Urriðakot

Friðlýsingu svæðisins sem fólkvangs er ætlað að tryggja aðgengi almennings að náttúru Urriðakotshrauns, sem býr yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og miklum möguleikum til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu, m.a. um göngu- og reiðstíga sem liggja um svæðið.

Urriðakotshraun - friðlýsing

Guðlaugur þór, Almar og aðrir viðstaddir friðlýsingu Urriðakotshrauns.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í dag, 10. jan. 2024, friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs.

Friðlýsingin er staðfest að beiðni Garðabæjar og landeigendanna, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa, og unnin í samstarfi ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar.

Urriðakotshraun er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum og er þar nokkuð um hraunhella. Markmið friðlýsingarinnar er einnig að vernda jarð- og hraunmyndanir sem og menningarminjar Urriðakotshrauns, sem eru fágætar á heimsvísu, sem og náttúrulegt gróðurfar svæðisins.

Urriðakotshraun - friðlýsing

Hið friðlýsta svæði Urriðakotshrauns.

„Það er afskaplega gott þegar hægt er að ljúka verkefnum svona farsællega eins og þessu. Friðun fólkvangsins hefur mikla þýðingu fyrir Garðbæinga, þetta verður til þess að samfella er í þeim svæðum sem eru friðlýst og heildarsýn er að myndast. Mér finnst líka gott í heilsueflandi samfélagi að greiða aðgengi almennings að þessu svæði á sama tíma og við verndum það,” segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri.

Hið friðlýsta svæði er 1,05 km2 að stærð, en samhliða vinnu við friðlýsingu var unnið deiliskipulag fyrir svæðið sem nú hefur verið staðfest og auglýst af Skipulagsstofnun.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að í náinni framtíð verði lögð golfbraut sem er hluti af golfvellinum Urriðavelli innan fólkvangsins.

Urriðakotshraun - friðlýsing

Urriðakotshraun og nágrenni.

Fólkvangurinn í Urriðakotshrauni er mikilvægur hlekkur í röð friðlýstra svæða sem nær frá upplandi Garðabæjar nær óslitið til sjávar.

Svæðin sem um er að ræða eru: Reykjanesfólkvangur (friðlýst 1975), Búrfell (friðlýst 2020), Garðahraun efra og neðra, Vífilsstaðahraun og Maríuhellar (friðlýst 2021), Gálgahraun (friðlýst 2009) og innan marka Garðabæjar (friðlýst 2009) og Bessastaðanes (friðlýst 2023) og nú bætist Urriðakotshraun við net verndarsvæða Garðabæjar.

Heimild:
-https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/urridakotshraun-fridlyst-sem-folkvangur

Urriðakotshraun - friðlýsing

Svæðið, sem friðlýst var í umræddum áfanga.

Húsfell

Á Vísindavefnum má lesa eftirfarandi fróðleik Sigurðar Steinþórssonar, prófessor emeritusum, „Virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið„:

Reykjanesskagi

Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði eru einnig sýnd (gul). Sprungusveimar Hengils til norðausturs og Reykjaness til suðvesturs eru svartir.

„Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum 1970 tekið upp hugtakið eldstöðvakerfi sem tekur til allra þeirra eldstöðva sem teljast vera samstofna; yfirleitt tengjast þær einni megineldstöð. Á Íslandi eru um 30 slík eldstöðvakerfi, þar af fimm á Reykjanesskaga.
Á Suðvesturlandi liggja mót Evrasíu- og Norður-Ameríkuflekanna, eins og þau koma fram í jarðskjálftaupptökum neðan þriggja km dýpis, frá Reykjanestá austur um Suðurland í átt að Heklu. Eftir flekamótunum raðast sprungur á yfirborði í fimm sprungusveima (sprungureinar) með NA-SV-stefnu (sjá mynd hér fyrir neðan).

Húsfell

Húsfell og Húsfellsbruni.

Þar sem sprungusveimur og flekamótin skerast eru merki um mesta eldvirkni á sprungusveimnum — þar er megineldstöð þess sprungusveims, og til samans mynda megineldstöðin og sprungusveimurinn sem hana sker eldstöðvakerfið. Virkum megineldstöðvum tengjast gjarnan háhitakerfi, og eftir þeim eru eldstöðvakerfin fimm nefnd, talið frá vestri til austurs, Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengill. Fyrstnefndu kerfin tvö eru gjarnan talin sem eitt, enda sameinast norðurhlutar sprungusveima þeirra sunnan við Voga á Vatnsleysuströnd. Tvö eldstöðvakerfi, Krýsuvíkur- og Brennisteinsfjallakerfi, hafa lagt til hraun í námunda við Reykjavík.

Á höfuðborgarsvæðinu eru einkum áberandi tvö nútímahraun (það er sem runnið hafa eftir ísöld) og kallast annað þeirra Búrfellshraun einu nafni en hitt Leitahraun. Hið fyrrnefnda rann úr gígnum Búrfelli sunnan við Heiðmörk fyrir um 7300 árum. Ýmsir hlutar þess bera sérstök nöfn, Gálgahraun, Garðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Urriðakotshraun, Gráhelluhraun, Smyrlabúðarhraun. Búrfell er í Krýsuvíkurkerfi.

Hraunflæði

Leitarhraun.

Leitahraunið mun vera meðal rúmmálsmestu hrauna sem runnið hafa frá Brennisteinsfjallakerfinu eftir ísöld. Það rann fyrir um 5200 árum frá eldstöð þar sem heita Leitin á Hellisheiði, suðvestan við Eldborgir sem gusu Svínahraunsbruna (Kristnitökuhraun) árið 1000. Frá Leitum rann hraunið annars vegar til suðurs langleiðina til sjávar við Þorlákshöfn; í því hrauni er Raufarhólshellir. Hins vegar rann álma til norðvesturs til sjávar í Elliðavogi. Á þeirri leið myndaði hraunrennslið gervigígaþyrpinguna Rauðhóla og hraunstrompana (hornito) Tröllabörn hjá Lækjarbotnum. Meðal kunnra sérnafna hluta Leitahrauns eru Elliðavogshraun, neðsti hluti Hólmshrauna, Svínahraun (að hluta undir Kristnitökuhrauni), Lambafellshraun, og niðri í Ölfusi Hraunsheiði og Grímslækjarhraun.

Bláfjöll

Stóra-Kóngsfell, gígur vestan fellsins.

Frá eldstöð nærri Stóra-Kóngsfelli hjá Bláfjöllum (Brennisteinsfjallakerfi) hafa runnið fimm hraun sem nefnast Húsfellsbruni hið efra en Hólmshraun neðar—Heiðmörk er á þeim hraunum. Hið elsta þeirra er eldra en Leitahraun en hin fjögur þó öll forsöguleg.
Einu hraunin sem segja mætti að nálgast hafi höfuðborgarsvæðið á sögulegum tíma eru sunnan við Hafnarfjörð og komu úr Krýsuvíkurkerfi: Afstapahraun um 900, Hvaleyrarhraun kringum 1000 og Kapelluhraun árið 1151. Hengilskerfi hefur ekki látið á sér kræla í 2000 ár en á hinum fjórum hafa mislangar goshrinur hafist á um það bil 1000 ára fresti, fyrst austast (Brennisteinsfjöll) og færst síðan vestur skagann. Hin síðasta hófst fyrir um 1100 árum. Grindavík mun vera sú byggð, sem helst væri ógnað af næstu hrinu.

Klambrahraun

Klambrahraun.

Yfirleitt eru þær eldstöðvar kallaðar „virkar“ sem gosið hafa eftir ísöld, það er síðastliðin 10.000 ár eða svo. Á þeim tíma hafa aðeins þrjár sent hraun í námunda við Reykjavík, Búrfell austan við Hafnarfjörð, eldstöð hjá Stóra-Kóngsfelli hjá Bláfjöllum og Leitin á Hellisheiði.“
Húsfellsbruni er að mestu Klambrahraun. Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Þótt ásýnd klumpahrauna sé talsvert frábrugðin dæmigerðum helluhraunum, er flutningur kviku eftir lokuðum rásum, myndun hraunsepa og hraunbelging lykilþáttur í myndun þeirra. Vegna yfirborðsbreksíunnar hafa þau oftar en ekki verið flokkuð sem apalhraun, sem hefur leitt til mistúlkunar á flæðiferlum og eðli þessara hrauna.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=62126

Hraunflæði

Grindavík - varnargarðar

Þann 29. desember 2023 birtist eftirfarandi á vefsíðu Dómsmálaráðuneytisins um „Bygging varnargarðs til að verja byggð og innviði í Grindavík„:

Guðrún Hafsteinsdóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.

„Dómsmálaráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi að ráðist yrði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík sem fyrst. Fyrsti áfanginn er sá hluti af varnargörðunum sem Almannavarnir telja mikilvægastan. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er hálfur milljarður króna, en heildarkostnaður við varnargarðana við Grindavík verður umtalsvert hærri. Algjör samstaða var í ríkisstjórn um tillöguna. Tillaga ráðherrans byggir á minnisblaði frá ríkislögreglustjóra um varnargarðinn. Þar kemur fram að með hliðsjón af vernd íbúa og verðmætum byggðar og innviða Grindavíkur, með vísan til 1. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 og laga um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga nr. 84/2023, leggur ríkislögreglustjóri til að ráðist verði sem fyrst í byggingu varnargarðs til varnar Grindavík. Lagt er til að í fyrstu lotu verði einungis byggður helmingur af hæð efsta hluta garðsins og staðan þá endurmetin, m.a. með hliðsjón af stöðu og þróun jarðhræringa. Hæð varnargarðsins er mismunandi eftir staðsetningu í landinu og þróun jarðhræringa en garðurinn verður almennt um 6 -10 m.

Forsendur fyrir byggingu varnargarðsins

Eldgos

Eldgos austan Sundhnúkagígaraðarinnar ofan Grindavíkur í janúar 2023.

Frá því að jarðhræringar hófust á Reykjanesskaga í árslok 2019 hefur verið unnið að gerð sviðsmynda eldgoss og hraunflæðis. Markmið þeirrar vinnu er greina með hvaða hætti sé unnt og best að vernda íbúa og mikilvæga innviði fyrir hraunrennsli ef eldgos hefst.
Veðurstofa Íslands telur nú líklegastan upptakastað fyrir eldgos vera á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Sú sviðsmynd gæti leitt af sér hraunflæði er á skömmum tíma næði til byggðar í Grindavík.
Almannavarnarkerfið og hlutaðeigandi aðilar hafa unnið að mögulegum viðbrögðum til að takmarka tjón á byggð og innviðum á Reykjanesskaganum, meðal annars með byggingu varnargarða til varnar orkuverinu í Svartsengi. Verkís hefur kynnt drög að hönnun og útsetningu varnargarða ofan við Grindavík fyrir helstu hagaðilum og lagði fram minnisblað um málið.

Fólk og verðmæti í Grindavík

Grindavík

Grindavík – jarðskjálftar í nóv. 2023.

Í samantekt Byggðastofnunar frá desember 2023 kemur m.a. fram að íbúafjöldi Grindavíkur sé um 3.600 manns. Áætlað vinnuafl er um 2.100 manns og atvinnuleysi rétt rúm 2%. Sjávarútvegurinn er stærsta atvinnugreinin með ríflega 35% af heildaratvinnutekjum en næst kemur opinber þjónusta. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands nema heildarverðmæti vátryggðra húseigna um 110 milljörðum króna. Auk þess nema verðmæti vátryggðs lausafjár, innbús og hafnar- og veitumannvirkja um 44 milljörðum. Eru þá ótalin verðmæti í götum, göngustígum, lóðum og öðrum samfélagslegum mannvirkjum á svæðinu.

Framkvæmd og stærð

Grindavík - varnargarðar

Grindavík – fyrirhugaður varnargarður ofan byggðarinnar.

Í minnisblaði Verkíss kom meðal annars fram að varnargarður sem innviðahópurinn hefur gert tillögu að ofan við Grindavík væri samtals um 7 km að lengd. Hann myndi liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. Ljóst er að meginmarkmið garðsins er að verja byggð og innviði í Grindavík og yrði hann áberandi kennileiti. Garðurinn þverar Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg ásamt því m.a. að liggja samsíða Nesvegi. Reynt verður á byggingartíma að milda áhrif garðsins og gera viðeigandi ráðstafanir til lengri tíma.

Svartsengi - varnargarður

Svartsengi – varnargarður.

