Dyljáarsel

Þegar horft var inn í Eilífsdal til suðurs frá bænum mátti sjá brattar hlíðar á þrjá vegu. Vinstra megin bar Skálatindur við himinn, hægra megin Þóreyjartindur og Eilífstindur innst og efst. Hann trjónir efst á láréttu standbergi, líkt og að um Vestfjarðardal væri að ræða. Vinstra megin við Eilífstind er Geldfjárhlíð með háum fossum (heita Fossar). Gunnlaugsskarð er hægra megin við hann. Þessi kennileiti setja mestan svip á ofanverðan dalinn, auk mikilla gilja, sem minnst verður á síðar.

Eilífsdalur - loftmynd

Innst í Eilífsdal, undir Eilífstindi, er Eilífshaugur, fornmannagröf. Fremst í dalnum, vestan við bæinn, er Orrustuhóll. Ætlunin var að ganga frá hólnum inn í botn á Eilífsdal og huga að mannvistarleifum á leiðinni. Í örnefnalýsingum er t.d. sagt frá Meðalfellsseli framan við dalinn og Dyljáarseli inni í dalnum. Eilífsdalsáin (Dælisáin, rennur um miðjan dalinn og skiptir hún merkjum Meðalfells og Eilífsdals. Annarra mannvirkja er ekki getið á þessu svæði.
Áður en lagt var af stað lýsti Aðalsteinn, bóndi, aðstæðum fyrir FERLIR. Sagði hann t.d. hlaðinn stekk vera innst í dalnum. Hann vissi ekki til þess að seltóftir væru þarna. Þó hafi hann smalað dalinn margoft, en þá ekki verið að skima eftir öðru en fé. Hlíðarnar væru brattar og féð færi langleiðina upp undir brúnir. Það hefði því oft verið erfitt að rekja giljaðar hlíðarnar, upp og niður. Um Meðalfellsland handan við ána vissi hann lítið sem ekkert. Selmýrin væri hins vegar rétt handan við ána. Aðalsteinn, bóndi, bar erindið undir eiginkonu sína, Huldu, en hún hafði alist upp í Elífsdal. Hún sagðist ekki hafa séð Dyljáarsel, en skv. lýsingunni myndi það eiga að vera á gróðurrenningi milli tveggja stærstu giljanna vestan árinnar. Það ætti því að verða auðvelt að sjá það, ef það væri þá til.

Orrustuhóll

Orrustuhóllinn er vestan bæjarins, áberandi afrúnaður bólstabergshóll, gróinn að mestu. Í 11. kafla Kjalnesingasögu segir að Esja vildi að „Búi haldi utan og viti hvað þar bíði hans, enda dæmdum skóggangsmanninum varla vært heima fyrir. Ólöf skyldi bíða hjá föður sínum Kolla í þrjú ár eftir honum. Á leiðinni norður í Hrútafjörð þaðan sem hann átti að sigla frétta þeir bræður Helgi og Vakur bróðursynir Þorgríms goða af ferð hans og ráðast gegn honum tólf saman. Búi verst þeim drengilega og byrjar á því að grýta fjóra þeirra til bana. Aðra tvo drepur hann og særir fleiri. Þá kemur þar Eilífur úr Eilífsdal og gengur í milli. Búi heldur utan og það gera þeir Vakur og Helgi einnig. Gerast þeir bræður handgengir Haraldi konungi hinum hárfagra. Segja þeir
Haraldi frá viðskiptum þeirra Búa og kallar konungur það níðungsverk að Búi skyldi brenna hofið“.
Talið hefur verið að bardaginn hafi farið fram á nefndum Orrustuhól. Engin ummerki þessa er þó að sjá á hólnum núna.
Skammt frá Orrustuhól er Engjahóll. Þar eiga að vera heygðir menn þeir, sem áttu að hafa fallið fyDyljáarselrir Búa á Orrustuhól.
Jörðin Eilífsdalur (Eileifsdalur) er næst vestan Meðalfells og nær land hennar yfir vesturhluta Eilífsdals á fjall upp og teygir sig yfir dalinn þar sem hann er lægstur og þar sem sjálfur bærinn stendur og upp á Múla sem er austan Sandfells. Samkvæmt landamerkjabréfi dags. 20. maí 1890 skilur Dælisá á milli jarðarinnar og Meðalfells upp Dalinn, svo Fossá upp á Fossabrún, þaðan eru merkin til há Esju, svo þaðan vestur á Gunnlaugsskarð, síðan norðvestur fjall á Þórnýjartind, svo ofan Sandhrygginn, sem liggur vestanvert niður frá Tindinum, úr honum neðanverðum beint niður í svonefndan Festarhrygg (sem skilur Miðdalslönd frá Eilífsdalslandi) að norðanverðu í dalnum.
Þá var gengið inn Eilífsdal að vestanverðu. Dalurinn er breiður, gróinn í botninn og einkar aðgengilegur til göngu, þrátt fyrir brattar hlíðar. Gróinn hóll yst (syðst) innan girðingar er einkar áhugaverður. Ekki er ólíklegt að þar kunni að leynast fornt bæjarstæði. Hóllinn er afrúnaður, en virðist samt ekki af náttúrulegum uppsprettum kominn.
Kví við Lambatanga í EilífsdalÆgifagurt útsýni var inn dalinn (sannkallað augnkonfekt), enda er hann með styttri Esjudölunum. Inngangan í botn tekur einungis 30-45 mín. FERLIR þurfti hins vegar að staldra við, skoða gögn, meta aðstæður, mæla vettvang og mynda sem og að spá á leiðinni. M.a. var staldrað við og umhverfið borið saman við meðfylgjandi gögn. Í örnefnalýsingu fyrir Eilífsdal segir m.a.: „Landamerki milli Eilífsdals og Meðalfells eru Dælisá. Upphaflega hét hún Eilífsdalsá og dalurinn, sem hún á upptök sín í og rennur eftir, Eilífsdalur. Hún hefur aðalupptök sín að austanverðu í dalbotninum hátt upp í fjalli, og heita þar Fossar, en áin Fossá. Skammt fyrir neðan upptökin fellur hún niður í hrikalegt gljúfur. Rétt vestan við, þar sem hún fellur niður, er allstór stallur með lítilsháttar gróðri. Heitir hann Geldfjárhlíð. Vestan við hana taka við afarháir þverhníptir klettar, sem eru fyrir botni dalsins. Vestan við þá er Gunnlaugsskarð. Austan til í þeim er skörp klettagnípa: Eilífstindur. Niður undan honum, nokkuð fyrir neðan kletta, er allhár hóll eða bali, sem nær niður undir láglendi: Eilífshóll. Munnmæli telja, að Eilífur sé heygður þar.
Önnur kví efst í Eilífsdal, MeðalfellsmeginFyrir neðan Gunnlaugsskarð eru upptök Þverár, (þar eru líka nefndir Fossar, Vestri-Fossar). Hún rennur í Fossá, neðan við Lambatungurnar, en svo heitir landið milli ánna. Eftir það er áin nefnd Dælisá. Norðan við Þverá, nokkuð ofarlega, er stórgrýtt urð: Þormóðsurð (þar höfðu tófur oft átt greni áður fyrr). Neðan við urðina er grasivaxin laut: Hestalág. Litlu neðar tekur við nokkuð stórt grasivaxið flatlendi, sem liggur norður eftir dalnum, nefnt Flatir. Norðan til í því er lækur, sem kemur hátt ofan úr fjalli. Þar sem hann fellur af háum klettum niður á láglendi, lítur út fyrir að séu húsarústir og heitir þar Dyljáarsel, en lækurinn Dyljáarselslækur. Þar litlu norðar er Hrafnagil hrikalega stórt, ofan frá Esjubrún niður að láglendi, en þaðan stór skriða niður að á….. ….Þá tekur við samfelld mýri. Næst við lækinn er hún nefnd Aur, austur að Engjahól, en hann er lítið móabarð, ofan til við mýrina, á móti Stekkjarlæknum. Munnmælin segja að þar séu heygðir menn þeir, sem áttu að hafa fallið fyrir Búa á Orrustuhól.“
Þarna er m.a. minnst á Dyljáarsel og skv. upplýsingum Eilífsdalsbónda ættu tóftirnar að verða nokkurn veginn um miðjan dalinn að vestanverðu – enda kom það á daginn. Þær birtust fremst á gróðurbrúninni ofan við ána. Tóftirnar eru greinilega mjög gamlar, en þó mótar enn fyrir hleðslu í veggjum miðrýmisins. Tvö rými eru augljós, en það þriðja, eldhúsið, hefur ef af líkum lætur, verið utan við þau. Tóftirnar eru mjög grónar og ekki augljósar, sbr. viðbrögð Eilífsdalsbónda. Þær gátu hins vegar ekki leynst fyrir árvökulu auga FERLIRsfólksins.

Eilífsdalur

Meðalfellssel II í Eilífsdal.

Í Jarðabókinni 1703 er ekki minnst á selstöðu. Það bendir til þess að selið hafi þá verið aflagt, enda benda ummerki til þess. Eilífsdalur var þá í eign Hlíðarendabónda svo útgerð þaðan hefur án efa verið stýrt annars staðar frá. Leifar selstöðunnar í dalnum gætu því verið fornar, enda bendir lögun rýmanna til þess.
Eilífsdalur er þriðji stærsti dalur Esju. Í hömrum innst í dalnum er að finna eina erfiðustu ísklifurleið á Íslandi, Þilið, en lagt hefur verið til að hamrarnir taki nafnið Eilífshamar. Eilífsdalur er mjög vinsælt ísklifurvæði. Dalurinn hentar mjög vel til skíðagöngu en snjóa leysir oft seint á vorin og reyndar stundum ekki fyrr en í júní. Þegar horft er á lóðrétt standbergið lárétt er ekki að undra að þangað sæki áskorunarofurhugar. Fyrir venjulegan göngumann væri það afrek að fara um Gunnlaugsskarð, svo brött er hlíðin. Víst er að leiðin er ekki fyrir lofthrædda.

Dyljáarsel

Dyljáarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Innst í dalnum, upp og innan við Þverá, er hlaðið gerði, líklega kvíaból. Annað svipað átti eftir að koma í ljós í austanverðum dalnum. Millum þeirra er Eilífshóll eða Eilífshaugur („allhár hóll eða bali, sem nær niður undir láglendi“). Frá balanum er fagurt útsýni út dalinn. Sá, sem á rananum hefur dvalið, hefur haft útsýni yfir allan dalinn – og rúmlega það. Staðsetninginn er hin ákjósanlegasta grafstæði fyrir mann, sem unni landi sínu.
Austan í dalnum er Þormóðsurðin fyrrnefnda. Ofan hennar er hlaðið brygi refaskyttu, enda átti þar að hafa verið greni fyrrum. Byrgið er umleikis stórra steina, sem hlaðið hefur verið ofan á. Sæti er í byrginu og hið ágætasta útsýni til suðvesturs niður að Lambatanga.
Skammt neðar og norðar er varða. Skammt frá henni er annað hlaðið kvíaból. Líklega eru kvíabólin tengd örnefninu Lambatangi, sem þarna er. Enn ofar eru leifar af vörðu. Hún gæti gefið vísbendingu hvar grenið var að finna í dalnum.
Haldið var niður Eilífsdal að austanverðu. Rifjuð var upp örnefnalýsing fyrir Meðalfell. „Á móti Eilífsdal, austan við Dælisá, er allstórt sund, sem Eilísdalssund heitir. Við norðvestur horn þess í bugðunni, sem þar er á Dælisá, er topplagaður malarhóll hár, sem heitir Sandhóll. Sunnan við Holtin og Sundin er allstór mýri, sem heitir Selmýri. Framan við hana er Selið á valllendisbala, sem þar er.

Meðalfellsel II

Meðalfellssel II – uppdráttur ÓSÁ.

Selið er næstum beint niður undan upptökum Drápskriðulækjarins. Þarna fyrir framan hækkar landið nokkuð. Tekur nú við önnur allstór mýri, sem nær neðan frá árbakka og upp undir brekkur, hún heitir Háamýri fyrir framan Sel.“
Ljóst var að ganga þurfti niður að Selmýri, framst í dalnum austanverðum. Á leiðinni var svæðið skoðað mjög vel, en það var ekki fyrr en komið var að grónum hólarana syðst í Selmýrinni að komið var að tóftum, Meðalfellssel I, þeim syðsta. Þar mótaði fyrir hleðslum, en rými voru ekki greinanleg. Stekkur virðist hafa verið norðvestan undir hólnum, rétt ofan við mýrina. Lækur, Drápuskriðulækur, virðist hafa breytt um farveg og rennur nú svolítið norðar. Ljóst er að selstígurinn hefur verið bæði langur frá bænum og blautlegur hið næsta selinu. Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um selstöðu frá Meðalfelli: „Selstaða í heimalandi og er þar mótak nóg til eldingar.“ Jafnframt er þess sérstaklega getið að selvegur væri erfiður yfir torfærar keldur. Þar sem staðið var á selstæðinu virtist augljóst að staðsetning selsins var byggð á tveimur ástæðum; annars vegar að gefa til kynna yfirráð yfir landinu á ystu mörkum og hins vegar til að nýta valllendið neðanvert. Í Jarðabókinni er þess einnig getið að Hurðarbak hafi haft selstöðu með Meðalfelli.
Í norðaustur frá selinu virtust augljósar tóftir sels; aflíðandi gróinn hóll ofan mýrinnar, Meðalfellssel II. Þegar að var komið reyndist vera um hólmyndun að ræða. Af þúfnamyndun og sléttun að dæma á hólnum var augljósar steinaraðir er mynduðu stekk. Sunnan við hann mótaði fyrir þremur  fremur óljósum tóftum.
Til að taka af allan vafa um að aðrar selminjar kynnu að vera nálægt Drápuskriðulæk eða nágrenni var svæðið kannað af nákvæmni. Engar aðrar minjar fundust.
Að sögn Aðalsteins Grímssonar, bónda í Eilífsdal, hefur hann búið þar í tæp 40 ár. Hann benti á tóftir Eilífsdalskots skammt norðaustan bæjarins, en þar eru nú sumarhúsalóðir. Kotsins er ekki getið í Jarðabókinni 1703.
Skammt norðaustar eru Valshamrar, tveir bergstandar. Þeir hafa verið vinsæl bergklifursvæði.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Eilífsdal.
-Örnefnalýsing fyrir Meðalfell.
-Loftmyndir.

Dyljáarsel

Í Dyljárseli.

 

Lambhagi

Eftirfarandi grein eftir Gísla Sigurðsson um Hraunabæina, „Suður í Hraunum„, birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1978:

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir í Hraunum – tilgáta.

„Hraunamennirnir gapa hvorki né góna lengur, því þeir eru engir til utan einn maður. Skilyrði til nútíma búskapar eru þar naumast fyrir hendi, en unaðslegt er að ganga þar um í góðu veðri.
Suður í Hraunum er mikill unaðsreitur, sem fáir vita þó um. Þar eru djúpir grasbollar og háir hraunhólar.
Komin er sólin Keili á og kotið Lóna, Hraunamennirnir gapa og góna, Garðhverfinga sjá þeir róna. Þær byggðir, sem við taka á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, voru fyrr meir kallaðar einu nafni „suður með sjó“. Færi einhver að ná sér í skreið eða annað sjómeti „suður með sjó“ þurfti ekki að skýra þaö nánar. Þessar byggðir voru ekki búsældarlegar; sjórinn var gjöfulli en landið. Fátæktin var einatt förunautur þeirra, sem bjuggu á kotunum suður með sjó, hvort heldur það var allar götur vestur í Leiru, í Höfnum, á Vatnsleysuströnd eða suður í Hraunum.
Straumur-800Nú er byggðin í Hraunum nánast að engu orðin. Eftir standa fáein hús, sem sumpart eru auð og mannlaus og sumpart hefur verið breytt í sumarbústaði. Enda þótt þessi gamla byggð sé í næsta nágrenni við þéttbýli Reykjavíkursvæðisins, munu þó næsta fáir, sem vita um tilvist hennar eða þangað hafa komið. Þeim sem óljósar hugmyndir hafa um Hraunin, skal bent á, að sú byggð hefst þegar komiö er framhjá Álverinu í Straumsvík á leið til Keflavíkur. Sveigt er út á malarveg hjá Straumi, sem dregur trúlega nafn sitt af fallegum lindum með bergvatnsstraumi, og líður undan hrauninu og myndar fallegar tjarnir á leið sinni út í víkina.
Leiðin liggur um hlaðið í Straumi, þar sem stendur þrístafna timburhús í herragarðsstíl og er þó í eyði. Þetta glæsilega íbúðarhús byggði Bjarni Bjarnason, sem síðar varð landskunnur maður sem skólastjóri á Laugarvatni.
Ottarsstadir eystri-800Hann var þá kennari og skólastjóri í Hafnarfirði, en hafði fjárbú og ráðsmann í Straumi og var þá kominn í kynni viö Jónas frá Hriflu. Þaðan og frá Guðjóni Samúelssyni komu áhrifin, sem leiddu til burstabæjarins í Straumi og síðar var þessi stíll endurtekinn í byggingu héraðsskólans á Laugarvatni. Húsið í Straumi var byggt 1927.

Stóri-Lambhagi

Tóftir Stóra-Lambhaga.

Þegar ekið er inn á bílastæði álversins, verða tóftir þar sem hallar niður í fjöruna og standa vel uppi. Þar stóð bærinn Stóri-Lambhagi og á hraunhrygg, sem skagar út í Straumsvíkina, stóð Litli Lambhagi. Báðir þessir bæir fóru í eyði fyrir löngu. Annað bæjarstæði, sem ekki sést af veginum, er á vinstri hönd, þegar farið er suðurúr. Þar hétu Þorbjarnarstaðir og standa þar uppi túngarður og traðir ásamt með rústum af bænum. Þar var hætt búskap um 1930. Þurrabúð eða hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum var nær veginum, þar sem nú stendur sumarbústaður undir fallegri brekku. Þar hét í Gerði.
Sé farið um hlaðið í Straumi, liggur malarvegur áfram til norðurs og vesturs yfir hraunhryggi og gjótur, sem því miður hafa of oft orðið athvarf fyrir bílhræ og er til mikilla lýta.

Þýskabúð

Þýskabúð.

Út með víkinni stendur Þýzkabúð ennþá uppi og utar í hvarfi stóð Jónsbúð. Þýzkabúð fór í eyði fyrir 1950 og telur Gísli fræðimaður Sigurðsson í Hafnarfirði, aö nafnið sé dregið af því, að Þjóðverjar hafi verzlað þarna fyrir margt löngu.
Á graskraga, sem verður á hraunjaðrinum vestur með ströndinni, hefur verið einna búsældarlegast í Hraunum og raunar er þar eini grasbletturinn, sem máli skiptir. Þar stóðu bæirnir Eystri og Vestari Óttarsstaðir og bærinn á Vestari Óttarsstöðum stendur enn meö þeim glæsibrag, að ástæða væri til að varðveita hann.
ottarsstadir vestri-800Heiðurinn af því eiga systur, sem þar ólust upp og eignuðust síðan jörðina og búa þar á sumrum. Þar er ævintýri líkast aö koma; svo vel er allt varðveitt og bærinn snýr hvítmáluðum bárujárnsþiljum til suðurs.
Á Eystri Óttarsstööum stendur timburhús, sem ekki er haldið við, en Guðmundur bátasmiður, sem þar er upprunninn, hefur byggt sér íbúðarhús lítið eitt austar og skýli yfir bátasmíðina. Þar stendur uppi
í fjörunni flak af timburskipi, sem hefur orðið málurum yrkisefni og fallegt á sinn hátt, enda þótt það hafi lokið hlutverki sínu. Guðmundur bátasmiður hafði á orði við okkur Helga Sæmundsson að dregist hefði úr hömlu að bera eld að því, en við báðum hann lengstra orða að þyrma flakinu.
Hus GudmundarStundum er mönnum svo mikið í mun að eyða því, sem ónýtt er talið, að þeir gá ekki að því að það geti haft neitt annað gildi. Í nánd við Hafnarfjörð stóðu ekki alls fyrir löngu nokkur falleg flök af timburskipum, sem ævinlega voru augnayndi. Mikið kapp var lagt á að fjarlægja þau með krafti stórvirkra véla og heföi verið nær að beina orkunni gegn mengun frá fiskimjölsverksmiðjunni ellegar smekkleysi Olíufélagsins, sem blasir við meira en flest annað í Hafnarfirði.
Á bæjunum í Hraunum var nálega einvörðungu stundaður fjárbúskapur og stílað uppá beit. Þar er snjólétt, en heyfengur hefur líka verið næsta lítill. Útræði var úr Óttarsstaðavör og Straumsvík.
Sumarbústaðir hafa risið þarna í lautum, en ekki ber mikið á þeim og þurrabúðin Eyðikot frá Óttarsstöðum hefur verið byggð upp og er nú glæsilegur sumarbústaður.
Gudmundur batasmidurVestan við Óttarsstaði þrýtur
graslendi og verður úfið hraun, sem runnið hefur fram í sjó. Er þar spölkorn, sem aldrei hefur byggzt, unz kemur að Lónakoti. Þar stendur íbúðarhúsið uppi að nokkru leyti, en ekki hefur verið búið þar síðan Lónakot fór í eyði eftir 1950. Síðasti bóndi þar var Sæmundur Þórðarson frá Vogsósum en nú á Kornelíus kaupmaður Lónakotið og hefur þar kindur. Beit þótti góð í Lónakoti, en túnið var aðeins örlítill bleðill og lá sífellt undir skemmtum af ágangi sjávar. Ekki voru skilyrði til lendingar viö Lónakot og því ekkert útræöi þaðan. En við Óttarsstaðavör hafa þeir staðið gallvaskir og skinnklæddir við sólarupprás og horft á Garðhverfinga róna eins og segir í vísunni.“

Lambhagi

Litli-Lambhagi; eldhúsið.

Gísli skrifaði einnig eftirfarandi grein um Hraunabæina í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000:
NÚTÍMINN fór að mestu leyti hjá garði í Hraununum, en hann sést tilsýndar þaðan. Álverið gnæfir yfir í næsta nágrenni og skammt fyrir sunnan, á Keflavíkurveginum, æðir umferðin viðstöðulaust fram og til baka. Ef til vill er það þversagnarkennt, en nú er hægt að njóta þessa umhverfis einmitt vegna þess að nútímanum þóknaðist að koma ekki við í þessari horfnu byggð. Annars væri búið að setja jarðýtur á alla þessa grjótgarða sem falla svo vel að landinu; það væri búið að moka hólunum ofaní lautirnar, mylja hraunið til að ýta upp vegum og síðan væru athafnaskáldin búin að byggja eitthvað flott úr steinsteypu. En fyrir einhverja guðslukku fóru framfarirnar þarna hjá garði. Og Hraunamennirnir höfðu ekki bolmagn til þess að bylta umhverfinu. Það mesta sem vélaöldin hefur skilið eftir sig eru nokkur bílhræ.
Eydikot-800Svo að segja beint suður af Straumsvík, snertuspöl handan við Keflavíkurveginn, eru rústir bæjarins á Þorbjarnarstöðum. Ekki ber mikið á þeim; grasbeðjan miskunnar sig yfir þessi fátæklegu mannanna verk. Um búskap og mannlíf á Þorbjarnarstöðum er næsta lítið að finna í rituðum heimildum, en búsetu þar lauk eftir 1930. Svo er að sjá af tóftunum að þarna hafi alla tíð verið torfbær. Í kring er talsvert graslendi sem verið hefur tún. Hlaðnir túngarðar standa enn uppi, svo og Þorbjarnarstaðarétt. Einn af morgum fallegum blettum í landi Þorbjarnarstaða, sem nú er í eigu Hafnarfjarðar, er við tjarnirnar sem verða inn af Straumsvík. Þar eru silfurtærar upppsprettur undan hraumnu, vatnsból sem  ekki hefur brugðist.
Þyzkabud-800Steinsteypuöldin náði ekki til Hraunabæjanna svo teljandi væri; þó á að heita svo að standi uppi íbúðarhúsið Þýzkubúð. Hvort þessi hjáleiga frá Straumi hefur einhverntíma verið nefnd Þýzkabúð er ekki vitað.
En samkvæmt talshætti í Hraununum heitir húsið Þýzkubúð og er nafnið rakið til þess að Straumsvík var verzlunarstaður frá árinu 1400 og fram yfir 1600, en þá vöndu þýzkir og enskir kaupmenn komur sínar til landsins.

 

Straumur

Hróf ofan Straumsvarar.

Þá voru verzlunarbúðir þýzkra höndlara settar upp við varir út með Straumsvíkinni og þótt aldir hafi liðið eru nöfnin enn við lýði: Þýzkubúð og Þýzkubúðarvarir syðri og nyrðri. Nú stendur íbúðarhúsið í Þýzkubúð eitt til minningar um verzlunarstaðinn og hjáleiguna sem síðan reis þar. Húsið er af sér gengið, opið fyrir veðrum og vindi, hryggðarmynd. Samt var þetta steinsteypt hús, en hvenær það reis virðist enginn vita með vissu; það var snemma á öldinni. Síðar var byggt við það einhverskonar bíslag sem hangir uppi. Á barnsaldri átti Eiríkur Smith listmálari heima um tíma í Þýzkubúð.
ottarsstadir eystri-801Lítið eitt utar með víkinni og örskammt frá sjávarkambinum og Jónsbúðartjörn var þurrabúðin eða hjáleigan Jónsbúð á örlitlum túnbletti. Grjótgarður í kring, hraunhólar og grasigrónir bollar.
Jónsbúðarvör er beint niður af bænum og skaga Skötuklettar út í Straumsvíkina sunnan við víkina. Tvær samliggjandi tóftir sýna hvernig bærinn hefur verið, en Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar lét kanna Jónsbúð með prufuholugreftri og Fornleifafræðistofan hefur staðið að samantekt þar sem sjá má niðurstöður Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings. Líklega var ekki eftir neinu stórkostlegu að slægjast, enda fátt markvert sem kom í ljós. Þó voru rústir bæjanns nær óspilltar; ekkert jarðrask hafði átt sér stað þar.

Ástæða er til þess að vekja athygli á þessum stað vegna þess að að minjar af þessu tagi eru hvergi sýnilegar lengur á höfuðborgarsvæðinu.

Jónsbúð

Jónsbúð – tilgáta ÓSÁ.

Staðurinn geymir allar þær minjar sem við má búast að sjáist eftir þurrabúð eða hjáleigu; þar á meðal bæjarhús, túngarð, skepnuhús, vör, vörslugarð, hjall, sólþurrkunarreit og vatnsból. Tvær prufuholur sem grafnar voru í gólf bæjarhúsanna leiddu í ljós brennd og óbrennd bein fiska, fugla og spendýra. Kindakjöt, fiskur og fugl hefur venð á borðum í Jónsbúð og svartfugl gæti hafa verið veiddur til matar. Þrátt fyrir túna- og slægjuleysi hefur einhvern veginn verið aflað heyja handa einni kú. Önnur tóftin leiðir í ljós að þar hefur verið hálfþil og bæjardyr, en jafnframt fjós, og sást það á flórnum. Úr fjósinu hefur síðan verið gengið lítið eitt upp í baðstofuna, enda var sú skipan vel þekkt og hugsuð til að nýta hitann frá þlessuðum skepnunum.
Á baðstofunni hefur verið hálfþil og gluggi. ottarsstadir eystri-803Það er þurrabúðargerð hin yngri, sem svo er nefnd, en eldn gerðin var alveg án þilja, glugga og bursta; þesskonar bæir urðu nánast eins og hverjir aðrir grasi grónir hólar í landslaginu. Ekki er vitað um upphaf Jónsbúðar en búið var þar á 19. öldinni og eitthvað fram á þá 20. Tvö steinhlaðin mannvirki vekja athygli þegar ekið er eftir vegarspottanum vestur frá Straumi. Annarsvegar er mannhæðarhá tóft úr tilhöggnu og steinlímdu grjóti. Hún heitir Gíslatóft og var í henni útieldhús frá Óttarsstöðum eystri. Vestar er Eyðikot, sem nú er sumarbústaður í burstabæjarstíl og með fagurlega hlöðnum veggum úr hraungrjóti og veruleg prýði er að grjótgarði framan við húsin.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir eystri – eldhús.

Þarna stóð áður hjáleiga með sama nafni; einnig nefnd Óttarsstaðagerði. Umhverfi Óttarsstaðabæjanna er búsældarlegt á móti því sem menn hafa þurft að búa við á öðrum Hraunabæjum. Þarna eru grasgefin og ræktarleg tún sem hestamenn virðast nýta til beitar.
Í Jarðabókinni frá því skömmu eftir 1700 er einungis nefnd ein jörð sem heitir Óttarstaðir, en að auki þrjár hjáleigur; Eyðikotið var eitt af þeim. Jarðardýrleikinn er óviss, segir Jarðabókin og jafn óvisst er hvort átt sé við báðar Óttarsstaðajarðirnar, en kóngurinn á slotið og leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða.
lonakot-800Auk þess eru kvaðir um mannlán á vertíð, „item tveir hríshestar“ sem taka á í Almenningi og „leverast in natura“ heim til Bessastaða.
En það er sama sagan og í Lónakoti og áður var nefnt: Ábúandinn kvartar yfir því við Bessastaðavaldið „að ærið bágt sé orðið hrís að útvega og meinar sér léttara vera fyrir þessa tvo hríshesta að betala tíu físka, þá guð gefur fiskinn af sjónum“.
Fimm kýrfóður á túnið að gefa af sér og hefur þótt ekki lítil búsæld í Hraunum. Af hlunnindum nefnir Jarðabókin útigang „þá mestu hörkuvetur ei inn faiia“, hrognkelsatekja er í lónum þegar fjarar, heimræði er árið um kring, lending í meðallagi, en lítil rekavon.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – skipasmíðastöð við Óttarsstaðavör.

