„Gizur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju sem hann næði heill landi; er sagt, hann tæki land á Strönd, og reisti þar kirkju síðan. Eptir þvi ætti að hafa verið kirkja á Strönd frá því í fyrstu kristni hér a landi. En sú er sögn Selvogsmanna, og henni fylgir síra Jón hér í kvæði sinu, að kirkjan hafi verið fyrst sett á Strönd í tíð Árna biskups Þorlákssonar, 1269—1298, og hafi þá verið fyrir kirkja í Nesi í Selvogi. Kirkjan í Nesi varð síðan hálfkirkja og stóð enn 1706.
Strandarkirkja – Engilsvík.
Til er gamall máldagi Neskirkju frá hér um bil 1313 (Dipl. Isl. II, Nr. 209), og hafði Nes þá verið í eigu Erlends sterka. En sögn Selvogsmanna er sú, að Árni héti maður. Hann komst í hafsnauð og gerði það heit í sjávarháskanum, að gera þar kirkju, er hann næði landi; tók land farid á Strönd og lét síðan reisa þar kirkju með fulltingi Árna biskups í Skálholti Þorlákssonar. Þaðan segja menn svo það komið, að rekamark Strandarkirkju sé. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur, sem var Selvogsprestur 1880—1884, heyrði þá sögn í Selvogi, að Árni sá, er hefði og kirkjuna lét reisa, hafi einmitt verið Árni biskup sjálfur (Staða-Árni), og það fylgdi þeirri sögn, að þegar skip biskupsins var komið úr sævolkinu inn í Selvogssjó, hafi þeir af skipinu séð hvítklæddan mann standa við sjó niðri og bákna þeim til hafnar, og þar náðu þeir landi, Þessi ljósklæddi maður var eingill, og heitir þar síðan Eingilsvik, fyrir neðan Strandarkirkju.
Strandarkirkja 1884.
Bágt er nú að segja, hver fótur sé fyrir þessum sögnum. Frá hinum elztu öldum landsins eru nú fáar frásagnir til um Selvoginn. Menn vita það, að Þórir haustmyrkur nam þar land, og hafa geymzt munnmælasagnir ýmsar um hann í Selvogi alt fram til vorra daga.1) Síðan finst Selvogsins varla getið svo öldum skiptir. Árið 1220 er þess getið í Sturlungu, að Sunnlendingar gerði „spott mikit at kvæðum þeim“, er Snorri Sturluson hafði ort um Skúla jarl, og hefði snúið þeim afleiðis. Segir þá, að „Þóroddr í Selvági keypti geldingi at manni“, að hann kvæði hæðnivísu um Snorra: Oss lízt illr at kyssa o. s. frv. Er svo að merkja, að Þóroddur sá hafi þá verið nafnkunnur maður og svo sem fyrir Selvogsmönnum, og eptir nafninu mætti ætla, að hann hafi verið af kyni Hjallamanna.
Selvogur – Strönd; loftmynd.
Árið 1238 býr Dufgús Þorleifsson á Strönd í Selvogi, og lét Gizur Þorvaldsson þá taka þar upp bú fyrir honum, svo að alt var óbygt eptir. Ekki verður með vissu sagt, hvort Dufgús hafi þá átt Strönd, eða hvort nokkuð hafi komið saman ættir með honum og þeim, sem síðar áttu Strönd um langa tíma. Elzta „Strendur máldaga“, er nú þekkist, hafa menn heimfært til tíma Árna biskups Þorlákssonar, eða hér um bil 1275. Er það skrá um „hvalamál í Selvogi“, og er Strönd þá svo stórauðug að rekum, að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvíkinga og sjálfan Skálholtsstól. Máldagi þessi kennir manni það, að áreiðanleg er sögusögn sú, er síra Jón getur um hér í kvæðinu (15. er.), að garður hafi til forna verið hlaðinn kringum mestan hluta Selyvogs.
Víghólsrétt í Selvogi.
Segir máldaginn svo, að sex vættir hvals eigi hvort land „fyrir garði, en fjórar utan garðs“. En ekki nefnir þessi skrá neina kirkju þá á Strönd. Þó er það nær óhugsandi, að kirkja hafi þá ekki verið komin þar fyrir laungu. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (1269—1298) átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (d. 1312) Strönd, Nes og sjálfsagt fleiri jarðir í Selvogi. Biskup og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum, og eru lítil líkindi til að Erlendur hafi farið „með fulltingi“ Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd, enda má sjá það af vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar, út gefnum „á Strönd“ 13. maí 1367 1), að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir laungu, því að Þorbjörn segist „fyrir sextigi vetra og áður“ optsinnis hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strendur kirkju; hafi kirkjan þá verið orðin svo rík, að hún meðal annars átti þrjátigi hundraða í heimalandi (þ. e. hálft heimaland) og „alla veiði í fuglbergi“; en hann segist hafa vitað, að „með ráði Árna biskups“ væri keyptar tvær klukkur til kirkjunnar.
Selvogur – Gapi.
Þegar Þorbjörn gaf út þenna vitnisburð, þá voru staddir á Strönd Oddgeir biskup, og meðal annara þeir Erlingur Jónsson í Nesi (ef til vill sonarsonur Erlends sterka) og Andrés Sveinsson, síðar hirðstjóri, sem þá hefir átt Herdísarvík, og talinn er sonarsonur Gríms lögmanns Þorsteinssonar, af ætt Hafurbjarnar eða Ingólfs ætt. Ef kirkja hefði verið sett á Strönd af þeim Erlendi sterka og Staða-Árna, hefði þess án alls efa verið getið í sögu Árna biskup3), nema það hefði þá verið gert þau ár, sem söguna þrýtur. Vera má, að kirkja hafi, eins og munnmælin segja, verið sett fyrri í Nesi en á Strönd, og að þar hafi verið höfuðkirkjan fram á öndverða 14. öld. Þar er Erlendur sterki grafinn.
Strandarkirkja um 1900.
Fornbréfasafn III, Nr. 180, inn þar, en ekki á Strönd.1) En 1397, í tíð Vilchins biskups, er Strandarkirkja orðin uiklu rikari en Nesskirkja. Þá hafði á undan Erlingi búið leingi í Nesi bóndi sá, er Árni hét, líklega nálægt 1330—1360, og mun hann hafa verið tengdur eða skyldur oett Erlends sterka. Sögusögnin um, að kirkja hafi verið sett í öndverðu á Strönd fyrir áheit einhvers í hafsvolki er ekki ósennileg.
Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefir sjálfsagt frá ómunatíð, alt þar til að það tók að fylla af sandi á síðari öldum, verið einhver öruggasta lendingarhöfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé opt kyrt a Strandarsundi, þó að allur Selvogssjór sé í einni veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi „rétt förnu“. Var annað sundmerkið varða uppi í heiðinni, sem enn er þekkjanleg, en hitt sundmerkið var niðri við sundið; lýndist það, og var sundið því lítt tíðkað leingi á síðari tímum, að leiðarmerkið var ókunnugt. En á þeim árum, sem síra Ólafur Ólafsson var prestur í Selvogi, eða sem næst 1882—1884, sópaði veltubrim eitt sinn mjög sandi þar úr vörunum, og komu þá fram grjótundirstöður þar við sundið, og töldu menn þá víst, að það væru grunnstæðurnar að sundmerkinu gamla.
Selvogur – Útvogsvarða.
Ýmsar sagnir hafa geingið um sundið. Sögðu sumir, að jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags. Tólfæringur mikill, er Skúta hét, fylgdi Strönd á dögum Erlends lögmanns og fram til 1632. Sagt var, að Skúta hefði altaf lag ú Strandarsundi. Þó fórst hún að lokum, enda var henni þá á sjó hrundið í nafni andskotans. Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfðingjasetur. Þar var sjóargagn mikið og landkostir góðir. Var jörðin eitt af böluðbólum sömu höfðingjaættarinnar í 400 ár: alt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700. Má því fara nokkuð nærri um það, hverir búið hafi á Strönd svo öldum skiptir, en það eru afkomendur Erlends lögmanns hins sterka Ólafssonur. Hann hefir átt bæði Strönd og Nes í Selvogi og líklega haft bú á báðum þeim jörðum. 1290 bjó Erlendur á Ferjubakka 9).
Selvogur – uppdráttur ÓSÁ.
Erlendur andaðist 1312, og er annaðhvort grafinn á Strönd eða í Nesi. Synir Erlends voru að vísu tveir, sem kunnir eru, báðir höfðingsmenn, Haukur lögmaður og Jón Erlendsson á Ferjubakka. Á lögmenskuárum sínum 1294—1299 hefir Haukur líklega búið á Strönd, og eins á árunum 1306—1308, er hann hafði völd um Suðurnes 3). Haukur fór síðan alfari til Noregs, og gerðist Gulaþingslögmaður, og andaðist þar 1334. Sonur Jóns Evlendssonar á Ferjubakka var Flosi officialis Jónsson prestur á Stað á Ölduhrygg, er kemur við bréf frá því 1350—1368. Synir hans voru þeir Þórður Flosason og Vigfús Flosason, báðir miklir menn fyrir sér. Af Þórði er komin Leppsætt, fjölmenn og merkileg. Vigfús bjó í Krossholti (enn á lífi 1894) og átti Oddnýju dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar, og fékk með henni Kolbeinsstaðaeignir.
Selvogur – merkt fyrrum bæjarstæði nálægt Strönd.
Af þeim Vigfúsi og Oddnýju er komin Kolbeinsstaðaættin síðari. Var þeirra sonur Narfi faðir Ketils prests (1437-1440) og Erlendss í Teigi (1439-1458) föður Erlends sýslumanns. Annan son Jóns á Ferjubakka telja ættfræðingar Vigfús Jónsson hirðstjóra, er lézt 1371; telja menn, að Vigfús ætti dóttur Ívars Hólms Jónssonar (1284—1312) hirðstjóra 4).
Ívar Jónsson mun hafa átt Brautarholt og búið þar með kvonfangi þessu hefir Vigfús því feingið Brautarholts eignir, en óðalborinn var hann til Strendur.
Strandarkirkja 1900.
Hann hefir verið gamall, þegar hann varð hirðstjóri (1371), og varla fæddur síður en c. 1305. Mun hann bæði hafa haft bú á Strönd og í Brautarholti. Sonur hans hefir heitið Ívar Vigfússon Hólmur, er hirðstjóri var á árunum 1352—1371, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Getur Vilchinsmáldogi þess, að hann („Ívar hóndi“) gerði Strandarkirkju silfurkaleik „og kostaði á sína peninga gerð og gylling“ , og sá kaleikur fylgi kirkjunni enn. Ívar lézt í Noregi 1371, sama ár og faðir hans. Kona hans var Margrét Özurardóttir. Hún var enn á lífi 1422, og hefir hún verið miklu yngri en Ívar, sem varla er fæddur miklu síðar en 1325. Mun hún síðan hafa haft búnað á Strönd og í Brautarholti og víðar með Sundum, þar til Vigfús Ívarsson Hólmur, sonur þeirra, var vaxinn.
Strandarkirkja.
Vigfús gerðist hér hirðstjóri 1390, og lézt nálægt 1419. Strönd var eitt af höfuðbólum hans. Bú hafði hann og í Brautarholti og á Hofi á Kjalarnesi, og voru þær jarðir þó öðrum til erfða fallnar í plágunni 1402—14031). Kona hans var Guðríður Ingimundardóttir, Oþyrmissonar, af Rogalandi. Áttu þau fjölda harna. Einn sonur þeirra hét Erlendur; annar var Ívar, er inni brann, en dóttir þeirra var Margrét, er giptist Þorvarði Loptssyni á Möðruvöllum 1436. Með henni fékk Þorvarður Strönd, þótt sérstaklega sé til nefndar Hlíðarendaeignir, er Margrét leggi til hjónalagsins. Á Strönd hafði Þorvarður síðan eitt af stórbúum sínum; hin voru á Möðruvöllum, Hlíðarenda og Eiðum. Eptir dauða Þorvarðs 1446 hélt Margrét uppi sömu búrisnu og höfðingsskap og áður, og dreifði ekki eignum sínnm, þar til börn hennar komust upp. 1460 gipti Margrét Guðríði dóttur sína Erlendi Erlendssyni, Narfasonar, Vigfússonar, Flosasonar, og sameinaðist Erlendsættin þar aptur, og kom þar saman mikið fé.
Strandarkirkja – kaleikur frá 13. öld.
Erlendi fylgdu Kolbeinsstaðaeignir og Teigseignir í Fljótshlíð, en Guðríði Hlíðarendaeignir og Strönd með öðrum jörðum i Selvogi og með Sundum. Erlendur gerðist síðar sýslumaður í Rangárþingi, og hafa þau Guðríður haft bú á öllum þessum höfuðbólum. Árið 1495 um veturinn 3. marts eru þau bæði á Strönd í Selvogi, og hafa þá búið þar og haft þar vetursetu. Það ár hverfa þau úr sögunni bæði, og hafa þau dáið þá (1495) úr drepsóttinni, líklega á Strönd og liggja í Strandarkirkjugarði. Eptir þau hefir Þorvarður lögmaður sonur þeirra búið á Strönd. Að vísu býr hann þar árin 1500—1507. Hann var giptur Margréti Jónsdóttur, systur Stefáns biskups. Er sagt, að „þessi hústrú Margrét“ hafi haft Herdísarvík frá Strandarkirkju og gefið Krýsivíkurkirkju. Margrét varð ekki gömul, og er dáin ekki síðar en 1507,3) því að 3. sept. 1508 er stofnaður kaupmáli Þorvarðs lögmanns og Kristínar Gottskálksdóttur. Telur lögmaður sér þá til konumundar Strönd í Selvogi 100 hundraða, Nes 60 hundraða og Bjarnastaði 40 hundraða.
Strandarkirkja – ljósakróna.
Þorvarður lögmaður lézt í Noregi 1513. Þá hefir Erlendur sonur hans og Margrétar enn ekki verið fullveðja, en hann fékk eptir föður sinn bæði hin gömlu ættarhöfuðból Kolbeinsstaði og Strönd með fleirum fasteignum. Erlendur varð lögmaður sunnan og austan 1521, og hafði hann síðan bú bæði á Strönd og Kolbeinsstöðum, en eptir 1523 5) mun hann leingstum hafa setið á Strönd. Hafa geingið miklar sagnir um það, hve stórfeldur hafi þá verið búskapur hans á Strönd, bæði til lands og lár; var hann fjáraflamaður mikill og hið mesta afarmenni, einkum við öl, og sást þá lítt fyrir, en annars þótti hann vitsmunamaður hinn mesti, og sigldi kænlega milli skers og báru yfir brimsjó siðaskiptanna. Hinn 13. marts 1552 gaf konungur út erindisbréf handa Páli Hvítfeld hirðstjóra sínum hér á landi, þar sem hann meðal annars skipar hann yfir öll góz konungs hér, leggur fyrir bann að hegna banamönnum Kristjáns skrifara, og gefur honum vald til að setja af bæði lögmenn, lögréttumenn og sýslumenn, ef þeir sé konungi ótrúir eða athugaverðir á annan hátt. Og jafnframt skipaði konungur Páli Hvítfeld um leið að umboðsmanni með sama valdi hér á landi
Strandarkirkja 1940.
Eggert Hannesson, einhvern mesta fjárdráttar og ásælnismann, svo að hann þótti jafnvel vera ráðbani manna til fjár. Sama ár (1552) á Alþingi dæmdi Eggert sem konungsfógeti um banamenn Kristjáns skrifara, og setti þá af báða gömlu lögmennina, Orm Sturluson, norðan og vestan, og Erlend á Strönd, sunnan og austan. Orm setti hann af fyrir skuldir við konung, og setti í hans stað gamlan félaga sinn Odd Gottskálksson. Hjá Ormi var til einskis fjár að slægjast. Öðru máli var að gegna um Erlend lögmann; hann var maður stórríkur, og þar var í krás að komast. Á Erlend kærði Eggert ýmsar stórfeldar sakir, er hann þótti hafa orðið offara um og ekki bætt; dæmdi hann af Erlendi embætti og alt fé hans fallið undir konung, en það var sama sem undir Eggert sjálfan.
Strandarkirkja – altaristafla.
Síðan setti hann sjálfan sig í sæti hans og embætti sem lögmaður sunnan og austan, en þá mun þingheimur víst helzt hafa viljað fá Pál Vigfússon á Hlíðarenda, ef þeir hefði mátt ráða; hann var bræðrungur við Erlend lögmann og ágætur maður. Eggert sat nú í nafni konungs í gózum Erlends lögmanns næstu árin, og er ekki að sjá, að Erlendur hafi treyst sér til að hreyfa neitt við því að rétta hluta sinn fyrri en eptir 1556. Þá drukknaði Oddur lögmaður Gottskálksson, og notaði Eggert þá tækifærið til þess að koma sér úr suður og austur lögdæminu og norður og vestur umdæmið, enda var þá fógetavöldum hans lokið yfir landinu fyrir tveim árum (1554). Þá var kosinn lögmaður sunnan og austan Páll Vigfússon, og þá fór Erlendur að hafa sig á kreik að rétta úr málum sínum. Sigldi hann þá skömmu síðar (1557) og fékk Páll lögmaður frændi hans honum þá 100 dali til ferðarinnar, því að alt fé Erlends var þá í klóm fógetans, þó að bú hans stæði. Fluttist þá Þorleifur Grímsson af Möðruvöllum suður að Strönd að sjá þar um búið, því að óvíst þótti þá um apturkomu Erlends.
Strandarkirkja er kirkja við Engilvík. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907.
Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.
Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.
Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn.
Þar andaðist Þorleifur snemma sumars 1559, og er hann grafinn á Strönd. Hið sama vor reið Grímur sonur hans, er giptur var Guðbjörgu dóttur Erlends lögmanns, frá Möðruvöllum og suður til Strandar. En þegar hann reið upp úr Hólminum, fældist hestur með hann „í Víkurholtum“, svo að hann féll af baki og beið bana af. Var hann fluttur til Strandar og grafinn þar. 1) En Erlendur lögmaður, sem sjálfsagt hefir haft með sér bréf frá Páli lögmanni frænda sínum, og líklega haft þáverandi hirðstjóra Knút Steinsson og fógeta hans Pál Stígsson sér ekki óvinveitta, afrekaði það í utanförinni, að konungur leyfði honum 27. janúar 1558 að leysa út alt fé sitt með 500 dölum, og með þá úrlausn kom hann út. Í þessa útlausn seldi Jón Marteinsson og Guðbjörg dóttir Erlends — eptir dauða hans — Kolbeinsstaði, hið margra aldagamla ættarhöfuðból Erlendunga. Hefir þeim þá þótt minna fyrir því að láta það heldur en Strönd; þótt Strönd gagnsamari til lands og sjávar.
Voru þá enn miklar eignir eptir Erlend, bæði Strönd og Selvogsjarðir, Sundajarðir og fleiri. Bjó Erlendur á Strönd við alsnægtir til dauðadags 1575, og er hann grafinn á Strönd, Er hann stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið; var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður; barði harðlega á útlendingum, þegar svo bar undir, og var þeim ekki altaf heldur mjúkur í dómum. Þó segja sumir, að þeir feðgar séu báðir grafnir í Reykjavík (Ísl. söguþættir Þjóðólfs I, 1901, bls. 19—20), en það er ekki mjög líklegt.2) Ekki laungu eptir það, að Eggert fór að ásækja Erlend — því að úr Eggert mun það alt hafa verið, þótt Hvítfeld væri talinn fyrir — fóku að rísa brattir brekar að höfði Eggerts sjálfs, sem ekki var minni yfirgangsmaður en Erlendur. Árni Gíslason, sem var náteingdur Erlendungum, lék hann svo í málum þeirra, að Eggert bar mjög fyrir honum lægra hluta 1560. Einkaerfingi að auð Daða i Snóksdal var Hannes Björnsson bróðursonur Eggerts; var Eggert fjárhaldsmaður hans.
Strandarkirkja – kristsmynd.
En þegar Daði lézt 1563, var einhver búinn að kenna Páli hirðstjóra Stígssyni það, að alt fé Daða væri réttfallið undir konung fyrir ýmsar offarir Daða ; fékk þá Eggert sömu hremminguna, sem hann hafði látið Erlend fá, og varð hann að leysa arfinn út við konung, eins og hann, einmitt með 500 dölum. Ormur Sturluson var Eggerts líka allvel minnugir, og hratt honum úr lögmannsembætti 1568, og náði Eggert aldrei jöfnum virðingum eptir það, en auð hafði hann nógan.
Eptir lát Gríms Þorleifssonar giptist Guðbjörg Erlendsdóttir Jóni sýslumanni Marteinssyni (1561); bjuggu þau framan af á eignum Guðbjargar í Eyjafirði, en eptir dauða Erlends lögmanns 1575 fluttu þau sig suður að Strönd, og hafa þau búið þar á meðan Guðbjörg lifði, en Einar Grímsson, sonur Gríms Þorleifssonar og Guðbjargar, mun hafa búið að eignum sínum í Eyjafirði. En dóttir hennar og Jóns Marteinssonar var Solveig kona Hákonar sýslumanns Björnssonar í Nesi, og er komin mikil ætt af Guðbjörgu.
Strönd – loftmynd.
— Árið 1576, næsta ár eptir dauða Erlends lögmanns, gekk Alþingisdómur á milli Páls Eyjólfssonar á Hjalla og Jóns Marteinssonar um reka Hjallakirkju og Strandarkirkju. En 1594 andaðist bæði Guðbjörg og Einar Grímsson sonur hennar, og árið eptir, 15952), er Jóni Marteinssyni gert að skyldu að svara innstæðu Strandarkirkju, er skuli vera 22 hundruð í fríðum peningum, og er það ítrekað á Alþingi aptur 15982) Svo er að sjá sem losnað muni hafa um ábúð Jóns Marteinssonar á Strönd úr þessu, og á Alþingi 1596 eru „þeim unga manni“ Grími Einarssyni 3) dæmd 45 hundruð í Strönd til erfða eptir Guðbjörgu ömmu sína, en Solveigu Jónsdóttur 15 hundruð eptir Guðbjörgu móður sína. En Magnús Hjaltason í Teigi hafði þá umboð Gríms.
Selvogur – Nesborgir.
Þegar aldur færðist yfir Grím Einarsson fékk hann forráð Strandar og Strandareigna. Ættfræðingar segja, að hann hafi búið i Teigi í Fljótshlíð, en það kemur illa heim við það, að Grímur er lögréttumaður í Árnesþingi 1632—1640, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd.
Árið 1642, hinn 6. ágúst, er Grímur enn í fyrirsvari um Strandarkirkju að þrem fjórðungum, en að fjórðungi Hákon Björnsson og Sigurður Hákonarson. Segir Grímr þá, að hann hafi ekki „uppborið kirkjutíundirnar á Strönd, „heldur þeir, sem á hefðu búið. Bendir það á, að hann hafi þá ekki búið á Strönd. 1646, hinn 15. ágúst, er Grímur dáinn, því að þá er hann nefndur „Grímur sálugi Einarsson“. Eru þá í svörum fyrir Strandarkirkju Indriði Jónsson og Vigfús Jónsson. lndriði var merkur maður og bjó í Eimu í Selvogi; hann var góður skrifari og smiður, og lögréttumaður var hann í Árnesþingi 1616 — 1649. Vigfús bjó á Bjarnastöðum og var einnig lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1632—1640.
Strandarkirkja 2014.
Sonur Gríms Einarssonar og Katrínar Ingimundardóttur hét Ingimundur, og hefir hann verið fæddur nálægt 1610—1615 Hann erfði 45 hndr. í Strönd, og er farinn að búa þar 1652, og býr þar enn 1670. Skömmu síðar mun hann hafa dáið. Hann var allra manna frástur á fæti, og hljóp uppi tóur; var því kallaður Tóu-Mundi. Hann var lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1656 — 1668. Kona hans var Þórelfur Vigfúsdóttir, dóttir Vigfúsar lögréttumanns á Bjarnastöðum, og bjó hún á Strönd eptir Ingimund andaðan, og þar er hún 1681 og enn 1683, en dáin virðist hún vera 1687 því að hinn 2. okt. það ár stendur sá „sæmdarsveinn“ Vigfús Ingimundarson, sonur hennar, Þórði biskupi reikning Strandarkirkju, og mun hann hafa búið á Strönd þar til hún fór í eyði.
Strandarkirkja.
Meðan stórhöfðingjar bjuggu á Strönd og sveitin var í blóma, mun þar jafnan hafa verið einbýli. En þó að sveitin væri gagnsöm í þá daga, gat þar samt orðið hart á barið stundum, því að svo segja annálar, að árið 1314 hafi orðið svo mikið mannfall syðra „í sult“ „af fátæku fólki“, að þrjú hundruð líka komu þá til Strandarkirkju í Selvogi. Mart af því hefir þó sjálfsagt verið reikunarfólk, sem leitað hefir til sjáarins. Eptir dauða Erlends lögmanns (1575) og að vísu eptir lát Guðbjargar Erlendsdóttur (1594), sem var kvenskörungur, mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd.
Klukka Strandarkirkju.
Frá Ingimundi og Þórelfi eru komnar merkar ættir. Meðal barna þeirra var séra Grímur er prestur varð í Selvogi 1673; varð ekki gamall, lézt 1676; Jón sonur þeirra bjó í Herdísarvík (1681), og Magnús Ingimundarson (f. 1640) bjó í Stakkavík 1681—1706. Ingibjörg dóttir þeirra átti Gunnar lögréttumann Filippusson í Bolholti og er þaðan mikið kyn — Strandarkirkja á enn menjagrip frá Ingimundi; er það klukka. Á henni stendur : -Engemunder Grímsson 1646″.
Um Strandarkirkju sjálfa og áheit til hennar verða frásagnirnar nokkuð slitnar á hinum fyrri öldum. Þó má sjá, að áheit á kirkjuna hafa tíðkazt mjög snemma. Er það sérstaklega tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða“. Er þá og getið um bænhús í Herdísarvík.
Í Strandarkirkju.
Ekki verður rakið um áheit eða gjafir til kirkjunnar fyrri en um daga síra Jóns Vestmanns, sjálfsagt af því, að það hefir ekki verið bókfest, því að á ýmsu má sjá, að nógur átrúnaður hefir á kirkjunni verið, að minsta kosti á 18. öld. Getið er þess í annálum, að Ketill kurt hafi 1338 vegið mann einn, er Jón hét; siðan hafi Ketill komizt í kirkju á Strönd í Selvogi, „og gerði þar óspektir, og var fyrir því tekinn úr kirkjunni, og hálshöggvinn“.
Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups, eptir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp 1624. Er sú lýsing svona:-) „Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar ú lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitann, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni.
Strandarkirkja.
