Skreið var sameiginlegt nafn á hertum fiski, hverrar tegundar sem var. Telja fróðir menn það dregið af skriði fiskjarins, sem nú – og fyrr – er kallað ganga, og að vísu er það rétt, að í rauninni skríður fiskurinn áfram fremur en gengur, eftir venjulegri notkun þessara orða, og enn í dag er notað orðið smáskrið um litlar fiskgöngur.

Það hefur verið svo frá fornöld, eins og Íslendingasögurnar sýna, að allt fram að síðustu aldamótum (skrifað 1928), að sérhver bóndi hefur kappkostað að afla sér nægrar skreiðar til heimilsneyslu. Raunar vissu menn þá ekkert um efnafræði- og vísindalegan hátt um gildi ósoðins matar eða um nein bætiefni. Ekki mun mönnum heldur hafa verið ljóst, hversu góð áhrif harðfisksátið hafði á tennurnar og þar af leiðandi á meltinguna og allt heilsufarið, en hitt fundu þeir af sjálfum sér, að skreiðin var ómissandi fæða. Hún var drjúgur matur, næringarmikill, saðsamur, þurfi litla matreiðslu og geymdist vel, enda var engin matvara eins eftirsótt og í öðru eins uppáhaldi og skreiðin. Það sýna – auk þess kostnaðar ferðir og öll fyrirhöfnin, sem lagt var í til að afla hennar – ýmsar þjóðsagnir og þjóðtrú. Það var t.d. trú sumra manna, að ef ávallt væri til á heimilinu hertur ufsi, þá yrði aldrei fisklaust.

Verðandi harðfiskur; skreið…
Útilegumönnum uppi í afdölum og tröllunum í fjöllunum og krökkum þeirra var ekki unnt að veita meiri góðgerð en að gefa þeim að smakka harðan fisk, sem svo var oftast launar allríflega.
Því hefur verið haldið fram, að Íslendingar hafi fyrr á tímum notað harðfisk í brauðs stað, en það er ekki að öllu leyti rétt. Þeir höfðu nægilegan manndóm til að afla sér ýmissa fæðitegunda úr jurtaríkinu hérlenda og létu sér enga lægingu þykja að neyta þeirra.

Forn lestargata millum Selatanga og Selvogs.
Fulltíða karlmanni var skammtað í máltíð fjórði hluti af meðalþorski, en kvenfólki og unglingum minni fiskstykki og svo sem hnefafylli af sölvum eða bútur af hvannarót. Viðbitið var súrt smér, því nýtt smér var talið ódrýgra. Þeir, sem illt áttu með að tyggja harðan fisk, þó að hann væri lúbarinn, fengu hann bleyttan í sýru. Oft var roð, sporðar, uggar og þorskhausabein vandlega hreinsuð, látin saman við skyrsafnið á sumrin og skömmtuð svo á veturna með súrskyrinu, sem þar að auki var drýgt með skornu káli.

Skreiðalest.
Allmiklir erfiðleikar voru á því að afla sér skreiðar fyrir þá, sem bjuggu fjarri fiskverunum. Til þess þurfti fyrst og fremst að takast á hendur löng og erfið ferðalög, hafa ráð á traustum hestum, vel útbúnum, og eiga nægan kaupeyri, ef skreiðinm var ekki afli útróðramanna frá heimilinu. Þessar ferðir voru kallaðar skreiðarferðir, og tímabilið, sem þær stóðu yfir, ásamt aðalkaupstaðarferðinni, hét lestirnar.
Þegar komið var að Jónsmessu – eða fyrr, ef vel áraði og nægilega var sprottið til þess, að góðir hagar væru á áfangastöðum – og hross komin í góð hold, var farið að búast til skreiðarferða. Var þá fyrst að aðgæta reiðinga og laga þá eftir þörfum. Venjulega voru það melreiðingar, sem notaðir voru í langferðir. Meljan var fóðruð innan með grófu vaðmáli, en að utan með skinni, og dýnur eins að autan. Í klyfberum voru ávallt leðuróla-móttök, og beisli úr taglhári með trétyppi á taumsendum með bú- eða fangamarki eigandans. Ef ekki voru tiltækir hestar þurfti að fá þá leigða. Kostaði hver hestur 20 fiska (1928).
Hinn tiltekna dag var svo lagt af stað. Þá var farið úr hlaði og öruggt, að vel færi á hestunum, tók ferðamaðurinn ofan höfðufat sitt og las ferðabænina, faðirvor og signingu.
Vegir voru þá ekki annað en slitróttir götutroðnigar í ótal krókum. Eftir þeim var oftast farið. Þótti góðs viti, ef smáfugl trítlaði götuna á undan lestarmanni, og því betra því lengra. Má vera, að nafnið auðnutittlingur stafi af því.
Að austan var farið eftir Hafnarskeiði, yfir Selvogsheiði til Vosgósa, eða þangað beint af Hafnarskeiði um Sandamót, fyrir neðan heiðina. Fyrir vestan Vogsósa er Víðisandur, en fyrir vestan sandinn eru sléttar klappir (Hellisvörðustígur), merkilegar fyrir það, að í þær hafa myndast götur hverjar við aðra, líkt og á vallendisgrundum og eru svo djúpar, að sumsstaðar nemur fullvöxnum manni í kálfa. Þarna hefur eitilhörð klöppin slitnað svona undan margra alda hrossaganginum íslenska.

Sýslusteinn.
Vegurinn liggur framhjá Herdísarvík til Krýsuvíkur. Á þeirri leið er Sýslusteinn, sérstakur stór klettur. Þar eru sýsluskil Árness- og Gullbringusýslu. Skammt þaðan eru tvær vörður, er heita Krýs og Herdís. Eru það þær einu beinakerlingar á suðurleiðum. Voru skjallhvítar beinpípur hér og hvar á milli steinanna, og oftast í einhverri þeirra vísa, kveðin undir nafni kerlingarinnar um einhvern er ætla mátti, að færi um síðar. Ekki voru vísur þessar skrautritaðar, en þó allvel skiljanlegar. Flestar voru þær yfirgripsmeiri, nafnorð hipsurlausari og lýsingar allar miklu stórfelldari heldur en ætla má, að nútíðar snoðklipptar “frökenar” þyldu að heyra – jafnvel þótt sætkenndar væru. En gömlu mennirnir þoldu að heyra vísur þessar, þótti gaman að fá þær, og jafnvel meira sem þær voru mergjaðri.

Arnarfellsvatn.
Í Krýsuvík var síðasti áfangastaðurinn, áður en lagt væri á Suðurnes. Þar er fagurt og frjósamt, en oft vætusamt.
Frá Krýsuvík var svo haldið út yfir Krýsuvíkurhálsa. Var það vondur vegur, apalhraun og brattir móbergshálsar á milli.
Ein af hraunkvíslum þessum heitir Ögmundarhraun, og er það kennt við einhvern Ögmund, sem á að hafa rutt vegnefnuna gegnum hraunið. Leiði hans er sýnt austast í hrauninu. Um veginn í Ögmundarhrauni, eins og hann var þá og fyrr, er til þessi vísa:

Ögmundarhraun – dys Ögmundar.
“Eru í hrauni Ögmundar
ótalmargir þröskuldar,
gjótur bæði og grjótgarðar,
glamra þar við skeifurnar.”
Önnur hraunkvísl þar heitir Leggjabrjótur, og er það rétnefni. Þar sunnan við veginn niðri við sjóinn er hin forna fisksæla verstöð Selatangar, sem nú er fyrir löngu aflögð. Vestan til í hálsinum er allmerkilegur klettur. Er það sérstakur hraunstandur rétt við veginn.