Gallar jarðarinnar eru hinsvegar að engjar eru ekki til, að gripir farast stundum í gjám þegar snjóar yfir liggja og afleitt er það líka að torfstunga, þ.e. torfrista, er nánast engin. Vatn var sótt í djúpan brunn í túninu á aðfallnu, en vatnið í honum var alltaf ferskt. Þar gilti sama lögmál og í lónunum sem áður voru nefnd. Þessi brunnur er með grjóthleðslu að innanverðu, en því miður hálffullur af plasti og öðru sem fokið hefur í hann.
Gamalt íbúðarhús er á Óttarsstöðum eystri, en það er ónýtt vegna hirðuleysis. Í gegnum brotna glugga og opnar dyr eiga snjór, regn og vindar greiða leið, en á hlaðinu skartar vörubílshræ.
ottarsstadir vestri-802Annað bílhræ er í fallega hlaðinni tóft lítið eitt sunnar. Óttarsstaðahúsið er samt sögulega merkilegt. Upphaf þess má rekja til skipsstrands sem varð við Þórshöfn, skammt sunnan við Stafnes árið 1881. Þá rak kaupfarið Jamestown mannlaust að landi og var bjargað úr því góðum feng af dýrindis húsaviði, um 100 þúsund plönkum. Þótti þetta mikil himnasending í timburskortinum og risu af þessum viðum mörg ný hús suður með sjó og þetta eina hús í Hraununum, á Óttarstöðum eystri. Húsið var síðar bárujárnsklætt.

Áður hafði bærinn á Óttarsstöðum eystri verið vestar, uppi í brekkunni hjá vesturbænum. Fátt er þar til minja um hann annað en hlöðuveggir sem hafa verið fágætlega vel hlaðnir og standa enn.

Óttarsstaðir

Hesthúsið að Óttarsstöðum eystri. í gamla bæjarstæðinu.

Síðustu ábúendur á jörðinni, hjónin Guðrún Bergsteinsdóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson hættu búskap þar 1952. Síðasti maður sem hafði fasta búsetu í Hraunum var hinsvegar Guðmundur sonur þeirra. Hann var bátasmiður og byggði sér hús niðri við fjörukambinn, en það er nú horfið. Guðmundur bátasmiður lézt 1985. Þennan jarðarpart, sem talinn var 5 ha, á fjölskyldan þó ekki lengur. Guðni Ívar Oddsson keypti hann 1979 og flutti síðan til Ameríku. Hann er dáinn en sonur hans, Paul I. Oddsson, erfði jörðina og hefur hann aldrei til Íslands komið.
Þyskabud-803Spölkorni vestar og uppi á hæð stendur bærinn á Óttarsstöðum vestri, fallega varðveittur timburbær, bárujárnsklæddur, og gefur góða hugmynd um útlit bæja snemma á öldinni áður en steinsteypuöld hófst. Þarna er fallegt bæjarstæði og líklega það elzta í Hraunum, einkum er víðsýnt út yfir Norðurtúnið, Langabakka og flóann til norðurs. Til suðurs sést minna en ætla mætti, því hraunbrúnin þar er há. Vestur af bænum hefur myndast hryggur tignarlegra hraunhóla og eftir honum endilöngum er frábærlega fallega hlaðinn grjótgarður. Austan við bæinn, þar sem eru grasi grónar lautir, er merkilegur hraunhóll í einni lautinni. Hann er svo sprunginn að hann er ekki kallaður hóll, heldur Hrafnagjá, enda hægt að ganga á jafnsléttu í gegnum hann á ýmsa vegu. Munnmæli herma að kirkjugarður hafi verið hjá Óttarsstöðum og hefur verið talið að enn móti fyrir honum. Þar eru og leifar af bænahúsi.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestri.

Á Óttarsstöðum vestri var búið til 1966, en bænum hefur verið vel við haldið. Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum vestri voru Ragnheiður Hannesdóttir, húsfreyja á Óttarsstöðum vestri, og Guðmundur Sigurðsson, bátasmiður á Óttarsstöðum, síðasti maður sem átti heima í Hraunum.
Síðustu ábúendur á Óttarsstoðum eystri voru hjónin Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ingvarsson frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau hófu búskap þar 1918, keyptu jörðina þá og bjuggu þar til 1966, en dóu þá með þriggja vikna millibili.
ottarsstadir eystri-805Þau Óttarsstaðahjón áttu tvær dætur, Jónínu og Ragnheiði, sem er 84 ára og lét greinarhöfundi ýmislegt gagnlegt í té. Hún minnist þess úr föðurhúsum að faðir hennar sló allt túnið með orfi og ljá, enda var það ekki véltækt. Bústofninn var um 100 kindur þegar mest var, einn hestur og tvær kýr. Síðustu fimm árin bjuggu þau aðeins með kindur. Ragnheiður minnist þess að fénu var haldið að fjörubeit og þá staðið yfir því, en langmest var þó beitt á hraunið. Faðir hennar og Sigurður bóndi á Óttarsstöðum eystri reru saman til fiskjar þegar gaf á sjó, en þeir fóru aðeins skammt út fyrir og aldrei var vél í bátnum. Vestur með sjónum voru fiskbyrgi, sem enn sjást. Þar var fiskurinn þurrkaður. Börn Ragnheiðar og Jónínu eru núverandi eigendur jarðarinnar og þau eiga heiðurinn af
því að halda bænum í góðu horfi.
Vestur frá Óttarsstaðavör er malarkamburinn næstum þakinn lábörðum steinum, sem einu sinni voru hraunklappir og hafrótið braut upp. Það kom í ljós í Surtsey að brimið við ströndina þurfti ekki ýkja langan tíma til þess að gera lábarinn hnullung úr hrjúfum hraunsteini. En vörin hefur myndazt með því að hraunrani, sem oft flæðir yfir, girðir fyrir að norðanverðu. Þar fyrir utan snardýpkar skyndlega, sögðu mér kafarar sem voru að skoða sig um á botninum. En nú ýtir enginn lengur úr Óttarsstaðavör.“

Óttarsstaðir

Óttarsstaðavör.

Eftirfarandi grein birtist í Vísi árið 1969 um síðasta bóndann við Straumsvík:
Hin mikilfenglegu mannvirki, sem rísa upp norðan Straumsvíkur, vekja athygli þeirra vegfarenda, sem ekki eru þar daglega á ferð. En sjálfsagt verður það með þau eins og margt annað, að vaninn slævir eftirtektina og hin því nær kílómetralanga verksmiðjubygging hættir að vekja sérstæð viðbrögð augans.
Hraunið, sem nú hefur verið brotið niður, bjó yfir dulrænni fegurð í litbrigðum ljóss og skugga. Á því var aldrei hinn óumbreytanlegi kuldasvipur steinmúranna. Lifandi mosafeldur brosti við skapara sínum eins og önnur jarðarinnar börn.
ottarsstadir vestri-805Árið 1891 bjuggu í Stóra-Lambhaga i Hraunum, Guðjón Gíslason og Kristbjörg Steingrímsdóttir. Þann 21. september það ár fæddist sonur þeirra Magnús. Þá var fjölbýlt í Hraunahverfinu, enda fólkið margt, búskapur nokkur og áraskipaútgerð. Guðjón var útvegsbóndi, hélt út og stjórnaði sjálfur sex rónu skipi, varð honum gott til manna, því hann var ötull sjósóknari og aflasæll. Þótt oft væri snöggslægt Lambhagatúnið eftir langvarandi þurrka, tókst honum oftast að hafa tvær kýr og rúmlega eitt hundrað sauðfjár. En sum ár varð hann að sækja nokkurn heyskap inn á Álftanes. Á þessum tíma voru eftirtalin býli og hjáleigukot í Garðahreppi sunnan Hvaleyrar: Stóri-Lambhagi, Litli-Lambhagi, Gerði Þorbjarnarstaðir, Péturskot, Straumur, Þýzkabúð, Jónsbúð, Kolbeinskot, Eyðukot, Óttarsstaði og Lónakot. Það var yzti bær í Garðahreppi hinum forna.
Eins og fyrr er sagt, var mikil sjósókn frá þessum bæjum meðan ennþá var öld áraskipanna. Oftast var stutt róið. Aðalmiðin voru Lóndjúpið, Brúnin eða vestur á Svið. Til bar það, að farið var út í Garðssjó væri ördeyða á innmiðum, en þangað var að eins farið á velbúnum skipum að forviði, veiðarfærum og mann afla.
Eydikot-802Venjulega var aflavon þangað til togararnir fóru að skafa botn inn meðfram ströndinni, þá skipti sköpum. Ýmsir útvegsbændur voru brúnaþungir þegar þeir sáu aðfarirnar. Fullir pokar voru dregnir upp. Koli og lúða var hirt en öðrum fiski var hent og flaut hann dauður um allan sjó. Þetta varð til þess að sumir fóru að sækja í togara. Aðrir voru svo stórir af sjálfum sér að þeir höfðu ekki skap til en sátu í landi með sárt ennið, og bölvuðu ástandinu án þess að fá nokkuð að gert. Á vertíðinni var oft margt að komumanna, sem reru á útvegi heimabænda. Lending var fremur góð umhverfis Straumsvíkina bæði í Stóra-Lambhaga og þó sérstaklega við Straum eða í Straumsós en inn á hann varð aðeins komizt á flóði og þarna er mikill munur flóðs og fjöru.
Á þessari öld, þegar ýmiss konar skoðanakannanir virðast vera mjög ofarlega á dagskrá, er það ekki óalgengt, að þeir sem fræðast vilja taki upp símann, velji númer og spyrji um álit manna, sem þeir aldrei áður hafa átt nein samskipti við. Vel má vera að með svona hátta lagi þyki sumum sér nóg boðið, jafnvel þótt orðnir séu aldurhnignir og hafi á langri leið ýmsu kynnzt og mörgu vanizt.

Straumur

Straumur 1935.

Bifreiðin undir stjórn Magnúsar Guðjónssonar rennur mjúklega suður Hafnarfjarðarveginn. Hann er kunnugur þessari leið gamli maðurinn, því frá árinu 1916, að hann tók bifreiðastjórapróf hjá Agli Vilhjálmssyni, hefur hann oft setið undir stýri og lengst af milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hann vildi gjarnan láta fólkinu í sín um heimabæ góða þjónustu í té og auðvelda því ferð til höfuðstaðarins. Árið 1922 fékk hann Kristján vagnasmið til þess að byggja fyrir sig farþegahús á vörubíl. Það rúmaði 13 manns. Þá varð Steindór Einarsson reiður og sagði að með þessu væri Magnús að stofna til harð vítugrar samkeppni við sína dýru og fullkomnu fólksbíla, en hann hafði þá keypt eina tuttugu slíka.

Gudmundur batasmidur-2

En Magnús lét sig ekki og hélt sínu striki, sagði aðeins: „Stærri bifreiðar til fólksflutninga er það sem koma skal“, og sú varð raunin á. Það sá Steindór síðar.
– Sjáðu, hérna, þar sem við ökum meðfram höfninni í Hafnarfirði var áður sjór. Þetta er nýtt land giört af mönnum. Þar sem vegurinn liggur framan undir hamrinum var áður hyldýpi. Í Ásbúðum bjó Andrés Jónsson. Ásbúðir, það er litli bærinn með fánalitunum þarna undir brekkunni Andrés safnaði fornminjum. Ég starfaði að þessu með honum af og til í fimmtíu ár, ók út um sveitir og sótti muni. Nú er sérstök deild í Þjóðminjasafninu, sem varðveitir þessar minjar, — Ásbúðasafnið.
— Hér er Óseyrin, þar var áður býli og oftast vel búið. Einu sinni átti þar heima Ísak í Fífuhvammi. Einar Þorgilsson útgerðarmaður þurrkaði fisk á grandanum framan við eyrina. Þarna syðst er svo Hvaleyrin. Sú jörð átti landamerki móti Stóra-Lambhaga. Í Óseyrarog Hvaleyrartjörnum var fyrrum; -mikil rauðsprettuveiði.
-Já, ég man vel aðra mynd af Hafnarfirði en þá sem nú er sýnileg þeim sem um veginn fara.
Nú erum við komnir móts við hið mikla mannvirki — Álbræðsluna — sem reist hefur verið á landi Stóra-Lambhaga.

Lambhagi

Lambhagi – grunnur íbúðarhúss. Eldhúsið fjær.

— Hér er orðin breytt síðan ég var að smala hraunin og ára skipum var hrundið á flot og ráð ið til hlunns í Straumsvíkur- og Lambhagavörum. Fyrstu sjóferðina fór ég 9 ára gamall. Ekki mun þá hafa verið til mikillar liðveizlu ætlazt enda var pilturinn lítt til stórræða, því sjóveikin þjakaði mig mjög og var svo jafnan, enda þótt ekki þýddi að láta slíkt á sig fá. Uppeldissystur minni, Margréti Magnúsdóttur, var öðruvísi farið. Hún var bæði kjarkmikil og sjósterk, enda reri hún sem dugandi karlmaður væri og þótti engu síður hlutgeng. Ekki sjaldan kom það fyrir, að hún fór á sjóinn þegar verra var veður og ég kaus heldur að hirða fé föður míns.

Stóri-Lambhagi

Tóftir Stóra-Lambahaga við Straumsvík.

Einu minjarnar um hina fornu byggð í Stóra-Lambhaga er vörina, sem lent var og þetta gamla fjárhús við sjóinn. Í Straumi bjó lengi Guðmundur Símonarson. Hann hafði stórt bú. Þó sérstaklega sonur hans, Guðmundur Tjörfi, hann hafði mikinn fénað. Hjá honum var „Stjáni blái“ oft á veturna áður en vertíð hófst. Stjáni ólst upp hjá séra Þórarni í Görðum, kom þangað 7 ára gamall frá Klöpp í Reykjavík. Séra Þórarinn keypti áraskip handa honum og Óla Garða. Stjáni var mikill sjómaður, ég þekkti hann vel. Þegar hann fór sína síðustu för var ég á bryggjunni í Hafnarfirði. Stjáni var örlítið ör og þegar ég hafði orð á því að honum lægi ekkert, á úteftir, leit hann til mín þeim augum, sem gáfu greinilega til kynna, að það væri hann en ekki ég, er réði þar ferðinni. Mun ég sennilega hafa verið einn þeirra síðustu, sem rétti honum höndina til kveðju.

ottarsstadir eystri-807

Svo „strengdi Stjáni klóna“, settist við stjórn og tók stefnu fyrir Keilisnes. Hann var þá búsettur í Keflavík. Hið snjalla kvæði, sem Örn Arnarson kvað, mun gefa nokkuð sanna hugmynd um þessa síðustu siglingu og einnig um manninn sjálfan, Meðan Stjáni var formaður fyrir séra Þórarin í Görðum reri hann venjulega úr Garðavör og sótti oftast út á Svið.
— í Straumi bjó síðar Bjarni Bjarnason, sem lengi var skólastjóri héraðsskólans á Laugarvatni. Hann var þá kennari í Hafnarfirði. Nú eru því nær öll hraunabýlin í eyði fallin. Að vísu hefur verið rekið svínabú í Straumi, en heyrt hef ég á orði haft, að þeim rekstri mundi senn lokið.

Straumur

Straumur 1930.

Á Óttarsstöðum eru heimilisföst roskin hjón. Húsbóndinn stundar smíðar og auk þess hafa þau nokkur hænsni. Öll þau ár, sem ég var heima í Stóra-Lambhaga, voru í Eyðikoti þrjú systkini – bræðurnir Sveinn og Guðmundur og systirin Steinunn Bergsteinsbörn. Sveinn var sjómaður en Guðmundur var sjálfmenntaður járn
smiður. Hann smíðaði mikið af skónálum og brennimörkum. Smiðjuhurðin bar glögg merki þeirrar iðju. Eins og ég drap á áðan, þá höfðu bændur hér í hverfinu talsverðan búpening. Enda þótt heyfengur væri venjulega rýr, þá kom þar á móti, að sauðfé var mjög létt á fóðrum. Marga vetur kom það aldrei í hús, nema lömbin fyrsta veturinn.
Þegar Thorbjarnastaðarrett-800verri voru veður lá féð í hellisskútum hér og þar í hrauninu. Ef tað safnaðist í þá voru þeir þrifnir og stungið út úr þeim, mátti segja að hér væri um að ræða nokkurs konar fjárhús. Þrátt fyrir það, að hraunið virðist gróðurvana yfir að sjá, þá þreifst féð vel bæði vetur og sumar, en hirðingin var erilsöm, sérstaklega á vorin, því víða eru jarðföll og holur, sem hættuleg eru nýfæddum lömbum og þungfærum ám. Yfir þessu þurfti að hafa vakandi auga.
Það féll oft í minn hlut að sinna þessu starfi meðan ég var drengur heima í Lambhaga, og kunni ég því vel.

Lambhagi

Litli-Lambhagi; útihús og eldhús.

Þó hér sé ekki sprottið til lands að líta er víðáttan fögur og heillandi, sérstaklega á vorin, og hraunið býr yfir meiri og fjöíbreyttari náttúruöflum en ætla mætti þegar menn líta yfir það sem
hraðfara vegfarendur. Það er margur fagur reitur falinn í skjóli hraunborganna. Þeir voru engir smákarlar sumir bændurnir hérna á ströndinni í gamla daga. Guðmundur á Auðnum, Guðmundur í Landakoti, Guðmundur í Flekkuvík og Sæmundur á Vatnsleysu. Þeim Guðmundi á Auðnum og Sæmundi þótti nú sopinn góður og komið gat fyrir að kaupstaðarferðin til Reykjavíkur tæki þá upp undir hálfan mánuð. Þá var komið við á bæjunum, þeginn og veittur beini, sem orsakað gat næturdvöl. En þetta voru dugnaðarmenn, aflasælir og sjálfum sér nógir.

Ottarsstadavor-800

Ég hef svo sem fengizt við ýmislegt fleira en aksturinn, enda þótt ég telji hann hafa verið mitt aðalstarf um ævina. Í tíu ár fékkst ég við útgerð og átti um sjö ára skeið elzta skipið í íslenzka veiðiflotanum, m.b. Njál, 38 lestir að stærð. Nokkuð kom ég einnig við verzlunarsöguna bæði sem
sjálfstæður aðili og nú síðustu átta árin verið innheimtumaður hjá firmanu Nathan & Ólsen.
— Jú, ég kvæntist árið 1913.
Konan mín hét Herdís Níelsdóttir, ættuð úr Hafnarfirði. Við bjuggum saman í 33 ár, þá lézt hún. Við vorum barnlaus og nú er ég einn míns liðs.
— Okkur liggur ekkert á, ég er minn eigin herra í dag.

Straumsvík

Álverið í Straumsvík. Stói- og Litli-Lambhagi nær.

— Aka, jú, ég sé vel til að aka þótt ég sé senn 79 ára gamall. Ennþá les ég gleraugnalaust. Ég hef aldrei ekið hratt ónei, og komizt leiðar minnar þrátt fyrir það.
Sérðu hvernig þeir hafa brotið niður hraunið. Á gömlum fjárgötum fortíðarinnar, hrófum áraskipanna, harðbalatúnum og húsatóftum fornra mannabyggða hafa þeir reist þetta verksmiðjuhús.
— Hvort munu þeir, sem þar ráða ríkjum svara betur kalli sinnar samtíðar en hinir, er áður lifðu þar lífi íslenzkra útvegsbænda?“

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins 7. maí 1978, Suður í Hraunum, Gísli Sigurðsson, bls. 8-9 og bls. 13.
-Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 2000, Byggð og náttúra í Hraunum – Nútíminn fór hjá garði, Gísli Sigurðsson, bls. 4-6.
-Vísir 19. júní 1969, Bóndinn í Straumsvík, bls. 9-10.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestri og eystri.

Straumur

Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, ritaði þrjár greinar í sunnudagsblað Tímans árið 1964 undir yfirskriftinni „Suður með sjó„. Þar segir m.a.:
Hvaleyri„Af Hvaleyrarholti blasir við yngsti hluti Íslands, Reykjanesskaginn. Þar eru engar jarðmyndanir eldri en frá ísöld. Þá hlóðust upp fjöll um sunnan- og austanverðan skagann, en þau hlaða síðan hrauni á hraun ofan og heyja landvinningastríð við hafið, en það sargar og sverfur ströndina og hefur brotið mikið land.
Reykjanesskagi er eyðimörk, hraun hrjóstrug og grett og nær gróðurlaust, eldfjöll, örfokamelar og sandar. Byggðin stendur á vinjum við ströndina, en milli þeirra lágu troðningar um auðnirnar, og þar hefur ótrúlegur fjöldi manna þreytt síðustu göngu sína, lagzt til hinztu hvíldar við götuna.

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin millum Hafnarfjarðar og Voga.

Fyrir daga ferðalaganna miklu þekktu unglingar hér um slóðir hvorki ár né læki nema af afspurn, og hvergi getur hér engjalönd nema í Krýsuvík. Hér þrömmuðu vermenn með mötur sínar á þorra, en skreiðarlestir siluðust um Jónsmessubil … í hitatíð og þurrkum sveittust menn og málleysingjar sárþyrstir á auðnunum, því að víða er óravegur milli vatnsbóla, skálar í kletti, holu niður með hamri eða lindar í fjöru.
„En þegar það brestur, er ekkert vatn utan fjöruvötn, varla nýtandi fyrir seltu, og fyrir þessa orsök missir kvikfénaður bæði nytjar og holda“, segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 í kaflanum um Kirkjuvog. Það rignir engu minna á Reykjanesskaga en annars staðar á Suðvesturlandi, en gljúpur berggrunnur ungra hrauna drekkur í sig alla úrkomu og leiðir jarðvatnið eftir undirgöngum til sævar, og nefnist það fjöruvötn.
hraungjotaReykjanesskaginn liggur í þjóðbraut lægða á norðanverðu Atlantshafi, og þar er glímuvöllur vinda og tilraunastöð skaparans.
Eyðimerkurgróður er jafnan kjarnmikill, og svo er einnig á Reykjanesskaga. Elztu hraunin eru víða kjarri vaxin og tápmiklir skógar lundar á stökum stað, jafnvel reynistóð og mikið er um eini og beitilyng. Hér voru löngum bújarðir góðar og beitilönd og búpeningur gekk sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs landnámsmanns, þangað til Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum sællar minningar í niðurskurðinum 1948. En skorti skagann sífrjóa töðuvelli og akurlönd, þó hafa gullkistur löngum legið í hafinu við túnfótinn.
forngataÁ Reykjanesskaga tóku menn sér fyrst bólfestu hér á landi. Skaginn er hluti af landnámi Ingólfs, og menn sóttu svo ákaft í slóð hans, að hann varð að reka úr túninu, hrekja suma burt úr héraðinu eins
og Ketil gufu. Aðrir öfluðu sér jarðnæðis við gullkistuna með vígfimi eins og Hrolleifur Einarsson í Kvíguvogum, en hann hrakti Eyvind landnámsmann burt af jörðinni. Í árdaga hefur skaginn verið skógi vaxinn og góður undir bú, en sjórinn stórgjöfull. Af þeim sökum hafa menn þyrpzt hingað frá upphafi vega en hagsæld þeirra hefur ekki ávallt verið á marga fiska. Fjárplógsstofnanir kirkju- og konungsvalds settust að bændum við Faxaflóa, því að þar var feitan gölt að flá. Hér á landi hófst opinber skattheimta með tíundarlögunum um 1100, en í kjölfar þeirra sigldi röskun á eignaskiptingunni í landinu. Jarðeigendur settu leigupening, kúgildi, á jarðir sínar og kröfðust leigu af hvoru tveggja, en síðar færðu þeir sig upp á skaftið og lögðu ýmiss konar kvaðir á landsetana.

Borgarkot

Borgarkot á Vatnsleysuströnd – eign Viðeyjarklausturs.

Þeirra verður fyrst vart á jörðum Viðeyjarklausturs um 1300. Sú ánauð á leiguliðum virðist eiga upphaf sitt við Faxaflóa. Algengast var að landsdrottinn bætti fóðrarkvöð ofan á landskuldina, en þar við bættist síðar dagsláttur, mannslán eða dagsverk hjá landsdrottni, hestlán og róðrarkvaðir, þegar sjávarútvegur efldist á 14. öld. Um 100 manns mun hafa þurft á báta Viðeyjarklausturs á Vatnsleysuströnd um siðaskiptin og hafa landsetar þá orðið að halda þeim út á vertíðum. Þegar landseta tók að veitast þungt að rísa undir álögunum, tók hann annan mann á jörðina með sér, leigði honum hjá sér nokkurn hluta hennar og velti yfir á hann sem mestu af afgjöldunum. Þannig varð íslenzka hjáleigubyggðin til, en hjáleigur urðu rúmlega 1/4 hluti eigna, sem hlóðu utan á sig auðæfum eins og snjóbolti, sem veltur ofan brekku. Það risu upp vellauðug stórhöfðingjasetur í landinu, þar blómgaðist íslenzk hámenning, þaðan eru okkur komnar íslenzkar fornbókmenntir.
KapellKlaustur og aðrar kirkjustofnanir voru fengsælastar á fé manna og aðrar fasteignir. Viðeyjarklaustur var stofnað 1226 og varð brátt vellauðugt. Þar var menntasetur, en menntunin kostaði fé, og voru fasteignir bræðrunum einkar geðþekkt kennslugjald. Þeir voru sérfræðingar í fyrirbænum, en bænirnar kostuðu fé, það var hollt sáluhjálp manna að hljóta hinztu hvíld í kirkjugarði í Viðey, en sá náðarstaður kostaði mikið fé, og síðast en ekki sízt þurftu menn að gefa fyrir sálu sinni og greiða fyrir alls konar yfirsjónir. Klaustrið í Viðey eignaðist nær allar jarðir suður með sjó á miðöldum. Bændur reyndu að halda í helztu útvegsjarðirnar, en urðu undan að láta sókn kirkjuvaldsins. Klaustrið hreppti Stóru-Voga 1496, og 1516 sölsaði Ögmundur bæja hér á landi, er stundir liðu. Auk þessa guldu menn skatt til kotunga, manntalsfiska, og margs konar gjöld til kirkna og presta.
kalfatEftir siðaskiptin 1550 hirti konungur eignir klaustranna og eignaðist flestar jarðir á Reykjanesskaga, allar í Hraunum og á Vatnsleysuströnd nema Kálfatjörn, sem var kirkjulén. En kóngur var æðsti maður kirkjunnar og átti því í rauninni einnig kirkjujarðirnar. Af 15 jörðum á ströndinni guldust rúmlega 56 vættir af fiski, þegar konungur tók við þeim, en 113 vættir um 1700. Þannig jukust álögurnar við húsbóndaskiptin og voru þó ærnar fyrir. Bessastaðamenn tóku undir sig hálfa báta bænda og hálfan aflahlut, kröfðust tveggja dagsverka heima á Bessastöðum og urðu bændur að fæða verkamanninn, tveggja hríshesta, og þegar allt hrís var uppurið á Strandarheiði, þá urðu bændur að láta fjórðung af fiski fyrir h
ríshestinn. Þá komu ýmis köll. Bændur voru skyldir að hlýða, þegar Bessastaðamenn kölluðu, hýsa þá endurgjaldslaust, ljá þeim hesta, flytja þá bæði yfir sjó og land vetur og sumar, verka konungsskreiðina og flytja í kaupstað, bera fálka til skips; leggja fálkafénu hey o.s.frv.

Ögmundarhraun

Hraun á Reykjanesskaga.

Veðurfar er milt á Reykjanesskaga. Þar er snjólétt, en umhleypingasamt. Þar hefur hafís ekki lagzt að landi, frá því að sögur hófust, nema á 17. öld (1605, 1635, 1695)! En fólkið, sem byggði skagann, var einhver fátækasti lýður á Íslandi á 17. og 18. öld. Það slapp við allt galdrafargan þessa tímabils. Meðal þess fundust hvorki stórþjófar né höfðingar. Þar var aðeins snauður bændalýður, sem barðist fyrir lífi sínu við máttarvöldin á sjó og landi. Skúli Magnússon landfógeti fer ekki í neinar graf; götur um orsakir örbirgðarinnar. Í lýsingu Gullbringu- og Kjósasýslu frá því um 1784 segir hann meginástæðuna fyrir fátækt manna, sem hefur í svo mörg ár svipt þá nauðsynlegum kröftum til þess að leita sér eðlilegrar lífsbjargar á sjó og landi, vera fjárplóg einokunarkaupmannanna. „Hvorki jarðskjálftar, jarðeldar, snjóar né skriðuföll, eigi heldur harðir vetur, rekísinn frá Grænlandi eða meðfædd leti er meginástæðan, ekki heldur óhóf um brennivín, tóbak eða dýran fatnað.
ovedAllt þetta vekur mikla eftirtekt, af því að fátæktin er orðin svo óskapleg, að menn geta ekki veitt sér nauðsynlegustu föt og fæði, og því síður veitt sér hófsamlegar skemmtanir, þar sem þeir búa við þungbærari vinnu og erfiðari kjör en siðmenntir íbúar nokkurs annars lands í Evrópu nú á tímum. Hitt er annað atriði, hvort einokunarverzluninni verði komið í það horf, að hún geti nokkurn tíma bætt það, sem hún hefur eyðilagt.“

Garðabær

Þorgarðsdys í Arnarnesi.

