Gengið var um vestanvert Elliðavatnsland ofan við Vatnsvík við suðaustanvert Vatnsendavatn (Elliðavatn). Þar eru fjárhústóftir frá Elliðavatni.
Tóftirnar standa hátt á grónum hól ofan við skógræktarlund og sjást vel víða að. Líklega er það tilviljun ein að mikil plöntuárátta hlutaðeigandi hefur ekki náð að hylja tóftirnar með trjám líkt og sjá má svo víða. Á hólnum eru heillegar vegghleðslur. Þrjú rými eru í tóftunum. Þrjú snúa gafli mót Vatnsenda (vestri) og eitt til suðurs (aftan við tvær hinar fremri). Garðar eru í fyrrnefndu rýmunum, en sú aftari gæti hafa verið umleikis heystæði (heykuml). Fjárhúsin munu, af ummerkjum að dæma, hafa verið hlaðin í lok 19. aldar eða byrjun 20. aldar, eða fyrir rúmri öld. Þau eru merkilegur vitnisburður um fyrri tíma búskaparháttu, örskammt frá þéttbýlinu, sem hefur verið að teygja sig óðfluga að rótum þeirra – og mun væntanlega eyða þeim með öllu þegar fram líða stundir (m.v. núverandi áhuga- og viljaleysi hlutaðeigandi yfirvalda í þeim efnum).
Fjárhústóftirnar hafa verið mjög nálægt mörkum Vatnsenda og Elliðavatns. Skammt vestan þeirra er tvískipt tóft, sennilega sauðakofi.
Örnefnaskrá Elliðavatns er „eftir Ara Gíslason (heimildarmaður Eggert Norðdahl, Hólmi) og athugasemdir varðandi örnefni Elliðavatns, eru skráðar af Ragnari Árnasyni (eftir Christian Zimsen), með Christian Zimsen, lyfsala, í júlí 1983. Í henni er og stuðzt að litlu leyti við blaðagrein eftir Karl E. Norðdahl, úr Mbl. frá 29. júní 1967. C.Z. telur allt, sem þar er sett fram, vera hárrétt.
Christian Zimsen (f. 26. september 1910) þekkti vel til á Elliðavatni. Faðir hans, Christen Zimsen (1882-1932), keypti 1/4 jarðarinnar árið 1916 af Einari Benediktssyni. Sama ár keyptu Þórður á Kleppi 1/8 jarðarinnar (á móti borginni, sem átti 1/8) og Emil Rokstad (kenndur við Bjarmaland) helming hennar. Emil Rokstad rak búið til 1927, en þá var jörðin öll seld borginni – eða Rafveitunni. Rokstad fékk þá 10 ára ábúð, þ.e. til 1937, en eftir það for jörðin í eyði. Elliðavatn var í Seltjarnarneshreppi, en er nú innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur.
Christen Zimsen byggði sumarbústað á Elliðavatni árið 1919. Dvalizt hann þar meira og minna á sumrin alla tíð. Ennfremur var hann sumarstrákur á Elliðavatni, þannig að hann hafði aðstöðu til að læra örnefni jarðarinnar. Hann lærði þau helzt af ráðsmönnum Emils Rokstad, Arnbirni Guðjónssyni, sem var lengst þar, og Guðbirni Sigurjónssyni frá Króki í Flóa.

Á Elliðavatni var rekið stórt bú, fjárbú (flest um og yfir 500 fjár). Kýrnar voru á Bjarmalandi, en á Elliðavatni á sumrin. Veiði var einnig stunduð; þá var mikil veiði í vatninu. Rokstad reisti tvö klakhús, sem rústir sjást enn eftir. Eftir að Elliðavatn fór í eyði, var starfrækt þar heimili, útibú frá Kleppi. Síðar var byggt upp þar. Nú nýtir Skógræktarfélag Reykjavíkur húsið; þar dvelur vörzlumaður Heiðmerkur“.
Í örnefnalýsingunni segir m.a. um fjárhústóftina: „Árið 1884 var dæmt í landamerkjadeilum á milli ábúenda Elliðavatns og Vatnsenda. Málsaðilar komu sér saman um, að Strípur í jaðri Strípshrauns væri hornmark fyrir landeignir jarðanna og væri því rétt að ákveða merki þaðan.
Í Dómabókinni segir: „Dómurinn hefur nú komizt að
þeirri niðurstöðu, að frá Stríp eigi merki jarðanna að vera eftir beinni stefnu yfir tóftarbrot suðvestanvert við Elliðavatnsfjárhús í Vatnsendavatn, þannig að enginn bugur sé á merkjunum við nefnda tóft, að þaðan séu mörkin með Vatnsendavatni að austan og norðaustan norður í Þingnestá, að úr Þingnestá ræður bein stefna norður yfir Þingnesál, þá ræður enn Vatnsendavatn vestur með Elliðavatnsengjum í Dimmuós, að þá skilur áin Dimma lönd jarðanna niður að Gjávaði…
C.Z. þekkir merkin ekki vel. Mönnum kom aldrei saman um þau. Hann er þó ekki sáttur við, að mörkin séu þau, sem lýst var hér að framan. Honum er tamt að líta þannig á, að Bugða, eins og hún var, hafi verið á mörkum og síðan Dimma, að ós hennar. Úr Dimmuós hafi mörkin legið þvert yfir Vatnsendavatn í Syðra-Vatnsendavatnsvik og þaðan í vestari vörðuna af tveimur, vestur af Elliðavatnsfjárhúsinu, og þaðan upp í Stríp. Að öðru leyti telur hann, að landamerkjalýsingin eigi að vera rétt.
Þannig tilheyrði u.þ.b. 1/4 Vatnsendavatns
Elliðavatni. Vörður þær, sem um ræðir.eru fallnar, og eru litlar sem engar leifar eftir af þeim. Þær voru rifnar á stríðsárunum. Fyrir vestan Elliðavatnsfjárhús er tóft eftir ærhús frá Elliðavatni yfir 240 ær. Þar voru þrjár krær og hlaða á bak við tvær þeirra. Vörðurnar voru vestur af tóftunum, önnur 90 faðma frá því, en hin 60 faðma, en í gömlum lögum er ákvæði um, að hús skyldu standa 90 faðma frá landamerkjalínu, ef dyr sneru að henni, en annars 60 faðma frá, þ.e. ef dyr sneru frá.“
Svolítill ónákvæmni er í lýsingunni undir lokin því fjárhúsið, sem var ærhús, gat hýst 240 fjár. Vestan þess er tóft sú er að framan greinir.
Áður en tóftin fyrrnefnda á mörkunum var yfirgefin var kjörið tækifæri að setjast niður í góðvirðinu, horfa heim að Vatnsendabænum sem og Hvammskoti (Elliðahvammi) og rifja svolítið upp forsöguna.
Árið 1847 var Vatnsendi konungseign. Í Fornbréfasafni er máldagaskrá um eignir Maríukirkju og staðar í Viðey á dögum Þorvalds Gissurarsonar. Skráin er talin frá 1234 og er eftir máldagabókum frá Skálholti í safni Árna Magnússonar. Í Fornbréfasafni segir, að hún sé fremst af öllum hinum elztu Viðeyjarskrám og ritað við á spássíu: „gamall máldagi“. Í skránni segir; Hvn a oc Elliðavatz land hálft og allt land at vatzenda með þeim veiðvm og gæðm er þeim hafa fylgt at fornv. Staðr a oc Klepps land allt, oc laxveiði j Elliða ar at helmingi við Lavgnesinga. Hamvndr gaf til staðarins holm þann, er liggr j elliða am niðr frá Vatzenda holmi. Í skrám um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313 segir: At vatx ennda iij merkur. Í skránni frá 1395 um leigumála á jörðum klaustursins segir: at Vatzenda half fjorda mork. Í reikningi Kristjáns skrifara 1547-1548 er eftirfarandi ritað um Vatnsenda: Item met Vatzende iiij legekiór landskyld x óre frj oc xij thónder kuoell ij lege vij fóringer smór dt. her er ij foder en 3 vet nót oc ij landskydt iij for met lame oc 2 ar gamle for oc xij thónder kuóll. Í hlutabók eða sjávarútgerðarreikningi Kristjáns skrifara 1548-1549 segir: Item mett Vatzende iiij legekiór landskyldt x aure frj oc xij thónder kuell. ij lege en vet smór dt. oc ij landskyldt xij tónder kuoell oc desse x aurer tog Halvarder ij sijt kop.

Í reikningum Kristjáns skrifara 1549-1550 er ritað um Vatnsenda: Item mett Watzende iiij kiór landskyldt x óre frj oc xij toonder kúoell ij lege j vet smór etc. her er j foder ar gamel nód oc iiij lamb oc xij tonder koel etc. tog Haluarder thene landskyldt j sit kop. Í reikningum Eggerts fógeta Hannessonar, sem dagsettir eru á Bessastöðum 24. júní 1552, er eftirfarandi skráð um Vatnsenda: Item mett Wassende iiij legequiller landskyldt x óre frijj oc xij tonder koll. ik leger j vett smór. dt. och ij landskyldt x óre och tog Pouell Gurensón den ij sijt kop. oc xij toder kull. dt. Í jarðaskrá Björns Lárussonar (The Old Icelandic Land Registers, Lund, 1967) er Vatnsendi talinn konungseign, jarðadýrleiki 22 hundruð, landskuld 112 álnir og leigukúgildi fjögur. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Vatnsenda: „Jarðadýrleiki er óviss. Eigandinn kóngl. Majestat. […]“ Í skrá um sölu konungsjarða 1760-1846 sést, að Vatnsendi hefur verið seldur 11. september 1816 með fjórum kúgildum. Söluverð var 1384 rd.

Samkvæmt Jarðatali á Íslandi (Kh 1847) er jarðardýrleiki 22 hundruð, landskuld hundrað álnir og leigukúgildi fjögur. Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland 1861 er jarðardýrleiki einnig talinn 22 hundruð, en ný hundraðstala 24,4 hundruð. [..].“ segir í Örnefnum í landi Kópavogskaupstaðar.
Heimildir, svo sem fasteignamat 1849 og 1916-1918, staðfesti að Vatnsendi hafi frá öndverðu verið landmikil jörð, með mikla og góða sauðfjárhaga en jafnframt að hluta erfið yfirferðar. Fjárhúsin á hæðinni suðaustan við vatnið gefa til kynna að síst hafi dregið úr veldi ábúendanna á síðari öldum. Líklega hefur skógur efrum torveldað aðgengið þótt þess sjáist ekki ummerki nú.
Löngum hafa verið deilur um landamerki Vatnsenda, s.s. milli landeigenda og Reykjavíkurbogar, sem eiganda svokallaðs „eignarnámslands í Heiðmörk. Á því svæði liggur Vatnsendi að Garðakirkjulandi til vesturs, jörðinni Elliðavatni til austurs og að Elliðavatni til norðurs. Að suðvestan og sunnanverðu nær landsvæði þetta Vatnsenda, í Húsfell, Þríhnúka og Stóra-Kóngsfell. Landsvæðið má skipta í annars vegar gróið láglendi og hins vegar hraunfláka. Vestan og sunnan stöðuvatnsins er láglendi, þ. á m. Heiðmörk, gróðursælt og afgirt svæði í 70-150 metra hæð yfir sjávarmáli. Heiðmörkin teygir sig frá vestri til austurs og tekur til landsvæðis innan merkjalýsinga bæði Vatnsenda og Elliðavatns, auk fleiri jarða.
Fyrir u.þ.b. miðri Heiðmörk er Strípur, „hvass hraundrangi“, að sögn. Þangað var einmitt ætlunin að stefna í þessari FERLIRsferð.