Lagt er til að byggja varnargarðinn í tveimur áföngum, þ.e. nyrsta hluta garðsins (merkt L7 og L8) sem fyrst, en vinna með samráð og hönnun annarra hluta á næstu mánuðum og hefja byggingu þeirra hluta vorið/sumarið 2024, nema augljós breyting verði á virkni þannig að hraða þurfi framkvæmdum. Þannig yrði forgangsraðað með tilliti til yfirvofandi hættu á eldgosi frá Sundhnúki nú, en aðrir hlutar unnir með meiri yfirvegun til að tryggja góða útfærslu næst byggð og innviðum.“

Forsætisráðherra lagði fram lög á Alþingi er lögðu álögur á alla skattskylda þegna landsins að leggja að jafnaði kr. 12.000 til verksins. Lögin voru samþykkt þrátt fyrir skamman fyrirvara.

Rúnar Leifsson

Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar.

Daginn áður hafði skrifstofustjóri almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu óskað eftir umsögnum nokkurra hlutaðeigandi opinberra aðila um fyrirhugaða framkvæmd. Hins vegar var aldrei óskað eftir umsögnum eigenda landsins, líkt og hún kæmi þeim ekki við.

Þann 2. janúar 2024 svaraði forstöðumaður Minjastofnunar, Rúnar Leifsson, beiðni skrifstofustjórans:
Dómsmálaráðuneyti; Efni – Varnargarður við Grindavík.
Með tölvupósti dags. 28.12.2023 óskar skrifstofustjóri almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneyti eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um tillögu ríkislögreglustjóra um að hefja fyrstu framkvæmdir til að vernda byggð í Grindavík vegna eldsumbrota.

Grindavík - varnargarðar

Umsögn forstöðumanns Minjastofnunar um fyrirhugaða varnargarða ofan Grindavíkur – fyrri hluti.

Í minnisblaðinu er lagt til að í fyrstu lotu verði einungis byggður helmingur af hæð efsta hluta garðsins (merkt L7 og L8 í minnisblaði ID377698), en óskað er eftir að umsögnin ná til varnargarðsins í heild sinni.
Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við fyrstu lotu framkvæmda vegna hluta L7 og L8.
Mikill fjöldi menningarminja er í og við þéttbýli Grindavíkur, bæði friðuð hús og fornleifar sem mynda heildstætt búsetulandslag. Fyrirséð er að framkvæmdir munu að raska þessum minjum að hluta. Á það sérstaklega við um vesturhluta garðsins (L10) þar sem hann liggur hjá gamla bænum og út í sjó við Silfrutjörn.
Á fundi þann 5. desember sl. kynnti Verkís drög að hönnun og útsetningu varnargarða ofan við Grindavík. Kom þar fram að reynt væri að haga hönnun með hliðsjón af þekktum menningarminjum á svæðinu, en Minjastofnun Íslands hafði þá þegar sent Verkís hnitsetningar skráðra menningarminja í og við Grindavík. Í gögnunum sem Verkís kynnti á fundinum kom fram að garðurinn myndi liggja vestar en áður hafði verið áætlað og hlífði þannig menningarminjum.

Grindavík - varnargarðar

Umsögn forstöðumanns Minjastofnunar um fyrirhugaða varnargarða ofan Grindavíkur – seinni hluti.

Í tillögunni sem fylgir fyrirliggjandi erindi hefur vesturendi garðsins verið færður á ný á upphaflegan stað. Ljóst er að sú staðsetning mun valda verulegum og óafturkræfum skemmdum á fornleifum sem eru þar undir sverði.
Minjastofnun fer fram á að fyrirhuguð staðsetning garðsins verði aftur færð til vesturs til að fyrirbyggja skemmdir á fornleifum á svæðinu og til að varðveita búsetulandslag elsta hluta Grindavíkur eins og kostur er. Jafnframt hefur Minjastofnun Íslands áhyggjur af Þórkötlustaðahverfi, sem er verndarsvæði í byggð, sbr. lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð, og með hátt menningarsögulegt gildi. Minjastofnun hvetur til þess að reynt verði að verja Þórkötlustaðahverfi og að varnargarður L14 verði fyrir valinu.

Hraun - kort

Hraun – minja- og örnefnauppdráttur.

Auk þess má benda á fast austan við Þórkötlustaðahverfið stendur bærinn Hraun sem er mikil minjajörð og hefur að líkindum verið í byggð allt frá landnámi. Gera má ráð fyrir miklum fjölda merkilegra menningarminja á því svæði en ekki hefur farið fram skráning fornleifa á Hrauni.
Minjastofnun óskar eftir að minjar við framkvæmdasvæði verði merktar með það fyrir augum að verja þær fyrir mögulegu raski á framkvæmdatíma og býður stofnunin fram aðstoð sína við það verk. – Virðingarfyllst, Rúnar Leifsson – Forstöðumaður“

Tilgreind fylgiskjöl frá Verkís fylgdu ekki með í eftirleitandi svari Minjastofnunar til vefsíðunnar. Svarið sem slíkt lýsir vel þekkingu og afstöðu forstöðumanns stofnunarinnar til mikilvægi menningarverðmæta í og ofan Grindavíkur og nauðsyn þess að þeim verði hlíft svo sem kostur er. Hins vegar mætti vel velta því fyrir sér hvers vegna opinberar stofnanir treysti sér ekki til að birta opinberlega umsagnir sem þessa, t.d. á vefsíðum sínum?

Heimild:
-https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/12/29/Bygging-varnargards-til-ad-verja-byggd-og-innvidi-i-Grindavik/
-Umsögn Fornleifastofnunar um varnargarða ofan Grindavíkur, dags. 2. jan. 2024.

Grindavík - varnargarðar

Grindavík – fyrirhugaðir varnargarðar ofan byggðar.

Eldgos

Á vefsíðu ÍSOR er m.a. fjallaðum „Eldgos á Svartsengis/Sundhnúksgosreininni eftir ísöld„:

„Svartsengiskerfið er um 30 km langt og 6-7 km breitt. Eftir að jökla ísaldar leysti fyrir um fimmtán þúsund árum hefur gosvirknin í kerfinu einskorðast við Eldvarpa-gosreinina annars vegar og Svartsengis/Sundhnúks-gosreinina hins vegar.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn).

Sú síðarnefnda liggur skammt austan móbergsfjallanna Þorbjarnar, Sýlingarfells (einnig nefnt Svartsengisfell) og Stóra-Skógfells. Þótt ýmislegt sé vitað um sögu gosvirkni á Sundhnúksgosreininni er margt enn óljóst, einkum um elstu hraunin. Á það reyndar við um allan Reykjanesskaga.
Hraunum sem eiga upptök á gosreininni verður lýst stuttlega hér að neðan í aldursröð. Í umfjölluninni er vísað er í kenni á meðfylgjandi korti.

Grindavík

Grindavík – eldgos 2021-2024 (ÍSOR).

Bleðla af máðum og fornlegum hraunum má finna víða utan í móbergsfjöllum austan Svartsengis, s.s. í austan- og norðanverðum Þorbirni, við Sýlingarfell og Stóra-Skógfell (s.s. ks, sb, mk á korti). Á láglendi eru þessi hraun hulin yngri hraunum og útbreiðsla því óþekkt. Þessi hraun eru að mestu samsett úr sambræddum kleprum, sem bendir til að þau hafi myndast við ákafa kvikustrókavirkni. Hraun af þessu tagi má kalla kleprahraun. Eru þau líklega frá því snemma á eftirjökultíma, jafnvel síðjökultíma. Engar aldursgreiningar liggja fyrir á hraununum enn sem komið er. Vísbending um aldur eins þeirra kemur þó fram í grjótnámu við Hagafell, en þar liggur það vel undir 8000 ára gömlu hrauni (sjá neðar) og er áætlaður aldur þess um 10.000 ár (Magnús Á. Sigurgeirsson, óbirt gögn).

Hagafell

Hagafell.

Bæði suðvestan og austan megin í Hagafelli eru stuttar fornlegar gígaraðir. Hraunið frá þeim hefur verið nefnt Hópsheiðar- og Hópsnesshraun (hh á korti). Aldursgreining C-14 á gróðurleifum undan hrauninu leiddi í ljós að þær eru um 8000 ára gamlar og líklegt að hraunið sé af líkum aldri. Stærstu flákarnir í þessu hrauni koma fram á Hópsheiði og Hópsnesi við Grindavík. Einnig kemur hraunið fram í hraunhólmum við Sundhnúk, um 500-700 m norðan Hagafells, sem sýnir að gossprungan hefur verið a.m.k. 1,5 km löng.
Við norðurenda Sundhnúkshrauns má sjá fjögur hraun sem koma undan því (merkt kh, ed, hf og da). Aldur þessara hrauna er óljós en þau eru þó talsvert meira en 4000 ára gömul. Einnig má nefna fornt hraun með upptök í Lágafelli vestan Þorbjarnar (lf á korti). Þarna er verk að vinna við nákvæmari aldursgreiningar.

Sundhnúkur

Sundhnúkagígaröðin að Stóra-Skógfelli.

Sundhnúksgígaröðin er ein af lengri gígaröðum Reykjanesskaga, alls um 11,5 km löng og þekur hraunið um 22 km2 lands. Aldursgreining á koluðum kvistum undan hrauninu gaf aldurinn 2300-2400 ár. Hins vegar benda gjóskulagarannsóknir til að hraunið sé nær 2000 áum í aldri (Magnús Á. Sigurgeirsson, óbirt gögn). Gígaröðin liggur vestan með Hagafelli og áfram sundurslitin 3 km til suðvesturs. Syðstu gígarnir eru á 250 m langri gígaröð, sem er aðskilin frá megingígaröðinni (á afgirtu svæði fjarskiptastöðvarinnar norðan Grindavíkur). Þessir gígar liggja rúma 400 m frá næstu húsum í Grindavík og er hraunjaðarinn mun nær, við Nesveg. Athyglivert er að í gosinu 14. janúar hófst gos á stuttri gígaröð 600 m sunnan megingígaraðarinnar líkt og gerðist fyrir 2000 árum. Mörg dæmi mætti nefna um goshegðun af þessu tagi, þ.e. þar sem gýs á stuttri gígaröð sem er aðskilin megingígaröðinni.

ReykjanesskagiÁ tímabilinu 1210-1240 e.Kr. voru eldgos tíð í Reykjanes- og Svartsengiskerfunum, gjarnan nefnt Reykjaneseldar 1210-1240. Sundhnúksgosreinin var ekki virk á þeim tíma en þá gaus hins vegar á Eldvarpagosreininni 4 km vestar. Rannsóknir á hraunum og gjóskulögum benda til að virknin á 13. öld hafi byrjað á Reykjanesi en síðan færst til austurs yfir á Svartsengiskerfið um 1230 og síðan lokið árið 1240 þegar Arnarseturshraun rann. Ritaðar heimildir eru rýrar en nefna þó a.m.k. sex eldgos á þessum 30 árum, flest í sjó við Reykjanes. Telja má líklegt að gosin hafi verið fleiri sé tekið mið af þeim tíðu eldgosum sem nú ganga yfir á Reykjanesskaga.

Reykjanes

Reykjanes – jarðfræðikort (ÍSOR).

Í ljósi sögunnar má telja líklegt að yfirstandandi virkni á Sundhnúksreininni geti dregist á langinn, í nokkur ár að minnsta kosti. Í undangengnum eldum, á síðustu 2000 árum, hefur verið algengast að hraun þeki um 40-50 km2 í hverjum eldum, eða meira, sem styður frekar þá ályktun að eldvirkni í Svartsengiskerfinu gæti staðið yfir eitthvað lengur.“

Helstu heimildir:
Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson (2013). Reykjanesskagi. Í: Náttúruvá á Íslandi, eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.
Kristján Sæmundsson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Sigurður Garðar Kristinsson og Skúli Víkingsson (2016). Jarðfræðikort af Reykjanesskaga, 1:100 000 (2. útgáfa). Íslenskar orkurannsóknir.

Heimild:
-https://isor.is/eldgos-a-svartsengis-sundhnuksgosreininni-eftir-isold/

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – nútímahraun.

Klaustur

Eftirfarandi frásögn er úrdráttur úr Riti krossins eftir systir Veroniku sem var karmelnunna í Hafnarfirði, síðar Hollandi:

Hugmynd að klaustrinu vaknaði 1929.
KarmelklaustriðSögu Karmelklaustursins á Íslandi má rekja til ársins 1929. Á því ári voru haldin hér á landi mikil hátíðarhöld vegna vígsludómkirkju Krists konungs á Landakoti. Montforteprestar önnuðust trúboð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á þessum tíma. Yfirmaður þeirra og umdæmisstjóri varHollendingurinn Dr. M.Hupperts sem fyrstur manna vakti athygli á nauðsyn þess að á Íslandi væru staðsettar nunnur. Hann orðaði það svo sjálfur „til að biðja fyrir því ágæta fólki sem var á Íslandi„. Þessi hugmynd varð kveikjan að því starfi sem nú er stundað af miklum dugnaði og ósérhlífni af karmelnunnunum í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði.
KarmelklaustriðEftir að Dr. Huberts kom til baka til Hollands snéri hann sér til móður Elísabetar sem þá var príorinna Karmelklaustursins í Schiedam í Hollandi. Var hugmyndinnivel tekið af henni. Árið 1935 stakk móðir Elízabet upp á því við Dr. Hubberts að hann ræddi þessi mál í við einn af prestum reglunnar í Róm á Ítalíu en Dr. Hubberts var á leiðinni í visitasíuferð til Afríku.

