Húshólmi

FERLIR fór páskaferðina í Húshólma.

Húshólmi

Húshólmi – skilti við austurenda Húshólmastígs.

Gengið var niður eftir slóða með austurjarðri Ögmundarhrauns fá bifreiðastæðinu neðan við Suðurstrandarveg. Algengast er að fólk, sem ætlar í „göngu“ ætli sér að ganga frá A til B, þ.e. frá upphafsstað og til baka. Hafa ber í huga að þessa á millum er fjölmargt áhugavert að gaumgæfa.
Rétt við stæðið er hringlaga gróið gerði utan í hraunkantinum, líklega rúningsrétt. Gata liggur upp vestanverða Krýsuvíkurheiði að fjárborginni á Borgarhólum. Hún er skammt sunnan gömlu Krýsuvíkurgötunnar milli Grindavíkur og Krýsuvíkur.
Vestanverð Krýsuvíkurheiðin er nú víða orðin gróðurlítil á milli fjalla og fjöru. Heyra mátti lóu af og til.

Húshólmi

Húshólmastígur frá Bergsendum vestari.

Haldið var áfram í átt til sjávar, framhjá vegvísi við Húshólmastíg, niður á Bergsenda vestari. Þar sést greinilegur stígur í gróningum um nýja hraunið (Ögmundarhraun (Húshólmabruni) frá 1151) vestan við gamla bergið. Nýtt hraunið hafði runnið fram af eldra bergi. Það sést greinilega á allnokkrum kafla skammt vestar. Hægt er að ganga áfram, hvort sem er neðan við það eða ofan. Vestar hækkar nýja hraunið, en ágætur stígur liggur upp og yfir það. Vestast og efst á brúninni er varða. Frá henni er ágætt útsýni til allra átta, hvort sem er um að ræða austur að Krýsuvíkurbergi eða til vesturs yfir að Hólmasundi (Miðrekum). Neðar eru Svörtuloft (Selhella) þar sem hafið hamast stöðugt á endimörkum nýja hraunsins. Ofar í hrauninu er hóll. Hann lætur ekki mikið yfir sér, en ef nánar er að gáð er á honum hlaðin varða; mið frá sjó. Mið sem þessi eru algeng með ströndinni.

Húshólmi

Sjávarstígurinn – gamla bergið framundan.

Þarna er ágætt að staldra við og virða fyrir sér önefnin með ströndinni, að teknu tillitil lýsinga Gísla Sigurðssonar og Ara Gíslasonar.
Vestasta hornið á Krýsvíkurbergi heitir Bergsendi, sem fyrr sagði. Vestan við Bergsenda eru Bergsendarekar undir gamla landfasta berginu, sem áður sagði, og Miðrekar ofan Hólmasunds. Ofan Sundsins er Húshólmi og Óbrennishólmi vestar. Á Húshólma sjást leifar af mannvirkjum, sem ætlunin var að skoða. Þar vottar vel fyrir garðlögum, sem eru leifar af túngörðum.

Ef við værum stödd á suðurbrún nýja hraunsins (vestast á sjónaröndinni frá vörðunni) vestan Húshólma, segir Gísli: „Ef haldið er niður með austurbrún Ögmundarhrauns, er komið nær miðju þar sem tvær vörður standa á brúninni (Brúnavörður).
Milli þessara varða liggur ruddur stígur þvert yfir hraunið. Kallast Húshólmastígur efri. Á vesturbrún hraunsins hefur verið hlaðið fyrir stíginn.

Húshólmi

Gamla bergið neðan Húshólmaburna.

Hér er komið í Húshólma einhvern merkasta stað á Suðurnesjum. Húshólmi er allstórt svæði og gróinn að mestu. Húshólmabruni nefnist hraunið austan hans eða Húshólmahraun neðst liggur Húshólmastígurinn neðri yfir það. Við jaðar þann sem er vestan við Húshólma eru miklir fornir garðar, Húshólmagarðar, sem ættu að sína að hér hafi miklir vallargarðar verið.

Húshólmi

Neðan við gamla Krýsuvíkurberg í Ögmundarhrauni.

Með vesturjaðrinum liggur stígur og er þá komið að rúst, sem sumir nefna Kirkjurúst þar í kring er Kirkjuflöt, sem aðrir nefna Kirkjulág. Nokkru neðar á að hafa verið brunnur, Húshólmabrunnur og þar Brunnlág. Frá Kirkjuflöt liggur ógreinilegur slóði upp í hraunið. Liggur hann að Húshólmarústunum. Hérna er um fjórar rústir að ræða. Tvær neðst og snúa frá suð-austri til norð-vestur og sú þriðja þvert á þær. Þar í var grafið og komið niður á viðarkolahrúgu. Taldist því að hér hafi verið smiðja.

Nokkru ofar er svo stærsta rústin og í henni holur, sem álítast að séu eftir stoðir, sem brunnið hafa þegar hraunið rann inn í hús þessi. Hraunhella er í gólfi allra húsanna. Af sumum mönnum er þarna talað um Gömlu Krýsuvík. Frá Kirkjuflöt liggur götuslóði vestur og upp á hraunið. Hefur verið flóraður með hellum og átti að liggja til Selatanga. Stígur þessi varð aldrei fullger (þ.e. stígurinn að Brúnavörður).“

Þá er stokkið í lýsingunni til austurs, að endimörkum Krýsuvíkurlands: „Strandlengjan fyrir Krýsuvíkurlandi er alllöng. Margt er þar örnefna.

Húshólmi

Tóftir í Kirkjulág vestan Húshólma.

Seljabót er austast. Þar eru jarða- hreppa- og sýslumörk. Vestar tekur svo við Krýsuvíkurbjarg. Það liggur milli Gjárinnar eystri og Gjárinnar vestri og er þar á margt örnefna. Strandarberg er austasti hluti þess og nær frá Bergsenda að [Eystri]Læk á Bergi. Þá tekur við Krýsuvíkurberg (þ.e. útsýnið frá vörðunni til austurs). Þá er komið á Skriðuás og þá er Skriða mikill gosöskustapi. Austan Skriðuáss er Kotaberg að Vondasigi.

Húshólmi

Horft til austurs að Krýsuvíkurbergi.

Framan í Skriðu er Ræningjastígur og er gengur með varúð niður í fjöru. Þar sem Skriða snýr við vesturátt er neðarlega á móbergshellunni svo nefnd Hermannshilla. Upp Ræningjastíg áttu Tyrkir að hafa komist 1627 er þeir rændu hér við land. Lundapallur er hér vestan í Skriðu. Hann er einnig kallaður Lundatorfa. Skriðunef tala menn um að hér hafi verið nefnt. Einstigið liggur hér niður skriðurnar niður á Hermannshillu, sem er hér niður undir fjöru, en þó verður að síga af henni niður í fjöruna. Vestan Skriðu tekur við Heiðnaberg eða Heinaberg og nær allt að Fitjalæk, sem hér fellur niður og fram af berginu, og nefnist hér Mígandagróf og fossinn Mígandi.

Húshólmi

Varða, mið, á hraunhól í Húshólmsbruna.

Kirkjufjara er undir Heinabergi, en þar fyrir vestan tekur við Betstæðingafjara og nær allt vestur að Hæl, Bergsenda vestri eða Gjánni vestri. Af Hælnum hefur víkin hér fyrir framan fengið nafn allt frá Skriðu vestur að Selatöngum og nefnist því Hælsvík [og heiðin þar ofar Hælsvíkurheiði]. Hér tekur við Húshólmabruni og Húshólmakampar hér framaf. (Hafa ber í huga að örnefnin hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars. Nýting landsins virðist jafnan hafa skipt þar sköpum.)

Húshólmi

Hólmasund – fyrrum lending Krýsuvíkurbænda.

Þegar kemur fyrir Húshólma eru kamparnir tveir. Hinn eldri er síðan fyrir að hraunið rann, en sá fremri er kominn eftir að hraunið rann. Vestan við Hæl eru Hvalbásar og þar fyrir vestan Húshólmalending [Hólmasund], þar lentu Krýsvíkingar í lágdeifu og köstuðu fiski á land til eldis fólki sínu heima í Krýsuvíkurhverfi.

Húshólmi

Húshólmi – Hólmasundsstígur fremst.

Mávaflár eru hér vestur af og þá koma Þjófabásar, Þjófabás eystri, Þjófabásanef og Þjófabás vestri. Þá taka við Miðrekar, Miðrekar eystri og Miðrekar vestri [neðan við Óbrennishólma]. Hraunið upp af Miðrekum öllum nefnist Títuprjónahraun. Vestarlega við Miðreka er Selhella og hrauninu upp af er Grendalur og Grenið. Rétt áður en komið er að Selatanga verða fyrir út í sjónum Látrin, Selalátrin, Látrin eystri og Látrin vestri. Þá eru Selatangar.“

Húshólmi

Vatnsstæði og gerði neðst í Húshólma.

Ari Gíslason segir um svæðið frá Hælsvík (austan Bergsenda vestari) að Selatöngum: „Nú skulum við færa okkur um set og taka fyrir vestari hluta Krýsuvíkurlands. Síðast vorum við staddir niðri við sjó hjá Hælsvík. Vestan hennar er steinn fram í sjó, sem heitir Þyrsklingasteinn. Þar tekur við mjó hraunbreiða fram að sjó og víða hamrar. Næst vestan við Vestri-Bergsenda taka við svonefnd Svörtuloft. Eftir að þeim sleppir, taka við Miðrekarnir, sem fyrr var getið. Austarlega í Ögmundarhrauni eru tveir básar í hraunbrúninni við sjóinn, og heita þeir Rauðibás og Bolabás. Ekki eru þeir stórir og fjaran í þeim ekki meir en fáeinir metrar. Þegar kemur vestur fyrir Miðrekana og landinu fer að sveigja til norðurs, taka við Selatangar.“

Húshólmi

Verbúðartóft syðst í Húshólma.

Þar sem staðið er við vörðuna efst á suðurbrún Ögmundarhrauns (Húshólmabruna) má í góðu veðri sjá til Skriðu í austri og að Selatöngum í vestri. Mávaflár, Þjófabásar og Miðrekarnir í Títuprjónahrauni, allt að þeim vestari, eru torfærir. Þegar horft er yfir Húshólma sést vel hvar hraunið hefur runnið niður með Skála-Mælifelli að vestan og austur fyrir Krýsuvíkur-Mælifell að austan.

Gísli segir: „Ögmundarhraun verður að teljast mikið hraun. Það á upptök sín í sprungu, sem jarðfræðingar nefna Ögmundarsprungu. Hún er þrískift. Austursprunga Miðsprunga og Vestursprunga.

Vigdísarvellir

Fjárskjól í Austursprungunni við Vigdísarvelli.

Austursprungan á upptök sín inn á dal rétt vestan Vigdísarvalla og eru þar nokkrir gígar. Í einum þeirra er Fjárhellir, er þar hlaðið fyrir munnann og dyr á en garði frá munnanum inn eftir hellinum. Hraun úr þessari sprungu hefur runnið fram milli Mælifells og Urðarfells og sunnanundir Latsfjalli sem einnig nefnist Lasafjall. Gegnum hraun þetta, milli fyrrnefndra fjalla, lá Ögmundarstígur.

Sængurkonuhellir

Sængurkonurhellir, Víkurhellir, í Ögmundarhrauni sunnan Lats.

Úr miðsprungunni hefur einnig runnið allmikið hraun. Hefur það runnið bæði sunnan og norðan Urðarfells. Þar eru örnefni eins og Almenningur og var þar í eina tíð nokkur skógarló. Þar nokkru vestar eru Tóubrunar. Úr Vestursprungunni hefur runnið mikið hraun. Allt hefur það runnið norðan Latsfjalls. Núpshlíðarsprunga mætti sprunga þessi heita, því hún liggur fram um syðsta hluta Núpshlíðar fram á Skalla. Í hrauni þessu er Sængurkonuhellir eða Víkurhellir. Þar á kona að hafa alið barn á ferð milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Suður af Latsfjalli eru Latsfjallstögl og þar fram af Latur móbergshnúkur lítill með grastorfu Latstorfu. Hraunið hefur runnið hér með miklum gassa, það sést af hrauntröðum og rásum þeim sem liggja frá gígunum. Hraunið hér í slakkanum og gígarnir nefnast Katlahraun og Katlar. Neðan við Núpshlíð við hraunið liggur Núpshlíðarstígur fjárgata. Nú liggur eftir hrauni þessu akvegurinn frá Krýsuvík til Grindavíkur.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi; fjárborg eða virki!?

Frá Latstöglum liggur stígur, Óbrynnishólmastígur niður hraunið niður Óbrynnishólma allstórt svæði sem hraun hefur runnið kringum, en ekki þakið. Hér gefur að líta landslag það, sem verið hefur áður en hraunið rann. Móar og hvammar eða lægðir og hæðir og grýtt holt. Austast og efst í hólma þessum er Óbrynnishólmarúst. Litlu neðar er Fjárborgin litla og Fjárborgin stóra. Þær eru 6×7 metr. og 20×20 að stærð. Héðan liggur svo Óbrynnishólmastígur niður á Ögmundarhraun.“ Í Óbrynnihólma eru leifar topphlaðins húss og hlaðnir garðar, sem nýja hraunið hefur staðnæmst við. „Fjárborgin stóra“ hefur að öllum líkindum verið hlaðið virki. Það er efst á hól. Frá honum hefur verið ústýni yfir svo til allan hafflötinn til suðurs. Gróinn garður er og í Óbrynnishólma er gefur til kynna að öll ströndin ofan Gömlu Krýsuvíkur, víkurinnar sem nýja hraunið fyllti, hafi fyrrum verið í samfelldri byggð.

Húshólmi

Húshólmi – skálatóft.

Gengið var niður af hraunbrúninni. Þar er hlaðinn veggur, skjól refaskyttu. Sjá má slóðir eftir refi í grasinu með hraunbrúninni. Austan við Hólmasundsstíginn eru vatnsból og hlaðið lítið gerði. Skil gömlu strandarinnar og þeirrar nýju eru þarna augljós. Í hólmanum, beint ofan við stíginn, er rúst sjóbúðar. Hún var síðast notuð árið 1913 af Krýsuvíkurbændum, en þeir reru um tíma við erfið skilyrði frá Hólmasundi. Skammt ofar og vestar sést hvar gamall hlaðinn (nú gróinn) túngarður liggur undir nýju hraunbrúnina. Garðurinn liggur í boga upp hólmann til norðurs og norðvesturs þar sem hann fer undir hraunið efra. Innan þessa garðs er annar hlaðinn garður sem og þvergarður. Sunnan þvergarðsins er sporöskjulaga stórt gróið gerði; mjög líklega forn grafreitur. Enn ofar, úti í hrauninu vestan hólmans eru fyrrnefndar Kirkjulágar og skálatóftir, sem hraunið hefur runnið að, en ekki náð að kaffæra.

Húshólmi

Húshólmi – hlaðinn garður við Húshólmastíg.

Ofar í Húshólma er forn fjárborg, sennilega frá tímaskeiði minjanna. Enn ofar er hlaðin, mosagróin refagildra, einnig stekkur utan í grónum hraunkanti sem og minjar selshúsa. Greni er þar skammt vestar sem og skeifulaga hlaðið byrgi refaskyttu. Hringlaga byrgi (smalaskjól) er og á hraunbrúninni norðvestan stekksins.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Þar sem gengið er upp úr hólmanum að austanverðu (Húshólmastígur) er hlaðinn þvergarður, sennilega frá þeim tíma er Húshólmi hefur um skeið verið notaður fyrir selstöðu, allnokkru eftir að nýja hraunið hafði kólnað. Húshólmastígur ber þess merki að allnokkur umferð hafi verið um hann um alllangan tíma, enda greiðfær með afbrigðum.

Gangan tók 1. klst og 36 mín. Frábært veður.

Heimildir:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík.
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Gálgaklettar

Gengið var um hraunin ofan Grindavíkur, þ.e. Illahraun, Arnarseturshraun, Skógfellshraun og Dalahraun. Síðastnefnda hraunið er um 3000 ára gamalt, en Arnarseturshraun er yngst, mun hafa runnið á sögulegum tíma, eða árið 1226.

Gyltustígur

Gyltustígur (t.h.).

Gangan hófst við vestanvert Þorbjarnarfell, við svonefndan Gyltustíg. Stígurinn er náttúruleg læna upp fellið vestast í því sunnanverðu. Annars er Þorbjarnarfell í daglegu tali nefnt Þorbjörn. Það er stakt móbergsfell (243 m.y.s). Af því er gott útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins. Uppi á fellinu er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga. Sá misskilningur hefur komist á spjöld að á Þorbjarnarfelli hafi farist í flugslysi í síðari heimstyrjöldinni C. Andrews, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á Norður-Atlantshafssvæðinu, ásamt fleiri háttsettum foringjum.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn).