Fótstefnan var tekin til suðausturs upp Heiðmörkina, að svonefndum Stríp er Strípshraun dregur nafn sitt af. Hraunið, þakið þykkum hraungambra (er bendir til þess að undirlagið hafi orðið til öðru hvoru við landnám norrænna manna hér á landi), er fremur lítið af hrauni að vera og hefur runnið á sögulegum tíma. Aldur þess hefur ekki verið ákvarðaður af neinni nákvæmni. Hraunið, líkt og flest önnur nútímahraun, sem runnið hafa um Heiðmerkursvæðið, eru komin frá eldvörpum á svæðinu milli Bláfjalla og Þríhnúka. Elstu hraunin í Heiðmörk eru um 7200 ára og hin yngri frá sögulegum tíma.
Íslenska ríkið hefur haldið því fram (í þjóðlendakröfum sínum) að með merkjalýsingum Elliðavatns og Vatnsenda frá 1883 hafi eigendur þessara jarða eignað sér sinn hvorn hlutann úr sameiginlegum afrétti. Þessum lýsingum hafi aldrei verið þinglýst. Þó er vísað til þess í dómi aukaréttar Kjósar- og Gullbringusýslu frá 1884 um merki þessara jarða. Þar segir að Strípur sé hornmark fyrir landareignir jarðanna.

Það mun líklega vera nálægt lagi því ekkert kennileiti á svæðinu er jafn augljóst til upplandsins frá bæjunum og Strípur í miðju Strípshrauni. [Hér hefur ekki verið höfð í huga þau eðlilegu samskipti ábúenda og nágranna er jafnan höfðu náð til að skipta löndum sínum rétt m.v. þörf á hverjum tíma].
Í suðvestri blasti Vatnsendaborgin við uppi á Hjöllunum. Fyrstu og einu heildstæðu lýsinguna á landamerkjum Elliðavatns er að finna í yfirlýsingu eiganda jarðarinnar, dags. 20. júní 1883. Merkjum Elliðavatns að suðvestanverðu er lýst „frá sýslumörkum að austnorðanverðu við Kóngsfell og þaðan beina stefnu norður í svokallaðan Stríp …“. Yfirlýsing þessi er einungis undirrituð af eiganda Elliðavatns og henni hefur ekki verið þinglýst. Skjal þetta var meðal málsskjala í áðurnefndum landamerkjaágreiningi á milli eigenda Vatnsenda og Elliðavatns. Svo sem segir í kafla 6.12. eru einnig slíkir ágallar á þessari merkjalýsingu að hún getur ekki talist lögformlegt landamerkjabréf. Sé tekið mið af merkjalýsingu Vatnsenda, eins og hún hljóðar eftir þá breytingu sem áður greindi, miða báðir jarðeigendur við Stríp og í Kóngsfell. Í dómi aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. maí 1884 um merki Vatnsenda og Elliðavatns segir m.a. svo „Málsaðilar hafa orðið ásáttir um, að Strípur í jaðri Strípshrauns sé hornmark fyrir landeignir jarðanna og er því rétt að merki séu ákveðin þaðan.“ Dómurinn sker síðan úr um merki jarðanna frá Stríp og til norðurs.

Landsvæðið þar sunnan við, þ.e. línan á milli Stríps og Kóngsfells var þannig ekki til umfjöllunar í málinu og ekki tekin afstaða til þess af hálfu dómsins hvort merki jarðanna næðu þangað. Orðalagið „hornmark“ í forsendum dómsins verður ekki talið ráða úrslitum að þessu leyti. Ljóst er hins vegar að eigendur jarðanna hafa verið sammála um þá merkjalínu, hvort sem það hefur verið strax við gerð merkjalýsinga Vatnsenda og Elliðavatns í maí og júní 1883, eða þegar yfirlýsingu Vatnsenda var breytt. Samkvæmt framangreindu hefur lýsing austurmerkja í yfirlýsingu eiganda Vatnsenda frá 1883 stuðning af dómi Gullbringu- og Kjósarsýslu 1884 suður í Stríp en lína sú sem dregin er úr Stríp í Kóngsfell, styðst einungis við yfirlýsingu eiganda Elliðavatns. Lýsing vesturmerkja í sömu heimild stangast á við þinglýstar merkjalýsingar aðliggjandi landsvæða en merkjum á milli syðstu punkta til vesturs og austurs er ekki lýst. Eigandi Vatnsenda afmarkar kröfusvæði sitt svo sem að framan greinir með Stóra-Kóngsfelli að suðaustanverðu og Þríhnjúkum að suðvestanverðu og til suðurs með línu þar á milli. Sunnan þessarar línu er suðvesturhorn þess landsvæðis og nefnt Afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna. Þar hafa sveitarfélögin Kópavogur, Reykjavík og Seltjarnarnes gert kröfu um eignarland. Kröfusvæði þessara sveitarfélaga vegna afréttarins tekur þó til mun stærra svæðis, nánar tiltekið stórs hluta af svæðum eigenda Vatnsenda og Elliðavatns, auk landsvæðis suðaustan jarðarinnar Lækjarbotna. Ekki hafa komið fram neinar sjálfstæðar merkjalýsingar fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna og verður afmörkun hans því fyrst og fremst ráðin af merkjum aðliggjandi landsvæða, þ.á.m. Vatnsenda.

Af framangreindu má sjá a.m.k. tvennt; annars vegar ágreining um landamerki, sem reyndar er ekkert nýtt hér á landi, og hins vegar mikilvægi Stríps sem kennileitis. Auk þess dregur dularfullt hraun nafn sitt af kennileitinu. Þá er ekki síðra að bæði er Strípur í miðju friðlandi höfuðborgarsvæðisins og auk þess er hann mikilvægt, áberandi, en næsta óþekkt kennileiti á verndarsvæðinu.
Þegar gengið var upp að Stríp svo til beint upp frá fjárhústóftinni virtist einungis einn klettadrangur koma til greina – með beina stefnu á Kóngsfellið. Þegar nær dró birtust tvær vörður á neðri efri brúnum hraunsins skammt vestan Stríps. Þær virtust nýlega hlaðnar, en hafa áreiðanlega verið gerðar í ákveðnum tilgangi. Líklegt má telja að þar hafi einhverjir verið að verki er undirstrikað hafa vilja þeirra afstöðu til greindra marka jarðanna. Þær röskuðu þó ekki fyrri lýsingum af Stríp, sem er þar skammt austar. Á gróinni hæð austan við dranginn kom í ljós að undir gróningunum voru greinilegar leifar af gamalli vörðu. Steinar úr henni lágu og út frá fætinum.
Frá Stríp var hið ágætasta útsýni, hvort sem um varð að ræða niður að Vatnsenda og Elliðahvammi eða upp til Kóngsfells.
Á óvart kom (og þó ekki) hversu landakort voru misvísandi á bæði örnefnaheiti og staðsetningar á þeim. T.d. voru bæði örnefnin „Heykriki“ og „Strípur“ augljóslega ranglega staðsett á kortunum. Því miður er hér ekki um einstök dæmi um að ræða. Tilgangurinn með ferðinni var hins vegar ekki að leysa úr landamerkjaágreiningi, enda hefur FERLIR jafnan gefið slík tilefni frá sér þrátt fyrir eftirgangssemi í þeim efnum. Ætlunin var, líkt og í upphafi var boðað, að skoða hina heillegu fjárhústóft ofan Vatnsvíkur sem og að líta hinn mikilvæga Stríp augum. Í ferðinni, líkt og svo oft áður, heilsaði „hraunkarlinn/-konan“ í Strípshrauni þátttakendum. Áratuga löng reynsla þátttakenda hefur kennt þeim að taka slíku með jafnaðargeði, þ.e. sjálfsögðum hlut.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimildir m.a.:
-Landamerkjabréf.
-Örnefnalýsingar.

Glaumbær í Hraunum II
Eftir að baráttan við berklaveikina fór að bera árangur og staða berklasjúklinga í þjóðfélaginu að batna, beindist líknarstaf Kvenfélagsins Hringsins inn á nýjar brautir. Þá fór félagið að styrkja fátæk og veikluð börn úr Hafnarfirði til sumardvalar í sveit. Barnaverndarfélag Hafnarfjaðar átti mikinn þátt í, að barnaheimilið Glaumbær var stofnað 1957 og lagði því talsvert fé.
Glaumbær er í Óttarsstaðalandi. Tildrög þess að sumardvalarheimili tók þar til starfa árið 1957 voru þau að barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafði oft rætt á fundum sínum um nauðsyn þess að koma á fót sumardvalarheimili fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Mjög erfitt hafði reynst fyrir foreldra að koma börnum á þessum aldri í sveit á sumrin og Hafnfirðingar höfðu aldrei átt barnaheimili fyrir þennan aldursflokk. KFUM í Kaldárseli hafði öðru hverju bætt úr mestu vandræðum fólks og tekið börn til dvalar stuttan tíma í einu, en aldrei sumarlangt. Rauði krossinn hafði einnig unnið gott starf á þessu sviði, og, og Kvenfélagið Hringurinn hafði árum saman styrkt hafnfirsk börn til sumardvalar í sveit.
Snemma árs 1957 var ljóst, að Kvenfélagið Hringurinn fengi ekki inni fyrir börn úr Hafnarfirði á sumardvalarheimilum Rauða krossins á Hörðuvöllum. Dagheimili Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar á Hörðuvöllum var ætlað börnum á aldrinum 2-6 ára, og í vinnuskólann í Krýsuvík komust aðeins drengir á aldrinum 8-12 ára. Barnaverndarnefnd var ljóst, að nauðsynlegt var að reyna að brúa þetta bil, t.d. á þann hátt að koma á fót sumardvalarheimilli. Snemma árs 1957 komst nefndin á snoðir um, að sumarbústaður Theodórs heitins Mathiesens læknis suður í Hraunum væri til sölu, Hún skrifaði bæjarráði og óskaði eftir fyrirgreiðslu þess í sambandi við kaup á húsinu. Bæjarráð tók málaleitan nefndarinnar vel og lofaði ábyrgð bæjarins, ef nefndinni tækist að útvega lán til kaupanna. Enn fremur skrifaði barnaverndarnefnd þeim félögum í bænum, sem höfðu barnavernd og líknarstarfsemi fyrir börn á stefnuskrá sinni og óskaði eftir samvinnu þeirra um lausn málsins. Þetta bréf var dagsett 18. marz 1957.
Á sumardaginn fyrsta þetta ár var Barnaheimilissjóður Hafnarfjarðar stofnaður. Tilgangur sjóðsins var að kaupa og reka barnaheimili fyrir hafnfirsk börn. Sjóðurinn keypti síðan sumarbústað Theodórs, er nefndist Glaumbær, 16. maí 1957 fyrir 80.000 kr. Glaumbær var á kyrrlátum stað skammt frá Hafnarfirði, stutt frá þjóðvegi, en þó úr alfaraleið. Húsið stóð á fögrum stað í skemmtilegu umhverfi, í snyrtilegum og vel ræktuðum lautarbolla, og klettaborgir gnæfðu við himinn allt um kring.
Undirtekir voru mjög góðar. Tvö þeirra, Barnaverndarfélagið og Rauðakrossdeildin, tæmdu þegar sjóði sína. Þau gáfu 10.000 kr. hvert, og síðan jók Barnaverndarfélagið framlag sitt um 15.000 kr. og Rauðakrossdeildin bætti 20.000 kr. við framlag sitt. Barnaverndarnefnd útvegaði með aðstoð Axels Kristjánssonar í Rafha 40.000 kr. lán hjá Iðnaðarbankanum. Fleiri lögðu hönd á plóginn.
Hinn 16. júní 1957 hófust framkvæmdir í Glaumbæ. Húsið var lengt með viðbyggingu og fékkst þar mjög gott svefnloft fyrir 24 börn. Niðri var svefnstofa fyrir stúlkur, snyrtiherbergi með salerni og steypibaði, svo og rúmgóður gangur og pláss fyrir miðstöðvarketil. Einnig var byggt rafstöðvarhús og rotþró og unnið að ýmsum fleiri framkvæmdum.
