Árnastígur

Genginn var Árnastígur og síðan nyrðri hluti Skipsstígs frá Húsatóftum til Njarðvíkur – 18 km leið. Þar af er Árnastígurinn 12 km að mótum stíganna austan Stapafells. Gangan var með Strandgönguhópnum og liður í leiðsögunámi svæðaleiðsögumanna Reykjaness.

Árnastígur

Árnastígur.

Í Örnefnaskrám Grindavíkur er gefin eftirfarandi skýring á örnefninu Árnastígur: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“ Skipsstígur er gamla þjóðleiðin milli Njarðvíkur og Grindavíkur (Járngerðarstaðahverfis).
Sólin var ofar skýjum og vætan yfirliggjandi til að byrja með. Á landamerkjum Grindavíkur og Hafna urðu umskipti og sólin varð ráðandi undir niðri.
Gengið var frá upphafsstað við Húsatóftir upp að fyrstu sýnilegu vörðunni við Árnastíginn skammt ofan við golfvöll Grindvíkinga. Eftir það var stígurinn fetaður með vörðurnar á hægri hönd, að einni undantekinni (þ.e. varða við Skipsstíginn skammt ofan gatnamóta Árnastígs nyrst við Rauðamelinn). Með í för voru fræðarar leiðsögumannanema, Ægir og Þorvaldur. Alla leiðina miðluðu þeir af reynslu sinni og þekkingu svo flestir stóðu margfróðari eftir.
Í fyrstu hefur Árnastígurinn verið ruddur slóði, en víða í beygjum má sjá upphafleg einkenni hans.

Árnastígur

Árnastígur – varða.


Skammt sunnan við Sundvörðuhraun m.a. m.a. sjá hlaðið undir stíginn á einum stað þar sem hann liggur á milli jarðfalla. Þegar komið er suðaustan við Sundvörðuhraun liggur frá honum annar stígur (varða við gatnamótin). Sá stígur liggur framhjá svonefndum „Tyrkjabyrgjum“ í krika sunnan undir Sundvörðuhrauni og áfram inn í Eldvörp. Þar eru hleðslur (garðar), auk svonefnds „Útilegumannahellis“ eða „Brauðhellis“. Í honum sjást hleðslur.

Árnastígur

Árnastígur.

Austan Sundvörðuhraun, á hellunni sem er yfirborð Eldvarparhrauns, er stígurinn allsléttur og norðaustan við hraunkantinn sést vel hversu markaður hann er í klöppina eftir hófa, klaufir og fætur liðinna alda. Áður en stógurinn beygir til norðurs má sjá gatnamóti í beygjunni. Úr henni liggur stígur til suðurs niður í Járngerðarstaðahverfis (sem loftskeytastöðin hefur reyndar girt af), að Títublaðavörðu.
Áð var áður en komið var yfir Elvarparhraunið. Þar mátti m.a. sjá „landnemaplöntur“, sem óvíða er að sjá annars staðar en á heitari svæðum. Í áningunni sannaði Vogafólkið enn og aftur að fáir kunna sig betur á ferðalögum. Þeir drukku t.a.m. úr postulíni á meðan aðrir sötruðu ú plastílátum. Áfram liggur stígurinn í gegnum Eldvörpin og inn á Sandfellshæðarhraunið, með jaðri Eldvarparhrauns austan Lágafells og síðan áfram milli þess og Rauðhóls (Gígs), niður misgengi (Klifgjá) vestan Þórðarfells og áfram norður með því austanverðu. Í misgengisberginu, sem þarna er allhátt, er hrafnslaupur, augsýnilegur.

Árnastígur

Árnastígur.

Við Þórðarfellið er sagt að Hafnfirðingar, Njarðvíkingar, Þjóðverjar og Bessastaðavaldið hafi safnast saman hinn örlagaríka júnídag árið 1532 áður en sótt var að Englendingum ofan við Stóru-Bót vestan við Járngerðarstaðahverfið í Grindavík (sumir segja Greindarvík) þar sem 18 enskir voru vegnir og aðrir heftir til skamms tíma. Mun það hafa verið upphafið að lok „ensku aldarinnar“ hér á landi (sjá Grindavíkurstríði I, II, III og IV. undir fróðleikur (Skrár).
Í brekkunni, við stíginn, er ferningslaga hleðsla. Þegar komið er norðvestur fyrir Þórðarfellið vilja flestir halda áfram eftir slóða, sem þar er, en Árnastígurinn liggur þar til norðurs við vörðu og liðast síðan djúpt í móanum í hlykkjum áleiðis að Stapafelli. Áður en komið er að Stapafelli endar stígurinn við vörðubrot, enda bíð að raska svæðinu framundan verulega.
sjávargrjótGenginn var slóði norðaustur með Stapafellinu, austur fyrir Hrafnagjá og síðan í námunum norður fyrir það. Þar er einstaklega fallegar bólstrabergsmyndun. Að sögn Ægis er þar einnig „stærsti bólstur í heimi“ og hafði það eftir Sigurði heitnum Þórarinssyni, jarðfræðingi. Ekki verður dregið í efa að hann sé stór. Ægir kynnti myndun bólstarbergsins sem og annarra bergmyndana í fjallinu, s.s. móbergs og gosbergs sem og leik jökuls og sjávar við þau eftir myndun, sbr. Rauðamel og myndun hans sem tímabundins skers.
Haldið var áfram norðaustur eftir Árnastíg undir Stapafellsgjá, þar sem stígurinn er allgreinilegur. Vörðubrot eru víða til hliðar við stíginn. Reynt var að gera vörðurnar greinilegri, en þarna hafr að taka til hendinni og reisa vörðubrotin umm úr sverðinum við tækifæri. Ekki fer á milli mála að sá hluti Árnastígsins, þar sem hann hefur ekki verið yfirkeyrður með jarðvinnuvélum, hefur lítt verið genginn í seinni tíð. Mosinn og gróðurinn bera þess glögg merki.
VarðaÞegar komið er að gatnamótum Skipsstígs er stólpi er sýnir með óyggjandi hætti hvar þau eru, en fyrir ókunnuga er erfitt að sjá hvor stígurinn er hvað. Við gatnamótin eru gömul vörðubrot, en nýlegri vörður hafa verið reistar í nánd.
Haldið var áfram norður eftir Skipsstíg. Fallegar, háar og heillegar vörður móta þá leið, flestar „karlskyns“. Á kafla má sjá stíginn vel mótaðan í bergið. Þegar komið var að varnargirðingunni var haldið hiklaust áfram í gegnum hana, yfir varnasvæðið og út hinum megin.

Árnastígur

Mót Árnastígs og Skipsstígs.

Krókur um hana til austurs hefði kostað u.þ.b. 45 mín. óþarfa göngu til viðbótar, en Skipsstígurinn liggur í gegnum varnargirðinguna á sama stað og hitaveitulögnin. Yfir svæðið er ekki nema u.þ.b. 300 metra gangur. Þetta þarf að bæta, enda notkun svæðisins aflögð að mestu eða að öllu leyti. Ef athygli hins ágæta utanríkisráðherra, sem reyndar hefur gengið með FERLIR, væri vakin á þessu, myndi hann án efa bæta um betur.
Þaðan var strikið tekið eftir hitaveitlínuveginum að Fitjum. Þar er upphafsskilti er segir að þar sé upphaf Skipsstígs (18 km). Reyndar er upphaf Skipsstígs mun austar þar sem hann liðast um móana í átt að Sjónarhól og síðan áfram í átt að vörðunum sunnan varnargirðingarinnar. Stígurinn er þó víða horfinn á því svæði vegna landrofs.
Gangan tók 6 klst. Góð ganga með góðu fólki í góðu og sagnaríku umhverfi.

Árnastígur

Árnastígur – gulur.

 

Í 8. kafla Landnámu segir m.a.:
„Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó íReykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utanBrynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.“

Skalafell-221

Skálatóft í Skálfelli.

Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vérskulum byggja útnes þetta.“

Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.

Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varðskilríkur maður.

„Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.“

Skálfell

Skálatóft í Skálfelli.

Spurningin er: Hver er uppruni örnefnisins Skálafell?
Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur: Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m).
Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m).
Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt við Skálafell sunnan Hellisheiðar. Hins vegar segir Kristian Kålund í sögustaðalýsingu sinni að sagnir séu um að Ingólfur hafi haft skála (fjárskála) á Skálafelli austan Esju (Kålund I, 43). 