Brak úr vélinni er í Kastinu utan í Fagradalsfjalli. Aðeins einn maður komst lífs af úr þessu flugslysi og beið hann björgunar á annan sólarhring. Á fellinu hafði herinn hins vegar aðstöðu á styrjaldarárunum og má þar sjá leifar hennar, s.s. grunna, hleðslur, ofn og slóða.

Fyrrnefnd þjóðsaga segir að „skammt ofan við byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, oftast nefnt Þorbjörn.

Þjófagjá

Þjófagjá.

Í toppi þess er hamragjá sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar sem lögðust á fé Grindvíkinga.
Eigi sáu byggðamenn færi á að vinna þá fyrr en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri sem er á Baðsvöllum, norðan undir fjallinu.

Einn gætti klæða þeirra meðan þeir voru í baðinu og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan sem fætur toguðu til bæja og sagði hvernig komið væri.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – Baðsvellir nær.

Það fór eins og hann ætlaðist til: þjófunum varð tafsamt að komast í fötin og ekki fóru þeir í önnur föt en nærklæðin og eltu hann síðan en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.

Nú þustu byggðamenn að þeim og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonur varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.“ Um vettvang sögunnar, þ.e. Baðsvelli og minjarnar á þeim, laugina og Gálgakletta, er fjallað í annarri FERLIRslýsingu.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Gengið var vestur með suðurkanti Skipsstígshrauns yfir á Skipsstíg, hina gömlu þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Þarna vestan við Lágafellið hefur stígurinn verið lagaður á um 300 metra kafla. Þetta hefur sennilega verið á fyrstu árum 20. aldar er gera átti stíginn vagnfæran. Svo er að sjá að hætt hafi verið við framkvæmdina, en framkvæmdir við gerð gamla Grindavíkurvegarins frá Stapanum, að Seltjörn, um Skógfellshraun og Arnarseturshraun, um Selháls og niður í Grindavík hófust árið 1913.
Við Skipsstíginn er Dýrfinnuhellir, hraunskúti með hleðslum fyrir. Sagan segir að þangað hafi samnefnd kona úr Grindavík flúið með börn sín eftir komu Tyrkjanna og dvalið þar um sinn.

Gíghæð

Vegavinnubúðir á Gíghæð.

Skipsstíg var fylgt spölkorn til norðurs, en síðan beygt af honum til austurs. Gengið var yfir Illahraun að Sýlingafelli (Svartsengisfelli). Hraunið er að vísu illt yfirferðar næst Þorbirni, en þegar komið er inn í það er auðvelt að komast í gegn. Vestan Grindavíkurvegarins var komið að hlöðnu hringlaga gerði, ein af mörgum minjum eftir vegagerðina forðum.

Tvö hlaðin hús eru í lægð handan vegarins. Inni í krika Svartsengis liggur stígur vegagerðarmanna inn á Arnarseturshraunið og áleiðis upp á Gíghæð, þar sem fyrir eru meginbúðir þeirra er enn sjást.  Svartsengi er talið hafa verið nefnt eftir hrútnum Svarti, sem þar mun hafa unað sér vel.

Arnarseturshraun

Hrauntjörn í Arnarseturshrauni.

Þegar komið var að Arnarsetri var genginn stígur austur yfir hraunið, að Stóra-Skógfelli. Þar var beygt til suðurs og Skógfellastígnum fylgt í gegnum Dalahraun að Eldborgunum og Sundhnúkunum. Stígurinn, sem er gömul þjóðleið milli Voga og Grindavíkur, er vel klappaður í bergið þar sem hann liggur á milli Skógfellanna. Sundhnúkarnir eru falleg gígaröð utan í Vatnsheiði, en þaðan mun meginhraunið, sem Grindavík stendur á, vera komið, um 2400 ára gamalt. Eldborgirnar eru enn ósnertar og sýna vel hvernig gos á sprungureinum hefur myndast, en þau eru allnokkur á Reykjanesskaganum.

Hagafell

Gálgaklettar í Hagafelli.

Gengið var upp með Hagafelli og að Gálgaklettum þeim, sem þjófarnir forðum eiga að hafa endað lífdaga sína. Haldið var niður eftir Selhálsi þar sem Hópsselið er undir hlíðinni og síðan gamla Grindavíkurveginum fylgt suður með austanverðu Þorbjarnarfelli um Klifhólahraun að upphafsstað. Suður hraunið liggur greinilega gömul gata áleiðis að Járngerðarstöðum, en bæirnir þar höfðu m.a. í seli á Baðsvöllum áður en selstaðan var færð upp á Selsvelli, auk þess sem aðrar nytjar hafa eflaust verið hafðar af völlunum fyrrum.

Heimild um Þorbjarnarfell:
-http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_thorbjarnarfell.htm
mÞjóðsagan er af:
-http://www.hs.is/fyrirtaekid/addragandi.asp

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – vegavinnubúðir á Gíghæð.

Herdísarvík

Gengið var um Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Eftir að hafa skoðað tóftir gamla bæjarins suðvestan við nýjasta og núverandi hús þar var kíkt á útihúsin vestan þess. Á milli þeirra er hlaðin brú eða stígur í Herdísarvíkurtjörnina og austanvert við hana er hlaðið skeifulaga gerði. Þetta svæði var, að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum, sem kunnugur er í Selvogi, fyrrum á þurru, en eftir að sjórinn opnaði leið inn í tjörnina hafa landshættir breyst. Eiðið er lokaði Herdísarvíkurtjörninni var miklu mun utar, en eftir að sjórinn braut sér leið inn í hana breyttust aðstæður verulega. Silungurinn, sem Hlín Johnsen hafi áður veitt í net í Hestavíkinni, hvarf m.a með öllu.

Herdísarvík

Herdísarvíkurbærinn yngri.

Í brúnni og við hana má sjá brotna myllusteina, steinsökkur, letursteina (ankeri og kross) og fleiri mannanna verk. Einar Benediktsson og Hlín Johnsen eru sennilega eftirminnilegustu ábúendurnir í Herdísarvík og reyndar þeir síðustu, en Þórarinn og Ólafur, sem áður voru, eru ekki síður eftirminnilegir. Sá fyrrnefndi var fjármargur og þurfti drjúgt lið aðstoðarmanna. Einn þeirra var Sigurður Þorláksson, sem á efri árum ritaði ógleymanlegar endurminningar frá árum sínum í Herdísarvík og Stakkavík. Ólafur Þorvaldsson ritaði hjartnæmar lýsingar af ferðum sínum um svæðið og kunni skil á staðháttum og örnefndum manna best. Í bókum hans Harðsporum og Eins og fífan fíkur má sjá slíkar lýsingar frá Herdísarvík og nágrenni.

Herdísarvík

Herdísarvíkur – brú og gerði.

Sagt er að Hlín hafi flúið með Einar í nálægan skúta eitt sinn þegar óveður gekk yfir og færði gamla bæinn, sem þau þá bjuggu í, í kaf. Enn má sjá leifar gamla bæjarins sem og reykofns Hlínar og bruggaðstöðu í Herdísarvík. Eggert Kristmundsson frá Stakkavík, nú Brunnastöðum (sjá ferð og viðtal við hann undir Fróðleikur), minnist með mikilli ánægju á hið reykta ærkjöt Hlínar, en það var hvergi betra “vegna þess hve reykurinn kom kaldur inn í reykhúsið”.
Garðarnir í kringum Herdísarvík heita hver sínum nöfnum. Þar er og hver staður með sína merkingu.

Herdísarvík

Hlínargarður.

Gengið var austur með austur með Langagarði, yfir að sjóbúðunum og í Gerðið. Nefndur Sigurður segir skemmtilega frá því í endurminningum sínum þá er beðist var endurreisnar sjóbúðanna, að Hlín hafi sett þau skilyrði fyrir búðaruppgerðinni að einungis einn tengiliður yrði með henni og vermönnum. Hún vildi ekki ágang þann sem af margmenninu gat hlotist. Þó segir hann að samskipti Hlínar og vermanna hafi alla tíð verið hin ágætustu og arðbærustu fyrir báða aðila.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var um Gerðið og m.a. skoðaður Hlínargarður og fjárhústóftirnar af Langsum og Þversum, en svo nefndust fjárhúsin stóru í Gerðinu. Hafa ber í huga að Gerðið er ræktað upp með slori, sem sett var á hraunið er þannig greri smám saman upp. Norðan þess og norðaustan eru ómældir kílómetrar af þurrkgörðum og litum þurrkbyrgjum. Því miður hefur þjóðvegurinn verið lagður í gegnum garðana, en ætlunin er að nýi vegurinn, svonefndur Suðurstrandarvegur, muni liggja ofan þeirra. Að sögn Þorkels Kristmunssonar (sjá viðtal við hann undir Fróðleikur) frá Stakkavík munu fjárhúsin hafa verið hlaðin upp úr fjárborgunum er minnst er á í örnefnaslýsingum.

Herdísarvík

Í Breiðabás.

Þá var gengið yfir í Breiðabás. Á leiðinni þangað var komið við í fjárhelli, sem þar er í hrauninu. Leifar Herdísarvíkurgerðis, þ.e. kotbýlis frá Herdísarvík er þarna austan við Gerðið. Breiðabás var og fjárhellir, þar sem Herdísarvíkurféð var vistað. Op hellisins var þá mót sjónum, en nú hefur sjávarkamburinn fyllt upp í opið og hulið það. Sagnir eru um menn, sem fóru inn í hellinn, villtust, en komust út aftur eftir illan leik. Einar Benediktsson segir hellinn ná frá Breiðabás upp í mitt Mosaskarð, sem er um og yfir kílómeter á lengd. FERLIR hefur lagt nokkuð á sig til að finna op Breiðabáshellis, en ekki orðið ágengt fram að þessu. Ætlunin er m.a. að reyna að virkja stórtækar vinnuvélar Suðurstandarvegarins væntanlega til að “grafast fyrir um opið”, en flytja þarf sjávarkambinn svolítið til á kafla beint upp af “klofningskletti”.

Herdísarvík

Fiskigarðar.

Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a.:
“Allar gamlar menningarminjar á jörðinni Herdísarvík, svo sem fiskigarðar verbúðir, tættur af íveruhúsum, peningshúsum og öðrum útihúsum, þar á meðal seljarústir [Herdísarvíkursel] í Seljabót” voru friðlýstar af Þór Magnússyni 7.9.1976.
Sagt er frá því að Olafr Gronlendinga byscop kom i Herdisar vik 1262. Árið 1544 á Skálholtsstaður uppgefinn teinæring í Herdísarvík. Kirkjan í Krýsuvík var lögð niður en umboðsmenn Skálholtskirkju skyldu byggja Herdísarvík sbr. bréf frá 1563 þar sem Gísli bp gefur Þórði Jónsyni umboð til að byggja stósljarðir í Grindavík Krýsuvík og Herdísarvík “bæde halftt skip Reka og anna utann hann skilie þar til iiij leigukugillde og landgilldi sem honum þyker moguligtt. Árið1563 ritar Gísli Jónsson biskup um líferni fólks í verstöðvum, þ.á.m. í Herdísarvík. Árið 1677 býr Jón í [Nesi] í Herdísarvík. Í plani til jarðabókarinnar frá 1702 tekur ÁM dæmi af Herdísarvík sem stað við sjávarsíðuna þar sem sé óvenjumikil frjósemi sauðfjár, þar allar ær eður flestar eiga tvö lömb”.

Herdísarvík
„Herdísarvíkurbær stóð vestarlega í Herdísarvíkurtúni undir Skyggni, sem var klöpp, aflöng, og sneri suðaustur-norðvestur. Neðst bæjarhúsanna var stofan og bæjardyrnar undir einu og sama þaki. Bak við stofuna var búrið, en fram af bæjardyrunum var eldhúsið. Þar framan við á vinstri hönd voru göngin og þrjú þrep upp að ganga í baðstofuna, sem var fimm stafgólf, en hlutuð í þrennt. Miðhlutinn, sem var eitt stafgólf, frambaðstofan, er var á hægri hönd, er inn var komið, og aðalbaðstofan á vinstri hönd. Baðstofurnar voru hver fyrir sig tveggja stafgólfa, langar og rúngóðar. Bak við eða norðan við eldhúsið var fjósið fyrir tvær kýr.“

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúð.

„Stígurinn lá norður milli bæjarhúsanna og smiðjunnar að útihúsunum, sem stóðu spölkorn norðan bæjarins. Þar voru þessi hús: Fjós og hesthúskofi, Lambhúsið stóra, Lambhúsið litla, sem líka var notað sem hlaða, og síðan kom hrútakofi, sem seinna var stækkaður, og þar var sjóbúð, sem kölluð var Krísuvíkursjóbúð.“

„Þar norður af [Krísuvíkursjóbúð] er svo Herdísarvíkurhúsið, en þar bjó síðast Einar skáld Benediktsson, og var húsið allt eins kallað Einarshús, eða þá kennt við seinni konu hans og nefnt Hlínarhús…“
„Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur…“

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

„Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur eða Brúarhóll, en milli hólma og lands var Rásin og yfir hana brúin.“
„Varghólsbrunnur er nefndur í sóknarlýsingu séra Jóns Vestmanns, og þá hefur þar verið Varghóll og var í Tjörninni.“
„Þá kom vik fram af bænum, og var þar heimavörin, þá kom Öskuhóll, og var þangað borin askan.“
„Þá kom Hjallhóllinn, öðru nafni Smiðjuhóllinn, og Tungan þar fyrir innan með lágu garðlagi.“

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

„Hér fyrir austan [Austurtúngarðshliðið] taka við Gerðin, sem voru tvö, Vestragerði og Eystragerði. Einnig var talað um Vestragerðistún og Eystragerðistún. Herdísarvíkurgerðin var líka nafn á þessu svæði. Gerðin voru umgirt miklum grjótgarði, sem kallaður var Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.“

Herdísarvík

Þversum – fjárhús.

„Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.“

„Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.“
„Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.“
„Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.“
„Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.“

Herdísarvík

Langsum – fjárhús.

„Túngarðar lágu um túnið, vesturtúngarður að vestan, norður túngarður ofan bæjarins og austurtúngarður að austan. Skarðið var á vesturtúngarði. Bæjarhlið ofan Bæjarins. Fjárhúshlið rétt ofan við útihúsin, og svo var hlið ofan Einarshúss, sem ég kalla Jöfurshlið. Þar um gekk skjáldjöfurinn, er hann tók sér hressingargöngur um nágrennið.“
„Norðurgarðurinn var kallaður Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.“
„Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.“

Herdísarvík

Herdísarvík – fiskigarðar.

„Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.“
„Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.“
„Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.“
„Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.“

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóðbúðir.

„Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.“
„Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.“

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

„Herdísarvíkursjóbúðir stóðu saman sunnan í hrygg, lábörðum, norðan Dalsins. Þær voru nefndar ýmsum nöfnum eftir formönnum, sem þær byggðu ár hvert. Aðeins ein nú með þaki, en hinar vel stæðilegar. Bjarnabúð, Guðmundarbúð, kenns við Guðmund Jónsson í Nýjabæ í krísuvík. Halldórsbúð, kennd við Halldór í Klöpp í Selvogi og var einnig nefns Dórabúð. Guðmundarbúð var einnig kölluð Gamlabúð og þá Stórbúð. Þá var Símonarbúð og Hjálmholtsbú og Krísuvíkurbúð önnur en sú,sem stóð heima við útihúsin.“

Herdísarvík

Herdísrvík – Yngri bærinn.

„Gerðisgarður skipti Gerðunum í tvennt, og þar á var Gerðisgarðshlið.“
„Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður…“
„Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður og hitt lengra í burtu, Langsum, lá austur-vestur.“
„Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð.“

Herdísarvík

Herdísarvík.

„Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð. Þar ofar var Herdíasrvíkurnaust, sem nú er horfið.“
„Uppi á Kampinum stóðu í eina tíð mörg fiskabyrgi, og hjá þeim var Sundtréð.“
„Þar austur af byrjunum tekur svo við Gerðiskampurinn, en eftir honum endilöngum hefur garður mikill verið halaðinn; fyrir því verki stoð frú Hlín Johnson, og því nefni ég garðinn eftir henni, Hlínargarð, og nær hann austur um Langagarðsenda.“

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

„Ofanvert við Breiðabáskamp er fjárhellir í gjótu í hrauninu, kallast aðeins Hellir.“
„Á brunanum, sem liggur þarna upp frá sjónum upp undir fjallið, hafa miklir fiskgarðar verið hlaðnir. Munu þeir vera nokkrir kílómetrar á lengd.“
„Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.“
„Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.“
„En úr Skarðinu lá Brunnastígur…“
„Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.“
„Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.“

Seljabót

Seljabót undir Seljabótarnefi.

„Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…“
„Gamlivegur er götuslóði, er liggur upp á Seljabót, upp undir austurhorn Geitahlíðar.“
„Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu.“
„Austur með Selvegi er Selhóll…“

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

„Austur af Klifhæð er lítill hellis-skúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn:“
„Spölkorn fyrir austan túnið var áður fyrr hjáleiga, Herdísarvíkurgerði, og sjást nú fáar minjar þess, að þar hafi bær verið, en tún er þar nokkurt enn; þó hefur sjór brotið eitthvað af því.“

Þjóðsagan um Herdísi, er bjó í Herdísarvík, og Krýsu, er bjó í Krýsuvík er flestum kunn. Í henni segir að „Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Það hefir verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefir verið orðið syðra eftir þeirri sögn að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík.
Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs; þó hefir það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefir spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefir runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður þó hvorug hefði vel.
Þangað til hafði veiði mikil verið í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur.
Þá lagði Krýsa það á að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja úr stað og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varazt að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.“

Mölvíkurtjörn

Við Mölvíkurtjörn.

Gengið var til austurs að Mölvíkurtjörn. Um er að ræða fallega ferskvatnstjörn. Tóftir, Mölvíkurbúð, eru austan hennar, líklega útræði því lending er sæmileg þar undan ströndinni, eða þær tengist rekavinnslu, sem þarna er allnokkur. Hlaðið byrgi er á hraunbakka ofan tjarnarinnar. Varða er á hól austan tóftarinnar er vísar veginn áleiðis að Stakkavík. Sunnar og austar liggur gömul gata í gegnum úfið apalhraunið. Eftir stuttan spöl er komið niður á slétt apalhraun. Þar liggur “Helluvörðustígurinn” tvískiptur til austurs. Eldri stígurinn virðist liggja nær sjónu og sá yngri ofar. Stígurinn er djúpklappaður í bergið eftir hófa, klaufir og fæturliðinna alda.. Áhrifaríkt er að fylgja stígnum yfir að Helluvörðunum. Þegar komið er að Víðisandi liggur gata til norðausturs, að Stakkavíkurbænum. Um hann segir m.a. í örnefnaskrám:

Stakkavík

Stakkavík 1928.

“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
Árið 1840: “Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæri eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt.”
„Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn.“
“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
„Stakkavíkurtúngarður er lágur grjótgarður ofan við túnið.“

Stakkavík

Stakkavíkurrétt.

„Dalurinn er hvammur vestan til við húsið. Vörin liggur undan Dalnum. Bryggjan liggur þar fram í vatnið.“
„Tættur standa á hrauninu ofan Dalsins, og eru þar lambhús, hesthús og Heimaréttin.“
„Á vinstri hönd við [Stakkavíkur]götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar.“
„Stakkavíkurstígur lá heiman frá húsi, austur yfir hraunið að Botnaviki, um Flötina upp um Lyngskjöld í Selstíg. Stígur þessi var kaupstaðarleið Stakkvíkinga til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.“
„Þá voru hraundrangar þar austur af, síðan tók við vík allbreið, kölluð Mölvík, með Mölvíkurkampi. Austast í henni voru klappir, og var þar kallað Varir eða Mölvíkurvarir.“
„Búðarrúst er austur af Tjörninni, Mölvíkurbúð, frá þeim tímum er útræði var úr Mölvíkurvörum; þar er og Mölvíkurfiskabyrgi.“
„Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur af þeim taka svo við Draugagjár, og eru þar klappir og klettar.“ „Veit ekki um tilurð nafnsins, en mér og öðrum hefur fundizt draugalegt í gjánni.“

Stakkavík

Stakkavík – álfakirkjan.

„Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða… Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.“
„Innar, það er norðar [en Flathólmi], er svo tangi, sem kallast Vaðið, en milli Vaðs og Flatatanga er vik inn og heitir Vaðvik; þar hefur stígur eða gata legið upp.“
„Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun. Svo segja Selvosingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga.““

Stakkavík

Stakkavík – Gálgar.

„Á þessu vatnsviki (?), sem nú er Gamlatúnið eru þrír hólmar, Hólmarnir. Fyrst er Hólminn syðsti, sem einnig kallast Bæjarhólmi, því þar stóð Stakkavíkurbærinn gamli í eina tíð.“
“Austan við tangann, sem húsið stendur á, var lítið vik og þar í Gamlavörin. Ofanvert við hana var smábyrgir, kallað Naustið. Þar hafði bátur verið geymdur.“
„Stöðulnef var gegnt tanganum, og þar mátti sjá stíg er lá niður í vatnið, Gamlastíg.“
„Úti í vatninu mátti sjá móta fyrir garðlagi, sem kallast Vatnsgarður, ef til vill verið túngarður Gamlatúns eða varnargarður fyrir ágangi vatnsins.“
„Austur af Stöðulnefi var svo Réttarnes og þar á Gamlaréttin, og sést þar móta fyrir veggjum.“
„Þegar kom upp á Háahraun, var þar fyrst fyrir neðan þjóðveginn Fjárborgin og litlu austar Álfakirkja, hóll mikill og sérkennilegur…“

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

„Álfakirkja. hefi ekki heyrt neinar sagnir um hana frá gamalli tíð. En þá er við bræður vorum ungir strákar, þá var það, að Gísli bróðir minn tók sig til og smíðaði kross úr tré og reisti hann á Álfakirkjunni. Nóttina á eftir dreymdi Gísla, að hann væri staddur úti. Sá hann þá stóran hóp af fólki. Bar þar mest á einum manni, sem hafði höfuð og herðar yfir hitt fólkið. Kemur hann til Gísla og segjir við hann, [að] ef hann eigi framar við kirkjuna, þá verið hann drepinn. Krossinn var því fjarlægður. Síðan hefur Gísli ekki orðið var við neitt, hvorki í vöku né svefni, í sambandi við Álfakirkjuna.“
„Þá kom lægð í hraunið upp af Botnaviki, er hét Flöt. Þá komu Höfðar, og þar voru fjárhúsin, lágu upp frá Austurnesi.“

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur.

„Um Flötina lá Selstígurinn, og var þetta brött leið.“
„Vestan til við hraunfossinn liggur svo Nátthagastígur upp á fjallið.“
„Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu.“
„Austar en [Nátthagastígur] er svo Selskarð, og þar um liggur Selskarðsstígur og síðar norður fjallið.“

Skoðaðar voru minjarnar í Stakkavík og á Réttarnesi. Stakkavík fór í eyði 1943. Síðasti ábúnandinn þar var Kristmundur Þorláksson. Loks var gengið að Selsstíg þar sem hann liggur áleiðis upp á Stakkavíkurselsstíg ofan brúnar skammt ofan fjárhústóftanna (sjá aðra FERLIRslýsingu af Stakkavíkurseli). Neðan hans, í Höfðanum, er fyrrnefnd Álfakirkja.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild:
Örnefnalýsing fyrir Ölfus; Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir

Þjóðsagan er fengin af
http://www.snerpa.is/net/thjod/krysa.htm

Ómar

Unnið að uppdrætti Herdísarvíkur eftir að heim var komið.

Hlíðarvatn

Gengið var um Selvogsgötu frá Bláfjallavegi, upp Kerlingarskarð og áfram niður Hlíðarveg, um Hlíðarskarð og niður að Hlíð við Hlíðarvatn.

Selvogsgata

Selvogsgata – Gísli Sigurðsson.

Skammt ofan Bláfjallavegar greinist Selvogsgatan. Annars vegar liggur hún áfram áleiðis upp að Kerlingarskarði og hins vegar til vinstri, áleiðis að Grindarskörðum. Síðarnefnda leiðin hefur lítið verið farin í seinni tíð, en þá leið var t.d. farið þegar burðarhestar voru með í för.
Á leiðinni upp í skarðið blasir Stóri bolli, Tvíbolli og Þríbolli við, en eru einu nafni nefndir Bollar eða Grindaskarðshnúkar. Beggja vegna götunnar eru hellisskútar. Einn þeirra er með einstaklega fallegu rósamynstri í lofti. Skammt austan hennar er stórt ílangt jarðfall, hrauntröð úr Miðbolla, en hann er einn fallegasti eldgígur landsins. Í rauninni eru þrír gígar í honum; sá stærsti efst, einn í honum norðanverðum og annar norðvestanvert í honum.
Ofarlega undir Kerlingarskarði eru tóftir af húsi brennisteinsnámumanna. Efst í því, vinstra megin þegar komið er upp, er drykkjarsteinn, skessuketill í móbergssteini. Hann hefur löngum komið til tals þegar fjallað er um þessa leið, enda stólaði fólk yfirleitt á vatnið í steini um á ferðum sínum. Í sumum frásögnum er talað um fleiri en einn drykkjarstein í skarðinu.

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur – drykkjarsteinn.

Þegar komið er upp á brún sjást eldgígar á hægri hönd, Draugahlíðar framundan og Miðbolli og Kóngsfell á vinstri hönd. Utar má sjá Stóra-Kóngsfell og Drottningu, Stórkonugjá og Bláföllin. Reykjavegurinn kemur þarna inn á Selvogsgötuna. Þegar gengið er niður brekkuna mót suðri er komið að gömlu hliði á götunni. Nálægt því eru gatnamót. Selvogsgatan heldur áfram áleiðis niður að Litla-Kóngsfelli og síðan áfram til suðurs um Hvalskarð og Strandarhæð í Selvog.
Gata, sem liggur til hægri og nú er vel vörðuð, nefnist Hlíðarvegur og liggur að Hlíðarskarði ofan við Hlíð. Þessi gata hefur verið vinsæl gönguleið í seinni tíð. Hún er vel greiðfær, liggur niður með vestanverðum Hvalhnúk og Austurásum og er síðan tíðindalítið að skarðinu ofan við Hlíð. Stakkavíkurselsstígur kemur inn á götuna neðan Vesturása og miðja vegu að Hlíðarskarði er stór og falleg hraunbóla í hraunhól (hægra megin – lítil varða við opið). Skömmu áður en komið er að henni er ágætt skjól í lágum grónum hraunhól, kjörinn áningarstaður.

Selvogsgata

Selvogsgata – Ólafur Þorvaldsson.

Þegar komið er í Hlíðarskarð blasa við fallegar klettamyndanir og fallegt útsýni yfir Hlíðarvatn, Vogsósa og Selvog. Ágætt er að feta sig rólega niður skarðið og njóta útsýnisins og gróðursins í hlíðinni.
Tóftir eru undir Hlíðarskarði og ofan (norðan) og vestan við veiðihúsið undir skarðinu. „Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn. Tangi eða hólmi er út í vatninu fram undan bænum; Hjalltangi eða Hjallhólmi er hann nefndur. Þar á bærinn að hafa staðið upphaflega . Árið 1501 selur Grímur Pálsson Þorvarði Erlendssyni lögmanni Hlíð. Auk Bæjarhóls eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð. Ofan við Malarinnar eru rústirnar, en þar segja fróðir menn og konur, að bærinn hafi staðið, eftir færslu úr Hjalltanga.“
Veður var frábært – sól og lygna. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir eru m.a. úr örnefnaskrá fyrir Ölfus; Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir.

Hlíðarskarð

Hlíðarskarð.

Hópsnes

Gengið var um Hópsnes, framhjá Siggu, ofan við Bólu, framhjá Hópsnesvita (sem heitir í raun Þórkötlustaðaviti því landamerkin eru í fjörlægan stein u.þ.b. 60 metrum vestan hans), um Þórkötlustaðanesið, um Strýthólahraun, framhjá Leiftrunarhól, ofan við Þórkötlustaðabótina, yfir Kónga, neðan Buðlungu, inn á Klappartúnið, upp á Sloka og að landamerkjum Hrauns nyrst í Slokahrauni. Róleg ganga um þessa leið tekur nálægt klukkustund, en nú var ætlunin að staldra við af og til og gefa flestu því merkilegasta á leiðinni sérstakan gaum – af mörgu er að taka.

Hóp

Hópnes – uppdráttur ÓSÁ.

Í bókinni “Frá Suðurnesjum – Frásagnir frá liðinni tíð”, lýsir Guðsteinn Einarsson örnefndum og staðháttum með strandlengju Grindavíkurumdæmis í skrifum sínum “Frá Valahnúk til Seljabótar”. Um þetta svæði segir hann m.a.:
“Um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum er til gömul þjóðsaga, sem hér fer á eftir:
Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund; Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfðubólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðarstöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.

Hópsnes

Fiskgarðar á Hópsnesi.

Engir aukvisar munu bændunrir þó hafa verið, þó nafna þeirra sé ekki getið, því þeir höfðu mannaforráð, svo sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sátu lengur en fjöldinn.
Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e. þegar aldann vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land þegar þeir heimabændurnir komu hvor að sínu sundi. Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.

Hópsnes

Sjóbúð á Hópsnesi.

Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkatla þá, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykir allt hafa orðið að áhrínsorðum, þannig að enginn bátur hefur farist á Þórkötlustaðasundi, en talið að 20 bátar hafi farist á Járnegrðarstaðasundi og enginn eftir að komið var í þá tölu.

Sigga

Sigga.

Fram af Sölvaklöppum (undan Hópsnesi) er skerstandur úti í sjónum; sá heitir Bóla. Sigga heitir stór og mikil varða, þarna uppi á kampinum; ekki veit ég önnur deili á henni, en hún var notuð sem mið af sjó. Þá koma Hópslátur; það eru klettarnir með malarbásum framan á Þórkötlustaðanesi. Austan við Hópslátur halda áfram svipaðir Klettaranar, sem heita Kotalátur. Mörkin milli þessara klettalátra eru landamörk milli Hóps og Þórkötlustaða. Fram af þessum látrum, beint fram af Nesinu, kemur nokkuð hundruð metra langur skerjatangi fram í sjó, er kallast Nestá; fer í kaf á flóðum, en upp úr á fjörum.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Þórshamar neðst og bryggjan efst.

Þarna á Nesinu varð hinn 18. janúar 1952 eitt hið hörmulegasta sjóslys, sem orðið hefir hér í Grindavík, þegar mb. Grindvíkingur fórst þar með allri áhöfn, fimm ungum og hraustum mönnum. Þá má segja, að þegar hin ótömdu náttúruöfl eru í sínum mestu hamförum, eins og var í þetta skipti, megi alltaf búast við slysum. En þarna fórst stærsti og besti báturinn, að talið var þá í Grindavík.

Gamalt máltæki segir, “að Guð fleyti jafnt grátitlingum sem gamalálftinni”. Og víst er um það, að náttúröflin virðast í öðru tilfellinu leggja sig fram um að bjarga öllu sem best, en í hinu að tortíma og eyðileggja.

Þórkötlustaðanes

Örnefni ofan bryggjunnar í Þórkötlustaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.

Fyrir austan Kotalátur koma Austurbæjarlátur; þá Þórkötlustaðalátur. Sagnir eru um, að einhvers staðar á þessum látrum hafi skip strandað á árunum 1880-´90. Þetta hafði verið kútter og heitið Vega – verið með saltfram. Mannbjörg hafði orðið, en skipið brotnað. Sumarið 19?? í norðan kalda og sléttum sjó sigldi og þarna upp í nestána þrímastrað briggskip; var að koma til landsins með saltfarm. Það flaut upp í næsta flóði, barst undan kaldanum frá landi og losnaði þannig úr strandinu.

Sloki

Fiskgarðar á Sloka.

Austan við Látrin er Leiftrunarhóll. Frá honum liggja svo kölluð Rif austur og út á Þórkötlustaðavíkina.

Strýthóll

Efri Strýthóll.

Í fjörunni niður undan hólnum lenti enskur togari hinn 23. mars 1932. Skipshöfninni var komið í björgunarbát og út á hættulausan sjó. Heyrði ég sagt að varðskipið Ægir hefði náð þessum togara út með því að koma taug í togarann. Þarna nálægt Leiftrunarhól hafa þá tvö skip strandað, sem náðst hafa út aftur, en það eru líka einu skipin, sem vitað er um að grinfdavíkurfjörurnar hafi sleppt aftur.

Hópsnesviti

Hópsnesviti/Þórkötlustaðanesviti.

Innar undir Leiftrunarhól, víkurmegin, strandaði í maímánuði 1917, ensk skonnorta með saltfarm og eitthvað af síladartunnum. Sú hét Scheldon Abby. Áhöfnin komst í björgunarbáta, en skipið liðaðist í sundur næstu daga.
Innan Leiftrunarhóls koma næst Drítarklappir, þá Stekkjafjara og varirnar á Þórkötlustaðanesi. Þar var þriðja bryggjan (auk bryggjunnar neðan Hvirfla í Staðarhverfi og neðan Járngerðarstaða), byggð 1930. Allar þessar bryggjur, sín í hverju hverfi, má segja að hafi komið að miklum notum með því að losa menn við það hroðalega erfiði að bera allan aflann á bakinu upp úr fjörunni. Fyrir þá bættu aðstöðu hefir og eitthvað meiri afli komið á land, svo að þannig, bæði beint og óbeint, hefir fé það, sem í þær fór, fengist endurgreitt, þótt nú séu þær allar ónotaðar og einskis virði.

