Hveragerði er að mörgu leyti sérstakt samfélag – svo að segja í miðju öðru sveitarfélagi. Í Sveitarstjórnarmálum 1986 fjallar Karl Guðmundsson um „Hveragerðishrepp fjörutíu ára„. Þar segir m.a.:
Elsti uppdráttur af byggðinni í Hveragerði. Í skjalasafni Búnaðarfélags Íslands sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands er að finna elsta uppdrátt af byggðinni í Hveragerði, líklega frá árinu 1930. Á uppdrættinum má sjá fjögur hús, Mjólkurbú Ölfusinga (Breiðamörk 26), Varmahlíð (Breiðamörk 31), Egilsstaði (Skólamörk 4, gamli barnaskólinn) og rafstöðvarhúsið í Varmárgili.
„Á árinu 1946 var Hveragerðishreppur stofnaður með skiptingu úr Ölfushreppi. Dómsmálaráðuneytið gaf út tilskipun hinn 13. marz það ár þess efnis, að frá og með 1. janúar sama ár væri Hveragerði sjálfstætt sveitarfélag. Í framhaldi þessa var fyrsta hreppsnefnd hins nýja hrepps kjörin hinn 28. apríl, og kom hún saman til fyrsta fundarsins hinn 29. apríl. Hreppsnefndin var skipuð 5 fulltrúum.“
Í Sveitarstjórnarmálum 2016 segir af „Hveragerðisbæ 70 ára„:
2016 – Hveragerði 70 ára; „Í ár eru 70 ár síðan íbúar í Hveragerði klufu sig úr Ölfushreppi og stofnuðu sérstakt sveitarfélag, Hveragerðishrepp. Ágreiningur um stækkun á þinghúsi hreppsins (nú Skyrgerðin) hrundi af stað atburðarrás sem varð til þess að 24. júlí 1945 fór fram atkvæðagreiðsla um skiptingu Ölfushrepps í tvo hreppa og var hún samþykkt með 95 atkvæðum gegn 85. Skipting Ölfushrepps í tvö sveitarfélög var svo samþykkt af ráðherra 13. mars 1946. Fyrstu kosningar í hinu nýja sveitarfélagi fóru fram 28. apríl 1946. Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar var haldin daginn eftir 29. apríl 1946 og var því nýtt sveitarfélag orðið til. Hér má sjá mynd af fundargerð fyrsta fundar hreppnefndarinnar en Héraðsskjalasafn Árnesinga varðveitir frumritið.“
„Byggðar við Varmá mun fyrst getið í Fitjaannál fyrir 1700 þar sem sagt er frá tilfærslu goshvers í jarðskjálfta árið 1597. Í lýsingum Hálfdáns Jónssonar, lögréttumanns á Reykjum um Ölfushrepp frá árinu 1703, kemur fram að fólk hafi nýtt hverahitann til þvotta, suðu matvæla og jafnvel baða á þeim tíma. Á fyrsta áratug 20. aldar var nokkuð um svonefnt þurrabúðarlíf eða býli án mjólkurframleiðslu við Varmá. Þessi fyrsta byggð tengdist ullarverksmiðju sem var byggð 1902 og drifin var af vatnshjóli og reimdrifi virkjunar sem byggð var við Reykjafoss. Ullarverksmiðja þessi starfaði fram til 1912 en var þá rifin að öðru leyti en því að grunnur hennar stendur enn. Fyrsta raunverulega byggðin sem um getur varð til um 1929 ef frá er talið þurrabúðarlífið í kringum Varmá. Á þeim grunni var Hveragerðishreppur stofnaður 1946 sem sjálfstætt sveitarfélag út úr Ölfusinu og hreppnum var síðan breytt í bæjarfélag 1987.“
Í Morgunblaðinu 1987 segir Sigurður Jónsson um Hveragerði: „Stöðug fjölgun íbúa síðastliðin 20 ár„:
Þann 24. júlí 1945 fór fram atkvæðagreiðsla um skiptingu Ölfushrepps í tvo hreppa og var hún samþykkt með 95 atkvæðum gegn 85. Skipting Ölfushrepps í tvö sveitarfélög var svo samþykkt af ráðherra 13. mars 1946. Fyrstu kosningar í hinu nýja sveitarfélagi fóru fram 28. apríl 1946. Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar var haldin daginn eftir 29. apríl 1946 og var því nýtt sveitarfélag orðið til. Hér má sjá mynd af fundargerð fyrsta fundar hreppnefndarinnar en Héraðsskjalasafn Árnesinga varðveitir frumritið. Framhald fundargerðarinnar má sjá á næstu mynd.
Framhald fundargerðarinnar er lesa má undir mynd hér að ofan.
„Hveragerði öðlaðist bœjarréttindi miðvikudaginn 1. júlí 1987, samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum. Hveragerði varð sjálfstætt sveitarfélag 13. mars 1946. Íbúafjöldi í Hveragerði þann 1. desember 1986 var 1462. Íbúafjöldi í Hveragerði hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár en 1970 bjuggu þar um 800 manns.
Mjólkurbú Ölfusinga tók til starfa 1. apríl 1930 og því eru 90 ár síðan það hóf starfsemi en það var stofnað árið 1928. Stofnun Ölfusbúsins markaði upphaf byggðar í Hveragerði. Myndin er frá ágúst 1930 og sýnir Mjólkurbú Ölfusinga ásamt þinghúsi Ölfusinga í byggingu, nú Skyrgerðin. – Ljósmynd: Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Upphaf byggðar í Hveragerði er rakin til þess að Ölfusingar stofnuðu með sér samvinnufélag um mjólkurbú sem reist var í Hveragerði. Mjólkurbúið lét gera drög að skipulagi og leigði mönnum lóðir. Vorið 1929 voru reist tvö íbúðarhús, Sigurður Sigurðarson búnaðarmálastjóri reisti hús sitt, Fagrahvamm, við Varmá þar sem er elsta gróðarstöðin í Hveragerði. Bóndi úr Ölfusi Guðmundur Gottskálksson reisti hús undir brekkunni og nefndi Varmahlíð og stendur það hús enn. Hann reisti sér þar hús til elliáranna en hann gekk ekki heill til skógar. Í árslok var fjölskylda Guðmundar, 5 manns, sú eina sem skráð var á manntal 1929.
Segja má að upphaf byggðarinnar sé táknrænt fyrir þá byggð sem þróaðist í Hveragerði annars vegar garðyrkjan og hins vegar áhugi að búa sér í haginn á þægilegum stað.
Ullarverksmiðjan Reykjafoss var starfrækt við samnefndan foss á árunum 1902-1914 og sjást sökklar hússins enn. Verksmiðjunni var valinn þessi staður svo nýta mætti fossaflið til að knýja vélar verksmiðjunnar. Með ullarverksmiðjunni bárust jafnframt ýmsar nýjungar sem ekki höfðu áður sést í sveitum austan fjalls. Árið 1906 var tekin í notkun lítil vatnsaflsrafstöð til lýsingar og árið eftir var sett upp götulýsing frá heimreiðinni og út að þjóðveginum við gömlu Ölfusréttir. Verksmiðjan var reist til þess að vinna afurðir úr íslenskri ull og var tilraun til þess að auka arðsemi ullarinnar og íslensks landbúnaðar. Ullarverksmiðjunni var valinn þessi staður svo nýta mætti fossaflið til að knýja vélar verksmiðjunnar en einnig vegna þess að Varmá frýs aldrei, sem var mikilsvert fyrir verksmiðju sem átti að starfa allan ársins hring. Framleiðslan gekk þó ekki eins vel og vonir höfðu staðið til en lopi, sem var aðalframleiðsluvaran, þótti ekki henta nógu vel til tóskapar. Þann tíma sem fyrirtækið starfaði var því fremur haldið uppi af framfararhug og góðum vilja manna úr héraðinu en fjárhagslegri getu. Fór svo að lokum að verksmiðjan varð gjaldþrota og var húsið rifið í maí 1915 og selt á uppboði ásamt vélum.
Garðyrkjan og gróðurhúsin hafa verið vaxtarbroddur Hveragerðis. Í kringum gróðurhúsin og blómaræktina hefur þróast mikill ferðamannastraumur sem nú er vaxandi atvinnugrein. Einnig er þjónusta í kringum dvalarheimili og heilsuhæli stór þáttur í atvinnulífinu. Þó undarlegt megi virðast var það ekki jarðhitinn sem laðaði menn að Hveragerði í fyrstu heldur fossinn í Varmá, Reykjafoss. Þar var reist ullarþvottastöð og vatn leitt úr fossinum til að knýja vélarnar. Grunnur stöðvarinnar sést ennþá, einnig stíflan í ánni og rústir fyrstu rafstöðvarinnar sem sett var upp austan fjalls, 1906. Í ullarþvottastöðinni var og greiðasala fyrir ferðamenn, fyrsti vísir þess sem koma skyldi.
Virkjunin í Varmá. Fyrsta rafstöðin austan fjalls 1906.
Athafnasemin í kringum Reykjafoss stóð í 12 ár og var byggðin í kring alltaf kennd við fossinn. Hús Ullarþvottastöðvarinnar voru rifin 1915.
Meginatvinnuvegur í Hveragerði hefur ávallt verið garðyrkja. Gert er ráð fyrir að hlutfall garðyrkjunnar í atvinnulífinu sé nú 15%. Gróðurhúsin eru hituð upp með gufu sem fengin er frá hverasvæðinuí miðju bæjarins. Þar og í hverasvæðum í kring er gífurleg orka til staðar.
Konur við þvotta við Bakkahver í Hveragerði árið 1934. Bakkahver var virkjaður árið 1930 fyrir Mjólkurbú Ölfusinga. Steypt var yfir hverinn nokkurs konar hjálmur og hann þannig virkjaður. Tvö fjögurra tommu rör lágu frá hvernum og í mjólkurbúið, annað fyrir heitt vatn sem lá neðst á hjálminum og hitt fyrir gufu sem var efst. Voru rörin vel einangruð með samtals um 30 cm lagi af hveraleir, mómylsnu, tjörupappa og koltjöru til að sem minnstur hiti tapaðist á leið í búið. Hveravatnið var notað ásamt upphituðu köldu vatni til að gerilsneyða mjólk. Gufan var notuð til þess að sjóða mysuost. Vatnið í Bakkahver var nálægt 100° C heitt á yfirborðinu og um 102° C á 1,5 m. dýpi. Rennsli Bakkahvers var um 2 lítrar á sekúndu. Steypuhjálmurinn er nú horfinn og Bakkahver ekki lengur virkur. Ljósmyndin er úr Þjóðskjalasafni Hollands.
Þjónusta á heilsuhælum og við elliheimili er um 15% í atvinnulífinu en Hveragerðis hefur lengi verið getið í tengslum við náttúrulækningar og þjónustu elliheimilisins. Hlutur iðnaðar í atvinnulífinu er um 15%. Aðallega er um að ræða minni fyrirtæki. Eitt öflugasta og þekktasta iðnfyrirtækið er Kjörís sem verið hefur í stöðugum vexti undanfarin ár.
Barnaskólinn í Hveragerði.
Opinber þjónusta hefur farið vaxandi í Hveragerði og staðurinn fyrir löngu orðinn þjónustubær. Hlutfall opinberrar þjónustu nemur 35% í atvinnulífinu og önnur þjónusta svo sem þjónusta við ferðamenn er um 20%. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega í Hveragerði og eru þar öflugir máttarstólpar, Eden, Tívolíið, Blómaborg, Hótel Ljósbrá og nú síðast Hótel Örk.
Hveragerði – mörk umdæmisins 2020.
Hjá hinu nýja bæjarfélagi sem er í örum vexti eru mörg verkefni framundan. Það helsta er nýbygging við Grunnskólann sem hýsa mun alla starfsemi skólans. Gagnfræðaskólinn í Hveragerði hefur verið í leiguhúsnæði og mun nýja húsnæðið leysa mikinn vanda. Áformað er að koma skólanum í notkun fyrir haustið 1988. Hann á allur að geta hýst 500 nemendur í 10 bekkjardeildum.
Hveragerði á efri frumbýlisárunum.
Átak í gatnagerð er meðal þess sem framundan er. Gatnakerfið í Hveragerði er óvenju langt, rúmir 16 kílómetrar. Ástæða þess eru hverasvæðin og gróðurhúsabyggðin í bænum sem taka mikið landrými. Til samanburðar má nefna að í Þorlákshöfn er gatnakerfíð í kringum 8 kílómetrar. Búið er að leggja bundið slitlag á helming gatnanna í Hveragerði og verður ein gata tekin fyrir í sumar. Þá er verið að gera nýja knattspyrnuvöll í Reykjadal en uppgangur er í Hveragerði á íþróttasviðinu.“
Skáldagatan hefur aðdráttarafl
„Andans gata er til í Hveragerði og ber hún nafnið Frumskógar. Þar hafa margir andans menn átt heima, má þar nefna skáldin Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, sr. Helga Sveinsson, Gunnar Benediktsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson.
Aðrir, sem búið hafa við götuna, eru Gunnlaugur Scheving listmálari og Ríkharður Jónsson átti þar sumarbústað. Þessi gata er gjarnan kölluð Skáldagata og hverfið listamannahverfi Hveragerðis. Í næstu götum bjuggu til dæmis Höskuldur Björnsson listmálari, Arni Björnsson tónskáld, Hannes Sigfússon og Kári Tryggvason. Einnig ólst Bergþóra Arnadóttir lagasmiður og söngkona upp í þessu hverfi.
Gatan hefur mikið aðdráttarafl og er snyrtileg. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar, hefur látið sér annt um viðhald húsa þar en Grund á velflest húsin við götuna.
Hópar, sem leið eiga um Hveragerði, vilja gjarnan fara um þessa götu og hópur kvenna kom þar við fyrir skömmu og gerði sérstaka kröfu um að sjá hús Kristmanns Guðmundssonar.“
Í Sunnudagsblaði Vísis 1942 skrifar Kristmann Guðmundsson um „Hveragerði, Sveitarþorpið, sem vísir til framtíðar hins nýja Íslands„:
Séð yfir Fossflöt við Reykjafoss um 1940. Tjaldbúðir hermanna í forgrunni, líklega kanadísku hersveitarinnar Fusiliers Mont Royal sem hafði aðsetur í Hveragerði á bökkum Varmár sumarið 1940.
„Einu sinni s.l. sumar gekk eg með miðaldra manni, útlendum, um Hveragerði. Hann var hugsjónamaður mikill, og hafði fest yndi við þetta land, sem er erlendu fólki oftast erfitt í fyrstu, sökum auðna og hrjósturs. „Í þessum fjallkrika“, sagði hann, „í þessu „alpvesi“ er framtíð hins nýja Íslands að bruma.“
Hveragerði á hernámsárunum.
Hann hafði rétt fyrir sér. Hér í Hveragerði mun upp rísa fyrsta og mesta landhúnaðarborg Íslands. Og að fimmtíu árum liðnum mun hún ná alla leið til Þorlákshafnar, sem þá verður stærsta höfn landsins, og miðstöð allra viðskipta við útlönd; en óslitið þéttbýli nær þá yfir alla Rangárvallasýslu! Dagar hirðingjabúskapar á Íslandi munu senn taldir. Á næstunni munu tugir þúsunda af ungu fólki leita úr andstyggð borgarlífsins. og vígja líf sitt gróandanum, í tvennum skilningi! Vér höfum nú um skeið verið á bullandi „túr“ í annarlegri kvikmyndamenningu, pólitískum grillum, búðarlokufínheitum, og öðrum óþverra sem hingað hefir skolast. Gleði- og menningarþorsti margra gáfaðra hirðingjakynslóða hefir farið með oss í allskonar gönur. Vér stigum úr móbíl miðaldanna, upp í nýtízku flugvél framtíðarinnar, og því engin furða þó á oss rynni, fyrst í stað. En vér höfum fyrr siglt krappan sjó, og náð þó höfn, heilir að mestu.
Hveragerði 1967.
Svo mun enn verða. Eg sé ekki ástæðu til að bera kvíðboga fyrir framtíð íslenzks kyns, og íslenzkrar tungu, þó að nokkur þúsund erlendir hermenn dvelji hér með oss um hríð. Sú raun, sem vér nú þolum, er ekki meiri en það, að hún mun verða oss til blessunar, ef vér erum þeir menn, sem vér sjálfir höfum lengi gumað af. Og ef svo er ekki, ef vér erum lubbar og aumingjar, þá er ekki nema vel farið að vér hverfum í deiglu sköpunarinnar! En það er undir oss sjálfum komið, og því má enginn ábyrgur Íslendingur gleyma!