Skálafell

Skálafell austan Esju.

Jónas Magnússon í Stardal segir í örnefnaskrá að fellið í Kjós „ætti betur við söguna af Ingólfi Arnarsyni en Skálafell upp af Kömbum, því að Þingvallavatn blasir við af þessu felli.“
Líklega er nafnið á fjallinu austan Esju upphaflega Skálarfell, af áberandi skál í fjallinu. Þó er önnur skál minni í austurenda fjallsins og gæti því nafnið hafa verið Skálafell í upphafi, segir Egill J. Stardal, sonur Jónasar í Stardal í Árbók Ferðafélagsins 1985, 122-123.

Skálafell

Skálafell austan Esju – tóft.

Ekki er líklegt að upphaflega nafnið hafi verið Skaflafjell eða Skavlfjell. Þórhallur Vilmundarson segir að Skálafell sunnan Hellisheiðar minni á húsburst séð úr Ölfusi og gæti því verið líkingarnafn (Grímnir I, 128).“
Þegar FERLIR var á ferð um Skálafell árið 2013 var m.a. gengið fram á forna skálatóft, 8 metra langa að innanmáli. Tóftin sú gæti mjög mögulega verið leifar framangreinds skála Ingólfs undir fellinu.

Heimildir:
-Grímnir I. Rvk. 1980.
-Kristian Kålund. Íslenzkir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Íslenzk þýðing: Haraldur Matthíasson. Rvk. 1984.
-https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm
-Landnámabók. Íslenzk fornrit. I. Rvk. 1968.
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=64102

Skálafell

Skálafell upp af Hellisheiði.

Vífilsstaðasel

Árið 2007 skrifaði Ómar Smári Ármannsson BA-ritgerð í fornleifafræði við Háskóla Íslands um „Sel og selstöður á Reykjanesskaganum„.
Viðfangsefni ritgerðarinnar var að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæði fyrrum lanadnáms Ingólfs; frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.

Sel - tilgátuhús

Sel – tilgátuhús

Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund sérstakra búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum, örnefndum og eldra fólks minni, og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem hvergi er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað er á að lýsa tilteknum seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig er reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Höfundur telur líklegt að í öllu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir tæplega 400 sel og/eða selstöður – á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá.

Selsvellir

Uppdráttur af selminjunum á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki á 152 stöðum er geymt geta selminjar. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysu-strandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.  Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers4 um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.

Seljagerðir

Þróun selja – Hér má sjá hvernig húsakostur í seljum á Reykjanesskaganum hefur þróast í gegnum tíðina, allt frá kúaseljum í fjársel. Elstu húsin voru einföld, lítil og óregluleg; tóku mið af landfræðilegum aðstæðum, en breyttust smám saman yfir í reglulegri og heilstæðari þrískiptar byggingar: eldhús, búr og baðstofu. Svo virðist sem byggingarlagið hafi tekið að nokkru leyti mið af  gerð bæjarbygginga á hverjum tíma og þróun þeirra. 

Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir 100 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.  Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður) og Auðnaseli (3 selstöður).

Selvogsheiði

Selvogsheiði – minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum. Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða.  Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið kolasel og hvaða sel urðu loks að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin vestan Esju eru merkt inn á með viðkomandi númeri.

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman,  kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja í seljum á svæðinu og jafnframt að reyna að ákvarða aldur þeirra út frá heimildunum, einkum Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá árinu 17032 svo og helstu útlitseinkennum.  Selin og selminjar, sem fjallað er um í ritgerðinni, eru ein tegund búskaparminja á afmörkuðu svæði. Ritheimildirnar eru notaðar til að fá vísbendingar um aldur og staðsetningu seljanna. Skráðar heimildir voru um þriðjung seljanna, þriðjungur fannst eftir munnlegum heimildum fólks er þekkti til á sérhverjum stað og þriðjungur fannst við leitir, annað hvort vegna vísbendandi örnefna, s.s. Sellækur, Selholt og Selhæðir, eða líklegra staðsetninga m.t.t. búskaparhátta fyrrum.

Selsstígur

Dæmigerður selsstígur.

Minjarnar voru leitaðar uppi eftir heimildunum og reynt að meta hugsanlegar breytingar í gerð þeirra eftir aldri. Við leitina, sem stóð í u.þ.b. 6 ár, voru uppgötvuð sel og líklegar selminjar, sem ekki er getið um í heimildum. Upplýsingar fengnar á vettvangi hafa hjálpað til við að skýra skráðar heimildir og bæta við þær sem fyrir voru. Auk þess hefur með  vinnunni fengist nokkuð heildstæð mynd af þessari tegund búskaparminja á landssvæðinu. Upplýsingarnar voru færðar inn á skrá gpsstaðsetningarhnitum. Skráin  fylgir ritgerðinni. Byrjað verður á því að lýsa seljum á Reykjanesskaganum og tilheyrandi mannvirkjum, staðsetningu, gerð og ástandi eins og það var í byrjun 21. aldar. Bornar eru saman upplýsingar úr Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar árið 1703 um þekkt sel og reynt verður að ráða í aldur þeirra með hliðsjón af ummerkjum á vettvangi og skráðum heimildum. Einnig verður reynt að áætla hvenær seljabúskapur lagðist af á svæðinu og af hvaða ástæðum.

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

Höfundur telur líklegt að í öllu umfjölluðu landnámi Ingólfs megi finna leifar eftir fleirri en 400 sel og/eða selstöður – þ.e. á svæðinu í vestur frá Botnsá,  Ölfusvatni og Ölfusárósum að Reykjanestá. Flestar höfðu þær þegar verið staðfestar áður en ritgerðin var samin. Á þessu svæði, vestan Esjuhlíða, fundust heimildir, vísbendingar og ummerki um sel og selstöður hins vegar á 152 stöðum. Í Jarðabókinni 1703 er þetta svæðið sem skilgreint er sem Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, Álftaneshreppur, Seltjarnarneshreppur, Mosfellssveit og Kjalarneshreppur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk Ölves (Ölfuss) og Selvogs í Árnessýslu. Selin geta hafa verið í notkun frá fyrstu tíð landnáms hér á landi fram til aldamótanna 1900. Þau spanna því u.þ.b. 1000 ára tímabil í búskaparsögu svæðisins. Einungis eitt sel hefur verið rannsakað og aldursgreint.

Baðsvallasel

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Skoðuð verða lítillega skrif Hitzlers um sel hér á landi, einkum þau sem hægt er að heimfæra upp á seljabúskap á Reykjanesskaganum, en hafa ber í huga að Hitzler skoðaði þau sel ekki sérstaklega. Einnig verður tekið mið af skrifum Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um sel, umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin og Sesselju Guðmundsdóttur um Vatnsleysustrandarselin.  Ekki verður komist hjá því að fjalla lítillega um skilgreiningar á selminjunum sem fornleifar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Selminjar hafa bæði sögulegt gildi og eru áþreifanlegur vitnisburður um lífshætti og atvinnu fólks á svæðinu um aldir. Uppdrættir af minjum og minjasvæðum og ljósmyndir eru eftir höfundinn. Tilgangurinn með hvorutveggja er fyrst og fremst sá að reyna að fá yfirsýn um selminjarnar á hverjum stað, útlit þeirra og ástand. Teknar hafa verið 17.000 ljósmyndir og gerðir u.þ.b. 200 uppdrættir af einstökum minjum eða minjasvæðum á Reykjanesskaganum.

Reykjanesskagi

Spákonuvatn, Sesseljupollur og Keilir á Reykjanesskaga.

Í ritgerðinni er ýmist fjallað um sel eða selstöður. Skilgreiningin er sú að með seli er átt við staðinn þar sem selstaðan var. Á einum stað getur hafa verið selstaða frá fleiri en einum bæ, s.s. í Knarrarnesseli (3 selstöður), Gjáseli (3 selstöður), á Selsvöllum (6 selstöður), í Selgjá (11 selstöður),  og Auðnaseli (3 selstöður). Í yfirliti um sel og selstöður í VI. kafla er listi yfir selin í númeraröð og í viðauka aftast fylgir heildarlisti yfir selin í stafrófsröð. Í þeim lista koma fram staðsetningar m.v. Jarðabókina 1703, hvort þau hafi fundist, hnit einstakra selja og hvaða bæ það tilheyrði skv. heimildum.

