Í Þjóðviljanum 1982 eru „Fróðleiksmolar um varnarsvæðin„:
Varnarsvæði Keflavíkurflugvallar – fylgir Tilkynningu frá ríkisstjórninni 21. maí 1942.
„Í umræðu manna undanfarnar vikur hafa „varnarsvæðin“ svokölluðu verið ofarlega á baugi, og menn hafa spurt sig hversu víðáttumikil þessi svæði væru og hvaða reglur gildu um þau.
Við fórum því á stúfana og kynntum okkur málin og hér kemur árangurinn.
„Varnarsvæði“, sem einnig eru nefnd „samningssvæði“ eru nú á 4 stöðum á landinu. Þetta eru svæði, sem á sínum tíma voru tekin eignarnámi af ríkinu og síðan afhent Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins til ráðstöfunar. Auk umræddra samningssvæða, sem varnarmáladeild hefur látið bandariska hernum í té, hefur hún að sögn Hannesar Guðmundssonar, ráðstöfunarrétt yfir umtalsverðu landi á Suðurnesjum, sem hún getur að sögn Hannesar ráðstafað til bandaríska hersins eða íslenskra aðila.
Varnarsvæði ofan Grindavíkur – fylgir „Auglýsingu um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða“ nr. 964 27. ágúst 2021.
Að flatarmáli skiptast „samningssvæðin“ sem hér segir: Miðnesheiði (í landi Miðneshrepps, Gerðahrepps, Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps) 8.854,0 ha. Grindavík: 420 ha. Hvalfjörður: 47,0 ha. Straumnes (á leigu úr landi Horns): 113,7 ha. Allt þetta land var á sínum tíma tekið eignarnámi nema Straumneslandið, sem var tekið leigunámi úr landi jarðarinnar Horn. NATO er auk þess eigandi að bryggjunni i Hvalfirði og Loran-stöðinni á Sandi á Snæfellsnesi, en sú stöð er rekin af pósti og síma. Samtals eru því „samningssvæðin“ um það bil 9.450,0 hektarar, sem mun vera álíka mikið land og allt land Reykjavíkurborgar.
Auk þessa telur Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins sig hafa ráðstöfunarrétt yfir landsvæðum þeim, sem á kortinu eru merkt með ljósari rasta. Það er land, sem ríkið hefur keypt eða tekið eignarnámi.
Varnarsvæði – Kort Zópaníasar Pálssonar skipulagsstjóra ríkisins af flugvallarsvæðinu við Keflavík frá 1971.
Spilda, sem merkt er nr. 1 á kortinu er úr landi Leiru, 277 ha. að stærð stærð og var keypt 1958. Spilda nr. 2 er úr landi Hafna, 1526 ha. og var keypt 1955. Spilda nr. 3 er jörðin Húsatóftir, sem ríkið keypti árið 1956, ca 2.500 ha. Á Húsatóftum hefur Varnarmáladeild leigt íslenskum aðilum aðstöðu til fiskiræktar. Spilda nr. 4 er úr landi Grindavíkur og Njarðvíkur. Þaðan hefur Varnarmáladeild leigt malarnám til hersins og annarra aðila. Spilda nr. 5 gengur undir nafninu „Broadstreet“, þar var eitt sitt útvarpsloftnet og skotæfingarsvæði. Spilda nr. 6 er úr landi Hóps við Grindavík og spilda nr. 7 er lóð, sem eitt sinn var undir einhvers konar fjarskiptastöð, en er ekki lengur „samningssvæði“. Svæði nr. 8 er jarðstöðin i Rockville og svæði nr. 9 er útvarps- og hlustunarstöðin við Hvalsnes í landi Sandgerðis, nr. 10 er meginsvæði vallarins og nr. 11 er 416 ha. svæði við Grindavík þar sem herinn hefur hlustunar- og fjarskiptabúnað.
Herstöðin á Miðnesheiði.
Lögsaga á „samningssvæðum“ fer eftir lögum nr. 33 frá 1954, þar sem segir að ráðherra, sá, sem fari með varnarmál skuli skipa lögreglustjóra á Keflavikurflugvelli er hafi á hendi dómarastörf, lögreglustjórn, innheimtu á sköttum og tollum til ríkissjóðs, og skal umdæmi hans miðast við samningssvæði þau á Reykjanesi, sem varnarsamningurinn frá 1951 tekur til og eru i eigu ríkisins.
Nú munu hátt í 1000 Íslendingar vinna fyrir herinn. Flestir þeirra búa i Keflavík eða Njarðvikum. Þó eru innan vallarsvæðisins a.m.k. þrjár íbúðarblokkir þar sem Íslendingar búa. Þeir greiða sveitastjórnargjöld til Njarðvikurhrepps. Mörkin á milli „samningssvæðanna“ og sveitarfélaganna í kring jafngilda þannig ekki mörkum á milli sveitarfélaga enda þótt lögsaga sé önnur innan þeirra en utan.
Varnarsvæðið á Miðnesheiði – herforingjaráðskort.
Hannes Guðmundsson hjá varnarmáladeild tjáði okkur að enda þótt völlurinn væri ekki sjálfstætt sveitarfélag, þá hefði hann samstarf við nágrannasveitarfélögin, um ýmis málefni, og væri það þá Captain Smith, sem er „commander“ á vellinum, sem kæmi fram fyrir hönd hersins. Sem dæmi um slíka samvinnu má nefna sorpeyðingarstöðina á Suðurnesjum. Auk þeirra Íslendinga sem starfa eða búa á vellinum munu vera þar um 3.800 Bandaríkjamenn.
Varnarsvæðið (dökki liturinn) ofan Grindavíkur. Líkt og sjá má takmarkar svæðið mjög möguleika á vöxt bæjarins.
Eins og sjá má á kortinu þrengja „varnarsvæðin“ allmikið að byggð, sérstaklega í Keflavík, Njarðvíkum og Grindavík. Þannig var orðið svo þrengt að Keflavík, að bærinn fékk úthlutað land við Helguvík og á Hólmsbergi til framtíðarbyggðar, en það land hafði áður tilheyrt Gerðahreppi og verið „samningssvæði“.
Í skýrslu um eignir bandaríska sjóhersins á Íslandi frá 1979 kemur fram að herinn metur land það sem hann hefur til afnota á Íslandi til 172.900 dollara og greiðir 21.000 dollara í leigu af landi. Í sömu skýrslu kemur fram, að herinn metur eignir sínar á vellinum til 232.660.381 dollara á þessum tíma.
Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).
Herinn á Keflavíkurflugvelli kaupir nú heitt vatn frá Hitaveitu Suðurnesja. Fer um rúmur helmingur af heitavatnsframleiðslunni þar inn á völlinn eða um 50 megawött. Rafmagn fær herinn einnig frá Rafmagnsveitum ríkisins.
Skolpfrárennsli vallarins rennur í einni leiðslu til sjávar í Njarðvíkum. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er rekin af sveitarfélögunum í sameiningu, og brennur hún jafnframt sorpi frá vellinum gegn endurgreiðslu. Þannig tengjast „samningssvæðin“ nágrannasveitarfélögunum með ýmsum hætti, og er augljóst að skipulagsmál á svæðinu snerta marga hagsmunaaðila.
Árið 1971 gaf skipulagsstjóri ríkisins út skýrslu um Aðalskipulag Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar fyrir 1967-’87. Samkvæmt skipulagstillögu þessari er gert ráð fyrir að framtíðarbyggð í Keflavík þokist til Helguvíkur og Hólmsbjargs. Í sama skipulagi er framtíðarhöfn fyrir svæði ætlaður staður í Njarðvíkum og er það að tillögu Hafnarmálastofnunarinnar.
Varnarsvæði.
Í greinargerð með skipulaginu er einnig fjallað um hættu á mengun vatnsbóla af völdum olíu og segir að nauðsynlegt sé að „tekið verði tillit til hættu varðandi geymslu á olíu á skipulagssvæðinu. Enn fremur er æskilegt að til séu fleiri en eitt vatnsból, sem gripa mætti til ef óhapp verður á einu brunnsvæði“.
Í greinargerð þessari er einnig getið um að „hinar sérstæðu jökulrispuðu klappir við bjargbrún Hólmsbergs“ skuli friðaðar sem náttúruvætti.
Lýkur hér samantekt sundurlausra fróðleiksmola um
„varnarsvæðin“ á Suðurnesjum.“ -ólg.
Í Reglugerð nr. 293/2002 um umferð og dvöl manna á varnarsvæðum koma fram skilgreiningar á hugtökum innan varnarsvæðisins, sbr.:
„Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir:
Varnarsamningurinn: Varnarsamningur milli lýðveldisins Íslands og Bandaríkja Ameríku á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins frá 5. maí 1951 og viðbætir við hann um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra frá 8. maí 1951 sem veitt var lagagildi með lögum nr. 110/1951.
Sendistöðin ofan Grindavíkur.
Varnarsvæði: Landsvæði það sem íslensk stjórnvöld hafa lagt til varna landsins og lýst hefur verið samningssvæði samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins og utanríkisráðherra fer með yfirstjórn á, sbr. ákvæði laga nr. 106/1954 um yfirstjórn mála á varnarsvæðunum o.fl. og ákvæði 10. tölul. 14. gr. auglýsingar um staðfestingu forseta Íslands á reglugerð um Stjórnarráð Íslands, nr. 96/1969.
Varnarstöð: Varnarstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli, þ.e. svæði Flotastöðvar Bandaríkjanna innan öryggisgirðingar Atlantshafsbandalagsins auk þess hluta flugstöðvar sem er utan girðingar, samanber fylgiskjal með reglugerð þessari.
Herstöðin ofan Hrauns um 1960. Aflögð herstöð.
Varnarliðið: Liðsmenn í varnarstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli úr herliði Bandaríkjanna og starfslið sem herliðinu fylgir og er í þjónustu þess, enda hafi menn þessir hvorki ríkisfang né fasta búsetu á Íslandi, heldur dveljist þar vegna framkvæmdar varnarsamningsins, og skyldulið þeirra. Til varnarliðsins teljast einnig liðsmenn herafla annarra aðildarríkja Norður-Atlantshafssamningsins sem uppfylla sömu skilyrði.“
Broadstreet 2023. Aflögð herstöð.