Sumardvalarheimlið í Glaumbæ tók til starfa 10. júlí 1957, og dvöldust þar 24 börn til 20. ágúst. Starfsemin gekk ágætlega, og þrifust börnin vel á heimilinu. Þau þyngdust að jafnaði um 4 kíló hvert, meðan á dvölinni þar stóð. Heimilinu veittu forstöðu hjónin Guðjón Sigurjónsson íþróttakennari og Steinunn Jónsdóttir. Þeim til aðstoðar var Ólöf Kristjánsdóttir. Þegar stafi heimilisins lauk í ágúst, var barnaheimilissjóðurinn orðinn mjög skuldugur, enda var starfsemin í Glaumbæ kostnaðarsöm. Sjóðurinn tók lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, og fjársöfnun meðal bæjarbúa var haldið áfram. Var því unnt að hefja starfsemi barnaheimilisins á ný sumarið 1958.
Barnaheimilið í Glaumbæ var starfrækt með líku sniði á hverju sumri frá 1957-68, en þá var starfseminni þar hætt, m.a. vegna hugsanlegrar mengunarhættu frá Álverinu í Straumsvík, sem var að hefja starsfemi sína um þær mundir.
Glaumbær sem sumarhús.
Húsið stóð lengi autt uns það brann, líkt og nafni þess í Reykjavík nokkrum árum síðar. Enn má sjá klettaborgirnar sem og aðrar minjar um veru barnanna í Glaumbæ á framangreindu tímabili.
Óttarsstaðir var hof- og kirkjustaður fyrr á öldum. Þar er grafreitur, jafnvel á fleiri en einum stað. Heimild er fryrir því að árið 1379 votta þeir Kári Þorgilsson, Jón Oddsson og Ólafur Koðráðsson að hafa heyrt máldaga kirkjunnar í Viðey lesinn og að Ólafur hafi lesið hann sjálfur áður en kirkjan brann. Þann 9. september 1447 höfðu þeir Einar Þorleifsson og Steinmóður Viðeyjarábóti með sér jarðaskipti. Meðal þeirra jarða sem komu í hlut klaustursins voru 10 hundruð í Ottastöðum í Kálfatjarnarkirkjusókn. Óttarsstöðum bregður fyrir í fógetareikningunum 1547-1552 og eru þá líkt og aðrar Viðeyjarklaustursjarðir komnir í konungs eigu.
Óttarsstaðir.
Óttarsstaðir eru meðal svokallaðra Hraunajarða. Á árunum 1825–1874 áttu sér stað ýmsir atburðir er snérust um tengsl Hraunajarða og almenningslands Álftnesinga á Reykjanesi. Óttarsstaðir voru seldir úr konungseigu þann 28. ágúst 1839. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er getið bæði Óttarsstaða og Óttarsstaðakots þrátt fyrir að hvorki prestur né sýslumaður geti hjáleigunnar. Ástæða þess er að nokkru leyti ábúendatalan sem sýslumaður gaf upp á öllum Óttarsstöðum en að auki var hún byggð 1803. Í jarðamatinu 1849 er kafli um jörðina Óttarsstaði með hjáleigunum Óttarsstaðakoti og Nýjakoti.
Þrjú landamerkjabréf fyrir Óttarsstaði voru undirrituð 26. maí 1890 og þeim öllum þinglýst 9. júní sama ár. Fyrsta bréfið fjallaði um landamerki milli Óttarsstaða og Hvassahrauns. Í fasteignamatinu 1932 er að finna lýsingar á eftirfarandi jörðum í Óttarsstaðahverfi: Óttarsstaðir I og II og Óttarsstaðagerði.
Glaumbær sem barnaheimili. Á meðfylgjandi mynd af Glaumbæ má húsið eftir að það var lengt sem og stíginn heim að húsinu. Í dag sést grunnur hússins enn sem og stígurinn.
Klettaborgirnar ofan við Glaumbæ gefa tilefni til að rifja upp gamla deilu um landamerki Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur þar sem segir „… að öðru leyti hefi jeg ekki að athuga [við landamerkjabréf Krýsuvíkur] nema óráðið mun um rjetta þekkingu á „Markhellu“ að vestanverðu.“ Undir þetta skrifaði Oddur V. Gíslason prestur á Stað í Grindavík … Önnur athugasemd var gerð og var hún svohljóðandi: „Sem eigendur og umboðsmenn Hvassahraunshverfisins leyfum við oss að gjöra þá athugasemd við framanskráð landamerki að í staðinn fyrir „Markhellu“ sjé settur „Markhelluhóll.“ Að öðru leyti samþykkt.“ Þetta undirskrifa Einar Þorláksson og Sigurmundur Sigurðsson. Athugasemdin um Markhelluhól hefur verið tekin til greina því skjalinu er þinglýst með því nafni. Nefnd Markhella er allnokuð austan við Búðarvatnsstæðið og Markhelluhól.
Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða. Markhellan er allnokkuð austar.
Setninguna „… Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði“ er vert að athuga nánar. Ca. km fyrir ofan vatnsstæðið er trúlega hinn eina sanna Markhella og á landakortum síðustu ára eru mörkin um hana. Á hólnum er lítil varða og stendur hann rétt ofan við djúpa en þrönga gjá og eru stafirnir sem getið er um í landamerkjabréfi Óttastaða – Hvassahrauns meitlaðir stórum stöfum á hólklöppina sem snýr til norðausturs. Það er merkilegt hvað stafirnir eru greinilegir ennþá og vel getur verið að þeir hafi verið skýrðir upp einhverntíman á síðustu öld. Steindranginn, sem nefndur er í lýsingunni, er til þarna í nágrenninu og er hann spöl neðan og vestan við helluna út í illfæru og grófu apalhrauni. Rétt við steindranginn er gömul mosagróin varða, há og mikil um sig, hlaðin úr stórum hraunhellum. Í lýsingunni hefur því verið blandað saman í eitt mark, hólnum og drangnum og eins gæti hugsast, að mörkin hafi einhvern tímann legið neðar, þe.a.s um drangann en ekki hólinn. Hvassahraunsbændur gerðu sér grein fyrir þessu við undirskrift bréfsins og að hægt var að ruglast á stöðunum vegna líkra nafngifta.
Heimild m.a.:

-Saga Hafnarfjarðar, Ásgeir Guðmundsson, 1983.
-Íslenzkt fornbréfasafn, IV. b. Kaupmannahöfn. 1895-1897, s. 707-708.
Strípshraun – Strípur – Elliðavatnsfjárhús
Gengið var um vestanvert Elliðavatnsland ofan við Vatnsvík við suðaustanvert Vatnsendavatn (Elliðavatn). Þar eru fjárhústóftir frá Elliðavatni.
Tóftirnar standa hátt á grónum hól ofan við skógræktarlund og sjást vel víða að. Líklega er það tilviljun ein að mikil plöntuárátta hlutaðeigandi hefur ekki náð að hylja tóftirnar með trjám líkt og sjá má svo víða. Á hólnum eru heillegar vegghleðslur. Þrjú rými eru í tóftunum. Þrjú snúa gafli mót Vatnsenda (vestri) og eitt til suðurs (aftan við tvær hinar fremri). Garðar eru í fyrrnefndu rýmunum, en sú aftari gæti hafa verið umleikis heystæði (heykuml). Fjárhúsin munu, af ummerkjum að dæma, hafa verið hlaðin í lok 19. aldar eða byrjun 20. aldar, eða fyrir rúmri öld. Þau eru merkilegur vitnisburður um fyrri tíma búskaparháttu, örskammt frá þéttbýlinu, sem hefur verið að teygja sig óðfluga að rótum þeirra – og mun væntanlega eyða þeim með öllu þegar fram líða stundir (m.v. núverandi áhuga- og viljaleysi hlutaðeigandi yfirvalda í þeim efnum).
Örnefnaskrá Elliðavatns er „eftir Ara Gíslason (heimildarmaður Eggert Norðdahl, Hólmi) og athugasemdir varðandi örnefni Elliðavatns, eru skráðar af Ragnari Árnasyni (eftir Christian Zimsen), með Christian Zimsen, lyfsala, í júlí 1983. Í henni er og stuðzt að litlu leyti við blaðagrein eftir Karl E. Norðdahl, úr Mbl. frá 29. júní 1967. C.Z. telur allt, sem þar er sett fram, vera hárrétt.
Fjárhústóftirnar hafa verið mjög nálægt mörkum Vatnsenda og Elliðavatns. Skammt vestan þeirra er tvískipt tóft, sennilega sauðakofi.
Christian Zimsen (f. 26. september 1910) þekkti vel til á Elliðavatni. Faðir hans, Christen Zimsen (1882-1932), keypti 1/4 jarðarinnar árið 1916 af Einari Benediktssyni. Sama ár keyptu Þórður á Kleppi 1/8 jarðarinnar (á móti borginni, sem átti 1/8) og Emil Rokstad (kenndur við Bjarmaland) helming hennar. Emil Rokstad rak búið til 1927, en þá var jörðin öll seld borginni – eða Rafveitunni. Rokstad fékk þá 10 ára ábúð, þ.e. til 1937, en eftir það for jörðin í eyði. Elliðavatn var í Seltjarnarneshreppi, en er nú innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur.
Christen Zimsen byggði sumarbústað á Elliðavatni árið 1919. Dvalizt hann þar meira og minna á sumrin alla tíð. Ennfremur var hann sumarstrákur á Elliðavatni, þannig að hann hafði aðstöðu til að læra örnefni jarðarinnar. Hann lærði þau helzt af ráðsmönnum Emils Rokstad, Arnbirni Guðjónssyni, sem var lengst þar, og Guðbirni Sigurjónssyni frá Króki í Flóa.
Á Elliðavatni var rekið stórt bú, fjárbú (flest um og yfir 500 fjár). Kýrnar voru á Bjarmalandi, en á Elliðavatni á sumrin. Veiði var einnig stunduð; þá var mikil veiði í vatninu. Rokstad reisti tvö klakhús, sem rústir sjást enn eftir. Eftir að Elliðavatn fór í eyði, var starfrækt þar heimili, útibú frá Kleppi. Síðar var byggt upp þar. Nú nýtir Skógræktarfélag Reykjavíkur húsið; þar dvelur vörzlumaður Heiðmerkur“.
þeirri niðurstöðu, að frá Stríp eigi merki jarðanna að vera eftir beinni stefnu yfir tóftarbrot suðvestanvert við Elliðavatnsfjárhús í Vatnsendavatn, þannig að enginn bugur sé á merkjunum við nefnda tóft, að þaðan séu mörkin með Vatnsendavatni að austan og norðaustan norður í Þingnestá, að úr Þingnestá ræður bein stefna norður yfir Þingnesál, þá ræður enn Vatnsendavatn vestur með Elliðavatnsengjum í Dimmuós, að þá skilur áin Dimma lönd jarðanna niður að Gjávaði…
Elliðavatni. Vörður þær, sem um ræðir.eru fallnar, og eru litlar sem engar leifar eftir af þeim. Þær voru rifnar á stríðsárunum. Fyrir vestan Elliðavatnsfjárhús er tóft eftir ærhús frá Elliðavatni yfir 240 ær. Þar voru þrjár krær og hlaða á bak við tvær þeirra. Vörðurnar voru vestur af tóftunum, önnur 90 faðma frá því, en hin 60 faðma, en í gömlum lögum er ákvæði um, að hús skyldu standa 90 faðma frá landamerkjalínu, ef dyr sneru að henni, en annars 60 faðma frá, þ.e. ef dyr sneru frá.“
Í örnefnalýsingunni segir m.a. um fjárhústóftina: „Árið 1884 var dæmt í landamerkjadeilum á milli ábúenda Elliðavatns og Vatnsenda. Málsaðilar komu sér saman um, að Strípur í jaðri Strípshrauns væri hornmark fyrir landeignir jarðanna og væri því rétt að ákveða merki þaðan.
