Jarðskjálftar vekja jafnan ugg og ótta með fólki, þá sjaldan sem þeir verða á sérhverri mannsævi. Þeir eru þó algengari en í fyrstu virðist. Þorvaldur Thoroddsen skrifaði „Um jarðskjálfta“ í Andvara árið 1882:
Þorvaldur Thoroddsen; 1855-1921.
„Það er naumlega hægt að ímynda sér nokkuð óttalegra en mikinn jarðskjálfta, jörðin titrar og skelfur og gengur upp og niður eins og bylgjur á sæ, fjöllin klofna, jarðvegurinn rifnar í sundur, ár falla úr farvegi sínum og þorna upp, brunnar og uppsprettur hverfa, hús og hallir falla til grunna og drepa hverja skepnu, sem undir verður, hafið sogast frá ströndinni en kemur aptur hvítfyssandi og gleypir borgir og bæi, kastar skipum á þurrt land og fiytur hús út á reginhaf; jarðvegurinn umturnast allur og breytist, neðanjarðar heyrast dunur og dýnkir og hver skepna stendur höggdofa og hyggur kominn heimsenda. Fyrir slíkum undrum eru menn hvergi óhultir, hvorki ofanjarðar né neðan, námur falla saman og kviksetja málmnemana og sterkustu byggingar manna hrynja eins og spilahús við lítinn gust. Það er því eigi undarlegt þó ótti og skelfing grípi hvern mann, þegar jarðvegurinn, sem vér frá blautu barnsbeini höfum álitið fastan og óhreyfanlegan, leikur á reiðiskjálfi og tjón og dauði hvervetna er í vændum.
Flekaskilin um Ísland – jarðskjálftakort 2010.
Þó jarðskjálftar hafi hér á Íslandi sjaldan gert stóran skaða, þá hafa þeir þó annarsstaðar orðið mörgum manni að bana. Hreyfing sú, sem kemur á jarðarskorpuna við jarðskjálfta, er ýmisleg. Við lítla jarðskjálfta titrar jörðin opt aðeins lítið eitt, svo að glös hreyfast á hillum og hús skjálfa nokkuð, en þegar meira gengur á, gengur jörðin i bylgjum upp og niður; þessi bylgjuhreyfing getur orðið svo mikil, að sjá má hvernig landspildurnar hefjast og falla eins og öldur á sæ. Slíkir landskjálftar ná opt yfir stór svæði, en eru þó ekki mjög hættulegir, þegar bylgjuhreyfingin gengur í eina stefnu, en stundum mætast tvær eða fleiri bylgjuraðir í jarðarskorpunni.
Sprungumyndun eftir jarðskjálfta.
Stundum koma jarðskjálftar fram sem högg eða kippir beint upp (succurroriskir jarðskjálftar), og hvað sem fyrir þeim verður, þeytist upp og brotnar; þegar svo ber undir hefjast hús af grundvelli sínum og klettar hoppa upp og niður.
Útbreiðsla jarðskjálftanna getur verið ýmisleg, stundum er styrkleikur þeirra mestur á einhverjum vissum stað og jarðskjálftabylgjurnar breiðast út til allra hliða alveg eins og bylgjur á vatni, þegar steini er í það kastað; þeir landshlutir, sem eru í miðdepli skjálftans, verða þá fyrir mestum skemmdum og ágangi; opt verður það þá, þegar margir kippir koma hver eptir annan, að miðdepill jarðskjálftans breytist og hreyfist þá aptur á bak eða fram í beina stefnu.
Arnarbæli 1896 – eftir jarðskjálfta á Suðurlandi.
Hreyfing og hraði jarðskjálftabylgnanna eru að miklu leyti komin undir bygging jarðlaganna og eptir því, hverjar bergtegundir verða á vegi þeirra. Styrkleiki og útbreiðsla jarðskjálftanna er því mjög ýmisleg á ýmsum stöðum eptir því, hvort jarðvegurinn er fastur eða laus í sér, þéttur eða sprunginn, samsettur af einni bergtegund eða fleirum. Þar sem jarðvegurinn er samsettur af föstum klettum af sömu bergtegund, fara jarðskjálftabylgjurnar um landið með jöfnum hraða og breiðast jafnt út til allra hliða, án þess að gjöra mjög mikinn skaða, en þar sem sandur er í jarðveginum og sundurbrotnar og sundurklofnar bergtegundir, verða bylgjurnar ójafnar og óreglulegar; allt verður í mesta glundroða og hús og borgir hrapa og brotna í mola; þó eru jarðskjálftabylgjurnar einkum hættulegar, þar sem sandlög hvíla á föstum grunni.
Þórkötlustaðaréttin í Grindavík eftir jarðskjálfta 31. júlí 2022.
Sandurinn hoppar og kastast saman í hrúgur og því lausara sem samhengið er, því meira umturnast jarðlögin; jarðskjálftinn breiðist þá eigi um mikið svæði, en gjörir mikinn skaða þar sem hann er. Útbreiðsla landskjálftans er því alveg bundin við lögun og samsetningu jarðlaganna sem hann verkar á. Djúpar glufur og gjár í jarðveginum geta alveg hindrað útbreiðslu landskjálftans, og eins er farið þar sem margskonar jarðlög og breytileg skiptast á á litlu svæði.
Grindavík – jarðskjálftar í nóv. 2023.
Jarðskjálftar eru eins og áður var sagt mjög tíðir á jörðunni og geta komið nærri alstaðar; þó eru þeir tíðastir nálægt eldfjöllum. Jarðskjálftakippir eru eigi beinlínis bundnir við neina sérstaka byggingu landanna., þeir hafa jafnt fundizt og gjört, skaða á sléttlendum sem hálendum; þeir eru heldur eigi bundnir við neinn vissan áratíma, né nokkurn sérstakan tíma dags, slíkt getur borið við jafnt á nótt, sem degi og eins á sjó sem landi.
Þegar jarðskjálfti verður á sjávarbotni langt frá landi, finnst við það á skipum snöggur kippur alveg eins og þau snögglega hefði rekizt á sker. 1845 þegar Hekla gaus, fannst kippur svo mikill á skipi sem ætlaði frá Keflavík til Reykjavíkur, að hásetar héldu að þeir hefðu siglt upp á sker.
Gljúfurárholt eftir jarðskjálfta 1896.
Hvergi eru sæskjálftar eins tíðir og á miðju Atlantshafi. Ef jarðskjálftinn nær upp að einhverri strönd, þá verða þar mestar breytingar og mestur skaðinn. Sjórinn sogast snögglega langt út frá landi og kemur svo aptur með ótrúlegu afli langt upp á land og brýtur allt, og bramlar, er fyrir verður, stór skip flytjast upp á land og sjórinn flæðir yfir borgir og bæi, drekkir öllu kviku sem þar er, brýtur húsin og fyllir göturnar með leir, malargrjóti og þangi.
Það er eigi sjaldgæft að dýnkir heyrast neðan jarðar við jarðskjálfta. Dýnkirnir eru ýmislegir, stundum eins og drynjandi fallbyssuhvellir, stundum eins og skrölt eða hringl, stundum brak og brestir; slíkt verður opt við eldgos og heyrist langt frá eldfjöllunum, jafnvel þó engin hreyfing finnist.
Kötlugos 1918.
Við Kötlugosið 1860 heyrðust dýnkir um Borgarfjörð og allt Suðurland. 1845 þegar Hekla gaus, heyrðust dýnkirnir og fannst til jarðskjálfta norður í Grímsey.
Það er eigi sjaldgæft að fljót þorna upp við jarðskjálfta og breyta farvegi sínum, af því ýmsar sprungur koma í jarðveginn sem breyta vatnsrennslinu. Sprungur koma helzt þar sem jarðvegur er laus í sér, fram með fljótsbökkum, í fjallahlíðum o.s.frv. Upp úr sprungunum koma opt um leið og þær myndast rykský, sandur,
vatn eða leir. Stundum hafa menn þókzt sjá loga og reyk koma upp úr jarðsprungum, þó eru flestar sagnir um það naumlega áreiðanlegar; að minnsta kosti þyrfti það nánari rannsókna; rykský geta opt litið út líkt og reykur.
Sprungurnar ganga optast eptir beinum stefnum eins og sprungurnar er komu við Húsavík 1872; þær ganga frá norðri til suðurs.
Dalvík 2. júní 1934. Skjálftinn mældist af stærð 6,2.
Einstaka sinnum hafa við jarðskjálfta myndast sprungur, er ganga eins og geislar út frá einum miðpúnkt og þá er vanalega djúp hola í miðjunni. Opt kemur það fyrir, að jarðsprungur myndast án þess þær sjáist á yfirborðinu, en þær raska þá legu lækja og áa, sem fyrr var getið, brunnar þorna upp og hverfa eða það lækkar í þeirn og vatnið verður hvítt eða mórautt af leir, sem blandast saman við það. Stundum hverfa hverir og laugar við jarðskjálfta og koma þá stundum upp aptur á öðrum stöðum; 1597 hvarf t.d. Geysir í Hveragerði fyrir neðan Reyki í Ölvesi, en kom svo fram aptur fyrir ofan túnið. Þessu líkt hefir opt orðið við jarðskjálfta á Íslandi, sem síðar mun getið. Stundum breytist og hiti hveranna við landskjálfta, hverar verða að laugum og laugar að hverum.
Frá Dalvík 1934.
Fjöllin verða opt fyrir miklum ágangi af landskjálftum, stórar skriður falla niður eptir hlíðunum hver á eptir aðra og eyða byggð og graslendi fyrir neðan. Með því að safna saman fregnum um ótal jarðskjálfta, þykjast menn hafa fundið að þeir séu tíðari um haust og vetur en á vorin og á sumrum.
Eins og eðlilegt er verður hver skepna hrædd, þegar jarðskjálfti verður, og er það eigi undarlegt, en skrítið er það, að það sýnist svo sem ýms dýr verði óróleg á undan jarðskjálfta. Það getur verið að þetta orsakist af því, að þau taki eptir litlum titringi og smáhreyfingum, er landskjálftinn byrjar með og sem vér eigi verðum varir við.
Dalvík 1934.
Eptir þessar almennu hugleiðingar um jarðskjálftana, skulum vér fara nokkrum orðum um einstaka mikla jarðskjálfta, sem í minnum eru hafðir, til þess að vér getum gjört oss í hugarlund hvernig þeir verka undir ýmsum kringumstæðum, og til þess að sjá hvaða áhrif þeir hafa.
Ef menn athuga sprungur og rifur í húsum og múrum í héraði því, sem hefir orðið fyrir jarðskjálftanum, þá sjá menn miðpúnkt jarðskjálftans á legu þeirra og stefnu, því eptir aflfræðinni verða þær lóðrétt á landskjálftastefnunni. Séu nú línur dregnar eptir þessu frá öllum athugunarstöðum, sameinast þær á einum stað í jörðunni og þar hlýtur miðdepill jarðskjálftans að vera.
Nær helmingur íbúa á Dalvík og nágrenni varð fyrir því að íbúðarhús þeirra skemmdust. Tjöld voru reist og einnig útbúin tjöld úr trégrindum og segldúkum. Einnig voru útbúnar íbúðir t.d. í fiskhúsi og skólahúsinu. Gjafir bárust víða að, peningar, matvæli og fleira til styrktar bágstöddum Dalvíkingum. Strax var hafist handa við endurreisn. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson
Ef farið er eptir tímaákvörðunum og menn vita nákvæmlega hvenær kippurinn hefir fundizt á ýmsum stöðum í héraðinu, þá má á landabréfi draga línur á milli allra þeirra staða, sem á sama augnabliki hafa orðið fyrir jarðskjálftanum (homoseiste), og milli þeirra staða, sem jarðskjálftinn hefir verkað á með jöfnum krapti (isoseiste). Þeir staðir, sem á sama tíma hafa orðið fyrir jarðskjálftanum, verða þá að vera hér um bil jafnlangt frá miðdeplinum, ef hraði jarðskjálftabylgjunnar í gegnum jarðlögin hefir verið hinn sami í allar áttir. Á landabrélinu koma þá fram margir hringir hvor innan í öðrum og undir miðdepli þeirra hljóta upptök jarðskjálftans að vera. Hve langt þau eru niðri í jörðunni má svo reikna eptir tímanum og hraðanum. Til þess að finna upptök jarðskjálfta eptir sprungum og rifum verður kippurinn að hafa verið mjög sterkur, því slík missmíði koma að eins við harða kippi. Tímaákvarðanir má aptur á móti nota við alla jarðskjálfta, hve litlir sem þeir eru. Eptir styrkleika mikilla jarðskjálfta og skaða þeim, sem þeir gjöra, má og nokkurn veginu sjá hvar miðdepillinn er, því mest eyðist og skemmist þar.
Fyrir eldgosið í Öræfajökli árið 1362 hét byggðin sem Sandfell tilheyrði Litla-Hérað, en var endurnefnd Öræfi eftir að gosinu lauk. Þá tilheyrðu a.m.k. 30 bæir Litla-Héraði, allt frá Morsárdal og yfir að Breiðumörk. Gosið og jökulhlaupin fóru svo illa með byggðina að það sem áður var gjöfult landbúnaðarsvæði breyttist í mikla auðn. En þrátt fyrir þetta áfall byggðist sveitin upp aftur. Myndin er tekin 1902.
Jarðskjálftar eru tíðastir í þeim löndum, þar sem jarðlögin eru breytilegust, og þar sem randir jarðlaganna hafa mest breytt stöðu sinni innbyrðis og gengið á misvíxl. Jarðskjálftarnir koma opt eigi af öðru en því, að jarðlögin af ýmsum orsökum verða misþung, þegar vatn eða annað hefir sumstaðar bætt við, en borið nokkuð burt á öðrum stað; þá geta jarðlögin brostið þar, sem þau láta bezt undan; við það kemur þá kippur, sem hristir landið í kring. Þegar nú þrýstingaraaflið minnkar, geta jarðlagabrotin færzt til á ýmsan hátt og breyti stöðu sinni innbyrðis. Stundum getur þetta orðið hægar, að ein landspildan lyftst en önnur sígur, án þess hristingur komi í kring, þá gerist það smátt og smátt, þannig hefjast lönd og síga, eins og fyrr hefir verið sagt. Af þessu má sjá, að jarðskjálftarnir og hreyfingar þær, sem þeim eru skyldar, hljóta að hafa stórkostlega þýðingu fyrir jarðmyndunina í heild sinni. Þó fer fjarri því, að öllum jarðskjálftum sé svo varið; orsakir þeirra geta verið þrennskonar:
Eldgos í Fagradalsfjalli ofan Grindavíkur 2021.
1. Við eldgos koma opt jarðskjálftar í kringum eldfjöllin, þeir ná sjaldan yfir mjög stórt svæði, miðdepillinn er þá í eldfjallinu eða undir því. Slíkir jarðskjálftar koma vanalega á undan gosunum og orsakast af því, að logandi hraun er að brjótast upp um rifur í jarðarskorpunni og vatnsgufur, sem hafa niðri í jörðunni verið undir miklum þunga og þrýstingi, koma snögglega upp og hrista landið í kring, um leið og þær leysast úr dróma, eða með öðrum orðum þenjast út.
2. Jarðskjálftar geta komið af því, að vatn hefir skolað jarðveginn burt undan stórum landspildum, sem þá falla niður og hrista landið.
Afleiðingar jarðskálfta.
3. Af misjöfnum þrýstingi og þunga jarðlaganna, sem fyrr var getið. Annaðhvort mynda þau nýjar glufur í jarðskorpunni, eða fylgja gömlum sprungum. Optast mun það þó vera, að fleira en eitt af þessu kemur jarðskjálftum til leiðar, ef t.d. jarðlögin breyta innbyrðis stöðu sinni, myndast sprungur eða gamlar glufur gliðna í sundur; við þetta verður hægra fyrir eldkraptana undir jarðarskorpunni að brjótast upp, vatn og sjór síast niður um glufurnar, verða að gufu þegar þau koma við glóandi eimyrjuna, spenna síðan hraunleðju upp um sprungurnar og hrista landið í kring um eldfjallið.
Sprunga í Þorbjarnarfelli eftir jarðskjálfta.
Snemma hafa menn farið að taka eptir jarðskjálftum og reynt að gjöra sjer í hugarlund hvernig á þeim stæði. Hafa menn um það opt haft mjög misjafnar skoðanir, og undarlegar, einkum framan af, áður en menn fóru að veita náttúruviðburðunum nákvæma eptirtekt, og bera saman öll áhrif þeirra. Það gæti því ef til vill einhverjum þótt gaman, að heyra hvað menn á ýmsum öldum hafa hugsað og ritað um þá, þó það í sjálfu sér eigi hafi aðra þýðingu en þá, að sýna hvernig menn smátt og smátt frá vanþekkingu og getgátum, hafa eins í þessu og öðru loksins eptir langa mæðu, komizt að nokkrum hluta sannleikans.
Sprunga opnast eftir jarðskjálfta.
Á Íslandi hafa sjaldan orðið þeir jarðskjálftar, sem mannskaði mikill hefir orðið að, af því landið er svo strjálbyggt og borgir engar. Jarðskjálftar á Íslandi hafa optast staðið í nánu sambandi við eldgos og komið belzt í þeim héruðum, sem eru nálægt eldfjöllum. Hér munum vér þá telja jarðskjálfta, sem orðið hafa á Íslandi svo sögur fara af. Eldgos eru hér aðeins nefnd, þegar þess er getið í frásögunum að jarðskjálftar hafi verið þeim samfara og þeim er hér eigi lýst neitt, hinum er sleppt, sem engir landskjálftar hafa fylgt, sem í frásögur eru færðir. Hér er víðast hvar farið sem næst orðum annála þeirra og rita, sem þetta er tekið úr.
1013. Landskjálftar miklir og létust 11 menn.
Trölladyngja og nágrenni.
1151. Eldur uppi í Trölladyngjum, húsrið og manndauði.
1157. Eldsuppkoma í Heklu 19. janúar og landskjálfti sá, er manndauði varð af.
1164- Landskjálfti í Grímsnesi og létust 19 menn4.
1182. Landskjálfti og dóu 11 menn.
1211. Eldur fyrir Eeykjanesi. Þá varð landskjálfti mikill fyrir sunnan land hinn næsta dag fyrir Seljumannamessu (7. júlí) og létu margir menn líf sitt (18 segja sumir) og féll ofan alhýsi á fjölda bæjum og gjörði hinn stærsta skaða.
1240. Eldur fyrir Reykjanesi. Landskjálftar miklir fyrir sunnan land.
1260. Landskjálfti hinn mikli norður í Flatey.
1294. Eldur í Heklu með miklum landskjálfta, víða féllu hús um Fljótshlíð og Rangárvelli og svo fyrir utan Þjórsá, sprakk jörð og týndust menn. Hjá Haukadal komu upp hverar stórir, en sumir hurfu þeir sem áður voru. Á Húsatóptum hvarf og burt laug sú, er þar hafði áður alla æfi verið. Þar rifnaði og sprakk svo djúpt að eigi sá niður. Brunnar urðu ásyndum sem mjólk 3 daga í Flagbjarnarholti.
Heklugos – Larsen 1845.
1300. Mikið Heklugos. Landskjálfti svo mikill fyrir sunnan land, að ofan féll bær á Skarði eystra. Þar í kirkjunni var mikill málmpottur festur við brúnaásinn, honum barði svo við ræfur kirkjunnar af skjálftanum að braut pottinn. Kistur 2 stóðu í anddyrinu, þeim barði svo saman af jandskjálftanum að þær brotnuðu í smán mola.
1308. Landskjálfti fyrir sunnan land og féllu niður 18 bæir en 6 menn dóu.
1311. Landskjálfti næstu nótt eptir drottinsdag (það er nóttina milli 29. og 30. desember eða 10.—11. janúar á nokkrum stöðum. 25. janúar, eldgos á Suðurlandi líklega úr Kötlu.
Þann 26. ágúst 1896 hófust á Suðurlandi einhverjir mestu jarðskjálftar, sem sögur fara af hér á landi. Fyrsti kippurinn var snarpastur í Rangárvallasýslu og í Eystri hrepp í Árnessýslu, þar sem fjölmargir bæir hrundu til grunna. Næsta morgun kom annar kippur og virtist hann hafa verið snarpastur í Hrunamannahreppi, en þar féllu nokkrir bæir. Að kvöldi 5. september kom enn mjög snarpur kippur, sem olli miklu tjóni í Holtum, Skeið og Flóa.
1339. Kom landskjálfti svo mikill fyrir sunnan land, að mönnum og fénaði hrastaði til jarðar svo að ónyttist. Hús féllu mest um Skeið og Flóa og Holtamannahrepp og víðast hið neðra milli Þjórsár og Eystri Rangár, en fjöldi bæja féllu allir til jarðar eða tók hús úr stað, létust nokkur börn og gamalmenni. Jörðin rifnaði víða til undirdjúpanna uppsprettandi heitt vatn og kalt. Hröpuðu fjöll og umhverfðist holt í Holtamannahreppi og færði úr stað. Menn duttu af baki á vegum og urðu að liggja á meðan landskjálftinn var. Þá kom upp hver í Henglafjöllum 10 faðma á hvern veg, þar sem áður var slétt jörð.
1341- Eldsuppkoma í Heklu. Dunur um allt land sem hjá væri og svo stórir voru dynkirnir, að landið skalf allt, svo að í fjarlægum héruðum hristust skjáir á húsum sem fyrir vindi hvössum um langan tíma og var þé kyrrt veður.
1370. Þá varð landskjálfti í Ölfusi og féllu 12 bæir.
Fyrsta gosið í Heklu eftir landnám og jafnframt það mesta var 1104. Síðan hefur fjallið gosið 1158, 1206, 1222, 1294 (1300), 1341, 1389-1390, 1440, 1510, 1554, 1597, 1636, 1693, 1725, 1766, 1845, 1878, 1913, 1947, 1970, 1980-1981, 1991 og 2000.
1389. Heklugos, þá brunnu og Trölladyngjur og Síðujökull. Margir bæir féllu af landskjálftum.
1391. Landskjálfti mikill fyrir sunnan land um Grímsnes, Flóa og Ölfus svo að 14 bæi skók niður að nokkru leyti, en Miðengi, Búrfell og Laugardælar braut að öllu, nema kirkjan stóð í Laugardælum og dóu undir fátækir menn. Rifnaði víða jörðin og kom upp vatn, tók þessi landskjálfti allt til Holtavörðuheiðar.
1510. Heklugos 25. júlí. Þá fundust svo miklir landskjálftar i Skálholti, að menn hugðu að hús mundu hrapa, en varð þó ekki mein af.
1546. Jarðskjálfti um fardaga og kom hann mest í Ölfusi, því þar hrundu víða bæir og hús, Hjalli og allt Hjallahverfi hrapaði.
1552. Kom kippur kyndilmessukvöld svo allt hrundi það niður, sem laust var innan húsa, borðin, könnur og annað því um líkt.
Eldgos vekja jafnan mikla athygli. Undanfari þeirra eru jafnan jarðskjálftahrinur.
1554. Eldur uppi í Hekluhraunum um vorið milli krossmessu og fardaga. Voru svo miklir jarðskjálftar í hálfan mánuð að engi maður þorði inni í húsum að vera, heldur tjölduðu menn úti en hlupu snöggvast inn í húsin eptir því, sem þeir skyldu neyta þá í millum varð þvílíkra undra; en þar menn voru, þá héldu þeir sér í grasið, þá þessi undur að komu.
1578. Eldur uppi í Heklu um haustið og gjörði landskjálfta svo margir bæir hrundu í Ölfusi, hús hristust hálfa stund og var það eptir Allraheilagramessu.
1581. Varð jarðskjálfti milli krossmessu og fardaga. Þá hröpuðu víða bæir á Rangárvöllum og í Hvalhrepp og mannskaði varð þá víða, því þeir urðu undir húsunum. Á Bergvaði varð undir bænum kona komin að falli og tvævett barn, er hún átti, en hún komin í jörð þá hennar maður kom til. Einn maður varð undir í Lambhaga, bitinn brotnaði og kom á hálsinn á honum og víðar varð einn maður eða tveir undir.
