Færslur

Jón valgeir Guðmundsson

Eftirfarandi umfjöllun um “Jón á Skála“, Jón Valgeir Guðmundsson, birtist á vefsíðu Grindavíkur árið 2020. Viðtalið við hann hafði áður birst í Járngerði.

Ég væri til í að lifa aftur allt það líf sem ég hef nú þegar lifað

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson 18 ára.

Jón á Skála, eða Jón Valgeir Guðmundsson, er elsti núlifandi Grindvíkingurinn og verður 98 ára í sumar. Ritstjóri Járngerðar hitti hann snemma í janúar og tók við hann viðtal sem við endurbirtum núna á heimasíðunni en það birtist áður í Járngerði.

Jón tekur á móti blaðamanni í notalegri íbúð í nýrri viðbyggingu við Víðihlíð rétt eftir áramótin. Jólaljósin eru enn tendruð og fallegur rauður jóladúkur þekur eldhúsborðið þar sem við fáum okkur sæti. Við byrjum á því að ræða flutninginn í Víðihlíð sem Jón er alsæll með, svo ánægður að hann hefur þegar nefnt kotið Sælustaði. Hann lýsir dvölinni í Víðihlíð sem „himnaríki á jörðu“.

Jón Valgeir fæddist á Ísólfsskála í Grindavík, 4. júní 1921 og er því að verða 98 ára gamall. Sama dag bar kind lambi sem lifði í 14 ár. Jóni var gefið þetta lamb og sagði hann lambið hafa verið mikla happaskepnu. Það var grátt að lit og mjög eftirsótt var að fá gráa ull. Hann seldi móðursystur sinni reyfið og fékk tvær krónur fyrir það. Rétt eftir að Jón var fermdur drapst þó þessi happaskepna. Afi hans og amma létust með aðeins dags millibili, þann 19. og 20. apríl 1921. Hann hét Jón og hún Valgerður og því fékk hann nafnið Jón Valgeir. Jón átti 11 systkini, 5 hálf- og 6 alsystkin. Á langri ævi hefur Jón komið víða við, unnið vegavinnu, verið lengi á sjó og svo vann hann við að keyra vörubíl fyrir útgerðina í Þórkötlustaðahverfinu.

Byrjaði 12 ára í vegavinnu milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson á fer með FERLi á Selatöngum 2004.

Þegar Jón rifjar upp það sem á daga hans hefur drifið segir hann æsku sína hafa verið yndislega, „hún var mjög góð, ég fór snemma að vinna. Ég komst í vegavinnu hjá Einari Ben en hann var að gera veg frá Ísólfsskála upp að Krísuvík. Hann átti bæði Krýsuvíkina og Herdísarvíkina. Ég fékk vinnu í gegnum föðurbróður minn sem kom að verkinu. Ég var þar um vorið 1933, þá var ég 12 ára. Ég var síðan sendur upp í Skála til að elda fyrir mennina sem voru að vinna að veginum. Þetta gekk mjög vel, ég gat matreitt allt; kartöflur, rófur, kjöt eða fisk, matargerðin var einföld. Ég fékk 100 krónur fyrir sumarið,“ segir Jón.

„Fjórtán ára fór ég á vertíð hérna í Grindavík. Ég var á trillu og fékk 150 krónur fyrir þá vertíð sem var frá febrúar fram í maí. Af því þurfti ég að borga stakk fyrir 10 krónur og stígvél fyrir 12 krónur. Ég fékk ekki nema hálfan hlut þar sem þetta var fyrsta vertíðin mín. Á næstu vertíð fékk ég 350 krónur.“

Strandaði á síldarveiðum

Jón valgeir Guðmundsson

Jón Valgeir Guðmundsson.

„Árið 1938 fór ég á síld á Ægi frá Sandgerði og fékk 850 krónur fyrir sumarið, þá var róið út á árum. Við köstuðum þar á torfu við Skjálfanda.
ÆgirVið náðum að fylla Ægi og héldum í land á Siglufirði. Um nóttina, meðan við erum á siglingu, gerist það að það heyrist skruðningur, svo heyrði ég voða læti í vélinni og svo kom dauðaþögn. Það var svarta þoka, sást ekki út úr augunum, sjórinn var spegilsléttur. Við höfðum fengið í skrúfuna og báturinn strandað. Um nóttina erum við allir komnir upp á dekk. Klukkan hálf sex um morguninn var komin fjara og þá gátum við náð úr skrúfunni og svo biðum við bara eftir því að það félli að aftur. Svo líður og bíður og ekkert gerist en báturinn stóð milli tveggja kletta. Klukkan 14:00 daginn eftir losnar báturinn og í því kemur Muninn, bátur frá sömu útgerð og Ægir, sem er þá þegar búinn að landa síldinni sem hann var með og skipstjórinn kallaði: „Hvernig fórstu að því að stranda í svona góðu veðri?“ Okkur gekk í kjölfarið vel að veiða, eltum bara múkkann og fylltum báða bátana.

Dreymdi fyrir sjávarháska við Færeyjabanka

JJón Valgeir Guðmundsson

Jón Valgeir Guðmundsson.

Jón segir að lífið hafi alltaf gengið vel hjá honum, „alla tíð, það hefur alltaf verið bjart í kringum mig. Ég er berdreyminn, á sjó og landi, og mig dreymir oft fyrir vandræðum. Ég hef verið heppinn, sloppið úr háska vegna aðvarana sem ég fékk í draumi.“
MuninnJón heldur áfram að rifja upp atvik þar sem hann dreymdi fyrir sjávarháska. „Árið 1959 gerðist ég útgerðarmaður og keypti bát. Við fengum leyfi til að byggja bát í Þýskalandi. Við fórum að sækja bátinn, fórum tveir úr Grindavík, ég og Guðmundur Helgason, en nokkrir voru komnir út. Báturinn átti að leggja af stað heim þremur dögum fyrir jól. Þegar við erum að sigla Eystrasaltið þá dreymir mig að tvær konur ætli að drepa mig. Ég var hálf vankaður þegar ég vakna enda leiðinlegur draumur, svo ég segi við skipsfélaga mína að mig hafi dreymt ljótan draum í nótt og ég túlkaði drauminn á þann veg að litlu myndi muna að við færumst með skipinu. Þegar við erum komnir á Færeyjabankann, þá er hífandi rok og suðaustan 12 vindstig. Ég var skráður annar vélstjóri, en ég var uppi um 10 um morguninn. Þá sé ég þennan voða sjó koma á eftir bátnum, alveg himinháar öldur. Ég stoppa strax vélina til að taka ferðina af bátnum. Þá kemur siglingamaðurinn, Jón Pétursson, og segir: „Hvern djöfulinn, af hverju erum við að hægja á?“ Og ég segi við hann: „Hvað, sérðu ekki hvað er að ske?“

„Þessi 75 tommu trébátur, sem við vorum á, hann stakkst bara á nefið. Ef ég hefði ekki slegið af þá hefði honum bara hvolft. Og þetta hefur fylgt mér alla tíð, bæði á sjó og landi, ég fæ þessar aðvaranir. Mig dreymdi oft fyrir afla og eins þegar ekkert fékkst. Ef það var von á afla þá var báturinn á kafi í draumnum, en ef ekkert fékkst þá var hann bundinn við bryggju í draumnum. Svona hefur þetta verið allt mitt líf, alltaf eitthvað verið til að bjarga mér. Mig dreymdi þó ekki fyrir strandinu á Ægi og það er vegna þess að þá var rennisléttur sjórinn og gott veður.“

„Þú verður ekki gamall maður“

JJón valgeir Guðmundsson

Jón valgeir Guðmundsson.

„Einu sinni dreymdi mig að ég var úti í Hælsvík, ég var á trillu sem var nánast sokkin, sást ekkert í hana nema lestarborðið. Þetta var á sunnudegi og við förum út að Hælsvík og þar er ekkert að hafa. Síðan klukkan ellefu um kvöldið vænkaðist staðan og við fengum fullt af fiski. Drógum fullan bát eða um tvö tonn.“ Jón segir að þegar þeir hafi komið í land á mánudagsmorgni, hafi Þórarinn Pétursson, sem sá um reksturinn í Þórkötlustaðavinnslunni, komið til hans og sagt að nú ætti að skipa út 6000 kössum af fiski. „Hann sagði við mig að ég yrði nú ekki upp á marga fiskana ef ég ætlaði að vinna svona, „þá verður þú nú ekki gamall maður,“ en ég svaraði því til að það besta sem maður gerði væri að vera vinnandi. Svo fór að hann dó því miður úr krabbameini um sextugt og hér er ég, lifandi enn þá!

Berserksgangur í Kvennó

Grindavík

Kvenfélagshúsið.

