Eftirfarandi skrif, „Staldrað við í Straumsvík“, birtust í Fálkanum árið 1966:
„Ísland á óhemju mikla náttúru á öllum sviðum og á sumum sviðum svo skrítna, að hún hefur komizt í alfræðibækur og sandala-Þjóðverjar koma árlega til að sjóða sér kartöflur í Geysi. Við eigum samt enga fossa, sem renna upp í móti, en því meira af þeim sem falla niður og það er ennþá betra. Og það er ekki nema klukkutíma gangur að sumum þeirra. Kaldá hefur lengi verið mönnum ráðgáta. Hún kemur upp í Kaldárbotnum fyrir ofan Hafnarfjörð, rennur smáspöl uppi á yfirborði jarðar, en stingur sér undir hraunið, svo snögglega að líkast er að hendi sé veifað og síðan veit enginn neitt með neinni vissu. Auðvitað fer ekki hjá því að afbrigðilegt háttalag Kaldár, hafi vakið margfalda athygli kynslóða síðan sögur hófust. Þannig á Kaldá t. d. að vera ábyrg fyrir Reykjaröstinni og aðrir setja hana í eitthvert óljóst samband við Kleifarvatn og enn aðrir eru á þeirri skoðun að hún velli fram undan hrauninu í Straumsvík skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð. Svo mikið er þó allavega vist, að í Straumsvík kemur ferskt vatn undan hrauninu og myndar þar straumiður margar og stendur uppi í mörgum bollum. Einnig hefur þar gróið upp meira en annars staðar, nema þá að hraunið hafi aldrei runnið þar yfir, sem er alveg eins sennilegt.
Straumsvík er ein af örfáum vinjum í bleksvart hrjóstrið þar syðra. Frá því Straumi sleppir og þangað til komið er í Kúagerði sést ekki stingandi strá við hvíta og ópersónulega steinbrautina, aðeins helluhraun og apalhraun, sem riðlast hvort á öðru og apalhraunið þó heldur ofan á. Þar er til að mynda Hvassahraun, sem talið er að hafi runnið eftir landnám, enda er þess nokkrum sinnum getið í annálum að Reykjanesskagi hafi brunnið.

Þetta hraun hefur strax orðið illur farartálmi, enda er taliS að yfir það hafi verið gerður vegur og þá væntanlega númer tvö í röðinni hérlendis af manna höndum. Hinn er Berserkjagata á Snæfellsnesi. sem berserkir Víga-Styrs unnu að án þess að fá launaumslagið sitt að verki loknu. Heldur voru þeir kæfðir í baðstofu, enda var þá engin verðbólga til að kæfa menn í að verkslokum. Fróðir menn telja (þetta er orðalag, sem menn nota þegar þeir hafa ekki heimildir fyrir skrifum sínum, eða veigra sér við að nefna þær), að vermenn hafi unnið að vegagerðinni yfir Hvassahraun og hefðu þeir trauðla komizt í verið suður með sjó að öðrum kosti, a. m. k. ekki á landi. Það eitt að missa ekki af vertíðinni í Kirkjuvogi eða Grindavík, hefur orðið þessum mönnum sumum hverjum, á við feitt launaumslag, en aðrir hafa með vegagerðinni trúlega brúað mjótt bilið milli sjálfra sín og sjódauðans síðar á vertíðinni. Hvernig sem á því stendur, er ekki vitað til að Íslendingar hafi gert vegi þaðan í frá og allar götur fram á síðustu öld, heldur látið sauðkindina troða götur að sumrinu og slátrað henni svo að haustinu.

Vegabætur allar eru sárlega vanþakkaðar allt fram á okkar dag. Þar sem Straumur er ekki ein af landnámsjörðunum, er með öllu ómögulegt að beita Ara fróða fyrir sig og segja til um upphaf byggðar þar. Trúlega hefur einhver staðfesta orðið þar allsnemma, því að þarna er þó hægt að ná sér í vatn, sem verður því sjaldgæfara, sem utar dregur á skagann, sem er hriplekur af umbrotum undirdjúpanna. Að því slepptu er trúlegt að þar hafi verið áningarstaður lestamanna fram eftir öldum, en allt um það er farið að búa þar á þessari öld og býlið Straumur við Hafnarfjörð stendur enn, utan- og neðanvert við sumarhúsaþyrpingu og má engu muna að borga þurfi vegatoll áður en snúið er niður að bænum af Keflavíkurveginum hinum mikla.

Þarna stendur stórt og traustlegt steinhús, þó komið allvel til ára sinna. Gæsir margar heilsa aðkomumanni með blaðri sínu og ef illa stendur í bólið þeirra, teygja þær hálsana framan að honum og blása. Þetta eru stórar akfeitar aligæsir, tilvaldar á jóiaborð einhvers staðar þar í heiminum, sem ekki er etið hangikjöt. Annar fénaður er ekki sýnilegur, nema ef vera skyldu a. m. k. þrír kettir. Fleiri voru ekki heima við í þetta sinn. Hvít læða lætur eins og hún vilji bæta fyrir ókurteisi gæsanna með því að nudda sér upp við okkur í sífellu og elta okkur um alla landareignina. Hún var sýnilega rétt ógotin og hafði ekki á móti því að henni væri strokið.

Úr tanga skammt innan við víkina gengur brot alllangt út í sjóinn og rétt þar sunnan við og í víkurkjaftinum vaggar fleki. Við sjáum ekki hvort hann er mannaður, en hahn er þarna sennilega í sambandi við mælingar á dýpi, þarna á að rísa alúmínverksmiðja áður en öldin er öll. Það er bullandi útfall og norðankul beint ofan í fallið, auk þess renna margir strengir í sjó fram undan hrauninu og það er hvítfyssandi ólga úti á víkinni. Af ummerkjum á landi má ráða að grasnytjar séu þarna hæpnar. Sjór hlýtur að ganga langleiðina heim á hlað um stórstraum. Þarna hefur heldur ekki verið slegið í fyrrasumar að því er bezt verður séð, því hólar eru vafðir löngum sinuflókum. Rétt sunnan við bæinn þræðir stórvandaður grjótgarður sig eftir mishæðunum og alla leið í sjó fram. Þar hefur hann brotnað niður allur af sjógangi og ekki verið reistur við. Það sem stendur af honum er fallegt mannvirki þótt ekki glampi þar á gler og stál, en fyrir þessu hvort tveggja verður hann að víkja um síðir. Af reka ber mest á plastbrúsum alls konar. Meðan blaðrið í gæsunum blandast skvaldrinu í fjörunni og garginu í mávunum, skulum við hverfa aftur í tímann til haustsins 1550, þegar þeir feðgar Jón biskup Arason á Hólum, Björn og Ari synir hans, sitja í myrkrastofu austur í Biskupstungum á stað þeim er Skálaholt nefndist, en Skálholt nú. En í stofu sitja þeir að árbít siðaskiptahetjurnar Marteinn biskup Einarsson, Kristján skrifari. Daði í Snóksdal og séra Jón Bjarnason.

Skyldu nú ráðast örlög þeirra feðga og þótti mikið við liggja að vel tækist til um að geyma þá. Dálítið var samt hjartað neðarlega í stríðsmönnum Lúthers þennan morgun, því enginn þeirra treystist til að gæta feðganna fyrir Norðlendingum, sem voru svo tregir til að skipta um sið, að jafnvel enn þann dag í dag er ekki örgranni um að Þeir setji meira traust á hrossið en almættið. Kom því þar umræðum að allir sigldu í strand, nema séra Jón Bjarnason. Hann kvaðst ef til vill vera heimskastur þeirra allra, en þó kynni hann ráð er duga myndi. Þeir báðu hann láta heyra.
Séra Jón mælti þá þessi fleygu orð: „Öxin og jörðin geyma þá bezt!“ Þetta fannst þeim þjóðráð Kristjáni og Marteini, en sagan segir að Daði hafi verið tregur til sa
mþykkta. Þó lét hann undan að lokum og því fór sem fór. Þegar öxin hafði unnið sitt á þeim feðgum, voru^ þeir fengnir jörðinni til vörzlu. Þeir voru dysjaðir eins og afsláttarklárar „út undir vegg, kistulaust og með engum sóma. Heldur voru Norðlendingar lítið hrifnir af aðförum þessum öllum. Þeir gerðu reið mikla til Skálholts að heimta líkin og voru óárennilegir. Flokkurinn var allur hálfgrímuklæddur, því hver maður var með svarta lambhúshettu svo rétt grillti í augu og nef. Aldeilis seig Marteini biskupi larður við þessa sýn og gaf umsvifalaust leyfi til að líkin yrðu tekin og flutt norður um heiðar. Norðlendingar veittu líkunum umbúnað í Laugardal. í kistu Ara lögmanns settu þeir eina klukku, tvær í kistu séra Björns og þrjár í kistu herra Jóns Arasonar. Hringdu klukkur í sífellu á norðurleið, en Líkaböng á Hólum sprakk af harmi.
Því er þessi saga rakin hér að eftirmál urðu meiri og stærri í sniðum síðar og víkur nú sögunni suður á nes. Norðlenzkir vermenn höfðu spurnir af Kristjáni skrifara og sveinum hans, þar sem þeir sátu fagnað að Kirkjubóli í Garði.

Að fengnu leyfi bóndans, Jóns Kennekssonar, tóku þeir hús á Kristjáni og drápu hann þar og sveinana. Þetta var mikið hervirki og er ekki annars getið en það hafi mælzt vel fyrir af allri alþýðu, þó að kóngurinn hafi sjálfsagt ekki verið kátur, þegar hann frétti það til Kaupmannahafnar. Trúlega hefur líka sett hroll að Marteini og fylgjurum hans við tiltektir vermanna. En u m sumarið er sagt að „orlogsskip“ danskt kæmi af hafi og á því 600 hermenn með alvæpni. Skipinu stýrði „orlogskafteinn“. Þeir hinir dönsku menn létu hendur standa fram úr ermum og tóku Jón karlinn Kenneksson og hjáleigumann hans Sennilega hefur átt að flytja þá annað hvort austur í Skálholt, eða að Bessastöðum, en svo mikið er víst að í Straumsvík þraut gæzlumennina þolinmæði og þar hjuggu þeir fangana. Síðan voru höfuð þeirra sett á steglur, en búkarnir á hjól. Sá þess merki í tuttugu eða þrjátíu ár, að því er annálar herma.