Í vísitazíu Brynjólfs biskups 6. ág. 1642 er sagt, að þessi kirkja sé „bygð fyrir 18 árum, vij stafgólf að leingd, með súð, þiljuð bak og fyrir“. Þá er og getið um „það blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið“. Stóð þessi kirkja fram til 1670, því að í vísitaziu Brynjólfs biskups 22 sept. það ár er kirkjan sögð nýbygð. Þá er og svo fyrirmælt, að það gamla blý „skuli ganga kirkjunni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeilis ónýtt“. Þá er og í fyrsta sinn þe3s getið (1670), að land sé tekið að rjúfa á Strönd, og er þá „tilsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eptir skyldu sinni, eptir því, sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki.“
Selvogur – minnismerki um fyrrum bæjarstæði við Strönd.
Á árunum 1650—1652 hafði síra Jón Daðason í Arnarbæli feingið í sitt fyrirsvar þann fjórðung Strandarlands (15 hdr.), sem Sigurður Hákonarson átti; hafði Sigurður og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans gefið þann hluta landsins Solveigu dóttur síra Jóns og Katrínu Kortsdóttur konu hans1). — Gerðist síra Jón þá, eins og hann var vanur, eptirgangssamur um eignagögnin. Hinn 15. júní 1659 að Nesi í Selvogi fékk hann Torfa sýslumann Erlendsson til að láta ganga dóm um fuglveiði og eggver Strandarkirkju „í og fyrir Strandarbergi, sem liggur fyrir Krýsivíkurlandi,“ og ber síra Jón þá fram vitnisburði um 40 ára hefð kirkjunnar fyrir berginu. Um reka kirkjunnar hefir á þeim árum ekki heldur verið alveg örugt, því að hinn 10. janúar 1669 „að Strandarkirkju, í Selvogi“ gefa Selvogsmenn út, án efa að tilhlutun síra Jóns Daðasonar og Ingimundar Grimssonar, vitnisburð, „um það Strandarkirkju rekaítak í millum Selstaða og Hellis, hvert greint takmark haldið hefur verið átölulaust í allan máta frá Seljarnefi og hraunsþúfum undan Herdísarvíkurseli og í Breiðabás fyrir austan Herdísarvík að þeim hellir, sem máldaginn tilnefnir,“ en hval hafði rekið þar haustið áður, 1668, og fjörumaður Sigmundur Jónssonar í Herdísarvík fundið hann.
Í Breiðabás.
Skrifa þar 16 manns „undir með eigin höndum, sem skrifa kunnum, en hinir, sem ekki skrifa, staðfestu með alminnilegu lófaklappi.“ Mann furðar næstum á hvo margir hafa verið skrifandi, en þessir skrifa undir: Jón Þorkelsson (á Bjarnastöðum), Björn Þorvaldsson (í Þorkelsgerði), Vernharður Jörinsson, Jón Kolbeinsson (í Eimu), Gunnar Árnason, Árni Jónsson (á Strönd) Gísli Ásbjarnarson (í Nesi), Gísli Vigfússon (á Strönd), Eyjólfur Þorgeirsson (í Nesi), Jón Jónsson (í Nesi), Jón Nikulásson, Hróbjartur Ólafsson (í Vindási), Bjarni Hreiðarsson, Jón Jónsson (líkl. á Bjarnastöðum), Hafliði Jónsson (í Nesi). Jón Indriðason (í Eimu) Segjast þeir muna „frá ómagaaldri“, þessir yfir 40 ár: Jón Þorkelsson. Eyjólfur Þorgeirsson, Jón Nikulásson, Jón Arnason1), Jón Jónsson2) „en allmargir, sem glögglega til muna. yfir 30 4r, einkum þessir“: Jón Indriðason, Björn „Þorvarðison,“ Jón Jónsson, Árni Jónsson, Jón Ingvarsson, Vernharður Jónsson. Hafliði Jónsson, Bjarni Hreiðarsson, Gísli Ásbjarnnrson og Gunnar Arnasona).
Strandarkirkja – altaristaflan.
Eptir að jörð tók að blása upp i Selvogi um 1670 má sjá að jarðarspjöllin hafa geingið þar mjög ört fram, einkum yfir Strandarland. Á árabilinu 1677—1680 voru 7 ábúendur á Strönd 1), en 1681 eru þeir ekki orðnir nema 5: Þórelfur Vigfúsdóttir, ekkja Ingimundar Gímssonar, Árni Jónsson. Gísli Vigfússon bróðir Þórelfar, Árni Magnússon og Gísli Erlendsson. En 1696, 15 árum seinna, legst Strönd sjálf, þetta gamla stórbýli, algerlega í eyði og bygð fellur þar af. Er svo sagt um Strönd í jarðabók Árna og Páls 1706: „fyrir 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf,“ en Sigurðarhús, forn hjáleigu frá Strönd, er þá komin í staðinn, og metin 21 hundrað af dýrleika; hokra þá tveir menn á hjáleigunni: Guðmundur Þórarinsson (f, 1666, og María Egilsdóttir (f. 1667). – 1735 er þar 1 ábúandi, en 1762 er þar eingin ábúð og alt í eyði.
En alt stóð kirkjun á Strönd þetta af sér, og sat þar ein eptir á sandinum. Á sjálfum sandfjúksárunum geta vísitaziurnar ekkert um, að sandfokið komi neitt kirkjunni við. En um „gamla blýið“, seru fylgdi kirkjunni, fer Þórður biskup þeim orðum 29. Ág. 1679, að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik, og sé þá eptir af þvi „1 vætt og nær hálfur fjórðungur“. Í vísitaziu sinni 19. ágúst 1703 skipar Jón biskup Vidalín einnig að krefja inn blýverðið, en ekki getur hann sandfoks.
Seljabót – rétt.
Hins vegar skipar hann að byggja upp kirkjuna sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið bygð upp í 5 eða 6 stafgólum. Í vísitaziu Jóns biskups Árnasonar 8. Maí 1723 er kirkjuhöldurunum skipað enn að gera grein fyrir andvirði blýsins. Í vísitazíu sama biskups 12. júní 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þakið á vetrardag. Voru fyrirsvarsmenn kirkjunnar þá margir: Magnús Einarsson, Egill og Grímur Eyjólfssynir á Þórkötlustöðum, og að nokkru leyti Jón sýslumaður Ísleifsson.
Strandarkirkja 1920.
Hinn 4. Sept. 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöldurunum að byggja kirkjuna upp þá þegar um haustið, og var það gert. Var þá Magnús Einarsson aðalmaðurinn í fyrirsvari um kirkjuna. Vísiterar Jón biskup hana svo vorið eptir hinn 15. júní 1736, og lýsir hann nýbygðu kirkjunni, sem var 6 stafgólf, þá svo : „Kirkjan er uppbygð á næstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið mikið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Tvö krísholt eru framan fyrir kirkjunni, önnnur tvö á baka til, þriðju til hliða“.
Standarkirkja.
Annaðhvort þetta ár eða hin næstu eptirfarandi hefir Jón biskup Árnason sjálfur keypt Strönd, og að vísu sýnist hann vera orðinn eigandi hennar 23 sept. 1738 eða fyrr. Á þeim árum mun ekki hafa verið björgulegt í Selvogi. Árið 1735 voru 2 búendur í Nesi, en höfðu verið 8 árið 1681; orðnir eru þó búendur þar 4 árið 1762, en þá er Strönd aleydd.
Með gjafabréfi 15. júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir (f. 1665, d. 20 okt. 1752), ekkja Jóns biskups Árnasonar, samkvæmt testamentisbréfi sínu frá 18. sept. 1747, Strönd „að æfinlegu beneficio“ Selvogsprestum til uppheldis, og jörðin „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns vittluftuga haglendis, rekavonar, eggvers, veiðiskapar og annara herlegheita 20 hundruð“.
Selvogur; MWL.
– Annað ár eptir, 8. júní 1751, vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju; er þar þá sama kirkjan, sem bygð var fyrir 15 árum (1735). Segir biskup hana þá stæðilega að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða fúin“. Síðan bætir biskup við : „Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan hentugri stað“.
1749 hinn 6. júní afhenti síra Þórður Eíriksson, sem þá hafði verið leingi prestur Selvogsmanna, prestakall og kirkjuna í hendur ungum presti, síra Einari Jónssyni, sem feingið hafði veiting fyrir Selvogsþingum.
Selvogur – kvöld við Engilvík.
Síra Einar var ekki leingi að hugsa sig um að nota sér þessi orð biskups og láta ekki hjá líða tækifærið til þess að koma kirkjunni heim til sín að Vogsósum Þar voru hægust heimatökin fyrir hann, Ritar hann þá þegar á Alþingi 13. júlí samsumars bæði Pingel amtmanni og Ólafi biskupi átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og tillögu um að flytja kirkjuna heim að Vogsósum, og fær sama dag uppáskript prófastsins, síra Illuga Jónssonar, á bréf sitt, þar sem prófastur geldur samþykki við öllu saman. Biskup hefir þó ekki flýtt sér að gefa úrskurð hér upp á, og dregið það fram yfir veturnælur. En 3. nóv. 1751 skipar hann svo fyrir, að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum, og skuli bygging hennar þar framkvæmd og fullgerð á næstu tveimur árum (1752—1753). Skýra skjölin sjálf bezt frá þessu efni, og hljóða svona: „Umkvörtun síra Einars um Strandarkirkiu í Selvogi.
Veleðle og velbyrdige herra amtmann yfir Íslandi herra Jóhann Christian Pingel!
Strandarkirkja – kristsmynd.
Veleðle háehruverðugi og hálærði herra superintendent yfir Skálholtsstipti herra Ólafur Gíslason! Hér með innfellur mín nauðsynjafull umkvörtun út af skaðlegu ásigkomulagi Strendurkirkju i Selvogi, og þar af rísandi margföldum óhentugleikum, sem eptir fylgir: Hún stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Súð kirkjunnar verður ei heldur svo vel troðin með sillum og gættum, þó optlega gert sé, að sandurinn rifi það ekki burt aptur; fýkur hann svo inn í kirkjuna og feyir stafina að neðan og jafnvel súðina að innan, svo eg tel mér ómögulegt, kirkjunni fjarlægum, hana að vakta, verja og viðhalda fyrir þessum ágangi. Hún er og upp bygð seinast fyrir 16 árum, en nú eru mörg tré í henni fúin og fordjörfuð; hefur þó verið árlega bikuð, leitast við að verja hana fyrir skemdum og reparera, bæði af prestinum síra Þórði og mér, síðan eg við henni tók, svo sem fleirum er um kunnugt. Eins fordjarfar sandurinn læsing, saum og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stór þungi bennar utensilia og ornamenla að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi.
Strandarkirkja.
Tilmeð er skaðvænleg hætta, helzt á vetrartíma, í þessari kirkju að forrétta kennimannlegt embætti, einkanlega það báverðuga sacramentum (sein ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla, meðan það er framflutt. Fólkið teppist í kirkjunni, ásamt presturinum, sem og ekki kann að halda þar besli sínum skýlislausnm, nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eður helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helzt heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í catechisationinni og öðrum guðs orða lærdómi. Hér fyrir innfellur mín allra innilegasta og auðmjúkasta begiæring til yðar hárespeclive herradóms, að þér vilduð þessar mínar hérgreindar umkvartanir álíta, og, ef ske mætti, tilhlutast og leyfi gefa, að nefnd kirkja flytjast ætti á einn óhultan og hentugri stað, hvar til eg með stærstu submission nefni kirkjunnar jörð Vogshús, og bið auðmjúklega, mínir hágunstugu herrar, hér uppá skriflega resolverað. – Þingvöllum d. 13. þeirra julij 1751. Forblífandi með æstime skyldugur og auðmjúkur þénari Einar Jónsson.
Djúpudalaborg – topphlaðinn fjárborg í Selvogi.
Framan og ofan skrifaða heiðarlegs síra Einars Jónssonar sóknarprests til Strendurkirkju i Selvogi yfirlesna umkvörtun meðkenni eg & sannindum grundvallaða vera, að svo miklu leyti, sein mér er vitanlegt, og háæruverðugur þessa stiptis biskup mun sjálfur persónulega séð hafa í sinni visitation á næstliðnu vori 1751. – Til staðfestu er mitt undirskrifað nafn að Þingvöllum d. 13. julij 1751. – Illugi Jónsson.
Framanskrifaða umkvörtun æruverðugs kennimannsins síra Einars Jónssonar hefi eg séð; hvað Strendurkirkju viðvíkur, þá sýndist mér það ófært, nær eg vísiteraði hana á næstliðnu vori, að hún skyldi standa þar á eyðisandi, og þeirra orsaka vegna, sem hér að framan upp taldar eru, því tilsegist hér með velnefndumkennimanni, sem er beneficeraður með þessu prestakalli, að láta flytja Strandarkirkju, nú tvö næstkomandi sumur, að Vogsósum, og setja hana þar niður á hentugt pláss.
Nes – legsteinn í kirkjugarði við Nes.
Hann skal láta taka til þessa verks svo snemma í vor sem mögulegt er, og láta hlaða þar kirkjugarð um kring hana framliðnum til greptrunar. Til þessa erfiðis er öll sóknin skyldug að þéna, en kirkjan skal standa henni kost á meðan verkið fram geingur, og þá það er svo fullkomið, að þar megi embætta, skal sóknarpresturinn segja mér til, svo sú nýja sóknarkirkja megi með guðs orði, bæn og blessun innvígjast á næsta helgum degi. Sóknin skal og, svo mikið sem mögulegt er, búa um kirkjugarðinn á Strönd, með sóknarprestsins ráði, að hann blási ekki upp af framliðinna beinum, hvar til ekki sýnist óhentugt að þekja hann utan og ofan með undirlögðu grjóti. Sker þessi mín ráðstöfun með Deres Velbaarenheds Hr. amtmannsins vitund og samþykki, og má hér út í eingin forsómun verða. Skálholti d. 3. novembris 1751.
Þórir haustmyrkur nam Selvog. Herforingjaráðskort 1903.
En hér varð sveipur i för Greipar, svo eptirminnilegur, að þuð var líkast því eins og þegar Gizur biskup Einarsson hafði tekið ofan krossinn i Kaldaðarnesi, reið heim í Skálholt, lagðist lostinn sótt og andaðist. Síra Einari varð eptir þetta ekki vært í Selvogi, og flosnaði þar frá prestskap 1753,1) biskupinn lifði rúmlega til jafnleingdar frá því að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, og andaðist nóttina milli 2. og 3. janúar 1753. Illugi prófastur í Hruna lézt einnig sama ár, 1753, og Pingel amtmaður misti embættið sökum ýmsra vanskila 8. maí 1752. Allir þessir menn, er að kirkjuflutningnum stóðu, biðu því annaðhvort hel eða greipilega hremmingu áður sá frestur væri liðinn, er kirkjan skyldi flutt vera.
Minnismerki um Strönd í Selvogi – einnig nefndur „Staður“.
En Selvogskirkja stóð eptir sem áður enn óhögguð á Strandarsandi. Geta má nærri, hvort ýmsum hafi þá ekki þótt fingraför forsjónarinnar auðsæ í þessu, og þótt guð borga fyrir hrafninn. Eptir síra Einar varð prestur Selvagsmanna 1753 Jón Magnússon frá Hvammi, prófasts Magnússonar, bróðursonar Árna prófessors. Síra Jón hafði áður verið prestur að Selbergi, þótti ekki að öllu reglumaður, en sýnist þó hafa verið hygginn og athugull, sem hann átti kyn til. Á meðan biskupslaust var í Skálholti, milli Ólafs biskups og Finns biskups, hefir kirkjuflutningsmálið legið niðri.
Vogsós – herforingjakort 1903.
En 30. júní 1756 skipar Finnur biskup, samkvæmt fyrra biskups úrskurði, að flyt á kirkjuna að Vogsósum, en það þumba bæði sóknarmenn og síra Jón fram af sér; sérstaklega sýnast Austurvogsmenn, í Nes-sókn hinni gömlu, hafa verið flutningnum andvígir. Niðurstaðan varð því sú, að biskup og prófastur höfðu eingin önnur ráð en 1757 að fara að fyrirskipa að gera að kirkjunni þar sem hún stóð, og var það gert 1758 og enn aptur 1763, og svona var því huldið áfram, að aldrei var kirkjan tekin ofan, heldur alt af gert við þá gömlu smátt og smátt, — á meðan svo var að farið, var öruggt um, að kirkjan yrði ekki flutt, — og á þann hátt stóð sama kirkjan á Strönd, sem þar var bygð 1735, í 113 ár, þar til síra Þorsteinn Jónsson (frá Reykjahlíð) tók hana ofan, og reisti nýja kirkju á Strönd „úr tómu timbri“, sem fullgerð var 1848. Þá á datt eingum í hug að færa kirkjuna frá Strönd, enda hafði tilraun síra Jóns Vestmanns um það efni nálægt 1820 strandað á svipuðu skeri og fyrri, trygð og festu Selvogsmanna við að hafa kirkjuna á sínum gamla stað.
Þórarinn Snorrason og Ómar spá og spekulera um fyrirhugaðn uppdrátt af Selvogi.
Strönd með Strandarkirkju er einn af hinum merkilegu stöðum hér á landi; Strönd gamalt höfðingjasetur og höfuðból; kirkjugarðurinn á Strönd legstaður margra stórmenna og nafnfrægra manna; af slíkum mönnum, sem þar eru grafnir, mun almenningur nú bezt kannast við Erlend lögmann, og einkum „fróða Eirík“ Vogsósaprest, sem hvert -mannsbarn í landinu þekkir, og þjóðsögur vorar hafa gert að þessum góða kunnáttumanni, sem öllum verður hlýtt til af sögunum um hann. Forlög og æfintýr kirkjunnar á Strönd eru mikil, enda ber helgi hennar yfir alt. Einginn verður betur við áheitum en hún, og þeir, sem að henni hlynna til gagns og góða, verða hamingjumeiri eptir. Væri öll stórmerki hennar kunn og komin í eitt, mundi sú jarðteiknabók vera ósmá.
Þórarinn Snorrason á Vogsósum.
Trygð Selvogsmanna við kirkju sína og kirkjustað er þeim til hins mesta sóma, Til hins er verra að vita, að uppblásturinn í Selvogi er án efa mjög mikið Selvogsmönnum fyrrum sjálfum að kenna. Menn hafa geingið alveg gegndarlaust í skrokk á öllum kvisti og lyngi og rifið það upp með rótum til eldsneytis. Ein sögn er sú frá Strandarkirkju, að það slys vildi til, þegar síra Þorsteinn Jónsson var að láta gera þar nýja kirkju 1847—48 og fara átti að reisa grindina, að bitar allir reyndust alin of stuttir; höfðu orðið mistök hja smiðnum. Efni var ekkert við höndina í nýja bita. Var prestur því farinn að tygja sig í ferð austur á Eyrarbakka til þess að útvega smíðavið. En áður hann legði af stað, varð honum geingið niður að lítilli sjávarvík skamt frá kirkjunni, en kirkjan á þar sjálf reka; var þar þá að landfesta sig „kantað“ tré. Því var síðan velt undan og flett, og stóð það heima í bitana, og prestur gat hætt við ferðina.
Svo var kirkjan hamingjumikil, að hún bætti sér sjálf skaða sinn — Biskup vor segir áheitin á Strandarkirkju aldrei meiri en nú, jafnvel frá útlöndum.
Selvogur – afhending Minja- og örnefnaskiltisins 2011.
Í jarðabók Árna og Páls 1706, er „lyngrif talið til hlunninda nærri hverri einustu jörð í Selvogi. Það er auðráðin gáta að hverju þau „hlunnindi“ ofnýtt mundu -verða. Það hefir og gert sitt til landspjallanna, þegar höfðingskap tók þar að hnigna, og hætt var að halda við þeim gamla Selvogsgarði, svo að alt varð óvarið, og skepnur gátu geingið eins og logi yfir akur, hvar sem var. Nú kváðu Selvogsmenn hafa gaddavírsgirt mikið af sveitinni, og síðan segja menn að þar grói upp árvöxtum. Hver „veit nema sveitin eigi eptir að ná sér aptur, og Strönd að verða aptur blómlegt býli.
Síra Jón Vestmann hefir ritað 1840 merkilega sóknarlýsingu um Selvog, en í bréfi 23. dec. 1812 til biskups og landstjórnar lýsir hann svo, hvernig þá er þar háttað: „Alt fram undir endalok 16. aldar voru hér, eptir sem næst verður komizt, í Strandarkirkju sókn í Selvogi 42 búendur, sem sést af brag þeim, er Jón Jónsson, þá verandi bóndi hér í Nesi, orti um téðrar sóknar bæi og bændur, en nú eru hér einasta 16 búendur, með prestinum í reiknuðum, og á meðal þeirra 8 bláfátækir öreigar.
Askur í Selvogi.
Fyrir, og alt til, 1770 geingu hér til útróðra 50 skip í Selvogi og Herdísarvík, en nú einungis 6 í báðum stöðunum. Orsökin til þessa er ekki alleina sú, að fiskur hafi lagzt hér frá, allra sízt í Selvogi, heldur ásamt með sá mikli sand-ágangur, sem eptir áður sögðu hefir eyðilagt svo marga bæi sóknarinnar, hefir einnig fylt lendingar með svo mikinn sand, að þær eru of grunnar orðnar, og þess vegna ófærar, þegar nokkurt brim er í sjóinn. Sömu orsakir eru og til þess, að næstum öll selalátur, tilheyrandi lénsjörð prestsins Vogsósa, eru aftekin og full af sandi, svo menn vita ekki eingaug, hvar skerin á milli lagnanna hafa verið. Sandslægjan, sem var sú helzta, er téðri jörð fylgdi, og sem alt fram til 1780 og þar yfir var svo góð, að óvíða þurfti mikið að raka milli flekkja, er nú víða blásin í rotur og jarðleysur, og svo snögg, að rart þykir, ef bezti verkmaður slær þar heykapal í dag, Heiðin, eður hagalandið, sem fyrrum hefir öll verið vaxin grasi, allslags lyngi og víðivið, er nú uppurin og blásin í berg, holt og flög, svo kalla má, að ei sjáist nú meira en menjar einar í fám stöðum til hennar fyrri gæða“.“
Heimild:
-Blanda, 1. bindi 1918-1920, bls. 311-332.
Strandarkirkja. Örnefna- og minjaskilti af Selvogi við kirkjuna.
Tyrkjaránið á Íslandi
Bókin „Tyrkjaránið á Íslandi„, útgefin 1906, fjallar, líkt og titillinn gefur til kynna, um heimildir og sögu Tyrkjaránsins hér á land í byrjun 17. aldar. Hér verður drepið niður í tvo kafla bókarinnar; „Lítill annáll um Tyrkjans herhlaup á Íslandi Anno 1627“ og „Tyrkjaránssaga Björns á Skarðsá„:
„Rán það og manndráp þau, sem tyrkneskir sjóreyfarar frá Algier og Kyle á norðurströnd Suðurálfunnar frömdu hér á landi, í Austfjörðum, Vestmannaeyjum og Grindavík, 1627, og venjulega er nefnt Tyrkjaránið, hefir orðið mönnum minnisstætt á landi hér, og margt verið um það ritað, bæði af þeim, sem herleiddir voru af Tyrkjum og aptur komust hingað til lands, og svo af öðrum. Þó hafa frásagnir þessar og gögn hingað til að eins að litlu verið útgefin, og hvergi verið að þeim að ganga á einum stað, heldur hefir þessara frásagna, kvæða og skjala verið að leita í óvissu á víð og dreif í opinberum handritasöfnum og hjá einstökum mönnum. Og sumt hefir fyrst verið að koma fram nú hin síðustu árin.
Árni Magnússon.
Sá, sem fyrstur safnaði saman öllum frásögnum og skýrslum um Tyrkjaránið, var Árni Magnússon, en það safn hans brann allt hjá honum eins og fleira 17281). Hefir hann þá verið búinn að þrautsafna svo, að þá hafa líklega eingar afskriptir verið eptir á Íslandi af sumum frásögnunum, svo sem af riti Einars Loptssonar úr Vestmannaeyjum og Halldórs Jónssonar úr Grindavík, sem bæði voru til fyrrum, en reynast nú glötuð, eins og margt af skjölum hlýtur að vera liðið undir lok, er snertir þetta efni.
Skarðsbók – Tyrkjaránið.
Um 1830-40 hafði Finnur Magnússon í hyggju að gefa út helztu frásagnir og skýrslur um Tyrkjaránið eptir því sem hann ritar etazráði Engelstoft 8. apr. 1833; hafði Engelstoft þá í áformi að rita eitthvað um þetta efni, en af því varð þó ekki. Aldrei varð og heldur af því að Finnur gæfi út neitt af Tyrkjaránsritunum, enda var þá enn hörgull á afskriptum sumra þeirra í opinberum söfnum, síðan brunann hjá Árna.
Það fyrsta, sem séð verður, að gefið hafi verið út á prent um Tyrkjaránið, er dönsk þýðing af ferðasögu síra Ólafs Egilssonar, prentuð í Kaupmannahöfn 1741 (og önnur útgáfa síðar), en ekki var ferðasaga þessi gefin út á íslenzku fyrri en 1852. Bæði frá þýðingu þessari og útgáfu var lélega gengið.
Annálar Björns frá Skarðsá.
Betur var varndað til útgáfunnar af Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá, sem út kom í Reykjavík 1866. Allar þessar bækur eru nú orðnar ófáanlegar fyrir löngu.
Árið 1899 skrifaði meistari Sigfús Blöndal merka yfirlitsgrein um Tyrkjaránið í tímariti einu dönsku. Annað hefir ekki á prent komið um þetta efni sérstaklega, en bæði er Tyrkjaráns getið í Annálum Björns á Skarðsá, Árbókum Espólíns, Kirkjusögu Finns biskups og enn víðar.
Jón prófastur Haldórsson hefir ritað um Tyrkjaránið í Biskupasögum sínurn og Hirðstjóraannál, sem hvorttveggja er áður prentað ekki alls fyrir löngu. Í Biskupasögunum segir hann svo frá1:
»Um ránið i Vestmannaeyjum í tíð herra Odds biskups. Á hans dögum voru Vestmannaeyjar rændar tvisvar. Í fyrra sinni Anno 1614 af þeim eingelska sjóreyfara Jóni Gentelmann, hver með sínum reyfaraflokki gekk um eyjarnar í hálfan mánuð, sem settu knífa og sverð sín á hálsa og harka þeim íslenzku og stuttar byssur fyrir þeirra brjóst, með spotti og skellihlátri; drápu þó hvorki né særðu nokkurn mann né smánuðu ærlegt kvenfólk, en ræntu og rupluðu öllu, sem þeir vildu nýta, en skemmdu og fordjörfuðu það þeir vildu ekki.
Íslandskort frá 1600.