Hugmyndinni um stofnun klausturs á Íslandi var líka vel tekið í Róm. Séra Jóhannes Gunnarsson, síðar biskup kaþólskra á Íslandi, heimsótti árið 1935 karmelnunnurnar í Egmond í Hollandi í þeim tilgangi að ræða þessi mál líka. Á þeim tímapunkti varð nú nokkur bið á frekari skipulagningu ýmsum ástæðum.

Karmelklaustur

Strandgata í Hafnarfirði um 1960. Á myndinni sjást vel helstu hús miðbæjar Hafnarfjarðar, þar á meðal Hafnarfjarðarkirkja, Karmelklaustrið í Hafnarfirði fyrir stækkun þess, gamla Dvergshús, Barnaskóli Hafnarfjarðar, Hafnarborg fyrir viðbyggingu og Góðtemplarahúsið. Ljósmyndari ókunnur.

Árið 1936 endurvakti Marteinn Meulenberg,biskup kaþólskra á Íslandi, aftur hugmyndina en sökum fjárskort á þeim tíma varð ekkert meira úr henni. En á ný var hugmyndinvakin og nú af góðvini karmelreglunnar, prófastsins í Rengs í Haarlem-biskupsdæminu. Ráðlagði hann móðir Elízabetu að ræða málið aftur við Dr. Hupperts, sem hún gerði og hófust þreifingar á ný árið 1937. Stakk biskupinn upp á því að 2 nunnur færu til Ísland til að kynna sér aðstæður. Þetta sama ár fóru saman til Íslands móðir Elízabet, systir Immaculata, séra Tímóteus og kona að nafni Mary Sweerts. Komu þau til hingað 9. ágúst 1937. Strax eftir komuna til Íslands var farið til Hafnarfjarðar og land í eigu Montfortepresta, efst á svokölluðum Öldum skoðað. Þar er nú Ölduslóð. 13. ágústsama ár var leyfi veitt til byggingar Karmelklaustursins í Hafnarfirði.

Karmelklaustur

Klaustrið 1973.

Sama sumar hófst fjársöfnun í Hollandi svo hefja mætti byggingu klaustursins í Hafnarfirði. Gekk hún vel og var Einar Erlendsson arkitekt fenginn tilað teikna hið nýja klaustur. 1. mars 1939 voru valdar nunnur af móðir Elízabetu til Íslandsfarar. Fyrstar fóru hún sjálf og systurnar Veronika og Marina. Þær lögðu stað 31. maí sama ár í þeim tilgangi að fylgjast með byggingu klaustursins. Með í för var bróðir systur Veroniku séra Tímóteus.Eftir nokkuð erfiða byrjun á ferðalaginu m.a. sökumslæms veðurs lagðist skip þeirra loksins að bryggju í Reykjavík 13. júní. Nokkrum dögum eftir komuna hreiðraði hópurinn um sig í skóla St. Jósefssystra í Hafnarfirði en þaðan var gott að fylgjast með klausturbyggingunni.

Klaustursmiðirnir.
KarmelklaustriðVerktakar að klausturbyggingunni voru Guðjón Arngrímsson, Bjarni Erlendsson, Kristmundur Georgsson og Gestur Gamalíelsson. Framkvæmdum átti að ljúka 10. maí 1940. Ein helsta hjálparhella nunnanna, á meðan á bygginguklaustursins stóð, var bróðir Jósef sem var einn Montfortetbræðra á Jófríðarstöðum. 3. september lýstu Englendingar og frakkar yfir stríði á hendur Þýskalandi og fljótlega upp úr því rofnaði sambandnunnanna við Holland.

Karmelklaustur

Karmelklaustrið.

Laugardaginn 14. október á hádegi voru fánar dregnir að húni á þaki Karmel-klaustursins. Þóttu þetta hin mestu tíðindi og var m.a. sagt frá þessu og fyrirhuguðu starfi nunnanna í útvarpinu. Þá var einnig sagt frá því að 9 nunnur myndu fljótlega bætist í hópinn. Fyrstu jól nunnanna á Íslandi voru þetta sama ár og gladdi þá nafnkunnur Hafnfirðingur hr. Eiríkur Jóhannesson starfsmaður og organisti á St. Jósefspítala nunnurnar með því að útbúa fyrir þær jötu sem hann setti upp í nýjuklausturbyggingunni.

Nunnurnar læra íslensku.

Karmelklaustur

Karmelsystur ásamt gesti í klaustursgarðinum.

Íslensku lærðu nunnurnar að mestu af séra Boots sem kom vikulega til þeirra að kenna þeim tungumálið. Þar sem bygging klaustursins kallaði á mikið fé þá leigðu nunnurnar breskum hermönnum húsnæði í klaustrinu. Fyrsta messan var haldin þar 18. júlí 1940 og hélt breski presturinn séra Gaffney þá guðsþjónustu en hann kom hingað til halds og trausts fyrir þá bresku hermenn sem voru í Hafnarfirði. Dagurinn var einnig sögulegur að því leiti að þetta var fyrsta og síðasta messa frumkvöðulnunnunnar móður Elísabetar sem unnið hafði þrotlaust að uppbyggingu klaustursins en hún lést í Bandaríkjunum árið 1944.

Seinni heimsstyrjöldin tefur uppbyggingu.
KarmelklaustriðÍ nóvember 1941 fluttu bandarískir hermenn í klaustrið í stað hinna bresku sem þar höfðu verið enda höfðu Bandaríkin tekið að sér varnir Íslands. Var nunnunum boðið til Bandaríkjanna á meðan stríðið stæði yfir og þáðu þær það boð enda var var systir Elízabet líka orðin mikill sjúklingur á þessum tíma. 1. ágúst 1941 sigldu þær því af stað til systra sinna í Bandaríkjunum.
10. ágúst, á leið sinni með skipinu, var þeim sagt að þær færu til Boston en um áfangastaðinn hafði ríkt óvissa. Skipið sem flutti nunnurnar var eitt margra í hópsiglingu 40 skipa á leið til Bandaríkjanna. Dvöldu nú nunnurnar þar í Karmelklaustri um nokkurn tíma. 4. desember 1941 lést móðir Elízabet.

Karmelklaustur

Karmelsystur í klaustrinu.

Rétt fyrir jólin þetta sama ár barst nunnunum bréf frá séra Boots þar sem hann tjáði þeim að enginn byggi nú lengur í klaustrinu í Hafnarfirði og að stríðinu væri lokið. Ætluðu nunnurnar að taka fyrsta mögulega skip til Íslands en móðir Aloysius sem þá hafði tekið við hlutverki móður Elízabetar óskaði eftir því að þær biðu með brottför þar sem hún taldi það slíkt ferðalag of hættulegt að svo stöddu. Stuttu seinna fréttist að skipið sem flytja átti nunnurnar hefði farist.

Karmelklaustur

Karmelsystur í klaustursgarðinum.

Nokkru seinna héldu þær svo síðan af stað til Íslands. Farkosturinn var herflutningaflugvél sem flutti þær frá New York til Íslands með viðkomu í Labrador.
28. apríl 1946 bættust síðan í hópinn tvær nunnur ásamt garðyrkjumanninum John. Nunnurnar sem komu hétu systir Aloysia og systir Bernadetta. Allmargir húsnæðislausir einstaklingar höfðu á stríðstímanum leitað sér skjóls í klaustrinu. Var það endanlega rýmt 4. Júní 1946. Strax var hafist handa við að hreinsa klaustrið. Var húsið síðan fljótlega eftir það blessað af séra Dreesens og blessaði hann garðinn á annan í hvítasunnu sama ár.

Fyrsta nóttin í klaustrinu.
Karmelklaustrið
25. júní dvöldu nunnurnar í fyrsta skipti næturlangt í Karmelklaustrinu. Messur gátu þær þó ekki sótt þar enn sem komið var þar sem kapellan var ekki fullkláruð. Sóttu þær messur í kapellunni á St. Jósefsspítala á Suðurgötu í Hafnarfirði. 5. ágúst bættust 3 nunnur í hópinn, systurnar Dominika, Miriam og María og stuttu seinna eða 27. ágúst var lesin fyrsta messan í kappelluklaustursins.

KarmelklaustriðNú fór að líða að þeirri stundu að klaustrið varð fullbúið til klausturlífs. 1. september 1947 komu síðustu nunnurnar að sinni, þær Jósefa, Elía og María. Allur hópurinn taldi nú 10 nunnur og var systir Dominika abbadís. 29. september kom biskupinn til að innsigla klaustrið að hætti karmelreglunnar. Það merkir að innilokun nunnanna hófst formlega eins og siður var á árum áður. Enn þá voru þó ekki þær nunnur komnar sem áttu að sinna hlutverki útinunna en það eru þær sem sjá áttu um samskipti við fólk utan klaustursins. Þar til þær komu voru valdar í það hlutverk þær systurnar Martina og Veronika.

Hænurnar koma.

Karmelklaustur

Karmelsystir með hænuunga.

12. október 1947 kom stærsti hópurinn. 52 hænur tóku sér stöðu í klaustrinu og dvelja afkomendur þeirra þar enn þá. Sá hópur hefur stærstur orðið um 300 fuglar. Sá bróðir Jósef aðallega um að hirða þennan stóra hóp á sínum tíma. Nunnurnar opnuðu fljótlega litla verslun með trúarlegum varningi og er sú verslun enn þá starfrækt. Úrvalið er þó umtalsvert meira en áður en það má m.a. sjá hér á þessum vef um hlekknum klausturverslunin. Í dag selja nunnurnar enn þá egg og eru þau auðvitað lífrænt ræktuð og hafa fengið vöruheitið hamingjuegg.

Karmelklaustur

Garðrækt innan klaustursveggja.

Í garðinum rækta þær grænmeti, kartöflur ofl. Mikil vinna fylgir þessu en heilög móðir Teresa sem endurbætti karmelregluna á mikið hér áður fyrr sagði ætíð „reynið að lifa af vinnu ykkar svo sér Drottinn um það sem á vantar„.
Á sama hátt mun hinn heilagi faðir Páll páfi VI hafa sagt: „Reynið að lifa af vinnu ykkar og þegar þið hafið nóg, gefið þá fátækum afganginn„.

Fyrsta lokaheitið unnið og prestvígsla.
Karmelklaustrið
18. nóvember 1946 var merkisdagur í sögu karmelreglunnar á Íslandi. Þá var unnið fyrsta lokaheitið á íslenskri grund af systir Elíu.

Karmelklaustur

Karmelsystur við hellulagningu innan garðs.

25. maí 1947 var Hákon Loftsson vígður til prests og las fyrstu messu sína í Karmelklaustrinu 1. júní. Sama ár bættust fleiri nunnur í hópinn, nú systir Mikaela sem gerð var að útinunnu og margir Íslendingar þekktu. Hún hefur nú gengið út klaustrinu. Með Mikaelu kom á sínum tíma systir Magdalena. Komu þær 28. júní 1947. Þetta sama ár eða nánar tiltekið 11. nóvember kom önnur ung kona til Íslands, Gonny nokkur sem var umsækjandi og hóf starf sitt að viku liðinni. Var ætlun hennar að verða útinunna. 1948 komst á talsímasamband við Karmelklaustrið í Hafnarfirði og síðar sama ár eða 19. nóvember fékk Gonny karmelslæðuna. Frá þeim tíma var nafn hennar systir Rafaela hins krossfesta Jesú og var mörgum Íslendingum líka að góðu kunn.

Páfi

Páfi á Þingvöllum 1989.

3. október 1949 kom systir Agnes. Hún var nýnunna sem var send til klaustursins frá Karmelklaustrinu í Egmond í Hollandi. Vann hún lokaheit sitt 25. febrúar 1951. Ári síðar vann systir Rafael klausturheit sitt. 1951 fékkst leyfi stjórnvalda til að afmarka þeirra eigin grafreiti í klausturgarðinum. Þar hvíla nú nokkrar nunnur. Eftir nokkurn aðdraganda tók Lais Rahm við búningi sínum af Jóhannesi Gunnarssyni biskupi. Gerðist þetta 6. apríl 1952. Ári síðar yfirgaf Lais klaustrið þrátt fyrir mikinn áhuga í upphafi. 2. júlí 1952 fengu nunnurnar Veronika og Martina íslenskan ríkisborgararétt og voru hinar fyrstu af nunnunum til að öðlast slík réttindi.