Þann 26. ágúst 1896 hófust á Suðurlandi einhverjir mestu jarðskjálftar, sem sögur fara af hér á landi. Fyrsti kippurinn var snarpastur í Rangárvallasýslu og í Eystri hrepp í Árnessýslu, þar sem fjölmargir bæir hrundu til grunna. Næsta morgun kom annar kippur og virtist hann hafa verið snarpastur í Hrunamannahreppi, en þar féllu nokkrir bæir. Að kvöldi 5. september kom enn mjög snarpur kippur, sem olli miklu tjóni í Holtum, Skeið og Flóa.
Fólk var komið í háttinn þegar skjálfti 7,5 á Richter reið yfir. Síðan um 1700 hafa 7 jarðskjálftar verið á Suðurlandi og hafa haft styrkleika >VIII (1706, 1734, 1752, 1784, 1789, 1896 og 1912).
Svipað er að segja um Rangárvelli. Þar hafa bæir örugglega fallið 12 sinnum, líklega 17 sinnum, og þar hafa að minnsta kosti 5 jarðskjálftar siðan 1700 haft styrkleika >VIII eða 1725, 1732, 1784, 1896 og 1912. Aðeins einu sinni er vitað með vissu, að jarðskjálftar samfara byrjun Heklugoss hafi orðið svo sterkir, að bæir hafa hrunið, en líklegt, að það hafi skeð tvisvar eða þrisvar sinnum.
Kötlugos 1918.
1584. Landskjálfti mikill á Íslandi.
1597. Heklugos 8. janúar; fundust nokkrir landskjálftar í Skálholti er gosið byrjaði. Um vorið eptir þetta gos urðu miklir landskjálftar og hrundu margir bæir í Ölfusi. Í þeim landskjálfta hrapaði niður í grunn bærinn á Hjalla í Ölfusi. Þá hvarf og stóri hverinn Geysir í Hveragerði fyrir sunnan Reyki og kom upp aptur annar hver fyrir ofan túnið á Reykjum, sem er í dag og gýs mjög (nú [1881] hættur gosum) þó eigi sem hinn sá stóri hafði áður gosið, því um veginn hafði ei óhætt verið að fara, sem lá mjög nærri honum, svo sem enn má sjá vöxt og merki til, því þar er enn hverastæðið vítt með vellandi vatni og er þar langur vegur á milli, sem sá Geysir er, sem nú hefir síðan verið og áin á milli.
1613. Landskjálfti syðra, hrundu bæir; í þeim landskjálfta féll Fjall á Skeiðum að mestu. Þar á hlaðinu lá reiðingstorfa, sem hvarf í jarðskjálftanum, svo hún sást ei síðan.
1618. Gengu alltíðir jarðskjálftar bæði dag og nótt um haustið og fram að jólum, hröpuðu í einum þeirra 4 bæir norður í Þingeyjarþingi, þar sprakk jörð sundur svo varla varð yfir komizt.
1619. Heklugos, þá voru og landskjálftar eptir mitt sumar.
1624. Sífeldir jarðskjálftar frá Allraheilagramessu til Andrésmessu og varð vart við þá lengur, féllu í þeim 2 bæir suður í Flóa, fleiri lestust.
1625. Kötlugos sem byrjuðu 2. september, þá fundust nokkrir smáir jarðskjálftakippir í nánd.
1630. Jarðskjálftar þrír um veturinn, svo 6 menn urðu undir húsum fyrir austan Þjórsá.
1632. Landskjálfti um haustið.
Jarðskjálftasprungur eftir Suðurlandsskjálftana 17. og 21. júní árið 2000.
1633. Landskjálftar syðra, hrundu bæir í Ölfusi, ei sakaði menn né pening. Svo voru þessar hræringar tíðar að messufall varð á mörgum kirkjum allan þann vetur.
1643. Varð jarðskjálfti jólanóttina.
1657. Gengu landskjálftar miklir, svo tveir bæir féllu syðra, lá fólk í tjöldum á einum bæ í Fljótshlíð.
1658. Landskjálfti var á páskum.
1660. Kötlugos 3. nóvember. Það byrjaði með landskjálfta, sem varaði hérumbil eina stund.
1661. Landskjálftar um sumarið.
1668. Landskjálftar miklir um veturinn.
1671. Hús hrundu í Grímsnesi og Ölfusi af landskjálftum.
1693. Heklugos 13. febrúarmán. Þá fundust harðir landskjálftakippir á landi og sjó. Nokkrir bæir eyddust af öskufalli og jarðskjálftum.
1706. Miklir landskjálftar 1. dag aprílmánaðar, en þó einkum 20. s.m., hrundu þá hið seinna sinn 24 lögbýli mest um Ölfus og utarlega í Flóa og margar hjáleigur; molbrotnuðu viðir í húsum og húsin veltust um, svo undirstöður veggjanna urðu efstar, kofar og veik hús stóðu eptir sumstaðar þar sem hin sterkari féllu, matföng og búshlutir spilltust, kýr og kvikfénaður drápust víða, en ekki sakaði menn, nema eina konu. Þessar hræringar stóðu lengi fram eptir vorinu og voru því minni sem vestar dró, og það var rétt svo að þær fundust undir Jökli.
Kötlugosið 1918/Rangárbakki við Hellu – Málverk eftir ljósmynd frá 1918 (Magnús Guðnason, 1950)
1721. Kötlugos sem byrjaði 11. maí, kl. 9. e.m. Um morguninn sama dag kl. 9 á undan gosinu kom svo mikill jarðskjálfti á Höfðabrekku og víða í Mýrdalnum, að menn þorðu ekki að vera inni í húsum. Þessi jarðskjálfti fannst austur í Lóni og í öllum sveitum þar í milli. Einnig fannst hann út til Rangárvalla.
1724. Byrjuðu mikil gos við Mývatn og héldust þangað til 1730. 17. mai 1724 byrjuðu gosin með ógurlegum jarðskjálftum. Þá kófst landið töluvert sumstaðar við Mývatn.
1725. Gaus Leirhnúkur 11. janúar og fylgðu jarðskjálftar gosunum. 19. apríl s.a. gaus Bjarnarflag og gengu á undan stórkostlegir landskjálftar og svo eptir við og við allt árið. Harðastir voru kippirnir 8. september. Árin 1727—30 voru jarðskjálftar og mjög tíðir við Mývatn og breyttu víða mjög landslagi; stórar landspildur sukku en aðrar hófust, sumstaðar kom upp vatn og sumstaðar mynduðust mílulangar sprungur.
Aðeins tvö gos hafa orðið í Öræfajökli eftir landnám. Það fyrra er reyndar mesta sprengigos sem orðið hefur hér á landi frá því land byggðist. Þetta gos sem varð árið 1362 er ennfremur það mannskæðasta sem orðið hefur hér á landi ef frá er talið mannfallið sem varð óbeint vegna Skaftárelda árið 1783.
Öræfajökull gaus svo aftur árið 1727.
1727. Gaus Öræfajökull 3. ágúst. Þá fundust nokkrir jarðskjálftar í Öræfum 3. og 4. ágúst, um það leyti sem gosið byrjaði.
1732. Þá varð hinn 7. september landskjálfti svo mikill á Rangárvöllum, að spilltust nær 40 bæir þar um land og í Eystrahrepp, en 11 eða 12 bæir hrundu nær í grunn og meiddust 3 eða 4 menn, lágu menn þá í tjöldum því landskjálftinn hélzt um tvær vikur.
1734. Varð allmikill landskjálfti og fannst um allan Sunnlendingafjórðung, hrundu bæir í Flóa og víðar í Árnessýslu hrundu 30 bæir alls, en 60 eða 70 býli spilltust og létust við það 7 menn eða 8.
1749. Þá varð allmikill jarðskjálfti á Suðurlandi og mestur um Ölfus, húsum lá við hruni og á bænum Hjalla sökk grundvöllur undir bæ og kirkju fullar 2 álnir.
1752. Landskjálftar voru þann vetur í Ölfusi og hrundu 11 bæir.
Austurengjahver (Stórihver) í Krýsuvík.
1754. Landskjálfti í Krýsuvík og kom þar upp 6 faðma víður hver og 3 faðma djúpur; þá var og eldur uppi í Hekluhraunum.
1755. Urðu miklir jarðskjálftar á Norðurlandi. Kringum Húsavík voru þeir harðastir; þar hrundu 10. september 13 bæir til grunna en 7 skemmdust. Jarðskjálftinn var einna harðastur kringum verzlunarbúðina, hún færðist nokkra þumlunga úr stað; verzlunarvörur skemmdust og tunnur börðust saman og brotnuðu. Eigi varð jarðskjálfti þessi neinum manni að bana. Í kringum Húsavík komu ótal djúpar sprungur og lækir urðu gruggugir sem skolavatn. Jarðskjálftinn var og mjög harður í Skagafirði, en linari í Húnavatussýslu.
Sprengigos.
1766. Heklugos, gosið byrjaði 5. apríl, urn nóttina á undan gengu jarðskjálftar í héruðunum kringum Heklu. Á meðan á gosunum stóð, gengu ótal jarðskjálftar, einkum suðvestur frá Heklu, bæir féllu í Árnessýslu og á Reykjanesi og Vestmanneyjum voru kippirnir mjög harðir; optast komu 2—4 kippir á kverjum 21 klukkustundum. 9. og 10. september féllu þrír bæir í Ölfusi.
1783. Gos fyrir Reykjanesi, og síðan fyrir ofan Síðumannaafrétt við Skaptárgljúfur í Varmárdal, Úlfarsdal og norðar. Gosin byrjuðu 8. júní, en frá því 1. júní, höfðu miklir jarðskjálftar gengið um alla Skaptafellssýslu. Alltaf fundust jarðskjálftakippir meðan á gosunum stóð, en einkum þó 24. október; í janúar 1784 gengu og sífeldir jarðskjálftar þar í grennd.
1784. Þá gengu 14.—16. ágúst einhverjir hinir mestu jarðskjálftar, sem nokkurn tíma bafa komið á Íslandi.
Ölfusölkelda á Hengilssvæðinu.
1789. Miklir jarðskjálflar í Árnessýslu 10. júní. Þá hrundu hús um allt Suðausturland, og lágu menn víða í tjöldum, því opt varð vart við þá um sumarið. Urðu þá víða sprungur í jörðu, t.d. á Hellisheiði), og nýir hverar. Þá umbreyttist nokkuð Þingvallahraun, og svo vatnið, svo að sökk grundvöllur vatnsins að norðan, og dýpkaði það þeim megin og hljóp á land, en alfaravegur forn varð undir vatni sumstaðar; grynntist það og allt að sunnan; hrundi mjög Almannagjá og klettar fleiri. Þá seig allt land milli Almannagjár og Hrafnagjár eina alin, að því er Sveinn Pálsson segir. Sökum skemmda og breytinga þeirra, sem á urðu, varð jarðskjálfti þessi meðfram tilefni til þess, að að alþingi var flutt frá Þingvöllum til Reykjavíkur.
Hraunsprunga.
1808. Varð töluverður landskjálfti og fannst víða; breyttu sér þá laugar og hverir.
1810. 24. október varð harður landskjálfti austur frá Heklu, og fannst suður um heiðar, ekki varð hann að tjóni.
1815. Í júnímánuði varð lítill landskjálfti fyrir norðan land.
1818. Um veturinn varð nokkrum sinnum vart við landskjálfta eystra, og þrisvar syðra á Innnesjum.
1823. Kötlugos. Þá fundust jarðskjálftar í nánd, en heldur linir.
1826. Seint í júní kom landskjálfti fyrir norðan ekki afllítill; hann gekk vestur eptir og gjörði ekki tjón.
1828. Þá varð landskjálfti mikill í Fljótsblíð á Þorraþrælinn, féllu þar flestir bæir og 8 í Landeyjum; týndist þó enginn nema eitt barn.
1829. 21. febrúar og um nóttina milli hins 21. og 22. fundust jarðskjálftakippir um allt Suðurland, næstu daga á eptir fundust og nokkrir kippir, en miklu vægari. Harðastir voru landskjálftar þessir í kringum Heklu, og þar skemmdust 6 eða 7 bæir.
Hraunsprunga við kaldársel ofan Hafnarfjarðar.
1838. 12. júní kom allmikill landskjálfti fyrir norðan, og gekk mest yfir landtangana milli Skjálfanda og Húnaflóa; hrundu þá og skekktust nokkrir bæir á útkjálkum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, hrundi þá og grjót úr sjávarhömrum og spilltust fuglabjörg í Grímsey og Drangey.
1839. Kom í Reykjavík jarðskjálftakippur 28. júlí kl. 4 um morguninn, og annar minni litlu síðar.
1845. Heklugos, sem byrjaði 2. september; á undan því, og við byrjun þess, fundust lítilfjörlegar landskjálftahreyfingar; þær náðu hér um bil 6 mílur til suðvesturs frá Heklu, en að eins 2 til 3 mílur til norðausturs. Auk þess fundust jarðskjáiftakippir við og við, á meðan á gosunum stóð.
1860. Kötlugos, frá 8. til 27. maí. Jarðskjálftar fundust þá um morguninn 8. maí kl. 6—8 á Höfðabrekku í Mýrdal, og síðan við og við um daginn, bar eigi á öðrum jarðskjálftum nema 25. maí eina stund af dagmálum; þá voru jarðskjálftar í frekara lagi, og öðru hverju allan þann dag til kvölds.
Sprunga eftir jarðskjálfta.
1863. Jarðskjálftakippir kringum Reykjavík 20—21.apríl.
1864. Fannst í Reykjavík og á Suðurnesjum 16. febrúar snarpur jarðskjálftakippur, sumum sýndist turninn á dómkirkjunni hreyfast fram og aptur. Sjórinn gekk nokkru meir á land, en vandi var til. Inntré brökuðu í húsum, og hlutir féllu niður af hillum. Hreyfingarnar stóðu hér um bil í 2 mínútur.
1868. Jarðskjálftar á Suðurlandi. Fyrsti kippurinn fannst 1. nóvember kl. 4 um morguninn, og honum fylgdu 3 eða 4 linari kippir. Um kvöldið kl. 11 fannst enn harður kippur og síðan smærri hreyfingar alla nóttina. 2. nóvember kl. 11 um kvöldið komu þó tveir harðir kippir, hvor eptir annan, en þó smáhreyfingar á milli, þá féllu niður nokkrir ofnar í Reykjavík, glerílát brotnuðu o.s.frv.
Hraunsprunga eftir jarðskjálfta.
1872. Jarðskjálfti á Húsavík. Aðfaranóttina þess 18. apríl kl. 11 um kvöldið kom á Húsavík jarðskjálfti svo mikill, að mönnum leizt ekki ugglaust að vera inni í húsum, ef annar kæmi jafnsnarpur, en litlu á eptir komu kippirnir svo títt, að ekki liðu nema 4—8 mínútur milli þeirra.
1874-75. Rúmri viku fyrir jól fór að bera á jarðskjálftum í Mývatnssveit, og fóru þeir smávaxandi. Ekki voru kippirnir langir og harðir, en svo tíðir að ekki varð tölu á komið, brakað mikið í húsum í stærstu kippunum, og allt hringlaði sem laust var; 2. janúar bar mest á þessu, þá var jarðskjálfti allan daginn. Jarðskjálftar þessir fundust mest upp til dala og fjalla, t. d. á Möðrudal á fjöllum, en minna í útsveitum. 3. janúar byrjuðu Dyngjufjöll að gjósa, og síðan kom upp eldur í Sveinagjá á Mývatnsöræfum.
1878. Eldur uppi í hraununum norður af Heklu. Gos þetta hófst 27. febrúar með allmiklum jarðskjálftum, sem gengu yfir allan suðvesturhluta landsins; þeir stóðu frá kl. 4 e. m., þangað til kl. 5 næsta morgun, og voru næst eldstöðvunum með litlu millibili, og víða svo ákafir að gömul og óvönduð hús skekktust meira eða minna, en ekkert tjón varð á fólki eða peningi; margir flúðu hús sín, og létu út fénað meðan á þessu stóð; mestir urðu jarðskjálftarnir á Landi, Rangárvöllum, í Hreppum, Fljótshlíð og Vestmanneyjum, en ekki á öllum stöðum á sama tíma.
Þó litlar sögur fari af flestum jarðskjálftum á Íslandi, og þó frásagnir þær, sem til eru, séu mjög ófullkomnar, þá má þó sjá, að jarðskjálftar eru eigi allstaðar jafntíðir á landinu. Langflestir og sterkastir jarðskjálftar hafa orðið í Árness- og Rangárvallasýslum á Suðurlandi, og á Norðurlandi í Þingeyjarsýslu, einkum nálægt Húsavík. Af þessu sést, að jarðskjálftarnir eru mjög bundnir við eldfjöllin, því í þessum hlutum landsins eru eldfjöllin mest. Jarðskjálftarnir á Suðurlandi, hafa flestir hreyfzt frá norðaustri til suðvesturs og fara því eptir línum þeim, sem eldfjallagýgir og eldfjallasprungur mynda í þessum landshluta.
Jarðgufumyndun eftir jarðskálfta.
Í Þingeyjarsýslu ganga eldfjallaglufur og gýgjaraðir frá suðri til norðurs, og sömu stefnu fylgja jarðskjálftarnir þar. Þegar Hekla hefir gosið, hafa vanalega töiuverðir jarðskjálftar fylgt gosunum, en sjaldan er þess getið við Kötlugos, að landskjálftar hafi orðið að nokkrum mun. Hvergi hafa jarðskjálftar verið jafntíðir, og eins skaðlegir, eins og í Ölfusi; þar næst gengur Grímsnes, Flói, Skeið, Holtamannahreppur, Rangárvellir og Fljótshlíð. Öll þessi héruð liggja á hinu mikla suðurundirlendi Íslands, og þegar að er gáð, er eðlilegt að jarðskjálftar séu hér tíðir. Hekla er á miðju undirlendinu, og þegar hún gýs, eða einhver umbrot verða í undirdjúpunum, þá er náttúrlegt, að héruðin hristist, sem í kring eru.
Hrafnagjá ofan Voga.
Þar sem hálendi og undirlendi mætast, eru flestar sprungur í jörðu og meiri missmíði en annarstaðar, af því að þar mætast þau jarðlög, sem hæst eru hafin, og hin, sem neðst liggja. Á samskeytunum er því eðlilegt, eins og fyrr hefir verið frá sagt, að jarðlögin hefjist og byltist þar upp og niður, er þau leita að jafnvægi, og við það komi hræringar á landið í kring; einkum er það eðlilegt ef jarðskjálftar verka náiægt. Af þessu kemur það, að jarðskjálftar eru svo tíðir í Ölfusi og Grímsnesi, sem liggja vestast á undirlendinu, þar sem takmörk þess eru við fjallahryggina og heiðarnar, er ganga út á Reykjanes, og í Fljótshlíð, sem liggur austast á láglendinu við hin samskeytin. Þess er eigi getið í bókum við nærri aila íslenzka jarðskjálfta, hvenær á árinu þeir hafi orðið, og er því ekki hægt að geta sér til með neinni vissu, hvort þeir eru tíðari á einum árstíma en öðrum. Ef farið er eptir þeim fáu landskjálftum, sem menn vita um, þá sýnast þeir flestir hafa orðið á vetrum, nokkru færri vor og haust, og fæstir á sumrum.“
Heimild:
-Andvari 01.01.1882, Um jarðskjálfta, Þorvaldur Thoroddsen, bls. 53-107.
Þingvellir – misgengi.
Litlar dyngjur virðast elstar eldstöðvanna á Reykjanesskaga – Jón Jónsson
Í Morgunblaðinu 1978 er viðtal við Jón Jónsson jarðfræðing um aldursákvarðanir á hraunum á Reykjanesskaga (niðurstöðurnar þarf að taka með fyrirvara því ýmiss þróun við áldursákvarðanir hefur orðið síðan viðtalið var birt) undir fyrirsögninni:“Litlar dyngjur virðast elstar eldstöðvanna á Reykjanesskaga„:
„Jón Jónsson jarðfræðingur fékk í júní s.l. 200 þúsund króna styrk úr Vísindasjóði vegna kostnaðar við aldursákvarðanir á hraunum á Reykjanesskaga. Til þess að forvítnast nánar um störf Jóns og rannsóknir átti Mbl. viðtal við hann á skrifstofu hans hjá Orkustofnun í vikunni.
Í byrjun kvaðst Jón hafa átt við rannsóknir sínar á Reykjanesskaga að meira eða minna leyti frá árinu 1960, en þó hafi þær fyrstu 5—6 árin verið hrein ígripavinna hjá sér. Ennfremur hefði hann í tvö ár af þessum tíma verið staddur í Mið-Ameríku á vegum Sameinuðu þjóðanna við jarðhitarannsóknir, fyrst í El Salvador og síðan í Nicaragúa. og í þann tíma ekki hafa getað sinnt þessu starfi.
Á vegg í skrifstofu hans er geysistórt kort af Reykjanesskaganum og aðspurður sagði Jón að hann hefði unnið það eftir loftmyndum, en hreinteikningu þess hefðu jarðfræöingarnir Jón Eiríksson og Sigmundur Einarsson unnið. Slíkt kort hefur ekki áður verið gert af Reykjanesskaga né öðru svæði á Íslandi. En núna næstu daga lýkur prentun á skýrslu Jóns um rannsóknir hans, en skýrslan er kostuð og gefin út af Orkustofnun og er í tveimur heftum.
„Ég hef merkt inn á loftmyndir hvern einasta hraunstraum og hverja eldstöð vestan frá Reykjanestá og austur undir Hellisheiði og þá kortlagt bæði eldri hraunmyndanir og yngri, og hef þá sérstaklega lagt áherzlu á eldstöðvar og hraun sem orðið hafa til eftir að ísöld lauk, þ.e. á síðast liðnum 10—12 þúsund árum. Og það kemur í ljós að ef talið er utan af Reykjanestá og að Hellisheiði þá nálgast eldstöðvarnar töluna 200. Hugsanlega hefur mér einhversstaðar yfirsézt, en ég á orðið mörg sporin á Reykjanesskaganum og held að það geti ekki verið mikið ef eitthvað er. Á þessum tíma, sem ég nefndi áðan, hefur um 42 rúmkílómetrar af hrauni komið upp.“
— Nei, hrauntegundirnar eru ekki þær sömu á þessu svæði. Þeim er skipt í þrjá meginflokka, þ.e. litlar dyngjur, sem gosið hafa því sem við köllum pikrít-basalt og þær virðast vera elztar eldstöðvanna á skaganum eftir að ísöld lauk.
Háleyjabunga.
Sem dæmi um litlar dyngjur get ég nefnt Háleygjabungu, vestast á Reykjanesinu, Lágafell, Vatnsheiði hjá Grindavík, Búrfell í Ölfusi og Dimmadalshæð rétt fyrir ofan Hlíðardal.
— Næst koma svo stórar dyngjur í aldursröð og stærst þeirra er Heiðin há suð-vestur undir Bláfjöllum og er hún nokkuð yfir 60 tengiskílómetra. Önnur stór dyngja er Þráinsskjöldur, sem er gamalt nafn sem ég hef vakið upp á ný og er úr Ferðabók Eggerts og Bjarna, en Þráinsskjaldarhraun þekur alla Vatnsleysuströndina.
Vatnsheiði.
Stóru dyngjurnar á Reykjanesskaga hafa lagt til um 70% af hraununum og hafa gosið hrauni sem við köllum olivin þoleít.
— Þriðji og síðasti meginflokkurinn er sprungugosin og má þar nefna sem dæmi gígaraðirnar sitt hvoru megin við Vesturháls.
— Samanlagt er hraunflöturinn 1064 ferkílómetrar og rúmtakið 42 km. Ef þessari framleiðslu er jafnað niður á 10 þúsund ár, þá gerir það 4.2 rúmkílómetra á hverjum þúsund árum.
— Eftir að landnám hófst, þá virðast hafa komið upp hraun sem ná yfir 94 ferkílómetra svæði, að rúmmáli um 1.8 rúmkílómetra. — Í þessum tölum eru reiknuð hraun sem örugglega hafa runnið mjög stuttu fyrir landnám.
Allmörg hraun runnið eftir landnám
Tvíbollahraun.