Fjárkúgun og yfirgangur valdhafa erlendra og innlendra hefur hvergi á Íslandi verið jafngegndarlaus og á Reykjanesskaga. Þar tefldu menn um líf sitt við máttarvöldin á sjó og landi á degi hverjum. Mannfallið í liði þeirra var mikið. Það lægju valkestir af líkum allt í kringum skagann, ef alla þá, sem drukknuðu þar undan landi, ræki á fjörur í einu. Þar féll mikil fylking fyrir hendi böðulsins, og höfðu margir, sem hana skipuðu, ekkert til saka unnið frá okkar sjónarmiði. Dysjarnar við Kópavog skýra þá sögu að nokkru. Hundruð manna urðu úti á götuslóðunum yfir eyðimörkina. Skaginn er samt sem áður ekki einungis stórslysastaður.

storuv

Hér hafa Íslenidingar löngum staðið í návígi við ofureflið, en ávallt hrósað sigri um það er lauk. Þess vegna er íslenzk þjóð til í dag. Það eru til margskonar orrustu vellir á Íslandi, en utan Reykjanesskaga eru þeir að mestu tengdir minningum um bræðravíg, sundrungu, sem leiddi til þess, að Íslendingar fóru flokkum um landið og drápu hverjir aðra. Hér var ráðizt gagn erlendnm ofbeldisseggjum og þeir hraktir af landi brott. Hafnarfjörður, Básendar og Grindavík — eru nöfn, sem eitt sinn skörtuðu í bréfabókum furstanna á Vesturlöndum. Áttu þeir að leggja út í styrjöld um gullkistuna við Reykjanes? Áttu þeir að kaupa land, þar sem umboðsmenn þeirra urðu höfði styttri eins og Týli Pétursson? Þeim leizt ekki á blikuna og létu Dani og Íslendinga eina um hituna. Það var á 16. öld. Eftir allar hörmungar 17. og 18. aldar tekur loks að rofa í lofti, það var slakað á einokunarfjötrunum og konungsjarðir seldar. Einokunin og bændaánauðin var gengin sér til húð ar, verzlunin orðin gjaldþrota, og byggðin á skaganum hafði dregizt saman, jarðir lagzt í eyði um langan eða skamman tíma, jafnvel höfuðbólið Hvalsnes um skeið.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Þegar svo var komið, varð að breyta til og fara að tillögum Skúla Magnússonar, sem skarpast hafði gagnrýnt hina fornu verzlunarskipan. Dómur hans um einokunarverzlunina reyndist réttur. Þegar losnaði um einokunarfjötrana, gerðust kraftaverk við Faxaflóa.
Bjarni Sívertsen (d. 1833), kotungssonurinn úr Selvoginum, gerðist umsvifamikill kaupmaður fyrstur íslenzkra manna, rak stórútgerð og s
tofnaði skipasmíðastöð. Hann eignaðist 10 þilskip og hafði sum í förum milli landa. Þann 5. september hljóp fyrsta þilskipið af stokkunum i skipasmíðastöð hans í Hafnarfirði. Það var merkur atburður í sögu þjóðarinnar. Þar voru aldrei smíðuð mörg þilskip, af því að þau voru mjög dýr og menn höfðu í mörg horn að líta. Fullsmíðuð skúta, 10 lestlr, kostaði yfir þrjú þús. ríkisdali, en 18 konungsjarðir á Miðnesi, á meðal þeirra Hvalsnes, Býjarsker, Gufuskálar, Stóri-Hólmur og Keflavík, voru seldar fyrir tæpa 3.200 ríkilsdali 1791.

gufus

Menn þurftu að kaupa sig úr ánauðinni. Þótt verð jarðanna væri ekki hátt, þá voru ekki margir leiguliðar, sem gátu keypt ábýlisjarðir sínar fyrst í stað, en þeim fór fjölgandi, eftir því sem árin liðu. Um 1820 er meiri hluti jarða á Reykjanesskaga kominn í bændaeign. Það hafði orðið efnahagsbylting á skaganum. Á undraskömmum tíma höfðu menn rétt þar talsvert úr kútnum. Þar var mikill afli, gott i árferði, og menn áttu við stórum bætt verzlunarkjör að búa. Þangað sóttu menn á vertíðum alla leið norðan úr Þingeyjarsýslum.

Árabátur

Árabátur.

Árið 1829 var „vetur svo góður, að varla dóu grös, og fiskafli var mikill syðra.
Sumir fengu á 17. hundrað í, hlut, og um haustið var mikill afli á grunnmiðum“. Sökum hafnleysis voru árabátar, sem hægt var að setja að loknum róðri, hentugustu sjósóknarskipin um Strönd og Suðurnes. Í Hafnarfirði efldist bátasmíði fyrir atbeina Bjarna Sívertsens. Þar voru mestir skipasmiðir þeir Þorsteinn Jónsson bátasmiður á Hvaleyri (d. 1805) og Ólafur Árnason á sama stað og Gísli Pétursson á Óseyri. Sagt er, að Þorsteinn hafi smíðað um 200 báta, en Ólafur um það bil 100 báta, mjög vandaða og vel gerða.

apalh

Nú eignuðust Íslendingar fyrstu lærðu skipstjórana, en þeir námu fræði sín erlendis. Fyrstur er talinn Guðmundur Ingimundarson í Breiðholti við Reykjavík. Hann keypti þilskip til fiskveiða og stýrði því sjálfur. Sú útgerð hófst 1803. Stjúpsonur Bjarna Sívertsens, Steindór Jónsson í Akurgerði í Hafnarfirði, tók sér nafnið Waage (d. 1825), var lærður skipstjóri og stýrði skipum milli landa, en litlu fyrr er talið, að Símon Sigurðsson frá Dynjandi í Arnarfirði hafi stýrt skipi yfir úthafið. Um þær mundir voru þrír óvenjulegir afreksmenn í tölu bænda við Vogastapa: Jón Sighvatsson í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík, Jón Daníelsson í Stóru-Vogum og Ari Jónsson í Innri-Njarðvík. Þeir smíðuðu og létu smíða sér sína skútuna hver og urðu allir miklir útvegsmenn, eins og síðar verður sagt.
helluhÞað var vor í lofti við sunnanverðan Faxaflóa í byrjun 19. aldar. Áður óþekkt framtak og atorka losnaði þar úr læðingi margra alda kúgunar. Frá Innri-Njarðvík kom sá maður, „sem við eigum hvað mest að þakka endurreisn íslenzkrar tungu og bókmennta á öldinni, sem leið“, hinn frægi þýðandi Hómersljóða, Sveinbjörn Egilsson rektor lærða skólans í Reykjavík (1852). Þaðan var einnig ættaður nafni hans og systursonur, Sveinbjörn Hallgrímsson, fyrsti ritstjóri Þjóðólfs.
Hvaleyrarhraun er fremur flatt helluhraun, liggur suður af Hvaleyrarholti. Það er fornlegt og stingur mjög í stúf við Kapelluhraunið, úfið apalhraun, sem hefur verið brotið niður til vegagerðar á stóru svæði umhverfis Kapelluna, dálitla rúst á óbrotnum hraunhólma sunnan við bílabrautina. Þar sem brautin liggur næst sjó yfir Hvaleyrarhraun, er jökulsorfin grágrýtiseyja stráð stórgrýti rétt norðan við veginn.

Hvaleyri

Hvaleyri – Vesturkot.

Þar gægist fram grágrýtisundirstaða hins forna hrauns, en það hefur fallið allt til sjávar. Til marks um aldur þess eru bergstallar, sem sjórinn hefur klappað í það í flæðarmáli, og heita þar Gjögur með ströndinni. Innan frá Hvaleyrarsandi og út að Kapelluhrauni (Bruna, Þórðarvík). Við Hvaleyrarsand eru Þvottaklettar. Þar streymir fram tært vatn í fjörunni, kaldavermsl. Þangað fóru konur frá Hvaleyri með lín sín til þvotta og þurrkuðu þau á Þvottaklettum. Hér telja menn, að komi fram vatn Kaldár, sem hverfur í hraunin fyrir ofan Hafnarfjörð.
Við vegbrúnina fornu liggja björg, sem eitt sinn var þrekraun að þoka úr stað. Efst á Hvaleyrarholti sunnanverðu hvílir klettur við aflagðan vegarspotta. Hann fluttu tveir fullhugar úr vegarstæðinu, 11 ára piltur og þreklítill karl, Gísli Sigurgeirsson og Ólafur Sigvaldason. „Út skyldi skrattinn“, og hér liggur eitt afreksverk þeirra þúsunda, sem brautina ruddu.
raudhRauðhóll nefnist malargryfja austast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krýsuvíkurvegar. Þar stóð áður lítið en snoturt eldfjall, eflaust eitt hið minnsta hér á landi. Hér stóðu tjöld vegamanna, sem ruddu brautina yfir hraunið 1905-1906. Þeir voru allir úr Hafnarfirði, en lágu hér við, fóru aðeins heim til sín í Fjörðinn tvisvar í viku. Vegalengdir voru miklar í þann tíð. Nú er ekkert eftir af Rauðhól nema lágur gígtappi í miðju eldvarpinu, en hann reyndist mokstrarvélum harður undir tönn. Hóllinn er eldri en Hvaleyrarhraun, því að það lá utan á honum á alla vegu og ofan á rauðamölinni, en þunnt moldarlag og kolaðir lyngstönglar finnast á mótum malar og hrauns. Undirlag rauðamalarinnar er barnamold, kísilleir, sem hefur orðið til í ósöltu vatni. Þarna hefur verið tjörn endur fyrir löngu, þegar eldgosið varð. Undir barnamoldinni  er ægisandur með skeljabrotum, svo að hér hefur sjór staðið í eina tíð.
kapelluhrFyrir utan Straum við gamla veginn er Rauðimelur, gíghóll sömu ættar og Rauðhóll, og ónefndur malarhóll innar í hrauninu. Þessi fornu eldvörp liggja í stefnu frá norðaustri til suðvesturs eins og aðrar gígaraðir skagans, og eru þau sennilega á einni gossprungu, en flestir gígar hennar munu þaktir hrauni. Gíslaskarð er skammt fyrir utan Rauðhól við gamla veginn, þar sem hann hverfur milli hraunhólanna. Það lætur ekki mikið yfir sér, en segir sína sögu. Gísli Gíslason, síðar bakari í Hafnarfirði, varð að brjóta veginum leið gegnum hraunhólana með járnkarl og sleggju að vopni. Þá voru hraunin illræmd yfirferðar. Vegamenn voru að vinna í Gíslaskarði, þegar stórbruni varð í Flygenringshúsinu í Hafnarfirði. Þeir sáu reykinn upp af bænum, en vissu ekki hvað um var að vera og fóru því hvergi. Þá voru fáir karlmenn heima í Firðinum eins og oftar á sumrin í þá daga, svo að konur urðu að vinna slökkvi- og björgunarstörfin.
Kkapeapelluhraun tekur við af Hvaleyrarhrauni, ungt apalhraun, sem hefur verið brotið til vegagerðar á stóru svæði. Heildarnafn þess er Bruninn.
Það nefnist Nýjahraun í Kjalnesinga sögu og máldögum fornum og mun runnið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, sennilega á 13. öld. Það er runnið frá um 7 km. langri gígaröð norður frá Vatnsskarði og hefur steypzt fram af sjávarhömrum við ströndina, en sjórinn unnið lítt á því til þessa, af því hve lítill tími hefur gefizt til starfsins. Það dregur nafn af Kapellunni, dálitlu grjótbyrgi á óhreyfðum hraunhólma við syðri brún bílabrautarinnar. Þar liggur ósnortinn hinn forni reiðvegur yfir Brunann.
KapellaVið rannsókn 1950 fannst þar lítið líkneski heilagrar Barböru. Það er forn kristinn siður að reisa smákapellur við vegi mönnum til bænagerðar. Heilög Barbara og nafnið Kapella sannar, að hér hefur verið slíkur bænastaður. Nokkrar sagnir eru tengdar rústinni og fjalla um, að þar hafi verið dysjaður maður eða menn frá Bessastöðum vegnir til hefnda fyrir líflát Jóns Arasonar og sona hans. Ekki munu þær hafa við neitt að styðjast… Bruninn eða Nýjahraun hefur verið illur farartálmi, þegar það brann, og lokaði hér leiðum. Snemma hefur braut verið rudd yfir það, hlykkjóttur stígur, en sæmilega breiður og sléttur, svo að þar var hægt að spretta úr spori. Það er einhver elzta rudda brautin hér á landi. Eldri er Berserkjagata á Snæfellsnesi.
kaÞegar menn bruna bílabrautina fram hjá Kapellunni, geta þeir minnzt þess, að þar liggur hin forna slóð skreiðarlesta, vermanna, förufólks og höfðingja, sem þreyttu göngu eða teygðu gæðingana til verstöðvanna á Suðurnesjum. Hér fóru vopnaðar sveitir í eina tíð til þess að reka erlenda ribbalda úr stöðvum sínum í Gríndavík, hér fóru Hamborgarar með umboðsmann Danakonungs í taumi eða létu hann hlaupa fyrir hestum sínum og vísa sér á konungsskreiðina, og hér lögðu Norðlendingar leið sína, þegar þeir fóru suður á Rosmhvalanes 1551 til hefnda eftir líflát Jóns biskups Arasonar og sona hans.

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Suðurnesjaveginn gegnt Gerði ofan Péturskots, skammt vestan kapellunnar.

Ytri brún Brunans er við Straumsvíkina. Þar liggur bílabrautin beint niður brekkuna, sunnar sveigir gamli akvegurinn sömu leið, en undan honum hlykkjast vagnvegyrinn frá 1906. Hér getur að líta þrjú stig íslenzkrar vegagerðar hlið við hlið, en fjórða og elzta stigið eru troðningarnir við Kapelluna, og víðar gægjast þeir fram við vegbrúnina. Elzti vegurinn er mesta mannvirkið, ef vel er að gáð.
Hann er lagður fyrir farartæki, sem knúið var áfram af einu hestafli. Hann sneiðir brekkur og forðast mishæðir til þess að spara hestum átök og erfiði á löngum og lýjandi lestaferðum. Brúnir vegarins eru rúmlega tvær mannhæðir, fagurlega hlaðnar.
StraGrjótið var borið á handbörum, og verkið lofar meistarana.
Hraunabæir nefndist byggðin við Straumsvíkina og að Lónakoti. Þar voru 14 býli, um þær mundir sem vegagerðin hófst fyrir 57 árum, en aðeins búið á tveimur jörðum, þegar henni lýkur með því að lögð er steypt akbraut um sveitina, en auk þess eru þar nokkrir sumarbústaðir. Hraunabæir þóttu afskekktir, áður en vegurinn var lagður 1906, en svo var þar gott undir bú, að menn dóu þar aðallega úr elli, að því munnmæli herma.
Straumsvík-800Straumsvíkin er fegursti staðurinn á leiðinni út Reykjanesskaga. Þar eru miklar uppsprettur í fjörunni og sæmilegt drykkjarvatn, þegar lágsjávað er. Uppspretturnar, straumarnir, gefa víkinni nafn. Húsin, sem standa að Straumi, voru reist af Bjarna Bjarnasyni. skólastjóra á Laugarvatni, en hann rak hér bú um og eftir 1920. Austan víkurinnar standa fornleg hús eyðijarðarinnar Lambhaga, sem var tijáleiga frá Þorbjarnarstöðum, eyðibýlis í hrauninu sunnan vegar.
Einnig stóðu hér í eina tíð Péturskot og Gerði, en út með víkinni Þýzkabúð og Jónsbúð, og stendur kofi á stað þeirrar fyrrnefndu. Hér var verzlunarhöfn á þeim öldum, er útlendir kaupmenn slógust um hverja krummavík við Faxaflóa. Þegar Þjóðverjar tóku að sækja til Hafnarfjarðar, slógu Englendingar búðum í Straumsvíkinni.

Þýskabúð

Tóft við Þýskubúð.

Þannig var það vorið 1486. Þá unnu Þjóðverjar kappsiglinguna til fjarðarins, svo að Englendingar lögðu skipum sínum við klettana sunnan víkurinnar. Þaðan gerðu þeir áhlaup á Hafnarfjörð, tóku þá Hansakaupfar herskildi og nokkurn hluta áhafnarinnar. Þeir sigldu með aflann til Írlands og seldu þar skipið og mennina 11 að tölu í Calway. Það er eitt hið síðasta, sem vitað er um þrælaveiðar á Íslandi, unz Hundtyrkinn kom hingað 1627.
Vorið 1551 sendi Kristján konungur III skipalið til Íslands til þess að brjóta niður uppreisn kaþólskra manna. Frægasti sjóliðsforingi og víkingur i Danaher um þær mundir var Otti Stígsson. Hann lenti tveimur herskipum á Straumsvíkinni fyrir alþingi. Hernum var ekki veitt nein mótspyrna, af því að Jón Arason biskup og synir hans höfðu fallið fyrir böðulsöxi haustið áður.
kirkjubNorðlingar drápu Kristján skrifara og menn hans seint í janúar um veturinn á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi. Nú varð herinn að vinna sér eitthvað til frægðar og sneri því vopnum sínum gegn bóndanum á Kirkjubóli, Jóni Kenikssyni, og Halli, húsmanni hans í Sandhólakoti. „Þeir voru báðir teknir um sumarið eftir og áttu að flytjast til alþingis. En þeir voru þverbrotnir og bágir viðureignar, fluttu þá að Straumi, og voru þeir þar báðir hálshöggnir. Þar var þá kaupstefna. Höfuðin voru fest á stengur, en bolirnir á hjóli sundur slitnir, og sá til merkis meir en 20 eður 30 ár.“ Þeir Jón og Hallur voru þverbrotnir og bágir viðureignar, svo að herinn þorði ekki með þá til alþingis. Þar var herskipið og kanónurnar svo langt í burtu. Hér svalaði herinn metnaði sínum með því frægðarverki að stegla þá félaga. Hér gat að líta pyndingatækin og líkami píslarvottanna við götuna vegfarendum til áminningar.
Um túnið á Straumi liggur braut að Óttarsstöðum, fornri útvegsjörð í hrauninu utan við víkina. Þar voru kot í túni, m.a. Eyðikot og Lónakot nokkru utar með ströndinni. Þar hrjáði fólk mest um Reykjanesskaga, og brennið, sem þeir stungu undir pottinn á hlóðunum, var oft eingöngu þurrkað þang og þari.
almennAlmenningur var illrændur í eina tíð fyrir það, hve hann var ógreiðfær, og þar var riki huldufólks og drauga. Fá skýr kennileiti eru meðfram bílabrautinni. Goltri heitir hóll, fyrsti verulegi hraunhóllinn, fyrir utan Straum við veginn. Austan við Hvassahraun er Sprengilendi, en nær túninu iiggur brautin milli
Skyggnis og Virkishóla.
Nokkru fyrir utan Goltra liggur vegur af brautinni suður hraunið og yfir á gamla veginn. Nokkru utar liggur annar vegur af honum yfir malargryfju innar í hrauninu. Þarna eru harðbalatún, erfitt um ræktun og engjar engar, en fjárbeit góð. Þótt byggðin standi við steypta bílabraut og háspennulínu, þá hefur rafvæðing íslands ekki náð heim á bæina, og brautin heim er allfrumstæð. Almenningur nefnast fornleg hraun utan við Straum, runnin frá ýmsum eldstöðvum undir Sveifluhálsi, m.a. við Mávahlíðar. Þar er víða talsverður trjágróður þrátt fyrir gengdarlausa rányrkju rúmlega 10 alda. „Rifhrís til kolagjörðar á jörðin í heimalandi, og líður hún á því rifhrísi stóran ágang af Stærri og Mínni Vatnsleysum, ábúendum og hjáleigu mönnum. Annars brúkar jörðin þetta hrís til að fæða kvikfénað í heyskorti. —
ottasb. . . Eldiviðartak er af hrísi mestan part“, segir í kafla Jarðabókarinnar frá 1703 um Hvassahraun.
Hér var mótekja nær engin og reki lítill, svo að hrísið var aðaleldsneyti manna frá upphafi vega, og einnig bithagi búsmalans í harðindum. Þegar það þraut, rifu menn lyng og mosa og þurrkuðu þang til eldsheytis. Menn gengu hart að gróðrinum engu síður en útigangsfé, því að eldsneytis varð að afla, hvað sem það kostaði. Það eru engin undur þótt gróður um Almenning og Strandarheiði sé orðinn tærður af rányrkju margra alda.

Rauðamelur

Litli Rauðamelur við Rauðamelsstíg.

Eldiviðarskorturinn var ein af þeim plágum, sem Gryfja þessi er fornt rauðamelseldvarp eins og Rauðhóll. Þaðan sér nokkru utar mikla fjárborg, Kristrúnarborg, sem Kristrún Sveinsdóttir húsfreyja á Óttarsstöðum reisti með vinnumanni sínum einn veturinn seint á 19. öld. Þetta er mikið mannvirki og sýnir, að konur hafa kunnað að hlaða grjóti engu síður en karlar.
Austur af malargryfjunni rís hraunhæð, Smalaskáli, og er fornt skotbyrgi efst á henni. Suður af gryfjunni er hraunið mjög sprungið, hefur þar hrannazt upp kringum dálítinn gjallhól, eldvarp, og er kollur hans botn í alldjúpri skál eða kvos í illgengum hraunkarganum. Hóll þessi er ósnortinn, af því að illfært er að honum.
gvendarbrGamli vegurinn milli Straums og Hvassahrauns liggur nokkru innar í hrauninu en bílabrautin. Rauðimelur, fornt eldvarp, er skammt fyrir austan Smalaskála. Hann er eldri en hraunið, sem hefur lagzt utan að honum. Sumarið 1906 þokaðist gamli Keflavíkurvegurinn suður hraunin, og slógu vegamenn tjöldum um haustið við Rauðamel. Innar í hrauninu er Gvendarbrunnur, hola í sléttri klöpp austan við Gvendarbrunnshæð. Staðurinn er kenndur við Guðmund biskup góða. Vatnsbólið er heldur
ókræsilegt, en hefur þó svalað mörgum á leið um eyðimörkina.

Hvassahraun

Hvassahraun.

Vatnsleysuströnd hefst hjá Hvassahrauni, innsta bæ á Ströndinni, eða nánar til tekið við Hraunsnes austan við Vatnsleysuvík. Nafnið merkir ekki ströndin vatnslausa, eins og flestir hyggja, heldur vatnslausnar ströndin, ströndin, sem vatnið streymir undan. Jarðvatnið, sem nær ekki að verða að ám og lækjum og liðast milli grösugra bakka um skagann, kemur hér fram í fjörunni. Fjöruvötnin eru sérkenni strandarinnar.

Vatnsl

„Vatnsból er næsta því ekkert nema fjöruvötn, og eru þau sölt“, segir Jarðabókin um Stóru-Vatnsleysu. Árið 1703 eru um 250 manns í sveitínni, 1760, 360, 1890 rúmlega 900, en 1960 um 370. Árið 1780 áttu Strandarar 121 bát, tveggjamannaför, en auk þeirra voru gerðir þar út 64 aðkomubátar, tveggjamannaför nema einn. Þá voru þar 269 aðkomnir vermenn um vertíðina. Á 19. öld stækkuðu bátarnir, sexæringar urðu algengastir, en bændur áttu þar einnig áttæringa og teinæringa, þilskip og loks skútur. Þá vex þar útgerð og sjávarafli miklu meir en mannfjöldatölur gefa til kynna.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir – byggðir úr timbri Jamestown.

Um 1960 áttu bændur á Vatnsleysuströnd um 1200 fjár, 80 kýr, rúmlega 1000 svín og talsvert af alifuglum. Þar er frystihús og fiskverkunarstöð og vélbátaútgerð í Vogum.
Árið 1883 segir Þorvaldur Thoroddsen, að byggingar séu „hvergi jafngóðar á Íslandi“ eins og á Vatnsleysuströnd, „svo að segja eintóm timburhús, vel vönduð og útbúin“. Timburhúsin voru flest reist úr farmi Jamestown, sem rak á fjörur í Höfnum 1881. Strandið olli tímamót um í húsagerð manna suður með sjó. En það voru ekki allir, sem gátu reist limburhallir, þótt strandgóssið væri ódýrt.
„Umhverfis stórbændabýlin“, segir Kristleifur Þorsteinsson, „voru fjölmjög þurrabúðarkot, sem öll voru byggð úr torfi,bæði þröng og óvistleg í mesta máta. Voru slíkir kofar aleiga þeirra, er í þeim bjuggu og lifðu þar við sult og seyru.

bae

Sá ég fyrst, er ég kom í þessa byggð, hvað fátæktin getur hnekkt bæði andlegum og líkamlegum þroska. Á alla vegu út frá stórbændum var hinn snauði þurrabúðarlýður. Útvegsbændur höfðu aftur á móti allsnægtir og böðuðu í rósum, eins og það er orðað“.
Árið 1904 strandaði norskt skip með timburfarm á Vogavík. Það vogrek varð til þess að útrýma torfbæjum að mestu í nágrenninu. Við Voga var kraðak af kotum, en þau hurfu úr sögunni að mestu snemma á þessari öld og fólk flýði Ströndina til betri hafna við Faxaflóa.

Vogar 1950

Vogar um 1950.

Nú þéttist byggðin að nýju við hina fornu verstöð. Vogar eiga sennilega eftir að verða talsverður útvegsbær. Hvassahraun þótti góð sauðjörð í eina tíð, og þaðan var talsvert úrræði. Jörðinni fylgdu nokkrar hjáleigur, en nú hefur hún verið í eyði um skeið. Aðalvatnsbólið þar á bæ var í hraunslakkanum sunnan við bílabrautina, litlu utan við túnið. Þar sér af brautinni ofan í smáseftjörn og hraunbrunn.
Arnstapahraun er úfinn hraunfláki utan við Hvassahraun, en frá honum teygist hrauntunga til sævar við Kúagerði. Nú nefnist það venjulega Afstapahraun, en mun latmæli.
Upphaflega mun hraunið afstasennilega haft verið samnefnt bænum, enda hvassast hrauna hér um slóðir, áður en Bruninn varð til. Norður af Trölladyngju er snotur eldborg, en úr henni hefur Arnstapahraunið runnið nokkru fyrir landnámsöld. Arnastapi er týnt örnefni.
Litlu innan við hrauntunguna við ströndina eru Látur og Látratjörn í hrauninu. Í tjörninni geymdu menn fiska, jafnvel lúðu, til þess að hafa nýtt i pottinn. Hér voru selalátur, urta og kópur byltu sér í fjorunni.
Kúagerði er forn áningarstaður við ytri jaðar Afstapahrauns. Þar eru smátjarnir, og liggur bílabrautin um þá stærstu. Betra þótti lestamönnum að hafa eitthvað til þess að blanda drykkjarvatnið.
Hér verða skörp gróðrarskil, úfnu, gróðurlitlu apalhrauni sleppir, en við tekur Strandarheiði, mjög fornleg helluhraun, sennilega 8 til 9 þúsund ára gömul. Elztu aldursmerki eru forn fjörumörk “ Ströndinni, m.a. hjá Kúagerði í um 10 m. hæð.
kuagVatnsleysuströndin er eini staðurinn hér á landi, þar sem þess sjást merki, að sjór hafi staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá, sem hefst vestan við túnið á Vatnsleysu og les sig suðvestur heiðina, og Aragjá stóra og litla innar á heiðinni, vitna einnig um aldur hraunsins, því að þær hverfa undir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafnlausri
suður af Keili. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er um eldfjall að ræða.
Akurgerði var fornt býli inn af Kúagerði. Það er eitt margra örnefna, sem minna á akuryrkju við Faxaflóa að fornu.
Steinunn hét kona og var kölluð hin gamla. Hún taldi til skyldleika við Ingólf landnámsmann i Reykjavík en hafði verið gefin bróður Skalla-Gríms, Þeir frændur urðu ekki langlífir í föðurlandi sínu, Noregi og lenti Steinunn i ekkjustandi. Þá leitaði hún til frænda síns í Reykjavík.

lei

„Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes ailt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla (Landnáma). Hekla var tízkukápa í þann tíð, en er nú gamaldags hökull á eldfjalli austur á Rangárvöllum. Fyrir stássflíkiná hlaut Steinunn alla Vatnsleysuströnd, Voga, Njarðvíkur, Keflavík, Leiru, Miðnes og allt að Ósabotnum. Kjarval gaf eitt sinn 10 þús. kr. málverk fyrir prjónavesti og þótti dýrt, en stertimennið Ingólfur lét einhverjar dýrmætustu lendur Íslands fyrir sparikápu til þess að spóka sig í á hinum tilvonandi rúnti Reykjavíkur. Skartgirni Reykvíkinga er ekki ný af nálinni.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur – SG.