Utan í honum eru þrjár hraunblöðrur, opnar að ofan til, oftast fullar af regnvatni og þannig settar, að hæð hinnar efstu svarar til þess, að vaxinn maður geti drukkið úr hanni standandi, en hestur úr þeirri í miðið og hundur úr hinni neðstu. Er víst um það, að þarna hefur margur fengið þráðan svaladrykk, enda heitir kletturinn Drykkarsteinn.

Drykkjarsteinn.
Skammt frá Drykkjarsteini skiptust vegirnir suður á Suðrunes, Vogana og Vatnsleysuströndina. Í þau héruð var helst sótt til skreiðarkaupanna, því þar bjuggu stórbændur og útgerðarmenn miklir, er áttu mikið af skeið, er þeir létu til sveitamanna í vöruskiptum. Meðal hinna helstu manna voru þeir Einar Jónsson í Garðhúsum Í Grindavík og Sæmundur á Járngerðarstöðum, bróðir hans. Þá Guðmundarnir í Auðnum og í Landakoti og Lárus læknir Pálsson í Sjónarhóli.

Skreiðarlest í Ögmundarhrauni.
Þegar komið var suður í þessi héruð, skiptu menn sér niður til skreiðarkaupanna. Flestir sveitabændur, sem búnir voru að kynna sig, áttu einhverja sérstaka skiptavini. Verslun milli manna var aðeins vöruskipti, en viðskiptavinirnir lögðu eigi kapp á að græða hver af öðrum, heldur einungis að fullnægja þörf hvers annars, svo sem þeim var auðið, og láta ekki hallast á sig um útlánin. Sveitabóndinn kom með smjör, tólg, skinn og hangið kjöt, en sjávarbóndinn lét skreið “upp á hestana”, hvort sem það nam vöru hins í það sinn eða ekki. Næsta haust sendi svo sveitabóndinn skiptavin sínum sláturfé eftir ástæðum.

Fiskhjallur á Bala.
Fiskverðið var lagt til grundvallar þannig að smjör kom fyrir 20 fiska fjórðungurinn, tólg fyrir 10 fiska fjórðungurinn, hangikjöt fyrir 10 fiska fjórðungurinn, sauðskinn fyrir 5 fiska skinnið, kálfskinn fyrir 5 fiska skinnið og sauður fyrir 40 fiska lagsauður.
Best þótti, að það væri freðfiskur, en mjög var sóst eftir að fá rikling, sem naumast þekktist annars staðar en í Höfnum, en einnig hinn hjallþurrkaða ágæta haustfisk, sem helst fékkst í Garðinum og á Vatnsleysuströnd.
Eftirsóknin eftir þorskhausum byrjaði fyrst eftir að annað harðræði fór að verða ófáanlegt, þegar allur fiskur var saltaður.

Skreiðalest.
Þegar nóg skreið var fengin upp á lestina, annað hvort með kaupum eða hlutaafla, eð hvorutveggja, byrjaði hin þreytandi og erfiða vinna, er þessum ferðalögum fylgdi. Á meðan menn dvöldu á Suðurnesjum urðu þeir að flýta sér sem mest mátti verða, vegna gras- og vatnsleysis fyrir hrossin.
Lagt var á klyfjar þannig, að af harðfiski fóru um 60-70 í baggann, en af haustfiski fóru um 600 á hestinn, voru þær klyfjarnar vafðar netariði og kistubundnar, en af meðalþorskhausum fóru 120 í klyfið eða 240 á hestinn. Einstöku útróðrarmaður reif hausa sína áður en hann fór úr verinu, þannig að öll bein voru tekin úr hausunum, en allur fiskurinn hélt sér í heilu lagi, það hét að sekkrífa. Þurfti til þess sérstaka kunnáttu og var erfitt verk, en af þannig rifnum hausum fóru um 800 í sekk, sem var hæfilegur baggi.
Þegar allt var tilbúið, var lagt af stað heimleiðis. Nú var áríðandi að láta fara vel á, meðan klyfjar og reiðingar voru að jafna sig. Að því bjó síðan öll heimferðin.

Kolviðarhóll – sæluhúsið 1844.
Á Kolviðarhóli hafði verið byggt svokallað sæluhús haustið 1843, af samskotum úr nærliggjandi héruðum, fyrir milligöngu Jóns bónda á Elliðavatni og fleiri. Hús þetta var kofi byggður úr torfi og grjóti og þakinn torfi. [Kannski ekki allskostar rétt]. Loft var í honum og á því nokkur flet til þess að liggja í. Niðri var húsið óskipt ætlað hestum. Naumast var hús þetta annað en nafnið. Á loftinu var allt skemmt, sem hægt var að skemma.
Ferðalög þessi voru ærið þreytandi, en svo fór einn góðviðrisdaginn, að ferðamenn sáu heim til sín. Kyrrt var yfir öllu, og frá heimilinu var sem legði undurþægilegan yl og eitthvað, sem byði ferðamanninn svo ástúðlega velkominn til hvíldar eftir ferðalagið. Það gat naumast hjá því farið þá, að hugur mannsins fylltist þakklæti fyrir handleiðsluna á ferðinni og lofgjörð fyrir að fá að vera kominn heim heill heilsu, og með bjargræði handa sér og sínum.
Sjá einnig MYNDIR.
Heimild:
-Oddur Oddsson – Sagnir og þjóðhættir – 1941.

Suðvesturland – bæklingur
Í bæklingi ferðaþjónstunnar segir m.a.: „Suðvesturland nær sunnan frá Herdísarvík yfir allan Reykjanesskaga og inn að Botnsá í Hvalfirði. Í landshlutanum eru stærstu þéttbýlisstaðir á Íslandi og þar býr mikill meirihluti þjóðarinnar.
Reykjanesskagi – Hans Erik Minor 1788.
Suðurströnd Reykjanesskaga er lítt vogskorin og náttúrulegar hafnir því fáar. Víða ganga allhá björg í sjó fram, í þeim eru heimkynni fugla. Átta sjómílur suðvestur af Reykjanesi er Eldey, lítil móbergseyja, þar sem er þriðja mesta súlubyggð í heiminum. Rosmhvalanes, nú oftast nefnt Miðnes, heitir skaginn sem gengur norður frá Ósabotnum og er Garðskagi ysti hluti hans. Faxaflóaströndin er lág en á nokkrum stöðum ganga allhá björg í sjó fram, eins og t.d. Vogastapi. Reykjanesfjallgarður liggur eftir endilöngum skaganum. Hann er þakinn gróðursnauðum hraunum og land til ræktunar er lítið. Þar eru hvorki ár né lækir vegna þess að rigningarvatn hripar jafnóðum niður í hraunin. Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið, það er afrennslislaust ofanjarðar.
Sveifluháls – móbergsmyndanir.
Aðalbergtegund í fjöllum er móberg en grágrýtisbreiður eru á Miðnesi og í Vogastapa. Eldstöðvar eru margar og jarðhiti er mjög mikill á Reykjanesi, í Krísuvík og Svartsengi norðan Grindavíkur. Þaðan liggur hitaveita um öll Suðurnes og þaðan kemur heita vatnið í Bláa lónið sem er orðið einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Landið breytir um svip þegar Suðurnes eru að baki. Þá eykst gróður, einkum er gróðursælt þegar kemur norður um Kjalarnes og Kjós. Faxaflóaströndin er lág og vogskorin og víða eru hafnir frá náttúrunnar hendi. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes ganga í sjó fram en milli þeirra eru firðir og vogar.