Þórkötlustaðanes

Lifrabræðslan.

Innan við varnirnar er klettur, sem heitir Draugur, þá Draugsklappir, Herdísarvík – upp af henni í kampinum eru hólar kallaðir Kóngar -, þá Miðmundarflöt og Syðri- og Heimri-Bót. Þarna í Bótinni er sögn um, að eftir miðja 19. öld hafi frönsk skúta strandað þar. Áhörnin gekk sjálf upp á hlaið á Einlandi, en skipstjórinn, sem gekk fremstur, féll í hlandforina framan við bæinn og var næstum drukknaður þar. Félagar hans brugðust skjótt við og björguðum honum í því er bóndinn á Einlandi, Hannes, birtist í dyragættinni.

Þórkötlustaðanes

Fiskgarðar á Kóngum.

Austan við Bótina, í klettunum niður af Þórkötlustaðabæjunum, er Buðlungavör. Meðan árabátarnir voru, var sú vör notuð, alltaf þegar fært þótti, en í öllu misjöfnu lent í Nesinu, sem kallað var, og áttu þeir Þórkötlustaðamenn því aflann eftir hverja vertíð á tveim stöðum. Þetta breyttist, þegar vélarnar komu í bátana (trillur). Eftir það var eingöngu lent í Nesinu.
Austan við Buðlunguvör koma Slokin; út af þeim samnefndur skerjatangi, sem gengur vestur og út í Þórkötlustaðavík, og er sundið inn í víkina á milli þessara tanga og þeirra, sem liggja út frá Leiftrunarhól og áður er getið.

Slok

Slok – fiskigarðar.

Þarna á Slokanum er álitið að eitt af stóru slysunum hafi orðið. Það var nóttina áður en mb. Aldan frá Vestmannaeyjum rak upp í Nesið að vestanverðu, að annan vélbát frá Vestmannaeyjum, Þuríði formann, sem einnig varð fyrir vélbilun í sama veðrinu, rak þar upp. En þr tóku höfuðskepnurnar öðru vís á hlutunum. Þegar fólk kom á fætur á Þórkötlustöðum, varð þar vart við óeðlilega mikið brak í fjörunni, og þótt allt væri mjög maskað niður, sást þó, að þarna hafði Þuríði formann rekið upp og hún farist með allri áhöfn.

Þórkötlustaðanes

Pétur Guðjónsson við Höfn í Þórkötlustaðanesi.

Næsta örnefni við Slokin er svo Markabás. Þar eru landamerki milli Þórkötlustaða og Hrauns.”
Þórkötlustaðaneshraunið kom ofan úr Vatnsheiði, en í henni eru þrír gígar. Falleg, stór og skjólgóð hrauntröð liggur eftir Nesinu. Í raun væri hún kjörin til útivistarnotkunar. Endur og gæsir verpa beggja vegna gjárinnar.

Pétur Guðjónsson, skipstjóri, sem uppalinn er í Höfn á Þórkötlustaðanesi, einu af þremur íbúðarhúsum, sem þar voru, hefur í annarri FERLIRslýsingu sagt frá mannlífi og minjum á Nesinu fyrir miðja 20. öldina. Við þá skoðun komu í ljós gömul mannvirki, bæði ofan við sjávarkambinn og ofar í Nesinu.

Strýthólahraun

Fiskbyrgi í Strýthólahrauni í Þórkötlustaðanesi.

Í Strýthólahrauni eru t.d. gömul þurrkbyrgi, lík þeim sem sjá má við Ísólfsskála og á Selatöngum. Ofar eru miklir þurrkgarðar líkt og í Herdísarvík, en þeir segja til um hina gömlu vinnusluaðferð fiskjarins er allt far þurrkað og hert. Fáir virðast vita af þurrkbyrgjunum í Strýthólahrauni og því hafa þau varðveist svo vel sem raun ber vitni.
Austan við Strýthólahraun má sjá tóftir og minjar í kringum Þórshamar, en útveggir hússins standa enn við Flæðitjörnina. Jóhann vitavörður bjó þar síðastur manna.

Þórkötlustaðanes

Innsiglingarvarða og Þórshöfn á Þórkötlustaðanesi.

Suðaustan við húsið er manngerður hóll. Hann virðist vera fjárborg eða tóft, miklu mun eldri en allar minjar umhverfis. Sunnan við húsið er heillegt fjárgerði og fjárhústóft. Suðvestan við það eru minjar hins eina skrautblómagarðs, er þá var til í umdæmi Grindavíkur. Eflaust hefur hann vakið mikið umtal og margar vangarveltur á þeim tíma er lífið snerist um þurrfisk og síðan saltfisk (undir steini).

Ofan bryggjunnar milli Kónga og Strýthóla eru mörg íshúsanna er komu við sögu seinni tíma útgerðar á Nesinu.

Þórkötlustaðanes

Ískofi á Þórkötlustaðanesi.

Klöpp er austastur Þórkötlustaðabæjannna. Bæjartóftin kúrir austan undir fjárhúsgafli Buðlungu. Beint vestan hennar má sjá austustu sjávargötuna í hverfinu, en þær voru þrjár talsins. Þarna fæddist m.a. Árni Guðmundsson, síðar bóndi í Teigi. Faðir hans, Guðmundur í Klöpp var formaður og þótti veðurglöggskyggn með afbrigðum og aflasæll. Klappartúnið er nú í eigu afkomenda hans í þriðju kynslóð þótt aðrir stelist stundum til að nýta það á óstundum. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi mun hafa gist í Klöpp er hann var við sjósókn á yngri árum því hann ritaði m.a. Jóni Árnasyni dagsett bréf þaðan um söfnun og skráningu þjóðsagna, sem hann var iðinn við. (Hafa ber í huga hér gæti einnig verið um að ræða Klöpp í Selvogi, en Brynjúlfur var þó nokkrar vertíðir í Grindavík og dvaldist þar).

Þórkötlustaðir

Hraunkot.

Hraunkotið, sem er skammt norðar, var upphaflega þurrabúð frá Klöpp. Þannig var að bændur í hverfinu leyfðu vermönnum, sem hjá þeim réru og ílengdust, að byggja sér kofa eða kotbýli meðan ekki varð landskerðing. Þegar fram liðu stundir efldust kotin, kind kom og kýr, þá kona og loks krakki. Köttur og krafa um lánaðan landsskika fylgdu í kjölfarið. Allt var þetta látið meinlaust meðan miðaði.
Í Slokahrauni eru miklir þurrkgarðar og einstaka þurrkbyrgi frá löngum fyrri tíð. Hafa þau að mestu fengið að vera í friði, en eru nú verðmætar leifar hins liðna. Ofan við Markabás er Sögunarhóll. Þar söguðu men rekan og má sjá hlaðin hrauk við hólinn þar sem viðurinn var hafður.
Í Hraunkoti eru fallegar hleðslur heimtraðarinnar sem og fallegar og heillegar garðhleðslur. Frá Slokahrauni er fagurt útsýni yfir að Hraunsvík og Festarfjalli. Í fjörunni eru víða grágrýtishnyðlingar og annars sérstæðir gatasteinar. Hraunreipin neðan Klappar eru og einstaklega falleg.
Frábært veður.

Sloki

Sloki – uppdráttur ÓSÁ.

Kaldársel

Á vef Umhverfisstofnunar má lesa eftirfarndi um friðlýsingu Kaldárhrauns og Gjárna, þ.m.t. Lambagjá.

Kaldársel

Kaldárhraun – Gjár.

Kaldárhraun og Gjárnar í Hafnarfirði voru friðlýst sem náttúruvætti árið 2009. Markmið með friðlýsingu Kaldárhrauns og Gjánna er að vernda helluhraunsmyndun og fagrar klettamyndanir í vestari hrauntröðinni frá hinni kunnu eldstöð Búrfelli.

Kaldárhraun er heillegt og óraskað helluhraun á vinsælu útivistarsvæði við Helgafell, en upptök hraunsins eru í gígum austan við norðurenda Gvendarselshæðar. Kaldárhraun er eitt síðasta dæmið um heillegt og óraskað helluhraun í landi Hafnarfjarðar og er fræðslu- og útivistargildi svæðisins metið hátt. Á svæðinu eru fornminjar sem tengjast selbúskap, m.a. gömul gata, Kaldárstígur.

Stærð hins friðlýsta svæðis er 208,9 ha.

Í auglýsingu um „náttúruvættið Kaldárhraun og Gjárnar í upplandi Hafnarfjarðar“ – nr. 396/2009 3. apríl 2009, segir:

1. gr.

Kaldársel

Gjár.

Um friðlýsinguna.
Umhverfisráðherra hefur ákveðið að tillögu Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og með samþykki bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem landeiganda og sveitarstjórnar, að friðlýsa Kaldárhraun og Gjárnar, þ.e. Norðurgjá, Suðurgjá og Lambagjá, sem náttúruvætti, skv. 2. tölulið 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.
Kaldárhraun er heillegt og óraskað helluhraun á vinsælu útivistarsvæði við Helgafell, en upptök hraunsins eru í gígum austan við norðurenda Gvendarselshæðar. Kaldárhraun er eitt síðasta dæmið um heillegt og óraskað helluhraun í landi Hafnarfjarðar og er fræðslu- og útivistargildi svæðisins metið hátt. Á svæðinu eru fornminjar sem tengjast selbúskap, m.a. gömul gata, Kaldárstígur. Stærð hins friðlýsta svæðis er 207,1 hektari.

2. gr.

Lambagjá

Hleðslur undir vatnsleiðsluna um Lambagjá frá 1919.

Markmið friðlýsingarinnar.
Markmið með friðlýsingu Kaldárhrauns og Gjánna sem náttúruvættis er að vernda helluhraunsmyndun og fagrar klettamyndanir í vestari hrauntröðinni frá hinni kunnu eldstöð Búrfelli.

3. gr.
Mörk náttúruvættisins.
Mörk náttúruvættisins afmarkast af eftirfarandi ISN-93 hnitum og eru sýnd á meðfylgjandi uppdrætti.
Lóð frístundahúss sem er innan útmarka náttúruvættisins er undanskilin friðlýsingunni.

4. gr.

Lambagjá

Lambagjá.

Umsjón náttúruvættisins.
Umsjón og rekstur náttúruvættisins skal vera í höndum umhverfisnefndar Hafnarfjarðarkaupstaðar, samkvæmt samningi Umhverfisstofnunar og Hafnarfjarðarkaupstaðar sem
umhverfisráðherra staðfestir. Umhverfisstofnun skal sjá um gerð verndaráætlunar fyrir náttúruvættið í samráði við Hafnarfjarðarkaupstað, sbr. d-lið 6. gr. laga um náttúruvernd, nr.
44/1999.

5. gr.
KaldárhraunUmferð um náttúruvættið.
Almenningi er heimil för um náttúruvættið, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er óheimilt að hafa hunda í náttúruvættinu án fylgdar og tryggrar stjórnar. Akstur vélknúinna farartækja utan akvega er óheimill í náttúruvættinu.

6. gr.
Verndun jarðmyndana, gróðurs, dýralífs og menningarminja.
Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir í náttúruvættinu. Einnig er þar óheimilt að spilla gróðri og trufla dýralíf og eru skotveiðar bannaðar. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt menningarminjar á hinu friðlýsta svæði.

7. gr.

Kaldárhraun

Kaldárhraun – friðlýsing.

Landnotkun og mannvirkjagerð.
Allar framkvæmdir innan náttúruvættisins eru háðar leyfi Hafnarfjarðarkaupstaðar og Umhverfisstofnunar, sbr. 38. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun. Gert er ráð fyrir að gömlum stígum og vegum verði viðhaldið sem gönguleiðum og einnig að fjölga merktum og stikuðum gönguleiðum og stígum um svæðið sem tengst geta öðrum gönguleiðum um uppland Hafnarfjarðar.

8. gr.

Kaldársel

Kaldárhraun og nágrenni – loftmynd.

Undanþágur.
Umhverfisráðherra getur, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og umhverfisnefndar Hafnarfjarðarkaupstaðar, veitt heimild til þess að vikið verði frá reglum þessum í einstökum
tilfellum gangi það ekki gegn markmiðum friðlýsingarinnar.

9. gr.
Refsiákvæði.
Brot gegn friðlýsingu þessari varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, skv. 75. og 76. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

10. gr.
Gildistaka.
Friðlýsingin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 3. apríl 2009.
Kolbrún Halldórsdóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir

Kaldársel

Kaldársel – fjárborg á Borgarstandi.

Í Skrá um friðlýstar fornleifar, fyrsta útgáfa 1990, segir m.a. um minjar á hinu friðlýsa svæði: „Kaldársel. 1. Bæjarrústir, rétt sunnan við skála KFUM, svo og aðrar rústir í hinu gamla túni. 2. Fjárborg, nú hrunin, þar sem hæst ber á svonefndum Standi, skammt fyrir norðan bæjarrústirnar.
3. Fjárhústóft og gerði, rétt hjá borginni, þeim megin sem frá bæjarrústunum veit. 4. Hleðsla undir gamla vatnsveitustokkinn til Hafnarfjarðar, þvert yfir gjá. Skjal undirritað af KE 30.04.1964.
Þinglýst 05.05.1964.

Heimild:
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/kaldarhraun-og-gjarnar/
-Skrá um friðlýstar fornleifar, fyrsta útgáfa 1990.

Kaldárhraun

Kaldárhraun – samningur um náttúruvættið milli Ríkis og Hafnarfjarðarbæjar til 10 ára.

Kolagerð

Viðarkol eru unnin úr viði sem settur er í kolagröf, kveikt í og hún byrgð með torfi þannig að loft komst ekki að viðnum. Þetta var látið krauma í þrjá til fjóra daga. Viðarkolin voru nauðsynlegt eldsneyti í smiðjum og til rauðablásturs. Viðarkol eru notuð í svart púður. Á Íslandi var áður fyrr algengast að nota birki eða rekavið en stundum fjalldrapa til kolagerðar.

KolagerðSkúli Sæland lýsir ummerkjum og segir frá kolagerð í Úthlíðarhrauni. Þar segir hann m.a.: „Í örnefnaskrám er Kolgrímshól lýst þannig að hann sé „stærsti og fegursti hóllinn í hrauninu, skógi vaxinn að vestan að brún“ og að hann sé úr grágrýti og því hljóti hann að hafa staðið upp úr hrauninu þegar það rann. Um ástæður örnefnisins segir hins vegar einungis að „[n]afnið bendir til, að þar hafi áður verið gert til kola, enda má víða sjá móta fyrir gömlum kolagryfjum.“
Þegar gengið er við Kolgrímshól má finna fjölda gamalla kolagrafa við syðri enda Kolgrímshóls. Þessar kolagrafir eru margar illsýnilegar enda er svæðið vel gróið birkikjarri. Þessi ummerki benda til þess að töluvert hafi verið um vinnslu kola áður fyrr en þrátt fyrir trén sem eru uppi við hólinn er ekki mikið um birki á svæðinu. Vel þekktar eru þó frásagnir og ummerki um að landið hafi verið skógi vaxið við landnám. Slæmt árferði, ágangur búfjár og ekki síst kolavinnsla forfeðra okkar eru taldar helstu ástæður þess hve lítið er af skógi um allt Ísland.

Kolagerð

Kolagerð.

Nútíma Íslendingurinn á erfitt með að átta sig á því hvernig kolavinnsla gat verið jafn eyðandi og umfangsmikil og heimildir greina frá. Við skulum því skoða aðeins mikilvægi hennar í búskap forfeðra okkar.

Kolagerð var landbúnaði mikilvæg iðngrein því að kol voru nauðsynleg við járngerð og smíði allra verkfæra úr málmi. Einkum þurfti þeirra við til dengja ljái við viðarkolaeld. Birkiviður var yfirleitt notaður til að búa til viðarkolin.

Kolagröf

Kolagröf.

Viðarkol voru gerð þannig að viðurinn var kurlaður í smátt, kurlið látið í gryfjur, síðan kveikt í því og grafirnar byrgðar með torfi til þess að ekki logaði upp úr. Gryfjurnar hafa oftast verið þar sem skógurinn var höggvinn. Þær hafa verið misdjúpar og ákvæði voru í lagabálkum um að hylja ætti grafirnar eftir notkun til þess að sauðfé færi ekki í þær. Um kolagerð er líka oft getið í fornsögum, og oft er kveðið á um réttindi til kolviðarhöggs og kolagerðar í máldögum og jarðakaupabréfum frá miðöldum. Örnefni er líka víða að finna um land þar sem nú eru litlar eða engjar menjar um kolskóg.

Kolagröf

Kolagröf.

