Nessel

Ætlunin var að skoða Kambsrétt undir Kambhól, ganga austur Seljadal og reyna að finna og skoða Nesselið, sem þar á að vera í þverdal í norðanverðum dalnum. Á gömlu korti er selið staðsett ofarlega í þverdalnum.

Seljadalur

Vegur um Seljadal.

Guðjón Jensson, margfróður Mosfellingur, hafði haft spurnir af ferðinni á vefsíðunni og sendi væntanlegum þátttakendum eftirfarandi upplýsingar um Kambsréttina:
“Þessi dalur hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda ýmislegt að skoða þó ýmsu hafi verið raskað. Þarna í Dalnum var sel frá Viðeyjarklaustri og eg hef verið mikið að velta fyrir mér gegnum tíðina hvar það hafi verið. Klaustrið var rænt skömmu fyrir miðja 16. öld. Síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, endurreisti klaustrið og lagði lykkju á leið sína á flóttanum þaðan er hann frétti að kóngsmenn hyggðust ná honum. Ögmundur kom við í Viðeyjarseli, sjálfsagt til að líta eftir hvort allt væri ekki í besta standi. Hann var handsamaður nokkru síðar af Hjalla í Ölfusi sem kunnugt er.

Seljadalur

Ræsi á Seljadalsvegi.

Viðey nánast hverfur úr sögunni næstu tvær aldirnar. Eg hef leyft mér að draga eftirfarandi ályktun:
Undir Viðeyjarklaustur voru 132 jarðir sem kóngsmenn sölsuðu undir sig við siðskipti. Allar þessar jarðir voru leigðar út og var mikið kapp á að fá sem hæsta leigu út úr bændum, leiguafgjöld auk þess sem lagt var á karlana ýmsar óbærilegar kvaðir í þágu Bessastaðamanna. Nú varð ekki lengur jafn mikil þörf hjá leiguliðanum og kotungaanum í Viðey að koma lítilfjörlegum búsmala sínum frá sér og allar götur upp í Seljadal. Þar haslaði hins vegar bóndinn í Nesi, sbr. Nessel og í Örnefnalýsingu Þormóðsdals er sagt að þar í Dalnum hafi verið selför frá Gufunesi.
Eftir að starfsemin í Viðey leggst af, er þörfin á hinum miklu umsvifum klaustursins um vestanverða Mosfellsheiðina engin. Kóngsmenn hafa látið afskiptalaust þó bændur, leiguliðarnir byggðu sér fjárrétt úr grjótinu og einhver þægindi þarna í Dalnum, enda hefði það aftur betri möguleika að standa
í skilum með afgjald jarðanna.

Seljadalur

Kambsrétt.

Mér finnst liggja fremur ljóst fyrir, að Viðeyjarsel hafi fyrrum verið þar sem nú eru rústirnar af Kambsréttinni. Þar er t.d. mjög stutt í rennandi vatn en seljabúskapur byggðist á greiðum aðgangi að góðu vatni til að tryggja gæði afurðanna.
Í skriðunni skammt innan við Kambsréttina og undir Seljadalsbrúninni tjáði Jón á Reykjum mér fyrir löngu að þar væri tóugreni að finna. Aldrei hefi ég verið svo lánsamur að rekast á afkomanda frumbyggjans knáa á Íslandi, refinn í Dalnum en oft rekist á spor hans á vetrum á Heiðinni. Hins vegar hef eg talið mig hafa fundið stundum stæka lykt hingað og þangað um Dalinn enda merkir refurinn sér óðal sitt vel og vandlega.

Kambsrétt

Kambsrétt.

Fyrir innan Kambsrétt á móts við Nessel eru fornar brýr yfir mýrina. Sögn er um að hún hafi verið gerð í tilefni konungskomunnar 1874 en að öllum líkindum er hún mun eldri enda lág hin forna þjóðleið eftir Seljadalnum endilangum frá fornu fari, frá Reykjavík og austur á Þingvöll.
Svo er auðvitað ekki langt úr leið að skoða stuðlabergið í grjótnámunni sem vonandi fær nú að standa en miklu stærra og fegurra stuðlabergstál var brotið niður hérna um árið. Það þarf að láta verktakann ganga vel frá þessu námi þegar starfsemin hættir”.

Nessel

Nessel.

Sesselja Guðmundsdóttir hafði gengið í Nessel og skoðað það. Hún sendi þá eftirfarandi lýsingu.
“Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð, í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.”
Gengið var frá vegi norðan Silungatjarnar og eftir slóða áleiðis að Kambhól. Hóllinn er kambslaga og sést mjög vel. Handan hans er Seljadalur. Norðan við hólinn er Huldurhóll og sést hann einnig mjög vel. Á honum er varða. Hólar þessir eru greinilega úr stuðlabergi, en slík náma (sú sem Guðjón minntist á) er í hlíðinni ofan við Hulduhól.

Stuðlaberg

Stuðlaberg í Seljadal.

Gengið var upp í námuna og stuðlabergsmyndanirnar skoðaðar í návígi. Stuðlarnir voru ýmist láréttir eða lóðréttir í berginu.
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunlögum og innskotslögum, láréttir í göngum en sem geislar út frá miðju í bólstrum.“ (Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands).

Kambsrétt

Kambsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið á Hulduhól og síðan niður með honum. Þá blasti Kambsréttin við. Hún hefur verið nokkuð stór og fallega hlaðin. Réttin var lögrétt Mosfellinga, en lagðist af upp úr 1850. Þá var réttin flutt í Árnakróka austan við Selvatn (sjá FERLIR-735). Þar var hún til aldarmóta 1900 eða þangað til hún var flutt að Hafravatni. Þar er hlaðinn rétt austan við vatnið, fast við þjóðveginn.

Vegslóði gengur í gegnum miðja Kambsréttina. Hlaðinn er vegkantur með slóðanum og sennilega hefur grjótið verið tekið úr réttinni. Í raun er réttin sunnan undir Hulduhól, en Kambhóllinn blasir við skammt frá í suðvestri. Seljadalsáin rennur ljúf til vesturs sunnan hans. Ofan vegar eru tveir stórir dilkar, en neðan vegar er meginhluti réttarinnar. Vel sýnilegt er almenningur og dilkur, en neðan þeirra mótar fyrir gerði. Vestan almenningsins er lítill heillegur dilkur og vestan hans mótar fyrir gerði sem og hólfi sunnan þess. Líklegt er að þarna hafi verið mannvirki áður en réttin var hlaðin og ályktun Guðjóns um sel á þessum stað gæti hugsanlega staðist miðað við jarlægu minjarnar, sem þarna eru við réttina, einkum sunnan hennar og vestan. Teknir voru GPS-punktar og réttin rissuð upp.

Nessel

Nessel; dæmigert sel á Reykjanesskaga – uppdráttur ÓSÁ.

Kíkt var á urðina ofan við réttina, en líklegt er að skolli hafi ekki komið þangað um nokkurt skeið.
Þá var gengið inn með norðanverðum Seljadal. Dalurinn er sléttur og grasvænn. Hamraveggur lokar honum að sunnanverðu og Hrafnagil að austanverðu. Upp úr dalnum að norðanverðu gengur grösugur dalur. Framarlega í honum var komið að steinsteyptri stíflu í vænlegum læk. Svo virðist sem einhverjir hafi verið að reyna að stífla lækinn með það fyrir augum að fá þaðan gott vatn, en gefist upp við framkvæmdina. Í “stjórnhúsi” eru pípur og kranar. Stíflan gæti einnig hafa verið ætluð til fiskeldiseflingar í Seljadalsá. Neðar í ánni er manngert lón er bendir til þess sama.
Gengið var upp dalinn til norðnorðausturs, þvert á lækinn. Reyndar kemur lítill lækur ofan úr dalnum og sameinast þeim, sem fyrr var nefndur. Efst í grónum dal undir grónum grasbrekkum er Nessel, rétt merkt á hið gamla kort, sem haft var meðferðis. Selið er í skóli fyrir flestum áttum, enda hreyfðist ekki strá við það. Tóftin er þrjú rými, mjög greinileg. Lækur rennur sunnan við hana, en handan lækisins virðist vera eldri tóft. Hún gæti einnig hafa verið stekkurinn frá selinu, sbr. lýsingu Sesselju. Selið er á mjög fallegum stað og vel þess virði að ganga inn Seljadalinn og upp í selið. Þetta er u.þ.b. klukkustunda gangur frá Silungatjörn. Teknir voru GPS-punktar og selið rissað upp.

Víkursel

Víkursel við Selvatn.

Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst. Eptir sögninni um séra Gísla Einarsson, er síðar getur virðist svo sem selið hafi verið alllangt frá Vík, og hefur mjer helzt dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal, því þar átti Nes í seli.“

Svo kemur sögnin um séra Gísla: „Dóttir Narfa [Ormssonar í Rvík] ein hjet Þórey, hún átti séra Gísla prest í Vatnsfirði Einarsson, bróðir Odds biskups. „Þótti sú gipting af ransandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið (Þetta bendir til, að selið hafi þá legið allfjarri, og orðið ´Mosfellsheiði´ bendir á, að selið hafi legið undir henni, í Seljadalnum, sbr. það sem áður er sagt) heim um nóttina, sagði bónda gestakomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleiri í sæng dóttur sinnar, heldur en von átti á. Sýndist gestinum skást afráðið, að lofa eigin orði.“ Þessi skemmtilega saga er tekin úr Ættartölu Steingríms biskups.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var upp fyrir selið og austur með brúnum Grímmannsfells (Grímarsfells), svo til alveg inn að Hrafnagili. Þaðan er útsýni stórbrotið yfir umhverfið í fjærsuðri. Sjá mátti þar allan fjallahringinn frá Stapafelli (Súlum) að Skeggja.
Í flagi neðan við selið mátti sjá flaghnoðra er gaf honum lit. Ofar var þvílíkt fagurgrænn litur á mosanum undan kaldavermslauppsprettunum að hjarta sérhvers föðurlandsvinar myndi fyllast svo móðurlegri samkennd með landinu að hugleiðingar um sérhverja mögulega röskun myndi einungis vekja reiði. Lagfæra þarf umhverfi námusvæðisins.
Gengið var til baka niður að Nesseli og síðan til baka slóðann norðan við Seljadalsána. Þótt hún sé ekki mjög vatnsmikil er hún mjög falleg á köflum. Neðan við „Nesselsdalinn“ er jarðbrú yfir mýri. Hún er á veginum er lagður var til Þingvalla á ofanverðri 19. öld.
Stórkostlegt veður – sól, stilla og hiti. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild um stuðlaberg er af
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=796

Sel

Sel – tilgáta ÓSÁ.

Reykjanesviti

Fyrsti vitinn við Íslandsstrendur var byggður á Valahnúk á Reykjanesi árið 1878.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – grjóthleðsla neðan Valahnúks.

Við Bæjarfell má sjá tóftir frá þeim tíma sem og fallega hlaðinn brunn, sem gerður var um leið og vitinn sem og vitavarðahúsið. Flóraður stígur er frá því að vitagötunni uppá hnúkinn. Norðan Valahnúka er einnig hlaðin gata þangað sem grjót í vitann var sótt. Þá má sjá grunn af sjóhúsi, sem var notað sem birgðaskemma, ofan við Kistu norðan við Kistuberg u.þ.b. 2 km frá vitanum. Gamli Reykjanesvitinn, var endurnýjaður árið 1897 en hann hafði orðið fyrir skemmdum í jarðskjálftum. Vitinn stóð fram við sjávarbrún, þar sem bjargið stendur þverhnípt. „Nýi“ Reykjanesvitinn var byggður á árunum 1907-1908 á Bæjarfelli. Hann er mun stærri en sá gamli var og er 73 m. yfir sjávarmáli.