Gamli tíminn er rifjaður upp og skemmtanir sem oft voru haldnar í Kvennó berast í tal, hvernig nýi tíminn mætir þeim gamla þegar kemur að slíku. Jón rifjar þá upp skemmtun í Kvennó sem haldin var á laugardegi fyrir páska, fyrir töluvert mörgum árum. Félagsheimilið Festi var a.m.k. ekki risið. „Yfirleitt var dansað á neðri hæðinni í Kvennó, setið var á bekkjum og konum boðið upp í dans. Þó var hópur sem hélt sig á efri hæðinni, oftast karlmenn sem sátu og drukku.“ Jóni var minnisstætt atvik þegar Kalli í Karlsskála var búinn að fá sér aðeins of mikið, losaði borðfætur undan borði og gekk svo berserksgang og lamdi alla þá sem fyrir voru. Jón sagði að svo mikil hafi lætin verið að hann hafi hlaupið eins og byssubrandur niður, út og heim. Hann hafi eftir þetta ekki verið mjög spenntur fyrir að sækja skemmtanir sem þessar. Menn hefðu orðið svo lemstraðir í átökunum að þeir gátu ekki róið eftir páskastoppið, „en það hefur aldrei verið stuggað við mér og ég ekki við neinum,“ bætir Jón við.

Mikilvægt að vera heilbrigður á líkama og sál

Ísólfsskálii

Ísólfsskáli.

Talið berst að langlífi en nokkur systkina Jóns hafa lifað nokkuð lengi. „Það besta við að vera langlífur er að hafa nóg að gera og nóg að starfa. Og vera heilbrigður á líkama og sál. Það að trúa á almættið skiptir miklu máli. Það styrkir mann svo að vita af því að það er einhver sem lætur mann vita af vandræðum. Þetta hefur fylgt mér alla daga. Ég reri nú einn um nokkurt skeið en aldrei hef ég óttast neitt eða verið hræddur um að nokkuð komi fyrir mig. Þetta er alveg æðislegt að fá að lifa svona lengi og fá að vera svona heilbrigður. Ég væri til í að lifa allt það líf, sem ég hef nú þegar lifað, aftur. Það hefur ekkert komið fyrir mig og ég hef verið látinn vita ef hættur eru framundan. Draumarnir hafa alltaf fylgt mér,“ segir Jón að lokum.

Jón dó ári seinna, líkt og allra núlifandi má vænta.

Heimild:
-https://grindavik.is/v/22455

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Húshólmi

Gengið var um Ögmundarstíg undir Krýsuvíkur-Mælifelli og áleiðis yfir Ögmundarhraun milli þess og Latsfjalls.

Ögmundardys

Ögmundardys.

Staðnæmst var við dys Ögmundar, sem er þarna í austurjarðri hraunsins. Þar er eini hluti hins gamla Ögmundarstígs, sem enn er óbreyttur. Öðrum köflum stígsins í gegnum hraunið hefur verið breytt eftir því sem ökutækin hafa tekið breytingum. Þannig var hann endurruddur að nýju í byrjun fjórða áratugs 20. aldar er hann var gerður ökufær á kostnað Hlínar Johnsens í Krýsuvík. Stígurinn ber þess merki, enda orðinn bæði nokkuð beinn og breiður. Nýi akvegurinn liggur svo til samhliða honum skammt sunnar í hrauninu.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Dysin er skírskotun til þjóðsögunnar um Ögmund og áhuga hans á að eignast dóttur Krýsuvíkurbónda (aðrir segja Njarðvíkurbónda). Bóndi samþykkti eftirgjöfina gegn því að Ögmundur ruddi stíg yfir hraunið á tilskyldum tíma. Ögmundur hófst handa að vestanverðu, en þegar hann kom austur yfir hraunið sat bóndi fyrir honum, drap hann þar í lægð og dysjaði. Þar er nú Ögmundardys. Enn má sjá hlöðnu dysina við stígkantinn.
Ögmundarhraun er undir Núpshlíðarhálsi, milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála. Vesturhluti þess er af öðrum uppruna en austurhlutinn. Hraunið er rakið til gígaraðar austan í hálsinum, þar sem meginhraunið rann á milli Latsfjalls og Mælifells í Krýsuvík alla leið í sjó fram og langleiðina austur að Krýsuvíkurbergi. Hraunið er talið hafa runnið um 1151 eða svipuðum tíma og Kapelluhraunið.

Latur

Latur. Latsfjall ofar.

Ögmundarstíg var fylgt yfir að Latsfjalli og síðan gengið suður með því að austanverðu, niður Latstöglin. Franskur ferðamaður, sem leið hafði átt gangandi um Krýsuvíkurveg, slóst með í förina, en hann var á leið til hins mikla og margfræga menningarbæjar Grindavíkur. Þegar hann frétti af fyrirhugaðri göngu FERLIRs vildi hann ólmur slást með í för. Eftir gönguna sagðist hann varla trúa því enn að landið byggi yfir slíkum töfrum sem raun ber vitni. Var honum tjáð að lykillinn að þessum töfrum væri í höndum bæjarstjóra Grindavíkurbæjar.

Sængurkonuhellir

Sængurkonuhellir.

Sunnan við Lat var komið við í sæluhúsi í hraunskúta. Hlaðið er fyrir munnann. Op er á skútanum og hlaðið umhverfis það að ofanverðu. Þarna leituðu ferðalangar skjóls á leiðum þeirra milli Krýsuvíkur og Grindavíkur fyrrum.
Stígur liggur ofan sæluhússins áleiðis í og neðan við Óbrennishólma. Stígurinn heldur áfram til austurs sunnan hólmans, en að þessu sinni var götu fylgt inn í hólmann og staðnæmst þar við stóra forna fjárborg á hæð í honum sunnanverðum. Í lægð vestan við borgina mótar fyrir fornu garðlagi frá norðri til suðurs. Austar er tóft, annað hvort af minni fjárborg er hringlaga topphlöðnu húsi. Hár hraunkanturinn er skammt austan hennar.

Óbrennishólmi

Garður í Óbrennishólma.

Haldið var upp í hólmann og skoðaðir garðar þeir er hraunið hafði staðnæmst við. Greinilega sést hvar þunnfljótandi hraunið hefur runnið yfir hlaðinn garð. Grjótið í honum er úr grágrýti en ekki hraungrýti, sem er allt umhverfis. Líkast til er þarna um tvö hraun, mismunandi gömul, að ræða. Garðurinn hefur verið hlaðinn á eldra hraunið, en það yngra runnið að honum. Grjótið í garðinum er svipað og á holtinu hjá stóru fjárborginni og í borginni sjálfri.

Óbrennishólmi

Skjól eða fjárborg ofan Óbrennishólma.

Ofar í hrauninu er hlaðið hringlaga gerði, líklega nýrra, enda úr hraungrýti. Þá er hlaðið gerði og garður út frá því neðst og syðst í hólmanum. Hann virðist vera nýrri, enda hlaðinn að hraunkantinum, en hraunið ekki yfir honum líkt og efra.

Gengið var austur yfir úfið hraunið áleiðis að Húshólma. Af efstu brún þess er fallegt útsýni yfir hólmann og nærliggjandi hraun. Þaðan sést vel hvernig skipting hraunsins hefur verið, annars vegar þynnfljótandi og hins vegar úfið og seigt. Óbrennishólmi og Húshólmi hafa að öllum líkindum verið hæðir í fyrrum landslaginu og því staðið upp úr þegar hraunin runnu.

Brúnavörður

Brúnavörður.

Í suðri sést vel í Brúnavörður, en við þær liggur stígur frá suðurbrún úfna hraunsins áleiðis í Húshólma. Stígurinn er flóraður á kafla.
Bæjarrústirnar í Húshólma eru að hluta þaktar hrauni en þar sér líka móta fyrir túngörðum, sem enda undir hrauni. Efst í Húshólmanum er eldri hraunbreiða frá gígaröð suðaustan Mælifells.
Skiptar skoðanir eru um aldur Ögmundarhrauns en nýjustu niðurstöður benda til þess að það hafi runnið 1151. Myndast hafa nokkrir landhólmar í hraunrennslið og kallast þessir hólmar óbrennishólmar.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.

Húshólmi er þeirra stærstur. Í honum eru varðveittar húsarústir, og er talið að þar hafi Krýsuvík hin forna staðið. Í Kirkjulágum, smáhólmum skammt vestan við Húshólma, eru húsarústir og er ein þeirra talin vera af kirkju og nafnið dregið af því. Leifar einnar byggingarinnar eru nær horfnar en hraunið sem runnið hefur umhverfis hana stendur eftir og mótar útlínur hennar. Er það nær einstakt í heiminum að fornleifar hafi varðveist með slíkum hætti, mótaðar inn í storknaðan hraunstraum.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Þegar komi er að rústunum í Húshólma, eða öllu heldur í hrauninu skammt vestan við hólmann, má fyrst sjá minjar skála, sem hraunið hefur runnið umhverfis og brennt torfveggina. Eftir stendur stoðholuröð. Í þeim hafa verið stoðir, sem haldið hafa þakinu uppi. Sést vel hvernig hraunið hefur brennt timburverkið svo eftir standa holurnar í hrauninu, í miðri tóftinni. Áhrifaríkt.