Sundlaug í Laugaskarði – Sundlaugin í Laugaskarði um 1940. Sundlaugin var byggð eftir teikningum Jóns Gunnarssonar verkfræðings en búningsklefarnir sem sjást á myndinni eftir teikningum Þóris Baldvinssonar, en nokkru seinna var byggð lítil íbúð fyrir forstöðumann vestanmegin við klefana. Sundlaugin var í fyrstu rekin sem sjálfseignarstofnun á vegum Ungmennafélags Ölfushrepps með styrk frá ríki og sveitarfélögum. Ölfushreppur og Hveragerðishreppur tóku síðar við rekstrinum en lengstum hafa Hvergerðingar annast rekstur og viðhald laugarinnar. Þegar Hveragerðishreppur var stofnaður út úr Ölfushreppi árið 1946 var sundlaugin látin fylgja Hveragerði.
Eg vil leyfa mér að skjóta hér inn atriði, sem er ekki beinlínis tilheyrandi því efni sem þetta greinarkorn á að fjalla um. Ef menning vor þolir ekki þá þrekraun, sem sambúðin við erlent setulið, og allt sem stríðinu fylgir, hlýtur að hafa í för með sér, þá skulum vér að minnsta kosti ekki láta eftir oss þann lúalega ræfilsskap, að kenna kvenfólkinu um það! Ef piltar vorir hefðu ahnennt tamið sér prúðmennsku og siði hvítra manna, í stað allskonar hornrónaháttar, sem hér er landlægur, þá hefði vissulega aldrei þurft að skipa neina nefnd til viðreisnar íslenzku kvenfólki!
Nei, vinir góðir, skipið heldur nefndir sem vinna að því, að gera mönnum kleift að græða og rækta þetta óviðjafnanlega fagra land! Einblínið ekki á hættur og erfiðleika, skapið yður umfram allt ekki grýlur, málið ekki andskotann á vegginn! Segið við sjálfa yður hið sama og engillinn sagði við kerlinguna, sem horfði hugstola á ljá þá hina miklu, er hún skyldi raka:
„Horf þú ekki á ljá þína langa,
láttu heldur hrífuna ganga!“
Hér er yfrið nóg að vinna. Setjið þennan margumtalaða stríðsgróða í ræktun og uppbyggingu nýrra sveitabýlahverfa, fyrst ekki er hægt að kaupa fyrir hann skip! Stríðsgróðinn verður yður hvort sem er því aðeins til blessunar, að hann sé notaður í þjónustu gróðurs og lífs! Annars verður hann ólánið einbert! — Fylgið dæmi Hveragerðinga, og skapið ný verðmæti handa framtíðinni, fyrir það fé, sem berst yður í hendur sökum niðurrifs og eyðilegginga annarsstaðar í heiminum. Þá mun það aldrei svíða hendur yðar, og þér finnið aldrei af því þann þef blóðs og tára, sem við það er bundinn!
Hér í Hveragerði er handagangur í öskjunni. Eftir því sem eg kemst næst, á að byggja hér 25—30 gróðurhús á þessum vetri og 20 íbúðarhús. Illlendismóar, sem legið hafa gagnslitlir um þúsundir ára, eru rifnir sundur með traktorum, og úr þeim skal á sumri komanda vaxa lífsþróttur og hamingja til handa börnum þessa lands!
Hverahvammur – Einstök mynd af Hverahvammi í Hveragerði, þar sem nú er hótelið Frost og funi og veitingastaðurinn Varmá. Óljóst er hvenær myndin er tekin, en ekki er ólíklegt að hún sé tekin snemma á fjórða áratug 20. aldar.
Jarðhitinn, sem allt fram að þessu hefir unnið óbundinn í þjónustu eyðingarinnar, er færður í fjötra og látinn mala gull og gæfu bornum og óbornum. Á hrjóstrum íslenzkra móa vaxa rósir og nytjajurtir, sem auka fegurðina og efla lífskraftinn. Þetta er að vinna í þjónustu lífsins, mínir elskanlegir, þetta er að byggja upp án hiks og æðru, hvað sem hrynur og brotnar í kringum mann. Í þessu starfi liggur einn af sterkustu þáttum framtíðar vorrar, heilla og hags. Í móðurfaðm náttúrunnar eigum vér að sækja endurnýjungu kraftarins, gleðinnar, ástarinnar, alls þess sem gerir oss heila og sterka, og veitir oss þrótt til að vinna bug á hverju því mótlæti sem oss er ætlað.
Fagrihvammur – Fagrihvammur í ágúst 1930. Íbúðarhúsið á myndinni brann en núverandi íbúðarhúsi í Fagrahvammi var reist árið 1933. Við árbakkann sést fyrsta gróðurhúsið í Hveragerði en það var alls 45 fermetrar og í því voru fyrst um sinn ræktaðir tómatar og blóm.
Lífskjör þjóðarinnar þurfa að komast sem fyrst í heilbrigðara horf. Vér erum bændaþjóð, en búskapur vor er orðinn á eftir tímanum, og vér flykktumst í kaupstaðina úr fátækt og fásinni sveitanna. Vér fórum þangað í gæfuleit; manneskjan er ávallt að leita að gæfu sinni. En grunur minn er sá, að almenningur íslenzkur finni ekki gæfu sína í borgum, og hvar er hennar þá að leita? Ætli hún sé ekki einmitt í sveitunum semvér yfirgáfum, í samstarfinu við hið skapandi líf, í hollu erfiði daganna og draumlausri hvíld næturinnar? Ef til vill er hún í því fólgin að sjá börn vor vaxa upp í félagsskap við jurtir og dýr, og sjá á andlitum þeirra hinn hreina svip heilbrigðinnar?
Spegillinn – Forsíða skoptímaritsins Spegilsins frá júní 1947. Á myndinni er gert góðlátlegt grín að fjölda hvera sem mynduðust í Hveragerði í kjölfar eldgoss í Heklu sama ár. Á myndinni má sjá nokkra þjóðþekkta menn sem bjuggu í Hveragerði á þeim tíma. Talið frá vinstri Jónas Jónsson frá Hriflu sem átti sumarbúðstað á Reykjum, Kristmann Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum, Kristinn Pétursson og sr. Helgi Sveinsson.
Mér hefir þótt það sérstaklega eftirtektarvert hvað fólkið hérna í Hveragerði er ánægt að sjá. Það á sér efalaust sínar sorgir, hjá því verður ekki komizt í henni veröld, en almennt séð, virðist vera meiri vellíðan hér en annarsstaðar, þar sem eg þekki til. Skyldi það ekki koma til af því, að menn eru hér í starfi sínu sifellt í nánu sambandi við móður Náttúru?
Berklahæli – Í þessu húsi á Reykjum í Ölfusi var starfrækt heilsuhæli fyrir berklasjúklinga árin 1931-1938. Samhliða því var rekið stórt kúabú og garðyrkjustöð. Eftir að berklahælið hætti var húsið notað undir starfsemi Garðyrkjuskóla ríkisins sem tók til starfa árið 1939. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar voru tekin í notkun ný hús undir starfsemi Garðyrkjuskólans og var því húsið ekki lengur í daglegri notkun. Árið 2005 var gamla berklahælið notað fyrir slökkviliðsæfingar og brennt til grunna.
Hveragerði er ekki staður fyrir svokallaða „snobba“. Hér þrífst engin „buxnavasamenning“, eins og einn Hveragerðingur hefir komizt að orði. Hér er unnið, og unnið vel! Aðra eins blómgun í einu þorpi hefi eg aldrei séð. Þetta er góður staður fyrir skáld, sem vilja vera í stöðugu sambandi við hið lifandi líf! Enda eru nú skáld og aðrir listamenn sem óðast að flytja hingað búferlum, og vel sé þeim! Hér ríkir andi samstarfs og hjálpsemi; vér erum allir verkamenn í víngarði Drottins, og skiljum nauðsyn hvors annars. Þeir, sem ætla sér að okra á náunganum, eru hér illa séðir og munu aldrei þrífast. Enda höfum við ekki haft marga þesskyns fugla hérna. Sá eini, sem mér vitanlega hefir reynt það, komst skjótlega að því, að almenningsálitið var honum ekki hliðhollt!
Garðyrkjuskólinn gamli.
Það eru ekki nema tólf ár síðan fyrsta býlið var reist í Hveragerði. Þá byggði Sigurður heitinn Sigurðsson búnaðarmálastjóri Fagrahvamm. Þar situr nú sonur hans, Ingimar, og er garðyrkjustöð hans hin stærsta innan þorpsins: fimmtán hundruð fermetrar undir gleri. Enn stærri garðyrkjustöðvar eru þó á Reykjabúinu, og í Gufudal. Pálmi Hannesson réktor hefir og snotra garðyrkjustöð í Reykjakoti, þar sem Menntaskólaselið er. Í Gufudal býr Guðjón Sigurðsson, mikill dugnaðarmaður; eru þar um álján hundruð fermetrar undir gleri, og hefir hann byggt það allt upp á fimm árum. Í Fagrahvammi er trjáræktarstöð blómleg, hjá Ingimar Sigurðssyni, og er mikil prýði að henni í þorpinu.
Hellisheiði – Snjóþyngsli á Hellisheiði, líklega á fjórða áratug síðustu aldar. Oft var Hellisheiði lokuð frá nóvember fram í maí vegna ófærðar. Snjór var mokaður í fyrsta skipti á Hellisheiði vorið 1927, með handskóflum, en ruðningur með stórtækari vinnuvélum hófst ekki fyrr en á árum síðari heimsstyrjaldar.
Auk þess, sem eg þegar hefi nefnt, eru 14 garðyrkjustöðvar í Hveragerði, og útlit fyrir að annað eins verði byggt á næstunni, eða meira. Þorpsbúar eru nú þegar á þriðja hundrað, en þeim mun fjölga talsvert á næstunni, því margir eru í þann veginn að flytja hingað.
Kambar.
Kaupfélag Árnesinga á grunninn sem þorpið stendur á, en það er almennur vilji Hvergerðinga að ríkið eignist staðinn, og heyrst hefir, að ekkert sé því til fyrirstöðu frá kaupfélagsins hendi. Væri það líka eðlilegast að svo yrði, og að lóðirnar fengjust á erfðafestu. Þá þyrfti einnig sem fyrst að leggja götur og ræsi, því að enn er frumbýlingsháttur á slíku.
Hveragerði – ferðamannhver.
Hverir og laugar eru nær óteljandi í Hveragerði. Mestir eru Bláhver, Bakkahver og Sandhólahver, en í kringum þá er allstórt svæði óbyggilegt, og hefir það verið afgirt. Goshverir eru nokkrir; þekktastur þeirra er Grýla, sem gýs 20—30 metra i loft upp, en henni miklu meiri er Svaði, er á það til að gjósa all stórkostlega. Hann er uppi í hlíðinni fyrir ofan og austan Varmá. Jarðhitinn er mjög mikill, og skorpan ofan á honum sumstaðar nokkuð þunn, að því er bezt séð verður. Hefir víða verið borað eftir gufu með jarðborum, og tekist vel. Jarðskjálftar eru tíðir en sjaldan verulegir, hverakippir svokallaðir. S.l. sumar voru þeir þó all snarpir og komu með stuttu millibili í nokkra daga.
Í Hveragerði má sjá fjórar kynslóðir af þjóðvegum. Núverandi þjóðvegur var tekinn í notkun 1972, þjóðvegur sem var í notkun 1894-1972, Eiríksvegur sem var lagður 1880-1881 og svo gamla þjóðleiðin sem sést á þessari mynd. Gamla þjóðleiðin er aldagömul. Hún er sérstaklega merkjanleg í Hrauntungu fyrir ofan Hveragerði en ágangur í margar aldir hefur grafið djúpa rák í hraunið eins og sjá má.
Náttúrufegurð er mikil í Hveragerði. Úr þorpinu blasir við Ölfusið allt, og ósar Ölfusár, sést þar á sjó fram. Húsin standa skammt frá hlíðum Reykjafjalls, en fagur klettahjalli vestan við þorpið, og fyrir innan hann dalur grösugur og ljúfur.
Eiríksvegur – lagður um 1880.
Fram úr honum rennur Varmá, en við hana hefir verið byggð rafstöð sem lýsir upp þorpið. Foss er i ánni, fagur mjög, í sjálfu Hveragerði, og er mikil bæjarprýði að honum. Undir klettahjallanum, sem að ofan er nefndur, er falleg hlíð, vaxin víði og blágresi, og mun þar verða lystigarður þorpsins innan tíðar.
Kvennaskólinn á Hverabakka.
Í Hveragerði er barnaskóli, garðyrkjuskóli og kvennaskóli. Garðyrkjuskólinn er rekinn fyrir ríkisfé, í sambandi við Reykjabúið, og læra unglingarnir þar að yrkja og græða land sitt. Kvennaskólanum veitir forstöðu stofnandi hans og eigandi, Árný Filipusdóttir, sem mörgum er að góðu kunn, fyrir gestrisni, listfengi og fádæma dugnað í starfi sínu. Þá er í Hveragerði stærsta sundlaug landsins. Stjórnandi hennar er þjóðkunnur ágætismaður, Lárus Rist sundkennari.
Jónas Jónason frá Hriflu 1934.
Uppi í hlíðinni, undir Reykjafjalli á Jónas Jónsson frá Hriflu sumarbústað, ásamt fleiri góðum mönnum. Annar alþingismaður er nýbúinn að byggja sér hús í Hveragerði: Jóhannes úr Kötlum, sem er þjóðinni reyndar kunnari fyrir skáldskap sinn en þingmensku, að hvorutveggja ólöstuðu. Fleiri listamenn eru hér búsettir, og í ráði að enn nokkrir flytjist hingað, og er það vel. Einn dýrmætasti auður íslenzku þjóðarinnar eru listamenn hennar, og hefir aldrei verið meiri nauðsyn til að hlúa vel að þeim en nú. Og hér í Hveragerði myndi þeim líða vel, ef þeim væri gert kleift að eignast hér heimilL og lifa sæmilegu lífi. Vonandi þekkir nú þjóðin sinn vitjunartíma, og sér sóma sinn í því að reisa nú þegar þetta listamannahús, sem lengi hefir verið um talað! Því væri hvergi betur í sveit komið en í Hveragerði, og nú eru til nógir peningar að byggja það fyrir, svo hvað dvelur orminn langa? Er ekki sífellt verið að prédika í blöðum og útvarpi, að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn, að styðja og styrkja íslenzka menningu af fremsta megni, vernda málið, og útbreiða þekkinguna á landinu? Hverjir haldið þér að séu líklegastir til alls þessa? Hverjum eiga Íslendingar að þakka tungu sína og þjóðerni, og þar með líf sitt og tilveru? Hverjir hafa verið inn – og útverðir íslenzkrar menningar gegnum aldirnar? Hverjum er það að þakka að Íslendingar njóta þó nokkurrar virðingar meðal þjóðanna? Sérhver dómbær útlendingur myndi svara: Skáld, fræðimenn og listamenn! En farið þér nú að svara því sjálfir, mínir elskanlegir, og svarið því þannig, að yður sé heldur sómi að en skömm.
Jóhannes úr Kötlum.
Það kveður nú við úr öllum áttum, að nú séu myrkir tímar og kvíðvænlegir, og er það ekki of sagt. En „él eitt mun vera“, eins og Njáll gamli á Bergþórshvoli sagði. Aftur mun Birta, og vér fáum að sjá „upp rísa, öðru sinni, jörð úr ægi iðjagræna“. En á þeirri jörð mun Hveragerðis oft verða að góðu getið, því að hér er framtíð hins nýja Íslands að rísa úr grasi.“
Heimildir:
-Sveitarstjórnarmál. 2. tbl. 01.04.1986, Hveragerðishreppur fjörutíu ára – Karl Guðmundsson, bls. 66.
-Sveitarstjórnarmál, 5. tbl. 01.09.2016, Hveragerðisbær 70 ára, bls. 8.
-Morgunblaðið, 145. tbl. 01.07.1987, Stöðug fjölgun íbúa síðastliðin 20 ár, bls. 26.