Þannig hófust erlendar framkvæmdir í S
traumsvík árið 1551 eða 1552, en ekki 1966 eins og sumir telja. Til gamans skal hér að lokum tilfært úr kafla þeim úr Biskupsannálum Jóns Egilssonar, þar sem greint er frá drápi Kristjáns skrifara og sveina hans: ,.. .. Þeir báðu bóndann leyfis að rjúfa bæinn; hann sagði þeir mætti brjóta ef þeir bætti aftur og fyrir það var hann af tekinn, að hann bannaði þeim ekki. Síðan veittu þeir þeim að göngu og drápu þá; sumir segja að þeir hafi verið VII en sumir IX — Christján komst út lifandi, utan höggvinn nokkur, því hann var í treyju, sem járnin bitu ekki á. Þá kom að maður átján vetra, stór sveinn Þórunnar á Grund, og hafði lenzu í hendi. „Ég skal skjótt finna á honum lagið“, og lagði fyrir neðan treyjuna og upp í smáþarmana á honum, svo hinn rak þá upp hrjóð og lýsti hann sinn banamann. Hann sá síðan hvar grár hestur stóð, er Ari heitinn (sonur Jóns biskups) hafði átt, hann tók hann strax og reið norður í Eyjafjörð á iii dögum, að sagt er. Engra þeirra nöfn man ég er þar voru að. – Þaðan fóru þeir til Mársbúða og drápu þar annan er þar lá, en annar slarjD, því hann skaut einn af þeim til dauða meður einni baun, er hann lét fyrir
byssuna og svo komst hann í Skálholt.
— Þeir fóru þá um öll Nes og drápu hvern og einn eptirlegumann og tóku allt það þeir áttu og líka það þeir Dönsku höfðu með sér og einn Danskur átti bú inn á Bústöðum; þar tóku þeir allt það þar var, en vildu drepa börnin, en þó varð ekki af því. Þá Danska á Kirkjubóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð; tveir af þeim hétu Sefrínar: Sefrín Kock og Sefrín Ama; en strax þegar húmaði gengu báðir aptur; þeir tóku það ráð, sem þá höfðu slegið, að þeir hjuggu af þeim öllum höfuðin og stungu nefi þeirra (með leyfi að segja) til Saurbæjar, en sú svívirðing gramdist kóngsvaldinu mest, að vori, þá Danskir komu út.“
Heimild:
-Fálkinn, 39. árg., Staldrað við í Straumi, 20. tbl., 1966, bls. 10-11.

Eldhús við Litla-Lambhaga.
Staldrað við í Straumsvík
Eftirfarandi skrif, „Staldrað við í Straumsvík“, birtust í Fálkanum árið 1966:
„Ísland á óhemju mikla náttúru á öllum sviðum og á sumum sviðum svo skrítna, að hún hefur komizt í alfræðibækur og sandala-Þjóðverjar koma árlega til að sjóða sér kartöflur í Geysi. Við eigum samt enga fossa, sem renna upp í móti, en því meira af þeim sem falla niður og það er ennþá betra. Og það er ekki nema klukkutíma gangur að sumum þeirra. Kaldá hefur lengi verið mönnum ráðgáta. Hún kemur upp í Kaldárbotnum fyrir ofan Hafnarfjörð, rennur smáspöl uppi á yfirborði jarðar, en stingur sér undir hraunið, svo snögglega að líkast er að hendi sé veifað og síðan veit enginn neitt með neinni vissu. Auðvitað fer ekki hjá því að afbrigðilegt háttalag Kaldár, hafi vakið margfalda athygli kynslóða síðan sögur hófust. Þannig á Kaldá t. d. að vera ábyrg fyrir Reykjaröstinni og aðrir setja hana í eitthvert óljóst samband við Kleifarvatn og enn aðrir eru á þeirri skoðun að hún velli fram undan hrauninu í Straumsvík skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð. Svo mikið er þó allavega vist, að í Straumsvík kemur ferskt vatn undan hrauninu og myndar þar straumiður margar og stendur uppi í mörgum bollum. Einnig hefur þar gróið upp meira en annars staðar, nema þá að hraunið hafi aldrei runnið þar yfir, sem er alveg eins sennilegt.
Straumsvík er ein af örfáum vinjum í bleksvart hrjóstrið þar syðra. Frá því Straumi sleppir og þangað til komið er í Kúagerði sést ekki stingandi strá við hvíta og ópersónulega steinbrautina, aðeins helluhraun og apalhraun, sem riðlast hvort á öðru og apalhraunið þó heldur ofan á. Þar er til að mynda Hvassahraun, sem talið er að hafi runnið eftir landnám, enda er þess nokkrum sinnum getið í annálum að Reykjanesskagi hafi brunnið.
Þetta hraun hefur strax orðið illur farartálmi, enda er taliS að yfir það hafi verið gerður vegur og þá væntanlega númer tvö í röðinni hérlendis af manna höndum. Hinn er Berserkjagata á Snæfellsnesi. sem berserkir Víga-Styrs unnu að án þess að fá launaumslagið sitt að verki loknu. Heldur voru þeir kæfðir í baðstofu, enda var þá engin verðbólga til að kæfa menn í að verkslokum. Fróðir menn telja (þetta er orðalag, sem menn nota þegar þeir hafa ekki heimildir fyrir skrifum sínum, eða veigra sér við að nefna þær), að vermenn hafi unnið að vegagerðinni yfir Hvassahraun og hefðu þeir trauðla komizt í verið suður með sjó að öðrum kosti, a. m. k. ekki á landi. Það eitt að missa ekki af vertíðinni í Kirkjuvogi eða Grindavík, hefur orðið þessum mönnum sumum hverjum, á við feitt launaumslag, en aðrir hafa með vegagerðinni trúlega brúað mjótt bilið milli sjálfra sín og sjódauðans síðar á vertíðinni. Hvernig sem á því stendur, er ekki vitað til að Íslendingar hafi gert vegi þaðan í frá og allar götur fram á síðustu öld, heldur látið sauðkindina troða götur að sumrinu og slátrað henni svo að haustinu.
Vegabætur allar eru sárlega vanþakkaðar allt fram á okkar dag. Þar sem Straumur er ekki ein af landnámsjörðunum, er með öllu ómögulegt að beita Ara fróða fyrir sig og segja til um upphaf byggðar þar. Trúlega hefur einhver staðfesta orðið þar allsnemma, því að þarna er þó hægt að ná sér í vatn, sem verður því sjaldgæfara, sem utar dregur á skagann, sem er hriplekur af umbrotum undirdjúpanna. Að því slepptu er trúlegt að þar hafi verið áningarstaður lestamanna fram eftir öldum, en allt um það er farið að búa þar á þessari öld og býlið Straumur við Hafnarfjörð stendur enn, utan- og neðanvert við sumarhúsaþyrpingu og má engu muna að borga þurfi vegatoll áður en snúið er niður að bænum af Keflavíkurveginum hinum mikla.
Þarna stendur stórt og traustlegt steinhús, þó komið allvel til ára sinna. Gæsir margar heilsa aðkomumanni með blaðri sínu og ef illa stendur í bólið þeirra, teygja þær hálsana framan að honum og blása. Þetta eru stórar akfeitar aligæsir, tilvaldar á jóiaborð einhvers staðar þar í heiminum, sem ekki er etið hangikjöt. Annar fénaður er ekki sýnilegur, nema ef vera skyldu a. m. k. þrír kettir. Fleiri voru ekki heima við í þetta sinn. Hvít læða lætur eins og hún vilji bæta fyrir ókurteisi gæsanna með því að nudda sér upp við okkur í sífellu og elta okkur um alla landareignina. Hún var sýnilega rétt ógotin og hafði ekki á móti því að henni væri strokið.
Úr tanga skammt innan við víkina gengur brot alllangt út í sjóinn og rétt þar sunnan við og í víkurkjaftinum vaggar fleki. Við sjáum ekki hvort hann er mannaður, en hahn er þarna sennilega í sambandi við mælingar á dýpi, þarna á að rísa alúmínverksmiðja áður en öldin er öll. Það er bullandi útfall og norðankul beint ofan í fallið, auk þess renna margir strengir í sjó fram undan hrauninu og það er hvítfyssandi ólga úti á víkinni. Af ummerkjum á landi má ráða að grasnytjar séu þarna hæpnar. Sjór hlýtur að ganga langleiðina heim á hlað um stórstraum. Þarna hefur heldur ekki verið slegið í fyrrasumar að því er bezt verður séð, því hólar eru vafðir löngum sinuflókum. Rétt sunnan við bæinn þræðir stórvandaður grjótgarður sig eftir mishæðunum og alla leið í sjó fram. Þar hefur hann brotnað niður allur af sjógangi og ekki verið reistur við. Það sem stendur af honum er fallegt mannvirki þótt ekki glampi þar á gler og stál, en fyrir þessu hvort tveggja verður hann að víkja um síðir. Af reka ber mest á plastbrúsum alls konar. Meðan blaðrið í gæsunum blandast skvaldrinu í fjörunni og garginu í mávunum, skulum við hverfa aftur í tímann til haustsins 1550, þegar þeir feðgar Jón biskup Arason á Hólum, Björn og Ari synir hans, sitja í myrkrastofu austur í Biskupstungum á stað þeim er Skálaholt nefndist, en Skálholt nú. En í stofu sitja þeir að árbít siðaskiptahetjurnar Marteinn biskup Einarsson, Kristján skrifari. Daði í Snóksdal og séra Jón Bjarnason.
Skyldu nú ráðast örlög þeirra feðga og þótti mikið við liggja að vel tækist til um að geyma þá. Dálítið var samt hjartað neðarlega í stríðsmönnum Lúthers þennan morgun, því enginn þeirra treystist til að gæta feðganna fyrir Norðlendingum, sem voru svo tregir til að skipta um sið, að jafnvel enn þann dag í dag er ekki örgranni um að Þeir setji meira traust á hrossið en almættið. Kom því þar umræðum að allir sigldu í strand, nema séra Jón Bjarnason. Hann kvaðst ef til vill vera heimskastur þeirra allra, en þó kynni hann ráð er duga myndi. Þeir báðu hann láta heyra.
mþykkta. Þó lét hann undan að lokum og því fór sem fór. Þegar öxin hafði unnið sitt á þeim feðgum, voru^ þeir fengnir jörðinni til vörzlu. Þeir voru dysjaðir eins og afsláttarklárar „út undir vegg, kistulaust og með engum sóma. Heldur voru Norðlendingar lítið hrifnir af aðförum þessum öllum. Þeir gerðu reið mikla til Skálholts að heimta líkin og voru óárennilegir. Flokkurinn var allur hálfgrímuklæddur, því hver maður var með svarta lambhúshettu svo rétt grillti í augu og nef. Aldeilis seig Marteini biskupi larður við þessa sýn og gaf umsvifalaust leyfi til að líkin yrðu tekin og flutt norður um heiðar. Norðlendingar veittu líkunum umbúnað í Laugardal. í kistu Ara lögmanns settu þeir eina klukku, tvær í kistu séra Björns og þrjár í kistu herra Jóns Arasonar. Hringdu klukkur í sífellu á norðurleið, en Líkaböng á Hólum sprakk af harmi.