Húshólmi

Húshólmi – veggur og tóftir.

Sunnan við þennan skála er annar heillegri. Snýr hann eins og sá efri. Lag hans sést vel, lítillega sveigðir veggir og þverhýsi við austurnendann. Hleðslurnar sjást vel. Grjótið er grágrýti, ólíkt hraungrýtinu umhverfis. Norðaustar móta fyrir tveimur tóftum sem hraunið hefur runnið umhverfis og brennt.

Húshólmi

Skálatóft í Ögmumdarhrauni við Húshólma.

Sunnan við þessar tóftir er bogadreginn veggur, alllangur. Innnan hans er tóft, líklega þriðji skálinn. Garðstubbur er vestan hans og annar bogadreginn út frá honum að austanverðu. Innan hans er skeifulaga tóft. Þar er hin forna kirkja við Kirkjuflöt. Í henni eru m.a. hleðslur úr sjóbörðu grágrýti. Auðvelt er að draga þá ályktun að tóftir húsa í Húshólma, sem enn sjást, hafi verið byggð niður við sjóinn. Þarna gæti hafa verið (og hefur að öllum líkindum verið) vík inn í landið (Krýsuvík, Krossvík eða annað líkt – annars er merking Krýsuvíkur sú að deildur hafi staðið þar, annað hvort um víkina eða annað) og góð lending. Eftir að hraunin runnu hafi þau fyllt upp í víkina.

Húshólmi

Húshólmi – Kirkjustígur.

Kirkjustígurinn liggur til austurs, yfir í Húshólma. Þar mótar fyrir hringlaga mannvirki, nokkuð stóru. Segir sagan að þarna hafi verið forn grafreitur. Lítið sem ekkert hefur verið grafið í Húshólma. Bæði er það vegna þess að talsverður gangur er þangað, auk þess er hætt við að niðurstaðan kunni að breyta í einhverju sögunni um búsetu manna hið fyrsta hér á landi.
Garður liggur frá hraunkantinum, og reyndar inn í hann einnig, nokkuð ofar (móts við efsta skálann) og til suðausturs, en sveigir síðan til suðurs og aftur að hraunkantinum mun sunnar. Á hann liggur beinn þvergarður, skammt sunnan við hringalaga gerðið. Allt hafa þetta verið mikil mannvirki á sínum tíma. Ytri garðurinn er að mestu úr torfi, en þvergarðurinn hefur verið hlaðinn úr grjóti að hluta. Sést það vel miðsvæðis.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Samkvæmt rannsóknum er aldur garðsins a.m.k. frá því að landnámsöskulagið lagðist yfir landið því sjá má það í pælunni við garðinn. Líklegt má telja að landnámsmenn þarna hafi fyrst byggt hús og nauðsynlega garða, en síðan tekið til við gerð stærri og fjarlægari mannvirki. Ekki er ólíklegt að hraunið hafi runnið yfir fleiri byggingar, sem hafa staðið þarna lægra. Minjarnar í Óbrennishólma, sem þó eru í nokkurri fjarlægð, og minjarnar í Húshólma, bera með sér að þarna hafi verið talsverð byggð. Fjárborgin í Óbrennishólma virðist hafa verið nokkuð há, auk þess sem ummál hennar er með því meira sem gerist í fjárborgum á Reykjanesi. FERLIR hefur þegar skoðað tæplega áttatíu slíkar. Þá er jarðlægi garðurinn í Óbrennishólma svipaður görðunum í Húshólma.

Húshólmi

Húshólmi – sjóbúð ofan Hólmasunds.

Syðst í Húshólmanum er tóft, skammt ofan við rekastíginn. Líklega tengist hún rekavinnslu í hólmanum. Neðan undir honum er Hólmasundið.
Efst í Húshólma er forn fjárborg og minjar selsstöðu, s.s. stekkur og kví. Þar er og hlaðið byrgi refaskyttu við eitt grenjanna. Stígur liggur út úr Húshólma efst í honum, en hann er sagður hafa verið gerður vegna þess að kirkjan í hólmanum hafi verið notuð eftir að hraunið rann. Aðrir benda á að hann kynni að vera tilkominn vegna selstöðunnar eða annarrar nýtingar, sem verið hefur í Húshólma í gegnum tíðina.

Húshólmi

Útsýni yfir Krýsvíkurbjarg af sjávarstígnum.

Gengið var austur eftir stíg syðst í Húshólma, neðan undir gamla berginu og með stórkostlegt útsýni yfir að Krýsuvíkurbergi. Ofan bergins á þessu svæði vottar einnig fyrir garðlögum innan óbrennishólma.
Með austurjaðri Ögmundarhrauns er hlaðið stórt gerði, líklega fyrir hesta. Ofar, upp undir Borgarhól, er hlaðin fjárborg.
Veður var frábært – sól og hiti. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir:
-Brynjólfur Jónsson. „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902.“ Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903. Rvk.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson. „Krísuvíkur eldar I. Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins.“ Jökull 38, 1988
-http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_ogmundarhraun.htm
-http://www.fornleifavernd.is/2/Fridlystar_fornleifar/Reykjanes%20og%20Reykjavik/husholmi.htm

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

/https://ferlir.is/husholmi/

ísólfs

Farið var að Ísólfsskála og Selatöngum í fylgd Jóns Valgeirs Guðmundssonar, syni Guðmundssonar Hannessonar frá Vigdísarvöllum. Lýsing á hluta ferðarinnar fer hér á eftir.

Notarholl-223

Ísólfsskáli – fiskbyrgi við Nótarhól.

Haldið var eftir Ísólfsskálavegi frá Hrauni. Jón benti m.a. á hvilft í vestanverðum Siglubergshálsi þar sem hann kemur í Fiskidalsfjall og nefndi hana Lyngbrekku. Hann benti og á gamla veginn, sem lagður var frá Hraunssandi, upp hálsinn og áfram áleiðis yfir að Skála. Hann sést vel ofanvert í hálsinum og áfram á milli og yfir Móklettana. Þar liggur vegurinn inn með hlíðinni uns hann liggur áleiðis norður fyrir Slögu austan við Litlaháls.
Jón sagðist muna vel eftir LM-merkinu (ártal) í austanverðum Móklettum. Það var skoðað og benti Jón á stað, sem merkið er. Landamerkin að vestanverðu liggja úr Festisnýpu, í merkið á Móklettum og yfir í Rauðamelshól uppi á sunnanverðu Borgarfelli.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – fiskgarðar.

Ekið er yfir Litlaháls og þá er Lyngfjall á hægri hönd, síðan Festisfjall sunnan við það. Áður en haldið var að Ísólfsskála var farið inn í Drykkjarsteinsdal að Drykkjarst. Á leiðinni var farið framhjá grettistaki suðvestan í Slögu, er Jón sagði heita Hattur. Jón sagði Símon Dalaskáld hafa ort fallegt kvæði um steininn, en hann er sunnan við þjóðleiðina austur að Mjöltunnuklifi og til Krýsuvíkur. Jón sagðist nú einn vera eftirlifandi þeirra, sem lögðu veginn árið 1933. Þeir hefðu þá verið fimm saman, en vegurinn hafi verið gerður að beiðni Hlínar í Krýsuvík og á hennar kostnað.

Méltunnuklif

Méltunnuklif.

Þeir hafi haft einn hest, Nasa, og einn vagn við vegagerðina. Hún hafi verið tiltölulega auðveld að Méltunnuklifi, en þá hafi þeir þurft að ryðja sér braut niður klifið og í gegnum Leggjabrjótshraun, yfir Núpshlíðina og áfram yfir hraunið að Latfjalli. Þá hafi Ögmundarhraunið tekið við og liggur gamli vegurinn skammt norðan núverandi vegar. Við austurenda hans er komið inn á leið þá er Ögmundur lagði forðum. Gengið var að dysinni, teknir punktar og hún skoðuð. Þá var gengið spölkorn eftir gömlu leið Ögmundar. Enn sést vel móta fyrir henni á kafla í hrauninu.
Komið var að Ísólfsskála. Vestan við Huldukonustein (norðan íbúðarhússins) er Bjallinn. Undir honum, þar sem hann er sléttastur og gamalt garðlag liggur að honum, voru Skálaréttir. Í þeim voru dilkar og almenningur. Þangað komu Grindvíkingar í réttir. Eftir að Borgarhraunsréttir voru hlaðnar lögðust þær af.
Notarholl-224Á Ísólfsskála benti Jón á Gvendarvör, sem er innan í fallegu lóni utan við Nótarhól austan við túnin á Skála. Á hólnum og við hann eru mikil fiskibyrgi og þurrkgarðar frá þeim tíma er fiskur var verkaður og þurrkaður á staðnum. Jón sagði að fiskurinn hafi verið flattur eins og saltfiskur nú, hann síðan lagður inn í byrgin og þess gætt að roðið lægi saman. Þannig hafi fiskurinn verið um veturinn. Um vorið hafi hann verið tekinn og lagður á garðana uns honum var pakkað og skúturnar komu erlendis frá og sóttu hann. Þær hafi verið á legu utan við víkina, stundum margar saman. Utan við Nótarhól er Gvendarvör, eins og fyrr sagði og heitir ysta mark lónis Gvendarsker. Frá því myndast alnbogi til lands með því austanverðu og sker að vestanverðu.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – gamli bærinn.