Í Dómabókinni segir: „Dómurinn hefur nú komizt að
C.Z. þekkir merkin ekki vel. Mönnum kom aldrei saman um þau. Hann er þó ekki sáttur við, að mörkin séu þau, sem lýst var hér að framan. Honum er tamt að líta þannig á, að Bugða, eins og hún var, hafi verið á mörkum og síðan Dimma, að ós hennar. Úr Dimmuós hafi mörkin legið þvert yfir Vatnsendavatn í Syðra-Vatnsendavatnsvik og þaðan í vestari vörðuna af tveimur, vestur af Elliðavatnsfjárhúsinu, og þaðan upp í Stríp. Að öðru leyti telur hann, að landamerkjalýsingin eigi að vera rétt.
Þannig tilheyrði u.þ.b. 1/4 Vatnsendavatns
Svolítill ónákvæmni er í lýsingunni undir lokin því fjárhúsið, sem var ærhús, gat hýst 240 fjár. Vestan þess er tóft sú er að framan greinir.
Áður en tóftin fyrrnefnda á mörkunum var yfirgefin var kjörið tækifæri að setjast niður í góðvirðinu, horfa heim að Vatnsendabænum sem og Hvammskoti (Elliðahvammi) og rifja svolítið upp forsöguna.
Árið 1847 var Vatnsendi konungseign. Í Fornbréfasafni er máldagaskrá um eignir Maríukirkju og staðar í Viðey á dögum Þorvalds Gissurarsonar. Skráin er talin frá 1234 og er eftir máldagabókum frá Skálholti í safni Árna Magnússonar. Í Fornbréfasafni segir, að hún sé fremst af öllum hinum elztu Viðeyjarskrám og ritað við á spássíu: „gamall máldagi“. Í skránni segir; Hvn a oc Elliðavatz land hálft og allt land at vatzenda með þeim veiðvm og gæðm er þeim hafa fylgt at fornv. Staðr a oc Klepps land allt, oc laxveiði j Elliða ar at helmingi við Lavgnesinga. Hamvndr gaf til staðarins holm þann, er liggr j elliða am niðr frá Vatzenda holmi. Í skrám um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs árið 1313 segir: At vatx ennda iij merkur. Í skránni frá 1395 um leigumála á jörðum klaustursins segir: at Vatzenda half fjorda mork. Í reikningi Kristjáns skrifara 1547-1548 er eftirfarandi ritað um Vatnsenda: Item met Vatzende iiij legekiór landskyld x óre frj oc xij thónder kuoell ij lege vij fóringer smór dt. her er ij foder en 3 vet nót oc ij landskydt iij for met lame oc 2 ar gamle for oc xij thónder kuóll. Í hlutabók eða sjávarútgerðarreikningi Kristjáns skrifara 1548-1549 segir: Item mett Vatzende iiij legekiór landskyldt x aure frj oc xij thónder kuell. ij lege en vet smór dt. oc ij landskyldt xij tónder kuoell oc desse x aurer tog Halvarder ij sijt kop.
Í reikningum Kristjáns skrifara 1549-1550 er ritað um Vatnsenda: Item mett Watzende iiij kiór landskyldt x óre frj oc xij toonder kúoell ij lege j vet smór etc. her er j foder ar gamel nód oc iiij lamb oc xij tonder koel etc. tog Haluarder thene landskyldt j sit kop. Í reikningum Eggerts fógeta Hannessonar, sem dagsettir eru á Bessastöðum 24. júní 1552, er eftirfarandi skráð um Vatnsenda: Item mett Wassende iiij legequiller landskyldt x óre frijj oc xij tonder koll. ik leger j vett smór. dt. och ij landskyldt x óre och tog Pouell Gurensón den ij sijt kop. oc xij toder kull. dt. Í jarðaskrá Björns Lárussonar (The Old Icelandic Land Registers, Lund, 1967) er Vatnsendi talinn konungseign, jarðadýrleiki 22 hundruð, landskuld 112 álnir og leigukúgildi fjögur. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Vatnsenda: „Jarðadýrleiki er óviss. Eigandinn kóngl. Majestat. […]“ Í skrá um sölu konungsjarða 1760-1846 sést, að Vatnsendi hefur verið seldur 11. september 1816 með fjórum kúgildum. Söluverð var 1384 rd.
Samkvæmt Jarðatali á Íslandi (Kh 1847) er jarðardýrleiki 22 hundruð, landskuld hundrað álnir og leigukúgildi fjögur. Í Nýrri jarðabók fyrir Ísland 1861 er jarðardýrleiki einnig talinn 22 hundruð, en ný hundraðstala 24,4 hundruð. [..].“ segir í Örnefnum í landi Kópavogskaupstaðar.
Fyrir u.þ.b. miðri Heiðmörk er Strípur, „hvass hraundrangi“, að sögn. Þangað var einmitt ætlunin að stefna í þessari FERLIRsferð.
Heimildir, svo sem fasteignamat 1849 og 1916-1918, staðfesti að Vatnsendi hafi frá öndverðu verið landmikil jörð, með mikla og góða sauðfjárhaga en jafnframt að hluta erfið yfirferðar. Fjárhúsin á hæðinni suðaustan við vatnið gefa til kynna að síst hafi dregið úr veldi ábúendanna á síðari öldum. Líklega hefur skógur efrum torveldað aðgengið þótt þess sjáist ekki ummerki nú.
Löngum hafa verið deilur um landamerki Vatnsenda, s.s. milli landeigenda og Reykjavíkurbogar, sem eiganda svokallaðs „eignarnámslands í Heiðmörk. Á því svæði liggur Vatnsendi að Garðakirkjulandi til vesturs, jörðinni Elliðavatni til austurs og að Elliðavatni til norðurs. Að suðvestan og sunnanverðu nær landsvæði þetta Vatnsenda, í Húsfell, Þríhnúka og Stóra-Kóngsfell. Landsvæðið má skipta í annars vegar gróið láglendi og hins vegar hraunfláka. Vestan og sunnan stöðuvatnsins er láglendi, þ. á m. Heiðmörk, gróðursælt og afgirt svæði í 70-150 metra hæð yfir sjávarmáli. Heiðmörkin teygir sig frá vestri til austurs og tekur til landsvæðis innan merkjalýsinga bæði Vatnsenda og Elliðavatns, auk fleiri jarða.
Fótstefnan var tekin til suðausturs upp Heiðmörkina, að svonefndum Stríp er Strípshraun dregur nafn sitt af. Hraunið, þakið þykkum hraungambra (er bendir til þess að undirlagið hafi orðið til öðru hvoru við landnám norrænna manna hér á landi), er fremur lítið af hrauni að vera og hefur runnið á sögulegum tíma. Aldur þess hefur ekki verið ákvarðaður af neinni nákvæmni. Hraunið, líkt og flest önnur nútímahraun, sem runnið hafa um Heiðmerkursvæðið, eru komin frá eldvörpum á svæðinu milli Bláfjalla og Þríhnúka. Elstu hraunin í Heiðmörk eru um 7200 ára og hin yngri frá sögulegum tíma.
Íslenska ríkið hefur haldið því fram (í þjóðlendakröfum sínum) að með merkjalýsingum Elliðavatns og Vatnsenda frá 1883 hafi eigendur þessara jarða eignað sér sinn hvorn hlutann úr sameiginlegum afrétti. Þessum lýsingum hafi aldrei verið þinglýst. Þó er vísað til þess í dómi aukaréttar Kjósar- og Gullbringusýslu frá 1884 um merki þessara jarða. Þar segir að Strípur sé hornmark fyrir landareignir jarðanna.
Það mun líklega vera nálægt lagi því ekkert kennileiti á svæðinu er jafn augljóst til upplandsins frá bæjunum og Strípur í miðju Strípshrauni. [Hér hefur ekki verið höfð í huga þau eðlilegu samskipti ábúenda og nágranna er jafnan höfðu náð til að skipta löndum sínum rétt m.v. þörf á hverjum tíma].
Í suðvestri blasti Vatnsendaborgin við uppi á Hjöllunum. Fyrstu og einu heildstæðu lýsinguna á landamerkjum Elliðavatns er að finna í yfirlýsingu eiganda jarðarinnar, dags. 20. júní 1883. Merkjum Elliðavatns að suðvestanverðu er lýst „frá sýslumörkum að austnorðanverðu við Kóngsfell og þaðan beina stefnu norður í svokallaðan Stríp …“. Yfirlýsing þessi er einungis undirrituð af eiganda Elliðavatns og henni hefur ekki verið þinglýst. Skjal þetta var meðal málsskjala í áðurnefndum landamerkjaágreiningi á milli eigenda Vatnsenda og Elliðavatns. Svo sem segir í kafla 6.12. eru einnig slíkir ágallar á þessari merkjalýsingu að hún getur ekki talist lögformlegt landamerkjabréf. Sé tekið mið af merkjalýsingu Vatnsenda, eins og hún hljóðar eftir þá breytingu sem áður greindi, miða báðir jarðeigendur við Stríp og í Kóngsfell. Í dómi aukaréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. maí 1884 um merki Vatnsenda og Elliðavatns segir m.a. svo „Málsaðilar hafa orðið ásáttir um, að Strípur í jaðri Strípshrauns sé hornmark fyrir landeignir jarðanna og er því rétt að merki séu ákveðin þaðan.“ Dómurinn sker síðan úr um merki jarðanna frá Stríp og til norðurs.
Landsvæðið þar sunnan við, þ.e. línan á milli Stríps og Kóngsfells var þannig ekki til umfjöllunar í málinu og ekki tekin afstaða til þess af hálfu dómsins hvort merki jarðanna næðu þangað. Orðalagið „hornmark“ í forsendum dómsins verður ekki talið ráða úrslitum að þessu leyti. Ljóst er hins vegar að eigendur jarðanna hafa verið sammála um þá merkjalínu, hvort sem það hefur verið strax við gerð merkjalýsinga Vatnsenda og Elliðavatns í maí og júní 1883, eða þegar yfirlýsingu Vatnsenda var breytt. Samkvæmt framangreindu hefur lýsing austurmerkja í yfirlýsingu eiganda Vatnsenda frá 1883 stuðning af dómi Gullbringu- og Kjósarsýslu 1884 suður í Stríp en lína sú sem dregin er úr Stríp í Kóngsfell, styðst einungis við yfirlýsingu eiganda Elliðavatns. Lýsing vesturmerkja í sömu heimild stangast á við þinglýstar merkjalýsingar aðliggjandi landsvæða en merkjum á milli syðstu punkta til vesturs og austurs er ekki lýst. Eigandi Vatnsenda afmarkar kröfusvæði sitt svo sem að framan greinir með Stóra-Kóngsfelli að suðaustanverðu og Þríhnjúkum að suðvestanverðu og til suðurs með línu þar á milli. Sunnan þessarar línu er suðvesturhorn þess landsvæðis og nefnt Afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna. Þar hafa sveitarfélögin Kópavogur, Reykjavík og Seltjarnarnes gert kröfu um eignarland. Kröfusvæði þessara sveitarfélaga vegna afréttarins tekur þó til mun stærra svæðis, nánar tiltekið stórs hluta af svæðum eigenda Vatnsenda og Elliðavatns, auk landsvæðis suðaustan jarðarinnar Lækjarbotna. Ekki hafa komið fram neinar sjálfstæðar merkjalýsingar fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna og verður afmörkun hans því fyrst og fremst ráðin af merkjum aðliggjandi landsvæða, þ.á.m. Vatnsenda.
Af framangreindu má sjá a.m.k. tvennt; annars vegar ágreining um landamerki, sem reyndar er ekkert nýtt hér á landi, og hins vegar mikilvægi Stríps sem kennileitis. Auk þess dregur dularfullt hraun nafn sitt af kennileitinu. Þá er ekki síðra að bæði er Strípur í miðju friðlandi höfuðborgarsvæðisins og auk þess er hann mikilvægt, áberandi, en næsta óþekkt kennileiti á verndarsvæðinu.