— Það getum við ráðið af einu ljósu öskulagi, sem kallað hefur verið landnámslagið og hefur fallið um árið 900, en það fann Sigurður Þórarinsson fyrst austur í Þjórsárdal og reiknar hann aldur þess út frá rústunum sem þar finnast. Þetta lag er að finna víðsvegar á Reykjanesskaga en í því fann ég kolaðar viðarleifar og við aldursákvörðun þeirra fékkst árið 910 og þá eru skekkjumöguleikar ekki teknir með. Það sýnir að hraun, sem yfir lagið hefur runnið, hlýtur að vera yngra.
— Í ljós hefur komið, að allmörg hraun hafa runnið eftir að landnám hófst og má þá telja Tvíbollahraun um 875, Rjúpnadyngnahraun um 900, Breiðdalshraun um 910, Nýjahraun eða Kapelluhraun um 1010, Ögmundarhraun um 1340 og Selvogshraun um 1340, en fasta aldursákvörðun hef ég ekki á því. Ögmundarhraun er því yngst og virðist ekki hafa gosið frá því að það kom upp.
Af eldri hraunum má telja Leitahraun sem upp hefur komið fyrir um 4600 árum, og er sú aldursákvörðun fengin með geislakolsrannsóknum eða C14 ákvörðun. Sandfellsklofahraun er um 3000 ára, en það er við vesturenda Sveifluháls, Sundhnjúkahraun við Grindavík um 2400 ára og Óbrynnishólar yngri sem eru um 2100 ára.
— Reykjafellshraun, sem ég leyfi mér að kalla svo en sumir kalla Kristnitökuhraun, reynist vera um 1800 ára, en í þessum tölum tek ég skekkjumöguleika ekki með.
Styrkurinn hrekkur ekki til
Strompahraun.
— Ég veit um kolaðar gróðurleifar undir nokkrum hraunum og það er til aldursákvörðunar á þeim sem ég ætla styrkinn ur Vísindasjóði. Það er hraun úr Stóru-Eldborg undir Geitarhlíð austan við Krýsuvík og Litlu-Eldborg á sama stað. Þ.e. Ögmundarhraun og eldra hraun undir Ögmundarhrauni og svo hraun sem ég kalla Strompahraun, og það nafn hefur Örnefnanefnd samþykkt svo að það er löglegt að setja það á kort.
Stóra-Eldborg.
— Nei, það er sýnilegt að styrkurinn hrekkur ekki til þessara rannsókna og því til stuðnings get ég talið til að hver aldursákvörðun kostar um 800 sænskar krónur, sem er þó nokkur fjárhæð. Við sendum sýnin út til aldursákvörðunar, en til þess þarf í raun heila rannsóknarstofu.
Tækjakosturinn minn? Ég nota aðeins smásjá, en til ákvörðunar á bergtegundum geri ég þunnsneiðar af berginu og í smásjánni má greina flest alla kristallana í því, nema málma sem eru um 10% af því.
Leiti.
— Ég hef hlerað það að þeir í Háskólanum hafi áhuga á að koma upp rannsóknastofu þar sem m.a. mætti aldursgreina bergmyndanir og nota til rannsókna varðandi fornfræði og fleira, en slíkt fyrirtæki er mjög kostnaðarsamt og landið okkar er lítið.
Jarðskjálftar á Reykjanesi í júlí 2004.
— Nei, það er rétt að ekkert annað svæði á Íslandi hefur verið tekið fyrir á þennan hátt. Það sem er áhugavert við Reykjanesskagann er að hann er hluti af Reykjaneshryggnum eða Mið-Atlantshafshryggnum sem nær eftir Atlantshafinu endilöngu. — Og á þessum hrygg eiga nær allir jarðskjálftar upptök sín, en þessi hryggur liggur um Ísland þvert og það er raunar þetta sem við köllum gosbeltið. Á því eru allar eldstöðvar sem virkar hafa verið eftir að ísöld lauk og öll hájarðhitasvæðin. Atlantshafshryggurinn hefur vakið athygli jarðvísindamanna á síðustu áratugum og Reykjanesskaginn er eitt af þeim fáu svæðum sem er ofan sjávar og sá eini sem hefur í heild verið kortlagður eins nákvæmlega og nú hefur verið gert.
Reykjanes – jarðfræðikort. Dyngjurnar eru gullitaðar.
— Ég tel að með þessari vinnu minni sé lagður grundvöllur fyrir jarðfræðinga, efnafræðinga og jarðeðlisfræðinga til frekari rannsókna og fjölþættari en ég hef þegar gert. Ég vonast sem sagt til þess að þetta verði sæmilega traustur grundvöllur fyrir aðra að byggja á og ef sú verður raunin þá er ég ánægður.“ – ÁJR
Hafa ber í huga að framangreint viðtal við Jón var tekið árið 1978.
Heimild:
-Morgunblaðið, 184. tbl. 26.08.1978, „Litlar dyngjur virðast elstar eldstöðvanna á Reykjanesskaga“ – Rœtt við Jón Jónsson jarðfrœðing um aldursákvarðanir á hraunum á Reykjanesskaga, bls. 8-9.
Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.
Jarðskjálftar fyrrum – Þorvaldur Thoroddsen
Jarðskjálftar vekja jafnan ugg og ótta með fólki, þá sjaldan sem þeir verða á sérhverri mannsævi. Þeir eru þó algengari en í fyrstu virðist. Þorvaldur Thoroddsen skrifaði „Um jarðskjálfta“ í Andvara árið 1882:
Þorvaldur Thoroddsen; 1855-1921.
„Það er naumlega hægt að ímynda sér nokkuð óttalegra en mikinn jarðskjálfta, jörðin titrar og skelfur og gengur upp og niður eins og bylgjur á sæ, fjöllin klofna, jarðvegurinn rifnar í sundur, ár falla úr farvegi sínum og þorna upp, brunnar og uppsprettur hverfa, hús og hallir falla til grunna og drepa hverja skepnu, sem undir verður, hafið sogast frá ströndinni en kemur aptur hvítfyssandi og gleypir borgir og bæi, kastar skipum á þurrt land og fiytur hús út á reginhaf; jarðvegurinn umturnast allur og breytist, neðanjarðar heyrast dunur og dýnkir og hver skepna stendur höggdofa og hyggur kominn heimsenda. Fyrir slíkum undrum eru menn hvergi óhultir, hvorki ofanjarðar né neðan, námur falla saman og kviksetja málmnemana og sterkustu byggingar manna hrynja eins og spilahús við lítinn gust. Það er því eigi undarlegt þó ótti og skelfing grípi hvern mann, þegar jarðvegurinn, sem vér frá blautu barnsbeini höfum álitið fastan og óhreyfanlegan, leikur á reiðiskjálfi og tjón og dauði hvervetna er í vændum.
Flekaskilin um Ísland – jarðskjálftakort 2010.
Þó jarðskjálftar hafi hér á Íslandi sjaldan gert stóran skaða, þá hafa þeir þó annarsstaðar orðið mörgum manni að bana. Hreyfing sú, sem kemur á jarðarskorpuna við jarðskjálfta, er ýmisleg. Við lítla jarðskjálfta titrar jörðin opt aðeins lítið eitt, svo að glös hreyfast á hillum og hús skjálfa nokkuð, en þegar meira gengur á, gengur jörðin i bylgjum upp og niður; þessi bylgjuhreyfing getur orðið svo mikil, að sjá má hvernig landspildurnar hefjast og falla eins og öldur á sæ. Slíkir landskjálftar ná opt yfir stór svæði, en eru þó ekki mjög hættulegir, þegar bylgjuhreyfingin gengur í eina stefnu, en stundum mætast tvær eða fleiri bylgjuraðir í jarðarskorpunni.
Sprungumyndun eftir jarðskjálfta.
Stundum koma jarðskjálftar fram sem högg eða kippir beint upp (succurroriskir jarðskjálftar), og hvað sem fyrir þeim verður, þeytist upp og brotnar; þegar svo ber undir hefjast hús af grundvelli sínum og klettar hoppa upp og niður.
Útbreiðsla jarðskjálftanna getur verið ýmisleg, stundum er styrkleikur þeirra mestur á einhverjum vissum stað og jarðskjálftabylgjurnar breiðast út til allra hliða alveg eins og bylgjur á vatni, þegar steini er í það kastað; þeir landshlutir, sem eru í miðdepli skjálftans, verða þá fyrir mestum skemmdum og ágangi; opt verður það þá, þegar margir kippir koma hver eptir annan, að miðdepill jarðskjálftans breytist og hreyfist þá aptur á bak eða fram í beina stefnu.
Arnarbæli 1896 – eftir jarðskjálfta á Suðurlandi.
Hreyfing og hraði jarðskjálftabylgnanna eru að miklu leyti komin undir bygging jarðlaganna og eptir því, hverjar bergtegundir verða á vegi þeirra. Styrkleiki og útbreiðsla jarðskjálftanna er því mjög ýmisleg á ýmsum stöðum eptir því, hvort jarðvegurinn er fastur eða laus í sér, þéttur eða sprunginn, samsettur af einni bergtegund eða fleirum. Þar sem jarðvegurinn er samsettur af föstum klettum af sömu bergtegund, fara jarðskjálftabylgjurnar um landið með jöfnum hraða og breiðast jafnt út til allra hliða, án þess að gjöra mjög mikinn skaða, en þar sem sandur er í jarðveginum og sundurbrotnar og sundurklofnar bergtegundir, verða bylgjurnar ójafnar og óreglulegar; allt verður í mesta glundroða og hús og borgir hrapa og brotna í mola; þó eru jarðskjálftabylgjurnar einkum hættulegar, þar sem sandlög hvíla á föstum grunni.
Þórkötlustaðaréttin í Grindavík eftir jarðskjálfta 31. júlí 2022.
Sandurinn hoppar og kastast saman í hrúgur og því lausara sem samhengið er, því meira umturnast jarðlögin; jarðskjálftinn breiðist þá eigi um mikið svæði, en gjörir mikinn skaða þar sem hann er. Útbreiðsla landskjálftans er því alveg bundin við lögun og samsetningu jarðlaganna sem hann verkar á. Djúpar glufur og gjár í jarðveginum geta alveg hindrað útbreiðslu landskjálftans, og eins er farið þar sem margskonar jarðlög og breytileg skiptast á á litlu svæði.
Grindavík – jarðskjálftar í nóv. 2023.
Jarðskjálftar eru eins og áður var sagt mjög tíðir á jörðunni og geta komið nærri alstaðar; þó eru þeir tíðastir nálægt eldfjöllum. Jarðskjálftakippir eru eigi beinlínis bundnir við neina sérstaka byggingu landanna., þeir hafa jafnt fundizt og gjört, skaða á sléttlendum sem hálendum; þeir eru heldur eigi bundnir við neinn vissan áratíma, né nokkurn sérstakan tíma dags, slíkt getur borið við jafnt á nótt, sem degi og eins á sjó sem landi.
Þegar jarðskjálfti verður á sjávarbotni langt frá landi, finnst við það á skipum snöggur kippur alveg eins og þau snögglega hefði rekizt á sker. 1845 þegar Hekla gaus, fannst kippur svo mikill á skipi sem ætlaði frá Keflavík til Reykjavíkur, að hásetar héldu að þeir hefðu siglt upp á sker.
Gljúfurárholt eftir jarðskjálfta 1896.
Hvergi eru sæskjálftar eins tíðir og á miðju Atlantshafi. Ef jarðskjálftinn nær upp að einhverri strönd, þá verða þar mestar breytingar og mestur skaðinn. Sjórinn sogast snögglega langt út frá landi og kemur svo aptur með ótrúlegu afli langt upp á land og brýtur allt, og bramlar, er fyrir verður, stór skip flytjast upp á land og sjórinn flæðir yfir borgir og bæi, drekkir öllu kviku sem þar er, brýtur húsin og fyllir göturnar með leir, malargrjóti og þangi.
Það er eigi sjaldgæft að dýnkir heyrast neðan jarðar við jarðskjálfta. Dýnkirnir eru ýmislegir, stundum eins og drynjandi fallbyssuhvellir, stundum eins og skrölt eða hringl, stundum brak og brestir; slíkt verður opt við eldgos og heyrist langt frá eldfjöllunum, jafnvel þó engin hreyfing finnist.
Kötlugos 1918.
Við Kötlugosið 1860 heyrðust dýnkir um Borgarfjörð og allt Suðurland. 1845 þegar Hekla gaus, heyrðust dýnkirnir og fannst til jarðskjálfta norður í Grímsey.
Það er eigi sjaldgæft að fljót þorna upp við jarðskjálfta og breyta farvegi sínum, af því ýmsar sprungur koma í jarðveginn sem breyta vatnsrennslinu. Sprungur koma helzt þar sem jarðvegur er laus í sér, fram með fljótsbökkum, í fjallahlíðum o.s.frv. Upp úr sprungunum koma opt um leið og þær myndast rykský, sandur,
vatn eða leir. Stundum hafa menn þókzt sjá loga og reyk koma upp úr jarðsprungum, þó eru flestar sagnir um það naumlega áreiðanlegar; að minnsta kosti þyrfti það nánari rannsókna; rykský geta opt litið út líkt og reykur.
Sprungurnar ganga optast eptir beinum stefnum eins og sprungurnar er komu við Húsavík 1872; þær ganga frá norðri til suðurs.
Dalvík 2. júní 1934. Skjálftinn mældist af stærð 6,2.
Einstaka sinnum hafa við jarðskjálfta myndast sprungur, er ganga eins og geislar út frá einum miðpúnkt og þá er vanalega djúp hola í miðjunni. Opt kemur það fyrir, að jarðsprungur myndast án þess þær sjáist á yfirborðinu, en þær raska þá legu lækja og áa, sem fyrr var getið, brunnar þorna upp og hverfa eða það lækkar í þeirn og vatnið verður hvítt eða mórautt af leir, sem blandast saman við það. Stundum hverfa hverir og laugar við jarðskjálfta og koma þá stundum upp aptur á öðrum stöðum; 1597 hvarf t.d. Geysir í Hveragerði fyrir neðan Reyki í Ölvesi, en kom svo fram aptur fyrir ofan túnið. Þessu líkt hefir opt orðið við jarðskjálfta á Íslandi, sem síðar mun getið. Stundum breytist og hiti hveranna við landskjálfta, hverar verða að laugum og laugar að hverum.
Frá Dalvík 1934.
Fjöllin verða opt fyrir miklum ágangi af landskjálftum, stórar skriður falla niður eptir hlíðunum hver á eptir aðra og eyða byggð og graslendi fyrir neðan. Með því að safna saman fregnum um ótal jarðskjálfta, þykjast menn hafa fundið að þeir séu tíðari um haust og vetur en á vorin og á sumrum.
Eins og eðlilegt er verður hver skepna hrædd, þegar jarðskjálfti verður, og er það eigi undarlegt, en skrítið er það, að það sýnist svo sem ýms dýr verði óróleg á undan jarðskjálfta. Það getur verið að þetta orsakist af því, að þau taki eptir litlum titringi og smáhreyfingum, er landskjálftinn byrjar með og sem vér eigi verðum varir við.
Dalvík 1934.
Eptir þessar almennu hugleiðingar um jarðskjálftana, skulum vér fara nokkrum orðum um einstaka mikla jarðskjálfta, sem í minnum eru hafðir, til þess að vér getum gjört oss í hugarlund hvernig þeir verka undir ýmsum kringumstæðum, og til þess að sjá hvaða áhrif þeir hafa.
Ef menn athuga sprungur og rifur í húsum og múrum í héraði því, sem hefir orðið fyrir jarðskjálftanum, þá sjá menn miðpúnkt jarðskjálftans á legu þeirra og stefnu, því eptir aflfræðinni verða þær lóðrétt á landskjálftastefnunni. Séu nú línur dregnar eptir þessu frá öllum athugunarstöðum, sameinast þær á einum stað í jörðunni og þar hlýtur miðdepill jarðskjálftans að vera.
Nær helmingur íbúa á Dalvík og nágrenni varð fyrir því að íbúðarhús þeirra skemmdust. Tjöld voru reist og einnig útbúin tjöld úr trégrindum og segldúkum. Einnig voru útbúnar íbúðir t.d. í fiskhúsi og skólahúsinu. Gjafir bárust víða að, peningar, matvæli og fleira til styrktar bágstöddum Dalvíkingum. Strax var hafist handa við endurreisn. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson
Ef farið er eptir tímaákvörðunum og menn vita nákvæmlega hvenær kippurinn hefir fundizt á ýmsum stöðum í héraðinu, þá má á landabréfi draga línur á milli allra þeirra staða, sem á sama augnabliki hafa orðið fyrir jarðskjálftanum (homoseiste), og milli þeirra staða, sem jarðskjálftinn hefir verkað á með jöfnum krapti (isoseiste). Þeir staðir, sem á sama tíma hafa orðið fyrir jarðskjálftanum, verða þá að vera hér um bil jafnlangt frá miðdeplinum, ef hraði jarðskjálftabylgjunnar í gegnum jarðlögin hefir verið hinn sami í allar áttir. Á landabrélinu koma þá fram margir hringir hvor innan í öðrum og undir miðdepli þeirra hljóta upptök jarðskjálftans að vera. Hve langt þau eru niðri í jörðunni má svo reikna eptir tímanum og hraðanum. Til þess að finna upptök jarðskjálfta eptir sprungum og rifum verður kippurinn að hafa verið mjög sterkur, því slík missmíði koma að eins við harða kippi. Tímaákvarðanir má aptur á móti nota við alla jarðskjálfta, hve litlir sem þeir eru. Eptir styrkleika mikilla jarðskjálfta og skaða þeim, sem þeir gjöra, má og nokkurn veginu sjá hvar miðdepillinn er, því mest eyðist og skemmist þar.
Fyrir eldgosið í Öræfajökli árið 1362 hét byggðin sem Sandfell tilheyrði Litla-Hérað, en var endurnefnd Öræfi eftir að gosinu lauk. Þá tilheyrðu a.m.k. 30 bæir Litla-Héraði, allt frá Morsárdal og yfir að Breiðumörk. Gosið og jökulhlaupin fóru svo illa með byggðina að það sem áður var gjöfult landbúnaðarsvæði breyttist í mikla auðn. En þrátt fyrir þetta áfall byggðist sveitin upp aftur. Myndin er tekin 1902.
Jarðskjálftar eru tíðastir í þeim löndum, þar sem jarðlögin eru breytilegust, og þar sem randir jarðlaganna hafa mest breytt stöðu sinni innbyrðis og gengið á misvíxl. Jarðskjálftarnir koma opt eigi af öðru en því, að jarðlögin af ýmsum orsökum verða misþung, þegar vatn eða annað hefir sumstaðar bætt við, en borið nokkuð burt á öðrum stað; þá geta jarðlögin brostið þar, sem þau láta bezt undan; við það kemur þá kippur, sem hristir landið í kring. Þegar nú þrýstingaraaflið minnkar, geta jarðlagabrotin færzt til á ýmsan hátt og breyti stöðu sinni innbyrðis. Stundum getur þetta orðið hægar, að ein landspildan lyftst en önnur sígur, án þess hristingur komi í kring, þá gerist það smátt og smátt, þannig hefjast lönd og síga, eins og fyrr hefir verið sagt. Af þessu má sjá, að jarðskjálftarnir og hreyfingar þær, sem þeim eru skyldar, hljóta að hafa stórkostlega þýðingu fyrir jarðmyndunina í heild sinni. Þó fer fjarri því, að öllum jarðskjálftum sé svo varið; orsakir þeirra geta verið þrennskonar:
Eldgos í Fagradalsfjalli ofan Grindavíkur 2021.
1. Við eldgos koma opt jarðskjálftar í kringum eldfjöllin, þeir ná sjaldan yfir mjög stórt svæði, miðdepillinn er þá í eldfjallinu eða undir því. Slíkir jarðskjálftar koma vanalega á undan gosunum og orsakast af því, að logandi hraun er að brjótast upp um rifur í jarðarskorpunni og vatnsgufur, sem hafa niðri í jörðunni verið undir miklum þunga og þrýstingi, koma snögglega upp og hrista landið í kring, um leið og þær leysast úr dróma, eða með öðrum orðum þenjast út.
2. Jarðskjálftar geta komið af því, að vatn hefir skolað jarðveginn burt undan stórum landspildum, sem þá falla niður og hrista landið.
Afleiðingar jarðskálfta.
3. Af misjöfnum þrýstingi og þunga jarðlaganna, sem fyrr var getið. Annaðhvort mynda þau nýjar glufur í jarðskorpunni, eða fylgja gömlum sprungum. Optast mun það þó vera, að fleira en eitt af þessu kemur jarðskjálftum til leiðar, ef t.d. jarðlögin breyta innbyrðis stöðu sinni, myndast sprungur eða gamlar glufur gliðna í sundur; við þetta verður hægra fyrir eldkraptana undir jarðarskorpunni að brjótast upp, vatn og sjór síast niður um glufurnar, verða að gufu þegar þau koma við glóandi eimyrjuna, spenna síðan hraunleðju upp um sprungurnar og hrista landið í kring um eldfjallið.
Sprunga í Þorbjarnarfelli eftir jarðskjálfta.
Snemma hafa menn farið að taka eptir jarðskjálftum og reynt að gjöra sjer í hugarlund hvernig á þeim stæði. Hafa menn um það opt haft mjög misjafnar skoðanir, og undarlegar, einkum framan af, áður en menn fóru að veita náttúruviðburðunum nákvæma eptirtekt, og bera saman öll áhrif þeirra. Það gæti því ef til vill einhverjum þótt gaman, að heyra hvað menn á ýmsum öldum hafa hugsað og ritað um þá, þó það í sjálfu sér eigi hafi aðra þýðingu en þá, að sýna hvernig menn smátt og smátt frá vanþekkingu og getgátum, hafa eins í þessu og öðru loksins eptir langa mæðu, komizt að nokkrum hluta sannleikans.
Sprunga opnast eftir jarðskjálfta.
Á Íslandi hafa sjaldan orðið þeir jarðskjálftar, sem mannskaði mikill hefir orðið að, af því landið er svo strjálbyggt og borgir engar. Jarðskjálftar á Íslandi hafa optast staðið í nánu sambandi við eldgos og komið belzt í þeim héruðum, sem eru nálægt eldfjöllum. Hér munum vér þá telja jarðskjálfta, sem orðið hafa á Íslandi svo sögur fara af. Eldgos eru hér aðeins nefnd, þegar þess er getið í frásögunum að jarðskjálftar hafi verið þeim samfara og þeim er hér eigi lýst neitt, hinum er sleppt, sem engir landskjálftar hafa fylgt, sem í frásögur eru færðir. Hér er víðast hvar farið sem næst orðum annála þeirra og rita, sem þetta er tekið úr.
1013. Landskjálftar miklir og létust 11 menn.
Trölladyngja og nágrenni.
1151. Eldur uppi í Trölladyngjum, húsrið og manndauði.
1157. Eldsuppkoma í Heklu 19. janúar og landskjálfti sá, er manndauði varð af.
1164- Landskjálfti í Grímsnesi og létust 19 menn4.
1182. Landskjálfti og dóu 11 menn.
1211. Eldur fyrir Eeykjanesi. Þá varð landskjálfti mikill fyrir sunnan land hinn næsta dag fyrir Seljumannamessu (7. júlí) og létu margir menn líf sitt (18 segja sumir) og féll ofan alhýsi á fjölda bæjum og gjörði hinn stærsta skaða.
1240. Eldur fyrir Reykjanesi. Landskjálftar miklir fyrir sunnan land.
1260. Landskjálfti hinn mikli norður í Flatey.
1294. Eldur í Heklu með miklum landskjálfta, víða féllu hús um Fljótshlíð og Rangárvelli og svo fyrir utan Þjórsá, sprakk jörð og týndust menn. Hjá Haukadal komu upp hverar stórir, en sumir hurfu þeir sem áður voru. Á Húsatóptum hvarf og burt laug sú, er þar hafði áður alla æfi verið. Þar rifnaði og sprakk svo djúpt að eigi sá niður. Brunnar urðu ásyndum sem mjólk 3 daga í Flagbjarnarholti.
Heklugos – Larsen 1845.
1300. Mikið Heklugos. Landskjálfti svo mikill fyrir sunnan land, að ofan féll bær á Skarði eystra. Þar í kirkjunni var mikill málmpottur festur við brúnaásinn, honum barði svo við ræfur kirkjunnar af skjálftanum að braut pottinn. Kistur 2 stóðu í anddyrinu, þeim barði svo saman af jandskjálftanum að þær brotnuðu í smán mola.