Í huga margra er starf vitavarðarins helgað ákveðnum ljóma og dulúð. Margir þjóðkunnir menn hafa gegnt slíku starfi um lengri eða skemmri tíma. Tækifærin á því að gegna starfi vitavarðar með fasta búsetu við vita í þjóðfélagi nútímans eru hverfandi. Sjálfvirkni vitabúnaðar og hagræðing í rekstri hefur séð til þess. Nú hefur verið lagt niður fast starf vitavarðar við Reykjanesvita, elsta vitastað landsins, en þar var byggður viti árið 1878. Þá lét af starfi Pétur Kúld Ingólfsson fyrir aldurs sakir. Í framtíðinni verður vitavarslan með öðrum hætti.

Reykjanesviti

Reykjanesvitar – fyrr og nú.

Af 105 ljósvitum sem Siglingastofnun rekur hringinn í kringum landið er nú aðeins einn vitavörður starfandi með fasta búsetu við vita sem hefur það jafnframt að aðalstarfi. Það er Óskar Sigurðsson á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Engin áform eru uppi um að leggja það starf niður enda sinnir Óskar mikilvægum veðurathugunum og rannsóknum auk vitavörslunnar.

Reykjanesviti

Frá sýningu við Reykjanesvita.

Eftirliti með vitum hefur að sjálfsögðu ekki verið hætt. Því er sinnt af bæði laus- og fastráðnu starfsfólki stofnunarinnar um allt land. Auk þess eru farnar viðhalds- og eftirlitsferðir frá Siglingastofnun. Á tveggja ára fresti er leigt út skip til þess að sinna viðhaldi á baujum og skerjavitum. Alls eru um 20-30 vitar sem ekki er hægt að nálgast frá landi.
Þann annan desember árið 2003 var þess minnst að 125 ár eru liðin frá því að fyrst var tendrað vitaljós á Íslandsströndum þegar nýreistur Reykjanesviti var formlega tekinn í notkun þann 1. desember 1878.

-skip.sigling.is/frettir_utgafa/til_sjavar1998_1/Reykjanesviti
-www.ntsearch.com/search.php?q=html&v=56″>html

Reykjanesviti

Reykjanesviti – uppdráttur ÓSÁ.

Knarrarnessel

Birgir Þórarinsson slóst með í för eftir að hinn litskrúðugi heimahani á Minna-Knarrarnesi hafði tekið á móti þátttakendum á hlaðinu. Hvita-Táta skokkaði um hlaðið og dillaði skottinu. Hún vissi greinilega hvað stóð til.

Knarrarneskirkja

Minna-Knarrarnes.

Hellirigning hafði verið á svæðinu, en við komu FERLIRs stytti upp. Geislar sólarinnar böðuðu tún og móa. Kríuungi kúrði undir girðingu og reyndi að láta fara lítið fyrir sér. Mamman heimtaði alla athyglina.
Fyrst benti Birgir á leturstein í formi myllusteins. Hann hafði hreinsað mosann af steininum og í ljós hafði komið ártalið 1823. Þá benti hann á svonefnt Brandsleiði á túninu suðaustan við íbúðarhúsið, aftan við garðinn er nú umlykur nýju kirkjuna. Það er lítill hóll sem lítur út fyrir að vera forn dys. Birgir sagði að ekki mætti slá hólinn því sú væri trú manna að hann væri álagablettur. Benjamín Eiríksson, sem alist hafði upp á Minna-Knarrranesi, hafði haft orð á því að þarna væri líklegast fornmaður grafinn. “Dysin” er ofarlega í túnkantinum, svo til beint fyrir ofan innsiglinguna í vörina, líkt og Flekkuleiði í Flekkuvík. Þar lét Flekka gamla dysja sig er hún hafði útsýn að innsiglingunni. Gæti verið eitthvað hliðstætt.

Árnastekkur

Árnastekkur.

Gengið var frá Hellum handan Strandarvegar og litið á Árnastekk skammt suður af bænum. Um er að ræða nokkuð stórt hlaðið gerði. Birgir sagði að grjót hafi sennilega verið tekið úr gerðinu og notað í höfnina í Vogum á sínum tíma. Þó mátti vel sjá neðsta lagið, sem var orðið nokkuð jarðlægt. Inni í gerðinu er tóft. Stekkurinn sjálfur er í og utan í gerðinu að norðanverðu. Sést vel móta fyrir honum við girðingu vestan við klapparhól, sem þar er. Ekki er vitað hvaða Árna stekkurinn eða gerðið er nefnt eftir. Sumir telja að þar eigi að standa Arnarstekkur, en úr þeirri missvísun verður sennilega seint ráðið. Minjarnar standa fyrir sínu samt sem áður.
Haldið var upp á línuveginn ofan Reykjanesbrautar eftir að kíkt hafði verið á hlaðna refagildru í vörðu á leiðinni skammt norðan við Hrafnagjá. Staðnæmst var við vörðu við Knarrarnesselsstíginn.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – Leirflagsvatnsstæðið.

Stígnum var fylgt áleiðis í selið. Hann er greinilegur svo til alla leiðina ofan Hrafnagjár. Bæði eru vörður eða vörðubrot við hann og þá er hann einkar áberandi þar sem farið er yfir gjárnar á leiðinni. Þar sem farið er yfir Klifgjá eru t.d. vörður beggja vegna gjárinnar. Á einum stað, á klapparholti, er selsstígurinn markaður í klöppina. Skammt vestan við brúna yfir gjána er lítil varða við svonefnt Knarranesselsgreni. Ofan við gjána er Leirflagsvatnsstæðið. Norðvestan þess eru leifar tveggja skotbyrgja refaskyttna, en þriðja byrgið og það fallegasta er sunnan við vatnsstæðið. Vatnsstæðið sjálft var alveg þurrt þegar komið var að því, þrátt fyrir allnokkra rigningu fyrr um daginn.

Knarrarnessel

Varða ofan Knarrarnessels.

Þegar komið er að Knarrarnesseli sjást tvær vörður. Norðan þeirra er vatnsstæðið. Allnokkurt vatn var í því að þessu sinni, enda er þetta vatnsstæði talið hafa verið með þeim stærri í heiðinni. Selið sjálft er á nokkuð sléttri hraunhæð og í því eru margar tóftir. Sjá má a.m.k. tóftir á fjórum stöðum. Hverri þyrpingu fylgir stekkur. Fyrst var fyrir fyrir selsstaða með eldhúsi og þremur öðrum rýmum. Stekkur var norðan hússins. Vestan við það sást móta fyrir miklu mun elda seli með tveimur tóftum. Þær eru greinilega með öðru lagi en eldri seltóftirnar. Stekkur þess virðist vera leifar jarðlægs stekks svolítið vestar. Forvitnilegt væri að grafa þessar minjar upp, svona til að athuga hvernig lag þeirra er.

Knarrarnessel

Knarrarnessel.

Sunnar er stærstu tóftirnar. Í þeim er eldhús og tvö rými (hefðbundið sel á Reykjanesi). Suðvestan þess er tvískiptur stekkur. Handan við holtið að suðaustanverðu eru tóftir enn annars sels. Í því er eldhús og viðverurými. Vestan þess eru tvær aðrar tóftir með hleðslum á milli.Â
Talið er að flestir bæir í Knarraneshverfi hafi haft þarna selstöðu. Getið erum Litla-Knarrarnessel og Ásláksstaðasel á þessum stað. Rétt fyrir ofan selið er stór gjá. Gjáselsgjá er framhald hennar til vesturs. Gjáselið sást vel þegar gengið var áleiðis uppí Knarrarnesselið.

Knarrarnesssel

Stekkur í Knarrarnesseli.

Ofan við Knarrarnessel, með stefnu í Keili, er Vandarholt. Nafnið er talið vera vegna þess að vandasamt hafi verið að reka fé niður svæðið og yfir gjána.
Norðaustan frá selinu er Breiðagerðisslakki. Í apríl 1943 hrapaði þýsk Junkers könnunarflugvél niður í þennan slakka. þrír fórust, en loftskeytmaðurinn komst lífs af í fallhlíf, lítið meiddur. hann var fyrst þýski flugliðinn sem bjargaðist úr flugvél sem skotin var niður yfir Íslandi og jafnframt sá fyrsti sem Bandaríkjamenn tóku höndum í Seinni heimstyrjöldinni. Lík þeirra sem fórust voru grafin í upphafi við Brautarholt á Kjalarnesi, en eftir stríðið voru þau flutt í Fossvogskirkjugarðinn. Enn sést nokkuð af brotum úr vélinni.

Eldborgir

Eldborgir.

Suðsuðaustur af Knarranesseli eru Eldborgir, níu gígar í röð er mynda m 900 metra langan hrygg. Austast í Eldborgum er skotbyrgi við greni. Vestast eru Eldborgargren, s.s. Hólsgrenið, Skútagrenið, Hellisgrenið, Brúnagrenið og Sléttugrenin. Við þau eru a.m.k. þrjú hlaðin skotbyrgi. Eitt af þeim er sýnu stærst. Ekki var að sjá að refur væri í grenjunum núna, því ef svo væri færi það varla á milli mála.

Eldborgargren

Skjól refaskyttu í Eldborgargrenjum – fyrrum landamerkjavarða?

Gíslhóll er stuttu ofan við eystri hluta Eldborganna og á honum er varða. Spölkorn sunnan hólsins er Eldborgarvatnsstæðið eða Gíslhólsvatnsstæðið í gróinni lægð og situr vatn þar langt fram, eftir sumri.
Norðnorðvestan við Eldborgargrenin var gengið fram á enn eitt skotbyrgið í heiðinni. Sunnan þess er greni. Austan þess er mjög gömul hlaðin refagildra yfir grenjaopi. Svo er að sjá sem þarna séu minjar enn eldri veiðiaðferða en síðar tíðkaðust með skotvopnum. Líklegt er að maðurinn hafi löngum reynt að vinna þarna á skolla, enda mörgum grenjum fyrir að fara á tiltölulega litlu svæði.

Eldborgargren

Eldborgargren.

Landamerki Minna-Knarrarness eru sögð liggja í beina línu upp í Eldborgargrenin. Ofan þeirra er “bjartur” áberandi hraunhóll. Neðar, á breiðu “hvalbaksklapparholti” eru merki eftir gamla vörðu. Tvær minni hafa verið hlaðnar úr henni, en eru nú einungis brot. Fótur þeirra gömlu stendur enn. Í beina línu frá Eldborgargrenjunum í gegnum þessa vörðu er enn annað gróið vörðubrot á klapparhól. Af honum sést íbúðarhúsið í Minna-Knarrarnesi. Á milli er áberandi stór varða á klapparhól skammt norðan línuvegarins. Þessar vörður mynda beina línu frá Minna-Knarrarnesi í ljósan hraunhól skammt ofan við vestasta gígin í Eldborgum, þ.e. örskammt vestar og ofar en þar sem flest Eldborgargrenin eru.
Frábært veður – sól og stilla – og hiti. Gangan tók 3 klst og 43 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd eftir Sesselju G. Guðmundsdóttur.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Draupnir

Halldór G. Ólafsson, kennari, skrifaði um „Flensborgarskólann í Hafnarfirði“ í tímaritið Hvöt 1958. Þar lýsti hann bæði gamla skólahúsnæðinu sem og því nýja:

Ólafur Þ. Kristjánsson

„Síðastliðið vor var haldið hátíðlegt 75 ára afmæli Flensborgarskólans í Hafnarfirði.
Þann 10. ágúst 1878 gáfu prófastshjónin í Görðum á Álftanesi, síra Þórarinn Böðvarsson og frú Þórunn Jónsdóttir, húseignina Flensborg í Hafnarfirði, ásamt heimajörðinni Hvaleyri, sunnan bæjarins, til skólastofnunar til minningar um Böðvarson sinn, sem dáið hafði 1869, er hann var í 3. bekk lærða skólans í Reykjavík.