Þegar gengið var upp að Stríp svo til beint upp frá fjárhústóftinni virtist einungis einn klettadrangur koma til greina – með beina stefnu á Kóngsfellið. Þegar nær dró birtust tvær vörður á neðri efri brúnum hraunsins skammt vestan Stríps. Þær virtust nýlega hlaðnar, en hafa áreiðanlega verið gerðar í ákveðnum tilgangi. Líklegt má telja að þar hafi einhverjir verið að verki er undirstrikað hafa vilja þeirra afstöðu til greindra marka jarðanna. Þær röskuðu þó ekki fyrri lýsingum af Stríp, sem er þar skammt austar. Á gróinni hæð austan við dranginn kom í ljós að undir gróningunum voru greinilegar leifar af gamalli vörðu. Steinar úr henni lágu og út frá fætinum.
Frá Stríp var hið ágætasta útsýni, hvort sem um varð að ræða niður að Vatnsenda og Elliðahvammi eða upp til Kóngsfells.
Á óvart kom (og þó ekki) hversu landakort voru misvísandi á bæði örnefnaheiti og staðsetningar á þeim. T.d. voru bæði örnefnin „Heykriki“ og „Strípur“ augljóslega ranglega staðsett á kortunum. Því miður er hér ekki um einstök dæmi um að ræða. Tilgangurinn með ferðinni var hins vegar ekki að leysa úr landamerkjaágreiningi, enda hefur FERLIR jafnan gefið slík tilefni frá sér þrátt fyrir eftirgangssemi í þeim efnum. Ætlunin var, líkt og í upphafi var boðað, að skoða hina heillegu fjárhústóft ofan Vatnsvíkur sem og að líta hinn mikilvæga Stríp augum. Í ferðinni, líkt og svo oft áður, heilsaði „hraunkarlinn/-konan“ í Strípshrauni þátttakendum. Áratuga löng reynsla þátttakenda hefur kennt þeim að taka slíku með jafnaðargeði, þ.e. sjálfsögðum hlut.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimildir m.a.:
-Landamerkjabréf.
-Örnefnalýsingar.
Þjóðmenningarhús
Þjóðmenningarhúsið var byggt fyrir Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands á árunum 1906 til 1908 og opnað almenningi vorið 1909. Þjóðminjasafn Íslands og Náttúrugripasafn Íslands voru einnig í húsinu um langt árabil. Í Safnahúsinu, eins og það var fljótlega kallað, voru því lengi vel undir einu þaki allir helstu dýrgripir íslensku þjóðarinnar.
Helsti frumkvöðull að byggingu Safnahússins var Hannes Hafstein fyrsti ráðherra Íslands. Hannes Hafstein valdi danskan arkitekt, Johannes Magdahl Nielsen, til að teikna húsið. Hann leysti verkið af mikilli kostgæfni eins og húsið ber vott um. Sjálfur kom hann aldrei til Íslands en umsjónarmaður byggingarinnar fyrir hans hönd var starfsbróðir hans Frederick Kiörboe. Kringlan við Alþingishúsið er einnig verk hans.
Gamla Safnahúsið fékk nýtt og breytt hlutverk, þegar Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra opnaði Þjóðmenningar-húsið á skírdag 20. apríl árið 2000. Veglegar sýningar voru opnaðar sama dag. Þjóðmenningarhúsið heyrði undir forsætisráðuneytið frá stofnun til 1. október 2009 en þá færðist starfsemin undir mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Húsið reisti Trésmíðafélagið Völundur undir forystu Guðmundar Jakobssonar. Fyrir steinsmíðinni stóð Guðjón Gamalíelsson, fyrir trésmíðinni Helgi Tordersen og járnsmíðinni Páll Magnússon.
Landsbókasafnið og Þjóðskjalasafnið fengu upphaflega um það bil þriðjung hússins hvort til afnota. Að auki fékk Landsbókasafnið lestrarsalinn í miðrými hússins. Þjóðminjasafnið fékk rishæðina og var þar frá 1908 og fram til ársloka 1950 er flutt var í núverandi hús á Suðurgötu. Var bókum og skjölum þá komið fyrir á hæðinni.
Náttúrugripasafnið var á 1. hæð hússins. Þegar safnið flutti út haustið 1960 var húsnæðið fengið handritadeild Landsbókasafns og Handritastofnun Íslands (fyrirrennara Stofnunar Árna Magnússonar) til notkunar. Landsbókasafnið flutti í Þjóðarbókhlöðuna í árslok 1994 en geymdi bækur á Hverfisgötunni fram til ársloka 1998. Um sama leyti flutti Þjóðskjalasafnið endanlega í framtíðarhúsnæði sitt að Laugavegi 162.
Með tilliti til fyrirhugaðra breytinga á starfsemi hússins voru gerðar gagngerar endurbætur á húsinu á árunum 1997-2000. Endurbæturnar fólust í fyrsta lagi í utanhússviðgerðum, þ.e. múr- og sprunguviðgerðum, endurnýjun glugga, málun og koparklæðningu þaks. Í öðru lagi fólust endurbæturnar í lóðarframkvæmdum, þar sem yfirborð lóðarinnar var endurnýjað, og í þriðja lagi í endurbótum innanhúss, þar sem húsið var endurnýjað að innan með tilliti til friðunar þess og breyttrar starfsemi.
Þjóðmenningarhúsið.
Alþingishúsið
„Á Alþingi 1867 var samþykkt ályktun um að minnast þúsund ára Íslandsbyggðar með þjóðhátíð árið 1874 og með því að reisa í Reykjavík alþingishús af íslenskum steini. Til að hrinda því í framkvæmd var skorað á stiftamtmann, biskup og landfógeta að ganga í nefnd með tveimur alþingismönnum til
að veita viðtöku og ávaxta það fé sem inn kæmi með almennum samskotum, en hver alþingismaður skyldi gangast fyrir árlegum almennum samskotum í kjördæmi sínu. Næstu ár safnaðist nokkurt fé, en 1871 þótti sýnt að það nægði hvergi nærri til að hrinda af stað byggingu alþingishúss. Var þá m.a. rætt um að verja því til að rita sögu Íslands, en frestað ákvörðun um hvernig því skyldi varið. Fyrsta löggjafarþingið kom saman samkvæmt nýrri stjórnarskrá árið 1875 og á þriðja þinginu, árið 1879, var samþykkt „að á fjárhagstímabilinu 1880-1881 sje byggt hús handa alþingi og söfnum landsins. Ferdinand Meldahl húsameistara og forseta Listaháskólans í Kaupmannahöfn var falið að gera teikningu að húsinu. Tryggva Gunnarssyni var falið að ráða yfirsmið og útvega efni til byggingarinnar en hann hélt á þessum árum heimili í Kaupmannahöfn og dvaldi þar á vetrum.
Talsverðar deilur urðu um staðsetningu hins nýja húss. Arnarhólstún var í eigu ríkisins og lögðu Grímur Thomsen og Árni Thorsteinson til að húsið skyldi reist á hólnum. Hilmar Finsen landshöfðingi var eindregið á móti þessari ráðagerð og hafði meiri hluta nefndarmanna með sér. Í deilunni var látið að því liggja að eiginhagsmunir Hilmars hefðu ráðið ferðinni en hann nytjaði túnið. Að lokum var afráðið að reisa alþingishús norðan við Bakarastíg milli lóðanna sem nú heita Bankastræti 7 og Laugavegur 1.
hugsanlegan byggingarstað.
Talið er að um 100 Íslendingar hafi fengið vinnu við Alþingishúss-smíðina. Grjótið í Alþingishúsið var aðallega tekið úr Þingholtunum þar sem nú er Óðinsgata. Var það klofið með járn- eða stálfleygum eða sprengt með púðri. Grjótið var síðan flutt í vinnuskúr og höggvið til og ýmist ekið á vögnum eða dregið á sleðum að Alþingishússgrunninum.
Forngripasafnið (Þjóðminjasafnið) var flutt í húsið haustið 1881 og haft til sýnis tvisvar í viku. Það var til húsa á þriðju hæð og ætlað allgott rými. Á hæðinni var einnig herbergi sem geymdi húsbúnað Jóns Sigurðssonar forseta sem Tryggvi Gunnarsson hafði fest kaup á í Kaupmannahöfn og flutt til Íslands. Forngripasafnið var flutt í nýreist Landsbankahús árið 1899 og fékk Landsskjalasafnið (Þjóðskjalasafnið) þá þriðju hæð Alþingishússins til afnota.
Háskóli Íslands var stofnaður 1911 og hóf starfsemi sína í Alþingishúsinu. Þröngbýlt þótti í Alþingishúsinu við komu stúdentanna. Árið 1912 var horfið frá því að hafa vetrarþing og þingtíminn færður á sumarið þegar Háskólinn starfaði ekki. Alþingi og Háskólinn voru í sambýli þar til skólinn fluttist í eigin byggingu 1940. Menntaskólinn í Reykjavík fékk næsta vetur litla kennarastofu og tvær kennslustofur á fyrstu hæð fyrir gagnfræðadeild, en sumarið 1941 tók Alþingi fyrir þingflokka herbergin sem höfðu verið kennslustofur, en ríkisstjóri og síðar forseti Íslands skrifstofur þar sem verið hafði kennarastofa Háskólans og skrifstofa rektors. Skrifstofur forsetaembættisins voru fluttar úr Alþingishúsinu í Stjórnarráðshúsið árið 1973.
Haustið 1879 var hafist handa við að grafa fyrir grunni og einnig að höggva grjót til byggingarinnar. Kostnaðurinn við undirbúninginn í Bakarabrekkunni varð 2.200 krónur.
F. Bald sem ráðinn hafði verið yfirsmiður og samverkamenn hans, steinsmiðir frá Borgundarhólmi og múrarar frá Kaupmannahöfn, komu til landsins vorið 1880. Bald lagðist þvert gegn því að húsið yrði reist í hallanum í Bakarabrekkunni og var nú aftur rætt um Arnarhól, en einnig Austurvöll, sem
Í byrjun maí var enn fundur í byggingar-nefndinni um staðsetninguna og samþykkt að húsið skyldi standa vestan við Dómkirkjuna. Var þar með ráðist í kaup á kálgarði Halldórs Kr. Friðrikssonar alþingismanns og yfirkennara undir húsið. Halldóri voru greiddar 2.500 krónur fyrir lóðina og þótti hátt verð. Er sagt að þetta hafi verið fyrsta lóð sem seld var í Reykjavík. Ætlunin var að Alþingishúsið stæði sunnar í lóðinni og væri norðurhlið þess í beinni línu við suðurhlið Dómkirkjunnar. En þegar hafist var handa við að grafa fyrir grunni taldi Bald yfirsmiður að traustara væri og minni leðja undir ef húsið stæði norðar.
Vinna við húsið gekk greiðlega. Um sumarið var vinnu við húsið haldið áfram af kappi og um haustið var það komið undir þak. Miklar frosthörkur einkenndu veturinn 1880-1881 en engu að síður var unnið á hverjum degi við húsið að innan. Á hornsteini Alþingishússins (1881) stendur; „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“
Frá 1881 hefur Alþingi haldið alla fundi sína í Alþingishúsinu ef frá eru taldir hátíðarfundirnir á Þingvöllum árin 1930, 1944, 1974, 1994 og 2000. Þegar þingi var slitið 27. ágúst 1881 var hafist handa við að flytja Stiftsbókasafnið (Landsbókasafnið) í Alþingishúsið. Var safnið opnað almenningi 6. mars 1882 og var í fyrstu opið þrjá tíma á dag þrjá daga vikunnar.