Í „Auglýsingu um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða“ nr. 964 27. ágúst 2021 segir m.a. um um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða:
Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008 ber ráðherra að auglýsa landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða.
Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 176/2006 ber ráðherra að auglýsa ytri mörk og skiptingu öryggis- og varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli í flugvallarsvæði og öryggissvæði.
Öryggissvæði eru á Keflavíkurflugvelli, Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli, Stokknesi og í Helguvík. Varnarsvæði er í Grindavík. „
Heimildir:
-Þjóðviljinn, helgin 27.-28. mars 1982, Fróðleiksmolar um „varnarsvæðin“, bls. 12.
-Reglugerð 293/2002 um umferð og dvöl manna á varnarsvæðum.
-Nr. 964 27. ágúst 2021, Auglýsing um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða.
Sprengjuefnageymslur á Pattersonflugvelli.
Sævíti – Selatangar
„Beinteinn var maður nefndur suður í Krýsuvík, bjó hann að Arnarfelli.
Selatangar – sjóbúð.
Eitthvert sinn var hann að smíða skip við sjó frammi, þar sem heitir á Selatöngum. Hafðist hann þar við í verskála. Þar hafði hann alltaf hjá sér hlaðna byssu. Hannn lét einatt loga ljós í skálanum þegar kveldaði.
Eitt kvöld, er hann hefur kveikt í skálanum, heyrir hann allt í einu mjög mikinn brest og skarkala í skáladyrum. Lítur hann þangað og sér þá að ógurlegt skrímsli treður sér inn úr dyrunum; það hafði brotið tréð úr þeim, hafði dyraumbúninginn á herðunum og tróð sér svo áfram. En þröngt varð um það á milli grjótveggjanna.
Það var eins og maður neðan en mjög ófreskjulegt eða dýrslegt ofan. Beinteinn var harðfær maður og alleinbeittur. Hann þrífur því byssu sína, lætur sér ekki bilt við verða og hleypir af á ófreskjuna. Henni bregður hvergi og treður sér því meir áfram. Beinteinn hleður aftur byssuna og hleypir af. Þá stansar þetta en ekkert sér á því. Enda var það allt að sjá hulið skeljarögg utan.
Á Selatöngum.
Beinteinn var í silfurhnepptri millifatapeysu. Hann man nú allt í einu að hann hefir heyrt sagt að þótt engin kúla vinni á skeljastakk skrímsla þá geri þó silfurhnappar það. Slítur hann því hnappana af peysunni sinni, hleður byssuna og hefur á fyrir högl eða kúlu og skýtur enn á skrímslið. Þá tók það snarpt viðbragð, reif sig út
og hvarf til sævar. En Beinteinn hljóp út. Þá fyrst greip hann hræðsla. Tók hann til fóta og hægði eigi á sprettinum fyrr en heima við bæ, óður af hræðslu og nærri sprunginn af mæði og sagði söguna. Að morgni sáust aðgerðir skrímslisins en sjálft var það með öllu horfið.“
-SIGFÚS IV 39
Á Selatöngum.
Björn Gunnlaugsson – Íslandskort
Á vefnum „Íslandskort.is“ má lesa eftirfarandi fróðleik um Björn Gunnlaugsson og Íslandskortagerð hans á árunum 1831-1843. Hér verður lögð áhersla á vinnu hans við kortlagninu Reykjanesskagans.
Björn Gunnlaugsson – myndin er unnin af Sigurði Guðmundssyni málara.
Björn Gunnlaugsson (28. september 1788 – 17. mars 1876) var landmælingamaður og höfundur stjörnufræðirita. Hann starfaði þó mestan hluta ævinnar sem kennari, fyrst við Bessastaðaskóla, en fluttist með skólanum til Reykjavíkur og varð síðar yfirkennari.
Björn Gunnlaugsson er þekktastur fyrir uppdrátt sinn af Íslandi en hann ferðaðist um landið til mælinga sumurin 1831–1843, að frátöldu sumrinu 1836. Mælingar Björns urðu undirstaðan að Íslandskorti sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út árin 1844 og 1849. Mælingar Björns lögðu einnig grunninn að öðrum Íslandskortum næstu áratugina fram til þess að dönsk herforingjaráðskort tóku við á fyrstu árum tuttugustu aldar.
Gullbringa- og Kjósarsýsla med nokkrum parti af Árnesssýslu
Uppdráttur Björns Gunnlaugssonar af Reykjanesskaga 1831, fyrsta útgáfa.
Þegar Björn Gunnlaugsson hóf landmælingar sínar á Íslandi var ákveðið að fjárveiting hans yrði aðeins til eins árs til að byrja með og bundin því skilyrði að hann byrjaði á Gullbringu- og Kjósarsýslu. Um áframhald verksins átti svo að fara eftir árangri fyrsta sumarsins.
Björn hófst strax handa um leið og hann fékk mælingatækin í hendurnar og tókst að ljúka mælingu Gullbringu- og Kjósarsýslu um sumarið 1831 þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Eftir að kortið var tilbúið sendi Björn það til Kaupmannahafnar.
Uppdráttur Björns Gunnlaugssonar af Reykjanesskaga 1831, önnur útgáfa.
Stjórn Bókmenntafélagsins leist vel á það og ákveðið var að styrkja Björn áfram. Við áframhald verksins þurfti Björn að fá kortið af Gullbringu- og Kjósarsýslu aftur vegna tengingar þess við síðari kort. Í stað þess að fá sent frumkortið fékk hann hins vegar í hendur handdregnar eftirmyndir þess. Ekki er vitað til annars en að kortin séu nákvæm eftirgerð af korti Björns. Ef litið er nánar á þau sést vel hvernig Björn hefur lagt sig fram um draga upp sem flest fjöll inn til landsins en þau höfðu strandmælingamenn alveg skilið eftir.
Uppdráttur Íslands
Uppdráttur Íslands, 1. útg. eftir Björn Gunnlaugsson.
Þó að strandmælingarnar hefðu verið merkur áfangi var enn langt í land að komið væri viðunandi kort af landinu í heild, byggðum þess og óbyggðum. Strandkortin nægðu farmönnum en fyrir landsmenn komu þau að litlu gagni hvort sem litið var til almennrar þekkingar á landinu sjálfu eða til annarra nota. Eftir að strandmælingunum lauk varð ekki vart neinna tilburða til þess að hrinda verkinu lengra áleiðis.
Nú vildi svo vel til að til var Íslendingur er lokið hafði háskólaprófi í stærðfræði við mjög góðan orðstír og unnið um skeið að landmælingum erlendis. Hann hét Björn Gunnlaugsson, kennari við latínuskólann á Bessastöðum.
Uppdráttur Íslands eftir Björn Gunnlaugsson á árunum 1849-1850.
Árið 1829 ritaði Björn stiftsyfirvöldum og mæltist til að Danir létu Íslendingum eftir landmælingaáhöld þau er notuð voru við strandmælingarnar. Í bréfinu segist hann oft vera beðinn um að mæla ýmislegt og þægilegt væri að hafa áhöldin við höndina. Þessari ósk Björns var ekki sinnt. Hið íslenska bókmenntafélag skarst þá í leikinn og ákvað eftir nokkuð hik árið 1831 að verja ákveðinni upphæð til mælinga á landinu öllu. Stiftamtmaður var beðinn um að hlutast til um það að mælingatækin og eftirmyndir strandkortanna yrðu látin af hendi og varð hann við því. Birni Gunnlaugssyni var falið verkið en fjárveitingin var aðeins til eins árs til að byrja með og bundin því skilyrði að mælingin hæfist í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Um áframhald verksins skyldi svo fara eftir árangri fyrsta sumarsins.
Uppdráttur Íslands – 1. hluti.
Björn hófst strax handa um leið og hann fékk mælingatækin í hendurnar og tókst að ljúka mælingu Gullbringu- og Kjósarsýslu um sumarið 1831 þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Eftir að kortið var tilbúið sendi Björn það til Kaupmannahafnar til þess að hægt yrði að gera myndamót af því. Stjórn Bókmenntafélagsins leist vel á kortið og ákveðið var að halda mælingunum áfram. Björn vann að verkinu árin 1831-1843 að sumrinu 1836 undanskildu. Hann mun hafa ferðast rúma 700 daga í mælingaleiðöngrum sínum. Árið 1836 rættist úr fjárhagsáhyggjum þeirra er stóðu að mælingunum er rentukammerið ákvað að veita Birni árlegan styrk.
Uppdráttur Íslands, 2. hluti.
Í upphafi hafði áætlunin verið sú að mæla hverja sýslu fyrir sig og búa til sérkort af þeim en vegna mikils kostnaðar var hætt við það og ákveðið að búa til heildarkort af landinu á fjórum blöðum. Forstöðumanni landmælingadeildar herforingjaráðsins, Olaf Nikolas Olsen, var falið að sjá um útgáfu kortsins í Danmörku. Í hans hlut kom að taka við svæðakortum frá Birni, tengja þau saman og minnka þau síðan í rétta stærð. Vegna minnkunarinnar varð að fella niður fjölda örnefna sem Björn hafði tekið til, velja úr þeim og bæta inn nýjum nöfnum ef ástæða þótti til. Á kortinu stendur að það sé gefið út 1844 en það varð líklega ekki tilbúið fyrr en fjórum árum síðar.
Uppdráttur Íslands, 3. hluti.
Kortið er gert í keiluofanvarpi, mælikvarðinn er 1:480.000 og lengdarbaugar miðaðir við Kaupmannahöfn. Nafnið stendur á suðausturkortinu en á titilblaði sem fylgir er það nokkuð stytt. Þar eru einnig skýringar á merkjum, stutt greinargerð um útgáfuna og frönsk þýðing.
Þegar Olsen fór að sjá fyrir endan á vinnunni við fjögurra blaða kortið byrjaði hann á öðru og handhægara Íslandskorti í helmingi minni mælikvarða. Kortið kom sennilega ekki út fyrr en 1850 þó á því standi útgáfuárið 1849. Mælikvarði er 1:960.000 og ofanvarp hið sama og á stærra kortinu. Uppdrátturinn er aðeins minnkuð eftirmynd stærra kortsins með færri nöfnum.