Steinunn mun hafa búið að Stóra-Hólmi í Leiru.
Vatnsleysuvík skert inn úr Faxaflóa milli Keilisness og Hraunsness. Við víkina hjá Vatnsleysu var verzlunarhöfn á 16. öld en lögð niður eftir að einokun hófst, og var bændum gert að sækja verzlun til Hafnarfjarðar.
Stóra-Vatnsleysa var útvegsjörð og kirkiustaður, en þar býr enginn, þegar þetta er ritað. Þar þótti reimt mjög á síðari helmingi 19. aldar, — draugar gengu þar um bæinn með hurðaskellum og látum og leituðu jafnvel í sæng til vermanna, en þóttu kaldir rekkjunautar. Hér eins og víðar er stórbýlið að hverfa í skugga smábýlisins.
vatnsleyMinni-Vatnsleysa er eitthvert mesta svínastórbýli í einstaklingseign á Norðurlöndum. Þorvaldur Guðmundsson kaup- og veitingamaður í Reykjavík stofnaði þar svínabú og alifugla 1954. Nú rýta 1000 svín, þar sercráður var hlaðið þorski. Frá Minni-Vatnsleysu eru hinir kunnu Auðunssynir, fimm sklpstjórar í íslenzka fiskiflotanum. Þeir eiga sér fimm systur, og eru sumar giftar skipstjórum. Auðun, faðir þeirra, var útvegsbóndi á Minni-Vatnsleysu, sonur Sæmundar Jónssonar bónda þar, en hann var einn af mestu útgerðarmönnum á Ströndinni seint á 19. öld, gerði út áttæring og þrjá sexæringa.
Flekkuvík er yzt bæja við Vatnsleysuvíkina.

Flekkuvík

Úr Dalsfirði í Noregi, heimabyggð Ingólfs landnámsmanns, skerst Flekkufjörður, kenndur við bæinn Flekku. Þaðan á Flekka landnámskona að hafa komið. Ingólfur fékk henni bólstað í Flekkudal í Kjós. Þar festi hún ekki yndi og fluttist í víkina, sem við hana er kennd. Þar var gnægð veiðiskapar undan ströndinni og góð lending, en vandrötuð. Flekka mælti svo fyrir andlát sitt, að sig skyldi heygja í túninu gegnt innsiglingunni og aldrei skyldi skip farast þar á réttu sundi, meðan kumlið sæist. Þessu hafa menn trúað og sennilega orðið að trú sinni.
flekkusÍ túninu í Flekkuvík er dálítil þúst, klapparhóll, sem nefnist Flekkuleiði. Á honum liggur hraunhella, letruð rúnum: „Hér hvílir Flekka“. Rúnirnar munu ristar á 17. eða 18. öld til virðingar við verndarvættina Flekku. Í Flekkuvík er tvíbýli og gerðu bændur þar út sinn sexæringinn mjög vel útgerð“, segir Ágúst Guðhvor seint á 19. öld. „Lánaðist þar mundsson frá Halakoti í endurminningum sínum. Pétur Helgason, ungur formaður á báti frá Flekkuvík, bjargaði fimm mönnum af kili í óveðri undan Keilisnesi. Skipið var frá Vatnsleysu, og fórst þar formaðurinn, Auðun Jónsson, við þriðja mann. „En eftir þann róður fór Pétur aldrei á sjó, og var það skaði mikill með svo vaskan mann“, segir Ágúst. Þetta var 1887, þann 29. marz. Síld hefur löngum gengið á Faxaflóa, en lítil tök höfðu íslendingar
um rak hana á f jörur í stórviðrum. Um sumarmál 1863 er sagt, að rekið hafi feikn af síld í Vogum. Á síldarhrönnin við ströndina að hafa náð mönnum í mitt læri. Árið 1880 fór ívar Helgason, bróðir Péturs, til Noregs, ásamt tveimur öðrum mönnum, til þess að læra síldveiðar. Hann kom upp með 30 síldarnet og hóf veiðar. Síldina notaði hann einkum í beitu og varð manna aflasælastur.

Síldarnet

Síldarnet.

Af Ívari lærðu menn hina nýju veiðitækni. Síldveiðar við Faxaflóa eiga upphaf sitt að rekja til Flekkuvíkur. Sjór brýtur kampa utan við Flekkuvík eins og víðar á Ströndinni. Þar hafa fundizt fornar rostungstennur i bökkunum og eitt sinn heiltennt hauskúpa. Hér hafa rostungar bylt sér í fyrndinni, en ísbirnir leitað að bráð, þótt bein þeirra hafi ekki fundizt. Rosmhvalanes er kennt við rostunga, rosmhvali, svo að þar hafa þeir leitað að landi á fyrstu öld eða öldum landsbyggðarinnar.
Bílabrautin á að liggja úr Kúagerði út yfir Vatnsleysuheiði, Vatnsleysustrandarheiði eða Strandarheiði og Vogaheiði og suður um Vogastapa til Keflavíkur. Strandarheiði sker byggðina milli Flekkuvíkur og Kálfatjarnar og nær til sævar á Keilisnesi. Strandarar kalla suður fyrir heiðina til Kálfatjarnar, en Kálftirningar inn fyrir heiðina til Vatnsleysu, en hvorir tveggja fara þeir suður til Reykjavíkur.

kalfatj

Brautin verður það innarlega á heiðinni, að hún liggur handan við holt og hæðir suður frá byggðinni, sem fylgir ströndinni rækilega. Hér voru sel í eina tíð innar á heiðinni. Skúli Magnússon segir, að Strandarheiði sé „eitthvert hið bezta land til sauðfjárræktar, það sem ég hef séð á Íslandi“. Hér hafa verið skógar, eins og ýmis örnefni votta, en gróður hefur eyðzt mjög frá dögum Skúla og land blásið.
Skammt fyrir utan Kúagerði á brautin að liggja um allbreiðan sigdal, sem takmarkast af Hrafnagjá að utan, en Brúnum að innan (sunnan) og les sig út á Reykjanestá um Snorrastaðatjarnir og Seltjörn.

Stadarb

Utan vegar á Strandarheiði verða Hrafnhólar fyrst, en þá Þorsteinsskála. Af Þorsteinsskála er mjög víðsýnt um strendur Faxaflóa og Reykjanesskaga. Þá koma Lágar, sem ýmist eru kenndar við Vatnsleysu eða Kálfatjörn, og Lynghóll. Utan og norðan við Þorsteinsskála sér mikla fjárborg á sléttri klöpp, og nefnist Staðarborg eða Prestborg. Munnmæli herma, að vinnumaður á Kálfatjörn hafi reist borgina og ætlað að topphlaða hana, láta hleðsluna ganga saman í hvelfingu, en prestur bannað það. Þetta gramdist byggingameistar-anum, svo að hann hljóp úr vistinni. Borgin er meistaralega hlaðin. Fjárborgin íslenzka er fornrar ættar, telur jafnvel til frændsemi við hernaðarmannvirki bronsaldarmanna, en hér var hún hlaðin sauðkindum til varnar í vetrarnæðingum.

Staðarborg

Staðarborg.

Þetta mun vera ein hver stærsta fjárborgin íslenzka, og er hún friðlýst og stendur undir vernd þjóðminjavarðar. Sunnan vegar eða innan er Kirkjuholt, Marteinsskáli og Kolgrafarholt í útsuður frá Staðarborg eða nokkru utar við brautina. Þar hefur áður verið höggvinn skógur til kola gerðar. Hrísið á Strandarheiði var að mestu uppurið á 19. öld, en menn rifu lyng til eldsneytis, unz allt þraut. Rányrkjan var ekki afleiðing skilningsleysis á þeim landspjöllum, sem unnin voru, heldur neyddust menn til að afla eldsneytis, hvað sem það kostaði. Stórbændurnir í Vogum bönnuðu með öllu hrístekju í Vogaholti laust fyrir 1900 og gerðu upptæka síðustu hrísbaggana, sem landseti þeirra tók í holtinu. Skógarvörð settu bændur við heiðina um miðja 19. öld.
cooKeilisnes er nyrzti tangi Vatnsleysustrandar. Undan nesinu fórst togarinn Coot 16. desember 1908, fyrsti vélknúði botnvörpungurinn, sem Íslendingar eignuðust, keyptur til landsins 1904. Hann var með skútuna Kópanes í eftirdragi. Mannbjörg varð. Á sömu slóðum fórst vélbáturinn Haukur frá Vatnsleysu 11. febrúar.

Byggðin á Vatnsleysuströnd skiptist i hverfi. Utan Strandarheiðar verður fyrst fyrir Kálfatjarnarhverfi, þá Þórustaðahverfi og Auðnahverfi.

Kálfatjörn

Kálfatjörn 2023. Bjarg fjær.

Kálfatjörn er kirkjustaður. Nafn á að vera dragið af því, að kálfar af sækúakyni eiga að hafa komið úr Naustakotstjörn við sjávargötu Kálftirninga. í fornum máldaga er staðurinn nefndur Galmatjörn. en það er marklaust nafnahrengl. Ekki vilja sagnir hlíta því, að kirkja hafi frá upphafi staðið að Kálfatjörn, heldur á hún að vera flutt þangað undan ágangi sjávar annaðhvort frá Þórustöðum eða Bakka, austasta bænum í hverfinu. Sá bær var fluttur tvisvar undan sævarbroti á 18. öld. Að Kálfatjörn stendur ein af stærstu sveitakirkjum hér á landi. Hún var reist 1893, og voru þá rúmlega 900 manns í sókninni og um helmingi fleiri á vertíðum. Nú teljast sóknarbörnin um 370, og vermenn eru hættir að sækja á Vatnsleysuströnd.

godh

Þar var prestssetur til 1919, en þá var staðurinn gerður anniexía frá Görðum á Álftanesi og situr presturinn nú í Hafnarfirði. Kirkjugarðurinn á Kálfatjörn er heimatilbúinn, mold hefur verið ekið í hann, til þess að unnt væri að grafa menn þar skikkanlega, en jarðvegur er víðast grunnur á Ströndinni. Einn af Kálfatjarnarklerkum var Ámundi Ormsson, d. 1670. Á hans dögum bjó Björn Sturluson smiður á Bakka. Þeir voru báðir hagyrðingar. Björn var bendlaður við víg og óttaðist líflátsdóm, en var að lokum sýknaður.

Þjóðólfur

Þjóðólfur.

Sveinbjörn Hallgrímsson er einn af mestu afreksmönnum, sem þjónað hafa Kálfatjarnarsókn. Hann vígðist aðstoðarprestur þangað 1842 og bjó i um skeið í Halakoti í Brunnastaðahverfi. Byltingarárið mikla 1848 stofnaði hann ásamt Páli Melsteð sagnfræðingi hálfsmánaðarblaðið Þjóðólf. Það varð langlífasta og eitthvert áhrifaríkasta málgagn, sem út hefur komið hér á landi. Aðstoðarpresturinn frá Kálftjörn er fyrsti íslenzki blaðamaðurinn. Þjóðólfur var löngum eitt helzta málgagn sjálfstæðisbaráttunnar útgefið hér á landi. Ármann á Alþingi, Fjölnir og Ný félagsrit voru gefin út í Kaupmannahöfn. Nú réðust fslendingar heima fram á ritvöllinn, tóku að gagnrýna stjórnarvöldin, krefjast aukins þjóðfrelsis og lýðréttinda.

 

„En látum oss þá vakna, íslendingar, látum þjóðlyndi og þjóðrækni ná því valdi vfir hugum vorum, svo að vér álítum engin þau málefni oss óviðkomandi, sem að einhverju leyti horfa til heilla fyrir land vort.“ —
moakÞannig hljóðar ávarp Sveinbjarnar ritstjóra í fyrsta tölublaði Þjóðólfs. Hann hefur eflaust hvatt sóknarbörn sín af stólnum í Kálfatjarnarkirkju til þjóðrækni, djörfungar og framtaks. Hann var ættaður úr Innri-Njarðvík, systursonur Sveinbjarnar Egilssonar rektors.
Þingstaður hreppsins var að Kálfatjörn fram til ársins 1818. Þá voru hreppsþingstaðirnir að Kálfatjörn, ýsur og 2 sundmagabönd í Keflavík, en samkvæmt kaupsvæðaskiptingu átti hann að verzla í Hafnarfirði. Kaupmaðurinn þar, Knud Storm, hafði ekki viljað nýta þessa vöru, en samt sem áður kærði hann Hólmfast fyrir verzlunarbrot og fékk hann dæmdan í háa sekt. Hólmfastur átti ekkert fémætt nema gamalt bátskrifli, og Knud Storm vildi ekki nýta það fremur en vöru bóndans og krafðist húðláts.
HolmsfastskotVar Hólmfastur bundinn við staur á Kálfatjarnarþingi og húðstrýktur miskunnarlaust að amtmanni viðstöddum, en því skotið til konungs, hvort hann skyldi ekki dæmdur til þrælkunar á Brimarhólmi. Hér var þó of langt gengið. Hinn danski lögmaður, Láritz Gottrúp, kærði meðferðina á Hólmfasti fyrir konungi, og síðar tóku þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín málið upp, og hlaut Hólmfastur nokkrar miskabætur. Eftir þetta var gerræði kaupmanna hnekkt að nokkru. Píslírnar við staurinn á Kálfatjarnarþingi voru ekki færðar til einskis. Hólmfastur Guðmundsson býr síðan á Bræðrakoti, hjáleigu frá Innri-Njarðvík.

Bæjarsker

Bæjarsker 1919.

Þingstaðir á Bæjarskerjum á Rosmhvalanesi og Járngerðarstöðum í Grindavík aflagðir, en þingstaður fyrir alla þrjá hreppana settur í Njarðvíkum. Þá voru Njarðvíkurnar einnig sameinaðar Vatnsleysustrandarhreppi, og hélzt það til 1885, en þá voru þær gerðar að hreppsfélagi með Keflavík. Þessar breytingar á hreppaskipt ingu eru sprottnar af fólksfjölgun á Ströndinni á 19. öld. Á fornum þingstöðum hefur víða verið helgistaður í heiðnum sið, og svo mun einnig á Kálfatjörn. Nokkru fyrir vestan bæinn er hóll, Goðhóll, og stóð þar kot í eina tíð. Hér hefur sennilega staðið hof þeirra Strandara.
BrunnaEinn afburður á Kálfatjarnarþingi er frægur að endemum í Íslandssögunni. Árið 1698 seldi bóndinn á einni hjáleigunni á Brunnastöðum, Hólmfastur Guðmundsson, 3 löngur, 10 víkum, árið 1703 og telst þá 56 ára. Árið eftir strýkingu Hólmfasts (1699) fékk Knud Storm menn á Kálfatjarnarþingi til þess að veita sér siðferðisvottorð, þar sem segir m.a., „að Knud Storm hafi umgengizt frómlega og friðsamlega við sérhvern mann . . . og sérhvers manns nauðsynjum jafnan góðviljuglega gegnt og tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmannsvöru í allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sérhverjum af oss er vitanlegt.

Njarðvík

Hómfastskot.

Hvers vegna vér skylduglega viljum gjarna óska, að fyrr vel nefndur kaupmaður mætti vel og lengi með lukku og blessun sömu höndlan fram halda og hljóta (bæði hér á landi og annars staðar) guðs náð og gleðileg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Kristum“. Landakot er austast í Auðnahverfi. Þar bjó Guðmundur Brandsson, þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1849-1861. Á alþingi barðist hann einkum fyrir því, að öllum flóum og fjörðum yrði lokað fyrir erlendum fiskiskipum, en danska stjórnin var ekki mjög skelegg í landhelgismálum íslendinga, eins og kunnugt er. Guðmundur drukknaði undan Flekkuvík við þriðja mann haustið 1861.
KnarrÁ Auðnum bjó Guðmundur Guðmundsson, einn af gildustu bændum á Ströndinni seint á 19. öld, átti 8 til 10 báta, auk þess þilfarsbát og rak stórbú. Á eínum af bátum hans reri Kristleifur Þorsteinsson fræði maður á Stóra-Kroppi 1882. Báturinn fórst í stórviðri út af Vogavíkinni. Kristleifur bjargaðist við annan mann, en 5 drukknuðu.
Knarrarnes, stóra og litla, standa utan við Breiðagerðisvíkina. Við forna heimreið að Stóra-Knarrarnesi er grágrýtisbjarg og á það klöppuð þessi vísa:
Seytján hundruð segjast ár,
senn þó fjögur rétt í von;
svo þá gjórði sem hér stár,
sá hét Bjarni Eyjólfsson.
Bjarni, sem ríslaði sér við að festa nafn sitt á steininn, var gildur bóndi Á Knarrarnesi um 1700. Menn vilja eigna honum ýmsar steinsmíðar fornar, áletranir á legsteina og jafnvel hleðslu Staðarborgar.
Gerðistangaviti stendur yzt á Atlagerðistanga, reistur til þess að vísa skipum leið milli Keflavíkur og hafna í Innnesjum og bátum til strandar við Stakksfjörð.
GerdistangavitiÁsláksstaðahverfi stendur á tanganum inn af vitanum. Það var útvegur eins og annars staðar á ströndinni. Þar drápu klausturmenn úr Viðey danskan mann veturinn 1540, en sá hafði verið í flokki Diðriks af Mynden, er hann rændi Viðeyjarklaustur á hvítasunnunni sumarið áður. Þá þeir fóru í ver um veturinn, „fóru þeir í Vatnsleysu á skipj og gengu þaðan um nóttina á Ásláksstaði og drápu Jóachim.“ Hann var sá 13., sem tekinn var af lífi fyrir klausturránið. „Þótti mönnum það mikil og góð landhreinsun.“ Á Ásláksstöðum stendur timburhús reist úr viði þeim, sem var á skipinu Jamestown, er strandaði í Höfnum 1881. Á Þórustöðum og í Óttarsstaðahverfnu standa einnig hús, sem reist voru úr því timbri.
Brunnastaðir voru metnir einna dýrastir jarða á Vatnsleysuströnd um miðja 19. öld. Þar var eitt bezta útræði á Ströndinni og skammt að sækja á stórgjöful mið. „Um miðja öldina voru margir bændur þar, en allir fátækir og reru hver hjá öðrum á tveggja manna förum, því að ekki áttu allir bát. En svo fluttust að Brunnastöðum tveir miklir athafnamenn, sinn á hvora hálflenduna, og þá skipti um.“

Skjaldarkot

Skjaldarkot – tóftir.

Guðmundur Ívarsson hét annar frá Skjaldarkoti í Kálfatjarnarhverfi. Um 1865-1870 lét hann smíða sér teinæring, og var það um skeið eitt bezta skipið við Faxaflóa. „Um 1880 átti Guðmundur auk þess 3—5 sex manna för. Var þá mannmargt hjá honum, allt að 50-60 manns í heimili, því að skipverjar höfðu allir aðsetur þar heima, því að verbúðir þekktust varla.“
Jón Breiðfjörð Jónsson hét hinn. Hann fluttist að Brunnastöðum um 1870 og Iét þá breyta áttæring í þilfarsbát. Um 1890 er talið, að hann hafi gert út 6—8 skip, en auk þess rak hann verzlun. Þá fóru erfið ár í hönd. Erlendir togarar streymdu inn á Faxaflóa, eyðilögðu bátamiðin og aflinn brást. Jón varð að taka 1000 króna bankalán og þótti það stórfé. Hann gat ekki staðið í skilum og varð gjaldþrota og dó skömmu síðar. Hann hafði hýst bæ sinn af stórmennsku, en eftir gjaldþrotið lentu eignirnar í oraski og húsin brunnu 1905. Þá var uppgangstími Vatnsleysustrandar á enda um skeið. Barnaskóli var reistur að Brunnastöðum 1870-1872.

Brunnastaðaskoli

Séra Stefán Thorarensen gekkst fyrir skólastofnuninni, og naut hún nokkurs styrks úr Thorchilliisjóði. Þar var Pétur Pétursson, faðir dr. Helga Pjeturs, kennari um skeið. Þetta er einn af elztu barnaskólum á landinu.
Bieringstangi er fyrir sunnan Brunnastaðahverfið, kenndur við Moritz W. Biering kaupmann (d. 1857). Þaðan hefur lengi verið stundað útræði, og þar er stærsta vörin á ströndinni. Um 1840 er þar risin fisktökustöð, salthús og fisktökuhús, sennilega frá Flensborgarverzluninni í Keflavík. Á lofti þeirra voru verbúðir, en í kring stóðu þurrabúðirnar Vorhús, Hausthús og fleiri. Einnig var þar önnur útgerðarstöð, Klapparholt.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

Eldra nafn á verstöð þessari er Tangabúðir. Á Bieringstanga var reimt eins og á fleiri verstöðvum. Draugurinn var erlendur að uppruna, gekk með hvíta húfu, en ekki mórauða og var því nefndur Tanga-Hvítingur. Hann gerði mönnum ýmsar glettur eins og drauga ér siður, og íeyttu menn ýmissa bragða til þess að losna við kauða. Eitt sinn skaut bóndinn í Halakoti hann með úlfurhnappi, en það átti að vera draugum öruggt skeyti. Hvítingur sundraðist í eldglæringar við skotið, en skreið saman aftur og hélt uppteknum hætti fram um 1890, en hvarf um þær mundir að sögn.
Halakot er syðst í Brunnastaðahverfinu. Þar bjó Ágúst Guðmundsson Ívarssonar á árunum frá 1910-1941. Eftir hann er greinagott rit um sjósókn og búskap á Vatnsleysuströnd á tímabilinu frá því um 1860 og fram um 1900. Hann var formaður frá 1888 til 1940 og missti aldrei mann í sjó og engin slys urðu á skipshöfn hans.
Stakksfjörður gengur inn fyrir Faxaflóa milli Keilisness og Stakks, kletts undan sunnanverðu Hólmsbergi norður af Keflavik. Á firði þessum voru fræg fiskimið og við hann stóðu og standa enn miklar verstöðvar. Á Stakksfirði og undan ströndinni ræktuðu menn fiskimiðin í gamla daga engu síður en túnin.
HalakotFlestir formenn sóttu á sín sérstöku mið og fluttu þangað slor, fiskúrgang, jafnvel hundsskrokka og annað þess kyns, sem til féll. Það var kallað að bera niður, og sævargróðrar
hvatinn nefndist niðurburður, samanber áburður. „Öll þorskgota var borin niður þar á hraunið (Vogahraun) og mikið af slorí, og fiskurinn hændist þar að niðurburðinum og varð mestur, þar sem mest var borið niður,“ segir Ágúst frá Halakoti. „Svo gjörðu margir fleiri meðfram öllum Strandarbrúnum og bættu veiðina.“ Ræningjafloti eyðilagði miðin um skeið, en verstöðvar hafa eflzt að nýju við Stakksfjörð á síðustu áratugum.
VogVogar, dálítið þorp, stendur utan til við Vogavík. Þar er höfn, hafnargarður og bryggja, frystihús, söltunar- og fiskvinnslustöð. Þar eru gerðir út 2 til 3 vélbátar, 50—100 lestir að stærð. Útgerð hefur lagzt niður á Vatnsleysuströnd, en bændur þar hafa ekki með öllu slitið vinfengi við sjóinn. Synir sjósóknarans, Ágústs í Halakoti, stunda hér útgerð.
Hér fjölgar íbúunum, þótt þeim – fækki á Ströndinni og fornar útvegsjarðir eins og Stóra-Vatnsleysa og Flekkuvík leggist í eyði. Höfuðbólið var Stóru-Vogar hét áður Kvíguvogar, kennt við sækýr eins og Kálfatjörn. Þar var kirkjustaður fram yfir siðaskipti. Kirkjuhóll nefnist hóll fyrir sunnan veginn, þar sem ekið er inn í Vogaþorpið. Þar á kirkjan að hafa staðið.

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar 1950.

Nú eru Stóru-Vogar í eyði, og mikill reyk háfur trónar upp úr bæjarrústunum. í túnfætinum ofan við vörina liggur steinn. Eitt sinn á skip Jóns Daníelssonar að hafa steytt á honum í lendingu. Á næsta flóði óð Jón bóndi eftir bjarginu, stakk sjóvettling í munn sér og við átökin. Hér liggur það, einustu minjar um hinn jötuneflda Vogabónda.
Minni-Vogar eru i byggð, og í landi þeirra standa fiskvinnslustöðvarnar nýju. Þannig fer um hverfula heimsins dýrð.
StapabFrændi og fóstri Steinunnar gömlu hét Eyvindur Honum gaf
hún Vatnsleysustrandarhrepp, land milli Vogastapa og Hvassahrauns, fyrir alls ekki neitt. Hann bjó að Kvíguvogum.
Á Heiðarbæ i Þingvallasveit bjó Hrolleifur Einarsson, Ölvissonar barnakarls. Ölvir, afi hans, hafði verið mikill víkingur, en skemmti sér ekki við það að henda börnum á spjótsoddum, eins og þá var víkingasiður. Því hlaut hann auknefnið barnakarl. Heldur þótti Hrollleifi leið murtuveiðin á Þingvallavatni, sem reyndar hét Ölfusvatn í þann tíð, og lítið skyn bar hann á náttúrufegurðina þar efra. Hann bauð Eyvindi jarðaskipti, en skoraði hann á hólm, vildi hann ekki ganga að kaupunum. Ekki leizt Eyvindi ráðlegt að berjast við Hrolleif og fluttist að Heiðarbæ. Þar festi hann ekki yndi og leitaði að nýju á náðir Steinunnar frænku, en hún setti hann niður á Bæjarskerjum. Þannig hófst fólksflóttinn til Suðurnesja þegar á landnámsöld.

Vogar - skilti

Stóru-Vogar – skilti.

Í byrjun 18. aldar býr Jón Daníelsson hínn sterki í Stóru-Vogum (d. 1855). Hann keypti jörðina og sat þar fyrstur sjálfseignarbænda frá því á miðöldum. Jón lét smíða sér skútu og var aflasæll og auðugur og talinn fjölkunnugur. Hann á að hafa komið fyrir draugum, rekið illa anda úr mönnum og kunnað skil á töfrasteinum, sem gerðu menn fiskisæla. Þá sótti hann í Mölvík undir Vogastapa. Sonur Jóns Daníelssonar var Magnús. Hann lærði siglingafræði og skipasmiðar i Kaupmannahöfn 1816 og var skipstjóri og skipasmiður í Vogum og tók sér ættarnafnið Waage. Sagt er að hann hafi smíðað nálægt 100 róðrarskipa og báta og tvo þilfarsbáta frá stofni“. Hann varð fyrstur til þess hér á landi að rita um nauðsyn sjómannafræðslu og bauðst til þess að kenna mönnum fræði sín, en ekkert er vitað um það, á hvern hátt menn færðu sér það í nyt.
BrekkBændaánauð og einokun hafði sogið svo merg úr bændum við Faxaflóa, að þeír áttu varla sjófæra fleytu stærri en tveggja manna för, þegar líður á 18. öld. Þegar slakað var á 382 ánauðinn og einokunarfjötrunum, færðist þegar nýr þróttur í atvinnulífið.
Þrír bændur urðu fyrstir til að rétta úr kútnum, hófu skipasmíðar og útgerð í miklu stærri stíl en áður hafði þekkzt. Jón Daníelsson í Vogum er frægastur, en nafni hans Sighvatsson í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík tók að sér að smíða skútu með aðstoð Gísla Péturssonar, skipasmiðs á Óseyri við Hafnarfjörð, árið 1814. Ekki leizt nágrönnum hans gæfulega á þessar tiltektir kotbóndans, en hann lét hrakspár ekkert á sig fá, og þrem árum síðar hljóp fyrsta þilskipið af stokkunum í Njarðvík. Meðan Jón vann að smíði skipsins, dvaldist Jón Norðfjörð, sonur hans, í Kaupmannahöfn og lauk þar stýrimannsprófi 1817. Hann stýrði skútu föður síns fyrstu árin, en síðar tók bróðir hans, Pétur við stjórninni.
SigltAri Jónsson, bóndi í Innri-Njarðvík, gerðist þriðji þilskipseigandinn við Vogastapa. Árið 1818 eiga skip þessara þriggja bænda öll að hafa verið við veiðar og reynzt mestu happaskip. Þau voru smá, ekki mikið yfir 10 lestir, en loðuðu þó þáttaskil í fiskveiðum íslendinga. Í kjölfar þeirra sigldu stærri skútur, þegar leið á öldina. Jón Sighvatsson í Höskuldarkoti er fyrsti kotungurinn hér syðra, sem hófst algerlega af sjálfum sér, alinn upp í fátækt, og varð einn af gildustu útvegsbændum. Gengi bænda við Vogastapa kveikti mönnum vonir um betri daga á Íslandi.

Skúta

Skúta.

Skútuöldin við Faxaflóa hefst í Vogum árið 1863. Þá keypti Egill Hallgrímsson bóndi í Austurkoti ásamt öðrum félögum sínum í hreppnum skútuna Lovísu um 45 rúmlestir að stærð. Í Vogum er bezt höfn frá náttúrunnar hendi við Vatnsleysuströnd og eina bjarglega skútuhöfnin. Lovísa og aðrar skútur þeira Vogamanna efldu hér stórútgerðarstöð. Þilskipin, sem þeir Jón Daníelsson létu smíða og smíðuðu um 1817, voru bátar ekki haffærandi. Þau voru þáttur í miklum vexti bátaflotans á fyrri helmingi 19. aldar og lögðu grunn að skútuöldinni, næsta stigi í fiskveiðasögu Íslendinga.

