu, og þar með myndunar kvikuhólfs. Að auki fer saman að þar sem gangaþéttleiki er lágur er flutningur kviku upp í skorpuna hægur, og þótt laggangur nái að myndast storknar hann fljótlega vegna vöntunar á nýrri kviku úr þrónni fyrir neðan.
Kvikuhólf.
Aflfæði kvikuhólfa
Skilyrði fyrir gosi úr grunnstæðu kvikuhólfi eru þau sömu og fyrir gosi úr djúpstæðri kvikuþró. Hins vegar eru ýmsir eðlisfræðilegir eiginleikar efri hluta skorpu, þar sem gangar úr hólfum troðast inn, aðrir en neðsta hluta skorpu. Að auki eru kvikuhólf talin albráðin en þrær hlutbráðnar. Hlutfall rúmmáls hólfs og kviku í tilteknu gosi er því annað en hjá þró. Unnt er að sýna fram á (Ágúst Guðmundsson 1987) að í tilteknu gosi sendi hólf frá sér um 0,05% af rúmmáli sínu, sem er talsvert stærra hlutfall en hjá kvikuþró. Algeng stærð kvikuhólfa undir Íslandi gæti því verið á bilinu 20-100 km3, en þau stærstu 150-200 km3.
Umræða
Stœrð þróa og hólfa Þegar meta skal stærð hólfa og þróa er einkum tvennt sem hafa verður í huga: kólnunarhraða kvikunnar og rúmmál gangs og gosefna í einstökum gosum. Lítið sem ekkert hefur verið fengist við að meta fræðilegan líftíma þróa út frá kólnunarhraða kviku. Umhverfið hefur svipaðan eða sama hita og þróin og að auki fær hún stöðuga viðbót af kviku neðan úr möttli.
Það er því óvíst að kólnun kviku setji líftíma þróa nokkur veruleg mörk. Margir hafa hins vegar reynt að meta líftíma hólfa út frá kólnunarhraða kviku (t. d. Spera 1980, Fedotov 1982, Bonefede o. fl. 1986). Flestar byggja rannsóknir þessar á vel þekktum formúlum fyrir varmaleiðni í föstu efni (Carslaw & Jaeger 1959).
Líftími hólfa er þá venjulega skilgreindur sem storknunartími kvikunnar, þ. e. tíminn frá því kvikan sest að í hólfinu þar til hún er storknuð. Niðurstöður reikninganna eru þó aðeins leiðbeinandi þar sem nokkuð vantar enn á að þeir líki nægilega vel eftir náttúrulegum aðstæðum kvikuhólfa (sjá einnig Giberti o. fl. 1984). Niðurstöður reikninga benda til þess (Spera 1980) að kúlulaga hólf sem er 1 km í radíus storkni á nokkrum tugum árþúsunda, og að storknunartíminn vaxi með radíus hólfsins í veldinu 1,3. Þannig er storknunartími hólfs sem hefur tífaldan radíus á við annað hólf 101>3 = tuttugufalt lengri. Kúlulaga hólf sem eru 2- 3 km í radíus hafa nokkur hundruð þúsund ára storknunartíma, og ættu því að geta viðhaldið megineldstöð a. m. k. þetta lengi.
Brennisteinsfjöll – Kistufellsgígur.
Megineldstöðvar hér á landi eru taldar vera virkar í nokkur hundruð þúsund til milljón ár (Kristján Sæmundsson 1979), þótt áætlaður líftími þeirra langlífustu sé yfir tvær milljónir ára (Haukur Jóhannesson 1975). Í ljósi þess hve reikningar fyrir storknunarhraða eru óáreiðanlegir, er samræmið á metinni stærð hólfa út frá storknunarhraða annars vegar og út frá rúmmáli gangs og gosefna hins vegar furðugott.
Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.
Það rúmmál gosefna sem notað var hér á undan kann þó að vera villandi að sumu leyti. Í fyrsta lagi verður að skilgreina nákvæmlega hvað telst vera eitt gos, ellegar er ekki unnt að tiltaka magn gosefna. Frá sjónarhóli kvikuhólfa og þróa, og því sem rætt hefur verið hér á undan, eru Kröflueldar 1975—1984 til dæmis mörg gos sem mynda eina goshrinu. Svo fremi sem hólfið eða þróin nær að hlaða sig milli gosa eða kvikuhlaupa verður að líta á þau sem aðgreind gos. Ef þessi skilgreining er notuð er ljóst að rúmmál hrauna sem mynduð eru í einu gosi er oft ofmetið. Mörg nútíma hraun, sem og eldri hraun, eru vafalítið mynduð í mörgum gosum, en í einni goshrinu, líkt og hraunið sem runnið hefur í Kröflueldum. Meðalrúmmál hrauna, eins og það er venjulega reiknað, kann því að leiða til ofmats á stærð hólfa og þróa.
Hraunflæði í Geldingadölum.
Framleiðsla á sögulegum tíma Hér skal reynt að meta framlag hólfa og þróa til heildarframleiðslu gosefna á sögulegum tíma, þ. e. á síðustu 1100 árum. Áætlaður fjöldi gosa á sögulegum tíma er um 230 (Ari Trausti Guðmundsson 1982). Heildarrúmmálgosefna á sama tíma er 42 km3 (Sigurður Þórarinsson & Kristján Sæmundsson 1979). Nú gjósa sumar eldstöðvar á kringlóttu gosopi, en í flestum tilfellum má samt reikna með að gangur myndist í gosinu. Ef meðalgangurinn er áþekkur að rúmmáli og sá sem áætlaður var fyrir sprungugos á Reykjanesskaga (0,07 km3), er heildarrúmmál gosganga um 16 km3. Heildarframleiðslan í þessum sögulegum gosum er því um 58 km3, og meðalframleiðsla í gosi verður 0,25 km3. Samkvæmt þessu þyrfti stærstu gerð af kvikuhólfi, og það í skorpu með óeðulega háum togstyrk, til að senda frá sér meðalgos. Þetta meðaltal er þó langt frá því að vera algengasta rúmmál gangs og gosefna í sögulegum gosum. Í fyrsta lagi hafa tvö gos, Eldgjá 930 og Lakagígar 1783, til samans framleitt um 22 km3. Gossprunga Eldgjár er í það minnsta 27 km löng (Sigurður Þórarinsson 1973) og Lakagígasprungan er 25 km löng (Sigurður Þórarinsson 1967a). Sameiginlegt rúmmál gosganganna er hið minnsta 4 km3 og heildarrúmmálið því 26 km3. Meðalrúmmál hinna 228 gosanna er þá 0,14 km3. Að auki, eins og vikið var að hér á undan, verða jarðeldar sem standa í marga mánuði eða ár oft í goshrinum fremur en einu samfelldu gosi. Þetta felur í sér að margir atburðir sem skráðir eru í annála sem einstök gos voru í raun mörg gos í þeirri merkingu sem hér er lögð í orðið.
Kvikuþró og kvikuþró.
Í öðru lagi sýna athuganir að algengasta rúmmál gangs og gosefna getur verið mun minna en meðalrúmmálið. Út frá gögnum Jóns Jónssonar (1978) hefur Ágúst Guðmundsson (1986b) til dæmis sýnt að algengasta rúmmál nútímahrauna á Reykjanesskaga er aðeins 0,015 km3 þótt meðalrúmmál þeirra sé 0,11 km3. Ef Reykjanesskaginn er dæmigerður að þessu leyti má álykta að flest nútíma gos á Íslandi, og þar með flest söguleg gos, séu mun minni að rúmmáli en meðalgosin.
Niðurstaðan er því sú að dæmigerð söguleg gos gætu, að því er rúmmál varðar, hafa komið úr grunnstæðum kvikuhólfum í einstökum gosum. Þessi niðurstaða er í samræmi við það að flest söguleg gos hafa orðið í megineldstöðvum (Sigurður Þórarinsson & Kristján Sæmundsson 1979), en slíkar eldstöðvar hafa margar, ef ekki flestar, grunnstætt kvikuhólf.
Samantekt
Eldgos í Geldingadölum.
Meginatriði greinarinnar má draga saman á eftirfarandi hátt:
1) Öll eldstöðvakerfi hér á landi hafa hlutbráðnar kvikuþrær á 8-10 km dýpi. Meðalkvikuinnihald þróar er áætlað 25%, en efsti hluti flestra er albráðinn. Þverskurðarflatarmál þróar er talið svipað flatarmáli þess eldstöðvakerfis sem hún veitir kviku til, en mesta þykkt þróar er 14 km.
Jarðfræðikort ISOR af Reykjanesskaga.
2) Sum eldstöðvakerfi, einkum þau sem hafa vel þróaða megineldstöð, hafa að auki grunnstætt kvikuhóf sem staðsett er í skorpunni. Slík hóf eru yfirleitt albráðin, eru á 1-3 km dýpi og hafa rúmmál á bilinu 20-200 km3. Þau eru ýmist linsulaga, kúlulaga eða sívalningslaga, og mörg virðast fá á sig síðast nefndu lögunina með tímanum.
3) Kvikuþrær eru taldar myndast á þeim svæðum undir skorpunni þar sem hún er veik og þunn, miðað vð skorpuna í næsta nágrenni, en þar eru gliðnunarhreyfingar jafnframt tíðastar. Kvika í möttli leitar inn undir þessi svæði og safnast þar fyrir.
4) Kvikuhólf eru talin myndast þannig að gangar byggi upp tímabundna lárétta þrýstispennu sem leiði til myndunar laggangs (sillu), sem síðan þróist yfir í kvikuhólf. Eitt skilyrði þess að laggangur þenjist út og þróist í kvikuhólf er að honum berist kvika nægilega ört og í nægilegu magni til að hann storkni ekki.
Sveifluháls – móbergsfjallgarður.
Myndun kvikuhólfa, og þar með megineldstöðva, virðist hafa verið auðveldari á síðari hluta ísaldar en á tertíer, og kann skýringin að liggja í því að set- og móbergslög ísaldar, þegar þau hafa grafist í gosbeltunum, auðveldi myndun hárrar láréttrar þrýstispennu og þar með myndun kvikuhólfa.
5) Færð eru rök að því að rúmmál gangs og gosefna í hverju gosi sé að meðaltali um 0,02% af heildarrúmmáli þróar en 0,05% af heildarrúmmáli hólfs. Út frá metnu rúmmáli hólfa felur þetta í sér að mesta magn gos- og gangefna í einstöku gosi úr hólfi, að því gefnu að hólfið fái ekki teljandi magn af kviku neðan úr þró meðan á gosi stendur, er undir 0,25 km3 og venjulega undir 0,1 km3.
6) Bent er á að mörg söguleg gos, sem venjulega hafa verið talin sem eitt gos, kunni að hafa verið goshrina sem samanstóð af mörgum gosum. Kvikuhólf ná að hlaða sig milli gosa í slíkri hrinu og metið rúmmál sögulegra gosa er því ekki nothæfur mælikvarði á rúmmál hólfa eða þróa sem gáfu þau af sér. Komist er að þeirri niðurstöðu að dæmigerð söguleg gos, samkvæmt þessari nýju skilgreiningu á gosi, geti verið ættuð úr grunnstæðum kvikuhólfum.“
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 1.-2. tbl. 01.04.1987, Kvikuhólf í gosbeltum Íslands, Ágúst Guðmundsson, bls. 37-49.
Árnahellir – friðlýsing
Í Dagblaðiðinu Vísi árið 2002 er fjallað um friðlýsingu „Árnahellis“ í Ölfusi.
„Árnahellir í Ölfusi friðlýstur:
Í Árnahelli.
„Einstakar dropasteinsmyndanir á heimsvísu – segir Árni B. Stefánsson sem fann hellinn fyrir 17 árum. Umhverfisráðherra undirritaði í gær friðlýsingu Árnahellis í Leitarhrauni í Ölfusi. Árnahellir er annar hellir landsins sem er friðlýstur með sérstakri friðlýsingu. Árni B. Stefánsson augnlæknir fann hellinn 1985.
Hann er um 150 metra langur og liggur á 20 metra dýpi, breidd hans er um 10 metrar en lágt er til lofts. Það sem gerir hellinn merkan eru mikilfenglegar dropasteinsmyndanir í gólfi hans, allt að metri á hæð og um 7 cm í þvermál. Þétt hraunstrá eru úr lofti hellisins, mislöng, sum um 60 cm löng. Með friðlýsingu hellisins eru ferðir um hann takmarkaðar nema með leyfi Náttúruverndar ríkisins.
Í Árnahelli.
Hellinum var lokað með hlera árið 1995 til að takmarka aðgengi í hann vegna sérstöðu hans og viðkvæmra myndana. Þröngt er að komast í hann, þarf að fara niður bratta skriðu og niður um þröngt op í aðalhellinn. Þegar þangað kemur ber fyrir augu framandi veröld sem myndaðist fyrir um 4.600 árum og hefur fengið að vera að mestu ósnortin síðan. Leitarhraun, sem hellirinn er í, rennur í sjó fram í Ölfusi en er sama hraun og rennur niður Elliðaárdalinn í Reykjavík og þar í sjó fram.“
FERLIRsfélagar framan við op Árnahellis.
Árni B. Stefánsson, sem segist hafa „fundið“ hellinn, sagði við undirritunina að hann hefði lengi haft áhuga fyrir því að finna hella. Hann sagðist hafa notað loftmyndir til að hjálpa sér við leitina og það hefði leitt hann að þessum helli árið 1985.
Í Árnahelli.
Árni sagði hellinn einstakan á heimsvísu, hann hefði notið þess að umgangur um hann hefði enginn verið og því hefðu myndanirnar í honum varðveist svo vel. Hann sagðist hafa haft hljótt um hann eftir fundinn en hann hefði spurst út og eftir að dropasteinn fannst í göngunum í hellinn og dropasteinar inni í honum hefðu verið farnir að láta á sjá hefði þurft að gripa til þess neyðarúrræðis að loka honum.“ -NH
Árnahellir – friðlýsingarkort.
Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Einungis einvala hellaáhugafólk lagði á sig á þessum tíma að skoða hella sem „Árnahelli“. Hellirinn hafði þá þegar verið þekktur af heimafólki í Ölfusi um langa tíð. Eitthvert þeirra gæti mögulega hafa brotið einn eða annan „dropastein“ af mörgum ferðum sínum inn í hellinn. Allt annað var væmnissíki ráðandi hellaáhugamanna í HERFÍ (Hellarannsóknarfélagi Íslands). Aðrir en hellaáhugaskoðunarfólk bjuggu ekki yfir búnaði á þeim tíma til að leggja út í sérstaka og nákvæma hellaskoðun. Ráðherrann hafði því verið blekktur til friðlýsingarinnar, líkt og gildir um svo margar aðrar slíkar, sem á eftir komu…
Auglýsing um friðlýsingu Árnahellis í Leitahrauni var dags. 25. júlí 2002.
Í Árnahelli.
Í auglýsingunni segir m.a.: „Að tillögu [Umhverfisstofnunar] og Hellarannsóknafélags Ísland og með samþykki sveitarstjórnar Ölfus hefur umhverfisráðherra ákveðið að friðlýsa hraunhellinn Árnahelli í Leitahrauni sem náttúruvætti í samræmi við 2. tl., 53. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.
Markmið friðlýsingarinnar er að vernda hellinn og einstæðar jarðmyndanir sem í hellinum eru.
Hellirinn er í flokki örfárra hella á jörðinni sem skarta jafn glæsilegum og ósnortnum hraunmyndunum og er náttúrufyrirbæri á heimsvísu.
Umferð um hellinn er eingöngu heimil með sérstöku leyfi Náttúruverndar ríkisins eða þess sem hefur umsjón með náttúruvættinu í umboði stofnunarinnar.“
Heimild:
-Dagblaðið Vísir, 169. tbl. 26.07.2002, Árnahellir í Ölfusi friðlýstur – Einatkar dropasteinsmyndanir á heimsvísu, bls. 2.
–arnahellir_591_2002.pdf (ust.is)
Árnahellir – greinin.
Gullbringuhellir (Jónshellir)
Farið var að jaðri Hvammahrauns austan Kleifarvatns til að leita Hvammahraunshellis.
Jón Bergsson leiddi leitarhópinn, en hann hafði rekist á hellisop þarna á leið sinni um Gullbringur nokkrum áratugum fyrr. Hann var þá ljóslaus og gat ekki kannað nánar.
Gullbringuhellir – bæli.
Þarna, norðan Gullbringu (ranglega merkt á landakort), liggur Dalaleiðin í fleyg upp gras- og lyngbrekku, upp með suðurjaðri hraunsins og áfram norður yfir það allnokkru ofar, neðan hinnar eiginlegu Gullbringu. Norðan hennar er Gullbringuhellir (Jónshellir).
Greinilegt var að engin umferð hefur verið um hellisopið í langan tíma. Dýjamosi er á steinunum innan við opið, en þar voru hvorki spor og né önnur ummerki. Haldið var niður í hellinn, en nokkuð hrun er í fremst í honum. Komið var niður á slétt gólf stórrar hraunrásar. Hraunstrá voru í loftum. Innar þrengist rásin. Þar var hlaðið sporöskjulaga fleti á þurrum stað. Gólfið undir er slétt og grjótið var greinilega týnt til og flórað þarna undir fleti. Ofan við fletið var fúin spýta, en til hliðar við þar voru nokkur smábein. Haldið var innar í hellinn, en eftir u.þ.b. 40 metra lækkar hann og þarf að skríða að opi þar sem rásin hallar niður á við og víttkar á ný (eftir um 70 metra). Ákveðið var að fara ekki lengra að sinni, en skoða bælið betur. Ofan við það virtist hellisveggurinn vera svartur af sóti á kafla. Fallið hafði úr loftinu að veggnum. Góð birta er allt að bælinu og sést vel frá því að opinu, en ekki sést í fletið ef staðið er við opið og horft inn.
Í Gullbringuhellir.
Hellirinn var nefndur Jónshellir þangað til annað kemur í ljós. Jafnframt var ákveðið að láta Hellarannsóknarfélagið vita um hellinn því skoða þarf hann nánar, einkum innan og neðan við þrengslin. Þegar haldið var upp frá jarðfallinu birtist um 10 m. hellisrás.
Á næstunni verður reynt að grafa upp sögur og sagnir af notkun hellisins, en allt eins er víst að þarna hafi forðum verið athvarft eða skjól fyrir vegfarendur á leið um Dalaleiðina sunnanverða.
Skammt ofar og norðar í Hvammahrauni er Hvammahraunshellir (lýst síðar).
Í bakaleiðinni var litið ofan í Brunntorfuhelli, en hann er á um fimm metra dýpi. Sá hellir bíður enn nákvæmari skoðunar.
Veður var frábært – hlýtt og bjart.
Gullbringuhellir. Nafnarnir Jón Bergs og Jón Svanþórsson við opið.
Þráinsskjöldur
Í Wikipedia er fjallað um „Þráinsskjöld“ á Reykjanesskaga:
Þráinsskjöldur – gígurinn
„Þráinsskjöldur er geysimikil hraunbunga norðaustan undir Fagradalsfjalli á utanverðum Reykjanesskaga.
Þráinsskjöldur – herforingjaráðskort Dana.
Eldgígurinn er hraunfylltur og mjög ógreinilegur en frá honum hefur runnið mikið hraun, Þráinsskjaldarhraun, sem þekur meira og minna allt land frá Fagradalsfjalli og til strandar í norðri. Það myndar ströndina alla utan frá Vogastapa og inn að Vatnsleysuvík. Nokkur móbergsfjöll standa upp úr hrauninu svo sem Keilir og Keilisbörn, Litli Keilir og Litli Hrútur. Þráinsskjöldur er dyngja, þ.e. eldstöð af svipaðri gerð og Skjaldbreiður, en vegna landslagsáhrifa hefur hann ekki náð að verða reglulegt hringmyndað eldfjall. Hraunið hefur komið upp um einn hringmyndaðan gíg eins og í flestum dyngjum. Úlit hraunsins og hraunstraumanna í því bendir til þess að kvikan sem upp kom hafi verið þunnfljótandi og gosið virðist hafa staðið lengi. Á þeim langa tíma sem liðinn er síðan hraunið rann hafa myndast mikil misgengi, sprungur og gjár í því.
Þráinsskjöldur og dyngjur Reykjanesskagans fyrir u.þ.b. 6000 árum.
Örnefnið Þráinsskjöldur er gamalt heiti á hraununum upp af Vatnsleysuströndinni og er nefnt í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Jón Jónsson jarðfræðingur gróf það úr gleymsku þegar hann kortlagði hraun Reykjanesskagans og notaði það yfir eldstöðina í heild. Þráinsskjöldur er því strangt til tekið eldfjall þótt fáir myndu vilja kalla þennan lága og flata hraunskjöld fjall. Hæstu nibbur á gígbörmum ná 238 m y.s.
Þráinsskjaldarhraun er stærsta hraunið á utanverðum Reykjanesskaga, flatarmál þess er um 135 km². Sjór hefur staðið allnokkru lægra við ströndina þegar hraunið rann en hann gerir nú. Hraunið nær víða einn til tvo km út fyrir ströndina. Talið er að flatarmál þess neðansjávar sé um 11 km². Heildarflaratmálið er því 146 km². Rúmmál hraunsins hefur verið áætlað rúmir 5 km³. Vogar og byggðin á Vatnsleysuströnd er á hrauninu. Þráinsskjaldarhraun er meðal elstu hrauna á Reykjanesskaga, það rann í ísaldarlok, á sama tíma og ísaldarjökullinn var að hopa af skaganum. Sýnilegt er að eftir að hraunið rann hefur jökullinn vaxið á ný og flætt út á austasta hluta þess en síðan hopað fljótt til baka og hörfað inn til lands. Aldursgreiningar á skeljum í sjávarseti undir hrauninu sýna að það er um 14.100 ára.“
Tilvísanir:
-Kristján Sæmundsson 1995. Um aldur stóru dyngnanna á utanverðum Reykjanesskaga. Í: Björn Hróarsson, Dagur Jónsson og Sigurður Sveinn Jónsson (ritstj.). Eyjar í eldhafi. Safn greina um náttúrufræði til heiðurs -Jóni Jónssyni jarðfræðingi. Gott mál hf. Reykjavík, bls. 165-172.
-Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. Reykjanesskagi. Í: Júlíus Sólnes (ritstj.) Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, bls. 379-401.
-Kristján Sæmundsson, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson, Sigurður Garðar Kristinsson og Magnús Á. Sigurgeirsson 2010. Jarðfræðikort af Suðvesturlandi 1:100.000. Íslenskar orkurannsóknir.
-Jón Jónsson 1978. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. Skýringar við Jarðfræðikort. OS-JHD-7831, Orkustofnun.
Ólinvínþóleiít.
Í Náttúrufræðingnum 1984 fjallar Sveinn P. Jakobsson um „Íslenskar bergtegundir II – Ólinvínþóleiít“:
„Í fyrstu greininni um íslenskar bergtegundir (Sveinn P. Jakobsson 1983) var fjallað um pikrít, upphafslegustu bergtegund þóleiísku bergraðarinnar. Nú er röðin komin að ólivínþóleiíti, sem er náskylt pikríti, en langtum algengara. Ólivínþóleiít er meðal þeirra bergtegunda sem nefndar hafa verið einu nafni basalt (blágrýti), aðrar basalt-tegundir eru þóleiít, „millibasalt“ (hálf-alkalískt basalt) og alkalíólivínbasalt. Önnur nöfn hafa að vísu verið notuð um afbrigði basalts, svo sem grágrýti og kvarsþóleiít, en þau eru óþörf og í sumum tilvikum villandi. Verður nánar að því vikið síðar.
Ólinvínþóleiít.
Ólivínþóleiít er gráleit bergtegund, nokkuð breytileg að lit, en oftast grádökkgrá. Við ummyndun dökknar bergið og verður brúngrátt eða brúnsvart. Það er einkenni á ólivínþóleiíti, að það er mjög blöðrótt, en blöðrurnar eru yfirleitt smáar. Ólivínþóleiít er fín- til millikorna, þannig að einstakir kristallar bergsins eru greinanlegir með berum augum. Þó er þetta breytilegt og hefur áhrif á lit bergsins. Því smærri sem kornin eru, þeim mun dekkra er bergið. Ólivínþóleiít er þunnfljótandi við rennsli, og virðist allajafna storkna í helluhraun, en þau eru byggð upp af þunnum (oft 0,2-2 m á þykkt), óreglulegum hraunlögum, líkt og sjá má á veggjum Almannagjár við Þingvöll.
Þráinsskjöldur.
Þráinsskjaldarhraun á Reykjanesskaga, skal hér tekið sem dæmi um ólivínþóleiít-bergmyndun, en það er norðantil á skaganum og nær óslitið frá Vatnsleysuvík að Vogastapa (Jón Jónsson 1978).
Þráinsskjöldur – loftmynd.
Þráinsskjöldur er dyngjuhraun (hraunskjöldur) og hefur runnið frá stórum gíg sem er norðaustan undir Fagradalsfjalli. Hraunið, sem er dæmigert helluhraun, er um 130 km2 og er þannig eitt stærsta hraunið á Reykjanesskaga. Sé gert ráð fyrir að meðalþykkt sé 40 m, þá er rúmmál þess 5,2 km3. Þótt hraunið sé þannig mjög mikið, þá benda athuganir til þess að það sé allt mjög svipað að samsetningu. Víða er gott að ná sýni úr hrauninu í gjám og sprungum og einnig á nokkrum stöðum meðfram Reykjanesbraut.
Þessar steintegundir mynda Þráinsskjaldarhraun: Dílar (kristallar, sem skera sig úr að stærð og oftast eru sjáanlegir með berum augum) eru ólivín (grængult, Fo 80-85), með litlum innlyksum af krómspínli.
Ólivínþóleiít eins og það sem hér er lýst er algengt í miðgosbeltinu, og mest allt það berg sem hingað til hefur verið kallað grágrýti er sennilega ólivínþóleiít. Nafnið ólivínþóleiít höfðar til þess, að hér er um að ræða ólivínríkt þóleiít, og er fyrst notað hér á landi í núverandi merkingu af Carmichael (1964). Nafnið þóleiít er nú á tímum notað um basalt sem inniheldurpyroxen-tegundirnar ágít og pígeonít, en lítið eða ekkert ólivín.
Ólivínþóleiít, og þóleiít, eru langalgengustu bergtegundir landsins. Þóleiískt berg er að finna í miðgosbeltinu sem liggur um Reykjanesskagann, Langjökuls- og Hofsjökulssvæðin, um norðvesturhluta Vatnajökuls og þaðan norður í sjó. Allt basalt sem hefur myndast á þessum svæðum á nútíma og á jökultíma er annaðhvort ólivínþóleiít eða þóleiít (Sveinn P. Jakobsson 1972). Í hliðargosbeltunum er hinsvegar alkalískt berg. Einnig er talið, að allt basalt í jarðmyndunum sem eru eldri en u. þ. b. 2 milljónir ára, sé annaðhvort ólivínþóleiít eða þóleiít.
Í gosbeltunum og við þau eru það einkum stóru hraundyngjurnar sem eru af ólivínþóleiítgerð. Auk Þráinsskjaldar má í Reykjanes-Langjökulsbeltinu benda á Selvogsheiði, Borgarhóla á Mosfellsheiði, Reykjavíkurgrágrýtið, Lyngdalsheiði, Skjaldbreið, Skálpanes og Kjalhraun. Í norðurgosbeltinu eru Trölladyngja, Vaðalda, Kollóttadyngja, Grjótháls, Þeistareykjabunga og ýmsar fleiri dyngjur. Þessar dyngjur eru flestar taldar hafa myndast í einu gosi, hver fyrir sig. Þarna er oft um mikið magn gosefna að ræða; þannig er talið að við gosið í Skjaldbreið hafi myndast um 17 km3 hrauns (Guðmundur Kjartansson 1967).
Trölladyngja og nágrenni.