Sogasel

Sogasel í Sogaselsgíg – Uppdráttur ÓSÁ.

Listinn, líkt og yfirlitið, gefur jafnframt upplýsingar um hvort tiltekið sel hafi verið þekkt, að önnur selstaða hafi verið á sama stað, selið hafi eyðst af völdum náttúrunnar eða verið eytt af mannavöldum eða vafi geti leikið á að um sel hafi verið að ræða. Jafnframt er tiltekið ef sel gæti hafa verið annars konar nytjastaður en til fjár og kúa, s.s. til kola-, fugla- refa, sem og hvaða sel urðu síðar að bæjum. Seljaorðalisti fylgir aftan við heimildarskrána, en í honum er hægt að sjá hvar fjallað er um einstök sel í ritgerðinni. Í viðauka fylgir ritgerðinni kort af svæðinu þar sem öll selin eru merkt inn á með viðkomandi númeri.
Hér má sjá ritgerðina – file:///D:/My%20Passport/Myndir%20-%20afrit/Sel%20vestan%20Esju%20-%20BA-ritgerd/Sel%20og%20selstodur-OmarSmariArmannsson-laest.pdf

Hér má sjá yfirlit yfir þekkt sel og selstöður á Reykjanesskaganum – fyrrum lannámi Ingólfs –