Briml

Egill Hallgrímsson (1817—’83) gerði út marga báta, 8 að sögn, rak lýsisvinnslu, fisk- og saltverzlun og hafði margt í vöfunum. Hann hafði Lovísu í beinum siglingum til Spánar, sendi þangað fisk og keypti salt. Árið 1870 tók sonur hans, Klemenz við skipstjórninni, en hann var einn af mestu sjósóknurum á Suðurnesjum um sína daga.
Einn af landsetum Egils var Nikulás Jónsson í Norðurkoti. Hann gerði út áttæring og sexmannaför, 5—6. Bátaútvegurinn hélt velli, þótt skútur bættust í hóp fiskiskipa. Það var skammt á miðin og uppgripaafli oft á tíðum. Ágúst í Halakoti segir, að þorskur hafi gengið „alla leið inn undir lendinguna á Hólmanum undir Grímshól og Mölvík og allt Hólhraunið og upp undir Stapann og Vogabrúnir.

Þorskanet

Þorskanet.

Á öllu þessu svæði var oft svo mikill fiskur í þorskanet, að daglega var þangað sótt fullfermi og sum skip tvær til þrjár hleðslur á dag bæði í net og á færi, og var hvergi jafnstór fiskur sem þarna undir Stapanum, á Vogabrúnum og um allt Vogahraun“.
Árið 1892 átti Klemenz Egilsson í Minni-Vogum nýjan áttæring. Þá var slíkt mokfiski undir Stapanum, að skipshluturinn greiddi bátsverðið á einni vertíð. En þar með var lokið auðsæld gullkistunnar, en óvæntir atburðir fóru í hönd. Þessi afli lifir enn í minni Vogamanna, og þeir kenna togveiðum um, að hann er þrotinn.
KristjanstKristjánstangi gengur út í miðja Vogayík. Þar stóð salthús í eina tíð.
Vogastapi, grágrýtisberg, hefst utan Vogavíkur, um 80 m. á hæð. Stapinn nefnist Kvíguvágabjörg í Landnámu, en Gullkistan í sóknarlýsingum 19. aldar „af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi í hrauninu þar rétt upp undir“. Skúli Magnússon landfógeti segir um 1785: „Nú á tímum eru beztu fiskimið í Gullbringusýslu á vetrarvertíð á svæðinu frá Keflavík um Njarðvík, Stapa og inn eftir ströndinni til Brunnastaða. En bezt eru þau talin undir Stapa, þar sem þorskurinn gýtur jafnvel á þriggja faðma dýpi, tekur hann þar bezt beitu að næturlagi, þegar dimmt er. Þarna hafa fiskiveiðar tekið miklum framförum síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa verið tekin í notkun“. Ágúst frá Halakoti segir, að það hafi verið gaman að róa undir Vogastapa, „að skríða þar út með landinu í lygnum og sléttum sjó og taka svo nógan, fetan og stóran þorsk í netin. Það verður tæplega sagt um of af þeirri fiskimergð, sem gekk sum árin undir Vogastapa, enda var hann áður fyrr kallaður Gullkista Íslands og bar það nafn með rentu.“

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

Hann telur, að á árunum frá 1870-’94 hafi gengið um 200 skip úr Brunnastaðahverfinu, Vogum og Njarðvíkum. „Þegar fiskur var kominn undir Stapann, þá sóttu allir þangað, — sömuleiðis allir Vatnsleysingar, ef ekki var fiskur á Vatnsleysuvík. Var því oft ærið þéttskipað, þegar allir voru komnir undir Stapann.“
Löngum hefur margs konar hjátrú verið tengd Vogastapa, hann verið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt. Margir urðu úti á Stapanum og hröpuðu fyrir björg, og eiga þeir að vera þar enn á flökti. Stapadraugar eru taldir með afbrigðum kurteisir, taka jafnvel ofan höfuðið fyrir tækni nútímans.
GrimshollGrímshóll heitir efsta bunga Stpans. Hann á að vera kenndur við Grím Rangæing, sem varð eftir af vermönnum og réðst tíl vistar hjá Stapabónda og gekk þar að eiga heimasætuna. Undir Vogastapa er dálítið undirlendi, ef að er gáð, en hefur verið miklu meira áður, því að sjór hefur brotið hér land.
Hólmbúðir eru forn verstöð undir Stapa. Hólminn er nes, sem gengur út í Vogavík gegnt Vogabæjum. Þar eru rústir af fornum fiskbyrgjum, grjótgörðum (fiskgörðum), „anleggshúsum“ Knudtzons gróssera
reistum á 4. tug síðustu aldar, og þurrabúð, sem stofnuð var þar 1830.

Hólmur

Hólmurinn.

„Anlegg“ nefndust salt- og fisktökuhús stórkaupmanna, gróssera á 19. öld. Talið er, að hér hafi verið gerðir út 18 til 20 bátar, þegar bezt lét á síðustu öld. Um 1900 lagðist Hólminn í eyði um skeið, unz Haraldur Böðvarsson hóf þar útgerð 8 lesta báts. Mjór er mikils vísir. Þetta var upphafið að útgerð Haralds Böðvarssonar á Akranesi, en í Hólmanum starfaði hann aðeins í þrjú ár. Þurrabúðir stóðu á strandræmunni undir berginu, og urðu sumar að grasbýlunum um það er lauk. Brekka,, reist árið 1848, hélzt í byggð fram um 1930. en þá flutti síðasti búandinn þaðan og reisti sér hús í Vogum. Það er fyrsta „þurrabúðin“ sem rís þar í hverfinu á þessari öld. Stapabúð, reist 1872. Þar var búið til 1896, og hefur búðin hangið uppi að nokkru tii skamms tíms. Kerlingabúðir voru nokkru utar.
ReidskUm Reiðskarð lágu forðum reiðgöturnar upp Stapann. Kvennagönguskarð er utar, liggur um grasigróna brekku. Brekkuskarð er utan við Hólm og Rauðastígur nokkru utar. Mölvík er undan Grímshóli. Þar var uppgripanetaveiði, og þar tíndi Jón Daníelsson töfrasteina mönnum til fiskisældar. Strákar heita þrjár vörður, gömul mið nær Njarðvíkum. Kópa er vík við bergshalann, ytri enda Stapans hjá Stapakoti í Innri-Njarðvík.
Hinn blómlegi útvegur við Vogastapa hlaut snögg endalok árið 1894. „Þá komu togararnir hér, fóru á grynnstu mið og sópuðu á burt öllu lifandi úr sjónum, svo að fjöldi manna varð að flýja úr beztu veiðistöð þessa lands, sem var við sunnanverðan Faxaflóa allt að Garðskaga. — Þess vegna voru 1000 netakúlur seldar á uppboði eftir Guðna Jónsson á Brekku á 5 krónur, og stórjörðin Stóru-Vogar var boðin upp til skuldalúkningar á 2000 króna láni í Landsbankanum, og enginn bauð yfir það. — Þannig var hernám Engiendinga við Faxaflóa 1895.
UtskalAnnar sjósóknari af Vatnsleysuströnd, Benjamín Halldórsson frá Naustakoti, segir, að oft hafi mátt telja á Vogavík 50-100 enska togara, sem leitað höfðu vars undan ofviðrum, en stunduðu veiðar á Faxaflóa. Á leiðinni út köstuðu þeir á víkinni og toguðu frá landi. Eitt sinn strandaði enskur togari upp í fjöru undan Útskálum með vörpuna aftan í sér. Þetta var á aðfangadagskvöld. Skipverjar sáu ljósadýrð í kirkjunni og héldu, að þar væri togari í aðgerð og stefndu þangað. Þá var strandgæzla nær engin, svo að bændur voru varnarlausir gegn þeim ræningjum, sem óðu að landi og eyddu byggðina. Aðgerðarlausir vildu þeir þó ekki vera. Þeir fluttu hraungrýti út á miðin í þeirri von, að það eyðilegði vörpurnar, en ekki bægði það veiðiþjófum frá landi. Það er ekki mjög blómlegt umhorfs á Vatnsleysuströnd: byggðin er slitin, stórbýli í eyði og húsakostur á sumum jörðum lítt breyttur frá því í lok 19. aldar. Hér hefðl orðið samfelld byggð og borg stæði í Vogum, ef ræningjaflotinn hefði ekki lagzt að landi.

Minni-Vogar

Nú flosnuðu menn upp og flýðu byggðina, en miðin, sem þeir höfðu ræktað um aldir, lögðust i örtröð og auðn. Gildustu útvegsbændur þraukuðu aflaleysið, keyptu sér skútur og sóttu dýpra, og síðar hófst vélbátaútvegur. Fyrsta vélbátinn keypti Ásmundur Árnason í Hábæ í Vogum árið 1907. Vogamenn höfðu verið brautryðjendur í þilskipaútgerð, en nú voru þeir orðnir eftirbátar annarra, eins og bezt sést á því, að vélbátaútvegur hófst hér á landi 1902 og efldist mjög á næstu árum, en vélbátar náðu ekki til Voga fyrr en 5 árum síðar. Hin fisksælu mið voru þrotin. og útgerð gekk illa.

Trilla

Trilla.

Á styrjaldarárunum glæddist afli að nýju, og um 1920 eignuðust bændur á ströndinni trillubáta. Ekki varð sú útgerð þeim mikil féþúfa. Það er fyrst með tilkomu 25 til 50 lesta vélbáta um 1940, að útgerðin tók að hjarna við að nýju í Vogunum. Í hönd fóru friðunarár heimsstyrjaldarinnar. Þegar togaraflotinn birtist að nýju og allt sótti í sama horfið og áður, var Faxaflóa lokað fyrir togveiðum árið 1952 og fiskveiðilandhelgin færð út 1958. Í Vogum hefur risið upp vísir að þorpi, en bílabrautin nýja sneiðir þar hjá garði, og íbúarnir eru uggandi um, að straumur tímans muni fylgja brautinni til bæjanna fyrir utan Vogastapa.“

-Tíminn, sunnudagsblað, 6. sept. 1964, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, bls. 828-831.
-Tíminn, sunnudagsblað, 13. sept. 1964, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, bls. 856-859.
-Tíminn, sunnudagsblað, 20. sept. 1964, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, bls. 880-883.

Suðurnes

Suðurnes – skilgreiningar.

Njarðvíkurkirkja

Í Reykjanesbæ er nú búið að leggja göngustíg með strandlengjunni allri frá Helguvík að Stapanum. Ef hann er genginn allur varir gangan í 2 klst og 2 mín.

Upphaf

Á leiðinni er búið að merkja nokkra staði og koma fyrir fróðlegum upplýsingaspjöldum. Reyndar er stígurinn ekki alveg samfelldur því milli Kirkjuvíkur í Ytri-Njarðvík og Víkingaheima í Innri-Njarðvík er krækt um eldri stigu. Á Fitjunum eru t.d. Njarðvíkurtjarnir, ríkar af fuglalífi sem og Tjörnin í Innri-Njarðvík. Þegar gengið er frá Grófinni verður fyrst fyrir (við upphaf stígsins) svonefndur Skessuhellir. Frá og með honum má lesa eftirfarandi upplýsingar í þessari röð:

1. Skessan í fjallinu.
Hellir skessuHér býr skessan í fjallinu. Til eru margar bækur um skessuna og vinkonu hennar Siggu sem hafa notið mikilla vinsælda. Eðli þessarar stóru skessu er ljúft. Hún er alla vinur og boðin og
búin til að nota stærð sína og krafta til hjálpar í vanda smákrílanna, vina sinna.

 

Hönnun hellisins og framkvæmd við gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðurbáls.

Keflavík

Keflavík – Skessuhellir.

Við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu. Hellisveggirnir er hlaðanir upp að skúta í berginu og er hellirinn alls 150 fermetrar að stærð.
Við hleðsluna var smíðuð þakgrind úr rekaviðarbjálkum og á gólfinu er grjóthleðsla með völum sem skassan hefur dundað sér við að leggja. Hellirinn er skreyttur að hætti skessunnar með allskonar glingri, gærum, skeljum, netabobbingum o.fl.
Skessan er í fullri stærð og situr sofandi í ruggustól í eldhúsinu.

2. Iðandi líf Stakksfjarðar.
Reykjanesbaer-1Stakksfjörðurinn er matarkista fyrir sjófugla og hvali. Ef horft er til hafs má sjá sjófugla um allan fjörð. Þar sem síli leita upp í yfirborðið má sjá hópa máfa, eins og ritur, sílamáfa, 
silfurmáfa og svartbaka steypa sér í sjóinn eftir sílinu. Og krían blandar sér einnig í hópinn. Svartfuglar sitja á sjónum milli þess sem kafa undir yfirborðið til að ná sér í bita úr sílatorfunni. Pípunefirnir, fýllinn og skrofan, sveima um hafflötinn í leit að æti í yfirborðinu. Drottning hafsins, súlan, er sjaldan langt undan, komin úr Eldey að sækja sér fæðu. Það er mikilfenglegt að horfa á súlukastið, takið eftir því hvernig hún leggur aftur vængina rétt áður en hún rýfur vatn til að komast dýpra eftir fiskinum. Undir yfirborðinu má stundum greina hvali eins og hrefnur, sem renna sér með opið ginið inn í sílatorfuna. Háhyrningar og smærri tannhvalir sækja oft líka í sílatorfur.

3.  Baldur.
Baldur er fyrsti frambyggði alhliða fiskibáturinn, sem byggður var fyrir íslenskar aðstæður. Hann er 40 tonn. Egill Þorfinnsson, skipasmiður í Keflavík, teiknaði Baldur en Ólafur
Björnsson réði fyrirkomulagi, stýrishúsi o.fl.. Baldur hf í Keflavík lét byggja Baldur í Djupvig Varv í Svíþjóð, hann kom til Keflavíkur í fyrsta sinn 19. mars 1961 og hóp þegar veiðar.

Keflavík

Baldur KE 97.

Á aAldri voru stundaðar veiðar með línu, net, humartroll og dragnót, sem hann er frægastur fyrir. Á Baldri var nota skuttog, í fyrsta sinn á íslensku skipi, vorið 1961 við humartroll, það sannaði strax yfirburði umfram síðutog. Á Baldri voru fyrst notaðir vírar í stað tóga við dragnót. Það dró mikið úr slysahættu, létti vinnu og dró úr kostnaði.
Baldur var alla tíð mikil happafleyta, fékk t.d. viðurnefninn „Gullmolinn“. Þegar honum var lagt eftir 42 ár, þann 28. febr. 2003, hafði hann fært að  landi tæp 28 þúsund tonn, auk
sandkola o.fl. Aldrei henti nokkurt slys bát eða menn öll þessi ár.

4. Ankeri Brúarfoss.
Þetta ankeri er af Brúarfossi sem HF Einskipafélag Ísands lét smíða í Danmörku 1927. Félagið átti Brúarfoss í 30 ár enda eitt af farsælustu skipum félagsins fyrr eða síðar.

5. Keflavík.

Reykjanesbaer-6

Gamalt heiti á víkinni og bóndabænum Keflavík.
Jörðin Keflavík komst snemma í konungseign þótt hvorki væri hún stór né kostamikil en allt frá miðöldum var hún eftirsótt vegna nálægðar við fiskimiðin og sem heppileg verslunarhöfn.
Undir lok 18. aldar hófst nýtt skeið í sögu jarðarinnar þegar kaupmaðurinn og fjölskylda hans ásamt starfsfólki flutti á staðinn.
Hver verslun fékk úthlutað ákveðnu svæði við ströndina og út frá verslunarhúsunum gegnu síðan bryggjur eins og sjá má á teikningunni hér fyrir ofan. Á 20. öld hafa sjóvarnargarðar og
landfyllingar breytt landslaginu töluvert en að vísu má enn sjá leifar af miðbryggjunni.
Húsunum fjölgaði í þorpinu eftir því sem leið á 19. öldina. Hús dönsku verslunarinnar voru fremst Reykjanesbaer-8meðfram ströndinni og eru sum þeirra enn uppistandandi. Upp af þeim var fyrst
þyrping toprfbæja þar sem bjuggu Íslendingar. Uppúr aldamótunum 19. og 20. aldar tóku bárujárnsklædd hús við og upp úr miðri 20. öld tók við tími steinsteypunnar auk þess sem húsin stækkuðu og hverfunum fjölgaði.

6. Keflavík á 19. öld.
Myndin hefur verið tekin undir lok 19. aldar. Á henni má sjá árabáta fjær í Stokkavör og nær í uppsátri Fischerverslunar. Líklegast eru þetta uppskipunarbátar sem notaðir voru til að
ferja varning í og úr skipum sem lágu utar þar sem hafnaraðstæður voru ekki fyrir hendi.
Stokkavör er í landi Keflavíkurjarðarinnar. Þar voru árabátar dregnir á land en verðmæti jarðarinnar var alla tíð nátengt fiskveiðum. Uppúr miðri 18. öld var kaupmönnum leyft að setjast
að á verslunarstöðum og þá hófts eiginleg þéttbýlismyndun á Íslandi.

Reykjanesbaer-3

Fyrsti kaupmaðurinn sem settist að í Keflavík var Holger Jacobæus árið 1766. Síðar áttu fleiri kaupmenn eftir að setjast hér að. Öflugasta verslunin framan af var Duusverslun sem var rekin frá 1848 til 1920.
Húsið til vinstri er Miðpakkhúsið, við hliðina er geymsluskúr og til baka verslunar- og ibúðarhús Fischerverslunar en öll þessi hús tilheyrðu henni. Gamla búð var byggð fyrir Duusverslun
árið 1870, þar fyrir ofan má sjá hólinn þar sem bændabýlið Keflavík stóð en túnið er nú friðlýst.
Til hægri á myndinni má sjá tvö af verslunarhúsum Duusverslunar.
Reykjanesbaer-2

Húsið sem stendur þvert á núverandi Duusgötu og var byggt fyrir Holger Jakobæus og fjölskyldu, var rifið. Lengst til 

hægri aðeins neðar sést í gaflinn á Bryggjuhúsi Duusverslunar sem enn stendur.

7. Keflavík 1920.
Undir lok 19. aldar hafði íslenskt samfélag breyst varanlega. Þéttbýlið hafði skotið rótum og landsmenn gátu nú eflt sjávarútveg með margvíslegum hætti til dæmis með útgerð þilskipa
og saltfiskverkun. Margvíslegum höftum hafði verið létt af versluninni, til dæmis var hægt að flytja saltfisk beint á Spánarmarkað sem skipti miklu máli.

Reykjanesbaer-4

Örnefnið Myllubakki er ungt en það tengist myllu sem P.C. Knutszon lét reisa í Keflavík um 1833 til kornmölunar. Myllan var þó fljótlega tekin úr notkun.
Örnefnið gekk svo í endurnýjun lífdaga þegar grunnskólinn við Sólvallagötu fékk nafnið Myllubakkaskóli að undangenginni hugmyndasamkeppni hjá nemendum og kennurum.
Myndin er tekin á Framnesi um 1920 um það bil á því svæði sem þú stendur. Næst eru íbúðar- og verslunarhús Edinborgarverslunarinnar, nú Hafnargata 31, þar niður af er
Edinborgarbryggjan. Verslun Edinborgar var stofnuð í Reykjavík árið 1895 í félagi við tvo skoska athafnamenn. Verslunin var með útibú víðar en í Keflavík.
Reykjanesbaer-5Stóra húsið aðeins fjær er læknishúsið, Hafnargata 26, þá kemur hús Ingibergs Ólafssonar, hafnargata 24, og síðan koma hús við Hafnargötu 16, 18 og 29. Þrír bátar sjást í
Nástrandarvör og utar sést Myllubakkinn.

8. Jarðfræði – Örnefni.
Sjóvarnargarðurinn er úr grágrýti sem rann fyrir 200.000 árum. Grjótið er sprengt úr hraunlagastabbanum í Helguvík. Á stöku stað í þessu stórgrýti eru þær frumeindir sem bergið er
gert úr það stórar að auðvelt er að greina þær.
Ólivínið sem er grænt á litinn myndar græna flekki á sumum steinanna og ef betur er að gáð má sjá þar ljósa eða glæra plagíóklasa og dökka ágit kristalla.
Reykjanesbaer-7Einnig má sjá rauðar járnútfellingar sem myndast hafa á yfirborðum einstaka hrauntaums og jafnvel bregður fyrir hraunreipum sem eru kólnunarfyrirbæri á dyngjuhraunum.
Víða má sjá blöðrur sem myndast hafa í hrauninu þegar það afgasaðist og sumstaðar sést hvernig gasi hefur skilið eftir sig rákir eða rör þegar það steig upp í gegnum hálfstorknaða
hraunkvikuna.
Örnefni er sérnafn á tilteknum stað. Nöfnin lýsa stöðum, t.d. sérkennum hvers staðar, eða bera vitni um minnistæða atburði eða þjóðsögur.
Íslensk örnefni hafa fylgt landnámsmönnum. Þeir hafa snemma gefið stöðum í landnámi sínu nöfn. Þessi nöfn geta tekið breytingum með breyttum staðháttum og búsetu.
Reykjanesbaer-9Örnefni á stærstu stöðunum urðu almannaeign en örnefni á smáum stöðum í einstökum landareignum voru aðeinns þekkt af heimamönunnum ein sog er enn í dag. Örnefnin eru
vegvísar í landinu. Nauðsynlegt var að þekkja þau til að vita hvar maður var staddur.

9. Básinn.
Vélvæðing bátaflotans hófst á Íslandi í byrjun 20. aldar. Þá áttfaldaðist afli landsmanna og þjóðartekjur margfölduðust á nokkrum áratugum.
Víða um land hafði verslunin forgöngu um vélvæðinguna. Í Keflavík var Duusverslunin öflugust en kraftar hennar beindust á þessum tíma að skútuútgerð í Reykjavík. Það kom í hlut
einstaklinga að byggja upp vélbátaútgerðina hér.

Reykjanesbaer-10

Á þriðja áratugnum tóku forvígismenn fjögurra útgerða sig til og komu sér upp aðstöðu í Básnum á Vatnsnesi. Þar byggðu þeir bryggju og reistu hús upp af henni, þannig að hægt var að keyra aflann beint frá borði inn í hús. Aðstaðan var komin í gagnið fyrir vetrarvertíðina árið 1929. Frumkvöðlar frystiiðnaðarins í Keflavík komu m.a. úr þessum hópi en honum var ýtt úr vör á Vatnsnesi á 4. og 5. áratug 20. aldar.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Básbryggjuna. Upp af bryggjunni má sjá fjölda fiskvinnsluhúsa. Til vinstri er Röstin, fiskvinnsluhús og verbúðir, lengst í eigu Margeirs Jónssonar. Fyrir
miðri myndi sést í gaflinn á íbúðarhúsi Vatnsnesjarðarinnar. Jóhann Guðnason, eigandi jarðarinnar, lét reisa húsið á fjórða áratug 20. aldar. Hann var einn margra frumkvöðla á fyrri hluta aldarinnar.

Árið 1969 var húsið gefið til Byggðasafns bæjarfélagsins af Bjarnfríði Sigurðardóttur, ekkju Jóhanns, til  minningar um hann og foreldra þeirra beggja.

10. Sjávarföllin.

Reykjanesbaer-12

Á hverjum sólarhring er tvisvar flóð og þar af leiðandi tvisvar fjara. Það eru að meðaltali 12 klukkustundir og 25 mínútur á milli tveggja flóða og færist tími háflóðs aftur um 50 mínútur á hverjum sólarhring. Sjávarföllin byrja við suðurströndina og fara svo réttsælis um landið. Flóð við sunnanverða Austfirði verður 10 klukkutímum seinna en í Reykjavík.
Ýmsar veiðar hafa tengst beint flóði og fjöru bæði varðandi lögn og drátt veiðarfæra. Þá er liggjandinn eða ögustundnin milli flóðs og fjöru þekktur þáttur í vinnuferli til sjós. Flóð og fjara
hefur löngum skipt máli við hafnir landsins, sérstaklega með tilliti til hæðarmunar við bryggju. Hæðarmunur á flóði og fjöru geta orðið allt að 5 metrar hér um slóðir.

11. Vatnsnesvitinn – Slysavarnir við Íslandsstrendur.
Til forna höfðu menn margvísleg ráð til að rata á úthafinu en oft reyndist hættulegasti kaflinn vera sá sem næstur var landi, þá skipti miklu máli að vera staðkunnugur.
Reykjanesbaer-13Þegar siglingar milli landa urðu tíðari fóru menn að skoða leiðir til að leiðbeina sæfarendum t.d. með ljósmerkjum.
Fyrsti ljósvitinn sem reistur var á Íslandi var Reykjanesviti, reistur 1878. Í kjölfarið komu svo aðrir vitar einn af öðrum eftir strandlengjunni. Vatnsnesvitinn var reistur árið 1920 til að
leiðbeina sæfarendum sem sigldu hér inn til hafnar.
Sjóslys voru alla tíð algeng við Íslands strendur. Á tímabilinu 1881 til 1930 drukknuðu til dæmis 3442 sem er að meðaltali 70 manns á ári. Það var mikil blóðtaka fyrir fámenna og
fátæka þjóð. Þessi kafli í sögu Íslands er átakanlegur og harmur þeirra sem misstu ástvini sína mikill. Sjóslysið varð oft upphafið af enn meiri harmi þegar heimili voru leyst upp og fjölskyldur sundruðust.
Oddur V. Gíslason prestur í Grindavík vann ötullega að öryggismálum sjómanna og hvatti menn mjög til dáða á 19. öld.

Reykjanesbaer-14

Árið 1928 var Slysavarnarfélag Íslands stofnað. Deildir þess störfuðu um allt land, m.a. í Keflavík og Njarðvík. Síðar sameinuðust öll björgunarfélög landsins í félagið Landsbjörg. Þessar fjöldahreyfingar hafa lyft grettistaki í björgunarmálum þjóðarinnar.

12. Reykjanesbær – bærinn minn.
Lag og texti Gunnars Þórðarsonar og Þorsteins Eggertssonar; Hvergi í heiminum er ég sáttari en í bænum sem fóstraði mig…

13. Keflavíkurhöfn.
Á tímum bátaútvegsins þurfti ekki að hafa mikið fyrir hafnarframkvæmdum þótt fyrir kæmi að menn löguðu til lendingar og varir til að auðvelda sér athafnir eins og þær að draga báta á
land. Kaupmenn höfðu bryggjur við verslunarhús sín en þær voru einungis notaðar fyrir uppskipunarbáta en ekki fyrir stór hafskip.
Reykjanesbaer-15Þegar siglingar til landsins urðu tíðari í kjölfar iðnbyltingarinnar var ljóst að þeir staðir sem ekki gátu boðið upp á þokkalega hafskipahöfn myndu dragast aftur úr og jafnvel leggjast í
eyði. Bygging slíks manvirkis verður þó seint talin einföld eða ódýr aðgerð og víst að margvísleg sjónarmið geta tekist á.
Í Keflavík vildi það þannig til að maður að nafn Óskar Halldórsson, síldarspekúlant og athafnamaður, Reykjanesbaer-16hóf árið 1933 að byggja hafskipahöfn í landi Vatnsness á eigin reikning. Síðar
keypti Keflavíkurbær eignirnar hans og Keflavíkurhöfn, fyrsta hafskipahöfnin á Suðurnesjum, varð til.
Framtak Óskars skipti miklu máli varðandi viðgang byggðarinnar og hvatti menn til frekari framkvæmda í Keflavíkurhöfn og á fleiri stöðum á Suðurnesjum.
Enn má sjá leifar af hafskipabryggju Óskars en Keflavíkurhöfn hefur byggst upp á löngum tíma og eru þar núna nokkrar bryggjur. Ein þeirra er kölluð Kraftaverkið en sjá má að hún er
hlaðin og er hún að öllu leyti handgerð.

14. Stekkjarhamar – holótt grjót.
Reykjanesbaer-17Örnefnið á hamrinum bendir til að hér hafi veriðs tekkur sem minnir á þá tíð þegar lömb voru færð frá ánum til að hægt væri að mjólka þær.
Sagnir eru einungis um að fjárrétt hafi verið í lautinni. Hér voru haldnar samkomur og hingað naut fólk þess að koma í lautarferð. Ástarlautin er líka vel þekkt heiti á svæðinu. Staðurinn
er friðlýstur.
Holótt grjót getur myndast þegar bráðið gosberg storknar svo hratt að gasgufum vinnst ekki tími til að losna úr kvikunni áður en hún stirðnar.
Víða myndast líka holótt grjót við saltveðrun nálægt sjávarströnd. Þar smýgur sjávarlöður inn í smágerðar holur í frauðkenndu bergi eða holur eftir gosgufubólur í storknuðu bergi.

Reykjanesbaer-17

Síðan kristallast saltið út úr vatninu. Þá þenst saltið út, sprengir út frá sér og myndar með tíð og tíma enn stærri og dýpri holur inn í bergið. Þéttari lög í berginu taka síðan til sín vatn og lenda því eftir sem hryggir á milli holanna.
Holótt grjót við sjávarströnd getur þannig upphaflega átt rætur sínar að rekja til gasgufubóla eða saltveðrunar. Sandur sem blæs til í holunum getur síðan stækkað þær enn meir.