Eins og gefur að skilja, hefur mikið verið fjallað um uppruna ólivínþóleiíts. Tilraunir sýna, að auk pikríts og skyldra bergtegunda, þá geti ólivínþóleiít einnig myndast við hlutbráðnun á möttulberginu peridótít. Nokkuð greinir menn á um á hvaða dýpi þetta gerist, en oftast er talað um 10-60 km undir yfirborði jarðar.
Hvað varðar uppruna ólivínþóleiíts á Íslandi, telja margir líklegt, að það myndist beint við hlutbráðnun á möttulefni á tiltölulega litlu dýpi undir miðgosbeltinu, (sjá t. d., O’Nions og Karl Grönvold 1973, og Níels Óskarsson o. fl. 1982). Einnig hafa verið leiddar líkur að því að það hafi þróast úr pikríti í kvikuhólfum í jarðskorpunni, einkum við hlutkristöllun (Sveinn P. Jakobsson o. fl. 1978).“
Tilvísanir:
-Carmichael, I. S. E. 1964. The petrology of Thingmúli, a Tertiary volcano in eastern Iceland. — J. Petrol. 5: 435-460.
-Guðmundur Kjartansson. 1967. Rúmmál hraundyngna. – Náttúrufræðingurinn 37: 125.
-Jón Jónsson. 1978. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. – Orkustofnun OSJHD 7831: 303 bls. og 21 kortblað.
-Kristján Sæmundsson. 1980. Outline of the geology of Iceland. – Jökull 29: 7 – 28.
-Níels Óskarsson, Guðmundur E. Sigvaldason & Sigurður Steinþórsson. 1982. A dynamic model of rift zone petrogenesis and the regional petrology of Iceland. – J. Petrol. 23: 28-74. -O’Nions, R. K. & Karl Grönvold. 1973.
-Petrogenetic relationship of acid and basic rocks in Iceland. Sr-isotopes and rare-earth elements in late and postglacial volcanics. – Earth Planet. Sci. Letters 19: 397-409.
-Sveinn P. Jakobsson. 1972. Chemistry and distribution pattern Of Recent basaltic rocks in Iceland. – Lithos 5: 365-386.
-Sveinn P. Jakobsson, Jón Jónsson & Shido, F. 1978. Petrology of the western Reykjanes Penisula, Iceland.- J. Petrol. 19: 669-705.
-Sveinn P. Jakobsson. 1979. Petrology of Recent basalts of the Eastern Voicanic Zone, Iceland. – Acta Naturalia Islandica 26: 103 bls.
-Sveinn P. Jakobsson. 1983. íslenskar bergtegundir I. Pikrít (óseanít). – Náttúrufræðingurinn 52: 80-85.
Þráinsskjöldur – gígurinn.
Á Vísindavefnum er fjallað um örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun?
„Þráinsskjaldarhraun er mikið í fréttum þessa dagana vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, ásamt Fagradalsfjalli, Keili, Litla-Hrút, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og fleiri góðum örnefnum.
Heitið virðist sett saman úr þremur hlutum: Þráinn, skjöldur og hraun. Það síðastnefnda er auðskiljanlegt. Skjöldur er svo þekkt í örnefnum til að lýsa dyngjulaga fjöllum, samanber Lyngskjöld á sunnanverðum Reykjanesskaga og hina alkunnu Skjaldbreiði norðan við Þingvallavatn. Hins vegar er ekkert vitað um Þráin. Hver var Þráinn? Hvað var Þráinn? Var Þráinn yfirleitt til?
Örnefnaskrár fyrir svæðið á Reykjanesskaganum kannast ekki við Þráinsskjöld og heimamenn kalla svæðið Heiðina.
Þráinsskjöldur.
Örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun eiga sér ekki forna sögu eins og mörg önnur íslensk örnefni. Þau koma ekki fyrir í Landnámu eða Íslendingabók Ara fróða, á þau er ekki minnst í Íslendingasögunum og þjóðsögurnar eru sömuleiðis þöglar.
Reykjanesskagi – kort.
Þau koma í raun fyrst fyrir í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá miðri 18. öld. Þar segir: „Skolahraun er ævagamalt hraun, sem liggur vest-suðvestur af fjallinu Keili og niður til strandar, þar sem það heitir Þráinskjöldshraun.“ Góðri öld síðar segir Þorvaldur Thoroddsen í sinni ferðabók: „Sumir kalla hraunin vestur af Keili Þráinskjölds- eða Þráinskallahraun.“ Af orðum Eggerts og Bjarna er svo að sjá heitið hafi einkum átt við hraunið nær sjó í norðri en Þorvaldur virðist nota það í víðari skilningi, svipað og nú er gert.
Örnefnaskrár fyrir þetta svæði á Reykjanesskaganum kannast sömuleiðis ekki við Þráinsskjöld. Sesselja G. Guðmundsdóttir sem er heimakona úr Vogunum og hefur kannað þetta svæði mikið, bæði á bók og fæti, segir að heimamenn hafi aldrei kallað þetta svæði annað en Heiðina og náði það nafn allt frá sjó í norðri og suður í Reykjanesfjallgarð.
Örnefnið hefur væntanlega fest í sessi með skrifum jarðfræðinga um svæðið á 20. öldinni en fyrir þann tíma hafa verið áhöld um hvort það var yfirleitt notað af heimamönnum eða hversu vítt það náði. Nafnið er því ófyrirsegjanlegt eins og skjálftarnir sem skekja það nú.“
Þráinsskjöldur og nágrenni að sunnanverðu.
Á vef Árnastofnunar er spurt: „Hvaða örnefni er rétt? – Nokkur orð um notkun og heimildir örnefna á Reykjanesskaga.
Þráinsskjóldur – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.
„Athygli landsmanna (og heimsfjölmiðla) beinist um þessar mundir að Reykjanesskaga þar sem jarðskjálftavirkni er enn mikil og kvikugangur er að myndast á svæðinu sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili (sjá kort Veðurstofu Íslands 10. mars 2021 hér).
Um þetta svæði skrifaði jarðfræðingurinn Jón Jónsson að „Samspil orsaka til breytinga á afstöðu láðs og lagar er afar flókið og ljóst er að kyrrstaða er hér ekki ráðandi“ (Árbók Ferðafélags Íslands 1984, bls. 76).
Meðal þeirra örnefna sem vakið hafa athygli eru Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun. Eins og áður hefur verið bent á er hvergi að finna í heimildum skýringu á því hver þessi Þráinn var, sem skjöldurinn er kenndur við, og þar af leiðandi ekki gott að segja hversu gamalt örnefnið er. Karlmannsnafnið Þráinn er þekkt bæði í Njáls sögu og Landnámabók en samkvæmt bókinni Nöfn Íslendinga kemur nafnið ekki aftur fyrir sem eiginnafn fyrr en á 19. öld. Í manntali fyrir árið 1910 voru tveir karlar með þessu nafni (annar í Barðastrandarsýslu en hinn í Þingeyjarsýslum). Á árunum 1921–1950 báru 86 drengir nafnið Þráinn og í þjóðskrá 1. janúar 2008 voru 160 karlar skráðir með nafnið sem einnefni eða fyrra nafn, en 34 að seinna nafni (bls. 647).
Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er heitið á hrauninu talið upp ásamt öðrum hraunum í Gullbringusýslu:
Ögmundarhraun og nágrenni.
„Helztu hraunbreiðurnar í Gullbringusýsla heita: Ögmundarhraun, skammt frá Krýsuvík. Það er ungt hraun og mjög ljótt. Djúpadalshraun, hinum megin Selvogsheiðar. Herdísarvíkurhraun á Selvogsheiði. Skolahraun (Skúlahraun?) er ævagamalt hraun, sem liggur vest-suðvestur af fjallinu Keili og niður til strandar, þar sem það heitir Þráinsskjöldshraun (eða Þráinskallahraun, Þ[orvaldur] Th[oroddsen]). Báðum megin Hafnarfjarðar eru ljótir hraunaflákar, Garðahraun að norðanverðu, en Vatnsleysuhraun að sunnan“ (bls. 198).
Jarðfræðikort ISOR af Reykjanesskaga.
Þessi tilvísun í Ferðabókina gefur ekki hvað síst góða hugmynd um flækjurnar sem koma oft fyrir þegar upphaf og saga örnefna er rakin, t.d. varðandi stafsetningu þeirra, mismunandi nafngiftir eða orðmyndir og staðsetningu. Þorvaldur Thoroddsen getur þess að hraunið sé kallað Þráinskjöldshraun eða Þráinskallahraun af sumum (Ferðabók, bls. 182). Þess ber að geta að Þráinsskallahraun er orðmyndin sem finna má í örnefnaskrá eftir skrásetjarann Þorstein Bjarnason frá Háholti (fæddur 1900) þar sem örnefni í óbyggðinni vestur og norður frá Grindavík eru tekin saman (Lbs 2857 4to og afrit í örnefnasafni Árnastofnunar en handritið var ekki sett saman fyrr en árið 1944 þegar Landsbókasafnið fékk það að gjöf). Einnig er þessa mynd orðsins að finna í örnefnalýsingum t.d. fyrir bæinn Hraun í Grindavíkurhreppi.
Sesselja G. Guðmundsdóttir bendir á í riti sínu Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi að örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun hafi ekki þekkst í sveitinni og að „menn hér í hreppi töluðu einfaldlega um Heiðina (með stórum staf)“ (2. útgáfa, 2007, bls. 28–29).
Keilir og nágrenni.
Oft er það þannig að ekki er hægt að segja með vissu hvaða útgáfa örnefnis er ‚rétt‘ – rithættir og málvenjur eru ekki alltaf í samræmi og geta breyst í tímans rás. Örnefni eru lifandi fyrirbæri: breytileikinn er meðal þeirra einkenna sem athyglisvert er að skoða. Þau færast til – stundum vegna misskilnings, eins og virðist hafa gerst með örnefni á svæðinu sem vísa í aðra lægri hnjúka: Litli-Keilir, Nyrðri-Keilisbróðir, Syðri-Keilisbróðir, Keilisbörn, Litli-Hrútur og Stóri-Hrútur. Heimildum ber ekki saman um hvort Litli-Keilir sé sama kennileiti og Nyrðri-Keilisbróðir og/eða Litli-Hrútur. Eins og Sesselja bendir á er notkun þessara örnefna og kennileitanna sem þau vísa til mismunandi eftir því hvaðan heimamenn koma (t.d. frá Vatnsleysuströnd eða Grindavík) og hvaða kynslóðum þeir tilheyra (bls. 132, 141).
Keilir.
Keilir er þó engum ókunnugur. Hann hefur verið notaður sem kennileiti í aldanna rás af sjófarendum (Íslendingum sem útlendingum – sem kölluðu fjallið Sykurtopp samkvæmt Sýslu- og sóknalýsingum fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, bls. 109) til að finna fiskimið og rata, eins og Jón Helgason frá Litlabæ í Vatnsleysustrandarhreppi kvað:
Sæfarendur reyna rétt / rata‘ að lending heilir; / til að benda‘ á takmark sett / tryggur stendur Keilir‘. (Tilvísun fengin úr bókinni Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, bls. 128.).“
Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Er%C3%A1insskj%C3%B6ldur
-Náttúrufræðingurinn, 1.-2. tbl. 01.04.1984, Íslenskar bergtegundir II – Ólinvínþóleiít, Sveinn P. Jakobsson, bls. 13-17.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81334
-https://arnastofnun.is/is/utgafa-og-gagnasofn/pistlar/hvada-ornefni-er-rett-nokkur-ord-um-notkun-og-heimildir-ornefna
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, Sesselja Guðmundsdóttir, bls. 128.
Þráinsskjöldur og aðrar dyngjur Reykjanesskagans.
Litli Ratleikur Hafnarfjarðar 2021
Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er ætlaður sem hvatning til útiveru í og við byggðina í Hafnarfirði.
Litli Ratleikur 2021 hefur 15 nýja áhugaverða staði sem m.a. vekja athygli á sögunni. Leikurinn er samvinnuverkefni Fjarðarfrétta og Hafnarfjarðarbæjar. Guðni Gíslason lagði leikinn. Hann er á vefsíðu Fjarðarfrétta og er aðgengilegur hvenær sem er.
Þú ræður hvernig þú nýtir þér leikinn, textinn og myndirnar eiga að hjálpa þér að finna staðina og finna má fróðleikstexta um staðinn og jafnvel umhverfi hans.
1 – Hellisgerði, Bjarni riddari
Hellisgerði.
Skrúðgarðurinn Hellisgerði var vígður á Jónsmessu 1923. Málfundafélagið Magni, sem stofnað hafði verið þremur árum áður, hafði frumkvæði að gerð hann og annaðist hann rekstur hans um langt skeið. Hafði einn félaganna, Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri í Dverg, hvatt til þess að sérkenni Hafnarfjarðarhrauns yrðu varðveitt og þótti Hellisgerði ákjósanlegur staður til að koma upp blóma- og skemmtigarði. Í skipulagsskrá segir að tilgangurinn væri þríþættur: 1. Að vera skemmtistaður, þar sem bæjarbúar eiga kost á að njóta ánægju og hvíldar í tómstundum sínum. 2. að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt. 3. að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar, þegar mannvirki framtíðarinnar hafa máð þær út annars staðar í bænum.
Var skipað fimm manna garðráð sem stjórnaði starfseminni til 1977 er starfsemi Magna lagðist niður og hefur Hellisgerði síðan verið á ábyrgð garðyrkjustjóra Hafnarfjarðarbæjar.
Bjarni riddari í Hellisgerði.
Árið 1950 var afhjúpuð stytta af Bjarna riddara Sivertsen sem gerð var af hinum merka listamanni Ríkharði Jónssyni. Það voru útgerðarfélögin Hrafna-Flóki og Vífill sem gáfu 25 þúsund kr. í tilefni af 25 ára afmælis Magna. Stendur styttan vestarlega í garðinum, á stalli úr hraungrýti sem sótt í Selvog þar sem Bjarni hóf verslunarstörf sín.