Síra Þórarinn festi kaup á húseigninni Flensborg um sumarið 1876, en heimajörðina Hvaleyri átti hann þegar. Er það sýnt, að þá þegar hafa þau hjónin verið búin að ásetja sér að stofna skóla í Flensborg til minningar um son sinn. Húseignin dró nafn sitt af borginni Flensborg á Suður-Jótlandi, en kaupmenn frá borg þeirri stofnuðu þar verzlun og ráku um all-langan aldur. Flensborg í Hafnarfirði varð verzlunarstaður á seinustu áratugum 18. aldar, eða á tímabilinu 1778—1801.

Þórarinn Böðvarsson

Þórarinn Böðvarsson.

Líklegast er, að Flensborg hafi ekki orðið til fyrr en eftir 1787, er verzlunin var gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs, eða á síðasta áratug 18. aldar. Talið er, að Flensborgarhúsið, sem síðar varð skólahús og brann vorið 1930, hafi verið reist um 1816—1817. Um þetta er nú ekki frekara kunnugt, og má þetta vel rétt vera, þótt hitt virðist sennilegra, að húsið sé eldra og sé hið sama, sem reist hefur verið, þegar verzlun hófst þar fyrst. Verzlunin í Flensborg var lögð niður árið 1875.

Í gjafabréfi prófastshjónanna er það tekið fram og ítrekað í stofnunarskránni, sem gefin var út af stiftsyfirvöldunum 1878, að skóli þessi eigi fyrst og fremst að vera barnaskóli fyrir Garðaprestakall á Álftanesi, þ. e. fyrir hinn forna Álftaneshrepp, sem nokkru síðar var skipt í tvo hreppa, Bessastaðahrepp og Garðahrepp með Hafnarfirði.

Flensborg

Klennslustofa 1896 -Albert Anker.

Á þeim 5 árum, sem þessi eldri Flensborgarskóli starfaði, 1877—1882, fór þar engin framhaldskennsla fram, nema lítils háttar síðasta árið, en barnakennsla fór þar fram alla veturna. Um árið 1880 tók hreppsnefndin í Bessastaðahreppi sér fyrir hendur að koma upp sérstökum barnaskóla þar í hreppnum. Ákváðu nú prófastshjónin að breyta hinu fyrra gjafabréfi í þá átt, að stofna af gjöf sinni alþýðu- og gagnfræðaskóla í Flensborg. Gerðu þau bréf þar um árið 1882. Þar með var Flensborgarskólinn stofnaður í þeirri mynd, sem hann hefur síðan haft, með nokkrum breytingum að vísu, og tók hann til starfa haustið 1882.

FlensborgUm tíma var sýsluskrifstofan í landsuðurhorni hússins, en skólinn í austurendanum. Þegar gagnfræðaskólinn var stofnaður 1882, fluttist skólastjórinn, Jón Þórarinsson, sonur prófastshjónanna, í húsið og bjó uppi á lofti. Árið 1887 var sýslumannsíbúðinni í vesturhluta hússins breytt í heimavist, er sýslumaður fluttist í eigið hús. Síðar var svo sérstakt skólahús byggt árið 1906, skammt fyrir austan Flensborgarhúsið, og kennslustofurnar síðan fluttar þangað. Fór kennslan þar fram síðan, og var kennt þar allt til ársins 1937, er nýtt skólahús tók til starfa uppi á Hamrinum í Hafnarfirði. Síðar var gamla skólahúsið rifið. Er sérstakt skólahús var byggt árið 1906, var allt gamla húsið tekið til afnota fyrir heimavistina, fyrir utan íbúð skólastjóra uppi á lofti. Síðar bjó þar Ögmundur Sigurðsson, skólastjóri, sem tók við af Jóni 1908. Um sumarið 1930 kviknaði svo í húsinu, og var það rifið um haustið vegna mikilla skemmda. Lagðist þá heimavist við skólann niður að mestu. Þó mun Lárus Bjarnason, er síðar varð skólastjóri, hafa haft nokkra nemendur í heimavist að Óseyri í nokkur ár, en í því húsi, skammt frá skólanum, bjó skólastjóri skólans, er skólastjórahúsið var brunnið.
FlensborgarskóliBarnaskóli var starfræktur áfram í skólahúsinu, er gagnfræðaskólinn tók til starfa. Nutu þar kennslu börn úr Garðahreppi og Hafnarfirði allt til ársins 1895.
Árið 1892 var stofnaður kennaraskóli í Flensborg, þannig að um þriggja ára skeið voru þar samtímis 3 skólar, og mun þá oft hafa verið nokkuð lítið olnbogarýmið.
Fljótt var litið á gagnfræðaskólann í Flensborg sem landsskóla, en ekki sem héraðsskóla, og hafa nemendur víðs vegar af landinu jafnan sótt hann, þótt þeir séu tiltölulega miklu færri núna, enda skólar risnir upp um land allt. Kennaradeild sú, sem stofnuð var við skólann 1892, og starfaði þar síðan, þangað til Kennaraskólinn var stofnaður í Reykjavík 1908, er hinn fyrsti kennaraskóli þessa lands. Þótt barnaskólinn væri lagður þar niður árið 1895, starfaði æfingabekkur í sambandi við kennaraskólann þar fram yfir aldamótin.
Er Kennaraskóli Íslands tók til starfa árið 1938, varð einn af kennurum Flensborgarskólans, síra Magnús Helgason, skólastjóri hans, en Jón Þórarinsson, skólastjóri Flensborgarskólans, var valinn í nýtt embætti fræðslumálastjóra.
Hafnarfjörður 1954Á næstu árum var kennslan enn aukin, svo að nærri svaraði til þess, sem numið var í gagnfræðadeild menntaskólans, enda tóku Flensborgarar á þeim árum fyrst að ganga undir próf upp í 4. bekk menntaskólans.
Er Ögmundur Sigurðsson lét af skólastjórastörfum 1930, var síra Sveinbjörn Högnason settur skólastjóri og gegndi þeirri stöðu í eitt ár. Síðar varð Lárus Bjarnason skólastjóri, svo Benedikt Tómasson, en núverandi skólastjóri er Ólafur Þ. Kristjánsson.
Með lögum frá 1930 um gagnfræðaskóla hættir Flensborgarskólinn að vera sjálfseignarskóli, eins og hann var frá upphafi, heldur er hann þar eftir að öllu leyti rekinn á kostnað bæjar og ríkis.

Flensborg

Flensborgarhöfnin 1909.

Er skólinn tók til starfa í hinum nýju húsakynnum á Hamrinum í Hafnarfirði haustið 1937, var þar heimavist. Síðar varð að leggja hana niður vegna þrengsla og breyta herbergjum nemenda þar í skólastofur með því að brjóta niður skilrúm og veggi. Með hinum nýju fræðslulögum, er nemendur taka að sækja skólann ári yngri en áður og þeim er gert að skyldu að stunda þar nám í 2 ár, eykst nemendafjöldinn mjög og hefur nú aukizt ár frá ári, enda er skólinn nú fjögurra ára skóli, sem útskrifar gagnfræðinga eftir fjögurra ára nám, Nú á síðasta hausti fékk skólinn að lokum allt húsnæðið til kennslu, en Bókasafn Hafnarfjarðar flutti úr húsinu, og var húsnæði þess breytt í kennslustofur.

Flensborg

Flensborgarskóli á Hamrinum í smíðum.

Jafnframt flutti Iðnskóli Hafnarfjarðar úr skólahúsinu, Samt eru mikil þrengsli í skólanum, en í honum eru í vetur um 360 nemendur. Er nú mikið rætt um viðbyggingu við skólann, en landrými er nóg. Allar líkur eru á því, að byrja verði að tvísetja í skólann strax næsta vetur. Í skólanum er nú stór landsprófsbekkur með næstum 30 nemendum. Þar að auki eru tveir aðrir 3. bekkir, einn bóknámsbekkur og einn verknámsbekkur, 4. bekkir eru tveir, einn bóknámsbekkur og einn verknámsbekkur, samtals 38 nemendur, sem ganga munu undir gagnfræðapróf í vor. 2. bekkir eru svo fjórir, tveir bóknámsbekkir og tveir verknámsbekkir, 1. bekkir eru nú samtals fimm að tölu.
Þrengslin í skólanum eru öllu félagslífi fjötur um fót.

Hamarskot

Hamarskot á Hamrinum ofan við núverandi Flensborgarskóla – minjar, sem vert hefði verið að varðveita.

Hér eru að sjálfsögðu haldnar dansæfingar. Halda 1. bekkingar sérstakar dansæfingar, en hinir þrír árgangarnir hafa sameiginlegar dansæfingar. Félagslífið tekur nokkrum breytingum ár frá ári. Sum árin hafa verið gefin út skólablöð, en önnur ár hefur slíkt legið niðri. Skólablað kom hér út síðast í fyrravetur. Árshátíð er haldin síðari hluta vetrar. Nefnist hún „Kennaraskemmtunin“. Er þá kennurum og eiginkonum þeirra boðið til kaffidrykkju í skólanum. Tóku nemendur áður þátt í henni, en vegna þrengsla hefur orðið að takmarka veitingarnar við kennarana eina.

Flensborgarskóli

Viðbygging við gamla Flensborgarskólann.

Æfð eru leikrit og önnur skemmtiatriði undir skemmtun þessa. Síðan er dansað. Málfundafélag hefur oft verið starfandi í skólanum, en þessa stundina er það lítt sem ekkert starfandi. Árlega keppa bekkir innbyrðis um sundbikarinn. Hófst sú keppni síðastliðinn vetur. Sum árin fara fram keppnir milli bekkja í knattspyrnu eða handknattleik. Starfandi er hér bindindisfélag með mörgum meðlimum. Einnig iðka nemendur margir skák og halda stundum skákkeppnir í skólanum. Stundum fara bekkir í skíðaferðir, ýmist í nágrenni bæjarins eða upp á Hellisheiði, einnig er stundum farið í gönguferðir í nágrennið. Á vorin fara gagnfræðingar í langa ferð, einnig fara þeir, er landspróf taka, í aðra ferð. Njóta þeir þá góðs af ágóða þeim, er af dansæfingum verður.
Nemendur sækja einnig leikhús nokkrum sinnum á vetri í fylgd með kennurum, og virðist áhugi fyrir leiklist vera mikill og almennur meðal nemenda.

Fyrri hluti greinarinnar, þ. e. um fyrstu ár skólans, er að nokkru leyti úrdráttur úr „Minningariti Flensborgarskólans 1882—1932,“ útg. 1932, eftir Guðna Jónsson.“

Flensborg

Grunnurinn af gamla Flensborgarskólanum er enn á sínum stað – líkt og sjá má á meðf. loftmynd.