SEL Á REYKJANESI Fjöldi Fundið Staðsetn. GPS
Arasel (Arahnúksel) – 5 tóttir -stekkur 2 x Vatnslstr.
Auðnasel – Höfðasel – Breiðagerðissel 1 x Vatnslstr.
Árbæjarsel (heimasel) 1 x Selás
Ártúnssel 1 x Blikdal
Ásláksstaðasel 1 x v/Knarranessel
Ássel – (Ófriðarstaðasel) 1 x Hvaleyrarv.
Baðsvallasel – Járngerðarstaðarsel 3 x Þorbj.fell/Hagafell
Bakkasel (Sogasel) 1 x Sogagíg
Bakkárholtssel 1 x Reykjafelli/Ölfusi
Bessastaðasel (Viðeyjarsel) 1 x Lækjarbotnum
Bessastaðasel 1 x Bessastaðanesi
Bíldfellssel 1 x Grafningur
Blikdalssel 9 – efsta norðanv. 1 x Blikdal
Bjarnastaðasel (Götusel) 4 x Strandarh.
Blikastaðasel 1 x Stardal
Botnasel 1 x Seldal/Grafn.
Bótasel (Herdísarvíkursel) 1 x Herdísarv.hraun
Brautarholtssel 1 x Blikdal
Breiðabólstaðasel I 1 x Ölfusi
Breiðabólstaðasel II 1 x Ölfusi
Breiðagerðissel v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Brennisel 1 x Óttastaðlandi
Brennisel neðra 1 x Óttastaðlandi
Bringnasel? 1 x Mosfellssveit
Brunnastaðasel 3 x Vatnslstr.
Brúsastaðasel 1 x Selfjalli
Búrfellsgjá I 2 x Garðar
Búrfellsgjá II 1 x Garðar
Búrfellsgjá III 1 x Garðar
Býjasel* 1 x Miðnesh.
Bæjarskerssel – Stekkur* 0 x ofan Bæjarskerja
Dalssel – Járngerðarstaðir 1 x Fagradalsfj.
Dyljáarsel 1 x Eilífsdal
Eiðissel 1 x Geldinganesi
Eimuból 1 x Strandarh.
Elliðakot (kúasel/skáli/fjós) 1 x Kópavogi
Esjubergssel (Móasel) 1 x Leirvogsá
Eyjasel 1 x Eyjar
Fellsendasel? 1 x Þrívörðuhrygg
Fífuhvammssel (Kópavogssel) 1 x Selshrygg
Flekkudalssel I 1 x Flekkudal
Flekkudalssel II 1 x Flekkudal
Flekkuvíkursel 3 x Vatnslstr.
Fornasel (Jónssel) 1 x Almenningum
Fornasel 2 – 3 tóttir 2 x Vatnslstr.
Fornusel – nyrðri 1 x Vatnslstr.
Fornusel – Sýrholti – syðri 1 x Vatnslstr.
Fornasel – Þingvöllum 1 x Þingvellir
Fossársel 1 x Fossárdal
Fremrihálsarsel (Sauðafellss/Möngut.) 1 x Fremrihálsi
Fuglavíkursel (Norðurkot?) 1 x Miðnesh.
Fuglavíkursel II (Fuglavíkurstekkur) 1 x Miðnesh.
Garðaflatir (sjá Garðasel) 1 x Garðar
Gamlasel 1 x Ölvisv./Grafn.
Garðasel (sjá Garðaflatir) 1 x Garðaflöt
Garðastekkur (heimasel) 1 x Garðar
Geldingatjarnarsel 1 x Geldingatjörn
Geldingatjarnarsel? 1 x Geldingatjörn
Gjásel 8 x Vatnslstr.
Gjásel (Lambhagasel) 1 x Almenningum
Gljúfursel 1 x Seldal
Grafarsel 1 x na/Rauðavatns
Gufudalssel (Reykjasel) 1 x Gufudal
Gufunessel I ? 1 x Stardal
Gvendarsel 1 x Undirhlíðum
Gvendarsel 1 x Litlahrauni
Götusel (Bjarnastaðasel) 1 x Selvogi
Götusel? 1 x Selvogi
Hamarskotssel 1 x Sléttuhl.
Hamrasel 1 x Þingvallahreppi
Hamrasel? 1 x Þingvallahreppi
Hafnasel I 1 x Seljavogi
Hafnasel II 1 x Seljavogi
Hálsasel 1 x Seldal
Hálssel 1 x Sauðafelli
Hásteinssel efra 1 x Hásteinar
Hásteinssel neðra 1 x Hásteinar
Heiðarbæjarsel 1 x Heiðarbæ/Grafn.
Helgadalssel (-rétt/-stekkur/-stöðull) 1 x Torfdal/Mosf.sveit
Helgadalssel? 1 x Helgadal
Helgafellssel (gamli bærinn)? 1 x Stardal
Helgusel (Mosfellssel II) 2 x Bringum
Herdísarvíkursel (Bótasel) 1 x Seljabót
Herdísarv.sel (heimasel/stekkur) 1 x Herdísarvík
Herjólfsstaðasel 1 Mela-Seljadal
Hlíðarendasel 2 x Geitafell
Hlíðarhúsasel (Öskjuhlíð – efra) 1 x Öskjuhlíð
Hlíðarsel 1 x Selvogsheiði
Hlöðunessel (gamla) 1 x Vatnslstr.
Hofsel (Gamla Hofsel) 1 x Blikdal
Holusel 1 x Blikdal
Hólasel 1 x Vatnslstr.
Hópssel 1 x Selshálsi
Hópssel II 1 x Krýsuvík
Hjallasel neðra 1 x Selbrekkum
Hjallasel efra 1 x Sellautum
Hjarðarnessel 1 x Blikdal
Hnúkasel? (skúti – tóftir) 1 x Hnúkum
Hraðastaðasel (Helgusel?) 1 Í heimalandi
Hraunsholtssel # 1 x Flatahrauni
Hraunssel – Hraun Ölfusi 1 x Lönguhlíð
Hraunssel eldra – 1 tótt 1 x Núpshl.
Hraunssel eldri – Hraun Grv. – 3 tóttir 3 x Núpshl.
Hraunssel (heimasel) 1 x Borgarhrauni
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel (Litla-Mosfellssel) 1 x Mosfell
Hrísbrúarsel II í hvammi? 1 x Mosfell
Hurðabakssel 1 x Meðalfelli
Húshólmasel (Krýsuvíkursel IV) 1 x Krýsuvík
Hvaleyrarsel I 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel II 1 x Hvaleyrarv.
Hvaleyrarsel III 1 x Seldal
Hvalesnessel 2 x Hvalsnesi
Hvassahraunssel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Hækingsdalssel (6415816-2121729) 1 x Selsvellir
Hækingsdalur (heimasel) 1 x Borgin
Höfðasel -v/Auðnasel 1 x v/Auðnasel
Ingunnarstaðasel (Þórunnarsel) 1 x Inngunnarstöðum
Ingveldarsel 1 x Úlfljótsvatn/Villing.
Innra-Njarðvíkursel* 1 x Seltjörn
Írafellsel 1 x Svínadal
Ísólfsskálasel 1 x Fagradalsfj.
Jófríðastaðasel? (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Jónssel 1 x Seljabrekku
Jórusel (Nes)1 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel I 1 x Grafningur
Kaldárhöfðasel II 1 x Grafningur
Kaldársel 1 x Kaldárseli
Kaldársel II – fjárskjól 1 x Kaldárseli
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Hvammar
Kaldranasel (Krýsuvíkursel VI)? 1 x Litla-Nýjab.hv.
Kárastaðasel 1 x Selgili
Keldnasel (Gufunessel fyrrum) 1 x Sólheimatjörn
Kirkjuvogssel 4 x Höfnum
Kjalarnessel (Nessel) 1 x Blikdal
Kleifarsel 1 x Nesi/Grafningi
Klængsel 1 x Nesi/Grafningi
Knarrarnessel 3 x Vatnslstr.
Kolasel 1 x Óttastaðlandi
Kolhólasel (Vatnsleysusel) 2 x Kálfatjarnarlandi
Korpúlfsstaðasel ? 1 x Stardal
Kópavogssel (Fífuhvammssel) 1 x Kópavogi
Krossel 1 x Hveragerði
Krókssel 1 x Súlufelli
Krýssel? 1 x Austurhlíð
Krýsuvíkursel I (Selöldusel) 1 x Selöldu
Krýsuvíkursel II (Sogasel) 1 x Sogagíg
Krýsuvíkursel III (Seltúnssel) 1 x Seltúni
Krýsuvíkursel IV 1 x Húshólma
Krýsuvíkursel V 1 x Vigdísarvellir
Krýsuvíkursel VI (Kaldranasel) 1 x Litla-N.b.hvammi
Krýsuvíkursel VII (Kringlumýri/kúasel) 1 x Krýsuvík
Kvíguvogasel (fjós) 1 x Vogum
Lambastaðasel 1 x Selfjalli
Lambhagasel ? 1 x Stardal
Lambhagasel (Gjásel) 1 x Almenningum
Lágafellssel 1 x (Stardal) Fóelluv.
Litlalandssel – skúti 1 x Ölfusi
Litlasel (Fornasel – Landakot) 1 x Vatnslstr.
Litlasel # 1 x Selvatn
Litli-Botn 1 x Hvalfirði
Litli-Botn II 1 x Selá
Lónakotssel – Eyðikot – Kolbeinskot 3 x Vatnslstr.
Markúsarsel 1 x Leirtjörn
Meðalfellssel 1 x Meðalfelli
Melabergssel (a/Melab.vatn – heimas) 1 x Melaberg
Melasel (Melakotssel) 1 x Melaseljadal
Merkinessel – eldra (Miðsel) 1 x Höfnum
Merkinessel – yngra 1 x Höfnum
Miðdalssel I ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Miðdalssel II ? 1 x Eilífsdal/Selmýri
Minna-Mosfellssel 1 x Skeggjastaðir
Minna-Mosfellssel (heimasel í Kýrgili) 1 x Mosfellssveit
Miðsel (Merkinessel eldra) 1 x Höfnum
Mosfellssel I 1 x Illaklif
Mosfellssel II (Helgusel) 1 x Bringur
Mosfellssel III ((Minna)-Mosfell) 1 x na/Mosfells
Móasel (Esjubergssel) 1 x Þríhnúkum
Mógilsáarsel (nátthagi/gerði) 1 x Mógilsá
Mýrarholtssel 1 x Blikdal
Múlasel / Skorhagasel 1 x Brynjudal
Múlasel / Múla (Hafnhoolar) 1 x Stardal
Möðruvallasel I 1 x Trönudal
Möðruvallasel II 1 x Svínadal
Möngusel 1 x Höfnum
Naglastaðasel (Hvammssel) 1 x Hvammslandi
Narfakotssel 1 x Innri-Njarðvík
Neðra-Hálssel 1 x Kjós
Nessel /Snjóthússel) 1 x Selvogi
Nessel 1 x Seljadal
Njarðvíkursel I* 1 x Seltjörn
Njarðvíkursel II 1 x Selbrekkum
Norður-Reykjasel (Helgadalssel?) 1 x Innri-Skammadal
Núpasel (Saurbæjarsel) 1 x Urðarásatjörn
Núpasel 1 x Seldal
Nýjabæjarsel (Krýsuvík) 1 x Seljamýri
Nýjasel – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Nýjasel 1 x Krókur/Grafn.
Nærsel (Seljadalssel I) 1 x Seljadal
Oddafellssel nyrðra – Minni-Vatnsl. 1 x Oddafelli
Oddafellssel syðra – Minni Vatnsl. 1 x Oddafelli
Ófriðarstaðarsel – (Ássel) 1 x Hvaleyrarv.
Ólafarsel 1 x Strandarh.
Óttastaðasel 2 x Vatnslstr.
Rauðshellissel 1 x Helgadal
Rauðhólssel – Stóra-Vatnsleysa 1 x Rauðhól
Rauðhólasel (Elliðavatn) 1 x Rauðhólar
Reykjavíkursel #*21 1 x Rvík
(Reykja) Víkursel 1 x Selvatn
Reynivallasel 1 x Seljadal
Rósasel 1 x Keflavík
Sandhafnarsel (heimasel/stekkur) 1 x Sandh./Höfnum
Sandssel 2 x Eyjadal
Sauðafellssel (Hálsasel)? 1 x Sauðafelli
Sauðahúsasel 1 x Hækingslandi
Saurbæjarsel 1 x Blikdal
Saurbæjarsel (sjá Öxnalækjarsel) 1 x Seldal/Ölfusi
Sámsstaðir (sel?) 1 x Stardal
Sel í Búrfellsgjá – Garðasel 2 x Búrfellsgj.
Sel í Selgjá 11 x Selgjá
Sel v/Stampa – Kalmanstjarnarsel # 1 x Höfnum/horfið
Seljadalssel I (Nærsel) 1 x n/Seljadalsár
Seljadalssel II 1 x Seljadal
Seljadalssel III 1 x Seljadal
Seljadalssel IV 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel V 1 x Þormóðsstaðir
Seljadalssel VI 1 x Seljadal vestan
Seljadalssel VII 1 x Seljadal
Selkot (sel frá Stíflisdal – kot) 1 x Þingvallasveit
Selsvallasel – austara – Staður 1 x Núpshl.
Selsvallasel – vestari – Húsatóttir 3 x Núpshl.
Selsvallasel v/Geitafells 1 x Réttargjá
Seltúnssel – (sjá Krýsuvíkursel III) 1 x Krýsuvík
Seltúnssel II 1 x Krýsuvík
Selöldusel – (sjá Krýsuvíkursel II) 1 x Selalda
Setbergssel 1 x Sléttuhl.
Setbergssel – eldra 1 x Urriðakoti
Skálabrekkusel 1 x Selgili
Skeggjastaðasel? 1 x Stardal
Skrauthólasel (Þerneyjarsel) 1 x Hrafnhólum
Smalasel 1 x Rosmhvalanesi
Snorrastaðasel 1 x Snorrast.tj.
Snjóthússel (Nessel) 1 x Selvogi
Sogasel – Kálfatjörn (Bakkasel) 3 x Trölladyngju
Sogasel ytra 1 x Trölladyngju
Sognasel 1 x Seldal / Ölfusi
Sognsel – Sogni í Kjós 1 x v/Fossá – Sandftjörn
Staðarsel 3 x Strandarh.
Staðarsel I 1 x Strandarh.
Staðarsel II 1 x Strandarh.
Staðarsel III (sunnar / fjárskjól) 1 x Strandarh.
Staðarsel IV (sunnar) 1 x Strandarh.
Staðarsel V (sunnar /hlaðinn gangur) 1 x Strandarh.
Stafnessel 1 x Ósum
Stafnessel II (hóll vestan gamla skjól.) 3 x Miðnesheiði
Stafnessel III (heimasel ofan Gálga) 1 x Miðnesheiði
Stafnessel IV (vestan í Djúpavogi) 1 x Djúpavogi
Stafnessel V (klettaborg á flugv.sv.) 1 x Miðnesheiði
Stakkavíkursel eldra 1 x Herdísarv.fjall
Stakkavíkursel yngra 1 x Herdísarv.fjall
Stórasel # 1 x Selvatn
Stóri-Botn 1 x Sellæk
Strandarsel 1 x Selvogsheiði
Straumssel 1 x Almenningum
Suður-Reykjasel 1 x Selbrekkum
Tindstaðasel 1 x Tindstaðir
Urriðakot (kúasel/skáli/fjós) Hofsst. 1 x Garðabær
Úlfarsársel (nátthagi/gerði) 1 x Úlfará – á mörk.
Úlfljótsvatnssel 1 x Selflötum/Grafn.
Valdastaðasel (Grímsts.) Bollastöðum 1 x Kjós
Vallasel 1 x Nesi /Grafningi
Vallasel I – Lækjum 1 x Hveragerði
Vallasel II 1 x Hveragerði
Varmársel 1 x Leirvogsá
Vatnsleysusel ? (Kolhólasel ?) 1 x Vatnslstr.
Viðeyjarsel – Örfirisey.sel (Bessast.sel) 1 x Selfjalli
Viðeyjarsel II – Fóelluvötnum 1 x SV/Lyklafells
Vigdísarvellir – Þórkötlustaðir 1 x Vigd.vellir
Villingavatnssel 1 x Seldal/Grafn.
Vindássel 1 x Strandarh.
Vindássel (Reynivallasel) 1 x Seljadal
Vindássel – Sandfellstjörn 1 x Sandfellstjörn
Vífilstaðasel 3 x Vífilst.hlíð
Víkursel? (Öskjuhlíð – neðra) 1 x Undirhlíðum
Víkursel 1 x Selvatn
Vogasel eldri – 2 tóttir 1 x Vatnslstr.
Vogasel yngri – 3 tóttir – stekkur 3 x Vatnslstr.
Vogsósasel (Stekkurinn) 1 x a/við Hlíðarvatn
Vogsósasel 1 x Selvogsheiði
Vorsabæjarsel 1 x Hveragerði
Þerneyjarsel (Skrauthólasel) 1 x Leirvogsá
Þingvallasel (Sigurðarsel) 1 x Þingvallahrauni
Þingvallasel II (Hrauntún) 1 x Hrauntúni
Þingvallasel II (Selhólar) 1 x Selhólum
Þingvallasel III (Stekkjargjá) 1 x Þingvellir
Þingvallasel IV (Stekkjargjá-kolasel)? 1 x Þingvellir
Þorkelsgerðissel 2 x Selvogsheiði
Þorkötlustaðasel 1 x Vigdísarvellir
Þorlákshafnarsel – Hafnarsel 1 x Votaberg
Þóroddsstaðasel (heimasel) 1 x Þoroddsstaðir
Þórunnarsel (Ingunnarstaðasel) 1 x Brynjudal
Þórusel? 1 x Vatnslstr.
Þórustaðasel 1 x Vatnslstr.
Þrándarstaðasel 1 x Þrándarstöðum
Þurársel? 1 x Þurárhrauni v/Selás
Þurársel – heimasel 1 x Stekkurinn
Örfiriseyjarsel 1 x Lækjarbotnum
Öxnalækjarsel (sjá Saurbæjarsel) 1 x Kömbunum
# eyðilagt í seinni tíð eða horfið
0 norðan
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
9 norðan – efst
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Blikdalur 2012:
Saurbæjarsel 1 Saurbær
Fjós Saurbær
Saurbæjarsel 2 Hof (Hofselin fornu)
Saurbæjarsel 3 Nes
Brautarholtssel 1 Holusel
Brautarholtssel 2 Brautarh.ssel
Brautarholtssel 3 Hjarðarnes
Brautarholtssel 4 Mýrarholt (Mýrarhús)
Brautarholtssel 5 Ártún
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Skrauthólasel***
Esjubergssel**
Móasel**
# Blikdalur 1 norðan 2 sel?
2 norðan
3 sunnan
4 sunnan
5 sunnan
6 norðan
7 sunnan – bær?
8 sunnan
Vantar inn á eitt sel norðan Brynjudalsár – gegnt Inngunarstaðaseli.
Stardalur: Gufunessel
Helgafellssel
Korpúlfsstaðasel
Lambhagasel
Lágafellssel
Blikastaðasel
Þerneyjarsel***
Varmársel
Múlasel* Sámsstaðir*
Reykjavíkursel #*21 Reykjavíkursel „Ánanaustum“ Nestjörn