Þeir tóku burt þá stóru Landakirkjuklukku. En þá Jón kom fram til Einglands var hann tekinn og drepinn með sínum selskap. Bókstafir, sem steyptir stóðu á klukkunni, hermdu frá hverri kirkju á Íslandi hún var tekin; var hún þremur árum síðar send aptur til Vestmannaeyja eptir skipun Jacobs kongs á Einglandi.
Hið síðara ránið gerðu Tyrkjar Anno 1627. Komu þeir fyrst á einu skipi þann 12. júní í Grindavík og rændu þar fé og peningum og XII eða fleiri mönnum, konum og körlum, en skáru og skammarlega særðu suma.
Grindavík – Tyrkjaskipin.
Danska kaupskipið tóku þeir á höfninni með gózi og fólki; kaupmaðurinn gat flúið undan. Þar tóku þeir og annað kaupskip, sem sigla átti upp á Skutulsfjarðareyrarhöfn. Síðan lögðu þeir á tveimur skipum til Bessastaða, hvar Holger Rosenkranz höfuðsmaður hafði búizt til varnar, ef svo mætti kalla, með nokkrum íslenzkum. Þá skotið var á móti þeim, er þeir lögðu inn á Seyluna, kom stanz á ræningjana, sneru við, en þá stóð annað skip þeirra fast á grunni; fluttu þeir þá af því á hitt, þar til flaut út aptur, því logn var og ládeyða; fóru svo burt. Ekkert hrós fékk hirðstjóri af sinni hugdirfsku og framkvæmd í þessu.
Tyrkja Gudda – málverk eftir Jóhannes S. Kjarval.
Á sama sumri komu tvö önnur Tyrkja skip inn á Djúpavog fyrir austan; tóku þessi ræningjar þar danska kaupskipið á höfninni með fólki og gózi, hlupu með hrinum og háhljóðum um bygðina alt í kring að Heydölum, hertóku landsfólkið, en börðu sumt og drápu, ræntu kirkjur á Hálsi og Berufirði og öllu því, er þeir náðu og nýta vildu, en fordjörfuðu hitt, er þeir vildu ekki. Síra Jón Þorvarðsson á Hálsi tóku þeir í sæng hans um nótt og burtfluttu ásamt CX manneskjum öðrum, en drápu IX menn, sem menn vissu og fundu.
Vestmannaeyja – aðkomu ræningjanna.
Þaðan héldu þeir undir Vestmannaeyjar; tóku þeir eingelska duggu; þeir friðkeyptu sig með því að vísa ræningjum uppgöngu á eyjarnar, hvað helzt gerði Þorsteinn nokkur íslenzkur, sem áður hafði verið í eyjunum. Að kvöldi þess 17. júlí lögðu þessir ræningjar sunnan að eyjunum, hlupu þar upp óvanalegan veg CCC vopnaðir menn eður fleiri, skiptu sér í þrjá flokka, hlupu með hrópi og ofsahljóðum um alla bygðina, inn í hverja krá og afkyma, börðu fólkið, konur og karla, börn og gamahnenni, drápu sumt og sundurhjuggu í smátt með alls kyns háðungum, ráku það hópum saman eins og fé í kvíar ofan í Dönskuhúsin, völdu þar úr því þá, sem þeirn leizt bezt á, og fluttu frarn á skip sín. Björg og hamra runnu þeir upp og klifruðu eins og léttfærustu bjargmenn, og gripu fólkið, sem sig hafði falið þar, en skutu niður með byssum það, sem þeir náðu ekki. Sóknarprestinn annan, síra Jón Þosteinsson, með hans konu, börnum og heimafólki, fundu þeir í afviknum stað; fyrrgreindur Þorsteinn þekti hann og sagði; »Síra Jón! Því ertu nú ekki í kirkju þinni?«
Tyrkir í Vestmannaeyjum.
Prestur svaraði:
»Eg hefi verið þar í morgun«; hjó hann þrisvar i höfuðið hvað eptir annað; presturinn befalaði sig og sína sálu guði og dó svo, en konu hans og börn, svo og hinn prestinn, síra Ólaf Egilsson, með hans konu, börnum og fólkinu, börðu þeir og keyrðu í skip. CCXLII manneskjur hertóku þeir, en XXXIV fundust dauðar, fyrir utan þær, sem þeir brenndu þá í Dönskuhúsunum veikar og vanfærar; þeir brendu og Landakirkju upp til ösku, ræntu öllu, sem þá girnti, en fordjörfuðu hitt. Þann 19. júlí sigldu þeir burt fram í Barbaríið með fólkið og allt það ránsfé«.
Í Hirðstjóraannál farast séra Jóni svo orð, og er hann nú heldur skorinorðari um frammistöðu hirðstjórans og Dana á Bessastaðaskanzi:
Bessastaða-Skansinn.
»Anno 1627 kom Rosenkranz höfuðsmaður hingað í öndverðum Junio. Og er hann heyrði ránskap Tyrkjanna í Grindavík, sem byrjaðist þann 12. júní, stefndi hann kaupförunum úr Hafnarfirði og Keflavík til sín í Seyluna, hvar hans sjálfs skip lá, en Hólmsskipið dvaldist inn í Leiruvogum; lét hann þar búast til varnar bæði á sjó og landi; lét (hann) gera virki eður skanz, sumir segja af fiskböggum, — upp á skop, að eg meina, eður þó réttara að segja, að virkið hafi ei gagnast meira en þótt hlaðið hefði verið af fiskaböggum. Var í þeirri virkisnefnu varla rúm fyrir fáeina menn, miklu síður fyrir heilan flokk manna eður varnarlið; voru þangað færðar feltbyssur — ef svo mætti kallast — þær, sem til voru, og þó varla nokkur af þeim til gagns».
Frásögn Björns á Skarðsá
Tyrkjaránið – Málverk eftir flæmska málarann Andries van Eertvelt (1590-1652) af seglskútu frá Algeirsborg í Barbaríinu, eins og Norður-Afríka var þá kölluð. Málverkið er frá sama tíma og svonefnt Tyrkjarán var framið hér á landi.
„Hér segir frá komu Tyrkjanna og þeirra ránum og skemdum í Grindavík.
Þegar liðin voru 1627 ár frá vors herra Jesu Christi fæðingu og sá loflegi herra kóngur Kristján, fjórði þess nafns, stýrði Danmerkur- og Noregsveldi, en hirðstjóri var yfir Íslandi sá herramann Holgeir Rosenkranz, falla til þessi tíðindi, sem eptir fylgir. Og eru það upptök þessara atburða, að suður í heimsálfunni, sem nefnist Africa, hverjum heims þriðjungi, sem og miklum parti austurálfunnar Asiœ, ásamt nokkrum hluta norðvestur heimsins, Europœ, sú nafnfræga þjóð hefir að ráða, sem kallast Tyrkjar, hver óþjóðalýður er ófrægur af illskuverkum og ódáðum, sem kristnu fólki má helzt kunnugt vera, hvert fólk þessi þjóð helzt á sækir, og til sinnar óguðlegrar trúar þvingar, eður og hefir það í æfinlegum þrældómi, nema þeir, sem aptur kunna að kaupast með stóru gjaldi peninga.
Tyrkjaránið – hollensk skip við Barbaríið frá byrjun 17. aldar.
Hafa þessir Tyrkjar við sjávarhafið herskip úti á hverju ári að herja upp á kristindóminn i norðurálfunni og ræna mönnum og fjárhlutum, hvar þeir kunna, sem og að hertaka þau skip, er þeir um sjóinn finna, er sér ætla til kaupskapar, næringar til annarra landa, og þetta er sífeldleg iðja þessara Tyrkja í landsálfum Lijbiœ hinnar ytri, er Harbaria heitir.
Kom til tals með yfirherrunum, hvert til kristinna landa halda skyldi, þar mannránin mætti helzt verða og svo fjárvænur væru. Var nefnd hjá þeim sú ey í norðvestursjónum, sem heitir Ísland; en hinn æðsti yfirmaður Tyrkja sagði það ómögulegt vera, að sækja til Íslands þaðan frá þeim hinn minsta stein, þess síður mannfólk, en annar kvað það vinnanlegt væri, og veðjuðu hér upp á stóru gjaldi, því að þetta mannrán, þá það tekst, fær þeim mikinn ábata, svo að nokkrir segja, að eitt ungbarn fáist selt fyrir 300 dali í þeirra löndum.
Kort frá um 1630 – Kortið er eftirmynd af yfirlitskorti Willems Janszoons Blaeus af vesturströndum Evrópu. Kort Blaeus, sem birtist fyrst 1623 var síðan gefið út endurbætt.
Og nú sem þessi umræða var með yfirherranum og kapteinunum, bar svo við, að á meðal þeirra var einn hertekinn maður danskur, hver lengi hafði hjá þeim verið í þrældómi, þó með sinni kristilegri trú; sá hét Páll. Þessi maður hugfesti það að fá sér fríun og frelsi úr ánauð og þrældómi með því að vísa þeim þangað, er auðveldlegt vera mundi kristnu fólki að ná. Á þessu bryddi hann við Tyrkjana. Það féll þeim vel í geð og lofuðu honum lausn og frelsi. Þessi danski Páll segir þeim, að Íslands innbyggjarar séu ekki vanir hernaði eður bardögum; því mundi lítið fyrir verða það fólk að hertaka; svo og væri sér kunnug sigling til Íslands, því hann hefði opt þangað með dönskum mönnum farið. Hér af mega Íslendingar þekkja sitt manndómsleysi, þar guð hefir þó gefið (þeim) burði og hug til að verja líf sitt, ef vopn til væru.
Tyrkjaránið – hollenskt skip frá fyrri hluta 17. aldar.
Nú strax eptir þessar viðræður bjuggust Tyrkjarnir af stað með mesta hasti til Íslandsferðar, og vilja nokkrir svo segja, að tólf hafi herskipin þaðan lagt, svo ekki skyldi hjá sleppa framkvæmd ránanna, [hvernig sem vor guð hefir því hamlað], að ekki komust hér að landi nema 4 af þeim, sem greina skal. Þessi skip komu í tvennu lagi að landinu og svo einnig af tveimur borgum úr Barbariinu. Og vil eg nú fyrr tala um það eitt skip, sem af þeirri borg var, er Kyle heitir, á hverju skipi nefndir eru þrír yfirmenn; admírállinn hét Amorath Reis, og kapteinarnir Arciph Reis og Beyram Reis. Þessir gerðu minna skaðann og slógu sér hvergi út um byggðina, þar sem þeir í land komu, hverjum vor drottinn náðarsamlega frá stýrði skaðann að gera, sem eftir fylgir.
Járngerðarstaðir fyrrum.
Þann 20. dag júnímánaðar kom sunnan til á Íslandi að því litla sjávarplássi, sem heitir Grindavík, eitt tyrkneskt herskip, og það beitti upp undir landið, þar sem danska kaupskipið lá inni fyrir á höfninni í Járngerðarstaðasundi. Þessir skipsmenn köstuðu þar út streing grunnt um dagmál, létu út bát og sendu til kaupskipsins nokkra menn til njósnar, hvort varnir væru á skipinu, en föluðu af þeim kost; sögðust menn kóngsins af Danmörk, og ættu að veiða hvali og hefðu í hafinu hrakizt í níu vikur.
Járngerðarstaðir – bæir og sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.
Þetta greindu þeir skipherranum í þýzku máli, en hann kvaðst ekki kost til sölu hafa, og svo fór báturinn burtu aptur. Þessu jafnframt sendi kaupmaðurinn Lauriz Bentson átta menn íslenska fram til þess nýkomna skips, að vita hverir þeir væri. Bárður hét sá Teitsson, er fyrir þeim var. Þeir komu á Tyrkjaskipið og fengu ekki aptur þaðan í land að fara. Í þessu sama bili sendi yfirkapteinninn 30 menn á báti, þrívopnaðan hvern, sem voru byssur, skotvopn og korðahnífar. Þeir stungu sköptum niður í bátinn, en létu oddana upp standa; þeir inn tóku strax kaupskipið. Þar var ekki manna þá, nema skipherrann. Þeir fluttu síðan úr því, hvað hafa vildu, og fram í herskipið. Kaupmaðurinn, sem í landi var, sendi strax tvo bátsmenn fram til skipherrans; [þeir voru strax ásamt honum herteknir].
Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.
Síðan fóru víkingar í land og ræntu búðir kaupmannsins, en hann var flúinn [á land upp] og allir þeir Dönsku [með honum] er á landi voru, og höfðu áður falið nokkuð af vöru sinni, því, sem þeir gátu undan komið. Hér næst fóru víkingarnir heim til bæjarins á Járngerðarstöðum, tóku þar Guðrúnu Jónsdóttur, kvinnu Jóns Guðlaugssonar, er þar bjó. Þeir báru hana nauðuga frá bænum, hraklega með farandi, og á veginum kom þar að bróðir hennar, er Filippus hét, og vildi hafa liðsinnt henni. Hann særðu þeir og hörðu, og lá hann þar eptir hálfdauður. Einnig kom þar að litlu síðar annar hennar bróðir, Hjálmar að nafni. Hann var ríðandi. Af honum tóku þeir hestinn, og reiddu hana ofan að sjónum.
Blóðþyrnir í Grindavík – ofan við Kaupmannsvörina. Sú saga hefur varðveist að þyrnir þessi hafi sprottið upp af blóði þeirra Grindvíkinga er drepnir voru í Tyrkjaráninu.
Hjálmar sló þá einn Tyrkjann nokkur högg með járnsvipu, sem hann hafði i hendi, en sá hjó til hans aptur með hnífnum, og svo annar og hinn þriðji, og stungu hann jafnframt, en Hjálmar var vopnlaus og féll hann síðan óvígur. Tyrkjar ræntu fé úr bænum á Járngerðarstöðum, því er þeir vildu.
Þeir tóku Halldór Jónsson bróður Guðrúnar. Hann og aðrir flýðu ekki, því þeir meintu, að ekki mundu mannrán gerast, þótt fjárstuldir mættu verða. Einnig tóku Tyrkjarnir þrjá sonu Guðrúnar: Jón, sem elztur var, skólagenginn, Helga og Héðinn, en hróðir hennar einn, er Jón hét, var einn af þeim átta, er sjálfkrafa fram fóru að finna skipið. Jón Guðlaugsson ráku þeir til strandar með sonum sínum og Halldóri, og var Jón þá orðinn aldraður maður og hafði þá um stund veikur verið, og gáfu þeir hann lausan; féll hann þar í fjörunni, og sögðu Tyrkjar þá ekki um hann varða. Stúlku eina unga tóku þeir með Guðrúnu, og fluttu svo fram til skips þessa menn alla.
Tyrkjaránið – skip undan Grindavík.
Á þessum sama degi sigldi fyrir framan Grindavík til vesturs eitt hafskip. Það gintu Tyrkjar að sér með flaggi eður merki dönsku, er þeir upp festu. Þeir hertóku síðan það skip, sem var kaupfar, er sigla skyldi á Vestfjörðu. Kaupmaður á því hét Hans Ólafsson. Þetta fólk var alt rekið ofan í skip, íslenzt og danskt, og sett í hálsjárn með hlekkjafestum, og voru hverjar festar fjögurra manna byrði. Í þessum járnum sat fólkið optast á allri þeirri Tyrkjanna reisu.
Áðurnefndum Bárði Teitssyni með öðrum manni, er Þorsteinn hét Pétursson, gaf admirállinn Amorath Reis hurtfararleyfi. Þeir náðu bát sínum og fóru til lands. Eptir þetta héldu þessir ræningjar burt frá Grindavík, [sem betur fór].
Grindavíkurhöfn fyrrum.
Þeir tyrknesku hermenn, sem ræntu í Grindavík, héldu samflota skipum sínum fyrir Reykjanes, og gerðu ráð sín að taka skip það, sem lá í Hafnarfirði. Nú sem Holgeir Rosenkranz, hirðstjóri yfir Íslandi, er þá var á kóngsgarðinum Bessastöðum, og hafði kaupskip þar nærri, þó varnarlítið — hver höfn að nefnist Seila —, spurði Tyrkja ránin manna og fjár í Grindavík, sendi hann til kaupmannanna í Keflavík og Hafnarfirði, bjóðandi þeim, að þeir legði inn þangað sínum skipum með hasti, hvað yfirmenn skipanna jafnskjótt gerðu, og urðu þá þar í Seilunni þrjú hafskip til samans, en það danska skipið, sem lá [inn við kaupstaðinn Hólm, lagði inn á Leirur] sem grynnst í Leiruvogs skjóli nokkurt.
Bessastaðir – fallstykki frá Skansinum í kjallara Bessastaðastofu.
Þá bjóst hirðstjórinn við á landi í Seilunni og svo á skipunum, hvað þeir gátu, ef víkingarnir þar koma kynnu. Var til búið virki, og þó af torfi, við sjóinn, og þar á settar byssur þær, er þar til voru. Þá voru á suðurferð menn af norðurlandinu, einkum þeir, sem sýslur höfðu, og komnir voru lil Bessastaða, og fóru þeir til virkisins með þeim Dönsku til varnar. Þar var Jón frá Reynistað Sigurðarson, er lögmaður hafði verið. Einnig var þar síra Þorlákur Skúlason, skólameistari frá Hólum, er kjörinn var til biskups á þessu ári. Þar voru og einnig þeir bræður, Þorbergur og Sigurður Hrólfssynir, er sýslu höfðu í Þingeyjarþingi. Þessir voru allir með sínum mönnum í virkinu.
Skansinn á Bessastaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.
Sem nú Tyrkjaskipin voru komin vestur og inn fyrir Garðinn, sigldu þeir inn um og sáu kaupskipin |á burt og komin inn] á Seiluhöfnina, og þar voru þrjú skip á einum stað. Glöddust þeir næsta, og þá sagði admírallinn, að svo framt hann kæmist inn á höfnina, þá skyldi þau þrjú skip öll í hans valdi og eign vera, og svo héldu þeir inn fyrir Álptanes réttleiðis að Seilunni.
Það var hinn næsta dag fyrir Jónsmessu móti kveldi. Skutu þá Tyrkjarnir af nokkrum byssum að boða ófrið og svo hinir Dönsku á móti. Um þenna tíma var uggur og ótti á fólki um Suðurnesin, fluttar kvinnur, börn, fé og búsmali til selja og upp um hraun til fjalla. Nú sem víkingarnir héldu beinleiðis inn að höfninni, og herskipið tyrkneska undan, bar svo til fyrir guðs mildi verk, er hindraði þeirra skaðlega ásetning, að skipið renndi í sundinu framan upp á flúð nokkra og stóð svo. Þar voru á allir fangarnir danskir og íslenzkir og voru þeir um nóttina varðveittir, en á Jónsmessumorgun sem var sunnudagur, voru þeir leystir úr járnunum og upp á þilfar leiddir, þrír hverir í einu, síðan tekin mjó lóðarfæri og bundnar sérhvers hendur aptur á bak um bera úlfliði.
Tyrkjaránið – fangarnir fengu óvægna meðferð.
Þá meintu bandingjarnir, að þeim mundi eiga fyrir borð að kasta, og biðu svo, en það var ekki, heldur var bundinn kaðall um hvern, og látnir síga fyrir borð í bátinn og fluttir á hið danska vestanskipið, þar upp dregnir og bönd af skorin, ofan í skipið hneptir og í járn settir sem fyrr. Hér eptir ruddu þeir upp barlest og út úr skipinu |og fleira öðru það fánýtt þótti, svo það mætti flotast af skerinu. Þann næsta dag eptir Jónsmessu losaðist skipið af flúðinni, og sigldu víkingarnir þá nokkuð burt frá landinu þessum tveimur skipum og [skiptu þá aptur gózinu sem henta þótti]; voru þá með öllu frá horfnir inn aptur að Seilunni að leggja, hvað þó með fyrsta var þeirra harðlegur ásetningur, hirðstjóranum að ná [ásamt kaupskipunum, einnig síðan stela og ræna, hvað þeir gætu yfir komizt.
Skansinn og Seylan – kort.
Ámæli stórt fengu Danir af því, að þeir lögðu ekki að víkingunum, meðan Tyrkjaskipið stóð á skerinu [og þeir vömluðu með gózið og mennina milli skipanna, því vitanlegt mátti vera, að skipið hefði gilt, hefði þeir fallstykkjum að því hleypt, meðan á klettinum slóð, hvað Íslendingar höfðu þó til orða haft.
Eptir þetta svo framkvæmt sigldu þessir ránsmenn vestur fyrir Snæfellsjökul og höfðu í ráðslagi að halda á Vestfjörðu og þar að ræna. Fundu þeir þar tvær eingelskar duggur, hverra skipsmenn Tyrkjum sögðu, að fjögur orlogsskip þess einelska kóngs lægju fyrir Vestfjörðum.
Skansinn við Bessastaði. Seylan framundan.
Við það urðu víkingarnir mjög felmtsfullir og sigldu vestur i haf í [fjögur dægur], sem af tók, svo þeir skyldu þess síður verða á slóðum þeirra eingelsku stríðsskipa. Þar eptir lögðu þeir til útsuðurs og hið beinasta heimleiðis.
Nokkrum sinnum voru þeir kristnu lausir látnir á reisunni, þó manna munur á því gerður; en altíð, þegar þeir öldrykkjur höfðu, voru þeir fjötraðir. Einn blíðan veðurdag var það, að þeir voru lausir Íslendingar, Haldór og Jón, hans systurson. Sat Jón á kaðli fram undir gallioni, en einn hollenskur bátsmaður gaf þann kaðal lausan, svo Jón datt útbyrðis ofan í sjó. Síðan heyrðist kall hans á skipið, og var hann óskaddaður upp dreginn fyrir sérlega guðs hjálp, – þannig bevarar drottinn sína, sem á hann vona.
Úr því á leið framsiglinguna, liðu fangarnir mikið hungur, svo að hver einn íslenzkur fékk eigi meira mat á dag en hálfa brauðköku danska, og hálfan bjórkút tíu menn á dag til drykkjar. Nú sem liðnar voru sex vikur frá því ránin skeðu, komu þeir undir Tyrkjanna veldi í Barbaría, mitt undir þá höfn, er kjósa vildu, nær liggjandi þeirra höfuðhorg Tyrkjanna, er Kyle heitir, 700-mílur vegar frá Íslandi, einn mánudag, sem var 30. júlí, og þar lágu þeir tvo daga úti fyrir, sakir þess að brim var furðumikið, álíka og alltíðum við Ísland. Og eingir landsmenn komu þá út til þeirra.
Tyrkjaránið – admíráll í Barbaríinu á skipi þess tíma.
Eptir liðna þá daga komu landsmenn fram og vildu ránsmenn þá á höfnina leggja. Voru þá fangarnir aptur á skipið færðir ofan í barlest, og sátu þar í járnum, meðan hafnast skyldi, og þar voru tveir Tyrkjar til gæslu. Admírallinn sjálfur stóð á þilfarinu, og hann átti einungis að hafa forsögn og annar enginn orð að mæla, meðan sundið tækist á höfnina. En sem skipið hafnaðist, skutu þeir af tólf fallhyssum sér til virðingar og fagnaðar frama. Þar næst var blásið í trompet og belgpípur; hrósuðu svo sigri sínum; komu síðan landshöfðingjarnir og vinir þeirra, hverir með þeim samglöddust, er þeir sáu herfang þeirra. Þar eptir voru þeir kristnu fangarnir á land látnir 2. dag ágústsmánaðar og reknir upp á kastala borgarinnar Kyle, að frá tekinni Guðrúnu Jónsdóttur og hennar yngsta syni og [lítilli stúlku, er Guðrún hét Rafnsdóltir], þar í eitt hús látnir og einn heimilis-Tyrki settur til gæzlu. Þar voru þeir í þrjár nætur. Brauð var þeim fært að eta, en vatn sóttu þeir sér sjálfir með geymslu-Tyrkjans leyfi, og fékk hann þá aðra Tyrkja að fylgja þeim altíð, er slíks þurfti við.
Tyrkjaránið – Aleirsborg á 17. öld.
Margt landsfólk kom þangað í húsið til fanganna, kristnir menn til að gleðja þá og hugga, en Tyrkjar til að skoða þá og spotta. Þar eptir voru þeir leiddir út á kauptorg staðarins, og til settir menn að bjóða þá fram til sölu sem önnur ferfætt kvikindi, og þessir gengu um strætin með óhljóðum og miklu kalli, [svo sölu orðin]: þrœldóms-bandingjar. Þeim var fyrir sett að ganga berhöfðuðum eptir kallaranum til merkis, það þeir kristnir væru. Þessi gangur, kall og uppboð gekk um strætið, þar til sérhver einn var seldur, og fór svo hver einn af þessum raunamönnum til sinna yfirmanna undir þrældóms-ánauðarok, eptir sem gamalt mál fyrri manna hljóðar, að þvílíkir herteknir menn nefnast ánauðugir, ánauðarmenn eða nauðokar.
Tyrkir voru ljótir andskotar.
Þessi áður sögðu skip höfðu feingið ofurmikinn storm í heimsiglingunni og sleit í sundur í hafinu, og kom Tyrkjaherskipið þremur dögum seinna en það danska kaupskipið, og hét kapteinninn, sem á því var, Beiram Reis, hver einn var af þeim þremur kapteinum, sem í Grindavík komu. Þessi eignaðist Halldór Jónsson til þrældómsvinnu, þá er hann kom, þótt hann væri af öðrum Tyrkja áður keyptur. Hjá honum var Halldór þann tíma, hann var úti í Barbaría. Halldór var angurlaus látinn. Sömuleiðis má lesa þar um Guðrúnu, hans systur, hennar þarveru, og hvernig þau voru þaðan keypt af hollenzkum manni, komu svo til Kaupinhafnar, þáðu þar miklar velgerðir og gjafir, fluttust svo hingað til Íslands á kaupmannafari ári síðar 1628.
Tyrkjaránið – Sjóræningjarnir eignuðust nokkur börn með hinum herteknu Íslendingum, sem segir nokkuð til um meðferðina.
Sjötti og síðasti partur þessa máls er um bréf Jóns Jónssonar, hingað send úr Barbaríenu, hvernig þar til gengur, og um útlausn nokkurra íslenzkra þaðan:
Anno 1633 í hvítadögum skrifar Jón, sonur Jóns Guðlaugssonar, sem tekinn var í Grindavík með Guðrúnu Jónsdóttur, móður sinni, hingað til lands bréf foreldrum. Það kom ári seinna. Það bréf var merkilega samsett: af stórum trúarinnar krapti nákvæmlega beðið fyrir hans foreldrum, vinum og vandamönnum, herrum hér andlegum og veraldlegum, kennivaldinu og almúganum, óskandi af öllum fyrir sér að hiðja og því hertekna auma fólki. Segist hann vera og sinn bróðir Helgi fyrir guðs náð í meinleysi og góðri heilsu [með sömu húshændum] í sama stað, borginni Artel [[eður Alger í Barberíinu Barharorum í landsálfu Lybiæ hinnar ytri [í Africa].