Uppdráttur Íslands, 4. hluti.
Þó að sami maður hafi séð um eirstunguna á báðum kortunum er hinn minni lakar gerður. Þar veldur mestu um að Olsen hefur leitast við að taka upp það marga landslagsþætti frumgerðarinnar að öllu hættir til að renna saman. Nöfn eru líka oft með það smáu letri að erfitt er að lesa þau. En kortið kostaði hins vegar aðeins þriðjung af verði stóra kortsins. Útgáfa kortanna var mjög dýr, kostnaðurinn mun hafa numið tífaldri þeirri upphæð sem Bókmenntafélagið greiddi Birni Gunnlaugssyni í beinan ferðakostnað á tólf árum.
Björn Gunnlaugsson – Reykjanesskagi.
Mæling og kortagerð Björns Gunnlaugssonar var mikið vísindalegt afrek. Í fyrsta skipti var fenginn sæmilegur uppdráttur af landinu öllu. Þó að eldri heildaruppdrættir, byggðir að nokkru leyti á mælingum, væru til voru þeir oft fjarska handahófskenndir og ónákvæmir. Björn studdist við strandkortin eins langt og þau náðu. Hann fór um allar byggðir landsins í mælingaleiðöngrum sínum en ferðaðist hins vegar lítið um óbyggðir. Um sum svæði varð hann að treysta frásögnum kunnugra. Miðhálendið hefur mætt afgangi en útlit þess er þó mikil framför frá fyrri kortum. Kortið var hið fyrsta sem menn gátu notað til þess að gera sér sæmilega grein fyrir staðsetningu byggða og útbreiðslu jökla, hrauna og fjallþyrpinga. Meiri háttar fljót voru rakin til upptaka og stöðuvötn mörkuð af meira raunsæi en áður.
Uppdráttur Björns Gunnlaugssonar af miðlendi Skagans.
Kort Björns Gunnlaugssonar er ekki laust við villur en við öðru var ekki að búast miðað við að hann fór ekki um allt landið og vann verkið einn og aðstoðarlítið með frumstæðum tækjum. Við bágar aðstæður lagði Björn undirstöðu sem aðrir byggðu á uns skipulegar mælingar hófust upp úr aldamótum og þá í miklu stærra sniði.
Í Ísafold, föstudaginn 24. mars 1876, er fjallað um lát Björns Gunnlaugssonar og eftirmæli skrifuð:
„Björn bjó að Sviðholti meðan hann kenndi við Bessastaðaskóla og vann að „Uppdrætti Íslands„. Á því starfi byrjaði hann árið 1831, eptir tilmælum bókmenntafjelagsins, fyrst eingöngu á þess kostnað, en síðan styrkti stjórnin. Verkið var mikið og vandasamt, en launin lítil, og óhætt að fullyrða, að engin nema Björn hefði ekizt það á hendur fyrir svo lítið.
Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1903.
Haun ferðaðist á sumrin, tók fyrir stærri eða minni kafla landsins, mældi þá í krók og kring og gjörði uppdrætti yfir, þegar hann var kominn heim og hafði tómstundir til, og hjelt því starfi fram þangað til sumarið 1843, að hann hafði yfirfarið landið, eins og hann segir í brjefi til bókmenntafjelagsdeildarinnar í Kaupmannahöfn, dagsettu f Sviðholti 10. febr. 1844: «Nú er eg þá loksins búinn að yfir fara allt landið, eins og kostur er á, þó sumstaðar sje ekki svo vel skoðað sem skyldi,; en það mundi kosta óþolandi tímalengd og peninga útlát fyrir fjelagið, að láta skoða hvert einstakt fjall, þar sem þau standa mjög þjett saman, álíkt og hús í stórum og þjettbyggðum borgum».
Landsuppdrættir þessir voru síðan steinprentaðir eins og kunnugt er, og hafa þeir flutt frægðarorð Bjarnar út um allan hinn menntaða heim. Í summar sem leið fjekk bókmenntafjelagið heiðurspening frá París fyrir þenna landsuppdrátt.“
Nágrenni Reykjavíkur og Hafnarfjarðar
Herforingjaráðskort; Hafnarfjörður og Álftannes 1903.
Á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum ljóst að þau kort sem til voru af Íslandi stæðust ekki þær kröfur sem gera þyrfti í samfélagi þess tíma. Bestu kort af Íslandi sem buðust voru í stórum dráttum byggð á strandmælingum danska sjóhersins sem fram fóru á árunum 1801-1818 annars vegar og hins vegar á kortum Björns Gunnlaugssonar sem byggð voru á fyrrnefndum strandmælingum og eigin mælingum Björns á árunum 1831-1843.
Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krónur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi.
Herfirngjaráðsuppdráttur 1908; Bessastaðir og Lambhús.
Árið 1900 var gefin út í Danmörku tilskipun um að sendur skyldi leiðangur til Íslands til að mæla hér grunnlínu og hnattstöðu. Síðan var ætlunin að mæla þríhyrninganet út frá nýju grunnlínunni. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna. Árið 1902 höfðu fjárveitingar verið auknar svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Hornafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands en uppsveitum og hálendi frestað.
Herforingjaráðsuppdráttur; Ás ofan Hafnarfjarðar.
Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin en féll niður 1905 vegna fjárskorts og annarra anna hjá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske Afdeling) er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906-1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta, í mælikvarða 1:50.000 (auk nokkurra sérkorta af afmörkuðum svæðum). Þau eru gjarnan nefnd herforingjaráðskortin í höfuðið á þeim sem stóðu fyrir gerð þeirra.
Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Bj%C3%B6rn_Gunnlaugsson
-https://islandskort.is/map/126#?c=0&m=0&s=0&cv=0&r=0&xywh=32%2C710%2C15103%2C8277
-https://islandskort.is/map/599#?c=0&m=0&s=0&cv=1&r=0&xywh=780%2C3052%2C7177%2C3933
-https://islandskort.is/map/1135#?c=0&m=0&s=0&cv=0&r=0&xywh=1012%2C4663%2C3138%2C1327
-Íslandskort.is – sótt 27.04.2023.
-https://timarit.is/files/9289295
-Ísafold, föstudaginn 24. mars 1976, Björn Gunnlaugsson, bls. 1-2.
Reykjanesskagi – samsett herforingjaráðskort.
Tanga-Tómas – Selatangar
„Tómas hét maður, er eitt sinn kom að Krýsuvík og baðst þar gistingar en honum var úthýst.
Bærinn Arnarfell undir Arnarfelli í Krýsuvík.
Fór Tómas þá þaðan, en varð úti á Selatanga. Tómas gekk aftur og var draugurinn jafnan nefndur Tanga-Tómas. Margir urðu fyrir aðsókn hans en einkum Beinteinn úr Hraunum suður, enda var hann oft við selaskot á tanganum.
Stundum skaut Beinteinn silfurhnöppum á drauginn en það hreif ekkert. Aftur fældist hann í svipinn, þá er skotið var á hann lambaspörðum. Oft fylgdi draugurinn Beinteini heim og varð honum helzt til friðar að láta konu sína sofa fyrir framan sig, því að þá komst draugurinn ekki að honum. Einhverju sinni var draugurinn kominn inn í bæinn á undan Beinteini. Hann krossaði fyrir dyrnar, eins og þá var siður til, til þess að varna draugnum að komast inn, en þetta varð til þess í þetta skipti að draugurinn komst ekki út. Hann var með gustmesta móti um nóttina og var stundum bjart í baðstofunni af eldglæringum.“
-ÓLAFUR DAVÍÐSSON I 315
Selatangar – sjóbúð.
Varnarsvæðin
Í Þjóðviljanum 1982 eru „Fróðleiksmolar um varnarsvæðin„:
Varnarsvæði Keflavíkurflugvallar – fylgir Tilkynningu frá ríkisstjórninni 21. maí 1942.
„Í umræðu manna undanfarnar vikur hafa „varnarsvæðin“ svokölluðu verið ofarlega á baugi, og menn hafa spurt sig hversu víðáttumikil þessi svæði væru og hvaða reglur gildu um þau.
Við fórum því á stúfana og kynntum okkur málin og hér kemur árangurinn.
„Varnarsvæði“, sem einnig eru nefnd „samningssvæði“ eru nú á 4 stöðum á landinu. Þetta eru svæði, sem á sínum tíma voru tekin eignarnámi af ríkinu og síðan afhent Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins til ráðstöfunar. Auk umræddra samningssvæða, sem varnarmáladeild hefur látið bandariska hernum í té, hefur hún að sögn Hannesar Guðmundssonar, ráðstöfunarrétt yfir umtalsverðu landi á Suðurnesjum, sem hún getur að sögn Hannesar ráðstafað til bandaríska hersins eða íslenskra aðila.
Varnarsvæði ofan Grindavíkur – fylgir „Auglýsingu um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða“ nr. 964 27. ágúst 2021.
Að flatarmáli skiptast „samningssvæðin“ sem hér segir: Miðnesheiði (í landi Miðneshrepps, Gerðahrepps, Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps) 8.854,0 ha. Grindavík: 420 ha. Hvalfjörður: 47,0 ha. Straumnes (á leigu úr landi Horns): 113,7 ha. Allt þetta land var á sínum tíma tekið eignarnámi nema Straumneslandið, sem var tekið leigunámi úr landi jarðarinnar Horn. NATO er auk þess eigandi að bryggjunni i Hvalfirði og Loran-stöðinni á Sandi á Snæfellsnesi, en sú stöð er rekin af pósti og síma. Samtals eru því „samningssvæðin“ um það bil 9.450,0 hektarar, sem mun vera álíka mikið land og allt land Reykjavíkurborgar.
Auk þessa telur Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins sig hafa ráðstöfunarrétt yfir landsvæðum þeim, sem á kortinu eru merkt með ljósari rasta. Það er land, sem ríkið hefur keypt eða tekið eignarnámi.