Í ár, 2023, eru liðin 145 ár frá stofnun Flensborgarskólans. Gamla skólahúsið brann 1930, eins og að framan er greint. Nú, 93 árum síðar, er lóð gamla skólans enn ófrátekin (líkt og sjá má á meðfylgjandi loftmynd). Selfyssingum hefur tekist að vekja upp gömul hús, jafnvel horfin, í miðju bæjarins með nýjum byggingaraðferðum svo eftir hefur verið tekið. Á meðal endurreistra bygginga þar má m.a. sjá tvær slíkar frá Hafnarfirði fyrrum, nú horfnar, þ.e. Hótel Björninn og „Valmaþakshúsið“. Hvers vegna ættu Hafnfirðingar ekki nýta lóðina millum Flensborgartorgs og Flensborgarhafnar og úthluta henni til byggingaverktaka með það fyrir augum að „endurbyggja“ gamla Flensborgarskólann í tilefni dagsins? Slík bygging gæti falið í sér margvíslega möguleika í námunda við smábátahöfnina, s.s. safn að hluta, veitingastaður, íbúðir og/eða gistihús. Staðsetningin er a.m.k. góð, auk þess sem húsið myndi óhjákvæmilega undirstrika hina gömlu bæjarmynd, sem Hafnarfjörður er í upphafi sprottinn af.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1923-1930. Hér má sjá „Fjörðukrána“ í miðið. 

Talandi um uppbyggingu og endurgerð gamalla húsa í hjarta Hafnarfjarðar. Nærtækt dæmi er umhverfi „Fjörukráarinnar“. Jóhannes „Fjörugoði“ hefur áhuga á að rífa austurhluta gömlu Smiðjunnar og byggja hótel í hennar stað. Skv. framkomnum hugmyndum myndi slík bygging skyggja á útsýni íbúa á neðri Hamrinum til norðurs – með tilheyrandi ónægju þeirra sömu.
Hvernig væri nú að Jóhannes og bæjaryfirvöld myndu snúa saman bökum; leyfa „Hafnarfjarðarleikhúsmyndinni“ sunnan Víkingastrætis (nafnið á götunni hefur reyndar aldrei verið samþykk formlega) og austan gistiheimilisins, að standa, en þess í stað að standa þétt saman um að endurbyggja hið glæsilega hús er fyrrum stóð norðan „Kráarinnar“ til nota sem hótel eða gistiheimili sem og veitingastaðar. Lóðin er fyrir hendi. Slík uppbygging myndi, líkt og endurgerður Flensborgarskóli, undirstrika þróun byggðar í Hafnarfirði sem slíka – og jafnvel bæta að nokkru fyrir fyrri mistök.

Jóhannes ReykdalFulltrúar Hafnarfjarðarbæjar (með tveimur undantekningum) hafa í gegnum tíðina verið duglegir að útrýma hugsunarlaust minjum fyrri tíma (hugsið ykkur ef Hamarskot hefði t.d. fengið að standa sem síðasti torfbærinn (svæðið er enn á lausu á Hamrinum þrátt fyrir að hafa verið raskað að óþörfu)), örhugum hefði ekki verið leyft að kveikja í húsum, sem bænum hafði hlotnast til varðveislu, en virtust kalla á óþarflega kostnaðarsamar úrbætur, s.s. Eyrarkot, o.s frv.
Og hugsið ykkur ef einhverjum í nútímanum hefði t.d. látið sér detta í hug að „endurbyggja“ Reykdalshúsið“ við Brekkugötu (á nýnúverandi Dvergsreit) sem brann 1931. Hversu mikilli bæjarmyndinni væri saman að jafna?…

Í dag virðast því miður flestir horfa sér nær…

Heimildir:
-HVÖT, Málgagn Sambands Bindindisfélaga í skólum, S.B.S., 23. árg. marz 1.—3. tbl. 1958, bls 11-14.
-Tíminn, sunnudagur 11. apríl 1965, bls. 319 og 320.

Flensborg

Flensborg (fyrrum Hamarskot er sett inn á loftmyndina.).

Kiwanis

FERLIR var mað kynningu á Kiwanisfundi Eldborgar í Hafnarfirði um dásemdir Reykjanesskagans, auk þess sem tækifærið var notað til að kynna sér félagsskapinn. FERLIR notar jafnan tækifærið á samkomum sem þessum að fræðast um viðfangsefnin því meðlimir klúbbanna búa sem einstaklingar yfir mikilli alhliða vitneskju.

1. Staðreyndir um Kiwanishreyfinguna
KiwanisKiwanishreyfingin var stofnuð í Detroit í Michiganfylki í Bandaríkjunum þann 21.janúar 1915. Þann 1.nóvember 1916 var fyrsti klúbburinn stofnaður í Kanada í Hamilton í Ontarioríki. Sama ár var heitið „Kiwanisklúbbur“ tekið upp á fundi í Cleveland í Ohio (USA). Átta árum síðar var heitinu breytt í „Kiwanis International“ (Alþjóðahreyfing Kiwanisfélaga) og þá var stofnskrá sú og lög staðfest, sem gilda enn í dag, svo og meginmarkmiðin sex. Kiwanishreyfingin óx jafnt og þétt, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, í nær hálfa öld áður en ákveðið var að breiða hana út til annarra heimsálfa og þjóða, en það var árið 1961.

Árið 1962 var fyrsti klúbbur utan Bandaríkjanna og Kanada stofnaður, en það var í Mexíco og skömmu síðar var annar stofnaður á Bahamaeyjum. Árið 1963 voru 7 klúbbar stofnaðir í Evrópu, sá fyrsti 25. febrúar í Vínarborg í Austurríki. Fyrsti klúbburinn á Norðurlöndum var stofnaður 10.janúar 1964 í Osló í Noregi og fjórum dögum síðar var komið að Íslandi, en þá var Kiwanisklúbburinn Hekla stofnaður í Reykjavík og var hann 9. klúbburinn sem stofnaður var í Evrópu.

Kiwanis á Íslandi

FERLIR

Fulltrúi FERLIRs rakti söguna…

Tveimur árum síðar eða 31.mars 1966 var annar klúbbur stofnaður en það var Kiwanisklúbburinn Katla í Reykjavík. Þar með má segja að Kiwanishreyfingin hafi náð fótfestu á Íslandi og voru fjölmargir klúbbar stofnaðir í kjölfarið. Kiwanisklúbburinn Helgafell sem starfar í Vestmannaeyjum var stofnaður af Kötlu 28.september 1967 og er nú langstærsti Kiwanisklúbbur á Íslandi og þó víðar væri leitað og hefur verið lengi. Félagafjöldi Helgafells starfsárið 1999-2000 er 78 félagar. Kiwanisklúbburinn Harpa var stofnaður 15.júní 1989 og var fyrsti klúbburinn sem eingöngu er skipaður konum.

2. Hvað er Kiwanis

Kiwanis

Á Kiwanisfundi.

Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar. Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu. Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt. Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.

Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða. En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Nokkrar skilgreiningar:

Kiwanis

Nokkrir Kiwanisfélagar Eldborgar.

Kiwanishreyfingin er þjónustuhreyfing en ekki afþreyingarfélag. Þó geta menn eignast þar góða vini í samvinnu við aðra Kiwanisfélaga um ýmis þjóðþrifa- og framfaramál í hinum sanna Kiwanisanda.
Kiwanisfélagar starfa fyrir opnum tjöldum enda er hér ekki um leynilegan félagsskap að ræða. Kiwanisfélagar vilja einmitt gjarnan vekja athygli á störfum sínum til þess að afla sér stuðnings í þjónustustarfi sínu.
Kiwanishreyfingin leggur áherslu á manngildi og eflingu félagskenndar meðal félaganna.
Hver klúbbur reynir að þjóna sem best því samfélagi, sem hann starfar í. Kiwanishreyfingin skyldar hvorki klúbba né einstaka félaga þeirra til að taka þátt í neinni sérstakri starfsemi.

Nafnið
Nafnið „Kiwanis er tekið úr máli indíánaþjóðflokks sem eitt sinn byggði það svæði þar sem Kiwanishreyfingin var stofnuð. Upprunalega hljómaði þetta sem „Nunc Keewanis“ í þeirra munni og þýðir nánast „sjálfstjáning“. Þetta var stytt í „Kiwanis“ – „tjáning“.

3. Kjörorðin og hin sex megin markmið

Kiwanis

Í Kiwanis er meiri áhersla lögð á andleg verðmæti en veraldleg.

Undir kjörorðinu „Við byggjum“ hefur Kiwanishreyfingin vaxið og dafnað og orðið víðkunn um allan heim. Undanfarin ár hafa íslensku umdæmisstjórarnir haft að leiðarljósi kjörorðið „Börnin fyrst og fremst“ og hefur íslenska hreyfingin unnið að málefnum barna undir þessu kjörorði.

Hin sex megin markmið Kiwanishreyfingarinnar:
-Að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess, en verðmæti af veraldlegum toga spunnin.
-Stuðla ber að því að dagleg breytni manna á meðal byggist á hinni gullvægu reglu: „Eins og þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“.
-Að beita sér fyrir bættum viðskiptaháttum, starfsháttum og félagslegri hegðun.
-Að efla borgaralegar dyggðir með góðu fordæmi.

Kiwanis

Á Kiwanisfundir Eldborgar.

-Að skapa, með stofnun Kiwanisklúbba, leiðir til þess að menn geti bundist varanlegum vináttuböndum og ósérhlífnir innt af höndum þjónustustörf og stuðlað að betra samfélagi.
-Að vinna saman að mótun og eflingu heilbrigðs almenningsálits og göfugrar hugsjónastefnu, sem er undirstaða aukinnar ráðvendni, bættrar stundvísi, vaxandi þjóðrækni og bræðralags.

4. Tímamót í Kiwanishreyfingunni

Árið 1915. Kiwanishreyfingin er stofnuð 21.janúar 1915. Þann dag var Kiwanisklúbbi nr. 1 í Detroit veitt stofnskjal frá Michiganríki í Bandaríkjunum.
Árið 1916. Fyrsti Kiwanisklúbburinn stofnaður utan Bandaríkjanna í Hamilton, Ontario, Kanada, í nóvember.
Árið 1964. Fyrsti klúbburinn stofnaður á Íslandi, Kiwanisklúbburinn Hekla.

5. Fjöldi Kiwanisklúbba og félaga
KiwanisHeildarfjöldi Kiwanisklúbba í heiminum er um 8600 og félagatala þeirra er rúmlega 310 þúsund manns. En ef teknir eru með meðlimir klúbba úr ungliðahreyfingu Kiwanis og fleiri hliðarklúbba hreyfingarinnar eru um 600 þúsund manns tengdir hreyfingunni.
Fjöldi Kiwanisklúbba í umdæminu Ísland-Færeyjar hefur mest orðið 49. Í dag eru starfandi 42 Kiwanisklúbbar í umdæminu með rúmlega ellefu hundruð félögum.
Lengi vel var Kiwanishreyfingin eingöngu skipuð körlum. En á árinu 1987 var samþykkt á heimsþingi Kiwanis, að leyfilegt væri að taka konur inn í hreyfinguna. Stuttu síðar hófst innganga kvenna í íslensku Kiwanishreyfinguna. Fyrsti Kiwanisklúbburinn sem eingöngu var skipaður konum var stofnaður 1989 en það er Kiwanisklúbburinn Harpa.

6. Sameiginleg verkefni Umdæmisins Ísland-Færeyjar

Kiwanis

Kiwanis þýðir „tjáning“.

Stærsta verkefni íslensku Kiwanishreyfingarinnar er sala K-lykilsins sem er landssöfnun. Ágóðinn af verkefninu hefur runnið til styrktar geðsjúkum, undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“. K-dagur var fyrst haldinn árið 1974 og hefur síðan verið haldinn þriðja hvert ár frá þeim tíma.