Lending hafi verið í Börubót, sem verið hafði beint neðan við bæinn. Bærinn sjálfur var þar sem nú er bílastæði vestan við græna sumarbústaðinn vestast á túninu, undir Bjallanum. Enn sést móta svolítið fyrir hleðslum hússins að hluta. Austan við veginn að bústaðnum eru einnig hleðslur gripahúsanna, en göng voru yfir í þau úr bænum. Sjóbúðun var framan og vestan við bæinn, fast við veginn að bústaðnum. Hleðslurnar sjást þar að hluta. Beint þar fyrir neðan sjóbúðina er hlið. Sjávarmegin við það, þar sem nú er sjávarkampurinn, var hlaðinn brunnur bæjarins.

Notarholl-225Kampurinn hefur gengið mikið upp síðan því tún var niður að honum allt að móts við Lambastapann, sem er austasti klettur Festisfjalls, Skálamegin. Ofan hans er Hjálmarsbjalli, nefndur eftir bróður Guðmundar. Hann ruddi svæðið ofan við bjallann, hlóð veggi og gerði þar túnblett. Norðan við húsið er stakur steinn er nefnist Huldukonusteinn. Segir sagan að huldukona hafi eitt sinn birst heimasætunni er var að leik við steininn og beðið hana um að lána sér dúkku, sem hún hafði. Heimasætian lánaði huldukonunni dúkkuna, en svo óheppilega vildi til að hún missti hana svo hún brotnaði. Varð af grátur og gnýstan tanna, en huldukonan hvarf inn í steininn.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – steinninn.

Haldið var að “nýja” Skálahúsinu, sem byggt var 1931. Austan þess er stór steinn. Hann féll úr Bjallanum er faðir Jóns var níu vetra og lenti á höfði hans. Hlaut hann langt og mikið sá þvert yfir höfuðið svo leðrið hékk laust. Varð að sækja lækni til Keflavíkur til að vinna saumaskapinn. Suðaustan við húsið, þar sem nú er grunnur, stóð Bergsstaðahúsið. Það var síðar flutt út í Þórkötlustaðahverfi og loks út í Járnegarðastaðahverfi, a.m.k. hluti þess. Guðbergur Bergsson hefur búið þar. Í stefnu austur frá húsinu, ríst klettaborg úti í hrauninu. Hún nefnist Kista. Fjárbólið var uppi í klettunum norðan við bæinn. Jón sagðist muna eftir því, t.d. árið 1928, að mikið af skútum hafi verið við veiðar utan við ströndina. Þær voru franskar, færeyskar, danskar og hollenskar.

Notarholl-226

Séð frá húsinu, í átt að Nótahól, er lágur grashóll og utan í honum hleðslur. Hann nefnist Hestagerði. Rangagerði er djúp skora utar með ströndinni og skerst hún allangt inn í bergið. Þangað komst t.d. sjómaður eitt sinn á bát sínum í vonskuverði og bjargaðist. Rangagerði varð áður fyrr austurmörk Ísólfsskála, eða eftir að bóndinn gaf Kálfatjörn rekann frá gerðinu að Dágon á Selatöngum sem sálargreiða. Í staðinn eftirlét Kálfatjörn Ísólfsskála grásleppuveiði utan við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Bárður, bóndi á Skála, keypti hann til baka árið 1916 svo nú eru austurmörkin aftur í Dágon.

Brandur

Vörðurnar Brandur og Bergur.

Þegar haldið var áfram austur Ísólfsskálaveg lýsti Jón Hrafnsskriðu undir Slögu, Stórusteinum, Lágaskarði o.fl. stöðum. Vörður tvær á hægri hönd heita Bergsvarða (nær veginum) og Bárðarvarða. Bergur, faðir Guðbergs, hlóð þá veglegri er hann sat yfir fénu þarna og vildi hafa eitthvað um að sýsla. Gil eitt á vinstri hönd er merkilegt fyrir það að í því eru drykkjarskál. Þar settist vatnið og gat fé gengið að því vísu.

Ögmundardys

Jón Guðmundsson við Ögmundardys.

Fyrsta hornið við veginn á vinstri hönd heitir Fyrsta brekka í Méltunnuklifi. Síðan tekur við Önnur brekka í Méltunnuklifi. Þangað voru kýrnar frá Skála venjulega reknar til beitar. Loks er Méltunnuklifið. Þá hafi vegurinn um klifið bæði ve mjór og svo þröngur að erfitt gat verið að komast með hesta þar um. Gamla þjóðleiðin, sem fyrr var líst, kemur ofan af klifinu skammt norðar. Þar heitir Innsta brekka í Méltunnuklifi. Grasi gróið dalverpi er þar austanvið. Farið er í gegnu gjallgíga. Þeir heita Moshólar.
Áður en haldið var að Selatöngum var farin gamla leiðin í gegnum Ögmundarhraun, þá er Jón og félagar ruddu á sínum tíma. Jón lýsti leiðinni og vinnunni. Verst gekk, að hans sögn, að komast í gegnum hraunhaftið skömmu áður en komið er austur fyrir hraunið. Í Mjöltunnuklifinu hafi þurft að sprengja klett, sem slútti út í stíginn og orsakaði erfiðleikana við flutninga fyrrum. Við austurjaðar hraunsins er dysin skammt frá. Enn má vel sjá móta fyrir hleðslum í henni.

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson á fer með FERLIR á Selatöngum 2004.

Á leiðinni niður að Selatöngum lýsti Jón Eystri lestarleiðinni frá Krýsuvík, Rekagötunni og Vestari lestarleiðinni, um Katlahraun út að Ísólfsskála. Eystri leiðin liggur með hraunkantinum, sem er handan hraunssléttunar austan vegarins. Jón að þeir hefðu verið svo til allt haustið að reiða reka heim frá Selatöngum. Tanga Móri hefði stundum gert vart við sig, en vitað var að hann hafi verið vesalingur, sem orðið hafði úti þarna við Tangana. Fræg er sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda.
Gengið var að refagildrunum vestan við Selatanga. Faðir Jóns hlóð þær á sínum tíma. Jón sagði hann hafa verið meira gefinn fyrir veiðar en búskap. Gildrurnar hafði hann ekki séð í u.þ.b. hálfa öld. Gengið var eftir Vestari lestargötunni í gegnum Katlahraun og að Smíðahelli. Á leiðinni benti Jón á skarð suðvestan í Katlinum, en af því var áður tekið mið í Geitahlíðarenda – fiskimið. Jón sagði vermenn á Selatöngum stundum hafa stolist í Smíðahelli í landlegum, tekið með sér rekavið, og dundað við að smíða úr þeim ausur, spæni, tögl o.fl. Þetta hefðu þeir ekki mátt, en í hellinum gátu þeir dulist án þess að nokkur yrði þeirra var.

Selatangar-221Þar sem setið var utan við hellinn í kvöldsólinni benti Jón á Langahrygg í norðri. Hann sagðist hafa verið þarna niður á Töngunum haustið 1940 er hann og bróðir hans hefðu orðið var við hvítann flekk utan í hryggnum. Þeir hafi haldið heim, en síðan farið upp á hrygginn. Þegar þangað kom hafi þeir sé líkamsparta dreifða um hlíðina og brak úr flugvél upp og niður um hana alla. Þeir hafi gengið niður til Grindavíkur til að láta vita. Þaðan hafi verið haft samband við herinn, því þarna var um ameríska flugvél að ræða með marga háttsetta innanborð. Haldið var á hrygginn í bryndreka, en það hafi verið í fyrsta og síðasta skiptið sem hann hafi ferðast með slíku farartæki.

Selatangar

Selatangar – fjárskjólið.

Litið var á fjárskjólið norðan Katlahrauns. Jón sagði það hafa verið hlaðið um 1870 af föður hans, sem þá hafi búið á Vigdísarvöllum, vegna þess að féð hafi leitað niður í sunnanverðar Núpshlíðar og alveg niður í fjöru á Selatöngum. Eftir að faðir hans flutti að Skála komu þangað íslensk kona og fylgd hennar var Þjóðverji. Þetta var á stríðsárunum. Þau hafi beðið um húsaskjól. Guðmundur hafði slíkt ekki á lausu, en vísaði þeim á fjárskjólið. Þar dvaldi parið um tíma eð þangað til þau voru sótt þangað af Bretum.

Nótarhellir

Nótarhellir.