Varnarsvæði – Kort Zópaníasar Pálssonar skipulagsstjóra ríkisins af flugvallarsvæðinu við Keflavík frá 1971.
Spilda, sem merkt er nr. 1 á kortinu er úr landi Leiru, 277 ha. að stærð stærð og var keypt 1958. Spilda nr. 2 er úr landi Hafna, 1526 ha. og var keypt 1955. Spilda nr. 3 er jörðin Húsatóftir, sem ríkið keypti árið 1956, ca 2.500 ha. Á Húsatóftum hefur Varnarmáladeild leigt íslenskum aðilum aðstöðu til fiskiræktar. Spilda nr. 4 er úr landi Grindavíkur og Njarðvíkur. Þaðan hefur Varnarmáladeild leigt malarnám til hersins og annarra aðila. Spilda nr. 5 gengur undir nafninu „Broadstreet“, þar var eitt sitt útvarpsloftnet og skotæfingarsvæði. Spilda nr. 6 er úr landi Hóps við Grindavík og spilda nr. 7 er lóð, sem eitt sinn var undir einhvers konar fjarskiptastöð, en er ekki lengur „samningssvæði“. Svæði nr. 8 er jarðstöðin i Rockville og svæði nr. 9 er útvarps- og hlustunarstöðin við Hvalsnes í landi Sandgerðis, nr. 10 er meginsvæði vallarins og nr. 11 er 416 ha. svæði við Grindavík þar sem herinn hefur hlustunar- og fjarskiptabúnað.
Herstöðin á Miðnesheiði.
Lögsaga á „samningssvæðum“ fer eftir lögum nr. 33 frá 1954, þar sem segir að ráðherra, sá, sem fari með varnarmál skuli skipa lögreglustjóra á Keflavikurflugvelli er hafi á hendi dómarastörf, lögreglustjórn, innheimtu á sköttum og tollum til ríkissjóðs, og skal umdæmi hans miðast við samningssvæði þau á Reykjanesi, sem varnarsamningurinn frá 1951 tekur til og eru i eigu ríkisins.
Nú munu hátt í 1000 Íslendingar vinna fyrir herinn. Flestir þeirra búa i Keflavík eða Njarðvikum. Þó eru innan vallarsvæðisins a.m.k. þrjár íbúðarblokkir þar sem Íslendingar búa. Þeir greiða sveitastjórnargjöld til Njarðvikurhrepps. Mörkin á milli „samningssvæðanna“ og sveitarfélaganna í kring jafngilda þannig ekki mörkum á milli sveitarfélaga enda þótt lögsaga sé önnur innan þeirra en utan.
Varnarsvæðið á Miðnesheiði – herforingjaráðskort.
Hannes Guðmundsson hjá varnarmáladeild tjáði okkur að enda þótt völlurinn væri ekki sjálfstætt sveitarfélag, þá hefði hann samstarf við nágrannasveitarfélögin, um ýmis málefni, og væri það þá Captain Smith, sem er „commander“ á vellinum, sem kæmi fram fyrir hönd hersins. Sem dæmi um slíka samvinnu má nefna sorpeyðingarstöðina á Suðurnesjum. Auk þeirra Íslendinga sem starfa eða búa á vellinum munu vera þar um 3.800 Bandaríkjamenn.
Varnarsvæðið (dökki liturinn) ofan Grindavíkur. Líkt og sjá má takmarkar svæðið mjög möguleika á vöxt bæjarins.
Eins og sjá má á kortinu þrengja „varnarsvæðin“ allmikið að byggð, sérstaklega í Keflavík, Njarðvíkum og Grindavík. Þannig var orðið svo þrengt að Keflavík, að bærinn fékk úthlutað land við Helguvík og á Hólmsbergi til framtíðarbyggðar, en það land hafði áður tilheyrt Gerðahreppi og verið „samningssvæði“.
Í skýrslu um eignir bandaríska sjóhersins á Íslandi frá 1979 kemur fram að herinn metur land það sem hann hefur til afnota á Íslandi til 172.900 dollara og greiðir 21.000 dollara í leigu af landi. Í sömu skýrslu kemur fram, að herinn metur eignir sínar á vellinum til 232.660.381 dollara á þessum tíma.
Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).
Herinn á Keflavíkurflugvelli kaupir nú heitt vatn frá Hitaveitu Suðurnesja. Fer um rúmur helmingur af heitavatnsframleiðslunni þar inn á völlinn eða um 50 megawött. Rafmagn fær herinn einnig frá Rafmagnsveitum ríkisins.
Skolpfrárennsli vallarins rennur í einni leiðslu til sjávar í Njarðvíkum. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er rekin af sveitarfélögunum í sameiningu, og brennur hún jafnframt sorpi frá vellinum gegn endurgreiðslu. Þannig tengjast „samningssvæðin“ nágrannasveitarfélögunum með ýmsum hætti, og er augljóst að skipulagsmál á svæðinu snerta marga hagsmunaaðila.
Árið 1971 gaf skipulagsstjóri ríkisins út skýrslu um Aðalskipulag Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar fyrir 1967-’87. Samkvæmt skipulagstillögu þessari er gert ráð fyrir að framtíðarbyggð í Keflavík þokist til Helguvíkur og Hólmsbjargs. Í sama skipulagi er framtíðarhöfn fyrir svæði ætlaður staður í Njarðvíkum og er það að tillögu Hafnarmálastofnunarinnar.
Varnarsvæði.
Í greinargerð með skipulaginu er einnig fjallað um hættu á mengun vatnsbóla af völdum olíu og segir að nauðsynlegt sé að „tekið verði tillit til hættu varðandi geymslu á olíu á skipulagssvæðinu. Enn fremur er æskilegt að til séu fleiri en eitt vatnsból, sem gripa mætti til ef óhapp verður á einu brunnsvæði“.
Í greinargerð þessari er einnig getið um að „hinar sérstæðu jökulrispuðu klappir við bjargbrún Hólmsbergs“ skuli friðaðar sem náttúruvætti.
Lýkur hér samantekt sundurlausra fróðleiksmola um
„varnarsvæðin“ á Suðurnesjum.“ -ólg.
Í Reglugerð nr. 293/2002 um umferð og dvöl manna á varnarsvæðum koma fram skilgreiningar á hugtökum innan varnarsvæðisins, sbr.:
„Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir:
Varnarsamningurinn: Varnarsamningur milli lýðveldisins Íslands og Bandaríkja Ameríku á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins frá 5. maí 1951 og viðbætir við hann um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra frá 8. maí 1951 sem veitt var lagagildi með lögum nr. 110/1951.
Sendistöðin ofan Grindavíkur.
Varnarsvæði: Landsvæði það sem íslensk stjórnvöld hafa lagt til varna landsins og lýst hefur verið samningssvæði samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins og utanríkisráðherra fer með yfirstjórn á, sbr. ákvæði laga nr. 106/1954 um yfirstjórn mála á varnarsvæðunum o.fl. og ákvæði 10. tölul. 14. gr. auglýsingar um staðfestingu forseta Íslands á reglugerð um Stjórnarráð Íslands, nr. 96/1969.
Varnarstöð: Varnarstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli, þ.e. svæði Flotastöðvar Bandaríkjanna innan öryggisgirðingar Atlantshafsbandalagsins auk þess hluta flugstöðvar sem er utan girðingar, samanber fylgiskjal með reglugerð þessari.
Herstöðin ofan Hrauns um 1960. Aflögð herstöð.
Varnarliðið: Liðsmenn í varnarstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli úr herliði Bandaríkjanna og starfslið sem herliðinu fylgir og er í þjónustu þess, enda hafi menn þessir hvorki ríkisfang né fasta búsetu á Íslandi, heldur dveljist þar vegna framkvæmdar varnarsamningsins, og skyldulið þeirra. Til varnarliðsins teljast einnig liðsmenn herafla annarra aðildarríkja Norður-Atlantshafssamningsins sem uppfylla sömu skilyrði.“
Broadstreet 2023. Aflögð herstöð.
Í „Auglýsingu um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða“ nr. 964 27. ágúst 2021 segir m.a. um um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða:
Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008 ber ráðherra að auglýsa landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða.
Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 176/2006 ber ráðherra að auglýsa ytri mörk og skiptingu öryggis- og varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli í flugvallarsvæði og öryggissvæði.
Öryggissvæði eru á Keflavíkurflugvelli, Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli, Stokknesi og í Helguvík. Varnarsvæði er í Grindavík. „
Heimildir:
-Þjóðviljinn, helgin 27.-28. mars 1982, Fróðleiksmolar um „varnarsvæðin“, bls. 12.
-Reglugerð 293/2002 um umferð og dvöl manna á varnarsvæðum.
-Nr. 964 27. ágúst 2021, Auglýsing um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða.
Sprengjuefnageymslur á Pattersonflugvelli.
Broadstreet – loftskeytastöð
Ofan við Vogastapa í Njarðvíkurheiði eru yfirgefin hús, fyrrum loftskeytastöð Bandaríkjahers á eftirstríðsárunum. Í „Húsakönnun Patterson 2019“ eftir Helga Biering, þjóðfræðing, er m.a. fjallað um Broadstreet:
Broadstreet – Það sem eftir stendur af steinsteyptu byggingunni við Broadstreet 2023. Þessi byggin var byggð 1948 og notuð frá 1949 til 1955.
„Við gamla Grindavíkurveginn, rétt norðan við Seltjörn, reisti flugfjarskiptadeild Bandaríkjahers (Army Airways Communications System) þyrpingu nokkurra húsa sem nefndur var Camp Broadstreet. Í Broadstreet var loftkseytastöð sem sá um langdræg fjarskipti við flugvélar í millilandaflugi og einnig við flugstjórnarmiðstöðvar. Campurinn opnaði í mars 1942.
Broadstreet 2023.
Stöðin var stundum kölluð útvarpsstöðin vegna tilgangs hennar í fjarskiptum, en aftur á móti kom hún ekkert nálægt útsendingum talaðs máls og tónlistar. Broadsteet var eins og aðrar slíkar stöðvar með eigin vatnsveitu og stórar rafstöðvar. Kampurinn var samsettur af 36 íbúðum og skálum, auk þess voru sex lítil steinhlaðin hús sem hýstu loftskeytasendana við stærstu loftnetin.