Tyrkjaránið – veggmynd við Grindavíkurkirkju.
Segir hann þar nagg og narrari á þrælunum og háðungaryrði, þau sem ekki síður svíði, sem sárið eldist, og það sé bezt að yfirvinna með góðu, því það sé eigi vondur djöfull, sem saunleikann þoli. Menn sé þar ekki í dispiitazíu-stað, því ef þeir geti ekki forsvarað sitt rmál og þyki þeim fyrir, að ein klausa yfírvinni þá, þá sé að hlaupa til kaðla og keyra, báls og brenniviðar. Það halda þeir þægt verk guði þann af dögum ráða, sem rétt talar og forsvarar hið góða. Þetta viti nú sínir Íslendingar, og óskar hann, að Tyrkjar skuli fara eptir því sem hann trúi, og fái laun eptir því, sem þeir geri, því þeir sé óvinir krossins Christi og geri kristnum mönnum og þeirra æfilok sé fordæmingin og nema svo hefði verið, að guð hefði af oss borið eldlegar pílur djöfulsins, þá hefði þessir morðingjar fyrir ári eður tveimur, já, árlega síðan, hingað til Íslands farið skaða og skemdarverk að gera; hafi guð hamlað þeirra ásetningi í sérhvert sinn mjög furðanlega og mildilega, og ef guð hindraði þá ekki, þá mundu þeir ganga yfir lönd og lýði; þeir skuli sækja mjög eptir því íslenzka fólki og hafi við leitast stundum með þrjú skip, líka fjögur skip á þeim umliðna mánuði Maio.
Segir hann, þeir sig saman tekið hafi á sex skipum, en það hafi hindrazt, hví kapteinarnir hafi allir þurft í stríð að fara. Þeir Tyrkjar segja, að það íslenzka fólk sé betra en annað fólk, strákskaparlaust, hlýðið og trúfast við sína húsbændur. Þar fyrir hafa þessir kapteinar ráðslagað að taka ekki annað en ungmenni um tvítugsaldur, hvers blóðs og sálna mest þyrstastur verið hafi sá bannsettur eiturdreki Morath Fleming, hvers minning sé í helvíti.“
Eldvörp – „Tyrkja“byrgi.
Af framangreindri lýsingu, þ.e. „Síðan fóru víkingar í land og ræntu búðir kaupmannsins, en hann var flúinn [á land upp] og allir þeir Dönsku [með honum] er á landi voru, og höfðu áður falið nokkuð af vöru sinni, því, sem þeir gátu undan komið„, mætti ætla, án nokkurrar sönnunar, að felustaður hinna dönsku hafi verið byrgin í Sundvörðuhrauni, er síðar týndust, en fundust á ný um 1820. Mikil dulúð hefur hvílt yfir tilgangi byrgjanna alla tíð síðan. Lengi vel var álitið að þarna væru felubyrgi, sem Grindvíkingar ætluðu að flýja í ef Tyrkirnir kæmu aftur (sem verður að teljast ósennilegt) og einnig hefur verið talið að um væri að ræða felustaði Grindvíkinga á fiskundanskoti vegna nauðþurfta í harðindaárum fyrr á öldum. Fyrstnefnda skýringin er ekki ólíklegri en aðrar.
Heimild:
-Tyrkjaránið á Íslandi, Sögufélagið gaf út, Reykjavík 1906, bls. 223-233 og 289-290. Lítill annáll um Tyrkjans herhlaup á Íslandi Anno 1627, bls. 1—5. V. Tyrkjaránssaga Björns á Skarðsá, samin 1643, bls. 204—299.
„Tyrkjabyrgin“ í Sundvörðuhrauni ofan Grindavíkur.
Írafellssel
Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir um Írafell: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi á Svínadal.“ „Í Svínadal eru þessi örnefni: Harðivöllur heimastur að Rauðhúfugili (djúpt jarðfallsgil). Þá Selflatir og Selgil. (Þar var haft í seli áður fyrr),“ segir í örnefnaskrá.
Írafellssel II – uppdráttur ÓSÁ.
Selið er ofarlega á smáþýfðri, grösugri og mosavaxinni tungu milli tveggja gilja sem hallar mót vestri. Svínadalur er víður og mjög grasgefinn en gróðurlausir melar eru sumsstaðar við árbakkann og gróðurlítið er í skriðum úr sumum gljúfrum.
Þrjár tóftir eru í selinu á svæði sem er alls um 48 x 16 m stórt og snýr A-V. Neðst á svæðinu og vestast er grænn og grösugur, stórþýfður hóll, um 20 x 15 m að stærð og snýr norður-suður. Á honum efst er hægt að greina einfalda tóft (A). Um 30 m þar ofan við til ASA er tvískipt tóft (B) á barmi gils sem lítill lækur rennur eftir. Í kringum hana er harðlent og slétt. Enn ofar, þar sem gilið mjókkar, um 10 m ASA við (B) er einföld lítil tóft (C) við stórt svart bjarg.
Írafellssel – uppdráttur í fornleifaskráningu.
Tóft A er um 5,5 x 3 m stór. Hún snýr norður-suður og er inngangur inn í hana í norðvesturhorni. Ekki er hægt að greina önnur greinileg hólf eða aðrar tóftir á hólnum en þó virðist lítið hólf framan við tóftina til vesturs, er um 1,5 x 1 m að innanmáli. Tóft B er 6 x 5,5 m og liggur austur-vestur.
Hún skiptist í 2 hólf og er það vestara að innanmáli 1,5 x 1 m og það austara um 2 x 1 m. Inngangur í tóftina er í norðvesturhorni. Þaðan er op til suðurs inn í vestara hólfið og til austurs í austara hólfið. Tóft C er um 4 x 3 m og snýr austur-vestur.
Grjóthleðsla sést í suðurvegg þessarar tóftar en annars sjást ekki gjóthleðslur í veggjum tóftanna. Tóft C er veigaminnst og líklegt að þar hafi verið aðhald. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m.
Heimild:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Birna Lárusdóttir, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2008, bls. 126.
-Jarðabók Árna og Páls 1705.
Írafell.
Fornar leiðir á Íslandi – Kristborg Þórsdóttir
Þegar forleifaskráningar einstakra svæða eru skoðaðar mætti ætla að forfeður og -mæður hefðu farið í þyrlum frá einum stað til annars því sjaldnast er þar getið um vegi, götur eða leiðir þeirra á millum.
Kristborg Þórsdóttir.
Í grein Kristborgar Þórsdóttur,í riti Fornleifafræðingafélags Íslands árið 2012 má m.a. lesa eftirfarandi um “Fornar leiðir á Íslandi: tillaga að skilgreiningu, flokkun og skráningu“:
„Landslag Íslands er afar fjölbreytt. Það hefur vafalaust mótað Íslendinga og haft mikil áhrif á það hvernig þeir ferðuðust og höfðu samskipti hver við annan. Strax eftir komu manna hingað til lands hafa þeir þurft að sigrast á helstu farartálmunum og finna hentugar leiðir milli sveita og landshluta.
Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur samgöngukerfið verið í stöðugri þróun. Það hefur smám saman þéttst eftir því sem íbúunum fjölgaði og línur skýrst eftir því sem búseta, valdamiðstöðvar og stofnanir festust í sessi.
Reykjanesskagi – fornar leiðir (ÓSÁ).
Þær leiðir sem Íslendingar hafa þrætt í gegnum aldirnar geyma fjölbreytilegar og mikilvægar upplýsingar um heim fortíðar, hvernig fólk hefur sigrast á hindrunum í vegi sínum, hvert farið var og í hvaða tilgangi.
Rannsóknum á fornum leiðum á Íslandi hefur hingað til verið lítið sinnt. Leiðir hafa ekki verið skráðar nægilega markvisst eða skipulega en það má að hluta til rekja til skorts á hentugri aðferðafræði við öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Þetta efni hefur þó ekki verið hundsað með öllu og hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir, bæði af fornleifafræðingum og sagnfræðingum, sem lúta að leiðum og samgöngum fyrri alda.
Reykjanes og Rosmhvalanes – fornar leiðir (ÓSÁ).
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvaða ávinning má hafa af því að skrá leiðir með skipulegum og samræmdum hætti og hvaða rannsóknir er hægt að gera sem byggja á skráningunni. Augljóst er að leiðir á að skrá eins og aðrar fornminjar. Þær eru áhugaverðar í sjálfu sér og jafnréttháar öðrum fornminjum. Það sem leiðir geta sagt okkur um fortíðina er margþætt þar sem þær hafa tengt öll athafnasvæði manna og ættu að endurspegla mikilvægi áfangastaða og breytingar á því. Samgönguminjar á leiðum eru spennandi rannsóknarefni og er hægt að kanna gerð þeirra og aldur.
Varðaðar leiðir til og frá Grindavík frá fyrstu tíð.
Við höfum litla vitneskju um hvernig samgöngumannvirki voru gerð og úr hverju, hverjir stóðu fyrir framkvæmdum við þær og hverjir unnu við þær. Rannsóknir á leiðum geta hjálpað okkur við að finna svör við spurningum á borð við: Hvernig endurspeglar samgöngukerfið völd? Hvert var fólk að fara og til hvers?
Hvernig hafa breytingar á loftslagi og landslagi breytt samgöngukerfinu? Hvernig hefur gerð og viðhald vega og samgöngumannvirkja breyst í gegnum tíðina?
Rannsóknir á samgöngum fyrri alda má byggja á heildstæðu gagnasafni um allar þekktar leiðir og vísbendingar um þær. Slíkt gagnasafn verður ekki til nema með því að taka aðferðir við skráningu fornra leiða til gagngerrar endurskoðunar.
Vegagerð.
Leiðir eru flóknar minjar og ýmsar ástæður eru fyrir því að þær hafa ekki verið skráðar með fullnægjandi hætti. Leið er minjastaður á sama hátt og sel og þingstaður að því leyti að henni tilheyra ýmsar staðbundnar minjar sem geta haft ólík hlutverk og verið ólíkar að gerð. Leið er hins vegar ólík flestum öðrum minjastöðum að því leyti að hún er línuleg og teygir sig oft um mjög langa vegu, yfir margar jarðir, auk þess sem hún er oft illgreinanleg eða ósýnileg á löngum köflum. Um leiðir ættu þó að gilda sömu reglur og um aðra minjastaði. Svo virðist sem í flestum tilfellum séu leiðir ekki skráðar sem minjastaðir, heldur séu staðbundnar samgönguminjar sem eru hluti af tilteknum leiðum skráðar innan hverrar jarðar. Það virðist ekki vera algengt að þessar minjar séu tengdar við skilgreindar leiðir og eru þær því teknar úr samhengi við minjastaðinn – leiðina.
Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða. framundan.
Ekki er vænlegt til árangurs að búta minjar sem ná yfir fleiri en eina jörð niður eftir landamerkjum og hengja þær á jarðirnar sem þær tilheyra því að það gefur ranga mynd af fjölda minja í landinu og slítur þær úr samhengi við aðrar minjar sem þær tengjast. Það á einnig við um minjar sem ná yfir sýslumörk.
Hverskonar staðbundnar minjar eru til vitnis um samgöngur? Fljótt á litið virðast samgönguminjar á Íslandi vera harla fátæklegar; vörður á stangli, óljósar götur og leifar af kláfferju eða gamalli brú. En hvers konar minjar er hægt að telja til samgönguminja? Þær minjar sem tengjast samgöngum á sjó eru fyrst og fremst hafnir, lendingar og siglingamið. Þær minjar sem eru til vitnis um samgöngur á landi eru vörður sem vísa veg, götur, upphlaðnir og ruddir vegir, brýr af öllum gerðum, göngugarðar, ferjustaðir, vöð, traðir og þannig mætti áfram telja.
Varða við gamla Þingvallaveginn – með vegvísi til norðurs.
Þetta eru ekki svo fáir minjaflokkar þegar nánar er að gáð. Það sem gerir það að verkum að samgönguminjar virðast vera fátæklegar er að þær eru sjaldan mjög sýnilegar, þær eru brotakenndar og strjálar. Sumar þessara minja eru ekki mannvirki (t.d. götur, vöð og ferjustaðir) og getur það gert skráningarmönnum erfitt fyrir þar sem oft sést lítið til slíkra minja.
Fornleifar eru oft óhlutbundnar í þeim skilningi að engin mannaverk eru sýnileg á þeim. Slíkar fornleifar eru staðir sem hafa menningarlega tengingu vegna þess að þar hafa átt sér stað ákveðnir atburðir, endurteknar athafnir, þar hafa ákveðin verk verið unnin eða þeim fylgir trú eða sögn.
Aðrar minjar sem tengjast samgöngukerfinu og geta gefið vísbendingar um ferðalög og legu leiða verða hér einnig taldar til samgönguminja.
Hvað er leið?
Fornasels og Gjáselsstígur.
Forsenda þess að hægt sé að fjalla um fornar leiðir og skráningu þeirra á marktækan hátt er að hafa skýra skilgreiningu á því hvað fyrirbærið leið er og hvaða leiðir teljast til fornleifa. Í víðasta skilningi er það leið sem farin er milli tveggja staða þó hún sé ekki farin nema af einum manni í eitt skipti.
Leiðir sem skráðar eru sem fornleifar þurfa þó að uppfylla fleiri skilyrði. Hlutverkið leið er í leiðbeiningum um fornleifaskráningu skilgreint þannig: Leið er hverskyns skilgreinanleg leið milli tveggja staða sem farin var að jafnaði.
Lykilhugtök í þessari skilgreiningu eru skilgreinanleg leið, milli tveggja staða, farin að jafnaði. Hlutverkið leið sem þessi skilgreining á við er oftast notað þar sem tegund er annaðhvort heimild eða gata/vegur, þ.e. þar sem sýnileg ummerki um umferð hafa myndast eða verið gerð af mönnum og gefa til kynna að leið hafi verið farin reglulega um nokkurt skeið.
Stakkavíkurselsstígur á brún Stakkavíkurfjalls.
Leið þarf að vera skilgreind sem slík af einhverjum og þarf þá að vera heimild um slíkt, munnleg, rituð eða á korti. Leiðin þarf að liggja milli tveggja staða og tengja þá. Leið getur varla talist fornleif nema hún sé farin oftar en einu sinni; að það hafi verið venjan að fara tiltekna leið þegar farið var milli staðanna sem hún tengir hvort sem það hafi verið oft eða sjaldan, af mörgum eða fáum. Orðalagið að jafnaði er helst til loðið en verður látið duga enn um sinn.
Þær leiðir sem talist geta til fornleifa eru leiðir sem farnar voru fótgangandi og ríðandi fyrir tíð bílsins og mannvirkja tengdum honum. Þessi mörk geta verið óskýr þar sem fyrstu bílvegirnir voru oft á lítið breyttum leiðum sem áfram voru farnar á gamla mátann eftir komu fyrstu bílanna.
Leiðir þurfa ekki að vera sýnilegar og þær þurfa ekki að hafa verið farnar oft til að geta talist til fornleifa.
Selvogsgata undir Setbergshlíð.
Til þess að hægt sé að skrá fornar leiðir þarf samt eitthvað að gefa vísbendingu um þær. Vísbendingarnar geta verið ýmist á kortum, í rituðum eða munnlegum heimildum, sýnilegar slóðir eða mannvirki á leiðunum. Ef leiðar er getið í heimildum á þann hátt að legu hennar er lýst, staðirnir sem hún tengir eru nefndir eða nafns hennar er getið, er um skilgreinda leið að ræða sem telja ætti til fornleifa.
Þegar það sem hér hefur verið sagt er dregið saman er niðurstaðan sú að leiðir sem talist geta fornleifar eru leiðir sem farnar voru að jafnaði af ríðandi og fótgangandi fólki fyrir tíð bílsins og a) eru skilgreindar sem slíkar í heimildum eða af heimildamanni þannig að þeirra er getið með nafni, legu þeirra er lýst eða staðir nefndir sem leiðirnar tengja eða b) er hægt að skilgreina sem slíkar út frá sannfærandi minjum og staðháttum.
Hvernig eru leiðir ólíkar öðrum fornleifum?
Gamli Krýsuvíkurvegur – Méltunnuklif.
Leiðir eru samkvæmt ofansögðu að miklu leyti huglæg fyrirbæri. Miðað við hversu víða leiðir liggja er mjög lítill hluti þeirra manngerður. Það sem greinir leiðir frá mörgum öðrum fornleifum er að innan þeirra eru minjar – minjar sem tilheyra leiðinni, minjar innan minjanna. Hægt er að segja að leiðir eigi þetta sameiginlegt með t.d. seljum og bæjarhólum en þeir minjastaðir eru mjög afmarkaðir í rúmi og auðveldara að sjá þá í samhengi.
Leiðir geta hins vegar teygt sig um langan veg og erfitt er að hafa yfirsýn yfir leiðir í heild ef þær eru ógreinilegar og flóknar.
Flokkun leiða
Fornagata í Selvogi.
Gagnlegt er að skoða orðanotkun um samgöngur í gömlum heimildum til þess að átta sig á skilningi þeirra sem á undan hafa farið á leiðum og flokkun þeirra.
Líklegt er að orðið gata hafi verið notað um slóðir og troðninga sem myndast hafa milli bæja fyrst eftir landnám Íslands. Þetta orð hafði mjög almenna merkingu, það gat táknað troðninga eftir skepnur, en það var einnig notað um slóðir og stíga sem urðu til af umferð manna í samsetningum á borð við alþýðugata, almenningsgata, reiðgata o.s.frv. Á þjóðveldistímanum virðist orðið braut vera notað um rudda eða hlaðna vegi, sbr. þjóðbraut og akbraut en einnig í örnefnum á borð við Brautarholt. Orðið vegur er hins vegar ekki mikið notað um götur fyrr en í Jónsbók en til forna hefur það oftast verið notað í almennri merkingu; koma um langan veg, vegalengd. Orðið leið er að sama skapi notað í almennri merkingu; fara sína leið.
Alfaraleið um Draugadali.
Snemma hefur verið farið að gera greinarmun á leiðum sem voru fjölfarnar og almennar og þeim sem sjaldnar voru farnar. Fyrrnefndu leiðirnar voru kallaðar þjóðleiðir í merkingunni alfaraleið. Einnig voru höfð um alfaraleiðir orðin þjóðbraut, þjóðgata, þjóðvegur eða almannavegur. Þessi orðnotkun hefur haldist óbreytt og hafa þessi orð lengi verið notuð um helstu vegi innan héraða og milli þeirra.
Skipsstígur – endurbættur skv. „nútíma“ kröfum.
Í Jónsbók (2004) er kveðið á um það hvernig þjóðgata eigi að vera en hún átti að vera 5 álna breið (um 3 m) og vera þar sem hún hafði verið að fornu fari. Með réttarbót Eiríks Magnússonar frá 1294 varð það hlutverk lögmanna og sýslumanna að ákveða hvar almannavegur var mestur (þjóðgata) og áttu bændur að vinna við að gera þær leiðir færar.
Flokkun leiða í lögum á 18. og 19. öld
Af heimildum að dæma virðist lítið hafa farið fyrir opinberum afskiptum af samgöngumálum á Íslandi fyrr en seint á 18. öld er svokölluð Landsnefnd sem skipuð var af Danakonungi árið 1770 lagði grunninn að tilskipun um samgöngur sem var gefin út af konungi árið 1776.
Skipsstígur – vagnvegurinn.
Í þessari tilskipun er vegum skipt í byggðavegi og fjallvegi (Lovsamling for Island IV, 1854). Mönnum var skylt að vinna við vegabætur án kaups og var vinnukvöðin mjög misjöfn eftir því hversu mikil umferð var á hverjum stað (Lovsamling for Island IV, 1854). C.E. Bardenfleth stiftamtmaður flutti frumvarp um vegabætur árið 1839 þar sem hann leggur til að vegir skuli flokkaðir í þjóðbrautir (lestavegi) og aukavegi (stigu). Einn þjóðvegur (þjóðbraut) átti að vera um hverja sýslu og áttu allir sýslubúar að vinna við þjóðvegi.
Breiðagerði – gamli vagnvegurinn (Almenningsvegurinn) að Knarrarnesi. Í fornleifaskráningu er vegagerðin skráð sem „garður“?
Þetta fyrirkomulag átti að jafna vinnukvöð manna óháð því hvar þeir voru í sveit settir (Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík árin 1839 og 1841). Skipting Bardenfleths í þjóðvegi og aukavegi var tekin upp í tilskipun um vegi 15. mars 1861. Þjóðvegur var skilgreindur sem leið sem íbúar eins eða fleiri héraða fóru um í kaupstað, fiskiver eða annan samkomustað manna. Einnig áttu alfaravegir milli sýslna (þó ekki væru fjölfarnir) og almennir póstvegir að teljast þjóðvegir (Lovsamling for Island VIII, 1854). Í kjölfar vega tilskipunarinnar frá 1861 urðu fjallvegir að mestu útundan þar sem ekki var gerður greinarmunur á þeim og vegum í byggð og minni ástæða þótti að gera bætur á þeim en byggðavegum (Alþingistíðindi II 1875).
Bollastaðir í Kjós – atvinnubótavegabútur án áframhalds.
Í stað vinnukvaðar við þjóðvegi greiddu menn nú þjóðvegagjald og vinnu við þjóðvegi átti að bjóða út (Lovsamling for Island VIII, 1854). Við það að vinnukvöðinni var aflétt við þjóðvegi varð ákveðin tilhneiging í þá átt að fleiri vegir væru flokkaðir með þjóðvegum en áður þar sem kostnaður við þá var greiddur af almannafé en áfram var vinnukvöð á aukavegum (Alþingistíðindi II 1875).
Áfram var skilgreiningum á leiðum breytt og því hver skyldi standa straum af kostnaði við vegaframkvæmdir. Með lögum frá 1875 var vegum skipt í fjall- og byggðavegi og þeim síðarnefndu í sýsluvegi og hreppavegi. Sýsluvegir hétu þeir vegir sem lágu milli sýslna og voru í það minnsta hálf þingmannaleið. Einn sýsluvegur átti að vera um hverja sýslu og ef sýslur voru víðlendar skyldu þeir jafnvel vera tveir.
Svínaskarðsvegur.
Fjallvegir töldust þeir vegir sem lágu milli landsfjórðunga eða sýslna og voru þingmannleið eða lengri. Kostnað við fjallvegi greiddi Landssjóður en vinna við alla byggðavegi var nú greidd af almannafé og síðar einnig með framlögum frá Landssjóði (Alþingistíðindi II 1875, 1875-1876). Í aðalatriðum hélst þessi skipting næstu árin og fram á 20. öld en með lögum 1894 var vegum skipt í fjallvegi, flutningabrautir (helstu vöruflutningaleiðir héraða), þjóðvegi (aðalpóstleiðir), sýsluvegi og hreppsvegi (Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1894 A, 1874).
Stöðugar endurskilgreiningar á leiðum og endurmat á mikilvægi þeirra orsakaðist af því að mikill kostnaður fór í vegabætur og vegagerð og vanda þurfti valið á þeim leiðum sem úthlutun fengu úr sjóðum.
Orðanotkun um leiðir í Sýslu- og sóknalýsingum
Alfaraleiðin millum Hafnarfjarðar og Voga.
Í Sýslu- og sóknalýsingum Hins íslenzka bókmenntafélags sem safnað var á árunum 1839-1873 er spurt um samgöngur í sýslum og sóknum landsins. Var spurningin um samgöngur í sóknum á þessa leið: Hvar liggja alfaravegir um sóknina og úr henni í aðrar sóknir á alla vegu (fjallvegalengd eftir ágizkun)? – Vegabætur: ruðningar, brýr, vörður, sæluhús o.s.frv.? – Torfærur: hvernig þeim sé varið, og hvort úr þeim verður bætt (áfangastaðir á fjallvegum)? Hverjir bæir standa næstir fjallvegum báðum megin?
Svipuð spurning um alfaravegi í sýslum og úr þeim í aðrar var lögð fyrir sýslumenn. Hér er orðið alfaravegur notað og mun það hafa verið almennt hugtak um leið sem farin var af mörgum. Líklegt er að það nái að minnsta kosti yfir þær leiðir sem flokkaðar eru til þjóðvega í tilskipun um vegi frá 1861 enda er það nokkuð víð skilgreining.
Almenninsgvegurinn um Vatnsleysuströnd.
Lausleg athugun á hugtakanotkun um vegi í sóknalýsingum nokkurra sýslna leiddi í ljós að flestir tala um alfaravegi (enda spurt um þá) eða almannavegi og leggja þá oft að jöfnu við þjóðvegi. Aðrir gera greinarmun á alfaravegi og þjóðvegi en það kann að vera af því að frá 1861 eru í gildi lög þar sem skýrt er kveðið á um hvaða vegir skuli kallast þjóðvegir. Á a.m.k. einum stað (Lýsing Árnessóknar, 1952) er dregið í efa að leið sem farin er af fáum öðrum en sóknarmönnum geti kallast alfaravegur.
Það virðist því hafa verið svipaður skilningur milli manna á hugtakinu alfaravegur – að það hafi verið fjölfarin og almenn leið íbúa eins eða fleiri héraða.“
Framangreind skrif eru ágætt innlegg í umræðuna um mikilvægi samgangna fyrrum sem og varðveislu þeirra sem fornminja til framtíðar.
Heimild:
–Kristborg Þórsdóttir. “Fornar leiðir á Íslandi: tillaga að skilgreiningu, flokkun og skráningu, rit Fornleifafræðingafélags Íslands 2012, bls. 34- 47.
Reykjanesskagi – fornar leiðir.
Samgönguminjar eru líka minjar
„Frá örófi alda gengu menn að mestu þangað sem þeir þurftu að fara, það má því segja að tveir jafnfljótir hafi verið fyrsta samgöngutæki mannkynsins. Svo var farið að nýta hesta og önnur dýr til að bera menn á milli staða og loks komu annarskonar samgöngutæki, svo sem hestvagnar og bílar komu enn síðar.
Fornagata í Selvogi – hluti leiðar.
Eitt af sérkennum samgangna á Íslandi er að það urðu almennt ekki til vegir sem gátu annað umferð vagna fyrr en fyrir rúmri öld síðan. Á meðan að góðir, vagnfærir vegir voru í nánast öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við, voru hér troðningar sem eingöngu voru færir gangandi og ríðandi umferð.
Vegir sem hlykkjuðust á milli hrauntraða eða þræddu sig eftir þægilegustu leiðinni á milli bæja. Stærri flutningar, sem ekki var hægt að flytja á hestbaki, fóru nánast alfarið fram á sjó.