15. Berggrunnur.
Berggrunni norðanverðs Reykjanesskaga má skipta í tvennt. Annars vegar eru hraun sem hafa brunnið á nútíma og þekja allt svæðið frá Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð að Vogastapa
hér í austri. Hins vegar eru hlýskeiðshraun (grágrýtishraun) sem einkenna svæðið hér um kring og á Rosmhvalanesi.
Talið er að dyngjuhvirfill sé á Háaleiti á flugvallarsvæðinu og hafi hraunin á öllu Rosmhvalanesinu runnið þaðan bæði vestur til  Sandgerðis, norður til Garðs og yfir Keflavíkursvæðið og
norðanverða Njarðvík. Sunnar tekur við Njarðvíkurhraunið.

Reykjanesbaer-18

Þetta Háaleitisgrágrýti virðist vera eitt hraun á yfirborðinu en allmikið rofið t.d. er áberandi brún ofan við gömlu hitaveitugeymana í Njarðvík. Þykkt hraunanna er óljós en í holum sem boraðar hafa verið í Helguvík nær það 40 metra niður fyrir núverandi sjávarmál. Ef hraunið á upptök í Háaleiti er það talið vera allt að 90 metra þykkt.

16. Smiðshúsavör.
Reykjanesbaer-18Vör er sá staður þar sem róið var til fiskjar út frá verstöð þangað sem menn fóru með báta sína og skipshafnir þegar notaðir voru árabátar til fiskveiða. Vör er stytting á orðum eins og
lendingarvör eða róðrarvör.
Menn ýttu árabátum sínum úr vör. Þeir lögðu af stað í róður frá þeim stað því þar var jafnan lítil vík og minni öldugangur. Þannig var auðveldara að ýta bátum út í sjó eða leggja þeim aftur
í fjöruna. Í dag ýta menn ýmsu úr vör. Þannig hefur tenging við að ýta úr vör færst yfir á ýmsi verkefni sem menn eru að byrja. Þá er þeim ýtt úr vör.

Reykjanesbaer-19

Jörðin Ytri-Njarðvík var einkar verðmæt sökum útræðis frá henni eins og tíðkaðist á Suðurnesjum. Í aldaraðir byggðist upp hverfi kotbýla á sjávarjörðum en byggðin var ótraust, óx á góðum tímum en lá í dvala þegar illa áraði. Varanlegt þéttbýli myndaðist í Ytri-Njarðvík í upphafi tuttugustu aldar með því að kotbýlin náðu að skjóta rótum og vaxa vegna framfara í sjávarútvegi. Landbúnaður var ávallt stundaður samhliða sjósókninni langt fram á 20. öld.

17. Ytri-Njarðvík – sjósókn, höfnin og fólkið.
Reykjanesbaer-20Á 19. öld hófst salfiskverkun með miklum krafti hér á landi. Fólkið sóttist eftir að flytja á sjávarsíðuna. Fjölskyldur sem bjuggu í kotum, eins og Þórukoti og Höskuldarkoti, gátu komið
undir sig fótunum með því að veiða þorsk og verka hann sjálft í saltfisk.
Með vélvæðingu bátaflotans í upphafi 20. aldar urðu bátarnir fljótari á miðin og gátu sótt lengra. Fiskafli margfaldaðist og lagði grunn að varanlegu þéttbýli víðs vegar við ströndina.
Eftir því sem leið á 20. öldina skipti góð hafnaraðstaða sköpum um það hvort byggðin þróaðist eða lagðist af. Njarðvíkingar börðust lengi fyrir höfn en þrátt fyrir loforð ríkisvaldsins
gekk ekki þrautarlaust að koma verkefninu af stað.
Reykjanesbaer-21Karvel Ögmundsson, útvegsmaður í Njarðvík, tók þá til sinna ráð, fjármagnaði og sá um fyrstu framkvæmdir við Njarðvíkurhöfn. Hann fékk síðar greitt í ríkisskuldabréfum. Karvel sem
var heiðursborgari Njarðvíkur koma víða við, byggði m.a. fyrsta frystihúsið í Njarðvík árið 1938.
Skipasmíðar eiga sér langa sögu í Njarðvík. Fyrsta skipasmíðastöðin ásamt dráttarbraut var reist í Innri-Njarðvík árið 1935 af Eggerti Jónssyni frá Nautabúi.
Eggert var mikill athafnamaður með töluverð umsvif í Innri-Njarðvík. Allmargir vélbátar voru smíðaðri í stöðinni og gekk reksturinn vel.
Eftir rétt um áratugar starf kom upp ágreiningur milli Eggerts og skipasmiða sem unnu hjá honum, þeir vildu eignast hlut í fyrirtækinu. Þegar Eggert neitaði þessari hugmynd, sögðu
þeir upp störfum og stofnuðu árið 1945 Skipasmíðastöð Njarðvíkur í Ytri-Njarðvík. Stöðin er starfrækt enn í dag og er sú eina sem eftir er í bæjarfélaginu.

18. Ytri-Njarðvík – þróun byggðar.

Reykjanesbaer-22

Skipulagt mála á Íslandi allt fram á 20. öld var með þeim hætti að landinu var skipt upp í bændajarðir, lögbýli. Allt var skilgreint út frá þeim. Hvort sem það voru afréttarlönd eða lendingarstaðir báta (varir). Fjöldi lögbýla á Íslandi hefur verið nokkuð stöðugur allt fram á 20. öld eða rúmlega 4000. Frá miðöldum og fram undir lok 18. aldar voru flestir ábúendur lögbýla leiguliðar ríkra landeiganda, þeirra strærstir voru kirkjan og krúnan.
Til að standa skil á leigugjöldum af jörðunum gripu margir, einkum við sjávarsíðuna, til þess ráðs að leigja út part af jörðinni, sem hjáleigur eða tómthús, til að efla tekjur sínar.
Reykjanesbaer-23Fjölskyldan sem bjó á hjáleigunni mátti stunda landbúnað og halda skepnur en tómthúsfólkið mátti bara stunda sjóinn.
Ytri-Njarðvík var eitt þessara lögbýla og henni tilheyrðu nokkur kot sem voru hjáleigur eða tómthús. Með eflingu sjávarútvegs efldist byggðakjarninn og ekki síst minnstu einingarnar,
kotin. Þórukot og Höskuldarkot er góð dæmi um þessa þróun.
Fjölskyldurnar er nýttu sér nálægðina við sjóinn og gátu byggt upp efnahag sinn. Búskapur bar nokkur framan af, til dæmis áttu margir eina kú en einkum ræktaði fólk matjurtir, s.s. kál
og kartöflur við hús sín.
Þéttbýlið í Ytri-Njarðvík á sér ævarfornar rætur í þessu gamla íslenska kerfi. Eftir því sem leið á 20. öldina urðu jarðirnar að lóðum og lóðirnar minnkuðu. Smám saman hætti heimilið
að verða sjálfstæð eining og varð hluti af stærra samfélagi, bæjarsamfélaginu.

19. Bolafótur – Hallgrímur Pétursson.

Reykjanesbaer-24

Ævi skáldsins var viðburðarík, hann ólst upp á biskupsetrinu á Hólum en rúmlega tvígugur var hann við nám í Kaupmannahöfn þegar hópur Íslendinga kom þangað frá Alsírborg. Hann var hluti af hóp sem sjóræningjar höfðu rænt í Tyrkjaráninu um áratug fyrr og selt í ánauð til Norður-Afríku.
Í hónum var Guðríður Símonardóttir og tókust með þeim heitar ástir. Vorið 1637 birtust þau í Keflavík og var hún þá langt gengin með fyrsta barn þeirra, Eyjólf. Framundan var ótrúlega
erfiður tími fyrir þetta langt að komna par. Hér á þessu túni hefur kotbýlið Bolafótur verið, þar sem þau hjón bjuggu um einhvern tíma á fyrstu búskaparárum sínum.
Á Suðurnesjum bjuggu þau líklega í um 14 ár. Hallgrímur vann við það sem til féll, m.a. fyrir kaupmann í Keflavík og við sjósókn. Þrátt fyrir mikla erfiðleika kom náungakærleikurinn þeim
til hjálpar. Grímur Bergsson í Njarðvík, lagði á sig að aðstoða þau með því að borga sektargjöld vegna þess að barnið þeirra fæddist utan hjónabands.

Reykjanesbaer-25

Hallgrímur gerðist prestur á Hvalsnesi. hagurinn vænkaðist en þó var harmurinn ekki langt undan. Dóttir þeirra Steinunn dó aðeins nokkurra ára gömul. Á Hvalsnesi er legsteinn hennar sem talið er að Hallgrímur hafi sjálfur gert og er hann einn mesti dýrgripur í eigu kirkna á Suðurnesjum.
Pretsembættið á Hvalsnesi var upphaf á farsælum ferli Hallgríms í prestastétt en lengst þjónaði hann í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Þar samdi hann Passíusálmana. Um miðjan
aldur veiktist Hallgrímur af holsveiki eða líkþrá og dó árið 1674 sextugur að aldri en Guðríður lifði mann sinn og lést í hári elli árið 1681.

20. Stekkjarkot 1855-1924.

Reykjanesbaer-26

Endurbygging Stekkjarkots var afmælisverkefni í tilefni af 50 ára afmæli Njarðavíkurkaupstaðar 1992. Stekkjarkot var opnað af forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur í ágúst 1993.
Reykjanesbaer-28Stekkjarkot var þurrabúð og gefur hugmynd um bústað sem algengir voru á þessum slóðum á 19. öld. Þurrabúð merkti að íbúarnir máttu ekki halda skepnur s.s. kýr eða kindur. Slík
kot voru ávallt byggð í landareign annarra og borguðu kotbúar fyrir afnotin til dæmis með sjávarfangi eða þeir réru á bátum landeigandans. Þurrabúðafólkið varð þannig að treysta algerlega á það sem hafið gaf.
Stekkjarkot á sér slitrótta sögu en fyrst er það byggt á árunum 1855-1857 sem vitað er. Búsetan þar lagðist síðan af 1887. Kotið var byggt upp aftur árið 1971 en 1924 var kotið
komið í eyði. Stekkjarkot náði því að verða grasbýli um 1921 sem hefur gefið kotverjum rétt á að hafa einhverjar skepnur. Kotið sem við sjáum núna er byggt upp með stuðningi endurminninga eins af síðustu íbúunum. Eldri hlutinn á rætur aftur til 19. aldar þar er hlóðaeldurinn. Yngri hlutinn er frá síðari búsetudögum. Baðstofa og eldhús eru alþiljuð, komin kolaeldavél og ekki  virðist hafa farið illa um heimilisfólkið. Saga Stekkjarkots er ekki löng eins og við þekkjum hana en gefur innsýn í þennan síðasta hluta merkilegrar sögu kotbyggða við ströndina.

21. Hvað heitir landslagið – Örnefni.
Til að vita um hvaða stað verið er að tala þarf allt að heita eitthvað. En hvað ræður för þegar nöfn eru valin á landið? Nöfn á stöðum eru kölluð örnefni. Í örnefninu gefur verið falin mikil
saga, stórkostlegar hugmyndir og jafnvel draumsýnir.
Hvað merkir til dæmis örnefnið Njarðvík? Vísar það til Norrænna goðsins Narðar eða er það lýsing á Reykjanesbaer-29þeirri staðreynd að víkin Njarðvík er nær, Nærvík?
Sé víkin kennd við fyrrnefndan Njörð er frá honum að segja að hann var með svo fallega fætur að Skaði valdi sér hann sem mannsefni. Hún hélt reyndar að hún væri að velja Baldur og
kannski þess vegna varð upphafstónninn í hjónabandi þeirra fremur leiðinlegur.
Njörður gat hins vegar ekki hugsað sér að sofa uppi í fjöllunum í Þrymheimum vegna ýlfurs frá úlfum.
Samkomulag þeirra hjóna varð því á þann hátt að hún svaf níu nætur í Nóatúnum og hann síðan níu nætur í Þrymheimum.
Á Njörð var oft heitið af sæfarendum þar sem hann réð vindum og gróðri jarðar. Upphaflega hafði hann verið dýrkaður sem frjósemisguð en börn hans, Freyja og Freyr tóku nær alfarið
við því hlutverki.

22. Eldhúsið í Stapakoti – matur áður fyrr.
Reykjanesbaer-30Skúli Magnússon landfógeti skrifaði áhugaverða ritgerð árið 1785 um margt það sem skiptir máli um íslenskt samfélag. Suðurnesjamönnum lýsti  hann þannig að þeir væru yfirleitt
geðgóðir, guðhræddir, hreinskilnir og góðir gestgjafar.
Enskur ferðamaður að nafni Henry Holland kom hingað til lands árið 1810. Njarðvíkingum lýsti hann svo að þeir væru áhugasamir og forvitnir án þess að vera frekir og að karlmenn
væru líkir öðrum íslenskum körlum, hávaxnir, rjóðir í kinnum og með sítt ljóst hár.
Þessi glæsimenni sem lifðu hér um slóðir nærðust fyrst og fremst á fiskmeti hvers konar, ásamt mjöl- og mjólkurmat. Morgunmaturinn var mjöl- eða rúggrautur með mjólk eða smjöri út
á. Síðar um daginn fékk fólkið sér harðfisk eða herta þorskhausa. Kjöt var bara til hátíðabrigða, kjötsúpa að hausti og reykt eða vindþurrkað kjöt er leið á veturinn.

Reykjanesbaer-31

Elstu byggingar sem fundist hafa á Íslandi eru kallaðar „skálar“. Í skálunum var sofið, unnið, eldaður matur og borðað. Við slíkar aðstæður getur myndast mikill reykur sem ekki er heilsusamlegur.
Þegar byggðin þróðist má sjá að upp af skálanum eða nágrenni hans fóru menn að byggja sérstök hús þar sem matur var eldaður, eldhús. Þar inni voru hlóðirnar. Slík eldhús voru í
notkun allt fram á 19. öld er byrjað var að flytja inn kolaeldavélar. Hlóðirnar voru þó áfram í notkun hjá þeim fátækari og einnig á stærri heimilum þegar mikið stóð til, t.d. þegar soðið var slátur.
Eggert Guðmundsson listmálari fæddist í Stapakoti í Innri-Njarðvík árið 1906. Hann var alla tíð þjóðlegur listamaður, myndefni hans voru Reykjanesbaer-32fornsögur, ljóð, þjóðsögur og saga þjóðarinnar.
Hann hélt fjölda málverkasýninga á Íslandi og erlendis. Verk eftir hann prýða mörg heimili á Suðurnesjum og víðar, einnig eru nokkur verk í listasafna. Hann lést árið 1983.

23. Kópa – Harðfiskur og skreið.
Stutt er á fengsæl fiskimið frá Njarðvík. Mest fiskaðist á fyrst mánuðum ársins þegar þorskurinn gekk á grunnmið til að hrygna. Vetrarvertíð kallast veiðitímabilið frá kyndilmessu til
lokadags (2. febrúar til 11. maí). Fjöldi fólks kom á vertíð suður með sjó.
Lengst framan af var afli vetrarvertíðar verkaður í skreið. Skreið var þurrkaður og hertur fiskur. Hún var verkuð þannig að fyrst var fiskurinn slægður (tekin úr honum innyflin) og hann
síðan látinn þorna í stæðum eða kös fram undir miðjan aprílmánuð.
Reykjanesbaer-33Síðan var fiskurinn þurrkaður (hertur) með því að láta hann liggja á grjótgörðum helst þar sem vindur gat leikið um hann.
Fiskurinn var yfirleitt orðinn fullharnaður í lok júnímánaðar og tilbúinn til sölu hjá kaupmanni eða sem vistir til vetrarins á heimilum landsmanna.
Fiskur var alla tíð mikilvægur hluti af fæðu landsmanna og enn í dag borðar fólk harðfisk með smjöri sem minnir á þann tíma þegar hvers konar brauðmatur var hátíðisfæða en „brauð“
Íslendinga var harðfiskur með smjöri.
Málverkið gerði Eggert Guðmundsson listmálari fyrir Margeir Jónsson, útgerðarmann, en báðir voru fæddir í Stapakoti. Á því má sjá Stapakot og víkina Kópu í Innri-Njarðvík, en þar var
útræði og uppsátur fyrir árabátana. Í Stapakoti var þríbýli. Á vetrarvertíðum voru allt að 40 sjómenn víðs vegar af landinu sem réðu sig í skipsrúm frá Stapakoti. Húsin hægra megin á myndinni voru að sögn geymsluhús fyrir net og sjávarfang.

Stigur-2

Nú tekur við Stapinn. Ekki er ólíkleg að fleiri upplýsingaskilti verði sett upp við strandstíginn. Við hann auk þessa eru ýmis listaverk og minningarmerki, s.s. um Jón Þorkelsson Thorchellius skólameistara í Skálholti, um Sveinbjörn Egilsson, fyrsta rektor Lærða skólans, um staðsetningu fyrstu þjóðhátíðar fjögurra innstu hreppa Gullbringusýslu 15.-16. ágúst 1874, auk þess ýmiss mannvirki á leiðinni megi vel telja til minnisvarða um liðna tíð.
Innan við Grófina er t.d. minnismerki sjómanna eftir Ásmund Sveinsson 
til minningar um drukknaða og horfna sjómenn. Verkið var keypt að frumkvæði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur með framlagi úr sjóði um minnismerki sjómanna auk fjárstyrks frá nokkrum útgerðum og Keflavíkurbæ.

Skessuhellir

Skessuhellir.

Álfsnes

Bærinn Víðines er á Kjalarnesi, á sunnanverðu Álfsnesi. Vestan hans er Gunnunes, vestast á Álfsnesi. Fátt er um örnefnalýsingar fyrir jörðina Víðines, en þó er ein þeirra ítarlegust. Þar segir:

Álfsnes

Álfsnes – herforingjaráðskort 1903.

„Jörð í Kjalarneshreppi næst vestan við Fitjakot. Upplýsingar um örnefni gaf Þorlákur Kristjánsson frá Álfsnesi.
Móti Fitjakoti er lækur sá, sem Selalækur heitir. Hann rennur í Leiruvog. Norðan bæjar er holt það, sem heitir Glóruholt. Austast á því er Markaþúfa, en úr henni austur er línan í Markastein. Uppi á há-Glóruholti einnig á merkjum er Fálkavarða. Merki móti Sundakoti eru úr Klofasteini, sem er utanhallt við sker.

Álfsnes

Álfsnes – örnefnakort.

Selalækur er í jarðfalli í mýrinni. Þar utar eru holt,sem nefnd eru Stóru-Smáholt. Þau eru þar utar fyrir ofan Voga, en Vogar er býli, sem Gísli Pálsson reisti niður við Leiruvoginn aðeins vestar Selalækjar, Litlu-Smáholt eru þar utar og ofar. Þetta er stórt samfellt mýrlendi og fátt um nafntilefni. Þar er næst Svartibakki, sem er bakki alveg niður við Leiruvog, mitt á milli holtanna, sem fyrr var getið.

Álfsnes

Vogar.

Vestur af Svartabakka er svæði, holt, sem nefnt er Svörður. Ekki mun það vera gamalt nafn, heldur síðan hlutafélag var stofnað í Reykjavík til mótekju. Þar utar er eyri fram við sjó, sem heitir Slétteyri, og er þá komið rétt heim undir bæ. Bærinn stendur rétt upp frá vognum sunnan í Glóruholtinu.
Vestan við bæ er vík, sem heitir Nesvík. Þar utar tekur við nes, sem heitir Gunnunes, bungumyndað, gróðurlítið og afmarkast af Nesvík. Norðan þess er lægð þvert yfir. Í henni eru rústir eftir Sundakot, öðru nafni Niðurkot; þar var býli fram undir aldamót.

Álfsnes

Álfsnes – stekkur.

Rétt vestur af oddanum á Gunnunesi og norðan í nesinu er Stekkur. Hann er hlaðinn, og túnblettur er þar í kring. Merkin móti Álfsnesi eru að vestan í svonefndar Fornugrafir. Milli Gunnuness og Þerneyjar er Þerneyjarsund.“

Þórður Kristjánsson, Drápuhlíð 15, kom í Örnefnastofnun 3. júní 1980, las örnefnalýsingu Víðiness og gerði við hana athugasemdir. Þórður er fæddur í Álfsnesi 1. nóv. 1917 og ólst þar upp til 1925, en þá fluttist faðir hans að Víðinesi og bjó þar til 1932.

Fitjakot

Fitjakot – túnakort 1916.

„Leiruvogur var nefndur svo í máli gamals fólks, en sjálfur kallar Þórður hann Leirvog. Klofastein hafði Þórður aldrei heyrt nefndan, ekki heldur Stóru- og Litlu-Smáholt. En Þorlákur bróðir Þórðar var miklu eldri en hann og hefur því vel getað þekkt þessi nöfn.
Nafnið Svörður er frá stríðsárunum fyrri. Þá var þurrkaður þarna mór og síðan fluttur á bátum til Reykjavíkur. Nesvík heyrði Þórður aldrei nefnda.
Sundakot eða Niðurkot er nú friðlýst.

Víðines

Víðines – túnakort 1916.

Stekkur var notaður til innrekstrar, þegar Þórður var barn. Upp af Svartabakka mun áður hafa heitið Lágamýri. Nafnið hefur Þórður eftir Vigfúsi Kristjánssyni (úr bókinni Í lífsins ólgusjó), en Vigfús hafði eftir foreldrum sínum, sem bjuggu í Víðinesi um 1870.
Rétt fyrir sunnan Nesvíkina er Selvík. Þar sátu selir oft uppi á klettunum, þegar gott var veður.“

Hið merkilega er að hér er nefndur bærinn Vogar undir Stóru-Smáholtum. Tóftir bæjarins (kotsins) sjást enn sem og hringlaga mannvirki ofan við vörina. Auk þess ákveður skrásetjari að kynna Víðines sem „jörð í Kjalarneshreppi næstan vestan Fitjakots“. Fitjakot var hins vegar austast við norðanverðan Leiruvog. Engin örnefnalýsing er hins vegar til um kotið þrátt fyrir að túnakort hafi verið gert þar 1912.

Heimild:
-Önefnalýsing fyrir Víðines. Ókunn. skrán.
-Örnefnastofnun. Athugas. Þórðar Kristjánssonar um Víðines.

Víðines

Víðines – túnakort 1916 sett inn á loftmynd.

Álfsnes

Bærinn Álfsnes er á Álfsnesi á Kjalarnesi. Í örnefnaskrám er m.a getið um gamlan bæjarhól, svonefndan Hulduhól (Hólinn) neðan við bæjarhúsin og laug (vatnsstæði) ofan þeirra.

Álfsnes

Álfsnes – Hulduhóll.

„Hulduhóll var 20 – 30 m frá bænum í suðaustur. Hann var stór um sig, stórþýfður og ávalur á alla kanta. Í honum var talið huldufólk, og sá B.[irgir] K.[ristjánsson] eitt sinn huldukonu þar í grennd.“ (Ö.Ál.3). „Hulduhóll var kallaður Hóllinn í daglegu tali. Þetta var aflangur hóll, og hallaði aðeins af honum niður á túnið.“ (Ö.Ál.2).
Hulduhóll er stór hóll suðaustur af bænum, gæti verið gamall bæjarhóll. Munnmæli herma að „Í Hólnum í Álfsneslandi var talið að huldufólk byggi“.

Álfsnes

Álfsnes – laug/brunnur/vatnssstæði.

Í „Fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álfsnesi“ frá árinu 2008 segir um Hulduhól: „Í túni Álfsness í aflíðandi grasi grónni brekku um 20
m SA af íbúðarhúsunum er álfhóll, um 2 m á hæð, mjög vel grasi gróinn“.

Í óútgefinni „Fornleifaskráningu á Álfsnesi og Glóru“ árið 2006 segir: „„Staðhættir og lýsing: Ferhyrnd laug sem er með þrjár hliðar steyptar en eina hlaðna. Norðvesturhliðin er með stórgrýti með steinhleðslum neðst og er 3 m löng.

Álfsnes

Álfsnes – tóft við „laugina“.

Aðrar hliðar laugarinnar eru 2 m langar. Laugin er ca. 1 m að dýpt, hún er full af vatni ásamt svolitlum gróðri. Ástand: Hleðslur standa. Hættumat: Hætta vegna nærliggjandi iðnaðar. Aldur: 1900+ þó að hlaðni hluti laugarinnar gæti verið eldri“.
Skammt norðaustan „laugarinnar“ er ferhyrnd tóft. Á túnakorti frá 1916 er hún í jaðri norðurtúngarðs Álfsness.
Með því að bera tóftina á túnakortinu, auk hliðastæðrar tóftar við vesturtúngarðinn, má augljóslega bera kortið saman við nýlega loftmynd af bæjarstæðinu.

Heimildir:
-Athugasemdir Þórðar S. Kristjánssonar við örnefnaskrá. (Ö.Ál.2).
-Athugasemdir Birgis Kristjánssonar við örnefnaskrá. (Ö.Ál.3).
-Fornleifaskráning á Álfsnesi og Glóru, 2006. Óútgefin skýrsla. Gögn Minjasafns Reykjavíkur.
-Fornleifaskráning vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álfsnesi í Reykjavík, 2008.

Álfsnes

Álfsnes

Járngerðarstaðir

Í tilefni að uppsetningu söguskiltis á atburðarsviði „Tyrkjaránsins“ við Járngerðarstaði var efnt til menningar- og sögutengdrar göngu um gamla Járngerðarstaðahverfið (2006). Skiltið, sem staðsett er við horn Verbrautar og Víkurbrautar, á auk þess að minna á sögulegt upprunahlutverk Járngerðarstaða í þróun byggðar í Grindavík. Ætlunin er að setja svipuð skilti upp á fleiri sögustöðum í byggðarlaginu, s.s. Þórkötlustaðahverfi, Hópi, Stórubót og jafnvel Þórkötlustaðanesi og Staðarhverfi. Allt eru þetta staðir, sem telja verður til þeirra markverðari í forsögu bæjarins, auk þess sem vonandi fást sérstök tækifæri síðar til að vekja athygli á hinu merka mannlífi, búskap, útgerð og verslun í Grindavík áður fyrr.
JárngerðarstaðahverfiGangan var í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins. Eftir stutta athöfn þar sem forstöðumaður Saltfisksetursins, Óskar Sævarsson, kynnti tilurð og tilgang skiltisins var tekið til við að lýsa atburðarrás „Tyrkjaránsins“ um Jónsmessubil árið 1627. Rifjaður var upp sá hluti hennar er gerðist þarna á sjónrænu sögusviði. Oft koma upp efasemdaraddir um nákvæma staðsetningu atburðarrásarinnar, einkum vegna þess að staðhættir hafa breyst á þeim nær 380 árum, sem liðnir eru frá atburðinum. Það er þó aðallega þrennt, sem styrkir fólk í þeirri trú að þetta geti verið staðurinn; a) frásögn þátttakenda og heimildamanna við skráningu atburðarrásarinnar, b) lýsing Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi þar sem sagt er frá því að „barist hafi verið í fiskigörðum Járngerðarstaða“ og c) þjóðsagan um Tyrki í þjóðsögusafni Jóns Árnasonar þar sem segir að „þyrnir hafi sprottið upp þar sem blóð heiðinna manna og kristinna blönduðust“ eftir bardagann. Þyrnir þessi, sem reyndar er þystill, vex einmitt við gatnamót Verbrautar og Víkurbrautar.
Í tilefni afhjúpunar upplýsingarskiltisins var talið vel við hæfi að þakka Guðjóni í Vík og Tómasi frá Núpi sérstaklega fyrir þeirra þátt við gerð þess. Báðir sýndu áhuga á verkinu og voru fúsir til að gefa allar þær upplýsingar er dygðu til að ljúka því með sómasamlegum hætti. Fleirri komu að verkinu. Eiga þeir allir verulegar þakkir skyldar.
Á nýja skiltinu eru m.a. eftirfarandi upplýsingar:

Þú ert hér
Járngerðarstaðahverfi„Þú stendur á slorþró Hafrenningshússins. Það var einnig nefnt Grindvíkingahúsið um tíma. Aftan við þig eru nokkur gömul hús (byggð um og eftir aldarmótin 1900). Elst er Flaggstangarhúsið (Flagghúsið), byggt 1890. Nokkur hús eru horfin, t.a.m. Einarsbúð.
Framundan eru Járngerðarstaðir og nálægir bæir. Svæðið, sem þú hefur nú yfirsýn yfir, var vettvangur “Tyrkjaránsins” í júnímánuði árið 1627.
Uppdrátturinn byggir á örnefnalýsingu frá árinu 1967, lýsingum Guðjóns Þorlákssonar í Vík, Tómasar Þorvaldssonar o.fl. á staðháttum. Hafa ber m.a. í huga að heiti túnbletta og einstakra húsa hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars.

Járngerðarstaðir
Járngerðarstaðahverfið er einn þriggja byggðakjarna í Grindavík. Austast er Þórkötlustaðarhverfi og vestast er Staðarhverfi.
Talið er að Grindavík hafi byggst mjög snemma. Í landnámsbók er talað um að Molda-(G)Núpur Hrólfsson hafi numið hér land (í kringum 934). Gera má ráð fyrir því að bæjarkjarnar hafi byrjað að myndast á 10. eða 11. öld. Ekki er ólíklegt að staðsetning þeirra hafi ráðist af graslendi, aðgengi að vatni og aðstöðu til sjósóknar á þessum stöðum.
Talið er að þingstaður Grindvíkinga hafi frá upphafi verið á Járngerðarstöðum. Það bendir til þess að búið hafi verið þar allt frá landnámsöld.