Þótt maðurinn geti farið ferða sinna fótgangandi um vegleysur hafa götur og vegir jafnan leitt hann á milli áfangastaða. Og hófar hestsins skrifuðu rúnir sínar í grjót og svörð öldum saman áður en fyrstu lög þjóðveldisins voru af mönnum skráð. Hjólið kom síðar til Íslands en nokkurs annars Evrópulands. Það var bæði af því, hve hestarnir voru góðir og landið slæmt.
Reykjavíkurvegir
Vagnar héldu ekki innreið sína í íslenskar sveitir fyrr en um aldamótin 1900, og urðu þá fljótt ómissandi á hverjum bæ. Um svipað leyti hófust einnig reglulegar ferðir póstvagna frá Reykjavík um Suðurland, en víðast annarsstaðar var ekki hægt að koma slíkum ferðum við vegna vegleysis. En með aukinni, reyndar skammvinni, vagnaeign á síðustu árum 19. aldar, og síðar, smám saman með varanlegri bílaeign á þriðja áratug 20. aldar, hurfu þeir fyrrnefnd alveg af sjónarsviðinu.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða framundan.

Reykjavík, bær á hinum ákjósanlegasta stað Reykjanesskagans, er dæmi um þróun samgagna frá fyrstu tíð hér á landi. Vestur af bænum er Atlantshafið, en ofan og allt um kring eru torfærur. Allt frá því að fyrsti norræni landnámsmaðurinn steig á land í Reykjavík um 874 hafa vegir, stígar og götur smám saman verið mótuð í hraunin. Göturnar lágu fyrrum sem nú að og frá öðrum nytjastöðum „aðliggjandi“ byggðalaga, s.s. Norðurlandi og Vestfjörðum fjær, öllu heldur því sem fjarlægt var í nándinni á þeim tíma, hvað þá sem segja skal um Austfirði og byggðirnar handan „ánna“ á Suðurlandi.
Í Frjálsri þjóð árið 1962 er m.a. fjallað um upphaf vegagerðar á Íslandi:

Fornagata

Fornagata í Selvogi.

„Á vorum tímum er það hvarvetna talið eitt af frumskilyrðum hagsældar og framfara hverrar þjóðar, að samgöngumál hennar séu í góðu horfi. Þjóðir, sem um langan aldur bjuggu við frumstæða atvinnuhætti, eiga næsta fábrotna og viðburðasnauða sögu á sviði samgöngumála, og er svo farið um oss Íslendinga allt fram á ofanverða 19. öld. Þó reyndi hver kynslóð að bæta úr aðkallandi nauðsyn í þessu efni sem öðrum, eftir því, sem þekking hrökk til og aðstæður leyfðu.“

Gamli Þingvallavegur

Varða við gatnamót Gamla Þingvallavegar og Seljadalsvegar.

Í þessari samantekt verður leitað heimilda og skrifað um fornar götur almennt hér á landi, fjallað um vörður, forsögu vegaumbóta og þróun samgöngumála með áherslu á elstu Reykjavíkurleiðarnar fornu. Minjunum, þ.e. götunum sjálfum, verður sérstaklega lýst sem og vörðum, skjólum o.fl., sem þeim tengjast.  Umfjöllun er um hugsanlegan aldur þeirra að teknu tilliti til heillegleika, staðsetningar og lögunar sem og vísan til ákvæða gildandi tilskipana, reglna og laga á hverjum tíma. Þá verður getið sagna og minja , sem tengjast umferð um vegina og stöðum í nálægð þeirra, og þróun samgangna lýst.
Af elstu Reykjavíkurleiðunum má t.d. nefna norðurleiðina um Svínaskarð, austurleiðirnar um Lyklafell, Dyraveg og Hellisskarð, suðausturleiðirnar um Ólafsskarð, Selvogsleiðina um Selvogsgötu og Hlíðarveg og Útnesjaleið um Alfaraleið og síðar Suðurferðarveg að Keflavík og Grindavík – http://www.vegagerdin.is/Vefur2.nsf/Files/Reykjavikurvegir_fra_upphafi_til_nutima/$file/Reykjavikurvegir%20fr%C3%A1%20upphafi%20til%20n%C3%BAt%C3%ADma%20.pdf

Hellisheiði

Hellisheiði – forna leiðin um helluna.