Kolagröfin sjálf var tæplega tveir til þrír og hálfur metrar að þvermáli og rúmlega metri á dýpt. Kurlinu var raðað í hana, og voru stærstu stykkin sett neðst. Kúfur var hafður á gröfinni sem var um það bil metri á hæð. Svo var slegið eldi í botninn og látið brenna, þangað til góður eldur var kominn í alla hrúguna. Þá var snöggtyrft yfir og mold mokað yfir gryfjuna svo að hvergi kæmist loft að. Kolagröfin var opnað eftir þrjá eða fjóra daga og kolin tekin upp. Kolagerðarmenn gátu vænst þess að fá að jafnaði fjórar til fimm tunnur kola úr slíkri gröf.

Víða sér nú í minjar gamalla kolagrafa, meðal annars á Framafréttinum í allt að fimmhundruð metra hæð yfir sjó, þar sem verið hefur örblásið land síðustu áratugi. Líklegt er að ágangur manna og dýra virðist hafa átt stóran þátt í að eyða skólendinu.

Kolagröf

Kolagröf.

Í „Nýjum kvöldvökum“ árið 1914 er fjallað um „Kolagerð“ á bls. 70: „Kolagerð var mikið stundað fyrrum, meðan skógar voru nógir í löndunum, enda hafa skógar víða mjög látið á sjá við hana, ekki sízt skógarnir hér á Íslandi, einn og kunnugt er. Úr skógunum voru gerð viðarkol, og hét það verk kolun eða kolagerð, og var það kallað að gera til kola. Þá er viðurinn brendur til hálfs, annaðhvort í kolagröfum eða þá með þurhitun; er þá viðurinn hitaður mjög í lokuðum járnhylkjum (retortum), og engu lofti hleypt að honum. Kolagerð í kolagröfum hefur þann kost, að að henni má vinna hvar sem er úti á víðavangi, en aftur þann ókost, að allar aukaafurðir af þurhituninni missast. Eigi þarf hér að lýsa kolagerð í gröfum, hún er altof kunn hér á landi frá fornu fari til þess, þótt miklum mun sé hún stórkostlegri þar sem stórviðarbolum er hlaðið saman til kolagerðar í 10—16 metra víðum gröfum. En aðferðin er hin sama og hér hefur veri$. Ef viðurinn er vel þur, verða kolin hérumbil fjórum sinnum léttari eftir brensluna en viðurinn var.“

Kolagröf

Unnið við kolagerð.

Í „Árbók Hins íslenska fornleifafélags“ árið 1968 segir Sr. Einar Friðgeirsson frá „Að gjöra til kola„:
„Að gjöra til kola. Svo hét starfið í heild sinni. — Fyrst var felldur skógur til kolagerðarinnar. Var þá sneitt hjá öllum mjög grannvöxnum hríslum og eins þeim sverustu. Ágætur kolviður voru þeir leggir, sem voru á sverleika við orf. En auðvitað varð eigi fenginn svo jafnsver skógur, að sumt væri ekki helzt til svert, en þá voru líka sverustu leggirnir oft teknir frá og ætlaðir til smíða, ef þeir voru ekki of kræklóttir. Klyfberabogaefni og skammorfaefni voru einnig frátekin. Þegar nægilegt hafði verið fellt (þáð var eingöngu gjört með öxi, klippur þekktust ekki fyrr en Kofoed innleiddi þær) þá var tekið til að afkvista, og var það gjört með verkfæri, sem kallað var „sniðill“. Það var langt og svert sax, og krókbeygður oddurinn upp á við að framan. Með sniðlinum voru grennstu greinarnar sniðnar utan af hverri hríslu. Var trosið utan af hríslunum vanalega kallað „afkvistið“ eða þá „limið“. Því var kastað saman í kesti. Limbyrðar voru þær kallaðar, afkvistisklyfjarnar. Ætíð var sagt hrísklyf, en ekki baggi.

Kolagröf

Kolagröf undirbúin.

Þegar hríslurnar höfðu verið afkvistaðar, var tekið til að kurla. Var það gjört á barmi gamallar kolagrafar, ef hún var til staðar, ella hjá góðu kolgrafarstæði. Mjög nærri gröfinni mátti kurlhrúgan þó ekki vera, svo að hún yrði ekki ofnærri eldinum, þegar farið væri að svíða. Kolgjörðarmaðurinn sat svo á hnaus eða þúfu og hafði viðhöggið fyrir framan sig og kurlaði, þ. e. hann hjó með öxinni hvern legg og lurk í smábúta. Þeir urðu auðvitað nokkuð mislangir, en flestir urðu þeir 3 til 4 þumlungar. Allra sverustu kurlunum var kastað sér í hrúgu, þó blönduðust sum saman við. Eins og nærri má geta, hrökk margt kurlið alllangt út í grasið eða lyngið í kringum kolgjörðarmanninn, og var oftast frágangssök að standa upp til að eltast við þau, og þó sumt væri tínt saman á eftir fóru ætíð mörg kurl að forgörðum. Það borgaði sig ekki það nostur að vera að eltast við þau. Þaðan er kominn talshátturinn: „Ekki koma öll kurl til grafar“.

Kolagerð

Kurlað í kolagröf.

Þegar búið var að kurla, byrjaði eiginlega kolagerðin, sem hét að svíða. Ef ekki var gömul kolagröf fyrir hendi, var ný gröf tekin. Grafirnar voru talsvert misstórar, eftir því hve mikið kurl var til að svíða, og vídd þeirra og dýpt fór eftir ástæðum jarðvegsins. Hann var sums staðar ofgrunnur til þess að djúp gröf yrði tekin. Dýpt grafanna fór víst einnig eftir sverleika kurlsins. En allar voru grafirnar kringlóttar og íhvolfar í botninn, eins og gömlu járnpottarnir, ekki með löggum við botninn. Nú var eldur látinn á botn grafarinnar og ofan á hann sverasta kurlið, en þegar það var orðið vel eldleikið og sviðið að utan, var grennra kurlinu bætt ofan á smátt og smátt, og það allra grennsta síðast, ef hirða hafði verið höfð á að aðgreina það eftir sverleika.

Kolagerð

Kolagröf við skráningu.

Þegar kolgjörðarmaðurinn áleit, að fullsviðið væri, kastaði hann blautum hnausum eða torfi á eldinn og mokaði í flýti yfir allri moldinni, sem komið hafði upp úr gröfinni, unz enginn reykur komst upp.
Svo var gröfin látin vera óhreyfð alllangan tíma. Þegar kolin voru síðan tekin upp, voru þau sigtuð í kolasíu. Það var grunnur kassi með strengdum sauðskinnsbotni, og var hann allur gataður. Götin voru öll kringlótt, ég held brennd á skinnið með sívölu járni, að sverleika á við grannan litlafingur.“

Bjarni Einarsson gerði skýrslu um „Hvaleyri – fornleifar á Hvaleyri í Hafnarfirði“ árið 2005. Meginviðfangsefnið var kolagröf er uppgötvaðist við gröft á frárennslislögn. Ekki verður kolagröfinni lýst hér, en í samantekt Bjarna um kolagerð segir: „Í Kristinna laga þætti Grágásar, sem talinn er hafa verið ritaður á tímabilinu 1122 – 45, er tekið fram að menn megi vitja kola sinna þó á drottins degi sé.

Kolagröf

Kolagröf.

Viðarkola er einnig getið í Erfða- og Landabrigðisþætti Grágásar. Efirfarandi kafli úr Landabrigðisþætti segir svolítið um mikilvægi kolagerðar: „Ef maður á skóg í annars landi, og á hann að neyta skógar þess sem í hans landi sjálfs sé að höggi. Hann skal eigi hafa hross of nætur þar. Hann skal gera þar kol og hafa á braut færð fyrir veturnætur hinar næstu, og hylja grafar svo að eigi liggi fé í. Ef hann hylur eigi grafarnar svo, þá verður hann útlagur þrem mörkum, enda skal gjalda fé það er þar fær skaða af gröfum þeim, sem búar fimm virða þess er sóttur er. Í þessum þætti kemur fram að ef menn vinna svo mikinn skaða á annars manns skógi að metinn sé til fimm aura eða meir, þá varði það við fjörbaugsgarð. Gildir einu hvort þeir sjálfir eða skepnur þeirra séu valdir að skaðanum. Þá skyldi hann halda utan innan þriggja ára og dveljast þar í þrjú ár. Efir það gat hann snúið heim alsýkn. Viðkomandi var réttdræpur á meðna hann hélt ekki utan, en þó var hann friðhelgur á þremur stöðum og á leið sinni til skips.
Kolagerð
Í Jónsbók, sem lögtekin var árið 1281 eru nær sömu ákvæði þegar kemur að kolagerð. T.d. er tilvitnunin hér að ofan því sem næst eins í Búnaðarbálki Jónsbókar. Hugsanlega er þessi lagabókstafur enn í fullu gildi!
Kolagerð er einnig getið í öðrum rituðum heimildum íslenskum, fyrst árið 1327 í Rekaskrá Vatnsfjarðarkirkju í Ísafjarðardjúpi. Segir þar að kirkjan eigi „kolgerd j iokulkelldu skog.“
Næst er kolagerðar eða kolaskógar getið árið 1343 í máldaga Kálfafellskirkju í Fljótshverfi. Þar segir: „kolskog j vest[r]um skorum. sua sem til bus þarf.“
Í skrá um landamerki milli Hraunskarðs og Gufuskála á Snæfellsnesi frá því um 1360 er þess getið að jörðin Hraunskarð eigi; „frí kolatak í Hrísaskóg og raptvidarhögg í jördunne til uppheldis.“ Upp úr þessu er ítak í skógum til kolagerðar oftlega nefnt í fornbréfasafni þó það sé ekki tíundað frekar hér. Kolaítak hefur þótt mikilvæg auðlind skv. Fornbréfasafni og halda má því fram að svo hafi í raun verið frá upphafi byggðar í landinu.
KolagerðJárnframleiðsla og járnsmíðar verða vart stundaðar nema að kol hafi verið fyrir hendi. Hinir fyrstu landnemar hér á landi hafa varla getað verslað slíka vöru, heldur hafa þeir þurft að framleiða hana sjálfir, rétt eins og járnið þegar upphaflegar birgðir fóru að minnka. Sprek og birki hefur ekki nægt til að ná þeim hita sem nauðsynlegur er til að járn verði unnið, hvort heldur það er úr mýrarauða eða við smíðar eða þegar dengja þurfti ljáina.
Mýrarauðinn var ein af forsendum þess að hér hafi menn numið land á ofanverðri járnöld. Ekki var hægt að treysta á það að kaupmenn sæju mönnum fyrir nægu járni fyrst um sinn, það urðu menn að vinna úr mýrarauða, en hann finnst um allt land meira og minna.

Kolagröf

Kolagröf.

Innflutningur á járni verður mikilvægur mun síðar og að margra mati varð það til þess að járnframleiðsla lagðist hér af í lok 15. aldar. Þetta mun þó varla geta staðist því til eru heimildir um menn sem stunduðu járnframleiðslu um 1700 og síðar og heimildir sem þar er getið).
Mörg örnefni um landið allt eru dregin af kolagerð svo sem Kolgrafarfjörður á Snæfellsnesi, Kolagata í Geirþjófsfirði, Kolviðarhóll á Hellisheiði í Ölvushreppi og víða annarsstaðar hér o.s.frv. Líklega hefur kolagerð verið stundum um allt land eða alstaðar þar sem skógur leyfði slíkt.
Eiginleg [náttúruleg] kol munu vera fátíð hér á landi, en þó ku steinkol finnast á nokkrum stöðum.

Brennisel

Brennisel í Hraunum – kolagröf fremst.

Kolagrafir hafa fundist mjög víða á Íslandi. Þetta eru fornleifar sem finnast yfirleitt ekki nema að örnefni gefi til kynna að þeirra er að vænta eða við sérstaka leit fagmanna. Þetta á þó ekki við þar sem land er blásið, því þá má sjá þær á blásnu yfirborðinu svo sem á Rangárvöllum og víðar.
Um kolagerð á seinni tímum má t.d. lesa í ritgerðum um kolagerð eftir Guðmund Magnússon 1978, Hálfdan Björnsson 1978, Ragnar Stefánsson 1978, Einar Friðgeirsson 1968 og Odd Oddsson 1928. Nokkur munur virðist vera á vinnulagi eftir landshlutum, en athyglisverðasti munurinn er kannski sá að á Suðurlandi var viðurinn reiddur heim á bæ og fór kolagerðin fram þar. Þetta var um 1874.
Grafarstæðið var haft kringlótt og fór stærð þess nokkuð eftir hvað mikið var brennt. Ég áætla þvermál að tunnu gröf ca. 150 – 180 sm.
Guðbrandur Magnússon lýsir því hvernig kolagröf gæti við vettvangskoðun. „Oftast eru þetta bollar svo sem 140 sm í þvermál með finnungsgróðri í botninum og oft berjalyng í skálarbörmunum og vel af berjum. … Dýptin er ekki beint mikil enda var skylda að ryðja að nokkru ofan í þær að lokinni kolagerð svo ekki stafaði af þeim hætta fyrir sauðfé. Annars hefur dýptin verið svona 80 – 130 sm eftir því hvernig er mælt og þá miðað við botn.

Brennisel

Brennisel – kolasel í Hraunum.

Jarðvegur þurfti að vera þéttur og gjarnan leirkenndur og það leiddi af sér að oft safnaðist fyrir vatn í gröfunum.
Guðbrandur lýsir einni kolagröfinni svohljóðandi: Ég giska á að kolamagnið í gröf þessari hafi verið um 2 tunnur. Sumt af kurlinu virðist höggvið úr rótum og eru lengstu bútarnir um 10 sm. Vafalaust hefur kurlið brotnað og smækkað þegar gröf var troðin. Allt stærsta kurlið var í hringnum efst og utan með en það smæsta innan í. Á botninum var svo tjara en engin lykt var af þessu.“
Þessar lýsingar koma nokkuð vel heim og saman við kolagröfina á Hvaleyri. Sverleikinn á kvistunum (kurlinu), stærð hennar og umbúnaður er nærri lagi. Þó lýsingarnar eigi við mun yngri grafir frá 19. öld, er ljóst að aðferðin hefur að mestu leyti verið hin sama í aldanna rás.
Mikið af kolum þurfti við smíðar. Sem dæmi má nefna að til að smíða einn ljá í lok 19. aldar þurfti smiður eina tunnu af kolum. Síðan þurftu stöðugt að dengja ljáinn og í það þurfti kol. Miklu meira þurftu af kolum til að vinna járn úr mýrarrauða, bæði til að þurrka og bræða.

Kolagerð

Kolagröfin á Hvaleyri – eftir að fjórðungur hennar hafði verið hreinsaður.

Kolagröfin á Hvaleyrarholti færir okkur heim sannindin um að til kola gerðu menn strax í upphafi byggðar í landinu. Staðsetning grafarinnar á holtinu svona nálægt sjó er býsna óvenjuleg og þekki ég satt best að segja ekki sambærilega staðsetningu. Yfirleitt fara kolagrafir margar saman eins og í Fljótum, en á Hvaleyrarholti fundum við aðeins eina gröf. Annaðhvort þýðir þetta að kolagröfin sé í jaðri kolagrafasvæðis og aðrar grafir því skammt undan, eða að hér sé um staka kolagröf að ræða. Slíkt gæti hafa tíðkast í upphafi byggðar þó það hafi ekki verið venjan síðarmeir.

Kolagröf

Kolagröf.

Kolagröfin er sönnun þess að á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði hafa menn verið að störfum í kringum 900. Þar hafa þeir hugasanlega gert til kola í þeim tilgangi að vinna við járnsmíðar sínar heima við bæ. Ekki þykir mér líklegt að kolagröfin tengist járngerð vegna þess að á svæðinu er trúlega hvergi að finna mýri með mýrarrauða. Þá vaknar sú spurning hve langt fóru menn til kolagerðar sem þessarar? Hve langt frá kolagröfinni á Hvaleyrarholti er bærinn sem járnsmíðarnar fóru fram? Það kæmi mér ekki á óvart að það sé skemmra en margan grunar! Fyrst kemur upp í hugann gamla bæjarstæði Hvaleyrar skammt suður af gröfinni. Þar ná heimildir aftur til ársins 1300.
Munnmæli ná hins vegar aftur á landnámsöld. Sagt er í Hauksbók Landnámu að Hrafna – Flóki hafi komið á svæðið og fundið þar rekinn hval og nefnt staðinn Hvaleyri.

Kolagröf

Kolagröf.