Járngerðarstaðahverfi Heimildir um um sögu jarðarinar og ábúendur fyrir 1700 eru mjög af skornum skammti. Helst er getið um fjöruréttindi, en þó er sýnt, að jörðin hefur komist í eigu Skálholtsstaðar ekki síðar en um miðbik 15. aldar.
Grindavík var verslunarstaður allt frá miðöldum og fram á 18. öld. Þjóðverjar og Englendingar höfðu aðstöðu við Járngerðarstaði á 15. og 16. öld. Sögulegur atburður gerðist hér aðfaranótt 11. júni 1532 við virki Englendinga ofan við Stóru bót. Þá voru 15 þeirra vegnir vegna ágreinings. Sá atburður breytti verslunarsögu landsins.
Af Jarðabókinni 1703 má sjá að Járngerðarstaðir voru taldir hin mesta kostajörð, en hún var þá enn í eigu Skálholtsdómkirkju.

Strax um aldamótin 1800 var þegar kominn vísir að þéttbýli. Það samanstóð af tveimur býlum, sem þar voru, auk hjáleiganna sem byggðar voru í landi jarðarinnar. Um aldarmótin 1900 bjuggu flestir í Járngerðarstaðarhverfi, 59 manns, en mun færri í hinum hverfunum. Á árunum 1840 og 1841 voru aðeins 7 aðalbýli í sókninni og 13 hjáleigur.
Á 19. öld hélt byggðin áfram að vaxa og Járngerðarstaðahverfi varð miðstöð byggðar í Grindavík. Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til Einars Einarssonar frá Garðhúsum en hann setti upp verslun í húsi sem hann byggði árið 1897. Einarsbúð var síðan reist hér skammt frá 1917.

Um aldamótin 1900 voru íbúarnir 357 talsins en árið 2006 voru þeir um 2600. Árið 1931 var gerð bryggja hér niður undan gömlu húsunum. Leifar hennar sjást enn. Árið 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið þar sem aðalhöfnin er nú. Árið 1974 fékk bærinn kaupstaðarréttindi.
Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með fjölda báta og togara og sterkum sjávarútvegsfyrirtækjum.

“Tyrkjaránið”
JárngerðarstaðahverfiAtburðurinn hafði mikil áhrif á alla landsmenn. Í langan tíma á eftir voru Íslendingar mjög á varbergi. Þeir óttuðust endurkomu sjóræningjanna.
Það var um Jónsmessuna 1927 að skip kom að Grindavíkurströndum. Íbúafjöldinn var nálægt 180 manns. Búðir kaupmannsins danska stóðu þá í Járngerðarstaðalandi.
Á Járngerðarstaðavíkinni lá danskt kaupskip. Lauritz Bentson, Grindavíkurkaupmaður, sendi átta Íslendinga að aðkomuskipinu. Þegar þeir komu um borð voru þeir umsvifalaust herteknir. Upplýst varð að fátt væri um varnir í landi. Foringi „Tyrkjanna“, Amorath Reis, fór frá skipi sínu með þrjátíu vopnaða menn. Þeir byrjuðu á því að hertaka danska skipstjórann og tvo menn með honum, rændu kaupmannsbúðina, en kaupmaður flúði og með honum aðrir Danir.

Þá gerðist margt á örfáum klukkustundum. „Tyrkirnir“ snéru sér að Grindvíkingunum. Þeir skunduðu eftir sjávargötunni heim að Járngerðarstöðum. “Tyrkjunum” lá á því þeir gátu alveg eins átt von á að kaupmaðurinn sneri aftur með lið manns. Í bænum gripu þeir Guðrúnu Jónsdóttur, konu Jóns Guðlaugssonar. Hún var borin nauðug frá bænum. Í götunni kom þar að bróðir Guðrúnar, Filippus. Þegar hann reyndi að koma henni til hjálpar var hann barinn og skilinn eftir hálfdauður. Annar bróðir Guðrúnar, Hjálmar, bar þá þar að ríðandi. Tóku „Tyrkir“ hestinn af honum og stungu. Lá Hjálmar óvígur eftir.
„Tyrkir” rændu fé úr bænum á Járngerðarstöðum, tóku Halldór Jónsson, bróður Guðrúnar og tvo sonu hennar, Helga og Héðinn, en bróðir hennar, Jón, hafði verið einn af þeim átta, sem fóru út í skipið í upphafi. Jón Guðlaugsson, bónda á Járngerðarstöðum ráku „Tyrkir“ til strandar með sonum hans og Halldóri, en vegna þess að Jón var þá orðinn aldraður maður og veikur gáfu þeir hann lausan er hann féll við í fjörunni. Stúlku eina, Guðrúnu Rafnsdóttur, tóku þeir með húsfrúnni og færðu til skips.
Þennan örlagaríka morgun var 12 Íslendingum, þarf af helmingur Grindvíkingar, og þremur Dönum, rænt í Grindavík.

Járngerðarstaðahverfi Á útleið ginntu „Tyrkir“ hafskip á leið til vesturs til sín með fölsku flaggi. Þeir hertóku það skip.. Áður en „Tyrkir yfirgáfu Grindarvíkursjó gáfu þeir tveimur mönum, sem höfðu verið um borð í skipsbátnum, burtfararleyfi. Þeir náðu bát sínum og réru til lands. Eftir þetta fóru ræningjarnir burt frá Grindavík. Loks héldu þeir til heimahafnar í borginni Salé í Marokkó.
Afdrif Grindvíkinganna, sem rænt var, urðu með ýmsu móti. Þau Guðrún Jónsdóttir og Halldór bróðir hennar voru aðeins skamma hríð í þrældómi í Alsír. Komust þau til Danmerkur 1628 og heim til Íslands með vorskipunum sama ár. Halldór samdi rit um Tyrkjaránið. Um afdrif Guðrúnar Rafnsdóttur er ekki vitað. Árið 1630 skrifuðu þeir bræður Jón og Helgi foreldrum sínum bréf og voru þeir þá þrælar. Helgi varð frjáls eftir fjársöfnun 1636. Komst hann heim setti ásamt eiginkonu sinni saman bú á Járngerðarstöðum.
Jón bróðir hans, Héðinn og Jón Jónsson, móðurbróðir þeirra, hvíla sennilega í afrískri mold. Sama gildir um bátsverjana fimm, sem reru út að ræningjaskipinu þennan morgun 1627.

Þótt sjóræningarnir hafi jafnan verið nefndir “Tyrkir”, sem var þá samheiti yfir alla múslima í grennd við Miðjarðarhafið, hafa þeir að öllum líkindum verið Evrópubúar.

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær. (Því miður hafa Grindvíkingar vanrækt þetta svæði á síðari tímum).

Sagan segir að: “Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.
Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan.” Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir auk þess: “En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið.”

Tyrkjaránið
Á árinu 2007 eru, sem fyrr segir, liðin 380 ár frá þessum sögulega atburði í Grindavík. Það væri því vel við hæfi að minnast hans sérstaklega, t.d. með því að gera þá staði, sem gætu hafa tengst atburðinum, sýnilega og aðgengilega áhugasömum íbúum og gestum þeirra.
ÓSÁ hannaði útlit upplýsingaspjaldsins, Martak í Grindavík bjó til standinn og Stapaprent annaðist prentun. Skiltagerðin er styrkt af Pokasjóði og Grindavíkurbæ.

Járngerðarstaðahverfi Genginn var hringur um hverfið, þangað sem “blóðþyrnirinn” vex og síðan að dys Járngerðar og Járngerðarstaðabæjunum. Gengið var til baka meðfram strandlengjunni, með Járngerðarstaðavíkinni og vörunum að gömlu bryggjunni og ýmislegt skoðað sem fyrir augu bar á leiðinni. Reynt var að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Uppákomur s.s harðfisks- og hákarlamakk o.fl. var í boði á leiðinni. Gangan endaði síðan við gamla Flaggstangarhúsið (Flagghúsið, sem verið er að endurreisa og var til sýnis í tilefni dagsins. Einn eigandi þess, Erling Einarsson, bauð gesti velkomna, sagði frá forsögu hússins, lýsti tilkomu nafngiftarinnar sem og notkun þess. Fram kom að ætlunin er að hýsa krambúð í húsinu, sem verður að teljast bæði áhugavert, einkum í ljósi þess að Einarsbúð, afurð og afkoma forfeðra hans, var lengi framan af í næsta húsi að vestanverðu, og áskorun, bæði til bæjarstjórnarfólks er þarf nú að taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu og nýtingu þessa fyrrum upphafs byggðaþróunar í Grindavík og viðhalds hennar til lengri framtíðar. Ljóst er að allflest húsanna á svæðinu eru í niðurníðslu. En þegar haft er í huga að þarna uxu fáeinir bæir og nokkur ver fyrrum upp í hverfi og síðan heilt samfélag kaupstaðar verður ekki hjá því komist að meta þetta afmarkaða svæði með tilliti til lengri framtíðar. Ekki verður langs að bíða að kaupstaðurinn (unglingurinn) verði borg (fullorðinn). Þá er ekki verra að til verði áþreifanleg merki upprunans – hjartans.

Og þá aftur að göngunni. Eftir að hafa gengið að „blóðþyrninum“
var Verbrautinni fylgt að „Járngerðardys“. Hún mun vera í vestanverðri (túnmegin) beygjunni á milli Hliðs og Víkur. Tómas Þorvaldsson, 85 ára, tók á sínum tíma á móti FERLIR í Grindavík. Þegar staðsetja átti dys Járngerðar, sbr. söguna, gekk hann hikalust að framangreindum stað. Gatan liggur til suðurs frá Garðhúsum, sem Einar kaupmaður byggði 1918.
Járngerðarstaðahverfi Brynjúlfur Jónsson lýsir dysinni í frásögn sinni (1903). Segir hann að gamla sjávargatan hafi fyrrum legið til suðurs frá Járngerðarstöðum, en það var samheitið á torfunni, og yfir þar sem nú er Helgavöllur. Vergatan er yfir gömlu götunni. Þar sem gatan beygir á móts við Garð, á milli Víkur og Hliðs, var Járngerður dysjuð. Í þjóðsögunni segir að dysin hafi verið einn faðmur á breidd og þrír á lengd. Hafi dysin hækkað til austurs. Framhjá henni hafi vermenn gengið til skips. Vergatan hefur verið lögð yfir dysina, sem fyrr segir, en ef grannt er skoðað má sjá í suðvesturhorn dysjarinnar, sjávarmegin, undan veginum.
Brynjúlfur segir frá því að hann hafi grafið í dysina en þá hafi þar visrt vera gamall öskuhaugur. Hafa ber í huga að Rafnshús voru þarna skammt suðaustar, Syðri Gjáhús skamt norðar og Gjákot fast við. Gamli Víkurbærinn var svo örskammt norðar. Þarna gæti því verið um að ræða öskuhól frá hverjum þessara bæja, hvort sem hóll (dys) hafi verið þar fyrir eður ei.
Þjóðsagan segir að „Þorkatla bjó á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar.
Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.“

Járngerðarstaðahverfi Vestan við Garðhús eru Járngerðarstaðir. Næsta hús að vestan er Valdabær, síðan Járngerðarstaðir og loks Vesturbær.

Gamla kirkjan var reist árið 1909 (-1982), að mestu leyti úr efni kirkjunnar að Stað (1858). Hún var afhelguð 1982 og nýtt sem barnaheimili eftir 1988. Nálægt henni er Krosshús, þar sem Halldór Laxnes skrifaði Sölku Völku, læknisbústaður Sigvalda Kaldalóns og Garðhús Einars G. Einarssonar, fyrsta kaupmanns Grindavíkur.
Árið 1803 var Nyrðra-Garðshorn orðin hjáleiga frá Járngerðarstöðum. Í Landnámi Ingólfs III, segir m.a. að 1840 er „eigi fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað, þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi, og er þaðan hvergi víðsýnt. Þýfð hafa tún verið á Járngerðarstöðum, en eru mikið sléttuð í seinni tíð af bóndanum Þórði sál. Einarssyni og þar núverandi bónda sr. Einari Jónssyni. Hafa og nokkrir hjáleigubændurnir í seinni tíð þessa jarðarbót eftir þeim upp tekið. Bæði í túninu og utanhúss eru djúpar vatnsgjár, í hverjar sjór fellur að í og út; í sumum þeirra er oft veiddur áll, og mætti þó mikið meira veiða, ef atorka og rækt við höfð. Það hafa Járngerðarstaðir til landkosta fram yfir Stað og Húsatóptir og meiri en nokkurt annað býli í þessari sókn, að fyrst er þar nóg vatn í gjám þessum handa fénaðinum, og svo í öðrum smá stöðutjörnum, eins líka þar er grasgefnast utantúns, þó eigi megi hagar heita. Mætti þó halda þar fáum skepnum heima á sumardag, hvað ekki má heita mögulegt á Stað og Húsatóptum.“

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir.

Árið 1847 voru hjáleigurnar; Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Krosshús, Hóll, Lángi, Gjáhús, Garðhús og Vallhús. Stundum er þá talað um Járngerðarstaðahverfi.
Árið 1840 var skv. sóknarlýsingu tvíbýli á heimajörðinni og fylgdu hverjum parti 5 hjáleigur. Elsta úttekt bæjarins er af Vesturbænum frá 1882. Þar voru þá baðstofa, göng, bæjardyr, skáli, eldahús, búr í norðurenda baðstofu, fjós með 3 básum, hesthús fyrir 3 hesta, heyhús, smiðja, sjómannabúð, fiskhjallur, húsagarður með bæjarrönd, túngarður 160 fðm, traðargarður 85 fðm og kálgarður. Fyrir sumu þessu mótar fyrir enn í dag.
Járngerðarstaðahverfi Íbúðarhúsið, sem nú stendur á Járngerðarstöðum (Vesturbær) var byggt á síðasta áratug 19. aldar. Húsið er nýlega uppgert og byggt hefur verið við það. Um er að ræða járnbáruklætt timburhús með hlöðnum kjallara. Að sögn eiganda er húsið elsta hús Grindavíkur, sem enn er búið í.
Hlaðhús voru hjáleiga árið 1703. Hennar er ekki getið í tali Johnsens 1847. Ekki er vitað hvar Hlaðhús stóðu og örnefnið er nú týnt. Helst er að giska á að húsið hafi verið í námunda við hlað Járngerðarstaða þar sem nú er malbikaður vegur.

Dalurinn er tjörn í suðaustanverðu heimatúni Járngerðarstaða. Í henni eru brunnar á a.m.k. tveimur stöðum, frá Vallarhúsum og Hólshúsi, jafnan nefndir holur. Sölvhóll er gróin hraunhæð sunnan Dalsins. Jórunn í Njarðvík, uppalin á Járngerðarstöðum, sagði Guðmundi Finnbogasyni þá sögu að húsfreyjan í Vallarhúsum (Vallhúsum) hafi bent á að huldufólk byggi í Sölvhól. Hann mætti ekki slá. Eitts inn sló bóndinn í Vallarhúsum Sölvhól og rapst þá kýrin á bænum.

Staðnæmst var við Tíðarhliðið, bent á hin ýmsu örnefni, s.s. Píkuskarðsklett, Vatnsstæðið, Bóndastakkatún, Hliðartún, Kjöthól o.fl., auk þjóðsagnakennda staði, t.a.m. Þjófagjá í Þorbjarnarfelli, Silfru, Junkaragerði, Sölvhól, Járngerðardys, „blóðþyrnirinn“ og fleiri staði þarna í nágrenninu eða í sjónmáli.
Við girðinguna sunnan við Tíðarhliðið eru strompleifar af togaranum Ásu sem fórst utan við Litlubót 1926. Togarinn var í eigu Duus-verslunar. Fyrirtækið átti þrjú skip með Ásunafninu og fórust þau öll, en mannbjörg varð í öll skiptin. Þau voru í raun undirstaðan undir veldi Duus, en sagan segir að þegar átti að reis hús fyrir verslunina í Kaplaskjóli í Reykjavík hafi eiganda hennar birst kona í draumi. Sú hafi sagst heita Ása. Bað hún hann um að reisa ekki hús á þessum stað, ella myndi hann hafa verra af. Húsið var reist og afleiðingarnar urðu framangreindar.

Járngerðarstaðahverfi Vatnsstæðið er afurð gjánna er liggja við grindavík ofanverða, en lágu einnig fyrrum í gegnum þorpið. Þær hafa nú verið fylltar.
Þetta voru (og eru) hyldjúpar gjáarsprungur með vatni í sem á yfirborði er að mestu ósalt og flæðir og fjarar í þeim eins og í sjónum. Silfurgjáin er einna stærst, skammt fyrir ofan túngarðinn á Járngerðarstöðum. Í gjá þessari segir sagan, að fólgin sé kista full af silfurpeningum. Hafa allar tilraunir til þess að hefja þennan fjársjóð upp strandað á því að þá er menn hafa náð kistunni upp á gjáarbarminn, þá hefir mönnum sýnzt allt Járngerðarstaðaþorpið standa í björtu báli og hafa menn því jafnan sleppt kistunni aftur. Síðasta tilraunin fór á þá leið að þeir slepptu ekki einungis kistunni heldur fylltu gjána upp með mold. Svo að nú er yfir kistunni grasi gróin brekka.

Skaldan var kynnt til sögunnar. Hún var orðið eyðikot 1840. Í sóknarlýsingu segir að það hafi legið í útnorður út við túngarðinn. Líklegast er að Skjalda hafi verið þar sem seinna var byggt steinhlaðið útihús við túngarð. Útihúsið var sambyggt við túngarðinn vestan við bæinn, norðvestan við heimreiðina. Enn má greina hvar húsið hafði staðið þó að sléttað hafi verið yfir það. Tómas Þorvaldsson, sem fæddur er á Járngerðarstöðum sagði Skjöldu hafa verið eitt fyrsta fátækraskjólið í Grindavík og til merkis um velvild Járngerðisstaðabænda sem og samfélagsins, sem þá var.

Tómas segir Hraunstekki vera austan við Gerðisvallabrunna. Sunnan við þá er hlaðinn stekkur og tótt undir grónum hól. Þar voru lömbin höfð um vorið þegar ærnar voru reknar í sel innan við Þorbjörn (Baðsvallasel).

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Við Gerðisvallabrunna eru garðar hlaðnir í ferkantað gerði. Þar er Junkaragerði. Þýskir og heimamenn áttu í gerðinu með sér marga glettuna fyrr á öldum. Innan þess má sjá gamlar tóttir. Eftir að Englendingar höfðu verið hraktir frá Grindavík 1532 sátu Hansamenn nánast einir að verslun við Íslendinga um sjö áratuga skeið, eða þangað til Danir tóku að sauma að þeim og einokuðu verslunina. Líklegt má telja að Hansamenn hafi sest að þarna í búðum Englendinga eftir að þeir voru flæmdir á brott. Gerðið sést vel og gaman er að ganga um svæðið með hliðsjón af sögunni.
Járngerðarstaðahverfi Junkarar bönnuðu t.d. heimamönnum að fara inn fyrir gerðið á meðan þeir voru í róðrum, en þeir læddust nú samt þar inn fyrir og náðu sér í ýmislegt nýtanlegt. Junkarar reyndu að hefna sín á Grindvíkingum, en þeir svöruðu fyrir sig með því að saga í sundur árar, gera gat á báta o.s.frv.
Einar Ól. Sveinsson segir svo frá því í útgáfu sinni á Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum:
„Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn – tólf eða átján – hafst við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma í skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé og vindur standi af landi. En Junkarar reru heldur aldrei nema þar, sem vindur stóð af landi og þá er svo var hvasst, að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir á landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar.
Og þó að menn kæmust í gerði þeirra, þá er þeir voru eigi þar, þorðu menn eigi að láta Junkara sjá þess nein merki; þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmsra bragða til þess.
Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en Junkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björgðust svo til lands.
Járngerðarstaðahverfi Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aftur. Naglarnir brustu þá, er í land skyldi róa, því að þá var mótvindur. Þá reru Junkarar við hné sér til lands.
Í þriðja sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu. Nú reru Junkarar, er vindur stóð af landi; en í það sinn komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er, að hverjir fyrir sig; Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi Junkarar verið af dögum ráðnir.“
Í upphafi sögunnar er getið um stað í „óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíkur“, sem Junkarar höfðust við í. Ekki er ólíklegt að hér geti verið átt við byrgin í Sundvörðuhrauni þar sem þeir hafi geymt byrgðir sínar. Hafa þeir getað flutt og falið þær þar og verið jafnlagt fyrir alla að sækja þangað aðdrætti þegar þurfa hefur þótt.
Staldrað var ofan við Litlubót, Hvítisandur barinn augum sem og Fúlatjörn og önnur örnefni austur með ströndinni. Af Hádegishól var litið yfir sögusviðið, rifjuð upp nöfn hinna gömlu bæja, bæði þeirra sem enn sjást sem og þeirra er hafa horfið. Vellir flutu t..a.m. upp í flóðinu mikla 1925. Hólsgarður, hlaðinn úr grjóti, við hjáleiguna Hól er enn svo til óraskaður. Þá sést Hólsholan enn í Dalnum.
Þeginn var hákarl hjá Óskari við hákarlahjall Gísla og Guðjóns. Þá var „reykofn“ (reykgámur) Víkurbænda kynnt til sögunnar. Verið er að endurnýja kyndinguna, en í hana er einungis notað úrvals tað, þriggja ára gamalt, úr Víkurfjárhúsunum. Þarna er því að mörgu leyti rekin einn sjálfbærasti búskapur bæjarfélagsins. Heimaslátrun var ekki hafin þegar gangan átti sér stað, sem betur fer.
Járngerðarstaðahverfi Ofan við gömlu varirnar var farið yfir nöfnin á þeim frá vestri til austurs; Fornavör, Suðurvör, Stokkavör og Norðurvör (Skökk) innan við gömlu bryggjuna, sem byggð var 1931. Átta árum síðar var grafið inn í Hópið og varanleg bryggja gerð þar um 1950.
Ofan við gömlu bryggjuna eru enn nokkur gömul hús, s.s. Varir, Sæmundarhús, Bakki og Flagghúsið.
Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur, talið vera byggt árið 1890. Erling Einarsson, einn eiganda hússins, áformar að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir vel á veg komnar. Hann hafði húsið opið í tilefni dagsins og bauð þátttakendur velkomna. Ljóst er að mikið verk er enn fyrir höndum. Erling er þegar búinn að endurbyggja skemmda hluta burðarvirkis hússins, skipta um gólf beggja hæða einnig er búið að skipta um þak og þaksperrur einangra húsið utanvert á gömlu klæðninguna og bárujárnsklæða að utan. Alla nýja viðarhluta hefur Erling gert gamla í útliti með sérstakri bæsunaraðferð.
Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af því að það þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876-1944) hætti formensku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar ú landi um veðurhofur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft erfið og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um.
Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu.
Járngerðarstaðahverfi Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastaðahverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættustundum.
Húsnúmer í Grindavík eru miðuð við þann stað, sem Flagghúsið er nú. Flagghúsið hefur gegnt marg­víslegum verkefnum meðal annars verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, beitu­skúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbels­verðlauna­skáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar “Sölku Völku”. Þarna er upp­spretta myndlistar málarans Gunnlaugs Scheving enda miðja margra mynda hans.
Erling hafði séð til þess að gestir gengu ekki beint inn á gólf Flagghússins á skítugm skónum. Hann hafði farið ásamt nokkrum öðrum á heimalendur Íslólfsskálalands, inn á Hraunssnes vestan Mölvíkur, og sótt þangað stóra og slétta hraunhellu. Mjög var haft fyrir því og mikið vandað við að koma henni heilli á þar til sniðna kerru. Þegar stöðvað var síðan við áfangastaðinn kom í ljós að stóra slétta hellan hafði brotnað í tvennt – ekki þolað flutninginn í kerrunni. Það er sem sagt skýringin á sprungunni í dyrahellu Flagghússins. Þetta þurfti að skrá því bæði er það að heimildir þurfa jú að vera fyrir öllu, ekki síst ef einhverjum dytti í hug að spyrja síðar.
Í máli Erlings, eftir að hafa boðið, innkomna gesti velkomna, kom fram að Flagghúsið, sem var byggt árið 1890, varð að pakkhúsi verslunar Einars í Garðshúsum eftir að Einarsbúð var byggð norðan við það árið 1917.

Flagghúsið

Flagghúsið 1910 og Einarsbúð.

Á milli hennar og pakkhússins var vegur milli húsanna. Afgirt port var austan Einarsbúðar. Sunnan við pakkhúsið var lítill kofi, jafnan nefndur Lubbi. Erling kvaðst hafa áhuga á að endurbyggja hann svo hann geti gegnt þar nýju hlutverki salernisaðstöðu og fleiru frá Flagghúsi framtíðarinnar. Ekki stæði til að breyta neinu í Flagghúsinu sjálfu, enda mátti þar innan dyra sjá hinar gömlu áletranir pakkhússhlutverksins á veggjum, súðum og bitum.
Loft er í Pakkhúsinu. Því er haldið uppi með hluta af mastri og bugtspjóti skútu er strandaði við Þórkötlustaðavík út frá Leifrunarhól, sama ár og húsið var endurbyggt. Hvorutveggja eru hinar ágætustu minjar um skútuöldina, afleiðingar sjósóknar og þá samtvinnuðu sögu er var óhjákvæmileg hlutdeild í lífi fólks í Grindavík fyrrum.
Járngerðarstaðahverfi Erling benti á gamlar bækur er tilheyrðu bókhaldi Einarsverslunar og hafa varðveist. M.a. er þar um að ræða færslur er varða lagningu Grindavíkurvegarins á árunum 1913-1918. Þá fengu Grindvíkingar, að þeirra frumkvæði, fé frá Alþingi til vegalagningarinnar gegn því að formenn Grindavíkurbátanna legðu hluta lifrapeninga áhafnar þeirra á móti. Það varð til þess að vegurinn var lagður.
Sami háttur var hafður á er kvenfélagshúsið í Járngerðarstaðahverfi var byggt á sínum tíma.
Með endurbyggingu Flagghússins er kominn grundvöllur til að endurgera hluta gamla bæjarins, ofan við gömlu Norðurvörina, í Járngerðarstaðahverfi. Það myndi án efa setja mikinn svip á bæinn, fylla bæjarbúa stolti og jafnframt gera Grindavík að áhugaverðari kosti fyrir ferðamenn – ekki síst innlenda.
Aðgengið og umhverfið þarfnast lagfæringar, sem fyrr sagði. Vel væri við hæfi að steinleggja helstu samgönguæðar og gangstéttir, gerða ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa á svæðinu (að sjálfsögðu að uppfylltum nútímakröfum) frá „Resikó“ að Hópsnesi og gera þarna lítið þorpsgildi er um leið yrði nokkurs konar minnismerki um það sem var – og verður.
Flagghúsið mun nú ganga í endurnýjun lífdaga. Þar verður krambúð og e.t.v. eitthvað fleira áhugavert. Mikilvægt er að ráðafólk í Grindavík skoði, meti og ákveði hver eigi að verða framtíð þess gamla byggðakjarna er ávöxtur bæjarfélagsins er sprottin upp af, leifum þess liðna, en jafnframt áþreifanlegum minnismerkjum er sýna þarf tilhlýðilega virðingu – þar sem gömlu húsin eru annars vegar.
Grindavík, líkt og önnur byggðalög landsins, á sér merka sögu.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Einar Ól. Sveinsson – Íslenskar þjóðsögur og ævintýri – 1952.
-Guðjón Þorláksson.
-Tómas Þorvaldsson.
-Erling Einarsson.
-Færslubækur Einarsverslunar 196 og 1917.
-Saga Grindavíkur – Jón Þ. Þór – 1994.
-Öldin okkar – Öldin sautjánda; 1601-1800; 1966.
-Guðsteinn Einarsson – 1960.
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson.
-Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
-Þorsteinn Helgason, „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn“, Saga 1995, bls. 110-34.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Frásagnir Brynjúlfs frá Minna-Núpi.
-Rauðskinna.
-Rit Björns Jónssonar frá Skarðsá um Tyrkjaránið.
-Sagnir, munnmæli, frásagnir og leiðbeiningar elstu núlifandi manna í Grindavík.

Skiltið

Álfsnes

Í „Fornleifaskráningu á efnisvinnslusvæði við Álfsnesvík Þerneyjarsundi“ árið 2018 segir m.a. um bæina Sundakot/Niðurkot og Glóru/Urðarkot:

Sundakot

„Saga Sundakots er nokkuð sérstök, þar sem í túnfætinum hefur verið verslunarstaður á miðöldum nefndur Þerneyjarsund. Á þjóðveldisöld voru helstu útflutningsvörur Íslendinga ullarvörur.

Álfsnes

Álfsnes – fornleifar skv. fyrirliggjandi fornleifaskráningu.

Helstu kauphafnirnar, „hin sjálfgerðu skipalægi frá náttúrunnar hendi, hafa verið í grennd við aðallandbúnaðar- héruðin.“ Til eru heimildir um siglingu hafskipa í Elliðaár og Leiruvog á þjóðveldistímanum en líklega hefur Hvítá í Borgarfirði verið helsti verslunarstaðurinn á svæðinu fram til 1340 en þá fer að bera á breytingum.