Karmelklalustur

Forsetafrú Póllands, frú Ögatu Kornhauser-Duda, sem fylgdi forseta Póllands, herra Andrzej Duda, sem tók þátt í tveggja daga Leiðtogafundi Evrópuráðsins á Íslandi, í heimsókn hjá Karmelsystrum.

Öll árin sem þessi hópur var á Íslandi sýndu margar konur frá ýmsum löndum því áhuga að ganga í klaustrið í Hafnarfirði. Frá Hollandi komu þrjár sem ílentust. Fyrsta er að telja Gonny sem varð útinunna. Síðan kom Annie Kersbergen í klaustrið 7. júní 1953. Hún var fædd árið 1900. Lagði hún m.a. stund á íslenskar fornbókmenntir og árið 1927 varði hún doktorsritgerð sína um Njálu. Annie þessi kom til landsins 1928 og ferðaðist um Ísland. Fékk hún síðar starf sem skjalavörður við skjalasafnið í Rotterdam og gegndi því til 1953. Dr. Kersbergen tók kaþólska trú 1942 og gekk í karmelregluna 1953 eftir að hafa hrifist mjög að ritum heilagrar Teresu frá Aviala. Dr. Kersbergen var betur þekkt sem systir Ólöf heilagrar Teresu. Fyrstu klausturheitin vann hún 11. janúar 1955 og lokaheitin þremur árum síðar. Þriðja kona sem kom í klaustrið og ílentist þar var Henrika van der Klein. Gekk hún í klaustrið 1962 og fékk nafnið María Teresía hins heilaga hjarta. Lokaheit sitt vann hún 2. júlí 1967. Allur þessi hópur hvarf svo af landi brott 10. júní 1983 og settist að í Drachten í Hollandi.

Ísland verður nunnulaust um tíma.
Karmelklaustrið
Tók nú við biðtímabil í klausturstarfi í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði því engar nunnur voru þar lengur. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og tekur sagan okkur nú alla leið til Póllands, nánar tiltekið til Elblag í norður Póllandi. Þar er staðsett klaustur og var þangað mikil aðsókn árið 1983. Klaustrið í Elblag hýsti þá 34 nunnur sem flestar voru ungar. 2. ágúst 1983 kom til þessa klausturs í heimsókn, Josef Glemp kardínáli og spurði hvort þær nunnur sem í klaustrinu í Elblag voru væru tilbúnar til að halda áfram starfsemi Karmelklaustursins í Hafnarfirði. Spurningin kom á óvart en nunnurnar í Elblag slógu til og hófu strax undirbúning.

Karmelklaustur

Karmelklaustrið í Hafnarfirði. Tvær heysátur fyrir utan steinvegginn. Myndin er framkölluð í október 1963

19. mars 1984 rann svo stóra stundin upp. 16 nunnur héldu til Íslands frá Póllandi. Þær yfirgáfu heimaland sitt til að biðja fyrir Íslendingum í nýju og framandi landi í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Í ágúst þetta sama ár gladdi frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti lýðveldisins nunnurnar með komu heimsókn sinni í klaustrið og bauð þær velkomnar til Íslands.

Klausturlífið heldur áfram sinn vanagang. Daglega er tekið á móti gestum í ýmsum erindagjörðum líklega er þó eftirminnilegasta heimsóknir fyrir nunnurnar þegar Jóhannes Páll páfi II kom til Íslands í júní 1989.

Næstu tíðindi eru þau helst að í hóp nunnanna bættust aftur nunnur frá Póllandi. 31. maí 1990 hélt klaustrið upp á 50 ára afmæli sitt.

Karmelklaustur

Klaustursgarðurinn að kvöldlagi.

Var haldin hátíðlega messa og áttu gestir þess kost að skoða klaustrið og garðinn auk þess sem haldin var vegleg veisla vegna þessara merku tímamóta. Sama ár bættist stór hópur af nunnum í klaustrið og voru þær nú orðnar 27. Síðar sama ár fóru 12 nunnur úr þessum hóp til Tromsö í Noregi til að stofna þar klaustur.

Árið 1998 fjölgaði aftur í klaustrinu og urðu nunnurnar 23. Sama ár fara svo aftur úr klaustrinu 9 nunnur til þess að stofna klaustur í Hannover í Þýskalandi. Þannig að áhugann á klausturstarfi hefur aldrei skort ! Þegar þetta er skrifað eru 12 nunnur í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Það fer ágætlega um þær að eigin sögn og nægt rými er enn þá til að bæta í hópinn: Klausturstarfið færist sífellt í aukana og verður fjölbreyttara.

Karmelklaustur

Karmelklaustrið í Hafnarfirði – loftmynd.

Þakkarorð.

Karmelklaustur

Útsýni frá klaustrinu yfir Hafnarfjörð.

Án allra velunnara væri vonlaust fyrir nunnurnar að sinna klausturlífi sínu og vinnunni sem fylgir klausturbúskap. Þetta er myndarlegt og stórt klaustur, mikill garður sem þarf að sinna fyrir utan alltbænastarfið sem nýtur forgangs. Þess vegna þakka þær öllum þeim sem rétta reglulega hjálpfúsar hendur. Sérstaklega vilja þær þó beina þakklæti sínu til þeirra bæjarfulltrúa í Hafnarfirði sem hafa komið að málum klaustursins fyrr og nú sem og fyrirtækjunum Ístak, Nes hf og Valdimar Jónssyni. Þessir aðilar og fjölmargir aðrir hafa gert nunnunum það kleift að halda starfsemi í klaustursins í gangi, viðhalda því og þar með halda utan um þá grundvallarstarfsemi sem á sér hjá karmelnunnunum að þeim að biðja fyrir landi og þjóð.

Samantekt Árni Stefán Árnason.

Vigdís og páfi

Vigdís, forseti og páfi 1989.

Skipsstígur

Genginn var Skipsstígur, hin gamla þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur.
Ætlunin var og að skoða svæði austan stígsins á kafla. Grunur var um minjar, einkum undir gjávegg nokkru vestan Seltjarnar og sunnan gatnamóta

Grindavík

Grindavíkurleiðir fyrrum.

Árnastígs. Í leiðinni var kíkt á Gíslhelli (óvíst hvaða tilgangi hleðslurnar við hellinn tengdust, en sumir hafa getið sér til skjól fyrir útilegumenn er réðust að vegfarendum á þessum slóðum, felustað fyrir „Tyrkjunum“ eða jafnvel samkomustað þeirra er réðust á Englendinga ofan við Stórubót 1532, vegavinnumannabúðir eða jafnvel skjól eða sæluhús miðja vegu milli byggðalaganna), Dýrfinnuhelli (tengist „Tyrkjaráninu“ 1627) og „atvinnubótakaflann“ undir Lágafelli (frá fyrstu árum 20. aldar). Fleiri merkir staðir voru skoðaðir á á leiðinni. Um var (og er) að ræða um 17.1 km langa greiðfæra göngu og troðna slóð.
Gengið var mót sólu, sem þá var austan við Grindavík og vestan við mána. Gangan endaði við Títublaðavörðu ofan Járngerðarstaða.

Títublaðavarða

Títublaðavarða.

Þjóðsagan segir að nafnið Skipsstígur hafi orðið til vegna þess að Junkarar hafi farið stíginn með báta sína milli (Hafna) Njarðvíkur og Grindavíkur, en eins og mörgum er kunngt þá er Junkaragerði ofan við Stórubót í Grindavík. Fór það eftir veðri hverju sinni hvaðan þeir réru. Aðrir hafa nefnt að stígurinn dragi nafn sitt af ferðum manna, sem fóru hann milli heimilis og skips á tímum árabátaútgerðarinnar.
Tveir hólar eru áberandi í vestanverðri Njarðvíkurheiði. Sá syðri er Vogshóll og sá nyrðri Sjónarhóll. Skipsstígurinn lá vestan þeirra og svo til fast við Sjónarhól, sem er betur gróinn. Enn má sjá móta fyrir götunni á kafla í móanum.

Sléttan

Flugvöllurinn Sléttan við Seltjörn.

Tekið var hús á Fysklúbbnum Sléttunni vestan Seltjarnar. Fjórar vélar voru þar til staðar. Aðstaðan er sæmileg á þessari „mestu samfelldu sléttu“ Reykjanesskagans. Að öðru leyti er áberandi sjónmengun frá loftlínum Hitaveitu Suðurnesja á þessum hluta göngusvæðisins; stígar þvers og kurs um falleg hraunsvæði og loftlínustaurar skyggja á annars fallegt umhverfið.
Í Njarðvíkurheiði eru merkileg setlög er benda til mun hærri sjávarstöðu fyrrum, eða að land hafi legið þar mun lægra en nú þekkist. Þessi setlög eru nú að stórum hluta komin undir forvera Keflavíkurflugvallar, svonefndan Pattersonflugvöll (heitinn eftir bandarískum hershöfðingja sem fórst í flugslysi á Fagradalsfjalli), enda hefur þarna verið kjörið flugvallarstæði á sléttum mel. Mestallt svæðið sem setlögin finnast á er innan girðingar hjá varnarliðinu. Hún liggur að vísu niðri á kafla.
GatnamótAustur af N-S flugbrautinni hefur verið og er enn mikið efnisnám, þannig að mestöllu lausu efni hefur verið flett ofan af nokkrum hekturum lands. Botninn í þessum efnisnámum er úr hörðnuðu, fínsöndugu og siltkenndu set. Setið er nokkuð lagskipt og efsti hlutinn sandsteinskenndur. Í því sést hér og þar urmull skelja og skeljaför. Grágrýti stendur víða upp úr, en á því hvílir setið. Jökulrákir á grágrýtinu stefna úr suðsuðaustri. Bæði utan girðingar vestanmegin og í austurjaðri efnisnámsins sést að ofan á harða setinu er rúmlega eins metra þykkt lag af lausri fínmöl og sandi með láréttri lagskiptingu, en ekki hafa fundist skeljar í því. Yfirborð lausu setlaganna hefur að mestu verið rennislétt, fyrir utan dreif stórra steina, en nú hefur því mestöllu verið raskað. Talið er að malar- og sandlagið sé strandhjalli en steinadreifin muni hafa bráðnað úr jöklum við enn hærri sjávarstöðu.
Hlaðin rúst er vinstra megin (austan) Skipsstígs skammt sunnan við gatnamót Árnastígs. Skammt frá henni er hlaðið skotbyrgi. Telja má víst að hvorutveggja hafi tengst refaveiðum fyrrum.

Skipsstígur

Skipsstígur – Rauðamelur framundan.

Rauðimelur er 3 km langur sjávar- og malargrandi norðaustur af Stapafelli og norðvestur frá jarðhitasvæðinu í Svartsengi.  Efnistaka hefur opnað innviði malarrifsins. Þar má meðal annars lesa breytingar í jarðsögu landsins frá jökulskeiði ísaldar. Þarna má sjá sjaldgæfar plöntutengundir og jafnvel tegundir í útrýmingarhættu. Um er að ræða fágætar náttúruminjar. Svæðið er óvenju tegundaríkt og viðkvæmt fyrir röskun, sem reyndar hefur orðið þarna allveruleg þrátt fyrir sérstök verndunarákvæði, sbr. 37. og 39. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.

Rauðamelur

Rauðamelur.

Rauðamelur varð til í núverandi mynd þegar jöklar og sjór hopuðu af landi í lok síðasta jökulskeiðs ísaldar. Hann er fágætur vitnisburður um miklar stærðarbreytingar á jöklum og á afstöðu lands og sjávar. Berggerð Í Rauðamel eru m.a. jarðlög frá síðasta jökulskeiði, mynduð á hlýindakafla fyrir um 35.000 árum. Ummerki um þennan hlýja kafla hafa jöklar víðast var rofið burtu. Nútímahraun (yngri en 12.500 ára) hafa runnið upp að melnum. Þau eru úr Sandfellshæð (4 km³).

Skipsstígur

Skipsstígur.