FERLIRsfélagar ganga á Esju,
Eldstöðvar eru nokkrar í Kjósarsýslu, berggrunnurinn hlóðst upp á ísöld og nútíma. Elsta eldstöðin var virk á Kjalarnessvæðinu fyrir um 2,5 milljónum ára. Um sunnanverða sýsluna er móberg aðalbergtegundin en blágrýti og líparít eru í Esju og nálægum fjöllum. Grágrýtisbreiður eru í nágrenni Reykjavíkur og uppi á Mosfellsheiði. Jarðhiti er mikill og eru mestu jarðhitasvæðin á Reykjum í Mosfellsbæ og í landi Reykjavíkur. Heitt vatn hefur lengi verið virkjað til að hita upp hús og til ylræktar.
Ár eru fáar og ekki vatnsmiklar. Mestar eru Elliðaár og Laxá í Kjós. Lax gengur í þær og ennfremur í Úlfarsá, Leirvogsá, Bugðu, Brynjudalsá og Botnsá.
Sjá má bæklinginn Reykjanes-bæklingur-II.
Esja – örnefnasjá.
Skreið III
Skreið var sameiginlegt nafn á hertum fiski, hverrar tegundar sem til var. Telja fróðir menn það dregið af skriði fiskjarins, sem nú – og fyrr – er kallað ganga, og að vísu er það rétt, að í rauninni skríður fiskurinn áfram fremur en gengur, eftir venjulegri notkun þessara orða, og enn í dag er notað orðið smáskrið um litlar fiskgöngur. Skriðið heldur áfram við endurnýjun fiskjarins.
Skreiðarhjallur.
Það hefur verið svo frá fornöld, eins og Íslendingasögurnar sýna, að allt fram að síðustu aldamótum (skrifað 1928), að sérhver bóndi hefur kappkostað að afla sér nægrar skreiðar til heimilsneyslu. Raunar vissu menn þá ekkert um efnafræði- og vísindalegan hátt um gildi ósoðins matar eða um nein bætiefni. Ekki mun mönnum heldur hafa verið ljóst, hversu góð áhrif harðfisksátið hafði á tennurnar og þar af leiðandi á meltinguna og allt heilsufarið, en hitt fundu þeir af sjálfum sér, að skreiðin var ómissandi fæða. Hún var drjúgur matur, næringarmikill, saðsamur, þurfi litla matreiðslu og geymdist vel, enda var engin matvara eins eftirsótt og í öðru eins uppáhaldi og skreiðin. Það sýna – auk þess kostnaðar ferðir og öll fyrirhöfnin, sem lagt var í til að afla hennar – ýmsar þjóðsagnir og þjóðtrú. Það var t.d. trú sumra manna, að ef ávallt væri til á heimilinu hertur ufsi, þá yrði aldrei fisklaust.
Eldvörp – undanskotageymslur Grindvíkinga á 18. öld.
Á harðindaárum 16. og 17. aldar beittu Grindvíkingar t.d. þeim brögðum að koma undan fiski Skálholtsstóls, sem þá átti nánast allar jarðir á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Íbúar Grindavíkur voru þá annað hvort leiguliðar eða þurrabúðafólk (tómthúsfólk).
Á 19. öld snerist nánst öll fiskverkun Hafnfirðinga um skreiða- og salfiskverkun. Trönuhjallar voru nánast hvert sem var um litið í ofanverðum hraununum…
HÉR má sjá myndir af fyrrum fiskhjöllunum.
Hafnarfjörður – loftmynd 1958. Fiskhjallarnir virðast hvarvetna.
Skreið II
Það var við hæfi að fara í sérstaka „Hjallaferð“ á föstudaginn langa. Föstur í kaþólskum sið voru helstu forsendurnar fyrir skreiðavinnslu og fiskútflutningi Íslendinga í gegnum aldirnar.
Skreið í trönum.
Um langan tíma var hertur fiskur svo til eina útflutningsvaran. Á þeim tíma var fiskur þurrkaður á grjóti, hlöðnum grjótgörðum og byrgjum, auk þess sem sérstök verkhús voru á sumum stöðum. Verin gengdu þýðingarmiklu hlutverki við veiðar og verkun skreiðar. Í sumum þeirra, einkum á Snæfellsnesi, voru sérstakir hjallar (rekaviður milli hlaðinna stólpa). Á Reykjanesi eru nú einungis eftir fiskhjallar (trönur) á fáum stöðum, s.s. við Hafnarfjörð, Grindavík og Garð.
Haldið var í hjallana við Hafnarfjörð, gengið þar um og sagan rifjuð upp í tilefni dagsins. Í hjöllunum hanga nú þorskur, ufsi, ýsa, lýsa og langa, en áður fyrr var þar nær einvörðungu þorskur og hausar. Hausarnir nú virtust af öllum hugsanlegum fiskskepnum. Sumir hafa líklega hangið þarna lengi, aðrir voru nýkomnir.
Skreið er framleiðsluheiti yfir þurrkaðan, afhausaðan fisk. Þurrkunin er gömul aðferð til að auka geymsluþol fisks. Íslendingar hafa þurrkað fisk í aldaraðir en í nútímanum má segja að hér á landi sé aðeins borðuð ein tegund skreiðar þ.e. harðfiskur, öll önnur skreið er framleidd til útflutnings. Helstu markaðir fyrir skreið eru Ítalía og Nigería, auk nokkurra ríkja á vesturströnd Afríku.
Skreið hefur lengst af verið útiþurrkuð þar sem tveir fiskar eru spyrtir saman og hengdir upp í þar til gerðum fiskhjöllum og sól og vindur látin um þurrkunina. Nú getur þurrkun fisksins verið hvort heldur sem er, inniþurrkun – og er þá jarðhiti gjarnan nýttur til verkunarinnar.
Skreið í hjalla.
Þessi hausaverkun getur verið mismunandi og helst hún gjarnan í hendur með því í hverskonar verkun bolur fiskins fer; haus m/klumbu, haus án klumbu og haus með hrygg.
Annars staðar á landinu voru hlaðnir langir grjótgarðar og hlaðin grjótbyrgi, s.s. nálægt Grindavík og á Snæfellsnesi.
Á miðöldum steig skreið mjög í verði á erlendum markaði. Þá reið mjög á því fyrir landsmenn að geta framleitt góða og vel verkaða skreið til sölu erlendis. Annmarkar voru á því, sérstaklega vegna rakans í sjávarloftinu. Eyjamenn tóku t.d. þá upp á að herða fisk á syllum í móbergshömrum, t.d. fiskhellum svokölluðum. En meira rými þurfti til. Eyjabúar fundu þá upp gerð fiskigarða. Hver jarðarvöllur (tvær jarðir) eignaðist afmarkað svæði, sem girt var hlöðnum grjótgarði til varnar sauðfé t.d., sem þá gekk í hundraðatali um alla Heimaey. Inni í gerðinu voru síðan hlaðnir reitir úr hraungrýti með bili á milli, svo að ekki þurfti að ganga á reitunum sjálfum (þurrkreitunum) meðan fiskurinn var breiddur til herzlu. En fleira var innan gerðisins en herzlureitirnir. Þarna var byggð kró úr hraungrýti, – hringmynduð kró, sem mjókkaði upp í toppinn svo að loka mátti henni með dálítilli steinhellu. Að baki krónni var reitur, kallaður kassareitur.