Séra Jón mælti þá þessi fleygu orð: „Öxin og jörðin geyma þá bezt!“ Þetta fannst þeim þjóðráð Kristjáni og Marteini, en sagan segir að Daði hafi verið tregur til sa
Því er þessi saga rakin hér að eftirmál urðu meiri og stærri í sniðum síðar og víkur nú sögunni suður á nes. Norðlenzkir vermenn höfðu spurnir af Kristjáni skrifara og sveinum hans, þar sem þeir sátu fagnað að Kirkjubóli í Garði.
Að fengnu leyfi bóndans, Jóns Kennekssonar, tóku þeir hús á Kristjáni og drápu hann þar og sveinana. Þetta var mikið hervirki og er ekki annars getið en það hafi mælzt vel fyrir af allri alþýðu, þó að kóngurinn hafi sjálfsagt ekki verið kátur, þegar hann frétti það til Kaupmannahafnar. Trúlega hefur líka sett hroll að Marteini og fylgjurum hans við tiltektir vermanna. En u m sumarið er sagt að „orlogsskip“ danskt kæmi af hafi og á því 600 hermenn með alvæpni. Skipinu stýrði „orlogskafteinn“. Þeir hinir dönsku menn létu hendur standa fram úr ermum og tóku Jón karlinn Kenneksson og hjáleigumann hans Sennilega hefur átt að flytja þá annað hvort austur í Skálholt, eða að Bessastöðum, en svo mikið er víst að í Straumsvík þraut gæzlumennina þolinmæði og þar hjuggu þeir fangana. Síðan voru höfuð þeirra sett á steglur, en búkarnir á hjól. Sá þess merki í tuttugu eða þrjátíu ár, að því er annálar herma.
traumsvík árið 1551 eða 1552, en ekki 1966 eins og sumir telja. Til gamans skal hér að lokum tilfært úr kafla þeim úr Biskupsannálum Jóns Egilssonar, þar sem greint er frá drápi Kristjáns skrifara og sveina hans: ,.. .. Þeir báðu bóndann leyfis að rjúfa bæinn; hann sagði þeir mætti brjóta ef þeir bætti aftur og fyrir það var hann af tekinn, að hann bannaði þeim ekki. Síðan veittu þeir þeim að göngu og drápu þá; sumir segja að þeir hafi verið VII en sumir IX — Christján komst út lifandi, utan höggvinn nokkur, því hann var í treyju, sem járnin bitu ekki á. Þá kom að maður átján vetra, stór sveinn Þórunnar á Grund, og hafði lenzu í hendi. „Ég skal skjótt finna á honum lagið“, og lagði fyrir neðan treyjuna og upp í smáþarmana á honum, svo hinn rak þá upp hrjóð og lýsti hann sinn banamann. Hann sá síðan hvar grár hestur stóð, er Ari heitinn (sonur Jóns biskups) hafði átt, hann tók hann strax og reið norður í Eyjafjörð á iii dögum, að sagt er. Engra þeirra nöfn man ég er þar voru að. – Þaðan fóru þeir til Mársbúða og drápu þar annan er þar lá, en annar slarjD, því hann skaut einn af þeim til dauða meður einni baun, er hann lét fyrir
byssuna og svo komst hann í Skálholt.
Þannig hófust erlendar framkvæmdir í S
— Þeir fóru þá um öll Nes og drápu hvern og einn eptirlegumann og tóku allt það þeir áttu og líka það þeir Dönsku höfðu með sér og einn Danskur átti bú inn á Bústöðum; þar tóku þeir allt það þar var, en vildu drepa börnin, en þó varð ekki af því. Þá Danska á Kirkjubóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð; tveir af þeim hétu Sefrínar: Sefrín Kock og Sefrín Ama; en strax þegar húmaði gengu báðir aptur; þeir tóku það ráð, sem þá höfðu slegið, að þeir hjuggu af þeim öllum höfuðin og stungu nefi þeirra (með leyfi að segja) til Saurbæjar, en sú svívirðing gramdist kóngsvaldinu mest, að vori, þá Danskir komu út.“
Heimild:
-Fálkinn, 39. árg., Staldrað við í Straumi, 20. tbl., 1966, bls. 10-11.
Eldhús við Litla-Lambhaga.
Óttarsstaðir – fólkið og fjárborgin
„Fjárborgir eru víða að finna á Reykjanesskaganum og víðar og vitna um gott verklag og hyggjuvit þeirra sem hlóðu þær.
kennd við konu og nefnd Kristrúnarfjárborg. Þessi fjárborg stendur á nokkuð sléttum hraunhrygg skammt vestan við Smalaskála í Hraunum sunnan við Straumsvík. Fjárborgin er allt eins nefnd Óttarstaðafjárborg, en Kristrúnarborg er það nafn sem staðkunnugir notast jafnan við. Konan sem fjárborgin er nefnd eftir hét Kristrún og var Sveinsdóttir en hún kom upphaflega sem vinnukona að Óttarstöðum frá Miðfelli í Þingvallasveit og varð húsmóðir á bænum. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði og örnefnasafnari sagði frá því í örnefnaskrá sinni að Kristrún hefði hlaðið borgina ásamt vinnumanni sínum.
Flestar borgirnar eru kenndar við þá bæi sem þær tilheyrðu en ein fjárborg er
Það er rétt að huga aðeins nánar að því hver þessi kona var og hvernig stóð á því að hún settist að á Óttarstöðum. En fyrst þarf að greina frá því hvernig málum á þessum slóðum var háttað áður en Kristrún kom til sögunnar.
Þannig var að Jón Hjörtsson var leiguliði á Óttarstöðum árið 1835, þá orðinn 59 ára gamall. Hann stundaði talsverða útgerð enda fiskveiðar góðar á þessum slóðum. Eiginkona Jóns var Guðrún Jónsdóttir sem var 68 ára og því nærri áratug eldri en eiginmaðurinn eins og algengt var á þessum tíma. Rannveig dóttir þeirra hjóna var þrítug og bjó hjá þeim ásamt syni sínum Steindóri Sveinssyni sem var tíu ára gamall. Vinnumaður á bænum var Guðlaugur Erlendsson 39 ára gamall og Sigvaldi Árnason 43 ára tómthúsmaður bjó einnig á Óttarstöðum ásamt Katrínu Þórðardóttur 53 ára eiginkonu sinni.
Jón Hjörtsson keypti hálfa Óttarstaðajörðina af konungssjóði 28. ágúst 1839 en hinn hlutann ásamt Óttarstaðakoti keypti Guðmundur Guðmundsson í Straumsseli. Guðmundur var umsvifamikill á þessum tíma og eignaðist smám saman jarðirnar Stóra Lambhaga, Straum og Þorbjarnarstaði. Jón og Guðrún stofnuðu til nýrrar hjáleigu í landi sínum fyrir 1850 sem fékk nafnið Kolbeinskot. Nafnið tengdist ábúandanum Kolbeini Jónssyni, sem var 33 ára árið 1850 eins og eiginkonan Halldóra Hildibrandsdóttir.
Þau áttu börnin Oddbjörgu 6 ára, Jón 2 ára og Hildibrand sem var eins árs. Fyrstu árin reyndu þau venjubundinn með búskap en túnin sem Kolbeinskot hafði til umráða voru ekki mikil, jafnvel þó þau gætu slegið Kotabótina og beitt skepnum sínum á fjöru á vetrum og úthagann á sumrin. Veturinn 1859-60 reri Sighvatur Jónsson sem kallaður var Borgfirðingur á skipi Kolbeins og hafði fjölskyldan viðurværi sitt einvörðungu af fiskveiðum húsbóndans. Um þessar mundir bættist dóttirin Guðbjörg í barnahópinn og vegnaði fjölskyldunni ágætlega enda nóg að bíta og brenna. Árið 1890 þegar Kolbeinn var á 79. aldursári en Halldóra nýlega orðin 80 ára bjuggu þau í Óttarstaðakoti ásamt Jóni Bergsteinssyni 14 ára dóttursyni sínum.
Árið 1855 lést Guðrún Jónsdóttir húsmóðir á Óttarstöðum 88 ára gömul en Jón Hjörtsson lifði konu sína, orðinn 79 ára gamall. Hann bjó á Óttarstöðum í sambýli við Rannveigu dóttur sína og Steindór son hennar sem var 31 árs og einhleypur. Hann var í raun réttri húsráðandi og bóndi á bænum á þessum tíma. Steindór festi ekki ráð sitt fyrr en fimm árum seinna en þá hafði vinnukonan Kristrún Sveinsdóttir verið á bænum um skeið. Kristrún fæddist 24. apríl 1832 að Miðfelli í Þingvallasveit. Hún var dóttir Sveins bónda Guðmundssonar og konu hans Þórunnar Eyleifsdóttur sem bjuggu að Miðfelli. Kristrún hafði orð á sér fyrir að hafa verið tápmikil kona og eftirtektarverð. Kristrún kom að Óttarstöðum ásamt Bergsteini bróður sínum sem var einu ári eldri en hún og var vinnumaður á bænum. Systkinin voru annálaðir dugnaðarforkar. Nokkru áður en þau komu að Óttarstöðum hafði allt sauðfé verið skorið niður á suðvesturhorni landsins vegna fjárkláða. Bændur þurftu að koma sér upp nýjum fjárstofni og fengu sauðfé frá Norðurlandi sem var ekki hagvant í hraunlandslagi.
Venja þurfti féð við nýju heimkynnin og þessvegna þótti skynsamlegt að breyta aðeins um búskaparhætti og hafa féð nær bæjum en áður hafði tíðkast. Um þessar mundir hættu margir bændur að færa frá í sama mæli og áður og selfarir lögðust af að miklu leyti og smám saman fóru selin í eyði.
af Kristrúnu er ekki gott að fullyrða, en allavega fór það svo að þau gengu í hjónaband 9. október 1860. Hann var 36 ára en hún var 28 ára gömul þegar stofnað var til hjónabandsins.