1308. Landskjálfti fyrir sunnan land og féllu niður 18 bæir en 6 menn dóu.
1311. Landskjálfti næstu nótt eptir drottinsdag (það er nóttina milli 29. og 30. desember eða 10.—11. janúar á nokkrum stöðum. 25. janúar, eldgos á Suðurlandi líklega úr Kötlu.
Þann 26. ágúst 1896 hófust á Suðurlandi einhverjir mestu jarðskjálftar, sem sögur fara af hér á landi. Fyrsti kippurinn var snarpastur í Rangárvallasýslu og í Eystri hrepp í Árnessýslu, þar sem fjölmargir bæir hrundu til grunna. Næsta morgun kom annar kippur og virtist hann hafa verið snarpastur í Hrunamannahreppi, en þar féllu nokkrir bæir. Að kvöldi 5. september kom enn mjög snarpur kippur, sem olli miklu tjóni í Holtum, Skeið og Flóa.
1339. Kom landskjálfti svo mikill fyrir sunnan land, að mönnum og fénaði hrastaði til jarðar svo að ónyttist. Hús féllu mest um Skeið og Flóa og Holtamannahrepp og víðast hið neðra milli Þjórsár og Eystri Rangár, en fjöldi bæja féllu allir til jarðar eða tók hús úr stað, létust nokkur börn og gamalmenni. Jörðin rifnaði víða til undirdjúpanna uppsprettandi heitt vatn og kalt. Hröpuðu fjöll og umhverfðist holt í Holtamannahreppi og færði úr stað. Menn duttu af baki á vegum og urðu að liggja á meðan landskjálftinn var. Þá kom upp hver í Henglafjöllum 10 faðma á hvern veg, þar sem áður var slétt jörð.
1341- Eldsuppkoma í Heklu. Dunur um allt land sem hjá væri og svo stórir voru dynkirnir, að landið skalf allt, svo að í fjarlægum héruðum hristust skjáir á húsum sem fyrir vindi hvössum um langan tíma og var þé kyrrt veður.
1370. Þá varð landskjálfti í Ölfusi og féllu 12 bæir.
Fyrsta gosið í Heklu eftir landnám og jafnframt það mesta var 1104. Síðan hefur fjallið gosið 1158, 1206, 1222, 1294 (1300), 1341, 1389-1390, 1440, 1510, 1554, 1597, 1636, 1693, 1725, 1766, 1845, 1878, 1913, 1947, 1970, 1980-1981, 1991 og 2000.
1389. Heklugos, þá brunnu og Trölladyngjur og Síðujökull. Margir bæir féllu af landskjálftum.
1391. Landskjálfti mikill fyrir sunnan land um Grímsnes, Flóa og Ölfus svo að 14 bæi skók niður að nokkru leyti, en Miðengi, Búrfell og Laugardælar braut að öllu, nema kirkjan stóð í Laugardælum og dóu undir fátækir menn. Rifnaði víða jörðin og kom upp vatn, tók þessi landskjálfti allt til Holtavörðuheiðar.
1510. Heklugos 25. júlí. Þá fundust svo miklir landskjálftar i Skálholti, að menn hugðu að hús mundu hrapa, en varð þó ekki mein af.
1546. Jarðskjálfti um fardaga og kom hann mest í Ölfusi, því þar hrundu víða bæir og hús, Hjalli og allt Hjallahverfi hrapaði.
1552. Kom kippur kyndilmessukvöld svo allt hrundi það niður, sem laust var innan húsa, borðin, könnur og annað því um líkt.
Eldgos vekja jafnan mikla athygli. Undanfari þeirra eru jafnan jarðskjálftahrinur.
1554. Eldur uppi í Hekluhraunum um vorið milli krossmessu og fardaga. Voru svo miklir jarðskjálftar í hálfan mánuð að engi maður þorði inni í húsum að vera, heldur tjölduðu menn úti en hlupu snöggvast inn í húsin eptir því, sem þeir skyldu neyta þá í millum varð þvílíkra undra; en þar menn voru, þá héldu þeir sér í grasið, þá þessi undur að komu.
1578. Eldur uppi í Heklu um haustið og gjörði landskjálfta svo margir bæir hrundu í Ölfusi, hús hristust hálfa stund og var það eptir Allraheilagramessu.
1581. Varð jarðskjálfti milli krossmessu og fardaga. Þá hröpuðu víða bæir á Rangárvöllum og í Hvalhrepp og mannskaði varð þá víða, því þeir urðu undir húsunum. Á Bergvaði varð undir bænum kona komin að falli og tvævett barn, er hún átti, en hún komin í jörð þá hennar maður kom til. Einn maður varð undir í Lambhaga, bitinn brotnaði og kom á hálsinn á honum og víðar varð einn maður eða tveir undir.
Þann 26. ágúst 1896 hófust á Suðurlandi einhverjir mestu jarðskjálftar, sem sögur fara af hér á landi. Fyrsti kippurinn var snarpastur í Rangárvallasýslu og í Eystri hrepp í Árnessýslu, þar sem fjölmargir bæir hrundu til grunna. Næsta morgun kom annar kippur og virtist hann hafa verið snarpastur í Hrunamannahreppi, en þar féllu nokkrir bæir. Að kvöldi 5. september kom enn mjög snarpur kippur, sem olli miklu tjóni í Holtum, Skeið og Flóa.
Fólk var komið í háttinn þegar skjálfti 7,5 á Richter reið yfir. Síðan um 1700 hafa 7 jarðskjálftar verið á Suðurlandi og hafa haft styrkleika >VIII (1706, 1734, 1752, 1784, 1789, 1896 og 1912).
Svipað er að segja um Rangárvelli. Þar hafa bæir örugglega fallið 12 sinnum, líklega 17 sinnum, og þar hafa að minnsta kosti 5 jarðskjálftar siðan 1700 haft styrkleika >VIII eða 1725, 1732, 1784, 1896 og 1912. Aðeins einu sinni er vitað með vissu, að jarðskjálftar samfara byrjun Heklugoss hafi orðið svo sterkir, að bæir hafa hrunið, en líklegt, að það hafi skeð tvisvar eða þrisvar sinnum.
Kötlugos 1918.
1584. Landskjálfti mikill á Íslandi.
1597. Heklugos 8. janúar; fundust nokkrir landskjálftar í Skálholti er gosið byrjaði. Um vorið eptir þetta gos urðu miklir landskjálftar og hrundu margir bæir í Ölfusi. Í þeim landskjálfta hrapaði niður í grunn bærinn á Hjalla í Ölfusi. Þá hvarf og stóri hverinn Geysir í Hveragerði fyrir sunnan Reyki og kom upp aptur annar hver fyrir ofan túnið á Reykjum, sem er í dag og gýs mjög (nú [1881] hættur gosum) þó eigi sem hinn sá stóri hafði áður gosið, því um veginn hafði ei óhætt verið að fara, sem lá mjög nærri honum, svo sem enn má sjá vöxt og merki til, því þar er enn hverastæðið vítt með vellandi vatni og er þar langur vegur á milli, sem sá Geysir er, sem nú hefir síðan verið og áin á milli.
1613. Landskjálfti syðra, hrundu bæir; í þeim landskjálfta féll Fjall á Skeiðum að mestu. Þar á hlaðinu lá reiðingstorfa, sem hvarf í jarðskjálftanum, svo hún sást ei síðan.
1618. Gengu alltíðir jarðskjálftar bæði dag og nótt um haustið og fram að jólum, hröpuðu í einum þeirra 4 bæir norður í Þingeyjarþingi, þar sprakk jörð sundur svo varla varð yfir komizt.
1619. Heklugos, þá voru og landskjálftar eptir mitt sumar.
1624. Sífeldir jarðskjálftar frá Allraheilagramessu til Andrésmessu og varð vart við þá lengur, féllu í þeim 2 bæir suður í Flóa, fleiri lestust.
1625. Kötlugos sem byrjuðu 2. september, þá fundust nokkrir smáir jarðskjálftakippir í nánd.
1630. Jarðskjálftar þrír um veturinn, svo 6 menn urðu undir húsum fyrir austan Þjórsá.
1632. Landskjálfti um haustið.
Jarðskjálftasprungur eftir Suðurlandsskjálftana 17. og 21. júní árið 2000.
1633. Landskjálftar syðra, hrundu bæir í Ölfusi, ei sakaði menn né pening. Svo voru þessar hræringar tíðar að messufall varð á mörgum kirkjum allan þann vetur.
1643. Varð jarðskjálfti jólanóttina.
1657. Gengu landskjálftar miklir, svo tveir bæir féllu syðra, lá fólk í tjöldum á einum bæ í Fljótshlíð.
1658. Landskjálfti var á páskum.
1660. Kötlugos 3. nóvember. Það byrjaði með landskjálfta, sem varaði hérumbil eina stund.
1661. Landskjálftar um sumarið.
1668. Landskjálftar miklir um veturinn.
1671. Hús hrundu í Grímsnesi og Ölfusi af landskjálftum.
1693. Heklugos 13. febrúarmán. Þá fundust harðir landskjálftakippir á landi og sjó. Nokkrir bæir eyddust af öskufalli og jarðskjálftum.
1706. Miklir landskjálftar 1. dag aprílmánaðar, en þó einkum 20. s.m., hrundu þá hið seinna sinn 24 lögbýli mest um Ölfus og utarlega í Flóa og margar hjáleigur; molbrotnuðu viðir í húsum og húsin veltust um, svo undirstöður veggjanna urðu efstar, kofar og veik hús stóðu eptir sumstaðar þar sem hin sterkari féllu, matföng og búshlutir spilltust, kýr og kvikfénaður drápust víða, en ekki sakaði menn, nema eina konu. Þessar hræringar stóðu lengi fram eptir vorinu og voru því minni sem vestar dró, og það var rétt svo að þær fundust undir Jökli.
Kötlugosið 1918/Rangárbakki við Hellu – Málverk eftir ljósmynd frá 1918 (Magnús Guðnason, 1950)
1721. Kötlugos sem byrjaði 11. maí, kl. 9. e.m. Um morguninn sama dag kl. 9 á undan gosinu kom svo mikill jarðskjálfti á Höfðabrekku og víða í Mýrdalnum, að menn þorðu ekki að vera inni í húsum. Þessi jarðskjálfti fannst austur í Lóni og í öllum sveitum þar í milli. Einnig fannst hann út til Rangárvalla.
1724. Byrjuðu mikil gos við Mývatn og héldust þangað til 1730. 17. mai 1724 byrjuðu gosin með ógurlegum jarðskjálftum. Þá kófst landið töluvert sumstaðar við Mývatn.
1725. Gaus Leirhnúkur 11. janúar og fylgðu jarðskjálftar gosunum. 19. apríl s.a. gaus Bjarnarflag og gengu á undan stórkostlegir landskjálftar og svo eptir við og við allt árið. Harðastir voru kippirnir 8. september. Árin 1727—30 voru jarðskjálftar og mjög tíðir við Mývatn og breyttu víða mjög landslagi; stórar landspildur sukku en aðrar hófust, sumstaðar kom upp vatn og sumstaðar mynduðust mílulangar sprungur.
Aðeins tvö gos hafa orðið í Öræfajökli eftir landnám. Það fyrra er reyndar mesta sprengigos sem orðið hefur hér á landi frá því land byggðist. Þetta gos sem varð árið 1362 er ennfremur það mannskæðasta sem orðið hefur hér á landi ef frá er talið mannfallið sem varð óbeint vegna Skaftárelda árið 1783.
Öræfajökull gaus svo aftur árið 1727.
1727. Gaus Öræfajökull 3. ágúst. Þá fundust nokkrir jarðskjálftar í Öræfum 3. og 4. ágúst, um það leyti sem gosið byrjaði.
1732. Þá varð hinn 7. september landskjálfti svo mikill á Rangárvöllum, að spilltust nær 40 bæir þar um land og í Eystrahrepp, en 11 eða 12 bæir hrundu nær í grunn og meiddust 3 eða 4 menn, lágu menn þá í tjöldum því landskjálftinn hélzt um tvær vikur.
1734. Varð allmikill landskjálfti og fannst um allan Sunnlendingafjórðung, hrundu bæir í Flóa og víðar í Árnessýslu hrundu 30 bæir alls, en 60 eða 70 býli spilltust og létust við það 7 menn eða 8.
1749. Þá varð allmikill jarðskjálfti á Suðurlandi og mestur um Ölfus, húsum lá við hruni og á bænum Hjalla sökk grundvöllur undir bæ og kirkju fullar 2 álnir.
1752. Landskjálftar voru þann vetur í Ölfusi og hrundu 11 bæir.
Austurengjahver (Stórihver) í Krýsuvík.
1754. Landskjálfti í Krýsuvík og kom þar upp 6 faðma víður hver og 3 faðma djúpur; þá var og eldur uppi í Hekluhraunum.
1755. Urðu miklir jarðskjálftar á Norðurlandi. Kringum Húsavík voru þeir harðastir; þar hrundu 10. september 13 bæir til grunna en 7 skemmdust. Jarðskjálftinn var einna harðastur kringum verzlunarbúðina, hún færðist nokkra þumlunga úr stað; verzlunarvörur skemmdust og tunnur börðust saman og brotnuðu. Eigi varð jarðskjálfti þessi neinum manni að bana. Í kringum Húsavík komu ótal djúpar sprungur og lækir urðu gruggugir sem skolavatn. Jarðskjálftinn var og mjög harður í Skagafirði, en linari í Húnavatussýslu.
Sprengigos.
1766. Heklugos, gosið byrjaði 5. apríl, urn nóttina á undan gengu jarðskjálftar í héruðunum kringum Heklu. Á meðan á gosunum stóð, gengu ótal jarðskjálftar, einkum suðvestur frá Heklu, bæir féllu í Árnessýslu og á Reykjanesi og Vestmanneyjum voru kippirnir mjög harðir; optast komu 2—4 kippir á kverjum 21 klukkustundum. 9. og 10. september féllu þrír bæir í Ölfusi.
1783. Gos fyrir Reykjanesi, og síðan fyrir ofan Síðumannaafrétt við Skaptárgljúfur í Varmárdal, Úlfarsdal og norðar. Gosin byrjuðu 8. júní, en frá því 1. júní, höfðu miklir jarðskjálftar gengið um alla Skaptafellssýslu. Alltaf fundust jarðskjálftakippir meðan á gosunum stóð, en einkum þó 24. október; í janúar 1784 gengu og sífeldir jarðskjálftar þar í grennd.
1784. Þá gengu 14.—16. ágúst einhverjir hinir mestu jarðskjálftar, sem nokkurn tíma bafa komið á Íslandi.
Ölfusölkelda á Hengilssvæðinu.
1789. Miklir jarðskjálflar í Árnessýslu 10. júní. Þá hrundu hús um allt Suðausturland, og lágu menn víða í tjöldum, því opt varð vart við þá um sumarið. Urðu þá víða sprungur í jörðu, t.d. á Hellisheiði), og nýir hverar. Þá umbreyttist nokkuð Þingvallahraun, og svo vatnið, svo að sökk grundvöllur vatnsins að norðan, og dýpkaði það þeim megin og hljóp á land, en alfaravegur forn varð undir vatni sumstaðar; grynntist það og allt að sunnan; hrundi mjög Almannagjá og klettar fleiri. Þá seig allt land milli Almannagjár og Hrafnagjár eina alin, að því er Sveinn Pálsson segir. Sökum skemmda og breytinga þeirra, sem á urðu, varð jarðskjálfti þessi meðfram tilefni til þess, að að alþingi var flutt frá Þingvöllum til Reykjavíkur.
Hraunsprunga.
1808. Varð töluverður landskjálfti og fannst víða; breyttu sér þá laugar og hverir.
1810. 24. október varð harður landskjálfti austur frá Heklu, og fannst suður um heiðar, ekki varð hann að tjóni.
1815. Í júnímánuði varð lítill landskjálfti fyrir norðan land.
1818. Um veturinn varð nokkrum sinnum vart við landskjálfta eystra, og þrisvar syðra á Innnesjum.
1823. Kötlugos. Þá fundust jarðskjálftar í nánd, en heldur linir.
1826. Seint í júní kom landskjálfti fyrir norðan ekki afllítill; hann gekk vestur eptir og gjörði ekki tjón.
1828. Þá varð landskjálfti mikill í Fljótsblíð á Þorraþrælinn, féllu þar flestir bæir og 8 í Landeyjum; týndist þó enginn nema eitt barn.
1829. 21. febrúar og um nóttina milli hins 21. og 22. fundust jarðskjálftakippir um allt Suðurland, næstu daga á eptir fundust og nokkrir kippir, en miklu vægari. Harðastir voru landskjálftar þessir í kringum Heklu, og þar skemmdust 6 eða 7 bæir.
Hraunsprunga við kaldársel ofan Hafnarfjarðar.
1838. 12. júní kom allmikill landskjálfti fyrir norðan, og gekk mest yfir landtangana milli Skjálfanda og Húnaflóa; hrundu þá og skekktust nokkrir bæir á útkjálkum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, hrundi þá og grjót úr sjávarhömrum og spilltust fuglabjörg í Grímsey og Drangey.
1839. Kom í Reykjavík jarðskjálftakippur 28. júlí kl. 4 um morguninn, og annar minni litlu síðar.
1845. Heklugos, sem byrjaði 2. september; á undan því, og við byrjun þess, fundust lítilfjörlegar landskjálftahreyfingar; þær náðu hér um bil 6 mílur til suðvesturs frá Heklu, en að eins 2 til 3 mílur til norðausturs. Auk þess fundust jarðskjáiftakippir við og við, á meðan á gosunum stóð.
1860. Kötlugos, frá 8. til 27. maí. Jarðskjálftar fundust þá um morguninn 8. maí kl. 6—8 á Höfðabrekku í Mýrdal, og síðan við og við um daginn, bar eigi á öðrum jarðskjálftum nema 25. maí eina stund af dagmálum; þá voru jarðskjálftar í frekara lagi, og öðru hverju allan þann dag til kvölds.
Sprunga eftir jarðskjálfta.
1863. Jarðskjálftakippir kringum Reykjavík 20—21.apríl.
1864. Fannst í Reykjavík og á Suðurnesjum 16. febrúar snarpur jarðskjálftakippur, sumum sýndist turninn á dómkirkjunni hreyfast fram og aptur. Sjórinn gekk nokkru meir á land, en vandi var til. Inntré brökuðu í húsum, og hlutir féllu niður af hillum. Hreyfingarnar stóðu hér um bil í 2 mínútur.
1868. Jarðskjálftar á Suðurlandi. Fyrsti kippurinn fannst 1. nóvember kl. 4 um morguninn, og honum fylgdu 3 eða 4 linari kippir. Um kvöldið kl. 11 fannst enn harður kippur og síðan smærri hreyfingar alla nóttina. 2. nóvember kl. 11 um kvöldið komu þó tveir harðir kippir, hvor eptir annan, en þó smáhreyfingar á milli, þá féllu niður nokkrir ofnar í Reykjavík, glerílát brotnuðu o.s.frv.
Hraunsprunga eftir jarðskjálfta.
1872. Jarðskjálfti á Húsavík. Aðfaranóttina þess 18. apríl kl. 11 um kvöldið kom á Húsavík jarðskjálfti svo mikill, að mönnum leizt ekki ugglaust að vera inni í húsum, ef annar kæmi jafnsnarpur, en litlu á eptir komu kippirnir svo títt, að ekki liðu nema 4—8 mínútur milli þeirra.
1874-75. Rúmri viku fyrir jól fór að bera á jarðskjálftum í Mývatnssveit, og fóru þeir smávaxandi. Ekki voru kippirnir langir og harðir, en svo tíðir að ekki varð tölu á komið, brakað mikið í húsum í stærstu kippunum, og allt hringlaði sem laust var; 2. janúar bar mest á þessu, þá var jarðskjálfti allan daginn. Jarðskjálftar þessir fundust mest upp til dala og fjalla, t. d. á Möðrudal á fjöllum, en minna í útsveitum. 3. janúar byrjuðu Dyngjufjöll að gjósa, og síðan kom upp eldur í Sveinagjá á Mývatnsöræfum.
1878. Eldur uppi í hraununum norður af Heklu. Gos þetta hófst 27. febrúar með allmiklum jarðskjálftum, sem gengu yfir allan suðvesturhluta landsins; þeir stóðu frá kl. 4 e. m., þangað til kl. 5 næsta morgun, og voru næst eldstöðvunum með litlu millibili, og víða svo ákafir að gömul og óvönduð hús skekktust meira eða minna, en ekkert tjón varð á fólki eða peningi; margir flúðu hús sín, og létu út fénað meðan á þessu stóð; mestir urðu jarðskjálftarnir á Landi, Rangárvöllum, í Hreppum, Fljótshlíð og Vestmanneyjum, en ekki á öllum stöðum á sama tíma.
Þó litlar sögur fari af flestum jarðskjálftum á Íslandi, og þó frásagnir þær, sem til eru, séu mjög ófullkomnar, þá má þó sjá, að jarðskjálftar eru eigi allstaðar jafntíðir á landinu. Langflestir og sterkastir jarðskjálftar hafa orðið í Árness- og Rangárvallasýslum á Suðurlandi, og á Norðurlandi í Þingeyjarsýslu, einkum nálægt Húsavík. Af þessu sést, að jarðskjálftarnir eru mjög bundnir við eldfjöllin, því í þessum hlutum landsins eru eldfjöllin mest. Jarðskjálftarnir á Suðurlandi, hafa flestir hreyfzt frá norðaustri til suðvesturs og fara því eptir línum þeim, sem eldfjallagýgir og eldfjallasprungur mynda í þessum landshluta.
Jarðgufumyndun eftir jarðskálfta.
Í Þingeyjarsýslu ganga eldfjallaglufur og gýgjaraðir frá suðri til norðurs, og sömu stefnu fylgja jarðskjálftarnir þar. Þegar Hekla hefir gosið, hafa vanalega töiuverðir jarðskjálftar fylgt gosunum, en sjaldan er þess getið við Kötlugos, að landskjálftar hafi orðið að nokkrum mun. Hvergi hafa jarðskjálftar verið jafntíðir, og eins skaðlegir, eins og í Ölfusi; þar næst gengur Grímsnes, Flói, Skeið, Holtamannahreppur, Rangárvellir og Fljótshlíð. Öll þessi héruð liggja á hinu mikla suðurundirlendi Íslands, og þegar að er gáð, er eðlilegt að jarðskjálftar séu hér tíðir. Hekla er á miðju undirlendinu, og þegar hún gýs, eða einhver umbrot verða í undirdjúpunum, þá er náttúrlegt, að héruðin hristist, sem í kring eru.
Hrafnagjá ofan Voga.
Þar sem hálendi og undirlendi mætast, eru flestar sprungur í jörðu og meiri missmíði en annarstaðar, af því að þar mætast þau jarðlög, sem hæst eru hafin, og hin, sem neðst liggja. Á samskeytunum er því eðlilegt, eins og fyrr hefir verið frá sagt, að jarðlögin hefjist og byltist þar upp og niður, er þau leita að jafnvægi, og við það komi hræringar á landið í kring; einkum er það eðlilegt ef jarðskjálftar verka náiægt. Af þessu kemur það, að jarðskjálftar eru svo tíðir í Ölfusi og Grímsnesi, sem liggja vestast á undirlendinu, þar sem takmörk þess eru við fjallahryggina og heiðarnar, er ganga út á Reykjanes, og í Fljótshlíð, sem liggur austast á láglendinu við hin samskeytin. Þess er eigi getið í bókum við nærri aila íslenzka jarðskjálfta, hvenær á árinu þeir hafi orðið, og er því ekki hægt að geta sér til með neinni vissu, hvort þeir eru tíðari á einum árstíma en öðrum. Ef farið er eptir þeim fáu landskjálftum, sem menn vita um, þá sýnast þeir flestir hafa orðið á vetrum, nokkru færri vor og haust, og fæstir á sumrum.“
Heimild:
-Andvari 01.01.1882, Um jarðskjálfta, Þorvaldur Thoroddsen, bls. 53-107.
Þingvellir – misgengi.
Vatnsleysuheiði (Vogaheiði) – sel
Ætlunin var að skoða hinar fjölmörgu minjar í heiðinni ofan við Voga, einkum selin. Neðst má sjá hlekk á nánari umfjöllun um einstök minjasvæði.