Oftast var fiskurinn hertur flattur, tekinn úr honum hryggurinn.
Þegar fiskurinn var fluttur í gerðið, ýmist borinn á baki eða reiddur á hesti. var hann settur í kös á kasarreitinn. Þar var hann látinn liggja, þar til byrjaði að slá í hann. Þá var hann breiddur á herzlureitina. Lágnaður fyrir herzlu þótti fiskurinn bragðbetri og mýkri. Eiga Norðmenn að hafa fundið upp þessa verkunarferð á miðöldum.
Skreiðarhjallur.
Hálfharður var fiskurinn síðan settur inn í króna. Þar blés hann og fullharðnaði án þess að regn kæmist að honum. Loftstraumur lék um króna, þar sem hún var hlaðin upp úr hraungrýti með einföldum veggjum. Fyrir krónni var rimlahurð. Dyrnar voru lágar, svo að ganga varð hálfboginn um þær eða skríða nánast. Yfir dyragættinni var hvalbein, t.d. rifbein úr hval. Í krónni geymdist skreiðin vel. Þaðan var hún flutt á verzlunarskipið, þegar hún var seld til útflutnings, og þangað sóttu menn skreið til heimilisnota. Á Reyjanesi voru notuð steinhlaðin byrgi í sama tilgangi.
Harðfiskur hefur fylgt landsmönnum allt frá upphafi byggðar og lengi framan af skipaði hann stóran sess í fæðunni, einkum til sveita þar sem ekki var mikið framboð af fersku sjávarmeti. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson sagnfræðing er fróðlegur kafli um skreið og harðfisk. Þar segir að víða sé minnst á skreið í Íslendingasögum og má þar nefna skreiðarhlaðann á Fróðá í Eyrbyggju. Í Íslandslýsingu Odds biskups Einarssonar frá lokum 16. aldar segir að næst á eftir mjólkurvörum og kjöti sé venjulegur fiskur stór hluti af fæðu Íslendinga. „Er hann þá fyrst hertur…
Líkan af vestmannaeyskum fiskigörðum gjörði Kristinn Ástgeirsson frá Litlabæ. Það er gjört eftir frásögn Jóns Jónssonar frá Brautarholti, síðast sjúkrahússráðsmaður þar í bæ. Hann var fæddur 1869 og mundi gerð síðasta fiskigarðsins, sem var rifinn um 1880, eða um svipað leyti og verstöðin á Selatöngum lagðist af.
Skreiðarhjallur á 19. öld – Gaimard.
Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngum verið drjúgir við að vinna saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.
Fiskbyrgi í Strýthólahrauni – Uppdráttur ÓSÁ.
Sýningin er forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna. Hún er liður í að draga upp og efla sjálfsmynd bæjarins og fólksins sem þar býr.
Fiskgarðar í Slokahrauni.
Í kringum Grindavík eru víða gamlir þurrkgarðar og byrgi, s.s. við Húsatóftir, í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, í Slokahrauni, við Ísólfsskála og á Selatöngum. Í Herdísarvík má einnig enn sjá garða og leifar byrgja, en vegagerð hefur þegar skemmt hluta þeirra.
Um miðja átjándu öld voru fáeinir tugir báta gerðir út frá Reykjavík, mest tveggja manna för, og voru veiðarfærin nær eingöngu handfæri. Fiskurinn var að mestu leyti verkaður í skreið. Eftir 1800 stækkuðu fleyturnar og fjögurra og sex manna för urðu uppistaða bátaflotans.
Reykjavík – tómthús 1890.
Í holtunum í kringum miðbæ Reykjavíkur og út frá honum meðfram sjónum mynduðust þyrpingar torfbæja þar sem tómthúsmennirnir bjuggu. Þeir höfðu lífsframfæri sitt af því að róa til fiskjar og af daglaunavinnu sem til féll. Upphaflega voru þeir sem bjuggu við sjávarsíðuna og höfðu ekki skepnur kallaðir tómthúsmenn, húsin þeirra voru talin tóm. Víða á Suðurnesjum var þetta fólk nefnt þurrabúðafólk. Fékk það að reisa hús (skjól) á jörðum formanna eða annarra góðviljaðra, sem síðan þróuðust í smábýli eða bæi. Dæmi um slík hús eru t.d. í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík – reyndar endurnýjuð síðan þá var.

Um 1820 var saltfiskur orðinn aðalútflutningsvaran frá Reykjavík og hafði það örvandi áhrif á þéttbýlismyndunina þar sem saltfiskverkun var frek á vinnuafl gagnstætt skreiðarverkun. (Sjá meira undir Skreið I).
Sjá einnig MYNDIR.
Skreið I
Skreið var sameiginlegt nafn á hertum fiski, hverrar tegundar sem var. Telja fróðir menn það dregið af skriði fiskjarins, sem nú – og fyrr – er kallað ganga, og að vísu er það rétt, að í rauninni skríður fiskurinn áfram fremur en gengur, eftir venjulegri notkun þessara orða, og enn í dag er notað orðið smáskrið um litlar fiskgöngur.
Það hefur verið svo frá fornöld, eins og Íslendingasögurnar sýna, að allt fram að síðustu aldamótum (skrifað 1928), að sérhver bóndi hefur kappkostað að afla sér nægrar skreiðar til heimilsneyslu. Raunar vissu menn þá ekkert um efnafræði- og vísindalegan hátt um gildi ósoðins matar eða um nein bætiefni. Ekki mun mönnum heldur hafa verið ljóst, hversu góð áhrif harðfisksátið hafði á tennurnar og þar af leiðandi á meltinguna og allt heilsufarið, en hitt fundu þeir af sjálfum sér, að skreiðin var ómissandi fæða. Hún var drjúgur matur, næringarmikill, saðsamur, þurfi litla matreiðslu og geymdist vel, enda var engin matvara eins eftirsótt og í öðru eins uppáhaldi og skreiðin. Það sýna – auk þess kostnaðar ferðir og öll fyrirhöfnin, sem lagt var í til að afla hennar – ýmsar þjóðsagnir og þjóðtrú. Það var t.d. trú sumra manna, að ef ávallt væri til á heimilinu hertur ufsi, þá yrði aldrei fisklaust.
Verðandi harðfiskur; skreið…
Útilegumönnum uppi í afdölum og tröllunum í fjöllunum og krökkum þeirra var ekki unnt að veita meiri góðgerð en að gefa þeim að smakka harðan fisk, sem svo var oftast launar allríflega.
Því hefur verið haldið fram, að Íslendingar hafi fyrr á tímum notað harðfisk í brauðs stað, en það er ekki að öllu leyti rétt. Þeir höfðu nægilegan manndóm til að afla sér ýmissa fæðitegunda úr jurtaríkinu hérlenda og létu sér enga lægingu þykja að neyta þeirra.
Forn lestargata millum Selatanga og Selvogs.
Fulltíða karlmanni var skammtað í máltíð fjórði hluti af meðalþorski, en kvenfólki og unglingum minni fiskstykki og svo sem hnefafylli af sölvum eða bútur af hvannarót. Viðbitið var súrt smér, því nýtt smér var talið ódrýgra. Þeir, sem illt áttu með að tyggja harðan fisk, þó að hann væri lúbarinn, fengu hann bleyttan í sýru. Oft var roð, sporðar, uggar og þorskhausabein vandlega hreinsuð, látin saman við skyrsafnið á sumrin og skömmtuð svo á veturna með súrskyrinu, sem þar að auki var drýgt með skornu káli.
