Í ofanverðu Víðistaðatúni er stuðlabergssteinn. Á honum er eftirfarandi áletrun: „Til minningar um Bjarna Erlendsson 1881-1972 og Margréti Magnúsdóttur 1889-1960 sem reistu býli að Víðistöðum árið 1918 og bjuggu þar til æviloka„.
Hver voru þessi Bjarni Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir og hverjir voru þessir Víðistaðir?
Í skýrslu Byggðasafns Hafnarfjarðar árið 2002 segir m.a. svo um „Víðistaði – skráningu fornleifa og menningarminja„. Um var að ræða lokagerð Karls Rúnars Þórssonar um sögu Víðistaða:
Víðistaðir;
Mynd: Skýringar: I er Sigurgeirstún, II stykki Kristjáns Auðunssonar, III garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar (land Finnboga J. Arndals skálds), IV stykki Guðjóns Þorsteinssonar í Kletti, V stykki Benedikts Sigmundssonar, VI ungmennafélagsreiturinn (seinna athafnasvæði K.F.U.M.), VII knattspyrnuvöllurinn gamli. (IV, V, VI og VII eru afmörkuð með punktalínum, því að þau stykki eru nú öll í eigu Bjarna Erlendssonar.
1 er þar, sem Bjarni í Víðistöðum byggði fyrsta gripahús sitt, 2 íbúðarhúsið (hjá því er lítið steinhús, sem Bjarni byggði 1923 sem hænsnahús, en breytti síðar, svo að þar hefur oft verið húið), 3 lifrarbræðslustöðin, 4 gripahús og hlaða Bjarna.
Vegurinn, sem skiptir Víðistöðum að endilöngu, var lagður 1898—99, vegurinn að lifrarbræðslustöðinni, um þvera landareign Bjarna, árið 1923. Uppi á hraunjaðrinum rétt ofan við lifrarbræðslustöðina, hefur Guðmundur Þ. Magnússon nýlega byggt sláturhús.
„Bjarni riddari Sívertsen hafði sel á Víðistaðatúni fyrrum. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi 1908 lentu Víðistaðir innan bæjarmarkanna. Um svæðið lá „kerruvegur“ út að Garðakirkju sem fram til 1914 var sóknarkirkja Hafnfirðinga. Svæðið geymir sögu ræktunartilrauna, þeirrar fyrstu frá árinu 1901 en þá tók Sigurgeir Gíslason verkstjóri til við að rækta tún í suðvesturhorni þess. Þá gerði Ungmennafélagið 17. júní tilraun árið 1907 til að rækta trjágróður í norðurhorni svæðisins, í krikanum upp við hraunbrúnina en allt kól frostaveturinn mikla 1918.
Víðistaðir – vatnsból.
Í svonefndu Sigurgeirstúni, sem var í suðvesturhorni svæðins var fyrrum vatnsból frá Langeyri og lá slóð þangað yfir hraunið. Þegar Finnbogi J. Arndal hóf að rækta kartöflur og gulrófur við austurhorn Víðistaða árið 1910, var þar enn brunnur fyrir Vesturbæinga.
Frumbernsku knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði má rekja til svæðisins en félögin Geyfir og Kári útbjuggu sér knattspyrnuvöll en félögin hættu starfsemi 1915. Frá 1919-1920 stunduðu knattspyrnufélögin Framsókn og 17. júní ennfremur æfingar á svæðinu. Upp úr 1936 eignaðist Fríkirkjan spildu sem hún nefndi Unaðsdal og þar voru haldnar skemmtanir til fjáröflunar, í dag eru á sumrin starfræktir skólagarðar á því svæði.
Víðistaðir – Minningarsteinn.
Svæðið geymir sögu grunnatvinnuvegarins, sjávarútvegsins, en stórfyrirtækið Brookless bræðra og síðan Helluers bræðra störfuðu í Hafnarfirði á tímabilinu 1910-1029, en þó ekki samfleitt. Létu þeir leggja fiskreiti vestan við gamla Garðaveginn. Á árunum 1923-28 starfaði svo lifrabræðsla fyrirtækisins Isac Spencer og Co á svæðinu og síðar, um 1950 var þar starfrækt sláturhús ekki langt frá Víðistaðakirkju.
Fyrstu eiginlegu landnemarnir á Víðistöðum voru hjónin Bjarni Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir. Árið 1915 fékk Bjarni fyrst útmælt land á svæðinu og íbúðarhúsið var byggt árið 1918 og var efni í það fengið úr strönduðu skipi, að nafni „Standard“ sem strandað hafði við Svendborg.
Bjarni var einskonar frístundarbóndi. Fyrstu kúna keypti hann árið 1920, hún var í litlum kofa sem byggður var austan við veginn ekki langt frá bugðunni þegar komið er niður á Víðistaðina. Árið 1924 byggði Bjarni gripahús fyrir fjórar kýr og tvo hesta, ásamt hlöðu.
Stefán Júlíusson skrifaði um „Víðistaðina – vinin í úfna hrauninu“ í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar 1959:
Stefán Júlíusson.
„Margar ferðir átti ég um Víðistaði, þegar ég var drengur. Oft lágu sporin utan úr hrauninu, þar sem ég ólst upp, og inn í bæinn, og síðan heim aftur. Erindin voru margvísleg, í skóla, til vinnu, skemmtana eða aðfanga, stundum oft á dag. Þá var engin Herjólfsgata komin með sjónum, gamli vegurinn út í Garðahverfið var því oftast farinn.
Ekki man ég svo langt aftur, að Víðistaðirnir væru mér ekki ráðgáta. Beinn og jafn vegurinn yfir hraunlausa svæðið stakk svo mjög í stúf við brekkurnar, bugður og sneiðinga, báðum megin við, að barnshugurinn hlaut að undrast. Og slétt og gróin túnin mitt í úfnu hrauni á alla vegu, þar sem á skiptust klettar og gjár, klungur og gjótur, harðbalar og djúpar lautir, urðu mér stöðugt umhugsunarefni. Hvernig gat staðið á þessari vin í hrikalegu hrauninu? Með hvaða hætti hafði þessari litlu spildu verið hlíft við yfirgangi hraunsins? Það var sízt að undra, þótt fávís og forvitinn drengsnáði, sem leið átti þarna um dags daglega, velti þessu fyrir sér. Ekki vissi ég þá, að hér hafði átt sér stað furðulegt fyrirbæri í jarðmyndunarsögunni, þótt jafnan byggi það mér í grun, að merkileg undur hefðu hér gerzt. Enginn, sem ég þekkti í bernsku, kunni skil á því, hvernig þessum bletti hefði verið þyrmt, þegar hraunið rann. Hins vegar heyrði ég snemma þjóðsögu um Víðistaðina, fagra og dýrlega helgisögu, en þannig skýrir alþýðan löngum þau undur, sem hún ekki skilur.
Svo bar til, þegar hraunið rann, að smalinn frá Görðum var með hjörð sína á þeim slóðum, þar sem nú heita Víðistaðir. Hann gætti sín ekki í tæka tíð, og fyrr en varði sá hann rauðglóandi hraunbreiðuna koma veltandi fram um vellina. Eimyrjan hafði þegar lokað leiðinni heim til Garða, og hún nálgaðist jafnt og þétt á þrjá vegu, en rjúkandi sjór fyrir neðan. Smalinn sá, að sér og hjörð sinni yrði hér bani búinn, ef svo færi fram sem horfði. Í sárri angist og kvíða kastaði hann sér á kné, fórnaði höndum til himins og ákallaði drottin. Hann bað hann af barnslegu trúnaðartrausti að frelsa sig og hjörð sína frá þessum óttalega dauðdaga. Síðan byrgði hann andlitið í höndum sér og beið átekta. Og kraftaverkið gerðist. Þegar hann leit upp, sá hann, að hraunstraumurinn hafði klofnað, kvíslarnar runnu fram til beggja handa, og síðan lokaðist eimyrjan hringinn í kring um hann og fjárhópinn, en þó svo fjarri, að öllu var borgið.
Guð hafði bænheyrt hann. — Þannig urðu Víðistaðirnir til.
Ég trúði því í bernsku, að þessi helgisaga væri sönn. Eitthvert kraftaverk hlaut að hafa gerzt, þegar þessi einkennilega vin varð til. En með árunum kom þekkingin og kippti fótum undan helgisögninni: Hafnarfjarðarhraun rann löngu áður en land byggðist. Svo vill fara um barnatrúna, hún veðrast með árunum. Og samt er hin raunsanna saga um myndun Víðistaðanna stórfurðuleg. Enginn vafi er á því, að mér hefði þótt saga vísindanna næsta ótrúleg, hefði ég þekkt hana í bernsku, þegar ég braut hvað ákafast heilann um þetta efni.
Sagan er í sem allra stytztu máli á þessa lund: Endur fyrir löngu, um þúsund árum fyrir Íslandsbyggð, var Hafnarfjörður miklu lengri en hann er nú. Hann hann þá hafa náð allt upp undir Vífilsstaðahlíð, en Setbergshlíð, Öldur og Hamar verið strönd hans að sunnan. Mikil á mun hafa fallið í þennan Hafnarfjörð hinn meiri, og mætti kalla hana Kaldá hina meiri eða fornu. Átti hún upptök sín á Reykjanesfjallgarði, sem þá hefur vafalaust verið töluvert öðruvísi útlits. Leirur hafa verið í fjarðarbotni og grynningar allmiklar, eins og títt er, þegar stórar ár bera jarðveg í sjó fram. Hólmar hafa verið í árósum og fjarðarbotni, og sumir allháir. En þá gerðist undrið. Eldgos mikilverða í hnjúkunum austan við Helgafell, hraunleðja streymir úr gígunum dag eltir dag, rennur með jafnaþunga til sjávar og finnur sér fljótlega lægstu leiðina: farveg Kaldár hinnar fornu. Rauðglóandi hraunstorkan þurrkar upp ána, máir hana beinlínis út af yfirborði jarðar, og síðan hefur hún orðið að fara huldu höfði, nema örlítill angi hennar við Kaldársel. En hraunbreiðan gerði meiri hervirki: hún fyllti upp fjarðarbotninn, svo Hafnarfjörður varð aðeins svipur hjá sjón á eftir. Þykk og mikil hefur hraunleðjan verið, að slík undur skyldu gerast.
Víðistaðir vinstra megin.
Og nú er komið að sögu Víðistaða. Þar var eyja áður, og á henni hóll ekki ómyndarlegur. Þegar eimyrjan lagði undir sig leirur, hólma og sker, og fyllti fjarðarbotninn úfinni steinstorku, veitti hóllinn á hólmanum viðnám, svo að kúfurinn stóð upp úr. Seinna fauk jarðvegur að hraunbrúninni, en kollurinn lækkaði. — Þannig varð hraunlausa vinin til.
Víðistaðir 1954.
Víðistaðirnir hafa frá öndverðu verið hluti af landnámsjörðinni, en nú er fullvíst talið, að Ásbjörn Össurarson landnámsmaður, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, hafi búið í Görðum. Þjóðsagan, sem hér var skráð að framan, bendir til þess, að þar hafi fé verið beitt frá Görðum. Þegar bújörðin Akurgerði var stofnuð sem hjáleiga úr Garðalandi, má vafalítið telja, að ábúandinn þar hafi fengið Víðistaðina sem hagablett. Löngu seinna, eða árið 1677, keyptu danskir kaupmenn Akurgerði, og er þá svo að sjá sem Víðistaðir hafi ekki fylgt. Þó hefur einhver vafi verið um þetta og Akurgerðismenn vafalaust beitt í Víðistöðum eins og þeim sýndist. Garðaklerkar og Akurgerðiskaupmenn deildu um landamerki Akurgerðislóðar, og þegar loks var sætzt á málið og mörkin gerð greinileg, árið 1880, lentu Víðistaðir utan við Akurgerðisland, en þó er svo að sjá af samningnum, að viðskiptavinir kaupmanna hafi mátt beita í Víðistöðum í lestaferðum átölu- og leigulaust. Þegar landamerki eru gerð um leið og Hafnarfjarðarkaupstaður er stofnaður árið 1908, lenda Víðistaðirnir innan bæjarmarkanna, og líður nú ekki á löngu áður en byggt er í Víðistöðum.
Kartöflugeymsla og skjólgarður, byggt af Gísla M. Kristjánssyni, líklega í kringum 1930.
Svo langt aftur sem heimildir greina, er örnefnið Víðistaðir kunnugt, og er það vafalaust fornt. Þar hefur víðir vaxið, og af því dregur hraunlausa svæðið nafn.
Ræktunarsaga Víðistaða hefst upp úr aldamótum. Árið 1901 fékk Sigurgeir Gíslason verkstjóri lóð í suðvesturhorni svæðisins og tók að rækta þar tún. Fékk hann landið hjá sr. Jens Pálssyni í Görðum. Seinna fékk hann hjá bæjarstjórn viðbótarstykki meðfram veginum, og varð stykkið allt tæpar 4 dagsláttur. Þetta tún átti Sigurgeir til ársins 1944, en þá keypti Björn Jóhannesson fyrrverandi bæjarfulltrúi það, og á hann það enn. Í Sigurgeirstúni var fyrrum vatnsból frá Langeyri, og lá slóð yfir hraunið fyrir vatnsburðarfólkið.
Víðistaðir 1959.
Norðan við Sigurgeirstúnið er lítill blettur, um fjórðungur úr dagsláttu, í norðvesturhorninu neðan vegar. Þennan blett ræktaði Kristján Auðunsson, faðir Gísla Kristjánssonar bæjarfulltrúa og þeirra systkina, og hefur hann aldrei gengið úr ættinni. Eignaðist Gísli blettinn eftir föður sinn, síðan systursonur hans, Valdimar Jóhannesson, og nú eiga hann foreldrar Valdimars, Guðrún Kristjánsdóttir og Jóhannes Narfason.
Kristján Auðunsson fékk þökurnar af þjóðkirkjulóðinni til að þekja með blett sinn í upphafi, en þá var þar melur, og hefur það að líkindum verið vorið 1914. Ekki eru önnur stykki vestan eða neðan vegar en þessi tvö.
Víðistaðir og Garðavegurinn.
Í austurhorni Víðistaða er nú garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar. Þetta svæði fékk Finnbogi J. Arndal útmælt árið 1910. Er það sex dagsláttur að stærð. Finnbogi ræktaði þar kartöflur og gulrófur. Þar var þá brunnur fyrir Vesturbæinga. Hann seldi það þrem árum síðar Gísla Kristjánssyni, sem áður er nefndur, en hann aftur Jóni Einarssyni og Gísla Sigurgeirssyni, en árið 1935 seldu þeir það Guðmundi Þ. Magnússyni kaupmanni. Eftir hann eignaðist Fríkirkjan landið, og var það nefnt „Unaðsdali“. Hugðust forráðamenn kirkjunnar hafa staðinn til fjáröflunar fyrir kirkjuna, m. a. með skemmtanahaldi, en ekki mun það hafa lánazt. Kirkjan átti landið stuttan tíma, en þá keypti Kristján Símonarson það, og ræktar hann nú í Unaðsdal margar tegundir nytjajurta.
Víðistaðir – Atvinnuhús á tveimur hæðum með gluggum á neðri hæð og bíslögum til beggja hliða. Tvöfaldar dyr eru á öðru bíslaginu og standa þær opnar. Stokkur gengur frá húsinu. Mikið magn af tunnum er í stæðum og röðum framan og ofan við húsið. Lifrarbræðslustöð Isaac Spencer & Co. í Víðistöðum.
Austan við veginn, þegar kornið er niður brekkuna úr bænum, var stykki, sem Guðjón Þorsteinsson, kenndur við Klett, mun hafa fengið útmælt um svipað leyti og Finnbogi J. Arndal fékk sitt land. Þarna var votlent mjög og mógrafir og erfitt til ræktunar. Hafði faðir Guðjóns tekið þar mó. Var stykkið tæpur hektari á stærð.
Austan við þetta stykki, meðfram garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar og upp að hraunbrúninni, fékk Benedikt Sigmundsson verzlunarmaður útmælda lóð um líkt leyti og þeir Guðjón og Finnbogi. Var þetta stykki um dagslátta að stærð.
Eftir að Helgi Valtýsson gerðist kennari við Flensborgarskólann árið 1907, beitti hann sér fyrir stofnun ungmennafélags hér í bænum, og hlaut það nafnið 17. júní. Eitt af verkefnum þessa félags var að koma upp vísi að trjárækt og gróðurreit í Víðistöðum. Reiturinn var í norðurhorni svæðisins, í krikanum alveg upp við hraunbrúnina. Þetta félag lifði ekki mörg ár, og gróðurreiturinn gekk fljótt úr sér. Síðustu leifar trjásprotanna, sem þar voru settir niður, kól alveg til dauða frostaveturinn 1918. Fór þannig um fyrstu tilraun til skóggræðslu í Hafnarfirði. Þetta litla svæði mun drengjaflokkur í K. F. U. M. hafa erft eftir ungmennafélagið. Stýrði sr. Friðrik Friðriksson þessum flokki. Bjuggust þeir litklæðum að fornum sið, þegar þeir voru á athafnasvæði sínu. Strýtulagaður klettur var ræðustóll, sandgryfja matskáli, og var starfsemi þeirra frískleg meðan hún entist. K.F.U.M. mun hafa ráðið yfir þessum bletti til 1924.
Víðistaðir – lifrarbræðslan.
Skammt frá trjáreit ungmennafélagsins, á stórgrýttum mel til suðurs, ruddu knattspyrnumenn fyrsta knattspyrnuvöll, sem gerður var í Hafnarfirði. Mun það hafa verið eftir stofnun knattspyrnufélaganna Geysis og Kára, en þau störfuðu á stríðsárunum fyrri. Síðan tóku við félögin Framsókn og 17. júní, sem stofnuð voru sumarið 1919, og munu þau einnig hafa æft í Víðistöðum í fyrstu.
Hér að framan hefur í örstuttu máli verið rakið, hverjir fyrst fengu útmældar lóðir og lendur í Víðistöðum og hófu þar ræktun og starf.“
Nú koma til sögunnar hinir eiginlegu landnemar í Víðistöðum, sem þar reistu sér hús og þar hafa búið í fjörutíu ár, en það eru þau hjónin Margrét Magnúsdóttir og Bjarni Erlendsson.
Bjarni Erlendsson er Árnesingur að ætt, fæddur að Vogsósum í Selvogi 30. marz 1881, en uppalinn í Króki í Hjallahverfi í Ölfusi. Hann er því kominn last að áttræðu, en aldurinn ber hann ágæta vel. Margrét kona hans er Hafnfirðingur, fædd hér í bæ 22. maí árið 1889, og stendur hún því á sjötugu.
Bjarni lauk skósmíðanámi í Reykjavík, en aldrei hefur hann stundað þá iðn. Hann fór utan árið 1902 og dvaldist í Bretlandi um tíu ára skeið, mest í Aberdeen í Skotlandi. Vann hann þar aðallega við fiskverkun og önnur lík störf. Árið 1912 kom Bjarni heim til Íslands og settist að í Hafnarfriði. Réðst hann til fyrirtækisins Brookless Bros, sem þá hafði fyrir skömmu hafið litgerðarstarfsemi hér í bænum. Vann hann hjá fyrirtækinu, meðan það starfaði hér.