Bjarni Sívertsen er talinn vera frumkvöðull í Hafnarfirði. Árið 1813 flutti hann um 500 plöntur frá Skotlandi og gróðursetti víðsvegar í Hafnarfirði.
Hellisgerði er um 1,4 ha af stærð og liggur milli Reykjavíkurvegar, Hellisgötu og Skúlaskeiðs.
Skammt frá styttunni eru tóftir lítils húss sem talið hafa upphaflega verið kamar en seinna notað sem verkfærageymsla Magna-manna.
Vert er að skoða tré ársins 2017 sem Skógræktarfélag Íslands útnefndi. Það er beyki, Fagus sylvatica.
2 – Einarsreitur
Einarsreitur,
Framan af í Hafnarfirði var saltfiskur einkum þurrkaður á mölunum við sjávarsíðuna eins og á Hamarskotsmöl og Langeyrarmölum en þegar útgerðin jókst og bærinn stækkaði þurfti að finna stærri og betri svæði fyrir fiskreitina.
Frá Einarsreit. Ljósm.: Óþekktur
Framan af 20. öldinni voru margir fiskreitir útbúnir í Hafnarfirði og þá einkum í hrauninu í útjaðri hans og urðu þeim hin mestu mannvirki. Það verk að brjóta Hafnarfjarðarhraunið undir fiskreiti var mikið og erfitt starf sem oftast var unnið í akkorðsvinnu. verkfærin voru járnkarl, haki, sleggja og fleygar auk hins svokallaða Hafnarfjarðarþrífótar sem var eins konar krani, píramídalagaður gálgi með blökk og handvindu sem fjórir menn gátu komist að samtímis og lyft þannig allþungu grjóti eða dregið á milli staða. Eins og sjá má á hleðslunum hér var grjótinu ekki hrúgað upp heldur lögðu menn metnað í hleðslurnar, jafnvel þótt um ákvæðisvinnu væri að ræða.
Einarsreitur – skilti…
Einar Þorgilsson útgerðarmaður lét úbúa saltfiskreiti þennan árið 1913 og var hann stækkaður nokkuð árið 1929 en þá lét Einar jafnframt reisa hér þurrkhús sem var þá eitt það fullkomnasta hér á landi.
Nú hefur mikil íbúðabyggð risið á svæðinu en fiskreitirmir eru friðaðir og þar má finna upplýsingaskilti. Aðrar minjar um starfsemi á svæðinu eru horfnar, m.a. braggar og stríðsminjar frá síðari heimsstyrjöldinni en braggarnir voru síðar notaðir undir fjölbreytta starfsemi.
3 – Mánastígur
Fjölmörg opin svæði eru í Hafnarfirði sem eru ómerkt og gönguleiðir að þeim alveg ómerktar. Þar leynast margar náttúruperlur, ekki síst í hraununum við Álfaskeið og Arnarhraun. Aðgengi að þeim er í raun ágætt og stígar í gegnum þau, en þessir stígar eru heldur hvergi merktir.
Stígur gengur í gegnum hraunið á milli Mánastígs og Klettahrauns.
Eitt þessara svæða liggur á milli Arnarhrauns, Álfaskeiðs og Klettahrauns og er ágætt aðgengi að hrauninu um stíg sem liggur í beinu framhaldi af Mánastíg, en við hann eru aðeins þrjú hús. Hann liggur í gegnum svæðið og inn á Klettahraun.
Þaðan er tilvalið að ganga yfir Smyrlahraunið yfir á Einarsreitinn þar sem finna má minjar um fiskþurrkun.
Hraunið sem er um 1,5 ha að stærð, er að mestu ósnortið og til almenningsafnota þó einhverjir lóðarhafar hafi fikrað sig inn á bæjarlandið með sínar lóðir. Þarna má njóta fjölbreytileika hraunsins og gaman að sjá hvernig trjáplöntur ná að nýta sér sprungur í hrauninu til að dafna. Ef vel er gáð má finna þar hleðslur.
4 – Reykdalsvirkjunin
Reykdalsvirkjunin.
Árið 2001 var stofnaður vinnuhópur til að undirbúa hvernig minnast mætti á eftirminnilegan hátt brautryðjandastarfs Jóhannesar J. Reykdals og 100 ára afmælis rafvæðingar í Hafnarfirði og á Íslandi.
Hópurinn tók sér vinnuheitið Reykdalsfélagið og að frumkvæði þess var ráðist í endurbyggingu Reykdalsvirkjunar, sem upphaflega var gangsett haustið 1906.
Endurbyggingin náði til endurgerðar miðlunarlóns, stíflu og aðveitustokks, auk þess sem byggt var nýtt glerhús sem hýsir hverfil og rafal undir brúnni á Lækjargötu.
Framkvæmdum við endurbygginguna lauk seint árið 2007 og var Reykdalsvirkjun formlega endurræst þann 18. janúar 2008.
Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir, var ákveðið að reisa nýja og mun stærri rafstöð við Hörðuvelli. Jóhannes leigði landið af staðarhaldaranum á Görðum en auk stíflunnar lét hann reisa langan vatnsstokk og stöðvarhús með íbúð fyrir stöðvarstjórann og fjölskyldu hans. Hörðuvallahúsið er fyrsta rafstöðvarhús sem reist var á Íslandi.
Reykdalsvirknunin.
Þessi nýja virkjun var tekin í notkun haustið 1906 og var gerð fyrir 37 kw en vegna vatnsleysis gat hún aldrei framleitt meira en 22 kw. Árið 1909 keypti Hafnarfjarðarbær báðar rafstöðvarnar af Jóhannesi og í kjölfarið var stofnuð Rafljósanefnd. Rafmagnssölunni var þannig háttað á þessum árum að einungis var hægt að fá rafmagn á svokölluðum ljósatíma en hann var frá því er skyggja tók og fram til miðnættis á tímabilinu 15. ágúst til 15. maí. Á öðrum tímum var ekkert rafmagn að fá.
Árið 1914 var vatnsstokkurinn frá stíflunni og niður að stöðvarhúsi orðinn svo lélegur að ákveðið var að stytta hann og rafljósastöðin færð úr íbúðarhúsinu í nýtt hús er stóð mun nær stíflunni.
Fljótlega var ljóst að þessar tvær rafstöðvar nægðu ekki til að veita þá raforku sem Hafnarfjarðarbær þurfti á að halda. Margar leiðir voru skoðaðar en að lokum var brugðið á það ráð að reisa dísilrafstöð við Strandgötu og var það fyrirtækið Nathan & Olsen sem átti og starfrækti þá stöð. Það var árið 1922 sem sú stöð tók til starfa og sá hún bænum vestan lækjar fyrir rafmagni en eldri stöðvarnar sáu um þann hluta bæjarsins sem var sunnan lækjar. Þetta fyrirkomulag stóð stutt því að árið 1923 var neðri rafstöðin lögð niður og þremur árum síðar var svo komið að Hörðuvallastöðin gat ekki lengur séð íbúum sunnan lækjar fyrir nægilegu rafmagni. Var hún þá einnig lögð niður og eftir það sá stöð Nathan Olsen öllum bænum fyrir raforku.
Stöðvarstjórar við Hörðuvallastöðina voru Jón Þórðarson (1906-1908), Þórður Einarsson (1908-1914) og Árni Sigurðsson (1914-1926).
Afrakstur Reykdalsstíflunnar fyrrum.
Árið 1901 flutti ungur trésmiður til Hafnarfjarðar, Jóhannes J. Reykdal, en hann hafði þá nýlokið námi í iðn sinni í Danmörku. Til Hafnarfjarðar kom hann í þeim erindagjörðum að stofna hér trésmíðaverksmiðju en hann taldi að Hamarskotslækurinn væri ákjósanlegur aflgjafi fyrir vélar verksmiðjunnar. Í verksmiðju þessari, sem tók til starfa árið 1903, voru átta trésmíðavélar sem allar voru knúnar áfram af fallorku lækjarins. Það var þannig gert að 94 metra langur tréstokkur var reistur og í honum var vatninu veitt í vatnskassa sem áfastur var við húsið. Fallhæð vatnsins í kassanum var tæpir fjórir metrar og í honum var 11 kílóvatta hverfill. Frá hverflinum lá aðalöxullinn inn í kjallarann undir húsinu og þaðan lágu svo reimar upp í gegnum gólfið í tvær hreyfivélar sem aftur knúðu trésmíðavélaranar.
Reykdalsvirkjun endurgerð.
Í frétt Heimskringlu af stofnun verksmiðjunnar sagði meðal annars: „Lækurinn í Hafnarfirði er um aldir og áratugi búinn að renna út í fjarðarbotninn án þess að miðla nokkru af afli sínu mönnum til nytsemdar. Nú er mannshöfnin búin að beizla hann, og er það allrar virðingarvert. Vonandi, að ekki líði langar stundir þangað til hann vinnur fleiri þarfaverkin Hafnfirðingum til þarfa og sóma t.d. að lýsa upp hús og götur þar í bænum.“ Það var einmitt raunin, því árið 1904 keypti Jóhannes níu kílóvatta rafal frá Noregi og tengdi hann við ás nýs hverfils.
Í kjölfarið réð hann Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðing, sem þá var nýkominn heim úr námi í Þýzkalandi, til að annast lagningu raflagnanna til húsa í nágrenninu og Árna Sigurðsson, sem síðar varð fyrsti rafvirki landsins, til að sjá um tengingu raflagnanna innanhúss. Í desember 1904 voru svo fyrstu rafljósin kveikt en þá var búið að leggja rafmagn í 16 hús auk fjögurra ljóskera í bænum. Á þessum tíma bjuggu 1.079 manns í Hafnarfirði.
Meðal húsanna sem tengd voru má nefna Góðtemplarahúsið, barnaskólann, trésmíðaverkstæðið og íbúðarhús Jóhannesar Reykdals við Brekkugöötu.
Fljótlega kom upp sú staða að rafstöð þessi náði ekki að sinna þeirri eftirspurn sem myndaðist og var ráðist í að reisa aðra, mun stærri, rafstöð við Hörðuvelli sem tekin var í notkun árið 1906. Trésmíðaverkstæðið seldi Jóhannes tólf Hafnfirðingum árið 19111 en þeir mynduðu sameignarfélag um reksturinn undir nafninu Dvergur, trésmíðaverksmiðja og timburverzlun Hafnarfjarðar, Flygenring & Co. og starfaði hún um áratugaskeið í bænum.
5 – Reykdalsstíflan
Reykdal – minnisvarði.
Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi var reist í Hafnarfirði árið 1904. Var það athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal sem reisti hana og átti og stóð rafstöðin við Austurgötu.
Fljótlega dugði hún ekki til og reisti Jóhannes þá nýtt stöðvarhús á Hörðuvöllum og stíflu í Hamarskostslæk um 100 m ofar.
Stíflan hefur verið endurgerð á upprunalegum stað og stokkur byggður í stíl við upphaflega stokkinn.
Rafstöð til að minnst frumkvöðulsins var svo byggð undir Lækjargötubrúnni. Sú virkjun er í raun endurgerð Hörðuvalavirkjunar sem tekin var í notkun 1906.
Setbergsbærinn – tóftir.
6 – Setbergsbærinn gamli
Um aldir hefur verið búið á jörðinni Setbergi við Hafnarfjörð en elstu heimildir um jörðina eru frá árinu 1505. Bærinn stóð ofarlega í Setbergstúninu en túnið lá á móti suðvestri. Upp úr 1770 var bærinn teiknaður upp og var þá hinn reisulegasti enda sýslumannssetur. Minjar Setbergsbæjarins hafa verið friðlýstar.
Til eru sögur um bænahús eða kapellu við Setbergsbæinn og á hún að hafa staðið þar sem nú er „Galdraprestaþúfa“ skammt frá bæjarrústinni. Þar réð meðal annars ríkjum sr. Þorsteinn Björnsson (d. 1675) en eftir hann liggur kvæðasafnið „Noctes Setbergenes“ eða Setbergsnætur sem varðveitt er í Árnasafninu. Kvæðasafn þetta orti hann meðal annars til að „stytta sér hið leiða líf“ eins og hann orðaði það sjálfur. Þorsteinn þessi var, að talið er, rammgöldróttur og lagði hann svo á að ekki mætti hrófla við þessari þúfu án þess að illa færi.
Upplýsingaskilti hefur verið komið upp við rústina.
7 – Stekkjarhraun
Stekkjarhraun – stekkur.
Stekkjahraun var friðlýst árið 2009 en það liggur á milli Setbergshverfisins og Mosahlíðarinnar. Hraunið þar kom úr Búrfelli fyrir um 8.000 árum eins og stór hluti hraunsins í Hafnarfirði og í Garðabæ sem þekur um 18 km² svæði. Meðfram því liggur Lækjarbotnalækur.
Stekkjarhraun dregur nafn sitt af stekk eða stekkjum frá Hamarskoti og Görðum og má enn sjá leifar þeirra. Í bréfi frá 1670-80 segir, að Hamarskot og Garðar hafi haft þarna stekk.
Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a. horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli.
Rétt hjá er vatnsból, nefnist Lambadrykkur. Vestan undir hrauninu eru hvammar tveir. Nefnast þeir Atkeldan nyrðri og Atkeldan syðri, en frá þeim rennur Atkeldnalækur. At til litunar var tekið á þessum stöðum.
8 – Skotbyrgi á Mógrafarhæð
Mógrafarhæð – skotbyrgi.
Mógrafarhæð nefnist öxlin sem gengur suðaustur frá hábungu Ásfjalls innan við byggðina í Áslandi 3, í áttina að Bláberjahrygg. Ekki er þó talið að mótekja hafi verið á þessu svæði.
Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með riffla en þar var einnig gervifallbyssu úr gildum trjálurk sem leit út eins fallstykki úr lofti.
Einnig eru skotbyrgi undir Dagmálavörðunni. Þá eru leifar fimm annarra byrgja suðaustar í fjallinu.
Ógreinilegur troðningur er í gegnum lúpínuna frá Skógarási að skotbyrginu og frá skotbyrginu að vörðunni á Ásfjalli.