Annað stórt verkefni sem íslenska Kiwanishreyfingin tekur þátt í er alþjóðlegt verkefni sem hófst árið 1993, og er unnið í samvinnu við UNICEF. Það miðar að því að útrýma joðskorti í heiminum fyrir árið 2000. Þetta er gert með byggingu saltverksmiðja í löndum þar sem joðskortur ríkir og er joði bætt í saltið. Joð skortur veldur því meðal annars að mæður fæða andvana eða þroskaheft börn.

Frá stofnun fyrsta íslenska Kiwanisklúbbsins hefur íslensk/færeyska Kiwanishreyfingin veitt 550 milljónum króna til líknarmála á Íslandi og í Færeyjum fram til 1999.

7. Kiwanisfréttir
KIwanisKiwanisfréttir er blað sem Kiwanishreyfingin í íslenska umdæminu gefur út þrisvar sinnum á ári. Í Kiwanisfréttum birtast fréttir og tilkynningar frá umdæmisstjórn, pistlar frá umdæmisstjóra og fréttir frá klúbbunum í íslenska umdæminu. Kiwanisfréttir eru kjörinn vettvangur til að koma fréttum af starfi klúbbanna á framfæri en einnig ágætur vettvangur til skoðanaskipta innan hreyfingarinnar.

8. Kiwanis – Eldborg

Kiwanis

Kiwanis – Eldborg.

Kiwanisklúbburinn Eldborg í Hafnarfirði var stofnaður 27. nóvember 1969. Móðurklúbburinn er Katla. Fundarstaður er Helluhraun 22. Fundartími er annan hvern miðvikudag kl. 19:30.
Forsetinn er Magnús P. Sigurðsson, netfang: eldborg@kiwanis.is, ritari Bergþór Ingibergsson, féhirðir Sigurður Sigurðsson, kjörforseti Kristján Hannes Ólafsson, formúlutengill Sigurður Sigurðsson og meðstjórnendur Guðjón Guðnason, Skúli Gunnarsson og Guðmundur Guðmundsson.

Gamansemi

Kiwanis

Á Kiwanisfundi.

Kiwanisfélagar eru gamansamir og eru þekktir fyrir að sjá hið jákvæða í tilverunni. Þessi var látinn flakka á fundinum: „Jón var lagður inn á spítala. Fjarlægja þurfti vinstri fótinn. Eftir aðgerðina kom í ljós að í misgripum hafði hægri fóturinn verið fjarlægður. Slæmu fréttirnar voru þær að fjarlægja þyrfti vinstri fótinn, en góðu fréttirnar voru að sjúklingurinn í næsta rúmi var tilbúinn að kaupa af Jóni báða inniskóna.“

Heimild:
-https://kiwanis.is/page/saga-kiwanis
-https://www.facebook.com/people/Kiwaniskl%C3%BAbburinn-Eldborg/100069024344466/
Kiwanis

Hernám

Herminjar eða stríðsminjar eru fjölmargar á höfuðborgarsvæðinu – og víðar. Á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi eru þær fjölmargar, s.s. grunnar undan bröggum og varðskýlum, götur, byssuhreiður, skotgrafir og -byrgi, auk hins forna Þvergarðs yfir hæðina.

Valhúsahæð

Á Valhúsahæð 1910.

Í „Fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi“ frá 2006 segir m.a. um Valhúsahæð: „Umsvif hersins á Seltjarnarnesi voru töluverð og einna mest á Valhúsahæð. Á hæðinni voru settar upp
loftvarnabyssur til þess að verja innsiglingu Reykjavíkur. Af loftmyndum má m.a. sjá að talsverðar herminjar hafa verið þar sem núverandi kirkja Seltirninga stendur. Samkvæmt upplýsingum Þór Whitehead var þetta svæði við Nesveg nefnt Grotta Camp. Valhúsahæð hefur verið umturnað talsvert þar sem kirkjan var byggð. Engar herminjar sjást nú þar sem kirkjan stóð en reyndar virðist stærstur hluti herminjanna hafa verið norðar og NNV við kirkjuna. Kirkjan var reist snemma á 9. áratugnum. Í fornleifaskráningu frá 1980 voru allar
herminjarnar á þessu svæði skráðar saman undir einu númeri og þeim ekki lýst að ráði.

Valhúsahæð

Á Valhúsahæð 2020.

Árið 1906 var vígð ný skólabygging fyrir Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Húsið stendur enn. Það er sunnan við Kirkjubraut þar sem hún beygir frá norðvestri til VSV. Skólinn varð aðsetur hermanna fyrst eftir hernámið um vor og sumar 1940. Á sama stað, nánar tiltekið við skólahúsgirðinguna, var rekin veitingakrá fyrir hermenn, á hernámsárunum. Kráin var fyrst rekin án leyfis frá hreppnum en síðar var veitt leyfi til veitingasölu meðan brezka setuliðið hafði búsetu á Nesinu. Lýsing á skólahúsinu er að finna í Seltirningabók.

Valhúsahæð

Varðskýli á Valhúsahæð.

Á hernámsárunum reis talsvert stórt íbúðarhverfi hermanna á og við Valhúsahæð. Hverfið var nefnt Grótta kamp. Það var þar sem nú er skóla og íbúðarhverfi milli gatnanna Suðurstrandar og Kirkjubrautar, vestan Nesvegar. Hverfið var að stórum hluta innan þess lands sem tilheyrði Mýrarhúsum en hefur líklega náð inn í landareign Hrólfsskála.

Valhúshæð

Skotbyrgi á Valhúsahæð.

Í Seltirningabók segir: “ Í Grotta Camp, sem var stærsta braggahverfið, var 536. brezka stórskotaliðssveitin staðsett, en hún var sérhæfð í strandvörnum. Þar voru líka menn úr verkfræðingasveitinni Det. Renfrewshire Fortress. Samkvæmt Þór Whitehead má tala um a.m k. tvö hverfi á þessum slóðum, annars vegar sk. RAF Camp sem var á Valhúsahæð suðvestanverðri og hins vegar Keighly (sem kallað var Adams Camp frá júlí 1943) var syðst í braggabyggðinni við Mýrarhúsaskóla. Samkvæmt Þór var RAF Camp vestan við Keighly/Adams Camp og varð síðar hluti af því. Í RAF Camp bjuggu liðsmenn ratsjárstöðvarinnar bresku frá 1941. Á þessum slóðum hefur nú byggst upp íbúðarhúsahverfi, þarna er grunnskóli o.fl. stofnanir.

Valhúsahæð

Skotbyrgi á Valhúsahæð.

Inn á örnefnaloftmynd frá 1978 er merkt varða á hæsta punkti Valhúsahæðar, þar sem nú er útsýnisskífa og steinsteypt merki dönsku landmælingamannanna. Samkvæmt Guðrúnu Einarsdóttir sem gerði B.S. ritgerð um örnefni á Seltjarnarnesi 1979 og ræddi við fjölda heimildamanna, gat enginn þeirra staðsett þessa vörðu nákvæmlega, né höfðu um hana heyrt. Ekki er ólíklegt að hún hafi verið landamerkjavarða þar sem merkin lágu um háholtið. Hugsanlegt er og að svonefnd „Litlavarða“ hafi einnig verið landamerkjavarða, litlu norðvestar. Um þetta verður þó ekkert fullyrt enda eru vörðurnar löngu hrundar og horfnar. Á svipuðum stað og varðan á háholtinu, eða jafnvel á sama stað, var einnig ljósker fyrir sjófarendur, sett upp síðla á 19. öld.

Valhúsahæð

Ummerki efst á Valhúsahæð.

Varðan hefur verið á hæstu hæðinni en engin merki sjást um hana nú. Um ljóskerið er fjallað í Seltirningabók. Þar segir: „Ljóskerið var sett upp árið 1883 og kostuðu bændurnir það fyrstu tvö árin en bæjarfógeti í Reykjavík tók að sér að greiða kostnaðinn 1885.“ Árið 1892 eru varðveitt bréf um að staðið hafi til að setja upp kúlumyndað ljós á Valhúsahæð í stað þess gamla. Líklega hefur af því orðið en það ljós mun ekki hafa logað í mörg ár, aðeins fram til 1895 þegar farið var að huga að ljósi og síðar vita í Gróttu.

Valhúsahæð

Skotbyrgi og skotgrafir á Valhúsahæð.

„Valhúsahæð nefnist hæsta hæðin á Seltjarnarnesi. Sagt er að þar hafi verið hús fyrir fálka konungs. … Varða, sem nefndist Litlavarða, var ofan við Skólabraut 1. Laut var sunnan undir henni. Þar var hleðsla, og þar var talið, að fálkahúsið hefði verið. Nú hefur verið ýtt ofan í lautina,“ segir í örnefnaskrá. Engin ummerki sjást nú um Valhús né heldur Litluvörðu sem miðað er við í örnefnalýsingu. Svæðinu hefur mikið verið rótað.

Hér verður lýst þremur mannvirkjum af mörgum á norðvestanverði Valhúsahæð:

Valhúsahæð

Skotbyrgi og skotgrafir á Valhúsahæð.

„Leifar [fyrstu] húsarústar sem hér er lýst eru á norðvestanverðri hæðinni. Rústin er um 270 m vestur af merki dönsku landmælingamannanna (sem er á hæsta punkti Valhúsahæðar), beint suðaustur af Vesturströnd 31 og fast austan við Þvergarð. Í kringum húsarústina er melur sem er að hluta gróinn, en mjög stórgrýttur. Mannvirkið var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Í henni segir: “ Varðhús? Húsið skiptist í tvo hluta, 3×5 m og 4×5 m. Í öðrum hlutanum eru uppistandandi veggir, 1-2 m háir. Þeir eru hlaðnir úr grjóti og límdir með steypu.“ Húsarústin er tvískipt og hefur hús þetta því að líkindum haft tvö herbergi þegar það var undir þaki. Alls er rústin um 7×5 m að stærð og snýr norður-suður. Veggir syðri hlutans eru hrundir og hafa sennilegast verið rifnir. Eftir stendur steyptur grunnur. Nyrðri hlutinn er mun heillegri, veggir hans standa mest í 2 m hæð og eru um 0,5 m þykkir. Veggirnar eru hlaðnir úr litlu og meðalstóru grjóti og er steypt á milli umfara, sem eru mest um 9 talsins. Í norðausturhorni nyrðra herbergisins stendur steyptur stöpull upp úr gólfinu. Stöpullinn er 1,4 m á hæð og er 0,3 x 0,3 m að þvermáli. Hlutverk stöpulsins er óljóst.

Valhúsahæð

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð.

Leifar [annars] mannvirkis sem hér er lýst eru á norðvestanverðri hæðinni. Tóftin er um 26 m suðaustan við framangreinda rúst og um 80 m norðaustan af landamerkjasteini. Stórgrýti er á melnum í kringum tóftina.
Mannvirkið var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Í henni segir: „Skotbyrgi? Rúst, um 9×9 m. Veggir hlaðnir úr torfi og grjóti, hæstir um 50 cm. Dyr virðast snúa í austur og vestur.“ Nyrðri hluti rústarinnar er hringlaga tóft með tveim hólfum, en syðri hlutinn er þverþveggur sem virkar líkt og skjól fyrir tóftina. Vestara hólfið í tóftinni er opið til suðurs, að þverveggnum, en ekkert op er hægt að greina á eystra hólfinu.

Valhúsahæð

Þvergarður á Valhúsahæð.