Skammt norðar eru Lágar. Ofan þeirra er Gíslhellir. Í örnefnalýsingu Sæmundar Tómassonar fyrir Járngerðarstaði er m.a. fjallað um Gíslhellalág. „Gíslahellulág hefur vafalaust orðið til hjá vegalagningarmönnum á árunum 1915 til 1918, þegar sá vegur var lagður til Grindavíkur, sem nú er. Eg gæti trúað því, að fleiri nöfn hafi orðið til hjá vegagerðarmönnum á þessari leið á þeim dögum.“ Ýmsar tilgátur hafa verið um tilvist og notkun skjólsins í Gíslhelli. Nefnd hafa verið tengsl við Grindavíkurstríðið í júní 1532, Tyrkjaránið 1627, útilegumenn o.fl. Skýringin um vegavinnumennina 1915-1918 er ósennileg því um langan veg er að fara á milli hellisins og vegarins.

Skipsstígur

Skipsstígur – Gíslhellir.

Ef þetta skjól er tengt vegavinnumönnum hefur það verið tengt þeir er unnu að umbótum á Skipsstígnum skömmu eftir aldarmótin 1900. Handverk þeirra má m.a. sjá á stígnum þar sem hann liggur upp úr Lágunum. Gíslhellir er nefndur í örnafnaskrá fyrir Njarðvík, en ekki fyrir Járngerðarstaði.
Við mælingu má sjá að Gíslhellir er við Skipsstíg miðja vegu milli Njarðvíkur og Grindavíkur. Alls ekki ólíklegt er að hann hafi verið notaður sem skjól/áfanga- eða sæluhús á þeirri leið í gegnum tíðina, en síðan gleymst eftir að umferð um hann lagðist af þegar nýi vegurinn opnaðist 1918.
Vörðugjá dregur nafn sitt af myndarlegri vöru á gjárbarminum. Hún sést vel, hvort sem komið er að sunnan eða norðan.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Haldið var áfram til suðurs. Nú taka við langar hraunsléttur. Latur á vinstri hönd. Hann er í rauninni tveir gígar og utan í þeim hefur verið jarðhitavirkni til skamms tíma.
Þegar gengið er framhjá Illahrauni (á vinstri hönd) má vel sjá gíga þess í hrauninu. Haldið var niður Skipsstígshraun með Bræðrahraun og Blettahraun á hægri hönd.
Þegar Skipsstígur er genginn til Grindavíkur er Þorbjarnarfell (231 m.y.s.) áberandi. „Þorbjörn ku upphaflega, skv. munnmælum, hafa heitið Þorbjarnarfell, en nú virðist það nafn alveg glatað.“ Gamlir Grindvíkingar, trúir sögunni af Molda-Gnúpi, telja fellið hafa upphaflega heitið „Hafur-Bjarnafell“, en það nafn hafi síðar glatast.

Þorbjörn

Þorbjörn. Hér sést misgengið vel um miðju fellsins.

Misgengi er liggur þvert í gegnum fellið frá SV til NA sést mjög vel. Efst við vestanverðan bergvegginn sést í Þjófagjá þar sem þjófarnir (skv. þjóðsögunni) höfðust við og herjuðu á bændur og búalið. Vestan í fellinu má sjá andlit Þorbjörns. Í örnefnaskráningu fyrir Járngerðarstaði eftir Ara Gíslason segir m.a. um Þorbjarnarfellið: „Klifhólar eru útrennsli úr Þorbirni [að suðaustanverðu] en sunnan í Þorbirni er fyrst Eystri-Klifhóll. Ofar í Klifinu er Fiskitorfa. Neðar og vestar er Vestri-Klifhóll og þar ofar er Krókatorfa. Vestan við Klifhól, utan í fjallinu vestast, er Gyltustígur, eins konar hraunveggur. Hann er vestarlega í Þorbirni að sunnanverðu frá Lágafellstagli og upp úr. Vegghamrar er lágur hraunhamraveggur suðaustan í Lágafelli og tengir það við Þorbjörn.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn). Klifhólarnir er sunnan við austanvert fellið og hraunið framhendis nefnist Klifhólahraun.

Vesturhlið Þorbjarnar er brattar skriður sem heita Skjónabrekkur.
Milli Klifhólanna er Klifhólatorfa niður af Krókatorfu sem nú er aðeins snepill.“ Á Þorbjarnarfelli var kampur frá hernum á stríðsárunum (II) og má enn sjá leifar hans í gígskál fellsins
Í örnefnalýsingu fyrir Járngerðarstaði segir m.a. um Dýrfinnuhelli: „Milli Heimastaklifs og Tæphellu er Dýrfinnuhellir. Hann er að mestu ofan jarðar, hvolfþak, nokkrir ferfaðmar að stærð, og opinn að nokkru leyti á móti norðri. Hann var þarna alveg við gamla veginn til Keflavíkur.“ Heimastaklif er milli Lágafells og Tæphellu.

Skipsstígur

Skipsstígur – vagnvegurinn norðan Lágafells.

Á þessum kafla má best greina vegaumbæturnar, sem gerðar voru á Skipsstíg, þótt víða megi sjá merki þeirra á leiðinni.  Gatan er jafnbreið á alllöngum kafla og hefur verið borið í hana, en ofaníburðurinn, þ.e. fínasti hluti hans, er fyrir löngu fokinn út í veður og vind. Eftir stendur formið.
Skipsstígurinn liggur vestan þess. Augljóst er að gera hefur átt stíginn vagnfæran. Líklegt má telja að þarna hafi verið um atvinnubótavinnu að ræða skömmu eftir aldamótin 1900, sem síðan hafi ekki enst lengur en raun ber vitni. Þessi hluti stígsins er einstaklega fallegur og full ástæða til að varðveita hann, enda má ætla að hann teljist nú til fornleifa skv. gildandi þjóðminjalögum.

Skipsstígur

Skipsstígur innan svæðis loftskeytastöðvarinnar sunnan Lágafells.

Lágafell er suðvestan við Þorbjarnarfell. Fellið er dyngja, ein af þeim smærri á Reykjanesskaganum. Lágafellsheiði nefnist heiðin umhverfis Lágafell, einkum sunnan þess. Í henni er t.d. fjarskiptastöð varnarliðsins o.fl. Nokkrar jarðfallnar vörður eru við stíginn undir Lágafelli. Suðvestan við Lágafell greinist Skipsstígurinn í tvennt; annars vegar heldur hann beint áfram til suðausturs, að Hópi, og hins vegar til suðurs, að Járngerðarstöðum. Báðir stígarnir eru klipptir í sundur af girðingu er umlykur varnarsvæðið að norðanverðu. Sjá má þá liðast þar um móana og vörðubrot við þá.
Hópsanginn kemur undan girðingunni að austanverðu. Vörðubrot er við hann innan girðingar og síðan liðast hann áfram um móana áleiðis í Kúadal.
SkipsstígurGengið var suður fyrir girðinguna, að Títublaðavörðu. Þar sést Skipsstígurinn liðast um slétt hraun og vörðubrot innan við. Títublaðavarðan er utan girðingar. Þaðan liðast stígurinn að Reykjanesvegi, undir hann og áfram áleiðis að Járngerðarstöðu. Vörðubrot er við stíginn sunnan vegarins.
Tómas Þorvaldsson lýsti eitt sinn upphafi Skipsstígs fyrir FERLIR. Þá var gengið upp frá Járngerðarstöðum og upp að girðingunni er umlykur „varnasvæðið“ í Lágafellsheiðinni ofan Grindavíkur. Þegar staðnæmst var skammt frá girðingunni benti „Toddi“ á hálffallna vörðu. Sagði hann hana hafa jafnan verið nefnd Títublaðavarða. Sú álög hafi verið á vörðunni að henni skyldi jafnan haldið við og endurhlaðin eftir því sem þurfa þykir. Meðan það er gert er mun Grindavík hólpin. Sagan er svipuð hér í Járngerðarstaðahverfi og með „Tyrkjavörðuna“, öðru nafni Gíslavarða, utan 
við Staðarhverfi.

Skipsstígur

Skipsstígur – varða.

Títublaðavarðan er vel gróin að neðanverðu. Annars eru vörðurnar við Skipsstíg allflestar sömu megin; vinstra megin er gengið er til suðurs.
Í matsskýrslu Hitaveitur Suðurnesja vegna línulagninga á svæðinu segir Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur m.a. um hinar fornu þjóðleiðir: „Fornleiðirnar fjórar Skipsstígur, Prestastígur, Árnastígur og ónefnd leið, eru taldar hafa talsvert minjagildi í heild sinni, en einstakar vörður á leiðunum eru taldar hafa lítið minjagildi. Fornleiðirnar og er þá átt við göturnar sjálfar en ekki vörðurnar, eru taldar vera í mikilli hættu vegna mannvirkjagerðarinnar. Hættan felst einkum í slóðagerð sem fylgir línubyggingunni. Aðrir fornleifastaðir eru taldir í lítilli hættu og er það vegna námuvinnslu í Stapafelli hvað varðar tvo þeirra og ein varða sem hefur ekkert minjagildi er í lítilli hættu vegnalínulagnarinnar.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Skipsstígur er talinn hafa að geyma fornleifar sem eru eldri en frá 1550. Aldur götunnar er dreginn af því að hún hefur markað djúpa rás í hraunhelluna á köflum, en slíkt gerist ekki nema eftir mjög langa notkunn. Sambærilega rás var ekki að finna á öðrum fornleiðum sem kannaðar voru.“ Af þessu má sjá að viðkomandi hefur ekki skoðað hinar leiðirnar mjög vel því í þeim má einmitt víða sjá djúp för í klappirnar, auk þess sem sumar vörðurnar eru greinilega mjög fornar. Bjarni minnist t.a.m. ekki á Gíslhelli í skýrslu sinni.
Hægt væri að fara mörgum orðum um flóru svæðisins umhverfis Skipsstíg, en fróðlegt er að lesa matsskýrslur sérfræðinga, sem allar eru á einn veg: „Fjölbreytt flóra er á svæðinu, en því hefur þegar verið raskað verulega með stígagerð og öðrum framkvæmdum“. Litið hefur v
erið á framangreint sem réttlætingu fyrir frekari framkvæmdum á svæðinu. Sem sagt – eyðileggja bara nógu mikið því það réttlætir frekari skemmdir. Þetta geta nú varla talist frambærileg rök frá sæmilega upplýstu fólki.

Varða

Þegar örnefnalýsingar fyrir Járngerðarstaði eru skoðaðar má sjá lýsingu á syðsta hluta Skipsstígsins þar sem hann liggur um Lágafellsheiðina niður að bæ. Ef tekið er það sem eftir var af leiðinni og haldið til heiðarinnar má sjá að „skammt fyrir ofan þorpið er gjáin Silfra. Er sagt að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum. Fast við Vatnsstæðið er varða við veginn til Keflavíkur og heitir hún Títublaðavarða. Upp af Silfru voru Eldvörpin [ekki þau sem eru allnokkru vestar] en þau eru nú horfin því herinn sléttaði þau út. Vestur af þeim er Eldborg. Þar upp af er graslendi sem nefnt er Lágafellsheiði. Um hana lá vegurinn til Keflavíkur.

Helghóll

Helghóll við Skipsstíg innan varnarsvæðisins.

Þar vestur af er Bjarnafangi eða Bjarnafles. Þetta er klöpp rétt vestur eða norðvestur af Eldborg. Hjá henni er Litliblettur. Þá er Stóriblettur og Langhóll vestur af Eldvörpum. Norður af Eldvörpum er grashóll sem heitir Helghóll og kringum hann eru grasivaxnar lágar, Helghólslág eða Helghólslautir. Hóllinn sjálfur er toppmyndaður, þar var sagt að hefði verið huldufólkskirkja. Hún er nú innan varnargirðingarinnar. Upp af Helghól er Lágafell. Kúadalur er í hrauninu [Garðhúsahrauni] þar sem vegurinn liggur. Eldvarpahraun tekur við vestan við Kúadal. Lágafellsheiði heitir einkum austur af gamla Keflavíkurveginum en þegar komið er upp fyrir Lágafell heitir vegurinn Skipsstígur sem áður er nefnt.“

Skipsstígur

Skipsstígur; úr götu í veg.

Skipsstígurinn endurspeglar brú margbreytileikans, annars vegar vegagerð hinnar eðilslægu og skynsamlegu þörf fortíðar og hins vegar tilraun nútímans (1900) til að bregðast við breyttum þörfum samtímans. Hann hefur því ekki einungis gildi sem fornleif (100 ára reglan) heldur og sem áþreifanlegur vottur þróunar í vegagerð hér á landi frá einum tíma til annars – einkum nútímans.
Gangan tók 5 klst og 05 mín.
Frábært veður – logn og sól.

Heimildir m.a.:
-Helgi Torfason og Ingvar Atli Sigurðsson – 2002.
-Járngerðarstaðir – örnefnaskrá (Örnefnastofnun Íslands).
-Njarðvík – örnefnaskrá (Örnefnastofnun Íslands).
-Fornleifaskráning á Reykjanesi – BFE – 2002.
-Sýslulýsingar 1744-1749 – Reykjavík 1957.
-Saga Grindavíkur.