Fyrsti grunnur að skipulagðri vegagerð á Íslandi varð til með tilskipun árið 1861. Það var svo árið 1904 sem fyrst var hafist handa við að leggja það sem kallast gæti akvegur til Suðurnesja, en það var ekki fyrr en árið 1912 sem Suðurnesjavegurinn var tilbúinn og hægt var að fara með hestvagn frá Reykjavík til Keflavíkur.
Almenningsvegur – Eiríksvegur ofan Vatnsleysu. Fyrsti vagnvegurinn milli Hafnarfjarðar og Voga.
Ári síðar tókst að koma bíl eftir þeim vegi í fyrsta sinn. Allt fram að því voru ekki vagnfærir vegir sem heitið gat á milli byggðarlaga á Íslandi þrátt fyrir rúmlega þúsund ára búsetu.
Út um allar jarðir má finna gamlar götur sem lágu um langan eða skamman veg, sumar voru á milli húsa og til nausta og selja, meðan aðrar lágu á milli landshluta. Á Reykjanesskaganum er margar slíkar götur að finna, en þar liggur ein megingata, í daglegu tali kölluð almenningsvegurinn, meðfram sjónum að norðanverðu og Krýsuvíkurleiðin að sunnanverðu. Það er þó ekki svo einfalt að einungis sé um tvær götur að ræða því að net gönguleiða liggur um öll Suðurnes. Í raun má skipta þessum gömlu götum í tvennt, annars vegar eru það götur sem urðu til á milli bæja og upp til selja. Hins vegar eru verleiðir, götur sem lágu á milli verstöðva víðsvegar um nesið. Þegar skoðuð eru kort af þessum gömlu götum sem lágu á milli verstöðva virðast þær flestar liggja til Grindavíkur.
Kristborg Þórsdóttir.
Í ritverkinu „Fornar leiðir á Íslandi“ skilgreinir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur, meðal annars að gömul leið sé „Leið [sem] er hverskyns skilgreinanleg leið milli tveggja staða sem farin var að jafnaði“.
Kristborg segir í grein sinni hvaða skilyrði leið þurfi að uppfylla til þess að teljast til fornleiða. Þær leiðir sem talist geta til fornleiða eru leiðir sem farnar voru fótgangandi og ríðandi fyrir tíð bílsins og mannvirkja tengdum honum. … Leiðir þurfa ekki að vera sýnilegar og þær þurfa ekki að hafa verið farnar oft til að geta talist til fornleiða. Til þess að hægt sé að skrá fornar leiðir þarf samt eitthvað að gefa vísbendingu um þær. Vísbendingarnar geta verið ýmist á kortum, í rituðum eða munnlegum heimildum, sýnilegar slóðir eða mannvirki á leiðunum. Ef leiðar er getið í heimildum á þann hátt að legu hennar er lýst, staðirnir sem hún tengir eru nefndir eða nafns hennar er getið, er um skilgreinda leið að ræða sem telja ætti til fornleifa. Ekki er hægt að skrá leið sem byggir eingöngu á vitnisburði um stakar samgönguminjar án þess að sjá hvert leiðin hefur legið – milli hvaða staða.
Minjarnar gefa til kynna að þær séu hluti af arfleifð.“
Heimild:
-Helgi Valdimar Viðarson Biering, MA ritgerð í Hagnýtri menningarmiðlun – Gamlar og nýjar götur á Reykjanesskaga. Samanburður á fornum þjóðleiðum og nýrri gönguleiðum með áherslu á leiðina um Brúnir. HÍ 2024.
-www.ferlir.is
-Kristborg Þórsdóttir. “Fornar leiðir á Íslandi; tillaga að skilgreiningu, flokkun og skráningu, rit Fornleifafræðingafélags Íslands. (2012).
Gengið um Selvogsgötu ofan Grindaskarða.
Saga Suðvesturlands – kort
Á „Sögukorti Vegagerðarinnar um Suðvesturland“ má lesa eftirfarandi:
„Saga Suðvesturlands, frá Hvalfjarðarbotni að Reykjanestá og austur til Krýsuvíkur, er afar áhugaverð. Það var þar sem hið endanlega landnám Íslands hófst um árið 874 þegar Ingólfur Arnarsson nam allt svæðið og er talið að bær hans og Hallveigar Fróðadóttur, konu hans, hafi staðið í Reykjavík. Þar hefur verið grafinn upp skáli frá miðri 10. öld með einum elstu mannvistarleifum sem fundist hafa á íslandi. Má af því álykta að svæðið hafi byggst snemma. Helsti þingstaður þar eftir landnám var á Þingnesi við Elliðavatn og er svæðið einnig sögusvið Kjalnesinga sögu.
Sögukort Suðvesturlands.
Á miðöldum var Viðeyjarklaustur (1226-1539) ein helsta stofnun á þessu landsvæði og eignaðist það fjölda jarða við sunnanverðan Faxaflóa. Frá miðri 13. öld og fram til loka 18. aldar voru Bessastaðir á Álftanesi miðstöð norska og síðar danska konungsveldisins á Íslandi og þar sátu helstu embættismenn konungs. Frá stofnun íslenska lýðveldisins 1944 hefur þar verið aðsetur forseta Íslands.
Helstu verslunarstaðir Reykjanesskagans voru lengi Grindavík og Hafnarfjörður, þar sem Englendingar og Þjóðverjar börðust um verslunaryfirráð. Þeir urðu þó að lúta í lægra haldi fyrir Danakonungi sem náði valdi á allri verslun hérlendis í byrjun 17. aldar. í framhald af því sóru Íslendingar konungi eið á Kópavogsfundinum 1662 og erfðaeinveldi komst á. Hugur landsmanna stóð þó alltaf til sjálfstæðis þótt baráttan hafi lengi verið rislítil.
Samgöngukort Íslands.
Það var ekki fyrr en á 19. öld sem sjálfstæðiskrafan náði flugi með Jón Sigurðsson í fararbroddi og árið 118 var Ísland loks viðurkennt frjálst og fullvalda ríki með eigið þing og eigin ríkisstjórn. Bæði þingið og ríkisstjórnin sitja í höfuðborg Íslands, Reykjavík, sem festi sig í sessi sem höfuðstaður á 19. öld eftir nokkra samkeppni við Hafnarfjörð. Þar var, auk Alþingis, sem endurreist var 1845, biskupsstóll frá 1801 og þangað var Lærði skólinn fluttur frá Skálholti 1785 og síðar frá Bessastöðum 1846. Byggð á höfuðborgarsvæðinu ox jafnt og þétt alla 20. öldina og bjuggu þar um 2/3 hlutar landsmanna árið 2009.
Útgerð hefur verið mikil á svæðinu frá fornu fari, einkum á Suðurnesjum, þar sem voru miklar útgerðarjarðir í eigu konungs og Skálholtsstóls og sóttu menn af landinu öllu þangað á vertíð öldum samna. Enn er útgerð mikilvæg atvinnugrein en iðnaður, landbúnaður, verslun, þjónusta og nú síðast stóriðja, eru ekki síður máttarstólpar atvinnu á svæðinu. Í seinni tíð hefur svo bæst við ferðaþjónusta, hátækni- og þekkingariðnaður.
Náttúra og jarðsaga Reykjanesskagans er einstök því að þar gengur eldvirkur goshryggur á land með gliðnandi pötuskilum á milli Evrópu og Ameríku. Skaginn er því mjög eldbrunninn og þar er jarðhiti víða mikill, einkum á Suðurnesjum en einnig í Reykjavík og Mosfellsdal. Mikið fuglalíf er við sunnan- og vestanverðan Reykjanesskagann, á Álftanesi, Seltjarnarnesi og víðar. Í Eldey er ein mesta súlubyggð í veröldinni. Þá eru góðar laxveiðiár í Kjósinni.
Reykjanesskaginn, höfuðborgarsvæðið, Kjalarnes og Kjós eru rík af fjölbreyttum þjóðsögum, svo sem um álfa, drauga og skrímsli. Einna þekktust er saga af hvalnum Rauðhöfða í Hvalfirði og eins sagan af marbendlinum í Vogum. Einnig eru margar góðar gönguleiðir á svæðinu og margskonar afþreying í boði fyrir ferðamenn þar sem Reykjavík er helsta miðstöð menningar og lista. Þá er Bláa lónið einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi.“
Garðahreppur og Hafnarfjörður skipta á jörðum
Í Morgunblaðinu 1964 er m.a. fjallað um makaskipti á jörðum í Hafnarfirði og Garðahreppi undir fyrirsögninni „Garðahreppur og Hafnarfjörður skipta á jörðum“: „Matthías Á. Mathiesen hafði framsögu á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um lögsagnar umdæmi Hafnarfjarðar-kaupstaðar. Þar er lagt til, að kaupstaðurinn og Garðahreppur skipti á löndum. Flutningsmenn frumvarpsins eru Matthías Á. Mathiesen, Geir Gunnarsson, Jón Skaftason og Birgir Finnsson. Frv. hljóðar svo ásamt greinargerð:
Landamerkjavarða við Bala.
1. gr. Hafnarfjörður skal vera lögsagnarumdæmi út af fyrir sig með kaupstaðarréttindum. Takmörk kaupstaðarsvæðisins eru þessi:
A. 1. Bein lína úr „Balaklöpp: við vesturenda Skerseyrarmalar í vörðu við veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer lækkandi ofan af norðurbrún hraunsins.
2. Þaðan bein lína í Hádegishól, sem er gamalt hádegismark frá Hraunsholti, nálægt í hásuður frá bænum, spölkorn frá hraunjaðrinum.
3. Þaðan bein lína í Miðaftanshól, sem er gamalt miðaftansmark frá Vífilsstöðum.
4. Þaðan í vörðu í Stórakrók.
5. Þaðan í vörðu í neðstu jarðbrú í Kaplakrika.
Engidalsvarðan.
6. Eftir Kaplalæk í vörðu við hraun jaðarinn, beint vestur af stað þeim, þar sem Kaplalæk er veitt úr eldri farvegi sínum, rétt norðan við Baggalár, vestur af Setbergslandi.
7. Þaðan bein lína í stíflugarð rafstöðvarinnar.
8. Eftir stíflugarðinum, yfir tjörnina.
9. Upp með rafstöðvartjörninni að sunnan, þar til kemur að nýju Reykjanesbrautinni.
10. Meðfram norðurbrún nýju Reykjanesbrautarinnar, þar til hún sker eignar markalínu Setbergs og Hafnarfjarðar, sem er úr stíflugarðinum í markaþúfu við gömlu sand gryfjurnar, þ.e. um miðja lóðina nr. 3 við Stekkjarkinn.
11. Þá lína í markaþúfu við gömlu sandgryfjurnar.
12. Þaðan í Lækjarbotna.
13. Þá í Gráhellu.
14. Þaðan í miðjan Ketshelli.
Varða á Hádegishól.
15. Eftir Selvogsmanna- eða Grindaskarðsvegi í Kaplatór (Strandartorfur).
16. Þaðan bein lína í Markraka.
17. Þaðan bein lína um Melrakka gil (Markrakagil) að Krýsuvíkurvegi.
18. Þaðan bein lína í Markhelluhól.
19. Þaðan í Hraunkrossstapa.
20. Þá í Miðkrossstapa.
21. Þá í Hólbrunnshæð.
22. Þá í Stóra-Grænhól.
23. Þá í Skógarhól.
24. Og í Markaklett við Hraunsnes.
Landamerkjavarða við Hvíluhól v/Hrafnistu.
B. Sá hluti jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar, sem Hafnarfjarðar-kaupstaður á. Allt land innan ofangreindra takmarka telst til lögsagnar-umdæmisins. Kaupstaðurinn skal setja nægilega mörg varanleg merki, er sýni greinilega takmörk landsins, og halda þeim við.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu skal jafnframt vera bæjarfógeti kaupstaðarins.
2. gr. Með lögum þessum eru úr gildi felld lög nr. 33/1929, ásamt breytingu á þeim lögum, nr. 31/1959, um bæjarstjórn í Hafnarfirði, svo og 3. tl. 1. gr. laga nr. 11/1936.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Greinargerð.
Varða á Miðdegishól.
Bæjarstjórnin í Hafnarfirði og sveitarstjórnin í Garðahreppi hafa með bréfi, dags. 27/4 1964, sem prentað er sem fylgiskjal hér á eftir óskað eftir því, að frumvarp til laga um breytingu á lögsagnarumdæmi þessara sveitarfélaga verði flutt og samþykkt á yfirstandandi þingi.
Eins og fram kemur í bréfinu, er hér náð endanlegu samkomulagi um þessi mál, en á undanförnum árum hefur mál þetta verið á dagskrá þessara sveitarfélaga.
Fylgiskjal.
Hafnarfirði, 27. apríl 1964.
Hr. alþingismaður,
Matthías Á. Mathiesen,
Hafnarfirði.
Að undanförnu hafa farið fram viðræður á milli fulltrúa frá Hafnarfjarðarkaupstað og Garðahreppi um breytingu á lög sagnarumdæmismörkum milli sveitarfélaganna, svo og eftirgjöf á réttindum þeim yfir landi úr fornu Garðatorfunni í Garðahreppi, Gullbringusýslu, er Hafnarfjarðarkaupstaður öðlaðist með leigusamningi við landbúnaðarráðherra f.h. jarðeignadeildar ríkisins, dags. 14. nóv. 1940.
Markhella.
Niðurstöður þessara viðræðna hafa orðið þær, að samkomulag hefur náðst, sem staðfest hefur verið af hreppsnefnd Garðahrepps á fundi hennar þann 1. apríl sl. með eftirfarandi samþykkt: „Hreppsnefnd Garðahrepps samþykkir fyrir sitt leyti, að lögagnar-umdæmismörkum Hafnarfjarðar-kaupstaðar verði breytt þannig, að það land, sem nú er sunnan Hafnarfjarðar og innan lögsagnarumdæmis Garðahrepps, þ.e. svokallaðar hraunajarðir, verði framvegis innan lögsagnar umdæmis Hafnarfjarðar.
Samþykkt þessi er bundin því skilyrði, að Hafnarfjarðarbær afsali til Garðahrepps þeim landsspildum, sem bærinn hefur á leigu frá jarðeignadeild ríkisins og eru innan lögsagnarumdæmis Garðahrepps. Jafnframt verði tryggt, að Garðahreppur fái fullan umráða rétt yfir þessum landsspildum, með leigusamningi við jarðeignadeild ríkisins, enda verði þau ákvæði laga nr. 11/1936, sem varða umræddar landsspildur felld úr gildi“.
Hafnarfjarðarkirkja.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerði á fundi sínum þann 21. þ. m. um málið svo hljóðandi ályktun: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti, að lögsagnar-umdæmismörkum milli Hafnarfjarðar-kaupstaðar og Garðahrepps verði breytt á þá lund, að hluti Garðahrepps, sem liggur sunnan við Hafnarfjörð, verði framvegis innan lögsagnar umdæmis Hafnarfjarðar. Jafnframt lýsir bæjarstjórn því yfir, að hún er reiðubúin til þess að falla frá leigurétti sínum að ræktunarspildum úr landi jarðeignadeildar ríkisins á Hraunsholti og við Arnarnesveg skv. leigusamningi, dags. 14. — 11. — 1840, þegar er framangreind breyting á lögsagnarumdæmismörkunum hefur átt sér stað. Leigusamningar við einstaka aðila, sem stað eiga í greindum samningi, skulu þó áfram vera í gildi.
Samþykkt þessi er gerð með því skilyrði, að Garðahreppur falli frá öllum kröfum, er hann kann að eiga til bóta fyrir lögsagnarumdæmis-breytinguna“. Með hliðsjón af ofangreindu samkomulagi leyfum vér oss að fara þess á leit við yður, herra alþingismaður, að þér hlutizt til um, að flutt verði á Alþingi því, er nú situr, frumvarp til laga um breytingu lögsagnarumdæmis þessara sveitarfélaga, er samrýmist ofangreindum samþykktum sveitarfélaganna.
Virðingarfyllst, Ólafur G. Einarsson.
Sveitarstjórinn í Garðahreppi.
Hafsteinn Baldvinsson.“
Heimild:
-Morgunblaðið 6. maí 1964, bls. 8.
Markavarðan í Setbergsseli.
Gamlar og nýjar götur á Reykjanesskaga – Helgi V.V. Biering
Helgi Valdimar Viðarsson Biering skrifaði ritgerð í Hagnýtri menningarmiðlun árið 2024 um „Gamlar og nýjar götur á Reykjanesskaga – Samanburður á fornum þjóðleiðum og nýrri gönguleiðum með áherslu á leiðina um Brúnir“. Hér er vitnað í formála ritgerðarinnar:
Helgi Valdimar Viðarsson Biering.
„Markmið þessa verkefnis er að skrifa gönguleiðabók um fornar leiðir Reykjanesskagans. Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði þegar höfundur að ganga eftir gamalli þjóðleið yfir Vogastapa. Það var rökkur og hann fór að segja samferðafólki sínu draugasögur sem tengdust Stapagötunni svokölluðu. Þá barst í tal að það vantaði gönguleiðabók sem segði frá þessum gömlu leiðum og þeim sögum sem tengjast þeim. Sögur af Stapadraugnum, af hverju Prestastígurinn heitir Prestastígur og af hverju Skipsstígurinn fékk nafnið Skipsstígur? Er það satt að maður hafi fallið í sprungu við Skógfellsstíg og ekki fundist fyrr en mörgum árum síðar? En hvað með þær gömlu leiðir sem við höfum heyrt orðróm um, er hægt að gera þær að þekktum gönguleiðum?
Til að byrja með varð hin gleymda leið um Brúnir fyrir valinu. Hún lá frá Grindavík og niður í Kúagerði en lagðist af sem alþekkt og fjölfarin leið fyrir rúmlega 150 til 200 árum síðan. Einhverjar heimildir voru til um hana í munnmælum gamalla bænda úr Vogum. Höfundi langaði að gera þessari fornleið einhver skil og athuga hvort að hann gæti staðsett hana nákvæmlega. Höfundur gekk hana ásamt tveim göngufélögum, gerði heimildarmynd um hana og gekk hana sem fararstjóri með 56 manna hóp. Höfundur gerði einnig útvarpsþátt þar sem fjallað var um Brúnaleiðina. Hugmyndin fór að taka á sig fastari mynd. Höfundur ætlaði að skrifa gönguleiðabók þar sem allar þessar gömlu leiðir á Reykjanesskaganum fengju sinn sess ásamt nokkrum nýrri. Í bókinni átti að vera, fyrir utan hefðbundnar upplýsingar; frásagnir, þjóðsögur og fréttir af atburðum sem tengjast hverri leið fyrir sig.
Reykjanesskagi – fornar götur.
Höfundur er síður en svo fyrstur til að skrifa bók um gönguleiðir Reykjanesskagans, en mín er sú fyrsta sem tekur sérstaklega fyrir menningu og sögur sem tengjast hverri leið fyrir sig. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðamaðurinn getur sótt sér fróðleik um viðkomandi gönguleið í bók sem studd er af tveim vefsíðum eins og komið er inn á síðar.
Heimildirnar sem höfundur fékkst við til að byrja með voru gömul herforingjaráðskort, loftmyndir og Örnefnasjá Minjastofnunar. Þegar höfundur fór síðan að ganga Brúnaleiðina fann hann vörður og vörðubrot sem ekki voru skráð í gagnagrunn Minjastofnunar.
Brúnavegur.
Því ákvað höfundur með sjálfum sér að þessu yrði að koma á framfæri í bókinni, sem hann er að vinna sem hluta af þessari ritgerðarsmíð. Það er ósk höfundar að þetta verkefni verði til þess að enn fleiri hafi áhuga á að ganga hinar fornu slóðir Reykjanesskagans. Að ferðamenn nær og fjær hafi gagn og gaman af, á sama tíma og þeir fræðast um horfinn heim hins gamla íslenska samfélags á Reykjanesskaganum.
Um Reykjanesskagann allan liggur net gamalla gönguleiða sem lágu ýmist á milli bæja, verstöðva eða út af svæðinu og til annarra landshluta. Reykjanesskaginn hefur ekki allur verið vinsæll til útivistar og þá einna helst vegna vanþekkingar fólks á landsvæðinu. Eftir eldgosin við Fagradalsfjall 2021-2023 komst Reykjanesskaginn á útivistarkort landsmanna og erlendra ferðamanna sem nú lenda ekki einungis í Keflavík og mögulega fara í Bláa Lónið, heldur gera sér far um að skoða nágrenni flugvallarins og Reykjanesskagans.
Hemphóll – áningastaður við Brúnaveg.
Kynningarstarf er hafið, en gera má betur. Höfundur mun leggja sitt af mörkum við að kynna sögu svæðisins með útgáfu gönguleiðabókar ásamt því að bjóða upp á sögugöngu, gera heimildarmynd og útvarpsþátt. Gönguleiðir bókarinnar eru tíundaðar hér, en ein þeirra, Brúnavegurinn, er tekin út fyrir sviga og kynnt sérstaklega.“
Framlag Helga Valdimars kann að verða kærkomin viðbót við fjölmargt það, sem áður hefur verið fjallað um þjóðleiðir Reykjanesskagans í gegnum tíðina. Grindvíkingar fóru um Brúnaveg allt fram á 20. öld. Sagnir lifandi grindjána herma að sú leið hafi jafnan verið farin að vetrarlagi og því eru fá jarðummerki að finna á leiðinni.
Heimild:
-Helgi Valdimar Viðarson Biering, MA ritgerð í Hagnýtri menningarmiðlun – Gamlar og nýjar götur á Reykjanesskaga. Samanburður á fornum þjóðleiðum og nýrri gönguleiðum með áherslu á leiðina um Brúnir. HÍ 2024.
Brúnavegur – kort.
Geirfuglinn – Þorvaldur Thoroddsen o.fl.
Þorvaldur Thoroddsen skrifaði „Landfræðissögu Íslands – Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun og rannsóknir, fyrr og síðar„. Bókin var gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafjelagi 1904. Í henni má t.d. lesa eftirfarandi um rannsóknir á fuglum hér á landi, auk þess Þorvaldur fjallar um geirfuglinn:
Þorvaldur Thoroddsen: 1855-1921.
„Um dýraríki Íslands vita menn miklu minna en um grasaríkið, enda er það eðlilegt, rannsóknir dýralífsins á æðra og lægra stigi eru miklu örðugri aðgöngu, það er miklu meiri fyrirhöfn að ná í dýrin en plönturnar og nákvæm þekking fæst ekki nema með samvinnu margra vísindamanna, sem hafa sérstaka þekkingu á hinum einstöku dýraflokkum. Rannsóknir dýralífsins eptir kröfum vísindanna nú á dögum útheimta góð söfn náttúrugripa og bóka og hentug verkfæri og eru því yfirleitt miklu kostnaðarsamari en rannsóknir í grasafræði; Íslendingar hefðu því haft lítil tök á að rannsaka dýralíf landsins, þó áhugi hefði verið á því, en hann hefir nú optast líka vantað. Tiltölulega var dýraríki Íslands betur kunnugt um lok 18. aldar en um lok 19. aldar, því fyrst og fremst voru kröfurnar þá miklu minni og svo gjörðu þeir menn, sem þá voru sendir til að kanna Ísland allharðar tilraunir til þess að fá yfirlit yfir dýralíf landsins í heild sinni; hið litla, sem unnið hefir verið að dýrafræðisrannsóknum á 19. öld, er flest í molum, rannsóknir ýmsra dýraflokka án samanhengis, og við suma flokka og það allmarga, hefir ekkert verið fengizt; opt hafa þessar rannsóknir verið framkvæmdar á hlaupum eða í sambandi við dýrarannsóknir annarra landa.
Eggert Ólafsson lagði grundvöllinn undir dýrafræði Íslands (III., bls. 54—56), hann braut þar ísinn, eins og svo víða í öðrum greinum; 1786 samdi N. Mohr yfirlit yfir allt dýraríki Íslands og ýmsir aðrir skráðu sitthvað fleira um dýrafræði landsins; þessa höfum vér alls getið að nokkru áður, en munum hér fara fáum orðum um það, sem ritað hefir verið á 19. öld. (1800—1880). Frá þessari öld er ekki til nein bók um allt dýraríki Íslands, því tegundatal eptir Th. Gliemann (1824) er varla teljandi. Benedikt Gröndal samdi í Gefn dýrafræðisyfirlit og telur þar nokkrar íslenzkar tegundir og kyn úr flestum flokkum; í dýrafræði sinni telur hann einnig mörg íslenzk dýr og skapar ný nöfn á flokkum og ættum; voru þessi rit mjög þörf, því ekkert hafði áður verið ritað á íslenzku um almenna dýrafræði Íslands. F. A. L. Thienemann rannsakaði mest og bezt íslenzk spendýr, einkum seli, en af riti hans um dýrafræði íslands kom aldrei út nema fyrsta hefti.
Þorvaldur Thoroddsen – Íslandskort 1906.
Um engan íslenzkan dýraflokk hefir verið ritað eins mikið eins og um fugla; margt af því er reyndar ómerkilegt, en sum ritin eru ágæt, svo enginn dýraflokkur á Íslandi er nú eins vel kunnur og þessi, þó vantar enn fullkomna fuglafræði, sem að öllu leyti samsvarar kröfum tímans. Á seinni hluta 18. aldar fékkst þegar allmikil fræðsla um íslenzka fugla og má margt um þá lesa í ritum Eggerts Ólafssonar, N. Mohr’s, M. Th. Brúnnich’s, Sveins Pálssonar o. fl.; höfum vér áður drepið á fuglarit þessara manna. Eggert Ólafsson lýsti 69 fuglategundum, N. Mohr telur 66, Sveinn Pálsson athugaði lifnaðarhátt fugla og tók eptir mörgu, en það kom ekki á prent. Í dýrafræði Danmerkur eptir 0. F. Muller eru einnig nefndir nokkrir íslenzkir fuglar og önnur dýr og þar eru líka allmörg íslenzk dýranöfn; rit þetta er aðeins dýratal með örstuttum lýsingum.
Sveinn Pálsson.
Fr. Faber afkastaði miklu meira í þessu efni og hann má heita höfundur og faðir íslenzkrar fuglafræði á 19. öld. Árið 1822 gaf hann út ágrip af íslenzkri fuglafræði, og telur þar 86 fuglategundir. Í ágripi þessu nefnir höf. fyrst hin latnesku nöfn og svo hin íslenzku og eru flestöll alveg rétt.
Faber ritaði síðar miklu meir um íslenzka fugla. Í hinu þýzka tímariti »Isis«, sem L. Oken (1779—1851) gaf út, lét hann á árunum 1824—27 prenta margar ritgjörðir um íslenzka fugla; þær eru viðaukar og skýringar við fuglafræðiságripið, og að vöxtum helmingi lengra mál en sú bók.