9 – Varðan á Ásfjalli
Ásfjall – varðan og hleðslur umhverfis.
Ástjörn og Ásfjall var friðlýst sem fólkvangur árið 1996. Fólkvangurinn umlykur friðland Ástjarnar en Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978.
Ásfjallið var lengi sagt lægsta fjall á Íslandi. Það mun þó ekki vera alls kostar rétt því á Austurlandi mun þó finnast fjall sem mælist lægra.
Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins.
Á Ásfjalli eru minjar um hersetu fyrr á öldinni, m.a. eru minjar frá hersetu Breta neðan við vörðuna.
Ásfjall er hæst 127 m.y.s. Það er í raun grágrýtishæð. Ásfjall og Ástjörn bera nafn af bænum Ási, sem stóð undir fjallinu. Fjallið er víðast hulið lausum jarðlögum, en allvel gróið mosa og lyngi. Efst á því er Dagmálavarðan, sem nú hefur verið endurhlaðin.
Dagmálavarðan var fyrst og fremst leiðarmerki á fiskimið, sbr.: „Með hvarfi vörðunnar á Ásfjalli hefði líka horfið eitt ágætt fiskimið. Í endurminningum Erlends Björnssonar á Breiðabólsstöðum kemur fram að Ásvörðuslóð er eitt að þeim miðum sem mest voru sótt fram á Sviði. Önnur mið á Sviðinu heita Sandhali, Marfló, Klettslóð, Bollaslóð og Riddararnir saman. Reyndar talar Erlendur um vörður í Ásfjalli og því virðast þær hafa verið fleiri um aldamótin 1900. En miðið Ásvörðuslóð er þegar Valahnjúkarnir eru um vörður á Ásfjalli.“ Til fróðleiks má nefna að nú er aðeins annar Riddarinn eftir og er hann á Helgafelli.
Svona leit varðan út árið 2007 eftir að hún hafði verið skemmd.
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar reisti árið 1987 útsýnisskífu á fjallinu, rétt við vörðuna. Með útsýnisskífunni má þekkja fjöll og staði sem fyrir augum ber.
Friðlandið við Ástjörn er 28,5 ha að stærð og var friðlýst 1978. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí utan merktra stíga. Bærinn Ás stóð í brekku vestan undir Ásfjalli. Norður frá Ástjörn var býli, sem hét Stekkur. Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Þótt bærinn Ás hafi verið rifinn má enn sjá margar minjar húsa og annarra búsetuleifa.
Varðan á Ásfjalli var eyðilögð 2006 eða 2007 en var reist aftur með leiðsögn frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Mörgum þykir hún þá allt of flöt og ekki lík þeirri sem menn muna eftir fyrrum.
10 – Bleikisteinn
Bleiksteinn.
Á Bleikisteinshálsi, efst á Hamranesi, er Bleikisteinn sem var markavarða jarðanna Hvaleyrar og Áss. Á honum er gróin fuglaþúfa, sem einhverju sinni hefur verið lítil varða á jarðfastri klöppinni.
Hamranesið er í dag að mestu útgrafið en þar var sprengt grjót til að nota við nýjustu hafnargarðana í Hafnarfjarðarhöfn. Útjaðrarnir eru þó eftir sem mynda nesið, og sjá má mikil björg, fagurlega skreytt skófum norðan vert í hálsinum.
Landmælingastólpi er við Bleikstein.
Í örnefnalýsingunni (AG) fyrir Ás segir: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.“
Ofar, á Bleikisteinshálsi, er markavarða í línu að Þormóðshöfða. Þessi varða er nokkrum metrum ofan við endimörk mikils jarðrasks utan í hálsinum.
12 – Krýsuvíkurvegurinn gamli
Krýsuvíkurvegurinn gamli við Vellina.
„Hinn nýi vegur til Krýsuvíkur, sem nú er í smíðum, hefur vakið mikið umtal, og hefur fyrirtæki þetta að mestu sætt áfellisdómum. Er því einkum borið við, að vegagerð þessi verði vitleysislega dýr, en gagnið af henni óvíst.“ Þetta mátti lesa í ítarlegri grein Árna Óla í Lesbók Morgunblaðsins 21. júlí 1940.
Finna má ummerki gamla Krýsuvíkurvegarinn vestan við göngustíginn að undirgöngunum undir Reykjanesbraut á móts við Bónus. Þar má sjá upphlaðinn veginn með vönduðum hleðslum.
Hér má sjá hvar vegurinn tengdist yfir á Hvaleyrarholtið. Nútímalegri vegamannvirki á Reykjanesbraut fjær.
Það skal getið að Reykjanesbrautin kom langt á eftir Krýsuvíkurveginum og leiðin út úr Hafnarfirði var um Suðurgötu og það sem nú heitir Suðurbraut.
Fjölmargir ganga fram hjá gamla Krýsuvíkurveginum sem enn hefur ekki verið merktur.
13 – Ljónagryfjan
Ljónagryfjan.
„Ljónagryfjan” svonefnda myndaðist þegar tekið var stórgrýti vegna hafnarframkvæmda við Suðurgarðinn i Hafnarfirði um 1950.
Fyllt hefur verið upp í gryfjuna og skemmtilegum leikvelli komið fyrir. Aðkoman að gryfjunni var fremst á myndinni.
Á áttunda áratugnum notaði Fiskimjölsverksmiðjan Lýsi & mjöl gryfjuna fyrir loðnuþró, en undir lok áratugsins notaði Hafnarfjarðarbær hana sem geymslu fyrir bílhræ í nokkurn tíma.
Töluvert var um að fólk næði sér í varahluti úr bílhræjunum um leið og það losaði sig við rusl að heiman í gryfjuna. Fyrir rest var gryfjan hreinsuð og síðar fylltu upp að hluta en í dag er þarna leikvöllur og fallegt umhverfi.
14 – Verslunarstaðurinn Fornubúðir
Fornubúðir og Slippurinn.
Hafnarfjörður var aðalhöfn Hansakaupmanna hér á landi á ofanverðri 15. öld og alla þá sextándu.
Verslunarbúðir Hansakaupmanna í Hafnarfirði voru á svoköllum Háagranda sem var ysti hluti Hvaleyrargranda. Þar höfðu þeir ríka þörf fyrir varanlegan húsakost enda fjölmennar áhafnir á skipum þeirra, jafnvel um 60 manns á hverju.
Fornubúðir voru á tanga sem náði all frá Hvaleyrarlóni og að þar sem nú er smábátabryggja.
Gísli Sigurðsson skrifaði um Fornubúðir og Hvaleyrartjörn í tímaritið Sögu árið 1963: hann, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð á miðöldum. Hann er talinn hafa staðið á Hvaleyrargranda, sem líka er nefndur Hafnarfjarðargrandi eða Grandinn við Hafnarfjörð. Þarna er hann talinn hafa staðið, frá því sögur hófust um verzlun og siglingar til Hafnarfjarðar fram til ársins 1677, að verzlunarstaðurinn var fluttur norður yfir fjörðinn, í land Akurgerðis, hjáleigunnar hjá Görðum. Talið er, að færsla þessi hafi átt sér stað sérstaklega vegna þess, að þrengdist um hann af landbroti og sjávargangi.“
Hafnarfjarðarhöfn fyrrum.
Þá segir hann einnig: „.. en það, sem tekur af öll tvímæli um legu verzlunarstaðarins, eru þó ummæli Skarðsár- og Setbergsannála um drukknun þeirra Bjarnastaðafeðga, Ásbjörns Jörinssonar og sona hans. Hann vildi ríða ósinn frá verzlunarstaðnum, e« ósinn var óreiður. Við þekkjum þetta Hafnfirðingar, sem munum ósinn milli Háagranda og óseyrar meðan hann var óheftur. Þá var hann hverjum hesti ófær, með an harðast var í honum útstreymið. Að öllu þessu athuguðu mun því mega f ullyrða, að Fornubúðir, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð, hafi staðið á Háagranda innst á Grandanum við Hafnarfjörð.“
Minnismerki um Hansakaupmenn við Hafnarfjarðarhöfn.
Kirkjan sem Hansakaupmenn reistu á Háagranda að talið er 1533 var fyrsta lúterska kirkjan hér á landi og nokkuð vegleg timburkirkja með koparþaki. Að stofnun og byggingu kirkjunnar stóðu bæði kaupmenn og skipstjórar sem lögðu stund á Íslandssiglingar en þeir voru í trúarlegu bræðralagi sem bar nafnið „Die Islandfahrerbrüderschaft“. Var kirkjan notuð til 1603.
Þann 1. júlí 2003 afhjúpuðu forsetar Íslands og Þýskalands minnismerki á Óseyrarbryggju til minningar um fyrstu lúhersku kirkjuna sem reist var á Íslandi fyrir u.þ.b. 400 árum síðan. Það var þýski listamaðurinn Hartmut Wolf sem gerði listaverkið sem myndar táknrænan gotneskan boga úr íslensku grjóti.
15 – Dráttarbrautin
Dröfn- leifar dráttarbrautarinnar.
Skipasmíðastöðin Dröfn var stofnuð árið 1941 en árið 1944 var hafin bygging dráttarbrautarinnar sem tekin var í notkun 1946. Áður hafði helsta skipasmíði í Hafnarfirði verið í Skipasmíðastöð Haraldar Nyborg neðan við þar sem ráðhús bæjarins er núna. Hins vegar mun Bjarni riddari Sivertsen hafa haft sína merku skipasmíðastöð á þessum slóðum, í landi Ófriðarstaða, í upphafi 19. aldar.
Dröfn hf. var lýst gjaldþrota 1995 en síðar eignaðist Vélsmiðja Orms og Víglundar dráttarbrautina en hún hefur ekki verið notum um langt árabil.
Í húsi ofan við Strandgötuna, sem í daglegu tali nefnist Drafnarhúsið, var um langt skeið blómleg iðnaðarstarfsemi. á efri hæðinni rak Dröfn öflugt trésmíðaverkstæði en á neðri hæðinni var byggingarvöruverslun Drafnar. Í hliðarbyggingu, þar sem veitingastaðir eru í dag var járn- og vélaverkstæði sem þjónustaði að mestu skipasmíðina og viðgerðir á skipum. Vestan við dráttarbrautina standa enn smíðaverkstæði skipasmíðastöðvarinnar og nýrra hús sem hýsti minni báta og bátasmíði. Ofan við vélarhús dráttarbrautarinnar var gufuofn þar sem efniviður í trébáta var gufuhitað svo auðveldara væri að aðlaga það að formi bátanna.
Frá Dráttarbrautinni.
Í viðtali í Þjóðviljanum 1960 sagði hinn merki sögusafnari, Gísli Sigurðsson lögregluþjónn, að í Hafnarfirði væri aðallega hægt að fá mó á þremur stöðum í Hafnarfirði. Það var í Hamarskotsmýrinni meðfram læknum, Sjávarmýrinni, þar sem skipasmíðastöðin Dröfn var síðar en þar var mórinn 18 stungur að dýpt. Þegar dráttarbrautin var byggð þar var tveggja mannhæða rof niður á móhellu.
Heimild:
-https://ratleikur.fjardarfrettir.is/litli-ratleikur-hafnarfjardar/litli-ratleikur-2021/
Setbergsbærinn – tóftir.
Litli Ratleikur Hafnarfjarðar 2020
Litli Ratleikur Hafnarfjarðar er nýr ratleikur sem fór af stað í miðjum kórónafaraldri árið 2020 og er ætlaður til að hvetja fólk til að njóta útivistar um leið og það lærir um fróðlega staði í útjaðri bæjarins og í bænum sjálfum. Leikurinn er samvinnuverkefni Fjarðarfrétta og Hafnarfjarðarbæjar. Guðni Gíslason lagði leikinn.
Litli Ratleikur er frábrugðinn stóra Ratleik Hafnarfjarðar, engin ratleiksmerki eru á staðnum eða ratleikskort. Hann er einungis á vefnum og hægt er að stunda hann hvenær sem er.
Í Litla Ratleik 2020 eru 15 áhugaverðir staðir. Að þessu sinni:
1 – Útihús við Ástjörn
Ástjörn – útihús.
S-A Ástjarnar, neðan við klapparhól sem vel sést frá göngustígnum eru rústir útihúss. Svona rústir og ummerki mannvistar er víða að finna í landi Hafnarfjarðar en opinber skráning þeirra er af skornum skammti og nær engar þeirra merktar. Flestar rústir sem enn er að finna eru ummerki um búskaparhætti fyrri alda. Líklegt er að þetta séu rústir útihúss sem tilheyrði bænum Ási sem stóð þarna skammt frá og var rifinn síðla á síðustu öld.
Greinilega má sjá hleðslurnar skammt frá göngustígnum. Hleðslurnar eru neðan við stóran klett við stíginn.
Útihús við Ástjörn.
Markmiðið er að ganga í kringum Ástjörnina sem er rúmlega 3 km hringur frá bílastæðunum. Til viðbótar má ganga upp að útsýnisskífunni á Ásfjalli að norðanverðu, og ganga eftir öxlinni og koma niður á Skarð, þar sem finna má grjóthlaðinn stekk, og á göngustíginn í kringum Ástjörnina. Allt eru þetta ágætir stígar, misgóðir þó.
Ástjörn.
Friðlandið við Ástjörn er 28,5 ha að stærð og var friðlýst 1978. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí utan merktra stíga. Bærinn Ás stóð í brekku vestan undir Ásfjalli. Norður frá Ástjörn var býli, sem hét Stekkur. Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Þótt bærinn Ás hafi verið rifinn má þar enn sjá margar minjar húsa og annarra búsetuleifa.
Ástjörnin er vogskorin uppistöðutjörn sem myndast hefur í kvos vestan undir Ásfjalli þegar Hellnahraun rann fyrir um 2000 árum og stíflaði afrennsli hennar til sjávar. Í tjörnina renna nokkrir smálækir og er yfirborðsrennslið breytilegt sem hefur þó lítil áhrif á vatnsborðið.
Lífríki tjarnarinnar er fjölbreytilegt og hér er kjörlendi margra fuglategunda því fæðuframboð í tjörninni er mikið. Sést hafa 44 tegundir fugla við tjörnina.