Leifar þess [þriðja] mannvirkis sem hér er lýst eru á norðvestanverðri hæðinni. Tóftin er 50 m norðaustan við landamerkjasteininn. Mannvirkið var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Í henni segir: „Skotbyrgi? Rústin er U-laga um 5 x 6 m, og þverveggur fyrir. Undirstöður úr torfi og grjóti, hæð veggja mjög óregluleg, en þykkt um 1 m. Tvennar dyr eru á rústinni þar sem langveggir og þverveggur mætast. Dyrnar eru um 0,5 m á breidd og snúa í NNV og SSA.“

Skotgröfunum umleikis minjarnar á norðvestanverðri hæðinni er ekki lýst sérstaklega.

Þór Whitehead hefur það eftir Friðþóri Eydal að kampur, kallaður Curtis Bay Beach, hafi verið í landi Mýrarhúsa, á milli þeirra og Nýjabæjar. Samkvæmt upplýsingum Þór kannaðist Skúli Ólafsson, sem vel er kunnugur á Nesinu, ekki við kampinn. Hann er horfinn í íbúðarhúsabyggð og ekki reyndist unnt að staðsetja hann nákvæmlega.“

Valhúsahæð

Varðskýli á Valhúsahæð.

Í frétt MBL 5. júní 2012 segir: „Stríðsminjar gerðar upp á Seltjarnarnesi – Var ætlað að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja – Merkileg byggingaraðferð“.

„Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur hafist handa við að endurreisa gamlar stríðsminjar á Valhúsahæð. Er um að ræða tvenn mannvirki, byrgi á Valhúsahæð og ljóskastarahús í Suðurnesi.
Mannvirkin voru hluti af stjórnstöð strandvarna Reykjavíkur í síðari heimsstyrjöld en Bretar létu reisa það ásamt tveimur fallbyssum um sumarið 1940. Stjórnstöðinni var ætlað að verja innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn og flotastöð Breta í Hvalfirði fyrir skipum og kafbátum Þjóðverja.

Stærstu byssur Breta á Íslandi

Seltjarnarnes

Ljóskastarahús á Suðurnesi.

Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fagnar því að Seltjarnarnesbær ætli sér að varðveita þessar minjar, þar sem nær skipulega hafi verið gengið fram í því að eyðileggja stríðsáraminjar í landinu á umliðnum áratugum. Hann segir að sérstök byggingardeild úr landgönguliði breska flotans hafi verið send til landsins til þess að gera smíði þeirra sem best úr garði. Þór segir að eitt það merkilegasta við mannvirkin hafi verið byggingaraðferðin en virkjagerðarmennirnir reistu byrgin á Valhúsahæð úr höggnu grjóti og steinsteypu og var þar fylgt sérstökum byggingarstaðli við virkjagerð sem ekki sást annars staðar á landinu. Þessi deild ferðaðist svo um landið og reisti önnur sambærileg mannvirki fyrir stöðvar Breta á landsbyggðinni, til dæmis í Hvalfirði og Eyjafirði.

Seltjarnarnes

Hernaðarmannvirki á Seltjarnarnesi.

Fallbyssurnar tvær sem reistar voru á Valhúsahæðinni voru, ásamt samskonar byssum í Hvalfirði, þær stærstu sem Bretar létu reisa á Íslandi, með sex þumlunga (15 cm) í hlaupvídd. Þær drógu um 12 kílómetra út á haf, og var ætlað að reyna að koma í veg fyrir að Þjóðverjar myndu gera hér innrás. Þrátt fyrir það þóttu byssurnar heldur lítilfjörlegar, og segir Þór ljóst að líklega hefðu byssurnar ekki haldið innrásarflota Þjóðverja lengi frá og hér hefði orðið fátt um varnir. Þegar Bandaríkjamenn tóku við hervörnum hér sumarið 1941 kom í ljós að þeim þótti lítið til koma til bresku byssanna. Bættu þeir þó sjálfir ekki úr bót, þar sem innrásarhættan frá Þjóðverjum minnkaði eftir því sem leið á stríðið.

Stundum skotið á vinveitt skip

Valhúsahæð

Herminjar ofan við kirkjuna á Valhúsahæð.

Ljóskastararnir á Seltjarnarnesi lýstu upp skip að nóttu til, svo að auðgreina mætti hvort þar væri vinur eða fjandmaður á ferð. Einnig var strengdur sérstakur strengur, sem nam breytingar á segulsviði, frá stjórnstöð í Bollagörðum á Seltjarnarnesi og yfir til Akraness. Var þannig hægt að vara við ferðum kafbáta og annarra skipa sem sigldu óboðin yfir strenginn. Vinveittum skipum var hins vegar gert að sýna sérstakar veifur að degi til og ljósmerki að nóttu til, sem höfðu verið ákveðin þann daginn.

Valhúsahæð

Skotbyrgi á vestanverðri Valhúsahæð.

Gerðist það að minnsta kosti tvisvar sinnum að íslensk skip hafi gleymt að sinna þessum fyrirmælum, og fengu þau að launum viðvörunarskot þvert yfir stafninn. Lá við stórslysi af þessum völdum að sögn Þórs. Kom þó sem betur aldrei til þess að vinveittu skipi væri sökkt af þessum völdum.“

Framangreindar stríðsminjar hafa enn ekki verið gerðar upp, ellefu árum eftir áætlun. Og svona, í sögulegu samhengi; ekki væri úr vegi að „Háhæðarvarðan“ og „Litlavarða“ yrðu hlaðnar upp að nýju á Valhúsahæð – þótt ekki væri fyrir annað en að varðveita hin sögulega gildi.

Heimild:
-Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi, Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Rúnar Leifsson, Fornleifastofnun Íslands, 2006.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1424488/

Valhúsahæð

Valhúsahæð að NV – herminjar.

Skotbyrgi

Leifar skotbyrgja frá tímum Síðari heimstyrjaldarinnar er að finna á 23 stöðum á og við höfuðborgarsvæðið. Á þessum 23 stöðum eru 49 minjar, s.s. á Valhúsahæð (10), í Öskjuhlíð (6), á Garðaholti (5) og á Ásfjalli (5). Ýmist er um að ræða grjóthlaðin hringlaga skjól eða steypt.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – skotbyrgi.

Ofan við Setberg í Hafnarfirði, fyrrum Garðahreppi, á svonefndum Setbergshamri ofan við Þórsberg eru 4 grjóthlaðin byrgi. Þrjú þeirra má glöggt sjá á loftmyndum af Hafnarfirði frá árunum 1954 og 1958. Hið fjórða er í skjóli norðvestan undir hamrinum þar sem minna ber á því en hinum, sem ofar stóðu. Varðmönnum byrgjanna var greinilega ætlað að fylgjast með umferð norðan, vestan og sunnan hamarsins. Austar var Camp Russel á Urriðaholti (sem nú hefur verið þurrkaður út vegna nýrrar íbúðarbyggðar) og virkið á Flóðahjalla (Svínaholti).

Setberg

Setbergshamar – fornleifar.

Framangreind skotbyrgi ofan Setbergs eru augljós enn í dag (2023). Einhverra hluta vegna hafa misvísanir varðandi skráningu þeirra ratað inn í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar„. Þá hefur misfarist að skrá eina þá helstu, efst á standinum ofan Þórsbergs.

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar VII, Setberg 2021“ segir m.a. um framangreindar minjar:
„Númer: 2625-12.

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

Sveitarfélag: Hafnarfjörður. Landareign: Setberg. Tegund: Hleðsla. Hlutverk: Skotbyrgi. Ástand: Vel greinanleg. Aldur: 1900-1950. Lýsing: Kringlótt hleðsla sem er mikið hrunin, líklega skotbyrgi úr seinni heimsstyrjöldinni. Enginn sjáanlegur inngangur, gott útsýni í allar áttir. Veggjahæð er frá 0–0.2m og veggjabreidd þar sem hún er greinanleg er að jafnaði um 1m. Heimildir: Loftmyndir frá 1945, 1956 & 1958″

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

„Númer: 2625-22
Sveitarfélag: Hafnarfjörður. Landareign: Setberg. Tegund: Tóft. Hlutverk: Útihús. Ástand: Vel greinanleg. Lengd: 8.6m. Breidd: 6.2m. Vegghæð: 0–0.7m. Breidd veggja: 0.6m. Lýsing: Grjóthlaðið útihús, inngangur í suður og timburleifar innan í rústinni. Töluvert hrunin. Veggjahæð er frá 0–0.7m og veggjabreidd er að jafnaði um 0.6m.“

„Númer: 2625-23
Sveitarfélag: Hafnarfjörður. Landareign: Setberg. Tegund: Hleðsla. Hlutverk: Stekkur. Aldur: 1550-1900. Lengd: 8.1m.
Breidd: 4.8m. Vegghæð: 0–0.3m. Breidd veggja: 0.4m. Lýsing: Stekkur, bogadregin hleðsla við klett sem myndar þannig aðhald, austur veggur er klettur. Vel siginn, mikill trjávöxtur í og við hleðsluna. Veggjahæð er frá 0–0.3m og upprunaleg veggjabreidd þar sem hún er greinanleg er að jafnaði um 0.4m.“

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

Af framangreindu má sjá að þrjár fornleifar af fjórum eru í Fornleifaskránni skráðar á tiltölulega afmörkuðu svæði. Þá, sem vantar (skotbyrgi), má augljóslega sjá á loftmyndum frá því um miðja síðustu öld. Ein fornleifin af þremur er réttilega sögð vera „skotbyrgi“, hinar tvær eru sagðar vera „útihús“ og „stekkur“, sem fer víðs fjarri. „Timburleifar innan í“ meintu „útihúsi“ segir ekkert um fyrrum nýtingu minjanna.

Nú mætti ætla, af loftmyndunum að dæma, að ofan Setbergs hafi verið hlaðnar fjárborgir, líkt og aðrar 97 slíkar á Reykjanesskaganum, en við skoðun á vettvangi var augljóst að um „skotbyrgi“ hafi verið að ræða. Hermennirnir hefðu ekki fúlsað við vel og vandlega hlöðum fjárborgum Íslendinga þeim til skjóls og þar af leiðandi ekki talið ástæðu til að umbreyta þeim í þau hróf er dæmin eru um. Grjóthlöðnu skotbyrgin á stríðsárunum voru ekki „hlaðin“ sem slík, líkt og þau voru fyrrum ætluð til að veita búfénaði skjól í snjóum og vondum veðrum, heldur var þeim „hrófað“ skipulagslaust upp í svipuðum tilgangi; að veita hermönnum skjól fyrir veðri og vindum sem og mögulegum óvinum.

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

Þegar minjarnar ofan Setbergshamars eru skoðaðar er augljóst að um skotbyrgi er um að ræða, en hvorki „útihús“ né „stekk“. Útihús voru yfirbyggð og stekkir voru tvískiptir. Hvorugu virðist í fljótu fari fyrir að fara ofan Setbergshamars. Til að gæta þó allrar sanngirni gætu minjarnar nr. 2625-23 mögulega hafa verið stekkur fyrrum, en hafa ber í huga að „stekkjartíðin“ lagðist af á þessu svæði fyrir aldarmótin 1900.

FERLIR er farið að lengja eftir góðum og gagnmerkum fornleifaskráningum á Reykjanesskaganum.

Heimild:
-Loftmyndir af Hafnarfirði 1954, 1956 og 1958.
-Vettvangsskoðun.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar VII, Setberg 2021, bls. 25, 35, 42.