Kristrún sýndi einstakt þrek í því mótlæti sem á hana var lagt og tók á sig heimilisbyrðina alla óskipta og rekstur búskaparins út á við. Hún naut þess að Bergsteinn bróðir hennar bjó í Óttarstaðakoti og settist sjálf að í litlu timburhúsi sem Vernharður Ófeigsson rokkasmiður byggði á Óttarstöðum árið 1842 en hann andaðist tveimur árum seinna. Þá keypti Jón Hjörtsson húsið á 16 ríkisdali og frá þeirri stundu var það þurrabúð og leigt út sem slíkt um árabil. Kristrún samdi við Ólaf Magnússon sem fæddist í Eyðikoti 1844 um að taka við búinu um hríð. Hann var sonur Magnúsar Jónssonar og Guðríðar Gunnlaugsdóttur og ólst upp í Hraunum. Eiginkona hans var Guðný systir Guðjóns Jónssonar á Þorbjarnarstöðum sem var þar leiguliði Árna Hildibrandssonar í Ási við Hafnarfjörð. Ólafur og Guðný höfðu ekki búið lengi á Óttarstöðum þegar þau eignuðust soninn Magnús, sem fæddist 9. september 1872. Ólafur varð fyrir slysaskoti úr eigin byssu síðla árs 1875 sem dró hann til dauða á fáum árum. Fluttu þau að Lónakoti þar sem Magnús lést 1878 og voru öll efni þeirra nánast gengin til þurrðar.
Þegar fjárskiptin stóðu fyrir dyrum hófu menn víðsvegar á Suðurnesjum að hlaða upp hringlaga fjárborgir og var ein slík gerð í landi Óttarstaða. Á þessum tíma hófu menn víðsvegar á Suðurnesjum að hlaða upp hringlaga fjárborgir og var ein slík gerð í landi Óttarstaða. Borginni var fundinn staður skammt vestur af Smalaskálahæð á sléttum hraunhól. Kristrún stjórnaði hleðslu fjárborgarinnar og tók virkan þátt í að koma henni upp eða vann þetta að mestu ein ásamt vinnumanni sínum samkvæmt því sem Gísli Sigurðsson komst næst er hann safnaði upplýsingum um örnefni í landi Óttarstaða. Allavega fór það svo að fjárborgin var ætíð eftir það við hana nefnd og kölluð Kristrúnarborg. Fjárborgin hefur jafnframt gengið undir heitinu Óttarstaðafjárborg. Kristrún vann ekki ein að þessu því Bergsteinn bróðir hennar lagði drjúga hönd að verkinu, en þau voru vön að hlaða garða úr hraungrjóti sem nóg er af í Þingvallasveit.
Hvort það var þessi atorka og verkkunnátta sem varð til þess að Steindór bóndi á Óttarstöðum heillaðist
Steindór var dugmikill bóndi og formaður sem aflaði vel og var ágætlega efnum búinn. Hjónabandið virðist hafa verið farsælt, en Steindórs naut ekki lengi við því hann fékk holdsveiki og lést af völdum veikinnar árið 1870. Sveinn sonur Steindórs og Kristrúnar var á barnsaldri þegar faðir hans andaðist og átti Kristrún allt eins von á að þurfa að bregða búi. Bergsteinn bróðir hennar byggði upp Eyðikotið árið 1864 og nefndi það Óttarstaðagerði. Hann hafði nokkur áður gengið að eiga Guðrúnu Hannesdóttur og árið 1870 áttu þau börnin Svein sem var 9 ára, Þórönnu sem var 6 ára, Guðmund sem var 3 ára og Steinunni sem var 1 árs. Hjá þeim var ennfremur Þorgerður Jónsdóttir móður Guðrúnar og amma barnanna.
Guðmundur Halldórsson sem átti bát með Guðjóni á Þorbjarnarstöðum kvæntist Guðnýju systur Guðjóns eftir að Ólafur eiginmaður hennar andaðist.
Bjuggu þau fyrst í Lónakoti, síðan í Eyðikoti áður en þau fluttu að Vesturkoti á Hvaleyri árið 1883 og bjuggu þar til ársins 1904. Þau eignuðust tvo syni en Magnús sonur Guðnýjar og Ólafs fór 15 ára gamall í vinnumennsku til Krýsuvíkur til Árna Gíslasonar og tók svo miklu ástfóstri við staðinn að hann gat ekki farið þaðan. Hann var síðasti ábúandinn í Krýsuvík og bjó undir það síðasta í Krýsuvíkurkirkju. Gott orð fór af Guðmundi fósturföður Magnúsar. Hann var sagður dverghagur smiður á tré, járn og kopar, lagfærði klukkur og þótti aukinheldur góður vefari og stundaði vefnað sinn á vetrum
ásamt Björgu Magnúsdóttur 23 ára eiginkonu sinni og vinnumanninum Bergsteini Lárussyni sem var einnig í skipsrúmi hjá Kristrúnu. Kristrún sá jafnframt um að versla til heimilisins og annaðist aðra aðdrætti sem var óvenjulegt á þessum tíma.
Kristrún bjó í þurrabúðinni ásamt Sveini syni sínum sem var aðeins 8 ára gamall en hann átti seinna eftir að verða dugandi bóndi og formaður. Kristrún var kjarkmikil og áræðin og tók formannsæti bónda síns á fiskifari heimilisins. Sótti hún sjóinn ásamt vinnumönnum sínum með atorku og heppni og samkvæmt manntalinu 1870 var hún sögð lifa á fiskveiðum, sem var ekki algengt starfsheiti kvenna á þessum árum. Var hún órög við að sækja á djúpmið og stjórnaði hásetum sínum af myndugleik.
Jón Jónsson 29 ára sjómaður var hjá henni
Kristrún giftist aftur 16. nóvember 1871 Kristjáni Jónssyni sem var 12 árum yngri en hún. Kristján fæddist 12. september 1844 og var sonur Jóns Kristjánssonar bónda í Skógarkoti í Þingvallasveit og miðkonu hans Kristínar Eyvindsdóttur frá Syðri Brú í Grímsnesi, Hjörtssonar. Bróðir Kristján var Pétur Jónsson blikksmiður í Reykjavík. Kristján var dugandi efnismaður og tóku þau hjónin við búskap á Óttarstöðum eftir að Ólafur særðist af voðaskotinu 1875. Þeim farnaðist vel og höfðu ágætar tekjur af fiskveiðum til að byrja með. Til marks um hversu vel þeim farnaðist má nefna að Kristján var sagður hafa 650 ríkisdali í tekjur 1873-74, sem segja má að Kristrún hafi aflað að mestu með formennsku sinni. Þau bjuggu saman á Óttarstöðum til ársins 1883 er þau fluttu að Hliðsnesi á Álftanesi.
Þar bjuggu þau í 20 ár og eignuðust þrjú börn: Kristinn stýrimann og seglmakara sem sem bjó í Hafnarfirði og var kvæntur Rannveigu Jónsdóttur frá Setbergi; Þórunni húsfreyju sem giftist Ísaki Bjarnasyni bónda á Bakka í Garðahverfi og Jónu húsfreyju sem giftist Steingrími Jónssyni húseiganda í Hafnarfirði. Kristrún lést 13. desember 1903 og fékk þau eftirmæli að hún hefði verið gædd mikilli atgervi til sálar og líkama, verið kona tígurleg yfirlitum og mjög einarðleg, hreinlunduð, trygg og staðföst. Hún var ráðdeildarsöm, ástrík og umhyggjusöm móðir og eiginkona. Síðustu æviárin var heilsu hennar farið að hnigna og fékk hún slag að kvöldi 4. desember og lá síðan í dái þar til hún lést. Var hún jarðsett að Görðum 22. desember við hlið fyrri eiginmanns síns og nokkurra barnabarna.
Kristján flutti stuttu eftir andlát Kristrúnar frá Hliðsnesi til Hafnarfjarðar og hóf verslunarrekstur þar. Heppnaðist það miðlungi vel og gengu efni hans til þurrðar á skömmum tíma.
Seldi hann verslun sína sumarið 1906 og bakaði féþurðurinn honum þungum áhyggjum. Var hann ekki með sjálfu sér eftir það og gekk í sjóinn 2. september 1906 milli Hafnarfjarðar og Garðahverfis og réð sér bana. Var hann tæpra 62 ára þegar þessi atburður átti sér stað. Svo aðgrunnt var á þessum slóðum að líkið var ekki alveg á kafi er það fannst. Var þessi atburður afar sorglegur og orti Friðrik Friðriksson eftirfarandi: Ljúfur með líkn og dáð; lengi var sveitarstoð, grandvar með góðri lund, gætinn í orði’ og hug.
Á meðal þeirra sem réðust sem vinnumenn að Óttarstöðum var Brynjólfur Magnússon úr Holtum í Rangárþingi sem varð seinna kennari. Hann kom til Kristrúnar og Kristjáns á Óttarstöðum árið 1877 þegar hann var 16 ára. Taldi Brynjólfur sig eiga þeim og börnum þeirra mikið að þakka. Tókust góð kynni með honum og þeim ekki síst Þórunni sem var ekki nema fjögurra ára gömul þegar hann kom á heimilið. Kristrún gerði sér grein fyrir gáfum Brynjólfs og studdi hann til náms í Flensborgarskóla. Þaðan útskrifaðist hann 1891 og varð eftir það umferðakennari, eins og það nefndist, á heimaslóðunum fyrir austan sem og í Gullbringusýslu. Var hann með fyrstu mönnum eystra til að læra að leika á orgel. Síðustu sex ár ævi sinnar var Brynjólfur búsettur í Fífuhvammi í Seltjarnarneshreppi sem var heimili Þórunnar Kristjánsdóttur frá Óttarstöðum sem var honum eins og litla systir. Brynjólfur lést 74 ára gamall 8. október 1935 þegar bifreið ók á hann í suðurhlíðum Öskjuhlíðar er hann var á leiðinni til Reykjavíkur til að sinna erindi fyrir Þórunni í Fífuhvammi.
Sveinn sonur Kristrúnar og Steindórs kvæntist Þórunni Guðmundsdóttur frá Nýjabæ í Garðahreppi. Þau eignuðust dótturina Bertu Ágústu 31. ágúst 1896 er þau bjuggu í Hafnarfirði. Þegar dóttirin var tveggja ára fluttu þau að Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar í tíu ár, þar til þau fluttu að Stapakoti í Njarðvík. Árið 1917 keypti Sveinn Lækjarhvamm í Laugarnesi en hann andaðist stuttu eftir það. Þórunn bjó áfram að Lækjarhvammi ásamt Bertu dóttur sinni til 1925. Berta stundaði hannyrðanám í Askov í Danmörku og Kaupmannahöfn 1919 til 1921. Hún stundaði kennslu heima í Lækjarhvammi og bjó þar myndarbúi til ársins 1965 ásamt eiginmanni sínum Einari Ólafssyni, en þá var landið tekið undir byggingar.
Þessi frásögn gæti verið mun lengri en ástæðulaust að tíunda fleira að sinni. Kristrún Sveinsdóttir var merkileg kona og það er full ástæða til að halda nafni hennar og ættmenna hennar á lofti. Fjárborgin ein og sér sýnir svo ekki verður um villst að hún kunni vel til verka og lét ekki sitt eftir liggja þegar til framfara horfi í einhverjum málum.“
Heimild:
-Jónatan Garðarsson tók saman í júní 2012
Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar.