Tjörnin og nánasta umhverfi nýtur friðlýsingar vegna fjölskrúðugs fuglalífs og lífríkis. Þar sem Ásbærinn gamli stóð áður er nú trjáreitur frá því þar var skógræktarstöð og liggur göngustígurinn umhverfis vatnið þar í gegn.
Skammt vestan bæjarstæðisins milli Ásfjallsaxlar og Grísaness er Hádegiskarðið sem ferðalangar gengu um fyrrum er þeir fóru Stórhöfðastíg og Hrauntungustíg til Krýsuvíkur eða Grindavíkur.
Fólkvangurinn Ásfjall og umhverfi Ástjarnar var opnaður 10. maí 1997.
2 – Útsýnisskífa á Ásfjalli
Ásfjall – útsýnisskífa.
Lengi var talið að Ásfjall væri lægsta fjall á Íslandi. Reyndar er lægra fjall á Austurlandi svo Ásfjall er þá a.m.k. næst lægsta fjall Íslands.
Á Ásfjalli er gott útsýni yfir fallegan fjörðinn og nágrenni og það nýttu sér hermenn á stríðsárunum. Enn má sjá merki eftir byrgi þeirra á fjallinu.
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar reisti árið 1987 útsýnisskífu á fjallinu, rétt við vörðuna sem þar er. Með útsýnisskífunni má þekkja fjöll og staði sem fyrir augum ber.
Markmiðið er að ganga upp á Ásfjallið til að upplifa fallegt útsýnið yfir Hafnarfjörð. Frá útsýnisskífunni má ganga eftir öxlinni til suðurs og koma niður á Skarð og á göngustíginn í kringum Ástjörnina. Slóðinn á fjallinu er greinilegur en grófur.
Friðlandið við Ástjörn er 28,5 ha að stærð og var friðlýst 1978. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí utan merktra stíga. Bærinn Ás stóð í brekku vestan undir Ásfjalli. Norður frá Ástjörn var býli, sem hét Stekkur. Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Þótt bærinn Ás hafi verið rifinn má enn sjá margar minjar húsa og annarra búsetuleifa.
Ásfjallavarða árið 2007.
Varðan á Ásfjalli var eyðilögð snemma á öldinni en var reist aftur með leiðsögn frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Mörgum þykir hún þá allt of flöt og ekki lík þeirri sem menn muna eftir fyrrum.
Ásfjallavarða árið 2020 og ummerkin umleikis.
Útsýnisskífan á Ásfjalli átti sér langa sögu eins og segir í 50 ára afmælisriti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Þegar hún var komin á sinn stað voru fimmtán ár liðin frá því að fyrst var rætt um það í klúbbnum að hann ætti að beita sér fyrir því að koma upp útsýnisskífu á Ásfjalli. Málinu var hreyft öðru hvoru en úr framkvæmdum varð ekki fyrr en árið 1987 að forseti klúbbsins, Steingrímur Atlason, fékk nokkra vaska drengi í lið með sér og verkið var unnið.
Þessir félagar voru auk forsetans: Jón Bergsson, Sigurbjörn Kristinsson, Gísli Guðmundsson, Hjalti Jóhannsson, Einar Ágústsson og Gunnar Hjaltason. Lögðu þeir allir fram góð ráð, mikla vinnu og fagþekkingu án þess að ætlast til launa.
Loks stóðu 14 manns á Ásfjalli við vígslu skífunnar 26. júní 1987 og veðurguðir sáu um hressilega vatnsskírn því að regn bókstaflega hvolfdist úr loftinu.
Vígsluskálina hafði forseti í fórum sínum og þótti mönnum ekki vanþörf á. Þegar menn bergðu á veigunum reyndust þær vera íslensk mysa. Sló þá þögn á mannskapinn!
3 – Ósinn
Bekkur við Ósinn.
Ósinn er heiti á mannvirki sem tengist fráveitu Hafnarfjarðar. Í gegnum þetta mannvirki er skolpi dælt frá stórum hluta bæjarins út í pípu sem liggur undir Hvaleyrina og út í hreinsi- og dælustöð í Hraunavík en þaðan er öllu skolpi dælt langt á haf út eftir að það hefur verið grófhreinsað. Skolpdælistöðvar bæjarins hafa gjörbreytt áhrifum skolpsins við strendurnar frá því sem áður var.
Horft að miðlunartankinum sem hægt er að fara upp á.
Gott að leggja
Leggja má við enda Óseyrarbrautar þar sem hún sveigir til hægri við tanka Atlantsolíu.
Markmið
Markmiðið er að ganga stíginn við Hvaleyrarlónið, upplifa fegurð þess og láta sig dreyma um að sjá alla þá byggð sem var á Hvaleyrinni. Við enda stígsins er Ósinn og upp á mannvirkið eru tröppur sem leiðir gesti að útsýnisstað með bekkjum.
Bekkir leynast uppi á miðlunartankinum.
Fróðleikur
Lang stærstur hluti hafnarsvæðisins er á uppfyllingu og er svæðið sem Ósinn er á það nýjasta og stærsta.
Í 2. kafla Landnámu segir að þar hafi Flóki Vilgerðarson og Herjólfur, bóndi er honum fylgdi, komið að landi fyrir árið 870 og dvalið um stund. „Flókaklöppin“ efst á Hvaleyrarholti er með ýmsum áletrunum, sem sumir telja vera eftir áhöfnina.
4 – Minnisvarði um Hrafna-Flóka
Í Landnámu segir frá því er Hrafna Flóki, Flóki Vilgerðarson, kom til Hafnarfjarðar þar sem hann fann félaga sinn Herjólf, sem hafði orðið viðskila við hann á eftirbát í mynni Faxaflóa. Fann Flóki þar og rekinn hval við eyri og nefndi Hvaleyri.
Var Hrafna-Flóka reistur minnisvarði í vörðuformi hæst uppi á Hvaleyri og var hann vígður í lok Víkingahátíðar 13. júlí 1997. Varðan er úr norsku grjóti og er gjöf frá Norðmönnum til minnis um atburðinn.
Markmiðið er að ganga stíginn við Hvaleyrarlónið, upplifa fegurð þess og láta sig dreyma um að sjá alla þá byggð sem var á Hvaleyrinni. Einnig að kynnast sögunni um Hrafna-Flóka og jafnvel um þá fornu byggð sem var á Hvaleyrinni, Hvaleyri, Sveinskot, Hjörtskot, Hvaleyrarkot, Vesturkot og Halldórskot.
Minnisvarða um Hrafna-Flóka á Hvaleyrarholti.
Í Landnámu segir frá því að Flóki hafi upphaflega haldið af stað frá Noregi vestur um haf til að leita lands sem fréttir höfðu borist af. Hann ætlaði að setjast þar að og þess vegna voru með í för fjölskylda hans og frændlið, auk búfénaðar. Af förunautum Flóka eru nefndir þeir Herjólfur, Þórólfur og Faxi. Flóki hafði með sér þrjá hrafna sem hann hafði blótað í Noregi og lét þá vísa sér leið til Íslands. Hann sleppti fyrst einum og flaug sá aftur um stafn í átt til Færeyja, sá næsti flaug í loft upp og aftur til skips en sá þriðji flaug fram um stafn í þá átt sem Flóki og félagar fundu landið. Þeir komu að Horni eystra, síðan sigldu þeir suður og vestur fyrir land og námu land í Vatnsfirði á Barðaströnd. Vatnsfjörður mun hafa verið fullur af fiski og nýbúarnir stunduðu veiðar svo stíft að ekkert varð úr heyskap og öðrum nauðsynlegum undirbúningi fyrir íslenskan vetur. Þess vegna drapst allt kvikféð um veturinn. Vorið var heldur kalt og þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá fyrir norðan fjöllin fjörð, líklega Arnarfjörð, fullan af hafís. Því kölluðu þeir landið Ísland sem það hefur síðan heitið.
Flóki og fylgdarlið hans ákváðu að fara burt og héldu úr Vatnsfirði þegar langt var liðið á sumar. Þeir náðu ekki að sigla fyrir Reykjanes og urðu Flóki og Herjólfur viðskila í mynni Faxaflóa.
Flókaklöpp á Hvaleyri..
Ýmsar minjar er að finna á Hvaleyrinni. Herjólfur kom að landi í Herjólfshöfn en Flóki hafði vetursetu í Borgarfirði. Næsta sumar kom Flóki í Hafnarfjörð og þar fundust þeir Herjólfur.
Menn hafa leitt að því getum að Herjólfshöfn sé Hvaleyrartjörn en hún var höfnin í Hafnarfirði sem fjörðurinn dregur nafn sitt af.
Í Landnámu segir enn fremur: Flóki Vilgerðarson hét víkingur mikill; hann bjóst af Rógalandi að leita Snjólands; þeir lágu í Smjörsundi. Hann fékk að blóti miklu og blótaði hrafna þrjá, þá er honum skyldu leið vísa, því að þá höfðu hafsiglingarmenn engir leiðarstein í þann tíma í Norðurlöndum. Þeir hlóðu þar varða, er blótið hafði verið og kölluðu Flókavarða; það er þar er mætist Hörðaland og Rogaland.
Samskonar varða er í Sveio sem liggur á mótum Hörðalands og Rogaland á vesturströnd Noregs. Varðan sem talin er að hafa verið upprunalega Flókavarðan, var rifin af ókunnum ástæðum á 19. öld. Ný varða var reist þar sem hin stóð og samskonar varða á Hvaleyri sem fyrr er nefnd.
5 – Útsýnisskífan á Hamrinum
Litlu Ratleiksfrumkvöðlar við útsýnisskífuna á Hamrinum.
Hamarinn, öðru nafni Hamarskotshamar, er eitt af staðareinkennum Hafnarfjarðar. Hann hefur fengið nafnið Austurhamar þar sem hann er hæstur og Vesturhamar, þar sem hann gekk í sjó fram.
Áður fyrr var þessi mikli klettur sem stendur fyrir miðjum fjarðarbotninum nefndur Hamarskotshamar eftir koti sem stóð þar sem Flensborgarskólinn er nú.
Sprengt var úr Vesturhamrinum 1941-1948 og var efnið úr honum notað við gerð Norðurgarðsins í Hafnarfjarðarhöfn. Eru enn ljót ummerki eftir þetta og sést vel frá Flensborgarskóla.
Á austurhamrinum er útsýnisskífa og í góðu skyggni má sjá allan fjallahringinn umhverfis Faxaflóa. Ath. að hádegi á skífunni er sýnt þegar sól er í hásuðri en þar sem við erum bæði um hálfum tíma vestan við tímabeltið auk þess að vera með sumartíma allt árið, er hádegi sýnt um einum og hálfum tíma of snemma á skífunni.
Hamarinn á sér bróður; Setbergshamar (Þórsbergshamar). Á þeim báðum eru jökulminjar, einkum þó á hinum fyrrnefnda. Af Hamrinum er hið ákjósanlegasta útsýni yfir miðhluta bæjarins sem og Hamarskotslækinn.
Hamarinn.
Ofan Hamarsins eru Öldurnar og niður af Austurhamri er Brekkan með Brekkugötu og Suðurgötu. Svæðið neðan Vesturhamars kallaðist fyrrum einu nafni Undirhamar.
Elsta bergmyndun Hafnarfjarðar og undirstaðan sem allt annað hvílir á er grágrýti, sem er einkennisbergtegundin í Hamrinum. Ætla má að bergið geti verið yngra en 800 þúsund ára. Grágrýtið myndaðist úr hrauni frá eldstöðvum sem voru virkar á hlýskeiði ísaldar og eru yfirleitt komin úr dyngjum. Ekki er vitað úr hvaða eldstöð grágrýtið í Hafnarfirði og umhverfi þess er komið.
Hamarinn er góður staður til að setjast niður og horfa yfir bæinn.
Í klöppunum ofan á Hamrinum sjást jökulrispur, menjar ísaldarjökulsins.
Finna má ummerki á Vesturhamrinum eftir veru hersins í Hafnarfirði í síðari heimsstyrjöldinni.
Í Hamrinum eru sagðar búa álfaverur af „konungakyni”. Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984.
Austurgatan en samt er aldrei talað um austur í Hafnarfirði!
Markmiðið er að ganga á Hamarinn og upplifa hann og útsýnið þaðan. Útsýnisskífan gefur möguleika á að þekkja fjöllin og umhverfið í kring.
6 – Arnarklettur
Arnarklettur.
Arnarklettar standa ásamt Krummakletti og Gnípu í grónu hrauni sem markast af Klettahrauni, Arnarhrauni, Sunnuvegi og neðra Álfaskeiði. Jafnframt eru gerði og aðrar mannvistarminjar í kringum klettana. Arnarklettarnir voru tveir; Arnarklettur syðri og Arnarklettur nyrðri. Hlaðin gerði og aðrar mannvistarminjar eru í kringum klettana. Á öðrum Arnarklettanna sem stendur á óbyggðu svæði á horni Arnarhrauns og Álfaskeiðs er merki með nafni klettsins.
Á svæðinu eru hverfisverndarákvæði: „Hverfisvernd tekur til þess að þessum hraunmyndunum og minjum verði ekki raskað“.
Á síðustu tugum nítjándu aldar voru í Gullbringusýslu nokkrir þekktir varpstaðir arnarins, enda bera örnefnin þess merki, s.s. Arnarklettar utanvert við Balatún, Arnarnýpa á Sveifluhálsi, Arnarfell í Krýsuvík og Arnarþúfa í Ögmundarhrauni, auk tveggja Arnarkletta sunnan Stórhöfða og Helgafell í Garðakirkjulandi.
Markmiðið er að upplifa friðuðu hraunin, göngustígana austan og vestan Arnarhrauns. Stígarnir eru ekki merktir sérstaklega en ganga má m.a. inn á þá út úr endum Mánastígs, Þrastahrauns og víðar.
7 – Vindspil
Listaverkið Vindspil.