Listasafnið bættist við í Alþingishúsinu þegar fyrstu verkin sem gefin höfðu verið til safnsins bárust til landsins árið 1885. Veturinn 1908-1909 fluttu Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið svo í nýreist safnahús við Hverfisgötu. Listasafnið jókst smám saman að vöxtum og var verkum í eigu þess komið fyrir í ýmsum opinberum byggingum en mörg voru áfram til sýnis í Alþingishúsinu, allt fram til ársins 1950 þegar safnið fékk til umráða eigið húsnæði í húsi Þjóðminjasafnsins á háskólalóðinni.
Árið 1908 var Kringlan byggð við Alþingishúsið. Hún er á tveim hæðum og undir þeim kjallari þar sem komið var fyrir miðstöð fyrir allt húsið.
Þingmennirnir 63 hafa hver sitt sæti í þingsalnum. Bak við stól forseta er gengið út á svalirnar.
Í áranna rás hafði húsið tekið breytingum, til dæmis með tilkomu nýrrar tækni, svo sem síma, rafmagns, miðstöðvarkyndingar og tölvubúnaðar og oft var lítt hugað að áhrifum breytinganna á útlit hússins. Úreltar lagnir voru hreinsaðar burtu og gengið sem snyrtilegast frá nýjum. Eftir er að endurgera loftræstikerfi hússins.“
Alþingishúsið.
Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863.
gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja.” Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið varðveittir í dönskum söfnum. Þórður Jónasson stiftamtmaður og Helgi Thordersen biskup þágu gjöfina skriflega samdægurs. Þeir fólu Jóni Árnasyni umsjón safnsins en hálfu ári seinna fékk hann að ráða Sigurð Guðmundsson málara sem annan umsjónarmann, en Sigurður hafði fyrstur sett fram hugmynd um stofnun safns af þessum toga.
Fyrstu níu áratugina var einkum leitast við að safna jarðfundnum forngripum, kirkjugripum og öðrum listgripum frá síðari öldum. Hálfri öld eftir að frumgripirnir 15 komu til varðveislu voru safnfærslurnar orðnar yfir sex þúsund.
menningarsögulegum minjum jafnframt því að miðla þekkingu á menningararfi þjóðarinnar. Á vegum safnsins starfa því sérfræðingar í fjölmörgum greinum, s.s. forvörslu, fornleifafræði, byggingarsögu, þjóðháttafræði, sagnfræði, listfræði og fleiri greinum. Minjavarslan felst í því að safna, varðveita, rannsaka og miðla þekkingu á þjóðararfinum í víðum skilningi, enda spanna minjar í vörslu safnsins allt frá þjóðháttum, húsbúnaði, fatnaði, listgripum, kirkjugripum, verkfærum og atvinnuminjum, til húsasafnsins sjálfs sem telur 43 hús vítt og breitt um landið.

Þann dag færði Jón Árnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að
Safnið var oftast nefnt Forngripasafnið fram til 1911 að það hlaut lögformlega það nafn sem enn gildir. Það var fyrstu áratugina til húsa á ýmsum háaloftum, Dómkirkju, Tukthúsi, Alþingishúsi og Landsbanka uns það fékk inni í risi Landsbókasafns við Hverfisgötu (nú Þjóðmenningarhúsi) 1908 og var þar fulla fjóra áratugi. Við stofnun lýðveldis 1944 ákvað Alþingi að reisa safninu eigið hús og var flutt í það um 1950.
Í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930 afhentu dönsk yfirvöld um 200 íslenska dýrgripi úr dönskum söfnum og fjöldi íslenskra listgripa barst einnig frá Noregi. Nú má telja muni safnsins í tugum eða hundruðum þúsunda. Erfitt er reyndar að tilgreina nákvæma tölu því að í einu safnnúmeri geta verið margir gripir.
Almennum nytjahlutum sem ekki voru jafnframt listgripir var ekki byrjað að safna fyrr en eftir 1950, enda hafði húsrými verið takmarkað. Fjöldi ýmissa verkfæra og búsáhalda hefur stóraukist í safninu á síðari áratugum og upp úr 1970 var hafist handa við að safna tækniminjum.
Hlutverk Þjóðminjasafnsins er margþætt enda er því lögum samkvæmt ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu.
Þjóðminjasafninu er einnig ætlað að stunda rannsóknir á
Árið 1998 var ráðist í gagngera viðgerð og breytingar á safnhúsinu við Suðurgötu. Allir gripir voru fluttir í vandaðar geymslur, en starfsfólk fékk aðstöðu á tveimur stöðum í Kópavogi og Garðabæ. Nýuppgert Þjóðminjasafn með nýjum grunnsýningum og sérsýningum opnaði á ný þann 1. september 2004.
Á Þjóðminjasafninu.
Flatahraun – Bakkastekkur – Flatahraunsrétt – heytóft
Gengið var um vestanvert Flatahraun norðan Hrafnistu. Í hrauninu er margt minja, s.s. rétt, stekkur, heytóftir, kví og stöðull, en utan þess, ofan við Dysjamýrina er Völvuleiðið.
Flatahraunsrétt (Balarétt).
Á Völvuleiði hvíla álög. Algengt var að sjá dysjar við gamla þjóðvegi sbr. dysirnar við Kópavogslæk og uppi á Arnarneshálsinum. Eftirfarandi upplýsingar um svæðið eru komnar frá Jónatani Garðasyni, sem þekkir það einna manna best.
Garðagata – kirkjuvegurinn.
Garðagata er gamla leiðin frá Hraunsholti, um Garðaholtsendann, þar sem námurnar voru og nú eru garðlönd, um ýmist um lágholtið eða háholtið framhjá þúfunum (dysjunum) og að Garðakirkju. Kirkjuvegurinn var aftur á móti í gegnum Víðistaði, um Dysjamýrina og Hraunsnefið. Upphlaðinn moldavegur lá yfir Dysjatúnið (sem var mýrlent mjög í þá tíð). Dysjabrúin eins og gatan var nefnd þar sem hún lá yfir mýrina var sléttuð á sínum tíma.
Í annars sléttur hrauninu áður en komið er að úfnum hraunkantinum mátti sjá hringlaga rétt; Bakkastekkjarétt eða Flatahraunsrétt. Stundum var hún nefnd Balarétt. Hún er nokkuð heilleg. Sunnan hennar var gróinn manngerður, hringlaga hóll. Slétt og gróið hraunið ber með sér að þarna hafi verið fiskitrönur þangað til nýlega.
Bakkastekkur.
Norðvestan réttarinnar eru hleðslur af kví. Í hraunbolla norðan hennar er hlaðinn leiðigarður og lítil stekkur framan við fyrirhlaðinn smáskúta. Suðvestan við hann er Bakkastekkjanef, sem tilheyrir Flatahrauni. Sunnan þessa mátti sjá rústir af a.m.k. tveimur húsum eða heytóftum.
Neðan við Garðaveginn sem nú er, rétt við steinhlaðna húsið að
heimtröðinni að Bala, er gamall stöðull í hraunkrika þar sem ærnar voru mjólkaðar. Það er Balastöðull.
Það er rétt að benda þér á að ástæðan fyrir að Flatahraun er algjörlega marflatt á þessum stað, sem og á þeim stað þar sem raðhúsin, sem tilheyra Hrafnistu eru, er sú að á Garðaholti var kampur á stríðsárunum og hermennirnir voru einnig með skúra sína og byrgi við Bala, á Skerseyri og Brúsastöðum (eitthvað af þessu stendur enn).
Presthóll (Prestaþúfa).
Hermennirnir notuðu gjóturnar í Flatahrauni sem ruslahauga og fylltu þær af drasli og síðan var sléttað
yfir allt saman. Þess vegna er þetta svona fagurlega slétt.
Norðan við Dysjamýri er gróinn hóll; Völvuleiðið.
Haldið var áfram upp á ásinn og yfir að Prestaþúfu (Presthól). Umrótið eftir herinn er í Prestaþúfu, þar sem Markús nokkur sem var Garðaklerkur á sautjándu, frekar en átjándu öld, sat gjarnan þegar hann íhugaði efni predikana sinna. Hóllinn var grafinn út og útbúin einskonar skotgröf, hann er við vegamót Álftanesvegar og afleggjarans að Garðaholti.
Hlaðið byrgi í Flatahrauni.
Gengið var norður og niður að Garðastekk og gömlu götunni heim að Görðum síðan fylgt til vesturs upp eftir norðanverðu Garðaholti. Við götuna, hægra megin, eru hleðslur. Þar mun vera svonefnd Mæðgnadys.
Garðakirkja á Álftanesi er vegleg kirkja á sögufrægum stað. Hún hefur átt tímana tvenna kirkjan, sem þar er nú. Hún var reist 1879-80 og Pétur Sigurgeirsson, biskup, vígði hana á öðarum degi hvítasunnu. Kirkjan er úr hlöðnu grjóti úr holtinu fyrir hana.
Hinn 20. desember 1914 var nýja kirkjan í Hafnarfirði vígð og frá sama tíma var Garðakirkja formlega lögð niður. Gekk nú á ýmsu uns konur í Garðahreppi tóku málið í sínar hendur á öndverðu ári 1953 og hafði kirkjan þá verið rústir einar að heita má í aldarfjórðung. Var kirkjan svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.
Völvuleiði.
Forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum
Löng hefð er fyrir því að forsætisráðherra hafi bústað á Þingvöllum til einkaafnota og opinberra gestamóttaka.
Vorið 1907 var reist timburhús á Þingvöllum sem ætlað var Friðriki konungi VIII til bústaðar í heimsókn hans til Íslands um sumarið. Húsið var reist ofan við eða við Vellina, rétt fyrir neðan Öxarárfoss, og var í eigu Landsjóðs. Var það kallað Konungshúsið. Húsið var leigt út til kaffisölu og gistingar næstu sumur og í því voru haldin réttarböll á haustin. Fyrir alþingishátíðina 1930 var ákveðið að flytja húsið og gera það upp og var það staðsett um 200 metrum utan við Valhöll. Var húsið haft sem bústaður Kristjáns konungs og Alexandrínu drottningar á Alþingishátíðinni.
Konungshúsið brann í eldsvoða 10. júlí 1970 og fórust þar þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir kona hans og ungur dóttursonur. Þar er nú minnisvarði um þau.
Upp frá þessu mun það hafa farið að tíðkast að ráðherrar dveldu í Konungshúsinu að sumarlagi, einkum forsætisráðherra. Var það oft nefnt forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Árið 1946 er talað um hann sem „sumarhús ráðherra hins íslenska lýðveldis“.
Fyrir lýðveldishátíðina 1974 voru byggðar tvær burstir til viðbótar við þær þrjár sem fyrir voru við Þingvallabæinn en hann hafði verið reistur 1930 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Í viðbótarbyggingunni hefur forsætisráðherra síðan haft opinberan sumardvalarstað, sem kom í stað Konungshússins sem brann, og getur notað hann bæði til einkaafnota og við embættisstörf, svo sem fundarhalda og móttöku gesta. Eldri hluti Þingvallabæjarins var íbúð þjóðgarðsvarðar en eftir að hann hætti að búa á staðnum árið 2000 tók forsætisráðherra yfir meginhluta bæjarins og var húsinu við það tækifæri breytt, milliveggir teknir og útbúnir salir fyrir móttöku gesta. Í nyrstu burstinni var þó áfram höfð aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og prest Þingvallakirkju.
Heimild:
http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/radherrabustadir/thingvellir/
Þingvellir 1900.
Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu
Húsið við Tjarnargötu 32 sem nefnt er Ráðherrabústaðurinn var reist af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, árið 1906 og flutti hann þangað inn með fjölskyldu sína 26. mars 1907.
Húsið var upphaflega reist af Norðmanninum Hans Ellefsen hvalveiðiforstjóra á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1892 en hann flutti starfsemi sína þaðan 1901 og bauð síðar vini sínum, Hannesi Hafstein sem verið hafði sýslumaður Ísfirðinga, húsið að gjöf að því er talið er eða til kaups á eina krónu, aðrir segja 5 krónur. Var húsið þá tekið sundur og flutt suður en það hafði verið einlyft bjálkahús með myndarlegum miðjukvisti, líklega upphaflega keypt tilsniðið frá Noregi.