Pétursborg.
Haldið var úr Vogum að Nýjaseli austan við Snorrastaðatjarnir. Tóttirnar hvíla undir klapparholtinu Nýjaselsbjalla. Um Nýjasel eru sagnir um að þar hafi ekki verið vært í seli nema skamman tíma á sumri vegna reimleika.
Þaðan var haldið að Pétursborg, fallegri og heillegri fjárborg ofan Huldugjár. Sunnan þess má vel greina tvær fjárhústótttir. Ef ekki væri vegna þeirra væri landið fyrir löngu fokið burt.
Austan borgarinnar er Hólssel, tvær tættur og stekkur. Frá því var haldið í Arahnúkasel, sem er gjáin ber hæst á Stóru-Aragjá ofar í heiðinni. Selið kúrir undir gjárveggnum. Þar eru allnokkrar tóttir, fallegur stekkur og rétt.
Ara(hnúka)sel – uppdráttur ÓSÁ.
Stóra verkefnið var að finna Vogasel og Gömlu-Vogasel undir Vogaholti. Talsvert jarðvegsrof er í Vogadal. Enn má þó sjá grónar tóftir suðvestan í dalnum (Gömlu-Vogasel). Skammt ofar eru heillegar tóttir Vogasels undir klapparhól. Skammt ofar er hlaðinn stekkur.
Þá var haldið austur með Brunnaselsgjá í leit að Brunnaseli. Markhóll blasti við í norðaustri, en hann skilur af land Brunnastaða og Voga.
Eftir u.þ.b. tuttugu mínútna gang var komið að Brunnastaðaseli. Um er að ræða stór sel, bæði undir gjárbarminum og eins utar. Í gjánni er heil kví, sem virðist nýlega yfirgefin. Þar var áð. Við selshúsin eru stekkir, fyrir framan þá efri en utan í þeirri neðri. Vatnsstæðið var uppi í gjánni, en var nú þurrt.
Vel gekk að finna Gamla Hlöðunessel. Það er neðar og austan utan í Hlöðuneskinn, tvær tóttir og stekkur. Mikið jarðvegsrof er í kvosinni og má segja að selið standi þar eitt eftir.
Hlöðunessel.
Allnokkur leit var gerð að Gjáseli, en það var þess virði. Selið er undir Gjáselsgjá og má segja að þar sé fyrsta raðhúsið hér á landi. Átta hús standa í röð undir gjárveggnum, en vestar er rétt og kví. Selið er frá nokkrum bæjum á Ströndinni og virðast þeir hafa komið sér vel saman um nýtingu þess. Áður fyrr átti foss að hafa fallið framan af gjárbarminum, en hann er löngu horfinn. Þetta er sérstaklega fallegur staður og alveg þess virði að ganga þangað í góðu veðri. Frá Vogaafleggjara er líklega tæplega klukkustundar gangur upp í selið. Sá, sem þangað kemur, verður ekki samur á eftir.
Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.
Úr Gjáseli var gengið að Knarrarnesseli. Um tuttugu mínútna gangur er milli seljanna. Í Knarrarnesseli eru allmarkar tóttir af seljum, rétt og tveir stekkir. Talið er að eitt seljanna hafi verið Ásláksstaðasel. Tóttirnir er mjög heillegar og auðvelt að greina húsaskipan.
Á leiðinni yfir að Auðnaseli er gengið um Áskláksstaðaholt og Flár, en þar er mikið brak úr þýskri flugvél. Flugmaðurinn var handtekinn og var hann fyrsti Þjóðverjinn, sem mun hafa verið handtekinn var hér á landi í stríðinu. Sá má vélina, annað dekkið og heilmikið brak annað á svæðinu, sjá HÉR.
Auðnasel liggur undir ofan við Háabarm. Um er að ræða nokkrar tóttir og stekki.
Þá var línan tekin í norðvestur að Fornaseli. Það kúrir undir hæð á milli línuvegarins og Reykjanesbrautar. Ofan við hól, sem það stendur á, eru tvær tóttir og brunnur. Utan í hólnum er vísar að Reykjanesbrautinni er stór tótt og heilleg. Sunnan hennar er stekkur.
Hraunsprungur millum Vatnsleysustrandar og Grindavíkur.
Ætlunin var að fara í Fornuselin utan í Sýrholti og Flekkuvíkursel, en ofan við það eru fornar hleðslur, auk vatnsstæðisins á holtinu ofan þess, en það varð að bíða betri tíma (sjá HÉR).
Gangan tók 6 og ½ klst.
Sjá einnig MYNDIR.
Gjásel í heiðinni.
Meradalir – örnefnið
„Í landi Hrauns austan við Grindavík, í fjalllendinu austan við hina heimsfrægu Geldingadali, er djúp dalkvos sem ber heitið Meradalir.
Meradalir er djúp dalkvos í landi Hrauns. Bæði merar og geldingar, þá líkast til sauðir, hafa gengið á þessu svæði frá örófi alda. Hraun tók að renna í Meradali 5. apríl 2021 eins og sést á myndinni.
Þegar þetta er ritað er hraun tekið að renna þangað eftir að nýjar gossprungur mynduðust norðaustan við Geldingadali. Hvorugir dalanna eru raunar miklir dalir eins og heitið gæti bent til en tekið fram í örnefnalýsingu Hrauns að hugtakið sé hér einnig notað um brekkur og kvosir. Meradölum hefur verið lýst sem „gróðurlitlum leirflötum“ og sennilegt að þar hafi jarðvegsrof verið umtalsvert. Svæðið var notað til beitar, einkum að sumarlagi en sel frá mörgum jörðum í Grindavík voru austan við dalina, á svonefndum Selsvöllum auk þess sem örnefnið Selskál skammt vestan við gosstöðvarnar bendir til selstöðu. Þótt ótrúlegt megi virðast var einnig eldiviðartekja í nágrenninu sem er í upphafi 18. aldar sögð reitingur af lyngi, hrísi og slíku lítilvægu.
Meradölum hefur verið lýst sem „gróðurlitlum leirflötum“. Þeir sjást hér vel á loftmynd sem tekin var 5. apríl 2021 þegar hraun tók að renna niður í dalina. Meradalirnir breiða úr sér þar sem hrauntungan endar vinstra megin fyrir miðri mynd. Hægra megin á myndinni sést hraunið í Geldingdölum.
Örnefnið Meradalir eitt og sér er auðskilið og kemur kannski engum á óvart að bæði merar og geldingar, þá líkast til sauðir, hafi gengið á þessu svæði frá örófi alda. Fleiri búsmalanöfn af þessu tagi fyrirfinnast raunar í landi Hrauns, til dæmis Tryppalágar, Hrútadalur, Nauthóll og Kúalágar. Á hinn bóginn ber að hafa í huga að hér hafa sennilega ekki verið mjög stórir fjárhópar á fyrri öldum (þótt fjölgað hafi á 19.-20. öld) og tæplega nein stóð í Meradölum. Almennt séð eru landgæði rýr á þessum slóðum, enda hefur sjávarútvegur lengst af verið aðalatvinnuvegur í Gullbringusýslu en ekki landbúnaður og byggðin grundvallast á honum – ekki síst í Grindavík. Búfjárfjöldi er lítill svo langt sem tölur ná og til að mynda taldi bústofn Hrauns ekki nema tvo hesta og eina meri þegar jarðabók var rituð í upphafi 18. aldar – en auk þess þrjá sauði, fjórar kýr, ellefu ær, nokkrar gimbrar og lömb. Allt sauðfé gekk úti um 1840 og þá voru hvorki til fjárhús, beitarhús né fjárborgir í sókninni. Hesthús hafa áreiðanlega verið sjaldgæf líka og líklega hafa merar sem og önnur hross gengið úti árið um kring.
Hraun í Grindavík.
Til marks um beitargæði eða öllu heldur skort á þeim er tekið fram í sóknarlýsingu að á Suðurlandi finnist eigi jafngraslítil og gróðurlaus sveit. Sömuleiðis er fullyrt að á Hrauni sé ekki höfð nokkur skepna heima á sumrum vegna beitarskorts heldur allir hestar daglega fluttir langt í burtu, „…á bak við Fiskidalsfell, þó brúka eigi strax að morgni“, en fellið er heldur vestar en dalirnir sem hér eru til umræðu. Kannski geyma Meradalir vísbendingu um slíkar nytjar, og eru þá kannski helst vitnisburður um skort á landgæðum og að augu manna hafi beinst að hverjum einasta bletti sem gat fóðrað skepnu eða tvær.“
Tilvísanir:
-Gullbringu og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Sögufélag 2007.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. bindi. Kaupmannahöfn 1923-24.
-Örnefnalýsing Hrauns í Grindavíkurhreppi e. Ara Gíslason. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: https://nafnid.is/ornefnaskra/14146. (Sótt 5.04.2021).
-Örnefnalýsing Hrauns í Grindavíkurhreppi e. Loft Jónsson. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: https://nafnid.is/ornefnaskra/14147. (Sótt 5.04.2021).
Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81496#
Meradalir – herforingjaráðskort 1903.
Molda-Gnúpur; landnámsmaðurinn
„Á Norðmæri í Noregi er bærinn Molde. Þar eru nú um 7000 íbúar, eða álíka margir og voru í Reykjavík, þegar landið fékk innlenda stjórn.
Molde.
Molde stendur norðan Raumsdalsfjarðar á fögrum stað sunnan undir skógi klæddri hlíð. Framundan er fjörðurinn breiður og blár með nokkrum skógareyum og hólmum, en í suðri, handan við hann, rísa hin miklu Raumsdalsfjöll, 87 tindar í einni fylkingu og sumir þeirra rúmlega 2000 metrar á hæð. Er fögur sjón í góðu veðri að horfa yfir fjörðinn til fjallanna.
Raumsdalur.
Molde getur ekki í neinum norskum heimildum fyrr en á 15. öld. Er ætlan manna að staðurinn hafi hafizt með því, að gerð hafi verið sögunarmylna við á sem þar er, og timburútflutningur hafist þaðan. Og enn er flutt út timbur í Molde, enda er nóg af skógunum þarna í grenndinni.
En þar sem Molde stendur nú mun hafa heitið Moldatún á landnámstíð. Landnáma segir frá því, að þar hafi búið sá maður er Hrólfur höggvandi hét, og bendir viðurnefni hans til þess að hann hafi ekki verið neinn skapdeildarmaður né friðarsinni. Tvo sonu átti hann og hétu þeir Vémundur og Gnúpur. Þeir voru járnsmiðir miklir og vígamenn. Þess er getið að Vémundur kastaði fram þessum hendingum í smiðju sinni:
Eg bar einn
af ellefu
banaorð.
Blástu meir!
Merki Raumsdals.
Af honum höfum vér ekki aðrar sagnir, en Gnúpur bróðir hans varð að flýa land fyrir vígasakir þeirra bræðra. Hann var þá kenndur við staðinn þannig, að hann var kallaður Molda-Gnúpur. Hann fór til Íslands og gerðist þar landnámsmaður, og er merkileg saga af honum og niðjum hans. Ekki er þess getið hvar Molda-Gnúpur tók land. Ef til vill hefir hann komið skipi sínu í fjörð þann, er Kerlingarfjörður nefndist og þá var rétt vestan við Hjörleifshöfða, eða þá í Kúðafljótsós, því að hann „nam land milli Kúðafljóts og Eyarár og Álftaver allt. Þar var þá vatn mikið og álftaveiðar á“, segir Landnáma.
Ólíkt hefir þetta land verið ættaróðali hans Moldatúni norðan Raumsdalsfjarðar, nema hvað hér sá til snævi þakinna fjalla, Mýrdalsjökuls í norðri og Öræfajökuls í austri. Þarna voru engir skógar, en graslendur víðar, því að þá var öðruvísi um að litast á þessum slóðum en nú er. Þá mun hafa verið skógarkjarr og graslendi milli fjalls og fjöru þar sem nú er Mýrdalssandur.
Merki Molde.
Sagan segir að skjótt hafi orðið fjölbyggt í landnámi Molda-Gnúps, og náði byggðin langleiðis upp að Leirá, sem fellur í Hólmsá. Eru enn kunn nöfn á ýmsum bæjum þarna, þar sem nú er svartur eyðisandur, svo sem Dynskógar, Hraunstaðir, Keldur, Loðinsvíkur, Atlaey og Laufskálar, þar sem nú heitir Laufskálavarða. Á ofanverðri 17. öld létu þeir sýslumennirnir Einar og Hákon Þorsteinssynir leita þar sem örnefni bentu til að bæir þessir hefði staðið, og fundust þar leifar húsatótta og önnur mannaverk, en ekkert af gripum, nema í Dynskógum. Þar fannst eirketill mikill, sem tók rúmlega 2 tunnur. Mátti á þessu sjá, að sannar voru sögurnar um byggð þarna á landnámsöld.
Ekki hafði byggðin staðið lengi, er eldsumbrot urðu í jöklinum, og telja menn að þá hafi komið fyrsta Kötlugosið. Jökulhlaupið mun hafa farið austur af jöklinum, og tók það af byggð og allt graslendi fyrir ofan Álftaver, allt að Skálm, en sennilega hefir vatnsflaumurinn einnig farið yfir Álftaver.
Kötlugos 1918.
Slíkum náttúruhamförum höfðu landnámsmenn ekki átt að venjast, og flýði nú hver sem flúið gat. Sumir fóru ekki lengra en í svonefnt Lágeyarhverfi og settust þar að. Sú byggð var vestan Eyarár, og náði utan frá sjó og langt upp með ánni. Hafa verið þar margir bæir og vita menn um nöfn á þessum: Lágey, Lambey (þar sem nú heitir Lambeyjarjökull), Rauðilækur og Holt. En í Kötluhlaupi, sem kom upp úr jólum 1311, hvarf þessi byggð svo algjörlega, að hennar hefir ekki séð stað síðan. Hús, engjar og hagar hurfu undir sand, allur fénaður fórst og allir menn, nema einn bóndi, er Sturla hét, komst undan á ísjaka með ungbarn. Er hlaup þetta síðan nefnt Sturluhlaup.
Molda-Gnúpur og fólk hans flýði lengra vestur á bóginn. Jökulhlaupið hefir sennilega komið um haust, því að þeir treystust ekki að halda lengra en til Höfðabrekku og gerðu sér tjaldbúðir þar sem síðan heita Tjaldavellir. Eru þeir norður og vestur af Háafelli, sem er austur af Kerlingardal.
Skjaldamerki Íslands.
Segir í Eldriti Markúsar Loftssonar, að þar sjást enn búðastæðin.
Bóndanum í Kerlingardal líkaði ekki þessi heimsókn og bannaði hann þeim að vera þarna. Fluttust þeir þá „í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar“. Þarna kallast nú Kaplagarðar austan í fellinu. Ekki fara neinar sögur af þessum ófriði, en sjálfsagt hafa sættir komizt á, og hefir það dæmzt á Molda-Gnúp og menn hans að greiða Kerlingardalsbónda skaðabætur, þar sem þeir settust í óleyfi í land hans.
Nú segir sagan, að þeir hafi haft kvikfé fátt, og er það ekki ólíklegt, því að þeir hafa orðið að lifa á kvikfénu um veturinn, því er bjargaðist úr hlaupinu. Hafa þeir því ekki getað greitt sektarféð í fríðu. En sagt er að þeir hafi látið Kerlingardalsbónda fá svonefnda Dynskógafjöru, en það er rekastúfur á milli Hjörleifshöfðafjöru og Herjólfsstaðafjöru.
Hjörleifshöfði – tóftir.
Handsöl munu hafa verið gerð að þessu, en samningurinn verið munnlegur. Þó hefir hann dugað í þúsund ár. Hann er enn í gildi og elztur allra samninga á Íslandi svo vitað sé. Gildi hans kom í ljós fyrir nokkrum árum, þegar deilt var um járnið úr „Persier“ á Dynskógafjöru. Þá var það ekki neitt vafamál, að Kerlingardalur átti þennan fjörustúf.
Molda-Gnúpur helt för sinni áfram vestur á bóginn í landaleit, og létti ekki fyr en hann kom í Grindavík. Þar var þá ónumið og settist hann þar að. Fjórir eru nefndir synir Molda-Gnúps: Björn, Þorsteinn, Þórður og Gnúpur. Komu þeir sér fljótt í vinfengi við landvættir, því „það sáu ófreskir menn, að landvættir allar fylgdu Birni til þings, en Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar“.
Síðan dreymdi Björn, að bergrisi kom að honum og bauð að gera félag við hann, en hann játti því. „Eftir það kom hafur til geita hans og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð vellauðugur. Síðan var hann Hafur-Björn kallaður“, segir Landnáma.
Í Heimskringlu er getið um landvættir á Reykjanesskaga. Þegar galdramaður Haralds konungs Gormssonar ætlaði að ganga á land á Vikraskeiði (vestan Ölfusárósa) „kom í móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum“. Bergrisinn með járnstafinn er nú í skjaldarmerki Íslands, en var þetta ekki sami bergrisinn sem gerði félag við Hafur-Björn?
Nú víkur sögunni austur í Rangárvallasýslu, að svæðinu milli Þjórsár og Ytri-Rangár, sem áður nefndist Þjórsárholt. Það var einkennilegt um landnám þarna, að allan neðra hlut Þjórsárholta byggðu keltneskir menn.
Holtin hafa verið keltnesk byggð upphaflega. Þetta ber að hafa í huga, þegar litið er á hinar merku fornminjar sem þar eru, hellana, elztu mannvirki á Íslandi. Mönnum ber saman um, að hellarnir sé ekki gerðir af norrænum mönnum, því að þeir hafi ekki kunnað slíka húsagerð. Aftur á móti hafi Keltar kunnað hana, og þess vegna hafa margir hallast að því að hellarnir sé frá dögum Papa. En gæti þeir ekki eins verið handaverk keltnesku landnámsmannanna? Eða settust keltneskir landnámsmenn þarna að, vegna þess að þar voru Papar fyrir? Eða var þarna keltnesk byggð áður en norrænir menn komu, og hún látin í friði?
Hellir landnámsmanna, Papa eða Kelta, á Suðurlandi.
Ráðormur bjó í Vetleifsholti. Dóttir hans hét Arnbjörg. Hún giftist Svertingi, syni Hrolleifs. Önnur dóttir þeirra Svertings var Jórunn kona Hafur-Bjarnar.
Svertingur Hrolleifsson varð ekki gamall og giftist þá ekkja hans Gnúpi Molda-Gnúpssyni. Sonur Hafur-Bjarnar og Jórunnar hét Svertingur. Hann giftist Húngerði Þóroddsdóttur. Frá Sverting og Húngerði voru Sturlungar komnir. Iðunn hét dóttir Molda-Gnúps og átti þann mann er Þjóstarr hét og bjó í Görðum á Álftanesi.
Krossmark á vegg í manngerðum helli á Suðurlandi.
Enda þótt landkostir í Álftaveri hafi verið harla ólíkir landkostum við Raumsdalsfjörð, þá tók þó úr er Molda-Gnúpur tók sér byggð í Grindavík, þar sem var lítt gróið hraun niður að sjó. Það hefir því skjótt orðið þröngt um þá bræður fjóra þar. Þess vegna ætla menn að Hafur-Björn hafi farið þaðan er hann kvongaðist, og reist sér þann bæ á Romshvalanesi, er síðan er við hann kenndur og heitir Hafurbjarnarstaðir, rétt norðan við Kirkjuból, hinn sögufræga stað, og skammt frá hinum mikla garði, sem eitt sinn lá þvert yfir skagann og Garðskagi dregur nafn af.
„Frá Molda-Gnúpi er margt stórmenni komið á Íslandi, bæði biskupar og lögmenn“, segir í Hauksbók. Og eflaust eiga allir núlifandi Íslendingar ættir sínar að rekja til Hafur-Bjarnar, sonar hans og konu hans Jórunnar Svertingsdóttur.
Arfabót – minjar.
Fornöldin er nær okkur en öðrum þjóðum. Við vitum hverjir byggðu þetta land í öndverðu, og tengslin við þá hafa aldrei rofnað. „Tími er svipstund ein sem aldrei líður“ og það er örstutt milli fortíðar og nútíðar á Íslandi. Samningurinn, sem Molda-Gnúpur gerði við Kerlingardalsbónda er jafn gildur í dag og hann var fyrir þúsund árum. Hann tengir fortíð og nútíð. Bergrisinn hans Hafur-Bjarnar tengdi einnig fortíð, nútíð og framtíð.“ – Á.Ó.
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 26. febr. 1961, Húsfreyjan að Hafurbjarnastöðum, Árni Óla, bls. 101-105.
Húshólmi – skáli.
Sogin – náttúra, jarðsaga og minjar
Gengið var um „dyr“ Trölladyngju. Ferðinni var heitið um litskrúðugasta náttúrusvæði Reykjanesskagans. Ofan við „dyrnar“ er dyngjan, eða gígur Dyngnanna, Trölladyngju og Grænudyngju. Toppur þeirra síðarnefndu er tæplega 400 m.y.s. Munar 3-5 metrum á þeim stöllum.
Keilir – Oddafell nær.
Á leiðinni mætti goslótt, veturgamalt lamb, ferðalöngum, ekki óspakt. Þegar gengið var um girðinguna umleikis beitarhólf Reykjanesbænda kom í ljós að hún var allnokkuð langt frá því að vera fjárheld. Líklega er það þó afleiðing vetrarins og verður lagfær næsta vor. Lambið er sennilegast frá Lónakoti því það sást ásamt öðrum sambærulegum ofan við Lónakotssel ekki fyrir alllöngu síðan.
Í Sogum.
Stefnan var tekin á Sogin, hið litskúðugasta landssvæði Reykjanesskagas. Í þeim „fæddust“ bæði Höskuldarvellir og Sóleyjarkriki fyrir meira en 11 þúsund árum síðan.
Loks blasti litadýrð Soganna við. Með í för var m.a. Þorvaldur Örn Árnason. Þorvaldur er ekki einungis mikill náttúruunnandi heldur og mikill skynsemismaður þegar kemur að nýtingu svæða sem þessara.
Í Sogum.
Skipulags- og byggingarnefnd Sveitafélagsins Voga hefur samþykkt umsókn Hitaveitu Suðurnesja um framkvæmdarleyfi fyrir borun tilraunaholu TR2 í Sogunum, einu fallegasta náttúrusvæði á Reykjanesskaganum. Holan verður staðsett upp með Sogalæk við mynni Soganna, nánar tiltekið á gróinni flöt sem hallar að Sogalæknum. Áætluð stærð borplans er um 3000m2 og nýr vegur verður lagður upp með Sogalæknum að fyrirhuguðu borplani. Framkvæmdir munu líklega hefjast í apríl eða maí og standa yfir í tvo mánuði.
Trölladyngja og nágrenni.
Við Trölladyngju eru hverir og ummyndun á skák sem nær austan frá Djúpavatni vestur á Oddafell. Hveravirknin fer minnkandi, en í Sogunum má enn sjá virka hveri. Sprengigígar og miklir gjallgígar eru í gossprungum þar sem þær liggja yfir ofannefnda skák. Ummyndun er mest í Sogunum þar sem stórt svæði er ummyndað af klessuleir.
Vestan í hálsinum frá Sogunum suður á móts við Hverinn eina er móbergið einnig ummyndað en hvergi nærri eins og í Sogunum. Þar eru stórir sprengigígar frá ísöld og vatn í sumum.
Djúpavatn.
Djúpavatn er myndað á sama hátt. Kalkhrúður finnst á tveimur stöðum. Hitarák með gufuhverum liggur frá Trölladyngju um Eldborg norður í Lambafell, bundin nánast við eina sprungu.
Í Trölladyngju eru tvær borholur, önnur við hverasprunguna norðan undir henni, hin á hverasvæðinu vestan undir hálsinum. Báðar sjá um 260 °C hita ofarlega, síðan hitalækkun, en dýpri holan endar í 320 °C hita á rúmlega tveggja km dýpi.
Trölladyngja – háhitasvæði.