Svo háttar til að Hvaleyrartjörn og Óseyrartjörn (Herjólfshöfn) eru af náttúrunnar hendi afbragðs skipalægi. Þar mátti draga upp skip án þess að að þeim stafaði hætta af brimi og stórsjó. Svipaðar aðstæður voru í Víkinni (Reykjavík) forðum þar sem sagt er að fyrsti landnámsmaður Íslands hafi sest að. Þá var fremur mjótt rif á milli hafsins og Tjarnarinnar (u.þ.b. þar sem Austurstrætið/Hafnarstræti liggur í dag) og draga mátti upp skip upp í Tjörnina þegar svo bar undir. Í Selvogi er einnig svipað uppi á teningnum. Þar var hægt að draga upp skip í Hlíðarvatn. Munnmæli herma að þar hafi verið landnámsbýli.

Húshólmi

Húshólmi – garður.

Allir þessir staðir eru á Reykjanesinu. Við upptalninguna mætti bæta Hólmastað eða eins og sumir vilja kalla Gömlu Krýsuvík eða Krýsuvík hina fornu í Húshólma í Ögmundarhrauni. Þar hefur því verið haldið fram að vík góð hafi forðum verið á þessum slóðum, en Ögmundarhraun fyllt hana árið 1151. Greining á gjóskulögum leiddi í ljós að túngarður einn í Húshólmanum mun vera eldri en landnámslagið svokallaða sem féll 871±2 e. Kr. Sé þessar vangaveltur vitrænar þá segja þær okkur að landnámsbýlis gæti verið að vænta á Hvaleyrinni eða Hvaleyrarholtinu. Þetta væri heppilegt að hafa í huga vegna framtíða framkvæmda og jarðrasks á Hvaleyrarholti og næsta nágrennis í framtíðinni.
Með þetta í huga ættu allar framkvæmdir á Hvaleyri að vera undir eftirliti fornleifafræðinga.

Kolhólasel

Kolhólasel í Vatnsleysuheiði.

Seljahraun er lágt brunahraun upp af Gvendarbrunnshæðinni (angi af eldra Afstapahrauni). Landamerkjalínan lá frá Gvendarbrunni Gvendarbrunnshæðarskjóli) suður yfir hraunið og þaðan upp í Mjósundavörðu.
Í örnefnalýsingu segir: „Töluvert norðvestur af Bekkjunum eru Brenniselshæðir. Þar eru tveir fjárskútar, kallaðir Brenniselshellrar. Annar er feiknastór og var yfirreftur, en nú er það fallið niður. Jarðfall uppgróið er fyrir framan hann. “
Brennusel er greinilegt kolasel. Selstöður fyrrum voru til ýmissa nota, s.s. til fjár- og kúahalds, kolagerðar, fugla- og eggjatekju o.fl. Í dag eru slíkar selstöður nefndar „útstöðvar“ á fínu fjölmiðlafornleifamáli.
Framan við miklar hleðslur í jarðfalli eru leifar kolagrafar og skammt austar er hlaðið skjól. Áberandi varða er ofan við aðstöðuna.
Skammt norðar eru ennfremur leifar kolagerðar, m.a. grónar hleðslur og -grafir.“

Heimildir:
-https://origin-production.wikiwand.com/is/Vi%C3%B0arkol
-Skúli Sæland – Komalgerð; https://menningarmidlun.wordpress.com/tag/kolagerd/
-Nýjar kvöldvökur, 8. árg. 01.03.1914, Menningarþættir – Kolagerð, bls. 70.
-Árbók Hins íslanska fornleifafélags, 65. árg. 01.01.1968, Að gjöra til kola – Sr. Einar Friðgeirsson, bls. 108-110.
-Hvaleyri, fornleifar á Hvaleyri í Hafnarfirði, 2005, bls. 11-19; http://hdl.handle.net/10802/14039

Kolagerð

Kolagröf á Hvaleyri.

Grindavíkurvegur

Umhverfi Grindavíkurvegarins er miklu meira en bara hraun og gamburmosi eða fjöll og gufustrókar tilsýndar. Á leið um veginn, frá gatnamótum Reykjanesbrautar til Grindavíkur, er fjölmargt að sjá um aðdraganda hans – ef vel er að gáð.
Áður fyrr, reyndar um árþúsund, voru

Skógfellavegur

Skógfellastígur.

helstu samgönguæðar til Grindavíkur um Skógfellaveg frá Vogum, Skipsstíg og Árnastíg frá Njarðvíkum og Keflavík og Prestastíg frá Höfnum. Hafa ber í huga að sama gildir um Reykjanesbrautuna sem og alla aðra þjóðvegi landsins.
Skömmu eftir aldamótin 1900 var svo byrjað á því að gera Skipsstíginn vagnfæran frá Grindavík og með Lágafelli, en svo virðist sem horfið hafi verið frá því, en þess í stað ákveðið að ryðja nýja þjóðbraut frá Stapa milli Skógfellavegar og Skipsstígs. Líklega hafa þessar umbætur verið liður í atvinnubótavinnu hreppsins á þeim tíma. Uppgerði kafli Skipsstígsins vestan undir Lágafelli sést enn vel og er einstaklega fallegt mannvirki, sem ekki hefur verið raskað. Við hann er Dýrfinnuhellir. Segir sagan að í honum hafi dulist samnefnd kona með börn sín meðan „Tyrkirnir“ fóru með ófriði á hendur Grindvíkingum. Hellirinn er ekki auðfundinn, en hið sæmilegasta skjól fyrir veðrum og þáverandi illmennum.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – vegavinnubyrgi á Gíghæð.

Enn má sjá skjól vegavinnumanna atvinnubótahlutans við Skipsstíginn, sbr. ofangreinda ljósmynd, sem tekin var úr því árið 2006.
Gamli Grindarvíkurvegurinn var lagður á árunum 1913 til 1918. Aðdraganda hans er m.a. getið í fundargerðum Grindavíkurhrepps þar sem skorað er á stjórnvöld að leggja akfæran veg til Grindavíkur í framhaldi af gerð þjóðvegarins til Keflavíkur um Stapa, samþykktum Alþingis um fjárveitingar til vegagerðarinnar, árlegum skýrslum vegavinnuverkstjórans, Sigurgeirs Gíslasonar, athugasemdum við reikningshaldið, svörum hans sem og úttektarnótur í Einarsbúð í Grindavík er hafa varðveist í höndum Erlings Einarssonar, þess sjaldgæfa varðveisluhaldara.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – vegavinnubúðir á Gígæð.

Vegurinn var greiddur að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af Grindvíkingum. Grindvískir formenn samþykktu, flestir, að láta lifrina ganga upp í kostnaðinn þeim megin. Verkstjórinn við vegagerðina var nefndur Sigurgeir frá Hafnarfirði, reyndur vegagerðarmaður. Hann segir m.a. í skýrslu sinni 11. nóv. 1917 að vegurinn hafi alls verið 16 km og 120 m frá Vogastapa að verslunarhúsum við Járngerðarstaðavík í Grindavík. Við vinnuna voru 35-48 menn að jafnaði frá vori að hausti með 13-16 hesta. Til eru listar með nöfnum vegagerðarmannanna sem og hvað þeir fengu í þóknun fyrir verkið. Þá má vel sjá hvað tekið var út úr Einarsbúð til verksins. Vegna alls þess er hér bæði um merkilega sagnfræðilegar heimildir að ræða og ekki síst fornfræðilegar því minjarnar standa víða enn – óhreyfðar, vegna þess að þær hafa hingar til verið „ósýnilegar“ í hraununum.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – vegavinnubúðir á Gígæð.

Vegurinn sést enn frá Vogastapa, niður í Selbrekkur (Sólbrekkur) og áfram austan við Seltjörn. Þá sést hann einnig á kafla vestan vegarins vestan Svartsengisfells (Sýlingafells) að Selhálsi og yfir hálsinn.
Meðfram veginum, frá Seltjörn að Grindavík, í Skógfellshrauni, Arnarseturshrauni, Illahrauni og Klifhólahrauni, eru fjölmargar minjar vegavinnuframkvæmdanna, þ.e. búðir og skjól vegavinnumanna. Búðirnar eru á nokkrum stöðum og hafa hlaðin hús á þeim verið svipuð að stærð. Ein ástæðan var sú að vegavinnumenn voru með fjögur þök í fórum sínum og færðu þau á milli búða.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – vegavinnubúðir á Gíghæð.

Því miður varð svæðið meðfram Grindavíkurveginum mjög illa leikið þegar nýi vegurinn var lagður með stórvirkari tækjum. Ekki er ólíklegt að þá hafi margar minjar hreinlega verið eyðilagðar. Sýnilegar minjar enn þann dag í dag eru á u.þ.b. 500 metra millibili meðfram gamla veginum. Ef vegavinnumenn hafa sett að jafnaði upp búðir með því bili vantar nokkrar þeirra nyrst í Skógfellahrauni og Arnarseturshrauni þar sem jarðýtur hafa við umbótagerð farið um langt út fyrir vegstæðið. Helst er að sjá að búðir, sem reistar voru í skjóli við hraunhóla og hæðir eða í hrauntröðum hafi sloppið við eyðileggingu. Í dag hefði verið bæði gaman og fróðlegt að hafa allar búðirnar, en saman mynduðu þær heilstæðasta mynd frumstæðrar vegagerðar um og eftir aldamótin 1900 – þegar allt var enn unnið á höndum með aðstoð hesta.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – búðir við Bláalónsveginn.

Þegar FERLIR fór í sína 395. ferð um Reykjanesið voru minjarnar við Grindavíkurveginn skoðaðar. Hér á eftir verða taldir upp staðir, sem skoðaðir voru á leiðinni frá Seltjörn að Járngerðarstaðahverfi í Grindavík, en áður höfðu verið skoðaðar minjar allt frá gömlu vegamótum Grindavíkurvegar og Keflavíkurvegar uppi á Stapanum. Þar mótar enn fyrir hleðslum vestan við gatnamótin, í sunnanverðri Njarðvíkurheiði og undir Selbrekkum (í skóginum).

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – Búðir í Hesthúsabrekku.

Við nýlega skoðun kom hins vegar í ljós að við gatnamót Keflavíkurvegar og Grindavíkurvegar og Vogastapa höfðu framkvæmdir, sem unnar voru þar á þessu ári (2006) og því síðasta, eyðilagt þessar minjar. Þó má enn sjá hluta af garðlagi er umlukið hefur búðir vegavinnumannanna.
1. Sunnan Seltjarnar (Selvatns) liggur vegur að Stapafelli. Á milli hans og tjarnarinnar er hlaðin rétt upp á hæð svo og gerði.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Handan vegarins eru tóftir sels, Innra-Njarðvíkursels. Selstaðan var nýtt sem hluti af búðum vegavinnumanna um tíma.
2. Austan Grindavíkurvegar, nokkuð sunnan gatnamótanna að Seltjörn (Selvatni), er gömul rudd gata inn í hraunið. Lúpínubreiða er við vegabrúnina þar sem gatan byrjar. Hún liggur að búðum um 50 metrum inn í hrauninu. Þar eru hluti af hlöðnum húsum, skjól og rutt svæði fyrir tjaldbúðir. Skammt sunnan götunnar, nær veginum, er hlaðinn hringur, sennilega skjól fyrir tjöld.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – búðir norðan Gíghæðar.

3. Skammt sunnar, á hægri hönd eru þrír hlaðnir skjólgarðar utan í hraunhól, u.þ.b. 30 metrum frá veginum.
4. Á vinstri hönd er stigi yfir girðingu, sem liggur samhliða Grindavíkurveginum. Stígur er frá stiganum, varðaður, að helli, sem nefndur hefur verið Hestshellir. Hlaðið er fyrir opið, en dyragat á. Inni í hellinum eru hleðslur. Hann liggur til vesturs, undir veginn, og er um 160 metra langur. Hellirinn var notaður sem skjól fyrir vegavinnumenn, en einnig mun hann hafa verið notaður sem skjól bruggerðarmanna um tíma.
5. Á hægri hönd, örskömmu sunnar, eru klettar um 10 metrum frá veginum. Utan í öðrum hólnum er hlaðið hús, heillegt. Inni í því er skúti.
6. Þegar komið er framhjá gatnamótum vegar að Arnarsetri er jarðfall vinstra megin vegar, rétt fyrir innan girðinguna. Norðan í því er Dátahellir. Í hellinum fundust bein og fataleifar, hnífur, beltissilgja o.fl. af bandarískum dáta, sem hvarf þarna í hrauninu. Beinagrindin fannst þarna fyrir innan stein, sem nemur við hellismunnann.
7. Skammt þar frá, sömu megin, einnig rétt fyrir innan girðinguna, er hlaðið hús, hesthús vegagerðarmanna, ofan í hraunrás. Stígur liggur frá því til suðurs og beygir síðan til austurs, að öðru hlöðnu, heillegu húsi, smiðju. Þá blasa við tvö önnur hlaðin hús, svo til heil. Annað var hesthús og hitt var læst verkfærageymsla. Austan við þau er rutt skeifulaga svæði. Það hefur annað  hvort, eða hvorutveggja, verið notað undir tjald eða til járninga. Þar má a.m.k. enn sjá steininn, sem notaður var til þeirra verka.
8. Handan vegarins er bílastæði. Í vesturjarðri þess er djúp hola, sem myndaðist er unnið var við nýja veginn. Í holunni er u.þ.b. 60 m langur hraunhellir; Dollan.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – skjól sunnan Seltjarnar.

9. Í brekkunni á vinstri hönd eru hleðslur, sennilega skjól fyrir hesta.
10. Á hægri hönd, rétt áður en komið er að gatnamótum vegar að Bláa Lóninu, er stór hleðsla skammt frá veginum. Við hana er önnur hleðsla. Þarna gætu vegavinnumenn hafa hlaðið sér skjól, enda hleðslunar svipaðar hinum, en vitað er að menn, sem lögðu símann til Grindavíkur (strengurinn liggur þarna við) hafi nýtt sér þetta sem skjól.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – skjól gegnt Svartsengi.

11. Þegar komið er framhjá gatnamótunum og aðeins upp á hæðina eru hlaðin hús, hálffallinn, innan við 10 metra frá veginum. Þó er þarna heill hlaðinn veggur og rutt svæði.
12. Hlaðinn hringur er skammt sunnar, hægra megin vegar, ca. 15 metrar frá vegi. Þetta er líkast til skjól.
13. Hlaðinn stallur er vinstra megin vegarins, ca. 10 mertum frá, rétt áður en komið er út úr hrauninu við slóðan að Svartsengisfelli.
14. Upp úr Svartsengi, þar sem grastungan nær lengst til norðurs, liggur stígur upp í hraunið og áfram í átt að búðunum vestan við Arnarsetrið. Hlaðið er í stíginn á nokkrum stöðum. Líklega er um að ræða stíg vegagerðarmanna þar sem farið var með vistir áður en vegurinn náði að Svartsengi, en byrjað var á honum að norðanverðu, á Stapanum. Þarna fyrir ofar við stíginn er klettur, nefndur September, en tekið var mið af honum þegar verkið var látið falla niður eitt haustið.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – skjól sunnan Seltjarnar.

15. Rétt áður en komið er að Selhálsi er tótt í hlíðinni á vinstri hönd, innan við 10 metra frá veginum. Þetta er tótt Hópssels, en Hóp átti land þangað. Skammt þar sunnan af sést móta fyrir stekk í hlíðinni.
16. Hægra megin vegarins, vestan í Selhálsi, sést móta fyrir tótt í lægð. Líklega er um að ræða hluta af Hópsseli.
17. Á Baðsvöllum var sel frá Járngerðarstöðum. Tóttir selsins sjást í vesturjaðri hraunsins norðan Þorbjarnarfells. Einnig er tótt austar á völlunum, við vatnsstæði, sem þar er. Vegna ofbeitar var Baðsvallarselið flutt upp á Selsvelli, þar sem Grindarvíkurbæirnir höfðu lengi í seli, bæði austan á völlunum og suðvestan í þeim. Enn sést móta vel fyrir tóttum seljanna á S

elsvöllum.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – vegavinnubúðir á Gíghæð.

18. Þegar komið er upp á Selháls (Dagmálaháls) sjást Gálgaklettar vel á vinstri hönd. Þar segir þjóðsagan að hreppsstjóri hafi hengt þjófa eftir að hafa fangað þá við laugar norðan Þorbjarnarfells.
19. Á hægri hönd er Þorbjarnarfell. Efst í því er Þjófagjá. Þar áttu þjófarnir 13 að hafa hafst við á milli þess að þeir herjuðu á bæina fyrir neðan. Uppi á fjallinu eru einnig stríðsminjar.
20. Brekkan, niður að bænum, kallast Hesthúsabrekka. Vinstra megin hennar, áður en komið er að vatnsgeyminum, eru hraunhólar. Þar höfðu vegagerðarmenn búðir sínar áður en vegagerðinni lauk. Skammt norðar er gígur þar sem þeir tóku efni í veginn.
21. Sunnan vatnsgeymisins er Gaujahellir, Jónshellir öðru nafni. Hann lá áður alla leið þangað sem félagsheimilið Festi er nú. Hellirinn er sagður hafa verið notaður sem brugghellir um tíma. Saga er af mönnum, sem lokuðust inni í hellinum í jarðskjálfta, en komust út.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur

Hellirinn er í einni af þremur gjám, sem lágu í gegnum Járngerðarstaðahverfið. Sú austasta heitir Stamphólsgjá. Í henni var Grindavíkurhellir, sögufrægur hellir í árdaga hraunhellafundanna hér á landi, en síðustu leifar hans fóru forgörðum með nýjasta hverfinu, sem nú rís í bænum. Hellinum hafði lítil virðing verið sýnd því við opið hafði verið kastað alls kyns rusli áður en endanlega var fyllt upp í það. Opið er nú undir einu vegarstæðinu, en frá því lá alllöng og greiðfær rás til suðausturs. FERLIR hefur að öllum líkindum farið síðustu förina um hellinn (árið 2006) áður en honum var lokað.