Grindavík

Grindavík – þjóðleiðir á vestanverðum Reykjanesskaga.

Eldgos

Á vefsíðu ÍSOR er m.a. fjallað um „Yfirlit um jarðfræði Reykjanesskaga„:
„Jarðfræðilega nær Reykjanesskagi austur að þrígreiningu plötuskilanna sunnan Hengils. Reykjanesskagi er svokallað sniðrekbelti og fer gliðnunin fram í NA-SV-eldstöðvakerfum, sem eru tugir kílómetra að lengd, með misgengjum, gjám og gígaröðum.

ReykjanesskagiÁ kortinu eru sýndir helstu hnikþættir á Íslandi. Rekbeltin á Íslandi (svört) hliðrast til austurs frá Reykjaneshrygg (RH) og Eyjafjarðarál (EÁ). Það gerist um Suðurlands-þverbrotabeltið (SB) og annað þverbrotabelti kennt við Tjörnes (HF) milli Húsavíkur og Flateyjar. Brotabelti á Arnarvatnsheiði (A) og í Borgarfirði (B) eru sama eðlis. Þau tengja á milli Vestra rekbeltisins (VR) og Snæfellsness-hliðarbeltisins (SN). Vestra (VR), Eystra (ER) og Norðurrekbeltið (NR) eru sýnd svört. VR og ER eru sýnd sem fleygar. Það á að gefa til kynna vaxandi gliðnun annars vegar til suðvesturs í VR og hins vegar til norðaustusr í ER. Yfir Mið-Ísland liggja eldstöðvakerfi. Þau helstu eru gefin til kynna með H (Hofsjökull) og GK (Grímsvötn-Kverkfjöll). Sniðrekbelti eru sýnd í bleikum lit, annars vegar Reykjanesskagi (RN) og hins vegar spegilmynd hans, Grímseyjar-Axarfjarðarbeltið (GR). Hliðarbelti Snæfellsness (SN), Suðurlands (SH) og Öræfajökuls-Snæfells eru sýnd í bláum lit. Sveru örvarnar sýna rekstefnuna. Rekhraði er um 1 cm á ári í hvora átt.

ReykjanesskagiÁ Reykjanesskaga kemur sniðgengisþátturinn fram í nokkurra kílómetra löngum norður-suður sprungum með láréttri færslu og sprunguhólum. Þær eru á mjóu belti sem liggur eftir skaganum endilöngum. Þar verða tíðum jarðskjálftar. Þeir koma í hrinum og eru flestir litlir. Sá öflugasti hefur verið um 6 stig að stærð. Tímabil eldgosa og gliðnunarhreyfinga annars vegar og sniðgengishreyfinga hins vegar skiptast á og standa hvor um sig í 6-8 aldir. Tímabil sniðgengishreyfinga hefur staðið yfir síðustu aldirnar en vísbendingar eru um að því sé að ljúka.

Jarðfræði

Reykjanesskagi – nútímahraun.

Á Reykjanesskaga eru sex eldstöðvakerfi. Miðstöð þeirra ákvarðast af mestri hraunaframleiðslu í sprungugosum. Sprungusveimar eldstöðvakerfanna, með gjám og misgengjum, eru miklu lengri en gossprungureinarnar. Þar hafa kvikuinnskot (berggangar) frá megineldstöðvunum ekki náð til yfirborðs. Í fimm af eldstöðvakerfunum er háhitasvæði. Hitagjafi þeirra eru innskot ofarlega í jarðskorpunni. Boranir á háhitasvæðunum hafa sýnt að 20-60% bergs neðan 1000-1600 m eru innskot. Súrt berg og öskjur eru ekki í eldstöðvakerfum skagans. Veik vísbending er þó um kaffærða öskju á Krýsuvíkursvæðinu, og í Hengli kemur fyrir súrt berg í megineldstöðinni, en það er norðan þrígreiningar plötuskilanna (gosbeltamótanna). Bergfræði gosbergsins í eldstöðvakerfunum spannar bilið frá pikríti til kvarsþóleiíts.

Eldvirkni og gliðnunartímabil
ReykjanesskagiRannsóknir sýna að eldvirkni- og gliðnunartímabil (gosskeið) verða á 6-8 alda fresti á Reykjanesskaga. Gosvirknin einkennist af eldum sem geta staðið í nokkra áratugi, með hléum. Eldstöðvakerfin hafa yfirleitt ekki verið virk samtímis heldur hefur gosvirkni flust á milli þeirra eitt af öðru. Hvert eldstöðvakerfi verður virkt á 900-1100 ára fresti. Um 950 ár eru frá síðasta gosi í Brennisteinsfjallakerfinu en 780-830 ár í vestari kerfunum. Rannsóknir benda til að síðasta gosskeið hafi byrjað með eldum í Brennisteinsfjöllum og á Trölladyngjurein Krýsuvíkurkerfisins laust fyrir árið 800.

Festisfjall

Festisfjall – Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, að störfum.

Eftir þá hrinu kom um 150 ára hlé þar til eldvirkni tók sig upp aftur í Brennisteinsfjallakerfinu á 10. öld. Þar á eftir fylgdi Krýsuvíkurkerfið á 12. öld. Að síðustu gaus á vestustu kerfum skagans, Reykjanes- og Svartsengiskerfunum, á 13. öld. Þeim eldum lauk um árið 1240. Brennisteinsfjallakerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum Reykjanesskaga eftir ísöld og framleitt mest hraun, bæði að flatar- og rúmmáli.

Tímabil eldgosa eru fundin með aldursgreiningu hrauna með hjálp öskulaga og C14- aldursgreiningum, auk skráðra heimilda um gos eftir landnám. Tvö síðustu gosskeiðin eru vel þekkt og það þriðja fyrir um 3000 árum að nokkru leyti. Vísbendingar eru um fleiri gosskeið þar á undan en aldursgreiningar eru of fáar enn sem komið er til að tímasetja þau af nákvæmni.

Samantekt árið 2010: Kristján Sæmundsson jarðfræðingur ÍSOR. Uppfært árið 2021: Magnús Á. Sigurgeirsson jarðfræðingur ÍSOR.“

Heimild:
-https://isor.is/jardhiti/yfirlit-um-jardfraedi-reykjanesskaga/
Reykjanesskagi

Árnastígur

Genginn var Árnastígur og síðan nyrðri hluti Skipsstígs frá Húsatóftum til Njarðvíkur – 18 km leið. Þar af er Árnastígurinn 12 km að mótum stíganna austan Stapafells. Gangan var með Strandgönguhópnum og liður í leiðsögunámi svæðaleiðsögumanna Reykjaness.

Árnastígur

Árnastígur.

Í Örnefnaskrám Grindavíkur er gefin eftirfarandi skýring á örnefninu Árnastígur: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“ Skipsstígur er gamla þjóðleiðin milli Njarðvíkur og Grindavíkur (Járngerðarstaðahverfis).
Sólin var ofar skýjum og vætan yfirliggjandi til að byrja með. Á landamerkjum Grindavíkur og Hafna urðu umskipti og sólin varð ráðandi undir niðri.
Gengið var frá upphafsstað við Húsatóftir upp að fyrstu sýnilegu vörðunni við Árnastíginn skammt ofan við golfvöll Grindvíkinga. Eftir það var stígurinn fetaður með vörðurnar á hægri hönd, að einni undantekinni (þ.e. varða við Skipsstíginn skammt ofan gatnamóta Árnastígs nyrst við Rauðamelinn). Með í för voru fræðarar leiðsögumannanema, Ægir og Þorvaldur. Alla leiðina miðluðu þeir af reynslu sinni og þekkingu svo flestir stóðu margfróðari eftir.
Í fyrstu hefur Árnastígurinn verið ruddur slóði, en víða í beygjum má sjá upphafleg einkenni hans.

Árnastígur

Árnastígur – varða.


Skammt sunnan við Sundvörðuhraun m.a. m.a. sjá hlaðið undir stíginn á einum stað þar sem hann liggur á milli jarðfalla. Þegar komið er suðaustan við Sundvörðuhraun liggur frá honum annar stígur (varða við gatnamótin). Sá stígur liggur framhjá svonefndum „Tyrkjabyrgjum“ í krika sunnan undir Sundvörðuhrauni og áfram inn í Eldvörp. Þar eru hleðslur (garðar), auk svonefnds „Útilegumannahellis“ eða „Brauðhellis“. Í honum sjást hleðslur.

Árnastígur

Árnastígur.

Austan Sundvörðuhraun, á hellunni sem er yfirborð Eldvarparhrauns, er stígurinn allsléttur og norðaustan við hraunkantinn sést vel hversu markaður hann er í klöppina eftir hófa, klaufir og fætur liðinna alda. Áður en stógurinn beygir til norðurs má sjá gatnamóti í beygjunni. Úr henni liggur stígur til suðurs niður í Járngerðarstaðahverfis (sem loftskeytastöðin hefur reyndar girt af), að Títublaðavörðu.
Áð var áður en komið var yfir Elvarparhraunið. Þar mátti m.a. sjá „landnemaplöntur“, sem óvíða er að sjá annars staðar en á heitari svæðum. Í áningunni sannaði Vogafólkið enn og aftur að fáir kunna sig betur á ferðalögum. Þeir drukku t.a.m. úr postulíni á meðan aðrir sötruðu ú plastílátum. Áfram liggur stígurinn í gegnum Eldvörpin og inn á Sandfellshæðarhraunið, með jaðri Eldvarparhrauns austan Lágafells og síðan áfram milli þess og Rauðhóls (Gígs), niður misgengi (Klifgjá) vestan Þórðarfells og áfram norður með því austanverðu. Í misgengisberginu, sem þarna er allhátt, er hrafnslaupur, augsýnilegur.

Árnastígur

Árnastígur.

Við Þórðarfellið er sagt að Hafnfirðingar, Njarðvíkingar, Þjóðverjar og Bessastaðavaldið hafi safnast saman hinn örlagaríka júnídag árið 1532 áður en sótt var að Englendingum ofan við Stóru-Bót vestan við Járngerðarstaðahverfið í Grindavík (sumir segja Greindarvík) þar sem 18 enskir voru vegnir og aðrir heftir til skamms tíma. Mun það hafa verið upphafið að lok „ensku aldarinnar“ hér á landi (sjá Grindavíkurstríði I, II, III og IV. undir fróðleikur (Skrár).
Í brekkunni, við stíginn, er ferningslaga hleðsla. Þegar komið er norðvestur fyrir Þórðarfellið vilja flestir halda áfram eftir slóða, sem þar er, en Árnastígurinn liggur þar til norðurs við vörðu og liðast síðan djúpt í móanum í hlykkjum áleiðis að Stapafelli. Áður en komið er að Stapafelli endar stígurinn við vörðubrot, enda bíð að raska svæðinu framundan verulega.
sjávargrjótGenginn var slóði norðaustur með Stapafellinu, austur fyrir Hrafnagjá og síðan í námunum norður fyrir það. Þar er einstaklega fallegar bólstrabergsmyndun. Að sögn Ægis er þar einnig „stærsti bólstur í heimi“ og hafði það eftir Sigurði heitnum Þórarinssyni, jarðfræðingi. Ekki verður dregið í efa að hann sé stór. Ægir kynnti myndun bólstarbergsins sem og annarra bergmyndana í fjallinu, s.s. móbergs og gosbergs sem og leik jökuls og sjávar við þau eftir myndun, sbr. Rauðamel og myndun hans sem tímabundins skers.
Haldið var áfram norðaustur eftir Árnastíg undir Stapafellsgjá, þar sem stígurinn er allgreinilegur. Vörðubrot eru víða til hliðar við stíginn. Reynt var að gera vörðurnar greinilegri, en þarna hafr að taka til hendinni og reisa vörðubrotin umm úr sverðinum við tækifæri. Ekki fer á milli mála að sá hluti Árnastígsins, þar sem hann hefur ekki verið yfirkeyrður með jarðvinnuvélum, hefur lítt verið genginn í seinni tíð. Mosinn og gróðurinn bera þess glögg merki.
VarðaÞegar komið er að gatnamótum Skipsstígs er stólpi er sýnir með óyggjandi hætti hvar þau eru, en fyrir ókunnuga er erfitt að sjá hvor stígurinn er hvað. Við gatnamótin eru gömul vörðubrot, en nýlegri vörður hafa verið reistar í nánd.
Haldið var áfram norður eftir Skipsstíg. Fallegar, háar og heillegar vörður móta þá leið, flestar „karlskyns“. Á kafla má sjá stíginn vel mótaðan í bergið. Þegar komið var að varnargirðingunni var haldið hiklaust áfram í gegnum hana, yfir varnasvæðið og út hinum megin.