Ritgjörðir þessar eru ómissandi fyrir þá, er stunda fuglafræði Íslands, en þeim virðist hafa verið lítill gaumur gefinn. Þar er nákvæm lýsing fuglanna á ýmsum aldri, sagt frá hinni ytri og innri byggingu og fjölda margar athuganir um lifnaðarhátt þeirra. Aptan við þessar greinir er frásögn um ferð þeirra Raben’s greifa, Mörch’s og Faber’s út í Geirfuglasker; þeir gátu engan bát og enga menn fengið til þess að flytja sig þangað, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og urðu að leigja fiskijakt í Keflavík fyrir 32 specíur; þeir komust með lífshættu upp í Geirfuglasker og sýndi Raben greifi mikinn dugnað og dirfsku og var nærri drukknaður; ferðin varð þó árangurslaus, hún var gjörð til þess að ná í geirfugl, en þeir sáu engan.
Japetus Steenstrup: 1813-1897.
Aðrir Danir rituðu á þessu tímabili mjög lítið um íslenzka fugla. Charles Teilmann gat um nokkra í fuglariti sínu og J. H. Reinhardt ritaði nokkrar smágreinir; hann getur þess meðal annars, að svartur íbis (ibis falcinellus) hafi komið til suðurstrandar Íslands vorið 1824, þeir voru 10—12 í hóp og voru 5 skotnir, allt fullorðnir fuglar, og komust þeir á dýrasafnið í Kaupmannahöfn. Reinhardt ritaði einnig um íslenzkar álptir, mest um beinabyggingu þeirra og um eyðingu geirfuglsins; hann getur þess, að 1823 hafi tveir geirfuglar náðzt á Eyrarbakka, og voru þeir sendir á dýrasafnið í Kaupmannahöfn, 1828 kom slæmur hamur frá Reykjavík og ennfremur hamir og egg 1830; var þá sagt, að geirfuglinn væri flúinn úr skerinu upp að landi vegna eldgossins, sem þar varð í nánd á því ári; 1831 voru líka boðnir til sölu í Kaupmannahöfn 20 geirfuglshamir og alls náðust þá á Íslandi eptir reikningi Reinhardt’s 27 geirfuglar á tíu árum.
Geirfuglasker – lýsing af búsetusvæði geirfugls, Geirfuglaskeri, er úr handriti Lbs 44 fol. sem prentað er í 1. bindi Rauðskinnu.
Árið 1833 komu Englendingarnir G. C. Atkinsson og William Proctor til Íslands og veiddu fugla í nágrenni Reykjavíkur. 1837 kom W. Proctor aptur til landsins. O. O. Fowler og Shepherd ferðuðust víða bæði um Suður- og Vesturland 1862 og athuguðu fugla. Þessir menn rituðu ekkert sjálfstætt, en aðrir fuglafræðingar einkum A. Newton fengu hjá þeim ýmsa fræðslu um fuglafræði Íslands. Mönnum var sérstaklega mikil forvitni á að fá að vita eitthvað um geirfuglinn, einkum eptir að hann fór að verða mjög sjaldgæfur og hvarf að lokum. Hina ítarlegustu ritgjörð um geirfuglinn samdi Japetus Steenstrup 1855, síðan ritaði Edvard Charlton um fuglinn 1859 og A. Newton 1861 ágæta ritgjörð.
Geirfugl – beinagrind.
Í sorphaugum steinaldarþjóða við strendur Danmerkur fann Jap. Steenstrup mikið af geirfuglsbeinum og réði af því, að geirfuglinn mundi í fyrndinni hafa haft miklu víðari útbreiðslu en á seinni öldum; menn höfðu líka fundið allmikið af geirfuglsbeinum vestan hafs á eyjum við Newfoundland og Labrador. Steenstrup safnaði nú saman öllum fregnum um geirfuglinn, er hann gat náð í, til þess að fá vissu um útbreiðslu hans á fyrri öldum. Flestir náttúrufræðingar ætluðu, að geirfuglinn væri mjög norrænn fugl og að varpstaður hans hinn síðasti á Geirfuglaskerjum við Reykjanes væri við hin syðstu takmörk þess svæðis, er var hið upprunalega heimkynni hans, en Steenstrup sýndi með rökum, að þessi skoðun var skökk og að heimkynni geirfuglsins einmitt lágu sunnar.
Geirfugl – skilti til minningar um útdauðan geirfuglinn á Fogo-eyju á Nýfundnalandi.
Með því að kynna sér gömul rit fann Steenstrup, að geirfuglinn hafði á 16. og 17. öld verið algengur á eyjum og skerjum við austurströnd Norður-Ameríku, en eyddist af gegndarlausu drápi og ofsókn sjómanna, sem þar komu; þeir ráku hina varnarlausu, ófleygu og heimsku fugla þúsundum saman til slátrunar og notuðu þá bæði til fæðu og eldsneytis, og er opt getið um þetta fugladráp í fornum ferðasögum. Á Grænlandi var geirfuglinn aldrei almennur, á 18. öld sázt hann stundum á útskerjum sunnan til á Vesturströndinni. Á Íslandi var geirfuglinn algengari, en þó orðinn sjaldgæfur á dögum Eggerts Ólafssonar og varp þá aðeins á tveim stöðum við Suðurland, á Geirfuglaskerjum við Reykjanes og Geirfuglaskeri við Vestmanneyjar.
Geirfugl – stytta á Fogo-eyju.
Steenstrup segir, að menn fyrst í útlöndum hafi fengið vitneskju um geirfuglinn á Íslandi af bók Anderson’s borgmeistara í Hamborg 1747, en það er eigi alveg rétt; Pétur Resen hafði um miðja 17. öld lýst geirfuglinum í Íslandslýsingu sinni (II., bls. 187), en rit hans hafa þó líklega fáir þekkt. Um lok 18. aldar var geirfugl horfinn frá skerjum við Vestmanneyjar, en lengur hélst hann við á Fuglaskerjum við Reykjanes, þó geirfuglarnir þar jafnan væri fremur fáir, að minsta kosti á seinni öldum; loks hröktust geirfuglarnir úr skerjunum af eldgosum og ofsóknum manna og tveir hinir síðustu geirfuglar, karlfugl og kvennfugl, létu líf sitt 1844; þeir höfu orpið í Eldey, nær landi en venja þeirra var, og voru teknir þar; síðan hefir fuglategund þessi hvergi sézt.
Geirfugl – stytta við strönd Ameríku.
Á Færeyjum voru geirfuglar fremur algengir á 17. öld, en fækkaði smátt og smátt og voru alveg horfnir um lok 18. aldar. A St. Kilda við Skotland urpu geirfuglar á 17. öld, en á fyrri hluta 18. aldar voru þeir orðnir sjaldgæfir og seinast á þeirri öld og framan af hinni 19. náðust örfáir flækingar við útsker nærri ströndum Skotlands og Englands. Á þeim tímum, sem sögur fara af, hafa geirfuglar aðeins orpið á útskerjum við hið norðvestlæga Atlantshaf, kringum Newfoundland, við suðurströnd Íslands, á St. Kilda og Færeyjum; aðalheimkynnið mun þó hafa verið við Newfoundland og nálægar strendur.
Áður hefir útbreiðsla fuglsins verið miklu meiri og hann hefir þá verið algengur í Danmörku, við Bretland og líklega sunnan til í Skandínavíu; smátt og smátt hefir geirfuglinn eyðzt af ofsóknum manna, af því hann gat enga björg sér veitt, og svo var viðkoman lítil, því fuglarnir áttu aldrei nema eitt egg á ári.
John Wolley: 1823–1859.
Enskur fuglafræðingur John Wolley jun. (1823—1859) hafði mikinn áhuga á að rannsaka sögu geirfuglsins og hafði í öðrum löndum grafizt eptir fregnum og fræðslu, sem þar að laut; í aprílmánuði 1858 ferðaðist hann til Íslands í sömu erindagjörðum og annar enskur náttúrufræðingur, vinur hans Alfred Newton, slóst í förina með honum. Þeir voru nokkrar vikur í Reykjavík og fóru svo suður á Reykjanes og dvöldu í Kirkjuvogi í Höfnum frá því 21. maí til 14. júlí, ætluðu þeir út í Eldey og Geirfugladrang, en aldrei gaf sakir brima. Þeir félagar söfnuðu öllum fregnum um geirfuglinn, sem þeir gátu uppspurt og Wolley fann töluvert af geirfuglsbeinum í sævarsandi og sorphaugum hjá Kirkjuvogi og Bæjarskerjum. Þeir voru hvatamenn til þess, að Eirikur Magnússon (í Cambridge) fór sama sumar á báti út að Geirfuglaskeri því, sem liggur út af Berufirði; þar var eigi hægt að lenda fyrir brimi, en þeir réru kringum skerið svo nærri, að þeir gátu sannfærzt um, að þar voru engir geirfuglar, enda mundu menn ekki i nálægum héruðum, að fuglinn hefði sézt þar, þó hann ef til vill hafi orpið þar til forna.
Geirfugl – eyjar og sker undan Reykjanesi.
John Wolley ætlaði að rita bók um geirfuglinn og sögu hans, en entist eigi aldur til þess, því hann andaðist 20. nóvember 18591). Alfred Newton setti síðar saman í ritgjörð ágrip af athugunum þeim og fregnum um geirfuglinn, sem þeir Wolley höfðu safnað á Íslandi og er ritgjörð þessi einkar fróðleg og segir sögu geirfuglsins við Fuglasker betur en nokkurt annað rit, margt eptir munnlegum frásögnum bænda og sjómanna í Höfnum og á Suðurnesjum.
Síðar samdi A. Newton ritgjörð um íslenzka fugla; þar er fyrst yfirlit yfir allt það, sem þá hafði verið skráð um fuglafræði Íslands, þá almennar hugleiðingar um fuglalíf á Íslandi og svo taldar allar þær fuglategundir, sem þá þekktust á Íslandi, og telur Newton 88 tegundir; yfirlitið er fróðlegt og vel frá því gengið.“
Í Wikipedia segir m.a. um geirfuglinn:
Geirfugl í norsku safni.
„Geirfugl (fræðiheiti Pinguinus impennis) er útdauð fuglategund af álkuætt. Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vó um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins.
Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Lengst lifði geirfuglinn af við Ísland, en síðustu tveir geirfuglarnir voru drepnir í Eldey 3. júní 1844. Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna.
Geirfuglaveiðar og útrýming
Geirfugl – útbreiðslusvæði.
Geirfuglaveiðar voru stundaðar fyrr á öldum og farið út í eyjar þar sem geirfuglar lifðu. Í Íslandslýsingu sem talin er vera eftir Odd Einarsson biskup er þessi lýsing á slíkum veiðum: „Þegar fiskimenn fara þangað til fuglatekju, verða þeir fyrir árásum fugla þessara, sem ráðast á komumenn í þéttri fylkingu og með feiknakrafti og troða þá niður, nema mennirnir sjái við árásinni með því að drepa nokkra hina fremstu í fylkingunni. Þá snúa hinir frá og leggja á flótta,og er þá fyrirhafnarlítið að taka þá á undanhaldinu.“
Geirfugl – Ole Worm (1588-1654) teiknaði myndina. Eina teikningin, sem til er af lifandi geirfugli.
Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar. Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands, en hann fékkst á uppboði í London 1971 að undangenginni landssöfnun.
Carl Franz Siemsen kaupmaður í Reykjavík var umboðsmaður fyrir ýmsa erlenda vísindamenn og söfn. Árið 1844 er honum falið að ná í geirfugl og bauð hann bændum í Höfnum 300 krónur fyrir dauðan eða lifandi geirfugl. Það varð til þess að 4. júní 1844 fóru fjórir á stað til Eldeyjar og sjá þar tvo geirfugla sem sátu á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum.“
Í Lesbók Morgunblaðsins 1949 er grein um „Geirfuglinn„:
„Hinn 14. nóvember 1931 voru seld tvö geirfuglsegg á uppboði í London. Annað var selt fyrir 525, en hitt fyrir 524 sterlingspund. Með núverandi gengi samsvarar það hjer um bil 13.650 íslenskum krónum fyrir hvort egg. En hæsta verð, sem fengist hefir fyrir geirfuglsegg, er 682 stpd. 10 sh. og samsvarar það hjer um bil 17.750 ísl. krónum nú. Þetta geipiverð stafar af því, að ekki eru til nema 72 geirfuglsegg í veröldinni, og sum af þeim þó brotin.
Geirfuglinn var álkutegund, en ófleygur. Til þess bendir hið latneska nafn hans „Alca impennis“. En venjulega er hann nefndur pingvin (pengwyn, penguin). Er talið að það nafn sje af keltneskum uppruna. Pen þýðir höfuð og gwyn þýðir hvítt. En fuglinn var með stórar hvítar blesur upp frá nefinu. Íslendingar nefndu hann aftur á móti geirfugl. Halda sumir að það stafi af því að nefið á honum líktist spótsoddi, en mundi það ekki eins geta stafað af hinum hvítu geirum upp frá nefinu, og fuglinn þannig kenndur við það einkenni sitt á íslensku, alveg eins og á keltnesku?
Þegar menn kynntust mörgæsunum á suðurhveli jarðar, þóttu þær svo líkar geirfugli að þær hlutu nafnið pingvin. En enginn skyldleiki er með mörgæsum og geirfuglum. Mörgæsir hafa aldrei komist norður fyrir miðjarðarbaug og geirfuglar aldrei suður fyrir hann. Ekki var þó geirfuglinn íshafsfugl, heldur var hann dreifður um allar strendur norðanvert við Atlantshaf. Hafa leifar hans fundist víða á Norðurlöndum, svo sem Skáni, Jótlandi, Finnmörk og sunnanverðu Íslandi. Einnig á sunnanverðu Grænlandi, á Newfoundland og með austurströnd Ameríku alt suður að Floridaskaga.
Geirfuglar við Reykjanes.
Geirfuglinn var fjelagslyndur og helt sig í stórhópum. Sjerstaklega var mikið um hann á Newfoundland. Um árið 1500 fóru skip ýmissa þjóða til fiskveiða við Newfoundland og var talið að skipverjar þyrfti ekki að hafa með sjer meiri matarforða en rjett til siglingarinnar vestur yfir hafið; síðan gæti þeir lifað á geirfugli og geirfuglseggjum. Á Funkey, sem er við norðvesturströnd Newfoundlands má enn í dag sjá rjettir, sem menn hlóðu til þess að reka geirfuglahópa inn í. Þar var svo fuglunum slátrað, en umhverfis rjettirnar fannst mikið af geirfuglabeinum og þótti það benda til þess að þessir veiðimenn hefði ekki hirt af þeim annað en fiðrið og látið skrokkana þar eftir.
Geirfuglasker.
Á Geirfuglaskerjum, vestur af Reykjanesi, var ákaflega mikið af geirfugli. Í bók, sem kom út 1746, segir danskur maður, Johan Andersen, frá því að 1723 hafi verið svo mikið af geirfugli á Geirfuglaskerjum, að það hafi hlotið að vera forboði þess, að Friðrik konungur fjórði var feigur!
Árið 1831 sukku Geirfuglasker í sjó og varð fuglinn þá heimilislaus. Eitthvað af honum fluttist til Eldeyjar, en vegna þess að hann var ófleygur komst hann ekki upp á eyna, en varð að hafast við á lægstu stöllum, þar sem brim gekk yfir.
Smám saman var geirfuglinum útrýmt. Seinasti geirfuglinn í Eystrasalti var drepinn i Kielfirðinum 1790. Hann var þá fyrir löngu aldauða vestan hafs. Er talið að um 1700 hafi enginn geirfugl verið til á Newfoundland. Í Orkneyjum var seinasti fuglinn drepinn 1835, og seinustu fuglarnir við Ísland drepnir í Eldey 1844. Um það er þessi saga:
Carl Franz Siemsen kaupmaður í Hamborg byrjaði að versla í Reykjavík laust fyrir 1840. Hann bygði verslunarhúsið austur við læk, þar sem Ziemsensverslun var seinna. Carl Fr. Siemsen var hjer aðeins á sumrin. (Það er fyrsta húsið i Reykjavík sem bygt er með leyfi byggingarn.). Hann var mjög vel mentaður maður og var um boðsmaður fyrir ýmsa erlenda vísindamenn og söfn. Árið 1844 hafði honum verið falið að ná i geirfugla. Hann sneri sjer til bændanna í Höfnum og bauð þeim 100 krónur fyrir hvern geirfugl, dauðan eða lifandi, sem þeir gæti fært sjer. Þetta var freistandi tilboð og Hafnamenn stóðust það ekki.
Geirfugl – horft til Eldeyjar.
Hinn 4. júní 1344 lögðu þeir fjórir á stað til Eldeyjar á báti, Vilhjálmur Hákonarson, bóndi á Stafnesi, Ketill Ketilsson bóndi í Kotvogi, Sigurður Ísleifsson og Jón Brandsson. Þegar til Eldeyjar kom sáu þeir hvar tveir geirfuglar sátu á ofurlítilli klettasnös. Þeir reru þangað og tókst að handsama fuglana. Greip Jón Brandsson annan, en Sigurður hinn og sneru þá úr hálsliðunum. Lítt mun þá hafa grunað að með þessu tiltæki væri þeir að útrýma einni fuglategund úr heiminum. En svo var þó. Þetta eru seinustu lifandi geirfuglarnir, sem nokkur maður hefir sjeð. Þess vegna eru nú geirfuglaegg í slíku verði sem að framan er sagt. Og ekki eru geirfuglahamir ódýrari, en talið er að til muni vera 80 af þeim í heiminum.“
Í Lesbók Morgunblaðsins 1936 var einnig grein um „Geirfuglinn„:
Geirfugl í Glasgow til minningar um að síðasti geirfuglinn þar var veiddur á St. Kilda um 1840.
„Árið 1534 komu franskir sjófarendur að lítilli ey skammt undan New Foundlandi. Þar var óhemju grúi af stórum sundfuglum, sem ekki gátu flogið. Þetta voru geirfuglar. Og á hálfri klukkustund drápu Frakkar þarna svo marga fugla sem þeir gátu framast flutt með sjer á tveimur bátum.
En 300 árum seinna hefir fuglakyni þessu verið algerlega útrýmt á jörðunni. Eru nú tæp hundrað ár síðan að seinustu fuglamir tveir náðust hjer hjá Eldey. Það var 1844.
Um 200 ára skeið drápu sjómenn og innflytjendur á New Foundland fuglinn miskunnarlaust. Voru fuglarnir rotaðir með stöfum, og kjötið af þeim, sem ekki var etið nýtt, var saltað niður. Eggjunum var líka rænt, og kvað svo rammt að því, að soðin geirfuglsegg vom höfð til beitu.
Um 1622 var enn svo mikið eftir af geirfugli, að sjerstakar veiðiferðir voru farnar út í eyjarnar, þar sem hann hélt til. En nú var það ekki einungis gert til þess að ná í kjöt og egg, heldur í fjaðrirnar. Fuglarnir vom látnir ofan í sjóðandi vatn og lá þá fiðrið laust á þeim, en til þess að hita vatnið, var kynt undir með fuglakroppunum, því að þeir voru svo feitir, að þeir loguðu eins og lýsi.
Geirfuglsegg.
Geirfuglinn verpti aðeins einu eggi og var viðkoman því lítil, enda gekk fuglinn fljótt til þurðar með þessu framferði og í byrjun 19. aldar var hann aldauða hjá New Foundlandi.
Geirfuglinn hafði áður verið miklu víðar, á Íslandi, Færeyjum, Orkneyjum og nokkrum öðrum stöðum. Um 1753 og lengur verpti hann enn á eynni St. Kilda, en seinasti fuglinn var drepinn þar 1821. Lengst lifði hann í Geirfuglaskerjum, en er þau sukku í sjó í eldsumbrotunum fyrir Reykjanesi 1837, var seinasta athvarf hans farið, og eins og áður er sagt, veiddust seinustu geirfuglarnir, sem sögur fara af, hjá Eldey, hinn 3. júní 1844. Munnmæli ganga þó um það, að geirfugl hafi sjest hjá New Foundlandi 1852, og dauður geirfugl hafi fundist þar 1853, en engar sannanir eru fyrir því.
Í fornöld hefir geirfuglinn verið miklu víðar. Bein úr honum hafa fundist í sorphaugum í Danmörk, í leirmyndunum hjá Ítalíuströnd, og mynd af honum er í helli, sem steinaldarmenn hafa byggt á Spáni. Bein úr honum hafa einnig fundist í sorphaugum á austurströnd Ameríku, alla leið suður að Floridaskaga.
Geirfuglinum var útrýmt vegna þess hvað hann var stór (á stærð við gæs) og vegna þess að hann gat ekki flogið. Að vísu hafði hann vængi, en þeir voru ekki til flugs, heldur til að synda með í kafi. Og þá var fuglinn svo hraðsyndur, að enginn róðrarbátur hafði við honum.
Talið er, að í öllum heiminum sje aðeins til 80 geirfuglahamir og 75 egg. Auk þess eru til nokkrar beinagrindur af honum. Eggin og hamirnir eru dýrgripir, en sjaldan á boðstólum. Nýlega var þó geirfuglshamur boðinn fyrir 16.000 króna, og fyrir tveimur árum voru seld á uppboði í London 6 geirfuglsegg og tveir hamir. Eggin seldust á 2400—7200 krónur, eftir því hvað vel þau voru útlítandi. En báðir hamirnir voru seldir fvrir 20.000 króna.“
Heimild:
– Landfræðissaga Íslands. Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun og rannsóknir, fyrr og síðar, eptir Þorvald Thoroddsen. Gefin ut af Hinu ísienzka bókmenntafjelagi. Kaupmannahöfn 1904, bls. bls. 201-216.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Geirfugl
-Lesbók Morgunblaðsins, 13. tölublað 03.04.1949, Geirfuglinn, bls. 186-187.
-Lesbók Morgunblaðsins 14.06.1936, Geirfuglinn, bls. 180.
-https://www.facebook.com/geirfuglinn/?locale=is_IS
-https://sketchfab.com/3d-models/geirfugl-great-auk-3520470cc4884d018d827d838eed4337
Geirfugl – skilti um geirfuglinn á Reykjanestá. Sjá meira HÉR.
Frá Selvogi fyrrum – Strandarkirkja
„Gizur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju sem hann næði heill landi; er sagt, hann tæki land á Strönd, og reisti þar kirkju síðan. Eptir þvi ætti að hafa verið kirkja á Strönd frá því í fyrstu kristni hér a landi. En sú er sögn Selvogsmanna, og henni fylgir síra Jón hér í kvæði sinu, að kirkjan hafi verið fyrst sett á Strönd í tíð Árna biskups Þorlákssonar, 1269—1298, og hafi þá verið fyrir kirkja í Nesi í Selvogi. Kirkjan í Nesi varð síðan hálfkirkja og stóð enn 1706.
Strandarkirkja – Engilsvík.
Til er gamall máldagi Neskirkju frá hér um bil 1313 (Dipl. Isl. II, Nr. 209), og hafði Nes þá verið í eigu Erlends sterka. En sögn Selvogsmanna er sú, að Árni héti maður. Hann komst í hafsnauð og gerði það heit í sjávarháskanum, að gera þar kirkju, er hann næði landi; tók land farid á Strönd og lét síðan reisa þar kirkju með fulltingi Árna biskups í Skálholti Þorlákssonar. Þaðan segja menn svo það komið, að rekamark Strandarkirkju sé. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur, sem var Selvogsprestur 1880—1884, heyrði þá sögn í Selvogi, að Árni sá, er hefði og kirkjuna lét reisa, hafi einmitt verið Árni biskup sjálfur (Staða-Árni), og það fylgdi þeirri sögn, að þegar skip biskupsins var komið úr sævolkinu inn í Selvogssjó, hafi þeir af skipinu séð hvítklæddan mann standa við sjó niðri og bákna þeim til hafnar, og þar náðu þeir landi, Þessi ljósklæddi maður var eingill, og heitir þar síðan Eingilsvik, fyrir neðan Strandarkirkju.
Strandarkirkja 1884.
Bágt er nú að segja, hver fótur sé fyrir þessum sögnum. Frá hinum elztu öldum landsins eru nú fáar frásagnir til um Selvoginn. Menn vita það, að Þórir haustmyrkur nam þar land, og hafa geymzt munnmælasagnir ýmsar um hann í Selvogi alt fram til vorra daga.1) Síðan finst Selvogsins varla getið svo öldum skiptir. Árið 1220 er þess getið í Sturlungu, að Sunnlendingar gerði „spott mikit at kvæðum þeim“, er Snorri Sturluson hafði ort um Skúla jarl, og hefði snúið þeim afleiðis. Segir þá, að „Þóroddr í Selvági keypti geldingi at manni“, að hann kvæði hæðnivísu um Snorra: Oss lízt illr at kyssa o. s. frv. Er svo að merkja, að Þóroddur sá hafi þá verið nafnkunnur maður og svo sem fyrir Selvogsmönnum, og eptir nafninu mætti ætla, að hann hafi verið af kyni Hjallamanna.
Selvogur – Strönd; loftmynd.
Árið 1238 býr Dufgús Þorleifsson á Strönd í Selvogi, og lét Gizur Þorvaldsson þá taka þar upp bú fyrir honum, svo að alt var óbygt eptir. Ekki verður með vissu sagt, hvort Dufgús hafi þá átt Strönd, eða hvort nokkuð hafi komið saman ættir með honum og þeim, sem síðar áttu Strönd um langa tíma. Elzta „Strendur máldaga“, er nú þekkist, hafa menn heimfært til tíma Árna biskups Þorlákssonar, eða hér um bil 1275. Er það skrá um „hvalamál í Selvogi“, og er Strönd þá svo stórauðug að rekum, að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvíkinga og sjálfan Skálholtsstól. Máldagi þessi kennir manni það, að áreiðanleg er sögusögn sú, er síra Jón getur um hér í kvæðinu (15. er.), að garður hafi til forna verið hlaðinn kringum mestan hluta Selyvogs.
Víghólsrétt í Selvogi.
Segir máldaginn svo, að sex vættir hvals eigi hvort land „fyrir garði, en fjórar utan garðs“. En ekki nefnir þessi skrá neina kirkju þá á Strönd. Þó er það nær óhugsandi, að kirkja hafi þá ekki verið komin þar fyrir laungu. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (1269—1298) átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (d. 1312) Strönd, Nes og sjálfsagt fleiri jarðir í Selvogi. Biskup og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum, og eru lítil líkindi til að Erlendur hafi farið „með fulltingi“ Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd, enda má sjá það af vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar, út gefnum „á Strönd“ 13. maí 1367 1), að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir laungu, því að Þorbjörn segist „fyrir sextigi vetra og áður“ optsinnis hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strendur kirkju; hafi kirkjan þá verið orðin svo rík, að hún meðal annars átti þrjátigi hundraða í heimalandi (þ. e. hálft heimaland) og „alla veiði í fuglbergi“; en hann segist hafa vitað, að „með ráði Árna biskups“ væri keyptar tvær klukkur til kirkjunnar.