Víðistaðir – hér stóð bærinn fremst á myndinni.
Bjarni hóf starf í Víðistöðum árið 1915, en það ár fékk hann útmælt hjá bæjarsjóði allt það land þar, sem ekki hafði áður verið tekið. Afmarkaðist það af veginum að vestan, hrauninu að norðan, stykki Guðjóns Þorsteinssonar og Benedikts Sigmundssonar að sunnan, en að austan af hraunbrún, knattspyrnuvelli og athafnasvæði K.F.U.M., eða gamla ungmennafélagsreitnum. Árið 1917 keypti Bjarni stykki Guðjóns og Benedikts, og árið 1924 fékk hann bæði knattspyrnuvöllinn og K.F.U.M.-svæðið. Þá fékk hann einnig viðbótarlandsvæði uppi á hraunjaðrinum að austan.
Jarðlag í Víðistöðum var þannig áður en ræktun hófst þar, að syðst var mýrkenndur jarðvegur og votlent, og er svo raunar enn. Var þar mótekja áður eins og sagt er hér að framan. Þurramóar voru þar, sem nú er garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar. En að norðanverðu var harður melur eða ísaldarhraun, ekki ósvipað holtunum sunnan við bæinn, og var allstórgrýtt á köflum.
Á svæðinu, sem Bjarni fékk útmælt, var hvergi stingandi strá nema í hraunjaðrinum, en stórgrýti víða og djúpar sandgryfjur, því að ofaníburður hafði verið tekinn í Víðistöðum um skeið. Þurfti því bæði áræði og ötulleik til að ráðast í ræktunarframkvæmdir þarna, en Bjarna skorti hvorugt. Hófst hann handa á því að rækta kartöflur, þar sem tiltækilegast var, en réðst jafnframt miskunnarlaust á stórgrýtið og sandgryfjurnar.
Víðistaðir – gamli Garðavegurinn.
Ekki leið á löngu áður en Bjarni tók að hugleiða um byggingu í Víðistöðum. Og þrem árum eftir að hann fékk landið, eða haustið 1918, hóf hann byggingu hússins, sem enn stendur og er eina íbúðarhúsið, sem byggt hefur verið í Víðistöðum. Bjarni byrjaði að hlaða grunninn 18. október, en einmitt þann sama dag tók Katla að gjósa. Grjótið í grunninn var tekið upp úr landinu í kring.
Efni í húsgrindina keypti Bjarni úr skipi, sem strandað hafði við Svendborg nokkru áður. Hét það Standard og var mikið skip. Ekki gekk smíði hússins slyndrulaust, því að einmitt um þetta leyti geisaði spanska veikin svonefnda, og veiktust smiðirnir hver af öðrum. Lengst entist Guðjón Jónsson, núverandi kaupmaður, en loks var hann tekinn í að smíða líkkistur, því að mikið var um dauðsföllin, en fáir smiðir vinnufærir. Gekk á þessu fram undir jól.
En um vorið var smíði hússins þó að mestu lokið, og var flutt í það 14. maí 1919. Fyrst fluttu þangað hjónin Þorgrímur Jónsson og Guðrún Guðbrandsdóttir, en Þorgrímur vann manna mest með Bjarna að landnáminu fyrstu árin. Nokkru seinna fluttu þau hjónin, Margrét og Bjarni, í hús sitt, en þau giftust 7. júní 1919.
Bjarni í Víðistöðum fékk fljótt að kenna á miklum erfiðleikum í hinu nýja landnánri sínu. Mestur Þrándur í Götu var honum áburðarleysið. Hann sá brátt, að ófrjó jörð sín greri seint og illa, ef hann yrði sér ekki úti um lífrænan áburð.
Víðistaðir – gamall garður.
Á fyrstu árum sínum í Víðistöðum tók hann því að sér sorphreinsun í bænum, og fyllti gryfjur og lautir með ösku og úrgangi, en notaði áburðinn við ræktunina, er hann tók að plægja melinn og sá í flögin.
Árið 1923 hefst nýr þáttur í sögu Víðistaðanna. Þá gerði Bjarni samning yið skozkt fyrirtæki, Isaac Spencer og Co, um byggingu lifrarbræðslustöðvar þar á staðnum. Tvennt bar til þess, að Bjarni stofnaði til þessarar starfrækslu. Annað var það, að árið 1921 varð fyrirtækið Brookless Bros gjaldþrota, en þar hafði Bjarni unnið frá heimkomu sinni. Hitt var áburðarvonin. Lóðarleigan var því sama sem engin, eða aðeins 1 sterlingspund til málamynda, en Bjarni skyldi hafa atvinnu hjá fyrirtækinu og allan afgangsgrút fékk hann ókeypis til áburðar.
Stórt stöðvarhús var byggt í hraunjaðrinum að norðaustan og síðan grútarpressuhús. Bjarni veitti byggingunni forstöðu, og jafnframt var hann verkstjóri, en forstöðumaðurinn var skozkur, William Kesson að nafni, og kom hann hingað á sumrin og dvaldist í Víðistöðum ásamt konu sinni. Meðan verið var að koma fyrirtækinu á laggirnar unnu 10—20 menn við það, en 5 menn að jafnaði síðan, eftir að tekið var að bræða. Lengst munu þeir hafa unnið þar, Þorgrímur Jónsson, sem áður er nefndur, Einar Napoleon Þórðarson, Kristinn Brandsson og Helgi Hildibrandsson.
Víðistaðir – lifrarbræðslan. Víðistaðir fjær h.m. Gripahús og hlaða Bjarna v.m.
Lifrarbræðslustöðin í Víðistöðum var starfrækt í 5 ár, á árunum 1923—28, en þá var tekið að bræða lifrina um borð í togurunum, og leið þá fyrirtækið undir lok. Stóðu þá húsin eftir auð og ónotuð, og komu þau í hlut Bjarna, því ekki þótti skozka fyrirtækinu borga sig að kosta til að rífa þau. Standa þau enn.
Um það leyti sem lilrarbræðslustöðin hætti störfum mátti svo heita, að Bjarni hefði komið allri landareign sinni í nokkra rækt. En langur vegur var frá því, að þetta væri nein bújörð, enda er allt svæði Bjarna aðeins 5 ha, ef með eru taldir balarnir austur og vestur á hraunbrúninni, en Víðistaðirnir allir innan hrauns eru um 6 ha. Búskapur Bjarna í Víðistöðum hefur því alla tíð verið frístundaiðja og aukastarf og löngum ekki svarað kostnaði.
Fyrstu árin hafði Bjarni enga kú, en hesta eignaðist hann fljótt, því að hann stundaði um skeið akstur á hestvögnum. Bíl hafði hann ekið áður en bílaöldin gekk í garð, og mun hann vera með fyrstu mönnum í Hafnarfirði, sem þá list kunni.
Vörubifreið, Ford-TT árgerð 1917 sem Bjarni Erlendsson (1881-1970) bóndi og athafnamaður á Víðistöðum við Hafnarfjörð átti lengst. Hann var nr. HF-27, síðar G-247. Bjarni notaði hann við lýsisbræðslu sína en síðast nánast sem dráttarvél við garðyrkju. Bílinn í daglegu tali oft nefndur Víðstaðagráni.
Bjarni keypti fyrstu kúna árið 1920, og var hún til húsa í litlum kofa, sem hann hafði byggt austan við veginn, ekki langt frá bugðunni, Jægar komið er niður í Víðistaðina. Mun það vera fyrsta húsið, sem byggt var í Víðistöðum. En árið 1924 byggði Bjarni gripahús fyrir 4 kýr og 2 hesta, ásamt hlöðu, í hraunbrúninni spölkorn sunnan við lifrarbræðslustöðina. Aldrei hefur Bjarni haft fleiri en 4 kýr, en stundum færri. Nú hefur hann 3 kýr. Fé hefur hann aldrei haft. Jafnan þurfti hann að kaupa hey að, enda varð að beita kúnum á túnið, því að um aðra beit var naumast að ræða.
Víðistaðir 1979.
Á kreppuárunum, aðallega árin 1932—36, leigði Bjarni dálitla spildu af túni sínu undir útiskemmtanir. Voru stundum 3 skemmtanir á sumri, og var þá mikið um að vera í Víðistöðum. Þetta var gert í Jjví skyni að afla fjár á erfiðum tímum, því enn þurfti landið sitt. En þetta varð þó lítt til fjár, leigan lág og skemmdir miklar á túni og girðingum. Því hætti Bjarni að leigja tún sitt til þessara hluta.
Enginn vafi er á því, að þau hjónin í Víðistöðum hefðu að ýmsu leyti átt áhyggjuminni daga og næðissamara líf, ef þau hefðu ekki hafið ræktunarstarf sitt þar. Þetta ævistarf þeirra hefur tekið frístundir þeirra allar, umhugsun mikla og oft valdið þeim áhyggjum. Bjarni er manna bezt verki farinn, hugmyndaríkur og greindur vel. Hann hefur jafnan haft mikinn áhuga á að brjóta nýjungar til mergjar og oft fitjað upp á þeim sjálfur. Hann var eftirsóttur við störf, enda þaulvanur að veita framkvæmdum forstöðu. Hann hefði því vafalaust getað fengið gott, fast starf. En vegna Víðistaðanna batt hann sig aldrei til lengdar, því að þar var jörð, sent hann hafði sjálfur grætt, hugsjón orðin að veruleika, en verkefninu þó aldrei til fullnustu Iokið. Þetta land var orðinn hluti af honum sjálfum, og hann gat ekki annað en helgað því krafta sína.
Víðistaðatún – loftmynd.
Árið 1933 hóf Bjarni að gera veðurathuganir í Víðistöðum. Gerði hann þetta af áhuga fyrir athugunum sjálfum, en Veðurstofan lagði til tæki. Þessu hefur hann haldið áfram síðan fyrir litla sem enga þóknun, en mörg stundin hefur í þetta farið þessi 27 ár. Er þetta eina veðurathugunarstöðin, sem verið hefur í Hafnarfirði.
Þótt landgræðslan í Víðistöðum hafi aukið landnemunum erfiði, og vafalaust komið í veg fyrir að Bjarni festi sig í ábatasamara starfi, hafa umsvifin í Víðistöðum orðið Þeim hjónum uppspretta ánægju og lífsnautnar. Svo er jafnan, þegar unnið er að hugsjónastarfi. Því eru þau hress í anda og heilsugóð, þótt ellin knýi nú fast á hurðir.
Ég hef hér í fáum dráttum sagt ágrip af sögu Víðistaðanna, hraunlausu vinjarinnar í úfna hrauninu, sem var mér löngum undrunarefni í bernsku. Margt fleira mætti segja, en ég læt hér staðar numið. Sé í einhverju hallað réttu máli, óska ég leiðréttinga.
Víðistaðirnir eru furðusmíð náttúrunnar, en mannshöndin hefur unnið þar mikið starf. Enn geng ég þangað stundum og nýt áhrifanna af hinu sérstæða náttúrufyrirbrigði og elju mannsins.“
Í Morgunblaðinu 14. desember 1972 birtist minningargrein um Bjarna Erlendsson:
Vogsósar í Selvogi.
„Bjarni Erlendsson frá Víðistöðum. Bjarni fæddist 30. marz 1881.
Foreldrar hans voru Erlendur Bjarnason bóndi í Vogsósum Selvogi og kona hans, Sigríður Hansdóttir. Átta ára missti Bjarni móður sína, brá þá faðir hans búi og fluttist að Króki í Ölfusi, þrem árum síðar fór hann til Guðrúnar Magnúsdóttur, Hrauni í Ölfusi og þaðan fór hann eftir fimm ára dvöl til Reykjavíkur.
Í Reykjavík hóf Bjarni nám í skósmíði en áður en námstíma lauk fékk hann sig lausan frá námi og fór til Skotlands, þar dvaldi hann í hálft ár, kom síðan aftur til Reykjavíkur og lauk áður byrjuðu námi. Síðan fór hann á ný til Skotlands en nú var dvölin þar lengri en áður því í sjö ár samfleytt dvaldi hann þar, fyrst sem sjómaður, en síðar í 6 ár umsjónarmaður við fiskverkun hjá samvinnufélagi í Aberdeen. Um skeið starfaði hann við veðurathuganir undir handleiðslu þekkts vísindamanns á því sviði, dr. Charles Williams.
Söfnunarsaga þessa elsta varðveitta bíl landsins er í raun fróðleg. Árið 1970 voru afar fáir ef nokkrir bílar til í íslensku safni. Bjarni Erlendsson átti bílinn til 1970. Þór Magnússon hafði forgöngu að safna tækniminjum og er T-Fordinn þessi fyrsta verkefnið sem fylgt var eftir af hálfu Þjóðminjasafns Íslands.
Atvikin höguðu því svo að Bjarni kom aftur til Íslands og gerðist verkstjóri hjá brezku útgerðarfyrirtæki, Bookles Brothers, sem þá rak mikla útgerð og fiskverkunarstöð í Hafnarfirði. Við þau störf var hann um árabil en stundaði líka smíðar og eru þau mörg húsin í Hafnarfirði, sem Bjarni teiknaði og stóð fyrir smíðum á, á þeim árum.
Brautryðjandi var Bjarni á sviði lifrarbræðslu og kom upp í Hafnarfirði í samvinnu við fleiri, einni fullkomnustu lifrarbræðslu, sem þá var til í landinu. Af þessu leiddi, að Bjarni var fenginn til þess að gera teikningar af fyrirhuguðum lifrarbræðsLum í Keflavík og Sandgerði, en kom við atvinnusögu fleiri byggðarlaga, því hann var verkstjóri við hafnargerðir á nokkrum útgerðarstöðum.
Lengi mun Bjarna verða minnzt fyrir ræktun og búskap í landi því, er hann fékk til afnota árið 1914, en það eru Víðistaðir fyrir vestan Hafnarfjörð, sem nú eru komnir inn í byggð bæjarins.
Ford-T, árgerð 1917, hjá Víðistöðum við Hafnarfjörð, líklega um 1970. Bjarni Erlendsson eigandi bílsins og Otto Christensen.
Árið 1919 kvæntist Bjarni Margréti Magnúsdóttur, sem hann missti eftir 41 árs sambúð, en hún andaðist árið 1960. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll komust á legg og giftust. Það eru dæturnar Kristbjörg, gift Guðmundi Sveinssyni, og Sigríður Kristin, gift Garðari Guðmundssyni, en eini sonurinn, Guðjón, lézt 13. október 1965, en hann var kvæntur Ólöfu Erlendsdóttur.
Þótt Bjarni væri hlédrægur maður, fór ekki hjá því að hæfileikar hans yrðu þess valdandi, að honum væri falin trúnaðarstörf í þeim félögum, sem hann starfaði í, en þau voru mörg, þar sem hann var félagslyndur í meira lagi. Ekki verður sá þáttur í ævi hans rakinn hér, að öðru leyti en að minnast starfa hans í Verkamannafélaginu Hlíf.
Víðistaðir og Hafnarfjörður 1960.
Á hinum erfiðu árum fyrir síðari heimsstyrjöldina og á fyrstu árum styrjaldarinnar voru umbrotatímar í sögu verkalýðshreyfingarinnar eins og reyndar í þjóðfélaginu öllu. Bjarni tók virkan þátt í þeim átökum og hlaut fyrir trúnað hafnfirzkra verkamanna og árið 1943 var hann kjörinn í stjórn Hlífar og átti þar sæti síðan í 11 ár og 1946 til 1948 sat hann í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Mér er það minnisstætt hversu mikill stuðningur það var í öllum störfum að njóta reynslu og þekkingar þessa manns, sem hlotið hafði jafnalhliða þekkingu og var laus við að sjá málefni aðeins frá einni hlið.
Eigi er hægt svo sem vert væri, að gera skil í stuttri minningargrein hinni merku og löngu ævi Bjarna Erlendssonar og verður því hér staðar numið með einlægri ósk um að honum verði að veruleika sú bjargfasta skoðun er hann lét oft í ljós, að þegar þessari jarðvist lyki, tækju við aðrir fegurri og betri heimar.“ – Hermann Guðmundson.
Heimildir m.a.:
-Víðistaðir – skráning fornleifa og menningarminja – lokagerð, Karl Rúnar Þórsson, Byggðasafn Hafnarfjarðar 28. nóvember 2002.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 19.12.1959, Víðistaðirnir – Stefán Júlíusson, vinin í úfna hrauninu, bls. 6-8.
-Morgunblaðið 14. desember 1972, Bjarni Erlendsson – minningargrein, bls. 23.
Víðistaðir (í miðið) og vestanverður Hafnarfjörður 1959. Mikið af trönum eru við og ofan við Víðistaði.
Hafnfirðingur – Gísli Sigurðsson
Eftirfarandi frásögn Gísla Sigurðssonar lögreglumanns og síðar forstöðumanns Byggðasafns Hafnarfjarðar birtist í jólablaði Alþýðublaða Hafnarfjarðar 1959 undir fyrirsögninni „Hafnfirðingur„. Gísli fæddist 1903 í Hrunamannahreppi. Árið 1910 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar. Gísli skráði fjölmargar örnefnalýsingar á vestanverðum Reykjanesskaganum. Hér segir hann frá því hvernig er að verða Hafnfirðingur. Margir aðrir geti samsvarað honum um slíkan áunnin titil í gegnum tíðina:
Gísli Sigurðsson, eftir að hafa hlotnast fálkaorðan.
„Ég gekk með pabba út á móana fyrir vestan lækinn. Þar kvaddi hann mig. Hann var að fara í verið til Grindavíkur. Það hafði hann gert frá því fyrst ég mundi eftir mér. Frá því ég fór að ganga hafði ég fylgt honum stuttan spöl, fyrst ásamt mömmu, en nú í tvö ár einn þar sem mamma var vistuð á öðrum bæjum.
Sólheimar í Hrunamannahreppi.
Ég bar ekki allt of mikið skyn á hvað það var „að fara í verið,“ en pabbi skildi það, enda var hann heitur til augnanna, þegar hann kvaddi mig. Ég staldraði við og horfði á eftir honum, þar sem hann gekk léttum skrefum troðninginn vestur með fjallinu.
Hrepphólar.
Ég man hann hafði brugðið sokkunum utan yfir buxnaskálmarnar. Hann var á skóm með ristar- og hælþvengjum. Mamma hafði gert skóna. Þeir fóru vel á fæti. Hann hafði bundið poka á bakið og í honum voru allar eigur hans, sokkaplögg, nærföt til skiptanna og vinnuföt, og svo var hann með nestisbita, sem duga skyldi ferðina á enda. Er ég hafði horft eftir honum um stund sneri ég heim aftur til stóra, góða leiksystkinahópsins, en börnin tíu á Sólheimum í Ytri-Hrepp voru öll þremenningar við mig. Ég minnist þess, að oft eftir þetta var á heimilinu farið að tala um Hafnarfjörð og að farið var að kalla mig Hafnfirðing.
Hafnarfjörður á fyrri hluta 20. aldar.
Rétt eftir sumarmál kom mamma. Hún var að kveðja frændfólkið, því þau pabba og mamma höfðu þá ákveðið að flytjast úr vinnu- og lausamennsku í Hreppnum til Hafnarfjarðar í þurrabúð.