Jón vísaði á Nótahellir vestast á Seltöngum. Þar sagði hann bændur hafa lagt nótina yfir vík, sem þar er, til að veiða selinn, sem hafi verið fjölmennur á og utan við tangana í þá daga. Hellirinn sést vel á lágfjöru, en erfitt er að komast að honum í annan tíma. Fé leitaði stundum inn í hellinn og flæddi þá stundum inni. Þess vegna var reynt að gera gerði utan við hornið landmegin, en það fór veg allrar veraldar.
Þá var gengið um Selatangasvæðið sjálft. Það skal tekið fram að eftir gönguna sáu þátttakendur svæðið í allt öðru ljósi en áður. Þarna er svo margt og merkilegt að finna að erfitt er að lýsa því stuttum texta. Þess vegna var ákveðið að nota ferðina og gera uppdrátt af svo til öllum mannvirkjum á Seltaöngum, nefna þá og staðsetja svona nokkurn veginn.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Vestan við sjálfa Selatangana eru brunnurinn, þar sem vatn aldrei þraut. Ofan hans eru Brunntjarnirnar. Jón sagði að hann og bróðir hans hefðu fyllt svo til alveg upp í brunninn eftir að dauð rolla fannst ofan í honum. Hann hafi áður verið meira en mannhæða djúpur.
Vestast á Selatöngum, austur undir kletti, er hlaðið hesthúsi Á austurveggnum eru garðarnir. Sunnan hesthússins eru búðir þær, sem síðast var hafst við í. Innst, nyrst, er eldhúsið. Sjá má ennþá hlóðarsteinana í suðausturhorni þess. Framan við eldhúsið eru tveir bálkar, svefnhús. Austan við þá er hús, sem var hluti búðanna. Í þeim var hafst við allt til ársins 1880, en þá gerði faðir hans út bát frá Selatöngum.

Selatangar

Selatangar – verbúð.

Báturinn var jafnan í Tangasundinu, sem er neðan við vestasta fiskibyrgið á hól sunnan búðanna. Að því er gengið frá búðunum um hlaðið hlið. Byrgið stendur svo til heilt. Göt eru á báðum göflum. Jón sagði þau hafa verið lyklinn að önduninni. Fiskinum hafi verið staflað líkt og á Nótarhól og þess gætt að kjötið snertist ekki. Þannig hafi hann verið um veturinn. Um vorið hafi fiskurinn verið tekinn og borinn út, þurrkaður og ýmist fluttur út í skútur eða heim. Fiskibyrgin standa sum svo til heil, bæði með húslagi og ein hringlaga. Verbúðirnar eru við fyrstu sín illa sjáanlegar, en þegar betur er að gáð, sjást þær vel. Austustu búðirnar er vestan við Selalónið, en austan þess er klettaveggur. Hann heitir Vestari Látur. Austari Látur eru þar skammt austar. Rétt sést móta fyrir austustu búðunum, sunnan við austasta þurrkbyrgið, sem stendur þar nokkuð heillegt. Búðirnar eru vestan við hlaðinn stíg er liggur frá fiskbyrginu niður að ströndinni. Ofan byrgisins er Smiðjan í klettasprungu. Austan þess er hlaðið hringlaga fallegt fiskibyrgi.

Selatangar-223

Selatangar – Dágon fyrir miðju (nú horfinn).

Dágon er nær horfinn. Hann sést þó í fjöruborðinu sem lítill klettur, suðaustan við vestasta fiskibyrgið. Vestan hans er hærri klettur og annar stór uppi á bakkanum á milli þeirra og byrgisins. Á tiltölulega sléttum grágrýtisklöppunum neðan við Dágon er klappað LM, en þar voru austurmörk Ísólfsskála og Krýsuvík tók við. Áletrunin sést einungis á lágfjöru. Jón sagðist hafa ætlað að skýra fyrsta bátinn sinn Dágon, en þegar hann frétti að nafnið þýddi “djöfull” á dönsku, hafi hann hætt við það.
Neðan við það fiskibyrgi, sem er heillegast miðsvæðis, er Skiptivöllurinn, bergrani út í sjó. Þar voru áður sléttar klappir og voru þær notaðar sem skiptivöllur líkt og vellirnir við Stokkasundið í Selvogi.

Selatangar

Selatangar – gömul verstöð á Reykjanesskaga. Þetta byrgi er nú horfið til hálfs.

Þegar gengið er til vesturs á Töngunum má t.d. sjá þurrkgarða, fiskbyrgi fremst, verbúð austan undir kletti (þeirri er lýst var áður), hesthúsið norðar, fiskibyrgi, fjögur kringlótt fiskibyrgi, íveruhús, fullt að sandi, skiptivöllinn, hús, hringlaga fiskibyrgi, fiskibyrgi, tvö sandfyllt hús, tvo hringlaga byrgi, Smiðjuna, fiskibyrgi, hús, eldhús, bálka og loks fiskibyrgi. Utar er Selalón, eins og áður sagði. (Sjá nánar í bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga. Í honum er m.a. fyrrnefndur uppdráttur af Töngunum).
Veður var í einu orði sagt frábært – logn, sól og hiti.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Ögmundastígur

Farið var um Hrauntungu í Kapelluhrauni og leitað fjárhella, sem þar eiga að vera.

Hrauntungur

Hrauntunguskjól.

Í Tungunni fannst fjárskjól hlaðið fyrir hellisskúta og skjól í jarðfalli, sem hlaðið hafði verið fyrir. Stórt birkitré huldi innganginn í skjólið, sem mun hafa verið afdrep fyrir smala, en þegar inn var komið blasti við talsvert rými og miklar hleðslur.

Þá var haldið í Krýsuvík og gengið norður með vestanverðu Krýsuvíkur-Mælifelli, í kantinum á Ögmundarhrauni, framhjá Drumbi og inn í Bleikingsdal. Til baka var gengið með læk í gegnum hraunið. Staldrað var við hjá Ögmundardys, en eins og flestum er kunnugt lét Krýsuvíkurbóndi (sumir segja Njarðvíkurbóndi) drepa og síðan dysja vinnumanninn Ögmund eftir að hafa svikið hann um að mega eiga dóttur hans ef hann gæti rutt braut í gegnum hraunið innan tilskilins tíma.

Stóri-Hamradalur

Rétt í Stóra-Hamradal.

Einungis brot af hinum gamla Ögmundavegi er eftir í hrauninu. Nýr vegur, Hlínarvegurinn, var lagður ofan í hann yfir Ögmundarhraun á fyrri hluta 20. aldar.
Loks var gengið yfir Tófubruna vestan Latfjalls, upp í gígana og áfram yfir í Stóra-Hamradal. Þar undir hömrunum er gömul rétt, sem notuð var til rúninga á öldum áður, skv. upplýsingum Jóns Guðmundssonar frá Skála.
Veður var með miklum ágætum.

Stóri-Hamradalur

Stóri-Hamradalur.

Krýsuvíkurleið

Áður en það var rutt varð að fara vestur yfir hálsa fyrir endann á hraunsuppkomunni þegar fara þurfti til Njarðvíkur eður Keflavíkur.

Ögmundardys

Jón Guðmundsson við Ögmundardys.

Bóndinn í Njarðvík átti dóttur. Hennar bað lausingi nokkur er Ögmundur hét, tröllmenni að stærð og kröptum. Bóndi vildi ei gipta dóttur sína fúlmenni þessu en treystist ei að standa í móti honum. Tekur hann því það ráð að lofa honum stúlkunni ef hann vildi vinna það til hennar að gera færan veg yfir hraunið, þar sem beinn yrði vegur til Suðurnesja.
Þetta verk tókst hann á hendur og framkvæmdi það duglega en lagðist til svefns að loknu verkinu austan til við hraunbrúnina en bóndi lá í leyni í hraungjótu. Ætlaði hann inum stundir að sofna vært og drap hann sofandi.
Þar er dys hans sem drepinn var og er hraunið síðan við hann kennt og kallað Ögmundarhraun.
Jón Guðmundsson frá Skála fylgdi FERLIRsfélögum að dys Ögmundar við Ögmundarstíg í Ögmundarhrauni.

-Huld I 231.

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

Vigdísarvellir

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu 1960, er birt þjóðsagan  “Í risaklóm“. Sagan birtist einnig í Æskunni árið 1981:

Vigdísarvellir

Móhálsadalur austan Vigdísarvalla.

“Endur fyrir löngu bjuggu hjón á bæ þeim, skammt frá Krýsuvík, er Vigdísarvellir hét. Sá bær er nú í eyði. Þau hjón áttu sér eina dóttur. Hún hét Guðrún. Guðrún var forkunnar fögur. Svo fögur að hennar líki fannst enginn á öllu íslandi. Ekki er þess getið að þau hjón hafi átt fleiri barna. Og bjuggu þau með dóttur sinni einni á Vigdísarvöllum.