Skreiðalest.
Allmiklir erfiðleikar voru á því að afla sér skreiðar fyrir þá, sem bjuggu fjarri fiskverunum. Til þess þurfti fyrst og fremst að takast á hendur löng og erfið ferðalög, hafa ráð á traustum hestum, vel útbúnum, og eiga nægan kaupeyri, ef skreiðinm var ekki afli útróðramanna frá heimilinu. Þessar ferðir voru kallaðar skreiðarferðir, og tímabilið, sem þær stóðu yfir, ásamt aðalkaupstaðarferðinni, hét lestirnar.
Hinn tiltekna dag var svo lagt af stað. Þá var farið úr hlaði og öruggt, að vel færi á hestunum, tók ferðamaðurinn ofan höfðufat sitt og las ferðabænina, faðirvor og signingu.
Þegar komið var að Jónsmessu – eða fyrr, ef vel áraði og nægilega var sprottið til þess, að góðir hagar væru á áfangastöðum – og hross komin í góð hold, var farið að búast til skreiðarferða. Var þá fyrst að aðgæta reiðinga og laga þá eftir þörfum. Venjulega voru það melreiðingar, sem notaðir voru í langferðir. Meljan var fóðruð innan með grófu vaðmáli, en að utan með skinni, og dýnur eins að autan. Í klyfberum voru ávallt leðuróla-móttök, og beisli úr taglhári með trétyppi á taumsendum með bú- eða fangamarki eigandans. Ef ekki voru tiltækir hestar þurfti að fá þá leigða. Kostaði hver hestur 20 fiska (1928).
Vegir voru þá ekki annað en slitróttir götutroðnigar í ótal krókum. Eftir þeim var oftast farið. Þótti góðs viti, ef smáfugl trítlaði götuna á undan lestarmanni, og því betra því lengra. Má vera, að nafnið auðnutittlingur stafi af því.
Að austan var farið eftir Hafnarskeiði, yfir Selvogsheiði til Vosgósa, eða þangað beint af Hafnarskeiði um Sandamót, fyrir neðan heiðina. Fyrir vestan Vogsósa er Víðisandur, en fyrir vestan sandinn eru sléttar klappir (Hellisvörðustígur), merkilegar fyrir það, að í þær hafa myndast götur hverjar við aðra, líkt og á vallendisgrundum og eru svo djúpar, að sumsstaðar nemur fullvöxnum manni í kálfa. Þarna hefur eitilhörð klöppin slitnað svona undan margra alda hrossaganginum íslenska.
Sýslusteinn.
Vegurinn liggur framhjá Herdísarvík til Krýsuvíkur. Á þeirri leið er Sýslusteinn, sérstakur stór klettur. Þar eru sýsluskil Árness- og Gullbringusýslu. Skammt þaðan eru tvær vörður, er heita Krýs og Herdís. Eru það þær einu beinakerlingar á suðurleiðum. Voru skjallhvítar beinpípur hér og hvar á milli steinanna, og oftast í einhverri þeirra vísa, kveðin undir nafni kerlingarinnar um einhvern er ætla mátti, að færi um síðar. Ekki voru vísur þessar skrautritaðar, en þó allvel skiljanlegar. Flestar voru þær yfirgripsmeiri, nafnorð hipsurlausari og lýsingar allar miklu stórfelldari heldur en ætla má, að nútíðar snoðklipptar “frökenar” þyldu að heyra – jafnvel þótt sætkenndar væru. En gömlu mennirnir þoldu að heyra vísur þessar, þótti gaman að fá þær, og jafnvel meira sem þær voru mergjaðri.
Arnarfellsvatn.
Í Krýsuvík var síðasti áfangastaðurinn, áður en lagt væri á Suðurnes. Þar er fagurt og frjósamt, en oft vætusamt.
Frá Krýsuvík var svo haldið út yfir Krýsuvíkurhálsa. Var það vondur vegur, apalhraun og brattir móbergshálsar á milli.
Ein af hraunkvíslum þessum heitir Ögmundarhraun, og er það kennt við einhvern Ögmund, sem á að hafa rutt vegnefnuna gegnum hraunið. Leiði hans er sýnt austast í hrauninu. Um veginn í Ögmundarhrauni, eins og hann var þá og fyrr, er til þessi vísa:
Ögmundarhraun – dys Ögmundar.
“Eru í hrauni Ögmundar
ótalmargir þröskuldar,
gjótur bæði og grjótgarðar,
glamra þar við skeifurnar.”
Önnur hraunkvísl þar heitir Leggjabrjótur, og er það rétnefni. Þar sunnan við veginn niðri við sjóinn er hin forna fisksæla verstöð Selatangar, sem nú er fyrir löngu aflögð. Vestan til í hálsinum er allmerkilegur klettur. Er það sérstakur hraunstandur rétt við veginn.
Utan í honum eru þrjár hraunblöðrur, opnar að ofan til, oftast fullar af regnvatni og þannig settar, að hæð hinnar efstu svarar til þess, að vaxinn maður geti drukkið úr hanni standandi, en hestur úr þeirri í miðið og hundur úr hinni neðstu. Er víst um það, að þarna hefur margur fengið þráðan svaladrykk, enda heitir kletturinn Drykkarsteinn.
Drykkjarsteinn.
Skammt frá Drykkjarsteini skiptust vegirnir suður á Suðrunes, Vogana og Vatnsleysuströndina. Í þau héruð var helst sótt til skreiðarkaupanna, því þar bjuggu stórbændur og útgerðarmenn miklir, er áttu mikið af skeið, er þeir létu til sveitamanna í vöruskiptum. Meðal hinna helstu manna voru þeir Einar Jónsson í Garðhúsum Í Grindavík og Sæmundur á Járngerðarstöðum, bróðir hans. Þá Guðmundarnir í Auðnum og í Landakoti og Lárus læknir Pálsson í Sjónarhóli.
Skreiðarlest í Ögmundarhrauni.
Þegar komið var suður í þessi héruð, skiptu menn sér niður til skreiðarkaupanna. Flestir sveitabændur, sem búnir voru að kynna sig, áttu einhverja sérstaka skiptavini. Verslun milli manna var aðeins vöruskipti, en viðskiptavinirnir lögðu eigi kapp á að græða hver af öðrum, heldur einungis að fullnægja þörf hvers annars, svo sem þeim var auðið, og láta ekki hallast á sig um útlánin. Sveitabóndinn kom með smjör, tólg, skinn og hangið kjöt, en sjávarbóndinn lét skreið “upp á hestana”, hvort sem það nam vöru hins í það sinn eða ekki. Næsta haust sendi svo sveitabóndinn skiptavin sínum sláturfé eftir ástæðum.
Fiskhjallur á Bala.
Fiskverðið var lagt til grundvallar þannig að smjör kom fyrir 20 fiska fjórðungurinn, tólg fyrir 10 fiska fjórðungurinn, hangikjöt fyrir 10 fiska fjórðungurinn, sauðskinn fyrir 5 fiska skinnið, kálfskinn fyrir 5 fiska skinnið og sauður fyrir 40 fiska lagsauður.
Best þótti, að það væri freðfiskur, en mjög var sóst eftir að fá rikling, sem naumast þekktist annars staðar en í Höfnum, en einnig hinn hjallþurrkaða ágæta haustfisk, sem helst fékkst í Garðinum og á Vatnsleysuströnd.
Eftirsóknin eftir þorskhausum byrjaði fyrst eftir að annað harðræði fór að verða ófáanlegt, þegar allur fiskur var saltaður.