Mamma ætlaði sér að vera komin suður, þegar pabbi kæmi úr verinu. Ég og Margrét vinnukona fylgdum mömmu vestur á fjallið, Galtafellsfjall. Þegar við sáum niður á bæinn Galtafell stönzuðum við. Þarna kvaddi ég mömmu og sneri til baka með Margréti.
Hún mamma sagði frá því síðar, að ekki ætlaði henni að ganga vel að fá ferð úr Hreppnum, þá loksins það var ákveðið. Margir bændanna fóru þá í svokallaðar lokaferðir til Reykjavíkur. Hún hafði hugsað sér að komast með einhverjum þeirra. En þótt farangur hennar væri aðeins poki með sængurfötum og annar með rokknum, Helgi bróðir á fimmta ári og hún sjálf, þá var næsta óvíða rúm fyrir þetta. Fyrst reyndi hún að koma flutningnum fyrir hjá þeim bændum, sem ætluðu suður með tvo vagna, en þar varð engu á bætt.
Eftir mikla fyrirhöfn kom hún svo pokunum og Helga á vagn hjá bónda, sem aðeins fór með einn vagn. Sjálf varð hún að ganga, en það var nú ekki frágangssök. Mamma mundi þessum bónda alla tíð síðan þennan greiða, enda sagði hún oft: „Hann var fátækur eins og ég, því gat hann gert mér þennan greiða borgunarlaust.“
Mömmu munaði ekki um að ganga frá Reykjavík til Hafnarfjarðar 10 km, þó að hún þyrfti að bera Helga mestan hluta leiðarinnar, þar sem hún hafði nýlokið 100 km göngu austan úr Hreppum til Reykjavíkur. Pokana skildi hún eftir. Pabbi gat nálgast þá, þegar hann væri kominn.
Lækjargata 6.
Mamma lagði leið sína strax suður í Hafnarfjörð og kom heim til Vigfúsar klénsmiðs bróður síns og konu hans Steinunnar. Þar vissi hún að tekið yrði móti henni opnum örmum, enda var það svo. Seint á lokadagskvöldið kom pabbi, og fengu þau að vera fyrstu næturnar hjá Vigfúsi og Steinunni. Strax næsta dag fóru þau pabbi og mamma að leita fyrir sér um íbúð. Gekk það greiðlega. Í húsinu nr. 6 við Lækjargötu var eitt herbergi í vesturenda laust til íbúðar, ásamt aðgangi að eldhúsi og geymslu í kjallara, fyrir kr. 4 um mánuðinn. Hér réðu húsum Guðlaugur Jónasson úr Flóa ættaður og Halldóra Gíslína Magnúsdóttir frá Fiskakletti hér í Firðinum, langt í ættir framskyld pabba. Húsráðendurnir bjuggu með þrjú börn sín í tveimur herbergjum niðri, en á loftinu bjuggu Auðunn Magnússon, bróðir Halldóru, og kona hans Þórunn Hansdóttir með tveimur sonum sínum. Þau pabbi og mamma voru þegar komin í félagsskap ágæts fólks.
Svo fluttu þau í herbergið með allar sínar föggur. En hvar voru húsgögnin og búshlutirnir? Engir til. Var þá ekki heppilegt, að Vigfús og Steinunn höfðu nýlega lagt til hliðar m.a. ágætt rúmstæði sundurdregið, smíðað í Dverg hjá Jóhannesi Reykdal. „Hvort þau gætu notast við þetta?“ spurðu Vigfús og Steinunn. „Já, ég held nú það, blessuð verið þið,“ sögðu pabbi og mamma. „Svo er heima hjá okkur borð,“ sögðu þau Vigfús og Steinunn, „sem við getum ekki komið fyrir, þar sem við erum að fá okkur annað stærra, hvort pabbi og mamma gætu notað það?
Jú, jú, fyrst svo stóð á var alveg sjálfsagt að taka við borðinu. Svo voru þau í vandræðum með stóra kistu. Gætu þau pabbi og mamma ekki tekið hana af þeim, það væri hægt að geyma í henni matvæli, svo sem hveiti, sykur og útákast og margt fleira. Svo var hún ágætt sæti, ef á þyrfti að halda. Þau urðu örlög þessara muna, að þeir fylgdu pabba og mömmu alla þeirra búskapartíð og voru þá fyrst lögð niður, er þeim hafði verið valinn annar hvíldarstaður. Nú, það var ekki erfitt að hefja búskap, þegar nauðsynjahlutirnir bárust svona upp í hendurnar á fólki.
„En margs þarf búið með,“ sagði Sighvatur á Grund. Pabbi kom með vertíðarkaupið sitt óskert og fyrir það voru keyptir búshlutir ýmiss konar. Í Hansensbúð var þá margt góðra búshluta. Þar var keypt olíuvél, þríkveikja, pottar tveir, ketill, kaffikanna og stryffa (kastarola), bollaskrúfa, sykurkar, diskar djúpir og grunnir, ágætt steintau, olíubrúsi 10 potta. Spænirnir voru látnir duga og sjálfskeiðingarnir til að borða með. Borðhnífar og gaflar komu ekki fyrr en löngu seinna. Svona var sveitafólk lengi að átta sig á breyttum lifnaðarháttum.
Hér var búið að stofna til nýs heimilis í Hafnarfirði. Maður og kona með barn höfðu bætzt við þann hóp manna, sem kölluðu sig Hafnfirðinga. Þessir nýju Hafnfirðingar eignuðust vini og bundust tryggðaböndum, sem ekki brustu meðan báðir aðilar lifðu. En bezt var þó vináttan við þau hjón Vigfús og Steinunni. Þeim pabba og mömmu gekk vel að fá sér atvinnu. Enginn gekk þess dulinn, að þau voru bæði dugleg og ósérhlífin. Þau myndu leggja fram sinn skerf til uppbyggingar þessa byggðarlags. Svo leið vorið með nægri vinnu og velmegun. Helgi eignaðist vini við sitt hæfi. Hann kynntist Rósa og svo fékk hann líka að vera með Pétri.
Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn.
Á krossmessu, vinnuhjúaskildaga, fór ég frá Sólheimum og fluttist að Hrepphólum. Það er víst nokkuð mikið sagt, að strákur á áttunda ári hafi ráðizt hjú á slíkt stórbýli, en þó var það svo. Þetta sumar átti ég að fá kaup. Jég átti að vinna fyrir mat mínum og þjónustu allri sumarlangt. Ég smalaði ám um vorið og sumarið, sótti hesta í haga og flutti þá, rak kýr á beit og sótti þær á kvöldin, færði mat og kaffi á engjar, var í alls konar snúningum heima við.
Nóg var að gera frá morgni til kvölds, gott viðurværi og atlæti allt. Þá má ekki gleyma rjómaflutningnum. Til þess hafði ég hest, sem hét Toppur, kallaður Lati-Toppur, röltstyggur skratti og stríðinn, lét mig elta sig hvert sinn, sem ég þurfti að sækja hann. Ég var honum öskuþreifandi vondur hvert sinn, en þegar hann sá, að ég ætlaði ekki að gefa mig, stanzaði hann. Þá rann mér þegar í stað reiðin. Ég lagði við hann beizli og fór á bak. Þá rölti hann aðeins fetið hvernig sem ég barði fótastokkinn og skammaði hann. Ég flutti rjómann að Birtingaholtsbúinu. Það tók mig tvo til þrjá tíma fram og til baka. Ég flutti einnig rjóma frá Galtafelli, Núpstúni og Hólakoti móti öðrum drengjum þaðan. Svona leið sumarið.
Gísli Sigurðsson, minjavörður.
Á réttadagsmorgun var ég eldsnemma á fótum eins og allir aðrir, sem fóru í réttirnar, þessa hátíð allra hátíða. Nú var ég ekki á Lata-Topp. Ég var vel ríðandi eins og hinir. Féð rak ég heim úr Hóladilknum. Er komið var á Hólamýri var því sleppt. Var þá sprett úr spori og riðið hart í hlað eins og höfðingja er siður.
Viku seinna yfirgaf ég svo Ytri-Hreppinn í bili og fluttist á hestvagni suður. Pabbi fór með rekstur og var því nokkru seinna á ferð. Hann hafði lagt svo fyrir, að ég biði hans á Árbæ hjá frændkonu okkar Margréti veitingakonu þar. Síðla sama dag kom pabbi, borgaði Margréti fyrir mig og kyssti hana mikið, eins og allra karla var siður. Svo reiddi hann mig til Reykjavíkur, þar sem ég gisti fyrstu nóttina, en pabbi fór til Hafnarfjarðar. Daginn eftir kom pabbi og sótti nokkrar kindur, sem hann hafði komið með í rekstrinum og hafði tekið upp í kaup sitt.
Ég rak svo kindurnar með pabba suður til Hafnarfjarðar. Fyrsta húsið, sem sást í Hafnarfirði, þegar komið var suður, var einlyft hús með porti og risi, nafnið skorið í tré á hliðinni, er vissi að götunni: „Sjónarhóll“. Þegar við höfðum komið kindunum í hús fórum við heim. Mamma kom á móti okkur fram í dyrnar og þar faðmaði hún að sér drenginn sinn. Voru þá liðin tvö og hálft ár, síðan ég hafði verið á sama bæ og hún. Þá flutti hún mig frá Seli að Hvítárholti í Ytri-Hrepp og lét mig eftir hjá vandalausum, góðu fólki að vísu, sem reyndist mér mjög vel. Og nú bar mamma okkur mat, sem hún hafði sjálf eldað. Færði upp úr sínum eigin potti á sína eigin diska og bar fyrir sitt fólk. Hún var glöð yfir þessu, því að nú var að rætast lengi þráður draumur.
Hafnarfjörður 1954.
Svo kom haustið með rökkurkvöldum sínum, þegar við Helgi sátum sinn á hvora hlið henni og hún sagði okkur ævintýri og sögur. Þessi rökkurkvöld munu seint úr minni liða. Alltaf var eitthvað nýtt að bætast við í búið. Eitt kvöldið kom pabbi heim með fjórtán línu blússbrennara, logagylltan hengilampa, sem hægt var að draga niður og ýta upp. Hann gaf bæði ljós, og svo hitaði hann vel upp herbergið. Spegill kom á einn vegginn og almanak á þilið, tjald fyrir gluggann og slökkviliðsmerkið hans pabba. Allt var þetta mikið skraut og svo tístandi járnrúmið, sem við Helgi sváfum í. Já, pabbi var strax settur á slökkviliðsdælu nr. 2. Þar var hann dælumaður og fékk nr. 30. Sprautustjórar á þeirri dælu voru þeir feðgar Vigfús og Jón Gestur frændur okkar. Fúsi frændi gaf okkur strákunum marga væna gusu. Hann vissi hvað okkur kom. Í þann tíð gerði það ekki svo mikið til þótt við kæmum hundblautir heim, bara ef hægt var að segja: Hann Fúsi frændi sprautaði á okkur. Auðvitað kom þetta aðeins fyrir, þegar slökkviliðsæfingar voru. Ég var búinn að fá skírnina. Ég var orðinn fullgildur Hafnfirðingur, fjórði maður fjölskyldunnar.
Brunabíll í Hafnarfirði fyrir utan Reykjavíkurveg 9 um 1920.
Þegar ég hef að undanförnu farið yfir manntals- og kirkjubækur, hefur mér oft komið í hug, hvort flestir þeir, sem hér hafa setzt að, hafi ekki svipaða sögu að segja og ég hef hér sagt. Og því hef ég skráð þetta og látið það frá mér fara.
Vera má, að þú, lesari góður, rifjir upp þína eigin sögu eða foreldra þinna, sem að sjálfsögðu er viðburðaríkari en okkar og skemmtilegri. Öll höfum við flutzt hingað í leit að því, sem betra var, og fundið það í Hafnarfirði og erum hreykin yfir því að vera Hafnfirðingar.“
Sjá meira um Gísla Sigurðsson HÉR.
Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 19.12.1959, Hafnfirðingur – Gísli Sigurðsson, bls. 21-22.
Gísli Sigurðsson, foreldrar og systkini.
Víðistaðir; vinin í úfna hrauninu – Stefán Júlíusson
Í ofanverðu Víðistaðatúni er stuðlabergssteinn. Á honum er eftirfarandi áletrun: „Til minningar um Bjarna Erlendsson 1881-1972 og Margréti Magnúsdóttur 1889-1960 sem reistu býli að Víðistöðum árið 1918 og bjuggu þar til æviloka„.
Hver voru þessi Bjarni Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir og hverjir voru þessir Víðistaðir?
Í skýrslu Byggðasafns Hafnarfjarðar árið 2002 segir m.a. svo um „Víðistaði – skráningu fornleifa og menningarminja„. Um var að ræða lokagerð Karls Rúnars Þórssonar um sögu Víðistaða:
Víðistaðir;
Mynd: Skýringar: I er Sigurgeirstún, II stykki Kristjáns Auðunssonar, III garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar (land Finnboga J. Arndals skálds), IV stykki Guðjóns Þorsteinssonar í Kletti, V stykki Benedikts Sigmundssonar, VI ungmennafélagsreiturinn (seinna athafnasvæði K.F.U.M.), VII knattspyrnuvöllurinn gamli. (IV, V, VI og VII eru afmörkuð með punktalínum, því að þau stykki eru nú öll í eigu Bjarna Erlendssonar.
1 er þar, sem Bjarni í Víðistöðum byggði fyrsta gripahús sitt, 2 íbúðarhúsið (hjá því er lítið steinhús, sem Bjarni byggði 1923 sem hænsnahús, en breytti síðar, svo að þar hefur oft verið húið), 3 lifrarbræðslustöðin, 4 gripahús og hlaða Bjarna.
Vegurinn, sem skiptir Víðistöðum að endilöngu, var lagður 1898—99, vegurinn að lifrarbræðslustöðinni, um þvera landareign Bjarna, árið 1923. Uppi á hraunjaðrinum rétt ofan við lifrarbræðslustöðina, hefur Guðmundur Þ. Magnússon nýlega byggt sláturhús.
„Bjarni riddari Sívertsen hafði sel á Víðistaðatúni fyrrum. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi 1908 lentu Víðistaðir innan bæjarmarkanna. Um svæðið lá „kerruvegur“ út að Garðakirkju sem fram til 1914 var sóknarkirkja Hafnfirðinga. Svæðið geymir sögu ræktunartilrauna, þeirrar fyrstu frá árinu 1901 en þá tók Sigurgeir Gíslason verkstjóri til við að rækta tún í suðvesturhorni þess. Þá gerði Ungmennafélagið 17. júní tilraun árið 1907 til að rækta trjágróður í norðurhorni svæðisins, í krikanum upp við hraunbrúnina en allt kól frostaveturinn mikla 1918.
Víðistaðir – vatnsból.
Í svonefndu Sigurgeirstúni, sem var í suðvesturhorni svæðins var fyrrum vatnsból frá Langeyri og lá slóð þangað yfir hraunið. Þegar Finnbogi J. Arndal hóf að rækta kartöflur og gulrófur við austurhorn Víðistaða árið 1910, var þar enn brunnur fyrir Vesturbæinga.
Frumbernsku knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði má rekja til svæðisins en félögin Geyfir og Kári útbjuggu sér knattspyrnuvöll en félögin hættu starfsemi 1915. Frá 1919-1920 stunduðu knattspyrnufélögin Framsókn og 17. júní ennfremur æfingar á svæðinu. Upp úr 1936 eignaðist Fríkirkjan spildu sem hún nefndi Unaðsdal og þar voru haldnar skemmtanir til fjáröflunar, í dag eru á sumrin starfræktir skólagarðar á því svæði.
Víðistaðir – Minningarsteinn.
Svæðið geymir sögu grunnatvinnuvegarins, sjávarútvegsins, en stórfyrirtækið Brookless bræðra og síðan Helluers bræðra störfuðu í Hafnarfirði á tímabilinu 1910-1029, en þó ekki samfleitt. Létu þeir leggja fiskreiti vestan við gamla Garðaveginn. Á árunum 1923-28 starfaði svo lifrabræðsla fyrirtækisins Isac Spencer og Co á svæðinu og síðar, um 1950 var þar starfrækt sláturhús ekki langt frá Víðistaðakirkju.
Fyrstu eiginlegu landnemarnir á Víðistöðum voru hjónin Bjarni Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir. Árið 1915 fékk Bjarni fyrst útmælt land á svæðinu og íbúðarhúsið var byggt árið 1918 og var efni í það fengið úr strönduðu skipi, að nafni „Standard“ sem strandað hafði við Svendborg.
Bjarni var einskonar frístundarbóndi. Fyrstu kúna keypti hann árið 1920, hún var í litlum kofa sem byggður var austan við veginn ekki langt frá bugðunni þegar komið er niður á Víðistaðina. Árið 1924 byggði Bjarni gripahús fyrir fjórar kýr og tvo hesta, ásamt hlöðu.
Stefán Júlíusson skrifaði um „Víðistaðina – vinin í úfna hrauninu“ í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar 1959:
Stefán Júlíusson.
„Margar ferðir átti ég um Víðistaði, þegar ég var drengur. Oft lágu sporin utan úr hrauninu, þar sem ég ólst upp, og inn í bæinn, og síðan heim aftur. Erindin voru margvísleg, í skóla, til vinnu, skemmtana eða aðfanga, stundum oft á dag. Þá var engin Herjólfsgata komin með sjónum, gamli vegurinn út í Garðahverfið var því oftast farinn.
Ekki man ég svo langt aftur, að Víðistaðirnir væru mér ekki ráðgáta. Beinn og jafn vegurinn yfir hraunlausa svæðið stakk svo mjög í stúf við brekkurnar, bugður og sneiðinga, báðum megin við, að barnshugurinn hlaut að undrast. Og slétt og gróin túnin mitt í úfnu hrauni á alla vegu, þar sem á skiptust klettar og gjár, klungur og gjótur, harðbalar og djúpar lautir, urðu mér stöðugt umhugsunarefni. Hvernig gat staðið á þessari vin í hrikalegu hrauninu? Með hvaða hætti hafði þessari litlu spildu verið hlíft við yfirgangi hraunsins? Það var sízt að undra, þótt fávís og forvitinn drengsnáði, sem leið átti þarna um dags daglega, velti þessu fyrir sér. Ekki vissi ég þá, að hér hafði átt sér stað furðulegt fyrirbæri í jarðmyndunarsögunni, þótt jafnan byggi það mér í grun, að merkileg undur hefðu hér gerzt. Enginn, sem ég þekkti í bernsku, kunni skil á því, hvernig þessum bletti hefði verið þyrmt, þegar hraunið rann. Hins vegar heyrði ég snemma þjóðsögu um Víðistaðina, fagra og dýrlega helgisögu, en þannig skýrir alþýðan löngum þau undur, sem hún ekki skilur.
Svo bar til, þegar hraunið rann, að smalinn frá Görðum var með hjörð sína á þeim slóðum, þar sem nú heita Víðistaðir. Hann gætti sín ekki í tæka tíð, og fyrr en varði sá hann rauðglóandi hraunbreiðuna koma veltandi fram um vellina. Eimyrjan hafði þegar lokað leiðinni heim til Garða, og hún nálgaðist jafnt og þétt á þrjá vegu, en rjúkandi sjór fyrir neðan. Smalinn sá, að sér og hjörð sinni yrði hér bani búinn, ef svo færi fram sem horfði. Í sárri angist og kvíða kastaði hann sér á kné, fórnaði höndum til himins og ákallaði drottin. Hann bað hann af barnslegu trúnaðartrausti að frelsa sig og hjörð sína frá þessum óttalega dauðdaga. Síðan byrgði hann andlitið í höndum sér og beið átekta. Og kraftaverkið gerðist. Þegar hann leit upp, sá hann, að hraunstraumurinn hafði klofnað, kvíslarnar runnu fram til beggja handa, og síðan lokaðist eimyrjan hringinn í kring um hann og fjárhópinn, en þó svo fjarri, að öllu var borgið.