Selvogur – Gapi.
Þegar Þorbjörn gaf út þenna vitnisburð, þá voru staddir á Strönd Oddgeir biskup, og meðal annara þeir Erlingur Jónsson í Nesi (ef til vill sonarsonur Erlends sterka) og Andrés Sveinsson, síðar hirðstjóri, sem þá hefir átt Herdísarvík, og talinn er sonarsonur Gríms lögmanns Þorsteinssonar, af ætt Hafurbjarnar eða Ingólfs ætt. Ef kirkja hefði verið sett á Strönd af þeim Erlendi sterka og Staða-Árna, hefði þess án alls efa verið getið í sögu Árna biskup3), nema það hefði þá verið gert þau ár, sem söguna þrýtur. Vera má, að kirkja hafi, eins og munnmælin segja, verið sett fyrri í Nesi en á Strönd, og að þar hafi verið höfuðkirkjan fram á öndverða 14. öld. Þar er Erlendur sterki grafinn.
Strandarkirkja um 1900.
Fornbréfasafn III, Nr. 180, inn þar, en ekki á Strönd.1) En 1397, í tíð Vilchins biskups, er Strandarkirkja orðin uiklu rikari en Nesskirkja. Þá hafði á undan Erlingi búið leingi í Nesi bóndi sá, er Árni hét, líklega nálægt 1330—1360, og mun hann hafa verið tengdur eða skyldur oett Erlends sterka. Sögusögnin um, að kirkja hafi verið sett í öndverðu á Strönd fyrir áheit einhvers í hafsvolki er ekki ósennileg.
Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefir sjálfsagt frá ómunatíð, alt þar til að það tók að fylla af sandi á síðari öldum, verið einhver öruggasta lendingarhöfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé opt kyrt a Strandarsundi, þó að allur Selvogssjór sé í einni veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi „rétt förnu“. Var annað sundmerkið varða uppi í heiðinni, sem enn er þekkjanleg, en hitt sundmerkið var niðri við sundið; lýndist það, og var sundið því lítt tíðkað leingi á síðari tímum, að leiðarmerkið var ókunnugt. En á þeim árum, sem síra Ólafur Ólafsson var prestur í Selvogi, eða sem næst 1882—1884, sópaði veltubrim eitt sinn mjög sandi þar úr vörunum, og komu þá fram grjótundirstöður þar við sundið, og töldu menn þá víst, að það væru grunnstæðurnar að sundmerkinu gamla.
Selvogur – Útvogsvarða.
Ýmsar sagnir hafa geingið um sundið. Sögðu sumir, að jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags. Tólfæringur mikill, er Skúta hét, fylgdi Strönd á dögum Erlends lögmanns og fram til 1632. Sagt var, að Skúta hefði altaf lag ú Strandarsundi. Þó fórst hún að lokum, enda var henni þá á sjó hrundið í nafni andskotans. Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfðingjasetur. Þar var sjóargagn mikið og landkostir góðir. Var jörðin eitt af böluðbólum sömu höfðingjaættarinnar í 400 ár: alt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700. Má því fara nokkuð nærri um það, hverir búið hafi á Strönd svo öldum skiptir, en það eru afkomendur Erlends lögmanns hins sterka Ólafssonur. Hann hefir átt bæði Strönd og Nes í Selvogi og líklega haft bú á báðum þeim jörðum. 1290 bjó Erlendur á Ferjubakka 9).
Selvogur – uppdráttur ÓSÁ.
Erlendur andaðist 1312, og er annaðhvort grafinn á Strönd eða í Nesi. Synir Erlends voru að vísu tveir, sem kunnir eru, báðir höfðingsmenn, Haukur lögmaður og Jón Erlendsson á Ferjubakka. Á lögmenskuárum sínum 1294—1299 hefir Haukur líklega búið á Strönd, og eins á árunum 1306—1308, er hann hafði völd um Suðurnes 3). Haukur fór síðan alfari til Noregs, og gerðist Gulaþingslögmaður, og andaðist þar 1334. Sonur Jóns Evlendssonar á Ferjubakka var Flosi officialis Jónsson prestur á Stað á Ölduhrygg, er kemur við bréf frá því 1350—1368. Synir hans voru þeir Þórður Flosason og Vigfús Flosason, báðir miklir menn fyrir sér. Af Þórði er komin Leppsætt, fjölmenn og merkileg. Vigfús bjó í Krossholti (enn á lífi 1894) og átti Oddnýju dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar, og fékk með henni Kolbeinsstaðaeignir.
Selvogur – merkt fyrrum bæjarstæði nálægt Strönd.
Af þeim Vigfúsi og Oddnýju er komin Kolbeinsstaðaættin síðari. Var þeirra sonur Narfi faðir Ketils prests (1437-1440) og Erlendss í Teigi (1439-1458) föður Erlends sýslumanns. Annan son Jóns á Ferjubakka telja ættfræðingar Vigfús Jónsson hirðstjóra, er lézt 1371; telja menn, að Vigfús ætti dóttur Ívars Hólms Jónssonar (1284—1312) hirðstjóra 4).
Ívar Jónsson mun hafa átt Brautarholt og búið þar með kvonfangi þessu hefir Vigfús því feingið Brautarholts eignir, en óðalborinn var hann til Strendur.
Strandarkirkja 1900.
Hann hefir verið gamall, þegar hann varð hirðstjóri (1371), og varla fæddur síður en c. 1305. Mun hann bæði hafa haft bú á Strönd og í Brautarholti. Sonur hans hefir heitið Ívar Vigfússon Hólmur, er hirðstjóri var á árunum 1352—1371, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Getur Vilchinsmáldogi þess, að hann („Ívar hóndi“) gerði Strandarkirkju silfurkaleik „og kostaði á sína peninga gerð og gylling“ , og sá kaleikur fylgi kirkjunni enn. Ívar lézt í Noregi 1371, sama ár og faðir hans. Kona hans var Margrét Özurardóttir. Hún var enn á lífi 1422, og hefir hún verið miklu yngri en Ívar, sem varla er fæddur miklu síðar en 1325. Mun hún síðan hafa haft búnað á Strönd og í Brautarholti og víðar með Sundum, þar til Vigfús Ívarsson Hólmur, sonur þeirra, var vaxinn.
Strandarkirkja.
Vigfús gerðist hér hirðstjóri 1390, og lézt nálægt 1419. Strönd var eitt af höfuðbólum hans. Bú hafði hann og í Brautarholti og á Hofi á Kjalarnesi, og voru þær jarðir þó öðrum til erfða fallnar í plágunni 1402—14031). Kona hans var Guðríður Ingimundardóttir, Oþyrmissonar, af Rogalandi. Áttu þau fjölda harna. Einn sonur þeirra hét Erlendur; annar var Ívar, er inni brann, en dóttir þeirra var Margrét, er giptist Þorvarði Loptssyni á Möðruvöllum 1436. Með henni fékk Þorvarður Strönd, þótt sérstaklega sé til nefndar Hlíðarendaeignir, er Margrét leggi til hjónalagsins. Á Strönd hafði Þorvarður síðan eitt af stórbúum sínum; hin voru á Möðruvöllum, Hlíðarenda og Eiðum. Eptir dauða Þorvarðs 1446 hélt Margrét uppi sömu búrisnu og höfðingsskap og áður, og dreifði ekki eignum sínnm, þar til börn hennar komust upp. 1460 gipti Margrét Guðríði dóttur sína Erlendi Erlendssyni, Narfasonar, Vigfússonar, Flosasonar, og sameinaðist Erlendsættin þar aptur, og kom þar saman mikið fé.
Strandarkirkja – kaleikur frá 13. öld.
Erlendi fylgdu Kolbeinsstaðaeignir og Teigseignir í Fljótshlíð, en Guðríði Hlíðarendaeignir og Strönd með öðrum jörðum i Selvogi og með Sundum. Erlendur gerðist síðar sýslumaður í Rangárþingi, og hafa þau Guðríður haft bú á öllum þessum höfuðbólum. Árið 1495 um veturinn 3. marts eru þau bæði á Strönd í Selvogi, og hafa þá búið þar og haft þar vetursetu. Það ár hverfa þau úr sögunni bæði, og hafa þau dáið þá (1495) úr drepsóttinni, líklega á Strönd og liggja í Strandarkirkjugarði. Eptir þau hefir Þorvarður lögmaður sonur þeirra búið á Strönd. Að vísu býr hann þar árin 1500—1507. Hann var giptur Margréti Jónsdóttur, systur Stefáns biskups. Er sagt, að „þessi hústrú Margrét“ hafi haft Herdísarvík frá Strandarkirkju og gefið Krýsivíkurkirkju. Margrét varð ekki gömul, og er dáin ekki síðar en 1507,3) því að 3. sept. 1508 er stofnaður kaupmáli Þorvarðs lögmanns og Kristínar Gottskálksdóttur. Telur lögmaður sér þá til konumundar Strönd í Selvogi 100 hundraða, Nes 60 hundraða og Bjarnastaði 40 hundraða.
Strandarkirkja – ljósakróna.
Þorvarður lögmaður lézt í Noregi 1513. Þá hefir Erlendur sonur hans og Margrétar enn ekki verið fullveðja, en hann fékk eptir föður sinn bæði hin gömlu ættarhöfuðból Kolbeinsstaði og Strönd með fleirum fasteignum. Erlendur varð lögmaður sunnan og austan 1521, og hafði hann síðan bú bæði á Strönd og Kolbeinsstöðum, en eptir 1523 5) mun hann leingstum hafa setið á Strönd. Hafa geingið miklar sagnir um það, hve stórfeldur hafi þá verið búskapur hans á Strönd, bæði til lands og lár; var hann fjáraflamaður mikill og hið mesta afarmenni, einkum við öl, og sást þá lítt fyrir, en annars þótti hann vitsmunamaður hinn mesti, og sigldi kænlega milli skers og báru yfir brimsjó siðaskiptanna. Hinn 13. marts 1552 gaf konungur út erindisbréf handa Páli Hvítfeld hirðstjóra sínum hér á landi, þar sem hann meðal annars skipar hann yfir öll góz konungs hér, leggur fyrir bann að hegna banamönnum Kristjáns skrifara, og gefur honum vald til að setja af bæði lögmenn, lögréttumenn og sýslumenn, ef þeir sé konungi ótrúir eða athugaverðir á annan hátt. Og jafnframt skipaði konungur Páli Hvítfeld um leið að umboðsmanni með sama valdi hér á landi
Strandarkirkja 1940.
Eggert Hannesson, einhvern mesta fjárdráttar og ásælnismann, svo að hann þótti jafnvel vera ráðbani manna til fjár. Sama ár (1552) á Alþingi dæmdi Eggert sem konungsfógeti um banamenn Kristjáns skrifara, og setti þá af báða gömlu lögmennina, Orm Sturluson, norðan og vestan, og Erlend á Strönd, sunnan og austan. Orm setti hann af fyrir skuldir við konung, og setti í hans stað gamlan félaga sinn Odd Gottskálksson. Hjá Ormi var til einskis fjár að slægjast. Öðru máli var að gegna um Erlend lögmann; hann var maður stórríkur, og þar var í krás að komast. Á Erlend kærði Eggert ýmsar stórfeldar sakir, er hann þótti hafa orðið offara um og ekki bætt; dæmdi hann af Erlendi embætti og alt fé hans fallið undir konung, en það var sama sem undir Eggert sjálfan.
Strandarkirkja – altaristafla.
Síðan setti hann sjálfan sig í sæti hans og embætti sem lögmaður sunnan og austan, en þá mun þingheimur víst helzt hafa viljað fá Pál Vigfússon á Hlíðarenda, ef þeir hefði mátt ráða; hann var bræðrungur við Erlend lögmann og ágætur maður. Eggert sat nú í nafni konungs í gózum Erlends lögmanns næstu árin, og er ekki að sjá, að Erlendur hafi treyst sér til að hreyfa neitt við því að rétta hluta sinn fyrri en eptir 1556. Þá drukknaði Oddur lögmaður Gottskálksson, og notaði Eggert þá tækifærið til þess að koma sér úr suður og austur lögdæminu og norður og vestur umdæmið, enda var þá fógetavöldum hans lokið yfir landinu fyrir tveim árum (1554). Þá var kosinn lögmaður sunnan og austan Páll Vigfússon, og þá fór Erlendur að hafa sig á kreik að rétta úr málum sínum. Sigldi hann þá skömmu síðar (1557) og fékk Páll lögmaður frændi hans honum þá 100 dali til ferðarinnar, því að alt fé Erlends var þá í klóm fógetans, þó að bú hans stæði. Fluttist þá Þorleifur Grímsson af Möðruvöllum suður að Strönd að sjá þar um búið, því að óvíst þótti þá um apturkomu Erlends.
Strandarkirkja er kirkja við Engilvík. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907.
Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.
Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.
Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn.
Þar andaðist Þorleifur snemma sumars 1559, og er hann grafinn á Strönd. Hið sama vor reið Grímur sonur hans, er giptur var Guðbjörgu dóttur Erlends lögmanns, frá Möðruvöllum og suður til Strandar. En þegar hann reið upp úr Hólminum, fældist hestur með hann „í Víkurholtum“, svo að hann féll af baki og beið bana af. Var hann fluttur til Strandar og grafinn þar. 1) En Erlendur lögmaður, sem sjálfsagt hefir haft með sér bréf frá Páli lögmanni frænda sínum, og líklega haft þáverandi hirðstjóra Knút Steinsson og fógeta hans Pál Stígsson sér ekki óvinveitta, afrekaði það í utanförinni, að konungur leyfði honum 27. janúar 1558 að leysa út alt fé sitt með 500 dölum, og með þá úrlausn kom hann út. Í þessa útlausn seldi Jón Marteinsson og Guðbjörg dóttir Erlends — eptir dauða hans — Kolbeinsstaði, hið margra aldagamla ættarhöfuðból Erlendunga. Hefir þeim þá þótt minna fyrir því að láta það heldur en Strönd; þótt Strönd gagnsamari til lands og sjávar.
Voru þá enn miklar eignir eptir Erlend, bæði Strönd og Selvogsjarðir, Sundajarðir og fleiri. Bjó Erlendur á Strönd við alsnægtir til dauðadags 1575, og er hann grafinn á Strönd, Er hann stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið; var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður; barði harðlega á útlendingum, þegar svo bar undir, og var þeim ekki altaf heldur mjúkur í dómum. Þó segja sumir, að þeir feðgar séu báðir grafnir í Reykjavík (Ísl. söguþættir Þjóðólfs I, 1901, bls. 19—20), en það er ekki mjög líklegt.2) Ekki laungu eptir það, að Eggert fór að ásækja Erlend — því að úr Eggert mun það alt hafa verið, þótt Hvítfeld væri talinn fyrir — fóku að rísa brattir brekar að höfði Eggerts sjálfs, sem ekki var minni yfirgangsmaður en Erlendur. Árni Gíslason, sem var náteingdur Erlendungum, lék hann svo í málum þeirra, að Eggert bar mjög fyrir honum lægra hluta 1560. Einkaerfingi að auð Daða i Snóksdal var Hannes Björnsson bróðursonur Eggerts; var Eggert fjárhaldsmaður hans.
Strandarkirkja – kristsmynd.
En þegar Daði lézt 1563, var einhver búinn að kenna Páli hirðstjóra Stígssyni það, að alt fé Daða væri réttfallið undir konung fyrir ýmsar offarir Daða ; fékk þá Eggert sömu hremminguna, sem hann hafði látið Erlend fá, og varð hann að leysa arfinn út við konung, eins og hann, einmitt með 500 dölum. Ormur Sturluson var Eggerts líka allvel minnugir, og hratt honum úr lögmannsembætti 1568, og náði Eggert aldrei jöfnum virðingum eptir það, en auð hafði hann nógan.
Eptir lát Gríms Þorleifssonar giptist Guðbjörg Erlendsdóttir Jóni sýslumanni Marteinssyni (1561); bjuggu þau framan af á eignum Guðbjargar í Eyjafirði, en eptir dauða Erlends lögmanns 1575 fluttu þau sig suður að Strönd, og hafa þau búið þar á meðan Guðbjörg lifði, en Einar Grímsson, sonur Gríms Þorleifssonar og Guðbjargar, mun hafa búið að eignum sínum í Eyjafirði. En dóttir hennar og Jóns Marteinssonar var Solveig kona Hákonar sýslumanns Björnssonar í Nesi, og er komin mikil ætt af Guðbjörgu.
Strönd – loftmynd.
— Árið 1576, næsta ár eptir dauða Erlends lögmanns, gekk Alþingisdómur á milli Páls Eyjólfssonar á Hjalla og Jóns Marteinssonar um reka Hjallakirkju og Strandarkirkju. En 1594 andaðist bæði Guðbjörg og Einar Grímsson sonur hennar, og árið eptir, 15952), er Jóni Marteinssyni gert að skyldu að svara innstæðu Strandarkirkju, er skuli vera 22 hundruð í fríðum peningum, og er það ítrekað á Alþingi aptur 15982) Svo er að sjá sem losnað muni hafa um ábúð Jóns Marteinssonar á Strönd úr þessu, og á Alþingi 1596 eru „þeim unga manni“ Grími Einarssyni 3) dæmd 45 hundruð í Strönd til erfða eptir Guðbjörgu ömmu sína, en Solveigu Jónsdóttur 15 hundruð eptir Guðbjörgu móður sína. En Magnús Hjaltason í Teigi hafði þá umboð Gríms.
Selvogur – Nesborgir.
Þegar aldur færðist yfir Grím Einarsson fékk hann forráð Strandar og Strandareigna. Ættfræðingar segja, að hann hafi búið i Teigi í Fljótshlíð, en það kemur illa heim við það, að Grímur er lögréttumaður í Árnesþingi 1632—1640, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd.
Árið 1642, hinn 6. ágúst, er Grímur enn í fyrirsvari um Strandarkirkju að þrem fjórðungum, en að fjórðungi Hákon Björnsson og Sigurður Hákonarson. Segir Grímr þá, að hann hafi ekki „uppborið kirkjutíundirnar á Strönd, „heldur þeir, sem á hefðu búið. Bendir það á, að hann hafi þá ekki búið á Strönd. 1646, hinn 15. ágúst, er Grímur dáinn, því að þá er hann nefndur „Grímur sálugi Einarsson“. Eru þá í svörum fyrir Strandarkirkju Indriði Jónsson og Vigfús Jónsson. lndriði var merkur maður og bjó í Eimu í Selvogi; hann var góður skrifari og smiður, og lögréttumaður var hann í Árnesþingi 1616 — 1649. Vigfús bjó á Bjarnastöðum og var einnig lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1632—1640.
Strandarkirkja 2014.
Sonur Gríms Einarssonar og Katrínar Ingimundardóttur hét Ingimundur, og hefir hann verið fæddur nálægt 1610—1615 Hann erfði 45 hndr. í Strönd, og er farinn að búa þar 1652, og býr þar enn 1670. Skömmu síðar mun hann hafa dáið. Hann var allra manna frástur á fæti, og hljóp uppi tóur; var því kallaður Tóu-Mundi. Hann var lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1656 — 1668. Kona hans var Þórelfur Vigfúsdóttir, dóttir Vigfúsar lögréttumanns á Bjarnastöðum, og bjó hún á Strönd eptir Ingimund andaðan, og þar er hún 1681 og enn 1683, en dáin virðist hún vera 1687 því að hinn 2. okt. það ár stendur sá „sæmdarsveinn“ Vigfús Ingimundarson, sonur hennar, Þórði biskupi reikning Strandarkirkju, og mun hann hafa búið á Strönd þar til hún fór í eyði.
Strandarkirkja.
Meðan stórhöfðingjar bjuggu á Strönd og sveitin var í blóma, mun þar jafnan hafa verið einbýli. En þó að sveitin væri gagnsöm í þá daga, gat þar samt orðið hart á barið stundum, því að svo segja annálar, að árið 1314 hafi orðið svo mikið mannfall syðra „í sult“ „af fátæku fólki“, að þrjú hundruð líka komu þá til Strandarkirkju í Selvogi. Mart af því hefir þó sjálfsagt verið reikunarfólk, sem leitað hefir til sjáarins. Eptir dauða Erlends lögmanns (1575) og að vísu eptir lát Guðbjargar Erlendsdóttur (1594), sem var kvenskörungur, mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd.
Klukka Strandarkirkju.
Frá Ingimundi og Þórelfi eru komnar merkar ættir. Meðal barna þeirra var séra Grímur er prestur varð í Selvogi 1673; varð ekki gamall, lézt 1676; Jón sonur þeirra bjó í Herdísarvík (1681), og Magnús Ingimundarson (f. 1640) bjó í Stakkavík 1681—1706. Ingibjörg dóttir þeirra átti Gunnar lögréttumann Filippusson í Bolholti og er þaðan mikið kyn — Strandarkirkja á enn menjagrip frá Ingimundi; er það klukka. Á henni stendur : -Engemunder Grímsson 1646″.
Um Strandarkirkju sjálfa og áheit til hennar verða frásagnirnar nokkuð slitnar á hinum fyrri öldum. Þó má sjá, að áheit á kirkjuna hafa tíðkazt mjög snemma. Er það sérstaklega tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða“. Er þá og getið um bænhús í Herdísarvík.
Í Strandarkirkju.
Ekki verður rakið um áheit eða gjafir til kirkjunnar fyrri en um daga síra Jóns Vestmanns, sjálfsagt af því, að það hefir ekki verið bókfest, því að á ýmsu má sjá, að nógur átrúnaður hefir á kirkjunni verið, að minsta kosti á 18. öld. Getið er þess í annálum, að Ketill kurt hafi 1338 vegið mann einn, er Jón hét; siðan hafi Ketill komizt í kirkju á Strönd í Selvogi, „og gerði þar óspektir, og var fyrir því tekinn úr kirkjunni, og hálshöggvinn“.
Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups, eptir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp 1624. Er sú lýsing svona:-) „Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar ú lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitann, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni.
Strandarkirkja.
Í vísitazíu Brynjólfs biskups 6. ág. 1642 er sagt, að þessi kirkja sé „bygð fyrir 18 árum, vij stafgólf að leingd, með súð, þiljuð bak og fyrir“. Þá er og getið um „það blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið“. Stóð þessi kirkja fram til 1670, því að í vísitaziu Brynjólfs biskups 22 sept. það ár er kirkjan sögð nýbygð. Þá er og svo fyrirmælt, að það gamla blý „skuli ganga kirkjunni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeilis ónýtt“. Þá er og í fyrsta sinn þe3s getið (1670), að land sé tekið að rjúfa á Strönd, og er þá „tilsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eptir skyldu sinni, eptir því, sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki.“
Selvogur – minnismerki um fyrrum bæjarstæði við Strönd.
Á árunum 1650—1652 hafði síra Jón Daðason í Arnarbæli feingið í sitt fyrirsvar þann fjórðung Strandarlands (15 hdr.), sem Sigurður Hákonarson átti; hafði Sigurður og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans gefið þann hluta landsins Solveigu dóttur síra Jóns og Katrínu Kortsdóttur konu hans1). — Gerðist síra Jón þá, eins og hann var vanur, eptirgangssamur um eignagögnin. Hinn 15. júní 1659 að Nesi í Selvogi fékk hann Torfa sýslumann Erlendsson til að láta ganga dóm um fuglveiði og eggver Strandarkirkju „í og fyrir Strandarbergi, sem liggur fyrir Krýsivíkurlandi,“ og ber síra Jón þá fram vitnisburði um 40 ára hefð kirkjunnar fyrir berginu. Um reka kirkjunnar hefir á þeim árum ekki heldur verið alveg örugt, því að hinn 10. janúar 1669 „að Strandarkirkju, í Selvogi“ gefa Selvogsmenn út, án efa að tilhlutun síra Jóns Daðasonar og Ingimundar Grimssonar, vitnisburð, „um það Strandarkirkju rekaítak í millum Selstaða og Hellis, hvert greint takmark haldið hefur verið átölulaust í allan máta frá Seljarnefi og hraunsþúfum undan Herdísarvíkurseli og í Breiðabás fyrir austan Herdísarvík að þeim hellir, sem máldaginn tilnefnir,“ en hval hafði rekið þar haustið áður, 1668, og fjörumaður Sigmundur Jónssonar í Herdísarvík fundið hann.
Í Breiðabás.
Skrifa þar 16 manns „undir með eigin höndum, sem skrifa kunnum, en hinir, sem ekki skrifa, staðfestu með alminnilegu lófaklappi.“ Mann furðar næstum á hvo margir hafa verið skrifandi, en þessir skrifa undir: Jón Þorkelsson (á Bjarnastöðum), Björn Þorvaldsson (í Þorkelsgerði), Vernharður Jörinsson, Jón Kolbeinsson (í Eimu), Gunnar Árnason, Árni Jónsson (á Strönd) Gísli Ásbjarnarson (í Nesi), Gísli Vigfússon (á Strönd), Eyjólfur Þorgeirsson (í Nesi), Jón Jónsson (í Nesi), Jón Nikulásson, Hróbjartur Ólafsson (í Vindási), Bjarni Hreiðarsson, Jón Jónsson (líkl. á Bjarnastöðum), Hafliði Jónsson (í Nesi). Jón Indriðason (í Eimu) Segjast þeir muna „frá ómagaaldri“, þessir yfir 40 ár: Jón Þorkelsson. Eyjólfur Þorgeirsson, Jón Nikulásson, Jón Arnason1), Jón Jónsson2) „en allmargir, sem glögglega til muna. yfir 30 4r, einkum þessir“: Jón Indriðason, Björn „Þorvarðison,“ Jón Jónsson, Árni Jónsson, Jón Ingvarsson, Vernharður Jónsson. Hafliði Jónsson, Bjarni Hreiðarsson, Gísli Ásbjarnnrson og Gunnar Arnasona).
Strandarkirkja – altaristaflan.
Eptir að jörð tók að blása upp i Selvogi um 1670 má sjá að jarðarspjöllin hafa geingið þar mjög ört fram, einkum yfir Strandarland. Á árabilinu 1677—1680 voru 7 ábúendur á Strönd 1), en 1681 eru þeir ekki orðnir nema 5: Þórelfur Vigfúsdóttir, ekkja Ingimundar Gímssonar, Árni Jónsson. Gísli Vigfússon bróðir Þórelfar, Árni Magnússon og Gísli Erlendsson. En 1696, 15 árum seinna, legst Strönd sjálf, þetta gamla stórbýli, algerlega í eyði og bygð fellur þar af. Er svo sagt um Strönd í jarðabók Árna og Páls 1706: „fyrir 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf,“ en Sigurðarhús, forn hjáleigu frá Strönd, er þá komin í staðinn, og metin 21 hundrað af dýrleika; hokra þá tveir menn á hjáleigunni: Guðmundur Þórarinsson (f, 1666, og María Egilsdóttir (f. 1667). – 1735 er þar 1 ábúandi, en 1762 er þar eingin ábúð og alt í eyði.