Broadstreet og nágrenni.
Stöðin sendi sjálfkrafa út skeyti sem bárust þangað um símakapla frá ýmsum fjarskiptamiðstöðvum á flugvallarsvæðinu. Að auki flutti stöðin á Broadstreet ýmis veður- og flugtengd boð á milli stöðva beggja vegna Atlatnshafsins.
Broadstreet 1958 – loftmynd.
Hús þetta var reist 1948 af bandarísku verktakafyrirtæki sem rak stöðina eftir stríð. Þar var hýst loftskeytasendistöð loftflutningadeildar Bandaríkjahers á árunum 1949 – 1955.“
Broadstreet – loftmynd 2022.
Í útdrætti úr kaflanum „Fjarskipti varnarliðsins“ í óbirtu handriti um sögu bandaríska varnarliðsins á Íslandi 1951–2006 eftir Friðþór Eydal segir eftirfarandi um Broadstreet og tengsl þess við önnur fjarskipti Bandaríkjahers:
„Bandaríski flugherinn byggði á upphafsárum varnarliðsins fjarskipti sín á margskiptu kerfi Bandaríkjahers sem komið hafði verið upp á stríðsárunum og náði vítt um heiminn. Fjarskiptastöðin Broadstreed við Vogastapa á Reykjanesi var ein slíkra stöðva og þjónaði m.a. flugupplýsingakerfi og öðrum langdrægum fjarskiptum varnarliðsins ásamt móttökustöð í Camp Garrity skammt norðan við vesturenda austur-vesturflugbrautar Keflavíkurflugvallar.
Broadstreet 2023.
Uppbygging langdræga sprengjuflugflotans (SAC) og tuga nýrra bækistöðva hans víða um heim krafðist þess að komið yrði upp nýju, sjálfstæðu fjarskiptakerfi og hófst uppsetning þess árið 1951. Hlaut það heitið U.S. Air Force Global Communications System – GLOBECOM – og byggði á neti öflugra fjarskiptastöðva um heim allan með fjölrásatengingum á helstu tíðnisviðum, þ. á m. langbylgju með háum loftnetsmöstrum sem hentuðu þó illa í námunda við flugvelli. Var nýrri GLOBECOM-sendistöð því valinn staður við rætur Þorbjarnarfells ofan við Grindavík.
Broadstreet 2023.
Smíði stöðvarinnar hófst árið 1953 og var hún tekin í notkun árið eftir. Stöðin samanstóð af sendistöðvarbyggingu, rafstöð og íbúðar- og skrifstofuskála ásamt stuttbylgjuloftnetum af ýmsum gerðum og tveimur, 183 m (600 feta) og 244 m (800 feta) háum, langbylgjumöstrum sem gnæfðu yfir stöðinni og sáust víða að. Jafnframt var tekin í notkun ný fjarskiptamiðstöð og símstöð á Keflavíkurflugvelli.
Herstöðin á Miðnesheiði.
Var sendistöðinni í Broadstreet breytt í móttökustöð fyrir GLOBECOM-kerfið árið 1955 (USAF Strategic Receiver Station). Við þetta kerfi bættist síðan langdrægt talstöðvarsamband við flugvélar.“
Heimildir:
-Húsakönnun Patterson 2019, Helgi Biering, þjóðfræðingur.
-Útdráttur úr kaflanum Fjarskipti varnarliðsins í óbirtu handriti um sögu bandaríska varnarliðsins á Íslandi 1951–2006 eftir Friðþór Eydal.
Broadstreet 2023.
Grindavík – fjarskiptastöð ofan Hrauns
Bandaríkjaher rak á árunum 1953-1968 herstöð (sendistöð) í dalverpi milli Fiskidalsfjalls og Húsafjalla ofan Hrauns í Grindavík. Herstöðinni tilheyrðu tvö hús; sendistöðin, sem og íverustaður starfsmanna og birgðageymsla, auk mannvirkis milli fjallanna skammt ofar. Allnokkur járnmöstur (29) voru umleikis stöðina, en þau sem og byggingarnar eru nú horfnar. Einungis grunnar húsanna og steinstöplafestingar eru til vitnis um tilvist herstöðvarinnar.
Herstöðin ofan Hrauns um 1960. FE
Í Morgunblaðið 28. des. 1995 er grein eftir Skarphéðinn Hinrik Einarsson undir fyrirsögninni „Ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt“. Þar lýsir hann viðskilnaði Bandaríkjahers við fyrrum aðstöðu hans á Suðurnesjum og nágrenni, þ.á.m. í herstöðinni ofan Hrauns: „Umhverfismál hafa aldrei verið ofarlega á blaði hér á landi þegar Bandaríkjamenn hafa átt hlut að máli.
Það þarf að athuga mál í herstöðinni í Grindavík. Bandaríkjaher rak herstöð skammt frá Grindavík, austan Grindavíkur, í landi Hrauns. Þar hefur ekki verið hreinsað, og liggja þar ýmsir hlutir sem minna á þá stöð. Það eina sem hefur verið fjarlægt em möstur. Annað liggur þar.
Svæði herstöðvarinnar 2022. Leifar húsanna sjást efst á myndinni.
Landeigendurnir hafa verið friðaðir með peningum. Samningur hefur verið gerður við þá fram yfir aldamót, til ársins 2002 hef ég heyrt, og þeir fá fulla leigu fyrir það land, þó svo að starfrækslu mastranna hafí verið hætt 1968. Herinn og íslenska ríkisstjómin einfaldlega vilja ekki hreinsa það svæði af ótta við að þar gæti komi fram kröfur um háar bætur sökum hugsanlegrar mengunar, því að hvar sem Bandaríkjaher hefur verið í heiminum virðist hann hafa skilið eftir sig mengun.“…
Friðþór Eydal.
Eftirfarandi útdráttur er úr kaflanum „Fjarskipti varnarliðsins“ í óbirtu handriti um sögu bandaríska varnarliðsins á Íslandi 1951–2006 eftir Friðþór Eydal:
Bandaríski flugherinn byggði á upphafsárum varnarliðsins fjarskipti sín á margskiptu kerfi Bandaríkjahers sem komið hafði verið upp á stríðsárunum og náði vítt um heiminn.
Fjarskiptastöðin Broadstreed við Vogastapa á Reykjanesi var ein slíkra stöðva og þjónaði m.a. flugupplýsingakerfi og öðrum langdrægum fjarskiptum varnarliðsins ásamt móttökustöð
í Camp Garrity skammt norðan við vesturenda austur-vesturflugbrautar Keflavíkurflugvallar.
Leifar húsanna 2023.
Uppbygging langdræga sprengjuflugflotans (SAC) og tuga nýrra bækistöðva hans víða um heim krafðist þess að komið yrði upp nýju, sjálfstæðu fjarskiptakerfi og hófst uppsetning þess árið 1951. Hlaut það heitið U.S. Air Force Global Communications System – GLOBECOM – og byggði á neti öflugra fjarskiptastöðva um heim allan með fjölrásatengingum á helstu tíðnisviðum, þ. á m. langbylgju með háum loftnetsmöstrum sem hentuðu þó illa í námunda við flugvelli.
Grindavík – loftskeytastöðin.
Var nýrri GLOBECOM-sendistöð því valinn staður við rætur Þorbjarnarfells ofan við Grindavík. Smíði stöðvarinnar hófst árið 1953 og var hún tekin í notkun árið eftir. Stöðin samanstóð af sendistöðvarbyggingu, rafstöð og íbúðar- og skrifstofuskála ásamt stuttbylgjuloftnetum af ýmsum gerðum og tveimur, 183 m (600 feta) og 244 m (800 feta) háum, langbylgjumöstrum sem gnæfðu yfir stöðinni og sáust víða að. Jafnframt var tekin í notkun ný fjarskiptamiðstöð og símstöð á Keflavíkurflugvelli. Var sendistöðinni í Broadstreet breytt í móttökustöð fyrir GLOBECOM-kerfið árið 1955 (USAF Strategic Receiver Station). Við þetta kerfi bættist síðan langdrægt talstöðvarsamband við flugvélar.
Herstöðin ofan Hrauns – loftmynd 1957.
Bandaríkjamenn unnu um þessar mundir að þróun loftskeytakerfa sem byggðu á svonefndri háloftabylgjuspeglun (e. inonospheric forward scatter) og veðrahvolfsbylgjuspeglun (e.
tropospheric scatter) sem annars vegar nýttu stefnuvirkt endurvarp af frjálsum rafeindum í 70–90 km hæð í jónahvolfinu, og hins vegar hita- eða rakaskilum í 2–5 km hæð í
veðrahvolfinu. Þótti ljóst að beiting háloftabylgjuspeglunar á VHF-tíðni hentaði vel til stuðnings við önnur tíðnisvið á norðurslóðum, t.d. milli herstöðva á Grænlandi, Íslandi og Bretlandseyjum, þar sem truflanir á stuttbylgjusendingum voru algengar.
Fjarskiptatæki hersins.
Tæknin byggði á sendingu mjórra geisla sem tvístruðust við árekstur við frjálsar rafeindir í jónahvolfinu og spegluðust m.a. í litlum mæli til jarðar í sömu stefnu og hittu fyrir móttökuloftnet. Var slíkri sendistöð valinn staður við rætur Húsafells og Fiskidalsfjalls við Hraunsvík austan Grindavíkur undir heitinu Grindavik Extension, og móttökustöð skammt sunnan flugbrautanna á Keflavíkurflugvelli sem hlaut nafnið Picnic.
Tækjabúnaður samanstóð af 30 kW sendi og rafstöð ásamt tveimur stórum hornlaga netspeglum (e. corner reflector) sem héngu á níu stálmöstrum í þremur misháum röðum.
Leifar stöðvarinnar ofan Hrauns.