Árnastígur

Mót Árnastígs og Skipsstígs.

Krókur um hana til austurs hefði kostað u.þ.b. 45 mín. óþarfa göngu til viðbótar, en Skipsstígurinn liggur í gegnum varnargirðinguna á sama stað og hitaveitulögnin. Yfir svæðið er ekki nema u.þ.b. 300 metra gangur. Þetta þarf að bæta, enda notkun svæðisins aflögð að mestu eða að öllu leyti. Ef athygli hins ágæta utanríkisráðherra, sem reyndar hefur gengið með FERLIR, væri vakin á þessu, myndi hann án efa bæta um betur.
Þaðan var strikið tekið eftir hitaveitlínuveginum að Fitjum. Þar er upphafsskilti er segir að þar sé upphaf Skipsstígs (18 km). Reyndar er upphaf Skipsstígs mun austar þar sem hann liðast um móana í átt að Sjónarhól og síðan áfram í átt að vörðunum sunnan varnargirðingarinnar. Stígurinn er þó víða horfinn á því svæði vegna landrofs.
Gangan tók 6 klst. Góð ganga með góðu fólki í góðu og sagnaríku umhverfi.

Árnastígur

Árnastígur – gulur.

 

Í 8. kafla Landnámu segir m.a.:
„Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó íReykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utanBrynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.“

Skalafell-221

Skálatóft í Skálfelli.

Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vérskulum byggja útnes þetta.“

Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.

Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varðskilríkur maður.

„Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.“

Skálfell

Skálatóft í Skálfelli.

Spurningin er: Hver er uppruni örnefnisins Skálafell?
Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur: Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m).
Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m).
Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt við Skálafell sunnan Hellisheiðar. Hins vegar segir Kristian Kålund í sögustaðalýsingu sinni að sagnir séu um að Ingólfur hafi haft skála (fjárskála) á Skálafelli austan Esju (Kålund I, 43). 

Skálafell

Skálafell austan Esju.

Jónas Magnússon í Stardal segir í örnefnaskrá að fellið í Kjós „ætti betur við söguna af Ingólfi Arnarsyni en Skálafell upp af Kömbum, því að Þingvallavatn blasir við af þessu felli.“
Líklega er nafnið á fjallinu austan Esju upphaflega Skálarfell, af áberandi skál í fjallinu. Þó er önnur skál minni í austurenda fjallsins og gæti því nafnið hafa verið Skálafell í upphafi, segir Egill J. Stardal, sonur Jónasar í Stardal í Árbók Ferðafélagsins 1985, 122-123.

Skálafell

Skálafell austan Esju – tóft.

Ekki er líklegt að upphaflega nafnið hafi verið Skaflafjell eða Skavlfjell. Þórhallur Vilmundarson segir að Skálafell sunnan Hellisheiðar minni á húsburst séð úr Ölfusi og gæti því verið líkingarnafn (Grímnir I, 128).“
Þegar FERLIR var á ferð um Skálafell árið 2013 var m.a. gengið fram á forna skálatóft, 8 metra langa að innanmáli. Tóftin sú gæti mjög mögulega verið leifar framangreinds skála Ingólfs undir fellinu.

Heimildir:
-Grímnir I. Rvk. 1980.
-Kristian Kålund. Íslenzkir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Íslenzk þýðing: Haraldur Matthíasson. Rvk. 1984.
-https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm
-Landnámabók. Íslenzk fornrit. I. Rvk. 1968.
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=64102

Skálafell

Skálafell upp af Hellisheiði.

Vífilsstaðasel

Árið 2007 skrifaði Ómar Smári Ármannsson BA-ritgerð í fornleifafræði við Háskóla Íslands um „Sel og selstöður á Reykjanesskaganum„.
Viðfangsefni ritgerðarinnar var að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæði fyrrum lanadnáms Ingólfs; frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.

Sel - tilgátuhús

Sel – tilgátuhús

Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund sérstakra búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum, örnefndum og eldra fólks minni, og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem hvergi er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað er á að lýsa tilteknum seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig er reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Höfundur telur líklegt að í öllu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir tæplega 400 sel og/eða selstöður – á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá.

Selsvellir

Uppdráttur af selminjunum á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki á 152 stöðum er geymt geta selminjar. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysu-strandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.  Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers4 um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.

Seljagerðir

Þróun selja – Hér má sjá hvernig húsakostur í seljum á Reykjanesskaganum hefur þróast í gegnum tíðina, allt frá kúaseljum í fjársel. Elstu húsin voru einföld, lítil og óregluleg; tóku mið af landfræðilegum aðstæðum, en breyttust smám saman yfir í reglulegri og heilstæðari þrískiptar byggingar: eldhús, búr og baðstofu. Svo virðist sem byggingarlagið hafi tekið að nokkru leyti mið af  gerð bæjarbygginga á hverjum tíma og þróun þeirra. 

Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir 100 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.  Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður) og Auðnaseli (3 selstöður).

Selvogsheiði

Selvogsheiði – minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum. Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða.  Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið kolasel og hvaða sel urðu loks að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin vestan Esju eru merkt inn á með viðkomandi númeri.

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.  Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Skráðar heimildir voru um þriðjung seljanna, þriðjungur fannst eftir munnlegum heimildum fólks er þekkti til á sérhverjum stað og þriðjungur fannst við leitir, annað hvort vegna vísbendandi örnefna, s.s. Sellækur, Selholt og Selhæðir, eða líklegra staðsetninga m.t.t. búskaparhátta fyrrum.

Selsstígur

Dæmigerður selsstígur.

Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað verður á því að lýsa seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig verður reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

Höfundur telur líklegt að í öllu umfjölluðu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir fleirri en 400 sel og/eða selstöður – þ.e. á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá. Flestar höfðu þær þegar verið staðfestar áður en ritgerðin var samin. Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki um sel og selstöður hins vegar á 152 stöðum. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.

Baðsvallasel

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.  Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir u.þ.b. 200 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.

Reykjanesskagi

Spákonuvatn, Sesseljupollur og Keilir á Reykjanesskaga.

Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður),  og Auðnaseli (3 selstöður). Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum.

Sogasel

Sogasel í Sogaselsgíg – Uppdráttur ÓSÁ.

Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða. Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið annars konar nytjastaður en til fjár og kúa, s.s. til kola-, fugla- refa, sem og hvaða sel urðu síðar að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin eru merkt inn á með viðkomandi númeri.
Hér má sjá ritgerðina – file:///D:/My%20Passport/Myndir%20-%20afrit/Sel%20vestan%20Esju%20-%20BA-ritgerd/Sel%20og%20selstodur-OmarSmariArmannsson-laest.pdf

Hér má sjá yfirlit yfir þekkt sel og selstöður á Reykjanesskaganum – fyrrum lannámi Ingólfs –