-Vísir Sunnudagsblað, 8. blað 12.04.1942, Hveragerði, Sveitarþorpið, sem vísir til framtíðar hins nýja Íslands – Kristmann Guðmundsson, bls. 1-3.
–https://www.facebook.com/HveragerdiSightseeing/photos/
Merki bæjarins – Hreppsnefnd Hveragerðis ákvað haustið 1982 að efna til samkeppni um gerð byggðamerkis fyrir sveitarfélagið. Um 80 tillögur bárust frá 27 aðilum. Í nóvember sama ár var efnt til sýningar á tillögunum og gátu þá allir íbúar, 12 ára og eldri, tekið þátt í skoðanakönnun um val á merki. Hreppsnefnd valdi síðan merki úr hópi tillagna sem flest atkvæði fengu. Höfundur vinningstillögunar var Helgi Grétar Kristinsson málarameistari í Hveragerði. Skjaldarflötur merkisins er í þremur bláum litum. Merkið sýnir gufustrók sem er táknrænn fyrir jarðhitann í Hveragerði. Einnig myndar gufustrókurinn lauf eða smára sem er tákn fyrir garðyrkju- og blómarækt sem sveitarfélagið er þekkt fyrir. Fuglinn í merkinu vísar í þjóðsögu um hverafugla sem syntu á sjóðheitum hverum. Merkið var tekið í notkun árið 1983.
„Sjóðheit djásn beint úr ofninum“ – Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson
Í Fréttablaðinu þann 30. ágúst 2021 segja Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson sögu gossins í Geldingadölum á Fagradalsdfjalli í stuttu máli og lýsa aðstæðum eftir goslokin undir yfirskriftinni „Sjóðheit djásn beint úr ofninum„:
„Það eru ekki margir staðir á jörðinni þar sem náttúrudjásn bókstaflega poppa upp úr jörðinni. Ísland er einn þeirra, enda eitt virkasta eldfjallasvæði jarðar. Það sannaðist þann 19. mars 2021 þegar gos hófst í hlíðum Fagradalsfjalls í Geldingadölum. Það stóð í hálft ár en fram að því hafði ekki gosið á Reykjanesi í næstum 800 ár. Barst kvika til yfirborðs eftir allt að 17 kílómetra kvikugangi og út í gegnum tvo samhliða gíga. Síðan opnuðust ný gosop norðan þeirra sem lokuðust aftur þegar mánuður var liðinn af gosinu. Eftir það barst kvika aðallega úr einum og sama gígnum, og var hraunstreymið lengst af í kringum 5-13 rúmmetrar á sekúndu. Upp úr miðjum ágúst fór síðan að draga úr gosinu og eftir 18. september hefur ekkert hraunstreymi mælst frá gígnum. Þremur mánuðum síðar var goslokum síðan formlega lýst yfir.
Fagradalsfjall – eldgos.
Gosið í Geldingadölum telst ekki á meðal stærstu eldgosa, enda ekki aflmikið, en var engu að síður afar tilkomumikið og auðvelt að fylgjast með því í návígi.
Gígurinn er sérlega mikið fyrir augað, en þar bregður fyrir alls konar litum, meðal annars rauðri gígskál. Á 40 metra háum gígbörmunum eru gular brennisteinsútfellingar síðan mest áberandi sem má rekja til heitra gosgufa sem stafa frá allt að 70 metra þykku hrauninu næst gígnum. Í dag þekur hraunþekjan tæplega 5 ferkílómetra, meðal annars alla Geldingadali, en hrauntungur teygja sig einnig ofan í Meradali og Nátthaga.
Geldingadalir – eldgos.
Þótt gosinu sé nú formlega lokið eru eldstöðvarnar og umhverfi þeirra mikið fyrir augað, ekki síst gígurinn sem þegar telst á meðal helstu djásna í krúnu Reykjanesskaga. Því er óhætt að mæla með göngu að þessu stórkostlega náttúrufyrirbæri. Forðast ber að ganga inn á sjálft hraunið eða upp að gígnum, enda ágætt útsýni að honum frá Stóra-Hrúti eða Fagradalsfjalli. Undanfarið hafa jarðhræringar aftur gert vart við sig á svæðinu, sem gætu verið undanfari goss. Því er skynsamlegt að bíða með heimsóknir í Geldingadali uns óróanum linnir og hætta á gosi minnkar. Þessi stöðugi órói svæðisins dregur þó síst úr aðdráttarafli þess og vonandi verður það gert að friðlandi í náinni framtíð.“
Höfundum ber sérstaklega að þakka að nefna ekki ónefnuna, sem Grindvíkingar höfðu ákveðið á hraunið af lítilli yfirvegun.
Heimild:
-Fréttablaðið 30. ágúst 2021, Sjóðheit djásn beint úr ofninum, Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson.
Geldingadalir – gígur.
Hveragerði – stofnun og þróun
Hveragerði er að mörgu leyti sérstakt samfélag – svo að segja í miðju öðru sveitarfélagi. Í Sveitarstjórnarmálum 1986 fjallar Karl Guðmundsson um „Hveragerðishrepp fjörutíu ára„. Þar segir m.a.:
Elsti uppdráttur af byggðinni í Hveragerði. Í skjalasafni Búnaðarfélags Íslands sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands er að finna elsta uppdrátt af byggðinni í Hveragerði, líklega frá árinu 1930. Á uppdrættinum má sjá fjögur hús, Mjólkurbú Ölfusinga (Breiðamörk 26), Varmahlíð (Breiðamörk 31), Egilsstaði (Skólamörk 4, gamli barnaskólinn) og rafstöðvarhúsið í Varmárgili.
„Á árinu 1946 var Hveragerðishreppur stofnaður með skiptingu úr Ölfushreppi. Dómsmálaráðuneytið gaf út tilskipun hinn 13. marz það ár þess efnis, að frá og með 1. janúar sama ár væri Hveragerði sjálfstætt sveitarfélag. Í framhaldi þessa var fyrsta hreppsnefnd hins nýja hrepps kjörin hinn 28. apríl, og kom hún saman til fyrsta fundarsins hinn 29. apríl. Hreppsnefndin var skipuð 5 fulltrúum.“
Í Sveitarstjórnarmálum 2016 segir af „Hveragerðisbæ 70 ára„:
2016 – Hveragerði 70 ára; „Í ár eru 70 ár síðan íbúar í Hveragerði klufu sig úr Ölfushreppi og stofnuðu sérstakt sveitarfélag, Hveragerðishrepp. Ágreiningur um stækkun á þinghúsi hreppsins (nú Skyrgerðin) hrundi af stað atburðarrás sem varð til þess að 24. júlí 1945 fór fram atkvæðagreiðsla um skiptingu Ölfushrepps í tvo hreppa og var hún samþykkt með 95 atkvæðum gegn 85. Skipting Ölfushrepps í tvö sveitarfélög var svo samþykkt af ráðherra 13. mars 1946. Fyrstu kosningar í hinu nýja sveitarfélagi fóru fram 28. apríl 1946. Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar var haldin daginn eftir 29. apríl 1946 og var því nýtt sveitarfélag orðið til. Hér má sjá mynd af fundargerð fyrsta fundar hreppnefndarinnar en Héraðsskjalasafn Árnesinga varðveitir frumritið.“
„Byggðar við Varmá mun fyrst getið í Fitjaannál fyrir 1700 þar sem sagt er frá tilfærslu goshvers í jarðskjálfta árið 1597. Í lýsingum Hálfdáns Jónssonar, lögréttumanns á Reykjum um Ölfushrepp frá árinu 1703, kemur fram að fólk hafi nýtt hverahitann til þvotta, suðu matvæla og jafnvel baða á þeim tíma. Á fyrsta áratug 20. aldar var nokkuð um svonefnt þurrabúðarlíf eða býli án mjólkurframleiðslu við Varmá. Þessi fyrsta byggð tengdist ullarverksmiðju sem var byggð 1902 og drifin var af vatnshjóli og reimdrifi virkjunar sem byggð var við Reykjafoss. Ullarverksmiðja þessi starfaði fram til 1912 en var þá rifin að öðru leyti en því að grunnur hennar stendur enn. Fyrsta raunverulega byggðin sem um getur varð til um 1929 ef frá er talið þurrabúðarlífið í kringum Varmá. Á þeim grunni var Hveragerðishreppur stofnaður 1946 sem sjálfstætt sveitarfélag út úr Ölfusinu og hreppnum var síðan breytt í bæjarfélag 1987.“
Í Morgunblaðinu 1987 segir Sigurður Jónsson um Hveragerði: „Stöðug fjölgun íbúa síðastliðin 20 ár„:
Þann 24. júlí 1945 fór fram atkvæðagreiðsla um skiptingu Ölfushrepps í tvo hreppa og var hún samþykkt með 95 atkvæðum gegn 85. Skipting Ölfushrepps í tvö sveitarfélög var svo samþykkt af ráðherra 13. mars 1946. Fyrstu kosningar í hinu nýja sveitarfélagi fóru fram 28. apríl 1946. Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar var haldin daginn eftir 29. apríl 1946 og var því nýtt sveitarfélag orðið til. Hér má sjá mynd af fundargerð fyrsta fundar hreppnefndarinnar en Héraðsskjalasafn Árnesinga varðveitir frumritið. Framhald fundargerðarinnar má sjá á næstu mynd.
Framhald fundargerðarinnar er lesa má undir mynd hér að ofan.
„Hveragerði öðlaðist bœjarréttindi miðvikudaginn 1. júlí 1987, samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum. Hveragerði varð sjálfstætt sveitarfélag 13. mars 1946. Íbúafjöldi í Hveragerði þann 1. desember 1986 var 1462. Íbúafjöldi í Hveragerði hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár en 1970 bjuggu þar um 800 manns.
Mjólkurbú Ölfusinga tók til starfa 1. apríl 1930 og því eru 90 ár síðan það hóf starfsemi en það var stofnað árið 1928. Stofnun Ölfusbúsins markaði upphaf byggðar í Hveragerði. Myndin er frá ágúst 1930 og sýnir Mjólkurbú Ölfusinga ásamt þinghúsi Ölfusinga í byggingu, nú Skyrgerðin. – Ljósmynd: Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Upphaf byggðar í Hveragerði er rakin til þess að Ölfusingar stofnuðu með sér samvinnufélag um mjólkurbú sem reist var í Hveragerði. Mjólkurbúið lét gera drög að skipulagi og leigði mönnum lóðir. Vorið 1929 voru reist tvö íbúðarhús, Sigurður Sigurðarson búnaðarmálastjóri reisti hús sitt, Fagrahvamm, við Varmá þar sem er elsta gróðarstöðin í Hveragerði. Bóndi úr Ölfusi Guðmundur Gottskálksson reisti hús undir brekkunni og nefndi Varmahlíð og stendur það hús enn. Hann reisti sér þar hús til elliáranna en hann gekk ekki heill til skógar. Í árslok var fjölskylda Guðmundar, 5 manns, sú eina sem skráð var á manntal 1929.
Segja má að upphaf byggðarinnar sé táknrænt fyrir þá byggð sem þróaðist í Hveragerði annars vegar garðyrkjan og hins vegar áhugi að búa sér í haginn á þægilegum stað.
Ullarverksmiðjan Reykjafoss var starfrækt við samnefndan foss á árunum 1902-1914 og sjást sökklar hússins enn. Verksmiðjunni var valinn þessi staður svo nýta mætti fossaflið til að knýja vélar verksmiðjunnar. Með ullarverksmiðjunni bárust jafnframt ýmsar nýjungar sem ekki höfðu áður sést í sveitum austan fjalls. Árið 1906 var tekin í notkun lítil vatnsaflsrafstöð til lýsingar og árið eftir var sett upp götulýsing frá heimreiðinni og út að þjóðveginum við gömlu Ölfusréttir. Verksmiðjan var reist til þess að vinna afurðir úr íslenskri ull og var tilraun til þess að auka arðsemi ullarinnar og íslensks landbúnaðar. Ullarverksmiðjunni var valinn þessi staður svo nýta mætti fossaflið til að knýja vélar verksmiðjunnar en einnig vegna þess að Varmá frýs aldrei, sem var mikilsvert fyrir verksmiðju sem átti að starfa allan ársins hring. Framleiðslan gekk þó ekki eins vel og vonir höfðu staðið til en lopi, sem var aðalframleiðsluvaran, þótti ekki henta nógu vel til tóskapar. Þann tíma sem fyrirtækið starfaði var því fremur haldið uppi af framfararhug og góðum vilja manna úr héraðinu en fjárhagslegri getu. Fór svo að lokum að verksmiðjan varð gjaldþrota og var húsið rifið í maí 1915 og selt á uppboði ásamt vélum.
Garðyrkjan og gróðurhúsin hafa verið vaxtarbroddur Hveragerðis. Í kringum gróðurhúsin og blómaræktina hefur þróast mikill ferðamannastraumur sem nú er vaxandi atvinnugrein. Einnig er þjónusta í kringum dvalarheimili og heilsuhæli stór þáttur í atvinnulífinu. Þó undarlegt megi virðast var það ekki jarðhitinn sem laðaði menn að Hveragerði í fyrstu heldur fossinn í Varmá, Reykjafoss. Þar var reist ullarþvottastöð og vatn leitt úr fossinum til að knýja vélarnar. Grunnur stöðvarinnar sést ennþá, einnig stíflan í ánni og rústir fyrstu rafstöðvarinnar sem sett var upp austan fjalls, 1906. Í ullarþvottastöðinni var og greiðasala fyrir ferðamenn, fyrsti vísir þess sem koma skyldi.
Virkjunin í Varmá. Fyrsta rafstöðin austan fjalls 1906.
Athafnasemin í kringum Reykjafoss stóð í 12 ár og var byggðin í kring alltaf kennd við fossinn. Hús Ullarþvottastöðvarinnar voru rifin 1915.
Meginatvinnuvegur í Hveragerði hefur ávallt verið garðyrkja. Gert er ráð fyrir að hlutfall garðyrkjunnar í atvinnulífinu sé nú 15%. Gróðurhúsin eru hituð upp með gufu sem fengin er frá hverasvæðinuí miðju bæjarins. Þar og í hverasvæðum í kring er gífurleg orka til staðar.
Konur við þvotta við Bakkahver í Hveragerði árið 1934. Bakkahver var virkjaður árið 1930 fyrir Mjólkurbú Ölfusinga. Steypt var yfir hverinn nokkurs konar hjálmur og hann þannig virkjaður. Tvö fjögurra tommu rör lágu frá hvernum og í mjólkurbúið, annað fyrir heitt vatn sem lá neðst á hjálminum og hitt fyrir gufu sem var efst. Voru rörin vel einangruð með samtals um 30 cm lagi af hveraleir, mómylsnu, tjörupappa og koltjöru til að sem minnstur hiti tapaðist á leið í búið. Hveravatnið var notað ásamt upphituðu köldu vatni til að gerilsneyða mjólk. Gufan var notuð til þess að sjóða mysuost. Vatnið í Bakkahver var nálægt 100° C heitt á yfirborðinu og um 102° C á 1,5 m. dýpi. Rennsli Bakkahvers var um 2 lítrar á sekúndu. Steypuhjálmurinn er nú horfinn og Bakkahver ekki lengur virkur. Ljósmyndin er úr Þjóðskjalasafni Hollands.
Þjónusta á heilsuhælum og við elliheimili er um 15% í atvinnulífinu en Hveragerðis hefur lengi verið getið í tengslum við náttúrulækningar og þjónustu elliheimilisins. Hlutur iðnaðar í atvinnulífinu er um 15%. Aðallega er um að ræða minni fyrirtæki. Eitt öflugasta og þekktasta iðnfyrirtækið er Kjörís sem verið hefur í stöðugum vexti undanfarin ár.
Barnaskólinn í Hveragerði.
Opinber þjónusta hefur farið vaxandi í Hveragerði og staðurinn fyrir löngu orðinn þjónustubær. Hlutfall opinberrar þjónustu nemur 35% í atvinnulífinu og önnur þjónusta svo sem þjónusta við ferðamenn er um 20%. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega í Hveragerði og eru þar öflugir máttarstólpar, Eden, Tívolíið, Blómaborg, Hótel Ljósbrá og nú síðast Hótel Örk.
Hveragerði – mörk umdæmisins 2020.