Skreiðalest.
Þegar nóg skreið var fengin upp á lestina, annað hvort með kaupum eða hlutaafla, eð hvorutveggja, byrjaði hin þreytandi og erfiða vinna, er þessum ferðalögum fylgdi. Á meðan menn dvöldu á Suðurnesjum urðu þeir að flýta sér sem mest mátti verða, vegna gras- og vatnsleysis fyrir hrossin.
Lagt var á klyfjar þannig, að af harðfiski fóru um 60-70 í baggann, en af haustfiski fóru um 600 á hestinn, voru þær klyfjarnar vafðar netariði og kistubundnar, en af meðalþorskhausum fóru 120 í klyfið eða 240 á hestinn. Einstöku útróðrarmaður reif hausa sína áður en hann fór úr verinu, þannig að öll bein voru tekin úr hausunum, en allur fiskurinn hélt sér í heilu lagi, það hét að sekkrífa. Þurfti til þess sérstaka kunnáttu og var erfitt verk, en af þannig rifnum hausum fóru um 800 í sekk, sem var hæfilegur baggi.
Þegar allt var tilbúið, var lagt af stað heimleiðis. Nú var áríðandi að láta fara vel á, meðan klyfjar og reiðingar voru að jafna sig. Að því bjó síðan öll heimferðin.
Kolviðarhóll – sæluhúsið 1844.
Á Kolviðarhóli hafði verið byggt svokallað sæluhús haustið 1843, af samskotum úr nærliggjandi héruðum, fyrir milligöngu Jóns bónda á Elliðavatni og fleiri. Hús þetta var kofi byggður úr torfi og grjóti og þakinn torfi. [Kannski ekki allskostar rétt]. Loft var í honum og á því nokkur flet til þess að liggja í. Niðri var húsið óskipt ætlað hestum. Naumast var hús þetta annað en nafnið. Á loftinu var allt skemmt, sem hægt var að skemma.
Ferðalög þessi voru ærið þreytandi, en svo fór einn góðviðrisdaginn, að ferðamenn sáu heim til sín. Kyrrt var yfir öllu, og frá heimilinu var sem legði undurþægilegan yl og eitthvað, sem byði ferðamanninn svo ástúðlega velkominn til hvíldar eftir ferðalagið. Það gat naumast hjá því farið þá, að hugur mannsins fylltist þakklæti fyrir handleiðsluna á ferðinni og lofgjörð fyrir að fá að vera kominn heim heill heilsu, og með bjargræði handa sér og sínum.
Sjá einnig MYNDIR.
Heimild:
-Oddur Oddsson – Sagnir og þjóðhættir – 1941.
Bláalónshringur – gönguleiðabæklingur
Genginn var svonefndur „Bláalónshringur“, þ.e. 6-8 km hringleið frá Bláa lóninu um Eldvarpahraun að Skipsstíg, hinni fornu þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur, og götunni síðan fylgt til suðurs að Lágafelli.
Bláalónshringur – forsíða.
Gangan var farin í framhaldi af útgáfu gönguleiðarbæklings undir yfirskriftinni „Bláalónshringur“. SJF og ÓSÁ unnu að bæklingnum með stuðningi Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Í bæklingnum er leiðinni umhverfis Bláa lónið lýst af allnokkrurri nákvæmni.
Í göngunni var komið við í Dýrfinnuhelli þar sem samnefnd kona úr Grindavík átti að hafa dulist með börn sín eftir að „Tyrkir“ réðust á Grindvíkinga að morgni 10. júní árið 1627 og rænt þaðan 15 manns.
Rifjuð var upp tilurð og aldur nálægra hrauna; Illahrauns, Bræðrahrauns og Blettahrauns áður en göngunni var framhaldið til austurs með norðanverður Þorbjarnarfelli, um Skjónabrekkur inn á Baðsvelli. Þar voru skoðaðar leifar af selstöðum Járngerðarstaðabænda fyrr á öldum og skógrækt Grindavíkurkvenfélags-kvenna frá 1950.
Loks var haldið yfir Illahraun, framhjá Svartsengisvirkjuninni að Bláa lóninu. Frábært veður.
Sjá má innihald annars ófáanlegs bæklingsins Bláalónshringur-bæklingur.
Bláa lónið – þátttakendur.
Fuglavíkurstekkir
Í örnefnalýsingu fyrir Fuglavík segir m.a. um Stekkina: „Rétt ofan við veginn er grjóthæð ílöng, sem heitir Dagmálahæð. Suður frá henni ofan við veg, Neðri-Stekkur og Efri-Stekkur.“
Það var því ekki eftir neinu að bíða. Stefnan var tekin af Stafnesvegi millum Fuglavíkur og Melabergs. Miðað við Markavörðuna á merkjum neðra gátu Stekkirnir verið nálægt mörkum jarðanna.
Skammt ofar voru öllu meiri mannvirki – og reisulegri. Þarna er Efri-Stekkur. Við fyrstu sýn líkist hann fjárborg, en þegar að er komið reynast þar vera tvískipt aflöng mannvirki. Op eru mót suðvestri. Heillegar grjóthleðslur sjást enn í syðri tóftinni, einkum við opið. Grjótið er flatt. Við skoðun á nágrenninu var slíkt grjót ekki að finna í námunda. Það gæti hafa verið flutt þangað á sleðum að vetrarlagi. Óvíst er hvaðan úr heiðinni.
Rásirnar neðanvert við Stekkina eru grónar og hafa eflaust verið góð skjól fyrrum. Götu var að greina áleiðis upp heiðina milli þeirra og Hóla. Vörður voru á klöppum. Hún var ekki rakin að þessu sinni, en verður skoðuð í samhengi fyrir leitina að Hvalsnesseljunum tveimur, sem eiga að hafa verið í heiðinni.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín. Heimildir:
-Sigurður K. Eiríksson í Norðurkoti III (f: 1929).
-Örnefnalýsingar fyrir Fuglavík.
Árnastígur og Skipsstígur – gönguleiðabæklingur
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út gönguleiðabæklinginn Árnastígur/Skipsstígur. Áður hafa komið út sambærilegir bæklingar fyrir Garðsstíg og Sandgerðisveg.
Um bæklinginn segir m.a. á innkápu: „Árnastígur og Skipsstígur eru fornar þjóðleiðir milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Stígarnir eru víða markaðir í harða hraunhelluna. Aldur þeirra er óljós.
Upphaf Árnastígs er við Húsatóftir í Staðarhverfi (austan við golfvöllinn) og Skipsstígs við gatnamót Nesvegar og Bláalónsvegar ofan Járngerðarstaðahverfis í Grindavík. Leiðirnar koma saman ofan við Rauðamel og enda við Fitjar í Njarðvík.
Í opnu bæklingsins má sjá kort af leiðunum. Árnastígur liggur með Sundvörðuhrauni, um Eldvarpahraunin, misgengi Klifgjár að Þórðarfelli og Stapafelli að gatnamótum Skipsstígs. Skipsstígur hefst í norðurjaðri byggðakjarna Grindavíkur og liggur með Lágafelli, um Skipsstígshraun, með Illahrauni, yfir Eldvarpahraun, fram hjá hverasvæði við Lat, yfir Vörðugjá, um Gíslhellislágar, yfir Rauðamel og áfram áleiðis að Fitjum í Njarðvík.