FERLIR hefur safnað og skráð heimildir um brennisteinsnám í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Safnið er 68 blaðsíður þar sem getið er bæði um sögu brennisteinsnámsins og sögu.

1. Inngangur

Uppdráttur af brennisteinsnámusvæðinu í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Verkefnið var unnið sem áfangi í fornleifafræðinámi við Háskóla Íslands í samráði við skoraformann í sagnfræði- og heimspekideild, Steinunni. J. Kristjánsdóttur.

Meginviðfangsefnið er að gefa sögulegt yfirlit um brennisteinsvinnslu í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum með hliðsjón af fyrirliggjandi heimildum og leggja fram fornleifaskráningu af svæðunum (sjá fylgiskjöl auk korta). Fylgt var leiðbeiningum Fornleifaverndar ríksins um fornleifaskráningu.

Í Krýsuvík er svæðinu skipt í tvennt, annars vegar Seltúnssvæðið með tilheyrandi minjum og svæði norðan Kleifarvatns er tengst gæti brennisteinsvinnslunni á árunum 1879 til 1883 og hins vegar Baðstofusvæðið ofan fyrrverandi bústjórnarhúsa. Götur að námunum eru tilgreindar í örnefnalýsingum um Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – brennisteinsnámur; Nicholas Pocock 1791.

Í Brennisteinsfjöllum er í lýsingum getið heimilda um leiðir að og frá námunni og minja við þær sem og námusvæðið sjálft austan Kistufells. Öll eru námusvæðin í Krýsuvíkurlandi.

Um er að ræða hluta af atvinnu- og verslunarsögu Íslands og því ástæða til að halda henni til haga. Talið er að brennisteinn hafi verið unninn af Krýsuvíkurbónda á námusvæðunum allt frá 12. öld. Á 17. öld yfirtók danski konungurinn eignarhaldið uns það var framselt einstaklingum og loks félögum í eigu erlendra aðila. Endalok brennisteinsvinnslu í Krýsuvík var um 1882 og í Brennisteinsfjöllum þremur árum síðar.
Ritgerð – brennisteinsnam III

Heimildir:
-Fornleifaskráning. Skráningarstaðlar og leiðbeiningar. Fornleifavernd ríkisins 2008 – http://www.fornleifavernd.is/files/8/20080609105155104.pdf
-Frank Ponzi. Ísland fyrir aldamót, 1995, bls. 126-141 og Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, 1998, bls. 113-129.
-Ólafur Olavius. Ferðabók, landshagir í norðvestur, norður- og norðaustursýslum Íslands 1775-1777, ásamt ritgerðum Ole Henchels um brennistein og brennisteinsnám og Christian Zieners um  surtarbrand, 1965, bls. 259-274.
-Ari Gíslason. Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík (ÖÍ) og Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík (ÖÍ).
-Gísli Sigurðsson. Örnefnalýsingi fyrir Krýsuvík (ÖÍ) og Ólafur Þorvaldsson, Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir, sérrit úr Árbók Ferðafélags Íslands 1999, 36 bls.
-Sveinn Þórðarson. Auður úr iðrum jarðar, saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi, 1998, bls. 113-127.
-Frank Ponzi. Ísland fyrir aldamót, 1995, bls. 126-141 og Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, 1998, bls. 113-129.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – námusvæðið.

Grænavatn

Í Krýsuvík er þyrping sprengigíga. Allir eru þeir líklega yfir 6000 ára, þekktastir eru Grænavatn og Gestsstaðavatn. Í þyrpingunni eru a.m.k. fjórar gígaraðir, þrjár liggja norður-suður og ein NA-SV. Sú vestasta og elsta hefur aðallega gosið gjalli (Gestsstaðavatn) en hinar grjótmylsnu með stórgrýti í bland (Grænavatn) auk gjalls sú austasta (vikið austast í Grænavatni).

Krýsuvík

Krýsuvík – Gestsstaðavatn (nær) og Grænavatn. Stampar h.m.v. Grænavatn.

Yngstar eru tvær gígaraðir sem liggja um Grænavatn. Aðalgígurinn í þeirri eldri er vestan megin í því. Þar gaus bergbrotum og bergmylsnu úr undirlaginu. Það myndar a.m.k. 10 m þykkt lag í gígbarminum sunnan megin. Úrkast þaðan hefur dreifst umhverfis og yfir nálæga gíga með því minni blokkum sem fjær dregur. Kleprahraun, morandi af gabbróhnyðlingum, er úr þeirri yngri austan megin í Grænavatni. Efsti hluti hraunsins er ósambrætt lausagjall. Grjót úr undirlaginu er þarna með.

Aldursmunur á Grænavatnsgígunum er sennilega lítill. Augun, smágígar með pollum báðum megin vegar eru á 300 m langri gígaröð með stefnu N50°A. Hún er tvískipt og partarnir standast ekki á.

Krýsuvík

Grænavatn (t.h.) og Stampar.

Sprengigígarnir raða sér í stefnu skjálftasprungna. Hraunmagn í gosunum hefur verið mjög lítið, þeim fylgdi mikið magn gabbróhnyðlinga og gossprungurnar voru stuttar. Því er líkast að gengið hafi yfir skjálftatímabil sem kom hreyfingu á storknandi kvikumassa í rótum megineldstöðvar Krýsuvíkurkerfisins. Gliðnunarsprungur hreyfðar eftir ísöld er ekki að sjá þarna nærlendis. Í Litla-Stampi sunnan Grænavatns er forn stekkur, sennilega frá bænum Fjalli, sem var þar skammt sunnar.

Sprengigígarnir raða sér í stefnu skjálftasprungna. Hraunmagn í gosunum hefur verið mjög lítið, þeim fylgdi mikið magn gabbróhnyðlinga og gossprungurnar voru stuttar. Því er líkast að gengið hafi yfir skjálftatímabil sem kom hreyfingu á storknandi kvikumassa í rótum megineldstöðvar Krýsuvíkurkerfisins.

Grænavatn

Grænavatn.

Grænavatn (Greenlake) er eldgígur sem fékk nafn sitt af óvenjulegum grænum lit. Liturinn er vegna mikils brennisteins í vatninu og dýpt þess. Vatnið er aðeins um nokkur hundruð metrar í þvermál. Þó vatnið sé lítið er það þó nokkuð djúpt eða 45 metrar. Þetta er sýnilegt þegar þú stendur við brúnina og þú getur séð hvernig liturinn breytist við strandlengjuna þar sem vatnið dýpkar. Grænavatn er talið af jarðfræðingum eitt athyglisverðasta jarðfræðifyrirbæri sinnar tegundar á Íslandi. Talið era ð gígurinn sé um 6.000 ára gamall.
Vegna óvenjulegs eðlis og litar hefur vatnið verið uppspretta þjóðsagnasagna í aldanna rás. Um miðja 16. öld sást til undarlegrar veru koma upp úr vatninu.

Krýsuvík

Krýsuvík – sprengigígar.

Krýsuvíkurbjarg

„Hvernig þætti þér að taka heilt fuglabjarg á leigu? Ekki svo galið kannski, ef þú hefðir eitthvað við það að gera.. . og værir hvergi banginn við að síga í bjargið.
Þetta gera þeir björgunarsveitarmenn í björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði. Þeir félagar hafa síðustu fimm ár verið með Krýsuvíkurbjarg á leigu. Þangað fara þeir á hverju vori til eggjatöku, selja síðan eggin og ágóðinn rennur til endurnýjunar og viðhalds tækja björgunarsveitarinnar.
Fyrir skemmstu fóru björgunarsveitarmenn í leiðangur út í Krýsuvíkurbjarg. Við slógumst í för með þeim og fylgdumst með í ærandi fuglagargi.. .

Sigið í bjargið.