Hjá hinu nýja bæjarfélagi sem er í örum vexti eru mörg verkefni framundan. Það helsta er nýbygging við Grunnskólann sem hýsa mun alla starfsemi skólans. Gagnfræðaskólinn í Hveragerði hefur verið í leiguhúsnæði og mun nýja húsnæðið leysa mikinn vanda. Áformað er að koma skólanum í notkun fyrir haustið 1988. Hann á allur að geta hýst 500 nemendur í 10 bekkjardeildum.
Hveragerði á efri frumbýlisárunum.
Átak í gatnagerð er meðal þess sem framundan er. Gatnakerfið í Hveragerði er óvenju langt, rúmir 16 kílómetrar. Ástæða þess eru hverasvæðin og gróðurhúsabyggðin í bænum sem taka mikið landrými. Til samanburðar má nefna að í Þorlákshöfn er gatnakerfíð í kringum 8 kílómetrar. Búið er að leggja bundið slitlag á helming gatnanna í Hveragerði og verður ein gata tekin fyrir í sumar. Þá er verið að gera nýja knattspyrnuvöll í Reykjadal en uppgangur er í Hveragerði á íþróttasviðinu.“
Skáldagatan hefur aðdráttarafl
„Andans gata er til í Hveragerði og ber hún nafnið Frumskógar. Þar hafa margir andans menn átt heima, má þar nefna skáldin Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, sr. Helga Sveinsson, Gunnar Benediktsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson.
Aðrir, sem búið hafa við götuna, eru Gunnlaugur Scheving listmálari og Ríkharður Jónsson átti þar sumarbústað. Þessi gata er gjarnan kölluð Skáldagata og hverfið listamannahverfi Hveragerðis. Í næstu götum bjuggu til dæmis Höskuldur Björnsson listmálari, Arni Björnsson tónskáld, Hannes Sigfússon og Kári Tryggvason. Einnig ólst Bergþóra Arnadóttir lagasmiður og söngkona upp í þessu hverfi.
Gatan hefur mikið aðdráttarafl og er snyrtileg. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar, hefur látið sér annt um viðhald húsa þar en Grund á velflest húsin við götuna.
Hópar, sem leið eiga um Hveragerði, vilja gjarnan fara um þessa götu og hópur kvenna kom þar við fyrir skömmu og gerði sérstaka kröfu um að sjá hús Kristmanns Guðmundssonar.“
Í Sunnudagsblaði Vísis 1942 skrifar Kristmann Guðmundsson um „Hveragerði, Sveitarþorpið, sem vísir til framtíðar hins nýja Íslands„:
Séð yfir Fossflöt við Reykjafoss um 1940. Tjaldbúðir hermanna í forgrunni, líklega kanadísku hersveitarinnar Fusiliers Mont Royal sem hafði aðsetur í Hveragerði á bökkum Varmár sumarið 1940.
„Einu sinni s.l. sumar gekk eg með miðaldra manni, útlendum, um Hveragerði. Hann var hugsjónamaður mikill, og hafði fest yndi við þetta land, sem er erlendu fólki oftast erfitt í fyrstu, sökum auðna og hrjósturs. „Í þessum fjallkrika“, sagði hann, „í þessu „alpvesi“ er framtíð hins nýja Íslands að bruma.“
Hveragerði á hernámsárunum.
Hann hafði rétt fyrir sér. Hér í Hveragerði mun upp rísa fyrsta og mesta landhúnaðarborg Íslands. Og að fimmtíu árum liðnum mun hún ná alla leið til Þorlákshafnar, sem þá verður stærsta höfn landsins, og miðstöð allra viðskipta við útlönd; en óslitið þéttbýli nær þá yfir alla Rangárvallasýslu! Dagar hirðingjabúskapar á Íslandi munu senn taldir. Á næstunni munu tugir þúsunda af ungu fólki leita úr andstyggð borgarlífsins. og vígja líf sitt gróandanum, í tvennum skilningi! Vér höfum nú um skeið verið á bullandi „túr“ í annarlegri kvikmyndamenningu, pólitískum grillum, búðarlokufínheitum, og öðrum óþverra sem hingað hefir skolast. Gleði- og menningarþorsti margra gáfaðra hirðingjakynslóða hefir farið með oss í allskonar gönur. Vér stigum úr móbíl miðaldanna, upp í nýtízku flugvél framtíðarinnar, og því engin furða þó á oss rynni, fyrst í stað. En vér höfum fyrr siglt krappan sjó, og náð þó höfn, heilir að mestu.
Hveragerði 1967.
Svo mun enn verða. Eg sé ekki ástæðu til að bera kvíðboga fyrir framtíð íslenzks kyns, og íslenzkrar tungu, þó að nokkur þúsund erlendir hermenn dvelji hér með oss um hríð. Sú raun, sem vér nú þolum, er ekki meiri en það, að hún mun verða oss til blessunar, ef vér erum þeir menn, sem vér sjálfir höfum lengi gumað af. Og ef svo er ekki, ef vér erum lubbar og aumingjar, þá er ekki nema vel farið að vér hverfum í deiglu sköpunarinnar! En það er undir oss sjálfum komið, og því má enginn ábyrgur Íslendingur gleyma!
Sundlaug í Laugaskarði – Sundlaugin í Laugaskarði um 1940. Sundlaugin var byggð eftir teikningum Jóns Gunnarssonar verkfræðings en búningsklefarnir sem sjást á myndinni eftir teikningum Þóris Baldvinssonar, en nokkru seinna var byggð lítil íbúð fyrir forstöðumann vestanmegin við klefana. Sundlaugin var í fyrstu rekin sem sjálfseignarstofnun á vegum Ungmennafélags Ölfushrepps með styrk frá ríki og sveitarfélögum. Ölfushreppur og Hveragerðishreppur tóku síðar við rekstrinum en lengstum hafa Hvergerðingar annast rekstur og viðhald laugarinnar. Þegar Hveragerðishreppur var stofnaður út úr Ölfushreppi árið 1946 var sundlaugin látin fylgja Hveragerði.
Eg vil leyfa mér að skjóta hér inn atriði, sem er ekki beinlínis tilheyrandi því efni sem þetta greinarkorn á að fjalla um. Ef menning vor þolir ekki þá þrekraun, sem sambúðin við erlent setulið, og allt sem stríðinu fylgir, hlýtur að hafa í för með sér, þá skulum vér að minnsta kosti ekki láta eftir oss þann lúalega ræfilsskap, að kenna kvenfólkinu um það! Ef piltar vorir hefðu ahnennt tamið sér prúðmennsku og siði hvítra manna, í stað allskonar hornrónaháttar, sem hér er landlægur, þá hefði vissulega aldrei þurft að skipa neina nefnd til viðreisnar íslenzku kvenfólki!
Nei, vinir góðir, skipið heldur nefndir sem vinna að því, að gera mönnum kleift að græða og rækta þetta óviðjafnanlega fagra land! Einblínið ekki á hættur og erfiðleika, skapið yður umfram allt ekki grýlur, málið ekki andskotann á vegginn! Segið við sjálfa yður hið sama og engillinn sagði við kerlinguna, sem horfði hugstola á ljá þá hina miklu, er hún skyldi raka:
„Horf þú ekki á ljá þína langa,
láttu heldur hrífuna ganga!“
Hér er yfrið nóg að vinna. Setjið þennan margumtalaða stríðsgróða í ræktun og uppbyggingu nýrra sveitabýlahverfa, fyrst ekki er hægt að kaupa fyrir hann skip! Stríðsgróðinn verður yður hvort sem er því aðeins til blessunar, að hann sé notaður í þjónustu gróðurs og lífs! Annars verður hann ólánið einbert! — Fylgið dæmi Hveragerðinga, og skapið ný verðmæti handa framtíðinni, fyrir það fé, sem berst yður í hendur sökum niðurrifs og eyðilegginga annarsstaðar í heiminum. Þá mun það aldrei svíða hendur yðar, og þér finnið aldrei af því þann þef blóðs og tára, sem við það er bundinn!
Hér í Hveragerði er handagangur í öskjunni. Eftir því sem eg kemst næst, á að byggja hér 25—30 gróðurhús á þessum vetri og 20 íbúðarhús. Illlendismóar, sem legið hafa gagnslitlir um þúsundir ára, eru rifnir sundur með traktorum, og úr þeim skal á sumri komanda vaxa lífsþróttur og hamingja til handa börnum þessa lands!
Hverahvammur – Einstök mynd af Hverahvammi í Hveragerði, þar sem nú er hótelið Frost og funi og veitingastaðurinn Varmá. Óljóst er hvenær myndin er tekin, en ekki er ólíklegt að hún sé tekin snemma á fjórða áratug 20. aldar.
Jarðhitinn, sem allt fram að þessu hefir unnið óbundinn í þjónustu eyðingarinnar, er færður í fjötra og látinn mala gull og gæfu bornum og óbornum. Á hrjóstrum íslenzkra móa vaxa rósir og nytjajurtir, sem auka fegurðina og efla lífskraftinn. Þetta er að vinna í þjónustu lífsins, mínir elskanlegir, þetta er að byggja upp án hiks og æðru, hvað sem hrynur og brotnar í kringum mann. Í þessu starfi liggur einn af sterkustu þáttum framtíðar vorrar, heilla og hags. Í móðurfaðm náttúrunnar eigum vér að sækja endurnýjungu kraftarins, gleðinnar, ástarinnar, alls þess sem gerir oss heila og sterka, og veitir oss þrótt til að vinna bug á hverju því mótlæti sem oss er ætlað.
Fagrihvammur – Fagrihvammur í ágúst 1930. Íbúðarhúsið á myndinni brann en núverandi íbúðarhúsi í Fagrahvammi var reist árið 1933. Við árbakkann sést fyrsta gróðurhúsið í Hveragerði en það var alls 45 fermetrar og í því voru fyrst um sinn ræktaðir tómatar og blóm.
Lífskjör þjóðarinnar þurfa að komast sem fyrst í heilbrigðara horf. Vér erum bændaþjóð, en búskapur vor er orðinn á eftir tímanum, og vér flykktumst í kaupstaðina úr fátækt og fásinni sveitanna. Vér fórum þangað í gæfuleit; manneskjan er ávallt að leita að gæfu sinni. En grunur minn er sá, að almenningur íslenzkur finni ekki gæfu sína í borgum, og hvar er hennar þá að leita? Ætli hún sé ekki einmitt í sveitunum semvér yfirgáfum, í samstarfinu við hið skapandi líf, í hollu erfiði daganna og draumlausri hvíld næturinnar? Ef til vill er hún í því fólgin að sjá börn vor vaxa upp í félagsskap við jurtir og dýr, og sjá á andlitum þeirra hinn hreina svip heilbrigðinnar?
Spegillinn – Forsíða skoptímaritsins Spegilsins frá júní 1947. Á myndinni er gert góðlátlegt grín að fjölda hvera sem mynduðust í Hveragerði í kjölfar eldgoss í Heklu sama ár. Á myndinni má sjá nokkra þjóðþekkta menn sem bjuggu í Hveragerði á þeim tíma. Talið frá vinstri Jónas Jónsson frá Hriflu sem átti sumarbúðstað á Reykjum, Kristmann Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum, Kristinn Pétursson og sr. Helgi Sveinsson.
Mér hefir þótt það sérstaklega eftirtektarvert hvað fólkið hérna í Hveragerði er ánægt að sjá. Það á sér efalaust sínar sorgir, hjá því verður ekki komizt í henni veröld, en almennt séð, virðist vera meiri vellíðan hér en annarsstaðar, þar sem eg þekki til. Skyldi það ekki koma til af því, að menn eru hér í starfi sínu sifellt í nánu sambandi við móður Náttúru?
Berklahæli – Í þessu húsi á Reykjum í Ölfusi var starfrækt heilsuhæli fyrir berklasjúklinga árin 1931-1938. Samhliða því var rekið stórt kúabú og garðyrkjustöð. Eftir að berklahælið hætti var húsið notað undir starfsemi Garðyrkjuskóla ríkisins sem tók til starfa árið 1939. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar voru tekin í notkun ný hús undir starfsemi Garðyrkjuskólans og var því húsið ekki lengur í daglegri notkun. Árið 2005 var gamla berklahælið notað fyrir slökkviliðsæfingar og brennt til grunna.
Hveragerði er ekki staður fyrir svokallaða „snobba“. Hér þrífst engin „buxnavasamenning“, eins og einn Hveragerðingur hefir komizt að orði. Hér er unnið, og unnið vel! Aðra eins blómgun í einu þorpi hefi eg aldrei séð. Þetta er góður staður fyrir skáld, sem vilja vera í stöðugu sambandi við hið lifandi líf! Enda eru nú skáld og aðrir listamenn sem óðast að flytja hingað búferlum, og vel sé þeim! Hér ríkir andi samstarfs og hjálpsemi; vér erum allir verkamenn í víngarði Drottins, og skiljum nauðsyn hvors annars. Þeir, sem ætla sér að okra á náunganum, eru hér illa séðir og munu aldrei þrífast. Enda höfum við ekki haft marga þesskyns fugla hérna. Sá eini, sem mér vitanlega hefir reynt það, komst skjótlega að því, að almenningsálitið var honum ekki hliðhollt!
Garðyrkjuskólinn gamli.
Það eru ekki nema tólf ár síðan fyrsta býlið var reist í Hveragerði. Þá byggði Sigurður heitinn Sigurðsson búnaðarmálastjóri Fagrahvamm. Þar situr nú sonur hans, Ingimar, og er garðyrkjustöð hans hin stærsta innan þorpsins: fimmtán hundruð fermetrar undir gleri. Enn stærri garðyrkjustöðvar eru þó á Reykjabúinu, og í Gufudal. Pálmi Hannesson réktor hefir og snotra garðyrkjustöð í Reykjakoti, þar sem Menntaskólaselið er. Í Gufudal býr Guðjón Sigurðsson, mikill dugnaðarmaður; eru þar um álján hundruð fermetrar undir gleri, og hefir hann byggt það allt upp á fimm árum. Í Fagrahvammi er trjáræktarstöð blómleg, hjá Ingimar Sigurðssyni, og er mikil prýði að henni í þorpinu.
Hellisheiði – Snjóþyngsli á Hellisheiði, líklega á fjórða áratug síðustu aldar. Oft var Hellisheiði lokuð frá nóvember fram í maí vegna ófærðar. Snjór var mokaður í fyrsta skipti á Hellisheiði vorið 1927, með handskóflum, en ruðningur með stórtækari vinnuvélum hófst ekki fyrr en á árum síðari heimsstyrjaldar.
Auk þess, sem eg þegar hefi nefnt, eru 14 garðyrkjustöðvar í Hveragerði, og útlit fyrir að annað eins verði byggt á næstunni, eða meira. Þorpsbúar eru nú þegar á þriðja hundrað, en þeim mun fjölga talsvert á næstunni, því margir eru í þann veginn að flytja hingað.
Kambar.
Kaupfélag Árnesinga á grunninn sem þorpið stendur á, en það er almennur vilji Hvergerðinga að ríkið eignist staðinn, og heyrst hefir, að ekkert sé því til fyrirstöðu frá kaupfélagsins hendi. Væri það líka eðlilegast að svo yrði, og að lóðirnar fengjust á erfðafestu. Þá þyrfti einnig sem fyrst að leggja götur og ræsi, því að enn er frumbýlingsháttur á slíku.
Hveragerði – ferðamannhver.
Hverir og laugar eru nær óteljandi í Hveragerði. Mestir eru Bláhver, Bakkahver og Sandhólahver, en í kringum þá er allstórt svæði óbyggilegt, og hefir það verið afgirt. Goshverir eru nokkrir; þekktastur þeirra er Grýla, sem gýs 20—30 metra i loft upp, en henni miklu meiri er Svaði, er á það til að gjósa all stórkostlega. Hann er uppi í hlíðinni fyrir ofan og austan Varmá. Jarðhitinn er mjög mikill, og skorpan ofan á honum sumstaðar nokkuð þunn, að því er bezt séð verður. Hefir víða verið borað eftir gufu með jarðborum, og tekist vel. Jarðskjálftar eru tíðir en sjaldan verulegir, hverakippir svokallaðir. S.l. sumar voru þeir þó all snarpir og komu með stuttu millibili í nokkra daga.
Í Hveragerði má sjá fjórar kynslóðir af þjóðvegum. Núverandi þjóðvegur var tekinn í notkun 1972, þjóðvegur sem var í notkun 1894-1972, Eiríksvegur sem var lagður 1880-1881 og svo gamla þjóðleiðin sem sést á þessari mynd. Gamla þjóðleiðin er aldagömul. Hún er sérstaklega merkjanleg í Hrauntungu fyrir ofan Hveragerði en ágangur í margar aldir hefur grafið djúpa rák í hraunið eins og sjá má.