Leiðarlýsingin í bæklingnum byggir m.a. á númeruðum stikum sem Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa haft forgöngu um að setja upp með gömlu þjóðleiðunum. Jafnframt hafa þau gefið út hnitsett myndkort, AF STAÐ, með helstu þjóðleiðum á Reykjanesskaga.
Gönguleiðirnar eru tiltölulega greiðfærar, að mestu á sléttu hrauni. Áætlaður tími, sem tekur að ganga Árnastíg að Skipsstíg, er um 4 klst. Vegalengdin er um 12 km. Skipsstígur er um 18 km langur og tekur gangan um 6 klst.
SJF og ÓSÁ unnu bæklinginn fyrir Ferðamálasamtökin og VF úlitshannaði og prentaði.
Sjá bæklinginn Árnastígur-bæklingur.
Grindavíkurleiðir fyrrum.
Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd
„Munnmæli eru um að aðalkirkjan á Vatnsleysuströnd hafi staðið upphaflega á Bakka, fram við sjóinn, en verið flutt að Kálfatjörn vegna landbrots af sjávargangi. En þar sem Bakki á að hafa staðið upphaflega, er nú grængolandi sjór. Þetta gæti staðizt, því að tvívegis hefir Bakki verið færður undan sjávargangi, 1779 og 1838.
Torfkirkja var í Kálfatjörn fram til 1624, en þá var þar reist kirkja með torfveggjum og timburþaki Fyrsta timfburkirkjan var reist þar 1844, en kirkja sú, er nú stendur þar, og er með allra stærstu sveitarkirkjum, var reist 1893. Prestar sátu á Kálfatjörn fram til 1919, en þá varð Kálfatjörn útkirkja frá Görðum á Álftanesi. —
Í Vilkinsmáldaga segir að Péturskirkja sé á Galmatjörn, og í athugasemdum í Fornbréfasafni segir að þetta muni hafa verið hið forna nafn staðarins. —
Kálfatjörn stendur nokkurn veginn miðsvæðis á Ströndinni og var þangað fyrrum drjúgur kirkjuvegur frá innstu og yztu bæum. Var þar yfir hraun að fara og lá vegurinn í ótal krókum og sem næst sjónum, og var því mörg um sinnum lengri en akvegur inn er nú. Ekki voru þó ár til trafala, því að á Vatnsleysuströnd er ekkert rennandi vatn. Þó var þár á vorin ein afar ill torfæra fyrir þá, sem komu að utan, og nefndist hún Rás. Í leysingum á vorin gat safnazt fyrir mikið vatn fram í heiði og fékk það farveg til sjávar um. Rásina og var þar stundum beljandi elfur sem tók mönnum í mitti. Farvegur þessi er skammt fyrir vest an Kálfatjörn. Mönnum mun hafa leikið hugur á að sigrast á þessari torfæru, og árið 1706 var gerð heljarmikil brú úr grjóti þvert yfir Rásina. Sjást leifar hennar enn með fram stauragirðingunni hér á myndinni. Fékk vegarbót þessi nafnið Kirkjubrú vegna þess, að hún var gerð til þess, að kirkjufólk gæti komist óhindrað að staðnum. Á einn stein í rústum þessarar brúar er höggvið ártalið 1706, og af því draga menn þá ályktun að brúin hafi verið gerð það ár, og er því þessi vegarbót 260 ára gömul.“
Heimild:
-Morgunblaðið 1 júní 1965, bls. 5.
Kálfatjörn – loftmynd.
Trölladyngja – Selsvellir – Hraunssel – Leggjabrjótshraun – Núpshlíðarháls
Gengið var frá Trölladyngju upp í Sogadal, þaðan upp að Spákonuvatni og síðan niður Þórustaðastíginn þar sem hann liggur skásniðinn niður Selsvallafjall á Selsvelli, suður með vestanverðum Núpshlíðarhálsi, um Þrengsli og Hraunsel, áfram niður með austurjarði Leggjabrjótahrauns og síðan gamla Krýsuvíkurveginum (Hlínarveginum) fylgt austur yfir Núpshlíðarhálsinn á Djúpavatnsveg sunnan Stóra Hamradals.
Trölladyngja og nágrenni.
Trölladyngjusvæðið er nátttúrminjasvæði, auk Keilis og Höskuldarvalla. Mörk svæðisins eru um Keili að vestan, Markhelluhól að norðan, fylgja síðan vesturmörkum Reykjanesfólkvangs á móts við Hverinn eina, þaðan um Driffell í Keili. Þá er gígasvæðið vestan í Vesturhálsi er liggur frá Höskuldarvöllum suður á milli Oddafells og Trölladyngju til Selsvalla hluti af náttúrverndarsvæðinu, en úr gígaröðinni þar hefur Afstapahraun runnið. Gígasvæðið er að hluta innan Reykjanesfólkvangs. Sjálf er Trölladyngjan móbergsfjall, líkt og Grænadyngja, systir hennar, og Keilir.
Spákonuvatn.
Gengið var yfir Sogalækinn og áfram upp á gígbrún Spákonuvatns. Þaðan er tilkomumikið útsýni yfir litskrúðugt Oddafellið og formfagran Keili. Spákonuvatnið er í einum gíg af mörgum á Núpshlíðarhálsinum. Önnur vötn má t.d. nefna Djúpavatn og Grænavatn.
Gengið var um Grænavatnsengjar áleiðis niður að Selsvallafjalli. Af fjallinu var horft yfir Grænavatn í suðaustri. Skásneiðingur Þórustaðastígsins var síðan tekinn niður á Selsvellina vestur undir fjallinu. Selsvallafjall er 338 m hátt. Fjallið greinist frá Grænavatnseggjum af smá dalverpi eða gili en um það liggur Þórustaðastígurinn skáhalt niður fjallið. Reykjavegurinn liggur um Selsvellina.
Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.
Þrír lækir, Selsvallalækir, renna um Selsvelli en hverfa svo niður í hraunjaðarinn sem afmarkar vellina til vesturs. Sá nyrsti kemur úr gili fast sunnan Kúalága, en sá syðsti rennur fram sunnan og nokkuð nálægt Selsvallaselja.
Moshóll er stór, reglulegur og skeifumyndaður gígur við norðurenda Selsvalla. Mosakápan á austurhlíð Moshóls er mjög illa farin eftir hjólför ökumanna sem hafa fundið hjá sér þörf að aka sem lengt upp í hlíðar hans. Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir að gosið úr Moshól hafi líklega verið það síðasta í hrinunni sem myndaði Afstapahraun.
Upp í fjallshlíðinni, utan í Selsvallafjalli, að sunnanverðu við vellina, norðan við syðsta lækinn, eru eldri selstóttir, bæði ofan og neðan slóðans, sem liggur eftir endilöngum völlunum. Enn neðar á völlunum má sjá móta fyrir kví og stekk.
Hluti selstóttanna kúra í vesturhorni vallanna fast við hraunkantinn og þar eru a.m.k. þrjár kofaþyrpingar og tveir nokkuð stórir stekkir nálægt þeim. Úti í hrauninu, fast við tóttirnar, er einn kofi og lítið gerði á grasbletti. Skúti er undir kletti á bak við miðtóttirnar.
Grænavatn á Núpshlíðarhálsi.
Í bréfi frá séra Geir Backmann Staðarpresti til biskups árið 1844, kemur fram að sumarið áður hafi sjö búendur úr Grindavíkurhreppi í seli á völlunum og að þar hafi þá verið um 500 fjár og 30 nautgripir. Út frá selsstæðinu liggur selsstígurinn til Grindavíkur í átt að Hraunsels-Vatnsfelli. Á Selsvöllum var selsstaða frá bæjum Grindavíkur og í sóknarlýsingu þaðan frá árinu 1840 er sagt að allir bæir í sókninni nema Hraun hafi haft þar í seli.