Listaverkið Vindspil frá árinu 2000 eftir Einar Má Guðvarðarson stendur á malarkambi við bílastæði við enda Langeyrarmala. Verkið heitir ekki aðeins Vindspil heldur er það vindspil og í vindi hljóma úr því fagrir bjölluhljómar. Einar Már bjó og hafði vinnustofu sína í bænum Ljósaklifi en það er bærinn sem er næst Herjólfsgötu. Hann var fæddur í Hafnarfirði 9. febrúar 1954. Hann lést 25. júní 2003.
Í Skerseyrarhrauni, á svæði sem er norð-vestasti hluti Hafnarfjarðar, og markast af Herjólfsgötu, Garðavegi og landamerkjum Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Bala, eru fimm gömul bæjarstæði þar sem enn standa hús. Auk Ljósaklifs eru bæirnir Fagrihvammur (Litli bær), Brúsastaðir I og nýbýlið Brúsastaðir II og Sæból sem stendur nyrst. Á milli bæjanna liðast steinhlaðnar götur í hrauninu.
Stifnishólar við Brúsastaði.
Hraundranginn utan við bílastæðið nefnist Rauðsnef og hraundrangarnir framan við Brúsastaði nefnast Stifnishólar þar sem sagt er að draugur hafi verið kveðinn niður um aldamótin 1800. Þar sem Brúsastaðir standa stóð áður bærinn Litla-Langeyri.
Langeyri var ævaforn hjáleiga frá Görðum og stóð þar sem Herjólfsgata 30 var en stutt er síðan það hús var rifið og ný fjölbýlishús byggð á lóðinni.
Meðal örnefna við sjóinn eru Brúsastaðavör, Skerseyrarvör og Balavör sem segja okkur að útræði hafi verið þarna áður.
Vindurinn skellir skálunum saman og myndar fallega bjölluhljóma.
Ganga Strandstíginn og Langeyrarmalirnar út með ströndinni að Bala.
8 – Hlaðnar götur
Gömul hlaðin gata.
Lengst af voru í raun engir afmarkaðir vegir í Hafnarfirði, einungis götur og slóðar. Hús voru byggð þar sem hagkvæmt þótti í hrauninu og milli hraunklettanna mynduðust götur eða troðningar áður en eiginleg gatnagerð hófst. Víða má enn finna leyfar af fyrstu gatnagerðinni, þar sem götur voru einfaldlega hlaðnar upp af hraungrjóti og fylltar með grús og hraunbrotum.
Best er að finna dæmi um slíkar götur við Hjallabrautina, gegnt skátaheimilinu Hraunbyrgi, og að Klettagötu. Þar má sjá hversu hagalega menn hafa hlaðið mjóar götur til að aka fiski á vögnum á stakkstæðin.
Fyrsta eiginlega gatnagerðin var þegar vegur var lagður frá Sjónarhóli, yfir Flatahraun og inn í Engidal.
„Hafnarfjörður var löngum verzlunarstaður án þess að vera svo mikið sem þorp, og hingað lágu koppagötur úr ýmsum áttum yfir hraunin allt til ársins 1873. Að innan lágu Gömlufjarðargötur, troðningar frá túngarðshorni á Hraunsholti að Sjónarhóli, og þaðan niður um Háaklif hjá hliðinu á Hellisgerði. Þar stendur nú hálfbrotinn klettur, Svensensklettur. Kletturinn er kenndur við skipstjóra, Svensen, sem lengi sigldi upp Hafnarfjörð á vegum Knudtzons. Þangað gekk hann til þess að skyggnast til veðurs og gá til skipa. Þá var Kristinn Zimsen verzlunarstjóri hjá Knudtzon hér í Firðinum. Hann gekkst fyrir því, að vegur var lagður frá Sjónarhóli yfir Flatahraun inn í Engidal,” skrifaði Björn Guðmundsson sagnfræðingur 1962.
Markmiðið er að kynnast Hafnarfirði fyrri ára og láta sig dreyma um fólkið á ferðinni með fiskinn á vögnum efir hlöðnum götunum.
Allt umleikis eru grjóthlaðnir garðar og gerði er nýtt voru til heimilisbrúks fyrrum.
Víðistaðatún.
Tilvalið er að ganga til baka um Víðistaðatúnið þar sem bærinn Víðistaðir stóð og sláturhús sem margir muna eftir og stóð neðan við þar sem Víðistaðakirkja stendur núna.
Víðistaðatún er stórt opið svæði við Víðistaðakirkju og skátaheimili Hraunbúa. Þar er starfrækt tjaldsvæði frá miðjum maí fram í enda ágúst. Svæðið státar af fjölmörgum listaverkum sem tilvalið er að skoða og börn hafa gaman af að leika sér í. Einnig er þar aparóla, ærslabelgur og kastali sem staðsettur er í nálægð við grillhús. Hann hentar fyrir bæði leik- og grunnskólaaldur. Einnig er þar skógarlundur sem börn hafa gaman af að leika sér í sem og eini tennisvöllur Hafnfirðinga.
9 – Lækjarbotnar
Lækjarbotnar – stífla.
Lækurinn sem rennur í jaðri Stekkjarhrauns og framhjá Setbergsskóla kemur úr Lækjarbotnum í norðurjaðri Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru steinhleðslur undan timburhúsi sem þar stóð um tíma á vatnsþró. Frá húsinu lá svo trépípa niður til bæjarins og var í raun fyrsta alvöru vatnsveita bæjarins frá um 1909. Sjá má vanræktar leifar hennar neðan við hleðslurnar. Skammt neðar er stíflumannvirki, steypt og hlaðið.
Stuttu ofar, í skógarjaðrinum má sjá hvar vatnið kemur undan hrauninu. Rennslið dugði þó ekki á sínum tíma til að anna vatnsþörf bæjarbúa og það varð til þess að árið 1916 fengu þeir Jóhannes Reykdal og Jón Ísleifsson verkfræðingur brjálæðislega hugmynd. Þar sem nægt vatn var í Kaldárbotnum, uppruna Kaldárinnar, var það áhugavert að koma því vatni til bæjarins. En það var löng leið og ekki á færi manna þá að leggja rör eða stokk alla þá leið auk þess sem það var yfir gjá og misgengi að fara. En hvað gera menn þá? Jú, hlaða úr grjóti og smíða tréstokk sem hleypti vatninu um 1,6 km leið yfir hraun og djúpa Lambagjána. Var vatninu sleppt inn á vatnasvæði Lækjarbotna og það var mikil spenna í bænum þegar beðið var eftir því hvort vatnið yfirleitt kæmi fram neðar í hrauninu. Voru margir efins um þessa aðferð, en vatnið kom í ljós um síðir og dugði vatnsveitan úr Kaldárbotnum allt til 1951 þegar ný vatnsleiðsla var lögð úr Kaldárbotnum í Hafnarfjörð.
Lækjarbotnar – leifar af vatnsleiðslunni.
Hluta af vatnsleiðslunni má enn sjá en mest af henni hefur nú verið eyðilögð.
Því miður grotna minjar um þessa vatnsveitu niður og lítið er gert til að varðveita þessa sögu úti í náttúrunni t.d. með endurgerð hluta stokksins og uppsetningu á fleiri fræðsluskiltum.
Austan við lækinn má finna götu sem liggur alla leið í Selvog en það er hin margkunna Selvogsgata.
Látið ekki hjá liggja að ganga inn í Gráhelluhraunið, þar er góður göngustígur og margt að sjá, ekki síst ef vikið er svolítið frá stígnum.
10 – Hvaleyrarsel
Hvaleyrarsel.
Á odda sunnan við Hvaleyrarvatn, þar sem stígurinn skiptist í tvennt, eru tóftir Hvaleyrarsels. Má þar sjá þrjár tóftir og er ein þeirra stærst, eldhús vestast, búr og baðstofa austast. Stekkurinn er skammt vestan við eldhúsið.
Hvaleyrarsel.
Þarna átti að hafa gerst hryllilegur atburður um 1880 er smali fann seljastúlku rifna á hol niður við vatnið. Var talið að nykurinn í vatninu hafi leikið stúlkuna svo illa. Um nykur þennan sagði sagan að hann væri annað hvert ár í Hvaleyrarvatni, en hitt árið í Urriðakotsvatni. Sást til hans oftar en einu sinni.
Hvaleyri hafði bæði í seli við Hvaleyrarvatn og um hríð í Kaldárseli.
Önnur selstaða er við Hvaleyrarvatn; Ássel. Það er skammt austan við Hvaleyrarsel, en landamerki Hvaleyrar og Áss lágu um vatnið. Jófríðarstaðir hafði um tíma selstöðu þar sem nú er Húshöfði. Þar við má sjá leifar beitarhúss og stekk selsins skammt norðar.
Ganga umhverfis Hvaleyrarvatn og um skemmtilega stíga í skóginum. Stígar í skóginum eru fjölmargir og vel þess virði að ganga um þá og upplifa raunverulega skógarstemmingu.
11 – Riddaralundur
Riddaralundur – setstaður gamalla Hafnarfjarðarskáta.
Frá upphafi skátastarfs á Íslandi var gjarnan farið í skátaútilegur í uppland Hafnarfjarðar og var Kaldársel mjög vinsælt og Helgadalur fyrir 1960. En síðar varð Hvaleyrarvatn áhugavert en þess ber að geta að um 1960 sást þar í umhverfinu varla nokkurt tré. St. Georgsgildið í Hafnarfirði, félag eldri skáta, var stofnað 22. maí 1963 og nýttu félagar þess umhverfi Hvaleyrarvatn til útivistar og útilegu. Fljótt kom áhugi á að byggja skála við vatnið og fékk félagið úthlutað lóð og var skálinn Skátalundur vígður 25. júní 1968.
Um svipað leyti kom skátasveitin Riddarar í Skátafélaginu Hraunbúum sér upp varðeldalaut sunnan við vatnið, á milli Ássels og Hvaleyrarsels. Settu þeir upp bekki í hring úr rafmagnsstaurum og útbjuggu eldstæði í miðjunni en sveitarforingjar þá voru þeir Ólafur Sigurðsson (Óli Sill) og Hermann Sigurðsson. Þarna var þetta undir brekku er hvergi neitt tré var að sjá en fallegur staður og skjólgóður til að sitja í kvöldsólinni.
Á Selfjalli ofan seljanna eru leifar stekks og fjárborgar. Sunnan þess, í norðanverðum Seldal, eru leifar sels.
Eldri skátar rifja upp gamla tíma í Riddaralautinni.
Ganga umhverfis Hvaleyrarvatn og stíga í skóginum tekur u.þ.b. 20-30 mínútur. Stígar í skóginum eru fjölmargir og mislangir en vel þess virði að ganga um þá og upplifa skógarstemmingu á hinum ólíku árstíðum.
12 – Ássel
Ássel.
Flestir ganga greiðfæra stíginn í kringum Hvaleyrarvatn án þess að átta sig á því að þarna leynast minjar mannvistar frá fyrri öldum.
Sunnan við Hvaleyrarvatn, skammt frá skátaskálanum Skátalundi, undir Selhöfða, eru tóftir tveggja selja, Ássels og Hvaleyrarsels.
Niður undir landi skátanna, á grónum hól eru tóftir sels sem talið er að hafa verið frá bænum Ási sem stóð við Ástjörnina, undir Ásfjallinu. Þetta er sel frá því um 1900 er Jófríðarstaðir og Ás skiptu með sér aðstöðunni við norðaustanvert vatnið
Á Íslandi var seljabúskapur stundaður frá landnámi fram á 19. öld en var á undanhaldi ofanvert á 18. öld eða jafnvel fyrr. Í seljabúskap voru mjólkandi skepnur, aðallega ær en í einhverjum tilvikum kýr, reknar í sel snemma sumars og hafðar á beit þar yfir sumarmánuðina, frá 6. til 16. viku sumars. Samkvæmt ritheimildum var dæmigert að sel skiptust í þrjá hluta: íveruhús, búr og eldhús. Utandyra voru yfirleitt stekkir eða kvíar skammt frá, afgirt svæði þar sem hægt var að mjólka skepnurnar.
Selstöðurnar voru jafnan við vötn, ár, læki eða náttúrleg vatnsstæði.
Ganga umhverfis Hvaleyrarvatn og stíga í skóginum. Stígar í skóginum eru fjölmargir og vel þess virði að ganga um þá og upplifa skógarstemminguna.
13 – Beitarhús
Beitarhús í Húshöfða.
Aðsetur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er á Húshöfða og skógurinn sem þar hefur verið myndaður nú kallaður Höfðaskógur.
Næst Kaldárselsvegi er þjónustubygging en suðvestar á svæðinu, á Beitarhúsahálsi, er skáli félagsins, skammt frá trjásýnilundi sem vígður var á 50 ára afmæli félagsins.
Sunnan skálans er nokkuð stór tóft (tótt) í hlíðinni. Það er rúst beitarhúss, Veturhúss, frá Jófríðarstöðum en Jófríðarstaðasel varð að beitarhúsi þegar selfarir lögðust af. Sjá má tóftir selsins skammt norðan við beitarhúsið.
Er talið að selið hafi síðast verið notað árið 1922 frá Ási.
Skammt fá tóftinni er útikennslustofa félagsins. Þetta er einfalt skýli með bekkjum inn á milli trjánna. Kennslustofan var útbúin að tilstuðlan hjónanna Harðar Zóphaníassonar og Ásthildar Ólafsdóttur sem gáfu félaginu peningagjöf á 60 ára afmæli þess í því skyni að efla áhuga skólabarna á skógrækt.
Allt umleikis eru fræðslustígar um hin ólíklegustu trjádæmi og plöntur.
Fleiri tóftir, m.a. af seli frá Jófríðarstöðum, eru á svæðinu, en þessi er þeirra stærst.
Ganga um skógarstíga og umhverfi Hvaleyrarvatns. Stígar í skóginum eru fjölmargir og vel þess virði að ganga um þá, skoða trjásýnisafnið, rósagarðinn og bara upplifa alvöru skógarstemmingu.
14 – Fuglstapaþúfa
Fuglastapaþúfa.
Fuglstapaþúfa er við Þúfubarð á Hvaleyrarholti en gatan er kennd við þúfuna.