Skammt frá stóðu lítil vélarhús og íbúðarhús stöðvarinnar og hátt mastur með örbylgjuloftneti til samskipta við fjarskiptamiðstöðina á Keflavíkurflugvelli. Mun það hafa verið fyrsta örbylgjusambandið sem komið var á hérlendis. Tæknimenn bjuggu í stöðinni og önnuðust viðhald og stillingu tækjabúnaðarins en samskonar búnaður var í móttökustöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Í árslok 1955 var háloftabylgjuspeglunarsambandi einnig komið á við flugbækistöðina BW-8 í Syðra-Straumfirði á Grænlandi og frá stöðinni austan við Grindavík til Bretlands.
Jarðstrengur við herstöðina.
Langbylgju- og stuttbylgjusendarnir í Globecom-fjarskiptastöðinni í Grindavík voru þá nærri fullbúnir til notkunar en langbylgjustöðin sendi út með 50 þúsund watta styrk.
Fjarskiptakerfi flughersins var tekið til endurskoðunar á árunum 1956–1957. Tæknibreytingar með tilkomu stefnuvirkrar háloftabylgjuspeglunar gerðu það að verkum að minni þörf var á langbylgjusendingum, t.d. fyrir skeytasendingar loftvarnakerfisins. Var móttökustöðin Broadstreet á Vogastapa lögð niður og móttökustöðinni í Camp Garrity á Keflavíkurflugvelli breytt með litlum tilkostnaði til þess að geta einnig þjónað hlutverki hennar. Sendistöð fyrir fjarskipti við flugvélar og milli landa var áfram í stöðvunum við Grindavík og Hraunsvík og móttökustöðvunum Garrity og Picnic á flugvallarsvæðinu.
Ratsjárskermar utan við Stafnes. Tóftir bæjarins á Básendum t.h.
Þegar ráðist var í uppsetningu öflugs trópó-kerfis um Grænland til Íslands, sem fjármagnað var af Bandaríkjunum, og þaðan um Færeyjar til Bretlandseyja. Stóð NATO straum af kostnaði við þann hluta leiðarinnar og nefndi North Atlantic Radio System (NARS). Risu tvær fjarskiptastöðvar með gríðarstórum íhvolfum loftnetsskermum ásamt stöðvarhúsum skammt neðan við Gálgaklett nærri Básendum á Reykjanesi og í ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Skermarnir risu veturinn 1961–1962 og var stöðin á Reykjanesi tekin í notkun í júní 1962.
Undistöður eldsneytistanks við herstöðina.
Rekstur fjarskiptakerfis varnarliðsins var á hendi 1971th Airways and Air Communications Service Squadron (1971 AACS) bandaríska flughersins til ársins 1961. Árið 1961 tók Bandaríkjafloti við rekstrinum undir heitinu U.S. Naval Communication Station, Iceland (NAVCOMMSTA Iceland). Verkefni liðsveita varnarliðsins voru þá nokkuð breytt og aukin áhersla á stuðning við vaxandi starfsemi flotans í stað sprengjuflugvéla flughersins. Þjónustan sem flotinn tók við fól í sér rekstur almennra og sértækra fjarskiptaviðskipta og viðhald tækja á fjölbreyttu sviði vegna flugumferðar.
Broadstreet 2023.
Háloftabylgjukerfinu var lokað fljótlega eftir að trópó-kerfinu var komið á og starfsemi Grindavik Extension lögð niður. Voru loftnetin tekin niður árið 1966 og landinu skilað tveimur árum síðar.“
Sjá meira um herstöðvar við Grindavík HÉR.
Heimildir:
-Morgunblaðið 28. des. 1995, bls. 43, „Ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt“, Skarphéðinn Hinrik Einarsson.
-Útdráttur er úr kaflanum „Fjarskipti varnarliðsins“ í óbirtu handriti um sögu bandaríska varnarliðsins á Íslandi 1951–2006 eftir Friðþór Eydal.
Leifar herstöðvarinnar ofan Hrauns 2023.
Fjarskiptastöð ofan Grindavíkur
„Naval Radio Transmitter Facility Grindavik“ er sendistöð bandaríska sjóhersins í Grindavík, sem N62 deildin er sögð halda utan um. Hún er virk á stuttbylgju og langbylgju undir kallmerkinu TFK á 37,5 kHz.
Grindavík – loftskeytastöðin.
NRTF Grindavík átti upphaflega við um tvo turna fyrir langbylgjuþjónustuna – vesturturninn sem var 243,8 metrar á hæð og austurturninn 182,9 metrar á hæð. Þeir voru þá hæstu manngerðu turnhlutar á Íslandi. Árið 1983 var austurturninum skipt út fyrir nýjan turn af sömu hæð. Í stað vesturturnsins kom nýtt 304,8 metra (1.000 fet) mastur, sem þá varð hæsta mannvirkið á Íslandi.
Áður en framangreindar endurbætur voru gerðar, um 1976, var stöðinni falið að reka 600 feta (180 m) loftnet sitt á mjög lágri tíðni, nokkurri lægri tíðni sem það hafði nokkru sinni áður verið starfrækt á. Það voru nokkrar áhyggjur af því að keyra styttra loftnet á svo lágri tíðni, en 800 feta (240 m) loftnetinu var þegar falið verkefni með hærri forgang. Þegar 600 feta (180 m) loftnetið og sendistöð þess voru stillt á æskilega tíðni og aflgjafa sendisins var aukið í tilskilið stig, bognaði stærsti spólinn í sendistöðinni og eyðilagðist.
Sendistöðin ofan Grindavíkur.
Takmarkaður fjöldi varaspóla var fáanlegur í veitukerfinu og var einni þeirra komið fyrir að nýju. Vandamálið var að lág tíðni og samsvarandi hátt viðbragð sem þarf til að enduróma loftnetið leiddi til óeðlilega hárrar spennu við úttak sendistöðvarinnar sem olli því að síðasti og stærsti póllinn bognaði innvortis og eyðilagðist. Lausnin á vandamálinu var að hanna og setja upp annan lokaspólu í sendistöðinni með innleiðni og línulegri lögun sem þurftitil að veita nauðsynlega viðbragð án myndunar ljósboga. HQ hófu nauðsynlegar aðgerðir til að útvega slíka spólu. Capt. Ralph L Spaulding, útskrifaður frá Naval Post Graduate School í fjarskiptaverkfræði, hannaði bráðabirgðaspólu með viðeigandi eiginleikum og áhöfnin í Grindavík smíðaði hana. Fullbúna spólan var um 6 fet á lengd og 2 fet í þvermál, með þurrum valhnetuviði sem notað var til að búa um spóluna. Fullbúinni spólu var komið fyrir á viðarstól í spóluhúsinu, tengda við upprunalegu spólukeðjuna og úttakstengi sendistöðvarinnar. Þetta fyrirkomulag virkaði vel.
Grindavík – loftskeytastöðin 1958.
NRTF Grindavík var 1999 sigurvegari Defence Information Systems Agency (DISA) Outstanding Transmission Facility Award (Category II), og var í öðru sæti í sama flokki árið 1997. Nýja hærra loftnetið og sendistöðin voru hannað af Donald W. Anderson, PE sem stjórnaði auk þess hönnunar- og byggingaráætlunum á meðan hann starfaði hjá Naval Facilities Engineering Command (NAVFAC), Atlantic. Lokahönnun stöðvarinnar fól í sér marga nýja og endurbætta hluti sem kröfðust samþættingar rafrænnar- og byggingarhönnunar, þar á meðal sendistöð með koparhlífðarhönnun og nýrri uppsetningaraðferð. Allur árangur í hönnuninni bætti til muna fyrri hönnun og hafði að hluta til áhrif á áðurnefnd verðlaun.
Grindavík – loftmynd 1954.
N62 deildinni er skipt í þrjár undirdeildir: N62A, Loftnetsviðhald; N62B, langbylgjubúnaður og ISABPS viðhald; og N62C, stuttbylgjubúnað og viðhald á aukabúnaði.
Í nóvember 2019 var formlega skipaður framkvæmdastjóri til að stýra stöðinni, sem fékk nafngiftina U.S. Naval Computer and Telecommunications Area Masters Station Atlantic Detachment Grindavík, Iceland (NCTAMS LANT DET GRINDAVIK IC).
Grindavík – loftmynd 1922.
Loftskeytastöðin sunnan Lágafells ofan Grindavíkur var sett á stofn skömmu eftir að Bandaríkjaher kom hingað til lands árið 1941. Aðstaðan hefur síðan gefið af sér arð til Félags Jángerðarstaðabænda, en svæðið verið undir stjórn bandaríska flotans. Óljóst er um fasteignaskattgreiðslur til Grindavíkurbæjar þau ár, sem stöðin hefur starfað.
Eflaust hafa verið skiptar skoðanir um staðsetningu stöðvarinnar á sínum tíma. Nú, u.þ.b. 80 árum síðar, er líklegt að deilur um tilvist hennar verði fyrirferðameiri en áður hefur verið því stöðin er á mikilvægu framtíðaríbúðauppbyggingarsvæði bæjarins. Um tíma stóðu grindvísk verkalðsfélög vörslu um stöðina er hún varð að tímabundnu bitbeini.
Grindavík – herforningjakortið 1903.
Eftir að Varnarmálastofnun Íslands tók til starfa árið 2008 varð eitt af meginhlutverkum hennar að sinna eftirliti með lofthelgi og flugumsjónarsvæði Íslands. Það gerir Varnarmálastofnun með rekstri ratsjárstöðvanna fjögurra í kringum landið sem Bandaríkin ráku áður, en íslenskir sérfræðingar hafa nú tekið við. Samhliða því hefur íslenska lofteftirlitskerfið nú verið tengt inn í ratsjárkerfi Evrópuhluta NATO. Þannig hefur Ísland færst nær meginlandi Evrópu í öryggismálum og er stefnt að því að Evrópukerfi NATO muni einnig tengjast loftvarnarkerfi Bandaríkjanna og Kanada.
Helghóll við Skipsstíg innan varnarsvæðisins.