Kálfatjörn – Norðurkot II
Gengið var um Kálfatjarnarsvæðið í fylgd staðþekkjaranna Sesselju Guðmundsdóttur og Sigrúnar Frjóns, en koma átti eftir í ljós að ekki var til sá blettur á landssvæðinu, sem þær ekki þekktu eða höfðu skoðað.
Litlibær – brunnur.
Byrjað var á því að ganga veginn niður að Liltabæ, Bjargi, Bakka og Gamla-Bakka austan Kálfatjarnar. Tekið var hús á Geir á Litlabæ, sem bauð þátttakendum til sólstofu. Þaðan var ágætt útsýni vestir að Bakka, norðvestur að Bjargi og norður að Gamla-Bjargi, eða öllu heldur tóttum þess bæjar, sem nú eru á sjávarkambinum. Eftir stutta dvöl var Geir kvaddur með fyrirheitum um að bera fljótt að garði aftur. Gengið var að tóttum Gamla-Bakka, en þar má vel sjá hleðslur garðs og tóttir bæjarins, sem sjórinn er nú smám saman að brjóta niður. Undir bakkanum mátti t.d. sjá gamlar ryðgaða hurðarlamir og bein úr haug.
Gengið var vestur tún Kálfatjarnar, að Móakoti. Í kringum tóttir kotsins eru allmiklar garðhleðslur og hlaðinn brunnur með steyptu loki vestan þeirra. Sjá mátti tóttir Fjósakots sunnar í túninu. Gengið var áfram að hól þeim, sem Hólkot stót eitt sinn á. Suðvestan undir hólnum er Víti, vatnsstæði, sem sjaldan þverr. Nú var það reyndar að mestu þurrt. Nafninu Víti var einhvern tímann komið á Hólkot með vísu er fjallaði um áfengi og munu menn hafa villst á vitum. Haldið var áfram til vesturs sunnan Kálfatjarnarinnar, að sjóbúð, sem þar er heilleg á hól, áfram til vesturs yfir Síkið og Rásina að hlaðinni bátarétt. Við enda heillegasta garðsins eru leifar gamla bátaspilsins, en Sigrún benti síðar á hvar afgangur þess var niður kominn. Litið vará hlaðin fjárhús á sjávarkampinum, ofan við Kálfatjarnarvörðina, en neðan þeirra hafði fjósið eitt sinn verið og skammt vestar Kálfatjarnabyrgið. Sjórinn hefur nú hirt hvorutveggja. Vestar er Hausaréttin gamla. Enn sér móta fyrir henni. Neðan hennar fannst Kálfatjarnarártalssteininn (A° 1674) fyrir nokkrum misserum síðan eftir að sjórinn hafði velgst með hann um 30 metra leið frá þeim stað, sem hann hafði síðast sést fyrir nokkrum áratugum síðan.
Kálfatjörn – ártalssteinn úr sjóbúð.
Gengið var til suðvesturs að sundvörðu á hól og fjárhústótt skammt vestar. Norðvestan hennar er Norðurkotsbyrgið og Tíðargerðisbyrgið norðan þess, alveg fram á sjávarkampinum.
Goðhólstóttirnar voru skoðaðar, en hún er enn allheilleg. Norðaustan þeirra eru tveir hlaðnir garðar, gamlir matjurtargarðar. Gengið var yfir garða og þá komið að fallegum hringlaga hlöðnum brunni. Þar er Norðurkotsbrunnurinn, smart gerður, eins og Vala Matt myndi sagt hafa. Komið var að Tíðargerði. Gengið var að Norðurkoti, en þar mun fyrrum hafa verið barnaskóli. Inni er margt forvitnilegt að sjá.
Til baka var gengið yfir að Hliði, um garðana þar, að hlaðinni brú á kirkjugötu, sem í er ártalssteinn (A°1790) og að Landabrunni ofan Landa, fallegu vatnsstæði. Loks var komið við í Hestaréttinni. Þegar litið var yfir golfvöllinn á Kálfatjörn mátti sjá nokkra sjónumhrygga golfara leita kúlna. Eina (það einasta eina), sem þeir einblíndu á, voru litlar holur í sléttu grasinu – og allar eins.
Til ferðardrýginda var kíkt í gömlu hlöðuna á Kálfatjörn og þátttakendum sýnt þar fornt lóð er bar merki Kristjáns kóngs fimmta, sbr. meðfylgjandi mynd. Því mun hafa verið bjargar undan sjónumhryggum fyrr á árum. Skemmtileg leiðsögn um sagnaríkt og merkilegt svæði.
Veður var frábært – köflótt sól með vistvænum vindi. Gangan tók um 2 klst. Gerður var uppdráttur af svæðinu.
Kálfatjörn – uppdráttur ÓSÁ.
Straumsvík – upp- og fiskeldi
Nokkrir sumarbústaðir voru byggðir í Hraunum við Straumsvík nokkru fyrir miðja 20. öldina.
bræðurnir Marinó og Kristinn Guðmundssynir sem voru báðir málarameistarar og Björn Jóhannesson doktor í jarðvegsfræði sem hafði mikinn áhuga á hegðun laxfiska. Þeir voru afar heillaðir af Lónakoti og tjörnunum sem þar eru en þar gátu þeir ekki fengið land á leigu eða til kaups. Gengu þeir þá eftir strandlengjunni frá Lónakoti og inn fyrir Straumsvík til Hafnarfjarðar og þaðan út á Álftanes í leit að ákjósanlegum stað til að reisa sumarkofa eins og þeir kölluðu það. Eftir að hafa grandskoðað strandlengjuna voru þeir sammála um að innsti hlutinn við norðaustanverða Straumsvík væri ákjósanlegasti staðurinn. Þar hafði staðið kotbýlið Litli-Lambhagi á tanga sem heitir Stróki og skammt frá honum voru Hólmarnir og Straumsvatnagarðar. Þar voru aflögð útihús og merkiklega vel hlaðið eldhús úr hraungrjóti frá því seint á 19. öld. Eftir nokkra eftirgrenslan fengu þremenningarnir leyfi til að reisa lítið íveruhús innarlega á Stróka.
Bjarni Bjarnason skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni átti þetta land allt, en hann eignaðist jarðirnar Straum og Þorbjarnarstaði ásamt Litla- og Stóra-Lambhaga árið 1919. Rak hann um árabil ágætis bú í Straumi og nytjaði allar jarðirnar til heyskapar og beitar. Bjarni lét byggja Straumshúsið sem enn stendur árið 1927 úr steinsteypu eftir að gamli bærinn brann. Sá sem teiknaði húsið var Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins, en húsið ber svipmót burstabæjar, en Guðjón hafði áhuga á að skapa nýja íslenska byggingarhefð með skírskotun til fyrri tíma.
Meðal þeirra sem heilluðust af þessu sérstæða og að margra mati fallega landsvæði voru þrír félagar,
Þegar Bjarni ákvað að selja jarðir sínar við Straumsvík rétt eftir seinni heimsstyrjöldina keypti Björn landspilduna umhverfis sumarkofa þeirra félaga, með landamerkjum nokkru austan Stróka. Höfðu þeir stækkað húsið það mikið að hægt var með sanni að tala um sumarhús enda dvöldu þeir oft ásamt vinum og ættingjum á þessum slóðum sumarlangt og lengur ef aðstæður leyfðu.
Ástæðan fyrir staðarvalinu var sú að við Stróka fannst þeim ríkja fágæt náttúrufegurð. Spilaði þar inn í hversu merkilegt náttúrufarið er við hina lygnu og friðsælu Straumsvík þar sem ferskt vatn rennur framundan hrauninu og veldur því að sjórinn er afar tær á þessum slóðum. Grashólmar og sker innst í Straumsvík skipta stöðugt um svipmót þar sem sjórinn á það til að hylja landið á flóði og svo birtist það aftur þegar fellur út og fjarar. Fallaskiptin og mismunandi sjávarstaða eftir því hvernig stendur á flóði og fjöru hafa veruleg áhrif á umhverfi Stróka og valda síbreytilegu náttúruspili. Þarna var líka fjölskrúðugt fuglalíf, stundum sáust selir á sundi eða þeir sóluðu sig á skerjum rétt hjá Stróka alveg óhræddir. Sólarlagið var líka töfrandi og myndaði Snæfellsjökul og Snæfellsfjallgarðurinn handan Faxaflóans einskonar ramma sem sólin settist á bak við. Litbrigði náttúrunnar breyttust árið um kring og stundum var hafið ólgandi og skolaði þara og fiski upp á hólmana en á öðrum tímum var þetta kyrrðarinnar staður þar sem tíminn stóð nánast í stað. Refur átti það til að sjást á vappi í fjörunni og minkar gerðu sér greni framarlega á tanganum þar sem fiskur lónaði stutt frá landi.
Landspildan var tekin eignarnámi þegar undirbúningur að álverinu hófst um miðjan sjöunda áratuginn en þá höfðu Björn og félagar stundað tilraunir með laxeldi í Straumsvík um nokkurt skeið. Þessar tilraunir grundvölluðust á einstæðum vatnabúskap svæðisins. Stuttu eftir að félagarnir byggðu sumarhúsið fóru þeir að mæla og efnagreina ferskt grunnvatnið sem fellur út í Straumsvík undan hrauninu við botn víkurinnar. Reiknuðu þeir út að talsverður hluti Kaldár, sem hverfur ofan í hraunið rúmlega kílómetra neðan upptaka sinna, félli til sjávar rétt vestan við Stróka. Allavega töldu þeir sig geta greint það á fjöru að allstraumhörð ferskvatnskvísl félli í þröngum stokki meðfram nyrsta hluta tangans. Þeir mældu hitastig grunnvatnsins sem streymdi undan hrauninu margsinnis og reyndist það vera nákvæmlega 4 gráður á Celsíus árið um kring. Stóðu mælingarnar árum saman og alltaf voru niðurstöðurnar þær sömu. Björn var sannfærður um að vatnið hefði hagstæða efnaeiginleika fyrir laxaklak og sökkti hann vírkörfum í lón við hraunjaðarinn til að sannreyna þetta.
Niðurstaðan var sú að laxaklakið skilað góðum árangri en ekki var alveg ljóst hvernig nýta mætti aðstöðuna við Straumsvík til laxaframleiðslu.