Guð hafði bænheyrt hann. — Þannig urðu Víðistaðirnir til.
Ég trúði því í bernsku, að þessi helgisaga væri sönn. Eitthvert kraftaverk hlaut að hafa gerzt, þegar þessi einkennilega vin varð til. En með árunum kom þekkingin og kippti fótum undan helgisögninni: Hafnarfjarðarhraun rann löngu áður en land byggðist. Svo vill fara um barnatrúna, hún veðrast með árunum. Og samt er hin raunsanna saga um myndun Víðistaðanna stórfurðuleg. Enginn vafi er á því, að mér hefði þótt saga vísindanna næsta ótrúleg, hefði ég þekkt hana í bernsku, þegar ég braut hvað ákafast heilann um þetta efni.
Sagan er í sem allra stytztu máli á þessa lund: Endur fyrir löngu, um þúsund árum fyrir Íslandsbyggð, var Hafnarfjörður miklu lengri en hann er nú. Hann hann þá hafa náð allt upp undir Vífilsstaðahlíð, en Setbergshlíð, Öldur og Hamar verið strönd hans að sunnan. Mikil á mun hafa fallið í þennan Hafnarfjörð hinn meiri, og mætti kalla hana Kaldá hina meiri eða fornu. Átti hún upptök sín á Reykjanesfjallgarði, sem þá hefur vafalaust verið töluvert öðruvísi útlits. Leirur hafa verið í fjarðarbotni og grynningar allmiklar, eins og títt er, þegar stórar ár bera jarðveg í sjó fram. Hólmar hafa verið í árósum og fjarðarbotni, og sumir allháir. En þá gerðist undrið. Eldgos mikilverða í hnjúkunum austan við Helgafell, hraunleðja streymir úr gígunum dag eltir dag, rennur með jafnaþunga til sjávar og finnur sér fljótlega lægstu leiðina: farveg Kaldár hinnar fornu. Rauðglóandi hraunstorkan þurrkar upp ána, máir hana beinlínis út af yfirborði jarðar, og síðan hefur hún orðið að fara huldu höfði, nema örlítill angi hennar við Kaldársel. En hraunbreiðan gerði meiri hervirki: hún fyllti upp fjarðarbotninn, svo Hafnarfjörður varð aðeins svipur hjá sjón á eftir. Þykk og mikil hefur hraunleðjan verið, að slík undur skyldu gerast.
Víðistaðir vinstra megin.
Og nú er komið að sögu Víðistaða. Þar var eyja áður, og á henni hóll ekki ómyndarlegur. Þegar eimyrjan lagði undir sig leirur, hólma og sker, og fyllti fjarðarbotninn úfinni steinstorku, veitti hóllinn á hólmanum viðnám, svo að kúfurinn stóð upp úr. Seinna fauk jarðvegur að hraunbrúninni, en kollurinn lækkaði. — Þannig varð hraunlausa vinin til.
Víðistaðir 1954.
Víðistaðirnir hafa frá öndverðu verið hluti af landnámsjörðinni, en nú er fullvíst talið, að Ásbjörn Össurarson landnámsmaður, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, hafi búið í Görðum. Þjóðsagan, sem hér var skráð að framan, bendir til þess, að þar hafi fé verið beitt frá Görðum. Þegar bújörðin Akurgerði var stofnuð sem hjáleiga úr Garðalandi, má vafalítið telja, að ábúandinn þar hafi fengið Víðistaðina sem hagablett. Löngu seinna, eða árið 1677, keyptu danskir kaupmenn Akurgerði, og er þá svo að sjá sem Víðistaðir hafi ekki fylgt. Þó hefur einhver vafi verið um þetta og Akurgerðismenn vafalaust beitt í Víðistöðum eins og þeim sýndist. Garðaklerkar og Akurgerðiskaupmenn deildu um landamerki Akurgerðislóðar, og þegar loks var sætzt á málið og mörkin gerð greinileg, árið 1880, lentu Víðistaðir utan við Akurgerðisland, en þó er svo að sjá af samningnum, að viðskiptavinir kaupmanna hafi mátt beita í Víðistöðum í lestaferðum átölu- og leigulaust. Þegar landamerki eru gerð um leið og Hafnarfjarðarkaupstaður er stofnaður árið 1908, lenda Víðistaðirnir innan bæjarmarkanna, og líður nú ekki á löngu áður en byggt er í Víðistöðum.
Kartöflugeymsla og skjólgarður, byggt af Gísla M. Kristjánssyni, líklega í kringum 1930.
Svo langt aftur sem heimildir greina, er örnefnið Víðistaðir kunnugt, og er það vafalaust fornt. Þar hefur víðir vaxið, og af því dregur hraunlausa svæðið nafn.
Ræktunarsaga Víðistaða hefst upp úr aldamótum. Árið 1901 fékk Sigurgeir Gíslason verkstjóri lóð í suðvesturhorni svæðisins og tók að rækta þar tún. Fékk hann landið hjá sr. Jens Pálssyni í Görðum. Seinna fékk hann hjá bæjarstjórn viðbótarstykki meðfram veginum, og varð stykkið allt tæpar 4 dagsláttur. Þetta tún átti Sigurgeir til ársins 1944, en þá keypti Björn Jóhannesson fyrrverandi bæjarfulltrúi það, og á hann það enn. Í Sigurgeirstúni var fyrrum vatnsból frá Langeyri, og lá slóð yfir hraunið fyrir vatnsburðarfólkið.
Víðistaðir 1959.
Norðan við Sigurgeirstúnið er lítill blettur, um fjórðungur úr dagsláttu, í norðvesturhorninu neðan vegar. Þennan blett ræktaði Kristján Auðunsson, faðir Gísla Kristjánssonar bæjarfulltrúa og þeirra systkina, og hefur hann aldrei gengið úr ættinni. Eignaðist Gísli blettinn eftir föður sinn, síðan systursonur hans, Valdimar Jóhannesson, og nú eiga hann foreldrar Valdimars, Guðrún Kristjánsdóttir og Jóhannes Narfason.
Kristján Auðunsson fékk þökurnar af þjóðkirkjulóðinni til að þekja með blett sinn í upphafi, en þá var þar melur, og hefur það að líkindum verið vorið 1914. Ekki eru önnur stykki vestan eða neðan vegar en þessi tvö.
Víðistaðir og Garðavegurinn.
Í austurhorni Víðistaða er nú garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar. Þetta svæði fékk Finnbogi J. Arndal útmælt árið 1910. Er það sex dagsláttur að stærð. Finnbogi ræktaði þar kartöflur og gulrófur. Þar var þá brunnur fyrir Vesturbæinga. Hann seldi það þrem árum síðar Gísla Kristjánssyni, sem áður er nefndur, en hann aftur Jóni Einarssyni og Gísla Sigurgeirssyni, en árið 1935 seldu þeir það Guðmundi Þ. Magnússyni kaupmanni. Eftir hann eignaðist Fríkirkjan landið, og var það nefnt „Unaðsdali“. Hugðust forráðamenn kirkjunnar hafa staðinn til fjáröflunar fyrir kirkjuna, m. a. með skemmtanahaldi, en ekki mun það hafa lánazt. Kirkjan átti landið stuttan tíma, en þá keypti Kristján Símonarson það, og ræktar hann nú í Unaðsdal margar tegundir nytjajurta.
Víðistaðir – Atvinnuhús á tveimur hæðum með gluggum á neðri hæð og bíslögum til beggja hliða. Tvöfaldar dyr eru á öðru bíslaginu og standa þær opnar. Stokkur gengur frá húsinu. Mikið magn af tunnum er í stæðum og röðum framan og ofan við húsið. Lifrarbræðslustöð Isaac Spencer & Co. í Víðistöðum.
Austan við veginn, þegar kornið er niður brekkuna úr bænum, var stykki, sem Guðjón Þorsteinsson, kenndur við Klett, mun hafa fengið útmælt um svipað leyti og Finnbogi J. Arndal fékk sitt land. Þarna var votlent mjög og mógrafir og erfitt til ræktunar. Hafði faðir Guðjóns tekið þar mó. Var stykkið tæpur hektari á stærð.
Austan við þetta stykki, meðfram garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar og upp að hraunbrúninni, fékk Benedikt Sigmundsson verzlunarmaður útmælda lóð um líkt leyti og þeir Guðjón og Finnbogi. Var þetta stykki um dagslátta að stærð.
Eftir að Helgi Valtýsson gerðist kennari við Flensborgarskólann árið 1907, beitti hann sér fyrir stofnun ungmennafélags hér í bænum, og hlaut það nafnið 17. júní. Eitt af verkefnum þessa félags var að koma upp vísi að trjárækt og gróðurreit í Víðistöðum. Reiturinn var í norðurhorni svæðisins, í krikanum alveg upp við hraunbrúnina. Þetta félag lifði ekki mörg ár, og gróðurreiturinn gekk fljótt úr sér. Síðustu leifar trjásprotanna, sem þar voru settir niður, kól alveg til dauða frostaveturinn 1918. Fór þannig um fyrstu tilraun til skóggræðslu í Hafnarfirði. Þetta litla svæði mun drengjaflokkur í K. F. U. M. hafa erft eftir ungmennafélagið. Stýrði sr. Friðrik Friðriksson þessum flokki. Bjuggust þeir litklæðum að fornum sið, þegar þeir voru á athafnasvæði sínu. Strýtulagaður klettur var ræðustóll, sandgryfja matskáli, og var starfsemi þeirra frískleg meðan hún entist. K.F.U.M. mun hafa ráðið yfir þessum bletti til 1924.
Víðistaðir – lifrarbræðslan.
Skammt frá trjáreit ungmennafélagsins, á stórgrýttum mel til suðurs, ruddu knattspyrnumenn fyrsta knattspyrnuvöll, sem gerður var í Hafnarfirði. Mun það hafa verið eftir stofnun knattspyrnufélaganna Geysis og Kára, en þau störfuðu á stríðsárunum fyrri. Síðan tóku við félögin Framsókn og 17. júní, sem stofnuð voru sumarið 1919, og munu þau einnig hafa æft í Víðistöðum í fyrstu.
Hér að framan hefur í örstuttu máli verið rakið, hverjir fyrst fengu útmældar lóðir og lendur í Víðistöðum og hófu þar ræktun og starf.“
Nú koma til sögunnar hinir eiginlegu landnemar í Víðistöðum, sem þar reistu sér hús og þar hafa búið í fjörutíu ár, en það eru þau hjónin Margrét Magnúsdóttir og Bjarni Erlendsson.
Bjarni Erlendsson er Árnesingur að ætt, fæddur að Vogsósum í Selvogi 30. marz 1881, en uppalinn í Króki í Hjallahverfi í Ölfusi. Hann er því kominn last að áttræðu, en aldurinn ber hann ágæta vel. Margrét kona hans er Hafnfirðingur, fædd hér í bæ 22. maí árið 1889, og stendur hún því á sjötugu.
Bjarni lauk skósmíðanámi í Reykjavík, en aldrei hefur hann stundað þá iðn. Hann fór utan árið 1902 og dvaldist í Bretlandi um tíu ára skeið, mest í Aberdeen í Skotlandi. Vann hann þar aðallega við fiskverkun og önnur lík störf. Árið 1912 kom Bjarni heim til Íslands og settist að í Hafnarfriði. Réðst hann til fyrirtækisins Brookless Bros, sem þá hafði fyrir skömmu hafið litgerðarstarfsemi hér í bænum. Vann hann hjá fyrirtækinu, meðan það starfaði hér.
Víðistaðir – hér stóð bærinn fremst á myndinni.
Bjarni hóf starf í Víðistöðum árið 1915, en það ár fékk hann útmælt hjá bæjarsjóði allt það land þar, sem ekki hafði áður verið tekið. Afmarkaðist það af veginum að vestan, hrauninu að norðan, stykki Guðjóns Þorsteinssonar og Benedikts Sigmundssonar að sunnan, en að austan af hraunbrún, knattspyrnuvelli og athafnasvæði K.F.U.M., eða gamla ungmennafélagsreitnum. Árið 1917 keypti Bjarni stykki Guðjóns og Benedikts, og árið 1924 fékk hann bæði knattspyrnuvöllinn og K.F.U.M.-svæðið. Þá fékk hann einnig viðbótarlandsvæði uppi á hraunjaðrinum að austan.
Jarðlag í Víðistöðum var þannig áður en ræktun hófst þar, að syðst var mýrkenndur jarðvegur og votlent, og er svo raunar enn. Var þar mótekja áður eins og sagt er hér að framan. Þurramóar voru þar, sem nú er garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar. En að norðanverðu var harður melur eða ísaldarhraun, ekki ósvipað holtunum sunnan við bæinn, og var allstórgrýtt á köflum.
Á svæðinu, sem Bjarni fékk útmælt, var hvergi stingandi strá nema í hraunjaðrinum, en stórgrýti víða og djúpar sandgryfjur, því að ofaníburður hafði verið tekinn í Víðistöðum um skeið. Þurfti því bæði áræði og ötulleik til að ráðast í ræktunarframkvæmdir þarna, en Bjarna skorti hvorugt. Hófst hann handa á því að rækta kartöflur, þar sem tiltækilegast var, en réðst jafnframt miskunnarlaust á stórgrýtið og sandgryfjurnar.
Víðistaðir – gamli Garðavegurinn.
Ekki leið á löngu áður en Bjarni tók að hugleiða um byggingu í Víðistöðum. Og þrem árum eftir að hann fékk landið, eða haustið 1918, hóf hann byggingu hússins, sem enn stendur og er eina íbúðarhúsið, sem byggt hefur verið í Víðistöðum. Bjarni byrjaði að hlaða grunninn 18. október, en einmitt þann sama dag tók Katla að gjósa. Grjótið í grunninn var tekið upp úr landinu í kring.
Efni í húsgrindina keypti Bjarni úr skipi, sem strandað hafði við Svendborg nokkru áður. Hét það Standard og var mikið skip. Ekki gekk smíði hússins slyndrulaust, því að einmitt um þetta leyti geisaði spanska veikin svonefnda, og veiktust smiðirnir hver af öðrum. Lengst entist Guðjón Jónsson, núverandi kaupmaður, en loks var hann tekinn í að smíða líkkistur, því að mikið var um dauðsföllin, en fáir smiðir vinnufærir. Gekk á þessu fram undir jól.
En um vorið var smíði hússins þó að mestu lokið, og var flutt í það 14. maí 1919. Fyrst fluttu þangað hjónin Þorgrímur Jónsson og Guðrún Guðbrandsdóttir, en Þorgrímur vann manna mest með Bjarna að landnáminu fyrstu árin. Nokkru seinna fluttu þau hjónin, Margrét og Bjarni, í hús sitt, en þau giftust 7. júní 1919.
Bjarni í Víðistöðum fékk fljótt að kenna á miklum erfiðleikum í hinu nýja landnánri sínu. Mestur Þrándur í Götu var honum áburðarleysið. Hann sá brátt, að ófrjó jörð sín greri seint og illa, ef hann yrði sér ekki úti um lífrænan áburð.
Víðistaðir – gamall garður.
Á fyrstu árum sínum í Víðistöðum tók hann því að sér sorphreinsun í bænum, og fyllti gryfjur og lautir með ösku og úrgangi, en notaði áburðinn við ræktunina, er hann tók að plægja melinn og sá í flögin.
Árið 1923 hefst nýr þáttur í sögu Víðistaðanna. Þá gerði Bjarni samning yið skozkt fyrirtæki, Isaac Spencer og Co, um byggingu lifrarbræðslustöðvar þar á staðnum. Tvennt bar til þess, að Bjarni stofnaði til þessarar starfrækslu. Annað var það, að árið 1921 varð fyrirtækið Brookless Bros gjaldþrota, en þar hafði Bjarni unnið frá heimkomu sinni. Hitt var áburðarvonin. Lóðarleigan var því sama sem engin, eða aðeins 1 sterlingspund til málamynda, en Bjarni skyldi hafa atvinnu hjá fyrirtækinu og allan afgangsgrút fékk hann ókeypis til áburðar.
Stórt stöðvarhús var byggt í hraunjaðrinum að norðaustan og síðan grútarpressuhús. Bjarni veitti byggingunni forstöðu, og jafnframt var hann verkstjóri, en forstöðumaðurinn var skozkur, William Kesson að nafni, og kom hann hingað á sumrin og dvaldist í Víðistöðum ásamt konu sinni. Meðan verið var að koma fyrirtækinu á laggirnar unnu 10—20 menn við það, en 5 menn að jafnaði síðan, eftir að tekið var að bræða. Lengst munu þeir hafa unnið þar, Þorgrímur Jónsson, sem áður er nefndur, Einar Napoleon Þórðarson, Kristinn Brandsson og Helgi Hildibrandsson.
Víðistaðir – lifrarbræðslan. Víðistaðir fjær h.m. Gripahús og hlaða Bjarna v.m.
Lifrarbræðslustöðin í Víðistöðum var starfrækt í 5 ár, á árunum 1923—28, en þá var tekið að bræða lifrina um borð í togurunum, og leið þá fyrirtækið undir lok. Stóðu þá húsin eftir auð og ónotuð, og komu þau í hlut Bjarna, því ekki þótti skozka fyrirtækinu borga sig að kosta til að rífa þau. Standa þau enn.
Um það leyti sem lilrarbræðslustöðin hætti störfum mátti svo heita, að Bjarni hefði komið allri landareign sinni í nokkra rækt. En langur vegur var frá því, að þetta væri nein bújörð, enda er allt svæði Bjarna aðeins 5 ha, ef með eru taldir balarnir austur og vestur á hraunbrúninni, en Víðistaðirnir allir innan hrauns eru um 6 ha. Búskapur Bjarna í Víðistöðum hefur því alla tíð verið frístundaiðja og aukastarf og löngum ekki svarað kostnaði.
Fyrstu árin hafði Bjarni enga kú, en hesta eignaðist hann fljótt, því að hann stundaði um skeið akstur á hestvögnum. Bíl hafði hann ekið áður en bílaöldin gekk í garð, og mun hann vera með fyrstu mönnum í Hafnarfirði, sem þá list kunni.
Vörubifreið, Ford-TT árgerð 1917 sem Bjarni Erlendsson (1881-1970) bóndi og athafnamaður á Víðistöðum við Hafnarfjörð átti lengst. Hann var nr. HF-27, síðar G-247. Bjarni notaði hann við lýsisbræðslu sína en síðast nánast sem dráttarvél við garðyrkju. Bílinn í daglegu tali oft nefndur Víðstaðagráni.