Kögun hf. gerði samning um rekstur fjarskiptastöðvar Bandaríska flotans í Grindavík árið 2006. Fjarskiptastöð bandarískra flotans í Grindavík hefur verið rekin af flotanum frá því á sjöunda áratug síðustu aldar og verið mönnuð bandarískum hermönnum að langmestum hluta. Það varð hinsvegar ljóst fyrr í sumar að þessi stöð yrði rekin áfram hér á landi og var því reksturinn boðinn út. Fjarskiptastöðin í Grindavík er hluti af víðfeðmu neti samskonar stöðva sem saman mynda fjarskiptanet flotans og annast m.a. lágtíðnisamskipti við skip og kafbáta á hafi úti – allt suður til Azoreyja.
Skipsstígur ofan Grindavíkur liggur um athafnasvæði sendistöðvarinnar.
Kögun hf. hefur annast rekstur og viðhald íslenska loftvarnarkerfisins allt frá árinu 1997 þegar kerfið var formlega tekið í notkun. Fyrir þann tíma höfðu starfsmenn Kögunar unnið í Bandaríkjunum og á Íslandi við þróun og smíði kerfisins allt frá árinu 1989.
Loftskeytasvæðið er afgirt með hárri girðingu og vel fylgst með að óviðkomandi villist ekki inn fyrir hana. Viðvörunarmerki eru á girðingunni þessa efnis. Svæðið er ekki girt af að ástæðulausu því hættulegt er fyrir ókunnuga að fara um það vegna rafmagnsstrauma nálægt fjarskiptamöstrunum.
NRTF-varnarstöðin ofan Grindavíkur – möstrin tvö.
Strangar umgengisreglur gilda þarna innvortis. FERLIRsfélagi fékk þó aðgang að svæðinu með það að markmiði að hnitsetja Skipsstíginn, sem liggur þvert um svæðið, auk þess að reyna að staðsetja Kirkjuhólinn, þjóðsagnakenndan álfhól innan þess. Sækja þurfti um leyfi með góðum fyrirvara, fá heimild og mæta hjá framangreindum jakkaklæddum hæstráðanda.
Sá varð reyndar bæði áhugasamur um verkefnið sem og félagsskapinn. Sýndi hann FERLIRsfélaganum upphaflegu „blueprint-inn“ af stöðinni, sem þar eru varðveitt, auk þess þeim hinum sama var leyft að fara frjálsum um svæðið með ákveðnum fyrirvörum umleikis áhættusvæðin nálægt möstrunum.
Landssvæðið, sem loftskeytastöðin er á, var fyrrum nefnt „Eldvörp“ og það ekki af ástæðulausu. Fjölmörg eldvörp voru þarna ofan Járngerðarstaða, en þau voru nánast öll jöfnuð við jörðu með tilkomu athafnarýmis loftskeytastöðvarinnar. Svo virðist um sem um gervigíga hafa verið að ræða.
Hafa ber í huga að fyrrihlutinn að þessum texta er „transleitaður“ af engelsku yfir á íslensku. Þar gæti einhverju „skipað að sköpluðu“.
Sjá meira um loftskeytastöðvar við Grindavík HÉR.
Heimildir:
-https://en.wikipedia.org/wiki/Naval_Radio_Transmitter_Facility_Grindavik
-Wikimedia Commons has media related to Grindavík transmission towers. References Donald W. Anderson, PE
-https://www.secnav.navy.mil/doni/Directives/05000%20General%20Management%20Security%20and%20Safety%20Services/05-400%20Organization%20and%20Functional%20Support%20Services/5400.2305.pdf[bare URL PDF]
-http://www.globalsecurity.org/military/facility/grindavik.htm
-https://ferlir.is/skipsstigur-um-loftskeytastodina-ofan-grindavikur/
Skipsstígur innan svæðis loftskeytastöðvarinnar.
Brennisteinsfjöll – brennisteinsnámur I
Haldið var upp Kerlingarskarð frá sæluhúsinu við Bláfjallaveg, gengið suður með vestanverðum Draugahlíðum, inn í brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum, og þær skoðaðar sem og tóftir búðanna. Litið var eftir hellisopum, sem spurnir hafa borist af, í suðaustanverðu Kistufelli og kíkt á flugvélaflak sunnan í fellinu. Þá var gengið upp í Kistufellsgíg og til norðurs austan Hvirfils. Ljósmyndari frá tímaritinu Útiveru var með í för til að festa landslag, minjar og fleira á filmu til birtingar með grein, sem mun birtast fljótlega í tímaritinu.
Búð námumanna undir Kerlingaskarði.
Þegar gengið er áleiðis upp í skarðið blasa Bollarnir við, nyrst Stóribolli, þá Miðbolli og síðan Syðstubollar (Þríbollar), en einu nafni nefnast þeir Grindarskarðshnúkar. Undir skarðinu er tóft frá tímum brennisteinsvinnslunnar. Þar hafa námumenn “umskipað” afurðunum og tekið með sér birgðir upp á námusvæðið. Tugir hesta voru í hverri lest og margir höfðu atvinnu af vinnslunni og flutningunum. Til stóð að strengja vír úr Grindarskarðshnúkum niður á slétt hraunið neðan skarðsins, vírnum var skipað á land í Hafnarfirði, en hann var það þungur að ekkert farartæki gat flutt hann upp fyrir skarðið. Vírinn lá því óhreyfður á hafnarbakkanum árum saman.
Í Spenastofuhelli.
Á uppleiðinni eru nokkrir stuttir hellar og stór hrauntröð úr Miðbolla. Fallegar hraunmyndanir eru í sumum hellanna. Efst í Kerlingarskarði er drykkjarsteinn. Hann var hálffullur af vatni. Sumar sagnir segja að drykkjarsteinarnir hafi átt að vera tveir þarna. Þegar betur var að gáð sást hvar önnur skál í móbergsklöpp var þar örfáum metrum ofar. Eftir að hafa hreinsað mold og möl upp úr skálinni kom í ljós hinn myndarlegasti drykkjarsteinn, greinilega mikið notaður í gegnum aldir. Sennilega hefur hann fyllst þegar ferðir lögðust að mestu af um götuna og enginn orðið til að halda honum við (hreinsa upp úr honum eins og drykkjarsteina er þörf). Nú er þessi stærri skál orðin tilbúin að nýju og vonandi fyllst hún fljótlega af vatni, vegfarendum til svölunar.
Drykkjarsteinn efst í Kerlingarskarði.
Ofan við skarðið var staðnæmst og dást að útsýninu. Ofan þess blasir Miðbolli við í norðri, Kóngsfellið og Bláfjöllin austar. Löngum hefur verið deilt um hvort sýslumörkin mættust í Kóngsfelli eða Stóra-Kóngsfelli við Drottningu undir Bláfjöllum. Sagt er að fjárkóngarnir að austan, sunnan, vestan og norðan hafi mæst í Kóngsfelli og ráðið ráðum sínum. En þar sem menn hafi ekki verið alveg vissir um hvaða fell var hið eina rétta Kóngsfell, enda öll keimlík aðkomu, hafi nöfnin færst yfir á hin. Litla-Kóngsfell er t.d. á mótum þriggja gatna og Kóngsfell er á mótum þriggja sýslna. Kannski þess vegna hefur línan einhvern tímann verið dregin í Stóra-Kóngsfell, svona til að hafa það með í hópnum.
Miðbolli er einn fallegasti eldgígur landsins. Neðar mátti sjá Litla Kóngsfell og sunnar Draugahlíðar. Í suðri voru nokkrir eldgígar.
Miðbolli (t.h.) og Kóngsfell.
Gengið var meðfram þeim og síðan til suðurs vestan Draugahlíða, framhjá útdauðu hverasvæði og síðan suður með miklu misgengi (sigdal), sem þarna liggur þvert í gegn ofan Draugahlíða. Hinn myndarlegi Draugahlíðagígur trjónaði stór og stoltlegur á baki þeim. Hvirfill stendur að vestanverðu, en hann er stærsta eldstöð Brennisteinsfjalla, frá því á síðasta jökulskeiði. Þegar komið var upp á hrygg sunnan gígins opnaðist fagurt útsýni yfir Brennisteinsfjöllin. Þessi fjallshryggur hefur verið eldvirkur fyrir og eftir landnám.
Brennisteinsfjöll.
Gengið var á ská niður gróna hlíð, niður að tóft af búðum brennisteinsnámumanna. Í henni má enn sjá bálkana beggja vegna sem og leifar pottofns. Tóftin stendur undir læk, sem kemur ofan úr hlíðinni. Reyndar var hann vatnslítill þetta sinnið. Tveir hálfleygir rjúpuungar leituðu að öruggara skjóli. Móðirin fylgdist lífsreynd með.
Tóft námumanna í Námuhvammi.
Neðar eru brennisteinsnámurnar. Þær eru í hraunhlíð. Sést vel hvernig grafið hafði verið inn í bakkann og brennisteinskjarninn eltur inn og niður í hraunið. Svæðið hefur að öllum líkindum verið miklu mun virkara á námutímanum. Götur liggja frá námusvæðinu út á stóra hrauka þar sem námumenn hafa losað sig við afkastið. Hlaðin tóft er í skjóli í hraunkvos og við hana ofn hlaðinn úr múrsteinum. Bakki hafði hrunið yfir ofninn, en með því að skafa lausan jarðveg ofan af kom efsti hluti hans í ljós.
Brennisteinsnámur í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.
Englendingar hófu þar brennisteinsnám í kringum 1880 fyrir atbeina Skotans W.C. Spence Paterson, sem kenndi á Möðruvöllum í tvo vetur og varð síðan ræðismaður í Hafnarfirði. Það þurfti að brjótast í gegnum 3-4 m þykka hraunskorpu til að komast að brennisteininum og flutningar voru erfiðir, þannig að þessi starfsemi varð ekki langvinn. Flutningaleiðin sjálfr er sögð hafa verið um Grindaskörð til Hafnarfjarðar.
Brennisteinn var fluttur út frá Íslandi allt frá 14. öld en hann var nauðsynlegur til púðurgerðar og því gat brennisteinsnám verið arðvænlegt. Konungur áttaði sig á þessu snemma og reyndi mikið að ná undir sig einkarétti á þessari verslun.