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

Steinabátar

Í bókinni „Steinabátar“ fjallar höfundurinn, Sturlaugur Björnsson, um áletrunina H.P.P. á klettavegg ofan Helguvíkur í Keflavík:

Sturlaugur

Sturlaugur við áletrunina á berginu ofan Helguvíkur. (FERLIR 2003)

„Í gegnum árum hef ég átt ótal ferðir út á Berg, og vitað, að uppi af botni Helguvíkur er greypt fangamark í klettana þar fyrir ofan. Þegar við krakkarnir fórum í leiðangur og fórum þarna um, töldum við að þar stæði H.P.D. Á seinni árum fór ég að velta fyrir mðer, hvers vegna hans Pétur Duus hefði valið þennan stað. leturgerðina og tengingu stafanna má sjá í bryggjuhúsinu, þar eru þeir skrifaðir á þil með svertu, sem notuð var við merkingu á saltfiskpökkum.
SturlaugurEkki er ólíklegt, að H.P.D. (sonur Péturs Duus og konu hans Ástu Duus) hafi gert sér að leik, á sínum yngri árum, að skrifa fangamark sitt með þessum hætti, þar sem efni til þess var svo nærtækt. En að fara út á berg með hamar og meitil til að klappa fangamark sitt í forboðið land er nokkuð annað.
Það gerðist svo fyrir fáum árum, er ég átti leið þarna um, að ég skoðaði fangamarkið og viti menn, það hefur þá staðið þarna H.P.P.
SturlaugurFyrir nokkrum mánuðum er ég sem oftar að fletta í bókum Mörtu Valgerðar „Minningar frá Keflavíkur“, og er að skoða meðfylgjandi mynd, sem er sögð „Úr Duus verslun um 1900“. Í textanum með myndinni eru mannanöfn og eitt nafnanna er „Hans P. Pedersen bókhaldari“. Gæti verið um að ræða Hans Petersen, stofnanda ljósmyndavöruverslananna?
Nú veit ég að svo er, H.P.P. var í fóstri hjá yngri Duus hjónunum (H.P.Duus og Kristjönu Duus). Hægt er að hugsa sér Hans P. Petersen á yngri árum, einan á góðum degi með tól sín undir áhrifum þess sem fyrir augu hans hefur borið í bryggjuhúsinu, og grópa fangamark sitt á þessum þá kyrrláta og fallega stað.“

Heimild:
-Steinabátar, Sturlaugur Björnsson, H.P.P, útg. 2000, bls. 96.

Hans P. Petersen 1916-1977

Hans P. Petersen 1916-1977. Margir Íslendingar þekkja ljósmyndavöruverslunina Hans Petersen. Stofnandi búðarinnar, Hans Pétur Petersen (1873-1938), byrjaði verslunarferil sinn í Aðalstræti í H.P Duus en þar vann hann í tuttugu ár. Síðast sem forstjóri verslunarinnar í Reykjavík. Hann opnaði eigin verslun í Skólastræti árið 1907 en flutti fljótlega í Bankastræti og fór að höndla með ljósmyndavörur. Hann var umboðsaðili fyrir Kodak ljósmyndavörur. Fyrst höndlaði hann með nýlenduvöru og veiðarfæri og auk þess rak hann kaffibrennslu. Hann var einnig einn stofnenda Skipasmíðastöðvar Reykjavíkur.

Elliðakot

Tóftir gamla bæjarins að Elliðakoti eru á ási norðan Nátthagavatns.

Elliðakot

Elliðakot.

Einkennandi fyrir tóftirnar, sem enn standa, eru reglulega tilhöggvnir steinar, allir að svipaðri stærð. Um er að ræða stórt skepnuhús og annað minna, líklega sauðakofa, sem breytt hefur verið í hænsnahús. Íbúðarhúsið hefur staðið á grunni vestan skepnuhússins. Heimagarðurinn er í brekku á móti suðvestri. Heimtröðin er norðan hans.

Elliðakot

Elliðakot.

Gamlir hleðslugarðar umlykja heimatúnið. Norðaustan í því eru garðar umhverfis matjurtargarð. Sunnan bæjarins, á klapparholti, er snyrtilega hlaðin tóft. Ekki er að sjá að tóftin hafi verið þekjuð eða notuð. Þó gæti hafa verið hlið í henni framanverðri. Þá gæti þana verið um að ræða „sýningarbás“ í vegghleðslu með grjótinu úr námunni, en í holtinu er steinnáma og þar hefur að öllum líkindum mest af grjótinu í skepnuhúsin og önnur hlaðin hús verið sótt. Stafaáletrun (EG eða EC) er á einum steini útihúsanna. Þess má geta að Eggert Norðdal Guðmundsson bjó í Elliðakoti frá þriggja ára aldri (fæddur í Landbroti 1866). Faðir hans fluttist síðan að Geithálsi, en Eggert að Hólmi eftir að hann kvæntist. Talið er að Eggert og Skúli, bróðir hans, hafi hlaðið steinveggina í Elliðakoti seint á 19. öld. Ættarnafnið Norðdal mun vera komið frá Hvammi í Norðurárdal.

Elliðakot

Elliðakot.

Bærinn hefur staðið undir lágu hamrabelti. Ofan hans liggur gata um Miðdalsheiði, framhjá Selvatni og áfram upp með Lyklafelli, Draugatjörn og að Kolviðarhól annars vegar og hins vegar áleiðis að Grafningi við Þingvallavatn. Um er að ræða svonefnt nyrðra vegarstæði á þjóðleiðinni austur fyrir fjall, en deilur stóðu um það um 1880 á hvora leiðina ætti að leggja áherslu m.t.t. til samgöngubóta. Þessi leið var ákjósanlegri þar sem hún sneiddi ofan við Fóelluvötn og þær ófærur sem Sandskeiðið var.

Elliðakot

Elliðakot – útihús.

Leifar kots Sólheimatjarnar eru norðvestar. Skammt austar eru þrjú stór grenitré. Við þau eru hluti skorsteins, nokkurs konar minnismerki um fólkið, sem þarna lifði og hrærðist. Vestan við Elliðakot, á grónum hæðóttum túnum, eru allnokkrar mun eldri minjar, a.m.k. gamall bæjarhóll með beðasléttum. Túnið er bókstaflega allt unnið þannig, eða svo til. Þetta var víst víða gert en svo sléttað aftur þegar tæki komu í stað handa. Mjög mikil vinna, allt með höndum. Menn töldu að það fengist meira hey af slíku, þ.e. að fermetrafjöldinn yrði meiri fyrir utan það skurðirnir á milli söfnuðu til sín vatni þannig að þurrara yrði. Slétturnar eru mót suðvestri. Skammt frá eru tóftir útihúsa, garðar o.fl. Rétt er að geta þess að eldra nafn á Elliðakoti var Helliskot og gætu þarna verið um að ræða tóftir þess bæjar.

Elliðakot

Beðsléttur við Elliðakot.

Búið var í Elliðakoti fram til 1940. Brá þá síðasti bóndinn búi. Búið var þó í húsunum fram til 1948 eða 1949. Brunnu húsin þá og fór jörðin þar með endanlega í eyði.
Þegar farið er um þetta svæði er hvergi merkingar að sjá. Engar aðgengilegar upplýsingar er að fá um það. Í fornleifaskýrslum er einungis fjallað um vörður og einstaka tóft, en hvergi svo vitað sé um um býlin sjálf, fólkið og minjarnar. Svæðið í heild er mjög fallegt og ákjósanlegt til útivistar, en sagnfræðilega einangrað. Hvort það er af ásettu ráði eða ekki skal ósagt látið.

Elliðakot

Fjárhústóft ofan Elliðakots.

Fyrir ofan Lækjarbotna, liggur vegurinn um svo kallaða Fossvelli, er áin rennur yfir, og hefur hún þar oft gert usla. Svo liggur hann upp Lakheiði, en þar er ekki annað að óttast en þverrásir, sem stundum hafa orðið nokkuð dýrar. En þegar kemur upp undir Arnaþúfu, fer heldur að versna sagan. Þar liggur vegurinn á parti fram með ánum, fyrir sunnan neðri vötnin – svo er Fóelluvötnum skipt – enda flýtur hann þar burtu árlega, sem þó er enn verra, er kemur upp á Sandskeiðið. Þar má segja, að komi vatn úr hverri átt og það eigi lítið. Renna þar saman allar leysingakvíslir, er koma sunnan með öllum Bláfjöllum og hraunum og heiðum þar í kring, einnig með Vífilfelli að austan og norðan. Verður þá yfir allt Sandskeiðið og Fóelluvötnin einn hafsjór, enda sýndi það  sig best, veturinn eftir að vegurinn var þar lagður, því þá gersópaðist hann svo burtu, að eftir voru kafhlaup, þar sem hann var áður. Síðan hefur þar ekki verið vegur lagður og var það hyggilegt. Að vísu er þar allgóður vegur í þurrkatíð um hásumarið, en fram eftir öllu vori er þar oft lítt fært.

Elliðakot

Varða á Austurleið ofan Elliðakots.

Fyrir ofan Sandskeiðið taka öldurnar við og er þar ekki slæmt vegstæði í sjálfu sér, en þar er svo mikið aðrennsli, sunnan úr Sauðadölum og fjöllum þar í grennd, að vegurinn hefur orðið þar fyrir miklum áföllum og er nú svo eyðilagður, að víða er hann verri en enginn vegur. En síðast og ekki síst kemur Svínahraun, er staðið hefur eins og „þrándur í götu“ fyrir allri vegasmíð á þessari suður-vegsleið, með alla sína lögnu og flóknu vegargerðasögu, er væri nóg í stóra bók, og verður henni því sleppt hér.

Austurleið

Austurleiðin sunnan við Lyklafell.

Í fáum orðum sagt, virðist vegurinn frá Hólmi upp að Kolviðarhól vera lagður um þær verstu torfærur, er voru á þessari leið og er það hrapalegt, um hinn fjölfarnasta veg upp frá sjálfum höfuðstaðnum. Þetta sýnist nú því verra, þar eð fenginn var útlendur vegfræðingur til að leggja veginn, en ætli hann hafi eða verið þá skipað að skoða, hvort ekki væri hentugra vegstæði á öðrum stað, en eitt má telja víst, að hefði vegurinn verið fyrst lagður frá Reykjavík, að þá hefði aldrei verið farið með hann suður fyrir ár, og upp í Fóelluvötn, sem nú er líka dálaglegur krókur.

Austurleið

Austurleiðin nyrðri.

Hér skal því benda á, hvar vegurinn hefði átt að liggja, eða öllu heldur, hvar hann nú ætti að leggjast, því ótrúlegt er að hann, þar, sem hann nú er líti dagsljós tuttugustu aldarinnar, og það því heldur, sem við nú höfum vegfræðing við hendina, og erum búnir að fá dálitla reynslu í vegasmíði.
Nyrðri leiðin hefur af sumum hefur verið álitin betri til vegalagningar, enda er þeim óðum að fjölga, er sannfærast um, að þar hefði hann orðið að mun styttri, ódýrari og varanlegri, því á leiðinni frá Árbæ og upp að Húsmúla, eru bara tvær leysingavatns-rásir og lækurinn milli Vilborgarkost og Elliðakots, er bæði væri hægt að brúa, og eins að fara fyrir upptök hans, ef það þætti betra, en það mætti með því móti að skilja ekki suðurveginn frá Mosfellsheiðarveginum fyr en fyrir ofan Sólheimatjörn.

Austurleið

Varða við nyrðri leiðina.

Leysingarásirnar eru, önnur fyrir vestan Lyklafell, sem sjaldan rennur og þá örlítil, en hin fyrir austan fellið og er hún nokkuð meiri, en þó hverfandi á móti öllu því vatni, er kemur úr suðurfjallinu, er nú stendur mest hætta af, hvað veginn áhrærir. Að nyrðri leiðin sé styttri, getur hver meðalgreindur maður séð og þó ekki sé mælingafróður, því frá Árbæ upp í Hellisskarð, er línan hér um bil um Elliðakot, Lyklafell og norðan til á öldunum, en bein lína milli tveggja punkta er þó stysti vegur.