Náttúrufegurð er mikil í Hveragerði. Úr þorpinu blasir við Ölfusið allt, og ósar Ölfusár, sést þar á sjó fram. Húsin standa skammt frá hlíðum Reykjafjalls, en fagur klettahjalli vestan við þorpið, og fyrir innan hann dalur grösugur og ljúfur.
Eiríksvegur – lagður um 1880.
Fram úr honum rennur Varmá, en við hana hefir verið byggð rafstöð sem lýsir upp þorpið. Foss er i ánni, fagur mjög, í sjálfu Hveragerði, og er mikil bæjarprýði að honum. Undir klettahjallanum, sem að ofan er nefndur, er falleg hlíð, vaxin víði og blágresi, og mun þar verða lystigarður þorpsins innan tíðar.
Kvennaskólinn á Hverabakka.
Í Hveragerði er barnaskóli, garðyrkjuskóli og kvennaskóli. Garðyrkjuskólinn er rekinn fyrir ríkisfé, í sambandi við Reykjabúið, og læra unglingarnir þar að yrkja og græða land sitt. Kvennaskólanum veitir forstöðu stofnandi hans og eigandi, Árný Filipusdóttir, sem mörgum er að góðu kunn, fyrir gestrisni, listfengi og fádæma dugnað í starfi sínu. Þá er í Hveragerði stærsta sundlaug landsins. Stjórnandi hennar er þjóðkunnur ágætismaður, Lárus Rist sundkennari.
Jónas Jónason frá Hriflu 1934.
Uppi í hlíðinni, undir Reykjafjalli á Jónas Jónsson frá Hriflu sumarbústað, ásamt fleiri góðum mönnum. Annar alþingismaður er nýbúinn að byggja sér hús í Hveragerði: Jóhannes úr Kötlum, sem er þjóðinni reyndar kunnari fyrir skáldskap sinn en þingmensku, að hvorutveggja ólöstuðu. Fleiri listamenn eru hér búsettir, og í ráði að enn nokkrir flytjist hingað, og er það vel. Einn dýrmætasti auður íslenzku þjóðarinnar eru listamenn hennar, og hefir aldrei verið meiri nauðsyn til að hlúa vel að þeim en nú. Og hér í Hveragerði myndi þeim líða vel, ef þeim væri gert kleift að eignast hér heimilL og lifa sæmilegu lífi. Vonandi þekkir nú þjóðin sinn vitjunartíma, og sér sóma sinn í því að reisa nú þegar þetta listamannahús, sem lengi hefir verið um talað! Því væri hvergi betur í sveit komið en í Hveragerði, og nú eru til nógir peningar að byggja það fyrir, svo hvað dvelur orminn langa? Er ekki sífellt verið að prédika í blöðum og útvarpi, að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn, að styðja og styrkja íslenzka menningu af fremsta megni, vernda málið, og útbreiða þekkinguna á landinu? Hverjir haldið þér að séu líklegastir til alls þessa? Hverjum eiga Íslendingar að þakka tungu sína og þjóðerni, og þar með líf sitt og tilveru? Hverjir hafa verið inn – og útverðir íslenzkrar menningar gegnum aldirnar? Hverjum er það að þakka að Íslendingar njóta þó nokkurrar virðingar meðal þjóðanna? Sérhver dómbær útlendingur myndi svara: Skáld, fræðimenn og listamenn! En farið þér nú að svara því sjálfir, mínir elskanlegir, og svarið því þannig, að yður sé heldur sómi að en skömm.
Jóhannes úr Kötlum.
Það kveður nú við úr öllum áttum, að nú séu myrkir tímar og kvíðvænlegir, og er það ekki of sagt. En „él eitt mun vera“, eins og Njáll gamli á Bergþórshvoli sagði. Aftur mun Birta, og vér fáum að sjá „upp rísa, öðru sinni, jörð úr ægi iðjagræna“. En á þeirri jörð mun Hveragerðis oft verða að góðu getið, því að hér er framtíð hins nýja Íslands að rísa úr grasi.“
Heimildir:
-Sveitarstjórnarmál. 2. tbl. 01.04.1986, Hveragerðishreppur fjörutíu ára – Karl Guðmundsson, bls. 66.
-Sveitarstjórnarmál, 5. tbl. 01.09.2016, Hveragerðisbær 70 ára, bls. 8.
-Morgunblaðið, 145. tbl. 01.07.1987, Stöðug fjölgun íbúa síðastliðin 20 ár, bls. 26.
-Vísir Sunnudagsblað, 8. blað 12.04.1942, Hveragerði, Sveitarþorpið, sem vísir til framtíðar hins nýja Íslands – Kristmann Guðmundsson, bls. 1-3.
–https://www.facebook.com/HveragerdiSightseeing/photos/
Merki bæjarins – Hreppsnefnd Hveragerðis ákvað haustið 1982 að efna til samkeppni um gerð byggðamerkis fyrir sveitarfélagið. Um 80 tillögur bárust frá 27 aðilum. Í nóvember sama ár var efnt til sýningar á tillögunum og gátu þá allir íbúar, 12 ára og eldri, tekið þátt í skoðanakönnun um val á merki. Hreppsnefnd valdi síðan merki úr hópi tillagna sem flest atkvæði fengu. Höfundur vinningstillögunar var Helgi Grétar Kristinsson málarameistari í Hveragerði. Skjaldarflötur merkisins er í þremur bláum litum. Merkið sýnir gufustrók sem er táknrænn fyrir jarðhitann í Hveragerði. Einnig myndar gufustrókurinn lauf eða smára sem er tákn fyrir garðyrkju- og blómarækt sem sveitarfélagið er þekkt fyrir. Fuglinn í merkinu vísar í þjóðsögu um hverafugla sem syntu á sjóðheitum hverum. Merkið var tekið í notkun árið 1983.
Bálkahellir – að liðnum áratug
Gengið var í Klofning í Krýsuvíkurhrauni. Þar var farið í Bálkahelli og Arngrímshelli.
Fyrrnefndi hellirinn er um 500 m langur. Hann endurfannst fyrir einum áratug eftir að hafa gleymst og legið í þagnargildi í um 170 ár. Efsti hlutinn er að jafnaði um 7 m breiður og 5 m hár. Neðsti hlutinn er heill með miklum dropsteinsbreiðum. Síðarnefndi hellirinn er fornt fjárskjól sem nefndur er í þjóðsögunni um Grákollu.
Tilefni ferðarinnar var ekki síst sá að áratugur er liðinn síðan Bálkahellir endurfannst. Ætlunin er m.a. að skoða hvort mannaferðir á þessu tímabili hafi haft áhrif á myndanir í hellinum og þá hverjar.
Á fundir Stjórnar Reykjanesfólksvangs 13.12.2007 var eftirfarandi m.a. fært til bókar: „Rætt um hella í fólkvanginum sem eru þó nokkrir. Bálkahellir í Krýsuvíkurhrauni er dæmi um helli þar sem hafa orðið skemmdir. Rætt um að koma mætti á samstarfi við Hellarannsóknarfélagið, Ferlir og fleiri varðandi umgengni og fræðslu. Kristján Pálsson lagði til að stjórnin heimsækti hellana.“
Um framangreint er einungis tvennt um að segja; annars vegar eru slíkar bókanir orðin ein því enginn er gerður ábyrgur um að fylgja þeim eftir, og hins vegar hefur enginn hlutaðeigandi haft samband við FERLIR og beðið um að boða betri umgengni um hellana á fólkvanginum. Mikill fróðleikur um slíkt leynist þó hér á vefsíðunni – ef grannt er skoðað.
Arngrímshellir er með miklum mannvistarleifum. Við hann gerðist þjóðsagan af Grákollu. Þar segir af Arngrími á Læk um og eftir 1700 og (130 árum síðar) Krýsuvíkur-Gvendi Bjarnasyni, sem héldu fé sínu í hellinum. Gólfið er flórað að hluta, hleðslur eru við op og inni í hellinum, auk tóftar, sem gamlar sagnir eru um.
Þjóðsagan segir að Arngrímur á Læk í Krýsuvík hafi haldið 99 grákollóttar ær á auk einnar grákollóttrar, sem systir hans átti, nefnd Grákolla. Þetta var um aldamótin 1700. Óveður geisaði og hraktist féð fram af Krýsuvíkurbjargi, allt nema Grákolla. Er talið að allt fé Krýsuvíkurbænda sé frá henni komið. Arngrímur lést síðan skömmu eftir aldamótin (1724) er hann var við sölvatekju undir bjarginu með öðrum. Silla féll úr bjarginu og varð hann og tveir aðrir undir henni. Mörðust þeir til bana. Einn maður bjargaðist og varð til frásagnar um atburðinn.
Um 130 árum síðar er getið um að nefndur Gvendur Bjarnason nokkur frá Krýsuvík hafi haft fé í hellinum. Hlóð hann þvervegg sem og stíur. Byggði hann og hús fyrir opið. Helst þótti til tíðinda að gler var í gluggum þess. Tóftir þess sjást enn, auk annarra nefndra minja í hellinum.
Hún var skemmtileg aðkoman að hellunum þennan febrúardag árið 2010.
Hitinn var um frostmark en hiti innanopa. Opin voru því hrímuð umleikis en allt um kring auð jörð.
Ekki var að sjá að mikil umferð hafi verið um opin, einkum það neðsta. Allar jarðmyndanir virtust að mestu ósnortnar utan þess að hraunstrá í neðsta hluta Bálkahellis höfðu brotnað úr loftum þegar fólk rak höfðuð sín í þau. Er það að mörgu leyti skiljanlegt því bæði er erfitt að koma auga á grönn stráin, einkum ef ljósabúnaður er ekki nægilega góður, og fáir eru að líta upp fyrir sig þegar gengið er inn eftir hellisgólfi.
Að hellunum var gengin gömul fjölfarin gata um Klofning, en á bakaleiðinni var rakin gata að hellunum mun ofar í hrauninu. Vörður voru við götuna, bæði á hraunbrún og á barmi hrauntraðar. Auðvelt var að rekja götuna þegar upp á hraunstall var komið því þaðan var hún einstaklega greiðfær um annars úfið apalhraun. Á leiðinni fannst op á enn einum hellinum. Niðri var stór hraunrás, en ekki vannst tími til að kanna hana nánar að þessu sinni.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Í Bálkahelli.
Mela-Seljadalur – Melasel
Stefnt var að því að ganga upp í Melaseljadal ofan við Tindsstaði, Kiðafell og Mela í Kjós. Áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi grein um svæðið, sem birtist í MBL 24. nóv. 1968 og bar fyrirsögnina „Hún amma mín það sagði mér“.
„Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð og í Þjófagil, og ef okkur endist þrek, að ganga það allt til enda, þar til Melaseljadal er náð, en hann öðlaðist frægð sýna skyndilega þegar reist var þar brugghús á þeim tíma, þegar „bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó“ eins og sagði í kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatnsána tæru Kiðafellsá upp á Kleyfarnar framhjá klettinum, sem hún amma mín sagðist alltaf sjá álfaborgina í, einkanlega þegar kvöldsólin skein á hana. Ég held að hún hafi þar fyrir utan bæði séð álfakónginn og álfadrottninguna, en henni fannst alltaf álfaborgin hafa burstir, eins og íslenskur sveitarbær. Burstirnar voru þrjár, sagði hún.
Allt er þetta á fótinn, en Tinnuskarð er ekki hátt, þótt klettabeltið sé tilkomumikið og reglulegt, og brátt náum við upp á sléttuna ofanvert við Tinnuskarð.
Enga finnum við samt tinnuna, en hins vegar er mikið um jaspis og kvartzmola, sem liggja á melnum, út um allt. ekki er önnur skýring á nafngiftinni en sú, að gömlu mönnunum hafi fundist jaspísinn svo harður, – þeir gátu skorið með honum gler – og kallað skarðið eftir því.
Og nú sjáum við ofan á þetta einkennilega náttúrufyrirbæri Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega er þetta ekki skarð, nema yzt við klettabeltið. Miklu frekar er þetta lítil dalkvos. Sé maður staddur í botni hennar, sér mann enginn. Skarðið er aðeins opið til vesturs, út til fjarðarins, og þeir sem um þjóðveginn fara fyrir neðan, myndu ekki hafa hugmynd um þótt þúsundir manna hefðust við í dalkvosinni innan við sjálft skarðið. Grasivaxnar brekkur eru á allar hliðar og þar er einskonar sæti allt um kring og er þetta engu líkara en [í] rómversku hringleikahúsi. Colosseum er að vísu gert af steini og mannavöldum, en þarna gætu vel farið fram leikar og mannfundir, og nógir eru áhorfendabekkir. Einnig hagar þannig svo til, að innanvert við skarðið, norðanmegin er ræðupallur af náttúrunni gerður hátt í klettum og þar reyndi maður raddþolið hér áður. Það er engu líkara, en klettarnir vörpuðu hljóðinu inn í þetta hringleikahús og óþarft myndi þar að nota gjallarhorn. Tinnuskarð er sem sagt tilvalið fyrir mannafundi.
Rétt sunnan við komum við svo niður í Þjófagil. Eftir því rennur lítill lækur, skoppar stein af steini og fellur svo meðfram norðurjarðri Melaflatar og niður Melagil til sjávar hjá Niðurkoti, en sá bær er nú í eyði. Á Melaflöt var það venjan hér áður að hleypa hestunum á leið til kirkju í Saurbæ, og var hún tilvalinn skeiðvöllur.
Enginn veit ég deili á nafngift þessari, Þjófagil. Veit um enga þjófa, sem hafa verið að sniglast í gili þessu. Það er víða grösugt og auðvelt yfirferðar, og endar ekki fyrr en í Melaseljadal bak við Stampana.
Og þá er að segja frá Melaseljadal. Hann er eiginlega örlítið dalverpi opið í báða enda, en þar hefur sjálfsagt verið haft í seli frá Melum hér áður, eins og nafnið bendir til. Ekki hef ég séð neinar rústir aðrar en þær af brugghúsinu fræga, sem nú greinir frá.
Þetta var á þeim tímum, eins og áður sagði, þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skapp í fjallgöngu á Dýjadalshnúk í Esju. Á niðurleið gekk hann yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar. Tveir kjóar sátu þar nærri og söng ámátlega í þeim, eins og þeir væru búnir að fá sér heldur mikið neðan í því af framleiðslunni.
Ekki sagði maðurinn frá þessu, en upp komst um húsið fyrir annarra tilverkanað um síðir, og var þá úti hin hagstæða tíð. Einhversstaðar í Þjófagili fann ég líka einu sinni eitthvað af tunnustöfum, sem vafalaust hafa ekki átt annað erindi þar, en til verksmiðjunnar í Melaseljadal. Vafalítið hefur það verið góð heilsubótarganga að ganga til verksmiðurekstursins, en þetta varðaði við landslög og öllu var hellt niður. Æ, það má ekkert skemmtilegt gera á þessu landi lengur.
Nú var orðið kvöldsett, sólin að síga bak við Akrafjall, og við höldum niður með Þverá til byggða.
Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu, alltaf opnast meir og meir af íslenskri náttúru fyrir okkur, og við raulum fyrir munni okkar niður Kleyfarnar hið gullfallega erindi Guðmundar skólaskálds:
„Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit.
Komið er sumar, og hýrt er í sveit.
Sól er að kveðja við bláfjallabrún.
Brosa við aftanskin fagurgræn tún.
seg mér, hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit.“
Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. Um Neðrakot [Niðurkot]: „Fjórða býli á jörðinni [Kiðafelli], sem ekki er með hjáleigum talið.“ Í umsögn um Kiðafell er ekki getið um selstöðu. Minnst er á selstöðu Mela upp í Esju í Jarðabókinni: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Mela Seljadalur, og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum.“
Að sögn Sigurbjörns Hjaltasonar á Kiðafelli var greinin í Lesbókinni eftir föðurbróður hans, Friðrik Sigurbjörnsson, fyrrverandi lögreglustjóra á Ísafirði. Hann skrifaði m.a. bókina „Sól skein sunnan“ og þar mun vera umfjöllun um svæðið (náttúrufarslýsingar). Tóftir væru í Melaseljadal, en sá dalur væri mun neðar en virðist við fyrstu sýn, eða einungis lítil skál. Þær tóftir voru m.a. notaðar fyrir brugghúsið nefnda. Tinnuskarð hefði verið nefnt Tvistakarð og Þjófadalur Þjódalur vegna þjóhnappalíki, sem í honum eru. Tíminn verður nýttur til að afla fleiri heimilda um svæðið.