Þrjú til fjögur þúsund egg eftir vorið

Í björgunarsveit Fiskakletts eru 25 menn. Eggjatakan í Krýsuvíkurbjargi er orðin árviss viðburður, svo árviss að sumum finnst vorið og sumarið ekki komið fyrr en búið er að síga í bjargið.
„Við förum alltaf annað slagið hingað út þegar fer að vora, svona til að fylgjast með að
allt sé í lagi,“ segir einn björgunar- sveitarmanna, Einar Ólafsson. ,,En aðaleggjatakan fer fram um mánaðamótin maí-júní. Venjulega höfum við þetta þrjú til fjögur þúsund egg upp úr krafsinu og þau seljum við í verslanir í Hafnarfirði. En eggjatakan er ein fjáröflunarleiða björgunarsveitarinnar.“
— Þið leigið bjargið segirðu, hver á það?
„Það er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Við hirðum líka reka undir bjarginu en það fylgir þeim hlunnindum sem bærinn á. Þar er þó ekkert timbur, aðeins einstaka netabelgir.“
Þótt björgunarsveitarmenn séu 25 síga þeir ekki allir í bjargið. Það sér þriggja til fjögurra manna hópur einkum um. Hver þeirra á „sinn sigstað“, ef svo má að orði komast. Það er að segja, hann sígur nánast alltaf á sömu stöðum í bjargið. Þannig þekkir hann bjargið og um leið eykst öryggið. Það eru bílar björgunarsveitarinnar sem draga sigmennina og þeir eru í talstöðvarsambandi við viðkomandi bíl og gefa þannig fyrirskipanir um hvort eigi að slaka á eða draga.

Lipurð og hugrekki er það sem þarf

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

— En er þetta ekki stórhættulegt þrátt f yrir allt öryggið?
„Ja, er ekki allt hættulegt? Ef varlega er farið gengur þetta slysalaust og það hefur það gert hjá okkur fram að þessu. Allur öryggisbúnaður hjá okkur er í mjög góöu lagi, svo í raun er ekkert að óttast. Það sem þarf hjá sigmönnunum er lipurð og hugrekki og það hafa þeir. Við höfum á að skipa mjög reyndum sigmanni, Bjarna Björnssyni, sem er ótrúlega fljótur og snar í snúningum þegar í bjargið er komið. Hann hefur sigið víða, meðal annars í Látrabjargi, svo hann er öllum hnútum kunnugur. Hann hefur líka verið að segja yngri mönnunum til og þeir eru smám saman að taka við af honum. Einn þeirra er sonur hans, allt efnilegir sigmenn. Það er viss sjarmi yfir þessu bjargsigi á vorin. Þetta er eiginlega fyrsta útiveran á árinu. Við liggjum gjarnan í tjöldum og erum þarna í nokkra daga. Og við borðum auðvitað egg, ýmist soðin eða étum þau hrá.“
Krýsuvíkurbjarg er nokkuð gróið, það gerir fugladritið. Þar verpir svartfugl, fýll og rita. Uppi á bjarginu er virkur gasviti enda eru fengsæl fiskimið fyrir utan og mikið af bátum.

Eggjaþjófar
„Við verðum töluvert fyrir ágangi þarna,“ segir Einar. „Ku það einkum menn sem vilja síga í bjargið og gera þeir það i óleyfi og í okkar óþökk. Það hefur gengið svo langt, að við höfum þurft að kæra menn fyrir vikið. Það hefur meira að segja verið reynt að komast sjóleiðina í bjargið enda til töluverðs að vinna því eggin eru eftirsótt vara.“
— Takið þið hvaða egg sem er?
„Nei.við tökum svartfuglsegg eingöngu. Við hirðum hvorki fýls- né rituegg. Þau síðarnefndu eru til dæmis svo viðkvæm að það væri varla hægt að koma þeim upp. Þau þola ekkert hnjask.“
— Þú talar um eftirsótta vöru. Hvað fáið þið fyrir eggið?
„Í vor seldum við stykkið á 14 krónur í verslanir. Þetta er því töluverð fjáröflunarleið hjá okkur þó ekki sé hún stærst. Það er kannski ekki aðalatriðið heldur hitt hversu gaman við höfum af þessum vorferðum í Krýsuvikurbjarg,“ sagði Einar Ólafsson. -KÞ.

Heimild:
-DV – laugardagur 18. júní 1983, bls. 12-13.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurberg.

Þótt maðurinn geti farið ferða sinna fótgangandi um vegleysur hafa götur og vegir jafnan leitt hann á milli áfangastaða.

Fornugata

Fornugata.

Fótspor hans og hófar hestsins skrifuðu rúnir sínar í grjót og svörð öldum saman áður en fyrstu lög þjóðveldisins voru af mönnum skráð.  Hjólið kom síðar til Íslands en nokkurs annars Evrópulands. Það var bæði af því, hve hestarnir voru góðir og landið slæmt.  Vagnar héldu ekki innreið sína í íslenskar sveitir fyrr en um aldamótin 1900, og urðu þá fljótt ómissandi á hverjum bæ.  Um svipað leyti hófust einnig reglulegar ferðir póstvagna frá Reykjavík um Suðurland, en víðast annarsstaðar var ekki hægt að koma slíkum ferðum við vegna vegleysis. En með aukinni bílaeign á þriðja áratugnum hurfu svo hestvagnar nær alveg af sjónarsviðinu.

Grindavíkurvegir

Grindavíkurvegir – rit.

Grindavík, bær á sunnanverðum Reykjanesskaga, er dæmi um aðra sambærilega staði hér á landi. Suður af bænum er Atlantshafið, en ofan og allt um kring eru hraun. Allt frá því að fyrsti  norræni landnámsmaðurinn steig á land í Grindavík um 930 hafa vegir, stígar og götur smám saman verið mótuð í hraunin. Göturnar lágu fyrrum sem nú  að og frá öðrum nytjastöðum aðliggjandi byggðalaga, s.s. Krýsuvíkur í austri, Voga og  Hafnarfjarðar í norðri, Njarðvíkna í norðvestri og og Hafna í vestri.

Grindavíkurvegur

Unnið við Grindavíkurveginn 1916.

Í þessari samantekt verður leitað heimilda og skrifa um fornar götur almennt hér á landi, fjallað um vörður, forsögu vegaumbóta og þróun samgöngumála með áherslu á elstu Grindavíkurleiðarnar. Minjunum, þ.e. götunum sjálfum, verður sérstaklega lýst sem og  vörðum, skjólum o.fl., sem þeim tengjast. Göturnar voru hnitsettar og  þær skilgreindar. Umfjöllun er um hugsanlegan aldur þeirra að teknu tilliti til heillegleika, staðsetningar og lögunar sem og vísan til ákvæða gildandi tilskipana, reglna og laga á hverjum tíma. Þá verður getið sagna og minja , sem tengjast umferð um vegina og stöðum í nálægð þeirra.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Af elstu Grindavíkurleiðunum má t.d. nefna Skógfellaveg, Sandakraveg (tvískiptan), Skipsstíg, Árnastíg, Ögmundarstíg  og Prestastíg, auk vega sem annað hvort lítt eða ekkert hefur verið getið, en tekist hefur að rekja, s.s. veg um Lágafell, veg í Ósabotna og gamalla gatna milli Staðarhverfis, Járngerðarstaðahverfis og Þórkötlustaðahverfis í Grindavík. Fjallað verður ítarlega um gerð fyrsta akvegarins frá Hafnarfirði (Reykjavík) til Suðurnesja; Suðurnesjaveginn, og loks um aðdraganda að fyrsta akveginum til hins sögulega fiskiþorps á suðurströnd Reykjanesskagans;  Grindavíkur, ekki síst  í tilefni af því að ein öld er frá því að byrjað var að vinna að undirbúningi  vegarins.

Sjálf framkvæmdin á vettvangi  fór fram á árunum 1914 til 1918. Umfjöllunin um þessa tilteknu vegagerð er bæði tilefni og megintilgangur verksins.

Gíghæð

Vegavinnubúðir á Gíghæð við gamla Grindavíkurveginn.