Álfsnes

Álfsnes – loftmynd.

Á fyrri hluta 14. aldar varð mikil breyting á viðskiptum við Ísland en þá hófst útflutningur á skreið sem átti eftir að vera meginútflutningsvara Íslendinga fram á 19. öld.
Þá urðu nýjar hafnir fyrir valinu, hafnir „sem lágu vel við sjósókn, á sunnan- og vestanverðu landinu.“ Þorleifur Óskarsson telur að langmest af fiski hafi verið flutt út frá Vestmannaeyjum, Faxaflóa, Snæfellsnesi og Vestfjörðum.
Helstu kauphafnir í grennd við Seltirninga voru við Þerneyjarsund, í Hafnarfirði og Hvalfirði.

Þerney

Elsta heimild um höfn við Þerneyjarsund er Kjalnesinga saga en þar segir: „Eftir það býr Örlygur ferð sína og er frá ferð hans það fyrst að segja að allt gekk eftir því sem biskup sagði. Hann tók í Þerneyjarsundi höfn. Síðan fór hann að finna Helga bjólu og tók hann vel við honum. Reisti Örlygur þar nú bú og kirkju og bjó þar síðan til elli.“23 Saga þessi er talin vera rituð á 14. öld og þykir nokkur ævintýrablær á henni. Þrátt fyrir það er ekki óvarlegt að ætla að höfundur hafi þekkt til þess að skip tækju höfn við Þerneyjarsund enda styðja aðrar heimildir það.

Þerney

Þerney – bærinn.

Til dæmis er nokkrum sinnum minnst á Þerneyjarsund í annálum. Sagt er frá því að árið 1391 hafi Þorsteinn Snorrason verið vígður til ábóta að Helgafelli af Miceli biskupi. Kom Þorsteinn út í Þerneyjarsundi á „Hösnabúsunni“. Árið 1411 komst Björn bóndi Einarsson út í Þerneyjarsund heilu og höldnu.
Árið 1419 lét Jón biskup í haf og kom að Íslandi í Þerneyjarsundi heill á húfi.

Til eru skjöl frá byrjun 15. aldar sem sýna fram á tengsl Þerneyjar við siglingar og verslun á þessum tíma.

Álfsnes

Niðurkot / Sundakot – loftmynd.

Þann 3. júlí 1409 var Oddur Þórðarson lögmaður kallaður til af hirðstjóra á Alþingi til að úrskurða um flutning á konungsgóssi til Noregs með kaupskipum frá Íslandi. Ekki hefur verið kallað á þennan úrskurð að tilefnislausu því stuttu seinna, eða 7. júlí 1409, er Oddur lögmaður mættur út í Þerney til að úrskurða um flutning á konungsgóssi frá Íslandi með kaupskipi sem konungur átti hlut í en var leigt öðrum.

Leirvogur

Hafnir í Reykjavík 1831. Björn Þorsteinsson.

Þerneyjarsundi bregður aftur fyrir í úrskurði Stefáns biskups í Skálholti, dagsettum 11. desember 1492. Stefán úrskurðar um þrjá landseta sem ekki höfðu staðið í skilum við hann um það hrossalán sem þeim bar að veita staðnum í Skálholti samkvæmt leigumála þeirra.
Stefán úrskurðar landsetana skylduga til að fara eftir leigumálum og hafa til reiðu lestfæran kapal undir þriggja vætta klyfjar í Grindavík, á Romshvalanes, til Þerneyjarsunds eða á hvern þann stað „sem stadarens naudsyniar standa til.“

Þerney

Þerney – örnefni.

Frá 18. öld eru til tvær lýsingar á Þerneyjarsundi, lýsingar P. de Löwenörn og Skúla Magnússonar, þar sem aðallega er verið að draga fram kosti sundsins sem mögulegrar hafnar fremur en að verið sé að lýsa þáverandi stöðu.
En hvenær lauk tímabili kauphafnar við Þerneyjarsund og hvers vegna? Helgi Þorláksson telur að skipakomur og kaupstefnur hafi verið töluverðar við Þerney um 1400 og fram á 15. öld.
Siglingatækninni hafi svo fleygt fram á 15. öld og um 1500 komust menn næstum því á þá vík er þeir kusu.

Þerney

Þerney.

Björn Þorsteinsson vildi meina að verslunarstaðirnir Þerneyjarsund og Hvalfjörður eða Búðasandur á Hálsnesi hafi líklega lagst af snemma á 15. öld.
Kristján Eldjárn taldi aftur á móti að til væru ritaðar heimildir um notkun Þerneyjarsunds sem hafnar og kaupstefnustaðar á tímabilinu 1300 til 1500. Það gæti verið vel í takt við þá skoðun Þorleifs Óskarssonar að verslunin hafi í byrjun 16. aldar færst nær Víkinni (Reykjavík) sem líklega má rekja til innbyrðis baráttu Þjóðverja um viðskipti við Íslendinga en „elsta dæmið um verslun í Hólminum við Reykjavík sé frá árinu 1521.“
Álfsnes
Kristján Eldjárn taldi miklar líkur benda til þess að lendingarstaðurinn og búðirnar hafi verið á þúfnasvæði við hvamm einn þar sem Sundakot stóð. Á 8. áratugnum voru uppi hugmyndir um að friðlýsa svæðið og má sjá á grein Kristjáns að hann telur að svæðið, bæði búðasvæði og Sundakot, sé þegar friðlýst en það hefur verið á misskilningi byggt.
Svæðið hefur sigið mikið og sjást búðirnar ekki lengur.

Sundakot

Sundakot.

Sundakot (hét Niðurkot í Jarðatali Johnsens) var önnur hjáleiga Þerneyjar á fastalandi og reiknaðist jarðardýrleikinn í heimajörðinni. Svo var enn í Jarðatali Johnsens. Landskuld hennar var sextíu álnir og greiddist með fiski til heimabónda, leigukúgildi eitt og greiddist í smjöri. Kvaðir voru mannslán árið um kring utan sláttar en þó einn dagsláttur. Kvikfénaður var tvær leigu kýr og einn kálfur, eitt hross og eitt veturgamalt trippi. Heimilismenn voru sex. Torfristu, stungu og eldiviðartak sóttu menn á fastaland með heimabónda. Hjáleigan hafði engin sjávarhlunnindi. Tekið er fram að Sundakot hafi verið í byggð lengur en menn reki minni til.

Álfsnes

Sundakot – stekkur við Selvík.

Undir Sundakot eru skráðir 19 minjastaðir, þar ber helst að nefna bæjahólinn, minjar innan hringlaga túngarðs auk búðarrústa sem ekki eru greinanlegar lengur á yfirborði, sjórinn gengur þar á land og minjastaðurinn er í hættu vegna ágangs sjávar.
Engar fornleifar á áætluðu framkvæmdarsvæði eru skráðar undir Sundakot, furða má sig á að engin steinhlaðin skreiðarbyrgi skuli finnast Sundakotsmegin við Fornugrafir, því ætla mætti að byrgjunum væri valinn staður sem næst höfninni á Þerneyjarsundi. Skýring kann að vera að heppilegri steinastærð er að finna á holtinu að norðanverðu.

Glóra

Álfsnes

Álfsnes – Glóra / Urðarkot; loftmynd.

Hjáleiga Álfsness var nefnd Urðarkot eða Glóra (nefnd svo í Jarðabók Johnsens). Ekki er ljóst hvenær byggð hófst þar. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var dýrleiki reiknaður með heimajörðinni. Hjáleigan var þá ýmist nefnd Glóra eða Urðarkot og á lausu blaði í Jarðabókinni einnig nefnt Hallsneshjáleiga.
Landskuld greiddist til heimabænda í landaurum ef ekki var til fiskur.
Leigukúgildi var eitt og greiddist í smjöri eða fóðri til heimabónda. Vatnsból var á heimajörðinni.

Álfsnes

Glóra – túnakort 1916.

Dýrleika jarðarinnar er hvorki getið í Jarðabók né Jarðatali. Á Glóru var búið til ársins 1896. Þá fór bærinn í eyði og ekki var búið í honum þegar túnakort er gert árið 1916, bæjarhúsin voru þá tóftir. Síðast var búið í Glóru frá 1928 til 1935. Þá bjó þar Benedikt Kristjánsson frá Álfsnesi sem rak þar kúabú ásamt því að halda nokkur hross og kindur.
Fornleifar í Glóru tengjast bæði búsetu og sjósókn. Búsetuminjar eru helst rústir bæjar- og útihúsa, garðlög, mógrafir og landamerki. Sjávarútvegsminjar sem tilheyra landsvæði Glóru eru allar mun eldri og eru rústir eftir fiskbyrgi sem eru allar innan úttektarsvæðisins. Fiskbyrgin voru notuð til að þurrka fisk við framleiðslu á skreið og gætu þau verið frá tímabilinu 1300-1500 þegar Þerneyjarsund var útflutningshöfn. Einnig eru nokkrar yngri minjar í landi Glóru eftir hersetuna.

Minjastaðurinn við Þerneyjarsund

Álfsnes

Álfsnes – Glóra.

„Þessi staður er einn af fyrirrennurum Reykjavíkur og á að varðveitast eins og hann er“. Svo komst dr. Kristján Eldjárn fyrrverandi þjóðminjavörður og forseti Íslands að orði um minjastaðinn við Þerneyjarsund í grein sinni í Árbók Hins íslenska fornleifafélags frá árinu 1980. Þar fjallar hann um hluta þeirra minja sem finna má á Gunnunesi eða Álfsnesi, nánar tiltekið kaupstað sem þar var á miðöldum samkvæmt heimildum. Hann leiðir líkum að því í greininni að kaupstaðurinn hafi verið niður undan túninu í Niðurkoti (einnig kallað Sundakot) en erfitt er að sjá til búðanna vegna mikilla þúfna. Reyndar segir hann einnig að hvort sem þúfurnar séu manngerðar eða ekki þá er minjastaðurinn „engu að síður kaupstaðurinn við Þerneyjarsund, með búðum eða búðalaus“. Hann telur staðinn sem slíkan merkilegan hvort sem sést til minja eða ekki.

Álfsnes

Glóra – útihús.

Kaupstaðurinn er þó bara hluti þeirra stórmerkilegu minja sem finna má á svæðinu. Þar er að finna þrjú bæjarstæði sem hvert um sig hefur mikið minjagildi og saman mynda þau einstaka minjaheild. Það eru Sundakot, Glóra og Þerney.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem rituð er í byrjun 18. aldar segir að að Sundakot hafi verið lengur í byggð en menn muna. Því má gera ráð fyrir að þar hafi verið búið að minnsta kosti frá 16. eða 17. öld og jafnvel fyrr. Rústir bæjarins eru sjáanlegar á yfirborði ásamt útihúsum og túngarði sem afmarkar heimatún bæjarins. Minjarnar í Sundakoti eru gott dæmi um smábýli á Íslandi.

Glóra
Álfsnes

Fornleifar í Glóru tengjast bæði búsetu og sjósókn. Búsetuminjar eru rústir bæjar- og útihúsa, garðlög, mógrafir og landamerki. Minjar sem tengjast sjósókn á landsvæði Glóru eru allar mun eldri og eru helst rústir eftir fiskbyrgi.

Álfsnes

Glóra – túngarðar og bæjartóftir.

Fiskbyrgin voru notuð til að að þurrka fisk við framleiðslu á skreið og gætu þau verið frá tímabilinu 1300-1500 þegar Þerneyjarsund var útflutningshöfn. Heimildir eru um að Þorlákssúðin, skip Skálholtsbiskups, hafi legið í höfninni í Þerneyjarsundi árið 1409 og að þangað hafi komið ráðamenn að loknu Alþingi, m.a. Skálholtsbiskup, Vigfús Ívarsson hirðstjóri, sem hafði aðstöðu á Bessastöðum, og Oddur Þórðarson lögmaður.
Ekki er víst hvenær búseta hefst á Glóru. Vitað er að þar var búið til ársins 1896 og aftur á árunum 1928 til 1935. Glóra er gott dæmi um hjáleigu frá fyrri hluta 20. aldar í nágrenni Reykjavíkur, fyrir tíma vélvæðingar. Fáir staðir státa af svo heillegum minjum sem sýna heilt bæjarstæði og ekkert sambærilegt er að finna í borgarlandi Reykjavíkur.

Þerney

Þerney

Þerney – örnefni.

Í Þerney eru margvíslegar minjar um búsetu fólks í eynni en hún var í eigu Skálholtsstaðar og þar bjó kotbóndi sem leigði jörðina af Skálholtsstað. Kirkja var í eynni líklega allt frá 12. – 13. öld.

Þerney

Þerney – bæjarstæðið. Árið 1933 voru fjórir tarfar af mismunandi holdakyni og kálffull Galloway kvíga sótt til Skotlands. Þessum gripum var komið fyrir úti í Þerney í einangrun, sem var skynsamleg ráðstöfun, því að einn tarfanna bar með sér sveppasjúkdóm, hringorm eða hringskyrfi. Kálfur kvígunnar var geymdur í eldhúsinu á bænum í eyjunni. Þessum gripum var, að kálfinum undanskildum, lógað í janúar 1934 eftir mikið japl, jaml og fuður milli ráðuneyta. Þessum kálfi, nauti, var skotið undan og hann fluttur til Blikastaða, þar sem hann var skírður Brjánn og var í umsjá Magnúsar bónda. Þaðan rataði Brjánn að Gunnarsholti, að Sámsstöðum og loks lenti hann á Hvanneyri hjá Runólfi Sveinssyni á síðustu árum hans þar.

Litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á búsetusögu eyjarinnar enn sem komið er en út frá þeim heimildum sem þó eru til má álykta að þar megi finna ósnertar minjar allavega frá miðöldum.
Þegar allt þetta er lagt saman er ljóst að umhverfis Þerneyjarsund er einstakt og enn sem komið er óraskað minjasvæði sem mikilvægt er að varðveita í heild sinni.

Í „Fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álfsnesi í Reykjavík“ frá árinu 2008 segir m.a. um Glóru:

Glóra / Urðarkot
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1713 segir að hjáleigan Glóra eða Urðarkot sé byggt frá Álfsnesi (bls. 333-334). Í manntalinu sem gert var árið 1703 kemur þó einungis fyrir nafnið Urðarkot (bls. 33). Lítill vafi er þó á að bæði nöfnin eigi við einn og sama staðinn. Hugsanlega hefur annað nafnið verið hið opinbera nafn en hitt notað af heimafólki líkt og mímörg dæmi eru til um. Þó býlið komi fyrst fram í heimildum árið 1703 er ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað eldra. Úr þessu fæst þó ekki úr skorið nema með frekari rannsóknum.

Álfsnes

Glóra.

Glóra er talin vera farin í eyði laust fyrir aldamótin 1900 (Landnám Ingólfs. 2. Bindi. bls. 101). Eyðibýlið er á fallegum stað norður undir Glóruholti í aflíðandi, grasi grónni og grýttri brekku. Á staðnum eru alls 11 fornleifar. Eyðibýlið telst hafa hátt minjagildi.

Álfsnes

Glóra.

Býlið er ýmist kallað Urðarkot eða Glóra. Í Jarðabókinni koma bæði nöfnin fyrir en í manntalinu árið 1703 kemur aðeins fyrir nafnið Urðarkot. Í Sýslu- og sóknarlýsingu sem gerð var árið 1855 segir: „Glóra 5hndr. Suður frá Álfsnesi við sömu vík [þ.e. Álfsnesvík.] Var áður hjáleiga þaðan“ (Landnám Ingólfs. 3. Bindi. bls. 232).
Í lýsingu sóknarinnar frá árinu 1937 segir aftur á móti: „Álfsnesi fylgir nú býlið Glóra, er byggt var fram undir síðastliðin aldamót [þ.e. 1900]“ (Landnám Ingólfs. 2. Bindi. bls. 101). Því má gera ráð fyrir því að Glóra hafi farið í eyði nokkru fyrir árið 1900.

Háheiði

Álfsnes

Háheiði á Álfsnesi.

Í Jarðabók Árna Magnússon og Páls Vídalíns frá 1713 segir frá eyðibýlinu Háheiði. Rústir þessa býlis hafa ekki fundist, þrátt fyrir talsverða leit, en gætu þó legið innan urðunarsvæðisins (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. bls. 335). Sumir telja að Háheiði sé að finna undir rúst annarri rúst en verður það að teljast harla ólíklegt. Líklegra er að rústir býlisins liggi í holtinu SV-undir háheiðinni.
Þar sem umræddar fornleifar hafa ekki fundist eru þær enn óskráðar en þær munu að öllum líkindum hafa hátt minjagildi.

Sjá meira um ferð FERLIRs um Álfsnes HÉR.

Heimildir:
-http://www.minjastofnun.is/gagnasafn-/ahugavert-efni/minjar-manadarins/
-Skýrsla um „fornleifaskráningu á Álfsnesi“, Anna Lísa Guðmundsdóttir og Margrét Björk Magnúsdóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur 2018.
-Fornleifaskráning vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álfsnesi í Reykjavík. Desember 2008.

Álfsnes

Álfsnes – Háheiði.

 

Helgafell

Á svonefndum Ásum norðan Helgafells í Mosfellsbæ eru tvö upplýsingaskilti. Annað er um gönguleið á fellið og sjáanlegar minjar. Hitt er um jarðfræði og gróður í Mosfellssveit. Hér má lesa textann á báðum skiltunum:

Helgafell

Horft að bænum Helgafelli á stríðsárunum.

„Helgafell er úr blágrýti og rís 217 m yfir sjávarmáli. Sunnan undir fjallinu stendur samnefnt býli sem fyrst er getið um í heimildum á 16. öld.

Mosfellsbær

Vatnsgeymar á Ásum.

Við erum stödd á svonefndum Ásum, hér reis mikil byggð á hernámsárunum, mest norðan við akveginn, m.a. geysistórt sjúkrahús. Flest mannvirkin eru horfin en þó má sjá hér á hæðinni tvo vatnsgeyma frá stríðsárunum sem miðluðu köldu vatni í bragga og önnur hús. Vatni var dælt úr Köldukvósl í geyminn, sem austar stendur, en í hinn var safnað vatni úr hlíðum Helgafells. Þriðji vatnsgeymirinn, nú hrofinn, var úr stáli og fyrir heitt vatn sem dælt var frá Reykjum og notað til upphitunar hér á Ásunum.

Helgafell

Helgafell – gönguleið.

Héðan liggur stikuð gönguleið upp á Helgafell framhjá leifum af námu þar sem leitað var að gulli snemma á 20. öld. Gönguleiðin liggur austur um fjallið og niður í Stekkjargil þar sem sjá má rústir af fjárstekk frá Helgafelli.

Þar getur göngufólk valið um tvær leiðir og gengið annaðhvort eftir stikaðri leið í áttina að Reykjalundi eða um Skammadal og Mosfellsdal aftur hingað að Ásum.

Mosfellsbær

Hermenn á ferð um vegamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar – Vegatálmar.

Lífseig er sagan um hjúkrunarkonu sem starfaði hér á Ásum á stríðsárunum en fórst með vofveiflegum hætti. Sumir telja að hún sé hér enn á kreiki, stöðvi bíla og dimmum kvöldum og biðji um far. Þegar ökumenn hyggjast spjalla við þennan kynlega farþega eða hleypa honum út er hann á bak og burt!

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Pétur B. Guðmundsson (1906-1978) bóndi á Laxnesi var einn þeirra sem lenti í slíkri lífsreynslu og ritað um hana í bók: „Allt í einu greip hún eldsnöggt með annarri hendinni í stýrið og þverbeygði útaf veginum, svo bíllinn stakkst útaf, en um leið og hún greip í stýrið leið eins og sársaukastuna frá henni.
Ég gerði mér ekki grein fyrir neinu, en rauk út úr bílnum, hljóp aftur fyrir hann, og þegar ég kom að hinni hurðinni þreif ég hana upp og rétti höndina inn í bílinn, því ég var ákveðinn í því, að farþeginn skyldi út hvað sem tautaði. En – hönd mín greip í tómt. Það var enginn í sætinu.“

Velkomin á stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar

Reykir

Mosfellsbær – herseta ofan Reykja.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúrleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í lítt snertu landslagi upp til heiða, við vötn og ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir auk tveggja jarðhitasvæða.

Helgufoss

Helgufoss.

Leirvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár: Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá. Leirvogur er nefndur í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan lá leið til Þingavalla og annarra landshluta.
Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ. Fjöllin eru að vísu ekki há, það hæsta er Grímannsfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti, Köldukvísl og Helgufoss, Varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, Grettistak á Þverfelli og Seljadal. Fornar þjóðleiðir, seljarústir og aðrar sögulegar minjar eru einnig víða við gönguleiðirinar.“

Á hinu skiltinu má lesa um jarðfræði og gróður:

Jarðfræði

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort.

„Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýskeiði, og í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma.
Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslum við virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal eru þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn.

Gróður

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur – Katlagil framundan.

Við landnám var Mosfellssveit skógi vaxin en miklar breytingar hafa orðið vegna landnýtingar og uppblásturs. gróður teygir sig frá sjávarsíðunni, ipp dalina og fellin. Ofan tileru fellin gróðursnauð. Þar eru ríkjandi skófir á steinum og klöppum, mosi og hálendisplöntur. Við gönguleiðina um Stekkjargil, sunnan undir Helgafelli, hafa verið merktar nokkrar tegundir úr íslenskri flóru.“

Auk framangreinds texta má hér sjá stutta lýsingu á gönguleiðini frá Ásum á Helgafell:

„Stutt gönguleið sem opnar göngumönnum gott útsýni yfir nyrðri hluta höfuðborgarsvæðisins. Upphaf gönguleiðarinnar er við skilti á Ásum. Skammt ofar má sjá gönguslóðann á ská upp fellið. Honum er fylgt á toppinn og svo sömu leið til baka.

Helgafell

Helgafell – leifar vatnstanka.

Á Ásum má sjá leifar af mannvirkjum frá síðari heimsstyrjöldinni. Þarna voru vatnstankar sem voru notaðir til að dæla vatni í sjúkrahús þarna rétt hjá. Var það kallað Helgafell hospital.

Mosfellsbær

Herminjar norðan Helgafells, á Ásum.

Göngustígurinn liggur á ská upp fjallið og er hann merktur með appelsínugulum stikum. Fara þarf varlega á leiðinni upp og niður.

Rétt áður en lagt er á brattann má sjá litla dæld eða laut í fjallinu. Þetta eru leifar af gullnámu frá því rétt eftir aldamótin 1900. Ekki var mikið leitað að gulli né fannst mikið og var gröftur meira byggður á væntingum en öðru.

Helgafell

Helgafell – vatnstakar/loftmynd.

Þegar upp er komið er um 3 – 400 metra gangur að hæsta punkti fjallsins. Sést vel yfir Mosfellsbæ, Esju og yfir sundin svo og hluta Reykjavíkur. Með því að ganga aðeins út á suðurbrúnir má Stekkjartjörn og niður eftir Stekkjargili þar sem gamlan stekk frá Helgafelli er að finna.

Efst má sjá leifar af gömlu varðbyrgi frá hernámsárunum. „

Helgafell

Helgafell – skilti.

Möðruvallasel II

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir um Möðruvelli: „Selstöðu á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.“ Þar segir einnig: „Suinadals Kot, hjáleiga bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 árum. […]

Möðruvallasel II

Möðruvallasel II – uppdráttur ÓSÁ.

Eyðilagðist fyrir vetrarríki. Kann ei aftur að byggjast að bagalausu, síðan selstaðan á Trönudal er fordjörfuð […].“
Býli þetta er skráð sérstaklega þar sem ekki er víst að það hafi staðið á sama stað og selið. Seltóftir eru í breiðum lækjarfarvegi, sem greinilega er löngu uppþornaður, milli fjalls og ár, undir norðanverðu holti, gróðurlausu.
Umhverfis tóftir er grösugt og gróið og norðan við þær skiptast á sléttar flatir og smáþýfi.
Þrjár tóftir sjást á svæðinu sem er um 30 x 10 m stórt og snýr A-V. Tóft A er vestast á svæðinu. Hún er um 5 x 4 m stór og snýr N-S. Suðurveggur er í barðinu sem er ofan við allt rústasvæðið til suðurs. Op er á tóft í norðausturhorni. Tóftin er allgreinileg en gróin og ekki sést í grjót. Mesta hleðsluhæð um 0,5 m. Tóft B er á miðju svæðinu, um 8 m austan við tóft A. Hún er einnig vel greinileg en gróin og ekki sést í grjót. Mesta hleðsluhæð er 0,4 m. Tóftin er um 3,5 x 3,5 m og snýr í NV-SA. Norðausturveggur er ógreinilegur og líklegt að op inn í tóftina hafi verið á þeirri hlið. Tóft C er um 2,5 m austan við tóft B. Hún er mjög óskýr og gróin, ekki sést í grjót. Tóftin er um 8 x 4 m stór og snýr AV. Ekki er víst að um tóft sé að ræða, er mjög hlaupin í þúfur. Mesta hleðsluhæð í tóftum er um. Fátt bendir til þess að býli hafi verið á þessum stað og ekki er að sjá rústahól eða túngarð í grenndinni.

Möðruvallasel III

Möðruvallasel III – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Selstöðu á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góður og miklir.“ „Framan við Pokagil eru Rauðshjallar, og framan þeirra er nafnlaust gil. Hryggur þar innar heitir Dyngja. Í henni er gróður, en ekki sjást þar selrústir. Þar neðst við Dyngju við ána eru Selflatir, og handan þeirra austar eru Marteinsvellir. Framan við Dyngju er Trönudalsbotn,“ segir í örnefnaskrá. Selið er innarlega í Trönudal austanverðum. Það er um 2,9 km frá bæ. Sunnan og ofan við selið eru klettar sem úr fjarlægð minna á kýr eða kind með lömb á gangi. Selið er neðst í grösugri og brattri brekku nærri árgilinu sem er vestan við það. Austan við selið er lækjardrag og rofabörð. Framan við selrústir til norðer uppspretta, lítill pollur og dýjamosi.
Stærð rústasvæðis er um 25 x 25 m. Á rústasvæðinu eru alls 4 tóftir og garðlag eða veggjaleifar í norðvesturjaðri svæðisins. Allar tóftirnar og garðlagið snúa NA-SV nema tóft D sem snýr NV-SA. Öll mannvirkin á svæðinu eru nokkuð fornleg og gróin, hvergi sést í grjót í hleðslum. Hleðslur eru signar, eru um 0,3 – 0,5 m á hæð. Tóft A er um 9 x 4 m stór og skiptist í tvö hólf sem eru hvert fram af öðru, opin til norðausturs. Um 2 m eru á milli tóftar A og B. Tóft B er um 8 x 5,5 m, hún skiptist í 3 hólf.

Möðruvallasel III

Möðruvallasel III.

Á suðausturhlið hennar eru tvö lítil óskýr hólf en eitt nokkuð greinilegt í norðvesturhorni tóftarinnar. Garðlag C er um 6 m langt, um 8 m vestan við tóft B. Norðvestan við það eru þúfur sem kunna að vera byggingaleifar og garðlagið e.t.v. frekar veggur í tóft. Tóft D sem er 2 m vestan við tóft E er grafin inn í brekku að hluta en veggir á öðrum hliðum eru greinilegir. Tóftin er um 4 x 2 m stór, ógreinilegt op er á tóftinni í austurhorni. Tóft E er ógreinileg, einföld, um 6 x 5 m, opin í norðausturenda. Líklegt er að öll mannvirki tilheyri sama byggingarstigi en þó eru tóft E og garðlag/veggur C mun ógreinilegri en tóftir A,B og D. Það kann ef til vill að vera vegna þess að þær tóftir hafi verið hús en erfitt er að geta sér til um hlutverk annarra mannvirkja. Ekki sjást rústahólar undir tóftum.

Við leit að Trönudalsseli í Svínadal fannst enn eitt selið, Möðruvallamegin árinnar. Það liggur í bogadregnum hvammi við ána. Lítill lækur rennur niður með því að vestanverðu. Tóftirnar eru áberandi og uppfylla allar reglur um dæmigert sel fyrri tíma. Hér verður þar nefnt Möðruvallasel III.

Möðruvallasel IV

Möðruvallasel IV – uppdráttur ÓSÁ.

Þá fannst við leit í Trönudal enn eitt selið. Trönudalssel I er ofarlega í dalnum, austan árinnar, undir svonefndri Dyngju. Neðar er fallegt sel; þrjár formlega lagaðar tóftir og stekkur. Frá selinu er ágætt útsýni yfir undirlendið. Það var nefnt Möðrudalssel IV.

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Suinadals Kot [Svínadalskot], hjáleiga bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 árum. […] Kúgildi var ekkert og töðuvöllur nær enginn, en útheyja slægjur nægilegar.[…] Eyðilagðist fyrir vetrarriki. Kann ei aftur að byggjast að bagalausu, síðan selstaðan á Trönudal er fordjörfuð […].“
Tóftir Svínadalskots er neðan Trönudals, áberandi tóftir, auk garðs.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Birna Lárusdóttir, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2008, bls. 114 og 119.
-Jarðabók Árna og Páls 1705.

Möðruvallasel I

Möðruvallasel I – uppdráttur ÓSÁ.