Vegna veðurs, ofankomu og skafrennings, var ákveðið að freysta ekki uppgöngu í Melaseljadal að þessu sinni. Uppförin þangað bíður leysinga.
Heimild:
-Mbl. 24. nóv. 1968 – Hún amma mín það sagði mér, bls. 7, úr ritröðinni „Á víðavangi“ (Friðbjörn Sigurbjörnsson).
-Jarðarbók Ám og PV 1703, bls 381 og 394.
Kerlingahnjúkur – Kóngsfell – drykkjasteinn – Grindarskörð
Gengið var upp frá gígunum í Strompahrauni norðvestan við suðurmörk Bláfjalla.
Göngusvæðið – kort.
Ætlunin var að ganga yfir á Kerlingarhnúk og fylgja síðan Heiðarveginum niður að Grindarskörðum, kíkja á Kóngsfell og fylgja síðan götunni um Kerlingargil niður á Bláfjallaveg (Selvogsötu).
Þegar gengið var upp Strompana í Strompahrauni mátti vel sjá hvernig hraunið hefur breytt úr sér til norðurs. Í hrauninu eru allnokkrir hellar, sem vert er að skoða.
Kerlingarhnúkur var framundan, vestast í Bláfjöllum, 613 m.y.s. Af honum er fagurt útsýni yfir svæðin neðanverð. Stefnan var tekin til vesturs í von um að hitta á Heiðarveginn, sem liggur um Heiðina há vestanverða.
Á Heiðarvegi.
Vegurinn liggur frá Ólafsskarðsvegi ofan við Leitin í austanverðum Bláfjöllum og niður á Selvogsgötu ofan Grindarskarða í vestri. Eftir stutta göngu var komið inn á gamla götu. Vörðubrot mátti sjá á stangli. Götunni var fylgt niður með Stórkonugjá og áleiðis niður að gatnamótum Selvogsgötu. Þar eru vörður. Stefnan var tekin á Kóngsfellið ofan við Stórabolla, það skoðað, og síðan haldið áfram að Kerlingarskarði milli Miðbolla (Litla-Kóngsfells) og Syðstubolla. Eftir að hafa litið á drykkjarsteininn efst í skarðinu var götunni fylgt niður skarðið, skoðuð tóft brennisteinsnámumanna undir því og síðan gengið áfram niður á Bláfjallaveg.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.
Tvíbollar.
Í Risaklóm – þjóðsaga – Vigdísarvellir
Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu 1960, er birt þjóðsagan „Í risaklóm„. Sagan birtist einnig í Æskunni árið 1981:
Móhálsadalur austan Vigdísarvalla.
„Endur fyrir löngu bjuggu hjón á bæ þeim, skammt frá Krýsuvík, er Vigdísarvellir hét. Sá bær er nú í eyði. Þau hjón áttu sér eina dóttur. Hún hét Guðrún. Guðrún var forkunnar fögur. Svo fögur að hennar líki fannst enginn á öllu íslandi. Ekki er þess getið að þau hjón hafi átt fleiri barna. Og bjuggu þau með dóttur sinni einni á Vigdísarvöllum.
Þegar þessi saga gerðist eru hjónin hnigin mjög á efri aldur, en dóttir þeirra gjafvaxta. Fregnir um fegurð Guðrúnar og gjörvuleik fóru víða. Menn komu víðsvegar að til þess að biðja hennar. En allt var það árangurslaust.
Hversu fríðir og föngulegir og fémiklir sem biðlarnir voru, neitaði Guðrún þeim öllum. Og getur sagan ekki um ástæðu fyrir því. Gekk svo um langan tíma.
Vigdísarvellir.
Eitt kvöld síðla sumars er barið all-harkalega á bæjardyrnar á Vigdísarvöllum. Verður þeim hjónum og Guðrúnu bilt við, og hikaði bóndi við að fara til dyra. Er þá aftur barið og enn þunglegar en áður. Verður bónda nú ekki um sel og fer hvergi. Þess er þá skammt að bíða, að barin eru þrjú bylmingshögg á bæjardyrnar. Og þorir bóndi nú eigi annað en út að ganga. Nokkuð var farið að rökkva. Koldimmt var í göngum. Uggur var í bónda. Þreifaði hann sig fram eftir göngunum, fálmaði eftir slagbrandinum, tók hann gætilega frá dyrunum og gægðist út. Sá hann þá hvar stór maður, ferlegur útlits og ófríður, stóð frammi fyrir honum. Fannst bónda maðurinn mikilúðlegur og illa vaxinn. Þóttist hann aldrei hafa séð svo ljótan mann fyrr á ævi sinni. Sýndist honum hann meira líkur risa en mennskum manni. Hugði nú bóndi að hér væri ekki allt með felldu, en reyndi sem allra minnst að láta á ótta sínum bera. Heilsaði hann manni þessum, spurði um heiti hans og innti hann eftir erindi hans, og hvaðan hann væri. Kvaðst maðurinn heita Ögmundur og vera kominn til þess að biðja dóttur hans.
Ekki sagðist hann geta sagt hvaðan hann væri. Svo óttasleginn sem bóndi var fyrir, varð hann hálfu hræddari, er hann heyrði erindi komumanns og hinn hrikalega málróm hans. Bóndi varð fár við í fyrstu en sá fljótt að nú var annað hvort að duga eða drepast. Bað hann komumann hinkra ögn við meðan hann brygði sér í baðstofu og færði þetta í tal við konu sína og dóttur.
Ögmundarhraunið rutt.
Þarf ekki að orðlengja það, að bónda þótti nú þunglega horfa, og að konu hans og Guðrúnu þóttu tíðindin ill. Æddi bóndi nú eirðarlaus fram og aftur um baðstofugólfið. Álasaði hann dóttur sinni harðlega fyrir að hafa ekki þegið bónorð einhvers af þeim mörgu ágætu og glæsilegu mönnum, er höfðu beðið hennar. Hefði þá þessum vansa verið bægt frá dyrum þeirra. En um það dugði ekki að fást, úr því sem komið var. Hér var vandi á ferðum. Góð ráð voru dýr. Hryllti bónda við að láta dóttur sína í hendurnar á þessum hræðilega risa. Og ef hann neitaði, var eins líklegt að hann tæki Guðrúnu með valdi og flytti hana á brott með sér. Í öngum sínum og ráðaleysi ráfaði bóndi nú til dyranna, en kona hans og dóttir fylgdu honum eftir með skelfdum augum. Komumaður leit löngunarfullum augum til bónda er hann kom út. En í því er bónda varð litið upp til hins ljóta og afskræmda andlits risans, kom honum skyndilega ráð í hug. —
Ögmundarstígur.
Nú er frá því að segja að skammt frá Vigdísarvöllum var hraun nokkurt, ógreiðfært og illt yfirferðar. Var það ákaflega úfið, holótt og þversprungótt og lá víða á því mosaslæða, svo að stórhættulegt var yfir að fara. Kom það eigi sjaldan fyrir að slys urðu á mönnum og dýrum. Bóndi hafði þá nýlega misst hest sinn og hafði hann fótbrotnað í klungri hraunsins.
Bóndi bað komumann fylgja sér. Mæltu þeir fátt en gengu hratt. Þegar þeir komu að hraunjaðrinum, mælti bóndi: „Ég skal gefa þér dóttur mína fyrir konu en með einu skilyrði þó. Þú skalt ryðja þetta hraun. Skaltu ryðja greiðfæran veg í gegnum það og vera búinn að því að sólarhring liðnum. Verðurðu ekki búinn að því fyrir lágnætti annað kvöld, verður þú af dóttur minni.“ Að svo mæltu gekk bóndi snúðugt burtu. Varð fátt um kveðjur. En risinn tók til óspilltra málanna við að ryðja hraunið.
Bóndi gekk glaður heim á leið og þóttist nú heldur en ekki vel hafa dugað sér og sínum. Sváfu þau hjónin vel um nóttina. Guðrún svaf illa. Hafði hún ýmist þunga drauma eða lá andvaka. Gat hún ekki varist þeirri hugsun, að verið gæti að risanum tækist að ryðja hraunið. En bóndi kvað það hina mestu fjarstæðu, taldi í hana kjark og bað hana sofa.
Ögmundardys.
Árla næsta morgun reis bóndi úr rekkju. Hann gekk út á bæjarhólinn og skyggði hönd fyrir auga. Sá hann þá hvar risinn hamaðist sem mest hann mátti. Var engu líkara en kominn væri á hann berserksgangur. Grýtti hann grjótinu til beggja handa sem óður væri. Fannst bónda atgangur hans mikill og æðisgenginn. Og ekki var ásýnd risans ásjálegri.
Bónda leist nú ekki á blikuna. Hvarf hann inn í bæinn aftur og tjáði konu sinni, að tvísýnt væri nú að ráð hans dygði nokkuð. Kvað hann vera komið æði á risann enda miðaði honum drjúgum. Svo gæti farið að honum tækist að ryðja hraunið og yrðu þau hjónin að láta af hendi dóttur sína.
Þennan dag var eigi rótt í koti karls og kerlingar og varð lítið úr verki á Vigdísarvöllum. Var sem enginn gæti innt af hendi nokkurt verk til hlítar.
Tíðum var þeim hjónum og Guðrúnu gengið út á hólinn, einkum þó Guðrúnu. Og var sem hún hefði enga eirð í sínum beinum.
Dys Ögmundar við Ögmundarstíg í Ögmundarhrauni. Jón Guðmundsson frá Skála við dysina.
Risanum miðaði æ betur og betur. Eftir því sem á daginn leið lengdist vegurinn og styttist nú óðum sá kafli er eftir var.
Leið nú dagurinn uns komið var fram í myrkur. Tóku hjónin að örvænta að úr þessu mundi rætast. Guðrún var orðin vonlaus. Fór hún að búa sig undir brottförina, og gerði hún það ekki sársaukalaust. Hjartað barðist ótt í brjósti hennar. Bar hún sig næsta aumlega, sem vonlegt var. Hafði hún aldrei úr föðurgarði farið áður enda ætlað sér vænlegra hlutskipti en að lenda í risaklóm. Grét hún beisklega yfir örlögum sínum. Móðir hennar reyndi að hughreysta hana þótt það kæmi einnig við hjarta hennar að skilja svo við dóttur sína.
Bóndi horfði á dapur í bragði. Rann honum svo til rifja að sjá örvæntingu dóttur sinnar, að hann ákvað að gera eitthvað, hvort sem það dygði eða dygði ekki. Æstur í skapi, samanherptur og þrútinn í andliti af reiði, yfirgaf hann mæðgurnar í þessu ástandi.
Ögmundarhraun – bóndinn tekst á við tröllið.
Bóndi gekk út í skemmu. Hann tók sveðju eina mikla og stóra og brýndi snarplega. Er hann hafði lokið því gekk hann rakleiðis út í hraunið. Stóð það heima að risinn hafði lokið hlutverki sínu. Greiðfær og allgóður vegur var nú kominn yfir hraunið.
Eins og bóndi bjóst við var risinn yfirkominn af þreytu. Var hann kominn miðja vegu til baka aftur og skjögraði til beggja hliða, er hann gekk.
Bóndi beið risans við hraunjaðarinn.
Honum var órótt. Eftir alllanga stund kom risinn að hraunjaðrinum. Gekk hann upp og niður af mæði og var þreyttur mjög. Réðst bóndi þegar að honum. Er hann sveiflaði sveðjunni og sá blika á hana, óx honum ásmegin. Ekki var allt afl þrotið úr æðum risans. Var þetta bæði harður leikur og langur, en þó fór svo að bóndi felldi risann. Var hann svo þjakaður eftir viðureignina að hann gat sig hvergi hreyft. Er hann hafði jafnað sig dysjaði hann risann þarna við hraunjaðarinn. Og heitir þar síðan Ögmundardys og hraunið Ögmundarhraun. Má enn þann dag í dag sjá Ögmundardys við vegarendann í Ögmundarhrauni.
Er bóndi kom heim voru heldur en ekki fagnaðarfundir á Vigdísarvöllum.
Af Guðrúnu er það að segja að hún giftist skömmu síðar og lifði við gæfu og gengi allt sitt líf.
Og lýkur svo þessari sögu.“
Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1960, Í risaklóm – þjóðsaga, bls. 33-34.
-Sagan birtist einnig í Æskunni, 1. tbl. 01.01.1981, bls. 16-17.
Vigdísarvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Kapelluhraun – Hellnahraun – aldur
Gengið var um Kapelluhraun og Hellnahraun sunnan Hafnarfjarðar. Í göngunni var höfð hliðsjón af skrifum Sigmundar Einarssonar, Hauks Jóhannessonar og Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur um „Krýsuvíkurelda II – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns„, er birtust í Jökli nr. 41 1991.
Húshólmi – uppdráttur.
Gangan hófst við Gerði ofan við Straum, nyrst í vesturjaðri Kapelluhrauns. “Samkvæmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvarkerfi Trölladyngju. Hrinunni lauk líklega 1188 með myndun Mávahlíðahrauns. Umbrotahrinan í heild er nefnd Krýsuvíkureldar. Gossprungan er ekki samfelld en milli enda hennar eru um 25 km. Flatamál hraunanna er 36.5 km2 og rúmmálið er áætlað um 0.22 km3. Vegið meðaltal fimm geislakolsgreininga gefur 68.3% líkur á að hraunin hafi runnið á tímabilinu frá 1026-1153.
Hellnahraun sunnan Hafnarfjarðar er í rauninni tvö hraun og eru bæði komin frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Yngsta hraunið er sama hraun og Jón Jónsson (1977) hefur nefnt Tvíbollahraun. Það er að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og hraun sem Jónsson (1978a) hefur nefnt Breiðdalshraun. Líklegt er að Yngra Hellnahraun (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) hafi runnið á árunum 938-983.
Ögmundarhraun – yfirlit.
Í Konungsannál, Oddverjaannál og Annál Flaeyjarbókar 1151 segir frá eldum í Trölladyngjum. Einnig í Skálholtsannál 1188. Ekki er ljóst hvers vegna annálarnir kenna gosin við Trölladyngjur en svo virðist sem þær hafi verið alþekkt örnefni á þessum tíma. Líklegast er að eldgosið 1188 hafi verið lokaþáttur umbrotahrinunnar.
Auk þessara frásagna í annálum eru óbeinar heimildir um hraunrennsli á norðanverðum Reykjanesskaga eftir landnám. Kapelluhraun heitir einnig Bruninn í daglegu tali og það eitt bendir til að menn hafi séð hraunið renna. Yfirleitt er talið að Kapelluhraun hafi áður heitið Nýjahraun og Ólafur Þorvaldsson (1949) segir nafnið Nýjahraun sé enn þekkt um hluta þess. Þessi gögn benda eindregið til að hraunið hafi runnið eftir að land byggðist.
Elstu heimildir um nafnið Nýjahraun er annars vegar í annálum og hins vegar í Kjalnesingasögu. Annálar greina frá skiptapa við Hafnarfjörð árið 1343 og fórust með skipinu 23 eða 24 menn. Annálar segja þannig frá slysinu: “Braut Katrínarsúðina við Nýja hraun.” (Annáll Flateyjarbókar). Í Gottskálksannál,
Í Kjalnesingasögu (1959) er tvívegis minnst á Nýjahraun. Þar segir senmma í sögunni að Þorgrímur Helgason hafi reist bú að Hofi (á Kjalarnesi) og “hafði hann mannforráð allt il Nýjahrauns og kallað er Brunndælagoðorð”. Undir lok sögunnar segir svo frá því er Búi Andríðsson tók við mannaforræði eftir Þorgrím og “hafði hann allt út á Nýjahrauni og inn til Botnsár”.
Kjalnesingasaga gerist á landnámsöld en er talin skrifuð skömmu eftir 1300. Athyglisvert er að höfundurinn skuli nota Nýjahraun til að takmarka Brunndælagoðorð. Notkun örnefnisins Nýjahraun í Kjalnesingasögu bendir til að hraunið sé runnið einhvern tíma á tímabilinu 870-1250
Hraunhóll – upptök Kapelluhrauns.