SEL Á REYKJANESI Fjöldi Fundið Staðsetn. GPS
Arasel (Arahnúksel) – 5 tóttir -stekkur 2 x Vatnslstr.
Auðnasel – Höfðasel – Breiðagerðissel 1 x Vatnslstr.
Árbæjarsel (heimasel) 1 x Selás
Ártúnssel 1 x Blikdal
Ásláksstaðasel 1 x v/Knarranessel
Ássel – (Ófriðarstaðasel) 1 x Hvaleyrarv.
Baðsvallasel – Járngerðarstaðarsel 3 x Þorbj.fell/Hagafell
Bakkasel (Sogasel) 1 x Sogagíg
Bakkárholtssel 1 x Reykjafelli/Ölfusi
Bessastaðasel (Viðeyjarsel) 1 x Lækjarbotnum
Bessastaðasel 1 x Bessastaðanesi
Bíldfellssel 1 x Grafningur
Blikdalssel 9 – efsta norðanv. 1 x Blikdal
Bjarnastaðasel (Götusel) 4 x Strandarh.
Blikastaðasel 1 x Stardal
Botnasel 1 x Seldal/Grafn.
Bótasel (Herdísarvíkursel) 1 x Herdísarv.hraun
Brautarholtssel 1 x Blikdal
Breiðabólstaðasel I 1 x Ölfusi
Breiðabólstaðasel II 1 x Ölfusi
Breiðagerðissel v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Brennisel 1 x Óttastaðlandi
Brennisel neðra 1 x Óttastaðlandi
Bringnasel? 1 x Mosfellssveit
Brunnastaðasel 3 x Vatnslstr.
Brúsastaðasel 1 x Selfjalli
Búrfellsgjá I 2 x Garðar
Búrfellsgjá II 1 x Garðar
Búrfellsgjá III 1 x Garðar
Býjasel* 1 x Miðnesh.
Bæjarskerssel – Stekkur* 0 x ofan Bæjarskerja
Dalssel – Járngerðarstaðir 1 x Fagradalsfj.
Dyljáarsel 1 x Eilífsdal
Eiðissel 1 x Geldinganesi
Eimuból 1 x Strandarh.
Elliðakot (kúasel/skáli/fjós) 1 x Kópavogi
Esjubergssel (Móasel) 1 x Leirvogsá
Eyjasel 1 x Eyjar
Fellsendasel? 1 x Þrívörðuhrygg
Fífuhvammssel (Kópavogssel) 1 x Selshrygg
Flekkudalssel I 1 x Flekkudal
Flekkudalssel II 1 x Flekkudal
Flekkuvíkursel 3 x Vatnslstr.
Fornasel (Jónssel) 1 x Almenningum
Fornasel 2 – 3 tóttir 2 x Vatnslstr.
Fornusel – nyrðri 1 x Vatnslstr.
Fornusel – Sýrholti – syðri 1 x Vatnslstr.
Fornasel – Þingvöllum 1 x Þingvellir
Fossársel 1 x Fossárdal
Fremrihálsarsel (Sauðafellss/Möngut.) 1 x Fremrihálsi
Fuglavíkursel (Norðurkot?) 1 x Miðnesh.
Fuglavíkursel II (Fuglavíkurstekkur) 1 x Miðnesh.
Garðaflatir (sjá Garðasel) 1 x Garðar
Gamlasel 1 x Ölvisv./Grafn.
Garðasel (sjá Garðaflatir) 1 x Garðaflöt
Garðastekkur (heimasel) 1 x Garðar
Geldingatjarnarsel 1 x Geldingatjörn
Geldingatjarnarsel? 1 x Geldingatjörn
Gjásel 8 x Vatnslstr.
Gjásel (Lambhagasel) 1 x Almenningum
Gljúfursel 1 x Seldal
Grafarsel 1 x na/Rauðavatns
Gufudalssel (Reykjasel) 1 x Gufudal
Gufunessel I ? 1 x Stardal
Gvendarsel 1 x Undirhlíðum
Gvendarsel 1 x Litlahrauni
Götusel (Bjarnastaðasel) 1 x Selvogi
Götusel? 1 x Selvogi
Hamarskotssel 1 x Sléttuhl.
Hamrasel 1 x Þingvallahreppi
Hamrasel? 1 x Þingvallahreppi
Hafnasel I 1 x Seljavogi
Hafnasel II 1 x Seljavogi
Hálsasel 1 x Seldal
Hálssel 1 x Sauðafelli
Hásteinssel efra 1 x Hásteinar
Hásteinssel neðra 1 x Hásteinar
Heiðarbæjarsel 1 x Heiðarbæ/Grafn.
Helgadalssel (-rétt/-stekkur/-stöðull) 1 x Torfdal/Mosf.sveit
Helgadalssel? 1 x Helgadal
Helgafellssel (gamli bærinn)? 1 x Stardal
Helgusel (Mosfellssel II) 2 x Bringum
Herdísarvíkursel (Bótasel) 1 x Seljabót
Herdísarv.sel (heimasel/stekkur) 1 x Herdísarvík
Herjólfsstaðasel 1 Mela-Seljadal
Hlíðarendasel 2 x Geitafell
Hlíðarhúsasel (Öskjuhlíð – efra) 1 x Öskjuhlíð
Hlíðarsel 1 x Selvogsheiði
Hlöðunessel (gamla) 1 x Vatnslstr.
Hofsel (Gamla Hofsel) 1 x Blikdal
Holusel 1 x Blikdal
Hólasel 1 x Vatnslstr.
Hópssel 1 x Selshálsi
Hópssel II 1 x Krýsuvík
Hjallasel neðra 1 x Selbrekkum
Hjallasel efra 1 x Sellautum
Hjarðarnessel 1 x Blikdal
Hnúkasel? (skúti – tóftir) 1 x Hnúkum
Hraðastaðasel (Helgusel?) 1 Í heimalandi
Hraunsholtssel # 1 x Flatahrauni
Hraunssel – Hraun Ölfusi 1 x Lönguhlíð
Hraunssel eldra – 1 tótt 1 x Núpshl.
Hraunssel eldri – Hraun Grv. – 3 tóttir 3 x Núpshl.
Hraunssel (heimasel) 1 x Borgarhrauni
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel II í hvammi? 1 x Mosfell
Hurðabakssel 1 x Meðalfelli
Húshólmasel (Krýsuvíkursel IV) 1 x Krýsuvík
Hvaleyrarsel I 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel II 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel III 1 x Seldal
Hvalesnessel 2 x Hvalsnesi
Hvassahraunssel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Hækingsdalssel (6415816-2121729) 1 x Selsvellir
Hækingsdalur (heimasel) 1 x Borgin
Höfðasel -v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Ingunnarstaðasel (Þórunnarsel) 1 x Inngunnarstöðum
Ingveldarsel 1 x Úlfljótsvatn/Villing.
Innra-Njarðvíkursel* 1 x Seltjörn
Írafellsel 1 x Svínadal
Ísólfsskálasel 1 x Fagradalsfj.
Jófríðastaðasel? (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Jónssel 1 x Seljabrekku
Jórusel (Nes)1 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel I 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel II 1 x Grafningur
Kaldársel 1 x Kaldárseli
Kaldársel II – fjárskjól 1 x Kaldárseli
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Hvammar
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Litla-Nýjab.hv.
Kárastaðasel 1 x Selgili
Keldnasel (Gufunessel fyrrum) 1 x Sólheimatjörn
Kirkjuvogssel 4 x Höfnum
Kjalarnessel (Nessel) 1 x Blikdal
Kleifarsel 1 x Nesi/Grafningi
Klængsel 1 x Nesi/Grafningi
Knarrarnessel 3 x Vatnslstr.
Kolasel 1 x Óttastaðlandi
Kolhólasel (Vatnsleysusel) 2 x Kálfatjarnarlandi
Korpúlfsstaðasel ? 1 x Stardal
Kópavogssel (Fífuhvammssel) 1 x Kópavogi
Krossel 1 x Hveragerði
Krókssel 1 x Súlufelli
Krýssel? 1 x Austurhlíð
Krýsuvíkursel I (Selöldusel) 1 x Selöldu
Krýsuvíkursel II (Sogasel) 1 x Sogagíg
Krýsuvíkursel III (Seltúnssel) 1 x Seltúni
Krýsuvíkursel IV 1 x Húshólma
Krýsuvíkursel V 1 x Vigdísarvellir
Krýsuvíkursel VI (Kaldranasel) 1 x Litla-N.b.hvammi
Krýsuvíkursel VII (Kringlumýri/kúasel) 1 x Krýsuvík
Kvíguvogasel (fjós) 1 x Vogum
Lambastaðasel 1 x Selfjalli
Lambhagasel ? 1 x Stardal
Lambhagasel (Gjásel) 1 x Almenningum
Lágafellssel 1 x (Stardal) Fóelluv.
Litlalandssel – skúti 1 x Ölfusi
Litlasel (Fornasel – Landakot) 1 x Vatnslstr.
Litlasel # 1 x Selvatn
Litli-Botn 1 x Hvalfirði
Litli-Botn II 1 x Selá
Lónakotssel – Eyðikot – Kolbeinskot 3 x Vatnslstr.
Markúsarsel 1 x Leirtjörn
Meðalfellssel 1 x Meðalfelli
Melabergssel (a/Melab.vatn – heimas) 1 x Melaberg
Melasel (Melakotssel) 1 x Melaseljadal
Merkinessel – eldra (Miðsel) 1 x Höfnum
Merkinessel – yngra 1 x Höfnum
Miðdalssel I ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Miðdalssel II ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Minna-Mosfellssel 1 x Skeggjastaðir
Minna-Mosfellssel (heimasel í Kýrgili) 1 x Mosfellssveit
Miðsel (Merkinessel eldra) 1 x Höfnum
Mosfellssel I 1 x Illaklif
Mosfellssel II (Helgusel) 1 x Bringur
Mosfellssel III ((Minna)-Mosfell) 1 x na/Mosfells
Móasel (Esjubergssel) 1 x Þríhnúkum
Mógilsáarsel (nátthagi/gerði) 1 x Mógilsá
Mýrarholtssel 1 x Blikdal
Múlasel / Skorhagasel 1 x Brynjudal
Múlasel / Múla (Hafnhoolar) 1 x Stardal
Möðruvallasel I 1 x Trönudal
Möðruvallasel II 1 x Svínadal
Möngusel 1 x Höfnum
Naglastaðasel (Hvammssel) 1 x Hvammslandi
Narfakotssel 1 x Innri-Njarðvík
Neðra-Hálssel 1 x Kjós
Nessel /Snjóthússel) 1 x Selvogi
Nessel 1 x Seljadal
Njarðvíkursel I* 1 x Seltjörn
Njarðvíkursel II 1 x Selbrekkum
Norður-Reykjasel (Helgadalssel?) 1 x Innri-Skammadal
Núpasel (Saurbæjarsel) 1 x Urðarásatjörn
Núpasel 1 x Seldal
Nýjabæjarsel (Krýsuvík) 1 x Seljamýri
Nýjasel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Nýjasel 1 x Krókur/Grafn.
Nærsel (Seljadalssel I) 1 x Seljadal
Oddafellssel nyrðra – Minni-Vatnsl. 1 x Oddafelli
Oddafellssel syðra – Minni Vatnsl. 1 x Oddafelli
Ófriðarstaðarsel – (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Ólafarsel 1 x Strandarh.
Óttastaðasel 2 x Vatnslstr.
Rauðshellissel 1 x Helgadal
Rauðhólssel – Stóra-Vatnsleysa 1 x Rauðhól
Rauðhólasel (Elliðavatn) 1 x Rauðhólar
Reykjavíkursel #*21 1 x Rvík
(Reykja) Víkursel 1 x Selvatn
Reynivallasel 1 x Seljadal
Rósasel 1 x Keflavík
Sandhafnarsel (heimasel/stekkur) 1 x Sandh./Höfnum
Sandssel 2 x Eyjadal
Sauðafellssel (Hálsasel)? 1 x Sauðafelli
Sauðahúsasel 1 x Hækingslandi
Saurbæjarsel 1 x Blikdal
Saurbæjarsel (sjá Öxnalækjarsel) 1 x Seldal/Ölfusi
Sámsstaðir (sel?) 1 x Stardal
Sel í Búrfellsgjá – Garðasel 2 x Búrfellsgj.
Sel í Selgjá 11 x Selgjá
Sel v/Stampa – Kalmanstjarnarsel # 1 x Höfnum/horfið
Seljadalssel I (Nærsel) 1 x n/Seljadalsár
Seljadalssel II 1 x Seljadal
Seljadalssel III 1 x Seljadal
Seljadalssel IV 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel V 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel VI 1 x Seljadal vestan
Seljadalssel VII 1 x Seljadal
Selkot (sel frá Stíflisdal – kot) 1 x Þingvallasveit
Selsvallasel – austara – Staður 1 x Núpshl.
Selsvallasel – vestari – Húsatóttir 3 x Núpshl.
Selsvallasel v/Geitafells 1 x Réttargjá
Seltúnssel – (sjá Krýsuvíkursel III) 1 x Krýsuvík
Seltúnssel II 1 x Krýsuvík
Selöldusel – (sjá Krýsuvíkursel II) 1 x Selalda
Setbergssel 1 x Sléttuhl.
Setbergssel – eldra 1 x Urriðakoti
Skálabrekkusel 1 x Selgili
Skeggjastaðasel? 1 x Stardal
Skrauthólasel (Þerneyjarsel) 1 x Hrafnhólum
Smalasel 1 x Rosmhvalanesi
Snorrastaðasel 1 x Snorrast.tj.
Snjóthússel (Nessel) 1 x Selvogi
Sogasel – Kálfatjörn (Bakkasel) 3 x Trölladyngju
Sogasel ytra 1 x Trölladyngju
Sognasel 1 x Seldal / Ölfusi
Sognsel – Sogni í Kjós 1 x v/Fossá – Sandftjörn
Staðarsel 3 x Strandarh.
Staðarsel I 1 x Strandarh.
Staðarsel II 1 x Strandarh.
Staðarsel III (sunnar / fjárskjól) 1 x Strandarh.
Staðarsel IV (sunnar) 1 x Strandarh.
Staðarsel V (sunnar /hlaðinn gangur) 1 x Strandarh.
Stafnessel 1 x Ósum
Stafnessel II (hóll vestan gamla skjól.) 3 x Miðnesheiði
Stafnessel III (heimasel ofan Gálga) 1 x Miðnesheiði
Stafnessel IV (vestan í Djúpavogi) 1 x Djúpavogi
Stafnessel V (klettaborg á flugv.sv.) 1 x Miðnesheiði
Stakkavíkursel eldra 1 x Herdísarv.fjall
Stakkavíkursel yngra 1 x Herdísarv.fjall
Stórasel # 1 x Selvatn
Stóri-Botn 1 x Sellæk
Strandarsel 1 x Selvogsheiði
Straumssel 1 x Almenningum
Suður-Reykjasel 1 x Selbrekkum
Tindstaðasel 1 x Tindstaðir
Urriðakot (kúasel/skáli/fjós) Hofsst. 1 x Garðabær
Úlfarsársel (nátthagi/gerði) 1 x Úlfará – á mörk.
Úlfljótsvatnssel 1 x Selflötum/Grafn.
Valdastaðasel (Grímsts.) Bollastöðum 1 x Kjós
Vallasel 1 x Nesi /Grafningi
Vallasel I – Lækjum 1 x Hveragerði
Vallasel II 1 x Hveragerði
Varmársel 1 x Leirvogsá
Vatnsleysusel ? (Kolhólasel ?) 1 x Vatnslstr.
Viðeyjarsel – Örfirisey.sel (Bessast.sel) 1 x Selfjalli
Viðeyjarsel II – Fóelluvötnum 1 x SV/Lyklafells
Vigdísarvellir – Þórkötlustaðir 1 x Vigd.vellir
Villingavatnssel 1 x Seldal/Grafn.
Vindássel 1 x Strandarh.
Vindássel (Reynivallasel) 1 x Seljadal
Vindássel – Sandfellstjörn 1 x Sandfellstjörn
Vífilstaðasel 3 x Vífilst.hlíð
Víkursel? (Öskjuhlíð – neðra) 1 x Undirhlíðum
Víkursel 1 x Selvatn
Vogasel eldri – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Vogasel yngri – 3 tóttir – stekkur 3 x Vatnslstr.
Vogsósasel (Stekkurinn) 1 x a/við Hlíðarvatn
Vogsósasel 1 x Selvogsheiði
Vorsabæjarsel 1 x Hveragerði
Þerneyjarsel (Skrauthólasel) 1 x Leirvogsá
Þingvallasel (Sigurðarsel) 1 x Þingvallahrauni
Þingvallasel II (Hrauntún) 1 x Hrauntúni
Þingvallasel II (Selhólar) 1 x Selhólum
Þingvallasel III (Stekkjargjá) 1 x Þingvellir
Þingvallasel IV (Stekkjargjá-kolasel)? 1 x Þingvellir
Þorkelsgerðissel 2 x Selvogsheiði
Þorkötlustaðasel 1 x Vigdísarvellir
Þorlákshafnarsel – Hafnarsel 1 x Votaberg
Þóroddsstaðasel (heimasel) 1 x Þoroddsstaðir
Þórunnarsel (Ingunnarstaðasel) 1 x Brynjudal
Þórusel? 1 x Vatnslstr.
Þórustaðasel 1 x Vatnslstr.
Þrándarstaðasel 1 x Þrándarstöðum
Þurársel? 1 x Þurárhrauni v/Selás
Þurársel – heimasel 1 x Stekkurinn
Örfiriseyjarsel 1 x Lækjarbotnum
Öxnalækjarsel (sjá Saurbæjarsel) 1 x Kömbunum
# eyðilagt í seinni tíð eða horfið
0 norðan
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
9 norðan – efst
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Blikdalur 2012:
Saurbæjarsel 1 Saurbær
Fjós Saurbær
Saurbæjarsel 2 Hof (Hofselin fornu)
Saurbæjarsel 3 Nes
Brautarholtssel 1 Holusel
Brautarholtssel 2 Brautarh.ssel
Brautarholtssel 3 Hjarðarnes
Brautarholtssel 4 Mýrarholt (Mýrarhús)
Brautarholtssel 5 Ártún
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Skrauthólasel***
Esjubergssel**
Móasel**
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Reykjavíkursel #*21 Reykjavíkursel „Ánanaustum“ Nestjörn