Í skýrslu Skipulagsstofnunar um háhitasvæðið við Trölladyngju frá því mars 2003 segir m.a. að rannsóknarborholur séu staðsettar innan friðlýsts svæðis, Reykjanesfólkvangi, auk þess sem Keilis- og Höskuldarvallasvæðið er á náttúruminjaskrá. „Um viðkvæm verndarsvæði er að ræða og hætta er á að hverskonar framkvæmdir og rask muni rýra verndargildi þess og skerða notagildi þess til útivistar og náttúruskoðunar“, segir jafnframt í skýrslunni.
Skipulagsstofnun bendir á að ýmsar athuganir, sem gerðar hafi verið, séu ófullnægjandi og auk þess hafi ekki verið tekið mið af ýmsum fyrirliggjandi upplýsingum.
Sogasel undir Trölladyngju – fornleifar.
Fornleifafræðingur hafi ekki gaumgæft svæðið m.t.t. fornminja og gildi svæðisins hafi ekki verið metið með hliðsjón af útivist og náttúrufegurð. Vonandi er framangreint ekki dæmigert fyrir vinnubrögð Hitaveitu Suðurnesja, sem jafnan hefur tengt nafn sitt við slagorðið „Í sátt við umhverfið“. Sogasvæðið er nefnilega með fallegri útivistarsvæðum landsins.
Í grein, sem Þorvaldur skrifaði í Vogablaðið nýlega spyr hann að því hvort eitthvað verði skilið eftir fyrir barnabörnin?
Spákonuvatn og Keilir.
„Það eru margar náttúruperlur í okkar sveitarfélagi, fleiri en við flest þekkjum. Við eigum margar skráðar náttúruminjar en engar friðaðar enn sem komið er. Hægt er að lesa um nokkrar þeirra á www.vogar.is og enn meira á www.ferlir.is og í bók Sesselju Guðmundsdóttur; Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi.
Í Sogaseli – sel frá Krýsuvík og síðar frá Kálfatjörn í skiptum fyrir útræði..
„Mér finnst stórfenglegasta svæðið vera í kringum Trölladyngju, Grænudyngju, Sog, Grænavatn og Selsvelli. Svæði þetta er í jaðri Reykjanesfólkvangs og það sem er utan fólkvangsins er á náttúruminjaskrá – frátekið til friðunar. Mjög fjölbreytt og hrífandi náttúrufar og eini staðurinn í okkar sveit sem jarðhiti setur mark sitt á með tilheyrandi litadýrð. Það er stutt að skreppa þangað, fólksbílafært á Höskuldarvelli.
Nú óttast ég að svæði þessu verði spillt á næstu árum vegna græðgi okkar í jarðvarma til að selja rafmagn á niðursettu verði til stóriðju. Hitaveita Suðurnesja lætur sér ekki nægja að þekja friðlandið við Reykjanestá með rörum og borplönum, heldur vill nú fá að rannsaka og virkja öll þau háhitasvæðin á Reykjanesskaga sem Hitaveita Reykjavíkur hefur ekki þegar helgað sér, þ.e. svæðin við Trölladyngju, Sandfell, Krýsuvík og Brennisteinsfjöll.
Sogalækur.
Ein rannsóknarholan á að vera í miðjum Sogunum við Trölladyngju og flestar holurnar verða í hinum friðaða Reykjanesfólkvangi. Sjálfsagt tengist þetta mikla virkjanaátak draumnum (martröðinni) um enn eitt álverið við Helguvík.
Hitaveita Suðurnesja hefur orð á sér fyrir að ganga vel um virkjunarsvæðin og gerir það vonandi einnig hér. Ég tel þó að okkur beri skylda til að varðveita ósnertar náttúruperlur fyrir komandi kynslóðir svo þær hafi eitthvað annað til útivistar en ruslahauga okkar kynslóðar. Svæðið við Sog er nánast óspillt af manna völdum og því er eftirsjá af því, jafnvel þótt hitaveitan gangi snyrtilega til verks. Ég harma því ef menn fara að fórna henni á altari erlendrar stóriðju.“
Þegar svæðið er skoðað með opnum augum og skynsamleg náttúrufegurð þess metin að verðleikum koma eðlilega upp vangaveltur og efasemdir um óþarflegt rask á svæðinu.
Grindavíkurær ofan við Sogin.
Að sjálfsögu er skilningur meðal fólks um eðlilega nýtingu og mögulega áhrif hennar á umhverfið, en það verður að segjast eins og er að framkvæmdaraðilum, sem og þeim sem með leyfisveitingar hafa haft með að gera, hefur vart verið treystandi til að gæta að hag umhverfisins, þ.e. að tryggja lágmarksröskun miðað við þörf. Af þessu þarf nauðsynlega að hyggja, ekki síst í ljósi þess að hér er um ómetanlegar náttúruperlur að ræða, en ekki verða endurheimtar verði þeim spillt.
Í Sogum.
Í Trölladyngju eru hverir og ummyndun á skák sem nær austan frá Djúpavatni vestur á Oddafell. Hveravirknin fer minnkandi, en í Sogunum má enn sjá virka hveri. Sprengigígar og miklir gjallgígar eru í gossprungum þar sem þær liggja yfir ofannefnda skák. Ummyndun er mest í Sogunum þar sem stórt svæði er ummyndað af klessuleir. Vestan í hálsinum frá Sogunum suður á móts við Hverinn eina er móbergið einnig ummyndað en hvergi nærri eins og í Sogunum. Þar eru stórir sprengigígar frá ísöld og vatn í sumum. Djúpavatn er myndað á sama hátt. Kalkhrúður finnst á tveimur stöðum.
Eldborg undir Trölladyngju.
Hitarák með gufuhverum liggur frá Trölladyngju um Eldborg norður í Lambafell, bundin nánast við eina sprungu.
Í Trölladyngju eru tvær borholur, önnur við hverasprunguna norðan undir henni, hin á hverasvæðinu vestan undir hálsinum. Báðar sjá um 260 °C hita ofarlega, síðan hitalækkun, en dýpri holan endar í 320 °C hita á rúmlega tveggja km dýpi.
Í skýrslu Skipulagsstofnunar um háhitasvæðið við Trölladyngju frá því mars 2003 segir m.a. að rannsóknarborholur séu staðsettar innan friðlýsts svæðis, Reykjanesfólkvangi, auk þess sem Keilis- og Höskuldarvallasvæðið er á náttúruminjaskrá. „Um viðkvæm verndarsvæði er að ræða og hætta er á að hverskonar framkvæmdir og rask muni rýra verndargildi þess og skerða notagildi þess til útivistar og náttúruskoðunar“, segir jafnframt í skýrslunni.
Hver í Sogunum.
Skipulagsstofnun bendir á að ýmsar athuganir, sem gerðar hafi verið, séu ófullnægjandi og auk þess hafi ekki verið tekið mið af ýmsum fyrirliggjandi upplýsingum. Fornleifafræðingur hafi ekki gaumgæft efra svæðið m.t.t. fornminja og gildi svæðisins hafi ekki verið metið með hliðsjón af útivist og náttúrufegurð. Vonandi er framangreint ekki dæmigert fyrir vinnubrögð Hitaveitu Suðurnesja, sem jafnan hefur tengt nafn sitt við slagorðið „Í sátt við umhverfið“. Sogasvæðið er með fallegri útivistarsvæðum landsins, eins og fyrr er lýst.
Sogadalur – Keilir framundan.
FERLIR hafði áður óskað eftir upplýsingum frá sveitarstjórn Voga um staðsetningu fyrirhugaðs vegstæðis, borstæðis og hvort svæðið hafi verið gaumgæft m.t.t. mögulegra minja, en fengið þögnina eina sem svar. Svo virðist sem hlutaðeigandi aðilar hvorki viti né vilji gefa upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir á þessu viðkvæma náttúruminja- og útivistarsvæði.
Hafa ber í huga að FERLIR er ekki að finna að fyrirhuguðum framkvæmdum – einungis að skoða og benda á mikilvægi þess að þær verði „í sátt við umhverfið“.
Ölkelda í Sogum.
Því hefur jafnan verið haldið fram að þeir, sem vilja vernda náttúruna og umhverfið hljótið að vera á móti virkjunum eða öðrum þörfum framkvæmdum. Þetta er mikill miskilningur. Einungis er verið að benda mikilvægi þess að umgangast landið af varfærni og raska ekki meiru en brýn þörf er á hverju sinni.
Benda má og á að Sogin eru nú innan lögsagnarumdæmis Grindavíkur svo erfitt er að sjá tengsl milli umsókna og nýlegra leyfisveitinga um borstæði þar af hálfu sveitarstjórnar Voga.
Frábært veður í frábæru umhverfi. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Sjá MYNDIR.
-http://www.os.is/jardhiti/krysuvik.htm
Í Sogum.
Þorbjörn – og hraunin umleikis
Jón Jónsson, jarðfræðingur okkar allra tíma, skrifaði í Náttúrufræðinginn 1974 um „Sundhnúkahraun við Grindavík„, hraunið norðaustan við Þorbjörn (Þorbjarnarfell):
Inngangur.
Grindavík – gjár, sprungur og misgengi.
Á Reykjanesskaga er mikill fjöldi eldstöðva og hrauna. Mörg þeirra hafa ekki nafn, svo vitað sé. Vafalaust hafa ýms örnefni fallið í gleymsku hin síðari ár og önnur brenglazt. Hraun eru allt umhverfis Grindavík, þorpið stendur á hrauni og á beinlínis hrauni tilveru sína að þakka, eins og hér mun verða sýnt fram á.
Sundhnúkahraun og Sundhnúkur.
Hluti af hrauninu ofan við Grindavík, milli Járngerðarstaðahverfis og Þorbjarnarfells, ber nafnið Klifhólahraun. Af þessu virðist mega ráða að til séu örnefnin Klifhólar og Klif, en hvar þau eru, hefur mér ekki tekizt að fá upplýsingar um. Hólar eru ekki á svæðinu, nema gíghólarnir suðvestur af Hagafelli, en samkvæmt korti herforingjaráðsins 1:50000 heitir sá hóll Melhóll. Þaðan er verulegur hluti hrauns þess, er Klifhólahraun er nefnt, án efa komið, því að hólarnir eru endinn á langri gígaröð. Sökum þeirrar óvissu, sem ríkir um þessi örnefni, hef ég leyft mér að nota hér nýtt nafn um hraunin og eldvörpin, sem þau eru komin frá. Það skal þó tekið fram, að þetta nafn er eingöngu hugsað sem jarðfræðilegt hugtak og breytir að sjálfsögðu ekki örnefnum, sem fyrir eru á svæðinu. Ennfremur gildir þetta aðeins fyrir eldvörp þau og hraun, sem til urðu í því gosi, sem síðast varð á þessu svæði.
Gígaröðin.
Gígaröð sú, sem Sundhnúkahraun er komið úr, byrjar suðvestan undir Hagafelli. Þar eru nokkrir gígir í röð, og er, eða öllu heldur var, einn þeirra mestur, því að nú hefur hann verið um langan tíma notaður sem náma fyrir rauðamöl, og er því farinn að láta á sjá. Þaðan liggur svo röð af smágígum upp suðvesturhlíðina á Hagafelli og eru þar snotrar hrauntraðir (1. mynd), sem sýna, að þarna hefur verið hraunfoss. Ur ofangreindum gígum er meginhluti þess hrauns kominn, sem á kortinu ber nafnið Klifhólahraun. Gígaröðin er svo lítt áberandi á kafla norðan undir Gálgaklettum, en þeir eru misgengi, sem stefnir eins og gígaröðin frá suðvestri til norðausturs. Hún er þar á kafla tvískipt og stefna hennar lítið eitt óregluleg, gígirnir smáir og hraunhellan, sem myndazt hefur kringum þá á sléttunni norðan við Gálgakletta, vafalaust þunn.
Gígur og hrauntröð sunnan Hagafells.
Frá þessum gígum hefur hraun runnið í þrjár áttir, til austurs norðan við Gálgakletta, til suðvesturs eins og áður er nefnt og loks til norðvesturs og norðurs. Örmjór hraunfoss hefur fallið niður á Selháls, þar sem vegurinn liggur nú, en numið þar staðar. Hefur hraunið runnið þar út á jarðhitasvæði, sem virkt hefur verið, þegar hraunið rann og væntanlega nokkru eftir það. Verður vikið að því síðar. Allbreiður hraunfoss hefur svo fallið norður af fellinu og runnið út á forna gjallgígi, sem þar eru fyrir. Er vegurinn skorinn gegnum nyrzta hluta þessarar hrauntungu. Verður nánar greint frá þessu svæði síðar.
Sundhnúkur, á miðri mynd, ofan Grindavíkur.
Nokkurn spöl norðaustur af Hagafelli verður gígaröðin öllu fyrirferðarmeiri. Rísa þar háir gígir og nefnist Sundhnúkur sá þeirra, er hæst ber. Frá þessari gígaþyrpingu hefur meginhraunfióð það, er til suðurs rann, komið. Það hefur fallið eftir dalnum, sem verður milli Vatnsheiðar, sem er dyngja, og Hagafells. Það hefur fyllt dalinn hlíða milli og fallið beint í sjó fram og myndar þar um 2 km langan og rúmlega 1 km breiðan tanga, Þórkötlustaðanes, en vestan undir honum er vík sú, er Grindavík heitir og hefur frá fyrstu tíð verið ein mesta verstöð þessa lands.
Tilveru sína á víkin hrauninu að þakka, því að án þess væru þar engin hafnarskilyrði. Svo vikið sé að nafninu Sundhnúkur, hefur Ísleifur Jónsson, verkfræðingur, bent mér á, að nafnið muni vera komið af því, að hnúkurinn hafi verið notaður sem leiðarmerki fyrir siglingu inn sundið inn á höfnina í Grindavík. Nokkru norðan við Sundhnúk verður skarð í gígaröðina á ný, en norðar tekur hún sig upp aftur og heldur eftir það beinu striki að heita má austur að Stóra Skógfelli. Þessi kafli gígaraðarinnar er annar sá mesti hvað hraunrennsli snertir. Er ljóst, að hraunrennsli hefur að mestu verið bundið við ákveðna kafla gígaraðarinnar, og hefur hún því naumast verið virk öll nema rétt í byrjun gossins og sennilega um mjög stuttan tíma. Virðist þetta eiga almennt við um sprungugos (Jónsson 1970).
Hraunssvæðið norðan Grindavíkur.
Frá þessum kafla gígaraðarinnar — kannski væri réttara að kalla það gígaraðir — hafa hraunstraumar fallið til norðurs og austurs, auk þess sem þaðan hafa hraun runnið niður í áðurnefndan dal milli Hagafells og Vatnsheiðar saman við hraunin úr Sundhnúkagígunum. Mikill hraunstraumur hefur fallið til norðurs frá þessum gígum, runnið vestur með Svartsengisfelli að norðan, og þekur allstórt svæði vestur af því, langleiðina norður að Eldvörpum. Þar hverfur það undir Illahraun, sem því er yngra.
Hraunin úr Eldvörpum, Illahraun og hraun úr stórum nafnlausum (P) gíg suðvestur af Þórðarfelli eru samtímamyndun, en ekki verða hér raktar sannanir fyrir því. Þessi hraunstraumur hefur fyllt skarðið milli Svartsengisfells og Stóra Skógfells. Virðist hraunið þar mjög þykkt, enda er sýnilegt, að hver straumurinn hefur þar hlaðizt ofan á annan. Geta má þess, að þrjár gossprungur eru í Stóra Skógfelli og stefna allar eins. Sjálft fellið er úr bólstrabergi.
Grindavík ofanverð – kort.
Til suðurs og suðausturs hefur hraunið náð lengst í mjóum tanga, sem liggur meðfram Vatnsheiðardyngjunni að austan. Mikill hraunfláki er milli ofangreindrar gígaraðar, Vatnsheiðar og Fagradalsfjalls. Ganga þau hraun undir nafninu Dalahraun (Bárðarson 1929), en aðeins lítill hluti þeirra er kominn úr því gosi, sem hér um ræðir. Það er hins vegar ljóst, að áður hefur gosið á sprungu, sem er lítið eitt til hliðar við Sundhnúkasprunguna.
Sumt af þessum hraunum á rætur að rekja til hennar, nokkuð til Vatnsheiðardyngjunnar og enn nokkur hluti til fornra eldstöðva norðaustan undir Hrafnshlíð. Loks má vel vera, að fleiri eldstöðvar séu faldar undir þessum hraunum. Það er greinilegt, að þarna hafa mörg gos átt sér stað frá því að ísöld lauk.
Yngsta hraunið á þessu svæði er það, sem komið er úr Sundhnúkagígnum, en það þekur ekki stórt svæði þarna austan til og hefur víðast hvar ekki runnið langt til suðurs frá eldvörpunum. Það er því mun minna, en virðast kann við fyrstu sýn.
Við suðurhornið á Stóra Skógfelli er gígaröðin lítið eitt hliðruð til suðausturs og stefnan breytist um hér um bil 7° til suðurs. Hraunið hefur runnið báðum megin við Stóra Skógfell, en nær þó ekki saman norðan þess. Milli Stóra Skógfells og Litla Skógfells eru mörk hraunsins sums staðar óljós, enda koma þar fyrir eldri hraun og eldstöðvar auk þeirra, sem eru í Stóra Skógfelli sjálfu og áður er getið. Suðurbrún hraunsins er víða óljós, enda svo skammt frá eldvörpunum, að hraunið hefur verið mjög heitt og því náð að renna í mjög þunnum straumum. Nú er það gróið mosa og mörk þess víða hulin. Að þessu leyti verður kort af hraunröndinni ekki hárnákvæmt.
Kálffell.
Fremur lítið hraun hefur runnið um gígaröðina eftir að kemur austur fyrir Stóra Skógfell. Gígirnir eru litlir, mest í þráðbeinni röð, sem heita má að sé óslitin úr því. Smáhraunspýja hefur runnið norður eftir vestanhallt við Litla Skógfell, en ekki náð alla leið norður á móts við það. Gígaröðin endar svo í smágígum, sem liggja upp í brekkurnar, suðaustur af Litla Skógfelli, en þær brekkur eru raunar hluti af dyngjunni miklu, sem er við norðausturhornið á Fagradalsfjalli. í heild er gígaröðin um 8,5 km á lengd. Nokkru norðan við austurenda gíganna er Kálffell. Það eru gígahrúgöld, ekki sérlega stór, og hefur hraun frá þeim runnið norðvestur og norður. Þessi eldvörp eru eldri en Sundhnúkahraun. Guðmundur G. Bárðarson (1929) er fyrstur til að nefna þessa eldstöð.
Útlit hraunsins og innri gerð.
Hraunið er venjulegt feldspat-pyroxen basalthraun. Í því er mjög lítið um ólívín en allmikið um tiltölulega stóra feldspatkristalla (xenokrist.).
Samsetning hraunsins er þessi:
-Plagioklas 43,59%
-Pyroxen 44,98%
-Olívín 0,68%
-Málmur 10,75%
-Plagioklas-dílar eru innan við 1% og sömuleiðis pyroxen-dílar.
Þeir síðarnefndu eru oft með svonefndri „stundaglaslögun“, en það einkennir titanágit. Hnyðlingar koma fyrir í þessu hrauni, og hafa fundizt í vestasta gígnum sjálfum. Ekki hefur tekizt að ná sýni af þeim, en ljóst er, að þeir eru af svipaðri gerð og þeir, er finnast víða annars staðar á Reykjanesskaga. Hér virðast þeir vera úr olívíngabbrói. Aðeins einstaka olívín-dílar koma fyrir í hrauninu og þá allstórir.
Eldri gígaröð.
Engum efa er það bundið, að áður hefur gosið svo til á sömu sprungu. Gígir eru suðvestan í Hagafelli aðeins austan við Sundhnúkagígina, og stefnir sú gígaröð alveg eins og þeir. Suðaustur af Stóra Skógfelli sér á stóran gjallgíg, sem opinn hefur verið til suðausturs. Hann er lítið eitt austan við Sundhnúkagígina og einmitt þar, sem sú gígaröð hreytir nokkuð um stefnu. Um 1,5 km austar er svo annar stór ösku- og gjallgígur og er gígaröðin fast við hann að norðan. Gígur þessi er líka eldri. Báðir eru þeir að nokkru leyti færðir í kaf í yngri hraun. Hraunflákinn vestur af Fagradalsfjalli virðist að mestu leyti vera kominn úr þessari eldri gígaröð, en þó eru þar fleiri eldstöðvar. Hraunin á þessu svæði ganga undir nafninu Dalahraun. Hraun frá Vatnsheiðardyngjunni hafa og náð alllangt þarna austur, því að þau koma fram í bollum í yngri hraununum, þar sem þau hafa ekki náð að renna yfir.
Í Vatnsheiði – gígur.
Eftir þessu að dæma eru bæði gosin á Sundhnúkasprungunum yngri en dyngjugosin, sem skópu Vatnsheiði og Fagradalsdyngju. Loks endar þessi eldri gígaröð í litlum gjall- og klepragígum utan í vesturhlíð Fagradalsdyngju nokkur hundruð metrum sunnar en austustu gígirnir í Sundhnúkaröndinni, sem áður er getið.
Hvenær rann hraunið?
Gígar sunnan Moshóls sunnan Hagafells.
Þess er getið hér að framan, að hraunfoss frá gígnum vestan við Gálgakletta hafi fallið vestur, eða réttara norðvestur af Hagafelli. Blasir þessi hraunfoss við, þegar komið er suður yfir hraunið við vesturhornið á Svartsengisfelli. Þessi hraunspýja hefur runnið út á forna gjallhóla vestan undir fellinu. Þar er það mjög þunnt, og hefur það verið skorið sundur við rauðmalarnám og vegagerð. Kemur þá í ljós, að hólar þessir hafa verið grónir, þegar hraunið rann. Leifar þess gróðurs má nú finna sem viðarkol undir hrauninu. Mest eru það smágreinar og stofnar, líklega af víði, lyngi og ef til vill fjalldrapa og birki. Jarðvegslagið hefur verið örþunnt, líkt og það er víða á gjallhólum ennþá. Viðarbútarnir eru sjaldan meira en 2—3 mm í þvermál. Þessar jurtaleifar hafa nú verið aldursákvarðaðar með C14-aðferð. Hefur dr. Ingrid U. Olsson á Rannsóknarstofnun Uppsalaháskóla gert það. Samkvæmt niðurstöðum af þeirri rannsókn eru jurtaleifarnar 2420 ± 100 C1 4 ára gamlar, talið frá árinu 1950, og hraunið hefur því runnið tæpum 500 árum fyrir upphaf okkar tímatals.
Bergsprungur.
Í hraunum kringum Grindavík er mikið um sprungur og gjár, en einkum eru þær áberandi í hinum eldri hraunum og í móbergsfjöllunum. Er Þorbjarnarfell ljósasta dæmið um það. í Sundhnúkahraununum ber lítið á sprungum yfirleitt og bendir það til, að fremur hægfara breytingar séu þar eða þá, og það virðist fullt eins líklegt, að þær séu bundnar ákveðnum tímabilum. Má telja sennilegt, að hreyfingar þessar eigi sér aðallega stað samfara jarðskjálftum. Má í því sambandi minna á jarðskjálftana á Reykjanesi 30. september 1967.
Sýlingafell – sýlingurinn (gígur/hvylft/laut).
Vestur af Svartsengisfelli má, ef vel er að gætt, sjá fyrir sprungum í þessu tiltölulega unga hrauni. Þær eru í beinu framhaldi af sprungum, er ganga í gegnum Þorbjarnarfell. Rétt við eina þeirra er jarðhitastaður sá, sem jafnan er kenndur við Svartsengi.
Ummyndun og jarðhiti.
Þorbjörn og nágrenni
Eins og áður var getið um, er jarðhiti í hrauninu vestur af Svartsengisfelli. Þar hefur mælzt yfir 60° hiti. Engum efa er bundið, að allstór hver hlýtur að vera þarna undir hrauninu, því líklegt má telja, að vart séu minna en 20—30 m niður á grunnvatnsborð á þessum stað.
Þorbjarnarfell og Baðsvellir. Selháls lengst t.v.
Við hagstæð veðurskilyrði, logn og nálægt 0° C má sjá gufur leggja upp úr hraununum víðs vegar á þessu svæði. Eru þær í áberandi beinum línum, sem sýnir, að þær eru bundnar við sprungur í berggrunni þeim, sem Sundhnúkahraun og önnur hraun hafa runnið yfir.