Ótrúlega fáir hafa gert tilraun til að kanna Kapelluhraun, upptök þess, útbreiðslu og raunverulegan aldur. Þorvaldur Thoroddsen (1913) reið á vaðið er hann kannaði Kapelluhraun lauslega 1883. Guðmundur Kjartansson (1954) varð fyrstur jarðfræðinga til að kanna Kapelluhraun og Óbrinnishólabruna svo nokkru næmi. Jón Jónsson hefur nokkrum sinnum ritað um hraun á svæðinu. Hann taldi á grundvelli geislakolsákvarðana að Óbrinnihólar væru liðlega 2100 ára gamlir og að Kapelluhraun hefðu runnið í byrjun elleftu aldar.
Úr gígum nyrst í Undirhlíðum hefur runnið hraun sem Jón Jónsson (1978a, 1983) nefnir Gvendarselshraun. Undir því hefur hann fundið Landnámslagið og út frá aldursgreiningu með geislakolsaðferð telur Jón hraunið runnið á elleftu öld.
Í framhaldi af þessum niðurstöðum hefur Jón stungið upp á því að Ögmundarhraun, Kapelluhraun og Gvendarselshraun hafi öll orðið til í einni goshrinu á fyrri hluta elleftu aldar (Jón Jónsson 1982,1983).
Líkt og Guðmundur gerir Jón ráð fyrir að Hellnahraun sé gamalt og telur það runnið frá svonefndri Hrútargjárdyngju. Á jarðfræðikorti Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980) er hraunið talið koma frá Óbrennishólagígunum, en ekki talið hluti af Hrútargjárdyngju.
Gossprungan, 25 km löng, er frá norðanverðri Gvendarselshæð og suður fyrir Núpshlíðarháls. Á henni er um 8 km löng eyða, þannig að alls hefur gosið á um 17 km langri sprungu. Syðri hlutinn er um 10,5 km að lengd og nyrðri hlutinn um 6.5 km.
Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.
Í Krýsuvíkureldum mynduðust fjórir aðskildir hraunflákar. Syðst er Ögmundarhraun sem nær frá Djúpavatni í Móhálsadal suður í sjó (sjá FERLIR-289). Næst norðan við það er lítið hraun sem runnið hefur út á Lækjarvelli og er það langminnst þessara hrauna. Þriðja hraunið er við Mávahlíðar, norðaustur af Trölladyngju, og liggur til hliðar við megingossprunguna. Nyrst er svo Kapelluhraun sem runnið hefur frá Undirhlíðum til sjávar.
Hraunið sem rann frá syðsta hluta gossprungunar fyllti allan Móhálsadal sunnan Djúpavatns og fyllti allstóra vík sem að líkindum hefur verið hin forna Krýsuvík. Hraunflákinn gæti hafa myndast í tveimur gosum (en þó í sömu goshrinu).
Skammt norðan við Bláfjallaveg eru litlir og snotrir gígar er nefnast Kerin. Frá þeim hefur runnið lítið hraun til vesturs og norðurs. Norðan við gíganna er hraunið á nokkrum kafla svo rennislétt að furðu sætir. Hraunin frá Gvendarselsgígum og Kerjum verða ekki talin sérstök hraun, heldur hluti af Kapelluhrauni, enda um einn samfelldan hraunfláka að ræða. Alls þekur Kapelluhraun 13.7 km2. Ef meðalþykktin er um 5 metrar er rúmmál þess um 0.07 km3.
Líkur hafa verið leiddar að því að Ögmundarhraun hafi runnið 1151 og er þar jöfnum höndum stuðst við frásagnir annála, geislakolsaldur og rannsóknir á öskulögum.
Kapelluhraun.
Kapelluhraun er frá svipuðum tíma. Hellnahraunið er aftur á móti komið úr eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla, þ.e. út Tvíbollum í Grindarskörðum. Hellnahraunið er í rauninni tvö hraun, það Eldra og það Yngra. Aldur Eldra Hellnahraunsins er ekki þekktur. Eftir útliti að dæma er það þó vart eldra en 3000-4000 ára. Yngra Hellnahraun er sennilega frá árunum 938-983.”
Heimild:
-Krýsuvíkureldar II – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns – Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir – Jökull nr. 41, 1991.
Kapelluhraun – jarðfræðikort.
Rúnasteinar á Hvalsnesi I
Fyrirspurn hafði verið send fulltrúa Þjóðminjasafns Íslands varðandi rúnasteininn á Hvalsnesi.
Eftirfarandi svar barst um hæl: „Rúnasteinarnir frá Hvalsnesi eru í vörslu Þjóðminjasafnsins. Líklega eru þeir í geymslu safnsins í Dugguvogi (fremur en í Vesturvör). Það gæti verið dálítið maus að komast að þeim. Þeir hafa skráningarnúmerin Þjms. 10929 (aldur: 1450-1500) og Þjms. 5637 (aldur: 1475-1500). Hægt er að lesa um þá í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 2000-2001 bls. 12.“ Jafnframt er getið um rúnastein frá Útskálum (og fyrr hefur verið fjallað um).
Steinninn, sem fjallað var um í Árbókinni 1908Â hefur skv. þessu númerið 5637 hjá Þjms. Jafnframt fylgdi eftirfarandi ábending: „Þú ættir að hafa samband við Þórgunni Snædal, rúnafræðing. Mér þykir líklegt að hún geti sagt þér allt sem hægt er að vita um þá og gæti líka átt myndir af þeim.“
Haft var samband við Þórgunni. Hún svaraði um hæl: „Allir rúnalegsteinar í vörslu Þjóðminjasafns hafa verið, og eru vonandi enn, í geymslu Þjóðminjasafnsins í Dugguvogi, en þar skoðaði ég þá 1997-98. Því miður var þeim staflað upp í hyllur og erfitt að komast að þeim og nærri ógerlegt að mynda þá. Þess vegna eru svona fáar myndir í skránni minni í Árbók. Ég hef lengi ætlað að fara aftur í Dugguvoginn og reyna að mynda steinana með stafrænni myndavél, en ekki komið því í verk ennþá. Hugsanlega á ég lélega slidesmynd af Hvalsnesbrotunum sem ég gæti skannað og sent, ég skal athuga það, annars er mynd af þeim í Bæksteds Islands Runeindskrifter.
Mér virðist tímasetning Bæsteds til loka 15. aldar eða um 1500 geta vel staðist, enda er meirihlutinn af rúnalegsteinunum frá seinni hluta 14. aldar til upphafs 16. aldar.“
Engar ljósmyndir bárust, en finna mátti myndir af framangreindum steinum á vefsíðunni –http://www.arild-hauge.com/islandruner.htm
Í grein Þórgunnar Snæland, „Rúnaristur á Íslandi“, sem birtist í árbók Hins ísl. fornleifafélags 2000-2001, bls. 12, segir m.a. um nefnda rúnasteina á Hvalsnesi:
Hvalsnes 1 (Þjms. 10929); hraungrýti, L.65 cm, B. 39 cm, Þ. 24 cm, RH. 6 cm: „her : huilir : margr…“ – Hér hvílir Margrét. Steinninn fannst í Hvalsneskirkjugarði, ekki er vitað hvenær. eins og steinarnir frá Útskálum var hann sendur til Odnordisk Museum í Kaupmannahöfn 1843 og kom á Þjóðminjasafn 1930. Tímasetning í IR (Anders Bæksted: Islands Runeindskrifter. Bibliotheca Arnamagnsæana. Vol. 2, 1942): 1450-1500.
Um er að ræða legstein. Kross er höggvinn á steininn og inn í „langtréð“ er áletrunin greypt. Síðasta rúnin er eins konar bindirún.
Hvalsnes 2 (Þjms. 5637); grágrýti, L. 118 cm, B. 40 cm. Þ. 7-30 cm, RH. 9-14 cm: „her hu—r : ingibrig: -of-s : doter“ – Hér hvílir Ingibjörg (?) Loftsdóttir. Steinninn, sem er í tveimur brotum, fannst laust eftir aldamótin 1900, kom á Þjóðminjasafn 1908þ Tímasetning í IR: 1475-1500.Â
Um nefndan Anders Bæksted segir Þórgunnur m.a. (bls. 8-9): „Bæksted ferðaðist um Ísland og skoðaði rúnaristur árin 1937, 1938 og 1939. Því miður kom heimsstyrjöldin í veg fyrir að hann fengi lokið verkinu sem skyldi. Hann fékk ekki nauðsynleg gögn frá Íslandi og áform hans að birta rúnaristurnar í samvinnu við þáverandi þjóðminjavörð, Matthías Þórðarson, sem var manna fróðastur um íslenskar rúnaristur, fóru út um þúfur.
Þrátt fyrir erfiðar kringumstæður er IR (Islands Rundeindskrifter) gerð af þeirri vandvirkni og umhyggju um smáatriði sem setur svip á allt sem Anders Bæksted skrifaði um rúnir, en þar má m.a. nefna doktorsritgerð hans Maalruner og Troldruner (1952).
Í IR (bls. 13-70) rekur hann sögu og þróun íslenska rúnastafrófsins sem eðilega er mjög skylt norska rúnaletrinu. Hann aldursgreinir rúnalegsteinana út frá rúnagerðunum og málinu, að svo miklu leyti sem það er hægt.“ Á eldri steina er ritað með örðum hætti en þá yngri. „Þessi tímasetning er þó ekki alltaf áreiðanleg, á mörgum steinum blandast eldri og yngri rúnagerðir.
Aldursgreining er að sjálfsögðu einföld ef nöfnin á steinunum eru þekkt úr öðrum heimildum, en það á við um þriðjung steinanna. Ljóst er að flestir steinanna eru frá 15. og 16. öld.“
Fulltrúa Þjms var send eftirfarandi svar: „Þakka skjót svör – Í grein ÞS í Árbókinni 200-2001, bls. 12, er lítið um steinana sjálfa (sendi ÞS þó fyrirspurn með von um meiri fróðleik v/letrið, hugsanlegan aldur og myndir).
Ef það væri ekki óþarfa fyrirhöfn væri áhugavert að fá að skoða umrædda steina (aðallega þó 5637), sem eru í vörslu Þjms. og jafnvel mynda.“ Ekki var hægt að verða við þeirri beiðni fyrr en með vorinu (skrifað í janúar).
„Óðinn var guð menntamannsins. Hann er hinn forni guð sem tók hina dauðu til sín. Athöfnin að hengja glæpamenn er án vafa sprottin frá dýrkun hans. Þegar líður á víkingaöldina er hann í auknum mæli tekinn upp af skáldum og konungum. Óðinn er sagður hafa fundið upp rúnaletrið eftir að hafa hangið öfugur upp í tré í níu daga og níu nætur. Þetta klingir nokkrum bjöllum, heilaga talan níu og heilaga gjörðin að hanga. Samkvæmt goðsögunum þá er það með þessu móti sem Óðinn uppgötvar galdra. En er það hið eina sem rúnaletur gengur út á? Alþýða manna tengdi þetta við galdra enda gat hún ekki lesið skriftina. Skáld, konungar, höfðingjar og annað yfirstéttarfólk, þeir sem tilbáðu Óðinn voru þeir sem notuðu rúnaletur Óðins til samskipta. Honum er einnig þakkað fyrir að hafa komið með skáldskapinn, en hann rænir einmitt skáldskaparmiðinum af jötnum. Það er algengt í frásögnum fornmanna að skáld þurfi að verða drukkinn til að komast í rétt ástand til að yrkja. Margir telja að það sé arfur af því annarlega ástandi sem sjamaninn þarf að vera í, til þess að geta séð um athöfnina.“
Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist á Norðurlöndum og á Bretlandi.
Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og var letrið rist á horn, tré og steina. Íslenskar rúnaristur hafa fundist á legsteinum frá 1300-1700. Textar í rúnaletri voru ekki mjög langir enda gat verið seinlegt að rista þá. Rúnaletrið var einfalt og sumir stafir gátu táknað meira en eitt hljóð. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir fyrstu sex stöfunum.
En hver var Margrét? Og hver var Ingibjörg? Var Ingibjörg systir Þorvarðar Loftssonar? Og var þetta Margrét sú er kom við sögu í máli Jóns Gerrekssonar Skálholtsbiskups?. Samkvæmt þeirri frásögn girntist brytinn í Skálholti, Magnús kæmeistari, heimasætuna á Kirkjubóli, Margréti Vigfúsdóttur Hólm en bróðir hennar var Ívar Vigfússon Hólm, hirðstjóri konungs. Magnús þessi var af sumum talinn launsonur Jóns biskups og veitti forystu lífvarðasveit hans.
Margrét, … sem talin var einhver bestur kvenkostur á Íslandi“, hryggbraut hann hins vegar og hugðist Magnús leita hefnda. Hann fór að Kirkjubóli, a.m.k. samkv. skáldsögu Jóns Björnssonar; „Jón Gerreksson“. Hann fór að Kirkjubóli í skjóli nætur og brenndi bæinn til grunna, en drap Ívar þegar hann freistaði útgöngu.
Margrét náði að forða sér með því að grafa göng með skærum sínum og flýja í skjóli reyksins. Sór hún þess dýran eið að eiga þann mann sem næði að hefna bróður síns.
Þar sem Margrét flúði land strax eftir ódæðið hlaut hefndin að koma niður á Jóni Gerrekssyni og kom hún í hlut Þorvarðar Loftssonar, höfðingja frá Mörðuvöllum í Eyjafirði, er hann átti Jóni grátt að gjalda vegna fyrri misgjörða. Jón Gerreksson var aflífaður árið 1433. Veittu höfðingjar úr Eyjafirði og Skagafirði honum aðför í Skálholti, drápu sveina hans sem í náðist, settu Jón í poka og drekktu honum í Brúará.
Þremur árum síðar gekk Þorvarður að eiga Margréti og eignuðust þau börn og buru.
Hvað sem öllum vangveltum líður hefur þarna verið um vel settar konur að ræða í báðum tilvikum, auk þess sem áætlaður aldur rúnasteinanna í Hvalsnesi passa við þann tíma er þær Margrét og Ingibjörg voru uppi. Leturgerð rúnasteinanna virðist vera frá svipuðu tímabili svo ólíklegt má telja að þær skyldkonur hafi átt margar nöfnur á þeim tíma, er þær voru og hétu í Hvalsnessókn. Hafa ber þó í huga þann möguleika að rúnasteinarnir kunni að vera eldri en fyrrgreind aldursákvörðun gefur til kynna. Líklegt má telja að grafsteinar hafi ekki verið teknir úr kirkjugarðinum á Hvalsnesi til nota í kirkjugarðsgarðinn nema þeir hafi verið þess mun eldri og grafirnar fyrir löngu grónar upp og gleymdar. Þá hefur grafreiturinn á Hvalsnesi áreiðanlega verið færður nokkrum sinnum og grjót úr eldri görðum verið tekið og nýtt í hleðslur, enda vel til þess fallið. Vegna aldurs áletranna og úreldis þeirra hefur grjótið verið hætt að þjóna fyrra hlutverki sínu og því verið endurnýtt til nauðsynlegri þarfa.
Rúnir og aðrar áletranir á grjóti hefur áreiðanlega varðveist misvel á ýmsum tímum. Þannig má telja að áletrun, sem hefur umverpst jarðvegi og legið í jörðu hafi varðveist betur en sú er hefur staðið berskjölduð andspænis veðrun; regni og vindum, jafnvel um aldir. Sú fyrrnefnda gæti síðan hafa verið færð upp á yfirborðið, uppgötvuð skömmu síðar, tekin til handargangs og flutt undir þak. Ástandið á mismunandi áletrunum rúnasteina segir því lítið til um aldurinn, en leturgerðin gæti þó gert það, sbr. fyrri umfjöllun og tilvísanir. Hafa ber þó huga að rúnasteinar hafa verið gerðir á seinni tímum, löngu eftir að leturtegundin var aflögð. Eina áreiðanlega vísbendingin um aldur rúna er sú að slíkir steinar geta varla talist eldri en upphafið á notkun letursins segir til um.
Gaman hefði verið ef ofangreindar vangaveltur um þær Margréti og Ingibjörgu hefðu gengið upp, en þær gera það ekki ef tekið er mið af upplýsingum Íslendingabókar. Skv. henni mun Margrét hafa verið á Möðruvöllum fyrir norðan og Þorvarður átti ekki systur að nafni Ingibjörg. Þorvarður átti hins vegar jörð á Reykjanesskaganum, þ.e. Strönd í Selvogi.