Svæðið, sem hún er á, hefur verið látið óhreyft er segir nokkuð til um vægi þess í hugum fólks þegar hverfið var að byggjast upp. Ábúendur í nágrenninu fylgdust með því er farfuglarnir komu í holtið á vorin eða hópuðust saman við þúfuna á haustin á leið þeirra til baka.
Í deiliskipulagi er hverfisvernd skilgreind á svæði milli Kelduhvamms og Þúfubarðs, Fuglstapaþúfu sem skal vera opið og óraskað svæði. Þúfurnar voru á jökulsorfnum klöppum, syðri þúfa við Þúfubarð og nyrðri þúfan við olíutanka norðan Melabrautar.
„Innan hverfisverndar má hvorki raska landslagi né gróðri og eru allar framkvæmdir háðar framkvæmdaleyfi“.
Fuglstapaþúfa er landamerki milli Hvaleyrar og Ófriðarstaðalanda.
Þann 22. nóv. 1907 var ákveðið í 1. grein laga um bæjarstjórn Hafnarfjarðar að takmörk kaupstaðarins yrðu sem hér segir:
„Úr sjó Arnarklettar utanvert við Balatún [varða], sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur [varða]. Eftir þeim vegi í Engidal [varða]. Þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns, þar til kemur móts við austurhorn Hraunsholtstúns. Þaðan bein stefna yfir neðanverðan Kaplakrika í vörðu á háholtinu fyrir ofan Jófríðarstaði, þaðan yfir í Fuglastapaþúfu efri beina leið í sjó fram. Kaupstaðurinn skal skyldur til að setja nægilega mörg varanleg merki, er sýni greinilega takmörk landsins, og viðhalda þeim.“
Víða um bæinn eru óröskuð svæði eða svæði sem eiga sér sögu sem vert er að minnast og er Fuglstapaþúfa og ÓlaRunstúnið gott dæmi um slík svæði. Auða lóðin þar sem Fuglstapaþúfan er, var á sjöunda áratugnum vinsælt leiksvæði barna í hverfinu og þarna voru byggðir kofar og var þarna mikið líf. ÓlaRunstúnið var einnig gríðarlega vinsælt meðal barna í svæðinu sem léku þar fótbolta á sumrin og renndu sér á sleðum og skíðum á vetrum. Var vera barna á túninu ekki alltaf vinsæl því Ólafur Runólfsson heyjaði túnið og það jók ekki á sprettuna að strákar væru þar að hamast í fótbolta.
15 – Jófríðarstaðir
Jófríðarstaðir.
Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamrinum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær og var þá konungsjörð. Er talið að nafnið Ófriðarstaðir hafi komið til eftir bardaga milli enskra kaupmanna og Hansakaupmanna um yfirráð mikilvægrar verslunar í Hafnarfirði.
Árið 1816 er þetta land, allt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) og allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði komið í eigu Bjarna riddara Sívertsens.
Jófríðarstaðir fyrrum – tilgáta.
Á árunum 1921 og 1922 keypti Kaþólska trúboðið á Íslandi jörðina Jófríðarstaði. Jófríðarstaðir voru ein af þeim fjórum bújörðum sem Hafnarfjarðarkaupstaður stóð á. Örnefnaskráning Hafnarfjarðar fyrrum var grundvölluð á jörðinni. Hinar voru Akurgerði, Hamarskot og Hvaleyri.
St. Jósefsskirkja, sem vígð var 3. júlí 1993, stendur rétt við efsta hluta Jófríðarstaða en töluvert graslendi er í kringum kirkjuna. Hugmyndir voru uppi fyrir all nokkrum árum að byggja á túninu en mikil andmæli íbúa urðu til þess að svo varð ekki – að sinni. Víðsýnt er frá Jófríðarstaðaholtinu.
Markmiðið er að njóta fallegra staða, útsýnisins yfir Hafnarfjörðin fyrrum, kynnast sögunni og hreyfa sig svolítið í leiðinni. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á góða heilsu bæjarbúa og gesta þeirra.
Heimild:
-https://ratleikur.fjardarfrettir.is/litli-ratleikur-hafnarfjardar/litli-ratleikur-2020/
Óseyri – Skólpstöðin.
Um Kjós – „Talir þú gott, þá lýgur þú“
Í Alþýðublaðinu, helgarblaði, segir m.a. um Kjós; „Talir þú gott, þá lýgur þú„.
„Kjósin lætur ekki mikið yfir sér, þegar maður virðir hana fyrir sér af þjóðvegjnum. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Hún leynir á sér. Og þetta er falleg sveit og búsældarleg, þótt hér verði hvorki tíunduð fegurð hennar né gæði.
Írafell.
Lengi vel vissi ég ekki annað um þessa sveit eða íbúa hennar en ýmsar sögur af Írafells-Móra, einum atkvæðamesta draug Íslandssögunnar, sem kenndur var við Írafell í Kjós. Írafells-Móri var vakinn upp af galdramanni nyrðra og sendur Kort Þorvarðarsyni, gildum bónda, sem lengi bjó á Möðruvöllum í Kjós, en fluttist síðast að Flekkudal og dó þar 1821.
Möðruvellir í Kjós 1913.
Kort var tvíkvæntur; hét fyrri kona hans Ingibjörg. Margir höfðu orðið til að biðja hennar áður en Kort, en hún synjaði þeim öllum. Biðlarnir þóttust sárt leiknir og keyptu af galdramanninum að senda Kort og konu hans sendingu. Valdi hann til þess drenghnokka, sem orðið hafði úti milli bæja. Vakti galdramaðurinn hann upp volgan eða ekki með öllu dauðan og sendi hann þeim Kort á Möðruvöllum og mælti svo um, að draugurinn skyldi fylgja þeim hjónum og niðjum þeirra í níunda lið og vinna þeim margt til meins. Móri sveikst ekki um þetta. Gerði hann þeim hjónum og afkomendum þeirra margar skráveifur, drap fyrir þeim fénað, skemmdi mat og sótti að fólki í svefni og vöku. Skammta varð honum fullan mat ekki síður en hverjum öðrum heimilismanni á Möðruvöllum og á Írafelli, eftir að hann fluttist þangað með Magnúsi Kortssyni. Sömuleiðis þurfti að ætla honum rúmflet til að liggja í, bæði af bæ og á.
Hér er ekki ætlunin að rekja frekar lífshlaup Írafells-Móra, sem þó var ærið sögulegt og viðburðaríkt. Hins vegar hefði kannski einhver gaman af að kynnast lítillega Kjósverjum þeirrar tíðar, samtíðarfólki Írafells-Móra, eins og það kom sálusorgara þess á Reynivöllum fyrir sjónir, og hvernig hann lýsir því, daglegu lífi þess og áhugaefnum, atvinnuháttum og menningu.
Reynivellir.
Um þessar mundir, eða nánar tiltekið 30. apríl 1839, sendi nefnd manna í umboði Hins íslenzka bókmenntafélags í Kaupmannahöfn boðsbréf heim til Íslands „sérílagi öllum prestum og próföstum á landinu“ með þar til heyrandi spurningum um náttúru og byggð landsins, menningu og atvinnuhætti.
Kjós – kort.
Séra Sigurður Sigurðsson á Reynivöllum í Kjós fékk þetta bréf eins og aðrir kirkjunnar menn í landinu. Svaraði hann spurningum nefndarinnar vel og skilmerkilega. Um Kjósverja hefur hann m.a. þetta að segja: „Flestir bændur í Kjósinni hafa sauðfá fátt, en fer mikið fleiri að tiltölu, sem þeir ala margir á útheyi, arðlitlar, fram eftir vetri. Tún sín rækta þeir sæmilega; láta margrf kýr liggja inni á sumrum. Til eru þeir, sem brúka færikvíar, og margir beitarhús á vetrum. Þeir stunda heyafla vel og fara lestir í útver tll fiskifanga vetur, vor og haust, þegar afli er. Fiskur er meiri partur þeirra höndlunarvara, þar landvara svo lítil til. Kálgarða rækta þeir margir, er ekki kartöflur eður önnur jarðepli. Sölva- og rótatekju hafa þeir ekki og lítið af fjallagrösum, sem ekki fást í Kjósarfjöllum. Nokkrir fara samt eftir þeim austi: á fjöll, í Skjaldbreið, langan veg. Sumir veiða rjúpur á vetrum.
Kjósarhreppur – bæir og mörk (rauð lína).
Þeir lifa margir fátæklega á kornvöru, fiski og mjólk. Þeir vinna ullu á vetrum til fatnaðar, en ekki til útgjalda, því ull er víða lítil. Karlmenn spinna sumir hamp á vetrum í þorskanet og til veiðarfæra. Sumir elta skinn og sauma skinnföt, nokkrir vefa vaðmál og hafa á hendi útiverk við fé og hross. Kvenfólk fæst við ullarvinnu, þó minna en víða er siður í Norðurlandi. Þegar vetrarvertíð byrjar, fara karlmenn flestir í ver, en kvenfólk tekur þá við útiverkum. Þeir smíða ekki til gróða, hvorki tré eður járn; margir eru þeir vel búhagir og smíða húsgögn sín af tré og járni. Trjáreki er hér enginn, ekki heldur skógarviður til húsabygginga. Ekki iðka menn skotfimi, — fáeinir að sönnu skjóta refa við gren og slysa rjúpur, — ekki glímur, ekki skíða- eður skautaferðir, — ekki sund, — vaða heldur —; enginn þeirra þekkir nótnasöng, ekki heldur kunna þeir á hljóðfæri.
Reynivellir 1884 – Sigfús Eymundsson.
Þeir skrifa fáeinir, og þó lítið, og eru ekki gefnir mjög fyrir bókmenntir, svo ekki hafa þeir þetta til skemmtunar. Ég nefni ekki fleira. Sumir lesa dálítið í alþekktum fornsögum, en vita lítið í veraldarsögunni. Ekki skilja þeir danska tungu. Enginn hefir hér vit á lækningum eður þekkir lækrringajurtir; engin er hér yfirheyrð yfirsetukona. Ekki tíðkast hér í sveit nokkrir sérlegir sjúkdómar, nema þeir, sem almennt ganga yfir landið, landfarsóttir, og ekki mjög sóttnæmt, enda þekkja menn hér lítið til uppruna sjúkdóma eður vita að ráða bót á þeim. Bráðdauði eður fjárpest sú, sem víða gengur um landið, hefur nú upp í nokkur ár undanfarið stungið sér niður á einstöku stað, einkum fyrri part vetrar, og drepið fénað. Dýralæknir vor í Reykjavík hefir enn ekkert ráð við henni gefið til hlítar.
Reynivellir.
Um trúrækni manna og trúarbragðaþekkingu talar maður með varygð, helzt um einn söfnuð út af fyrir sig. Er lítið mun því hafa miðað síðan um aldamótin síðast.“
Þann 1. marz 1840 sezt svo séra Sigurður á Reynivöllum við skrifborð sitt, eftir að hafa svarað samvizkusamlega öllum spurningum þeim, sem til hans var beint, og ritar nefndarmönnum eftirfarandi bréf til frekari skýringar og áréttingar:
Reynivellir – MWL.
-Háttvirtu herrar! Meðtekið hefi ég á síðastl(iðnu) sumri ykkar heiðursverða og góða bréf til mín af 30. apríl f.á. áhrærandi það efni að svara upp á þær spurningar, sem bréfið hljóðaði upp á. En bæði lasleysi þá í stað og sumarannir hindruðu mig frá því að sýna lit á að koma þessu í verk, sízt í lagi nokkuð eftir óskum, sem þurfti, þar fávizka, aldurdómur og ókunnugleiki, þar sem maður kemur gamall langt að, bægði mér að geta nákvæmari útmálun gefið en þessa.
Nú, þó seinna sé en ég vildi, legg ég í þetta umslag útmálun um Reynivallasókn, hvar í lýst mun vera öllum örnefnum, er ég vissi eður heyrt hefi, að hér séu, sömuleiðis sveitarinnar ástandi og afstöðu yfir höfuð.
Reynivellir 1884 – útihús.
Spursmálunum hefi ég svarað [á] þann veg, ekki hverju út af fyrir sig eftir röðinni, heldur í söguformi, þó með tiliti því, að þeim yrði öllum svarað nokkurn veginn. Um siðferðið og trúrækni í þeirri sveit, hvar maður býr, og á að skipta við aðra, mundi bezt að vera nokkuð fáorður, ekki óþægilega. Nógu margir skrifa eður varpa á það efun yfir höfuð. Síðari tíð sýnir ávöxtinn, hver hann verður. Hertugans sannyrði mættu mér í minni vera: Talir þú illt um þá, verður þú barinn, talir þú gott, þá lýgur þú. Yfir höfuð ætti landkort að gjörast eftir sveitanna útmálun; þó eru fáir færir fyrir þeirri útmálun, sem þyrfti. Forlátið, háttvirtu herrar, þessa ófullkomnu tilreynslu mína.
Reynivöllum, þann 1. marz 1840, – S. Sigurðsson.“
Írafell
Írafell er næstum því inni á gafli í Kjósinni, svo að notuð sé samlíking, sem á upprunalega annars staðar heima en í landslaginu. Jörðin og sveitin öll hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan á dögum séra Sigurðar á Reynivöllum og Írafells-Móra er ekki lengur skammtað í askinn sinn eins og hverjum öðrum heimilismanni eða ætlað rúmflet til að liggja í, enda lætur hann nú ekki á sér kræla.
En þeir, sem aka um Kjósina á góðviðrisdegi ættu þó að renna augum til bæjarins undir fellinu, sem uppvakningurinn var kenndur við, og hafa jafnframt í huga sóknarlýsingu sálusorgarans á Reynivöllum til skilningsauka á Írafells-Móra og samtíð hans. Kjósin er ekki öll þar sem hún er séð. Hún leynir á sér.“ —6G
Heimild:
-Alþýðublaðið, helgarblað; „Talir þú gott, þá lýgur þú“, 25.05.1969, bls. 9-10.
Við Meðalfellsvatn í Kjós.