Eins og sjá er fjölmargt athyglisvert við Grindavíkurveginn, sem reyndar mjög fáir vita um. Ef skoða á þessa staði er mikilvægt að ganga vel um og minnug árdaga; að raska ekki minjunum. Þá má ekki skilja eftir rusl eins og fólk er svo gjarnt á að gera að stöðum sem það heimsækir. En að teknu tilliti til umhverfisins getur þetta allt breyst með skömmum fyrirvara – þegar fram líða stundir.

Skipsstígur - útsýni úr skjóli vegavinnumanna

Krýsuvík

Benedikt Elínbergsson (09.09.1941) var í Vinnuskólanum í Krýsuvík á árunum 1953-’54.

Benedikt Elínbergsson

Benedikt Elínbergsson.

„Í þá daga fóru drengirnir heim á föstudögum og sneru aftur til vinnu á mánudögum. Síðar breyttist það í að drengirnir voru tvær vikur í senn í Krýsuvík, en fengu þá helgarfrí. Eyjólfur Guðmundsson og Snorri Jónsson, kennarar, veittu Vinnuskólanum forstöðu í fyrstu. Þeim til aðstoðar voru jafnan tvær til þrjár stúlkur, t.d. Guðrún Ágústsdóttir og Hulda Run. Viðdvölin tók breytingum eftir því sem tímar liðu“.
Benedikt var í framhaldinu við vinnu hjá Jóhannesi Trapp í garðyrkjustöðinni eitt sumar, tvö sumur hjá Reyni Ragnarssyni á búinu og eitt sumar hjá Hrafni Ólafssyni við fjárbúið. Jens Hólmgeirsson var þá kominn til starfa og turnarnir tveir við enda fjóssins byggðir.

Krýsuvík

Gróðurhúsin 1950.

Einungis vestari turninn var tekinn í notkun, enda hann þá með þaki. Í hann var blásið söxuðu heyi fyrir fjárhaldið. Díselknúin rafstöð (ljósavél) var í Krýsuvík og átti hún það til að „slá út“ þegar álagið á blásarann var hvað mest. Þegar upp var staðið voru þarna í fjósinu hátt í þúsund kindur. Krýsuvík var góð bújörð. Reynir var gamansamur. Eitt sinn spurði Jóhannes hann að því hvað tiltekinn tvíhornóttur lambhrútur í hjörðinni væri gamall. Reynir: „Hann er tveggja vetra“. Jóhannes: „Hvernig sérðu það?“. Reynir. „Á hornunum“. Jóhannes: „Huh, ég gat sagt mér það sjálfur“.
Ýmislegt var brasað í Krýsuvíkinni á þessum tíma, m.a. var Hlín Johnson í Herdísarvík veitt aðstoð við heyskap. Sagt var að jafnan rættist sú spá hennar að eftir að Herdísarvíkurtúnið hafði verið slegið tæki við fjögurra vikna þurrkur á Selvogssvæðinu.

Krýsuvík

Krýsuvík 1964 – bæjarhóllinn ruddur með jarðýtu. Ljósm. Þór Magnússon.

Hluti bæjarhóls gamla Krýsuvíkurbæjarins var ruddur með jarðýtu 1956 og restin af honum 1964. Söknuður er af mannvirkjunum þótt fátækleg hafi verið orðin. Í kirkjunni, sem Björn Jóhannesson, formaður „Krýsuvíkurnefndarinnar“ endurbyggði, var jafnan altaristafla, bogadregin að ofan. Hún var í kirkjunni að sumarlagi, en hékk uppi á vegg í Sólvangi þess á millum – eða þangað til Þjóðminjasafnið tók hana til handargagns. Ólíklegt er að almenningur fái að njóta altaristöflunnar eftir að hrammar safnsins hafi náð að klófesta hana.

„Þú mátt gjarnan fjalla um „Krýsuvíkurnefndina“ svokölluðu  sem og störf hennar“, stakk Benedikt upp á við viðmælanda. „Þá hafa störf Björns Jóhannessonar í Krýsuvík verið vanmetin. Hann endurbyggði t.d. Krýsuvíkurkirkju 1986“.

Krýsuvík

Krýsuvík 1936. Ljósm. Ásgeir L. Jónsson.

Stjórnmálamenn hafa deilt um byggingu mannvirkja og ýmsar framkvæmdir í Krýsuvík frá því að Hafnarfjarðabær keypti landið sunnan Kleifarvatns að Krýsuvíkurbergi af Ríkinu eftir að hafa verið tekið eignarnámi 1936. „Krýsuvíkurnefndin“ svonefnda, skipuð af bæjarstjórn Hafnarfjarðar, fór ekki varhluta af deilunum. Hér á eftir verður lesendum gefinn nokkur smjörþefnur af álitamálum þeim er að framangreindu laut:

Í Hamri 29. sept. 1954 segir: „Á bæjarstjórafundi [í Hafnarfirði], sem haldinn var 14. þ.m. samþykkti bæjarstjórnarmeirihlutinn að stofna til sauðfjárbúskapar í Krýsuvík. Samþykkt var tillaga Björns Jóhannessonar, formanns Krýsuvíkurnefndar, að keypt verði 100 gimbralömb um haustið.“ Aðrir í nefndinni voru Gísli Guðmundsson og Helgi S. Guðmundsson.

Krýsuvík

Fyrstu fulltrúar Hafnarfjarðabæjar meta aðstæður í Krýsuvík um 1940. Ljósm. Emil Jónsson.

Í Hamri 19. maí 1950, þ.e. um það bil fjórum árum fyrr er fjallað um kosningu fulltrúa í Krýsuvíkurnefnd: „Á bæjarstjórnarfundi 25. apr. s.l. var samþykkt í bæjarstjórn að kjósa sérstaka nefnd til að fara með málefni Krýsuvíkur.
Frestað var að kjósa í nefndina þar sem ekki mun hafa verið fundinn framsóknarmaður, sem Alþýðuflokkurinn gat fellt sig við. Loksins fannst maður, sem fært var talið að tæki sæti í nefndinni er það Sigurður Guðmundsson kaupmaður. Mun hann hafa verið tregur til starfans þar sem heilsa hans leyfir honum því miður ekki að leggja sitt lið fram eins og sakir standa. Á síðasta fundi voru kosnir í nefndina auk Sigurðar Ingólfur Flygenring og Vigfús Sigurðsson.“

Krýsuvík

Krýsuvíkurvegurinn lagður um Helluna við Kleifarvatn 1936-’37. Ljósm. Emil Jónsson.

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar 27. maí 1950 segir í fréttum „Frá bæjarstjórnarfundi“: „Fundur var haldinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þiðjudaginn 16. maí s.l. Á þessum fundi var nokkuð rætt um garðyrkjustöðina í Krýsuvík og starfsemina þar. Samþykkt var á fundinum samkvæmt tillögu meirihluta bæjarráðs þeirra Emils Jónssonar og Óskars Jónssonar að fela bæjarstjóra að ráða garðyrkjumann að gróðrarstöðinni, þar, sem Einar Þórir, garðyrkjumaður, hefur sagt upp starfi sínu, og hann óskar að losna úr starfi sínu, eins fljótt og orðið getur, og að upplýst er að Óskar Sveinsson, sem hefur verið veikur um hálfs árs skeið, er enn ekki fær til fullrar vinnu.
Þá lögðu þeir Emil Jónsson og Óskar Jónsson til við bæjarstjórn, að Jens Hólmgeirssyni verði falin framkvæmdastjórn við garðyrkjustöðina í Krýsuvík ásamt framkvæmdastjórn búsins, og yfirumsjón að undirbúningi þess.
Á fundinum var kosin þriggja manna Krýsuvíkurnefnd, í henni eiga sæti: Vigfús Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson og Ingólfur Flygenring.“

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegur ofan Kleifarvatns 1937. Sjá má hvernig vegurinn er „púkkaður“ skv. gamla laginu.  Ljósm. Emil Jónsson.

Í Hamri 21. mars 1954 er dálkur; „Eitt og annað…“. Þar segir m.a.: „Þegar veðurblíðan er svona mikil, þá er ekki óeðlilegt að þeir fari eitthvað, að hugsa til hreyfings, sem ætla að fást við landbúnað. Það var líka ekki látið bíða, að Krýsuvíkurnefnd legði land undir fót og héldi til Krýsuvíkur til að skoða öll herlegheitin þar. Enda fer varla hjá því, að margt hljóti að vera þar með myndarbrag, þar sem Krýsuvíkin mun vera orðin ein dýrasta jörðin á Íslandi.
Til er gamalt máltæki, sem segir að sjaldan launi kálfar ofeldið. Það virðist eitthvað því líkt hafa gerst í Krýsuvík. Þó að bændur þessa lands hafi ekki fengið nálægt því jafnmikið fé handa á milli og búandinn í Krýsuvík, þá hefur líklega enginn skilað eins litlum arði, ávaxtað sitt pund eins illa og hann. Það er ekki einungis, að það pund korni aftur án þess að vera ávaxtað, heldur kemur það aldrei allt aftur og ekki nóg með það, heldur dregur það til sín og sóar arði annarra punda, svo að til stórvandræða horfir.

Krýsuvík

Vinna í gróðurhúsunum.

Það vantar svo sem ekki, að í mörgu hefur verið vasast í Krýsuvík. Þar hafa verið byggð íbúðarhús yfir starfsfólk, og man fólk vel eftir því, þegar vatnið í steypuna var keyrt alla leið neðan úr Hafnarfirði. Að vísu voru fáir, sem skildu þá ráðdeildarsemi!! Það hafa verið byggð gróðurhús og minriast menn þess, að fyrstu gróðurhúsin máttu hafnfirzkar hendur ekki smíða ekki einu sinni íslenzkar, heldur voru þau flutt inn frá Noregi. Og Norðmenn eru oft gamansamir, enda höfðu þeir svo litlar dyr á húsunum, að varla var hægt að komast um þær með tómatkassa í fanginu og moldinni varð að sturta af bílunum utan dyra og moka henni svo aftur upp í hjólbörur og aka henni inn. Til þessa verks var þó notaður íslenzkur vinnukraftur.
Þá hefur verið látið mikið af ræktuninni í Krýsuvík. Þar hafa skurðir verið grafnir og lokræsi gerð. Jörðin hefur verið plægð og sums staðar herfuð. En — það hefur engan ávöxt gefið. Ekkert gras, ekkert hey, ekki einu sinni beit. Ekki hefur þó skort áburð, hann var keyptur fyrir nær áratug og er geymdur enn, að nokkru leyti og mun hann vera talinn elzti tilþúni áburðurinn á landinu.

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskóladrengir að störfum við túnrækt…

Tveir himinháir votheysturnar gnæfa þar efra á bökkum Grænavatns en þeir eru báðir þaklausir og að sjálfsögðu tómir, aðeins steinhólkarnir. Fyrir þeim fékkst fjárfestingarleyfi á mjög erfiðum tíma, því það voru að eins veitt leyfi til að byggja 10 slíka turna á landinu öllu. Þetta voru því fágætar byggingar og gaman að eiga þær. Það mun því hafa þurft mikinn dugnað til að fá fjárfestingarleyfin og sennilega ekki nokkur leið öðruvísi en að fórna leyfum, sem e.t.v. hefði verið hægt að fá fyrir öðrum framkvæmdum eins og t.d. yfirbyggingu sundlaugarinnar, steypu á Strandgötunni, byggingu húsmæðraskóla eða einhverju slíku niður í Hafnarfjarðarbæ.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið og turnarnir tveir. Aðstaðan er nú (2022) notuð fyrir kvikmyndatöku.

Þessir turnar hafa líka verið vel varðveittir. — Þegar turnar þeir, sem bændurnir fengu að byggja hafa verið notaðir til heygeymslu og við það hafa þeir orðið blakkir að innan og loftið í þeim blandað heylykt, þá hafa turnarnir í Krýsuvík verið látnir standa auðir, svo að á þá félli ekki blettur og loftið í þeim er tært og ferskt, enda loftræsting með afbrigðum góð!!

Krýsuvík

Krýsuvík 2022.

En það eru fleiri byggingar í Krýsuvík. Þar hefur verið byggt fjós yfir á annað hundrað nautgripi. Það er að vísu ekki nema veggir og þak. Frá innri skipan hefur ekki verið gengið, né heldur hreinlætistækjum. Hins vegar eru geymd þar nokkur jarðvinnslutæki svona yfir vetrartímann. Fjós þetta á sér einna merkasta sögu fyrir það, að svo mikið lá á byggingu þess, að menn þeir, sem voru að byggja Sólvang, voru teknir úr þeirri vinnu til að hraða fjósbyggingunni. Sólvangur var því látinn bíða nokkuð það var meira aukaatriði, hvort hann yrði tekinn í notkun árinu fyrr eða síðar.

Krýsuvík

Seltún – borað með „höggbor“. Ljósm. Emil Jónsson.

Krýsuvíkurnefnd hefur nú skoðað alla þessa dýrð og rifjað upp söguna um allar framkvæmdirnar og hugsar „ráðstjórnar“-hluti nefndarinnar sér að sjálfsögðu eitthvað til hreyfings, þar sem nýbúið er að samþykkja stóra fjárveitingu til Krýsuvíkur. Einn ljóður er þó á þessu öllu saman. Í upphafi vega hafði verið ráðinn bústjóri. Var hann sendur utan til að forframast í búskap. Var einkum talað um það, að hann hefði kynnt sér, hvernig fara ætti með rauðar kýr, svo að þær gæfu sem beztan arð, en að sjálfsögðu hefur hann kynnt sér margt fleira og verið mjög vel að sér, þegar hann kom, að minnsta kosti skrifaði hann um nýja tegund kúa, sem hann nefndi „votheyskýr“, í Tímann eftir að hann kom úr utanför sinni.
En það var fleira, sem hann lærði í búvísindum, — Þegar hann gerði áætlun um rekstur kúabús í Krýsuvík, þá reiknaði hann alla mjólkina til tekna og svo reiknaði hann á móti til gjalda þá mjólk, sem fór til kálfaeldis. Það merkilegasta í þessu var það, að hann reiknaði hvern lítra 8 aurum meira til tekna en hann reiknaði hann til gjalda aftur. Þannig græddi hann 8 aura á hverjum lítra, sem kálfarnir drukku, náttúrlega auk gróðans af eldi kálfanna.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2023.

En nú er bústjórinn horfinn með alla þekkinguna, sem Hafnarfjarðarbær var búinn að láta hann afla sér. „Ráðstjórnin“ þarf því að grípa til nýrra ráða í þessum efnum. En hver verða þau? Á að halda áfram að koma upp kúabúi og baka bæjarbúum þannig stórra fjárútláta í viðbót við það sem orðið er? Eða á að fara að tillögum Sjálfstæðismanna um að athuga möguleikana til að koma upp iðnaðarfyrirtæki eða tækjum í Krýsuvík og hagnýta þá fjárfestingu, sem þegar er orðin í Krýsuvík, til þeirra hluta, eftir því sem við verður komið? „

Svo mörg voru þau orð… eða eins og Benedikt orðaði það: „Ég man aldrei eftir, meðan ég dvaldi í Krýsuvík, að nokkurn skugga hafi fallið á starfsemina þar“.

Þrátt fyrir pólitískar deilur um uppbyggingu og framkvæmdir í Krýsuvík eftir miðja síðustu öld hefur engum slíkum verið að dreifa um Vinnuskólann…

Heimildir:
-Hamar VIII. árg. 29. sept. 1954, bls. 1.
-Hamar IV. árg. 19. maí 1950, bls. 1.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 18. árg. 27. maí 1950, bls. 2.
-Hamar VIII. árg. 21. mars 1954, bls. 2 og 3.
-Viðtal ÓSÁ við Benedikt Elínbergsson (09.09.1941) 31. mars 2023.

Krýsuvík

Fjósið og turnarnir í Krýsuvík 2023. Bústjóra- og starfsmannahúsið, auk gróðurstöðvarinnar ofar. Hetta efst og Hveradalur t.h.