Fleiri rúnasteinar eru á Reykjanesskaganum, s.s. í Garði (haugur fornmannsins), við Draughól, í Kistugerði og í Flekkuvík. Aflangur rúnasteinn, sem vera átti við „Kéblavíkurveginn“ ofan við túngarðinn á Hólmi, hefur hins vegar enn ekki komið í leitirnar þrátt fyrir eftirgrennslan.
Framangreindda rúnasteina ætti að varðveita á þeim stöðum sem tilefni þeirra og áverkan varð til enda hluti af menningarafleifð svæðanna. Þeir koma að engu gagni lokaðir inni í óhentugu geymsluplássi sem ekkert hefur að gera með tilvist þeirra.
Heimild:
-Árbók Hins ísl. fornleifafélags 200-2001, Þórgunnur Snædal, Rúnaristur á Íslandi, bls. 5-66.
-Saga Garðs, bls. 94.
-Annálar 1400-1800, I. og III. bindi, Hið íslenska bókmenntafélag 1922-‘ 38.
-www.hugi.is
-http://www.arild-hauge.com/islandruner.htm
Hallgrímshellan.
Selsvellir – útilegumenn
Ólafur Briem skrifaði í Andvara árið 1959 um „Útilegumannaslóðir á Reykjanesfjallgarði„. Þar getur hann m.a. um útilegumenn við Selsvelli undir Sveifluhálsi í byrjun 18. aldar:
Selsvellir – uppdráttur
„Selsvellir og Hverinn eini. Nokkru vestar en Sveifluháls eða Austurháls við Kleifarvatn er annar háls samhliða honum, sem heitir Núpshlíðarháls eða Vesturháls. Vestan við Núpshlíðarháls miðjan er víðáttumikið graslendi, sem heitir Selsvellir. Þar voru áður sel frá Grindavík, og sjást þar enn nokkrar seltóttir. Norðan við Selsvelli nær hraunið á kafla alveg upp að hálsinum. Þar er Hverinn eini úti í hrauninu. Hann er í botninum á kringlóttri skál, sem er alþakin hraunbjörgum, og koma gufur alls staðar upp á milli steinanna, en vatn er þar ekkert. Nú er hverinn ekki heitari en svo, að hægt er að koma alveg að honum án allra óþæginda og gufan úr honum sést ekki nema skamman spöl. En til skamms tíma hefur hann verið miklu heitari. Þorvaldur Thoroddsen lýsir honum sem sjóðandi leirhver, þegar hann kom þangað 1883, og segir, að þar sjóði og orgi í jörðinni, þegar gufumekkirnir þjóta upp um leðjuna. Og lýsingunni á hvernum lýkur hann með þessum orðum: „Úr Hvernum eina leggur stækustu brennisteinsfýlu, svo að mér ætlaði að verða óglatt, er ég stóð að barmi hans. Í góðu veðri sést gufustrókurinn úr þessum hver langt í burtu, t. d. glögglega frá Reykjavík“ (Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók I. bls. 178).
Hverinn eini.
Fyrir sunnan Selsvelli og við Hverinn eina var athvarf þriggja útileguþjófa vorið 1703. I alþingisbókinni það ár er skýrt frá dóminum yfir þeim, og talið upp það, sem þeir höfðu stolið og brotið af sér. Þeir eru þar nefndir útileguþjófar, en ekki nánar sagt frá útilegu þeirra. En saga þeirra er greinilegast rakin í Vallaannál, sem ritaður er af séra Eyjólfi Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal. En séra Eyjólfur var um þessar mundir uppkominn maður á Nesi við Seltjörn hjá föður sínum, Jóni Eyjólfssyni, sýslumanni í Gullbringusýslu, sem rannsakaði mál þjófanna. Verður því vart á betri heimild kosið. Þar sem skýrt er frá störfum alþingis, segir á þessa leið: „Þennan sama dag voru hengdir þrír þjófar, hét hinn fyrsti Jón Þórðarson, ættaður úr Gnúpverjahrepp, annar Jón Þorláksson, ættaður úr Landeyjum. Þeim fylgdi piltungur nokkur, er Gísli hét Oddsson, ættaður úr Hrunamannahrepp.
Selsvellir.
Þessir komu úr Gullbringusýslu. Það er af þeim framar að segja, að Jón Þórðarson fór austan úr Hrepp um allraheilagramessuleytið veturinn fyrir, og Gísli með honum, flökkuðu síðan vestur um sveitir, unz þeir komu í Hvamm. Þar aðskildi þá Jón Magnússon sýslumaður. Fór Jón einn upp þaðan, unz hann kom á Kvennabrekku, og fann þar á næsta bæ Jón Þorláksson. Gerðu þeir þá félag sitt og fóru báðir suður til Borgarfjarðar og yfir Hvítá í Bæjarhrepp. Þar kom Gísli til þeirra. Fóru síðan allir suður til Skorradals og hófu stuldi mikla; fóru þeir með þeim suður um Hvalfjarðarströnd, Kjós og Mosfellssveit, og svo suður á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu; þar tóku þeir sér hæli undir skúta nokkrum, en er þeir höfðu þar lítt staðar numið, kom til þeirra Hallur Sigmundsson, búandi í Ísólfsskála í Grindavík, og vandaði nokkuð svo um þarveru þeirra. Leizt þeim þá eigi að vera þar lengur og fóru norður aftur með fjallinu í helli þann, er skammt er frá Hvernum eina.
Á Selsvöllum.
Voru þar síðan í þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar á hálsunum, rændu einnin ferðamann, er Bárður hét Gunnarsson úr Flóa austan. Loksins í vikunni fyrir alþing fór Jón Árnason, búandi í Flekkuvík upp til hellisins við 12. mann, og hittu þá heima. Vildu þeir ei skjótt í ljós koma, unz Jón hleypti byssu af, er hann hafði, og bað hvern einn fylgdarmanna skjóta sinni byssu. Gerði hann það til skelks þjófunum, því eigi voru fleiri byssurnar en tvær. Hann skaut hettu af Jóni Þorlákssyni, svo að honum grandaði ekki. Féll þjófunum þá hugur og gengu í hendur þeim. Voru síðan allir teknir og fluttir inn til Bessastaða. Þar voru þeir þrjár nætur og á þeim tíma rannsakaðir á Kópavogsþingi, færðir síðan upp á þing og hengdir báðir Jónarnir, en Gísli hýddur sem bera mátti og rekinn svo til sveitar sinnar; var honum vægt fyrir yngis sakir“.
Ekki hefur mér tekizt að fá vitneskju um hella á þeim slóðum, þar sem þjófarnir voru. Og vorið 1951 komum við Björn Þorsteinsson að Hvernum eina til að svipast um eftir hellum í hrauninu í kring. Við sáum nokkra örlitla skúta, en engan svo stóran, að okkur þætti hugsanlegur mannabústaður. En hraunið er þannig, að þar getur hellir lengi leynzt sjónum manna, og að sjálfsögðu hafa útilegumennirnir reynt að velja sér skúta, sem ekki var auðfundinn. Líklegt er og, að þeir hafi tekið sér bólstað þarna til þess að geta soðið mat sinn í Hvernum eina, því að ekki þarf að efa, að hann hefur þá verið nógu heitur til þess. Skammt er einnig þaðan að sækja vatn í læk nyrzt á Selsvöllum.
Þáttur þessi er úr bók um útilegumenn og útilegumannabyggðir, sem kemur út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs í haust.“
Heimild:
-Andvari, 84. árg. 1959, 1. tbl., bls. 103-104.
Tóftir við Selsvelli.
Krýsuvíkurvegurinn gamli frá Grindavík
Gengið var frá Skökugili um Siglubergsháls, eftir Krýsuvíkurleiðinni þar sem langar birgðarlestirnar fullhlaðnar þurrkfiski liðuðust um áleiðis til Skálholts forðum, gömlu gönguleiðinni austur til Krýsuvíkur, framhjá Drykkjarsteini og Hlínarvegi fylgt að Méltunnuklifi, haldið yfir Grákvíguhraun, yfir Núpshlíð og um Tófubruna niður af Lathólum og síðan var hinum forna Ögmundarstíg fylgt austur yfir Ögmundarhraun. Staðnæmst var við dys Ögmundar, þess er þjóðsagan segir að hafi rutt brautina í gegnum hraunið forðum daga.
Gamli vegurinn að Skála um Siglubergsháls – nú horfinn vegna framkvæmda.
Nýr Suðurstrandarvegur mun fara yfir hina fallegu leið á Siglubergshálsi svo hver var að verða síðastur til að berja hana augum.
Að sögn Jóns Guðmundssonar frá Ísólfsskála var jafnan farið upp á Siglubergsháls um sneiðing utan í Skökugili. Nafnið er dregið af því að þar féll af hesti smjörskaka, en skaka hét smérstykkið, sem pressað hafði verið í strokknum. Nafnið er til komið líkt og Méltunnuklif nokkru austar, en þar munu menn hafa misst méltunnu af einum hestanna á leið sinni um klifið. Það var þá mun mjórra en nú er.
Jón sagði að elsta gatan um hálsinn hafi verið göngugatan er liggur upp með vestanverðu Festisfjalli. Guðmundur á Skála, faðir Jóns, og Bergur bróðir hans löguðu veginn að hluta árið 1930. Þá gerðu þeir götuna akfæra upp hálsinn. Sá hluti vegarins sést vel á honum vestanverðum þar sem hann liggur á ská niður brattann. Þessi hluti götunnar fer undir Suðurstrandarveginn.
Vegur um Siglubergsháls.
Af Siglubergshálsi er fegurst útsýni til suðvesturs yfir fegurstu byggð á gjörvöllu landinu. Hún er og hefur verið fámenn, en með afbrigðum góðmenn. Fólkið þar hefur skilið tilgang lífsins betur en flest annað fólk, en borist lítið á, enda hreykir það fólk, sem veit og skilur, sér jafnan ekki hátt yfir meðvituð takmörk.
Gamla gatan frá Grindavík til Krýsuvíkur lá í gegnum Móklettana, en vegur þeirra Guðmundar og Bergs, sem sjá má ofan við Móklettana, lá áfram niður með og norður fyrir þá, þar sem nýi vegurinn mun liggja. Í austanverða Móklettana eru klöppuð landamerki Hrauns og Ísólfsskála (V 1890).
Drykkjarsteinn í Drykkjarsteinsdal.
Gamla gatan liggur undir núverandi vegarstæði austan Mókletta. Hún liðaðist niður með norðanverðu Festisfjalli og áfram milli Lyngfells og Litlahálss. Utan í honum eru klöppuð fangamörk fyrrum vegfarenda í móbergið. Götuna áleiðis niður að Skála má sjá rétt ofan við nýja veginn, vestan og utan í Lyngfellinu. Jón sagði að yfirleitt hafi verið reynt að sneiða hjá bjallanum ofan við Skála vegna þess hve brattur hann var. Sem dæmi mætti nefna að þegar Jóhannes Reykdal sendi vörubíl fullhlaðinn timbri í íbúðarhúsið á Skála hafi gengið þokkalega að koma honum niður brekkuna, sem þá var skammt vestan við núverandi vegarstæði, en þegar aka átti bílnum upp aftur hafi ekkert gengið. Varð að sækja 13 menn og reipi til Grindavíkur með til að draga hann upp brekkuna svo hægt væri að koma honum til baka.
Gamli-Krýsuvíkurvegur: Skála-Mælifell fjær.
Gömlu götunni til Krýsuvíkur var hins vegar fylgt frá Litlahálsi yfir Litla-Borgarhraun og áleiðis í Drykkjarsteinsdal. Gatan sést vel í gegnum hraunið. Fjárborgin í Borgarhrauni er skammt sunnan við götuna. Þar á hæð var hlaðið lítið ferkantað mannvirki.
Staðnæmst var við Drykkjarsteininn. Símon Dalaskáld orti um hann vísu og þjóðsaga er tengd steininum (sjá Drykkjarsteinn – saga – undir Fróðleikur).
Drykkjarsteinn með þorstans þraut
þráfalt gleður rekka.
Sá hefur mörgum geiragaut
gefið vatn að drekka.
Sagnir hafa og verið um að steinninn hafi verið vígður af Guðmundi góða Hólabiskupi með þeim orðum að vatnið í steininum ætti að vera meinabót. Vatn var nú í báðum skálum hans, en sú sögn hefur fylgt steininum að vatnið í þeim ætti aldrei að þverra.
Gamli_Krýsvíkurvegurinn austan Skála-Mælifells.
Gengið var framhjá Stóra-Leirdal og Lyngbrekkum, inn á Hlínarveginn, sem Jón ásamt fjórum öðrum, þ.á.m. Indriða föðurbróðir hans, lögðu gegn kaupi fyrir Hlín Johnson í Herdísarvík árið 1932. Var lagður vagnfær vegur frá Skála ofan Slögu alla leið í Krýsuvík, aðallega fyrir fyrirhugaða heyflutninga þaðan til Grindavíkur. Hlínarvegurinn er beinn og mjög greinilegur á sléttum melnum. Fyrirhuguð efnistaka í Einihlíðum ofan við Lyngbrekkur vegna Suðurstrandarvegarins stefna þessum vegarkafla í hættu. Jón man að sérhver vegavinnumanna fékk kr. 100 greitt fyrir verkið úr hendi Hlínar. Vegurinn sést vel til hliðar við nýrri veg upp með Lyngbrekkum og síðan áfram áleiðis að Méltunnuklifi.
Gamli-Krýsuvíkurvegurinn um Méltunnuklif.
Þegar komið var að Méltunnuklifi mátti vel sjá hvernig vegavinnumenn höfðu kroppað drjúgt úr berginu og sprengt sér leið fram hjá stóru bjargi í klifinu ofan við bjargbrúnina, mesta farartálmanum. Eftir það var leiðin nokkuð greið í gegnum Grákvíguhraun og Leggjabrjótshraun, upp og yfir Núpshlíð þar sem gatan er höggvin í gegnum móbergskletta efst á hálsinum, áfram niður á Djúpavatnsveg og síðan var gamla veginum fylgt yfir Tófubruna að Latsfjalli. Á Núpshlíðarhálsi eru nokkrir eldgígar. Undir einum þeirra er gat og sést þar niður í myndarlega hvelfingu undir. Stiga þarf til að komast niður. Forvitnilegt væri að skoða rýmið þarna niðri við tækifæri. Hellirinn hefur fengið nafnið S. Þá vantar bara Á-ið, en Óið er norðvestan Grindavíkur.
Gamli-Krýsuvíkurvegur um Ögmundarhraun.
Af hálsinum var ágætt útsýni yfir Ögmundarhraun. Nýi vegurinn er eftir gamla sneiðingnum niður hlíðina að austanverðu. Ögmundarstígnum gamla var síðan fylgt yfir Ögmundarhraun. Jón sagði að þeir hefðu lagt veginn 1932, ofan í gömlu göngu- og hestagötuna í gegnum hraunið. Þá hafi klöppin verið djúpt mörkuð eftir hófa og fætur liðinna alda. Sums staðar hafi komin göt í bergið og holrúm verið undir. Það hafi verið fyllt upp og gatan breikkuð. Ef hreinsað væri upp úr götunni kæmi sú gamla eflaust aftur í ljós. Nú sæist hins vegar ekkert eftir af gömlu götunni nema stuttur spotti austast í hrauninu, þar sem hún liggur framhjá Ögmundardys.
Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.
Staðnæmst var við dysina austur undir Krýsuvíkur-Mælifelli.
Best varðveittu kaflarnir á leiðinni frá Grindavík áleiðis til Krýsuvíkur eru á Siglubergshálsi, vestan við Méltunnuklífið og í gegnum Ögmundarhraunið vestan við Krýsuvíkur-Mælifell. Á þessum stöðum hefur þó verið farið yfir elstu götuna með nýrri vegagerð, nema á tveimur stöðum, þ.e. austast í Ögmundarhrauni og vestan við Tófubruna. Annars staðar hefur verið lagðir enn nýrri vegir yfir gömlu götuna eða þeir skemmdir með jeppaakstri. Þeir kaflar, sem heillegastir eru, eru vel þess virði að gefa góðan gaum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.
Gamli Krýsuvíkurvegurinn austan Skála-Mælifells.