Bjarni keypti fyrstu kúna árið 1920, og var hún til húsa í litlum kofa, sem hann hafði byggt austan við veginn, ekki langt frá bugðunni, Jægar komið er niður í Víðistaðina. Mun það vera fyrsta húsið, sem byggt var í Víðistöðum. En árið 1924 byggði Bjarni gripahús fyrir 4 kýr og 2 hesta, ásamt hlöðu, í hraunbrúninni spölkorn sunnan við lifrarbræðslustöðina. Aldrei hefur Bjarni haft fleiri en 4 kýr, en stundum færri. Nú hefur hann 3 kýr. Fé hefur hann aldrei haft. Jafnan þurfti hann að kaupa hey að, enda varð að beita kúnum á túnið, því að um aðra beit var naumast að ræða.
Víðistaðir 1979.
Á kreppuárunum, aðallega árin 1932—36, leigði Bjarni dálitla spildu af túni sínu undir útiskemmtanir. Voru stundum 3 skemmtanir á sumri, og var þá mikið um að vera í Víðistöðum. Þetta var gert í Jjví skyni að afla fjár á erfiðum tímum, því enn þurfti landið sitt. En þetta varð þó lítt til fjár, leigan lág og skemmdir miklar á túni og girðingum. Því hætti Bjarni að leigja tún sitt til þessara hluta.
Enginn vafi er á því, að þau hjónin í Víðistöðum hefðu að ýmsu leyti átt áhyggjuminni daga og næðissamara líf, ef þau hefðu ekki hafið ræktunarstarf sitt þar. Þetta ævistarf þeirra hefur tekið frístundir þeirra allar, umhugsun mikla og oft valdið þeim áhyggjum. Bjarni er manna bezt verki farinn, hugmyndaríkur og greindur vel. Hann hefur jafnan haft mikinn áhuga á að brjóta nýjungar til mergjar og oft fitjað upp á þeim sjálfur. Hann var eftirsóttur við störf, enda þaulvanur að veita framkvæmdum forstöðu. Hann hefði því vafalaust getað fengið gott, fast starf. En vegna Víðistaðanna batt hann sig aldrei til lengdar, því að þar var jörð, sent hann hafði sjálfur grætt, hugsjón orðin að veruleika, en verkefninu þó aldrei til fullnustu Iokið. Þetta land var orðinn hluti af honum sjálfum, og hann gat ekki annað en helgað því krafta sína.
Víðistaðatún – loftmynd.
Árið 1933 hóf Bjarni að gera veðurathuganir í Víðistöðum. Gerði hann þetta af áhuga fyrir athugunum sjálfum, en Veðurstofan lagði til tæki. Þessu hefur hann haldið áfram síðan fyrir litla sem enga þóknun, en mörg stundin hefur í þetta farið þessi 27 ár. Er þetta eina veðurathugunarstöðin, sem verið hefur í Hafnarfirði.
Þótt landgræðslan í Víðistöðum hafi aukið landnemunum erfiði, og vafalaust komið í veg fyrir að Bjarni festi sig í ábatasamara starfi, hafa umsvifin í Víðistöðum orðið Þeim hjónum uppspretta ánægju og lífsnautnar. Svo er jafnan, þegar unnið er að hugsjónastarfi. Því eru þau hress í anda og heilsugóð, þótt ellin knýi nú fast á hurðir.
Ég hef hér í fáum dráttum sagt ágrip af sögu Víðistaðanna, hraunlausu vinjarinnar í úfna hrauninu, sem var mér löngum undrunarefni í bernsku. Margt fleira mætti segja, en ég læt hér staðar numið. Sé í einhverju hallað réttu máli, óska ég leiðréttinga.
Víðistaðirnir eru furðusmíð náttúrunnar, en mannshöndin hefur unnið þar mikið starf. Enn geng ég þangað stundum og nýt áhrifanna af hinu sérstæða náttúrufyrirbrigði og elju mannsins.“
Í Morgunblaðinu 14. desember 1972 birtist minningargrein um Bjarna Erlendsson:
Vogsósar í Selvogi.
„Bjarni Erlendsson frá Víðistöðum. Bjarni fæddist 30. marz 1881.
Foreldrar hans voru Erlendur Bjarnason bóndi í Vogsósum Selvogi og kona hans, Sigríður Hansdóttir. Átta ára missti Bjarni móður sína, brá þá faðir hans búi og fluttist að Króki í Ölfusi, þrem árum síðar fór hann til Guðrúnar Magnúsdóttur, Hrauni í Ölfusi og þaðan fór hann eftir fimm ára dvöl til Reykjavíkur.
Í Reykjavík hóf Bjarni nám í skósmíði en áður en námstíma lauk fékk hann sig lausan frá námi og fór til Skotlands, þar dvaldi hann í hálft ár, kom síðan aftur til Reykjavíkur og lauk áður byrjuðu námi. Síðan fór hann á ný til Skotlands en nú var dvölin þar lengri en áður því í sjö ár samfleytt dvaldi hann þar, fyrst sem sjómaður, en síðar í 6 ár umsjónarmaður við fiskverkun hjá samvinnufélagi í Aberdeen. Um skeið starfaði hann við veðurathuganir undir handleiðslu þekkts vísindamanns á því sviði, dr. Charles Williams.
Söfnunarsaga þessa elsta varðveitta bíl landsins er í raun fróðleg. Árið 1970 voru afar fáir ef nokkrir bílar til í íslensku safni. Bjarni Erlendsson átti bílinn til 1970. Þór Magnússon hafði forgöngu að safna tækniminjum og er T-Fordinn þessi fyrsta verkefnið sem fylgt var eftir af hálfu Þjóðminjasafns Íslands.
Atvikin höguðu því svo að Bjarni kom aftur til Íslands og gerðist verkstjóri hjá brezku útgerðarfyrirtæki, Bookles Brothers, sem þá rak mikla útgerð og fiskverkunarstöð í Hafnarfirði. Við þau störf var hann um árabil en stundaði líka smíðar og eru þau mörg húsin í Hafnarfirði, sem Bjarni teiknaði og stóð fyrir smíðum á, á þeim árum.
Brautryðjandi var Bjarni á sviði lifrarbræðslu og kom upp í Hafnarfirði í samvinnu við fleiri, einni fullkomnustu lifrarbræðslu, sem þá var til í landinu. Af þessu leiddi, að Bjarni var fenginn til þess að gera teikningar af fyrirhuguðum lifrarbræðsLum í Keflavík og Sandgerði, en kom við atvinnusögu fleiri byggðarlaga, því hann var verkstjóri við hafnargerðir á nokkrum útgerðarstöðum.
Lengi mun Bjarna verða minnzt fyrir ræktun og búskap í landi því, er hann fékk til afnota árið 1914, en það eru Víðistaðir fyrir vestan Hafnarfjörð, sem nú eru komnir inn í byggð bæjarins.
Ford-T, árgerð 1917, hjá Víðistöðum við Hafnarfjörð, líklega um 1970. Bjarni Erlendsson eigandi bílsins og Otto Christensen.
Árið 1919 kvæntist Bjarni Margréti Magnúsdóttur, sem hann missti eftir 41 árs sambúð, en hún andaðist árið 1960. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll komust á legg og giftust. Það eru dæturnar Kristbjörg, gift Guðmundi Sveinssyni, og Sigríður Kristin, gift Garðari Guðmundssyni, en eini sonurinn, Guðjón, lézt 13. október 1965, en hann var kvæntur Ólöfu Erlendsdóttur.
Þótt Bjarni væri hlédrægur maður, fór ekki hjá því að hæfileikar hans yrðu þess valdandi, að honum væri falin trúnaðarstörf í þeim félögum, sem hann starfaði í, en þau voru mörg, þar sem hann var félagslyndur í meira lagi. Ekki verður sá þáttur í ævi hans rakinn hér, að öðru leyti en að minnast starfa hans í Verkamannafélaginu Hlíf.
Víðistaðir og Hafnarfjörður 1960.
Á hinum erfiðu árum fyrir síðari heimsstyrjöldina og á fyrstu árum styrjaldarinnar voru umbrotatímar í sögu verkalýðshreyfingarinnar eins og reyndar í þjóðfélaginu öllu. Bjarni tók virkan þátt í þeim átökum og hlaut fyrir trúnað hafnfirzkra verkamanna og árið 1943 var hann kjörinn í stjórn Hlífar og átti þar sæti síðan í 11 ár og 1946 til 1948 sat hann í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Mér er það minnisstætt hversu mikill stuðningur það var í öllum störfum að njóta reynslu og þekkingar þessa manns, sem hlotið hafði jafnalhliða þekkingu og var laus við að sjá málefni aðeins frá einni hlið.
Eigi er hægt svo sem vert væri, að gera skil í stuttri minningargrein hinni merku og löngu ævi Bjarna Erlendssonar og verður því hér staðar numið með einlægri ósk um að honum verði að veruleika sú bjargfasta skoðun er hann lét oft í ljós, að þegar þessari jarðvist lyki, tækju við aðrir fegurri og betri heimar.“ – Hermann Guðmundson.
Heimildir m.a.:
-Víðistaðir – skráning fornleifa og menningarminja – lokagerð, Karl Rúnar Þórsson, Byggðasafn Hafnarfjarðar 28. nóvember 2002.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 19.12.1959, Víðistaðirnir – Stefán Júlíusson, vinin í úfna hrauninu, bls. 6-8.
-Morgunblaðið 14. desember 1972, Bjarni Erlendsson – minningargrein, bls. 23.
Víðistaðir (í miðið) og vestanverður Hafnarfjörður 1959. Mikið af trönum eru við og ofan við Víðistaði.
Traðarfjöll – Traðarfjallahraun
Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um „Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga„. Þar skrifar hann m.a. um Traðarfjallahraun sunnan Traðarfjalla:
Samkvœmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun íKrísuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvakerfi Trölladyngju. Hrinunni lauk líklega 1188 með myndun Mávahlíðahrauns. Umbrotahrinan í heild er nefnd Krýsuvíkureldar.
Móhálsadallur. Traðarfjöll efst til vinstri.
„Eftir að þessi grein var búin til prentunar, fannst enn ein eldstöð, sem telja verður óvéfengjanlegt að sé frá sögulegum tíma. Þessi eldstöð er sunnan í Traðarfjöllum, skammt sunnan við Djúpavatn. í riti mínu um jarðfræði Reykjanesskaga (Jón Jónsson 1978, bls. 165-166) er eldstöðvum á þessu svæði nokkuð lýst og hraunið nefnt Traðarhraun, en réttara væri e. t. v. að nefna það Traðarfjallahraun. Þegar vegur var Iagður gegnum Reykjanesfólkvang var hann skorinn inn í gíg sunnan í Traðarfjöllum. Við það kom í ljós allþykkt moldarlag undir gjallinu og reyndist þar auðvelt að grafa fram jarðvegssnið, sem nær frá því og niður á fast berg, sem þarna er móberg.
Traðarfjöll – loftmynd.
Undir gjallinu er fyrst 9 cm þykkt moldarlag en þá kemur ljósleitt (nánast gulleitt) öskulag, sem ekki getur annað verið en landnámslagið margumtalaða. Sýnir þetta að þarna hefur gosið, að líkindum þó nokkru eftir árið 900 þar eð um 9 cm jarðvegur hefur verið kominn ofan á öskulagið áður en gosið varð. Vel gæti þetta hafa verið um sama leyti og Ögmundarhraun rann, þótt ekkert sé um það hægt að fullyrða. Eins og teikningin sýnir er annað ljóst öskulag neðar í sniðinu og ætti það samkvæmt reynslu að vera H3. Ekki hefur enn gefist tími til að rekja útbreiðslu hraunsins frá þessu gosi, enda er það ekki auðvelt.
Hitt er ljóst að með þessu bætist við enn eitt gos, sem örugglega hefur orðið á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Þykir þetta renna enn einni stoð undir það að meiriháttar goshrina hafi þar orðið snemma á landnámsöld.
Ekki var mögulegt að greina neinar gróðurleifar undir gjallinu. Nægilega mikið loft hefur þarna komist að til þess að gras hefur brunnið til ösku en ekki kolast.
Því má bæta hér við að þar eð svona þykkt jarðvegslag er komið ofan á landnámslagið, gæti þetta verið það gos sem Jónas Hallgrímsson talar um og Þorvaldur Thoroddsen (1925) vitnar í. Gæti þetta verið skýringin á því að ártalið 1340 hefur verið tengt Ögmundarhrauni.“
Í Jökli 1991 fjalla Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir um Krýsuvíkurelda. Um er að ræða seinni grein af tveimur um sama efni. Í greininni lýsa þau gossprungunni, sem Krýsuvíkureldarnir eru sprottnir úr:
Traðarfjöll.
„Gossprungan og hraunin sem frá henni hafa runnið em sýnd á 1. mynd. Eins og flestar gossprungur á Suðvesturlandi hefur hún meginstefnu nálægt N45°A. Gjallhröngl syðst í austurhlíð Núpshlíðarháls markar suðvesturenda gígaraðarinnar en norðausturendinn er austanvert í norðausturenda Undirhlíða, á móts við Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Vegalengdin milli enda sprungunnar er um 25 km.
Syðst í Núpshlíðarhálsi er austurhlíðin orpin gjalli og hrauni sem sést vel af Ísólfsskálavegi þar sem hann liggur næst hálsinum. Gígaröðin liggur til norðausturs í eða við vesturhlíð Móhálsadals, allt norður undir Vigdísarvelli, fyrst slitrótt en síðan samfellt, og sumstaðar er gígaröðin tvöföld. Um þremur kílómetrum sunnan Vigdísarvalla breytist stefnan skyndilega; gígaröðin sveigir þvert yfir dalinn og fær síðan mun norðlægari stefnu. Áfram liggur hún skástígt norður með vesturhlíð Sveifluháls að Slögu og þaðan slitrótt með Vigdísarhálsi að Traðarfjöllum og hefur þá hliðrast aftur að Núpshlíðarhálsi.
Gígar norðan Traðarfjalla.
Gossprungan liggur um Traðarfjöll vestanverð og í dalverpinu milli þeirra og Núpshlíðarháls. Á móts við Djúpavatn slitnar gossprungan en tekur sig upp aftur skammt norðan við vatnið. Þar em nyrstu gígamir á suðurhluta sprungunnar utan í Núpshlíðarhálsi, beint vestur af Hrútafelli.
Þar sem landið liggur hæst í Móhálsadal slitnar gossprungan en hún tekur sig upp á ný skammt norðan við Vatnsskarð, en þar er landið tekið að lækka verulega. Þaðan liggur gígaröðin, tvöföld á kafla en nokkuð slitrótt, áfram til norðausturs vestan undir móbergshryggnum Undirhlíðum. Skammt norðan Bláfjallavegar sveigir gígaröðin upp í móbergið og norðausturendi hennar, sem Jón Jónsson (1978a) hefur nefnt Gvendarselsgíga, liggur austan undir nyrsta hluta Undirhlíða, skammt sunnan við Kaldársel.“
Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 1.-4. tbl. 01.05.1983, Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga – Jón Jónsson, bls. 135-136.
-Jökull, 1. tbl. 01.12.1991, Krýsuvíkureldar II; Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns, Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, bls. 64.
Reykjanesskagi – jarðfræðikort. Traðarfjallahraun er nr. 12.
Fráfærur – Stekkjatíð – Garðastekkur – Óttarsstaðastekkur – Þorbjarnarstaðastekkur
Stekkir voru nánast við hvern bæ á Reykjanesskaganum, stundum fleiri en einn. Stekkir í seljum voru jafnan tiltölulega litlir. Endurspegluðu þeir fjölda fjár á hverjum tíma. Eftir að hætt var að hafa fé í seli voru stekkir hlaðnir nær bæjunum. Flestir voru þeir svolítið stærri en hinir. Enn má víða sjá leifar af hlöðnum stekkjum og slíkir uppgrónir eru ekki allfáir. Upp úr sumum þeirra voru hlaðnar fjárborgir. Nokkur dæmi eru um að hlaðnar hafi verið réttir við hlið stekkjanna eftir að fráfærur lögðust af, s.s. við Garðastekk, Óttarsstaðastekk og Þorbjarnarstaðastekk. Gjarnan er bent á réttirnar sem stekkina fyrrum, en svo er alls ekki fyrir að fara. Sennilega er það vegna þess að gömlu grónu stekkirnir eru í dag orðnir ógreinilegar fyrir augum ókunnugra.
Garðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.
Garðastekkur er sunnan undir jaðri Garðahrauns. Hann er orðinn gróinn og líkist fremur aflangri húsatóft en stekk. Ef vel er að gáð má sjá tvíhólfa skiptingu í tóftinni; annað fyrir ær og hitt fyrir lömbin. Austan við stekkinn er nú hlaðin fjárrétt, sem oftar en ekki er nefnd Garðastekkur. Uppi á hraunbrúninni er gömlu fjárborg, sennileg frá stekkstíðinni.
Garðastekkur efst til hægri.
Óttarsstaðastekkur er norðan undir Miðmundarhæð. Á hæðinni er Miðmundavarða, eyktarmark frá Óttarsstöðum. Stekkurinn er algróinn, en þó vel greinanlegur. Hann hefur verið að svipaðri stærð og Garðastekkur. Vestan við stekkinn er grjóthlaðinn rétt með lambakró/lambhúsi innanvert.
Óttarsstaðastekkur – stekkurinn er hægra megin við réttina.
Þorbjarnarstaðarstekkur, oftast nefndur Stekkurinn, er norðan undir Stekkatúnshæð. Þar var Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Gamli stekkurinn sést enn vel, hlaðinn úr grjóti, en nokkuð gróinn. Gerðið er sunnan við stekkinn. Vestan við stekkinn var síðan hlaðin rétt. Innst í henni er lambakró.
Hér á eftir verður lýst verklagi í og við stekkinn forðum.
Óttarsstaðastekkur.
Stekkur
Stekkir voru venjulega hlaðnir úr grjóti, en líka úr torfi og grjóti. Í stekknum var stíað. Hann var tvískiptur og var lengri á annan veginn. Stundum voru náttúrlegar aðstæður nýttar til stekkjargerðarinnar að hluta. Yfirleitt var stekkurinn ekki langt frá bænum eftir að selstöðurnar lögðust af í lok 19. aldar, kannski í 10.-15 mín. fjarlægð. Stekkurinn var tvískiptur; annars vegar fyrir ærnar, sem mjólka átti, og hins vegar fyrir lömbin eftir að stíað var frá. Lambhús var sumstaðar fyrir endanum á stekknum, hlaðið úr torfi og grjóti, þó aðallega úr grjóti. Ekki var ræktað tún í kringum stekkinn en þar greri upp og varð grænna en annars staðar, vegna húsdýraáburðarins.
Stekkjatíð
Þorbjarnastaðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.
Stíað var í viku til hálfan mánuð, byrjað var í miðjum júní og undir mánaðarmótin voru lömbin tekin frá mæðrum sínum fyrir fullt og allt. Talað var um að fara á stekkinn eða fara ofan á stekk. Lambféð var rekið á stekk um 9 leitið á kvöldin. Ærnar voru reknar inn í stekkinn og lömbin færð inn í stíuna. Síðan var ánum hleypt út og þær voru næturlangt í kringum stekkinn, þær höfðu að éta þar og fóru hvergi meðan þær heyrðu í lömbunum. Lömbin fengu broddmjólkina úr ánum og þegar byrjað var að stía var mjólkin orðin nógu góð til að hægt væri að nota hana í hvað sem var, enda var hún nýtt á svipaðan hátt og kvíamjólkin. Lömbin voru yfirleitt ekki mörkuð yngri en viku gömul en eftir það voru þau mörkuð, hvar sem náðist í þau. Börnum var oft gefið fráfærulamb á stekk en ekkert sérstaklega smalanum. Börnum var bannað að kyssa lömb, því að þá gat tófan bitið þau.