Þegar þessi saga gerðist eru hjónin hnigin mjög á efri aldur, en dóttir þeirra gjafvaxta. Fregnir um fegurð Guðrúnar og gjörvuleik fóru víða. Menn komu víðsvegar að til þess að biðja hennar. En allt var það árangurslaust.
Hversu fríðir og föngulegir og fémiklir sem biðlarnir voru, neitaði Guðrún þeim öllum. Og getur sagan ekki um ástæðu fyrir því. Gekk svo um langan tíma.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir.

Eitt kvöld síðla sumars er barið all-harkalega á bæjardyrnar á Vigdísarvöllum. Verður þeim hjónum og Guðrúnu bilt við, og hikaði bóndi við að fara til dyra. Er þá aftur barið og enn þunglegar en áður. Verður bónda nú ekki um sel og fer hvergi. Þess er þá skammt að bíða, að barin eru þrjú bylmingshögg á bæjardyrnar. Og þorir bóndi nú eigi annað en út að ganga. Nokkuð var farið að rökkva. Koldimmt var í göngum. Uggur var í bónda. Þreifaði hann sig fram eftir göngunum, fálmaði eftir slagbrandinum, tók hann gætilega frá dyrunum og gægðist út. Sá hann þá hvar stór maður, ferlegur útlits og ófríður, stóð frammi fyrir honum. Fannst bónda maðurinn mikilúðlegur og illa vaxinn. Þóttist hann aldrei hafa séð svo ljótan mann fyrr á ævi sinni. Sýndist honum hann meira líkur risa en mennskum manni. Hugði nú bóndi að hér væri ekki allt með felldu, en reyndi sem allra minnst að láta á ótta sínum bera. Heilsaði hann manni þessum, spurði um heiti hans og innti hann eftir erindi hans, og hvaðan hann væri. Kvaðst maðurinn heita Ögmundur og vera kominn til þess að biðja dóttur hans.
Ekki sagðist hann geta sagt hvaðan hann væri. Svo óttasleginn sem bóndi var fyrir, varð hann hálfu hræddari, er hann heyrði erindi komumanns og hinn hrikalega málróm hans. Bóndi varð fár við í fyrstu en sá fljótt að nú var annað hvort að duga eða drepast. Bað hann komumann hinkra ögn við meðan hann brygði sér í baðstofu og færði þetta í tal við konu sína og dóttur.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraunið rutt.

Þarf ekki að orðlengja það, að bónda þótti nú þunglega horfa, og að konu hans og Guðrúnu þóttu tíðindin ill. Æddi bóndi nú eirðarlaus fram og aftur um baðstofugólfið. Álasaði hann dóttur sinni harðlega fyrir að hafa ekki þegið bónorð einhvers af þeim mörgu ágætu og glæsilegu mönnum, er höfðu beðið hennar. Hefði þá þessum vansa verið bægt frá dyrum þeirra. En um það dugði ekki að fást, úr því sem komið var. Hér var vandi á ferðum. Góð ráð voru dýr. Hryllti bónda við að láta dóttur sína í hendurnar á þessum hræðilega risa. Og ef hann neitaði, var eins líklegt að hann tæki Guðrúnu með valdi og flytti hana á brott með sér. Í öngum sínum og ráðaleysi ráfaði bóndi nú til dyranna, en kona hans og dóttir fylgdu honum eftir með skelfdum augum. Komumaður leit löngunarfullum augum til bónda er hann kom út. En í því er bónda varð litið upp til hins ljóta og afskræmda andlits risans, kom honum skyndilega ráð í hug. —

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Nú er frá því að segja að skammt frá Vigdísarvöllum var hraun nokkurt, ógreiðfært og illt yfirferðar. Var það ákaflega úfið, holótt og þversprungótt og lá víða á því mosaslæða, svo að stórhættulegt var yfir að fara. Kom það eigi sjaldan fyrir að slys urðu á mönnum og dýrum. Bóndi hafði þá nýlega misst hest sinn og hafði hann fótbrotnað í klungri hraunsins.
Bóndi bað komumann fylgja sér. Mæltu þeir fátt en gengu hratt. Þegar þeir komu að hraunjaðrinum, mælti bóndi: “Ég skal gefa þér dóttur mína fyrir konu en með einu skilyrði þó. Þú skalt ryðja þetta hraun. Skaltu ryðja greiðfæran veg í gegnum það og vera búinn að því að sólarhring liðnum. Verðurðu ekki búinn að því fyrir lágnætti annað kvöld, verður þú af dóttur minni.” Að svo mæltu gekk bóndi snúðugt burtu. Varð fátt um kveðjur. En risinn tók til óspilltra málanna við að ryðja hraunið.
Bóndi gekk glaður heim á leið og þóttist nú heldur en ekki vel hafa dugað sér og sínum. Sváfu þau hjónin vel um nóttina. Guðrún svaf illa. Hafði hún ýmist þunga drauma eða lá andvaka. Gat hún ekki varist þeirri hugsun, að verið gæti að risanum tækist að ryðja hraunið. En bóndi kvað það hina mestu fjarstæðu, taldi í hana kjark og bað hana sofa.

Ögmundardys

Ögmundardys.

Árla næsta morgun reis bóndi úr rekkju. Hann gekk út á bæjarhólinn og skyggði hönd fyrir auga. Sá hann þá hvar risinn hamaðist sem mest hann mátti. Var engu líkara en kominn væri á hann berserksgangur. Grýtti hann grjótinu til beggja handa sem óður væri. Fannst bónda atgangur hans mikill og æðisgenginn. Og ekki var ásýnd risans ásjálegri.
Bónda leist nú ekki á blikuna. Hvarf hann inn í bæinn aftur og tjáði konu sinni, að tvísýnt væri nú að ráð hans dygði nokkuð. Kvað hann vera komið æði á risann enda miðaði honum drjúgum. Svo gæti farið að honum tækist að ryðja hraunið og yrðu þau hjónin að láta af hendi dóttur sína.
Ögmundardys
Þennan dag var eigi rótt í koti karls og kerlingar og varð lítið úr verki á Vigdísarvöllum. Var sem enginn gæti innt af hendi nokkurt verk til hlítar.
Tíðum var þeim hjónum og Guðrúnu gengið út á hólinn, einkum þó Guðrúnu. Og var sem hún hefði enga eirð í sínum beinum.

Ögmundastígur

Dys Ögmundar við Ögmundarstíg í Ögmundarhrauni. Jón Guðmundsson frá Skála við dysina.

Risanum miðaði æ betur og betur. Eftir því sem á daginn leið lengdist vegurinn og styttist nú óðum sá kafli er eftir var.

Leið nú dagurinn uns komið var fram í myrkur. Tóku hjónin að örvænta að úr þessu mundi rætast. Guðrún var orðin vonlaus. Fór hún að búa sig undir brottförina, og gerði hún það ekki sársaukalaust. Hjartað barðist ótt í brjósti hennar. Bar hún sig næsta aumlega, sem vonlegt var. Hafði hún aldrei úr föðurgarði farið áður enda ætlað sér vænlegra hlutskipti en að lenda í risaklóm. Grét hún beisklega yfir örlögum sínum. Móðir hennar reyndi að hughreysta hana þótt það kæmi einnig við hjarta hennar að skilja svo við dóttur sína.
Bóndi horfði á dapur í bragði. Rann honum svo til rifja að sjá örvæntingu dóttur sinnar, að hann ákvað að gera eitthvað, hvort sem það dygði eða dygði ekki. Æstur í skapi, samanherptur og þrútinn í andliti af reiði, yfirgaf hann mæðgurnar í þessu ástandi.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – bóndinn tekst á við tröllið.

Bóndi gekk út í skemmu. Hann tók sveðju eina mikla og stóra og brýndi snarplega. Er hann hafði lokið því gekk hann rakleiðis út í hraunið. Stóð það heima að risinn hafði lokið hlutverki sínu. Greiðfær og allgóður vegur var nú kominn yfir hraunið.
Eins og bóndi bjóst við var risinn yfirkominn af þreytu. Var hann kominn miðja vegu til baka aftur og skjögraði til beggja hliða, er hann gekk.
Bóndi beið risans við hraunjaðarinn.
Honum var órótt. Eftir alllanga stund kom risinn að hraunjaðrinum. Gekk hann upp og niður af mæði og var þreyttur mjög. Réðst bóndi þegar að honum. Er hann sveiflaði sveðjunni og sá blika á hana, óx honum ásmegin. Ekki var allt afl þrotið úr æðum risans. Var þetta bæði harður leikur og langur, en þó fór svo að bóndi felldi risann. Var hann svo þjakaður eftir viðureignina að hann gat sig hvergi hreyft. Er hann hafði jafnað sig dysjaði hann risann þarna við hraunjaðarinn. Og heitir þar síðan Ögmundardys og hraunið Ögmundarhraun. Má enn þann dag í dag sjá Ögmundardys við vegarendann í Ögmundarhrauni.
Er bóndi kom heim voru heldur en ekki fagnaðarfundir á Vigdísarvöllum.
Af Guðrúnu er það að segja að hún giftist skömmu síðar og lifði við gæfu og gengi allt sitt líf.
Og lýkur svo þessari sögu.”