Hamarinn

Bær í byrjun aldar – Magnús Jónsson skrifaði bók, „Bær í byrjun aldar„, og gaf út handskrifaða, á eigin kostnað, árið 1967. Í henni fjallar hann m.a. um nánast alla íbúa sem og hús og bæi í Hafnarfirði árið 1902. Um Hamarskot segir hann:

Magnús Jónsson

Baksíða bókar Magnúsar Jónssonar „Bær í byrjun aldar“.

„Hamarskot; nú eru löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot stóð, en það var í slakkanum uppi á Hamrinum. Upphaflega hefur bærinn sjálfsagt dregið nafn af hamrinum, en svo var farið að kenna hamrinn við kotið, og hann nefndur Hamarskotshamar.
Í Hamarkoti var grasnyt, en túnið – sem sýslumaðurinn hafði afnot af – var harðbalakennt.
Alloft urðu íbúaskipti í Hamarskoti, og á þessum tíma voru þar hjónin Þorlákur Guðmundsson og Anna Sigríður Davíðsdóttir. Hann var fæddur 1842 í Hlíð í Garðahverfi?, en hún 1856 á Bakka í Vatnsdal. Árið 1876 giftust þau, þá að Undirfelli í Vatnsdal og voru fyrst í húsmennsku þar nyrðra. Í Hamarskot fluttust þau um 1897, en höfðu áður verið á þrem stöðum í Hafnarfirði. Þorlákur annaðist m.a. skepnuhirðingu fyrir sýslumanninn.
Börnin sem heima voru; Júlíus, bjó með Herdísi Stígsdóttur Auðunnarsonar, Kristmundur, kvæntist Láru Gísladóttur – þau bjuggu lengi í Stakkavík -, Sigurður Gunnlaugur trésmiður, kvæntur Ólöfu Rósmundsdóttur, Una, dó um fermingaraldur og Jarðþrúður, giftist fyrst Kjartani Jakobssyni en síðar Helga Kristjánssyni. Agnar var farinn að heiman og einnig Anna og Sigríður, en þeirra verður getið síðar.
Þorlákur dó 1926, en Anna kona hans 1930.
Sigurður Gunnlaugur Þorláksson trésmiður dó 1974 og kona hans Ólöf Rósmundsdóttir 1975.“

Hamarskot

Hamarskot – örnefni skv. lýsingum fyrrum.

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar III – Suðurbær frá 2020 segir m.a. um Hamarskot: „Elsta heimild um Hamarskot er frá 1565 en það skjal segir frá byggingu jarða Garðakirkju á Álftanesi, þar segir að Hamarskot sé „bygt fyrer iij vætter fiska. Vallarslätt. Med jördunne j kugillde“.
Í annarri heimild frá 1579 segir að jörðin hafi fyrir allöngu verið komin í eign Garðakirkju.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Hamarskot að jarðadýrleiki sé óviss því að jörðin tíundast engum. Jörðin var þá enn í eigu Garðakirkju og ábúandinn var Jón Arason. Landskuldin var lx álnir sem borgaðist með iii vættum fiska. Heimilismenn voru sex og kvikfénaður var tvær kýr og einn kálfur. Hamarskot átti selstöðu nærri Sléttahlíð sem kallaðist Hamarskotsel.
Torfrista og stunga lök og lítil, lyngrif var nokkurt og móskurður til eldiviðar var slæmur. Engar engjar fylgdu jörðinni.

Hamarskot

Hamarskot fyrrum – tilgáta.

Hamarskot var að einhverju leiti sama jörð og konungsjörðin Akurgerði sem var seld 1804, þá í eyði. Kaupstaðurinn í Hafnarfirði mun hafa byggst í landi Akurgerðis en þar var ekki aflað til heys 1803 vegna þess að verslunarhúsin stóðu í slægjulandinu.
Í jarðatali Johnsens frá 1803 fékk jörðin númerið 172, þar segir að jörðin sé í Garðakirkjueign, landskuldin sé 0,4, kúgildið sé eitt og einn leiguliði.15 1854 var jörðin kirkjujörð hjá Görðum og var landskuldin 40 álnir, 1 kúgildi og leigur þar af 20 pd. smjörs.
Til eru úttektir á húsakosti Hamarskots frá 1818, 1822 og 1823. Sigurður Skúlason tók saman úttektina frá 1818 og lýsir húsakostinum svona: „ Af húsum eru hér talin: Baðstofa, búr, eldhús, göng milli baðstofu og bæjardyra og fjós.“

Hamarskot

Hamarskot – loftmynd 1954.

Samkvæmt manntölum var búið á Hamarskoti fram til ársins 1906 og þegar Magnús Jónsson skrifaði bók sína Bær í byrjun aldar árið 1967 voru „löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot stóð“.

Í fasteignamati Hafnarfjarðar frá 1918 var jörðinni og húsakosti lýst svona: „Hamarskot: Gripa og heygeymsluhús. Eigandi: Árni Björnsson prófastur í Görðum. Stærð á húsinu 6,50 x 4,40m. Hæð 1,50m með risi, bygt úr torfi og grjóti. Þak: járn á langböndum notað til heygeymslu. Gripahúsastærð: 6,50m x 3,80m, hæð 2m. Með vatnshallaþaki bygt úr torfi og grjóti, einn veggur og þak úr timbri járnvarið.“

Hamarskot

Hamarskot – Hafnarfjörður um 1930.

„Hamarskotstún. Eigandi: Kirkjujarðarsjóður leigir eignina afgjaldið gengur til Sóknarprestsins á Görðum. Stærð lóðarinnar er e. 9 dagsláttur. Öll girt með grjótgarði og við á stólpanum. Ræktuð í tún og notuð til matjurta. Gefur af sér í meðal ári 70 töðu og 8 af jarðávexti“. Ekki er til túnakort af Hamarskoti.

Einnig er á Hamarskotshamri ummerki eftir grjótnámu en grjótið úr honum var nýtt í kjallara og undirhleðslur eldri húsa í bænum og við hafnarframkvæmdir. Einn þeirra sem unnu við það að kljúfa grjót úr Hamrinum var Jón Jónsson, faðir Emils Jónssonar fyrrum alþingismanns og ráðherra, og segir í minningargrein um Emil að „Lyftitæki voru engin, en Jón var „þrautseigur við grjótverkið og vann að því myrkranna á milli““.

Hamarskot

Hafnarfjörður 1902.

Hamarskotshamar í Hafnarfirði var friðlýstur árið 1984 sem náttúruvætti og í friðlýsingunni segir að „Varðveita skal jarðmyndanir og lífríki svæðisins í núverandi mynd.
Hverskonar mannvirkjagerð eða jarðrask sem breytt getur útliti eða eðli svæðisins eru óheimil, nema komi til séstakt leyfi [Umhverfisstofnunar]. Þó er bæjarstjórn heimilt, í samræmi við skipulag Hamarssvæðisins og í samráði við [Náttúruvernd Ríkisins], að planta þar trjágróðri, leggja gangstíga og setja upp bekki og annan búnað í þágu útivistar á svæðinu.“
Þær minjar sem er að finna á Hamrinum njóta því verndar samkvæmt friðlýsingunni, en eru þó ekki friðlýstar sjálfar.

Dvergasteinn

Dvergasteinn við Hafnarfjarðarkirkju.

Þrjár þjóðsögur voru skráðar á landi Hamarskots, þær eru draugur, Dvergasteinn við Hafnarfjarðarkirkju og álfasögur við Hamarskotshamar.
Sagan um drauginn hljómar svona: „Fram undir 1910 hafðist við á Öldunum og í börðunum útburður. Var barn borið út í tjarnir neðan Setbergs og færðist upp þangað. Heyrðist oft til útburðarins og var fyrirboði um illviðri af sunnan og suðaustan.“
Kirkjugarður Hafnarfjarðar er nú á því svæði sem nefnist Öldurnar.

Dvergasteinninn við Hafnarfjarðarkirkju fékk að vera í friði þegar kirkjan var reist árið 1914, enda boðaði það mikla ógæfa að skemma hann.
Fjölmargar álfasögur tengjast Hamarskotshamri, einu helsta kennileiti Hafnarfjarðarbæjar. Þar er sögð stærsta álfabyggðin í bænum og innan í Hamrinum á að vera álfahöll með glæstum sölum.

Hamarskot

Hamarskot. Uppdráttur Jóns Víðis 1925-1926 af Hafnarfirði. Hamarskot neðst t.v.

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Hafnarfjörð segir m.a.:
„Þar innar [Vesturshamars] tekur svo við hið forna Hamarkotsland. Nú er allt Hamarkotsland innlimað í kaupstaðinn.
Þá er, eða réttara var, Hamarkotsmöl. Þar upp af austast var Hamarkotshamar, en milli hamranna uppi er stundum nefndur Austurhamar. Allmikið og gott útsýni er af Hamrinum. Neðan hans og inn með honum er undirlendi frá Hamarskoti, og heitir það Brekka, og neðan hennar Undir brekku eða Undirhamarstún. Frá Vesturhamri náði svo mölin alla leið að stærsta vatnsfallinu, er rennur í Hafnarfjörð, sem heitir Hamarkotslækur eða Hafnarfjarðarlækur. Lækur þessi kemur með suðurbrún Garðahrauns. Um það bil syðst í mölinni var lækur, sem hét Góðholulækur. Hann kom úr lítilli uppsprettulind, sem hét Góðhola og var vatnsbólið frá Hamarkoti. Við Hamarkotslæk, þar sem h/f Dvergur er nú, hét Moldarflöt. Yfir hana flæddi stundum, sökum þess, hve lág hún var, og rétt ofar var smáhólmi í læknum, er hét „Á Myllunni“. Þar hafði verið mylla áður fyrr. Sagt var, að þegar flúðir, sem voru í læknum, báru í Setberg, hafi verið rétt innsigling á Hafnarfjörð. Í svonefndu Loftsstaðatúni er steinn fastur við þjóðkirkjuna, sem heitir Dvergasteinn. Stein þennan vill enginn hreyfa, því munu hin huldu verndaröfl steinsins ekki láta óhegnt.“

Hamarskot

Ábúendur í Hamarskoti 1902.

Gísli Sigurðsson skráði örnefni Hamarskots:
„Hamarskot, jörð í Garðahreppi, fyrrum í Álftaneshreppi. Var fyrr meir hjáleiga frá Görðum á Álftanesi en allt frá stofnun kaupstaðar í Hafnarfirði hefur jörðin tilheyrt Hafnarfirði.
Hamarskotsbærinn stóð í Hamarskotstúni vestarlega, rétt ofan til við Hamarskotshól. Túnið liggur í slakka ofan, norðan frá Hamrinum sem gengið hefur undir nöfnunum Hamarskotshamar eða Hafnarfjarðarhamar. Syðsti hluti Hamarsins er nefndur Háhamar. Hamarskotstúngarðar lágu að túninu, að sunnan Suðurtúngarður, og austan Austurtúngarður. Ofan frá bænum lágu Suðurtraðir í Suðurtraðarhlið. Austur frá bænum lágu Austurtraðir í Austurtraðarhlið. Hamarskotsbrunnur lá í slakkanum suðvestur og niður frá bænum og þangað lá Brunngatan. Brunnurinn var þar sem nú er húsið nr. 25 við Brekkugötu [á að vera Selvogsgata 2]. Hamarskotsstígur lá frá bæ norður og niður í bæ. Rétt við Suðurgarðinn rann lækur ofan frá Öldum. Var að jafnaði vatnslítill en óx mjög oft í leysingum. Nefnist hann Aldnalækur hér efra.

Hafnarfjörður

Hamarinn.

Hér sunnan lækjarins lá Selvogsgatan og áfram upp á Öldurnar. Hér fram og upp sá Kvíholtið, þar á austurbrún var Kvíholtsvarðan, markavarða milli Hamarskots og Ófriðarstaða. Niður undan holtin[u] rann Kvíholtslækur. Varla til nema þegar leysingar voru. Þar voru gróin börð, nefndust Fagridalur, þar er nú byggðin Hlíðarbraut. Neðan lækjarins var Austurhamar, mest berar klappir. Þar var klapparbrún nefnd Strýta. Vestan við var slakki, þar um lá Ófriðarstaðastígur um Hamarsbrekkuna. Eftir að Suðurgatan var lögð þar um, nefndist hér Illubrekka. Var hún allbrött og hálka mikil þar á vetrum. Ennfremur gott sleðafæri og óspart notað. Hér vestur af tók við Vesturhamar. Norðan í honum sniðskar sig Alfaravegurinn, var þar þjóðbraut. Vesturhamar var einnig nefndur Sjávarhamar, Skiphamar og Knud Zimsen nefnir hann Flensborgarhamar. Á nyrstu brún hans var mark Hamarskots og Ófriðarstaða. Rétt austan við Ófriðarstaðastíg við Selvogsgötuna var lindin Góðhola. Var það besta vatnsból hér um slóðir.

Hamarskot

Fjárhellir við Hamarskotssel.

Austan við Hamarinn lágu götutroðningar nafnlausir upp á Öldur, þar voru melar og rofabörð suður eftir. Syðstu börðin nefndust Hvíldarbörð. Fram undir 1910 hafðist við á Öldunum og í börðunum útburður. Var barn borið út í tjarnir neðan Setbergs og færðist upp þangað. Heyrðist oft til útburðarins og var fyrirboði um illviðri af sunnan og suðaustan. Hér kom Selvogsgatan og lá inn á Mosahlíð en þar var í eina tíð Mosahlíðarvarða, landamerki milli Hamarskots og Ófriðarstaða. Héðan lá gatan niður á hraunspöngina við Lækjarbotna, Efri-. Vestan af Markaþúfu lá landamerkjalína hér um og upp á og suðaustur eftir Gráhelluhrauni, um Gráhellu upp í Kethellisvörðu á Kethelli eða Hamarskotsseli. Niður undir hrauninu sunnan Lækjarbotna lá Kaldárselsstígur inn með hrauninu. Var þar í hraunbrúninni Hraunréttin, Gamla-. Rétt innar, þar sem nú er Fjárhliðið, var upp á hryggnum Hlíðarþúfur og voru þar mörkin. Þessi hluti hraunsins er nú allur trjáræktargirðing. Spölkorn innar eru Flatirnar, þar var lagður skeiðvöllur í eina tíð. Út á hrauninu er Hraunréttin, Nýja- . Er nú langur vegur inn með hrauninu þar til komið er í Moldarkrika en í Moldarkrikavörðu eru mörkin og liggja svo héðan í Steinhús eða Steinhes á Fremstaholti. En úr Steinhúsi liggur línan um Sléttuhlíð vestanverða og Sléttuhlíðarhorn í Kethellisvörðu.“

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

Í minningargrein um Magnús Jónsson í Morgunblaðinu 11. febrúar 2000 segir m.a.:
„Magnús Jónsson fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu Sólvangi 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Helgason, f. 27.6. 1895 í Litlabæ, Vatnsleysustrandarhreppi, d. 30.12. 1986, og Halla Kristín Magnúsdóttir, f. 18.2. 1894 í Merkinesi, Akranesi, d. 16.7. 1985. Heimili þeirra var á Hverfisgötu 21b, Hafnarfirði frá 1922-1983. Auk Magnúsar eignuðust þau hjónin dreng árið 1924, sem lést 2ja daga gamall.
Árið 1959 kvæntist Magnús Dagnýju Pedersen, f. 8.10. 1926 í Resen, Skive Landsogn, Danmörku, og lifir hún mann sinn.
Magnús ólst upp í Hafnarfirði. Að loknu skyldunámi hóf hann störf hjá Raftækjaverksmiðjunni Rafha, lærði bókband og lauk sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1953. Útskrifaðist frá Kennaraskólanum 1957. Lauk eins árs námskeiði í bókasafnsfræðum í Kaupmannahöfn 1962. Stundaði almenn kennslustörf með hléum til ársins 1980 í Reykjavík, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi og á Vatnsleysuströnd. Starfaði á árunum 1962-1967 í bókasafni Hafnarfjarðar. Loks var Magnús minjavörður við Byggðasafn Hafnarfjarðar árin 1980-1995. Auk þess starfaði hann nítján sumur í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Magnús starfaði mikið af félagsmálum og bar hæst ártuga störf innan Góðtemplarareglunnar og Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar. Magnús var mikill áhugamaður um sögu Hafnarfjarðar og er höfundur bókanna „Bær í byrjun aldar“ og „Hundrað Hafnfirðingar“ I, II og III.
Magnús og Dagný bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði, lengst af á Skúlaskeiði 6.“

Heimildir:
-Bær í byrjun aldar – Magnús Jónsson, 1967, bls. 23-24.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/518317/
-Örnefnaskrá fyrir Hamarskot – Gísli Sigurðsson skráði.
-Örnefnalýsing fyrir Hafnarfjörð – Ari Gíslason skráði.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar III – Suðurbær, 2020, bls. 6-11.

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.