Kvíar
Þorbjarnarstaðastekkur. Stekkurinn efst vinstra megin.
Kvíað var í fjárrétt sem hlaðin var úr grjóti. Í einum dilknum í réttinni voru kvíærnar mjólkaðar. Fyrir dilk var sett grind og hann síðan kallaður kvíar. Réttin var notuð til að rétta í henni um haustgöngur og við rúning á sumrin. Oft var réttin líka fyrir nærligghjandi kot eða bæi. Mikil for var í gólfinu og lausagrjót saman við. Réttin var skammt utan við tún og var aðeins nokkurra mínútna gangur þangað. Taðið var ekki hreinsað út, enda mikið grjót saman við úr gólfinu en þetta greri upp strax og hætt var að mjólka.
Komið er heim á kvíaból
kýrnar, féð og smalinn.
Nátthagi
Óttarsstaðasel – nátthagi.
Yfirleitt var nátthagi skammt frá stekknum eða kvíabólinu, stundum fleiri en einn. Nátthaginn var skjólgóð hvylft eða lægð í landslaginu. Hlaðið skjól fyrir smalann var við suma nátthaga eða lagaður hraunskúti.
Mjólkurær og lömb
Þórustaðir – stekkur.
Lömbin voru u.þ.b. mánaðar gömul þegar fært var frá. Málbærar voru þær ær kallaðar sem báru á réttum tíma. Misjafnt var hvort fært var frá öllum málbærum ám. Frekar var fært frá ám með gimbrum, því að fráfærulömb voru oftast sett á, svo og ám með sérlega stórum lömbum. Lömb sem fæddust seint voru kölluð síðborin lömb. Lambgotur voru þær ær sem báru dauðu, þær voru mjólkaðar ef þær voru heimavið til þess þær geltust ekki. Þegar vanið var undir var bjórinn tekinn af dauða lambinu og settur á lambið sem venja átti undir. Ef ær týndi lambi og það fannst ekki var yfirleitt erfitt að venja undir hana, var þó stundum reynt að taka hana inn með lambinu. Lömb sem villtust undan voru kölluð frávillingar og þau sem þrifust illa voru kölluð vanþrifalömb.
Fráfærur
Ás – stekkur.
Fráfærur var notað um atburðinn að færa frá og tímann sem ær voru mjólkaðar í kvíum. Þegar fært var frá var rekið inn í stekkinn og lömbin sett út. Á óþæg lömb sem ekki vildu fylgja hópnum var snúið saman lambahaft úr ull. Það var sett á framfæturna og var hvert haft bara notað einu sinni. Lömbin voru höfð heima hálfa aðra viku. Voru þau ýmist höfð inni eða setin, þar sem ærnar heyrðu ekki í þeim meðan þau voru að spekjast, annars var hætta á að þau týndust. Síðan voru þau rekin á afvikinn stað í nágrenninu, oft í dalkvos. Geldfé var ekki rekið á fjall með lömbunum, það fór fljótt eftir rúning. Staðurinn sem lömbin voru rekin í var kallaður afrétt. Lömb voru ekki setin á afréttinni. Í undantekningatilfellum voru lömb kefluð.
Hjáseta
Smalaskáli í Smalaskálahæð.
Starfið að sitja yfir, kallaðist hjáseta. Orðið búsmali var gjarnan notað um smalann. Sá sem sat yfir fénu á sumrin kallaðist smali. Yfirleitt var eitthvað af börnum húsbónda látið sinna smalastarfinu. Ekki fékk smalinn neitt sérstakt sumarkaup, né önnur hlunnindi fram yfir önnur börn á heimilinu. Smalinn hafði með sér hund ef hann var við og það sem til féll í nesti, bar hann með sér í smápoka. Sniðugir smalar komu sér upp afdrepum. Þeir leituðu sér skjóls í skútum og ef vont var hrófluðu þeir stundum hærra, gömlum tóftarbrotum til að skýla sér í en reftu ekki yfir. Smalar voru notaðir í ýmsa aðra snúninga sem til féllu. Smalar urðu að passa að koma með allt féð heim að kveldi og að láta það ekki vera of þétt saman meðan því var beitt. Setið var yfir fénu frá því um níuleytið á morgnana til níu á kvöldin, fram að mánaðamótum ágúst-september. Setið var yfir í öllum veðrum. Smalarnir fundu út hvað tímanum leið eftir því hvar sólin var stödd. Þegar hún hvarf innundir var orðið framorðið og mál að halda heim. Eftir mjaltir voru ærnar bældar. Þá var orðið áliðið og mál fyrir smalann að fara að sofa.
Kvífé
Smalaskjól.
Efnahagur fólks var ógjarnan miðaður við eign í kvífé. Þó voru dæmi þess. Mylkar ær í kvíum kölluðust kvíær. Ær sem sóttu í tún voru kallaðar túnarollur og oft þurfti að vaka yfir túninu til að verjast þeim. Oft var eitur sett í gömul hræ út á víðavangi fyrir tófuna en því var hætt vegna þess að það kom fyrir að hundar drápust af eitrinu. Farið var á greni á vorin til að drepa tófu. Bjöllur voru ekki hengdar á kvífé en þær voru oft hengdar á forystusauði til þess að sauðamaðurinn ætti hægara með að fylgjast með fénu.
Mjaltir
Smali við færikvíar.
Notaðar voru blikkfötur og tréfötur við mjaltir. Þær voru svipaðar að stærð, c.a. 10 lítra. Þær voru hvorar tveggja heldur víðari að ofan en neðan. Föturnar voru ekki misjafnar að stærð en þær voru nokkuð margar í brúkinu í einu. Þær voru kallaðar skjólur. Eftir að mjólkin hafði verið borin úr kvíunum var hún látin í trébakka, mjólkurbakka. Mjólkin var látin standa í sólarhring, síðan var tappinn tekinn úr og undanrennunni hleypt niður um gatið. Rjóminn var eftir og var strokkað úr honum smjör. Sauðasmjör var feitara og hvítara en kúasmjör og mjög ljúffengt. Undanrennan var soðin og saman við hana látinn hleypir og þéttir. Hleypirinn var búinn til þannig að vinstur úr kálfi var hreinsað og þurrkað og látið síðan í bleyti. Lögurinn af því var notaður sem hleypir í skyrið. Í þéttinn var notað fínt skyr. Undanrennunni var hellt heitri í tréílát sem kölluðust skyrbiður. Þegar mjólkin var mátulega volg var hleypinum og þéttinum bætt í . Skyrbiðurnar voru úr tré, talsvert viðari en venjulegar fötur og tóku 20 til 30 lítra. Eftir sólarhring var skyrið síað. Á kvíarnar var farið í verstu fötunum sem til voru, gömlum flíkum sem hálfpartinn var búið að slíta. Þau voru ekki kölluð neitt sérstakt. Við mjaltir stóðu konurnar hálfbognar fyrir aftan ána og héldu með vinstri hendi utan um júgrið og mjólkuðu fyrst annan spenann með hægri hönd og síðan hinn. Þær studdu löngutöng öðru megin við spenann og hreyfðu hana ekki en með þumalfingri struku þær mjólkina niður úr spenanum.
Venjulega var mjólkað í tveimur umferðum, fyrst obbinn af mjólkinni, síðan var hreinsað. Þær voru kallaðar fyrirmjölt og eftirmjölt. Ekki þurfti að merkja ærnar, því að þær stóðu alltaf í sömu röð. Kvíamjöltum var hætt í byrjun september. Síðasta mjöltunin kallaðist að hreyta. Stundum var kúamjólk blandað í sauðamjólk í vinnslu. Þegar fé barðist, vissi það á veðrabreytingar. Þegar ær leituðu heim var sagt að það legðist vont í þær.
Fráfærur felldar niður
Fráfærur voru víðasthvar felldar niður fljótlega eftir 1920. Þá var farið að rækta meira landrými og hægt var að fjölga kúm. Fólk var að mörgu leyti fegið þessu, frjálsræði þess óx og lömbin urðu vænni og fallegri.
Mjaltarstúlka – Daniel Bruun.
Tröllin á Valahnúkum
Sagan segir að „einu sinni hafa nátttröllafjölskylda búið í Kerlingarhnúk sunnan við Kerlingarskarð, en norðan við Kerlingargil og er þá Lönguhlíðahorn á millum. Stórkonusteinar eru norður undir Lönguhlíðarhorni. Sögn er af tilvist þeirra, en hún verður ekki rakin hér.
Eitt sinn að vetri þegar dagurinn var stystur ákvað fjölskyldan í Kerlingarhnúk að leggja land undir fót og sækja sér hval (sumir segja skreið) til Hafnarfjarðar en sá hafði rekið á Hvaleyri. Þetta var löngu áður en mennskir höfðu sest að hér á landi. Lögðu tröllin; móðir, faðir, dóttir og stálpaður sonur þegar af stað er sólin hafði skriðið undir ysta hafflöt Faxaflóans. Hundur þeirra fylgdi fast á eftir. Sóttist ferðin vel niður hraunin. Fóru þau beint að augum; yfir Valahnúka (Austurhnúka og Vesturhnúka), sniðgengu þó Helgafell. héldu um Brunna, sem nú er Kaldársel, yfir Bleiksteinsháls og sem leið lá yfir Ásfjall niður á Hvaleyri. Fleiri tröll voru þá mætt á svæðið og þrættu þau drjúga stund um fenginn. Fór þó svo að lokum að tröllafjölkskyldan í Kerlingarhnúk fékk drjúgan skerf og hélt hún að því búnu áleiðis heim á leið. Sóttist henni nú ferðin seint því hvalkétið bæði seig í og var ekki auðborið. Eftir að hafa áð við Brunna undir Kaldárhnúkum héldu þau ferðinni áfram. Faðirinn, sem bar hryggjarstykkið, dróst svolítið aftur úr, enda landið á fótinn. Fjölskyldan hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá Helgafelli því vættir þess voru ekki af þeirra ættum.
Eitthvað virðist fjölskyldan annað hvort hafa misreiknað tímann eða hún hefur farið hægar yfir á heimleiðinni en ætlað var því þegar hún kom upp fyrir brún Austurhnúka birtust skyndilega fyrstu morgunsólargeislarnir í Grindarskörðum. Hundurinn, sem fór með hæstu hæðum, steinrann fyrstur. Ætlaði fjölskyldan þá að freista þess að komast niður af Austurhnúkum, en höfðu ekki við sólinni. Urðu fremstu fjölskyldumeðlimirnir að steinum þeim er standa þar enn; móðirin og börnin austar, en faðirinn lítt vestar. Sést vel hvar hann hefur sest niður þegar hann varð þess áskynja er gerst hafði.
Saga þessi hefur lifað meðal tröllanna í fjöllunum ofan Hafnarfjarðar allt til þessa dags. [Aðrir segja að sjá megi skreiðina umleikis tröllunum, sem fyrr sagði.]
Og endar svo þessi saga.“
Eru þetta ekta nátttröll þarna á Valahnúkum? Er þetta ekki bara lygasaga? Ótrúlegt þykir að nátttröll hafi verið til – eða hvað? Lífssteinarnir að baki „tröllunum“ segja sína sögu. Auk þess er sagan góð – en þó verður að segja eins og er að tröll eru ekki til í raun og veru (þ.e. engar áþreifanlegar sannanir liggja fyrir um tilvist þeirra (aðrar en bráðin að baki þeim svo miðvetra)). Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða það hvernig hrökkálar mynda rafstuð.
Umbreyting tröllanna er þess vegna mannanna verk. Tröll verða því að steini þegar sólin skín á þau af því að þannig segja menn sögur af tröllum!
Að vísu er rétt að geta þess að ekki verða öll tröll að steini ef þau komast í tæri við sólarljós heldur á það fyrst og fremst við um svonefnd nátttröll.
Það getur verið ágætis skemmtun að koma auga á form í náttúrunni sem líkjast tröllum, eins og við ímyndum okkur að þau líti út.
En svo má auðvitað spyrja af hverju tröll verða endilega að steini, af hverju breytast þau ekki í vatn, gorkúlur, banjó, færiband eða eitthvað allt annað?
Og alveg eins má spyrja af hverju verður ummyndunin við sólarljós en ekki við tunglskin, þegar það rignir, í sunnanstrekkingi eða við eitthvað allt annað?
Til þess að svara þessum spurningum er rétt að hafa í huga hvernig menn búa íslensk tröll til. Lengst af hefur íslenska orðið tröll þó ævinlega verið notað um einhvers konar bergbúa eða vættir í mannsmynd. Fram kemur í þjóðsögum að tröll eru stórvaxnar verur sem búa í hellum og gljúfrum. Þau eru ólík jötnakyni goðsagnanna að því leyti að jötnarnir búa vel og ríkmannlega, eiga góð húsakynni og berast á, eins og lesa má um í Þrymskviðu og víðar.
Af þessu sést að það er ekki fjarri lagi að láta tröll verða að steini, enda eru þau bergbúar. Ef tröllin yrðu að banjói, færibandi eða einhverju öðru sem tengist þeim ekki neitt, væri verið að fara á skjön við skáldskaparlega rökvísi.
Það felst einnig rökvísi í því að láta tröllin verða að steini þegar sólin kemur upp. Andstæða sólarljóss og dagsbirtu er nóttin og myrkrið, en þá fara kynjaverur einmitt á kreik. Þegar hin upplýsta og bjarta veröld tekur aftur völdin er „eðlilegt“ að myrkaöflin láti undan síga. Þá verða nátttröllin beinlínis steinrunnin.
Tröllin á Valahnúkum.
Umbreyting (e. metamorphosis) er eins konar afbrigði af myndhverfingu (e. metaphor) en með því hugtaki er átt við að merking orða færist af einu sviði yfir á annað. Ummyndun tröllanna verður til þess að þau hætta að vera tröll en verða að grjóti í staðinn. Það getur verið ágætis skemmtun að koma auga á tröll þegar menn eru á gönguferðum og eins og getur verið gaman að sjá andlit í skýjafari.
Hvað eru vættir? Vættir geta verið bæði af hinu góða og illa, það er hollvættir eða óvættir.
Hvort dularvættir séu til í alvörunni eða ekki, er ógerningur að svara með óyggjandi hætti. Það fer í rauninni eftir viðhorfi hvers og eins hverju hann vill trúa. Þess má geta að til eru einstaka raunvísindamenn sem segjast trúa því að vættir séu til í venjulegum skilningi. Reynsla manna sýnir að sannanir sem menn taka gildar um tilvist vætta munu seint koma fram.
Rétt er að hafa í huga að framangreind saga af tröllunum á Valahnúkum er ekki þjóðsaga. Hún var samin af einum Ferlirsfélaganna í tilefni að göngu á hnúkana árið 2009.
Heimild m.a.:
-www.visindavefur.hi.is
Tröllin á Valahnúkum.
Raufarhólshellir – Stœrsti hraunhellirinn á Suðurlandi
Um „Raufarhólshelli„, stærsta hraunhellinn á Suðurlandi, er nánast þrjár samhljóma frásagnir í Ísafold 1909, Fjallkonunni sama ár og í Lögberg 1933. Hér er frásögnin úr síðastnefna blaðinu:
„Allir kannast við stærstu hella landsins, Surtshelli, Stefánshelli og Víðgelmi, en það eru ótrúlega fáir Sunnlendingar, sem kannast við, eða hafa komið í stærsta hellinn hér sunnanlands: Raufarhólshelli í Ölfusi.
Hér skal sagt nokkuð frá helli þessum og því, sem um hann hefir verið skrifað, en jafnframt bent á þær leiðir, sem bestar eru að honum.
Raufarhólshellir.
Raufarhólshellir er í Eldborgarhrauni skamt frá bænum Vindheimm í Ölfusi. Þangað er akfært á bílum. Leiðin frá Reykjavík liggur um þjóðveginn austur, en skamt fyrir austan Kamba er beygt út af þjóðveginum til suðurs út á braut þá er liggur um Hjallahverfið og að Vindheimum. Frá Vindheimum er gengið til norð-vesturs um hálfrar stundar gang, og e r þá komið að hellinum.
Í Raufarhólshelli.
Hellirinn er ekki auðfundinn og er því betra að spyrja vel til vegar á Vindheimum, en þeir sem vanir eru að ferðast eftir landabréfum munu þó geta fundið hellinn tilsagnarlaust, eftir hinum nýja uppdrætti Herforingjaráðsis af SV-landi; þar er hellirinn greinilega merktur. Aðra leið en þessa má og fara að hellinum. Ef farið er á bílum t. d. að Kolviðarhóli eða Hveradölum og síðan gengið um Lágaskarð til suðausturs út í Eldborgarhraun. Leiðin frá Hveradölum að hellinum er um 10 km. Báðar þessar leiðir eru bráðskemtilegar.
En þeim, sem fara hina síðarnefndu leið, vildi eg benda á, að til þess að fara ekki alveg sama veg til baka frá hellinum er mjög skemtilegt að ganga lítið eitt vestur, um hin svo nefndu Þrengsli. Þá sjá menn um leið hið fyrirhugaða vegstæði nýja þjóðvegarins austur, því hann á að liggja um Þrengslin fram með Raufarhólshelli og niður í Ölfusið.
Hellirinn dregur nafn sitt af hól nokkrum skamt frá hellismunnanum, sem Raufarhóll heitir. Grasi gróin lág liggur að hellismunnanum og gengur hellirinn ofan í hraunið úr norðurenda lágarinnar. Raufarhólshellir er um 1 km. að lengd.
Víðast er hátt undir loft í hellinum og fallegar hvelfingar sumsstaðar. Marga einkennilega dropasteina er þar að sjá bæði í lofti og á gólfi. En það skemtilegasta, sem þarna er að sjá, eru íssúlurnar, sem standa á víð og dreif um hellisgólfið. Þær eru gildar mjög og margar um mannhæðar háar og gætu verið verðir hinna huldu vætta, sem hellinn byggja.
– Þegar liður á sumarið minka íssúlur þessar mikið vegna hitans.
Raufarhólshellir.
Þótt merkilegt megi virðast hafði hellir þessi aldrei verið neitt rannsakaður fyr en árið 1909 að 5 ungir og röskir Reykvíkingar hjóluðu austur í Hveradali, en gengu síðan þaðan um Lágaskarð að Raufarhólshelli. Þeir rannsökuðu hellinn rækiliega; mældu og tóku myndir.
Í Raufarhólshelli.