Í sóknarlýsingu sr. Geirs Backmanns, sem var prestur að Stað í Grindavík 1835-1850 kemur greinilega í ljós, hvers virði selsturnar hafa verið Grindvíkingum. Þar segir: “Eftir jarðabókinni 1760 á Staður selstöðu á Selsvöllum, þó það nú sýnist orðið almennings selstaða úr allri Grindavík”.
Keilir.
Það fer ekki á milli mála, að selstaðan hefur verið Grindvíkingum dýrmæt á 19. öld. Þeir einu, sem ekki nytjuðu selstöðuna á Selsvöllum, Hraunsmenn, notuðu sitt eigið sel árlega.
Ef marka má lýsingu sr. Geirs var ekki um marga kosti að ræða: “Eigi verður höfð nokkur skepna heima á sumrum, og eru allir hestar daglega langt í burtu á bak við Fiskidalsfjall, þó brúka eigi strax að morgni”. Telur hann, að sumarið áður hafi að minnsta kosti 500 fjár, ungt og gamalt, og 30 nautgripir auk inntökupenings gengið á völlunum og geti menn getið sér þess nærri, að þvílíkur urmull af kúm og kindum geri “ærið usla og jarðnag í beitilandi í Þrengslum”. Vegna hagleysis verði að reka allan fénað, sem tíðum sé kominn í selhagana löngu fyrir fráfærur í 7. viku sumars, heim á miðjum selvinnutímanum, eintatt í 17. viku sumars
Vera kann, að ein ástæðan fyrir þessari miklu ássókn í selstöðuna á Selsvöllum um daga sr. Geirs sé sú, að Grindvíkingar hafi ekki lengur haft innhlaup í selstöðurnar í Krýsuvíkurlandi eins og var á 18. öldinni.
Hraunssel.
Gengið var niður Þrengslin og tóftir Hraunssels skoðaðar. Hraun hafði í seli í Hraunssseli, en það sel lagðist síðast af á Reykjanesi (1914).
Haldið var áfram niður syðri Þrengslin, með austurjaðri Leggjabrjótshrauns og niður í Línkrók. Þar skammt frá á Sængurkonuhellir að vera í hrauninu undir hlíðinni. Þegar komið var niður á gömlu götuna (Hlínarveginn), sem rudd var fyrir hestvagna um 1932, var beygt til vinstri og götunni fylgt í sneiðingi upp Núpshlíðarhálsinn, um móbergsskarð og niður hálsinn að vestanverðu. Gangan endaði á Djúpavatnsvegi þar sem FERLIR-095 hafði byrjað.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.
Dyngjur.
Selsvellir II
Í Faxa árið 1960 skrifar Hilmar Jónsson „Ferðaþátt“ um för Ferðafélags Keflavíkur á Selsvelli og nágrenni:
hjá hinu verður ekki gengið, að í ár hafa félaginu bætzt starfskraftar, sem ríða baggamuninn. — Á ég þar við smiðina Magnús og Bjarna Jónssyni, að ógleymdum konum þeirra. En á síðasta aðalfundi var Magnús kosinn varaformaður, en Ásta Arnadóttir, kona Bjarna, gjaldkeri. Þetta fólk hefur myndað kjarnann í flestum ferðum félagsins í sumar. Og í fyrstu ferðinni, sem var gönguferð á Trölladyngju og nærliggjandi staði, var Magnús Jónsson leiðsögumaður.
„Eins og lesendum Faxa er kunnugt, var starfsemi Ferðafélags Keflavíkur fremur lítil í fyrra, aðeins ein ferð var farin á vegum félagsins. Nú hefur brugðið mjög til hins betra um hag félagsins. — Þegar þetta er skrifað hafa 5 ferðir verið farnar, en það er einni ferð fleira en gert var ráð fyrir í áætlun F. K.
— Eflaust er þessi ágæti árangur mikið veðrinu að þakka, en fram
Lagt var af stað í þá ferð kl. 8 að morgni hins 6. júní. Þátttakendur voru 17. Þykir það mjög gott, jafnvel í höfuðstaðnum, þegar um gönguferð er að ræða. Á Höskuldarvelli vorum við komin um kl. 10, þar var setzt að snæðingi. Þá var hæg gola og leit út fyrir bezta veður. En að hálftíma liðnum var byrjað að rigna og það veðulag hélzt til kvölds. Fyrst var haldið á Selsvelli. —
Þrátt fyrir veðrið voru allir í góðu skapi, sérstaklega lá vel á Guðmundi Magnússyni, sem fór með óprenthæfan kveðskap kvenfólkinu til andlegrar uppbyggingar.
Í Árbók F. Í. 1936 skrifar Bjarni Sæmundsson um Suðurnes. Hann segir: „Einn fallegasti staðurinn á suðurkjálkanum, og einn sá, er verðast er að sjá þar, eru Selsvellir, vestan undir algrænni hlíðinni á Selsvallafjalli, sem er miðhlutinn af vestur hálsinum. Þeir byrja, má segja, þegar komið er inn úr þrengslunum og ná „milli hrauns og hlíðar“ 2 1/2 km. inn með hálsinum, rennsléttir og grösugir. Tærir lækir úr hlíðinni renna yfir vellina og hverfa svo í hraunið.“
Fjallasýn er þarna mjög fögur, á aðra hönd er Keilir, en á hina Grænadyngja (393 m.) og Trölladyngja. Í fjarska eru Fagradalsfjöll. Frá Selsvöllum til Grindavíkur er allgreiðfær leið. Í fyrra gengum við Hafsteinn Magnússon frá Festarfjalli í Grindavik og á Keili. Gallinn var bara sá, að við fórum of nálægt Keflavík og lentum þar af leiðandi utan í aðalfjallgarðinum. Á Selsvöllum eru nokkrar tættur eftir sel frá Grindavík. Í bókinni Útilegumenn og auðar tóttir er frásaga um þjófa þrjá, sem höfðust við á Selsvöllum við Hverinn eina. Þeir voru hengdir samkvæmt Vallaannál 13. júlí 1703.
Hverinn eini.
Frá Selsvöllum fórum við síðan yfir Selsvallaháls og komum á Vigdísarvelli. Þar eru miklar rústir bæði eftir útihús og mannabústaði. Þaðan er nokkur gangur að Djúpavatni. Með í förinni voru þrír ungir piltar, synir Bjarna og Magnúsar, og Jón Eggertsson. Þegar hér er komið sögu höfðu þeir gengið okkur eldra fólkið af sér. Urðum við að hafa hraðann á til að ná þeim, því að þoka var á og villugjarnt fyrir unga menn og ókunnuga. —
Frá Djúpavatni var gengið yfir hálsinn frá Grænudyngju, og það verð ég að segja, að sjaldan hefur maður verið fegnari mat sínum en þegar við komum aftur á Höskuldarvelli.
Var nú farið að rigna allmikið og ekki til setunnar boðið. Tóku menn það ráð, að ganga niður á veg, þar eð bíllinn, sem skyldi flytja okkur heim, var ekki væntanlegur fyrr en kl. 6.
Lýkur hér með frásögn af þessari ágætu göngu. – Hilmar Jónsson.“
Heimild:
-Faxi – Ferðaþáttur – Hilmar Jónsson, 7. tbl., 1. sept. 1960, bls. 111-112.
Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.