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1960, Í risaklóm – þjóðsaga, bls. 33-34.
-Sagan birtist einnig í Æskunni, 1. tbl. 01.01.1981, bls. 16-17.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

Gengið var suður með austurjarðri Ögmundarhrauns. Ætlunin var að ganga Húshólmastíginn inn í Húshólma og skoða hraunin umhverfis hólmann. Á leiðinni var rifjuð upp frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi um gömlu Krýsuvík, Húshólma og Ögmundarhraun. Skrifin birtust í Úr Tillaga til alþýðlegra fornfræða (bls. 101-102), sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu gaf út 1953. Þau eru eftirfarandi:

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

“Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af, að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram á milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess, er að höndum kæmi, og fal sig guði: því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann, og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrennishólmi, er hann var. Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað, þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað, sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð, fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfir þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart, að það var óvinnandi, og varð ekki veginum komið á.

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

Ögmundur hét maður. Hann var berserkur, illur viðskiptis og flakkaði um land og gjörði mörgum mönnum óskunda. Hann kom að Krýsuvík og bað dóttur bónda. Bóndi þorði ekki að neita og lofaði honum dóttur sinni, ef hann legði veg yfir hraunið. Hann gekk að því og fór til, byrjaði að vestan, en bóndi stóð við hraunbrúnina að austan. Ögmundur hamaðist og hjó rösklega veginn yfir hraunið, en þegar hann kom austur yfir og var búinn, dasaðist hann. Þá hjó bóndi hann banahögg og dysjaði hann þar. Grjóthrúga er þar við götuna, sem kallað er leiði Ögmundar, en stendur á kletti. Vegurinn gengnum hraunið er djúpur og mjór og víða brotinn eða höggvinn gegnum stór björg (hraunstykki), en víða þrepóttur í botninn, sem hin gamla gata segir (ort á seinni tímum):

Húshólmi

Húshólmi og Óbrennishraun.

Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Síðan hefir hraunið heitið Ögmundarhraun. Þar, sem áður var bærinn Krýsuvík, heitir nú Húshólmi. Þar er vatnsskortur oftast. Litlar menjar kvað sjást þar af tóftum, en þó nokkrar.“

Rétt er að geta þess að Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála, sem var með vegarvinnumönnum við gerð Hlínarvegar um 1932, sagði í viðtali 2002 að vegurinn hafi að mestu verið lagður ofan í Ögmundarstíg. Þar hafi þá verið djúp för í klöppunum eftir ferðalanga fyrri alda. Sums staðar hafi hellan brotnað vegna þess hve þunn hún hafi verið orðin og undir verið djúpar holur.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – yfirlit.

Ögmundarhraun er greinilega nokkur hraun. Elsta hraunið er efst og austast í Húshólma, næsta er umhverfis hólmann, en í þeim eru m.a. rústirnar, sem nefndar eru í frásögninni og enn annað, nýrra, er vestar. Þá eru hraun, sem sjá má utan við Óbrennishólma, ótengd, enda koma þau úr öðrum gígum, skammt vestar og norðar. Eldra hraun má sjá efst og vestast í Óbrennishólma en hraunin umhverfis. Forvitnilegt væri að láta rannsaka þetta svæði og kortleggja með meiri nákvæmni en gert hefur verið. Jón Jónsson, jarðfræðingur, gerði merkilega rannsókn á öllum Reykjanesskagnum, en þá taldi hann Ögmundarhraun geta hafa runnið um 1005. Ljóst er að um nokkur hraun er að ræða. Ef til villa hafa sum þeirra runnið á svipuðum tíma úr mismunandi gígum, en önnur eru greinilega bæði eldri og yngri.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi safnaði og ritaði m.a. um gömlu Krýsuvík, Húshólma og Ögmundarhraun. Skrifin birtust í “Úr Tillaga til alþýðlegra fornfræða” (bls. 101-102), sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu gaf út 1953. Þau eru eftirfarandi:

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

“Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af, að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram á milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess, er að höndum kæmi, og fal sig guði: því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann, og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan Óbrennishólmi, er hann var.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – fjárborg/virki.

Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað, þegar hraunið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað, sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð, fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfir þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart, að það var óvinnandi, og varð ekki veginum komið á.

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

Ögmundur hét maður. Hann var berserkur, illur viðskiptis og flakkaði um land og gjörði mörgum mönnum óskunda. Hann kom að Krýsuvík og bað dóttur bónda. Bóndi þorði ekki að neita og lofaði honum dóttur sinni, ef hann legði veg yfir hraunið. Hann gekk að því og fór til, byrjaði að vestan, en bóndi stóð við hraunbrúnina að austan. Ögmundur hamaðist og hjó rösklega veginn yfir hraunið, en þegar hann kom austur yfir og var búinn, dasaðist hann. Þá hjó bóndi hann banahögg og dysjaði hann þar. Grjóthrúga er þar við götuna, sem kallað er leiði Ögmundar, en stendur á kletti. Vegurinn gegnum hraunið er djúpur og mjór og víða brotinn eða höggvinn gegnum stór björg (hraunstykki), en víða þrepóttur í botninn, sem hin gamla gata segir (ort á seinni tímum):

Húshólmi

Húshólmi og Óbrennishólmi – loftmynd.

Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Síðan hefir hraunið heitið Ögmundarhraun. Þar, sem áður var bærinn Krýsuvík, heitir nú Húshólmi. Þar er vatnsskortur oftast. Litlar menjar kvað sjást þar af tóftum, en þó nokkrar.“

Rétt er að geta þess að Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála, sem var með vegarvinnumönnum við gerð Hlínarvegar um 1932, sagði í viðtali 2002 að vegurinn hafi að mestu verið lagður ofan í Ögmundarstíg. Þar hafi þá verið djúp för í klöppunum eftir ferðalanga fyrri alda. Sums staðar hafi hellan brotnað vegna þess hve þunn hún hafi verið orðin og undir verið djúpar holur.

-Úr Tillaga til alþýðlegra fornfræða (bls. 101-102) – Brynjúlfur Jónsson – Menningar- og fræðslusamband alþýðu 1953.

Husholmi-25

Áð í Húshólma.

https://ferlir.is/husholmi-i/https://ferlir.is/husholmi/

Latur

Gengið var frá Lati niður Ögmundarhraun til suðurs og síðan hrauninu fylgt upp til norðausturs að Húshólma. Reynt var að finna hina gömlu sjávargötu inn í hólmann, að Hólmasundi. Þá var gengið upp Húshólma og sem leið lá upp Ögmundarhraun áleiðis að Núpshlíðarhorni. Hér verður ekki rakin leiðin í gegnum Húshólmann og minjarnar þar, enda hefur það verið gert í FERLIR-046, 128, 217, 300, 286, 545, 634 og 715, auk þess sem þeim verður lýst mun nákvæmar síðar.

Sængurkonuhellir

Sængurkonurhellir, Víkurhellir, í Ögmundarhrauni sunnan Lats.

Miðrekar eru austan Selatanga. Eystri Látrar eru á millum. Fyrir sunnan Lat eru hraunskipti með nokkuð háum hraunhrygg. Stígnum austur yfir hraunið frá þjóðveginum var fylgt að skilunum og beygt þar til suðurs. Eftir stutta göngu var komið að sæluhúsinu, sem þar er. Sá síðasti, sem skyldi við húsið, hefur lagt hurðarhelluna settlega við dyraopið þar sem hún var notuð hinsta sinni. Nú. u.þ.b. 100 árum síðar, er þessi hella ásamt öðru, sem þarna er, friðar skv. þjóðminjalögum, án þess að friðunaröflin hafi hina minnstu hugmynd um tilvistina. Eflaust hafa margir haft skjól þarna í skútanum í gegnum tíðina. Gott hefur verið að geta hallað sér í skjólið og á öruggum stað í svartnættinu þegar allra veðra var von. Frá skútanum er u.þ.b. klukkustundar gangur að Ísólfsskála og u.þ.b. tveggja klukkustunda gangur til Krýsuvíkur.

Ögmundarhraun

Hraunkarl í Ögmundarhrauni.

Haldið var áfram niður með hraunkantinum og stefnan tekin á háa vörðu neðarlega í hrauninu. Hún stendur þar ein og yfirgefin, án fylgdarvarða. En vörður voru ekki hlaðnar að ástæðulausar hér áður fyrr, allra síst svo háar og myndarlegar. Þegar farið var að grennslast um hverju hún sætti kom í ljós að austan við hana eru greni (Miðrekagrenin) og byrgi grenjaskyttna. Grónir bollar eru í hrauninu austan og ofan við vörðuna. Grenjaopin eru merkt og hlaðin eru skjól fyrir skyttur. Meira að segja var óbrotin brennivínsflaska í einu byrgjanna. Hún var látin liggja á sínum stað, líkt og FERLIRs er háttur.