Sumarið 1980 var sjógönguseiðum sleppt úr Pollinum eftir 56 daga dvöl í körfu og sneri ein 4,5 punda hrygna aftur í Pollinn sumarið eftir. Gerð var hafbeitartilraun í Pollinum 1981 til 1982 og kom í ljós að eftir 84 daga svelti sjógönguseiða í körfu lifðu næstum því öll sumarið 1982. Sumarið áður var sjógönguseiðum haldið í körfu í Pollinum með sáralítilli fóðrun í 56 daga áður en þeim var sleppt til sjávar. Aðeins eitt af þessum seiðum rataði aftur heim í Pollinn árið eftir. Þá var búið að koma fyrir nokkrum laxaseiðum í körfu í Pollinum, en norðmaðurinn Nordeng varpaði þeirri tilgátu fram að lax gangi ekki í vatn nema þar séu fyrir laxaseiði eða lax. Taldi Björn að hrygnan sem skilaði sér í Pollinn um sumarið hefði sennilega ekki gert það ef þar hefðu ekki verið fyrir laxaseiði.
Vonir manna um að laxinn gengi upp í ferskvatnslónin í Straumsvík gengu ekki eftir þar til Björn lagði til að komið yrði fyrir körfu með laxaseiðum í Pollinum. Þetta virkaði eins og segull og 5. ágúst 1982 höfðu 170 laxar gengið í Pollinn. Endurheimtur sjógönguseiðanna sem sleppt var 1981 og komu sem sjógengnir laxar sumarið eftir voru um 20% til 30% en stórar torfur gengu í ystu lónin í lok veiðitímans án þess að hægt væri að handsama þær. Heimtur reyndust ekki eins vel og reiknað var með en menn voru sannfærðir um að þær gætu gengið betur þar sem laxinn skilaði sér aftur á heimaslóðir þó hann gengi ekki allur inn Pollinn. Niðurstaðan var því sú að heimtur gætu vaxið með árunum ef réttum aðferðum væri beitt. Prófað var að sleppa seiðum næstu árin úr kvíunum utan við hvalalaugina en heimtur voru ekkert sérstakar.
Þeir prófuðu sig áfram og fljótlega gerðu þeir tilraunapoll í litlu lóni sunnanvert við Stróka nálægt Keflavíkurveginum sem hlaut nafnið Pollurinn. Hann var dýpkaður með jarðýtu en þannig háttaði til að lónið tæmdist ekki þó að fjaraði út vegna þess hversu mikill vatnsstraumurinn var undan hraunjaðrinum. Steyptu þeir félagar einskonar hlið eða dyraumbúnað við mynni Pollsins þar sem hægt var að koma fyrir gildru. Laxar gátu þar með gengið í Pollinn en áttu þaðan ekki undankomu nema þeim væri hreinlega sleppt lausum í sjóinn. Pollurinn var hreinn og moldarlaus til að byrja með, en þegar vegur var lagður að álverinu rétt við hliðina á Pollinum barst talsvert magn af fokefnum í hann. Þar með varð botninn þakinn þykku leðjulagi sem hefði þurft að moka í burtu eða reyna að skola út með útfallinu. Þetta var hinsvegar ekki gert þannig að aðstæður í Pollinum breyttust með tíð og tíma.
Félagarnir eyddu mikilli vinnu, tíma og fjármunum í að flytja bleiklax frá Alaska til Íslands 1965 til 1966. Árangurinn varð neikvæður að öðru leyti en því að flutningur á 120.000 aughrognum frá Kódakeyju til Íslands tókst vel. Samvinna við Veiðimálastofnun tókst ekki um framkvæmd þessarar tilraunar, en vorið 1966 sýndu þeir fram á að laxaseiði silfrast við 4 gráðu hita á 6 vikum. Þegar Marinó og Kristinn féllu frá hélt Björn áfram að nýta aðstöðuna á Stróka og stunda þarna tilraunir sínar.
Laxeldisfyrirtækið Pólarlax var um árabil með aðstöðu Hafnarfjaðrarmegin við álverið og notaði meðal annars hvalalaug Sædýrasafnsins í eldisstarfinu. Sumarið 1981, sem var sama sumar og hrygnan skilaði sér í Pollinn, sleppti Pólarlax þó nokkrum stórum laxaseiðum úr kví sem var í Straumsvík. Sumarið eftir komu miklar laxagöngur inn í Straumsvík og stökk laxinn í víkinni svo að ekki fór á milli mála að þarna var eitthvað um að vera. Kom það fyrir þegar mest gekk á að hálfgert umferðaröngþveiti skapaðist á Reykjanesbrautinni því vegfarendur snarhemluðu og hlupu út úr bílum sínum til að fylgjast með þessari óvenjulegu sjón. Laxinn var að koma heim eftir vetrardvöl í hafinu og þetta sjónarspil var alveg einstakt.
Næsta skipti sem sjógönguseiðum var slepp úr kvíum í Straumsvík var sumarið 1985. Sami háttur var hafður og fyrr. Seiðum komið fyrir í körfu í Pollinum sumarið 1986 sem hafði þau áhrif að laxar gengu í Pollinn og tilraunin sannaði sig í raun og veru. Eftir þetta gerðist ýmislegt sem varð til þess að fiskeldisfyrirtækið Pólarlax var tekið til gjaldþrotaskipta 20. janúar 1989 og lauk skiptunum 20. desember 1991 án þess að nokkuð hefði fengist greitt af lýstum kröfum. Þar með var botninn farinn úr þessum merku tilraunum með laxfiska í Straumsvík. Sumarhúsið á innanverðum Stróka grotnaði smám saman niður þar til það var ekki talið forsvaranlegt að láta það standa og var það rifið og efniviðurinn fjarlægður. Nú er ekkert annað eftir en steinsteyptar gólfplötur og gamla eldhúsið sem hlaðið var fyrir rúmlega einni öld. Þetta hús er nákvæmlega eins í lögun og að allri gerð og samsvarandi hús við Óttarstaði eystir og vestri, bara örlítið minna umfangs. Löngu var búið að breyta steinhlaðna húsinu í svefnhýsi með tilheyrandi veggklæðningum úr viði og innanstokksmunum. Húsið stendur nú opið fyrir veðrum, vindum og spellvirkjum og bíður þess sem koma skal, en það væri gustukaverk að halda því við og sjá til þess að síðasta heillega steinhlaðna húsið í Hraunum fengi að standa áfram um ókomna tíð.
Heimildir:
-Laxaseiði ganga til sjávar úr fjögurra stiga jafnheitu vatni eftir að hafa klæðst sjógöngubúningi. Veiðimaðurinn, 1966.
-Tilraunir með flutning á bleiklaxi frá Alaska til Íslands. Árbók áhugamanna um fiskirækt, 1968.
-Lax leitar á bernskustöðvarnar þótt kaldar séu. Veiðimaðurinn, 1982.
-Um laxalykt. Veiðimaðurinn, 1986.
-Straumsvík og leyndardómar laxins. Ægir, 1988.
Tóftir Stóra-Lambahaga við Straumsvík.
Kjarvalsklettar í Gálgahrauni
Listasafn Reykjavíkur efndi til gönguferðar um Gálgahraun og Klettahraun að kvöldi 14. júní 2012 í tengslum við sýninguna „Gálgaklettur og órar hugans“ sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum um þessar mundir.
Þar eru m.a. sýnd um 30 málverk sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði í Klettahrauni, sem er hluti Garðahrauns, en hann nefndi myndirnar ýmist úr Bessastaðahrauni, úr Gálgahrauni eða jafnvel Gálgaklettur þó svo að hann hafi ekki málað Gálgakletta enda komst hann aldrei nálægt þeim stað þar sem þeir klettar standa.
Jónatan Garðarsson fór fyrir göngu um svæðið og byrjaði á að ganga um Vatnagarða í áttina að Gálgaklettum. Þar var staldrað við í bíðskaparveðri á meðan rætt var um staðinn og þá atburði sem talið er að þar hafi átt sér stað á meðan fógetavaldið var á Bessastöðum. Síðan var förinni heitið að Kjarvalsklettum og gengið frá Gálgahrauni, um Flatahraun milli Stóra-Skyggnis og Garðastekks í áttina að Klettum. Staldrað var við á nokkrum stöðum á leiðinni og rætt um það sem fyrir augu bar.
Ólafur Gíslason listheimspekingur og sýningarstjóri hefur lagt út af málverkum Kjarvals og hvernig hann nálgaðist viðfangsefnið á afskaplega fjölbreyttan hátt í fyrirlestrum sínum í Listaháskólanum og víðar. Á sýningunni eru verk eftir fjölda annarra listamanna og talaði einn þeirra Halldór Ásgeirsson um nálgun sína við viðfangsefnið þegar komið var að Kjarvalsflöt og Kjarvalsklettum eins og farið er að nefna klettana sem Kjarval heillaðist svo mjög af og málaði aftur og aftur.
Göngufólk var ánægt með framtakið og ekki spillti veðrið fyrir en það var um 16 stiga hiti og sannkölluð rjómablíða. Hér eru tvær myndir af svæðinu, bæði nú og fyrrum af þeim mótífum sem Kjarval málaði á þeim aldarfjórðungi sem hann sótti sér efnivið á þessar slóðir.
Svo er hægt að skoða nokkur málverka Kjarvals og ljósmyndir sem teknar eru á sömu stöðum og hann málaði á 25 ára tímabili undir lok starfsferilsins.
Kjarvalsklettur í Garðahrauni.
Bárðartóft
Bárðartóft er ofan Mosfellsdals, í sunnanverðu Bárðarholti norðan Jónsselslækjar. Tóftin hefur látið verulega á sjá vegna ágangs hesta. Hún er eitt rými, auk lítils bakrýmis (sennilega svefnbálkur). Framgafl hefur snúið mót suðvestri.
Bárðartóft.
Í Örnefnalýsingu segir: „Þarna nokkuð ofan við Gljúfrastein, fast við veginn, er Grænaborg, […] þar skammt ofar, rétt við Jónsselslæk, er Bárðartóft. Þar sést bálkurinn, sem Bárður lá á. Þetta er beint vestur af Skákunum“ í tungunni “ sem eru milli Köldukvíslar og Jónsselslækjar […] yfir dyrunum lá hella.“ Skv. fornleifaskráningu 1980 er tóftin „á smáþýfðu graslendi, sem hallar“ í suður „niður að læknum“. Lækurinn „rennur milli tveggja holta“ og ofan og norðan „við tóftina er grýtt og gróðurlítið holt“, líklega Bárðarholt „sem Bárðartóft er syðst á“ skv. Örnefnalýsingu. Um 2 m vestan tóftarinnar er „grunnur vatnsskorningur. Nánar tiltekið er þetta beint sunnan við þjóðveginn, um 1 km austan við Gljúfrastein og um 1,5 km suðaustan við Laxnes.“
Lýsing
Bárðartóft.