Enn í dag má sjá leifar búða vegavinnumannanna á a.m.k. 10-12 stöðum við veginn þrátt fyrir að umhverfi vegstæðisins hafi verulega verið raskað, einkum við gerð núverandi bílvegar, sem að meginhluta leiðarinnar var lagður ofan á gamla vagnveginn.
Loks verður fjallað um aðrar afleiddar vegabætur út frá Grindavík, s.s. að Reykjanesvita og til Krýsuvíkur svo og þróun hins fyrsta akvegar til nútíma með hliðsjón af breyttum kröfum frá einum tíma til annars.
Meðfylgjandi er og fornleifakönnun á  og við vegstæði fyrsta akvegarins þar sem tilgreindir eru a.m.k. 20 minjastaðir, kort, uppdrættir, ljósmyndir, loftmyndir og hnit af minjum á og við götuna sem og heildstætt vörðu- og minjakort yfir nágrenni Grindavíkur – http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Grindavikurvegir_saga_og_minjar/$file/Grindav%C3%ADkurvegir%20saga%20og%20minjar.pdf

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur fyrrum – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvíkurbjarg

Myndina [s/h] hér að neðan tók sænskur ljósmyndari, þá konunglegur hirðljósmyndari. Hann sagði, að stórfenglegri sýn hefði aldrei borið fyrir auga myndavélar sinnar, og svo áfjáður var hann í myndir, að fylgdarmenn hans urðu að halda í fæturna á honum, svo að hann steypti sér ekki fram af bjargbrúninni í algleymi sínu við myndatökuna.

Krýsuvíkurberg 1972

Krýsuvíkurberg 1972.

„Krýsuvíkurberg er undraheimur — dásamlegur staður öllum, sem ekki eru sneyddir öllu náttúruskyni. Það er að vísu hvergi sérlega hátt, en það er fimmtán kílómetrar á lengd, og það er kvikt af fugli. Þar eru svartfuglar milljónum saman, og þar  má oft sjá súlur i hundraðatali, komnar úr mestu súlnabyggð heims. Eldey. Það er svipmikil sjón að sjá þær steypa sér úr háalofti þráðbeint i sjó niður af svo miklu afli, að strókarnir standa upp úr sjónum, þar sem þær hafna, eins og þar sé allt i einu kominn gosbrunnur við gosbrunn.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg v.m. við fossinn í Eystri-Læk. Hægra meginn við hann er Krýsuvíkurbjarg.

Fuglar hafa að miklu leyti átt griðland í Krýsuvíkurbergi í meira en hálfa öld. Bjargið hefur ekki verið nytjað að neinu ráði síðan 1916. Þá bjó í Krýsuvík Jón Magnússon, faðir Sigurðar endurskoðanda og Magnúsar frönskukennara. Hann hafði árum saman sérstakan bjargmann, kynjaðan austan úr Mýrdal, og var hann reiddur fram á bergið á morgnana um bjargtímann, og var hann þar síðan einn á daginn við fuglaveiðar og eggjatekju. Hann handstyrkti sig á vað með þeim hætti, að hann hringaði endann um steina og bar á grjót, og siðan rakti hann sig á vaðnum niður í bjargið og hafði af honum stuðning á göngu sinni um syllurnar. Enn þann dag i dag má sjá uppi á bjargbrúninni steinahrúgur, sem þessi maður og aðrir á undan honum, notuðu i bjargferðum sínum.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Kvöld hvert var svo bjargmaðurinn sóttur og dagsaflinn reiddur heim, bæði fugl og egg. Þessar bjargafurðir voru síðan fluttar á klökkum inn i Hafnarfjörð og Reykjavik, þar sem verðið á bjargfuglseggjunum var fjórir aurar fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Það var í samræmi við annað verðlag þá, en þótt tuttugu og fimm egg þyrfti í hverja krónu voru það ótrúlega miklar tekjur, sem bjargið gaf af sér — mörg þúsund krónur árlega, jafnvel allt að tíu þúsund krónur að meðaltali, að blaðinu hefur verið tjáð.
Fiskimið voru fast upp að berginu, og var oft fjöldi skipa skammt undan landi, einkum skútur á skútuöldinni, þeirra á meðal Færeyingar. Vestan við bergið eru Selatangar, þar sem fyrrum var útræði. Þar sjást enn leifar sjóbúðanna gömlu, þar sem vermennirnir höfðust við.

Bergsendi eystri

Krýsuvíkurberg. Horft til vesturs á Bergsendum eystri.

Frá fjárréttinni sunnan við Eldborg við Krýsuvíkurveg er í mesta lagi fjörutíu mínútna gangur fram á bjarg, og er þar haldið ofurlítið til austurs. Þar [á Bergsenda eystri] má komast niður að sjó, og opnast allt austurbergið sjónum manna.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Eystri-Lækur fellur fram af berginu, nafnlaus. Ofar nefnist „bergið“ -bjarg, en – berg að neðan (á myndinni).

Flestum verður ógleymanlegt að koma á þennan stað um varptímann, í maí og júní. Innlendir menn og erlendir gleyma sér bókstaflega, þegar þeir sjá hið iðandi líf, sem þrífst þarna á klettasyllunum.
Þegar þessi stutti spölur hefur verið ruddur og gerður bílfær, til dæmis fyrir forgöngu Ferðafélags Íslands, munu menn undrast, hversu lengi sú framkvæmd hefur dregizt.
En eins þarf jafnframt að gæta. Bjargið verður að alfriða og hafa þar vörzlu um varptímann og fram eftir sumri, unz ungar eru komnir á sjóinn, svo að griðníðingar og skemmdarvargar fái sér ekki við komið í þessum véum bjargfuglsins.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg (-berg).

Það er svo mikilfengleg sjón og lífsunaður að kynnast þessum stað, að hann ætti að vera einn þeirra, er hvað mest laðaði að sér fólk hér í nágrenni Reykjavikur. En allir, sem þangað kæmu yrðu að sjálfsögðu að hlíta ströngum reglum, svo að mannaferðir styggðu ekki fuglinn eða trufluðu hann við búskapinn, grjótkast allt að vera stranglega bannað, sem og hróp og köll til þess að styggja hann, svo að ekki sé nefnt óhæfa eins og byssuskot.
Krýsuvíkurberg er ein af perlum landsins, og þá perlu ber okkur að vernda og varðveita af umhyggju og ástúð og varfærni. Ef það er gert, getum við átt hana og notið hennar um langa framtíð, okkur sjálfum og ófæddum kynslóðum til sálubótar i skarkala hversdagslífsins“. JH

Heimild:
-Tíminn, föstudagur 21. júli 1972, bls. 8.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurberg.

Tyrkjabyrgi

Árið 2013 var gerð viðarmikil fornleifaskráning í Eldvörpum ofan Grindavíkur, „Fornleifaskráning í Eldvörpum og milli Prestastígs og Skipsstígs„. Áður hafði svæðið verið fornleifaskráð af ónákvæmni.

Eldvörp

Eldvörp – fornleifaskráning.

Í inngangi skýrslunnar, sem gefin var út í framhaldinu, segir m.a.:
„Að beiðni Ásbjörns Blöndal, forstöðumanns þróunarsviðs HS Orku, tóku skýrsluhöfundar, Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur og Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, saman fornleifaskrá um Eldvörp annars vegar og svæðisins milli Prestastígs og Skipsstígs hins vegar.
Skráningin og samantektin fól m.a. í sér athugun á fyrri skráningum, heimildasöfnun, vettvangsskráningu og úrvinnslu, mat á minjum innan skipulagssvæðisins, s.s. hættumat, og skýrslu- og kortagerð.
Ómar Smári sá um vettvangsvinnu, enda hefur hann um árabil gengið svæðið í þeim tilgangi að leita að minjum og skrá þær. Ragnheiður sá um úrvinnslu gagna, Margrét Valmundsdóttir fornleifafræðingur vann kort, Lísabet Guðmundsdóttir sá um innslátt á hnitum og Anna Rut Guðmundsdóttir annaðist uppsetningu á skýrslunni.

Eldvörp

Eldvörp – minjar.

Á umræddu svæði er m.a. að finna fornar leiðir, byrgi (Tyrkjabyrgin), hlaðin skjól, vörður, refagildru, garðs auk minja úr seinni heimsstyrjöld. Herminjar eru ekki verndaðar í lögum eins og þjóðminjar/fornleifar en vegna þess hve einstakar þær eru þykir rétt að skrá þær svo að framkvæmdaraðilar geti tekið tillit til þeirra við skipulagningu og framkvæmdir.
Skráningargögnin eru vistuð í landfræðilegum gagnagrunni og er öllum gögnum skilað rafrænt.“

Gerðar hafa verið afmarkaðar skráningar af svæðinu í gegnum tíðina. Hins vegar er þar að finna minjar, sem aldrei hafa verið skráðar eða settar í samhengi.

Hér má sjá fornleifaskráninguna í heild – Fornleifaskráning í Eldvörpum.

Eldvörp

Óraskað og áður óskráð byrgi í Eldvörpum.