Hraunkarl

Hraunkarl.

Stefnan var tekin upp hraunið til norðausturs. Eftir nokkra göngu um þykkt mosahraun var komið að listaverkagarði náttúraflanna. Þar, á tiltölulega litlu svæði, virtust náttúruöflin hafa staldrað við á leið sinni með hraunið til sjávar, svona til að leika sér stutta stund, a.m.k. m.v. jarðfræðimælikvarðann. Þegar staldrað var við og augun látin líða yfir hraunsvæðið birtist hvert listaverkið á fætur öðru. Það skal tekið fram, til að fyrirbyggja misskilning, að brennivínsflaskan, sem skilin hafði verið eftir í byrginu, var tóm er að var komið. Eflaust gæti hver og einn túlkað hraunlistaverkin á sinn hátt – líkt og gengur og gerist með listaverk mannanna.

Enn var stigið skrefið og stenan tekin á Brúnavörður á hraunhæð framundan. Vörðurnar eru tvær og voru mið af sjó.

Brúnavörður

Brúnavörður.

Hins vegar eru þær einnig ágæt mið fyrir fótgangendur á landi því handan þeirra tekur við manngerður stígur áleiðis inn í Húshólma. Segir sagan að syndir (hann átti reyndar ekki nema einn) hafi flórað stíginn til ferðalaga. En í stað þess að taka þennan auðveldasta stíg inn í Húshólma var ákveðið, svo sem upphafega var stefnt til, að ganga niður með hraunkantinum til suðausturs í von um að finna framhald þess stígs, sem þar liggur, inn í Húshólma. Þegar komið var niður að ströndinni hvarf stígurinn.

Brúnavörður

Brúnavörður að baki.

Varð það seginn saga, svo sem algengt er með sjávarstíga, að Ægir hefur þegar brotið þá undir sig. Auðvelt er að gera sér í hugarlund hvernig sjórinn hefur smám saman brotið af ströndinni, enda sjálf ekki bætt við sig neinu s.l. 850 árin.
Gengið var ofan við ströndina í gegnum hraunið, sem reyndar var ekki neinum kveifiskötum ætlað. En með þolinmæði og þjálfun varð komist í gegnum stórbrotið hraunið og alla leið inn í Húshólma. Ekki var að þessu sinni litið á hinar merki minjar í hólmanum heldur strikið tekið upp til norðurs í gegnum hann, framhjá selstöðuminjunum og áfram áleiðis upp í gegnum Ögmundarhraunið.

Húshólmi

Húshólmi – stekkur.

Á þeirri leið, sem er bæði löng og erfið, var gengið framhjá Mælifellsgrenjunum. Við þau eru einnig hleðslur eftir grenjaskyttur. Ofar var Mælifell (Krýsuvíkur-Mælifell). Gengið var inn á gamla Ögmundarstíginn, framhjá Ögmunardys og veginum, sem endurruddur hefur verið nokkrum sinnum, fylgt yfir Ögmundarhraun til vesturs. Haldið var áfram upp og yfir Latsfjall að norðanverðu og síðan gengið niður Tófurbuna og gömlu götunni fylgt að Núpshlíð þar sem hún var síðan rakin niður með fjallsrótunum. Gengið var áfram til vesturs sunnan hlíðarendans.

Núpshlíð

Núpshlíðarhorn.

Núpshlíðarhornið var framundan. Hlíðin hét áður Gnúpshlíð og hálsinn inn af Gnúpshlíðarháls. Þegar horft var á hlíðina, aðstæður ígrundaðar sem fyrrum voru og rifuð var upp sagan af Molda-Gnúpi Hrólfssyni, var ekki órótt um að þarna, sem minjarnar í Húshólma voru, gæti sá maður hugsanlega hafa haft samastað. Einn þátttakenda setti fram þá kenningu að nefndur Molda-Gnúpur, sá sem hálsinn er nefndur eftir, hafi búið þar undir. Hann er í Landnámu sagður hafa sest að í Grindavík eftir að hafa orðið fyrri því óláni í Álftaveri að flóð úr Mýrdalsjökli frá Eldgjárgosinu mikla 934-938 hljóp á land hans og lagði í eyði.

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

Hann fór þá í Mýrdalinn og var þar einn vetur, en þar var þá fullnumið og hann hraktist eftir deilur við þá, sem fyrir voru, áfram vestur á bóginn, allt til Grindavíkur, eins og Landnáma segir. “Allt til Grindavíkur” gæti þýtt áleiðis til Grindavíkur, enda Grindavík ekki til þá í upphafinu. Eflaust og áreiðanlega hafa aðstæður verið allt aðrar en nú eru undir Núpshlíðarhálsi. Bær og bæir gætu hafa verið byggðir, garðar hlaðnir, borgir (fjárborgir) reistar og búskap komið á fót. Viðurnefnið Molda gæti Gnúpur hafa fengið vegna elju sinnar við að nýta moldina og það sem í henni var, grjót og torf, enda virðast hafa verið nóg af görðunum undir Ögmundarhrauni. Hins vegar bjó faðir hans, Hrólfur höggvandi, á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Bróðir Molda-Gnúps var Vémundur, en “þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir”, eins og segir í Landnámu.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

U.þ.b. 210 árum síðar, eftir fjórar kynslóðir og mikla uppbyggingu á gjöfulum stað, tók jörð skyndilega að skjálfa nótt eina og hraun að renna. Fólkið flýði sem fætur toguðu og skyldi eftir allt, sem það átti. Enn var ekki farið að skrifa sögu Íslendinga eða landnáms þeirra og alls ekki þess fólks sem almúgi hét. Sá, sem skrifaði fyrst um frægð og frama, með hliðsjón af landsins yfiráðarétti, gerði það í ákveðnum tilgangi, enda tilgangslaus skrif þá ofar dýrum feldi.
Þetta var nú einu sinni hugsun um möguleika – ekki staðreynd.
Gnúpshlíðin var fögur á að líta.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.

Brúnavörður

Brúnavörður að baki.

 

Ögmundarstígur

Gengið var yfir Sveifluháls eftir gamalli þjóðleið frá austri til vesturs, framhjá Drumbi og áfram niður í Bleikingsdal.

Ögmundardys

Jón Guðmundsson við Ögmundardys.

Lækur rennur þar niður hraunið sunnan Vigdísarvalla, um svonefnda Suðurvelli og Klettavelli ofan við Krýsuvíur-Mælifell og niður Ögmundarhraun. Hann kemur úr hvilftunum suðvestan Hettu í Sveifluhálsi og hefur smám saman rutt á undan sér sandi og leir úr hlíðunum, líkt og Selsvallalækurinn og Sogadalslækurinn. Gróið er á bökkum læksins, því meira sem norðar dregur. Ljóst er að fé hefur nýtt sér vatnið í gegnum tíðina og launað fyrir sig með því að leggja sitt af mörkum við uppgræðsluna næst læknum. Til skamms tíma náði lækurinn niður í hraunið norðan þjóðvegarins milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, en nú er hann kominn suður fyrir hann og ætlar greinilega alla leið áfram til sjávar, jafnvel þótt það taki tíma.
Læknum var fylgt niður að Ögmundardys, við gömlu þjóðleiðina yfir hraunið. Dysin er við austanvert hraunið, við eina stubbinn, sem enn er óbreyttur frá því sem var. Gatan var jafnan lagfærð með seinni tíma vegarlagningum (1932) og síðar.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Þjóðsagan segir að áður en gatan var rudd varð að fara vestur yfir hálsa fyrir endann á hraunsuppkomunni þegar fara þurfti til Njarðvíkur eður Keflavíkur. Bóndinn í Njarðvík átti dóttur. Hennar bað lausingi nokkur er Ögmundur hét, tröllmenni að stærð og kröptum.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – bóndinn tekst á við tröllið.

Bóndi vildi ei gefa dóttur sína fúlmenni þessu en treystist ei að standa í móti honum. Tekur hann því það ráð að lofa honum stúlkunni ef hann vildi vinna það til hennar að gera færan veg yfir hraunið, þar sem beinn yrði vegur til Suðurnesja. Þetta verk tókst hann á hendur og framkvæmdi það duglega en lagðist til svefns að loknu verkinu austan til við hraunbrúnina en bóndi lá í leyni í hraungjótu. Ætlaði hann inum stundir að sofna vært og drap hann sofandi. Þar er dys hans sem drepinn var og er hraunið síðan við hann kennt og kallað Ögmundarhraun.
Jón Jónsson, jarðfræðingur segir aldur Ögmundarhrauns vera C14 945 ± 85, þ.e. að hraunið hafi runnið árið 1005?
Frábært veður.
Gangan tók 1 klst og 61 mín.

Heimild m.a.:
-http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=276
-J.J. 81

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.