Fóelluvötn

Fóelluvötn – Lyklafell fjær.

Lagt var til að þingið léti vegfr. Sigurð Thoroddsen rannsaka vegarstæði á nyrðri leiðinni, áður en veitt væri stórfé til viðgerðar suðurveginum enn á ný, því þó gert væri við hann all-rækilega þá er þó efri hlutinn í mesta óstandi, helst öldurnar, er ekki mundi veita af nokkrum þúsundum krónum til viðreisnar. Sumum þótti nú kannske nokkuð í ráðist, að hætta nú við suðurveginn, en slíkt er þó varla áhorfsmál, því þó búið sé að verja til hans allmiklu fé, þá er því þó alls ekki á glæ kastað. Fyrst hefur vegurinn verið til mikils hægðarauka og að öðru leyti hefur féð að mestu leyti runnið í hendur landsmanna sjálfra. En úr því við höfum ekki peninga til vegabóta, nema af skornum skammti, ætti þeim helst að vera varið þar, er traustast yrði með framtíðinni, en ekki fleygt út til eins fávíslegrar vegagerðar, eins og suðurvegurinn er, því á þeim stað, sem hann er nú, verður hann fyrr eða síðar dæmdur ófær.

Letursteinn

Áletrun á hornsteini Elliðakots.

Nátthagavatn er syðst, þá Selvatn (en vegarslóðinn ofan Elliðkots (Helliskots) liggur áleiðis að því, þá Krókatjörn, Nykurtjörn og Leirtjörn og loks Silungatjörn nyrst.
Í viðtölum við fólk í sumarbústað við Nátthagavatn kom fram að það teldi að vegurinn ofan við Elliðakot hafi verið gömul reiðleið austur fyrir fjall sem og að Grafningi að Þingvallavatni. Það gæti vel passað við legu gamla Þingvallavegarins, sem liggur skammt norðan nýja vegarins að Nesjavöllum.
Meira um svæðið á næstunni.
Frábært veður – sól og stilla. Ferðin um svæðið tók 1 klst og 1 mín.

Upplýsingarnar um vegagerðina eru m.a. fengnar af
http://www.vegag.is/vefur

Elliðakot

Letursteinn í Elliðakoti.

Rauðavatn

Ætlunin var að skoða og staðsetja fjárborg sunnan við Rauðavatn sem og tóft af sauðahúsi þar skammt austar. Einnig var og ætlunin að skoða minjar Örfiriseyjarsels í Lækjarbotnum undir Selfjalli.

Lækjarbotnar

Aðsetur útilegumanna fyrrum – Hellisopið.

Lækjarbotnar voru efsta byggða ból vestan Hellisheiðar og þar lá þjóðleiðin um áður. Útilegumenn bjuggu í helli í gili skammt ofan við Botnana. Guðmundur H. Sigurðsson, bóndi í Lækjarbotnum, færði bæ sinn á árunum 1904-1910 að Suðurlandsvegi og nefndi Lögberg. Þá var gamli bærinn nefndur Gömlubotnar. Sjá má leifar af gamla túninu á Lögbergi sunnan þjóðvegarins, en bæjarstæðið hvarf undir veginn. Tröllakatlarnir neðan Lögbergsbrekku eru fallegir gervigígar líkt og hraunkatlarnir á Strokkamelum við Hvassahraun og stóru hraunkatlarnir í Hnúkunum.

Rauðavatn

Rauðavatn – fjárborg.

Í Rauðavatnsskógi eru bæði góðir göngustígar og nægt rými. Umhverfið er hið fallegasta. Umfeðmingur, blágresi og smjörgras ásamt fleir blómategunum vaxa þar utan barr- og birkitrjáa.
Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað var 1946, en undanfari þess var Skógræktarfélag Íslands, stofnað 1930, sem þá breyttist í landssamtök skógræktarfélaga. Fyrsta skógræktarfélagið var raunar stofnað upp úr aldamótum en starfsemi þess lognaðist út af nokkrum árum síðar, þótt brautryðjendastarf frumherjanna gleðji nú gest og gangandi við Rauðavatn.

Rauðavatn

Rauðavatn – rétt.

Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea) er mjög sjaldgæft á Íslandi, þótt það sé með algengasta berjalynginu í Noregi og Svíþjóð (Sæ: tyttebær). Það líkist nokkuð sortulyngi, en blöðin eru ofurlítið tennt, þynnri en á sortulyngi og með niðurorpnum röndum. Berin eru rauð og safarík. Heimkynni rauðberjalyngsins á Íslandi eru á Austfjörðum, en einnig vex það á þrem stöðum í Öxarfirði. Á síðari árum hefur það einnig fundizt í Þrastarskógi og í furulundinum við Rauðavatn, og gæti það á báðum þeim stöðum verið aðflutt með skógrækt.
Leitað var að sauðakofatóftinni. Leitarþjálfun undanfarinna ára kom nú í góðar þarfir.

Rauðavatn

Rauðavatn – letursteinn.

Gengið var upp á hæsta móholtið sunnan Rauðavatns og línan síðan tekin til vesturs. Þá var gengið svo til beint á tóftina, sem er vestan undir hæðinni, svo til alveg í skógarmörkunum. Tóftin er með hlöðu í endann. Vel sést móta fyrir henni í hlíðinni. Neðan hennar, inni í skóginum eru greinilegir hlaðnir garðar er mynda ferköntuð gerði.

Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar Reykjavíkur þann 26. september 1918 bentu verkfræðingarnir Jón Þorláksson og Guðmundur Hlíðdal á tvær virkjunarleiðir í Reykjavík, annars vegar að virkja nýtanlega fallhæð í ánum í tveimur rafstöðum sem byggðar yrðu við árnar, hin neðri við Ártún og hin efri ofan við Árbæ, og hins vegar að nota alla fallhæðina í einni stöð sem staðsett yrði í Grafarvogi.

Skyggnir

Skyggnir.

Bæjarstjórn ákvað að stöðin yrði sett við Grafarvog, svo framarlega sem engir óvæntir erfiðleikar kæmu í ljós við fullnaðarrannsókn á virkjunaraðstæðum. Ætlunin var að stífla Elliðaárnar við hólinn Skyggni, neðan við Elliðavatnsengjar, veita ánum þar úr farvegi sínum í Rauðavatn eftir Margróf og nýta alla fallhæðina þaðan til sjávar um 74 metra fall, í einni stöð við Grafarvog.
Niðurstaðan úr rannsóknum sem fram fóru sumarið 19191 leiddu til þess að horfið var frá þessari tilhögun á virkjun ánna og ákvað bæjarstjórn hinn 6. desember 1919 að byggja 1000 hestafla rafstöð við Ártún.

Borgarholtsbrekkur

Fjárborg.

Á móhól skammt sunnan við Rauðavatn er fjárborgin. Vel sést móta fyrir henni á hólnum. Hún hefur verið gerð úr nokkuð stórum steinum neðst, en síðan hefur hún verið tyrfð. Borgin er á fallegum stað, en líklega vita fáir, sem þarna eiga leið um, hvaða mannvirki þetta gæti hafa verið.

Þá var haldið upp í Lækjarbotna með viðkomu í hraunkötlunum, klepragígum í Leitarhrauni undir Lögbergsbrekku, Tröllabörnum. Þrír katlanna eru stærstir. Hægt er að fara ofan í tvo þeirra, en þeir hafa myndast vegna gasuppstreymis úr hrauninu á sínum tíma. Fallegt náttúrufyrirbæri við fjölfarna leið, sem óhætt væri að gera hærra undir höfði en nú er. Tröllabörn (Tröllabolar) eru friðlýst náttúruvætti síðan 1983. Þau eru tíu talsins, um 4.500 ára gömul.

Laekjarbotnar-2

Tóft í Lækjarbotnum.

Í Lækjarbotnum, nálægt skátaskála Væringja, eru tóftir Örfiriseyjasels, auk tófta frá Lækjarbotnum.
Árið 1868 var gefið út nýbýlaleyfi fyrir landinu Lækjarbotnum undir Selfjalli. Fjallið dregur nafn sitt af seli jarðarinnar Örfiriseyjar á Seltjarnarnesi. Örfirisey átti selstöðu þar og hafði í seli og hefur svo verið vegna landleysis jarðarinnar. Selið var líklega aflagt árið 1799, þegar byggð í Örfirisey fór í eyði eftir Básendaflóðið. Lækjarbotnar var efsta byggða ból vestan Hellisheiðar og í þjóðbraut, því þarna inn við Selfjallið lá gamla leiðin um Lækjarbotna. Þetta nýbýli var því vinsæll áningarstaður bænda úr austursveitum á kaupstaðarferð til Reykjavíkur og ekki síður á austurleið.

Lögberg

Lögberg.

Guðmundur H. Sigurðsson bóndi í Lækjarbotnum (1876-1957) flutti húsið á árunum 1904-1910 að þjóðveginum sem lá um Fossvallaklif og rak þar greiðasölu. Í manntalinu 1910 er býlið nefnt Lögberg Lækjarbotnar og er líklegt að þá hafi verið farið að nefna eldra bæjarstæðið Gömlubotna. Guðmundur gaf Skátasambandi Reykjavíkur land í Gömlubotnum og reistu þeir þar árið 1929 fyrsta útivistarskálann á Íslandi. Hann var nefndur Væringjaskálinn og var fluttur á Árbæjarsafn árið 1962 og endurbyggður þar. Fimm fornminjar eru skráðar í Gömlubotnum: Fjárhús, rétt, sel, fjárból og rúst.

Lögberg

Leiði Guðmundar á Lögbergshólnum.

Á Lögbergi hafði Guðmundur greiðasölu og gistingu ásamt bústýru sinni, Guðfinnu Karlsdóttur, og nefndi býlið Lögberg. Húsið var rifið þegar Suðurlandsvegurinn var lagður á sjöunda áratug 20. aldar. Á ás sunnan vegarins er gamla túnið á Lögbergi, Túnhóllinn. Þar eru bæjarstæði og fleiri rústir ásamt grafreit, en þar hvílir Guðmundur bóndi og veitingamaður, Svavar Guðmundsson. Norðan við grafreitin má sjá leifar útihúss með hlöðu í suðurenda.

Upphaf byggðar í Kópavogi var í landi jarðanna Kópavogs og Digraness sem voru í eigu ríkisins en búskap á þeim var hætt skömmu eftir 1930. Í sveitarstjórnarkosningum sumarið 1946 náðu íbúar Kópavogs meirihluta í hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps og öll stjórnsýsla fluttist til Kópavogs.

Lögberg

Tóft á túnhólmum við Lögberg.

Íbúar Seltjarnarness knúðu á að eigum Seltjarnarneshrepps yrði skipt upp. Skipting sveitarfélagsins fór fram um áramótin 1947-48 og efnt var til kosninga í hinum nýja Kópavogshreppi í janúar 1948. Sama ár var reytum Seltjarnarneshrepps skipt. Jarðirnar Kópavogur, Digranes, Hvammkot (Fífuhvammur), Vatnsendi, Geirland, Gunnarshólmi og Lögberg (Lækjarbotnar) voru lagðar undir Kópavogshrepp.
Í gili ofan við Lækjarbotna er hellir og skjól þeirra Eyvindar og Margrétar Símonardóttur úr Ölfusi.
Frábært veður – stilla og hiti. Ferðin tók 1 klst og 1 mín.

Laekjarbotnar-1

Hellir Margrétar og Eyvindar ofan Lækjarbotna.