Rétt austan við veginn norðan í Selhálsi hefur hraunið runnið út á svæði, sem er mjög ummyndað af jarðhita. Það er athyglisvert, að hraunið sjálft er þarna líka nokkuð ummyndað, en það sýnir, að þarna hefur verið virkur jarðhiti, eftir að hraunið rann, þ. e. fyrir eitthvað skemur en um það bil 2400 árum.
Orkustöðin við Svartsengi.
Ummyndun eftir jarðhita er þarna víða í kring, bæði í Þorbjarnarfelli og Svartsengisfelli. Sömuleiðis er mikil jarðhitaummyndun í austustu gígunum í Eldvörpum við hina fornu slóð milli Njarðvíkur og Grindavíkur. Boranir þær, sem gerðar voru á þessum stað 1971, hafa staðfest, að þarna er um háhitasvæði að ræða.
Gígur í Illahrauni, vestan Bláa lónsins – Rauðhóll.
Ef marka má af ummyndun, og eins því á hve stóru svæði vart verður við gufur í hraununum við hagstæð skilyrði, þá er svæðið ekki lítið. Eftir er nú að kanna takmörk þess.
Sjá fleiri upplýsingar á http://eldgos.is/reykjanesskagi/
Einnig HÉR og HÉR.
Sjá MYNDIR.
Heimild:
-Náttúrufræðingurinn-3.-4. tölublað (01.02.1974), bls. 145-153.
Tilvísanir:
-Jón Jónsson, 1978b. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga (1:25 000). OS-JHD-7831. Orkustofnun, Reykjavík.
-Kristján Sæmundsson, 1995b. Jarðfræðikort af Svartsengi, Eldvörpum og Reykjanesi, 1:25.000. Blað 1. Orkustofnun, Hitaveita Suðurnesja og Landmælingar Íslands, Reykjavík.
-Kristján Sæmundsson, 1995b. Jarðfræðikort af Svartsengi, Eldvörpum og Reykjanesi, 1:25.000. Blað 1. Orkustofnun, Hitaveita Suðurnesja og Landmælingar Íslands, Reykjavík.
-Kristján Sæmundsson, 2002. Jarðfræði Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Þingvallavatn. Undraheimur í mótun. Mál og menning, Reykjavík, 40-63.
-Sinton og fleiri, 2005. Postglacial eruptive history of the Western Volcanic Zone, Iceland. Geochemistry, Geophysics, Geosystems, 6, Q12009; doi: 10.1029/2005GC001021.
-Jón Jónsson, 1986b. Hraunið við Lambagjá. Náttúrufræðingurinn, 56, 209-212.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, 1988a. Aldur Illahrauns við Svartsengi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 7.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, 1988b. Krísuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins. Jökull, 38, 71-87.
-Jón Jónsson, 1973. Sundhnúkahraun við Grindavík. Náttúrufræðingurinn, 43, 145-153.
-Jón Jónsson, 1978b. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga (1:25 000). OS-JHD-7831. Orkustofnun, Reykjavík.
-Kristján Sæmundsson, 1995b. Jarðfræðikort af Svartsengi, Eldvörpum og Reykjanesi, 1:25.000. Blað 1. Orkustofnun, Hitaveita Suðurnesja og Landmælingar Íslands, Reykjavík.
-Kristján Sæmundsson, 1997. Jarðfræðikort af Svartsengi, Eldvörpum og Reykjanesi, 1:25.000. Blað 2. Orkustofnun, Hitaveita Suðurnesja og Landmælingar Íslands, Reykjavík.
-Jón Jónsson, 1983a. Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga.Náttúrufræðingurinn, 52, 127-139.
-Jón Jónsson, 1978b. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga (1:25 000). OS-JHD-7831. Orkustofnun, Reykjavík.
-Sigmundur Einarsson, munnlegar upplýsingar.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, 1988a. Aldur Illahrauns við Svartsengi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 7.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, 1988b. Krísuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins. Jökull, 38, 71-87.
-Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson, 1989. Aldur Arnarseturshrauns á Reykjanesskaga. Fjölrit Nátturufræðistofnunar, 8. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.
Grindavík – séð frá Þjófagjá.
Helgafell – Gestur Guðfinnsson
Gestur Guðfinnsson skrifaði grein í Morgunblaðið árið 1967 um „Helgafell og nágrenni„:
„Það er með fjöllin eins og mannfólkið, manni geðjast vel að sumum, en miður að öðrum, og kemur sjálfsagt margt til. Svo kann jafnvel að fara, að mann langi til að hafa þau heim með sér í stofuna eða á ganginn, til að geta haft þau daglega fyrir augunum. Þannig var það með Helgafell þeirra Hafnfirðinga.
Meiningin er að ræða svolítið um Helgafell og umhverfi þess í þessu greinarkorni. Þó er varla hægt að segja, að þetta sé neitt öndvegisfjall að útliti, og guð má vita, hvernig ég færi að útskýra ástæðurnar fyrir dálæti mínu á því, ef um það væri beðið. Ég hef aldrei hugsað út í það. Það er ekki einu sinni grasi gróið fyrr en niðri undir jafnsléttu, utan strá á stangli, sem enginn tekur eftir, nema kannski grasafræðingar og plöntusafnarar, en þeir fylgjast bezt með gróðurfarinu og beitilandinu ásamt blessaðri sauðkindinni. Annars veit ég ekki, hvort sauðkindin sést nokkurn tíma uppi á Helgafelli, það væri þá helzt, að hún færi þangað upp til að leggjast undir vörðuna og jórtra. Þar tökum við, flakkararnir, ævinlega upp nestisbitann, franskbrauð með áleggi eða annað þvíumlíkt, og drekkum hitabrúsakaffi framan í Þríhnúkunum og Kóngsfellinu og fílósóferum um landslagið og tilveruna.
Fjallaloftið örvar matarlystina og andríkið. Það er hvorki erfitt né tímafrekt að leggja leið sína á Helgafell.
Fært er á hvaða bíl sem er upp í Kaldársel og er venjulega ekið þangað, en þaðan er ekki mikið meira en kortersgangur að fellinu. Gönguferðin á fellið sjálft er heldur ekki mikið fyrirtæki, svo að nægur tími er að jafnaði afgangs til að skoða umhverfið í leiðinni.
Eins og ég sagði, er venjulega lagt upp frá Kaldárseli. Þar var áður sel, eins og nafnið bendir til, kennt við Kaldá, sem rennur meðfraim túnskikanum, en nú hefur K.F.U.M. og K. þar bækistöð fyrir sumarstarfsemi sína. Kaldá er ein af sérkennilegustu ám landsins að því leyti, að hún rennur ekki nema um kílómetra vegalengd ofanjarðar, sprettur upp í Kaldárbotnum rétt ofan við selið og rennur síðan spölkorn vestur eftir, en hverfur svo í hraunið og sést ekki meir.
Kaldá.
Sú var löngum trú manna, að Kaldá hefði fyrrum verið eitthvert mesta vatnsfall á Íslandi og átt upptök sín í Þingvallavatni, en runnið í sjó fram á Reykjanesskaga. Er þess m. a. getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. „Hún skal hafa runnið fyrir norðan og vestan Hengil og ofan þar sem nú er Fóelluvötn og svo suður með hlíðum og í sjó á Reykjanesi. Er sagt að hún komi upp í Reykjanesröst.“ Um hvarf Kaldár fer þrennum sögum. Sú fyrsta er á þá leið, „að karl nokkur sem var kraftaskáld missti í hana tvo sonu sína og kvað hana niður.“ Önnur að hún hafi horfið í eldgangi á Reykjanesskaga, þegar „einn eldur var ofan úr Hengli út í sjó á Reykjanesi.“ Loks var þriðja skýringin, að Ingólfur kallinn landnámsmaður „hafi grafið Soginu farveg gegnum Grafningsháls eða rana úr honum og hafi þá Þingvallavatn fengið þar útfall, en Kaldá þverrað.“ Af því skyldi svo Grafningsheitið dregið.
Kleifarvatn.
Við meiri rök kynni að styðjast sú tilgáta, að Kleifarvatn hafi afrennsli að einhverju eða öllu leyti norður í Kaldá, en um það verður þó ekkert fullyrt að svo stöddu. Umhverfið meðfram Kaldá er geðþekkt, grasbakkar og hraunlendi, og snoturt er í Kaldárseli. Í Kaldá sækja Hafnfirðingar neyzluvatn sitt og þykir gott vatnsból.
Skammt norður af Kaldárseli er grasi gróið dalverpi með dálitlu vatni eða tjörn og heitir Helgadalur.
Helgadalur – Vormót skáta 1954.
Þar halda hafnfirzkir skátar mót sín og margir Hafnfirðingar fara þangað um helgar og tjalda.
Eins og ég gat um, þá er Helgafell aðeins spölkorn frá Kaldárseli og blasir við, þegar þangað er komið. Það er móbergsstapi, sennilega orðinn til á ísöld við eldgos undir jökli. Móbergið er víða lagskipt og sérkennilega sorfið af veðrum og vindum í þúsundir ára og hefur sjálfsagt tekið miklum stakkaskiptum frá þvi sem það var í sinni upphaflegu mynd.
Það breytist margt á skemmri tíma en árþúsundum. Núna er það um 340 m yfir sjávarmál og ekki mikið um sig, svo það getur hvorki státað af stærðinni eða hæðinni.
Helgafell – úsýni til Hafnarfjarðar.
Samt er töluvert útsýni af kollinum á því, vegna þess hvað rúmt er um það og engin fjöll í næsta nágrenni, sem skyggja á.
Riddarinn á Helgafelli. Kóngsfell (Konungsfell) og Tví-Bollar fjær (Grindarskörð v.m. og Kerlingarskarð h.m.).
Ég sé þó ekki ástæðu til að fara að tíunda hvert fjall, sem sést af Helgafelli, enda yrði lítið á því að græða. En mörgum þykir umhverfið og útsýnið vel brúklegt, það held ég sé óhætt að bóka.
Suður frá Helgafelli heitir Skúlatúnshraun. Í því hattar á einum stað fyrir grænum bletti að sumarlagi, óbrennishólma, sem nefnist Skúlatún. Í Skúlatúnshrauni er líka Gullkistugjá, löng og djúp, og varasöm í myrkri, hún liggur í suðvestur frá Helgafelli. Annars er Helgafell meira og minna umkringt eldstöðvum hvert sem litið er, það rís eins og bergkastali upp úr mosagróinni hraunbreiðunni, sem runnið hefur í mörgum gosum og á ýmsum tímum, þar þar skráður merkilegur kafli í jarðeldasögu suðurkjálkans og einn sá nýlegasti.
Tröllin á Valahnúkum.
Rétt norðan við Helgafell eru lágir móbergsihnúkar, tvö hundruð metra yfir sjávarmál og einum betur, svokallaðir Valahnúkar. Í þeim norðanverðum er dálítill hraunskúti, sem Farfuglar hafa um alllangt skeið helgað sér og kalla Valaból. Áður hét skútinn Músarhellir og var gangnamannaból. Farfuglar hafa afgirt þarna dálítið svæði og prýtt á ýmsa lund, m.a. með trjám og blómum, en auk þess vaxa innan girðingarinnar hátt upp í 100 tegundir íslenzkra villijurta. Skútann sjálfan notuðu Farfuglar lengi sem gististað, settu í hann fjalagólf og glugga og hurð fyrir dyrnar, einnig áhöld og hitunartæki, en erfitt hefur reynzt að halda þessu í horfi, og í seinni tíð er gestabókin það markverðasta í skútanum í Valabóli, enda eiga fáir þar næturstað núorðið.
Einhverjar draugasögur hef ég heyrt úr Valabóli eða Músarhelli, en ég er víst búinn að gleyma þeim öllum. Hins vegar veit ég, að ýmsir höfðu mætur á gistingu í þessari fátæklegu vistarveru, og í Farfuglinum ségir af einum slíkum, sem lagði leið sína þangað á aðfangadagskvöld jóla einn síns liðs og átti þar dýrlega nótt ásamt tveim mýslum, sem líklega hafa átt þar heima. Bendir það ekki til drauma eða reimleika á staðnum, hvað sem fyrr kann að hafa gerzt í Valabóli.
Valaból er vinalegt og vel hirt og ætti enginn að fara þar hjá garði án þess að heilsa upp á staðinn, og það eins þótt húsráðendur séu ekki heima. En að sjálfsögðu ber að ganga þar vel um eins og annars staðar.
Fast norðan við Valahnúk um Mygludali lá Grindaskarðavegur inn gamli milli Hafnarfjarðar og Selvogs, sem er alllögn leið og yfir fjöll að fara. Sú leið mun þó talsvert hafa verið farin fyrr á tímum bæði gangandi og á hestum. Sjást þar enn „í hellum hófaförin“ í götunni yfir hraunið.
Gengið um Valahnúka.
Á síðustu árum hefur verið klöngrazt á jeppum frá Valabóli upp í Grindaskörð eftir gömlu troðningunum, en tæpast er hægt að mæla með þeirri leið sem akvegi, enda miklu greiðfærari leið meðfram Lönguhlíð og þó ekki nema fyrir jeppa og aðra fjallabíla.
Norðaustur af Valhnúkum er kollótt móbergsfell, Húsfell (278 m), en í norður Búrfell (179 m). Búrfell er í raun og veru gíglhóll, sem mikil hraun hafa úr runnið, m.a. Garðahraun og Hafnarfjarðarhraun, og liggja heljarmiklar eldtraðir frá gígnum, þar sem hraunið hefur runnið og er það hin fræga Búrefllsgjá. Þarna í nágrenninu eru líka nokkrir skoðunarverðir hellar, eflaust gamlir eldfarvegir.
Búrfell.
Norður af Búrfelli taka svo við Búrfellsdalir, en síðan Löngubrekkur, Tungur og Hjallar í Heiðmörk, sem naumast þarf að kynna, a.m.k. ekki fyrir Reykvíkingum. Eitt er vert að minnast á áður en sleginn er botninn í þetta spjall, en það er nafnið á fellinu.
Breiðdalur – Helgafell fjær.
Helgafell eru nokkuð mörg á landinu. Ekki eru allir á einu máli um hvernig nafnið sé til orðið. Sumir telja það dregið af fornum átrúnaði og ráða það m. a. af frásögn Eyrbyggju um Helgafell í Þórsnesi, sem segir, að Þórsnesingar höfðu mikla helgi á fjallinu og trúðu að þeir mundu deyja í fjallið. Engin slík saga mun þó til um Helgafell það, er hér um ræðir. Fleiri skýringar á uppruna nafnsins hafa skotið upp kollinum, þótt ekki verði hér raktar.“
Heimild:
-Morgunblaðið, 4. maí 1967, bls. 10.
Helgafell og nágrenni – örnefni.
Selsvellir I
Þrír lækir, Selsvallalækir, renna um Selsvelli en hverfa svo niður í hraunjaðarinn sem afmarkar vellina til vesturs. Sá nyrsti kemur úr gili fast sunnan Kúalága, en sá syðsti rennur fram sunnan og nokkuð nálægt Selsvallaselja. Bæði örnefnið og lækirnir benda til þess að kýr hafi verið hafðar í seli á Selsvöllum.
Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Af minjum á Selsvöllum að dæma er ljóst að þar hefur verið haft í seli um langan tíma. Líklegt má telja að þar á austanverðum völlunum hafi fyrrum verið nokkrar selstöður frá Grindavíkurbæjunum þar sem bæði fé og kýr hafa verið hafðar í seli. Ef glögglega er skoðað má sjá a.m.k. minjar tveggja fjósa. Svo virðist sem selastaðan hafi lagst af um tíma, hugsanlega flust á Baðsvelli norðan Þorbjarnarfells líkt og heimildir herma. Frásögn er um ofbeit á Baðsvöllum svo aflögð selstaða Grindvíkinga hefur verið flutt á nýjan leik inn á Selsvelli, en bara á annan stað. Á meðfylgjandi uppdrætti má sjá afstöðu gömlu og nýju selstöðvanna á Selsvöllum.
Fróðlegt er að skoða aldurssamsetningu selsminjanna á Selsvöllum. Sjá má t.d. minjar fjósa á báðum svæðunum og einnig er áhugavert að skoða hvernig Grindvíkingar hafa veitt einum Selsvallalæknum að nýju selstöðunni – gagngert vegna kúaseljabúskapsins.
Nýrri selstóttirnar kúra í vesturhorni vallanna fast við hraunkantinn og þar eru a.m.k. þrjár kofaþyrpingar og tveir nokkuð stórir stekkir nálægt þeim. Úti í hrauninu, fast við tóttirnar, er einn kofi og lítið gerði á grasbletti.
Selsvellir – Uppdráttur ÓSÁ.
Skúti er undir kletti á bak við miðtóttirnar. Í bréfi frá séra Geir Backmann Staðarpresti til biskups árið 1844, kemur fram að sumarið áður hafi sjö búendur úr Grindavíkurhreppi í seli á völlunum og að þar hafi þá verið um 500 fjár og 30 nautgripir. Út frá selsstæðinu liggur selsstígurinn til Grindavíkur í átt að Hraunsels-Vatnsfelli. Annar selsstígur liggur norður af völlunum, framhjá Hvernum eina. Er það hluti Þórustaðastígs.
Upp undir fjallshlíðinni, utan í Selsvallafjalli, að sunnanverðu við vellina, norðan við syðsta lækinn, eru eldri selstóttir, bæði ofan og neðan slóðans, sem liggur eftir endilöngum völlunum. Enn neðar á völlunum má sjá móta fyrir kví og stekk.
Deilur hafa löngum staðið með Grindvíkingum og Vatnsleysustrandarhreppsbúum um það hvorum megin landamerkja Selsvellir liggja.
Fyrrum höfðu þeir í seli á Baðsvöllum norðan Þorbjarnarfells og við Selsháls, en á báðum stöðum má enn sjá tóttir seljanna. Eftir ofbeit þar voru selin færð upp á Selsvelli.
Selsvellir.
Moshóll er stór, reglulegur og skeifumyndaður gígur við norðurenda Selsvalla. Mosakápan á austurhlíð Moshóls er mjög illa farin eftir hjólför ökumanna sem hafa fundið hjá sér þörf að aka sem lengst upp í hlíðar hans. Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir að gosið úr Moshól hafi líklega verið það síðasta í hrinunni sem myndaði Afstapahraun.
Selsvallafjall er 338 m hátt. Fjallið greinist frá Grænavatnseggjum af smá dalverpi eða gili en um það liggur Þórustaðastígurinn skáhalt upp fjallið. Vellirnir eru um 2 km að lengd en aðeins rúmlega 0.2 km ábreidd.
Á Selsvöllum var selsstaða frá bæjum Grindavíkur og í sóknarlýsingu þaðan frá árinu 1840 er sagt að allir bæir í sókninni nema Hraun hafi haft þar í seli. Hraun hafði í seli í Hraunssseli, sem er nokku sunnar með vestanverðum Núpshlíðahálsi, en það sel lagðist síðast af á Reykjanesi (1914).
Sagnir eru til um útilegumannahelli nálægt Hvernum eina, norðan selsvalla. Ólafur Briem segir í bókinni Útilegumenn á Reykjanesfjallgarði frá þremur þjófum, sem getið er um í Vallnaannál 1703: …”á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu, þar tóku þeir sér hæli undir skúta nokkrum…. Leist þeim eigi að vera þar lengur og fóru norður með fjallinu í helli þann, er skammt er frá hverinum Eini. Voru þar síðan þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar í hálsinum, rændu ferðamenn….” Leit hefur verið gerð að hellinum, en hella er sögð hafa verið lögð yfir op hans til að varna því að sauðfé félli þar niður um.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.
Sjá MYNDIR.
Selsvellir – uppdráttur.
Hraunin kringum Hafnarfjörð
Guðmundur Kjartansson skrifaði um „Hraunin kringum Hafnarfjörð“ í jólablað Þjóðviljans árið 1954:
Hraun ofan Hafnarfjarðar – uppdráttur GK.
„Ekki verður komist landveg til Hafnarfjarðar úr öðrum byggðarlögum án þess að fara yfir hraun, því að kvíslar úr hinu mikla hraunflæmi Reykjanesskagans ná út í sjó báðum megin fjarðarins. Auk þess stendur hálfur kaupstaðurinn (þ. e. fyrir norðan eða „vestan“ læk) í hrauni, en hinn hlutinn (fyrir sunnan læk) er hraunlaus. Hraunið í Vesturbænum er í meira lagi mishæðótt og setur einkennilegan og fáséðan svip á þennan bæjarhluta. Hraunhólar og drangar skaga jafnvel hærra upp en húsin; gömlu göturnar laga sig eftir landslaginu, brattar og krókóttar, en hinar nýrri, sem liggja beinna, eru ýmist hlaðnar Hátt upp yfir hraunbolla og gjár eða sprengdar djúpt niður í gegnum hraunkambana. Þarna í Vesturbænum, þar sem hraunið er hvað úfnast, er skrúðgarður Hafnfirðinga, Hellisgerði.
Hellisgerði.
Að landslagi til, á sá skrúðgarður sér engan líka hér á landi. Þetta hraun, sem hluti Hafnarfjarðarbæjar stendur í, mun ég í þessu erindi kalla Hafnarfjarðarhraun til hægðarauka, því að það er ein heild, upp komið í einu gosi. En raunar heita ýmsir hlutar þess sérstökum nöfnum: Gálgahraun, Garðahraun, Vífilsstaðahraun, Svínahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Stekkjarhraun, Gráhelluhraun, Smyrlabúðarhraun o.fl.
Í Vífilsstaðahrauni.
Suðurbærinn í Hafnarfirði stendur í stórri eyju, sem hraun umkringja, og sunnan hennar (sunnan við Hvaleyri) tekur við mikil breiða af mörgum misgömlum hraunum, óslitin suður að Vogastapa. Hér verður aðeins getið þeirra tveggja af suðurhraununum, sem næst liggja Hafnarfirði. Þó að þetta greinarkorn eigi aðallega að fjalla um hraun, þá þykir mér hlýða að fara um það nokkrum orðum, hvernig umhorfs var hér í Firðinum, áður en hraunin urðu til. Ég ætla því að rekja í tímaröð helstu stórviðburði í sköpunarsögu Hafnarfjarðar frá ísöld.
Hvaleyrarhraun – loftmynd.
Röð viðburðanna má heita ljós, en því miður get ég ekki tímasett þá nema heldur ónákvæmt og skal ekki eyða mörgum orðum að því. Tímasetningin stendur þó til bóta við nánari rannsóknir.
Markaðar klappir á Hamrinum.
Elsta bergmyndun Hafnarfjarðar, undirstaðan sem allt annað hvílir á, er grágrýti. Úr þeirri bergtegund er allt það, sem við myndum í daglegu tali kalla fasta klöpp, að undanskildum hraununum. Hamarinn, sem Flensborgarskóiinn stendur á, er úr grágrýti, ennfremur allar þær hæðir í grenndinni, sem hafa „holt“, „hlíð“, „brún, „hæð“ eða „alda“ að endingu í nafni sínu. Ásfjall er ein af rismestu grágrýtishæðunum. Víðast er grágrýtisklöppin hulin lausum jarðlögum, þ.e. ýmiss konar melum eða grónum jarðvegi, En hvar, sem til er grafið, kemur niður á klöppina fyrr eða síðar, og mjög víða liggur hún ber.
Ástjörn og Ásfjall.
Hér verður ekki frá því sagt hvernig þetta öldótta grágrýtislandslag varð til, heldur hefjum við þar söguna, er það er að verða fullmyndað og hvert holt og hæð hefur fengið núverandi lögun sína í öllum stórum dráttum.
Búrfellshraun – kort. Hraunið náði allt að Hraunum ofan Straumsvíkur (sjá Selhraun), en yngri hraun, s.s. Kapelluhraun, Óbrinnishólahraun, Skúlatúnshraun, Stóra-Bolla- og Tví-Bollahraun og Hraunhólshraun (Sandklofahraun) hafa þakið það að mestu leyti.
Einu hljótum við þó að veita athygli um uppruna þessa landslags: Sá, sem þar vann að síðastur hefur rist fangamark sitt skýrum stöfum í klappirnar. En það var jökulskjöldur sá, er lá yfir því nær öllu íslandi á síðasta jökulskeiði ísaldarinnar. Jöklar liggja ekki kyrrir, heldur mjakast undan hallanum og sópa með sér lausagrjóti og lausum jarðlögum; sem verða á vegi þeirra.