Ráðherrar Íslands bjuggu í Ráðherra-bústaðnum eftir þetta. Jón Magnússon, sem myndaði fyrsta íslenska ráðuneytið 1917 og bar því fyrstur heitið forsætisráðherra, kaus ekki að flytjast í Ráðherrabústaðinn en fékk hann samráðherrum sínum til bústaðar. Frá 1926 bjuggu allir forsætisráðherrar í Ráðherrabústaðinn til ársins 1942.
Þegar utanríkisráðuneytið var stofnað 1944 var Ráðherrabústaðurinn afhentur því. Einungis einn utanríkisráðherra notaði þó húsið til íbúðar en það var Bjarni Benediktsson á árunum 1947-1948. Síðar bjó þar í nokkur ár Hans G. Andersen þá skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis.
Í Reykjavík var húsið endurbyggt með nýju lagi. Nú var það tvílyft með hærra og brattara þaki en áður og með þremur kvistum eða burstum á framhlið. Húsið er dæmigert fyrir svokallaðan bárujárnssveitser en drekaskrautið gefur því þjóðlegan rómantískan blæ.
Eftir að Hannes Hafstein lét af embætti 1909 beitti Björn Jónsson sem þá tók við embætti ráðherra Íslands sér fyrir því að Landssjóður keypti húsið í því skyni að gera það að föstum ráðherrabústað.
Fyrir Alþingishátíðina 1930 voru gerðar breytingar á neðri hæð hússins.
Ólafur Thors sem tók við af Hermanni Jónassyni sem forsætisráðherra 1942 flutti ekki í Ráðherrabústaðinn eins og forverar hans og ekki heldur Björn Þórðarson sem tók við af honum. Hermann fékk því að búa þar áfram allt fram í nóvember 1943. Nokkrum dögum seinna eða 1.des 1943 var haldin þar hin árlega þingmannaveisla.
Ráðherrabústaðurinn var upp frá þessu notaður sem móttökuhús utanríkisráðherra og ríkisstjórnar. Allt fram til 1972 hafði ríkisstjórnin opið hús í Ráðherrabústaðnum fyrir gesti og gangandi á 17. júní.
Árið 1956 urðu nokkur tímamót í sögu Ráðherrabústaðarins. Þá stóð fyrir dyrum fyrsta opinbera heimsókn erlends þjóðhöfðingja á lýðveldistímanum. Þetta voru dönsku konungshjónin, Friðrik IX og Ingiríður, og þótti mjög áríðandi að hafa móttökurnar sem höfðinglegastar. Ákveðið var að þau skyldu búa í Ráðherra-bústaðnum. Hann var rækilega gerður upp, keypt ný húsgögn og veggir prýddir listasverkum eftir fremstu listamenn þjóðarinnar, þar á meðal var stórt Kjarvalsmálverk sem Íslendingar gáfu Alexandrine drottningu árið 1930 en hún skilaði svo Íslendingum aftur í arfleiðsluskrá. Íbúð konungshjónanna sem útbúin var 1956 var á efri hæðinni.

Skömmu fyrir 1980 komst Ráðherrabústaðurinn aftur í umsjón forsætisráðuneytisins. Enn gegnir Ráðherrabústaðurinn miklu hlutverki sem móttökuhús og fundarstaður.
Húsið Sólbakki á Flateyri fyrir miðju 1898 – síðar Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu í Reykjavík.
Stjórnarráðshúsið
„Hugmynd um byggingu hegningarhúss á Íslandi mun fyrst hafa komið fram árið 1734, þegar stiftamtmaður bauð amtmanni að reifa málið á alþingi í framhaldi af konungsbréfi um fangavist í stað líflátshegningar áður. Amtmaður taldi það annmörkum háð að koma hér á fót slíkri stofnun, og þegar lögmenn og sýslumenn vísuðu málinu frá vegna kostnaðar, féll það niður um sinn.
Á árunum 1751-58 fóru gripdeildir og þjófnaður mjög í vöxt vegna hallæris í landinu. Málið kom til kasta Magnúsar Gíslasonar amtmanns sem taldi að öruggasta ráðið til þess að losna við vandræði af völdum þjófa væri að reisa í landinu hegningarhús. Og í sama streng tók stiftamtmaður. Nokkrum árum áður hafði Skúli Magnússon landfógeti orðað sömu hugmynd í erindi til stjórnarinnar og lagt til að fangarnir yrðu látnir vinna að spuna og öðrum störfum fyrir innréttingarnar nýju.
Vorið 1761 var hafist handa um undirbúning að byggingu hússins, aflað tækja og varnings og slegið upp skýli fyrir sakamenn, sem hófu þegar að draga að grjót og grafa fyrir veggjum, en umsjón með verkinu hafði Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli. Teikning að fangahúsinu hefur ekki varðveist, svo vitað sé, en fullvíst má telja, að hún hafi verið gerð af Georg David Anthon hirðhúsameistara. Í mars 1764 tók Anthon saman skrá yfir byggingarvörur til fangahússins og áætlaði kostnað við trésmíða- og snikkaravinnu að upphæð 1827 rd. og 16 sk. fyrir utan flutningskostnað til Íslands. Sigurður Magnússon trésmíðasveinn var ráðinn til að vinna tréverkið og Christopher Berger múrarasveinn, sem vann að múrverki á Bessastöðum, til að standa fyrir múrsmíðinni.
Hinn 20. mars 1759 var gefinn út konungsúrskurður um byggingu tugthúss á Íslandi og tilgreindir tveir tekjustofnar til þess að standa undir kostnaði, annars vegar leiga af sakeyri, lögð fram af konungi, og hins vegar skattur af fasteignum, greiddur af eigendum. Þótt sjöttungur skattsins, sem Íslendingar kölluðu tugthústollinn, væri áætlaður af konungseign, var augljóst að landsmenn yrðu sjálfir að greiða ríflega helming byggingarkostnaðar.
Þegar hér var komið sögunni, tók Magnús Gíslason að huga að framkvæmdum. Lagði hann til við stjórnina, að sakamönnum yrði gert að vinna að smíð hússins, og að henni lokinni, sem hann áætlaði að taka mundu fjögur ár, yrðu þeim gefnar upp sakir. Þá lagði hann einnig til að höfðu samráði við Skúla fógeta, að húsinu yrði valinn staður á Arnarhóli við Reykjavík. Þarf ekki að efa, að við staðarvalið hefur þeim Skúla gengið það helst til, að þeir sáu, að með því móti myndi auðveldast að nýta vinnu fanganna í þarfir innréttinganna.
Verulegur skriður komst ekki á byggingu fangahússins fyrr en sumarið 1765. Olli miklu um það, að innansleikjan við frágang Bessastaðastofu reyndist drýgri en Magnús áætlaði í fyrstu. En ekki var frágangi hennar fyrr lokið en Berger hóf að reisa fangahúsið ásamt tveimur af þeim Íslendingum, sem höfðu lært hjá honum múrverk á Bessastöðum.
Þá réð hann tvo Íslendinga til viðbótar og hugðist kenna þeim steinhöggvaraiðn, en verkamenn hans og handlangarar voru tugthúslimir, eins og áður segir. Allt að einu miðaði verkinu hægar en Magnús gerði ráð fyrir. Þó mun það hafa verið trúa manna í ársbyrjun 1767, að þess yrði ekki langt að bíða, að fulllokið yrði. Hinn 17. ágúst 1767 finnur nýr amtmaður, Ólafur Stefánsson, sig knúinn til að tilkynna rentukammeri, að Berger múrsmiður verði enn eitt ár að vinna við fangahúsið. Sama ár var sent til landsins timbur í þakið, sem var þó ekki byrjað að reisa fyrr en 1769. Smíði hússins var að fullu lokið veturinn 1770-71. Tugthúsið er talið geta rúmað 16 stórglæpamenn og 54 venjulega fanga.
Árið 1819 bar það helst til tíðinda, að hér urðu stiftamtmannsskipti. Tók þá við embættinu Moltke greifi, 29 ára að aldri, og kom hingað út ásamt konu sinni að kynna sér aðstæður. Þótti honum yfirréttarhúsið, sem stjórnin hafði keypt fyrir embættið, bæði óhentugt og fátæklegt, og sótti því um leyfi til að breyta hinu „ónotaða tugthúsi“ í embættisbústað. Er skemmst frá því að segja að erindi hans fékk skjóta afgreiðslu: Í apríl var gefinn út konungsúrskurður, sem heimilaði breytingarnar, og í framhaldi af honum var gerður vandaður uppdráttur að nýrri herbergjaskipan. Ole Peter Möller, kaupmanni í Reykjavík, var falið að sjá um breytingarnar á húsinu og lét hann vinna verkið veturinn 1819-20. Hinn 2. mars 1820 taldist verkinu lokið með ítarlegri úttekt sem staðfesti að viðgerð og innrétting var í samræmi við tilgreind fyrirmæli.
Hinn 1. febrúar 1904 gekk ný stjórnskipun í gildi, er landshöfðingjadæmið var lagt niður en heimastjórnin tók við. Þá tók Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann, við stjórnartaumum úr hendi Magnúsar Stephensens, sem gegnt hafði landshöfðingja-embættinu í átján ár og flutti nú í nýbyggt hús sitt við Skálholtsstíg. Þar með var sögu hússins sem embættisbústaðar lokið. Samkvæmt stjórnskipunarlögunum, sem staðfest höfðu verið 3. október 1903, voru veittar 11.000 kr. „til að breyta hinum núverandi landshöfðingjabústað í stjórnarráðskrifstofur og búa þær út“. Magnús Th. S. Blöndahl trésmiður, síðar útgerðarmaður og alþingismaður og sá hinn sami og byggt hafði hús landshöfðingja við Skálholtsstíg (Næpuna), var ráðinn til að sjá um framkvæmd verksins.
Fljótlega eftir að Danir höfðu dregist inn í Napóleonsstyrjaldirnar 1807 gekk hagur Íslendinga allur saman vegna siglingateppu og vöruskorts. Þetta kom hart niður á föngum í tugthúsinu, og 1813 tilkynnti stiftamtmaður tugthússtjórninni, að til þess að bæta úr yfirvofandi neyð almennings hefði hann orðið að hætta rekstri tugthússins um sinn og ákveðið að limirnir, sem þar voru geymdir, skyldu sendast á sínar sveitir „inntil frekari ráðstöfunar“. Ári síðar staðfesti stjórnin þessa ákvörðun stiftamtmanns og 3. maí 1816 var tugthúsið formlega lagt niður með kóngsbréfi.
Mikill kvistur var settur vestan á húsið sumarið 1866. Var kvisturinn notaður fyrir skrifstofur embættisins og skjalasafn.
Hinn 1. apríl 1873 tók Hilmar Finsen við nýstofnuðu embætti landshöfðingja skv. konungsúrskurði 4. maí 1872. Meðan sú skipan stóð, eða á tímabilinu 1873-1904, var húsið við embættið kennt og nefnt Landshöfðingjahús.
Þegar ráðherrarnir urðu þrír árið 1917, varð að stækka Stjórnarráðshúsið, til þess að þeir gætu allir komizt þar fyrir, auk þess sem störf Stjórnarráðsins höfðu aukizt það mikið á stríðsárunum, að með réttu mátti segja, að veruleg þörf hafi líka af þessari ástæðu verið orðin á rýmra húsnæði fyrir skrifstofur þess. Stjórnin hefur því ekki séð sér annað fært en að stækka húsið með því að byggja kvist á austurhlið þess, sem samsvaraði kvistinum á vesturhliðinni. Í kvistinum fengust tvö rúmgóð skrifstofuherbergi fyrir atvinnumálaráðherra og fjármálaráðherra.