Frásögn um ferðalag þeirra birtist í Ísafold þ. 21. júli 1909. Hér skal birtur hluti af þeirri frásögn: „Þjóðsögur hafa gengið um þenna hellir (þ. e. Raufarhólshelli) að hann sé eitthvert feiknaflæmi. Þær sögur kveiktu fyrir tveim árum forvitni í þrem mönnum hér, svo að þeir lögðu upp til að kanna hellinn. Einn þeirra var Sveinn Guðmundsson járnsmiður hér í bænum. Þeir komust 300 faðma inn í hellinn. Þá brast þá ljós, svo þeir urðu frá að hverfa. ‘
Á sunnudaginn var (þ.e. 18. júlí 1009) lögðu fimm piltar upp héðan úr bænum, til þess að kanna hellinn að nýju: Sveinn Guðmundsson, sá er nú var nefndur, Guðbrandur Magnússon prentari (nú forstjóri Áfengisverslunar ríkisins), Carl Ólafsson ljósmyndari, Páll Magnússon járnsmiður og Stefán Guðmundsson trésmiður. Þeir voru vel búnir að ljósfærum, höfðu með sér þrjú karbid-ljósker, og 10 faðma langt snæri til mælinga. Þeir komust inn um allan hellinn. Hann reyndist 508 faðma langur, um 10 faðma breiður að jafnaði og 10—35 álna hár, á að giska. Lengdin er álíka mikil eins og frá Læk (Lækjartorgi mundi nú vera sagt) hér í bænum austur að Mjölni (gamla mulningsverksmiðjan rétt fyrir innan vatnsþró).
Raufarhólshellir.
Auk þess eru þrír afhellar út úr honum, einn 26 faðma langur, annar 37 faðma, og þeir báðir allháir. Hinn þriðji er 50 faðma langur, en ekki nema um 2 álnir á hæð. Jarðföll eru þrjú, en öll á fyrstu 30 föðmum, þegar þeim sleppir, er myrkurgeymurinn óslitinn inn í botn. Einn þessara félaga (G.M.) hefir farið um Surtshelli — Honum fanst meira um Raufarhólshelli að ýmsu leyti.“
Tiltölulega fáir hafa farið í hellinn síðan að þessir framtakssömu Reykvíkingar rannsökuðu hann.
Þess má þó geta að árið 1915 gengu nokkrir menn frá Eyrarbakka í hellinn. Fóru þeir um hann allan og tóku þar margar myndir. í fyrravor fór Jón Víðis mælingam. í hellinn ásamt starfsfólkinu á Vegamálaskrifstofunni og tók hann þá ágæta mynd við eitt jarðfallið í hellinum. Einnig höfum við Skátarnir farið í hann nokkrum sinnum.
Og nú á næstunni mun Ferðafélag Íslands efna til farar í hellinn og ættu þá sem flestir Reykvíkingar að nota það ágæta tækifæri til að skoða hann.
Raufarhólshellir.
Hellirinn er ekki greiðfær. Stórgrýti og urð þekur botninn og verður því að gæta hinnar mestu varúðar þegar í hann er gengið. Einkum er nauðsynlegt að hafa góð ljós og vcra vel skóaður, því vei þeim, sem hætta sér á lágum götuskóm í slíkar göngur, því þeir munu misstíga sig og meiða.
Í Raufarhólshelli.
Eins og áður er minnst á, heitir hraun það, sem Raufarhólshellir er í Eldborgarhraun. Um það segir Þorv. Thoroddsen meðal annars í bók sinni „Lýsing Íslands, 2. b. bls. 129: Ýms líkindi eru til þess, að þetta hraun sé það, sem getið er um að hafi runnið árið 1000, þegar kristni var lögtekin á Íslandi. „Þá kom maðr laupandi, ok sagði, at jarðeldr var upp kominn í Ölfusi, og mundi hann laupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undr í at guðin reiðist tölum slíkum.“ Þá mælti Snorri goði; „Um hvat reiddust guðin þá, er hér brann hraunit, er nú stöndum vér á?“ Áður var það ætlun manna, að það hefði verið Þurárhraun, sem þá myndaðist, en hitt er líklegra, að það hafi einmitt verið Eldborgarhraun, sem þá brann.“ – Jón Oddgeir Jónsson —Lesb.
Sjá MYNDIR af Raufarhólshelli.
Heimild:
-Fjallkonan, 28. tbl. 24.07.1909, Raufarhólshellir, bls. 110.
-Ísafold, 46. tbl. 21.07.19.0, Raufarhólshellir, bls. 182.
-Lögberg, 26. tbl. 29.06.1933, Raufarhólshellir, bls. 2.
Raufarhólshellir.
Grísanes – Ásfjall – Dalurinn
Gengið var frá Haukasvæðinu áleiðis að Grísanesi. Sunnan við hraunkantinn er, að því er virðist, hlaðið gerði eða rétt. Þá átti að vera hlaðin rétt vestan í neshorninu, en hleðslurnar hafa greinilega verið notaðar í fjárhús eða beitarhús. Þær eru í landi Hvaleyrar.
Stekkur undir Hádegisskarði.
Efst í holtinu ofan við húsin er hlaðið skotbyrgi, sem nokkuð hefur verið raskað, en þó má enn sjá móta fyrir lögun þess og hleðslur. Skjólgarður er út frá byrginu til norðurs og vesturs og að inngangi austan hennar. Nokkru austar, sunnan í Grísanesi, er annað upphrófað skotbyrgi. Á milli byrgjanna eru tvær fallnar vörður, líklega landamerkjavörður milli Áss og Hvaleyrar.
Vestan undir hæðardragi norðan við Grísanes eru tvær tóptir hvoru megin við göngustíg, sem lagður hefur verið umhverfis Ástjörn, líklega sauðakofar frá Ási.
Gengið var eftir stígnum til austurs norðan undir hæðinni. Efst í henni norðantil er hlaðið byrgi er gæti hafa verið skjól eða aðhald. Borgin og aðhaldið hefur að öllum líkindum verið notað af Bretanum á stríðsárunum, en hann hafði bækistöðvar víðs vegar um þetta svæði. Víða má sjá smáhleðslur, en þær eru flestar með öðru handbragði en Íslendinganna.
Byrgi á Ásfjalli.
Austar, norðan undir öxlinni, eða rétt sunnan við þar sem Stórhöfðastígur og Hrauntungustígur liggja yfir öxlina, er Hádegisskarð. Þar er gömul borg, sem virðist hafa verið breytt í stekk. Hluti borgarhringsins sést þó enn þótt gróið hafi yfir hann að hluta. Tvær fallnar vörður eru á Grísanesi, en þó enn vel greinilegar.
Haldið var áfram upp á Ásfjallsöxlina og á Ásfjall, Efst á öxlinni á vinstri hönd er gömul borg, sem lítið er þó eftir af. Þegar komið er langleiðina upp að Ásfjallsvörðunni stóru er hlaðið stórt skotbyrgi undir klöppum er horfir til suðausturs. Hér gæti einnig hafa verið gamal fjárskjól að ræða, en Bretinn síðar notað það sem skjól. Hlaðið byrgi er líka norðvestan undir Ásfjallsvörðunni. Ásfjall er 125 metra hátt.
Grísanes – fjárhús.
Þar sem byrginu hefur verið hróflað upp má sjá hlaðinn gang liggja út frá vörðunni til norðurs og fram á brúnina. Enn eitt hlaðna steinbyrgið í hæðinni er skammt austan við vörðuna og horfir mót norðaustri. Tvö önnur eru þar skammt suðaustar í Ásfjallsöxlinni.
Í bakaleiðinni var gengið suður af fjallinu og komið niður í Dalinn. Hann er nokkuð gróinn þar sem hann liggur milli hlíðar og Hamraness. Austan í Dalnum eru grónir hraunbollar og í a.m.k. einum þeirra er gamall fjárhellir. Sjá má hlaðið opið inn undir skúta, en þakið hans er að mestu fallið niður.
Fjárskjólið í Dalnum.
Hellnahraun rann fyrir um 2200 árum og stíflaði afrennsli hennar til sjávar. Annars eru Hellnahraunin tvö ef vel er að gáð – hið yngra og hið eldra. Hið yngra eru um 1100 ára.
Ásbærinn stóð undir Ásfjalli um aldir, en var rifinn á áttunda áratug 20. aldar. Skammt sunnan við bæinn, undir klapparholti, er stekkur.
Frábært veður – Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Ásfjall og Grísanes – uppdráttur ÓSÁ.
Hvalreki
Nýlega rak dauðan hval, hrefnutarf, á Álftanesfjöru norðan Breiðabólstaðar. Slíkur hvalreki er ekkert einsdæmi hér á landi, enda þurfti fljótlega í upphafi byggðar að setja sérstakar reglur um eignarhald um hvalreköld.
Í hinni fornu lögbók Jónsbók er langur bálkur, rekabálkur, um hvali og hvalnytjar. Þar er m.a. kveðið á um að ef hval rekur á land er hann eign landeiganda, en ef í honum er hvaljárn eða spjót og rekur á land beri að skipta honum milli landeiganda, eiganda járnsins og fátækra.
Hvalreki á Seltjarnarnesi 1955.
Hvalreki við strendur Íslands var býsna algengur á árum áður og þótti í þá daga mikill happafengur. Algengar voru frásagnir af hvalreka sem björguðu heilu sveitunum frá hungri. Um hvalreka innan netlaga var fjallað í 54. landbrigðisþætti Grágásar, þar kom fram að landeigandi ætti reka fyrir landi sínu, þar á meðal hval.
Í Jónsbók er að finna sambærilegt ákvæði um hvalreka og verða hér rakin þau ákvæði sem enn gilda í íslenskum rétti. Í áðurnefndum 1. kapítula rekabálks Jónsbókar kemur fram að „hver maður á reka allan fyrir landi sínu, viðar og hvala, sela og fiska, fugla og þara nema með lögum sé frá komið“.
Á Vísindavef Háskóla Íslands var spurt: „Er Jónsbók enn í gildi í íslenskum lögum?“:
Hvalreki fyrrum.
„Stutta svarið við þessari spurningu er: Rúmur tíundi hluti lögbókarinnar frá 1281, sem nefnd hefur verið Jónsbók, er enn í lagasafni Íslands.
Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd á árunum 1262-4. Þjóðveldislögin giltu þá í landinu, það er Grágás. Konungur vildi skipta þeim lögum út fyrir eigin lögbók. Hann fékk lögleiddar tvær lögbækur með skömmu millibili. Fyrri lögbókin var nefnd Járnsíða og þótti ekki góð og gilti bara í um 10 ár. Betur tókst til með síðari lögbók konungs, sem lögleidd var á Alþingi árið 1281. Fljótlega var farið að nefna hana Jónsbók eftir aðalhöfundi hennar, Jóni lögmanni Einarssyni. Jónsbók var meginréttarheimild á Íslandi í meira en 400 ár.
Hvalreki við Garðskaga.
Upprunalega lögbókin, sem konungur lagði fyrir Alþingi árið 1281, er ekki lengur til en hún hefur varðveist í mörgum afskriftum. Reyndar er engin íslensk miðaldabók til í eins mörgum handritum og Jónsbók. Til eru 224 heil eða heilleg handrit af Jónsbók og 62 handritabrot. Elsta handritið er frá því fyrir 1300 (AM 134 4to) en fallegasta handritið er frá 1363 og er nefnt Skarðsbók (AM 350 fol.). Myndprentuð eftirgerð af Skarðsbók var gerð í tilefni 700 ára afmælis Jónsbókar árið 1981. Jónsbók var fyrsta bókin sem prentuð var á Íslandi, sem ekki var Guðsorðabók. Það var gert árið 1578 í Hólaprentsmiðju. Jónsbók hefur verið prentuð nokkrum sinnum síðan það er 1578, 1580, 1591 (Núpufellsbók, ekki er vitað hvenær hún var prentuð en talið er að það hafi verið einhvern tímann á bilinu 1582 til 1620), 1707, 1709, 1763 (dönsk þýðing Egils Þórhallssonar (1734-1789)), 1858 (Akureyrarútgáfan), 1885 (Gustav Storm í bókinni Norges gamle love), 1904 (fræðileg útgáfa), 1934 (ljósprentuð 1578 útgáfan), 1981 (Skarðsbók myndprentuð) og 2004 (fræðileg útgáfa).
Blaðsíða úr Jónsbók í myndprentaðri útgáfu Skarðsbókar frá 1981.
Í bréfi Magnúsar konungs, sem fylgdi Jónsbók, segir að bókinni sé skipt í 10 bálka. Hverjum bálki er svo skipt í marga kafla. Mjög snemma eða strax í Skarðsbók (1363) fór að bera á ýmiskonar ruglingi í bálka- og kaflaskiptingunni, sem ýmist erfðist í næstu útgáfur eða var leiðrétt og þá mismunandi eftir útgáfum eða skrifað var upp eftir öðrum handritum en Skarðsbók. Í það minnsta riðlaðist skipan bókarinnar og er því ekki að öllu leyti samræmi á milli Jónsbókarútgáfna hvað þetta varðar. Ekki er þó um stórvægilegan mun að ræða. Sem dæmi má nefna að Jónsbók frá 2004 er skipt í 13 bálka og 260 kafla en í Jónsbókarútgáfunni frá 1904 eru bálkarnir 10 og kaflarnir 251.
Eftir að einveldið komst á árið 1662 hvarf fljótlega síðasti snefill af löggjafarvaldi Alþingis til konungs. Enn meiri þáttaskil urðu þegar Kristján konungur fimmti setti lögbók fyrir Danmörku árið 1683 og fyrir Noreg árið 1687. Þessar lögbækur nefnast Dönsku og Norsku lög og var hvorugri ætlað að gilda á Íslandi.
Hvalreki við Eiðisgranda.
Á átjándu öld setti konungur nokkrar óljósar tilskipanir um gildi Norsku laga á Íslandi. Oft og tíðum var ekki kveðið nákvæmar að orði en það, að ákvæðin og heilu bálkarnir ættu að gilda eins og átt gæti við á Íslandi. Kastað var höndum til þessa verks vegna þess að lögbók átti fljótlega að taka gildi á Íslandi. Meinið var, að það gerðist aldrei. Stafaði af þessu hinn mesti glundroði og má segja að á 18. öldinni hafi næsta fáir kunnað skil á því, hvað væru í rauninni gildandi lög í landinu. Það leiddi til þess að dómar voru oft og tíðum byggðir á dönskum og norskum lögum, sem hvorki höfðu verið sett fyrir Ísland né birt hér. Hafði strax upp úr 1700 fjarað svo mjög undan Jónsbók, að Árni Magnússon (1663-1730) snupraði Björn Þorleifsson (1663-1710) Hólabiskup fyrir að láta prenta hana árið 1707. Árni segir í bréfi til biskups, að hann hefði ráðið frá því að bókin yrði prentuð og segir að margt í bókinni sé undarlegt og stór hluti hennar sé liðinn undir lok. Árni vildi samt fá eintak handa sjálfum sér og þá frekar tvö en eitt úr því að biskup var hvort sem er búinn að prenta bókina. Magnús Stephensen (1762-1833), dómstjóri Landsyfirréttar, lyfti grettistaki við að leysa úr réttaróvissunni. Þegar hann lést árið 1833 var réttaróvissunni að miklu leyti eytt.
Hvalreki við Þorlákshöfn.
Árið 1945 voru hlutar af 56 köflum Jónsbókar í lagasafninu. Árið 1983 voru kaflarnir 47 og hefur þeim ekki fækkað síðan þá. Jónsbókarákvæðin frá 1281 munu vera alveg einstök í lagasafni nú á dögum og minna á langa sögu Alþingis sem löggjafarstofnunar.
Flestir kaflar Jónsbókar í lagasafninu eru úr Búnaðarbálki (Landsleigubálki) og Rekabálki. Rekabálkur fjallar um hvalreka og rekavið. Sum Jónsbókarákvæðin, sem tilgreind eru í lagasafninu, eiga uppruna sinn í íslenska Þjóðveldinu það er eru komin úr Grágás. Það eru því til lagaákvæði í lagasafni Íslands sem hafa verið í gildi frá upphafi Íslandsbyggðar eða að minnsta kosti frá stofnun allsherjarríkis og Alþingis árið 930.
Nokkuð oft hefur verið vísað til Jónsbókarákvæða í Hæstaréttardómum. Venjulega er það í málum sem snerta ágreining um eignarrétt yfir landi eða um rétt til ýmiskonar landnytja, svo sem veiði, beitar og reka.“
Í „Landsyfirréttardómum og hæstaréttardómum í íslenskum málum“ frá 1895 er dómur um hvalreka. Málið höfðuðu bændur á Járngerðarstöðum gegn Oddi V. Gíslasyni, presti á Stað:
Hvalreki við Grindavík.
„Hinn 26. ágústmánaðar 1890 fannst dauður hvalur á floti fyrir utan Grindavík, og var hann af þeim sem fundu hann róinn í land á Járngerðarstöðum; hvalurinn var óskemmdur og 25 álnir að lengd milli skurða.
Afrýjendurnir, sem eru fyrirsvarsbændur á Járngerðarstöðum, ljetu skera hvalinn og skiptu honum í 3 hluti jafna: uppróðrarhlut til flutningsmanna, landshlut og skurðarhlut. Var þannig farið með hvalinn sem flutningshval eptir fyrirmælunum í 7. kap. J.bókar Rb. Hinn stefndi, sem hefur haldið því fram, að hvalurinn væri rekahvalur, taldi skipti þessi ólögmæt, og áleit, að það bæri að skipta hvalnum þannig: 1/3 hluta til uppróðrarmanna, en af hinum 2/3 hlutunum einum fjórðungi til Skálholts- og Staðarkirkju til jafnra skipta, ein um fjórðungi í skurðarhlut milli allra grasbýlismanna í Grindavík og tveim fjórðungunum til allra (7) jarðanna í Griudavík sem landhlut til jafnra skipta. Hinn stefndi höfðaði þá mál gegn áfrýjendunum út af hvalskiptum þessum og var það dæmt í aukarjetti Kjósar- og Gullbringusýslu 7. febr. 1892 á þá leið, að áfrýjendurnir skyldu allir fyrir einn og einn fyrir alla greiða hinum stefnda sjera Oddi Gíslasyni fyrir hönd kirkjunnar á Stað í Grindavík 1/8 — einn áttunda — úr 2/3 — tveim þriðju — hlutum hins umrædda hvals og hinum sama sem ábúanda á Stað 1/7 — einn sjöunda — hluta af 2/4 hlutum af hinum sömu 2 þriðjungum hvalsins, allt eptir mati óvilhallra manna; með sama dómi voru áfrýjendurnir dæmdir til að greiða 100 kr. í málskostnað og nokkur ummæli málsfærslumanns þeirra í varnarskjölum hans fyrir aukarjettinum voru dæmd dauð og ómerk. Að öðru leyti voru áfrýjendurnir sýknaðir fyrir aukarjettinum.
Hvalreki á Álftanesi 2021.
Nefndum aukarjettardómi Kjósar- og Gullbringusýslu hafa þeir Einar Jónsson, Sæmundur Jónsson, Eiríkur Ketilsson og Magnús Maguússon skotið til yfirdómsins með stefnu, útgefinni 9. júlí f.á., og krafizt þess, að dómurinn verði úr gildi felldur, að þeir verði algjörlega sýknaðir af öllum kærum og kröfum sjera Odds Gíslasonar, og að hann verði dæmdur til að greiða þeim allan sakarkostnað fyrir báðum rjettum með nægilegri uppbæð. Hinn stefndi, sjera Oddur Gíslason, sem befur haft gjafsókn í hjeraði og gjafvörn fyrir yfirdómi og skipaðan talsmann, hefur af sinni hálfu krafizt pess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, og að áfrýjendurnir verði allir fyrir einn og einn fyrir alla dæmdir til að greiða honum málskostnað fyrir yfirdómi að skaðlausu, svo og, að hinum skipaða málflutningsmanni verði tildæmd hæfileg málsvarnarlaun.