En alt stóð kirkjun á Strönd þetta af sér, og sat þar ein eptir á sandinum. Á sjálfum sandfjúksárunum geta vísitaziurnar ekkert um, að sandfokið komi neitt kirkjunni við. En um „gamla blýið“, seru fylgdi kirkjunni, fer Þórður biskup þeim orðum 29. Ág. 1679, að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik, og sé þá eptir af þvi „1 vætt og nær hálfur fjórðungur“. Í vísitaziu sinni 19. ágúst 1703 skipar Jón biskup Vidalín einnig að krefja inn blýverðið, en ekki getur hann sandfoks.
Seljabót – rétt.
Hins vegar skipar hann að byggja upp kirkjuna sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið bygð upp í 5 eða 6 stafgólum. Í vísitaziu Jóns biskups Árnasonar 8. Maí 1723 er kirkjuhöldurunum skipað enn að gera grein fyrir andvirði blýsins. Í vísitazíu sama biskups 12. júní 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þakið á vetrardag. Voru fyrirsvarsmenn kirkjunnar þá margir: Magnús Einarsson, Egill og Grímur Eyjólfssynir á Þórkötlustöðum, og að nokkru leyti Jón sýslumaður Ísleifsson.
Strandarkirkja 1920.
Hinn 4. Sept. 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöldurunum að byggja kirkjuna upp þá þegar um haustið, og var það gert. Var þá Magnús Einarsson aðalmaðurinn í fyrirsvari um kirkjuna. Vísiterar Jón biskup hana svo vorið eptir hinn 15. júní 1736, og lýsir hann nýbygðu kirkjunni, sem var 6 stafgólf, þá svo : „Kirkjan er uppbygð á næstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið mikið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Tvö krísholt eru framan fyrir kirkjunni, önnnur tvö á baka til, þriðju til hliða“.
Standarkirkja.
Annaðhvort þetta ár eða hin næstu eptirfarandi hefir Jón biskup Árnason sjálfur keypt Strönd, og að vísu sýnist hann vera orðinn eigandi hennar 23 sept. 1738 eða fyrr. Á þeim árum mun ekki hafa verið björgulegt í Selvogi. Árið 1735 voru 2 búendur í Nesi, en höfðu verið 8 árið 1681; orðnir eru þó búendur þar 4 árið 1762, en þá er Strönd aleydd.
Með gjafabréfi 15. júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir (f. 1665, d. 20 okt. 1752), ekkja Jóns biskups Árnasonar, samkvæmt testamentisbréfi sínu frá 18. sept. 1747, Strönd „að æfinlegu beneficio“ Selvogsprestum til uppheldis, og jörðin „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns vittluftuga haglendis, rekavonar, eggvers, veiðiskapar og annara herlegheita 20 hundruð“.
Selvogur; MWL.
– Annað ár eptir, 8. júní 1751, vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju; er þar þá sama kirkjan, sem bygð var fyrir 15 árum (1735). Segir biskup hana þá stæðilega að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða fúin“. Síðan bætir biskup við : „Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan hentugri stað“.
1749 hinn 6. júní afhenti síra Þórður Eíriksson, sem þá hafði verið leingi prestur Selvogsmanna, prestakall og kirkjuna í hendur ungum presti, síra Einari Jónssyni, sem feingið hafði veiting fyrir Selvogsþingum.
Selvogur – kvöld við Engilvík.
Síra Einar var ekki leingi að hugsa sig um að nota sér þessi orð biskups og láta ekki hjá líða tækifærið til þess að koma kirkjunni heim til sín að Vogsósum Þar voru hægust heimatökin fyrir hann, Ritar hann þá þegar á Alþingi 13. júlí samsumars bæði Pingel amtmanni og Ólafi biskupi átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og tillögu um að flytja kirkjuna heim að Vogsósum, og fær sama dag uppáskript prófastsins, síra Illuga Jónssonar, á bréf sitt, þar sem prófastur geldur samþykki við öllu saman. Biskup hefir þó ekki flýtt sér að gefa úrskurð hér upp á, og dregið það fram yfir veturnælur. En 3. nóv. 1751 skipar hann svo fyrir, að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum, og skuli bygging hennar þar framkvæmd og fullgerð á næstu tveimur árum (1752—1753). Skýra skjölin sjálf bezt frá þessu efni, og hljóða svona: „Umkvörtun síra Einars um Strandarkirkiu í Selvogi.
Veleðle og velbyrdige herra amtmann yfir Íslandi herra Jóhann Christian Pingel!
Strandarkirkja – kristsmynd.
Veleðle háehruverðugi og hálærði herra superintendent yfir Skálholtsstipti herra Ólafur Gíslason! Hér með innfellur mín nauðsynjafull umkvörtun út af skaðlegu ásigkomulagi Strendurkirkju i Selvogi, og þar af rísandi margföldum óhentugleikum, sem eptir fylgir: Hún stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Súð kirkjunnar verður ei heldur svo vel troðin með sillum og gættum, þó optlega gert sé, að sandurinn rifi það ekki burt aptur; fýkur hann svo inn í kirkjuna og feyir stafina að neðan og jafnvel súðina að innan, svo eg tel mér ómögulegt, kirkjunni fjarlægum, hana að vakta, verja og viðhalda fyrir þessum ágangi. Hún er og upp bygð seinast fyrir 16 árum, en nú eru mörg tré í henni fúin og fordjörfuð; hefur þó verið árlega bikuð, leitast við að verja hana fyrir skemdum og reparera, bæði af prestinum síra Þórði og mér, síðan eg við henni tók, svo sem fleirum er um kunnugt. Eins fordjarfar sandurinn læsing, saum og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stór þungi bennar utensilia og ornamenla að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi.
Strandarkirkja.
Tilmeð er skaðvænleg hætta, helzt á vetrartíma, í þessari kirkju að forrétta kennimannlegt embætti, einkanlega það báverðuga sacramentum (sein ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla, meðan það er framflutt. Fólkið teppist í kirkjunni, ásamt presturinum, sem og ekki kann að halda þar besli sínum skýlislausnm, nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eður helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helzt heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í catechisationinni og öðrum guðs orða lærdómi. Hér fyrir innfellur mín allra innilegasta og auðmjúkasta begiæring til yðar hárespeclive herradóms, að þér vilduð þessar mínar hérgreindar umkvartanir álíta, og, ef ske mætti, tilhlutast og leyfi gefa, að nefnd kirkja flytjast ætti á einn óhultan og hentugri stað, hvar til eg með stærstu submission nefni kirkjunnar jörð Vogshús, og bið auðmjúklega, mínir hágunstugu herrar, hér uppá skriflega resolverað. – Þingvöllum d. 13. þeirra julij 1751. Forblífandi með æstime skyldugur og auðmjúkur þénari Einar Jónsson.
Djúpudalaborg – topphlaðinn fjárborg í Selvogi.
Framan og ofan skrifaða heiðarlegs síra Einars Jónssonar sóknarprests til Strendurkirkju i Selvogi yfirlesna umkvörtun meðkenni eg & sannindum grundvallaða vera, að svo miklu leyti, sein mér er vitanlegt, og háæruverðugur þessa stiptis biskup mun sjálfur persónulega séð hafa í sinni visitation á næstliðnu vori 1751. – Til staðfestu er mitt undirskrifað nafn að Þingvöllum d. 13. julij 1751. – Illugi Jónsson.
Framanskrifaða umkvörtun æruverðugs kennimannsins síra Einars Jónssonar hefi eg séð; hvað Strendurkirkju viðvíkur, þá sýndist mér það ófært, nær eg vísiteraði hana á næstliðnu vori, að hún skyldi standa þar á eyðisandi, og þeirra orsaka vegna, sem hér að framan upp taldar eru, því tilsegist hér með velnefndumkennimanni, sem er beneficeraður með þessu prestakalli, að láta flytja Strandarkirkju, nú tvö næstkomandi sumur, að Vogsósum, og setja hana þar niður á hentugt pláss.
Nes – legsteinn í kirkjugarði við Nes.
Hann skal láta taka til þessa verks svo snemma í vor sem mögulegt er, og láta hlaða þar kirkjugarð um kring hana framliðnum til greptrunar. Til þessa erfiðis er öll sóknin skyldug að þéna, en kirkjan skal standa henni kost á meðan verkið fram geingur, og þá það er svo fullkomið, að þar megi embætta, skal sóknarpresturinn segja mér til, svo sú nýja sóknarkirkja megi með guðs orði, bæn og blessun innvígjast á næsta helgum degi. Sóknin skal og, svo mikið sem mögulegt er, búa um kirkjugarðinn á Strönd, með sóknarprestsins ráði, að hann blási ekki upp af framliðinna beinum, hvar til ekki sýnist óhentugt að þekja hann utan og ofan með undirlögðu grjóti. Sker þessi mín ráðstöfun með Deres Velbaarenheds Hr. amtmannsins vitund og samþykki, og má hér út í eingin forsómun verða. Skálholti d. 3. novembris 1751.
Þórir haustmyrkur nam Selvog. Herforingjaráðskort 1903.
En hér varð sveipur i för Greipar, svo eptirminnilegur, að þuð var líkast því eins og þegar Gizur biskup Einarsson hafði tekið ofan krossinn i Kaldaðarnesi, reið heim í Skálholt, lagðist lostinn sótt og andaðist. Síra Einari varð eptir þetta ekki vært í Selvogi, og flosnaði þar frá prestskap 1753,1) biskupinn lifði rúmlega til jafnleingdar frá því að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, og andaðist nóttina milli 2. og 3. janúar 1753. Illugi prófastur í Hruna lézt einnig sama ár, 1753, og Pingel amtmaður misti embættið sökum ýmsra vanskila 8. maí 1752. Allir þessir menn, er að kirkjuflutningnum stóðu, biðu því annaðhvort hel eða greipilega hremmingu áður sá frestur væri liðinn, er kirkjan skyldi flutt vera.
Minnismerki um Strönd í Selvogi – einnig nefndur „Staður“.
En Selvogskirkja stóð eptir sem áður enn óhögguð á Strandarsandi. Geta má nærri, hvort ýmsum hafi þá ekki þótt fingraför forsjónarinnar auðsæ í þessu, og þótt guð borga fyrir hrafninn. Eptir síra Einar varð prestur Selvagsmanna 1753 Jón Magnússon frá Hvammi, prófasts Magnússonar, bróðursonar Árna prófessors. Síra Jón hafði áður verið prestur að Selbergi, þótti ekki að öllu reglumaður, en sýnist þó hafa verið hygginn og athugull, sem hann átti kyn til. Á meðan biskupslaust var í Skálholti, milli Ólafs biskups og Finns biskups, hefir kirkjuflutningsmálið legið niðri.
Vogsós – herforingjakort 1903.
En 30. júní 1756 skipar Finnur biskup, samkvæmt fyrra biskups úrskurði, að flyt á kirkjuna að Vogsósum, en það þumba bæði sóknarmenn og síra Jón fram af sér; sérstaklega sýnast Austurvogsmenn, í Nes-sókn hinni gömlu, hafa verið flutningnum andvígir. Niðurstaðan varð því sú, að biskup og prófastur höfðu eingin önnur ráð en 1757 að fara að fyrirskipa að gera að kirkjunni þar sem hún stóð, og var það gert 1758 og enn aptur 1763, og svona var því huldið áfram, að aldrei var kirkjan tekin ofan, heldur alt af gert við þá gömlu smátt og smátt, — á meðan svo var að farið, var öruggt um, að kirkjan yrði ekki flutt, — og á þann hátt stóð sama kirkjan á Strönd, sem þar var bygð 1735, í 113 ár, þar til síra Þorsteinn Jónsson (frá Reykjahlíð) tók hana ofan, og reisti nýja kirkju á Strönd „úr tómu timbri“, sem fullgerð var 1848. Þá á datt eingum í hug að færa kirkjuna frá Strönd, enda hafði tilraun síra Jóns Vestmanns um það efni nálægt 1820 strandað á svipuðu skeri og fyrri, trygð og festu Selvogsmanna við að hafa kirkjuna á sínum gamla stað.
Þórarinn Snorrason og Ómar spá og spekulera um fyrirhugaðn uppdrátt af Selvogi.
Strönd með Strandarkirkju er einn af hinum merkilegu stöðum hér á landi; Strönd gamalt höfðingjasetur og höfuðból; kirkjugarðurinn á Strönd legstaður margra stórmenna og nafnfrægra manna; af slíkum mönnum, sem þar eru grafnir, mun almenningur nú bezt kannast við Erlend lögmann, og einkum „fróða Eirík“ Vogsósaprest, sem hvert -mannsbarn í landinu þekkir, og þjóðsögur vorar hafa gert að þessum góða kunnáttumanni, sem öllum verður hlýtt til af sögunum um hann. Forlög og æfintýr kirkjunnar á Strönd eru mikil, enda ber helgi hennar yfir alt. Einginn verður betur við áheitum en hún, og þeir, sem að henni hlynna til gagns og góða, verða hamingjumeiri eptir. Væri öll stórmerki hennar kunn og komin í eitt, mundi sú jarðteiknabók vera ósmá.
Þórarinn Snorrason á Vogsósum.
Trygð Selvogsmanna við kirkju sína og kirkjustað er þeim til hins mesta sóma, Til hins er verra að vita, að uppblásturinn í Selvogi er án efa mjög mikið Selvogsmönnum fyrrum sjálfum að kenna. Menn hafa geingið alveg gegndarlaust í skrokk á öllum kvisti og lyngi og rifið það upp með rótum til eldsneytis. Ein sögn er sú frá Strandarkirkju, að það slys vildi til, þegar síra Þorsteinn Jónsson var að láta gera þar nýja kirkju 1847—48 og fara átti að reisa grindina, að bitar allir reyndust alin of stuttir; höfðu orðið mistök hja smiðnum. Efni var ekkert við höndina í nýja bita. Var prestur því farinn að tygja sig í ferð austur á Eyrarbakka til þess að útvega smíðavið. En áður hann legði af stað, varð honum geingið niður að lítilli sjávarvík skamt frá kirkjunni, en kirkjan á þar sjálf reka; var þar þá að landfesta sig „kantað“ tré. Því var síðan velt undan og flett, og stóð það heima í bitana, og prestur gat hætt við ferðina.
Svo var kirkjan hamingjumikil, að hún bætti sér sjálf skaða sinn — Biskup vor segir áheitin á Strandarkirkju aldrei meiri en nú, jafnvel frá útlöndum.
Selvogur – afhending Minja- og örnefnaskiltisins 2011.
Í jarðabók Árna og Páls 1706, er „lyngrif talið til hlunninda nærri hverri einustu jörð í Selvogi. Það er auðráðin gáta að hverju þau „hlunnindi“ ofnýtt mundu -verða. Það hefir og gert sitt til landspjallanna, þegar höfðingskap tók þar að hnigna, og hætt var að halda við þeim gamla Selvogsgarði, svo að alt varð óvarið, og skepnur gátu geingið eins og logi yfir akur, hvar sem var. Nú kváðu Selvogsmenn hafa gaddavírsgirt mikið af sveitinni, og síðan segja menn að þar grói upp árvöxtum. Hver „veit nema sveitin eigi eptir að ná sér aptur, og Strönd að verða aptur blómlegt býli.
Síra Jón Vestmann hefir ritað 1840 merkilega sóknarlýsingu um Selvog, en í bréfi 23. dec. 1812 til biskups og landstjórnar lýsir hann svo, hvernig þá er þar háttað: „Alt fram undir endalok 16. aldar voru hér, eptir sem næst verður komizt, í Strandarkirkju sókn í Selvogi 42 búendur, sem sést af brag þeim, er Jón Jónsson, þá verandi bóndi hér í Nesi, orti um téðrar sóknar bæi og bændur, en nú eru hér einasta 16 búendur, með prestinum í reiknuðum, og á meðal þeirra 8 bláfátækir öreigar.
Askur í Selvogi.
Fyrir, og alt til, 1770 geingu hér til útróðra 50 skip í Selvogi og Herdísarvík, en nú einungis 6 í báðum stöðunum. Orsökin til þessa er ekki alleina sú, að fiskur hafi lagzt hér frá, allra sízt í Selvogi, heldur ásamt með sá mikli sand-ágangur, sem eptir áður sögðu hefir eyðilagt svo marga bæi sóknarinnar, hefir einnig fylt lendingar með svo mikinn sand, að þær eru of grunnar orðnar, og þess vegna ófærar, þegar nokkurt brim er í sjóinn. Sömu orsakir eru og til þess, að næstum öll selalátur, tilheyrandi lénsjörð prestsins Vogsósa, eru aftekin og full af sandi, svo menn vita ekki eingaug, hvar skerin á milli lagnanna hafa verið. Sandslægjan, sem var sú helzta, er téðri jörð fylgdi, og sem alt fram til 1780 og þar yfir var svo góð, að óvíða þurfti mikið að raka milli flekkja, er nú víða blásin í rotur og jarðleysur, og svo snögg, að rart þykir, ef bezti verkmaður slær þar heykapal í dag, Heiðin, eður hagalandið, sem fyrrum hefir öll verið vaxin grasi, allslags lyngi og víðivið, er nú uppurin og blásin í berg, holt og flög, svo kalla má, að ei sjáist nú meira en menjar einar í fám stöðum til hennar fyrri gæða“.“
Heimild:
-Blanda, 1. bindi 1918-1920, bls. 311-332.
Strandarkirkja. Örnefna- og minjaskilti af Selvogi við kirkjuna.
Geirfuglinn
Ljóst er að Suðurnesjamenn hafa snemma byrjað fugla- og eggjatökuferðir í Geirfuglasker og er eyjarinnar getið í máldaga Kirkjuvogskirkju í Höfnum árið 1367. Þessar ferðir voru þó hið mesta glæfraspil enda lendingin í eynni erfið og mjög brimasöm.
Sigurður Eiríksson í Norðurkoti með geirfugla.
Séra Hallkell Sefánsson, prestur á Hvalsnesi frá 1655 til 1696, orti kvæði í vikivakastól um Geirfuglasker.
Suðurnesjamenn stunduðu fugla- og eggjatöku í Geirfuglaskeri af kappi, þrátt fyrir stórhættulegar aðstæður. Þannig segir Niels Horrebow í Íslandslýsingu sinni árið 1750 að slíkar ferðir séu árviss viðburður á mörgum bæjum. Til mikils var að vinna því sagt var að laun háseta fyrir einn leiðangur í eyjuna væri jafnhá og sumarkaup verkamanns til sveita.
Fyrir kom að eggjatökumenn næðust ekki til baka af skerinu. Þannig björguðust þaðan eitt sinn þrír menn eftir hálfsmánaðar vist og höfðu þeir nærst á sólþurrkuðum fugli og stropuðum eggjum. Þá fundust árið 1732 mannabein og kofaskrifli í eyjunni, sem sennilega voru leifar strandarglópa af erlendri duggu.
Geirfuglinn líkist álku. Hann var af ætt svartfugla, afar stór (um 5 kg. Fullvaxinn) og ófleygur. Veiðimenn sóttust mjög eftir þessari auðveldu bráð þar sem geirfuglakjötið og –spikið þótti afar ljúffengt og laust við þráa, en einnig voru geirfuglaeggin eftirsótt.
Árið 1830 tók náttúran loks endanlega fyrir ferðir út í Geirfuglasker þegar það sökk svo að segja í kjölfar eldsumbrota.
Þann 3. júní árið 1844 voru síðustu geirfuglar veraldarinnar drepnir í Eldey. Geirfuglinn hefur því verið verið útdauðir síðan. Örlög þessara stóru sjófugla minna óþyrmilega á hvað getur gerst ef ekki er farið að með gát í umgengni við náttúruna og lífríkið. Einungis um 80 uppstoppaðir geirfuglar, 75 egg, nokkrar beinagrindur og bein af geirfuglum eru til í veröldinni. Geirfuglar voru stórir fuglar og einmitt þess vegna og einnig vegna þess að þeir gátu ekki flogið var þeim útrýmt með ofveiði. Einn uppstoppaður geirfugl er til í Náttúrugripasafni Íslands.
Geirfugl.
Vitað er að geirfuglinn í Náttúrugripasafni Íslands var íslenskur. Danskur greifi, Raben að nafni, sló hann niður með ár í grennd við Hólmsberg á Miðnesi árið 1821. Fuglinn var í eigu Raben-fjölskyldunnar þar til hann var seldur á uppboði hjá Sotheby´s í Lundúnum árið 1971. Þar var hann sleginn Finni Guðmundssyni fuglafræðingi fyrir 9.300 sterlingspund en ýmis félög, Lions, Kiwanis og Rotary, höfðu safnað þessu fé meðal almennings á Íslandi á aðeins 4 dögum. Þessi fjárhæð samsvarar 7-9 milljónum íslenskra króna í dag sé miðað við byggingar- eða neysluvísitölu. Fuglinn er ennþá vel farinn þrátt fyrir liðlega 170 ára aldur og þykir uppstoppun hans á sínum tíma hafa tekist dável.
Náttúrugripasafnið á einnig eitt geirfuglsegg en færri egg hafa varðveist í heiminum en hamir. Harvardháskóli í Bandaríkjunum seldi Finni Guðmundssyni eggið af miklum rausnarskap árið 1954 fyrir aðeins 500 dollara, sem var langt undir markaðsverði. Uppruni þess er óviss, en það er 117,9 x 76,0 mm að stærð.
Geirfuglsegg.
Náttúrugripasafnið keypti einnig beinagrind af geirfugli af Harvardháskóla 1954, fyrir aðeins 160 dollara. Beinagrindin var sett saman árið 1908 úr beinum margra fugla sem fundust í fornum öskuhaugum á Funkeyju við Nýfundnaland.
Í frásögninni af Rauðhöfða segir að “í fornöld var það mjög tíðkað á Suðurnesjum að fara út í Geirfuglasker til að sækja þangað bæði fugl og egg. Þóttu þær ferðir jafnan hættulegar og varð að sæta til þeirra góðu veðri því bæði eru skerin langt undan landi og svo er líka mjög brimsamt við þau.
Geirfuglasker – lýsing af búsetusvæði geirfugls, Geirfuglaskeri, er úr handriti Lbs 44 fol. sem prentað er í 1. bindi Rauðskinnu.
Einu sinni sem oftar fór skip eitt út í Geirfuglasker; geymdu sumir skips, en sumir fóru upp í skerin eftir eggjum. Ókyrrði þá sjóinn fljótt svo þeir urðu að fara burtu fyrr en þeir hefðu viljað. Komust eggjatökumennirnir með illan leik upp í skipið allir nema einn. Hann kom seinastur ofan úr skerinu því hann hafði farið lengst og hugsað að ekki mundi liggja svo mikið á. Hann var sonur og fyrirvinna ekkju nokkurrar sem bjó á Melabergi í Hvalsnessókn, og var hinn ötulasti maður og á bezta aldri (sumir nefna manninn Helga).
Geirfugl á Náttúruminjasafninu.
Þegar nú maðurinn kom niður að skipinu þá var hafrótið orðið svo fjarskalegt við skerið að honum varð ekki náð út í skipið hversu mjög sem þar var leitað lags við. Urðu skipverjar að fara burtu við svo búið og töldu þeir manninn af með öllu nema hans yrði bráðlega vitjað. Héldu þeir svo í land og sögðu hvar komið var og átti nú að fara í skerin og vitja mannsins hvenær sem þar gæfist færi á. En eftir þetta varð aldrei framar komizt út í skerin um sumarið fyrir brimi og stórviðrum. Var þá hætt með öllu að hugsa til manns þessa framar eða leiða sér í hug að hann mundi nokkurn tíma sjást lifandi framar.
Nú leið og beið þangað til sumarið eftir. Þá fóru Nesjamenn á skipi út í Geirfuglasker eins og þeir voru vanir. Þegar eggjatökumennirnir komu upp í skerið urðu þeir hissa, þegar þeir sáu þar mann á gangi þar sem þeir áttu sér hér engra manna von. Maðurinn gekk til þeirra og þekktu þeir þar Melabergsmanninn sem eftir hafði orðið sumarið áður í skerinu. Gekk það öldungis yfir þá og þóttust sjá að þetta væri ekki einleikið. Forvitnaði þá nú heldur en ekki að vita hvernig á þessu öllu stæði.
Sker og eyjar undan Reykjanesi.
Maðurinn sagði þeim óljóst frá því sem þeir spurðu, en í skerinu sagðist hann alltaf hafa verið og hefði þar ekki væst um sig. Samt bað hann á að flytja sig í land og gjörðu þeir það fúslega. Var Melabergsmaðurinn hinn glaðasti, en þó fremur fátalaður. Þegar í land kom varð þar hinn mesti fagnaðarfundur og þótti öllum þessi atburður allur undrum gegna, og enga glögga grein vildi maðurinn gjöra um veru sína í skerinu…”
Sumir hafa talið sig, eftir 1844, hafa séð geirfugl bregða fyrir á ströndinni utan við Sandgerði. Ef það reynist eiga við rök að styðjast er geirfuglinn ekki alveg útdauður. Og miðað við nútímatækni ætti að vera hægt að klóna s.s. eitt stk. geirfugl, svona til að fólk gæti séð hvernig þessi eftirsótti, en einnig vinarlegi matmikli fugl, lítur út.
Heimildir m.a.:
-sandgerdi.is/fraedasetur
-nat.is
Geirfugl.
Um okkur
FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins
önn, krefjandi rannsóknum og jafnvel kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi; fyrrum landnámi Ingólfs. Upplifunina má m.a. sjá á vefsíðunni…
Árni Torfason setti upp fyrstu, einfalda, vefsíðu FERLIRs árið 2000 með styrk frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans. Í honum fólst kaup á fartölvu. Vefsíðan var endurnýjuð árið 2007 í Webman með stuðningi góðra aðila og síðan uppfærð í þessa WordPressútgáfu árið 2019 með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar með þessari uppfærslu veffyrirtækisins Premis. Mjög mikil vinna hefur bæði falist í innsetningu efnisins sem og endurgerð þess millum uppfærslna.
Um 3.300 skipulegar vettvangsferðir liggja til grundvallar lýsingunum á vefsíðunni.
Forsíðumyndin er af minjasvæðinu í Lónakoti í Hraunum.
Fyrir þá, sem vilja hafa samband, er bent á netfangið ferlir@ferlir.is.
Síður
Viltu styrkja þessa síðu?
Framlag FERLIRs á vefsíðunni er unnið í sjálfboðavinnu. Ef þú vilt styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:
Reikningsnr.: 0334-13-201056
Kennitala: 200854-3499