Hamarinn – hvalbök.
Grjótið frýs fast í botnlagi jökulíssins og dragnast með. Með því grópar og rispar jökullinn klöppina líkt og skörðótt hefiltönn. Frostið sprengir nýtt lausagrjót upp úr botnsklöppinni, svo að það gengur meira til þurrðar. Flestar grágrýtisklappir í grennd við Hafnarfjörð eru skýrt rispaðar með þessu móti og rispurnar stefna allar h.u.b. frá SA til NV. Hreyfing jökulsins hefur verið undan hallanum, ofan af Reykjanesfjallgarði út í Faxaflóa. Einkar skýrar og fallegar jökulrispur eru uppi á Hamrinum fast norðan við Flensborgarskóla. Jökullinn hefur mætt fast á þessum grágrýtishnjót á botni sínum og fastast á þeim klöppum, sem hallar til suðausturs gegnt skriðstefnu hans; þar eru rispurnar dýpstar og allar brúnir ávalaðar og máðar.
Hamarinn – upplýsingaskilti.
Um margar þúsundir ára svarf ísaldarjökull ofan af grágrýtisspildunni, sem þá mun hafa náð óslitin um allt það svæði, sem nú er sunnanverður Faxaflói og sveitir og heiðar upp frá honum allt til Þingvallavatns.
Í ísaldarlokin, sennilega fyrir fullum 10 þúsundum ára, bráðnaði þessi jökull fyrir batnandi loftslagi. En klappirnar bera æ síðan þær minjar hans, sem þegar er getið, og annars staðar eru þær þaktar jökulruðningi, þ.e. leir og grjóti, sem jökullinn ýtti með sér og lá eftir, er hann bráðnaði. Um þessar mundir leysti ísaldarjökla víða um heim, og við það hækkaði í öllum höfum. Fyrir þá hækkun var sennilega mikið af botni Faxaflóa ofan sjávar. Sjórinn hækkaði meir en upp að núverandi sjávarmáli. Mun hann hafa náð mestri hæð skömmu eftir að jökulinn leysti hér í grennd.
Ásfjall – útsýni yfir Hafnarfjörð.
Enn má glögglega sjá hér á holtunum við Hafnarfjörð og Reykjavík, hvar sjávarborðið hefur legið, er það var hæst. Þau merki köllum við efstu sjávarmörk. Þau liggja í 33 metra hæð yfir núverandi sjávarmál á Hvaleyrarholti sunnan við Hafnarfjörð, en um 10 m hærra á Öskjuhlíð í Reykjavík. Austur í Ölfusi er hæð efstu sjávarmarka um 60 m, uppi í Borgarfirði 80—100 m og Austur í Hreppum allt að 110 m.
Þessi mismunur stafar vitaskuld ekki af því, að sjávarfletinum hafi hallað, er hann lá sem hæst; heldur af því að þessir staðir hafa lyftst mismikið síðan. En ástæðan til þess, að sjórinn fjaraði aftur af undirlendinu, er sú, að landið tók að lyftast, er jökulfarginu létti af því. Áður hafði jökullinn sveigt það niður.
Fuglastapaþúfa.
En landið lyftist afar hægt, og því vann sjórinn á í bili og flæddi inn yfir láglendið, er hann hækkaði í ísaldarlokin, Markalínari efstu sjávarmörk kemur einna gleggst fram í því, að neðan hennar er stórgrýtið, sem jöklinum lá þar eftir, orðið að lábörðum hnullungum af að velkjast í brimi; en ofan línunnar verður þetta grjót snögglega með flötum hliðum og lítt slævðum brúnum, eins og jökullinn skildi við það. Þá hafa hnullungarnir einnig víða kastast upp í kamba, sem marka hæstu sjávarstöðuna einkar glöggt og eru í engu frábrugðnir nýmynduðum sjávarkömbum, nema hvað mold og þurrlendisgróður er nú kominn á milli steinanna.
Minnisvarða um Hrafna-Flóka á Hvaleyrarholti.
Yzt á holtunum, “ þar sem brimasamast hefur verið, hafa sjóirnir sums staðar klappað bergstáli í þau. Efstu sjávarmörk eru einkar glögg hringinn í kringum Hvaleyrarholt, nema áð austan, þar sem mjótt eiði hefur tengt það við meginlandið. Frá Hvaleyrarholti má rekja þessa fornu fjöru í sömu hæð neðan við túnið á Jófríðarstöðum umhverfis hamarinn hjá Flensborg (sem aftur er fornt sjávarberg) og inn í Lækjarbotna. Þaðan heldur hún áfram, glögg malar- og hnullungafjara, en að vísu grasi gróin, laust neðan við Setbergsbæinn og um hlaðið á Þórsbergi. Loks hverfa þessi efstu sjávarmörk undir Hafnarfjarðarhraun, sem rann löngu eftir að sjórinn fjaraði frá þeim.
Rauðhóll – uppdráttur GK.
Fast sunnan undir Hvaleyrarholti stóð til skamms tíma lítill hóll að mestu úr rauðu hraungjalli og með grunna gígskál í kolli. Hann hét Rauðhóll. Nú er lítið eftir af Rauðhól. Í hans stað er komin stór malargryfja. Um 1940 var farið að taka þarna mikið af rauðamöl í vegi og fleira. Nú er hún upp urin að kalla, svo að undirlag hennar, sem er harðla fróðlegt, kemur í ljós. Eftir stendur þó stabbi í miðju, og sér enn fyrir botni gígskálarinnar uppi á honum. Þessi stabbi, sem er sjálfur hrauntappinn í gígnum, reyndist of fastur fyrir, er rauðamölinni var mokað á bíla, og því var honum leift.
Hraunhóll – námuvinnsla og sóðaskapur undir Vatnsskarði.
Rauðhóll er mjög lítið eldvarp. Þar hefur aðeins kornið upp eitt smágos, sem virðist ekki hafa afrekað annað en hrúga upp þessum gíghól. Ekki er að sjá, að neitt hraun hafi runnið frá honum. En því get ég Rauðhóls hér, að hann hefur að geyma furðu merkilegar og auðlesnar jarðsöguheimildir. Þær komu ekki í ljós fyrr en hann var allur grafinn sundur. Þessar heimildir eru vitaskuld jarðlög, og við lestur þeirra ber að byrja á neðstu línunni og lesa upp eftir. Þessi lög hafa eflaust myndast víðar, en máðst burt aftur, þar sem þau lágu ber en Rauðhóll hefur hreint og beint innsiglað þau og varðveitt með því að hrúgast ofan á þau og liggja þar eins og ormur á gulli.
Dýpst í malargryfjunni liggur einkennilegt leirlag allt að hálfum metra á þykkt. Þetta er svokölluð barnamold. Hún er mjúk og þjál og ljós-gulbrún að lit meðan hún er vot, en verður stökkari viðkomu og snjóhvít við þurrk. Ef barnamoldin er látin undir smásjá, kemur í ljós, að hún er því nær eingöngu úr örsmáum skeljum og skeljabrotum, af lífverum þeim, er nefnast kísilþörungar (eða eskilagnir eða díatómeur).
Rauðhóll 2020.
Þetta eru örsmáar svifverur, sem lifa víða í mikilli mergð í vatni, og teljast til jurtaríkisins, þó að margar þeirra syndi knálega um í vatninu. Þegar jurtirnar deyja, rotna þær upp, en skeljarnar falla til botns og mynda eðju eins og þá, sem hér var lýst. Danskur sérfræðingur hefur rannsakað fyrir mig lítið sýnishorn af barnamoldinni undan Rauðhól og fann í henni 117 tegundir kísilþörunga. Sú tegundagreining leiddi í ljós, að barnamoldin hefur sest til í ósöltu vatni, a.m.k. að mestu leyti. Af þessu er sýnt, að þarna hefur verið tjörn, oftast eða alltaf með ósöltu vatni, löngu áður en Rauðhóll varð til. Enn fremur sannar barnamoldin, að sjávarflóðið mikla í ísaldarlokin hefur þá verið að mestu fjarað, eða a. m. k. niður fyrir 10 m hæð yfir núv. sjávarmál, því að í þeirri hæð liggur hún.
Rauðamöl í Rauðhól.
Yfir barnamoldinni í Rauðhólsgryfjunni liggur fínn ægissandur morandi af skeljum og skeljabrotum. Skeljarnar eru allar af sjódýrum. Ég hef getað greint tíu tegundir af þeim örugglega, og eru allar þær tegundir enn algengar lifandi á sams konar sandbotni hér í Faxaflóa. Þetta lag sýnir, að sjórinn hefur hækkað aftur í bili og flætt inn yfir landið, þar sem tjörnin var áður.
Hraunhóll undir Vatnsskarði.
Enn fremur sýna dýrategundirnar, sem eru frekar kulvísar, að þetta hið síðara sjávarflóð var ekki öllu kaldara en Faxaflói er nú, og hefur því ekki getað átt sér stað fyrr en alllöngu eftir ísaldarlokin, er sjórinn var fullhlýnaður. Yfir þessum ægissandi liggur ennfremur þunnt lag af fínni, brúnni sandhellu, sem er miklu fastari í sér og hefur engar skeljar að geyma. Þykir mér sennilegt, að það sé fokmyndun, til orðin á þurrlendi, eftir að síðara sjávarflóðið fjaraði. Ekki hef ég fundið neinar gróðurleifar í þessu lagi, en það sannar engan veginn, að landið hafi verið ógróið. Ofan á þessu móhellulagi stendur loks Rauðhóll sjálfur. Hann hefur hrúgast þarna upp í litlu eldgosi, eins og fyrr segir, ofan sjávar, en. ef til vill nærri sjávarströndu. Rauðhóll er elsta gosmyndun í grennd við Hafnarfjörð — að undanskildu grágrýtinu, sem að vísu er hraun að uppruna, en runnið löngu fyrir ísaldarlok,; enda ekki kallað hraun í daglegu tali.
Rauðhóll – uppdráttur GK.
Nokkur rauðamöl er enn eftir í Rauðhól, en ekki auðvelt að ná henni. Það ber til, að hraunflóð eitt mikið hefur runnið kringum hólinn og ekki aðeins upp að honum, heldur yfir hin ystu börð hans, sem einnig eru úr Rauðamöl. Aðeins háhóllinn, sem stóð upp úr hrauninu, er burt grafinn. Hraunið kringum Rauðhól nefnist nú Hvaleyrarhraun. Það hefur runnið út í sjó sunnan við Hvaleyrarholt og komið að suðaustan, en verður ekki rakið lengra í átt til upptaka en að Stórhöfða. Þar hverfur það undir miklu yngra hraun, Brunann, sem síðar verður getið. í börmum malargryfjunnar í Rauðhól liggur Hvaleyrarhraunið víðast milliliðalaust á rauðamölinni. Það þótti mér lengi benda til, að aldursmunur væri lítill, jafnvel enginn, á hólnum og hrauninu.
Rauðamöl.
En þegar gryfjan stækkaði, kom reyndar í ljós á litlum kafla í nýja stálinu örþunnt moldarlag og þar yfir svart öskulag, hvort tveggja á milli rauðamalarinnar og hraunsins. Í öskunni fundust kolaðir lyngstönglar. Þetta þunna millilag með jurtaleifum sínum sannar ótvírætt, að þarna hefur þó verið komin lyngtó með þunnum moldarjarðvegi neðarlega í austurbrekku Rauðhóls, áður en Hvaleyrarhraun rann þar yfir. Askan er sennilega úr sama gosi og hraunið, sem yfir henni liggur.
Eldra-Hellnahraun (svart), Yngra-Hellnahraun (grátt), Óbrinnihólabruni (ljósgrár) og Kapelluhraun (blátt). Fært inn á nútíma loftmynd.
Hvaleyrarhraun er einna fomlegast hrauna í grennd við Hafnarfjörð, og má vel vera, að það sé elst þeirra allra. En það er helst ellimarka á því, að sjórinn hefur klappað í það nokkurra mannhæða háan bergstall um núverandi sjávarmál, þar sem nú heita Gjögrin sunnan við Hvaleyrarsand.
Ég hef áður getið að nokkru Hafnarfjarðarhrauns, þ.e. hraunsins sem nær út í Hafnarfjörð norðanverðan og kaupstaðurinn stendur að nokkru leyti í. Þetta hraun er auðvelt að rekja til upptaka. Það hefur komið upp í Búrfelli eða Búrfellsgíg skammt norðaustur frá Kaldárseli. Þaðan hafa runnið hraun eitthvað til suðurs og suðvesturs, en þau hverfra skammt frá upptökum undir yngri hraun, og verður eigi vitað, hvert þau hafa komist.
Í Garðahrauni.
En langveigamesti hraunstraumurinn er Hafnarfjarðarhraun, sem teygist til norðvesturs og nær niður í sjó báðum megin við Álftanes, annars vegar að Lambhúsatjörn, sem er vogur inn úr Skerjafirði, er vogur inn úr Skerjafirði, hins vegar í Hafnarfjörð. Þetta er 12 kílómetra vegur mælt eftir miðjum hraunstraumnum. Minni kvísl úr þessum hraunstraumi hefur runnið sunnan við Setbergshlíð og breiðst þar yfir, sem nú heitir Gráhelluhraun; þaðan hefur hún runnið í mjóum taumi áfram ofan lækjargil og komið saman við meginhraunið aftur niðri á Hörðuvöllum.
Gígur Búrfells.
Í Búrfelli er stór og djúpur gígur, en það er lítið einstakt eldfjall, aðeins 179 m yfir sjó og fáir tugir metra frá rótum. Sennilegast þykir mér, að þar hafi gosið aðeins einu sinni og öll hraunin, sem þaðan hafa runnið, séu því jafngömul, en ekki er þetta óyggjandi, þó að ég ætli nú að gera ráð fyrir því. Hitt er fullvíst, að það sem hér er kallað Hafnarfjarðarhraun, hefur runnið allt í einu lagi.
Reynum nú að gera okkur í hugarlund, hvernig það land leit út, sem Hafnarfjarðarhraun breiddist yfir. Vitaskuld renna hraunflóð æfinlega undan halla og ekki skáhallt, heldur í þá átt sem hallinn er mestur. Það má því t. d. gera ráð fyrir, að hraun, sem lent hefur í árfarvegi, yfirgefi hann ekki úr því, heldur fylgi honum svo langt sem magn þess endist til.
Í Maríuhellum.
Nú liggur meginstraumur Hafnarfjarðarhrauns — sá sem lengstan veg hefur runnið frá upptökum — norðvestur á milli Setbergshlíðar og Vífilstaðahlíðar. Þá er varla heldur að efa, að vatn, sem komið hefði upp á sama stað og hraunið, hefði einnig runnið sömu leið.
Kaldárbotnar.
Með þetta í huga er fróðlegt að athuga hinar miklu vatnsuppsprettur skammt frá Búrfelli, þar sem heita Kaldárbotnar. Þar eru upptök Kaldár, eins og nafnið bendir til, og þar er enn fremur hið nýja vatnsból Hafnfirðinga. Kaldá er ólík flestum ám í því, að hún er vatnsmest í upptökunum, en minnkar stöðugt á leið sinni. Hún kemst ekki nema röskan kílómetra frá upptökunum; þá er hún öll sigin í jörð Þessa skömmu leið rennur hún eftir hrauni, sem er ættað úr Búrfelli og virðist helst jafngamalt Hafnarfjarðarhrauni eða með öðrum orðum hluti af því. En einnig í miðri höfuðkvísl Hafnarfjarðarhrauns, hjá Gjáarrétt norðvestur frá Búrfelli, sér í vatn niðri í djúpum gjám, og í því vatni er mjög greinilegur straumur til suðvesturs.
Kaldá – farvegur árinnar fyrrum, áður en Búrfellshraunin runnu.
Áður en Hafnarfjarðarhraun rann, hlýtur allt þetta vatn, sem nú rennur um upptakasvæði þess — bæði ofanjarðar (í Kaldá) og neðanjarðar (í gjám) — að hafa runnið ofanjarðar — sem vatnafall — þá leið, sem hraunið rann síðan. Við getum kallað þetta vatnsfall „Fornu-Kaldá“. Að líkindum hefur hún verið drjúgum meira vatn en sú Kaldá, sem við þekkjum nú, því að botn hinnar fornu Kaldár lak ekki frá vatninu. Hún rann eftir hraunlausum dal undir Vífilstaðahlíð norður að Vífilsstaðatúni. En hvar rann hún í sjóinn? Hraunið gefur okkur einnig ákveðna bendingu um það: Meginhluti þess féll út í Hafnarfjörð. Og þar sem hraunið er þykkast, þar liggur árfarvegurinn enn undir því.
Kaldá.
Forna-Kaldá hlýtur að hafa runnið í Hafnarfjörð. En þá var fjörðurinn lengri en nú, ekki af því að sjórinn stæði hærra — hann var lækkaður niður að núverandi sjávarmáli, áður en hraunið, rann — heldur styttist fjörðurinn við það, að hraunið fyllti upp í innstu voga hans. Ekki verður vitað með vissu, hvar fjörðurinn endaði. Ef til vill hefur hann náð langleiðina upp að Vífilsstöðum, ef til vill skemmra. Vitaskuld mætti kanna þetta með því að bora gegnum hraunið og finna hvar undirlag þess kemst upp fyrir sjávarmál. Að sjálfsögðu hefur innsti hluti fjarðarins verið grunnur. Hann hefur smám saman verið að fyllast af framburði Fornu-Kaldár. Trúlegt er, að þar hafi verið leirur og mikið útfiri, og ef til vill voru grösugir óshólmar milli árkvíslanna. En nú er þetta allt innsiglað af hrauninu, nema sá leirinn, sem lengst barst út eftir firðinum. Hann stendur út undan hraunbrúninni og þekur þar fjarðarbotninn í þykku lagi. Það leirlag hefur reynst heldur ótraust undirstaða undir hina nýju hafnargarða. Þeir hafa hvað eftir annað sigið og sprungið.
Búrfell.
Af því, sem ég hef nú sagt frá Búrfelli og Hafnarfjarðarhrauni, mætti ætla, að Hafnarfjarðarbæ stafaði nokkur hætta af eldgosum og hraunflóðum: Þá leið, sem hraun hefur áður runnið, gæti hraun runnið aftur! En þessi hætta er miklu minni en ég hef til þessa gefið í skyn: Búrfell, þar sem hraunið kom upp, og stór landspilda hið næsta því öllum megin hefur sigið, eftir að hraunið rann. Hin signa spilda hefur brotnað sundur í rima milli sprungna, sem stefna allar frá norðaustri til suðvesturs. Barmarnir hafa sigið mismikið, svo að stallur er um sumar sprungurnar, eystri barmurinn þá jafnan lægri en hinn vestri, rétt eins og á Almannagjá. Sums staðar eru sprungurnar gínandi gjár, en annars staðar saman klemmdar og koma aðeins fram sem bergveggur. Einn slíkur sigstallur brýtur Hafnarfjarðarhraun um þvert við suðurenda Vífilsstaðahlíðar. Sá er 5—10 m hár og myndi einn sér veita verulegt viðnám nýju hraunflóði. En raunar er sigið meira en nemur hæð þessa stalls.
Misgengi í Helgadal – uppdráttur GK.
Önnur misgengissprunga liggur vestan við Helgadal, sem er sigdalur, og sú klýfur sjálft Búrfell í miðju. Misgengið veldur því, að eystri gígbarmurinn er nú lægri en hinn vestri. En þetta var öfugt, meðan Hafnarfjarðarhraun var að flæða upp úr gígnum. Það rann vestur úr honum, og eru þar mjög fagrar og lærdómsríkar hrauntraðir eftir rennsli þess. Þær nefnast Búrfellsgjá (þótt þær séu raunar engin gjá í venjulegri merkingu) og eru óslitnar um nokkurra kílómmetra veg vestur og norður frá fjallinu. Hraun, sem nú flæddi upp úr Búrfellsgíg, tæki ekki þessa stefnu, heldur rynni austur eða suður af.
Farvegir Kaldár.
Hrakningasögu Kaldár lýkur ekki með uppkomu Hafnarfjarðarhrauns. Það lokaði leið hennar til Hafnarfjarðar, eins og þegar er getið. En það er engan veginn óhugsandi, að hún hafi samt um þúsundir ára eftir allar þær ófarir komist ofanjarðar alla leið til sjávar — og þá fyrir sunnan Hafnarfjörð, litlu innar á ströndinni en þar, sem Straumsbæirnir eru nú. En hvort sem hún hefur nú komist til sjávar eða ekki, þá er fullvíst, að hún hefur um langt skeið náð miklu lengra áleiðis en nú.
Óbrinnishólar eru nú nánast óþekkjanlegri frá fyrri tíð vegna gífulegrar efnistöku.
Þá kemur enn upp eldgos, hið síðasta, sem orðið hefur í nágrenni Hafnarfjarðar. Að þessu sinni gaus úr sprungu, sem nú markast af gígaröð með fram Undirhlíðum, langleiðina frá Vatnsskarði til Kaldárbotna. Í syðsta og stærsta gíghólnum skammt frá Krýsuvíkurveginum eru nú stórar malargryfjur. Frá þessari sprungu rann hraun það, sem nú er kallað Bruninn í heild, en efri hlutinn Óbrinnishólabruni og fremsta totan, sem komst alla leið niður í sjó, Kapelluhraun.
Kapelluhraun og nágrenni – fornar leiðir og örnefni.
Þetta hraun nær alla leið norður að Kaldá og hefur bersýnilega ýtt henni eitthvað norður á bóginn. Hún fylgir nú jaðri þess ofan á Búrfells- (eða Hafnarfjarðar-) hrauninu, sem fyrr getur. Vatnið úr Kaldá virðist allt hverfa inn undir þennan hraunjaðar. Ekki er nú annað sennilegra en hinn forni farvegur Kaldár liggi undir Brunanum þar, sem hann er þykkastur, og áfram í átt til sjávar undir hinni tiltölulega mjóu álmu Brunans, sem endar í Kapelluhrauni.
Smyrlabúð – misgengi; uppdráttur GK.
Bruninn (að meðtöldu Kapelluhrauni) er unglegastur að sjá og vafalaust einnig yngstur allra hrauna, sem runnið hafa út í Faxaflóa sunnanverðan. Hann breiddist yfir allan suður- og vesturhluta Hvaleyrarhraunsins, sem fyrr var getið, og féll út í sjó fram af lágu sjávarbergi vestan við Gjögrin og myndaði þar dálítinn tanga út í sjóinn. Ekki hefur sjórinn enn brotið þann tanga að neinu ráði. Í Kjalnesinga sögu er getið hrauns, sem þar er kallað Nýjahraun, og er þar varla öðru til að dreifa en Brunanum. Og í máldaga, sem talinn er vera frá miðri 15. öld, er nafnið Nýjahraun haft alveg ótvírætt um það, sem nú heitir þykir nafnið Nýjahraun (sem nú hefur fyrnst) benda eindregið til, að menn hafi verið sjónarvottar að myndun hraunsins, það hafi ekki runnið fyrr en á landnámsöld eða söguöld. Að vísu hefur engin frásögn um það eldgos varðveist til þessa dags.
Tvíbollar.
En annálariturum hefur löngum þótt annað merkilegra til frásagnar en náttúruviðburðir, og þögn þeirra sannar ekkert. Enda er fullvíst, að fleiri eldgos hafa orðið á Reykjanesskaga, löngu eftir að land byggðist, án þess að þeirra sé nokkurs staðar getið í annálum. Hér hlýt ég að enda þetta gloppótta söguágrip, þar sem aðeins stórviðburða er getið, því að síðan Kapelluhraun rann í sjó fram á fyrstu öldum Íslands byggðar, hafa engin þau tíðindi orðið í nágrenni Hafnarfjarðar, er sambærileg séu að mikilfengleika þeim sem nú var sagt frá.“
Heimild:
-Guðmundur Kjartansson, Hraunin kringum Hafnarfjörð. Þjóðviljinn 24. 12. 1954, jólablað, bls. 10-12.
-Náttúrufræðingurinn 19. árg. 1. hefti 1949, Guðmundur Kjartansson, Rauðhóll, bls. 9.-19.
Búrfell – Kringlóttagjá nær.