Rústin er um 8 x 5 m að stærð en innri brúnir veggja og þar með innanmál eru óörugg. Breidd veggja er þó um 1,5 m. Við norðausturgaflinn er talsvert þýfi og grjót og hefur hann því líklega verið í þykkara lagi fremur en að þarna hafi verið bakhús. Ytri veggjabrúnir eru óljósastar á þessum gafli. Hæstur er langveggurinn norðvestan megin, um 0,7-0,8 m en veggurinn á móti er illa farinn og hefur á kafla næstum jafnast við gólfið. Inngangur er á suðvesturgafli og stefnan suðvestur-norðaustur. Um bálkinn og helluna í Örnefnalýsingu er einnig getið í Menningarminjaskrá en skrásetjari sá ekki móta fyrir þessu. (Ágúst Ó. Georgsson).
Aðrar upplýsingar
Um Bárðartóft sagði Halldór Laxness:
„Einhver einsetukall bjó þarna í kofa”. Þetta virðist ekki mjög gömul rúst eða frá því í kringum aldamótin 1900.“
Í „Athugasemdir Guðmundar Þorlákssonar á Seljabrekku við handrit Ara Gíslasonar“ segir: „Bárðarholt er holtið, sem Bárðartóft er syðst á. Það er norðan við Jónsselslæk og stefnir þvert á Langholt.“
Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006/2 – Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands.
-Örnefnalýsing Laxness – Ari Gíslason.
-Athugasemdir Guðmundar Þorlákssonar á Seljabrekku við handrit Ara Gíslasonar.
-Laxnes – munnleg heimild.
Bárðartóft.
Flagghúsið – endurnýjun I
Nú (júlí 2005) er verið að endurbyggja Flaghúsið svonefnda í Grindavík.
Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum. Erling er þegar búinn að smíða sperrur og hefur verkað panelklæðningu sem fer inni í húsið með ákveðnum aðferðum þannig að hann lítur út fyrir að vera hundrað ára gamall. Verkið ætlar Erling að taka í áföngum. Hann áætlar í fyrstu atrennu að loka húsinu með undirklæðningu, koma járni á þakið, hlaða undir sökkla og síðan endurgera klæðningar utan og innan svo eitthvað sé nefnt.
Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur, talið vera byggt árið 1890. Erling Einarsson í EP verk h/f, eigandi hússins, áformar að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir hafnar.
Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af því að það þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876-1944) hætti formensku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar ú landi um veðurhofur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft erfið og illfær.
Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastaðahverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættustundum.
Húsnúmer í Grindavík eru miðuð við þann stað, sem Flagghúsið er nú.
Þegar FERLIR kíkti á Flagghúsið í ársbyrjun 2006 var búið að undirklæða, járnið komið á þakið, sökkulvinnu lokið og búið að loka húsinu. Ljóst er að endurbyggingin mun verða glæsileg. Nú þarf hins vegar að fara að huga að nágrenninu, þ.e. næstu húsum, annað hvort gera kröfu um að þau verði lagfærð, eða að bærinn kaupi þau fyrir lítið með frekari endur- og uppbyggingu gamalla húsa á þessu svæði að markmiði. Með því væri kominn grundvöllur til að endurgera hluta gamla bæjarins, ofan við gömlu Norðurvörina, í Járngerðarstaðahverfi. Það myndi án efa setja mikinn svip á bæinn, fylla bæjarbúa stolti og jafnframt gera Grindavík áhugaverðan kost fyrir ferðamenn.
Flagghúsið endurbyggt.
Ljóst er að endurgerð húsa eins og Flagghússins kostar talsverða fjármuni og tíma. Mikilvægt er að aðilar gangi samhentir til verka og efli um leið almennan vilja til frekari uppbyggingar á svæðinu. Fögur orð duga skammt í þeim efnum, en eru þó ágætis byrjun. Styðja þarf við áhugasamt fólk og hvetja það áfram, t.d. með markvissum styrkjum og framlögum.
Erling hefur haft áhuga á að endurbyggja skúrinn Lubba, sem var beituskúr og stóð sunnan við Flagghúsið. Vonandi mun honum verða gert kleift að koma því í verk, sem og endurbyggja verslunina norðan við húsið, sem sjá má á meðfylgjandi málverki Gunnlaugs Schevings.
Flagghúsið.
Vinstra megin á málverkinu má einnig sjá hús, sem kallað var „Samvinnubragginn“. Samvinnuútgerðin í Grindavík hafði þar verbúð, beituskúr og netaloft 1930-1970. Eldra nafn á húsinu var Eyrabakkahús. Þar hafði Eyrabakkaverslun vöruhús og aðsetur frá því um 1880 fram yfir aldamótin 1900. Grindavíkurhöfn hafði þarna áhaldahús fram undir 1990. Húsið var rifið af Grindavíkurbæ eftir að því hlutverki lauk.
Norðurvörin er framundan húsinu. Hún var fagurlega grjótlögð en er orðin, ásamt bryggjunni, skemmd og þarfnast viðgerðar. Eins er með aðgengið og umhverfið – allt þarf þetta að laga.
(Sjá einnig Flagghúsið – endurnýjun II).
Heimild:
-grindavik.is
-Ering Einarsson
Einarsbúð og nágrenni – Flagghúsið í miðið.
Garður – mannvistarleifar
Hörður Gíslason frá Sólbakka leiddi göngu um Garð.
þátttakendur um þróun hennar frá upphafi og sögu fólksins. Auk þess að segja frá breyttum staðsetningum hinna 13-15 bæja er mynduðu bæjarsamfélagið, bæði vegna ágangs sjávar og breyttra verkhátta, lýsti Hörður einkennum þeirra er lengst hafa staðið nálægt núverandi húsum, þ.e. bæjarhólunum. Gengin var horfin gata milli Síkjanna og saga Gerða rifjuð upp, en þar var lífæð byggðarinnar lengst af á síðustu öldum. Skoðuð var m.a. Gerðavörin, íshúsið, pósthúsið og gamla verslunin, en hluti hennar er samfast hús er flutt var á ís frá Útskálum og var upphaflega byggt úr timbri úr Jamestown.
Gengið var um byggðina og fræddi Hörður
Hörður tók Útskálabæjarhólinn, sem dæmi um gamalt bæjarstæði til langs tíma, sjá m.a. frásögn af fornleifauppgreftri. Bæði þurfti að endurbyggja bæjarhúsin reglulega og losna við tilheyrandi ösku og sorp er ekki var nýtt til túnræktar. Við það mynduðust hólar líkt og nú má sjá þar sem líklegt er að gömlu Miðhús hafi staðið (milli Útskála og núverandi Miðhúsa).
Þegar komið var yfir að Króki lýsti Hörður síðustu bæjarhúsunum er nú hafa verið rifin. Grunnurinn var úr tilhöggnu grjóti, en húsið sjálft úr timbri.
Gamli hlaðni brunnurinn er neðan við íbúðarhúsið, en hefur verið fylltur upp til að fyrirbyggja slysahættu. Sólbakki er næsta býli að norðanverðu. Skammt neðan við Krók er gróinn garður er náði frá Miðhúsum að Miðhúsasíkinu. Milli þess og Gerðasíkisins er gangfært. Innnan garðsins er gróin gata er lá frá bænum um eyðið áleiðis að Gerðum. Hún sést norðan síkjanna, en sunnan þeirra hefur gatan sokkið í jarðveginn. Skammt neðar eru leifar Bakkabæjanna, en þeir voru nokkrir rétt ofan við kampinn. Vatnagarðar voru einn þeirra (nyrst) sem og Níelsarkot (syðst, horfið undir kampinn). Vegna ágangs sjávar var hopað með marga bæina ofar í landið, upp fyrir síkin. Þarna má þó enn sjá stakkstæði, húsgrunna og mosavaxna garða.
Gamla íshúsið stendur enn sem og gamla verslunarhúsið. Samfast við það að vestanverðu er rishús, sem flutt var fyrrum á ís frá Útskálum. Uppistaðan í því eru timburbálkar er bárust hingar með timburflutningaskipinu Jamestown er strandaði við Hestaklett utan við Hafnir 1881 (sjá HÉR).
Hvönnin er mikil við Gerðar, en þar má sjá Gerðarvörina, sem var sú besta í Garði. Enda var bryggjan reist þar þegar þurfa þótti og útgerð Milljónafélagsins festi þar rætur um sinn.
Hvar sem gengið er um Garð má sjá mannvistarleifar, bæði greinilegar og ógreinilegar. Það væri vel þess virði að teikna þær upp eins nálægt sanni og hægt er, til að skapa yfirsýn yfir hið forna samfélag og til að minnka líkur á að hluti menningararfsins fari forgörðum af vangá þegar og að því kemur að framkvæma þarf á svæðinu.
Gangan var bæði fróðleg og skemmtileg. Hún tók 1 klst og 1 mín.
Heimild:
-Hörður Gíslason frá Sólbakka.
Garður – gengið um gömlu byggðina.
Skógfellavegurinn – leiðarlýsing
Gengið var um Skógfellaveg frá Vogum til Grindavíkur. Þessi gamla þjóðleið milli byggðalaganna var einnig nefnd Vogavegur.
Skógfellavegur – skilti.
Skógfellavegur er hluti gömlu þjóðleiðarinnar til Grindavíkur frá Hafnarfirði og dregur nafn sitt af tveimur fellum, sem hann liggur framhjá að austanverðu, Litla- og Stóra-Skógfelli. Þau eru við götuna um miðja vegu til Grindavíkur. Nafn götunnar hefur breyst í tímans rás því áður hét hluti hennar Sandakravegur. Sumir telja það þann hluta leiðar, sem liggur frá Stapahorni og langleiðina að Stóra- Skógfelli, en þar eru vegamót. Aðrir telja Sandakraveginn hafa legið með Fagradalsfjalli með Görninni og Kastinu um Nauthólaflatir skammt vestan Dalsels og þaðan um sléttar sandflatir niður í Mosa um Grindavíkurgjá og á Skógfellaveginn skammt ofan við Brandsgjá. Þannig er leiðin sýnd á kortum eftir aldamótin 1900.
Gangan inn á Skjógfellaveginn hófst við skilti skammt ofan Reykjanesbrautar, skammt austan við Háabjalla. Bílastæði eru skammt austan við skiltið. Gatan er nokkuð óljós framan af og vörður fáar og ógreinilegar. Leiðin hefur nú verið stikuð að Litla-Skógfelli af áhugagönguhópi á Suðurnesjum.
Skógfellavegur.
Skammt sunnan við Reykjanesbrautina er gengið fram á sprungu sem heitir Hrafnagjá. Þarna við Skógfellaveginn lætur hún lítið yfir sér en þegar austar dregur er hún mjög falleg og tilkomumikil og þar er gjábarmurinn hæstur og snýr á móti suðri. Í gjárveggnum er hrafnslaupyr. Hrafnagjá nær alla leið niður á túnið á Stóru-Vatnsleysu. Þar í er svonefnt Magnúsarsæti með áletrunum. Þegar götunni er fylgt áfram er komið að nokkuð löngu grágrýtisholti, Nýjaselsbjalla, og liggur gatan yfir austurhluta þess. Skammt austan götunnar, áður en komið er upp á bjallann, eru litlar seltóftir, Nýjasel, undir lágum hamri sem snýr til norðurs og dregur bjallinn nafn af selinu.