Hvalreki við Granda.
Hinn stefndi hefur eigi fundið neitt að því, að finnendum hvalsins var úthlutaður 1/3 hluti hans í uppróðrarhlut, en að öðru leyti hefur hann byggt kröfur sínar til hluta úr honum á ákvæðum í Wilchinsmáldaga, er segja svo: „að Staðarkirkja eigi 1/8 í hvalreka öllum í Grindavík milli Rangagjögurs og Valagnúpa“, og að því leyti hann sem ábúandi Staðar gjörir kröfur til landhutar, byggir hann það á venju, er á að vera sönnuð með ýmsum hvalrekavitnisburðum, uppskrifuðum árið 1657, en gefnum 1603 og 1627, svo og vitnisburðum um, hvernig hafi verið farið með hvalreka í Grindavík 1860 og 1878, en vitnisburðir þessir fara í þá átt, að landhlut af hval, sem rekur í Grindavík, sje skipt milli allra jarða þar, sem eru 7 að tölu. Ákvæðin í Wilchinsmáldaga, svo og hinir tilvitnuðu vitnisburðir, ræða að eins um rekahval, en áfrýjendurnir hafa stöðuglega haldið því fram, að hjer sje um flutningshval að ræ3a, er heimilt hafi verið að róa upp á Járngerðarstaðaland, og skipta þar á þann hátt, sem þeir gjörðu. Aptur á móti hefur hinn stefndi leitazt við að sanna það, að hvalurinn hafi fundizt í rekhelgi (fiskhelgi) Grindavíkur, og skýrir hann svo frá, að allar jarðir í Grindavík hafi sameiginlegan rjett, að því er rekhelgi snertir.
Hvalreki í Vogum.
Hinn stefndi heldur því fram, að hvalurinn hafi fundizt á þessum miðum: Djúpmið: Hásteinar mitt á milli Húsatópta og Sýrfells; Hásteinar um Tóptatúnshala; Austurmið, grunnmið: Varðan Sigga í Skotta — og hefur hann látið mæla vegalengdina frá miði þessu til næsta lands, Þórkötlustaðaness, og reyndist vegalengdin 4—500 faðmar(c: 353 mælisköpt á 4 álnir = 1412 ál.). Þá hefur dómarinn eptir beiðni hins stefnda útnefnt 2 menn til þess að athuga, hvort flattur þorskur sæist á bátsborði frá landi í 500 faðma fjarlægð, og hafa þeir gjört tilraun um það, og staðfest með eiði fyrir rjetti, að peir bafi sjeð fisk á borði í 540 faðma fjarlægð. Mælingum þessum hafa áfrýjendurnir mótmælt, og sjerstaklega hafa þeir haldið því fram, að mið þau, sem mælt hefur verið frá, sjeu eigi hin rjettu mið, þar sem hvalurinn fannst. Um þetta hefur hinn stefndi látið fram fara vitnaleiðslu, og hafa 4 vitni, einmitt menn þeir, sem reru hvalinn í land, gefið vitnisburð þar að lútandi. Eitt vitnið skýrði svo frá, að „er þeir komu fyrst að hvalnum, hafi varðan verið vestan til á miðja Vatnsheiði og djúpt af grunnbrún“; annað vitnið tjáist ekkert vita um það; þriðja vitnið segir, að hvalurinn hafi verið á grunnbrún, er þeir fyrst komu að honum, og 4. vitnið ber, að varðan hafi verið austarlega á Vatnsheiði. Með þessum vitnisburðum er það eigi sannað, að hvalurinn hali fundizt á miðum þeim, sem hinn stefndi hefur látið mæla frá vegalengd til lands.
Hvalreki við Garðskaga.
Hinn stefndi — en á honum virðist sönnunarbyrðin hvíla í þessu efni — hefur þannig eigi sannað það, að hvalurinn hafi fundizt í rekhelgi eða fiskhelgi — enda verða hinar framkvæmdu mælingar eigi álitnar lögmæt sönnun gegn áfrýjendunum, sem eigi voru kvaddir til að vera við þær — og virðist það því rjett, að farið hefur verið með hvalinn sem flutningshval, en í hinum framlögðu skýrslum er hvorki kirkju nje Stað í Grindavík eignaður hluti í hvölum þeim, sem fluttir eru á fjörur annara jarða í Grindavík (c: í flutningum). Það ber því að sýkna áfrýjendurna fyrir kærum og kröfum hins stefnda í þessu máli. Málskostnaður fyrir báðum rjettum þykir eiga að falla niður. Sem gjafsóknarmál hefur málið verið rekið forsvaranlega í hjeraði, og fyrir yfirdómi hefur málsvörnin verið lögmæt.
Því dæmist rjett að vera: Afrýjendurnir, Einar Jónsson, Sæmundur Jónsson, Eiríkur Ketilsson og Magnús Magnússon eiga að vera sýknir fyrir kærum og kröfum stefnda sjera Odds Gíslasonar í þessu máli. Málskostnaður falli niður.“
Heimildir:
-Jónsbók, rekabálkur, kap. 1.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=31477
-Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenskum málum 01.01.1895, Hvalreki, nr. 28/1892, bls. 324-328.
Hvalreki á Álftanesi 2021.
Geitafellsrétt
Geitafellsrétt (Selsvallarétt/Gjáarrétt) er undir Réttargjá suðaustan við Heiðina há, þar sem gjáin rís hæst. Um er að ræða nokkra dilka og almenning, auk leiðigarðs. Veggirnir standa nokkuð heillegir. Þegar Geitafellsrétt var aflögð um aldamótin 1900 var hlaðin rétt á Vörðufelli í Strandarheiði. Hún þótti erfið til rekstrar svo Selvogsréttin nýrri (Girðingarrétt) var hlaðin í heiðinni milli Hnúka og Urðarfells (Svörtubjarga). Réttin sú hefur einnig verið nefnd Gamlarétt, en hún var aflögð árið 1957.
Geitafellsrétt – uppdráttur ÓSÁ.
Í Örnefnaskráningu Gísla Sigurðssonar, yfirfarinni af Eyðþóri Þórðarsyni frá Torfabæ í Selvogi, fyrir Nes segir m.a.:
„Austur af Hnúkunum er komið á svæði, sem einu nafni er kallað Gjárnar eða Á Gjánum. Þetta svæði er milli Hnúka og Geitafells. Um það liggja gjár, sem það dregur nafn af. Þær liggja allar í sömu átt, frá Geitafelli. Austust og næst landamerkjum er Nesgjá. Vestar og nær Geitafelli er Réttargjá. Við hana var áður fyrr rétt, Geitafellsrétt, austur undir Geitafelli. Það var fyrrum aðalrétt Selvogsmanna og Ölfusinga. Við
austurenda Réttargjár eru Selsvellir alveg inn undir Geitafelli. Það var slægjuland frá Nesi. Þar fékkst gott hestahey. Götugjá er neðsta gjáin“.
Götugjá hefur einnig verið nefnd Nesgjá. Milli hennar og Geitafells eru tóftir sels vestan undir hraunhól.
Í Örnefnaslýsingu Gísla um Selvogsafrétt, einnig yfirfarinni af Eyþóri, segir:
Geitafellsrétt.
„Nesgjá er austust af gjánum, næst hreppamörkum. Réttargjá er vestar og nær Geitafelli Þar austur undir fellinu er Geitafellsrétt, en þar var fyrrum aðalrétt Selvogsinga og Ölfusinga“.
Í Þjóðólfi 1875 eru „Auglýsingar„. Þar er getið um Geitafellsrétt sbr:
„Um leið og eg geri almenningi kunnugt, að eg samkvæmt tilmælum amtmannsins yfir suðr- og vestrumdœminu hafi verið skipaðr lögreglustjóri til upprœtingar fjárklábans í suðurhluta Gullbringusýslu, í Selvogi og í Út-Ölfusinu inn fyrir Hjallahverfið, skal hér með skorað á fjáreigendr þá, sem kindr kynnu að eiga í réttum þeim, sem sótt er að úr þessu lögsagnarumdœmi mínu, að koma sem tímanlegast, að réttunum og hirða kindr sínar. Mun almenn skoðun á réttarfenu, fyrr en er dregið, fara fram í Gjáarrétt mánudaginn 20. p.m., í Geitafellsrétt þriðjudaginn 21. s. m. og í Hveragerðisrétt miðvikudaginn 22. s.m. Allar kindr þær, sem þá finnast með kláða eðr kláðavotti, munu samkvæmt 4. gr. tilsk. frá 5. jan. 1866 verða stranglega aðskildar frá hinu fénu og skornar þegar stað við réttina, ef eigandinn er ekki við til að hirða þær á tryggjandi hátt, svo að þær ekki nái samgöngum við annað fé, eða ef enginn annar vill taka þær að sér til hirðingar…“. – Reykjavík 15. september 1875, Jón Jónsson.
Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi, Áfangaskýrsla I“, segir um Geitafellsrétt:
Geitafellsrétt – uppdráttur í Aðalskráningu fornleifa í Ölfusi.
„Geitafellsrétt er rúma 11,5 km norðaustan við [Nes í Selvogi]. Á heimasíðu FERLIS segir: „Geitafellsrétt (Selsvallarétt) er undir Réttargjá þar sem hún rís hæst. Um er að ræða nokkra dilka og almenning. Veggirnir standa nokkuð heillegir. Þegar Geitafellsrétt var aflögð um aldamótin 1900…“.
Umhverfis réttina er grasivaxið svæði. Til vesturs rís hamraveggur gjárinnar. Mosavaxið hraun er til austurs. Réttin er 34×20 m að stærð, snýr norðursuður og er í aflíðandi halla til austurs. Hún skiptist í fimm hólf og aðrekstrargarð. Réttin er sem fyrr segir hlaðin upp við vesturvegg Réttargjár og er grjóthlaðin. Veggirnir eru 0,5-1,2 m á hæð og má sjá 3-5 umför grjóthleðslu í þeim. Lýsingin hefst nyrst, í hólfi 1. Það er 15×7 m að innanmáli og snýr norðursuður. Tvö op eru inn í hólfið, eitt til norðurs inn í hólfið en hitt til suðvesturs, yfir í hólf 2. Réttargjá afmkar hluta af vesturvegg og er bjargið um 10 m hátt. Þetta er líklega almenningurinn. Hólf 2 er vestan við hólf
Varða á Réttargjá.
1. Það afmarkast af hamravegg gjárinnar til vesturs, stórgrýti til austurs en hlaðnir veggir eru til suðurs. Hólfið er þríhyrningslaga, 12×6 m að stærð og snýr norður-suður. Op er sem fyr segir til austurs yfir í hólf 1 og annað til suðurs, yfir í hólf 4. Hólf 3 er sunnan við hólf 1. Það er minnst í réttinni og ekki sér móta fyrir opi þar inn. Hóflið er 7×7 m að stærð og er einnig þríhyrningslaga. Það mjókkar til vesturs. Hólf 4 er sunnan við hólf 2 og 3. Það er 14×8 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op er á miðri suðurhlið, annað til norðurs, yfir í hólf 2 og hið þriðja til vesturs í hólf 5. Suðurhlið hólfsins er hrunin að mestu. Hólf 5 er vestan við hólf 4. Það er undir klettavegg gjárinnar og inn á milli bjarga sem þar eru. Hólfið er 4×1 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Til norðausturs frá hólfi 3 er 35 m langur aðrekstrargarður. Hann er grjóthlaðinn, 1 m á breidd og 0,3-0,6 m á hæð.“
Heimildir:
-Nes- Örnefnaskrá, Gísli Sigurðsson og Eyðþór Þórðarson frá Torfabæ í Selvogi.
-Selvogsafréttur, Örnfanaskrá, Gísli Sigurðsson og Eyðþór Þórðarson.
-Þjóðólfur, 27. tbl. 20.09.1875, Auglýsingar, bls. 109-110.
-Aðalskráning fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands 2015, bls. 108-109.
Geitafellsrétt. Geitafell fjær.
Heiðin há – Þorvaldur Thoroddsen
Í Andvara 1884 er frásögn Þorvaldar Thoroddsens af ferð hans á Heiðina há ásamt séra Ólafi, presti á Vogsósum, undir fyrirsögninni „Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883„:
Heiðin há – gígurinn (loftmynd).
„Upp af Selvogsheiði er fjarskamikil hraunhunga, sem kölluð er »Heiðin há«. þangað fórum við með sjera Ólafi frá Vogsósum. Heiðin há er 2030 fet á hæð, goysimikil flatvaxin eldfjallsbunga, lik í lögun og Skjaldbreiður; hún er hlaðin upp úr óteljandi, gömlum hraunlögum suður af Bláfellshlíðum ; hallast hún jafnt og pjett niður að Selvogsheiði (3°), og eru margar og langar gjár í lægðinni, þar sem þær mætast. Efst er Hrossagjá; hún er styzt, og er utan í heiðarhlíðinni sjálfri; þar næst Strandagjá, mjög löng, nær frá Svörtubjörgum upp undir Geitafell; svo er Rjettargjá ; hún byrjar í slakkanum milli heiðanna, og nær upp í Geitafell; og syðst er Götugjá (eða Nesgjá); hún nær frá sjó yfir hlíðina á Selvogsheiði upp í Lambafellshraun fyrir noðan og austan Geitafell; neðri (syðri) brúnin, sem er utan í Heiðinni há, er lægri, svo landið hefir auðsjáanlega sigið í slakkanum milli heiðanna.
Heiðin há – gjár.
Þegar við fórum upp á »Heiðina há«, fórum við upp Grindaskarðaveg upp að Hvalhnúk, og riðum svo þar upp á sjálfa heiðarbunguna. Efst á heiðinni markar fyrir gígnum, sem öll þau fjarskalegu hraun hafa komið úr, sem mynduðu heiðina. Gígurinn er nú fullur af hrauni, en hefir verið afarstór, sem sjá má af leifum þeim, sem eptir standa af gígröndinni; það eru dálitlir hraunhnúkar, sem standa í kring; gígurinn hofir verið allt að 100 faðmar að þvermáli; sunnanverðu við þenna gíg er að auki 2 eða 3 bollar miklu minni, hálffullir af hrauni. Sjálf er heiðin mjög stór um sig; eintóm gömul hraun, með holum og gjótum og hallast lítið, 2°, til vosturs, og 3° til austurs.
Heiðin há – jarðfræðikort Ísor.
Heiðasljetturnar milli »Heiðarinnar há» og Brennisteinsfjalla eru einn storkinn hraunsjór; hafa þessi hraun flest fallið ofan úr austurhallanum á Brennisteinsfjöllunum, því þar eru stórir gígir svo tugum skiptir allt norður fyrir Grindaskörð: Úr þessum hraunum hafa straumarnir komið, er fjellu niður hjá Stakkavík og Herdísarvík. Gömlu hraunin í Selvogi, sem víðast eru nú mjög sandorpin, eru flest komin úr Selvogsheiði, og saman við þau hafa að ofan runnið hraun úr Heiðinni há. Austan við Heiðina há, milli hennar og Meitla og Geitafells að austan, tekur við vestri armurinn af Lambafellshrauni. Við fengum bezta veður, og útsjónin var ágætlega fögur; landið lá eins og uppdráttur fyrir fótum vorum, allt austur í Eyjafjöll og norður yfir Faxaflóa.
Heiðin há – jarðfræðikort.
Sunnanlandsundirlendið allt og stórárnar sáust einkar vel, eins og grænn dúkur með silfruðum hríslum; Vestmannaeyjar lyptust upp af hyllingunni, og Snæfellsjökull norðan við flóann blasti við eins fagur og hann er vanur; langt upp á landi rís Skjaldbreiður við himin, og jöklarnir með hvítleitum bjarma. Norðan við Heiðina há eru Bláfjöll, eða rjettara sagt; norðurbrún hennar styðst upp að Bláfjöllum. Það er mikill og langur fjallgarður og hár (um 2200 fet); frá þeim gengur hálsarani suður lægðina milli Heiðarinnar há og Brennisteinsfjalla, sem heitir Ásar; Hvalhnúkur er einn af þeim ásum.“
Ólafur Þorvaldsson skrifaði um Grindarskarðsveginn í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943. Frásögn hans tekur við þar sem lýsing Þorvaldar sleppti:
Í Heiðinni há – Bláfjöll fjær.
„Þegar lagt er upp úr Stóra-Leirdal, er strax farið upp allbrattan háls, með nokkrum aðdraganda austur af. Er þetta Hvalskarð.
Suðvestur af Hvalskarði er Hvalhnjúkur, mjór og allhár, en frekar þunnur. Ekki þætti mér ólíklegt, að nafnið sé dregið af lögun hnjúksins, svo mjög minnir hann á bak stórhvelis að allri lögun. Annars segir þjóðsagan, að tröllkona norðan af fjalli hafi farið til fanga í Selvog og komið þar á hvalfjöru og haft þaðan með sér það, sem hún treysti sér til að komast með, en til hennar sást og hún elt. Varð henni allerfið undankoman, og náðist hún í skarði því, sem síðan er nefnt Hvalskarð og hnjúkurinn þar suður af Hvalhnjúkur, sem fyrr er getið.
Efst í Heiðinni há.
Þegar austur úr Hvalskarði er komið, taka við Hvalskarðsbrekkur til vinstri handar, en Lágahraun, með háum, strjálum hólum, til hægri handar. Hvalskarðsbrekkur liggja í suður- og suðvesturdrögum víðáttumikillar heiðarbungu, er nefnist Heiðin há. Ekki er mikill gróður uppi á Heiðinni há. Grámosi er þar fyrirferðarmestur, og liggur hann yfir hálfbrenndum grjóturðum.
Fjallið eina.
Mishæðalaus má heiðin teljast, en dregst að toppi á alla vegu, og heitir efsti toppur hennar Kerlingarhnjúkur og er 62 6 m hár. Útsýni í björtu er allmikið og oft fagurt af heiðartoppnum, en þó sést ekki það fegursta, sem Heiðin há hefur að bjóða, — en menn vita aðeins af því kringum sig — það er nafn heiðarinnar, það er einkennilega fagurt, í senn fornlegt og skáldlegt. Að velja einmitt þetta nafn, en ekki t.d. Háaheiði eða eitthvað þvílíkt, lýsir því, hvað sá, sem skírði, hefur verið mikill snillingur í nafngiftum á örnefni, og sennilegt er, að fleiri fögur og sérkennileg örnefnaheiti um þessar slóðir eigi til sama manns að telja. Má þar nefna Fjallið eina, sem sver sig greinilega í sömu ætt.
Þegar Hvalskarðsbrekkum sleppir og komið er nokkuð austur með heiðarbrekkunum, er stór, stakur hraunhóll vestur við veginn, Þorvaldshóll. Litlu austar, þegar brekkunum sleppir, eða þær lækka svo, að útsýn opnast til norðausturs, blasir við í þeirri átt allstórt fell, Urðarfell.“
Sjá einnig HÉR.
Heimildir:
-Andvari, 1. tbl. 01.01.1884, Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883, Þorvaldur Thoroddsen, bls. 23-24.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 01.01.1943, Grindaskarðavegur – Ólafur Þorvaldsson, bls. 102-103.
Kerlingarhnúkur – Geitafell fjær.