Hér verður að lokum getið nokkurra helstu breytinga, sem gerðar hafa verið á húsinu á tímabilinu 1964-1996. Eftir að utanríkisráðuneytið flutti úr húsinu og skrifstofu forseta Íslands var komið þar fyrir 1973, var tekinn burt veggur milli skrifstofanna tveggja norðanmegin í vesturhelmingi hússins. Árið 1984 var hlaðið upp í glugga þann á suðurgafli hússins, sem settur var á húsið 1912.
Sumarið 1995 voru gerðar endurbætur á frágangi þaks. Þá var tekinn niður reykháfur, sem settur hafði verið á húsið í upphafi aldarinnar, en hinir tveir, sem verið hafa á húsinu frá öndverðu, voru klæddir flögusteini, eins og gert hafði verið þegar þakið var hellulagt laust upp úr miðri 19. öld.
Eftir að skrifstofa forseta Íslands flutti úr húsinu, var ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu í þeim tilgangi að laga innra fyrirkomulag að breyttri notkun, endurskoða öryggismál og bæta tæknilegt ástand einstakra byggingarhluta.“ – Þorsteinn Gunnarsson tók saman.
Stjórnarráðið.
Arnarseturshraun – aldur
Ætlunin var að skoða hluta Arnarseturshrauns norðvestanvið Arnarsetur. Þar er hraunið nokkuðs létt og mikið um yfirborðsrási, auk þess sem þar eru þekktir hellar, s.s. Hnappur og Hestshellir.
Afstapahraun er frá sögulegum tíma þrátt fyrir að í Vallholtsannáll segi frá gosi þarna 1661. Við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst að neðan) er undir hrauninu og Kötlulag (1495-1500) er ofan á því.
Apalhraun [aa] kallast úfin hraun sem mynduð eru úr einu lagi. Yfirborðið er þakið gjallkenndu hraungrýti en neðar tekur við grófstuðluð samfelld hraunklöpp. Oft má greina stórgerða garða eða múga á yfirborðinu sem myndast þvert á rennslisstefnu hraunsins og kallast þeir svigður. Jaðar apalhraunanna er jafnan mjög brattur þegar þau skríða eða velta fram og hrynur þá laust gjall úr honum og lendir undir hrauninu. Þannig myndast botnlag úr gjalli undir hrauninu og er það einkennandi fyrir apalhraun.
Við lok gossins tæmast farvegirnir oft og tíðum og kallast þeir þá hrauntraðir. Slíkar hrauntraðir sjást víða t.d. við Lakagíga, Þrengslaborgir og Búrfell ofan Hafnarfjarðar.
Í goshrinu um 1226 komu upp, auk Arnarseturshrauns, nokkur gos á Reykjanesi, s.s. Yngra Stampahraun, (Klofningahraun), Eldvarpahraun og Illahraun. Um þetta leyti félll svokallað Miðaldalag. Harðindi fylgdu í kjölfarið.
Arnarseturshraunsgosið var blandgos, en svo gos sem bæði mynda hraun og gjósku. Kvikan er þá seigari en í hraungosunum. Þegar gasið brýtur sér leið úr kvikunni veldur það kvikustrókavirkni og smásprengingum.
Gjall- og klepragígar geta ýmist verið á sívalri eða aflangri eldrás. Þeir myndast einkum í byrjun goss þegar kvikustrókar þeytast upp úr gígnum. Nái kvikusletturnar, sem þeytast upp úr gígnum, ekki að storkna áður en þær lenda á gígbarminum hleðst upp klepragígur úr seigfljótandi kvikuslettum. Storkni sletturnar hins vegar á flugi sínu úr gígskálinni lenda þær þyngstu sem gjall á gígbarminum og mynda gjallgíg umhverfis gosrásina. Kvikan frá blandgígum myndar yfirleitt apalhraun.
Súr og ísúr kvika er ávallt seigfljótandi og myndar því jafnan mjög úfin apalhraun sem geta verið ugir metra á þykkt. Sem dæmi um slík hraun má nefna Laugahraun í Landmannalaugum og Hekluhraunin. Basísk kvika myndar einnig apalhraun einkum kvika sem rennur við blönduð gos á sprungum. Þegar líða tekur á gosin hafa hraunin oft náð mikilli útbreiðslu og er þá mestur hluti þeirra storknaður. Leitar kvikan þá í vissa farvegi á leið sinni út frá gígnum.
Helluhraun [pahoehoe] eru slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar því hraunreipi. Verði yfirborðsskánin þykkri brotnar hún oft upp í fleka við framskrið og hreyfingar á bráðnu undirlaginu. Við slíkar aðstæður myndast oft háir hólar í helluhraununum. Hólar og hæðir í helluhraunum stafa líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum.
Frá gígnum rennur hún yfirleitt úr hrauntjörninni um göng og oft langar leiðir undir storknu yfirborðinu uns hún flæðir upp um augu á hraunþekjunni. Þannig renna ótal hraunspýjur hver yfir aðra og því eru helluhraun, einkum ættuð frá dyngjum, mjög lagskipt og er ekki að finna gjall eða önnur millilög milli laganna. Hraungöngin tæmast oftast eins og hrauntraðirnar að gosi loknu og verða þá til hraunhellar sem geta orðið mörg hundruð metrar á lengd. Þekktastir slíkra hella eru Surtshellir í Hallmundarhrauni og Raufarhólshellir í Þrengslum. Oft eru fallegar myndanir dropsteina og hraunstráa í slíkum hellum.
Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson skrifuðu skýrslu um aldur Arnarseturshrauns áruð 1989. Náttúrufræðistofnun Íslands gaf hana út fjölritaða. Í ágripi skýrslunnar kemur m.a. fram að aldur hraunsins hefði verið fundinn með könnun öskulaga undir og ofan á því.
Þá segir m.a.: „Milli Vogastapa og Svartsengisfells liggur Grindavíkurvegur að mestu í unglegu hrauni. Jón Jónsson (1978) hefur lýst hrauninu og kallar það Arnarseturshraun, en einn einn hólanna við stærstu gígana sem mynduðu hraunið heitir Arnarsetur. Jón telur að hraunið hafi runnið á sögulegum tíma. Einnig birti hann meðaltal af þremur efnagreiningum.
Arnarseturshraun er að mestum hluta komið úr um 400 m langri gígaröð sem liggur um 500 m austan Grindavíkurvegar á móts við Stóra-Skógfell. Í upphafi gossins hefur gíragörðin verið mun lengi eða a.m.k. um tveir km. Um einn km norðaustur af aðalgígunum sést hluti af gígaröðinni sem virk var í gosbyrjun. Hún er um 500 m löng en slitrótt. Gígarnir eru litlir, 4-6 m háir. Virknin þar hefur dvínað fljótlega og gosið dregist saman á um 400 m langa gossprungu. Frá henni er allt meginhraunið runnið en aðrir hlutar gígaraðarainnar hafa færst í kaf nema áðurnefndir gígkoppar. Ekkert er vitað um framhald gossprungunnar til suðurs en þar er hraunið mjög þykkt og gígar horfnir ef einhverjir hafa verið. Í lok gossins var gosvirkni einkum í þremur eða fjórum gígum. Nyrst og syðst var einkum hraunrennsli en á miðju gígaraðarinnar hlóðust upp gjallgígar. Nyrsti hluti gígaraðarinnar stefnir um N50A en aðalgígarnir stefna N40A. Upphaflega gossprungan hefur ekki verið í einni línu, heldur hefur hún verið skástíg og hliðrast til hægri, sem sést af því að nyrðri gígarnir eru ekki í beinu framhaldi af aðalgígunum.
Arnarseturshraun er yngsta hraunið á þessu svæði og liggja jaðrar þess alls staðar út yfir aðliggjandi hraunfláka. Suður- og suðausturjarðrar þess liggja út yfir hraun sem að mestu eru runnin frá unglegri gígaröð austan við Stóra-Skógfell og hefur hún verið kennd vuð Sundhnúk (Jón Jónsson 1973). Norðan til hefur Arnarseturshraun runnið út fyrir fornlegt og mikið sprungið dyngjuhraun, ættað frá stórri dyngju norðan undir Fagradalsfjalli og hefur hún af jarðfræðingum verið kölluð Þráinsskjöldur. Norðvesturjaðarinn liggur út yfir annað dyngjuhraun, ámóta fornlegt og sprungið. Það er komið frá dyngju sem kölluð hefurverið Sandfellshæð eftir dyngjuhvirflinum sem er um tvo km vestur af jarðhitasvæðinu í Eldvörpum. Hraun sem komin eru úr Eldvörpum og stórum stökum gíg skammt suður af Þórðarfelli hverfa inn undir suðvesturjaðar arnarsteurshrauns, en suðurjaðarinn liggur eins og austurjaðarinn út á Sundhnúkshraun.
Ekki hafa neinar sprungur fundist í Arnarseturshrauni svo vitað sé en augljóst er að berggrunnurinn undir því er mjög sprunginn. Gliðnun eða umbrot virðast því ekki hafa átt sér stað á svæðinu eftri að hraunið rann. Illahraun, sem komið er úr gígum um fjóra km suðvestur af Arnarsetursgígunum, er einnig ósprungið og því hugsanlega frá svipuðum tíma. Rétt er að benda á að ekki er ljóst hvernig gosbeltið hegðar sér á svæðinu frá Reykjanesi að Fagradalsfjalli, þ.e. hvort líta beri á það sem eina sprungurein eða fleiri. Af þessum sökum er aðeins hægt að draga ályktanir af arnarseturs- og Illahraunsgosinu um næsta nágrenni en ekki sprungureinina í heild.
Jón Jónsson telur Arnarseturshraun eldra en Sundhnúkahraun, en því mun vera öfugt farið skv. jarðvegssniði. Ljóst er að Arnarseturshraunið hefur runnið skömmu eftir að Miðaldalagið féll, sem að líkindum var árið 1226 (Haukur Jóhannesson og Simundur Einarsson 1988b). Þetta er raunar sama niðurstaða og fékkst fyrir Illahraun. Ekki er hægt að segja til um aldursafstöðu þessara tveggja hrauna þars em jaðrar þeirra liggja hvergi saman. sennilegt er að þau hafi runnð í sömu goshrinu eða jafnvel samtímis. Ef Miðaldalagið hefur fallið árið 1226 þá hefur Arnarseturshrauni runnið í fyrsta lagi árið 1227 því einn vetur a.m.k. hefur liðið frá því að öskulagið féll uns hraunið rann.“
Aðalgígarnir eru nálægt suðausturjaðri hraunsins. þeir eru nú rústir einar eftir gjallnám en virðast hafa risið allt að 25 m yfir hraunið. Fyrst hefur hraunið frá gígunum einkum runnið tilnorðurs en síðar aðallega til vesturs og suðvesturs. Hraunið er að miklu leyti helluhraun en í því eru apalhraunsflákar og sumstaðar hefur helluhraunið brotnað upp ogþar er hraunið mjög úfið. Eins og títt er um sprunguhraun á Reykjanesskaga er harunið að jafnði þeim mun úfnara og verra yfirferðar er fjær dregur gígunum, en nærri þeim er það afar blöðrótt og fraukennt og brotnar undan fæti.
Jón Jónsson (1978, 1983) telur flatarmál Arnarseturshrauns vera um 21.84 km2. Jón gerði ráð fyrir að norðurhluti gígaraðarinnar frá henni væri sérstök gosmyndun og er það því ekki meðtalið.
þegar gengið er um grágambramosað Arnarseturshraun má víða sjá í því grunnar litskrúðugar yfirborðsrásir, en einnig dýpri og stærri hella, s.s. Hnapp, Hestshelli og Kubb.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimild m.a.:
-Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson – Aldur Arnarseturshrauns á Reykjanesskaga – 1989.
Arnarsetur – hrauntjörn.