Nokkrar gjár eru á leiðinni, auðveldar yfirferðar og snúa hamraveggir þeirra allra til norðurs.
Fyrsta gjáin sem eitthvað kveður að er Huldugjá en þar sem gatan liggur yfir gjána er sagt að Huldugjárvarða hafi staðið. Þarna liggur vel mörkuð leiðin nálægt austurjaðri Skógfellahraunsins.
Varða við Skógfellaveg.
Áhugavert er að gera smá lykkju á leiðina austur með gjánni og skoða Pétursborg sem stendur á barmi Huldugjár. Fjárborgin stendur nokkurn spöl austan vegarins yfir gjána. Pétursborg er gamalt sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum nefnt eftir Pétri Andréssyni bónda þar (1839-1904) en hann er sagður hafa hlaðið borgina. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.
Á milli Huldugjár og næstu gjár sem heitir Litla-Aragjá er gatan nokkuð óljós á kafla en hefur verið stikuð en gatan er skýrari þar sem hún liggur yfir Aragjána. Þar er tæpt til beggja handa en stór varða stendur á efri gjábarminum. Þegar líður á verður gatan greinilegri og næsta gjá á leiðinni sem eitthvað kveður að er Stóra-Aragjá. Grjótfylling og hleðsla er í Stóru-Aragjá þar sem leiðin liggur yfir hana og þar er varða sem heitir Aragjárvarða en gjáin þarna við vörðuna heitir Brandsgjá.
Brandsgjá við Skógfellastíg.
Eftirfarandi er frásögn um atvik sem henti á þessum stað: Á jólaföstu árið 1911 var Brandur Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála (1862-1955) á leið heim úr Hafnarfirði og dró sú ferð dilk á eftir sér. Hann lagði á Skógfellaveginn og ætlaði síðan inn á Sandakraveginn og niður að Ísólfsskála. Veður versnaði er leið á daginn og lenti Brandur í umbrotafærð suður heiðina. Allt í einu gaf fönn sig undan hestinum og þeir hrösuðu ofan í Stóru-Aragjá. Þarna hafði Brandur leitt hestana utan við klifið og svo fór að bæði hrossin þurfti að aflífa á staðnum. Síðan heitir þarna Brandsgjá. Brand kól mikið á fótum og var á Keflavíkurspítala í nokkra mánuði eftir slysið.
Þegar komið er upp fyrir Stóru-Aragjá tekur fljótlega við helluhraun sem nær langleiðina að Litla-Skógfelli og er vegurinn vel varðaður á þessum slóðum. Á fyrsta spottanum þarna er gatan mjög djúp því grjóti hefur verið rutt úr henni í miklum mæli en þegar ofar kemur taka við sléttar klappir markaðar djúpum hófförum.
Fyrir neðan og austan Litla-Skógfell er þó dálítið kjarr, bæði birkihríslur og víðir, og sjálfsagt hefur svæðið allt verið viði vaxið endur fyrir löngu. Við Litla-Skógfell endar Vatnsleysustrandarhreppur og Grindavíkurhreppur tekur við.
Þegar komið er langleiðina að Stóra-Skógfelli greinist Sandakravegurinn út úr til suðausturs yfir hraunið og að Sandhól. Til gamans geta göngumenn leikið sér að því að telja vörðurnar frá Litla-Skógfelli að gatnamótunum en þær eru 22. Sandakravegurinn þarna yfir er fallegur, djúpmarkaður og skoðunarverður.
Vestan við Stóra-Skógfell er Gíghæðin og er stutt ganga frá fellinu yfir í gígana og þaðan yfir á Grindavíkurveginn. Í austri blasir Fagradalsfjallið við með sína fylgifiska s.s. Sandhól og Kastið.
Reykjanes – Skógfellavegur – kort ÓSÁ.
Sunnan Stóra-Skógfells liggur vegurinn austan undir fallegri gígaröð, Sundhnúksgígum, sem er um 8 km löng og áfram að Sundhnúk sem er aðal gígurinn og stendur hann norðan við Hagafell. Gatan er slétt og sendin á kafla. Heitir þar Sprengisandur. Þegar komið er framhjá Hagafelli, þar sem í eru Gálgaklettar, að austanverðu fer að halla undan til Grindavíkur og spöl neðar greinst leiðin til „allra átta” um gamalgróið hraun niður til bæja. Í Gálgaklettum eru þeir þjófar sagðir hengdir, sem handamaðir voru á Baðsvöllum, en höfðu hafst við í Þjófgjá í Þorbjarnarfelli og herjað á Grindvíkinga.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.
Byggt m.a. á lýsingu Rannveigar Lilju Garðarsdóttur.
Heimild:
-Sesselja G. Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi. Útg. 1995.
Skógfellavegur – Litla-Skógfell framundan.
Stapagata – leiðarlýsing
Gengið var um Stapagötu frá Reiðskarði við Vogavík og eftir Stapanum yfir að Stapakoti í Njarðvíkum.
FERLIRsfélagar á göngu um Almenningsveginn á Vatnsleysuströnd.
Gamla þjóðleiðin yfir Vogastapa til Njarðvíkur er framhald gömlu þjóðleiðarinnar (Almenningsvegarins, eða Menningsvegar, eins og gárungarnir kölluða hann eftir misritun). Alfaravegurinn (-leiðin) liggur frá Hafnarfirði og suður að Kúagerði þar sem Almenningsvegurinn tekur við. Hann liðast síðan um Vatnsleysustrandarhrepp að Vogastapa. Umferð um Stapagötuna hætti að mestu um 1912 þegar bílvegur var lagður til Keflavíkur. Árið eftir var hafist handa við gerð vegar frá Vogastapa til Grindavíkur. Þangað náði vegurinn fullgeðrur árið 1918. Við þann veg má sjá miklar minjar eftir vegagerðarmennina.
Stapadraugurinn.
Vogar eru bæði fallegt og snyrtilegt sjávarþorp. Þaðan var gengið suður að Stapanum. Þegar komið er að hlíð hans er gengið í átt að sjónum og þar má sjá merkið „Stapagata.”
Gatan liggur upp hlíðina um skarð sem heitir Reiðskarð en þar er hún hlaðin upp að hluta og er ytri vegkanturinn nokkuð hár og hleðslan þar bæði falleg og heilleg. Þegar gengið er upp gömlu götuna má sjá enn eldri götu á hægri hönd, sem kastað hefur verið duglega upp úr. Hæsti hluti Stapans austan Reiðskarðs heitir Fálkaþúfa en suður af þúfunni eru Lyngbrekkur. Þarna við gerðist m.a. saga sú, sem jafnan var sögð á Vatnsleysuströnd um fylgdarkonuna (huldukonuna þokumkenndu) í Skarðinu (sjá aðra FERLIRslýsingu).
Reiðskarð.
Reiðskarð er fyrsta skarðið af fjórum á austurhluta Stapans. Hin eru Kvennagönguskarð, Brekkuskarð og Urðarskarð í þessari röð til vesturs. Upp úr Reiðskarði er gatan djúp og sendin með miklum grjótruðningum til beggja handa. Í skarðinu vex töluvert af Gullkolli en það er sjaldgæf jurt á þessu svæði. Landið hækkar örlítið þegar komið er upp á Stapann. Þaðan lá gata til hægri, niður að bænum Brekku. Eftir stutta göngu sjást miklar grjóthleðslur á milli götunnar og Gamla-Keflavíkurvegarins. Þar var svonefndur „hreppsgarður,“ einn af þremur slíkum í Vatnsleysustrandarhreppi á seinni hluta 19.aldar. Við gerð þeirra og umhirðu var unnið í einskonar atvinnubótavinnu og einnig greiddu menn skuldir til hreppssjóðs með vinnu í görðunum. Sáralítill jarðvegur er nú innan hleðslanna. Garðurinn snýr mót suðri og liggur utan í löngum hjalla sem kallaður er Kálgarðsbjalli.
Stapagata ofan Reiðskarðs.
Nokkurn spöl vestar gengur Skollanef í sjó fram og vestan þess er Gilið, grasi gróið frá fjörugrjóti og upp á brún. Þegar komið er út fyrir Gilið fer landið hækkandi upp á Grímshól sem er hæsti hluti Stapans (74m) og þar er útsýnisskífa. Af Grímshól er gott útsýni yfir Faxaflóa og fjöllin í kring. Neðan Grímshóls gengur klettanef í sjó fram sem heitir Hólnef. Þjóðsaga er til um Grím nokkurn af Rangárvöllum sem réði sig í skipsrúm til huldumanns á þessum slóðum og varð að lokum bergnuminn í Grímshól. Mölvík er rétt vestan við Hólnefið, lítil bogmynduð malarfjara. Í víkinni vex gróskumikil hvönn.
Nú lækkar landið vestur af Grímshól og hér liggur gatan rétt sjávarmegin við Gamla-Keflavíkurveginn. Á móts við þar sem akvegurinn liggur yfir götuna eru landamörk Vatnsleysustrandahrepps og Reykjanesbæjar í viki sem gengur inn í Stapann og er ýmist nefnt Grynnri-Skor eða Innri-Skor.
Stapagata nær Njarðvík.
Þegar komið er nokkuð vestur fyrir Grynnri-Skor er landið aflíðandi til vesturs og gaman að skreppa út af götunni og ganga með bjargbrúninni en fara þarf varlega. Gróðurinn er mjög fjölbreytilegur á þessu svæði. Næst verður Dýpri-Skor eða Ytri-Skor á vegi okkar en þar var áður ruslahaugar Suðurnesja og sjást því miður enn skýr merki um þá. Rétt vestan við Ytri-Skor standa leifar af fiskihjöllum og liggur gatan um það svæði. Grænaborg heitir stór gömul og grasigróin fjárborg hér rétt við Gamla-Keflavíkurveginn og austan hesthúsahverfis Njarðvíkinga. Bærinn, sem stendur næst Stapanum af húsunum í Innri-Njarðvík, heitir Stapakot og þar við túnfótinn lýkur göngunni.
Ekki má gleyma Stapadraugnum, sem margar sagnir eru til um, enda mun hann oft hafa sést á gamla veginum um Stapann þars em hann stóð með höfuðið undir handleggnum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.
Byggt m.a. á frásögn Rannveigar L. Garðarsdóttur.
Heimild:
-Sesselja G. Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi. Útg. 1995.
Stapagata.