Á miðöldum var íslenski brennisteinninn notaður til hernaðar og var einkum eftirsóttur á 15. og 16. öld þegar farið var að nota byssupúður en brennisteinn var einmitt nauðsynlegur til púðurgerðar þar sem honum var blandað saman við saltpétur og kol. Brennisteinn var útflutningsvara frá 14. öld en segja má að blómatími brennisteinsverslunar hér á landi hafi verið á 15. og 16. öld.
Bræðsluofn í brennisteinsnámunum.
Nokkuð var um brennistein á Íslandi en svo virðist sem brennisteinsvinnsla hafi hafist snemma hér á landi en elsta heimild um brennisteinsnám er frá 1279. Mest er af brennisteini á norðausturhluta og suðvesturhluta landsins og er þar að finna stærstu námurnar, t.d. í Reykjahlíð í Mývatnssveit á Norðausturlandi en í Brennisteinsfjöllum og í Krísuvík á Suðvesturlandi.
Brennisteininn er að finna á háhitasvæðum og var hann grafinn úr jörðu. Niels Horrebow, erlendur ferðamaður á Íslandi á 18. öld, lýsti aðförunum við moksturinn svona:
Ofninn.
„Þegar heitt er í veðri þola menn ekki að vinna að brennisteinsgreftrinum á daginn. Þá er unnið á nóttunni, sem á sumrin er nægilega björt til þess. Menn þeir, sem að greftrinum eru, vefja vaðmálsdruslum um skó sína. því að annars myndu þeir brenna þegar í stað, en brennisteinninn er svo heitur, þegar hann kemur úr jörðinni að ekki er unnt að snerta á honum, en hann kólnar fljótt.“
Brennisteinninn, sem grafinn var upp hér á landi, innihélt um 14-22% óhreinindi og þurfti því að hreinsa hann. Fyrr á öldum var hann þó fluttur út óhreinsaður en árið 1753 var á vegum Innréttinganna reist hreinsunarverk í Krísuvík og árið 1762 á Húsavík. Samkvæmt skýrslu voru um 72,5 tonn af brennisteini frá Krísuvík flutt út á árunum 1755-1763 á vegum Innréttinganna sem fengið höfðu einkaleyfi til að vinna og hreinsa brennistein um 1752.
Gata í námunum.
Brennisteinninn var hreinsaður með vatni og lýsi og hann síðan bræddur í járnpotti sem yfirleitt var hitaður upp með mó. Gæta þurfti þess að hita pottinn ekki um of því þá gufaði brennisteinninn upp. Við bræðsluna flutu óhreinindi og lýsi, sem notað var við bræðsluna, ofan á brennisteininum, sem fleytt var af með járnspaða. Brennisteininum var síðan hellt ofan í eikarmót gegnum síu og honum síðan raðað ofan í tunnur til útflutnings.
Verslun með brennistein gat verið arðbær en svo virðist sem bæði kirkju- og konungsvald hafi áttað sig á þessu snemma enda reyndu þau mikið til að afla sér einkaréttar á verslun með brennistein. Landið varð snemma frægt fyrir þetta gula efni en í tilraunum Danakonunga fyrr á öldum til þess að veðsetja landið var talinn mikill kostur að landið væri ríkt af brennisteini.
Í brennisteinsnámunum.
Námusvæðið var rissað upp til varðveislu í Reykjanesskinnu til síðari tíma nota.
Þá var gengið til suðurs með Brennisteinsfjöllum og áleiðis upp í suðausturhlíðar Kistufells. Þar var að sjá mikið brak úr flugvél, sem brotlenti í hlíðinni. Mótorinn var neðar, en talsvert af hlutum á víð og dreif hingað og þangað. Um var að ræða Hudson l/251, tveggja hreyfla kafbátaleitarvél frá breska flughernum. Slysið varð í 27. mars árið 1945. Með vélinni fórust fimm menn. Af einhverri ástæðu varð ein FERLIRshúfan eftir þegar svæðið var yfirgefið. Hún kom hins vegar í leitirnar síðar þegar annar leiðangur heimsótti svæðið.
Brennisteinsfjöll – Kistufellsgígur.
Gengið var upp með sunnanverðu Kistufelli og að Kistufellsgíg (Kistugíg). Hann er einn stórkostlegasti gígur landsins. Háir hamraveggir eru umhverfis gíginn og nýrri hraun hefur runnið ofan í hann á tveimur stöðum. Lóuhreiður var á gjárbarminum og var fyrsti unginn að reyna að brjóta sér leið út. Móðirin hafði greinilega verpt öðru sinni þetta sumarið. Hálffleigur lóungi reyndi að flögra í felur, en stefndi fram af gígbarminum. Aðstaðan hlaut að hafa komið honum á óvart. Kistufellið er 602 m.y.s.
Kistufellstaumur.
Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist. Nýjasta er sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum hafa um 200 eldstöðvar á fjórum eldstöðvarkerum verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landssvæði. Þar má finna helstu gerðir íslenskra eldstöðva eins og hraunskildir(dyngjur), gígaraðir, gígahópar og sprengigíga. Flest þessara einkenna má finna í Brennisteinsfjöllum.
Gengið var niður í gíginn og hann skoðaður neðanfrá. Þá sást vel hversu stórfengleg náttúrusmíð hann er. Gígurinn er sigdæld líkt og misgengisdalurinn austan Hvirfils. Norðan gígsins er stór og mikið hrauntröð er liggur til norðurs og beygir síðan til vesturs.
Hreyfillinn, sem fjarlægður var úr Kistufelli.
Skoðað var í hellaop suðaustan í Kistufelli og síðan haldið til norðurs milli Hvirfils og Draugahlíða. Þar á ás, ofan við brennisteinsmámasvæðið, er varða. Frá henni sést í aðra vörðu ofar á ásnum. Við hana er stórt vatnsstæði í gíg. Talsverð landeyðing er þarna efst, en þegar götu frá vörðunni er fylgt til norðurs má sjá hana greinilega liggja niður ásinn og áfram með vestanverðum hraunkantinum, milli hans og hlíðarinnar. Varða er við rætur ássins þeim megin og síðan tvær fallnar vörður við stíginn þar sem hann liggur áleiðis að sunnanverðum syðsta Syðstabolla.
Leið vestan Kerlingarhnúka að Kerlingarskarði.
Þar liggur gatan greinilega niður dalverpi með háum hamravegg á vinstri hönd og Bollann á þá hægri. Þetta er mjög falleg leið og auðfarin. Þegar halla fer niður á við beygir gatan til vinstri og síðan áleiðis niður mosahlíðina vestan undir Bollunum. Hér gæti hafa verið um aðra leið brennisteinsnámumanna að ræða, en hún er stysta og einnig sú greiðfærasta þangað, auk þess bæði áreiðanlegt og gott vatnsstæði er á leiðinni.
Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 6 klst og 6 mín.
Um brennistein:
http://www.idan.is/1000/01,01,02_brennisteinn.html
Kistufellsgígur.
Prestsvarða – saga
Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða.
Prestsvarðan.
Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen, sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.
Leturhellan við Prestsvörðuna.
Á hellunni virðist standa:
1876 21.JAN Í FRIDI LEGST ÉG
FYRIR Í FRIDI ER ÉG ÞVÍ ÞÚ
EINN DROTTINN ERT ÞAÐ SEM
LÆTUR MIG BÚA ÓHULTAN Í NÁÐUM.
Þetta vers er greinilega úr Davíðsálmi 4. kafla 9. vers: „Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.”
Rauðskinna II 295
Fengið af:
http://bokasafn.rnb.is/default.asp?cat_id=219
Við Prestsvörðu.
Vörðufell – letursteinn
„Svo er sagt að ræningjar hafi komið í land ekki langt frá Krýsuvíkurlandi og hefði flokkur mikill af þeim komið gangandi og stefnt fram til Krýsuvíkur, en er til þeirra sást var strax sendur maður til Eiríks prests. Reið hann sem mest mátti, hitti prest og bjóst hann strax með sendimanni, en er þeir sáu heim að bænum þá hafði ræningjaflokkurinn staðar numið á hóli nokkrum fyrir sunnan kirkjuna í Krýsuvík og börðust í ákafa svo að þeir drápust þannig niður fyrir vopnum sjálfra sín, en komust aldrei heima að bænum.
Vörðufell – LM/krossmark?
En nokkru eftir þetta er sagt að prestur hafi farið austur á Selvogsheiði og numið staðar á felli einu lágu; hafi hann þá byggt þar upp fjarska margar vörður og sagt að meðan nokkur varðan stæði mundi Selvogurinn ekki verða rændur og heitir fellið síðan Vörðufell.“
Í örnefnaskrá fyrir Þorkelsgerði í Selvogi segir m.a. um Vörðufell: „Allangt austan við norður frá strandhæð er Vörðufell, eldgígur. Á því er Markavarða milli Eimu og Þorkelsgarðis [á að vera Eimu og Strandar (ÞS)]. Neðan undir vörðunni er stafur í klöpp (M).
Markavarðan á Vörðufelli.
Á [Vörðu]fellinu eru margar vörður hingað og þangað, Vörðufellsvörður, sem hlaðnar eru af unglingum. Það brást þeim aldrei, er þeir voru að leita að skepnum, að þeir fundu það, sem leitað var að, ef þeir settu stein í vörðu eða hlóðu nýja, Eyþór kannast vel við þetta.“
Skv. örnefnalýsingum á stafurinn M að vera markaður á jarðfastan stein sunnan við Markavörðuna syðst á fellinu. Þegar betur er að gáð er þar um að ræða kross, en sprungur beggja vegna. Efri hluti steinsins hefur brotnað af skammt ofan við krossinn. Á fellinu eru enn urmull smávarða, en sagt er að smalar hefðu hlaðið vörðurnar og áttu þær að uppskera fundvísi að launum. Víðsýnt er af fellinu þótt það sé ekki hátt.
Á Vörðufelli er gamla lögrétt Selvogsbúa, Vörðurétt eða Selvogsrétt. Hún er fallega hlaðin, almenningur austast, innan dráttur og dilkar um kring. Notkun hennar var hætt árið 1924.
Þórarinn Snorrason á Vogsósum á ferð með FERLIRsfélögum í Vörðufelli.
Jón Árnason III 505